Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.44.0-wmf.3
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
19. nóvember
0
2721
1888450
1875069
2024-11-19T16:01:00Z
Akigka
183
1888450
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|nóvember}}
'''19. nóvember''' er 323. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (324. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 42 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[461]] - [[Hilarus]] varð páfi.
* 461 - [[Libíus Severus]], rómverskur öldungaráðsmaður, var skipaður keisari Vestrómverska ríkisins af Ricimer. Ricimer var hinn raunverulegi stjórnandi ríkisins alla valdatíð Severusar.
* [[1493]] - [[Kristófer Kólumbus]] kom til [[Púertó Ríkó]] og gerði tilkall til eyjarinnar fyrir hönd Spánar.
* [[1523]] - Giulio di Giuliano de' Medici varð [[Klemens 7.]] páfi.
* [[1594]] - [[Hvítá (Árnessýslu)|Hvítá í Árnessýslu]] þornaði upp á tveimur stöðum í stormi og var gengið þurrum fótum út í hólma í ánni segir [[Skarðsárannáll]].
* [[1608]] - [[Matthías keisari|Matthías]] var krýndur [[Ungverjalandskonungur]] í [[Presbourg]].
* [[1614]] - [[Umsátrið um Ósaka]] hófst í Japan.
* [[1831]] - [[Stóra-Kólumbía]] var leyst upp og til urðu ríkin [[Kólumbía]], [[Venesúela]] og [[Ekvador]].
* [[1875]] - Stytta af [[Bertel Thorvaldsen]] eftir hann sjálfan var afhjúpuð á Austurvelli á 105 ára afmæli Thorvaldsens. Styttan var flutt í Hljómskálagarðinn 1931.
* [[1875]] - [[Thorvaldsensfélagið]] var stofnað í Reykjavík. Stofnendur voru 24 konur og er þetta elsta kvenfélag í Reykjavík.
* [[1899]] - [[Fríkirkja|Fríkirkjusöfnuður]] var stofnaður í Reykjavík.
* [[1919]] - [[Félag íslenskra hjúkrunarkvenna]] var stofnað.
* [[1944]] - [[Héraðssamband Strandamanna]] var stofnað.
* [[1946]] - [[Ísland]] gerðist aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]].
* [[1959]] - [[Auður Auðuns]] var kjörin borgarstjóri í Reykjavík með [[Geir Hallgrímsson|Geir Hallgrímssyni]]. Hún gegndi þessu embætti í tæplega eitt ár, fyrst kvenna.
* [[1959]] - Forsætisráðherra Íslands, [[Emil Jónsson]], baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
* [[1967]] - Herinn gerði byltingu í [[Malí]] og herforingjastjórn tók við völdum.
* [[1967]] - [[Ólafsvíkurkirkja]] var vígð.
* [[1974]] - [[Geirfinnur Einarsson]] hvarf í Keflavík og hófst þá Guðmundar- og [[Geirfinnsmálið]] svonefnda.
* [[1977]] - [[Anwar Sadat]] varð fyrsti arabaleiðtoginn sem fór í opinbera heimsókn til [[Ísrael]].
* [[1977]] - Flugvél frá [[TAP]] hrapaði á flugvellinum í [[Madeira]] með þeim afleiðingum að 131 fórst.
* [[1978]] - Fyrsta [[Take Back the Night]]-gangan fór fram í San Francisco.
* [[1983]] - Fyrsta bjórkráin, [[Gaukur á Stöng]], var opnuð í Reykjavík en bjór var ekki leyfður og var því selt svonefnt [[bjórlíki]] þar til 1. mars 1989.
* [[1983]] - Sjö ungir Georgíubúnar reyndu að ræna [[Aeroflot-flug 6833|Aeroflot-flugi 6833]]. Átta létust.
* [[1984]] - Röð sprenginga í eldsneytisgeymum [[Pemex]] í Mexíkóborg leiddi til dauða yfir 500 manna.
* [[1985]] - [[Ronald Reagan]] og [[Mikhaíl Gorbatsjev]] hittust í fyrsta sinn í Genf í Sviss.
* [[1989]] - [[Tilvera, samtök um ófrjósemi]] var stofnuð á Íslandi.
* [[1995]] - Bandaríska teiknimyndin ''[[Leikfangasaga]]'' var frumsýnd í Bandaríkjunum.
* [[1996]] - Geimskutlan ''[[Columbia (geimskutla)|Columbia]]'' lauk við lengstu geimferð Geimskutluáætlunarinnar, 17 daga og 15 tíma.
* [[1997]] - Fyrsta sjöburafæðingin þar sem öll börnin lifðu átti sér stað í [[Des Moines]] í Iowa.
* [[1998]] - Dvergplánetan [[19521 Chaos]] var uppgötvuð utan við sporbaug Plútós.
* [[2002]] - Gríska olíuflutningaskipið ''[[Prestige]]'' brotnaði í tvennt og sökk undan strönd [[Galisía|Galisíu]]. 76.000 m³ af olíu láku út sem var versta [[umhverfisslys]] í sögu Spánar og Portúgals.
* [[2003]] - [[George W. Bush]] hélt í opinbera heimsókn til [[Bretland]]s og var boðið í [[Buckingham-höll]] af [[Elísabet 2.|Elísabetu 2.]], fyrstum Bandaríkjaforseta frá 1918.
<onlyinclude>
* [[2006]] - Leikjatölvan [[Wii]] frá Nintendo kom út í Bandaríkjunum.
* [[2006]] - Fréttastofur danska sjónvarpsins [[DR]] voru fluttar í [[DR Byen]] á Amager.
* [[2007]] - Íslenska torrentvefnum [[Istorrent|Torrent.is]] var lokað.
* [[2008]] - Claudia Castillo frá Spáni varð fyrst til að fá græddan í sig [[barki|barka]] gerðan með [[vefjatækni]] af [[Paolo Macchiarini]].
* [[2010]] - Óeirðir brutust út í [[Port-au-Prince]] vegna ásakana um að friðargæsluliðar Sþ hefðu breitt út [[kólera|kóleru]].
* [[2010]] - [[Jan Mayen]] var gert að friðlandi.
* [[2014]] - 150 cm snjór féll á skömmum tíma við [[Buffalo]] í New York-fylki í Bandaríkjunum.
* [[2019]] – [[Google]] gaf út leikjaþjónustuna [[Stadia]].
* [[2020]] - [[Brereton-skýrslan]] um stríðsglæpi í [[Stríðið í Afganistan|stríðinu í Afganistan]] kom út.
* [[2022]] - Ekkert kosningabandalag náði meirihluta í [[þingkosningar í Malasíu 2022|þingkosningum í Malasíu]] í fyrsta skipti í sögu landsins.
* [[2023]] - [[Javier Milei]] var kjörinn forseti Argentínu.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1413]] - [[Friðrik 2. af Brandenborg|Friðrik 2.]], kjörfursti af Brandenborg (d. [[1471]]).
* [[1600]] - [[Karl 1. Englandskonungur]] (d. [[1649]]).
* [[1770]] - [[Bertel Thorvaldsen]], myndhöggvari (d. [[1844]]).
* [[1823]] - [[Eiríkur á Brúnum|Eiríkur Ólafsson]] á Brúnum, íslenskur bóndi og mormóni (d. [[1900]]).
* [[1831]] - [[James Garfield]], forseti Bandaríkjanna (d. [[1881]]).
* [[1917]] - [[Indira Gandhi]], forsætisráðherra Indlands (d. [[1984]]).
* [[1925]] - [[Zygmunt Bauman]], pólskur félagsfræðingur (d. [[2017]]).
* [[1933]] - [[Larry King]], bandarískur þáttastjórnandi (d. [[2021]]).
* [[1948]] - [[Halldór Halldórsson (stærðfræðingur)|Halldór Halldórsson]], íslenskur stærðfræðingur.
* [[1950]] - [[Keizo Imai]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1951]] - [[Mihai Ghimpu]], moldóvskur stjórnmálamaður.
* [[1954]] - [[Abd al-Fattah as-Sisi]], forseti Egyptalands.
* [[1958]] - [[Guðmundur Jónsson (forstöðumaður)|Guðmundur Jónsson]], forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins.
* [[1959]] - [[Allison Janney]], bandarísk leikkona.
* [[1960]] - [[Pétur Eggerz]], íslenskur leikari.
* [[1961]] - [[Meg Ryan]], bandarísk leikkona.
* [[1962]] - [[Jodie Foster]], bandarísk leikkona.
* [[1965]] - [[Laurent Blanc]], franskur knattspyrnumaður.
* [[1966]] - [[Ragnheiður Runólfsdóttir]], íslensk sundkona.
* [[1970]] - [[Hreiðar Már Sigurðsson]], íslenskur viðskiptafræðingur.
* [[1971]] - [[Toshihiro Yamaguchi]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1976]] - [[Jack Dorsey]], stofnandi [[X (samfélagsmiðill)|Twitter]].
* [[1977]] - [[Mette Frederiksen]], forsætisráðherra Danmerkur.
* [[1980]] - [[Yipsi Moreno]], kúbverskur sleggjukastari.
* [[1986]] - [[Dayron Robles]], kúbverskur grindahlaupari.
* [[1988]] - [[Xavier Barachet]], franskur handknattleiksmaður.
* [[1989]] - [[Joanne Dabugsii]], míkrónesískur körfuknattleiksmaður.
* [[1990]] - [[Tatsuya Sakai]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1992]] - [[James Tarkowski]], enskur knattspyrnumaður.
== Dáin ==
* [[1557]] - [[Bona Sforza]], drottning Póllands (f. [[1494]]).
* [[1626]] - [[Ernst von Mansfeld]], þýskur herforingi (f. um 1580).
* [[1665]] - [[Nicolas Poussin]], franskur listmálari (f. [[1594]]).
* [[1672]] - [[John Wilkins]], enskur dulmálsfræðingur (f. [[1614]]).
* [[1682]] - [[Róbert Rínarfursti]], þýskur herforingi (f. [[1619]]).
* [[1703]] - [[Maðurinn með járngrímuna]] dó í Bastillunni.
* [[1796]] - [[Þorkell Fjeldsted]], íslenskur lögfræðingur (f. [[1740]]).
* [[1828]] - [[Franz Schubert]], austurrískt tónskáld (f. [[1797]]).
* [[1942]] - [[Bruno Schulz]], pólskur rithöfundur (f. [[1892]]).
* [[1965]] - [[Bjarni Jónsson (vígslubiskup)|Bjarni Jónsson]], íslenskur biskup (f. [[1881]]).
* [[1967]] - [[Casimir Funk]], pólskur lífefnafræðingur (f. [[1884]]).
* [[1982]] - [[Erving Goffman]], kanadískur félagsfræðingur (f. [[1922]]).
* [[2005]] - [[Erik Balling]], danskur kvikmyndaleikstjóri (f. [[1924]]).
* [[2017]] - [[Charles Manson]], bandarískur fjöldamorðingi (f. [[1934]]).
* [[2023]] - [[Rosalynn Carter]], bandarísk forsetafrú (f. [[1927]]).
== Hátíðisdagar ==
* [[Alþjóða klósettstofnunin|Alþjóðlegi klósettdagurinn]].
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Nóvember]]
ge61m9d7nc62zn0r1buqn1yd71lntjj
Slóvenía
0
5167
1888499
1872751
2024-11-20T09:45:42Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888499
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Lýðveldið Slóvenía
| nafn_á_frummáli = Republika Slovenija
| nafn_í_eignarfalli = Slóveníu
| fáni = Flag of Slovenia.svg
| skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovenia.svg
| staðsetningarkort = EU-Slovenia.svg
| tungumál = [[slóvenska]]
| höfuðborg = [[Ljúbljana]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóveníu|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Nataša Pirc Musar]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Robert Golob]]
| ESBaðild = 1. maí 2004
| stærðarsæti = 151
| flatarmál = 20.271
| hlutfall_vatns = 0,7
| mannfjöldaár = 2021
| mannfjöldasæti = 147
| fólksfjöldi = 2.108.977
| íbúar_á_ferkílómetra = 266,8
| staða = [[Sjálfstæði]]
| staða_athugasemd = frá [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]
| atburður1 = Yfirlýst
| dagsetning1 = [[25. júní]] [[1991]]
| VLF_ár = 2020
| VLF = 83
| VLF_sæti = 93
| VLF_á_mann = 40.343
| VLF_á_mann_sæti = 35
| VÞL = {{hækkun}} 0.917
| VÞL_sæti = 22
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[Evra]]
| tímabelti = [[UTC]]+1
| þjóðsöngur = [[Zdravljica]]
| tld = si
| símakóði = +386
}}
'''Slóvenía''' ([[slóvenska]]: ''Slovenija''), formlega '''Lýðveldið Slóvenía''' (''Republika Slovenija''), er land í sunnanverðri [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]<ref name="cultures">{{cite book |url= http://zgs.zrc-sazu.si/Portals/8/Slo_Geo_Over/23.pdf |title= Gateway to Western, Central, and Southeastern Europe |first= Andrej |last= Černe |page= 127 |series= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X}}</ref>, við rætur [[Alparnir|Alpafjalla]]. Slóvenía á landamæri að [[Ítalía|Ítalíu]] í vestri, [[Austurríki]] í norðri, [[Ungverjaland]]i í norðaustri og [[Króatía|Króatíu]] í suðri. Landið á einnig strönd að [[Adríahaf]]i í suðvestri.<ref name="Encyclopedia Britannica 2021">{{cite web | title=Slovenia – History, Geography, & People | website=Encyclopedia Britannica | date=5 June 2021 | url=https://www.britannica.com/place/Slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> Slóvenía er að mestu fjalllent og skógi vaxið.<ref name="perko2008">{{cite journal |url= http://www.theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |title= Slovenia at the Junction of Major European Geographical Units |first= Drago |last= Perko |year= 2008 |newspaper= The Slovenian |publisher= Vse Slovenski Kulturni Odbor [The All Slovenian Cultural Committee] |place= Toronto |access-date= 2022-08-19 |archive-date= 2022-01-28 |archive-url= https://web.archive.org/web/20220128140453/http://theslovenian.com/articles/2008/perko.pdf |url-status= dead }}</ref> Það er 2.017 ferkílómetrar að stærð með rúmlega 2 milljónir íbúa.<ref name="InfoPlease 2017">{{cite web | title=Slovenia | website=InfoPlease | date=3 February 2017 | url=https://www.infoplease.com/world/countries/slovenia | access-date=16 June 2021}}</ref> [[Slóvenar]] eru yfir 80% íbúa landsins.<ref>{{Cite web|url=https://eacea.ec.europa.eu/national-policies/eurydice/content/population-demographic-situation-languages-and-religions-77_en|title = Population: Demographic situation, languages and religions|date = 10 October 2017}}</ref> Opinbert tungumál landsins er [[slóvenska]], sem er [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskt mál]].<ref name="Encyclopedia Britannica">{{cite web | title=Slovene language | website=Encyclopedia Britannica | url=https://www.britannica.com/topic/Slovene-language | access-date=16 June 2021}}</ref> Ríkjandi loftslag í Slóveníu er [[meginlandsloftslag]],<ref name="Fallon2007">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=Pb_eXmEyPvwC&pg=PA40 |title= Slovenia |chapter= Environment |first= Steve |last= Fallon |publisher= Lonely Planet |year= 2007 |edition= 5 |isbn= 978-1-74104-480-5 |page= 40}}</ref> fyrir utan [[Littoral (Slóveníu)|Littoral]]-héraðið og [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]]. [[Miðjarðarhafsloftslag]] nær að norðurendum [[Dínarísku Alparnir|Dínarísku Alpanna]] sem liggja í norðvestur-suðaustur eftir landinu. Í Júlísku Ölpunum í norðaustri er [[Alpaloftslag]] ríkjandi.<ref>{{cite book |chapter-url= http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |first= Darko |last= Ogrin |chapter= Modern Climate Change in Slovenia |page= 45 |title= Slovenia: A Geographical Overview |editor= Orožen Adamič, Milan |publisher= Association of the Geographical Societies of Slovenia |year= 2004 |isbn= 961-6500-49-X |url-status=dead |archive-url= https://web.archive.org/web/20130717233733/http://zgds.zrc-sazu.si/glasgow/9.pdf |archive-date= 17 July 2013 |df= dmy-all }}</ref> Við [[Pannóníusléttan|Pannóníusléttuna]] í norðaustri er meginlandsloftslagið meira áberandi. Höfuðborgin og stærsta borg Slóveníu er [[Ljúbljana]]. Hún er staðsett nærri miðju landsins.<ref name="Mestna občina Ljubljana 2017">{{cite web | title=About Ljubljana | website=Mestna občina Ljubljana | date=3 July 2017 | url=https://www.ljubljana.si/en/about-ljubljana/ | access-date=16 June 2021}}</ref>
Sögulega hefur Slóvenía verið á mörkum [[slavnesk mál|slavnesku]], [[germönsk mál|germönsku]] og [[rómönsk mál|rómönsku]] málsvæðanna.<ref name="cultures"/> Landið var hluti af mörgum ólíkum ríkjum: [[Rómaveldi]], [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]], [[Karlungaveldið|Karlungaveldinu]], [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkinu]], [[Konungsríkið Ungverjaland|Konungsríkinu Ungverjalandi]], [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjum]], [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðum]] í [[Fyrsta franska keisaradæmið|Fyrsta franska keisaradæminu]], [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] og loks [[Austurrísk-Ungverska keisaradæmið|Austurríki-Ungverjalandi]] til [[1918]].<ref name="Encyclopedia Britannica 2021"/> Í október 1918 tóku Slóvenar þátt í að stofna [[Konungsdæmi Serba, Króata og Slóvena]]<ref name="Trgovčević 2016">{{cite web | last=Trgovčević | first=Ljubinka | title=Yugoslavia | website=International Encyclopedia of the First World War (WW1) | date=18 July 2016 | url=https://encyclopedia.1914-1918-online.net/article/yugoslavia | access-date=18 June 2021}}</ref> og í desember 1918 varð landið ásamt [[Konungsríkið Serbía|Konungsríkinu Serbíu]], hluti af [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkinu Júgóslavíu]].<ref name="I feel Slovenia 2020">{{cite web | title=History and culture | website=I feel Slovenia | date=4 March 2020 | url=https://www.slovenia.info/en/plan-your-trip/facts-about-slovenia/history-and-culture | access-date=16 June 2021}}</ref> Í [[síðari heimsstyrjöld]] hernámu [[Þriðja ríkið]], [[Ítalía]] og [[Ungverjaland]] Slóveníu, en lítið landsvæði fór til [[Króatía|Króatíu]] sem nasistar höfðu gert að [[leppríki]].<ref name="sečen2005">{{cite news |url= http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |title= Mejo so zavarovali z žico in postavili mine |language=sl |trans-title= They Protected the Border with Wire and Set up Mines |newspaper= Dnevnik.si |first= Ernest |last= Sečen |date= 16 April 2005 |access-date= 13 April 2012 |archive-url= https://web.archive.org/web/20150321045008/http://www.dnevnik.si/tiskane_izdaje/dnevnik/121558 |archive-date= 21 March 2015 |url-status= dead }}</ref> Árið 1945 varð landið hluti af [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Eftir stríð varð Júgóslavía fyrst hluti af [[Austurblokkin]]ni, en [[ágreiningur Títós og Stalíns]] 1948 varð til þess að landið stóð utan við [[Varsjárbandalagið]] og árið 1961 varð það einn af stofnendum [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtaka hlutlausra ríkja]].<ref>{{cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/event/alignment-to-non-alignment-yugoslavia-discovers-the-third-world|title=From Alignment to Non-Alignment: Yugoslavia Discovers the Third World|work=Wilson Center|date=5 June 2019|access-date=9 April 2021}}</ref> Í júní 1991 varð Slóvenía fyrst aðildarríkja Júgóslavíu til að [[tíu daga stríðið|kljúfa sig frá sambandsríkinu]] og lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.<ref name="Škrk1999">{{cite book |chapter-url= https://books.google.com/books?id=AhwHHtwbhioC&pg=PA5 |title= Succession of States |editor-first= Mojmir |editor-last= Mrak |chapter= Recognition of States and Its (Non-)Implication on State Succession: The Case of Successor States to the Former Yugoslavia |page= 5 |first= Mirjam |last= Škrk |publisher= Martinus Nijhoff Publishers |year= 1999|isbn= 9789041111456 }}</ref>
Slóvenía er [[þróað land]] og [[hátekjuland]] sem situr hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]].<ref name="The Heritage Foundation 2021">{{cite web | title=Slovenia Economy: Population, GDP, Inflation, Business, Trade, FDI, Corruption | website=The Heritage Foundation | date=24 January 2021 | url=https://www.heritage.org/index/country/slovenia | access-date=16 June 2021 | archive-date=25 janúar 2022 | archive-url=https://web.archive.org/web/20220125015732/https://www.heritage.org/index/country/slovenia | url-status=dead }}</ref> Samkvæmt [[Gini-vísitalan|Gini-vísitölunni]] er [[tekjujöfnuður]] þar með því mesta sem gerist í heiminum.<ref>{{Cite web|title=Gini index (World Bank estimate) {{!}} Data|url=https://data.worldbank.org/indicator/SI.POV.GINI?end=2019&most_recent_value_desc=false&start=2019&view=bar|access-date=21 July 2021|website=data.worldbank.org}}</ref> Slóvenía á aðild að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] (frá [[1. maí]] [[2004]]), [[evrusvæðið|Evrusvæðinu]] og [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[OECD]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og [[NATO]].<ref name="Portal GOV.SI">{{cite web | title=International organisations and international law | website=Portal GOV.SI | url=https://www.gov.si/en/policies/foreign-affairs/international-organisations-and-international-law/ | access-date=16 June 2021}}</ref> Landið hefur áheyrnarstöðu í [[La Francophonie]].
== Heiti ==
Slóvenía merkir „land [[Slóvenar|Slóvena]]“ á [[slóvenska|slóvensku]] og öðrum [[suðurslavnesk mál|suðurslavneskum málum]]. Nafnið er skylt heitunum [[Slavónía]], [[Slóvakía]] og [[Slavar]]. Uppruni orðsins Slavar er óviss, en er oftast rakinn til orðsins ''slovo'' „orð“, í merkingunni „fólk sem talar sama mál“.
Heiti ríkisins Slóveníu kom upprunalega frá [[Þjóðfrelsisnefnd Slóvena]] 19. febrúar 1944. Nefndin kallaði ríkið „Sambandsríkið Slóveníu“ (''Federalna Slovenija''), sem var eitt fylki innan sambandsríkisins [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Þann 20. febrúar var ríkið nefnt „Alþýðulýðveldið Slóvenía“ (''Ljudska republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/? |title=Mesto kot upravnoteritorialna enota 1945–1955 |language=sl, en |trans-title=A Town as an Administrative–Territorial Unit |first=Janez |last=Kopač |year=2007 |volume=30 |issue=2 |publisher=Arhivsko društvo Slovenije |id={{COBISS|ID=914293}} |page=83 |journal=Arhivi |issn=0351-2835 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180831002448/http://www.dlib.si/details/URN:NBN:SI:DOC-AFGPZB0W/ |archive-date=31 August 2018 |url-status=dead }}</ref> Það nafn stóð til 9. apríl 1963 þegar því var breytt í „Sósíalíska lýðveldið Slóvenía“ (''Socialistična republika Slovenija'').<ref>{{cite journal |url=http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |title=Ustava Socialistične republike Slovenije z dne 9. aprila 1963 |language=sl |trans-title=The Constitution of the Socialist Republic of Slovenia from 9 April 1963 |first=Janez |last=Kopač |journal=Arhivi |year=2001 |volume=XXIV |issue=1 |page=1 |access-date=30 August 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160303232837/http://sistory.si/publikacije/prenos/?urn=SISTORY:ID:9842 |archive-date=3 March 2016 |url-status=dead }}</ref> Þann 8. mars 1990 var „sósíalíska“ tekið burt úr nafni ríkisins sem þá hét „Lýðveldið Slóvenía“. Lýðveldið var hluti af Sósíalíska sambandslýðveldinu Júgóslavíu til 25. júní 1991.
== Saga ==
Þar sem Slóvenía stendur hefur verið byggð frá [[forsögulegur tími|forsögulegum tíma]]. Elstu minjar um mannabyggð eru 250.000 ára gamlar.<ref>{{cite web|url=http://www.slovenia.si/slovenia/history/milestones/|title=Milestones - slovenia.si|website=slovenia.si|access-date=18 March 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20180222170919/http://www.slovenia.si/slovenia/history/milestones/|archive-date=22 February 2018|url-status=dead}}</ref> [[Divje Babe-flautan]] er bein úr hellabirni með götum í, talin vera frá um 43100 ± 700 [[f.o.t.]]. Hún fannst í helli nálægt [[Cernko]]. Hún er talin vera [[flauta]] og þar með líklega elsta [[hljóðfæri]] sem fundist hefur í heiminum.<ref>{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=G9tDboBJ70EC |title=The Land Between: A History of Slovenia |chapter=From Prehistory to the End of the Ancient World |page=15 |first=Oto |last=Luthar |year=2008 |publisher=Peter Lang |isbn=978-3-631-57011-1}}</ref> Á 3. og 4. áratugnum fann fornleifafræðingurinn [[Srečko Brodar]] gripi frá [[krómagnonmenn|krómagnonmönnum]] í [[Potok-hellirinn|Potok-hellinum]].<ref>{{cite web |url=http://www.parc.si/index.html |title=Potočka zijavka |work=Parc.si |publisher=Palaeolithic Research Centre |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20121003053958/http://www.parc.si/index.html |archive-date=3 October 2012}}</ref><ref name="autogenerated2">{{cite encyclopedia |url=http://www.dedi.si/dediscina/323 |title=Potočka zijalka |work=Enciklopedija naravne in kulturne dediščine na Slovenskem – DEDI |first1=Irena |last1=Debeljak |first2=Matija |last2=Turk |editor=Šmid Hribar |editor2=Mateja Torkar |editor3=Gregor Golež |editor4=Mateja Podjed |editor5=Dan. Drago Kladnik |editor6=Drago. Erhartič |editor7=Bojan Pavlin |editor8=Primož. Jerele, Ines. |access-date=12. mars 2012 |language=sl |archive-url=https://web.archive.org/web/20120515062641/http://www.dedi.si/dediscina/323 |archive-date=15. maí 2012 |url-status=dead}}</ref>
Árið 2002 fundust yfir 4500 á gamlar leifar af [[stauraþorp]]um í [[Ljúbljanamýri]]. Þær eru nú á [[heimsminjaskrá UNESCO]] ásamt [[hjólið úr Ljúbljanamýri|viðarhjóli]] sem er elsta varðveitta [[hjól]] heims<ref name="The_Oldest_Wooden_Wheel_in_the_World">{{cite web |url=http://www.koliscar.si/en/virtual-exhibition/ |title=The oldest wooden wheel in the world: Virtual exhibition |date=4 January 2013 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130123085747/http://www.koliscar.si/en/virtual-exhibition |archive-date=23 January 2013}}</ref> og sannar að hjólið var uppgötvað samtímis í Mesópótamíu og Evrópu.<ref name="Slovenia">{{cite web |title=World's Oldest Wheel Found in Slovenia |url=http://www.ukom.gov.si/en/media_relations/background_information/culture/worlds_oldest_wheel_found_in_slovenia/ |date=March 2003 |publisher=Government Communication Office of the Republic of Slovenia |author=Alexander Gasser |access-date=19 August 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120714033224/http://www.ukom.gov.si/en/media_relations/background_information/culture/worlds_oldest_wheel_found_in_slovenia/ |archive-date=14 July 2012}}</ref> Milli [[bronsöld|bronsaldar]] og [[járnöld|járnaldar]] blómstraði [[grafkerjamenningin]]. Fornleifar frá [[Hallstatt-tímabilið|Hallstatt-tímabilinu]] hafa fundist í Suðaustur-Slóveníu, þar á meðal [[situla]]-leirfötur í „situlabænum“ [[Novo Mesto]].<ref name="google2008">{{cite journal |url=http://www.maribor2012.info/userfiles/File/application-form_2007+supplement_2008_v3.pdf |title=Application for the Title of the European Capital of Culture 2012 |publisher=City Municipality of Maribor |year=2008 |access-date=2022-09-04 |archive-date=2020-04-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200406170532/http://www.maribor2012.info/userfiles/File/application-form_2007+supplement_2008_v3.pdf |url-status = dead }}{{dead link|date=August 2017|bot=medic}}{{cbignore|bot=medic}}</ref>
[[File:Emona v Ljubljani (6).jpg|thumb|left|Suðurmúr rómversku [[Emona]] (endurgerð) þar sem Ljúbljana stendur nú.]]
Á tímum [[Rómaveldi]]s skiptist landið milli [[Venetía og Histría|Venetíu og Histríu]] (hérað X í [[rómverska Ítalía|rómversku Ítalíu]] samkvæmt flokkun [[Ágústus]]ar, og [[Pannónía|Pannóníu]] og [[Noricum]]. Rómverjar reistu virki í [[Emona]] (Ljúbljana), Poetovio ([[Ptuj]]) og Celeia ([[Celje]]). Þeir byggðu vegi sem lágu um land Slóveníu frá Ítalíu til Pannóníu. Á 5. og 6. öld varð landið fyrir innrásum [[Húnar|Húna]] og [[Germanar|Germana]]. Hluti landsins var varinn með röð varðturna og múra sem nefndist [[Claustria Alpium Iuliarum]]. [[Orrustan um Frigidus]] milli [[Þeódósíus 1.|Þeódósíusar 1.]] og [[Evgeníus]]ar átti sér stað í [[Vipava-dalur|Vipava-dal]] árið 394.<ref>{{cite book |last1=Wolfram |first1=Herwig |title=The Roman Empire and Its Germanic Peoples |url=https://archive.org/details/romanempireitsge0000wolf |date=1997 |publisher=University of California Press |location=Berkeley, CA |page=[https://archive.org/details/romanempireitsge0000wolf/page/92 92]}}</ref><ref>{{cite book |last1=Singleton |first1=Fred |title=A Short History of the Yugoslav Peoples |date=1989 |publisher=Cambridge University Press |location=Cambridge |page=2}}</ref>
=== Landnám Slava og miðaldir ===
[[File:Klagenfurt Landhaus Großer Wappensaal Fürstenstein 19072006 6295.jpg|thumb|[[Furstasteinninn]], tákn hertogadæmisins [[Karantanía|Karantaníu]].]]
[[Slavar|Slavneskir]] forfeður nútíma Slóvena settust að á þessu svæði á [[6. öld]] eftir að [[Langbarðar]] fluttu sig vestar árið 568 og [[Avarar]] höfðu stofnað slavneskt ríki í Austur-Ölpum. Milli 623 og 624 eða líklega frá 626, sameinaði [[Samó konungur]] slavnesku ættbálkana gegn Avörum og Germönum og stofnaði það sem hefur verið kallað ríki Samós. Eftir upplausn ríkisins við lát Samós árið 658 eða 659, stofnuðu forfeður Slóvena þar sem nú er [[Kärnten]] sjálfstæðu ríkin [[Karantanía|Karantaníu]]<ref>{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=y0MqAQAAMAAJ |title=Na stičišču svetov: slovenska zgodovina od prazgodovinskih kultur do konca 18. stoletja |first=Peter |last=Štih |language=sl |trans-title=At the Junction of the Worlds: Slovene History from the Prehistoric Cultures to the End of the 18th Century |isbn=978-961-241-375-0 |publisher=Modrijan Publishing House |page=33|year=2009 }}</ref> og [[Karníóla|Karníólu]] sem síðar varð hertogadæmi. Aðrir hlutar núverandi Slóveníu voru undir stjórn Avara þar til [[Karlamagnús]] sigraði þá árið 803.
[[Karantanar]] voru fyrstu Slavarnir sem tóku upp [[kristni]]. Þeir voru flestir kristnaðir af írskum trúboðum, þar á meðal [[Modestus (trúboði)|Modestusi]] sem er þekktur sem „postuli Karantana“. Ritið ''[[Conversio Bagoariorum et Carantanorum]]'' segir frá kristnun Karantana og [[Bæverjar|Bæverja]] og er talið ýkja hlutverk kirkjunnar í Salzburg en draga úr hlutverki patríarkatsins í [[Aquileia]].
Um miðja 8. öld varð Karantanía hertogadæmi undir stjórn [[Bæjaraland|Bæverja]] sem hófu að kristna landsmenn. Þremur áratugum síðar urðu bæði Karantanar og Bæverjar hluti af [[Frankaríkið|Frankaríkinu]] undir stjórn [[Karlungar|Karlunga]]. [[Karníóla]] varð líka hluti af ríki Franka og var kristnuð af trúboðum frá Aquileiu. Eftir uppreisn gegn Frönkum í [[Liudewit]] í upphafi 9. aldar settu Frankar Karantanísku furstana af og settu frankverska hertoga yfir landið sem við það varð [[lénsveldi|lén]].
Eftir sigur [[Ottó 1. keisari|Ottós 1.]] yfir [[Magýarar|Magýörum]] árið 955 var landi Slóvena skipt í nokkur landamærahéruð innan [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]]. Karantanía var það mikilvægasta og var gerð að [[Hertogadæmið Karantanía|hertogadæmi]] árið 976. [[Freising-handritin]], elstu varðveittu slóvensku skjölin og fyrstu skjölin á slóvensku sem rituð voru í [[latneskt letur|latnesku letri]] voru rituð um árið 1000.
Á 11. öld tók þýsk menning yfir þar sem nú er [[Neðra-Austurríki]] svo Slóvensku löndin einangruðust frá öðrum [[Vestur-Slavar|vesturslavneskum]] svæðum. Við það tóku Karantanar og Karníólar að mynda sjálfstæða þjóð. Á hámiðöldum voru sögulegu héruðin Karníóla, [[Styrja (hérað)|Styrja]], [[Karintía]], [[Gorizia]], [[Tríeste]] og [[Istría]] búin til úr landamærahéruðunum og innlimuð í Heilaga rómverska ríkið. Myndun þessara héraða átti sér stað á löngum tíma milli 11. og 14. aldar og þau heyrðu undir nokkrar mikilvægar aðalsættir eins og [[hertoginn af Spanheim|hertogana af Spanheim]], [[Meinhard-ætt]], [[hertogadæmið Celje|hertogana af Celje]] og [[Habsborgarar|Habsborgara]]. Samtímis breiddist þýskt mál og menning út á svæðinu og slóvenskumælandi löndum fækkaði. Á 15. öld voru lönd Slóvena orðin svipuð að stærð og núverandi Slóvenía.<ref name="culture.si">{{cite web|url=http://www.culture.si/en/Slovenia |title=About Slovenia – Culture of Slovenia |publisher=Culture.si |access-date=2 June 2012}}</ref>
Árið 1335 dó [[Hinrik af Bæheimi]], hertogi af Karintíu, landgreifi af Kariniólu og hertogi af Týról, án karlkyns erfingja. Dóttir hans, [[Margrét hertogaynja af Týról|Margrét]] gat haldið [[hertogadæmið Týról|hertogadæminu Týról]], en keisarinn [[Lúðvík 4. keisari|Lúðvík 4.]] lét [[Albert 2. af Austurríki]] af ætt Habsborgara fá Karintíu og Karníólu, en móðir hans var systir Hinriks af Bæheimi. Þannig komust löndin sem nú mynda Slóveníu í hendur Habsborgara. Ásamt öðrum löndum þeirra voru þessi lén hálfsjálfstæð með sitt eigið stjórnkerfi um tíma. Hertogarnir af Celje kepptu við Habsborgara um áhrif, en dóu út árið 1456. Hinar miklu landareignir þeirra féllu í kjölfarið Habsborgurum í skaut sem héldu stjórn svæðisins fram að upphafi 20. aldar. Núverandi vesturhluti Slóveníu var hluti af [[Patria del Friuli]] þar til [[lýðveldið Feneyjar]] tók það yfir árið 1420.
[[File:Boj s Turki-Valvasor.jpg|thumb|Bardagi milli Tyrkjaveldis og Habsborgara í núverandi Slóveníu í Tyrkjastríðinu mikla.]]
Undir lok miðalda ollu ránsferðir [[Tyrkjaveldi|Tyrkja]] inn í lönd Habsborgara miklu tjóni í löndum Slóvena. Árið 1515 gerðu [[slóvenska bændauppreisnin 1515|slóvenskir bændur uppreisn]] sem breiddist út um allt landið. Árin 1572 og 1573 gerðu [[bændauppreisn Króata og Slóvena|Króatar og Slóvenar aðra bændauppreisn]]. Þessar uppreisnir voru barðar niður af mikilli hörku, en héldu samt áfram á 17. öld.<ref name="culture.si"/>
=== Nýöld ===
Eftir að [[lýðveldið Feneyjar]] var leyst upp árið 1797 gekk sá hluti Slóveníu til Austurríska keisaradæmisins. [[Lönd Slóvena]] voru hluti af [[Illyrísku héruðin|Illyrísku héruðunum]] sem [[Napóleon]] stofnaði, [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæminu]] síðar [[Austurríki-Ungverjaland]]i. Slóvenar bjuggu í stærstum hluta Karníólu, suðurhluta hertogadæmanna Karintíu og Styrju, og norður- og austurhéruðum [[Austurríska ströndin|Austurrísku strandarinnar]], auk [[Prekmurje]] í [[konungsríkið Ungverjaland|konungsríkinu Ungverjalandi]].<ref>{{cite journal |url=http://journals.lib.washington.edu/index.php/ssj/article/download/3797/3208 |title= The Terms Wende-Winde, Wendisch-Windisch in the Historiographic Tradition of the Slovene Lands|first=Rado |last=Lenček |author-link=Rado Lenček |year=1990 |journal= Slovene Studies|volume=12 |issue=1 |page=94 |doi=10.7152/ssj.v12i1.3797|doi-access=free }}</ref> Iðnvæðingu landanna fylgdi gerð járnbrauta til að tengja saman borgir og markaði, en þéttbýlisvæðing var takmörkuð.
Á 19. öld hófst líka endurreisn bókmennta á [[slóvenska|slóvensku]] undir áhrifum frá [[rómantísk þjóðernishyggja|rómantískri þjóðernishyggju]]. Árið [[1848]] varð til sterk hreyfing innan [[Austurríki]]s sem barðist fyrir sameinuðu Slóvensku konungsveldi (''Zedinjena Slovenija'') undir stjórn keisaradæmisins, jöfnum rétti [[slóvenska|slóvenska málsins]] á opinberum vettvangi, og var andvíg sameiningu [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldisins]] við [[þýska ríkjasambandið]]. Hreyfingunni tókst ekki áætlunarverk sitt, en þetta voru baráttumál Slóvena fram að [[fyrri heimsstyrjöld]]. Á sama tíma breiddist [[júgóslavismi]] sem lagði áherslu á sameiningu allra [[Suður-Slavar|Suður-Slava]] út sem viðbragð við [[þýsk þjóðernishyggja|þýskri]] og [[ítölsk þjóðernishyggja|ítalskri þjóðernishyggju]].
Vegna takmarkaðra atvinnutækifæra fluttust um 300.000 Slóvenar til annarra landa milli 1880 og 1910,<ref name="Benderly9">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=rXiCp49NJh8C&pg=PA10 |title=Independent Slovenia: Origins, Movements, Prospects |chapter=In the Beginning: The Slovenes from the Seventh Century to 1945 |first1=Jill |last1=Benderly |first2=Evan |last2=Kraft |publisher=Palgrave Macmillan |year=1996 |isbn=978-0-312-16447-8 |pages=9–11}}</ref> flestir til Bandaríkjanna, en líka til Suður-Ameríku (aðallega Argentínu), Þýskalands, Egyptalands og stærri borga í Austurríki-Ungverjalandi, aðallega [[Vínarborg]]ar og [[Graz]]). Hæst hlutfall Slóvena í Bandaríkjunum er í [[Cleveland]], Ohio, en margir settust líka að í Pittsburgh, Chicago, Pueblo í Colorado, Butte í Montana, norðurhluta Minnesóta og Salt Lake Valley. Karlmennirnir fluttu með sér kunnátu í námavinnslu. Þrátt fyrir brottflutning fjölgaði íbúum Slóveníu töluvert.<ref name="Benderly9"/> Hlutfall læsi var óvenjuhátt, eða 80-90%.<ref name="Benderly9"/>
=== Fyrri heimsstyrjöld ===
[[File:Eingebaute Mannschaftsunterstände am Monte Sabotino.jpg|thumb|[[Orrusturnar við Isonzo]] áttu sér aðallega stað í fjallahéruðum við ána Soča.]]
Mikið mannfall var meðal Slóvena í [[fyrri heimsstyrjöld]], sérstaklega í tólf [[orrusturnar við Isonzo|orrustum við Isonzo]] sem áttu sér stað við núverandi landamæri að Ítalíu. Hundruð þúsunda Slóvena voru kvaddir í austurríska herinn og yfir 30.000 féllu. Nokkur hundruð þúsund hröktust í flóttamannabúðir í Austurríki og Ítalíu þar sem farið var með þá sem óvini ríkisins. Nokkur þúsund létust úr hungri og sjúkdómum milli 1915 og 1918.<ref>Petra Svoljšak, ''Slovenski begunci v Italiji med prvo svetovno vojno'' (Ljubljana 1991).</ref> Stórir hlutar [[Littoral-hérað]]s voru lagðir í rúst.
Með [[Rapallo-samningurinn|Rapallo-samningnum]] 1920 urðu um 327.000 Slóvenar eftir innan landamæra Ítalíu.<ref name="SacroEgoismo2012">Lipušček, U. (2012) ''Sacro egoismo: Slovenci v krempljih tajnega londonskega pakta 1915'', Cankarjeva založba, Ljubljana. {{ISBN|978-961-231-871-0}}</ref><ref name="Cresciani_ClashOfCivilisations">Cresciani, Gianfranco (2004) [https://docs.google.com/open?id=0B1aAzmXBjZO5eFQySUlrdTBYRkk Clash of civilisations] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200506152156/https://docs.google.com/open?id=0B1aAzmXBjZO5eFQySUlrdTBYRkk |date=6 May 2020 }}, Italian Historical Society Journal, Vol. 12, No. 2, p. 4</ref> Eftir [[Rómargangan|Rómargönguna]] þegar fasistar náðu völdum á Ítalíu voru þessir ítölsku Slóvenar þvingaðir til að taka upp ítalskt mál og menningu. Þetta olli fjöldaflótta Slóvena, sérstaklega millistéttarfólks, frá Littoral og [[Tríeste]], til [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] og Suður-Ameríku. Þeir sem urðu eftir skipulögðu andspyrnuhreyfingar. Sú þekktasta var [[TIGR]]-samtökin stofnuð 1927 til að berjast á móti kúgun fasista gegn Slóvenum og Króötum í [[Venezia Giulia]].<ref name="Mira Cencič 1997">Mira Cencič, ''TIGR'' (Ljubljana: Mladinska knjiga, 1997)</ref><ref name="Tatjana Rejec 1995">Tatjana Rejec, ''Pričevanja o TIGR-u'' (Ljubljana: [[Slovene Society]], 1995)</ref>
=== Konungsríkið Júgóslavía ===
[[File:KongressfallofAH.jpg|thumb|left|Stofnun ríkis Slóvena, Króata og Serba lýst yfir á þingtorginu í Ljúbljana 20. október 1918.]]
[[Alþýðuflokkur Slóveníu]] hóf baráttu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og krafðist stofnunar hálfsjálfstæðs suðurslavnesks ríkis innan veldis Habsborgara. Flestir aðrir slóvenskir flokkar tóku tillöguna upp og í kjölfarið fylgdi sameiginleg yfirlýsing, [[Maíyfirlýsingin (1917)|Maíyfirlýsingin]].<ref>{{Cite book |last=Kranjec |first=Silvo |chapter=Korošec Anton |title=Slovenski biografski leksikon |chapter-url=http://nl.ijs.si:8080/fedora/get/sbl:1188/VIEW/ |year=1925–1991 |edition=Online |publisher=[[Slovenian Academy of Sciences and Arts]] |access-date=24 July 2010 |language=sl |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110823082222/http://nl.ijs.si:8080/fedora/get/sbl:1188/VIEW/ |archive-date=23 August 2011}}</ref> Austurrískir stjórnmálamenn höfnuðu kröfunni, en eftir upplausn Austurrísk-ungverska keisaradæmisins 1918 tók [[Þjóðarráð Slóvena, Króata og Serba]] við völdum í [[Zagreb]] þann 6. október 1918. Þann 29. október var lýst yfir sjálfstæði í Ljúbljana og á króatíska þinginu, sem leiddi til stofnunar [[Ríki Slóvena, Króata og Serba|Ríkis Slóvena, Króata og Serba]].
[[File:Treaty of Rapallo.png|thumb|upright=1.5|Kort sem sýnir núverandi land Slóveníu með hefðbundnum mörkum héraða. Slóvenskumælandi landsvæði sem Ítalar fengu eftir fyrri heimsstyrjöld eru með röndum.]]
Þann 1. desember 1918 rann Ríki Slóvena, Króata og Serba saman við [[Serbía|Serbíu]] og varð hluti af [[Konungsríki Serba, Króata og Slóvena]]. Árið 1929 var þetta ríki nefnt [[Konungsríkið Júgóslavía]]. Slóvenía var iðnvæddasti og vestrænasti hluti ríkisins og varð miðstöð iðnframleiðslu sem var fjórum sinnum meiri en í Serbíu og 22 sinnum meiri en í [[Norður-Makedónía|Norður-Makedóníu]]. Vöxtur iðnframleiðslu var hraður á 3. áratugnum og vel gekk að takast á við afleiðingar [[Heimskreppan mikla|heimskreppunnar miklu]].
Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í Karintíu varð suðurhluti héraðsins hluti af [[Austurríki]]. Á hinn bóginn varð héraðið [[Prekmurje]] hluti Júgóslavíu. Slóvenskumælandi íbúar nærliggjandi héraða í Ítalíu, Austurríki og Ungverjalandi, urðu að þola þvingaða aðlögun að ríkjandi menningu.
=== Seinni heimsstyrjöld ===
Í stríðinu var núverandi landsvæði Slóveníu skipt í þrjá hluta sem var skipt milli [[Þriðja ríkið|Þriðja ríkisins]], [[Ítalía|Ítalíu]] og [[Ungverjaland]]s.<ref name="GJK_2013">Gregor Joseph Kranjc (2013). To Walk with the Devil, University of Toronto Press, Scholarly Publishing Division, p. introduction 5</ref> Að auki var héraðið [[Prekmurje]] og nokkur þorp í [[Neðri-Savadalur|Neðri-Savadal]] innlimuð í [[Sjálfstæð Króatía|Sjálfstæða Króatíu]] sem var leppríki nasista.
[[Öxulveldin]] gerðu [[innrásin í Júgóslavíu|innrás í Júgóslavíu]] í apríl 1941 og unnu sigur á nokkrum vikum. Suðurhluti hernámssvæðisins, þar á meðal [[Ljúbljana]], varð hluti af Ítalíu, meðan Þjóðverjar hernámu norður- og austurhluta landsins. Nasistar hugðust framkvæma umfangsmiklar [[þjóðernishreinsun|þjóðernishreinsanir]] á þessum svæðum<ref name="HF2006_BerghahnBooks">Haar, I., Fahlbusch, M. (2006): [https://books.google.com/books?id=vBYW0uYved8C&pg=PA115#v=onepage&q=Slovenians%20%22ethnic%20cleansing%22&f=false German Scholars and Ethnic Cleansing, 1919–1945], Berghahn Books, {{ISBN|9781845450489}}, p. 115</ref> og hröktu Slóvena þaðan inn á yfirráðasvæði [[Nedić-stjórnin|Nedić-stjórnarinnar]] í Serbíu (7.500) og leppríkis Króata (10.000). Að auki voru um 46.000 Slóvenar reknir til Þýskalands. Þar á meðal voru börn sem orðið höfðu viðskila við foreldra sína og var komið fyrir hjá þýskum fjölskyldum.<ref name="LM2009_UNC">Lukšič-Hacin, M., Mlekuž J. (2009): [https://books.google.com/books?id=EUWc0Csfp8cC&pg=PA55 Go Girls!: When Slovenian Women Left Home], Založba ZRC SAZU, {{ISBN|9789612541705}}, p. 55</ref><ref>Zdravko Troha (2004). Kočevski Nemci – partizani [fotografije Zdravko Troha, Pokrajinski muzej Kočevje, Arhiv Slovenije]. Ljubljana: Slovensko kočevarsko društvo Peter Kosler. {{ISBN|961-91287-0-2}}</ref> Á sama tíma voru þýskumælandi íbúar útlendunnar [[Gottschee]] á hernámssvæði Ítala fluttir til svæða sem slóvenskir íbúar höfðu verið hraktir frá.<ref name="L1993_UNC">Lumans, V.O. (1993):[https://books.google.com/books?id=TIZSO31iSO4C&pg=PA175&dq=Italian+Gottschee&hl=en&sa=X&ei=Gx8tVNOzHpHcaLWUgNgE&ved=0CDsQ6AEwBQ#v=onepage&q=Italian%20Gottschee&f=false Himmler's Auxiliaries: The Volksdeutsche Mittelstelle and the German National Minorities of Europe, 1933–1945], Univ of North Carolina Press, {{ISBN|9780807820667}}, p. 175</ref> Um 30 til 40.000 Slóvenar voru skráðir í [[þýski herinn|þýska herinn]] og sendir á austurvígstöðvarnar. Notkun slóvensku var bönnuð í skólum og takmörkuð á opinberum vettvangi.<ref name="GJK_2013"/>
Ítalar lögðu undir sig suður- og miðhluta Slóveníu og nefndu þá [[Ljúbljanasýsla|Ljúbljanasýslu]]. [[Þjóðfrelsishreyfing Slóvena]] var stofnuð í apríl 1941. Hreyfingin var undir stjórn kommúnista og varð hluti af [[Andspyrnuhreyfingin í Slóveníu|andspyrnuhreyfingunni í Slóveníu]] sem aftur var hluti af [[Andspyrnuhreyfing Júgóslavíu|andspyrnuhreyfingu Júgóslavíu]] undir stjórn [[Josip Broz Tito]].<ref name="JJR2013_OxfordPress">[[Rhodri Jeffreys-Jones|Jeffreys-Jones, R.]] (2013): [https://books.google.com/books?id=3gK7e8LpXvcC&pg=PA87&dq=Europe%27s+most+effective+Anti+Nazi+resistance&hl=en&sa=X&ei=6eydUaOmMsbm4QTrsoCIBQ&ved=0CC4QuwUwAA#v=onepage&q=most%20effective%20Anti%20Nazi%20resistance&f=false In Spies We Trust: The Story of Western Intelligence], Oxford University Press, {{ISBN|9780199580972}}</ref><ref name="AS_2005">Adams, Simon (2005): [https://books.google.com/books?id=Cmm4J2Ug4o8C&pg=PA1981&dq=resistance+Europe&hl=en&sa=X&ei=1u2dUZT5IKam4gSZ3YCwDQ&ved=0CFMQuwUwBg#v=onepage&q=resistance%20Europe&f=false The Balkans], Black Rabbit Books, {{ISBN|9781583406038}}</ref>
[[File:Boji za Trst in Slovensko primorje.jpg|thumbnail|left|Andspyrnumenn berjast í héruðunum Tríeste og Primorje 1945.]]
Þegar andspyrnan hófst sumarið 1941 jókst ofbeldi ítalskra hersveita gegn slóvenskum borgurum. Ítölsk yfirvöld flutt um 25.000 manns í [[ítalskar fangabúðir]], eða 7,5% íbúa hernámssvæðisins. Alræmdustu búðirnar voru [[Rab-fangabúðirnar]] og [[Gonars-fangabúðirnar]]. Ítalar fjármögnuðu gagnskæruliðahópa sem voru myndaðir af kaþólskum Slóvenum gegn ofbeldi andspyrnunnar. Eftir [[vopnahléð á Ítalíu]] í september 1943 tóku Þjóðverjar við stjórn Ljúbljanasýslu og Littoral-héraðs og gerðu þau hluta af [[Aðgerðasvæði við strönd Adríahafs]]. Þeir skipulögðu [[Slóvenska heimavarnarliðið]] gegn andspyrnuhreyfingum og settu upp leppstjórn í Ljúbljana. Andspyrnan breiddist hins vegar út og kom á sínu eigin stjórnkerfi sem varð grunnurinn að sambandsstjórn Slóvena innan sósíalísku Júgóslavíu.<ref name=Tomasevich_2001>{{cite book|first=Jozo|last=Tomasevich|title=War and Revolution in Yugoslavia, 1941–1945: Occupation and Collaboration|volume=2|publisher=Stanford University Press|year=2001|location=San Francisco|isbn=0-8047-3615-4|url=https://books.google.com/books?id=fqUSGevFe5MC|ref=Tomasevich_2001|pages=96–97}}</ref><ref name="Dennison I. Rusinow 1978, p. 2">{{Cite book|last=Rusinow|first=Dennison I.|title=The Yugoslav experiment 1948–1974|url=https://archive.org/details/yugoslavexperime0000rusi_k1l5|publisher=[[University of California Press]]|year=1978|page=[https://archive.org/details/yugoslavexperime0000rusi_k1l5/page/2 2]|isbn=0-520-03730-8}}</ref>
[[File:Bundesarchiv Bild 121-0721, Marburg-Drau, Adolf Hitler.jpg|thumb|left|[[Adolf Hitler]] og [[Martin Bormann]] heimsækja [[Maribor]] í apríl 1941.]]
Árið 1945 unnu júgóslavneskir andspyrnumenn sigur á hernámsliðinu og stofnuðu Sambandsríki alþýðunnar [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. [[Sósíalíska lýðveldið Slóvenía]] varð hluti af sambandsríkinu með kommúnistastjórn.
Um 8% af íbúum Slóveníu létu lífið í [[síðari heimsstyrjöld]]. Slóvenskir [[gyðingar]] sem flestir bjuggu í Prekmurje létu lífið í [[helförin]]ni. Þýskumælandi íbúar, sem áður höfðu verið um 2,5% íbúa, voru ýmist hraktir burt eða drepnir í kjölfar stríðsins. Hundruð [[Istríu-Ítalar|Istríu-Ítala]] og Slóvena sem voru andsnúnir kommúnisma voru myrt í [[foibe-fjöldamorðin|foibe-fjöldamorðunum]] og yfir 25.000 flúðu eða voru hrakin á brott frá [[Slóvenska Istría|Slóvensku Istríu]].<ref>{{cite web|url=http://www.kozina.com/premik/indexeng_porocilo.htm|title=Slovene-Italian Relations 1880–1956 – Report of the Slovene-Italian historical and cultural commission|access-date=22 April 2015|archive-date=8 April 2008|archive-url=https://web.archive.org/web/20080408133844/http://www.kozina.com/premik/indexeng_porocilo.htm|url-status=dead}}</ref> Um 130.000 manns, aðallega pólitískir andstæðingar kommúnista, voru teknir af lífi á milli maí og júní árið 1945.<ref>{{Cite web|title=Communist crimes in Slovenia: mass graves and public discussion|url=https://communistcrimes.org/en/communist-crimes-slovenia-mass-graves-and-public-discussion|access-date=15 October 2020|website=Communist crimes in Slovenia: mass graves and public discussion {{!}} Communist Crimes|language=en}}</ref>
=== Sósíalistaríkið Júgóslavía ===
[[File:Razgledanje spomenika u Dražgošama.jpg|thumb|[[Josip Broz Tito]] og [[Edvard Kardelj]] (t.v.) í [[Dražgoše]], 1977.]]
Þegar Júgóslavía var endurreist í kjölfar stríðsins var [[Sósíalíska lýðveldið Slóvenía]] stofnað og varð eitt af sambandsríkjum [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Júgóslavía var [[sósíalistaríki]], en vegna [[deilur Títós og Stalíns|deilna Títós og Stalíns]] árið 1948 ríkti mun meira einstaklings- og athafnafrelsi þar en í löndum [[Austurblokkin|Austurblokkarinnar]]. Árið 1947 urðu [[Littoral-hérað]] og [[Innri-Karníóla]], sem Ítalía hafði lagt undir sig eftir fyrri heimsstyrjöld, hlutar af Slóveníu.
Milli 1949 og 1953 var rekin stefna um [[samyrkjubú|samyrkjuvæðingu]] landbúnaðarins sem mistókst. Við tók tímabil aukins frjálsræðis undir yfirskriftinni, [[sjálfstjórn verkamanna]]. Nýja stefnan var hugarsmíð slóvenska marxíska hugsuðarins [[Edvard Kardelj]] sem var einn aðalhöfundur [[títóismi|títóismans]]. Meintir andstæðingar þessarar stefnu, innan og utan kommúnistaflokksins, voru ofsóttir og þúsundir voru sendar á fangaeyjuna [[Goli otok]].
Seint á 6. áratugnum jókst menningarlegt frelsi og frjáls för yfir landamærin að vestrænum ríkjum heimiluð. Fram á 9. áratuginn naut Slóvenía mikils sjálfræðis innan sambandsríkisins. Árið 1956 stofnað Tito, ásamt fleiri þjóðarleiðtogum, [[Samtök hlutlausra ríkja]]. Á 6. áratugnum óx slóvenska hagkerfið hratt og iðnvæðing jókst. Með enn frekari valddreifingu í Júgóslavíu á 7. áratugnum varð [[verg landsframleiðsla]] í Slóveníu 2,5 sinnum meiri en meðaltalið í Júgóslavíu.
Andstaða við stjórnina var mest meðal menntafólks og varð sérstaklega áberandi eftir lát Títós 1980 þegar bæði efnahagur og stjórnmál í Júgóslavíu urðu erfiðari.<ref name="culture.si"/> Átök um efnahagsaðgerðir birtust í almenningsálitinu þar sem mörgum Slóvenum þótti sem verið væri að arðræna landið til að fjármagna dýran rekstur sambandsstjórnarinnar í Belgrad.
=== Vorið í Slóveníu ===
Árið 1987 krafðist hópur menntamanna sjálfstæðis Slóveníu í 57. tölublaði tímaritsins ''[[Nova revija]]''. [[Nefnd um vernd mannréttinda]] hóf baráttu fyrir lýðræðisumbótum. Í september 1989 voru samþykktar nokkrar stjórnarskrárbreytingar til að koma á [[þingræði]] í Slóveníu.<ref>{{cite book |url=http://www.fdv.si/zalozba/pdf-ji/135.pdf |title=Razvoj parlamentarizma: funkcije sodobnih parlamentov |language=sl |trans-title=The Development of Parliamentarism: The Functions of Modern Parliaments |first=Drago |last=Zajc |page=109 |publisher=Publishing House of the Faculty of Social Sciences, University of Ljubljana |year=2004 |isbn=961-235-170-8 |access-date=27 December 2011 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120426072954/http://www.fdv.si/zalozba/pdf-ji/135.pdf |archive-date=26 April 2012 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite news |url=http://www.svz.gov.si/si/zakonodaja_in_dokumenti/osamosvojitveni_akti_republike_slovenije/ |title=Osamosvojitveni akti Republike Slovenije |language=sl |publisher=Office for Legislation, Government of the Republic of Slovenia |access-date=27 December 2011 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120117183414/http://www.svz.gov.si/si/zakonodaja_in_dokumenti/osamosvojitveni_akti_republike_slovenije/ |archive-date=17 January 2012 |url-status=dead }}</ref> Þann 7. mars breytti slóvenska þingið nafni landsins í „Lýðveldið Slóvenía“.<ref name="twenty.si">{{cite web |author=Innovatif and ORG.TEND |url=http://www.twenty.si/first-20-years/90/ |title=Year 1990 | Slovenia 20 years |publisher=Twenty.si |date=14 May 1992 |access-date=2 June 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120611063423/http://www.twenty.si/first-20-years/90/ |archive-date=11. júní 2012 |url-status=dead }}</ref><ref>{{Cite news |url=http://www.uradni-list.si/dl/vip_akti/1990-02-0402.pdf |title=Odlok o razglasitvi ustavnih amandmajev k ustave<!-- sic! --> Socialistične Republike Slovenije |language=sl |journal=Uradni List Republike Slovenije |date=16 March 1990 |access-date=27 December 2011 |archive-date=27 nóvember 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20131127111321/http://www.uradni-list.si/dl/vip_akti/1990-02-0402.pdf |url-status=dead }}</ref> Í apríl 1990 fóru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar fram og sameinuð stjórnarandstaða leidd af [[Jože Pučnik]] vann sigur.
[[File:Teritorialci so z armbrustom zadeli tank v križišču pred MMP Rožna Dolina..jpg|thumb|left|Slóvenskar varnarsveitir berjast gegn skriðdrekum Júgóslavíuhers í [[Tíu daga stríðið|tíu daga stríðinu]] 1991.]]
Upphaf byltingarinnar í Slóveníu var næstum ári á undan [[byltingarárið 1989|byltingunum 1989]] í Austur-Evrópu, en fór að mestu framhjá alþjóðasamfélaginu. Þann 23. desember samþykktu yfir 88% íbúa að lýsa yfir sjálfstæði Slóveníu.<ref name="Felicijan">{{cite conference|url=http://www.pokarh-mb.si/fileadmin/www.pokarh-mb.si/pdf_datoteke/Radenci2007/Felicijan.pdf |title=Prevzem arhivskega gradiva plebiscitnega referenduma o samostojnosti Republike Slovenije |language=sl, en|first=Suzana |last=Felicijan Bratož |conference=6. zbornik referatov dopolnilnega izobraževanja s področja arhivistike, dokumentalistike in informatike v Radencih od 28. do 30. marca 2007 |conference-url=http://www.pokarh-mb.si/index.php?id=126 |pages=453–458 |year=2007 |publisher=Regional Archives Maribor |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20121113023555/http://www.pokarh-mb.si/fileadmin/www.pokarh-mb.si/pdf_datoteke/Radenci2007/Felicijan.pdf |archive-date=13 November 2012 }}</ref><ref name="STAT11">{{cite book |chapter-url=http://www.stat.si/letopis/2011/05_11/05-11-11.htm |title=Statistični letopis 2011 |chapter=Volitve |trans-chapter=Elections |page=108 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |work=Statistical Yearbook 2011 |year=2011 |volume=15 |issn=1318-5403 |access-date=2022-09-07 |archive-date=2013-08-26 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826065022/http://www.stat.si/letopis/2011/05_11/05-11-11.htm |url-status=dead }}</ref> Þann 25. júní 1991 lýsti Slóvenía yfir sjálfstæði.<ref name="Škrk1999"/><ref name="Jonsson">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OegWny-r8TEC&pg=PA30 |title=Democratic Transition in Slovenia: Value Transformation, Education, And Media |editor1-first=Sabrina |editor1-last=P. Ramet |editor2-first=Danica |editor2-last=Fink-Hafner |chapter=Changing Concepts of Rights |first=Anna |last=Jonsson |page=75 |year=2006 |publisher=Texas A&M University Press |isbn=978-1-58544-525-7 }}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Snemma morguns þann 27. júní sendi [[Alþýðuher Júgóslavíu]] herlið til að koma í veg fyrir stofnun nýs ríkis, sem leiddi til [[Tíu daga stríðið|tíu daga stríðsins]].<ref name="Race">{{cite book |url=http://dk.fdv.uni-lj.si/dela/Race-Helena.PDF |title="Dan prej" – 26. junij 1991: diplomsko delo |language=sl |first=Helena |last=Race |publisher=Faculty of Social Sciences, University of Ljubljana |year=2005 |access-date=3 February 2011}}</ref><ref name="SAF History">{{cite web |url=http://www.slovenskavojska.si/en/about-the-slovenian-armed-forces/history/ |title=About the Slovenian Military Forces: History |publisher=Slovenian Armed Forces, Ministry of Defence |access-date=3 February 2011 |archive-date=19 May 2009 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090519044755/http://www.slovenskavojska.si/en/about-the-slovenian-armed-forces/history/ |url-status=dead }}</ref> Þann 7. júlí var [[Brijuni-samþykktin]] undirrituð og komið á vopnahléi meðan útfærslu sjálfstæðis Slóveníu var frestað í þrjá mánuði.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=FeiKg3TuNl0C&pg=PA157 |title=Yugoslavia's Bloody Collapse: Causes, Course and Consequences |first=Christopher |last=Bennett |chapter=Slovenia Fights |page=159 |year=1995 |publisher=C. Hurst & Co. Publishers |isbn=978-1-85065-232-8}}</ref> Við lok mánaðarins hurfu síðustu hermennirnir frá Slóveníu. Landið slapp því við þau stríðsátök sem léku aðra hluta Júgóslavíu grátt á tíunda áratugnum.
Í desember 1991 var ný [[stjórnarskrá Slóveníu|stjórnarskrá]] tekin upp,<ref name="Jonsson"/> og þar á eftir komu lög um [[einkavæðing]]u fyrirtækja.<ref name="Klemenčič2004">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=ORSMBFwjAKcC&pg=PA298 |title=The Former Yugoslavia's Diverse Peoples: A Reference Sourcebook |first1=Matjaž |last1=Klemenčič |first2=Mitja |last2=Žagar |chapter=Democratization in the Beginning of the 1990s |page=298 |isbn=978-1-57607-294-3 |publisher=ABC-CLIO |year=2004}}</ref> Aðildarríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] viðurkenndu sjálfstæði Slóveníu 15. janúar 1992 og landið fékk inngöngu í [[Sameinuðu þjóðirnar]] 22. maí 1992.<ref name="Borak2004">{{cite book |chapter-url=https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak |chapter-url-access=registration |title=Slovenia: From Yugoslavia to the European Union |publisher=World Bank Publications |editor1-first=Mojmir |editor1-last=Mrak |editor2-first=Matija |editor2-last=Rojec |editor3-first=Carlos |editor3-last=Silva-Jáuregui |year=2004 |series=World Bank Publications |isbn=978-0-8213-5718-7 |chapter=Institutional Setting for the New Independent State |first1=Neven |last1=Borak |first2=Bistra |last2=Borak |page=[https://archive.org/details/sloveniafromyugo0000mrak/page/58 58]}}</ref>
Slóvenía tók þátt í [[stríðið í Afganistan (2001–2021)|stríðinu í Afganistan]] frá 2001 til 2021. Landið gekk í Evrópusambandið 1. maí 2004.<ref>{{cite web |title=Slovenia |url=https://european-union.europa.eu/principles-countries-history/country-profiles/slovenia_en |website=european-union.europa.eu |language=en |access-date=2022-09-07 |archive-date=2022-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220902033800/https://european-union.europa.eu/principles-countries-history/country-profiles/slovenia_en |url-status=dead }}</ref> Slóvenía á eitt sæti í [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] og sjö slóvenskir þingmenn voru kosnir á [[Evrópuþingið]] 13. júní 2004. Sama ár gerðist Slóvenía aðili að [[NATO]].<ref>{{cite web |title=Slovenia's NATO membership {{!}} GOV.SI |url=https://www.gov.si/en/topics/slovenias-nato-membership/ |website=Portal GOV.SI |language=en}}</ref> Í kjölfarið tókst Slóveníu að uppfylla skilyrði [[Maastricht-sáttmálinn|Maastricht-sáttmálans]] og tók upp [[evra|evru]] 1. janúar 2007.<ref>{{Cite web|url=https://ec.europa.eu/economy_finance/articles/euro/slovenia_joins_the_euro_area_en.htm|title = Slovenia joins the euro area – European Commission}}</ref> Landið var fyrsta fyrrum kommúnistaríkið sem fór með [[forsæti Ráðs Evrópusambandsins]] í sex mánuði 2008. Þann 21. júlí 2010 gerðist Slóvenía aðili að [[OECD]].<ref>{{cite web |url=http://www.oecd.org/slovenia/sloveniasaccessiontotheoecd.htm |publisher=[[Organisation for Economic Co-operation and Development|OECD]] |title=Slovenia's accession to the OECD |date=21 July 2010 |access-date=22 July 2016 }}</ref>
Vonbrigði með misskiptingu og innlenda auðmenn komu fram í [[mótmælin í Slóveníu 2012-2013|mótmælum 2012-2013]].<ref>[http://www.mladina.si/118056/joachim-becker-nujno-je-treba-zavreti-poglabljanje-neoliberalizma-v-evropski-uniji-saj-je-to-slep/ Joachim Becker: "Nujno je treba zavreti poglabljanje neoliberalizma v Evropski uniji, saj je to slepa ulica"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130507021628/http://www.mladina.si/118056/joachim-becker-nujno-je-treba-zavreti-poglabljanje-neoliberalizma-v-evropski-uniji-saj-je-to-slep/ |date=7 May 2013 }}, viðtal við [[Joachim Becker]], [[Mladina]], 23. nóvember 2012</ref> [[Nefnd til að koma í veg fyrir spillingu í Lýðveldinu Slóveníu]] gagnrýndi embættisfærslu stjórnar og stjórnarandstöðu 2012 til 2013. Í kjölfarið bentu lögfræðingar á þörf fyrir breytingar á lagaumhverfinu til að koma í veg fyrir [[geðþóttastjórn]].<ref>[https://www.dnevnik.si/slovenija/v-ospredju/samovolja-politikov-presega-vse-meje "Posvet pravnikov. Samovolja politikov presega vse meje"], Dnevnik, 18. janúar 2013.</ref>
== Landfræði ==
[[Mynd:Triglav.jpg|thumb|250px|[[Triglav]] er hæsta fjall Slóveníu (2.864 m).]]
Sagt er að fjögur svæði mætist í Slóveníu: [[Alpafjöllin]], [[Dinarísku alparnir]], [[Pannónía|Pannóníska sléttan]] og [[Miðjarðarhafið]]. Hæsta fjall Slóveníu heitir [[Triglav]] (2.864 m). Meðalhæð yfir sjávarmáli er 557 m. Slóvenía er þriðja mest skógi vaxna land Evrópu, á eftir [[Finnland]]i og [[Svíþjóð]]. Rúmlega helmingur landsins (11.691 km²) er þakinn [[skógur|skógi]], hluti þeirra er ævaforn. Stærst þeirra svæða er [[Kočevje]]. Graslendi þekur 5.593 km², 2.471 km² teljast til garða og engja. Loks eru 363 km² undirlagðir [[aldingarður|aldingörðum]] og 216 km² af [[vínekra|vínekrum]]. Strandlengja Slóveníu er 47 km.
Ríkjandi loftslagsbelti eru [[miðjarðarhafsloftslag]] við strendurnar, [[alpaloftslag]] við fjöllin og [[meginlandsloftslag]] í austurhluta landsins. Meðalhitastig er -2 °C í Janúar og 21 °C í Júlí. Meðal[[úrkoma]] er 1.000 mm við strendurnar en svo 3.500 mm í Ölpunum, 800 mm í suðvestri og 1.400 mm á miðju landi.
Fyrstu landfræðilegu svæðisskiptingar Slóveníu voru þróaðar af landfræðingunum [[Anton Melik]] (1935-1936) og [[Svetozar Ilešič]] (1968). Nýrri svæðisskipting sem [[Ivan Gams]] lagði til skiptir Slóveníu upp í eftirfarandi yfirsvæði:
* [[Alparnir]] (''visokogorske Alpe'')
* Hæðir við rætur Alpanna (''predalpsko hribovje'')
* [[Ljúbljanadalurinn]] (''Ljubljanska kotlina'')
* Miðjarðarhafsundirlendi Slóveníu (''submediteranska - primorska Slovenija'')
* [[Dínarísku Alparnir|Dínaríska]] [[karst]]landslagið í Innri-Slóveníu (''dinarski kras notranje Slovenije'')
* Pannóníuundirlendi Slóveníu (''subpanononska Slovenija'')
Samkvæmt nýrri landfræðilegum skiptingum skiptist landið í fjögur yfirsvæði. Þau eru Alpasvæðið, Miðjarðarhafssvæðið, Dínaríska svæðið og Pannoníska svæðið. Svæðin eru skilgreind út frá hæð og loftslagi (meginlandsloftslag, alpaloftsslag og miðjarðarhafsloftslag), en ekki eru glögg skil á milli þeirra.
Þessum yfirsvæðum er svo skipt í mörg og fjölbreytt undirsvæði. Ríkjandi þáttur í skilgreiningu þeirra er jarðfræðileg samsetning og hæð landsins.
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Presidential_Palace._Ljubljana.jpg|thumb|right|Forsetahöllin og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Ljúbljana.]]
Slóvenía er [[fjölflokkakerfi|fjölflokka]] [[þingræði]]. [[Þjóðhöfðingi]] Slóveníu er [[forseti Slóveníu|forseti landsins]] sem er kjörinn í lýðræðislegum kosningum á fimm ára fresti og gegnir mikilvægu hlutverki sem sameiningartákn.<ref name="Furtlehner">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=uQafEg3TQJUC&pg=PA126 |title=Compliance in the Enlarged European Union: Living Rights Or Dead Letters? |editor1-first=Gerda |editor1-last=Falkner |editor2-first=Oliver |editor2-last=Treib |editor3-first=Elizabeth |editor3-last=Holzleithner |publisher=Ashgate Publishing, Ltd |year=2008 |isbn=978-0-7546-7509-9 |pages=126–127 |chapter=Slovenia |first=Petra |last=Furtlehner}}</ref> Forsetinn er jafnframt æðsti maður [[Slóveníuher|hers Slóveníu]].<ref>{{cite encyclopedia |url=https://books.google.com/books?id=M3A-xgf1yM4C&pg=PA832 |work=Encyclopedia of World Constitutions |editor-first=Gerhard |editor-last=Robbers |article=Slovenia |first=Lovro |last=Šturm |title=The President of the Republic |year=2006 |publisher=Infobase Publishing |isbn=978-0-8160-6078-8 |page=832}}</ref> [[Forsætisráðherra Slóveníu|Forsætisráðherra]] fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt stjórnarráði ráðherra, sem kjörnir eru af þinginu.<ref name="Borak2004"/>
Slóvenska þingið er [[tvískipt þing|tvískipt]]. Það samanstendur af þjóðþinginu (''Državni zbor'') og þjóðarráðinu (''Državni svet''). Þjóðþingið samanstendur af 90 sætum. 88 sæti eru skipuð fulltrúum sem eru kjörnir með [[hlutfallskosning]]u. Tvö sæti eru frátekin fyrir innfæddu ungversku og ítölsku minnihlutahópana.<ref name="Prunk2007">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=dzAWAQAAMAAJ |title=Facts about Slovenia |first1=Janko |last1=Prunk |first2=Jernej |last2=Pikalo |first3=Marko |last3=Milosavljevič |year=2007 |publisher=Government Communication Office, Government of the Republic of Slovenia |isbn=978-961-6435-45-1 |page=23}}</ref>
Þjóðarráðið hefur 40 sæti, sem samanstendur af fulltrúum hagsmunahópa á sviði velferðar, hagkerfis, fagmanna og sérhópa. Þingkosningar eru á fjögurra ára fresti, en þjóðarráðskosningar eru haldnar með óbeinum hætti á fimm ára fresti.
=== Stjórnsýslueiningar ===
Einu formlegu stjórnsýslueiningar landsins eru sveitarfélögin (''občine'') sem eru 212 talsins. Fyrir hverju sveitarfélagi fer sveitarstjóri (''župan'') sem er kosinn til fjögurra ára í senn, og sveitarstjórnir (''občinski svet''). Í flestum sveitarfélögum er bæjarráðið kosið með hlutfallskosningu, en í nokkrum minni sveitarfélögum er notast við [[meirihlutakosning]]u. Sveitarstjórinn skipar formann bæjarráðs.<ref name="www2.gov.si">{{cite web|url=http://www2.gov.si/zak/Zak_vel.nsf/0/660b7ab7cbd45736c125662d0037c142?OpenDocument |title=Sprejet zakon |publisher=.gov.si |date=13 July 2000 |access-date=2 June 2012}}</ref> [[Celje]], [[Koper]], [[Kranj]], [[Ljubljana]], [[Maribor]], [[Murska Sobota]], [[Nova Gorica]], [[Novo Mesto]], [[Ptuj]], [[Slovenj Gradec]] og [[Velenje]] teljast til bæjarfélaga (þéttbýlis).
==== Söguleg skipting ====
[[Mynd:Slo regions marked3.jpg|thumb|right|250px|Slóvenía er skipt, samkvæmt hefð, í átta svæði.]]
Eins og gefið er upp í ''Enciklopedija Slovenije'' (Alfræðirit Slóveníu) eru hefðbundin landsvæði Slóveníu byggð á gamalli skiptingu Slóveníu í fjögur krúnulönd Habsborgara (Carniola, Carinthia, Styria og Littoral), og svæði þeirra eru:
* [[Efri-Carniola]] (''Gorenjska'') (Merkt á kortinu sem U.C.)
* [[Styria]] (''Štajerska'') (S)
* [[Transmuraland]] (''Prekmurje'') (T)
* [[Carinthia]] (''Koroška'') (C)
* [[Innri-Carniola]] (''Notranjska'') (I.C.)
* [[Neðri-Carniola]] (''Dolenjska'') (L.C.)
* [[Goriška]] (G)
* [[Slóvenska Istría]] (''Slovenska Istra'') (L)
Síðustu tvö svæðin eru yfirleitt talin saman sem strandsvæðið (''Littoral'' eða ''Primorska''). Hvíta-Carniola (''Bela krajina''), sem er hluti Neðri-Carniolu, er yfirleitt talið sem hluti sérstaks svæðis.
==== Tölfræðileg skipting ====
[[Mynd:Slovenia Regions.png|thumb|right|400px|Slóveníu skipt í tólf svæði .]]
Slóveníu er, frá og með [[maí]] [[2005]] skipt í tólf svæði vegna lagalegra og tölfræðilegra álitaefna.
{|
|- valign="top"
| <!--column 1-->
{|
| 1 || {{kortaskýring|#C4FFC4|'''Gorenjska'''}} </tr>
| 2 || {{kortaskýring|#B9B9FF|'''Goriška'''}} </tr>
| 3 || {{kortaskýring|#FFC5C5|'''Jugovzhodna Slovenija'''}} </tr>
| 4 || {{kortaskýring|#FFC8FF|'''Koroška'''}} </tr>
| 5 || {{kortaskýring|#FFFFC9|'''Notranjsko-kraška'''}} </tr>
| 6 || {{kortaskýring|#BDFFFF|'''[[Obalno-kraška]]'''}} </tr>
|}
| <!--column 2-->
{|
|align="right"| 7 || {{kortaskýring|#D1A4A4|'''Osrednjeslovenska'''}} </tr>
|align="right"| 8 || {{kortaskýring|#AED6AE|'''Podravska'''}} </tr>
|align="right"| 9 || {{kortaskýring|#C5C5E2|'''Pomurska'''}} </tr>
| 10 || {{kortaskýring|#DBB6DB|'''Savinjska'''}} </tr>
| 11 || {{kortaskýring|#DFDFBF|'''Spodnjeposavska'''}} </tr>
| 12 || {{kortaskýring|#B3D9D9|'''Zasavska'''}}
|}
|}
Verið er að undirbúa nýja skiptingu landsins í á bilinu 12-14 svæði. Þó getur hugsast að þessi tólf svæði haldi sér. Eftir á að opinbera tillögur þess efnis. Að því loknu verður málið rætt á þingi.
== Efnahagslíf ==
Slóvenía er hátekjuland ($23,250 árið 2006), með hæstu [[verg landsframleiðsla|vergu landsframleiðslu]] af þem löndum sem nýlega gengu inn í ESB eða um 90% af meðaltali innan Evrópu. [[Verðbólga]] hefur minnkað mikið undanfarið og er nú um meðaltal innan Evrópu. [[Hagvöxtur]] hefur verið mikill síðustu ár (5.2% fyrstu 9 mánuði 2006, 4.0% árið 2005, 4.4% árið 2004, áætlaður 4.8% 2007), eftir að hafa verið aðeins 2.7% 2003 áður en landið gekk inn í ESB. Landið var það fyrsta af nýju Evrópusambandslöndunum til að taka upp [[evra|evru]] árið 2007. Það hefur verið hluti af [[Efnahags- og framfarastofnunin]]ni frá 2010..<ref name="VE2012-03-15">{{cite web |url=http://dunaj.veleposlanistvo.si/index.php?id=4035&L=1 |title=Osnovni gospodarski podatki o Sloveniji |language=sl |publisher=Embassy of the Republic of Slovenia Vienna |access-date=15 March 2012 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120618170200/http://dunaj.veleposlanistvo.si/index.php?id=4035&L=1 |archive-date=18 June 2012}}</ref><ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=1mwG3haSo_cC&pg=PA27 |chapter=Eastern Europe |title=Nations and Government: Comparative Politics in Regional Perspective |first=Thomas |last=M. Magstadt |edition=6th |year=2010 |isbn=978-0-495-91528-7 |publisher=Cengage Learning |page=27}}</ref> Efnahagsþróun er mjög ólík milli héraða.<ref name="bslo">[http://webcache.googleusercontent.com/search?q=cache:6Y8OGV0Oc5IJ:https://www.bsi.si/library/includes/datoteka.asp%3FDatotekaId%3D4696+&cd=1&hl=de&ct=clnk&gl=de "Regional Disparities in Slovenia 2/12"]; sótt 8. apríl 2015.</ref>
Frá síðustu aldamótum hafa bankar, símafyrirtæki og opinber þjónustufyrirtæki verið einkavædd. Höft á erlenda fjárfestingu hafa verið afnumin og gert er ráð fyrir að áhugi á erlendri fjárfestingu muni aukast næstu ár.
== Íbúar ==
[[File:Population density in Slovenia.png|350px|thumb|Íbúaþéttleiki í Slóveníu eftir [[sveitarfélög Slóveníu|sveitarfélögum]] sem sýnir greinilega þéttbýlustu landsvæðin Ljúbljana og Kranj (miðju), Maribor (norðaustri) og Slóvensku Istríu (suðvestri).]]
Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir talsins. Þéttleiki byggðar er 101 íbúar á ferkílómetra sem er með því minnsta sem gerist innan Evrópu (samanborið við til dæmis 402 í Hollandi og 195 á Ítalíu). Tölfræðihéraðið Karníóla-Karst er dreifbýlast en Mið-Slóvenía þéttbýlust. <ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |title=30.9 Gostota naseljenosti 1.7 – Population Density, 1 July |publisher=Stat.si |access-date=25 November 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826070232/http://www.stat.si/letopis/2010/30_10/30-09-10.htm |archive-date=26 August 2013 |url-status=dead }}</ref>
Slóvenía er á meðal þeirra Evrópulanda þar sem þjóðin eldist hvað örast, sem stafar af lágri fæðingartíðni og auknum lífslíkum.<ref>{{cite news |url=http://www.delo.si/zgodbe/delo2020/demografski-preobrat-tiha-revolucija-med-nami.html |title=Demografski preobrat: tiha revolucija med nami |language=sl |date=20 June 2011 |first=Milena |last=Zupanič |newspaper=Delo.si |publisher=Delo, d. d. |issn=1854-6544}}</ref> Næstum allir íbúar Slóveníu yfir 64 ára aldri eru komnir á eftirlaun, bæði karlar og konur.<ref name="Hoff2011">{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=vmAQ_cwR14oC&pg=PA118 |title=Population Ageing in Central and Eastern Europe: Societal and Policy Implications |chapter=Population Ageing in Slovenia and Social Support Networks of Older People |pages=118–119 |editor-first=Andreas |editor-last=Hoff |first1=Valentina |last1=Hlebec |first2=Milivoja |last2=Šircelj |publisher=Ashgate Publishing, Ltd. |date=September 2011 |isbn=978-0-7546-7828-1}}</ref> Hópur vinnandi fólks fer því minnkandi þrátt fyrir aðflutning.<ref>{{cite book |chapter-url=https://books.google.com/books?id=OgBaG-NB9hMC&pg=PA34 |title=Slovenia |chapter=Strong Growth but an Ageing Workforce |page=34 |publisher=OECD Publishing |date=July 2009 |isbn=978-92-64-06894-0}}</ref> Tillaga um að hækka eftirlaunaaldurinn úr því sem nú er (57 ár fyrir konur og 58 ár fyrir karla) var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2011.<ref name="CNBC2012-01-23">{{cite news |url=https://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |title=Countries with Aging Populations |work=CNBC |date=23 January 2012 |first=Rajeshni |last=Naidu-Ghelani |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20130223035533/http://www.cnbc.com/id/46010334/Countries_With_Aging_Populations?slide=3 |archive-date=23 February 2013}}</ref> Töluverður munur er á lífslíkum karla (78,2 ár) og kvenna (84 ár).<ref>{{Cite web|url=http://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|title=Health status – Life expectancy at birth – OECD Data|website=theOECD|access-date=23 September 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190811172303/https://data.oecd.org/healthstat/life-expectancy-at-birth.htm|archive-date=11 August 2019|url-status=dead}}</ref> [[Fæðingartíðni]] árið 2014 var metin á 1,33 börn á konu, sem er nokkuð undir jafnvægishlutfallinu 2,1.<ref>{{cite web| url = https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovenia/| title = The World Factbook}}</ref> Meirihluti barna (58,6% árið 2016) fæðist utan hjónabands.<ref>{{cite web|url=http://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|title=Births, Slovenia, 2016|website=Stat.si|access-date=3 August 2017|archive-date=29 desember 2021|archive-url=https://web.archive.org/web/20211229090746/https://www.stat.si/StatWeb/en/News/Index/6768|url-status=dead}}</ref>
Árið 2009 var [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða|tíðni sjálfsmorða]] í Slóveníu 22 á 100.000 íbúa á ári, sem er með því mesta sem gerist í Evrópu.<ref name="stat2009suicide">{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |title=World Suicide Prevention Day 2010 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |date=8 September 2010 |access-date=14 September 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113165716/http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=3380 |archive-date=13 November 2010 |url-status=dead }}</ref> Frá 2000 til 2010 hafði þessi tíðni samt lækkað um 30%. Töluverður munur er á kynjum og landsvæðum.<ref>{{cite web |url=http://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |title=World Suicide Prevention Day 2011 |date=8 September 2011 |publisher=Statistical Office of the Republic of Slovenia |access-date=7 ágúst 2022 |archive-date=16 nóvember 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141116001339/https://www.stat.si/eng/novica_prikazi.aspx?id=4162 |url-status=dead }}</ref>
== Menning ==
[[Mynd:Kozolec_Velika_Strmica.jpg|thumb|right|Heyþurrkhjallur í Slóveníu.]]
Meðal þekktustu fulltrúa slóvenskrar menningar á heimsvísu eru hljómsveitin [[Laibach]] og heimspekingurinn [[Slavoj Žižek]].
Varðveittar sögulegar byggingar í Slóveníu eru meðal annars 2.500 kirkjur, 1.000 kastalar, rústir og herragarðar, býli og sérstakar byggingar til heyþurrkunar sem nefnast ''kozolci''.<ref>{{Cite book|last1=Planet|first1=Lonely|url=https://books.google.com/books?id=R4RADAAAQBAJ&pg=PT498|title=Lonely Planet Slovenia|last2=Bain|first2=Carolyn|last3=Fallon|first3=Steve|date=1 May 2016|publisher=Lonely Planet|isbn=978-1-76034-148-0|pages=498|language=en}}</ref>
Fjórir staðir í Slóveníu eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. [[Škocjan-hellar]] og [[karst]]landslagið þar í kring eru verndað svæði.<ref>{{Cite web|title=Škocjan Caves mark 30th anniversary of UNESCO listing|url=http://www.sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing|website=The Slovenia Times|date=26 November 2016|access-date=21 May 2020|archive-date=19 maí 2021|archive-url=https://web.archive.org/web/20210519004628/https://sloveniatimes.com/skocjan-caves-mark-30th-anniversary-of-unesco-listing/|url-status=dead}}</ref> Gömlu skógarnir í kringum [[Goteniški Snežnik]] og [[Kočevski Rog]] í suðausturhluta landsins eru líka friðaðir. [[Idrija-kvikasilfursnámurnar]] eru á listanum og líka forsögulegu [[stauraþorp]]in í [[Ljúbljanamerski]].<ref>{{cite journal |last1=Budja |first1=Mihael |last2=Mlekuz |first2=Dimitrij |s2cid=140165952 |title=Lake or Floodplain? Mid-Holocene Settlement Patterns and the Landscape Dynamic of the Izica Floodplain (Ljubljana Marsh, Slovenia) |journal=The Holocene |date=2010 |volume=20 |issue=8 |page=1269 |doi=10.1177/0959683610371998|bibcode=2010Holoc..20.1269B }}</ref>
Einn mest ljósmyndaði staður landsins eru byggingarnar á [[Bledeyja|Bledeyju]]. Kastalinn er safn og veitingastaður. Í nágrenni [[Postonja]] er [[Predjamakastali]] hálffalinn í helli. Á söfnum í Ljúbljana og annars staðar má sjá einstakar minjar eins og [[Divje Babe-flautan|Divje Babe-flautuna]] og [[hjólið frá Ljúbljanamerski]] sem er talið elsta varðveitta [[hjól]] heims. Í Ljúbljana er að finna arkitektúr frá tímum [[barokk]]sins og [[Art Nouveau]] auk samtímabyggingarlistar. Nýstárlegar gönguleiðir og brýr í Ljúbljana eftir slóvenska arkitektinn [[Jože Plečnik]] eru eitt af því eftirtektarverðasta við borgina.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.slovenia.si/ Slovenia.si Opinber vefgátt]
* [http://www.vlada.si/en/ Vefur ríkisstjórnar Slóveníu]
* [http://www.sloveniatimes.com Slovenia Times: slóvenskt dagblað á ensku]
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Slóvenía| ]]
iq6cp5679y3x7vx134udb10ksevyyz1
Mið-Austurlönd
0
10953
1888449
1881464
2024-11-19T15:37:04Z
Thehardcorewiiupcand
96961
Setti hlekk frá Oríentalismi yfir á grein um Austurlandafræði íslenska heitið á þessu hugtaki.
1888449
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:LocationMiddleEast.png|thumb|393x393px|Heimskort sem sýnir staðsetningu Mið-Austurlanda (græn).]]
'''Mið-Austurlönd''' er samheiti yfir svæði sem nær frá botni [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafsins]], meðfram [[Rauðahaf|Rauðahafinu]] að [[Arabíuskaginn|Arabíuskaganum]] og áfram um [[Persaflói|Persaflóa]] að Indlandi. Mismunandi forsendur geta legið fyrir því hvaða lönd eru talin til Mið-Austurlanda. Saga mismunandi ríkja getur þannig gert það að verkum að þau eru talin til Mið-Austurlanda á meðan önnur hafa tengingu á grundvelli tungumáls, menningar eða trúar. Hefðbundið er hins vegar að eftirfarandi lönd teljist til Mið-Austurlanda:
[[Tyrkland]], [[Sýrland]], [[Líbanon]], [[Írak]], [[Íran]], [[Palestína]], [[Ísrael]], [[Jórdanía]], [[Egyptaland]], [[Súdan]], [[Líbýa]], [[Sádí-Arabía]], [[Kúveit]], [[Jemen]], [[Óman]], [[Barein]], [[Katar]] og [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]].
[[Túnis]], [[Alsír]] og [[Marokkó]] voru öll áður fyrr tengd [[Frakkland|Frakklandi]] en hafa orðið náin Arabíu-ríkjunum bæði í kennd (e. sentiment) og utanríkisstefnu. Einnig gera landfræðilegar ástæður að verkum að [[Afganistan]] og [[Pakistan]] eru stundum flokkuð með og tengd við málefni í Mið-Austurlöndum.<ref>Gwinn, R. P., Swanson, C. E. og Goetz, P. W. (ritstjórar). (1985). ''The New Encyclopædia Britannica: Micropædia'' (15. útgáfa, 8. bindi). Chicago: Encyclopædia Britannica.</ref>
Menningarsvæði Mið-Austurlanda nær allt aftur til fornaldar og hefur haft mikil áhrif á menningarheim okkar í dag. Eins og gefur að skilja einkennist svæðið af gífurlegum fjölbreytileika sem hefur þó orðið töluvert fyrir barðinu á einföldun af hálfu Vesturlanda í umfjöllun sinni og nálgun við þau fjölmörgu samfélög sem þar er að finna.
== Hugtakanotkun ==
[[File:Jean-Léon Gérôme - Le charmeur de serpents.jpg|thumb|Málverkið ''Snákatemjarinn'' eftir Jean-Léon Gérôme. Málverkið prýddi forsíðu bókar Edward Saids, ''Orientalism'' og þykir lýsa dæmigerðri óríentalískri senu.]]
Ekki er fullkomin eining um hvernig á að skilgreina Mið-Austurlönd og hvaða ríki falla innan vébanda svæðisins. Lagt hefur verið til að best sé að skilgreina Mið-Austurlönd sem landfræðilegt hugtak sem eigi við um það svæði sem fyrsta bylgja landvinninga múslima náðu yfir. Sé svo gert, nær það frá [[Marokkó]] austur og norður til [[Afganistan]], [[Pakistan]] og [[Tyrkland]]s.<ref name=":2" />
Notkun orðsins ''Mið-Austurlönd'' hefur sætt gagnrýni þar sem hugtakið þykir miðast um of við Evrópu- og Norður-Ameríkubúa. „Svæðisbundin landfræðiheiti byggð á leiðbeiningum eru alltaf vandkvæðum háð,” segir Karen Pinto í ''Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa''. „Þau komast ekki hjá því að ýja að sjónarhorni, og í þessu tilfelli er sjónarhornið augljóslega Vestrið”.<ref name=":2">Karen Pinto. (2004). The Middle East''.'' Í Philip Mattar (ritstjóri), ''Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa'' (bls. 1522-1523). Bandaríkin: Thomson Gale.</ref> Hugtakið er upprunnið á [[Nýlendustefna|nýlendutímabilinu]] en það var bandarískur flotaforingi sem kom fyrstur fram með hugtakið.<ref name=":0">Gwinn, R. P., Swanson, C. E. og Goetz, P. W. (ritstjórar). (1985). The New Encyclopædia Britannica: Micropædia (15. útgáfa, 8. bindi). Chicago: Encyclopædia Britannica.</ref>
Áður fyrr var miðja landsvæðisins sem um ræðir nefnt [[Austurlönd nær]] en það nafn var gefið af vestrænum landfræðingum sem skiptu [[Austurlönd]]um niður í þrjú landsvæði.<ref name=":0" /> Fræðimaðurinn [[Edward Said]] kom fram með hugtakið [[Austurlandafræði|óríentalismi]] í samnefndri bók sinni er kom út árið 1978 ,en í henni gagnrýnir hann meðal annars slíkar hugmyndir um "óríentinn" og lýsir því hvernig þær viðhalda ákveðnum ójöfnum valdatengslum.<ref>Said, E. W. (1978). ''Orientalism''. New York: Pantheon Books.</ref>
[[Mynd:Middle East (orthographic projection).svg|thumb|Mið-Austurlönd]]
== Landafræði ==
Landslag Mið-Austurlanda er margbreytilegt, enda um stórt svæði að ræða. Mið-Austurlönd eru í þremur [[Heimsálfa|heimsálfum]], [[Asía|Asíu]], [[Afríka|Afríku]] og [[Evrópa|Evrópu]].<ref>Fisher, W. B. (2013). ''The Middle East : a physical, social, and regional geography''. New York: Routledge.</ref> Þetta svæði er fyrst og fremst [[eyðimörk]]. Einnig má finna þar [[Fjallgarður|fjallgarða]] og [[Háslétta|hásléttur,]] sem og miklar [[Á|ár]] og [[Á (landslagsþáttur)|fljót]] (t.d. [[Tígris|Tígrís]], [[Níl]] og [[Efrat]]).<ref>Chaurasia, R. S. (2005). ''History of the Middle East.'' New Delhi: Atlantic. </ref> Þrátt fyrir miklar eyðimerkur má einnig finna frjó svæði sem henta vel til [[landbúnaður|landbúnaðar]], eins og við strendur Miðjarðarhafsins og á því svæði sem nefnt hefur verið [[Mesópótamía]]. Margt leynist í jörðu í Mið-Austurlöndum og um það er olían líklega þekktasta dæmið. Annars staðar má finna land auðugt af [[Gull|gulli]], eins og í Norður-Afríku og enn annars staðar land auðugt af [[Steinefni|steinefnum]] eins og fyrir botni [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]].<ref>Anderson, E. (2000). ''Middle East: Geography and geopolitics''. New York: Routledge.</ref>
== Þjóðernishópar og tungumál ==
Í Mið-Austurlöndum býr ekki einsleitur hópur fólks heldur má finna þar marga og fjölbreytta þjóðernishópa (e. ethnic groups) og enn fleiri tungumál.<ref>Anderson, E. (2000). ''Middle East: Geography and geopolitics''. New York: Routledge.</ref> Helstu þjóðernishóparnir eru [[Arabar]], Tyrkir, Persar (Íranir) og [[Kúrdar]]. Í sumum heimildum er fólkinu skipt í Evrópubúa og Asíubúa.<ref>[https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ba.html] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20101229005328/https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ba.html|date=2010-12-29}} CIA. Sótt 6. apríl 2016</ref> Sú skipting er of mikil einföldun þar sem þetta eru ekki þjóðernishópar.
Tungumál Mið-Austurlanda eru [[Semísk tungumál|semitísk]] (þá aðallega arabíska, hebreska og arameíska), [[Indóevrópsk tungumál|indóevrópsk]] (aðallega persneska, kúrdíska, Luri og Baluchi) og [[Altaí]] (aðallega tyrkneska, túrkmenska og aserska).<ref>Takac, S. A. og Cline, E. H. (ritstjórar). (2015). ''The Ancient world.'' London: Routledge.</ref> Í hverju landi eru oft töluð fjölmörg tungumál.
Þess má einnig geta að til eru mismunandi mállýskur ýmissa hinna stærri tungumála í Mið-Austurlöndum, eins og [[Arabíska|arabísku]]. Og þar með er t.d. arabíska í einu landi ekki endilega töluð eins og arabíska í öðru landi.
Hér fyrir neðan má sjá helstu þjóðernishópa og tungumál hvers lands fyrir sig í Mið-Austurlöndum.<ref>[https://www.cia.gov/library/publications/resources/the-world-factbook/] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170905100315/https://www.cia.gov/library/publications/resources/the-world-factbook/|date=2017-09-05}} CIA. Sótt 5. apríl 2016</ref><ref>Mattar, P. (ritstjóri). (2004). ''Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa.'' (2. útgáfa). Detroit: Thomson Gale.</ref> Sá þjóðernishópur eða tungumál sem er gefið upp fremst er hið útbreiddasta.
{{AFG}} [[Afganistan]]
* Þjóðernishópar: Pashtúnar, Tadsjikar, Hasarar, Úsbekar, Balúkar, Túrkmenar, Núristanar, Pamírar, Arabar, Gújar, Barhújar, Kisilbashar, Aímakar, Pashaíar, Wakhar, Sheghnar, Zebakar og Kirgisar.
*Tungumál: Dari (opinbert), Pushtun (opinbert), Hazaragi, tyrknesk tungumál (þá aðallega úsbekska og túrkmenska) en einnig eru yfir 30 önnur tungumál töluð í Afganistan.
{{DZA}} [[Alsír]]
* Þjóðernishópar: Arabar, Berbar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), Tamazight (berbískt mál, opinbert), franska (lingua franca). Einnig eru ýmsar mállýskur af arabísku og berbísku, eins og Shawiya-berbíska (Tacawit) Mzab-berbíska og Túaregaberbíska (Tamahaq).
{{BHR}} [[Barein]]
* Þjóðernishópar: Bareinar, Arabar, Afríkubúar og Evrópubúar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), enska, farsi, úrdú.
{{EGY}} [[Egyptaland]]
* Þjóðernishópar: Egyptar í stórum meirihluta.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), enska og franska (bæði málin skiljast víða).
{{IRQ}} [[Írak]]
* Þjóðernishópar: Arabar, Kúrdar, Túrkmenar, Assýríumenn, Armenar, Jasídar
* Tungumál: Arabíska (opinbert), kúrdíska (Sorani og Karmanji), túrkmensk mállýska og assýríska, armenska.
{{IRN}} [[Íran]]
* Þjóðernishópar: Persar, Aserar, Gilakar, Kúrdar, Arabar, Balúkar, Lúrar, Túrkmenar, Tyrkir, Kasjkaíar, Bakhtjarar, Shahsevanar, Afsharar, Boyer Ahmadi.
* Tungumál: Persneska (opinbert), kúrdíska, tyrkískar mállýskur (t.d. aserska), gilakska, Mazandarani, lúríska, balúkíska, arabíska.
{{ISR}} [[Ísrael]]
* Þjóðernishópar: Meirihlutinn Gyðingar, Arabar.
* Tungumál: Hebreska (opinbert), arabíska (opinbert fyrir arabíska minnihlutann), enska (skilst víða).
{{YEM}} [[Jemen]]
* Þjóðernishópar: Arabar í meirihluta, afrískir arabar, Suður-Asíubúar, Evrópubúar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), sókótríska, maríska.
{{JOR}} [[Jórdanía]]
* Þjóðernishópar: Arabar í meirihluta, Sirkassar, Armenar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (víða töluð).
{{QAT}} [[Katar]]
* Þjóðernishópar: Arabar, Indverjar, Pakistanar, Íranar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (skilst víða).
{{KWT}} [[Kúveit]]
* Þjóðernishópar: Kúveitar, Arabar, Asíubúar, Afríkubúar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (víða töluð).
{{LBN}} [[Líbanon]]
* Þjóðernishópar: Stór meirihluti Arabar, Armenar, Föníkar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), franska, enska, armenska.
{{LIB}} [[Líbýa]]
* Þjóðernishópar: Arabar, Berbar.
*Tungumál: Arabíska (opinbert), berbíska (aðallega Nafusi, Ghadamis, Suknah, Awjilah, Tamasheq), ítalska og enska (bæði málin skiljast víða).
{{MAR}} [[Marokkó]]
* Þjóðernishópar: Arab-Berbar; Arabar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), ýmis tungumál berba (Tamazight, Tachelhit, Tarifit), franska (mál verslunar, ríkisstjórnarinnar og diplómata).
{{OMN}} [[Óman]]
* Þjóðernishópar: Arabar, Balúkar, Afríkubúar, Suður-Asíubúar (frá Indlandi, Pakistan, Srí Lanka og Bangladess).
* Tungumál: Arabíska (opinbert), enska, balúkíska, úrdú, indversk mál.
{{PAK}} [[Pakistan]]
* Þjóðernishópar: Punjabar, Pashtúnar, Sindhar, Sariakar, Muhajírar, Balúkar.
* Tungumál: Punjabi (mest talað), Sindhi, Saraiki (mállýska af punjabi), Pashto, Úrdú (opinbert), balúkíska, Hindko, Brahui, enska (lingua franca), Burushaki.
{{PSE}} [[Palestína]]
* Þjóðernishópar: Arabar, Gyðingar.
* Tungumál: Arabíska, hebreska, enska (skilst víða).
{{ARE}} [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]]
* Þjóðernishópar: Suður-Asíubúar, Arabar, Íranar, íbúar furstadæmanna (emíratar).
* Tungumál: Arabíska (opinbert), persneska, enska, hindi, úrdú.
{{SAU}} [[Sádí-Arabía]]
* Þjóðernishópar: Arabar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (skilst víðan).
{{SDN}} [[Súdan]]
* Þjóðernishópar: Súdanskir Arabar, Fur, Beja, Nuba, Fallata.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (opinbert), núbíska, Ta Bedawie, Fur.
{{SYR}} [[Sýrland]]
* Þjóðernishópar: Arabar, Kúrdar, Armenar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert), kúrdíska, armenska, arameíska, sirkassíska (skilst víða), franska, enska (skilst sums staðar).
{{TUN}} [[Túnis]]
* Þjóðernishópar: Stór meirihluti Arabar, Gyðingar.
* Tungumál: Arabíska (opinbert sem og mál viðskipta), franska (mál viðskipta) og Tamazight.
{{TUR}} [[Tyrkland]]
* Þjóðernishópar: Tyrkir, Kúrdar.
* Tungumál: Tyrkneska, kúrdíska.
== Saga ==
Allt frá upphafi sögulegra tíma mannkynssögunnar (3500-3000 f.Kr) hefur svæðið sem við þekkjum í dag sem Mið-Austurlönd verið miðpunktur heimsmála hvort sem um er að ræða í menningarlegum, trúarlegum, stjórnmálalegum eða efnahagslegum skilningi. Forsögu svæðisins má rekja til elstu samfélaga manna í [[Mesópótamía|Mesópótamíu]] ([[Súmer|Súmerar]], Akkadíumenn, [[Assyría|Assýríumenn]], Babýlóníumenn) og [[Egyptaland|Egyptalandi]] (Egyptar). Mesópótamía er svæðið á milli fljótanna [[Efrat]] og [[Tígris]], nokkurn veginn þar sem [[Írak]] er í dag en Egyptaland liggur að [[Níl|Nílarfljóti]]. Landkostir gerðu svæðin einstaklega hentug til ræktunar sem skipti sköpum fyrir fyrstu samfélög manna sem áttu allt sitt undir landbúnaði.<ref name=":1">McKay, ''A History of World Societies,'' bls. 44-46. </ref>
Um 3000 f.Kr. áttu sér stað miklar breytingar í Mesópótamíu í kjölfar þess að borgir urðu að miðstöðvum stjórnkerfis mannnlegs samfélags. Dregið var úr mikilvægi ættartengsla í pólitík, verkaskipting og sérhæfing jókst og stéttaskipting þróaðist með samþjöppun auðs. Upphaf þessara breytinga má rekja til Súmera sem stofnuðu nokkrar borgir í suðurhluta Mesópótamíu. Þeir voru fyrstir til að þróa með sér ritmál í formi fleygleturs og lögðu jafnframt grunninn að félagslegri, efnahagslegri og vitsmunalegri þróun Mesópótamíu.<ref>Bulliet, ''The Earth and Its Peoples: A Global History'', bls. 32</ref>
Babýlóníumenn sameinuðu Mesópótamíu bæði stjórnmála- og menningarlega undir stjórn [[Hammúrabí|Hammúrabís]] (valdatími 1792-1750 f.Kr), sem er þó fyrst og fremst þekktur fyrir lagabálk sinn sem er sá elsti sem varðveist hefur. Lögin gefa merkilega vísbendingu um daglegt líf íbúa auk þess sem þar kemur bersýnilega í ljós hversu ríkjandi stéttaskipting var í samfélagi Babýlóníumanna. Einna merkilegust þykir þó krafa laganna þess efnis að refsing sé í samræmi við þann glæp sem framinn var, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.<ref>McKay, ''A History of World Societies'', bls. 42-44</ref>
Mörg stórveldi hafa litið dagsins ljós í Austurlöndum nær og eiga þau það nær öll sameiginlegt að hafa sölsað undir sig gífurlegt landsvæði. Merkilegt er að líta til þess hve gífurlega fjölbreyttir menningarheimar rekja uppruna sinn til þessa svæðis og hve gríðarleg áhrif það hefur haft á viðhorf nútímamanna.
=== Egyptaland ===
{{Aðalgrein|Egyptaland hið forna}}
Um svipað leyti og menningarsvæði Súmera hóf útþenslu var Egyptaland sameinað úr tveimur aðgreindum ríkjum, Neðra- og Efra-Egyptalandi, árið 3150 f.Kr. Sögu Forn-Egyptalands er að jafnaði skipt í þrjú tímabil sem kennd eru við konungsættir.<ref name=":1" />
* Fornöld (3100-2660 f.Kr.)
* Gamla ríkið (2660-2180 f.Kr)
** Tímabil pýramídanna
** Helsta borg Memfis (Menefer)
* Miðríkið (2080-1640 f.Kr)
** Helstu konunganöfn: Amenemhet, Sensúret
** Helstur borgir: Þeba og Memfis)
* Nýja ríkið (1570-1075 f.Kr)
** Tími faraóanna: [[Hatsepsút]], Tútmósis, [[Akhenaten]], [[Ramses 2.]]
=== Persía ===
{{Aðalgrein|Persaveldi}}
[[Mynd:Achaemenid Empire (flat map).svg|thumb|Persneska heimsveldið undir stjórn Darius mikla (552-584 f.Kr)]]
[[Persaveldi|Persar]] ruddu sér til rúms á 6. öld f. Kr. Valdatíð þeirra stóð frá 559 f. Kr. og allt til 330 f. Kr þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Makedóníumönnum með [[Alexander mikli|Alexander]] mikla í broddi fylkingar. Hefðbundið er að tengja upphaf Persaveldis við [[Kýros mikli|Kýrus]] milda (576-530 f.Kr.) sem lagði grunninn að fjölmenningarlegu heimsveldi Persa sem átti síðar eftir að verða það stærsta í sögu fornaldar undir stjórn Daríusar mikla (552-486 f.Kr.). Alexander mikli lagði áherslu á að viðhalda stærð og styrk Persaveldis eftir að hann hafði sigrað það og tekið sér stöðu Persakonungs árið 330 f. Kr. [[Veldi Alexanders mikla|Veldi Alexanders]] varð þó skammlíft, en hann lést af veikindum árið 323 f.Kr. og þar með liðaðist gríðarlegt veldi hans í sundur.<ref>McKay, ''A History of World Societies'', bls. 58-59</ref>
=== Grikkir ===
{{Aðalgrein|Grikkland hið forna}}
Saga [[Grikkland|Grikklands]] til forna er jafnan miðuð við upphaf hins grískumælandi heims um 1600 f. Kr. Vísun til Forn-<nowiki/>[[Grikkland hið forna|Grikkja]] takmarkast ekki við það landsvæði sem við þekkjum sem Grikkland í dag heldur nær yfir víðfeðmara svæði þar sem grískumælandi íbúar dvöldu í fornöld. Vestræn menning nútímans er jafnan álitin eiga sér rætur í grískum menningaráhrifum sem [[Rómaveldi|Rómverjar]] báru síðan með sér til Evrópu
=== Rómaveldi og Býsansríkið ===
{{Aðalgrein|Rómaveldi|Austrómverska keisaradæmið}}
[[Mynd:Roman Empire Trajan 117AD.png|thumb|Rómarveldi stærst árið 117 undir stjórn Trajanusar]]
[[Rómaveldi|Róm]] varð lýðveldi um 510 f.Kr. og varð í kjölfarið að stórveldi. Landvinningar á Appenínaskaganum og sigrar á grískum nýlendum á Ítalíu komu þeim í kjörstöðu við norðanvert Miðjarðarhaf. Rómverjar háðu síðar þrjú stríð, kölluð púnversku stríðin (264-241 f.Kr.), sem tryggðu þeim yfirráð fyrir botni [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]]. og um hafið vestanvert Frekari landvinningar skiluðu þeim jafnframt yfirráðum á [[Spánn|Spáni]] og í [[Frakkland|Frakklandi]].<ref>McKay, ''A History of World Societies'', bls. 143-146</ref>
Borgarastyrjöld um miðja 1.öld f.Kr leiddi til þess að komið var á keisaraveldi í Róm um 27 f.Kr. Rómaveldi náði hámarki sínu undir stjórn Trajanusar 98-117 e.Kr. Hnignunartímabil heimsveldisins hófst á 2.öld e.Kr. og endaði með því að ríkinu var skipt í tvennt árið 293 og varð sú skipting varanleg frá árinu 395. Upp úr þeim klofningi varð [[Austrómverska keisaradæmið|Austrómverska]] keisaradæmið, stundum nefnt Býsansríkið, til, en höfuðborg þess var í Konstantínópel sem í dag heitir<nowiki/>[[Istanbúl|Istanbul]].<ref>McKay, ''A History Of World Societies'', bls. 153-160</ref>
=== Íslam og kalífatið ===
{{Aðalgrein|Kalífadæmi hinna réttlátu|Umayya-kalífadæmið|Abbasídaveldið}}
[[Mynd:Age of the Caliphs (2709972663).jpg|thumb|270x270dp|Myndin sýnir úþenslu kalífatsins]]
Á 6.öld var Austurlöndum nær skipt milli tveggja ríkja, Austrómverska keisaradæmisins í vestri og [[Sassanídar|Sassanída]]<nowiki/>veldisins í austri. Pattstaða var komin upp í harðvítugum deilum ríkjanna sem rekja mátti til langvarandi hernaðar milli Rómaveldis og Persíu. Við þessar kringumstæður reis upp nýtt afl sem gerði tilkall til valda í Mið-Austurlöndum, arabískt veldi [[Íslam]].<ref>Esposito, ''The Oxford History of Islam'', bls. 1-3</ref> Í kjölfar andláts spámannsins [[Múhameð|Múhameðs]] (570-632) hófu eftirmenn hans umtalsverða landvinninga sem teygðu sig langt út fyrir upptök sín á Arabíuskaganum. Árangurinn reyndist undraverður og innan við 100 árum eftir fráfall spámannsins hafði útrás Araba náð að Indlandi í austri og til Spánar í vestri. Stjórnskipun ríkisins var til að byrja með í höndum Rashidun-kalífanna (623-661) en að valdatíð þeirra lokinni er hefðbundið að tala um valdatíð [[Umayya-kalífadæmið|Umayyad]]<nowiki/>-kalífatsins (661-750) og síðar [[Abbasídaveldið|Abbasída]]<nowiki/>-kalífatsins (750-1258).<ref>Cleveland, Bunton, ''A History of the Modern Middle East'', bls. 4-15</ref> Á 10. öld gekk kalífatið í gegnum hnignunartímabil. Landamissir og efnahagserfiðleikar gerðu að verkum að heimsveldið liðaðist smám saman í sundur og svigrúm skapaðist fyrir nýja aðila að taka við stjórnartaumunum.<ref>Esposito, ''The Oxford History of Islam'', bls. 351</ref>
=== Ottómanaveldið ===
{{Aðalgrein|Tyrkjaveldi}}
Ottómanar komust til valda á fyrri hluta 15. aldar í [[Anatólía|Anatólíu]] á því svæði sem við þekkjum í dag sem [[Tyrkland]]. Eftir að hafa náð Konstantínópel á sitt vald árið 1453 og gert hana að höfuðborg sinni hófu [[Tyrkjaveldi|Ottómanar]] skipulega útþenslu ríkisins til suðurs og austurs inn í Mið-Austurlönd árið 1514. Áður en langt um leið höfðu Ottómanar innlimað fyrrum Býsansríkið eins og það lagði sig og á 16.öld beindu þeir augum sínum vestur með Miðjarðarhafinu og inn í Norður-Afríku. Á hápunkti sínum náði veldi Ottómana til Ungverjalands í Evrópu, Alsírs í Norður-Afríku, umhverfis [[Rauðahaf|Rauðahafið]] og einnig suður með [[Persaflói|Persaflóa]]. Ottómanaveldið var eitt stærsta, best skipulagða og langlífasta heimsveldi sögunnar en valdatíð þess náði yfir 6 aldir (1299-1922).<ref>McKay, ''A History of World Societies'', bls. 587-595</ref>
=== Tuttugasta öldin og þjóðríkið ===
Í upphafi 20.aldar áttu sér stað miklar hræringar sem leiddu m.a. til þess að svæðið sem við þekkjum í dag sem Mið-Austurlönd tekur á sig núverandi mynd. Eftir nokkuð stöðuga hnignun á 19. öld leið Ottómanaveldið endanlega undir lok árið 1922 eftir að hafa beðið ósigur í heimsstyrjöldinni fyrri (1914-1918). Með falli Ottómana skapaðist hins vegar tækifæri fyrir Frakka og Breta til að efla enn frekar ítök sín á svæðinu, en þau mátti rekja aftur til upphafs 19. aldar. Formlegri íhlutun lauk þeirra hins vegar með seinni heimsstyrjöldinni og eiginlegt sjálfstæðistímabil hófst í sögu Mið-Austurlanda. Sjálfstæðið kom þó ekki vandkvæðalaust því tímabilið hefur einkennst að vissu leyti af milliríkjadeilum og baráttu þjóða fyrir fótfestu sinni.<ref>Cleveland, Bunton, ''A History of the Modern Middle East'', bls. 138-161</ref>
=== Kalt stríð í Mið-Austurlöndum===
Þegar litið er yfir samskipti ríkjanna í Mið-Austurlöndum í lok 20. aldar og það sem af er þeirri 21. virðast [[Sádi-Arabía]] og [[Íran]] alltaf tengjast deilum innan og milli ríkja svæðisins. Þetta má til dæmis sjá í fyrstu fjórum [[Persaflóastríðin|Persaflóastríðunum]] í Írak og borgarastríðunum í [[Sýrland|Sýrlandi]] og [[Jemen]] nú á 21. öldinni.<ref>{{Bókaheimild|titill=Mið-Austurlönd|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|útgefandi=Mál og menning|ár=2018|ISBN=978-9979-3-3683-9}}</ref>
Kalda stríðið milli Sádi-Arabíu og Íran er óeiginlegt stríð sem snýst um hugmyndafræði líkt og [[Kalda stríðið#Kalda str%C3%AD%C3%B0 20. aldar|kalda stríð 20. aldar]] en á miklu afmarkaðra svæði. Til að skilja stöðu mála þarf að líta til baka og skoða rætur hvors ríkis um sig og reyna að átta sig á við hvaða sögu íbúar svæðisins eru að bregðast.
==== Forsagan ====
Við fall [[Tyrkjaveldi|Ottómanaveldisins]] (sem einnig kallast veldi Ósmana<ref>{{Vísindavefurinn|25765|Hver er saga Tyrkjaveldis?}}</ref>) í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrkjaldarinnar]] urðu átök milli voldugra ætta á svæðinu. Sád-ættin náði völdum á meirihluta [[Arabíuskaginn|Arabíuskaga]] og fékk ríki þeirra viðurkenningu sem konungsríkið Sádi-Arabía árið 1932. Sex árum seinna fundust gríðarlega olíuauðlindir á svæðinu og varð Sád-fjölskyldan vellauðug í einni svipan. Fjármagnið var m.a. notað til að byggja vegi og borgir þvert yfir eyðimerkurlandslagið, styrkja innviði og velferðarkerfi landsmanna og þessi auður varð líka til þess að tengsl við Bandaríkin styrkust mikið, m.a. vegna olíuhagsmuna Bandaríkjanna á svæðinu.
Íran átti líka miklar olíulindir en átti mun erfiðara uppdráttar því stöðug erlend afskipti ollu endurtekinni upplausn í ríkinu. Frá 18. öld hafði verið ráðist inn í Íran af bæði Rússum Bretum. Eftir persnesku stjórnarskrárbyltinguna 1906 var fyrsta þing Írans stofnað og þingbundin konungsstjórn tók við. Eftir að [[Múhameð Mossadek|Mossadek]] forsætisráðherra var rekinn frá völdum 1953 með íhlutan Bandaríkjamanna var [[Múhameð Resa Pahlavi|Pahlavi]] studdur til embættis sem leiddi herskáa afhelgunarstefnu landsins í átt að Vestrænum háttum. Á árunum 1953–1979 naut Pahlavi stuðnings Vesturlandabúa og um hann var fjallað á jávæðan hátt í vestrænum fjölmiðlum. Heima fyrir ríkti ekki pólitísk frelsi heldur einkenndust þessi ár af kúgun, ofsóknum og misbeigingu valds af hálfu keisarans, fylgismanna hans og harkalegri leyniþjónustu.
Á árunum kringum 1970 byggðu Sádi-Arabía og Íran efnahagslíf sitt á olíuauðlindunum. En staðan innanlands var ólík. Pahlavi í Íran hafði ekki sama vald og stjórn á sínum fólki eins og raunin virist vera í Sádi-Arabíu. Í kjölfar olíukreppunnar 1973 jukust tekjur í ríkissjóð Írans fjórfalt. En ágóðinn skilaði sér ekki til almennings sem fylgdist með efnahagssveiflunni lenda í vasa elítu keisarans. Fólkið var andsnúið umbreytingunum og á endanum braust út [[Íranska byltingin|bylting í Íran árið 1979]].
Í Íran urðu hugmyndir sjíta-klerka ofan á sem réttlættu valdatökuna út frá þekkingu sinni og í krafti embætta sinna og mjög umdeildri túlkun á hlutverki trúarinnar í stjórnmálum. Í hönd fór einskonar trúarvæðing í Mið-Austurlöndum. Þessi þróun vakti mikil viðbrögð erlendis og sérstaklega í Sádi-Arabíu. Þar óttuðust valdhafar að þeirra landsmenn myndu rísa upp gegn sér. Í þessu fólst líka trúartengd ógn. Fram að þessu hafði Sádi-Arabía að mestu verið talið forysturíki hins múslimska heims því tvær helgustu borgir íslam eru í Sádi-Arabíu, þ.e. [[Medína]] og [[Mekka]] á Arabíuskaga. Einnig þarf að hafa í huga að múslimar í Sádi-Arabíu eru að mestu sunni-múslimar, en sjítar eru ríkjandi í Íran. Spennan milli þessara ríkja varð svo í raun ekki áþreifanleg fyrr en Íranar fóru að reyna að hafa áhrif út fyrir eigin landsteina með því að styðja hópa sjíta í nálægum ríkjum eins og Írak, Afganistan og Sádi-Arabíu, að því er virtist til að grafa undan völdum þeirra. Þetta varð til þess að Sádar stórefldu ítök sín í samfélaginu og styrktu tengsl sín við Bandaríkin og spennan á svæðinu magnaðist.
== Trúarbrögð ==
=== Gyðingdómur ===
{{Aðalgrein|Gyðingdómur}}
Gyðingdómur er flókinn lífsmáti Gyðinga, sem tengir saman guðfræði, lög og óteljandi menningarhefðir.
Gyðingdómur staðfestir guðlegt drottinvald sem afhjúpast í sköpuninni og í sögunni. Hann fullyrðir að samfélagið hafi mætt guðdóminum í eigin persónu og tekið upp við hann samband. Hugmyndafræði Tórah (Mósebækurnar) gefur til kynna efnisskrá mannlegrar tilveru sem á rætur sínar í þessu persónulega sambandi.
Ennfremur eru viðbrögð þessarar tilteknu þjóðar við guðdómnum talin vera einstök. Samfélagið er ákallað til þess að sýna fram á tryggð sína við guð og sáttmálann með því að sýna samstöðu í sameiginlegu lífi sínu á hverju stigi, þar með talið á öllum þáttum mannlegrar hegðunar, frá því almenna til hins nánasta.
Því er gyðingleg tilbeiðsla sameiginlegur fögnuður yfir hinu sögulega samkomulagi við guð. Tilvera sáttmálans er ekki talin draga úr heldur frekar efla mannlega samstöðu. Þessi þjóð er kölluð til þess að koma á pólitískri, fjárhagslegri og félagslegri skipan sem staðfestir guðlegt drottinvald. Þessu hlutverki fylgir sú trú að ekki nái allir menn árangri einungis út frá eigin verðleikum heldur eigi öll eftirsóknarverð sambönd uppruna sinn í guði, sem tryggir uppfyllingu þeirra. Í hverju samfélagi er hver og einn gyðingur ákallaður til þess að uppfylla sáttmálann í sínum persónulegu áformum og hegðun.<ref>Judaism. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Judaism</ref>
=== Kristni ===
{{Aðalgrein|Kristni}}
Kristni er eingyðistrú sem á uppruna sinn í lífi, kennslu og dauða Jesú Krists. Hún er fjölmennasta trúin í heiminum með yfir tvo milljarða fylgismanna. Stærstu kirkjudeildirnar eru rómversk-kaþólska kirkjan, grísk-kaþólsku eða austrænu rétttrúnaðarkirkjurnar og mótmælendakirkjan en auk þeirra er til mikill fjöldi minni kirkjudeilda.
Sem trúarhefð hefur kristni orðið meira en átrúnaður, hún hefur getið af sér menningu, hugmyndafræði og lífsstíl sem hefur gengið á milli kynslóða allt frá því að Jesú varð að trúartákni. Kristni er því bæði lifandi hefð og menning í nafni trúar. Umboðsmaður kristninnar er kirkjan, samfélag þeirra sem trúa.
Eitt einkenni trúarhefðar kristninnar er, með nokkrum undantekningum, hugmyndin um frelsun, það er að segja að fylgjendur kirkjunnar sjá sig í einhvers konar nauð og þurfa að fá björgun. Af einhverri ástæðu hafa þeir fjarlægst guði og þurfa á frelsun að halda. Fulltrúi frelsunarinnar er Jesús Kristur
Þó svo að afar einfalt virðist að sjá Jesú sem miðpunkt átrúnaðarins er það mál flóknara. Það sést í þeim þúsundum kirkjudeilda sem saman halda uppi nútíma kristinni hefð.<ref>Christianity. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Christianity</ref>
==== Austræna rétttrúnaðarkirkjan ====
{{Aðalgrein|Austrænar rétttrúnaðarkirkjur}}
Til austrænu rétttrúnaðarkirkjunnar telur sig sá fjöldi kristinna manna sem fylgir þeim trúarkenningum og hefðum sem settar voru fram á fyrstu sjö kirkjuþingunum. Kirkjan kallar sig rétttrúnaðarkirkju (e. orthodox) til þess að ítreka þá skoðun sína að innan kristins samfélags hafi hún ein viðhadið réttri trú og að aðrar útgáfur kristninnar séu villutrú. Ólíkt rómversk-kaþólsku kirkjunni, sem sér um slíkt sjálf, skipaði Býsanskeisari patríarka, eða páfaígildi, kirkjunnar og hafði hann [[Patríarkatið í Konstantínópel|aðsetur í Konstantínópel]] (Istanbúl).
Eftir [[kirkjuþingið í Kalkedon]] varð til önnur hreyfing sem kallast Oríental-rétttrúnaður og undir hana fellur meðal annars Koptíska kirkjan í Eþíópíu og Egyptalandi.
Á sjötta áratug síðustu aldar hófust viðræður á milli rómversku, austrænu og Oríental-kirknanna og leystu þær úr ýmsum af deilum sínum um eðli Krists.<ref>Eastern Orthodoxy. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from<nowiki/>http://www.britannica.com/topic/Eastern-Orthodoxy</ref>
==== Koptíska rétttrúnaðarkirkjan ====
{{Aðalgrein|Koptíska rétttrúnaðarkirkjan}}
Koptíska rétttrúnaðar kirkjan í Alexandríu, eða Koptíska rétttrúnaðarkirkjan, á sér flesta fylgismenn í Egyptalandi. Nafnið er dregið af arabíska orðinu qibt sem þýðir egypskur. Eftir að Arabar tóku völd í Egyptalandi átti nafnið við um alla kristna, en á nítjándu og tuttugustu öld fóru fylgjendur kirkjunnar að kalla sig koptíska rétttrúnaðarmenn. Arabíska er í dag notuð í messum og guðsþjónustum og bækurnar sem þeir nota eru eftir heilagan Markús páfa, heilagan Kiril af Alexandríu og heilagan Gregóríus af Nazianzus.
Aðskilnaður koptísku kirkjunnar á rætur sínar að rekja til kirkjuþingsins í Kalkedon, en kirkjan hafnaði niðurstöðu þingsins um eðli Krists, ásamt fleiri austrænum kirkjum. Rómversk-kaþólska kirkjan og austræna rétttrúnaðarkirkjan fordæmdu þær kirkjur sem höfnuðu niðurstöðunni. Koptíska kirkjan tók afstöðu með heilögum Kiril, sem sagði að guðdómleiki og mennska Krists væru jöfn í holdgun hans og af einu eðli.
Eftir að kirkjan lagði grísku niður sem kirkjumál sitt og tók upp arabísku jukust deilurnar. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að ná sáttum við Býsans, en þær skiluðu aldrei neinum árangri. Arabísku kalífarnir skiptu sér ekki af kirkjunni og létu hana að mestu í friði, svo lengi sem kirkjan og meðlimir hennar greiddu jizya-skattinn sem allir þeir sem ekki voru múslimar þurftu að greiða.
Æðsti yfirmaður kirkjunnar er patríarkinn af Alexandríu og hefur hann aðsetur í Kaíró. Hann kallar sig páfa og tekur postullegt vald sitt frá heilögum Markúsi. Patríarkinn er kosinn úr hópi þriggja fyrirfram tilnefndra munka sem ekki mega vera yngri en fimmtugir.<ref>Coptic Orthodox Church of Alexandria. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Coptic-Orthodox-Church-of-Alexandria</ref>
=== Íslam ===
{{Aðalgrein|Íslam}}
Íslam er trú sem spámaðurinn Múhameð kom á fót í Arabíu á sjöundu öld e.Kr. Arabíska orðið islam þýðir undirgefni og kallast á við grundvallarhugmyndafræði trúarinnar, sá sem trúir samþykkir undirgefni við vilja guðs. Allah er eini guðinn og er skapari, viðhaldari og endurreisari heimsins. Vilji Allah er kunngerður með hinni heilögu ritningu Qur‘an, eða Kóraninum, sem guð opinberaði spámanni sínum Múhameð.
Í íslamskri hefð er Múhameð talinn vera síðastur í röð spámanna guðs, á eftir Abraham, Móse og Jesú, og boðskapur hans samtímis fulkomna og ljúka opinberunum fyrri spámanna.
Kenningin um guð í Kóraninum er afgerandi eingyðisleg, guð er einn og einstakur, hann á sér engan samstarfsmann eða jafningja. Múslimar trúa því að engir milliliðir séu á milli guðs og sköpunarinnar. Þó hann sé í veru sinni talinn alls staðar þá er hann ekki bundinn í neinu. Guð er réttlátur og miskunnsamur, réttlæti hans tryggir skipulag í sköpuninni. Sköpun heimsins er talin hans mesta miskunnarverk og fyrir það syngur allt honum til dýrðar. Guð Kóransins er persónulegur guð og hverjum þeim sem kallar til hans í nauð er svarað. Ofar öllu öðru þá er hann guð leiðbeiningar og leiðir allt og alla á hina réttu braut.
Í sögu sköpunnarinnar í Kóraninum mótmælir engillinn Iblis, eða Satan, sköpun mannsins, sem hann telur að muni eyðileggja jörðina. En hann tapar fyrir Adam í keppni um þekkingu. Kóraninn lýsir því manninn sem göfugastan af allri sköpuninni. Ólíkt kristnum og gyðingum þá fyrirgefur Allah Adam erfðasyndina
Þrátt fyrir allt lof lýsir Kóraninn mannlegu eðli sem viðkvæmu. Á meðan allt í sköpuninni hefur sitt eðli og takmörk var manninum gefið frelsi og því hefur hann tilhneigingu til mótþróa og stolts, jafnvel að því marki að lýsa sig sjálfbjarga. Stolt er því talið vera dauðasynd. Með því að viðurkenna ekki eigin takmörk eru menn sekir um að setja sig á sama stall og guð.
==== Fimm stoðir Íslam ====
'''Shahadah'''
Fyrsta stoðin er trúarjátningin: ''Það er enginn guð nema guð og Múhameð er spámaður hans''. Á henni hvílir þáttaka í samfélagi múslima. Trúarjáninguna skal fara með að minnsta kosti einu sinni á ævinni, upphátt, rétt, viljandi og með skilningi á merkingu hennar og viðurkenningu í hjartanu.
'''Bænin'''
Önnur stoðin er bænirnar fimm sem fara skal með á hverjum degi. Það er í lagi að fara með þær í einrúmi ef ekki er möguleiki á því að fara í mosku. Fyrstu bænina skal fara með fyrir sólarupprás, aðra rétt eftir hádegi, þriðju síðdegis, þá fjórðu eftir sólsetur og þá fimmtu áður en farið er í rúmið. Þótt það sé ekki skylda er hvatt til næturbæna. Áður en bænin getur átt sér stað skal þvo hendur, fætur og andlit.
Á föstudögum fer fram sérstök samkoma í moskunni. Hún fer fram á því tungumáli sem er talað á hverjum stað. Á samkomunni fer predikarinn með nokkur vers úr kóraninum og prédikar út frá þeim. Prédikunin kann að hafa siðferðisleg, félagsleg eða pólitísk skilaboð.
'''Zakat'''
Þriðja stoðin er ölmusa. Zakat er árlegur skattur sem ríkið innheimtir ekki, nema í undantekningartilvikum, en er föst prósenta af heildareignum einstaklings. Zakat á að nota til þess að hjálpa fátækum en Kóraninn leyfir einnig að peningurinn sé notaður til þess að frelsa múslímska stríðsfanga, greiða erfiðar skuldir, greiða tollheimtugjöld, fjármagna jihad (þ.m.t. menntun og heilbrigði) og búa til aðstöðu fyrir ferðamenn (pílagríma).
'''Fastan'''
Fjórða stoðin er fastan í Ramadan-mánuðinum. Fastan byrjar við sólarupprás og endar við sólsetur. Á meðan á föstunni stendur er bannað að borða, drekka og reykja. Samkvæmt Kóraninum var Kóraninn opinberaður í Ramadan-mánuðinum.
Þeir sem eru veikir eða á ferðalögum mega fresta föstunni, en þurfa samt sem áður að fasta í jafnmarga daga. Gamalmenni og dauðvona sjúklingar fá undanþágu.
'''Hajj'''
Fimmta stoðin er hin árlega pílagrímsferð til Mekka sem allir múslimar skulu taka sér fyrir hendur einu sinni á ævinni, svo framarlega sem þeir hafi efni á því og geti yfirgefið fjölskyldu sína. Sérstök guðsþjónusta er haldin í hinni heilögu mosku sjöunda dag síðasta mánaðar dagatals múslima. Pílagrímsathafnir hefjast hinn áttunda og lýkur tólfta eða þrettánda dag þess mánaðar.
Allir tilbiðjendur eiga að klæðast tveimur saumlausum klæðum og forðast kynlíf, og að skera hár og neglur ásamt fleiri athöfnum. Aðalathöfnin er að ganga sjö sinnum í kringum Ka‘bah, sem er helgiskrín innan moskunnar, kyssa og snerta svarta steininn, klifur og hlaup á milli fjallanna Safa og Marwah sjö sinnum.
Næsta stig er að fara frá Mekka, til Mina, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð, þar skal fara til hæðarinnar Arafat, hlusta á predikun og eyða einum eftirmiðdegi.
Lokastigið er að eyða nótt í Muzdalifah, sem er á milli Mina og Arafat, og bjóða fórn til guðs.<ref>Islam. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from<nowiki/>http://www.britannica.com/topic/Islam</ref>
==== Súnní ====
{{Aðalgrein|Súnní}}
Súnnítar eru stærri hópurinn af tveimur fjölmennustu hreyfingunum innan Íslam. Þeir viðurkenna fyrstu fjóra kalífana sem réttmæta arftaka spámannsins, ólíkt Shí‘tum sem telja réttmætan arftaka vera Alí, tengdason Múhameðs. Súnnítar hafa lengi talið klerkaveldið sem Múhameð stofnaði vera jarðneskt og telja því að það sé ekki guðleg tilskipun sem ræður því hverjir verði leiðtogar Íslam heldur pólitíkin í múslímska heiminum. Þetta varð til þess að Súnnítar meðtóku leiðbeiningar frá ríkustu fjölskyldunum í Mekka og umbáru ómerka eða útlenda kalífa, svo lengi sem þeir stjórnuðu með virðingu fyrir trúnni og trúarhefðum.
Súnnítar viðurkenna ennfremur hinar sex bækur Hadith, sem eru sagðar vera ritaðar eftir því sem Múhameð sagði, en eru ekki hluti af Kóraninum, ennfremur viðurkenna þeir eina af fjórum greinum Shari‘ah.
Á tuttugustu öld voru Súnnítar í meirihluta í öllum múslimaríkjum nema Írak, Íran og Jemen.<ref>Sunnite. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Sunnite</ref>
==== Sjía ====
{{Aðalgrein|Sjía}}
Snemma í sögu Íslam varð til pólitísk hreyfing sem kallaðist stuðningsmenn Ali eða á arabísku Shi‘at ‘Ali. Þeir studdu Ali, sem var tengdasonur Múhameðs, og unnu að því að gera hann og síðar afkomendur hans að kalífum. Með tímanum þróaðist hreyfingin yfir í trúarsöfnuð sem fékk nafnið Shi‘ah.
Stuðningsmenn Alis fóru að þrengja kröfurnar um hver gæti verið leiðtogi múslima og hver ekki. Þeir skilgreindu hlutverk leiðtogans upp á nýtt og kölluðu hann ímam. Afkomendur Alis voru álitnir öðrum æðri og fullyrt var að á hverjum tíma væri karlkyns afkomandi Ali tilnefndur af guði til þess að leiða múslima og væri óskeikull í málum trúar og löggjafar. Ímamarnir höfðu ofurmannlega þekkingu og skilning og þjáning þeirra var guðleg miskunn til fylgjenda þeirra. Með tímanum var farið að kenna hjá Shi‘tum að ímam væri guðlegur frelsari.
Flestir Shi‘ah-múslimar fóru að lokum að styðja aðra af tveimur ættum sem áttu rætur að rekja til Ali. Hinir studdu ''Isma‘il'' sem var sjöundi ímaminn og sá síðasti af þeirri ætt. Þeir eru kallaðir Sjöungar og nutu ekki mikils stuðnings á meðal múslima.
Flestir Shi‘tar eru fylgismenn annars afkomenda Alis, ''Muhammad al-Mahdi al-Hujjah,'' sem var tólfti ímaminn, en hann hvarf árið 878. Þar af leiðandi eru þessir Shi‘tar kallaðir Tólfungar. Al-Hujjah er einnig þekktur sem týndi ímaminn og trúa fylgjendur hans því að hann muni snúa aftur sem mahdi áður en að lokadómurinn gengur yfir jörðina.<ref>Shi'ite. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from http://www.britannica.com/topic/Shiite</ref>
==== Wahhabi ====
{{Aðalgrein|Wahhabismi}}
Wahhabi er hreintrúarstefna innan Súnní Islam sem Muhammad ibn ‘Abd al-Wahhab stofnaði á átjándu öld í Mið-Arabíu og Saud-ættin tók síðan upp. Þegar leið á tuttugustu öldina hafði Saud-ættin lagt undir sig allt Najd-svæðið og gert nokkrar tilraunir til þess að stofna eigið ríki. Ottómanaveldið stöðvaði jafnan þau áform, en skömmu eftir hrun þess, árið 1932, náði ættin loks að grundvalla sitt eigið konungsveldi undir stjórn Ibn Saud sem tryggði að trúarlegt og pólítískt vald Wahhabi-stefnunnar varð algjört í Sádi-Arabíu.
Meðlimir Wahhabi-hreyfingarinnar kalla sig al-Muwahhidun, eða únitara (e. unitarian), sem þeir draga af áherslu sinni á algera einingu guðs. Þeir hafna allri trúariðkun sem túlka mætti sem vísi að fjölgyðistrú, svo sem tilbeiðslu dýrlinga, og tala fyrir afturhvarfi til upprunalegra kenninga Íslam eins og þær koma fyrir í Kóraninum og Hadith ásamt því að þeir fordæma allar nýjungar (e. innovation). Guðfræði og lögfræði Wahhabi byggja hvor um sig á kenningum Ibn Taymiyah og lögskóla Ahmad ibn Hanbal. Þessar kenningar leggja áherslu á bókstafstrú á Kóraninn og Hadith ásamt nauðsyn þess að stofna múslímsk ríki sem byggja einungis á íslömskum lögum.<ref>Wahhabi. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from<nowiki/>http://www.britannica.com/topic/Wahhabi</ref>
==== Drúsar ====
Hreyfing Drúsa á uppruna sinn í Egyptalandi en flestir fylgjendur þessarar trúarhreyfingar búa nú í Líbanon. Þeir aðskildu sig frá Isma‘ili Shi‘isma á valdatíð sjötta Fatimid-kalífans, al-Hakim bi-Amr Allah (996-1021). Nokkrir Isma‘ili guðfræðingar lýstu al-Hakim guðdómlegan og fóru að mynda hreyfingu í kringum þá hugsjón. Trúarstofnanir sem fullyrtu að guðdómurinn hefði valið al-Hakim en hann væri ekki guðlegur sjálfur lýstu trúnni á guðdómleika al-Hakim sem villutrú. Grunur er um að al-Hakim hafi sjálfur ýtt undir hugmyndir Drúsanna.
Árið 1017 predikuðu Drúsar í fyrsta sinn opinberlega í Kaíró og olli það uppþoti. Einnig kom upp klofningur innan hreyfingarinnar þegar leiðtogi hennar, Hamzah ibn ‘Ali ibn Ahmad al-Zuzani, fór að kljást um völd við lærisvein sinn, Muhammad al-Darazi. Hamzah hafði betur og Al-Darazi var lýstur villutrúarmaður og hvarf, talið er að al-Hakim hafi fyrirskipað að hann yrði drepinn.
Eftir að Al-Hakim hvarf, árið 1021 ofsótti eftirmaður hans, al-Zahir, hreyfinguna. Hamzah fór í felur og al-Muqtana Baha‘ al-Din tók við sem leiðtogi hreyfingarinnar. Drúsar hurfu smátt og smátt frá Egyptalandi og héldu til afskekktra svæða í Sýrlandi og Líbanon, þar sem trúboðar höfðu náð þó nokkru fylgi. Árið 1037 fór al-Muqtana í felur en hélt áfram að skrifa predikanir fram til 1043. En þá hættu Drúsar að taka við trúskiptingum.
Í upphafi 21. aldar var fjöldi Drúsa rétt yfir ein milljón og eru flestir þeirra í Líbanon. Þar verður þeirra mest vart í stjórnmálum undir forystu tveggja ætta, Jumblatt og Arslan.<ref>Druze. (2016). In Encyclopædia Britannica. Retrieved from<nowiki/>http://www.britannica.com/topic/Druze</ref>
==== Ibadi ====
Ibadi er sérstök trúarhreyfing innan Íslam og tilheyrir hvorki Súnní né Shí‘ah. Hana er fyrst og fremst að finna í Óman. Fylgi við hana á rætur sínar að rekja til sjöundu aldar hreyfingar sem kallaðist Khawarji og deila fylgismenn með henni þrá eftir réttlátu múslímsku samfélagi og trúa að sanna múslíma sé einungis að finna innan þeirra eigin raða.
Þrátt fyrir þennan andlega skyldleika telja Ibadi-múslimar sig vera öðruvísi en Khawarij. Því Khawarij-hreyfingin lítur svo á að allir múslimar sem gerast sekir um synd án iðrunar, séu ''mushrikun'', eða vantrúaðir, jafnsekir þeim sem stunda skurðgoðadýrkun og að hvorir tveggja verðskuldi dauðadóm. Ibadi-menn líta á slíkt fólk sem ''kuffar ni‘ma'' eða vantrúaða sem eru vanþakklátir fyrir gjafir guðs. Þeir gera greinarmun á skurðgoðadýrkun og syndar án iðrunar. Sú refsing sem Ibadi múslimar beita nefnist ''bara‘a'' og miðast við útskúfun frekar en ofbeldi. Þeir múslimar sem eru ekki Ibadi en snúa sér í átt til Ka‘ba í Mekka, eru ekki álitnir skurðgoðadýrkendur en samt sekir um að vera ''kuffar ni‘ma''.
Áhugavert er að refsingin bara‘a felur þó ekki í sér skilyrðislausan fjandskap milli Ibadi-múslima og vantrúaðra, og er þeim meðal annars heimilt að giftast, erfa, blessa, biðja með og fyrir og að eiga almenn samskipti við Ibadi, svo framarlega sem þeir eru eingyðistrúar. Ennfremur er haft eftir breskum fulltrúum sem fylgst hafa með stjórnarfari hjá Ibadi-múslimum í Austur-Afríku að meðal Ibadi-hreyfingarinnar sé minnst um ofstæki og mest umburðarlyndi fyrir öðrum trúarhópum af öllum múslímsku trúarhreyfingunum. Ofbeldi skal einungis beita gegn óréttlátum yfirvöldum sem neita að breytast eða gefa eftir völd sín.
Ibadi-múslimar hafna bókstaflegri túlkun á mannlegum (e. anthropomorphic) lýsingum á guði, og afneita því að hægt sé að sjá guð í þessu lífi eða því næsta. Ennfremur hafna þeir möguleikanum á björgun frá vítiseldi, refsing í helvíti er eilíf. Þegar kemur að því að velja á milli frjáls vilja og forlaga segja þeir að guð sé skapari allra mannlegra aðgerða.
Þó svo að Ibadi-múslimar biðji oft með Súnní-múslimum er nokkur munur á bænasiðum þeirra. Líkt og Shi‘ah-múslimar biðja Ibadi-múslimar með hendurnar niður með síðum. Þeir telja að föstudagsbænin eigi einungis að fara fram í stórborgum þar sem réttlæti ræður ríkjum. Sem þýðir að í margar aldir héldu þeir ekki föstudagsbænir vegna þess að þá vantaði réttlátan ímam.<ref>Ibadi Islam: An introduction. (2016). In Islam and Islamic Studies Resources. Retrieved from <nowiki>http://islam.uga.edu/ibadis.html</nowiki></ref>
== Hagkerfi ==
[[File:Middle East Oil&Gas.jpg|thumb|Olíu- og gasforði Mið-Austurlanda]]
Hagkerfi Mið-Austurlanda eru margbreytileg, enda ná þau yfir víðfeðm og sundurleit landsvæði. [[Katar]] telst efnaðasta ríki Mið-Austurlanda (og heimsins) en landsframleiðsla Katar er 12.100 dollarar á hvern íbúa sem, miðað við gengi í mars 2016, jafngildir 12,6 milljónum íslenskra króna.<ref>[http://www.aneki.com/middle_east_richest.html] Aneki. (2014). Richest countries in the Middle East. Sótt 6. apríl 2016</ref> En þótt sum ríki Mið-Austurlanda séu gríðarlega vel efnuð, má þar einnig finna mjög fátæk ríki. [[Jemen]] er í neðsta sæti á lista CIA Factbook um [[Landsframleiðsla|landsframleiðslu]]. Það þýðir m.a. að 54% þegna Jemens lifa við kjör sem teljast undir fátæktarmörkum.<ref>[https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ym.html] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160806090404/https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ym.html|date=2016-08-06}} CIA. Sótt 6. apríl 2016</ref>
Sum ríki Mið-Austurlanda, sérstaklega við [[Persaflói|Persaflóann]], eru algerlega háð olíuiðnaðinum. Til að mynda koma 80% af þjóðartekjum Sádí-Arabíu frá olíuiðnaði. Svipað gildir um [[Kúveit]] og [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]]. Tekjulindir annarra ríkja Mið-Austurlanda eru mun fjölbreytilegri. Þau hagnast meðal annars á ýmsum landbúnaði, baðmullarrækt, búfjárrækt, vefnaði, leðurvinnslu, og sölu lækningatækja og hergagna. Í hagkerfum Sameinuðu arabísku furstadæmanna og [[Barein]] er fjármálaþjónusta einnig mikilvæg auðsuppspretta. Ferðamennska hefur einnig verið stór þáttur í hagkerfi ríkja á borð við [[Tyrkland]], [[Egyptaland]], [[Líbanon]] og [[Ísrael]].
== Stjórnarfar ==
===Afganistan===
{{Aðalgrein|Afganistan}}
Íslamska emírsdæmið Afganistan er [[einræði]]sríki, nánar tiltekið [[klerkaveldi]]. Bráðabirgðastjórn hefur farið með völd í landinu frá árinu 2021, þegar [[Talíbanar]] endurheimtu völd í landinu með yfirtöku höfuðborgarinnar [[Kabúl]].
===Barein===
{{Aðalgrein|Barein}}
Barein er [[Einveldi|einveldisríki]], nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Barein er konungsríki þar sem konungurinn (amir) fer fyrir framkvæmdavaldinu og velur í ríkisstjórn. Konungurinn er þjóðhöfðingi jafnt sem æðsti stjórnandi herafla Barein. Þrátt fyrir að konungurinn fari með framkvæmdavaldið hefur hann frá árinu 1956 framselt það að miklu leyti til ríkisstjórnarinnar. Konungurinn skipar forsætisráðherra sem velur og fer fyrir ríkisstjórn sem er skipuð 18 ráðherrum. Konungur og forsætisráðherra hafa báðir neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum ríkistjórnarinnar. Stórt hlutfall ráðherra Barein tilheyra konungsættinni Al Khalifa.<ref>Countrystudies, „Bahrain: Government and Politics“, http://countrystudies.us/persian-gulf-states/41.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref> Embætti konungs gengur að erfðum frá föður til elsta sonar en konungur getur þó ákveðið að framselja embættið til annars karlkyns ættingja. Dómstólar Barein eru aðskildir frá framkvæmdavaldinu. Löggjafarvald Barein er í höndum Þjóðþingsins. Þjóðþingið situr í tveimur deildum, fulltrúadeildinni sem hefur 40 þjóðkjörna þingmenn og Shura-ráðinu þar sem sitja 40 þingmenn skipaðir af konungi.<ref>The Economist, „Bahrain“, http://country.eiu.com/article.aspx?articleid=981597882&Country=Bahrain&topic=Summary&subtopic=Political+structure (sótt. 8.apríl 2016)</ref>
===Egyptaland===
{{Aðalgrein|Egyptaland}}
Egyptaland er að formi til [[Lýðræði|lýðræðisríki]] með [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaþingræði]]. Stjórnskipan Egyptalands hvílir á stjórnarskrá sem var sett árið 1971, en endurbætt og aðlöguð að nýrri stjórnskipan í þjóðaratkvæðagreiðslu 19. mars 2011. Á egypska þinginu eru tvær deildir. Samkunda fólksins eða Majlis al Shaab er neðri deild þingsins. Í henni sitja 498 þjóðkjörnir og 10 skipaðir fulltrúar. Efri deildin kallast Shura-ráðið og sitja í henni 270 þjóðkjörnir og 90 skipaðir fulltrúar. Forsetinn fer fyrir framkvæmdavaldinu. Hann er kosinn í almennum kosningum.<ref>OECD, „e-Government studies“ http://www.oecd-ilibrary.org/governance/oecd-e-government-studies-egypt-2012_9789264178786-en (sótt 8. Apríl 2016)</ref> Forsetinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars verður hann að vera egypskur ríkisborgari og eiga egypska foreldra. Forsetinn þarf einnig að hafa sinnt herskyldu og má ekki vera yngri en 40 ára. Dómsvaldið í Egyptalandi er óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Í egypska dómskerfinu eru bæði veraldleirm og trúarlegir dómstólar.<ref>„Egypt‘s new constitution to be followed by tackling key political lawshttp,“''ahramonline'', 19.Janúar 2014 ://english.ahram.org.eg/News/91969.aspx {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140201154649/http://english.ahram.org.eg/News/91969.aspx |date=2014-02-01 }} (sótt 6.apríl 2016)</ref>
===Írak===
{{Aðalgrein|Írak}}
Írak er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið sambandsríki sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|þingræði]]. Forsætisráðherra Íraks fer með framkvæmdavaldið ásamt forsetanum og ríkistjórn Íraks sem kallast ráðherraráðið. Löggjafarvaldið er í höndum tveggja löggjafarsamkundna, fulltrúaráðsins og Sambandsráðsins. Dómsvaldið í Írak er óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu.<ref>Irfad, „Iraq Goverment“ http://www.irfad.org/iraq-government/# (Sótt 6.apríl 2016)</ref>
===Íran===
{{Aðalgrein|Íran}}
Íslamska lýðveldið Íran er eina [[klerkaveldi]]ð (e.theocracy) í heiminum. Klerkaveldi sem stjórnskipan flokkast undir [[einræði]]. Klerkaveldi er stjórnarform þar sem æðsti valdhafi er sagður fara með vald Guðs, öll löggjöf byggir á trúarbrögðum og á að tjá vilja Guðs. Íslamska lýðveldið Íran var sett á fót árið 1979 í kjölfar [[Íranska byltingin|byltingar]] gegn einveldisstjórn keisararans [[Múhameð Resa Pahlavi|Mohammad-Reza Shah Pahlavi]]. Tvær tegundir stjórnsýslustofnana eru við lýði í Íran. Embætti sem er kosið í og embætti sem er skipað í. Kerfið flækist síðan vegna þess hversu margir valdakjarnarnir eru. Hinir svokölluðu valdakjarnar eru stofnanir sem eru hugsaðar sem trúarleg viðbót við hinar hefðbundnu ríkisstofnanir. Þar af leiðandi deila valdakjarnarnir ábyrgð með þeim stofnunum sem þeir eru viðbót við. Æðsta yfirvald íslamska lýðveldisins Íran er embætti æðsta leiðtoga. Embættið sameinar trúarlegt og veraldlegt yfirvald. Leiðtoginn er skipaður ævilangt af samkundu sérfræðinga. Í samkundunni sitja 86 klerkar sem kosnir eru til átta ára í senn. Forsetinn er kosinn í almennum kosningum á fjögurra ára fresti. Hann verður að vera karlkyns og af grein tólfunga Shí´ita. Hann þarf ekki að vera klerkur þrátt fyrir að það sé algengast. Forsetinn fer fyrir framkvæmdavaldinu um öll málefni önnur en þau sem Leiðtoginn sér um. Forsetinn skrifar undir frumvörp sem þingið hefur samþykkt og staðfestir þau sem lög. Hann skipar ráðherra ríkisstjórnarinnar og ríkisstjóra fylkja. Þingið getur lýst vantrausti á forsetann og leiðtoginn síðan svipt hann embætti í kjölfarið. Íranska þingið situr í einni deild og er kallað Majles. Það hefur 290 þingmenn sem kosnir eru í almennum kosningum til fjögurra ára í senn. Allir þingmenn verða að vera múslimar utan fimm. Stjórnarskrá Íran kveður á um að kristnir eigi að hafa þrjá fulltrúa á þingi, Gyðingar einn og Zaraþústrar einn. Þingið hefur löggjafarvald en löggjöfin má ekki ganga gegn stjórnarskránni eða Íslam.<ref>H.E. Chahabi & Arang Keshavarzian, „Politics in Iran“ í ''Comparative Politics Today,'' 10. útg., ritstj. G.Bingham Powell, Russel J Dalton og Kaare Strom. (New York: Longman, 2012), 520-534.</ref> Samkvæmt 156. grein stjórnarskrár Íran er dómsvaldið óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Leiðtoginn skipar æðsta yfirmann dómskerfisins sem útnefnir síðan forseta Hæstaréttar.<ref>Omar Sial, „A Guide to the legal system of the Islamic Republic of Iran,“ <nowiki>http://www.nyulawglobal.org/globalex/Iran.html</nowiki> (sótt 8. Apríl 2010).</ref>
===Ísrael===
{{Aðalgrein|Ísrael}}
Ísrael er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið [[Skipting ríkisvaldsins|þingræðisríki]]. Ísraelska ríkisvaldið skiptist í þrjá hluta, framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. Forsætisráðherra Ísrael fer fyrir framkvæmdavaldinu. Ísraelska þingið fer með löggjafarvaldið og kallast Knesset. Þingið situr í einni deild og hefur 120 fulltrúa sem eru kosnir í almennum kosningum. Dómsvaldið er óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Ísraelsríki hefur ekki stjórnarskrá en í stað hennar svokölluð grunnlög sem þjóna á vissan hátt sama hlutverki. Þingið kýs forseta Ísraels til 7 ára í senn. Hann talar fyrir hönd Ísrael í alþjóðamálum en hefur lítil raunveruleg völd.<ref>„Israeli Politics,“ ''My Jewis learning'', http://www.myjewishlearning.com/article/israeli-politics/ (Sótt 8.apríl2016)</ref>
===Jemen===
{{Aðalgrein|Jemen}}
Stjórnarfar í Jemen er óljóst í dag vegna yfirtöku vopnaðra samtaka sem kallast [[Hútar]] eða [[Ansar Allah]] á árunum 2014-2015. Samtökin tóku ríkið yfir og tilkynntu að þau myndu leysa upp þáverandi stjórnarfyrirkomulag.<ref>„Houthis take charge in yemen,“''Al Arabiya'', 5.febrúar 2015, http://english.alarabiya.net/en/News/middle-east/2015/02/06/Yemen-s-Houthi-to-issue-constitutional-decree.html (sótt 6.apríl 2016)</ref> [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöld hefur ríkt í landinu]] frá árinu 2015 og margir hópar gera tilkall til yfirráða í landinu.
===Jórdanía===
{{Aðalgrein|Jórdanía}}
Jórdanía er [[Einveldi|einveldisríki]], nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Stjórnarskráin skiptir völdum ríkisstjórnarinnar í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. Löggjafarvaldið er bæði í höndum konungs og þingsins. Konungurinn er líka handhafi framkvæmdavaldsins ásamt ríkisstjórninni sem kölluð er ráðherraráðið. Dómsvaldið er falið sjálfstæðum dómstólum sem eru óháðir framkvæmda- og löggjafarvaldinu.<ref>Countrystudies, „Jordan: The Government“, http://countrystudies.us/jordan/54.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref> Löggjafarþingið er kallað þjóðþingið og situr í tveimur deildum. Efri deildin kallast Öldungadeild. Þar sitja 30 þingmenn skipaðir af konungi. Konungur skipar þingmennina til 4 ára í senn í tveimur lotum, annan helminginn þegar tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu. Þeir þingmann sem þá eru skipaðir sinna embætti þangað til tvö ár eru liðin af næsta kjörtímabili. Neðri deildin kallast Fulltrúadeildin. Fulltrúadeildin hefur 30 þjóðkjörna fulltrúa. Þingið er í raun frekar valdalítið og konungur fer að mestu leyti með löggjafavaldið.<ref>Countrystudies, „Jordan: The Legislature“, http://countrystudies.us/jordan/56.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref> Dómskerfið í Jórdaníu byggir á Sharia lögum Íslamstrúar ásamt lögum af evrópskum uppruna. Þrjár tegundir dómstóla eru í Jórdaníu: Borgararéttur, Trúarréttur og sérdómstólar.<ref>Countrystudies, „Jordan: The Judiciary“, http://countrystudies.us/jordan/57.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref>
===Líbanon===
{{Aðalgrein|Líbanon}}
Líbanon er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið [[Skipting ríkisvaldsins|þingræðisríki]]. Ríkisvaldinu er skipt eftir stjórnarskrá landsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og sjálfstætt dómsvald. Löggjafarvaldið liggur hjá Fulltrúaþinginu sem á sitja 128 þingmenn sem kosnir eru á 4 ára fresti í almennum kosningum. Ríkisstjórn Líbanon, með forsætisráðherra landsins í forsvari, fer með framkvæmdavaldið. Dómsvaldið liggur hjá sjálfstæðum dómstólum.<ref>Presidency of the Republic of Lebanon,“Overview of the Lebanese System“ http://www.presidency.gov.lb/English/LebaneseSystem/Pages/OverviewOfTheLebaneseSystem.aspx {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160421070431/http://www.presidency.gov.lb/English/LebaneseSystem/Pages/OverviewOfTheLebaneseSystem.aspx |date=2016-04-21 }} (Sótt 10.apríl 2016)</ref>
===Marokkó===
{{Aðalgrein|Marokkó}}
Marokkó er [[Einveldi|einveldisríki]], nánar tiltekið konungsríki þar sem konungdæmið gengur í arf og er bundið af stjórnarskrá. Konungur fer með framkvæmdavaldið og hann skipar ríkistjórnina. Konungur getur rofið þing, ógilt stjórnarskrána og boðað til kosninga. Hann er einnig æðsti yfirmaður hersins. Þingið situr í tveimur deildum, fulltrúadeildinni og ráðgjafadeildinni. Þingið hefur samt í raun engin völd. Valdið liggur allt hjá konungi. Dómstólar eru formlega séð sjálfstæðir í Marokkó, en konungur hefur hins vegar mikil áhrif í dómskerfinu.<ref>Moulay Driss El-Maarouf, Mourad el Fahli and Jerome Kuchejda,“Morocco- Analisys of the Moroccan political system“ http://www.academia.edu/1788294/Morocco_-_Analysis_of_the_Moroccan_political_system (Sótt 10.apríl 2016)</ref>
===Óman===
{{Aðalgrein|Óman}}
Óman er [[Einveldi|einveldisríki]], nánar til tekið konungsríki. Í Óman er soldáninn (konungur) bæði þjóðarleiðtogi og forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar, sem fer með framkvæmdavaldið. Soldáninn fer með löggjafarvaldið en hefur sér til aðstoðar 27 manna ráðgefandi ráð sem kallað er ráðherraráðið. Ráðherraráðið hefur þó engin raunverulög völd. Dómskerfi Óman byggir á túlkun Ibadi á hinum íslömsku Sharia-lögum. Dómstólar eru héraðsbundnir og er stjórnað í samvinnu við gadi. Gadi er dómari sem hefur fengið stöðu sína annaðhvort með því að útskrifast frá háskóla með gráðu í íslömskum lögum eða með því að hafa stundað nám hjá innlendum trúarbragðasérfræðingum. Þrátt fyrir að dómskerfið sé mjög háð Sharia-lögum er reynt að komast að niðurstöðu sem er sanngjörn fyrir alla aðila. Þar af leiðandi hafa ættbálkalög í mörgum tilvikum blandast trúarlegum lögum.<ref>Countrystudies, „Oman: Government Institutions“, <nowiki>http://countrystudies.us/persian-gulf-states/66.htm</nowiki> (sótt 8.apríl 2016)</ref>
===Pakistan===
{{Aðalgrein|Pakistan}}
Pakistan er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið sambandsríki sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|þingræði]]. Þing sambandsríkisins kallast Majlis-is-shoora eða ráðgjafaráðið. Ráðgjafaráðið fer með löggjafarvaldið. Það situr í tveimur deildum, öldungadeild sem er efri deildin og Þjóðþinginu sem er neðri deildin. Forsetinn er þjóðhöfðingi og hann skipar forsætisráðherrann. Forsætisráðherrann er alltaf valinn úr hópi þingmanna þjóðþingsins. Hann fer fyrir framkvæmdavaldinu. Dómstólar í Pakistan eru óháðir framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Forseti Pakistan skipar dómara Hæstaréttar.<ref>Countrystudies, „Pakistan: Government Structure“, http://countrystudies.us/pakistan/65.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref>
===Palestína===
{{Aðalgrein|Palestínuríki}}
Formlega er Palestína [[Lýðræði|lýðræðisríki]], Nánar tiltekið [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaþingræði]]. Hins vegar er stjórnarfar í Palestínu í mikilli óvissu bæði vegna átaka hagsmunahópa innan ríkisins og vegna þess að ekki viðurkenna öll ríki Palestínu sem fullvalda ríki, t.d. nágrannaríki þeirra Ísrael.<ref>Gaza the dear wee place, List of countries recognising Palestine. <nowiki>http://www.gazathedearweeplace.com/list-of-countries-recognising-palestine/</nowiki> (Sótt 10.apríl 2016)</ref>
===Sameinuðu arabísku furstadæmin===
{{Aðalgrein|Sameinuðu arabísku furstadæmin}}
Sameinuðu arabísku furstadæmin eru [[sambandsríki]] sjö ríkja sem búa við [[einveldi]]. Þau eru: Abú Dhabí, Ajman, Dúbaí, Fujairah, Ras al-khaimah, Sharjah og Umm al-Quwain. Ríkin búa við bráðabirgðastjórnarskrá sem sett var árið 1972. Stjórnarskráin skiptir ríkisvaldinu í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Hún skiptir einnig löggjafar- og framkvæmdavaldinu í alríkislögsögu og lögsögu furstadæmanna. Ríkisstjórnin fer með utanríkisstefnu sambandsríkjanna, varnar- og öryggismál þeirra, innflytjendamál og samskiptamál. Furstarnir fara með önnur völd. Framkvæmdavaldið samanstendur af Æðsta ráði sambandsins, Ráðherraráðinu og forsetanum. Æðsta ráðið fer með löggjafar- og framkvæmdavaldið á alríkisstiginu. Í Æðsta ráðnu sitja furstar ríkjanna sjö. Það kýs úr sínum röðum formann og varaformann til fimm ára í senn. Æðsta ráðið sér um alla stefnumótun og löggjöf fyrir alríkið. Forsetinn er stjórnarformaður æðsta ráðsins, hann er þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi herafla furstadæmanna. Forsetinn skipar forsætisráðherrann, varaforsætisráðherrana tvo, ráðherra ríkisstjórnarinnar og alla æðstu yfirmenn hersins. Dómsvaldið er óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Æðstu menn þess eru forseti dómsvaldsins og fimm aðrir dómarar sem forseti furstadæmanna skipar. Skipan þeirra er hins vegar einnig háð samþykki æðsta ráðsins.<ref>Countrystudies, „The United Arab Emirates: Government and Politics“, http://countrystudies.us/persian-gulf-states/90.htm (sótt 8.apríl 2016)</ref>
===Sádí-Arabía===
{{Aðalgrein|Sádi-Arabía}}
Konungsríkið Sádí-Arabía er [[Einveldi|einveldisríki]] með arfbundnu konungdæmi. Árið 1992 voru sett lög um rétt og ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem kallast grunnlög um stjórnarhætti. Konungur Sádí-Araba er einnig forsætisráðherra, þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi hersins. Embætti konungs gengur í arf. Konungur skipar ríkisstjórnina eða ráðherraráðið á fjögurra ára fresti og mannar hana oftast fólki af konungsættinni. Löggjafarvaldið er í höndum konungs en hann hefur ráðgefandi þing sem kallað er Majlis as-Shura eða Shura-ráðið. Í ráðinu sitja 150 fulltrúar, skipaðir til 4 ára. Árið 2011 tilkynnti konungur að konur mættur sitja í ráðinu og skipaði 30 konur í ráðið. Löggjafarvald Sádí-Arabíu fylgir Sharia-lögum Íslamstrúar. Í réttarkerfi Sádía-Arabíu eru þrjú dómstig. Frumdómstólar sem eru almennir dómstólar, ógildingardómstólar (áfrýjunarréttur) og æðstu dómstólar.<ref>Helen Siegler and associates,“The Political System of Saudi Arabia,“ http://www.hziegler.com/articles/political-system-of-saudi-arabia.html {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160331141534/http://www.hziegler.com/articles/political-system-of-saudi-arabia.html |date=2016-03-31 }} (Sótt 9 apríl.2016)</ref>
===Súdan===
{{Aðalgrein|Súdan}}
Súdan er að formi til [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið ríki sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaræði]]. Forsetinn er þjóðarleiðtogi og fer með framkvæmdavaldið. Forsetinn er í forsvari fyrir ríkisstjórnina. Hann er einnig æðsti stjórnandi hersins. Bæði ríkisstjórnin og þingið fara með löggjafarvaldið. Þingið skiptist í tvær deildir. Neðri deildin kallast Þjóðþingið og efri deildin kallast Ríkisráðið. Dómsvaldið er sjálfstætt en Stjórnarskrárrétturinn fer með það.<ref>Bekele, Yilma "Chickens are coming home to roost!" ''Ethiopian Review''. 2008.07.12, http://www.ethiopianreview.com/index/2929 (Sótt 9.04.2016.)</ref>
===Sýrland===
{{Aðalgrein|Sýrland}}
Sýrland er að formi til [[Lýðræði|lýðræðisríki]] sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaþingræði.]] Forsetinn er þjóðhöfðingi, hann fer fyrir framkvæmdavaldinu ásamt því að vera æðsti yfirmaður hersins. Forsetinn er kosinn í almennum kosningum á 7 ára fresti. Forsetinn skipar forsætisráðherra. Þing fólksins eða Majlis al-shaab fer með löggjafarvald í Sýrlandi. Þingið situr í einni deild og er kosið í almennum kosningum á 4 ára fresti. Dómsvaldið er óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu, dómarar eru tilnefndir af forsetanum en síðan skipaðir af svokölluðu æðsta dómsráði.<ref>Global Edge, „Syria Government“ http://globaledge.msu.edu/countries/syria/government (Sótt 9 apríl 2016)</ref>
===Túnis===
{{Aðalgrein|Túnis}}
Túnis er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar tiltekið ríki sem býr við [[Skipting ríkisvaldsins|forsetaþingræði]]. Forsetinn fer með framkvæmdavaldið en hann er kosinn í almennum kosningum til 5 ára í senn. Forsetinn skipar forsætisráðherrann og ríkisstjórnina. Þingið fer með löggjafarvaldið í Túnis en það kallast Samkunda fulltrúa fólksins. Á þinginu sitja 217 fulltrúar, kosnir í almennum kosningum. Löggjöf í Túnis byggist á frönskum lögum og Sharia- lögum íslamstrúar. Dómsvaldið er óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Æðsti dómstóll Túnis nefnist Hæstiréttur.<ref>Sujit Choudry and Richard Stacey, „ Semi‘presidential government in Tunisia and Egypt“, Constution Building: A global review“ 2013, http://www.idea.int/publications/constitution-building-a-global-review/upload/cbgr_c5.pdf {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160202025829/http://www.idea.int/publications/constitution-building-a-global-review/upload/cbgr_c5.pdf |date=2016-02-02 }} (Sótt 10.apríl 2016)</ref>
===Tyrkland===
{{Aðalgrein|Tyrkland}}
Tyrkland er [[Lýðræði|lýðræðisríki]], nánar til tekið [[forsetaræði]]. Forseti, ásamt ríkisstjórn, fer með framkvæmdarvaldið. Völd forseta voru lengi formlega lítil en jukust verulega eftir að stjórnarskrárbeytingar voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017.<ref>{{Vefheimild|titill=Naumur og umdeildur sigur Erdogan|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-04-22-naumur-og-umdeildur-sigur-erdogan/|útgefandi=''Kjarninn''|höfundur=Oddur Stefánsson|ár=2017|mánuður=23. apríl|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=20. september}}</ref> Forsetinn er þjóðhöfðingi og er kosinn til sjö ára í senn. Þjóðþingið fer með löggjafarvaldið en það er skipað 450 fulltrúum sem kosnir eru í almennum kosningum til fimm ára í senn. Dómsvaldið er óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu.<ref>Columbia, „ Turkey at a Glance: Government and legar system“ http://www.columbia.edu/~sss31/Turkiye/gov-system.html (sótt 9 apríl 2016)</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Heimshlutar}}
[[Flokkur:Mið-Austurlönd| ]]
[[Flokkur:Suðvestur-Asía]]
hty1me13erryjcd1wi6hahnf0b597ja
Albert Einstein
0
20079
1888473
1887998
2024-11-19T22:56:04Z
Oxodd
102399
Ártal var rangt, breytt úr 1969 yfir í 1955
1888473
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Albert Einstein Head.jpg|thumb|200px|Albert Einstein (1947)]]
'''Albert Einstein''' ([[14. mars]] [[1879]] í [[Ulm]] í [[Bæjaraland]]i, [[Þýskaland]]i – [[18. apríl]] 1955 [[Princeton]], [[New Jersey]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]) var kennilegur [[eðlisfræði]]ngur. Hann fæddist í Ulm, [[Þýskaland]]i og var af [[Gyðingdómur|gyðingaættum]]. Foreldrar hans hétu Pauline og Hermann. Hann er einn af best þekktu vísindamönnum [[20. öld|20. aldarinnar]]. Hann lagði til [[Afstæðiskenningin|afstæðiskenninguna]] — sem er líklega hans þekktasta verk — og höfðu rannsóknir hans einnig mikil áhrif á [[skammtafræði]], [[safneðlisfræði]] og [[heimsfræði]]. Hann fékk [[Nóbelsverðlaunin]] í eðlisfræði árið [[1921]] fyrir rannsóknir sínar á [[ljóshrif]]um sem hann birti árið [[1905]] ([[Annus Mirabilis]]; þetta sama ár komu út þrjár greinar eftir hann, en hver þeirra olli straumhvörfum í [[eðlisfræði]]) og verðlaun fyrir „þjónustu sína við kennilega eðlisfræði“.
== Líf og störf ==
Einstein bjó í [[München]] mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum vegna seinþroska síns. Sem barn lærði hann seint að tala, var lítt gefinn fyrir stríðsleiki og leiddist í skóla.
Ungur að árum gerðist Einstein [[sviss]]neskur ríkisborgari, en í Sviss nam hann [[stærðfræði]] og [[eðlisfræði]]. Árið [[1902]] fær hann vinnu á einkaleyfaskrifstofu í [[Bern]], þar sem hann vann til [[1909]] meðan hann lagði drög að [[kenning]]um sínum í frístundum. Árið [[1911]] fékk Einstein [[prófessor]]sstöðu í [[Prag]] og síðan í [[Zürich]] og [[Berlín]]. Hann starfaði innan [[háskóla]] þaðan í frá. Árið [[1905]] birti Einstein þrjár merkilegar ritgerðir. Ein þeirra hét „Um rafsegulfræði hluta á hreyfingu“ en í henni setti hann fram [[Takmarkaða afstæðiskenningin|takmörkuðu afstæðiskenninguna]]. Takmarkaða afstæðiskenningin segir fyrir um það að [[massi]] hluta fari eftir [[Hraði|hraða]] þeirra. Árið [[1916]] birti Einstein [[Almenna afstæðiskenningin|almennu afstæðiskenninguna]] í nokkrum ritgerðum. [[1919]] var kenningin staðfest með frægri athugun, við sólmyrkva, á sveigju [[ljós]]s sem berst frá fjarlægri stjörnu, vegna [[þyngdarafl]]s [[sól]]ar. [[1921]] fékk Einstein [[Nóbelsverðlaun]] fyrir framlag sitt til eðlisfræðinnar. Einstein var af Gyðingaættum og hrökklaðist frá [[Þýskaland]]i nasismans til [[Princeton]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið [[1933]]. Þar bjó hann til dauðadags.
Hann giftist [[Serbía|serbneskri]] unnustu sinni, [[Mileva Marić|Milevu Marić]], [[1903]], en þau skildu [[1919]]. Þau eignuðust þrjú börn saman, stúlkuna ''Liserl'' ([[1902]]- ?), sem var gefin til [[ættleiðing]]ar og dó úr [[skarlatssótt]], synina ''Hans Albert'' ([[1904]]-[[1973]]) og ''Eduard Tete'' ([[1910]]-[[1965]]). Hans Albert varð prófessor í [[verkfræði]] við [[Kaliforníuháskóli í Berkeley|Berkeley-háskólann]], en Eduard þjáðist af [[geðklofi|geðklofa]]. Mileva nam stærðfræði og eðlisfræði, en þau Einstein unnu saman að rannsóknum, þó ekki séu til heimildir fyrir því að Mileva hafi með beinum hætti komið að Nóbelsverðlaunagreininni né Afstæðiskenningunni. Einstein giftist náfrænku sinni [[Elsa Einstein|Elsu]] [[1919]], en hún átti fyrir tvær dætur, sem þau ólu upp saman.
== Afstæðiskenningin ==
''Aðalgrein: [[Afstæðiskenningin]]''
Afstæðiskenning Einsteins er yfirleitt sett fram í tvennu lagi eins og hann gerði raunar líka þegar hann birti hugmyndir sínar. Er þá talað um [[Takmarkaða afstæðiskenningin|takmörkuðu afstæðiskenninguna]] annars vegar og hins vegar um [[Almenna afstæðiskenningin|almennu afstæðiskenninguna]]. Kjarna fyrri kenningarinnar birti Einstein í einni tímaritsgrein árið [[1905]] en hann lauk við að birta meginatriði almennu kenningarinnar árið [[1916]]. Í takmörkuðu kenningunni er megináhersla lögð á [[ljós]]ið og hluti sem nálgast [[Ljóshraði|ljóshraða]] en í þeirri almennu eru [[Þyngdarkraftur|þyngdarkraftar]] líka teknir með í reikninginn og meðal annars lýst þeim áhrifum sem þeir hafa á [[rúm]]ið. Kenning sú er ófullkomin þegar maður nýtir hana við tilfelli sem gerast undir smæð [[atóm]]s, en þar hættir hún að virka. [[Skammtafræðikenningin]] á að leysa þann vanda, en Einstein sjálfur átti nokkurn þátt í uppbyggingu hennar. Vísindamönnum hefur gengið illa að samvefja þessar tvær kenningar, en þegar það tekst munu þeir líklega kalla þá kenningu "Kenninguna um Allt".
== Tenglar ==
{{Wikivitnun}}
{{Wikisource author}}
{{commons|Albert Einstein}}
* {{gutenberg author| id=Albert+Einstein | name=Albert Einstein}}
* [[Nobel Prize in Physics]]: [http://www.nobel.se/physics/laureates/1921/press.html The Nobel Prize in Physics 1921] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040217175732/http://www.nobel.se/physics/laureates/1921/press.html |date=2004-02-17 }}—[http://www.nobel.se/physics/laureates/1921/index.html Albert Einstein] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040214011839/http://www.nobel.se/physics/laureates/1921/index.html |date=2004-02-14 }}
* [[Annalen der Physik]]: [http://gallica.bnf.fr/Catalogue/noticesInd/FRBNF34462944.htm#listeUC Works by Einstein] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051128052434/http://gallica.bnf.fr/Catalogue/noticesInd/FRBNF34462944.htm#listeUC |date=2005-11-28 }} digitalized at The University of Applied Sciences in Jena (Fachhochschule [[Jena]])
* S. Morgan Friedman, "[http://www.westegg.com/einstein/ Albert Einstein Online] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080903165108/http://www.westegg.com/einstein/ |date=2008-09-03 }}"—Comprehensive listing of online resources about Einstein.
* [[TIME magazine]] 100: [http://www.time.com/time/time100/scientist/profile/einstein.html Albert Einstein] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051125192329/http://www.time.com/time/time100/scientist/profile/einstein.html |date=2005-11-25 }}
* ''Audio excerpts of famous speeches: '' [http://www.time.com/time/time100/poc/audio/einstein1.ram E=mc<sup>2</sup> and relativity]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}, [http://www.time.com/time/time100/poc/audio/einstein2.ram Impossibility of atomic energy] {{Webarchive|url=http://webarchive.loc.gov/all/20050415131730/http://www.time.com/time/time100/poc/audio/einstein2.ram |date=2005-04-15 }}, [http://www.time.com/time/time100/poc/audio/einstein3.ram arms race] {{Webarchive|url=http://webarchive.loc.gov/all/20050415131729/http://www.time.com/time/time100/poc/audio/einstein3.ram |date=2005-04-15 }} (From Time magazine archives)
* {{MacTutor Biography|id=Einstein}}
* [[Leiden University]]: [http://www.lorentz.leidenuniv.nl/history/Einstein_archive/ Einstein Archive]
* [[PBS]]: [http://www.pbs.org/wgbh/amex/truman/psources/ps_einstein.html Einstein's letter to Roosevelt] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051224102837/http://www.pbs.org/wgbh/amex/truman/psources/ps_einstein.html |date=2005-12-24 }}
* PBS [http://www.pbs.org/wgbh/nova/einstein/ NOVA—Einstein]
* PBS [http://www.pbs.org/opb/einsteinswife/ Einstein's wife]: Mileva Maric
* [[FBI]]: [https://web.archive.org/web/20040810044240/http://foia.fbi.gov/foiaindex/einstein.htm FBI files]—investigation regarding affiliation with the Communist Party
* [[Johann Wolfgang Goethe University of Frankfurt am Main|University of Frankfurt]]: [http://www.th.physik.uni-frankfurt.de/~jr/physpiceinfam.html Einstein family pictures] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051108205359/http://www.th.physik.uni-frankfurt.de/~jr/physpiceinfam.html |date=2005-11-08 }}
* [[Salon.com]]: [http://dir.salon.com/people/feature/2000/07/06/einstein/index.html Did Einstein cheat?]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.germanheritage.com/biographies/atol/einstein.html Albert Einstein Biography from "German-American corner: History and Heritage"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051123231451/http://www.germanheritage.com/biographies/atol/einstein.html |date=2005-11-23 }}
* [http://www.alberteinstein.info/ Official Einstein Archives Online]{{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110811112756/http://www.alberteinstein.info/ |date=2011-08-11 }}
* [http://www.alberteinstein.info/manuscripts/index.html Einstein's Manuscripts] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051124180346/http://www.alberteinstein.info/manuscripts/index.html |date=2005-11-24 }}
* [http://www.albert-einstein.org/ Albert Einstein Archive]
* [http://www.einstein.caltech.edu/ Einstein Papers Project]
* [[Max Planck Institute]]: [http://living-einstein.mpiwg-berlin.mpg.de/living_einstein Living Einstein] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040212235606/http://living-einstein.mpiwg-berlin.mpg.de/living_einstein |date=2004-02-12 }}
* [[American Institute of Physics]]: [http://www.aip.org/history/einstein/index.html Albert Einstein] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051125123930/http://www.aip.org/history/einstein/index.html |date=2005-11-25 }} includes his life and work, audio files and full site available as a downloadable PDF for classroom use
* [[American Museum of Natural History]]: [http://www.amnh.org/exhibitions/einstein/index.php Albert Einstein]
* [http://www.aeinstein.org The Albert Einstein Institution]
* [[The Economist]]: [http://www.economist.com/displaystory.cfm?story_id=3518580 "100 years of Einstein"]
* Einstein@Home:[http://www.physics2005.org/events/einsteinathome/index.html Distributed computing project searching for gravitational waves predicted by Einstein's theories]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* World Year of Physics 2005 [http://www.physics2005.org A celebration of Einstein's Miracle Year]
* [[The Guardian]]: [http://www.guardian.co.uk/japan/story/0,7369,1521314,00.html Einstein's pacifist dilemma revealed]
* [http://www.monthlyreview.org/598einst.htm Why socialism?] - Albert Einstein, ''Monthly review, 1949-05'' ([http://www.amnh.org/exhibitions/einstein/global/popups/socialism.php original manuscript] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080410220712/http://www.amnh.org/exhibitions/einstein/global/popups/socialism.php |date=2008-04-10 }}).
* [http://www.muppetlabs.com/~breadbox/txt/al.html Einstein's theory of relativity, in words of four letters or fewer]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [[Rabindranath Tagore|Rabindranath Tagore's]] [http://www.schoolofwisdom.com/tagore-einstein.html Conversation with Einstein]
* [http://www.zionistarchives.org.il/ZA/SiteE/pShowView.aspx?GM=Y&ID=48&Teur=Protest%20against%20the%20suppression%20of%20Hebrew%20in%20the%20Soviet%20Union%20%201930-1931 Protest against the suppression of Hebrew in the Soviet Union 1930-1931]
* [http://www.einsteinonrace.com/ Einstein on Race] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051124070538/http://www.einsteinonrace.com/ |date=2005-11-24 }}
=== Íslenskir tenglar ===
* [http://www.timarit.is/?issueID=420387&pageSelected=1&lang=0 ''Guð leikur sér ekki að teningum''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1979]
* [http://www.timarit.is/?issueID=420387&pageSelected=2&lang=0 ''Frumlegasti hugsuður aldarinnar''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1979]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419101&pageSelected=0&lang=0 ''Einsteinsbréfið''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1965]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419653&pageSelected=4&lang=0 ''Vísindi og trú''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1972]
* [http://www.timarit.is/?issueID=435977&pageSelected=3&lang=0 ''Er eitthvað bogið við veröldina?''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1994]
* [http://www.timarit.is/?issueID=418551&pageSelected=0&lang=0 ''Alheimurinn líkist fremur hugsun en efni''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1958]
{{DEFAULTSORT:Einstein, Albert}}
{{fd|1879|1955}}
{{Nóbelsverðlaun í eðlisfræði}}
[[Flokkur:Albert Einstein| ]]
[[Flokkur:Afstæðiskenningin]]
[[Flokkur:Heimsfræðingar]]
[[Flokkur:Þýskir eðlisfræðingar]]
[[Flokkur:Þýskir Bandaríkjamenn]]
[[Flokkur:Bandarískir gyðingar]]
[[Flokkur:Manhattan verkefnið]]
[[Flokkur:Nóbelsverðlaunahafar í eðlisfræði]]
[[Flokkur:Flóttamenn]]
[[Flokkur:Sósíalistar]]
[[Flokkur:Heimssambandstjórnarsinnar]]
[[Flokkur:Þjóðfélagsréttlæti|Þjóðfélagsréttlæti]]
mvuaipwopnyjd9gufz8ihhvyqfmmqdo
Jökulruðningsvatn
0
20590
1888510
1727107
2024-11-20T11:53:14Z
Berserkur
10188
1888510
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Moraine lake.jpg|thumb|Horft yfir Jökulruðningsvatn]]
'''Jökulruðningsvatn''' ([[enska]]: ''Moraine Lake'') er [[vatn (landform)|vatn]] í [[Banffþjóðgarðurinn|Banffþjóðgarðinum]] í [[Alberta (fylki)|Alberta]] í [[Kanada]] staðsett í [[dalur hinna tíu tinda|dali hinna tíu tinda]]. [[Mynd]] af vatninu var á [[bakhlið]] [[Kanadískur tuttugu dollara seðill|kandadískra tuttugu dollara seðla]] sem [[útgáfa|gefnir voru út]] [[ár]]in [[1970]] og [[1978]].
== Tenglar ==
* [http://www.bankofcanada.ca/en/banknotes/general/character/1969-79_20.html Kanadískir tuttugu dollara seðlar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051125233028/http://www.bankofcanada.ca/en/banknotes/general/character/1969-79_20.html |date=2005-11-25 }} þ.á m. seðlar með myndum af Jökulruðningsvatni.
{{commonscat|Moraine Lake|Jökulruðningsvatni}}
[[Flokkur:Stöðuvötn í Alberta]]
[[Flokkur:Dalur hinna tíu tinda]]
61x713vw3z2z3qmv98fyhdfbarx6qqj
Dalur hinna tíu tinda
0
20591
1888512
1808879
2024-11-20T11:54:07Z
Berserkur
10188
1888512
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Moraine lake.jpg|thumb|[[Jökulruðningsvatn]] í dali hinna tíu tinda]]
<onlyinclude>
'''Dalur hinna tíu tinda''' ([[enska]]: ''Valley of the Ten Peaks'') er [[dalur (landslagsþáttur)|dalur]] í [[Banffþjóðgarðurinn|Banffþjóðgarðinum]] í [[Kanada]], en í honum eru [[10 (tala)|tíu]] strýtulaga [[fjall|fjöll]] ásamt [[Jökulruðningsvatn|Jökulruðningsvatni]].
</onlyinclude>
== Tindarnir ==
{| class="wikitable"
! align=left | # || [[Fjall]] || [[Hæð]]
|-
| 1 || [[Fayfjall]] ([[Mount Fay]]) || 3.235
|-
| 2 || [[Littlefjall]] ([[Mount Little]]) || 3.088
|-
| 3 || [[Bowlenfjall]] ([[Mount Bowlen]]) || 3.072
|-
| 4 || [[Tonsa]] || 3.057
|-
| 5 || [[Perrenfjall]] ([[Mount Perren]]) || 3.051
|-
| 6 || [[Allenfjall]] ([[Mount Allen]]) || 3.310
|-
| 7 || [[Tuzofjall]] ([[Mount Tuzo]]) || 3.246
|-
| 8 || [[Deltaformfjall]] ([[Deltaform Mountain]]) || 3.424
|-
| 9 || [[Neptuakfjall]] ([[Neptuak Mountain]]) || 3.233
|-
|10 || [[Wenkchemna Peak]] || 3.170
|}
[[Flokkur:Dalur hinna tíu tinda| ]]
nws8l2v2xnuqknfot64jiyyjeigajnj
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2006
0
22139
1888475
1886509
2024-11-20T00:52:37Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888475
wikitext
text/x-wiki
'''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2006''' var haldið í [[Þýskaland]]i dagana [[9. júní]] til [[9. júlí]]. Heimsmeistaramótið var það 18. í röðinni, en þau eru haldin á fjögurra ára fresti.
[[Mynd:Wm2006.png|thumb|150ppx|Kort sem sýnir borgirnar sem leikið var í]]
Leikið var í borgunum [[Berlín]], [[Dortmund]], [[Frankfurt]], [[Gelsenkirchen]], [[Hamburg]], [[Hannover]], [[Kaiserslautern]], [[Köln]], [[Leipzig]], [[München]], [[Nürnberg]] og [[Stuttgart]].
Þjóðverjar fengu réttinn til að halda mótið árið 2000. 31 þjóðir tóku þátt á mótinu, með þjóðverjum, en þetta var í annað skiptið sem þessi keppni var haldin í Þýskalandi (fyrsta skiptið var árið 1974 sem vestur-Þýskaland).
Ítalir urðu heimsmeistarar í fjórða sinn eftir sigur á Frökkum í úrslitum. Gestgjafar keppninnar, þjóðverjar höfnuðu í þriðja sæti og portúgalar í því fjórða.
== Val á gestgjöfum ==
Ákvörðunin um keppnisstað var tekin á þingi FIFA í [[Zürich]] þann 6. júlí árið 2000. Fimm lönd höfðu falast eftir að halda keppnina, en þremur dögum fyrir fundinn drógu [[Brasilía|Brasilíumenn]] boð sitt til baka. Þá stóðu eftir Þýskaland, [[England]], [[Suður-Afríka]] og [[Marokkó]]. Þjóðverjar hlutu flest atkvæði í fyrstu umferð, tíu talsins. Suður-Afríka fékk sex, England fimm en Marokkó rak lestina með tvö atkvæði. Þar sem enginn umsækjanda hafði náð hreinum meirihluta var kosið að nýju milli þriggja efstu.
Í annarri umferðinni voru Þjóðverjar og Suður-Afríkumenn jafnir með ellefu atkvæði en Englendingar hlutu tvö. Í lokaumferðinni fengu Þjóðverjar tólf atkvæði á móti ellefu, þar sem einn fulltrúi sat hjá. Þýskaland var því valið gestgjafi HM 2006.
Í kjölfar kosningarinnar braust út mikil óánægja þar sem fulltrúi [[Nýja-Sjáland|Nýja-Sjálands]] reyndist hafa setið hjá í lokakosningunni þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá Eyjaálfusambandinu um að styðja Suður-Afríku fremur en Þýskaland. Það hefði þýtt að löndin hefðu endað jöfn og [[Sepp Blatter]] verið látinn ráða úrslitum, en hann var talinn hliðhollur Suður-Afríkumönnum. Í kjölfarið var ákveðið að endurskoða val gestgjafa á HM í framtíðinni.
==Þátttökulið==
32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag of Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
* [[Mynd:Flag of Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]
* [[Mynd:Flag of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
* [[Mynd:Flag of Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]
* [[Mynd:Flag of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Norður-Kórea]]
* [[Mynd:Flag of Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
* [[Mynd:Flag of Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
* [[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]] [[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
* [[Mynd:Flag of Togo (3-2).svg|20px]] [[Tógóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tógó]]
* [[Mynd:Flag of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
* [[Mynd:Flag of Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
* [[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
* [[Mynd:Flag of Trinidad and Tobago.svg|20px]] [[Trínidadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Trínidad og Tóbagó]]
* [[Mynd:Flag of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
* [[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]] (meistarar)
* [[Mynd:Flag of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
* [[Mynd:Flag of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
* [[Mynd:Flag of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
* [[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
* [[Mynd:Flag of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
* [[Mynd:Flag of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
* [[Mynd:Flag of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
* [[Mynd:Flag of Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
* [[Mynd:Flag of Serbia.svg|20px]] [[Karlalandslið Serbíu og Svartfjallalands í knattspyrnu|Serbía og Svartfjallaland]]
* [[Mynd:Flag of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
* [[Mynd:Flag of Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
* [[Mynd:Flag of Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
* [[Mynd:Flag of Czech Republic.svg|20px]] [[Tékkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkland]]
* [[Mynd:Flag of Ukraine.svg|20px]] [[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]
* [[Mynd:Flag of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]] (gestgjafar)
{{col-end}}
== Knattspyrnuvellir ==
* '''[[Allianz Arena]]''' - [[München[[
Byggður: 2005
Heildarfjöldi: 66.016
Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 52.782
Heimalið: [[1860 München]] og [[Bayern München]]
* '''Veltens Arena''' - [[Gelsenkirchen]]
Byggður: 2001
Heildarfjöldi: 53.804
Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 43.920
Heimalið: [[Schalke 04]]
* '''Waldstadion''' - [[Frankfurt]]
Byggður: 2005
Heildarfjöldi: 48.132
Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 38.437
Heimalið: [[Eintracht Frankfurt]]
* '''Westfalenstadion''' - [[Dortmund]]
Byggður: 1974
Heildarfjöldi: 69.982
Heildarfjöldi í heimsmeistarakeppninni: 50.000
Heimalið: [[Borussia Dortmund]]
* '''AOL Arena''' - Hamburg
* '''Zentralstadion''' - [[Leipzig]]
* '''Frankenstadion''' - [[Nürnberg]]
* '''RheinEnergieStadion''' - [[Köln]]
* '''Fritz-Walter-Stadion''' - [[Kaiserslautern]]
* '''AWD Arena''' - [[Hannover]]
* '''Gottlieb-Daimler-Stadion''' - [[Stuttgart]]
* '''[[ólympíuleikvangurinn í Berlín|Ólympíuleikvangurinn]]''' - [[Berlín]]
== Keppnin ==
=== Riðlakeppnin ===
Keppt var í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum, þar sem tvö efstu komust áfram í 16-liða úrslit.
==== A riðill ====
Þýskaland sigraði Kosta Ríka 4:2 í opnunarleik keppninnar og var það hæsta markaskor í opnunarleik í sögunni. Ekvador hafi tryggt sér annað sætið í riðlinum á eftir heimsmeisturum Þjóðverja fyrir lokaumferðina.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||3||0||0||8||2||+6||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag of Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||2||0||1||5||3||+2||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]]||[[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]]||[[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]||3||0||0||3||3||9||-6||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 4-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Philipp Lahm|Lahm]] 6, [[Miroslav Klose|Klose]] 17, 61, [[Torsten Frings|Frings]] 87
|mörk2= [[Paulo Wanchope|Wanchope]] 12, 73
|leikvangur= [[Allianz Arena]], [[München]]
|áhorfendur= 66.000
|dómari= Horacio Elizondo
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Carlos Tenorio|Tenorio]] 24, [[Agustín Delgado|Delgado]] 80
|leikvangur= Arena AufSchalke, [[Gelsenkirchen]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Toru Kamikawa
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Oliver Neuville|Neuville]] 90+1
|mörk2=
|leikvangur= Westfalenstadion, [[Dortmund]]
|áhorfendur= 65.000
|dómari= Luis Medina Cantalejo
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Carlos Tenorio|C. Tenorio]] 8, [[Agustín Delgado|Delgado]] 54, [[Iván Kaviedes|Kaviedes]] 90+2
|mörk2=
|leikvangur= Volksparkstadion, [[Hamburg]]
|áhorfendur= 65.000
|dómari= Coffi Codjia
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miroslav Klose|Klose]] 4, 44, [[Lukas Podolski|Podolski]] 57
|mörk2=
|leikvangur= [[Ólympíuleikvangurinn í Berlín|Ólympíuleikvangurinn]], [[Berlín]]
|áhorfendur= 72.000
|dómari= Valentin Ivanov
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bartosz Bosacki|Bosacki]] 33, 65
|mörk2= [[Rónald Gómez|Gómez]] 25
|leikvangur= Niedersachsenstadion, [[Hanover]]
|áhorfendur= 43.000
|dómari= Shamsul Maidin
|}}
==== B riðill ====
Englendingar og Svíar unnu nauma sigra á Paragvæ og skildu Suður-Ameríkuliðið þar með eftir. Svíar náðu 2:2 jafntefli gegn Englendingum í lokaleiknum, en Norðurlandaþjóðin hafði ekki tapað fyrir enska liðinu í 38 ár.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|Englandi]]||3||2||1||0||5||2||+3||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag of Sweden.svg|20px]]||[[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]||3||1||2||0||3||2||+1||'''5'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||0||2||2||2||0||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]]||[[Trínidadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Trínidad og Tóbagó]]||3||0||1||2||0||4||-4||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Carlos Gamarra|Gamarra]] 4 (sjálfsm.)
|mörk2=
|leikvangur= Commerzbank-Arena, [[Frankfurt]]
|áhorfendur= 48.000
|dómari= Marco Rodríguez
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] [[Trínidadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Trínidad og Tóbagó]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Westfalenstadion, [[Dortmund]]
|áhorfendur= 62.959
|dómari= Shamsul Maidin
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] [[Trínidadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Trínidad og Tóbagó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Peter Crouch|Crouch]] 83, [[Steven Gerrard|Gerrard]] 90+1
|mörk2=
|leikvangur= Frankenstadion, [[Nürnberg]]
|áhorfendur= 41.000
|dómari= Toru Kamikawa
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Freddie Ljungberg|Ljungberg]] 89
|mörk2=
|leikvangur= [[Ólympíuleikvangurinn í Berlín|Ólympíuleikvangurinn]], [[Berlín]]
|áhorfendur= 72.000
|dómari= Ľuboš Micheľ
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Marcus Allbäck|Allbäck]] 51, [[Henrik Larsson|Larsson]] 90
|mörk2= [[Joe Cole|J. Cole]] 34, [[Steven Gerrard|Gerrard]] 85
|leikvangur= RheinEnergieStadion, [[Köln]]
|áhorfendur= 45.000
|dómari= Massimo Busacca
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Trinidad and Tobago.svg|20px]] [[Trínidadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Trínidad og Tóbagó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Brent Sancho|Sancho]] 25 (sjálfsm.), [[Nelson Cuevas|Cuevas]] 86
|mörk2=
|leikvangur= Fritz-Walter-Stadion, [[Kaiserslautern]]
|áhorfendur= 46.000
|dómari= Roberto Rosetti
|}}
==== C riðill ====
Riðillinn var af mörgum talinn sá sterkasti á mótinu. Argentína og Holland höfðu þó bæði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir lokaumferðina. Markalaust jafntefli í viðureign liðanna í lokaleiknum gaf Argentínu toppsætið á hagstæðari markatölu eftir stórsigur liðsins á Serbum og Svartfellingum.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||2||1||0||8||1||+7||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag of Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||2||1||0||3||1||+2||'''7'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]]||[[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]||3||1||0||2||5||6||-1||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]]||[[Karlalandslið Serbíu og Svartfjallalands í knattspyrnu|Serbía og Svartfjallaland]]||3||0||0||3||2||10||-8||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Hernán Crespo|Crespo]] 24, [[Javier Saviola|Saviola]] 38
|mörk2= [[Didier Drogba|Drogba]] 82
|leikvangur= Volksparkstadion, [[Hamburg]]
|áhorfendur= 49.480
|dómari= Frank De Bleeckere
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 11. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] [[Karlalandslið Serbíu og Svartfjallalands í knattspyrnu|Serbía og Svartfjallaland]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Arjen Robben|Robben]] 18
|leikvangur= Zentralstadion, [[Leipzig]]
|áhorfendur= 43.000
|dómari= Markus Merk
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 6-0
|lið2= [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] [[Karlalandslið Serbíu og Svartfjallalands í knattspyrnu|Serbía og Svartfjallaland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Maxi Rodríguez|Rodríguez]] 6, 41, [[Esteban Cambiasso|Cambiasso]] 31, [[Hernán Crespo|Crespo]] 78, [[Carlos Tevez|Tevez]] 84, [[Lionel Messi|Messi]] 88
|mörk2=
|leikvangur= Arena AufSchalke, [[Gelsenkirchen]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Roberto Rosetti
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Robin van Persie|Van Persie]] 23, [[Ruud van Nistelrooy|Van Nistelrooy]] 27
|mörk2= [[Bakari Koné|B. Koné]] 38
|leikvangur= Gottlieb-Daimler-Stadion, [[Stuttgart]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Óscar Ruiz
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Waldstadion, [[Frankfurt]]
|áhorfendur= 48.000
|dómari= Luis Medina Cantalejo
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
|úrslit= 3-2
|lið2= [[Mynd:Flag of Serbia and Montenegro (2003–2006).svg|20px]] [[Karlalandslið Serbíu og Svartfjallalands í knattspyrnu|Serbía og Svartfjallaland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Aruna Dindane|Dindane]] 37, 67, [[Bonaventure Kalou|Kalou]] 86
|mörk2= [[Nikola Žigić|Žigić]] 10, [[Saša Ilić|Ilić]] 20
|leikvangur= Allianz Arena, [[München]]
|áhorfendur= 66.000
|dómari= Marco Rodríguez
|}}
==== D riðill ====
Taugarnar voru þandar fyrir leik Angóla gegn gömlu nýlenduherrunum frá Portúgal. Evrópubúarnir höfðu betur og unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum. Mexíkó fylgdi þeim eftir í 16-liða úrslitin.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]]||[[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||0||2||1||1||2||-1||'''2'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]]||[[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Omar Bravo|Bravo]] 28, 76, [[Sinha]] 79
|mörk2= [[Yahya Golmohammadi|Golmohammadi]] 36
|leikvangur= Frankenstadion, [[Nürnberg]]
|áhorfendur= 41.000
|dómari= Roberto Rosetti
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 11. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Pauleta]] 4
|leikvangur= RheinEnergieStadion, [[Köln]]
|áhorfendur= 45.000
|dómari= Jorge Larrionda
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Niedersachsenstadion, [[Hanover]]
|áhorfendur= 43.000
|dómari= Shamsul Maidin
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Deco]] 63, [[Cristiano Ronaldo|Ronaldo]] 80
|mörk2=
|leikvangur= Waldstadion, [[Frankfurt]]
|áhorfendur= 48.000
|dómari= Éric Poulat
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Maniche]] 6, [[Simão Sabrosa|Simão]] 24
|mörk2= [[Francisco Fonseca|Fonseca]] 29
|leikvangur= Arena AufSchalke, [[Gelsenkirchen]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Ľuboš Micheľ
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Flávio Amado|Amado]] 60
|mörk2= [[Sohrab Bakhtiarizadeh|Bakhtiarizadeh]] 75
|leikvangur= Zentralstadion, [[Leipzig]]
|áhorfendur= 38.000
|dómari= Mark Shield
|}}
==== E riðill ====
Þrjú rauð spjöld fóru á loft í jafnteflisleik Bandaríkjanna og Ítalíu. Það var eina stig Bandaríkjanna í keppninni en einu töpuðu stig Ítala sem enduðu á toppnum. Gana fylgdi liði Ítalíu í 16-liða úrslitin.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]]||[[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||1||0||5||1||+4||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag of Ghana.svg|20px]]||[[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]||3||2||0||1||4||3||+1||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]]||[[Tékkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkland]]||3||1||0||2||3||4||-1||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||0||1||2||2||6||-4||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 0-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] [[Tékkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Jan Koller|Koller]] 5, [[Tomáš Rosický|Rosický]] 36, 76
|leikvangur= Arena AufSchalke, [[Gelsenkirchen]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Carlos Amarilla
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] [[Ganíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andrea Pirlo|Pirlo]] 40, [[Vincenzo Iaquinta|Iaquinta]] 83
|mörk2=
|leikvangur= Niedersachsenstadion, [[Hanover]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Carlos Amarilla
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] [[Tékkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkland]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] [[Ganíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Asamoah Gyan|Gyan]] 2, [[Sulley Muntari|Muntari]] 82
|leikvangur= RheinEnergieStadion, [[Köln]]
|áhorfendur= 45.000
|dómari= Horacio Elizondo
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Alberto Gilardino|Gilardino]] 22
|mörk2= [[Cristian Zaccardo|Zaccardo]] 27
|leikvangur= Fritz-Walter-Stadion, [[Kaiserslautern]]
|áhorfendur= 46.000
|dómari= Jorge Larrionda
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Czech Republic.svg|20px]] [[Tékkneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tékkland]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Marco Materazzi|Materazzi]] 26, [[Filippo Inzaghi|Inzaghi]] 87
|leikvangur= Volksparkstadion, [[Hamburg]]
|áhorfendur= 50.000
|dómari= Benito Archundia
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] [[Ganíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Haminu Draman|Draman]] 22, [[Stephen Appiah|Appiah]] 45+2
|mörk2= [[Clint Dempsey|Dempsey]] 43
|leikvangur= EasyCredit-Stadion, [[Nürnberg]]
|áhorfendur= 41.000
|dómari= Markus Merk
|}}
==== F riðill ====
Ástralir mættu á ný á HM eftir 32 ára hlé og komu verulega á óvart með sigri á Japö num og jafntefli gegn Króötum, sem fleytti þeim í annað sæti riðilsins. Brasilíumenn höfðu lítið fyrir að ná toppsætinu.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag of Australia.svg|20px]]||[[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]||3||1||2||0||5||5||0||'''4'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||0||2||1||2||3||-1||'''2'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Tim Cahill|Cahill]] 84, 89, [[John Aloisi|Aloisi]] 90+2
|mörk2= [[Shunsuke Nakamura|Nakamura]] 26
|leikvangur= Fritz-Walter-Stadion, [[Kaiserslautern]]
|áhorfendur= 46.000
|dómari= Essam Abd El Fatah
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kaká]] 44
|mörk2=
|leikvangur= [[Ólympíuleikvangurinn í Berlín|Ólympíuleikvangurinn]], [[Berlín]]
|áhorfendur= 72.000
|dómari= Benito Archundia
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Frankenstadion, [[Nürnberg]]
|áhorfendur= 41.000
|dómari= Frank De Bleeckere
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Adriano]] 49, [[Fred]] 90
|mörk2=
|leikvangur= [[Allianz Arena]], [[München]]
|áhorfendur= 66.000
|dómari= Markus Merk
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 4-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ronaldo (fæddur 1976)|Ronaldo]] 45+1, 81, [[Juninho Pernambucano|Juninho]] 53, [[Gilberto]] 59
|mörk2= [[Keiji Tamada|Tamada]] 34
|leikvangur= Westfalenstadion, [[Dortmund]]
|áhorfendur= 65.000
|dómari= Éric Poulat
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Darijo Srna|Srna]] 2, [[Niko Kovač|Kovač]] 56
|mörk2= [[Craig Moore|Moore]] 38, [[Harry Kewell|Kewell]] 79
|leikvangur= Gottlieb-Daimler-Stadion, [[Stuttgart]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Graham Poll
|}}
==== G riðill ====
Sviss fékk ekki á sig mark á heimsmeistaramótinu og sigraði í riðlinum. Frakkar tryggðu sér annað sætið með sigri á Tógó í lokaleiknum eftir tvö jafntefli.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]||3||2||1||0||4||0||+4||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag of France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||1||1||1||3||4||-1||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag of Togo (3-2).svg|20px]]||[[Tógóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tógó]]||3||0||0||3||1||6||-5||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag of Togo (3-2).svg|20px]] [[Tógóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tógó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lee Chun-soo]] 54, [[Ahn Jung-hwan]] 72
|mörk2= [[Mohamed Kader|Kader]] 31
|leikvangur= Waldstadion, [[Frankfurt]]
|áhorfendur= 48.000
|dómari= Graham Poll
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Gottlieb-Daimler-Stadion, [[Stuttgart]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Valentin Ivanov
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Thierry Henry|Henry]] 9
|mörk2= [[Park Ji-sung]] 81
|leikvangur= Zentralstadion, [[Leipzig]]
|áhorfendur= 43.000
|dómari= Benito Archundia
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag of Togo (3-2).svg|20px]] [[Tógóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tógó]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Alexander Frei|Frei]] 16, [[Tranquillo Barnetta|Barnetta]] 88
|leikvangur= Westfalenstadion, [[Dortmund]]
|áhorfendur= 65.000
|dómari= Carlos Amarilla
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag of Togo (3-2).svg|20px]] [[Tógóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tógó]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Patrick Vieira|Vieira]] 55, [[Thierry Henry|Henry]] 61
|leikvangur= RheinEnergieStadion, [[Köln]]
|áhorfendur= 45.000
|dómari= Jorge Larrionda
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Philippe Senderos|Senderos]] 23, [[Alexander Frei|Frei]] 77
|mörk2=
|leikvangur= Niedersachsenstadion, [[Hanover]]
|áhorfendur= 43.000
|dómari= Horacio Elizondo
|}}
==== H riðill ====
Yfirburðir Spánverja í riðlinum voru miklir. Þrátt fyrir stórt tap í fyrsta leik fylgdu Úkraínumenn þeim eftir í útsláttarkeppnina.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||3||0||0||8||1||+7||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag of Ukraine.svg|20px]]||[[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]||3||2||0||1||5||4||+1||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||0||1||2||3||6||-3||'''1'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|úrslit= 4-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] [[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Xabi Alonso|Alonso]] 13, [[David Villa|Villa]] 17, 48, [[Fernando Torres|Torres]] 81
|mörk2=
|leikvangur= Zentralstadion, [[Leipzig]]
|áhorfendur= 43.000
|dómari= Massimo Busacca
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ziad Jaziri|Jaziri]] 23, [[Radhi Jaïdi|Jaïdi]] 90+2
|mörk2= [[Yasser Al-Qahtani|Al-Qahtani]] 57, [[Sami Al-Jaber|Al-Jaber]] 84
|leikvangur= [[Allianz Arena]], [[München]]
|áhorfendur= 66.000
|dómari= Mark Shield
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] [[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]
|úrslit= 4-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andriy Rusol|Rusol]] 4, [[Serhiy Rebrov|Rebrov]] 36, [[Andriy Shevchenko|Shevchenko]] 46, [[Maksym Kalynychenko|Kalynychenko]] 84
|mörk2=
|leikvangur= Volksparkstadion, [[Hamburg]]
|áhorfendur= 50.000
|dómari= Graham Poll
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
|úrslit= 1-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jawhar Mnari|Mnari]] 8
|mörk2= [[Raúl]] 71, [[Fernando Torres|Torres]] 76, 90+1
|leikvangur= Gottlieb-Daimler-Stadion, [[Stuttgart]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Carlos Simon
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Juanito]] 36
|mörk2=
|leikvangur= Fritz-Walter-Stadion, [[Kaiserslautern]]
|áhorfendur= 46.000
|dómari= Coffi Codjia
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Ukraine.svg|20px]] [[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andriy Shevchenko|Shevchenko]] 70
|mörk2=
|leikvangur= [[Ólympíuleikvangurinn í Berlín|Ólympíuleikvangurinn]], [[Berlín]]
|áhorfendur= 72.000
|dómari= Carlos Amarilla
|}}
== Útsláttarkeppnin ==
Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.
=== 16-liða úrslit ===
Tvö þýsk mörk á fyrstu tólf mínútunum gerðu út um HM-drauma Svía. Argentínumenn þurftu framlengingu til að leggja Mexíkó að velli. Aukaspyrnumark frá [[David Beckham]] kom Englendingum í fjórðungsúrslitin. Gríðarleg harka einkenndi sigurleik Portúgala á Hollendingum, þar sem sextán gul spjöld og fjögur rauð fóru á loft, nýtt met í sögu HM.
Francesco Totti skoraði úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma í leik gegn Áströlum sem sagður var sá leiðinlegasti í sögu keppninnar. Svisslendingar settu óheppilegt met þegar þeir urðu fyrsta liðið til að mistakast að skora í vítakeppni í viðureign sinni við Úkraínu. Brasilía átti ekki í vandræðum með að sigra Gana. Tveimur árum síðar staðhæfði þýska blaðið [[Der Spiegel]] að úrslit leiksins kunni að hafa tengst asísku veðmálasvindli. Spánverjar komust yfir á móti Frökkum sem svöruðu með þremur mörkum.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]] [[Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lukas Podolski|Podolski]] 4, 12
|mörk2=
|leikvangur= [[Allianz Arena]], [[München]]
|áhorfendur= 66.000
|dómari= Carlos Simon, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 2-1 (e.framl.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Hernán Crespo|Crespo]] 10, [[Maxi Rodríguez|Rodríguez]] 98
|mörk2= [[Rafael Márquez|Márquez]] 6
|leikvangur= Zentralstadion, [[Leipzig]]
|áhorfendur= 43.000
|dómari= Massimo Busacca, [[Sviss]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[David Beckham|Beckham]] 60
|mörk2=
|leikvangur= Gottlieb-Daimler-Stadion, [[Stuttgart]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Frank De Bleeckere, [[Belgía|Belgíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Maniche]] 23
|mörk2=
|leikvangur= Frankenstadion, [[Nürnberg]]
|áhorfendur= 41.000
|dómari= Valentin Ivanov, [[Rússland|Rússlandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Francesco Totti|Totti]] 90+5 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Fritz-Walter leikvangurinn, [[Kaiserslautern]]
|áhorfendur= 46.000
|dómari= Luis Medina Cantalejo, [[Spánn|Spáni]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Ukraine.svg|20px]] [[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]
|úrslit= 0-0 (3-0 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= RheinEnergieStadion, [[Köln]]
|áhorfendur= 45.000
|dómari= Benito Archundia, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 3:0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ghana.svg|20px]] [[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ronaldo (fæddur 1976)|Ronaldo]] 5, [[Adriano]] 45+1, [[Zé Roberto]] 84
|mörk2=
|leikvangur= Westfalenstadion, [[Dortmund]]
|áhorfendur= 65.000
|dómari= Ľuboš Micheľ, [[Slóvakía|Slóvakíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|úrslit= 1-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[David Villa|Villa]] 28 (vítasp.)
|mörk2= [[Franck Ribéry|Ribéry]] 41, [[Patrick Vieira|Vieira]] 83, [[Zinedine Zidane|Zidane]] 90+2
|leikvangur= Niedersachsenstadion, [[Hanover]]
|áhorfendur= 43.000
|dómari= Roberto Rosetti, [[Ítalía|Ítalíu]]
|}}
=== Fjórðungsúrslit ===
Hvorki Þjóðverjar né Argentínumenn höfðu tapað vítaspyrnukeppni áður en grípa þurfti til hennar í lok viðureignar liðanna, þar sem heimamenn reyndust skotvissari. Ítalir áttu ekki neinum vandræðum með úkraínska liðið í sinni viðureign. Portúgalir slógu Englendinga úr leik í vítaspyrnukeppni þar sem þrjár spyrnur Englendinga fóru í súginn. Brasilíska liðið náði aðeins einu skoti á mark Frakka í lokaleik fjórðungsúrslitanna þar sem mark frá Thierry Henry skildi að liðin.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 1-1 (5-3 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miroslav Klose|Klose]] 80
|mörk2= [[Roberto Ayala|Ayala]] 49
|leikvangur= [[Ólympíuleikvangurinn í Berlín|Ólympíuleikvangurinn]], [[Berlín]]
|áhorfendur= 72.000
|dómari= Ľuboš Micheľ, [[Slóvakía|Slóvakíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ukraine.svg|20px]] [[Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úkraína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gianluca Zambrotta|Zambrotta]] 6, [[Luca Toni|Toni]] 59, 60
|mörk2=
|leikvangur= Volksparkstadion, [[Hamborg]]
|áhorfendur= 50.000
|dómari= Frank De Bleeckere, [[Belgía|Belgíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 0-0 (1-3 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Arena AufSchalke, [[Gelsenkirchen]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Horacio Elizondo, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. júlí 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Thierry Henry|Henry]] 57
|leikvangur= Waldstadion, [[Frankfurt]]
|áhorfendur= 48.000
|dómari= Luis Medina Cantalejo, [[Spánn|Spáni]]
|}}
=== Undanúrslit ===
Í fjórða sinn í sögunni voru öll liðin í undanúrslitum evrópsk. Það gerðist áður árin [[Heimsmeistaramót_landsliða_í_knattspyrnu_karla_1934|1934]], [[Heimsmeistaramót_landsliða_í_knattspyrnu_karla_1966|1966]] og [[Heimsmeistaramót_landsliða_í_knattspyrnu_karla_1982|1982]]. Leikur heimamanna og Ítala stefndi í vítaspyrnukeppni þar sem markalaust var fram á 118. mínútu en þá skoruðu bláklæddir tvívegis. Vítaspyrnumark frá Zinidine Zidane í fyrri hálfleik réð úrslitum í viðureign Portúgala og Frakka.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. júlí 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 0-2 (e.framl.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Fabio Grosso|Grosso]] 119, [[Alessandro Del Piero|Del Piero]] 120+1
|leikvangur= Westfalenstadion, [[Dortmund]]
|áhorfendur= 65.000
|dómari= Benito Archundia, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. júlí 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Zinedine Zidane|Zidane]] 33 (vítasp.)
|leikvangur= [[Allianz Arena]], [[München]]
|áhorfendur= 66.000
|dómari= Jorge Larrionda, [[Úrúgvæ]]
|}}
=== Bronsleikur ===
[[Bastian Schweinsteiger]] skoraði tvívegis í 3:1 sigri heimamanna á Portúgal. Gestgjafarnir komust í 3:0 áður en Portúgölum tókst að klóra í bakkann og koma þar með í veg fyrir að [[Oliver Kahn]] héldi hreinu í lokaleik sínum fyrir landsliðið.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 8. júlí 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bastian Schweinsteiger|Schweinsteiger]] 56, 78, [[Petit]] 60 (sjálfsm.)
|mörk2= [[Nuno Gomes]] 88
|leikvangur= Gottlieb-Daimler-Stadion, [[Stuttgart]]
|áhorfendur= 52.000
|dómari= Toru Kamikawa, [[Japan]]
|}}
=== Úrslitaleikur ===
Bæði lið skoruðu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Zinedine Zidane skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu. Hann átti þó eftir að koma við sögu á annan hátt en hann fékk rautt spjald í lok framlengingar eftir að hafa skallað Marco Materazzi í bringuna. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Ítalir skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum en David Trezeguet átti sláarskot fyrir Frakka.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júlí 2006
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|úrslit= 1-1 (6-4 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Marco Materazzi|Materazzi]] 19
|mörk2= [[Zinedine Zidane|Zidane]] 7 (vítasp.)
|leikvangur= [[Ólympíuleikvangurinn í Berlín|Ólympíuleikvangurinn]], [[Berlín]]
|áhorfendur= 69.000
|dómari= Horacio Elizondo, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
== Markahæstu leikmenn ==
Miroslav Klose hreppti gullskó FIFA með fimm mörk skoruð. Alls voru 147 mörk skoruð af 110 leikmönnum, þar af voru fjögur sjálfsmörk.
;5 mörk
* {{GER}} [[Miroslav Klose]]
;3 mörk
{{div col|colwidth=22em}}
* {{ARG}} [[Hernán Crespo]]
* {{ARG}} [[Maxi Rodríguez]]
* {{GER}} [[Miroslav Klose]]
* {{BRA}} [[Ronaldo (fæddur 1976)|Ronaldo]]
* {{FRA}} [[Thierry Henry]]
* {{FRA}} [[Zinedine Zidane]]
* {{GER}} [[Lukas Podolski]]
* {{ESP}} [[Fernando Torres]]
* {{ESP}} [[David Villa]]
{{div col end}}
== Heimildir ==
* [https://www.rsssf.org/tables/20026full.html RSSSF, Heimsmeistarakeppnin 2006 úrslitagrunnur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
[[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]]
[[Flokkur:2006]]
g4x5ll743qfau9i6eoh83z935be8jju
Flæmska
0
32827
1888472
1517670
2024-11-19T22:54:12Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888472
wikitext
text/x-wiki
{{tungumál|nafn=Flæmska|nafn2=Vlaams
|ættarlitur=Indóevrópskt
|ríki=[[Belgía|Belgíu]]
|svæði=[[Vestur-Evrópa]]
|talendur=6 milljónir
|sæti=
|ætt=[[Indóevrópsk tungumál|Indóevrópskt]]<br />
[[Germönsk tungumál|Germanskt]]<br />
[[Vesturgermönsk tungumál|Vesturgermanskt]]<br />
[[Lággermönsk tungumál|Lággermanskt]]<br />
[[Lágfrankísk tungumál|Lágfrankískt]]<br />
'''Flæmska'''
|stýrt af=
|iso1=vls|iso2=|sil=VLS}}
'''Flæmska''' (hollenska og flæmska '''Vlaams''') er [[mállýska]] af [[Hollenska|hollensku]] í [[Flæmingjaland]]i í [[Belgía|Belgíu]]. Orð í flæmsku eru eins og í hollensku þó með tilbrigðum í bæði rituðu og töluðu máli.
Orðið ''vlaams'' kemur frá Belgum til forna. Til eru nokkrar mállýskur af flæmsku, þar á meðal austflæmska, vestflæmska og limburgs. Allar teljast flæmska nema að limburgs er stundum talið sér tungumál.
== Setningar og orð ==
*'''Hallo''' - Halló
*'''Goedemorgen''' - Góðan morgun
*'''Goeiendag''' - Góðan dag
*'''Goedenavond''' - Gott kvöld
*'''Goedenacht''' - Góða nótt
*'''Dag''' - Bless
*'''Ja''' - Já
*'''Neen''' - Nei
*'''Dank u''' - Takk
*'''Hoe gaat het met jou?''' - Hvað segirðu?
*'''Met mij gaat het goed.''' - Ég hef það fínt
*'''Van waar bent u?''' - Hvaðan ertu?
*'''Spreek je IJslands?''' - Talarðu íslensku?
*'''Ik begrijp het niet''' - Ég skil ekki
== Tengill ==
* [http://www.kwintessential.co.uk/resources/language/flemish-phrases.html Flæmska: setningar og orð (á ensku)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060925211658/http://www.kwintessential.co.uk/resources/language/flemish-phrases.html |date=2006-09-25 }}
[[Flokkur:Lággermönsk tungumál]]
[[Flokkur:Belgía]]
rwxdkjxi27hfv2n9yqpvqk9sj0xc5lw
Orkuveita Reykjavíkur
0
34770
1888493
1870190
2024-11-20T06:41:22Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888493
wikitext
text/x-wiki
{{fyrirtæki
| nafn = Orkuveita Reykjavíkur
| merki =
| gerð = Sameignarfyrirtæki
| starfsemi = Hitaveita, vatnsveita, raforka, fráveita og gagnaflutningar
| staðsetning = [[Reykjavík]], [[Ísland]]i
| lykilmenn = [[Sævar Freyr Þráinsson]] (forstjóri)
[[Gylfi Magnússon]] (stjórnarformaður)
| stofnað= {{ISL}} [[Reykjavík]], [[Ísland]]i (1999)
| starfsmenn = 533 (fastráðin í árslok 2022)
| vefur = https://orkuveitan.is
}}
'''Orkuveita Reykjavíkur''' er [[Ísland|íslenskt]] sameignarfyrirtæki í eigu [[Reykjavík]]urborgar, [[Akranes]]bæjar og [[Borgarbyggð]]ar. Orkuveitan var stofnuð með lögum nr. 139/2001 um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur og starfar nú á grundvelli laga nr. 136/2013<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/lagas/nuna/2013136.html|title=136/2013: Lög um Orkuveitu Reykjavíkur|website=Alþingi|language=is|access-date=2023-04-04}}</ref> um Orkuveitu Reykjavíkur. Kjarnastarfsemi Orkuveitunnar felst í rekstri [[rafmagn|rafveitu]], [[jarðhiti|hitaveitu]], [[vatn]]sveitu og [[skólphreinsun|fráveitu]] auk framleiðslu og sölu á rafmagni og heitu vatni og köldu<ref>{{Cite web|url=https://www.or.is/um-or/skipulag-og-stjornhaettir/eigendastefna/|title=Eigendastefna OR|website=www.or.is|language=is|access-date=2023-04-04|archive-date=2023-04-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20230404171545/https://www.or.is/um-or/skipulag-og-stjornhaettir/eigendastefna/|url-status=dead}}</ref>.
Auk þess annast dótturfélög rekstur ljósleiðara (Ljósleiðarinn ehf.) og föngur og förgun koldioxíðs (Carbfix hf.)
==Skipulag==
OR er sameignarfyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga; Reykjavíkurborgar (94%), Akraneskaupstaðar (5%) og Borgarbyggðar (1%). Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna; borgarstjórinn í Reykjavík, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjóri Borgarbyggðar, fara með atkvæði þeirra á aðalfundi. Gylfi Magnússon er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Aðrir stjórnarmenn eru Vala Valtýsdóttir varaformaður, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Skúli Helgason, Þórður Gunnarsson og Valgarður Lyngdal Jónsson. Guðveig Lind Eyglóardóttir er áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar og Unnur Líndal Karlsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks.
Forstjóri Orkuveitunnar er Sævar Freyr Þráinsson og framkvæmdastjórar innan móðurfélagsins eru þrír: Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála, Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og menningar, og Hera Grímsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar.
=== Forstjórar Orkuveitunnar frá upphafi: ===
* Guðmundur Þóroddsson, 1999-2008 (en í leyfi vegna starfa fyrir Reykjavík Energy Invest frá hausti 2007).
* Hjörleifur Kvaran 2008-2010 (og leysti áður Guðmund Þóroddsson af frá 2007).
* Helgi Þór Ingason, ágúst 2010-febrúar 2011 (ráðinn til bráðabirgða).
* Bjarni Bjarnason, febrúar 2011-apríl 2023.
* Sævar Freyr Þráinsson, frá apríl 2023.
== Starfsemi ==
=== Hitaveita ===
Á höfuðborgarsvæðinu rekur Orkuveitan stærstu jarðhitaveitu í heimi auk smærri veitna á sunnan- og vestanverðu landinu. Stærsta uppspretta vatns í hitaveiturnar er Nesjavallavirkjun, sem hefur 300 MW varmaafl. Í fjölda lághitasvæða, þar sem Reykjadalur í Mosfellsbæ telur mest, eru sótt 600 MW afls og í Hellisheiðarvirkjun eru framleidd 133 MW af heitu vatni.
=== Rafveita ===
Raforkudreifing Orkuveitunnar nær til liðlega helmings landsmanna í fimm sveitarfélögum við Faxaflóa; Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Akranesi og Garðabæ.
=== Vatnsveita ===
Orkuveita Reykjavíkur rekur 13 vatnsveitur á starfssvæði sínu auk þess að selja neysluvatn í heildsölu til tveggja að auki, samtals til meira en helmings þjóðarinnar.
=== Fráveita ===
Orkuveitan á fráveitur í sex byggðarlögum og rekur dælustöðvar fyrir tvö sveitarfélög til viðbótar. Alls þjónar Orkuveitan liðlega helmingi þjóðarinnar í fráveitumálum.
==Saga==
Orkuveita Reykjavíkur var stofnuð [[1. janúar]] [[1999]], með sameiningu [[Rafmagnsveita Reykjavíkur|Rafmagnsveitu Reykjavíkur]] og [[Hitaveita Reykjavíkur|Hitaveitu Reykjavíkur]]. Rafmagnsveita Reykjavíkur var stofnuð árið [[1921]], en Hitaveita Reykjavíkur varð að sjálfstæðu fyrirtæki árið [[1946]]. Árið 2000 sameinaðist [[Vatnsveita Reykjavíkur]] Orkuveitunni, en vatnsveitan tók til starfa [[16. júní]] [[1909]]. [[Guðmundur Þóroddsson]], fyrrverandi vatnsveitustjóri, var ráðinn fyrsti forstjóri Orkuveitunnar.
Þann [[1. maí]] [[2000]] tók Orkuveitan við rekstri Hitaveitu [[Þorlákshöfn|Þorlákshafnar]]. Um áramótin 2001-2002 sameinuðust veiturnar á [[Akranes]]i og hitaveiturnar í [[Borgarbyggð]] og [[Borgarfjarðarsveit]] Orkuveitu Reykjavíkur. Þá bættist hitaveitan á [[Bifröst (þorp)|Bifröst]] við fyrirtækið. Jafnframt var Orkuveitunni breytt úr borgarfyrirtæki í sameignarfyrirtæki og voru eigendurnir Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, [[Hafnarfjörður]], [[Garðabær]], Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit. Garðabær seldi sinn hlut í fyrirtækinu í árslok 2002.
Á árinu 2004 sameinuðust Austurveita, Hitaveita [[Hveragerði]]s og Ölfusveita Orkuveitunni. Í byrjun ársins 2006 sameinuðust fráveitur Reykjavíkur, Akraness, Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar Orkuveitu Reykjavíkur.
===Deilur í október 2007===
{{Aðalgrein|Deilur um Orkuveitu Reykjavíkur, október 2007}}
Í október 2007 spunnust miklar deilur um fyrirhugaða sölu á eignarhlut Orkuveitunnar í [[Reykjavik Energy Invest]], og lyktaði þeim með því að borgarstjórnarmeirihluti [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]] og [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] féll.
== Dótturfélög ==
Dótturfélög Orkuveitunnar eru sjö: Veitur, OR-Vatns- og fráveita, Orka náttúrunnar, ON Power, Ljósleiðarinn, Carbfix og OR-Eignir. Í ársbyrjun 2014 komu til framkvæmda ákvæði raforkulaga nr. 65/2003 sem kveða á um fyrirtækjaaðskilnað sérleyfis- og samkeppnistarfsemi. Samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur var breytt í kjölfarið og stofnuð voru dótturfélög um einstaka starfsþætti Orkuveitunnar.
=== Veitur ohf. ===
Uppbygging og rekstur veitukerfa. Framkvæmdastjóri er Sólrún Kristjánsdóttir.
=== Orkuveita Reykjavíkur - Vatns- og fráveita sf. ===
Uppbygging og rekstur lögbundinnar veituþjónustu sveitarfélaga. Veitur sjá um alla starfsemi félagsins.
=== Orka náttúrunnar ohf. ===
Eignarhald og rekstur jarðvarmavirkjunar á Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjunar í Andakílsá. Auk rafmagnsframleiðslu sjá jarðvarmavirkjanirnar höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Framkvæmdastjóri er Árni Hrannar Haraldsson.
====ON Power ohf.====
Fyrirtæki stofnað í áhættuvarnarskyni um starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en starfsrækslugjaldmiðill þess er USD. Orka náttúrunnar sér um alla starfsemi.
=== Ljósleiðarinn ehf. ===
Uppbygging og rekstur Ljósleiðarans, háhraða gagnaflutningskerfis. Framkvæmdastjóri er Einar Þórarinsson.
===Carbfix hf.===
Rannsókna-, nýsköpunar- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði kolefnisbindingar. Framkvæmdastýra er Edda Sif Pind Aradóttir.
==Höfuðstöðvar==
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur eru að Bæjarhálsi 1 í Reykjavíki og fluttust þangað 23. apríl 2003 frá Suðurlandsbraut 34. Samkeppni var haldin um hönnun nýju höfuðstöðvanna og hlutu Hornsteinar og Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar þar fyrstu verðlaun.
Kostnaður við byggingu höfuðstöðvanna fór talsvert fram úr áætlun og nam heildarkostnaður um 5.800 milljónum króna samkvæmt [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]], en 1.800 milljónir fengust fyrir sölu fyrri höfuðstöðva fyrirtækjanna sem voru sameinuð í Orkuveitunni.
==Heimildir==
<div class="references-small"><references/></div>
==Tengill==
* [http://www.or.is Vefur Orkuveitu Reykjarvíkur]
* [http://www.althingi.is/lagas/144b/2013136.html Lög nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjarvíkur]
* [http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001139.html Lög um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur]
* [http://www.althingi.is/lagas/126b/1940038.html Lög um hitaveitu Reykjavíkur. 1940 nr. 38 12. febrúar]
* [http://www.timarit.is/?issueID=416648&pageSelected=0&lang=0 ''Hitaveita Reykjavíkur''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1936]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1069096 ''Heita vatninu hleypt í bæinn''; frétt í Alþýðublaðinu 1943]
{{Reykjavík}}
[[Flokkur:Reykjavík]]
[[Flokkur:Opinber fyrirtæki]]
[[Flokkur:Íslensk orkufyrirtæki]]
{{s|1999}}
rag81q7nwp7ip24qpejkaqbhzt2m9xh
Hið íslenzka reðasafn
0
44447
1888478
1755878
2024-11-20T01:10:13Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888478
wikitext
text/x-wiki
[[File:Iceland Images for April 2016 01.JPG|thumb|right|Merking hjá inngangi Hins íslenzka reðasafns]]
'''Hið íslenzka reðasafn''', staðsett á Hafnartorgi í [[Reykjavík]], hýsir heimsins stærstu sýningu af [[Getnaðarlimur|reðrum]]. Safnið samanstendur af 280 sýningargripum frá 93 dýrategundum og inniheldur 55 [[hvalur|hvalareður]], 36 [[hreifadýr|selareður]] og 118 reður af [[landdýr]]um, þar af eru sum sögð vera af [[huldufólk]]i og [[tröll]]um. Þann 8. apríl 2011 tók safnið formlega við fyrsta [[maður|mannsreðrinu]] sínu, eftir lát Páls Arasonar þann 5. janúar sama ár. Hann hafði áður heitið að gefa safninu kynfæri sín eftir andlát sitt. .<ref name="AFP">{{vefheimild|url=http://www.independent.co.uk/travel/news-and-advice/at-icelands-phallological-museum-size-is-everything-2319332.html|titill=At Iceland's Phallological Museum, size is everything|útgefandi=Agence France-Presse|ár=2011|mánuður=júlí|árskoðað=2016|mánuðurskoðað=maí|tungumál=en}}</ref>
Safnið var stofnað árið 1997 af [[Sigurður Hjartarson|Sigurði Hjartarsyni]], þá kennara á eftirlaunum, og er nú rekið af syni hans, Hirti Gísla Sigurðssyni. Uppsprettan er áhugi Sigurðar á getnaðarlimum sem átti rætur að rekja til barnæsku hans þegar hann fékk svipu að gjöf er gerð var úr nautsreðri. Hann fékk líffærin úr íslenskum dýrum víðs vegar að, frá 170 sm framenda af getnaðarlimi [[steypireyður|steypireyðs]] til 2 mm limbeins [[hamstur]]s, sem eingöngu er sjáanlegt með stækkunargleri. Safnið segir að úrval sitt innihaldi reður álfa og trölla þrátt fyrir að lýsingar veranna í þjóðsögunum hermi að þær séu ósýnilegar, og geta því safngestir ekki borið þá gripi augum. Safnið sýnir jafnframt ýmis verk gerð úr kynfærum, til að mynda lampaskerma úr nautaeistum.
Vinsældir safnsins eru slíkar að það hefur orðið að vinsælum aðkomustað meðal ferðamanna og skipta gestir þess þúsundum á hverju ári og hefur það fengið athygli heimspressunnar, þar á meðal í kanadísku heimildarmyndinni ''The Final Member'', sem fjallar um leiðangur safnsins til að verða sér úti um mannsreður. Samkvæmt safninu er því að þakka að nú sé „unnt að stunda reðurfræði á skipulegan og vísindalegan hátt“.<ref name="um_safnid">{{vefheimild|url=http://phallus.is/is/umsafnid.html|titill=Um safnið|safnslóð=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20160206005237/http://phallus.is/is/umsafnid.html|safnmánuður=6. febrúar|safnár=2016}}</ref>
== Saga ==
[[File:Sigurður Hjartarson.jpg|thumb|right|200px|Sigurður Hjartarson, stofnandi Hins íslenzka reðasafns]]
Stofnandi safnsins, Sigurður Hjartarson, starfaði sem kennari og skólastjóri í 37 ár, og kenndi þá aðallega sögu og spænsku í [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólanum við Hamrahlíð]] áður en hann fór á eftirlaun.<ref name="um_safnid" /> Á barnsaldri átti hann nautsreður sem hann fékk gefins sem svipu. Hann hóf reðasöfnun sína eftir að vinur hans heyrði söguna af nautsreðrinu á árinu 1974 og gaf honum fjögur ný eintök, þar af þrjú sem Sigurður gaf síðan áfram til vina sinna. Kunningjar hans á hvalstöðvum byrjuðu að færa honum hvalareður og stækkaði þá safnið út frá því og óx frekar út frá gjöfum og kaupum víðs vegar á landinu.
Líffæri sveitardýranna komu frá [[sláturhús]]um, á meðan sjómenn útveguðu þau sem voru af [[selur|selum]] og smærri hvölum. Reður stærri hvalanna komu frá [[hvalstöð]]vum þar til fljótlega eftir að [[Alþjóðahvalveiðiráðið]] setti alþjóðlegt bann á hvalveiðar í viðskiptatilgangi árið 1986. Sigurður gat þó haldið áfram að safna hvalareðrum með því að notfæra sér þau 12-16 skipti á ári sem hvalir reka á strönd. Hann hefur einnig safnað reðri ísbjarnar sem sjómenn skutu eftir að þeir sáu dýrið á reiki á hafís á Vestfjörðum.
Sigurður hefur notið aðstoðar ættingja sinna en þó ekki án neyðarlegra atvika. Þorgerður dóttir hans minnist þess að hún var einu sinni send í sláturhús til að taka á móti væntanlegum safngrip einmitt þegar vinnufólkið var í hádegishléi. Einhver spurði hana hvað væri í körfunni og hún svaraði að það væri frosið geitareður. Eftir atvikið sagðist hún aldrei ætla að safna fyrir hann aftur. Sigurður segir að söfnun hans sé eins og hver önnur söfnun og henni sé aldrei lokið þar sem nýir og betri safngripir séu alltaf í boði.
Í upphafi var safnið geymt á skrifstofu Sigurðar í menntaskólanum þar til hann fór á eftirlaun. Hann ákvað, frekar sem tómstundargaman en atvinnu, að sýna safn sitt opinberlega. Hann fékk 200 þúsund króna styrk frá Reykjavíkurborg til að opna safnið í ágúst 1997. Árlegur gestafjöldi safnsins hafði aukist í 5.200 árið 2003 og af þeim voru 4.200 erlendis frá. Hann bauð safnið til sölu árið 2003 en bauð þó Reykjavíkurborg safnið að gjöf árið 2003.<ref>{{vefheimild|url=http://www.politik.is/2003/09/05/Bjorgum-hinu-islenzka-redasafni/|titill=Björgum hinu íslenzka reðasafni|ár=2003|mánuður=5. september|höfundur=Andrés Jónsson|tungumál=is|útgefandi=politik.is|árskoðað=2011|mánuðurskoðað=3. júní}}</ref> Hins vegar fékk hann ekki fjárhagslegan stuðning frá ríkinu né borginni. Þegar hann hætti árið 2004 hafði hann ekki efni á að greiða leiguna fyrir aðstöðu safnsins.
Eftir að hann fór á eftirlaun flutti hann til [[Húsavík]]ur og tók safnið með sér. Safnið var geymt í lítilli byggingu sem var áður veitingastaður. Hann merkti bygginguna með stóru reðri úr við og setti reður úr steini fyrir utan húsið. Íbúar bæjarins höfðu efasemdir um safnið en sættu sig við það eftir að þeir höfðu verið sannfærðir um að safnið væri ekki klámfengið.<ref name="AFP" />
Á árinu 2011 gaf Sigurður syni sínum, Hirti Gísla Sigurðssyni, safnið. Í kjölfarið flutti Hjörtur safnið til Laugavegar 116 í Reykjavík.<ref>{{vefheimild|titill=Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur|url=http://www.visir.is/aetlar-ad-flytja-redursafnid-til-reykjavikur/article/2011704139995|útgefandi=Fréttablaðið|tungumál=is|ár=2011|mánuður=13. apríl|árskoðað=2011|mánuðurskoðað=3. júní}}</ref> Húsnæðið á Húsavík hýsir nú [[Könnunarsögusafnið á Húsavík]]. Kauptilboði frá auðugum Þjóðverja er hljóðaði upp á 30 milljón krónur var synjað og tillögu um að flytja það til Bretlands var hafnað, þar sem Hjörtur sagði að safnið yrði að vera á Íslandi.<ref>{{vefheimild|titill=Hafnaði tugmilljónum í typpin|url=http://www.visir.is/hafnadi-tugmilljonum-i-typpin/article/2012703269981|útgefandi=Vísir|tungumál=is|ár=2012|mánuður=26. mars|árskoðað=2012|mánuðurskoðað=27. maí}}</ref> Hann hugðist einnig halda áfram að afla nýrra sýningargripa. Safnið er nú flutt aftur og opnaði með mikið uppfærða sýningu ásamt kaffihúsi á Hafnartorgi þann 15. júní 2020.
Samkvæmt Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni, mannfræðingi hjá Háskóla Íslands, er umburðarlyndi Íslendinga gagnvart safninu vísir að þeim breytingum sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi síðan á 10. áratug 20. aldarinnar, þegar nýkjörin nýfrjálshyggju-ríkisstjórn ræktaði nýtt hugarfar gagnvart afþreyingu, sköpun og ferðamennsku sem kom í kjölfarið opinberlega á framfæri nýjum hugmyndum. Hann hefur ritað bók um mikilvægi safnsins á íslenska menningu í bók sinni, ''Phallological museum''.<ref>{{vefheimild|titill=Sigurjón Baldur Hafsteinsson|url=http://hi.academia.edu/Sigurj%C3%B3nBaldurHafsteinsson|útgefandi=Academia.edu|árskoðað=2016|mánuðurskoðað=3. júní}}</ref>
==Safneignir==
[[File:Icelandic Phallological Museum, Reykjavík.JPG|thumb|Safn reðra með lampaskermum úr eistum í nýju sýningaraðstöðu Hins Íslenzka Reðasafns í Reykjavík]]
Samkvæmt vef safnsins á það alls um 300 safngripi frá 95 dýrategundum. Úrvalið er frá stærstu reðrum dýraríkisins til þeirra smæstu. Stærsti sýningargripurinn er 170 sm langur hluti af reðri steypireyðs er vegur 70 kg, sem Iceland Review vísar til sem hins raunverulega Moby Dick.<ref name="Hafsteinsson">{{vefheimild|titill=Globalized Members: The Icelandic Phallological Museum and Neoliberalism|url=http://www.academia.edu/269747/GLOBALIZED_MEMBERS_THE_ICELANDIC_PHALLOLOGICAL_MUSEUM_AND_NEOLIBERALISM|höfundur=Sigurjón Baldur Hafsteinsson|ár=2009|árskoðað=2012|mánuðurskoðað=15. júní}}</ref> Sýningargripurinn er eingöngu hluti reðsins og hefði allt líffærið í heilu lagi verið um það bil 5 metra langt og vegið 350-450 kg. Smæsti sýningargripurinn er limbein hamsturs og þyrfti stækkunargler til að bera það augum, enda einvörðungu tveggja millimetra langt.<ref name="Reuters">{{vefheimild|titill=Icelandic museum offers long and short of male organ|url=http://uk.reuters.com/article/2008/05/15/us-iceland-penismuseum-idUKL1461884020080515|höfundur=Bob Strong|útgefandi=Reuters|ár=2008|mánuður=15. maí|árskoðað=2011|mánuðurskoðað=3. júní}}</ref> Sigurður vísar til safnsins sem afurð 37 ára reðraleitar og sagði að einhver þurfti að gera það.
Safnið hefur einnig þjóðfræðideild er sýnir reður dulrænna vera; limaskráin listar safngripi frá álfum, tröllum, [[nykur|nykrum]], og Snæfjalladraugnum.<ref name="limaskrá">{{vefheimild|url=http://phallus.is/is/adrar-upplysingar/limaskra.html|titill=Phallus.is – Limaskrá|árskoðað=2016|mánuðurskoðað=3. júní}}</ref> Sigurður segir að álfareðrin, sem limaskráin segir að sé „[ó]venju stórt og gamalt“, væri í uppáhaldi hjá honum. Það er ekki til sýningar þar sem íslenskar þjóðsögur segja að álfar og tröll séu ósýnileg.<ref name="Spiegel">{{fréttaheimild|url=http://www.spiegel.de/reise/fernweh/penis-museum-in-island-wer-hat-den-groessten-a-576069.html|titill=Penis-Museum in Island: Wer hat den Größten?|höfundur Frauke Lüpke-Narberhaus|dagsetning=9. september 2008|ritverk=Der Spiegel|tungumál=de|dagsetningskoðuð=3. júní 2011}}</ref> Deildin inniheldur þar að auki reður [[marbendill|marbendils]], [[fjörulalli|fjörulalla]], [[flæðarmús]]ar (sögð „[draga] eiganda sínum peninga úr sjó“), og jólasveins er fannst látinn að rótum Esjunnar árið 1985 og síðan gefið safninu árið 2000 af fyrrum borgarstjóra Reykjavíkur.<ref name="limaskrá" />
Vefur safnsins kveður á um að safnið geri fólki „unnt að stunda reðurfræði á skipulegan og vísindalegan hátt“, veitandi nægan efnivið til fræða sem „lítt verið sinnt á Íslandi, nema þá sem afleggjara annarra fræða, t.d. sagnfræði, listfræði, sálfræði, bókmennta og ýmissa lista, svo sem tónlistar og balletts“.<ref name="um_safnid" /> Safnið miðar að því að safna reðrum allra spendýra á Íslandi. Það sýnir jafnframt listgripi úr reðrum og reðurtengdum hlutum eins og lampaskermum gerðum úr nautaeistum. Aðrir gripir spanna frá ágreyptri mynd frá 18. öld sem sýnir umskurð [[Jesús frá Nasaret|Jesú Krists]] til 20. aldar reðursnuðs úr plasti. Meirihluti gripanna hefur verið gefinn safninu, og eini sýningargripurinn sem hefur verið keyptur hingað til er [[fíll|fílareður]] sem er næstum eins metra langt. Reðrin eru annaðhvort geymd í formaldehýði og sýnd í krukkum eða hafa verið þurrkuð og hengd eða fest á veggi sýningarrýmisins.
[[File:Penises in Jars ( 4890599548.jpg|thumb|right|[[hrefna|Hrefnureður]] á safninu]]
Sigurður nýtti sér fjölda aðferða til að geyma reðrin, þar á meðal geymslu í formaldehýði, böðun, þurrkun, uppstoppun og söltun.<ref name="IOL">{{vefheimild|titill=Penis museum stands out in frozen Iceland|url=http://www.iol.co.za/news/back-page/penis-museum-stands-out-in-frozen-iceland-1.83664|höfundur=Jennifer Knoll|útgefandi=Independent Online|ár=2002|mánuður=20. mars|árskoðað=2011|mánuðurskoðað=3. júní}}</ref> Einu sérstaklega stóru nautareðri hafði verið breytt í göngustaf.<ref name="Skoch">{{fréttaheimild|titill=Welcome to the world's largest penis collection|url=http://www.salon.com/2011/07/29/worlds_largest_penis_museum/|útgefandi=Salon.com|höfundur=Iva R. Skoch|dagsetning=29. júlí 2011|dagsetningskoðuð=1. ágúst 2011}}</ref> Margir sýningargripanna eru lýstir með lömpum sem Sigurður hafði búið til úr hrútaeistum.<ref name="IOL" /> Sigurður hafði einnig skorið út viðarreður sem finna má í kringum marga sýningargripi safnsins,<ref name="AFP" /> og klæddist jafnframt slaufu skreyddri reðurmyndum við sérstök tilefni.<ref name="Spiegel" />
Safnið er opið alla daga og í júlí 2011 var árlegi gestafjöldi safnsins þá kominn upp í 11 þúsund. 60% gesta safnsins eru sagðir vera kvenkyns en samkvæmt ''Rough Guide to Iceland'' roðnar starfsfólk upplýsingamiðstöðva vandræðalega þegar það fær fyrirspurnir um safnið.<ref name="Rough Guide">{{bókaheimild|titill=The Rough Guide to Iceland|höfundur=David Leffman|höfundur2=James Proctor|bls=71|ár=2004|útgefandi=Rough Guides|ISBN=978-1-84353-289-7}}</ref> Gestabók safnsins inniheldur athugasemdir eins og „I've never seen so many penises–and I went to boarding school!“ (gestur frá Nýja Sjálandi), „They're bigger in the USA“ (gestur frá Wisconsin fylki) og „Is there a vagina museum?“.<ref name="Slate" /> Sigurður hafði þá svarað því að hann safnaði eingöngu karlkyns líffærinu og að einhver annar yrði að sjá um hina söfnunina. Þá sagðist hann hafa áhuga á því að vita hvernig farið yrði að því að geyma leggöngin. Hann taldi að leggöngin séu betri á meðan þau séu á lífi.<ref name="Nerve">{{vefheimild|url=http://www.nerve.com/content/a-lifes-work-wild-life-preserve|titill=A Life's Work: Penis Collector|höfundur=Ross Martin|útgefandi=Nerve.com|ár=2002|mánuður=23. janúar|árskoðað=2012|mánuðurskoðað=19. desember}}</ref> (Í raun er til safn sem heitir „Museum of Vaginal Imagination“ í Rotterdam í Hollandi.<ref>Sjá [http://www.museumruim1op10.nl/museum2.php?toon=subnavigatie&showtab=museum&showlink=exposities&cat_id=1&subcat_id=59 Museum Ruim1op10] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140901160350/http://www.museumruim1op10.nl/museum2.php?toon=subnavigatie&showtab=museum&showlink=exposities&cat_id=1&subcat_id=59 |date=2014-09-01 }}</ref>)
===Mannsreður===
Safnið hafði leitað eftir mannsreðri í fjölda ára. Sigurður hafði þá fengið mannseistu og forhúð frá tveimur aðilum;<ref>{{fréttaheimild|titill=Icelandic Penis Donor Passes Away|url=http://icelandreview.com/icelandreview/daily_news/?cat_id=59351&ew_0_a_id=372566|dagsetning=16. janúar 2011|útgefandi=IcelandReview Online|dagsetningskoðað=3. júní 2011}}</ref> forhúðin var gjöf frá Landspítalanum eftir umskurð í neyðartilfelli.<ref name="Rough Guide" /> Safnið hefur einnig höggmyndir byggðar á silfurstrákunum 15, og voru þær því gerðar úr silfri. Sigurður fullyrðir að þótt reðrin séu ekki sýnd í sömu röð og leikmennirnir á ljósmyndinni sem fylgir með, myndu makar þeirra þekkja þau.<ref name="AFP" /> Samkvæmt ''Slate'' bjó dóttir Sigurðar, Þorgerður, þær til og voru þær byggðar á reynslu hennar frekar en þekkingu á liðinu. Markmaður liðsins neitar því að höggmyndirnar séu gerðar eftir mótum.<ref name="Slate">{{fréttaheimild|url=http://www.slate.com/articles/sports/fivering_circus/2012/08/iceland_handball_2012_the_penises_of_the_icelandic_handball_team_inspired_a_sculpture_and_touched_off_a_controversy_.html|titill=The Penises of the Icelandic Handball Team|höfundur=Sarah Lyall|dagsetning=8. ágúst 2012|dagsetningskoðað=18. desember 2012|útgefandi=Slate}}</ref>
Hingað til hefur safnið fengið vilyrði fjögurra manna — Íslendingi, Þjóðverja, Bandaríkjamanni og Breta — um að fá reður þeirra. Kanadíski kvikmyndagerðarmaðurinn Zach Math nefndi að Bandaríkjamaðurinn, Tom Mitchell, sé venjulegur náungi en búi yfir persónueinkenni þar sem hann heldur að reðrið hans sé aðskildur hluti líkama hans. Hann hafi þrá um að hann vilji hafa heimsins frægasta reður.<ref name="Hot Docs">{{fréttaheimild|url=http://www.toronto.com/article/725233--hot-docs-2012-icelandic-penis-museum-s-search-for-a-human-specimen|titill=Hot Docs 2012: Icelandic penis museum's search for a human specimen|höfundur=Linda Barnard|ritverk=The Toronto Star|dagsetning=29. apríl 2012|dagsetningskoðað=27. maí 2012}}</ref> Samkvæmt Sigurði vildi Mitchell láta fjarlægja af sér reðrið á meðan hann væri á lífi og heimsækja síðan safnið.<ref name="Spiegel" /> Mitchell sendi safninu mót af því sem myndi þjóna sem staðgengill þar til af því verður,<ref name="Reuters" /> ásamt ljósmynd af því í gervi jólasveins og [[Abraham Lincoln]].<ref>{{vefheimild|url=http://exclaim.ca/Reviews/HotDocs/final_member-directed_by_jonah_bekhor_zach_math|titill=The Final Member – Leikstýrt af Jonah Bekhor & Zach Math|höfundur=Robert Bell|útgefandi=Exclaim!|dagsetningskoðað=28. maí 2012}}</ref> Gefandinn tattúveraði bandaríska fánann á það til að gera það meira heillandi.<ref name="Hot Docs" /> Segist hann alltaf hafa fundist það svalt að reðrið hans yrði fyrsta sanna stjarnan í reðurheiminum og gerði það að stjörnu í hans eigin teiknimyndasögu: ''Elmo: Adventures of a Superhero Penis''.<ref>{{fréttaheimild|url=http://www.theatlantic.com/health/archive/2014/06/the-anatomy-of-icelands-penis-museum/372386/|titill=The Anatomy of Iceland's Penis Museum|höfundur=Julie Beck|ritverk=The Atlantic|dagsetning=9. júní 2014|dagsetningskoðað=8. apríl 2016}}</ref>
Íslenski gefandinn var Páll Arason, 95 ára [[Akureyri]]ngur, og var sagður hafa verið kvennabósi á yngri árum. Hann langaði að gefa reðrið sitt til safnsins til að tryggja sína ótímabundnu frægð.<ref name="Reuters" /> Sigurður sagði að þrátt fyrir að gefandinn væri 95 ára hefði hann haldist virkur, bæði lóðrétt og lárétt.<ref name="Salon">{{fréttaheimild|höfundur=Josh Schonwald|url=http://www.salon.com/2001/03/27/iceland_2/|titill=Show me yours|útgefandi=Salon.com|dagsetning=27. mars 2001|dagsetningskoðað=3. júní 2011}}</ref> Hins vegar sagðist gefandinn hafa áhyggjur af því að reðrið sitt væri að minnka með aldrinum og að það myndi ekki verða almennilegur sýningargripur.<ref name="Reuters" /> Reðrið hans öðlaðist forgang fram yfir aðra erlenda gefendur í samræmi við markmið safnsins um að sýna líffæri íslenskra spendýra. Sigurður sagði að ekki væri auðvelt að fjarlægja og geyma mannsreður og eru gefendurnir og læknarnir sammála um að það verði að vera fjarlægt á meðan líkaminn er volgur. Síðan þarf að tæma blóðið úr því og pumpa það upp. Ef það kælist of mikið er ekkert hægt að gera, svo gefandinn vill að það verði fjarlægt á meðan það er volgt og hljóti viðeigandi meðferð svo það geti verið geymt af virðingu.<ref name="IOL" />
Páll lést síðan 5. janúar 2011 og var reðrið hans fjarlægt með skurðaðgerð svo það gæti verið afhent safninu. Aðgerðin heppnaðist ekki og varð reðrið að samanskroppnum grá-brúnum massa. Sigurður sagði að hann hefði átt að teygja það og sauma það aftur til að halda því í nokkurn veginn sömu stöðunni. Hins vegar hafi það farið beint í formeldahýðið. Þrátt fyrir að hafa verið vonsvikinn með atvikið sagðist hann vera vongóður um að finna yngra, stærra og betra eintak fljótlega.<ref name="AFP" /> Algengustu viðbrögð gesta sem sjá mannsreðrið er að finnast það gamalt og samanskroppið og karlmenn segjast vona til þess að sitt reður muni ekki líta þannig út þegar þeir verða eldri.<ref name="Cummins">{{fréttaheimild|url=http://www.abc.net.au/local/stories/2012/04/20/3482023.htm|titill=The erection collection|höfundur=Jamie Cummins|útgefandi=ABC Canberra|dagsetning=26. apríl 2012|dagsetningskoðað=27. maí 2012}}</ref> Sigurður sagðist hafa íhugað að gefa sitt eigið reður til safnsins við andlát sitt en sagði að það færi eftir eiginkonu sinni. Ef hún létist fyrst, þá myndi reðrið hans enda á safninu. Ef hann létist áður, þá myndi eiginkona hans ráða. Hún gæti neitað.<ref name="AFP" />
Bandaríski handritshöfundurinn og leikarinn [[Jonah Falcon]], þekktur fyrir að hafa stórt reður, fékk boð frá safninu í gegnum ''The Huffington Post'' um að gefa reður sitt eftir andlát sitt. Í maí 2014 var gefin út tilkynning um að Jonah hefði tekið boðinu og hann hefði mælt með því að reðrið sitt væri sýnt við hliðina á búrhval með áletruninni „Jonah and the whale“ (íslenska: Jónas og hvalurinn), eftir biblíusögu með sama nafni.<ref>{{fréttaheimild| url=http://www.huffingtonpost.com/2014/05/02/jonah-falcon-penis-museum_n_4944654.html | höfundur=Buck Wolf | ritverk=The Huffington Post | titill=Jonah Falcon To Become Penis Museum's Most Outstanding Member | dagsetning=2. maí 2014 | dagsetningskoðað=8. apríl 2016}}</ref>
Árið 2022 fékk safnið afsteypu af getnaðarlim tónlistarmannsins [[Jimi Hendrix]] eftir að listakonan, Cynthia Albritton, sem gerði hana lést. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/24/redasafnid-faer-afsteypu-af-getnadarlim-jimi-hendrix Reðasafnið fær afsteypu af getnaðarlim Jimi Hendrix] RÚV, sótt 24. maí 2022</ref>
==Kvikmynd==
Safnið er viðfangsefni ''The Final Member'', kvikmynd kanadískra heimildakvikmyndagerðarmannanna Zach Math og Jonah Bekhor. Í henni er fjallað um Sigurð og leit hans að mannsreðri fyrir safnið, meðal annars með því að rekja sögu amerískra og íslenskra gefenda og skoða hið nær-bannhelga eðli safngripa safnsins. Bekhor segir að ekki sé um að ræða Rorschach próf, en viðbrögðin gætu gefið sterklega til kynna viðhorf manns til þess hluta mannslíkamans. Jafnframt segir hann að um sé að ræða afar áhugavert fyrirbæri og að þeir séu mjög forvitnir um viðbrögð áhorfandans. Kvikmyndin var frumsýnd þann 1. maí 2012 á ''Hot Docs Canadian International Documentary Festival''.<ref name="CTV">{{fréttaheimild|url=http://www.ctvnews.ca/the-final-member-documentary-confronts-taboo-topic-1.803155|titill='The Final Member' confronts taboo topic at Iceland's penis museum|höfundur=Victoria Ahern|útgefandi=The Canadian Press|dagsetning=30. apríl 2012|dagsetningskoðuð=27. maí 2012}}</ref>
== Heimildir ==
{{reflist|30em}}
{{wpheimild | tungumál = en | titill = Icelandic Phallological Museum | mánuðurskoðað = 23. maí | árskoðað = 2016}}
== Tenglar ==
{{Commonscat|Icelandic Phallological Museum}}
* [http://www.phallus.is Vefur reðasafnsins]
* [http://www.ruv.is/frett/redasafnid-flutt Reðasafnið flutt]
[[Flokkur:Söfn á Íslandi]]
[[Flokkur:Söfn í Reykjavík]]
kmy9cjqt6rrx2ysexf9zko951z1t571
Sigurður Einarsson
0
71004
1888498
1721750
2024-11-20T09:13:29Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888498
wikitext
text/x-wiki
{{aðgreiningartengill1|[[Sigurður Einarsson í Holti|Sigurð Einarsson í Holti]] eða [[Sigurður Einarsson (alþingismaður)|Sigurð Einarsson]] alþingismann}}
'''Sigurður Einarsson''' ([[19. september]] [[1960]]) er íslenskur hagfræðingur, kaupsýslumaður og fyrrverandi stjórnarformaður [[Kaupþing]]s. Hann er í hópi hinna svokölluðu íslensku ''útrásarvíkinga'', áður en [[efnahagskreppan á Íslandi 2008|bankahrunið]] varð átti hann yfir sex milljarða íslenskra króna og var með 12 milljónir króna á mánuði að meðaltali árið 2007.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20081015/LIFID01/852707590|titill=Sigurður Einarsson keypti hús fyrir 10 milljónir punda|ár=2008|mánuður=15. október}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20080131/VIDSKIPTI06/80131013|titill=Hreiðar og Sigurður samanlagt með 250 milljónir í laun í fyrra|ár=2008|mánuður=31. janúar}}</ref> Í yfirlýsingu sem hann gaf út [[9. október]] 2008 sagði hann, og stjórn Kaupþings, af sér vegna „atburðarás[ar] sem enginn sá fyrir eða gat haft stjórn á“.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20081009/VIDSKIPTI07/929474117|titill=Yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings|ár=2008|mánuður=9. október}}</ref>
Breska dagblaðið Observer segir að Sigurður, ásamt öðrum starfsmönnum Kaupþings, sé grunaður um glæpsamlegt athæfi. Hann hafi formlega stöðu grunaðs manns gagnvart sérstökum ríkissaksóknara sem rannsakar bankahrunið.<ref>[http://www.guardian.co.uk/business/2009/oct/11/kaupthing-chief-fraud-suspect Kaupthing chief named as suspect in fraud investigation], 11. október 2009</ref>
==Réttarhöld==
Þann [[11. maí]] [[2010]] var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sigurði, sem ítrekað hafði hundsað boðun um að mæta til yfirheyrslu hjá [[sérstakur saksóknari|sérstökum saksóknara]]. Í desember [[2013]] var hann sakfelldur í [[héraðsdómur|héraðsdómi]] fyrir markaðsmisnotkun og dæmdur til fimm árs fangelsisvistar. Sigurður áfrýjaði ákvörðun [[héraðsdómur|héraðsdóms]] til [[hæstiréttur|hæstaréttar]] þar sem dómur [[héraðsdómur|héraðsdóms]] var staðfestur en refsingin lækkuð um eitt ár, niður í fjögurra ára fangelsisvist.
==Ævi==
Sigurður er sonur [[Einar Ágústsson|Einars Ágústssonar]], varaformanns [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]], alþingismanns og [[utanríkisráðherra]], og konu hans Þórunnar Sigurðardóttur. Hann útskrifaðist sem [[hagfræði]]ngur frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] árið [[1987]] og öðlaðist réttindi sem löggiltur verðbréfamiðlari á [[Evrópska efnahagssvæðið|EES]] árið [[1994]]. Hann starfaði áður hjá [[Den Danske Bank]] á árunum [[1982]]-[[1988]] og hjá [[Iðnaðarbanki Íslands|Iðnaðarbankanum]], þar til hann varð að [[Íslandsbanki|Íslandsbanka]], 1988-94. Hann kenndi stundakennslu við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] [[1993]]-[[1997]]. Hann sat í stjórn [[Kauphöll Íslands|Kauphallar Íslands]] [[1993]]-[[1997]].
Sigurður hóf störf á verðbréfasviði [[Kaupþing|Kaupþings hf.]] árið [[1994]], varð forstjóri þess [[1997]] og stjórnarformaður [[2003]]-[[2008]]. Hann situr í stjórn [[Norvestia]] og [[Aurora velgerðasjóður|Aurora velgerðarsjóðs]].
Árið [[2003]] komust hann og [[Hreiðar Már Sigurðsson]], sem báðir störfuðu þá sem forstjórar Kaupþings, í fréttirnar fyrir háa kaupréttarsamninga á hlutabréfum í Kaupþingi. [[Davíð Oddsson]] komst í fréttirnar sömuleiðis er hann sagði upp viðskiptum sínum við Kaupþing vegna þessa. Sigurður og Hreiðar drógu kaup sín á hlutabréfunum til baka og sagði Sigurður ástæðu þess að þeir Hreiðar hefðu hætt við kaupin þá „að samningarnir falla illa inn í íslenskan veruleika og við erum búnir að átta okkur á því núna“.<ref>{{vefheimild|url=http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=29733|titill=Sigurður Einarsson segir að kaupréttarsamningarnir hafi verið mistök|ár=2003|mánuður=24. nóvember}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
==Tenglar==
* [http://www.kbbanki.is/?PageID=319 Aðalstjórn KB banka]
* [http://www.aurorafund.is/stjorn/sigurdur_einarsson/ Æviágrip á vef Aurora Foundation] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081025094023/http://www.aurorafund.is/stjorn/sigurdur_einarsson/ |date=2008-10-25 }}
* [http://www.visir.is/article/20081108/VIDSKIPTI06/779627410 Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi] úr viðtali við Sigurð 8. nóvember 2008
* [http://www.visir.is/article/20081108/VIDSKIPTI06/583604182 Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður] úr viðtali við Sigurð 8. nóvember 2008
* [http://www.visir.is/article/20081108/VIDSKIPTI06/315993949 Icesave viðvörunarbjöllur byrjuðu að hringja í mars] úr viðtali við Sigurð 8. nóvember 2008
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20000103114315/www.kaupthing.is/?PageID=1504 Starfandi stjórnarmenn], grein e. Sigurð sem birtist í Morgunblaðinu 27. september 2004.
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051105024845/www.kaupthing.is/?PageID=460 Árangur fyrir Ísland], ræða á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands 12. febrúar 2003
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20000103114315/www.kaupthing.is/?PageID=461 Hnattvæðing íslensk atvinnulífs - tækifæri sem ekki kemur aftur!], ræða á aðalfundi [[Samtök verslunarinnar|Samtaka verslunarinnar]], 15. febrúar 2002
* [http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2009/01/27/atlaga_felldi_islenska_kerfid/ „Atlaga“ felldi íslenska kerfið], 27. janúar 2009
* [http://www.mbl.is/media/00/1200.pdf Bréf Sigurðar Einarssonar til vina og vandamanna], dagsett 26. janúar 2009 í London (pdf)
{{Hrunið}}
{{stubbur|æviágrip|ísland}}
[[Flokkur:Íslendingar sem gengið hafa í Kaupmannahafnarháskóla]]
[[Flokkur:Íslenskir auðmenn]]
[[Flokkur:Íslenskir bankastjórar]]
[[Flokkur:Íslenskir glæpamenn]]
[[Flokkur:Íslenskir hagfræðingar]]
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
{{f|1960}}
ro06v2jb6gnwmeyb6z0g5s2ksc4uq1m
Kraumur
0
72272
1888484
1852992
2024-11-20T03:27:18Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 2 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888484
wikitext
text/x-wiki
'''Kraumur''' er sjálfstæður sjóður og starfsemi á vegum Auroru velgerðasjóðs sem hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn.
Markmið Kraums er að styrkja stöðu ungra tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, faglegri aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. Stuðningur og verkefni sjóðsins eru skilgreind með tilheyrandi samningi og fjárhags- og tímaáætlun. Framkvæmdastjóri Kraums er listamönnum til halds og trausts og annast tengsl sjóðsins við samstarfsaðila og fylgir því eftir að markmiðum samstarfs og stuðnings sé náð.
Kraumur notast ekki við umsóknareyðublöð eða formleg umsóknarferli. Umsóknir og fyrirspurnir er varða styrki og samstarf eru afgreiddar af framkvæmdastjóra sjóðsins. Unnt er að sækja um með tilgreind verkefni en einnig getur framkvæmdastjóri haft frumkvæði að samningum við listamenn. Framkvæmdastjóri gefur nánari upplýsingar.
== Stofnun ==
Aurora velgerðasjóðurinn ákvað þann 23. janúar 2008 að stofna sjálfstæðan sjóð til stuðnings íslensku tónlistarlífi og veita 20 milljónir króna sem stofnfé sjóðsins. Ráðgert að Aurora leggi sjóðnum til 15 milljónir króna á árinu 2009 og annað eins árið 2010, alls 50 milljónir króna á árunum 2008-2010.
Í rökstuðningi sjóðsstjórnar Auroru segir m.a.;
<blockquote>
„Íslenskt tónlistarlíf er sérstakt um margt, einkum vegna áberandi krafts og áræðis sem einkennir tónlistarfólk af yngri kynslóðinni. Sykurmolarnir og Björk ruddu braut í tónlistarútrás sem á sér enga hliðstæðu. Fjöldamargir tónlistarmenn fetuðu í fótspor þeirra með undraverðum árangri og nú er tónlistarlíf á Íslandi orðinn einn sterkasti þátturinn í ímynd lands og þjóðar út á við. Óvenjulegt samspil dægurtónlistar og sígildrar tónlistar getur orðið drifkraftur frekari landvinninga. Stuðningur við unga tónlistarmenn, til verkefna og samstarfs af ýmsu tagi, skýtur styrkari stoðum undir þennan mikilvæga vaxtarbrodd í íslensku menningarlífi.“<ref>http://www.aurorafund.is/styrktarverkefni/kraumur/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20081025071700/http://www.aurorafund.is/styrktarverkefni/kraumur/ |date=2008-10-25 }} Heimasíða Auroru velgerðarsjóð, Styrktarverkefni > Kraumur, heimsótt 22. desmber 2008</ref>
</blockquote>
== Stjórn og fagráð ==
Formaður stjórnar Kraums er Þórunn Sigurðardóttir, en meðstjórnendur Ásmundur Jónsson og Pétur Grétarsson. Framkvæmdastjóri er Eldar Ástþórsson.
Í fagráði Kraums eiga sæti [[Björk Guðmundsdóttir]] tónlistarmaður, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdarstjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, Mist Þorkelsdóttir, deildarforseti Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, [[Kjartan Sveinsson]], hljómborðsleikari Sigur Rósar og SJÓN ([[Sigurjón Birgir Sigurðsson]]), rithöfundur.
== Starfsemi ==
Kraumur rekur skrifstofu í miðborg Reykjavíkur þar sem unnið er að því að „styrkja stöðu ungra tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, faglegri aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi.“
Á fyrsta starfsári sínu, árið 2008, hefur Kraumur unnið með rúmlega 20 listamönnum og hljómsveitum. Má þar nefna [[Mugison]], [[Víking Heiðar Ólafsson]], Amiina, FM Belfast, Ólöfu Arnalds og Dikta. Verkefni listamannanna hafa verið af ýmsum toga, allt frá tónleikahaldi og kynningu á innlendum og erlendum vettvangi til plötugerðar.<ref> [http://kraumur.is/?page_id=433 Kraumur heimasíða, Verkefni 2008, heimsótt 22. desember 2008] </ref> Kraumur hefur jafnframt ýtt úr vör eigin verkefnum á borð við [[Innrásina]] og [[Kraumsverðlaunin]].
Kraumur hefur stutt og staðið fyrir þáttagerð um íslenska tónlist og tónlistarmenn á [[YouTube]] og annars staðar á internetinu.<ref>{{Cite web |url=http://lofi.tv/category/kraumur/ |title=Kraumur á LoFi.tv, heimsótt 22. desember 2008 |access-date=2008-12-23 |archive-date=2009-01-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090102210821/http://lofi.tv/category/kraumur/ |url-status=dead }}</ref> Sjóðurinn hefur jafnframt unnið með ungum listamönnum að skipulagningu tónleika í Fríkirkjunni, Íslensku óperunni og æfingahúsnæði nokkurra hljómsveita að Smiðjustíg 4A. <ref> [http://kraumur.is/?page_id=433 Kraumur heimasíða, Verkefni 2008, heimsótt 22. desember 2008] </ref> Kraumur og Aurora velgerðarsjóður lögðu Náttúru-tónleikum [[Björk Guðmundsdóttir|Björk]] og [[Sigur Rós]] þann 28. júlí í Þvottabrekkunni í Laugardal lið. Á tónleikunum, sem voru öllum opnir án endurgjalds, komu einnig fram Ólöf Arnalds og Ghostigital ásamt Finnboga Péturssyni. Talið er að rúmlega 30 þúsund manns hafi sótt tónleikana, meðan um 2,5 milljónir fylgdust með þeim á netinu. <ref>{{cite web |url=http://www.visir.is/article/20080630/LIFID01/542902252/1093 |title=Visir.is Mikill mannfjöldi á Náttúru tónleikum |access-date=2008-12-23 |archive-date=2011-05-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110522142811/http://www.visir.is/article/20080630/LIFID01/542902252/1093 |url-status=dead }}</ref>
== Innrásin ==
Vorið 2008 setti Kraumur af stað átak til stuðnings tónleikahaldi innanland sem hlaut nafnið [[Innrásin]]. Markmið Innrásarinnar hefur verið að auka við möguleika íslenskra listamanna til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni. [[Rás 2]] hefur stutt við Innrásina sem samstarfsaðili, m.a. með því að kynna og auglýsa þá tónleika sem farið hafa fram í tengslum við átakið.
Meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem Kraumur hefur stutt og unnið með í tengslum við Innrásina eru; Benni Hemm Hemm, Benny Crespo’s Gang, Bloodgroup, Borko, Dr. Spock, Elfa Rún Kristinsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Morðingjarnir, Njútón, Reykjavík!, [[Sign]], [[Skátar]] og Sykur. <ref> [http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/06/19/kraumur_stydur_tonleikhald_i_sumar/ Mbl.is, Kraumur styður við tónleikahald í sumar, 19. júlí 2008] </ref>
== Kraumsverðlaunin ==
Haustið 2008 hófst undirbúningur plötuverðlauna Kraums, [[Kraumsverðlaunin]], sem boðað hafði verið til í apríl þetta sama ár. Verðlaununum er ætlað að „að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna — og verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika“.<ref>{{cite web |url=http://kraumur.is/?page_id=5 |title=Heimasíða Kraums, Krausmverðlaunin, heimsótt 22. desember 2008 |access-date=2008-12-23 |archive-date=2009-02-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090215113225/http://kraumur.is/?page_id=5 |url-status=dead }}</ref> Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Ekkert umsóknarferli er fyrir listamenn eða plötuútagáfur, né þátttökugjöld. Verðlaunin hafa ekkert aldurstakmark, en markmið þeirra er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra hljómsveita og tónlistarmanna.
Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð 15 blaðamönnum, útvarpsmönnum og bloggurum sem hafa áralanga reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist. Hugmyndafræði verðlaunanna er að sögn framkvæmdastjóra Kraums og hugmyndasmiðs verðlaunanna, [[Eldars Ástþórssonar]], að einhverju leiti sótt til erlendra plötuverðlauna á borð við Mercury Awards í Bretlandi og Shortlist Awards í Bandaríkjunum. <ref>[http://www.visir.is/article/20081105/LIFID02/641350114 Visir.is, Kraumur verðlaunar í desember, 5. nóvember 2008].</ref> Kraumsverðlaunin eru þó frábrugðin að því leiti að fleiri en ein plata hlýtur verðlaunin og verðlaunin eru fólgin í stuðningi Kraums, sem kauðir verðlaunaplöturnar og dreifir þeim á valda aðila innan tónlistarbransans erlendis.<ref> http://wayback.vefsafn.is/wayback/20081203175950/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239299/ RUV.is, Kraumsverðlaunin afhent í dag, 28. nóvember 2008].</ref>
Alls voru 20 breiðskífur tilnefndar til Kraumsverðlaunanna 2008. Af þeim hlutu sex breiðskífur sjálf verðlaunin; [[Agent Fresco]] fyrir Lightbulb Universe, [[FM Belfast]] fyrir How to Make Friends, Hugi Guðmundsson fyrir Apocrypha, Ísafold fyrir All Sounds to Silence Come, [[Mammút]] fyrir Karkara og [[Retro Stefson]] fyrir Montaña.
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.kraumur.is Heimasíða Kraums]
* [http://is.wikipedia.org/wiki/Innr%C3%A1sin Innrás Kraums á Wikipedia]
* [[Kraumsver%C3%B0launin|Kraumsverðlaunin á Wikipedia]]
* [http://www.aurorafund.is Heimasíða Auroru] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090217063027/http://www.aurorafund.is/ |date=2009-02-17 }}
* [http://lofi.tv/category/kraumur/ Kraumur TV á LoFi.TV] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090102210821/http://lofi.tv/category/kraumur/ |date=2009-01-02 }}
* [http://www.icetrade.is/Euro-Info-Skrifstofan/Frettir/799/default.aspx Kraumur Award Winners 2008 á vef Útflutningsráðs Íslands]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://spintrunk.labzero.net/report/icelands-kraumur-awards-2008-documentary Iceland's Kraumur Awards 2008 Documentary á vef SPIN Magazine; SPIN Earth]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
[[Flokkur:Íslensk tónlist]]
[[Flokkur:Íslensk menningarverðlaun]]
[[Flokkur:Íslenskir styrktarjóðir]]
{{s|2009}}
5zs3aa1o8k3glltl4qd9t34fs7yoy9b
Búsáhaldabyltingin
0
73131
1888425
1888374
2024-11-19T12:22:16Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. */
1888425
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Þann 1. desember 2008 mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref>
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]], þar sem ályktun þess efnis var samþykkt að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
69hgg2j2z9fyqed5d12rsw8zv49txup
1888426
1888425
2024-11-19T12:32:00Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. */
1888426
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Þann 1. desember 2008 mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]], þar sem ályktun þess efnis var samþykkt að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
6enawp0s3aqxv55ql291qf83jxi3dvt
1888427
1888426
2024-11-19T12:34:56Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 */
1888427
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]], þar sem ályktun þess efnis var samþykkt að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
66cvldp8ug1ywjwdlc6xgmpgzmiqbe0
1888428
1888427
2024-11-19T12:37:21Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. */
1888428
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]], þar sem ályktun þess efnis var samþykkt að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
bubdw40ru0zcfo4b74ie4lq2ds9zx5h
1888429
1888428
2024-11-19T12:49:31Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. */
1888429
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
* Mótmælendur héldu áfram mótmælum við Stjórnarráðið um nóttina og hópur tók að kasta grjóti að lögreglu sem stóð varðstöðu við húsið. Nokkrir mótmælendur tóku sér þá stöðu fyrir framan lögreglu til að verja hana fyrir grjótkastinu. Eftir það róuðust mótmælin, en eftir þessa atburði var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]], þar sem ályktun þess efnis var samþykkt að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
s6okyz8asnl2iu8164ul1w6gcui9bhp
1888430
1888429
2024-11-19T12:50:22Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. */
1888430
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
* Mótmælendur héldu áfram mótmælum við Stjórnarráðið um nóttina og hópur tók að kasta grjóti að lögreglu sem stóð varðstöðu við húsið. Nokkrir mótmælendur tóku sér þá stöðu fyrir framan lögreglu til að verja hana fyrir grjótkastinu. Eftir það róuðust mótmælin, en næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]], þar sem ályktun þess efnis var samþykkt að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
b2tkyl6e8ljdo5sf3ir1oazknx2bklb
1888431
1888430
2024-11-19T12:53:57Z
Akigka
183
/* Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 */
1888431
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
* Mótmælendur héldu áfram mótmælum við Stjórnarráðið um nóttina og hópur tók að kasta grjóti að lögreglu sem stóð varðstöðu við húsið. Nokkrir mótmælendur tóku sér þá stöðu fyrir framan lögreglu til að verja hana fyrir grjótkastinu. Eftir það róuðust mótmælin, en næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
sgb3p5emxo3pprjf5wrd05hs8jv3yh8
1888432
1888431
2024-11-19T12:55:14Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. */
1888432
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
* Mótmælendur héldu áfram mótmælum við Stjórnarráðið um nóttina og hópur tók að kasta grjóti að lögreglu sem stóð varðstöðu við húsið. Nokkrir mótmælendur tóku sér þá stöðu fyrir framan lögreglu til að verja hana fyrir grjótkastinu. Eftir það róuðust mótmælin, en næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Um kvöldið þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]]. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan Þjóðleikhúsið og bál var kveikt. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
al3r7345suwcc9cu4jheoxft45s1eco
1888433
1888432
2024-11-19T12:55:34Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. */
1888433
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
* Mótmælendur héldu áfram mótmælum við Stjórnarráðið um nóttina og hópur tók að kasta grjóti að lögreglu sem stóð varðstöðu við húsið. Nokkrir mótmælendur tóku sér þá stöðu fyrir framan lögreglu til að verja hana fyrir grjótkastinu. Eftir það róuðust mótmælin, en næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Um kvöldið þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingin|Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]]. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan Þjóðleikhúsið og bál var kveikt. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
c156hmqas054x3e9aostlas9krkwff5
1888434
1888433
2024-11-19T12:56:06Z
Akigka
183
/* Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. */
1888434
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
* Mótmælendur héldu áfram mótmælum við Stjórnarráðið um nóttina og hópur tók að kasta grjóti að lögreglu sem stóð varðstöðu við húsið. Nokkrir mótmælendur tóku sér þá stöðu fyrir framan lögreglu til að verja hana fyrir grjótkastinu. Eftir það róuðust mótmælin, en næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Um kvöldið þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingin|Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]]. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan Þjóðleikhúsið og bál var kveikt. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
gh996hos0b31pa3sa87k21l9ikg22g1
1888435
1888434
2024-11-19T12:58:10Z
Akigka
183
1888435
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin og náðu hámarki þegar Alþingi kom saman eftir jólafrí 20. janúar 2009.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=6.1.2011|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106041517/http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
* Mótmælendur héldu áfram mótmælum við Stjórnarráðið um nóttina og hópur tók að kasta grjóti að lögreglu sem stóð varðstöðu við húsið. Nokkrir mótmælendur tóku sér þá stöðu fyrir framan lögreglu til að verja hana fyrir grjótkastinu. Eftir það róuðust mótmælin, en næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Um kvöldið þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingin|Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]]. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan Þjóðleikhúsið og bál var kveikt. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
pzn3pbs4yx530exeyzi7qd8goo039vu
1888466
1888435
2024-11-19T21:08:26Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888466
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}}
[[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]]
[[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]]
'''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll.
Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings.
Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins töldu að almenningur væri orðin þreyttur á „pólitísku kjaftæði“. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin og náðu hámarki þegar Alþingi kom saman eftir jólafrí 20. janúar 2009.
== Atburðarásin ==
=== Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 ===
{{aðalgrein|Neyðarlögin}}
[[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi:
{{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}}
Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf.
=== Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 ===
Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]].
=== Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 ===
Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" />
=== Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 ===
Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref>
=== Annar mótmælafundur, 18. október 2008 ===
Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona.
<gallery>
Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason
Image:W02 Protesters 07933.JPG
Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG
Image:W02 Collection 07946.JPG
Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG
</gallery>
=== Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 ===
Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur.
=== Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 ===
Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" />
=== Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 ===
[[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]]
Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref>
Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" />
Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar.
<gallery>
Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir.
Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti.
</gallery>
=== Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. ===
Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref>
<blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote>
Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref>
Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref>
<gallery>
image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson
image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti
Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason
Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli
</gallery>
=== Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. ===
Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð.
<blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote>
<gallery>
Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur
Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson
Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“
Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi
Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur
</gallery>
=== Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 ===
{{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}}
Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref>
=== Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 ===
Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig.
Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref>
=== Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 ===
Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=2008-12-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20081204013021/http://smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|access-date=2024-11-18|url-status=bot: unknown}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 ===
[[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]]
Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum.
Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" />
=== Fundur 9, laugardagurinn 6. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Gerður Kristný]], rithöfundur
** Jón Hreiðar Erlendsson, fyrrum vörubílstjóri
** ''Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.''
* "Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir." <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
[[Hörður Torfason]] hafði boðað til mótmæla á [[Austurvöllur|Austurvelli]] klukkan 14:00 þann 6. desember 2008 og voru ræðumenn [[Gerður Kristný]], rithöfundur og [[Jón Hreiðar Erlendsson]].<ref>http://raddirfolksins.info/?p=147</ref> [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn [[Rúnars Óskarsson|Rúnars Óskarssonar]] lék á undan fundinum. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200 – 300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankann]] þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan gamla inngang [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka. <ref name=":2" />
Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli þar sem fyrirsögnin dreifimiðana var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“ <ref name=":2" />
=== Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 ===
{{aðalgrein|Nímenningarnir}}
Þann 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem [[Nímenningarnir|nímenningunum]] var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir:
<blockquote>...brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin."<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote>
Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, [[Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson]] og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum:
{{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web |url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |title=attac.is, Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010 |url-status=dead }}</ref>}}
=== Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 ===
Nokkrir tugi manns (tuttugu, skv. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en 30-40 samkvæmt öðrum sjónarvottum) komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu, en ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, neðan úr [[Suðurgata|Suðurgötu]].
Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar:
:„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.
:Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.
:Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290 Ráðherrum varðan inngöngu], Frétt vefritsins Smugunnar, 9. desember 2008. Skoðað 4. október 2010.</ref>
Í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami "[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]"<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/ Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, Frétt Mbl.is 9 desember 2008. Skoðað 4 október 2010.]</ref>
Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>[http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128 Lögregluvefurinn, Höfuðborgarsvæðið, fréttir 9 desember 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Skoðað 4. október 2010.</ref>
=== Fundur 10, laugardagurinn 13. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan
Image:W10 Protesters 9755.JPG
Image:W10 Protesters 9825.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við bankana og 101 Hotel 17. desember 2008 ===
Boðuð mótmæli áttu að hefjast kl. 9:00 við [[Austurvöllur|Austurvöll]] og þaðan átti að halda í Bankanna. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] við að koma þeim út.
Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]] og hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns og komu þau sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við [[Laugavegur|Laugaveg 77]]. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér upp í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt sér í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind|Hljómalindar]].<ref name=":2" />
Um kl. 13:00 var kallað til lögreglu vegna hóps mótmælenda sem saman voru komnir á [http://101hotel.is/ 101 Hotel] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Voru þeir að bíða eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem þar var staddur. Mótmælendur sættust á að fara út af hótelinu. Þegar mótmælendur voru komnir út, gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson|Jón Ágeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name=":5">http://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/</ref><ref name=":2" /><ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278655&pageId=4015407&lang=is&q=Veist%20a%F0%20J%F3ni%20%C1sgeiri</ref>
Á bloggsíðu [[Guðjón Heiðar Valgarðsson|Guðjóns Heiðars Valgarðssonar]], einn af mótmælendunum segir hann:<blockquote>„Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.“</blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra<ref name=":5" />.
=== Fundur 11, laugardagurinn 20. desember, 2008. ===
* Þögul mótmæli.
<gallery>
Image:W11 Silent Protest 0073.JPG
</gallery>
=== Fundur 12, laugardagurinn 27. desember, 2008. ===
* Ræðumenn:
** [[Björn Þorsteinsson]], [[heimspekingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** [[Ragnhildur Sigurðardóttir]], [[sagnfræðingur]] <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
<gallery>
Image:W12 Björn Thorsteinsson speaker 0194.JPG|Björn Þorsteinsson
</gallery>
=== Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 ===
Mótmæli í tengslum við beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á [[Hótel Borg]] á gamlársdag. Mótmælendur klipptu í sundur myndsnúru og útsendingu var hætt.
=== Fundur 13, laugardagurinn 3. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir]], kennari og grafiskur hönnuður <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Einar Már Guðmundsson, rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
** Dagný Dimmblá, 8 ára skólastelpa
<gallery>
Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason
Image:W13 Protesters 0394.JPG
Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már
Image:W13 Protesters 0412.JPG
Image:W13 Protesters 0434.JPG
</gallery>
=== Fundur 14, laugardagurinn 10. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Þorvaldur Þorvaldssson]], [[trésmiður]]
** [[Lilja Mósesdóttir]], [[hagfræðingur]] <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574 Smugan: Ræða Lilju Mósesdóttur 10. janúar 2009]</ref>
** [[Lárus Páll Birgisson]], [[sjúkraliði]] <ref>[http://this.is/nei/?p=2430 Nei: Ræða Lárusar Páls Birgissonar 10. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Góð mæting á Austurvöll <ref>[http://visir.is/article/20090110/FRETTIR01/628959631 Vísir 10. janúar 2009. Góð mæting á Austurvöll]</ref>
<gallery>
Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir
Image:W14 Protesters 0711.JPG
Image:W14 Protesters 0801.JPG
Image:W14 Protesters 1063.JPG
</gallery>
=== Fundur 15, laugardagurinn 17. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Svanfríður Anna Lárusdóttir]], [[Atvinnuleysi|atvinnulaus]]
** [[Gylfi Magnússon]], [[dósent]] <ref>[http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf Ræða Gylfa Magnússonar, 17. janúar, 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Mótmælt á sex stöðum á landinu <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/ Ruv frétt 17. janúar 2009: Mótmælt á sex stöðum á landinu]</ref>
*[[Nýjar raddir]], samtök sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu [[Lögreglustjórinn í Reykjavík|Lögreglustjórans í Reykjavík]].
<gallery>
Image:W14x Protesters 0976.JPG
Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG
Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon
Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir
Image:W14x Protesters 1099.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, þriðjudaginn 20. janúar, 2009. ===
Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað að sjálfum sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti sem nokkrir mótmælendur tóku að gera aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem hélt því uppi. Það gekk ekki alveg sem skyldi í fyrstu en eftir dágóða stund náðist að fella tréð með þeim afleiðingum að það féll á jörðina. Mótmælendur drógu tréð og fóru með það fyrir framan tengibyggingu [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] á Austurvelli.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en það reyndist erfitt að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og stóð í ljósum loga fram eftir morgni.
* Þjóðin var í Alþingisgarðinum.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22324;play=0mbl Sjónvarp - Þjóðin var í Alþingisgarðinum]</ref> Lögreglan beitti kylfum á mótmælendur.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22325;play=0 mbl Sjónvarp - Beittu kylfum á mótmælendur]</ref>
<gallery>
Image:W15 090120-DSC01585.JPG
Image:W15 Police 1445.JPG
Image:W15 Protesters 1231.JPG
Image:W15 Protesters 1253.JPG
Image:W15 Protesters 1807.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Stjórnarráðið, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið -mbl Sjónvarp. <ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350;play=0 mbl Sjónvarp - Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið]</ref> Ráðist að bíl forsætisráðherra - BBC. <ref>[http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm BBC News - Protesters hit Icelandic PM's car]</ref>
* [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á ráðherrabíl forsætisráðherra þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina.
<gallery>
Image:W15a Protesters 1894.JPG
Image:W15a Protesters 1897.JPG
Image:W15a Protesters 1919.JPG
Image:W15a Protesters 1936.JPG
Image:W15a Protesters 1943.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, miðvikudaginn 21. janúar, 2009. ===
* Mótmæli fram á nótt. Allt lauslegt brennt.- mbl Sjónvarp<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22337;play=0 mbl Sjónvarp mbl Sjónvarp - Mótmæla aftur í dag]</ref>
* Mótmæli í miðborginni - Bylgjan Fréttir 12.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=2c9d5131-041b-49df-ab78-3ca493f602d2&mediaClipID=65df3424-25bd-48da-8e52-a6ef8f1a8471 Bylgjan útvarpsfréttir 22. janúar, 2009. - Mótmæli í miðborginni]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Táragasi beitt á Austurvelli - mbl.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli mbl 22. janúar, 2009. - Táragasi beitt á Austurvelli]</ref>
* Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasi borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun.
* Mótmælendur héldu áfram mótmælum við Stjórnarráðið um nóttina og hópur tók að kasta grjóti að lögreglu sem stóð varðstöðu við húsið. Nokkrir mótmælendur tóku sér þá stöðu fyrir framan lögreglu til að verja hana fyrir grjótkastinu. Eftir það róuðust mótmælin, en næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).
<gallery>
Image:W15b Protesters 2260.JPG
Image:W15b Protesters 2269.JPG
</gallery>
=== Mótmæli við Alþingishús, fimmtudaginn 22. janúar, 2009. ===
[[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]]
* "Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila good cop-bad cop að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>[http://this.is/nei/?p=3221 Nei 23. jan 2009 - ''Good cop''-dagur á Austurvelli ]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
* Um kvöldið þann 22. janúar 2009, hélt [[Samfylkingin|Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] fjölmennan félagsfund í [[Þjóðleikhúskjallarinn|Þjóðleikhúskjallaranum]]. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan Þjóðleikhúsið og bál var kveikt. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að skora á [[Þingflokkur|þingflokk]] [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] að slíta stjórnarsamstarfinu þegar í stað.<ref>http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/</ref>
=== Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. ===
* Ræðumenn:
** [[Magnús Björn Ólafsson]], blaðamaður
** [[Hildur Helga Sigurðardóttir]], blaðamaður
** [[Jakobína Ingunn Ólafsdóttir]], [[stjórnsýslufræðingur]]
** [[Guðmundur Andri Thorsson]], rithöfundur
* Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090206120314/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637 Allt að 6000 á Austurvelli í dag] </ref>
<gallery>
Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishús
Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur
Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson
Image:W16 Protesters 2687.JPG
Image:W16 Protester 2729.JPG
</gallery>
=== Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 ===
Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]".
Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref>
Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref>
Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref>
*
<gallery>
Image:W16a Protester 02999.JPG
Image:W16a Bessastadir 03017.JPG
Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG
Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde
</gallery>
=== Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 ===
* Ræðumenn:
** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona
** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur
<gallery>
Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn
Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Image:W17 Protesters 3402.JPG
</gallery>
== Mótmælendur ==
Samkvæmt rannsókn sem var gerð á 609 manns á höfuðborgasvæðinu sýndu niðurstöður að 25% eða fjórðungur Íslendinga tók þátt í mótmælum á [[Austurvöllur|Austuvelli]] í kjölfar [[Efnahagshrunið|efnahagshrunsins]] árið 2008 á einhverjum tímapunkti. Mótmælin urðu vettvangur landsmanna til þess að afla sér upplýsinga um hrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og vildu landsmenn frekari skýringar á málinu<ref>{{cite web |url=http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-01-21 |archive-date=2016-12-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20161222015638/http://councilforeuropeanstudies.org/critcom/financial-crisis-and-protest-in-iceland-october-2008-january-2009/ |url-status=dead }}</ref>.
Niðurstöður sýndu fram á að landsmenn sem voru óánægðir með [[Lýðræði|lýðræðið]] og töldu vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstri sinnaðir, voru mun líklegri til þess að mæta og taka þátt í mótmælunum<ref name=":3">http://skemman.is/stream/get/1946/6856/18610/1/106-113__JonGunnar_BerglindHolm_SigrunOlafs_FELMANbok.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>.
Ef farið er nánar yfir niðurstöður kemur í ljós að þeir sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega miðað við samanburð á hámarks- og lágmarksgildum á mælingunni, burtséð frá þvi hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfið hafði einnig áhrif, þeir sem báru lítið traust til stjórnmálakerfisins samanborið við þá sem báru mikið traust til þess voru 6 sinnum líklegri til þess að mæta á mótmælin. Landsmenn sem töldu að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar í samfélginu voru með yfirburðum líklegri til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef skoðað er hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru þeir sem að mælast hæstir 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þeir sem mælast lægstir<ref name=":3" />.
=== Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar ===
Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif.
[[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins]
[[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.
[[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org]geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>[http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 Heimasíða Andspyrnu]</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir.
[[Neyðarstjórn kvenna]]
'''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar.
Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar.
Appelsínugulur…
* … er friðsöm krafa um breytingar.
* … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni.
* … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er.
* … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið.
== Aðgerðir lögreglu ==
Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli.
Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun.
Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum.
Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" />
=== Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum ===
[[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" />
Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" />
Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð.
Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi:
* Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138.
* Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni.
* Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst.
* Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar.
Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í desember 2012 kvað úrskurðarnefndin upp úr að synjun lögreglustjórans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþingis]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að taka málið upp að nýju, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hefur úrskurðurinn að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref>
Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Eintök sem voru send á fjölmiðla voru síðar innkölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan texta, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref>
Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“
== Eftirmæli ==
Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi.
=== Opinber umræða ===
* Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref>
* [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref>
* [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref>
=== Bækur ===
Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni.
* ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref>
* ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref>
* ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref>
=== Fræðigreinar ===
* Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref>
* [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" />
=== Ýmislegt ===
Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref>
== Tengt efni ==
* [[Öskra]]
* [[Mótmæli 2009-2010]]
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki]
* http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession
* http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm
{{Hrunið}}
[[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]]
[[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]]
dvsm7qlpotnqva76okzck6iz7ioiqx3
Warwick
0
74915
1888496
1712644
2024-11-20T08:47:15Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út View_of_St_Nicolas_Church_Warwick.JPG fyrir [[Mynd:View_of_St_Mary's_Church_Warwick.jpg]] (eftir [[c:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: [[:c:COM:FR#FR3|Criterion 3]] (obvious error)).
1888496
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Warwick002.JPG|thumb|right|Útsýni yfir Warwick]]
[[Mynd:View of St Mary's Church Warwick.jpg|thumb|Nikulásarkirkjan.]]
'''Warwick''' er 32 þúsund manna bær og höfuðstaður sýslunnar [[Warwickshire]] á [[England]]i. Bærinn stendur við ána [[Avon]], 18 km sunnan við borgina [[Coventry]]. Sagan segir að [[Engilsaxar]] hafi fyrst reist bæinn til varnar gegn [[víkingar|víkingum]] árið 914.
{{stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir á Englandi]]
5m7xt9bpvw6707eud11vd7lnmh0bciq
Kársnesskóli
0
77458
1888469
1864280
2024-11-19T22:08:38Z
31.209.203.67
1888469
wikitext
text/x-wiki
{{Grunnskóli|
Nafn=Kársnesskóli|
Stofnár=1957|
Skólastjóri=Björg Baldursdóttir|
Aldur=6-16|
Póstnúmer=200|
Staður=Kópavogur|
Vefsíða=http://www.karsnesskoli.is/ |
}}
'''Kársnesskóli''' er [[grunnskóli]] í [[Vesturbær Kópavogs|vesturbæ]] [[Kópavogur|Kópavogs]] sem tók fyrst til starfa 1957. Í honum gengdu börn skólaskyldu allt að 12 ára aldri þegar þau fóru svo í [[gagnfræðaskóli|gagnfræðaskóla]], iðulega [[Þinghólsskóli|Þinghólsskóla]] (stofnaður 1969). Þann 1. ágúst 2001 voru skólarnir tveir sameinaðir undir nafni Kársnesskóla.
Skólinn er til húsa við Skólagerði (gamli Kársnesskóli) og við Kópavogsbraut (gamli [[Þinghólsskóli]]). Nemendur skólans eru um 500.
Kársnesskóli er þekktur fyrir kórastarf og hefur Skólakór Kársnesskóla gefið út plötur og sungið með flestum þekktustu listamönnum þjóðarinnar.
[[Halla Tómasdóttir]], forseti Íslands var nemandi við skólann.
[[Flokkur:Grunnskólar í Kópavogi]]
[[Flokkur:Stofnað 1957]]
[[Flokkur:Stofnað 2001]]
8d6z78mi0tg6vw4adzt3c5ns0369rl4
Flóasnípa
0
88793
1888501
1703442
2024-11-20T09:52:52Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Common_snipe_fencepost.jpg fyrir [[Mynd:Wilson's_Snipe_on_a_fencepost,_central_Utah.jpg]] (eftir [[c:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: identity, add location).
1888501
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Flóasnípa
| image = Wilson's Snipe on a fencepost, central Utah.jpg
| image_width = 220px
| status = LC
| regnum = [[Dýraríkið]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Strandfuglar]] (''Charadriiformes'')
| familia = [[Snípuætt]] (''Scolopacidae'')
| genus = ''[[Gallinago]]''
| species = '''''G. delicata'''''
| binomial = ''Gallinago delicata''
| binomial_authority = [[George Ord|Ord]], 1825
| synonyms =
''Gallinago gallinago delicata'' <small>Ord, 1825</small>
}}
'''Flóasnípa''' (fræðiheiti '''''Gallinago delicata''''') er lítill [[vaðfuglar|vaðfugl]] skyldur [[hrossagaukur|hrossagauki]]. Fullorðnir fuglar eru 23–28 sm langir með 39–45 sm vænghaf. Fuglarnir hafa stutta grængráa fætur og mjög langan og beinan gogg.
Flóasnípa hefur fundist sem flækingur á Íslandi, í fyrsta skipti árið 2010.
== Tenglar ==
* [http://www.sdakotabirds.com/species/wilsons_snipe_info.htm Wilson's Snipe Information and Photos] - South Dakota Birds and Birding
* [http://www.birds.cornell.edu/AllAboutBirds/BirdGuide/Wilsons_Snipe.html Wilson's Snipe Species Account] - Cornell Lab of Ornithology
* [http://www.bsc-eoc.org/avibase/species.jsp?lang=EN&id=47AF3A82BE808902&ts=1220251425536&sec=summary Avibase]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
i1v2vx2yifejekl84hwcegvm8s8amyh
Erfðamengjafræði
0
90076
1888470
1702363
2024-11-19T22:22:14Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888470
wikitext
text/x-wiki
'''Erfðamengjafræði''' fjallar til dæmis um byggingu litninga, raðgreiningu erfðamengja, starfsemi erfðamengja og samanburð á erfðamengjum.
Erfðamengjafræðin er tiltölulega ný fræðigrein, og má rekja upphaf hennar til verkefnis sem miðaði að því að [[DNA-raðgreining|raðgreina]] allt [[erfðamengi]] (genome) mannsins. Það verkefni krafðist mikillar fjárfestingar í líftækni, verkfræði og hugbúnaði sem leiddi til þess að erfðamengi fjölmargra baktería, fornbaktería og heilkjörnunga hafa verið raðgreind.
Erfðamengjafræðin fjallar einnig um starfsemi erfðamengja, það er hvernig genin virka, hvar og hvenær þau eru tjáð, um hlutverk litningaenda, þráðhafta og hvernig stökklar og hlutlausar raðir hegða sér í erfðamenginu.
C-gildis ráðgátan (C-value paradox) er ein af elstu viðfangsefnum fræðigreinarinnar. C-gildið mælir magn erfðaefnis (DNA) í lífverum. Vísindamenn veittu því eftirtekt að magn erfðaefnis var mjög mismunandi meðal heilkjörnunga og ekki endilega mest í spendýrum eða mönnum, lífverum sem vísindamenn álitu flóknari en aðrar. Ráðgátan var sú, hví eru „einfaldar“ lífverur með meira DNA en flóknar lífverur? Svarið er að DNA magn er ekki í réttu samhengi við fjölda gena. Erfðamengi margra lífvera innihalda margar aðrar raðir (stundum kallaðar ruslDNA).<ref>[http://www.genomesize.com/index.php Stærð erfðamengja - síða T. Ryan Gregory]</ref>
Markmið erfðamengjafræðinnar<ref>[http://www.sinauer.com/genomics/ Primer in Genome Science 3. útg. Gibson og Muse] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20100831064559/http://www.sinauer.com/genomics/ |date=2010-08-31 }}. Af vef Sinauer Associates Inc.</ref> eru að:<br />
* Koma upp og halda við gagnagrunnum (eins og [[GenBank]], [[Flybase]] og [[Ensembl]])
* Byggja [[raunkort]] og [[genakort]] fyrir erfðamengi
* Raðgreina og skeyta saman erfðamengjum og röðum umritaðra gena
* Finna og lýsa genum í hverju erfðamengi
* Skilgreina breytileika í erfðamengjum
* Kortleggja genatjáningu í mismunandi frumum, vefjum og þroskastigum.
* Samþætta líffræðilegar upplýsingar um áhrif gena og stökkbreytinga
* Bera saman erfðamengi lífvera
== Breytileiki í erfðaefni ==
Erfðaefnið hvers einstaklings er ófullkomið afrit af erfðaefni foreldra (eða foreldris í tilfelli lífvera með kynlausa æxlun). Stökkbreytingar geta orðið þegar erfðaefnið er fjölritað og af þeim ástæðum er erfðafræðilegur munur á genum, þau eru með ólíkar [[genasamsætur]].
Erfðamengjafræðin miðar að því að finna hvaða staðir í erfðaefninu eru breytilegir, hvaða hlutar gena eru stökkbreyttir og hvers eðlis eru breytingarnar. Margar aðferðir hafa verið notaðar til að skoða erfðabreytileika, en sú besta er að raðgreina erfðamengi í heild sinni. Nú í upphafi erfðamengjaaldar hafa erfðamengi margra einstaklinga nokkura tegunda verið raðgreind í heild sinni. Til að mynda voru erfðamengi 171 ávaxtaflugna greind í heild sinni og stefnt er að því að raðgreina erfðamengi 1001 stofna Vorskriðnablómsins (Arabidopsis thaliana)http://1001genomes.org/index.html
== Tengt efni ==
* [[Samanburðar erfðamengjafræði]] (comparative genomics)
* [[Lífupplýsingafræði]] (bioinformatics)
* [[Starfræn erfðamengjafræði]] (functional genomics)
* [[Lyferfðamengjafræði]] (pharmacogenomics)
* [[Víðerfðmengjafræði]] (metagenomics)
== Helstu gagnagrunnar ==
* [[GenBank]] hýstur af NCBI
* [[BLAST]]
* [[Pubmed]]
* [[OMIM]]
* [[ENSEMBL]]
* [[UCSC genome browser]]
* [[ENCODE]]
* [http://www.boldsystems.org/views/login.php Barcode of life - Strikamerki lífsins] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110321160551/http://www.boldsystems.org/views/login.php |date=2011-03-21 }}
* [http://main.g2.bx.psu.edu/ Galaxy]
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
[[Flokkur:Erfðafræði]]
[[Flokkur:Erfðamengjafræði|*]]
nhoyub69yt4jtux0g9a64wi1karzjbp
Jarðvarmavirkjun
0
97012
1888481
1827501
2024-11-20T02:11:52Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888481
wikitext
text/x-wiki
{| align=right class=toccolours border=1 cellpadding=4 style="float: right; clear: both; margin: 0 0 1em 1em; border-collapse: collapse;"
|+'''Jarðvarmavirkjanir á Íslandi'''
|-bgcolor="#f0f0f0"
! Virkjun
! Afl í raforku
! Afl í heitavatnsvinnslu
|-
| Reykjanes || 100 MW<sub>e</sub> || 0
|-
| Svartsengi || 75 MW<sub>e</sub> || 150 MW<sub>th</sub>
|-
| Bjarnarflag || 3 MW<sub>e</sub> || 0
|-
| Krafla || 60 MW<sub>e</sub> || 0
|-
| Hellisheiði || 303 MW<sub>e</sub> || 130 MW<sub>th</sub>
|-
| Nesjavellir || 120 MW<sub>e</sub> || 300 MW<sub>th</sub>
|-
|Þeystareykir
|90 MW<sub>e</sub>
|0
|-
|Flúðir
|0.6 MW<sub>e</sub>
|0
|}
[[Mynd:Krafla Geothermal Station.jpg|thumb|right|Kröflustöð]][[Image:NesjavellirPowerPlant edit2.jpg|thumb|right|Nesjavallavirkjun]]
'''Jarðvarmavirkjun''' eða '''jarðgufuvirkjun''' er [[gufuaflsvirkjun]] sem nýtir [[jarðhiti|jarðhita]] frá [[háhitasvæði]] til raforkuframleiðslu og hitunar á neysluvatni.<ref name="LV">[http://www.landsvirkjun.is Landsvirkjun].</ref>
Alls eru framleidd 10.715 [[MW]] af [[rafmagn|rafmagni]] í 24 löndum í heiminum með jarðvarmavirkjunum. Mesta orku framleiða [[Bandaríkin]], [[Venesúela]] og [[Filippseyjar]].<ref name="GEA">Geothermal Energy Association mai 2010. http://www.geo-energy.org/pdf/reports/GEA_International_Market_Report_Final_May_2010.pdf {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170525165514/http://www.geo-energy.org/pdf/reports/GEA_International_Market_Report_Final_May_2010.pdf |date=2017-05-25 }} (Sótt 27. mars 2011.)</ref>
Á íslandi eru framleidd 575 [[MW]] í uppsettu rafafli í átta jarðvarmavirkjunum sem framleiða um 30% af raforku landsins. Frumorkunýtni flestra íslenskra jarðvarmavirkjana liggur á bilinu 10-15%. Þar sem hámarks fræðileg frumorkunýtni háhitavökva til raforkuvinnslu liggur á bilinu 30-40% er íðorkunýtnin hinsvegar mun hærri, um 50% fyrir nýjar jarðvarmavirkjanir.<ref name="OS">Ingimar G. Haraldsson og Jonas Ketilsson. ''Jarðhitanotkun til raforkuvinnslu og beinna nota til arsins 2009'' Sótt þann 27/03 2011 af: http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2010/OS-2010-02.pdf {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110929162248/http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2010/OS-2010-02.pdf |date=2011-09-29 }} (Orkustofnun, 2009.)</ref>
== Umhverfisáhrif ==
[[Virkjun]] [[jarðvarmi|jarðvarma]] er flokkuð sem [[endurnýjanleg orka]] vegna þess að varmatap jarðar er hverfandi lítið miðað við hve varmainnihald jarðar er mikið.<ref name="GS">Rybach, Ladislaus. „Geothermal Sustainability“, ''Geo-Heat Centre Quarterly Bulletin '' Sótt þann 27/03 2011 af: http://geoheat.oit.edu/bulletin/bull28-3/art2.pdf(Klamath{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} Falls, Oregon: Oregon Institute of Technology, 2007)</ref> [[Jarðvarmi]] er eina tegundin af endurnýjanlegri orku sem ekki er uppsprottin frá [[Sólin|sólinni]] heldur frá [[Jörðin|jörðinni]].
Þegar boruð er hola á háhitasvæði eru margir þættir sem geta mengað. Þessi mengun er mjög mismunandi eftir eðli bergsins og staðsetningu holunnar. Hávaði er mikill frá borholu sem er að blása, en þegar hún er tekin í notkun í virkjun minnkar hávaðinn verulega og er ekki meiri en í öðrum tegundum af virkjunum. Losun á CO<sub>2</sub> er vandamál í jarðvarmavirkjunum en hún er allt að hundraðfalt minni en gasaflstöðvar eða kolaorkuvers.<ref>Brown, G. og J. Garnish „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. (Oxford: Oxford University Press 2004).</ref> Á Íslandi er losun koldíoxíðs á hverja kílóvattsstund 19 sinnum minni en frá venjulegu kolaorkuveri. Unnin hefur verið mikil bragarbót á þessu síðustu ár. Heildarlosun brennisteinsvetnis á Íslandi minnkaði um 9% milli áranna 2008 og 2009 og var 168.293 tonn árið 2009.<ref name="OS2">Ívar Baldvinsson, Þóra H. Þórisdóttir og Jonas Ketilsson. ''Gaslosun jarðvarmavirkjana á Íslandi 1970 - 2009'' Sótt þann 12/04 2011 af: http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2011/OS-2011-02.pdf {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160731043521/http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2011/OS-2011-02.pdf |date=2016-07-31 }} (Orkustofnun, 2011.)</ref> Eggjalyktin svokallaða á hverasvæðum er þyrnir í augum margra en hún stafar af [[brennisteinsvetni]] H<sub>2</sub>S. í dag eru aðferðir til að koma í veg fyrir mengun af völdum brennisteinsvetnis. Þær eru dýrar en eru samt nauðsynlegar. [[Brennisteinsvetni]] veldur meðal annars [[súrt regn|súru regni]], hefur slæm áhrif á gróður og getur haft áhrif á heilsu fólks og mannvirki. Brennisteinsvetni er eðlisþyngra en andrúmsloft og getur því safnast fyrir í lægðum. Þess vegna þarf að fylgjast vel með losun á brennisteinsvetni.<ref name="OS2"/> <ref>Brown, G. og J. Garnish „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. (Oxford: Oxford University Press 2004).</ref> Árið 2009 var heildarlosun brennisteinsvetnis á Íslandi 28.069 tonn en minnkaði um 10% frá árinu 2008.<ref name="OS2"/> Vatnið sem kemur upp úr holunni er mengað af [[þungmálmur|þungmálmum]], [[sölt|söltum]] og ýmsum [[jón|jónum]] sem innihalda [[kísil]] (Si), [[kalín]] (K), og fleiri efnum sem fara eftir eðli bergsins. Vatnið með þessum efnum eru dæld niður í jarðhitakerfið aftur og eru þess vegna lítið vandamál. Landnýting jarðvarmavirkjana er lítil miðað við t.d vatnsaflsvirkjanir. Nokkur slys hafa gerst þar sem eitraðar gufur hafa farið út í [[andrúmsloft|andrúmsloftið]] en þau atvik eru fá.<ref>Brown, G. og J. Garnish „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. (Oxford: Oxford University Press 2004).</ref>
== Upphaf raforkuframleiðslu með jarðhita ==
[[Mynd:Larderello 001.JPG|thumb|right|Larderello]][[Image:Steam Separator Kawerau Power Plant NZ.jpg|thumb|right|Gufuskilja í Mighty River orkuverinu í Kawerau á Nýja Sjálandi]]
Í Larderello á Ítalíu var fyrsta jarðvarmavirkjunin í heiminum sett upp 1904 þar sem [[gufuvél]] var tengd við [[rafall|rafal]]. Seinna var sett upp stærri virkjun sem framleiddi 250 [[W|kW]].<ref>Wallechinsky, David og Irving Wallace, Geothermal „Energy History and Development“ á Trivia-Library.com (Skoðað 29. mars 2011).</ref> Í dag er [[afl]] [[virkjun|virkjunarinnar]] um 700 [[MW]] og það stendur til að stækka hana í 1200 [[MW]].<ref>Brown, G. og J. Garnish „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. (Oxford: Oxford University Press 2004).</ref>
== Raforkuframleiðsla með jarðgufu ==
Þegar hola er boruð á [[háhitasvæði]] gýs upp [[gufa]] af miklu afli. Í henni er mikil [[Varmi|varmaorka]]. [[Gufuþrýstingur]] úr [[borhola|borholum]] er mismikill, eftir því hve djúpt er borað.
Til eru nokkrar gerðir af jarðvarmavirkjunum eftir aðstæðum og eðli [[Jarðhiti|jarðhitans]] á hverjum stað.
=== Þurrgufuvirkjun ===
[[Þurrgufuvirkjun]] er elsta hönnunin á gufuaflsvirkjun. Hún tekur gufu beint úr háhitaborholu til hverfla.<ref name="IPCC">Ingvar B. Friðleifsson, Bertani Ruggero, Huenges Ernst, Lund John W. Árni Ragnarsson, Rybach Ladislaus. ''The possible role and contribution of geothermal energy to the mitigation of climate change''conference =IPCC Scoping Meeting on Renewable Energy Sources Ritstjórar: O. Hohmeyer and T. Trittin Luebeck, Germany 2008 http://iga.igg.cnr.it/documenti/IGA/Fridleifsson_et_al_IPCC_Geothermal_paper_2008.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} sótt: 30.03.2011</ref> Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða gufu með litlu vatnsinnihaldi sem er 180-225°C og 4-8 [[Paskal|MPa]] sem kemur upp á miklum hraða fer í gegnum hverfil sem snýr rafal. Eftir að gufan fer í gegnum túrbínuna er hún gjarnan þéttuð og kæld og vatnið leitt aftur til baka til að mynda undirþrýsting. Þannig má auka afköst virkjunarinnar. Þurrgufuvirkjun skilar litlum afköstum miðað við nýrri gerðir af jarðvarmavirkjunum. Þær skila líka litlu vatni aftur ofan í niðurrennslisholur miðað við virkjanir með gufuskiljum.<ref>Brown, G. og J. Garnish „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. (Oxford: Oxford University Press 2004).</ref>
=== Eins þreps gufuvirkjun ===
Þessar virkjanir taka [[vatn]] úr borholum í gufuskiljur og þaðan fer gufan í [[hverfill|hverfilinn]]. Af þessum sökum er gufan kaldari (155-165°C) og gefur minni þrýsting(0,5-0,6 [[paskal|MPa]]). Aftur á móti er minna af tærandi efnum í gufunni sem skilst frá en í vatninu sem kemur úr borholunni. Eins þreps virkjun er eins og tveggja þrepa virkjunin nema lágþrýstiþrepinu og hverflum í seinna þrepinu er sleppt. Leiftur þurrgufuvirkjun er nýrri gerð eins þreps virkjanna. þar er háþrýstivatn úr borholu er dregið í gegnum skilju að tanki með lægri þrýsting og gufan sem skilst (flash steam) er notuð til að knýja hverfla virkjunarinnar. vatnið sem notað er í þessa gerð verður að vera að minnsta kosti 180°C og er yfirleitt heitara. Þessi gerð er sú algengasta sem er í notkun í dag.<ref>Brown, G. og J. Garnish „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. (Oxford: Oxford University Press 2004).</ref>
=== Tveggja þrepa gufuvirkjun ===
Í hefðbundinni tveggja þrepa jarðvarmavirkjun er gufan er leidd frá einni eða fleiri borholum að háþrýstiskiljum þar sem vatn og óhreinindi eru skilin frá en hrein gufa með hærri þrýstingi er leidd inn á háþrýstiþrep hverfils. Vatnið sem skilst frá er leitt að lágþrýstiskiljum þar sem það er skilið frá lágþrýstigufu. Lágþrýstigufan er síðan leidd við lægri þrýsting inn í lágþrýstiþrep hverfilsins eða á sérstakan lágþrýstihverfil. Há og lágþrýstigufan sameinast síðan á leið sinni í gegn um hverfilinn. [[Hverfilhjól|Hverfilhjólið]] snýr rafalanum sem framleiðir rafmagnið. Úr hverflinum fer gufan í eimsvala þar sem köldu vatni, sem tekið er úr þró undir kæliturni, er sprautað yfir hana svo að hún þéttist. Við það myndast undirþrýstingur í eimsvalanum og hann eykur þrýstifallið fyrir vélina og stóreykur afköst hennar. Við þetta fellur vatnið til botns í eimsvalanum og hitnar. Til þess að ná hitanum úr vatninu er því dælt út í [[kæliturn]] þar sem það er látið kólna. Á sama tíma er [[loft]] sogað inn með [[Vifta|viftum]] til kælingar. [[Vatn|Vatnið]] fellur síðan til botns niður í þróna þar sem hringrásin endurtekur sig því að vatninu úr kæliturninum og gufuskiljunum er dælt aftur í niðurrennslisholu.<ref name="LV2">[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090814010805/www.landsvirkjun.is/starfsemin/virkjanir/kroflustod/nr/865 Kröflustöð Raforkuframleiðsla með gufuafli], </ref>
<ref name="OR">http://fraedsla.or.is/raforka/?v=2jardvarmavirkjanir/2hellisheidi {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160305045854/http://fraedsla.or.is/raforka/?v=2jardvarmavirkjanir%2F2hellisheidi |date=2016-03-05 }} Fræðsluvefur Orkuveitu Reykjavíkur Hellisheiðarvirkjun,</ref> <ref>Brown, G. og J. Garnish „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. (Oxford: Oxford University Press 2004).</ref>
=== Tvívökva gufuaflsvirkjun ===
Nýjasta gerð virkjana er tvívökva [[virkjun]]. Þar er hitinn úr borholunni látinn hita upp annan [[Vökvi|vökva]] í varmaskipti sem hefur lægra suðumark en vatn. Þannig er hægt að nýta allt niður í 57°C heitt vatn til að hita vökvann að gufu sem knýr hverfla virkjunarinnar.<ref>Kamil Erkan, Gwen Holdmann, Walter Benoit, David Blackwell, Understanding the Chena Hot Springs, Alaska, geothermal system using temperature and pressure data from exploration boreholes, Geothermics, Volume 37, Issue 6, December 2008, Pages 565-585, ISSN 0375-6505, DOI: 10.1016/j.geothermics.2008.09.001. (http://www.sciencedirect.com/science/article/B6VCN-4TY8W4P-1/2/5c992c51f31acab81690eb03c8deb1d3{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}) Keywords: Geothermal; Pressure logs; Temperature logs; Conceptual model; Chena Hot Springs; Alaska</ref>
== Aðrar gerðir ==
[[Mynd:EGS diagram.svg|thumb|right|Manngert jarðhitakerfi 1 Vatnslón 2 Dælustöð 3 Varmaskiptir 4 Hverfilstöð 5 Heitavatnshola 6 Niðurdælingarhola 7 Heitt neysluvatn 8 Lekt setberglag 9 Rannsóknarhola 10 Kristölluð breglög. ]]Nýstárleg aðferð við að nýta jarðhita er nýting á þurrheitu bergi sem er einskonar manngert jarðhitakerfi. Þá eru boraðar tvær holur í hæfilegri fjarlægð hvor frá annarri. Í aðra holuna er dælt niður vatni og úr hinni kemur vatn sem er hitað upp af hitanum í berginu. Þar sem vatni er dælt niður í borholu í þurrum og heitum berglögum, yfirleitt graníti, þarf að búa til sprungur til að fá lekt í berginu. Þetta er mjög kostnaðarsamt og er enn á tilraunastigi. <ref>Brown, G. og J. Garnish „Geothermal Energy“, hjá G. Boyle (ritstj.), ''Renewable Energy: Power for a Sustainable Future''. (Oxford: Oxford University Press 2004).</ref>
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references /></div>
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2391907 „Lítil gufuaflsvirkjun“; grein í Vísi 1967]
'''Jarðvarmavirkjanir á Íslandi'''
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20071211035656/www.or.is/UmOR/Veiturogveitusvaedi/Virkjanir/Nesjavallavirkjun/ Nesjavallavirkjun]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20071211035639/www.or.is/UmOR/Veiturogveitusvaedi/Virkjanir/Hellisheidarvirkjun/ Hellisheidarvirkjun]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090813185950/www.landsvirkjun.is/starfsemin/virkjanir/kroflustod/ Kröfluvirkjun]
* [http://www.hsorka.is/HSProduction/HSProductionReykjanesvirkjun.aspx Reykjanesvirkjun] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110228193849/http://www.hsorka.is/HSProduction/HSProductionReykjanesvirkjun.aspx |date=2011-02-28 }}
* [http://www.hsorka.is/HSProduction/HSProductionSvartsengi.aspx Svartsengi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110228194206/http://www.hsorka.is/HSProduction/HSProductionSvartsengi.aspx |date=2011-02-28 }}
* [https://archive.today/20130702124416/www.landsvirkjun.is/starfsemin/virkjanir/bjarnarflag Bjarnarflag]
[[Flokkur:Jarðhiti]]
[[Flokkur:Orkumál]]
[[Flokkur:Virkjanir]]
[[Flokkur:Endurnýjanleg orka]]
6f9b35k1f4hr8zsn3mzgza05chhon9n
Borgaralaun
0
102252
1888462
1825431
2024-11-19T20:33:38Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888462
wikitext
text/x-wiki
'''Borgaralaun''', einnig þekkt sem óskilyrt grunnframfærsla, er hugmynd að samtryggingarkerfi þar sem hverjum borgara er tryggð ákveðin lágmarksinnkoma frá hinu opinbera óháð öðrum tekjum. Borgaralaun eru hugsuð til lífsnauðsynja og hugsuð þannig að greiðslur renni til einstaklinga, ekki heimila eða ákveðinna hópa. Borgaralaunum er ætlað að leysa núverandi velferðarkerfi af hólmi og koma í stað til dæmis [[örorkubætur|örorkubóta]], [[atvinnuleysisbætur|atvinnuleysisbóta]], [[ellilífeyrir|ellilífeyris]], [[námslán]]a, [[fæðingaorlof]]s, [[Vaxtabætur|vaxtabóta]], [[barnabætur|barnabóta]]. Upphæðin þyrfti að vera það há að hún dugi til að leysa framantalin kerfi af hólmi.
== Saga borgaralauna ==
[[File:Thomas Paine rev1.jpg|thumb|right|Thomas Paine.]]
„Það er ekki góðgerðarstarfsemi, heldur réttindi, ekki ölmusa heldur réttlæti, sem ég tala fyrir.“ Hugmyndin að skilyrðislausri grunnframfærslu á sér langa sögu innan heimspekinnar og hagfræðinnar en upphafið að hugmyndinni má rekja til ársins 1516 þegar enski heimspekingurinn og lögfræðingurinn [[Thomas More]] skrifaði bókina [[Útópía (bók)|Útópíu]]. Í bókinni lýsir More hugmynd sinni að eins konar fyrirmyndarsamfélagi þar sem áhersla er lögð á að fyrirbyggja glæpi með útrýmingu fátæktar frekar en að notast við refsikerfi í samfélagi þar sem beinlínis er stuðlað að glæpum með gífurlegum ójöfnuði. More bendir á að þar sem maður sem er að verða hungurmorða lætur ekki hugsanlega refsingu stöðva sig í því að stela til að fæða sig og fjölskyldu sína, væri farsælla að skapa [[samfélag]] þar sem enginn væri neyddur til þess að stela sér til matar. Í gegnum árin hafa margir hugsuðir tekið hugmyndir Thomas More og þróað þær áfram í nútímalegri mynd. Mikilvægt skref í þeirri þróun átti sér stað árið 1797 þegar heimspekingurinn og rithöfundurinn [[Thomas Paine]] lagði fram hugmyndir sínar um borgaralaun í bæklingnum „Agrarian Justice“ en þar fer hann skrefinu lengra en More og fjallar um borgaralaun sem náttúrulegan og meðfæddan rétt allra borgara. Röksemdafærsla hans gengur út frá því að „jörðin, í sínum náttúrulega ham er, og verður alltaf, sameiginleg eign allra jarðarbúa.“ Paine vildi meina að allir, hvort sem þeir væru ríkir eða fátækir, ættu að fá greiddan arð af sameiginlegum auðlindum landsins. Árið 1918 kom svo út bók [[Bertrand Russell]], heimspekings og Nóbelsverðlaunahafa, sem nefnist „Proposed Roads to Freedom: Socialism, Anarchism, and Syndicalism“. Í þeirri bók kemur hugmyndin að algildri grunnframfærslu fram nánast fullmótuð eins og hún er skilgreind nú.
Umræðan um skilyrðislausa grunnframfærslu náði hámarki í Bandaríkjunum á 7. áratug síðustu aldar þegar 1.200 hagfræðingar, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, sendu áskorun til Bandaríkjaforseta um að skoða upptöku skilyrðislausrar grunnframfærslu þar í landi. Núna er skilyrðislaus grunnframfærsla til skoðunar hjá mörgum stjórnmálaflokkum í Evrópu, til dæmis flokkum í Noregi, [[Píratar|Pírataflokkum]] víðs vegar um Evrópu, þar með talið á Íslandi og þá gerði [[Húmanistaflokkurinn]] hér á landi skilyrðislausa grunnframfærslu að einu af stefnumálum sínum í alþingiskosningunum árið 2013. Upptaka þessa kerfis hefur verið mikið í umræðunni í Sviss og fór fram þjóðaatkvæðagreiðsla um slíka tillögu þar í landi í júní 2016. Var tillögunni hafnað með miklum meirihluta, eða með um 77% greiddra atkvæða<ref>http://money.cnn.com/2016/06/05/news/economy/switzerland-basic-income-referendum/</ref>.
== Eiginleikar ==
===Starfsfólki mun mögulega fækka mikið í framtíðinni===
Í bók sinni ''The end of work'' færir [[Jeremy Rifkin]] rök fyrir því að borgaralaun gætu reynst nauðsynleg þegar vélar og [[tækni]] taka yfir fleiri og fleiri störf og draga úr [[Framboð og eftirspurn|eftirspurn]] eftir starfsmönnum. <ref>Rifkin, Jeremy (1995). The End of Work – The Decline of the Global Labor Force and the Dawn of the Post-Market Era (1st ed.). New York: Tarcher/Putnam. ISBN 978-0874777796.</ref>
Þess má geta að það er ekki ólíklegt að í framtíðinni muni atvinnulífið breytast verulega, arður fyrirtækja mun verða að skiptast jafnara á milli eigenda og samfélagsins, þar sem þekking er grunnur allrar starfsemi og þekking þróast í skólakerfi allra þjóðfélaga og er þar með þjóðareign. Mun færra fólk mun verða að vera í vinnu hjá öðrum heldur mun hafa mun meira val í skapa sína eigin vinnu, láglaunavinna þurkast út þar sem öll vinna sem þörf verður á mun verða að greiðast á eðlilegum vinnulaunum þar sem enginn verður að taka að sér störf sem ekki eru á launalega samkeppnishæf.
===Minnkar opinbert skrifræði===
Það er mjög mannfrek vinna að að reikna út velferðargreiðslur og skattaafslætti og hafa eftirlit með því að bótaþegar séu ekki að fá bætur sem þeir eiga ekki rétt á. Borgaralaun myndu einfalda kerfið mikið og þörfin fyrir þetta skrifræði myndi minnka stórlega og í flestum tilfellum hverfa með tilheyrandi sparnaði hins opinbera.
===Kemur jafnvægi á kostnað===
Núverandi velferðargreiðslur sveiflast mikið milli ára eftir efnahag til dæmis á Íslandi. Atvinnuleysisbætur voru árið 2007 til að mynda greiddar til umtalsvert færra fólks en árið 2009.<ref>{{cite web |url=http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4460 |title=Geymd eintak |access-date=2014-11-11 |archive-date=2013-03-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130311094427/http://hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4460 |url-status=dead }}</ref> Þá er þjóðin að eldast<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/08/04/thjodin-eldist-hratt-og-stjornvold-verda-ad-bregdast-vid/ |title=Geymd eintak |access-date=2014-11-11 |archive-date=2014-08-07 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140807013111/http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/08/04/thjodin-eldist-hratt-og-stjornvold-verda-ad-bregdast-vid/ |url-status=dead }}</ref> sem krefst hærra framlags vinnandi stétta til að standa við skuldbindingar gagnvart ellilífeyrisþegum.
===Eyðir flokkadráttum fólks===
Þar sem borgaralaunum er ætlað að leysa núverandi velferðarkerfi af hólmi og koma í stað ýmissa bóta hefðu borgaralaun þau hliðaráhrif að fólk yrði ekki lengur dregið í dilka. Til dæmis yrðu hugtökin "ellilífeyrisþegar" og "öryrkjar" óþörf. Vissulega yrði þó enn til veikt fólk en það fólk þyrfti ekki að gangast við regluverki sem setur það mögulega í fátæktargildru. <ref>http://www.obi.is/vefrit/greinar/nr/1123{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Ellilífeyrisaldur yrði ekki lengur til, fólki yrði frjálst að vinna svo lengi sem það hefði áhuga og getu til. Þar sem borgaralaun yrðu óskilyrt hefði fólk kost á að gera það sem það getur til að verða sér út um launatekjur.
===Eykur nýsköpun og fjölda smáfyrirtæka===
Margir veigra sér við að hætta launastarfi til að stofna eigið fyrirtæki því fari það fyrirtæki á hausinn missir fólk tekjur sínar. Borgaralaun myndu tryggja þessu fólki innkomu, öryggisnet, sem fólk hefði alltaf undir sér. Þetta yki nýsköpun og samkeppni í hagkerfinu. Vísbendingar um þetta má sjá í tilraun sem gerð var með borgaralaun í Namibíu en þar jókst frumkvöðlastarfsemi þeirra sem fengu greidd borgaralaun auk þess sem tekjur umfram þau jukust um 29%.<ref>{{cite web |url=http://www.policyinnovations.org/ideas/briefings/data/000163 |title=Geymd eintak |access-date=2014-11-11 |archive-date=2015-01-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20150102040812/http://www.policyinnovations.org/ideas/briefings/data/000163 |url-status=dead }}</ref>
===Fjölgar fólki í störfum sem því líkar===
Þar sem fólk neyðist ekki til að taka hvaða starfi sem er þar sem það hefur trygga grunnframfærslu getur fólk leitað lengur að starfi sem því líkar eða sem borgar nógu vel til að vega á móti ánægjuskorti. Að fleiri séu í starfi sem þeim líkar eykur andlega heilsu vinnandi fólks auk þess sem líklegt er að ánægðir starfsmenn skili betri vinnu og meiri afköstum.<ref>http://www.velferdarraduneyti.is/utgefid-efni/utgafa/samantekt-fjolskyldurads-um-malefni-fjolskyldunnar-/nr/1005</ref>
== Fjármögnun ==
Félagslega kerfið hefur á síðustu árum verið fjármagnað annarsvegar af beinum greiðslum til einstaklinga og hinsvegar félagslegri þjónustu. Félagslegar beingreiðslur atvinnleysisbætur, barnabætur, ellilífeyrisbætur, vaxtabætur og öryrkjalífeyrir voru um 440 milljarðar króna árið 2013 á Íslandi<ref>{{cite web |url=http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Heilbrigdis,-felags-og-domsmal/Utgjold-til-heilbrigdis--og-fela |title=Tölfræði á vef Hagstofu Íslands ná til ársins 2010 en nýrri tölur er hægt að fá sendar í rafpósti, http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Heilbrigdis,-felags-og-domsmal/Utgjold-til-heilbrigdis--og-fela |access-date=2015-08-27 |archive-date=2013-01-18 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130118234702/http://hagstofa.is/Hagtolur/Heilbrigdis,-felags-og-domsmal/Utgjold-til-heilbrigdis--og-fela |url-status=dead }}</ref>. Aðrar beingreiðslur frá ríki til einstaklinga eru til dæmis framfærslukostnaður LÍN, beingreiðslur til bænda og [[listamannalaun]], þessar greiðslur teljast yfir 15 milljarðar króna á ári. Þetta gerir 455 milljarða króna sem má nýta beint í borgaralaun. Til viðbótar má bæta 95 miljörðum króna sem ekki hafa verið innheimtar af skattayfirvöldum í formi [[Persónuafsláttur|persónuafsláttar]]. En við upptöku borgaralauna verður persónuafsláttur að öllum líkindum að hverfa og allir launþegar greiða skatta. Þegar maður leggur saman tölurnar fást 550 milljarðar króna sem grunnur að borgaralaunum. Íslenskir ríkisborgarar yfir 18 aldri eru um 250 þúsund og ef 550 milljörðum króna er deilt á þessa einstaklinga gerir það rúmar 2 milljónir á mann á ári eða um 180 þúsund krónur á mánuði.
Sífellt er að verða almennari hugmynd að auðlindir þjóðarinnar tilheyri allri þjóðinni.<ref>{{Cite web |url=http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/frettir/nr/7990 |title=Geymd eintak |access-date=2014-11-17 |archive-date=2014-12-20 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141220173432/http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/frettir/nr/7990 |url-status=dead }}</ref> Ef auðlindir þjóðarinnar væru í þjóðareign væri hægt í gegnum auðlindaskatt að fjármagna hluta grunnframfærslunnar. Þetta hefur verið reynt með mjög góðum árangri í [[Alaska|Alaska fylki]] í Bandaríkjunum en þar var stofnaður olíusjóður árið 1977 og síðan 1982 hafa allir íbúar fylkisins fengið skilyrðislausa greiðslu úr sjóðnum einu sinni á ári.
Þar sem hugmyndin er að lífeyrissjóðakerfið legðist af væri mögulega hægt að þjóðnýta lífeyrissjóðskerfið og nýta það fé til að greiða borgurum borgaralaun. [[Oddný G. Harðardóttir]] talaði um í ræðu á Alþingi þann 16. feb. 2012 „hvaða afleiðingar það getur haft þegar stórir hópar hefja töku lífeyris en færri greiða til sjóðanna þegar aldurssamsetning þjóðarinnar breytist. Í dag er það þannig að það eru ríflega fimm starfandi að baki hverjum eftirlaunamanni en árið 2050 verða um það bil tveir starfandi að baki hverjum eftirlaunamanni ef að líkum lætur."<ref>http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120216T185117.html</ref> Núverandi lífeyrissjóðakerfi hefur verið gagnrýnt fyrir sóun þar sem allt of margir sjóðir starfi hérlendis, hver með sitt starfsfólk og yfirbyggingu.<ref>http://www.althingi.is/altext/raeda/140/rad20120216T175724.html</ref> Íslensku lífeyrissjóðirnir stunda áhættufjárfestingar, meðal annars á [[Hlutabréfamarkaður|hlutabréfamarkaði]]<ref>http://www.vb.is/frettir/111353/{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> sem geta endað illa<ref>http://www.ruv.is/frett/tap-lifeyrissjodanna-479-milljardar</ref> sem getur leitt til þess að lífeyrisþegar bera skarðan hlut frá borði.<ref>http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2010/04/15/lifeyrisgreidslur_laekka/</ref>
Ýmsar skattheimtuútfærslur hafa verið nefndar til fjármögnunar borgaralauna eins og til dæmis virðisaukaskattur, færsluskattur af peningatilfærslum og landskattur, skattur sem greiddur er af nýtingu landareignar til tekjuöflunar, fremur en af eignunum á landinu þar eð land er auðlind og því væri samkvæmt hugmyndinni um þjóðareign auðlinda sameign allra.
[[Charles Murray]] hélt því fram í riti sínu „Borgaralaun í stað velferðarkerfis" að borgaralaun yrðu bandarískum skattgreiðendum árið 2028 um trilljón dollurum ódýrari en núverandi kerfi muni kosta þá.<ref>{{cite web |url=http://www.fljs.org/sites/www.fljs.org/files/publications/Murray.pdf |title=Geymd eintak |access-date=2014-11-12 |archive-date=2015-06-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20150611181435/http://www.fljs.org/sites/www.fljs.org/files/publications/Murray.pdf |url-status=dead }}</ref> Sparnaðinn telur hann að muni stafa af minni sóun í bótagreiðslukerfinu, til dæmis myndu bótasvik tilheyrðu fortíðinni og að hið opinbera ræki ekki stofnanir á borð við Vinnumálastofnum eða Tryggingastofnun.
== Tilraunir ==
===Alaska===
Í Alaska hófst árið 1977 vinnsla olíu úr stærstu olíulind sem uppgötvuð hefur verið í Norður-Ameríku. Skömmu síðar var gerð stjórnarskrárbreyting sem gerði ríkinu kleift að setja á fót sjóð sem nefnist [[Alaska Permanent Fund]] þar sem settur er til hliðar hluti, að minnsta kosti 25%, af tekjum olíuvinnslunnar fyrir komandi kynslóðir. Þegar sjóðurinn var stofnaður var ætlunin að koma í veg fyrir að allar tekjur olíuframleiðslunnar lentu í höndum stjórnmálamanna þar sem óttast var að peningum yrði sóað. Alaska-sjóðurinn er fjárfestingarsjóður með það að markmiði að hagnast um 5% á ári og eru þær fjármagnstekjur sem sjóðurinn fær greiddar út árlega til allra borgara Alaska. Þrátt fyrir að upphæðirnar séu ekki nægilega háar til að duga fyrir grunnframfærslu, 900 dollarar á hvern einstakling árið 2013, er Alaska-sjóðurinn ein birtingarmynd þess hvernig skilyrðislaus grunnframfærsla gæti verið útfærð.<ref>http://www.althingi.is/altext/144/s/0204.html</ref>
===Namibía===
Í [[Namibía|Namibíu]] var byrjað að rannsaka áhrif skilyrðislausrar grunnframfærslu árið 2007 og stóð sú rannsókn yfir í tvö ár. Rannsóknin var gerð í litlu þorpi sem heitir [[Otjivero]] þar sem ríkti gríðarleg fátækt, glæpir voru tíðir og mikið atvinnuleysi. Þar var ákveðið að greiða öllum íbúum svæðisins, að undanskildum þeim sem höfðu náð 60 ára aldri og þá þegar fengu skilyrðislausar lífeyrisgreiðslur frá ríkinu, mánaðarlega upphæð sem næmi helmingi þeirrar upphæðar sem skilgreind var sem fátæktarmörk. Niðurstöður þessarar tilraunar voru margvíslegar. Til dæmis þá fækkaði tilkynntum glæpum til lögreglunnar um 36,5%, hlutfall vannærðra barna féll úr 42% niður í 10%, brottfall úr skólum minnkaði um 42%, atvinnuleysi fór úr 60% niður í 45% og atvinnuþátttaka jókst, meðaltekjur, að undanskildum styrknum, jukust um 29% og fjöldi nýrra fyrirtækja var stofnaður.<ref>http://www.althingi.is/altext/144/s/0204.html</ref>
===Finnland===
Finnska ríkisstjórnin ákvað árið 2016 að gera tilraun með borgaralaun, þar sem valinn hópur fær 560 evrur mánaðarlega til grunnframfærslu. 2000 manns á vinnualdri verða valin af handahófi til að taka þátt í tilrauninni. Forsætisráðherra Finnlands, Juha Sipila, sem tók við embætti fyrir rúmu ári, vill að tilraunin leiði í ljós, hvort borgaralaun minnki atvinnuleysi og einfaldi bótakerfi Finnlands. <ref>[http://www.ruv.is/frett/finnar-gera-tilraun-med-borgaralaun Finnar gera tilraun með borgaralaun]</ref>
Árið 2018 ákváðu stjórnvöld að hætta við tilraunina. Þau litu til annarra valkosta í velferðakerfinu til úrlausna. <ref>[http://www.bbc.com/news/world-europe-43866700 Finland's basic income trial falls flat] BBC, skoðað 23. apríl, 2018.</ref>
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Tenglar ==
* [http://skemman.is/stream/get/1946/16849/38935/1/Bragi_BA_rafraen.pdf Hvað er algild grunnframfærsla? - BA ritgerð Braga Þórs Antoníussonar]
* {{Vísindavefurinn|72617|Eru borgaralaun raunhæfur kostur?}}
[[Flokkur:Atvinna]]
[[Flokkur:Hagfræði]]
[[Flokkur:Stjórnmál]]
lw44sh3w1a22j53ef9hkk150dbo487b
Joe Mantegna
0
103151
1888482
1869926
2024-11-20T02:20:06Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 4 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888482
wikitext
text/x-wiki
{{Leikari
| name = Joe Mantegna
| image = Joe Mantegna small.jpg
| imagesize = 250px
| caption = Mantegna, [[2010]]
| birthdate = {{Fæðingardagur og aldur|1947|11|13}}
| location = [[Chicago]] í [[Illinois]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| birthname = Joseph Anthony Mantegna, Jr.
| yearsactive = 1976 -
| notable role = Joey Zasa í [[The Godfather Part III]] <br> Fat Tony í [[Simpsonfjölskyldan|Simpsonfjölskyldunni]] <br> Will Girardi í [[Joan of Arcadia]] <br> David Rossi í [[Criminal Minds]]
}}
'''Joe Mantegna''' (fæddur Joseph Anthony Mantegna, Jr., [[13. nóvember]] [[1947]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[leikari]], [[kvikmyndaframleiðandi]], [[leikstjóri]] og [[handritshöfundur]] sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í [[Criminal Minds]], [[The Godfather Part III]] og [[Simpsonfjölskyldan|Simpsonfjölskyldunni]].
== Einkalíf ==
Mantegna er fæddur og uppalinn í [[Chicago]] í [[Illinois]] og er af [[Ítalía|ítölskum]] uppruna. Útskrifaðist með gráðu í leiklist frá ''Goodman School of Drama (the Theatre School við DePaul háskólann)'' árið 1979.<ref>{{cite web|title=Joe Mantegna|url=http://www.buddytv.com/joe-mantegna.aspx|work=[[BuddyTV]]|accessdate=September 19, 2008|archive-date=september 22, 2008|archive-url=https://web.archive.org/web/20080922050458/http://www.buddytv.com/joe-mantegna.aspx|url-status=dead}}</ref>
Mantegna hefur verið giftur Arlene Vrhel síðan 1975 og saman eiga þau tvö börn.
Síðan 2006, hefur Mantegna verið meðkynnir ásamt [[Gary Sinise]] á ''National Memorial Day'' tónleikunum í [[Washington]].<ref>{{cite web |url=http://www.pbs.org/memorialdayconcert/features/families.html |title=Families of Disabled Vets | National Memorial Day Concert |publisher=PBS |date= |accessdate=4. apríl 2011 |archive-date=2009-06-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090602094402/http://www.pbs.org/memorialdayconcert/features/families.html |url-status=dead }}</ref>
Þann 29. apríl, 2011 fékk Mantenga stjörnu á ''Hollywood Walk of Fame'' göngugötuna.<ref>{{cite web|url=http://www.chicagonow.com/blogs/chicago-thing/2011/04/chicago-actor-joe-montegna-honored-with-a-star-on-hollywoods-walk-of-fame.html|title=Chicago Actor Joe Mantegna Honored with a Star on Hollywood's Walk of Fame|year=2011|access-date=2011-11-08|archive-date=2011-04-30|archive-url=https://web.archive.org/web/20110430163738/http://www.chicagonow.com/blogs/chicago-thing/2011/04/chicago-actor-joe-montegna-honored-with-a-star-on-hollywoods-walk-of-fame.html|url-status=dead}}</ref>
== Ferill ==
=== Leikhús ===
Fyrsta hlutverk Mantegna í leikhúsi var árið 1969 í [[Hárið|Hárinu]] og kom fyrst fram á Broadway árið 1978 í ''Working''. Mantegna var meðhöfundur að verðlunaleikritinu ''Bleacher Bums'' sem var fyrst sýnt í ''Organic Theater Company'' í [[Chicago]], þar sem Mantegna var einn af leikurunum.<ref>{{Cite web |url=http://www.joemantegna.com/biography.html |title=Heimasíða Joe Mantegna |access-date=2011-11-08 |archive-date=2011-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20111103131630/http://www.joemantegna.com/biography.html |url-status=dead }}</ref><ref>[http://www.imdb.com/name/nm0001505/bio Joe Mantegna á IMDB síðunni]</ref> Árið 1984 fékk Mantegna bæði ''Tony verðlaunin'' og ''Joseph Jefferson verðlaunin'' fyrir hlutverk sitt sem Richard Roma í leikritinu ''Glengarry Glen Ross'' eftir ''Pulitzer Prize'' verðlaunahafann David Mamet.<ref>{{Cite web |url=http://www.joemantegna.com/biography.html |title=Heimasíða Joe Mantegna |access-date=2011-11-08 |archive-date=2011-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20111103131630/http://www.joemantegna.com/biography.html |url-status=dead }}</ref> Mantegna hefur einnig komið fram í leikritum á borð við ''The Wonderful Ice Cream Suit'', ''Speed the Plow'' og ''A Life in the Theater'', ásamt því að leikstýra ''Lakeboat'' eftir David Mamet með [[Ed O'Neil]] og [[George Wendt]] í aðalhlutverkum.
=== Sjónvarp ===
Fyrsta sjónvarpshlutverk Mantegna var árið 1979 í ''Elvis'' og sama ár lék hann í sjónvarpsmyndinni ''Bleacher Bums'' sem var gerð eftir samnefndu leikriti sem hann var meðhöfundur að. Kom hann síðan fram í þáttum á borð við ''Soap'', ''Open All Night'', ''Comedy Zone'', [[The Twilight Zone]] og [[Frasier]]. Árið 2003 var honum boðið hlutverk í [[Joan of Arcadia]] sem Will Girardi, sem hann lék til ársins 2005. Mantegna hefur síðan 1993 ljáð persónunni ''Fat Tony'' rödd sína í [[Simpsonfjölskyldan|Simpsonfjölskyldunni]]. Hefur síðan 2007 leikið eitt af aðalhlutverkunum í [[Criminal Minds]] sem David Rossi.
=== Kvikmyndir ===
[[File:Joe Mantegna, 2009.jpg|thumb|200px|Mantegna, [[2009]]]]
Fyrsta kvikmyndahlutverk Mantegna var árið 1976 í ''Medusa Challenger'' og kom síðan fram í kvikmyndum á borð við ''A Steady Rain'', ''Second Thoughts'', ''The Money Pit'', [[Three Amigos]] og ''Suspect''. Árið 1990 var Mantegna boðið hlutverk í [[The Godfather Part III]] sem Joey Zaza. Mantegna hefur síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við ''Up Close & Personal'', ''Thinner'', ''Celebrity'', ''Liberty Heights'', ''Off Key'', ''Stateside'', [[The Simpsons Movie]], ''Lonely Street'' og [[Cars 2]].
== Kvikmyndir og sjónvarp ==
{{Dökkt þema ferill}}
{| class="t-ferill"class="wikitable" style="font-size: 90%;" border="2" cellpadding="4"
|- align="center"
! colspan=4 style="background:#B0C4DE;" | Kvikmyndir
|- align="center"
! style="background: #CCCCCC;" | Ár
! style="background: #CCCCCC;" | Kvikmynd
! style="background: #CCCCCC;" | Hlutverk
! style="background: #CCCCCC;" | Athugasemd
|-
|1976
|Medusa Challenger
|Joe
|
|-
|1978
|Towing
|Chris
|
|-
|1978
|A Steady Rain
|ónefnt hlutverk
|
|-
|1979
|To Be Announced
|ónefnt hlutverk
|
|-
|1980
|Xanadu
|Senum var eytt
|
|-
|1983
|Second Thoughts
|Orderly
|
|-
|1985
|Compromising Positions
|Bruce Fleckstein
|
|-
|1986
|The Money Pit
|Art Shirk
|
|-
|1986
|Off Beat
|Pete Peterson
|
|-
|1986
|!Three Amigos
|Harry Flugleman
|
|-
|1987
|Critical Condition
|Arthur Chambers
|
|-
|1987
|House of Games
|Mike
|
|-
|1987
|Weeds
|Carmine
|
|-
|1987
|Suspect
|Charlie Stella
|
|-
|1988
|Things Change
|Jerry
|
|-
|1989
|Wait Until Spring, Bandini
|Bandini
|
|-
|1990
|[[The Godfather Part III]]
|Joey Zasa
|
|-
|1990
|Alice
|Joe
|
|-
|1991
|Queens Logic
|Al
|
|-
|1991
|Homicide
|Bobby Gold
|
|-
|1991
|Bugsy
|George
|
|-
|1993
|Body of Evidence
|Robert Garrett
|
|-
|1993
|Family Prayers
|Martin Jacobs
|
|-
|1993
|Searching for Bobby Fischer
|Fred Waitzkin
|
|-
|1994
|Baby´s Day Out
|Eddie
|
|-
|1994
|Airheads
|Ian
|
|-
|1995
|Captein Nuke and the Bomber Boys
|Joey Franelli
|
|-
|1995
|For Better or Worse
|Stone
|
|-
|1995
|Forget Paris
|Andy
|
|-
|1995
|Above Suspicion
|Alan Rhinehart
|
|-
|1996
|Eye for an Eye
|Rannsóknarfulltrúi Denillo
|
|-
|1996
|Up Close & Personal
|Bucky Terranova
|
|-
|1996
|Underworld
|Frank Gavilan/Frank Cassady/Richard Essex
|
|-
|1996
|Albino Alligator
|A.T.F. fulltrúinn G.D. Browning
|
|-
|1996
|Thinner
|Richie Ginelli
|
|-
|1996
|Persons Unknown
|Jim Holland
|
|-
|1998
|Jerry and Tom
|Tom
|
|-
|1998
|The Wonderful Ice Cream Suit
|Gomez
|
|-
|1998
|For Hire
|Alan Webber
|
|-
|1998
|Hoods
|Angelo ´Ange´ Martinelli
|
|-
|1998
|Celebrity
|Tony Gardella
|
|-
|1998
|Boy Meets Girl
|II Magnifico
|
|-
|1999
|Airspeed
|Raymond Stone
|
|-
|1999
|Erroer in Judgment
|Eric
|
|-
|1999
|The Runner
|Rocco
|
|-
|1999
|Liberty Heights
|Nate Kurtzman
|
|-
|2000
|Lakeboat
|Maður við hliðið
|óskráður á lista
|-
|2000
|Body and Soul
|Alex Dumas
|
|-
|2000
|More Dogs Than Bones
|Desalvo
|
|-
|2000
|The Last Producer
|ónefnt hlutverk
|óskráður á lista
|-
|2001
|Fall
|Fulltrúinn Jim Danaher
|
|-
|2001
|The Trumpet of the Swan
|Monty
|Talaði inn á
|-
|2001
|Laguna
|Nicola Pianon
|
|-
|2001
|Off Key
|Ricardo Palacios
|
|-
|2002
|Mother Ghost
|Jerry
|
|-
|2003
|Uncle Nino
|Robert Micelli
|
|-
|2004
|First Flight
|Robert Sloan
|
|-
|2004
|Stateside
|Gil Deloach
|
|-
|2004
|Pontormo
|Pontormo (Jacopo Carrucci)
|
|-
|2005
|Nine Lives
|Richard
|
|-
|2005
|Edmond
|Maður á bar
|
|-
|2005
|The Kid & I
|Davis Roman
|
|-
|2006
|Club Soda
|Mike
|
|-
|2007
|Elivs and Anabelle
|Charlie
|
|-
|2007
|Naked Fear
|Fógetinn Tom Benike
|
|-
|2007
|Cougar Club
|Mr. Stack
|
|-
|2007
|[[The Simpsons Movie]]
|Fat Tony
|Talaði inn á
|-
|2007
|Stories USA
|Mike
|Partur: Club Soda
|-
|2008
|Hank and Mike
|Mr. Pan
|
|-
|2008
|West of Brooklyn
|Gaetano D´Amico
|
|-
|2008
|Witness Protection
|Dr. Rondog ´Doc´ Savage
|
|-
|2008
|Redbelt
|Jerry Weiss
|
|-
|2008
|Childless
|Richard
|
|-
|2008
|Who´s Wagging Who?
|Rudy
|Talaði inn á
|-
|2009
|Lonely Street
|Jerry Finkelman
|
|-
|2009
|My Suicide
|Inverskur geðlæknir
|
|-
|2009
|The Assistants
|Gary Greene
|
|-
|2009
|The House That Jack Built
|Jack Jr.
|
|-
|2010
|Pop Shock
|Billy
|
|-
|2010
|Valentine´s Day
|Reiður bílstjóri
|
|-
|2010
|Hannah Mantegna
|Hannah Mantegna
|
|-
|2011
|[[Cars 2]]
|Grem
|Talaði inn á
|-
|2011
|Sacks West
|ónefnt hlutverk
|
|-
|2012
|Kill Me, Deadly
|Bugsy Siegel
|Kvikmyndatökur í gangi
|- align="center"
! colspan=4 style="background:#B0C4DE;" | Sjónvarp
|- align="center"
! style="background: #CCCCCC;" | Ár
! style="background: #CCCCCC;" | Titill
! style="background: #CCCCCC;" | Hlutverk
! style="background: #CCCCCC;" | Athugasemd
|-
|1979
|Elvis
|Joe Esposito
|Sjónvarpsmynd
|-
|1979
|Bleacher Bums
|Decker
|Sjónvarpsmynd
|-
|1980-1981
|Soap
|Juan One
|7 þættir
|-
|1981
|It´s a Living
|Louis Allen
|Þáttur: Of Mace and Men
|-
|1981
|Bosom Buddies
|The Sheik
|Þáttur: On the Road to Monte Carlo
|-
|1981
|Open All Night
|Change / Arabi
|2 þættir
|-
|1982
|The Greatest American Hero
|Juan, starfsmaður hjá FAA
|Þáttur: Now You Seet It
|-
|1982
|Archie Bunker´s Place
|Joe Carver
|Þáttur: Of Mice and Bunker
|-
|1982
|Simon & Simon
|Henry
|Þáttur: Emeralds Are Not a Girl´s Best Friend
|-
|1984
|The Outlaws
|Yuri
|Sjónvarpsmynd
|-
|1984
|Comedy Zone
|Ýmsir
|2 þættir
|-
|1985
|Big Shots in America
|Jovan Joey Shagula
|Sjónvarpsmynd
|-
|1987
|[[The Twilight Zone]]
|Harry Dobbs
|2 þættir
|-
|1992
|The Comrades of Summer
|Sparky Smith
|Sjónvarpsmynd
|-
|1992
|The Water Engine
|Lawrence Oberman
|Sjónvarpsmynd
|-
|1993
|Fallen Angels
|Carl Streeter
|Þáttur: The Quiet Room
|-
|1993
|[[Saturday Night Live]]
|Bill Swerski
|Þáttur: Danny DeVito/Bon Jovi <br> óskráður á lista
|-
|1993
|[[Frasier]]
|Derek Mann
|Þáttur: I Hate Frasier Crane
|-
|1994
|State of Emergency
|Dr. John Novelli
|Sjónvarpsmynd
|-
|1995
|Favorite Deadly Sins
|Frank Musso
|Sjónvarpsmynd
|-
|1997
|Duckman: Private Dick/Family Man
|Ruby Richter
|2 þættir
|-
|1997
|The Last Don
|Pippi De Lena
|ónefndir þættir
|-
|1997
|A Call to Remember
|David Tobias
|Sjónvarpsmynd
|-
|1997
|Rugrats
|Jack Montello / Gestur nr. 2
|Þáttur: The Matress/Looking for Jack <br> Talaði inn á
|-
|1997
|Face Down
|Bob Signorelli
|Sjónvarpsmynd
|-
|1997
|Merry Christmas, George Bailey
|Joseph/Nick
|Sjónvarpsmynd
|-
|1998
|The Great Empire: Rome
|Kynnir
|Sjónvarpsmynd
|-
|1998
|The Last Don II
|Pippi De Lena
|ónefndir þættir
|-
|1998
|The Rat Pack
|Dean Martin
|Sjónvarpsmynd
|-
|1999
|Spenser: Small Vices
|Spenser
|Sjónvarpsmynd
|-
|1999
|My Little Assassin
|Fidel Castro
|Sjónvarpsmynd
|-
|2000
|Thin Air
|Spenser
|Sjónvarpsmynd
|-
|2001
|Walking Shadow
|Spenser
|Sjónvarpsmynd
|-
|2002
|First Monday
|Dómarinn Joseph Novelli
|13 þættir
|-
|2002
|Women vs. Men
|Michael
|Sjónvarpsmynd
|-
|2002
|And Thou Shalt Honor
|Kynnir
|Sjónvarpsmynd
|-
|2004
|A Very Married Christmas
|Frank Griffin
|Sjónvarpsmynd
|-
|2003-2005
|Joan of Arcardia
|Will Girardi
|45 þættir
|-
|2006
|Let Go
|Jack Rossati
|Sjónvarpsmynd
|-
|2006
|Kim Possible
|Jimmy Blamhammer
|Þáttur: And the Mole-Rat Will Be CGI <br> Talaði inn á
|-
|2007-2008
|The Starter Wife
|Lou Manahan
|8 þættir
|-
|1991-til dags
|[[Simpsonfjölskyldan]]
|Fat Tony
|25 þættir
|-
|2007-til dags
|[[Criminal Minds]]
|David Rossi
|94 þættir
|}
=== Leikhús ===
{{Dökkt þema ferill}}
{| class="t-ferill" border="2" cellpadding="4" cellspacing="0" style="margin: 1em 1em 1em 0; border: 1px #aaa solid; border-collapse: collapse; font-size: 90%;"
|-style="background:#B0C4DE;"
! Ár
! Leikrit
! Hlutverk
|-
|1969
|''Hair''
|
|-
|1978
|''Working''
|Emilio Hernandez / Dave McCormick
|-
|1978
|''Bleacher Bums''
|Handritshöfundur að leikritinu
|-
|1984-1985
|''Glengarry Glen Ross''
|Richard Roma
|-
|1988
|''Speed-the-Plow''
|Bobby Gould
|-
|????
|"A Life in the Theater"
|
|-
|????
|"The Disappearance of the Jews"
|
|-
|????
|''Lakeboat''
|Leikstjóri leikritsins
|-
|????
|''The Wonderful Ice Cream Suit''
|
|-
|????
|''Cops''
|
|}
== Verðlaun og tilnefningar ==
'''Capri, Hollywood'''
*2011: Capri Italian American verðlaunin.
'''Chicago Film Critics Association verðlaunin'''
*1999: Commitment to Chicago verðlaunin.
*1992: Tilnefndur sem besti leikari fyrir [[Homicide]].
'''Drama Desk verðlaunin'''
*1984: Tilnefndur sem besti leikari fyrir ''Speed-the-Plow''.
*1988: Verðlaun sem besti leikari fyrir ''Glengarry Glen Ross''.
'''Emmy verðlaunin'''
*2007: Tilnefndur sem besti aukaleikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir [[The Starter Wife]].
*1999: Tilnefndur sem besti aukaleikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir [[The Rat Pack]].
*1997: Tilnefndur sem besti aukaleikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir [[The Last Don]].
'''Golden Globes, USA'''
*1999: Tilnefndur sem besti aukaleikari í sjónvarpsseríu, míniseríu eða kvikmynd fyrir [[The Rat Pack]].
'''Gotham verðlaunin'''
*2005: Tilnefndur sem besta leikaralið fyrir [[Nine Lives]].
'''Joseph Jefferson verðlaunin'''
*1984: Verðlaun sem besti aukaleikari fyrir ''Glengarry Glen Ross''.
*1977: Tilnefndur sem besti aukaleikari fyrir ''Volpone''.
*1974: Tilnefndur sem besti leikari fyrir ''The Wonderful Ice Cream Suit''.
'''London Critics Circle Film verðlaunin'''
*1992: Tilnefndur sem leikari ársins fyrir [[Homicide]].
'''Newport Beach Kvikmyndahátíðin'''
*2008: Verðlaun sem besti leikari fyrir [[Elvis and Anabelle]].
'''Santa Monica Kvikmyndahátíðin'''
*2000: Moxie! Tribute verðlaunin.
'''Savannah Film and Video Festival'''
*2001: Aðalverðlaunin fyrir [[Lakeboat]].
'''Tony verðlaunin'''
*1984: Verðlaun sem besti leikari fyrir ''Glengarry Glen Ross''.
'''Venice Film Festival'''
*1988: Verðlaun sem besti leikari fyrir [[Things Change]].
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Joe Mantegna |mánuðurskoðað = 8. nóvember|árskoðað = 2011}}
* {{imdb name|id= 0001505|name=Joe Mantegna}}
* [http://www.joemantegna.com/biography.html Heimasíða Joe Mantegna] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111103131630/http://www.joemantegna.com/biography.html |date=2011-11-03 }}
* [http://www.cbs.com/shows/criminal_minds/cast/405/?pg=1 Joe Mantegna á Criminal Minds heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111126024018/http://www.cbs.com/shows/criminal_minds/cast/405/?pg=1 |date=2011-11-26 }}
== Tenglar ==
* {{imdb name|id=0001505|name=Joe Mantegna}}
* [http://www.joemantegna.com/biography.html Heimasíða Joe Mantegna] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111103131630/http://www.joemantegna.com/biography.html |date=2011-11-03 }}
* [http://www.cbs.com/shows/criminal_minds/cast/405/?pg=1 Joe Mantegna á Criminal Minds heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20111126024018/http://www.cbs.com/shows/criminal_minds/cast/405/?pg=1 |date=2011-11-26 }}
* [http://www.ibdb.com/person.php?id=51326 Joe Mantegna á Internet Broadway Database síðunni]
* [http://www.lortel.org/LLA_archive/index.cfm?search_by=people&first=Joe&last=Mantegna&middle= Joe Mantegna The Internet Off-Broadway Database síðunni] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20121005161528/http://www.lortel.org/LLA_archive/index.cfm?search_by=people&first=Joe&last=Mantegna&middle= |date=2012-10-05 }}
* [http://criminalminds.wikia.com/wiki/Joe_Mantegna Joe Mantegna á Criminal Minds wikiasíðunni]
[[Flokkur:Bandarískir leikarar|Mantegna, Joe]]
{{fe|1947|Mantegna, Joe}}
mr1xurh3xxlt2ehazjw2tl9xsd6vysn
Lunascape
0
117799
1888489
1427914
2024-11-20T04:35:59Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888489
wikitext
text/x-wiki
[[File:Lunascape-logo.png|thumb|right|Merki Lunascape]]
'''Lunascape '''er [[vafri]] sem kom fyrst á markað í Japan árið 2001. Sérstaða Lunascape felst í því að forritið styður þrjár [[myndsetningarvél]]ar: [[Trident]], [[Gecko]] og [[WebKit]] og notandinn getur því skipt um myndsetningarvél eftir þörfum.
Lunascape er til fyrir [[Windows]], [[Android]] og [[iOS]].
==Tenglar==
* [http://www.lunascape.tv/ Vefur Lunascape] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170527110804/http://www.lunascape.tv/ |date=2017-05-27 }}
{{Vafrar}}
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Vafrar]]
nszctct7xb3n6270kfjigonjy3s4a86
Harold Wilson
0
120281
1888486
1745516
2024-11-20T03:45:15Z
CommonsDelinker
1159
Skráin Wilson_Harold_signature.png var fjarlægð og henni eytt af Commons af [[c:User:Red-tailed hawk|Red-tailed hawk]] vegna þess að per [[:c:Commons:Deletion requests/File:Wilson Harold signature.png|]]
1888486
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Harold Wilson
| mynd = Harold Wilson 1 Allan Warren.jpg
| titill= [[Forsætisráðherra Bretlands]]
| stjórnartíð_start = [[16. október]] [[1964]]
| stjórnartíð_end = [[19. júní]] [[1970]]
| einvaldur = [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| forveri = [[Alec Douglas-Home]]
| eftirmaður = [[Edward Heath]]
| stjórnartíð_start2 = [[4. mars]] [[1974]]
| stjórnartíð_end2 = [[5. apríl]] [[1976]]
| einvaldur2 = [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| forveri2 = [[Edward Heath]]
| eftirmaður2 = [[James Callaghan]]
| fæddur = [[11. mars]] [[1916]]
| fæðingarstaður = [[Huddersfield]], [[Vestur-Yorkshire]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1995|5|24|1916|3|11}}
| dánarstaður = [[London]], [[England]]i
| þjóderni = [[Bretland|Breti]]
| stjórnmálaflokkur = [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)| Verkamannaflokkurinn]]
| maki = [[Mary Baldwin]]
| börn = [[Robin Wilson]]<br />Giles Wilson
| háskóli = [[Oxford háskóli]]
|undirskrift =
}}
'''James Harold Wilson, Baron Wilson of Rievaulx''' ([[11. mars]] [[1916]] – [[24. maí]] [[1995]]) var [[Bretland|breskur]] [[stjórnmálamaður]], meðlimur [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokksins]] og [[forsætisráðherra Bretlands]] frá [[1964]] til [[1970]] og [[1974]] til [[1976]]. Hann sigraði í fjórum þingkosningum og er nýlegasti forsætisráðherra Bretlands sem hefur verið í embætti oftar en einu sinni.
Hann varð þingmaður í fyrsta skiptið árið [[1945]] og var skugga[[fjármálaráðherra]] frá [[1955]] til [[1961]]. Þá var hann skugga[[utanríkisráðherra]] frá [[1961]] til [[1963]] en eftir það var hann kosinn leiðtogi Verkmannaflokksins eftir að [[Hugh Gaitskell]] lést óvænt. Hann sigraði naumlega í kosningunum 1964 en vann með töluverðan meirihluta í kosningunum 1966.
Meðan á Wilson var í embætti í fyrsta sinn var lítið [[atvinnuleysi]] og tiltöluleg efnahagsleg hagsæld en Bretland var við erlendar skuldir að stríða. Árið [[1969]] sendi Wilson [[Breski herinn|breska herinn]] til [[Norður-Írland]]s. Eftir að hann tapaði í kosningum 1970 á móti [[Edward Heath]] var hann leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins í fjögur ár. Niðurstaða kosninganna 1974 var ekki afgerandi og Verkmannaflokkurinn fór í viðræður við [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslynda flokkinn]]. Viðræðurnar voru slitnar eftir samkomulagi var ekki náð en Wilson varð leiðtogi minnihlutaríkisstjórnar þangað til kosið var aftur í haust. Í þessum kosningum vann Verkamannaflokkurinn nauman sigur. Á þessum tíma greip efnahagskreppa mörg evrópsk lönd en árið 1976 sagði Wilson af sér skyndilega.
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=[[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá=[[16. október]] [[1964]]|
til=[[19. júní]] [[1970]]|
fyrir=[[Alec Douglas-Home]]|
eftir=[[Edward Heath]]|
}}
{{Erfðatafla|
titill=[[Forsætisráðherra Bretlands]] |
frá=[[4. mars]] [[1974]]|
til=[[5. apríl]] [[1976]]|
fyrir=[[Edward Heath]]|
eftir=[[James Callaghan]]|
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Bretlands}}
{{stubbur|stjórnmál}}
{{DEFAULTSORT:Wilson, Harold}}
[[Flokkur:Breskir barónar]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Bretlands|Wilson, Harold]]
[[Flokkur:Leiðtogar breska Verkamannaflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
{{fde|1916|1995|Wilson, Harold}}
o7isyqslb3zbq30ia27oteokokh067j
Pípuorgel
0
121904
1888494
1496477
2024-11-20T07:27:50Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888494
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:StGermainAuxerrois1.jpg|thumbnail|Pípuorgel í St. Germain Auxerrois kirkjunni í [[París]]]]
[[Mynd:Sommier_Orgue_2.svg|thumbnail|Skýringarmynd af vindhlöðu í pípuorgeli]]
'''Pípuorgel''' er [[hljóðfæri]] sem oft er í [[kirkja|kirkjum]]. Pípuorgel eru jafnan byggð inn í hús eða skáp og er framhlið orgelhúss oft mjög skrautleg á elstu pípuorgelum. Inn í orgelhúsinu er orgelið sett saman úr fjórum meginþáttum pípum, nótnaborði, blástursverki og vindhlöðu. Pípurnar eru misstórar og mislangar. Þær eru gerðar úr málmi eða tré og þeim er skipað saman í raddir. Í minni orgelum eru frá fimm til fimmtán raddir og oft 61 pípa í hverri rödd. Í stórum orgelum eru miklu fleiri og eru í orgeli [[Hallgrímskirkja|Hallgrímskirkju]] 72 raddir og 5275 pípur. Mörg orgel hafa fleiri en eitt nótnaborð og eru þannig að í hverri áttund eru sjö nótur fyrir heiltóna og fimm fyrir hálftóna.
Pípurnar hljóma ef í þær er blásið með sérstöku blástursverki en þar þarf að vera blásari og búnaður sem tryggir jafnan [[loftþrýstingur|loftþrýsting]] inn í orgelpípurnar en þær eru gerðar fyrir tiltekinn þrýsting. Vindhlaðan er lokaður loftþéttur kassi sems tengdur er loftþjöppunni með pípu. Á vindhlöðunni er gat fyrir hverja pípu, og loka fyrir gatinu, tengd viðkomandi nótu í nótnaborðinu. Þegar þrýst er á nótu opnast lokan og hleypir lofti inn á pípuna sem þá syngur sinn tón.
Í [[Dómkirkjan|Dómkirkjuna]] kom pípuorgel árið [[1840]] og var það í notkun til ársins [[1894]].
== Heimildir ==
{{wikiorðabók|pípuorgel}}
{{Commonscat|Pipe organs}}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2687148 Í smiðju orgelsmiðsins Björgvins Tómassonar, Dagur, 79. tölublað (27.04.1989), Blaðsíða 6]
* [http://menningarstadur.123.is/blog/2013/10/18/nyacutett-iacuteslenskt-orgel-fraacute-stokks/ Myndir af uppsetningu pípuorgels í Vídalínskirkju í Garðabæ]
* [http://www.organjohann.net/islenska/Orgel_hvad.html Orgel verður til - Saga af pípuorgelsmíði í bílskúr í Hveragerði.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304215525/http://www.organjohann.net/islenska/Orgel_hvad.html |date=2016-03-04 }}
[[Flokkur:Hljómborðshljóðfæri]]
rnv5ztsitvofa37i7fl7kapkt6m2rbz
Broddgreni
0
130132
1888508
1822681
2024-11-20T10:49:34Z
Berserkur
10188
1888508
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = ''Broddgreni''
| image = Picea pungens tree.jpg
| regnum = [[Plantae]]
| divisio = [[Berfrævingar]] (Pinophyta)
| classis = [[Barrtré]] (Pinopsida)
| ordo = [[Pinales]]
| familia = [[Þallarætt]] (Pinaceae)
| genus = [[Greni]] ''(Picea)''
| species = '''''P. pungens'''''
| binomial = ''Picea pungens''
| binomial_authority = [[George Engelmann|Engelm.]]
| range_map = Picea pungens range map.png
}}
'''Broddgreni''' ([[fræðiheiti]] ''Picea pungens'') er sígrænt hægvaxta [[barrtré]] sem verður allt að 15-23 metra hátt. Það vex í [[Klettafjöll]]um Norður-Ameríku en er einnig vinsælt garðtré. Tréð er fylkistré [[Colorado]]. Broddgreni líkist [[blágreni]] og er kallað ''blue spruce'' á ensku, það er hins vegar eins og íslenska heitið gefur til kynna með oddhvasst [[barr]] ólíkt blágreni.
Á Íslandi hefur það gefist misvel en sumarhitinn er líklega of lágur fyrir það <ref>[https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/barrtre/grenitegundir/broddgreni Broddgreni] Skógræktin</ref>
== Heimildir ==
* [https://www.kjarnaskogur.is/post/broddgreni-p-pungens Kjarnaskogur.is - Broddgreni]
* [http://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&pId=988 Broddgreni (Lystigarður Akureyrar)]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.skogur.is/utgafa-og-fraedsla/trjategundir/barrtre/grenitegundir/ Grenitegundir (Skógrækt ríkisins)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150620143115/http://www.skogur.is/utgafa-og-fraedsla/trjategundir/barrtre/grenitegundir/ |date=2015-06-20 }}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{commonscat|Picea pungens|''Picea pungens''}}
{{wikilífverur|Picea pungens|''Picea pungens''}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Greni]]
[[Flokkur:Þallarætt]]
f9zdskzpgao76a7wkix4uytcd22xj1l
FARC
0
135045
1888471
1873123
2024-11-19T22:34:35Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888471
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
|nafn =Byltingarher Kólumbíu<br>{{small|''Fuerzas Armadas Revolucionarias de Colombia''}}
|bakgrunnslitur =
|mynd =Flag of the FARC-EP.svg
|myndaheiti =Fáni FARC.
|kort =
|kortastærð=
|kortaheiti=
|skammstöfun=FARC
|einkennisorð=
|undanfari=
|framhald=
|stofnun=1964
|gerð=
|staða=* Hernaðararmur lagður niður árið 2017
* Andófsmenn úr FARC enn virkir
|markmið=
|hugmyndafræði= {{plainlist|
* [[Kommúnismi]]
* [[Marx-lenínismi]]
* [[Guevarismi]]
* [[Foco|Foco-kenning]]
* [[Bólívarismi]]
* [[Vinstrisinnuð þjóðernishyggja]]
* [[Byltingarsinnaður sósíalismi]]}}
|höfuðstöðvar={{plainlist|
* Casa Verde (1965–1990)
* Los Pozos<ref>{{cite web |url=http://colombiajournal.org/colombia15.htm |title=Interview with FARC Commander Simón Trinidad |first=Garry |last=Leech |date=25 June 2000 |work=Colombia Journal |access-date=2013-06-08 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20140111210141/http://colombiajournal.org/colombia15.htm |archive-date=11 January 2014}}</ref>}}
|staðsetning=
|hnit=
|markaðsvæði=
|meðlimir=7.000–10.000 (2013)<ref name="bbc">{{cite web |url=https://www.bbc.co.uk/news/world-latin-america-23394408 |title=Colombian soldiers die in clashes |access-date=11 January 2014 |date=21 July 2013 |work=BBC News}}</ref><ref name="economist">{{cite news |url=https://www.economist.com/news/americas/21584384-hiccup-serves-confirm-government-and-farc-are-making-progress-edge-and |title=Colombia's peace talks: To the edge and back again |newspaper=[[The Economist]] |access-date=11 January 2014 |date=31 August 2013}}</ref><ref name="eluniversal">{{cite news |url=https://www.eluniversal.com.co/opinion/editorial/farc-terrorismo-y-dialogos-5462-JQEU228540 |title=FARC, terrorismo y diálogos |work=[[El Universal (Cartagena)|El Universal]] |access-date=11 January 2014 |date=2013-10-23 |language=es}}</ref><ref>{{cite news |url=https://www.eltiempo.com/archivo/documento/CMS-13077339 |title=Desmovilización, principal arma contra las guerrillas |first=Juan Guillermo |last=Mercado |work=[[El Tiempo (Colombia)|El Tiempo]] |language=es |access-date=27 September 2013 |date=2013-09-22}}</ref><ref>{{cite web |url=https://colombiareports.com/colombia-army-claims-farc-eln-lost-5-thousand-guerrillas-past-two-years/ |title=Colombia army claims guerrillas have lost 5000 fighters in past 2 years |work=Colombia Reports |access-date=27 September 2013 |date=2013-09-25}}</ref><ref>{{cite web |url=https://www.mindefensa.gov.co/irj/go/km/docs/documents/News/NoticiaGrandeMDN/602f69a4-7f07-3110-6cae-bc48b6e8a47e.xml |title=Comandantes de Fuerza presentaron resultados operacionales de los últimos 2 años |work=Ministerio de Defensa Nacional |language=es |access-date=27 September 2013 |archive-date=5 október 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20131005014307/http://www.mindefensa.gov.co/irj/go/km/docs/documents/News/NoticiaGrandeMDN/602f69a4-7f07-3110-6cae-bc48b6e8a47e.xml |url-status=dead }}</ref>
|tungumál=
|forstöðumaður=
|lykilmenn={{plainlist|
* [[Timoleón Jiménez|Timochenko]]
* [[Iván Márquez]]
* [[Joaquín Gómez]]
* [[Pablo Catatumbo]]
* [[Mauricio Jaramillo]]
* [[Alfonso Cano]] †
* [[Manuel Marulanda]] †
* [[Jacobo Arenas]] †
* [[Efraín Guzmán]] †
* [[Raúl Reyes]] †
* [[Iván Ríos]] †
* [[Víctor Julio Suárez Rojas|Mono Jojoy]] †
}}
}}
'''Byltingarher Kólumbíu''' (spænska: '''Fuerzas Armadas Revolucionarias de Colombia'''), skammstafað '''FARC''', er [[Kólumbía|kólumbísk]] skæruliðahreyfing sem stofnuð var árið 1964 sem [[Marx-lenínismi|marxísk-lenínísk]] hreyfing.
FARC og kólumbísk stjórnvöld hafa verið í vopnaðri baráttu frá þeim tíma. Samtökin hafa fjármagnað sig meðal annars með sölu og ræktun á vímuefnum og mannránum sem krefjast lausnargjalds. FARC hefur verið skilgreint sem hryðjuverkasamtök af stjórnvöldum Kólumbíu, Bandaríkjanna, Kanada, Chile, Nýja Sjálandi og Evrópusambandinu.
Í júní árið 2016 skrifaði FARC undir vopnahlé við forseta Kólumbíu [[Juan Manuel Santos]]. Friðarsamningar voru gerðir og þjóðaratkvæðagreiðsla fyrirhuguð. Sama ár tók [[Evrópusambandið]] samtökin af lista hryðjuverkasamtaka.<ref>[http://www.ruv.is/frett/esb-tekur-farc-af-hrydjuverkalista ESB tekur FARC af hryðjuverkalista] Rúv, skoðað 27. september, 2016</ref>
Í október 2016 hafnaði kólumbíska þjóðin friðarsamningunum með naumum mun. 50,24% voru á móti honum. Kólumbíska ríkisstjórnin skrifaði undir endurbætta friðarsamninga í nóvember 2016 og fékk leyfi fyrir þeim á kólumbíska þinginu án þess að leggja þá í þjóðaratkvæðagreiðslu.<ref>{{Cite news |url = http://www.bbc.com/news/world-latin-america-38096179 |title = Colombia signs new peace deal with Farc |date = 24 November 2016 |publisher = [[BBC News]] }}</ref>
Í lok ágúst árið 2019 lýsti einn fyrrum skæruliðsleiðtoga samtakanna, Ivan Marquez, því yfir að hann og nokkrir aðrir fyrirliðar hreyfingarinnar myndu aftur hefja vopnaða baráttu. Hann telji að Kólumbíska ríkið hafi ekki virt friðarsáttmálann sem gerður var árið 2016, og muni sameina og leiða hóp andófsmanna sem deili þeim ergjum. <ref>{{cite web|url=https://www.thetablet.co.uk/news/12021/farc-leaders-take-up-arms-again-|title=FARC leaders take up arms again|last=McDonagh; Pskowski|first=|date=3 september 2019|website=The Tablet|language=en|archive-url=https://web.archive.org/web/20191127200324/https://www.thetablet.co.uk/news/12021/farc-leaders-take-up-arms-again-|archive-date=2019-11-27|access-date=2019-11-27|url-status=dead}}</ref>
Í 50 ára átökum hafa 260.000 manns látið lífið.<ref>[http://www.bbc.com/news/world-latin-america-37537252 Colombia referendum: Voters reject Farc peace deal] BBC. Skoðað 3. október, 2016.</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Kólumbía]]
[[Flokkur:Skæruliðahreyfingar]]
[[Flokkur:Stofnað 1964]]
2hbzx9okskrap4e6rtgmsxddd42sddb
Landssamband ungmennafélaga
0
137130
1888487
1880149
2024-11-20T03:53:04Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888487
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
|nafn = Landssamband ungmennafélaga
|mynd = [[Mynd:Luf merki.png|240px]]
|skammstöfun= LUF
|titill_leiðtoga= Forseti
|nafn_leiðtoga= [[Geir Finnsson]]
|titill_leiðtoga2= Framkvæmdastjóri
|nafn_leiðtoga2= [[Tinna Isebarn]]
|framkvæmdastjóri= [[Tinna Isebarn]]
|undanfari= [[Æskulýðssamband Íslands]]
|stofnun= 2004
|gerð= Regnhlífasamtök ungmennafélaga á Íslandi
|höfuðstöðvar= Mannréttindahúsið, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
|meðlimir= 41 aðildarfélög, 67.000 meðlimir
|verðlaun= [[Skörungur - íslensku ungmennaverðlaunin]]
|vefsíða= [https://www.luf.is/ luf.is]
|Alþjóðleg tengsl= {{ill|Evrópski ungmennavettvangurinn|en|European Youth Forum}}}}
'''Landssamband ungmennafélaga''' ('''LUF''') eru regnhlífarsamtök félagasamtaka ungs fólks á Íslandi. LUF tilheyra 41 aðildarfélög sem öll eru lýðræðisleg, frjáls ungmennafélög sem starfa á landsvísu, leidd af ungu fólki og starfa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Landssambandið hefur það að markmiði að vernda og efla réttindi ungs fólks, valdefla ungt fólk í samfélaginu og hvetja til virkrar samfélagsþátttöku þeirra, efla samstarf ungmennafélaga og stuðla að umræðu og þekkingarsköpun um málaflokkinn.
LUF er sameign aðildarfélaganna, veitir þeim ekki samkeppni í starfi, heldur vinnur samkvæmt vilja þeirra. LUF er þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur, málsvari ungs fólks andspænis íslenskum stjórnvöldum, hefur upplýsingaskyldu að gegna gangvart aðildarfélögunum og þjónustar þau á margvíslegan hátt. Auk þess talar LUF fyrir hagsmunum ungra Íslendinga á alþjóðavettvangi, er aðili að Evrópska ungmennavettvangnum (e. {{ill|European Youth Forum – YFJ|en|European Youth Forum}}) og heldur utan um verkefnið Ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í samstarfi við [[Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi|Félag Sameiðuðu þjóðanna á Íslandi.]]
LUF er með samning við [[Mennta- og barnamálaráðuneyti Íslands|mennta- og barnamálaráðuneytið]] sem tryggir rekstur skrifstofu.[[Mynd:Forseti LUF.jpg|thumb|Una Hildardóttir, forseti LUF (2019-2022), ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, frv. utanríkisráðherra.|alt=]]LUF rekur [[Leiðtogaskóli Íslands|Leiðtogaskóla Íslands]].
== Alþjóðastarf ==
LUF er aðili að {{ill|Evrópska ungmennavettvangnum|en|European Youth Forum}} og hefur því skyldum að gegna gagnvart þeim heildarsamtökum. LUF er jafnframt aðili að Norðurlanda- og Eistrasaltsríkjabandalaginu „Nordic Baltic Cooperation“ (NBC). LUF hefur alltaf lagt ríka áherslu á alþjóðlega samvinnu, sem hefur eflst að undanförnu og verður haldið áfram af krafti. LUF á einnig fulltrúa í Ráðgjafaráði Evrópuráðsins í málefnum ungs fólks (e. Advisory Council on Youth to the Council of Europe), Norrænu barna- og ungmennanefndinni, NORDBUK, Sérfræðihópi Norrænu ráðherranefndarinnar um Heimsmarkmiðin (e. Expert Group on SDGs of the Nordic Council of Ministers) og sérfræðihópum YFJ um mannréttinda-, innflytjenda- og loftlagsmál.
'''Sendinefnd LUF hjá sameinuðu þjóðunum'''[[Mynd:Altjodastarf.jpg|thumb|Esther Hallsdóttir fyrsti kjörni Ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda.]]Ungmennafulltrúar Íslands skipa sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum. Ungmennafulltrúar eru lýðræðislega kjörnir af aðildarfélögum LUF og sækja viðburði Sameinuðu þjóðanna í umboði íslenskra ungmenna en á vegum íslenskra stjórnvalda.
Sendinefnin er samstarfsverkefni LUF og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem vinna að aukinni þátttöku ungmennafulltrúa Íslands á viðburðum Sameinuðu þjóðanna (e. UN Youth Delegation Programme.) Ungmennafulltrúarnir sækja viðburði í samstarfi við sendandi ráðuneyti.
Sendinefndin skipar nú 10 fulltrúa á sex sviðum; einn á sviði mannréttinda, tvo á sviði barna og ungmenna, tvo á sviði kynjajafnréttis, tvo á sviði loftslagsmála, tvo á sviði sjálfbærrar þróunar og einn á sviði mennta, vísinda og menningar.
== Aðildarfélög ==
[[Mynd:Leiðtogaskoli íslands.jpg|thumb|320x320dp|Leiðtogaskóli Íslands.]]
Aðildarfélög LUF eru 41 talsins og samanstanda af lýðræðislegum frjálsum félagasamtökum sem starfa á landsvísu. Samanlagt telja meðlimir aðildarfélaga LUF um 67.000 á aldrinum 15-35 ára.
{| class="wikitable"
|+
!Aðildarfélög
|-
|[[AFS]] á Íslandi
|-
|[https://www.facebook.com/aiesec.iceland/ AIESEC]
|-
|[https://www.aus.is/ Alþjóðleg Ungmennaskipti (AUS)]
|-
|[[IOGT|Barnastarf I.O.G.T.]]
|-
|[https://www.facebook.com/changemaker.is/ Breytendur]
|-
|[https://www.facebook.com/elsaiceland/ ELSA Iceland]
|-
|[http://www.cisv.is/ JB á Íslandi – CISV]
|-
|[https://www.facebook.com/felagungrajafnrettissinna/ Félag ungra jafnréttissinna (FUJ)]
|-
|[http://gedfraedsla.is/ Hugrún – Geðfræðslufélag]
|-
|[http://www.jci.is/ JCI á Íslandi]
|-
|[https://www.facebook.com/nullprosent/ Núll prósent]
|-
|[https://projectpolska.is/ ProjektPolska]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
|-
|[[Samband íslenskra framhaldsskólanema]] (SÍF)
|-
|[https://www.sine.is/ Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201022211325/http://sine.is/ |date=2020-10-22 }}
|-
|[http://www.suf.is/ Samband ungra framsóknarmanna (SUF)]
|-
|[[Samband ungra sjálfstæðismanna]]
|-
|[https://samfes.is/ Samfés]
|-
|[http://ungurbondi.is/ Samtök ungra bænda (SUB)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20180807105216/http://ungurbondi.is/ |date=2018-08-07 }}
|-
|[https://www.seeds.is/ Seeds]
|-
|[https://www.sk8roots.com/ SK8ROOTS] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20231003235706/https://www.sk8roots.com/ |date=2023-10-03 }}
|-
|[https://stam.is/ Stamfélagið – Ungliðahreyfing Málbjargar]
|-
|[[Stúdentaráð Háskóla Íslands]] (SHÍ)
|-
|[http://www.ungnorraen.is/ Ung norræn]
|-
|[https://www.obi.is/is/um-obi/hreyfingar-obi/ Ung-ÖBÍ] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20220628184625/https://www.obi.is/is/um-obi/hreyfingar-obi |date=2022-06-28 }}
|-
|[https://www.saft.is/ungsaft/ UNGSAFT]
|-
|[https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/vid-erum-barnaheill/ungmennarad/ UNGHEILL] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20231202223849/https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/vid-erum-barnaheill/ungmennarad |date=2023-12-02 }}
|-
|[http://hugarafl.is/unghugar/ Unghugar- Hugarafls]
|-
|Ungir Evrópusinnar (UE)
|-
|[https://www.ungarathafnakonur.is/ Ungar athafnakonur (UAK)]
|-
|[https://www.ungirfjarfestar.com/ Ungir fjárfestar]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
|-
|[http://politik.is/ Ungir Jafnaðarmenn (UJ)]
|-
|[https://www.facebook.com/ungirpiratar/ Ungir Píratar (UP)]
|-
|[http://www.umhverfissinnar.is/ Ungir Umhverfissinnar (UU)]
|-
|[[UNICEF|Ungliðadeild UNICEF á Íslandi]]
|-
|[https://www.amnesty.is/starfid-okkar/unglidahreyfing/ Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International]
|-
|[[URKÍ|Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands]] (URKÍ)
|-
|[http://www.vinstri.is/ Ung vinstri græn (UVG)]
|-
|[https://unwomen.is/ungmennarad/ Ungmennaráð UN Women á Íslandi]
|-
|[https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/fyrsti-fundur-ungmennarads-throskahjalpar Ungmennaráð Þroskahjálpar]
|-
|[http://www.uppreisn.eu/ Uppreisn- ungliðahreyfing Viðreisnar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201101011207/http://uppreisn.eu/ |date=2020-11-01 }}
|-
|[http://queer.is/ Q-félagið]
|}
#
== Hlekkir ==
* [https://www.luf.is/ luf.is]
<span class="icon-wrapper circle-no"></span>
{{s|2004}}
[[Flokkur:Íslensk félagasamtök]]
9s3hxedph6vgz1p292vl9ygn89xglcx
Codex Seraphinianus
0
142011
1888467
1872946
2024-11-19T21:25:21Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888467
wikitext
text/x-wiki
'''Codex Seraphinianus''' er nútímalistaverk sem gefið upprunalega út árið [[1981]] en verkið er myndskreytt [[alfræðirit]] sem lýsir ímynduðum heimi. Verkið er skapað af [[Luigi Serafini]] en hann er [[Ítalía|ítalskur]] listamaður, [[arkitekt]] og hönnuður. Hann vann að Codex Seraphinianus í þrjú ár frá [[1976]] til [[1978]]. Bókin er 360 blaðsíður og er handskrifuð á tilbúnu tungumáli.
== Tenglar ==
* [http://ruv.is/frett/thetta-er-alveg-faranleg-bok Þetta er alveg fáránleg bók (umfjöllun á RÚV í febrúar 2018)]
* [http://crafthaus.ning.com/group/art-and-craft-book-reviews/forum/topics/codex-seraphinianus Myndir úr Codex Seraphinianus] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20161028080010/http://crafthaus.ning.com/group/art-and-craft-book-reviews/forum/topics/codex-seraphinianus |date=2016-10-28 }}
* [http://faculty.msvu.ca/pschwenger/codex.htm Peter Schwenger's Codex Seraphinianus, Hallucinatory Encyclopedia]
* [http://www.archimedes-lab.org/Serafi/C_serafini.html Æviágrip Serafini og 25 myndir frá Codex Seraphinianus]
* [http://www.believermag.com/issues/200705/?read=article_taylor The Codex Seraphinianus: How mysterious is a mysterious text if the author is still alive] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20171208125728/http://www.believermag.com/issues/200705/?read=article_taylor |date=2017-12-08 }}
[[Flokkur:Alfræðirit]]
ol046o8drs6sdf8y2c734dxgkpnztyl
Juan Manuel Santos
0
145681
1888483
1782474
2024-11-20T02:29:11Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888483
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Juan Manuel Santos
| búseta =
| mynd = Juan Manuel Santos in 2018.jpg
| myndatexti1 = {{small|Santos árið 2018.}}
| titill= Forseti Kólumbíu
| stjórnartíð_start = [[7. ágúst]] [[2010]]
| stjórnartíð_end = [[7. ágúst]] [[2018]]
| vara_forseti = [[Angelino Garzón]]<br>[[Germán Vargas Lleras]]<br>[[Oscar Naranjo]]
| forveri = [[Álvaro Uribe]]
| eftirmaður = [[Iván Duque]]
| fæðingarnafn = Juan Manuel Santos Calderón
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1951|8|10}}
| fæðingarstaður = [[Bogotá]], [[Kólumbía|Kólumbía]]
| stjórnmálaflokkur = Einingarflokkur alþýðunnar
| starf = Hagfræðingur, blaðamaður, stjórnmálamaður
| maki = Silvia Amaya Londoño (skilin)<br>
María Clemencia Rodríguez Múnera (g. 1987)
| börn = Martín<br>María Antonia<br>Esteban
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (2016)
|undirskrift = Juan Manuel Santos Signature.svg
}}
'''Juan Manuel Santos Calderón''' (f. 10. ágúst 1951) er [[Kólumbía|kólumbískur]] stjórnmálamaður sem var [[forseti Kólumbíu]] frá árinu 2010 til ársins 2018. Hann hlaut [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 2016.
Santos hefur starfað sem hagfræðingur og blaðamaður. Hann er kominn af hinni ríku og valdamiklu Santos-ætt, sem var frá árinu 1913 meirihlutaeigandi fréttablaðsins ''El Tiempo'' þar til hún seldi það árið 2007. Santos gekk í Sjóhernaðarakademíuna í Cartagena og í háskólann í Kansas. Eftir útskrift gekk hann til liðs við Þjóðarsamtök kaffiræktenda Kólumbíu sem hagfræðiráðgjafi og sendifulltrúi til Alþjóðakaffisamtakanna í London, þar sem Santos gekk jafnframt í [[London School of Economics|Hagfræðiskóla Lundúna]]. Árið 1981 var hann útnefndur aðstoðarritstjóri ''El Tiempo'' og varð ritstjóri tveimur árum síðar. Santos hlaut mastersgráðu í opinberri stjórnsýslu árið 1981 frá Harvard Kennedy-skólanum og hlaut árið 1988 Nieman-verðlaunin fyrir starf sitt sem blaðamaður og pistlahöfundur. Santos var meðlimur og varaformaður hugveitunnar Samtals milli Ameríkuríkja og forseti tjáningarfrelsisnefndar ameríska fjölmiðlasambandsins.
Árið 1991 var Santos útnefndur utanríkisverslunarráðherra af [[César Gaviria Trujillo]] forseta Kólumbíu. Santos vann að því að auka milliríkjaverslun við Kólumbíu og stofnaði ýmsar stofnanir í því skyni. Árið 2000 var hann útnefndur fjármálaráðherra af forsetanum [[Andrés Pastrana Arango]].<ref name="En Sus Puestos">{{cite news |url=http://www.eltiempo.com/archivo/documento/MAM-1275966 |title=En Sus Puestos |date=18 July 2000 |newspaper=[[El Tiempo (Colombia)|El Tiempo]] |issn=0121-9987 |oclc=28894254 |location=Bogotá |accessdate=28. maí 2014 |language=Spænska}}</ref>
Santos komst til metorða í ríkisstjórn [[Álvaro Uribe|Álvaro Uribe Vélez]] Kólumbíuforseta. Árið 2005 tók Santos þátt í stofnun Einingarflokks alþýðunnar, flokkssamstarfs frjálslyndra íhaldsmanna sem studdi stefnumál Uribe. Flokknum tókst meðal annars að koma í gegn stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Uribe kleift að gegna öðru kjörtímabili. Eftir að Uribe var endurkjörinn árið 2006 og Einingarflokkur alþýðunnar vann meirihluta á báðum þingdeildum Kólumbíu var Santos útnefndur varnarmálaráðherra og hélt áfram að styðja öryggisstefnu Uribe. Hann gekk hart fram gegn skæruliðahreyfingunni [[FARC]] og öðrum vígahópum sem ógnuðu almenningsöryggi í Kólumbíu. Santos tók við af Uribe sem forseti landsins eftir forsetakosningar árið 2010.
Þann 7. október 2016 hlaut Santos [[friðarverðlaun Nóbels]] fyrir friðarviðræður sínar við FARC, þrátt fyrir að hafa tapað þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt friðarsáttmálans við samtökin.<ref>{{Cite web|url=https://www.nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/2016/press.html|title=The Nobel Peace Prize 2016 - Press Release|website=www.nobelprize.org|access-date=2018-08-05}}</ref> Kólumbíska ríkisstjórnin undirritaði breytta útgáfu af friðarsáttmálanum þann 24. nóvember og sendi hann til staðfestingar þingsins. Báðar deildir þingsins staðfestu friðarsáttmálann 29. – 30. nóvember 2016 og bundu þannig formlega enda á átökin gegn FARC.<ref name="auto1">{{Cite news |url= https://www.washingtonpost.com/world/the_americas/colombian-congress-approves-historic-peace-deal/2016/11/30/9b2fda92-b5a7-11e6-939c-91749443c5e5_story.html |title= Colombia’s congress approves historic peace deal with FARC rebels |date= 30. nóvember 2016 |publisher= Washington Post}}</ref>
Santos lét af embætti árið 2018 og við honum tók [[Iván Duque Márquez]], sem hafði verið meðal andstæðinga samningsins við FARC og hafði lofað að endurskoða samninginn í kosningabaráttu sinni. Á stjórnartíð Duque hafa sumir meðlimir FARC vænt kólumbísku stjórnina um að rjúfa samninginn sem stjórn Santos gerði og hafa því tekið upp vopn á ný.<ref>{{cite web|url=https://www.thetablet.co.uk/news/12021/farc-leaders-take-up-arms-again-|title=FARC leaders take up arms again|last=McDonagh; Pskowski|first=|date=3 september 2019|website=The Tablet|language=en|archive-url=https://web.archive.org/web/20191127200324/https://www.thetablet.co.uk/news/12021/farc-leaders-take-up-arms-again-|archive-date=2019-11-27|access-date=2019-11-27|url-status=dead}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{f|1951}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Forseti Kólumbíu |
frá = [[7. ágúst]] [[2010]]|
til = [[7. ágúst]] [[2018]]|
fyrir = [[Álvaro Uribe]] |
eftir = [[Iván Duque]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:Santos, Juan Manuel}}
[[Flokkur:Forsetar Kólumbíu]]
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
47dovnc226zft5biuba7p8iu1fwo12p
Héraðssaksóknari
0
147304
1888480
1759741
2024-11-20T01:36:20Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888480
wikitext
text/x-wiki
Héraðssaksóknari er einn af handhöfum [[Þrískipting ríkisvalds|ákæruvaldsins]] á Íslandi<ref>{{Cite web |url=http://www.hersak.is/um/um-heradssaksoknara |title=Geymd eintak |access-date=2018-10-31 |archive-date=2017-08-20 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170820061508/http://www.hersak.is/um/um-heradssaksoknara |url-status=dead }}</ref>. Ákæruvald á Íslandi er tveimur stigum<ref>http://www.visir.is/g/2014711299937</ref> og fer héraðssaksóknari með lægra ákæruvaldsstig en [[ríkissaksóknari]] með efra ákæruvaldsstig.
Embættið fer með ýmis brot á stigi [[Héraðsdómar Íslands|héraðsdóms]] en fer það að auki með rannsókn og saksókn alvarlegra skattalaga- og efnahagsbrota, brota gegn valdstjórninni og brota starfsmanna lögreglu.
Við stofnun tók embættið yfir starfsemi [[Sérstakur saksóknari|sérstaks saksóknara]] sem hafði rannsakað brot tengd [[Bankahrunið á Íslandi|efnahagshruninu 2008]].
Héraðssaksóknari er [[Ólafur Þór Hauksson]] og varahéraðssaksóknari Kolbrún Benediktsdóttir.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Innanríkisráðuneyti Íslands}}
[[Flokkur:Opinberar stofnanir á Íslandi]]
duwgp8laonhwljdos8u4ydakz405v3c
María Guðjónsdóttir
0
151573
1888490
1653508
2024-11-20T05:01:17Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888490
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = María Guðjónsdóttir
| búseta =
| mynd = María Guðjónsdóttir.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti =
| alt =
| fæðingarnafn =
| fæðingardagur = 1980
| fæðingarstaður =
| dauðadagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur =
| þekktur_fyrir =
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni =
| starf = Prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]
| titill =
| verðlaun =
| laun =
| trú =
| maki =
| börn =
| foreldrar =
| háskóli =
| stjórnmálaflokkur =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
}}
''' María Guðjónsdóttir ''' (f. 1980) er [[prófessor]] í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild<ref>Matvæla- og næringarfræðideild, https://www.hi.is/matvaela_og_naeringarfraedideild</ref> [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
== Ferill ==
María lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild I úr [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 2000, B.Sc. prófi í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands í samstarfi við [[UC Santa Barbara|University of California, Santa Barbara (UCSB)]] <ref>University of California, Santa Barbara, Chemical Engineering, https://www.chemengr.ucsb.edu/</ref> vorið 2004, MSc. prófi í efnaverkfræði með eðlisfræðiáherslu frá [https://sv.wikipedia.org/wiki/Chalmers_tekniska_h%C3%B6gskola Chalmers] <ref>Chalmers tekniska Universitet, https://www.chalmers.se/sv/utbildning/program-pa-grundniva/Sidor/Kemiteknik-med-fysik.aspx{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> tækniháskólanum í Gautaborg 2006 og doktorsprófi í líftækni frá [https://no.wikipedia.org/wiki/Norges_teknisk-naturvitenskapelige_universitet NTNU tækniháskólanum í Þrándheimi í Noregi] 2011. Samhliða námi sínu gegndi María stöðu verkefnisstjóra hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins (2005-2006) og síðar hjá Matís ohf. (2007-2012).<ref>Matis ohf. Food and Biotech R&D, http://www.matis.is/</ref> María vann nýdoktorsverkefni við segulómunarsetur Institut National de la Researche Agronomique (INRA)<ref>Institut National de la Researche Agronomique (INRA), http://www.ara.inra.fr/</ref> í Theix, Saint-Genes Champanelle í Frakklandi 2011-2012.
María tók við stöðu lektors við tækniháskólann DTU<ref>National Food Institute, Technical University of Denmark (Food-DTU) https://www.food.dtu.dk/</ref> í Kongens Lyngby í Danmörku 2013-2015 og hjá Háskóla Íslands árið 2015. María fékk framgang í stöðu dósents árið 2016 og í stöðu prófessors 2018, þá 37 ára gömul.<ref>María Guðjónsdóttir prófessor, https://www.hi.is/starfsfolk/mariagu</ref> María er varaforseti Matvæla- og næringarfræðideildar.<ref>Matvæla- og næringarfræðideild. Skrifstofa og stjórn, https://www.hi.is/matvaela_og_naeringarfraedi/skrifstofa_og_stjorn</ref>
Helstu rannsóknaráherslur Maríu felast í notkun fljótlegra mæliaðferða til að meta gæði matvæla í gegnum alla virðiskeðjuna allt frá eiginleikum hráefnis til heilsuáhrifa þeirra við neyslu. Meðal gæðamæliaðferða matvæla sem María sérhæfir sig í eru ýmsar ljósgleypnimælingar (nærinnrauð, sýnileg, útfjólublá geislun), kjarnsegulherma (e. Nuclear magnetic resonace), segulómun ofl. Hún hefur haldið erindi og birt veggspjöld á alþjóðlegum vísindaráðstefnum.
María er námsbrautarstjóri fyrir grunnnám í matvælafræði við Háskóla Íslands, og tengiliður Háskóla Íslands fyrir samnorræna meistaranámið Aquatic food Production (AQFood).<ref>Aquaatic Food Production – Safety and Quality AQFood, www.aqfood.org</ref> María situr í Vísindanefnd Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, í fagráði rannsóknarsjóðs Háskóla Íslands og er varamaður í stjórn Umhverfis- og auðlindafræðideildar<ref>Umhveris- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, https://www.hi.is/umhverfis_og_audlindafraedi</ref> og varamaður í stjórn Iðnaðarlíftækni<ref>Iðnaðarlíftækni við Háskóla Íslands, https://www.hi.is/idnadarliftaekni</ref> fyrir hönd Heilbrigðisvísindasviðs. María kennir fjölda námskeiða með áherslu á efna- og eðliseiginleika matvæla og matvælaverkfræði. María hefur leiðbeint fjölda doktors- og meistaranema.
== Æska og einkalíf==
Foreldrar Maríu eru þau Guðjón Haraldsson (f. 1952) þvagfæraskurðlæknir og Sigríður Siemsen (f. 1952) lyfjafræðingur. María á einn son, Oliver Alexandrenne (f. 2008). Bræður Maríu eru þeir Haraldur Guðjónsson (f. 1974) viðskiptafræðingur og Helgi Guðjónsson líffræðingur.
==Heimildir==
{{reflist}}
== Greinar ==
*Gudjónsdóttir M, Arason S, Rustad T. 2011. The effects of pre salting methods on water distribution and protein denaturation of dry salted and rehydrated cod – A low field NMR study. Journal of Food Engineering 104, 23-29. https://doi.org/10.1016/j.jfoodeng.2010.11.022
*Çelebioğlu, HY, Gudjónsdóttir M, Meier S, Duus JØ, Lee S, Chronakis IS. 2015. Spectroscopic studies of the interactions between β-lactoglobulin and bovine submaxillary mucin. Food Hydrocolloids 50, 203-210. https://doi.org/10.1016/j.foodhyd.2015.04.026
*Gudjónsdóttir M, Gacutan Jr. MD, Mendes AC, Chronakis IS, Jespersen L, Karlsson AH. 2015. Effects of electrospun chitosan wrapping for dry-ageing of beef, as studied by microbiological, physicochemical and low-field Nuclear Magnetic Resonance analysis. Food Chemistry 184, 167-175. https://doi.org/10.1016/j.foodchem.2015.03.088
*Gudjónsdóttir M, Traoré A, Jónsson Á, Karlsdóttir MG, Arason S. 2015. The effects of pre-salting methods on salt and water distribution of heavily salted cod, as analyzed by 1H and 23Na MRI, 23Na NMR, low-field NMR and physicochemical analysis. Food Chemistry 188, 664-672. https://doi.org/10.1016/j.foodchem.2015.05.060
*Boakye AA, Gudjónsdóttir M, Skytte JL, Chronakis IS, Wireko-Manu FD, Oduro I. 2017. Characteristics of Xanthosoma sagittifolium roots during cooking, using physicochemical analysis, uniaxial compression, multispectral imaging and low field NMR spectroscopy. Journal of Food Science and Technology, 54 (9), 2670-2683. First published online: https://link.springer.com/article/10.1007%2Fs13197-017-2704-7 (DOI: 10.1007/s13197-017-2704-7)
*Gudjónsdóttir M, Romotowska PE, Karlsdóttir MG, Arason S. 2019. Low field Nuclear Magnetic Resonance and multivariate analysis for prediction of physicochemical characteristics of Atlantic mackerel as affected by season of catch, freezing method, and frozen storage duration. Food Research International, 116, 471-482. First available online August 21st 2018. https://doi.org/10.1016/j.foodres.2018.08.063
*Gudjónsdóttir M. Napitupulu RJ, Petty Kristinsson HT. 2019. Low field NMR for quality monitoring of 3D printed surimi from cod-by-products: Effects of the pH-shift method compared with conventional washing. Magnetic Resonance in Chemistry, First published online February 21st 2019: https://doi.org/10.1002/mrc.4855
== Tenglar ==
* Vísindavefur: Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=76080
* ORCID, https://orcid.org/0000-0001-7577-1190
* SCOPUS, https://www.scopus.com/authid/detail.uri?authorId=56462781400
* Researchgate. María Gudjonsdottir, https://www.researchgate.net/profile/Maria_Gudjonsdottir
[[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1980]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]]
mt6avwxecbn9t8mreczmo5lux7kcmti
Guðfinna Aðalgeirsdóttir
0
152561
1888474
1834261
2024-11-20T00:16:33Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888474
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Guðfinna Aðalgeirsdóttir
| búseta =
| mynd = Guðfinna Th Aðalseinsdóttir.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti =
| alt =
| fæðingarnafn =
| fæðingardagur = 20. mars 1972
| fæðingarstaður = [[Akureyri]]
| dauðadagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur =
| þekktur_fyrir =
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni =
| starf = Prófessor í jarðeðlisfræði við Jarðvísindadeild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]
| titill =
| verðlaun =
| laun =
| trú =
| maki =
| börn =
| foreldrar =
| háskóli =
| stjórnmálaflokkur =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
}}
'''Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir''' (f. 20. mars 1972) er [[prófessor]] í [[jarðeðlisfræði]] við Jarðvísindadeild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
== Ferill ==
Guðfinna lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólans á Akureyri]] 1991 og BS í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1994. Sumrin 1993 og 1994 og veturinn 1994-1995 vann hún á Raunvísindastofnun Háskólans við úrvinnslu íssjármælinga og tók þátt í mælingaferðum á Vatnajökul. Hún lauk M.Sc. prófi í jöklafræði frá [https://glaciers.gi.alaska.edu/ háskóla Alaska í Fairbanks] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014127/https://glaciers.gi.alaska.edu/ |date=2019-07-09 }} haustið 1997. Hún stundaði doktorsnám í jöklafræði við [http://www.vaw.ethz.ch/en/research/glaciology.html ETH háskólann í Zürich í Sviss] og hlaut dr. sc. nat. gráðu þaðan árið 2003.<ref name="Guðfinna">{{vefheimild|url=https://notendur.hi.is/~gua/|titill=Háskóli Íslands. Guðfinna. Th. Aðalgeirsdóttir|mánuðurskoðað=8. júní|árskoðað=2019}}</ref>
Að námi loknu vann hún á Raunvísindastofnun við líkanreikninga fyrir Langjökul, Hofsjökul og Vatnajökul, í samvinnu við jöklafræðinga á [[Veðurstofa Íslands|Veðurstofu Íslands]]. Hún gegndi starfi nýdoktors og síðan [[lektor]]s við [https://www.swansea.ac.uk/geography/research-and-impact/swansea-glaciology-group/ Swansea háskóla] í [[Wales]] árin 2004-2006 og vann þá við rannsóknir á ísstraumnum Rutford icestream á Suðurskautslandinu. Þaðan flutti hún til Danmerkur og starfaði við [https://www.dmi.dk/ dönsku veðurstofuna] til ársins 2012 við líkanreikninga og rannsóknir á Grænlandsjökli. Árið 2012 var hún ráðin til Háskóla Íslands þar sem hún hefur starfað síðan, fyrst sem [[dósent]] og sem prófessor í jarðeðlisfræði við [https://www.hi.is/jardvisindadeild Jarðvísindadeild] frá 2017.<ref name="Guðfinna" />
== Rannsóknir ==
Rannsóknir Guðfinnu beinast að því hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum í fortíð, nútíð og framtíð og hvernig sjávarstaða í kringum Ísland breytist vegna jökla- og loftslagsbreytinga. Rannsóknir hennar felast einkum í því að beita tölvugerðum líkönum til að reikna afkomu og hreyfingu jöklanna, en einnig eru mælingar á jöklunum sjálfum mikilvægur þáttur til að afla gagna fyrir sannprófun líkananna.<ref name="ritaskrá">{{vefheimild|url=https://notendur.hi.is/~gua/gua-ritskra.html|titill=Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir. Ritaskrá/Publications (nóvember 2018)|mánuðurskoðað=8. júlí|árskoðað=2019}}</ref><ref>[https://scholar.google.com/citations?user=VT66PvMAAAAJ&hl=en&oi=ao Google Scholar. Gudfinna Adalgeirsdottir.]</ref> Á hverju ári fer hún með nemendur í jöklafræðinámskeiði við HÍ á Sólheimajökul og setur niður víra sem auðvelda mælingu á leysingu jökulsins yfir sumarið<ref>Háskóli Íslands. (e.d.). Ablation measurements on Sólheimajökull – Glaciology JAR609G/JAR621G. Sótt 4. júlí 2019 af: http://earthice.hi.is/node/900 {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014124/http://earthice.hi.is/node/900 |date=2019-07-09 }}</ref> Guðfinna rannsakaði rúmmálsbreytingar jökla í Alaska árið 1996. Í samvinnu við leiðbeinandi hennar Keith Echelmeyer og jöklafræðinga í Alaska flugu þau yfir 67 jökla og staðfestu með laserhæðamæli hvernig rúmmál þeirra hafði rýrnað síðan 1957. Hún þróaði reiknilíkön í doktorsnámi sínu í Sviss sem herma eftir lögun og þróun stærstu íslensku jöklanna og gefa þannig vísbendingar um hvernig þeir munu þróast í framtíðinni. Verkefnið var í samvinnu við vísindamenn á [http://www.jardvis.hi.is/ Jarðvísindastofnun HÍ] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014125/http://www.jardvis.hi.is/ |date=2019-07-09 }} og [https://www.vedur.is/ Veðurstofu Íslands]. Síðar hefur hún notað [https://pism-docs.org/wiki/doku.php ísflæðilíkanið PISM] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014113/https://pism-docs.org/wiki/doku.php |date=2019-07-09 }} sem þróað er við háskóla Alaska í Fairbanks til að reikna bæði Grænlandsjökul og Vatnajökul. Guðfinna tók þátt í rannsóknum á Suðurskautslandinu sem beindust að því að skilja betur skrið ísstraumsins Rutford Ice stream. Síðar tók hún þátt í að mæla lóðréttan hraða íssins á ísaskilunum Fletscher Promontory sem gefur til kynna hversu seigur ísinn er. Einnig var rannsakað fyrirbærið Raymond hóll sem myndast fyrir neðan ísaskil vegna breytingar í stífleika íssins, hann er stífari þar sem spennurnar eru minni (Sjá nánar: [http://websrv.cs.umt.edu/isis/index.php/Divide_flow_and_Raymond_bumps Divide flow and Raymond bumps] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014115/http://websrv.cs.umt.edu/isis/index.php/Divide_flow_and_Raymond_bumps |date=2019-07-09 }}). Í fjölmörgum samstarfsverkefnun hefur Guðfinna tekið þátt í að rannsaka afkomu og loftslag yfir Grænlandsjökli og hefur unnið að spám um hvernig það mun líklega breytast í framtíðinni vegna manngerðra loftslagsbreytinga.<ref name="ritaskrá" />
Guðfinna hefur leiðbeint doktorsnemendum og nýdoktorum við HÍ, Kaupmannahafnarháskóla, háskólann í Birmingham, Englandi og í Bordeaux í Frakklandi við rannsóknir á Vatnajökli, Grænlandsjökli, smærri íslenskum jöklum (Virkisjökli, Drangajökli, austurhluta Vatnajökuls og fleiri jöklum á Íslandi) þar sem áhersla er á mælingar og líkanreikninga til að skilja betur hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum. Einnig snúast verkefnin um að nota tölfræðiaðferðir og stigskipt Bayesískt líkan til að reikna seigju og flæði Langjökuls og hvernig grunnvatnsflæði við þíðjökla þróast vegna loftslagsbreytinga.<ref name="ritaskrá" />
== Ýmis störf og verkefni ==
Guðfinna hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan háskólans og tekur virkan þátt í að miðla upplýsingum um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla til almennings, fjölmiðla og skólabarna. Hún situr í [https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-og-natturuvernd/loftslagsmal/loftslagsrad/ Loftslagsráði] samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins. Hún hefur starfað með stjórn [http://jorfi.is/ Jöklarannsóknafélags Íslands] frá árinu 2014. Guðfinna var í stjórn Jarðvísindastofnunar HÍ árin 2015-2018 og í framhaldsnámsnefnd Jarðvísindadeildar frá 2016. Hún hefur verið fulltrúi Íslands í vinnuhóp [https://iasc.info/working-groups/cryosphere Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar um freðhvolf] síðan 2014 og verið formaður vinnuhópsins síðan 2018. Hún sat í stjórn evrópska (EU FP7) verkefnisins [https://www.ice2sea.eu/ ice2sea ] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014115/https://www.ice2sea.eu/ |date=2019-07-09 }} árin 2009-2012 og var vinnuhópsstjóri í [https://earthice.hi.is/nordic_centre_excellence_svali norræna öndvegissetrinu SVALI] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014126/https://earthice.hi.is/nordic_centre_excellence_svali |date=2019-07-09 }} árin 2010-2016.
Guðfinna var valin úr hópi vísindamanna til að vera einn af aðalhöfundum [https://www.ipcc.ch/assessment-report/ar6/ 6. Loftslagsskýrslu] [[Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar|milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar]]. Skýrslan er skrifuð fyrir stjórnvöld allra landa heimsins til að útskýra fyrir þeim loftslagsbreytingar af mannavöldum og hvaða áhrif verða vegna þeirra bæði á náttúruna og samfélög. Vinnan hófst sumarið 2018 en skýrslan kemur út í apríl 2021<ref>ipcc: Intergovernmental panel on climate change. Sixth Assessment Report (AR6). Sótt 8. júlí 2019 af: https://wg1.ipcc.ch/AR6/AR6.html {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014117/https://wg1.ipcc.ch/AR6/AR6.html |date=2019-07-09 }}</ref> Guðfinna er í 17 manna hópi sem skrifar kafla 9<ref>Working Group I. Contribution to the IPCC Sixth Assessment Report (AR6-WG1). Sótt 8. júlí 2019 af: https://archive.ipcc.ch/report/authors/report.authors.php?q=35&p=&p</ref> sem fjallar um hafið, freðhvolfið (jöklar, hafís, sífreri, snjór) og sjávarstöðubreytingar (Ocean, Cryosphere and Sea Level Change)<ref>ipcc: Intergovernmental panel on climate change. Chapter outline of the Working Group I contribution to the IPCC Sixth Assessment Report (AR6). Sótt 8. júlí 2019 af: https://wg1.ipcc.ch/AR6/outline.html {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709014118/https://wg1.ipcc.ch/AR6/outline.html |date=2019-07-09 }}</ref>.
== Viðurkenningar ==
Sumarið 2019 samþykkti nafnanefnd Suðurskautslandsins í Bretlandi (UK Antarctic Place-names Committee) að nefna fjall sem notað hefur verið fyrir GPS viðmiðunarmælingar ''Tolly Nunatak'', en Tollý er gælunafn sem Guðfinna hefur notað síðan hún var barn. Nafn og staðsetning fjallsins er: Tolly Nunatak (78°23’43.9”S, 84°30’15.5”W)<ref>Háskóli Íslands. (2019). Tindur á Suðurskautslandinu nefndur eftir vísindamanni HÍ. Sótt 8. júlí 2019 af: https://www.hi.is/frettir/tindur_a_sudurskautslandinu_nefndur_eftir_visindamanni_hi</ref><ref>ruv.is. (2019, 25. maí). Tindur nefndur eftir íslenskum prófessor. Sótt 8. júlí 2019 af: https://www.ruv.is/frett/tindur-nefndur-eftir-islenskum-professor</ref>
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Fræðigreinar ==
*Echelmeyer o.fl. (1996). [https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/airborne-surface-profiling-of-glaciers-a-casestudy-in-alaska/F5BF734746741FA5BC1383A7E1DAB7B2 Airborne Surface Profiling of Glaciers: A Case-Study in Alaska]. J. of Glaciology, 142(42).
*Aðalgeirsdóttir o.fl. (1998). [https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/elevation-and-volume-changes-on-the-harding-icefield-alaska/31747C9E333949DFEE7EA875774481E5 Elevation and Volume Changes on the Harding Icefield, Alaska], J. of Glaciology, (44)148.
* Aðalgeirsdóttir o.fl. (2003). [https://www.cambridge.org/core/journals/annals-of-glaciology/article/regression-model-for-the-massbalance-distribution-of-the-vatnajokull-ice-cap-iceland/DE70527BFCC8B67F490405B1909B43EF A regression model for the mass-balance distribution of the Vatnajökull ice cap, Iceland]. Annals of Glaciology, 37.
* Aðalgeirsdóttir o.fl. (2004). [https://www.cambridge.org/core/journals/annals-of-glaciology/article/analyses-of-a-surging-outlet-glacier-of-vatnajokull-ice-cap-iceland/2C9DEA265FC7CC2B5E3792DCD6EC44B7 Analyses of a surging outlet glacier of Vatnajökull ice cap, Iceland]. Annals of Glaciology, 42.
* Aðalgeirsdóttir o.fl. (2005). [https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1029/2005JF000289 Volume sensitivity of Vatnajökull Ice Cap, Iceland, to perturbations in equilibrium line altitude] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709202950/https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1029/2005JF000289 |date=2019-07-09 }}. J. Geophys. Res., 110. F04001, doi:10.1029/2005JF000289
* Aðalgeirsdóttir o.fl. (2006). [https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1029/2005JF000388 The response of Hofsjökull and southern Vatnajökull, Iceland, to climate change] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709202945/https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1029/2005JF000388 |date=2019-07-09 }}. J. Geophys. Res., 111. F03001, doi:10.1029/2005JF000388
* Aðalgeirsdóttir o.fl. (2011). [https://www.the-cryosphere.net/5/961/2011/ Modelling the 20th and 21st century evolution of Hoffellsjökull glacier, SE-Vatnajökull, Iceland]. The Cryosphere, 5., www.the-cryosphere.net/5/961/2011/doi:10.5194 /tc-6-961-2011.
* Guðmundsson o.fl. (2009). [https://iwaponline.com/hr/article-abstract/40/5/495/30993/Similarities-and-differences-in-the-response-to?redirectedFrom=fulltext Similarities and differences in the response to climate warming of two ice caps in Iceland]. Hydrology Research, 40.5.
* Björnsson o.fl. (2013). [https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/grl.50278 Contribution of Icelandic ice caps to sea level rise: Trends and variability since the Little Ice Age] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709202947/https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/grl.50278 |date=2019-07-09 }}, Geophys. Res. Lett., 40. doi:10.1002/grl.50278.
* Aschwanden o.fl. (2013). [https://www.the-cryosphere.net/7/1083/2013/ Hindcasting to measure ice sheet model sensitivity to initial states]. The Cryopshere, 7. www.the-cryosphere.net/7/1083/2013/ doi:10.5194/tc-7-1083-2013.
* Aðalgeirsdóttir o.fl. (2014). [https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/role-of-model-initialization-for-projections-of-21stcentury-greenland-ice-sheet-mass-loss/79043CC0B6D6FC0308F2862FC185822F Role of model initialization for projections of 21st-century Greenland ice sheet mass loss]. Journal of Glaciology, 60(222). doi:10.3189/2014JoG13J202.
* Smith o.fl. (2007). [https://pubs.geoscienceworld.org/gsa/geology/article-abstract/35/2/127/129777/rapid-erosion-drumlin-formation-and-changing?redirectedFrom=fulltext Rapid erosion, drumlin formation and changing hydrology beneath an Antarctic ice stream]. Geology, 35(2), 127-130, doi:10.1130/G23036A
* Aðalgeirsdóttir o.fl. (2008). [https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/tidal-influence-on-rutford-ice-stream-west-antarctica-observations-of-surface-flow-and-basal-processes-from-closely-spaced-gps-and-passive-seismic-stations/92394035D2F7FEC1AC9C000753AC2E77 Tidal influence on Rutford Ice Stream, West Antarctica: Observations of surface flow and basal processes from closely spaced GPS and passive seismic stations]. Journal of Glaciology, 54(187).
* Kingslake o.fl. (2014). [https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1002/2014JF003275 Full-depth englacial vertical ice sheet velocities measured using phase-sensitive radar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709202946/https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1002/2014JF003275 |date=2019-07-09 }}. J. Geophys. Res. Earth Surf., 119. doi:10.1002/2014JF003275
* Lucas-Picher o.fl. (2012). [https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1029/2011JD016267 Very high resolution regional climate simulation over Greenland: Identifying added value] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190709203023/https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1029/2011JD016267 |date=2019-07-09 }}. J. Geophys. Res., 117. D02108, doi:10.1029/2011JD016267.
* Masson-Delmotte o.fl. (2012). [https://onlinelibrary.wiley.com/doi/abs/10.1002/wcc.186 Greenland climate change: from the past to the future], WIREs Clim Change 2012. doi:10.1002/wcc.186
* Rae o.fl. (2012). [https://www.the-cryosphere.net/6/1275/2012/tc-6-1275-2012.html Greenland ice sheet surface mass balance: evaluating simulations and making projections with regional climate models], The Cryosphere, 6. doi:10.5194/tc-6-1275-2012, 2012
* Machguth o.fl. (2013). [https://iopscience.iop.org/article/10.1088/1748-9326/8/2/025005/meta The future sea-level rise contribution of Greenland's glaciers and ice caps]. Environ. Res. Lett. 8, 025005 doi:10.1088/1748-9326/8/2/025005
* Langen o.fl. (2015). [https://journals.ametsoc.org/doi/full/10.1175/JCLI-D-14-00271.1 Quantifying energy and mass fluxes controlling Godthåbsfjord freshwater input in a 5 km simulation (1991-2012)]. Journal of Climate, 28. doi:10.1175/JCLI-D-14-00271.1
*Hannesdóttir, o.fl. (2015). [https://doi.org/10.3189/2015JoG15J024 Downscaled precipitation applied in modelling of mass balance and the evolution of southeast Vatnajökull, Iceland]. Journal of Glaciology. Vol. 61, 229.
*Hannesdóttir, o.fl. (2015). [https://doi.org/10.5194/tc-9-565-2015 Changes in the southeast Vatnajökull ice cap, Iceland, between ~1890 and 2010]. The Cryosphere, 9,565-585, 2015.
*Belart, o.fl. (2017). [https://doi.org/10.5194/tc-11-1501-2017 Winter mass balance of Drangajökull ice cap (NW Iceland) derived from satellite sub-meter stereo images]. The Cryosphere, 11, 1501-1517.
*Belart, o.fl. (2019). [https://doi.org/10.1017/jog.2019.16 The geodetic mass balance of Eyjafjallajökull ice cap for 1945-2014: processing guidelines and relation to climate]. Journal of Glaciology, 65(251).
*Schmidt, o.fl. (2017). [https://doi.org/10.5194/tc-11-1665-2017 The importance of accurate glacier albedo for estimates of surface mass balance on Vatnajökull: evaluating the surface energ budget in a Regional Climate Model with automatic weather station observations]. The Cryosphere, 11, 1665-1684.
*Schmidt, o.fl. (2018). [https://doi.org/10.3390/atmos9110450 Sensitivity of Glacier to Winter Snow Thickness Investigated for Vatnajökull Ice Cap, Iceland, Using Numerical Models and Observations]. Atmosphere 2018, 9(11), 450.
*Anderson, o.fl. (2018). [https://doi.org/10.1016/j.quascirev.2018.04.024 Holocene glacier and climate variations in Vestfirðir, Iceland, from the modeling of Drangajökull ice cap]. Quaternary Science Reviews, 190 (2018) 39-56.
*Nielsen, o.fl. (2018). [https://doi.org/10.1017/jog.2018.40 The effect of a Holocene climatic optimum on the evolution of the Greenland ice sheet during the last 10kyr]. Journal of Glaciology, 64(245), 477-488.
*Mackay, o.fl. (2018). [https://doi.org/10.5194/tc-12-2175-2018 Glacio-hydrological melt and run-off modelling: application of a limits of acceptability framework for model comparison and selection]. The Cryosphere, 12, 2175-2210.
*Gopalan, o.fl. (2018). [https://doi.org/10.5194/tc-12-2229-2018 Bayesian hierarchical model for glacial dynamics based on the shallow ice approximation and its evaluation using analytical solutions]. The Cryosphere, 12, 2229-2248.
*Vincent, o.fl. (2018). [https://doi.org/10.1016/j.earscirev.2018.10.017 Groundwater in catchments headed by temperate glaciers: a review]. Earth-Science Reveiwes, 188, 59-76.
{{f|1972}}
[[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]]
mp5a2kkoebhqu21c1gjogxwl0pm1teu
Brynhildur Guðjónsdóttir
0
153592
1888464
1829848
2024-11-19T20:54:13Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888464
wikitext
text/x-wiki
'''Brynhildur Guðjónsdóttir''' (f. [[26. september]] [[1972]])<ref>imdb.com, [[imdbname:1145430|„Brynhildur Guðjónsdóttir“]] (skoðað 18. ágúst 2019)</ref> er íslensk leikkona, leikstjóri og leikskáld. Brynhildur er fastráðin við [[Borgarleikhúsið]] en hefur einnig starfað í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]], [[Íslenska óperan|Íslensku óperunni]] og hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Árið 1998 lauk Brynhildur leiklistarnámi frá Guildhall School of Music and Drama árið 1998 og lék í kjölfarið á sviði Royal National Theatre í [[London]]. Frá 1999-2011 var hún fastráðin við Þjóðleikhúsið en hefur síðan starfað í Borgarleikhúsinu.
Brynhildur hefur leikið fjölda hlutverka á leiksviði. Í Þjóðleikhúsinu lék hún m.a. Karítas í samnefndu verki [[Kristín Marja Baldursdóttir|Kristínar Marju Baldursdóttur]]<ref>Kvennabladid.is, [https://kvennabladid.is/2014/10/17/brynhildur-er-karitas/ „Brynhildur er Karítas“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190818102309/https://kvennabladid.is/2014/10/17/brynhildur-er-karitas/ |date=2019-08-18 }} (skoðað 18. ágúst 2019)</ref> og söngkonuna [[Edith Piaf]] í verki sem fjallaði um ævi söngkonunnar. Í Borgarleikhúsinu hefur hún m.a. leikið [[Davíð Oddsson]] í verkinu Guð blessi Ísland, [[Njáll Þorgeirsson|Njál]] á [[Bergþórshvoll|Bergþórshvoli]] í verkinu Njálu og hina pólsku Danielu í verkinu Gullregn eftir [[Ragnar Bragason]].<ref name=":0">Borgarleikhus.is, [https://www.borgarleikhus.is/starfsemi/frettir/frettasafn/brynhildur-saemd-riddarakrossi „Brynhildur sæmd riddarakrossi“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190818102320/https://www.borgarleikhus.is/starfsemi/frettir/frettasafn/brynhildur-saemd-riddarakrossi |date=2019-08-18 }} (skoðað 18. ágúst 2019)</ref>
Brynhildur hefur einnig fengist við skriftir og er höfundur einleiksins BRÁK sem settur var á svið í [[Landnámssetur Íslands|Landnámssetri Íslands]] í [[Borgarnes|Borgarnesi]] árið 2008. Árið 2015 seldi Brynhildur verkið til Svíþjóðar.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/05/brynhildur_selur_brak_til_svithjodar/ „Brynhildur selur Brák til Svíþjóðar“] (skoðað 18. ágúst 2019)</ref>
Árið 2018 var Brynhildur sæmd riddarakrossi [[Hin íslenska fálkaorða|Hinnar íslensku fálkaorðu]] árið 2018 fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Hún hefur átta sinnum hlotið [[Íslensku leiklistarverðlaunin|Íslensku leiklistaverðlaunin Grímuna]] fyrir leik, leikstjórn og sem höfundur verks. Árið 2008 hlaut hún [[Íslensku bjartsýnisverðlaunin]] og sama ár hlaut hún styrk úr Minningarsjóði [[Stefanía Guðmundsdóttir|Stefaníu Guðmundsdóttur]] leikkonu.<ref name=":0" />
Brynhildur var ein af sjö umsækjendum um embætti Þjóðleikhússtjóra árið 2019.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/07/03/brynhildur_medal_umsaekjenda/ „Brynhildur meðal umsækjenda“] (skoðað 18. ágúst 2019)</ref> Í febrúar árið 2020 var Brynhildur ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins.<ref>Ruv.is, [https://www.ruv.is/frett/brynhildur-gudjons-radin-borgarleikhusstjori „Brynhildur Guðjóns ráðin borgarleikhússtjóri“] (skoðað 17. febrúar 2020)</ref>
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1972]]
[[Flokkur:Íslenskar leikkonur]]
[[Flokkur:Íslenskir leikstjórar]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
<references />
[[Flokkur:Handhafar Grímunnar]]
[[Flokkur:Íslenskir leikhússtjórar]]
o29vs0minhn93e79gyrffp3jiaqg0dp
Kórónaveira
0
155803
1888485
1887770
2024-11-20T03:42:40Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888485
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = Coronaviruses 004 lores.jpg
| image_alt =
| image_caption = Mynd úr rafeindasmásjá af [[Infectious bronchitis virus|IBV]] [[veira|veirum]]
| image2 = SARS-CoV-2 (CDC-23312).png
| image2_caption = Render of [[2019 nCoV]] virion
| regnum = [[Veirur]]
| divisio = [[Riboviria]]
| phylum = incertae sedis
| ordo = [[Nidovirales]]
| familia = [[Coronaviridae]]
| subfamilia = Orthocoronavirinae
| subdivision_ranks = Ættkvíslir
| subdivision_ref = <ref name=ICTV2018b>{{cite web |title=Virus Taxonomy: 2018b Release |url=https://talk.ictvonline.org/taxonomy/ |website=International Committee on Taxonomy of Viruses (ICTV) |accessdate=24 January 2020 |language=en |format=html |date=March 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180304035352/https://talk.ictvonline.org/taxonomy/ |archive-date=4 March 2018 |url-status=live }}</ref>
| subdivision =
*''[[Alphacoronavirus]]''
*''[[Betacoronavirus]]''
*''[[Deltacoronavirus]]''
*''[[Gammacoronavirus]]''
| synonyms =
*''Coronavirinae''
| synonyms_ref = <ref name="2017.012-015S">{{cite web |title=2017.012-015S |url=https://talk.ictvonline.org/ictv/proposals/2017.012_015S.A.v1.Nidovirales.zip |website=International Committee on Taxonomy of Viruses (ICTV) |accessdate=24 January 2020 |language=en |format=xlsx |date=October 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190514162836/https://talk.ictvonline.org/ictv/proposals/2017.012_015S.A.v1.Nidovirales.zip |archive-date=14 May 2019 |url-status=live }}</ref><ref name="OrthocoronavirinaeICTV">{{cite web |title=ICTV Taxonomy history: ''Orthocoronavirinae'' |url=https://talk.ictvonline.org//taxonomy/p/taxonomy-history?taxnode_id=201851847 |website=International Committee on Taxonomy of Viruses (ICTV) |accessdate=24 January 2020 |language=en |archive-date=25 janúar 2020 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200125012731/https://talk.ictvonline.org//taxonomy/p/taxonomy-history?taxnode_id=201851847 |url-status=dead }}</ref>
}}
'''Kórónaveirur''' (eða '''kórónuveirur''') eru hópur af skyldum [[Veira|veirum]] sem valda sjúkdómum í [[Spendýr|spendýrum]] og [[Fugl|fuglum]]. Í [[Maður|mannfólki]] valda kórónaveirur venjulega vægum öndunarfærasýkingum, svo sem [[Kvef|kvefi]]. Það eru líka til týpur af kórónaveirum sem valda alvarlegum öndunarfærasýkingum, svo sem [[Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu|HABL]], [[MERS-CoV|MERS]] og [[COVID-19]], en það eru þekktustu tegundirnar.
Kórónaveirur valda mismunandi einkennum í mismunandi dýrategundum. Til dæmis valda kórónaveirur einkennum í efri-öndunarvegi í [[Kjúklingur|kjúklingum]], og [[Niðurgangur|niðurgangi]] í [[Nautgripur|nautgripum]] og [[Svín|svínum]].
Eftir HABL (2002) faraldurinn var fundin aðferð til að greina sjúkdóminn og þegar MERS (2012) kom upp var haldið áfram að vinna í erfðagreiningu og þróun bóluefna gegn þeim.<ref>{{Cite news|url=https://www.economist.com/leaders/2013/04/20/coming-ready-or-not|title=Coming, ready or not|date=2013-04-20|work=The Economist|access-date=2022-02-01|issn=0013-0613}}</ref><ref>{{Cite journal|last=Li|first=Yen-Der|last2=Chi|first2=Wei-Yu|last3=Su|first3=Jun-Han|last4=Ferrall|first4=Louise|last5=Hung|first5=Chien-Fu|last6=Wu|first6=T.-C.|date=2020-12-20|title=Coronavirus vaccine development: from SARS and MERS to COVID-19|url=https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7749790/|journal=Journal of Biomedical Science|volume=27|pages=104|doi=10.1186/s12929-020-00695-2|issn=1021-7770|pmc=7749790|pmid=33341119}}</ref>
Kórónaveirur tilheyra ættinni ''[[Coronaviridae]]'', sem aftur er undir ''Nidovirales''.
== SARS-CoV-2 ==
:''Aðalgreinar: [[SARS-CoV-2]] og [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2021|Kórónaveirufaraldur 2019-2021]]''
Nýtt afbrigði af kórónaveiru uppgötvaðist í [[Wúhan]] í [[desember]] [[2019]]. Nýja afbrigðið nefnist [[SARS-CoV-2]]. Fyrir fólk með veiklað ónæmiskerfi getur veiran komið sér fyrir í neðri hluta öndunarvegar og valdið [[lungnabólga|lungnabólgu]] eða [[bronkítis|berkjubólgu]].<ref>[https://www.dr.dk/nyheder/viden/kroppen/et-farligt-virus-spreder-sig-hvorfor-opstaar-de-altid-i-kina Et farligt virus spreder sig: Hvorfor opstår de 'altid' i Kina? DR Viden 2020]</ref><ref>[https://www.dr.dk/nyheder/indland/tre-smittet-med-coronavirus-i-frankrig-vi-ser-en-ekstra-gang-paa-vores-beredskab-i Tre smittet med coronavirus i Frankrig: 'Vi ser en ekstra gang på vores beredskab i Danmark' DR Nyheder 2020]</ref>
== Flokkun ==
Kórónavírustegundir:
* Ættkvísl ''[[Alphacoronavirus]]''
** Undirættkvísl ''Colacovirus''
*** Tegund ''Bat coronavirus CDPHE15''
** Undirættkvísl ''Decacovirus''
*** Tegund ''Rhinolophus ferrumequinum alphacoronavirus HuB-2013''
** Undirættkvísl ''Duvinacovirus''
*** Tegund ''[[Human coronavirus 229E]]'' HCoV-229E
** Undirættkvísl ''Luchacovirus''
*** Tegund ''Lucheng Rn rat coronavirus''
** Undirættkvísl ''Minacovirus''
*** Tegund ''Ferret coronavirus''
*** Tegund ''Mink coronavirus 1''
** Undirættkvísl ''Minunacovirus''
*** Tegund ''Miniopterus bat coronavirus 1''
*** Tegund ''Miniopterus bat coronavirus HKU8''
** Undirættkvísl ''Myotacovirus''
*** Tegund ''Myotis ricketti alphacoronavirus Sax-2011''
*** Tegund ''Nyctalus velutinus alphacoronavirus SC-2013''
** Undirættkvísl ''Pedacovirus''
*** Tegund ''Porcine epidemic diarrhea virus'', PEDV
*** Tegund ''Scotophilus bat coronavirus 512''
** Undirættkvísl ''Rhinacovirus''
*** Tegund ''Rhinolophus bat coronavirus HKU2''
**** Undirtegund ''[[Swine Acute Diarrhoea Syndrome Coronavirus]]'' (SADS-CoV), Erreger von [[SADS]]<ref>Zhou ''et al'': [https://www.swinehealth.org/wp-content/uploads/2018/04/Zhou-2018-Nature.pdf Fatal swine acute diarrhoea syndrome caused by an HKU2-related coronavirus of bat origin], in: Nature research, life sciences reporting summary, Letter Juni 2017, [[doi:10.1038/s41586-018-0010-9]]</ref>
** Undirættkvísl ''Setracovirus''
*** Tegund ''Human coronavirus NL63''
*** Tegund ''NL63-related bat coronavirus strain BtKYNL63-9b''
** Undirættkvísl ''Tegacovirus''
*** Tegund ''Alphacoronavirus 1'' (*)
**** Undirtegund ''Canine coronavirus'', CCoV
**** Undirtegund ''Feline coronavirus'', FCoV
**** Undirtegund ''[[Transmissible-Gastroenteritis-Virus]]'' (TGEV)
* Ættkvísl ''[[Betacoronavirus]]''
** Undirættkvísl ''Embecovirus''
*** Tegund ''Betacoronavirus 1''
**** Undirtegund ''[[Bovines Coronavirus]]'' (BCoV)
**** Undirtegund ''[[Equines Coronavirus]]'' (ECoV-NC99)
**** Undirtegund ''[[Humanes Coronavirus OC43]]'' (HCoV-OC43)
**** Undirtegund ''[[Porzines hämagglutinierendes Enzephalomyelitis-Virus]]'' (HEV)
**** Undirtegund ''[[Puffinosis-Coronavirus]]'' (PCoV) Í skrofu (''[[Puffinus puffinus]]'')
**** Undirtegund ''[[Humanes Enterisches Coronavirus]]'' (HECoV)<ref>[[International Committee on Taxonomy of Viruses|ICTV]]: [https://talk.ictvonline.org/ICTV/proposals/2008.085-122V.v4.Coronaviridae.pdf Revision of the family Coronaviridae] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190207015126/https://talk.ictvonline.org/ICTV/proposals/2008.085-122V.v4.Coronaviridae.pdf |date=2019-02-07 }}, Taxonomic proposal to the ICTV Executive Committee 2008.085-126V</ref>
*** Tegund ''China Rattus coronavirus HKU24''
*** Tegund ''Human coronavirus HKU1''
*** Tegund ''Murine coronavirus'' (*)
**** Undirtegund ''[[Murine Hepatitis-Virus]]'' (einnig nefndur: ''Mouse hepatitis virus'', MHV)
**** Undirtegund ''[[Rat-Coronavirus]]'' (RtCoV)
** Undirættkvísl ''Hibecovirus''
*** Tegund ''Bat Hp-betacoronavirus Zhejiang2013''
** Undirættkvísl ''Merbecovirus''
*** Tegund ''Hedgehog coronavirus 1''
*** Tegund ''[[MERS-CoV|MERS-Coronavirus]]'' (einnig nefndur: ''Middle East respiratory syndrome-related coronavirus'', MERS-CoV)
*** Tegund ''Pipistrellus bat coronavirus HKU5''
*** Tegund ''Tylonycteris bat coronavirus HKU4''
** Undirættkvísl ''Nobecovirus''
*** Tegund ''Rousettus bat coronavirus GCCDC1''
*** Tegund ''Rousettus Bat coronavirus HKU9''
** Undirættkvísl ''Sarbecovirus''
*** Tegund ''[[SARS|SARS-Coronavirus]]'' (einnig nefndur: ''Severe acute respiratory syndrome-related coronavirus'', SARS-CoV)
** óflokkaður Betacoronavirus:
*** Tegund ''[[2019-nCoV|2019-novel Coronavirus]]'' (einnig nefndur: ''SARS-CoV-2'')
* Ættkvísl ''[[Gammacoronavirus]]''
** Undirættkvísl ''Cegacovirus''
*** Tegund ''Beluga whale coronavirus SW1''
** Undirættkvísl ''Igacovirus''
*** Tegund ''Avian coronavirus''
**** Undirtegund ''[[Truthahn-Coronavirus]]'' (TCoV)
**** Undirtegund ''[[Fasanen-Coronavirus]]'' (PhCoV)
**** Undirtegund ''[[Infectious bronchitis virus]]'' (IBV)
* Ættkvísl ''[[Deltacoronavirus]]''
** Undirættkvísl ''Andecovirus''
*** Tegund ''Wigeon coronavirus HKU20''
** Undirættkvísl ''Buldecovirus''
*** Tegund ''Bulbul coronavirus HKU11'' (BuCoV HKU11)
*** Tegund ''Coronavirus HKU15''
*** Tegund ''Munia coronavirus HKU13'', MunCoV HKU13
*** Tegund ''White-eye coronavirus HKU16''
*** Tegund ''Thrush coronavirus HKU12'', ThCoV HKU12<ref>Sander van Boheemen: [https://repub.eur.nl/pub/76063/140911_Boheemen-Sander-van.pdf Virus Discovery and Characterization using Next-Generation Sequencing], Proefschrift Erasmus Universiteit Rotterdam, 2014, ISBN 978-90-8891-932-9, Fig. 3</ref>
** Undirættkvísl ''Herdecovirus''
*** Tegund ''Night heron coronavirus HKU19''
** Undirættkvísl ''Moordecovirus''
*** Tegund ''Common moorhen coronavirus HKU21''
==Tenglar==
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=78555 Vísindavefur:Hvers konar veira er kórónaveira og hvað vitum við um hana?]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
* [https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item38876/flensur-og-adrar-pestir-4-vika-2020 Fréttir frá Embætti landlæknis] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201001194342/https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item38876/flensur-og-adrar-pestir-4-vika-2020 |date=2020-10-01 }}
* [https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38806/Koronaveiran-2019-nCoV-%E2%80%93-Frettir-og-fraedsla/Novel-coronavirus-2019-nCoV--Latest-updates-and-info Kórónaveiran 2019-nCoV]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://taxonomicon.taxonomy.nl/TaxonTree.aspx?id=120611 Systema naturae 2000 (classification) – Taxon: Genus Coronavirus]
{{Commonscat|Coronaviridae}}
{{Wikilífverur|Coronaviridae}}
[[Flokkur:Kórónaveirur| ]]
[[Flokkur:Sjúkdómar]]
pcdt76esbz2bq8nz3q03ga68oeiq8de
Quaker Peace and Social Witness
0
157335
1888495
1673186
2024-11-20T07:33:18Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888495
wikitext
text/x-wiki
'''Quaker Peace & Social Witness''' (ísl. '''Friðar- og félagsvitni kvekara'''), áður kallað '''Friends Service Council''' (ísl. '''Þjónusturáð vinanna''') er ein af miðstjórnarnefndum breska [[Kvekarar|kvekarasöfnuðarins]]. Samtökin hafa það að markmiði sínu að breiða út boðskap kvekara um [[jafnrétti]], [[Friður|frið]] og [[Sannleikur|sannleika]] og starfa með bæði stórum og smáum þrýstihópum í Bretlandi.
Árið 1947 tóku samtökin við [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaunum Nóbels]] ásamt bandarískum systursamtökum sínum, [[American Friends Service Committee]], fyrir hönd kvekara.<ref>{{Vefheimild|titill=Merkilegur trúarflokkur|url=https://timarit.is/page/1004828|útgefandi=''[[Tíminn]]''|ár=1947|mánuður=27. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=9. maí}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
==Tenglar==
*[https://www.quaker.org.uk/our-organisation/our-structures/quaker-peace-and-social-witness-central-committee Heimasíða QPSW] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20200608064227/https://www.quaker.org.uk/our-organisation/our-structures/quaker-peace-and-social-witness-central-committee |date=2020-06-08 }}
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
[[Flokkur:Kvekarasamtök]]
q5w6aop9asycc6mowx8wxr50m9a2cf6
Flokkur:Stöðuvötn í Kanada
14
157651
1888509
1675062
2024-11-20T11:52:38Z
Berserkur
10188
1888509
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Stöðuvötn í Norður-Ameríku]]
[[Flokkur:Stöðuvötn eftir löndum]]
[[Flokkur:Landafræði Kanada]]
gcn5yaond4itr13g36sjygwa1qnbyvd
Meloidogyne
0
160497
1888491
1727284
2024-11-20T05:16:10Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888491
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Root-knot nematode
| image = A juvenile root-knot nematode (Meloidogyne incognita) penetrates a tomato root - USDA-ARS.jpg
| image_caption = Lirfa af tegundinni ''Meloidogyne incognita'', (stækkað 500×) að stinga sér í rót tómataplöntu.
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Þráðormar]] (''Nematoda'')
| classis = [[Secernentea]]
| ordo = [[Tylenchida]]
| familia = [[Meloidogynidae]]
| genus = '''''Meloidogyne'''''
| genus_authority = [[Émil Goeldi|Göldi]], 1889
| subdivision_ranks = Tegundir
| subdivision =
''[[Meloidogyne hapla]]''<br>
''[[Meloidogyne incognita]]''<br>
''[[Meloidogyne enterolobii]]'' syn. ''[[M. mayaguensis]]''<br>
...
}}
'''Meloidogyne''' eru sníkjudýr á plöntum. Þetta eru jarðvegs þráðormar sem eru helst á svæðum með heitu loftslagi eða stuttum vetrum. Um 2000 tegundir plantna á heimsvísu eru næmar fyrir sýkingu af þeim og valda þeir um 5% taps uppskeru í heiminum.<ref>Sasser JN, Carter CC: Overview of the International ''Meloidogyne'' Project 1975–1984. In An Advanced Treatise on ''Meloidogyne''. Edited by: Sasser JN, Carter CC. Raleigh: North Carolina State University Graphics; 1985:19-24.</ref> Þeir sýkja ræturnar og valda gallvexti sem dregur úr þroska og lifun plantnanna.
Nafnið Meloidogyne er myndað úr tvemur grískum orðum sem þýða "epla-laga" og "kvenkyns".<ref name= ferris99-11>Howard Ferris 1999 to 2011 http://plpnemweb.ucdavis.edu/nemaplex/taxadata/G076S1.htm {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070630065108/http://plpnemweb.ucdavis.edu/Nemaplex/Taxadata/G076s1.htm |date=2007-06-30 }}.</ref>
==Tegundir==
*''[[Meloidogyne acronea]]''
*''[[Meloidogyne ardenensis]]'' Santos, 1968
*''[[Meloidogyne arenaria]]''
*''[[Meloidogyne artiellia]]''
*''[[Meloidogyne brevicauda]]''
*''[[Meloidogyne chitwoodi]]''
*''[[Meloidogyne coffeicola]]''
*''[[Meloidogyne exigua]]''
*''[[Meloidogyne fruglia]]''
*''[[Meloidogyne gajuscus]]''
*''[[Meloidogyne hapla]]''
*''[[Meloidogyne incognita]]''
*''[[Meloidogyne javanica]]''
*''[[Meloidogyne enterolobii]]'' (= ''Meloidogyne mayaguensis'')
*''[[Meloidogyne naasi]]''
*''[[Meloidogyne partityla]]''
*''[[Meloidogyne thamesi]]''
== Tilvísanir ==
{{Reflist|32em}}
== Tenglar ==
* [http://www.apsnet.org/edcenter/intropp/lessons/Nematodes/Pages/RootknotNematode.aspx APS Review]
* [http://www.fbs.leeds.ac.uk/nem/ Plant Nematology Lab, University of Leeds] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201202120815/http://www.fbs.leeds.ac.uk/nem/ |date=2020-12-02 }}
{{commonscat|Meloidogyne}}
{{wikilífverur|Meloidogyne}}
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Sníkjudýr]]
[[Flokkur:Þráðormar]]
qli64x300qneoivj0c928djuz2hrtru
Colo-Colo
0
161142
1888438
1873812
2024-11-19T13:40:53Z
Makenzis
56151
1888438
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Club Social y Deportivo Colo Colo
| Mynd = [[Mynd:600px Colo Colo.png|100px]]
| Gælunafn = Cacique
| Stytt nafn =
| Stofnað = 19. apríl 1925
| Leikvöllur = [[Estadio Monumental David Arellano]], [[Santíagó]]
| Stærð = 47.017
| Knattspyrnustjóri = Jorge Almirón
| Deild = '''Síleska úrvalsdeildin'''
| Tímabil = 2024
| Staðsetning = 1. sæti
|pattern_la1 = _colocolo19h|pattern_b1 = _colocolo19h|pattern_ra1 =_colocolo19h
|pattern_sh1 = _colocolo19h |pattern_so1 = _colocolo19h
|leftarm1 = FFFFFF |body1 = FFFFFF |rightarm1 = FFFFFF |shorts1 = 000000 |socks1 = FFFFFF
|pattern_la2 = _colocolo19a |pattern_b2 = _colocolo19a|pattern_ra2 = _colocolo18a
|pattern_sh2 = _colocolo19a |pattern_so2 = _colocolo19a
|leftarm2 = 000000 |body2 = 000000 |rightarm2 = 000000 |shorts2 = 000000 |socks2 = 000000
|pattern_la3 = _colocolo19t |pattern_b3 = _colocolo19t |pattern_ra3 = _colocolo19t
|pattern_sh3 = _colocolo19h |pattern_so3 =
|leftarm3 = FF0000 |body3 = FF0000 |rightarm3 = FF0000 |shorts3 = 000000 |socks3 = FF0000
}}
'''Colo-Colo''', [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] frá [[Síle|síle]] með aðsetur í [[Santíagó]]. Colo-Colo er sigursælasta félag landsins með alls 32 titla.
== Titlar ==
* '''Síleska úrvalsdeildin (29)''': 1937, 1939, 1941, 1944, 1947, 1953, 1956, 1960, 1963, 1970, 1972, 1979, 1981, 1983, 1986, 1989, 1990, 1991, 1993, 1996, 1997 Clausura, 1998, 2002 Clausura, 2006 Apertura, 2006 Clausura, 2007 Apertura, 2007 Clausura, 2008 Clausura, 2009 Clausura, 2014, 2015, 2017
* '''Síleska bikarkeppnin (12)''': 1958, 1974, 1981, 1982, 1985, 1988, 1989, 1990, 1994, 1996, 2016, 2019
[[Mynd:Colo-Colo en 1937, Estadio, 1944-12-15 (85).jpg|thumb|Lið Colo-Colo sem vann deildina árið 1937]]
== Heimasíða ==
* https://www.colocolo.cl/
{{S|1925}}
[[Flokkur:Sílesk knattspyrnufélög]]
r0phcktlzrfba6cc4vci04gf777akv4
1888440
1888438
2024-11-19T13:41:11Z
Makenzis
56151
/* Titlar */
1888440
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Club Social y Deportivo Colo Colo
| Mynd = [[Mynd:600px Colo Colo.png|100px]]
| Gælunafn = Cacique
| Stytt nafn =
| Stofnað = 19. apríl 1925
| Leikvöllur = [[Estadio Monumental David Arellano]], [[Santíagó]]
| Stærð = 47.017
| Knattspyrnustjóri = Jorge Almirón
| Deild = '''Síleska úrvalsdeildin'''
| Tímabil = 2024
| Staðsetning = 1. sæti
|pattern_la1 = _colocolo19h|pattern_b1 = _colocolo19h|pattern_ra1 =_colocolo19h
|pattern_sh1 = _colocolo19h |pattern_so1 = _colocolo19h
|leftarm1 = FFFFFF |body1 = FFFFFF |rightarm1 = FFFFFF |shorts1 = 000000 |socks1 = FFFFFF
|pattern_la2 = _colocolo19a |pattern_b2 = _colocolo19a|pattern_ra2 = _colocolo18a
|pattern_sh2 = _colocolo19a |pattern_so2 = _colocolo19a
|leftarm2 = 000000 |body2 = 000000 |rightarm2 = 000000 |shorts2 = 000000 |socks2 = 000000
|pattern_la3 = _colocolo19t |pattern_b3 = _colocolo19t |pattern_ra3 = _colocolo19t
|pattern_sh3 = _colocolo19h |pattern_so3 =
|leftarm3 = FF0000 |body3 = FF0000 |rightarm3 = FF0000 |shorts3 = 000000 |socks3 = FF0000
}}
'''Colo-Colo''', [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] frá [[Síle|síle]] með aðsetur í [[Santíagó]]. Colo-Colo er sigursælasta félag landsins með alls 32 titla.
== Titlar ==
* '''Síleska úrvalsdeildin (34)''': 1937, 1939, 1941, 1944, 1947, 1953, 1956, 1960, 1963, 1970, 1972, 1979, 1981, 1983, 1986, 1989, 1990, 1991, 1993, 1996, 1997 Clausura, 1998, 2002 Clausura, 2006 Apertura, 2006 Clausura, 2007 Apertura, 2007 Clausura, 2008 Clausura, 2009 Clausura, 2014, 2015, 2017, 2022, 2024
* '''Síleska bikarkeppnin (12)''': 1958, 1974, 1981, 1982, 1985, 1988, 1989, 1990, 1994, 1996, 2016, 2019
[[Mynd:Colo-Colo en 1937, Estadio, 1944-12-15 (85).jpg|thumb|Lið Colo-Colo sem vann deildina árið 1937]]
== Heimasíða ==
* https://www.colocolo.cl/
{{S|1925}}
[[Flokkur:Sílesk knattspyrnufélög]]
10oc497e1dire31pprti7a67bq74txb
Nicholas Crafts
0
165136
1888492
1852541
2024-11-20T06:10:32Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888492
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Nicholas Crafts (2012).jpg|thumb|Nicholas Crafts (9.mars 1949)]]
'''Nicholas Francis Robert Crafts''' (fæddur [[9. mars]] [[1949]] í [[Nottingham]] á [[England|Englandi]]; d. 6. oktober [[2023]]), fyrrum [[prófessor]] í [[Saga hagfræðinnar|sögu hagfræðinnar]] í [[London School of Economics]] frá [[1995]] - [[2005]], einnig fyrrum [[prófessor]] í [[University of Leeds]] [[1987]] - [[1988]], var nú [[prófessor]] í [[London School of Economics]] og [[Political Science University of London]] síðan [[1995]] og er einnig [[prófessor]] í [[Saga hagfræðinnar|sögu hagfræðinnar]] í [[University of Warwick]] og hefur verið síðan [[2005]]. Crafts kennir einnig fyrir [[TRIUM Global Executive MBA Program]], bandalag [[NYU Stern School of Business]]. Crafts gekk í [[Brunts Grammar School]] í [[Mansfield]]. Hann var nemi við [[Trinity College]] í [[Cambridge]] og lauk [[BA-próf|BA -prófi]] í [[hagfræði]] árið [[1970]].<ref>{{Cite web|url=https://warwick.ac.uk/fac/soc/economics/staff/nfrcrafts/|title=Nicholas Crafts|website=warwick.ac.uk|access-date=2021-10-08|archive-date=2021-10-08|archive-url=https://web.archive.org/web/20211008152809/https://warwick.ac.uk/fac/soc/economics/staff/nfrcrafts/|url-status=dead}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.thebritishacademy.ac.uk/fellows/nicholas-crafts-FBA/|title=Professor Nicholas Crafts FBA|website=The British Academy|language=en|access-date=2021-10-08}}</ref>
== Framlag til hagfræðinnar ==
Crafts sérhæfir sig mörgu, meðal annars í breskri hagfræði seinustu 200 ára, evrópskum [[Hagvöxtur|hagvexti]], [[sagnfræði]] bresku hagfræðinnar, [[Iðnbyltingin|iðnbyltingunni]], alþjóðlegum tekjujöfnuðum, sérstaklega tengdum [[Vísitala|mannþróunnarvísitölum]]. Cafts hefur yfir ævina skrifað og gefið út gríðarlegt magn af allskyns greinum og fræðiritum, til dæmis um bresk yfirvöld og [[Alþjóðastofnun|alþjóðastofnanir]] líkt og [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðinn]].
Á [[Níundi áratugurinn|níunda áratugnum]] lagði Crafts fram þá kenningu að á meðan [[Iðnbyltingin|iðnbyltingunni]] stóð var óeðlilega hátt hlutfall breska hagkerfisins (miðað við önnur lönd sem [[Iðnvæðing|iðnvæddust]] síðar) varið til iðnaðar og alþjóðaviðskipta og að breskt hagkerfi hafði og mun alltaf eiga það til að vaxa hægt. Crafts segir að þegar [[Þýskaland]] og [[Bandaríkin]] náðu [[Bretland|Bretlandi]] fram undir lok [[Nítjánda öld|nítjándu aldar]], var það ekki vegna þess að brestur í [[Bretland|Bretlandi]] hægði heldur uxu þau lönd hraðar, enda bæði stærri lönd.<ref name=":0">{{Bókaheimild|titill=British Economic Growth during the Industrial Revolution|höfundur=Nick Crafts|ár=1985|útgefandi=Oxford UP}}</ref> Crafts mældi vaxtarhraða ýmissa [[Atvinnugrein|atvinnugreina]] til þess að mæla [[Hagvöxtur|vöxt]] breska hagkerfisins meðan á [[Iðnbyltingin|iðnbyltingunni]] stóð. Hann komst að því að heildar vöxtur var mun lægri en áður hafði verið talið, og var aðalega í tveimur atvinnugreinum, [[Bómull|bómuli]] og [[Járn|járni]].<ref>{{Cite journal|last=Crafts|first=Nicholas|date=2004-06|title=Productivity Growth in the Industrial Revolution: A New Growth Accounting Perspective|url=https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-economic-history/article/abs/productivity-growth-in-the-industrial-revolution-a-new-growth-accounting-perspective/0B0A3BFA1CA912D5BDDAE7DEEA8ACD59|journal=The Journal of Economic History|language=en|volume=64|issue=2|pages=521–535|doi=10.1017/S0022050704002785|issn=1471-6372}}</ref> Nokkrir sagnfræðingar (ekki Crafts sjálfur) notuðu þessar tölur til að gefa til kynna að það væri óviðeigandi að lýsa tímabilinu sem „[[Iðnbyltingin|iðnbyltingu]]“. Flestir héldu því hins vegar fram að þótt vaxtarhraði hefði verið hægari og stöðugri í iðnbyltingunni en áður var talið, þá væri hinsvegar hugmyndin um „[[Iðnbyltingin|iðnbyltingu]]“ enn gild.<ref name=":0" /><ref>{{Cite journal|last=Griffin|first=Emma|title=The ‘industrial revolution’: interpretations from 1830 to the present|url=https://www.academia.edu/1843995/The_industrial_revolution_interpretations_from_1830_to_the_present}}</ref>
== Heimildir ==
{{reflist}}
{{DEFAULTSORT:Crafts, Nicholas}}
[[Flokkur:Enskir hagfræðingar]]
{{fde|1949|2023|Crafts, Nicholas}}
6l6scwrgorgp1j3dmotsayshzaw5p4e
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022
0
165582
1888476
1886513
2024-11-20T00:54:31Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888476
wikitext
text/x-wiki
'''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022''' eða '''HM 2022''' fór fram í [[Katar]] dagana [[20. nóvember]] til [[18. desember]]. Þetta var [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppni]] númer 22 og sú fyrsta sem haldin var í [[Mið-Austurlönd|Miðausturlöndum]] og aðeins önnur sem fram fór í [[Asía|Asíu]]. Flestar fyrri keppnir hafa farið fram að sumarlagi en vegna þrúgandi hita á [[Arabíuskagi|Arabíuskaga]] á þeim árstíma var keppnin haldin að vetrarlagi. Valið á gestgjöfunum var harðlega gagnrýnt af ýmsum mannréttindasamtökum.
== Val á gestgjöfum ==
Ákvörðunin um val á gestgjöfum á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2018|HM 2018]] og HM 2022 fór fram samtímis á árunum 2009 og 2010. Í aðdraganda valsins ákvað [[FIFA]] að hverfa frá fyrri stefnu um að láta gestgjafahlutverkið ganga frá einni heimsálfu til annarrar. Þess í stað var tekin sú ákvörðun að mótið skyldi ekki haldið í sömu álfu tvær keppnir í röð.
Alls stóðu þrettán þjóðir að samtals ellefu boðum. Tvær þeirra, [[Mexíkó]] og [[Indónesía]] drógu sig þó til baka áður en á hólminn var komið. Eftir stóðu [[England]], [[Rússland]], [[Ástralía]], [[Bandaríkin]], [[Katar]], [[Suður-Kórea]], [[Japan]] og sameiginleg boð [[Spánn|Spánar]] og [[Portúgal|Portúgals]] annars vegar en [[Holland|Hollands]] og [[Belgía|Belgíu]] hins vegar. Meðan á umsóknarferlinu stóð féllu öll löndin utan Evrópu frá því að falast eftir keppninni 2018. Því varð ljóst að umsóknirnar fjórar frá Evrópu myndu bítast sín á milli um það mót en hinar fimm um keppnina 2022.
Rússar unnu afgerandi sigur í kosningunni um keppnina 2018. Fengu níu atkvæði af 22 í fyrstu umferð og hreinan meirihluta, þrettán atkvæði í næstu umferð. Öllu óvæntara varð hins vegar að Katar hlaut ellefu atkvæði í fyrstu umferð í kosningunni um 2022. Suður-Kórea kom næst með fjögur atkvæði, þá Bandaríkin og Japan með þrjú hvort og Ástralir ráku lestina með aðeins eitt atkvæði. Í næstu umferð var Ástralía felld úr keppni. Katar fór úr ellefu atkvæðum í tíu. Bandaríkin og Japan með fimm atkvæði, en Japan féll úr leik með aðeins tvö atkvæði. Enn var gengið til atkvæða og í þriðju umferð fékk Katar ellefu atkvæði á ný á meðan Bandaríkin hlutu sex og Suður-Kórea fimm. Því þurfti að grípa til hreinnar úrslitakosningar þar sem Katar fékk fjórtán atkvæði gegn tíu atkvæðum Bandaríkjamanna.
Þessi niðurstaða kom mörgum í opna skjöldu þar sem umsókn Katar var af mörgum talin langsótt í ljósi þess að landið er fámennt og ekki hátt skrifað í heimsknattspyrnunni. Ljóst var að alla leikvanga þyrfti að reisa frá grunni og mikil óvissa var um hvort unnt yrði að halda mótið á hefðbundnum leiktíma vegna veðurfars, þótt skipuleggjendur segðust bjartsýnir á að leysa mætti það með tæknilegum útfærslum. Þá gagnrýndu ýmis verkalýðs- og mannréttindasamtök staðarvalið harðlega og bentu á illa meðferð á farandverkafólki í landinu. Reiðibylgjan í kjölfar valsins átti sinn þátt í falli [[Sepp Blatter]] sem forseta FIFA, þótt sjálfur hefði hann í raun ekki verið sérstakur stuðningsmaður þess að mótið færi fram í Katar. Ítrekuðum kröfum um að FIFA endurskoðaði ákvörðun sína var ekki sinnt og ákall um sniðgöngu mótsins skilaði litlum árangri.
== Þátttökulið ==
32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of_Qatar.svg|20px]] [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
* [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
* [[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
* [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]
* [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
* [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]
* [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
* [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
* [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
* [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] [[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
* [[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]
* [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
* [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
* [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]
* [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
* [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] [[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
* [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
* [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
* [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
* [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
* [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]
* [[Mynd:Flag_of_Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
* [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] [[Serbneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Serbía]]
* [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
* [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
* [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
* [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
* [[Mynd:Flag_of_Wales.svg|20px]] [[Velska karlalandsliðið í knattspyrnu|Wales]]
* [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
{{col-end}}
== Leikvangar ==
Átta leikvangar í fimm borgum og bæjum voru notaðir á mótinu.
<center>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Lusail
!Al Khor
!colspan=2|[[Doha]]
|-
|Lusail Iconic leikvangurinn
|[[Al Bayt leikvangurinn]]
|Leikvangur 974
|[[Al Thumama leikvangurinn]]
|-
|áh.: '''80.000'''<br>
|áh.: '''60.000'''
|áh.: '''40.000'''
|áh.: '''40.000'''
|-
|
|
|
|
|-
!colspan=3|Al Rayyan
!Al Wakrah
|-
|[[Education City leikvangurinn]]
|[[Ahmed bin Ali leikvangurinn]]
|Khalifa-alþjóðaleikvangurinn
|Al Janoub-leikvangurinn
|-
|áh.: '''45.350'''
|áh.: '''44.740'''
|áh.: '''40.000'''
|áh.: '''40.000'''
|-
|
|
|[[File:Khalifa_Stadium,_Doha,_Brazil_vs_Argentina_(2010).jpg|200x200px]]
|[[File:2020_AFC_Champions_League_Final_2.jpg|200px]]
|}
</center>
== Keppnin ==
=== Riðlakeppnin ===
Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.
==== Riðill 1 ====
Nokkur óvissa var um styrkleika gestgjafaliðsins, sem varði mörgum mánuðum saman í æfingabúðum fyrir keppnina. Lið Katar olli vonbrigðum og varð fyrsta heimaliðið til að tapa öllum leikjum sínum. Hollendingar enduðu á toppnum með sjö stig, en máttu þó prísa sig sæli með jafntefli á móti Ekvador í miðjuleiknum. Senegal og Ekvador mættust svo í fjörugum úrslitaleik um annað sætið þar sem afrísku meistararnir reyndust sterkari.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||2||1||0||5||1||+4||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of_Senegal.svg|20px]]||[[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]||3||2||0||1||5||4||+1||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||1||1||1||4||3||+1||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Qatar.svg|20px]]||[[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]]||3||0||0||3||1||7||-6||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Qatar.svg|20px]] [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Enner Valencia|Valencia]] 16, 31
|leikvangur= [[Al Bayt leikvangurinn]], Al Khor
|áhorfendur= 67.372
|dómari= Daniele Orsato, [[Ítalía|Ítalíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Cody Gakpo|Gakpo]] 84, [[Davy Klaassen|Klaassen]] 90+9
|leikvangur= [[Al Thumama leikvangurinn]], [[Doha]]
|áhorfendur= 41.721
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Qatar.svg|20px]] [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]]
|úrslit= 1-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Mohammed Muntari|Muntari]] 78
|mörk2= [[Boulaye Dia|Dia]] 41, [[Famara Diédhiou|Diédhiou]] 48, [[Bamba Dieng|Dieng]] 84
|leikvangur= [[Al Thumama leikvangurinn]], [[Doha]]
|áhorfendur= 41.797
|dómari= Antonio Mateu Lahoz, [[Spánn|Spáni]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cody Gakpo|Gakpo]] 6
|mörk2= [[Enner Valencia|Valencia]] 49
|leikvangur= Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
|áhorfendur= 44.833
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Qatar.svg|20px]] [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cody Gakpo|Gakpo]] 26, [[Frenkie de Jong|F. de Jong]] 49
|mörk2=
|leikvangur= [[Al Bayt leikvangurinn]], Al Khor
|áhorfendur= 66.784
|dómari= Bakary Gassama, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Moisés Caicedo|Caicedo]] 67
|mörk2= [[Ismaïla Sarr|Sarr]] 44, [[Kalidou Koulibaly|Koulibaly]] 70
|leikvangur= Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
|áhorfendur= 44.569
|dómari= Clément Turpin, [[Gambía|Gambíu]]
|}}
==== Riðill 2 ====
England fór sannfærandi í gegnum riðilinn með níu mörk skoruð, þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum í miðjuleiknum. Lið Wales á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1958|árinu 1958]] ollu stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum og fengu m.a. á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Írönum. Íran hefði dugað jafntefli gegn Bandaríkjamönnum til að komast í næstu umferð en máttu sætta sig við 1:0 tap þrátt fyrir harða hríð að bandaríska markinu í lokin.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]]||[[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||2||1||0||0||2||+7||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of_USA.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||1||2||0||2||1||+1||'''5'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]]||[[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]||3||1||0||2||4||7||-3||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Wales.svg|20px]]||[[Velska karlalandsliðið í knattspyrnu|Wales]]||3||0||1||2||1||6||-5||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 6-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jude Bellingham|Bellingham]] 35, [[Bukayo Saka|Saka]] 43, 62, [[Raheem Sterling|Sterling]] 45+1, [[Marcus Rashford|Rashford]] 71, [[Jack Grealish|Grealish]] 90
|mörk2= [[Mehdi Taremi|Taremi]] 65, 90+13
|leikvangur= Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
|áhorfendur= 45.334
|dómari= Raphael Claus, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Wales.svg|20px]] [[Velska karlalandsliðið í knattspyrnu|Wales]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gareth Bale|Bale]] 82
|mörk2= [[Timothy Weah|Weah]] 36
|leikvangur= [[Ahmed bin Ali leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 43.418
|dómari= Abdulrahman Al-Jassim, [[Katar]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Wales.svg|20px]] [[Velska karlalandsliðið í knattspyrnu|Wales]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Rouzbeh Cheshmi|Cheshmi]] 90+8, [[Ramin Rezaeian|Rezaeian]] 90+11
|leikvangur= [[Ahmed bin Ali leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 40.875
|dómari= Mario Escobar, [[Gvatemala]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= [[Al Bayt leikvangurinn]], Al Khor
|áhorfendur= 68.463
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Wales.svg|20px]] [[Velska karlalandsliðið í knattspyrnu|Wales]]
|úrslit= 0-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Marcus Rashford|Rashford]] 50, 68, [[Phil Foden|Foden]] 51
|leikvangur= [[Ahmed bin Ali leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 44.297
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Iran.svg|20px]] [[Íranska karlalandsliðið í knattspyrnu|Íran]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Christian Pulisic|Pulisic]] 38
|leikvangur= [[Al Thumama leikvangurinn]], [[Doha]]
|áhorfendur= 42.127
|dómari= Antonio Mateu Lahoz, [[Spánn|Spáni]]
|}}
==== Riðill 3 ====
Sigur Sádi-Araba á Argentínu í fyrsta leik riðilsins var af mörgum talinn einhver sá óvæntasti í sögu HM. Þessi slæma byrjun sló Argentínumenn þó ekki út af laginu og unnu þeir báða leikina sem eftir voru og nældu í toppsætið. Pólverjar skriðu áfram þrátt fyrir 2:0 tap í lokaleiknum vegna hagstæðra úrslita í viðureign Maxíkó og Sádi-Arabíu. Mexíkó sótti stíft en hefði þurft að skora eitt mark til viðbótar til að komast áfram á markatölu.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]]||[[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||1||1||1||2||3||-1||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]]||[[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]||3||1||0||2||3||5||-2||'''3'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lionel Messi|Messi]] 10
|mörk2= [[Saleh Al-Shehri|Al-Shehri]] 48, [[Salem Al-Dawsari|Al-Dawsari]] 53
|leikvangur= Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
|áhorfendur= 88.012
|dómari= Slavko Vinčić, [[Slóvenía|Slóveníu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= 974 leikvangurinn, [[Doha]]
|áhorfendur= 39.369
|dómari= Chris Beath, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Piotr Zieliński|Zieliński]] 39, [[Robert Lewandowski|Lewandowski]] 82
|mörk2=
|leikvangur= [[Education City leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 44.259
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lionel Messi|Messi]] 64, [[Enzo Fernández|Fernández]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
|áhorfendur= 88.966
|dómari= Daniele Orsato, [[Ítalía|Ítalíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Alexis Mac Allister|Mac Allister]] 46, [[Julián Álvarez|Álvarez]] 67
|leikvangur= 974 leikvangurinn, [[Doha]]
|áhorfendur= 44.089
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland|Hollandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Saudi Arabia.svg|20px]] [[Sádiarabíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sádi-Arabía]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Salem Al-Dawsari|Al-Dawsari]] 90+5
|mörk2= [[Henry Martín|Martín]] 47, [[Luis Chávez|Chávez]] 52
|leikvangur= Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
|áhorfendur= 84.985
|dómari= Michael Oliver, [[England|Englandi]]
|}}
==== Riðill 4 ====
Búist var við því að baráttan um toppsæti riðilsins stæði milli Frakka og Dana en annað kom á daginn. Danska liðið gerði markalaust jafntefli við Túnis í fyrsta leik og tapaði síðan naumlega fyrir Frökkum, sem voru komnir áfram eftir tvær fyrstu umferðirnar. Ástralir skelltu hins vegar Dönum í lokaumferðinni og komust áfram á kostnað Túnisbúa sem sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir að ná að leggja heimsmeistarana í lokaleiknum.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]]||[[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]]||[[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]||3||2||0||1||3||4||-1||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]]||[[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]]||[[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]||3||0||1||2||1||3||-2||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= [[Education City leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 42.925
|dómari= César Arturo Ramo, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 4-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Adrien Rabiot|Rabiot]] 27, [[Olivier Giroud|Giroud]] 32, 71, [[Kylian Mbappé|Mbappé]] 68
|mörk2= [[Craig Goodwin|Goodwin]] 9
|leikvangur= Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
|áhorfendur= 40.875
|dómari= Victor Gomes, [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Mitchell Duke|Duke]] 23
|leikvangur= Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
|áhorfendur= 41.823
|dómari= Daniel Siebert, [[Þýskaland|Þýskalandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kylian Mbappé|Mbappé]] 61, 86
|mörk2= [[Andreas Christensen|A. Christensen]] 68
|leikvangur= 974 leikvangurinn, [[Doha]]
|áhorfendur= 42.860
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland|Póllandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wahbi Khazri|Khazri]] 58
|mörk2=
|leikvangur= [[Education City leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 43.627
|dómari= Matthew Conger, [[Nýja-Sjáland|Nýja-Sjálandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Denmark.svg|20px]] [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Mathew Leckie|Leckie]] 60
|mörk2=
|leikvangur= Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
|áhorfendur= 41.232
|dómari= Mustapha Ghorbal, [[Alsír]]
|}}
==== Riðill 5 ====
Þjóðverjar virtust ætla að vinna vandræðalítinn sigur á Japönum í fyrsta leik en misstu 1:0 forystu niður í 1:2 tap. Sama dag unni Spánverjar einn af stærri sigrum HM-sögunnar þegar þeir flengdu lið Kosta Ríka 7:0. Riðillinn opnaðist upp á gátt á nýjan leik þegar Kosta Ríka lagði Japan og Spánverjar og Þjóðverjar gerðu 1:1 jafntefli. Þjóðverjar unnu lokaleikinn gegn Kosta Ríka en þurftu að treysta á hagstæð úrslit í viðureign Japan og Spánar á sama tíma. Spænska liðið komst yfir en tapaði að lokum með tveimur mörkum gegn einu. Úrslitin tryggðu Japönum toppsætið en ýmsir veittu því athygli að tapið kom sér vel fyrir Spánverja sem eygðu fyrir vikið léttari mótherja í næstu umferðum.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||2||0||1||4||3||+1||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]]||[[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||1||1||1||9||3||+6||'''4'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]]||[[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||1||1||1||6||5||+1||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]]||[[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]||3||1||0||2||3||11||-8||'''3'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|skýrsla=
|mörk1= [[İlkay Gündoğan|Gündoğan]] 33
|mörk2= [[Ritsu Dōan|Dōan]] 75, [[Takuma Asano|Asano]] 83
|leikvangur= Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
|áhorfendur= 42.608
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|úrslit= 7-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Dani Olmo|Olmo]] 11, [[Marco Asensio|Asensio]] 21, [[Ferran Torres|F. Torres]] 31, 54, [[Gavi]] 74, [[Carlos Soler|Soler]] 90, [[Álvaro Morata|Morata]] 90+2
|mörk2=
|leikvangur= [[Al Thumama leikvangurinn]], [[Doha]]
|áhorfendur= 40.013
|dómari= Mohammed Abdulla Hassan Mohamed, [[Sameinuðu arabísku furstadæmin|Sameinuðu arabísku furstadæmunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Keysher Fuller|Fuller]] 81
|leikvangur= [[Ahmed bin Ali leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 41.479
|dómari= Michael Oliver, [[England|Englandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Niclas Füllkrug|Füllkrug]] 83
|mörk2= [[Álvaro Morata|Morata]] 62
|leikvangur= [[Al Bayt leikvangurinn]], Al Khor
|áhorfendur= 68.895
|dómari= Danny Makkelie, [[Holland|Hollandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ritsu Dōan|Dōan]] 48, [[Ao Tanaka|Tanaka]] 51
|mörk2= [[Álvaro Morata|Morata]] 11
|leikvangur= Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
|áhorfendur= 44.851
|dómari= Victor Gomes, [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|úrslit= 2-4
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Yeltsin Tejeda|Tejeda]] 58, [[Juan Pablo Vargas|Vargas]] 70
|mörk2= [[Serge Gnabry|Gnabry]] 10, [[Kai Havertz|Havertz]] 73, 85, [[Niclas Füllkrug|Füllkrug]] 89
|leikvangur= [[Al Bayt leikvangurinn]], Al Khor
|áhorfendur= 67.054
|dómari= Stéphanie Frappart, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
==== Riðill 6 ====
Belgar mættu til leiks sem næsthæsta liðið á heimlista FIFA og hófu keppni með sigri á Kanadamönnum. Eftir það gekk allt á afturfótunum. Marokkó sigraði Belga 2:0 í annarri umferð og endaði óvænt á toppnum með sjö stig. Belgar þurftu á sigri að halda gegn Króötum í lokaumferðinni en tókst ekki að ná því markmiði og silfurliðið frá 2018 komst í næstu umferð.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]]||[[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]||3||2||1||0||4||1||+3||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]]||[[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]||3||1||2||0||4||1||+3||'''5'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]]||[[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]||3||1||1||1||1||2||-1||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]]||[[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]||3||0||0||3||2||7||-5||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= [[Al Bayt leikvangurinn]], Al Khor
|áhorfendur= 59.407
|dómari= Fernando Rapallini, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] [[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Michy Batshuayi|Batshuayi]] 44
|mörk2=
|leikvangur= [[Ahmed bin Ali leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 40.432
|dómari= Janny Sikazwe, [[Sambía|Sambíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Romain Saïss|Saïss]] 73, [[Zakaria Aboukhlal|Aboukhlal]] 90+2
|leikvangur= [[Al Thumama leikvangurinn]], [[Doha]]
|áhorfendur= 43.738
|dómari= César Arturo Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|úrslit= 4-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] [[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Andrej Kramarić|Kramarić]] 36, 70, [[Marko Livaja|Livaja]] 44, [[Lovro Majer|Majer]] 90+4
|mörk2= [[Alphonso Davies|Davies]] 2
|leikvangur= [[Ahmed bin Ali leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 44.374
|dómari= Andrés Matonte, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] [[Belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Belgía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= [[Ahmed bin Ali leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 43.984
|dómari= Anthony Taylor, [[England|Englandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] [[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Nayef Aguerd|Aguerd]] 40 (sjálfsm.)
|mörk2= [[Hakim Ziyech|Ziyech]] 4, [[Youssef En-Nesyri|En-Nesyri]] 23
|leikvangur= [[Al Thumama leikvangurinn]], [[Doha]]
|áhorfendur= 43.102
|dómari= Raphael Claus, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
==== Riðill 7 ====
Brasilía tryggði sér sætið í næstu umferð með því að vinna Evrópuþjóðirnar í tveimur fyrstu leikjum sínum. Liðinu tókst þó ekki að fara ósigrað í gegnum forkeppnina eftir að Kamerún stal sigrinum með marki í uppbótartíma í lokaleiknum, það var þó ekki nóg fyrir afríska liðið sem lauk keppni með fjögur stig, tveimur minna en Svisslendingar sem unnu æsilegan sigur á Serbum í lokaleik.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||3||1||+2||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]]||[[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]||3||2||0||1||4||3||+1||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||1||1||1||4||4||0||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]]||[[Serbneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Serbía]]||3||0||1||2||5||8||-3||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Breel Embolo|Embolo]] 48
|mörk2=
|leikvangur= Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
|áhorfendur= 39.089
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] [[Serbneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Serbía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Richarlison]] 62, 73
|mörk2=
|leikvangur= Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
|áhorfendur= 88.103
|dómari= Alireza Faghani, [[Íran]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
|úrslit= 3-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] [[Serbneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Serbía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jean-Charles Castelletto|Castelletto]] 29, [[Vincent Aboubakar|Aboubakar]] 63, [[Eric Maxim Choupo-Moting|Choupo-Moting]] 66
|mörk2= [[Strahinja Pavlović|Pavlović]] 45+1, [[Sergej Milinković-Savić|Milinković-Savić]] 45+3, [[Aleksandar Mitrović|Mitrović]] 53
|leikvangur= Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
|áhorfendur= 39.789
|dómari= Mohammed Abdulla Hassan Mohamed, [[Sameinuðu arabísku furstadæmin|Sameinuðu arabísku furstadæmunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Casemiro]] 83
|mörk2=
|leikvangur= 974 leikvangurinn, [[Doha]]
|áhorfendur= 43.649
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 2. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Vincent Aboubakar|Aboubakar]] 90+2
|mörk2=
|leikvangur= 974 leikvangurinn, [[Doha]]
|áhorfendur= 41.378
|dómari= Ismail Elfath, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 2. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Serbia.svg|20px]] [[Serbneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Serbía]]
|úrslit= 2-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Aleksandar Mitrović|Mitrović]] 26, [[Dušan Vlahović|Vlahović]] 35
|mörk2= [[Xherdan Shaqiri|Shaqiri]] 20, [[Breel Embolo|Embolo]] 44, [[Remo Freuler|Freuler]] 48
|leikvangur= Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
|áhorfendur= 85.986
|dómari= Fernando Rapallini, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
==== Riðill 8 ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|M.munur
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]]||[[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]||3||2||0||1||6||4||+2||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||1||1||1||4||4||0||'''4'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]]||[[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]||3||1||0||2||5||7||-2||'''3'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suður-kóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kóreska]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= [[Education City leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 41.663
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|úrslit= 3-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] [[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cristiano Ronaldo|Ronaldo]] 65, [[João Félix|Félix]] 78, [[Rafael Leão|Leão]] 80
|mörk2= [[André Ayew|Ayew]] 73, [[Osman Bukari|Bukari]] 89
|leikvangur= 974 leikvangurinn, [[Doha]]
|áhorfendur= 42.662
|dómari= Ismail Elfath, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suður-kóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kóreska]]
|úrslit= 2-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] [[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cho Gue-sung]] 58, 61
|mörk2= [[Mohammed Salisu|Salisu]] 24, [[Mohammed Kudus|Kudus]] 34, 68
|leikvangur= [[Education City leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 43.983
|dómari= Anthony Taylor, [[England|Englandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. nóvember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Fernandes|Fernandes]] 54, 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Lusail Iconic leikvangurinn, Lusail
|áhorfendur= 88.668
|dómari= Alireza Faghani, [[Íran]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 2. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suður-kóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kóreska]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kim Young-gwon]] 27, [[Hwang Hee-chan]] 90+1
|mörk2= [[Ricardo Horta|Horta]] 5
|leikvangur= [[Education City leikvangurinn]], Al Rayyan
|áhorfendur= 44.097
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 2. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Ghana.svg|20px]] [[Ganverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gana]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Giorgian de Arrascaeta|De Arrascaeta]] 39, 85
|leikvangur= Al Janoub leikvangurinn, Al Wakrah
|áhorfendur= 43.443
|dómari= Daniel Siebert, [[Þýskaland|Þýskalandi]]
|}}
=== Úrslitakeppnin ===
Sextán lið komust í úrslitakeppnina sem leikin er með útsláttarfyrirkomulagi.
==== 16-liða úrslit ====
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Memphis Depay|Depay]] 10, [[Daley Blind|Blind]] 45+1, [[Denzel Dumfries|Dumfries]] 81
|mörk2= [[Haji Wright|Wright]] 76
|leikvangur= Khalifa International Stadium, Al Rayyan
|áhorfendur= 44.846
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Australia.svg|20px]] [[Ástralska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lionel Messi|Messi]] 35, [[Julián Álvarez|Álvarez]] 57
|mörk2= [[Enzo Fernández|Fernández]] 77 (sjálfsm.)
|leikvangur= Ahmad bin Ali Stadium, Al Rayyan
|áhorfendur= 45.032
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Poland.svg|20px]] [[Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Pólland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Olivier Giroud|Giroud]] 44, [[Kylian Mbappé|Mbappé]] 74, 90+1
|mörk2= [[Robert Lewandowski|Lewandowski]] 90+9 (vítasp.)
|leikvangur= Al Thumama Stadium, [[Doha]]
|áhorfendur= 40.989
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jordan Henderson|Henderson]] 38, [[Harry Kane|Kane]] 45+3, [[Bukayo Saka|Saka]] 57
|mörk2=
|leikvangur= Al Bayt Stadium, Al Khor
|áhorfendur= 65.985
|dómari= Iván Barton, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|úrslit= 1-1 (1-3 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Krótaía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Daizen Maeda|Maeda]] 43
|mörk2= [[Ivan Perišić|Perišić]] 55
|leikvangur= Al Janoub Stadium, Al Wakrah
|áhorfendur= 42.523
|dómari= Ismail Elfath, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 4-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Vinícius Júnior]] 7, [[Neymar]] 13 (vítasp.), [[Richarlison]] 29, [[Lucas Paquetá|Paquetá]] 36
|mörk2= [[Paik Seung-ho]] 76
|leikvangur= Stadium 974, [[Doha]]
|áhorfendur= 43.847
|dómari= Clément Turpin, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 6. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]
|úrslit= 0-0 (3-0 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Education City Stadium, Al Rayyan
|áhorfendur= 44.667
|dómari= Fernando Rapallini, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 6. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|úrslit= 6-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Switzerland.svg|20px]] [[Svissneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Sviss]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonçalo Ramos|Ramos]] 17, 51, 67, [[Pepe]] 33, [[Raphaël Guerreiro|Guerreiro]] 55, [[Rafael Leão|Leão]] 90+2
|mörk2= [[Manuel Akanji|Akanji]] 58
|leikvangur= Lusail Stadium, Lusail
|áhorfendur= 83.720
|dómari= César Arturo Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
==== Fjórðungsúrslit ====
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|úrslit= 1-1 (4-2 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Bruno Petković|Petković]] 117
|mörk2= [[Neymar]] 105+1
|leikvangur= Education City Stadium, Al Rayyan
|áhorfendur= 43.893
|dómari= Michael Oliver, [[England|Englandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 2-2 (3-4 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wout Weghorst|Weghorst]] 83, 90+11
|mörk2= [[Nahuel Molina|Molina]] 35, [[Lionel Messi|Messi]] 73 (vítasp.)
|leikvangur= Lusail Stadium, Lusail
|áhorfendur= 88.235
|dómari= Antonio Mateu Lahoz, [[Spánn|Spáni]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Portugal.svg|20px]] [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgal]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Youssef En-Nesyri|En-Nesyri]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Al Thumama Stadium, [[Doha]]
|áhorfendur= 44.198
|dómari= Facundo Tello, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Harry Kane|Kane]] 54 (vítasp.)
|mörk2= [[Aurélien Tchouaméni|Tchouaméni]] 17, [[Olivier Giroud|Giroud]] 78
|leikvangur= Al Bayt Stadium, Al Khor
|áhorfendur= 68.895
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
==== Undanúrslit ====
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lionel Messi|Messi]] 34 (vítasp.), [[Julián Álvarez|Álvarez]] 39, 69
|mörk2=
|leikvangur= Lusail Stadium, Lusail
|áhorfendur= 88.966
|dómari= Daniele Orsato, [[Ítalía|Ítalíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Théo Hernandez|T. Hernandez]] 5, [[Randal Kolo Muani|Kolo Muani]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Al Bayt Stadium, Al Khor
|áhorfendur= 68.294
|dómari= César Arturo Ramos, [[Mexíkó]]
|}}
==== Bronsleikur ====
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Croatia.svg|20px]] [[Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Króatía]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Joško Gvardiol|Gvardiol]] 7, [[Mislav Oršić|Oršić]] 42
|mörk2= [[Achraf Dari|Dari]] 9
|leikvangur= Khalifa alþjóðaleikvangurinn, Al Rayyan
|áhorfendur= 44.137
|dómari= Abdulrahman Al-Jassim, [[Katar]]
|}}
==== Úrslitaleikur ====
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. desember
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 3-3 (4-2 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lionel Messi|Messi]] 23 (vítasp.), 108, [[Ángel Di María|Di María]] 36
|mörk2= [[Kylian Mbappé|Mbappé]] 80 (vítasp.), 81, 118 (vítasp.)
|leikvangur= Lusail Stadium, Lusail
|áhorfendur= 88.966
|dómari= Szymon Marciniak, [[Pólland|Póllandi]]
|}}
==Verðlaun==
===Markahæstir===
*8 mörk: [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Kylian Mbappé]]
*7 mörk: [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Lionel Messi]]
*4 mörk: [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Olivier Giroud]] (bronsskórinn vegna færri spilunartíma), [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Julián Álvarez]]
===Bestu leikmenn===
*Gullboltinn: [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] Lionel Messi
*Silfurboltinn: [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] Kylian Mbappé
*Bronsboltinn: [[Mynd:Flag_of Croatia.svg|20px]] [[Luka Modric]]
===Gullhanskinn===
* [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] Emiliano Martínez
===Besti ungi leikmaður===
* [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] Enzo Fernández
===FIFA Fair Play-verðlaunin===
* [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] England
== Deilur og álitamál ==
Sjaldan eða aldrei í sögu heimsmeistarakeppninnar hafa komið upp jafnmörg deiluefni og í tengslum við HM í Katar. Þær hófust nánast um leið og tilkynnt var um valið á gestgjöfunum og héldu áfram meðan á undirbúningstímabilinu stóð. Hluti álitaefnanna tengdist mannréttindamálum í landinu, en einnig mál sem tengdust mótshaldinu sjálfu eða þróun alþjóðamála.
=== Hitastig og leiktími ===
Um leið og staðarval HM 2022 lá fyrir vöknuðu spurningar um hvort unnt yrði að halda mótið á sínum hefðbundna tíma á sumrin. Hitinn í Katar er oft um fimmtíu gráður að sumarlagi og bentu sérfræðingar á að slíkt hlyti að koma niður á gæðum knattspyrnunnar og gæti jafnvel stefnt heilsu leikmanna í hættu. Skipuleggjendur gerðu í fyrstu lítið úr þessum áhyggjum, þar sem fullkominni tækni yrði beitt til þess að loftkæla leikvanganna meðan á keppni stæði. Með tímanum jukust þó efasemdir um að slíkar lausnir yrðu framkvæmanlegar og á árinu 2013 ákvað FIFA að láta kanna kosti þess að halda mótið að vetrarlagi.
Hugmyndir um að halda mótið í janúar og febrúar 2022 voru slegnar út af borðinu vegna árekstra við [[Vetrarólympíuleikarnir 2022|vetrarólympíuleikana]]. Niðurstaðan varð því sú að seinka keppninni fram í nóvember og desember. Sú ákvörðun var þó fjarri því umdeild. Ýmsir innan FIFA höfðu efasemdir um að efna til stórmóts svo nærri jólum og stjórnendur stærstu knattspyrnudeilda Evrópu voru ósáttir við að keppt yrði á miðju keppnistímabili þeirra. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir var tilkynnt í lok febrúar 2015 að mótið í Katar yrði haldið um vetur. Jafnframt var ákveðið að [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla|Afríkukeppnin 2023]] yrði haldin í júní en ekki í janúarmánuði eins og vant er, til að lengra yrði á milli stórmóta.
=== Svimandi kostnaður ===
Hæstu áætlanir um kostnað Katar af HM 2022 hljóðuðu upp á 220 milljarða Bandaríkjadala. En það er til samanburðar sextugföld sú fjárhæð sem [[Suður-Afríka]] varði til að halda [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2010|HM 2010]]. Stærstur hluti fjárhæðarinnar var ætlaður í byggingu leikvanga og samgöngumannvirkja, sem og til að reisa frá grunni borgina Lusail, umhverfis aðalleikvang mótsins. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þá gegndarlausu sóun sem mótshald af þessu tagi útheimtir og kallað eftir því að fjármununum væri varið til brýnni verkefna. Stjórnvöld í Katar hafa þó alla tíð haldið því fram að heimsmeistaramótið muni til lengri tíma litið reynast góð fjárfesting vegna landkynningar og til að byggja upp ferðamannaiðnað.
Þegar á árinu 2013 þurfti Katar að ganga til samninga við FIFA um að sætta sig við færri leikvanga en upphaflega var áætlað. Þannig urðu knattspyrnuvellirnir átta talsins en ekki tólf eins og áður var ætlað. Í tengslum við umræðu um fjölda leikvanga var rætt um möguleikann á því að hluti mótsins yrði haldinn í grannríkjum Katar, en að lokum var horfið frá öllum slíkum áformum.
=== Áfengisneysla ===
Neysla [[áfengi|áfengra drykkja]] hefur löngum verið stór hluti af upplifun knattspyrnuáhugamanna á stórmótum. Neysla áfengis er óheimil í Katar þar sem [[sjaríalög]] eru við lýði. Yfirvöld í landinu tilkynntu þó að undanþágur yrðu veittar fyrir erlenda ferðamenn meðan á mótinu stendur og sérstök stuðningsmannasvæði sett upp þar sem áfengi yrði í boði.
=== Þátttaka Ísraelsmanna ===
Ekkert [[stjórnmálasamband]] er á milli Katar og [[Ísrael|Ísraels]]. Vöknuðu því spurningar um hvort ísraelskum knattspyrnumönnum yrði heimilað að koma til landsins. Stjórnendur undirbúningsnefndarinnar lýstu því þegar yfir að [[Ísraelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísraelsmenn]] fengju að taka þátt ef til þess kæmi. Ekki reyndi þó á slíkar undanþágur þar sem liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina.
=== Réttindi hinseginfólks ===
Í Katar er [[samkynhneigð]] ólögleg og eru ströng viðurlög við slíkum brotum. Baráttusamtök [[hinsegin|hinseginfólks]] víða um lönd hafa harðlega gagnrýnt stjórnvöld í Katar fyrir afstöðu sína og lýsti [[Ástralía|ástralski]] knattspyrnumaðurinn Josh Cavallo því yfir að hann myndi ekki þora til Katar þótt tækifærið byðist vegna löggjafarinnar, en Cavallo er einn örfárra atvinnuknattspyrnukarla sem komið hafa út úr skápnum. Í kjölfarið lýstu mótstjórar því yfir að Cavallo væri velkominn til landsins. Árið 2020 var einnig staðfest að heimilt yrði að veifa hinseginfánanum, einkennistákni hinseginfólks á meðan á leikjum keppninnar stæði.
=== Rússlandi vikið úr keppni ===
[[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] í febrúar 2022 olli hörðum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. [[Rússneska karlalandsliðið í knattspyrnu|Rússar]] voru komnir í fjögurra liða umspil um eitt laust sæti á HM í Katar. Þegar í blábyrjun stríðsins lýstu mögulegir mótherjar þeirra í umspilinu því yfir að ekki kæmi til greina að leika við rússneska liðið. Fyrstu viðbrögð FIFA, þann 27. febrúar, voru að tilkynna að Rússum yrði gert að keppa undir merkjum knattspyrnusambands síns en ekki sem fulltrúar Rússlands eða undir þjóðfána sínum og á hlutlausum völlum. Þessi viðbrögð náðu ekki að slá á óánægjuraddir og daginn eftir var tilkynnt að Rússar hefðu verið settir í keppnisbann á öllum mótum FIFA.
== Heimildir ==
* [https://www.rsssf.org/tables/2022full.html RSSSF, Heimsmeistarakeppnin 2022 úrslitagrunnur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
[[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]]
[[Flokkur:2022]]
nxuhy9v2bxlry6h2490vzh7gbarop74
Hringborð Norðurslóða
0
165936
1888479
1860464
2024-11-20T01:25:47Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888479
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
|nafn =Hringborð Norðurslóða
|mynd =Logo AC Clean.png
|stofnun={{start date and age|2013}}
|gerð=Óháð samtök
|höfuðstöðvar={{ISL}} Menntavegi 1, 101 [[Reykjavík]], [[Ísland]]i
|titill_leiðtoga = Formaður
|nafn_leiðtoga = [[Ólafur Ragnar Grímsson]]
|vefsíða=[https://www.arcticcircle.org/ arcticcircle.org]
}}
'''Hringborð Norðurslóða''' (enska: '''Arctic Circle''') er hópur sem stofnaður var af [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafi Ragnari Grímssyni]], fyrrum [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], ásamt [[Alice Rogoff]], fyrrum eiganda fjölmiðilsins ''Alaska Dispatch'', [[Kuupik Kleist]], fyrrum forsætisráðherra Grænlands, og fleiri aðilum. Tilgangur samtakanna er að vera umræðuvettvangur milli stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga, umhverfissérfræðinga, vísindamanna, fulltrúa frumbyggja og annarra alþjóðlegra hagsmunaaðila um vandamál sem steðja að [[Norðurslóðir|Norðurslóðum]] vegna [[Loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]] og bráðnunar hafíss.<ref name="alaskadispatch">{{cite news|title=New Arctic Circle group forms to address needs of changing north|url=http://www.alaskadispatch.com/article/20130414/new-arctic-circle-group-forms-address-needs-changing-north|accessdate=7 August 2013|newspaper=Alaska Dispatch|date=April 14, 2013}}</ref> Hringborð Norðurslóða skilgreinir sig sem alþjóðasamtök með höfuðstöðvar í [[Reykjavík]] á [[Ísland]]i.<ref>{{cite web|title=Arctic Circle Secretariat|url=http://www.arcticcircle.org/about/secretariat|website=www.arcticcircle.org|accessdate=10 July 2017|archive-date=1 ágúst 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170801044403/http://www.arcticcircle.org/about/secretariat|url-status=dead}}</ref>
==Söguágrip==
Í kynningarávarpi sínu um Hringborð Norðurslóða þann 15. apríl 2013 í [[Washington, D.C.]] lét [[Ólafur Ragnar Grímsson]] þau orð falla að „Norðurslóðir [hefðu] beðið tjón vegna skorts á alþjóðlegri vitund og, af þeim sökum, skorts á skilvirkri stjórnun. Forðum [hefði] svæðið ekki skipt stefnumótendur heimsins máli og [hefði] að mestu fallið í gleymsku. Nú þegar magn hafíss [væri] hið lægsta í ritaðri sögu [væri] heimurinn að vakna fyrir áskorununum og tækifærunum sem Norðurslóðir [hefðu] upp á að bjóða bæði íbúum sínum og þeim sem búa á syðri slóðum.“<ref name="The National Press Club">{{cite news|last1=Webb|first1=Robert|title=Iceland president sounds climate alarm demanding global attention, action at NPC Luncheon|url=http://www.press.org/news-multimedia/news/iceland-president-sounds-climate-alarm-demanding-global-attention-and-action|accessdate=10 July 2017|publisher=The National Press Club|date=April 15, 2013}}</ref>
Þátttakendur á ráðstefnum Hringborðs Norðurslóða frá stofnun þess í október 2013 hafa meðal annars verið fulltrúar ríkisstjórna, pólitískir stefnumótarar og áhrifavaldar, vísindamenn og sérfræðingar, aðgerðasinnar og leiðtogar frumbyggjaþjóða í ríkjum á Norðurslóðum.<ref>{{cite web|title=Press Release: Ban Ki-Moon and Nicola Sturgeon at the Arctic Circle|url=http://www.arcticcircle.org/Media/arcticcirclepressrelease14sept.pdf|website=www.ArcticCircle.org|publisher=Arctic Circle|accessdate=10 July 2017|archive-date=20 október 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161020172242/http://www.arcticcircle.org/Media/arcticcirclepressrelease14sept.pdf|url-status=dead}}</ref> Meðal umræðuefna hafa verið bráðnun hafíss og veðuröfgar, öryggismál á Norðurslóðum, réttindi frumbyggja, siglinga- og flutningainnviðir, auðlindir á Norðurslóðum og ferðamannaiðnaðurinn.<ref>{{cite web|title=Arctic Circle: About|url=http://www.arcticcircle.org/about/about/|website=www.arcticcircle.org|accessdate=10 July 2017}}</ref>
== Markmið ==
Yfirlýst markmið Hringborðs Norðurslóða er að „stuðla að umræðu og byggja sambönd til að takast á við örar breytingar á Norðurslóðum“ og „styrkja ákvarðanatökuferli með því að leiða saman eins marga alþjóðlega samstarfsaðila og hægt er til að þeir geti átt samskipti í einu stóru ‚opnu tjaldi‘.“<ref>{{cite news|last=Pettersen|first=Trude|title=New international forum for Arctic cooperation|url=http://barentsobserver.com/en/arctic/2013/04/new-international-forum-arctic-cooperation-16-04|accessdate=7 August 2013|newspaper=BarentsObserver|date=April 16, 2013}}</ref> Samtökin voru stofnuð til að bregðast við áskorunum á Norðurslóðum af völdum [[Loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]] og bráðnunar hafíss, þar á meðal leit og vinnsla olíu og jarðgass, umhverfismálefni, þjóðaröryggi, málefni frumbyggja og aukinn alþjóðlegan áhuga á svæðinu. Samtökin telja að með opnun nýrra siglingaleiða séu Norðurslóðir að „færast fremst á sviðið og spila mikilvægt hlutverk í málefnum á borð við alþjóðavæðingu, efnahagsþróun, orkurannsóknir, umhverfisvernd og alþjóðlegt öryggi.“<ref name="arcticcircle">{{cite web|title=Arctic Circle|url=http://www.arcticcircle.org|accessdate=7 August 2013}}</ref>
== Ráðstefnur og málþing ==
Hringborð Norðurslóða hélt fyrstu samkomu sína dagana 12. til 14. október árið 2013 í [[Harpa (tónlistarhús)|Hörpu]] í Reykjavík.<ref name="alaskadispatch" /> Samtökin hafa haldið ráðstefnu í október á hverju ári síðan þá. Viðburðinum er lýst sem „nýjum vettvangi fyrir stofnanir, samtök, samkundur, hugveitur, fyrirtæki og félagasamtök til að ná til alþjóðlegs áhorfendahóps á skilvirkan hátt.“<ref name="arcticcircle" />
Samkvæmt heimasíðu samtakanna heldur Hringborð Norðurslóða smærri viðburði víðs vegar um heiminn „svo þátttakendur geti kynnt sér áskoranir, þarfir og tækifæri sem þetta einstaka umhverfi hefur upp á að bjóða.“<ref name="arcticcircle" /> Málþing Hringborðs Norðurslóða hafa verið haldin í [[Alaska]],<ref>{{Cite web|url=http://arcticcircle.org/arctic-circle-forum-alaska |title=Arctic Circle Forum in Alaska {{!}} Arctic Circle |website=arcticcircle.org |access-date=2016-05-28 |url-status=dead |archiveurl=https://web.archive.org/web/20160609120326/http://arcticcircle.org/arctic-circle-forum-alaska |archivedate=2016-06-09 }}</ref> [[Singapúr]], <ref>{{Cite web|url=http://www.straitstimes.com/singapore/environment/6-things-to-know-about-the-arctic-circle-singapore-forum|title=6 things to know about the Arctic Circle Singapore Forum|last=hermesauto|date=2015-11-12|website=The Straits Times|access-date=2016-05-28}}</ref> á [[Grænland]]i,<ref>{{Cite web|url=http://arcticjournal.com/business/2340/taking-circle-out-reykjavik|title=Taking the Circle out of Reykjavík|website=The Arctic Journal|access-date=2016-05-28|archive-url=https://web.archive.org/web/20160522122514/http://arcticjournal.com/business/2340/taking-circle-out-reykjavik|archive-date=2016-05-22|url-status=dead}}</ref> í [[Québecborg]]<ref>{{cite news|last1=Bell|first1=Jim|title=We welcome the Trump administration, Greenland leader declares|url=http://www.nunatsiaqonline.ca/stories/article/65674we_welcome_the_trump_administration_greenland_minister_declares/|accessdate=10 July 2017|agency=Nunatsiaq Online|date=December 13, 2016|archive-date=19 júlí 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170719091330/http://www.nunatsiaqonline.ca/stories/article/65674we_welcome_the_trump_administration_greenland_minister_declares/|url-status=dead}}</ref> og [[Washington, D.C.]].<ref>{{cite web|title=Ráðstefna um norðurslóðir í Washington|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/21/radstefna_um_nordurslodir_i_washington/|website=mbl.is|publisher=Morgunblaðið|accessdate=10 July 2017}}</ref> Samtökin stuðla jafnframt að smærri fundum milli stofnana og einstaklinga til að ræða málefni Norðurslóða.<ref name="alaskadispatch" />
Meðal fólks sem hefur sótt ráðstefnur Hringborðs Norðurslóða eru [[Ban Ki-moon]], [[Nicola Sturgeon]], [[Aleqa Hammond]], [[Lisa Murkowski]], [[Philippe Couillard]] og [[François Hollande]], sem flutti framsöguræðu á ráðstefnu samtakanna árið 2015 sem [[forseti Frakklands]]. Í ræðunni lagði Hollande áherslu á Norðurslóðir sem vettvang alþjóðlegra loftslagsaðgerða.<ref>{{cite news|title=French president Hollande in Iceland to see global warming's damage on shrinking glacier|url=http://www.cbc.ca/news/technology/french-president-hollande-in-iceland-to-see-global-warming-s-damage-on-shrinking-glacier-1.3275515|accessdate=10 July 2017|agency=The Associated Press|publisher=[[Canadian Broadcasting Corporation]]|date=October 16, 2015}}</ref> Hollande benti á Norðurslóðir sem fremstu víglínu í baráttu gegn [[Hnattræn hlýnun|hnattrænni hlýnun]] af mannavöldum en sagðist bjartsýnn yfir möguleikanum á að samkomulag myndi nást milli alþjóðaleiðtoga um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á [[Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015|loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2015]] sem þá var væntanleg.<ref>{{cite news|last1=Roger|first1=Simon|title=Climat : ultimes négociations avant Paris|url=http://www.lemonde.fr/cop21/article/2015/10/19/climat-ultimes-negociations-avant-paris_4791988_4527432.html|accessdate=10 July 2017|issue=Paris Climat 2015 - COP21|publisher=Le Monde|date=October 19, 2015}}</ref>
[[Angela Merkel]],<ref>{{cite web|title=Angela Merkel at #ArcticCircle2014, Opening Session|url=https://vimeo.com/110566843|website=vimeo.com|accessdate=10 July 2017}}</ref> [[Hillary Clinton]],<ref>{{cite web|title=Hilary Clinton’s Video Message, Arctic Circle 2013|url=https://vimeo.com/172183103|website=vimeo.com|accessdate=10 July 2017}}</ref> [[Philip Hammond]],<ref>{{cite web|title=The Rt. Hon. Philip Hammond at #ArcticCircle2014, Opening Session|url=https://vimeo.com/110575172|website=vimeo.com}}</ref> [[Al Gore]]<ref>{{cite web|title=Al Gore, former Vice President of the United States, Arctic Circle 2013, Climate Change: A Plan for Action?|url=https://vimeo.com/172185999|website=vimeo.com|accessdate=10 July 2017}}</ref> og [[José Ángel Gurría]]<ref>{{cite web|title=José Ángel Gurría (OECD) at #ArcticCircle2014, Opening Session|url=https://vimeo.com/110565888|website=Vimeo.com|accessdate=10 July 2017}}</ref> hafa ávarpað ráðstefnur Hringborðs Norðurslóða með myndbandsskilaboðum. [[Ghislaine Maxwell]] hefur tvisvar flutt erindi á ráðstefnum samtakanna.<ref name=kjarninn>{{Vefheimild|titill=Íslandsvinurinn sem sagður er hafa „fóðrað skrímslið“ Epstein|url=https://kjarninn.is/skyring/2020-07-20-islandsvinurinn-sem-sagdur-er-hafa-fodrad-skrimslid-epstein/|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2020|mánuður=20. júlí|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=3. desember}}</ref>
==Arctic Circle-verðlaunin==
Arctic Circle-verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða árið 2016. Fyrsti verðlaunahafinn var [[Ban Ki-moon]], þáverandi [[aðalritari Sameinuðu þjóðanna]]. Við verðlaunaafhendinguna sagði Ólafur Ragnar Grímsson að með verðlaununum væri verið að heiðra forystu Bans í alþjóðlegum loftslagsviðræðum, sem Ólafur Ragnar lýsti sem „ótrúlegri stjórnvisku, hugrekki og framtíðarsýn“ þrátt fyrir þá miklu andstöðu sem loftslagmálin hafi mætt þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðu SÞ á sínum tíma.<ref>{{Vefheimild|titill=Ban Ki-moon fékk Arctic Circle-verðlaunin|url=https://www.ruv.is/frett/ban-ki-moon-fekk-arctic-circle-verdlaunin|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2016|mánuður=8. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. desember|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson.}}</ref>
Verðlaunin eiga að heiðra „einstaklinga, stofnanir eða samtök sem hafa unnið mikilvæga vinnu í þágu framtíðar Norðurslóða.“ Sú ákvörðun að veita Ban fyrstu verðlaunin var tekin með vísan til hlutverks hans við að stýra viðræðum í aðdraganda [[Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015|loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París]] árið 2015.<ref>{{cite news|last1=Coppes|first1=Mieke|title=First Arctic Circle Prize Awarded to Ban Ki-Moon|url=http://www.highnorthnews.com/first-arctic-circle-prize-awarded-to-ban-ki-moon/|accessdate=July 10, 2017|publisher=High North News|date=October 9, 2016|archive-date=mars 1, 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20180301225722/http://www.highnorthnews.com/first-arctic-circle-prize-awarded-to-ban-ki-moon/|url-status=dead}}</ref>
Við viðtöku verðlaunanna viðurkenndi Ban eigið framtak í loftslagsumræðum en lagði áherslu á mikilvæg framlög ríkisstjórnar- og þjóðfélagsleiðtoga sem hann sagði að ættu skilið að deila verðlaununum með honum. Ban tók við verðlaununum í þágu „tugþúsunda ötulla leiðtoga“ í „viðskiptum, borgaralegu samfélagi og óháðum félagasamtökum“ sem hefðu unnið með Sameinuðu þjóðunum í loftslagsmálum.<ref>{{cite web|title=Press Release Arctic Circle Prize Awarded for the First Time|url=http://www.arcticcircle.org/Media/081016-pressrelease-arctic-circle-prize.pdf|website=www.arcticcircle.org|publisher=Arctic Circle|accessdate=July 10, 2017|archive-date=október 24, 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20171024095841/http://www.arcticcircle.org/Media/081016-pressrelease-arctic-circle-prize.pdf|url-status=dead}}</ref> Hann hvatti þátttakendur á ráðstefnunni til að tryggja að frumbyggjaþjóðir, réttindi þeirra og menningarframlög þeirra yrðu áfram í miðpunkti þegar tekist væri á við sameiginlegar áskoranir.<ref>{{cite web|title=In Iceland, UN chief highlights that fate of Arctic and that of the world are intertwined|url=http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55247#.WWOTvtPyiqA|website=UN News Centre|publisher=UN News Service|accessdate=10 July 2017}}</ref><ref>{{cite news|last1=Nielsen|first1=Thomas|title=Ban Ki-moon: Indigenous Peoples’ knowledge can help us prevent climate changes|url=https://thebarentsobserver.com/en/life-and-public/2016/10/ban-ki-moon-indigenous-peoples-knowledge-can-helps-us-prevent-climate|accessdate=10 July 2017|publisher=The Independent Barents Observer|date=October 9, 2016}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{s|2013}}
[[Flokkur:Norðurslóðir]]
[[Flokkur:Ráðstefnur]]
coy7huacxyf40ejnq7vdgvlysryrd42
Birnir (tónlistarmaður)
0
169568
1888445
1808396
2024-11-19T14:25:16Z
82.148.92.78
1888445
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti= Birnir
|undirtitill=
|mynd=
|stærð=
|myndatexti=
|nafn= Birnir Sigurðarson
|fæðing={{Fæðingardagur og aldur|1996|4|28}}
|fæðingarstaður=
|dauði=
|dánarstaður=
|dánarorsök=
|uppruni= [[Kópavogur]], [[Ísland|Íslandi]]
|nefni=
|titill=
|ár= 2017-
|stefna= [[Rapp]]
|hljóðfæri=
|gerð=
|rödd=
| útgefandi =
| samvinna =
| vefsíða =
| meðlimir =
| fyrri_meðlimir =
|undirskrift=
|bakgrunnur=}}
'''Birnir Sigurðarson''' (f. 28. apríl 1996), betur þekktur sem stóri bróðir Tinds, marmarakóngs en einnig einfaldlega '''Birnir''', er íslenskur [[tónlistarmaður]] og rappari. Birnir hlaut tvenn verðlaun á [[Íslensku tónlistarverðlaunin|Íslensku tónlistarverðlaununum]] árið 2022, annars vegar fyrir rapplag ársins (''Vogur'') og hins vegar fyrir bestu rappplötu ársins (''Bushido'').<ref>https://www.visir.is/g/20222242346d</ref>
==Útgefið efni==
===Breiðskífur===
* ''Matador'' (2018)
* ''Bushido'' (2021)
===Smáskífur===
* ''Moodboard'' (2019) ásamt Lil Binna, Whyrun og Ferrari Aroni
===Stökur===
* ''Sama tíma'' (2017)
* ''Ekki switcha'' (2017)
* ''Já ég veit'' (2017) ásamt [[Herra Hnetusmjör]]
* ''Út í geim'' (2017)
* ''OMG'' (2018) ásamt Flona og Joey Christ
* ''BRB Freestyle'' (2020) ásamt Lil Binna og Ra:tio
* ''Spurningar'' (2021) ásamt [[Páll Óskar|Páli Óskari]]
* ''Racks'' (2021)
* ''F.C.K'' (2021) ásamt [[Aron Can|Aroni Can]]
* ''I Don't Care'' (2021) ásamt La Melo og Bussines
* ''F'ed Up'' (2021) ásamt La Melo og Bussines
==Tenglar==
* [https://www.instagram.com/brnir/ Birnir á Instagram]
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Íslenskir rapparar]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1996]]
[[Flokkur:Íslenskir tónlistarmenn]]
hmqx8ro5unuimdps1v6kl8uq62kiqe1
1888446
1888445
2024-11-19T14:26:34Z
82.148.92.78
1888446
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
|heiti= Birnir
|undirtitill=
|mynd=
|stærð=
|myndatexti=
|nafn= Birnir Sigurðarson
|fæðing={{Fæðingardagur og aldur|1996|4|28}}
|fæðingarstaður=
|dauði=
|dánarstaður=
|dánarorsök=
|uppruni= [[Kópavogur]], [[Ísland|Íslandi]]
|nefni=
|titill=
|ár= 2017-
|stefna= [[Rapp]]
|hljóðfæri=
|gerð=
|rödd=
| útgefandi =
| samvinna =
| vefsíða =
| meðlimir =
| fyrri_meðlimir =
|undirskrift=
|bakgrunnur=}}
'''Birnir Sigurðarson''' (f. 28. apríl 1996), betur þekktur sem einfaldlega '''Birnir''', er íslenskur [[tónlistarmaður]] og rappari. Birnir hlaut tvenn verðlaun á [[Íslensku tónlistarverðlaunin|Íslensku tónlistarverðlaununum]] árið 2022, annars vegar fyrir rapplag ársins (''Vogur'') og hins vegar fyrir bestu rappplötu ársins (''Bushido'').<ref>https://www.visir.is/g/20222242346d</ref>
==Útgefið efni==
===Breiðskífur===
* ''Matador'' (2018)
* ''Bushido'' (2021)
===Smáskífur===
* ''Moodboard'' (2019) ásamt Lil Binna, Whyrun og Ferrari Aroni
===Stökur===
* ''Sama tíma'' (2017)
* ''Ekki switcha'' (2017)
* ''Já ég veit'' (2017) ásamt [[Herra Hnetusmjör]]
* ''Út í geim'' (2017)
* ''OMG'' (2018) ásamt Flona og Joey Christ
* ''BRB Freestyle'' (2020) ásamt Lil Binna og Ra:tio
* ''Spurningar'' (2021) ásamt [[Páll Óskar|Páli Óskari]]
* ''Racks'' (2021)
* ''F.C.K'' (2021) ásamt [[Aron Can|Aroni Can]]
* ''I Don't Care'' (2021) ásamt La Melo og Bussines
* ''F'ed Up'' (2021) ásamt La Melo og Bussines
==Tenglar==
* [https://www.instagram.com/brnir/ Birnir á Instagram]
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Íslenskir rapparar]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1996]]
[[Flokkur:Íslenskir tónlistarmenn]]
6ns8j4szhf4mljckh7qwyd0x0xb61hx
Sidekick Health
0
169738
1888497
1769434
2024-11-20T09:05:52Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888497
wikitext
text/x-wiki
'''Sidekick Health''' er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir og markaðssetur stafrænar heilbrigðismeðferðir í samstarfi við lyfjafyrirtæki og tryggingarfélög. Fyrirtækið vann [[Nýsköpunarverðlaun Íslands]] árið 2022<ref>{{Cite web|url=https://www.hugverk.is/utgafa/frettir/vidburdir/lauf-forks-og-sidekick-health-hljota-nyskoepunarverdlaun-islands/|title=Lauf Forks og Sidekick Health hljóta Nýsköpunarverðlaun Íslands|website=Hugverkastofan|language=is|access-date=2022-09-26|archive-date=2022-09-28|archive-url=https://web.archive.org/web/20220928215931/https://www.hugverk.is/utgafa/frettir/vidburdir/lauf-forks-og-sidekick-health-hljota-nyskoepunarverdlaun-islands|url-status=dead}}</ref>. Fyrirtækið var stofnað árið 2013 af Dr. Sæmundi Oddssyni og Dr. Tryggva Þorgeirssyni<ref>{{Cite web|url=https://snorribjorns.libsyn.com/82-tryggvi-orgeirsson-gestakennari-hj-harvard-og-mit-behavioral-economics-og-stofnandi-sidekick-health|title=The Snorri Björns Podcast Show: #82 Tryggvi Þorgeirsson - Gestakennari hjá Harvard og MIT í behavioral economics og forstjóri Sidekick Health|website=snorribjorns.libsyn.com|language=en|access-date=2022-09-26}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20191753680d|title=Sidekick fær innspýtingu frá Novator - Vísir|last=Halldórsson|first=Þorsteinn Friðrik|website=visir.is|language=is|access-date=2022-09-26}}</ref>
==Heimildir==
<references />
[[Flokkur:Íslensk fyrirtæki]]
c0x3ak7zmt3ua0ozlttniuddctzq6zm
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2026
0
171097
1888459
1881557
2024-11-19T18:55:57Z
89.160.185.99
/* Staðfest lið */ bæti við fánum
1888459
wikitext
text/x-wiki
[[File:NAFTA logo.png|thumbnail]]
[[File:Flag of the North American Free Trade Agreement (standard version).svg|thumbnail]][[File:FIFA World Cup wordmark.svg|thumbnail]]
'''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2026''' eða '''HM 2026''' verður haldið í [[Mexíkó|Mexíkó]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Kanada]] í júní og júlí 2026. Þetta verður [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppni]] númer 23 og sú fyrsta sem haldin verður sameiginlega af fleiri en tveimur löndum. Þátttökuliðum á mótinu verður fjölgað í 48 sem er umtalsverð aukning.
==Val á gestgjöfum==
[[FIFA|Alþjóðaknattspyrnusambandið]] hefur í gegnum tíðina breytt fram og til baka reglum um með hvaða hætti tryggja skyldi að HM dreifðist milli heimsálfa. Snemma árs 2017 var staðfest að þar sem [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2018|HM 2018]] og [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2018|2022]] hefðu farið fram í [[Rússland|Rússlandi]] og [[Katar]] kæmu boð frá [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Asíu]] ekki til álita fyrir keppnina 2026. Að lokum fór svo að einungis tvö boð bárust. Annað frá Norður-Ameríkulöndunum þremur en hitt frá [[Marokkó]] í [[Afríka|Afríku]].
Kosið var á allsherjarþingi FIFA þann 13. júní 2018. Norður-ameríska tilboðið hlaut 134 atkvæði en Marokkó 65. Þrjú lönd sátu hjá en [[Íran|Íranir]] kusu gegn báðum valkostum. [[Ísland|Íslendingar]] fylgdu öðrum [[Norðurlönd|Norðurlandaþjóðum]] í stuðningi við þriggja ríkja framboðið.
==Staðfest lið==
* [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of Canada.svg|20px]] [[Kanadíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]] (gestgjafar)
[[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]]
[[Flokkur:2026]]
4wq4sz0k4u7hjch1hsgqza81sj505rb
Bólivaríska bandalagið fyrir Ameríkuþjóðir
0
172841
1888465
1860468
2024-11-19T21:04:25Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888465
wikitext
text/x-wiki
{{Félagasamtök
|nafn =Bólivaríska bandalagið fyrir Ameríkuþjóðir<br>{{small|''Alianza Bolivariana para los Pueblos de Nuestra América'' ([[spænska]])}}
|mynd =Emblem of the Bolivarian Alliance for the Americas.svg
|myndaheiti =Skjaldarmerki Bólivaríska bandalagsins fyrir Ameríkuþjóðir
|kort =Bolivarian Alliance for the Peoples of Our America (orthographic projection) Without Honduras.svg
|kortastærð=200px
|kortaheiti=Aðildarríki stofnunarinnar sjást hér grænlituð.
|skammstöfun=ALBA
|stofnun={{start date and age|2004|12|14}}
|höfuðstöðvar={{VEN}} [[Karakas]], [[Venesúela]]
|staðsetning=[[Ameríka]]
|meðlimir={{Collapsible list |titlestyle= background:transparent;text-align:left;font-weight:normal;
|title= 10 fullgild aðildarríki
|{{ANT}} [[Antígva og Barbúda]]
|{{BOL}} [[Bólivía]]
|{{CUB}} [[Kúba]]
|{{DOM}} [[Dóminíka]]
|{{GRD}} [[Grenada]]
|{{NIC}} [[Níkaragva]]
|{{SKN}} [[Sankti Kristófer og Nevis]]
|{{LCA}} [[Sankti Lúsía]]
|{{SVG}} [[Sankti Vinsent og Grenadínur]]
|{{VEN}} [[Venesúela]]}} <br>{{Collapsible list |titlestyle= background:transparent;text-align:left;font-weight:normal;
|title= 1 ríki í aðildarviðræðum
|{{SUR}} [[Súrínam]]}}<br>{{Collapsible list |titlestyle= background:transparent;text-align:left;font-weight:normal;
|title= 3 áheyrnarríki
|{{HTI}} [[Haítí]]
|{{IRN}} [[Íran]]
|{{SYR}} [[Sýrland]]}}<br>{{Collapsible list |titlestyle= background:transparent;text-align:left;font-weight:normal;
|title= 2 fyrrum aðildarríki
|{{ECU}} [[Ekvador]]
|{{HND}} [[Hondúras]]}}
|tungumál=[[Spænska]], [[enska]]
|titill_leiðtoga = Aðalritari
|nafn_leiðtoga = [[Félix Plasencia]]
|vefsíða=[https://www.albatcp.org/ albatcp.org]
}}
'''Bólivaríska bandalagið fyrir Ameríkuþjóðir'''<ref>{{Vefheimild|titill=Óréttarríki Julians Assange|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1434270/|höfundur=Ana Palacio|dags=27. ágúst 2012|skoðað=26. febrúar 2023|útgefandi=mbl.is|aðgengi=áskrift}}</ref> ([[spænska]]: ''Alianza Bolivariana para los Pueblos de Nuestra América''; skammstafað ALBA) er [[alþjóðastofnun]] sem byggir á hugsjóninni um pólitískan og efnahagslegan samruna ríkja í [[Rómanska Ameríka|Rómönsku Ameríku]] og á [[Karíbahaf]]inu.
ALBA var upphaflega stofnað af [[Kúba|Kúbu]] og [[Venesúela]] árið 2004 og samtökin eru vanalega tengd við [[Sósíalismi|sósíalískar]] og [[Jafnaðarstefna|sósíaldemókratískar]] ríkisstjórnir sem vilja ná fram efnahagslegum samruna í þessum heimshluta með samfélagsvelferð, vöruskipti og gagnkvæma efnahagsaðstoð að leiðarljósi. Núverandi aðildarríki samtakanna eru [[Antígva og Barbúda]], [[Bólivía]], [[Kúba]], [[Dóminíka]], [[Grenada]], [[Níkaragva]], [[Sankti Kristófer og Nevis]], [[Sankti Lúsía]], [[Sankti Vinsent og Grenadínur]] og [[Venesúela]].<ref name="2014dec">{{cite web|url=http://alba-tcp.org/en/contenido/declaration-alba-tcp-xiii-summit-and-commemoration-its-tenth-anniversary-december-14-2014|archive-url=https://web.archive.org/web/20141220020448/http://alba-tcp.org/en/contenido/declaration-alba-tcp-xiii-summit-and-commemoration-its-tenth-anniversary-december-14-2014|url-status=dead|archive-date=20 December 2014|title=Declaration of the ALBA-TCP XIII Summit and commemoration of its tenth anniversary, December 14, 2014 – ALBA TCP|access-date=28 June 2016}}</ref> [[Súrínam]] hlaut gestaaðild að ALBA á fundi samtakanna í febrúar 2012. Aðildarríki ALBA mega versla sín á milli með [[Rafmynt|stafrænum gjaldmiðli]] sem heitir [[SUCRE (gjaldmiðill)|SUCRE]]. Venesúela og [[Ekvador]] gerðu fyrsta tvíhliða verslunarsamninginn með notkun Sucre í stað Bandaríkjadollara þann 6. júlí 2010.<ref>''[[venezuelanalysis]]'', 7 July 2010, [http://venezuelanalysis.com/news/5480 Venezuela Pays for First ALBA Trade with Ecuador in New Regional Currency]</ref> Ekvador sagði upp aðild sinni að samtökunum í ágúst 2018.<ref>{{Cite web|url=https://apnews.com/6a7d8ed8738a475d8b6c276ffa0b761e|title=Ecuador leaves Venezuelan-run regional alliance|date=2018-08-24|website=AP NEWS|access-date=2019-11-16}}</ref>
==Söguágrip==
[[File:Chavez141610-2.jpg|thumb|left|110px|[[Hugo Chávez]] heitinn, forseti Venesúela.]]
Frumkvæðið að stofnun Bólivaríska bandalagsins fyrir Ameríkuþjóðir kom frá ríkisstjórn Venesúela á stjórnartíð [[Hugo Chávez]].<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2013/04/18/opinion/arana-latin-americas-go-to-hero.html?mcubz=1|title=Opinion – Bolívar, Latin America's Go-To Hero|first=Marie|last=Arana|newspaper=The New York Times|date=18 April 2013|access-date=24 August 2018}}</ref> Samtökin áttu að vera annar valkostur við [[Fríverslunarsvæði Ameríku]] (FTAA eða ALCA), fríverslunarsamningi sem [[Bandaríkin]] stungu upp á en varð aldrei að veruleika.
Chávez og [[Fidel Castro]], forseti [[Kúba|Kúbu]], undirrituðu samkomulag um stofnun samtakanna þann 14. desember 2004<ref>{{cite web|url=http://www.mltoday.com/Pages/NLiberation/Cuba-VenezPact.html/ |title=Cuba-Venezuela Agreement - December 14, 2004 |access-date=2005-12-02 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20051104200546/http://www.mltoday.com/Pages/NLiberation/Cuba-VenezPact.html |archive-date=2005-11-04 }} initial Cuba-Venezuela TCP</ref> Samstarfið gekk þá út á að ríkin myndu deila með sér [[Hráolía|hráolíu]] og gögnum í mennta- og heilbrigðisgeirunum. Venesúela byrjaði á því að flytja um 96.000 olíutunnur frá ríkisrekna olíufélaginu [[PDVSA]] til Kúbu á hverjum degi á mjög hagstæðu verði. Í staðinn sendi Kúba 20.000 heilbrigðisstarfsmenn og þúsundir kennara til fátækustu svæðanna í Venesúela. Samkomulagið heimilaði jafnframt Venesúelum að ferðast til Kúbu til að gangast undir sérstaka læknismeðferð án endurjalds.<ref>https://www.brookings.edu/wp-content/uploads/2016/06/CubaVenezuela-Alliance-Piccone-Trinkunas.pdf</ref><ref name="auto">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=j0yqCwAAQBAJ&q=ALBA+free+medical+care+for+venezuelans&pg=PA55|title=Latin America Energy Policy and Regulations Handbook Volume 1 Strategic Information and Programs|first=IBP|last=Inc|date=20 March 2009|publisher=Lulu.com|isbn=9781438728360|access-date=24 August 2018|via=Google Books}}</ref>
Þegar ALBA var stofnað árið 2004 voru aðildarríkin aðeins tvö.<ref name="auto" /><ref>''[[Monthly Review]]'', 2 July 2008, [http://mrzine.monthlyreview.org/hattingh070208.html ALBA: Creating a Regional Alternative to Neo-liberalism?]</ref> Fleiri ríki gerðust síðar aðilar að „Verslunarsamningi þjóðanna“, sem á að lögfesta meginreglur ALBA. Bólivía gerðist aðili að ALBA á stjórnartíð [[Evo Morales]] árið 2006, Níkaragva á stjórnartíð [[Daniel Ortega|Daniels Ortega]] árið 2007 og Ekvador á stjórnartíð [[Rafael Correa|Rafaels Correa]] árið 2009. [[Manuel Zelaya]] leiddi Hondúras inn í bandalagið árið 2008 en ríkið sagði upp aðild sinni árið 2010 eftir [[Valdaránið í Hondúras 2009|valdaránið í landinu]] árið áður.<ref>{{Cite web|url=https://www.americasquarterly.org/blog/honduran-congress-approves-withdrawal-from-alba/|title=Honduran Congress Approves Withdrawal From ALBA}}</ref> Karíbahafsríkin Antígva og Barbúda, Dóminíka, Sankti Vinsent og Grenadínur og Sankti Lúsía gengu einnig í bandalagið.<ref>{{Cite web|url = https://repeatingislands.com/2009/06/26/two-more-caribbean-nations-join-alba/|title = Two more Caribbean Nations join ALBA|date = 26 June 2009|access-date = 26 febrúar 2023|archive-date = 26 febrúar 2023|archive-url = https://web.archive.org/web/20230226191521/https://repeatingislands.com/2009/06/26/two-more-caribbean-nations-join-alba/|url-status = dead}}</ref>
Hugo Chávez bauð [[Jamaíka|Jamaíku]],<ref>{{cite web|url=http://cubarevolucion.blogspot.com/2007/03/chvez-invita-jamaica-sumarse-al-alba.html|title=Cuba Revolución: Chávez invita a Jamaica a sumarse al ALBA|access-date=28 June 2016}}</ref> [[Mexíkó]]<ref>{{cite web|url=http://www.elnuevodiario.com.ni/|title=El Nuevo Diario|first=El Nuevo|last=Diario|access-date=28 June 2016|archive-date=8 September 2008|archive-url=https://web.archive.org/web/20080908123539/http://www.elnuevodiario.com.ni/|url-status=dead}}</ref> og ríkjum [[Mið-Ameríka|Mið-Ameríku]] að ganga í ALBA<ref>{{cite web|url=http://www.aporrea.org/venezuelaexterior/n98299.html|title=Chávez invitó a toda Centroamérica a unirse al ALBA|first=Agencia Bolivariana de Noticias|last=(ABN)|date=20 July 2007 |access-date=28 June 2016}}</ref> og bauð [[Argentína|Argentínu]] að nota rafmiðilinn [[SUCRE (gjaldmiðill)|SUCRE]].<ref>{{cite web|url=http://www.radiolaprimerisima.com/noticias/alba/53080|title=Chávez invita a Argentina a sumarse a la moneda virtual sucre – Radio La Primerísima|access-date=28 June 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20160527165259/http://www.radiolaprimerisima.com/noticias/alba/53080|archive-date=2016-05-27|url-status=dead}}</ref> Á 11. þingi ALBA í febrúar 2012 sóttu Súrínam, Sankti Lúsía og Haítí um aðild að samtökunum. Haíti hlaut fasta áheyrnaraðild og hin tvö ríkin hlutu tímabundna aðild á meðan unnið væri að fullri aðlögun þeirra.<ref name="auto"/>
Eftir dauða Chávez heiðruðu níu aðildarríki ALBA hann á 12. forsetafundi samtakanna í júlí 2013 ásamt gestaríkjunum Úrúgvæ, Argentínu, Brasilíu, Súrínam, Gvæjana og Haítí.<ref>{{cite web|url=http://www.americasquarterly.org/content/twelfth-alba-presidential-summit-takes-place-ecuador|title=Twelfth ALBA Presidential Summit Takes Place in Ecuador|website=americasquarterly.org|access-date=24 August 2018}}</ref>
Grenada og Sankti Kristófer og Nevis voru samþykkt sem fullgild aðildarríki á þrettánda fundi samtakanna í Havana á Kúbu í desember 2014.<ref>{{Cite web|url=https://www.nowgrenada.com/2014/12/grenada-joins-alba/|title=Grenada Joins ALBA | NOW Grenada|date=December 15, 2014|website=www.nowgrenada.com}}</ref>
Ekvador sagði sig úr ALBA í ágúst árið 2018.<ref>{{Cite web|url=https://apnews.com/6a7d8ed8738a475d8b6c276ffa0b761e|title=Ecuador leaves Venezuelan-run regional alliance|agency=Associated Press|date=2018-08-24|website=AP NEWS|access-date=2018-12-18}}</ref> Starfsstjórn Bólivíu sagði upp aðild Bólivíu í nóvember 2019<ref>{{Cite web|url=https://www.dw.com/es/bolivia-rompe-relaciones-con-venezuela-y-se-retira-de-la-alianza-bolivariana-alba/a-51271927|title=Bolivia rompe relaciones con Venezuela y se retira de la Alianza Bolivariana ALBA {{!}} DW {{!}} 15.11.2019|date=15 November 2019|website=Deutsche Welle|language=es-ES|access-date=2019-11-16}}</ref> en nýkjörin stjórn [[Luis Arce]] gekk í samtökin á ný eftir kosningar í landinu árið 2020.<ref>{{cite web|url=https://www.france24.com/es/minuto-a-minuto/20201120-bolivia-reanuda-su-participaci%C3%B3n-en-unasur-celac-y-alba|title=Bolivia reanuda su participación en Unasur, Celac y Alba|date=2020-11-20|access-date=2020-11-21|publisher=[[France 24]]}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://peoplesdispatch.org/2020/12/14/alba-tcp-member-countries-celebrate-16-years-of-regional-integration/|title=ALBA-TCP member countries celebrate 16 years of regional integration|date=14 December 2020}}</ref>
Bandalagið bauð [[Rússland]]i að taka þátt í íþróttakeppni ALBA árið 2023 eftir að Rússland hafði einangrast nokkuð á alþjóðasviðinu vegna [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrásarinnar í Úkraínu]].<ref>[https://sport-express.ru/others/reviews/gde-sorevnuetsya-rossiya-v-usloviyah-izolyacii-chto-takoe-igry-bolivarianskogo-alyansa-kuda-ee-priglasili-2041301/ Россию пригласили на самые антиамериканские старты мира. Что это такое?]</ref>
===Stafrænn gjaldmiðill===
Í október 2009 sammældust leiðtogar ALBA um að búa til stafrænan gjaldmiðil eftir fund í Bólivíu. Evo Morales, forseti Bóliviu, staðfesti að samkomulag hefði náðst um rafeyrinn. Hugo Chávez tilkynnti í kjölfarið að [[SUCRE (gjaldmiðill)|SUCRE]] væri „sjálfstætt og fullvalda peningakerfi“ sem yrði virkjað árið 2010.<ref>{{cite web|url=http://english.aljazeera.net/news/americas/2009/10/2009101712255748516.html|title=Bolivia summit adopts new currency|access-date=28 June 2016}}</ref> Árið 2015 var gjaldmiðillinn notaður í verslun milli Bólivíu, Kúbu, Níkaragva og sér í lagi Ekvador og Venesúela.<ref name="auto"/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{s|2004}}
[[Flokkur:Alþjóðastofnanir]]
8j63y6unoo7ac2h5mxlm9c9nd9wf80h
Ehlers-Danlos-heilkenni
0
175791
1888468
1861594
2024-11-19T22:02:29Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888468
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Hyperelastic skin in a case of Ehlers-Danlos syndrome (cropped).png|right|500px|alt=Einstaklingur með Ehlers-Danlos heilkenni sem sýnir ofteygni í húð.|thumb|<small>Einstaklingur með Ehlers-Danlos-heilkenni sem sýnir '''ofteygni í húð'''.</small>]]
[[Mynd:Ehlers-Danlos syndrome2.jpg|right|250px|alt=Einstaklingur með Ehlers-Danlos heilkenni sem sýnir yfirhreyfanleika fingurliða.|thumb|<small>Einstaklingur með Ehlers-Danlos heilkenni sem sýnir '''yfirhreyfanleika fingurliða'''.</small>]]
'''Ehlers-Danlos-heilkenni''' (EDS) er hópur sjaldgæfra arfgengra [[sjúkdómur|sjúkdóma]] sem einkennist af teygjanlegum [[Bandvefur|bandvef]] og leggjast þeir á liðbönd, [[húð]], innri [[Líffærakerfi|líffæri]] og [[Æð|æðar]].<ref>Fyrirmynd greinarinnar var {{Citation|title=Ehlers–Danlos syndromes|date=2023-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ehlers%E2%80%93Danlos_syndromes&oldid=1166679502|work=Wikipedia|language=en|access-date=2023-08-11}}</ref> Sjúkdómur veldur galla á framleiðslu [[kollagen | kollagens]] í [[líkami|líkama]] manna, en það eru [[Prótín|prótein]] sem veita bandvefjum líkamans ákveðinn teygjanleika og styrk. Bandvefir líkamans ([[húð]], [[Sin|sinar]], veggir [[Líffærakerfi|líffæra]], [[brjósk]] og [[Æð|æðar]]) verða óeðlilega veikir, gefa eftir og geta auðveldlega rifnað.<ref>{{Cite web|url=https://www.ehlers-danlos.com/what-is-eds/|title=What is EDS?|website=The Ehlers Danlos Society|language=en-GB|access-date=2023-08-12}}</ref> EDS er stundum nefnt teygjuhúð ([[latína]]: cutis hyperelastica).<ref>{{Cite web|url=https://idordabanki.arnastofnun.is/faersla/344329|title=Íðorðabankinn|website=idordabanki.arnastofnun.is|access-date=2023-08-11}}</ref>
EDS skiptist í 13 undirflokka sem á hver sín sérkenni en allir einkennast af minnkuðum styrk og heilleika húðar, liða, æða og annarra vefja. Hinir ólíku undirflokkar byggja á mismunandi stökkbreytingum sem leiða til galla í myndun, seytun eða starfshæfni [[kollagen|kollagena]] eða [[ensím|ensíma]] eða lífhvata sem taka þátt í framleiðslu og vinnslu þess. Heiti hvers flokks skírskotar til meingerðar hans.<ref name=":5">{{Cite web|url=https://www.nhs.uk/conditions/ehlers-danlos-syndromes/|title=Ehlers-Danlos syndromes|last=The National Health Service (NHS)|date=2017-10-18|website=nhs.uk|language=en|access-date=2023-08-12}}</ref><ref name=":2" /><ref name=":1" />
Lækning við EDS er ekki enn þekkt. Meðferð byggir á alhliða [[Endurhæfing|endurhæfingu]] til að örva og styrkja [[vöðvi|vöðva]], styðja [[liðamót]] og fyrirbyggja þannig áverka, meiðsl og verri einkenni.<ref>{{Cite journal|last=Lawrence|first=Elizabeth J.|date=2005-12|title=THE CLINICAL PRESENTATION OF EHLERS-DANLOS SYNDROME|url=https://journals.lww.com/advancesinneonatalcare/Abstract/2005/12000/THE_CLINICAL_PRESENTATION_OF_EHLERS_DANLOS.9.aspx|journal=Advances in Neonatal Care|language=en-US|volume=5|issue=6|pages=301|doi=10.1016/j.adnc.2005.09.006|issn=1536-0903}}</ref><ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/6200135?iabr=on|titill=Ehlers-Danlos-heilkenni af gerð IV. - Sjúkratilfelli og sjúkdómseinkenni|höfundur=Signý Ásta Guðmundsdóttir|höfundur2= Páll Helgi Möller|höfundur3= Reynir Arngrímsson.|útgefandi=Læknablaðið 2012/98|ár=2012|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2023|bls=355-359}}</ref><ref name=":2">{{Vefheimild|url=https://skemman.is/bitstream/1946/12074/1/Ritger%c3%b0%20%c3%ad%20fullri%20lengd.pdf|titill=Ehlers – Danlos Syndrome og fjölskyldan - Lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði, Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri|höfundur=Björk Önnudóttir|höfundur2= Hrafnhildur Björk Gunnarsdóttir|útgefandi=Heilbrigðisvísindasvið - Háskólinn á Akureyri|ár=2012|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2023}}</ref> Sumar tegundir EDS hafa ekki áhrif á eðlilegar lífslíkur. Þær gerðir EDS sem hafa áhrif á æðar draga yfirleitt úr lífslíkum.<ref>{{Cite book|url=https://books.google.is/books?id=Dz_dCwAAQBAJ&pg=PA939&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false|title=Ferri's Netter Patient Advisor: with Online Access at www.NetterReference.com|last=Ferri|first=Fred F.|date=2016-01-28|publisher=Elsevier Health Sciences|isbn=978-0-323-39324-9|language=en}}</ref> Einkenni sem komi fram í æsku geta orðið alvarlegri á fullorðinsárum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7503231/|titill=Psychosocial Influence of Ehlers–Danlos Syndrome in Daily Life of Patients: A Qualitative Study|höfundur=Inmaculada C. Palomo-Toucedo|höfundur2= Fatima Leon-Larios|höfundur3= María Reina-Bueno|höfundur4= María del Carmen Vázquez-Bautista|höfundur5= Pedro V. Munuera-Martínez|höfundur6= Gabriel Domínguez-Maldonado|útgefandi=Int J Environ Res Public Health. 2020 Sep; 17(17): 6425.
Published online 2020 Sep 3. doi: 10.3390/ijerph17176425|mánuður=3. september|ár=2020|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2023}}</ref>
Sjúkdómarnir eru nefndir eftir tveimur læknum: Danska húðsjúkdómafræðingnum Edvard Laurits ''Ehlers''<ref name=":6">{{Citation|title=Edvard Ehlers|date=2023-06-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Edvard_Ehlers&oldid=1159882573|work=Wikipedia|language=en|access-date=2023-08-11}}</ref> og franska lækninum Henri-Alexandre ''Danlos.'' <ref name=":7">{{Citation|title=Henri-Alexandre Danlos|date=2023-06-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Henri-Alexandre_Danlos&oldid=1159882736|work=Wikipedia|language=en|access-date=2023-08-11}}</ref><ref>{{Cite journal|last=Byers|first=Peter H.|last2=Murray|first2=Mitzi L.|date=2012-11-01|title=Heritable Collagen Disorders: The Paradigm of the Ehlers—Danlos Syndrome|url=https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0022202X15610569|journal=Journal of Investigative Dermatology|series=Milestones in Investigative Dermatology: Genetics of Structural Skin Disorders|language=en|volume=132|pages=E6–E11|doi=10.1038/skinbio.2012.3|issn=0022-202X}}</ref>
== Saga ==
EDS er ein elsta þekkta orsök [[marblettur|marbletta]] og blæðinga og var fyrst lýst af [[Hippókrates]] (460-370 f. Kr.) árið 400 f.Kr. Hann sagði í riti sínu „Loft, vötn og staðir“ að [[Hirðingi|hirðingjaþjóðin]] [[Skýþar]] sem bjó í [[Evrasía|Evrasíu,]] væri með slök liðamót og mörg ör.<ref name=":8">{{Cite journal|last=Parapia|first=Liakat A.|last2=Jackson|first2=Carolyn|date=2008-04|title=Ehlers-Danlos syndrome – a historical review|url=https://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1365-2141.2008.06994.x|journal=British Journal of Haematology|language=en|volume=141|issue=1|pages=32–35|doi=10.1111/j.1365-2141.2008.06994.x|issn=0007-1048}}</ref>
Danski húðsjúkdómafræðingurinn Edvard Laurits ''Ehlers'' (1863-1937)<ref name=":6" /> lagði til árið 1901 að þetta líkamsástand yrði viðurkennt sem sérgreindur sjúkdómur. Árið 1908 lýsti franski læknirinn Henri-Alexandre ''Danlos'' (1844 – 1912)<ref name=":7" /> teygjanleika og viðkvæmri húð sem megineinkenni heilkennisins. Rannsóknir héldu áfram næstu áratugi og upp úr 1960 var erfðasamsetningin greind. Árið 1972 var staðfest að orsök EDS væri röskun [[kollagen|kollagens]].<ref name=":8" />
Flokkun á EDS sjúkdómum hófst seint á sjöunda áratugnum. Upphaflega voru 11 gerðir Ehlers-Danlos-heilkennis nefndar með [[Rómverskir tölustafir|rómverskum tölum]] til að gefa til kynna ólíkar gerðir EDS (gerð I, tegund II, og svo framvegis). Árið 1988 var lögð til alþjóðleg skilgreining níu undirflokka EDS.
Á ráðstefnu haldin í franska Miðjarðarhafsbænum [[:en:Villefranche-sur-Mer|Villefranche-sur-Mer]] árið 1997 ákváðu vísindamenn að endurskilgreina flókna sjúkdómsflokkun EDS sem hafði verið við lýði um áraraðir. Einfaldari flokkun, svokallað Villefranche-nafnakerfi, fækkaði sjúkdómsgerðum í sex og gaf þeim lýsandi nöfn út frá helstu sérkennum hvers afbrigðis, þar sem heiti hvers flokks skírskotar til meingerðar. Árið 2017 var flokkunin uppfærð til að innihalda mjög sjaldgæf form EDS sem voru greind nýlega. Sú flokkun lýsir 13 sjúkdómstegundum Ehlers-Danlos heilkennis.<ref name=":0" />
== Orsakir ==
Ehlers-Danlos-heilkenni er flokkur meðfæddra sjúkdóma sem einkum einkennist af teygjanlegum [[Bandvefur|bandvef]].
EDS kemur fram vegna breytinga á meira en 19 genum sem eru til staðar við fæðingu.<ref name="NIHGHR2016"/> Það [[gen]] sem hefur áhrif ákvarðar tegund undirflokks EDS.<ref name="NIHGHR2016"/> Sum tilfelli stafa af nýrri breytingu sem kemur fram á fyrsta þroskaskeiði, á með önnur stafa af ríkjandi eða víkjandi [[A litningur|A-litnings]] [[erfðafræði|erfðum]].<ref name="NIHGHR2016">{{Cite web|url=https://ghr.nlm.nih.gov/condition/ehlers-danlos-syndrome#expand-collapse-start|title=Ehlers–Danlos syndrome|website=Genetics Home Reference|archive-url=https://web.archive.org/web/20160508023748/https://ghr.nlm.nih.gov/condition/ehlers-danlos-syndrome#expand-collapse-start|archive-date=8 May 2016|access-date=8 May 2016}}</ref> Í þeim ''ríkjandi'' kemur sjúkdómur eða ástand einungis fram ef einstaklingur erfir sama breytta genið frá báðum foreldrum sínum. Í þeim ''víkjandi'' kemur sjúkdómur eða ástand einungis fram ef einstaklingur erfir sama breytta genið frá báðum foreldrum sínum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.landspitali.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=20386|titill=Algeng orð og hugtök í erfðafræði - Upplýsingar fyrir sjúklinga og fjölskyldur|höfundur=Þýtt og staðfært af Vigdísi Stefánsdóttur erfðaráðgjafa|höfundur2= Reyni Arngrímssyni sérfræðingi í erfðasjúkdómum|höfundur3= Jóni Jóhannesi Jónssyni yfirlækni á erfða og sameindalæknisfræðideild Landspítala.|útgefandi=Landsspíltalinn|mánuður=Janúar|ár=2009|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2023}}</ref> Þessar breytingar leiða venjulega til galla í uppbyggingu eða vinnslu kollagenpróteins.<ref name="NIHGHR2016"/>
== Faraldursfræði ==
Heilkennið er sjaldgæft. Áætlað er að Ehlers-Danlos heilkenni komi fram í um einni af hverjum 5.000 fæðingum um allan heim.<ref>{{Cite web|url=http://www.medscape.com/viewarticle/466834|title=Ehlers-Danlos Syndrome|website=Medscape|language=en|access-date=2023-08-12|archive-date=2021-01-26|archive-url=https://web.archive.org/web/20210126064634/https://www.medscape.com/viewarticle/466834|url-status=dead}}</ref> Upphaflega var áætlað að algengi væri á bilinu einn af hverjum 250.000 til 500.000 manns, en fljótlega kom í ljós að það var of lágt. Greiningartækni varð betri og læknar urðu færari í greiningu.<ref name=":0">{{Cite web|url=https://medlineplus.gov/genetics/condition/ehlers-danlos-syndrome/|title=Ehlers-Danlos syndrome: MedlinePlus Genetics|website=medlineplus.gov|language=en|access-date=2023-08-12}}</ref>
Algengi EDS sjúkdóma er mjög mismunandi. Algengastur er EDS liðugleiki (EDS III) með um 5.000 - 20.000 af hverjum fæddum, og síðan er áætlað að 1 af hverjum 20.000 - 40.000 hafi hefðbundinn EDS (EDS I og EDS II).<ref name=":0" />
Yfirhreyfanleiki í liðum er algengur í æsku, eða allt að 8-39% barna á skólaaldri. Algengi fer eftir aldri, [[Kyn (líffræði)|kyni]] og þjóðerni og minnkar með hækkandi aldri. Stúlkur hafa almennt meira yfirhreyfanleika liða en strákar og börn af asískum uppruna eru almennt ofhreyfanlegri en börn í hvítum kynstofni.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.researchgate.net/publication/233889986_Ehlers-Danlos_Syndrome_Hypermobility_Type_An_Underdiagnosed_Hereditary_Connective_Tissue_Disorder_with_Mucocutaneous_Articular_and_Systemic_Manifestations|titill=Ehlers-Danlos Syndrome, Hypermobility Type: An Underdiagnosed Hereditary Connective Tissue Disorder with Mucocutaneous, Articular, and Systemic Manifestations|höfundur=Marco Castori|útgefandi=ISRN Dermatology, 2012(7):751768
DOI:10.5402/2012/751768|mánuður=November|ár=2012|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2023}}</ref>
Aðrir sjúkdómar EDS eru mjög sjaldgæfir. Þannig er áætlað að færri en 10 ungbörn og börn með EDS húðsprettu (Dermatosparaxia) (EDS VIIC) hafi verið greind í heiminum.
Í flokkun [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin|Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar]] (WHO) yfir sjúkdóma og tengd heilsuvandamál (ICD-11) er Ehlers-Danlos-heilkenni merkt '''LD28.1'''.<ref>{{Cite web|url=https://icd.who.int/browse11/l-m/en#/http://id.who.int/icd/entity/1122707206|title=ICD-11 for Mortality and Morbidity Statistics|website=icd.who.int|access-date=2023-08-12}}</ref>
== Einkenni ==
[[Mynd:JCI0112881.f2.jpg |right|250px|alt= Glottrefja og EDS.|thumb|<small>'''Glottrefja og EDS'''</small><ref>{{Citation|title=Syndrome d'Ehlers-Danlos|date=2023-08-09|url=https://fr.wikipedia.org/w/index.php?title=Syndrome_d%27Ehlers-Danlos&oldid=206796594|work=Wikipédia|language=fr|access-date=2023-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=Ehlers–Danlos syndromes|date=2023-08-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ehlers%E2%80%93Danlos_syndromes&oldid=1169932367|work=Wikipedia|language=en|access-date=2023-08-13}}</ref> <small>'''(a) '''Venjulegar glottrefjar [[kollagen|kollagens]] (e. collagen fibril) eru reglubundnar og einsleitar að stærð. '''(b) ''' Trefjur einstaklings með húðþynningu sýna verulegar breytingar á formgerð trefja með marktækum áhrifum á togstyrk bandvefs. '''(c) ''' Einstaklingur með klassískan EDS sýnir samsettar trefja. '''(d) ''' Trefjar einstaklings með óeðlilegt TNX gen eru einsleitar að stærð og engar samsettar trefjar sjást. '''(e) ''' Ef áhrif TNX gensins er algjörlega fjarverandi, eru trefjarnar minna þéttir og misjafnir.</small>]]
Einkenni EDS eru gjarnan laus [[liðamót]], sársauki við liðamót, tíð liðskipti, teygjanleg flauelsmjúka húð og óeðlileg örmyndun. Áhrif EDS á meðgöngu og í fæðingu eru misalvarleg og fara þau eftir því hvaða undirflokk EDS hin barnshafandi konan er með. Alvarlegustu einkenni EDS IV eru alvarlegir æðasjúkdómar, svo sem ósæðarrof, garnarof og legbrestur í fæðingu.<ref name=":1" />
Hverjum undirflokki EDS fylgja ákveðin einkenni, en viss einkenni sem eru almenn og geta komið fram í öllum gerðum. Þannig er teygjanleg og viðkvæm [[húð]], og yfirhreyfanleg [[liðamót]] sameiginlegt einkenni. Vandamál með hjartaloku og víkkun [[Ósæð|ósæðar]] geta komið fram í öllum gerðum EDS. Verkir um allan líkamann og [[höfuðverkur]] geta einnig fylgt öllum gerðum.<ref name=":2" />
Algengur fylgikvilli EDS er truflun á ósjálfráða [[taugakerfi|taugakerfinu]] sem stýrir meðal annars hjartslætti og [[Blóðþrýstingur|blóðþrýstingi]]. Það getur valdið því að hjartsláttur aukist óeðlilega við það að standa upp, sem veldur svima, þyngslum fyrir brjósti og stundum yfirliði þegar blóðþrýstingur fellur samtímis.<ref name=":3">{{Cite web|url=https://timarit.is/page/6740502?iabr=on|title=Þekkir þú Ehlers Danlos? Hrönn Hreiðarsdóttur
Morgunblaðið - 265. tölublað (11.11.2015) - Tímarit.is|first=Hrönn Hreiðarsdóttur|date=11.11.2015|website=timarit.is|access-date=2023-08-12}}</ref> Að auki geta einkennin verið meltingartruflanir með hægðatregðu, niðurgangur, ógleði og bakflæði og viðkvæmni fyrir vökvatapi. Þá eru svefntruflanir vegna verkja algengar sem getur skert verulega lífsgæði einstaklinga.<ref name=":3" />
Höfuðverkir eru sameiginleg einkenni frá taugakerfi sem virðast tengjast öllum afbrigðum EDS. Það eru yfirleitt [[mígreni]], með og án áru og spennuhöfuðverkir sem fólk finnur fyrir.<ref>{{Cite journal|last=Savasta|first=Salvatore|last2=Merli|first2=Pietro|last3=Ruggieri|first3=Martino|last4=Bianchi|first4=Lucia|last5=Spartà|first5=Maria Valentina|date=2011-03-01|title=Ehlers–Danlos syndrome and neurological features: a review|url=https://doi.org/10.1007/s00381-010-1256-1|journal=Child's Nervous System|language=en|volume=27|issue=3|pages=365–371|doi=10.1007/s00381-010-1256-1|issn=1433-0350}}</ref> Einum einkennum EDS hefur verið lýst sem þrálátum [[Höfuðverkur|höfuðverk]], sem kemur eins og rafstraumur þegar lausir hálsliðir þrýsta á taugar og valda verkjum.<ref name=":3" />
== Greining ==
Greiningin á EDS er aðallega byggð á mati á sjúkra- og fjölskyldusögu, og klínískri skoðun. Byggt er á einkennum og staðfestingu með [[Erfðafræði|erfðafræðilegum]] prófum og [[Lífefnafræði|lífefnafræðilegum]] rannsóknum. Greiningarpróf fela í sér meðal annars prófun á kollagengenafbrigðum, kollagenflokkun með húðvefjasýni og hjartaómun.<ref>{{Cite journal|last=Sobey|first=Glenda|date=2015-01-01|title=Ehlers–Danlos syndrome: how to diagnose and when to perform genetic tests|url=https://adc.bmj.com/content/100/1/57|journal=Archives of Disease in Childhood|language=en|volume=100|issue=1|pages=57–61|doi=10.1136/archdischild-2013-304822|issn=0003-9888|pmid=24994860}}</ref><ref name=":4" /><ref name=":5" />
Greining á EDS fer þó eftir hvaða afbrigði er um að ræða. Þannig byggir til að mynda greining á hinu klassíska afbrigði EDS aðallega á klínískri skoðun og fjölskyldusögu. Í klínískri skoðun er teygjanleiki húðar skoðaður sem og almennt útlit húðar með tilliti til öramyndunar. Þá er hreyfanleiki liða mældur með því að kanna liðleika litlafingurs og þumalfingurs. Kannað er hvort einstaklingurinn geti rétt úr olnbogum og hnjám umfram 10 gráður eðlilegrar stöðu og athugað hvort að einstaklingurinn geti sett lófa flata á gólfið með því að beygja sig fram, án þess að beygja hnén.<ref>{{Cite web|url=https://www.ehlers-danlos.com/assessing-joint-hypermobility/|title=Assessing Joint Hypermobility|website=The Ehlers Danlos Society|language=en-GB|access-date=2023-08-12}}</ref><ref name=":2" /><ref name=":1" /><ref>{{Cite web|url=http://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/erfda-og-sameindalaeknisfraedideild-/erfdaradgjof/ehlers-danlos-heilkenni/?fbclid=IwAR1ts9wJfOt-4HiHYZH4ut0ZInRxsM-h7DE099jb6NrioOU7r_AguBNuBSo|title=Landspitali: Ehlers-Danlos heilkenni|last=Erfða-og-sameindalæknisfræðideild Landsspítala|website=www.landspitali.is|language=is|access-date=2023-08-12}}</ref>
{| class="wikitable mw-collapsible"
! colspan="2" |<big>Helstu greiningarviðmið fyrir Ehlers-Danlos-heilkenni</big><ref name=":4" />
|-
|'''<small><u>Aðalviðmið</u></small>'''
|'''<small>Undirflokkar</small>'''
|-
|<small>Þunn gegnsæ húð</small>
|<small>Hrörnun, ellilegt útlit útlima (Acrogeria)</small>
|-
|<small>Slagæða-, þarma- eða legviðkvæmni eða rof.</small>
|<small>Ofursveigjanleiki smárra liða</small>
|-
|<small>Víðtækar húðblæðingar, marmyndun</small>
|<small>Sina og vöðvarof, - rifur</small>
|-
|<small>Einkennandi andlitslag</small>
|<small>Klumbufótur</small>
|-
|
|<small>Bláæðahnútar snemma á lífsleiðinni</small>
|-
|
|<small>Fistill á mótum hálsslagæðar og bláæðar (carotid-cavernous sinus fistulae)</small>
|-
|
|<small>Loftbrjóst. Samfall lunga.</small>
|-
|
|<small>Rýrnun tanngóms</small>
|-
|
|<small>Fjölskyldusaga um skyndidauða nákomins ættingja af völdum einhvers af framantöldu.</small>
|-
| colspan="2" |<small>Talið er æskilegt að tvö greiningaratriði úr aðalviðmiðunum (til vinstri) eigi við sjúklinginn svo sjúkdómsgreining sé talin líkleg. Eigi eitt af aðalviðmiðunum við, ásamt einu eða fleirum viðmiðum úr undirflokkunum (til hægri) ætti einnig að taka það alvarlega. Lífefnafræðilegar rannsóknir vefjasýna eða blóðs staðfesta eða hrekja greiningu með því að sýna fram á afbrigðileika í framleiðslu og dreifingu á kollagen III eða ekki.</small><ref name=":4" />
|}
== Undirflokkar EDS ==
EDS skiptist í 13 undirflokka sjúkdóma sem hver á sín sérkenni en allir einkennast af minnkuðum styrk og heilleika húðar, liða, æða og annarra vefja. Hinir ólíku undirflokkar byggja á mismunandi stökkbreytingum sem leiða til galla í myndun, seytun eða starfshæfni kollagena eða ensíma sem taka þátt í framleiðslu og vinnslu þess. Heiti hvers flokks skírskotar til meingerðar hans.<ref name=":1" />
Upphaflega voru 11 gerðir Ehlers-Danlos-heilkennis nefndar með [[Rómverskir tölustafir|rómverskum tölum]] til að gefa til kynna ólíkar gerðir EDS (gerð I, tegund II, og svo framvegis). Árið 1997 í Villefranche náðu menn saman um einfaldari sjúkdómsflokkun EDS. Með svokölluðu Villefranche-nafnakerfi, var sjúkdómsgerðum fækkað í sex og þeim lýst út frá helstu sérkennum hvers afbrigðis, þar sem heiti hvers flokks skírskotar til meingerðar. Árið 2017 var flokkunin uppfærð til að innihalda mjög sjaldgæf form EDS sem voru greind nýlega. Sú flokkun lýsir 13 sjúkdómstegundum Ehlers-Danlos heilkennis.<ref name=":0" />
{| class="wikitable mw-collapsible"
! colspan="5" |<big>Undirflokkar Ehlers-Danlos-heilkennis</big>
samkvæmt Villefranche-flokkunarkerfinu staðfært eftir Beighton og Germain.
|-
|<small>'''Núverandi flokkun:'''</small>
|<small>'''Fyrrum heiti:'''</small>
|<small>'''Klínisk einkenni:'''</small>
|<small>'''Erfðir:'''</small>
|<small>'''Stökkbreyting:'''</small>
|-
|<small>Hefðbundið EDS (Classical)</small>
<small>('''cEDS''')</small>
|<small>EDS I</small>
|<small>Mjúk teygjanleg húð. Marblettir. Sígarettupappírslík ör. Yfirhreyfanleiki liðamóta. Lítil áhrif á innri líffæri.</small>
|<small>A-litnings ríkjandi</small>
|<small>COL5A1</small>
|-
|<small>('''clEDS''')</small>
|<small>EDSII</small>
|<small>Líkt og EDS I en vægari svipgerð.</small>
|
|<small>COL5A2</small>
|-
|<small>Liðugleika EDS (Hypermobility)</small>
<small>('''hEDS''')</small>
|<small>EDS III</small>
|<small>Mjúk teygjanleg húð. Yfirhreyfanleiki liða. Endurtekin liðhlaup. Þrálátir liðverkir.</small>
|<small>A -litnings rikjandi</small>
|<small>Óþekkt</small>
|-
|<small>Æðabreytinga EDS (Vascular)</small>
<small>('''vEDS''')</small>
|<small>EDS IV</small>
|<small>Þunn gegnsæ húð. Bersæjar bláæðar. Marblettagirni. Æðarof. Garnarof. Einkennandi andlitsfall.</small>
|<small>A-litnings ríkjandi</small>
|<small>COL3A1</small>
|-
|<small>Hryggskekkju EDS (Kyphoscoliosis)</small>
<small>('''kEDS''')</small>
|<small>EDS VI</small>
|<small>Meiriháttar vöðvaslappleiki við fæðingu. Hryggskekkja. Viðkvæm augnhvíta og augnrof.</small>
|<small>A-litnings víkjandi</small>
|<small>Lysýl hýdroxýlasi</small>
|-
|<small>Liðloss EDS</small><small>(Arthrochalasia)</small>
<small>('''aEDS''')</small>
|<small>EDS VIIA</small>
<small>EDS VIIB</small>
|<small>Meðfætt mjaðmaliðhlaup. Mikill liðleiki. Endurtekið liðhlaup.</small>
|<small>A-litnings ríkjandi</small>
|<small>COL1A1 COL1A2</small>
|-
|<small>Húðsprettu EDS (Dermatosparaxia)</small>
<small>('''dEDS''')</small>
|<small>EDS VIIC</small>
|<small>Mjög mjúk og viðkvæm húð, ekki yfirteygjanleg. Marblettir. Naflakviðslit.</small>
|<small>A-litnings víkjandi</small>
|<small>Skortur á N-próteasa</small>
|-
| colspan="2" rowspan="5" |<small>Aðrar gerðir EDS:</small>
|<small>X-tengd EDS - EDS Tegund V (X-tengdur víkjandi erfðir)</small>
|
|
|-
|<small>Tegund tannholdssjúkdóms - EDS tegund VIII</small>
|<small>A-litnings ríkjandi</small>
|
|-
|<small>Fjölskylduheilkenni – EDS tegund XI</small>
|<small>A-litnings ríkjandi</small>
|
|-
|<small>Tegund með skorti á fíbrónektín - EDS gerð X</small>
|<small>A-litnings víkjandi</small>
|
|-
|<small>Progeroid EDS</small>
<small>Ósérstök form</small>
|
|<small>B3GALT6 stökkbreyting</small>
|-
| colspan="5" |<small>''Taflan sýnir hina nýju sjúkdómsflokkun frá 2017 og þá eldri. Næstsíðasti dálkur sýnir erfðaleið hvers flokks og síðasti dálkur sýnir hið stökkbreytta gen.''</small>''<ref>{{Cite web|url=https://www.ehlers-danlos.com/eds-types/|title=EDS Types|website=The Ehlers Danlos Society|language=en-GB|access-date=2023-08-12}}</ref> <ref>{{Citation|title=Ehlers-Danlos-Syndrom|date=2023-04-27|url=https://de.wikipedia.org/w/index.php?title=Ehlers-Danlos-Syndrom&oldid=233210488|work=Wikipedia|language=de|access-date=2023-08-12}}</ref> <ref>{{Citation|title=Síndromes de Ehlers-Danlos|date=2023-06-14|url=https://es.wikipedia.org/w/index.php?title=S%C3%ADndromes_de_Ehlers-Danlos&oldid=151838701|work=Wikipedia, la enciclopedia libre|language=es|access-date=2023-08-12}}</ref> <ref name=":1" /> <ref name=":4">{{Vefheimild|url=https://skemman.is/bitstream/1946/5820/1/EDS-FINAL%5b1%5d.pdf|titill=Heimildasamantekt um æðaafbrigði Ehlers-Danlos syndrome, með áherslu á fræðsluþarfir sjúklinga, heilsu og líðan - Lokaverkefni til B.Sc gráðu í hjúkrunarfræði|höfundur=Birna Gestsdóttir|höfundur2= Heiða Pálrún Gestsdóttir|höfundur3= Katrín Sif Sigurgeirsdóttir|útgefandi=Heilbrigðisvísindasvið - Háskólinn á Akureyri|mánuður=24. júní|ár=2010|mánuðurskoðað=12. ágúst|árskoðað=2023}}</ref>'' <ref>{{Vefheimild|url=https://www.researchgate.net/publication/23758993_The_differential_diagnosis_of_children_with_joint_hypermobility_A_review_of_the_literature|titill=The differential diagnosis of children with joint hypermobility: A review of the literature|höfundur=Louise J Tofts, Children's Hospital at Westmead|höfundur2= Elizabeth J Elliott, The University of Sydney|höfundur3= Craig Munns, Sydney Children's Hospitals Network; and Verity Pacey, Macquarie University.|útgefandi=Pediatric Rheumatology 7(1):1
DOI:10.1186/1546-0096-7-1|mánuður=February|ár=2009|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2023}}</ref>
|}
== Meðferð við EDS ==
Lækning við EDS er ekki enn þekkt.
Meðferð byggir á alhliða [[Endurhæfing|endurhæfingu]] til að til að draga úr einkennum, örva og styrkja [[vöðvi|vöðva]], styðja [[liðamót]] og fyrirbyggja þannig áverka, meiðsl og verri einkenni og bæta þannig lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu sjúklinga.
Dæmi um algengar meðferðir:<ref>{{Cite web|url=https://www.vondt.net/is/ehlers-danlos-heilkenni-eds/|title=Það sem þú ættir að vita um Ehlers-Danlos heilkenni (EDS)|last=Helse|first=Vondtklinikkene-Tverrfaglig|date=2020-05-11|website=Vondt.net|language=is|access-date=2023-08-13}}</ref>
* Sjúkraþjálfun til þjálfunar, endurhæfingar og sjúkraþjálfunar.
* [[Nudd]] til að draga úr vöðva- og liðverkjum sem eru mikið vandamál margra þeirra sem hafa EDS.
* Sérsniðnar hreyfingar liða geta verið mikilvægar og létt verki í liðum.
* [[Nálastungur]] sem þykja vinna geng vöðvaverkjum og vöðvakvillum.
* Rétt mataræði getur unnið gegn bólgum og eflt viðnámsþrótt [[húð|húðar]] og vöðva.
* Heitt vatn [[sundlaug]] getur hjálpað. Sundlaugarþjálfun er tilvalin fyrir þá sem eru með EDS.
== Tenglar ==
* ''Samtök sjúklinga Ehlers-Danlos-heilkenni'' og aðstandenda þeirra starfa á Íslandi. Samtökin halda meðal annars úti Facebook síðu og öðrum samfélagsmiðlum til upplýsinga um EDS.<ref>{{Cite web|url=https://www.facebook.com/edsislandi|title=Ehlers Danlos Syndrome (EDS) á Íslandi|website=www.facebook.com|language=is|access-date=2023-08-12}}</ref><ref name=":3" /> https://www.facebook.com/edsislandi
* ''vEDSis samtökin á Íslandi'' eru samtök sjúkling með heilkennið/sjúkdóminn vEDS (æðaafbrigði EDS).<ref>{{Cite web|url=http://www.veds.is/|title=Samtök vEDSis sjúklinga og aðstandenda á Íslandi|website=vEDSis|language=en|access-date=2023-08-13|archive-date=2023-08-13|archive-url=https://web.archive.org/web/20230813124214/https://www.veds.is/|url-status=dead}}</ref> https://www.veds.is/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20230813124214/https://www.veds.is/ |date=2023-08-13 }}
* ''Ehlers-Danlos samfélagið'' eru alþjóðleg félagasamtök sem eru tileinkuð stuðningi við sjúklinga með Ehlers-Danlos-heilkennið, vísindarannsóknir, málsvörn og aukna vitund um EDS, sem og ofhreyfanleikarófsröskun (HSD). Á vefnum er mikið safn upplýsinga um EDS.<ref>{{Citation|title=Ehlers-Danlos Society|date=2023-06-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ehlers-Danlos_Society&oldid=1160576312|work=Wikipedia|language=en|access-date=2023-08-12}}</ref> https://www.ehlers-danlos.com/
* ''Sebrasamtökin'' (The Zebra Network) eru bandarísk samtök fólks með EDS.<ref>{{Cite web|url=http://thezebranetwork.org/|title=The Zebra Network|website=The Zebra Network|language=en-US|access-date=2023-08-13}}</ref> http://thezebranetwork.org/
== Tilvitnanir ==
<references/>
[[Flokkur:erfðasjúkdómar]]
j9thuk33f0yfv5jd8f2epvqge0hy46k
Áttæringur
0
175964
1888488
1867726
2024-11-20T04:10:14Z
CommonsDelinker
1159
Skráin Kvívík-1.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af [[c:User:Yann|Yann]] vegna þess að per [[:c:COM:NETCOPYVIO|]]
1888488
wikitext
text/x-wiki
'''Áttæringur''' er [[árabátur]] sem róið er með átta árum.<ref>{{Cite web|url=https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/4538|title=Íslensk nútímamálsorðabók|website=islenskordabok.arnastofnun.is|language=en|access-date=2023-08-29}}</ref> Hugtakið er aðallega notað um hefðbundna [[súðbyrðingur|súðbyrta]] árabáta frá [[Norðurlönd]]um. Áttæringur er með átta ræði þar sem yfirleitt róa átta menn, einn á hvort borð, með stýrimann í skut. Stundum er sett barkaþófta með keipum aftan við barkarúmið fremst þar sem einn getur róið með ár í hvorri hendi og verður báturinn þá tíróinn áttæringur. Flestir áttæringar hafa verið búnir [[segl]]um af ýmsu tagi, meðal annars [[spritsegl]]um og [[loggortusegl]]um, og geta verið tvísigldir.
Rúm og þóftur í áttæringi nefnast barkarúm (fremst), andófsþófta, andófsrúm, fyrirrúmsþófta, fyrirrúm, miðskipsþófta, miðrúm, austurrúmsþófta, austurrúm og bitaþófta aftast.<ref>{{cite journal|journal=Blik|title=Endurminningar (2. hluti)|author=Magnús Guðmundsson|year=1969|url=https://heimaslod.is/index.php/Blik_1969/Endurminningar_II._hluti}}</ref><ref>{{cite web|url=https://listfyriralla.is/menning-fyrir-alla/upplysingar/byggdasafn-vestfjarda/|title=Byggðasafn Vestfjarða|website=List fyrir alla}}</ref>
Frægir áttæringar á Íslandi eru meðal annars hákarlaskipið ''[[Ófeigur (skip)|Ófeigur]]'' og grindvíska skipið ''Óskabjörninn''. ''Ófeigur'' var með [[þversegl]] (skautasegl). Árið 2023 stóðu „Hollvinasamtök áttæringsins“ fyrir smíði 11 metra langs áttærings sem var afhjúpaður á sjómannadaginn í Grindavík.<ref>{{vefheimild|url=https://www.vf.is/frettir/nyr-attaeringur-i-grindavik|vefsíða=Víkurfréttir|höfundur=Sigurbjörn Daði Dagbjartsson|dags=7. júní 2023|titill=Nýr áttæringur í Grindavík}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Árabátar]]
ckr6hzz9d4axma7umcqxdn33ypm8a0w
Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2015
0
179497
1888504
1886453
2024-11-20T10:23:56Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888504
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name = Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2015
| year =
| other_titles =
| image =
| size =
| caption =
| country = Síle
| dates = 11. júní til 4. júlí
| num_teams = 12
| confederations = 2
| venues = 9
| cities = 8
| champion = Síle
| count = 1
| second = Argentína
| third = Perú
| fourth = Paragvæ
| matches = 26
| goals = 59
| attendance =
| top_scorer = [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Paolo Guerrero]] & [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Eduardo Vargas]] <br> (4 mörk)
| updated =
| prevseason = [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2011|2011]]
| nextseason = [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2016|2016]]
}}
'''Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2015''' eða '''Copa América 2015''' var 44. [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu|Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu]] og var haldin í [[Síle]] dagana 11. júní til 4. júlí. Tólf lið, þar af tvö gestalið, kepptu á mótinu og var þeim skipt upp í þrjá fjögurra liða riðla þar sem átta efstu liðin fóru í fjórðungsúrlit. [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Heimamenn]] urðu meistarar í fyrsta sinn eftir sigur á [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentínu]] í vítaspyrnukeppni í úrslitum.
Slagorð keppninnar var ''El Corazón del Fútbol'' eða ''hjarta knattspyrnunnar''.
==Gestgjafar==
Samkvæmt gildandi reglum CONMEBOL um að láta starfrófsröð ráða röð gestgjafalandanna hefði [[Brasilía]] átt að halda mótið. Vegna anna við skipulagningu á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014|HM 2014]] og [[Sumarólympíuleikarnir 2016|ÓL í Ríó 2016]] var horfið frá því ráði. Til tals kom að flytja keppnina til [[Mexíkó]], þrátt fyrir að landið væri ekki aðildarland að CONMEBOL. Í maímánuði 2012 komust knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu og Síle að þeirri niðurstöðu að skipta á mótum. Síle hafði því rétt um þrjú ár til undirbúnings.
==Leikvangarnir==
Keppt var á níu leikvöngum í átta borgum. Flestir vallanna voru endurbyggðir eða reistir frá grunni fyrir mótið.
{| class="wikitable" style="text-align:center"
|-
! colspan="2"|[[Santíagó]]
![[Concepción]]
|-
|Estadio Nacional
|Estadio Monumental
|Estadio Municipal de Concepción
|-
|Áhorfengur: '''48.745'''
|Áhorfendur: '''47.347'''
|Áhorfendur: '''30.448'''
|-
|[[File:Estadio_Nacional_Copa_América_2015_(18463071841).jpg|alt=|frameless|230x230px]]
|[[File:Estadio_Monumental_2009.jpg|alt=|frameless|230x230px]]
|[[File:Estadio_Ester_Roa_Rebolledo.JPG|alt=|frameless|230x230px]]
|-
!Viña del Mar
!Antofagasta
![[Valparaiso]]
|-
|Estadio Sausalito
|Estadio Regional de Antofagasta
|Estadio Elías Figueroa
|-
|Áhorfendur: '''22.360'''
|Áhorfendur: '''21.170'''
|Áhorfendur: '''21.113'''
|-
|[[File:Everton_-_Coquimbo_Unido,_28-02-2016_-_Estadio_Sausalito_03.JPG|alt=|frameless|230x230px]]
|[[File:Estadio_Calvo_y_Bascuñan.jpg|alt=|frameless|230x230px]]
|[[File:Estadio_Elías_Figueroa_Brander_-_Valparaíso,_Chile.jpg|alt=|frameless|230x230px]]
|-
![[Temuco]]
!La Serena
!Rancagua
|-
|Estadio Municipal Germán Becker
|Estadio La Portada
|Estadio El Teniente
|-
|Áhorfendur: '''18.413'''
|Áhorfendur: '''18.243'''
|Áhorfendur: '''13.849'''
|-
|[[File:Germán_Becker_Stadium_-_Temuco_-_Gallery_View.JPG|alt=|frameless|230x230px]]
|
|[[File:Desfile_2_de_Octubre_Bicentenario_Batalla_Rancagua_01.JPG|alt=|frameless|230x230px]]
|}
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||2||1||0||10||3||+8||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]]||[[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]||3||1||1||1||3||7||-4||'''4'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||1||0||2||4||6||-2||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||0||2||1||4||5||-1||'''2'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 11. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Arturo Vidal|Vidal]] 66 (vítasp.), [[Eduardo Vargas|Vargas]] 83
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Nacional, [[Santíagó]]
|áhorfendur= 46.000
|dómari= Néstor Pitana, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Sausalito, Viña del Mar
|áhorfendur= 14.987
|dómari= Enrique Cáceres, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Enner Valencia|Valencia]] 47, [[Miller Bolaños|Bolaños]] 83
|mörk2= [[Ronald Raldes|Raldes]] 4, [[Martin Smedberg-Dalence|Smedberg-Dalence]] 83, [[Marcelo Martins Moreno|Moreno]] 42 (vítasp.)
|leikvangur= Estadio Elías Figueroa, [[Valparaiso]]
|áhorfendur= 5.982
|dómari= Joel Aguilar, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 3-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Arturo Vidal|Vidal]] 21, 54 (vítasp.), [[Eduardo Vargas|Vargas]] 41
|mörk2= [[Matías Vuoso|Vuoso]] 20, 65, [[Raúl Jiménez|Jiménez]] 28
|leikvangur= Estadio Nacional, [[Santíagó]]
|áhorfendur= 45.583
|dómari= Víctor Hugo Carrillo, [[Perú]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Raúl Jiménez|Jiménez]] 63 (vítasp.)
|mörk2= [[Miller Bolaños|Bolaños]] 25, [[Enner Valencia|Valencia]] 57
|leikvangur= Estadio El Teniente, Rancagua
|áhorfendur= 11.051
|dómari= José Argote, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 5-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Charles Aránguiz|Aránguiz]] 2, 65, [[Alexis Sánchez|Sánchez]] 36, [[Gary Medel|Medel]] 78, [[Ronald Raldes|Raldes]] 85 (sjálfsm.)
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Nacional, [[Santíagó]]
|áhorfendur= 45.601
|dómari= Andrés Cunha, [[Úrúgvæ]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||1||2||0||4||3||+1||'''5'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]]||[[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||0||0||3||0||3||-3||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cristian Rodríguez|C. Rodríguez]] 51
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Regional de Antofagasta, Antofagasta
|áhorfendur= 8.654
|dómari= José Argote, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Agüero|Agüero]] 28, [[Lionel Messi|Messi]] 35 (vítasp.)
|mörk2= [[Nelson Valdez|N. Valdez]] 59, [[Lucas Barrios|Barrios]] 89
|leikvangur= Estadio La Portada, La Serena
|áhorfendur= 16.281
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Édgar Benítez|Benítez]] 35
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Regional de Antofagasta, Antofagasta
|áhorfendur= 6.099
|dómari= Carlos Vera, [[Ekvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Agüero|Agüero]] 55
|mörk2=
|leikvangur= Estadio La Portada, La Serena
|áhorfendur= 17.014
|dómari= Sandro Ricci, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[José María Giménez|Giménez]] 28
|mörk2= [[Lucas Barrios|Barrios]] 44
|leikvangur= Estadio La Portada, La Serena
|áhorfendur= 16.021
|dómari= Roberto García, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo Higuaín|Higuaín]] 10
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Sausalito, Viña del Mar
|áhorfendur= 21.083
|dómari= Julio Bascuñán, [[Síle]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||4||3||+1||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]]||[[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]]||[[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]||3||1||0||2||2||3||-1||'''3'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Salomón Rondón|Rondón]] 59
|leikvangur= Estadio El Teniente, Rancagua
|áhorfendur= 12.387
|dómari= Andrés Cunha, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Neymar]] 4, [[Douglas Costa]] 90+1
|mörk2= [[Christian Cueva|Cueva]] 2
|leikvangur= Estadio Municipal Germán Becker, [[Temuco]]
|áhorfendur= 16.342
|dómari= Roberto García, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Jeison Murillo|Murillo]] 36
|leikvangur= Estadio Monumental David Arellano, [[Santíagó]]
|áhorfendur= 44.008
|dómari= Enrique Osses, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Claudio Pizarro|Pizarro]] 71
|leikvangur= Estadio Elías Figueroa, [[Valparaíso]]
|áhorfendur= 15.542
|dómari= Raúl Orosco, [[Bólivía|Bólivíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Neymar]] 4, [[Douglas Costa]] 90+1
|mörk2= [[Christian Cueva|Cueva]] 2
|leikvangur= Estadio Municipal Germán Becker, [[Temuco]]
|áhorfendur= 17.231
|dómari= Néstor Pitanaa, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Thiago Silva]] 8, [[Roberto Firmino|Firmino]] 51
|mörk2= [[Miku]] 84
|leikvangur= Estadio Monumental David Arellano, [[Santíagó]]
|áhorfendur= 33.284
|dómari= Enrique Cáceres, [[Paragvæ]]
|}}
===Röð 3ja sætis liða===
Tvö stigahærri liðin sem höfnuðu í þriðja sæti komust í útsláttarkeppnina.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]||3||1||1||1||2||2||0||'''4'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||1||0||2||4||6||-2||'''3'''
|-
|}
===Fjórðungsúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Mauricio Isla|Isla]] 80
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Nacional, [[Santíagó]]
|áhorfendur= 45.304
|dómari= Sandro Ricci, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|úrslit= 1-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Marcelo Martins Moreno|Moreno]] 83 (vítasp.)
|mörk2= [[Paolo Guerrero|Guerrero]] 19, 22, 73
|leikvangur= Estadio Municipal Germán Becker, [[Temuco]]
|áhorfendur= 16.872
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 0-0 (5-4 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Sausalito, Viña del Mar
|áhorfendur= 21.508
|dómari= Roberto García, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 1-1 (4-5 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Robinho]] 14
|mörk2= [[Derlis González|González]] 71 (vítasp.)
|leikvangur= Estadio Municipal de Concepción, [[Concepción]]
|áhorfendur= 29.276
|dómari= Andrés Cunha, [[Úrúgvæ]]
|}}
===Undanúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Eduardo Vargas|Vargas]] 41, 63
|mörk2= [[Gary Medel|Medel]] 60 (sjálfsm.)
|leikvangur= Estadio Nacional, [[Santíagó]]
|áhorfendur= 45.651
|dómari= José Argote, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 6-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Marcos Rojo|Rojo]] 14, [[Javier Pastore|Pastore]] 26, [[Ángel Di María|Di María]] 46, 52, [[Sergio Agüero|Agüero]] 79, [[Gonzalo Higuaín|Higuaín]] 82
|mörk2= [[Lucas Barrios|Barrios]] 42
|leikvangur= Estadio Municipal de Concepción, [[Concepción]]
|áhorfendur= 29.205
|dómari= Sandro Ricci, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
===Bronsleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[André Carrillo|Carrillo]] 48, [[Paolo Guerrero|Guerrero]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Municipal de Concepción, [[Concepción]]
|áhorfendur= 29.143
|dómari= Raúl Orosco, [[Bólivía|Bólivíu]]
|}}
===Úrslitaleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 0-0 (4-1 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Estadio Nacional, [[Santíagó]]
|áhorfendur= 45.693
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
==Markahæstu leikmenn==
59 mörk voru skoruð í keppninni af 39 leikmönnum. Tvö þeirra voru sjálfsmörk.
;4 mörk
* [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Paolo Guerrero]]
* [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Eduardo Vargas]]
;3 mörk
* [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Sergio Agüero]]
* [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Arturo Vidal]]
* [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Lucas Barrios]]
== Heimildir ==
* [https://www.rsssf.org/tables/2015safull.html RSSSF, Suður-Ameríkukeppnin 2015 úrslitagrunnur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = 2015 Copa América|mánuðurskoðað = 27. mars|árskoðað = 2024}}
[[Flokkur:Álfumót og -keppnir landsliða í knattspyrnu karla]]
[[Flokkur:Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu]]
[[Flokkur:2015]]
pr9ndamnhlvnmr8bz91wirvv6v7dk6i
Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2016
0
179524
1888505
1886454
2024-11-20T10:25:37Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888505
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name = Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2016
| year =
| other_titles =
| image =
| size =
| caption =
| country = Bandaríkin
| dates = 3. til 26. júní
| num_teams = 16
| confederations = 2
| venues = 10
| cities = 10
| champion = Síle
| count = 2
| second = Argentína
| third = Kólumbía
| fourth = Bandaríkin
| matches = 32
| goals = 91
| attendance =
| top_scorer = [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Eduardo Vargas]] <br> (6 mörk)
| updated =
| prevseason = [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2015|2015]]
| nextseason = [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2019|2019]]
}}
'''Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2016''' eða '''Copa América Centenario''' var 45. [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu|Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu]] og var haldin í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] dagana 3. til 26. júní. Um var að ræða aukamót í tilefni af 100 ára afmæli Copa América og var samvinnuverkefni knattspyrnusambandanna CONMEBOL og CONCACAF. Keppnin var í fyrsta sinn haldin utan Suður-Ameríku. [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]] tókst að verja titil sinn frá árinu áður, aftur eftir sigur á [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentínu]] í vítaspyrnukeppni í úrslitum.
== Leikvangar ==
{| class="wikitable" style="text-align:center"
|-
! [[Pasadena, California|Pasadena]], [[Kalifornía]]<br />{{small|([[Los Angeles]])}}
! [[Houston]], [[Texas]]
! [[Fíladelfía]], [[Pennsylvanía]]
|-
| Stanford Stadium
| NRG Stadium
| Lincoln Financial Field
|-
| Áhorfendur: '''84.147'''
| Áhorfendur: '''71.000'''
| Áhorfendur: '''69.176'''
|-
| [[File:Stanford Stadium satellite view.png|200px]]
| [[File:NRG_stadium_prepared_for_Super_Bowl_Li_(32513086661).jpg|200px]]
| [[File:Philly (45).JPG|200px]]
|-
! [[East Rutherford, New Jersey|East Rutherford]], [[New Jersey]]<br />{{small|([[New York City area|New York/New Jersey]])}}
! [[Santa Clara]], [[Kalifornía]]<br />{{small|([[San Francisco]])}}
! [[Seattle]], [[Washington (fylki)|Washington]]
| colspan="3" rowspan="4"|
|-
| Rose Bowl
| Levi's Stadium
| CenturyLink Field
|-
| Áhorfendur: '''94.194'''
| Áhorfendur: '''68.500'''
| Áhorfendur: '''67.000'''
|-
| [[File:2018.06.17 Over the Rose Bowl, Pasadena, CA USA 0039 (42855669451) (cropped).jpg|200px]]
| [[File:Entering_Levi's_Stadium.JPG|200px]]
| [[File:Soldier Field Chicago aerial view crop.jpg|200px]]
|-
! [[Orlando]], [[Flórída]]
! [[Foxborough, Massachusetts|Foxborough]], [[Massachusetts]]<br />{{small|([[Boston]])}}
! [[Glendale]], [[Arísóna]] <br />{{small|([[Phoenix]])}}
|-
| [[Camping World Stadium|Citrus Bowl]]
| Gillette Stadium
| University of Phoenix Stadium
|-
| Áhorfendur: '''62.387'''
| Áhorfendur: '''68.756'''
| Áhorfendur: '''63.400'''
|-
| [[File:Citrus Bowl aerial view crop.jpg|200px]]
| [[File:Gillette_Stadium_Foxboro.jpg|200px]]
| [[File:State_Farm_Stadium_2022.jpg|200px]]
|-
! [[Síkagó]], [[Illinois]]
|-
| Soldier Field
|-
| Áhorfendur: '''63.500'''
|-
| [[File:Soldier_Field,_Chicago,_Illinois_(cropped).jpg|200px]]
|}
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||2||0||1||5||2||+3||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]||3||2||0||1||6||4||+2||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Costa Rica.svg|20px]]||[[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]||3||1||1||1||3||6||-3||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||0||1||2||1||3||-2||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Cristián Zapata|C. Zapata]] 8, [[James Rodríguez|Rodríguez]] 42 (vítasp.)
|leikvangur= Levi's Stadium, Santa Clara
|áhorfendur= 67.439
|dómari= Roberto García, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlandó]]
|áhorfendur= 14.334
|dómari= Patricio Loustau, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 7. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 4-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Clint Dempsey|Dempsey]] 9 (vítasp.), [[Jermaine Jones|Jones]] 37, [[Bobby Wood|Wood]] 42, [[Graham Zusi|Zusi]] 87
|mörk2=
|leikvangur= Soldier Field, [[Síkagó]]
|áhorfendur= 39.642
|dómari= Roddy Zambrano, [[Ekvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 7. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Carlos Bacca|Bacca]] 12, [[James Rodríguez|Rodríguez]] 30
|mörk2= [[Víctor Ayala|Ayala]] 71
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 42.766
|dómari= Héber Lopes, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 11. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Clint Dempsey|Dempsey]] 27
|mörk2=
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 51.041
|dómari= Julio Bascuñán, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 11. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 2-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Costa Rica.svg|20px]] [[Kostaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kosta Ríka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Frank Fabra|Fabra]] 6, [[Marlos Moreno|M. Moreno]] 73
|mörk2= [[Johan Venegas|Venegas]] 2, [[Frank Fabra|Fabra]] 34 (sjálfsm.), [[Celso Borges|Borges]] 58
|leikvangur= NRG Stadium, [[Houston]]
|áhorfendur= 45.808
|dómari= José Argote, [[Venesúela]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]]||[[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]||3||2||1||0||4||2||+2||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||1||2||0||6||2||+4||'''5'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||1||1||1||7||2||+5||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Haiti.svg|20px]]||[[Haítíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Haítí]]||3||0||0||3||1||12||-10||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Haiti.svg|20px]] [[Haítíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Haítí]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Paolo Guerrero|Guerrero]] 61
|leikvangur= CenturyLink Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 20.190
|dómari= John Pitti, [[Panama]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 4. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 53.158
|dómari= Julio Bascuñán, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 8. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 7-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Haiti.svg|20px]] [[Haítíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Haítí]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Philippe Coutinho|Coutinho]] 14, 29, 90+2, [[Renato Augusto]] 35, 86, [[Gabriel Barbosa]] 59, [[Lucas Lima]] 67
|mörk2= [[James Marcelin|Marcelin]] 570
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlandó]]
|áhorfendur= 28.241
|dómari= Mark Geiger, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 8. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Enner Valencia|E. Valencia]] 39, [[Miller Bolaños|Bolaños]] 49
|mörk2= [[Christian Cueva|Cueva]] 5, [[Edison Flores|Flores]] 13
|leikvangur= University of Phoenix Stadium, [[Arísóna]]
|áhorfendur= 11.937
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|úrslit= 4-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Haiti.svg|20px]] [[Haítíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Haítí]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Enner Valencia|E. Valencia]] 11, [[Jaime Ayoví|J. Ayoví]] 20, [[Christian Noboa|Noboa]] 57, [[Antonio Valencia|A. Valencia]] 78
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 50.976
|dómari= Gery Vargas, [[Bólivía|Bólivíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Raúl Ruidíaz|Ruidíaz]] 75
|leikvangur= Gillette Stadium, Foxborough
|áhorfendur= 36.187
|dómari= Andrés Cunha, [[Úrúgvæ]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]]||[[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]||3||2||1||0||6||2||+4||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]]||[[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]||3||2||1||0||3||1||+2||'''7'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||1||0||2||4||4||0||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]]||[[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||0||0||3||0||6||-6||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Josef Martínez|Martínez]] 15
|leikvangur= Soldier Field, [[Síkagó]]
|áhorfendur= 25.560
|dómari= Víctor Carrillo, [[Perú]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Álvaro Pereira|Á. Pereira]] 4 (sjálfsm.), [[Rafael Márquez|Márquez]] 885, [[Héctor Herrera|Herrera]] 90+2
|mörk2= [[Diego Godín|Godín]] 74
|leikvangur= University of Phoenix Stadium, [[Arísóna]]
|áhorfendur= 60.025
|dómari= Enrique Cáceres, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Salomón Rondón|Rondón]] 36
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 23.002
|dómari= Patricio Loustau, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Javier Hernández|Hernández]] 18, [[Oribe Peralta|Peralta]] 81
|mörk2=
|leikvangur= Rose Bowl, Pasadena
|áhorfendur= 83.263
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jesús Manuel Corona|J.M. Corona]] 80
|mörk2= [[José Manuel Velázquez|Velázquez]] 10
|leikvangur= NRG Stadium, [[Houston]]
|áhorfendur= 67.319
|dómari= Yadel Martínez, [[Kúba|Kúbu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Abel Hernández|Hernández]] 21, [[Je-Vaughn Watson|Watson]] 66 (sjálfsm.), [[Mathías Corujo|Corujo]] 88
|mörk2=
|leikvangur= Levi's Stadium, Santa Clara
|áhorfendur= 40.166
|dómari= Wilson Lamouroux, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||3||0||0||10||1||+9||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||2||0||1||7||5||+2||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Panama.svg|20px]]||[[Panamska karlalandsliðið í knattspyrnu|Panama]]||3||1||0||2||4||10||-6||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]]||[[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]||3||0||0||3||2||7||-5||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 6. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Panama.svg|20px]] [[Panamska karlalandsliðið í knattspyrnu|Panama]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Blas Pérez|Pérez]] 11, 87
|mörk2= [[Juan Carlos Arce|Arce]] 54
|leikvangur= Camping World Stadium, [[Orlandó]]
|áhorfendur= 13.466
|dómari= Ricardo Montero, [[Kosta Ríka]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 6. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 51, [[Éver Banega|Banega]] 59
|mörk2= [[José Pedro Fuenzalida|Fuenzalida]] 90+3
|leikvangur= Levi's Stadium, Santa Clara
|áhorfendur= 69.451
|dómari= Daniel Fedorczuk, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Arturo Vidal|Vidal]] 46, 90+10 (vítasp.)
|mörk2= [[Jhasmani Campos|Campos]] 61
|leikvangur= Gillette Stadium, Foxborough
|áhorfendur= 19.392
|dómari= Jair Marrufo, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 5-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Panama.svg|20px]] [[Panamska karlalandsliðið í knattspyrnu|Panama]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Nicolás Otamendi|Otamendi]] 7, [[Lionel Messi|Messi]] 68, 78, 87, [[Sergio Agüero|Agüero]] 90
|mörk2=
|leikvangur= Soldier Field, [[Síkagó]]
|áhorfendur= 53.885
|dómari= Joel Aguilar, [[El Salvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 4-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Panama.svg|20px]] [[Panamska karlalandsliðið í knattspyrnu|Panama]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Eduardo Vargas|Vargas]] 15, 43, [[Alexis Sánchez|Sánchez]] 50, 89
|mörk2= [[Miguel Camargo|Camargo]] 5, [[Abdiel Arroyo|Arroyo]] 75
|leikvangur= Lincoln Financial Field, [[Fíladelfía|Fíladelfíu]]
|áhorfendur= 27.260
|dómari= Roddy Zambrano, [[Ekvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Erik Lamela|Lamela]] 13, [[Ezequiel Lavezzi|Lavezzi]] 15, [[Víctor Cuesta|Cuesta]] 32
|mörk2=
|leikvangur= CenturyLink Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 45.753
|dómari= Víctor Carrillo, [[Perú]]
|}}
===Fjórðungsúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Clint Dempsey|Dempsey]] 22, [[Gyasi Zardes|Zardes]] 65
|mörk2= [[Michael Arroyo|Arroyo]] 74
|leikvangur= CenturyLink Field, [[Seattle]]
|áhorfendur= 47.322
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|úrslit= 0-0 (2-4 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 79.194
|dómari= Patricio Loustau, [[Argentína|Argentína]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 4-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gonzalo Higuaín|Higuaín]] 8, 28, [[Lionel Messi|Messi]] 60, [[Erik Lamela|Lamela]] 71
|mörk2= [[Salomón Rondón|Rondón]] 70
|leikvangur= Gillette Stadium, Foxborough
|áhorfendur= 59.183
|dómari= Roberto García, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
|úrslit= 0-7
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síla]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Edson Puch|Puch]] 15, 87, [[Eduardo Vargas|Vargas]] 43, 51, 57, 73, [[Alexis Sánchez|Sánchez]] 48
|leikvangur= Levi's Stadium, Santa Clara
|áhorfendur= 70.547
|dómari= Héber Lopes, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
===Undanúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 0-4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Ezequiel Lavezzi|Lavezzi]] 3, [[Lionel Messi|Messi]] 32, [[Gonzalo Higuaín|Higuaín]] 50, 86
|leikvangur= NRG Stadium, [[Houston]]
|áhorfendur= 70.858
|dómari= Enrique Cáceres, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Charles Aránguiz|Aránguiz]] 6, [[José Pedro Fuenzalida|Fuenzalida]] 10
|mörk2=
|leikvangur= Soldier Field, [[Síkagó]]
|áhorfendur= 55.423
|dómari= Joel Aguilar, [[El Salvador]]
|}}
===Bronsleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Carlos Bacca|Bacca]] 31
|leikvangur= University of Phoenix Stadium, [[Arísóna]]
|áhorfendur= 29.041
|dómari= Daniel Fedorczuk, [[Úrúgvæ]]
|}}
===Úrslitaleikur===
Argentínumenn mættu til leiks sem sigurstranglegra liðið eftir að hafa skorað átján mörk í aðeins fimm leikjum í mótinu. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Sílemenn urðu sterkari en [[Lionel Messi]], fyrirliði Argentínu, misnotaði fyrstu spyrnu þeirra. Ósigurinn varð sérstakt áfall fyrir Messi, sem enn hafði ekki tekist að vinna stóran titil á landsliðsferli sínum og tilkynnti hann eftir leik að hann væri hættur með landsliðinu. Sú ákvörðun var þó endurskoðuð nokkrum vikum síðar.
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 26. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 0-0 (4-2 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= MetLife Stadium, East Rutherford
|áhorfendur= 82.026
|dómari= Héber Lopes, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
==Markahæstu leikmenn==
91 mark var skorað í keppninni af 62 leikmönnum. Þrjú þeirra voru sjálfsmörk.
;6 mörk
* [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Eduardo Vargas]]
;5 mörk
* [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Sergio Agüero]]
;5 mörk
* [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Gonzalo Higuaín]]
== Heimildir ==
* [https://www.rsssf.org/tables/2016safull.html RSSSF, Suður-Ameríkukeppnin 2016 úrslitagrunnur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Copa América Centenario|mánuðurskoðað = 30. mars|árskoðað = 2024}}
[[Flokkur:Álfumót og -keppnir landsliða í knattspyrnu karla]]
[[Flokkur:Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu]]
[[Flokkur:2016]]
azzf356pscm8pp6aen93nqa39cttl6n
Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2019
0
180216
1888506
1886455
2024-11-20T10:27:15Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888506
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name = Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2019
| year =
| other_titles =
| image =
| size =
| caption =
| country = Brasilía
| dates = 14. júní til 7. júlí
| num_teams = 12
| confederations = 2
| venues = 6
| cities = 5
| champion = Brasilía
| count = 9
| second = Perú
| third = Argentína
| fourth = Síle
| matches = 26
| goals = 60
| attendance =
| top_scorer = [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Everton Soares|Everton]] & [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Paolo Guerrero]]<br> (3 mörk)
| updated =
| prevseason = [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2016|2016]]
| nextseason = [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2021|2021]]
}}
'''Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2019''' eða '''Copa América 2019''' var 46. [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu|Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu]] og var haldin í [[Brasilía|Brasilíu]] dagana 14. júní til 7. júlí. [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Heimamenn]] urðu meistarar í níunda sinn í sögunni.
==Val á gestgjöfum==
Í samræmi við reglu CONMEBOL um að keppnin skyldi færast milli aðilarlanda í stafrófsröð hafði [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2015|Copa América 2015]] átt að fara fram í Brasilíu, vegna nálegðar við [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014|HM 2014]] og álfukeppnina 2013 varð úr að Brasilía og Síle skiptu á keppnum.
==Leikvangarnir==
{| class="wikitable" style="text-align:center"
![[Rio de Janeiro|Ríó]]
! colspan="2"|[[São Paulo]]
|-
|[[Maracanã (leikvangur)|Estádio do Maracanã]]
|Estádio do Morumbi
|Arena Corinthians
|-
|Fjöldi sæta: 74.738
|Fjöldi sæta: 67.428
|Fjöldi sæta: 49.205
|-
| [[File:Estádio Maracanã 1.jpg|200px]]
| [[File:Estádio do Morumbi.jpg|200px]]
| [[File:ARENA CORINTHIANS.jpg|200x200px]]
|-
![[ Belo Horizonte]]
![[ Porto Alegre]]
![[ Salvador]]
|-
|Estádio Mineirão
|Arena do Grêmio
|Itaipava Arena Fonte Nova
|-
|Fjöldi sæta: 58.170
|Fjöldi sæta: 55.662
|Fjöldi sæta: 51.900
|-
| [[File:Mineirão (Top View).jpg|200px]]
| [[File:Arena_do_Grêmio_2014.jpg|200px]]
| [[File:Aerea Fontenova.jpg|200px]]
|}
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||1||0||8||0||+8||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]]||[[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]||3||1||2||0||3||1||+2||'''5'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]]||[[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]||3||1||1||1||3||6||-3||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]]||[[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]||3||0||0||3||2||9||-7||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Philippe Coutinho|Coutinho]] 50 (vítasp.), 53, [[Everton Soares|Everton]] 85
|mörk2=
|leikvangur= Estádio do Morumbi, [[São Paulo]]
|áhorfendur= 47.260
|dómari= Néstor Pitana, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Arena do Grêmio, [[Porto Alegre]]
|áhorfendur= 13.370
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|úrslit= 1-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Marcelo Martins Moreno|Moreno]] 28 (vítasp.)
|mörk2= [[Paolo Guerrero|Guerrero]] 45, [[Jefferson Farfán|Farfán]] 55, [[Edison Flores|Flores]] 90+6
|leikvangur= [[Maracanã (leikvangur)|Estádio do Maracanã]], [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 26.346
|dómari= Roddy Zambrano, [[Ekvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Itaipava Arena Fonte Nova, [[Salvador]]
|áhorfendur= 42.587
|dómari= Julio Bascuñán, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|úrslit= 0-5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Casemiro]] 12, [[Roberto Firmino|Firmino]] 19, [[Everton Soares|Everton]] 32, [[Dani Alves]] 53, [[Willian]] 90
|leikvangur= Arena Corinthians, [[São Paulo]]
|áhorfendur= 42.317
|dómari= Fernando Rapallini, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|úrslit= 1-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Leonel Justiniano|Justiniano]] 82
|mörk2= [[Darwin Machís|Machís]] 2, 55, [[Josef Martínez|Martínez]] 86
|leikvangur= Estádio Mineirão, [[Belo Horizonte]]
|áhorfendur= 8.091
|dómari= Esteban Ostojich, [[Úrúgvæ]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]||3||3||0||0||4||0||+4||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||1||1||1||3||3||0||'''4'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Qatar.svg|20px]]||[[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]]||3||0||1||2||2||5||-3||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Roger Martínez|Martínez]] 71, [[Duván Zapata|Zapata]] 86
|leikvangur= Itaipava Arena Fonte Nova, [[Salvador]]
|áhorfendur= 35.572
|dómari= Roberto Tobar, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Qatar.svg|20px]] [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Óscar Cardozo|Cardozo]] 4 (vítasp.), [[Derlis González|González]] 56
|mörk2= [[Almoez Ali|Ali]] 68, [[Rodrigo Rojas|R. Rojas]] 77 (sjálfsm.)
|leikvangur= [[Maracanã (leikvangur)|Estádio do Maracanã]], [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 19.196
|dómari= Diego Haro, [[Perú]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Qatar.svg|20px]] [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Duván Zapata|D. Zapata]] 86
|mörk2=
|leikvangur= Estádio do Morumbi, [[São Paulo]]
|áhorfendur= 22.079
|dómari= Alexis Herrera, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lionel Messi|Messi]] 57 (vítasp.)
|mörk2= [[Richard Sánchez|Sánchez]] 37
|leikvangur= Estádio Mineirão, [[Belo Horizonte]]
|áhorfendur= 35.265
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Qatar.svg|20px]] [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu|Katar]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Lautaro Martínez|Martínez]] 4, [[Sergio Agüero|Agüero]] 82
|leikvangur= Arena do Grêmio, [[Porto Alegre]]
|áhorfendur= 41.390
|dómari= Julio Bascuñán, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gustavo Cuéllar|Cuéllar]] 31
|mörk2=
|leikvangur= Itaipava Arena Fonte Nova, [[Salvador]]
|áhorfendur= 13.903
|dómari= Víctor Carrillo, [[Perú]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||3||2||1||0||7||2||+5||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||2||0||1||6||2||+4||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||2||1||3||7||-4||'''2'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||3||0||1||2||2||7||-5||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 4-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Nicolás Lodeiro|Lodeiro]] 6, [[Edinson Cavani|Cavani]] 33, [[Luis Suárez|Suárez]] 44, [[Arturo Mina|Mina]] 78 (sjálfsm.)
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Mineirão, [[Belo Horizonte]]
|áhorfendur= 13.611
|dómari= Anderson Daronco, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|úrslit= 0-4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Erick Pulgar|Pulgar]] 41, [[Eduardo Vargas|Vargas]] 54, 83, [[Alexis Sánchez|Sánchez]] 82
|leikvangur= Estádio do Morumbi, [[São Paulo]]
|áhorfendur= 23.253
|dómari= Mario Díaz de Vivar, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Luis Suárez|Suárez]] 32 (vítasp.), [[José María Giménez|Giménez]] 66
|mörk2= [[Kōji Miyoshi|Miyoshi]] 25, 59
|leikvangur= Arena do Grêmio, [[Porto Alegre]]
|áhorfendur= 39.733
|dómari= Andrés Rojas, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Enner Valencia|E. Valencia]] 26 (vítasp.)
|mörk2= [[José Pedro Fuenzalida|Fuenzalida]] 8, [[Alexis Sánchez|Sánchez]] 51
|leikvangur= Itaipava Arena Fonte Nova, [[Salvador]]
|áhorfendur= 14.727
|dómari= Patricio Loustau, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Edinson Cavani|Cavani]] 82
|leikvangur= [[Maracanã (leikvangur)|Estádio do Maracanã]], [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 57.442
|dómari= Raphael Claus, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Mena|Mena]] 35
|mörk2= [[Shoya Nakajima|Nakajima]] 15
|leikvangur= Estádio Mineirão, [[Belo Horizonte]]
|áhorfendur= 7.623
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===Röð 3ja sætis liða===
Tvö stigahærri liðin sem höfnuðu í þriðja sæti komust í útsláttarkeppnina.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]]||[[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]||3||1||1||1||3||6||-3||'''4'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]]||[[Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||0||2||1||3||7||-4||'''2'''
|-
|}
===Fjórðungsúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 0-0 (4-3 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Arena do Grêmio, [[Porto Alegre]]
|áhorfendur= 44.902
|dómari= Roberto Tobar, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Lautaro Martínez|Martínez]] 10, [[Giovani Lo Celso|Lo Celso]] 74
|leikvangur= [[Maracanã (leikvangur)|Estádio do Maracanã]], [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 50.094
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 0-0 (4-5 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Arena Corinthians, [[São Paulo]]
|áhorfendur= 44.062
|dómari= Néstor Pitana, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 0-0 (4-5 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Itaipava Arena Fonte Nova, [[Salvador]]
|áhorfendur= 21.180
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
===Undanúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 2. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gabriel Jesus]] 19, [[Roberto Firmino|Firmino]] 71
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Mineirão, [[Belo Horizonte]]
|áhorfendur= 55.947
|dómari= Roddy Zambrano, [[Ekvador]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 0-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Edison Flores|Flores]] 21, [[Yoshimar Yotún|Yotún]] 38, [[Paolo Guerrero|Guerrero]] 90+1
|mörk2=
|leikvangur= Arena do Grêmio, [[Porto Alegre]]
|áhorfendur= 33.058
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
===Bronsleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 6. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sergio Agüero|Agüero]] 12, [[Paulo Dybala|Dybala]] 22
|mörk2= [[Arturo Vidal|Vidal]] 59 (vítasp.)
|leikvangur= Arena Corinthians, [[São Paulo]]
|áhorfendur= 44.269
|dómari= Mario Díaz de Vivar, [[Paragvæ]]
|}}
===Úrslitaleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 7. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Everton Soares|Everton]] 15, [[Gabriel Jesus]] 45+3, [[Richarlison]] 90 (vítasp.)
|mörk2= [[Paolo Guerrero|Guerrero]] 44 (vítasp.)
|leikvangur= [[Maracanã (leikvangur)|Estádio do Maracanã]], [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 69.968
|dómari= Roberto Tobar, [[Síle]]
|}}
==Markahæstu leikmenn==
60 mörk voru skoruð í keppninni.
;3 mörk
* [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Everton Soares|Everton]]
* [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Paolo Guerrero]]
== Heimildir ==
* [https://www.rsssf.org/tables/2019safull.html RSSSF, Suður-Ameríkukeppnin 2019 úrslitagrunnur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = 2019 Copa América|mánuðurskoðað = 20. apríl|árskoðað = 2024}}
[[Flokkur:Álfumót og -keppnir landsliða í knattspyrnu karla]]
[[Flokkur:Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu]]
[[Flokkur:2019]]
bdeamqqzhwmqwlajukidwqszq0uoqin
Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2021
0
180434
1888507
1886456
2024-11-20T10:29:01Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888507
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name = Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2021
| year =
| other_titles =
| image =
| size =
| caption =
| country = Brasilía
| dates = 13. júní til 10. júlí
| num_teams = 10
| confederations = 1
| venues = 5
| cities = 4
| champion = Argentína
| count = 15
| second = Brasilía
| third = Kólumbía
| fourth = Perú
| matches = 28
| goals = 65
| attendance =
| top_scorer = [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Lionel Messi]] & [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Luis Díaz]]<br> (4 mörk)
| updated =
| prevseason = [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2019|2019]]
| nextseason = [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024|2024]]
}}
'''Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2021''' eða '''Copa América 20121''' var 47. [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu|Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu]] og var haldin í [[Brasilía|Brasilíu]] dagana 13. júní til 10. júlí. [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentínumenn]] urðu meistarar í fimmtánda sinn í sögunni, en í fyrsta sinn frá [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1993|1993]].
==Val á gestgjöfum==
Til stóð að halda mótið árið 2020 til að halda það eftirleiðis á sömu árum og [[Evrópukeppni karla í knattspyrnu|Evrópukeppnin]], hefði því aðeins eitt ár verið liðið frá síðustu keppni árið 2019. [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]], gestgjafar [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2016|keppninnar 2016]] sóttust eftir að fá verkefnið að nýju en því var að lokum hafnað og ákveðið að keppt skyldi í tveimur löndum, [[Kólumbía|Kólumbíu]] og [[Argentína|Argentínu]].
Vegna COVID-heimsfaraldursins þurfti fyrst að hnika mótinu til sumarsins 2021. Þann 20. maí 2020, fáeinum vikum fyrir hið fyrirhugaða upphaf keppninnar var tilkynnt að Kólumbía hefði gefið keppnina frá sér vegna mikilla pólitískra óeirða í landinu. Tveimur dögum síðar var allsherjar útgöngubann sett á í Argentínu vegna COVID. Sóttvarnarkröfur stjórnvalda þar í landi voru slíkar að skipulagning keppninnar var talin óframkvæmanleg. Þann 31. maí var tilkynnt að mótið yrði haldið í Brasilíu án áhorfenda.
==Leikvangarnir==
{| class="wikitable" style="text-align:center"
! colspan="2"|[[Rio de Janeiro|Ríó]]
|-
|[[Maracanã (leikvangur)|Estádio do Maracanã]]
|Estádio Nilton Santos
|-
|Fjöldi sæta: 74.738
|Fjöldi sæta: 46.931
|-
| [[File:Estádio Maracanã 1.jpg|200px]]
| [[File:Rio2016_Gerais_030_8069_-c-2016_GabrielHeusi_HeusiAction.jpg|200px]]
|-
![[Brasilía (borg)|Brasília]]
![[Cuiabá]]
![[Goiânia]]
|-
|Estádio Nacional Mané Garrincha
|Arena Pantanal
|Estádio Olímpico
|-
|Fjöldi sæta: 72.788
|Fjöldi sæta: 44.000
|Fjöldi sæta: 13.500
|-
| [[File:Brasilia Stadium - June 2013.jpg|200px]]
| [[File:Cuiaba Arena.jpg|200px]]
| [[File:Estadio-olimpico-pedro-ludovico-teixeira-go-ii.jpg|200px]]
|}
==Keppnin==
===A-riðill (norðursvæði)===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||4||3||1||0||7||2||+5||'''10'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]]||[[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]||4||2||1||1||4||2||+2||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]]||[[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]||4||2||0||2||5||3||+2||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|4||[[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]]||[[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||4||1||2||1||3||4||-1||'''5'''
|-
|5||[[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]]||[[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]||4||0||0||4||2||10||-8||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lionel Messi|Messi]] 33
|mörk2= [[Eduardo Vargas|Vargas]] 57
|leikvangur= Estádio Olímpico Nilton Santos, [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kaku]] 62, [[Ángel Romero|Á. Romero]] 65, 80
|mörk2= [[Erwin Saavedra|Saavedra]] 10 (vítasp.)
|leikvangur= Estádio Olímpico Pedro Ludovico, Goiânia
|áhorfendur= 0
|dómari= Diego Haro, [[Perú]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ben Brereton Díaz|Brereton]] 10
|mörk2=
|leikvangur= Arena Pantanal, Cuiabá
|áhorfendur= 0
|dómari= Jesús Gil Manzano, [[Spánn|Spáni]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Guido Rodríguez|Rodríguez]] 13
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Nacional Mané Garrincha, [[Brasilía (borg)|Brasília]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Luis Suárez|Suárez]] 66
|mörk2= [[Eduardo Vargas|Vargas]] 26
|leikvangur= Arena Pantanal, Cuiabá
|áhorfendur= 0
|dómari= Raphael Claus, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 21. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Papu Gómez|Gómez]] 10
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Nacional Mané Garrincha, [[Brasilía (borg)|Brasília]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jairo Quinteros|Quinteros]] 40 (sjálfsm.), [[Edinson Cavani|Cavani]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Arena Pantanal, Cuiabá
|áhorfendur= 0
|dómari= Alexis Herrera, [[Venesúela]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=[[Braian Samudio|Samudio]] 33, [[Miguel Almirón|Almirón]] 58 (vítasp.)
|leikvangur= Estádio Nacional Mané Garrincha, [[Brasilía (borg)|Brasília]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Wilmar Roldán, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Edinson Cavani|Cavani]] 21 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Olímpico Nilton Santos, [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Raphael Claus, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Bolivia.svg|20px]] [[Bólivíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Bólivía]]
|úrslit= 1-4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Erwin Saavedra|Saavedra]] 60
|mörk2= [[Papu Gómez|Gómez]] 6, [[Lionel Messi|Messi]] 33 (vítasp.), 42, [[Lautaro Martínez|La. Martínez]] 65
|leikvangur= Arena Pantanal, Cuiabá
|áhorfendur= 0
|dómari= Andrés Rojas, [[Kólumbía|Kólumbíu]]
|}}
===B-riðill (suðursvæði)===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||4||3||1||0||10||2||+8||'''10'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]]||[[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]||4||2||1||1||5||7||-2||'''7'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]]||[[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]||4||1||1||2||3||4||-1||'''4'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|4||[[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]]||[[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]||4||0||3||1||5||6||-1||'''3'''
|-
|5||[[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]]||[[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]||4||0||2||2||2||6||-4||'''2'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Marquinhos]] 23, [[Neymar]] 64 (vítasp.), [[Gabriel Barbosa]] 89
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Nacional Mané Garrincha, [[Brasilía (borg)|Brasília]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Esteban Ostojich, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Edwin Cardona|Cardona]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Arena Pantanal, Cuiabá
|áhorfendur= 0
|dómari= Néstor Pitana, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Olímpico Pedro Ludovico, Goiânia
|áhorfendur= 0
|dómari= Eber Aquino, [[Paragvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 4-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Alex Sandro]] 12, [[Neymar]] 68, [[Éverton Ribeiro|Ribeiro]] 89, [[Richarlison]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Olímpico Nilton Santos, [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Patricio Loustau, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Edson Castillo|Castillo]] 51, [[Ronald Hernández|Hernández]] 90+1
|mörk2= [[Ayrton Preciado|Ay. Preciado]] 39, [[Gonzalo Plata|Plata]] 71
|leikvangur= Estádio Olímpico Nilton Santos, [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Roberto Tobar, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Miguel Borja|Borja]] 53 (vítasp.)
|mörk2= [[Sergio Peña|Peña]] 17, [[Yerry Mina|Mina]] 64 (sjálfsm.)
|leikvangur= Estádio Olímpico Pedro Ludovico, Goiânia
|áhorfendur= 0
|dómari= Esteban Ostojich, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|úrslit= 2-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Renato Tapia|Tapia]] 23 (sjálfsm.), [[Ayrton Preciado|Ay. Preciado]] 45+3
|mörk2= [[Gianluca Lapadula|Lapadula]] 49, [[André Carrillo|Carrillo]] 54
|leikvangur= Estádio Olímpico Pedro Ludovico, Goiânia
|áhorfendur= 0
|dómari= Jesús Gil Manzano, [[Spánn|Spáni]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Roberto Firmino|Firmino]] 78, [[Casemiro]] 90+10
|mörk2= [[Luis Díaz|Díaz]] 10
|leikvangur= Estádio Olímpico Nilton Santos, [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Néstor Pitana, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 1-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Éder Militão|Militão]] 37
|mörk2= [[Ángel Mena|Mena]] 53
|leikvangur= Estádio Olímpico Pedro Ludovico, Goiânia
|áhorfendur= 0
|dómari= Roberto Tobar, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Venezuela.svg|20px]] [[Venesúelska karlalandsliðið í knattspyrnu|Venesúela]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[André Carrillo|Carrillo]] 48
|leikvangur= Estádio Nacional Mané Garrincha, [[Brasilía (borg)|Brasília]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Patricio Loustau, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
===Fjórðungsúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 2. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|úrslit= 3-3 (4-3 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Paraguay.svg|20px]] [[Paragvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Paragvæ]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Gustavo Gómez|Gómez]] 21 (sjálfsm.), [[Gianluca Lapadula|Lapadula]] 40, [[Yoshimar Yotún|Yotún]] 80
|mörk2= [[Gustavo Gómez|Gómez]] 11, [[Júnior Alonso|Alonso]] 54, [[Gabriel Ávalos|Ávalos]] 90
|leikvangur= Estádio Olímpico Pedro Ludovico, Goiânia
|áhorfendur= 0
|dómari= Esteban Ostojich, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 2. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska karlalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Paquetá|Paquetá]] 46
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Olímpico Nilton Santos, [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Patricio Loustau, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Uruguay.svg|20px]] [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæ]]
|úrslit= 0-0 (2-4 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Nacional Mané Garrincha, [[Brasilía (borg)|Brasília]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Jesús Gil Manzano, [[Spánn|Spáni]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Ecuador.svg|20px]] [[Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ekvador]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Rodrigo De Paul|De Paul]] 40, [[Lautaro Martínez|La. Martínez]] 84, [[Lionel Messi|Messi]] 90+3
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Olímpico Nilton Santos, [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Wilton Sampaio, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
===Undanúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lucas Paquetá|Paquetá]] 35
|mörk2=
|leikvangur= Estádio Olímpico Nilton Santos, [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Roberto Tobar, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 6. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-1 (3-2 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lautaro Martínez|La. Martínez]] 7
|mörk2= [[Luis Díaz|Díaz]] 61
|leikvangur= Estádio Nacional Mané Garrincha, [[Brasilía (borg)|Brasília]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Jesús Valenzuela, [[Venesúela]]
|}}
===Bronsleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbía]]
|úrslit= 3-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Juan Cuadrado|Cuadrado]] 49, [[Luis Díaz|Díaz]] 66, 90+4
|mörk2= [[Yoshimar Yotún|Yotún]] 45, [[Gianluca Lapadula|Lapadula]] 82
|leikvangur= Estádio Nacional Mané Garrincha, [[Brasilía (borg)|Brasília]]
|áhorfendur= 0
|dómari= Raphael Claus, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
===Úrslitaleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ángel Di María|Di María]] 22
|mörk2=
|leikvangur= [[Maracanã (leikvangur)|Estádio do Maracanã]], [[Rio de Janeiro]]
|áhorfendur= 7.800
|dómari= Esteban Ostojich, [[Úrúgvæ]]
|}}
==Markahæstu leikmenn==
65 mörk voru skoruð í keppninni.
;4 mörk
* [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Lionel Messi]]
* [[Mynd:Flag_of Colombia.svg|20px]] [[Luis Díaz]]
;3 mörk
* [[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]] [[Lautaro Martínez]]
* [[Mynd:Flag_of Peru.svg|20px]] [[Gianluca Lapadula]]
== Heimildir ==
* [https://www.rsssf.org/tables/2021safull.html RSSSF, Suður-Ameríkukeppnin 2021 úrslitagrunnur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = 2021 Copa América|mánuðurskoðað = 27. apríl|árskoðað = 2024}}
[[Flokkur:Álfumót og -keppnir landsliða í knattspyrnu karla]]
[[Flokkur:Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu]]
[[Flokkur:2021]]
p0tjayo9qpkgh3j8yqz04t3dsdvd0fd
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 2019
0
181071
1888477
1886527
2024-11-20T00:56:24Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 0 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1888477
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name = Heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu 2019
| year =
| other_titles =
| image =
| size =
| caption =
| country = Frakkland
| country-flagvar =
| dates = 7. júní-7. júlí
| num_teams = 24
| confederations = 6
| venues = 9
| cities = 9
| champion = Bandaríkin
| count = 4
| second = Holland
| second-flagvar =
| third = Svíþjóð
| third-flagvar =
| fourth = England
| matches = 52
| goals = 146
| attendance =
| top_scorer = [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Ellen White]]; [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Alex Morgan]] & [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Megan Rapinoe]]<br> (6 mörk)
| player =
| updated =
| prevseason = [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 2015|2015]]
| nextseason = [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 2023|2023]]
}}
'''Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2019''' var haldið í [[Frakkland]]i dagana [[7. júní]] til [[7. júlí]]. Þetta var áttunda [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna|heimsmeistaramót kvenna]] og lauk með því að [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]] urðu heimsmeistarar í fjórða sinn.
==Aðdragandi==
Auglýst var eftir umsóknarlöndum til að halda HM 2019 á árinu 2014. Fimm ríki föluðust eftir keppninni: Frakkland, [[England]], [[Suður-Kórea]], [[Nýja-Sjáland]] og [[Suður-Afríka]]. Að lokum voru það þó aðeins Frakkland og Suður-Kórea sem héldu umsóknum sínum til streitu.
Þann 19. mars 2015 var tilkynnt að Frökkum hefði verið úthlutað mótinu og urðu þar með þriðja Evrópuþjóðin til að gegna því hlutverki.
==Forkeppni==
Alls staðar annars staðar en í Evrópu var viðkomandi álfukeppni látin gegna hlutverki forkeppni. Í Evrópu var keppt í sjö riðlum þar sem sigurliðin fengu farmiðann til Frakkland, auk eins liðs sem fór áfram úr umspili fjögurra stigahæstu annars sætisliðanna. [[Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Íslendingar]] höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir [[Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Þjóðverjum]]. Það skilaði liðinu ekki nema í fimmta sætið í röð liða í öðru sæti, með stiginu minna en [[Danska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Danir]]. [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Hollendingar]] enduðu á að hirða síðasta sæti Evrópu og fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn.
Síðasta sætið á HM kom í hlut [[Argentínska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Argentínu]] í nóvember 2018 eftir sigur liðsins á Panama í umspilseinvígi.
== Þátttökulið ==
Sextán lönd tóku þátt í mótinu og komu þau frá sex álfusamböndum
{{col-begin}}
{{col-4}}
* [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
* [[Mynd:Flag_of_China.svg|20px]] [[Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kína]]
* [[Mynd:Flag_of_Japan.svg|20px]] [[Japanska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
* [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
* [[Mynd:Flag_of_Thailand.svg|20px]] [[Taílenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Taíland]]
* [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
{{col-4}}
* [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
* [[Mynd:Flag_of_South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
* [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
* [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
* [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Síleska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
* [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] [[Nýsjálenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nýja-Sjáland]]
{{col-4}}
* [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
* [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
* [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]
* [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] [[Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]
* [[Mynd:Flag_of_Sweden.svg|20px]] [[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
{{col-4}}
* [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
* [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] [[Skoska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]
* [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] [[Mexíkóska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Mexíkó]]
* [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] [[Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
* [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
* [[Mynd:Flag_of_Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíska]]
{{col-end}}
==Keppnin==
===A-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of France.svg|20px]]||[[Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]||3||3||0||0||7||1||+6||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Norway.svg|20px]]||[[Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]]||[[Suðurkóreska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]||3||0||0||3||1||8||-7||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 7. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 4-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Eugénie Le Sommer|Le Sommer]] 9, [[Wendie Renard|Renard]] 35, 45+2, [[Amandine Henry|Henry]] 85
|mörk2=
|leikvangur= Parc des Princes, [[París]]
|áhorfendur= 45.261
|dómari= Claudia Umpiérrez, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 8. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Norway.svg|20px]] [[Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Guro Reiten|Reiten]] 17, [[Lisa-Marie Karlseng Utland|Utland]] 34, [[Osinachi Ohale|Ohale]] 37 (sjálfsm.)
|mörk2=
|leikvangur= Stade Auguste-Delaune, [[Reims]]
|áhorfendur= 11.058
|dómari= Kate Jacewicz, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kim Do-yeon]] 29 (sjálfsm.), [[Asisat Oshoala|Oshoala]] 75
|mörk2=
|leikvangur= Stade des Alpes, [[Grenoble]]
|áhorfendur= 11.252
|dómari= Anastasia Pustovoitova, [[Rússland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] [[Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Valérie Gauvin|Gauvin]] 46, [[Eugénie Le Sommer|Le Sommer]] 72 (vítasp.)
|mörk2= [[Wendie Renard|Renard]] 54 (sjálfsm.)
|leikvangur= Allianz Riviera, [[Nice]]
|áhorfendur= 34.872
|dómari= Bibiana Steinhaus, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_France.svg|20px]] [[Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wendie Renard|Renard]] 79 (vítasp.)
|mörk2=
|leikvangur= Roazhon Park, [[Rennes]]
|áhorfendur= 28.267
|dómari= Melissa Borjas, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Korea.svg|20px]] [[Suðurkóreska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Kórea]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Norway.svg|20px]] [[Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Yeo Min-ji]] 78
|mörk2= [[Caroline Graham Hansen|Graham Hansen]] 5 (vítasp), [[Isabell Herlovsen|Herlovsen]] 51 (vítasp.)
|leikvangur= Stade Auguste-Delaune, [[Reims]]
|áhorfendur= 13.034
|dómari= Marie-Soleil Beaudoin, [[Kanada]]
|}}
===B-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]]||[[Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]||3||3||0||0||6||0||+6||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]]||[[Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]||3||1||1||1||3||2||+1||'''4'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of China.svg|20px]]||[[Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kína]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]]||[[Suður-afríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]||3||0||0||3||1||8||-7||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 8. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of China.svg|20px]] [[Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Giulia Gwinn|Gwinn]] 66
|mörk2=
|leikvangur= Roazhon Park, [[Rennes]]
|áhorfendur= 15.283
|dómari= Marie-Soleil Beaudoin, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 8. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jenni Hermoso|Hermoso]] 69 (vítasp.), 82 (vítasp.), [[Lucía García|L. García]] 89
|mörk2= [[Thembi Kgatlana|Kgatlana]] 25
|leikvangur= Stade Océane, [[Le Havre]]
|áhorfendur= 12.044
|dómari= María Carvajal, [[Síle]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 12. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sara Däbritz|Däbritz]] 42
|mörk2=
|leikvangur= Stade du Hainaut, [[Valenciennes]]
|áhorfendur= 20.761
|dómari= Kateryna Monzul, [[Úkraína|Úkraínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of China.svg|20px]] [[Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kína]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Li Ying]] 40
|leikvangur= Parc des Princes, [[París]]
|áhorfendur= 20.011
|dómari= Katalin Kulcsár, [[Ungverjaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
|úrslit= 0-4
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Melanie Leupolz|Leupolz]] 14, [[Sara Däbritz|Däbritz]] 29, [[Alexandra Popp|Popp]] 40, [[Lina Magull|Magull]] 58
|leikvangur= Stade de la Mosson, [[Montpellier]]
|áhorfendur= 15.502
|dómari= Sandra Braz, [[Portúgal]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 17. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of China.svg|20px]] [[Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kína]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Spain.svg|20px]] [[Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Stade Océane, [[Le Havre]]
|áhorfendur= 11,814
|dómari= Edina Alves Batista, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
===C-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]]||[[Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]||3||2||0||1||7||2||+5||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Australia.svg|20px]]||[[Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]||3||2||0||1||8||5||+3||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]]||[[Jamaíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]||3||0||0||3||1||12||-11||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Australia.svg|20px]] [[Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Italy.svg|20px]] [[Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Sam Kerr|Kerr]] 22
|mörk2= [[Barbara Bonansea|Bonansea]] 56, 90+5
|leikvangur= Stade du Hainaut, [[Valenciennes]]
|áhorfendur= 15.380
|dómari= Melissa Borjas, [[Hondúras]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Cristiane]] 15, 50, 64
|mörk2=
|leikvangur= Stade des Alpes, [[Grenoble]]
|áhorfendur= 17.668
|dómari= Riem Hussein, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 13. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Australia.svg|20px]] [[Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|úrslit= 3-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Caitlin Foord|Foord]] 45+1, [[Chloe Logarzo|Logarzo]] 58, [[Mônica]] 66 (sjálfsm.)
|mörk2= [[Marta Vieira da Silva|Marta]] 27 (vítasp.), [[Cristiane]] 38
|leikvangur= Stade de la Mosson, [[Montpellier]]
|áhorfendur= 17.032
|dómari= Esther Staubli, [[Sviss]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|úrslit= 0-5
|lið2= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Havana Solaun|Solaun]] 49
|mörk2= [[Cristiana Girelli|Girelli]] 12 (vítasp.), 25, 46, [[Aurora Galli|Galli]] 71, 81
|leikvangur= Auguste-Delaune, [[Reims]]
|áhorfendur= 12.016
|dómari= Anna-Marie Keighley, [[Nýja-Sjáland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Jamaica.svg|20px]] [[Jamaíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Jamaíka]]
|úrslit= 1-4
|lið2= [[Mynd:Flag_of Australia.svg|20px]] [[Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Havana Solaun|Solaun]] 49
|mörk2= [[Sam Kerr|Kerr]] 11, 42, 69, 83
|leikvangur= Stade des Alpes, [[Grenoble]]
|áhorfendur= 17.402
|dómari= Katalin Kulcsár, [[Ungverjaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 18. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Marta Vieira da Silva|Marta]] 74 (vítasp.)
|leikvangur= Stade du Hainaut, [[Valenciennes]]
|áhorfendur= 21.669
|dómari= Lucila Venegas, [[Mexíkó]]
|}}
===D-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of England.svg|20px]]||[[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]||3||3||0||0||5||1||+4||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]]||[[Japanska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]||3||1||1||1||2||3||-1||'''4'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Scotland.svg|20px]]||[[Skoska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]||3||0||1||2||5||7||-2||'''1'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] [[Skoska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Nikita Parris|Parris]] 14 (vítasp.), [[Ellen White|White]] 40
|mörk2= [[Claire Emslie|Emslie]] 79
|leikvangur= Allianz Riviera, [[Nice]]
|áhorfendur= 13.188
|dómari= Jana Adámková, [[Tékkland|Tékklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|úrslit= 0-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Japanska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= Parc des Princes, [[París]]
|áhorfendur= 25.055
|dómari= Stéphanie Frappart, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Japanska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Scotland.svg|20px]] [[Skoska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Mana Iwabuchi|Iwabuchi]] 23, [[Yuika Sugasawa|Sugasawa]] 37 (vítasp.)
|mörk2= [[Lana Clelland|Clelland]] 88
|leikvangur= Roazhon Park, [[Rennes]]
|áhorfendur= 13.201
|dómari= Lidya Tafesse, [[Eþíópía|Eþíópíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 14. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jodie Taylor|Taylor]] 62
|mörk2=
|leikvangur= Stade Océane, [[Le Havre]]
|áhorfendur= 20.294
|dómari= Qin Liang, [[Kína]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Japanska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Ellen White|White]] 14, 84
|leikvangur= Allianz Riviera, [[Nice]]
|áhorfendur= 14.319
|dómari= Claudia Umpiérrez, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 19. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Scotland.svg|20px]] [[Skoska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Skotland]]
|úrslit= 3-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Argentina.svg|20px]] [[Argentínska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kim Little|Little]] 19, [[Jen Beattie|Beattie]] 49, [[Erin Cuthbert|Cuthbert]] 69
|mörk2= [[Milagros Menéndez|Menéndez]] 74, [[Lee Gibson|Alexander]] 74 (sjálfsm.), [[Florencia Bonsegundo|Bonsegundo]] 74 (vítasp.)
|leikvangur= Parc des Princes, [[París]]
|áhorfendur= 28.205
|dómari= Ri Hyang-ok, [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]]
|}}
===E-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]]||[[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]||3||3||0||0||6||2||+4||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Canada.svg|20px]]||[[Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]||3||2||0||1||4||2||+2||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||1||0||2||3||5||-2||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of New Zealand.svg|20px]]||[[Nýsjálenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nýja-Sjáland]]||3||0||0||3||1||5||-4||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Canada.svg|20px]] [[Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kadeisha Buchanan|Buchanan]] 45
|mörk2=
|leikvangur= Stade de la Mosson, [[Montpellier]]
|áhorfendur= 10.710
|dómari= Ri Hyang-ok, [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 11. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] [[Nýsjálenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nýja-Sjáland]]
|úrslit= 0-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Jill Roord|Roord]] 90+2
|leikvangur= Stade Océane, [[Le Havre]]
|áhorfendur= 10.654
|dómari= Edina Alves Batista, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 3-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Vivianne Miedema|Miedema]] 41, 85, [[Dominique Janssen|Janssen]] 48
|mörk2= [[Gabrielle Onguéné|Onguéné]] 43
|leikvangur= Stade du Hainaut, [[Valenciennes]]
|áhorfendur= 22.423
|dómari= Casey Reibelt, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 15. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Canada.svg|20px]] [[Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] [[Nýsjálenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nýja-Sjáland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jessie Fleming|Fleming]] 48, [[Nichelle Prince|Prince]] 79
|mörk2=
|leikvangur= Stade des Alpes, [[Grenoble]]
|áhorfendur= 14.856
|dómari= Yoshimi Yamashita, [[Japan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Canada.svg|20px]] [[Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Anouk Dekker|Dekker]] 54, [[Lineth Beerensteyn|Beerensteyn]] 75
|mörk2= [[Christine Sinclair|Sinclair]] 60
|leikvangur= Stade Auguste-Delaune, [[Reims]]
|áhorfendur= 19.277
|dómari= Stéphanie Frappart, [[Frakkland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_New Zealand.svg|20px]] [[Nýsjálenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nýja-Sjáland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ajara Nchout|Nchout]] 57, 90+5
|mörk2= [[Aurelle Awona|Awona]] 80 (sjálfsm.)
|leikvangur= Stade de la Mosson, [[Montpellier]]
|áhorfendur= 8.009
|dómari= Kateryna Monzul, [[Úkraína|Úkraínu]]
|}}
===F-riðill===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]]||[[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]||3||3||0||0||18||0||+18||'''9'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]]||[[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]||3||2||0||1||7||3||+4||'''6'''
|-
|3||[[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]]||[[Síleska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||1||0||2||2||5||-3||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Flag_of Thailand.svg|20px]]||[[Taílenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Taíland]]||3||0||0||3||1||20||-19||'''0'''
|-
|}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 11. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]] [[Síleska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]] [[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Kosovare Asllani|Asllani]] 83, [[Madelen Janogy|Janogy]] 90+4
|mörk2=
|leikvangur= Roazhon Park, [[Rennes]]
|áhorfendur= 15.875
|dómari= Lucila Venegas, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 11. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 13-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Thailand.svg|20px]] [[Taílenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Taíland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Alex Morgan|Morgan]] 12, 53, 74, 81, 87, [[Rose Lavelle|Lavelle]] 20, 56, [[Lindsey Horan|Horan]] 32, [[Sam Mewis|Mewis]] 50, 54, [[Megan Rapinoe|Rapinoe]] 79, [[Mallory Swanson|Pugh]] 85, [[Carli Lloyd|Lloyd]] 90+2
|mörk2=
|leikvangur= Stade Auguste-Delaune, [[Reims]]
|áhorfendur= 18.591
|dómari= Laura Fortunato, [[Argentína|Argentínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]] [[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|úrslit= 5-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Thailand.svg|20px]] [[Taílenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Taíland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Linda Sembrant|Sembrant]] 6, [[Kosovare Asllani|Asllani]] 19, [[Fridolina Rolfö|Rolfö]] 42, [[Lina Hurtig|Hurtig]] 81, [[Elin Rubensson|Rubensson]] 90+6 (vítasp.)
|mörk2= [[Kanjana Sungngoen|Kanjana]] 90+1
|leikvangur= Allianz Riviera, [[Nice]]
|áhorfendur= 9.354
|dómari= Salima Mukansanga, [[Rúanda]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 16. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Síleska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Carli Lloyd|Lloyd]] 11, 35, [[Julie Ertz|Ertz]] 26
|mörk2=
|leikvangur= Parc des Princes, [[París]]
|áhorfendur= 45.594
|dómari= Riem Hussein, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]] [[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Lindsey Horan|Horan]] 3, [[Jonna Andersson|Andersson]] 50 (sjálfsm.)
|leikvangur= Stade Océane, [[Le Havre]]
|áhorfendur= 22.418
|dómari= Anastasia Pustovoitova, [[Rússland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 20. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Thailand.svg|20px]] [[Taílenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Taíland]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Chile.svg|20px]] [[Síleska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Waraporn Boonsing|Boonsing]] 48 (sjálfsm.), [[María José Urrutia|Urrutia]] 80
|leikvangur= Roazhon Park, [[Rennes]]
|áhorfendur= 13.567
|dómari= Anna-Marie Keighley, [[Nýja-Sjáland]]i
|}}
===Röð 3ja sætis liða===
Fjögur stigahæstu liðin sem höfnuðu í þriðja sæti komust í útsláttarkeppnina.
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Sæti
!width=25|
!width=80|Lið
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
|-
|- ! style="background:#00FF00;"
|1||[[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]]||[[Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]||3||2||0||1||6||3||+3||'''6'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|2||[[Mynd:Flag_of China.svg|20px]]||[[Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kína]]||3||1||1||1||1||1||0||'''4'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|3||[[Mynd:Flag_of Cameroon.svg|20px]]||[[Kamerúnska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]||3||1||0||2||3||5||-2||'''3'''
|- ! style="background:#00FF00;"
|4||[[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]]||[[Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]||3||1||0||2||2||4||-2||'''3'''
|-
|5||[[Mynd:Flag_of Chile.svg|20px]]||[[Síleska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Síle]]||3||1||0||2||2||5||-3||'''3'''
|-
|6||[[Mynd:Flag_of Argentina.svg|20px]]||[[Argentínska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]]||3||0||2||1||3||4||-1||'''2'''
|-
|}
===16-liða úrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Alexandra Popp|Popp]] 20, [[Sara Däbritz|Däbritz]] 27 (vítasp.), [[Lea Schüller|Schüller]] 82
|mörk2=
|leikvangur= Stade des Alpes, [[Grenoble]]
|áhorfendur= 17.988
|dómari= Yoshimi Yamashita, [[Japan]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 22. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Norway.svg|20px]] [[Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]
|úrslit= 1-1 (4-1 e.vítake.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ástralía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Isabell Herlovsen|Herlovsen]] 31
|mörk2= [[Elise Kellond-Knight|Kellond-Knight]] 83
|leikvangur= Allianz Riviera, [[Nice]]
|áhorfendur= 12.229
|dómari= Riem Hussein, [[Þýskaland]]i
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 3-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of_Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Steph Houghton|Houghton]] 14, [[Ellen White|White]] 45+4, [[Alex Greenwood|Greenwood]] 58
|mörk2=
|leikvangur= Stade du Hainaut, [[Valenciennes]]
|áhorfendur= 20.148
|dómari= Qin Liang, [[Kína]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 23. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 2-1 (e.framl.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Brazil.svg|20px]] [[Brasilíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Brasilía]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Valérie Gauvin|Gauvin]] 52, [[Amandine Henry|Henry]] 107
|mörk2= [[Thaísa Moreno|Thaísa]] 63
|leikvangur= Stade Océane, [[Le Havre]]
|áhorfendur= 23.965
|dómari= Marie-Soleil Beaudoin, [[Kanada]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Spain.svg|20px]] [[Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Spánn]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jenni Hermoso|Hermoso]] 9
|mörk2= [[Megan Rapinoe|Rapinoe]] 7 (vítasp.), 75 (vítasp.)
|leikvangur= Stade Auguste-Delaune, [[Reims]]
|áhorfendur= 19.633
|dómari= Katalin Kulcsár, [[Ungverjaland|Ungverjalandi]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 24. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]] [[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|úrslit= 1-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Canada.svg|20px]] [[Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kanada]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Stina Blackstenius|Blackstenius]] 55
|mörk2=
|leikvangur= Parc des Princes, [[París]]
|áhorfendur= 38.078
|dómari= Kate Jacewicz, [[Ástralía|Ástralíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of China.svg|20px]] [[Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Kína]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Valentina Giacinti|Giacinti]] 15, [[Aurora Galli|Galli]] 49
|mörk2=
|leikvangur= Stade de la Mosson, [[Montpellier]]
|áhorfendur= 17.492
|dómari= Edina Alves Batista, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 25. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 2-1
|lið2= [[Mynd:Flag_of Japan.svg|20px]] [[Japanska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Japan]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lieke Martens| Martens]] 17, 90 (vítasp.)
|mörk2= [[Yui Hasegawa|Hasegawa]] 43
|leikvangur= Roazhon Park, [[Rennes]]
|áhorfendur= 21.076
|dómari= Melissa Borjas, [[Hondúras]]
|}}
===Fjórðungsúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 27. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Norway.svg|20px]] [[Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Noregur]]
|úrslit= 0-3
|lið2= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|skýrsla=
|mörk1=
|mörk2= [[Jill Scott|Scott]] 3, [[Ellen White|White]] 40, [[Lucy Bronze|Bronze]] 57
|leikvangur= Stade Océane, [[Le Havre]]
|áhorfendur= 21.111
|dómari= Lucila Venegas, [[Mexíkó]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 28. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of France.svg|20px]] [[Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Frakkland]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Wendie Renard|Renard]] 81
|mörk2= [[Megan Rapinoe|Rapinoe]] 5, 65
|leikvangur= Parc des Princes, [[París]]
|áhorfendur= 45.595
|dómari= Kateryna Monzul, [[Úrkaína|Úkraínu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Italy.svg|20px]] [[Ítalska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Ítalía]]
|úrslit= 0-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lina Magull|Magull]] 16
|mörk2= [[Vivianne Miedema|Miedema]] 70, [[Stefanie van der Gragt|Van der Gragt]] 80
|leikvangur= Stade du Hainaut, [[Valenciennes]]
|áhorfendur= 22.600
|dómari= Claudia Umpiérrez, [[Úrúgvæ]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. júní
|lið1= [[Mynd:Flag_of Germany.svg|20px]] [[Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]] [[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Lina Magull|Magull]] 16
|mörk2= [[Sofia Jakobsson|Jakobsson]] 22, [[Stina Blackstenius|Blackstenius]] 48
|leikvangur= Roazhon Park, [[Rennes]]
|áhorfendur= 24.301
|dómari= Stéphanie Frappart, [[Frakkland|Frakklandi]]
|}}
===Undanúrslit===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 2. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Ellen White|White]] 19
|mörk2= [[Christen Press|Press]] 10, [[Alex Morgan|Morgan]] 31
|leikvangur= Parc Olympique Lyonnais, Décines-Charpieu
|áhorfendur= 53.512
|dómari= Edina Alves Batista, [[Brasilía|Brasilíu]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|úrslit= 1-0 (e.framl.)
|lið2= [[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]] [[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Jackie Groenen|Groenen]] 99
|mörk2=
|leikvangur= Parc Olympique Lyonnais, Décines-Charpieu
|áhorfendur= 48.452
|dómari= Marie-Soleil Beaudoin, [[Kanada]]
|}}
===Bronsleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 6. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of England.svg|20px]] [[Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu|England]]
|úrslit= 1-2
|lið2= [[Mynd:Flag_of Sweden.svg|20px]] [[Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Svíþjóð]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Fran Kirby|Kirby]] 31
|mörk2= [[Kosovare Asllani|Asllani]] 11, [[Sofia Jakobsson|Jakobsson]] 22
|leikvangur= Allianz Riviera, [[Nice]]
|áhorfendur= 20.316
|dómari= Anastasia Pustovoitova, [[Rússland]]i
|}}
===Úrslitaleikur===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 7. júlí
|lið1= [[Mynd:Flag_of United States.svg|20px]] [[Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Bandaríkin]]
|úrslit= 2-0
|lið2= [[Mynd:Flag_of Netherlands.svg|20px]] [[Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu|Holland]]
|skýrsla=
|mörk1= [[Megan Rapinoe|Rapinoe]] 61 (vítasp.), [[Rose Lavelle|Lavelle]] 69
|mörk2=
|leikvangur= Parc Olympique Lyonnais, Décines-Charpieu
|áhorfendur= 57.900
|dómari= Stéphanie Frappart, [[Frakkland]]i
|}}
==Markahæstu leikmenn==
146 mörk voru skoruð í leikjunum 52.
;6 mörk
* [[Mynd:Flag_of_England.svg|20px]] [[Ellen White]]
* [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Alex Morgan]]
* [[Mynd:Flag_of_United States.svg|20px]] [[Megan Rapinoe]]
;5 mörk
* [[Mynd:Flag_of_Australia.svg|20px]] [[Sam Kerr]]
== Heimildir ==
* [https://www.rsssf.org/tablesw/wwc19f.html RSSSF, Heimsmeistaramót kvenna 2019 úrslitagrunnur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = 2019 FIFA Women's World Cup|mánuðurskoðað = 13. júní|árskoðað = 2024}}
[[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna]]
[[Flokkur:2019]]
p2rxakm8g0zej5rpdmc0pxs3bbm16jc
Austurlandafræði
0
182981
1888448
1884001
2024-11-19T15:35:23Z
Thehardcorewiiupcand
96961
1888448
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jean-Léon Gérôme - Le charmeur de serpents.jpg|thumb|Málverk Jean-Léon Gérôme, Snákatemjarinn er oft talin vera ein skýrasta birtingarmynd Austurlandafræða]]
'''Austurlandafræði''' (''e.Orientalism'') er stefna í [[Listasaga|listasögu]], [[sagnfræði]] og öðrum fræðigreinum þar sem menning, saga og fólk [[Mið-Austurlönd|Mið-Austurlanda]] eru oft einfölduð og rangtúlkuð.
Er þessi einföldun fyrst og fremst gerð til að passa inn í fyrirframgefnar hugmyndir um Mið-Austurlönd og reiðir sig þess vegna á róttgrónar staðalímyndir. Í bók sinni ''Orientalism'' sem kom út árið 1978 skoðar [[Edward Said]] þessa stefnu með gagnrýnum augum. Að hans mati er stefnan auðvaldsstofnun (''e. corporate institution'') byggð á alhæfingum og staðalímyndum sem búa til sameiginlega ímynd af Mið-Austurlöndum og öðrum löndum Asíu fyrir [[Vesturlönd|Vestrinu]]. Fjölbreytileiki þessara landa sem er gífurlegur er í gegnum linsu Austurlandafræði ekki sýnilegur. Said nýtti sér kenningar [[Michel Foucault]] og [[Antonio Gramsci]] um menningarlegt forræði (''e. cultural hegemony'') í bókinni. Bókin hefur frá því hún kom út haft gífurleg áhrif á kenningar í [[síðnýlendufræði]], [[kynjafræði]], listasögu og öðrum greinum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58286|title=Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2024-10-22}}</ref>
Kenningar Said hafa ekki verið teknar alls staðar með lofi. Í grein sinni í [[The Guardian]] segir listgagnrýnandinn Jonathan Jones að Austurlandafræði sé ekki byggð á staðalímyndum og rangtúlkunum heldur sé byggð á einlægum áhuga og ástríðu 19. og 20. aldar fræðimanna á þessu svæði heimsins. Langt frá því að vera rasísk og hrokafull einföldun á fjölbreyttu menningarsvæði sé Austurlandafræði byggð á aðdáun fyrir þessari menningu.<ref>{{Cite news|url=https://www.theguardian.com/artanddesign/jonathanjonesblog/2008/may/22/orientalismisnotracism|title=Orientalism is not racism|last=Jones|first=Jonathan|date=2008-05-22|work=The Guardian|access-date=2024-10-22|language=en-GB|issn=0261-3077}}</ref>
==Tilvísanir==
<references />
[[Flokkur:Mið-Austurlönd]]
[[Flokkur:Sagnfræði]]
[[Flokkur:Listasaga]]
__INDEX__
7w8fua3je0km0ex02t8y1gfhr72d7xl
Þórhallur Sigurðsson (f. 1946)
0
183554
1888460
1887974
2024-11-19T19:17:05Z
Emman De La Macha
102326
1888460
wikitext
text/x-wiki
'''''Þórhallur Sigurðsson''''' (fæddur 23. maí 1946) er íslenskur leikstjóri og leikari sem hefur síðan sett upp um 70 leikrit og leikið meira en 90 hlutverk á ferli sínum (frá 7. mars 1966)<ref>{{Vefheimild|url=https://www.facebook.com/leikhusid/posts/leikstj%C3%B3rinn-og-leikarinn-%C3%BE%C3%B3rhallur-sigur%C3%B0sson-fagnar-50-%C3%A1ra-leiklistarafm%C3%A6li-%C3%AD-/1014785905233715/|titill=Facebook|höfundur=Þjóðleikhúsið|ár=2016}}</ref>. Hann leikstýrði og talsetti einnig margar íslenskar talsetningar fyrir margar kvikmyndir síðan á tíunda áratugnum.
== Leikstjórn og talsetning teiknimynda ==
{| class="wikitable"
|+
!Ár
!Kvikmynd
!Hlutverk
!'''Athugasemdir'''
|-
|'''1990'''
|[[Fuglastríðið í Lumbruskógi]]
|Leikstjóri
|
|-
|'''1992'''
|Tommi og Jenni mála bæinn rauðan
|Flói og villikett
|Leikstjóri
|-
|'''1995'''
|Leynivopnið
|Leikstjóri<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/1840166?iabr=on#page/n20/mode/2up|title=Morgunblaðið - 244. tölublað (26.10.1995) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|
|-
|'''1997'''
|[[Anastasía (kvikmynd frá 1997)|Anastasía]]
|Leikstjóri
|
|-
|'''2000'''
|[[Titan A.E.]]
|Leikstjóri<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3005550?iabr=on#page/n4/mode/2up|title=Dagblaðið Vísir - DV - Lífið eftir vinnu (15.09.2000) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|
|-
|'''2002'''
|[[Ísöld (kvikmynd)|Ísöld]]
|Lúlli<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2131124?iabr=on#page/n13/mode/2up|title=Fréttablaðið - 58. tölublað (22.03.2002) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|Leikstjóri
|-
|'''2006'''
|[[Ísöld 2: Allt á floti|Ísöld 2]]
|Lúlli
|Leikstjóri
|-
|'''2009'''
|[[Ísöld 3: Risaeðlurnar rokka]]
|Lúlli
|Leikstjóri
|-
|'''2012'''
|[[Ísöld 4: Heimsálfuhopp]]
|Lúlli
|
|-
|'''2016'''
|[[Ísöld: Ævintýrið mikla]]
|Lúlli
|
|}
== Tilvísanir ==
1v49ctfc5cce1gjupeqa9e0ru54xdwh
1888461
1888460
2024-11-19T19:17:43Z
Emman De La Macha
102326
1888461
wikitext
text/x-wiki
'''''Þórhallur Sigurðsson''''' (fæddur 23. maí 1946) er íslenskur leikstjóri og leikari sem hefur síðan sett upp um 70 leikrit og leikið meira en 90 hlutverk á ferli sínum (frá 7. mars 1966)<ref>{{Vefheimild|url=https://www.facebook.com/leikhusid/posts/leikstj%C3%B3rinn-og-leikarinn-%C3%BE%C3%B3rhallur-sigur%C3%B0sson-fagnar-50-%C3%A1ra-leiklistarafm%C3%A6li-%C3%AD-/1014785905233715/|titill=Facebook|höfundur=Þjóðleikhúsið|ár=2016}}</ref>. Hann leikstýrði og talsetti einnig margar íslenskar talsetningar fyrir margar kvikmyndir síðan á tíunda áratugnum.
== Leikstjórn og talsetning teiknimynda ==
{| class="wikitable"
|+
!Ár
!Kvikmynd
!Hlutverk
!'''Athugasemdir'''
|-
|'''1990'''
|[[Fuglastríðið í Lumbruskógi]]
|Leikstjóri
|
|-
|'''1992'''
|[[Tommi og Jenni mála bæinn rauðan]]
|Flói og villikett
|Leikstjóri
|-
|'''1995'''
|[[Leynivopnið]]
|Leikstjóri<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/1840166?iabr=on#page/n20/mode/2up|title=Morgunblaðið - 244. tölublað (26.10.1995) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|
|-
|'''1997'''
|[[Anastasía (kvikmynd frá 1997)|Anastasía]]
|Leikstjóri
|
|-
|'''2000'''
|[[Titan A.E.]]
|Leikstjóri<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3005550?iabr=on#page/n4/mode/2up|title=Dagblaðið Vísir - DV - Lífið eftir vinnu (15.09.2000) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|
|-
|'''2002'''
|[[Ísöld (kvikmynd)|Ísöld]]
|Lúlli<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2131124?iabr=on#page/n13/mode/2up|title=Fréttablaðið - 58. tölublað (22.03.2002) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|Leikstjóri
|-
|'''2006'''
|[[Ísöld 2: Allt á floti|Ísöld 2]]
|Lúlli
|Leikstjóri
|-
|'''2009'''
|[[Ísöld 3: Risaeðlurnar rokka]]
|Lúlli
|Leikstjóri
|-
|'''2012'''
|[[Ísöld 4: Heimsálfuhopp]]
|Lúlli
|
|-
|'''2016'''
|[[Ísöld: Ævintýrið mikla]]
|Lúlli
|
|}
== Tilvísanir ==
cc8r0cpbhor3o72k2c1gq0i2dkdgyp0
1888463
1888461
2024-11-19T20:41:06Z
Berserkur
10188
1888463
wikitext
text/x-wiki
'''''Þórhallur Sigurðsson''''' (fæddur [[23. maí]] [[1946]]) er íslenskur leikstjóri og leikari sem hefur síðan sett upp um 70 leikrit og leikið meira en 90 hlutverk á ferli sínum (frá 7. mars 1966)<ref>{{Vefheimild|url=https://www.facebook.com/leikhusid/posts/leikstj%C3%B3rinn-og-leikarinn-%C3%BE%C3%B3rhallur-sigur%C3%B0sson-fagnar-50-%C3%A1ra-leiklistarafm%C3%A6li-%C3%AD-/1014785905233715/|titill=Facebook|höfundur=Þjóðleikhúsið|ár=2016}}</ref>. Hann leikstýrði og talsetti margar kvikmyndir síðan á tíunda áratugnum.
== Leikstjórn og talsetning teiknimynda ==
{| class="wikitable"
|+
!Ár
!Kvikmynd
!Hlutverk
!'''Athugasemdir'''
|-
|'''1990'''
|[[Fuglastríðið í Lumbruskógi]]
|Leikstjóri
|
|-
|'''1992'''
|[[Tommi og Jenni mála bæinn rauðan]]
|Flói og villikett
|Leikstjóri
|-
|'''1995'''
|[[Leynivopnið]]
|Leikstjóri<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/1840166?iabr=on#page/n20/mode/2up|title=Morgunblaðið - 244. tölublað (26.10.1995) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|
|-
|'''1997'''
|[[Anastasía (kvikmynd frá 1997)|Anastasía]]
|Leikstjóri
|
|-
|'''2000'''
|[[Titan A.E.]]
|Leikstjóri<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3005550?iabr=on#page/n4/mode/2up|title=Dagblaðið Vísir - DV - Lífið eftir vinnu (15.09.2000) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|
|-
|'''2002'''
|[[Ísöld (kvikmynd)|Ísöld]]
|Lúlli<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/2131124?iabr=on#page/n13/mode/2up|title=Fréttablaðið - 58. tölublað (22.03.2002) - Tímarit.is|website=timarit.is|access-date=2024-11-15}}</ref>
|Leikstjóri
|-
|'''2006'''
|[[Ísöld 2: Allt á floti|Ísöld 2]]
|Lúlli
|Leikstjóri
|-
|'''2009'''
|[[Ísöld 3: Risaeðlurnar rokka]]
|Lúlli
|Leikstjóri
|-
|'''2012'''
|[[Ísöld 4: Heimsálfuhopp]]
|Lúlli
|
|-
|'''2016'''
|[[Ísöld: Ævintýrið mikla]]
|Lúlli
|
|}
== Tilvísanir ==
{{f|1946}}
[[Flokkur:Íslenskir leikarar]]
[[Flokkur:Íslenskir leikstjórar]]
6xuinzb4a6nohx07zlj26e81q5m35wf
Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2025
0
183570
1888447
1888370
2024-11-19T14:58:39Z
82.112.65.240
/* Þátttökulið */
1888447
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name =
| year = 2025
| other_titles = {{lang|ar|كأس الأمم الإفريقية 2025}}<br>{{lang|zgh|ⵜⴰⵇⴱⵓⵛⵜ ⵏ ⵜⴻⴼⵔⵉⵇⵜ ⵏ ⵢⵉⵖⵍⴰⵏⴻⵏ 2025}}
| image =
| size = 250px
| caption =
| country = Marokkó
| dates = 21. desember 2025 - 18. janúar 2026
| num_teams = 24
| venues = 6
| cities = 6
| champion =
| count =
| second =
| third =
| fourth =
| matches =
| goals =
| top_scorer =
| player =
| young_player =
| goalkeeper =
| fair_play =
| prevseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]]
| nextseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|2027]]
}}
'''Afríkukeppni karla í knattspyrnu 2025''' mun fara fram í [[Marokkó]] 21. desember 2025 til 18. janúar 2026. Það verður 35. [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla|Afríkukeppnin]]. Þetta verður í annað sinn sem keppnin fer fram í landinu, en áður gerðist það [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 1988|árið 1988]]. Tímasetning mótsins er umdeild, enda mun það rekast á við keppnisdaga í [[Meistaradeild Evrópu]]. [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Lið Fílabeinsstrandarinnar]] er ríkjandi Afríkumeistari.
== Val á gestgjöfum ==
Þann 30. nóvember 2018 ákvað [[Knattspyrnusamband Afríku]] að vegna ónægs undirbúnings yrði ekki unnt að halda [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2019|Afríkukeppnina 2019]] í [[Kamerún]] eins og ætlað hafði verið. Þess í stað yrði [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2021|mótið 2021]] haldið þar í landi. [[Fílabeinsströndin]], sem fengið hafði því móti úthlutað myndi í staðinn gegna hlutverki gestgjafa [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]] en [[Gínea]], sam halda átti mótið í það skiptið yrði látin bíða til 2025.
Þann 30. september 2022 var upplýst að sambandið teldi undirbúning Gíneumanna svo skammt á veg kominn að þeim væri ekki treystandi til að halda mótið 2025. Í kjölfarið var auglýst eftir nýjum gestgjöfum og þann 27. september 2023 var afráðið að næsta keppni yrði haldin í Marokkó en [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|mótið 2027]] yrði sameiginlegt verkefni [[Kenía]], [[Úganda]] og [[Tansanía|Tansaníu]].
== Þátttökulið ==
24 lið keppa á mótinu. [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] áttu tryggt sæti sem gestgjafar en hin 23 liðin fóru í gegnum forkeppni.
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Algeria.svg|20px]] [[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]]
* [[Mynd:Flag_of Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
* [[Mynd:Flag_of Benin.svg|20px]] [[Benínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Benín]]
* [[Mynd:Flag_of Burkina Faso.svg|20px]] [[Búrkínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búrkína Fasó]]
* [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptaland]]
* [[Mynd:Flag_of Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
* [[Mynd:Flag_of Gabon.svg|20px]] [[Gabonska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gabon]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
* [[Mynd:Flag_of Comoros.svg|20px]] [[Kómorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kómoreyjar]]
* [[Mynd:Flag_of_the_Democratic_Republic_of_the_Congo.svg|20px]] [[Karlalandslið Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í knattspyrnu|Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]]
* [[Mynd:Flag_of Mali.svg|20px]] [[Malíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Malí]]
* [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
* [[Mynd:Flag_of Zambia.svg|20px]] [[Sambíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
* [[Mynd:Flag_of Zimbabwe.svg|20px]] [[Simbabveska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
* [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
* [[Mynd:Flag_of Sudan.svg|20px]] [[Súdanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Súdan]]
* [[Mynd:Flag_of Tanzania.svg|20px]] [[Tansaníska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tansanía]]
* [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
* [[Mynd:Flag_of Uganda.svg|20px]] [[Úgandska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úganda]]
{{col-end}}
* Staðan 19. nóvember 2024
[[Flokkur:Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla| 2025]]
[[Flokkur:2025]]
he6y6p9gxq44h08dms8dvmf093gr7sh
1888453
1888447
2024-11-19T17:02:43Z
82.112.65.240
/* Þátttökulið */
1888453
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name =
| year = 2025
| other_titles = {{lang|ar|كأس الأمم الإفريقية 2025}}<br>{{lang|zgh|ⵜⴰⵇⴱⵓⵛⵜ ⵏ ⵜⴻⴼⵔⵉⵇⵜ ⵏ ⵢⵉⵖⵍⴰⵏⴻⵏ 2025}}
| image =
| size = 250px
| caption =
| country = Marokkó
| dates = 21. desember 2025 - 18. janúar 2026
| num_teams = 24
| venues = 6
| cities = 6
| champion =
| count =
| second =
| third =
| fourth =
| matches =
| goals =
| top_scorer =
| player =
| young_player =
| goalkeeper =
| fair_play =
| prevseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]]
| nextseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|2027]]
}}
'''Afríkukeppni karla í knattspyrnu 2025''' mun fara fram í [[Marokkó]] 21. desember 2025 til 18. janúar 2026. Það verður 35. [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla|Afríkukeppnin]]. Þetta verður í annað sinn sem keppnin fer fram í landinu, en áður gerðist það [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 1988|árið 1988]]. Tímasetning mótsins er umdeild, enda mun það rekast á við keppnisdaga í [[Meistaradeild Evrópu]]. [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Lið Fílabeinsstrandarinnar]] er ríkjandi Afríkumeistari.
== Val á gestgjöfum ==
Þann 30. nóvember 2018 ákvað [[Knattspyrnusamband Afríku]] að vegna ónægs undirbúnings yrði ekki unnt að halda [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2019|Afríkukeppnina 2019]] í [[Kamerún]] eins og ætlað hafði verið. Þess í stað yrði [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2021|mótið 2021]] haldið þar í landi. [[Fílabeinsströndin]], sem fengið hafði því móti úthlutað myndi í staðinn gegna hlutverki gestgjafa [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]] en [[Gínea]], sam halda átti mótið í það skiptið yrði látin bíða til 2025.
Þann 30. september 2022 var upplýst að sambandið teldi undirbúning Gíneumanna svo skammt á veg kominn að þeim væri ekki treystandi til að halda mótið 2025. Í kjölfarið var auglýst eftir nýjum gestgjöfum og þann 27. september 2023 var afráðið að næsta keppni yrði haldin í Marokkó en [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|mótið 2027]] yrði sameiginlegt verkefni [[Kenía]], [[Úganda]] og [[Tansanía|Tansaníu]].
== Þátttökulið ==
24 lið keppa á mótinu. [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] áttu tryggt sæti sem gestgjafar en hin 23 liðin fóru í gegnum forkeppni.
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Algeria.svg|20px]] [[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]]
* [[Mynd:Flag_of Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
* [[Mynd:Flag_of Benin.svg|20px]] [[Benínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Benín]]
* [[Mynd:Flag_of Botswana.svg|20px]] [[Botsvanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Botsvana]]
* [[Mynd:Flag_of Burkina Faso.svg|20px]] [[Búrkínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búrkína Fasó]]
* [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptaland]]
* [[Mynd:Flag_of Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
* [[Mynd:Flag_of Gabon.svg|20px]] [[Gabonska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gabon]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
* [[Mynd:Flag_of Comoros.svg|20px]] [[Kómorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kómoreyjar]]
* [[Mynd:Flag_of_the_Democratic_Republic_of_the_Congo.svg|20px]] [[Karlalandslið Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í knattspyrnu|Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]]
* [[Mynd:Flag_of Mali.svg|20px]] [[Malíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Malí]]
* [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
* [[Mynd:Flag_of Zambia.svg|20px]] [[Sambíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
* [[Mynd:Flag_of Zimbabwe.svg|20px]] [[Simbabveska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
* [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
* [[Mynd:Flag_of Sudan.svg|20px]] [[Súdanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Súdan]]
* [[Mynd:Flag_of Tanzania.svg|20px]] [[Tansaníska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tansanía]]
* [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
* [[Mynd:Flag_of Uganda.svg|20px]] [[Úgandska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úganda]]
{{col-end}}
* Staðan 19. nóvember 2024
[[Flokkur:Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla| 2025]]
[[Flokkur:2025]]
p79lg1vq3b9w8c3op1nqhs0jwtx8bnj
1888454
1888453
2024-11-19T17:06:16Z
82.112.65.240
/* Þátttökulið */
1888454
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name =
| year = 2025
| other_titles = {{lang|ar|كأس الأمم الإفريقية 2025}}<br>{{lang|zgh|ⵜⴰⵇⴱⵓⵛⵜ ⵏ ⵜⴻⴼⵔⵉⵇⵜ ⵏ ⵢⵉⵖⵍⴰⵏⴻⵏ 2025}}
| image =
| size = 250px
| caption =
| country = Marokkó
| dates = 21. desember 2025 - 18. janúar 2026
| num_teams = 24
| venues = 6
| cities = 6
| champion =
| count =
| second =
| third =
| fourth =
| matches =
| goals =
| top_scorer =
| player =
| young_player =
| goalkeeper =
| fair_play =
| prevseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]]
| nextseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|2027]]
}}
'''Afríkukeppni karla í knattspyrnu 2025''' mun fara fram í [[Marokkó]] 21. desember 2025 til 18. janúar 2026. Það verður 35. [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla|Afríkukeppnin]]. Þetta verður í annað sinn sem keppnin fer fram í landinu, en áður gerðist það [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 1988|árið 1988]]. Tímasetning mótsins er umdeild, enda mun það rekast á við keppnisdaga í [[Meistaradeild Evrópu]]. [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Lið Fílabeinsstrandarinnar]] er ríkjandi Afríkumeistari.
== Val á gestgjöfum ==
Þann 30. nóvember 2018 ákvað [[Knattspyrnusamband Afríku]] að vegna ónægs undirbúnings yrði ekki unnt að halda [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2019|Afríkukeppnina 2019]] í [[Kamerún]] eins og ætlað hafði verið. Þess í stað yrði [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2021|mótið 2021]] haldið þar í landi. [[Fílabeinsströndin]], sem fengið hafði því móti úthlutað myndi í staðinn gegna hlutverki gestgjafa [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]] en [[Gínea]], sam halda átti mótið í það skiptið yrði látin bíða til 2025.
Þann 30. september 2022 var upplýst að sambandið teldi undirbúning Gíneumanna svo skammt á veg kominn að þeim væri ekki treystandi til að halda mótið 2025. Í kjölfarið var auglýst eftir nýjum gestgjöfum og þann 27. september 2023 var afráðið að næsta keppni yrði haldin í Marokkó en [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|mótið 2027]] yrði sameiginlegt verkefni [[Kenía]], [[Úganda]] og [[Tansanía|Tansaníu]].
== Þátttökulið ==
24 lið keppa á mótinu. [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] áttu tryggt sæti sem gestgjafar en hin 23 liðin fóru í gegnum forkeppni.
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Algeria.svg|20px]] [[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]]
* [[Mynd:Flag_of Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
* [[Mynd:Flag_of Benin.svg|20px]] [[Benínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Benín]]
* [[Mynd:Flag_of Botswana.svg|20px]] [[Botsvanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Botsvana]]
* [[Mynd:Flag_of Burkina Faso.svg|20px]] [[Búrkínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búrkína Fasó]]
* [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptaland]]
* [[Mynd:Flag_of Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
* [[Mynd:Flag_of Gabon.svg|20px]] [[Gabonska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gabon]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
* [[Mynd:Flag_of Comoros.svg|20px]] [[Kómorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kómoreyjar]]
* [[Mynd:Flag_of_the_Democratic_Republic_of_the_Congo.svg|20px]] [[Karlalandslið Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í knattspyrnu|Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]]
* [[Mynd:Flag_of Mali.svg|20px]] [[Malíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Malí]]
* [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of_ Equatorial Guinea.svg|20px]] [[Karlalandsliðið Miðbaugs-Gíneu í knattspyrnu|Miðbaugs-Gínea]]
* [[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
* [[Mynd:Flag_of Zambia.svg|20px]] [[Sambíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
* [[Mynd:Flag_of Zimbabwe.svg|20px]] [[Simbabveska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
* [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
* [[Mynd:Flag_of Sudan.svg|20px]] [[Súdanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Súdan]]
* [[Mynd:Flag_of Tanzania.svg|20px]] [[Tansaníska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tansanía]]
* [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
* [[Mynd:Flag_of Uganda.svg|20px]] [[Úgandska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úganda]]
{{col-end}}
* Staðan 19. nóvember 2024
[[Flokkur:Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla| 2025]]
[[Flokkur:2025]]
q8llfuwds0o6iyhh8jvn98y45arcwdb
1888455
1888454
2024-11-19T17:55:22Z
82.112.65.240
/* Þátttökulið */
1888455
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name =
| year = 2025
| other_titles = {{lang|ar|كأس الأمم الإفريقية 2025}}<br>{{lang|zgh|ⵜⴰⵇⴱⵓⵛⵜ ⵏ ⵜⴻⴼⵔⵉⵇⵜ ⵏ ⵢⵉⵖⵍⴰⵏⴻⵏ 2025}}
| image =
| size = 250px
| caption =
| country = Marokkó
| dates = 21. desember 2025 - 18. janúar 2026
| num_teams = 24
| venues = 6
| cities = 6
| champion =
| count =
| second =
| third =
| fourth =
| matches =
| goals =
| top_scorer =
| player =
| young_player =
| goalkeeper =
| fair_play =
| prevseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]]
| nextseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|2027]]
}}
'''Afríkukeppni karla í knattspyrnu 2025''' mun fara fram í [[Marokkó]] 21. desember 2025 til 18. janúar 2026. Það verður 35. [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla|Afríkukeppnin]]. Þetta verður í annað sinn sem keppnin fer fram í landinu, en áður gerðist það [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 1988|árið 1988]]. Tímasetning mótsins er umdeild, enda mun það rekast á við keppnisdaga í [[Meistaradeild Evrópu]]. [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Lið Fílabeinsstrandarinnar]] er ríkjandi Afríkumeistari.
== Val á gestgjöfum ==
Þann 30. nóvember 2018 ákvað [[Knattspyrnusamband Afríku]] að vegna ónægs undirbúnings yrði ekki unnt að halda [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2019|Afríkukeppnina 2019]] í [[Kamerún]] eins og ætlað hafði verið. Þess í stað yrði [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2021|mótið 2021]] haldið þar í landi. [[Fílabeinsströndin]], sem fengið hafði því móti úthlutað myndi í staðinn gegna hlutverki gestgjafa [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]] en [[Gínea]], sam halda átti mótið í það skiptið yrði látin bíða til 2025.
Þann 30. september 2022 var upplýst að sambandið teldi undirbúning Gíneumanna svo skammt á veg kominn að þeim væri ekki treystandi til að halda mótið 2025. Í kjölfarið var auglýst eftir nýjum gestgjöfum og þann 27. september 2023 var afráðið að næsta keppni yrði haldin í Marokkó en [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|mótið 2027]] yrði sameiginlegt verkefni [[Kenía]], [[Úganda]] og [[Tansanía|Tansaníu]].
== Þátttökulið ==
24 lið keppa á mótinu. [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] áttu tryggt sæti sem gestgjafar en hin 23 liðin fóru í gegnum forkeppni.
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Algeria.svg|20px]] [[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]]
* [[Mynd:Flag_of Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
* [[Mynd:Flag_of Benin.svg|20px]] [[Benínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Benín]]
* [[Mynd:Flag_of Botswana.svg|20px]] [[Botsvanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Botsvana]]
* [[Mynd:Flag_of Burkina Faso.svg|20px]] [[Búrkínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búrkína Fasó]]
* [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptaland]]
* [[Mynd:Flag_of Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
* [[Mynd:Flag_of Gabon.svg|20px]] [[Gabonska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gabon]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
* [[Mynd:Flag_of Comoros.svg|20px]] [[Kómorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kómoreyjar]]
* [[Mynd:Flag_of_the_Democratic_Republic_of_the_Congo.svg|20px]] [[Karlalandslið Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í knattspyrnu|Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]]
* [[Mynd:Flag_of Mali.svg|20px]] [[Malíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Malí]]
* [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of_ Equatorial Guinea.svg|20px]] [[Karlalandsliðið Miðbaugs-Gíneu í knattspyrnu|Miðbaugs-Gínea]]
* [[Mynd:Flag_of Mozambique.svg|20px]] [[Mósambíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mósambík]]
* [[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Zambia.svg|20px]] [[Sambíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
* [[Mynd:Flag_of Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
* [[Mynd:Flag_of Zimbabwe.svg|20px]] [[Simbabveska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
* [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
* [[Mynd:Flag_of Sudan.svg|20px]] [[Súdanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Súdan]]
* [[Mynd:Flag_of Tanzania.svg|20px]] [[Tansaníska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tansanía]]
* [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
* [[Mynd:Flag_of Uganda.svg|20px]] [[Úgandska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úganda]]
{{col-end}}
* Staðan 19. nóvember 2024
[[Flokkur:Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla| 2025]]
[[Flokkur:2025]]
ft60gbwz7a5odwk1vhfxu3c44yinojq
1888456
1888455
2024-11-19T17:55:34Z
82.112.65.240
/* Þátttökulið */
1888456
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox international football competition
| tourney_name =
| year = 2025
| other_titles = {{lang|ar|كأس الأمم الإفريقية 2025}}<br>{{lang|zgh|ⵜⴰⵇⴱⵓⵛⵜ ⵏ ⵜⴻⴼⵔⵉⵇⵜ ⵏ ⵢⵉⵖⵍⴰⵏⴻⵏ 2025}}
| image =
| size = 250px
| caption =
| country = Marokkó
| dates = 21. desember 2025 - 18. janúar 2026
| num_teams = 24
| venues = 6
| cities = 6
| champion =
| count =
| second =
| third =
| fourth =
| matches =
| goals =
| top_scorer =
| player =
| young_player =
| goalkeeper =
| fair_play =
| prevseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]]
| nextseason = [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|2027]]
}}
'''Afríkukeppni karla í knattspyrnu 2025''' mun fara fram í [[Marokkó]] 21. desember 2025 til 18. janúar 2026. Það verður 35. [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla|Afríkukeppnin]]. Þetta verður í annað sinn sem keppnin fer fram í landinu, en áður gerðist það [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 1988|árið 1988]]. Tímasetning mótsins er umdeild, enda mun það rekast á við keppnisdaga í [[Meistaradeild Evrópu]]. [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Lið Fílabeinsstrandarinnar]] er ríkjandi Afríkumeistari.
== Val á gestgjöfum ==
Þann 30. nóvember 2018 ákvað [[Knattspyrnusamband Afríku]] að vegna ónægs undirbúnings yrði ekki unnt að halda [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2019|Afríkukeppnina 2019]] í [[Kamerún]] eins og ætlað hafði verið. Þess í stað yrði [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2021|mótið 2021]] haldið þar í landi. [[Fílabeinsströndin]], sem fengið hafði því móti úthlutað myndi í staðinn gegna hlutverki gestgjafa [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2023|2023]] en [[Gínea]], sam halda átti mótið í það skiptið yrði látin bíða til 2025.
Þann 30. september 2022 var upplýst að sambandið teldi undirbúning Gíneumanna svo skammt á veg kominn að þeim væri ekki treystandi til að halda mótið 2025. Í kjölfarið var auglýst eftir nýjum gestgjöfum og þann 27. september 2023 var afráðið að næsta keppni yrði haldin í Marokkó en [[Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 2027|mótið 2027]] yrði sameiginlegt verkefni [[Kenía]], [[Úganda]] og [[Tansanía|Tansaníu]].
== Þátttökulið ==
24 lið keppa á mótinu. [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] áttu tryggt sæti sem gestgjafar en hin 23 liðin fóru í gegnum forkeppni.
{{col-begin}}
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Algeria.svg|20px]] [[Alsírska karlalandsliðið í knattspyrnu|Alsír]]
* [[Mynd:Flag_of Angola.svg|20px]] [[Angólska karlalandsliðið í knattspyrnu|Angóla]]
* [[Mynd:Flag_of Benin.svg|20px]] [[Benínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Benín]]
* [[Mynd:Flag_of Botswana.svg|20px]] [[Botsvanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Botsvana]]
* [[Mynd:Flag_of Burkina Faso.svg|20px]] [[Búrkínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Búrkína Fasó]]
* [[Mynd:Flag_of Egypt.svg|20px]] [[Egypska karlalandsliðið í knattspyrnu|Egyptaland]]
* [[Mynd:Flag_of Ivory Coast.svg|20px]] [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu|Fílabeinsströndin]]
* [[Mynd:Flag_of Gabon.svg|20px]] [[Gabonska karlalandsliðið í knattspyrnu|Gabon]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Cameroon.svg|20px]] [[Kamerúnska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kamerún]]
* [[Mynd:Flag_of Comoros.svg|20px]] [[Kómorska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kómoreyjar]]
* [[Mynd:Flag_of_the_Democratic_Republic_of_the_Congo.svg|20px]] [[Karlalandslið Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í knattspyrnu|Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]]
* [[Mynd:Flag_of Mali.svg|20px]] [[Malíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Malí]]
* [[Mynd:Flag_of Morocco.svg|20px]] [[Marokkóska karlalandsliðið í knattspyrnu|Marokkómenn]] (gestgjafar)
* [[Mynd:Flag_of_ Equatorial Guinea.svg|20px]] [[Karlalandsliðið Miðbaugs-Gíneu í knattspyrnu|Miðbaugs-Gínea]]
* [[Mynd:Flag_of Mozambique.svg|20px]] [[Mósambíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Mósambík]]
* [[Mynd:Flag_of Nigeria.svg|20px]] [[Nígeríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Nígería]]
{{col-3}}
* [[Mynd:Flag_of Zambia.svg|20px]] [[Sambíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
* [[Mynd:Flag_of Senegal.svg|20px]] [[Senegalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Senegal]]
* [[Mynd:Flag_of Zimbabwe.svg|20px]] [[Simbabveska karlalandsliðið í knattspyrnu|Simbabve]]
* [[Mynd:Flag_of South Africa.svg|20px]] [[Suður-afríska karlalandsliðið í knattspyrnu|Suður-Afríka]]
* [[Mynd:Flag_of Sudan.svg|20px]] [[Súdanska karlalandsliðið í knattspyrnu|Súdan]]
* [[Mynd:Flag_of Tanzania.svg|20px]] [[Tansaníska karlalandsliðið í knattspyrnu|Tansanía]]
* [[Mynd:Flag_of Tunisia.svg|20px]] [[Túniska karlalandsliðið í knattspyrnu|Túnis]]
* [[Mynd:Flag_of Uganda.svg|20px]] [[Úgandska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úganda]]
{{col-end}}
[[Flokkur:Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla| 2025]]
[[Flokkur:2025]]
5nlvp9is7zumzo97p4dftk0p9f5n4n0
Bergsveinn Birgisson
0
183595
1888458
1888417
2024-11-19T18:46:37Z
Alvaldi
71791
Tiltekt
1888458
wikitext
text/x-wiki
'''Bergsveinn Birgisson''' (fæddur árið 1971 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og doktor í norrænum fræðum. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands, Háskólann í Osló og Háskólann í Björgvin.<ref name="bokmenntir">{{Cite web|url=https://bokmenntir.is/bokmenntavefur/hofundar/bergsveinn-birgisson|title=Bergsveinn Birgisson {{!}} Bókmenntaborgin|website=bokmenntir.is|language=is|access-date=2024-11-18}}</ref>
Bergsveinn var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsögurnar ''Landslag er aldrei asnalegt'' (2003)'','' ''Svar við bréfi Helgu'' (2010) og ''Lifandilífslækur'' (2018) auk þess sem ''Svar við bréfi Helgu'' var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir ''Svar við bréfi Helgu'' árið 2010 og tíu árum síðar var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ''Lifandilífslæk''.<ref name="bokmenntir"/>
== Bækur ==
* 1992 - ''Íslendingurinn'' - ljóðabók
* 1997 - ''Innrás liljanna'' - ljóðabók
* 2003 - ''Landslag er aldrei asnalegt'' - skáldsaga
* 2009 - ''Handbók um hugarfar kúa – skáldfræðisaga'' - skáldsaga
* 2010 - ''Svar við bréfi Helgu'' - skáldsaga
* 2011 - ''Drauganet'' - ljóðabók
* 2013 - ''Svarti víkingurinn (Den svarte vikingen)'' - fræðirit
* 2015 - ''Geirmundar saga heljarskinns -'' skáldsaga
* 2016 - ''Leitin að svarta víkingnum'' - röksaga
* 2020 - ''Þormóður Torfason: Dauðamaður'' - fræðirit
* 2020 - ''Lifandilífslækur'' - skáldsaga
* 2021 - ''Kolbeinsey'' - skáldsaga
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{f|1971}}
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
4xu7p8tnf1rajixo02vs3soc5b5l7hq
El Clásico
0
183600
1888436
2024-11-19T13:20:06Z
Stefsva
56210
Bjó til síðu
1888436
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Camp nou before F.C. Barcelona - Real Madrid league match of 2012.JPG|thumb|Camp Nou í Barcelona fyrir El clásico árið 2012]]
Leikir [[Real Madrid|Real Madríd]] og [[FC Barcelona|Barcelona]] í knattspyrnu karla er kallaður El clásico (ísl. ''Sá sígildi''). Engu máli skiptir hvort leikurinn er í [[La Liga|spænsku deildarkeppninni]], bikarkeppninni eða Evrópukeppnum, alltaf þegar liðin mætast er leikurinn kallaður El Clásico. Mikill rígur er á milli liðanna og er leikurinn því sá umtalaðasti á [[Spánn|Spáni]] og vekur athygli um allan heim.
Bæði lið eru með ríkari liðum heims og því spila margir frægustu knattspyrnumenn hvers tíma leikinn. Á meðal þeirra sem hafa spilað El Clásico eru leikmenn eins og [[Cristiano Ronaldo]], [[Lionel Messi]], [[Ronaldo (fæddur 1976)|Ronaldo Nazario]], [[Ronaldinho]], [[Carles Puyol]], [[Ferenc Puskás|Puskas]], [[Alfredo Di Stéfano]], [[Johan Cruyff]] og [[Luís Figo|Figo]].<ref>{{Vefheimild|url=https://olympics.com/en/news/el-clasico-moments-football-real-madrid-vs-barcelona|titill=Iconic moments in El Clasico history - A classic playlist ft. Ronaldo and Messi|höfundur=Olympics.com|mánuður=Október|ár=2024|mánuðurskoðað=Nóvember|árskoðað=2024}}</ref>
== Uppruni ==
Fyrsti leikur Barcelona og Real Madrid var spilaður þann 13. maí 1902. Ekki er vitað hvar hann var spilaður né hvernig hann fór en næstu áratugi er varla hægt að tala um að rígur hafi verið á milli liðanna. Vendipunkturinn var [[Spænska borgarastyrjöldin|spænska borgarastríðið]] á árunum 1936-1939 og einræðisstjórn [[Francisco Franco]], þar sem hann og íhaldsmennirnir sem unnu styrjöldina voru mjög mótfallnir [[Katalónía|katalónskri]] þjóðernishyggju og tungumáli. Á valdatíð Francos var lögð mikill áhersla á að Spánverjar væru sameinuð einsleit þjóð og hugmyndum þjóða eins og [[Baskaland|Baska]] og Katalóna um sjálfstjórn var haldið niðri með harðri hendi.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/biography/Francisco-Franco|title=Francisco Franco {{!}} Biography, Nickname, Beliefs, & Facts {{!}} Britannica|date=2024-11-16|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2024-11-19}}</ref>
Margir þjóðernissinnaðir Katalónar hófu að styðja knattspyrnuliðið Barcelona til að tjá hollustu við Katalóníu. Real Madríd sem var uppáhalds lið Francisco Franco varð að tákni fyrir miðstjórnina í [[Madríd]]. Rígurinn á milli liðanna er því líka af sögulegum og þjóðernislegum ástæðum.
== Heimildir ==
Encyclopaedia Britannica. (e.d.). ''Francisco Franco''. Encyclopaedia Britannica. Sótt 19. nóvember, 2024, af https://www.britannica.com/biography/Francisco-Franco
Olympics.com. (26. október 2024). ''El Clásico moments: Football’s Real Madrid vs. Barcelona''. Olympics. Sótt 19. nóvember, 2024, af https://olympics.com/en/news/el-clasico-moments-football-real-madrid-vs-barcelona
4wevu93550hu7x7aj1w31o0vlu7jwvj
1888437
1888436
2024-11-19T13:21:09Z
Stefsva
56210
/* Heimildir */
1888437
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Camp nou before F.C. Barcelona - Real Madrid league match of 2012.JPG|thumb|Camp Nou í Barcelona fyrir El clásico árið 2012]]
Leikir [[Real Madrid|Real Madríd]] og [[FC Barcelona|Barcelona]] í knattspyrnu karla er kallaður El clásico (ísl. ''Sá sígildi''). Engu máli skiptir hvort leikurinn er í [[La Liga|spænsku deildarkeppninni]], bikarkeppninni eða Evrópukeppnum, alltaf þegar liðin mætast er leikurinn kallaður El Clásico. Mikill rígur er á milli liðanna og er leikurinn því sá umtalaðasti á [[Spánn|Spáni]] og vekur athygli um allan heim.
Bæði lið eru með ríkari liðum heims og því spila margir frægustu knattspyrnumenn hvers tíma leikinn. Á meðal þeirra sem hafa spilað El Clásico eru leikmenn eins og [[Cristiano Ronaldo]], [[Lionel Messi]], [[Ronaldo (fæddur 1976)|Ronaldo Nazario]], [[Ronaldinho]], [[Carles Puyol]], [[Ferenc Puskás|Puskas]], [[Alfredo Di Stéfano]], [[Johan Cruyff]] og [[Luís Figo|Figo]].<ref>{{Vefheimild|url=https://olympics.com/en/news/el-clasico-moments-football-real-madrid-vs-barcelona|titill=Iconic moments in El Clasico history - A classic playlist ft. Ronaldo and Messi|höfundur=Olympics.com|mánuður=Október|ár=2024|mánuðurskoðað=Nóvember|árskoðað=2024}}</ref>
== Uppruni ==
Fyrsti leikur Barcelona og Real Madrid var spilaður þann 13. maí 1902. Ekki er vitað hvar hann var spilaður né hvernig hann fór en næstu áratugi er varla hægt að tala um að rígur hafi verið á milli liðanna. Vendipunkturinn var [[Spænska borgarastyrjöldin|spænska borgarastríðið]] á árunum 1936-1939 og einræðisstjórn [[Francisco Franco]], þar sem hann og íhaldsmennirnir sem unnu styrjöldina voru mjög mótfallnir [[Katalónía|katalónskri]] þjóðernishyggju og tungumáli. Á valdatíð Francos var lögð mikill áhersla á að Spánverjar væru sameinuð einsleit þjóð og hugmyndum þjóða eins og [[Baskaland|Baska]] og Katalóna um sjálfstjórn var haldið niðri með harðri hendi.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/biography/Francisco-Franco|title=Francisco Franco {{!}} Biography, Nickname, Beliefs, & Facts {{!}} Britannica|date=2024-11-16|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2024-11-19}}</ref>
Margir þjóðernissinnaðir Katalónar hófu að styðja knattspyrnuliðið Barcelona til að tjá hollustu við Katalóníu. Real Madríd sem var uppáhalds lið Francisco Franco varð að tákni fyrir miðstjórnina í [[Madríd]]. Rígurinn á milli liðanna er því líka af sögulegum og þjóðernislegum ástæðum.
== Tilvísanir ==
nji3dql9rq3dw892i6dxlanoygpyao1
1888441
1888437
2024-11-19T13:42:03Z
Berserkur
10188
Berserkur færði [[El clásico]] á [[El Clásico]]
1888437
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Camp nou before F.C. Barcelona - Real Madrid league match of 2012.JPG|thumb|Camp Nou í Barcelona fyrir El clásico árið 2012]]
Leikir [[Real Madrid|Real Madríd]] og [[FC Barcelona|Barcelona]] í knattspyrnu karla er kallaður El clásico (ísl. ''Sá sígildi''). Engu máli skiptir hvort leikurinn er í [[La Liga|spænsku deildarkeppninni]], bikarkeppninni eða Evrópukeppnum, alltaf þegar liðin mætast er leikurinn kallaður El Clásico. Mikill rígur er á milli liðanna og er leikurinn því sá umtalaðasti á [[Spánn|Spáni]] og vekur athygli um allan heim.
Bæði lið eru með ríkari liðum heims og því spila margir frægustu knattspyrnumenn hvers tíma leikinn. Á meðal þeirra sem hafa spilað El Clásico eru leikmenn eins og [[Cristiano Ronaldo]], [[Lionel Messi]], [[Ronaldo (fæddur 1976)|Ronaldo Nazario]], [[Ronaldinho]], [[Carles Puyol]], [[Ferenc Puskás|Puskas]], [[Alfredo Di Stéfano]], [[Johan Cruyff]] og [[Luís Figo|Figo]].<ref>{{Vefheimild|url=https://olympics.com/en/news/el-clasico-moments-football-real-madrid-vs-barcelona|titill=Iconic moments in El Clasico history - A classic playlist ft. Ronaldo and Messi|höfundur=Olympics.com|mánuður=Október|ár=2024|mánuðurskoðað=Nóvember|árskoðað=2024}}</ref>
== Uppruni ==
Fyrsti leikur Barcelona og Real Madrid var spilaður þann 13. maí 1902. Ekki er vitað hvar hann var spilaður né hvernig hann fór en næstu áratugi er varla hægt að tala um að rígur hafi verið á milli liðanna. Vendipunkturinn var [[Spænska borgarastyrjöldin|spænska borgarastríðið]] á árunum 1936-1939 og einræðisstjórn [[Francisco Franco]], þar sem hann og íhaldsmennirnir sem unnu styrjöldina voru mjög mótfallnir [[Katalónía|katalónskri]] þjóðernishyggju og tungumáli. Á valdatíð Francos var lögð mikill áhersla á að Spánverjar væru sameinuð einsleit þjóð og hugmyndum þjóða eins og [[Baskaland|Baska]] og Katalóna um sjálfstjórn var haldið niðri með harðri hendi.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/biography/Francisco-Franco|title=Francisco Franco {{!}} Biography, Nickname, Beliefs, & Facts {{!}} Britannica|date=2024-11-16|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2024-11-19}}</ref>
Margir þjóðernissinnaðir Katalónar hófu að styðja knattspyrnuliðið Barcelona til að tjá hollustu við Katalóníu. Real Madríd sem var uppáhalds lið Francisco Franco varð að tákni fyrir miðstjórnina í [[Madríd]]. Rígurinn á milli liðanna er því líka af sögulegum og þjóðernislegum ástæðum.
== Tilvísanir ==
nji3dql9rq3dw892i6dxlanoygpyao1
1888443
1888441
2024-11-19T13:42:50Z
Berserkur
10188
1888443
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Camp nou before F.C. Barcelona - Real Madrid league match of 2012.JPG|thumb|Camp Nou í Barcelona fyrir El clásico árið 2012]]
Leikir [[Real Madrid|Real Madríd]] og [[FC Barcelona|Barcelona]] í knattspyrnu karla er kallaður El clásico (ísl. ''Sá sígildi''). Engu máli skiptir hvort leikurinn er í [[La Liga|spænsku deildarkeppninni]], bikarkeppninni eða Evrópukeppnum, alltaf þegar liðin mætast er leikurinn kallaður El Clásico. Mikill rígur er á milli liðanna og er leikurinn því sá umtalaðasti á [[Spánn|Spáni]] og vekur athygli um allan heim.
Bæði lið eru með ríkari liðum heims og því spila margir frægustu knattspyrnumenn hvers tíma leikinn. Á meðal þeirra sem hafa spilað El Clásico eru leikmenn eins og [[Cristiano Ronaldo]], [[Lionel Messi]], [[Ronaldo (fæddur 1976)|Ronaldo Nazario]], [[Ronaldinho]], [[Carles Puyol]], [[Ferenc Puskás|Puskas]], [[Alfredo Di Stéfano]], [[Johan Cruyff]] og [[Luís Figo|Figo]].<ref>{{Vefheimild|url=https://olympics.com/en/news/el-clasico-moments-football-real-madrid-vs-barcelona|titill=Iconic moments in El Clasico history - A classic playlist ft. Ronaldo and Messi|höfundur=Olympics.com|mánuður=Október|ár=2024|mánuðurskoðað=Nóvember|árskoðað=2024}}</ref>
== Uppruni ==
Fyrsti leikur Barcelona og Real Madrid var spilaður þann 13. maí 1902. Ekki er vitað hvar hann var spilaður né hvernig hann fór en næstu áratugi er varla hægt að tala um að rígur hafi verið á milli liðanna. Vendipunkturinn var [[Spænska borgarastyrjöldin|spænska borgarastríðið]] á árunum 1936-1939 og einræðisstjórn [[Francisco Franco]], þar sem hann og íhaldsmennirnir sem unnu styrjöldina voru mjög mótfallnir [[Katalónía|katalónskri]] þjóðernishyggju og tungumáli. Á valdatíð Francos var lögð mikill áhersla á að Spánverjar væru sameinuð einsleit þjóð og hugmyndum þjóða eins og [[Baskaland|Baska]] og Katalóna um sjálfstjórn var haldið niðri með harðri hendi.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/biography/Francisco-Franco|title=Francisco Franco {{!}} Biography, Nickname, Beliefs, & Facts {{!}} Britannica|date=2024-11-16|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2024-11-19}}</ref>
Margir þjóðernissinnaðir Katalónar hófu að styðja knattspyrnuliðið Barcelona til að tjá hollustu við Katalóníu. Real Madríd sem var uppáhalds lið Francisco Franco varð að tákni fyrir miðstjórnina í [[Madríd]]. Rígurinn á milli liðanna er því líka af sögulegum og þjóðernislegum ástæðum.
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Knattspyrna á Spáni]]
savr02mvxqfxr1uprdy38lpjqudr112
Lilian Thuram
0
183601
1888439
2024-11-19T13:41:09Z
Stefsva
56210
Síða búin til
1888439
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Manif pro mariage LGBT 27012013 15.jpg|thumb|313x313dp|Lilian Thuram á kröfugöngu til stuðnings hjónabandi samkynhneigðra árið 2013.]]
'''Ruddy Lilian Thuram-Ulien ''' (1. Janúar 1972) er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakklands]] í fótbolta. Lilian Thuram er líka mjög þekktur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og er yfirlýstur andstæðingur [[Kynþáttahatur|kynþáttahaturs]] og stuðningsmaður réttinda [[Samkynhneigð|samkynhneigðra]].[https://www.strath.ac.uk/whystrathclyde/honorarydegrees/meetourhonorarygraduates/lilianthuram/] Thuram spilaði sem miðvörður og bakvörður meðal annars hjá stórliðum eins og [[Parma Calcio 1913|Parma]], [[Juventus FC|Juventus]], [[AS Monaco FC|Monaco]] og [[FC Barcelona|Barcelona]]. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Frakklands með 155 leiki. Thuram var sá leikjahæsti þar til 2022 þegar [[Hugo Lloris]] sló metið.[https://www.sportskeeda.com/player/lilian-thuram]
== Knattspyrnuferill ==
Thuram var í landsliði Frakklands sem vann [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998|heimsmeistaramótið árið 1998]] og [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 2000|Evrópumótið árið 2000]]. Hann hefur orðið ítalskur meistari tvisvar með Juventus, vann [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópudeildina]] með Parma auk þess að verða bikarmeistari á [[Ítalía|Ítalíu]], [[Frakkland|Frakklandi]] og [[Spánn|Spáni]].
Árið 1997 var hann valinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi.[https://www.transfermarkt.com/lilian-thuram/erfolge/spieler/3521]
== Fjölskylduhagir ==
Lilan Thuram á tvo syni sem heita [[Marcus Thuram|Marcus]] og [[Khépren Thuram]]. Þeir eru báðir atvinnumenn í fótbolta og hafa báðir spilað með franska landsliðinu. Marcus Thuram er fæddur 1997 og spilar með Inter Milan. Hann hefur orðið ítalskur og spilaði úrslitaleik á heimsmeistaramótinu 2022 með Frakklandi. Kephren Thuram er fæddur 2001og spilar sem miðjumaður fyrir Juventus. Móðir þeirra og fyrrverandi eiginkona Lilian heitir Sandra Thuram.
gcihu2kgp6gfy92ho87vhbsxhpfbspq
1888444
1888439
2024-11-19T13:44:23Z
Stefsva
56210
Heimild
1888444
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Manif pro mariage LGBT 27012013 15.jpg|thumb|313x313dp|Lilian Thuram á kröfugöngu til stuðnings hjónabandi samkynhneigðra árið 2013.]]
'''Ruddy Lilian Thuram-Ulien ''' (1. Janúar 1972) er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakklands]] í fótbolta. Lilian Thuram er líka mjög þekktur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og er yfirlýstur andstæðingur [[Kynþáttahatur|kynþáttahaturs]] og stuðningsmaður réttinda [[Samkynhneigð|samkynhneigðra]].[https://www.strath.ac.uk/whystrathclyde/honorarydegrees/meetourhonorarygraduates/lilianthuram/] Thuram spilaði sem miðvörður og bakvörður meðal annars hjá stórliðum eins og [[Parma Calcio 1913|Parma]], [[Juventus FC|Juventus]], [[AS Monaco FC|Monaco]] og [[FC Barcelona|Barcelona]]. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Frakklands með 155 leiki. Thuram var sá leikjahæsti þar til 2022 þegar [[Hugo Lloris]] sló metið.[https://www.sportskeeda.com/player/lilian-thuram]
== Knattspyrnuferill ==
Thuram var í landsliði Frakklands sem vann [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998|heimsmeistaramótið árið 1998]] og [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 2000|Evrópumótið árið 2000]]. Hann hefur orðið ítalskur meistari tvisvar með Juventus, vann [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópudeildina]] með Parma auk þess að verða bikarmeistari á [[Ítalía|Ítalíu]], [[Frakkland|Frakklandi]] og [[Spánn|Spáni]].
Árið 1997 var hann valinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi.
== Fjölskylduhagir ==
Lilan Thuram á tvo syni sem heita [[Marcus Thuram|Marcus]] og [[Khépren Thuram]]. Þeir eru báðir atvinnumenn í fótbolta og hafa báðir spilað með franska landsliðinu. Marcus Thuram er fæddur 1997 og spilar með Inter Milan. Hann hefur orðið ítalskur og spilaði úrslitaleik á heimsmeistaramótinu 2022 með Frakklandi. Kephren Thuram er fæddur 2001og spilar sem miðjumaður fyrir Juventus. Móðir þeirra og fyrrverandi eiginkona Lilian heitir Sandra Thuram.
== Tilvísanir ==
7wkv8p7unt61b773t9lpvlgfwfjm785
1888451
1888444
2024-11-19T16:04:05Z
Berserkur
10188
1888451
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Manif pro mariage LGBT 27012013 15.jpg|thumb|313x313dp|Lilian Thuram á kröfugöngu til stuðnings hjónabandi samkynhneigðra árið 2013.]]
'''Ruddy Lilian Thuram-Ulien ''' (1. janúar 1972) er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakklands]] í fótbolta. Lilian Thuram er líka mjög þekktur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og er yfirlýstur andstæðingur [[Kynþáttahatur|kynþáttahaturs]] og stuðningsmaður réttinda [[Samkynhneigð|samkynhneigðra]].[https://www.strath.ac.uk/whystrathclyde/honorarydegrees/meetourhonorarygraduates/lilianthuram/] Thuram spilaði sem miðvörður og bakvörður meðal annars hjá stórliðum eins og [[Parma Calcio 1913|Parma]], [[Juventus FC|Juventus]], [[AS Monaco FC|Monaco]] og [[FC Barcelona|Barcelona]]. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Frakklands með 155 leiki. Thuram var sá leikjahæsti þar til 2022 þegar [[Hugo Lloris]] sló metið.[https://www.sportskeeda.com/player/lilian-thuram]
== Knattspyrnuferill ==
Thuram var í landsliði Frakklands sem vann [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998|heimsmeistaramótið árið 1998]] og [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 2000|Evrópumótið árið 2000]]. Hann hefur orðið ítalskur meistari tvisvar með Juventus, vann [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópudeildina]] með Parma auk þess að verða bikarmeistari á [[Ítalía|Ítalíu]], [[Frakkland|Frakklandi]] og [[Spánn|Spáni]].
Árið 1997 var hann valinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi.
== Fjölskylduhagir ==
Lilan Thuram á tvo syni sem heita [[Marcus Thuram|Marcus]] og [[Khépren Thuram]]. Þeir eru báðir atvinnumenn í fótbolta og hafa báðir spilað með franska landsliðinu. Marcus Thuram er fæddur 1997 og spilar með Inter Milan. Hann hefur orðið ítalskur og spilaði úrslitaleik á heimsmeistaramótinu 2022 með Frakklandi. Kephren Thuram er fæddur 2001 og spilar sem miðjumaður fyrir Juventus. Móðir þeirra og fyrrverandi eiginkona Lilian heitir Sandra Thuram.
== Tilvísanir ==
{{f|1972}}
[[Flokkur:Franskir knattspyrnumenn]]
6zo6v2nniyi3t73taa0amj6818ucyju
1888452
1888451
2024-11-19T16:05:00Z
Berserkur
10188
1888452
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Manif pro mariage LGBT 27012013 15.jpg|thumb|313x313dp|Lilian Thuram í kröfugöngu til stuðnings hjónabandi samkynhneigðra árið 2013.]]
'''Ruddy Lilian Thuram-Ulien ''' (1. janúar 1972) er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakklands]] í fótbolta. Thuram er þekktur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og er yfirlýstur andstæðingur [[Kynþáttahatur|kynþáttahaturs]] og stuðningsmaður réttinda [[Samkynhneigð|samkynhneigðra]].[https://www.strath.ac.uk/whystrathclyde/honorarydegrees/meetourhonorarygraduates/lilianthuram/] Thuram spilaði sem miðvörður og bakvörður meðal annars hjá stórliðum eins og [[Parma Calcio 1913|Parma]], [[Juventus FC|Juventus]], [[AS Monaco FC|Monaco]] og [[FC Barcelona|Barcelona]]. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Frakklands með 155 leiki. Thuram var sá leikjahæsti þar til 2022 þegar [[Hugo Lloris]] sló metið.[https://www.sportskeeda.com/player/lilian-thuram]
== Knattspyrnuferill ==
Thuram var í landsliði Frakklands sem vann [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998|heimsmeistaramótið árið 1998]] og [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 2000|Evrópumótið árið 2000]]. Hann hefur orðið ítalskur meistari tvisvar með Juventus, vann [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópudeildina]] með Parma auk þess að verða bikarmeistari á [[Ítalía|Ítalíu]], [[Frakkland|Frakklandi]] og [[Spánn|Spáni]].
Árið 1997 var hann valinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi.
== Fjölskylduhagir ==
Lilan Thuram á tvo syni sem heita [[Marcus Thuram|Marcus]] og [[Khépren Thuram]]. Þeir eru báðir atvinnumenn í fótbolta og hafa báðir spilað með franska landsliðinu. Marcus Thuram er fæddur 1997 og spilar með Inter Milan. Hann hefur orðið ítalskur og spilaði úrslitaleik á heimsmeistaramótinu 2022 með Frakklandi. Kephren Thuram er fæddur 2001 og spilar sem miðjumaður fyrir Juventus. Móðir þeirra og fyrrverandi eiginkona Lilian heitir Sandra Thuram.
== Tilvísanir ==
{{f|1972}}
[[Flokkur:Franskir knattspyrnumenn]]
9zirggyy1p8fiegjke5g20ko3amaq7u
1888457
1888452
2024-11-19T18:44:46Z
Alvaldi
71791
Merkja grein með sniði um að engar heimildir séu að finna í henni.
1888457
wikitext
text/x-wiki
{{engar heimildir}}
[[Mynd:Manif pro mariage LGBT 27012013 15.jpg|thumb|313x313dp|Lilian Thuram í kröfugöngu til stuðnings hjónabandi samkynhneigðra árið 2013.]]
'''Ruddy Lilian Thuram-Ulien ''' (1. janúar 1972) er fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður [[Franska karlalandsliðið í knattspyrnu|Frakklands]] í fótbolta. Thuram er þekktur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar og er yfirlýstur andstæðingur [[Kynþáttahatur|kynþáttahaturs]] og stuðningsmaður réttinda [[Samkynhneigð|samkynhneigðra]].[https://www.strath.ac.uk/whystrathclyde/honorarydegrees/meetourhonorarygraduates/lilianthuram/] Thuram spilaði sem miðvörður og bakvörður meðal annars hjá stórliðum eins og [[Parma Calcio 1913|Parma]], [[Juventus FC|Juventus]], [[AS Monaco FC|Monaco]] og [[FC Barcelona|Barcelona]]. Hann er einn leikjahæsti leikmaður Frakklands með 155 leiki. Thuram var sá leikjahæsti þar til 2022 þegar [[Hugo Lloris]] sló metið.[https://www.sportskeeda.com/player/lilian-thuram]
== Knattspyrnuferill ==
Thuram var í landsliði Frakklands sem vann [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998|heimsmeistaramótið árið 1998]] og [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 2000|Evrópumótið árið 2000]]. Hann hefur orðið ítalskur meistari tvisvar með Juventus, vann [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópudeildina]] með Parma auk þess að verða bikarmeistari á [[Ítalía|Ítalíu]], [[Frakkland|Frakklandi]] og [[Spánn|Spáni]].
Árið 1997 var hann valinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi.
== Fjölskylduhagir ==
Lilan Thuram á tvo syni sem heita [[Marcus Thuram|Marcus]] og [[Khépren Thuram]]. Þeir eru báðir atvinnumenn í fótbolta og hafa báðir spilað með franska landsliðinu. Marcus Thuram er fæddur 1997 og spilar með Inter Milan. Hann hefur orðið ítalskur og spilaði úrslitaleik á heimsmeistaramótinu 2022 með Frakklandi. Kephren Thuram er fæddur 2001 og spilar sem miðjumaður fyrir Juventus. Móðir þeirra og fyrrverandi eiginkona Lilian heitir Sandra Thuram.
== Tilvísanir ==
{{f|1972}}
[[Flokkur:Franskir knattspyrnumenn]]
gorp0gyp3zud1xq178p1rfbcresfb4g
El clásico
0
183602
1888442
2024-11-19T13:42:03Z
Berserkur
10188
Berserkur færði [[El clásico]] á [[El Clásico]]
1888442
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[El Clásico]]
qcwsv1msb3kmpfm58iqxggtsvougaw8
Flokkur:Stöðuvötn í Alberta
14
183604
1888511
2024-11-20T11:53:36Z
Berserkur
10188
Bjó til síðu með „[[Flokkur:Alberta]] [[Flokkur:Stöðuvötn í Kanada]]“
1888511
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Alberta]]
[[Flokkur:Stöðuvötn í Kanada]]
jj2yrs7gkbt5v1b6hmi1ua5yyb1lnx0