Wikipedia iswiki https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a MediaWiki 1.44.0-wmf.5 first-letter Miðill Kerfissíða Spjall Notandi Notandaspjall Wikipedia Wikipediaspjall Mynd Myndaspjall Melding Meldingarspjall Snið Sniðaspjall Hjálp Hjálparspjall Flokkur Flokkaspjall Gátt Gáttaspjall TimedText TimedText talk Module Module talk Frumvarp 0 1634 1890094 1696236 2024-12-03T22:11:03Z 85.220.62.127 1890094 wikitext text/x-wiki '''Frumvarp''' í [[lög|lagalegum]] skilningi er skjal sem inniheldur tillögur að breytingum á heildarlöggjöfinni og er flutt á lagalegu [[þing]]i. Frumvörp geta snúist um það að breyta einu orði í ákveðnum lögum upp í að breyta heilum lagaköflum (ef frumvarpið er svokallaður [[bandormur (lög)|bandormur]]) eða að setja ný lög frá grunni og/eða að fella út áður samþykkt lög. Í íslensku orðabókinni stendur: ,,Tillaga til formlegrar breytingar á fyrri ákvæðum eða til nýrra laga, reglna eða stefnumótunar.'' Frumvarp er stjórnarfrumvarp ef [[ráðherra]] sem málið heyrir undir flytur það, annars er það þingmannafrumvarp. Einstaka sinnum er frumvarp flutt af [[þingnefnd]]. == Ferli frumvarpa á [[Alþingi]] == Allir [[þingmaður|þingmenn]], [[ráðherra]]r og [[forseti Íslands]] mega flytja lagafrumvarp og er þetta tryggt með 25. og 38. grein [[stjórnarskrá Íslands|stjórnarskrárinnar]]. Við umræður má flutningsmaður ekki taka til máls oftar en þrisvar sinnum en aðrir ekki oftar en tvisvar. Engar skorður eru þó á því hversu oft [[ráðherra]] sem málið fellur undir má taka til máls. === Fyrsta umræða frumvarps === Fyrst fjallar flutningsmaður stutt um málið og eftir það fer af stað almenn umræða. Ekki má hefja 1. umræðu fyrr en liðnar eru a.m.k. 2 nætur frá útbýtingu frumvarpsins nema þingið samþykki fyrst með [[aukinn meirihluti|auknum meirihluta]] [[afbrigði frá þingsköpum]], sem leyfi það. Þegar 1. umræðu er lokið fer málið til þeirrar [[þingnefnd|nefndar]] sem frumvarpið fellur undir eða til [[Allsherjarnefnd Alþingis|Allsherjarnefndar]] ef það snertir margar nefndir. Einnig kemur þó til greina að frumvarpinu sé vísað frá eftir 1. umræðu. Nefnd sem hefur frumvarp til umræðu getur flutt það til annarrar nefndar ef hún telur að það tilheyri henni frekar og þarf þá samþykki beggja nefnda að liggja fyrir. Nefndin skilar síðan nefndaráliti og breytingartillögu ef hún telur þörf á því. === Önnur umræða frumvarps === Umræðan byrjar á því að flutningsmaður frumvarps ræðir nánar um frumvarpið. Mælendur hafa eins langan tíma og þeir þurfa til að skila sínu áliti auk þess sem að rætt er nánar um einstaka hluta þess. Ef breytingartillögur hafa verið gerðar, þá eru greidd atkvæði um þær og eru því næst greidd atkvæði um einstakar greinar frumvarpsins eins og það stendur eftir samþykktar breytingar. Nú er hægt er að vísa frumvarpinu aftur til nefndar ef þörf er á eða jafnvel að vísa því frá. === Þriðja umræða frumvarps === Rætt er um frumvarpið á ný í heild sinni. Eftir hana eru greidd atkvæði um breytingartillögur ef þær hafa verið gerðar. Að lokum eru greidd atkvæði um frumvarpið í heild sinni eins og það stendur eftir samþykktar breytingar. Þó er hægt að fresta 3. umræðu áður en kemur til lokaatkvæðagreiðslu og vísa frumvarpinu aftur til nefndar. Þá má gera nýjar breytingatillögur og 3. umræða getur þannig í raun skipst í nokkrar umræður. Allar atkvæðagreiðslur eru opinberar nema umræður hafi verið gerðar óopinberar. Ef frumvarp er fellt, þá má ekki flytja það óbreytt aftur á sama þingi. Ef það er samþykkt, þá er það sent sem lög til [[Forseti Íslands|forseta Íslands]] til undirritunar eða synjunar. Lög taka ekki gildi fyrr en þau hafa verið birt í [[Stjórnartíðindi|Stjórnartíðindum]]. === Atkvæðagreiðslur === Atkvæði eru oftast greidd með rafeindabúnaði. [[Þingforseti]] gefur hljóðmerki sem heyrist um allt [[Alþingishúsið|þinghúsið]] og lætur þannig vita af atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan er ekki gild nema að minnsta kosti helmingur [[þingmenn|þingmanna]] sé viðstaddur hana. Eingöngu er hægt að greiða atkvæði með eða á móti eða velja um að sitja hjá en eingöngu fyrri möguleikarnir tveir eru teknir gildir við talningu atkvæða. Ef að atkvæði með og móti frumvarpinu eru jafn mörg, þá fellur frumvarpið á jöfnum atkvæðum og öðlast ekki lagalegt gildi. Atkvæðagreiðslan má líka fara þannig fram að þingmenn tjái afstöðu sína með því að rétta upp hönd og einnig geta þingmenn líka krafist þess að atkvæði séu gerð með nafnakalli og spyr þá þingforseti hvern og einn þingmann hvort hann sé með eða á móti. Þingmenn geta líka komið upp í ræðustól og gert grein fyrir atkvæði sínu. Þingforseti getur líka lagt til að mál sé samþykkt án atkvæðagreiðslu ef að enginn þingmaður mótmælir. Allar niðurstöður eru birtar í [[Alþingistíðindi|Alþingistíðindum]]. Þingmál má leggja undir atkvæði án þess að fara í gegnum umræður, tveir þriðju fundarmanna verða að samþykkja þá tillögu ef hún á fram að ganga. === Frumvörp um breytingu á stjórnarskránni === Sérstakar reglur gilda um frumvörp um breytingu eða viðauka á stjórnskipunarlögum. Ferlið sem lýst er hér að ofan er framkvæmt tvisvar. Fyrra skiptið má framkvæma hvenær sem er og skal rætt um frumvarpið í 3 umræður en það fer ekki fyrir forseta ef það er samþykkt í atkvæðagreiðslu, heldur skal rjúfa þing og boða til nýrra [[Alþingiskosningar|Alþingiskosninga]]. Nýkjörið þing ræðir um það aftur undir nýrri stjórn (eða sömu ef úrslit eru þannig). Frumvarpið fer ekki fyrir neina fastanefnd, heldur skal skipuð sérnefnd til að fjalla um málið. Í seinna skiptið sem frumvarpsferlið hefst skal rætt um frumvarpið í aðrar 3 umræður. Ef frumvarpið er samþykkt í seinna skiptið óbreytt og með 2/3 hluta atkvæða að baki sér í bæði skiptin, þá skal það lagt fyrir forseta. == Heimildir == *[http://www.alþingi.is Alþingisvefurinn] *Þingsköp Alþingis 1993, [http://www.althingi.is/vefur/skrifstofa.html Skrifstofa Alþingis] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040803030805/http://www.althingi.is/vefur/skrifstofa.html |date=2004-08-03 }}, Reykjavík 1993 [[zh-tw:法學]] [[Flokkur:Lagahugtök]] [[en:Act of Parliament]] [[eo:Juro]] [[ja:法律]] [[nds:Juristeree]] [[sl:Kazensko pravo]] [[uk:Закон]] nkmeix38r9omaugve1rv6xut8eyj16f Færeyjar 0 4314 1890097 1874588 2024-12-03T22:21:00Z 85.220.62.127 1890097 wikitext text/x-wiki {{Land | nafn_á_frummáli = Føroyar | nafn_í_eignarfalli = Færeyja | fáni = Flag_of_the_Faroe_Islands.svg | skjaldarmerki = Coat of arms of the Faroe Islands.svg | staðsetningarkort = Europe-Faroe_Islands.svg | þjóðsöngur = [[Tú alfagra land mítt]] | tungumál = [[Færeyska]] | höfuðborg = [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] | staða = Dönsk hjálenda | atburður1 = Sameining við Noreg | dagsetning1 = 1035 | atburður2 = Flutningur til Danmerkur | dagsetning2 = 14. janúar 1814 | atburður3 = Heimastjórn | dagsetning3 = 1. apríl 1948 | stjórnarfar = [[Heimastjórn]] | titill_leiðtoga1 = [[Danakonungur|Konungur]] | titill_leiðtoga2 = [[Lögmaður Færeyja|Lögmaður]] | nafn_leiðtoga1 = [[Friðrik 10. Danakonungur|Friðrik 10.]] | nafn_leiðtoga2 = [[Aksel V. Johannesen]] | flatarmál=1.399 | hlutfall_vatns = 0,5 | fólksfjöldi = 54.601 | mannfjöldaár = 2023 | mannfjöldasæti = 214 | íbúar_á_ferkílómetra = 37 | VLF_ár = 2017 | VLF = 2,83 | VLF_sæti = 179 | VLF_á_mann = 54.833 | VÞL_ár = 2008 | VÞL = 0.950 | gjaldmiðill = [[Færeysk króna]] (DKK) | tímabelti = [[UTC]] (+1 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]]) | tld = fo | símakóði = 298 }} [[Mynd:Map of the Faroe Islands en.svg|thumb|Kort.]] '''Færeyjar''' eru [[eyjaklasi|eyjaklasi]] í Norður-[[Atlantshaf]]i á milli [[Skotland]]s og [[Ísland]]s. Eyjarnar eru 18 talsins, og eru allar í byggð nema tvær, [[Koltur]] og [[Lítla Dímun]]. Mjög fámennt er þó á sumum þeirra. Eyjarnar eru hluti af [[Danmörk]]u, en hafa [[heimastjórn]] í eigin málum. Eyjarnar eru þannig ekki hluti af [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] líkt og Danmörk. Tungumál eyjanna, [[færeyska]], er náskylt [[íslenska|íslensku]]. Færeyjar eru staðsettar um 300 km frá [[Bretland]]i ([[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandseyjum]]), um 500 km frá [[Ísland]]i og um 600 km frá [[Noregur|Noregi]]. Þær ná yfir um 1400 km² og þar búa um 55 þúsund manns (m.v. 2023).<ref>{{cite web |title=Population {{!}} Statistics Faroe Islands |url=https://hagstova.fo/en/population/population/population-0 |access-date=2023-12-12 |website=hagstova.fo}}</ref> [[Höfuðborg|Höfuðstaður]] Færeyja er [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] á [[Straumey]] en í því sveitarfélagi búa alls um 20 þúsund manns. Landslag eyjanna einkennist af háum klettum sem ganga í sjó fram og litlu undirlendi. Veðurfar er rakt og vindasamt, en vegna áhrifa [[Golfstraumurinn|Golfstraumsins]] er mun hlýrra þar en víða annars staðar á sömu breiddargráðu. Meðalhiti er um 5˚ á vetrum og 12˚ á sumrin.<ref>{{cite web |date=19 December 2018 |title=The unpredictable Faroe Islands weather |url=https://www.guidetofaroeislands.fo/travel-information/the-weather-in-the-faroe-islands |website=Guide to Faroe Islands}}</ref> Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti; [[Noregur|norskir]] sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og [[Írland]]i, af norrænum og gelískum uppruna. Samkvæmt ''[[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]]'' og ritum írska munksins [[Dicuilus]]ar byggðust eyjarnar snemma á 9. öld.<ref>{{Cite web |title=Viking history : 825 – Grímur Kamban arrived at Faroe islands |url=https://vikinghistorytales.blogspot.com/2013/10/825-peace.html |access-date=2023-12-12 |website=Viking history}}</ref><ref>{{Cite journal |last=Dahl |first=Sverri |date=1970 |title=The Norse Settlement Of The Faroe Islands |url=https://archaeologydataservice.ac.uk/archiveDS/archiveDownload?t=arch-769-1/dissemination/pdf/vol14/14_060_073.pdf |journal=Medieval Archaeology |volume=14 |pages=60–62 |doi=10.1080/00766097.1970.11735326 |via=Archaeology Data Service | issn=0076-6097 }}</ref> [[Sigmundur Brestisson]] kristnaði eyjarnar og í kjölfarið urðu þær hluti af ríki [[Noregskonungar|Noregskonunga]] snemma á 11. öld. Eftir upplausn [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandsins]] 1523 voru eyjarnar hluti af [[Danaveldi]]. Árið 1538 var [[lúterstrú]] tekin upp í Færeyjum. Notkun færeysku var bönnuð í skólum, kirkjum og stjórnsýslu og færeyska hætti að vera til sem ritmál. Á 19. öld átti [[Venceslaus Ulricus Hammershaimb]] þátt í endurreisn færeysks ritmáls og smám saman tók hún við af dönsku sem kirkjumál og menntamál á fyrri helmingi 20. aldar. Bretar [[hernám Færeyja|hernámu Færeyjar]] í [[síðari heimsstyrjöld]], en létu íbúa að mestu um að stjórn eyjanna. Eftir stríðið var haldin [[þjóðaratkvæðagreiðslan í Færeyjum 1946|þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði]] þar sem naumur meirihluti var samþykkur. [[Kristján 10.]] ógilti niðurstöðuna, en eftir nokkrar samningaviðræður fengu Færeyingar heimastjórn 1948.<ref>{{cite web |title=The Faroe Islands |url=https://denmark.dk/people-and-culture/the-faroe-islands |access-date=28 December 2020 |publisher=Ministry of Foreign Affairs of Denmark |quote=Home Rule was established in 1948 [...] |df=dmy-all}}</ref> Færeyjar tilheyra Danmörku og hafa notið umtalsverðra fjárstyrkja þaðan. Æðsti maður færeysku heimastjórnarinnar er titlaður [[Lögmaður Færeyja|lögmaður]]. Þjóðþing Færeyinga er kallað [[Færeyska lögþingið|Løgtingið]] og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á [[þjóðþing Danmerkur|Folketinget]], þjóðþingi Dana. Færeyingar fara sjálfir með stjórn eigin mála, að undanskildum varnarmálum, löggæslu, æðsta dómsvaldi og gjaldmiðilsmálum. Færeyingar fara með eigin utanríkismál að hluta í samstarfi við Danmörku.<ref>{{cite web |title=Lov om de færøske myndigheders overtagelse af sager og sagsområder (Also called: Overtagelsesloven) |url=https://www.retsinformation.dk/Forms/R0710.aspx?id=20991 |website=Retsinformation.dk |language=da}}</ref> Þar sem Færeyjar eru ekki hluti af sama tollasvæði og Danmörk, hafa eyjarnar vald til að gera eigin verslunarsamninga við önnur ríki, eins og [[Hoyvíkursamningurinn|Hoyvíkursamninginn]] við Ísland. Í [[Norðurlandaráð]]i eru Færeyingar hluti af dönsku nefndinni. Færeyjar senda sitt eigið landslið á mót í sumum íþróttagreinum. Einn Færeyingur, [[Niels Ryberg Finsen]], hefur unnið Nóbelsverðlaun, þannig að eyjarnar eru það land heims sem á flesta Nóbelsverðlaunahafa miðað við höfðatölu. [[Sjálfstæðisbarátta Færeyinga]] hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta [[20. öldin|20. aldarinnar]] en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku. Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru [[fiskveiðar]] og [[fiskvinnsla]], sem eru ástæða þess að eyjarnar kusu að standa utan við Evrópusambandið þegar Danmörk gekk í það árið 1973. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Í kringum aldamótin 2000 bundu Færeyingar vonir við að hægt væri að finna [[olíulind]]ir á hafsvæðinu við eyjarnar, en síðustu olíuleitarfyrirtækin hættu störfum þar árið 2015.<ref>{{vefheimild|höfundur=Pierre-Henry Deshayes|titill=Oil in the Faroe Islands: Mirage or Miracle?|dags=20. júní 2018|vefsíða=Phys.org|url=https://phys.org/news/2018-06-oil-faroe-islands-mirage-miracle.html}}</ref> == Heiti == Færeyjar nefnast ''Føroyar'' á nútímafæreysku. ''Oyar'' er fleirtala af eldri orðmynd fyrir orðið [[eyja]] (sem er ''oyggj'' í nútímafæreysku) og ''før'' er almennt talið dregið af fornnorræna orðinu yfir [[sauðfé|fé]]. Norski fornfræðingurinn [[Anton Wilhelm Brøgger]] kom fyrstur með þá tilgátu að nafnið kynni að vera dregið af keltneska orðinu ''fereann'' („land“, „ríki“), en viðurkenndi jafnframt að það gæti aldrei orðið nema tilgáta.<ref>{{cite journal|author=Kruse, A.|year=2011|title=Fair Isle|journal=Northern Studies|volume=42|pages=17-40}}</ref> Í bókinni ''Liber de Mensura Orbis Terrae'' frá 825 nefnir írski munkurinn [[Dicuilus]] eyjar í um tveggja sólarhringa fjarlægð norður frá Bretlandseyjum þar sem væri mikið af sjófugli og sauðfé, en nefnir eyjarnar ekki.<ref>{{cite journal|author=Skårup, P.|year=2009|title=Dicuil um Føroyar/Dicuil about the Faroe Islands|journal=Fróðskaparrit|pages=5-10}}</ref> Elsta ritið þar sem nafnið kemur fram er á [[Hereford-heimskortið|Hereford-heimskortinu]] frá 1280 þar sem þær eru merktar inn sem ''farei''. ''[[Færeyinga saga]]'' er talin skrifuð á 13. öld en er aðeins til sem brot í handritum ''[[Ólafs saga helga|Ólafs sögu]]''. Þar eru engar sagnir um uppruna nafnsins. == Saga == {{Aðalgrein|Saga Færeyja|Færeyinga saga}} Talið er að [[einsetumaður|einsetumenn]] og [[munkur|munkar]] frá [[Skotland]]i eða [[Írland]]i hafi sest að í Færeyjum á [[6. öld]] og líklega flutt þangað með sér [[sauðfé]] og [[geit]]ur.<ref>{{vefheimild|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/landnam-i-faereyjum-fyrir-vikingaold|vefsíða=RÚV|titill=Landnám í Færeyjum fyrir víkingaöld|dags=12.9.2011}}</ref> Norrænir menn komu svo til eyjanna um 800 og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] fullbyggðust eyjarnar seint á [[9. öld]] þegar norskir menn hröktust þangað undan [[Haraldur hárfagri|Haraldi hárfagra]]. Fyrsti [[landnámsmaður]] Færeyja var að sögn [[Grímur kamban]].<ref name="saga">{{vefheimild|url=http://www.snerpa.is/net/isl/fsaga.htm|titill=Færeyinga saga|vefsíða=Snerpa}}</ref> Hann á að hafa búið í [[Funningur|Funningi]] á [[Eysturoy]]. Viðurnefnið er [[Keltneskar þjóðir|keltneskt]] og bendir til tengsla við [[Bretlandseyjar]]. === Færeyjar á fyrri öldum === Í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] segir svo frá kristnitöku í Færeyjum að höfðinginn [[Sigmundur Brestisson]] hafi hrakist undan óvinum sínum til [[Noregur|Noregs]] í lok [[10. öldin|10. aldar]]. Þar tók hann kristna trú og var fól [[Ólafur Tryggvason|Ólafur konungur Tryggvason]] honum að kristna Færeyinga, sem hann og gerði. Helsti andstæðingur hans var [[Þrándur í Götu]] og féll Sigmundur að lokum fyrir honum.<ref name="saga" /> Þrándur var leiðtogi Færeyinga næstu áratugina en hann dó um 1035 og varð Leifur Össurarson þá helsti höfðingi Færeyinga og gerðist lénsmaður Noregskonungs. Hefur verið miðað við að víkingaöld í Færeyjum hafi lokið það ár og eyjarnar komist undir yfirráð Noregskonungs. Hélst sú skipan til 1380, þegar Noregur komst undir [[Danmörk]]u í [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandinu]]. Alla tíð síðan hafa Færeyjar verið undir danskri stjórn. Árið 1274 varð [[Lögmaður Færeyja|lögmaðurinn]] konunglegur embættismaður en hafði áður verið valinn af landsmönnum á þingi. [[Mynd:Faroe map 1673 by lucas debes.png|thumb|left|Kort af Færeyjum frá 1673.]] [[Biskup]]ssetur var stofnað í Færeyjum, líklega um eða upp úr 1100, því vitað er að Ormur, sem var biskup eyjanna 1139, var sá fjórði í röðinni og líklega sá fyrsti sem sat í [[Kirkjubær (Færeyjum)|Kirkjubæ]]. [[Erlendur biskup|Erlendur]] var biskup Færeyja 1269–1308 og í hans tíð var [[Sauðabréfið]] skrifað, elsta skjal sem varðveitt er frá Færeyjum. Hann hóf líka byggingu [[Múrinn í Kirkjubæ|Magnúsarkirkjunnar]] í Kirkjubæ. Annars er fremur fátt vitað um biskupa Færeyinga í kaþólskri tíð. [[Siðaskipti]] urðu á eyjunum 1538 og biskupinn sem þá tók við varð eini [[Evangelísk-lúthersk kirkja|lútherski]] Færeyjabiskupinn um langa hríð, því að embættið var fljótlega lagt niður og eyjarnar lagðar fyrst undir biskupinn í [[Björgvin]] og frá 1620 undir [[Sjálandsbiskup]]. Embætti Færeyjabiskups komst ekki á að nýju fyrr en 1963.<ref>{{cite web |url=http://nesforn.weebly.com/dansk.html |title=Á heimasíðu Fornminnisfelagsins og Bygdarsavnsins í Nes Kommunu, skoðað 13. apríl 2011. |access-date=2011-04-14 |archive-date=2016-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160305153234/http://nesforn.weebly.com/dansk.html |url-status=dead }}</ref> [[Sjóræningi|Sjóræningjar]] frá [[Alsír]], líklega þeir sömu og rændu á Íslandi, frömdu Tyrkjarán í [[Hvalbær|Hvalbæ]] 1629, drápu sex og rændu yfir þrjátíu konum og börnum og seldu í [[Þrælahald|þrældóm]]. [[England|Ensk]], [[Holland|hollensk]] og [[Þýskaland|þýsk]] skip gerðu iðulega [[strandhögg]] á eyjunum en [[Magnús Heinason]] barðist gegn þeim af miklu kappi um 1580 og eftir það varð mun friðvænlegra. Verslunin fluttist svo frá Björgvin til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] snemma á [[17. öld]]. Árið 1655 hófst tímabil það sem nefnt hefur verið [[Gablatíðin]], þegar Daninn [[Christoffer Gabel]] fékk Færeyjar að léni, og er það almennt talið erfiðasti tíminn í sögu Færeyja. Einn helsti andstæðingur hans var presturinn [[Lucas Debes]], sem leiddi sendinefnd sem hélt til Kaupmannahafnar 1673 til að kvarta yfir Gabel, sem lést sama ár. Sonur hans tók þó við og Gablatíðin er talin standa til 1709.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=922128 Búreisingur. 2. tbl.1902.]</ref> === Þjóðernisvakning === Þegar Danir misstu yfirráð yfir Noregi í [[friðarsamningarnir í Kiel|friðarsamningunum í Kiel]] 1814 héldu þeir Færeyjum, [[Grænland]]i og [[Ísland]]i áfram þótt þessi lönd hefðu heyrt undir Noregskonung. Árið 1816 ákvað danska stjórnin að leggja niður færeyska lögþingið og embætti [[Lögmaður Færeyja|lögmanns]] og gera eyjarnar að [[amt]]i í Danmörku.<ref>{{cite journal|journal=Tíminn|date=27.9.1946|author=Ólafur Gunnarsson|title=Þættir úr sögu Færeyja|pp=2|url=https://timarit.is/page/1003565}}</ref> Á svipuðum tíma hófst þó barátta fyrir framförum í Færeyjum og var skáldið, bóndinn og skipasmiðurinn [[Nólseyjar-Páll]] þar í fararbrjósti. Hann barðist gegn [[einokun]]arversluninni, sem lengi hafði verið í Færeyjum, smíðaði sér sjálfur skip og sigldi á því til Danmerkur og Englands og keypti varning í trássi við yfirvöld. Páll, sem er ein helsta þjóðhetja Færeyinga, fórst á heimleið frá Englandi veturinn 1808–1809.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1001275 Nólseyjar-Páls þáttur. Tíminn, 16. október 1943.]</ref> Einokunarverslunin var loks afnumin 1856 og lögþingið endurreist 1852. Frá 1851 áttu Færeyingar tvo fulltrúa á danska þinginu. [[Þjóðernisvitund|Þjóðernisvakning]] hófst 1888 með stofnun [[Føroyingafelagið|Føroyingafelagsins]] og snerist í upphafi fyrst og fremst um að varðveita [[færeyska|færeyska tungu]] og menningu en síðar fór hún að beinast meira að [[stjórnmál]]um og stjórnmálaflokkar urðu til. Deilan um tungumálið harðnaði þegar danska stjórnin ákvað árið 1912, að undirlagi [[Sambandsflokkurinn|Sambandsflokksins,]] að kennsla í færeyskum skólum skyldi fara fram á [[danska|dönsku]]. Því var þó breytt aftur árið 1938. Einn helsti leiðtogi þjóðernisvakningarinnar var kóngsbóndinn [[Jóannes Patursson]].<ref>{{cite journal|journal=Tíminn|date=31.3.1928|title=Jóannes Patursson og sjálfstæðisbarátta Færeyinga|pp=1-2|volume=12|number=18|url=https://timarit.is/page/995673}}</ref> === Heimastjórn === [[Bretland|Bretar]] hernámu Færeyjar 12. apríl 1940 og stóð [[hernám Færeyja|hernámið]] til stríðsloka. Efnahagur Færeyinga batnaði mjög í stríðinu vegna fisksölu til Bretlands og sigldu þeir þá undir eigin fána, sem þeir höfðu ekki getað áður. Þegar stríðinu lauk tóku Danir aftur við en sjálfstæðishreyfingunni hafði vaxið fiskur um hrygg. Færeyingar gátu hins vegar ekki komið sér saman um hvað þeir vildu sjálfir. Árið 1946 var haldin [[Þjóðaratkvæðagreiðslan í Færeyjum 1946|þjóðaratkvæðagreiðsla]] þar sem Færeyingar kusu um framtíðarfyrirkomulag sambandsins við Danmörku. Þeir samþykktu með mjög naumum meirihluta að lýsa yfir [[sjálfstæði]] en danska stjórnin hafnaði því og boðaði til kosninga þar sem andstæðingar sjálfstæðisyfirlýsingar náðu meirihluta svo að ekkert var gert með hana. Í kjölfarið, árið 1948, fengu Færeyingar [[heimastjórn]] og yfirráð yfir eigin málum að flestu leyti, en [[Stjórnarskrá Danmerkur|danska stjórnarskráin]] frá 1953 hefur þó aldrei verið samþykkt í Færeyjum enda er í henni raunar hvergi minnst á eyjarnar.<ref name="autonomy" /> Þegar Danir gengu í [[Evrópusambandið]] 1973 ákváðu Færeyingar að standa fyrir utan það. Alvarleg [[efnahagskreppa]] var í Færeyjum upp úr 1990 eftir mikinn uppgang á [[1981-1990|níunda áratugnum]] og um 15% Færeyinga fluttu úr landi en eyjarnar náðu þó að rétta úr kútnum. Stuðningur við sjálfstæði hefur farið vaxandi í Færeyjum á síðari árum og meirihluti Dana vill losna úr ríkjasambandinu en mörg mál eru þó óleyst. Færeyjar fá enn töluverðan fjárstuðning frá Danmörku og margir Færeyingar telja ríkjasambandið nauðsynlega tryggingu vegna þess hve einhæft atvinnulíf eyjanna er.<ref name="autonomy">{{cite journal|journal=Morgunblaðið|url=https://timarit.is/page/3400842|title=Sjálfstæðisbarátta Færeyinga|date=15.7.2001|pp=22-23|author=Hjörtur Smárason|number=159}}</ref> Færeyingar skipuðu stjórnlaganefnd til að semja drög að [[stjórnarskrá Færeyja]] árið 2006, en ekki hefur náðst samstaða um hvaða texta skuli leggja fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.<ref>{{vefheimild|url=https://heimildin.is/grein/15088/|höfundur=Þorvaldur Gylfason|dags=1. maí 2022|vefsíða=Heimildin|titill=Eiga Færeyjar að taka sér sjálfstæði?}}</ref> == Landfræði == {{aðalgrein|Landafræði Færeyja}} [[Mynd:Hvalba.jpg|thumb|Þorpið [[Hvalba]] í Færeyjum]] Færeyjar eru í [[Atlantshaf]]i, á milli [[Noregur|Noregs]], [[Ísland]]s og [[Skotland]]s, á um 62°N, 7°V. [[Golfstraumurinn]] leikur um eyjarnar og vetur eru því mildir en sumrin svöl. Meðalhiti áranna 1961–1990 var 3,4&nbsp;°C í janúar en 10,3&nbsp;°C í júlí. Veðurlag er mjög breytilegt á eyjunum og [[loftslag]]ið er rakt og rigningasamt. Meðalúrkoma í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] 1961–1990 var 1.284 mm. Oft er [[þoka]] í eyjunum og þar er vindasamt en mjög snjólétt.<ref>[http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaedi/stadreyndir-um-faereyjar Staðreyndir um Færeyjar hjá www.norden.org, skoðað 11. apríl 2011]</ref> Eyjarnar eru átján talsins og eru samtals 1.396 km². Umhverfis þær eru hólmar, drangar og sker, alls 779 talsins. Svæðið sem eyjarnar liggja á er 113 kílómetrar frá norðri til suðurs og 75 kílómetrar frá austri til vesturs. Samanlögð [[strandlengja]] er 1.289 kílómetrar<ref>[http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaedi/stadreyndir-um-faereyjar Staðreyndir um Færeyjar hjá www.norden.org, skoðað 11. apríl 2011]</ref> og á eyjunum er lengst hægt að komast til vesturs eða austurs um fimm kílómetra frá sjó. Eyjarnar eru úr [[basalt]]i og [[móberg]]i sem myndaðist í [[eldgos]]um og voru sorfnar af jöklum á síðustu [[ísöld]]. Við það mynduðust firðir, sund og dalir. Flest fjöllin á eyjunum eru lág, að meðaltali um 300 metrar; hæstur er [[Slættaratindur]], 882 m. [[Saurvogsvatn]] er stærsta stöðuvatn Færeyja, 3,4 ferkílómetrar. Öll önnur stöðuvötn Færeyja eru um eða undir 1 ferkílómetra. Lítið er um vatnsból en það veldur þó sjaldan erfiðleikum vegna þess hve úrkoma er mikil. Aðeins 2,4% lands í Færeyjum telst ræktanlegt land.<ref>{{cite web |url=https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/fo.html |title=CIA World Factbook |access-date=2011-04-10 |archive-date=2019-05-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190506104321/https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/fo.html |url-status=dead }}</ref> === Gróður og dýralíf === Eyjarnar eru nokkuð vel grónar og er [[gróðurfar]]ið að miklu leyti svipað því sem gerist á Íslandi og á norðanverðum [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Við landnám voru eyjarnar kjarri vaxnar að miklu leyti en nú er afar lítið um trjágróður, nema þar sem innflutt tré hafa verið gróðursett, og eyjarnar eru nú aðallega vaxnar grasi og lyngi en blómskrúð er sums staðar mikið. Fjölskrúðugasta og mesta gróðurinn er að finna á afgirtum svæðum og klettasyllum þar sem sauðfé kemst ekki að. Engin villt [[spendýr]] voru á eyjunum þegar menn komu þangað fyrst en nú eru þar [[rotta|rottur]] og [[húsamús|húsamýs]], sem borist hafa þangað með skipum, og [[snæhéri|snæhérar]], sem þangað voru fluttir frá [[Noregur|Noregi]] árið 1854 og eru nú á meirihluta eyjanna. Færeyski stofninn hefur breytt um lit vegna snjóleysis á eyjunum og er nú brúnn en ekki hvítur. Rottur eru á nokkrum eyjanna og mýs á öðrum en [[Straumey]] er sú eina þar sem báðar tegundirnar eru. Að minnsta kosti tvær deilitegundir músa er að finna á eyjunum og er önnur þeirra kennd við eyjuna [[Mykines]], enda finnst hún eingöngu þar.<ref>{{Cite web |url=http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=57880 |title=Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum? Vísindavefurinn, skoðað 11. apríl 2011 |access-date=2011-04-11 |archive-date=2011-07-19 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110719034032/http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=57880 |url-status=dead }}</ref> Á sumum eyjanna eru engin villt spendýr. Nokkuð er um [[útselur|útsel]] við eyjarnar og hann kæpir þar sums staðar, einkum í sjávarhellum.<ref>[http://www.natur.gl/index.php?id=1013 Gråsæl. Á www.natur.gl, skoðað 13. apríl 2011.]</ref> Ýmsar hvalategundir eru í hafinu kringum eyjarnar og er þar [[grindhvalur]]inn þekktastur. Margar fuglategundir verpa á eyjunum, bæði sjófuglar og aðrir, og meðal þeirra má nefna [[lundi|lunda]], [[álka|álku]], [[langvía|langvíu]], [[teista|teistu]], [[stuttnefja|stuttnefju]], [[fýll|fýl]], sem er algengasti varpfugl eyjanna, og [[Súla (fugl)|súlu]], sem þó verpir aðeins á Mykinesi.<ref>{{Cite web |url=http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=57880 |title=Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum? Vísindavefurinn, skoðað 11. apríl 2011 |access-date=2011-04-11 |archive-date=2011-07-19 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110719034032/http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=57880 |url-status=dead }}</ref> [[Tjaldur]]inn er þjóðarfugl eyjanna og má rekja það til ''Fuglakvæðis'' [[Nólseyjar-Páll|Nólseyjar-Páls]]. === Eyjarnar === Allar eyjarnar eru byggðar nema ein, [[Litla-Dímun]], enda er sú eyja lítil um sig, 0,82 km² og umgirt bröttum hömrum. Á sumum hinna eyjanna eru íbúar þó fáir og hefur fækkað á síðustu áratugum. Stærsta eyjan er [[Straumey]], 372 km². Sunnarlega á henni er höfuðstaðurinn, [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]]. Þar eru um 20.000 íbúar. Eyjarnar eru taldar upp hér á eftir í stafrófsröð. {{col-begin}}{{col-2}} * [[Borðey]] * [[Austurey]] * [[Fugley]] * [[Hestur (Færeyjum)|Hestur]] * [[Karlsey]] * [[Koltur]] * [[Konuey]] * [[Litla-Dímun]] * [[Mykines]] * [[Nólsey]] * [[Sandey (Færeyjum)|Sandey]] * [[Skúfey]] * [[Stóra-Dímun]] * [[Straumey]] * [[Suðurey (Færeyjum)|Suðurey]] * [[Svíney]] * [[Viðey (Færeyjum)|Viðey]] * [[Vogar (Færeyjum)|Vogar]] {{col-2}} {{location map+ |Færeyjar |float=right |width=300|caption= Eyjar í Færeyjum|places= {{location map~ |Færeyjar |lat=62.233333 |long=-6.55 |label=<small>[[Borðey]]|position=bottom}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.216667 |long=-6.883333 |label=[[Austurey]]|position=bottom}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.333333 |long=-6.3 |label=[[Fugley]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.9575 |long=-6.886944 |label=[[Hestur (Færeyjum)|Hestur]]|position=bottom}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.283333 |long=-6.733333 |label=[[Karlsey]]|position=left}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.983333 |long=-6.966667 |label=[[Koltur]]|position=left}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.3 |long=-6.65 |label=[[Konuey]]|position=top}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.633333 |long=-6.7 |label=[[Litla-Dímun]]|position=left}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.1 |long=-7.6 |label=[[Mykines]]|position=left}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.983333 |long=-6.65 |label=[[Nólsey]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.85 |long=-6.783333 |label=[[Sandey (Færeyjum)|Sandey]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.766667 |long=-6.816667 |label=[[Skúfey]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.683333 |long=-6.733333 |label=[[Stóra-Dímun]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.133333 |long=-7.016667 |label=[[Straumey]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=61.533333 |long=-6.85 |label=[[Suðurey (Færeyjum)|Suðurey]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.266667 |long=-6.366667 |label=[[Svíney]]|position=right}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.083333 |long=-7.266667 |label=[[Vogar (Færeyjum)|Vogar]]|position=bottom}} {{location map~ |Færeyjar |lat=62.316667 |long=-6.5 |label=[[Viðey (Færeyjum)|Viðey]]</small>|position=top}}}} {{col-end}} == Stjórnmál == {{aðalgrein|Færeysk stjórnmál}} [[Mynd:Tinganes, Tórshavn 2004.1.jpg|thumb|right|Á [[Þinganes]]i í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] hefur [[Landsstjórn Færeyja|landstjórn Færeyja]] aðsetur.]] [[Mynd:Aksel V Johannesen 2015.JPG|thumb|210px|[[Aksel V. Johannesen]] er núverandi [[lögmaður Færeyja]] og er í Jafnaðarflokknum.]] Frá árinu 1948, þegar [[heimastjórnarlögin 1948|heimastjórnarlögin]] voru sett, hafa Færeyjar haft sjálfsstjórn innan [[Konungsríkið Danmörk|konungsríkisins Danmerkur]]. Eyjarnar hafa eigið löggjafarþing, [[Færeyska lögþingið|Lögþingið]], og eigin fána, en framkvæmdavaldið er í höndum landsstjórnar undir forystu [[Lögmaður Færeyja|lögmanns]]. Nokkrir málaflokkar eru þó enn í höndum Dana, þar á meðal löggæsla og æðsta dómsvald. Frá 1. janúar 2009 hafa Færeyjar skipst í 30 [[Listi yfir sveitarfélög í Færeyjum|sveitarfélög]] sem ná yfir um 120 bæi, þorp og byggðir, en áætlað er að fækka sveitarfélögunum verulega á næstu árum og þau verði á bilinu 7-15. [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] og [[Klakksvík]] eru einu þéttbýlisstaðirnir sem Færeyingar sjálfir telja til bæja. Fimm fjölmennustu þéttbýlisstaðirnir eru Þórshöfn, Klakksvík, [[Heyvík]], [[Argir]] og [[Fuglafjörður]] á Austurey. Bæði Heyvík og Argir eru í raun samvaxnar við Þórshöfn. Eyjarnar skiptast einnig frá fornu fari í sjö [[sýsla|sýslur]], Norðeyjar, Austurey, Norður-Straumey, Suður-Straumey, Voga, Sandey og Suðurey, en sýslurnar eru nú á tímum fyrst og fremst löggæsluumdæmi. Fram til 2008 var hver sýsla [[kjördæmi]] fyrir sig en nú eru Færeyjar allar eitt kjördæmi. Á víkingatímanum hafði hver sýsla sitt eigið vorþing. [[Stjórnarskrá Danmerkur|Danska stjórnarskráin]] hefur verið látin gilda í Færeyjum en hefur þó aldrei verið samþykkt, hvorki í þjóðaratkvæðagreiðslu né á Lögþinginu. Nú er verið að semja [[stjórnarskrá]] handa Færeyingum. Færeyingar fylgdu Dönum ekki í [[Evrópusambandið]] en geta valið hvort þeir vilja hafa færeyskt-danskt [[vegabréf]] eða danskt ESB-vegabréf. Það eru þó aðeins Færeyingar búsettir í Danmörku sem njóta fullra réttinda innan ESB, burtséð frá vegabréfinu. === Núverandi stjórn === Sex stjórnmálaflokkar eiga nú fulltrúa á Lögþinginu og í kosningunum 31. ágúst 2019 urðu úrslitin sem hér segir: {{Kosning |Kjördæmi=Færeyjar |Listar= {{Listi||{{Þjóðveldisflokkurinn}}|6.127|18,1|6|7|–1}} {{Listi||[[Sambandsflokkurinn (Færeyjar)|Sambandsflokkurinn]]|6.834|19,98|7|7|0}} {{Listi||{{Fólkaflokkurinn}}|6.473|18,92|6|8|–2}} {{Listi||{{Jafnaðarflokkurinn}}|9.094|26,58|9|7|+2}} {{Listi||[[Miðflokkurinn (Færeyjar)|Miðflokkurinn]]|2.242|6,55|2|2|±0}} {{Listi||[[Sjálfsstjórnarflokkurinn (Færeyjar)|Sjálfsstjórnarflokkurinn ]]|938|2,74|0|1|–1}} {{Listi||[[Framsókn (Færeyjar)|Framsókn]]|2.571|7,52|3|2|+1}} | Greidd atkvæði=34.356| Fulltrúafjöldi=33| Fyrri fulltrúafjöldi=33| Breyting=0| Kjörsókn=88,05%| }} Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn og Miðflokkurinn mynduðu stjórn að kosningum loknum og var [[Aksel V. Johannesen]] úr Jafnaðarflokknum lögmaður. Í stjórninni sitja fimm karlar og fjórar konur. === Konur í færeyskum stjórnmálum === Fyrsta konan settist á lögþingið árið 1964 og þá sem varamaður en konur voru ekki kjörnar á þingið fyrr en 1978. Fyrsta konan sem tók sæti í landstjórninni var [[Jóngerð Purkhús]] árið 1985 og 1993–1994 varð [[Marita Petersen]] lögmaður Færeyja, fyrst kvenna og sú eina hingað til. Af 33 þingmönnum sem kjörnir voru á lögþingið 2015 voru 11 konur. == Efnahagslíf == {{aðalgrein|Efnahagur Færeyja}} [[Mynd:Sandur harbour.JPG|thumb|left|Togarar í höfninni í Sandi á Sandey.]] Allt fram yfir aldamótin 1900 voru Færeyjar fyrst og fremst [[bændasamfélag]] og [[landbúnaður]] var aðalatvinnan þótt [[fiskveiðar]] og [[fuglatekja]] væru mikilvægar aukabúgreinar. Þótt búskapur sé enn stundaður á eyjunum breyttist þetta með [[Vélbátur|vélbátavæðingu]] og síðar [[togari|togaraútgerð]] og nútíma [[fiskvinnsla|fiskvinnslu]] og nú er [[sjávarútvegur]] helsta tekjulind Færeyinga; þrátt fyrir fámennið voru þeir árið 2003 25. mesta fiskveiðiþjóð heimsins (Ísland var í 11. sæti). Um 10% Færeyinga hafa aðaltekjur sínar af fiskveiðum og fiskvinnslu. [[Fiskeldi]] er líka nokkuð öflug atvinnugrein. [[Sauðfjárrækt]] er enn stunduð í eyjunum þótt mjög hafi dregið úr mikilvægi hennar fyrir efnahaginn og flestir stunda hana aðeins sem [[aukabúgrein]] eða frístundaiðju. Hún er þó enn mikilvægur þáttur í menningu Færeyinga.<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110126183043/www.smugan.is/frettir/frettir/2010/03/nr/2930 Íslenskt fé í Færeyjum. Á www.smugan.is, skoðað 11. apríl 2011]</ref> Árið 2004 veiddu færeysk skip samtals 580.000 tonn af fiski, þar af um helming innan færeysku [[landhelgi]]nnar. Þar af var [[uppsjávarfiskur]] um 400 þúsund tonn. Fiskur er aðalútflutningsvara Færeyinga, um 98% af öllum vöruútflutningi frá eyjunum. Mest er flutt út til [[Bretland]]s og þá til [[Noregur|Noregs]], [[Danmörk|Danmerkur]], [[Frakkland]]s og [[Spánn|Spánar]]. Færeyingar flytja aftur á móti mest inn frá Danmörku og síðan Noregi, [[Þýskaland]]i og [[Svíþjóð]]. 2,4% innflutnings til Færeyja kemur frá [[Ísland]]i (2007).<ref>[http://www.hagstova.fo/portal/page/portal/HAGSTOVAN/Hagstova_Foroya Hagstofa Færeyja]</ref> Þetta þýðir að sjálfsögðu að efnahagur Færeyinga er afar háður fiskveiðum og hætta er á miklum niðursveiflum, bæði vegna aflabrests og verðbreytinga. Þetta kom glöggt í ljós í [[efnahagskreppan í Færeyjum|kreppunni]] sem varð í Færeyjum upp úr 1990 vegna aflabrests og hás olíuverðs. Um miðjan áratuginn var [[atvinnuleysi]] 10-15% og margt ungt fólk flutti úr landi og hefur ekki snúið aftur. Færeyingar horfa því vonaraugum til [[olíuvinnsla|olíuvinnslu]] sem framtíðartekjulindar og nokkur olíufélög hafa fengið heimild til olíuleitar í færeyskri landhelgi en enn hafa ekki fundist olíulindir sem vert þykir að nýta. Atvinnuleysi fer nú vaxandi að nýju og var í febrúar 2011 7,8%.<ref>[http://www.hagstova.fo/portal/page/portal/HAGSTOVAN/Hagstova_Foroya Hagstofa Færeyja]</ref> === Samgöngur === {{aðalgrein|Samgöngur í Færeyjum}} [[Mynd:Faroe Islands, Eysturoy, road from Skipanes to Syðrugøta.jpg|thumb|200px|Vegur á [[Austurey]].]] Eini flugvöllur Færeyja er [[Vogaflugvöllur]] á [[Vogar (Færeyjum)|Vogum]] og stærsta flugfélag í Færeyjum er [[Atlantic Airways]]. Einnig er áætlunarflug með [[þyrla|þyrlum]] milli sumra eyjanna. Bílferjan [[Norræna]] ([[færeyska]]: ''Norröna'') siglir allt árið á milli [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshafnar]] og [[Hanstholm]] á [[Jótland]]i og á sumrin einnig til [[Seyðisfjörður|Seyðisfjarðar]]. Áður hafði Norræna einnig viðkomu í [[Björgvin]] í Noregi og í [[Skotland]]i, ýmist í [[Leirvík (Hjaltlandseyjum)|Leirvík]] eða [[Scrabster]].<ref>{{Cite web |url=http://www.smyrilline.fo/fors%C3%AD%C3%B0a.aspx |title=Heimasíða Smyril Line, skoðuð 13. apríl 2011. |access-date=2011-04-14 |archive-date=2011-04-30 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110430113424/http://www.smyrilline.fo/fors%C3%AD%C3%B0a.aspx |url-status=dead }}</ref> Vegna fjöllótts landslags og smæðar eyjanna var samgöngukerfið lengi vel ekki eins víðtækt og í öðrum löndum. Samgöngur milli eyjanna voru eingöngu með bátum og ferjum og á sumum eyjanna voru vegir lélegir eða jafnvel engir og einu samgöngurnar við sumar byggðirnar voru sjóleiðina. Sú er ekki lengur raunin og miklar framfarir hafa orðið í grunnsamgöngukerfi eyjanna. Jarðgangagerð í Færeyjum hófst snemma á 7. áratug 20. aldar og fyrstu göngin, [[Hvalbæjargöngin]], voru tekin í notkun árið 1963<ref>[http://www.landsverk.fo/Default.asp?sida=674 Søgulig gongd. Á síðu Landsverks, skoðað 13. apríl 2011.]</ref> en fyrstu neðansjávargöngin, [[Vogagöngin]], voru opnuð 10. desember 2002.<ref>{{cite web |url=http://www.landsverk.fo/Default.asp?sida=787 |title=Yvirlit yvir tunlar í Føroyum. Á síðu Landsverks, skoðað 13. apríl 2011. |access-date=2011-04-14 |archive-date=2008-12-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20081229234535/http://www.landsverk.fo/Default.asp?sida=787 |url-status=dead }}</ref> Nú eru alls 19 jarðgöng í eyjunum; lengstu göngin eru [[Norðeyjagöngin]], neðansjávargöng milli [[Borðey]]jar og [[Austurey]]jar, um 6300 metrar.<ref>[http://www.landsverk.fo/Default.asp?sida=714 Kort af jarðgangakerfi Færeyja. Á síðu Landsverks, skoðað 13. apríl 2011.]</ref> Fleiri göng eru í undirbúningi, gröftur er hafinn á [[Austureyjargöngin|Austureyjargöngunum]] Frá Straumey til Austureyjar; rúma 11 kílómetra. Einnig er vinna hafin á [[Sandeyjargöngin|Sandeyjargöngunum]]; göngum frá Straumey til [[Sandey (Færeyjum)|Sandeyjar]] sem verða tæpir 11 km. Hugmyndir eru svo uppi um göng frá Sandey til [[Suðurey]]jar (um 20 km). Tæplega 85% Færeyinga hafa nú beinan aðgang að [[jarðgöng]]um sem tengja eyjarnar auk þess sem sumar eyjanna eru tengdar með [[landfylling]]um eða [[brú]]m. Hraðskreiðar [[ferja|ferjur]] sigla á milli eyjanna í suðri og póstbátar sigla til litlu eyjanna í norðaustri. Engin járnbraut er í Færeyjum en þar er gott [[strætisvagn]]akerfi. Rauðir strætisvagnar aka um Þórshöfn undir nafninu ''Bussleiðin'' og bláir vagnar keyra á milli þorpa og eyja undir nafninu ''Bygdaleiðir''. == Íbúar == {{aðalgrein|Færeyska|Færeysk menning}} [[Mynd:Tórshavn.10.jpg|thumb|right|Þórshöfn.]] [[Mynd:Faroe stamp 048 europe (v u hammershaimb).jpg|thumb|right|V.U. Hammershaimb mótaði færeyska ritmálið.]] Færeyingar eru af norrænum uppruna, líkt og Íslendingar. Talið er að landnámsmenn í Færeyjum hafi ýmist komið beint frá [[Noregur|Noregi]] og öðrum [[Norðurlönd]]um eða úr byggðum norrænna manna á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Færeyingar hafa ekki sjálfstæðan [[ríkisborgararéttur|ríkisborgararétt]], heldur eru þeir danskir ríkisborgarar. Fólk af færeyskum uppruna, búsett í Danmörku, er þó sérstaklega skráð hjá dönsku hagstofunni og samkvæmt upplýsingum hennar bjuggu 22.549 einstaklingar af færeyskum uppruna (fæddir í Færeyjum eða eiga foreldri eða afa eða ömmu fædda í Færeyjum) í Danmörku árið 2006, en það ár voru íbúar Færeyja 48.219. Þann 1. febrúar 2011 voru þeir orðnir 48.565.<ref>[http://www.hagstova.fo/portal/page/portal/HAGSTOVAN/Hagstova_Foroya Hagstofa Færeyja,]</ref> === Fólksfjöldaþróun === {| class="wikitable" ! style="background:#efefef;" | Ár ! style="background:#efefef;" | Íbúafjöldi ! style="background:#efefef;" | Ár ! style="background:#efefef;" | Íbúafjöldi ! style="background:#efefef;" | Ár ! style="background:#efefef;" | Íbúafjöldi |- | 1327 || align="right" | um 4 000 | 1880 || align="right" | 11 220 | 1995 || align="right" | 43 358 |- | 1350 || align="right" | um 2 000 | 1900 || align="right" | 15 230 | 1996 || align="right" | 43 784 |- | 1769 || align="right" | 4 773 | 1911 || align="right" | um 18 800 | 1997 || align="right" | 44 262 |- | 1801 || align="right" | 5 255 | 1925 || align="right" | 22 835 | 2000 || align="right" | 46 196 |- | 1834 || align="right" | 6 928 | 1950 || align="right" | 31 781 | 1999 || align="right" | 45 409 |- | 1840 || align="right" | 7 314 | 1970 || align="right" | um 38 000 | 2002 || align="right" | 47 704 |- | 1845 || align="right" | 7 782 | 1975 || align="right" | 40 441 | 2003 || align="right" | 48 214 |- | 1850 || align="right" | 8 137 | 1985 || align="right" | 45 749 | 2006 || align="right" | 48 219 |- | 1855 || align="right" | 8 651 | 1989 || align="right" | 47 787 | 2011 || align="right" | 48 565 |} === Tungumál === [[Færeyska]] er tungumál sem hefur þróast úr [[fornnorræna|fornnorrænu]] og er náskylt [[íslenska|íslensku]] en hefur þó orðið fyrir mun meiri áhrifum frá [[danska|dönsku]]. Presturinn [[Venceslaus Ulricus Hammershaimb]], sem var góðvinur [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] og varð fyrir áhrifum af honum, mótaði færeyska ritmálið. Hann gaf út fyrstu færeysku [[málfræði]]bókina árið 1854 og samdi stafsetningarreglur. [[Christian Matras]], kunnur færeyskur fræðimaður og prófessor í [[málvísindi|málvísindum]] við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]], samdi fyrstu færeysk-dönsku [[orðabók]]ina ásamt Mads Andreas Jacobsen og kom hún út 1927–1928. Matras varð síðar fyrsti forstöðumaður [[Fróðskaparsetur Føroya|Fróðskaparseturs Føroya]]. Christian Matras vann að útgáfu ýmissa færeyskra handrita, meðal annars mikils safns færeyskra [[danskvæði|danskvæða]]. Hann átti mikinn þátt í að móta færeyskt nútímaritmál. Árið 1998 kom út stór orðabók, ''Føroysk orðabók'', og var aðalritstjóri hennar [[Jóhan Hendrik W. Poulsen]], en bókin var unnin á Fróðskaparsetrinu og byggðist að hluta á seðlasöfnum frá Christian Matras og fleirum.<ref>{{Cite web |url=http://xn--mlfri-xqa2b6e.is/grein.php?id=241 |title=Føroysk orðabók. Á www.málfræði.is, skoðað 11. apríl 2011. |access-date=2011-04-11 |archive-date=2016-03-07 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160307025257/http://xn--mlfri-xqa2b6e.is/grein.php?id=241 |url-status=dead }}</ref> === Trúarlíf === Færeyingar þykja trúræknir; um 79.7% Færeyinga tilheyra [[Evangelísk-lúthersk kirkja|evangelísk-lúthersku]] þjóðkirkjunni ([[Fólkakirkjan]]) og flestir aðrir öðrum kristnum söfnuðum.<ref>[https://statbank.hagstova.fo/pxweb/en/H2/H2__MM__MM03/atrud_prgj.px/ Parishes, 1st January (2000-2019)] Statistics Faroe Islands</ref> Árið 1948 var [[Biblían]] gefin út á færeysku í fyrsta sinn og hafði hún verið þýdd á færeysku úr ýmsum nútímatungumálum. Jacob Dahl og Kristian Osvald Viderø luku við nýja þýðingu úr [[hebreska|hebresku]] og [[gríska|grísku]] árið 1961. Embætti Færeyjabiskups var aflagt skömmu eftir siðaskipti og eftir það var stiftsprófastur æðsti maður kirkjunnar þar. Biskupsembættið var endurreist árið 1963 og á Ólafsvöku 2007 varð færeyska þjóðkirkjan sjálfstæð og ekki lengur undir dönsku kirkjunni. Jógvan Friðriksson var kjörinn fyrsti biskup færeysku þjóðkirkjunnar.<ref>[http://www.kristeligt-dagblad.dk/artikel/265906:Kirke---tro--Faeroeerne-faar-ny-biskop Færøerne får ny biskop. Kristeligt dagblad, 2. nóvember 2007.]</ref> Könnun árið 2018 sýndi að yfir helmingur Færeyinga aðhyllast [[sköpunarhyggja|sköpunarhyggju]], þ. e. að Guð skapaði jörðina fyrir tugþúsund árum.<ref>[http://local.fo/50-faroese-believe-creationism-survey-finds/ Over 50% of Faroe Islanders believe in creationism, survey finds] Local.fo, skoðað 13. apríl, 2018.</ref> === Menntun === Í færeyskum [[Grunnskóli|grunnskólum]] hefur verið kennt á færeysku frá 1938 en einnig fá nemendur kennslu í dönsku og ensku. Vísir að [[framhaldsskóli|framhaldsskóla]] kom þegar árið 1937 en það var ekki fyrr en 1964 sem fyrsti framhaldsskólinn, Føroya Studentaskúli, var settur á laggirnar í [[Hoyvík]] í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] er Føroya Handilsskúli, tækniskóli og sjómanna- og vélskóli. Þar er einnig [[Fróðskaparsetur Føroya]], sem var stofnað 20. maí 1960 og er eini skólinn á háskólastigi. Mjög margir Færeyingar fara þó enn til framhaldsnáms í Danmörku og öðrum löndum. == Menning == === Dansar og kvæði === [[Mynd:Faroese folk dance club from vagar.jpg|thumb|left|Færeyingar í [[Færeyski þjóðbuningurinn|færeyska þjóðbúningnum]].]] Eftir [[siðaskiptin]] í Færeyjum var færeyskri tungu í raun úthýst úr kirkjunni, menningu og stjórnsýslu eyjanna og færeyskt [[ritmál]] var ekki mótað fyrr en um miðja [[19. öld]]. Menningararfurinn varðveittist því fyrst og fremst í munnlegri geymd um 300 ára skeið, bæði sem sögur, ævintýri og ekki síst [[dans]]ar og kvæði. Sum þessara kvæða eru um fornkappa, stundum íslenska, önnur um riddara og rómantík og sum eru skopkvæði um færeyska almúgamenn. Þessi kvæði hafa verið gefin út í stórum kvæðasöfnum.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein id=437904 Færeyskt stórvirki. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 11. apríl 2011]</ref> Færeyingar sungu [[þjóðkvæði]] sín við forn [[Vikivaki|vikivakalög]] og dönsuðu dansa sem áttu rætur að rekja til [[Miðaldir|miðalda]]. Svipaðir dansar tíðkuðust á [[Ísland]]i á fyrri öldum en hurfu á [[17. öld|17.]] og [[18. öld]] þótt mörg danskvæði hafi varðveist niðurskrifuð. Færeyingar hafa aftur á móti haldið dans- og kvæðamenningu sinni til dagsins í dag og stíga enn forna dansa, til dæmis á þjóðhátíðardeginum [[Ólafsvaka|Ólafsvöku]]. Færeyski dansinn er [[hringdans]] eða keðjudans og geta danskvæðin verið allt frá fáeinum [[erindi|erindum]] upp í mörg hundruð. Oftast er einn [[forsöngvari]] sem syngur kvæðið en svo taka allir undir í [[viðlag]]inu, sem er sungið eftir hverja vísu.<ref>[http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=617329 Leikum fagurt á foldum, enginn treður dansinn undir moldum. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 11. apríl 2011.]</ref> [[Færeyski þjóðbúningurinn]] er svipaður [[Íslenski þjóðbúningurinn|þeim íslenska]] en þó litríkari. Fólk klæðist honum meðal annars á Ólafsvöku þegar það dansar en það er þó alls ekkert skilyrði að vera í búningi. === Færeyskar bókmenntir === Færeyingar eiga engin nafnkennd [[skáld]] eða [[rithöfundur|rithöfunda]] frá fyrri öldum en þjóðhetjan [[Nólseyjar-Páll]] var vinsælt skáld um aldamótin 1800. Eftir að færeyskt ritmál varð til komu ýmis skáld og rithöfundar fram á sjónarsviðið en þekktustu höfundar Færeyja eru allir fæddir um aldamótin 1900, þeir [[William Heinesen]], sem fékk [[Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs]] 1964 fyrir skáldsöguna ''Det gode håb'' (Vonin blíð) en skrifaði reyndar aðallega á dönsku, [[Hedin Brú]], en Færeyingar völdu sjálfir skáldsögu hans ''Feðgar á ferð'' sem bók [[20. öldin|20. aldarinnar]] í Færeyjum, og [[Jørgen-Frantz Jacobsen]], en skáldsaga hans ''Barbara'', sem skrifuð var á dönsku og kom út 1939, ári eftir lát höfundarins, var þýdd á fjölda tungumála og hefur náð mestri útbreiðslu allra bóka eftir færeyskan höfund.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=120025 Færeyskar bókmenntir. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 11. apríl 2011.]</ref> Af yngri höfundum er [[Rói Patursson]] þekktastur, en hann fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1986 fyrir ljóðasafnið ''Líkasum''. === Fjölmiðlar === Elsta færeyska blaðið er [[Dimmalætting]], sem fyrst kom út 1878 og kemur nú út fimm daga í viku eins og helsti keppinauturinn, [[Sosialurin]], sem hefur komið út frá 1927. Dimmalætting var áður flokksblað [[Sambandsflokkurinn (Færeyjar)|Sambandsflokksins]] og Sosialurinn fylgdi [[Jafnaðarflokkurinn|Jafnaðarflokknum]] en bæði teljast nú óháð. Fleiri flokksblöð komu út í Færeyjum fyrr á árum en lögðu upp laupana í kreppunni upp úr 1990. Norðlýsið er gefið út í [[Klakksvík]] og ætlað íbúum Norðeyjanna. Nokkur tímarit koma einnig út. Útvarp Føroya hóf útsendingar 1957 og síðan hafa bæst við Rás 2 og kristilega útvarpsstöðin Lindin. Sjónvarp Føroya hóf útsendingar 1984 og urðu Færeyjar þar með síðasta landið í Evrópu til að fá eigin sjónvarpsstöð. Sjónvarp Føroya og Útvarp Føroya sameinuðust árið 2005 í eitt fyrirtæki, [[Kringvarp Føroya]]. === Færeyskar matarhefðir === [[Mynd:Skerpikjøt (2).jpg|thumb|left|Skerpikjöt.]] Frá fornu fari hefur uppistaðan í [[mataræði]] Færeyinga verið [[kjöt]]- og [[Fiskur|fiskmeti]]. [[Kartafla|Kartöflur]] bættust við á [[19. öld]] ásamt fáeinum öðrum grænmetistegundum, einkum [[hvítkál]]i og [[gulrófa|gulrófum]]. Á síðustu áratugum hefur neysla á innfluttum matvælum aukist mikið en hefðbundnir færeyskir réttir eru bæði algengur hversdagsmatur og bornir fram við hátíðleg tækifæri. Lítið er þó um að þeir séu á boðstólum á færeyskum veitingastöðum. Einn þekktasti rétturinn er [[skerpikjöt]], sem er vindþurrkað [[kindakjöt]]. Það er mjög bragðsterkt og fellur ekki að smekk allra. Það er oftast skorið hrátt í þunnar sneiðar og borðað á [[rúgbrauð]]i. Kjötið er þurrkað í [[hjallur|hjalli]] í 5-9 mánuði eða jafnvel í heilt ár. Mjög víða í Færeyjum má einnig sjá [[siginn fiskur|siginn fisk]] (''ræstan fisk'') hanga í hjalli eða undir þakskeggi og einnig ''ræst kjöt'', kindakjöt sem látið er hanga í mun styttri tíma en skerpikjötið, gjarnan um tvo mánuði. Kindakjöt er langalgengasta kjötið en [[Nautakjöt|nauta-]] og [[svínakjöt]] er einnig borðað, svo og [[kjúklingur]]. Eina færeyska villibráðin, fyrir utan [[Hvalur|hvali]] og [[sjófulgar|sjófugla]], eru [[Snæhéri|snæhérar]], sem eru veiddir fyrir jólin. ''Grind og spik'' er algengur færeyskur réttur, kjöt og spik af [[grindhvalur|grindhvölum]]. Kjötið er einnig oft steikt og borið fram í brúnni sósu og kallast þá ''grindabúffur''. Ýmsir [[sjófugl]]ar eru líka borðaðir, ýmist ferskir eða „ræstir“, og egg sjófugla eru einnig vinsæll matur. Fiskur, ferskur, siginn eða þurrkaður, er mjög algengur matur og með honum er stundum höfð ''garnatálg'', en það er mör úr sláturfé sem er mótaður í kúlu og síðan látinn hanga. ''Knettir'' eða fiskibollur eru oft á borðum. Fæstir Færeyingar kaupa fisk úti í búð, enda úrvalið lítið; þeir veiða hann sjálfir eða kaupa hann beint af sjómönnum á bryggjunni.<ref>[http://www.faroeislands.com/Default.aspx?pageid=10410 Mad fra de rene vande. Á www.faroeislands.com, skoðað 11. apríl 2011]</ref> === Grindadráp === [[Grindhvalaveiðar|Grindhvaladráp]] er ekki aðeins gamall siður í Færeyjum, heldur mikilvægur þáttur í efnahagslífi margra byggða og er talið að kjötið af [[Grindhvalur|grindhvölunum]] sé um 25% alls kjöts sem neytt er á eyjunum. Um 950 grindhvalir eru veiddir árlega og eru hvalavöðurnar reknar með bátum inn í víkur eða firði og að landi, þar sem hvalfangarar slátra þeim og síðan er fengnum skipt jafnt á milli allra þátttakenda í veiðunum. Strangar reglur gilda um hvernig standa skal að veiðunum og fylgist sýslumaður á hverjum stað með því að þeim sé fylgt. == Tilvísanir == {{Reflist}} == Tenglar == * [http://www.flb.fo Føroya landsbókasavn] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080915084806/http://www.flb.fo/ |date=2008-09-15 }} * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3297962 ''Vindsorfið en vinalegt land''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1976] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1374350 ''Færeyjar; með gestrisnum frændum í fögru landi''; grein í Morgunblaðið 1966] * [http://www.flickr.com/groups/1221871@N23/pool/ Faroe Islands Nature and People] * [http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaethi/faereyjar Tölfræðiupplýsingar um Færeyjar á Norden.org] {{Eyjar í Færeyjum}} {{Evrópa}} {{Norðurlandaráð}} {{Vestnorræna ráðið}} {{Gæðagrein}} [[Flokkur:Færeyjar|*]] [[Flokkur:Norðurlönd]] [[Flokkur:Eyjaklasar]] 26jsm2npioja1o1i7m9mf6m606un8b9 Forseti Íslands 0 4896 1890091 1885690 2024-12-03T22:03:40Z 85.220.62.127 1890091 wikitext text/x-wiki {{Infobox official post | post = Forseti | body = Íslands | insignia = Coat of arms of the President of Iceland.svg | insigniasize = 75px | insigniacaption = Forsetaskjaldarmerki | insigniaalt = | flag = Flag of the President of Iceland.svg | flagsize = | flagalt = | flagborder = | flagcaption = [[Forsetafáni Íslands]] | image = Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg | imagesize = 200px | alt = | imagecaption = Halla Tómasdóttir 2024 | incumbent = [[Halla Tómasdóttir]] | acting = | incumbentsince = 1. ágúst 2024 | department = Embætti forseta | type = | status = | abbreviation = | member_of = Ríkisráðs Íslands | reports_to = | residence = [[Bessastaðir]] | seat = [[Garðabær]], [[Ísland]]i | nominator = | appointer = [[Forsetakjör á Íslandi|Beinum kosningum]] | appointer_qualified = | termlength = Fjögur ár | termlength_qualified = | constituting_instrument = [[Stjórnarskrá Íslands]] | precursor = [[Konungur Íslands]] | formation = {{start date and age|df=y|1944|6|17}} | first = [[Sveinn Björnsson]] | last = | abolished = | succession = | unofficial_names = | deputy = [[Forsætisráðherra Íslands|Forsætisráðherra]], [[forseti Alþingis]] og [[Forseti Hæstaréttar Íslands|forseti Hæstaréttar]] | salary = | website = {{URL|forseti.is}} | footnotes = }} '''Forseti Íslands''' er [[þjóðhöfðingi]] og æðsti embættismaður [[lýðveldi]]sins [[Ísland]]s. Forsetinn er [[Forsetakjör á Íslandi|þjóðkjörinn]] til fjögurra ára í senn og er eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinni kosningu. Samkvæmt [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskrá Íslands]] er forsetinn æðsti handhafi [[framkvæmdavald]]sins og annar handhafi [[löggjafarvald]]sins. Í reynd er þátttaka forsetans í löggjöf eða stjórnarathöfnum yfirleitt aðeins formsatriði þannig að hann hefur ekki aðkomu að efni löggjafar eða stjórnarathafna. Þó er viðurkennt að hann getur haft áhrif á stjórnarmyndunarviðræður og jafnvel skipað [[utanþingsstjórn]] ef aðstæður til þess eru uppi. Jafnframt hefur forsetinn vald til þess að synja lagafrumvarpi frá [[Alþingi]] staðfestingar og leggja það í dóm þjóðarinnar í [[Þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] en á það hefur reynt þrisvar í sögu embættisins. Í fjarveru forsetans fara [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]], [[forseti Alþingis]] og [[Forseti Hæstaréttar Íslands|forseti Hæstaréttar]] saman með vald forsetans. Flest störf forsetans eru táknræn og er stundum sagt um embættið að það eigi að vera [[sameiningartákn]] þjóðarinnar. Á meðal hefðbundinna embættisverka forsetans er að flytja þjóðinni ávarp á nýársdag, að ávarpa Alþingi við setningu þess jafnframt því sem forsetinn setur Alþingi formlega, að veita [[Fálkaorðan|fálkaorðuna]] og ýmis verðlaun á vegum embættisins og félagasamtaka. Forsetinn tekur einnig á móti erlendum þjóðhöfðingjum og öðrum hátt settum gestum í [[opinber heimsókn|opinberum heimsóknum]] á Íslandi og fer sjálfur í opinberar heimsóknir til annara ríkja. Aðsetur forseta Íslands er á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] á [[Álftanes]]i en embættið hefur jafnframt skrifstofu í húsinu Staðastað við [[Sóleyjargata 1|Sóleyjargötu 1]] í [[Reykjavík]]. Afmælisdagur forsetans hverju sinni er [[Íslenski fáninn|íslenskur fánadagur]]. Frá tilurð embættisins við [[Lýðveldishátíðin 1944|lýðveldisstofnunina]] [[17. júní]] [[1944]] hafa sjö einstaklingar gegnt embættinu. Þeirra fyrstur var [[Sveinn Björnsson]], síðan [[Ásgeir Ásgeirsson]] og [[Kristján Eldjárn]]. Árið [[1980]] var [[Vigdís Finnbogadóttir]] [[Forsetakosningar á Íslandi 1980|kjörin]] forseti Íslands og varð þar með fyrsti kvenkyns þjóðkjörni þjóðhöfðinginn í heiminum. [[Ólafur Ragnar Grímsson]] náði kjöri árið 1996 og gegndi forsetaembættinu til ársins 2016, lengst allra forseta landsins. Í forsetakosningum þann 25. júní 2016 var [[Guðni Th. Jóhannesson]] sagnfræðingur kjörinn forseti Íslands og gegndi embætti í 8 ár. [[Halla Tómasdóttir]] var kjörin forseti í forsetakosningum 1. júní 2024 og tók við embættinu þann 1. ágúst. == Kjörgengi == Forsetaefni skal skv. [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskránni]] og lögum um framboð og kjör forseta Íslands vera minnst 35 ára auk þess að uppfylla sömu skilyrði og gerð eru um kosningarétt til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu, en samkvæmt því þarf að eiga [[lögheimili]] á [[Ísland]]i til að hafa [[kosningaréttur|kosningarétt]]. == Hlutverk forseta == * Þingsetning * Staðfesting laga * [[Nýársávarp forseta Íslands|Nýársávarp]] * Orðuveiting * Móttaka og opinberar heimsóknir til erlendra þjóðhöfðingja * Stjórnarmyndun (ef þingflokkar ná ekki saman um myndun [[ríkisstjórn]]ar). == Ímynd forseta == * Sameiningartákn þjóðarinnar * Verndari íslenskrar menningar * „Landkynning“ ==Málskotsréttur== Málskotsréttur er heimild forseta til að vísa frumvarpi sem Alþingi hefur samþykkt í [[Þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðigreiðslu]] til samþykktar eða synjunar. 26. grein [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskrár Íslands]] gefur forsetanum þessa heimild. 26. grein stjórnarskrár hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt [[lagafrumvarp]], skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“<ref>{{vefheimild |titill=33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands |url=https://www.althingi.is/lagas/154b/1944033.html |ritverk=Alþingi |tungumál=is}}</ref> Eftir að Alþingi samþykkti [[Evrópska efnahagssvæðið|EES]] samninginn árið 1993 varð mikil umræða í samfélaginu um hvort Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti ætti að vísa lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo fór að Vigdís staðfesti EES samninginn og Ísland undirritaði samninginn í ársbyrjun 1994.{{heimild vantar}} === Synjun forseta á staðfestingu frumvarps til laga um fjölmiðla 2004 === [[Ólafur Ragnar Grímsson]] neitaði fyrstur forseta Íslands að staðfesta lagafrumvarp vorið [[2004]]. Um var að ræða frumvarp að lögum um fjölmiðla ([[fjölmiðlafrumvarpið]]). Ákvörðunin var umdeild, en [[Alþingi]] tók í framhaldi frumvarpið af dagskrá, þ.a. ekki þótti nauðsynlegt að leggja það fyrir dóm þjóðarinnar í [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]], eins og gera bar skv. stjórnarskrá Íslands. ===Icesave 2010-2011=== Ólafur synjaði síðar lögum um Icesave staðfestingar í tvígang 2010 og 2011 og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu, í bæði skiptin voru lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu með miklum mun. Ólafur er enn í dag eini forsetinn sem hefur beitt málskotsrétti. == Fjarvera == Þegar forseti er ófær um að sinna skyldum sínum vegna sjúkleika eða dvalar erlendis fara handhafar forsetavalds með vald Forseta Íslands. Í áttundu grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að [[Forsætisráðherra Íslands|Forsætisráðherra]], [[forseti Alþingis]] og forseti [[Hæstiréttur Íslands|Hæstaréttar]] fari með forsetavald í fjarveru forsetans. Ef nauðsynlegt er að skrifa undir lög í fjarveru forsetans þarf undirritun tveggja til að lög taki gildi. Það var lengi hefð fyrir því að einn af handhöfum forsetavalds fylgdi forseta á flugvöllinn en Guðni Th Jóhannesson afnam þá hefð þegar hann tók við embætti forseta árið 2016.<ref>{{vefheimild |url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/haetta-ad-fylgja-forseta-islands-ur-landi/ |ritverk=www.ruv.is |titill=Hætta að fylgja forseta Íslands úr landi}}</ref> Allir handhafar forsetavalds hafa staðgengil ef þeir eru staddir erlendis á sama tíma og forsetinn. Það eru varaforsetar Alþingis, varaforseti Hæstaréttar og ríkisstjórnarflokkarnir gera samkomulag um hvaða ráðherra sé staðgengill forsætisráðherra. == Forsetar == {| class="wikitable sortable" |- !Mynd ![[Forseti]] !Tók við embætti !Lausn frá embætti !Sat í !Kjör{{shy}}tíma{{shy}}bil !Aldur í forseta{{shy}}tíð |- |[[Mynd:Sveinn_Björnsson.jpg|100px]] |[[Sveinn Björnsson]] |[[17. júní]] [[1944]] |[[25. janúar]] [[1952]]{{ref|a}} |2.778 daga |3{{ref|b}} |63 til 70 ára |- |[[Mynd:Asgeir_Asgeirsson.jpg|100px]] |[[Ásgeir Ásgeirsson]] |[[1. ágúst]] [[1952]] |[[31. júlí]] [[1968]] |5.844 daga |4 |58 til 74 ára |- |[[Mynd:Kristján_Eldjárn_(1982).jpg|100px]] |[[Kristján Eldjárn]] |[[1. ágúst]] [[1968]] |[[31. júlí]] [[1980]] |4.383 daga |3 |51 til 63 ára |- |[[Mynd:Vigdis_Finnbogadottir_(1985).jpg|100px]] |[[Vigdís Finnbogadóttir]] |[[1. ágúst]] [[1980]] |[[31. júlí]] [[1996]] |5.844 daga |4 |50 til 66 ára |- |[[Mynd:Ólafur Ragnar Grímsson, September 2011 (cropped).jpeg|frameless|138x138dp]] |[[Ólafur Ragnar Grímsson]] |[[1. ágúst]] [[1996]] |[[31. júlí]] [[2016]] |7.304 daga |5 |53 til 73 ára |- |[[Mynd:Guðni Th. Jóhannesson (cropped).jpg|frameless|125x125dp]] |[[Guðni Th. Jóhannesson]] |[[1. ágúst]] [[2016]] |[[31. júlí]] [[2024]] |2.921 daga |2 |48 til 56 ára |- |[[Mynd:Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg|frameless|136x136px]] |[[Halla Tómasdóttir]] |[[1. ágúst]] [[2024]] |Enn í embætti |''Kjörin til'' ''1460 daga'' |1 |''55 ára til 59 ára'' |} :1{{note|a}} Sveinn Björnsson lést í embætti. Handhafar forsetavalds fóru með völd forseta fram að innsetningu Ásgeirs Ásgeirssonar í embættið þann 1. ágúst sama ár. :2{{note|b}} Sveinn var í fyrstu kjörinn til eins árs af Alþingi. Hann var svo í tvígang sjálfkjörinn í reglulegu forsetakjöri og lést á þriðja kjörtímabili sínu í embætti. {{Tímaröð íslenskra forseta}} == Tenglar == * [http://forseti.is Vefur forsetaembættisins] * [http://www.althingi.is/lagas/nuna/1945036.html Lög um framboð og kjör forseta Íslands] nr. 36, [[12. febrúar]] [[1945]]. * [http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands] nr. 33, [[17. júní]] [[1944]]. * [http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000024.html Lög um kosningar til Alþingis] nr. 24, [[16. maí]] [[2000]]. ==Tilvísanir== <references/> {{Forsetar Íslands}} {{s|1944}} [[Flokkur:Forsetar Íslands| ]] [[Flokkur:Íslensk lög]] [[Flokkur:Handhafar Hinnar íslensku fálkaorðu]] [[Flokkur:Íslenskir fánadagar]] af3sv8xi3sdrv839pkkhrq8m8zn9mgf Fjölmiðlafrumvarpið 0 13083 1890092 1702464 2024-12-03T22:08:23Z 85.220.62.127 1890092 wikitext text/x-wiki '''Fjölmiðlafrumvarpið''' var [[frumvarp]] til [[lög|laga]] á [[Ísland]]i á [[ár]]inu [[2004]]. Í frumvarpinu fólust takmarkanir á eignarhaldi á [[fjölmiðlar|fjölmiðlafyrirtækjum]]. Þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25% í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var lagt fram á [[Alþingi]] af [[ríkisstjórn]] Íslands og var samþykkt þar þrátt fyrir mikla andstöðu í þjóðfélaginu<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3723309 Fréttablaðið:77 prósent á móti], 27. apríl 2004, bls. 1</ref>. [[Forseti Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson]], neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2004/06/02/forsetinn_stadfestir_ekki_fjolmidlalogin/ „Forsetinn staðfestir ekki fjölmiðlalögin“ ] á Mbl.is</ref> Í kjölfarið vöknuðu spurningar hvort forsetinn hefði í raun rétt til að synja málum. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið (lögin) með því að fá samþykkt frumvarp, sem nam hitt úr gildi. Svokölluð fjölmiðlanefnd [[menntamálaráðuneytið|menntamálaráðuneytisins]] skilaði af sér skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi í byrjun mars 2004. Eftir það voru hjólin fljót að snúast og umrætt frumvarp var samþykkt á Alþingi þann [[24. mars]] [[2004]]. Til mótmæla kom utan við skrifstofu forseta Íslands og félagasamtökin Fjölmiðlasambandið sem stofnað var 1998 af stéttarfélögum sem starfsmenn fjölmiðla voru félagsmenn í, Blaðamannafélagi Íslands, Félagi bókagerðarmanna, Félagi grafískra teiknara, Starfsmannafélagi RÚV, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og Rafiðnaðarsambandi Íslands, beitti sér fyrir mótstöðu við frumvarpið og afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftalista 31.752 Íslendinga þar sem skorað var á hann að staðfesta ekki lögin. Annan júní ákvað hann að gera það ekki vegna þess fjölda sem tók þátt í undirskriftarsöfnuninni. Það var í fyrsta skipti í sögu Íslands að forseti lýðveldisins nýtti sér málskotsrétt sinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar og staðfesti ekki lög frá Alþingi og vísaði þeim til þjóðarinnar. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar dró lögin þá tilbaka og lagði fram önnur lög sem síðar voru staðfest. Sú framkvæmd ríkisstjórnarinnar var gagnrýnd og bent á að ríkisstjórninni hefði borið samkvæmt stjórnarskránni að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna. == Neðanmálsgreinar == <div class="references-small"><references/></div> == Tenglar == * [http://www.althingi.is/altext/130/s/1525.html Fjölmiðlafrumvarpið] * [http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/fjolmidla.pdf Greinargerð nefndar menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070705181959/http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/fjolmidla.pdf |date=2007-07-05 }} {{Stubbur|stjórnmál|ísland}} [[Flokkur:Íslensk stjórnmál]] [[Flokkur:Frumvörp]] nyu1e7wiowrx5h1p8n3cqj8bvby7cjc Kleópatra 7. 0 22608 1890046 1880193 2024-12-03T13:28:24Z 46.22.99.254 1890046 wikitext text/x-wiki {{um|forn-egypsku drottninguna Kleópötru|text=Einnig er til [[Kleópatra (mannsnafn)|íslenska kvenmansnafnið Kleópatra]]}} [[Mynd:Kleopatra-VII.-Altes-Museum-Berlin1.jpg|thumb|250px|Brjóstmynd sem talin er vera af Kleópötru]] '''Kleópatra 7. Fílópator''' ([[janúar]] 69 f.Kr. – [[12. ágúst]] 30 f.Kr.) var [[drottning]] og [[faraó]] [[Forn-Egyptar|Egyptalands hins forna]], síðust af ætt [[Ptolemajaríkið|Ptolemaja]] og þar með síðasti [[helleníski tíminn|helleníski]] þjóðhöfðingi Egyptalands. Þótt fleiri drottningar Egypta hafi heitið Kleópatra, er hún sú sem almennt er átt við þegar minnst er á Kleópötru. == Ævi == === Leiðin til valda === Kleópatra var af ætt Ptolemaja sem tóku við stjórn Egyptalands eftir andlát [[Alexander mikli|Alexanders mikla]]. Faðir hennar var [[Ptolemajos 12.]] og móðir hennar er talin hafa verið [[Kleópatra 5.]]. Foreldrar hennar voru náskyldir enda var löng hefð fyrir skyldleikaræktun á meðal stjórnenda Egyptalands. Kleópatra varð meðstjórnandi í Egyptalandi með föður sínum árið 55 f.Kr., þegar hún var 14 ára gömul. Faðir Kleópötru lést árið 51 f.Kr. og varð þá bróðir hennar, [[Ptolemajos 13.]], meðstjórnandi með henni. Samkvæmt egypskri hefð gengu systkinin í hjónaband. Kleopatra hafði þó ekki í hyggju að deila völdum með bróður sínum og innan nokkurra mánaða hætti hún að nota nafn hans á opinberum skjölum og á myntum. Eftir þetta átti Kleópatra í deilum við bróður sinn og stuðningsmenn hans og laut hún að lokum í lægra haldi og fór í felur. === Samband við Júlíus Caesar === Þegar [[Júlíus Caesar]] kom til Egyptalands árið 48 f.Kr. er sagt að hún hafi látið smygla sér í upprúlluðu teppi framhjá vörðum bróður síns, svo hún kæmist á fund Caesars. Caesar hafði komið á hæla [[Pompeius]]ar sem flúði þangað eftir [[orrustan við Farsalos|orrustuna við Farsalos]]. Ptolemajos 13. lét taka Pompeius af lífi og ætlaði með því að vinna stuðning Caesars en það snerist í höndum hans því Caesar varð reiður við þetta og tók völdin í [[Alexandría|Alexandríu]]. Fljótlega hófu Caesar og Kleópatra ástarsamband og eignuðust soninn [[Caesarion]]. Caesar sigraði orrustu gegn Ptolemajosi 13., sem drukknaði í Níl, og gerði Kleópötru aftur að faraó yfir Egyptalandi. Annar bróðir hennar [[Ptolemajos 14.]] var þá gerður að meðstjórnanda hennar og þau gengu í hjónaband. Kleópatra og Caesar voru þó ennþá elskendur og fóru saman til [[Róm]]ar árið 46 f.Kr. Kleópatra var í Róm þegar Caesar var myrtur 15. mars árið 44 f.Kr. en sneri þá aftur til Egyptalands. Stuttu síðar lést Ptolemajos 14., að sögn eftir að Kleópatra lét eitra fyrir honum. Hún gerði þá hinn þriggja ára Caesarion að meðstjórnanda sínum, sem Ptolemajos 15. Þau voru power couple === Kleópatra og Marcus Antonius === [[Mynd:Sir Lawrence Alma-Tadema - The Meeting of Antony and Cleopatra.jpg|thumb|300px|''Antonius og Kleópatra'', málverk frá 19. öld eftir [[Lawrence Alma-Tadema]]]] Kleópatra hitti [[Marcus Antonius]] árið 41 f.Kr., en hann var þá einn af valdamestu mönnum í Róm ásamt [[Ágústus|Octavíanusi]]. Þau urðu fljótlega elskendur og deildu völdum í Egyptalandi og austurhluta [[Rómaveldi]]s. Árið 40 f.Kr. fæddi Kleópatra tvíbura þeirra Antoniusar, Alexander Helios og Kleópötru Selenu. Næstu fjögur árin var Antonius í herferðum í Armeníu og Parþíu en sneri svo aftur til Alexandríu og giftist Kleópötru, þó hann væri enn giftur Octavíu, systur Octavíanusar. Þau eignuðust eitt barn til viðbótar, soninn Ptolemajos Fíladelfus. Árið 34 f.Kr. skiptu þau yfirráðasvæðum sínum, Egyptalandi og austurhluta Rómaveldis, á milli barna sinna þriggja og Caesarions og lýstu þau konunga og drottningu yfir mismunandi landsvæðum. Rómverjar voru almennt hneykslaðir á þessu og fékk Octavíanus þá [[rómverska öldungaráðið]] til að lýsa yfir stríði á hendur Kleópötru og Antoniusi. Þau mættu Octavíanusi í [[orrustan við Actium|orrustunni við Actium]], árið 31 f.Kr., síðustu stóru sjóorrustu fornaldar, en biðu lægri hlut fyrir honum. Árið eftir réðist Octavíanus (síðar [[Ágústus|Ágústus keisari]]), lögmætur erfingi Caesars, inn í Egyptaland og þeir rómversku hermenn sem Antonius hafði enn á að skipa yfirgáfu hann og fóru yfir til Octavíanusar. Í kjölfarið frömdu bæði Antonius og Kleópatra sjálfsmorð. Flestar fornar heimildir segja að hún hafi látið eitraðan snák bíta sig, þann 12. ágúst árið 30 f.Kr. Að Kleópötru látinni innlimaði Octavíanus Egyptaland inn í Rómaveldi. == Arfleifð Kleópötru == Kleópatra er almennt álitin hafa verið síðasti faraó Egyptalands hins forna þó Caesarion hafi reyndar verið hylltur sem arftaki hennar, en var hann tekinn af lífi nokkrum dögum síðar að fyrirskipan Octavíanusar. Hún er ein þekktasta kona fornaldar og hefur verið mönnum hugleikin alla tíð frá andláti sínu. Fornir sagnaritarar nefna flestir að fegurð Kleópötru hafi verið annáluð en að það hafi þó ekki síður verið gáfur hennar og persónuleiki sem heilluðu menn. Fjölmargir listamenn, leikritaskáld og kvikmyndagerðarmenn hafa fengið innblástur af ævi Kleópötru. Þekkt dæmi eru leikritin ''[[Antonius og Kleópatra]]'' eftir [[William Shakespeare]] og ''Caesar og Kleópatra'' eftir [[George Bernard Shaw]] og kvikmyndin ''Cleopatra'' frá árinu 1963, þar sem [[Elizabeth Taylor]] fór með hlutverk Kleópötru. [[Flokkur:Faraóar Ptolemajaríkisins]] [[Flokkur:Forn-Egyptar]] {{fd|69 f.Kr.|30 f.Kr.}} [[Flokkur:Dauðsföll af völdum sjálfsmorða]] bgsvsbl1xih521826bhv99jjw6pnaxa 1890056 1890046 2024-12-03T14:52:04Z Akigka 183 Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/46.22.99.254|46.22.99.254]] ([[User talk:46.22.99.254|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:217.213.80.43|217.213.80.43]] 1880193 wikitext text/x-wiki {{um|forn-egypsku drottninguna Kleópötru|text=Einnig er til [[Kleópatra (mannsnafn)|íslenska kvenmansnafnið Kleópatra]]}} [[Mynd:Kleopatra-VII.-Altes-Museum-Berlin1.jpg|thumb|250px|Brjóstmynd sem talin er vera af Kleópötru]] '''Kleópatra 7. Fílópator''' ([[janúar]] 69 f.Kr. – [[12. ágúst]] 30 f.Kr.) var [[drottning]] og [[faraó]] [[Forn-Egyptar|Egyptalands hins forna]], síðust af ætt [[Ptolemajaríkið|Ptolemaja]] og þar með síðasti [[helleníski tíminn|helleníski]] þjóðhöfðingi Egyptalands. Þótt fleiri drottningar Egypta hafi heitið Kleópatra, er hún sú sem almennt er átt við þegar minnst er á Kleópötru. == Ævi == === Leiðin til valda === Kleópatra var af ætt Ptolemaja sem tóku við stjórn Egyptalands eftir andlát [[Alexander mikli|Alexanders mikla]]. Faðir hennar var [[Ptolemajos 12.]] og móðir hennar er talin hafa verið [[Kleópatra 5.]]. Foreldrar hennar voru náskyldir enda var löng hefð fyrir skyldleikaræktun á meðal stjórnenda Egyptalands. Kleópatra varð meðstjórnandi í Egyptalandi með föður sínum árið 55 f.Kr., þegar hún var 14 ára gömul. Faðir Kleópötru lést árið 51 f.Kr. og varð þá bróðir hennar, [[Ptolemajos 13.]], meðstjórnandi með henni. Samkvæmt egypskri hefð gengu systkinin í hjónaband. Kleopatra hafði þó ekki í hyggju að deila völdum með bróður sínum og innan nokkurra mánaða hætti hún að nota nafn hans á opinberum skjölum og á myntum. Eftir þetta átti Kleópatra í deilum við bróður sinn og stuðningsmenn hans og laut hún að lokum í lægra haldi og fór í felur. === Samband við Júlíus Caesar === Þegar [[Júlíus Caesar]] kom til Egyptalands árið 48 f.Kr. er sagt að hún hafi látið smygla sér í upprúlluðu teppi framhjá vörðum bróður síns, svo hún kæmist á fund Caesars. Caesar hafði komið á hæla [[Pompeius]]ar sem flúði þangað eftir [[orrustan við Farsalos|orrustuna við Farsalos]]. Ptolemajos 13. lét taka Pompeius af lífi og ætlaði með því að vinna stuðning Caesars en það snerist í höndum hans því Caesar varð reiður við þetta og tók völdin í [[Alexandría|Alexandríu]]. Fljótlega hófu Caesar og Kleópatra ástarsamband og eignuðust soninn [[Caesarion]]. Caesar sigraði orrustu gegn Ptolemajosi 13., sem drukknaði í Níl, og gerði Kleópötru aftur að faraó yfir Egyptalandi. Annar bróðir hennar [[Ptolemajos 14.]] var þá gerður að meðstjórnanda hennar og þau gengu í hjónaband. Kleópatra og Caesar voru þó ennþá elskendur og fóru saman til [[Róm]]ar árið 46 f.Kr. Kleópatra var í Róm þegar Caesar var myrtur 15. mars árið 44 f.Kr. en sneri þá aftur til Egyptalands. Stuttu síðar lést Ptolemajos 14., að sögn eftir að Kleópatra lét eitra fyrir honum. Hún gerði þá hinn þriggja ára Caesarion að meðstjórnanda sínum, sem Ptolemajos 15. === Kleópatra og Marcus Antonius === [[Mynd:Sir Lawrence Alma-Tadema - The Meeting of Antony and Cleopatra.jpg|thumb|300px|''Antonius og Kleópatra'', málverk frá 19. öld eftir [[Lawrence Alma-Tadema]]]] Kleópatra hitti [[Marcus Antonius]] árið 41 f.Kr., en hann var þá einn af valdamestu mönnum í Róm ásamt [[Ágústus|Octavíanusi]]. Þau urðu fljótlega elskendur og deildu völdum í Egyptalandi og austurhluta [[Rómaveldi]]s. Árið 40 f.Kr. fæddi Kleópatra tvíbura þeirra Antoniusar, Alexander Helios og Kleópötru Selenu. Næstu fjögur árin var Antonius í herferðum í Armeníu og Parþíu en sneri svo aftur til Alexandríu og giftist Kleópötru, þó hann væri enn giftur Octavíu, systur Octavíanusar. Þau eignuðust eitt barn til viðbótar, soninn Ptolemajos Fíladelfus. Árið 34 f.Kr. skiptu þau yfirráðasvæðum sínum, Egyptalandi og austurhluta Rómaveldis, á milli barna sinna þriggja og Caesarions og lýstu þau konunga og drottningu yfir mismunandi landsvæðum. Rómverjar voru almennt hneykslaðir á þessu og fékk Octavíanus þá [[rómverska öldungaráðið]] til að lýsa yfir stríði á hendur Kleópötru og Antoniusi. Þau mættu Octavíanusi í [[orrustan við Actium|orrustunni við Actium]], árið 31 f.Kr., síðustu stóru sjóorrustu fornaldar, en biðu lægri hlut fyrir honum. Árið eftir réðist Octavíanus (síðar [[Ágústus|Ágústus keisari]]), lögmætur erfingi Caesars, inn í Egyptaland og þeir rómversku hermenn sem Antonius hafði enn á að skipa yfirgáfu hann og fóru yfir til Octavíanusar. Í kjölfarið frömdu bæði Antonius og Kleópatra sjálfsmorð. Flestar fornar heimildir segja að hún hafi látið eitraðan snák bíta sig, þann 12. ágúst árið 30 f.Kr. Að Kleópötru látinni innlimaði Octavíanus Egyptaland inn í Rómaveldi. == Arfleifð Kleópötru == Kleópatra er almennt álitin hafa verið síðasti faraó Egyptalands hins forna þó Caesarion hafi reyndar verið hylltur sem arftaki hennar, en var hann tekinn af lífi nokkrum dögum síðar að fyrirskipan Octavíanusar. Hún er ein þekktasta kona fornaldar og hefur verið mönnum hugleikin alla tíð frá andláti sínu. Fornir sagnaritarar nefna flestir að fegurð Kleópötru hafi verið annáluð en að það hafi þó ekki síður verið gáfur hennar og persónuleiki sem heilluðu menn. Fjölmargir listamenn, leikritaskáld og kvikmyndagerðarmenn hafa fengið innblástur af ævi Kleópötru. Þekkt dæmi eru leikritin ''[[Antonius og Kleópatra]]'' eftir [[William Shakespeare]] og ''Caesar og Kleópatra'' eftir [[George Bernard Shaw]] og kvikmyndin ''Cleopatra'' frá árinu 1963, þar sem [[Elizabeth Taylor]] fór með hlutverk Kleópötru. [[Flokkur:Faraóar Ptolemajaríkisins]] [[Flokkur:Forn-Egyptar]] {{fd|69 f.Kr.|30 f.Kr.}} [[Flokkur:Dauðsföll af völdum sjálfsmorða]] imhtas95w8mx1og4ckc71qgay0asky6 Ráðherra 0 23708 1890095 1727472 2024-12-03T22:13:41Z 85.220.62.127 1890095 wikitext text/x-wiki '''Ráðherra''' er [[embætti]]stitill einstaklings sem stýrir [[ráðuneyti]] og situr í [[ríkisstjórn]] lands. ==Ísland== Ráðherra hefur setið á [[Ísland]]i frá [[1. febrúar]] [[1904]]. Á Íslandi framkvæmir ráðherra [[vald]] [[forseti|forseta]]. Því fara ráðherrar með [[framkvæmdavald]]. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum. Þannig getur [[Alþingi]] kært ráðherra fyrir [[Landsdómur|Landsdóm]] vegna alvarlegra brota í embætti. [[Þingræði]]sreglan segir að ríkisstjórnin geti einvörðungu setið með stuðningi meirihluta þings. Alþingi getur fellt einstaka ráðherra eða ríkisstjórnina verði [[vantrauststillaga]] samþykkt. Samkvæmt [[stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskránni]] skipar [[forseti Íslands]] ráðherra og veitir þeim lausn, forseti ákveður tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim. Ráðherrar skipa ríkisráð undir forsæti forseta Íslands. Sá ráðherra sem forseti hefur kvatt til forsætis á ráðherrafundum hvar nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnmálaefni skulu rædd, nefnist [[forsætisráðherra]] og stýrir hann fundum ráðherranna sem eru nefndir ríkisstjórnafundir. Vegna embættisins hafa ráðherrar rétt til setu á Alþingi með málfrelsi og geta ráðherrar borið fram mál á Alþingi þó þeir hafi ekki verið kjörnir til setu þar, því geta þeir sem ekki eru þingmenn sest í ráðherra stól. En atkvæðisrétt á alþingi hafa einungis kjörnir Alþingismenn. Sú hefð þróast á Íslandi að sá sem hefur umboð til myndunar ríkisstjórnar, leggur til við forseta hverjir skuli verða ráðherrar hvaða málaflokks, að fengnu samkomulagi þeirra sem þar eru tilnefndir. Þeir sem tilnefndir eru hafa verið jafnan skipaðir ráðherrar og sá sem náði samkomulagi um myndun ríkisstjórnar settur í forsæti. Verkaskipting ráðherra hefur miðast við lög um [[Stjórnarráð Íslands]] sem sett voru [[1969]]. # [[Forsætisráðuneyti Íslands|Forsætisráðuneytið]] # [[Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Íslands|Dóms- og kirkjumálaráðuneytið]] # [[Félagsmálaráðuneyti Íslands|Félagsmálaráðuneytið]] # [[Fjármálaráðuneyti Íslands|Fjármálaráðuneytið]] # [[Hagstofa Íslands]]<ref>Forsætisráðherra fer með stjórn Hagstofunnar</ref> # [[Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Íslands|Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið]] # [[Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Íslands|Iðnaðarráðuneytið]]<ref name="idnvid">Iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðuneytið hafa verið rekin sem eitt ráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið frá [[28. september]] [[1988]].</ref> # [[Landbúnaðarráðuneyti Íslands|Landbúnaðarráðuneytið]] # [[Menntamálaráðuneyti Íslands|Menntamálaráðuneytið]] # [[Samgönguráðuneyti Íslands|Samgönguráðuneytið]] # [[Sjávarútvegsráðuneyti Íslands|Sjávarútvegsráðuneytið]] # [[Umhverfisráðuneyti Íslands|Umhverfisráðuneytið]] # [[Utanríkisráðuneyti Íslands|Utanríkisráðuneytið]] # [[Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Íslands|Viðskiptaráðuneytið]]<ref name="idnvid" /> [[Ríkisstjóri Íslands]] [[Sveinn Björnsson]] skipaði [[ríkisstjórn]] sem nefnd var utanþingsstjórn árið [[1942]] vegna þess að ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar voru ekki alþingismenn. Eins var [[Ólafur Ragnar Grímsson]] ekki alþingismaður meðan hann gengdi embætti [[fjármálaráðherra]] 1988-1991 og [[Jón Sigurðsson (f. 1946)|Jón Sigurðsson]], fyrrverandi [[iðnaðar- og viðskiptaráðherra]] situr ekki á þingi. ==Færeyjar== Í Færeyjum nefnast ráðherrar Landstýrimenn, enda sitja þeir í Landsstjórninni og hafa titil sinn þaðan, Lögmaður titlast sá sem stýrir fundum þeirra. Lögmaður einn getur sett eða leyst Landstjórnarmenn úr starfi sínu. [[Lögþings formaður]], sem janfgildir [[forseti Alþingis|forseta Alþingis]], getur leyst Lögmann úr starfi byðji Lögmaður sjálfur um að vera leystur frá ellegar vantrausttillaga hafi verið samþykkt með atkvæðum helmings allra þingmanna Færeyja. Eins hefur veitir Lögþingsformaður stjórnarmyndunarumboð. Lögmaður starfar uns nýr Lögmaður hefur verið settur í embætti. Afsögn Lögmanns er alfarið undir honum sjálfum komin. Í apríl 2002 var kosið til Lögþingsins og Lögmaður samdi um áframhaldandi stjórn að loknum kosningum án þess að þing hefði verið kallað saman í milli tíðinni. ==Bretland== Á Bretlandi tíðkast það að ráðherra sé valinn úr röðum þingmanna. Forsætisráðherra er skipaður af konungi/drottningu. ==Bandaríkin== Í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] tilnefnir [[Forseti Bandaríkjanna|forseti]] ráðherra sem eru honum til ráðgjafar. ==Heimildir== <references /> ==Tenglar== *[http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/1944033.html Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands] *[http://www.althingi.is/lagas/nuna/1969073.html Lög um Stjórnarráð Íslands] *[http://www.logting.fo/index.asp?id=9&lurl=Ymiskt/Logmanstilnevning/Yvirlit.htm Um Lögmannstilnefningu í Færeyjum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070928062641/http://www.logting.fo/index.asp?id=9&lurl=Ymiskt%2FLogmanstilnevning%2FYvirlit.htm |date=2007-09-28 }} [[Flokkur:Stjórnmál]] [[id:Menteri#Menteri di Indonesia]] 0rlq0z20ij6v5ijv0evfj5wxossqm5o Níkaragva 0 29768 1890105 1876909 2024-12-04T01:30:30Z CommonsDelinker 1159 Skráin Bandera_Atlàntic_Nord.png var fjarlægð og henni eytt af Commons af [[c:User:Krd|Krd]] vegna þess að No license since 21 November 2024 1890105 wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Níkaragva | nafn_á_frummáli = República de Nicaragua | nafn_í_eignarfalli = Níkaragva | fáni = Flag of Nicaragua.svg | skjaldarmerki = Coat_of_arms_of_Nicaragua.svg | kjörorð = Pro Mundi Beneficio | kjörorð_tungumál = latína | kjörorð_þýðing = Heiminum til hagsbóta | staðsetningarkort = NIC orthographic.svg | tungumál= [[spænska]] (opinbert) ([[enska]] og [[indíánamál]] á strönd Karíbahafsins) | höfuðborg = [[Managva]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Níkaragva|Forseti]] | nafn_leiðtoga1 = [[Daniel Ortega]] | stærðarsæti = 96 | flatarmál = 130.375 | hlutfall_vatns = 7,14 | mannfjöldaár = 2023 | mannfjöldasæti = 110 | fólksfjöldi = 6.359.689 | íbúar_á_ferkílómetra = 51 | VLF_ár = 2018 | VLF = 35,757 | VLF_sæti = 115 | VLF_á_mann = 5.683 | VLF_á_mann_sæti = 129 | staða = [[Sjálfstæði]] | staða_athugasemdi = frá [[Spánn|Spáni]] | atburður1 = Yfirlýst | atburður2 = Viðurkennt | dagsetning1 = [[15. september]] [[1821]] | dagsetning2 = [[25. júlí]] [[1850]] | gjaldmiðill = [[córdoba (gjaldmiðill)|córdoba]] (NIO) | tímabelti = [[UTC]]-6 | þjóðsöngur = [[Salve a ti, Nicaragua]] | tld = ni | símakóði = 505 | }} '''Níkaragva''' ([[spænska]]: ''Nicaragua''), formlegt heiti '''Lýðveldið Níkaragva''' (''República de Nicaragua''), er stærsta landið í [[Mið-Ameríka|Mið-Ameríku]] með landamæri að [[Hondúras]] í norðri og [[Kosta Ríka]] í suðri. Það á strönd að [[Kyrrahaf]]i í austri og [[Karíbahaf]]i í vestri. Stærsta borg landsins er höfuðborgin, [[Managva]], sem var talin þriðja stærsta borg Mið-Ameríku árið 2015. Íbúar Níkaragva eru sex milljónir af fjölbreyttum uppruna. Aðaltungumálið er [[spænska]], en frumbyggjaættbálkar við [[Moskítóströndin]]a tala frumbyggjamál og ensku. Landsvæðið var byggt ýmsum frumbyggjaþjóðum frá fornu fari. Á 16. öld lagði [[Spænska heimsveldið]] landið undir sig. Níkaragva fékk sjálfstæði frá Spáni árið 1821. Moskítóströndin á sér ólíka sögu. Hún var hernumin af [[England|Englendingum]] á 17. öld og heyrði síðar undir [[Breska heimsveldið]]. Árið 1860 varð hún sjálfstjórnarhérað innan Níkaragva, en nyrsti hlutinn gekk til Hondúras árið 1960. Síðan landið fékk sjálfstæði hefur Níkaragva gengið í gegnum tímabil stjórnarkreppu, einræðis, hernáms og efnahagskreppa. Dæmi um það eru [[byltingin í Níkaragva|byltingin]] á 7. og 8. áratug 20. aldar og baráttan gegn [[Kontraskæruliðar|Kontraskæruliðum]] á 9. áratug 20. aldar. Einkenni á Níkaragva er [[fjölmenning]] og fjölbreyttar alþýðuhefðir, matarhefðir, tónlistarhefðir og sagnahefðir. Einn af þekktustu höfundum Níkaragva er skáldið [[Rubén Darío]]. Níkaragva hefur verið kallað „land vatna og eldfjalla“.<ref name="Brierley">{{cite news|last1=Brierley|first1=Jan|title=Sense of wonder: Discover the turbulent past of Central America|url=http://www.express.co.uk/travel/beach/865185/Discover-the-turbulent-past-Central-America-travel|access-date=October 27, 2017|work=Daily Express|date=October 15, 2017|language=en}}</ref><ref name="Wallace">{{cite news|author=Wallace, Will |author2=Wallace, Camilla|title=Traveller's Guide: Nicaragua|url=https://www.independent.co.uk/travel/americas/travellers-guide-nicaragua-1940000.html |archive-url=https://ghostarchive.org/archive/20220618/https://www.independent.co.uk/travel/americas/travellers-guide-nicaragua-1940000.html |archive-date=18 June 2022 |url-access=subscription |url-status=live|access-date=October 27, 2017|work=The Independent|date=April 10, 2010}}</ref> Þar er [[Bosawás-verndarsvæðið]], annar stærsti regnskógur Ameríku.<ref>{{Cite web|last=Peter|date=2019-02-16|title=12 largest rainforests in the world and where to find them|url=https://www.atlasandboots.com/travel-blog/largest-rainforests-in-the-world/|access-date=2021-06-03|website=Atlas & Boots|language=en-GB}}</ref> Vinsældir Níkaragva sem ferðamannastaðar fara vaxandi vegna mikillar [[líffjölbreytni]], hitabeltisloftslags og eldfjalla.<ref>{{Cite news|last=Dicum|first=G|title=The Rediscovery of Nicaragua|work=Travel Section|publisher=TraveThe New York Times|location=New York|date=2006-12-17|url=http://travel.nytimes.com/2006/12/17/travel/17Nicaragua.html?ref=travel|access-date=2010-06-26}}</ref><ref>{{cite web|last=Davis|first=LS|title=Nicaragua: The next Costa Rica?|work=Mother Nature Network|publisher=MNN Holdings, LLC|date=2009-04-22|url=http://www.mnn.com/lifestyle/eco-tourism/stories/nicaragua-the-next-costa-rica|access-date=2010-06-26}}</ref> Níkaragva var stofnaðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]]<ref>{{Cite web |last=Kurtas |first=Susan |title=Research Guides: UN Membership: Founding Members |url=https://research.un.org/en/unmembers/founders |access-date=2022-06-26 |website=research.un.org |language=English}}</ref> og er líka meðlimur í [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtökum hlutlausra ríkja]],<ref>{{Cite journal |last1=Vanden |first1=Harry E. |last2=Morales |first2=Waltraud Queiser |date=1985 |title=Nicaraguan Relations with the Nonaligned Movement |url=https://www.jstor.org/stable/165603 |journal=Journal of Interamerican Studies and World Affairs |volume=27 |issue=3 |pages=141–161 |doi=10.2307/165603 |jstor=165603 |issn=0022-1937}}</ref> [[Samtök Ameríkuríkja|Samtökum Ameríkuríkja]],<ref>{{Cite web |title=Organization of American States (OAS) |url=https://live-nuclear-threat-initiative.pantheonsite.io/education-center/treaties-and-regimes/organization-american-states-oas/ |access-date=2022-06-26 |website=The Nuclear Threat Initiative |language=en}}</ref> [[Bolívar-bandalagið|Bolívar-bandalaginu]]<ref>{{Cite web |title=A Guide to ALBA |url=https://www.americasquarterly.org/a-guide-to-alba/ |access-date=2022-06-26 |website=Americas Quarterly |language=en-US}}</ref> og [[Samband ríkja í Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu|Sambandi ríkja í Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu]] (CELAC).<ref>{{Cite web |date=2018-02-16 |title=CELAC {{!}} CELAC INTERNATIONAL |url=https://celacinternational.org/celac-2-2/ |access-date=2022-06-26 |language=en-US}}</ref> [[Mynd:Nicaragua-map.png|thumb|Kort.]] == Heiti == Tvær aðalkenningar eru uppi um uppruna nafns landsins. Samkvæmt annarri kenningunni heitir landið eftir frumbyggjahöfðingjanum [[Nicarao]]<ref name="Ideal">{{cite news|title=¿Por qué los países de América Latina se llaman como se llaman?|url=http://www.ideal.es/sociedad/201507/29/paises-america-latina-llaman-20150727134054.html|access-date=April 12, 2017|work=Ideal|date=July 29, 2015|trans-title=Why do Latin American countries call themselves as they are called?|language=es}}</ref> sem spænski landvinningamaðurinn [[Gil González Dávila]] hitti fyrir þegar hann hélt inn í suðvesturhluta landsins árið 1522. Samkvæmt þessari kenningu er nafn landsins myndað úr nafni höfðingjans og spænska orðinu yfir [[vatn]], ''aqua'', af því það eru tvö stór stöðuvötn og fleiri minni vötn í landinu.<ref name="Pueblo">{{cite news|last1=Sánchez|first1=Edwin|title=El origen de "Nicarao-agua": la Traición y la Paz|url=http://www.elpueblopresidente.com/noticias/ver/titulo:35129-el-origen-de-nicarao-agua-la-traicion-y-la-paz|access-date=July 3, 2017|work=El Pueblo Presidente|date=October 16, 2016|language=es|archive-url=https://web.archive.org/web/20170801080334/http://www.elpueblopresidente.com/noticias/ver/titulo:35129-el-origen-de-nicarao-agua-la-traicion-y-la-paz|archive-date=2017-08-01|url-status=dead}}</ref> Árið 2002 var staðfest að nafn höfðingjans sem Dávila hitti var Macuilmiquiztli, sem merkir „fimm dauðar“ á [[nahúatl]], en ekki Nicarao.<ref>{{cite news|last1=Sánchez|first1=Edwin|title=De Macuilmiquiztli al Güegüence pasando por Fernando Silva|url=https://www.el19digital.com/articulos/ver/titulo:47267-de-macuilmiquiztli-al-gueguence-pasando-por-fernando-silva|access-date=April 12, 2017|work=El 19|date=October 3, 2016|trans-title=From Macuilmiquiztli to Güegüence through Fernando Silva|language=es}}</ref><ref>{{cite news|last1=Silva|first1=Fernando|title=Macuilmiquiztli|url=http://archivo.elnuevodiario.com.ni/cultural/118693-macuilmiquiztli/|access-date=April 12, 2017|work=El Nuevo Diario|date=March 15, 2003|language=es|archive-date=12 April 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170412143935/http://archivo.elnuevodiario.com.ni/cultural/118693-macuilmiquiztli/|url-status=dead}}</ref><ref name="Sanchez">{{cite news|last1=Sánchez|first1=Edwin|title=No hubo Nicarao, todo es invento|work=El Nuevo Diario|date=September 16, 2002|trans-title=There was no Nicarao, it's all invented|language=es}}</ref><ref name="Encuentro">{{cite news|title=Encuentro del cacique y el conquistador|url=http://www.elnuevodiario.com.ni/especiales/44697-encuentro-cacique-conquistador/|access-date=May 17, 2017|work=El Nuevo Diario|date=April 4, 2009|trans-title=Encounter of the cacique and the conqueror|language=es|archive-date=7 May 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170507054414/http://www.elnuevodiario.com.ni/especiales/44697-encuentro-cacique-conquistador/|url-status=dead}}</ref> Hin kenningin gengur út á að nafnið sé dregið af einhverju nahúatlorði, eins og ''nic-anahuac'' sem merkir „[[Anahuac]] komst þetta langt“, eða „[[Nahúar]] komust þetta langt“; eða „fólkið frá Anahuac komst þetta langt“; eða ''nican-nahua'' sem merkir „hér eru Nahúar“; eða ''nic-atl-nahuac'' sem merkir „hér hjá vatninu“ eða „umkringt vatni“.<ref name="Ideal" /><ref name="Pueblo" /><ref name="Choque">{{cite web |last1=Solórzano |first1=Carla Torres |title=Choque de lenguas o el mestizaje de nuestro idioma |url=http://www.laprensa.com.ni/2010/09/18/espectaculo/38089-choque-de-lenguas-o-el-mestizaje-de-nuestro-idioma |website=La Prensa |access-date=July 26, 2021 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170412143717/http://www.laprensa.com.ni/2010/09/18/espectaculo/38089-choque-de-lenguas-o-el-mestizaje-de-nuestro-idioma |archive-date=April 12, 2017 |trans-title=Clash of languages or the mixing of our language |language=es |date=September 18, 2010}}</ref><ref>{{cite news|title=La raíz nahuatl de nuestro lenguaje|url=http://archivo.elnuevodiario.com.ni/cultural/132502-raiz-nahuatl-nuestro-lenguaje/|access-date=July 3, 2017|work=El Nuevo Diario|date=August 10, 2004|trans-title=The Nahuatl root of our language|language=es|archive-date=12 August 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170812052335/http://archivo.elnuevodiario.com.ni/cultural/132502-raiz-nahuatl-nuestro-lenguaje/|url-status=dead}}</ref> == Söguágrip== Spánverjar tóku yfir Níkaragva á 16. öld. Níkaragva varð sjálfstætt ríki árið 1821. Á milli 1960 og 1970 skall á borgarastyrjöld. Fyrir borgarastyrjöldina var landið eitt það ríkasta og þróaðasta í Mið-Ameríku. Vegna borgarastyrjaldarinnar og jarðskjálfta sem reið yfir landið árið 1972 varð Níkaragva annað fátækasta landið í Suður-Ameríku. Árið 1909 gerðu Bandaríkjamenn innrás í Níkaragva. Landið þótti verðmætt vegna staðsetningar þess. Bandaríkjamenn höfðu áhuga á að grafa skipaskurð þar til þess að stytta þeim ferðir til Suður-Ameríku frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn afhentu völdin í landinu til [[Anastasio Somoza García]] sem varð einræðisherra og setti á fót ættarveldi sem réð Níkaragva til ársins 1979. Somoza-ættin varð alræmd í heiminum fyrir spillingu, þjófnað og hrottaskap. Árið 1961 var stofnuð svokölluð FSLN-hreyfing (''Frente Sandinista de Liberación Nacional''). Meðlimir hennar kölluðu sig [[Sandinistar|Sandinista]] (''Sandinistas''). Leiðtogi hreyfingarinnar var [[Daniel Ortega]]. Árið 1974 hóf hreyfingin baráttu við Somoza-veldið og borgarstyrjöld braust út árið 1978. Forsetinn [[Anastasio Somoza Debayle]] naut stuðnings Bandaríkjanna þar til að menn hans myrtu bandarískan blaðamann. FSLN-hreyfingin náði að hrekja Somoza frá völdum og hann flúði landið. Daniel Ortega var kosinn forseti Níkaragva í lýðræðislegum kosningum árið 1984. Árið 2006 var hann síðan endurkjörinn sem forseti landsins og er enn þann dag í dag. Árið 1990 varð [[Violeta Chamorro]] forseti Níkaragva og einnig fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforsetinn í Suður-Ameríku. == Landfræði == [[Mynd:Concepción_from_Maderas_(landscape).jpg|thumb|right|[[Concepción-eldfjall]], séð frá [[Maderas-eldfjall]]i.]] Níkaragva er 130.967 ferkílómetrar að stærð, sem gerir það aðeins stærra en England. Landið skiptist í þrjú landfræðileg svæði: Kyrrahafsláglendið - frjósama dali þar sem spænskir landnemar settust að, [[Amerrisque-fjöll]] (norður-miðhálendið) og [[Moskítóströndin]]a (láglendi við Karíbahaf/Atlantshaf). Slétturnar við Atlantshaf eru allt að 97 km að breidd. Við Atlantshafsströndina eru gullnámur sem hafa verið nýttar lengi. Kyrrahafsmegin eru tvö stærstu stöðuvötn Mið-Ameríku, [[Managvavatn]] og [[Níkaragvavatn]]. Í kringum þessi vötn og norðvestanmegin við þau, að sigdalnum við [[Fonseca-flói|Fonseca-flóa]], eru frjósamar sléttur þar sem [[eldfjallaaska]] frá nálægum eldfjöllum hefur auðgað jarðveginn. Níkaragva býr yfir mörgum auðugum og fjölbreyttum [[vistkerfi|vistkerfum]] sem eru gera landið að „heitum reit“ [[líffjölbreytni]] í Mið-Ameríku. Níkaragva hefur reynt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og hugðist ná 90% af orkunotkun frá [[endurnýjanleg orka|endurnýjanlegum orkulindum]] árið 2020 (sem náðist ekki).<ref name="bbc">{{Cite news|title=Why isn't Nicaragua in the Paris agreement?|url=https://www.bbc.com/news/world-latin-america-40135819|newspaper=BBC News|access-date=October 27, 2017|date=June 3, 2017}}</ref><ref>{{cite web|title=Nicaragua: a renewable energy paradise in Central America|url=http://www.worldbank.org/en/news/feature/2013/10/25/energias-renovables-nicaragua|website=World Bank|access-date=October 27, 2017|language=en|date=October 25, 2013}}</ref> Níkaragva var eitt fárra landa sem gaf ekki út [[landsmarkmið í loftslagsmálum]] á [[Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015|Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2015]].<ref>{{cite web|url=https://www.bloomberg.com/news/articles/2015-12-08/after-two-decades-of-stumbles-carbon-market-pioneers-revving-up#media-2|title=Carbon Markets Are Making a Slow, But Steady, Comeback|first1=Alex |last1=Nussbaum|first2=Ewa |last2=Krukowska|first3=Mathew |last3=Carr|date=8 December 2015|work=Bloomberg.com|access-date=17 February 2016}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www4.unfccc.int/submissions/indc/Submission%20Pages/submissions.aspx|title=INDCs as communicated by Parties|publisher=unfccc.int}}</ref> Upphaflega kaus Níkaragva að standa utan við [[Parísarsamkomulagið|Parísarsáttmálann]] því landið taldi að „meira þyrfti til“ til að stemma stigu við hnattrænni hlýnun.<ref name="bbc" /> Í október 2017 ákvað Níkaragva þó að taka þátt í samkomulaginu<ref>{{cite news|title=Nicaragua to join Paris climate accord, leaving US and Syria isolated|url=https://www.theguardian.com/environment/2017/oct/23/nicaragua-joins-paris-climate-accord-us-trump-syria|access-date=December 4, 2017|work=The Guardian|date=October 23, 2017}}</ref><ref>{{cite news|last1=Stack|first1=Liam|title=Only U.S. and Syria Now Oppose Paris Climate Deal, as Nicaragua Joins|url=https://www.nytimes.com/2017/10/24/world/americas/nicaragua-paris-climate-agreement-us.html|access-date=December 4, 2017|work=The New York Times|date=October 24, 2017}}</ref><ref>{{cite news|last1=Noack|first1=Rick|title=Being outside the Paris climate deal: Something now only the U.S. and Syria agree on|url=https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2017/10/24/not-being-part-of-the-paris-climate-deal-something-only-the-u-s-and-syria-agree-on/|access-date=December 4, 2017|newspaper=[[The Washington Post]]|date=October 24, 2017}}</ref> og staðfesti það 22. október 2017.<ref>{{cite web|title=Paris Agreement – Status of Ratification|url=http://unfccc.int/paris_agreement/items/9444.php|publisher=United Nations|access-date=13 January 2018}}</ref> Nær einn fimmti hluti Níkaragva er náttúruverndarsvæði: þjóðgarður, friðland og lífverndarsvæði. Árið 2019 var vísitala um heilleika skóga metin 3,63/10, sem setti Níkaragva í 146 sæti af 172 á heimsvísu.<ref name="FLII-Supplementary">{{cite journal|last1=Grantham|first1=H. S.|last2=Duncan|first2=A.|last3=Evans|first3=T. D.|last4=Jones|first4=K. R.|last5=Beyer|first5=H. L.|last6=Schuster|first6=R.|last7=Walston|first7=J.|last8=Ray|first8=J. C.|last9=Robinson|first9=J. G.|last10=Callow|first10=M.|last11=Clements|first11=T.|last12=Costa|first12=H. M.|last13=DeGemmis|first13=A.|last14=Elsen|first14=P. R.|last15=Ervin|first15=J.|last16=Franco|first16=P.|last17=Goldman|first17=E.|last18=Goetz|first18=S.|last19=Hansen|first19=A.|last20=Hofsvang|first20=E.|last21=Jantz|first21=P.|last22=Jupiter|first22=S.|last23=Kang|first23=A.|last24=Langhammer|first24=P.|last25=Laurance|first25=W. F.|last26=Lieberman|first26=S.|last27=Linkie|first27=M.|last28=Malhi|first28=Y.|last29=Maxwell|first29=S.|last30=Mendez|first30=M.|last31=Mittermeier|first31=R.|last32=Murray|first32=N. J.|last33=Possingham|first33=H.|last34=Radachowsky|first34=J.|last35=Saatchi|first35=S.|last36=Samper|first36=C.|last37=Silverman|first37=J.|last38=Shapiro|first38=A.|last39=Strassburg|first39=B.|last40=Stevens|first40=T.|last41=Stokes|first41=E.|last42=Taylor|first42=R.|last43=Tear|first43=T.|last44=Tizard|first44=R.|last45=Venter|first45=O.|last46=Visconti|first46=P.|last47=Wang|first47=S.|last48=Watson|first48=J. E. M.|display-authors=1|title=Anthropogenic modification of forests means only 40% of remaining forests have high ecosystem integrity - Supplementary Material|journal=Nature Communications|volume=11|issue=1|year=2020|page=5978|issn=2041-1723|doi=10.1038/s41467-020-19493-3|pmid=33293507|pmc=7723057|bibcode=2020NatCo..11.5978G |doi-access=free}}</ref> Jarðfræðilega er liggur Níkaragva að [[Karíbahafsflekinn|Karíbahafsflekanum]], sem liggur undir megninu af Mið-Ameríku, og [[Kókosflekinn|Kókosflekanum]]. Mið-Ameríka er stórt [[sökkbelti]] og mest af [[Mið-Ameríkueldhringurinn|Mið-Ameríkueldhringnum]] er í Níkaragva. Þann 9. júní 2021 setti Níkaragva af stað nýtt vöktunarverkefni til að efla eftirlit með virkum eldfjöllum landsins, sem eru 21 talsins. == Stjórnmál == [[File:Dmitry Medvedev 18 December 2008-6.jpg|thumb|Forseti Níkaragva, [[Daniel Ortega]], með þáverandi Rússlandsforseta, [[Dmítríj Medvedev]] í Moskvu 2008.]] Stjórnkerfið í Níkaragva byggist á [[forsetaræði]] og [[fulltrúalýðræði]] þar sem [[forseti Níkaragva]] er bæði [[þjóðhöfðingi]] og [[stjórnarleiðtogi]]. Í Níkaragva er [[fjölflokkalýðræði]]. [[Framkvæmdavald]] er í höndum [[ríkisstjórn Níkaragva|ríkisstjórnar Níkaragva]], en [[löggjafarvald]] skiptist milli [[þing Níkaragva|þings Níkaragva]] og ríkisstjórnarinnar. Á milli 2007 og 2009 var mikið rætt um að taka upp [[þingræði]]skerfi í stað forsetaræðis, með skýrri verkaskiptingu milli forseta og forsætisráðherra. Ýmsir óttuðust að þetta væri bragð til að gera Daniel Ortega kleift að halda völdum eftir að öðru og síðasta kjörtímabili hans lyki árið 2012. Ortega var kosinn aftur árið 2016 og 2021 í kosningum sem lituðust af svindli, ógnunum og handtökum stjórnarandstöðuleiðtoga. Óháðir eftirlitsmenn fengu ekki aðgang að kjörstöðum. [[Samtök Ameríkuríkja]], Bandaríkin og Evrópusambandið lýstu því öll yfir að kosningarnar 2021 hefðu verið sýndarkosningar.<ref>{{cite news |last1=Sesin |first1=Carmen |title='Rigged': Criticism mounts of Nicaragua's 'sham' elections under Ortega |url=https://www.nbcnews.com/news/latino/rigged-criticism-mounts-nicaraguas-sham-elections-ortega-rcna4820 |access-date=7 May 2022 |publisher=NBC News |date=8 November 2021}}</ref><ref>{{cite web |last1=Blinken |first1=Anthony |title=New Sanctions Following Sham Elections in Nicaragua |url=https://www.state.gov/new-sanctions-following-sham-elections-in-nicaragua/ |publisher=White House |access-date=7 May 2022}}</ref> Frá valdatöku Daniel Ortega árið 2006 hefur bæði lýðræði og borgaréttindum farið aftur í landinu. Aðrir flokkar en valdaflokkurinn [[Þjóðfrelsisfylking sandínista]] hafa verið kúgaðir með ástæðulausum handtökum frambjóðenda og forsvarsfólks. Til að fá aðgang að opinberum störfum þarf fólk í reynd að vera meðlimir í Sandínistaflokknum. Fjölmiðlar í stjórnarandstöðu hafa mátt þola handtökur blaðamanna og upptöku búnaðar til útsendinga og prentunar.<ref>{{cite web |title=Freedom in the World 2022: Nicaragua |url=https://freedomhouse.org/country/nicaragua/freedom-world/2022 |publisher=Freedom House |access-date=7 May 2022}}</ref> === Stjórnsýslueiningar === Níkaragva er [[einingarríki]]. Landinu er skipt í 15 sýslur (''departamentos'') og 2 sjálfstjórnarhéruð sem byggjast á spænskri fyrirmynd. Sýslurnar skiptast svo í 153 sveitarfélög (''municipios''). Sjálfstjórnarhéruðin eru [[Sjálfstjórnarhérað Suður-Karíbahafsstrandar]] (RACCS) og [[Sjálfstjórnarhérað Norður-Karíbahafsstrandar]] (RACCN). [[Mynd:NicaraguaDepartmentsNumbered.png|thumb|right|Sýslur Níkaragva.]] {|class="wikitable" !!!Sýsla!!Höfuðstaður |- |1||[[File:Flag of Boaco.svg|border|22x20px|Flag of the Department of Boaco]] [[Boaco-sýsla|Boaco]]||[[Boaco]] |- |2||[[File:Flag of Jinotepe.svg|border|22x20px|Flag of the Department of Carazo]] [[Carazo-sýsla|Carazo]]||[[Jinotepe]] |- |3||[[File:Bandera de Chinandega.png|22x20px|Flag of the Department of Chinandega]] [[Chinandega-sýsla|Chinandega]]||[[Chinandega]] |- |4||[[File:Flag of Juigalpa.svg|border|22x20px|Flag of the Department of Chontales]] [[Chontales-sýsla|Chontales]]||[[Juigalpa]] |- |5||[[File:Flag of Esteli.svg|22x20px|Flag of the Department of Estelí]] [[Estelí-sýsla|Estelí]]||[[Estelí]] |- |6||[[File:Flag of Granada, Nicaragua.svg|22x20px|Flag of the Department of Granada]] [[Granada-sýsla|Granada]]||[[Granada (Níkaragva)|Granada]] |- |7||[[File:Flag of Jinotega.gif|22x20px|Flag of the Department of Jinotega]] [[Jinotega-sýsla|Jinotega]]||[[Jinotega]] |- |8||[[File:Flag of Leon, Nicaragua.svg|border|22x20px|Flag of the Department of Leon]] [[León-sýsla|León]]||[[León (Níkaragva)|León]] |- |9||[[File:Flag of Somoto.svg|22x20px|Flag of the Department of Madriz]] [[Madriz-sýsla|Madriz]]||[[Somoto (Madriz)|Somoto]] |- |10||[[File:Flag of Managua.svg|border|22x20px|Flag of Managua]] [[Managua-sýsla|Managua]]||[[Managva]] |- |11||[[File:Flag of Masaya.svg|22x20px|Flag of the Department of Masaya]] [[Masaya-sýsla|Masaya]]||[[Masaya]] |- |12||[[File:Flag of Matagalpa.svg|22x20px]] [[Matagalpa-sýsla|Matagalpa]]||[[Matagalpa]] |- |13||[[File:Flag of Nueva Segovia.svg|22x20px|Flag of the Department of Nueva Segovia]] [[Nueva Segovia-sýsla|Nueva Segovia]]||[[Ocotal]] |- |14||[[File:Flag of Rivas.svg|22x20px|Flag of the Department of Rivas]] [[Rivas-sýsla|Rivas]]||[[Rivas (Níkaragva)|Rivas]] |- |15||[[File:Flag of San Carlos, Nicaragua.svg|22x20px|Flag of the Department of Río San Juan]] [[Río San Juan-sýsla|Río San Juan]]||[[San Carlos (Níkaragva)|San Carlos]] |- |16|| [[Sjálfstjórnarhérað Norður-Karíbahafsstrandar]]||[[Bilwi]] |- |17||[[File:Bandera Atlàntic Sur.png|22x20px|Flag of the Región Autónoma del Atlántico Sur]] [[Sjálfstjórnarhérað Suður-Karíbahafsstrandar]]||[[Bluefields]] |} == Tilvísanir == {{reflist}} {{Stubbur|landafræði}} {{Norður-Ameríka}} [[Flokkur:Níkaragva]] [[Flokkur:Spænskumælandi lönd]] 3gtv0mtqkjcaawylbso7x4422hvytm2 Forsetakjör á Íslandi 0 38943 1890101 1888925 2024-12-04T00:17:48Z Fyxi 84003 1890101 wikitext text/x-wiki '''Forsetakjör á Íslandi''' fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Kosningarétt hafa allir íslenskir [[Ríkisborgari|ríkisborgarar]] yfir 18 ára aldri sem eiga [[lögheimili]] á [[Ísland]]i. Íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis halda kosningarétti sínum í 16 ár frá brottflutningi lögheimils frá Íslandi en að þeim tíma liðnum geta þeir sótt um að vera á kjörskrá en sú skráning gildir til fjögurra ára í senn. Forsetakjör hefur farið fram í 22 skipti en í 11 skipti hefur sitjandi forseti ekki fengið mótframboð og því verið sjálfkjörinn án atkvæðagreiðslu. Í fjögur skipti hefur sitjandi forseti fengið mótframboð en ávallt borið sigur úr býtum. Núverandi [[Forseti Íslands|forseti íslands]] er [[Halla Tómasdóttir]] en hún var kjörinn forseti Íslands í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]]. [[Forsetakjör á Íslandi 2028|Næstu forsetakosningar fara fram 2028]]. ==Listi yfir forsetakjör== {| class="wikitable" |- ! Ár !! Dagsetning !! Kjörskrá !! Kjörsókn !! Framboð !! Sigurvegari !! Fylgi<br>sigurvegara !! Úrslit |- | [[Lýðveldisstofnunin|1944]] || [[17. júní]] || colspan="3" | Kjörinn af Alþingi || [[Sveinn Björnsson]] || colspan="2" | 30 af 52 þingmönnum |- | 1945 || colspan="3" | || 1 || [[Sveinn Björnsson]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | 1949 || colspan="3" | || 1 || [[Sveinn Björnsson]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | [[Forsetakjör á Íslandi 1952|1952]] || [[29. júní]] || {{nts|85877}} || 82,0% || 3 || [[Ásgeir Ásgeirsson]] || 48,3% || [[Mynd:Forsetakosningar 1952.svg|150px]] |- | 1956 || colspan="3" | || 1 || [[Ásgeir Ásgeirsson]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | 1960 || colspan="3" | || 1 || [[Ásgeir Ásgeirsson]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | 1964 || colspan="3" | || 1 || [[Ásgeir Ásgeirsson]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | [[Forsetakjör á Íslandi 1968|1968]] || [[30. júní]] || {{nts|112737}} || 92,2% || 2 || [[Kristján Eldjárn]] || 65,6% || [[Mynd:Forsetakosningar 1968.svg|150px]] |- | 1972 || colspan="3" | || 1 || [[Kristján Eldjárn]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | 1976 || colspan="3" | || 1 || [[Kristján Eldjárn]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | [[Forsetakjör á Íslandi 1980|1980]] || [[29. júní]] || {{nts|143196}} || 90,5% || 4 || [[Vigdís Finnbogadóttir]] || 33,8% || [[Mynd:Forsetakosningar 1980.svg|150px]] |- | 1984 || colspan="3" | || 1 || [[Vigdís Finnbogadóttir]] || colspan="2" | Sjálfkjörin |- | [[Forsetakjör á Íslandi 1988|1988]] || [[26. júní]] || {{nts|173829}} || 72,8% || 2 || [[Vigdís Finnbogadóttir]] || 94,6% || [[Mynd:Forsetakosningar 1988.svg|150px]] |- | 1992 || colspan="3" | || 1 || [[Vigdís Finnbogadóttir]] || colspan="2" | Sjálfkjörin |- | [[Forsetakjör á Íslandi 1996|1996]] || [[19. júní]] || {{nts|194705}} || 85,9% || 4 || [[Ólafur Ragnar Grímsson]] || 41,4% || [[Mynd:Forsetakosningar 1996.svg|150px]] |- | 2000 || colspan="3" | || 1 || [[Ólafur Ragnar Grímsson]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | [[Forsetakjör á Íslandi 2004|2004]] || [[26. júní]] || {{nts|213553}} || 62,9% || 3 || [[Ólafur Ragnar Grímsson]] || 85,6% || [[Mynd:Forsetakosningar 2004.svg|150px]] |- | [[Forsetakjör á Íslandi 2008|2008]] || colspan="3" | || 1 || [[Ólafur Ragnar Grímsson]] || colspan="2" | Sjálfkjörinn |- | [[Forsetakjör á Íslandi 2012|2012]] || [[30. júní]] || {{nts|235743}} || 69,3% || 6 || [[Ólafur Ragnar Grímsson]] || 52,8% || [[Mynd:Forsetakosningar 2012.svg|150px]] |- | [[Forsetakjör á Íslandi 2016|2016]] || [[25. júní]] || {{nts|244896}} || 75,7% || 9 || [[Guðni Th. Jóhannesson]] || 39,0% || [[Mynd:Forsetakosningar 2016.svg|150px]] |- | [[Forsetakjör á Íslandi 2020|2020]] || [[27. júní]] || {{nts|252152}} || 67,0% || 2 || [[Guðni Th. Jóhannesson]] || 92,2% || [[Mynd:Forsetakosningar 2020.svg|150px]] |- | [[Forsetakjör á Íslandi 2024|2024]] || [[1. júní]] || {{nts|266935}} || 80,8% || 12 || [[Halla Tómasdóttir]] || 34,1% || [[Mynd:Forsetakosningar 2024.svg|150px]] |} ==Heimildir== * [http://www.hagstofan.is Hagstofa Íslands] * {{vísindavefurinn|7278|Hversu oft er kosið um forseta?}} * Kosningasaga: [https://kosningasaga.wordpress.com/forsetakosningar/ Forsetakosningar] {{Forsetakjör á Íslandi}} {{Íslensk stjórnmál}} [[Flokkur:Forsetakjör á Íslandi| ]] 4p5h17q5p208jkbrzzs7aqt3wj8jyd0 Liðamót 0 55903 1890110 1381222 2024-12-04T11:34:38Z 81.15.14.167 1890110 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Illu synovial joint.jpg|thumb|Liðamót]] '''Liðamót''' kallast hreyfanlegar samtengingar [[bein]]a. Utan um liðamót er [[Bandvefur|bandvefshimna]] sem kallast liðpoki og í honum er liðvökvi sem smyr liðholið að innan. Vökvinn sér einnig um að flytja næringu til [[brjósk]]sins á liðflötunum. Liðbönd tengjast svo [[Beinhimna|beinhimnu]] aðliggjandi beina og takmarka hreyfingu, styðja og auðvelda hreyfinga liðanna. == Szymon paradowski == Liðamót eru flokkuð eftir hreyfanleika. Þetta eru: * Renniliðir sem lítið eru hreyfanlegir. Liðfletirnir eru beinir og liðhylkið er þröngt. Dæmi um slíkan lið eru fótrótarliðir * Hjaraliðir sem sjá um að beygja og rétta. Þeir samanstanda af liðkefli og liðskál. Þeim til styrktar eru að minnsta kosti tvö liðbönd. Olnboga- og hækilliðir eru dæmi um hjaraliði. * Snúningsliðir kallast þeir liðir sem geta snúist um lengdarás aðliggjandi beina Lögun þeirra eru lík lögun hjarliða. Hálsliður er dæmi um snúningslið. * Kúluliðir eru þeir liðir sem hafa liðkúlu og liðskál sem geta hreyfst til allra átta. Þessir liðir hafa vítt liðhylki og sjaldan liðbönd. Dæmi um slíka liði eru mjaðmaliður og bógliður. {{Stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Stoðvefir]] [[Flokkur:Líffærafræði]] j78feo8hu80r7leikoasfpry978aima 1890111 1890110 2024-12-04T11:36:04Z 81.15.14.167 /* Szymon paradowski */ 1890111 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Illu synovial joint.jpg|thumb|Liðamót]] '''Liðamót''' kallast hreyfanlegar samtengingar [[bein]]a. Utan um liðamót er [[Bandvefur|bandvefshimna]] sem kallast liðpoki og í honum er liðvökvi sem smyr liðholið að innan. Vökvinn sér einnig um að flytja næringu til [[brjósk]]sins á liðflötunum. Liðbönd tengjast svo [[Beinhimna|beinhimnu]] aðliggjandi beina og takmarka hreyfingu, styðja og auðvelda hreyfinga liðanna. == Tumi Freyr þórðarsson == Liðamót eru flokkuð eftir hreyfanleika. Þetta eru: * Renniliðir sem lítið eru hreyfanlegir. Liðfletirnir eru beinir og liðhylkið er þröngt. Dæmi um slíkan lið eru fótrótarliðir * Hjaraliðir sem sjá um að beygja og rétta. Þeir samanstanda af liðkefli og liðskál. Þeim til styrktar eru að minnsta kosti tvö liðbönd. Olnboga- og hækilliðir eru dæmi um hjaraliði. * Snúningsliðir kallast þeir liðir sem geta snúist um lengdarás aðliggjandi beina Lögun þeirra eru lík lögun hjarliða. Hálsliður er dæmi um snúningslið. * Kúluliðir eru þeir liðir sem hafa liðkúlu og liðskál sem geta hreyfst til allra átta. Þessir liðir hafa vítt liðhylki og sjaldan liðbönd. Dæmi um slíka liði eru mjaðmaliður og bógliður. {{Stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Stoðvefir]] [[Flokkur:Líffærafræði]] teddct84wm9qz68nynqw4aey79viy3n 1890113 1890111 2024-12-04T11:36:30Z 81.15.14.167 1890113 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Illu synovial joint.jpg|thumb|Liðamót]] '''Liðamót''' kallast hreyfanlegar samtengingar [[bein]]a. Utan um liðamót er [[Bandvefur|bandvefshimna]] sem kallast liðpoki og í honum er liðvökvi sem smyr liðholið að innan. Vökvinn sér einnig um að flytja næringu til [[brjósk]]sins á liðflötunum. Liðbönd tengjast svo [[Beinhimna|beinhimnu]] aðliggjandi beina og takmarka hreyfingu, styðja og auðvelda hreyfinga liðanna. == Liðamót == Liðamót eru flokkuð eftir hreyfanleika. Þetta eru: * Renniliðir sem lítið eru hreyfanlegir. Liðfletirnir eru beinir og liðhylkið er þröngt. Dæmi um slíkan lið eru fótrótarliðir * Hjaraliðir sem sjá um að beygja og rétta. Þeir samanstanda af liðkefli og liðskál. Þeim til styrktar eru að minnsta kosti tvö liðbönd. Olnboga- og hækilliðir eru dæmi um hjaraliði. * Snúningsliðir kallast þeir liðir sem geta snúist um lengdarás aðliggjandi beina Lögun þeirra eru lík lögun hjarliða. Hálsliður er dæmi um snúningslið. * Kúluliðir eru þeir liðir sem hafa liðkúlu og liðskál sem geta hreyfst til allra átta. Þessir liðir hafa vítt liðhylki og sjaldan liðbönd. Dæmi um slíka liði eru mjaðmaliður og bógliður. {{Stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Stoðvefir]] [[Flokkur:Líffærafræði]] 228vr2miyc4sz4hcfre0ei362yo20ob 1890114 1890113 2024-12-04T11:36:33Z Berserkur 10188 Tók aftur breytingar frá [[Special:Contributions/81.15.14.167|81.15.14.167]] ([[User talk:81.15.14.167|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Addbot|Addbot]] 1381222 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Illu synovial joint.jpg|thumb|Liðamót]] '''Liðamót''' kallast hreyfanlegar samtengingar [[bein]]a. Utan um liðamót er [[Bandvefur|bandvefshimna]] sem kallast liðpoki og í honum er liðvökvi sem smyr liðholið að innan. Vökvinn sér einnig um að flytja næringu til [[brjósk]]sins á liðflötunum. Liðbönd tengjast svo [[Beinhimna|beinhimnu]] aðliggjandi beina og takmarka hreyfingu, styðja og auðvelda hreyfinga liðanna. == Gerðir == Liðamót eru flokkuð eftir hreyfanleika. Þetta eru: * Renniliðir sem lítið eru hreyfanlegir. Liðfletirnir eru beinir og liðhylkið er þröngt. Dæmi um slíkan lið eru fótrótarliðir * Hjaraliðir sem sjá um að beygja og rétta. Þeir samanstanda af liðkefli og liðskál. Þeim til styrktar eru að minnsta kosti tvö liðbönd. Olnboga- og hækilliðir eru dæmi um hjaraliði. * Snúningsliðir kallast þeir liðir sem geta snúist um lengdarás aðliggjandi beina Lögun þeirra eru lík lögun hjarliða. Hálsliður er dæmi um snúningslið. * Kúluliðir eru þeir liðir sem hafa liðkúlu og liðskál sem geta hreyfst til allra átta. Þessir liðir hafa vítt liðhylki og sjaldan liðbönd. Dæmi um slíka liði eru mjaðmaliður og bógliður. {{Stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Stoðvefir]] [[Flokkur:Líffærafræði]] lj31b60fbk27t3xdx8ugwawevvbjas6 American Dad! 0 57225 1890107 1889851 2024-12-04T04:03:31Z Stephan1000000 67773 372 1890107 wikitext text/x-wiki {{Sjónvarpsþáttur | nafn = American Dad | mynd = | tegund = [[Gamanþáttur]] | höfundur = [[Seth McFarlane]]<br />[[Mike Barker]]<br />[[Matt Weitzman]] | sjónvarpsstöð á Íslandi = [[Stöð 2]] | land = [[Bandaríkinn]] | tungumál = [[Enska]] | fjöldi_þáttaraða = 21 | fjöldi_þátta = 372 | framleiðslufyrirtæki = [[Underdog Productions]]<br /> [[Fuzzy Door Productions]] | lengd = 21 mín | frumsýning = 6. febrúar 2005 }} '''American Dad!''' eru [[Bandaríkin|bandarískir]] háðsádeilu-teiknimyndaþættir sem framleiddir eru af [[Underdog Productions]] og [[Fuzzy Door Productions]] fyrir [[20th Century Fox]]. Höfundur þáttanna að hluta til er [[Seth MacFarlane]], höfundur [[Family Guy]] þáttanna. Fyrsti þátturinn var sýndur í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] þann [[6. febrúar]] árið [[2005]]. Þátturinn fylgist með lífi [[CIA]] fulltrúans [[Stan Smith]] og fjölskyldu hans. == Aðalpersónur == * [[Stan Smith]] ([[Seth MacFarlane]]) – Fjölskyldufaðirinn. * [[Francine Smith]] ([[Wendy Schaal]])– Eiginkona Stan. * [[Hayley Smith]] ([[Rachael MacFarlane]]) – Dóttir Stan og Francine. * [[Steve Smith]] ([[Scott Grimes]])– Sonur Stan og Francine. * [[Gullfiskurinn Klaus|Klaus]] ([[Dee Bradley Baker]]) – Talandi [[gullfiskur]] í eigu fjölskyldunnar. * [[Geimveran Roger|Roger]] ([[Seth MacFarlane]]) – Talandi drykkfellda geimveran sem býr hjá fjölskyldunni sem er einnig hrifinn af því að klæða sig upp í búninga == Söguþráður == Þátturinn fylgist með lífi [[CIA]] fulltrúans [[Stan Smith]] og fjölskyldu hans. Stan er oft að lenda í vandræðum út af tregi sinni og hvað hann trúir á. Francine reynir að stoppa hann oft en Hayley Smith (dóttirin) fer líka í það hlutverk sem 18 ára [[grænmeti]]sétandi hippi. Steve er nörd sem gengur vel í skóla en illa með stelpur. Roger, geimveran í flestum skiptum reynir að hjálpa en oft gerir illt verra. {{stubbur|sjónvarp}} [[Flokkur:Teiknimyndir]] [[Flokkur:Bandarískir grínþættir]] qagy4g782i2hx5zo27yv69iyishc57l Snið:Íslensk stjórnmál 10 72976 1890102 1872336 2024-12-04T00:19:21Z Fyxi 84003 1890102 wikitext text/x-wiki {{Navbox | name = Íslensk stjórnmál | title = [[Íslensk stjórnmál]] | image = [[Mynd:Coat_of_arms_of_Iceland.svg|100px]] | state = {{{state<includeonly>|autocollapse</includeonly>}}} | bodyclass = hlist | abovestyle = font-weight: bold; | above = * [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands]] * [[Hæstiréttur Íslands]] * [[Stjórnlagaþing á Íslandi 2011]] | group1 = [[Alþingi]] | list1 = * [[Forseti Alþingis]] * [[Umboðsmaður Alþingis]] * [[Ríkisendurskoðun]] | list2 = {{Navbox|child | nowrapitems = yes | abovestyle = font-weight: bold; | above = * [[Ríkisstjórn Íslands]] ** {{nobold|[[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]]}} * [[Forseti Íslands]] * [[Stjórnarráð Íslands]] | list1 = * [[Forsætisráðuneyti Íslands]] ([[Forsætisráðherra Íslands|ráðherra]]) * [[Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands]] ([[Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands|ráðherra]]) * [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands]] ([[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|ráðherra]]) * [[Samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðuneyti Íslands]] ([[Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands|ráðherra]]) * [[Dómsmálaráðuneyti Íslands]] ([[Dómsmálaráðherra Íslands|ráðherra]]) * [[Mennta- og menningar­mála­ráðuneyti Íslands]] ([[Mennta- og menningar­mála­ráðherra Íslands|ráðherra]]) * [[Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Íslands]] ([[Umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands|ráðherra]]) * [[Utanríkisráðuneyti Íslands]] ([[Utanríkisráðherra Íslands|ráðherra]]) * [[Velferðarráðuneyti Íslands]] ([[Heilbrigðisráðherra Íslands|heilbrigðisráðherra]]{{,}}[[Félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands|félags- og jafnréttismálaráðherra]]) }} | group3 = [[Ríkissjóður Íslands]] | list3 = * [[Seðlabanki Íslands]] * [[Fjármálaeftirlitið]] * [[Samkeppniseftirlitið]] | group4 = [[Stjórnskipan Íslands]] | list4 = * [[Sýslur á Íslandi]] * [[Sveitarfélög Íslands]] * [[Kjördæmi Íslands]] * [[Amt|Ömt Íslands]] * [[Hreppur|Hreppar Íslands]] | group5 = [[Kosningar á Íslandi|Kosningar]] | list5 = * [[Alþingiskosningar]] ** [[Alþingiskosningar 2024|2024]] * [[Forsetakjör á Íslandi]] ** [[Forsetakjör á Íslandi 2024|2024]] * [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi]] ** [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|2022]] * [[Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi]] | group6 = [[Íslenskir stjórnmálaflokkar]] | list6 = * [[Flokkur fólksins]] * [[Framsóknarflokkurinn]] * [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] * [[Píratar]] * [[Samfylkingin]] * [[Sjálfstæðisflokkurinn]] * [[Viðreisn]] * [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð]] | belowstyle = font-weight: bold; | below = * [[Alþjóðatengsl Íslands]] * [[Ísland og Evrópusambandið]] * [[Stjórnmálahneyksli á Íslandi]] * [[Stjórnmálastefnur á Íslandi]] }}<noinclude> [[Flokkur:Íslensk stjórnmálasnið]] </noinclude> h3guisvzu5i8trrxxdjjxc5vgta46w0 Búsáhaldabyltingin 0 73131 1890039 1889944 2024-12-03T12:33:18Z Akigka 183 /* Fundur 16, laugardagurinn 24. janúar, 2009. */ 1890039 wikitext text/x-wiki {{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}} [[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]] [[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]] '''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll. Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings. Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins voru óflokkspólitísk samtök. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin og náðu hámarki þegar Alþingi kom saman eftir jólafrí 20. janúar 2009. == Atburðarásin == === Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 === {{aðalgrein|Neyðarlögin}} [[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi: {{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}} Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf. === Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 === Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]]. === Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 === Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" /> === Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 === Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref> === Annar mótmælafundur, 18. október 2008 === Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona. <gallery> Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason Image:W02 Protesters 07933.JPG Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG Image:W02 Collection 07946.JPG Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG </gallery> === Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 === Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur. === Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 === Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" /> === Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 === [[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]] Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref> Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" /> Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar. <gallery> Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir. Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti. </gallery> === Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. === Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref> <blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote> Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref> Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref> <gallery> image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli </gallery> === Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. === Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð. <blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote> Eftir fundinn var aðgerðahópurinn [[Neyðarstjórn kvenna]] með gjörning þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni var klædd í bleikan kjól.<ref>{{cite web|url=https://www.visir.is/g/2008435809d/jon-sigurdsson-klaeddur-i-kjol|title=Jón Sigurðsson klæddur í kjól|dags=22.11.2008|website=Vísir.is}}</ref> <gallery> Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“ Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur </gallery> === Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 === {{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}} Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir. Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref> === Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 === Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig. Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref> === Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 === Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=2008-12-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20081204013021/http://smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|access-date=2024-11-18|url-status=bot: unknown}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref> === Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 === [[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]] Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum. Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" /> === Níundi mótmælafundur, 6. desember 2008 === Níundi mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 6. desember 2008. Ræðumenn voru [[Gerður Kristný]] rithöfundur og Jón Hreiðar Erlendsson fyrrum vörubílstjóri. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Um 1500 manns sóttu fundinn, en þar boðaði Hörður Torfason upphaf „skyndiaðgerða“: <blockquote>Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir. <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref></blockquote> Fundurinn var boðaður kl. 14:00. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200-300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við Seðlabankann þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan inngang Alþingishússins með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum samkvæmt lögreglu. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka.<ref name=":2" /> Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli. Fyrirsögn dreifimiðanna var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar að þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“.<ref name=":2" /> === Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 === {{aðalgrein|Nímenningarnir}} Mánudaginn 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda þess að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem þeim var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir: <blockquote>... brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin.<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote> Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum: {{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web|url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010|website=attac.is|title=Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010|author=Sólveig Jónsdóttir|date=15. maí 2010|access-date=2010-10-01|archive-date=2016-03-05|archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010|url-status=dead}}</ref>}} Hópur sem kallaði sig „Aðgerð Aðgerð“ lýsti yfir ábyrgð á aðgerðunum. Til nokkurra átaka kom fyrir utan þinghúsið þegar félagar hinna handteknu reyndu að frelsa þá úr klóm lögreglu. Lögreglan var með sérstakan viðbúnað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu af ótta við sams konar umsátursástand og 22. nóvember. Ekki kom þó til þess.<ref>{{tímarit.is|6449496|„Út, út, drullið ykkur út“|blað=DV|útgáfudagsetning=9.12.2008|blaðsíða=8|höfundur=Atli Már Gylfason}}</ref> === Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 === Nokkrir tugir manns komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram, þriðjudaginn 9. desember. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu. Ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, frá [[Suðurgata|Suðurgötu]]. Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar: <blockquote>Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna. Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi. Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290|archive-date=20.2.2009|title=Ráðherrum varnað inngöngu|website=Smugan|date=9. desember 2008}}</ref></blockquote> Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>{{cite web|url=http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128|title=Tveir mótmælendur handteknir|website=Lögregluvefurinn|date=9 desember 2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090424114011/http://www.logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128|archive-date=24.4.2009}}</ref> Í ''Morgunblaðinu'' var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami „[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]“.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/|title=Mótmæli við Ráðherrabústaðinn|website=Mbl.is|date=9. desember 2008|retrieved=4. október 2010}}</ref> === Tíundi mótmælafundur, 13. desember 2008 === Tíundi laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli 13. desember 2008. Um 1000 manns mættu á fundinn og sýndu samstöðu með 17 mínútna þögn í stað ræðuhalda. Á Akureyri tóku um 150 manns þátt í mótmælum undir yfirskriftinni „Virkjum lýðræðið“.<ref>{{tímarit.is|4015159|Lögreglan gaf fólki kakóbolla|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=4|útgáfudagsetning=14.12.2008}}</ref> <gallery> Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan og tíu útikerti við Alþingishúsið. Image:W10 Protesters 9755.JPG|Mótmælaskilti. Image:W10 Protesters 9825.JPG|Neyðarstjórn kvenna. </gallery> === Mótmæli við bankana, 17. desember 2008 === Boðuð mótmæli miðvikudaginn 17. desember áttu að hefjast kl. 9:00 við Austurvöll og þaðan átti að halda í bankana. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma þeim út. Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]]. Þá hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns. Þau komu sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við Laugaveg 77. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt til í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind]]ar við Laugarveg.<ref name=":2" /> Fólkið mótmælti meðal annars ráðningu [[Tryggvi Jónsson|Tryggva Jónssonar]] fyrrverandi aðstoðarforstjóra [[Baugur Group|Baugs]] til Landsbankans og hrópaði slagorðið „Borgið ykkar skuldir sjálf“.<ref>{{tímarit.is|4015405|Mótmælt í tveimur löndum|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=18.12.2008|blaðsíða=2}}</ref> Um kl. 13:00 var lögregla kölluð til vegna hóps mótmælenda á 101 Hotel við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Þeir biðu þar eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem var staddur á hótelinu. Mótmælendur sættust á að fara út eftir viðræður við lögreglu. Þegar mótmælendur voru komnir út gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name="gudjonheidar" /><ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4015407|Veist að Jóni Ásgeiri í gær|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=18.12.2008|blaðsíða=4}}</ref> Á bloggsíðu Guðjóns Heiðars Valgarðssonar, eins af mótmælendunum, segir hann:<blockquote>Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.<ref name="gudjonheidar">{{cite web|url=https://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/|title=Ég kastaði snjóbolta í Jón Ásgeir Jóhannesson|author=Guðjón Heiðar Valgarðsson|date=17.12.2008|website=Blog.is}}</ref></blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra. === Ellefti mótmælafundur, 20. desember 2008 === [[Mynd:W11 Silent Protest 0073.JPG|thumb|right|Mótmælaskilti frá Neyðarstjórn kvenna.]] Á ellefta laugardagsfundinum voru aftur þögul mótmæli í ellefu mínútur. Um 500 manns mættu á mótmælin. Eftir fundinn köstuðu nokkrir mótmælendur snjó og skóm í Alþingishúsið.<ref>{{tímarit.is|4015701|Hentu skóm í Alþingishúsið|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=21.12.2008|blaðsíða=2}}</ref> Fyrirmyndin að skókastinu var atvik þar sem íraski blaðamaðurinn [[Muntadhar al-Zaidi]] kastaði skó að [[George W. Bush]] á blaðamannafundi í Bagdad sex dögum fyrr. === Tólfti mótmælafundur, 27. desember, 2008 === Tólfti laugardagsfundurinn var haldinn 27. desember 2008, á þriðja degi jóla. Lögregla taldi að um 500 hefðu mætt, en skipuleggjendur töldu það vera nær 1000.<ref>{{tímarit.is|5234896|Tólfti mótmælafundurinn á Austurvelli|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=29.12.2008|blaðsíða=4}}</ref> Ræðumenn voru [[Björn Þorsteinsson]] heimspekingur<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> og [[Ragnhildur Sigurðardóttir]] sagnfræðingur.<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Mörg mótmælaskilti voru sett upp eins og [[umferðarmerki]] þar sem samningum við [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðinn]] var mótmælt og þess krafist að bankastjórum yrði vikið frá störfum.<ref>{{tímarit.is|5234917|Mótmælastaða|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=29.12.2008|blaðsíða=25}}</ref> Um 80 manns komu saman við þögul mótmæli á ráðhústorginu á Akureyri. === Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 === Nokkur hundruð manns söfnuðust saman við [[Hótel Borg]] á Austurvelli. Búist var við forystufólki stjórnmálaflokkanna í beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á gamlársdag þar sem [[Sigmundur Ernir Rúnarsson]] var þáttastjórnandi. Hópur fólks fór gekk með blys frá Stjórnarráðinu á Austurvöll til að færa mótmælin nær þeim sem verið var að mótmæla.<ref name="10ar" /> Lögregla var með viðbúnað og til átaka kom við mótmælendur sem ruddu sér leið inn á hótelið og kveiktu þar í reyksprengjum og blysum.<ref name=":2" /> Lögregla beitti piparúða á mótmælendur og þurftu nokkrir að leita aðhlynningar vegna þess. Grjóti var kastað í andlit eins lögreglumanns sem kjálkabrotnaði.<ref>{{tímarit.is|4016189|Útsending Kryddsíldar rofin|útgáfudagsetning=2. janúar 2009|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=6}}</ref> Mótmælendur klipptu að lokum í sundur myndsnúru sem lá frá hótelinu að bíl fyrir utan og útsendingu var hætt. Seinna lýsti Arnar Rúnar Marteinsson varðstjóri því að það hversu mikil læti urðu þennan dag hafi komið lögreglu á óvart. Lögregla var fáliðuð þar sem meiri mannskapur hafði verið boðaður á vakt um kvöldið.<ref name="10ar">{{cite web|url=https://www.visir.is/g/20181905781d/tiu-ar-fra-hruni-sau-i-hvad-stefndi-eftir-kryddsildarmotmaelin|title=Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin|date=1. október 2018|author=Sunna Kristín Hilmarsdóttir|website=Vísir.is}}</ref> Í skýrslu um aðgerðir lögreglu á þessum tíma kemur fram hjá ónefndum lögreglumanni sem var við störf þennan dag: <blockquote>Hluti mótmælenda á þessum tíma var vissulega góðkunningjar lögreglunnar og ungt róttækt fólk. Stór hluti var þó „venjulegir“ borgarar sem dags daglega myndu ekki taka þátt í skemmdarverkum, ofbeldi eða svívirða lögreglumenn við skyldustörf. [...] Mér virðist söguskýringin ætla að verða sú að þeir sem komu illa fram í mótmælunum og gengu of langt hafi bara verið lítill hópur góðkunningja lögreglunnar. Ekkert er fjær sanni í mínum huga.<ref name=":2" />{{rp|82}}</blockquote> === Þrettándi mótmælafundur, 3. janúar 2009 === Þrettándi laugardagsfundurinn var haldinn 3. janúar 2009 undir yfirskriftinni „Breiðfylking gegn ástandinu“.<ref>{{tímarit.is|5244935|Dagný Dimmblá sló í gegn|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=5.1.2009|blaðsíða=11}}</ref> Ræðumenn voru Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir kennari og grafiskur hönnuður,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>, Einar Már Guðmundsson rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> og Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir, 8 ára nemandi í Ísaksskóla.<ref>{{tímarit.is|401628|Átta ára stúlka í ræðustól|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4. janúar 2009|blaðsíða=2}}</ref> Skipuleggjendur töldu að um 5.000 manns hefðu verið á Austurvelli, en lögregla taldi nokkuð færri.<ref>{{tímarit.is|4016280|Þúsundir á Austurvelli|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1|útgáfudagetning=4.1.2009}}</ref> <gallery> Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason. Image:W13 Protesters 0394.JPG|Mótmælendur með skilti. Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már Guðmundsson. Image:W13 Protesters 0412.JPG|Mótmælandi með öryggisgleraugu og öryggishjálm. Image:W13 Protesters 0434.JPG|Mótmælendur á Austurvelli. </gallery> === Fjórtándi mótmælafundur, 10. janúar 2009 === Fjórtándi laugardagsfundurinn var haldinn kl. 15:00 laugardaginn 10. janúar. Ræðumenn voru [[Þorvaldur Þorvaldsson]] trésmiður, [[Lilja Mósesdóttir]] hagfræðingur,<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574|website=Smugan|date=10. janúar 2009|title=Þegar ekkert er eins og áður|author=Lilja Mósesdóttir|archive-date=30.1.2009}}</ref> og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=2430|website=Nei.|title=En þjóðin er þér ósammála|date=13. janúar 2009|author=Lárus Páll Birgisson|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130154239/http://this.is/nei/?p=2430|archive-date=30.1.2009}}</ref> Skipuleggjendur töldu að um 4.000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|6425368|Sandkorn|blað=DV|útgáfudagsetning=12.1.2009|blaðsíða=14}}</ref> <gallery> Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir Image:W14 Protesters 0711.JPG|Mótmælandi með skilti með „Fjandafælu“ [[Jón lærði Guðmundsson|Jóns lærða]]. Image:W14 Protesters 0801.JPG|Horft yfir mannfjöldann á Austurvelli. Image:W14 Protesters 1063.JPG|Fánar mótmælenda. </gallery> === Fimmtándi mótmælafundur, 17. janúar 2009 === Fimmtándi laugardagsfundurinn fór fram 17. janúar 2009 kl. 15:00. Á fjórða þúsund manns mættu á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|5245740|Yfir þrjú þúsund á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=19.1.2009|blaðsíða=8}}</ref> Ræðumenn voru Svanfríður Anna Lárusdóttir, sem var atvinnulaus, og [[Gylfi Magnússon]] dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.<ref>{{cite web|url=http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090425050335/http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf|title=Ræða á Austurvelli 17. janúar 2009|author=Gylfi Magnússon|date=17. janúar, 2009|website=Hi.is|archive-date=25.4.2009}}</ref> Mótmæli fóru fram á sex stöðum á landinu þennan dag: Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Dimmuborgum í Mývatnssveit, Selfossi og Egilsstöðum.<ref>{{cite web|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/|archive-date= 17.4.2009|website=Ruv.is|date=17. janúar 2009|title=Mótmælt á sex stöðum á landinu|url=http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/}}</ref><ref>{{cite web|url=https://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/774190/|author=Lára Hanna Einarsdóttir|date=18.1.2009|title=Mótmælt víða um land|website=blog.is}}</ref> Samtökin Nýjar raddir sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði til höfuðs Röddum fólksins, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu lögreglu.<ref>{{cite web|url=http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/774223/|title=STJÓRNSÝSLUKÆRA vegna Lögreglunnar í Reykjavík|author=Ástþór Magnússon|website=blog.is|date=17.1.2009}}</ref> <gallery> Image:W14x Protesters 0976.JPG|Hópur heilbrigðisstarfsfólks mótmælir niðurskurði vegna Bankahrunsins. Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG|Mótmælaskilti þar sem má sjá skrifað „Helvítis fokking fokk!“ og „Ég er ekki þjóðin“. Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon. Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir. Image:W14x Protesters 1099.JPG|Súpueldhús á Austurvelli. </gallery> === Mótmæli við Alþingishúsið, 20. janúar 2009 === Þriðjudaginn 20. janúar kom Alþingi saman á ný eftir jólafrí og Raddir fólksins höfðu boðað mótmæli af því tilefni. Krafa mótmælenda var að boðað yrði til kosninga sem fyrst. Þingsetning var klukkan 13:00. Þá var hópur mótmælenda mættur á Austurvöll og fjölgaði eftir því sem leið á daginn. Mótmælendur slógu á trommur og hrópuðu slagorðið „Vanhæf ríkisstjórn“. Sturla Jónsson var með gasknúnar flautur sem gáfu frá sér mikinn hávaða.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/20/piparudi_og_handtokur/|title=Piparúði og handtökur við Alþingi|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Lögreglumenn í óeirðabúningum skipuðu sér framan við Alþingishúsið og í Alþingisgarðinum til að varna mótmælendum inngöngu í Alþingishúsið. Um 20 manns voru handteknir í Alþingisgarðinum og fluttir í bílakjallara Alþingis.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22324/|title=Myndskeið: Þjóðin var í Alþingisgarðinum|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Mótmælendur á Austurvelli hentu reyksprengjum og súrmjólk á lögregluna sem beitti bæði kylfum og piparúða á mótmælendur.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22325/|title=Myndskeið: Beittu kylfum á mótmælendur|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Margar rúður í Alþingishúsinu voru brotnar. Töluverður fjöldi mótmælenda hélt áfram trommuslætti eftir að þingmenn hurfu úr þinghúsinu, og um sjöleytið var kveiktur bálköstur norðan við Skálann, viðbyggingu Alþingishússins.<ref name=":2" />{{rp|101}} Í blöðunum var mótmælunum lýst sem mestu mótmælum Íslandssögunnar frá 1949<ref>{{tímarit.is|5245813|Mestu mótmæli frá 1949|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=21.1.2009|blaðsíða=1}}</ref> og farið var að tala um þau sem „byltingu“.<ref>{{tímarit.is|6364164|Janúarbyltingin á Austurvelli|blað=DV|útgáfudagsetning=21.1.2009|blaðsíða=2}}</ref> Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað af sjálfu sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Laust fyrir miðnætti gerðu nokkrir mótmælendur aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem héldu því uppi. Eftir dágóða stund tókst að fella tréð. Mótmælendur drógu tréð fyrir framan Skálann á Austurvelli<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en erfitt reyndist að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og bálið logaði lengi þar sem mótmælendur bættu á það eldsmat af nærliggjandi byggingarsvæðum. Um tvöleytið hófu lögregla og slökkvilið að slökkva bálið og aðra elda sem mótmælendur höfðu kveikt á Austurvelli. Aðgerðum lögreglu lauk ekki fyrr en um klukkan 3 um nóttina.<ref name=":2" />{{rp|103}} Nokkrir eftirmálar urðu eftir þessi mótmæli, þar sem [[Geir Jón Þórisson]] hélt því fram í skýrslu lögreglu um mótmælin árið 2012 að þingmenn [[Vinstri græn]]na, [[Steingrímur J. Sigfússon]] og [[Álfheiður Ingadóttir]], hefðu gagnrýnt störf lögreglu í þinghúsinu þennan dag. Hann hélt því líka fram að Álfheiður hefði verið í sambandi við mótmælendur í Alþingisgarðinum fyrr um daginn með farsíma úr þinghúsinu.<ref name=":2" />{{rp|98}} Álfheiður vísaði því á bug að hún hefði stýrt mótmælunum við húsið.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/alfheidur-oskar-gagna-fra-logreglu|title=Álfheiður óskar gagna frá lögreglu|date=27.2.2012|website=RÚV}}</ref> Þetta varð samt tilefni [[samsæriskenning]]ar um að mótmælin hefðu í raun ekki verið sjálfsprottin heldur skipulögð af Vinstri grænum (sem voru í stjórnarandstöðu) og hafi lyktað með eins konar [[valdarán]]i.<ref>{{cite web|url=https://www.althingi.is/altext/140/03/r29141646.sgml|author=Vigdís Hauksdóttir|title=Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga|date=29.3.2012|website=Alþingi.is}}</ref><ref>{{cite web|url=https://andriki.is/2010/10/07/fimmtudagur-7-oktober-2010/|title=Fimmtudagur 7. október 2010|date=7.10.2010|website=Andríki}}</ref><ref>{{cite web|url=https://kjarninn.is/skodun/2018-09-18-rytingsstunga-nasistanna-yfirfaerd-island-ii/|author=Þorvaldur Logason|title=Rýtingsstunga nasistanna yfirfærð á Ísland II|date=20.9.2018|website=Kjarninn}}</ref> <gallery> Image:W15 090120-DSC01585.JPG|Trommusláttur framan við Alþingishúsið. Image:W15 Police 1445.JPG|Mótmælendur slá á fötur upp við lögreglumenn sem standa þétt upp við Alþingishúsið. Image:W15 Protesters 1231.JPG|Reykur vegna blysa og reyksprengja yfir Austurvelli. Image:W15 Protesters 1253.JPG|Lögregla ræðir við mótmælendur. Image:W15 Protesters 1807.JPG|Fólk safnast við bálköstinn um kvöldið. </gallery> === Mótmæli við Stjórnarráðið og Alþingishúsið, 21. janúar 2009 === Daginn eftir þingsetningu mættu mótmælendur á Austurvöll klukkan eitt. Jarðarför átti að vera í Dómkirkjunni klukkan 3 og mótmælendur fluttu sig því að Stjórnarráðinu þar sem mótmælin héldu áfram. Stór hópur lögreglumanna í óeirðabúnaði þurfti að aðstoða ráðherra við að komast þaðan. Mótmælendur veittust að forsætisráðherra, Geir Haarde, þegar hann steig út í ráðherrabílinn og [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á bílnum þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina um klukkan tvö.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22350/|title=Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref><ref>{{cite web|url=http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm |title=Protesters hit Icelandic PM's car|date=21.1.2009|website=BBC NEWS}}</ref> Eftir það héldu mótmælin áfram nokkra stund en færðust svo aftur inn á Austurvöll. Þar var þögn meðan á jarðarförinni stóð. Dómkirkjuprestur hafði beðið mótmælendur um að hafa hljótt við kirkjuna.<ref>{{tímarit.is|5245874|Aðsúgur gerður að ráðherra|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=22.1.2009|blaðsíða=14}}</ref> Mótmælin héldu svo áfram eftir 4. Lögreglan sló skjaldborg um Alþingishúsið líkt og daginn áður og varð fyrir eggjakasti. Innan dyra hafði boðaður þingfundur hins vegar verið felldur niður. Mótmælendur reyndu að kveikja bál á nokkrum stöðum á Austurvelli en þau voru slökkt jafnharðan.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22337/|title=Myndskeið: Mótmæla aftur í dag|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Klukkan 8 um kvöldið hófst fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúskjallaranum]]. Þangað hélt stór hópur mótmælenda og kveikt var bál utan við innganginn. Á fundinum ályktaði félagið að slíta bæri stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/|title=Samþykktu ályktun um stjórnarslit|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Eftir að fundinum lauk héldu mótmælendur aftur á Austurvöll þar sem lögregla varð fyrir grjótkasti og beitti piparúða til að dreifa mannfjöldanum. Piparúðinn kláraðist um miðnætti og tók lögreglan þá til þess bragðs að sprengja [[táragas]]sprengjur í fyrsta sinn frá 1949.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli/|date=22. janúar, 2009|title=Táragasi beitt á Austurvelli|website=Mbl.is}}</ref> Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasinu borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun. Eftir að táragasinu var beitt færðu mótmælendur sig aftur að Stjórnarráðinu þar sem hópur lögreglumanna stóð fyrir framan húsið og varð fyrir töluverðu grjótkasti. Um klukkan 2 gerðist það hins vegar að hópur mótmælenda tók sér stöðu framan við lögreglumennina til að verja þá fyrir grjótkastinu og hvetja fólk til að hætta því. Eftir það róuðust mótmælin.<ref name=":2" />{{rp|120}} Næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með því að auðkenna sig með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).<ref>{{tímarit.is|5245941|Mótmæla ofbeldi|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=23.1.2009|blaðsíða=17}}</ref> Sjö lögreglumenn slösuðust í mótmælunum, aðallega út af grjótkasti.<ref name=":2" />{{rp|120}} <gallery> Image:W15a Protesters 1894.JPG|Lögreglumenn við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1897.JPG|Mótmæli við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1919.JPG|Mótmælaskilti við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1943.JPG|Hópur mótmælenda við Stjórnarráðið. Image:W15b Protesters 2269.JPG|Lögreglumenn mynda skjaldborg við Alþingishúsið. </gallery> === Mótmæli við Alþingishúsið, 22. janúar 2009 === [[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]] Á fimmtudeginum var mótmælt sem fyrr og trommur barðar, en mótmælin voru mun friðsamlegri en dagana tvo þar á undan. Áætlað var að 400-500 manns hefðu mætt á Austurvöll. Sumir mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm. Ýmis samtök sem höfðu tekið þátt í mótmælunum sendu frá sér yfirlýsingar þar sem ofbeldi gegn lögreglu var fordæmt. Raddir fólksins og ýmsir aðrir hópar boðuðu hlé á mótmælum föstudags- og laugardagskvöld þar sem áfengi og mótmæli færu ekki saman.<ref>{{tímarit.is|5245940|Söngur og rósir á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=23.1.2009|blaðsíða=17}}</ref> Margir mótmælendur auðkenndu sig með appelsínugulum borðum og tóku sér sumir stöðu með lögreglu við þinghúsið. Seinna um kvöldið var lögreglumönnum í óeirðabúnaði skipt út fyrir lögreglumenn í hefðbundnum einkennisbúningi.<ref name=":2" />{{rp|128}} Mótmælin stóðu engu að síður fram yfir 11 um kvöldið. <blockquote>Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila ''good cop-bad cop'' að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=3221|website=Nei.|date=23. janúar 2009|title=''Good cop''-dagur á Austurvelli|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130152753/http://this.is/nei/?p=3221|archive-date=30.1.2009|url-status=dead}}</ref></blockquote> === Sextándi mótmælafundur, 24. janúar 2009 === Sextándi laugardagsfundurinn fór fram 24. janúar klukkan 3 á vegum Radda fólksins. Ræðumenn voru [[Magnús Björn Ólafsson]] blaðamaður, [[Hildur Helga Sigurðardóttir]] blaðamaður, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur og [[Guðmundur Andri Thorsson]] rithöfundur. Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum.<ref>{{cite web|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637/|title=Allt að 6000 á Austurvelli í dag|date=24.1.2009|website=RÚV|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090206120317/http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637/|archive-date=6.2.2009}}</ref> Samkvæmt dagbók lögreglu fóru mótmælin vel fram og mun jákvæðari andi en dagana á undan. Margir auðkenndu sig með appelsínugulum lit til að sýna andstöðu við ofbeldi. Aðgerðum lögreglu lauk fyrir 7.<ref name=":2" />{{rp|142}} <gallery> Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishúsið. Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur. Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson með appelsínugulan borða. Image:W16 Protesters 2687.JPG|Mótmælaskilti í líki umferðarskiltis. Image:W16 Protester 2729.JPG|Mótmælendur á Austurvelli. </gallery> === Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 === Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]". Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref> Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref> Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref> * <gallery> Image:W16a Protester 02999.JPG Image:W16a Bessastadir 03017.JPG Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde </gallery> === Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 === * Ræðumenn: ** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur ** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona ** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur <gallery> Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir Image:W17 Protesters 3402.JPG </gallery> == Mótmælendur == Samkvæmt íslensku kosningarannsókninni sem er gerð á landsvísu eftir hverjar kosningar, sögðust 17% svarenda hafa tekið þátt í mótmælum í kjölfar Bankahrunsins og 70% sögðust hafa verið hlynnt mótmælunum.<ref>{{cite conference|title=Búsáhaldabyltingin: Pólitískt jafnræði og þátttaka almennings í mótmælum|author=Eva Heiða Önnudóttir|conference=Þjóðarspegillinn|year=2011|page=39|url=https://skemman.is/handle/1946/10251}}</ref> Rannsóknin sýndi að ekki var mikill munur á þeim sem tóku þátt og þeim sem ekki tóku þátt hvað varðar menntun og tekjur, en hvatar á borð við áhuga á stjórnmálum, að telja sig vinstra megin við miðju í stjórnmálum og að telja mikla hagsmuni vera í húfi, voru lykilástæður þátttöku. Önnur rannsókn sem var gerð á handahófskenndu 609 manna úrtaki á höfuðborgarsvæðinu sýndi að 25% eða fjórðungur íbúa tók þátt í einhverjum mótmælum á Austurvelli í janúar 2009. Mótmælin urðu vettvangur til þess að afla sér upplýsinga um Bankahrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og landsmenn vildu frekari skýringar.<ref name="konnun" /><ref>{{cite journal|title=Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January 2009: The Role of Perceived Economic Loss and Political Attitudes in Protest Participation and Support|author=Jón Gunnar Bernburg|journal=Mobilization: An International Quarterly|year=2015|volume=20|number=2|pages=231–252|doi=10.17813/1086-671X-20-2-231}}</ref> Niðurstöður sýndu að fólk sem var óánægt með lýðræðið og taldi vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstrisinnað fólk, var mun líklegra til að mæta og taka þátt í mótmælunum.<ref name="konnun">{{cite conference|title=Hverjir tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni?|author=Jón Gunnar Bernburg, Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir|conference=Þjóðarspegillinn|year=2010|url=https://skemman.is/handle/1946/6856}}</ref> Þau sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega, burtséð frá því hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfinu hafði líka áhrif; fólk sem bar lítið traust til stjórnmálakerfisins var 6 sinnum líklegra til að mæta á mótmælin. Fólk sem taldi að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar var miklu líklegra til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru skoðuð, voru þau sem mældust hæst 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þau sem mældust lægst.<ref name="konnun" /> === Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar === Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif. [[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins] [[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn. [[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210726135646/https://andspyrna.org/ |date=2021-07-26 }}geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>{{Cite web |url=http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 |title=Heimasíða Andspyrnu |access-date=2017-03-23 |archive-date=2020-08-07 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200807032927/http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 |url-status=dead }}</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir. [[Neyðarstjórn kvenna]] '''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar. Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar. Appelsínugulur… * … er friðsöm krafa um breytingar. * … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni. * … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er. * … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið. == Aðgerðir lögreglu == Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli. Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun. Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum. Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum  sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" /> === Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum === [[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" /> Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" /> Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð. Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi: * Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138. * Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni. * Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst. * Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar. Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í des­em­ber 2012 kvað úr­sk­urðar­nefndin upp úr að synj­un lög­reglu­stjór­ans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köfl­um sem heita „Gagn­rýni. Viðhorf annarra, s.s. fjöl­miðla“ og að til­tek­inni um­fjöll­un um kær­anda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþing­is]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefnd­in umboðsmanni grein fyr­ir því að hún væri reiðubú­in til að ­taka málið upp að nýju, bær­ist henni ósk þess efn­is frá kær­anda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hef­ur úr­sk­urður­inn að geyma nýja niður­stöðu um skyldu lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu til að af­henda um­rædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref> Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Ein­tök sem voru send á fjölmiðla voru síðar inn­kölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan text­a, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref> Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“ == Eftirmæli == Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi. === Opinber umræða === * Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref> * [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref> * [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref> === Bækur === Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni. * ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref> * ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref> * ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref> === Fræðigreinar === * Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref> * [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" /> === Ýmislegt === Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref> == Tengt efni == * [[Öskra]] * [[Mótmæli 2009-2010]] == Heimildir == {{reflist}} == Tenglar == * [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki] * http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession * http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm {{Hrunið}} [[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]] [[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]] fmdemm7woo6jqj1qlbzy72r5o36v1j4 1890040 1890039 2024-12-03T12:34:20Z Akigka 183 /* Sextándi mótmælafundur, 24. janúar 2009 */ 1890040 wikitext text/x-wiki {{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}} [[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]] [[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]] '''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll. Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings. Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins voru óflokkspólitísk samtök. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin og náðu hámarki þegar Alþingi kom saman eftir jólafrí 20. janúar 2009. == Atburðarásin == === Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 === {{aðalgrein|Neyðarlögin}} [[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi: {{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}} Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf. === Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 === Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]]. === Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 === Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" /> === Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 === Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref> === Annar mótmælafundur, 18. október 2008 === Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona. <gallery> Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason Image:W02 Protesters 07933.JPG Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG Image:W02 Collection 07946.JPG Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG </gallery> === Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 === Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur. === Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 === Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" /> === Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 === [[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]] Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref> Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" /> Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar. <gallery> Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir. Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti. </gallery> === Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. === Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref> <blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote> Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref> Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref> <gallery> image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli </gallery> === Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. === Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð. <blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote> Eftir fundinn var aðgerðahópurinn [[Neyðarstjórn kvenna]] með gjörning þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni var klædd í bleikan kjól.<ref>{{cite web|url=https://www.visir.is/g/2008435809d/jon-sigurdsson-klaeddur-i-kjol|title=Jón Sigurðsson klæddur í kjól|dags=22.11.2008|website=Vísir.is}}</ref> <gallery> Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“ Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur </gallery> === Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 === {{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}} Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir. Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref> === Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 === Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig. Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref> === Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 === Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=2008-12-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20081204013021/http://smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|access-date=2024-11-18|url-status=bot: unknown}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref> === Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 === [[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]] Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum. Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" /> === Níundi mótmælafundur, 6. desember 2008 === Níundi mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 6. desember 2008. Ræðumenn voru [[Gerður Kristný]] rithöfundur og Jón Hreiðar Erlendsson fyrrum vörubílstjóri. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Um 1500 manns sóttu fundinn, en þar boðaði Hörður Torfason upphaf „skyndiaðgerða“: <blockquote>Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir. <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref></blockquote> Fundurinn var boðaður kl. 14:00. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200-300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við Seðlabankann þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan inngang Alþingishússins með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum samkvæmt lögreglu. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka.<ref name=":2" /> Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli. Fyrirsögn dreifimiðanna var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar að þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“.<ref name=":2" /> === Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 === {{aðalgrein|Nímenningarnir}} Mánudaginn 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda þess að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem þeim var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir: <blockquote>... brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin.<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote> Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum: {{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web|url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010|website=attac.is|title=Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010|author=Sólveig Jónsdóttir|date=15. maí 2010|access-date=2010-10-01|archive-date=2016-03-05|archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010|url-status=dead}}</ref>}} Hópur sem kallaði sig „Aðgerð Aðgerð“ lýsti yfir ábyrgð á aðgerðunum. Til nokkurra átaka kom fyrir utan þinghúsið þegar félagar hinna handteknu reyndu að frelsa þá úr klóm lögreglu. Lögreglan var með sérstakan viðbúnað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu af ótta við sams konar umsátursástand og 22. nóvember. Ekki kom þó til þess.<ref>{{tímarit.is|6449496|„Út, út, drullið ykkur út“|blað=DV|útgáfudagsetning=9.12.2008|blaðsíða=8|höfundur=Atli Már Gylfason}}</ref> === Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 === Nokkrir tugir manns komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram, þriðjudaginn 9. desember. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu. Ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, frá [[Suðurgata|Suðurgötu]]. Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar: <blockquote>Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna. Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi. Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290|archive-date=20.2.2009|title=Ráðherrum varnað inngöngu|website=Smugan|date=9. desember 2008}}</ref></blockquote> Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>{{cite web|url=http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128|title=Tveir mótmælendur handteknir|website=Lögregluvefurinn|date=9 desember 2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090424114011/http://www.logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128|archive-date=24.4.2009}}</ref> Í ''Morgunblaðinu'' var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami „[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]“.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/|title=Mótmæli við Ráðherrabústaðinn|website=Mbl.is|date=9. desember 2008|retrieved=4. október 2010}}</ref> === Tíundi mótmælafundur, 13. desember 2008 === Tíundi laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli 13. desember 2008. Um 1000 manns mættu á fundinn og sýndu samstöðu með 17 mínútna þögn í stað ræðuhalda. Á Akureyri tóku um 150 manns þátt í mótmælum undir yfirskriftinni „Virkjum lýðræðið“.<ref>{{tímarit.is|4015159|Lögreglan gaf fólki kakóbolla|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=4|útgáfudagsetning=14.12.2008}}</ref> <gallery> Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan og tíu útikerti við Alþingishúsið. Image:W10 Protesters 9755.JPG|Mótmælaskilti. Image:W10 Protesters 9825.JPG|Neyðarstjórn kvenna. </gallery> === Mótmæli við bankana, 17. desember 2008 === Boðuð mótmæli miðvikudaginn 17. desember áttu að hefjast kl. 9:00 við Austurvöll og þaðan átti að halda í bankana. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma þeim út. Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]]. Þá hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns. Þau komu sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við Laugaveg 77. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt til í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind]]ar við Laugarveg.<ref name=":2" /> Fólkið mótmælti meðal annars ráðningu [[Tryggvi Jónsson|Tryggva Jónssonar]] fyrrverandi aðstoðarforstjóra [[Baugur Group|Baugs]] til Landsbankans og hrópaði slagorðið „Borgið ykkar skuldir sjálf“.<ref>{{tímarit.is|4015405|Mótmælt í tveimur löndum|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=18.12.2008|blaðsíða=2}}</ref> Um kl. 13:00 var lögregla kölluð til vegna hóps mótmælenda á 101 Hotel við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Þeir biðu þar eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem var staddur á hótelinu. Mótmælendur sættust á að fara út eftir viðræður við lögreglu. Þegar mótmælendur voru komnir út gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name="gudjonheidar" /><ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4015407|Veist að Jóni Ásgeiri í gær|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=18.12.2008|blaðsíða=4}}</ref> Á bloggsíðu Guðjóns Heiðars Valgarðssonar, eins af mótmælendunum, segir hann:<blockquote>Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.<ref name="gudjonheidar">{{cite web|url=https://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/|title=Ég kastaði snjóbolta í Jón Ásgeir Jóhannesson|author=Guðjón Heiðar Valgarðsson|date=17.12.2008|website=Blog.is}}</ref></blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra. === Ellefti mótmælafundur, 20. desember 2008 === [[Mynd:W11 Silent Protest 0073.JPG|thumb|right|Mótmælaskilti frá Neyðarstjórn kvenna.]] Á ellefta laugardagsfundinum voru aftur þögul mótmæli í ellefu mínútur. Um 500 manns mættu á mótmælin. Eftir fundinn köstuðu nokkrir mótmælendur snjó og skóm í Alþingishúsið.<ref>{{tímarit.is|4015701|Hentu skóm í Alþingishúsið|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=21.12.2008|blaðsíða=2}}</ref> Fyrirmyndin að skókastinu var atvik þar sem íraski blaðamaðurinn [[Muntadhar al-Zaidi]] kastaði skó að [[George W. Bush]] á blaðamannafundi í Bagdad sex dögum fyrr. === Tólfti mótmælafundur, 27. desember, 2008 === Tólfti laugardagsfundurinn var haldinn 27. desember 2008, á þriðja degi jóla. Lögregla taldi að um 500 hefðu mætt, en skipuleggjendur töldu það vera nær 1000.<ref>{{tímarit.is|5234896|Tólfti mótmælafundurinn á Austurvelli|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=29.12.2008|blaðsíða=4}}</ref> Ræðumenn voru [[Björn Þorsteinsson]] heimspekingur<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> og [[Ragnhildur Sigurðardóttir]] sagnfræðingur.<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Mörg mótmælaskilti voru sett upp eins og [[umferðarmerki]] þar sem samningum við [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðinn]] var mótmælt og þess krafist að bankastjórum yrði vikið frá störfum.<ref>{{tímarit.is|5234917|Mótmælastaða|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=29.12.2008|blaðsíða=25}}</ref> Um 80 manns komu saman við þögul mótmæli á ráðhústorginu á Akureyri. === Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 === Nokkur hundruð manns söfnuðust saman við [[Hótel Borg]] á Austurvelli. Búist var við forystufólki stjórnmálaflokkanna í beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á gamlársdag þar sem [[Sigmundur Ernir Rúnarsson]] var þáttastjórnandi. Hópur fólks fór gekk með blys frá Stjórnarráðinu á Austurvöll til að færa mótmælin nær þeim sem verið var að mótmæla.<ref name="10ar" /> Lögregla var með viðbúnað og til átaka kom við mótmælendur sem ruddu sér leið inn á hótelið og kveiktu þar í reyksprengjum og blysum.<ref name=":2" /> Lögregla beitti piparúða á mótmælendur og þurftu nokkrir að leita aðhlynningar vegna þess. Grjóti var kastað í andlit eins lögreglumanns sem kjálkabrotnaði.<ref>{{tímarit.is|4016189|Útsending Kryddsíldar rofin|útgáfudagsetning=2. janúar 2009|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=6}}</ref> Mótmælendur klipptu að lokum í sundur myndsnúru sem lá frá hótelinu að bíl fyrir utan og útsendingu var hætt. Seinna lýsti Arnar Rúnar Marteinsson varðstjóri því að það hversu mikil læti urðu þennan dag hafi komið lögreglu á óvart. Lögregla var fáliðuð þar sem meiri mannskapur hafði verið boðaður á vakt um kvöldið.<ref name="10ar">{{cite web|url=https://www.visir.is/g/20181905781d/tiu-ar-fra-hruni-sau-i-hvad-stefndi-eftir-kryddsildarmotmaelin|title=Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin|date=1. október 2018|author=Sunna Kristín Hilmarsdóttir|website=Vísir.is}}</ref> Í skýrslu um aðgerðir lögreglu á þessum tíma kemur fram hjá ónefndum lögreglumanni sem var við störf þennan dag: <blockquote>Hluti mótmælenda á þessum tíma var vissulega góðkunningjar lögreglunnar og ungt róttækt fólk. Stór hluti var þó „venjulegir“ borgarar sem dags daglega myndu ekki taka þátt í skemmdarverkum, ofbeldi eða svívirða lögreglumenn við skyldustörf. [...] Mér virðist söguskýringin ætla að verða sú að þeir sem komu illa fram í mótmælunum og gengu of langt hafi bara verið lítill hópur góðkunningja lögreglunnar. Ekkert er fjær sanni í mínum huga.<ref name=":2" />{{rp|82}}</blockquote> === Þrettándi mótmælafundur, 3. janúar 2009 === Þrettándi laugardagsfundurinn var haldinn 3. janúar 2009 undir yfirskriftinni „Breiðfylking gegn ástandinu“.<ref>{{tímarit.is|5244935|Dagný Dimmblá sló í gegn|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=5.1.2009|blaðsíða=11}}</ref> Ræðumenn voru Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir kennari og grafiskur hönnuður,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>, Einar Már Guðmundsson rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> og Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir, 8 ára nemandi í Ísaksskóla.<ref>{{tímarit.is|401628|Átta ára stúlka í ræðustól|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4. janúar 2009|blaðsíða=2}}</ref> Skipuleggjendur töldu að um 5.000 manns hefðu verið á Austurvelli, en lögregla taldi nokkuð færri.<ref>{{tímarit.is|4016280|Þúsundir á Austurvelli|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1|útgáfudagetning=4.1.2009}}</ref> <gallery> Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason. Image:W13 Protesters 0394.JPG|Mótmælendur með skilti. Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már Guðmundsson. Image:W13 Protesters 0412.JPG|Mótmælandi með öryggisgleraugu og öryggishjálm. Image:W13 Protesters 0434.JPG|Mótmælendur á Austurvelli. </gallery> === Fjórtándi mótmælafundur, 10. janúar 2009 === Fjórtándi laugardagsfundurinn var haldinn kl. 15:00 laugardaginn 10. janúar. Ræðumenn voru [[Þorvaldur Þorvaldsson]] trésmiður, [[Lilja Mósesdóttir]] hagfræðingur,<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574|website=Smugan|date=10. janúar 2009|title=Þegar ekkert er eins og áður|author=Lilja Mósesdóttir|archive-date=30.1.2009}}</ref> og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=2430|website=Nei.|title=En þjóðin er þér ósammála|date=13. janúar 2009|author=Lárus Páll Birgisson|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130154239/http://this.is/nei/?p=2430|archive-date=30.1.2009}}</ref> Skipuleggjendur töldu að um 4.000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|6425368|Sandkorn|blað=DV|útgáfudagsetning=12.1.2009|blaðsíða=14}}</ref> <gallery> Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir Image:W14 Protesters 0711.JPG|Mótmælandi með skilti með „Fjandafælu“ [[Jón lærði Guðmundsson|Jóns lærða]]. Image:W14 Protesters 0801.JPG|Horft yfir mannfjöldann á Austurvelli. Image:W14 Protesters 1063.JPG|Fánar mótmælenda. </gallery> === Fimmtándi mótmælafundur, 17. janúar 2009 === Fimmtándi laugardagsfundurinn fór fram 17. janúar 2009 kl. 15:00. Á fjórða þúsund manns mættu á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|5245740|Yfir þrjú þúsund á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=19.1.2009|blaðsíða=8}}</ref> Ræðumenn voru Svanfríður Anna Lárusdóttir, sem var atvinnulaus, og [[Gylfi Magnússon]] dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.<ref>{{cite web|url=http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090425050335/http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf|title=Ræða á Austurvelli 17. janúar 2009|author=Gylfi Magnússon|date=17. janúar, 2009|website=Hi.is|archive-date=25.4.2009}}</ref> Mótmæli fóru fram á sex stöðum á landinu þennan dag: Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Dimmuborgum í Mývatnssveit, Selfossi og Egilsstöðum.<ref>{{cite web|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/|archive-date= 17.4.2009|website=Ruv.is|date=17. janúar 2009|title=Mótmælt á sex stöðum á landinu|url=http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/}}</ref><ref>{{cite web|url=https://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/774190/|author=Lára Hanna Einarsdóttir|date=18.1.2009|title=Mótmælt víða um land|website=blog.is}}</ref> Samtökin Nýjar raddir sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði til höfuðs Röddum fólksins, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu lögreglu.<ref>{{cite web|url=http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/774223/|title=STJÓRNSÝSLUKÆRA vegna Lögreglunnar í Reykjavík|author=Ástþór Magnússon|website=blog.is|date=17.1.2009}}</ref> <gallery> Image:W14x Protesters 0976.JPG|Hópur heilbrigðisstarfsfólks mótmælir niðurskurði vegna Bankahrunsins. Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG|Mótmælaskilti þar sem má sjá skrifað „Helvítis fokking fokk!“ og „Ég er ekki þjóðin“. Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon. Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir. Image:W14x Protesters 1099.JPG|Súpueldhús á Austurvelli. </gallery> === Mótmæli við Alþingishúsið, 20. janúar 2009 === Þriðjudaginn 20. janúar kom Alþingi saman á ný eftir jólafrí og Raddir fólksins höfðu boðað mótmæli af því tilefni. Krafa mótmælenda var að boðað yrði til kosninga sem fyrst. Þingsetning var klukkan 13:00. Þá var hópur mótmælenda mættur á Austurvöll og fjölgaði eftir því sem leið á daginn. Mótmælendur slógu á trommur og hrópuðu slagorðið „Vanhæf ríkisstjórn“. Sturla Jónsson var með gasknúnar flautur sem gáfu frá sér mikinn hávaða.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/20/piparudi_og_handtokur/|title=Piparúði og handtökur við Alþingi|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Lögreglumenn í óeirðabúningum skipuðu sér framan við Alþingishúsið og í Alþingisgarðinum til að varna mótmælendum inngöngu í Alþingishúsið. Um 20 manns voru handteknir í Alþingisgarðinum og fluttir í bílakjallara Alþingis.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22324/|title=Myndskeið: Þjóðin var í Alþingisgarðinum|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Mótmælendur á Austurvelli hentu reyksprengjum og súrmjólk á lögregluna sem beitti bæði kylfum og piparúða á mótmælendur.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22325/|title=Myndskeið: Beittu kylfum á mótmælendur|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Margar rúður í Alþingishúsinu voru brotnar. Töluverður fjöldi mótmælenda hélt áfram trommuslætti eftir að þingmenn hurfu úr þinghúsinu, og um sjöleytið var kveiktur bálköstur norðan við Skálann, viðbyggingu Alþingishússins.<ref name=":2" />{{rp|101}} Í blöðunum var mótmælunum lýst sem mestu mótmælum Íslandssögunnar frá 1949<ref>{{tímarit.is|5245813|Mestu mótmæli frá 1949|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=21.1.2009|blaðsíða=1}}</ref> og farið var að tala um þau sem „byltingu“.<ref>{{tímarit.is|6364164|Janúarbyltingin á Austurvelli|blað=DV|útgáfudagsetning=21.1.2009|blaðsíða=2}}</ref> Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað af sjálfu sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Laust fyrir miðnætti gerðu nokkrir mótmælendur aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem héldu því uppi. Eftir dágóða stund tókst að fella tréð. Mótmælendur drógu tréð fyrir framan Skálann á Austurvelli<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en erfitt reyndist að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og bálið logaði lengi þar sem mótmælendur bættu á það eldsmat af nærliggjandi byggingarsvæðum. Um tvöleytið hófu lögregla og slökkvilið að slökkva bálið og aðra elda sem mótmælendur höfðu kveikt á Austurvelli. Aðgerðum lögreglu lauk ekki fyrr en um klukkan 3 um nóttina.<ref name=":2" />{{rp|103}} Nokkrir eftirmálar urðu eftir þessi mótmæli, þar sem [[Geir Jón Þórisson]] hélt því fram í skýrslu lögreglu um mótmælin árið 2012 að þingmenn [[Vinstri græn]]na, [[Steingrímur J. Sigfússon]] og [[Álfheiður Ingadóttir]], hefðu gagnrýnt störf lögreglu í þinghúsinu þennan dag. Hann hélt því líka fram að Álfheiður hefði verið í sambandi við mótmælendur í Alþingisgarðinum fyrr um daginn með farsíma úr þinghúsinu.<ref name=":2" />{{rp|98}} Álfheiður vísaði því á bug að hún hefði stýrt mótmælunum við húsið.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/alfheidur-oskar-gagna-fra-logreglu|title=Álfheiður óskar gagna frá lögreglu|date=27.2.2012|website=RÚV}}</ref> Þetta varð samt tilefni [[samsæriskenning]]ar um að mótmælin hefðu í raun ekki verið sjálfsprottin heldur skipulögð af Vinstri grænum (sem voru í stjórnarandstöðu) og hafi lyktað með eins konar [[valdarán]]i.<ref>{{cite web|url=https://www.althingi.is/altext/140/03/r29141646.sgml|author=Vigdís Hauksdóttir|title=Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga|date=29.3.2012|website=Alþingi.is}}</ref><ref>{{cite web|url=https://andriki.is/2010/10/07/fimmtudagur-7-oktober-2010/|title=Fimmtudagur 7. október 2010|date=7.10.2010|website=Andríki}}</ref><ref>{{cite web|url=https://kjarninn.is/skodun/2018-09-18-rytingsstunga-nasistanna-yfirfaerd-island-ii/|author=Þorvaldur Logason|title=Rýtingsstunga nasistanna yfirfærð á Ísland II|date=20.9.2018|website=Kjarninn}}</ref> <gallery> Image:W15 090120-DSC01585.JPG|Trommusláttur framan við Alþingishúsið. Image:W15 Police 1445.JPG|Mótmælendur slá á fötur upp við lögreglumenn sem standa þétt upp við Alþingishúsið. Image:W15 Protesters 1231.JPG|Reykur vegna blysa og reyksprengja yfir Austurvelli. Image:W15 Protesters 1253.JPG|Lögregla ræðir við mótmælendur. Image:W15 Protesters 1807.JPG|Fólk safnast við bálköstinn um kvöldið. </gallery> === Mótmæli við Stjórnarráðið og Alþingishúsið, 21. janúar 2009 === Daginn eftir þingsetningu mættu mótmælendur á Austurvöll klukkan eitt. Jarðarför átti að vera í Dómkirkjunni klukkan 3 og mótmælendur fluttu sig því að Stjórnarráðinu þar sem mótmælin héldu áfram. Stór hópur lögreglumanna í óeirðabúnaði þurfti að aðstoða ráðherra við að komast þaðan. Mótmælendur veittust að forsætisráðherra, Geir Haarde, þegar hann steig út í ráðherrabílinn og [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á bílnum þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina um klukkan tvö.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22350/|title=Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref><ref>{{cite web|url=http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm |title=Protesters hit Icelandic PM's car|date=21.1.2009|website=BBC NEWS}}</ref> Eftir það héldu mótmælin áfram nokkra stund en færðust svo aftur inn á Austurvöll. Þar var þögn meðan á jarðarförinni stóð. Dómkirkjuprestur hafði beðið mótmælendur um að hafa hljótt við kirkjuna.<ref>{{tímarit.is|5245874|Aðsúgur gerður að ráðherra|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=22.1.2009|blaðsíða=14}}</ref> Mótmælin héldu svo áfram eftir 4. Lögreglan sló skjaldborg um Alþingishúsið líkt og daginn áður og varð fyrir eggjakasti. Innan dyra hafði boðaður þingfundur hins vegar verið felldur niður. Mótmælendur reyndu að kveikja bál á nokkrum stöðum á Austurvelli en þau voru slökkt jafnharðan.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22337/|title=Myndskeið: Mótmæla aftur í dag|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Klukkan 8 um kvöldið hófst fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúskjallaranum]]. Þangað hélt stór hópur mótmælenda og kveikt var bál utan við innganginn. Á fundinum ályktaði félagið að slíta bæri stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/|title=Samþykktu ályktun um stjórnarslit|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Eftir að fundinum lauk héldu mótmælendur aftur á Austurvöll þar sem lögregla varð fyrir grjótkasti og beitti piparúða til að dreifa mannfjöldanum. Piparúðinn kláraðist um miðnætti og tók lögreglan þá til þess bragðs að sprengja [[táragas]]sprengjur í fyrsta sinn frá 1949.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli/|date=22. janúar, 2009|title=Táragasi beitt á Austurvelli|website=Mbl.is}}</ref> Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasinu borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun. Eftir að táragasinu var beitt færðu mótmælendur sig aftur að Stjórnarráðinu þar sem hópur lögreglumanna stóð fyrir framan húsið og varð fyrir töluverðu grjótkasti. Um klukkan 2 gerðist það hins vegar að hópur mótmælenda tók sér stöðu framan við lögreglumennina til að verja þá fyrir grjótkastinu og hvetja fólk til að hætta því. Eftir það róuðust mótmælin.<ref name=":2" />{{rp|120}} Næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með því að auðkenna sig með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).<ref>{{tímarit.is|5245941|Mótmæla ofbeldi|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=23.1.2009|blaðsíða=17}}</ref> Sjö lögreglumenn slösuðust í mótmælunum, aðallega út af grjótkasti.<ref name=":2" />{{rp|120}} <gallery> Image:W15a Protesters 1894.JPG|Lögreglumenn við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1897.JPG|Mótmæli við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1919.JPG|Mótmælaskilti við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1943.JPG|Hópur mótmælenda við Stjórnarráðið. Image:W15b Protesters 2269.JPG|Lögreglumenn mynda skjaldborg við Alþingishúsið. </gallery> === Mótmæli við Alþingishúsið, 22. janúar 2009 === [[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]] Á fimmtudeginum var mótmælt sem fyrr og trommur barðar, en mótmælin voru mun friðsamlegri en dagana tvo þar á undan. Áætlað var að 400-500 manns hefðu mætt á Austurvöll. Sumir mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm. Ýmis samtök sem höfðu tekið þátt í mótmælunum sendu frá sér yfirlýsingar þar sem ofbeldi gegn lögreglu var fordæmt. Raddir fólksins og ýmsir aðrir hópar boðuðu hlé á mótmælum föstudags- og laugardagskvöld þar sem áfengi og mótmæli færu ekki saman.<ref>{{tímarit.is|5245940|Söngur og rósir á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=23.1.2009|blaðsíða=17}}</ref> Margir mótmælendur auðkenndu sig með appelsínugulum borðum og tóku sér sumir stöðu með lögreglu við þinghúsið. Seinna um kvöldið var lögreglumönnum í óeirðabúnaði skipt út fyrir lögreglumenn í hefðbundnum einkennisbúningi.<ref name=":2" />{{rp|128}} Mótmælin stóðu engu að síður fram yfir 11 um kvöldið. <blockquote>Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila ''good cop-bad cop'' að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=3221|website=Nei.|date=23. janúar 2009|title=''Good cop''-dagur á Austurvelli|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130152753/http://this.is/nei/?p=3221|archive-date=30.1.2009|url-status=dead}}</ref></blockquote> === Sextándi mótmælafundur, 24. janúar 2009 === Sextándi laugardagsfundurinn fór fram 24. janúar klukkan 3 á vegum Radda fólksins. Ræðumenn voru [[Magnús Björn Ólafsson]] blaðamaður, [[Hildur Helga Sigurðardóttir]] blaðamaður, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur og [[Guðmundur Andri Thorsson]] rithöfundur. Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum.<ref>{{cite web|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637/|title=Allt að 6000 á Austurvelli í dag|date=24.1.2009|website=RÚV|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090206120317/http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637/|archive-date=6.2.2009}}</ref> Samkvæmt dagbók lögreglu fóru mótmælin vel fram og mun jákvæðari andi en dagana á undan. Margir auðkenndu sig með appelsínugulum lit til að sýna andstöðu við ofbeldi. Aðgerðum lögreglu lauk fyrir 7.<ref name=":2" />{{rp|142}} <gallery> Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishúsið. Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|Þorvaldur syngur. Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson með appelsínugulan borða. Image:W16 Protesters 2687.JPG|Mótmælaskilti í líki umferðarskiltis. Image:W16 Protester 2729.JPG|Mótmælendur á Austurvelli. Appelsínugulur litur er áberandi. </gallery> === Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 === Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]". Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref> Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref> Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref> * <gallery> Image:W16a Protester 02999.JPG Image:W16a Bessastadir 03017.JPG Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde </gallery> === Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 === * Ræðumenn: ** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur ** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona ** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur <gallery> Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir Image:W17 Protesters 3402.JPG </gallery> == Mótmælendur == Samkvæmt íslensku kosningarannsókninni sem er gerð á landsvísu eftir hverjar kosningar, sögðust 17% svarenda hafa tekið þátt í mótmælum í kjölfar Bankahrunsins og 70% sögðust hafa verið hlynnt mótmælunum.<ref>{{cite conference|title=Búsáhaldabyltingin: Pólitískt jafnræði og þátttaka almennings í mótmælum|author=Eva Heiða Önnudóttir|conference=Þjóðarspegillinn|year=2011|page=39|url=https://skemman.is/handle/1946/10251}}</ref> Rannsóknin sýndi að ekki var mikill munur á þeim sem tóku þátt og þeim sem ekki tóku þátt hvað varðar menntun og tekjur, en hvatar á borð við áhuga á stjórnmálum, að telja sig vinstra megin við miðju í stjórnmálum og að telja mikla hagsmuni vera í húfi, voru lykilástæður þátttöku. Önnur rannsókn sem var gerð á handahófskenndu 609 manna úrtaki á höfuðborgarsvæðinu sýndi að 25% eða fjórðungur íbúa tók þátt í einhverjum mótmælum á Austurvelli í janúar 2009. Mótmælin urðu vettvangur til þess að afla sér upplýsinga um Bankahrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og landsmenn vildu frekari skýringar.<ref name="konnun" /><ref>{{cite journal|title=Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January 2009: The Role of Perceived Economic Loss and Political Attitudes in Protest Participation and Support|author=Jón Gunnar Bernburg|journal=Mobilization: An International Quarterly|year=2015|volume=20|number=2|pages=231–252|doi=10.17813/1086-671X-20-2-231}}</ref> Niðurstöður sýndu að fólk sem var óánægt með lýðræðið og taldi vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstrisinnað fólk, var mun líklegra til að mæta og taka þátt í mótmælunum.<ref name="konnun">{{cite conference|title=Hverjir tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni?|author=Jón Gunnar Bernburg, Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir|conference=Þjóðarspegillinn|year=2010|url=https://skemman.is/handle/1946/6856}}</ref> Þau sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega, burtséð frá því hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfinu hafði líka áhrif; fólk sem bar lítið traust til stjórnmálakerfisins var 6 sinnum líklegra til að mæta á mótmælin. Fólk sem taldi að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar var miklu líklegra til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru skoðuð, voru þau sem mældust hæst 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þau sem mældust lægst.<ref name="konnun" /> === Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar === Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif. [[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins] [[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn. [[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210726135646/https://andspyrna.org/ |date=2021-07-26 }}geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>{{Cite web |url=http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 |title=Heimasíða Andspyrnu |access-date=2017-03-23 |archive-date=2020-08-07 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200807032927/http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 |url-status=dead }}</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir. [[Neyðarstjórn kvenna]] '''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar. Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar. Appelsínugulur… * … er friðsöm krafa um breytingar. * … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni. * … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er. * … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið. == Aðgerðir lögreglu == Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli. Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun. Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum. Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum  sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" /> === Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum === [[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" /> Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" /> Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð. Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi: * Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138. * Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni. * Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst. * Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar. Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í des­em­ber 2012 kvað úr­sk­urðar­nefndin upp úr að synj­un lög­reglu­stjór­ans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köfl­um sem heita „Gagn­rýni. Viðhorf annarra, s.s. fjöl­miðla“ og að til­tek­inni um­fjöll­un um kær­anda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþing­is]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefnd­in umboðsmanni grein fyr­ir því að hún væri reiðubú­in til að ­taka málið upp að nýju, bær­ist henni ósk þess efn­is frá kær­anda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hef­ur úr­sk­urður­inn að geyma nýja niður­stöðu um skyldu lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu til að af­henda um­rædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref> Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Ein­tök sem voru send á fjölmiðla voru síðar inn­kölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan text­a, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref> Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“ == Eftirmæli == Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi. === Opinber umræða === * Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref> * [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref> * [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref> === Bækur === Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni. * ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref> * ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref> * ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref> === Fræðigreinar === * Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref> * [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" /> === Ýmislegt === Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref> == Tengt efni == * [[Öskra]] * [[Mótmæli 2009-2010]] == Heimildir == {{reflist}} == Tenglar == * [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki] * http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession * http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm {{Hrunið}} [[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]] [[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]] 2wkrteh6gsxxzqdbp2z20hn4dwgw3i5 1890059 1890040 2024-12-03T15:01:40Z Akigka 183 /* Sextándi mótmælafundur, 24. janúar 2009 */ 1890059 wikitext text/x-wiki {{hreingera|uppfæra, málfar, kaflaskipting, myndanotkun o.s.frv.}} [[Mynd:W15_Protesters_1217.JPG|thumb|Mótmælendur berja á dósir og pottlok á mótmælum 20. janúar 2009.]] [[Mynd:Althingi IMF protest.jpg|thumb|right|Mótmæli við Alþingishúsið í nóvember 2008. Búið er að koma fyrir skilti á svölum hússins sem á stendur „Til sölu (kr) $ 2,100.000.000“ og „IMF Selt“.]] '''Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008''', betur þekkt sem '''Búsáhaldabyltingin''', voru fjölmenn [[mótmæli]], sem hófust í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|falls íslensku bankanna]] [[haust]]ið [[2008]]. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða ''laugardagsfundi'' á [[Austurvöllur|Austurvelli]], auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að [[Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde|ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar]] féll. Búsáhaldabyltingin er kennd við það að margir þátttakendur börðu sleifum á potta, pottlok og dósir til að skapa takt,<ref name="havadi" /> um leið og þeir sungu [[slagorð]] á borð við „vanhæf ríkisstjórn!“. Skilti með slagorðum eins og „Nýtt lýðveldi“, „Vér mótmælum öll“ og „Helvítis fokking fokk“ voru lýsandi fyrir andrúmsloftið á mótmælunum. Kröfur mótmælenda voru skýrar: stjórn [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankans]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] áttu að víkja þar sem þær væru rúnar öllu trausti almennings. Tveir hópar voru áberandi við skipulagningu mótmæla í byrjun: [[Mótmælasamtökin Nýir tímar]] undir forystu [[Kolfinna Baldvinsdóttir|Kolfinnu Baldvinsdóttur]] fjölmiðlakonu og [[Raddir fólksins]] undir forystu [[Hörður Torfason|Harðar Torfasonar]] tónlistarmanns. Áherslur þessara tveggja hópa voru ólíkar þar sem Nýir tímar vildu leggja áherslu á pólitíska þáttinn á meðan Raddir fólksins voru óflokkspólitísk samtök. Þekktustu mótmælafundirnir voru laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli þar sem fjöldi fólks flutti ávörp, en aðgerðir fóru fram víðar, meðal annars við [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]], [[Þjóðleikhúsið]] og Lögreglustöðina við Hlemm. Átök mótmælenda og [[óeirðalögregla|óeirðalögreglu]] fóru stigvaxandi eftir því sem leið á mótmælin og náðu hámarki þegar Alþingi kom saman eftir jólafrí 20. janúar 2009. == Atburðarásin == === Neyðarlögin og bankahrunið, 6. október 2008 === {{aðalgrein|Neyðarlögin}} [[Lausafjárkreppan 2007-2008]] olli því að bankar og aðrar fjármálastofnanir víða um heim urðu gjaldþrota. Stærst þessara gjaldþrota var gjaldþrot [[Lehman Brothers]] í september 2008, sem varð til þess að [[millibankalán]] stöðvuðust tímabundið. Það olli aftur greiðsluerfiðleikum íslenskra banka sem voru með stór [[kúlulán]] á gjalddaga og gátu nú ekki endurfjármagnað þau með nýjum lánum. [[Glitnir banki]] var fyrstur íslensku bankanna sem lenti í erfiðleikum og hratt af stað atburðarás sem leiddi til [[Bankahrunið á Íslandi|gjaldþrots allra þriggja stærstu íslensku bankanna]] og setningu [[neyðarlögin|neyðarlaga]] 6. október 2008. Af því tilefni ávarpaði forsætisráðherra, [[Geir H. Haarde]], landsmenn í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi: {{tilvitnun2|Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.|höfundur=Geir H. Haarde (6. október 2008)}} Setning neyðarlaganna og ávarp forsætisráðherra gerðu almenningi á Íslandi ljóst að fjármálakerfið væri að hrynja með [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011|alvarlegum afleiðingum]] fyrir íslenskt efnahagslíf. === Samstöðutónleikar á Austurvelli, 8. október 2008 === Tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða þann 8. október 2008, boðaði [[Bubbi Morthens]] til samstöðutónleika á [[Austurvöllur|Austurvelli]] um hádegið undir yfirskriftinni „Krónan er fallin“.<ref>{{tímarit.is|3634868|Bubbi þjappaði saman þjóðinni|blað=24 stundir|útgáfudagsetning=9. október 2008|blaðsíða=30}}</ref><ref>{{tímarit.is|4201399|Ládeyða á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=9.10.2008|blaðsíða=42}}</ref> Um 1000-1500 manns mættu og allt gekk vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Mikið var um fjölskyldufólk með börn, og margir að maula á nesti á meðan tónleikunum stóð. Hljómsveitin [[Buff (hljómsveit)|Buff]] lék með Bubba auk þess sem rapparinn [[Poetrix]] kom fram. Bubbi flutti meðal annars nýtt lag sem hann hafði samið kvöldið áður og hét „Ein stór fjölskylda“. Lagið samdi hann fyrir þennan samstöðufund, en það var frumflutt á [[Rás 2]] um morguninn og svo stuttu síðar á [[Bylgjan|Bylgjunni]]. === Fyrstu mótmælin, 10. október 2008 === Fjórum dögum eftir setningu neyðarlaganna, eða föstudaginn 10. október, var boðað til fyrstu mótmælanna á samskiptamiðlinum [[Facebook]] vegna þess ástands sem skapast hefði við fall bankanna. Fólk var hvatt til að mæta á [[Arnarhóll|Arnarhól]] til að krefjast þess að [[Davíð Oddsson]] seðlabankastjóri segði af sér.<ref name=":0">{{cite book|author=Stefán Gunnar Sveinsson|year=2013|title=Búsáhaldabyltingin: Sjálfsprottin eða skipulögð?|location=Reykjavík|publisher=Almenna bókafélagið}}</ref> Samkvæmt frétt [[Reuters]]-fréttastofunnar mættu um 200 manns á mótmælin.<ref name=":0" /> Síðar færðu mótmælendur sig að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Allt gekk vel fyrir sig á meðan mótmælunum stóð.<ref name=":2">{{cite report|author=Geir Jón Þórisson|date=30. júní 2012|title=Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011|url=https://rafhladan.is/handle/10802/11046|publisher=Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu}}</ref> Nokkrir mótmælendur urðu ósáttir við það þegar einn úr þeirra hópi fór að syngja „[[Internationalinn]]“ (alþjóðlegt baráttulag [[kommúnismi|kommúnista]]). Sumir létu sig hverfa í kjölfarið þar sem þeir töldu mótmælin vera orðin „of rauð“.<ref name=":0" /> Skipuleggjendum var í kjölfarið ráðlagt að hafa meiri fyrirvara á mótmælunum, sleppa „Nallanum“ og kaupa almennilegt [[gjallarhorn]].<ref name=":0" /> === Samstöðufundur á Ingólfstorgi, 17. október 2008 === Þann 17. október 2008 hélt leikarinn [[Karl Ágúst Úlfsson]] samstöðufund á [[Ingólfstorg]]i. Þetta voru ekki mótmæli heldur [[trommuhringur]] til að sýna að þegar hver og einn leggur fram það sem hann hefur fram að færa þá ná allir að spila saman.<ref name="havadi">{{cite journal|author=Njörður Sigurjónsson|year=2015|title=Hávaði búsáhaldabyltingarinnar|journal=Ritið|volume=15|number=3|pages=137-159|url=https://timarit.is/page/6565669?iabr=on}}</ref> Honum fannst þjóðin þurfa mest á því að halda á þessum erfiðu tímum, að finna að við eigum öll hagsmuna að gæta og að allir þyrftu að leggjast á eitt til að komast á réttan kjöl. Karl Ágúst stóð að samstöðufundinum ásamt fyrirtækinu Practical.<ref>{{Tímarit.is|4008901|Trommað í takt|útgáfudagsetning=18. október 2008|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1}}</ref> === Annar mótmælafundur, 18. október 2008 === Annar mótmælafundurinn var boðaður klukkan 3, laugardaginn 18. október 2008. Þessi fundur var mun betur skipulagður en sá fyrsti og notaðist við hljóðkerfi og lítið færanlegt svið sem [[Reykjavíkurborg]] útvegaði og komið var fyrir við [[Landsímahúsið]] á [[Austurvöllur|Austurvelli]], líkt og á samstöðutónleikum Bubba 10 dögum fyrr. Aðstandendur voru Hörður Torfason, Kolfinna Baldvinsdóttir, [[Dr. Gunni]] og Andri Sigurðsson. Líkt og á fyrsta fundinum var helsta krafan afsögn seðlabankastjóra. Ræðumenn á fundinum voru [[Þráinn Bertelsson]], rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE YouTube: Ræða Þráins Bertilssonar 18. október, 2008]</ref> [[Þorvaldur Gylfason]], prófessor við Háskóla Íslands,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2008/10/thg181008.pdf Raddir fólksins: Ræða - Þorvaldur Gylfason 18. október, 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> [[Ragnheiður Gestsdóttir]], rithöfundur, [[Biggi Veira|Birgir Þórarinsson]], tölvunarfræðingur og tónlistarmaður, og Kolfinna Baldvinsdóttir, fjölmiðlakona. <gallery> Image:W02 Hördur Torfason Organizer.JPG|Hörður Torfason Image:W02 Protesters 07933.JPG Image:W02 Protesters Auturvöllur 07942.JPG Image:W02 Collection 07946.JPG Image:W02 Austurvöllur 07957s.JPG </gallery> === Þriðji mótmælafundur, 25. október 2008 === Þriðji mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 25. október 2008. Nokkur fjöldi safnaðist saman á Austurvelli þar sem [[Einar Már Guðmundsson]], rithöfundur, [[Guðmundur Gunnarsson]], formaður Rafiðnaðarsambandsins, og [[Jón Baldvin Hannibalsson]], fyrrverandi ráðherra, héldu ræður. Eftir fundinn var farið í mótmælagöngu að [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðnum]] þar sem hrópað var „brennum bankana!“ um leið og fáni [[Landsbankinn|Landsbankans]] var brenndur. === Fjórði mótmælafundur, 1. nóvember 2008 === Fjórði laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008. Í þetta sinn var mótmælaganga frá [[Hlemmur|Hlemmi]] yfir á Austurvöll. Fjórir vörubílar óku á undan göngunni og þeyttu flautur. [[Sturla Jónsson]], einn af forystumönnum í [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008|mótmælum vörubílstjóra]] fyrr þetta sama ár, var einn ræðumanna. Aðrir ræðumenn voru Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Lárus Páll Birgisson sjúkraliði, Ernesto Ortiz veitingamaður, Óskar Ástþórsson leikskólakennari og Birgir Þórarinsson tónlistarmaður. Allt fór vel fram og var áætlaður fjöldi 1000-1500 manns.<ref>{{tímarit.is|4009688|Á annað þúsund mótmæltu|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=2.11.2008|blaðsíða=1}}</ref> Dúkka var hengd upp á hliðið í Austurstræti.<ref name=":2" /> === Fimmti mótmælafundur, 8. nóvember 2008 === [[Image:W05 Buags flag 8282.JPG|thumb|Bónusfáninn á Alþingishúsinu.]] Fimmti laugardagsfundurinn var haldinn 8. nóvember 2008. Ræðumenn voru Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi, Arndís Björnsdóttir kennari og Einar Már Guðmundsson rithöfundur.<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8nKnTc7DV8U YouTube: Ræða - Einar Már Guðmundsson 8. nóvember, 2008.]</ref> Þetta voru fjölmennustu mótmælin til þessa en samkvæmt lögreglu voru á fjórða þúsund manns mætt á Austurvöll þar sem mótmælin höfðu verið boðuð.<ref name=":2" /> Skömmu eftir að mótmælin hófust klifraði mótmælandi ([[Haukur Hilmarsson]]) upp á þak [[Alþingishúsið|Alþingishússins]] og dró [[Bónus (verslun)|Bónus]]fána að húni á fánastöng hússins. Lögreglumenn fóru á bak við húsið til að gæta að honum og nokkur fjöldi mótmælanda safnaðist þar saman í kjölfarið. Þegar fánamaðurinn kom niður reyndi lögregla að handtaka hann, en mótmælendur komu í veg fyrir það og hann slapp. Mótmælin færðust þá aftur inn á Austurvöll þar sem mótmælendur köstuðu skyri og eggjum í Alþingishúsið. Talsverður hiti var í fólki og átti lögreglan á köflum í basli með að halda aftur af mótmælendum.<ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4010083|Á fjórða þúsund mótmælti|blað=Vísir|útgáfudagsetning=9. nóvember 2008|blaðsíða=4}}</ref> Frásagnir af ástandinu þennan dag voru mismunandi. Daníel Sigurbjörnsson sagði í viðtali í ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]]'' 10. nóvember:<blockquote>„Ástandið var mun alvarlegra í portinu en fjölmiðlar hafa sagt frá. Lögreglumenn voru þar í hættu; þeir kallaðir öllum illum nöfnum og margsinnis hótað lífláti [...] Ég fór inn í portið þegar maðurinn birtist uppi á þaki með Bónusfánann. Þegar einn lögreglumaðurinn ætlaði upp stigann gerði maður í portinu sig líklegan til að kippa honum aftur niður og það hefði valdið stórslysi. Mér tókst einhvern veginn að hindra manninn og var kallaður öllum illum nöfnum fyrir vikið og grýttur með eggjum, jógúrt og tómötum. Ástandið var mun alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Mér fannst öryggi mínu ógnað þrátt fyrir að hafa aðeins ætlað að taka þarna nokkrar myndir fyrir sjálfan mig.“<ref name=":4">{{tímarit.is|4203627|Margmenni við mótmæli á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|höfundur=Halldór Armand Ásgeirsson|útgáfudagsetning=10 nóvember 2008|blaðsíða=8}}</ref></blockquote> [[Ingvar Á. Þórisson]] kvikmyndagerðamaður sagði í ''Morgunblaðinu'' sama dag:<blockquote>„Sá sem strengdi upp Bónus-fánann uppskar mikið lof fyrir og í kjölfarið safnaðist fólk saman inni í portinu þar sem stiginn var. Þar voru aðeins þrír lögreglumenn. Maður heyrði seinna meir að það voru einhverjir tuddar þarna tilbúnir í slagsmál við lögregluna en ég held nú að það hafi verið lítil hætta á því að þau yrðu. Ég tel að það sé langt í að hér sjóði eitthvað upp úr.“</blockquote> Hann taldi lögregluna hafa brugðist vel við mótmælunum. „Ég var þarna fremst og fannst lögreglan bregðast hárrétt við. Þeir voru ekki með neinar brynsveitir og létu ekki æsa sig upp í neitt.“<ref name=":4" /> Á þessum mótmælum mætti [[Gunnar Már Pétursson]] myndlistarmaður í fyrsta sinn með skilti sem á stóð slagorðið „Helvítis fokking fokk!“.<ref>{{cite web|url=https://www.flickr.com/photos/johannesgunnar/3013903904/in/album-72157609177016624|author=Jói Gunnar|website=Flickr|title=Helvítis Fokking Fokk!|date=8.11.2008}}</ref> Þetta átti eftir að verða nokkurs konar einkennisslagorð Búsáhaldabyltingarinnar sem lýsti óánægju án þess að setja fram stefnu eða kröfu um breytingar. <gallery> Image:W05 Speaker Ragnheidur Gestsdottir 08323.JPG|Ragnheiður Gestsdóttir. Image:W05 Protesters Austurvöllur 08325.JPG|Mótmælendur með skilti. </gallery> === Sjötti mótmælafundur, 15. nóvember 2008. === Sjötti laugardagsfundurinn var haldinn 15. nóvember 2008. Ræðumenn voru [[Andri Snær Magnason]] rithöfundur,<ref>[http://www.youtube.com/watch?v=8Hm0yr2kmJU YouTube: Ræður: Viðar Þorsteinsson og Andri Snær 15. nóvember, 2008.]</ref> Viðar Þorsteinsson heimspekingur og [[Kristín Helga Gunnarsdóttir]] rithöfundur. [[Lúðrasveit Íslands]] undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Taldi lögregla að um 6000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|4204103|Vaxandi styrkur mótmæla|útgáfudagsetning=17.11.2008|blaðsíða=4|blað=Morgunblaðið}}</ref> <blockquote>Mikill hiti var í fundarmönnum og ljóst að fólk krefst aðgerða. Þúsundir manna öskruðu já háum rómi þegar Hörður Torfason, tónlistarmaður og skipuleggjandi mótmælanna, spurði fólk hvort það vildi stjórn Seðlabankans burt. Sömu sögu var að segja þegar hann spurði hvort fólk vildi stjórn Fjármálaeftirlitsins, spillingaröflin og ríkisstjórnina burt. Þúsundraddað já kvað við. Rétt eins og fólk krafðist kosninga í vor með háværu já-svari.<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|archive-url=https://vefsafn.is/is/20130502181530/http://www.dv.is/frettir/2008/11/15/serfraedingur-i-ad-gelda-og-svaefa/|website=DV.is|date=15. nóvember, 2008|title=Sérfræðingur í að gelda og svæfa|archive-date=2.5.2013}}</ref></blockquote> Eftir fundinn kastaði fólk eggjum, skyri og klósettrúllum í Alþingishúsið. Kveikt var í klósettrúllu á tröppum hússins, en lögreglan slökkti eldinn.<ref>{{tímarit.is|4010468|Kröfðust lýðræðis|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=16.11.2008|blaðsíða=6}}</ref> Um kvöldið voru vel sóttir samstöðutónleikar í [[Laugardalshöll]] þar sem íslenskt tónlistarfólk bauð til ókeypis tónleika. Meðal flytjenda voru [[Stuðmenn]], [[Buff (hljómsveit)|Buff]], [[Ný dönsk]], [[Ragnheiður Gröndal]], [[Lay Low]], [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]], [[Baggalútur]] og [[HAM (hljómsveit)|Ham]].<ref>{{tímarit.is|4204139|Hlýleg stemning á samstöðutónleikum|útgáfudagsetning=17.11.2008|blað=Morgunblaðið|blaðsíða=40}}</ref> <gallery> image:W06 Speaker Vidar Thorsteinsson 08339.JPG|Viðar Þorsteinsson image:W06 Protesters 08361.JPG|Mótmælaskilti Image:W06 Andri Snær Magnason Speaker 08345.JPG|Andri Snær Magnason Image:W06 Protesters 08446.JPG|Mannfjöldinn á Austurvelli </gallery> === Sjöundi mótmælafundur, 22. nóvember, 2008. === Sjöundi laugardagsfundurinn var haldinn 22. nóvember 2008. Ræðumenn voru Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, [[Katrín Oddsdóttir]] laganemi og [[Gerður Pálmadóttir]], atvinnurekandi í Hollandi. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum og [[Hjalti Rögnvaldsson]] las baráttuljóð. <blockquote>Katrín sagði meðal annars ríkisstjórnina hafa brotið mannréttindi Íslendinga þegar skrifað var undir lánabeiðni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá væri það ekki ákvörðun þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde hvort gengið yrði til kosninga, eins og þau hafa sagt ekki tímabært. Hún lauk máli sínu með hrópunum "Góðir Íslendingar, við látum ekki kúga okkur" og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra." <ref>{{tímarit.is|4010848|Mótmælendur gerast háværari|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=23. nóvember, 2008|blaðsíða=2}}</ref></blockquote> Eftir fundinn var aðgerðahópurinn [[Neyðarstjórn kvenna]] með gjörning þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni var klædd í bleikan kjól.<ref>{{cite web|url=https://www.visir.is/g/2008435809d/jon-sigurdsson-klaeddur-i-kjol|title=Jón Sigurðsson klæddur í kjól|dags=22.11.2008|website=Vísir.is}}</ref> <gallery> Image:W07 Band2.JPG|Lúðrasveit Íslands leikur Image:W07 Hjalti Rögnvaldsson 08679.JPG|Ljóðalestur Hjalti Rögnvaldsson Image:W07 Protesters 8727.JPG|Mótmælendur með skilti sem á stendur „Vér mótmælum öll“ Image:W07 Katrin Oddsdottir speaker 08700.JPG|Katrín Oddsdóttir flytur erindi Image:W07 Protesters 8713.JPG|Mótmælendur </gallery> === Áhlaup á lögreglustöðina, 22. nóvember 2008 === {{aðalgrein|Áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008}} Föstudaginn 21. nóvember var [[Haukur Hilmarsson]] handtekinn af lögreglunni fyrir að hafa klifrað upp í byggingarkrana í tengslum við mótmæli [[Saving Iceland]] á [[Kárahnúkavirkjun|Kárahnjúkum]] árið 2005. Margir töldu að tilgangur handtökunnar væri sá einn að taka hann úr umferð fyrir mótmælin um helgina.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=893|title=Lögregla tekur mótmælanda úr umferð|website=Nei.|date=22.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130162516/http://this.is/nei/?p=893|archive-date=30.1.2009}}</ref> Í ræðu sinni á laugardagsmótmælunum daginn eftir fordæmdi Hörður Torfason handtökuna og hvatti viðstadda til að fylkja liði að lögreglustöðinni á Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi. Milli 500 og eitt þúsund manns söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina þar sem slagorðin „Út með Hauk! Inn með Geir!“ voru hrópuð. Mannfjöldinn braut sér leið í gegnum útidyr hússins, en var hrakinn frá af lögregluliði í óeirðabúningum sem beitti piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir. Um klukkan 18:00 bárust þær fréttir að Hauki hefði verið sleppt úr haldi og að óþekktur aðili hefði greitt fyrir hann sektina sem hann var handtekinn fyrir að hafa ekki greitt.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|author=Ásgeir H. Ingólfsson|title=Grátið eggjarauðutárum|website=Smugan|archive-url=https://vefsafn.is/is/20110106122642/http://www.smugan.is/skyringar/frettaskyringar/nr/89|archive-date=1.1.2011}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/22/fanganum_sleppt/|title=Fanganum sleppt|website=mbl.is|date=22.11.2008}}</ref> === Útifundur og borgarafundur, 24. nóvember 2008 === Mánudaginn 24. nóvember stóðu [[BSRB]] og fleiri samtök fyrir útifundi á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni „Verjum velferðina“. Þar var borin upp vantrauststillaga á ríkisstjórnina og Alþingi og nokkrir fóru inn á þingpalla. Um 1000 manns voru á torginu og allt gekk vel fyrir sig. Um kvöldið var fjölmennur [[opinn borgarafundur]] í [[Háskólabíó]]i, en þar gekk líka allt vel fyrir sig.<ref name=":2" /> Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á [[RÚV]]. Á þeim fundi mælti [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] hin fleygu orð „Þið eruð ekki þjóðin“ við lítinn fögnuð viðstaddra.<ref>{{tímarit.is|4011594|Góð vika/slæm vika|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=56|útgáfudagsetning=29.11.2008}}</ref> === Áttundi mótmælafundur, 29. nóvember 2008 === Áttundi laugardagsfundurinn var haldinn 29. nóvember 2008. Ræðumenn í þetta sinn voru [[Illugi Jökulsson]] rithöfundur,<ref>{{cite web|url=http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|title=Gerum það án þeirra|website=DV.is/blogg: Ræða|author=Illugi Jökulsson|date=29.11.2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20100326161528/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2008/11/29/gerum-thad-theirra/|archive-date=26.3.2010}}</ref> Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, og [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]] leikstjóri.<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|title=Stefán Jónsson á Austurvelli 29. nóvember 2008|author=Stefán Jónsson|date=29.11.2008|archive-date=2008-12-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20081204013021/http://smugan.is/pistlar/raedur/nr/183|access-date=2024-11-18|url-status=bot: unknown}}</ref> Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn, þrátt fyrir kulda, og góð stemning var í hópnum.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/|vefsíða=mbl.is|date=29. nóvember, 2008|title=Segir góða stemningu á mótmælafundi|archive-date=6.10.2017|archive-url=https://vefsafn.is/is/20171006173230/http://www.mbl.is/frettir/forsida/2008/11/29/segir_goda_stemningu_a_motmaelafundi/}}</ref> Þátttakendum bauðst að undirrita „uppsagnarbréf“ handa völdum ráðamönnum.<ref>{{tímarit.is|4011987|Ráðamönnum sagt upp|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=30. nóvember 2008|blaðsíða=1}}</ref> === Mótmæli við Stjórnarráðið og Seðlabankann, 1. desember 2008 === [[Mynd:W08_Protesters_Arnarhóll_9424.JPG|thumb|Mótmælendur á Arnarhóli.]] Mánudaginn 1. desember 2008 (fullveldisdaginn) mætti hópur mótmælanda fyrir utan [[Stjórnarráð Íslands|Stjórnarráðið]]. [[Eva Hauksdóttir]] fór þar fremst í flokki ásamt átta manns. Hélt fólkið á svörtum og rauðum fánum. Eva Hauksdóttir fór með ýmiskonar þulur og særingar ásamt því að hópurinn kastaði kjötstykkjum á Stjórnarráðið og á grasblettinn þar fyrir framan. Eftir um hálfa klukkustund fór hópurinn í átt að [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]]. Eva Hauksdóttir fór með lögreglumanni að afgreiðsluborði bankans og óskaði eftir því að fá að hitta [[Davíð Oddsson]] Seðlabankastjóra. Nokkur hópur af mótmælendum hafði komið sér fyrir í anddyrinu ásamt Evu og var farið að láta ófriðlega. [[Lögregla|Lögreglan]] vísaði fólkinu út. Í framhaldinu fór Eva til fundar við Davíð Oddson. Eftir fundinn kom [[Eva Hauksdóttir|Eva]] út með brúðu í líki Davíðs og framdi þar gjörning sem gekk út á að bera Davíð úr bankanum. Á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] höfðu um 1000 manns safnast saman þegar mest var og fór fólk að streyma þaðan að [[Seðlabanki|Seðlabankanum]]. Þegar hópurinn hafði náð áfangastað var ástandið orðið mjög eldfimt og nokkrir mótmælendur komnir á þak bankans. Margt fólk safnaðist fyrir í anddyrinu sem varð til þess að lögreglan gaf skipun um að rýma anddyrið. Þetta var gert nokkrum sinnum með litlum árangri sem varð til þess að lögreglan hótaði að nota [[Piparúði|piparúða]] á mótmælendur. Það kom þó aldrei til þess þar sem lögreglan átti samtal við mótmælendur sem töluðu um það að þau vildu fara út með einhverri reisn og helst ekki fyrr en eftir einhvern tíma. Þá voru þau fyrirmæli gefin út til aðgerðahópa lögreglu að beita ekki neinni hörku við að koma mótmælendum út. Ágætlega gekk hjá lögreglu að koma fólkinu út en þó voru um 100 manns sem ekki vildu fara. Lögreglan gerði þá samkomulag við mótmælendur að ef þeir myndu bakka með sína lögreglumenn þá myndu mótmælendur fara út. Þetta gekk eftir og tókst lögreglu að rýma anddyrið án þess að til átaka kæmi.<ref name=":2" /> === Níundi mótmælafundur, 6. desember 2008 === Níundi mótmælafundurinn var haldinn laugardaginn 6. desember 2008. Ræðumenn voru [[Gerður Kristný]] rithöfundur og Jón Hreiðar Erlendsson fyrrum vörubílstjóri. Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum. Um 1500 manns sóttu fundinn, en þar boðaði Hörður Torfason upphaf „skyndiaðgerða“: <blockquote>Um 1.500 manns sóttu mótmælafund vegna efnahagsástandsins á Austurvelli í gær. Skipuleggjandi boðar til aðgerða með klukkustundar fyrirvara í vikunni. MÓTMÆLI Það er ekki nóg að halda mótmælafundi einu sinni í viku. Nú taka við skyndiaðgerðir. <ref>[http://vefblod.visir.is/index.php?s=2629&p=66525 Fréttablaðið 7. desember, 2008. Boða skyndiaðgerðir.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Stöð 2 Kvöldfréttir.<ref>[http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=fbf147c6-d35e-4e1f-afe5-83fa8b4abb8f&mediaClipID=7f98a25e-45ce-4eb3-a65a-1213e38650b5 Stöð 2 6. desember, 2008. Kvöldfréttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref></blockquote> Fundurinn var boðaður kl. 14:00. Fáir mættu á mótmælin í byrjun eða um 200-300 manns. [[Lögreglan á Íslandi|Lögreglan]] fylgdist með ákveðnum einstaklingum sem mest voru áberandi á mótmælunum við Seðlabankann þann 1. desember. Um klukkan 15:00 sást til tveggja pilta klifra upp á svalir fyrir ofan inngang Alþingishússins með skilti sem á stóð „Elskaðu land þitt“ og tilvísun í netslóð sem vísaði á sönglag á netinu. Eftir að þeir voru búnir að koma upp skiltinu fóru þeir niður. Stóðu mótmælin yfir til klukkan 15:31 og þegar mest var voru um 1000 manns á mótmælunum samkvæmt lögreglu. Eftir að mótmælunum lauk urðu nokkrir einstaklingar eftir á svæðinu og klukkan 16:02 kölluðu lögreglumenn lið sitt til baka en lögreglan hafði fylgst grant með mótmælunum sem fóru fram án átaka.<ref name=":2" /> Dreifimiðum var dreift á mótmælunum þar sem boðað var til nýrra mótmæla þann 8. desember á Austurvelli. Fyrirsögn dreifimiðanna var „TÍMI FYRIR AÐGERÐIR“ og stóð þar að þau mótmæli yrðu „annað stig“ í baráttu mótmælenda fyrir breytingum sem felast meðal annars í því að „raunverulega framkvæma þær ágætu hugmyndir sem fram hafa komið og hvernig megi ná fram réttlætinu. Ekki láta þig vanta, vertu með í aðgerðum gegn yfirvaldinu, vertu með í Byltingunni!“.<ref name=":2" /> === Mótmæli í Alþingishúsinu, 8. desember 2008 === {{aðalgrein|Nímenningarnir}} Mánudaginn 8. desember 2008 freistaði hópur um 30 mótmælenda þess að komast á palla Alþingis. Þingverðir og lögregla meinuðu fólkinu að komast á þingpalla. Níu úr þessum hóp voru síðar ákærð fyrir árás á sjálfræði Alþingis. Í ákæru sem þeim var birt 1. mars segir að fólkið sé ákært fyrir: <blockquote>... brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot með því að hafa, þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð. ... Með háttsemi sinni rufu ákærðu friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin.<ref>{{cite web |url=http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%c3%a6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |title=rvk9.org, stuðningssíða nímenninganna. sótt 29. september 2010 |access-date=2010-10-01 |archive-date=2011-02-01 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110201050856/http://www.rvk9.org/2010/05/21/ak%C3%A6rurnar-a-hendur-nimenningunum/ |url-status=dead }}</ref></blockquote> Tveir mótmælendanna komust upp á áhorfendapalla Alþingis, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson og óþekkt kona. Áður en hann var dreginn niður náði Snorri að hrópa af pöllunum: {{tilvitnun2|Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur, drullið ykkur út.<ref>{{cite web|url=http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010|website=attac.is|title=Ég ákæri ykkur. Ræða Sólveigar Jónsdóttur á Austurvelli 15. maí 2010|author=Sólveig Jónsdóttir|date=15. maí 2010|access-date=2010-10-01|archive-date=2016-03-05|archive-url=https://web.archive.org/web/20160305102100/http://attac.is/index.php?option=com_content&view=article&id=109:raeea-solveigar-jonsdottur-a-austurvelli-15-mai-2010|url-status=dead}}</ref>}} Hópur sem kallaði sig „Aðgerð Aðgerð“ lýsti yfir ábyrgð á aðgerðunum. Til nokkurra átaka kom fyrir utan þinghúsið þegar félagar hinna handteknu reyndu að frelsa þá úr klóm lögreglu. Lögreglan var með sérstakan viðbúnað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu af ótta við sams konar umsátursástand og 22. nóvember. Ekki kom þó til þess.<ref>{{tímarit.is|6449496|„Út, út, drullið ykkur út“|blað=DV|útgáfudagsetning=9.12.2008|blaðsíða=8|höfundur=Atli Már Gylfason}}</ref> === Mótmæli við Ráðherrabústaðinn, 9. desember 2008 === Nokkrir tugir manns komu saman við [[Ráðherrabústaðurinn|Ráðherrabústaðinn]] við [[Tjarnargata|Tjarnargötu]] til að mótmæla ríkisstjórnarfundi sem þar fór fram, þriðjudaginn 9. desember. Hópurinn stillti sér upp í götunni og kom þannig í veg fyrir að ráðherrarnir kæmust að húsinu frá Tjarnargötu. Ráðherrarnir gengu þá inn bakdyramegin í gegnum garðinn ofan við húsið, frá [[Suðurgata|Suðurgötu]]. Eftirfarandi tilkynning var send út vegna aðgerðarinnar: <blockquote>Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu: Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna. Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi. Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090220132513/www.smugan.is/frettir/frettir/nr/290|archive-date=20.2.2009|title=Ráðherrum varnað inngöngu|website=Smugan|date=9. desember 2008}}</ref></blockquote> Tveir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu.<ref>{{cite web|url=http://logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128|title=Tveir mótmælendur handteknir|website=Lögregluvefurinn|date=9 desember 2008|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090424114011/http://www.logregla.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=13128|archive-date=24.4.2009}}</ref> Í ''Morgunblaðinu'' var því slegið föstu að mótmælendur við Ráðherrabústaðinn væri sami „[h]ópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu [8. desember]“.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/09/motmaeli_vid_radherrabustadinn/|title=Mótmæli við Ráðherrabústaðinn|website=Mbl.is|date=9. desember 2008|retrieved=4. október 2010}}</ref> === Tíundi mótmælafundur, 13. desember 2008 === Tíundi laugardagsfundurinn var haldinn á Austurvelli 13. desember 2008. Um 1000 manns mættu á fundinn og sýndu samstöðu með 17 mínútna þögn í stað ræðuhalda. Á Akureyri tóku um 150 manns þátt í mótmælum undir yfirskriftinni „Virkjum lýðræðið“.<ref>{{tímarit.is|4015159|Lögreglan gaf fólki kakóbolla|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=4|útgáfudagsetning=14.12.2008}}</ref> <gallery> Image:W10 Hördur Torfason organizer 9761.JPG|Tíunda vikan og tíu útikerti við Alþingishúsið. Image:W10 Protesters 9755.JPG|Mótmælaskilti. Image:W10 Protesters 9825.JPG|Neyðarstjórn kvenna. </gallery> === Mótmæli við bankana, 17. desember 2008 === Boðuð mótmæli miðvikudaginn 17. desember áttu að hefjast kl. 9:00 við Austurvöll og þaðan átti að halda í bankana. Strax kl. 09:17 voru um 30 mótmælendur komnir inn á skrifstofur [[Landsbankinn|Landsbankans]] í [[Kirkjustræti]], flestir grímuklæddir og var óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma þeim út. Hópurinn hélt þá í Landsbankann við [[Austurstræti]]. Þá hafði mótmælendum fjölgað í um 50 manns. Þau komu sér fyrir á 2. hæð hússins og stóð viðveran til um kl. 10:00 eða þar til ákveðið var að fara að Landsbankanum við Laugaveg 77. Þegar komið var í bankann skipti hópurinn sér í tvo minni hópa. Einn hópurinn fór á skrifstofurnar og hinn hélt til í afgreiðslusal. Eftir skamma stund yfirgáfu mótmælendur bankann og fóru á kaffihús [[Hljómalind]]ar við Laugarveg.<ref name=":2" /> Fólkið mótmælti meðal annars ráðningu [[Tryggvi Jónsson|Tryggva Jónssonar]] fyrrverandi aðstoðarforstjóra [[Baugur Group|Baugs]] til Landsbankans og hrópaði slagorðið „Borgið ykkar skuldir sjálf“.<ref>{{tímarit.is|4015405|Mótmælt í tveimur löndum|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=18.12.2008|blaðsíða=2}}</ref> Um kl. 13:00 var lögregla kölluð til vegna hóps mótmælenda á 101 Hotel við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]] 10. Þeir biðu þar eftir [[Björgólfur Thor Björgólfsson|Björgólfi Thor Björgólfssyni]] sem var staddur á hótelinu. Mótmælendur sættust á að fara út eftir viðræður við lögreglu. Þegar mótmælendur voru komnir út gekk [[Jón Ásgeir Jóhannesson]] út af hótelinu og samkvæmt lögreglu veittust þeir að honum og reyndu að hefta för hans.<ref name="gudjonheidar" /><ref name=":2" /><ref>{{tímarit.is|4015407|Veist að Jóni Ásgeiri í gær|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=18.12.2008|blaðsíða=4}}</ref> Á bloggsíðu Guðjóns Heiðars Valgarðssonar, eins af mótmælendunum, segir hann:<blockquote>Þegar Jón Ásgeir kom út spurði ég hann hvort hann hafi stöðvað frétt [[DV]], hann veitti ekki svör og ætlaði greinilega ekki að staldra við og spjalla. Því tók ég mér snjóbolta í hönd og henti honum í smettið á Jóni. Fleiri fylgdu í kjölfarið og fékk Jón vænar gusur af snjóslugsi yfir fína jakkann sinn.<ref name="gudjonheidar">{{cite web|url=https://frussukusk.blog.is/blog/frussukusk/entry/747924/|title=Ég kastaði snjóbolta í Jón Ásgeir Jóhannesson|author=Guðjón Heiðar Valgarðsson|date=17.12.2008|website=Blog.is}}</ref></blockquote>Einnig segir hann að það hafi verið afar frelsandi að kasta snjóbolta í hann og mælti með að aðrir gerðu slíkt hið sama þegar Jón Ágeir yrði á vegi þeirra. === Ellefti mótmælafundur, 20. desember 2008 === [[Mynd:W11 Silent Protest 0073.JPG|thumb|right|Mótmælaskilti frá Neyðarstjórn kvenna.]] Á ellefta laugardagsfundinum voru aftur þögul mótmæli í ellefu mínútur. Um 500 manns mættu á mótmælin. Eftir fundinn köstuðu nokkrir mótmælendur snjó og skóm í Alþingishúsið.<ref>{{tímarit.is|4015701|Hentu skóm í Alþingishúsið|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=21.12.2008|blaðsíða=2}}</ref> Fyrirmyndin að skókastinu var atvik þar sem íraski blaðamaðurinn [[Muntadhar al-Zaidi]] kastaði skó að [[George W. Bush]] á blaðamannafundi í Bagdad sex dögum fyrr. === Tólfti mótmælafundur, 27. desember, 2008 === Tólfti laugardagsfundurinn var haldinn 27. desember 2008, á þriðja degi jóla. Lögregla taldi að um 500 hefðu mætt, en skipuleggjendur töldu það vera nær 1000.<ref>{{tímarit.is|5234896|Tólfti mótmælafundurinn á Austurvelli|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=29.12.2008|blaðsíða=4}}</ref> Ræðumenn voru [[Björn Þorsteinsson]] heimspekingur<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Björns Þorsteinssonar 27. des 2008.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> og [[Ragnhildur Sigurðardóttir]] sagnfræðingur.<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/ba271208.pdf Raddir fólksins: Ræða Ragnhildar Sigurðardóttur 27. des 2008]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> Mörg mótmælaskilti voru sett upp eins og [[umferðarmerki]] þar sem samningum við [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðinn]] var mótmælt og þess krafist að bankastjórum yrði vikið frá störfum.<ref>{{tímarit.is|5234917|Mótmælastaða|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=29.12.2008|blaðsíða=25}}</ref> Um 80 manns komu saman við þögul mótmæli á ráðhústorginu á Akureyri. === Kryddsíldarmótmælin, 31. desember 2008 === Nokkur hundruð manns söfnuðust saman við [[Hótel Borg]] á Austurvelli. Búist var við forystufólki stjórnmálaflokkanna í beina útsendingu á [[kryddsíld (sjónvarpsþáttur)|kryddsíld]] [[Stöð 2|Stöðvar 2]] á gamlársdag þar sem [[Sigmundur Ernir Rúnarsson]] var þáttastjórnandi. Hópur fólks fór gekk með blys frá Stjórnarráðinu á Austurvöll til að færa mótmælin nær þeim sem verið var að mótmæla.<ref name="10ar" /> Lögregla var með viðbúnað og til átaka kom við mótmælendur sem ruddu sér leið inn á hótelið og kveiktu þar í reyksprengjum og blysum.<ref name=":2" /> Lögregla beitti piparúða á mótmælendur og þurftu nokkrir að leita aðhlynningar vegna þess. Grjóti var kastað í andlit eins lögreglumanns sem kjálkabrotnaði.<ref>{{tímarit.is|4016189|Útsending Kryddsíldar rofin|útgáfudagsetning=2. janúar 2009|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=6}}</ref> Mótmælendur klipptu að lokum í sundur myndsnúru sem lá frá hótelinu að bíl fyrir utan og útsendingu var hætt. Seinna lýsti Arnar Rúnar Marteinsson varðstjóri því að það hversu mikil læti urðu þennan dag hafi komið lögreglu á óvart. Lögregla var fáliðuð þar sem meiri mannskapur hafði verið boðaður á vakt um kvöldið.<ref name="10ar">{{cite web|url=https://www.visir.is/g/20181905781d/tiu-ar-fra-hruni-sau-i-hvad-stefndi-eftir-kryddsildarmotmaelin|title=Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin|date=1. október 2018|author=Sunna Kristín Hilmarsdóttir|website=Vísir.is}}</ref> Í skýrslu um aðgerðir lögreglu á þessum tíma kemur fram hjá ónefndum lögreglumanni sem var við störf þennan dag: <blockquote>Hluti mótmælenda á þessum tíma var vissulega góðkunningjar lögreglunnar og ungt róttækt fólk. Stór hluti var þó „venjulegir“ borgarar sem dags daglega myndu ekki taka þátt í skemmdarverkum, ofbeldi eða svívirða lögreglumenn við skyldustörf. [...] Mér virðist söguskýringin ætla að verða sú að þeir sem komu illa fram í mótmælunum og gengu of langt hafi bara verið lítill hópur góðkunningja lögreglunnar. Ekkert er fjær sanni í mínum huga.<ref name=":2" />{{rp|82}}</blockquote> === Þrettándi mótmælafundur, 3. janúar 2009 === Þrettándi laugardagsfundurinn var haldinn 3. janúar 2009 undir yfirskriftinni „Breiðfylking gegn ástandinu“.<ref>{{tímarit.is|5244935|Dagný Dimmblá sló í gegn|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=5.1.2009|blaðsíða=11}}</ref> Ræðumenn voru Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir kennari og grafiskur hönnuður,<ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/hgi030109.pdf Raddir fóklsins: Ræða Halldóru Guðrúnar Ísleifsdóttur 3. janúar, 2009.]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>, Einar Már Guðmundsson rithöfundur <ref>[http://raddirfolksins.org/wp-content/uploads/2009/01/emg030109.pdf Raddir fólksins: Ræða Einars más Guðmundssonar 3. janúar 2009]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> og Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir, 8 ára nemandi í Ísaksskóla.<ref>{{tímarit.is|401628|Átta ára stúlka í ræðustól|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4. janúar 2009|blaðsíða=2}}</ref> Skipuleggjendur töldu að um 5.000 manns hefðu verið á Austurvelli, en lögregla taldi nokkuð færri.<ref>{{tímarit.is|4016280|Þúsundir á Austurvelli|blað=Fréttablaðið|blaðsíða=1|útgáfudagetning=4.1.2009}}</ref> <gallery> Image:W13 Hördur Torfason organizer 0366.JPG|Hörður Torfason. Image:W13 Protesters 0394.JPG|Mótmælendur með skilti. Image:W13 Einar Már Gudmundsson speaker 0477.JPG|Einar Már Guðmundsson. Image:W13 Protesters 0412.JPG|Mótmælandi með öryggisgleraugu og öryggishjálm. Image:W13 Protesters 0434.JPG|Mótmælendur á Austurvelli. </gallery> === Fjórtándi mótmælafundur, 10. janúar 2009 === Fjórtándi laugardagsfundurinn var haldinn kl. 15:00 laugardaginn 10. janúar. Ræðumenn voru [[Þorvaldur Þorvaldsson]] trésmiður, [[Lilja Mósesdóttir]] hagfræðingur,<ref>{{cite web|url=http://www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090130155618/www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/574|website=Smugan|date=10. janúar 2009|title=Þegar ekkert er eins og áður|author=Lilja Mósesdóttir|archive-date=30.1.2009}}</ref> og Lárus Páll Birgisson sjúkraliði.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=2430|website=Nei.|title=En þjóðin er þér ósammála|date=13. janúar 2009|author=Lárus Páll Birgisson|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130154239/http://this.is/nei/?p=2430|archive-date=30.1.2009}}</ref> Skipuleggjendur töldu að um 4.000 manns hefðu mætt á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|6425368|Sandkorn|blað=DV|útgáfudagsetning=12.1.2009|blaðsíða=14}}</ref> <gallery> Image:W14 Lilla Mosesdottir speaker 0741.JPG|Lilja Mósesdóttir Image:W14 Protesters 0711.JPG|Mótmælandi með skilti með „Fjandafælu“ [[Jón lærði Guðmundsson|Jóns lærða]]. Image:W14 Protesters 0801.JPG|Horft yfir mannfjöldann á Austurvelli. Image:W14 Protesters 1063.JPG|Fánar mótmælenda. </gallery> === Fimmtándi mótmælafundur, 17. janúar 2009 === Fimmtándi laugardagsfundurinn fór fram 17. janúar 2009 kl. 15:00. Á fjórða þúsund manns mættu á Austurvöll.<ref>{{tímarit.is|5245740|Yfir þrjú þúsund á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=19.1.2009|blaðsíða=8}}</ref> Ræðumenn voru Svanfríður Anna Lárusdóttir, sem var atvinnulaus, og [[Gylfi Magnússon]] dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.<ref>{{cite web|url=http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090425050335/http://www3.hi.is/%7Egylfimag/A_Austurvelli_17-1-09.pdf|title=Ræða á Austurvelli 17. janúar 2009|author=Gylfi Magnússon|date=17. janúar, 2009|website=Hi.is|archive-date=25.4.2009}}</ref> Mótmæli fóru fram á sex stöðum á landinu þennan dag: Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Dimmuborgum í Mývatnssveit, Selfossi og Egilsstöðum.<ref>{{cite web|archive-url=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233855/ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/|archive-date= 17.4.2009|website=Ruv.is|date=17. janúar 2009|title=Mótmælt á sex stöðum á landinu|url=http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246628/}}</ref><ref>{{cite web|url=https://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/774190/|author=Lára Hanna Einarsdóttir|date=18.1.2009|title=Mótmælt víða um land|website=blog.is}}</ref> Samtökin Nýjar raddir sem [[Ástþór Magnússon]] stofnaði til höfuðs Röddum fólksins, efndu til samkomu við Austurvöll sama dag klukkan 15:15. Þar áttu umræður að hefjast með stuttu ávarpi og þá átti orðið að vera laust. Lögreglan mætti á staðinn og fjarlægði sendiferðabíl og annan búnað Nýrra radda. Í framhaldi kærðu Nýjar raddir framgöngu lögreglu.<ref>{{cite web|url=http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/774223/|title=STJÓRNSÝSLUKÆRA vegna Lögreglunnar í Reykjavík|author=Ástþór Magnússon|website=blog.is|date=17.1.2009}}</ref> <gallery> Image:W14x Protesters 0976.JPG|Hópur heilbrigðisstarfsfólks mótmælir niðurskurði vegna Bankahrunsins. Image:W14x Protesters at Austurvöllur 0993.JPG|Mótmælaskilti þar sem má sjá skrifað „Helvítis fokking fokk!“ og „Ég er ekki þjóðin“. Image:W14x Speaker Gylfi Magnusson 1025.JPG|Gylfi Magnússon. Image:W14x Speaker Svanfridur Anna Larusdottir 1060.JPG|Svanfríður Anna Lárusdóttir. Image:W14x Protesters 1099.JPG|Súpueldhús á Austurvelli. </gallery> === Mótmæli við Alþingishúsið, 20. janúar 2009 === Þriðjudaginn 20. janúar kom Alþingi saman á ný eftir jólafrí og Raddir fólksins höfðu boðað mótmæli af því tilefni. Krafa mótmælenda var að boðað yrði til kosninga sem fyrst. Þingsetning var klukkan 13:00. Þá var hópur mótmælenda mættur á Austurvöll og fjölgaði eftir því sem leið á daginn. Mótmælendur slógu á trommur og hrópuðu slagorðið „Vanhæf ríkisstjórn“. Sturla Jónsson var með gasknúnar flautur sem gáfu frá sér mikinn hávaða.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/20/piparudi_og_handtokur/|title=Piparúði og handtökur við Alþingi|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Lögreglumenn í óeirðabúningum skipuðu sér framan við Alþingishúsið og í Alþingisgarðinum til að varna mótmælendum inngöngu í Alþingishúsið. Um 20 manns voru handteknir í Alþingisgarðinum og fluttir í bílakjallara Alþingis.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22324/|title=Myndskeið: Þjóðin var í Alþingisgarðinum|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Mótmælendur á Austurvelli hentu reyksprengjum og súrmjólk á lögregluna sem beitti bæði kylfum og piparúða á mótmælendur.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22325/|title=Myndskeið: Beittu kylfum á mótmælendur|website=Mbl.is|date=20.1.2009}}</ref> Margar rúður í Alþingishúsinu voru brotnar. Töluverður fjöldi mótmælenda hélt áfram trommuslætti eftir að þingmenn hurfu úr þinghúsinu, og um sjöleytið var kveiktur bálköstur norðan við Skálann, viðbyggingu Alþingishússins.<ref name=":2" />{{rp|101}} Í blöðunum var mótmælunum lýst sem mestu mótmælum Íslandssögunnar frá 1949<ref>{{tímarit.is|5245813|Mestu mótmæli frá 1949|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=21.1.2009|blaðsíða=1}}</ref> og farið var að tala um þau sem „byltingu“.<ref>{{tímarit.is|6364164|Janúarbyltingin á Austurvelli|blað=DV|útgáfudagsetning=21.1.2009|blaðsíða=2}}</ref> Fyrr um kvöldið höfðu mótmælendur reynt að kveikja í [[Óslóartréð|Óslóartrénu]] þar sem það stóð en eldurinn hafði slokknað af sjálfu sér.<ref>{{cite web|url=http://www.visir.is/osloartred-fellt-og-brennt/article/2009276463267|title=Oslóartréð fellt og brennt|date=20.1.2009|website=Vísir.is}}</ref> Laust fyrir miðnætti gerðu nokkrir mótmælendur aðra atlögu að trénu með því að klippa á víra sem héldu því uppi. Eftir dágóða stund tókst að fella tréð. Mótmælendur drógu tréð fyrir framan Skálann á Austurvelli<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/osloartred_borid_a_balid/|title=Óslóartréð borið á bálið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Gerðar voru nokkrar tilraunir til þess að kveikja í trénu en erfitt reyndist að fá það til að loga. Það hafðist þó að lokum og bálið logaði lengi þar sem mótmælendur bættu á það eldsmat af nærliggjandi byggingarsvæðum. Um tvöleytið hófu lögregla og slökkvilið að slökkva bálið og aðra elda sem mótmælendur höfðu kveikt á Austurvelli. Aðgerðum lögreglu lauk ekki fyrr en um klukkan 3 um nóttina.<ref name=":2" />{{rp|103}} Nokkrir eftirmálar urðu eftir þessi mótmæli, þar sem [[Geir Jón Þórisson]] hélt því fram í skýrslu lögreglu um mótmælin árið 2012 að þingmenn [[Vinstri græn]]na, [[Steingrímur J. Sigfússon]] og [[Álfheiður Ingadóttir]], hefðu gagnrýnt störf lögreglu í þinghúsinu þennan dag. Hann hélt því líka fram að Álfheiður hefði verið í sambandi við mótmælendur í Alþingisgarðinum fyrr um daginn með farsíma úr þinghúsinu.<ref name=":2" />{{rp|98}} Álfheiður vísaði því á bug að hún hefði stýrt mótmælunum við húsið.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/alfheidur-oskar-gagna-fra-logreglu|title=Álfheiður óskar gagna frá lögreglu|date=27.2.2012|website=RÚV}}</ref> Þetta varð samt tilefni [[samsæriskenning]]ar um að mótmælin hefðu í raun ekki verið sjálfsprottin heldur skipulögð af Vinstri grænum (sem voru í stjórnarandstöðu) og hafi lyktað með eins konar [[valdarán]]i.<ref>{{cite web|url=https://www.althingi.is/altext/140/03/r29141646.sgml|author=Vigdís Hauksdóttir|title=Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga|date=29.3.2012|website=Alþingi.is}}</ref><ref>{{cite web|url=https://andriki.is/2010/10/07/fimmtudagur-7-oktober-2010/|title=Fimmtudagur 7. október 2010|date=7.10.2010|website=Andríki}}</ref><ref>{{cite web|url=https://kjarninn.is/skodun/2018-09-18-rytingsstunga-nasistanna-yfirfaerd-island-ii/|author=Þorvaldur Logason|title=Rýtingsstunga nasistanna yfirfærð á Ísland II|date=20.9.2018|website=Kjarninn}}</ref> <gallery> Image:W15 090120-DSC01585.JPG|Trommusláttur framan við Alþingishúsið. Image:W15 Police 1445.JPG|Mótmælendur slá á fötur upp við lögreglumenn sem standa þétt upp við Alþingishúsið. Image:W15 Protesters 1231.JPG|Reykur vegna blysa og reyksprengja yfir Austurvelli. Image:W15 Protesters 1253.JPG|Lögregla ræðir við mótmælendur. Image:W15 Protesters 1807.JPG|Fólk safnast við bálköstinn um kvöldið. </gallery> === Mótmæli við Stjórnarráðið og Alþingishúsið, 21. janúar 2009 === Daginn eftir þingsetningu mættu mótmælendur á Austurvöll klukkan eitt. Jarðarför átti að vera í Dómkirkjunni klukkan 3 og mótmælendur fluttu sig því að Stjórnarráðinu þar sem mótmælin héldu áfram. Stór hópur lögreglumanna í óeirðabúnaði þurfti að aðstoða ráðherra við að komast þaðan. Mótmælendur veittust að forsætisráðherra, Geir Haarde, þegar hann steig út í ráðherrabílinn og [[Hallgrímur Helgason]] rithöfundur barði með báðum hnefum á húddið á bílnum þegar hann ók frá Stjórnarráðinu í gegnum mannþröngina um klukkan tvö.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22350/|title=Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref><ref>{{cite web|url=http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843412.stm |title=Protesters hit Icelandic PM's car|date=21.1.2009|website=BBC NEWS}}</ref> Eftir það héldu mótmælin áfram nokkra stund en færðust svo aftur inn á Austurvöll. Þar var þögn meðan á jarðarförinni stóð. Dómkirkjuprestur hafði beðið mótmælendur um að hafa hljótt við kirkjuna.<ref>{{tímarit.is|5245874|Aðsúgur gerður að ráðherra|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=22.1.2009|blaðsíða=14}}</ref> Mótmælin héldu svo áfram eftir 4. Lögreglan sló skjaldborg um Alþingishúsið líkt og daginn áður og varð fyrir eggjakasti. Innan dyra hafði boðaður þingfundur hins vegar verið felldur niður. Mótmælendur reyndu að kveikja bál á nokkrum stöðum á Austurvelli en þau voru slökkt jafnharðan.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/myndskeid/22337/|title=Myndskeið: Mótmæla aftur í dag|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Klukkan 8 um kvöldið hófst fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúskjallaranum]]. Þangað hélt stór hópur mótmælenda og kveikt var bál utan við innganginn. Á fundinum ályktaði félagið að slíta bæri stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.<ref>{{cite web|url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/|title=Samþykktu ályktun um stjórnarslit|date=21.1.2009|website=Mbl.is}}</ref> Eftir að fundinum lauk héldu mótmælendur aftur á Austurvöll þar sem lögregla varð fyrir grjótkasti og beitti piparúða til að dreifa mannfjöldanum. Piparúðinn kláraðist um miðnætti og tók lögreglan þá til þess bragðs að sprengja [[táragas]]sprengjur í fyrsta sinn frá 1949.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/01/22/taragasi_beitt_a_austurvelli/|date=22. janúar, 2009|title=Táragasi beitt á Austurvelli|website=Mbl.is}}</ref> Ein örsaga frá þessu kvöldi sem er höfð eftir í bókinni ''Hrunið'' eftir [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannesson]] er að svissneski listaverkasafnarinn [[Francesca Thyssen-Bornemisza]] hafi haldið kvöldverðarboð fyrir íslenska myndlistarmenn á veitingastaðnum Við Tjörnina og lyktin af táragasinu borist gestum sem stóðu og drukku kampavín á svölunum.<ref>{{cite journal|author=Benedikt Jóhannesson|year=2009|journal=Skírnir|volume=183|number=2|title=Í skugga hrunsins: Ritdómar|page=519|url=https://timarit.is/gegnir/991008671949706886}}</ref> Thyssen-Bornemisza var áberandi bakhjarl íslenskrar myndlistar á þessum tíma og árin eftir hrun. Eftir að táragasinu var beitt færðu mótmælendur sig aftur að Stjórnarráðinu þar sem hópur lögreglumanna stóð fyrir framan húsið og varð fyrir töluverðu grjótkasti. Um klukkan 2 gerðist það hins vegar að hópur mótmælenda tók sér stöðu framan við lögreglumennina til að verja þá fyrir grjótkastinu og hvetja fólk til að hætta því. Eftir það róuðust mótmælin.<ref name=":2" />{{rp|120}} Næstu daga var kallað eftir því að mótmælendur sýndu andstöðu við ofbeldi með því að auðkenna sig með appelsínugulum lit (sem var vísun í [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltinguna]] í Úkraínu 2004-5).<ref>{{tímarit.is|5245941|Mótmæla ofbeldi|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=23.1.2009|blaðsíða=17}}</ref> Sjö lögreglumenn slösuðust í mótmælunum, aðallega út af grjótkasti.<ref name=":2" />{{rp|120}} <gallery> Image:W15a Protesters 1894.JPG|Lögreglumenn við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1897.JPG|Mótmæli við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1919.JPG|Mótmælaskilti við Stjórnarráðið. Image:W15a Protesters 1943.JPG|Hópur mótmælenda við Stjórnarráðið. Image:W15b Protesters 2269.JPG|Lögreglumenn mynda skjaldborg við Alþingishúsið. </gallery> === Mótmæli við Alþingishúsið, 22. janúar 2009 === [[Mynd:W15c Protesters 2580.JPG|thumb|Mótmælendur slá á trommur.]] Á fimmtudeginum var mótmælt sem fyrr og trommur barðar, en mótmælin voru mun friðsamlegri en dagana tvo þar á undan. Áætlað var að 400-500 manns hefðu mætt á Austurvöll. Sumir mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm. Ýmis samtök sem höfðu tekið þátt í mótmælunum sendu frá sér yfirlýsingar þar sem ofbeldi gegn lögreglu var fordæmt. Raddir fólksins og ýmsir aðrir hópar boðuðu hlé á mótmælum föstudags- og laugardagskvöld þar sem áfengi og mótmæli færu ekki saman.<ref>{{tímarit.is|5245940|Söngur og rósir á Austurvelli|blað=Morgunblaðið|útgáfudagsetning=23.1.2009|blaðsíða=17}}</ref> Margir mótmælendur auðkenndu sig með appelsínugulum borðum og tóku sér sumir stöðu með lögreglu við þinghúsið. Seinna um kvöldið var lögreglumönnum í óeirðabúnaði skipt út fyrir lögreglumenn í hefðbundnum einkennisbúningi.<ref name=":2" />{{rp|128}} Mótmælin stóðu engu að síður fram yfir 11 um kvöldið. <blockquote>Þrátt fyrir meiðsl á fólki, beinbrotna mótmælendur eftir barsmíðar lögreglu, þrátt fyrir að táragasi hafi verið beitt til að sundra mótmælendum og lögreglumaður dvalið á sjúkrahúsi í skammtímalegu eftir miðvikudaginn létu mótmælendur ekki bilbug á sér finna og mættu aftur í gær, fimmtudaginn 22. janúar, til aðgerða á Austurvelli. Lögreglan virðist spila ''good cop-bad cop'' að hætti bíómynda: nú var Geir Jón á svæðinu og fór þá allt friðsamlega fram. Grímuklæddir og grímulausir höfðu hátt saman, í ró og spekt. Mótmælendur færðu lögreglumönnum blóm og heitt kakó. Einn og einn var tekinn af lögreglu, en það var að mestu gert ofstopalaust. - Nei.<ref>{{cite web|url=http://this.is/nei/?p=3221|website=Nei.|date=23. janúar 2009|title=''Good cop''-dagur á Austurvelli|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090130152753/http://this.is/nei/?p=3221|archive-date=30.1.2009|url-status=dead}}</ref></blockquote> === Sextándi mótmælafundur, 24. janúar 2009 === Sextándi laugardagsfundurinn fór fram 24. janúar klukkan 3 á vegum Radda fólksins. Ræðumenn voru [[Magnús Björn Ólafsson]] blaðamaður, [[Hildur Helga Sigurðardóttir]] blaðamaður, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur og [[Guðmundur Andri Thorsson]] rithöfundur. Um það bil 6000 manns tóku þátt í mótmælunum.<ref>{{cite web|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637/|title=Allt að 6000 á Austurvelli í dag|date=24.1.2009|website=RÚV|archive-url=https://vefsafn.is/is/20090206120317/http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247637/|archive-date=6.2.2009}}</ref> Samkvæmt dagbók lögreglu fóru mótmælin vel fram og mun jákvæðari andi en dagana á undan. Margir auðkenndu sig með appelsínugulum lit til að sýna andstöðu við ofbeldi. Aðgerðum lögreglu lauk fyrir 7.<ref name=":2" />{{rp|142}} <gallery> Image:W16 Drummers 02618.JPG|Trommað við Alþingishúsið. Image:W16 Thorvaldur performs 02631.JPG|[[Þorvaldur Þorvaldsson]] trésmiður syngur. Image:W16 Speaker Magnus Björn Olafsson 2682.JPG|Magnús Björn Ólafsson með appelsínugulan borða. Image:W16 Protesters 2687.JPG|Mótmælaskilti í líki umferðarskiltis. Image:W16 Protester 2729.JPG|Mótmælendur á Austurvelli. Appelsínugulur litur er áberandi. </gallery> === Stjórnarslit, mánudaginn 26. janúar, 2009 === Eftir tíð mótmæli í kjölfarið á hruni [[íslensku bankanna]] haustið 2009, þar sem þess var krafist að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] segði af sér, var farið að hitna verulega undir stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja og vantraust var í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og gjarnan heyrðist slagorðið ,,[[vanhæf ríkisstjórn]]". Farið var að gæta mikillar óánægju innan stjórnarflokkanna og var ein helsta ástæða þess, sú krafa [[Formaður Samfylkingarinnar|formanns Samfylkingarinnar]] að hún tæki við [[Forsætisráðuneyti Íslands|forsætisráðuneytinu]].<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/22438/ Mbl sjónvarp: Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 26. janúar, 2009 um stjórnarslit]</ref> Þann 25. janúar, tilkynnti þáverandi [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|viðskiptaráðherra]] [[Björgvin G. Sigurðsson]] um afsögn sína, einnig var tilkynnt að þáverandi forstjóri [[Fjármálaeftirlitið|fjármálaeftirlitsins]] [[Jónas Fr. Jónsson]] og stjórn þess myndu segja af sér. Með þessu kvaðst Björgvin vera að axla [[Pólitísk ábyrgð|pólitíska ábyrgð]] sem viðskiptaráðherra á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/sett_fram_til_ad_knyja_fram_stjornarslit/</ref> Þann 26. janúar 2009, funduðu þáverandi forsætisráðherra [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] og [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] þáverandi [[Utanríkisráðherrar á Íslandi|utanríkisráðherra]] í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]]. Á þeim fundi var ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna. Af fundi loknu gekk [[Geir Hilmar Haarde|Geir H. Haarde]] á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]], á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og baðst lausnar fyrir hönd ráðuneytis síns og [[Ríkisstjórn|ríkisstjórnarinnar]].<ref>http://www.mbl.is/frettir/kosning/2009/01/26/geir_til_bessastada_klukkan_16/</ref> * <gallery> Image:W16a Protester 02999.JPG Image:W16a Bessastadir 03017.JPG Image:W26a Geir H. Haarde arrives 03030.JPG Image:W16a Resignation 3041.JPG|Afsögn Geirs H. Haarde </gallery> === Fundur 17, laugardagurinn 31. janúar, 2009 === * Ræðumenn: ** Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur ** Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona ** Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur <gallery> Image:W17 Chorus of the Nation 3322.JPG|Þjóðarkórinn Image:W17 Katrin Snæholm Baldursdottir speaker 3389.JPG|Katrín Snæhólm Baldursdóttir Image:W17 Protesters 3402.JPG </gallery> == Mótmælendur == Samkvæmt íslensku kosningarannsókninni sem er gerð á landsvísu eftir hverjar kosningar, sögðust 17% svarenda hafa tekið þátt í mótmælum í kjölfar Bankahrunsins og 70% sögðust hafa verið hlynnt mótmælunum.<ref>{{cite conference|title=Búsáhaldabyltingin: Pólitískt jafnræði og þátttaka almennings í mótmælum|author=Eva Heiða Önnudóttir|conference=Þjóðarspegillinn|year=2011|page=39|url=https://skemman.is/handle/1946/10251}}</ref> Rannsóknin sýndi að ekki var mikill munur á þeim sem tóku þátt og þeim sem ekki tóku þátt hvað varðar menntun og tekjur, en hvatar á borð við áhuga á stjórnmálum, að telja sig vinstra megin við miðju í stjórnmálum og að telja mikla hagsmuni vera í húfi, voru lykilástæður þátttöku. Önnur rannsókn sem var gerð á handahófskenndu 609 manna úrtaki á höfuðborgarsvæðinu sýndi að 25% eða fjórðungur íbúa tók þátt í einhverjum mótmælum á Austurvelli í janúar 2009. Mótmælin urðu vettvangur til þess að afla sér upplýsinga um Bankahrunið, efnahagsleg óvissa var áberandi og landsmenn vildu frekari skýringar.<ref name="konnun" /><ref>{{cite journal|title=Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January 2009: The Role of Perceived Economic Loss and Political Attitudes in Protest Participation and Support|author=Jón Gunnar Bernburg|journal=Mobilization: An International Quarterly|year=2015|volume=20|number=2|pages=231–252|doi=10.17813/1086-671X-20-2-231}}</ref> Niðurstöður sýndu að fólk sem var óánægt með lýðræðið og taldi vera spillingu í stjórnmálum, sérstaklega vinstrisinnað fólk, var mun líklegra til að mæta og taka þátt í mótmælunum.<ref name="konnun">{{cite conference|title=Hverjir tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni?|author=Jón Gunnar Bernburg, Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir|conference=Þjóðarspegillinn|year=2010|url=https://skemman.is/handle/1946/6856}}</ref> Þau sem að höfðu neikvæðar væntingar um framtíðarstöðu sína og lífskjör voru 15 sinnum líklegri til að sækja mótmælin reglulega, burtséð frá því hver þáverandi lífskjör þeirra voru. Þeir landsmenn sem skilgreindu sig lengst til [[Vinstristefna|vinstri]] voru 50 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað á mótmælin en þeir sem skilgreindu sig lengst til [[Hægristefna|hægri]]. Vantraust á stjórnmálakerfinu hafði líka áhrif; fólk sem bar lítið traust til stjórnmálakerfisins var 6 sinnum líklegra til að mæta á mótmælin. Fólk sem taldi að það væru ójöfn tækifæri í landinu vegna spillingar var miklu líklegra til þess að taka ítrekað þátt í mótmælunum á Austurvelli. Ef hámarks- og lágmarksgildi í mælingunni eru skoðuð, voru þau sem mældust hæst 150 sinnum líklegri til þess að mæta ítrekað en þau sem mældust lægst.<ref name="konnun" /> === Mótmælendahópar, samtök og hreyfingar === Í kjölfar efnahagshrunsins urðu til hópar fólks sem hafði áhyggjur af ástandinu og vildu legja sitt af mörkum til að freista þess að hafa áhrif. [[Raddir fólksins|'''Raddir fólksins''']] eru samtök sem stofnuð voru með það að markmiði að ná saman fólki til þess að mótmæla á friðsaman hátt. Samtökin, með [[Hörður Torfason|Hörð Torfason]] í broddi fylkingar, héldu vikuleg mótmæli á Austurvelli frá 11.október til og með 27.júní 2009 auk annarra funda. Heimasíða þeirra er [http://raddirfolksins.info/ Raddir fólksins] [[Hagsmunasamtök heimilanna|'''Hagsmunasamtök heimilanna''']] voru stofnuð 15.janúar 2009. Markmið þeirra var að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins og að forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn. [[Andspyrna (hreyfing)|'''Andspyrna''']] er hreyfing anarkista, vefsíðan [http://www.andspyrna.org andspyrna.org] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210726135646/https://andspyrna.org/ |date=2021-07-26 }}geymir færslur frá 23.júní 2008 sem var fyrir efnahagshrunið. Í færslu á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu..."<ref>{{Cite web |url=http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 |title=Heimasíða Andspyrnu |access-date=2017-03-23 |archive-date=2020-08-07 |archive-url=https://web.archive.org/web/20200807032927/http://www.andspyrna.org/index.php?start=305 |url-status=dead }}</ref> Færsla 29.október 2008 fjallar um Andspyrnubíó þar sem lesandanum er boðið í bíó á ákveðnum dagsetningum til þess að horfa á andófsmyndir. [[Neyðarstjórn kvenna]] '''Appelsínugulir''' - Appelsínugulur litur einkenndi þá sem vildu friðsamlega mótmæli, þeir sem völdu að tilheyra þessum hóp áttu sér engan málsvara en allir þeir sem báru appelsínugulan lit voru málsvarar yfirlýsingarinnar. Yfirlýsing appelsínugulra: Við erum appelsínugul. Við erum friðsöm. Við viljum breytingar. Appelsínugulur… * … er friðsöm krafa um breytingar. * … merkir að sá sem fer fram með ofbeldi eða skemmdarverkum talar ekki í þínu nafni. * … er krafa um að Alþingi endurnýi umboð sitt frá fólkinu í landinu eins fljótt og auðið er. * … lýsir hvorki stjórnmálaskoðun né stendur fyrir neitt annað en hér er upp talið. == Aðgerðir lögreglu == Eftir að mótmæli hófust í kjölfar bankahrunsins í október 2008 gerði lögregla sér ljóst fyrir að mótmæli af þessari stærðargráðu höfðu ekki sést áður hér á landi og þurfti lögregla því að bregðast við breyttu landslagi og ákveða hvernig skildi bregðast við þegar út brytust fjöldamótmæli. Lögreglan á Íslandi fékk sérhannaðan óeirðarbúnað árið 2002 í tengslum við NATÓ fund sem haldinn var hér á landi og var búist við mótmælum í kjölfarið.Verklagsreglur varðandi mannfjöldastjórnum voru gefnar út í apríl 2002. Það kom svo á daginn að ekki var þörf á þeim viðbúnaði en ákvað lögreglan að viðhalda þeirri þjálufun sem fram hafði farið og halda áfram að verða sér úti um nauðsynlegan búnað í tengslum við mannfjöldastjórnun. Lögregla þurfi lítið að beita sér vegna mótmæla fyrr en árið 2005 þegar vörubílstjórar mótmæltu olíugjöldum og sköttum sem íþyngdi rekstrarumhverfi þeirra. Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi þá brutust út mótmæli og var búist við því að almenningur myndi gera áhlaup á bankana og mögulega gætu brotist út óeirðir. Stefán Eiríksson kallaði saman yfirlögregluþjóna og aðstoðarlögreglustjóra sunnudaginn eftir bankahrunið og ræddu þeir meðal annars um það sem gæti komið upp t.d. viðbrögð almennings ef greiðslukortafyrirtæki lokuðu, og mögulega seðlaþurrð hjá bönkunum. Yfirstjórn LRH ákvað að aðkoma lögreglu að mótmælunum  sem voru að brjótast út yrði að lögreglan reyndi í lengstu lög að forðast alla valdbeitingu við störf sín við að halda aftur af mótmælendum heldur reyna að nota samræður og ræða frekar við skipuleggjendur mótmælanna. Handtökur yrðu ekki framkvæmdar nema ómögulegt væri að koma ró á mannskapinn og þá ef um líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumönnum eða öðrum væri beitt.<ref name=":2" /> === Skýrsla um aðgerðir lögreglu í mótmælunum === [[Geir Jón Þórisson]] skrifaði árið 2012 skýrsluna „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011“ að beiðni [[Stefán Eiríksson|Stefáns Eiríkssonar]] lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin var skrá niður á einn stað allar þær upplýsingar sem lögreglan byggi yfir varðandi mótmælin. Á þessu tímabili var Geir Jón starfandi yfirlögregluþjónn og kom að undirbúningi aðgerða lögreglu við mótmælin. Skýrslan er ein mikilvægasta heimildin um aðgerðir lögreglu í mótmælunum. Hún olli talsverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, þar sem eintak barst til fjölmiðla þar sem ekki var strikað yfir viðkvæmar upplýsingar. Engu að síður þótti skýrslan góð heimild um vaxandi óánægju í samfélaginu sem leiddi til harðra mótmæla.<ref name=":2" /> Skýrslan rekur stefnu og ákvarðanatöku lögreglustjóra höfuðborgasvæðisins sem og samantekt á einstaka mótmælum. Í lok skýrslunnar koma svo tölfræðiupplýsingar sem sýna meðal annars fjölda lögreglumanna sem tóku þátt í starfi á vettvangi mótmælanna. Skýrslan byggist aðallega á gögnum og skráningum úr lögreglukerfi þar sem dagbók var skrifuð fyrir hvern einasta dag sem mótmæli voru. Farið var yfir umfjallanir fjölmiðla, greinaskrif og fleira, og þannig aflað upplýsinga um gagnrýni á framgöngu lögreglunnar í mótmælum. Skýrsluhöfundur taldi þó að sjálfsagt hefði mátt leggjast í frekari rannsóknarvinnu vegna mótmælanna, en dagbækur lögreglu voru misgóðar heimildir. Hann taldi það kost að hann kom sjálfur að flestum mótmælunum.<ref name=":2" /> Varðandi skipulag lögreglu kom fram að lögreglumönnum var raðað í átta manna flokka sem stjórnað var af flokkstjórum. Fjöldi aðgerðahópanna tók mið af áætluðum fjölda mótmælenda og því hvort menn töldu að einhver átök myndu brjótast út. Fram kemur í skýrslunni að notast hafi verið við aðferðafræði mannfjöldastjórnunar. Því hafi einstaklingsframtak lögreglumanna ekki verið fyrir hendi og þar með auðveldara að tryggja öguð og markviss vinnubrögð. Helsta tölfræði sem kom fram í skýrslunni var eftirfarandi: * Fjöldi aðgerða lögreglu vegna mótmæla sem er lýst í skýrslunni voru 138. * Samtals störfuðu 4.714 lögreglumenn í öllum mótmælunum, margir komu við sögu oftar en einu sinni. * Ef gengið er út frá tímasetningum sem koma fram í skýrslunni má ætla að heildartímafjöldi sem lögregla var við störf tengdum mótmælum hafi verið um 26.656,5 klst. * Áætlaður kostnaður LRH vegna mótmæla á fyrrgreindu tímabili er 65-70 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru kaup á viðbótarbúnaði og fleira. Embætti LRH fékk enga viðbótarfjárveitingu frá ríkinu vegna þessa kostnaðar. Einn mótmælenda sem nefndur er í skýrslunni, [[Eva Hauksdóttir]], óskaði eftir að fá aðgang að skýrslunni. Þegar lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því kærði hún ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í des­em­ber 2012 kvað úr­sk­urðar­nefndin upp úr að synj­un lög­reglu­stjór­ans var staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köfl­um sem heita „Gagn­rýni. Viðhorf annarra, s.s. fjöl­miðla“ og að til­tek­inni um­fjöll­un um kær­anda. Eva kvartaði þá til [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanns Alþing­is]]. Með bréfi í apríl 2013 gerði nefnd­in umboðsmanni grein fyr­ir því að hún væri reiðubú­in til að ­taka málið upp að nýju, bær­ist henni ósk þess efn­is frá kær­anda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk og hef­ur úr­sk­urður­inn að geyma nýja niður­stöðu um skyldu lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu til að af­henda um­rædda skýrslu.<ref>{{cite web|url=http://www.unu.is/urskurdir/nr/8292|title=541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014|vefsíða=Stjórnarráð Íslands}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/19/eva_hauks_faer_adgang_ad_skyrslu_geirs_jons/|title=Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns|date=19.10.2014|website=Mbl.is}}</ref> Skýrslan var gerð opinber 24. október 2014 þegar hún var afhent fjölmiðlum. Ein­tök sem voru send á fjölmiðla voru síðar inn­kölluð eftir að í ljós kom að hægt var að sjá afmáðan text­a, bæði í pappírsútgáfu og stafrænni útgáfu. Skýrslan inniheldur viðkæmar persónuupplýsingar um 75 einstaklinga þar sem meðal annars er greint frá fjölskylduhögum, geðrænum vandamálum og stjórnamálaskoðunum. [[Persónuvernd]] óskaði í kjölfarið eftir skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í svari lögreglu við fyrirspurn Persónuverndar kom fram að starfsmenn sem sáu um að afmá texta í skýrslunni höfðu aðeins „almenna tölvukunnáttu“. Skortur hafi verið á nauðsynlegri yfirsýn og eftirliti, og að fram færi öryggisathugun. Alls kvörtuðu fimm til Persónuverndar vegna birtingar skýrslunnar. <ref>{{cite web |url=https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-09 |archive-date=2014-11-06 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141106094059/http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2014/greinar/nr/1873 |url-status=dead }}</ref><ref>{{cite web|url=http://stundin.is/frett/geir-jon-braut-log-vid-gerd-busahaldaskyrslunnar/|title=Lögreglustjórar brutu gegn mótmælendum|author=Áslaug Karen Jóhannsdóttir|date=4.3.2015|website=Stundin}}</ref> Eftir að skýrslan hafði verið birt í fjölmiðlum barst kæra frá [[Guðmundur Franklín Jónsson|Guðmundi Franklín Jónssyni]], stofnanda [[Hægri grænir|Hægri grænna]], en hann kærði Geir Jón Þórisson vegna ummæla í skýrslunni. Þar er Guðmundar Franklín getið á blaðsíðu 192: „Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.“ == Eftirmæli == Búsáhaldabyltingin hefur þótt umdeilt viðfangsefni. Fræðimenn hafa ólíkar skoðanir, deilt um mikilvægi hennar, arfleið og afleiðingar. Hún hefur einnig verið bitbein í pólítískri umræðu á ýmsum vettvangi. === Opinber umræða === * Í maí 2012 gerð [[Árni Johnsen]] lítið úr Búsáhaldabyltingunni og sagði "Hér varð engin Búsáhaldabylting" í umræðu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnaskrá.<ref>http://www.althingi.is/altext/140/05/r18110741.sgml</ref> * [[Egill Helgason]] bloggaði í október 2012 um Reykjavíkurbréf [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] þar sem lítið var gert úr búsáhaldabyltingunni og aðdranda hennar. Hann var afar ósáttur eftir lestur bréfsins þar sem hann vildi meina að þau væri tilraun til þess að endurskrifa söguna.<ref>{{cite web |url=http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |title=Geymd eintak |access-date=2017-03-18 |archive-date=2017-09-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170902221640/http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/07/ad-endurskrifa-soguna/ |url-status=dead }}</ref> * [[Una Sighvatsdóttir]] fréttamaður skrifaði grein í október 2009 á [[mbl.is]] sem bar heitið „Búsáhaldabylting í andarstlitrunum“ þar sem hún sagði frá byltingunni og stiklaði á stóru um helstu vendipunkta í atburðarrásinni sem átti sér fyrri hluta árs 2009.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1302856/</ref> === Bækur === Skrifaðar hafa verið þó nokkrar bækur sem fjalla um búsáhaldabyltinguna. Bækurnar eru að mörgu leiti ólíkar og fjalla um hinar ýmsu hliðar byltingarinnar þrátt fyrir að þær fjalli í grunninn um sama efni. * ''Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð?'' kom út árið 2013 og er höfundur hennar [[Stefán Gunnar Sveinsson]] sagnfræðingur og blaðamaður. Höfundur reynir að skýra hvernig mótmælin komu til. Bókin er byggð á skýrslum og og viðtölum fremur en fræðilegum kenningum. Að lokum reynir höfundur að svara spurningunni sem varpað er fram í titli bókarinnar.<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/busahaldabyltingin/</ref> * ''Economic Crisis and Mass Protest – The Pots and Pans Revolution in Iceland'' er bók eftir [[Jón Gunnar Bernburg]], prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem kom út 2016. Í bókinni skýrir höfundur frá því hvernig efnahagskreppan leiddi til fjöldamótmæla á árunum 2008 og 2009. Bókina byggir höfundur á þriggja ára rannsóknarvinnu þar sem hann tók viðtöl mótmælendur, skoðaði orðræðu í samfélaginu ásamt því að skoða gögn lögreglu. Þá eru mótmælin sett í samhengi við önnur nýleg fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim.<ref>https://www.routledge.com/Economic-Crisis-and-Mass-Protest-The-Pots-and-Pans-Revolution-in-Iceland/Bernburg/p/book/9781472425478</ref> * ''Útistöður'' er skrifuð af [[Margrét Tryggvadóttir|Margréti Tryggvadóttir]] bókmenntafræðingi og kom út árið 2014. Í bókinni lýsir hún eigin þáttöku í mótmælunum sem leiddu svo til setu hennar á Alþingi vorið 2009. Í bókinni er atburðarrásin rakin frá bankahruninu eins og höfundur upplifði þann tíma. Bókin er fjölbreytt og tekur á mörgum af hitamálunum í íslenskri pólitík eins og [[Icesave]] og umsókn um aðild Íslands að [[ESB]].<ref>http://hrunid.hi.is/sagasidferdi/utistodur/</ref> === Fræðigreinar === * Ingólfur V. Gíslason rannsakaði mótmælin og gaf í kjölfarið út greinina „Lögreglan og Búsáhaldabyltingin“ sem kom út árið 2014. Í greininn leitar hann skýringa á því hversu friðsamleg mótmælin voru miðað við stærðargráðu þeirra. Hann tók viðtal við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina í mótmælunum.<ref>{{cite journal|author=Ingólfur Gíslason|year=2014|title=Lögreglan og búsáhaldabyltingin|journal=Íslenska þjóðfélagið|volume=5|number=2|pages=5-18|url=https://vefsafn.is/is/20220121170206mp_/https://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/66/53}}</ref> * [[Njörður Sigurjónsson]] gaf út árið 2015 greinina „Hávaði búsáhaldabyltingarinnar“ um aðferðir sem mótmælendur beittu í Búsáhaldabyltingunni. Greinin kom út í ''Ritinu - tímariti Hugvísindastofnunar''.<ref name="havadi" /> === Ýmislegt === Árið 2012 var höggmyndin „Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni“ eftir spænska myndlistarmanninn [[Santiago Sierra]], sett upp á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Verkið á að minna á mikilvægi [[borgaraleg réttindi|borgaralegra réttinda]],<ref>{{cite web|url=https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-153|website=Listasafn Reykjavíkur|title=Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni}}</ref> en sumir hafa kosið að túlka það sem eins konar minnisvarða um Búsáhaldabyltinguna.<ref>{{tímarit.is|5777218|Svarta keilan tákn um ofbeldi á helgum stað|blað=Fréttablaðið|útgáfudagsetning=4.10.2012|blaðsíða=2}}</ref> Margir stjórnmálamenn hafa lýst sig andvíga staðsetningu verksins, meðal annars [[Sturla Böðvarsson]] sem þá var [[forseti Alþingis]] sem taldi það reist Alþingi til háðungar, og [[Bergþór Ólason]] þingmaður Miðflokksins sem taldi það merki um sundrungu.<ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad|title=Svarta keilan er á „réttum stað“|date=16.6.2022|author=Björn Malmquist|website=RÚV}}</ref> == Tengt efni == * [[Öskra]] * [[Mótmæli 2009-2010]] == Heimildir == {{reflist}} == Tenglar == * [https://hrunid.hi.is/ Hrunið, þið munið - Ráðstefnuvefur og gagnabanki] * http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/22/iceland-protests-recession * http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7843327.stm {{Hrunið}} [[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]] [[Flokkur:Mótmæli á Íslandi]] st3oq9fvfn9469yeukrjhz07ur234vr Alþingiskosningar 2009 0 73182 1890071 1888000 2024-12-03T15:18:02Z Tharfagreinir 3892 Endurskrifa inngangskafla til að bæta orðalag, auka hlutlægni og færa frá nútíð í þátíð þar sem við á. 1890071 wikitext text/x-wiki {{Þingkosningar | election_name = Alþingiskosningar 2009 | country = Ísland | type = parliamentary | ongoing = no | previous_election = [[Alþingiskosningar 2007|2007]] | next_election = [[Alþingiskosningar 2013|2013]] | outgoing_members = [[Kjörnir alþingismenn 2007|Fráfarandi þingmenn]] | elected_members = [[Kjörnir alþingismenn 2009|Kjörnir þingmenn]] | seats_for_election = 63 sæti á Alþingi | majority_seats = 32 | turnout = 85,1% {{hækkun}}1,5% | election_date = 25. apríl 2009 | results_sec = Úrslit kosninganna | party1 = [[Samfylkingin]] | party_leader1 = [[Jóhanna Sigurðardóttir]] | percentage1 = 29,8 | seats1 = 20 | last_election1 = 18 | party2 = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] | party_leader2 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | percentage2 = 23,7 | seats2 = 16 | last_election2 = 25 | party3 = [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] | party_leader3 = [[Steingrímur J. Sigfússon]] | percentage3 = 21,7 | seats3 = 14 | last_election3 = 9 | party4 = [[Framsóknarflokkurinn]] | party_leader4 = [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] | percentage4 = 14,8 | seats4 = 9 | last_election4 = 7 | party5 = [[Borgarahreyfingin]] | party_leader5 = ''Enginn'' | percentage5 = 7,2 | seats5 = 4 | last_election5 = 0 | map = 2009 Iceland parliamentary election results map ISL.svg | map_size = 350px | map_caption = | title = ríkisstjórn | before_election = [[Fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur|Jóhanna Sigurðardóttir I]]<br> {{LB|S}}&nbsp;{{LB|V}} | before_image = Johanna sigurdardottir official portrait.jpg | posttitle = Ný ríkisstjórn | after_election = [[Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur|Jóhanna Sigurðardóttir II]]<br> {{LB|S}}&nbsp;{{LB|V}} | after_image = Johanna sigurdardottir official portrait.jpg }} [[Mynd:IceParlElec2009-VotePol.jpg|thumb|right|Lögreglumaður að störfum fyrir utan [[Hagaskóli|Hagaskóla]], sem var [[kjörstaður]], á kjördegi.]] '''Alþingiskosningar''' voru haldnar [[25. apríl]] 2009.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/23/gera_klart_fyrir_kosningar/|titill=Gera klárt fyrir kosningar|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=23. janúar}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/01/31/ny_stjorn_hefur_83_daga_til_stefnu/|titill=Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=31. janúar}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/24/kosningar_verda_25_april/|titill=Kosningar verða 25. apríl|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=24. febrúar}}</ref> Á kjörskrá voru 227.896 kjósendur, þar af konur 114.295 en karlar 113.601.<ref>{{cite web |url=http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4269 |title=Kjósendur á kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningar 25. apríl 2009 |access-date=2009-04-05 |archive-date=2009-04-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090429075119/http://hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4269 |url-status=dead }}</ref> Atkvæði greiddu 193.934 og var kjörsókn því 85,1%. <ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20090426/FRETTIR01/357359848/1288|titill=Talningu lokið|útgefandi=Visir.is|ár=2009|mánuður=26. apríl}}</ref> [[Samfylkingin]] fékk flest atkvæði, 29,8% og 20 þingmenn.[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð]] fékk sína bestu kosningu frá stofnun, 21,7% atkvæða - og fór úr 9 þingmönnum í 14. [[Sjálfstæðisflokkurinn]] fékk minna [[kjörfylgi]] en hann hafði áður fengið í sögu sinni, 23,7% og 16 þingmenn - tapaði 12,9% frá fyrri kosningum og 10 þingmönnum. [[Framsóknarflokkurinn]] fékk 14,8% fylgi - nokkru betra fylgi en [[skoðanakönnun|skoðanakannanir]] höfðu spáð - og fór úr sjö þingmönnum í níu. [[Borgarahreyfingin]] sem var stofnuð stuttu fyrir kosningarnar fékk fjóra þingmenn kjörna með 7,2% fylgi. [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndi flokkurinn]] fékk eingöngu 2,2% fylgi og féll þannig af þingi, en flokkurinn hafði átt þar fjóra fulltrúa. [[Lýðræðishreyfingin]] fékk 0,6% og komst því ekki inn á þing. Kosningarnar voru fyrir margra hluta sakir sögulegar. Af 63 þingmönnum voru 27 nýir þingmenn kosnir til Alþingis og var það mesta endurnýjun á milli kosninga í sögu íslenska lýðveldisins. Konur á Alþingi voru 26 talsins eða 43% sem var hæsta hlutfall kvenna á þingi fram að þessu. Átta þingmenn, sem sóttust eftir endurkjöri og voru ofarlega á framboðslistum, náðu ekki endurkjöri. Aldrei höfðu fleiri skilað auðu á kosningum eða 3,2%.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/26/nytt_althingi_islendinga/|titill=Nýtt Alþingi Íslendinga|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=26. apríl}}</ref> Samkvæmt skoðanakönnun sem unnin var af Gallup gerði ríflega fjórðungur kjósenda upp hug sinn um hvað þeir ætluðu að kjósa á kjördeginum sjálfum.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/03/fjordungur_kjosenda_tok_akvordun_a_kjordag/|titill=Fjórðungur kjósenda tók ákvörðun á kjördag|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=3. júní}}</ref> Vegna aðildar að [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] (ÖSE) var eftirlitsmönnum frá stofnuninni boðið af íslensku fastanefndinni við hana að hafa eftirlit með kosningum á Íslandi.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/02/12/ose_bodid_ad_hafa_eftirlit_med_kosningum_her/|titill=ÖSE boðið að hafa eftirlit með kosningum hér|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=12. febrúar}}</ref> Skömmu seinna ákvað ÖSE að rétt væri að stofnuninn sendi eftirlitsmenn og er það í fyrsta skipti sem ÖSE hefur eftirlit með kosningum á Íslandi. Í tengslum við kosningarnar á sérstaklega að gefa gaum að kosningalöggjöfinni og hugsanlegum breytingum á henni, utankjörfundaratkvæðagreiðslu, fjölmiðlamálum og aðgangi eftirlitsmanna.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/18/ose_fylgist_med_kosningunum/|titill=ÖSE fylgist með kosningunum|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=18. mars}}</ref> Tíu starfsmenn á vegum ÖSE störfuðu á Íslandi og skiluðu af sér skýrslu að kosningunum loknum.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/15/kosningaeftirlitsmenn_ose_hafa_tekid_til_starfa/|titill=Kosningaeftirlitsmenn ÖSE hafa tekið til starfa|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=15. apríl}}</ref> == Úrslit == {{Kosningaúrslit |party1=[[Samfylkingin]] (S) |votes1=55758 |seats1=20 |sc1=+2 |party2=[[Sjálfstæðisflokkurinn]] (D) |votes2=44371 |seats2=16 |sc2=-9 |party3=[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] (V) |votes3=40581 |seats3=14 |sc3=+5 |party4=[[Framsóknarflokkurinn]] (B) |votes4=27699 |seats4=9 |sc4=+2 |party5=[[Borgarahreyfingin]] (O) |votes5=13519 |seats5=4 |sc5=+4 |party6=[[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndi flokkurinn]] (F) |votes6=4148 |seats6=0 |sc6=-4 |party7=[[Lýðræðishreyfingin]] (P) |votes7=1107 |seats7=0 |sc7=– |invalid=566 |blank=6226 |electorate= 227843 |source= [https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__kosningar__althingi__althurslit/KOS02121.px/table/tableViewLayout2/ Hagstofa Íslands] }} === Úrslit í einstökum kjördæmum === <div style="max-width:760px"><div style="float:left; max-width:760px">{{Kosning| Kjördæmi=[[Mynd:nordvesturkjordaemi.png|50px|]] [[Norðvesturkjördæmi]]| Listar= {{Listi|B|[[Framsóknarflokkurinn|Framsókn]]|3.967|22,5|2|1|+1}} {{Listi|D|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]|4.037|22,9|2|3|-1}} {{Listi|F|[[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndir]]|929|5,3|0|2|-2}} {{Listi|O|[[Borgarahreyfingin]]|587|3,3|0||}} {{Listi|S|[[Samfylkingin|Samfylking]]|4.001|22,7|2|2|-}} {{Listi|V|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrigrænir]]|4.018|22,8|3|1|+2}} {{Listi|P|[[Lýðræðishreyfingin]]|66|0,4|0||}} {{Listi| |Aðrir og utan flokka|||||}} | Greidd atkvæði=18.213| Fulltrúafjöldi=9| Fyrri fulltrúafjöldi=9| Breyting=0| Kjörskrá=21.294| Kjörsókn=85,5%| }}</div> <div style="float:right">{{Kosning| Kjördæmi=[[Mynd:nordausturkjordaemi.png|50px|]] [[Norðausturkjördæmi]]| Listar= {{Listi|B|[[Framsóknarflokkurinn|Framsókn]]|5.905|25,3|2|3|-1}} {{Listi|D|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]|4.079|17,5|2|3|-1}} {{Listi|F|[[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndir]]|384|1,6|0|0|-}} {{Listi|O|[[Borgarahreyfingin]]|690|3|0||}} {{Listi|S|[[Samfylkingin|Samfylking]]|5.312|22,7|3|2|+1}} {{Listi|V|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrigrænir]]|6.937|29,7|3|2|+1}} {{Listi|P|[[Lýðræðishreyfingin]]|61|0,3|0||}} {{Listi| |Aðrir og utan flokka|||||}} | Greidd atkvæði=24.249| Fulltrúafjöldi=10| Fyrri fulltrúafjöldi=10| Breyting=0| Kjörskrá=28.362| Kjörsókn=85,5%| }}</div></div> <div style="max-width:760px"><div style="float:left">{{Kosning| Kjördæmi=[[Mynd:sudurkjordaemi.png|50px|]] [[Suðurkjördæmi]]| Listar= {{Listi|B|[[Framsóknarflokkurinn|Framsókn]]|5.390|20|2|2|-}} {{Listi|D|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]|7.073|26,2|3|4|-1}} {{Listi|F|[[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndir]]|838|3,1|0|1|-1}} {{Listi|O|[[Borgarahreyfingin]]|1.381|5,1|1||+1}} {{Listi|S|[[Samfylkingin|Samfylking]]|7.541|28|3|2|+1}} {{Listi|V|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrigrænir]]|4.614|17,1|1|1|-}} {{Listi|P|[[Lýðræðishreyfingin]]|127|0,5|0||}} {{Listi| |Aðrir og utan flokka|||||}} | Greidd atkvæði=27.831| Fulltrúafjöldi=10| Fyrri fulltrúafjöldi=10| Breyting=0| Kjörskrá=32.505| Kjörsókn=85,6%| }}</div> <div style="float:right">{{Kosning| Kjördæmi=[[Mynd:sudvesturkjordaemi.png|50px|]] [[Suðvesturkjördæmi]]| Listar= {{Listi|B|[[Framsóknarflokkurinn|Framsókn]]|5.627|11,6|1|1|-}} {{Listi|D|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]|13.463|27,6|4|6|-2}} {{Listi|F|[[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndir]]|741|1,5|0|0|-}} {{Listi|O|[[Borgarahreyfingin]]|4.428|9,1|1||+1}} {{Listi|S|[[Samfylkingin|Samfylking]]|15.669|32,2|4|4|-}} {{Listi|V|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrigrænir]]|8.473|17,4|2|1|+1}} {{Listi|P|[[Lýðræðishreyfingin]]|302|0,6|0||}} {{Listi| |Aðrir og utan flokka|||||}} | Greidd atkvæði=50.315| Fulltrúafjöldi=12| Fyrri fulltrúafjöldi=12| Breyting=0| Kjörskrá=58.203| Kjörsókn=86,4%| }}</div></div> <div style="max-width:760px"><div style="float:left">{{Kosning| Kjördæmi=[[Mynd:reykjavikurkjordaemi.png|50px|]] [[Reykjavíkurkjördæmi suður]]| Listar= {{Listi|B|[[Framsóknarflokkurinn|Framsókn]]|3.435|9,7|1|0|+1}} {{Listi|D|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]|8.209|23,2|3|5|-2}} {{Listi|F|[[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndir]]|700|2|0|1|-1}} {{Listi|O|[[Borgarahreyfingin]]|3.076|8,7|1||+1}} {{Listi|S|[[Samfylkingin|Samfylking]]|11.667|32,9|4|3|+1}} {{Listi|V|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrigrænir]]|8.106|22,9|2|2|-}} {{Listi|P|[[Lýðræðishreyfingin]]|226|0,6|0||}} {{Listi| |Aðrir og utan flokka|||||}} | Greidd atkvæði=36.926| Fulltrúafjöldi=11| Fyrri fulltrúafjöldi=11| Breyting=0| Kjörskrá=43.748| Kjörsókn=84,4%| }}</div> <div style="float:right">{{Kosning| Kjördæmi=[[Mynd:reykjavikurkjordaemi.png|50px|]] [[Reykjavíkurkjördæmi norður]]| Listar= {{Listi|B|[[Framsóknarflokkurinn|Framsókn]]|3.375|9,6|1|0|+1}} {{Listi|D|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]|7.508|21,4|2|4|-2}} {{Listi|F|[[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndir]]|556|1,6|0|0|-}} {{Listi|O|[[Borgarahreyfingin]]|3.357|9,6|1||+1}} {{Listi|S|[[Samfylkingin|Samfylking]]|11.568|32,9|4|5|-1}} {{Listi|V|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrigrænir]]|8.432|24|3|2|+1}} {{Listi|P|[[Lýðræðishreyfingin]]|325|0,9|0||}} {{Listi| |Aðrir og utan flokka|||||}} | Greidd atkvæði=36.400| Fulltrúafjöldi=11| Fyrri fulltrúafjöldi=11| Breyting=0| Kjörskrá=43.784| Kjörsókn=83,1%| }}</div></div> {{clear}} [[Kjörnir alþingismenn 2009]] == Aðdragandi kosninganna == [[Mynd:IceParlElec2009-XDad.jpg|thumb|right|Strætisvagnaskýli sem sýnir [[auglýsing]]u frá Sjálfstæðisflokknum.]] Í kjölfar [[efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009|efnahagskreppunnar á Íslandi]] urðu [[Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008|mótmæli]] tíð þar sem ein af kröfunum var að haldnar yrðu kosningar áður en núverandi [[kjörtímabil]] rynni út. <ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item238665/|titill=Fjölmennur fundur krafðist kosninga|útgefandi=Rúv.is|ár=2008|mánuður=24. nóvember}}</ref> [[Stjórnarandstaða]]n lýsti því yfir að hún vildi kosningar fyrr og var [[vantrauststillaga]] felld í nóvember 2008.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/24/vantrauststillaga_felld/|titill=Vantrauststillaga felld|útgefandi=Mbl.is|ár=2008|mánuður=24. nóvember}}</ref> Innan [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] sem situr í [[ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórn]] var óeining um það hvort halda skyldi kosningar vorið 2009. [[Björgvin G. Sigurðsson]], viðskiptaráðherra Íslands, og [[Þórunn Sveinbjarnardóttir]], umhverfisráðherra Íslands, lýstu því bæði yfir í nóvember 2008 að þau teldu að kosningar ættu að fara fram vorið 2009.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/20/radherrar_vilja_kosningar_i_vor/|titill=Ráðherrar vilja kosningar í vor|útgefandi=Mbl.is|ár=2008|mánuður=20. nóvember}}</ref> [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]], utanríkisráðherra Íslands, og [[Geir H. Haarde]], forsætisráðherra Íslands, voru þá mótfallin því að kosið yrði í vor.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item238138/|titill=Óráð að kjósa í björgunarleiðangri|útgefandi=Mbl.is|ár=2008|mánuður=21. nóvember}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item238037/|titill=Hissa á að ráðherrar vilji kjósa|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=20. nóvember}}</ref> Þann [[21. janúar]] samþykkti [[Samfylkingarfélag Reykjavíkur]] ályktun um að stjórnarsamstarfi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins yrði slitið og haldnar yrðu kosningar í síðasta lagi í maí.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/21/samthykktu_alyktun_um_stjornarslit/|titill=Samþykktu ályktun um stjórnarslit|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=21. janúar}}</ref> Fundurinn var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum og var troðið út úr dyrum og safnaðist mikið af fólki saman fyrir utan. Meðal þeirra sem tóku til máls voru [[Ágúst Ólafur Ágústsson]], þáverandi varaformaður Samfylkingarinnar, og [[Lúðvík Bergvinsson]], þingmaður Samfylkingarinnar.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/21/eigum_ekki_ad_ottast_thjodina/|titill=„Eigum ekki að óttast þjóðina“|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=21. janúar}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/21/okkur_er_treystandi/|titill=Okkur er treystandi|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=21. janúar}}</ref> Þá tók Ingibjörg Sólrún undir kröfur um kosningar í vor en sagðist áfram skyldu vera í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/ingibjorg_vill_kosningar_i_vor/|titill=Ingibjörg vill kosningar í vor|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=21. janúar}}</ref> [[Önnur ríkisstjórn Geirs Haarde]] féll [[26. janúar]] [[2009]] en þá fór hann á fund [[forseti Íslands|forseta Íslands]] og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/01/26/stjornarsamstarfi_lokid/|titill=Stjórnarsamstarfi lokið|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=26. janúar}}</ref> Í kjölfarið var [[fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur]] mynduð, ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, studd af Framsóknarflokknum. Það var fyrsta [[minnihlutastjórn]] á Íslandi síðan [[Ríkisstjórn Benedikts Gröndal]] var mynduð árið 1979 af [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokknum]]. Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður, sagði af sér sem formaður [[landskjörstjórn]]ar þar sem hann var tilnefndur sem fulltrúi [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] á sínum tíma.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/200960933060|titill=Sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar|útgefandi=Visir.is|ár=2009|mánuður=12. febrúar}}</ref> == Framboðsmál == Í það minnsta 12 þingmenn sóttust ekki eftir endurkjöri en á Alþingi sitja 63 þingmenn.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/2009702243459|titill=Minnst sjö þingmenn draga sig í hlé|útgefandi=Visir.is|ár=2009|mánuður=8. febrúar}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/03/bjoda_sig_fram_i_forystusaeti/|titill=Bjóða sig fram í forystusæti|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=3. mars}}</ref> Meðal þeirra eru stjórnmálamenn með mikla reynslu og langan feril á Alþingi, s.s. [[Geir Haarde]], [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]], [[Valgerður Sverrisdóttir]], [[Björn Bjarnason (f. 1944)|Björn Bjarnason]] og [[Árni Mathiesen]]. Að minnsta kosti 90 fleiri einstaklingar voru í framboði í forvali eða [[prófkjör]]i fyrir [[Framsóknarflokkur|Framsóknarflokk]], [[Vinstri grænir|Vinstri græna]], [[Samfylking]]u og [[Sjálfstæðisflokkur|Sjálfstæðisflokk]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/03/um_90_fleiri_frambjodendur_en_fyrir_kosningar_2007/|titill=Um 90 fleiri frambjóðendur en fyrir kosningar 2007|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=3. mars}}</ref> Fimm nýir listabókstafir voru tilkynntir<ref>{{Cite web |url=http://www.kosning.is/frettir/nr/6719 |title=Tveimur nýjum listabókstöfum úthlutað |access-date=2009-03-30 |archive-date=2009-05-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090502000922/http://www.kosning.is/frettir/nr/6719 |url-status=dead }}</ref>: * A-listi [[Framfaraflokkurinn|Framfaraflokksins]] (Tilkynnti ekki framboð) * L-listi [[L-listinn|fullveldissinna]] (Dró tilbaka tilkynningu um framboð) * N-listi [[Samtök um réttlæti|Samtaka um réttlæti]] (Tilkynnti ekki framboð) * O-listi [[Borgarahreyfingin|Borgarahreyfingarinnar]] * P-listi [[Lýðræðishreyfingin|Lýðræðishreyfingarinnar]] === [[Borgarahreyfingin]] === Nýtt framboð kom fram undir nafninu Borgarahreyfingin – þjóðin á þing. Formaður framboðsins er Herbert Sveinbjörnsson.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/02/23/borgarahreyfingin_bydur_fram/|titill=Borgarahreyfingin býður fram|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=23. febrúar}}</ref> Í yfirlýsingu til fjölmiðla sagði að Borgarahreyfingin vilji [[lýðræði]]slegra stjórnarfar.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20090303/FRETTIR01/573207244|titill=Borgarahreyfingin kynnir helstu stefnumál|útgefandi=Vísir.is|ár=2009|mánuður=3. mars}}</ref> Meðal þess sem hreyfingin hefur sett á oddinn er möguleiki stjórnmálaflokka til að leggja fram óraðaða lista fyrir kosningar þannig að kjósendur viðkomandi flokks raði sjálfir á listann í kjörklefanum. [[Þráinn Bertelsson]] rithöfundur gekk til liðs við Borgarahreyfinguna úr Framsóknarflokkinum. === [[Framsóknarflokkurinn]] === Landsfundur Framsóknarflokksins var haldinn helgina 17.-18. janúar. Á þeim fundi var [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] kosinn formaður flokksins.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/18/sigmundur_kjorinn_formadur/|titill=Sigmundur kjörinn formaður|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=18. janúar}}</ref> [[Valgerður Sverrisdóttir]], fyrrverandi varaformaður og ráðherra flokksins, og [[Magnús Stefánsson]], fyrrverandi ráðherra, hafa bæði tilkynnt að þau hyggist ekki bjóða sig fram á næsta þingi.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/02/14/valgerdur_ekki_i_frambod/|titill=Valgerður ekki í framboð|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=14. febrúar}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/31/magnus_stefansson_haettir_i_stjornmalum/|titill=Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=31. janúar}}</ref> Meðal þeirra sem tilkynntu fyrirhugað framboð fyrir Framsóknarflokkinn má nefna [[Þráinn Bertelsson|Þráin Bertelsson]], rithöfund, og [[Guðmundur Steingrímsson|Guðmund Steingrímsson]], sem gekk nýverið úr Samfylkingunni. Um miðjan febrúar dró Þráinn Bertelsson til baka yfirlýst framboð sitt og gekk til liðs við Borgarahreyfinguna.<ref>{{vefheimild|url=http://thrainn.eyjan.is/2009/02/me-lyri-gegn-klikum.html|titill=Með lýðræði gegn klíkum|útgefandi=eyjan.is|ár=2009|mánuður=18. febrúar}}</ref> === [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndi flokkurinn]] === [[Jón Magnússon (f. 1946)|Jón Magnússon]] gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á ný. Ekki hefur borið mikið á nýliðun hjá flokknum. [[Kristinn H. Gunnarsson]] gekk í Framsóknarflokkinn á ný. [[Karl V. Matthíasson]], þingmaður Samfylkingarinnar, gekk í Frjálslynda flokkinn.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/13/karl_v_til_lids_vid_frjalslynda/|titill=Karl V. til liðs við Frjálslynda|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=13. mars}}</ref> [[Sturla Jónsson]], vörubílstjóri sem var einn skipuleggjenda [[mótmæli vörubílstjóra á Íslandi 2008]], var í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn. === [[Íslandshreyfingin]] === [[Ómar Ragnarsson]] tilkynnti snemma í febrúar að Íslandshreyfingin hygðist bjóða fram í öllum [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum landsins]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/2009677413931|titill=Íslandshreyfingin stefnir á þingframboð|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=9. febrúar}}</ref> Í lok febrúar var þó komið annað hljóð í strokkinn því þá samþykkti stjórn Íslandshreyfingarinnar að hún sækti um að gerast aðildarfélag hjá Samfylkingunni.<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/2009162707312|titill=Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=27. febrúar}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/2009584239018|titill=Margrét ekki á leið í framboð|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=27. febrúar}}</ref> Því virðist ljóst að búið sé að leggja niður Íslandshreyfinguna sem slíka. === [[L-listinn]] === L-listinn boðaði framboð til Alþingis í kosningunum 2009.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/02/l_listinn_bodar_frambod_til_althingiskosninga/|titill=L-listinn boðar framboð til alþingiskosninga|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=2. mars}}</ref> Fyrir framboðinu fóru [[Bjarni Harðarson]], bóksali á [[Selfoss]]i og fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhallur Heimisson prestur. Ekki var um að ræða stjórnmálaflokk heldur bandalag frjálsra frambjóðenda sem vildu efla lýðræði í landinu og vinna með því gegn ríkjandi flokksræði. Þann [[3. apríl]] var tilkynnt að L-listinn drægi framboð sitt til baka vegna þeirra skilyrða sem ólýðræðislegar aðstæður sköpuðu nýjum framboðum á þessum stutta tíma sem liðinn var frá því ákvörðun var tekin um kosningar og þess að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir höfðu samþykkt á flokksþingum sínum að vera mótfallin aðild Íslands að Evrópusambandinu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.amx.is/stjornmal/6018/|titill=L-listi fullveldissinna hættir við framboð|útgefandi=Amx.is|ár=2009|mánuður=3. apríl}}</ref> === [[Samfylkingin]] === ''Sjá einnig: [[Prófkjör Samfylkingarinnar 2009]]'' Samfylkingin hélt landsfund sömu helgi og Sjálfstæðisflokkurinn dagana 26.-29. mars.<ref>{{vefheimild|url=http://www.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Leidarinn/nanar/2700|titill=Landsfundur Samfylkingarinnar}}</ref> Fjöldi nýrra framboða voru tilkynnt.<ref>{{vefheimild|url=http://www.samfylking.is/Forsida/Frettir/Frettir/Lesafrett/2710|titill=Gefa kost á sér á framboðslista}}</ref> Guðmundur Steingrímsson og Karl V. Matthíasson gengu báðir úr Samfylkingunni. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs þar sem hann ætlar í nám erlendis. === [[Sjálfstæðisflokkurinn]] === ''Sjá einnig: [[Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 2009]]'' Geir Haarde tilkynnti þann 23. janúar að hann væri með [[krabbamein]] í [[vélinda]] og hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem [[formaður Sjálfstæðisflokksins]] á landsfundi hans sem haldinn var 26.-29. mars.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/01/23/geir_kosid_i_mai/|titill=Geir með illkynja æxli í vélinda - kosið í maí|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=23. janúar}}</ref> Geir bauð heldur ekki fram í prófkjöri. 29 menn, þar af 12 konur, hyggjast buðu sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item252186/|titill=Geir Haarde hættir á þingi|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=20. febrúar}}</ref> Settar voru takmarkanir við þá upphæð sem frambjóðendur máttu eyða í auglýsingar og kynningu fyrir prófkjörin, 2,5 milljónir á hvern frambjóðenda.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/02/17/flokkarnir_velja_i_forystusveitirnar/|titill=Fréttaskýring: Flokkarnir velja í forystusveitirnar|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=17. febrúar}}</ref> Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn helgina 27-29. mars. Á honum var [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] kosinn nýr formaður flokksins, og [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] endurkjörin varaformaður. Einna mest eftirvænting var eftir niðurstöðu Evrópunefndar flokksins, en formennsku í Evrópunefnd hafði [[Kristján Þór Júlíusson]], mótframbjóðandi Bjarna til formennsku flokksins. Niðurstaða landsfundarins var að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB.<ref>{{vefheimild|url=http://www.xd.is/?action=landsfundur_2009_nanar&id=1007|titill=Ályktun um Evrópumál|útgefandi=Sjálfstæðisflokkurinn|ár=2009|mánuður=apríl}}</ref> (Viku fyrir kosningarnar lagði [[Illugi Gunnarsson]] það þó til fyrir hönd flokksins að Ísland tæki upp [[evra|evruna]] í samstarfi við [[Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn|Alþjóðagjaldeyrissjóðinn]]<ref>{{vefheimild|url=http://www.xd.is/?action=grein&id=20423|titill=Evra í samstarfi við IMF|útgefandi=Sjálfstæðisflokkurinn|ár=2009|mánuður=17. apríl}}</ref>) Á fundinum hélt [[Davíð Oddsson]] ræðu þar sem hann nefndi skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins „hrákasmíð“ og beindi gagnrýni sinni sérstaklega að [[Vilhjálmur Egilsson|Vilhjálmi Egilssyni]], formanni nefndarinnar. Skömmu fyrir páska kom upp [[Styrkjamálið]]. Þá opinberaðist það að FL Group (nú [[Stoðir]]) og [[Landsbanki Íslands]] hefðu styrkt Sjálfstæðisflokkinn um samtals 30 milljónir króna hvor. Athygli manna beindist sér í lagi að hlutverki [[Guðlaugur Þór Þórðarson|Guðlaugs Þórs Þórðarsonar]], fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins. === [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð]] === Litlar breytingar voru á framboðsmálum Vinstri grænna. [[Svandís Svavarsdóttir]], sem áður hafði setið í borgarstjórn Reykjavíkurborgar fyrir VG tók fyrsta sæti í Reykjavík suður. [[Lilja Mósesdóttir]], doktor í hagfræði, bauð sig fram í annað sætið.<ref>{{vefheimild|url=http://www.felagshyggja.net/Lilja.htm|titill=Tilkynning Lilju Mósesdóttur um framboð í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem fram fer 7. mars n.k.}}</ref> [[Guðfríður Lilja Grétarsdóttir]] tók fyrsta sætið í Suðvesturkjördæmi á, [[Ögmundur Jónasson|Ögmundi Jónassyni]]. Áherslur Vinstri grænna voru kynntar undir fyrirsögnunum „Velferð fyrir alla“, „Trygg atvinna“, „Ábyrg efnahagsstjórn“, „Aukið lýðræði“ og „Kröftug byggð“.<ref>{{vefheimild|url=http://www.vg.is/kjordaemi/kosningaaherslur---vegur-til-framtidar/|titill=Kosningaáherslur - vegur til framtíðar}}</ref> === [[Lýðræðishreyfingin]] === Lýðræðishreyfingin með [[Ástþór Magnússon]] í fararbroddi bauð fram í öllum kjördæmum.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item256572/|titill=Lýðræðisfylkingin fer í framboð|útgefandi=ruv.is|ár=2009|mánuður=20. mars}}</ref> Lýðræðishreyfingin vakti nokkra athygli fyrir hugmyndir sínar um [[beint lýðræði]], auknar [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslur]] í gegnum [[hraðbanki|hraðbanka]]. Þessi [[stjórnmálahreyfing]] hefur einnig notast við þau vinnubrögð að auglýsa í fjölmiðlum eftir fólki á lista. == Skoðanakannanir == Allt frá því að efnahagskreppan hófst haustið 2008 voru [[skoðanakönnun|skoðanakannanir]] framkvæmdar og birtar oftar en í venjulegu árferði. {| class="wikitable" align="center" style="font-size: 8pt;" |- ! colspan="16" |Niðurstöður skoðanakannana á fylgi stjórnmálaflokka |- ! &nbsp; !! 22. janúar<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/22/framsokn_med_17_prosent_fylgi/|titill=Framsóknarflokkurinn með 17% fylgi|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=22. janúar}}<br>([http://mmr.is/files/0901_tilkynning_stjornmal.pdf pdf])</ref> !! 24. janúar<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/24/fylgi_vg_maelist_rumlega_32_prosent/|titill=Fylgi VG mælist rúmlega 32%|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=24. janúar}}</ref> !! 1. febrúar<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/01/framsokn_i_sokn_samfylking_dalar/|titill=Framsókn í sókn, Samfylking tapar fylgi|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=1. febrúar}}</ref> !! 13. febrúar<ref>{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/2009491276847|titill=Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur á ný|útgefandi=Visir.is|ár=2009|mánuður=13. febrúar}}</ref> !! 27. febrúar<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/02/28/skyr_vinstrisveifla/|titill=Skýr vinstrisveifla|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=28. febrúar}}</ref> !! 5. mars<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/05/sjalfstaedisflokkur_med_mest_fylgi/|titill=Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=5. mars}}</ref> !! 13. mars<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/13/litil_hreyfing_a_fylgi_flokkanna/|titill=Lítil hreyfing á fylgi flokkanna|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=13. mars}}<br>([http://www.mbl.is/media/98/1298.pdf pdf])</ref> !! 19.mars<ref>{{vefheimild|url=http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/19/samfylking_og_vg_med_samtals_55_8_prosent_38_thingm/|titill=Ríkisstjórnarflokkarnir fengju drjúgan meirihluta|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=19. mars}}<br></ref>!! 26.mars<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/26/fylgi_framsoknarflokks_minnkar/|titill=Fylgi Framsóknarflokks minnkar|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=26. mars}}</ref>!! 27.mars<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/27/vg_upp_fyrir_sjalfstaedisflokk//|titill=VG upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=27. mars}}</ref>!! 2.apríl<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/02/samfylking_afram_staerst//|titill=Samfylking áfram stærst|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=2. apríl}}</ref>!! 9.apríl<ref>{{vefheimild|url=http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item259722/|titill=Samfylking mælist áfram stærst|útgefandi=ruv.is|ár=2009|mánuður=9. apríl}}</ref> !! 16.apríl<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/16/vg_i_sokn_samfylking_staerst/|titill=Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi|útgefandi=mbl.is|ár=2009|mánuður=16. apríl}} ([http://www.mbl.is/media/92/1392.pdf pdf])</ref> !! 20.apríl<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/21/o_listi_fengi_fjora/|titill=O-listi fengi fjóra|útgefandi=mbl.is|ár=2009|mánuður=20. apríl}} ([http://www.mbl.is/media/03/1403.pdf pdf])</ref> !! 22.apríl<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/22/dregur_saman_med_flokkunum/|titill=Dregur saman með flokkunum|útgefandi=mbl.is|ár=2009|mánuður=22. apríl}} ([http://www.mbl.is/media/14/1414.pdf pdf])</ref> |- |- |[[Borgarahreyfingin]] || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || 0,4% || 2,5% || 2,7% || 3,4% || 3,0% || 3,6% || 4,4% || 7,0% || 6,2% |- |[[Framsóknarflokkurinn|Framsókn]] || 17% || 16,8% || 15% || 14,9% || 12,8% || 12,6% || 12,6% || 11,3% || 7,5% || 12,5% || 10,7% || 9,8% || 11,1% || 11,8% || 12,7% |- |[[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndir]] || 3% || 3,7% || 3% || 1,5% || 2,9% || 2,1% || 1,6% || 1,3% || 1,8% || 1,2% || 1,4% || 1,1% || 2% || 1,1% || 1,0% |- |{{L-listinn}} || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || 1,7% || 1,9% || 1,2% || 1,9% || 1,5% || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; |- |[[Íslandshreyfingin]] || 2,2% || &nbsp; || 3% || 0,4% || &nbsp; || 2% || 0,9% || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; |- |[[Samfylkingin|Samfylking]] || 16,7% || 19,2% || 22% || 24,1% || 31,1% || 27,5% || 28,3% || 31,2% || 31,7% || 30% || 29,4% || 32,6% || 30,7% || 30,5% || 28,4% |- |[[Sjálfstæðisflokkurinn]] || 24,3% || 22,1% || 24% || 29% || 26% || 29% || 28,8% || 26,5% || 29,1% || 24,4% || 25,4% || 25,7% || 23,3% || 22,9% || 23,7% |- |[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrigrænir]] || 28,5% || 32,6% || 30% || 23,4% || 24,6% || 25,9% || 25,7% || 24,6% || 25,8% || 26,2% || 27,7% || 26% || 28,2% || 25,9% || 27,7% |- |[[Lýðræðishreyfingin]] || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; || 0,4% || 0,8% || 0,3% |- |Annað || 8% || &nbsp; || 4% || 6,6% || &nbsp; || 0,9% || &nbsp; || 0,8% || &nbsp; || 0,3%; || 0,9% || 1% || &nbsp; || &nbsp; || &nbsp; |} == Tilvísanir == {{reflist|2}} == Tenglar == * [http://www.kosning.is/ Opinber vefur um kosningarnar] * [http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/ Vefur Mbl.is um kosningarnar 2009] * [http://www.ruv.is/kosningar/ Vefur RÚV um kosningarnar 2009] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090228123307/http://www.ruv.is/kosningar/ |date=2009-02-28 }} * [http://www.visir.is/section/FRETTIR01&template=k09 Vefur Vísis um kosningarnar 2009] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090429163911/http://www.visir.is/section/FRETTIR01%26template%3Dk09 |date=2009-04-29 }} * [http://kosningasaga.wordpress.com/ Kosningasaga] {{röð | listi = [[Alþingiskosningar]] | fyrir = [[Alþingiskosningar 2007]] | eftir = [[Alþingiskosningar 2013]] }} {{Íslensk stjórnmál}} [[Flokkur:Alþingiskosningar]] [[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]] 9awjld4efmqii1zrv95res98fhx24r9 Borgarahreyfingin 0 74726 1890112 1888181 2024-12-04T11:36:11Z Berserkur 10188 1890112 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálaflokkur | fylgi = | flokksnafn_íslenska = Borgarahreyfingin | mynd = [[Mynd:Logo-xo.png|200px|center|Merki Borgarahreyfingarinnar]] | formaður stjórnar = [[Heiða B. Heiðarsdóttir]] | varaformaður stjórnar = [[Sigurður Hr. Sigurðsson]] | þingflokksformaður = | ritari = | stofnár = 2009 | höfuðstöðvar = [[Höfðatún 12]], 105 [[Reykjavík]] | hugmyndafræði = [[lýðræði]], [[jafnrétti]], [[réttlæti]] | einkennislitur = appelsínugulur | vefsíða = [http://www.borgarahreyfingin.is www.borgarahreyfingin.is] | lagt niður = 2010 | gekk í = [[Hreyfingin]] }} '''Borgarahreyfingin – þjóðin á þing''' var [[stjórnmálahreyfing]] sem var stofnuð 2009 í kjölfar [[efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009|efnahagskreppunnar á Íslandi]] og bauð fram til [[Alþingiskosningar 2009|Alþingiskosninganna 2009]].<ref>[http://visir.is/article/20090413/FRETTIR01/995485047 „Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum“] á Vísi.is (Skoðað 13. apríl 2009).</ref> Skoðanakannanir sýndu jafnt og þétt vaxandi fylgi við hreyfinguna frá því að framboðið var fyrst tilkynnt til fjölmiðla, þann [[23. febrúar]] [[2009]]<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/02/23/borgarahreyfingin_bydur_fram/|titill=Borgarahreyfingin býður fram|útgefandi=Mbl.is|ár=2009|mánuður=23. febrúar}}</ref> og stóð það í 6,2% síðustu daga fyrir kosningar.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/22/dregur_saman_med_flokkunum/|titill=Dregur saman með flokkunum|útgefandi=mbl.is|ár=2009|mánuður=22. apríl}} ([http://www.mbl.is/media/14/1414.pdf pdf])</ref> Í kosningunum náði Borgarahreyfingin fjórum þingsætum. Borgarahreyfingin varð til við samruna Samstöðu-hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3. Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og tengt því er unnið mikið grasrótarstarf. Á vef Borgarahreyfingarinnar stendur að hún „vilji hreinsa út [[spilling]]u, koma á virkara lýðræði og skýrri [[þrískipting ríkisvaldsins|þrískiptingu valdsins]]“.<ref>{{cite web |url=http://www.borgarahreyfingin.is/umhreyfinguna/ |title=Um Borgarahreyfinguna |access-date=2009-03-18 |archive-date=2009-03-22 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090322030630/http://www.borgarahreyfingin.is/umhreyfinguna/ |url-status=dead }}</ref> Borgarahreyfingin styður [[persónukjör]] og hefur lýst því yfir að hreyfingin verði lögð niður eftir að markmiðum hennar hefur verið náð. Meðal annara stefnumála er andstaða við [[verðtrygging|verðtryggð]] lán, [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslur]] óski 7% þjóðarinnar þess og [[stjórnlagaþing]] haustið 2009.<ref>{{cite web |url=http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/ |title=Stefna Borgarahreyfingarinnar |access-date=2009-04-23 |archive-date=2009-04-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090421134734/http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/ |url-status=dead }}</ref> Árið 2009 yfirgáfu allir fjórir þingmenn flokksins flokkinn eða fóru þrír þeirra í klofning flokksins, [[Hreyfingin]], og einn í [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]]. Því var flokkurinn með engann þingmann eftir 2009. Flokkurinn var formlega lagður niður árið 2010 og sameinaðist [[Hreyfingin|Hreyfingunni]]. Árið 2012 voru uppi hugmyndir um að Borgarahreyfingin, Hreyfingin og [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslyndi flokkurinn]] myndu sameinast í nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu [[alþingiskosningar 2013]] sem að var [[Dögun (stjórnmálasamtök)|Dögun]] sem að bauð fram í kosningnum [[2013]], [[2016]] og [[2017]] en náði inn engum þingmanni og var formlega lögð niður árið [[2021]]. Þá gekk Dögun til liðs við Flokk fólksins árið 2021. Árið 2013 stofnaði Birgitta Jónsdóttir, einn þingmanna flokksins Pírata og var þingmaður flokksinst til 2017. [[Margrét Tryggvadóttir]] leiddi lista Dögunnar í kosningunum 2013. Árið 2021 gekk Birgitta Jónsdóttir til liðs við Sósíalistaflokk Íslands og Þór Saari, þriðji þingmaður Borgarahreyfingarinnar leiddi lista Sósíalista í þingkosningunum 2021. [[Margrét Tryggvadóttir]] einn þingmaður flokksins sagði frá því í bókinni ''Útistöður'' frá 2014 að flokkurinn væri ''"dæmdur til þess að springa"'' og lýsti því að í flokknum hafi reiðasta fólk landsins sameinast og að mögulega gætu átökin í flokknum verið sett út á það að í flokknum var hátt hlutfall óvirkra [[Alkóhólismi|alkóhólista]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/borgarahreyfingin-var-daemd-til-ad-springa/|title=Borgarahreyfingin var dæmd til að springa - RÚV.is|date=2014-10-09|website=RÚV|access-date=2024-04-23}}</ref> Merki Borgarahreyfingarinnar, appelsínugul slaufa, vísaði til appelsínugula borðans sem [[Mótmælin á Íslandi í kjölfar efnahagskreppunnar 2008|mótmælendur]] sem mótmæltu friðsamlega báru. ==Formenn stjórnar == {| class="wikitable" |- bgcolor="#D8D8D8" |'''Formaður''' |'''Kjörinn''' |'''Hætti''' |- |[[Herbert Sveinbjörnsson]] |2009 |2009 |- |[[Baldvin Jónsson]] |2009 |2009 |- |[[Valgeir Skagfjörð]] |2009 |2009 |- |[[Heiða B. Heiðarsdóttir]] |2009 |2010 |- |[[Þórdís B. Sigurþórsdóttir]] |2010 |2010 |} == Framboðslistar í alþingiskosningum 2009 == {| class="wikitable" style="font-size:90%" | ! colspan="2" bgcolor="#fff" | Reykjavíkurkjördæmi norður ! colspan="2" bgcolor="#fff" | Reykjavíkurkjördæmi suður ! colspan="2" bgcolor="#fff" | Norðvesturkjördæmi |- | 1 || [[Þráinn Bertelsson]] | 1 || [[Birgitta Jónsdóttir]] | 1 || {{Ekkirauður|Gunnar Sigurðsson}} |- | 2 || {{Ekkirauður|Katrín Snæhólm Baldursdóttir}} | 2 || {{Ekkirauður|Baldvin Jónsson}} | 2 || {{Ekkirauður|Lilja Skaftadóttir}} |- | 3 || {{Ekkirauður|Jóhann Kristjánsson}} | 3 || {{Ekkirauður|Sigurlaug Ragnarsdóttir}} | 3 || {{Ekkirauður|[[Guðmundur Andri Skúlason]]}} |- | 4 || {{Ekkirauður|Anna B. Saari}} | 4 || {{Ekkirauður|Hannes Ingi Guðmundsson}} | 4 || {{Ekkirauður|Ingibjörg Snorradóttir Hagalín}} |- | 5 || {{Ekkirauður|Sigurður Hr. Sigurðsson}} | 5 || {{Ekkirauður|Hallfríður Þórarinsdóttir}} | 5 || {{Ekkirauður|Þeyr Guðmundsson}} |- ! colspan="2" bgcolor="#fff" | Norðausturkjördæmi ! colspan="2" bgcolor="#fff" | Suðurkjördæmi ! colspan="2" bgcolor="#fff" | Suðvesturkjördæmi |- | 1 || [[Herbert Sveinbjörnsson]] | 1 || [[Margrét Tryggvadóttir]] | 1 || [[Þór Saari]] |- | 2 || {{Ekkirauður|Björk Sigurgeirsdóttir}} | 2 || {{Ekkirauður|Jón Kr. Arnarson}} | 2 || {{Ekkirauður|Valgeir Skagfjörð}} |- | 3 || {{Ekkirauður|Hjálmar Hjálmarsson}} | 3 || {{Ekkirauður|Hildur Harðardóttir}} | 3 || {{Ekkirauður|Ingifríður R. Skúladóttir}} |- | 4 || {{Ekkirauður|Ragnhildur Arna Hjartardóttir}} | 4 || {{Ekkirauður|Ragnar Þór Ingólfsson}} | 4 || {{Ekkirauður|Ragnheiður Fossdal}} |- | 5 || {{Ekkirauður|Rakel Sigurgeirsdóttir}} | 5 || {{Ekkirauður|Þórhildur Rúnarsdóttir}} | 5 || {{Ekkirauður|Sigríður Hermannsdóttir}} |} == Tilvísanir == {{reflist}} == Tengill == * [http://www.borgarahreyfingin.is Vefsíða Borgarahreyfingarinnar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090430092855/http://www.borgarahreyfingin.is/ |date=2009-04-30 }} {{Hrunið}} [[Flokkur:Íslensk stjórnmál]] [[Flokkur:Alþingiskosningar 2009]] [[Flokkur:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009]] {{s|2009}} [[Flokkur:Stofnað 2009]] [[Flokkur:Lagt niður 2010]] lc7zixgwfe4692bl1n3w0qt3dllx5t7 Lady Gaga 0 85314 1890041 1879996 2024-12-03T12:37:54Z Fyxi 84003 1890041 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Lady Gaga | mynd = Lady Gaga at Joe Biden's inauguration (cropped 5).jpg | mynd_texti = Lady Gaga á innsetningarathöfn [[Joe Biden]] árið 2021 | fæðingarnafn = Stefani Joanne Angelina Germanotta | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1986|3|28}} | fæðingarstaður = [[New York-borg|New York]], [[New York-fylki|New York]], [[Bandaríkin|BNA]] | starf = {{flatlist| * Söngvari * lagahöfundur * tónskáld * leikari * aðgerðarsinni }} | ár = 2001–í dag | stofnun = {{plainlist| * [[Born This Way Foundation]] * [[Haus Labs]]}} | vefsíða = {{URL|ladygaga.com}} | foreldrar = {{plainlist| * Cynthia Bissett * Joseph Germanotta}} | faðir = | móðir = | ættingjar = | fjölskylda = Natali Germanotta (systir) | kallmerki = | module = {{Tónlistarfólk|embed=yes | hljóðfæri = {{flatlist| * Rödd * píanó }} | stefna = {{flatlist| * [[Popptónlist|Popp]] * [[Danstónlist|dans]] * [[Raftónlist|raf]] * [[djass]] * [[rokk]] }} | útgefandi = {{flatlist| * [[Def Jam Recordings|Def Jam]] * Cherrytree * [[KonLive Distribution|KonLive]] * Streamline * [[Interscope Records|Interscope]] }}}} }} '''Stefani Joanne Angelina Germanotta''' (f. 28. mars 1986), sem er betur þekkt undir [[Dulnefni|listamannsnafni]] sínu '''Lady Gaga''', er bandarísk söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún er þekkt fyrir reglulega endursköpun á ímynd sinni og fjölhæfni sína í skemmtanaiðnaðinum. Gaga byrjaði að koma fram sem unglingur þar sem hún söng á opnum hljóðnemakvöldum og lék í skólaleikritum. Hún stundaði nám við Collaborative Arts Project 21, í gegnum New York University Tisch School of the Arts, áður en hún hætti í námi til að eltast við feril í tónlist. Eftir að [[Def Jam Recordings]] rifti samningi við hana starfaði hún sem lagahöfundur fyrir [[Sony Music Publishing|Sony/ATV Music Publishing]] þar sem hún skrifaði undir samning við [[Interscope Records]] og [[KonLive Distribution]] árið 2007. Gaga sló í gegn ári síðar með fyrstu breiðskífu sinni, ''[[The Fame]]'', og smáskífum hennar „Just Dance“ og „Poker Face“ sem komust í efsta sæti vinsældalista. Platan var síðan endurútgefin 2009 og innihélt þá stuttskífuna ''[[The Fame Monster]]''. Af þeirri plötu komu vinsælu smáskífurnar „Bad Romance“, „Telephone“ og „Alejandro“. Næstu fimm plötur Gaga fóru allar beint í efsta sæti bandaríska [[Billboard 200|''Billboard'' 200]] vinsældalistans. Önnur breiðskífa hennar, ''[[Born This Way]]'' (2011), kannaði [[Raftónlist|raf]]<nowiki/>-<nowiki/>[[rokk]] og [[Teknótónlist|teknó]]<nowiki/>-<nowiki/>[[Popptónlist|popp]] og seldist í yfir milljón eintaka fyrstu vikuna. Titillag plötunnar sló metið yfir það lag sem seldist hraðast á [[iTunes Store]], með yfir eina milljón niðurhöl innan við viku. Í kjölfar þriðju plötu hennar, ''[[ARTPOP|Artpop]]'' (2013), sem kannaði [[Raftónlist|EDM]], og aðalsmáskífu plötunnar, „Applause“, gaf Gaga út [[Djass|djassplötuna]] ''[[Cheek to Cheek]]'' (2014) með [[Tony Bennett]] og [[Mjúkrokk|mjúkrokkplötuna]] ''[[Joanne (plata)|Joanne]]'' (2016). Hún fór svo að leika í kvikmyndum og þáttum og vann verðlaun fyrir aðalhlutverk sín í smáseríunni ''[[American Horror Story|American Horror Story: Hotel]]'' (2015-2016) og tónlistarmyndinni ''[[A Star Is Born (kvikmynd frá 2018)|A Star Is Born]]'' (2018). Framlög hennar til [[A Star Is Born (tónlist)|plötu tónlistarmyndarinnar]] innihalda smáskífuna „Shallow“, sem sló í gegn og gerði hana að fyrstu konu til að vinna [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlaun]], [[BAFTA-verðlaun]], [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaun]] og [[Grammy-verðlaunin|Grammy-verðlaun]] á einu ári. Gaga sneri aftur í [[Danstónlist|danspoppið]] með sjöttu breiðskífu sinni, ''[[Chromatica]]'' (2020), sem gaf af sér vinsælu smáskífuna „Rain on Me“. Árið 2021 gaf hún út sína aðra samstarfsplötu með Bennett, ''[[Love for Sale (Tony Bennett og Lady Gaga plata)|Love for Sale]]'', og lék í kvikmyndinni ''[[House of Gucci]]''. Gaga er ein af söluhæsta tónlistarfólki heimsins, með um 170 milljón plötur seldar, og eina konan til að eiga fjórar smáskífur sem hafa selst í a.m.k. 10 milljónum eintaka á heimsvísu. Meðal verðlauna og viðurkenninga sem hún hlotið eru 13 Grammy-verðlaun, tvö Golden Globe-verðlaun, 18 [[MTV Video Music-verðlaunin|MTV Video Music-verðlaun]], verðlaun frá [[Songwriters Hall of Fame]] og Council of Fashion Designers of America, auk viðurkenninga sem listamaður ársins (2010) og kona ársins (2015) hjá ''[[Billboard]]''. Hún hefur einnig verið talin með í nokkrum listum ''[[Forbes]]'' og var í fjórða sæti Greatest Women in Music lista [[VH1]] (2012). ''[[Time]]'' útnefndi hana sem eina af 100 áhrifamestu einstaklingum heimsins árin 2010 og 2019 og setti hana á All-''Time'' 100 Fashion Icons lista þeirra. Góðgerðastörf hennar og aktívismi fjalla helst um geðheilbrigði og réttindi [[Hinsegin|hinsegin fólks]]. Hún rekur eigin góðgerðarsamtök, [[Born This Way Foundation]], sem styður við geðheilsu ungs fólks. Viðskiptastarfsemi hennar er meðal annars [[Haus Labs]], vegan snyrtivörufyrirtæki sem kom á markað árið 2019. == Útgefið efni == {{col-begin}} {{col-2}} '''Breiðskífur''' * ''[[The Fame]]'' (2008) * ''[[The Fame Monster]]'' (2009) * ''[[Born This Way]]'' (2011) * ''[[ARTPOP|Artpop]]'' (2013) * ''[[Joanne (plata)|Joanne]]'' (2016) * ''[[Chromatica]]'' (2020) {{col-2}} '''Samstarfsplötur með [[Tony Bennett]]''' * ''[[Cheek to Cheek]]'' (2014) * ''[[Love for Sale (Tony Bennett og Lady Gaga plata)|Love for Sale]]'' (2021) '''Kvikmyndatónlist''' * ''[[A Star Is Born (tónlist)|A Star Is Born]]'' (með [[Bradley Cooper]]) (2018) * ''[[Top Gun: Maverick (tónlist)|Top Gun: Maverick]]'' (með [[Lorne Balfe]], [[Harold Faltermeyer]] og [[Hans Zimmer]]) (2022) * ''[[Harlequin (tónlist)|Harlequin]]'' (2024) * ''[[Joker: Folie à Deux (tónlist)|Joker: Folie à Deux]]'' (með [[Joaquin Phoenix]]) (2024) {{col-end}} == Leikarahlutverk == === Kvikmyndir === * ''[[Machete Kills]]'' (2013) * ''[[Sin City: A Dame to Kill For]]'' (2014) * [[A Star Is Born (kvikmynd frá 2018)|''A Star Is Born'']] (2018) * ''[[House of Gucci]]'' (2021) * [[Joker: Folie à Deux|''Joker: Folie à Deux'']] (2024) === Sjónvarp === * ''[[American Horror Story|American Horror Story: Hotel]]'' (2015–2016) * ''[[American Horror Story|American Horror Story: Roanoke]]'' (2016) == Tenglar == * {{Opinber vefsíða}} * {{IMDb name}} == Heimildir == {{wpheimild | tungumál = En | titill = Lady Gaga | mánuðurskoðað = 19. júní | árskoðað = 2023}} {{Lady Gaga}} {{stubbur|tónlist|æviágrip}} {{DEFAULTSORT:Gaga, Lady}} [[Flokkur:Lady Gaga| ]] {{f|1986}} [[Flokkur:Bandarískir söngvarar]] [[Flokkur:Bandarískir tónlistarmenn]] f7wm1l8gq4qehs6h3jjj7rp0jjdztgm Sigmundur Ernir Rúnarsson 0 98124 1890069 1846367 2024-12-03T15:13:36Z Berserkur 10188 1890069 wikitext text/x-wiki '''Sigmundur Ernir Rúnarsson''' (f. 6. mars 1961) er íslenskur [[blaðamaður]], [[ljóðskáld]] og [[rithöfundur]]. Hann er núverandi þingmaður. Sigmundur Ernir sat fyrst á þingi í [[Norðausturkjördæmi|Norðausturkjördæmis]] á árunum 2009–2013 fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]]. Sigmundur Ernir er fæddur á [[Akureyri]] 6. mars 1961. Að loknum stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólanum á Akureyri]] árið 1981, sótti hann ýmis [[Fjölmiðlafræði|fjölmiðlanámskeið]] í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum 1981–1986. == Blaðamennska == Sigmundur Ernir var blaðamaður á [[Vísir (dagblað)|Vísi]] árið 1981, á [[DV]] 1981–1983 og síðan ritstjórnarfulltrúi á [[Helgarpósturinn|Helgarpóstinum]] á árunum 1983–1985. Árið 1985 hóf hann störf við sjónvarp, fyrst sem þáttastjórnandi hjá [[Ríkissjónvarpið|Ríkissjónvarpinu]] á árunum 1985–1986 og síðar sem fréttamaður og varafréttastjóri á [[Stöð 2]], 1987–2001. Hann var ritstjóri á [[DV]] á árunum 2001–2003 og þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni [[Skjár 1|Skjá 1]], á árunum 2003–2004. Hann var fréttaritstjóri á [[Fréttablaðið|Fréttablaðinu]] 2004–2005, fréttastjóri á Stöð 2, 2005–2007 og síðan forstöðumaður fréttasviðs þeirrar stöðvar 2007–2009. Sigmundur Ernir var í stjórn [[Blaðamannafélag Íslands|Blaðamannafélags Íslands]] 1988–1990 og í stjórn „[[Dagur íslenskrar tungu|Dags íslenskrar tungu]]“ 1996–2000. Frá 2015-2023 starfaði Sigmundur Ernir sem dagskrár- og ritstjóri [[Hringbraut (sjónvarpsstöð)|Hringbrautar]] sem var sjónvarpsstöð í einkaeign. Þar var hann m.a. með umræðu og ferðaþætti. Sigmundur Ernir var ráðinn ritstjóri [[Fréttablaðið|Fréttablaðsins]] í ágúst 2021.<ref>{{Vefheimild|titill=Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/sigmundur-ernir-radinn-ritstjori-frettabladsins/|ár=2021|mánuður=3. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=6. ágúst}}</ref> Því starfi gengdi hann til apríl 2023 þegar blaðið hætti útgáfu. == Akureyringur == Sigmundur Ernir á sterkar rætur á [[Akureyri]] og hefur oft talað máli bæjarins. [[Akureyrarbær]] skipaði Sigmund „sendiherra Sambandslýðveldisins Akureyrar“ í Reykjavík árið 1997.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/362384/|title=Akureyrskt sendiráð í Reykjavík|website=www.mbl.is|access-date=2019-03-12}}</ref> Hélt hann þeim titli í áraraðir.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/11/21/jolabjorinn_kominn_sudur/|title=Jólabjórinn kominn suður|website=www.mbl.is|access-date=2019-03-12}}</ref> Hann var formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar 2001–2004<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000603414|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref> og formaður stjórnar [[Leikfélag Akureyrar|Leikfélags Akureyrar]] 2003–2009.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1401568/|title=Svört fjármálakómedía leikfélags|website=www.mbl.is|access-date=2019-03-12|url-access=subscription}}</ref> == Stjórnmálaferill == Sigmundur Ernir var [[alþingismaður]] [[Norðausturkjördæmi|Norðausturkjördæmis]] á árunum 2009–2013 fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]]. Þar sat hann m.a. í [[Fjárlaganefnd Alþingis|fjárlaganefnd]], [[Heilbrigðisnefnd Alþingis|heilbrigðisnefnd]], [[Iðnaðarnefnd Alþingis|iðnaðarnefnd]], [[Samgöngunefnd Alþingis|samgöngunefnd]] og [[Utanríkismálanefnd Alþingis|utanríkismálanefnd]] 2011–2012. Hann var m.a. í Íslandsdeild [[Alþjóðaþingmannasambandið|Alþjóðaþingmannasambandsins]] 2010–2011 og í Íslandsdeild þingmannanefnda [[EFTA]] og [[Evrópska efnahagssvæðið|EES]] 2012–2013.<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=717|title=Sigmundur Ernir Rúnarsson|website=Alþingi|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref> Sigmundur var kjörinn aftur á þing í [[Alþingiskosningar 2024|kosningunum 2024]] eftir að [[Þórður Snær Júlíusson]] ákvað að taka ekki sæti. == Ljóð og ljóðsögur == Eftir ljóðskáldið Sigmund Erni liggja níu ljóðabækur: # „Kringumstæður“; ljóð 1980 ; # „Óstaðfest ljóð“; ljóð 1983- Þorvaldur Þorsteinsson teiknaði myndir; # „Stundir úr lífi stafrófsins“; ljóð 1989; # „Úr ríki náttúrunnar“ Náttúrustemmur og ljóð sem unnin var með Ara Trausta Guðmundssyni, 1991; # „Sjaldgæft fólk“; ljóð 1998; # „Sögur af aldri og efa"; ljóð og ljóðsögur 2001; # „innbær: útland“; ljóð og ljóðsögur 2002; # „Eldhús ömmu Rún“; ljóð 2012; # „Allt þetta hugsafn af árum sem kvað vera ævi“ ljóð 2016. Sigmundur Ernir hefur einnig gefið út hljómplötu með söngtextum, ljóðskreytt bækur, haldið ljóðasýningar, auk þess að sinna prósaskrifum. Ljóð hans birtust m.a.: í tímaritinu ''Ljóðormur'' árið 1986<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000580187|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>; í ''Tímariti Máls og menningar'' árið 2000<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000568038|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref>; og í ''Verðlaunaljóðum'', sem var ljóðasafn nokkurra höfunda í ljóðasamkeppni á vegum Menningarmálanefndar Akureyrar árið 1989. Sigmundur Ernir vann til verðlauna í ljóðasamkeppni vikublaðsins Dag og MENOR 1991 og birti blaðið ljóð hans. <ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2695130|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2695162|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref>. Ljóð hans hafa birst viðar: Hann var með ljóðskreytingar í ''Veislubók Hagkaups: 230 afbragðs uppskriftir'', árið 1997. Hann ritaði einnig prósa í ljósmyndabók Díönu Júlíusdóttur, ''Hnúkurinn'', árið 2018. Árið 2005 komu nokkur ljóða hans út á ensku í bókinni ''Ice-Floe : International poetry of the far north'', sem gefin var út í [[Anchorage]], [[Alaska]]. == Aðrar bækur == Sigmundur er afkastamikill rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans, ''Barn að eilífu'', kom út árið 2004. Bók hans ''Flökkusögur - ferðasaga'' kom út árið 2017. Sigmundur Ernir hefur einnig ritað [[Ævisaga|ævisögur]] og bækur um ýmis málefni, sem hafa komið út á bók og á hljóðbókarformi, m.a.: * ''Golfklúbburinn Flúðir 20 ára'', er kom út 2005; * ''Guðni af lífi og sál'', ævisaga Guðna Ágústssonar fyrrum landbúnaðarráðherra, 2007; * ''Magnea'', ævisaga Magneu Guðmundsdóttur, 2009; * ''Ein á enda jarðar''; ferðasaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Suðurpólinn, 2013; * ''Munaðarleysinginn''; ævisaga Matthíasar Bergssonar, 2015; * ''Allt mitt líf er tilviljun'', ævisaga Birkis Baldvinssonar, 2016; * ''Rúna'' – örlagasaga, ævisaga Rúnu Einarsdóttur frá Mosfelli í Svínavatnshreppi, 2017; * ''Níu Líf'', ævisaga Gísla Steingrímssonar, 2018. == Tenglar == * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=717 Alþingi] *[[Hringbraut (sjónvarpsstöð)|Hringbraut]] sjónvarpsstöð. == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Fyrrum Alþingismenn]] {{f|1961}} [[Flokkur:Íslenskir fréttamenn]] [[Flokkur:Íslenskt fjölmiðlafólk]] [[Flokkur:Ritstjórar Fréttablaðsins]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri]] [[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]] 7xsrrqsg1cuu3d0n0idklli725qk6k5 Sport Club Corinthians Paulista 0 108001 1890106 1874905 2024-12-04T02:18:11Z 89.160.185.99 /* Titlar */ laga tengil 1890106 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Sport Club Corinthians Paulista | Mynd = | Gælunafn = ''Timão'' (Stórveldið)<br />''Time do Povo'' (Lið fólksins)<br />''Todo Poderoso'' (Þeir almáttugu)<br />''Coringão'' | Stytt nafn = Corinthians | Stofnað = 1. september 1910 | Leikvöllur = Neo Química Arena, [[São Paulo]] | Stærð = 49.205 | Knattspyrnustjóri = Vanderlei Luxemburgo | Deild = Campeonato Brasileiro Série A | Tímabil =2022 | Staðsetning =4.sæti (Série A); 3.sæti (Paulista) | pattern_la1 = _corinthians2324h | pattern_b1 = _corinthians2324h | pattern_ra1 = _corinthians2324h | pattern_sh1 = | pattern_so1 = | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = 000000 | socks1 = FFFFFF | pattern_la2 = _corinthians2324a | pattern_b2 = _corinthians2324a | pattern_ra2 = _corinthians2324a | pattern_sh2 = | pattern_so2 = | leftarm2 = 000000 | body2 = 000000 | rightarm2 = 000000 | shorts2 = FFFFFF | socks2 = 000000 | pattern_la3 = _corinthians2223t | pattern_b3 = _corinthians2223t | pattern_ra3 = _corinthians2223t | pattern_sh3 = | pattern_so3 = _corinthians2223tl | leftarm3 = F3EACB | body3 = F3EACB | rightarm3 = F3EACB | shorts3 = 000000 | socks3 = F3EACB }} '''Corinthians''' er [[Brasilía|brasilískt]] [[knattspyrna|knattspyrnufélag]] frá [[São Paulo]]. Liðið var stofnað [[1. september]] [[1910]]. Corinthians hefur unnið brasilísku deildina fimm sinnum síðan hún var stofnuð [[1971]]. == Þekktir leikmenn == * [[Neco]] * [[Sócrates]] * [[Dida]] * [[Javier Mascherano]] * [[Deco]] * [[Rivaldo]] * [[Carlos Tévez]] * [[Roberto Carlos]] * [[Ronaldo]] * [[Marcos Senna]] == Titlar == * '''[[Brasilíska úrvalsdeildin|Brasilískir meistarar]]''': 6 1990, 1998, 1999, 2005, 2011, 2015 * '''Brasilíska bikarkeppnin''': 3 1995, 2002, 2009 * '''São Paulo meistarar''': 27 1914, 1916, 1922, 1923, 1924, 1928, 1929, 1930, 1937, 1938, 1939, 1941, 1951, 1952, 1954, 1977, 1979, 1982, 1983, 1988, 1995, 1997, 1999, 2001, 2003, 2009, 2013 * '''[[Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu|FIFA heimsmeistarakeppni félagsliða]]''': 2 2000, 2012 * '''[[Litla heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu|Pequeña Copa del Mundo]]''': 1 1953 == Tengill == * [http://www.corinthians.com.br Heimasíða félagsins] {{S|1910}} [[Flokkur:Brasilísk knattspyrnufélög]] gf6td5090uedjjiip315xcbwdkcnyhe VR 0 115311 1890054 1711593 2024-12-03T14:41:04Z Berserkur 10188 1890054 wikitext text/x-wiki '''VR''' er stærsta [[stéttarfélag]] Íslands með tæplega 29.000 félagsmenn á árinu 2011.<ref name="Ársskýrsla2011">{{H-vefur | url = http://www.vr.is/Uploads/VR/utgefid_efni_vr/arsskyrsla_2011_2012.pdf | titill = Ársskýrsla 2011–2012 | útgefandi = VR | dags skoðað = 15-03-2013}}</ref> [[Almenn félagasamtök|Félagið]] var stofnað sem '''Verzlunarmannafélag Reykjavíkur''' árið 1891, þá sem félag bæði atvinnurekenda og launþega í verslunarstétt en frá árinu 1955 hafa einungis launþegar verið félagsmenn. Núverandi nafn félagsins var tekið upp árið 2006 eftir að félagið hafði sameinast fleiri stéttarfélögum utan Reykjavíkur. Formaður VR er [[Halla Gunnarsdóttir]]. == Heimildir == {{heimildaskrá}} == Tenglar == * [https://www.vr.is/ Heimasíða VR] [[Flokkur:Íslensk stéttarfélög]] {{s|1891}} [[Flokkur:Verkalýðsbarátta]] j74q8haqjkgtsnlxhkhfuv1qxja1pqa Halla Gunnarsdóttir 0 117484 1890055 1858567 2024-12-03T14:42:27Z Berserkur 10188 1890055 wikitext text/x-wiki '''Halla Gunnarsdóttir''' (f. [[8. janúar]] [[1981]]) er íslenskur [[blaðamaður]], [[rithöfundur]], fyrrverandi [[aðstoðarmaður ráðherra]]<ref>[http://halla.is Heimasíða Höllu]</ref> og núverandi formaður [[VR]]. Halla er kennari að mennt og með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá [[HÍ|Háskóla Íslands]]. Hún starfaði sem blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] 2003-2009 og frá 2009-2013 var hún [[aðstoðarmaður ráðherra|aðstoðarmaður]] [[Ögmundur Jónasson|Ögmundar Jónassonar]] í heilbrigðisráðuneytinu og síðar í dómsmálaráðuneytinu.<ref>[http://www.innanrikisraduneyti.is/dmr/frettir/nr/7658 Halla Gunnarsdóttir ráðin aðstoðarmaður dómsmála- og mannréttindaráðherra]</ref> Hún starfaði um tíma sem skrif­stofu­stjóri hjá breska Kvenna­list­anum (The Women’s Equ­ality Par­ty) en þar leiddi hún stefnu­mótun sam­tak­anna. Halla hefur einnig starf­að á alþjóð­legri lög­manns­stofu í [[Lundúnaborg|Lundún­um]], McAll­ister-Oli­vari­us, sem sér­hæfir sig í málum er lúta að kyn­bund­inni áreitni á vinnu­stöð­um, innan mennta­stofn­ana og á inter­net­inu.<ref name=":0">[https://kjarninn.is/frettir/2018-03-08-halla-gunnarsdottir-radin-radgjafi-forsaetisradherra/ Halla ráðin ráðgjafi forsætisráðherra], kjarninn.is, 8. mars 2018 </ref> Frá 2018-2020 var hún ráðgjafi [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar Jakobsdóttur]] forsætisráðherra í jafnréttismálum<ref name=":0" /> en í mars árið 2020 var tilkynnt að Halla tæki við stöðu framkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands þann 15. apríl 2020.<ref>Kjarninn.is, [https://kjarninn.is/frettir/2020-03-25-halla-gunnarsdottir-radin-framkvaemdastjori-asi/ „Halla ráðin framkvæmdastjóri ASÍ“] (skoðað 25. mars 2020)</ref> Hún hefur gefið út bækurnar ''Leitin að Fjalla-Eyvindi'' (ljóðabók, 2007), ''Slæðusviptingar - raddir íranskra kvenna'' (2008), ''[[Guðrún Ögmundsdóttir]] - hjartað ræður för'' (viðtalsbók, 2010) og ''Tvö jarðarber'' (ljóðabók, 2013). Auk þess hefur hún skrifað fræðigreinar á sviði öryggis- og varnarmála. Halla bauð sig fram til formanns [[KSÍ]] árið 2007,<ref>[http://www.visir.is/halla-gunnarsdottir-bydur-sig-fram-til-formanns-ksi/article/200770118024 Halla Gunnarsdóttir býður sig fram til formanns KSÍ], visir.is, 18. janúar 2007.</ref> en laut í lægra haldi fyrir [[Geir Þorsteinsson|Geir Þorsteinssyni]].<ref>[http://www.visir.is/geir-sigradi-med-miklum-yfirburdum/article/200770210032 Geir sigraði með miklum yfirburðum], visir.is, 10. febrúar 2007.</ref> == Tilvísanir == <div class="references-small"> <references/></div> [[Flokkur:Íslenskar fréttakonur]] [[Flokkur:Íslenskar stjórnmálakonur]] {{f|1981}} dw3da7cy7mfzcz8mw9wtggo6jpwxks2 Navahóar 0 117830 1890108 1809655 2024-12-04T08:16:11Z CommonsDelinker 1159 Skráin Navajo_flag.svg var fjarlægð og henni eytt af Commons af [[c:User:Krd|Krd]] vegna þess að No license since 23 November 2024 1890108 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Navajo-portraits.jpg|thumb|Myndir af Navahóum.]] '''Navahóar''' eru næstfjölmennasti viðurkenndi hópur frumbyggja í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] á eftir [[Sérókar|sérókum]] og telja yfir 300.000 manns. Navahóar eru með eigin ríkisstjórn sem stjórnar Navahó-verndarsvæðinu sem er á svokölluðu Four Corners svæði, en það er svæðið þar sem fylkin [[Colorado]], [[New Mexico|Nýja Mexíkó]], [[Arizona]] og [[Utah]] mætast. Flestir Navahóar tala upprunalegt tungumál sitt, [[navahóíska|navahóísku]] og einnig [[Enska|ensku]].<ref name="navajotimes" > [http://navajotimes.com/news/2011/0711/070711census.php Census: Navajo enrollment tops 300,000.]. Sótt 21. september 2013.</ref> Stærstur hluti Navahóa býr í Arizona eða um 140.000 manns og Nýju-Mexíkó, um 100.000 manns. Meira en þrír fjórðu allra Navahóa búa í þessum tveimur fylkjum.<ref name="usa" > [http://www.usa.com/navajo-county-az-population-and-races.htm Navajo population.]. Sótt 21. september 2013.</ref> == Árdagar Navahóa == Upphaflega voru Navahóar að mestu leyti svokallaðir [[veiðimenn og safnarar]]. Þetta breyttist mikið á 16. og 17. öld þegar [[Spánverjar]] komu til Ameríku, þá hófu Navahóar að rækta [[kindur|sauðfé]] sér til fæðis og klæða í stað þess að veiða sér til matar. Þetta gerði að verkum að Navahó-þjóðin blómstraði og fólki fjölgaði talsvert.<ref name="pbs" > [http://www.pbs.org/wgbh/mystery/american/navajoland/ancientroots.html The Navajo ancient roots.]. Sótt 21. september 2013.</ref> == Stríð við Spánverja og Bandaríkjamenn == Á 17. öld var það algengt að ungir Navahó-karlmenn sem ætluðu að stofna sinn eigin ættbálk, reyndu að stela fé frá nálægum ættbálkum eða frá Spánverjum. Spánverjar svöruðu þessu með því að ræna bæði Navahó-fólkinu sjálfu, til að selja í þrældóm, og einnig löndum þess. Árið 1804 lýstu Navahóar yfir stríði á hendur Spánverjum. Spánverjar unnu blóðugan sigur á Navahó-fólkinu, brenndu akra, stálu sauðfé og öðrum dýrum og rændu ótal mörgum konum og börnum Navahóa. Það gerðist svo árið 1821 að 24 Navahóar voru stungnir til bana á vopnahlésráðstefnu þar sem þeir reyktu [[friðarpípa|friðarpípur]] sínar.<ref name="pbs" /> Um miðja 19. öldina byrjuðu svo útistöður Navahóa við Bandaríkjamenn fyrir alvöru. Þar var í aðalhlutverki bandaríski hershöfðinginn [[James H. Carleton]]. Hann fyrirskipaði mönnum sínum, með Kit Carson í fararbroddi, að ráðast á lönd Navahóa og brenna þar akra og heimili Navahóanna. Árið 1864, eftir þessar miklu ofsóknir á hendur Indíánunum voru um 9000 Navahóar, karlar, konur og börn, neydd til þess að ganga um 480 kílómetra að Fort Sumner-herstöðinni í Nýju-Mexíkó. Þar var þeim lofað mat, vatni og húsaskjóli. Þetta gekk þó ekki alveg eftir og áttu yfirvöld í erfiðleikum með að sjá öllum fyrir nauðsynum. sem gerði að verkum að sjúkdómar blossuðu upp og fjöldi fólks dó. Fjórum árum síðar, árið 1868, var svo samið um að eftirlifandi Navahóar fengju að fara aftur á verndarsvæði í hluta af heimalandi þeirra.<ref name="pbs" /> == Navahó-leynikóðinn == Navahó-leynikóðinn var fyrirbæri sem varð til í [[seinni heimstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldin]]ni. Þetta var ákveðið hernaðarlegt dulmál sem lítill hópur Navahó-manna bjó til og [[Bandaríski herinn]] notaði. Dulmálið var búið til úr frumtungu Navahóa, sem hentaði vel til þessara nota, enda er tungumálið mjög sérstakt og aðeins talað á tiltölulega litlu svæði í Bandaríkjunum. Þetta gerði að verkum að mjög erfitt var fyrir óvininn að ráða dulmálið og sumir ganga svo langt að fullyrða að þetta sé eina dulmál sem óvinum hafi aldrei tekist að ráði.<ref name="navajoct" >[http://www.navajocodetalkers.org/the_code/ The Navajo code talkers.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20131115120039/http://navajocodetalkers.org/the_code/ |date=2013-11-15 }}. Sótt 22. september 2013.</ref> Hinir svokölluðu Navajó-dulmálshvíslarar (e. {{ill|Navajo code talkers|en|Navajo_Code_Talker#Use_of_Navajo}}.) tóku þátt í öllum orrustuum bandaríska hersins í Kyrrahafinu á árunum 1942-45. Howard Connor, [[majór]] í bandaríska hernum, hélt því fram að án Najavó-indíánanna og dulmáls þeirra hefðu Bandaríkjamenn aldrei haft sigur í áhlaupinu á Iwo Jima-ströndina, sem er ein frægasta orrusta síðari tíma.<ref name="navajo-nsn" >[http://www.navajo-nsn.gov/history.htm Navajo history.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210417183704/https://www.navajo-nsn.gov/history.htm |date=2021-04-17 }}. Sótt 22. september 2013.</ref> Saga þessara dulmálshvíslara var hins vegar leyndarmál í fjölmörg ár, vegna þess að bandarísk stjórnvöld töldu dulmálið varða öryggi landsins og héldu því leyndu. Það var ekki fyrr en 17. september árið 1992 að hvíslararnir fengu loks sína viðurkenningu og var hún veitt þeim í höfuðstöðvum bandaríska hersins í [[Pentagon]] í [[Washington D.C.]]<ref name="navajo-nsn" /> == Fáni Navahó == Fána Navahó-fólksins hannaði Jay R. Degroat, Navahói frá Mariano Lake í Nýju Mexíkó. Hönnun hans var valin úr yfir 140 tillögum sem bárust og var fáninn formlega tekinn í notkun þann 21. maí árið 1968. Ljósbrúni flöturinn táknar núverandi verndarsvæði Navahóa en hinn dökkbrúni það gamla, frá samningnum sem gerður var árið 1868. Inni í hvíta hringnum í miðjunni sést síðan sól yfir uppskerunni og búfénu, sem táknar landbúnaðarlífshætti Navahóa. Svo má einnig sjá hefðbundið Navahó-hús við hliðina á nútíma heimili. Á milli tjaldsins og hússins er síðan lítil olíulind, sem táknar tekjumöguleika ættbálksins.<ref name="navajo-nsn" /> [[Mynd:Navajo_people_and_sheep.jpg|thumb|Navahókona sýnir sérstaka ull Churro kindarinnar]] == Vefnaður == Vefnaður Navahóa hefur á síðari árum orðið gríðarlega frægur. Teppin sem þeir ófu voru af hæsta gæðaflokki. Þessi teppi gátu haldið á þeim hita og voru sum jafnvel vatnsheld. Þau voru því mikilvægur liður í afkomu Navahóanna, bæði vegna notagildisins og einnig vegna þess að þeir gátu selt þau til annarra Indíánaættbálka. Ástæðan fyrir miklum gæðum teppanna var sauðfjárkynið sem Navahóarnir fengu ullina af. Það er svokallað „Churro“-sauðfé, sem Spánverjar fluttu til Ameríku á 16. öld. Þetta sauðfé er mjög harðgert og getur auðveldlega lifað af í hrjóstrugri eyðimörkinni. Ull þess er mjög mikil og síð og er auk þess mjög snauð af ullarfitu, sem gerir hana mjög hentuga í vefnað og ekki síst í teppi.<ref name="rockewell" >[http://www.rockwellmuseum.org/History-of-Navajo-Weaving.html Navajo weaving.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20121114201513/http://www.rockwellmuseum.org/History-of-Navajo-Weaving.html |date=2012-11-14 }}. Sótt 24. september 2013.</ref> == Silfursmíði == Silfursmíði hefur verið mikilvæg í menningu Navahóa frá því um miðja 19. öld.Maður að nafni Adsiti Sani var fyrstur Navahóa til þess að fullkomna þessa listgrein. Hann hóf síðan að kenna öðrum Navahóum að vinna með silfur og um 1880 voru Navahóarnir farnir að búa til hálsmen, armbönd og tóbakspontur. Seinna bættu þeir við eyrnalokkum, beltissylgjum og svokölluðum "squash blossom" hálsmenum, sem eru í dag líklega þekktustu silfurmunir Navahóa. Þessi hálsmen eru bæði notuð við hefðbundnar ættbálkaathafnir og einnig til þess að selja ferðamönnum með hagnaði.<ref name="navajosilver1" > [http://www.durangosilver.com/navajosilversmithhist.htm Navajo Silversmith History.]. Sótt 23. september 2013.</ref><ref name="navajosilver2" > [http://www.native-american-market.com/navajo_silversmiths.html Navajo Silversmiths.]. Sótt 23. september 2013.</ref> == Frægir Navahóar == * [[Jay Tavare]], leikari. * [[Cory Witherill]], fyrsti Navahóinn sem keppti í [[Nascar]]<nowiki/>-kappakstrinum. * [[Jacoby Ellsbury]], hafnaboltaleikmaður sem spilar með [[Boston Red Sox]] * [[Rickie Fowler]], atvinnumaður í [[Golf|golfi]]. * [[Klee Benally]], heimildamyndaleikstjóri, söngvari og gítarleikari Navahó-pönkrokkhljómsveitarinnar [[Blackfire]]. == Heimildir == {{reflist}} [[Flokkur:Frumbyggjaþjóðir Norður-Ameríku]] p5avgm9o2b5xpegqo9fvpwxn1pn4yyd Club Nacional de Football 0 119338 1890062 1840779 2024-12-03T15:09:45Z 82.112.65.240 1890062 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Club Nacional de Football | Mynd = [[Mynd:Escudo del Club Nacional de Football.svg|150px]] | Gælunafn = ''Bolsos'', ''Tricolores'' (''Þrjú litir'') | Stytt nafn = Nacional | Stofnað = [[1899]] | Leikvöllur = [[Estadio Gran Parque Central]] | Stærð = 26 500 | Stjórnarformaður = Eduardo Ache | Knattspyrnustjóri = Álvaro Gutiérrez | Deild = [[Úrúgvæska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 2. sæti | |pattern_la1=_cndef_primera |pattern_b1=_cndef_primera |pattern_ra1=_cndef_primera |pattern_sh1=_cndef_primera |pattern_so1=_cndef_primera |leftarm1=FFFFFF |body1=FFFFFF |rightarm1=FFFFFF |shorts1=0000FF |socks1=0000FF |pattern_la2=_cndef_segunda |pattern_b2=_cndef_segunda |pattern_ra2=_cndef_segunda |pattern_sh2=_cndef_segunda |pattern_so2=_cndef_segunda |leftarm2=FFFFFF |body2=FFFFFF |rightarm2=FFFFFF |shorts2=FFFFFF |socks2=FFFFFF |t=s }} '''Nacional''' (fullt nafn: Club Nacional de Football) er [[Úrúgvæ|úrúgvæskt]] [[knattspyrna|knattspyrnulið]] frá [[Montevídeó]], og er eitt þekktasta og sigursælasta félagslið heims. Liðið var stofnað 14. maí árið 1899. Það var stofnað fyrst sem knattspyrnufélag, en núna eru starfræktar margar deildir innan félagsins. Félagið hefur unnið úrúgvæska meistaratitillinn 49 sinnum. Þá hefur félagið einnig unnið ameríkubikarinn og hina aflögðu heimsmeistaramótskeppni 3 sinnum. Þá hefur félagið unnið fjölmarga minni bikara bæði heima og erlendis. ==Saga== Nacional var stofnað með sameiningu tveggja eldri félaga, ''Montevideo Football Club'' og ''Uruguay Athletic Club'' en hin ensku heiti þeirra voru til marks um þátt [[Stóra-Bretland|Breta]] í að kynna knattspyrnuna í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]]. Stúdentarnir sem stóðu að sameiningunni voru hins vegar úrúgvæskir þjóðernissinnar, völdu nýja liðinu [[spænska|spænskt]] nafn og ákváðu að einkennislitir þess skyldu vera rauður, blár og hvítur - en sú litasamsetning var sögulega tengd við þjóðhetjuna [[José Gervasio]]. ===Úrúgvæski stíllinn=== [[Mynd:Club Nacional Football 1905.jpg|thumb|left|Keppnislið Nacional árið 1905 eftir sigur á argentínskum mótherjum.]] Árið 1900 hóf Nacional að leika á nýreistum [[Estadio Gran Parque Central]], sem er enn í dag heimavöllur liðsins. Sama ár stofnsettu fjögur félög útlendra manna knattspyrnusamband Úrúgvæ og meistaramót. Nacional sótti um aðild en var synjað, þar sem hin félögin töldu að lið innfæddra væru ekki nægilega burðug. Ári síðar þurfti sambandið þó að endurskoða ákvörðun sína eftir að Nacional hafði náð góðum úrslitum í fjölda vináttuleikja og til tals kom að félagið gengi til liðs við [[Argentína|argentínska]] sambandið. Nacional hafnaði í öðru sæti úrúgvæsku deildarinnar á sínu fyrsta ári, 1901. Árin 1902 og 1903 varð það svo úrúgvæskur meistari í fyrsta og annað sinn. Seinna árið var liði Nacional teflt fram í heild sinni sem [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|landsliði Úrúgvæ]] í fyrsta leik þess, 3:2 sigri á Argentínu. Eftir þessa góðu byrjun tók við nokkurra ára titlaþurrð og Nacional náði ekki að hampa meistaratitlinum í heimalandinu fyrr en árið 1912. Það gerðist í kjölfar hallarbyltingar innan félagsins á árinu 1911 þar sem ákveðið var að heimila leikmönnum úr alþýðustétt að keppa undir merkjum félagsins, en fram að því hafði liðið einvörðungu verið skipað menntamönnum og mönnum úr efri lögum þjóðfélagsins. Við tók sannkölluð gullöld í sögu Nacional, sem varð úrúgvæskur meistari níu sinnum á árabilinu 1912-24. Einkennismerki Nacional á velli var leikstíll sem byggði á hröðum samleik og mönnum sem gátu rakið boltann í stað þess að treysta á líkamlegan styrk, langar sendingar og harðar tæklingar. Þetta varð jafnframt leikstíll úrúgvæska landsliðsins sem hafði mikla yfirburði í knattspyrnukeppnum í Suður-Ameríku á öðrum og þriðja áratugnum og sló í gegn á Ólympíuleikunum 1924 og 1928. ===Á faraldsfæti=== [[Mynd:Giras-internacionales-nacional-1925-barcelona.jpg|thumb|right|Nacional og Barcelona mætast í Evrópuferðinni miklu árið 1925.]] Sigur Úrúgvæ á [[Sumarólympíuleikarnir_1924#Knattspyrnukeppni_ÓL_1924|ÓL í París]] vakti gríðarlega athygli á suður-amersískri knattspyrnu utan álfunnar. Nacional hafði á að skipa mörgum bestu leikmönnum landsliðsins, s.s. þeim [[Héctor Castro]] og [[Ángel Romano]] og fékk í kjölfarið boð um keppnisferðir til [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] árin 1925 og 1927. Evrópuferðin tók hálft ár, þar sem ferðast var til níu landa. Nacional vann 26 sinnum, gerði sjö jafntefli en tapaði fimm sinnum. Áætlað var að 800 þúsund áhorfendur hefðu séð leiki liðsins, í því sem kalla má stærstu keppnisferð knattspyrnusögunnar. Í Norður-Ameríkuferðinni tveimur árum síðar lék Nacional nítján leiki og sigraði í sextán þeirra og tapaði aðeins einu sinni. Þetta mikla heimshornaflakk setti vitaskuld þátttöku Nacional í deildinni heima fyrir í uppnám. Deilur um mótshaldið gerðu það að verkum að ekki var keppt öll árin á seinni hluta þriðja áratugarins og önnur félög nýttu sér tækifærið til styrkingar á meðan Nacional var með hugann við útlönd. Frá 1924 leið tæpur áratugur uns Nacional varð úrúgvæskur meistari á nýjan leik. Er það lengri bið en nokkru sinni aftur í sögu félagasins. ===Hvíta maskínan=== Titlaþurrð Nacional lauk árið 1933. Árið áður hafði atvinnumennska verið innleidd í úrúgvæskri knattspyrnu, sem átti eftir að hafa talsverð áhrif. Nacional tefldi þá fram mikið breyttu liði sem síðar fékk viðurnefnið ''La Máquina Blanca'' eða ''Hvíta maskínan''. Liðið var sókndjarft og sigursælt en Nacional og erkifjendurnir í [[Peñarol]] unnu á víxl nær alla titla sem í boði voru. Argentínski leikmaðurinn [[Atilio García]] gekk til liðs við félagið árið 1938 og var lykilmaður í sigursælu Nacional-liði undir stjórn gömlu kempunnar Héctor Castro. García varð markakóngur úrúgvæsku deildarinnar átta sinnum á níu ára tímabili. Nacional varð meistari fimm ár í röð frá 1939-1943. Á þessu tímabili vann liðið t.d. sinn stærsta sigur á Peñarol fyrr og síðar, 6:0. ===Afrek í alþjóðakeppni=== Orðspor Nacional á alþjóðavettvangi byggðist á fyrri helmingi tuttugustu aldar einkum á ýmsum mótum á Rio de la Plata-svæðinu með þátttöku liða frá Argentínu og Úrúgvæ. Slíkar keppnir urðu síðar fyrirmyndin að [[Copa Libertadores]], þar sem öll lið Suður-Ameríku öttu kappi. Afleiðing þessara kappleikja varð sú að mikill rígur myndaðist ekki aðeins gagnvart erkifjendunum í Peñarol heldur einnig gamalgrónum liðum í argentínska boltanum á borð við [[Boca Juniors]], [[Club Atlético River Plate|River Plate]], Racing, [[Club Atlético Independiente|Independiente]], [[San Lorenzo de Almagro|San Lorenzo]], Rosario Central og Newell's Old Boys. Nacional keppti fyrst í Copa Libertadores árið 1962, þar sem liðið féll úr leik í undanúrslitum gegn Peñarol. Árin 1964 og 1967 komst liðið í úrslitaleikinn en tapaði í bæði skiptin, fyrst gegn Independiente og síðar gegn Racing. Stjórnendur Nacional kostuðu miklu til að ná að byggja upp lið sem gæti farið alla leið í keppninni og árið 1969 virtist markmiðið ætla að nást, en í þriðja sinn mátti félagið bíta í það súra epli að tapa fyrir argentínskum mótherjum, að þessu sinni [[Estudiantes de La Plata]], í úrslitunum. Árið 1971 rættist draumurinn loks, undir stjórn [[Washington Etchamendi]]. Líkt og tveimur árum fyrr voru mótherjarnir Estudiantes de La Plata í úrslitaleik í [[Lima]] í [[Perú]]. Sama ár varð liðið heimsmeistari félagsliða eftir sigur á [[Grikkland|gríska]] liðinu [[Panathinaikos]], sem hlupu í skarðið fyrir [[Ajax Amsterdam|Ajax]] frá [[Holland|Hollandi]] sem neitaði að keppa. Árið eftir fagnaði Nacional sigri í keppni Suður- og Norður-Amerkíumeistaranna. Árangurinn heimafyrir var ekki síðri. Nacional varð meistari fjögur ár í röð frá 1969-72 og tapaði ekki leik gegn erkióvinunum í Peñarol í nærri þrjú ár. ===Fleiri titlar í sarpinn=== Frá 1972 til 1980 varð Nacional aðeins einu sinni úrúgvæskur meistari, árið 1977 og þurfti að horfa upp á Peñarol raka inn meistaratitlunum. Árið 1980 vannst meistaratitillinn loks aftur og það sem meira var, Nacional varð í annað sinn sigurvegari í Copa Libertadores, eftir sigur á Sport Club Internacional frá [[Brasilía|Brasilíu]] í úrsliitum. Önnur gullverðlaun fylgdu í kjölfarið í heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sigur á [[Nottingham Forest]]. Þriðji og jafnframt síðasti Copa Libertadores-titillinn til þessa dags, vannst árið 1988. Nacional hafði mikla yfirburði í úrslitaleiknum sem fram fór á [[Estadio Centenario]] og sigraði Newell's Old Boys með þremur mörkum gegn engu. Líkt og í fyrri skiptin varð liðið jafnframt heimsmeistari, að þessu sinni eftir vítaspyrnukeppni þar sem mótherjarnir voru [[PSV Eindhoven]] frá Hollandi. Árið eftir vann Nacional í keppni Norður- og Suður-Ameríkumeistaranna, sem og meistarakeppni sigurliðanna í álfukeppnum Suður-Ameríku, hinni svokölluðu Recopa-keppni, þar sem andstæðingurinn var [[Racing Club de Avellaneda|Racing Club]] frá Argentínu. ===Breyttar aðstæður=== Eftir því sem mikilvægi peninga jókst í heimsknattspyrnunni reyndist það erfiðara fyrir úrúgvæsku félögin að keppa við argentínsku og brasilísku stórliðin. Erfið fjárhagsstaða Nacional á tíunda áratugnum gerði það líka að verkum að félagið vann færri titla heimafyrir en vant var. Meistaratitlinum 1998 var þó fagnað af sérstakri ákefð, enda tókst með honum að koma í veg fyrir að Peñarol setti nýtt met með því að vinna sex meistaratitla í röð. Frá aldamótum hefur Nacional verið sigursælla af stóru liðunum tveimur í Úrúgvæ. Árið 2005 réðst félagið í að endurbyggja sinn gamla heimavöll, Estadio Gran Parque Central, eftir að hafa um alllangt skeið látið sér nægja að leika á þjóðarleikvangnum Estadio Centenario. ==Titlar== ===Innlendir=== [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|Úrúgvæskur meistari]] (49): 1902, 1903, 1912, 1915, 1916, 1917, 1919, 1920, 1922, 1923, 1924,1933, 1934, 1939, 1940, 1941, 1942, 1943, 1946, 1947, 1950, 1952, 1955, 1956, 1957, 1962, 1963, 1966, 1969, 1970, 1971, 1972, 1977, 1980, 1983, 1992, 1998, 2000, 2001, 2002, 2005, 2005-06, 2008-09, 2010-11, 2011-12, 2014–15, 2016, 2019, 2020, 2022 ===Erlendir titlar=== * [[Copa Libertadores]] (3): 1971, 1980, 1988. * Heimsmeistarakeppni félagsliða (3): 1971, 1980, 1988. * Keppni meistaraliða Norður- og Suður-Ameríku (2): 1972, 1989. * Ameríku Recopa (1): 1989. [[Flokkur:Úrúgvæsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1899]] tlcmn410vjq95o6r3n17ggefyzz8i0s Belti (fatnaður) 0 122850 1890047 1519822 2024-12-03T13:59:00Z Ineza034 102691 1890047 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Belt-clothing.jpg|thumb|250px|Dæmigert leðurbelti]] '''Belti''' er band sem sett er um [[mitti]]ð, oftast úr [[leður|leðri]] eða öðru þykku efni, fest saman með [[Beltissylgja|beltissylgju]], til að halda [[buxur|buxum]], [[pils]]um eða öðrum flíkum uppi, en geta líka verið notað til skreytingar. == Saga == Belti eru þekkt frá [[bronsöld]]inni sem karlkynsfatnaður. Bæði kyn hafa notað belti mismikið í gegnum söguna samkvæmt tískunni. Í vesturlöndum voru belti algengari hjá karlmönnum, nema í byrjun [[miðaldir|miðaldanna]], undir lok [[17. öld|17. aldar]] og frá 1900 til 1910. Beltissylgjur í [[art nouveau|art nouveau-stíl]] eru í dag safngripir. Á miðöldunum voru engir [[vasi|vasar]] á fatnaði heldur voru litlar töskur festar við beltið notaðar í staðinn til að geyma persónulega mun, eða voru þeir hengdir beint á beltið. Frá lokum [[19. öld|19. aldar]] þangað til [[fyrri heimsstyrjöld|fyrri heimsstyrjaldar]] var beltið notað bæði sem skreyting og sem þarfaþing í búningi [[herforingi|herforingja]]. Í heröflum í [[Prússland]]i, [[Rússland]]i og öðrum austurevrópskum löndum var algengt að herforingja settu á mjög þröng og breidd belti um mittið, á ytri hluta búningsins, bæði til að bera [[bjúgsverð]] og af fegrunarástæðum. Þessi þröngu belti dugðu til að draga mittið inn til að gefa beranum granna líkamsbyggingu, beina athygli að breiðum öxlum og áberandi bringu. Oft dugði beltið aðeins til að beina athygli að mittinu sem var minnkað með [[lífstykki]] sem haft var undir búningnum. Þessi venja var mjög algeng á tíma [[Krímstríðið|Krímstríðsins]] og var oft viðurkennd af hermönnum á vesturvíglínunni. Í nútímanum var byrjað að nota belti á [[1921–1930|þriðja áratug]] [[20. öld|20. aldar]] þegar buxnamittið var lækkað. Fyrir þriðja áratuginn gegndu belti aðallega skreytilegu hlutverki og voru tengd hernum. Ennfremur höfðu buxur ekki beltislykkjur fyrir þennan tíma og var þeim haldið uppi með [[axlabönd]]um. Íþróttabuxur voru með beltislykkjum ennþá á 19. öld. Í dag er það algengt að karlmenn setja belti um mittið með buxunum. [[Mynd:Germany Belt-and-Buckle-02.jpg|thumb]] Frá miðjum [[1991–2000|tíunda áratug]] hafa lágar buxur verið vinsælar hjá mönnum og drengjum. Þessi tíska á rætur sínar að rekja til fangelsa, þar sem bann á beltum (vegna þess að þau gætu verið notuð sem vopn eða til [[sjálfsmorð]]s) olli því að buxur dytti niður. {{Wikiorðabók|belti|belti}} {{commonscat|Belts|belti}} {{stubbur}} [[Flokkur:Fatnaður]] to4uuxen24kf9216v1rn9x02qxwkobw 1890048 1890047 2024-12-03T13:59:30Z Ineza034 102691 1890048 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Belt-clothing.jpg|thumb|250px|Dæmigert leðurbelti]] '''Belti''' er band sem sett er um [[mitti]]ð, oftast úr [[leður|leðri]] eða öðru þykku efni, fest saman með [[Beltissylgja|beltissylgju]], til að halda [[buxur|buxum]], [[pils]]um eða öðrum flíkum uppi, en geta líka verið notað til skreytingar. == Saga == Belti eru þekkt frá [[bronsöld]]inni sem karlkynsfatnaður. Bæði kyn hafa notað belti mismikið í gegnum söguna samkvæmt tískunni. Í vesturlöndum voru belti algengari hjá karlmönnum, nema í byrjun [[miðaldir|miðaldanna]], undir lok [[17. öld|17. aldar]] og frá 1900 til 1910. Beltissylgjur í [[art nouveau|art nouveau-stíl]] eru í dag safngripir. Á miðöldunum voru engir [[vasi|vasar]] á fatnaði heldur voru litlar töskur festar við beltið notaðar í staðinn til að geyma persónulega mun, eða voru þeir hengdir beint á beltið.[[Mynd:Germany Belt-and-Buckle-02.jpg|thumb]]Frá lokum [[19. öld|19. aldar]] þangað til [[fyrri heimsstyrjöld|fyrri heimsstyrjaldar]] var beltið notað bæði sem skreyting og sem þarfaþing í búningi [[herforingi|herforingja]]. Í heröflum í [[Prússland]]i, [[Rússland]]i og öðrum austurevrópskum löndum var algengt að herforingja settu á mjög þröng og breidd belti um mittið, á ytri hluta búningsins, bæði til að bera [[bjúgsverð]] og af fegrunarástæðum. Þessi þröngu belti dugðu til að draga mittið inn til að gefa beranum granna líkamsbyggingu, beina athygli að breiðum öxlum og áberandi bringu. Oft dugði beltið aðeins til að beina athygli að mittinu sem var minnkað með [[lífstykki]] sem haft var undir búningnum. Þessi venja var mjög algeng á tíma [[Krímstríðið|Krímstríðsins]] og var oft viðurkennd af hermönnum á vesturvíglínunni. Í nútímanum var byrjað að nota belti á [[1921–1930|þriðja áratug]] [[20. öld|20. aldar]] þegar buxnamittið var lækkað. Fyrir þriðja áratuginn gegndu belti aðallega skreytilegu hlutverki og voru tengd hernum. Ennfremur höfðu buxur ekki beltislykkjur fyrir þennan tíma og var þeim haldið uppi með [[axlabönd]]um. Íþróttabuxur voru með beltislykkjum ennþá á 19. öld. Í dag er það algengt að karlmenn setja belti um mittið með buxunum. Frá miðjum [[1991–2000|tíunda áratug]] hafa lágar buxur verið vinsælar hjá mönnum og drengjum. Þessi tíska á rætur sínar að rekja til fangelsa, þar sem bann á beltum (vegna þess að þau gætu verið notuð sem vopn eða til [[sjálfsmorð]]s) olli því að buxur dytti niður. {{Wikiorðabók|belti|belti}} {{commonscat|Belts|belti}} {{stubbur}} [[Flokkur:Fatnaður]] itlginw3htjrhkfuzge5ohbxqdh4t0n 1890057 1890048 2024-12-03T14:53:01Z Akigka 183 Tók aftur breytingar frá [[Special:Contributions/Ineza034|Ineza034]] ([[User talk:Ineza034|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Bragi H|Bragi H]] 1519822 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Belt-clothing.jpg|thumb|250px|Dæmigert leðurbelti]] '''Belti''' er band sem sett er um [[mitti]]ð, oftast úr [[leður|leðri]] eða öðru þykku efni, fest saman með [[Beltissylgja|beltissylgju]], til að halda [[buxur|buxum]], [[pils]]um eða öðrum flíkum uppi, en geta líka verið notað til skreytingar. == Saga == Belti eru þekkt frá [[bronsöld]]inni sem karlkynsfatnaður. Bæði kyn hafa notað belti mismikið í gegnum söguna samkvæmt tískunni. Í vesturlöndum voru belti algengari hjá karlmönnum, nema í byrjun [[miðaldir|miðaldanna]], undir lok [[17. öld|17. aldar]] og frá 1900 til 1910. Beltissylgjur í [[art nouveau|art nouveau-stíl]] eru í dag safngripir. Á miðöldunum voru engir [[vasi|vasar]] á fatnaði heldur voru litlar töskur festar við beltið notaðar í staðinn til að geyma persónulega mun, eða voru þeir hengdir beint á beltið. Frá lokum [[19. öld|19. aldar]] þangað til [[fyrri heimsstyrjöld|fyrri heimsstyrjaldar]] var beltið notað bæði sem skreyting og sem þarfaþing í búningi [[herforingi|herforingja]]. Í heröflum í [[Prússland]]i, [[Rússland]]i og öðrum austurevrópskum löndum var algengt að herforingja settu á mjög þröng og breidd belti um mittið, á ytri hluta búningsins, bæði til að bera [[bjúgsverð]] og af fegrunarástæðum. Þessi þröngu belti dugðu til að draga mittið inn til að gefa beranum granna líkamsbyggingu, beina athygli að breiðum öxlum og áberandi bringu. Oft dugði beltið aðeins til að beina athygli að mittinu sem var minnkað með [[lífstykki]] sem haft var undir búningnum. Þessi venja var mjög algeng á tíma [[Krímstríðið|Krímstríðsins]] og var oft viðurkennd af hermönnum á vesturvíglínunni. Í nútímanum var byrjað að nota belti á [[1921–1930|þriðja áratug]] [[20. öld|20. aldar]] þegar buxnamittið var lækkað. Fyrir þriðja áratuginn gegndu belti aðallega skreytilegu hlutverki og voru tengd hernum. Ennfremur höfðu buxur ekki beltislykkjur fyrir þennan tíma og var þeim haldið uppi með [[axlabönd]]um. Íþróttabuxur voru með beltislykkjum ennþá á 19. öld. Í dag er það algengt að karlmenn setja belti um mittið með buxunum. Frá miðjum [[1991–2000|tíunda áratug]] hafa lágar buxur verið vinsælar hjá mönnum og drengjum. Þessi tíska á rætur sínar að rekja til fangelsa, þar sem bann á beltum (vegna þess að þau gætu verið notuð sem vopn eða til [[sjálfsmorð]]s) olli því að buxur dytti niður. {{Wikiorðabók|belti|belti}} {{commonscat|Belts|belti}} {{stubbur}} [[Flokkur:Fatnaður]] rby1xmydsfau2s1yjihnrj051bydssd 1890074 1890057 2024-12-03T17:02:33Z Bjarki S 9 /* Saga */ Stafsetning/málfar 1890074 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Belt-clothing.jpg|thumb|250px|Dæmigert leðurbelti]] '''Belti''' er band sem sett er um [[mitti]]ð, oftast úr [[leður|leðri]] eða öðru þykku efni, fest saman með [[Beltissylgja|beltissylgju]], til að halda [[buxur|buxum]], [[pils]]um eða öðrum flíkum uppi, en geta líka verið notað til skreytingar. == Saga == Belti eru þekkt frá [[bronsöld]]inni sem karlkynsfatnaður. Bæði kyn hafa notað belti mismikið í gegnum söguna samkvæmt tískunni. Í vesturlöndum voru belti algengari hjá karlmönnum, nema í byrjun [[miðaldir|miðaldanna]], undir lok [[17. öld|17. aldar]] og frá 1900 til 1910. Beltissylgjur í [[art nouveau|art nouveau-stíl]] eru í dag safngripir. Á miðöldunum voru engir [[vasi|vasar]] á fatnaði heldur voru litlar töskur festar við beltið notaðar í staðinn til að geyma persónulega mun, eða voru þeir hengdir beint á beltið. Frá lokum [[19. öld|19. aldar]] þangað til [[fyrri heimsstyrjöld|fyrri heimsstyrjaldar]] var beltið notað bæði sem skreyting og sem þarfaþing í búningi [[herforingi|herforingja]]. Í heröflum í [[Prússland]]i, [[Rússland]]i og öðrum austurevrópskum löndum var algengt að herforingja settu á mjög þröng og breið belti um mittið, á ytri hluta búningsins, bæði til að bera [[bjúgsverð]] og af fegrunarástæðum. Þessi þröngu belti dugðu til að draga mittið inn til að gefa beranum granna líkamsbyggingu, beina athygli að breiðum öxlum og áberandi bringu. Oft dugði beltið aðeins til að beina athygli að mittinu sem var minnkað með [[lífstykki]] sem haft var undir búningnum. Þessi venja var mjög algeng á tíma [[Krímstríðið|Krímstríðsins]] og var oft viðurkennd af hermönnum á vesturvíglínunni. Í nútímanum var byrjað að nota belti á [[1921–1930|þriðja áratug]] [[20. öld|20. aldar]] þegar buxnamittið var lækkað. Fyrir þriðja áratuginn gegndu belti aðallega skreytilegu hlutverki og voru tengd hernum. Ennfremur höfðu buxur ekki beltislykkjur fyrir þennan tíma og var þeim haldið uppi með [[axlabönd]]um. Íþróttabuxur voru með beltislykkjum ennþá á 19. öld. Í dag er það algengt að karlmenn setja belti um mittið með buxunum. Frá miðjum [[1991–2000|tíunda áratug]] hafa lágar buxur verið vinsælar hjá mönnum og drengjum. Þessi tíska á rætur sínar að rekja til fangelsa, þar sem bann á beltum (vegna þess að þau gætu verið notuð sem vopn eða til [[sjálfsmorð]]s) olli því að buxur dytti niður. {{Wikiorðabók|belti|belti}} {{commonscat|Belts|belti}} {{stubbur}} [[Flokkur:Fatnaður]] 0ek7y3v9t21aslfy6blvlbdm9ocip5o Snið:Lady Gaga 10 127213 1890042 1879998 2024-12-03T12:40:09Z Fyxi 84003 1890042 wikitext text/x-wiki {{Navbox musical artist | name = Lady Gaga | title = [[Lady Gaga]] | state = {{{state<includeonly>|autocollapse</includeonly>}}} | bodyclass = hlist | background = solo_singer | group1 = Breiðskífur | list1 = * ''[[The Fame]]'' ** ''[[The Fame Monster]]'' * ''[[Born This Way]]'' * ''[[ARTPOP|Artpop]]'' * ''[[Cheek to Cheek]]'' * ''[[Joanne (plata)|Joanne]]'' * ''[[Chromatica]]'' * ''[[Love for Sale (Tony Bennett og Lady Gaga plata)|Love for Sale]]'' | group2 = Kvikmyndatónlist | list2 = * ''[[A Star Is Born (tónlist)|A Star Is Born]]'' * ''[[Top Gun: Maverick (tónlist)|Top Gun: Maverick]]'' * ''[[Harlequin (tónlist)|Harlequin]]'' * ''[[Joker: Folie à Deux (tónlist)|Joker: Folie à Deux]]'' | group3 = Safnplötur | list3 = * ''[[The Remix (Lady Gaga plata)|The Remix]]'' * ''[[Born This Way: The Remix]]'' * ''[[Born This Way: The Collection]]'' * ''[[Dawn of Chromatica]]'' | group4 = EP-plötur | list4 = * ''[[The Cherrytree Sessions]]'' * ''[[Hitmixes]]'' * ''[[A Very Gaga Holiday]]'' | group5 = Tónleikaferðalög | list5 = * [[The Fame Ball Tour]] * [[Fame Kills: Starring Kanye West and Lady Gaga]] (aflýst) * [[The Monster Ball Tour]] * [[Born This Way Ball]] * [[ArtRave: The Artpop Ball]] * [[Cheek to Cheek Tour]] * [[Joanne World Tour]] * [[The Chromatica Ball]] | group6 = Stakir tónleikar | list6 = * [[ArtRave]] * [[Dive Bar Tour (Lady Gaga)|Dive Bar Tour]] <!-- | group7 = Búseta | list7 = * [[Lady Gaga Live at Roseland Ballroom]] * [[Lady Gaga Enigma + Jazz & Piano]] --> | group8 = Heimildamyndir | list8 = * ''[[Gaga: Five Foot Two]]'' | group9 = Sjónvarp | list9 = * ''[[Lady Gaga Presents the Monster Ball Tour: At Madison Square Garden]]'' * ''[[A Very Gaga Thanksgiving]]'' * ''[[Lady Gaga and the Muppets Holiday Spectacular]]'' * ''[[Tony Bennett and Lady Gaga: Cheek to Cheek Live!]]'' * [[Super Bowl LI|Hálfleikssýning Super Bowl LI]] * ''[[One Last Time: An Evening with Tony Bennett and Lady Gaga]]'' | group10 = Bækur | list10 = * ''[[Lady Gaga x Terry Richardson]]'' | group11 = Ilmvötn og snyrtivörur | list11 = * [[Lady Gaga Fame]] * [[Eau de Gaga]] * [[Haus Labs]] <!-- | group12 = Tíska | list12 = * [[Armadillo shoe]] * [[Meat dress of Lady Gaga]] --> <!-- |group13 = Tengt efni | list13 = * [[Cynthia Germanotta]] (móðir) * [[Natali Germanotta]] (systir) * [[Born This Way Foundation]] * [[Doll Domination Tour]] * ''[[Lady Gaga: Queen of Pop]]'' * ''[[Together at Home|One World: Together at Home]]'' * "[[Perform This Way]]" * [[TechHaus Volantis]] * ''[[Aleiodes gaga]]'' * [[Gaga (plant)|''Gaga'' (plant)]] * ''[[Gagadon]]'' * ''[[Kaikaia|Kaikaia gaga]]'' --> | below = * {{Icon|Category}} [[:Flokkur:Lady Gaga|Flokkur]] }}<noinclude> [[Flokkur:Þemasnið]] </noinclude> rpa0hvuhz9bf89wnykovds7kk4zj2j1 Sýrlenska borgarastyrjöldin 0 130781 1890098 1881032 2024-12-03T23:03:15Z Berserkur 10188 /* Saga */ 1890098 wikitext text/x-wiki {{#invoke:Infobox military conflict|main |conflict=Sýrlenska borgarastyrjöldin |image= [[File:Syrian Civil War map (November 24, 2023).svg|300px]] |caption='''Myndin sýnir áætlað yfirráðasvæði stríðandi fylkinga í nóvember 2023.'''<br /> {{legend|#ebc0b5|[[Sýrland]]}} {{legend|#cae7c4|Sýrlenska stjórnarandstaðan & hernámssvæði Tyrkja}} {{legend|#e2d974|[[Rojava]]}} {{legend|#e6e6e6|[[Tahrir al-Sham]]<ref>(áður [[al-Nusra-fylkingin]])</ref>}} {{legend|#b4b2ae|[[Íslamska ríkið]]}} |partof=[[Arabíska vorið|arabíska vorinu]] og [[Arabíski veturinn|arabíska vetrinum]] |date=[[15. mars]] [[2011]] – <br />({{Aldur í árum, mánuðum og dögum|2011|03|15}}) |place=[[Sýrland]] |status=Yfirstandandi |territory=Í ágúst 2019: Stjórnarher Sýrlands ræður 62,08% landsvæðis Sýrlands, stjórnarandstæðingar 27,53%, uppreisnarhreyfingar (þ.á m. [[Tahrir al-Sham]]) og [[Tyrkland|Tyrkir]] 9,25%; [[Íslamska ríkið]] 1,14%. |combatants_header=Helstu stríðsaðilar |combatant1=<div style="vertical-align:sup;">{{small|{{nowrap|{{SYR}} [[Sýrland]]}}<br /> [[File:InfoboxHez.PNG|22px|border]] [[Hizbollah]]<br />{{IRN}} [[Íran]]<br />{{nowrap|{{RUS}} [[Rússland]] <small>(frá 2015)</small>}}}}<br />{{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | {{small|{{IRQ}} [[Írak]] <small>(frá 2018)</small><br />{{VEN}} [[Venesúela]]<br />{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]<br />{{CHN}} [[Kína]]<br />{{PRK}} [[Norður-Kórea]]<br />{{AGO}} [[Angóla]]<br />{{CUB}} [[Kúba]]<br />{{EGY}} [[Egyptaland]]}}}} |combatant2=<div style="vertical-align:sup;">{{nowrap|{{small|[[Mynd:Flag of Syria 2011, observed.svg|22px|border]] Bráðabirgðastjórn Sýrlands<br>(stjórnarandstæðingar)</div> *[[Frelsisher Sýrlands]] *[[Þjóðfrelsisfylkingin (Sýrland)|Þjóðfrelsisfylkingin]] *[[Ahrar al-Sham]] *[[Suðurfylkingin (Sýrland)|Suðurfylkingin]] <small>(2014–2018)</small>}}}} {{small|{{nowrap|{{TUR}} [[Tyrkland]] <small>(2016–)</small>}} {{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | {{nowrap|{{USA}} [[Bandaríkin]] <small>(2011–17)</small>}} | {{SAU}} [[Sádi-Arabía]] <small>(2012–2017)</small> | {{QAT}} [[Katar]] | {{UK}} [[Bretland]] | {{FRA}} [[Frakkland]] }}}} ---- {{small|{{nowrap|[[Mynd:Flag_of_the_Syrian_Salvation_Government.svg|22px|border]] [[Tahrir al-Sham]] {{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | [[Mynd:Flag of Jihad.svg|22px|border]] [[Al-Kaída]] | {{QAT}} [[Katar]] <small>(2012–2017)</small> | {{SAU}} [[Sádi-Arabía]] <small>(2012–2017)</small> | {{TUR}} [[Tyrkland]] <small>(2012–2017)</small> }}}}}} |combatant3=<div style="vertical-align:sup;">{{small|[[File:Flag of the Islamic State of Iraq and the Levant2.svg|20px]] [[Íslamska ríkið]]<br><small>(2013–)</small> {{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | [[Mynd:Flag of Jihad.svg|22px|border]] [[Al-Kaída]] <small>(2013–2014)</small> }}}} |combatant4 =<div style="vertical-align:sup;">{{small|[[File:Emblem of the Self Administration of Northern and Eastern Syria.svg|22px|border]] [[Rojava]] ({{small|2012–}})</div> *[[Lýðræðissveitir Sýrlands]] {{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | {{nowrap|{{USA}} [[Bandaríkin]]<br /> <small>(2014–)</small>}} | {{RUS}} [[Rússland]]<br /><small>(2015–2018)</small> | {{nowrap|{{FRA}} [[Frakkland]]<br /><small>(2016–)</small>}} | [[Mynd:Flag of Kurdistan Workers Party (PKK).svg|22px|border]] [[Verkalýðsflokkur Kúrda]] | [[Mynd:Flag of PUK.png|22px|border]] [[Þjóðernisbandalag Kúrdistan|PUK]]<br />{{nowrap|<small>(2013–)</small>}} | {{nowrap|[[Mynd:Flag_of_KDP.png|22px|border]] [[Lýðræðisflokkur Kúrdistan|KDP]]<br /><small>(2013–15)</small>}}}} ---- {{Collapsible list |state=collapsed |title=Alþjóðabandalag gegn íslamska ríkinu<br /><small>(2014–)</small> |1={{FRA}} [[Frakkland]] |2={{DEU}} [[Þýskaland]] |3={{JOR}} [[Jórdanía]] |4={{NLD}} [[Holland]] |5={{NOR}} [[Noregur]] |6={{ARE}} [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] |7={{UK}} [[Bretland]] |8={{USA}} [[Bandaríkin]] |9={{SAU}} [[Sádi-Arabía]] |10={{AUS}} [[Ástralía]]<br><small>(2015–2017)</small> |11={{BEL}} [[Belgía]]<br><small>(2014–2017)</small> |12={{BHR}} [[Barein]]<br><small>(2014–2016)</small> |13={{DNK}} [[Danmörk]]<br><small>(2014–2016)</small> |14={{MAR}} [[Marokkó]]<br><small>(2014–2016)</small> |15={{QAT}} [[Katar]]<br><small>(2014–2016)</small> |16={{CAN}} [[Kanada]]<br><small>(2014–2015)</small> }}}} |commander1={{small|{{SYR}} [[Bashar al-Assad]]<br>[[File:InfoboxHez.PNG|23px|border]] [[Hassan Nasrallah]] {{KIA}}<br>{{IRN}} [[Ali Khamenei]]<br>{{RUS}} [[Vladímír Pútín]]}} |commander2={{small|[[Mynd:Flag of Syria 2011, observed.svg|22px|border]] [[Bashar al-Zoubi]]<br>[[Mynd:Flag of Syria 2011, observed.svg|22px|border]] [[Jamal Maarouf]]<br />{{TUR}} [[Recep Tayyip Erdoğan]]<br>{{TUR}} [[Zekai Aksakallı]] ({{small|2016–2017}})<br>{{TUR}} [[İsmail Metin Temel]]<br>({{small|2017–2018}}) ---- [[Mynd:Flag of Ahrar ash-Sham.svg|22px|border]] [[Abu Yahia al-Hamawi]]<br>[[Mynd:Flag of the Islamic Front (Syria) (Black).svg|22px|border]] Ahmed Issa al-Sheikh<br><small>(2012–2015)</small> ---- [[Abu Mohammad al-Julani]]<br>[[Abu Jaber Shaykh]]<br>[[Mynd:Flag of Jihad.svg|22px|border]] [[Abu Humam al-Shami]]}} |commander3={{small|[[File:Flag of the Islamic State of Iraq and the Levant2.svg|20px]] [[Abu Bakr al-Baghdadi]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of the Islamic State of Iraq and the Levant2.svg|20px]] [[Abu Fatima al-Jaheishi]]}} |commander4={{small|[[File:Emblem of the Self Administration of Northern and Eastern Syria.svg|22px|border]] [[Riad Darar]]<br>[[File:Emblem of the Self Administration of Northern and Eastern Syria.svg|22px|border]] Amina Omar<br>[[File:Emblem of the Self Administration of Northern and Eastern Syria.svg|22px|border]] [[Salih Muslim Muhammad|Salih Muhammad]]<br>[[File:PYD logo.svg|22px|border]] Shahoz Hasan<br>[[File:PYD logo.svg|22px|border]] [[Asya Abdullah]]<br>[[File:People's Protection Units Flag.svg|22px|border]] Sipan Hemo ---- {{USA}} [[Stephen J. Townsend]]}} |strength1={{small|Sýrlenski stjórnarherinn: 142.000 <small>(2019)</small><br />Sýrlenska leynuþjónustan: 8.000<br /> Sjálfboðaliðasveitir: 80.000<br /> Liwa Fatemiyoun: 10.000 – 20.000{{nowrap|<small>(2018)</small>}}<br /> Ba'ath-sveitirnar: 7.000<br /> Hizbollah: 6.000–8.000<br /> Liwa Al-Quds: 4.000–8.000<br /> Rússland: 4.000 hermenn & 1.000 málaliðar<br /> Iran: 3.000–5.000<br /> Aðrir bandamenn: 20.000+}} |strength2={{small|'''Frelsisher Sýrlands:'''<br>20.000–32.000 <small>(2013)</small><br />'''Íslamska fylkingin:'''<br>40.000–70.000 <small>(2014)</small><br /> '''Aðrir hópar:'''<br>12.500 <small>(2015)</small><br />'''Tyrkneski herinn:'''<br>4.000–8.000}} ---- {{small|'''Ahrar al-Sham:'''<br>18.000–20.000+ <small>(mars 2017)</small>}} ---- {{small|'''Tahrir al-Sham:'''<br>20.000-30.000 <small>(samkvæmt Bandaríkjamönnum, árið 2018)</small>}} |strength3= {{small|~3.000 {{nowrap|<small>(samkvæmt Rússum, árið 2018)</small>}}}} |strength4={{small| * SDF: 60.000–75.000 {{small|(2017)}} * YPG & YPJ: 20.000–30.000 {{small|(2017)}} * Sýrlenska hernaðarráðið (MFS): 1,000 {{small|(2017 est.)}} * Al-Sanadid: 2,000–4,000 {{small|(2017 est.)}} * Hernaðarráð SDF: 10.000+}} |casualties1={{small|{{SYR}} '''Sýrland:'''<br /> 65.187–100.187 hermenn drepnir<br /> 50.484–64.484 málaliðar drepnir<br />4.700 hermenn/málaliðar & 2.000 stuðningsmenn handteknir<br /> [[File:InfoboxHez.PNG|23px|border]] '''Hizbollah:'''<br />1.677–2.000 drepnir<br /> {{RUS}} '''Rússland:'''<br />116 hermenn & 186–280 málaliðar drepnir<br> '''Aðrir erlendir bandamenn:'''<br />8.109 drepnir <small>(2.300–3.500+ íranskir)</small>}} |casualties2= {{small|[[Mynd:Flag of Syria 2011, observed.svg|22px|border]] 132.824–173.824<br>drepnir ---- {{TUR}} '''Tyrkland:'''<br />169 hermenn drepnir}} |casualties3= {{small|28.532+ drepnir}} |casualties4= {{small|[[File:Flag of Syrian Democratic Forces.svg|22px|border]] '''SDF:'''<br />11.600–12.586+ drepnir ---- [[File:Seal of Combined Joint Task Force – Operation Inherent Resolve.svg|22px|border]] '''Alþjóðahersveitir:'''<br />11 drepnir}} |casualties5= '''Alls drepnir: 371.222–570.000''' (samkvæmt [[Sýrlenska mannréttindavaktin|Sýrlensku mannréttindavaktinni]]) ---- Um '''≥7.600.000''' hraktir á vergang & '''≥5.116,097''' á flótta (júlí 2015/2017)<ref>{{cite web|url=http://data.unhcr.org/syrianrefugees/regional.php|title=UNHCR Syria Regional Refugee Response|author=[[Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna]] (UNHCR)|access-date=2019-09-23|archive-date=2018-02-19|archive-url=https://web.archive.org/web/20180219072255/http://www.data.unhcr.org/syrianrefugees/regional.php|url-status=dead}}</ref></div></big> }} '''Sýrlenska borgarastyrjöldin''' (arabíska: الحرب الأهلية السورية) nefnist það stríð sem nú er háð í [[Sýrland|Sýrlandi]]. Upphafið má rekja til óeirða vorið 2011 í kjölfar mótmæla víða um Mið-Austurlönd sem einu nafni nefnist [[arabíska vorið]]. Mótmælin beindust að ríkisstjórn [[Bashar al-Assad]] sem reyndi að bæla þau niður en aukinni hörku fylgdi síðar vopnuð átök. [[Frelsisher Sýrlands]] var fyrstur til að taka upp vopn gegn [[Sýrlenski herinn|stjórnarhernum]] árið 2011, síðar bættist við Íslamska framlínusveitin 2013. [[Hizbollah]] gekk til liðs við stjórnarherinn 2013. [[Íslamska ríkið]] réðst svo inn í landið frá Írak 2014 og náði stjórn yfir stórum hluta landsins. Yfir 350.000 manns hafa látist í stríðinu (í upphafi árs 2018) og fjórðungur þeirra börn.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/15/fjordungur_fallinna_eru_born/ Fjórðung­ur fall­inna eru börn] Mbl.is, skoðað 15. mars, 2018</ref> ==Saga== Rekja má upphaf sýrlensku borgarastyrjaldarinnar til fjöldamótmæla [[Arabíska vorið|arabíska vorsins]], sem náðu til Sýrlands árið 2011. Sýrlendingar kröfðust aukins lýðræðis af einræðisstjórn [[Bashar al-Assad|Bashars al-Assad]] og fóru meðal annars fram á að stjórnin aflétti neyðarlögum sem höfðu verið í gildi frá árinu 1963 og heimiluðu stjórninni að handtaka fólk án ákæru, hnekkja á stjórnarskrá og hegningarlögum, beita fyrirbyggjandi handtökum og ritskoða fjölmiðla.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig var lífið í Sýrlandi fyrir stríð?|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|url=https://www.ruv.is/frett/hvernig-var-lifid-i-syrlandi-fyrir-strid|útgefandi=RÚV|ár=2019|mánuður=31. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=23. september}}</ref> Ríkisstjórnin brást við af hörku og viðbrögð hennar leiddu til þess að mótmælin breiddust víða út um landið. Í mars árið 2011 krotuðu táningsstrákar slagorð arabíska vorsins á lögreglustöð í bænum [[Daraa]] en voru í kjölfarið handteknir og pyntaðir. Þegar aðstandendur drengjanna mótmæltu aðgerðum lögreglunnar var herinn kallaður til að kveða niður mótmælin og nokkrir mótmælendanna létust.<ref name=vísindavefurinn>{{Vísindavefurinn|73220|Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|dags=27. mars 2017|skoðað=24. mars 2024}}</ref> Á næstu vikum og mánuðum var stjórn Assads mótmælt í [[Aleppó]], [[al-Hasakah]], [[Daraa]], [[Deir ez-Zor]], [[Hama]], og í höfuðborginni [[Damaskus]]. Þann 18. apríl komu um 100.000 mótmælendur saman á aðaltorginu í borginni [[Homs]] til að krefjast afsagnar Assads.<ref name=skýringrúv>{{Vefheimild|titill=Skýring: Þróun stríðsins í Sýrlandi|höfundur=Guðmundur Björn Þorbjörnsson|url=https://www.ruv.is/frett/skyring-throun-stridsins-i-syrlandi|útgefandi=RÚV|ár=2015|mánuður=3. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=23. september}}</ref> Assad sakaði mótmælendurna meðal annars um að vera stýrt af öfgafullum [[jihad]]istum og lét um leið sleppa fjölda raunverulegra öfgamanna úr fangelsi, hugsanlega í því skyni að „sanna“ ásakanir sínar og réttlæta þar með harkalegar aðgerðir gegn mótmælendunum.<ref name=globalis>{{Vefheimild|titill=Sýrland|url=https://www.globalis.is/Atoek/Syrland|útgefandi=Globalis|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=23. september}}</ref> Átökin stigmögnuðust og urðu brátt að vopnaðri baráttu milli stjórnvalda og mótmælenda. Árið 2011 stofnaði hluti stjórnarandstöðunnar [[Sýrlenska þjóðarráðið]] (SNC) og fór fram á að Assad segði af sér og að Sýrland yrði lýðræðisríki. Þjóðarráðið stofnaði [[Frelsisher Sýrlands]] til að grípa til vopna gegn ríkisstjórninni.<ref name=vísindavefurinn/> Kaflaskil urðu í átökunum þann 31. júlí þegar stjórnarher Assads réðst á mótmælendur í Hama, Deir ez-Zor, Abu Kalam og Herak og drap að minnsta kosti 136 óbreytta borgara.<ref name=skýringrúv/> Í desember 2011 tókst Frelsisher Sýrlands að hertaka stóra hluta borgarinnar Homs. Í febrúar næsta ár létust um 500 óbreyttir borgarar í Homs þegar stjórnarherinn gerði sprengjuárásir á borgina. Stjórnarherinn endurheimti borgina [[Idlib]] eftir harða viðureign við uppreisnarmenn næsta mars. Uppreisnarhreyfingar fóru að spretta upp um allt landið á næsta árinu og átökin fóru, auk óánægju með stjórn Assads, að einkennast af trúar- og þjóðernisdeilum meðal Sýrlendinga. Margir [[alavítar]] og aðrir [[Sjía|sjítar]] studdu forsetann en [[súnní]]tar voru honum margir afar andsnúnir.<ref name=skýringrúv/> Vegna stríðsátakanna varð til frjósamur jarðvegur fyrir íslamskar öfgahreyfingar í Sýrlandi sem berjast bæði gegn ríkisstjórninni og gegn veraldlegum uppreisnarhreyfingum. Árið 2014 lagði hryðjuverkahópurinn [[íslamska ríkið]] undir sig mikinn hluta af austurhluta Sýrlands og lýsti yfir stofnun kalífadæmis þar og í vesturhluta Írak. Yfirráðasvæði íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi varð mest árið 2015 en fór síðan smátt saman þverrandi vegna alþjóðlegrar gagnárásar sem Bandaríkin leiddu til að ráða niðurlögum hryðjuverkahópsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Kalífatið er fallið í Írak og Sýrlandi – liðsmenn Daesh á vergangi|url=http://vardberg.is/frettir/kalifatid-er-fallid-i-irak-og-syrlandi-lidsmenn-daesh-a-vergangi/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2017|mánuður=24. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Í október árið 2017 tókst [[Lýðræðissveitir Sýrlands|Lýðræðissveitum Sýrlands]] (SDF) að frelsa borgina [[Al-Raqqah]], sem íslamska ríkið hafði skilgreint til höfuðborg sína, undan yfirráðum hryðjuverkahópsins eftir um árslanga orrustu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/orrustan-um-raqqa-hafin|titill=SDF hefur náð allri borginni Raqa|útgefandi=RÚV|ár=2017|mánuður=17. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=8. október|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref> Í mars árið 2019 lýstu Lýðræðissveitirnar því yfir að íslamska ríkið hefði í reynd verið sigrað eftir að síðasta vígi þeirra í bænum [[Baghuz]] var frelsað.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.theguardian.com/world/2019/mar/23/isis-defeated-us-backed-syrian-democratic-forces-announce |útgefandi=''[[The Guardian]]''|mánuður=23. mars|ár=2019 |titill=Islamic State Isis defeated, US-backed Syrian Democratic Forces announce |mánuðurskoðað=8. október|árskoðað=2019 |safnslóð=https://web.archive.org/web/20190324080832/https://www.theguardian.com/world/2019/mar/23/isis-defeated-us-backed-syrian-democratic-forces-announce |safnmánuður=24. mars|safnár=2019 |tungumál=enska}}</ref> [[Abu Bakr al-Baghdadi]], leiðtogi íslamska ríkisins, var drepinn þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp til að forðast handtöku þegar sérsveit Bandaríkjahers réðst á fylgsni hans í Sýrlandi þann 27. október 2019.<ref>{{Vefheimild|titill=Leiðtogi Rík­is íslams sprengdi sig í loft upp|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/27/leidtogi_rikis_islams_sprengdi_sig_i_loft_upp/|útgefandi=mbl.is|mánuður=27. október|ár=2019|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=27. október|höfundur=}}</ref> ===Alþjóðleg inngrip í styrjöldina=== [[Mynd:Syrian civil war gallery.jpg|thumb|left|Götubardagar í sýrlensku borgarastyrjöldinni.]] Meðal þjóða sem hafa veitt stjórnarher Assads herstuðning í styrjöldinni má nefna [[Rússland]] og [[Íran]], auk þess sem sjíaíslömsku samtökin [[Hizbollah]] frá [[Líbanon]] hafa veitt þeim aðstoð.<ref>{{Vefheimild|titill=Sýrland er í raun ekki lengur til|höfundur=Þórunn Elísabet Bogadóttir|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-01-21-syrland-er-i-raun-ekki-lengur-til/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2017|mánuður=21. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Rússar hófu beina þátttöku í styrjöldinni í september árið 2015 með loftárásum bæði á íslamska ríkið og á uppreisnarhópa sem nutu stuðnings alþjóðabandalags Bandaríkjanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvað eru Rúss­ar að gera í Sýr­landi?|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/09/30/hvad_eru_russar_ad_gera_i_syrlandi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2017|mánuður=30. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Rússar sendu jafnframt [[Wagner-hópurinn|Wagner-hópinn]], málaliðahóp sem er fjármagnaður og óopinberlega rekinn af rússneskum stjórnvöldum, til að berjast í Sýrlandi árið 2015.<ref name=trójuhestur>{{Vefheimild|titill=Trójuhestur Rússa?|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/28/trojuhestur_russa/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=28. febrúar 2022|skoðað=2. október 2022}}</ref> Inngrip Rússa í styrjöldina hefur styrkt stöðu Assads verulega og stuðlað að því að sýrlenski stjórnarherinn hefur frá árinu 2015 smám saman endurheimt mikinn hluta þess landsvæðis sem glataðist til uppreisnarmanna í byrjun stríðsins.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Ósk Loga­dótt­ir|titill=Rúss­ar leiddu Assad í átt að sigri|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/18/russar_leiddu_assad_i_att_ad_sigri/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=18. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> [[Tyrkland|Tyrkir]] hafa jafnframt gripið inn í styrjöldina í norðurhluta landsins, einkum í því skyni að koma í veg fyrir að [[Kúrdar|kúrdískir]] stjórnmálahópar sem tyrknesk stjórnvöld flokka sem hryðjuverkahópa nái þar fótfestu.<ref>{{Vefheimild|titill=Tyrkir senda í fyrsta sinn landher inn í Sýrland gegn Daesh og Kúrdum|url=http://vardberg.is/frettir/tyrkir-senda-i-fyrsta-sinn-landher-inn-i-syrland-gegn-daesh-og-kurdum/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2016|mánuður=26. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Kúrdískar skærusveitir sem hafa barist hvað mest gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi hafa komið sér upp sjálfsstjórnarhéraðinu [[Rojava]] í norðurhluta Sýrlands, þar sem marga Kúrda dreymir um að hægt verði að stofna sjálfstætt ríki [[Kúrdistan]] í fyllingu tímans. Í janúar árið 2018 [[Ólífugreinaraðgerðin|gerði tyrkneski herinn innrás]] í norðvesturhluta Sýrlands til að ná héraðinu [[Afrin]] úr höndum [[Varnarsveitir Kúrda|Varnarsveita Kúrda]] (YPG).<ref>{{Vefheimild|titill=Tyrk­ir hafa um­kringt Afr­in|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/13/tyrkir_hafa_umkringt_afrin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=13. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Tyrkir líta á Varnarsveitirnar sem undirdeild [[Verkalýðsflokkur Kúrda|Verkalýðsflokks Kúrda]], sem er skilgreindur sem hryðjuverkahópur af tyrkneskum stjórnvöldum. Þann 19. desember árið 2018 lýsti [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti því yfir í Twitter-færslu að [[Bandaríkin]] hygðust draga herlið sín frá Sýrlandi. Ástæðuna sagði hann vera að [[Íslamska ríkið]] hefði verið sigrað og þar með væru ekki frekari forsendur fyrir þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Telja ótíma­bært að yf­ir­gefa Sýr­land|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/12/20/obamaleg_mistok_ad_yfirgefa_syrland/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=20. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=29. september}}</ref> Í október 2019 tilkynnti Trump jafnframt að Bandaríkjaher myndi ekki skipta sér með beinum hætti að fyrirhugaðri innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær|url=https://www.visir.is/g/2019191009048/kuvending-eftir-simtal-trump-og-erdogan-i-gaer|útgefandi=''Vísir''|ár=2019|mánuður=7. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=7. október|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Tyrkir hófu í kjölfarið nýja innrás á Rojava þann 10. október undir aðgerðarheitinu „[[friðarvorið]]“. Yfirlýstur tilgangur innrásarinnar var að „hreinsa upp“ hryðjuverkamenn á svæðinu og búa til öruggt svæði fyrir flóttamenn á landamærum Sýrlands og Tyrklands.<ref>{{Vefheimild|titill=Ætla að „hreinsa upp“ hryðju­verka­menn|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/07/aetla_ad_hreinsa_upp_hrydjuverkamenn/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=7. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. október}}</ref> Í lok nóvember [[2024]] gerðu uppreisnarmenn áhlaup á [[Aleppo]]. Íslamistahópurinn [[Hayat Tahrir al-Sham]], áður al-Nusra, náði borginni á sitt vald og sóttu suður að borginni [[Hama]]. <ref>[https://www.bbc.com/news/articles/c99x0l1d432o What is happening in northwestern Syria, and why now?] BBC, sótt 3. desember 2024</ref> ==Mannfall og flóttamannastraumur frá Sýrlandi== {{sjá einnig|Evrópski flóttamannavandinn}} Árið 2018 höfðu um 360.000 manns látið lífið vegna stríðsins í Sýrlandi og um 200.000 til viðbótar voru horfin.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Anna Lilja Þóris­dótt­ir|titill=Börn­in í Sýr­landi ekki gleymd|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/03/15/bornin_i_syrlandi_ekki_gleymd/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=15. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Um 1,5 milljón manna flúði frá Sýrlandi, einkum til [[Íran]]s og [[Pakistan]], á fyrstu tveimur árum styrjaldarinnar.<ref>{{Vefheimild|titill=1,5 milljón flóttamenn frá Sýrlandi|url=https://www.ruv.is/frett/15-milljon-flottamenn-fra-syrlandi|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=20. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Árið 2015 var talið að um 9,5 milljónir manna, af um 22 milljóna íbúafjölda Sýrlands, hefðu hrakist frá heimilum sínum vegna stríðsins. Af flóttamönnunum höfðu þá um fimm milljónir yfirgefið Sýrland og leitað hælis erlendis, en um 4,5 milljónir voru á flótta innan landamæra Sýrlands.<ref>{{Vefheimild|titill=Hjá þeim sem eru áfram í Sýrlandi þá er daglegt líf „martröð“|url=https://kjarninn.is/frettir/hja-theim-sem-eru-afram-i-syrlandi-tha-er-daglegt-lif-martrod/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2013|mánuður=15. september|árskoðað=2015|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Árið 2015 höfðu um 632.000 Sýrlendingar flúið yfir landamærin til [[Jórdanía|Jórdaníu]] vegna stríðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Þúsundir flóttamanna í einskismannslandi|url=https://www.ruv.is/frett/thusundir-flottamanna-i-einskismannslandi|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2015|mánuður=23. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Í lok ársins 2017 voru um 80.000 Sýrlendingar búsettir í [[Zaatari]]-flóttamannabúðunum við landamæri Jórdaníu, sem eru næststærstu flóttamannabúðir í heimi og fjórða stærsta borg Jórdaníu.<ref>{{Vefheimild|titill=Konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi búa við grimman veruleika - Neyðarsöfnun hafin|url=https://kjarninn.is/frettir/2017-11-08-konur-og-stulkur-flotta-fra-syrlandi-bua-vid-grimman-veruleika-neydarsofnun-hafin/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2017|mánuður=8. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> ==Stríðsglæpir== ===Beitingar efnavopna=== [[Mynd:Ghouta massacre1.JPG|thumb|right|Fórnarlömb efnavopnaárásar á Ghouta í ágúst 2013.]] Stjórnarher Assads hefur ítrekað legið undir ásökunum um að beita [[Klasasprengja|klasasprengjum]] og [[efnavopn]]um á móti óbreyttum borgurum. Fyrir styrjöldina hafði stjórn Assads átt eitt stærsta safn efnavopna í heimi, meðal annars af [[sinnepsgas]]i og [[sarín]]i.<ref name=globalis/> Fyrsta slíka árásin sem vakti verulega athygli á alþjóðavísu var árás á borgina [[Ghouta]] í ágúst 2013 sem [[Læknar án landamæra]] sögðu á þeim tíma að hefði valdið dauða 355 manns.<ref name=kjarninn/> Talið er að taugagasinu sarín hafi þar verið beitt gegn óbreyttum borgurum.<ref name=efnavopnaárásir/> Árásin vakti hörð viðbrögð, sér í lagi hjá Bandaríkjamönnum, en [[Barack Obama]] þáverandi Bandaríkjaforseti hafði áður talað um efnavopn sem „rauða línu“ sem ekki mætti stíga yfir.<ref name=kjarninn>{{Tímarit.is|5916102|Árás yfirvofandi|blað=[[Kjarninn]]|útgáfudagsetning=29. ágúst 2013|blaðsíða=4-5|höfundur=Þórunn Elísabet Bogadóttir}}</ref> Assad hafnaði því að stjórn hans hefði gert efnavopnaárásirnar en í kjölfar hótana Bandaríkjamanna féllst hann á tillögu Rússa um að stjórn hans skyldi skrifa undir [[Efnavopnasamningurinn|Efnavopnasamninginn]] frá árinu 1992 og afhenda alþjóðlegum eftirlitsmönnum öll efnavopn sín til förgunar.<ref>{{Vefheimild|titill=Assad staðfestir afhendingu efnavopna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/09/12/assad_stadfestir_afhendingu_efnavopna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=12. september 2013|skoðað=19. október 2022}}</ref> Þrátt fyrir að stjórn Assads hafi undirritað efnavopnasáttmálann og afhent [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] og [[Stofnunin um bann við efnavopnum|Stofnuninni um bann við efnavopnum]] þau 1.300 tonn af efna­vopn­um sem áttu að vera til í Sýrlandi hafa áfram borist ítrekaðar tilkynningar um beitingu efnavopna í styrjöldinni. Árið 2018 var birt rannsókn eftir fréttamenn [[BBCPanorama]] og [[BBCAra­bic]] þar sem staðfest var að rúmlega hundrað efna­vopn­aárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi frá því í september 2013. Alls voru 164 tilkynningar um efnavopnaárásir rannsakaðar en af þeim tókst að staðfesta 106.<ref name=efnavopnaárásir>{{Vefheimild|titill=Yfir 100 efnavopnaárásir á 5 árum|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/10/15/yfir_100_efnavopnaarasir_a_5_arum/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=15. október 2018|skoðað=19. október 2022}}</ref> Árið 2019 gaf Stofnunin um bann við efnavopnum út skýrslu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að efnavopnaárás hefði verið gerð á borgina [[Douma]] í apríl árið áður, líklega með [[klórgas]]i. Stofnunin gat ekki staðfest hvort stjórnarherinn eða uppreisnarmenn hefðu gert árásina þar sem slík rannsókn var ekki á valdsviði rannsóknarteymisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Efnavopnaárás á Douma staðfest|url=https://www.ruv.is/frett/efnavopnaaras-a-douma-stadfest|útgefandi=[[RÚV]]|dags=2. mars 2019|skoðað=19. október 2022|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref> Skýrsla Efnavopnastofnunarinnar um árásina í Douma hefur hins vegar verið gagnrýnd eftir að uppljóstrari frá stofnuninni sem tók þátt í vettvangsrannsókninni greindi fjölmiðlum frá því að yfirmenn hjá stofnuninni hefðu hundsað upplýsingar sem bentu til annars en að efnavopnum hefði verið beitt.<ref>{{Vefheimild|titill=Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu|url=https://stundin.is/grein/10052/|útgefandi=''[[Stundin]]''|dags=23. nóvember 2019|skoðað=28. janúar 2023|höfundur=[[Gunnar Hrafn Jónsson]]}}</ref> Í janúar 2023 gaf Efnavopnastofnunin út niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem sagt var hafið yfir vafa að stjórnarher Sýrlands hefði staðið fyrir efnavopnaárás með klórgasi í Douma árið 2018. Ásökunum Sýrlendinga og Rússa um að árásin hefði verið sviðsett var hafnað.<ref>{{Vefheimild|titill=Stjórnarher Sýrlands notaði klórgas í Douma|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/01/28/stjornarher_syrlands_notadi_klorgas_i_douma/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=2. janúar 2023|skoðað=2. febrúar 2023}}</ref> ===Aðrir stríðsglæpir=== Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu í september 2019 þar sem fullyrt var að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum á sýrlenskar borgir undanfarið ár. Meðal annars hefðu loftárásir bandalagshers Bandaríkjamanna verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og hefðu því fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Sér í lagi var vísað til aðgerða bandalagshersins við að uppræta [[íslamska ríkið]] í síðasta vígi sínu í [[Hajin]] í austurhluta Sýrlands í desember 2018. Var talið að sextán óbreyttir borgarar, þar á meðal tólf börn, hefðu fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin þann 3. janúar 2019. Í sömu skýrslu voru sýrlenski stjórnarherinn og rússneskir bandamenn hans sakaðir um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland.<ref>{{Vefheimild|titill=Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir|url=https://www.visir.is/g/2019190919782|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|dags=11. september 2019|skoðað=20. október 2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Í júlí 2020 skiluðu eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna annarri skýrslu þar sem þeir sögðu Sýrlendinga, Rússa og íslamska uppreisnarmenn hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í baráttu þeirra um [[Idlibhérað]] árið áður. Greint var frá 52 árásum sem hefðu leitt til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga og voru 47 þeirra raktar til stjórnarhersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi|url=https://www.visir.is/g/20201989122d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|dags=7. júlí 2020|skoðað=20. október 2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Arabíska vorið]] [[Flokkur:Borgarastríð]] [[Flokkur:Sýrlenska borgarastyrjöldin| ]] [[Flokkur:Stríð á 21. öld]] pmjjszpxqh7tz1lbs4owykadqxv2m4c 1890099 1890098 2024-12-03T23:05:42Z Berserkur 10188 1890099 wikitext text/x-wiki {{#invoke:Infobox military conflict|main |conflict=Sýrlenska borgarastyrjöldin |image= [[File:Syrian Civil War map (November 24, 2023).svg|300px]] |caption='''Myndin sýnir áætlað yfirráðasvæði stríðandi fylkinga í nóvember 2023.'''<br /> {{legend|#ebc0b5|[[Sýrland]]}} {{legend|#cae7c4|Sýrlenska stjórnarandstaðan & hernámssvæði Tyrkja}} {{legend|#e2d974|[[Rojava]]}} {{legend|#e6e6e6|[[Tahrir al-Sham]]<ref>(áður [[al-Nusra-fylkingin]])</ref>}} {{legend|#b4b2ae|[[Íslamska ríkið]]}} |partof=[[Arabíska vorið|arabíska vorinu]] og [[Arabíski veturinn|arabíska vetrinum]] |date=[[15. mars]] [[2011]] – <br />({{Aldur í árum, mánuðum og dögum|2011|03|15}}) |place=[[Sýrland]] |status=Yfirstandandi |territory=Í ágúst 2019: Stjórnarher Sýrlands ræður 62,08% landsvæðis Sýrlands, stjórnarandstæðingar 27,53%, uppreisnarhreyfingar (þ.á m. [[Tahrir al-Sham]]) og [[Tyrkland|Tyrkir]] 9,25%; [[Íslamska ríkið]] 1,14%. |combatants_header=Helstu stríðsaðilar |combatant1=<div style="vertical-align:sup;">{{small|{{nowrap|{{SYR}} [[Sýrland]]}}<br /> [[File:InfoboxHez.PNG|22px|border]] [[Hizbollah]]<br />{{IRN}} [[Íran]]<br />{{nowrap|{{RUS}} [[Rússland]] <small>(frá 2015)</small>}}}}<br />{{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | {{small|{{IRQ}} [[Írak]] <small>(frá 2018)</small><br />{{VEN}} [[Venesúela]]<br />{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]<br />{{CHN}} [[Kína]]<br />{{PRK}} [[Norður-Kórea]]<br />{{AGO}} [[Angóla]]<br />{{CUB}} [[Kúba]]<br />{{EGY}} [[Egyptaland]]}}}} |combatant2=<div style="vertical-align:sup;">{{nowrap|{{small|[[Mynd:Flag of Syria 2011, observed.svg|22px|border]] Bráðabirgðastjórn Sýrlands<br>(stjórnarandstæðingar)</div> *[[Frelsisher Sýrlands]] *[[Þjóðfrelsisfylkingin (Sýrland)|Þjóðfrelsisfylkingin]] *[[Ahrar al-Sham]] *[[Suðurfylkingin (Sýrland)|Suðurfylkingin]] <small>(2014–2018)</small>}}}} {{small|{{nowrap|{{TUR}} [[Tyrkland]] <small>(2016–)</small>}} {{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | {{nowrap|{{USA}} [[Bandaríkin]] <small>(2011–17)</small>}} | {{SAU}} [[Sádi-Arabía]] <small>(2012–2017)</small> | {{QAT}} [[Katar]] | {{UK}} [[Bretland]] | {{FRA}} [[Frakkland]] }}}} ---- {{small|{{nowrap|[[Mynd:Flag_of_the_Syrian_Salvation_Government.svg|22px|border]] [[Tahrir al-Sham]] {{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | [[Mynd:Flag of Jihad.svg|22px|border]] [[Al-Kaída]] | {{QAT}} [[Katar]] <small>(2012–2017)</small> | {{SAU}} [[Sádi-Arabía]] <small>(2012–2017)</small> | {{TUR}} [[Tyrkland]] <small>(2012–2017)</small> }}}}}} |combatant3=<div style="vertical-align:sup;">{{small|[[File:Flag of the Islamic State of Iraq and the Levant2.svg|20px]] [[Íslamska ríkið]]<br><small>(2013–)</small> {{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | [[Mynd:Flag of Jihad.svg|22px|border]] [[Al-Kaída]] <small>(2013–2014)</small> }}}} |combatant4 =<div style="vertical-align:sup;">{{small|[[File:Emblem of the Self Administration of Northern and Eastern Syria.svg|22px|border]] [[Rojava]] ({{small|2012–}})</div> *[[Lýðræðissveitir Sýrlands]] {{Collapsible list | titlestyle=background-color:transparent; text-align:left; | title=Stuðningsaðilar: | {{nowrap|{{USA}} [[Bandaríkin]]<br /> <small>(2014–)</small>}} | {{RUS}} [[Rússland]]<br /><small>(2015–2018)</small> | {{nowrap|{{FRA}} [[Frakkland]]<br /><small>(2016–)</small>}} | [[Mynd:Flag of Kurdistan Workers Party (PKK).svg|22px|border]] [[Verkalýðsflokkur Kúrda]] | [[Mynd:Flag of PUK.png|22px|border]] [[Þjóðernisbandalag Kúrdistan|PUK]]<br />{{nowrap|<small>(2013–)</small>}} | {{nowrap|[[Mynd:Flag_of_KDP.png|22px|border]] [[Lýðræðisflokkur Kúrdistan|KDP]]<br /><small>(2013–15)</small>}}}} ---- {{Collapsible list |state=collapsed |title=Alþjóðabandalag gegn íslamska ríkinu<br /><small>(2014–)</small> |1={{FRA}} [[Frakkland]] |2={{DEU}} [[Þýskaland]] |3={{JOR}} [[Jórdanía]] |4={{NLD}} [[Holland]] |5={{NOR}} [[Noregur]] |6={{ARE}} [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] |7={{UK}} [[Bretland]] |8={{USA}} [[Bandaríkin]] |9={{SAU}} [[Sádi-Arabía]] |10={{AUS}} [[Ástralía]]<br><small>(2015–2017)</small> |11={{BEL}} [[Belgía]]<br><small>(2014–2017)</small> |12={{BHR}} [[Barein]]<br><small>(2014–2016)</small> |13={{DNK}} [[Danmörk]]<br><small>(2014–2016)</small> |14={{MAR}} [[Marokkó]]<br><small>(2014–2016)</small> |15={{QAT}} [[Katar]]<br><small>(2014–2016)</small> |16={{CAN}} [[Kanada]]<br><small>(2014–2015)</small> }}}} |commander1={{small|{{SYR}} [[Bashar al-Assad]]<br>[[File:InfoboxHez.PNG|23px|border]] [[Hassan Nasrallah]] {{KIA}}<br>{{IRN}} [[Ali Khamenei]]<br>{{RUS}} [[Vladímír Pútín]]}} |commander2={{small|[[Mynd:Flag of Syria 2011, observed.svg|22px|border]] [[Bashar al-Zoubi]]<br>[[Mynd:Flag of Syria 2011, observed.svg|22px|border]] [[Jamal Maarouf]]<br />{{TUR}} [[Recep Tayyip Erdoğan]]<br>{{TUR}} [[Zekai Aksakallı]] ({{small|2016–2017}})<br>{{TUR}} [[İsmail Metin Temel]]<br>({{small|2017–2018}}) ---- [[Mynd:Flag of Ahrar ash-Sham.svg|22px|border]] [[Abu Yahia al-Hamawi]]<br>[[Mynd:Flag of the Islamic Front (Syria) (Black).svg|22px|border]] Ahmed Issa al-Sheikh<br><small>(2012–2015)</small> ---- [[Abu Mohammad al-Julani]]<br>[[Abu Jaber Shaykh]]<br>[[Mynd:Flag of Jihad.svg|22px|border]] [[Abu Humam al-Shami]]}} |commander3={{small|[[File:Flag of the Islamic State of Iraq and the Levant2.svg|20px]] [[Abu Bakr al-Baghdadi]] {{KIA}}<br>[[File:Flag of the Islamic State of Iraq and the Levant2.svg|20px]] [[Abu Fatima al-Jaheishi]]}} |commander4={{small|[[File:Emblem of the Self Administration of Northern and Eastern Syria.svg|22px|border]] [[Riad Darar]]<br>[[File:Emblem of the Self Administration of Northern and Eastern Syria.svg|22px|border]] Amina Omar<br>[[File:Emblem of the Self Administration of Northern and Eastern Syria.svg|22px|border]] [[Salih Muslim Muhammad|Salih Muhammad]]<br>[[File:PYD logo.svg|22px|border]] Shahoz Hasan<br>[[File:PYD logo.svg|22px|border]] [[Asya Abdullah]]<br>[[File:People's Protection Units Flag.svg|22px|border]] Sipan Hemo ---- {{USA}} [[Stephen J. Townsend]]}} |strength1={{small|Sýrlenski stjórnarherinn: 142.000 <small>(2019)</small><br />Sýrlenska leynuþjónustan: 8.000<br /> Sjálfboðaliðasveitir: 80.000<br /> Liwa Fatemiyoun: 10.000 – 20.000{{nowrap|<small>(2018)</small>}}<br /> Ba'ath-sveitirnar: 7.000<br /> Hizbollah: 6.000–8.000<br /> Liwa Al-Quds: 4.000–8.000<br /> Rússland: 4.000 hermenn & 1.000 málaliðar<br /> Iran: 3.000–5.000<br /> Aðrir bandamenn: 20.000+}} |strength2={{small|'''Frelsisher Sýrlands:'''<br>20.000–32.000 <small>(2013)</small><br />'''Íslamska fylkingin:'''<br>40.000–70.000 <small>(2014)</small><br /> '''Aðrir hópar:'''<br>12.500 <small>(2015)</small><br />'''Tyrkneski herinn:'''<br>4.000–8.000}} ---- {{small|'''Ahrar al-Sham:'''<br>18.000–20.000+ <small>(mars 2017)</small>}} ---- {{small|'''Tahrir al-Sham:'''<br>20.000-30.000 <small>(samkvæmt Bandaríkjamönnum, árið 2018)</small>}} |strength3= {{small|~3.000 {{nowrap|<small>(samkvæmt Rússum, árið 2018)</small>}}}} |strength4={{small| * SDF: 60.000–75.000 {{small|(2017)}} * YPG & YPJ: 20.000–30.000 {{small|(2017)}} * Sýrlenska hernaðarráðið (MFS): 1,000 {{small|(2017 est.)}} * Al-Sanadid: 2,000–4,000 {{small|(2017 est.)}} * Hernaðarráð SDF: 10.000+}} |casualties1={{small|{{SYR}} '''Sýrland:'''<br /> 65.187–100.187 hermenn drepnir<br /> 50.484–64.484 málaliðar drepnir<br />4.700 hermenn/málaliðar & 2.000 stuðningsmenn handteknir<br /> [[File:InfoboxHez.PNG|23px|border]] '''Hizbollah:'''<br />1.677–2.000 drepnir<br /> {{RUS}} '''Rússland:'''<br />116 hermenn & 186–280 málaliðar drepnir<br> '''Aðrir erlendir bandamenn:'''<br />8.109 drepnir <small>(2.300–3.500+ íranskir)</small>}} |casualties2= {{small|[[Mynd:Flag of Syria 2011, observed.svg|22px|border]] 132.824–173.824<br>drepnir ---- {{TUR}} '''Tyrkland:'''<br />169 hermenn drepnir}} |casualties3= {{small|28.532+ drepnir}} |casualties4= {{small|[[File:Flag of Syrian Democratic Forces.svg|22px|border]] '''SDF:'''<br />11.600–12.586+ drepnir ---- [[File:Seal of Combined Joint Task Force – Operation Inherent Resolve.svg|22px|border]] '''Alþjóðahersveitir:'''<br />11 drepnir}} |casualties5= '''Alls drepnir: 371.222–570.000''' (samkvæmt [[Sýrlenska mannréttindavaktin|Sýrlensku mannréttindavaktinni]]) ---- Um '''≥7.600.000''' hraktir á vergang & '''≥5.116,097''' á flótta (júlí 2015/2017)<ref>{{cite web|url=http://data.unhcr.org/syrianrefugees/regional.php|title=UNHCR Syria Regional Refugee Response|author=[[Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna]] (UNHCR)|access-date=2019-09-23|archive-date=2018-02-19|archive-url=https://web.archive.org/web/20180219072255/http://www.data.unhcr.org/syrianrefugees/regional.php|url-status=dead}}</ref></div></big> }} '''Sýrlenska borgarastyrjöldin''' (arabíska: الحرب الأهلية السورية) nefnist það stríð sem nú er háð í [[Sýrland|Sýrlandi]]. Upphafið má rekja til óeirða vorið 2011 í kjölfar mótmæla víða um Mið-Austurlönd sem einu nafni nefnist [[arabíska vorið]]. Mótmælin beindust að ríkisstjórn [[Bashar al-Assad]] sem reyndi að bæla þau niður en aukinni hörku fylgdi síðar vopnuð átök. [[Frelsisher Sýrlands]] var fyrstur til að taka upp vopn gegn [[Sýrlenski herinn|stjórnarhernum]] árið 2011, síðar bættist við Íslamska framlínusveitin 2013. [[Hizbollah]] gekk til liðs við stjórnarherinn 2013. [[Íslamska ríkið]] réðst svo inn í landið frá Írak 2014 og náði stjórn yfir stórum hluta landsins. Yfir 350.000 manns hafa látist í stríðinu (í upphafi árs 2018) og fjórðungur þeirra börn.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/15/fjordungur_fallinna_eru_born/ Fjórðung­ur fall­inna eru börn] Mbl.is, skoðað 15. mars, 2018</ref> ==Saga== Rekja má upphaf sýrlensku borgarastyrjaldarinnar til fjöldamótmæla [[Arabíska vorið|arabíska vorsins]], sem náðu til Sýrlands árið 2011. Sýrlendingar kröfðust aukins lýðræðis af einræðisstjórn [[Bashar al-Assad|Bashars al-Assad]] og fóru meðal annars fram á að stjórnin aflétti neyðarlögum sem höfðu verið í gildi frá árinu 1963 og heimiluðu stjórninni að handtaka fólk án ákæru, hnekkja á stjórnarskrá og hegningarlögum, beita fyrirbyggjandi handtökum og ritskoða fjölmiðla.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig var lífið í Sýrlandi fyrir stríð?|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|url=https://www.ruv.is/frett/hvernig-var-lifid-i-syrlandi-fyrir-strid|útgefandi=RÚV|ár=2019|mánuður=31. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=23. september}}</ref> Ríkisstjórnin brást við af hörku og viðbrögð hennar leiddu til þess að mótmælin breiddust víða út um landið. Í mars árið 2011 krotuðu táningsstrákar slagorð arabíska vorsins á lögreglustöð í bænum [[Daraa]] en voru í kjölfarið handteknir og pyntaðir. Þegar aðstandendur drengjanna mótmæltu aðgerðum lögreglunnar var herinn kallaður til að kveða niður mótmælin og nokkrir mótmælendanna létust.<ref name=vísindavefurinn>{{Vísindavefurinn|73220|Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|dags=27. mars 2017|skoðað=24. mars 2024}}</ref> Á næstu vikum og mánuðum var stjórn Assads mótmælt í [[Aleppó]], [[al-Hasakah]], [[Daraa]], [[Deir ez-Zor]], [[Hama]], og í höfuðborginni [[Damaskus]]. Þann 18. apríl komu um 100.000 mótmælendur saman á aðaltorginu í borginni [[Homs]] til að krefjast afsagnar Assads.<ref name=skýringrúv>{{Vefheimild|titill=Skýring: Þróun stríðsins í Sýrlandi|höfundur=Guðmundur Björn Þorbjörnsson|url=https://www.ruv.is/frett/skyring-throun-stridsins-i-syrlandi|útgefandi=RÚV|ár=2015|mánuður=3. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=23. september}}</ref> Assad sakaði mótmælendurna meðal annars um að vera stýrt af öfgafullum [[jihad]]istum og lét um leið sleppa fjölda raunverulegra öfgamanna úr fangelsi, hugsanlega í því skyni að „sanna“ ásakanir sínar og réttlæta þar með harkalegar aðgerðir gegn mótmælendunum.<ref name=globalis>{{Vefheimild|titill=Sýrland|url=https://www.globalis.is/Atoek/Syrland|útgefandi=Globalis|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=23. september}}</ref> Átökin stigmögnuðust og urðu brátt að vopnaðri baráttu milli stjórnvalda og mótmælenda. Árið 2011 stofnaði hluti stjórnarandstöðunnar [[Sýrlenska þjóðarráðið]] (SNC) og fór fram á að Assad segði af sér og að Sýrland yrði lýðræðisríki. Þjóðarráðið stofnaði [[Frelsisher Sýrlands]] til að grípa til vopna gegn ríkisstjórninni.<ref name=vísindavefurinn/> Kaflaskil urðu í átökunum þann 31. júlí þegar stjórnarher Assads réðst á mótmælendur í Hama, Deir ez-Zor, Abu Kalam og Herak og drap að minnsta kosti 136 óbreytta borgara.<ref name=skýringrúv/> Í desember 2011 tókst Frelsisher Sýrlands að hertaka stóra hluta borgarinnar Homs. Í febrúar næsta ár létust um 500 óbreyttir borgarar í Homs þegar stjórnarherinn gerði sprengjuárásir á borgina. Stjórnarherinn endurheimti borgina [[Idlib]] eftir harða viðureign við uppreisnarmenn næsta mars. Uppreisnarhreyfingar fóru að spretta upp um allt landið á næsta árinu og átökin fóru, auk óánægju með stjórn Assads, að einkennast af trúar- og þjóðernisdeilum meðal Sýrlendinga. Margir [[alavítar]] og aðrir [[Sjía|sjítar]] studdu forsetann en [[súnní]]tar voru honum margir afar andsnúnir.<ref name=skýringrúv/> Vegna stríðsátakanna varð til frjósamur jarðvegur fyrir íslamskar öfgahreyfingar í Sýrlandi sem berjast bæði gegn ríkisstjórninni og gegn veraldlegum uppreisnarhreyfingum. Árið 2014 lagði hryðjuverkahópurinn [[íslamska ríkið]] undir sig mikinn hluta af austurhluta Sýrlands og lýsti yfir stofnun kalífadæmis þar og í vesturhluta Írak. Yfirráðasvæði íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi varð mest árið 2015 en fór síðan smátt saman þverrandi vegna alþjóðlegrar gagnárásar sem Bandaríkin leiddu til að ráða niðurlögum hryðjuverkahópsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Kalífatið er fallið í Írak og Sýrlandi – liðsmenn Daesh á vergangi|url=http://vardberg.is/frettir/kalifatid-er-fallid-i-irak-og-syrlandi-lidsmenn-daesh-a-vergangi/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2017|mánuður=24. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Í október árið 2017 tókst [[Lýðræðissveitir Sýrlands|Lýðræðissveitum Sýrlands]] (SDF) að frelsa borgina [[Al-Raqqah]], sem íslamska ríkið hafði skilgreint til höfuðborg sína, undan yfirráðum hryðjuverkahópsins eftir um árslanga orrustu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/orrustan-um-raqqa-hafin|titill=SDF hefur náð allri borginni Raqa|útgefandi=RÚV|ár=2017|mánuður=17. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=8. október|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref> Í mars árið 2019 lýstu Lýðræðissveitirnar því yfir að íslamska ríkið hefði í reynd verið sigrað eftir að síðasta vígi þeirra í bænum [[Baghuz]] var frelsað.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.theguardian.com/world/2019/mar/23/isis-defeated-us-backed-syrian-democratic-forces-announce |útgefandi=''[[The Guardian]]''|mánuður=23. mars|ár=2019 |titill=Islamic State Isis defeated, US-backed Syrian Democratic Forces announce |mánuðurskoðað=8. október|árskoðað=2019 |safnslóð=https://web.archive.org/web/20190324080832/https://www.theguardian.com/world/2019/mar/23/isis-defeated-us-backed-syrian-democratic-forces-announce |safnmánuður=24. mars|safnár=2019 |tungumál=enska}}</ref> [[Abu Bakr al-Baghdadi]], leiðtogi íslamska ríkisins, var drepinn þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp til að forðast handtöku þegar sérsveit Bandaríkjahers réðst á fylgsni hans í Sýrlandi þann 27. október 2019.<ref>{{Vefheimild|titill=Leiðtogi Rík­is íslams sprengdi sig í loft upp|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/27/leidtogi_rikis_islams_sprengdi_sig_i_loft_upp/|útgefandi=mbl.is|mánuður=27. október|ár=2019|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=27. október|höfundur=}}</ref> Í lok nóvember [[2024]] gerðu uppreisnarmenn áhlaup á [[Aleppo]]. Íslamistahópurinn [[Hayat Tahrir al-Sham]], áður al-Nusra, náði borginni á sitt vald og sóttu suður að borginni [[Hama]]. <ref>[https://www.bbc.com/news/articles/c99x0l1d432o What is happening in northwestern Syria, and why now?] BBC, sótt 3. desember 2024</ref> ===Alþjóðleg inngrip í styrjöldina=== [[Mynd:Syrian civil war gallery.jpg|thumb|left|Götubardagar í sýrlensku borgarastyrjöldinni.]] Meðal þjóða sem hafa veitt stjórnarher Assads herstuðning í styrjöldinni má nefna [[Rússland]] og [[Íran]], auk þess sem sjíaíslömsku samtökin [[Hizbollah]] frá [[Líbanon]] hafa veitt þeim aðstoð.<ref>{{Vefheimild|titill=Sýrland er í raun ekki lengur til|höfundur=Þórunn Elísabet Bogadóttir|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-01-21-syrland-er-i-raun-ekki-lengur-til/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2017|mánuður=21. janúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Rússar hófu beina þátttöku í styrjöldinni í september árið 2015 með loftárásum bæði á íslamska ríkið og á uppreisnarhópa sem nutu stuðnings alþjóðabandalags Bandaríkjanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvað eru Rúss­ar að gera í Sýr­landi?|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/09/30/hvad_eru_russar_ad_gera_i_syrlandi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2017|mánuður=30. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Rússar sendu jafnframt [[Wagner-hópurinn|Wagner-hópinn]], málaliðahóp sem er fjármagnaður og óopinberlega rekinn af rússneskum stjórnvöldum, til að berjast í Sýrlandi árið 2015.<ref name=trójuhestur>{{Vefheimild|titill=Trójuhestur Rússa?|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/28/trojuhestur_russa/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=28. febrúar 2022|skoðað=2. október 2022}}</ref> Inngrip Rússa í styrjöldina hefur styrkt stöðu Assads verulega og stuðlað að því að sýrlenski stjórnarherinn hefur frá árinu 2015 smám saman endurheimt mikinn hluta þess landsvæðis sem glataðist til uppreisnarmanna í byrjun stríðsins.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Ósk Loga­dótt­ir|titill=Rúss­ar leiddu Assad í átt að sigri|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/18/russar_leiddu_assad_i_att_ad_sigri/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=18. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> [[Tyrkland|Tyrkir]] hafa jafnframt gripið inn í styrjöldina í norðurhluta landsins, einkum í því skyni að koma í veg fyrir að [[Kúrdar|kúrdískir]] stjórnmálahópar sem tyrknesk stjórnvöld flokka sem hryðjuverkahópa nái þar fótfestu.<ref>{{Vefheimild|titill=Tyrkir senda í fyrsta sinn landher inn í Sýrland gegn Daesh og Kúrdum|url=http://vardberg.is/frettir/tyrkir-senda-i-fyrsta-sinn-landher-inn-i-syrland-gegn-daesh-og-kurdum/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2016|mánuður=26. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Kúrdískar skærusveitir sem hafa barist hvað mest gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi hafa komið sér upp sjálfsstjórnarhéraðinu [[Rojava]] í norðurhluta Sýrlands, þar sem marga Kúrda dreymir um að hægt verði að stofna sjálfstætt ríki [[Kúrdistan]] í fyllingu tímans. Í janúar árið 2018 [[Ólífugreinaraðgerðin|gerði tyrkneski herinn innrás]] í norðvesturhluta Sýrlands til að ná héraðinu [[Afrin]] úr höndum [[Varnarsveitir Kúrda|Varnarsveita Kúrda]] (YPG).<ref>{{Vefheimild|titill=Tyrk­ir hafa um­kringt Afr­in|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/13/tyrkir_hafa_umkringt_afrin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=13. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Tyrkir líta á Varnarsveitirnar sem undirdeild [[Verkalýðsflokkur Kúrda|Verkalýðsflokks Kúrda]], sem er skilgreindur sem hryðjuverkahópur af tyrkneskum stjórnvöldum. Þann 19. desember árið 2018 lýsti [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti því yfir í Twitter-færslu að [[Bandaríkin]] hygðust draga herlið sín frá Sýrlandi. Ástæðuna sagði hann vera að [[Íslamska ríkið]] hefði verið sigrað og þar með væru ekki frekari forsendur fyrir þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Telja ótíma­bært að yf­ir­gefa Sýr­land|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/12/20/obamaleg_mistok_ad_yfirgefa_syrland/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=20. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=29. september}}</ref> Í október 2019 tilkynnti Trump jafnframt að Bandaríkjaher myndi ekki skipta sér með beinum hætti að fyrirhugaðri innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi.<ref>{{Vefheimild|titill=Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær|url=https://www.visir.is/g/2019191009048/kuvending-eftir-simtal-trump-og-erdogan-i-gaer|útgefandi=''Vísir''|ár=2019|mánuður=7. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=7. október|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Tyrkir hófu í kjölfarið nýja innrás á Rojava þann 10. október undir aðgerðarheitinu „[[friðarvorið]]“. Yfirlýstur tilgangur innrásarinnar var að „hreinsa upp“ hryðjuverkamenn á svæðinu og búa til öruggt svæði fyrir flóttamenn á landamærum Sýrlands og Tyrklands.<ref>{{Vefheimild|titill=Ætla að „hreinsa upp“ hryðju­verka­menn|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/07/aetla_ad_hreinsa_upp_hrydjuverkamenn/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=7. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. október}}</ref> ==Mannfall og flóttamannastraumur frá Sýrlandi== {{sjá einnig|Evrópski flóttamannavandinn}} Árið 2018 höfðu um 360.000 manns látið lífið vegna stríðsins í Sýrlandi og um 200.000 til viðbótar voru horfin.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Anna Lilja Þóris­dótt­ir|titill=Börn­in í Sýr­landi ekki gleymd|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/03/15/bornin_i_syrlandi_ekki_gleymd/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=15. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Um 1,5 milljón manna flúði frá Sýrlandi, einkum til [[Íran]]s og [[Pakistan]], á fyrstu tveimur árum styrjaldarinnar.<ref>{{Vefheimild|titill=1,5 milljón flóttamenn frá Sýrlandi|url=https://www.ruv.is/frett/15-milljon-flottamenn-fra-syrlandi|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=20. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Árið 2015 var talið að um 9,5 milljónir manna, af um 22 milljóna íbúafjölda Sýrlands, hefðu hrakist frá heimilum sínum vegna stríðsins. Af flóttamönnunum höfðu þá um fimm milljónir yfirgefið Sýrland og leitað hælis erlendis, en um 4,5 milljónir voru á flótta innan landamæra Sýrlands.<ref>{{Vefheimild|titill=Hjá þeim sem eru áfram í Sýrlandi þá er daglegt líf „martröð“|url=https://kjarninn.is/frettir/hja-theim-sem-eru-afram-i-syrlandi-tha-er-daglegt-lif-martrod/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2013|mánuður=15. september|árskoðað=2015|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Árið 2015 höfðu um 632.000 Sýrlendingar flúið yfir landamærin til [[Jórdanía|Jórdaníu]] vegna stríðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Þúsundir flóttamanna í einskismannslandi|url=https://www.ruv.is/frett/thusundir-flottamanna-i-einskismannslandi|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2015|mánuður=23. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Í lok ársins 2017 voru um 80.000 Sýrlendingar búsettir í [[Zaatari]]-flóttamannabúðunum við landamæri Jórdaníu, sem eru næststærstu flóttamannabúðir í heimi og fjórða stærsta borg Jórdaníu.<ref>{{Vefheimild|titill=Konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi búa við grimman veruleika - Neyðarsöfnun hafin|url=https://kjarninn.is/frettir/2017-11-08-konur-og-stulkur-flotta-fra-syrlandi-bua-vid-grimman-veruleika-neydarsofnun-hafin/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|ár=2017|mánuður=8. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> ==Stríðsglæpir== ===Beitingar efnavopna=== [[Mynd:Ghouta massacre1.JPG|thumb|right|Fórnarlömb efnavopnaárásar á Ghouta í ágúst 2013.]] Stjórnarher Assads hefur ítrekað legið undir ásökunum um að beita [[Klasasprengja|klasasprengjum]] og [[efnavopn]]um á móti óbreyttum borgurum. Fyrir styrjöldina hafði stjórn Assads átt eitt stærsta safn efnavopna í heimi, meðal annars af [[sinnepsgas]]i og [[sarín]]i.<ref name=globalis/> Fyrsta slíka árásin sem vakti verulega athygli á alþjóðavísu var árás á borgina [[Ghouta]] í ágúst 2013 sem [[Læknar án landamæra]] sögðu á þeim tíma að hefði valdið dauða 355 manns.<ref name=kjarninn/> Talið er að taugagasinu sarín hafi þar verið beitt gegn óbreyttum borgurum.<ref name=efnavopnaárásir/> Árásin vakti hörð viðbrögð, sér í lagi hjá Bandaríkjamönnum, en [[Barack Obama]] þáverandi Bandaríkjaforseti hafði áður talað um efnavopn sem „rauða línu“ sem ekki mætti stíga yfir.<ref name=kjarninn>{{Tímarit.is|5916102|Árás yfirvofandi|blað=[[Kjarninn]]|útgáfudagsetning=29. ágúst 2013|blaðsíða=4-5|höfundur=Þórunn Elísabet Bogadóttir}}</ref> Assad hafnaði því að stjórn hans hefði gert efnavopnaárásirnar en í kjölfar hótana Bandaríkjamanna féllst hann á tillögu Rússa um að stjórn hans skyldi skrifa undir [[Efnavopnasamningurinn|Efnavopnasamninginn]] frá árinu 1992 og afhenda alþjóðlegum eftirlitsmönnum öll efnavopn sín til förgunar.<ref>{{Vefheimild|titill=Assad staðfestir afhendingu efnavopna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/09/12/assad_stadfestir_afhendingu_efnavopna/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=12. september 2013|skoðað=19. október 2022}}</ref> Þrátt fyrir að stjórn Assads hafi undirritað efnavopnasáttmálann og afhent [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] og [[Stofnunin um bann við efnavopnum|Stofnuninni um bann við efnavopnum]] þau 1.300 tonn af efna­vopn­um sem áttu að vera til í Sýrlandi hafa áfram borist ítrekaðar tilkynningar um beitingu efnavopna í styrjöldinni. Árið 2018 var birt rannsókn eftir fréttamenn [[BBCPanorama]] og [[BBCAra­bic]] þar sem staðfest var að rúmlega hundrað efna­vopn­aárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi frá því í september 2013. Alls voru 164 tilkynningar um efnavopnaárásir rannsakaðar en af þeim tókst að staðfesta 106.<ref name=efnavopnaárásir>{{Vefheimild|titill=Yfir 100 efnavopnaárásir á 5 árum|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/10/15/yfir_100_efnavopnaarasir_a_5_arum/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=15. október 2018|skoðað=19. október 2022}}</ref> Árið 2019 gaf Stofnunin um bann við efnavopnum út skýrslu þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að efnavopnaárás hefði verið gerð á borgina [[Douma]] í apríl árið áður, líklega með [[klórgas]]i. Stofnunin gat ekki staðfest hvort stjórnarherinn eða uppreisnarmenn hefðu gert árásina þar sem slík rannsókn var ekki á valdsviði rannsóknarteymisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Efnavopnaárás á Douma staðfest|url=https://www.ruv.is/frett/efnavopnaaras-a-douma-stadfest|útgefandi=[[RÚV]]|dags=2. mars 2019|skoðað=19. október 2022|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref> Skýrsla Efnavopnastofnunarinnar um árásina í Douma hefur hins vegar verið gagnrýnd eftir að uppljóstrari frá stofnuninni sem tók þátt í vettvangsrannsókninni greindi fjölmiðlum frá því að yfirmenn hjá stofnuninni hefðu hundsað upplýsingar sem bentu til annars en að efnavopnum hefði verið beitt.<ref>{{Vefheimild|titill=Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu|url=https://stundin.is/grein/10052/|útgefandi=''[[Stundin]]''|dags=23. nóvember 2019|skoðað=28. janúar 2023|höfundur=[[Gunnar Hrafn Jónsson]]}}</ref> Í janúar 2023 gaf Efnavopnastofnunin út niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem sagt var hafið yfir vafa að stjórnarher Sýrlands hefði staðið fyrir efnavopnaárás með klórgasi í Douma árið 2018. Ásökunum Sýrlendinga og Rússa um að árásin hefði verið sviðsett var hafnað.<ref>{{Vefheimild|titill=Stjórnarher Sýrlands notaði klórgas í Douma|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/01/28/stjornarher_syrlands_notadi_klorgas_i_douma/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=2. janúar 2023|skoðað=2. febrúar 2023}}</ref> ===Aðrir stríðsglæpir=== Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu í september 2019 þar sem fullyrt var að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum á sýrlenskar borgir undanfarið ár. Meðal annars hefðu loftárásir bandalagshers Bandaríkjamanna verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og hefðu því fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Sér í lagi var vísað til aðgerða bandalagshersins við að uppræta [[íslamska ríkið]] í síðasta vígi sínu í [[Hajin]] í austurhluta Sýrlands í desember 2018. Var talið að sextán óbreyttir borgarar, þar á meðal tólf börn, hefðu fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin þann 3. janúar 2019. Í sömu skýrslu voru sýrlenski stjórnarherinn og rússneskir bandamenn hans sakaðir um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland.<ref>{{Vefheimild|titill=Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir|url=https://www.visir.is/g/2019190919782|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|dags=11. september 2019|skoðað=20. október 2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Í júlí 2020 skiluðu eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna annarri skýrslu þar sem þeir sögðu Sýrlendinga, Rússa og íslamska uppreisnarmenn hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í baráttu þeirra um [[Idlibhérað]] árið áður. Greint var frá 52 árásum sem hefðu leitt til mannfalls óbreyttra borgara og borgaralegra bygginga og voru 47 þeirra raktar til stjórnarhersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi|url=https://www.visir.is/g/20201989122d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|dags=7. júlí 2020|skoðað=20. október 2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} [[Flokkur:Arabíska vorið]] [[Flokkur:Borgarastríð]] [[Flokkur:Sýrlenska borgarastyrjöldin| ]] [[Flokkur:Stríð á 21. öld]] kn439t1nzpx91ip3r9z5k2hkqbbq0hu 2024 0 131136 1890073 1889823 2024-12-03T16:59:41Z Berserkur 10188 1890073 wikitext text/x-wiki {{Ár nav}} Árið '''2024''' ('''MMXXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[hlaupár sem byrjar á mánudegi]]. == Atburðir== ===Janúar=== [[Mynd:Grindavik and the eruption 14 januar 2024.jpg|thumb|Eldgos við Grindavík.]] * [[1. janúar]]: ** [[Egyptaland]], [[Eþíópía]], [[Íran]], [[Sádi-Arabía]] og [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] gerðust aðilar að [[BRICS]]. ** Fylkið [[Vestfold og Þelamörk]] í suður-Noregi var lagt niður og skiptist í [[Vestfold]] og [[Þelamörk]] eins og fyrir 2020. ** [[Artsak-lýðveldið]] var leyst upp og landsvæði þess að fullu limað inn í [[Aserbaísjan]]. ** [[Guðni Th. Jóhannesson]], forseti Íslands, ákvað að bjóða sig ekki fram í komandi forsetakosningum. ** [[Landgræðslan]] og [[Skógræktin]] sameinuðust í stofnunina [[Land og skógur]]. * [[2. janúar]] - [[Ísrael]]sher réð næstráðanda [[Hamas]]-samtakana, [[Saleh Al-Arouri]], af dögum í drónaárás í [[Beirút]], Líbanon. * [[3. janúar]] - 84 létust í sprengjuárás í Íran við minningarathöfn helgaðri hershöfðingjanum [[Qasem Soleimani]]. [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð. * [[4. janúar]] - [[Gísli Þorgeir Kristjánsson]], leikmaður [[Magdeburg]] og [[Íslenska karlalandsliðið í handknattleik|íslenska handboltalandsliðsins]], var kjörinn [[Íþróttamaður ársins]] 2023 af [[Samtök íþróttafréttamanna|Samtökum íþróttafréttamanna]]. * [[5. janúar]] - Lægsta hitastigið á Norðurlöndum í 25 ár mældist í norður-[[Svíþjóð]] þegar hitinn fór niður fyrir -44 C°. * [[9. janúar]] - [[Gabriel Attal]] var útnefndur forsætisráðherra Frakklands. Hann tók við af [[Élisabeth Borne]] sem sagði af sér. Attal varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins og fyrsti [[samkynhneigð]]i maðurinn til að gegna embættinu. * [[10. janúar]] – [[28. janúar]]: [[Evrópumeistaramót karla í handknattleik 2024|Evrópumótið í handbolta karla]] hófst í Þýskalandi. * [[11. janúar]] - [[Jökulhlaup]] varð í [[Grímsvötn]]um. * [[12. janúar]] - Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á [[Jemen]] vegna árása [[Hútí-fylkingin|Hútí-fylkingarinnar]] á vöruflutningaskip á [[Rauðahaf]]i. * [[13. janúar]] - [[Lai Ching-te]] var kosinn forseti [[Taívan]]s. * [[14. janúar]] – ** [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos]] hófst að nýju við Sundhnúksgíga/Hagafell. Önnur sprunga opnaðist nær [[Grindavík]] og eyðilagði hraun nokkur hús. **[[Margrét Þórhildur]] Danadrottning afsalaði sér krúnunni og [[Friðrik Danakrónprins]] varð konungur Danmerkur. * [[16. janúar]] – ** [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]] varð borgarstjóri Reykjavíkur. [[Dagur B. Eggertsson]] lét af störfum. ** Engin gosvirkni sást í gosinu í námunda við Grindavík. * [[19. janúar]]: Fyrsta geimfar [[Japan]]s lenti á [[tunglið|tungl]]inu. * [[26. janúar]] - Fyrsta [[aftaka]]n fór fram í Bandaríkjunum þar sem [[nitur]]gas var notað. ===Febrúar=== * [[3. febrúar]]: [[Bandaríkin]] gerðu árásir á 85 skotmörk í [[Sýrland]]i og [[Írak]] eftir að sveitir hliðhollar [[Íran]] gerðu árás á bandaríska herstöð í [[Jórdanía|Jórdaníu]]. * [[4. febrúar]]: [[Nayib Bukele]] var endurkjörinn forseti [[El Salvador]]. * [[6. febrúar]]: [[Skógareldar]] í Chile; yfir 100 létust. * [[8. febrúar]]: [[Eldgosið við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst við Sundhnúk]] á svipuðum stað og í desember árið áður. Hraun fór yfir hitaveitulögn og urðu Suðurnes heitavatnslaus. Gosinu lauk eftir sólarhring. * [[10. febrúar]]: [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu]] vann [[Asíukeppni karla í knattspyrnu]] þegar liðið sigraði Jórdaníu í úrslitum. * [[11. febrúar]]: ** [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu]] vann [[Afríkukeppnin|Afríkukeppnina]] þegar liðið lagði Nígeríu 2:1 í úrslitum. ** [[Alexander Stubb]] var kjörinn forseti [[Finnland]]s. ** [[Kansas City Chiefs]] sigruðu [[Ofurskálin|Ofurskálina]] í [[Amerískur fótbolti|amerískum fótbolta]] eftir sigur á [[San Fransisco 49ers]] 25-22. [[Patrick Mahomes]], leikstjórnandi Chiefs var valinn besti leikmaðurinn. * [[12. febrúar]]: [[hitaveita|Heitt vatn]] komst á á [[Suðurnes]]jum eftir að ný heitavatnslögn var lögð eftir að hraun skemmdi fyrri lögn. * [[16. febrúar]]: [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] lést í fangelsi. * [[29. febrúar]]: [[Ísrael]]sher gerði árás á fólk í [[Gasa]] sem hópaðist að bílum sem dreifðu matvælum. ===Mars=== [[Mynd:Prime Minister of Sweden Ulf Kristersson and United States Secretary of State Antony Blinken during the NATO ratification ceremony at the Department of State in Washington, D.C. on 7 March 2024.jpg|thumb|[[Ulf Kristersson]] forsætisráðherra Svíþjóðar og [[Antony Blinken]], varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesta aðild Svíþjóðar að [[NATÓ]].]] * [[2. mars]]: [[Hera Björk Þórhallsdóttir]] vann [[Söngvakeppnin 2024|Söngvakeppnina 2024]] með lagið ''Scared of Heights''. * [[3. mars]]: Stjórnvöld á [[Haítí]] lýstu yfir neyðarástandi eftir að gengi náð yfirráðum yfir svæðum í höfuðborginni. Þau kröfðust uppsagnar forsætisráðherrans [[Ariel Henry]]. * [[7. mars]]: [[Svíþjóð]] gekk formlega í [[NATÓ]]. * [[16. mars]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells]], norðan [[Grindavík]]ur. * [[15. mars|15.]]-[[17. mars]]: Forsetakosningar voru haldnar í Rússlandi. [[Vladimír Pútín]] hlaut 87% atkvæða í kosningunum sem voru taldar ólýðræðislegar af vestrænum leiðtogum. * [[20. mars]]: [[Leo Varadkar]] tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Írlands. * [[22. mars]]: [[Hryðjuverkaárásin á Crocus City Hall|Hryðjuverkaárás var gerð á tónleikahöll]] nálægt [[Moskva|Moskvu]]. Nálægt 140 létust. [[Íslamska ríkið í Khorasan]] lýsti yfir ábyrgð. Rússar bendluðu Úkraínu við árásina. * [[26. mars]]: Gámaskip sem varð rafmagnslaust sigldi á Francis Scott Key-brúna í [[Baltimore]] í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að brúin hrundi og sex létust. * [[28. mars]]: Ísrael gerði árásir á Líbanon og Sýrland. Þeir beindust gegn [[Hezbollah]]-samtökunum. * [[31. mars]]: [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] urðu aðilar að [[Schengen-samstarfið]] í gegnum flug- og siglingaleiðir. ===Apríl=== * [[1. apríl]]: Þýskaland lögleiddi einkaneyslu á 25 grömmum á [[kannabis]]. * [[3. apríl]]: Stærsti [[jarðskjálfti]] í 25 ár varð í [[Taívan]], 7,4 að stærð. * [[5. apríl]]- [[7. apríl]]: [[Katrín Jakobsdóttir]] gaf kost á sér í komandi forsetakosningunum. Hún baðst lausnar sem [[forsætisráðherra Íslands]] og gekk á fund forsetans [[7. apríl]]. * [[6. apríl]]: Íbúar í [[Kristjanía|Kristjaníu]] í Kaupmannahöfn hófu að rífa upp götuna í táknrænum tilgangi og í mótmælum gegn fíkniefnagengjum. * [[9. apríl]]: [[Simon Harris]] varð forsætisráðherra [[Írland]]s. * [[10. apríl]]: [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] tók við völdum. * [[13. apríl]]: [[Íran]] gerði drónaárás á [[Ísrael]]. * [[16. apríl]]: Bruni varð í gömlu kauphöllinni, [[Børsen]], einni elstu byggingu [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. * [[19. apríl]]: [[Íran]] skaut niður þrjá ísraelska dróna yfir borginni [[Isfahan]] í miðhluta landsins. * [[20. apríl]]: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti áframhaldandi fjárhagsstuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússlands. * [[25. apríl]]: Bráðabirgðastjórn tók við völdum á [[Haítí]] eftir afsögn [[Ariel Henry]], forseta og forsætisráðherra. * [[29. apríl]]: [[Humza Yousaf]] sagði af sér sem fyrsti ráðherra [[Skotland]]s og formaður [[Skoski þjóðarflokkurinn|Skoska þjóðarflokksins]]. ===Maí=== * [[3. maí]] - [[Tyrkland]] setti viðskiptabann á [[Ísrael]] vegna ástandsins á [[Gasa]]. * [[4. maí]] - [[Sadiq Khan]] var endurkjörinn borgarstjóri [[London]] í þriðja skipti. * [[7. maí]] - [[Guðrún Karls Helgudóttir]], var kosin [[biskup Íslands]]. * [[7. maí]] - [[11. maí]]: [[Eurovision]] var haldið í [[Malmö]], Svíþjóð. [[Sviss]]neski rapparinn [[Nemo (rappari)|Nemo]] vann keppnina með laginu „The Code“. * [[14. maí]] - [[Grindavíkurnefnd]] var stofnuð til að skipuleggja viðbrögð við jarðhræringum í Grindavík. * [[15. maí]] - Skotárás var gerð á [[Robert Fico]], forsætisráðherra [[Slóvakía|Slóvakíu]], sem særðist lífshættulega. * [[19. maí]] - ** Forseti [[Íran]]s, [[Ebrahim Raisi]] fórst í þyrluslysi ásamt utanríkisráðherra landsins, héraðsstjóra Austur-Aserbaísjan og fleirum. ** [[Tálknafjarðarhreppur]] sameinaðist [[Vesturbyggð]]. * [[20. maí]] - [[Lai Ching-te]] tók við embætti forseta [[Taívan]]s. * [[24. maí]] - Yfir 2.000 létust í skriðuhlaupi í [[Papúa Nýja-Gínea|Papúa Nýju-Gíneu]]. * [[26. maí]] - [[Gitanas Nausėda]] var endurkjörinn forseti [[Litáen]]s. * [[28. maí]] - Ísraelsher réðst inn í miðborg Rafah í suður-[[Gasa]]. * [[29. maí]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju]] við Sundhnúksgíga. ===Júní=== * [[1. júní]] - [[Forsetakosningar á Íslandi 2024|Forsetakosningar]] fóru fram á Íslandi. [[Halla Tómasdóttir]] var kjörin 7. [[forseti Íslands]]. * [[2. júní]] - [[Claudia Sheinbaum]] var kosin fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]]. * [[6. júní]] - [[9. júní]]: Kosningar til [[Evrópuþingið|Evrópuþingsins]] voru haldnar. Mið- og hægriflokkar hlutu mest fylgi. * [[9. júní]] - Mánaðarverkfalli í Færeyjum var afstýrt með samningum. * [[11. júní]] - [[Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir]] matvælaráðherra leyfði [[hvalveiðar]] á ný. * [[14. júní]] - [[14. júlí]]: [[EM 2024|Evrópukeppnin í knattspyrnu]] og [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024|Copa América]] voru haldnar á svipuðum tíma. * [[18. júní]] - [[Boston Celtics]] unnu sinn 18. [[NBA]]-titil eftir 4-1 sigur á [[Dallas Mavericks]] í úrslitaviðureign. [[Jaylen Brown]] var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. * [[22. júní]]: ** Engin virkni sást í gígnum við Sundhnúksgíga. ** [[Skagabyggð]] og [[Húnabyggð]] sameinuðust. * [[24. júní]] - [[Julian Assange]], stofnandi [[WikiLeaks]], var leystur úr fangelsi í Englandi eftir dómssátt við bandarísk yfirvöld. * [[26. júní]] - Herinn í [[Bólivía|Bólivíu]] gerði misheppnaða tilraun til [[valdarán]]s gegn ríkisstjórn forsetans [[Luis Arce]]. * [[30. júní]] - [[7. júlí]]: [[Þingkosningar í Frakklandi 2024|Þingkosningar voru haldnar í Frakklandi]]. [[Nýja alþýðufylkingin]] stóð uppi sem sigurvegari meðan bandalag flokka sem studdu [[Emmanuel Macron]] forseta töpuðu miklu fylgi. ===Júlí=== * [[2. júlí]] - [[Dick Schoof]] tók við embætti forsætisráðherra [[Holland]]s. * [[4. júlí]] - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]] undir forystu [[Keir Starmer]] vann afgerandi sigur. * [[5. júlí]] - [[Masoud Pezeshkian]] var kosinn forseti [[Íran]]s. * [[8. júlí]] - [[Rússland]] gerði víðtækar árásir á Úkraínu, þ. á m. á orkuinnviði og barnaspítala. * [[13. júlí]] - Skotið var á [[Donald Trump]] á kosningafundi í Pennsylvaníu sem særðist á eyra. Skotmaðurinn var drepinn og lést einn í áhorfendaskaranum. * [[14. júlí]] - [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu]] sigraði [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] í úrslitum [[EM 2024]]. * [[15. júlí]] - [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] sigraði [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbíu]] í úrslitum [[Copa America]]. * [[20. júlí]] - Ísraelsher gerði árás á Hodeida í [[Jemen]] sem andsvar við drónaárás [[Hútar|Húta]] á Ísrael. * [[21. júlí]] - [[Joe Biden]] dró forsetaframboð sitt fyrir komandi kosningar til baka. [[Kamala Harris]] varð stuttu síðar frambjóðandi Demókrata í kosningunum. * [[22. júlí]] - Um 25.000 manns var gert að flýja bæinn [[Jasper (bær)|Jasper]] og nágrenni í Alberta, Kanada, vegna [[skógareldar|skógarelda]]. Allt að þriðjungur húsa bæjarins eyðilagðist. * [[26. júlí]] - [[11. ágúst]]: [[Sumarólympíuleikarnir 2024|Sumarólympíuleikarnir]] fóru fram í [[París]]. * [[27. júlí]] - [[Jökulhlaup]] hófst í [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökli]]. Hringveginum var lokað við fljótið [[Skálm]]. Skemmdir urðu á veginum á 700 metra kafla. * [[28. júlí]] - [[Nicolás Maduro]] var endurkjörinn forseti [[Venesúela]]. Stjórnarandsstaðan lýsti einnig yfir sigri og sagði að kosningasvindl hafði átt sér stað. * [[30. júlí]] - ** [[Ísrael]] varpaði sprengjum á úthverfi [[Beirút]], Líbanon, í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á Gólanhæðir í Ísrael. Háttsettur leiðtogi [[Hizbollah]]-samtakanna, Fuad Shukr, lést í árásinni. ** Yfir 350 létust í skriðum í [[Kerala]], Indlandi, eftir úrhelli. * [[31. júlí]] - ** [[Guðni Th. Jóhannesson]] lét af embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]]. ** [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] var ráðinn af dögum með sprengju í Íran. ===Ágúst=== [[Mynd:Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg|thumb|Halla Tómasdóttir.]] * [[1. ágúst]]: ** [[Halla Tómasdóttir]] tók við embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]]. ** 26 fangar voru látnir lausir í fangaskiptum [[Rússland]] og [[Vesturlönd|Vesturlanda]]. * [[3. ágúst]]: Yfir 35 voru drepnir í hryðjuverkaárás [[Al-Shabaab (skæruliðasamtök)|Al-Shabaab]] í [[Mogadishu]] Sómalíu. * [[5. ágúst]]: [[Sheikh Hasina]], forsætisráðherra [[Bangladess]], sagði af sér í kjölfar mótmæla þar sem um 300 létust. * [[6. ágúst]]: ** Úkraínuher réðst inn í [[Kúrskfylki]] í Rússlandi í hernaðaraðgerð. ** Meira en 400 voru handtekin í óeirðum í [[Bretland]]i sem beindust gegn innflytjendum og hælisleitendum. Þær voru í kjölfar morða á 3 ungum stúlkum í [[Southport]] sem táningspiltur, sonur innflytjanda, framdi. * [[10. ágúst]]: [[Ísrael]] gerði árás á skóla á [[Gasa]] þar sem allt að 100 létust. * [[14. ágúst]]: ** Neyðarástandi var lýst yfir í [[Belgorodfylki]] í Rússlandi eftir árásir Úkraínuhers. ** [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna dreifingar nýs afbrigðis MPX-veirunnar eða [[apabóla|apabólu]]. * [[16. ágúst]]: [[Paetongtarn Shinawatra]] varð forsætisráðherra [[Taíland]]s. * [[17. ágúst]]: [[Nusantara]] varð höfuðborg [[Indónesía|Indónesíu]] og tók við af [[Jakarta]]. * [[22. ágúst]]: Enn eitt [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|eldgosið hófst við Sundhnúksgíga]]. * [[23. ágúst]]: [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð á árás í [[Solingen]] í Þýskalandi þegar árásarmaður, sýrlenskur flóttamaður, stakk þrjá til bana og særði fleiri á bæjarhátíð. * [[24. ágúst]]: [[Ísrael]] og [[Hezbollah]] í Líbanon skiptust á hundruðum loftárása. * [[25. ágúst]]: Hópslys varð við íshelli á [[Breiðamerkurjökull|Breiðamerkurjökli]]. Einn ferðamaður lést og slasaðist annar alvarlega. * [[26. ágúst]]: [[Rússland]] gerði árásir á orkuinnviði um alla [[Úkraína|Úkraínu]]. * [[28. ágúst]]: [[Ísraelsher]] réðst inn í borgir á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]], þar á meðal [[Jenín]] og [[Nablus]]. * [[29. ágúst]]: Fellibylur fór um suður-[[Japan]] og olli skemmdum og mannskaða. ===September=== * [[1. september]]: [[Guðrún Karls Helgudóttir]] var vígð [[biskup Íslands]]. * [[3. september]]: [[Rússland]] gerði loftárásir á úkraínsku borgina [[Poltava]]. Þar á meðal herþjálfunarstöð og spítala. Yfir 50 létust. * [[4. september]]: Skotárás var gerð í menntaskóla nálægt [[Atlanta]], Georgíu, í Bandaríkjunum. 4 létust. * [[5. september]]: [[Michel Barnier]] varð [[forsætisráðherra Frakklands]]. * [[7. september]]: [[Abdelmadjid Tebboune]] var endurkjörinn forseti [[Alsír]]s. * [[9. september]]: [[Ísrael]] gerði loftárásir í [[Sýrland]]. Yfir 25 létust. * [[12. september]]: Fyrsta keypta [[geimur|geim]]gangan var farin þegar frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn [[Jared Isaacman]] fór út fyrir geimfar. * [[14. september]]: Flóð í mið- og austur-Evrópu. Skemmdir urðu á innviðum og mannfall. * [[17. september]]-[[18. september]]: Tugir létu lífið og þúsundir slösuðust í [[Líbanon]] þegar símboðar og talstöðvar sem meðlimir [[Hezbollah]] báru sprungu. [[Ísrael]] var ætlað ódæðið. * [[18. september]]: Úkraínumenn gerðu drónaárás á rússneska vopnabirgðastöð í [[Tverfylki]] Rússlands og þremur dögum síðar í [[Krasnodarfylki]]. * [[19. september]]: [[Hvítabjörn]] var felldur í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]]. Hann var nálægt sumarhúsi þar sem kona dvaldi á Höfðaströnd. * [[21. september]]: [[Anura Kumara Dissanayake]] var kjörinn forseti [[Srí Lanka]]. * [[23. september]]: [[Ísrael]] gerði yfir 1.000 loftárásir á suður-[[Líbanon]] sem beindust gegn [[Hezbollah]]. Um 500 létust. * [[27. september]]: **Hitabeltisstormurinn Helene fór um suðaustur-Bandaríkin og olli flóðum, eyðileggingu og létust hundruðir. ** [[Hassan Nasrallah]], leiðtogi [[Hezbollah]]-samtakanna í Líbanon, var ráðinn af dögum í loftárás Ísraelshers á [[Beirút]]. * [[30. september]] - [[Ísraelsher]] réðst inn í suður-[[Líbanon]]. ===Október=== * [[1. október]]: ** [[Jens Stoltenberg]] lét af embætti framkvæmdastjóra [[NATÓ]] og [[Mark Rutte]] tók við. ** [[Íran]] gerði eldflaugaárás á Ísrael. ** [[Shigeru Ishiba]] varð forsætisráðherra [[Japan]]s. ** [[Claudia Sheinbaum]] varð fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]]. * [[4. október]] - Úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu , skammt frá [[Sarajevó]]. Að minnsta kosti 18 manns létu lífið. * [[9. október]] - [[10. október]]: Milljónir flýðu [[Flórída]] vegna [[fellibylur|fellibylsins]] Milton. Hann olli talsverði eyðileggingu, a.m.k. 10 létust og urðu 2 milljónir rafmagnslausar. * [[13. október]] - [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar]] leyst upp. Boðað var til [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosninga í nóvember]]. * [[15. október]] - [[Svandís Svavarsdóttir]] formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] útilokar þáttöku hreyfingarinnar í [[starfsstjórn]]. [[Halla Tómasdóttir]], [[forseti Íslands]] hafði óskað eftir að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] sæti áfram sem starfs­stjórn fram að [[Alþingiskosningar 2024|kosn­ing­um 30. nóv­em­ber]]. * [[16. október]] - [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]], var drepinn af [[Ísraelsher]]. * [[17. október]] - Minnihluta-starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum fram að alþingiskosningum í lok nóvember. Vinstri græn tóku ekki þátt í henni. * [[19. október]] - Íslenska kvennalandsliðið í [[fimleikar|hópfimleikum]] varð Evrópumeistari. * [[20. október]] - [[Prabowo Subianto]] varð forseti [[Indónesía|Indónesíu]]. * [[23. október]] - Hryðjuverkaárás var gerð á flugvélaverksmiðju í [[Ankara]], Tyrklandi. * [[25. október]] - [[Ísrael]] gerði loftárásir á hernaðarskotmörk í [[Íran]]. Nokkrir hermenn létust. * [[27. október]] - [[Breiðablik]] varð íslandsmeistari í knattspyrnu karla. *[[28. október|28.]] - [[31. október]]: [[Norðurlandaráðsþing]] var haldið í [[Reykjavík]] og á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu, var meðal gesta og ávarpaði þingið. *[[30. október]] - Yfir 200 létust í flóðum á Spáni sem voru aðallega í [[Sjálfstjórnarsvæðið Valensía|Valensía-héraði]]. ===Nóvember=== * [[2. nóvember]]: [[Kemi Badenoch]] varð leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|breska Íhaldsflokksins]]. * [[3. nóvember]]: [[Maia Sandu]] var endurkjörin forseti [[Moldóva|Moldóvu]]. * [[4. nóvember]]: Eldfjallið [[Lewotobi]] gaus í [[Indónesía|Indónesíu]]. Níu létust. * [[5. nóvember]]: [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024|Forsetakosningar]] voru haldnar í Bandaríkjunum. [[Donald Trump]] var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]]. * [[6. nóvember]]: Ríkisstjórn [[Olaf Scholz]], kanslara [[Þýskaland]]s, leystist upp eftir að hann rak fjármálaráðherra sinn. * [[9. nóvember]]: Sprengjuárás var gerð á lestarstöðina í [[Quetta]] í Pakistan, 26 létust. Sjálfstæðishreyfing í [[Balúkistan]] lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu. * [[14. nóvember]]: Hitamet féll í nóvember þegar 23,8 gráður mældust á [[Kvísker]]jum. * [[17. nóvember]]: **[[Rússland]] gerði umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði Úkraínu. **[[Joe Biden]] gaf Úkraínu leyfi fyrir notkun á langdrægum flaugum innan Rússlands. * [[20. nóvember]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga]]. Grindavík var rýmd. * [[26. nóvember]] - [[Ísrael]] og [[Líbanon]] gerðu [[vopnahlé]]. * [[28. nóvember]] - Ástralía þingið samþykkti að banna börnum undir 16 ára að nota [[samfélagsmiðill|samfélagsmiðla]]. * [[29. nóvember]] - Sýrlenski stjórnarherinn og Rússlandsher gerðu loftárásir á uppreisnarmenn í [[Idlib]] í [[Sýrland]]i eftir áhlaup þeirra í héraðinu. * [[30. nóvember]] - [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningar fóru fram]]. Píratar og Vinstri Græn féllu af þingi. ===Desember=== * [[4. desember]] - [[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]] hefja stjórnarmyndunarviðræður. ==Dáin== * [[2. janúar]] - [[Auður Haralds]], rithöfundur (f. [[1947]]). * [[4. janúar]] - [[Glynis Johns]], bresk leikkona (f. [[1923]]). * [[7. janúar]] - [[Franz Beckenbauer]], þýskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. [[1945]]). * [[9. janúar]] - [[Guðrún Jónsdóttir (f. 1931)|Guðrún Jónsdóttir]], borgarfulltrúi og baráttukona fyrir kvenréttindum (f. [[1931]]). * [[4. febrúar]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu (f. [[1941]]). * [[6. febrúar]] - [[Sebastián Piñera]], forseti Chile (f. [[1949]]). * [[12. febrúar]] - [[Karl Sigurbjörnsson]], [[biskup Íslands]] frá 1998 til 2012 (f. [[1947]]). * [[16. febrúar]] - [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] (f. [[1976]]). * [[20. febrúar]] - [[Andreas Brehme]], þýskur knattspyrnumaður (f. [[1960]]). * [[29. febrúar]] - [[Brian Mulroney]], kanadískur stjórnmálamaður (f. [[1939]]). * [[6. mars]] - [[Björgvin Gíslason]], tónlistarmaður (f. [[1951]]). * [[10. mars]] - [[Páll Bergþórsson]], veðurstofustjóri (f. [[1923]]). * [[11. mars]] - [[Matthías Johannessen]], ljóðskáld, rithöfundur og ritstjóri [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] (f. [[1930]]). * [[26. mars]] - [[Richard Serra]], bandarískur myndlistamaður (f. [[1939]]) * [[27. mars]] - [[Daniel Kahneman]], ísraelsk-bandarískur sálfræðingur og höfundur (f. [[1934]]) * [[11. apríl]] - [[O.J. Simpson]], bandarískur ruðningskappi og leikari (f. [[1947]]). * [[19. apríl]] - [[Daniel Dennett]], bandarískur heimsspekingur og trúleysingi (f. [[1942]]). * [[25. apríl]] - [[Pétur Einarsson (f. 1940)|Pétur Einarsson]], leikari (f. [[1940]]) * [[13. maí]] - [[Alice Munro]], kanadískur rithöfundur (f. [[1931]]) * [[19. maí]] - [[Ebrahim Raisi]], forseti Írans (f. [[1960]]) * [[3. júní]] - [[Brigitte Bierlein]], kanslari Austurríkis (f. [[1949]]) * [[7. júní]] - [[Bill Anders]], bandarískur geimfari (f. [[1933]]) * [[9. júní]] - [[Skúli Óskarsson]], kraftlyftingarmaður (f. [[1948]]) * [[12. júní]] - [[Róbert Örn Hjálmtýsson]], tónlistarmaður (f. [[1977]]) * [[12. júní]] - [[Jerry West]], bandarískur körfuknattleiksmaður. (f. [[1938]]) * [[13. júní]] - [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]], borgarritari og lögfræðingur (f. [[1964]]) * [[20. júní]] - [[Donald Sutherland]], kanadískur leikari (f. [[1935]]) * [[25. júní]] - [[Ragnar Stefánsson]], jarðskjálftafræðingur (f. [[1938]]) * [[5. júlí]] - [[Jon Landau]], bandarískur kvikmyndaframleiðandi (f. [[1960]]) * [[11. júlí]] - [[Shelley Duvall]], bandarísk leikkona. (f. [[1949]]) * [[12. júlí]] - [[Ruth Westheimer]], bandarískur kynlífsráðgjafi, rithöfundur og þáttastjórnandi. (f. [[1928]]) * [[19. júlí]] - [[Nguyễn Phú Trọng]], aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams (f. [[1944]]) * [[22. júlí]] - [[John Mayall]], breskur blústónlistarmaður (f. [[1933]]) * [[30. júlí]] - [[Haukur Halldórsson]], listamaður (f. [[1937]]) * [[31. júlí]] - [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] í Palestínu (f. 1962/1963) * [[5. ágúst]] - [[Þorvaldur Halldórsson]], söngvari og tónlistarmaður (f. [[1944]]) * [[13. ágúst]] - [[Halldór Bragason]], blústónlistarmaður. (f. [[1956]]) * [[18. ágúst]] - [[Alain Delon]], franskur leikari (f. [[1935]]) * [[26. ágúst]] - [[Sven Göran Eriksson]], sænskur knattspyrnustjóri (f. [[1948]]) * [[9. september]] - [[James Earl Jones]], bandarískur leikari (f. [[1931]]) * [[11. september]] - [[Alberto Fujimori]], forseti Perú (f. [[1938]]) * [[13. september]] - [[Kristinn Stefánsson]], körfuknattleiksmaður (f. [[1945]]). * [[17. september]] - [[Benedikt Sveinsson (f. 1938)|Benedikt Sveinsson]], lögmaður og athafnamaður (f. [[1938]]). * [[18. september]] - [[Salvatore Schillaci]], ítalskur knattspyrnumaður (f. [[1964]]) * [[22. september]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur og marxisti (f. [[1934]]) * [[27. september]]: **[[Maggie Smith]], ensk leikkona (f. [[1934]]) **[[Hassan Nasrallah]], leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon. (f. [[1960]]) * [[28. september]] - [[Kris Kristofferson]], bandarískur kántrísöngvari og kvikmyndaleikari. (f. [[1936]]) * [[30. september]]: **[[Dikembe Mutombo]], kongólsk-bandarískur körfuboltamaður. **[[Ken Page]], bandarískur gamanleikari (f. [[1954]]) * [[5. október]]: [[Sigríður Hrönn Elíasdóttir]], sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar (f. [[1959]]). * [[12. október]]: [[Alex Salmond]], skoskur stjórnmálamaður (f. [[1954]]). * [[16. október]]: [[Liam Payne]], enskur tónlistarmaður (f. [[1993]]). * [[16. október]]: [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]] (f. [[1962]]) * [[20. október]] - [[Fethullah Gülen]], tyrkneskur stjórnarandstöðuleiðtogi. (f. [[1941]]). * [[21. október]] - [[Paul Di'Anno]], enskur rokksöngvari, með m.a. [[Iron Maiden]]. (f. [[1958]]) * [[3. nóvember]] - [[Quincy Jones]], bandarískur upptökustjóri (f. [[1933]]). * [[9. nóvember]] - [[Ram Narayan]], indverskur tónlistarmaður (f. [[1927]]) * [[14. nóvember]] - [[Peter Sinfield]], enskur lagahöfundur og stofnmeðlimur framsæknu rokksveitarinnar [[King Crimson]]. (f. [[1943]]) * [[16. nóvember]] - [[Kristinn Haukur Skarphéðinsson]], dýravistfræðingur (f. [[1956]]) * [[20. nóvember]] - [[John Prescott]], aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. (f. [[1938]]) ==Nóbelsverðlaunin== *[[Friðarverðlaun Nóbels]]: [[Nihon Hidankyo]] * [[Bókmenntaverðlaun Nóbels|Bókmenntir]]: [[Han Kang]]. * [[Nóbelsverðlaunin í efnafræði|Efnafræði]]: [[David Baker]], [[Demis Hassabis]] og [[John M. Jumper]] * [[Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði|Eðlisfræði]]: [[Geoffrey Hinton]] og [[John Hopfield]]. * [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|Hagfræði]]: [[Daron Acemoglu]], [[Simon Johnson]] og [[James A. Robinson]]. * [[Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði|Lífeðlis- og læknisfræði]]: [[Victor Ambros]] og [[Gary Ruvkun]]. [[Flokkur:2024]] [[Flokkur:2021-2030]] ol8kdgyqwxtw0q7lon3v514c7z0woxw 1890078 1890073 2024-12-03T17:10:50Z Berserkur 10188 1890078 wikitext text/x-wiki {{Ár nav}} Árið '''2024''' ('''MMXXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[hlaupár sem byrjar á mánudegi]]. == Atburðir== ===Janúar=== [[Mynd:Grindavik and the eruption 14 januar 2024.jpg|thumb|Eldgos við Grindavík.]] * [[1. janúar]]: ** [[Egyptaland]], [[Eþíópía]], [[Íran]], [[Sádi-Arabía]] og [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] gerðust aðilar að [[BRICS]]. ** Fylkið [[Vestfold og Þelamörk]] í suður-Noregi var lagt niður og skiptist í [[Vestfold]] og [[Þelamörk]] eins og fyrir 2020. ** [[Artsak-lýðveldið]] var leyst upp og landsvæði þess að fullu limað inn í [[Aserbaísjan]]. ** [[Guðni Th. Jóhannesson]], forseti Íslands, ákvað að bjóða sig ekki fram í komandi forsetakosningum. ** [[Landgræðslan]] og [[Skógræktin]] sameinuðust í stofnunina [[Land og skógur]]. * [[2. janúar]] - [[Ísrael]]sher réð næstráðanda [[Hamas]]-samtakana, [[Saleh Al-Arouri]], af dögum í drónaárás í [[Beirút]], Líbanon. * [[3. janúar]] - 84 létust í sprengjuárás í Íran við minningarathöfn helgaðri hershöfðingjanum [[Qasem Soleimani]]. [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð. * [[4. janúar]] - [[Gísli Þorgeir Kristjánsson]], leikmaður [[Magdeburg]] og [[Íslenska karlalandsliðið í handknattleik|íslenska handboltalandsliðsins]], var kjörinn [[Íþróttamaður ársins]] 2023 af [[Samtök íþróttafréttamanna|Samtökum íþróttafréttamanna]]. * [[5. janúar]] - Lægsta hitastigið á Norðurlöndum í 25 ár mældist í norður-[[Svíþjóð]] þegar hitinn fór niður fyrir -44 C°. * [[9. janúar]] - [[Gabriel Attal]] var útnefndur forsætisráðherra Frakklands. Hann tók við af [[Élisabeth Borne]] sem sagði af sér. Attal varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins og fyrsti [[samkynhneigð]]i maðurinn til að gegna embættinu. * [[10. janúar]] – [[28. janúar]]: [[Evrópumeistaramót karla í handknattleik 2024|Evrópumótið í handbolta karla]] hófst í Þýskalandi. * [[11. janúar]] - [[Jökulhlaup]] varð í [[Grímsvötn]]um. * [[12. janúar]] - Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á [[Jemen]] vegna árása [[Hútí-fylkingin|Hútí-fylkingarinnar]] á vöruflutningaskip á [[Rauðahaf]]i. * [[13. janúar]] - [[Lai Ching-te]] var kosinn forseti [[Taívan]]s. * [[14. janúar]] – ** [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos]] hófst að nýju við Sundhnúksgíga/Hagafell. Önnur sprunga opnaðist nær [[Grindavík]] og eyðilagði hraun nokkur hús. **[[Margrét Þórhildur]] Danadrottning afsalaði sér krúnunni og [[Friðrik Danakrónprins]] varð konungur Danmerkur. * [[16. janúar]] – ** [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]] varð borgarstjóri Reykjavíkur. [[Dagur B. Eggertsson]] lét af störfum. ** Engin gosvirkni sást í gosinu í námunda við Grindavík. * [[19. janúar]]: Fyrsta geimfar [[Japan]]s lenti á [[tunglið|tungl]]inu. * [[26. janúar]] - Fyrsta [[aftaka]]n fór fram í Bandaríkjunum þar sem [[nitur]]gas var notað. ===Febrúar=== * [[3. febrúar]]: [[Bandaríkin]] gerðu árásir á 85 skotmörk í [[Sýrland]]i og [[Írak]] eftir að sveitir hliðhollar [[Íran]] gerðu árás á bandaríska herstöð í [[Jórdanía|Jórdaníu]]. * [[4. febrúar]]: [[Nayib Bukele]] var endurkjörinn forseti [[El Salvador]]. * [[6. febrúar]]: [[Skógareldar]] í Chile; yfir 100 létust. * [[8. febrúar]]: [[Eldgosið við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst við Sundhnúk]] á svipuðum stað og í desember árið áður. Hraun fór yfir hitaveitulögn og urðu Suðurnes heitavatnslaus. Gosinu lauk eftir sólarhring. * [[10. febrúar]]: [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu]] vann [[Asíukeppni karla í knattspyrnu]] þegar liðið sigraði Jórdaníu í úrslitum. * [[11. febrúar]]: ** [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu]] vann [[Afríkukeppnin|Afríkukeppnina]] þegar liðið lagði Nígeríu 2:1 í úrslitum. ** [[Alexander Stubb]] var kjörinn forseti [[Finnland]]s. ** [[Kansas City Chiefs]] sigruðu [[Ofurskálin|Ofurskálina]] í [[Amerískur fótbolti|amerískum fótbolta]] eftir sigur á [[San Fransisco 49ers]] 25-22. [[Patrick Mahomes]], leikstjórnandi Chiefs var valinn besti leikmaðurinn. * [[12. febrúar]]: [[hitaveita|Heitt vatn]] komst á á [[Suðurnes]]jum eftir að ný heitavatnslögn var lögð eftir að hraun skemmdi fyrri lögn. * [[16. febrúar]]: [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] lést í fangelsi. * [[29. febrúar]]: [[Ísrael]]sher gerði árás á fólk í [[Gasa]] sem hópaðist að bílum sem dreifðu matvælum. ===Mars=== [[Mynd:Prime Minister of Sweden Ulf Kristersson and United States Secretary of State Antony Blinken during the NATO ratification ceremony at the Department of State in Washington, D.C. on 7 March 2024.jpg|thumb|[[Ulf Kristersson]] forsætisráðherra Svíþjóðar og [[Antony Blinken]], varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesta aðild Svíþjóðar að [[NATÓ]].]] * [[2. mars]]: [[Hera Björk Þórhallsdóttir]] vann [[Söngvakeppnin 2024|Söngvakeppnina 2024]] með lagið ''Scared of Heights''. * [[3. mars]]: Stjórnvöld á [[Haítí]] lýstu yfir neyðarástandi eftir að gengi náð yfirráðum yfir svæðum í höfuðborginni. Þau kröfðust uppsagnar forsætisráðherrans [[Ariel Henry]]. * [[7. mars]]: [[Svíþjóð]] gekk formlega í [[NATÓ]]. * [[16. mars]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells]], norðan [[Grindavík]]ur. * [[15. mars|15.]]-[[17. mars]]: Forsetakosningar voru haldnar í Rússlandi. [[Vladimír Pútín]] hlaut 87% atkvæða í kosningunum sem voru taldar ólýðræðislegar af vestrænum leiðtogum. * [[20. mars]]: [[Leo Varadkar]] tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Írlands. * [[22. mars]]: [[Hryðjuverkaárásin á Crocus City Hall|Hryðjuverkaárás var gerð á tónleikahöll]] nálægt [[Moskva|Moskvu]]. Nálægt 140 létust. [[Íslamska ríkið í Khorasan]] lýsti yfir ábyrgð. Rússar bendluðu Úkraínu við árásina. * [[26. mars]]: Gámaskip sem varð rafmagnslaust sigldi á Francis Scott Key-brúna í [[Baltimore]] í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að brúin hrundi og sex létust. * [[28. mars]]: Ísrael gerði árásir á Líbanon og Sýrland. Þeir beindust gegn [[Hezbollah]]-samtökunum. * [[31. mars]]: [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] urðu aðilar að [[Schengen-samstarfið]] í gegnum flug- og siglingaleiðir. ===Apríl=== * [[1. apríl]]: Þýskaland lögleiddi einkaneyslu á 25 grömmum á [[kannabis]]. * [[3. apríl]]: Stærsti [[jarðskjálfti]] í 25 ár varð í [[Taívan]], 7,4 að stærð. * [[5. apríl]]- [[7. apríl]]: [[Katrín Jakobsdóttir]] gaf kost á sér í komandi forsetakosningunum. Hún baðst lausnar sem [[forsætisráðherra Íslands]] og gekk á fund forsetans [[7. apríl]]. * [[6. apríl]]: Íbúar í [[Kristjanía|Kristjaníu]] í Kaupmannahöfn hófu að rífa upp götuna í táknrænum tilgangi og í mótmælum gegn fíkniefnagengjum. * [[9. apríl]]: [[Simon Harris]] varð forsætisráðherra [[Írland]]s. * [[10. apríl]]: [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] tók við völdum. * [[13. apríl]]: [[Íran]] gerði drónaárás á [[Ísrael]]. * [[16. apríl]]: Bruni varð í gömlu kauphöllinni, [[Børsen]], einni elstu byggingu [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. * [[19. apríl]]: [[Íran]] skaut niður þrjá ísraelska dróna yfir borginni [[Isfahan]] í miðhluta landsins. * [[20. apríl]]: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti áframhaldandi fjárhagsstuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússlands. * [[25. apríl]]: Bráðabirgðastjórn tók við völdum á [[Haítí]] eftir afsögn [[Ariel Henry]], forseta og forsætisráðherra. * [[29. apríl]]: [[Humza Yousaf]] sagði af sér sem fyrsti ráðherra [[Skotland]]s og formaður [[Skoski þjóðarflokkurinn|Skoska þjóðarflokksins]]. ===Maí=== * [[3. maí]] - [[Tyrkland]] setti viðskiptabann á [[Ísrael]] vegna ástandsins á [[Gasa]]. * [[4. maí]] - [[Sadiq Khan]] var endurkjörinn borgarstjóri [[London]] í þriðja skipti. * [[7. maí]] - [[Guðrún Karls Helgudóttir]], var kosin [[biskup Íslands]]. * [[7. maí]] - [[11. maí]]: [[Eurovision]] var haldið í [[Malmö]], Svíþjóð. [[Sviss]]neski rapparinn [[Nemo (rappari)|Nemo]] vann keppnina með laginu „The Code“. * [[14. maí]] - [[Grindavíkurnefnd]] var stofnuð til að skipuleggja viðbrögð við jarðhræringum í Grindavík. * [[15. maí]] - Skotárás var gerð á [[Robert Fico]], forsætisráðherra [[Slóvakía|Slóvakíu]], sem særðist lífshættulega. * [[19. maí]] - ** Forseti [[Íran]]s, [[Ebrahim Raisi]] fórst í þyrluslysi ásamt utanríkisráðherra landsins, héraðsstjóra Austur-Aserbaísjan og fleirum. ** [[Tálknafjarðarhreppur]] sameinaðist [[Vesturbyggð]]. * [[20. maí]] - [[Lai Ching-te]] tók við embætti forseta [[Taívan]]s. * [[24. maí]] - Yfir 2.000 létust í skriðuhlaupi í [[Papúa Nýja-Gínea|Papúa Nýju-Gíneu]]. * [[26. maí]] - [[Gitanas Nausėda]] var endurkjörinn forseti [[Litáen]]s. * [[28. maí]] - Ísraelsher réðst inn í miðborg Rafah í suður-[[Gasa]]. * [[29. maí]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju]] við Sundhnúksgíga. ===Júní=== * [[1. júní]] - [[Forsetakosningar á Íslandi 2024|Forsetakosningar]] fóru fram á Íslandi. [[Halla Tómasdóttir]] var kjörin 7. [[forseti Íslands]]. * [[2. júní]] - [[Claudia Sheinbaum]] var kosin fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]]. * [[6. júní]] - [[9. júní]]: Kosningar til [[Evrópuþingið|Evrópuþingsins]] voru haldnar. Mið- og hægriflokkar hlutu mest fylgi. * [[9. júní]] - Mánaðarverkfalli í Færeyjum var afstýrt með samningum. * [[11. júní]] - [[Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir]] matvælaráðherra leyfði [[hvalveiðar]] á ný. * [[14. júní]] - [[14. júlí]]: [[EM 2024|Evrópukeppnin í knattspyrnu]] og [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024|Copa América]] voru haldnar á svipuðum tíma. * [[18. júní]] - [[Boston Celtics]] unnu sinn 18. [[NBA]]-titil eftir 4-1 sigur á [[Dallas Mavericks]] í úrslitaviðureign. [[Jaylen Brown]] var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. * [[22. júní]]: ** Engin virkni sást í gígnum við Sundhnúksgíga. ** [[Skagabyggð]] og [[Húnabyggð]] sameinuðust. * [[24. júní]] - [[Julian Assange]], stofnandi [[WikiLeaks]], var leystur úr fangelsi í Englandi eftir dómssátt við bandarísk yfirvöld. * [[26. júní]] - Herinn í [[Bólivía|Bólivíu]] gerði misheppnaða tilraun til [[valdarán]]s gegn ríkisstjórn forsetans [[Luis Arce]]. * [[30. júní]] - [[7. júlí]]: [[Þingkosningar í Frakklandi 2024|Þingkosningar voru haldnar í Frakklandi]]. [[Nýja alþýðufylkingin]] stóð uppi sem sigurvegari meðan bandalag flokka sem studdu [[Emmanuel Macron]] forseta töpuðu miklu fylgi. ===Júlí=== * [[2. júlí]] - [[Dick Schoof]] tók við embætti forsætisráðherra [[Holland]]s. * [[4. júlí]] - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]] undir forystu [[Keir Starmer]] vann afgerandi sigur. * [[5. júlí]] - [[Masoud Pezeshkian]] var kosinn forseti [[Íran]]s. * [[8. júlí]] - [[Rússland]] gerði víðtækar árásir á Úkraínu, þ. á m. á orkuinnviði og barnaspítala. * [[13. júlí]] - Skotið var á [[Donald Trump]] á kosningafundi í Pennsylvaníu sem særðist á eyra. Skotmaðurinn var drepinn og lést einn í áhorfendaskaranum. * [[14. júlí]] - [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu]] sigraði [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] í úrslitum [[EM 2024]]. * [[15. júlí]] - [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] sigraði [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbíu]] í úrslitum [[Copa America]]. * [[20. júlí]] - Ísraelsher gerði árás á Hodeida í [[Jemen]] sem andsvar við drónaárás [[Hútar|Húta]] á Ísrael. * [[21. júlí]] - [[Joe Biden]] dró forsetaframboð sitt fyrir komandi kosningar til baka. [[Kamala Harris]] varð stuttu síðar frambjóðandi Demókrata í kosningunum. * [[22. júlí]] - Um 25.000 manns var gert að flýja bæinn [[Jasper (bær)|Jasper]] og nágrenni í Alberta, Kanada, vegna [[skógareldar|skógarelda]]. Allt að þriðjungur húsa bæjarins eyðilagðist. * [[26. júlí]] - [[11. ágúst]]: [[Sumarólympíuleikarnir 2024|Sumarólympíuleikarnir]] fóru fram í [[París]]. * [[27. júlí]] - [[Jökulhlaup]] hófst í [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökli]]. Hringveginum var lokað við fljótið [[Skálm]]. Skemmdir urðu á veginum á 700 metra kafla. * [[28. júlí]] - [[Nicolás Maduro]] var endurkjörinn forseti [[Venesúela]]. Stjórnarandsstaðan lýsti einnig yfir sigri og sagði að kosningasvindl hafði átt sér stað. * [[30. júlí]] - ** [[Ísrael]] varpaði sprengjum á úthverfi [[Beirút]], Líbanon, í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á Gólanhæðir í Ísrael. Háttsettur leiðtogi [[Hizbollah]]-samtakanna, Fuad Shukr, lést í árásinni. ** Yfir 350 létust í skriðum í [[Kerala]], Indlandi, eftir úrhelli. * [[31. júlí]] - ** [[Guðni Th. Jóhannesson]] lét af embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]]. ** [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] var ráðinn af dögum með sprengju í Íran. ===Ágúst=== [[Mynd:Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg|thumb|Halla Tómasdóttir.]] * [[1. ágúst]]: ** [[Halla Tómasdóttir]] tók við embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]]. ** 26 fangar voru látnir lausir í fangaskiptum [[Rússland]] og [[Vesturlönd|Vesturlanda]]. * [[3. ágúst]]: Yfir 35 voru drepnir í hryðjuverkaárás [[Al-Shabaab (skæruliðasamtök)|Al-Shabaab]] í [[Mogadishu]] Sómalíu. * [[5. ágúst]]: [[Sheikh Hasina]], forsætisráðherra [[Bangladess]], sagði af sér í kjölfar mótmæla þar sem um 300 létust. * [[6. ágúst]]: ** Úkraínuher réðst inn í [[Kúrskfylki]] í Rússlandi í hernaðaraðgerð. ** Meira en 400 voru handtekin í óeirðum í [[Bretland]]i sem beindust gegn innflytjendum og hælisleitendum. Þær voru í kjölfar morða á 3 ungum stúlkum í [[Southport]] sem táningspiltur, sonur innflytjanda, framdi. * [[10. ágúst]]: [[Ísrael]] gerði árás á skóla á [[Gasa]] þar sem allt að 100 létust. * [[14. ágúst]]: ** Neyðarástandi var lýst yfir í [[Belgorodfylki]] í Rússlandi eftir árásir Úkraínuhers. ** [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna dreifingar nýs afbrigðis MPX-veirunnar eða [[apabóla|apabólu]]. * [[16. ágúst]]: [[Paetongtarn Shinawatra]] varð forsætisráðherra [[Taíland]]s. * [[17. ágúst]]: [[Nusantara]] varð höfuðborg [[Indónesía|Indónesíu]] og tók við af [[Jakarta]]. * [[22. ágúst]]: Enn eitt [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|eldgosið hófst við Sundhnúksgíga]]. * [[23. ágúst]]: [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð á árás í [[Solingen]] í Þýskalandi þegar árásarmaður, sýrlenskur flóttamaður, stakk þrjá til bana og særði fleiri á bæjarhátíð. * [[24. ágúst]]: [[Ísrael]] og [[Hezbollah]] í Líbanon skiptust á hundruðum loftárása. * [[25. ágúst]]: Hópslys varð við íshelli á [[Breiðamerkurjökull|Breiðamerkurjökli]]. Einn ferðamaður lést og slasaðist annar alvarlega. * [[26. ágúst]]: [[Rússland]] gerði árásir á orkuinnviði um alla [[Úkraína|Úkraínu]]. * [[28. ágúst]]: [[Ísraelsher]] réðst inn í borgir á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]], þar á meðal [[Jenín]] og [[Nablus]]. * [[29. ágúst]]: Fellibylur fór um suður-[[Japan]] og olli skemmdum og mannskaða. ===September=== * [[1. september]]: [[Guðrún Karls Helgudóttir]] var vígð [[biskup Íslands]]. * [[3. september]]: [[Rússland]] gerði loftárásir á úkraínsku borgina [[Poltava]]. Þar á meðal herþjálfunarstöð og spítala. Yfir 50 létust. * [[4. september]]: Skotárás var gerð í menntaskóla nálægt [[Atlanta]], Georgíu, í Bandaríkjunum. 4 létust. * [[5. september]]: [[Michel Barnier]] varð [[forsætisráðherra Frakklands]]. * [[7. september]]: [[Abdelmadjid Tebboune]] var endurkjörinn forseti [[Alsír]]s. * [[9. september]]: [[Ísrael]] gerði loftárásir í [[Sýrland]]. Yfir 25 létust. * [[12. september]]: Fyrsta keypta [[geimur|geim]]gangan var farin þegar frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn [[Jared Isaacman]] fór út fyrir geimfar. * [[14. september]]: Flóð í mið- og austur-Evrópu. Skemmdir urðu á innviðum og mannfall. * [[17. september]]-[[18. september]]: Tugir létu lífið og þúsundir slösuðust í [[Líbanon]] þegar símboðar og talstöðvar sem meðlimir [[Hezbollah]] báru sprungu. [[Ísrael]] var ætlað ódæðið. * [[18. september]]: Úkraínumenn gerðu drónaárás á rússneska vopnabirgðastöð í [[Tverfylki]] Rússlands og þremur dögum síðar í [[Krasnodarfylki]]. * [[19. september]]: [[Hvítabjörn]] var felldur í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]]. Hann var nálægt sumarhúsi þar sem kona dvaldi á Höfðaströnd. * [[21. september]]: [[Anura Kumara Dissanayake]] var kjörinn forseti [[Srí Lanka]]. * [[23. september]]: [[Ísrael]] gerði yfir 1.000 loftárásir á suður-[[Líbanon]] sem beindust gegn [[Hezbollah]]. Um 500 létust. * [[27. september]]: **Hitabeltisstormurinn Helene fór um suðaustur-Bandaríkin og olli flóðum, eyðileggingu og létust hundruðir. ** [[Hassan Nasrallah]], leiðtogi [[Hezbollah]]-samtakanna í Líbanon, var ráðinn af dögum í loftárás Ísraelshers á [[Beirút]]. * [[30. september]] - [[Ísraelsher]] réðst inn í suður-[[Líbanon]]. ===Október=== * [[1. október]]: ** [[Jens Stoltenberg]] lét af embætti framkvæmdastjóra [[NATÓ]] og [[Mark Rutte]] tók við. ** [[Íran]] gerði eldflaugaárás á Ísrael. ** [[Shigeru Ishiba]] varð forsætisráðherra [[Japan]]s. ** [[Claudia Sheinbaum]] varð fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]]. * [[4. október]] - Úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu , skammt frá [[Sarajevó]]. Að minnsta kosti 18 manns létu lífið. * [[9. október]] - [[10. október]]: Milljónir flýðu [[Flórída]] vegna [[fellibylur|fellibylsins]] Milton. Hann olli talsverði eyðileggingu, a.m.k. 10 létust og urðu 2 milljónir rafmagnslausar. * [[13. október]] - [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar]] leyst upp. Boðað var til [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosninga í nóvember]]. * [[15. október]] - [[Svandís Svavarsdóttir]] formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] útilokar þáttöku hreyfingarinnar í [[starfsstjórn]]. [[Halla Tómasdóttir]], [[forseti Íslands]] hafði óskað eftir að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] sæti áfram sem starfs­stjórn fram að [[Alþingiskosningar 2024|kosn­ing­um 30. nóv­em­ber]]. * [[16. október]] - [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]], var drepinn af [[Ísraelsher]]. * [[17. október]] - Minnihluta-starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum fram að alþingiskosningum í lok nóvember. Vinstri græn tóku ekki þátt í henni. * [[19. október]] - Íslenska kvennalandsliðið í [[fimleikar|hópfimleikum]] varð Evrópumeistari. * [[20. október]] - [[Prabowo Subianto]] varð forseti [[Indónesía|Indónesíu]]. * [[23. október]] - Hryðjuverkaárás var gerð á flugvélaverksmiðju í [[Ankara]], Tyrklandi. * [[25. október]] - [[Ísrael]] gerði loftárásir á hernaðarskotmörk í [[Íran]]. Nokkrir hermenn létust. * [[27. október]] - [[Breiðablik]] varð íslandsmeistari í knattspyrnu karla. *[[28. október|28.]] - [[31. október]]: [[Norðurlandaráðsþing]] var haldið í [[Reykjavík]] og á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu, var meðal gesta og ávarpaði þingið. *[[30. október]] - Yfir 200 létust í flóðum á Spáni sem voru aðallega í [[Sjálfstjórnarsvæðið Valensía|Valensía-héraði]]. ===Nóvember=== * [[2. nóvember]]: [[Kemi Badenoch]] varð leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|breska Íhaldsflokksins]]. * [[3. nóvember]]: [[Maia Sandu]] var endurkjörin forseti [[Moldóva|Moldóvu]]. * [[4. nóvember]]: Eldfjallið [[Lewotobi]] gaus í [[Indónesía|Indónesíu]]. Níu létust. * [[5. nóvember]]: [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024|Forsetakosningar]] voru haldnar í Bandaríkjunum. [[Donald Trump]] var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]]. * [[6. nóvember]]: Ríkisstjórn [[Olaf Scholz]], kanslara [[Þýskaland]]s, leystist upp eftir að hann rak fjármálaráðherra sinn. * [[9. nóvember]]: Sprengjuárás var gerð á lestarstöðina í [[Quetta]] í Pakistan, 26 létust. Sjálfstæðishreyfing í [[Balúkistan]] lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu. * [[14. nóvember]]: Hitamet féll í nóvember þegar 23,8 gráður mældust á [[Kvísker]]jum. * [[17. nóvember]]: **[[Rússland]] gerði umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði Úkraínu. **[[Joe Biden]] gaf Úkraínu leyfi fyrir notkun á langdrægum flaugum innan Rússlands. * [[20. nóvember]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga]]. Grindavík var rýmd. * [[26. nóvember]] - [[Ísrael]] og [[Líbanon]] gerðu [[vopnahlé]]. * [[28. nóvember]] - Ástralía þingið samþykkti að banna börnum undir 16 ára að nota [[samfélagsmiðill|samfélagsmiðla]]. * [[29. nóvember]] - Sýrlenski stjórnarherinn og Rússlandsher gerðu loftárásir á uppreisnarmenn í [[Idlib]] í [[Sýrland]]i eftir áhlaup þeirra í héraðinu. * [[30. nóvember]] - [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningar fóru fram]]. Píratar og Vinstri Græn féllu af þingi. ===Desember=== * [[3. desember]] - [[Yoon Suk-yeol]], forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu. * [[4. desember]] - [[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]] hefja stjórnarmyndunarviðræður. ==Dáin== * [[2. janúar]] - [[Auður Haralds]], rithöfundur (f. [[1947]]). * [[4. janúar]] - [[Glynis Johns]], bresk leikkona (f. [[1923]]). * [[7. janúar]] - [[Franz Beckenbauer]], þýskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. [[1945]]). * [[9. janúar]] - [[Guðrún Jónsdóttir (f. 1931)|Guðrún Jónsdóttir]], borgarfulltrúi og baráttukona fyrir kvenréttindum (f. [[1931]]). * [[4. febrúar]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu (f. [[1941]]). * [[6. febrúar]] - [[Sebastián Piñera]], forseti Chile (f. [[1949]]). * [[12. febrúar]] - [[Karl Sigurbjörnsson]], [[biskup Íslands]] frá 1998 til 2012 (f. [[1947]]). * [[16. febrúar]] - [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] (f. [[1976]]). * [[20. febrúar]] - [[Andreas Brehme]], þýskur knattspyrnumaður (f. [[1960]]). * [[29. febrúar]] - [[Brian Mulroney]], kanadískur stjórnmálamaður (f. [[1939]]). * [[6. mars]] - [[Björgvin Gíslason]], tónlistarmaður (f. [[1951]]). * [[10. mars]] - [[Páll Bergþórsson]], veðurstofustjóri (f. [[1923]]). * [[11. mars]] - [[Matthías Johannessen]], ljóðskáld, rithöfundur og ritstjóri [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] (f. [[1930]]). * [[26. mars]] - [[Richard Serra]], bandarískur myndlistamaður (f. [[1939]]) * [[27. mars]] - [[Daniel Kahneman]], ísraelsk-bandarískur sálfræðingur og höfundur (f. [[1934]]) * [[11. apríl]] - [[O.J. Simpson]], bandarískur ruðningskappi og leikari (f. [[1947]]). * [[19. apríl]] - [[Daniel Dennett]], bandarískur heimsspekingur og trúleysingi (f. [[1942]]). * [[25. apríl]] - [[Pétur Einarsson (f. 1940)|Pétur Einarsson]], leikari (f. [[1940]]) * [[13. maí]] - [[Alice Munro]], kanadískur rithöfundur (f. [[1931]]) * [[19. maí]] - [[Ebrahim Raisi]], forseti Írans (f. [[1960]]) * [[3. júní]] - [[Brigitte Bierlein]], kanslari Austurríkis (f. [[1949]]) * [[7. júní]] - [[Bill Anders]], bandarískur geimfari (f. [[1933]]) * [[9. júní]] - [[Skúli Óskarsson]], kraftlyftingarmaður (f. [[1948]]) * [[12. júní]] - [[Róbert Örn Hjálmtýsson]], tónlistarmaður (f. [[1977]]) * [[12. júní]] - [[Jerry West]], bandarískur körfuknattleiksmaður. (f. [[1938]]) * [[13. júní]] - [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]], borgarritari og lögfræðingur (f. [[1964]]) * [[20. júní]] - [[Donald Sutherland]], kanadískur leikari (f. [[1935]]) * [[25. júní]] - [[Ragnar Stefánsson]], jarðskjálftafræðingur (f. [[1938]]) * [[5. júlí]] - [[Jon Landau]], bandarískur kvikmyndaframleiðandi (f. [[1960]]) * [[11. júlí]] - [[Shelley Duvall]], bandarísk leikkona. (f. [[1949]]) * [[12. júlí]] - [[Ruth Westheimer]], bandarískur kynlífsráðgjafi, rithöfundur og þáttastjórnandi. (f. [[1928]]) * [[19. júlí]] - [[Nguyễn Phú Trọng]], aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams (f. [[1944]]) * [[22. júlí]] - [[John Mayall]], breskur blústónlistarmaður (f. [[1933]]) * [[30. júlí]] - [[Haukur Halldórsson]], listamaður (f. [[1937]]) * [[31. júlí]] - [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] í Palestínu (f. 1962/1963) * [[5. ágúst]] - [[Þorvaldur Halldórsson]], söngvari og tónlistarmaður (f. [[1944]]) * [[13. ágúst]] - [[Halldór Bragason]], blústónlistarmaður. (f. [[1956]]) * [[18. ágúst]] - [[Alain Delon]], franskur leikari (f. [[1935]]) * [[26. ágúst]] - [[Sven Göran Eriksson]], sænskur knattspyrnustjóri (f. [[1948]]) * [[9. september]] - [[James Earl Jones]], bandarískur leikari (f. [[1931]]) * [[11. september]] - [[Alberto Fujimori]], forseti Perú (f. [[1938]]) * [[13. september]] - [[Kristinn Stefánsson]], körfuknattleiksmaður (f. [[1945]]). * [[17. september]] - [[Benedikt Sveinsson (f. 1938)|Benedikt Sveinsson]], lögmaður og athafnamaður (f. [[1938]]). * [[18. september]] - [[Salvatore Schillaci]], ítalskur knattspyrnumaður (f. [[1964]]) * [[22. september]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur og marxisti (f. [[1934]]) * [[27. september]]: **[[Maggie Smith]], ensk leikkona (f. [[1934]]) **[[Hassan Nasrallah]], leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon. (f. [[1960]]) * [[28. september]] - [[Kris Kristofferson]], bandarískur kántrísöngvari og kvikmyndaleikari. (f. [[1936]]) * [[30. september]]: **[[Dikembe Mutombo]], kongólsk-bandarískur körfuboltamaður. **[[Ken Page]], bandarískur gamanleikari (f. [[1954]]) * [[5. október]]: [[Sigríður Hrönn Elíasdóttir]], sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar (f. [[1959]]). * [[12. október]]: [[Alex Salmond]], skoskur stjórnmálamaður (f. [[1954]]). * [[16. október]]: [[Liam Payne]], enskur tónlistarmaður (f. [[1993]]). * [[16. október]]: [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]] (f. [[1962]]) * [[20. október]] - [[Fethullah Gülen]], tyrkneskur stjórnarandstöðuleiðtogi. (f. [[1941]]). * [[21. október]] - [[Paul Di'Anno]], enskur rokksöngvari, með m.a. [[Iron Maiden]]. (f. [[1958]]) * [[3. nóvember]] - [[Quincy Jones]], bandarískur upptökustjóri (f. [[1933]]). * [[9. nóvember]] - [[Ram Narayan]], indverskur tónlistarmaður (f. [[1927]]) * [[14. nóvember]] - [[Peter Sinfield]], enskur lagahöfundur og stofnmeðlimur framsæknu rokksveitarinnar [[King Crimson]]. (f. [[1943]]) * [[16. nóvember]] - [[Kristinn Haukur Skarphéðinsson]], dýravistfræðingur (f. [[1956]]) * [[20. nóvember]] - [[John Prescott]], aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. (f. [[1938]]) ==Nóbelsverðlaunin== *[[Friðarverðlaun Nóbels]]: [[Nihon Hidankyo]] * [[Bókmenntaverðlaun Nóbels|Bókmenntir]]: [[Han Kang]]. * [[Nóbelsverðlaunin í efnafræði|Efnafræði]]: [[David Baker]], [[Demis Hassabis]] og [[John M. Jumper]] * [[Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði|Eðlisfræði]]: [[Geoffrey Hinton]] og [[John Hopfield]]. * [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|Hagfræði]]: [[Daron Acemoglu]], [[Simon Johnson]] og [[James A. Robinson]]. * [[Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði|Lífeðlis- og læknisfræði]]: [[Victor Ambros]] og [[Gary Ruvkun]]. [[Flokkur:2024]] [[Flokkur:2021-2030]] l9keztosr4oz4aynbzeh9ylf6jm777n 1890079 1890078 2024-12-03T17:17:41Z Berserkur 10188 /* Desember */ 1890079 wikitext text/x-wiki {{Ár nav}} Árið '''2024''' ('''MMXXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[hlaupár sem byrjar á mánudegi]]. == Atburðir== ===Janúar=== [[Mynd:Grindavik and the eruption 14 januar 2024.jpg|thumb|Eldgos við Grindavík.]] * [[1. janúar]]: ** [[Egyptaland]], [[Eþíópía]], [[Íran]], [[Sádi-Arabía]] og [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] gerðust aðilar að [[BRICS]]. ** Fylkið [[Vestfold og Þelamörk]] í suður-Noregi var lagt niður og skiptist í [[Vestfold]] og [[Þelamörk]] eins og fyrir 2020. ** [[Artsak-lýðveldið]] var leyst upp og landsvæði þess að fullu limað inn í [[Aserbaísjan]]. ** [[Guðni Th. Jóhannesson]], forseti Íslands, ákvað að bjóða sig ekki fram í komandi forsetakosningum. ** [[Landgræðslan]] og [[Skógræktin]] sameinuðust í stofnunina [[Land og skógur]]. * [[2. janúar]] - [[Ísrael]]sher réð næstráðanda [[Hamas]]-samtakana, [[Saleh Al-Arouri]], af dögum í drónaárás í [[Beirút]], Líbanon. * [[3. janúar]] - 84 létust í sprengjuárás í Íran við minningarathöfn helgaðri hershöfðingjanum [[Qasem Soleimani]]. [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð. * [[4. janúar]] - [[Gísli Þorgeir Kristjánsson]], leikmaður [[Magdeburg]] og [[Íslenska karlalandsliðið í handknattleik|íslenska handboltalandsliðsins]], var kjörinn [[Íþróttamaður ársins]] 2023 af [[Samtök íþróttafréttamanna|Samtökum íþróttafréttamanna]]. * [[5. janúar]] - Lægsta hitastigið á Norðurlöndum í 25 ár mældist í norður-[[Svíþjóð]] þegar hitinn fór niður fyrir -44 C°. * [[9. janúar]] - [[Gabriel Attal]] var útnefndur forsætisráðherra Frakklands. Hann tók við af [[Élisabeth Borne]] sem sagði af sér. Attal varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins og fyrsti [[samkynhneigð]]i maðurinn til að gegna embættinu. * [[10. janúar]] – [[28. janúar]]: [[Evrópumeistaramót karla í handknattleik 2024|Evrópumótið í handbolta karla]] hófst í Þýskalandi. * [[11. janúar]] - [[Jökulhlaup]] varð í [[Grímsvötn]]um. * [[12. janúar]] - Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á [[Jemen]] vegna árása [[Hútí-fylkingin|Hútí-fylkingarinnar]] á vöruflutningaskip á [[Rauðahaf]]i. * [[13. janúar]] - [[Lai Ching-te]] var kosinn forseti [[Taívan]]s. * [[14. janúar]] – ** [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos]] hófst að nýju við Sundhnúksgíga/Hagafell. Önnur sprunga opnaðist nær [[Grindavík]] og eyðilagði hraun nokkur hús. **[[Margrét Þórhildur]] Danadrottning afsalaði sér krúnunni og [[Friðrik Danakrónprins]] varð konungur Danmerkur. * [[16. janúar]] – ** [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]] varð borgarstjóri Reykjavíkur. [[Dagur B. Eggertsson]] lét af störfum. ** Engin gosvirkni sást í gosinu í námunda við Grindavík. * [[19. janúar]]: Fyrsta geimfar [[Japan]]s lenti á [[tunglið|tungl]]inu. * [[26. janúar]] - Fyrsta [[aftaka]]n fór fram í Bandaríkjunum þar sem [[nitur]]gas var notað. ===Febrúar=== * [[3. febrúar]]: [[Bandaríkin]] gerðu árásir á 85 skotmörk í [[Sýrland]]i og [[Írak]] eftir að sveitir hliðhollar [[Íran]] gerðu árás á bandaríska herstöð í [[Jórdanía|Jórdaníu]]. * [[4. febrúar]]: [[Nayib Bukele]] var endurkjörinn forseti [[El Salvador]]. * [[6. febrúar]]: [[Skógareldar]] í Chile; yfir 100 létust. * [[8. febrúar]]: [[Eldgosið við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst við Sundhnúk]] á svipuðum stað og í desember árið áður. Hraun fór yfir hitaveitulögn og urðu Suðurnes heitavatnslaus. Gosinu lauk eftir sólarhring. * [[10. febrúar]]: [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu]] vann [[Asíukeppni karla í knattspyrnu]] þegar liðið sigraði Jórdaníu í úrslitum. * [[11. febrúar]]: ** [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu]] vann [[Afríkukeppnin|Afríkukeppnina]] þegar liðið lagði Nígeríu 2:1 í úrslitum. ** [[Alexander Stubb]] var kjörinn forseti [[Finnland]]s. ** [[Kansas City Chiefs]] sigruðu [[Ofurskálin|Ofurskálina]] í [[Amerískur fótbolti|amerískum fótbolta]] eftir sigur á [[San Fransisco 49ers]] 25-22. [[Patrick Mahomes]], leikstjórnandi Chiefs var valinn besti leikmaðurinn. * [[12. febrúar]]: [[hitaveita|Heitt vatn]] komst á á [[Suðurnes]]jum eftir að ný heitavatnslögn var lögð eftir að hraun skemmdi fyrri lögn. * [[16. febrúar]]: [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] lést í fangelsi. * [[29. febrúar]]: [[Ísrael]]sher gerði árás á fólk í [[Gasa]] sem hópaðist að bílum sem dreifðu matvælum. ===Mars=== [[Mynd:Prime Minister of Sweden Ulf Kristersson and United States Secretary of State Antony Blinken during the NATO ratification ceremony at the Department of State in Washington, D.C. on 7 March 2024.jpg|thumb|[[Ulf Kristersson]] forsætisráðherra Svíþjóðar og [[Antony Blinken]], varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesta aðild Svíþjóðar að [[NATÓ]].]] * [[2. mars]]: [[Hera Björk Þórhallsdóttir]] vann [[Söngvakeppnin 2024|Söngvakeppnina 2024]] með lagið ''Scared of Heights''. * [[3. mars]]: Stjórnvöld á [[Haítí]] lýstu yfir neyðarástandi eftir að gengi náð yfirráðum yfir svæðum í höfuðborginni. Þau kröfðust uppsagnar forsætisráðherrans [[Ariel Henry]]. * [[7. mars]]: [[Svíþjóð]] gekk formlega í [[NATÓ]]. * [[16. mars]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells]], norðan [[Grindavík]]ur. * [[15. mars|15.]]-[[17. mars]]: Forsetakosningar voru haldnar í Rússlandi. [[Vladimír Pútín]] hlaut 87% atkvæða í kosningunum sem voru taldar ólýðræðislegar af vestrænum leiðtogum. * [[20. mars]]: [[Leo Varadkar]] tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Írlands. * [[22. mars]]: [[Hryðjuverkaárásin á Crocus City Hall|Hryðjuverkaárás var gerð á tónleikahöll]] nálægt [[Moskva|Moskvu]]. Nálægt 140 létust. [[Íslamska ríkið í Khorasan]] lýsti yfir ábyrgð. Rússar bendluðu Úkraínu við árásina. * [[26. mars]]: Gámaskip sem varð rafmagnslaust sigldi á Francis Scott Key-brúna í [[Baltimore]] í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að brúin hrundi og sex létust. * [[28. mars]]: Ísrael gerði árásir á Líbanon og Sýrland. Þeir beindust gegn [[Hezbollah]]-samtökunum. * [[31. mars]]: [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] urðu aðilar að [[Schengen-samstarfið]] í gegnum flug- og siglingaleiðir. ===Apríl=== * [[1. apríl]]: Þýskaland lögleiddi einkaneyslu á 25 grömmum á [[kannabis]]. * [[3. apríl]]: Stærsti [[jarðskjálfti]] í 25 ár varð í [[Taívan]], 7,4 að stærð. * [[5. apríl]]- [[7. apríl]]: [[Katrín Jakobsdóttir]] gaf kost á sér í komandi forsetakosningunum. Hún baðst lausnar sem [[forsætisráðherra Íslands]] og gekk á fund forsetans [[7. apríl]]. * [[6. apríl]]: Íbúar í [[Kristjanía|Kristjaníu]] í Kaupmannahöfn hófu að rífa upp götuna í táknrænum tilgangi og í mótmælum gegn fíkniefnagengjum. * [[9. apríl]]: [[Simon Harris]] varð forsætisráðherra [[Írland]]s. * [[10. apríl]]: [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] tók við völdum. * [[13. apríl]]: [[Íran]] gerði drónaárás á [[Ísrael]]. * [[16. apríl]]: Bruni varð í gömlu kauphöllinni, [[Børsen]], einni elstu byggingu [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. * [[19. apríl]]: [[Íran]] skaut niður þrjá ísraelska dróna yfir borginni [[Isfahan]] í miðhluta landsins. * [[20. apríl]]: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti áframhaldandi fjárhagsstuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússlands. * [[25. apríl]]: Bráðabirgðastjórn tók við völdum á [[Haítí]] eftir afsögn [[Ariel Henry]], forseta og forsætisráðherra. * [[29. apríl]]: [[Humza Yousaf]] sagði af sér sem fyrsti ráðherra [[Skotland]]s og formaður [[Skoski þjóðarflokkurinn|Skoska þjóðarflokksins]]. ===Maí=== * [[3. maí]] - [[Tyrkland]] setti viðskiptabann á [[Ísrael]] vegna ástandsins á [[Gasa]]. * [[4. maí]] - [[Sadiq Khan]] var endurkjörinn borgarstjóri [[London]] í þriðja skipti. * [[7. maí]] - [[Guðrún Karls Helgudóttir]], var kosin [[biskup Íslands]]. * [[7. maí]] - [[11. maí]]: [[Eurovision]] var haldið í [[Malmö]], Svíþjóð. [[Sviss]]neski rapparinn [[Nemo (rappari)|Nemo]] vann keppnina með laginu „The Code“. * [[14. maí]] - [[Grindavíkurnefnd]] var stofnuð til að skipuleggja viðbrögð við jarðhræringum í Grindavík. * [[15. maí]] - Skotárás var gerð á [[Robert Fico]], forsætisráðherra [[Slóvakía|Slóvakíu]], sem særðist lífshættulega. * [[19. maí]] - ** Forseti [[Íran]]s, [[Ebrahim Raisi]] fórst í þyrluslysi ásamt utanríkisráðherra landsins, héraðsstjóra Austur-Aserbaísjan og fleirum. ** [[Tálknafjarðarhreppur]] sameinaðist [[Vesturbyggð]]. * [[20. maí]] - [[Lai Ching-te]] tók við embætti forseta [[Taívan]]s. * [[24. maí]] - Yfir 2.000 létust í skriðuhlaupi í [[Papúa Nýja-Gínea|Papúa Nýju-Gíneu]]. * [[26. maí]] - [[Gitanas Nausėda]] var endurkjörinn forseti [[Litáen]]s. * [[28. maí]] - Ísraelsher réðst inn í miðborg Rafah í suður-[[Gasa]]. * [[29. maí]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju]] við Sundhnúksgíga. ===Júní=== * [[1. júní]] - [[Forsetakosningar á Íslandi 2024|Forsetakosningar]] fóru fram á Íslandi. [[Halla Tómasdóttir]] var kjörin 7. [[forseti Íslands]]. * [[2. júní]] - [[Claudia Sheinbaum]] var kosin fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]]. * [[6. júní]] - [[9. júní]]: Kosningar til [[Evrópuþingið|Evrópuþingsins]] voru haldnar. Mið- og hægriflokkar hlutu mest fylgi. * [[9. júní]] - Mánaðarverkfalli í Færeyjum var afstýrt með samningum. * [[11. júní]] - [[Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir]] matvælaráðherra leyfði [[hvalveiðar]] á ný. * [[14. júní]] - [[14. júlí]]: [[EM 2024|Evrópukeppnin í knattspyrnu]] og [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024|Copa América]] voru haldnar á svipuðum tíma. * [[18. júní]] - [[Boston Celtics]] unnu sinn 18. [[NBA]]-titil eftir 4-1 sigur á [[Dallas Mavericks]] í úrslitaviðureign. [[Jaylen Brown]] var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. * [[22. júní]]: ** Engin virkni sást í gígnum við Sundhnúksgíga. ** [[Skagabyggð]] og [[Húnabyggð]] sameinuðust. * [[24. júní]] - [[Julian Assange]], stofnandi [[WikiLeaks]], var leystur úr fangelsi í Englandi eftir dómssátt við bandarísk yfirvöld. * [[26. júní]] - Herinn í [[Bólivía|Bólivíu]] gerði misheppnaða tilraun til [[valdarán]]s gegn ríkisstjórn forsetans [[Luis Arce]]. * [[30. júní]] - [[7. júlí]]: [[Þingkosningar í Frakklandi 2024|Þingkosningar voru haldnar í Frakklandi]]. [[Nýja alþýðufylkingin]] stóð uppi sem sigurvegari meðan bandalag flokka sem studdu [[Emmanuel Macron]] forseta töpuðu miklu fylgi. ===Júlí=== * [[2. júlí]] - [[Dick Schoof]] tók við embætti forsætisráðherra [[Holland]]s. * [[4. júlí]] - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]] undir forystu [[Keir Starmer]] vann afgerandi sigur. * [[5. júlí]] - [[Masoud Pezeshkian]] var kosinn forseti [[Íran]]s. * [[8. júlí]] - [[Rússland]] gerði víðtækar árásir á Úkraínu, þ. á m. á orkuinnviði og barnaspítala. * [[13. júlí]] - Skotið var á [[Donald Trump]] á kosningafundi í Pennsylvaníu sem særðist á eyra. Skotmaðurinn var drepinn og lést einn í áhorfendaskaranum. * [[14. júlí]] - [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu]] sigraði [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] í úrslitum [[EM 2024]]. * [[15. júlí]] - [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] sigraði [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbíu]] í úrslitum [[Copa America]]. * [[20. júlí]] - Ísraelsher gerði árás á Hodeida í [[Jemen]] sem andsvar við drónaárás [[Hútar|Húta]] á Ísrael. * [[21. júlí]] - [[Joe Biden]] dró forsetaframboð sitt fyrir komandi kosningar til baka. [[Kamala Harris]] varð stuttu síðar frambjóðandi Demókrata í kosningunum. * [[22. júlí]] - Um 25.000 manns var gert að flýja bæinn [[Jasper (bær)|Jasper]] og nágrenni í Alberta, Kanada, vegna [[skógareldar|skógarelda]]. Allt að þriðjungur húsa bæjarins eyðilagðist. * [[26. júlí]] - [[11. ágúst]]: [[Sumarólympíuleikarnir 2024|Sumarólympíuleikarnir]] fóru fram í [[París]]. * [[27. júlí]] - [[Jökulhlaup]] hófst í [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökli]]. Hringveginum var lokað við fljótið [[Skálm]]. Skemmdir urðu á veginum á 700 metra kafla. * [[28. júlí]] - [[Nicolás Maduro]] var endurkjörinn forseti [[Venesúela]]. Stjórnarandsstaðan lýsti einnig yfir sigri og sagði að kosningasvindl hafði átt sér stað. * [[30. júlí]] - ** [[Ísrael]] varpaði sprengjum á úthverfi [[Beirút]], Líbanon, í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á Gólanhæðir í Ísrael. Háttsettur leiðtogi [[Hizbollah]]-samtakanna, Fuad Shukr, lést í árásinni. ** Yfir 350 létust í skriðum í [[Kerala]], Indlandi, eftir úrhelli. * [[31. júlí]] - ** [[Guðni Th. Jóhannesson]] lét af embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]]. ** [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] var ráðinn af dögum með sprengju í Íran. ===Ágúst=== [[Mynd:Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg|thumb|Halla Tómasdóttir.]] * [[1. ágúst]]: ** [[Halla Tómasdóttir]] tók við embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]]. ** 26 fangar voru látnir lausir í fangaskiptum [[Rússland]] og [[Vesturlönd|Vesturlanda]]. * [[3. ágúst]]: Yfir 35 voru drepnir í hryðjuverkaárás [[Al-Shabaab (skæruliðasamtök)|Al-Shabaab]] í [[Mogadishu]] Sómalíu. * [[5. ágúst]]: [[Sheikh Hasina]], forsætisráðherra [[Bangladess]], sagði af sér í kjölfar mótmæla þar sem um 300 létust. * [[6. ágúst]]: ** Úkraínuher réðst inn í [[Kúrskfylki]] í Rússlandi í hernaðaraðgerð. ** Meira en 400 voru handtekin í óeirðum í [[Bretland]]i sem beindust gegn innflytjendum og hælisleitendum. Þær voru í kjölfar morða á 3 ungum stúlkum í [[Southport]] sem táningspiltur, sonur innflytjanda, framdi. * [[10. ágúst]]: [[Ísrael]] gerði árás á skóla á [[Gasa]] þar sem allt að 100 létust. * [[14. ágúst]]: ** Neyðarástandi var lýst yfir í [[Belgorodfylki]] í Rússlandi eftir árásir Úkraínuhers. ** [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna dreifingar nýs afbrigðis MPX-veirunnar eða [[apabóla|apabólu]]. * [[16. ágúst]]: [[Paetongtarn Shinawatra]] varð forsætisráðherra [[Taíland]]s. * [[17. ágúst]]: [[Nusantara]] varð höfuðborg [[Indónesía|Indónesíu]] og tók við af [[Jakarta]]. * [[22. ágúst]]: Enn eitt [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|eldgosið hófst við Sundhnúksgíga]]. * [[23. ágúst]]: [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð á árás í [[Solingen]] í Þýskalandi þegar árásarmaður, sýrlenskur flóttamaður, stakk þrjá til bana og særði fleiri á bæjarhátíð. * [[24. ágúst]]: [[Ísrael]] og [[Hezbollah]] í Líbanon skiptust á hundruðum loftárása. * [[25. ágúst]]: Hópslys varð við íshelli á [[Breiðamerkurjökull|Breiðamerkurjökli]]. Einn ferðamaður lést og slasaðist annar alvarlega. * [[26. ágúst]]: [[Rússland]] gerði árásir á orkuinnviði um alla [[Úkraína|Úkraínu]]. * [[28. ágúst]]: [[Ísraelsher]] réðst inn í borgir á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]], þar á meðal [[Jenín]] og [[Nablus]]. * [[29. ágúst]]: Fellibylur fór um suður-[[Japan]] og olli skemmdum og mannskaða. ===September=== * [[1. september]]: [[Guðrún Karls Helgudóttir]] var vígð [[biskup Íslands]]. * [[3. september]]: [[Rússland]] gerði loftárásir á úkraínsku borgina [[Poltava]]. Þar á meðal herþjálfunarstöð og spítala. Yfir 50 létust. * [[4. september]]: Skotárás var gerð í menntaskóla nálægt [[Atlanta]], Georgíu, í Bandaríkjunum. 4 létust. * [[5. september]]: [[Michel Barnier]] varð [[forsætisráðherra Frakklands]]. * [[7. september]]: [[Abdelmadjid Tebboune]] var endurkjörinn forseti [[Alsír]]s. * [[9. september]]: [[Ísrael]] gerði loftárásir í [[Sýrland]]. Yfir 25 létust. * [[12. september]]: Fyrsta keypta [[geimur|geim]]gangan var farin þegar frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn [[Jared Isaacman]] fór út fyrir geimfar. * [[14. september]]: Flóð í mið- og austur-Evrópu. Skemmdir urðu á innviðum og mannfall. * [[17. september]]-[[18. september]]: Tugir létu lífið og þúsundir slösuðust í [[Líbanon]] þegar símboðar og talstöðvar sem meðlimir [[Hezbollah]] báru sprungu. [[Ísrael]] var ætlað ódæðið. * [[18. september]]: Úkraínumenn gerðu drónaárás á rússneska vopnabirgðastöð í [[Tverfylki]] Rússlands og þremur dögum síðar í [[Krasnodarfylki]]. * [[19. september]]: [[Hvítabjörn]] var felldur í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]]. Hann var nálægt sumarhúsi þar sem kona dvaldi á Höfðaströnd. * [[21. september]]: [[Anura Kumara Dissanayake]] var kjörinn forseti [[Srí Lanka]]. * [[23. september]]: [[Ísrael]] gerði yfir 1.000 loftárásir á suður-[[Líbanon]] sem beindust gegn [[Hezbollah]]. Um 500 létust. * [[27. september]]: **Hitabeltisstormurinn Helene fór um suðaustur-Bandaríkin og olli flóðum, eyðileggingu og létust hundruðir. ** [[Hassan Nasrallah]], leiðtogi [[Hezbollah]]-samtakanna í Líbanon, var ráðinn af dögum í loftárás Ísraelshers á [[Beirút]]. * [[30. september]] - [[Ísraelsher]] réðst inn í suður-[[Líbanon]]. ===Október=== * [[1. október]]: ** [[Jens Stoltenberg]] lét af embætti framkvæmdastjóra [[NATÓ]] og [[Mark Rutte]] tók við. ** [[Íran]] gerði eldflaugaárás á Ísrael. ** [[Shigeru Ishiba]] varð forsætisráðherra [[Japan]]s. ** [[Claudia Sheinbaum]] varð fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]]. * [[4. október]] - Úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu , skammt frá [[Sarajevó]]. Að minnsta kosti 18 manns létu lífið. * [[9. október]] - [[10. október]]: Milljónir flýðu [[Flórída]] vegna [[fellibylur|fellibylsins]] Milton. Hann olli talsverði eyðileggingu, a.m.k. 10 létust og urðu 2 milljónir rafmagnslausar. * [[13. október]] - [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar]] leyst upp. Boðað var til [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosninga í nóvember]]. * [[15. október]] - [[Svandís Svavarsdóttir]] formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] útilokar þáttöku hreyfingarinnar í [[starfsstjórn]]. [[Halla Tómasdóttir]], [[forseti Íslands]] hafði óskað eftir að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] sæti áfram sem starfs­stjórn fram að [[Alþingiskosningar 2024|kosn­ing­um 30. nóv­em­ber]]. * [[16. október]] - [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]], var drepinn af [[Ísraelsher]]. * [[17. október]] - Minnihluta-starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum fram að alþingiskosningum í lok nóvember. Vinstri græn tóku ekki þátt í henni. * [[19. október]] - Íslenska kvennalandsliðið í [[fimleikar|hópfimleikum]] varð Evrópumeistari. * [[20. október]] - [[Prabowo Subianto]] varð forseti [[Indónesía|Indónesíu]]. * [[23. október]] - Hryðjuverkaárás var gerð á flugvélaverksmiðju í [[Ankara]], Tyrklandi. * [[25. október]] - [[Ísrael]] gerði loftárásir á hernaðarskotmörk í [[Íran]]. Nokkrir hermenn létust. * [[27. október]] - [[Breiðablik]] varð íslandsmeistari í knattspyrnu karla. *[[28. október|28.]] - [[31. október]]: [[Norðurlandaráðsþing]] var haldið í [[Reykjavík]] og á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu, var meðal gesta og ávarpaði þingið. *[[30. október]] - Yfir 200 létust í flóðum á Spáni sem voru aðallega í [[Sjálfstjórnarsvæðið Valensía|Valensía-héraði]]. ===Nóvember=== * [[2. nóvember]]: [[Kemi Badenoch]] varð leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|breska Íhaldsflokksins]]. * [[3. nóvember]]: [[Maia Sandu]] var endurkjörin forseti [[Moldóva|Moldóvu]]. * [[4. nóvember]]: Eldfjallið [[Lewotobi]] gaus í [[Indónesía|Indónesíu]]. Níu létust. * [[5. nóvember]]: [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024|Forsetakosningar]] voru haldnar í Bandaríkjunum. [[Donald Trump]] var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]]. * [[6. nóvember]]: Ríkisstjórn [[Olaf Scholz]], kanslara [[Þýskaland]]s, leystist upp eftir að hann rak fjármálaráðherra sinn. * [[9. nóvember]]: Sprengjuárás var gerð á lestarstöðina í [[Quetta]] í Pakistan, 26 létust. Sjálfstæðishreyfing í [[Balúkistan]] lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu. * [[14. nóvember]]: Hitamet féll í nóvember þegar 23,8 gráður mældust á [[Kvísker]]jum. * [[17. nóvember]]: **[[Rússland]] gerði umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði Úkraínu. **[[Joe Biden]] gaf Úkraínu leyfi fyrir notkun á langdrægum flaugum innan Rússlands. * [[20. nóvember]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga]]. Grindavík var rýmd. * [[26. nóvember]] - [[Ísrael]] og [[Líbanon]] gerðu [[vopnahlé]]. * [[28. nóvember]] - Ástralía þingið samþykkti að banna börnum undir 16 ára að nota [[samfélagsmiðill|samfélagsmiðla]]. * [[29. nóvember]] - Sýrlenski stjórnarherinn og Rússlandsher gerðu loftárásir á uppreisnarmenn í [[Idlib]] í [[Sýrland]]i eftir áhlaup þeirra í héraðinu. * [[30. nóvember]] - [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningar fóru fram]]. Píratar og Vinstri Græn féllu af þingi. ===Desember=== * [[3. desember]] - [[Yoon Suk-yeol]], forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu vegna ósættis um stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Allir þingmenn þjóðþingsins kusu um að afnema herlögin. * [[4. desember]] - [[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]] hefja stjórnarmyndunarviðræður. ==Dáin== * [[2. janúar]] - [[Auður Haralds]], rithöfundur (f. [[1947]]). * [[4. janúar]] - [[Glynis Johns]], bresk leikkona (f. [[1923]]). * [[7. janúar]] - [[Franz Beckenbauer]], þýskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. [[1945]]). * [[9. janúar]] - [[Guðrún Jónsdóttir (f. 1931)|Guðrún Jónsdóttir]], borgarfulltrúi og baráttukona fyrir kvenréttindum (f. [[1931]]). * [[4. febrúar]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu (f. [[1941]]). * [[6. febrúar]] - [[Sebastián Piñera]], forseti Chile (f. [[1949]]). * [[12. febrúar]] - [[Karl Sigurbjörnsson]], [[biskup Íslands]] frá 1998 til 2012 (f. [[1947]]). * [[16. febrúar]] - [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] (f. [[1976]]). * [[20. febrúar]] - [[Andreas Brehme]], þýskur knattspyrnumaður (f. [[1960]]). * [[29. febrúar]] - [[Brian Mulroney]], kanadískur stjórnmálamaður (f. [[1939]]). * [[6. mars]] - [[Björgvin Gíslason]], tónlistarmaður (f. [[1951]]). * [[10. mars]] - [[Páll Bergþórsson]], veðurstofustjóri (f. [[1923]]). * [[11. mars]] - [[Matthías Johannessen]], ljóðskáld, rithöfundur og ritstjóri [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] (f. [[1930]]). * [[26. mars]] - [[Richard Serra]], bandarískur myndlistamaður (f. [[1939]]) * [[27. mars]] - [[Daniel Kahneman]], ísraelsk-bandarískur sálfræðingur og höfundur (f. [[1934]]) * [[11. apríl]] - [[O.J. Simpson]], bandarískur ruðningskappi og leikari (f. [[1947]]). * [[19. apríl]] - [[Daniel Dennett]], bandarískur heimsspekingur og trúleysingi (f. [[1942]]). * [[25. apríl]] - [[Pétur Einarsson (f. 1940)|Pétur Einarsson]], leikari (f. [[1940]]) * [[13. maí]] - [[Alice Munro]], kanadískur rithöfundur (f. [[1931]]) * [[19. maí]] - [[Ebrahim Raisi]], forseti Írans (f. [[1960]]) * [[3. júní]] - [[Brigitte Bierlein]], kanslari Austurríkis (f. [[1949]]) * [[7. júní]] - [[Bill Anders]], bandarískur geimfari (f. [[1933]]) * [[9. júní]] - [[Skúli Óskarsson]], kraftlyftingarmaður (f. [[1948]]) * [[12. júní]] - [[Róbert Örn Hjálmtýsson]], tónlistarmaður (f. [[1977]]) * [[12. júní]] - [[Jerry West]], bandarískur körfuknattleiksmaður. (f. [[1938]]) * [[13. júní]] - [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]], borgarritari og lögfræðingur (f. [[1964]]) * [[20. júní]] - [[Donald Sutherland]], kanadískur leikari (f. [[1935]]) * [[25. júní]] - [[Ragnar Stefánsson]], jarðskjálftafræðingur (f. [[1938]]) * [[5. júlí]] - [[Jon Landau]], bandarískur kvikmyndaframleiðandi (f. [[1960]]) * [[11. júlí]] - [[Shelley Duvall]], bandarísk leikkona. (f. [[1949]]) * [[12. júlí]] - [[Ruth Westheimer]], bandarískur kynlífsráðgjafi, rithöfundur og þáttastjórnandi. (f. [[1928]]) * [[19. júlí]] - [[Nguyễn Phú Trọng]], aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams (f. [[1944]]) * [[22. júlí]] - [[John Mayall]], breskur blústónlistarmaður (f. [[1933]]) * [[30. júlí]] - [[Haukur Halldórsson]], listamaður (f. [[1937]]) * [[31. júlí]] - [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] í Palestínu (f. 1962/1963) * [[5. ágúst]] - [[Þorvaldur Halldórsson]], söngvari og tónlistarmaður (f. [[1944]]) * [[13. ágúst]] - [[Halldór Bragason]], blústónlistarmaður. (f. [[1956]]) * [[18. ágúst]] - [[Alain Delon]], franskur leikari (f. [[1935]]) * [[26. ágúst]] - [[Sven Göran Eriksson]], sænskur knattspyrnustjóri (f. [[1948]]) * [[9. september]] - [[James Earl Jones]], bandarískur leikari (f. [[1931]]) * [[11. september]] - [[Alberto Fujimori]], forseti Perú (f. [[1938]]) * [[13. september]] - [[Kristinn Stefánsson]], körfuknattleiksmaður (f. [[1945]]). * [[17. september]] - [[Benedikt Sveinsson (f. 1938)|Benedikt Sveinsson]], lögmaður og athafnamaður (f. [[1938]]). * [[18. september]] - [[Salvatore Schillaci]], ítalskur knattspyrnumaður (f. [[1964]]) * [[22. september]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur og marxisti (f. [[1934]]) * [[27. september]]: **[[Maggie Smith]], ensk leikkona (f. [[1934]]) **[[Hassan Nasrallah]], leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon. (f. [[1960]]) * [[28. september]] - [[Kris Kristofferson]], bandarískur kántrísöngvari og kvikmyndaleikari. (f. [[1936]]) * [[30. september]]: **[[Dikembe Mutombo]], kongólsk-bandarískur körfuboltamaður. **[[Ken Page]], bandarískur gamanleikari (f. [[1954]]) * [[5. október]]: [[Sigríður Hrönn Elíasdóttir]], sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar (f. [[1959]]). * [[12. október]]: [[Alex Salmond]], skoskur stjórnmálamaður (f. [[1954]]). * [[16. október]]: [[Liam Payne]], enskur tónlistarmaður (f. [[1993]]). * [[16. október]]: [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]] (f. [[1962]]) * [[20. október]] - [[Fethullah Gülen]], tyrkneskur stjórnarandstöðuleiðtogi. (f. [[1941]]). * [[21. október]] - [[Paul Di'Anno]], enskur rokksöngvari, með m.a. [[Iron Maiden]]. (f. [[1958]]) * [[3. nóvember]] - [[Quincy Jones]], bandarískur upptökustjóri (f. [[1933]]). * [[9. nóvember]] - [[Ram Narayan]], indverskur tónlistarmaður (f. [[1927]]) * [[14. nóvember]] - [[Peter Sinfield]], enskur lagahöfundur og stofnmeðlimur framsæknu rokksveitarinnar [[King Crimson]]. (f. [[1943]]) * [[16. nóvember]] - [[Kristinn Haukur Skarphéðinsson]], dýravistfræðingur (f. [[1956]]) * [[20. nóvember]] - [[John Prescott]], aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. (f. [[1938]]) ==Nóbelsverðlaunin== *[[Friðarverðlaun Nóbels]]: [[Nihon Hidankyo]] * [[Bókmenntaverðlaun Nóbels|Bókmenntir]]: [[Han Kang]]. * [[Nóbelsverðlaunin í efnafræði|Efnafræði]]: [[David Baker]], [[Demis Hassabis]] og [[John M. Jumper]] * [[Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði|Eðlisfræði]]: [[Geoffrey Hinton]] og [[John Hopfield]]. * [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|Hagfræði]]: [[Daron Acemoglu]], [[Simon Johnson]] og [[James A. Robinson]]. * [[Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði|Lífeðlis- og læknisfræði]]: [[Victor Ambros]] og [[Gary Ruvkun]]. [[Flokkur:2024]] [[Flokkur:2021-2030]] bgfvbtqlnxa02lqfouz9sq5nomkys0c Halla Tómasdóttir 0 134130 1890089 1885708 2024-12-03T21:57:43Z 85.220.62.127 1890089 wikitext text/x-wiki {{Forseti | nafn = Halla Tómasdóttir | bústaður = | mynd = Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg | myndastærð = | myndatexti = | titill = [[Forseti Íslands]] | stjórnartíð_start = [[1. ágúst]] [[2024]] | stjórnartíð_end = | forveri = [[Guðni Th. Jóhannesson]] | forsætisráðherra = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1968|10|11}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]] | starf = | háskóli = [[Auburn University at Montgomery]]<br>[[Thunderbird School of Global Management]] | maki = [[Björn Skúlason]] | börn = 2 | foreldrar = }} '''Halla Tómasdóttir''' (fædd í [[Reykjavík]] [[11. október]] [[1968]]) er sjöundi [[forseti Íslands]]. Hún tók við embættinu [[1. ágúst]] [[2024]]. Halla hefur starfað sem rekstrarhagfræðingur, kennari og fyrirlesari á alþjóðavettvangi. == Menntun == Halla útskrifaðist með verslunarpróf frá [[Verzlunarskóli Íslands|Verslunarskóla Íslands]] árið 1986. Hún var skiptinemi í Bandaríkjunum og lauk stúdentsprófi frá [[Fjölbrautarskólinn við Ármúla|Fjölbrautaskólanum við Ármúla]]. Halla lauk BS-gráðu í [[viðskiptafræði]] með áherslu á stjórnun og mannauðsmál frá [[Auburn University at Montgomery]] árið 1993.<ref>{{vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20242546224d/thver-neitar-ad-hafa-freistast-til-ad-fegra-feril-skrana|höfundur=Hólmfríður Gísladóttir|titill=Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána|dags=22. mars 2024|vefsíða=Vísir.is}}</ref> Því næst lauk hún [[MBA-gráða|MBA-gráðu]] með áherslu á alþjóðleg samskipti og tungumál frá [[Thunderbird School of Global Management]] árið 1995.<ref>{{cite journal|journal=Morgunblaðið|title=Mannabreytingar hjá Íslenska útvarpsfélaginu|url=https://timarit.is/page/1897305?iabr=on|date=29. janúar 1998|year=1998|page=D12}}</ref> Halla stundaði um nokkura ára skeið nám til doktorsgráðu við [[Cranfield University]] í Bretlandi þar sem hún lagði stund á rannsóknir í leiðtogafræði. == Starfsferill == Að loknu námi í Bandaríkjunum starfaði Halla við mannauðsmál og stjórnun hjá Pepsi og M&M/Mars.<ref>{{Cite web|url=https://www.inclusivecapitalism.com/member/halla-tomasdottir/|title=Halla Tómasdóttir {{!}} Council for Inclusive Capitalism|language=en-US|access-date=2024-05-07}}</ref> Eftir 10 ára dvöl í Bandaríkjunum flutti hún aftur til Íslands þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri hjá [[Íslenska útvarpsfélagið|Íslenska útvarpsfélaginu]] í eitt ár áður en hún gekk til liðs við [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólann í Reykjavík]], sem þá var nýstofnaður. Þar kom hún að uppbyggingu skólans, setti á fót stjórnendaskóla og símenntun HR og kenndi nemendum á öllum aldri umbreytingastjórnun og stofnun og rekstur fyrirtækja. Halla tók við stöðu framkvæmdastjóra [[Viðskiptaráð]]s árið 2006<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/21268/|title=Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs|last=Helgadóttir|first=Ragnhildur|date=2024-03-25|website=Heimildin|access-date=2024-05-07}}</ref> en sagði þar upp störfum árið 2007 til að stofna [[Auður Capital|Auði Capital]] með það að markmiði að koma með aðra og mannlegri nálgun inn í fjármálageirann. Fyrirtækið komst klakklaust í gegnum [[Bankahrunið|efnahagshrunið]] árið 2008 en í kjölfar hrunsins tók Halla virkan þátt í umræðum og verkefnum sem sneru að uppbyggingu Íslands, sem að þótti umdeilt þar sem að fólk tengdi hana oft við að bera ábyrgð á hruninu og að vera ein af útrásarvíkingunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mannlif.is/frettir/innlent/einar-minnir-a-fortid-hollu-tomasar-var-i-forystu-utrasarkorsins-fyrir-hrun/|title=Einar minnir á fortíð Höllu Tómasdóttur: „Var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun“ -|last=Gunnarsson|first=Björgvin|date=2024-05-27|website=Mannlíf.is|language=is|access-date=2024-06-11}}</ref> Halla var einn af níu stofnendum Mauraþúfunnar sem hrinti í framkvæmd [[Þjóðfundur 2009|Þjóðfundinum]] árið 2009, þar sem slembiúrtak íslensku þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að ræða þau grunngildi og þá framtíðarsýn sem myndi varða leið uppbyggingar í kjölfar hrunsins. Árið 2015 skipulagði Halla alþjóðlegu jafnréttisráðstefnuna Inspirally WE2015 (Women Empowerment) í Hörpu. Þar komu stjórnmálamenn, leiðtogar í viðskiptalífinu, fræðimenn og fleiri saman og leituðu leiða til raunverulegra framfara þegar kemur að jafnrétti kynjanna.<ref>{{vefheimild|url=https://powerfulchange.wordpress.com/2015/06/30/iceland-is-doing-something-right-smart/|titill=Iceland is doing something right|höfundur=Gabriela Mueller|dags=30. júní 2015}}</ref><ref>{{vefheimild|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/radstefnan-we2015-i-horpu|titill=Ráðstefnan WE2015 í Hörpu|dags=19. júní 2015|vefsíða=Ríkisútvarpið}}</ref> Halla hefur m.a. hlotið FKA-viðurkenninguna, jafnréttisviðurkenningu Kópavogs<ref>{{Cite web|url=https://www.jafnretti.is/is/um-jafnrettisstofu/frettir/halla-tomasdottir-hlaut-jafnrettisvidurkenningu-kopavogs|title=Halla Tómasdóttir hlaut jafnréttisviðurkenningu Kópavogs|last=Jafnréttisstofa|website=Jafnréttisstofa|language=is|access-date=2024-05-07}}</ref> og árið 2009 var hún ásamt Kristínu Pétursdóttur valin kvenfrumkvöðull Evrópu af Cartier, McKinsey og [[INSEAD]].<ref>{{Vefheimild|url=https://cdn-assets.inwink.com/abc8aa19-eaf0-4e1b-a14c-8ec0f8e7a804/c73cf068-cdf7-444f-a1ca-f43fa8cb4662|titill=Women's Forum Global Meeting Whitebook 2009}}</ref> Árið 2018 varð Halla forstjóri félagasamtakanna The B Team og gengdi því til ársins 2024. Þessi samtök voru stofnuð af alþjóð­legum hópi leið­toga fyr­ir­tækja til að beita sér fyrir ábyrgum viðskiptaháttum og samstarfi stjórnvalda, einkageirans og almennra borgara í að takast á við stórar áskoranir eins og loftslagsbreytingar og ójöfnuð.<ref>{{vefheimild|url=https://kjarninn.is/frettir/2018-06-14-halla-verdur-nyr-forstjori-b-team/|titill=Halla verður nýr forstjóri B Team|dags=14. júní 2018|vefsíða=Kjarninn}}</ref> == Forsetaframboð == ===[[Forsetakosningar á Íslandi 2016|2016]]=== Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands [[17. mars]] [[2016]]. Halla lagði áherslu á innleiðingu þeirra gilda sem þjóðin sameinaðist um á Þjóðfundinum 2009, þ.e. gildin heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti og virðing. Halla lagði einnig áherslu á að Ísland héldi áfram að vera í fararbroddi í jafnréttismálum og yrði fyrsta landið til að brúa kynjabilið.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/03/17/halla_tomasdottir_bydur_sig_fram/|title=Halla Tómasdóttir býður sig fram|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-05-07}}</ref> ===[[Forsetakosningar á Íslandi 2024|2024]]=== Halla tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands [[17. mars]] [[2024]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/407647|title=Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-03-17|website=RÚV|access-date=2024-05-07}}</ref> Halla var kjörin forseti með 73.182 atkvæðum eða með 34,1% fylgi. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-01-kosningavakan-halla-tomasdottir-verdur-forseti-islands-414495 Halla Tómasdóttir verður forseti Íslands] Rúv, 2. júní 2024 </ref> Í kosningabaráttunni lýsti Halla sig mótfallna þátttöku Íslands í kaupum á vopnum fyrir [[Úkraína|Úkraínu]], sem hefur varist [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022–|innrás Rússa í landið]] frá árinu 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Fjármagnið svo lítið að það breytir engu|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/25/fjarmagnid_svo_litid_ad_thad_breytir_engu/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=25. maí 2024|skoðað=17. júlí}}</ref> Afstaða hennar leiddi til gagnrýni af hálfu [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir|Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur]] utanríkisráðherra, sem kallaði það „hroka­fulla afstöðu“ að skilyrða stuðning við Úkraínu við að þeir keyptu ekki það sem þá helst vantar.<ref>{{Vefheimild|titill=„Hroka­full af­staða“ að skil­yrða stuðning við Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20242581277d/-hrokafull-afstada-ad-skilyrda-studning-vid-ukrainu|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=6. júní 2024|skoðað=17. júlí|höfundur=Ólafur Björn Sverrisson}}</ref> == Forsetatíð == Halla tók við embætti forseta Íslands af [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th Jóhannessyni]] þann [[1. ágúst]] [[2024]]. Hún er sjöundi forseti Íslands og önnur konan sem gegnir embættinu.<ref>{{vefheimild|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-01-halla-tomasdottir-sjoundi-forseti-islands-418800|titill=Halla Tómasdóttir sjöundi forseti Íslands|dags=1. ágúst 2024|vefsíða=Ríkisútvarpið}}</ref> Í [[september]] [[2024]] var greint frá því að einungis 45% Íslendinga væru ánægð með störf hennar sem forseta og er það lægsta hlutfall sitjandi forseta í könnun.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-27-taepur-helmingur-anaegdur-med-storf-hollu-tomasdottur-423220|title=Tæpur helmingur ánægður með störf Höllu Tómasdóttur - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-09-27|website=RÚV|access-date=2024-10-02}}</ref> Halla fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur í október 2024. Athygli vakti að hún talaði ensku við Friðrik konung og í ræðu sinni í Kristjánsborg.<ref>[https://www.visir.is/g/20242632661d/halla-talar-ensku-vid-konginn-eg-held-ad-thad-se-kannski-nyi-timinn- Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“] Vísir, sótt 17. október, 2024</ref> Síðar í október sprakk ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og hélt Halla sinn fyrsta ríkisráðsfund á Bessastöðum og hitti leiðtoga fráfarandi ríkisstjórnarflokka (nema Vinstri grænna). <ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-rikisradsfundur-a-bessastodum-vinstri-graen-formlega-haett-424987 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum: Vinstri græn formlega hætt] Rúv, sótt 17. október, 2024</ref> == Fjölskylda == Halla er gift [[Björn Skúlason|Birni Skúlasyni]] viðskiptafræðingi og börn þeirra eru Tómas Bjartur og Auður Ína. Foreldrar Höllu eru Tómas Björn Þórhallsson og Kristjana Sigurðardóttir. == Tilvísanir == {{reflist}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Guðni Th. Jóhannesson]] | titill=[[Forseti Íslands]] | frá=[[2024]] | til= | eftir=Enn í embætti }} {{töfluendir}} {{Forsetar Íslands}} [[Flokkur:Forsetar Íslands]] [[Flokkur:Íslenskir viðskiptafræðingar]] [[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2016]] [[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2024]] [[Flokkur:Stúdentar úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla]] {{f|1968}} nr67upl9bcp04lulgggt2p82mm5wr5z 1890090 1890089 2024-12-03T22:01:28Z 85.220.62.127 1890090 wikitext text/x-wiki {{Forseti | nafn = Halla Tómasdóttir | bústaður = | mynd = Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg | myndastærð = | myndatexti = | titill = [[Forseti Íslands]] | stjórnartíð_start = [[1. ágúst]] [[2024]] | stjórnartíð_end = | forveri = [[Guðni Th. Jóhannesson]] | forsætisráðherra = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1968|10|11}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]] | starf = | háskóli = [[Auburn University at Montgomery]]<br>[[Thunderbird School of Global Management]] | maki = [[Björn Skúlason]] | börn = 2 | foreldrar = }} '''Halla Tómasdóttir''' (fædd í [[Reykjavík]] [[11. október]] [[1968]]) er sjöundi [[forseti Íslands]]. Hún tók við embættinu [[1. ágúst]] [[2024]]. Halla hefur starfað sem rekstrarhagfræðingur, kennari og fyrirlesari á alþjóðavettvangi. == Menntun == Halla útskrifaðist með verslunarpróf frá [[Verzlunarskóli Íslands|Verslunarskóla Íslands]] árið 1986. Hún var skiptinemi í Bandaríkjunum og lauk stúdentsprófi frá [[Fjölbrautarskólinn við Ármúla|Fjölbrautaskólanum við Ármúla]]. Halla lauk BS-gráðu í [[viðskiptafræði]] með áherslu á stjórnun og mannauðsmál frá [[Auburn University at Montgomery]] árið 1993.<ref>{{vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20242546224d/thver-neitar-ad-hafa-freistast-til-ad-fegra-feril-skrana|höfundur=Hólmfríður Gísladóttir|titill=Þverneitar að hafa freistast til að fegra ferilskrána|dags=22. mars 2024|vefsíða=Vísir.is}}</ref> Því næst lauk hún [[MBA-gráða|MBA-gráðu]] með áherslu á alþjóðleg samskipti og tungumál frá [[Thunderbird School of Global Management]] árið 1995.<ref>{{cite journal|journal=Morgunblaðið|title=Mannabreytingar hjá Íslenska útvarpsfélaginu|url=https://timarit.is/page/1897305?iabr=on|date=29. janúar 1998|year=1998|page=D12}}</ref> Halla stundaði um nokkura ára skeið nám til doktorsgráðu við [[Cranfield University]] í Bretlandi þar sem hún lagði stund á rannsóknir í leiðtogafræði. == Starfsferill == Að loknu námi í Bandaríkjunum starfaði Halla við mannauðsmál og stjórnun hjá Pepsi og M&M/Mars.<ref>{{Cite web|url=https://www.inclusivecapitalism.com/member/halla-tomasdottir/|title=Halla Tómasdóttir {{!}} Council for Inclusive Capitalism|language=en-US|access-date=2024-05-07}}</ref> Eftir 10 ára dvöl í Bandaríkjunum flutti hún aftur til Íslands þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri hjá [[Íslenska útvarpsfélagið|Íslenska útvarpsfélaginu]] í eitt ár áður en hún gekk til liðs við [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólann í Reykjavík]], sem þá var nýstofnaður. Þar kom hún að uppbyggingu skólans, setti á fót stjórnendaskóla og símenntun HR og kenndi nemendum á öllum aldri umbreytingastjórnun og stofnun og rekstur fyrirtækja. Halla tók við stöðu framkvæmdastjóra [[Viðskiptaráð]]s árið 2006<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/21268/|title=Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs|last=Helgadóttir|first=Ragnhildur|date=2024-03-25|website=Heimildin|access-date=2024-05-07}}</ref> en sagði þar upp störfum árið 2007 til að stofna [[Auður Capital|Auði Capital]] með það að markmiði að koma með aðra og mannlegri nálgun inn í fjármálageirann. Fyrirtækið komst klakklaust í gegnum [[Bankahrunið|efnahagshrunið]] árið 2008 en í kjölfar hrunsins tók Halla virkan þátt í umræðum og verkefnum sem sneru að uppbyggingu Íslands, sem þótti umdeilt þar sem fólk tengdi hana oft við að bera ábyrgð á hruninu og að vera ein af útrásarvíkingunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mannlif.is/frettir/innlent/einar-minnir-a-fortid-hollu-tomasar-var-i-forystu-utrasarkorsins-fyrir-hrun/|title=Einar minnir á fortíð Höllu Tómasdóttur: „Var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun“ -|last=Gunnarsson|first=Björgvin|date=2024-05-27|website=Mannlíf.is|language=is|access-date=2024-06-11}}</ref> Halla var einn af níu stofnendum Mauraþúfunnar sem hrinti í framkvæmd [[Þjóðfundur 2009|Þjóðfundinum]] árið 2009, þar sem slembiúrtak íslensku þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að ræða þau grunngildi og þá framtíðarsýn sem myndi varða leið uppbyggingar í kjölfar hrunsins. Árið 2015 skipulagði Halla alþjóðlegu jafnréttisráðstefnuna Inspirally WE2015 (Women Empowerment) í Hörpu. Þar komu stjórnmálamenn, leiðtogar í viðskiptalífinu, fræðimenn og fleiri saman og leituðu leiða til raunverulegra framfara þegar kemur að jafnrétti kynjanna.<ref>{{vefheimild|url=https://powerfulchange.wordpress.com/2015/06/30/iceland-is-doing-something-right-smart/|titill=Iceland is doing something right|höfundur=Gabriela Mueller|dags=30. júní 2015}}</ref><ref>{{vefheimild|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/radstefnan-we2015-i-horpu|titill=Ráðstefnan WE2015 í Hörpu|dags=19. júní 2015|vefsíða=Ríkisútvarpið}}</ref> Halla hefur m.a. hlotið FKA-viðurkenninguna, jafnréttisviðurkenningu Kópavogs<ref>{{Cite web|url=https://www.jafnretti.is/is/um-jafnrettisstofu/frettir/halla-tomasdottir-hlaut-jafnrettisvidurkenningu-kopavogs|title=Halla Tómasdóttir hlaut jafnréttisviðurkenningu Kópavogs|last=Jafnréttisstofa|website=Jafnréttisstofa|language=is|access-date=2024-05-07}}</ref> og árið 2009 var hún ásamt Kristínu Pétursdóttur valin kvenfrumkvöðull Evrópu af Cartier, McKinsey og [[INSEAD]].<ref>{{Vefheimild|url=https://cdn-assets.inwink.com/abc8aa19-eaf0-4e1b-a14c-8ec0f8e7a804/c73cf068-cdf7-444f-a1ca-f43fa8cb4662|titill=Women's Forum Global Meeting Whitebook 2009}}</ref> Árið 2018 varð Halla forstjóri félagasamtakanna The B Team og gengdi því til ársins 2024. Þessi samtök voru stofnuð af alþjóð­legum hópi leið­toga fyr­ir­tækja til að beita sér fyrir ábyrgum viðskiptaháttum og samstarfi stjórnvalda, einkageirans og almennra borgara í að takast á við stórar áskoranir eins og loftslagsbreytingar og ójöfnuð.<ref>{{vefheimild|url=https://kjarninn.is/frettir/2018-06-14-halla-verdur-nyr-forstjori-b-team/|titill=Halla verður nýr forstjóri B Team|dags=14. júní 2018|vefsíða=Kjarninn}}</ref> == Forsetaframboð == ===[[Forsetakosningar á Íslandi 2016|2016]]=== Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands [[17. mars]] [[2016]]. Halla lagði áherslu á innleiðingu þeirra gilda sem þjóðin sameinaðist um á Þjóðfundinum 2009, þ.e. gildin heiðarleiki, jafnrétti, réttlæti og virðing. Halla lagði einnig áherslu á að Ísland héldi áfram að vera í fararbroddi í jafnréttismálum og yrði fyrsta landið til að brúa kynjabilið.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/03/17/halla_tomasdottir_bydur_sig_fram/|title=Halla Tómasdóttir býður sig fram|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-05-07}}</ref> ===[[Forsetakosningar á Íslandi 2024|2024]]=== Halla tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands [[17. mars]] [[2024]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/407647|title=Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-03-17|website=RÚV|access-date=2024-05-07}}</ref> Halla var kjörin forseti með 73.182 atkvæðum eða með 34,1% fylgi. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-01-kosningavakan-halla-tomasdottir-verdur-forseti-islands-414495 Halla Tómasdóttir verður forseti Íslands] Rúv, 2. júní 2024 </ref> Í kosningabaráttunni lýsti Halla sig mótfallna þátttöku Íslands í kaupum á vopnum fyrir [[Úkraína|Úkraínu]], sem hefur varist [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022–|innrás Rússa í landið]] frá árinu 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=Fjármagnið svo lítið að það breytir engu|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/25/fjarmagnid_svo_litid_ad_thad_breytir_engu/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=25. maí 2024|skoðað=17. júlí}}</ref> Afstaða hennar leiddi til gagnrýni af hálfu [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir|Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur]] utanríkisráðherra, sem kallaði það „hroka­fulla afstöðu“ að skilyrða stuðning við Úkraínu við að þeir keyptu ekki það sem þá helst vantar.<ref>{{Vefheimild|titill=„Hroka­full af­staða“ að skil­yrða stuðning við Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20242581277d/-hrokafull-afstada-ad-skilyrda-studning-vid-ukrainu|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=6. júní 2024|skoðað=17. júlí|höfundur=Ólafur Björn Sverrisson}}</ref> == Forsetatíð == Halla tók við embætti forseta Íslands af [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th Jóhannessyni]] þann [[1. ágúst]] [[2024]]. Hún er sjöundi forseti Íslands og önnur konan sem gegnir embættinu.<ref>{{vefheimild|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-01-halla-tomasdottir-sjoundi-forseti-islands-418800|titill=Halla Tómasdóttir sjöundi forseti Íslands|dags=1. ágúst 2024|vefsíða=Ríkisútvarpið}}</ref> Í [[september]] [[2024]] var greint frá því að einungis 45% Íslendinga væru ánægð með störf hennar sem forseta og er það lægsta hlutfall sitjandi forseta í könnun.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-27-taepur-helmingur-anaegdur-med-storf-hollu-tomasdottur-423220|title=Tæpur helmingur ánægður með störf Höllu Tómasdóttur - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-09-27|website=RÚV|access-date=2024-10-02}}</ref> Halla fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur í október 2024. Athygli vakti að hún talaði ensku við Friðrik konung og í ræðu sinni í Kristjánsborg.<ref>[https://www.visir.is/g/20242632661d/halla-talar-ensku-vid-konginn-eg-held-ad-thad-se-kannski-nyi-timinn- Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“] Vísir, sótt 17. október, 2024</ref> Síðar í október sprakk ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og hélt Halla sinn fyrsta ríkisráðsfund á Bessastöðum og hitti leiðtoga fráfarandi ríkisstjórnarflokka (nema Vinstri grænna). <ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-rikisradsfundur-a-bessastodum-vinstri-graen-formlega-haett-424987 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum: Vinstri græn formlega hætt] Rúv, sótt 17. október, 2024</ref> == Fjölskylda == Halla er gift [[Björn Skúlason|Birni Skúlasyni]] viðskiptafræðingi og börn þeirra eru Tómas Bjartur og Auður Ína. Foreldrar Höllu eru Tómas Björn Þórhallsson og Kristjana Sigurðardóttir. == Tilvísanir == {{reflist}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Guðni Th. Jóhannesson]] | titill=[[Forseti Íslands]] | frá=[[2024]] | til= | eftir=Enn í embætti }} {{töfluendir}} {{Forsetar Íslands}} [[Flokkur:Forsetar Íslands]] [[Flokkur:Íslenskir viðskiptafræðingar]] [[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2016]] [[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2024]] [[Flokkur:Stúdentar úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla]] {{f|1968}} 1buxjhgk5ie7uh5vnug1zl6zwqhurwz Wikipedia:Í fréttum... 4 154362 1890075 1888632 2024-12-03T17:02:37Z Berserkur 10188 1890075 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Kemi Badenoch MP as Minister for Equalities and Levelling Up Communities.jpg |140px|right|alt= Kemi Badenoch |link= Kemi Badenoch]] * [[4. desember]] - '''[[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]]''' hefja stjórnarmyndunarviðræður. * [[20. nóvember]]: Eldgos hefst við '''[[Sundhnúksgígar|Sundhnúksgíga]]'''. * [[6. nóvember]]: '''[[Donald Trump]]''' er kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]]. '''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2014–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] &nbsp;• [[Borgarastyrjöldin í Súdan (2023–)|Borgarastyrjöldin í Súdan]] &nbsp;• [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022–|Innrás Rússa í Úkraínu]] / [[Stríð Rússlands og Úkraínu]] &nbsp;• [[Stríð Ísraels og Hamas 2023|Stríð Ísraels og Hamas]] &nbsp;• [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] <br> '''Nýleg andlát''': [[John Prescott]] (20. nóvember) ocstprv4u5g7piiodhebm3ukfkclo47 1890076 1890075 2024-12-03T17:06:22Z Berserkur 10188 1890076 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Kristrún Frostadóttir 2021.jpg|140px|right|alt= Kristrún Frostadóttir|link= Kristrún Frostadóttir]] * [[4. desember]] - '''[[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]]''' hefja stjórnarmyndunarviðræður. (''Kristrún Frostadóttir á mynd'') * [[20. nóvember]]: Eldgos hefst við '''[[Sundhnúksgígar|Sundhnúksgíga]]'''. * [[6. nóvember]]: '''[[Donald Trump]]''' er kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]]. '''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2014–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] &nbsp;• [[Borgarastyrjöldin í Súdan (2023–)|Borgarastyrjöldin í Súdan]] &nbsp;• [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022–|Innrás Rússa í Úkraínu]] / [[Stríð Rússlands og Úkraínu]] &nbsp;• [[Stríð Ísraels og Hamas 2023|Stríð Ísraels og Hamas]] &nbsp;• [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] <br> '''Nýleg andlát''': [[John Prescott]] (20. nóvember) qrkaswy01zfif0yvad7m90b5r8f3b26 1890084 1890076 2024-12-03T21:19:44Z Berserkur 10188 1890084 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Kristrún Frostadóttir 2021.jpg|140px|right|alt= Kristrún Frostadóttir|link= Kristrún Frostadóttir]] * [[4. desember]] - '''[[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]]''' hefja stjórnarmyndunarviðræður eftir [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningar]]. (''Kristrún Frostadóttir á mynd'') * [[20. nóvember]]: Eldgos hefst við '''[[Sundhnúksgígar|Sundhnúksgíga]]'''. * [[6. nóvember]]: '''[[Donald Trump]]''' er kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]]. '''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2014–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] &nbsp;• [[Borgarastyrjöldin í Súdan (2023–)|Borgarastyrjöldin í Súdan]] &nbsp;• [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022–|Innrás Rússa í Úkraínu]] / [[Stríð Rússlands og Úkraínu]] &nbsp;• [[Stríð Ísraels og Hamas 2023|Stríð Ísraels og Hamas]] &nbsp;• [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] <br> '''Nýleg andlát''': [[John Prescott]] (20. nóvember) miryt3g8y4jf56pdqee59zb3yes3455 Breiðholtsskóli 0 157269 1890081 1888384 2024-12-03T20:46:14Z 194.105.253.100 1890081 wikitext text/x-wiki '''Breiðholtsskóli''' er [[grunnskóli]] í Bakkahverfi í [[Breiðholt]]i, Reykjavík. Skólinn tók til starfa árið 1969, sinnir Bakka- og Stekkjarhverfi og tekur við nemendum frá 1. til 10. bekkjar. Skólinn er staðsettur við Arnarbakka 1-3 og við skólann er einnig stórt íþróttahús sem og sundlaug. Skólinn hýsti sókn Breiðholtskirkju á meðan að kirkjan var í byggingu til ársins 1988. Fyrst var messuhald og sunnudagaskóli í anddyri skólans en síðar í hátíðarsal skólans. Breiðholtsskóli var fyrsti sigurvegari Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Þekktir einstaklingar sem hafa verið í Breiðholtsskóla: * [[Sverrir Þór Sverrisson|Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi)]] * [[Stafrænn Hákon|Ólafur Örn Josephsson (Stafrænn Hákon)]] * [[Helgi Áss Grétarsson|Helgi Áss Grétarsson, skákmeistari]] * [[Róbert Örn Hjálmtýsson]], tónlistarmaður * Sturla Ásgeirsson, handboltamaður og silfurhafi á Ólympíuleikum. * Ingimundur Ingimundarson, handboltamaður og sifurhafi á Ólympíuleikum. * Guðmundur Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Símans og tæknisérfræðingur á [[Ríkisútvarpið|RÚV]]. * Kristján Halldórsson, knattspyrnumaður. * [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]], alþingiskona og formaður Viðreisnar. * [[Hanna Katrín Friðriksson]], alþingiskona. * [[Nína Dögg Filippusdóttir]], leikkona. * Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, handknattleikskona. * Kristín Dóra Ólafsdóttir, myndlistarkona. * Eva Rún Snorradóttir, sviðslistakona og rithöfundur. {{stubbur}} {{Reykjavík}} [[Flokkur:Grunnskólar í Reykjavík]] [[Flokkur:Breiðholt]] {{s|1969}} lsf0fp8352xmkpflnl5mrg6r3uw3nq5 Alþingiskosningar 2021 0 158372 1890103 1889805 2024-12-04T00:22:56Z Fyxi 84003 1890103 wikitext text/x-wiki {{Þingkosningar | election_name = Alþingiskosningar 2021 | country = Ísland | type = parliamentary | ongoing = no | previous_election = [[Alþingiskosningar 2017|2017]] | next_election = [[Alþingiskosningar 2024|2024]] | outgoing_members = [[Kjörnir alþingismenn 2017|Fráfarandi þingmenn]] | elected_members = [[Kjörnir alþingismenn 2021|Kjörnir þingmenn]] | seats_for_election = 63 sæti á [[Alþingi]] | majority_seats = 32 | turnout = 80,1% {{lækkun}}1,1% | election_date = 25. september 2021 | results_sec = Úrslit kosninganna | party1 = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] | party_leader1 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | percentage1 = 24,4 | seats1 = 16 | last_election1 = 16 | party2 = [[Framsóknarflokkurinn]] | party_leader2 = [[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | percentage2 = 17,3 | seats2 = 13 | last_election2 = 8 | party3 = [[Vinstri græn]] | party_leader3 = [[Katrín Jakobsdóttir]] | percentage3 = 12,6 | seats3 = 8 | last_election3 = 11 | party4 = [[Samfylkingin]] | party_leader4 = [[Logi Einarsson]] | percentage4 = 9,9 | seats4 = 6 | last_election4 = 7 | party5 = [[Flokkur fólksins]] | party_leader5 = [[Inga Sæland]] | percentage5 = 8,8 | seats5 = 6 | last_election5 = 4 | party6 = [[Píratar]] | party_leader6 = ''enginn'' | percentage6 = 8,6 | seats6 = 6 | last_election6 = 6 | party7 = [[Viðreisn]] | party_leader7 = [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] | percentage7 = 8,3 | seats7 = 5 | last_election7 = 4 | party8 = [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | party_leader8 = [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] | percentage8 = 5,4 | seats8 = 3 | last_election8 = 7 | detailed_results = Úrslit kosninganna | map = 2021 Iceland parliamentary election results map ISL.svg | map_size = 350px | map_caption = | title = ríkisstjórn | before_election = [[Fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur|Katrín Jakobsdóttir I]]<br> {{LB|B}}&nbsp;{{LB|D}}&nbsp;{{LB|V}} | before_image = Katrín Jakobsdóttir 2017.jpg | posttitle = Ný ríkisstjórn | after_election = [[Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur|Katrín Jakobsdóttir II]]<br> {{LB|B}}&nbsp;{{LB|D}}&nbsp;{{LB|V}} | after_image = Katrín Jakobsdóttir 2017.jpg }} '''Alþingiskosningar''' fóru fram [[25. september]] [[2021]]. Þingmeirihluti stjórnarinnar hélt velli í kosningunum. Innan stjórnarinnar töpuðu Vinstri græn nokkru fylgi en Framsóknarflokkurinn bætti við sig. Af stjórnarandstöðuflokkunum bætti [[Flokkur fólksins]] við sig nokkru fylgi en [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] tapaði. Fylgi annarra flokka breyttist minna. Allir flokkar sem voru kjörnir í [[Alþingiskosningar 2017|kosningunum 2017]] héldu áfram á þingi og enginn nýr flokkur kom inn, það var í fyrsta skipti sem það gerðist síðan árið [[Alþingiskosningar 2007|2007]]. Í kjölfar kosninganna hófu formenn stjórnarflokkanna viðræður um áframhaldandi stjórnarsamstarf. [[Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur]] tók svo við völdum 28. nóvember. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við talningu atkvæða og vörslu kjörgangna í [[Norðvesturkjördæmi]] og var framkvæmdin kærð til [[Kjörbréfanefnd|kjörbréfanefndar]] Alþingis og lögreglu. Samkvæmt rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar voru talsverðir ágallar á geymslu á kjörgögnum og starfsháttum kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Hins vegar var niðurstaða meirihluta nefndarinnar að ekkert benti til þess að þessir ágallar hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna og því skyldu niðurstöðurnar standa. == Bakgrunnur == Fráfarandi ríkisstjórn var [[ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur]] sem samanstóð af [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænum]], [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokknum]] en sú ríkisstjórn varð fyrsta þriggja flokka stjórnin í íslenskri stjórnmálasögu til að sitja heilt kjörtímabil. Stjórnin tók við eftir óróatímabil í íslenskum stjórnmálum þar sem tvær undangengnar ríkisstjórnir höfðu fallið. Við upphaf kjörtímabilsins hafði ríkt nokkur uppgangur í efnahagslífinu, sérstaklega vegna áhrifa ferðaþjónustu en seinni hluti kjörtímabilsins markaðist af þungum áföllum á borð við gjaldþrot [[WOW Air]] og [[Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021|heimsfaraldur kórónuveiru]]. Heimsfaraldurinn og viðbrögðin við honum mótaði mjög öll stjórnmál á Íslandi á síðari hluta kjörtímabilsins. Stjórnmálafræðingurinn [[Ólafur Þ. Harðarson]] hefur lýst því þannig að hefðbundin stjórnmál hafi í raun verið tekin úr sambandi þar sem hefðbundin þingmál voru sett til hliðar stjórnarandstaða náði ekki vopnum sínum og ágreiningur milli stjórnarflokkanna varð ekki mjög áberandi þrátt fyrir ólíkar áherslur þeirra.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020-11-30-stjornmalin-ur-sambandi|title=Stjórnmálin úr sambandi|date=2020-11-30|access-date=2024-10-29}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/16333/|title=Árið 2022 í stjórnmálaspegli|last=Ólafur Þ. Harðarson|date=2022-12-30|website=Heimildin|access-date=2024-10-29}}</ref> Viðbrögð við faraldrinum voru einnig að miklu leyti í höndum embættismanna og sérfræðinga fremur en stjórnmálamanna, ólíkt því sem sást í ýmsum öðrum löndum.<ref>{{Cite web|url=https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/%C3%81fallastj%C3%B3rnun%20stj%C3%B3rnvalda%20%C3%AD%20Covid-19.pdf|title=Áfallastjórnun stjórnvalda í Covid-19|date=2022-10-01|publisher=Forsætisráðuneytið|page=445}}</ref> ==Framkvæmd== Kjörtímabilinu hefði lokið 23. október 2021 og kosningar hefðu í síðasta lagi getað farið fram á þeim degi en þeim var flýtt um mánuð til að minnka líkur á að slæmt veður og ófærð myndi raska framkvæmd kosninganna.<ref>[https://www.frettabladid.is/frettir/kosid-verdur-til-althingis-25-september-2021/ Kosið verður til Alþingis 25. september 2021]Fréttablaðið, skoðað 24. júli 2020</ref> Þetta urðu því þriðju alþingiskosningarnar í röð sem fóru fram að hausti en frá endurreisn Alþingis hefur oftast hefur verið kosið að vor- eða sumarlagi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kjordagar-1908-2017-almennar-althingiskosningar-og-landskjor/|titill=Kjördagar 1908–2021: Almennar alþingiskosningar og landskjör|mánuðurskoðað=29. október|árskoðað=2024}}</ref> Kosningarnar voru síðustu Alþingiskosningarnar sem fóru fram samkvæmt kosningalögunum frá árinu 2000. Ný kosningalög höfðu verið samþykkt [[25. júní]] 2021 en þau áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 2022. Fram að þessu höfðu þrír mismunandi lagabálkar gilt um kosningar til Alþingis, [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi|sveitarstjórna]] og [[Forsetakosningar á Íslandi|forseta]] en í nýju lögunum eru samræmd ákvæði um allar kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur.<ref>[https://www.althingi.is/altext/151/s/1817.html Lög nr. 112 25. júní 2021.</ref> Engar breytingar urðu á kjördæmaskipan eða skiptingu þingsæta með lagabreytingunum og sætti það nokkurri gagnrýnni vegna þess að í undanförnum þingkosningum hefur skipting þingsæta niður á flokka ekki verið í fullu samræmi við skiptingu atkvæða á landsvísu.<ref>[https://www.visir.is/g/20212139830d „Kannski eru þjóð­þing ekki rétti aðilinn til að setja kosninga­lög“ - visir.is, 5. ágúst 2021.]</ref> Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst hjá [[Sýslumenn á Íslandi|sýslumönnum]] innanlands og hjá sendiráðum og kjörræðismönnum erlendis.<ref>{{Cite web |url=https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/althingiskosningar/althingiskosningar-2021/kjosendur-leidbeiningar/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar/ |title=Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar - Dómsmálaráðuneytið |access-date=2021-10-07 |archive-date=2021-10-07 |archive-url=https://web.archive.org/web/20211007113101/https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/althingiskosningar/althingiskosningar-2021/kjosendur-leidbeiningar/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar/ |url-status=dead }}</ref> Sérstakir kjörstaðir fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar opnuðu 23. ágúst í [[Kringlan|Kringlunni]] og [[Smáralind]].<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/23/kosning-i-kringlu-og-smaralind-hafin Kosning í Kringlu og Smáralind hafin - ruv.is, 23.8.2021</ref> Vegna [[Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021|kórónuveirufaraldursins]] voru sérstök úrræði í boði fyrir þá sem ekki gátu kosið á kjördag vegna sóttkvíar eða einangrunar. Útbúnir voru sérstakir bílakjörstaðir þar sem kjósendur gátu kosið með því að sýna starfsmanni kjörstjórnar [[Listabókstafur|listabókstaf]] á blaði í gegnum bílrúðu. Þá var einnig í boði fyrir kjósendur í þessari stöðu að fá starfsmann kjörstjórnar að heimili sínu og greiða atkvæði með því að sýna listabókstaf í gegnum glugga eða úr öruggri fjarlægð.<ref>[https://www.visir.is/g/20212157454d Co­vid-sýktir bíl­eig­endur fá að kjósa á Skarfa­bakka - visir.is, 17.9.2021]</ref> ==Framboð== Framboðsfrestur rann út 10. september og voru þá komnir fram ellefu flokkar Þeir átta stjórnmálaflokkar sem þegar höfðu sæti á Alþingi voru allir í framboði en að auki buðu [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkurinn]] og [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] fram í öllum kjördæmum. [[Ábyrg framtíð]] bauð eingöngu fram í [[Reykjavíkurkjördæmi norður]]. [[Landsflokkurinn]] hugði á framboð en var synjað um [[Listabókstafur|listabókstaf]] vegna galla á undirskriftalista.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/09/landsflokknum-synjad-um-listabokstaf Landsflokknum synjað um listabókstaf - RÚV, 9.8.2021]</ref> Fjórir aðrir flokkar með skráða [[Listabókstafur|listabókstafi]] buðu ekki fram: [[Alþýðufylkingin]], [[Björt framtíð]], [[Dögun (stjórnmálasamtök)|Dögun]] og [[Frelsisflokkurinn (Ísland)|Frelsisflokkurinn]].<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/02/12/threttan-listabokstafir-a-skra-en-faerri-frambod-i-haust Þrettán listabókstafir á skrá en færri framboð í haust] Rúv, skoðað 15. febrúar 2021.</ref> Hér að neðan fylgir umfjöllun um hvert og eitt framboð og töflur yfir efstu menn á framboðslistum. ===Yfirlit framboða=== {| class="wikitable" ! colspan="2" rowspan="2" | Merki og [[listabókstafur|stafur]] ! rowspan="2" | Flokkur ! rowspan="2" | Formaður ! colspan="2" | Úrslit [[Alþingiskosningar 2017|2017]] ! rowspan="2" | Breytingar á<br>kjörtímabilinu |- ! Fylgi ! Þingsæti |- | [[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}; color:white;" | '''D''' |[[Sjálfstæðisflokkurinn]] | [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | 25,2% | {{Composition bar|16|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}} | |- |[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Vinstrihreyfingin – grænt framboð|color}}; color:white;" |'''V''' |[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin<br>grænt framboð]] |[[Katrín Jakobsdóttir]] |16,9% |{{Composition bar|11|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}} | {{Lækkun}}[[Andrés Ingi Jónsson|AIJ]] til {{LB|P}}<br>{{Lækkun}}[[Rósa Björk Brynjólfsdóttir|RBB]] til {{LB|S}} |- |[[Mynd:Merki_Samfylkingarinnar_(frá_2020).png|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}}; color:white;" |'''S''' |[[Samfylkingin]] |[[Logi Már Einarsson]] |12,1% |{{Composition bar|7|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}} |{{hækkun}}[[Rósa Björk Brynjólfsdóttir|RBB]] frá {{LB|V}} |- |[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|49x49dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}}; color:white;" |'''M''' |[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] |[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð<br>Gunnlaugsson]] |10,9% |{{Composition bar|7|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}} |{{hækkun}}[[Karl Gauti Hjaltason|KGH]] frá {{LB|F}}<br>{{hækkun}}[[Ólafur Ísleifsson|ÓÍ]] frá {{LB|F}} |- |[[Mynd:Merki Framsoknar (2021).svg|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{flokkslitur|Framsókn}}; color:white;" |'''B''' |[[Framsóknarflokkurinn]] |[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | 10,7% | {{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}} | |- |[[Mynd:Píratar.png|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}}; color:white;" |'''P''' |[[Píratar]] |''Formannslaust framboð'' |9,2% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}} |{{hækkun}}[[Andrés Ingi Jónsson|AIJ]] frá {{LB|V}} |- style="height:3.9em" |[[Mynd:Flokkur fólksins 2024.svg|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}}; color:white;" |'''F''' |[[Flokkur fólksins]] |[[Inga Sæland]] |6,9% |{{Composition bar|4|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}} | {{lækkun}}[[Karl Gauti Hjaltason|KGH]] til {{LB|M}}<br>{{lækkun}}[[Ólafur Ísleifsson|ÓÍ]] til {{LB|M}} |- |[[Mynd:Viðreisn 2024.png|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}}; color:white;" |'''C''' |[[Viðreisn]] |[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín<br>Gunnarsdóttir]] |6,3% |{{Composition bar|4|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}} | |- |[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #ef4839; color:white;" |'''J''' |[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur<br>Íslands]] |[[Gunnar Smári Egilsson]] | colspan="2" | ''Ekki í framboði'' | |- style="height:3.9em" |[[Mynd:Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn.png|frameless|52x52dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #555555; color:white;" | '''O''' |[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] |[[Guðmundur Franklín Jónsson]] | colspan="2" | ''Ekki í framboði'' | |- |[[Mynd:Ábyrg framtíð.jpg|frameless|50x50dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #342659; color:white;" | '''Y''' |[[Ábyrg framtíð]] |[[Jóhannes Loftsson]] | colspan="2" | ''Ekki í framboði'' | |} ===(B) Framsóknarflokkurinn=== [[Framsóknarflokkurinn]] hafði verið þátttakandi í ríkisstjórn á undanliðnu kjörtímabili með þrjá ráðherra. [[Sigurður Ingi Jóhannsson]] leiddi flokkinn sem formaður líkt og í tvennum undangengnum Alþingiskosningum. [[Ásmundur Einar Daðason]], [[Félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands|Félags- og barnamálaráðherra]], var áður oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi en ákvað að sækjast eftir forystusæti í Reykjavík norður þar sem flokkurinn hefur jafnan haft lakara fylgi en á landsbyggðinni.<ref>[https://www.frettabladid.is/frettir/asmundur-einar-bydur-sig-fram-i-reykjavik/ Ásmundur Einar býður sig fram í Reykjavík - Fréttablaðið.is, 13. janúar 2021]</ref> Í báðum Reykjavíkurkjördæmunum var stillt upp á framboðslista en í öðrum kjördæmum fóru fram prófkjör. ===(C) Viðreisn=== [[Viðreisn]] bauð fram í sínum þriðju Alþingiskosningum en flokkurinn hafði verið í stjórnarandstöðu á undangengnu kjörtímabili eftir að hafa tapað nokkru fylgi í kosningunum [[Alþingiskosningar 2017|2017]] eftir skammvinnt [[Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|ríkisstjórnarsamstarf]]. [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] var formaður flokksins líkt í síðustu kosningum. Allir framboðslistar Viðreisnar voru valdir af uppstillingarnefndum. [[Benedikt Jóhannesson]], fyrsti formaður flokksins, sóttist eftir oddvitasæti í einhverju af kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu en var hafnað af uppstillingarnefnd og boðið „heiðurssæti“ í staðinn, þ.e. neðsta sæti á framboðslista í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Benedikt þáði það ekki.<ref>[https://kjarninn.is/skyring/benedikt-skekur-vidreisn/ Benedikt skekur Viðreisn - Kjarninn, 29.5.2021.]</ref> ===(D) Sjálfstæðisflokkurinn=== [[Sjálfstæðisflokkurinn]] hafði verið þátttakandi í ríkisstjórn á undangengnu kjörtímabili með fimm ráðherra. [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] leiddi flokkinn í fimmtu Alþingiskosningunum frá því að hann tók við formennsku flokksins fyrir [[Alþingiskosningar 2009|kosningarnar 2009]]. Framboðslistar í öllum kjördæmum voru valdir með prófkjöri. [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands|ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra]], og [[Haraldur Benediktsson]], sitjandi oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, kepptust um oddvitasætið í Norðvestur þar sem Þórdís hafði betur. Haraldur hafði lýst því yfir fyrir prófkjörið að hann myndi ekki þiggja annað sæti listans og hlaut hann nokkra gagnrýni fyrir það. Á endanum þáði Haraldur þó annað sæti listans.<ref>[https://kjarninn.is/frettir/thordis-kolbrun-sigradi-i-profkjori-sjalfstaedisflokksins-i-nordvesturkjordaemi/ Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi - Kjarninn, 20.6.2021]</ref> Sameiginlegt prófkjör var haldið fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin. [[Guðlaugur Þór Þórðarson]] [[Utanríkisráðherra Íslands|utanríkisráðherra]], hafði þar betur gegn [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir|Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur]] [[Dómsmálaráðherra Íslands|dómsmálaráðherra]], en bæði sóttust eftir 1. sæti í prófkjörinu.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/06/06/gudlaugur_or_sigradi/ Guðlaugur Þór sigraði - mbl.is, 6.6.2021]</ref> [[Sigríður Andersen]] sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á kjörtímabilinu vegna [[Landsréttarmálið|Landsréttarmálsins]]. Hún sóttist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík en varð ekki á meðal átta efstu.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/05/gudlaugur-thor-sigrar-sigridur-ekki-medal-atta-efstu Guðlaugur Þór sigrar - Sigríður ekki meðal átta efstu - RÚV, 5.6.2021.]</ref> ===(F) Flokkur fólksins=== [[Flokkur fólksins]] bauð nú fram í annað sinn og sem fyrr undir forystu [[Inga Sæland|Ingu Sæland]]. Flokkurinn hóf síðasta kjörtímabil með fjóra þingmenn en í kjölfar [[Klaustursmálið|Klaustursmálsins]] voru [[Karl Gauti Hjaltason]] og [[Ólafur Ísleifsson]] reknir úr þingflokkinum. Báðir gengu þeir síðar í þingflokk [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]]. Stillt var upp á alla framboðslista flokksins.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/16/minni-flokkar-huga-ad-frambodslistum Minni flokkar huga að framboðslistum - RÚV, 16.6.2021.]</ref> Helstu baráttumál flokksins voru sem fyrr málefni öryrkja og eldri borgara. Lögð var áhersla á afnám tekjutenginga í bótakerfinu og hækkun skattleysismarka. ===(J) Sósíalistaflokkur Íslands=== [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] bauð nú fram til Alþingis í fyrsta skiptið en hafði áður náð manni inn í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] [[2018]]. [[Gunnar Smári Egilsson]] var formaður framkvæmdastjórnar flokksins og kom fram sem leiðtogi flokksins í kosningabaráttunni. Uppstillingarnefndir sem slembivaldar voru úr hópi flokksmanna röðuðu upp á framboðslista. Helstu áherslumál flokksins voru kjarabætur fyrir láglaunafólk, öryrkja og eldri borgara, hærri skattar á hæstu tekjur og uppbrot stórútgerða. ===(M) Miðflokkurinn=== [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bauð nú í fram í sínum öðrum þingkosningum og sem fyrr undir forystu [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar]]. Flokkurinn hóf síðasta kjörtímabil með sjö þingmenn en Í kjölfar [[Klaustursmálið|Klaustursmálsins]] bættust þeir [[Karl Gauti Hjaltason]] og [[Ólafur Ísleifsson]] við úr Flokki fólksins. Að [[Gunnar Bragi Sveinsson|Gunnari Braga Sveinssyni]] undanskildum sóttust allir þingmenn flokksins eftir forystusætum á listum flokksins. Stillt var upp á lista í öllum kjördæmum. Uppstillingarnefndir í Reykjavíkurkjördæmunum höfnuðu sitjandi þingmönnum Ólafi Ísleifssyni og [[Þorsteinn Sæmundsson|Þorsteini Sæmundssyni]] í þágu þess að hafa fleiri konur í efstu sætum. Ólafur vék sjálfviljugur til hliðar til að „leysa þá pattstöðu sem upp er komin“<ref>[https://www.visir.is/g/20212134838d/olafur-segist-leysa-pattstodu-med-thvi-ad-bjoda-sig-ekki-fram Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram - Vísir.is, 19.7.2021]</ref> en fylgismenn Þorsteins voru ekki sáttir við þessar málalyktir þannig að tillaga uppstillingarnefndar var felld á félagsfundi. Í kjölfarið fór fram oddvitakjör um efsta sæti listans þar sem Þorsteinn beið lægri hlut fyrir Fjólu Hrund Björnsdóttur.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/25/breytt-asynd-midflokksins-og-akall-um-fleiri-konur Breytt ásýnd Miðflokksins og ákall um fleiri konur - RÚV, 25.7.2021]</ref> ===(O) Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn=== [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] var stofnaður á seinni hluta ársins 2020 og var því í framboði til Alþingis í fyrsta skiptið. Stofnandi flokksins og formaður var [[Guðmundur Franklín Jónsson]] sem áður hafði verið formaður [[Hægri grænir|Hægri grænna]] sem buðu fram [[Alþingiskosningar 2013|2013]]. Guðmundur hafði einnig verið í framboði í [[Forsetakosningar á Íslandi 2020|forsetakosningunum 2020]]. Í viðtali við Stundina í febrúar 2020 sagði Guðmundur að flokkurinn myndi verða síðastur til að birta framboðslista sína og stefnumál þar sem frambjóðendur væru margir hræddir við fjölmiðla og þar sem hann óttaðist að aðrir flokkar myndu stela stefnumálum flokksins.<ref>[https://stundin.is/grein/12890/ Segir frambjóðendur nýstofnaðs stjórnmálaafls óttast fjölmiðla - Stundin, 11.2.2021]</ref> ===(P) Píratar=== [[Píratar]] buðu nú fram til Alþingis í fjórða skiptið. Flokkurinn hafði sex þingmenn eftir kosningarnar 2017 en bætti við sig einum manni á miðju kjörtímabili þegar [[Andrés Ingi Jónsson]] gekk til liðs við flokkinn en hann hafði verið kjörinn á þing fyrir [[Vinstri hreyfingin – grænt framboð|VG]]. Flokkurinn hefur ekki eiginlegan formann en þingmenn hans skiptast á að gegna embætti formanns þingflokksins. [[Halldóra Mogensen]] var sérstaklega útnefnd sem umboðsmaður flokksins í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum.<ref>[https://www.visir.is/g/20212137458d/hall-doru-falid-ad-leida-stjornar-myndunar-vid-raedur Halldóru falið að leiða stjórnarmyndunarviðræður - Vísir.is, 28.7.2021]</ref> [[Helgi Hrafn Gunnarsson]], [[Jón Þór Ólafsson]] og [[Smári McCarthy]] sóttust ekki eftir endurkjöri. Rafræn prófkjör voru haldin í öllum kjördæmum. Eitt prófkjör var haldið fyrir Reykjavíkurkjördæmin í sameiningu. ===(S) Samfylkingin=== [[Samfylkingin]] hafði verið í stjórnarandstöðu á undangengnu kjörtímabili. Flokkurinn fékk sjö þingmenn í [[Alþingiskosningar 2017|kosningunum 2017]] en fjölgaði um einn á kjörtímabilinu þegar [[Rósa Björk Brynjólfsdóttir]] gekk til liðs við flokkinn en hún hafði áður verið þingmaður [[Vinstri hreyfingin – grænt framboð|VG]]. Þetta voru aðrar þingkosningarnar þar sem [[Logi Már Einarsson]] leiddi flokkinn sem formaður. Stillt var upp á lista flokksins í öllum kjördæmum nema Norðvestur þar sem kosið var um efstu fjögur sæti listans á kjördæmisþingi. Í Reykjavíkurkjördæmunum lét uppstillingarnefnd framkvæma skoðannakönnun hjá flokksmönnum um röðun í fimm efstu sætin. Niðurstöður könnunarinnar áttu að vera leynilegar en láku út til fjölmiðlar. Samkvæmt þeim var [[Ágúst Ólafur Ágústsson]], sitjandi þingmaður flokksins, ekki í einu af fimm efstu sætum. Niðurstöður uppstillingarnefndar urðu að Ágúst myndi ekki sitja ofarlega á listum flokksins í Reykjavík og urðu af þessu nokkrar deilur.<ref>[https://www.visir.is/g/20212062061d Ill­ska hlaupin í upp­stillingar­nefnd Sam­fylkingar - Vísir.is, 18.1.2021]</ref> ===(V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð=== [[Vinstri hreyfingin – grænt framboð]] hafði leitt ríkisstjórn á undangengnu kjörtímabili þar sem formaður flokksins, [[Katrín Jakobsdóttir]], hafði verið [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]]. Flokkurinn fékk 11 þingmenn kjörna í síðustu kosningum en á kjörtímabilinu gengu tveir þeirra úr þingflokknum og til liðs við aðra flokka vegna óánægju með stjórnarsamstarfið með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Skipað var á lista í öllum kjördæmum með rafrænu forvali. Sameiginlegt forval var í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Athygli vakti að nýliðar höfðu betur gegn sitjandi þingmönnum í oddvitasæti í öllum kjördæmum nema Reykjavíkurkjördæmunum.<ref>[https://www.frettabladid.is/frettir/stjornarthingmonnum-itrekad-hafnad-af-flokksfelogum/ Stjórn­ar­þing­mönn­um í­trek­að hafn­að - Fréttablaðid, 18.4.2021]</ref> Óli Halldórsson, sigurvegari forvalsins í Norðausturkjördæmi, baðst þó síðar undan því að leiða listann af persónulegum ástæðum þannig að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir færðist upp í efsta sætið. Einn þingmanna flokksins, [[Kolbeinn Óttarsson Proppé]], bauð sig fram í forvali flokksins í Suðurkjördæmi en hafnaði þar í fjórða sæti. Eftir það hugði hann á framboð í forvalinu í Reykjavík en dró það síðar til baka í ljósi #metoo umræðunnar og þess að kvartað hafði verið undan framkomu hans við fagráð flokksins.<ref>[https://www.visir.is/g/20212108166d Dregur fram­boð sitt til baka í ljósi um­ræðu síðustu daga - Vísir.is, 11.5.2021]</ref> ===(Y) Ábyrg framtíð=== [[Ábyrg framtíð]] var stofnuð um sumarið 2021 í kringum andstöðu við sóttvarnaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og efasemdir um bólusetningar. Formaður flokksins var [[Jóhannes Loftsson]] en hann var jafnframt oddviti eina framboðslista flokksins, í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn hafði einnig skilað inn framboðslista með undirskriftum í Suðurkjördæmi en framboðinu var hafnað þar sem undirskriftir voru ekki nógu margar.<ref>[https://www.visir.is/g/20212154702d/abyrg-framtid-fekk-ekki-tilskylinn-medmaelafjolda-i-sudurkjordaemi Ábyrg framtíð fékk ekki tilskilinn meðmælafjölda í Suðurkjördæmi - Vísir.is, 11.9.2021]</ref> === Oddvitar === Í töflunni hér að neðan má sjá efstu menn á öllum framboðslistum sem boðnir voru fram í kosningunum: <templatestyles src="Flex-einnDálkur/styles.css /> {| class="wikitable flex-singleColumn" style="font-size: 90%" |- ! Flokkur !! [[Reykjavíkurkjördæmi norður|RN]] !! [[Reykjavíkurkjördæmi suður|RS]] !! [[Suðvesturkjördæmi|SV]] !! [[Norðvesturkjördæmi|NV]] !! [[Norðausturkjördæmi|NA]] !! [[Suðurkjördæmi|S]] |- ! (B) Framsóknarflokkurinn | [[Ásmundur Einar Daðason]] || [[Lilja Dögg Alfreðsdóttir]] || [[Willum Þór Þórsson]] || [[Stefán Vagn Stefánsson]] || [[Ingibjörg Ólöf Isaksen]] || [[Sigurður Ingi Jóhannsson]] |- ! (C) Viðreisn | [[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]] || [[Hanna Katrín Friðriksson]] || [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] || Guðmundur Gunnarsson || [[Eiríkur Björn Björgvinsson]] || [[Guðbrandur Einarsson]] |- ! (D) Sjálfstæðisflokkurinn | [[Guðlaugur Þór Þórðarson]] || [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]] || [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] || [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir|Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir]] || [[Njáll Trausti Friðbertsson]] || [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] |- ! (F) Flokkur fólksins | [[Tómas A. Tómasson]] || [[Inga Sæland]] || [[Guðmundur Ingi Kristinsson]] || [[Eyjólfur Ármannsson]] || [[Jakob Frímann Magnússon]] || [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] |- ! (J) Sósíalistaflokkur Íslands | [[Gunnar Smári Egilsson]] || {{Ekkirauður|Katrín Baldursdóttir}} || {{Ekkirauður|María Pétursdóttir}} || {{Ekkirauður|Helga Thorberg}} || {{Ekkirauður|Haraldur Ingi Haraldsson}} || {{Ekkirauður|Guðmundur Auðunsson}} |- ! (M) Miðflokkurinn | {{Ekkirauður|Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir}} || {{Ekkirauður|Fjóla Hrund Björnsdóttir}} || [[Karl Gauti Hjaltason]] || [[Bergþór Ólason]] || [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] || [[Birgir Þórarinsson]] |- ! (O) Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn | [[Guðmundur Franklín Jónsson]] || {{Ekkirauður|Glúmur Baldvinsson}} || {{Ekkirauður|Hafdís Elva Guðlaugsdóttir}} || {{Ekkirauður|Sigurlaug G. I. Gísladóttir}} || {{Ekkirauður|Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson}} || {{Ekkirauður|Magnús Guðbergsson}} |- ! (P) Píratar | [[Halldóra Mogensen]] || [[Björn Leví Gunnarsson]] || [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] || {{Ekkirauður|Magnús Davíð Norðdahl}} || {{Ekkirauður|Einar Brynjólfsson}} || {{Ekkirauður|Álfheiður Eymarsdóttir}} |- ! (S) Samfylkingin | [[Helga Vala Helgadóttir]] || [[Kristrún Mjöll Frostadóttir]] || [[Þórunn Sveinbjarnardóttir]] || {{Ekkirauður|Valgarður Lyngdal Jónsson}} || [[Logi Már Einarsson]] || [[Oddný Harðardóttir]] |- ! (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð | [[Katrín Jakobsdóttir]] || [[Svandís Svavarsdóttir]] || [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] || [[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|Bjarni Jónsson]]|| [[Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir]] || {{Ekkirauður|Hólmfríður Árnadóttir}} |- ! (Y) Ábyrg framtíð | [[Jóhannes Loftsson]] |} == Skoðanakannanir == [[Mynd:Icelandic Opinion Polling, 30 Day Moving Average, 2017-2021.png|thumb|800px|center|Yfirlit um skoðanakannanir frá kosningunum 2017.]] Skoðanakannanir höfðu sýnt miklar fylgissveiflur yfir undangengið kjörtímabil. Sjálfstæðisflokkurinn hafði mælst stærstur yfir allt kjörtímabilið en Samfylkingin næst stærst yfir miðbik tímabilsins. Þegar nær dró kosningum dalaði þó fylgi Samfylkingar í könnunum en fylgi VG og hins nýja Sósíalistaflokks reis. Niðurstöður kosninganna urðu svo nokkuð frábrugðnar skoðanannakönnunum, t.d. var fylgi Sósíalista ofmetið í öllum könnunum í september en fylgi Framsóknarflokks og Flokks fólks vanmetið. == Úrslit kosninganna == {{Kosningaúrslit |party1=[[Sjálfstæðisflokkurinn]] (D) |votes1=48708 |seats1=16 |sc1=0 |party2=[[Framsóknarflokkurinn]] (B) |votes2=34501 |seats2=13 |sc2=+5 |party3=[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] (V) |votes3=25114 |seats3=8 |sc3=-3 |party4=[[Samfylkingin]] (S) |votes4=19825 |seats4=6 |sc4=-1 |party5=[[Flokkur fólksins]] (F) |votes5=17672 |seats5=6 |sc5=+2 |party6=[[Píratar]] (P) |votes6=17233 |seats6=6 |sc6=0 |party7=[[Viðreisn]] (C) |votes7=16628 |seats7=5 |sc7=+1 |party8=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] (M) |votes8=10879 |seats8=3 |sc8=-4 |party9=[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] (J) |votes9=8181 |seats9=0 |sc9=- |party10=[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] (O) |votes10=845 |seats10=0 |sc10=– |party11=[[Ábyrg framtíð]] (Y) |votes11=144 |seats11=0 |sc11=– |invalid=517 |blank=3731 |electorate= 254588 |source= [https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__kosningar__althingi__althurslit/KOS02121.px/table/tableViewLayout2/ Hagstofa Íslands] }} Kjörsókn í kosningunum var ''80,1%'' og er það næstversta kjörsókn sem hefur verið í alþingiskosningum á Íslandi. === Úrslit í einstökum kjördæmum === {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Hlutfallslegt fylgi (%) |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|V]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn|M]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Vinstri græn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] ! style="background:#C6ECFB;"| 20.9 | 12,3 | 15,9 | 12,6 | 7,7 | 12,8 | 7,7 | 3,5 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] ! style="background:#C6ECFB;"| 22.8 | 11,5 | 14,7 | 13,3 | 8,9 | 10,9 | 8,6 | 4,1 |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] ! style="background:#C6ECFB;"| 30.2 | 14,5 | 12,1 | 8,1 | 7,6 | 8,3 | 11,4 | 4,5 |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 22,5 ! style="background:#D6F6BD;"| 25,8 | 11,5 | 6,9 | 8,8 | 6,3 | 6,2 | 7,4 |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] | 18,5 ! style="background:#D6F6BD;"| 25,6 | 12,9 | 10,5 | 8,6 | 5,3 | 5,4 | 8,9 |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] ! style="background:#C6ECFB;"| 24,6 | 23,9 | 7,4 | 7,6 | 12,9 | 5,6 | 6,2 | 7,4 |- |} {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Þingsæti |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|V]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn|M]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Vinstri græn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] | 2 | 1 | 2 | 2 | 1 | 2 | 1 | 0 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] ! style="background:#C6ECFB;"| 3 | 1 | 2 | 1 | 1 | 2 | 1 | 0 |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] ! style="background:#C6ECFB;"| 4 | 2 | 1 | 1 | 1 | 2 | 2 | 0 |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 2 ! style="background:#D6F6BD;"| 3 | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 1 |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] | 2 ! style="background:#D6F6BD;"| 3 | 2 | 1 | 1 | 0 | 0 | 1 |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 3 | 3 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 | 1 |- |} == Endurtalningar == Samkvæmt birtum lokatölum úr öllum kjördæmum að morgni 26. september voru niðurstöður þær að 33 konur hefðu náð kjöri til Alþingis en það hefði þýtt að þingið hefði í fyrsta skiptið verið skipað konum að meiri hluta. Það hefði jafnframt orðið í fyrsta skiptið á evrópsku þjóðþingi sem það hefði gerst. Samkvæmt sömu tölum hafði [[Lenya Rún Taha Karim]], frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður náð kjöri sem jöfnunarmaður og síðasti þingmaður kjördæmisins en það hefðu einnig verið tímamót þar sem hún hefði þá verið yngsti þingmaður sögunnar. Fluttar voru fréttir af því í stórum erlendum fjölmiðlum að konur væru nú í meirihluta á Alþingi. Í kjölfar endurtalningar í [[Norðvesturkjördæmi]] á sunnudeginum urðu miklar sviptingar á úthlutun [[jöfnunarsæti|jöfnunarmanna]] sem urðu til þess að konum sem náð höfðu kjöri fækkaði úr 33 í 30 og þær voru því ekki lengur í meirihluta.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/26/endurtalning-konur-ekki-lengur-i-meirihluta Endurtalning: Konur ekki lengur í meirihluta - RUV.is]</ref> Vinstri græn, Sósíalistar, Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar kröfðust endurtalningar í Suðurkjördæmi vegna þess hve fáum atkvæðum munaði til að breyta úthlutun þingsæta.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/27/fjorir-flokkar-oska-eftir-endurtalningu-i-sudurkjordaemi Fjórir flokkar óska eftir endurtalningu í Suðurkjördæmi - RÚV, 27.9.2021]</ref> Niðurstöður þar breyttust ekki við endurtalningu.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/28/engin-breyting-vid-endurtalningu-i-sudurkjordaemi Engin breyting við endurtalningu í Suðurkjördæmi - RÚV, 28.9.2021]</ref> == Kærumál == Í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi kom fram margþætt gagnrýni á endurtalninguna og framkvæmd hennar. Að sögn Inga Tryggvasonar, formanns yfirkjörstjórnar í kjördæminu, var ráðist í endurtalningu á öllum atkvæðum vegna þess að í ljós kom misræmi í flokkun atkvæða sem greidd höfðu verið C-lista Viðreisnar.<ref>http://landskjor.is/landkjorstjorn/frettir-tilkynningar/tilkynning-um-urslit-kosninga-til-althingis-25.-september-2021-og-uthlutun-thingsaeta</ref>. Eftir endurtalningu breyttust atkvæðatölur allra framboða lítillega en einnig fjöldi auðra og ógildra seðla sem og heildarfjöldi talinna atkvæða með þeim afleiðingum að úthlutun jöfnunarsæta á landsvísu breyttist verulega.<ref>https://www.ruv.is/frett/2021/09/29/mannleg-mistok-breyttu-ollu-fyrir-tiu-frambjodendur</ref> Í kjölfar endurtalningar gagnrýndi [[Magnús Davíð Norðdahl]], efsti maður á lista Pírata, það að umboðsmaður listans skyldi ekki hafa verið látinn vita af endurtalningunni og að kjörseðlar skuli ekki hafa verið [[innsigli|innsiglaðir]] eftir að fyrri talningu lauk og þar til hafist var handa við endurtalningu.<ref>https://www.frettabladid.is/frettir/segir-alvarlega-agalla-a-talningu-atkvaeda/</ref> Formaður yfirkjörstjórnar staðfesti að kjörseðlarnir hefðu verið skildir eftir í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi á þessu tímabili og að salurinn hafi einungis verið læstur en ekki innsiglaður og bar það fyrir sig að slíkt hefði aldrei verið gert.<ref>https://www.frettabladid.is/frettir/kjorgogn-voru-ekki-innsiglud-thad-hefur-aldrei-verid-gert/</ref> Skýrslur yfirkjörstjórna úr öðrum kjördæmum leiddu þó í ljós að Norðvesturkjördæmi var eina kjördæmið þar sem geymslustaður atkvæða var ekki innsiglaður eftir að talningu var lokið.<ref>https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/30/innsiglad_alls_stadar_nema_i_nordvesturkjordaemi/</ref> [[Landskjörstjórn]] kom saman 1. október til að úthluta þingsætum og fór þar eftir þeim niðurstöðum sem borist höfðu frá yfirkjörstjórnum í hverju kjördæmi. Landskjörstjórn lét þess þó getið í tilkynningu að að hennar mati hefði: „...ekki borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis á að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi.“ Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár væri það hins vegar eingöngu Alþingi sjálft sem gæti úrskurðað um gildi kosninganna.<ref>http://landskjor.is/landkjorstjorn/frettir-tilkynningar/tilkynning-um-urslit-kosninga-til-althingis-25.-september-2021-og-uthlutun-thingsaeta</ref> Sérstök [[kjörbréfanefnd]] Alþingis hefur það hlutverk að rannsaka kosningakærur og gera tillögu til þingsins um samþykkt eða synjun á kjörbréfum nýkjörinna þingmanna. Þar sem hin eiginlega kjörbréfanefnd er ekki kosin fyrr en þing kemur saman komu flokkarnir sér saman um skipun undirbúningsnefndar kjörbréfa og var [[Birgir Ármannsson]] formaður hennar.<ref>https://www.visir.is/g/20212165200d/skipta-ut-konu-fyrir-karl-vegna-jafn-rettis-sjonar-mida</ref> Alls bárust Alþingi 17 kærur vegna kosninganna, þar á meðal 6 kærur frá öllum frambjóðendunum sem hefðu náð kjöri sem jöfnunarmenn ef fyrri tölurnar úr Norðvesturkjördæmi hefðu gilt. Flestar sneru kærurnar að framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Rannsókn undirbúningsnefndarinnar fólst m.a. í vettvangsheimsóknum á talningarstað í [[Borgarnes]]i, samtölum við vitni og skoðun á gögnum á borð við upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá Hótel Borgarnesi. Niðurstöður þeirrar rannsóknar var sú að annamarkar hafi verið á vörslu kjörgagna í talningasalnum í 5-6 klukkustundir eftir að talningu lauk um nóttina og þar til yfirkjörstjórn mætti aftur á talningarstað upp úr hádegi. Á því tímabili höfðu starfsmenn hótelsins aðgang að salnum þar sem talningin fór fram og staðfest var með upptökum úr öryggismyndavélum að fjórir starfsmenn hefðu farið inn í salinn. Kjörgögnin sjálf hafi verið óinnsigluð í kössum og engin myndavélavöktun á því svæði í salnum þar sem þau voru geymd.<ref>{{H-vefur | url = https://www.althingi.is/altext/erindi/152/152-183.pdf | titill = Greinargerð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa | dagsetning = 23. nóvember 2021 | útgefandi = Alþingi | dags skoðað = 2022-04-23}}</ref> Kjörbréfanefnd var hins vegar klofin í afstöðu sinni til þess hvort að þessi ágalli á framkvæmd kosninganna ætti að verða til þess að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi eða jafnvel á landsvísu. Nýkjörið Alþingi greiddi atkvæði um kjörbréf þingmanna 25. nóvember og samþykkti kjörbréf þingmanna úr Norvesturkjördæmi með 42 atkvæðum á móti 5 en 16 sátu hjá. Magnús D. Norðdahl, frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi, boðaði í kjölfarið að hann myndi fara með málið fyrir [[Mannréttindadómstóll Evrópu|Mannréttindadómstól Evrópu]].<ref>{{H-vefur | url = https://www.visir.is/g/20212189359d/aetlar-ad-fara-med-kosninga-malid-i-nord-vestur-kjor-daemi-fyrir-mann-rettinda-dom-stolinn | titill = Ætlar að fara með kosninga­málið í Norð­vestur­kjör­dæmi fyrir Mann­réttinda­dóm­stólinn | dagsetning = 29. nóvember 2022 | miðill = Visir.is | dags skoðað = 2022-04-23}}</ref> Framkvæmd talningarinnar í Norðvesturkjördæmi var einnig kærð til lögreglu. Í október sektaði lögreglustjórinn á Vesturlandi alla yfirkjörstjórn kjördæmisins fyrir það að hafa ekki innsiglað atkvæði eftir talningu líkt og kosningalög gera ráð fyrir. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórarinnar, skyldi greiða 250 þúsund krónur í sekt en aðrir í yfirkjörstjórn skyldur greiða 150 þúsund. Enginn meðlimur yfirkjörstjórnarinnar greiddi þó þessa sekt þannig að lögreglustjóri þurfti að taka ákvörðun um það hvort að [[ákæra]] ætti í málinu eða fella það niður. Í mars 2022 var svo tilkynnt um að málin á hendur yfirkjörstjórninni hefðu verið felld niður þar sem þau þóttu ekki nægilega líkleg til sakfellingar þar sem ekki væri nógu skýrt í nýjum kosningalögum að refsivert væri að innsigla ekki atkvæðin.<ref>{{H-vefur | url = https://www.ruv.is/frett/2022/03/14/mal-yfirkjorstjornar-nordvesturkjordaemis-fellt-nidur | titill = Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður | dagsetning = 14. mars 2022 | miðill = RÚV.is | dags skoðað = 2022-04-23}}</ref> ===Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu=== [[Mannréttindadómstóll Evrópu]] gaf út dóm sinn vegna talningamálsins þann 16. apríl árið 2024. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn réttinum til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða við alþingiskosningarnar. Ríkið var dæmt til að greiða Guðmundi Gunnarssyni, frambjóðanda Viðreisnar, og Magnúsi Davíð Norðdahl, frambjóðanda Pírata, hvorum fyrir sig andvirði um tveggja milljóna króna.<ref>{{Vefheimild|titill=MDE: Ísland brotlegt vegna talningarmáls í NV-kjördæmi|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-16-mde-island-brotlegt-vegna-talningarmals-i-nv-kjordaemi-410426|útgefandi=[[RÚV]]|dags=16. apríl 2024|skoðað=16. apríl 2024|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref> == Markverðir áfangar == [[Tómas A. Tómasson]] þingmaður Flokks fólksins er elsti nýliðinn sem kosinn hefur verið á þing eða 72 ára gamall. [[Indriði Ingi Stefánsson]] varaþingmaður Pírata lagði fram fyrstu breytingartillögu við úrskurð lögmætis kjörbréfa. [[Birgir Þórarinsson]] þingmaður [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]] gekk til liðs við [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] tveimur vikum eftir kosningar en það er í fyrsta skipti sem að þingmaður skiptir um flokk svo stuttu eftir kosningar. [[Flokkur:Alþingiskosningar]] [[Flokkur:2021]] {{röð | listi = [[Alþingiskosningar]] | fyrir = [[Alþingiskosningar 2017]] | eftir = [[Alþingiskosningar 2024]] }} ==Tilvísanir== {{reflist}} j55tq58dzj6nisgw8mb0uzqg6i7e8ib Alexander Schallenberg 0 165156 1890086 1875096 2024-12-03T21:35:04Z Alvaldi 71791 1890086 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Alexander Schallen­berg | mynd = Alexander Schallenberg (51029203647).jpg | titill= Kanslari Austurríkis | stjórnartíð_start = [[11. október]] [[2021]] | stjórnartíð_end = [[6. desember]] [[2021]] | forveri = [[Sebastian Kurz]] | eftirmaður = [[Karl Nehammer]] | forseti = [[Alexander Van der Bellen]] | titill2= Utanríkisráðherra Austurríkis | stjórnartíð_start2 = [[6. desember]] [[2021]] | kanslari2 = [[Karl Nehammer]] | forveri2 = [[Michael Linhart]] | stjórnartíð_start3 = [[3. júní]] [[2019]] | stjórnartíð_end3 = [[11. október]] [[2021]] | kanslari3 = [[Brigitte Bierlein]]<br>[[Sebastian Kurz]] | forveri3 = [[Karin Kneissl]] | eftirmaður3 = [[Michael Linhart]] | fæddur= {{Fæðingardagur og aldur|1969|6|20}} | fæðingarstaður = [[Bern]], [[Sviss]] | börn = 4 | stjórnmálaflokkur = [[Austurríski þjóðarflokkurinn]] (2021–) | háskóli = [[Vínarháskóli]]<br>[[Université Panthéon-Assas|Panthéon-Assas-háskóli]]<br>[[Evrópuháskólinn]] }} '''Alexander Georg Nicolas Christoph Wolfgang Tassilo Schallenberg''' (f. 20. júní 1969) er [[Austurríki|austurrískur]] erindreki, lögfræðingur og stjórnmálamaður úr [[Austurríski þjóðarflokkurinn|Austurríska þjóðarflokknum]] (ÖVP). Hann er fyrrverandi [[kanslari Austurríkis]] og núverandi utanríkisráðherra í stjórn [[Karl Nehammer|Karls Nehammer]]. Schallenberg gegndi embætti kanslara Austurríkis í um tvo mánuði eftir að kanslarinn [[Sebastian Kurz]] sagði af sér þann 9. október 2021 og stakk upp á að Schallenberg tæki við af sér.<ref>{{Cite web|title=Sebastian Kurz "macht Platz" und zieht sich als Kanzler zurück|url=https://www.derstandard.at/story/2000130311035/nach-juengsten-enthuellungen-sebastian-kurz-vor-rueckzug-als-kanzler|access-date=2021-10-09|website=DER STANDARD|language=de-AT}}</ref> ==Uppvöxtur og menntun== Schallenberg fæddist árið 1969 í [[Bern]] í [[Sviss]], þar sem faðir hans vann sem sendiherra Austurríkis.<ref name="OEN">{{cite web|url=https://www.nachrichten.at/politik/aussenpolitik/Das-Spielfeld-der-Diplomatie-ist-die-zweite-Reihe;art391,2607027|title=Das Spielfeld der Diplomatie ist die zweite Reihe|publisher=Oberösterreichische Nachrichten|date=26 June 2017|accessdate=3 June 2019|language=þýska}}</ref> Sem sendiherrasonur ólst Schallenberg upp á [[Indland]]i, [[Spánn|Spáni]] og í [[Frakkland]]i.<ref name="OEN"/> Hann nam lögfræði við [[Vínarháskóla]] og við [[Université Panthéon-Assas|Panthéon-Assas-háskóla]] frá 1989 til 1994. Eftir útskrift nam hann við [[Evrópuháskólinn|Evrópuháskólann]] í [[Brugge]] til ársins 1995.<ref>{{cite web|url=https://www.kleinezeitung.at/politik/innenpolitik/5636938/KneisslNachfolger_Karrierediplomat-und-KurzVertrauter-Schallenberg|title=Kneissl-Nachfolger – Karrierediplomat und Kurz-Vertrauter Schallenberg wird Außenminister|work=Kleine Zeitung|date=30 May 2019|accessdate=3 June 2019|language=þýska}}</ref> ==Starfsferill== [[File:Secretary of State Michael R. Pompeo meets with the Austrian Foreign Minister (50226146266).jpg|left|thumb|Schallenberg hittir [[Mike Pompeo]], [[utanríkisráðherra Bandaríkjanna]], í [[Vínarborg]] þann 14. ágúst 2020.]] Schallenberg hóf störf við utanríkisráðuneyti Austurríkis árið 1997. Hann tók við af [[Karin Kneissl]] sem utanríkisráðherra þann 3. júní 2019.<ref>{{cite web|url=https://www.bmeia.gv.at/en/the-ministry/the-minister/|title=The Federal Minister for Europe, Integration and Foreign Affairs|publisher=Utanríkisráðuneyti Austurríkis|accessdate=3 June 2019}}</ref> Hann hélt þeirri stöðu í annarri ríkisstjórn [[Sebastian Kurz|Sebastians Kurz]], sem tók við völdum þann 7. janúar 2020. Eftir að Schallenberg sótti fund [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] í [[Lúxemborg]] dagana 12. október<ref name="ecfac12">{{cite web|title=FOREIGN AFFAIRS COUNCIL Luxembourg, 12 October 2020 |url=https://www.consilium.europa.eu/media/46075/12-fac-participants.pdf |publisher=[[Evrópska ráðið]]|date=12 October 2020}}</ref> og 13. október 2020<ref name="ecgac13">{{cite web|title=GENERAL AFFAIRS COUNCIL Luxembourg, 13 Octobre 2020 |url=https://www.consilium.europa.eu/media/46134/20201013-gac-presslist.pdf |publisher=[[Evrópska ráðið]]|date=13 October 2020}}</ref> ásamt belgíska utanríkisráðherranum [[Sophie Wilmès]] greindist hann með [[COVID-19]].<ref name="dwsw">{{cite web|title=Belgian Foreign Minister Sophie Wilmes in intensive care with COVID-19 |url=https://www.dw.com/en/belgian-foreign-minister-sophie-wilmes-in-intensive-care-with-covid-19/a-55358381 |publisher=Deutsche Welle |date=22 October 2020}}</ref> Wilmès staðfesti síðar á [[X (samfélagsmiðill)|Twitter]]-síðu sinni að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Schallenberg tók við embætti kanslara Austurríkis eftir að Sebastian Kurz sagði af sér vegna spillingarrannsóknar í október 2021. Stjórnarandstæðingar héldu því þó fram að Kurz myndi áfram í reynd vera áhrifamesti maður ríkisstjórnarinnar sem leiðtogi Þjóðarflokksins og hygðist stýra Austurríki sem „skuggakanslari“ með Schallenberg sem staðgengil sinn.<ref>{{Vefheimild|titill=Schallenberg verður kanslari í dag|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/11/schallenberg_verdur_kanslari_i_dag/|útgefandi=[[mbl.is]]|höfundur=Skúli Halldórsson|ár=2021|mánuður=11. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=11. október}}</ref> Í desember tilkynnti Kurz hins vegar að hann hygðist hætta alfarið í stjórnmálum.<ref>{{Vefheimild|titill=Sebastian Kurz er hættur í pólitík|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/02/sebastian-kurz-er-haettur-i-politik|ár=2021|mánuður=2. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=3. desember|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ásgeir Tómasson}}</ref> Í kjölfarið lýsti Schallenberg því yfir að hann hygðist hætta sem kanslari þegar nýr formaður Þjóðarflokksins hefði verið kjörinn þar sem kanslari og flokksforingi ættu að vera sami maðurinn.<ref>{{Vefheimild|titill=Kanslari Austurríkis segir af sér eftir aðeins tvo mánuði í starfi|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/02/sebastian-kurz-er-haettur-i-politik|ár=2021|mánuður=3. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=3. desember|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Þórdís B. Sigurþórsdóttir}}</ref> Innanríkisráðherrann [[Karl Nehammer]] var valinn sem nýr formaður Þjóðarflokksins og nýr kanslari í ríkisstjórninni.<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrr­verandi her­maður næsti kanslari Austur­ríkis|url=https://www.visir.is/g/20212191455d|ár=2021|mánuður=3. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=6. desember|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> ==Önnur störf== Schallenberg hefur frá árinu 2020 setið í trúnaðarráði Þjóðarsjóðs Austurríkis fyrir fórnarlömb þjóðernissósíalisma.<ref>[https://www.entschaedigungsfonds.org/organs/board-of-trustees#Board%20of%20Trustees Board of Trustees] Þjóðarsjóður Austurríkis fyrir fórnarlömb þjóðernissósíalisma.</ref> Schallenberg er skilinn og á fjögur börn.<ref>[https://www.news.at/a/alexander-schallenberg Wer ist Alexander Schallenberg?] News.at, 6. júní 2019. Skoðað 10. október 2021.</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Kanslari Austurríkis]] | frá = [[11. október]] [[2021]] | til = [[6. desember]] [[2021]] | fyrir = [[Sebastian Kurz]] | eftir = [[Karl Nehammer]] }} {{Töfluendir}} {{Kanslarar Austurríkis}} {{DEFAULTSORT:Schallenberg, Alexander}} {{f|1969}} [[Flokkur:Kanslarar Austurríkis]] [[Flokkur:Utanríkisráðherrar Austurríkis]] ozpu7dcirfp0o29p5aftzgcoewq79cx 1890087 1890086 2024-12-03T21:37:25Z Alvaldi 71791 1890087 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Alexander Schallen­berg | mynd = Alexander Schallenberg (51029203647).jpg | titill= Kanslari Austurríkis | stjórnartíð_start = [[11. október]] [[2021]] | stjórnartíð_end = [[6. desember]] [[2021]] | forveri = [[Sebastian Kurz]] | eftirmaður = [[Karl Nehammer]] | forseti = [[Alexander Van der Bellen]] | titill2= Utanríkisráðherra Austurríkis | stjórnartíð_start2 = [[6. desember]] [[2021]] | kanslari2 = [[Karl Nehammer]] | forveri2 = [[Michael Linhart]] | stjórnartíð_start3 = [[3. júní]] [[2019]] | stjórnartíð_end3 = [[11. október]] [[2021]] | kanslari3 = [[Brigitte Bierlein]]<br>[[Sebastian Kurz]] | forveri3 = [[Karin Kneissl]] | eftirmaður3 = [[Michael Linhart]] | fæddur= {{Fæðingardagur og aldur|1969|6|20}} | fæðingarstaður = [[Bern]], [[Sviss]] | börn = 4 | stjórnmálaflokkur = [[Austurríski þjóðarflokkurinn]] (2021–) | háskóli = [[Vínarháskóli]]<br>[[Université Panthéon-Assas|Panthéon-Assas-háskóli]]<br>[[Evrópuháskólinn]] }} '''Alexander Georg Nicolas Christoph Wolfgang Tassilo Schallenberg''' (f. 20. júní 1969) er [[Austurríki|austurrískur]] erindreki, lögfræðingur og stjórnmálamaður úr [[Austurríski þjóðarflokkurinn|Austurríska þjóðarflokknum]] (ÖVP). Hann er fyrrverandi [[kanslari Austurríkis]] og núverandi utanríkisráðherra í stjórn [[Karl Nehammer|Karls Nehammer]]. Schallenberg gegndi embætti kanslara Austurríkis í um tvo mánuði eftir að kanslarinn [[Sebastian Kurz]] sagði af sér þann 9. október 2021 og stakk upp á að Schallenberg tæki við af sér.<ref>{{Cite web|title=Sebastian Kurz "macht Platz" und zieht sich als Kanzler zurück|url=https://www.derstandard.at/story/2000130311035/nach-juengsten-enthuellungen-sebastian-kurz-vor-rueckzug-als-kanzler|access-date=2021-10-09|website=DER STANDARD|language=de-AT}}</ref> ==Uppvöxtur og menntun== Schallenberg fæddist árið 1969 í [[Bern]] í [[Sviss]], þar sem faðir hans vann sem sendiherra Austurríkis.<ref name="OEN">{{cite web|url=https://www.nachrichten.at/politik/aussenpolitik/Das-Spielfeld-der-Diplomatie-ist-die-zweite-Reihe;art391,2607027|title=Das Spielfeld der Diplomatie ist die zweite Reihe|publisher=Oberösterreichische Nachrichten|date=26 June 2017|accessdate=3 June 2019|language=þýska}}</ref> Sem sendiherrasonur ólst Schallenberg upp á [[Indland]]i, [[Spánn|Spáni]] og í [[Frakkland]]i.<ref name="OEN"/> Hann nam lögfræði við [[Vínarháskóla]] og við [[Université Panthéon-Assas|Panthéon-Assas-háskóla]] frá 1989 til 1994. Eftir útskrift nam hann við [[Evrópuháskólinn|Evrópuháskólann]] í [[Brugge]] til ársins 1995.<ref>{{cite web|url=https://www.kleinezeitung.at/politik/innenpolitik/5636938/KneisslNachfolger_Karrierediplomat-und-KurzVertrauter-Schallenberg|title=Kneissl-Nachfolger – Karrierediplomat und Kurz-Vertrauter Schallenberg wird Außenminister|work=Kleine Zeitung|date=30 May 2019|accessdate=3 June 2019|language=þýska}}</ref> ==Starfsferill== [[File:Secretary of State Michael R. Pompeo meets with the Austrian Foreign Minister (50226146266).jpg|left|thumb|Schallenberg hittir [[Mike Pompeo]], [[utanríkisráðherra Bandaríkjanna]], í [[Vínarborg]] þann 14. ágúst 2020.]] Schallenberg hóf störf við utanríkisráðuneyti Austurríkis árið 1997. Hann tók við af [[Karin Kneissl]] sem utanríkisráðherra þann 3. júní 2019.<ref>{{cite web|url=https://www.bmeia.gv.at/en/the-ministry/the-minister/|title=The Federal Minister for Europe, Integration and Foreign Affairs|publisher=Utanríkisráðuneyti Austurríkis|accessdate=3 June 2019}}</ref> Hann hélt þeirri stöðu í annarri ríkisstjórn [[Sebastian Kurz|Sebastians Kurz]], sem tók við völdum þann 7. janúar 2020. Eftir að Schallenberg sótti fund [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] í [[Lúxemborg]] dagana 12. október<ref name="ecfac12">{{cite web|title=FOREIGN AFFAIRS COUNCIL Luxembourg, 12 October 2020 |url=https://www.consilium.europa.eu/media/46075/12-fac-participants.pdf |publisher=[[Evrópska ráðið]]|date=12 October 2020}}</ref> og 13. október 2020<ref name="ecgac13">{{cite web|title=GENERAL AFFAIRS COUNCIL Luxembourg, 13 Octobre 2020 |url=https://www.consilium.europa.eu/media/46134/20201013-gac-presslist.pdf |publisher=[[Evrópska ráðið]]|date=13 October 2020}}</ref> ásamt belgíska utanríkisráðherranum [[Sophie Wilmès]] greindist hann með [[COVID-19]].<ref name="dwsw">{{cite web|title=Belgian Foreign Minister Sophie Wilmes in intensive care with COVID-19 |url=https://www.dw.com/en/belgian-foreign-minister-sophie-wilmes-in-intensive-care-with-covid-19/a-55358381 |publisher=Deutsche Welle |date=22 October 2020}}</ref> Wilmès staðfesti síðar á [[X (samfélagsmiðill)|Twitter]]-síðu sinni að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Schallenberg tók við embætti kanslara Austurríkis eftir að Sebastian Kurz sagði af sér vegna spillingarrannsóknar í október 2021. Stjórnarandstæðingar héldu því þó fram að Kurz myndi áfram í reynd vera áhrifamesti maður ríkisstjórnarinnar sem leiðtogi Þjóðarflokksins og hygðist stýra Austurríki sem „skuggakanslari“ með Schallenberg sem staðgengil sinn.<ref>{{Vefheimild|titill=Schallenberg verður kanslari í dag|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/10/11/schallenberg_verdur_kanslari_i_dag/|útgefandi=[[mbl.is]]|höfundur=Skúli Halldórsson|ár=2021|mánuður=11. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=11. október}}</ref> Í desember tilkynnti Kurz hins vegar að hann hygðist hætta alfarið í stjórnmálum. Í kjölfarið lýsti Schallenberg því yfir að hann hygðist hætta sem kanslari þegar nýr formaður Þjóðarflokksins hefði verið kjörinn þar sem kanslari og flokksforingi ættu að vera sami maðurinn.<ref>{{Vefheimild|titill=Sebastian Kurz er hættur í pólitík|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/02/sebastian-kurz-er-haettur-i-politik|ár=2021|mánuður=2. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=3. desember|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ásgeir Tómasson}}</ref> Innanríkisráðherrann [[Karl Nehammer]] var valinn sem nýr formaður Þjóðarflokksins og nýr kanslari í ríkisstjórninni.<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrr­verandi her­maður næsti kanslari Austur­ríkis|url=https://www.visir.is/g/20212191455d|ár=2021|mánuður=3. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=6. desember|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> ==Önnur störf== Schallenberg hefur frá árinu 2020 setið í trúnaðarráði Þjóðarsjóðs Austurríkis fyrir fórnarlömb þjóðernissósíalisma.<ref>[https://www.entschaedigungsfonds.org/organs/board-of-trustees#Board%20of%20Trustees Board of Trustees] Þjóðarsjóður Austurríkis fyrir fórnarlömb þjóðernissósíalisma.</ref> Schallenberg er skilinn og á fjögur börn.<ref>[https://www.news.at/a/alexander-schallenberg Wer ist Alexander Schallenberg?] News.at, 6. júní 2019. Skoðað 10. október 2021.</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = [[Kanslari Austurríkis]] | frá = [[11. október]] [[2021]] | til = [[6. desember]] [[2021]] | fyrir = [[Sebastian Kurz]] | eftir = [[Karl Nehammer]] }} {{Töfluendir}} {{Kanslarar Austurríkis}} {{DEFAULTSORT:Schallenberg, Alexander}} {{f|1969}} [[Flokkur:Kanslarar Austurríkis]] [[Flokkur:Utanríkisráðherrar Austurríkis]] a2aa8snr97u7ligblkyfo99kv4qr6mp Jóhann Páll Jóhannsson 0 165166 1890050 1872350 2024-12-03T14:30:29Z Leikstjórinn 74989 1890050 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | skammstöfun = JPJ | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1992|5|31}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]] | stjórnmálaflokkur = [[Samfylkingin]] | menntun = Heimspeki, sagnfræði, stjórnmálahagfræði | háskóli = | maki = Anna Bergljót Gunnarsdóttir | faðir = [[Jóhann G. Jóhannsson (f. 1955)|Jóhann G. Jóhannsson]] | AÞ_CV = 1416 | AÞ_frá1 = 2021 | AÞ_til1 = 2024 | AÞ_kjördæmi1 = [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]] | AÞ_flokkur1 = Samfylkingin | AÞ_frá2 = 2024 | AÞ_flokkur2 = Samfylkingin | AÞ_kjördæmi2 = [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]] }} '''Jóhann Páll Jóhannsson''' (f. [[31. maí]] [[1992]]) er íslenskur blaðamaður og alþingismaður fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]]. Hann fæddist í [[Reykjavík]] og foreldrar hans eru [[Jóhann G. Jóhannsson (f. 1955)|Jóhann G. Jóhannsson]] (1955) tónskáld og Bryndís Pálsdóttir (1963) fiðluleikari. == Nám og störf == Jóhann lauk stúdentsprófi í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 2012, lauk BA-prófi í heimspeki með lögfræði sem aukagrein í [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 2015, 2017 lauk hann MS-prófi í sagnfræði frá Edinborgarháskóla og árið 2020 MS-prófi í evrópskri stjórnmálahagfræði frá London School of Economics and Political Science. Hann var blaðamaður á [[DV]] á árunum 2012 - 2015 og eftir það blaðamaður hjá [[Stundin|Stundinni]] frá 2015 - 2019 Hann bauð sig fram fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]] í [[Reykjavíkurkjördæmi norður]] í [[Alþingiskosningar 2021|Alþingiskosningunum 2021]] og náði kjöri.<ref>[https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1416 Alþingi, Æviágripi - Jóhann Páll Jóhannsson] (skoðað 10. September 2023)</ref> == Tilvísanir== <references/> {{Núverandi alþingismenn}} {{stubbur|æviágrip|stjórnmál}} {{f|1992}} [[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]] [[Flokkur:Íslenskir blaðamenn]] 2uw9qb292gyswg0ax7h5jvl9svp1i7l Frjálsi demókrataflokkurinn 0 165947 1890035 1789348 2024-12-03T12:04:16Z Martin Macha 2111 74483 1890035 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálaflokkur |flokksnafn_íslenska = Frjálsi demókrataflokkurinn |flokksnafn_formlegt = Freie Demokratische Partei |mynd =[[Mynd:Logo der Freien Demokraten.svg|150px|center|]] | fylgi = {{hækkun}} 8,7%¹ |litur = #FFEE00 |formaður = [[Christian Lindner]] |varaformaður =[[Wolfgang Kubicki]]<br>[[Bettina Stark-Watzinger]]<br>[[Johannes Vogel]] |aðalritari = [[Marco Buschmann]] |þingflokksformaður = |frkvstjr = |stofnár = {{start date and age|1948|12|12}} |höfuðstöðvar = Hans-Dietrich-Genscher-Haus, Reinhardtstraße 14, 10117 [[Berlín]], [[Þýskaland]]i |félagatal ={{hækkun}} 73.000<ref name="Membership-09-2021">{{cite web|url=https://www.welt.de/politik/deutschland/article233558060/Bundestagswahl-2021-73-000-FDP-verzeichnet-starkes-Mitglieder-Wachstum.html|title=73.000 – FDP verzeichnet starkes Mitglieder-Wachstum|date=17 October 2021|language=de|website=welt}}</ref> |hugmyndafræði = [[Frjálslyndisstefna]], [[klassísk frjálshyggja]], Evrópusamvinna |einkennislitur = Gulur {{Colorbox|#FFEE00}} |vettvangur1 = Sæti á sambandsþinginu |sæti1 = 92 |sæti1alls = 736 |vettvangur2 = Sæti á Evrópuþinginu |sæti2 = 5 |sæti2alls = 96 |vefsíða = [https://www.fdp.de/ fdp.de] | fótnóta = ¹Fylgi í þingkosningum 2021 |bestu kosningaúrslit = |verstu kosningaúrslit = }} '''Frjálsi demókrataflokkurinn''' ([[þýska]]: '''''Freie Demokratische Partei'''''; skammstafað '''FDP''') er [[Þýskaland|þýskur]] stjórnmálaflokkur. Flokkurinn kennir sig við félagslega og efnahagslega [[Frjálslyndisstefna|frjálslyndisstefnu]], [[Klassísk frjálshyggja|klassíska frjálshyggju]] og stuðning við veru Þýskalands í [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]]. Frjálsi demókrataflokkurinn er skilgreindur sem miðjuflokkur eða mið-hægriflokkur og hefur í gegnum tíðina tekið þátt í samsteypustjórnum bæði með [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Þýskaland)|Kristilega demókrataflokknum]] og [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Þýskaland)|Jafnaðarmannaflokknum]]. Flokkurinn situr nú í stjórn ásamt Jafnaðarmönnum og [[Sambandið 90/Græningjarnir|Græningjum]] og flokksleiðtoginn [[Christian Lindner]] er fjármálaráðherra Þýskalands. == Söguágrip == [[Mynd:Schlußstrich drunter - FDP election campaign poster, Germany 1949.jpg|thumb|left|Kosningaplakat FDP frá árinu 1949.]] Margir eldri frjálslyndir flokkar höfðu verið virkir í Þýskalandi á undan Frjálsa demókrataflokknum, meðal annars [[Lýðræðisflokkurinn (Þýskaland)|Lýðræðisflokkurinn]], [[Þjóðfrelsisflokkurinn (Þýskaland)|Þjóðfrelsisflokkurinn]] og [[Þýski þjóðarflokkurinn]]. Frjálsi lýðræðisflokkurinn var stofnaður með arfleifð þessara flokka í huga eftir [[seinni heimsstyrjöldin]]a. Upphaflega hugðust þeir [[Theodor Heuss]] og [[Wilhelm Külz]] stofna nýjan þýskan frjálslyndisflokk undir nafninu „Lýðræðisflokkurinn“ (þ. ''Demokratische Partei Deutschlands'') árið 1947 í [[Rothenburg ob der Tauber]] en þessar áætlanir runnu út í sandinn og Külz endaði með því að stofna frjálslyndan stjórnmálaflokk í [[Austur-Þýskaland]]i. Frjálsi demókrataflokkurinn var formlega stofnaður þann 11. desember 1948 í [[Heppenheim|Heppenheim an der Bergstraße]] með samruna allra frjálslyndra flokka á hernámssvæðum vesturveldanna (í [[Vestur-Þýskaland]]i). Heuss og nýi flokkurinn léku lykilhlutverk við samningu nýrrar stjórnarskrár fyrir þýska sambandslýðveldið sem stofnað var eftir styrjöldina og Heuss varð fyrsti forseti þess. Frá 1966 til 1969 var Frjálsi demókrataflokkurinn í stjórnarandstöðu á meðan [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Þýskaland)|Kristilegi demókrataflokkurinn]] og [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Þýskaland)|Jafnaðarmannaflokkurinn]] mynduðu samsteypustjórn. === Stjórnarsamstarf með Jafnaðarmönnum === Árið 1969 gekk Frjálsi demókrataflokkurinn í samsteypustjórn ásamt Jafnaðarmannaflokknum og sat með þeim í stjórn næstu þrettán árin. Jafnaðarmaðurinn [[Willy Brandt]] varð þá kanslari en [[Walter Scheel]], leiðtogi FDP, varð utanríkisráðherra og átti eftir að endurmóta vestur-þýska utanríkisstefnu í samráði við Brandt. Þegar Scheel varð forseti Vestur-Þýskalands árið 1974 tók [[Hans-Dietrich Genscher]] við af honum sem flokksleiðtogi FDP og utanríkisráðherra. Genscher átti eftir að gegna embætti utanríkisráðherra í alls 18 ár. Frá lokum áttunda áratugarins varð ágreiningur milli flokkanna æ ljósari en samsteypustjórnin hélt þó meirihluta í þingkosningum árið 1980 með jafnaðarmanninn [[Helmut Schmidt]] sem kanslaraefni. Árið 1982 varð svokallaður „vendipunktur“ (þýska: ''Wende'') þegar Frjálsi demókrataflokkurinn, sem hafði tekið upp harðari [[Hægristefna|hægristefnu]], studdi [[Vantrauststillaga|vantrauststillögu]] gegn minnihlutastjórn Schmidt og gekk síðan í stjórnarsamstarf með Kristilegum demókrötum (CDU/CSU) þar sem [[Helmut Kohl]] varð kanslari og Genscher sat áfram sem utanríkisráðherra og varakanslari. === Stjórnarsamstarf með Kristilegum demókrötum === Ákvörðunin um að ganga í stjórn með Kristilegum demókrötum leiddi til klofnings innan FDP. Um tuttugu prósent flokksmeðlima sögðu sig úr flokknum og í þingkosningum ársins 1983 tapaði flokkurinn tæplega fjögurra prósenta fylgi. Flestir liðhlauparnir gengu í Jafnaðarmannaflokkinn, [[Sambandið 90/Græningjarnir|Græningjaflokkinn]] eða aðra smærri frjálslyndisflokka. Árið 1998 tapaði stjórn CDU/CSU og FDP kosningum fyrir Jafnaðarmönnum og Græningjum. Árið 2005 bættu Frjálsir demókratar nokkuð við sig, hlutu tæp tíu prósent atkvæða og urðu þar með þriðji stærsti flokkurinn á þinginu og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. ===FDP og sameining Þýskalands=== FDP studdi [[Sameining Þýskalands|sameiningu Þýskalands]] árið 1990 sem Kohl átti frumkvæði að eftir [[fall Berlínarmúrsins]] árið 1989. Við sameininguna gengu ýmsar frjálslyndar hreyfingar frá [[Austur-Þýskaland]]i í Frjálsa demókrataflokkinn, sem hlaut þannig strax sterkt bakland í nýju þýsku sambandslöndunum. Meðal flokkanna sem gengu í FDP voru flokkar sem höfðu áður verið meðlimir í „þjóðfylkingu“ þýska alþýðulýðveldisins, [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Þýskaland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] (LDP) og [[Þjóðarlýðræðisflokkurinn]] (NDPD). === Önnur ríkisstjórn Merkel === [[Mynd:FDP Bundestagswahlen.svg|300px|thumb|right|Kosninganiðurstöður FDP frá 1948 til 2013.]] Eftir þingkosningar árið 2009 gekk Frjálsi demókrataflokkurinn á ný í stjórnarsamstarf með Kristilegum demókrötum þar sem [[Angela Merkel]] var kanslari. Í kosningunum hlaut FDP 14,6 prósent atkvæða, bestu útkomu í sögu sinni, og fimm meðlimir flokksins urðu ráðherrar: [[Guido Westerwelle]], [[Sabine Leutheusser-Schnarrenberger]], [[Philipp Rösler]], [[Rainer Brüderle]] og [[Dirk Niebel]]. Flokkurinn tapaði hins vegar miklu fylgi á meðan hann sat í stjórn með Kristilegum demókrötum. Eftir að FDP galt afhroð í sveitastjórnarkosningum árið 2011 sagði Westerwelle af sér sem flokksleiðtogi og Rösler tók við af honum auk þess sem hann varð varakanslari og heilbrigðisráðherra í stað þess að vera viðskipta- og tæknimálaráðherra. === Í stjórnarandstöðu === Í þingkosningum ársins 2013 náði Frjálsi demókrataflokkurinn ekki yfir fimm prósenta þröskuldinn og fékk því engan fulltrúa kjörinn á þing. Daginn eftir kosningarnar 22. september sagði Rösler af sér sem flokksleiðtogi.<ref>{{Vefheimild|titill= Wahldesaster der Liberalen: FDP-Chef Rösler kündigt Rücktritt an|url=http://www.spiegel.de/politik/deutschland/bundestagswahl-fdp-chef-roesler-kuendigt-ruecktritt-an-a-923927.html|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. desember|útgefandi=[[Der Spiegel]]|mánuður=23. september|ár=2013}}</ref> FDP hlaut 10,7 prósent atkvæða í þingkosningum árið 2017 og komst því aftur inn á þing. Eftir kosningarnar fóru fram samningaviðræður um myndun svokallaðrar „Jamaíkustjórnar“ með aðkomu FDP, CDU/CSU og Græningja. Um miðjan nóvember fóru stjórnarmyndunarumræðurnar hins vegar út um þúfur þegar FDP hafnaði skilmálum hinna flokkanna. Frjálsir demókratar hlutu 11,5 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2021.<ref>Bundeswahlleiter: [https://www.bundeswahlleiter.de/bundestagswahlen/2021/ergebnisse/bund-99.html Bundesergebnis – Vorläufiges Ergebnis der Bundestagswahl 2021]</ref> Í kjölfar kosninganna gekk Frjálsi demókrataflokkurinn í svokallaða „umferðarljósastjórn“ með Jafnaðarmönnum og Græningjum þar sem [[Olaf Scholz]] varð kanslari. Stjórnin er fyrsta þriggja flokka samsteypustjórnin í sögu þýska sambandslýðveldisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrst­a þriggj­a flokk­a stjórn­in í sögu Þýsk­a­lands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-thriggja-flokka-stjornin-i-sogu-thyskalands/|höfundur=Þorvaldur S. Helgason|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2021|mánuður=24. nóvember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=25. nóvember}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Olaf Scholz kjörinn kanslari Þýskalands |url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/12/08/olaf_scholz_kjorinn_kanslari_thyskalands/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=8. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=8. desember}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{s|1948}} [[Flokkur:Þýskir stjórnmálaflokkar]] 6yjyo6eljgrc36myyl67s49jb7pippm Danubio F.C. 0 167969 1890067 1840819 2024-12-03T15:12:07Z 82.112.65.240 1890067 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Danubio Fútbol Club | Mynd = [[Mynd:Escudo_Danubio_Fútbol_Club.png|150px]] | Gælunafn = ''La Franja'', ''Los de la Curva'', ''La Universidad del Fútbol Uruguayo'' | Stytt nafn = Danubio | Stofnað = [[1932]] | Leikvöllur = Jardines del Hipódromo María Mincheff de Lazaroff | Stærð = 18 000 | Stjórnarformaður = Jorge Lorenzo | Knattspyrnustjóri = Jorge Fossati | Deild = [[Úrúgvæska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 6. sæti |pattern_la1=_derbyc2021h|pattern_b1=_danubio21h|pattern_ra1=_derbyc2021h|pattern_sh1=_danubio21h|pattern_so1=_socks |leftarm1=FFFFFF|body1=FFFFFF|rightarm1=FFFFFF|shorts1=FFFFFF|socks1=FFFFFF |pattern_la2=_danubio21a|pattern_b2=_danubio21a|pattern_ra2=_danubio21a|pattern_sh2=_danubio21a|pattern_so2=_socks |leftarm2=FFFFFF|body2=FFFFFF|rightarm2=FFFFFF|shorts2=000000|socks2=000000 |pattern_la3=_danubio21t|pattern_b3=_danubio21t|pattern_ra3=_danubio21t|pattern_sh3=_danubio21t|pattern_so3=_socks |leftarm3=FFFFFF|body3=FFFFFF|rightarm3=FFFFFF|shorts3=FFFFFF|socks3=FF0000 }} '''Danubio Fútbol Club''' er [[Úrúgvæ|úrúgvæskt]] [[knattspyrna|knattspyrnulið]] frá [[Montevídeó]], stofnað þann 1. mars árið 1932. Stórliðin [[Peñarol]] og [[Club Nacional de Football|Nacional]] bera höfuð og herðar yfir önnur félög í Úrúgvæ, en Danubio hefur þó fjórum sinnum orðið landsmeistari og er það lið fyrir utan risana tvo sem síðast fagnaði sigri (2013-14). Félagið leikur í efstu deild úrúgvæsku deildarkeppninnar. ==Sagan== Danubio var stofnað bræðrunum Mihail (Miguel) og Ivan (Juan) Lazaroff, sem fæddir voru í [[Búlgaría|Búlgaríu]]. Nafnið vísar til stórfljótsins [[Dóná|Dónár]] sem markar einmitt landamæri Búlgaríu til norðurs. Árið 2017 ákváðu stuðningsmenn félagsins í almennri kosningu að minnast stofnenda sinna enn betur með því að endurnefna heimavöll sinn, ''Jardines del Hipódromo María Mincheff de Lazaroff Stadium'' til heiðurs móður þeirra Lazaroff-bræðra. Til að minna enn á búlgarskar rætur félagsins hefur þriðji búningur Danubio verið með borða í búlgörsku fánalitunum yfir brjóstið. Aðalbúningur Danubio er svartur og hvítur og var tekinn upp þegar við stofnun félagsins. Var hann innblásinn af búningi [[Montevideo Wanderers]], sem urðu árið 1931 síðasta áhugamannaliðið til að verða landsmeistari í Úrúgvæ. ===Í skugga stórliða=== Danubio keppti fyrst í efstu deild árið 1948, þar sem það afrekaði að sigra Peñarol sem verið hafði ósigrað í þrjátíu leikjum. Félagið hafnaði í þriðja sæti á þessu fyrsta ári. Það sem eftir var aldarinnar lék Danubio í efstu deild með tveimur undantekningum, árið 1959-60 og 1969-70 þegar liðið féll en fór beint aftur upp. Á níunda áratugnum átti Danubio sitt fyrra blómaskeið. Það fagnaði sínum fyrsta meistaratitli árið 1988 eftir að hafa unnið 18 leiki af 24 og tapað bara tvívegis. Árið eftir komst félagið í undanúrslit [[Copa Libertadores]] í fyrsta og eina sinn, eftir að hafa slegið báða úrúgvæsku risana úr keppni, en tapaði að lokum gegn meistaraefnunum í Atlético Nacional de Medellín. Keppnisfyrirkomulagið í Úrúgvæ hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina og í kringum aldamótin var mótinu tvískipt þar sem krýndir voru meistarar bæði fyrri og seinni hluta tímabilsins, sem mættust svo í úrslitaeinvígi. Árin 2001 og 2002 komst Danubio í úrslitin en tapaði í bæði skiptin fyrir Nacional. Betur tókst til árið 2004 þegar Danubio varð meistari í annað sinn. Sigurmark í þriðju mínútu uppbótartíma í úrslitaleiknum gegn Nacional réði þar úrslitum. Leiktíðina 2006-07 endurtók liðið leikinn og varð úrúgvæskur meistari eftir að hafa unnið bæði fyrri og seinni hluta deildarkeppninnar, en endaði í þriðja sæti í úrslitakeppninni og missti því af sæti í Copa Libertadores. ===Síðasti titillinn=== Fjórði og síðasti meistaratitillinn vannst leiktíðina 2013-14. Mótið var afar óvenjulegt þar sem hvorgt stóru liðanna tveggja komst í úrslitaeinvígið. Danubio og Montevideo Wanderers þurftu þrjá leiki til að knýja fram sigurvegara og réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni, en áður hafði Danubio jafnað leikinn með hjólhestaspyrnumarki á lokamínútu framlengingar. Eftir meira en hálfrar aldar samfellda dvöl í efstu deild féll Danubio niður um deild árið 2020. Dvölin í næstefstu deild varð þó aðeins eitt ár og komst það strax aftur í hóp þeirra bestu. ==Titlar== [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|Úrúgvæskur meistari]] (4): 1988, 2004, 2006–07, 2013–14 ==Kunnir leikmenn== * [[Álvaro Recoba]] * [[Ruben Sosa]] * [[Diego Forlán]] * [[Edinson Cavani]] * [[Cristhian Stuani]] * [[Jose Gimenez]] [[Flokkur:Úrúgvæsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1932]] rygn8d479medd1e7k8ne6e5vep5rqk8 Snorri Másson 0 168897 1890058 1887368 2024-12-03T14:54:29Z Berserkur 10188 1890058 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Snorri Másson | mynd = | mynd_texti = | fæðingarnafn = Snorri Másson | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1997|5|1}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]], Ísland | önnur_nöfn = | ríkisfang = | menntun = [[Háskóli Íslands]] | starf = Fréttamaður | ár = | þekktur_fyrir = [[Skoðanabræður]] | þekktustu_verk = | sjónvarp = | titill = | maki = [[Nadine Guðrún Yaghi]]<ref>{{cite web |url=https://www.mbl.is/smartland/stars/2022/04/12/snorri_og_nadine_gudrun_nytt_par/ |title=Snorri og Nadine Guðrún nýtt par |publisher=[[mbl.is]] |date=2022-04-12 |author= |url-status=live }}</ref> | börn = | foreldrar = | faðir = | móðir = | ættingjar = [[Bergþór Másson]] (bróðir) | module = | vefsíða = }} '''Snorri Másson''' (f. [[1. maí]] [[1997]]) er þingmaður [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]] og fyrrum hlaðvarpsstjórnandi og fréttamaður. Snorri starfaði um tíma sem blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] en hóf svo störf sem fréttamaður á [[Stöð 2]] en hefur verið hlaðvarpsstjórnandi í hlaðvarpinu [[Skoðanabræður]] ásamt bróður sínum [[Bergþór Másson|Bergþóri]] sem þeir byrjuðu með árið 2019.<ref>{{cite web |url=https://www.visir.is/starfsfolk/snorrim |title=Snorri Másson |publisher=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]] |url-status=live }}</ref> Einnig birtir hann skoðanapistla á bloggsíðu sinni, Ritstjórinn. Snorri ákvað að bjóða sig fram fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í alþingiskosningunum 2024. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-19-snorri-fer-fram-fyrir-midflokkinn-425127 Snorri fer fram fyrir Miðflokkinn] Rúv, sótt 19. október 2024</ref> Hann er oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Foreldrar Snorra eru Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor við Háskólann á Bifröst og Már Jónsson, sagnfræðingur. Kona hans er Nadine Guðrún Yaghi sem einnig hefur starfað sem fréttamaður og er hlaðvarpsstjórnandi. ==Tilvísanir== {{reflist}} {{stubbur|æviágrip}} {{f|1997}} [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Íslenskir sagnfræðingar]] ovyqhekbyjw3u19lshasm4rngs66dic Peñarol 0 169743 1890061 1873804 2024-12-03T15:09:13Z 82.112.65.240 1890061 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Club Atlético Peñarol | Mynd = [[Mynd:Escudo del Club Atlético Peñarol.svg|150px]] | Gælunafn = ''Decano'', ''Manyas'', ''Aurinegros'', ''Carboneros'', ''Mirasoles'' | Stytt nafn = Peñarol | Stofnað = [[1891]] | Leikvöllur = [[Estadio Campeón del Siglo]] | Stærð = 40.000 | Stjórnarformaður = Juan Ignacio Ruglio | Knattspyrnustjóri = Mauricio Larriera | Deild = [[Úrúgvæska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 1. sæti |pattern_la1 = _penarol22h |pattern_b1 = _penarol22h |pattern_ra1 = _penarol22h |pattern_sh1 = |pattern_so1 = _penarol22h |leftarm1 = FFFFFF |body1 = FFFFFF |rightarm1 = FFFFFF |shorts1 = 000000 |socks1 = 000000 |pattern_la2 = _penarol22h |pattern_b2 = _penarol22a |pattern_ra2 = _penarol22h |pattern_sh2 = |pattern_so2 = _penarol22h |leftarm2 = 000000 |body2 = 000000 |rightarm2 = 000000 |shorts2 = 000000 |socks2 = 000000 }} '''Peñarol''' (fullt nafn: Club Atlético Peñarol) er [[Úrúgvæ|úrúgvæskt]] [[knattspyrna|knattspyrnulið]] frá samnefndu úthverfi borgarinnar [[Montevídeó]], og er eitt þekktasta og sigursælasta félagslið heims. Liðið var stofnað [[28. september]] árið 1891. Félagið hefur fimm sinnum unnið ameríkubikarinn og þrívegis sigrað í keppni Suður-Ameríkumeistaranna og Evrópumeistaranna. Auk knattspyrnu keppir Peñarol í [[ruðningur|rúbbí]] og [[frjálsar íþróttir|frjálsum íþróttum]]. ==Saga== Járnbrautafélag Úrúgvæ (The Central Uruguay Railway company) var stofnað árið 1878 og var stýrt af [[Stóra-Bretland|Bretum]], sem jafnframt voru stærstur hluti starfsmanna fyrirtækisins. Árið 1891 var stofnað íþróttalið innan fyrirtækisins sem var almennt þekkt undir skammstöfuninni ''CURCC''. Fyrstu keppnisgreinar félagsins voru rúbbí og krikket, en á öðru starfsári voru knattspyrnæfingar teknar á keppnisskránna. ===Fyrstu meistararnir=== [[Mynd:Curcc 1900.jpg|thumb|left|Fyrsta meistaralið CURCC árið 1900.]]CURCC var árið 1900 eitt fjögurra stofnliða [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|úrúgvæsku deildarinnar]] og hampaði liðið meistaratitlinum þegar í fyrstu tilraun. Leikurinn var endurtekinn árin 1901, 1905 og 1907. Árið 1906 tók nýr stjórnandi við rekstri járnbrautarfyrirtækisins og neitaði hann að styrkja knattspyrnuliðið fjárhagslega. Vegna þessa og annarra deilumála var klippt á tengslin milli fyrirtækisins og knattspyrnuliðsins á árinu 1913. Árið 1911 hlaut CURCC sinn fimmta og síðasta meistaratitil undir því nafni. Árið eftir reyndu stjórnendur félagsins að opna það fyrir iðkendum sem ekki störfuðu hjá járnbrautarfélaginu og lögðu til að tekið yrði upp heitið ''CURCC Peñarol''. Hugmyndinni var hafnað og að lokum ákvað fyrirtækið að slíta á tengslin í lok árs 1913. Frá og með þeim tímamótum hófu flestir iðkendur félagsins að keppa undir nafni og merkjum Peñarol og daginn eftir fór fram fyrsti grannaslagurinn milli [[Club Nacional de Football|Nacional]] og Peñarol. Peñarol hefur um áratuga skeið rakið sögu sína til 1891 en ekki 1913 og litið á meistaratitla CURCC sem sína. [[FIFA]] og Knattspyrnusamband Úrúgvæ hafa deilt þeirri túlkun. Ýmsir, þar á meðal ófáir stuðningsmenn Nacional, hafa þó bent á að járnbrautarfélagið hafi áfram haldið úti liði undir nafninu CURCC allt fram í ársbyrjun 1915 þegar það var leyst upp og verðlaunagripir félagsins færðir breska sjúkrahúsinu í Mentevídeó en ekki Peñarol. ===C.A. Peñarol=== Peñarol tók sæti CURCC í úrúgvæsku deildarkeppninni árið 1914. Tveimur árum síðar var nýr heimavöllur, ''Las Acacias'', tekinn í notkun. Fyrsti meistaratitillinn lét þó bíða eftir sér til ársins 1918. Árið 1922 var Peñarol vikið úr úrúgvæsku deildinni fyrir að hafa leikið vináttuleik gegn [[Argentína|argentínsku]] félagsliði sem átti aðild að klofnings-knattspyrnusambandi í Argentínu. Þetta leiddi til klofnings úrúgvæsku deildarkeppninnar til ársins 1926 og má leiða líkum að því að Peñarol hafi fyrir vikið orðið af einhverjum meistaratitlum vegna þessa. Árið 1927, eftir að búið var að sameina úrúgvæska knattspyrnuheiminn á ný, hélt Peñarol í keppnisferð til Evrópu og lék þar 19 kappleiki gegn liðum frá sex Evrópulöndum. Frammistaða [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|úrúgvæska landsliðsins]] á [[Sumarólympíuleikarnir_1924#Knattspyrnukeppni_ÓL_1924|ÓL 1924]] olli því að mikill áhugi var á komu liðsins. Leikirnir 19 fóru fram á 80 daga tímabili og lauk með sjö sigrum, fjórum jafnteflum og átta ósigrum. Atvinnumennska var formlega viðurkennd í úrúgvæsku knattspyrnunni fyrir leiktíðina 1932. Afleiðing þess varð sú að Peñarol og Nacional öðluðust yfirburðastöðu í landinu, sem varað hefur nær óslitið til þessa dags. Frá 1935 til 1938 varð félagið fjórfaldur meistari. Á fimmta áratugnum hampaði liðið meistaratitlinum þrisvar og á þeim sjötta fjórum sinnum. ===Meistarar Suður-Ameríku=== [[Mynd:Hinchada Peñarol 1.jpg|thumb|right|Blóðheitir stuðningsmenn Peñarol.]]Meistaratitillinn árið 1959 gaf Peñarol keppnisrétt í nýstofnaðri Suður-Ameríkukeppni, ''Copa de Campeones de América'' sem síðar varð betur þekkt undir heitinu ''[[Copa Libertadores]]''. Fyrstu tvö skiptin sem keppnin var haldin, 1960 og 1961, fór Peñarol með sigur af hólmi. Fyrst eftir sigur á [[Club Olimpia|Olimpia]] frá [[Paragvæ]] og því næst [[SE Palmeiras|Palmeiras]] frá [[Brasilía|Brasilíu]]. Seinna árið varð félagið heimsmeistari félagsliða eftir sigur á [[S.L. Benfica|Benfica]] frá [[Portúgal]]. Peñarol varð úrúgvæskur meistari alls fimm ár í röð á árunum 1958-62, síðast undir stjórn hins kunna [[Béla Guttmann]]. Þriðji Copa Libertadores-titillinn vannst árið 1966 eftir sigur á River Plate frá [[Argentína|Argentínu]]. Sigurinn þýddi að Peñarol mætti [[Real Madrid]] í tveggja leikja einvígi um heimsmeistaratitilinn og vann 2:0 bæði heima og að heiman. Árið 1970 komst liðið enn á ný í úrslit Copa Libertadores en tapaði fyrir [[Estudiantes de La Plata]]. Á leiðinni í úrslitaleikinn vann Peñarol stórsigur á Valencia frá [[Venesúela]], 11:2, sem enn er met í keppninni. Árin 1982 og 1987 vann Peñarol Copa Libertadores í fjórða og fimmta sinn. Fyrst eftir sigur á Cobreloa frá [[Síle]] en í kjölfarið varð félagið heimsmeistari eftir sigur á [[Aston Villa]]. Í seinna skiptið voru mótherjarnir América de Cali frá [[Kólumbía|Kólumbíu]] og vannst leikurinn með marki á lokasekúndunum. Frá 1993-97 varð Peñarol á ný fimmfaldur meistari í heimalandinu. Í Suður-Ameríkukeppninni hefur liðinu hins vegar ekki tekist að endurtaka fyrri afrek enda fjárhagslegir burðir liðanna frá Úrúgvæ miklu minni en keppinautanna frá stærri löndum. ==Titlar== ===Innlendir=== * [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|Úrúgvæskur meistari]] (52): 1900, 1901, 1905, 1907, 1911(*), 1918, 1921, 1928, 1929, 1932, 1935, 1936, 1937, 1938, 1944, 1945, 1949, 1951, 1953, 1954, 1958, 1959, 1960, 1961, 1962, 1964, 1965, 1967, 1968, 1973, 1974, 1975, 1978, 1979, 1981, 1982, 1985, 1986, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1999, 2003, 2009–10, 2012–13, 2015–16, 2017, 2018, 2021, 2024. (*) Fyrstu fimm titlarnir eru umdeildir, enda unnir undir merkjum ''Central Uruguay Railway Cricket Club''. ===Erlendir titlar=== * [[Copa Libertadores]] (5): 1960, 1961, 1966, 1982, 1987. * Heimsmeistarakeppni félagsliða (3): 1961, 1966, 1982. ==Kunnir leikmenn== {{col-begin}} {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Peregrino Anselmo]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Enrique Ballesteros]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Carlos Borges]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Ángel Rubén Cabrera]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Luis Cubilla]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Darwin Núñez]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Diego Forlán]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Álvaro Gestido]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Juan Hohberg]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Santos Iriarte]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Pedro Rocha]] {{col-3}} * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[José Pérez]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[José Piendibene]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Ángel Romano]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Manuel Varela]] * [[Mynd:Flag_of_Uruguay.svg|20px]] [[Obdulio Varela]] {{col-end}} [[Flokkur:Úrúgvæsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1891]] cv4rtbke37keo3yuxiy0wnx3ejmhmkl Lana Del Rey 0 172261 1890038 1877300 2024-12-03T12:30:09Z Fyxi 84003 1890038 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Lana Del Rey | mynd = Lana Del Rey @ Grammy Museum 10 13 2019 (49311023203).jpg | mynd_texti = Del Rey árið 2019 | fæðingarnafn = Elizabeth Woolridge Grant | önnur_nöfn = {{flatlist| * Lana Del Ray * Lizzy Grant * May Jailer * Sparkle Jumprope Queen }} | starf | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1985|6|21}} | fæðingarstaður = [[New York-borg|New York]], [[New York-fylki|New York]], [[Bandaríkin|BNA]] | starf = {{flatlist| * Söngvari * lagahöfundur }} | ár = 2005–í dag | module = {{Tónlistarfólk|embed=yes | stefna = {{flatlist| * [[Popptónlist|Popp]] * [[barokkpopp]] * [[draumapopp]] * [[rokk]] }} | hljóðfæri = Rödd | útgefandi = {{flatlist| * [[Polydor Records|Polydor]] * [[Interscope Records|Interscope]] * {{nowrap|5 Points}} * Stranger }}}} | vefsíða = {{URL|lanadelrey.com}} | signature = Lana Del Rey signature.svg | signature_size = 100px }} '''Elizabeth Woolridge Grant''' (f. 21. júní 1985), betur þekkt undir nafninu '''Lana Del Rey''', er [[Bandaríkin|bandarísk]] söngkona og lagahöfundur. Hún ólst upp í upphéruðum [[New York-fylki|New York]] og flutti til [[New York-borg]]ar árið 2005 til að sækjast eftir feril í tónlist. Árið 2011 hlaut lagið hennar „Video Games“ mikilla vinsælda og skrifaði hún undir hjá [[Polydor Records|Polydor]] og [[Interscope Records|Interscope]] stuttu eftir. Árið 2012 var platan ''Born to Die'' gefin út sem á má finna „Summertime Sadness“. Del Rey hefur hlotið ýmis verðlaun, þar með talið [[Brit-verðlaunin|Brit-verðlaun]], [[MTV Europe Music-verðlaunin|MTV Europe Music-verðlaun]], og [[Satellite-verðlaunin|Satellite-verðlaun]], ásamt því að hafa verið tilnefnd til [[Grammy-verðlaunin|Grammy]] og [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe]]-verðlauna. ''[[Variety]]'' nefndi hana „eina af áhrifamestu tónlistarmönnum 21. aldar.“<ref>{{Cite web|last=Earl|first=William|date=2021-11-19|title=Jack Harlow, Olivia Rodrigo, Lil Nas X, Lana Del Rey and More to Be Honored at Variety's Hitmakers Event|url=https://variety.com/2021/music/news/variety-hitmakers-jack-harlow-olivia-rodrigo-lil-nas-x-lana-del-rey-1235115745/|access-date=2021-12-05|website=Variety|language=en-US}}</ref><ref>{{Cite web|last=Earl|first=William|date=2021-12-04|title=Lana Del Rey Gives Emotional Speech While Accepting Variety Hitmakers' Decade Award: 'I'm Grateful for All the Criticism — I Get a Lot'|url=https://variety.com/2021/music/news/lana-del-rey-speech-variety-decade-award-1235126375/|access-date=2021-12-05|website=Variety|language=en-US}}</ref> == Útgefið efni == === Breiðskífur === * ''Lana Del Ray'' (2010) * ''Born to Die'' (2012) * ''[[Ultraviolence]]'' (2014) * ''Honeymoon'' (2015) * ''Lust for Life'' (2017) * ''Norman Fucking Rockwell!'' (2019) * ''Chemtrails over the Country Club'' (2021) * ''Blue Banisters'' (2021) * ''Did You Know That There's a Tunnel Under Ocean Blvd'' (2023) * ''The Right Person Will Stay'' (2025) === Stuttskífur === * ''Kill Kill'' (2008) * ''Lana Del Rey'' (2012) * ''Paradise'' (2012) * ''Tropico'' (2013) === Endurútgáfur === * ''Born to Die: The Paradise Edition'' (2012) == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * {{Opinber vefsíða}} * {{IMDb name}} {{stubbur|æviágrip|tónlist}} {{DEFAULTSORT:Del Rey, Lana}} [[Flokkur:Lana Del Rey| ]] {{f|1985}} [[Flokkur:Bandarískir söngvarar]] lt6dagsrm8yfgv6ldrnazegdfvmynla Top Gun: Maverick (tónlist) 0 174387 1890043 1806069 2024-12-03T12:41:29Z Fyxi 84003 1890043 wikitext text/x-wiki {{Plata | nafn = Top Gun: Maverick (Music from the Motion Picture) | týpa = soundtrack | flytjandi = [[Lorne Balfe]], [[Harold Faltermeyer]], [[Lady Gaga]], og [[Hans Zimmer]] | mynd = Top Gun Maverick (kvikmyndatónlist).jpeg | mynd_alt = | gefin_út = {{Udagur|2022|05|27}} | tekin_upp = | stúdíó = | stefna = [[Kvikmyndatónlist]] | lengd = 43:35 | útgefandi = [[Interscope Records|Interscope]] | upptökustjóri = {{hlist|[[BloodPop]]|[[Lady Gaga]]|Brent Kutzle|Giorgio Moroder|John Nathaniel|Simon Oscroft|Benjamin Rice|Tyler Spry|Ryan Tedder|Lorne Balfe}} | tímaröð = | síðasti_titill = | síðasta_ár = | misc = {{Auka tímaröð | flytjandi = [[Lady Gaga]] | týpa = soundtrack | síðasti_titill = [[Love for Sale (Tony Bennett og Lady Gaga plata)|Love for Sale]] | síðasta_ár = 2021 | titill = Top Gun: Maverick | ár = 2022 | næsti_titill = [[Harlequin (tónlist)|Harlequin]] | næsta_ár = 2024 }} {{Smáskífur | type = soundtrack | single1 = Hold My Hand | single1date = 3. maí 2022 | single2 = I Ain't Worried | single2date = 13. maí 2022 }} }} '''''Top Gun: Maverick (Music from the Motion Picture)''''' er hljómplatan fyrir kvikmyndina ''[[Top Gun: Maverick]]'' frá árinu 2022 eftir Lorne Balfe, Harold Faltermeyer, [[Lady Gaga]] og [[Hans Zimmer]].<ref name="ScreenRant">{{Cite news|url=https://screenrant.com/top-gun-2-maverick-score-hans-zimmer/|title=Top Gun 2 To Be Scored By Hans Zimmer|date=October 21, 2018|work=ScreenRant|access-date=2018-11-28|archive-url=https://web.archive.org/web/20181206102250/https://screenrant.com/top-gun-2-maverick-score-hans-zimmer/|archive-date=December 6, 2018|language=en-US}}</ref><ref name=":2">{{Cite web|url=https://www.billboard.com/music/music-news/tom-cruise-praises-lady-gaga-top-gun-song-score-1235066680/|title=Tom Cruise Praises Lady Gaga's 'Top Gun' Song, Reveals She Helped Compose the Score: 'Her Talent Is Just Boundless'|last=Dalley|first=Hannah|date=4. maí 2022|website=Billboard|archive-url=https://web.archive.org/web/20220504162958/https://www.billboard.com/music/music-news/tom-cruise-praises-lady-gaga-top-gun-song-score-1235066680/|archive-date=4. maí 2022|access-date=4. maí 2022}}</ref> Platan samanstendur af tónlist kvikmyndarinnar auk tveggja upprunalegra laga, „Hold My Hand“ með Gaga og „I Ain't Worried“ með hljómsveitinni [[OneRepublic]], sem voru gefin út sem smáskífur fyrir útgáfu plötunnar.<ref name=":3">{{Cite web|url=https://www.billboard.com/music/music-news/lady-gaga-confirms-new-song-top-gun-hold-my-hand-1235064022/|title=Lady Gaga Confirms She Wrote a Song for 'Top Gun: Maverick': 'I've Been Working on It For Years|last=Dailey|first=Hannah|date=27. apríl 2022|website=Billboard|archive-url=https://web.archive.org/web/20220525214807/https://www.billboard.com/music/music-news/lady-gaga-confirms-new-song-top-gun-hold-my-hand-1235064022/|archive-date=25. maí 2022|access-date=28. apríl 2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://variety.com/2022/music/news/lady-gaga-top-gun-maverick-hold-my-hand-oscars-original-song-1235240724/|title=Lady Gaga Announces New Single From ‘Top Gun: Maverick’ Film, ‘Hold My Hand’|last=Tangcay|first=Jazz|date=27. apríl 2022|website=Variety|archive-url=https://web.archive.org/web/20220427161707/https://variety.com/2022/music/news/lady-gaga-top-gun-maverick-hold-my-hand-oscars-original-song-1235240724/|archive-date=27. apríl 2022|access-date=27. apríl 2022}}</ref> Platan inniheldur lagið „Danger Zone“ eftir Kenny Loggins, sem var einnig í [[Top Gun|fyrstu myndinni]].<ref name="Consequence of Sound">{{Cite news|url=https://consequence.net/2018/06/kenny-loggins-top-gun-2-danger-zone/|title=Kenny Loggins is recording a new version of 'Danger Zone' for Top Gun: Maverick|last=Colburn|first=Randall|date=June 7, 2018|work=Consequence of Sound|access-date=July 21, 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20180822113400/https://consequence.net/2018/06/kenny-loggins-top-gun-2-danger-zone/|archive-date=August 22, 2018}}</ref> Platan var gefin út 27. maí 2022 af [[Interscope Records]] í stafræni og geisladiskaútgáfu.<ref name="filmmusicreporter.com">{{Cite web|url=http://filmmusicreporter.com/2022/05/04/top-gun-maverick-soundtrack-album-details/|title='Top Gun: Maverick' Soundtrack Album Details|date=May 4, 2022|website=The Film Music Reporter|archive-url=https://web.archive.org/web/20220504212349/http://filmmusicreporter.com/2022/05/04/top-gun-maverick-soundtrack-album-details/|archive-date=May 4, 2022|access-date=May 5, 2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://store.interscope.com/products/top-gun-maverick-official-soundtrack-cd|title='Top Gun: Maverick Official Soundtrack' CD|website=Interscope Records|language=en|archive-url=https://web.archive.org/web/20220602084106/https://store.interscope.com/products/top-gun-maverick-official-soundtrack-cd|archive-date=June 2, 2022|access-date=2022-05-26}}</ref> Vínylútgáfa plötunnar var gefin út 18. nóvember sama ár.<ref>{{Cite web|url=https://shop.ladygaga.com/products/top-gun-maverick-music-from-the-motion-picture-black-vinyl|title=Top Gun: Maverick (Music From The Motion Picture) Black Vinyl – Lady Gaga Official Shop|website=shop.ladygaga.com|archive-url=https://web.archive.org/web/20220528130902/https://shop.ladygaga.com/products/top-gun-maverick-music-from-the-motion-picture-black-vinyl|archive-date=28. maí 2022|access-date=27. maí 2022}}</ref> == Heimildir == Fyrirmynd greinarinnar var „''[[:en:Top_Gun:_Maverick_(soundtrack)| Top Gun: Maverick (soundtrack)]]''“ á [[Enska|ensku]] útgáfu [[Wikipedia]]. Sótt 30. apríl 2023. ==Tilvísanir== {{Heimildaskrá}} {{Lady Gaga}} [[Flokkur:Hljómplötur Lady Gaga]] [[Flokkur:Hljómplötur gefnar út árið 2022]] [[Flokkur:Kvikmyndatónlist]] 0flu51ulk2zg2tm0ft2gx2v558lb86d Progreso 0 174949 1890070 1840778 2024-12-03T15:13:44Z 82.112.65.240 1890070 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Club Atlético Progreso | Mynd = [[Mynd:Escudo Club Atlético Progreso.png|150px]] | Gælunafn = ''Gauchos del Pantanoso'', ''Gauchos'', ''Los de La Teja'' | Stytt nafn = Progreso | Stofnað = [[1917]] | Leikvöllur = [[Parque Abraham Paladino]], [[Montevideo]] | Stærð = 8 000 | Stjórnarformaður = Fabián Canobbio | Knattspyrnustjóri = Álvaro Fuerte | Deild = [[Úrúgvæska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 11. sæti | pattern_la1 = _progreso22h | pattern_b1 = _progreso22h | pattern_ra1 = _progreso22h | pattern_sh1 = _progreso21h | pattern_so1 = _progreso21h | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = FFFFFF | socks1 = 000000 | pattern_la2 = _progreso21a | pattern_b2 = _progreso22a | pattern_ra2 = _progreso21a | pattern_sh2 = _progreso21a | pattern_so2 = _redtop | leftarm2 = FFFFFF | body2 = FFFFFF | rightarm2 = FFFFFF | shorts2 = FFFFFF | socks2 = FFFFFF |Tamaño de imagen=120px}} '''Progreso''', fullu nafni '''Club Atlético Progreso''' er [[Úrúgvæ|úrúgvæskt]] [[knattspyrna|knattspyrnulið]] frá [[Montevídeó]], stofnað þann 30. apríl árið 1917. Það hefur lengi staðið í skugga stærri og öflugri knattspyrnuliða í landinu en naut allnokkurrar velgengni undir lok níunda áratugarins þegar það vann sinn fyrsta og eina meistaratitil. ==Saga== Progreso var stofnað árið 1917 í Balero-borgarhlutanum í Montevideo. Stofnendurnir komu margir hverjir úr röðum iðn- og verkamanna í grjótnámi. Hreyfing [[stjórnleysisstefna|anarkista]] var öflug í borgarhlutanum og vísaði nafnið í slagorð og hugtakanotkun anarkista, auk þess sem svartur var einkennislitur þess í fyrstu. Núverandi gul- og rauðröndótti búningurinn var tekinn upp árið 1927 og vísar til fána [[Katalónía|Katalóníu]] á [[Spánn|Spáni]] til að sýna lýðveldissinnum í [[Spænska borgarastyrjöldin|spænsku borgarastyrjöldinni]] samstöðu sína. Liðið lék eitt tímabil í efstu deild árið 1946 en féll beina leið niður aftur. Það var ekki fyrr en 1980 sem það komst aftur í hóp hinna bestu og við tók gullaldarskeiðið í sögu félagsins. Það má rekja til þess að [[Tabaré Vázquez]], síðar forseti Úrúgvæ, tók við stjórnarformennsku árið 1979. Heimavöllur félagsins var endurbyggður á árunum 1981-83. Árið 1986 náði Progreso öðru sæti í úrúgvæsku deildinni á eftir [[Peñarol]] sem gaf keppnisrétt í Suður-Ameríkukeppninni ''[[Copa Libertadores]]'' árið eftir. Félagið varð úrúgvæskur meistari í fyrsta og eina sinn árið 1989, en keppnisfyrirkomulagið var mjög óvenjulegt það árið þar sem leikin var einföld umferð í fjórtán liða deild. Progreso vann níu leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði aðeins einu sinni. Eftir þetta sigurár tók að halla undan fæti hjá Progreso sem féll úr efstu deild árið 1995. Upp frá því hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar og mest náð fjórum árum samfleytt í deild þeirra bestu. ==Titlar== [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|Úrúgvæskur meistari]] (1): 1989 [[Flokkur:Úrúgvæsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1917]] 4xw7w1oaoimphur3v8xru4e0lqf0z7w Úrúgvæska úrvalsdeildin 0 175859 1890060 1881101 2024-12-03T15:08:43Z 82.112.65.240 1890060 wikitext text/x-wiki '''Úrúgvæska úrvalsdeildin''' er efsta atvinnumannadeildin í [[knattspyrna|knattspyrnu]] í [[Úrúgvæ]]. Keppnin var fyrst haldin árið 1900 og var áhugamannakeppni til ársins 1932 þegar atvinnumennska var lögleidd í Úrúgvæ. Keppnin í deildinni hefur ekki verið mjög fjölbreytt þar sem [[Peñarol]] og [[Club Nacional de Football|Nacional]] hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið. Núverandi meistarar (2024) eru Peñarol. ==Sagan== Úrúgvæska úrvalsdeildin var fyrst leikin árið 1900. Á árunum 1923 til 1925 klofnaði úrúgvæska deildin og samkeppnisdeild var stofnuð við hliðina á úrúgvæsku meistarakeppninni. Eftir inngrip stjórnvalda tókst að sameina deildirnar tvær í eina árið 1926, sem lauk með sigri Peñarol en sá titil er hvorki viðurkenndur af FIFA né Úrúgvæska knattspyrnusambandinu. Frá 1930 til 1975 unnu Nacional og Peñarol alla meistaratitla sem í boði voru. Einokun liðanna tveggja var ekki rofin fyrr en árið 1976 þegar Defensor varð meistari í fyrsta sinn. Nacional og Peñarol hafa hvort um sig náð því að verða meistarar fimm ár í röð. Lengsta bil án þess að annað hvort liðið hafi hampað meistaratitlinum er frá 1987 til 1991 þegar fjögur lið deildu meistaratitlinum á fimm ára tímabili. Frá 1994 hefur meistarakeppnin farið fram í tvennu lagi með forkeppninni (Torneo Apertura) og lokakeppninni (Torneo Clausura), þar sem sigurvegarar beggja keppna mætast í hreinu tveggja leikja úrslitaeinvígi. Líkt og í öðrum Suður-Ameríkuríkjum miðaðist úrvalsdeildin í Úrúgvæ í fyrstu við almanaksári frá hausti til vors - miðað við árstíðaskiptin á Suðuruhveli. Árið 2005 var svokallað „evrópskt tímabil“ tekið upp þar sem keppni hófst í ágúst. Tilgangurinn var sá að koma í veg fyrir að lið misstu lykilmenn á miðju tímabili til Evrópu. Leiktíðina 2006-07 var úrvalsdeildin skorin niður í 15 lið. Eftir margra ára umræðu um að hverfa aftur til fyrra leikfyrirkomulags var að lokum ákveðið árið 2017 að keppa á ný miðað við almanaksárið. ==Titlar eftir félögum== {| class="wikitable" |- ! Félag ! Titlar ! Ár |- | [[Mynd:Escudo_del_Club_Atlético_Peñarol.svg|20px]] [[Peñarol]] | 52 | 1900, 1901, 1905, 1907, 1911,1918, 1921, 1928, 1929, 1932, 1935, 1936, 1937, 1938, 1944, 1945, 1949, 1951, 1953, 1954, 1958, 1959, 1960, 1961, 1962, 1964, 1965, 1967, 1968, 1973, 1974, 1975, 1978, 1979, 1981, 1982, 1985, 1986, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1999, 2003, 2009–10, 2012–13, 2015–16, 2017, 2018, 2021, 2024 |- | [[Mynd:Escudo_del_Club_Nacional_de_Football.svg|20px]] [[Club Nacional de Football|Nacional]] | 49 | 1902, 1903, 1912, 1915, 1916, 1917, 1919, 1920, 1922, 1923, 1924, 1933, 1934, 1939, 1940, 1941, 1942, 1943, 1946, 1947, 1950, 1952, 1955, 1956, 1957, 1963, 1966, 1969, 1970, 1971, 1972, 1977, 1980, 1983, 1992, 1998, 2000, 2001, 2002, 2005, 2005–06, 2008–09, 2010–11, 2011–12, 2014–15, 2016, 2019, 2020, 2022 |- | [[Mynd:Logo_Defensor_Sporting_Club.png|20px]] [[Defensor Sporting]] | 4 | 1976, 1987, 1991, 2007–08 |- | [[Mynd:Escudo_Danubio_Fútbol_Club.png|20px]] [[Danubio F.C.|Danubio]] | 4 | 1988, 2004, 2006–07, 2013–14 |- | [[Mynd:River_Plate_Football_Club_de_Montevideo_logo.png|20px]] [[River Plate F.C.]] | 4 | 1908, 1910, 1913, 1914 |- | [[Mynd:Escudo del Montevideo Wanderers Futbol Club.png|20px]] [[Montevideo Wanderers F.C.]] | 3 | 1906, 1909, 1931 |- | [[Rampla Juniors ]] | 1 | 1927 |- | [[Mynd:Escudo Club Atlético Bella Vista.png|20px]] [[C.A. Bella Vista|Bella Vista]] | 1 | 1990 |- | [[Mynd:Escudo Club Atlético Progreso.png|20px]] [[Progreso]] | 1 | 1984 |- | [[Mynd:Escudo Central Español 2020.png|20px]] [[Central Español]] | 1 | 1989 |- | [[Mynd:Escudo-Liverpool.png|20px]] [[Liverpool F.C. (Montevídeó)|Liverpool F.C.]] | 1 | 2023 |} {{S|1900}} [[Flokkur:Knattspyrnumót og -keppnir félagsliða]] [[Flokkur:Íþróttir í Úrúgvæ]] 8xbvux08h53qpu2296avv3wx4jgemzi Defensor Sporting 0 175891 1890063 1840780 2024-12-03T15:10:31Z 82.112.65.240 1890063 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Defensor Sporting Club | Mynd = [[Mynd:Logo_Defensor_Sporting_Club.png|150px]] | Gælunafn = ''El Violeta'', ''La Viola'', ''Tuertos'', 'El Defe'','La Farola'' | Stofnað = [[1913]] | Leikvöllur = Estadio Luis Franzini, | Stærð = 16 000 | Stjórnarformaður = Alberto Ward | Knattspyrnustjóri = Marcelo Ménde | Deild = [[Úrúgvæska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 4. sæti | pattern_la1 = _defensor20h | pattern_b1 = _defensor20h | pattern_ra1 = _defensor20h | pattern_sh1 = _defensor20h | pattern_so1 = | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = FFFFFF | socks1 = 5B00B7 | pattern_la2 = _defensor20a | pattern_b2 = _defensor20a | pattern_ra2 = _defensor20a | pattern_sh2 = _defensor20a | pattern_so2 = | leftarm2 = FFFFFF | body2 = FFFFFF | rightarm2 = FFFFFF | shorts2 = FFFFFF | socks2 = FFFFFF}} '''Defensor Sporting Club''' er [[Úrúgvæ|úrúgvæskt]] [[knattspyrna|knattspyrnulið]] frá [[Montevídeó]], stofnað árið 1913. Stórliðin [[Peñarol]] og [[Club Nacional de Football|Nacional]] bera höfuð og herðar yfir önnur félög í Úrúgvæ, en Defensor hefur þó fjórum sinnum orðið landsmeistari og sigur liðsins árið 1976 vakti sérstaka athygli þar sem hann rauf 44 ára sigurgöngu stóru liðanna tveggja. ==Sagan== ''Club Atlético Defensor'' var stofnað 15. mars 1913. Nafninu var breytt í ''Defensor Sporting Club'' árið 1989 eftir sameiningu við ''Sporting Club Uruguay''. Defensor Sporting hafði leikið í efstu deild knattspyrnunnar í Úrúgvæ um langt árabil án þess að gera alvarlega atlögu að meistaratitlinum. Árið 1976 varð liðið Úrúgvæskur meistari í fyrsta sinn og endurtók afrekið í þrígang árin 1987, 1991 og 2008. ==Titlar== * [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|Úrúgvæskur meistari]] (4): 1976, 1987, 1991, 2008 * [[Copa Libertadores]], undanúrslit 2014 [[Flokkur:Úrúgvæsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1913]] 4uy5d7fudosyn0p5hutzomzhnv0g7hs Rampla Juniors 0 175912 1890072 1866591 2024-12-03T15:20:38Z 82.112.65.240 1890072 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Rampla Juniors Fútbol Club | Mynd = | Gælunafn = ''Ramplenses'' | Stytt nafn = Rampla Juniors | Stofnað = [[1914]] | Leikvöllur = [[Estadio Olímpico]], [[Montevideo]] | Stærð = 6 000 | Stjórnarformaður = Isabel Peña | Knattspyrnustjóri = Javier Benia | Deild = 2. deild | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 14. sæti í úrvalsdeild (fall) | pattern_la1 = _rampla21h | pattern_b1 = _rampla21h | pattern_ra1 = _rampla21h | pattern_sh1 = _shorts | pattern_so1 = _socks | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = 000000 | socks1 = 000000 | pattern_la2 = _thinredborder | pattern_b2 = _rampla21a | pattern_ra2 = _thinredborder | pattern_sh2 = _rampla21a | pattern_so2 = _socks | leftarm2 = FFFFFF | body2 = FFFFFF | rightarm2 = FFFFFF | shorts2 = FFFFFF | socks2 = FFFFFF | image_size = 150px}} '''Rampla Juniors Fútbol Club''' eða '''Rampla Juniors''' er [[Úrúgvæ|úrúgvæskt]] [[knattspyrna|knattspyrnulið]] frá [[Montevídeó]], stofnað þann 7. janúar árið 1914. Gullöld félagsins var á þriðja áratug tuttugustu aldar þegar það vann sinn fysta og eina [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|úrúgvæska meistaratitil]]. ==Saga== Rampla Juniors var stofnað árið 1914 og segir sagan að stofnendurnir hafi valið einkennisliti sína, rauðan og grænan, eftir fána á [[Ítalía|ítölsku]] skipi sem átti leið um höfnina í Montevídeó. Félagið átti snemma góðu gengi að fagna og komst í efstu deild úrúgvæsku deildarkeppninnar árið 1922. Árið 1927, þegar keppnin var endurvakin eftir rúmlega árs hlé, varð Rampla Juniors meistari í fyrsta sinn. Það reyndist eini meistaratitill félagsins í sögunni. Í meistaraliðinu var markvörðurinn [[Enrique Ballesteros]] sem var eini leikmaður þess í [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|landsliðshópi Úrúgvæ]] sem sigraði á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930|HM 1930]]. Á sjöunda áratugnum tóku stuðningsmenn Rampla Juniors þátt í að byggja nýjan heimavöll félagsins. Vinnusvæðið minnti á grjótnámu og fengu stuðningsmennirnir í kjölfarið viðurnefnið ''The Flinstones''. Í seinni tíð hefur Rampla Juniors lengst af verið í neðri deildum úrúgvæsku deildarkeppninnar og sýnt fá merki þess að endurreisa gullöldina frá þriðja áratugnum. ==Titlar== [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|Úrúgvæskur meistari]] (1): 1927 [[Flokkur:Úrúgvæsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1914]] 1d9q5ceibnrbf0vzrj243r24g2dg6eh Liverpool F.C. (Montevídeó) 0 177749 1890068 1848808 2024-12-03T15:12:40Z 82.112.65.240 1890068 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Liverpool Fútbol Club | Mynd = [[Mynd:Escudo-Liverpool.png|150px]] | Gælunafn = ''Negriazules'', ''Los negros de la cuchilla'' | Stytt nafn = | Stofnað = [[15. febrúar]] [[1915]] | Leikvöllur = Estadio Belvedere,, [[Montevídeó]] | Stærð = 10.000 | Stjórnarformaður = José Luis Palma | Knattspyrnustjóri = Emiliano Alfaro | Deild = [[Úrúgvæska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 12. sæti | pattern_la1 = _liverpooluru20h | pattern_b1 = _liverpooluru20h | pattern_ra1 = _liverpooluru20h | pattern_sh1 = _shorts | pattern_so1 = _socks | leftarm1 = 0000FF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = 0000FF | shorts1 = 000000 | socks1 = 000000 | pattern_la2 = | pattern_b2 = _liverpooluru20a | pattern_ra2 = | pattern_sh2 = _shorts | pattern_so2 = _socks | leftarm2 = C3C3C3 | body2 = FFFFFF | rightarm2 = 009FFF | shorts2 = FFFFFF | socks2 = FFFFFF |Tamaño de imagen=120px}} '''Liverpool Fútbol Club''' er [[Úrúgvæ|úrúgvæskt]] [[knattspyrna|knattspyrnulið]] frá [[Montevídeó]], stofnað þann 15. febrúar árið 1915. Það hefur lengst af verið í efstu deild úrúgvæsku knattspyrnunnar en varð meistari í fyrsta sinn árið 2023. ==Sagan== Rekja má uppruna félagsins til ársins 1908 þegar nemendur í kaþólska skólanum í Nuevo París í Montevídeó tóku að æfa knattspyrnu. Nokkrum árum síðar var formlegu félagi komið á laggirnar og var það kennt við [[England|ensku]] hafnarborgina [[Liverpool]] enda um talsverð menningarleg tengsl að ræða og meirihluti þeirra kolaflutningaskipa sem sigldu til Montevídeó lögðu af stað frá Liverpool. Liverpool hefur tvívegis keppt í [[Copa Libertadores]], árin 2011 og 2021, en í bæði skiptinn fallið úr leik í fyrstu umferð. Árið 2023 varð Liverpool í fyrsta sinn úrúgvæskur meistari en auk meistaratitilsins hlaut félagið þrjá af fjórum minni titlum sem í boði voru. ==Titlar== [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|Úrúgvæskur meistari]] (1): 2023 [[Flokkur:Úrúgvæsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1915]] 1u8louay38gtw7oxwjyuzn5r29ooaqq Montevideo Wanderers F.C. 0 181345 1890066 1869257 2024-12-03T15:11:35Z 82.112.65.240 1890066 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Montevideo Wanderers Fútbol Club | Mynd = [[Mynd:Escudo del Montevideo Wanderers Futbol Club.png|150px]] | Gælunafn = ''Bohemios'', ''Vagabundos'' | Stytt nafn = Danubio | Stofnað = [[1902]] | Leikvöllur = Estadio Alfredo Victor Viera, Montevideo | Stærð = 10 000 | Stjórnarformaður = Gabriel Blanco | Knattspyrnustjóri = Antonio Pacheco | Deild = [[Úrúgvæska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2024 | Staðsetning = 8. sæti | pattern_la1 = _wanderers18H | pattern_b1 = _wanderers18H | pattern_ra1 = _wanderers18H | pattern_sh1 = _black_stripes | pattern_so1 = _wanderers18h | leftarm1 = FFFFFF | body1 = FFFFFF | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = FFFFFF | socks1 = FFFFFF | pattern_la2 = _wanderers18A | pattern_b2 = _wanderers18A | pattern_ra2 = _wanderers18A | pattern_sh2 = _white_stripes | pattern_so2 = _wanderers18A | leftarm2 = FFFFFF | body2 = FFFFFF | rightarm2 = FFFFFF | shorts2 = 000000 | socks2 = FFFFFF | pattern_la3 = _wanderers18t | pattern_b3 = _wanderers18t | pattern_ra3 = _wanderers18t | pattern_sh3 = _black_stripes | pattern_so3 = _socks | leftarm3 = FFFFFF | body3 = FFFFFF | rightarm3 = FFFFFF | shorts3 = FFFFFF | socks3 = FFFFFF }} '''Montevideo Wanderers Fútbol Club''' eða '''Wanderers''' er [[Úrúgvæ|úrúgvæskt]] [[knattspyrna|knattspyrnulið]] frá [[Montevídeó]], stofnað þann 15. ágúst árið 1902. Félagið státar af þremur [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|úrúgvæskum meistaratitlum]], þeim síðasta árið 1931. ==Saga== Montevideo Wanderers var stofnað að frumkvæði bræðranna Enrique og Juan Sardeson árið 1902 í kjölfar heimsóknar þeirra til [[England|Englands]] þar sem þeir komust í kynni við knattspyrnuíþróttina. Nafnið var væntanlega dregið af [[Wanderers F.C.]], einu af elstu og sögufrægustu liðum Bretlandseyja eða jafnvel [[Wolverhampton Wanderers F.C.|Wolverhampton Wanderers]] sem var í hópi öflugari félagsliða um aldamótin. Wanderers tóku fyrst þátt í úrúgvæsku deildinni á sínu fyrsta starfsári, 1903. Árið 1906 varð félagið í fyrsta sinn úrúgvæskur meistari eftir að hafa unnið níu af tíu leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Næstu tvö árin höfnuðu Wanderers í öðru sæti og urðu svo meistarar á nýjan leik árið 1909. Næstu árin var félagið í hópi þeirra sterkari í heimalandinu en varð þó að láta sér nægja sigra í minni bikarkeppnum. [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu|Úrúgvæmenn]] urðu heimsmeistarar á [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930|heimavelli 1930]] en Wanderers áttu einungis einn leikmann í 22 manna landsliðshópnum, Domingo Tejera sem kom við sögu í fyrsta leiknum gegn [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu|Perú]]. Það kom því töluvert á óvart þegar Wanderers urðu meistarar árið eftir, 1931. Reyndist það síðast meistaratitill félagsins til þessa dags. Atvinnumennska var tviðurkennd í úrúgvæsku knattspyrnunni í byrjun fjórða áratugarins sem leiddi til yfirburðarstöðu tvíeykisins [[Club Nacional de Football|Nacional]] og [[Peñarol]]. Wanderers voru þó framan af þriðja öflugasta lið landsins og höfnuðu næstu árin margoft rétt á hæla hinna tveggja. [[Obdulio Varela]], ein skærasta stjarnan í sögu knattspyrnunnar í Úrúgvæ, sló í gegn sem leikmaður Wanderers á árunum 1938-40. Eftir að hann hvarf á önnur mið fór hins vegar að halla undan fæti og frá 1942 til 1962 tók við tveggja áratuga tímabil þar sem Wanderers lentu alltaf fyrir neðan þriðja sætið og máttu jafnvel sætta sig við fall niður í næstefstu deild. Eftir um langt tímabil af miðjumoði, þar sem Wanderers flakkaði milli deilda, hafnaði liðið í öðru sæti leiktíðina 1980, sem var hæsta deildarstaða liðsins frá meistaratitilinum 1980. Einna mesta athygli það árið vakti 19 ára nýliði, [[Enzo Francescoli]], sem síðar átti eftir að setja mark sitt á úrúgvæska knattspyrnu. Aftur tókst Wanderers að tryggja sér silfurverðlaunin árið 1985, þá undir stjórn ungs þjálfara [[Óscar Tabárez]] sem síðar átti eftir að stýra landsliðinu lengur en nokkur annar. Wanderers mörkuðu ekki djúp spor í sögu úrúgvæsku deildarinnar næstu tæpu þrjá áratugina en leiktíðina 2013-14 mátti engu muna að liðið yrði afar óvænt meistari á nýjan leik. Félagið mætti þá [[Danubio F.C.]] í úrslitaeinvígi sem lauk með framlengingu og vítaspyrnukeppni, þar sem Danubio fór með sigur af hólmi eftir að leikmenn Wanderers misnotuðu fjórar af sex vítaspyrnum sínum. ==Titlar== [[Úrúgvæska úrvalsdeildin|Úrúgvæskur meistari]] (3): 1906, 1909, 1931 [[Flokkur:Úrúgvæsk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1902]] oer7s7br4zm0deh94x5jn7rvak1zazj Alþingiskosningar 2024 0 182253 1890049 1889988 2024-12-03T14:28:15Z Leikstjórinn 74989 1890049 wikitext text/x-wiki {{Þingkosningar | election_name = Alþingiskosningar 2024 | country = Ísland | type = parliamentary | ongoing = no | previous_election = [[Alþingiskosningar 2021|2021]] | next_election = Í síðasta lagi 2028 | outgoing_members = [[Kjörnir alþingismenn 2021|Fráfarandi þingmenn]] | elected_members = [[Kjörnir alþingismenn 2024|Kjörnir þingmenn]] | seats_for_election = 63 sæti á [[Alþingi]] | majority_seats = 32 | turnout = 80,2% | election_date = 30. nóvember 2024 | results_sec = Úrslit kosninganna | party1 = [[Samfylkingin]] | party_leader1 = [[Kristrún Frostadóttir]] | percentage1 = 20,8 | seats1 = 15 | last_election1 = 6 | party2 = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] | party_leader2 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | percentage2 = 19,4 | seats2 = 14 | last_election2 = 16 | party3 = [[Viðreisn]] | party_leader3 = [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] | percentage3 = 15,8 | seats3 = 11 | last_election3 = 5 | party4 = [[Flokkur fólksins]] | party_leader4 = [[Inga Sæland]] | percentage4 = 13,8 | seats4 = 10 | last_election4 = 6 | party5 = [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | party_leader5 = [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] | percentage5 = 12,1 | seats5 = 8 | last_election5 = 3 | party6 = [[Framsóknarflokkurinn]] | party_leader6 = [[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | percentage6 = 7,8 | seats6 = 5 | last_election6 = 13 | map = 2024 Iceland parliamentary election results map ISL.svg | map_size = 350px | map_caption = | detailed_results = Úrslit kosninganna | title = ríkisstjórn | before_election = [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarni Benediktsson II]]<br> {{LB|B}}&nbsp;{{LB|D}} | before_image = File:Bjarni Benediktsson 2021.jpg | posttitle = Ný ríkisstjórn | after_election = | after_image = }} '''Alþingiskosningar''' fóru fram þann [[30. nóvember]] [[2024]] eftir að [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra boðaði [[þingrof]] og baðst lausnar fyrir [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|ráðuneyti sitt]] þann [[13. október]] [[2024]]. Kosningar hefðu annars farið fram í síðasta lagi [[27. september]] [[2025]]. [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] sem höfðu verið í stjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu töpuðu miklu fylgi í kosningum og fengu allir minnsta fylgi í sögu hvers flokks. [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]], sem að er fjórflokkur misstu alla sína þingmenn eftir að hafa verið á Alþingi í einhverri mynd frá [[Alþingiskosningar 1937|1937]]. Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á þingi juku allir við fylgi sitt að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum, en þeir féllu einnig af þingi eftir ellefu ára veru. [[Samfylkingin]] varð stærsti flokkurinn á þingi með 20,8% gildra atkvæða. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir og ljóst er að þrjá eða fleiri flokka þarf til að mynda stjórnarmeirihluta. ==Aðdragandi== Fráfarandi ríkisstjórn [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarna Benediktssonar]] samanstóð af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænum]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokknum]]. Hún tók við af [[Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur|ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur]] á miðju kjörtímabili.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242554169d/bjarni-benediktsson-nyr-forsaetisradherra|title=Bjarni Bene­dikts­son nýr for­sætis­ráð­herra|author=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|date=2024-09-04|work=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Samstarf þessara flokka í ríkisstjórn hófst fyrst eftir [[Alþingiskosningar 2017|alþingiskosingarnar 2017]] og varði í rúm sjö ár, lengur en nokkurt þriggja flokka stjórnarsamstarf fram að þessu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/3ja-flokka-stjorn-ekki-setid-heilt-kjortimabil|title=3ja flokka stjórn ekki setið heilt kjörtímabil - RÚV.is|date=2017-11-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Erfiðleikar í samstarfi flokkanna urðu æ meira áberandi eftir því sem leið á seinna kjörtímabil samstarfsins, sérstaklega í málefnum útlendinga og orkumálum. Sérstaklega reyndi svo á stjórnarsamstarfið í máli sem varðaði [[Mál Yazans Tamimi|brottvísun palestínskrar fjölskyldu]] í [[september]] [[2024]] þar sem ráðherrar [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] voru ósammála um réttmæti afskipta ráðherra í málinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634413d/-enntha-i-toluverdu-ovissuastandi-um-framvinduna-|title=Enn­þá í tölu­verðu óvissuástandi um fram­vinduna|authort=Elín Margrét Böðvarsdóttir|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á landsfundi [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] í [[október]] [[2024]] var samþykkt ályktun um að slíta ætti samstarfinu og stefna að kosningum um vorið [[2025]].<ref name=":4">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242631016d/sam-thykktu-a-lyktun-og-stefna-ad-kosningum-i-vor|title=Sam­þykktu á­lyktun og stefna að kosningum í vor|author=Sólrún Dögg Jósefsdóttir|date=2024-06-10|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-06}}</ref> [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti hins vegar yfir endalokum stjórnarsamtarfsins á blaðamannafundi [[13. október]] og gekk á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]] þann [[14. október]] til að leita samþykkis forseta á þingrofi og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt daginn eftir.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-13-sjalfstaedisflokkur-slitur-rikisstjornarsamstarfinu-bjarni-vill-kosningar-30-november-424511|title=Sjálfstæðisflokkur slítur ríkisstjórnarsamstarfinu – Bjarni vill kosningar 30. nóvember|author1=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|author2=Ástrós Signýjardóttir|date=2024-10-13|website=RÚV|access-date=2024-10-13|author3=Freyr Gígja Gunnarsson}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635456d/bodar-bjarna-a-sinn-fund-klukkan-fjogur|title=Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga|author1=Kjartan Kjartansson|author2=Jón Þór Stefánsson|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> [[Halla Tómasdóttir]], forseti Íslands lagði til að [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|fráfarandi ríkisstjórn]] myndi skipa starfstjórn og starfa því áfram þar til ný stjórn er mynduð eftir kosningar, en [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] neituðu að taka þátt í slíkri starfstjórn og hættu því þátttöku í ríkisstjórninni þann [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635681d/taka-ekki-thatt-i-starfsstjorn|title=Taka ekki þátt í starfsstjórn - Vísir|author=Árni Sæberg|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> ==Framkvæmd== Í kosningunum var kosið um 63 þingsæti á [[Alþingi]] og notast var við [[hlutfallskosning]]u í sex [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]]. 54 þingsætum er úthlutað í kjördæmunum samkvæmt niðurstöðum í þeim en 9 þingsæti eru [[jöfnunarsæti]] sem úthlutað er samkvæmt niðurstöðum á landsvísu. Stjórnmálasamtök þurfa að ná 5% fylgi á landsvísu til að fá úthlutað jöfnunarsætum.<ref name=":5">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/lagas/nuna/2021112.html|title=112/2021: Kosningalög|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Fjöldi þingsæta á Alþingi og kjördæmaskipan var óbreytt frá [[Alþingiskosningar 2021|síðustu kosningum]] en eitt þingsæti fluttist frá [[Norðvesturkjördæmi]] til [[Suðvesturkjördæmi]]s vegna reglu um að kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti megi ekki ekki vera meira en tvöfalt fleiri í einu kjördæmi en einhverju hinna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-thingsaetum-faekkar-i-nordvesturkjordaemi-425035|title=Þingsætum fækkar í Norðvesturkjördæmi - RÚV.is|last=Isabel Alejandra Diaz|first=|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Samkvæmt kosningalögum eiga alþingiskosningar að fara fram í síðasta lagi þegar að fjögurra ára kjörtímabili lýkur en lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðarmótum. Þar sem [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningarnar 2021]] fóru fram á fjórða laugardegi [[September|septembermánaðar]] þurftu þessar kosningar að fara fram í síðasta lagi þann [[27. september]] [[2025]]<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/10/09/ef-vid-naum-ekki-tokum-thessum-malum-strax-eftir-naestu-kosningar-tha-er-ekkert-vist-ad-thad-verdi-aftur-snuid/|title=Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið|date=2024-10-09|work=[[Dagblaðið Vísir]]|author=Ragna Gestsdóttir|language=is|access-date=2024-10-17|quote=''Núverandi kjörtímabilki lýkur haustið 2025, síðast var kosið til Alþingis 25. september 2021 og þyrftu næstu kosningar því að fara fram í síðasta lagi 27. september 2025.''}}</ref> , en í kjölfar stjórnarslita [[13. október]] [[2024]] var þeim flýtt til [[30. nóvember]] 2024 skv. tillögu forsætisráðherra en áður hafði landsfundur [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] ályktað um að kjósa skyldi um vorið [[2025]]. Óvenjulegt er að alþingiskosningar fari fram svo seint á árinu, þær hafa aðeins einu sinni farið fram síðar en það var [[Alþingiskosningar 1979|2.-3. desember 1979]].<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kjordagar-1908-2017-almennar-althingiskosningar-og-landskjor/|title=Kjördagar 1908–2021: Almennar alþingiskosningar og landskjör|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Framboðsfrestur var til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn [[31. október]] og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst [[7. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://island.is/s/landskjorstjorn/frett/kosningar-til-althingis|title=Kosningar til Alþingis|date=2024-10-18|publisher=Landskjörstjórn}}</ref> Kjósendur á kjörskrá voru 268.422 og fjölgaði um tæp 14 þúsund frá síðustu kosningum.<ref>{{Cite web|url=https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2024/11/01/Talnaefni-adgengilegt-um-fjolda-a-kjorskra-vegna-althingiskosninga-30.-november-nk/|title=Talnaefni aðgengilegt um fjölda á kjörskrá vegna alþingiskosninga|date=2024-11-01|website=Þjóðskrá|access-date=2024-11-03}}</ref> Veðurspár í aðdraganda kosninganna bentu til þess að veður á kjördag gæti orðið þannig að það raskaði framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða, sér í lagi í landsbyggðarkjördæmunum þar sem víða þarf að ferðast með atkvæði um langan veg á talningarstað. Hríðarveður var á [[Austurland]]i á kjördag og færð spilltist á fjallvegum en ekki kom til þess að fresta þyrfti kjörfundum. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning atkvæða frá ýmsum byggðarlögum þar til [[Egilsstaðir|Egilsstaða]]. Þaðan var flogið með öll atkvæði af Austurlandi á talningarstað á [[Akureyri]].<ref>{{Cite news|title=Atkvæði Austfirðinga farin í loftið|url=https://austurfrett.is/frettir/atkvaedhi-austfirdhinga-farin-i-loftidh|date=1. desember 2024|work=Austurfrétt}}</ref> Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að flytja atkvæði frá [[Höfn í Hornafirði|Höfn]] til talningarstaðar Suðurkjördæmis á [[Selfoss]]i vegna vonskuveðurs og ófærðar á þjóðveginum um Suðausturland.<ref>{{Cite news|title=Þyrlan sækir kjörgögn á Höfn|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/thyrlan_saekir_kjorgogn_a_hofn/|date=1. desember 2024|work=mbl.is}}</ref> == Framboð == Ellefu stjórnmálasamtök voru framboði; þeir átta flokkar sem áttu fyrir sæti á [[Alþingi]] ásamt [[Sósíalistaflokkur Íslands|Sósíalistaflokki Íslands]], [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokknum]]<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-16-flokkarnir-thurfa-ad-finna-thusund-manns-med-oflekkad-mannord-sem-ekki-eru-haestarettardomarar-424820|title=Flokkarnir þurfa að finna þúsund manns með óflekkað mannorð sem ekki eru hæstaréttardómarar|author=Freyr Gígja Gunnarsson|date=2024-10-16|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> og [[Ábyrg framtíð|Ábyrgri framtíð]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Nýr stjórnmálaflokkur [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stefndi að framboði en hætti við.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-graeningjar-vilja-inn-a-thing-425195|title=Græningjar vilja inn á þing|date=2024-10-20|publisher=RÚV}}</ref> [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] var með skráðan listabókstaf en ákvað að bjóða ekki fram.<ref>Sjá [https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f9e7b74a-ebc8-428d-83a4-64608bed1a35 auglýsingu 225/2022] í B-deild stjórnatíðinda. Önnur stjórnmálasamtök en þar eru tilgreind þurfa að sækja um listabókstaf til dómsmálaráðuneytis, sbr. 2. mgr. 2.gr.k í [https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006162.html lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006].</ref> Þrjú formannaskipti áttu sér stað hjá flokkunum á kjörtímabilinu. [[Kristrún Frostadóttir]] tók við af [[Logi Már Einarsson|Loga Einarssyni]] sem formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] í [[október]] [[2022]] og [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] tók við sem formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] af [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínu Jakobsdóttur]] í [[apríl]] [[2024]] í kjölfar afsagnar hennar þar sem hún bauð sig fram til embættis [[forseti Íslands|forseta Íslands]] í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningum sama ár]]. [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum og var [[Svandís Svavarsdóttir]] kjörin formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] á landsfundi flokksins í byrjun október. Í [[ágúst]] [[2024]] sagðist [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] íhuga að hætta sem formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] fyrir kosningarnar, en í [[október]] [[2024]] tilkynnti hann að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum eftir að stjórninni var slitið.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-31-bjarni-ihugar-stodu-sina-fram-ad-landsfundi-420885|title=Bjarni íhugar stöðu sína fram að landsfundi - RÚV.is|author=Þorgerður Anna Gunnarsdóttir|date=2024-08-31|website=RÚV|access-date=2024-08-31}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634287d/bjarni-bodar-til-blada-manna-fundar|title=Ríkis­stjórnin sprungin - Vísir|author=Ólafur Björn Sverrisson|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-13}}</ref> Þar sem skammur fyrirvari gafst fyrir kosningarnar fóru flest framboðin þá leið að stilla upp á framboðslista sína. Einungis Píratar héldu [[prófkjör]] með þátttöku almennra félagsmanna en hjá Sjálfstæðisflokknum var kosið um efstu sæti lista á kjördæmisþingum í fjórum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-19-piratar-i-profkjor-en-allir-hinir-stilla-upp-425147|title=Píratar í prófkjör en allir hinir stilla upp|date=2024-10-19|website=RÚV|access-date=2024-11-03}}</ref> Nokkuð var rætt um „frægðarvæðingu“ stjórnmála í tengslum við raðanir á lista þar sem dæmi voru um að þjóðþekktir einstaklingar væru settir í efstu sæti framboðslista þó að þeir hefðu ekki haft afskipti af stjórnmálum áður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638279d/-ekki-god-throun-ad-flokkarnir-drosli-fraegu-folki-a-listana|title=„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana - Vísir|last=Jósefsdóttir|first=Sólrún Dögg|date=2024-10-22|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-11-ara-endurnyjunar-svifur-yfir-frambodslistum-427151|title=Ára endurnýjunar svífur yfir framboðslistum - RÚV.is|last=Þórisdóttir|first=Anna Lilja|date=2024-11-11|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ===Yfirlit framboða=== {| class="wikitable" ! colspan="2" rowspan="2" | Merki og [[listabókstafur|stafur]] ! rowspan="2" | Flokkur ! colspan="2" rowspan="2" | Formaður ! colspan="2" | Úrslit [[Alþingiskosningar 2021|2021]] ! rowspan="2" | Breytingar á<br>kjörtímabilinu |- ! Fylgi ! Þingsæti |- | [[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}; color:white;" | '''D''' |[[Sjálfstæðisflokkurinn]] | [[Mynd:Bjarni Benediktsson 2021.jpg|75x75dp]] | [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | 24,4% | {{Composition bar|16|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}} | {{hækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] frá {{LB|M}} |- |[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{flokkslitur|Framsókn}}; color:white;" |'''B''' |[[Framsóknarflokkurinn]] | [[Mynd:Sigurður Ingi Jóhannsson 2021.jpg|75x75dp]] |[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | 17,3% | {{Composition bar|13|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}} | |- |[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Vinstrihreyfingin – grænt framboð|color}}; color:white;" |'''V''' |[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin - <br>grænt framboð]] | [[Mynd:Svandís Svavarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Svandís Svavarsdóttir]] |12,6% |{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}} | {{Lækkun}}[[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|BJ]] til {{LB2|G|Græningjar (Ísland)|#7D9B77}} |- |[[Mynd:Samfylkingin_merki_2023.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}}; color:white;" |'''S''' |[[Samfylkingin]] | [[Mynd:Kristrún Frostadóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Kristrún Frostadóttir]] |9,9% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}} | |- style="height:3.9em" |[[Mynd:Flokkur fólksins 2024.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}}; color:white;" |'''F''' |[[Flokkur fólksins]] | [[Mynd:Inga Sæland 2021.jpg|75x75dp]] |[[Inga Sæland]] |8,8% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}} | {{lækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] til {{LB|M}} |- |[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}}; color:white;" |'''P''' |[[Píratar]] | colspan="2" | ''Formannslaust framboð'' |8,6% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}} | |- |[[Mynd:Viðreisn 2024.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}}; color:white;" |'''C''' |[[Viðreisn]] | [[Mynd:Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín<br>Gunnarsdóttir]] |8,3% |{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}} | |- |[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}}; color:white;" |'''M''' |[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | [[Mynd:Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2016 (cropped resized).jpg|75x75dp]] |[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð<br>Gunnlaugsson]] |5,4% |{{Composition bar|3|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}} |{{lækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] til {{LB|D}}<br>{{hækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] frá {{LB|F}} |- |[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #ef4839; color:white;" |'''J''' |[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur<br>Íslands]] |[[Mynd:Sanna Magdalena 2.png|frameless|50x50dp]] |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna Magdalena<br>Mörtudóttir]] |4,1% |{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}} | |- |[[Mynd:Ábyrg framtíð.jpg|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #342659; color:white;" | '''Y''' |[[Ábyrg framtíð]] | |[[Jóhannes Loftsson]] |0,1% |{{Composition bar|0|63|#342659}} | |- |[[Mynd:Lýðræðisflokkurinn.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #04437F; color:white;" | '''L''' |[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] | |[[Arnar Þór Jónsson]] | colspan="2" | ''Ekki í framboði'' | |} ==== (B) Framsóknarflokkurinn ==== [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurði Inga Jóhannssyni]] leiddi [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] í kosningunum, rétt eins og í þremur síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur verið þátttakandi í ríkisstjórn frá árinu [[2017]] og var eini stjórnarflokkurinn sem bætti við sig fylgi í kosningunum [[Alþingiskosningar 2021|2021]]. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum og oddvitar listanna voru allir þeir sömu og 2021 með þeirri undantekningu að [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurður Ingi]] ákvað að leiða ekki lista flokksins í [[Suðurkjördæmi]] heldur taka annað sæti listans. [[Halla Hrund Logadóttir]], [[orkumálastjóri]] og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandi]] leiðir listann í kjördæminu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-sigurdur-ingi-laetur-hollu-hrund-eftir-fyrsta-saeti-i-sudurkjordaemi-425084|title=Sigurður Ingi lætur Höllu Hrund eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi - RÚV.is|last=Guðmundsdóttir|first=Ingibjörg Sara|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-25}}</ref> Framsóknarflokkurinn hefur misst mjög mikið fylgi í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og mælst með sögulega lítið fylgi, jafnvel utan þings nokkrum sinnum.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22260/|title=Óvinsælasta ríkisstjórn Íslands í 15 ár og minnsta fylgi Framsóknar frá upphafi|author=Erla María Markúsdóttir|date=2024-07-02|website=[[Heimildin]]|access-date=2024-10-18}}</ref> ==== (C) Viðreisn ==== [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] var áfram formaður [[Viðreisn|Viðreisnar]] í kosningunum.<ref name=":3">{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/36967/b0hdrj|titill=Silfrið - 9. september 2024 á RÚV}}</ref> Viðreisn hafði verið í stjórnarandstöðu frá árinu [[2017]] og var fylgi flokksins í könnunum svipað niðurstöðu [[Alþingiskosningar 2021|kosninganna 2021]] framan af kjörtímabilinu, en tók verulega að rísa nokkrum vikum fyrir kosningar og tók að mælast sem næststærsti flokkurinn í könnunum viku fyrir kjördag. Í [[september]] [[2024]] gaf listamaðurinn, fyrrum borgarstjórinn og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandinn]] [[Jón Gnarr]] það út að hann hafði gengið til liðs við flokkinn og ætlaði að sækjast eftir að leiða lista í [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-26-jon-gnarr-til-vidreisnar-423162|title=Jón Gnarr til Viðreisnar|author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-09-26|website=RÚV|access-date=2024-09-28}}</ref> [[Hanna Katrín Friðriksson]], oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður sagði að Jón væri ekki fyrsti karlinn sem að gerir ráð fyrir rauða dreglinum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/06/ekki_fyrsti_karlinn_sem_gerir_rad_fyrir_rauda_dregl/|title=„Ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum“|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Einnig gaf [[Pawel Bartoszek]] það út að hann sæktist eftir sæti á lista flokksins. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Oddvitar á listum voru þeir sömu og 2021 nema í [[Norðvesturkjördæmi]] þar sem [[María Rut Kristinsdóttir]], aðstoðarmaður formanns flokksins, fékk fyrsta sætið og í [[Norðausturkjördæmi]] þar sem [[Ingvar Þóroddsson]], framhaldsskólakennari leiðir listann. Jón Gnarr fékk annað sætið í Reykjavík norður en Pawel Bartoszek annað sætið í Reykjavík suður.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-thrir-listar-vidreisnar-kynntir-jon-gnarr-i-odru-saeti-i-reykjavik-425618|title=Þrír listar Viðreisnar kynntir: Jón Gnarr í öðru sæti í Reykjavík - RÚV.is|last=Harðarson|first=Birgir Þór|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ==== (D) Sjálfstæðisflokkurinn ==== [[Sjálfstæðisflokkurinn]] hafði verið í ríkisstjórn í fimm kjörtímabil eða frá árinu [[2013]] og hafði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] hefur verið formaður flokksins síðan [[2009]]. Bjarni varð forsætisráðherra í [[apríl]] [[2024]] eftir brotthvarf [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar Jakobsdóttur]] úr ríkisstjórn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn misst mikið fylgi á kjörtímabilinu og raunar aldrei mælst lægri.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/01/sjalfstaedisflokkurinn_aldrei_maelst_laegri/|title=Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst lægri|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Í [[ágúst]] [[2024]] greindi Bjarni frá því að hann hugleiddi það að hætta sem formaður flokksins fyrir landsfund flokksins sem að átti að fara fram í febrúar [[2025]].<ref name=":1" /> Í [[október]] [[2024]] sleit Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórninni og tilkynnti [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni]] að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/13/rikisstjornin_sprungin/|title=Ríkisstjórnin sprungin|work=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2024-10-13|access-date=2024-10-17}}</ref> Af 17 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins var það einungis [[Óli Björn Kárason]] sem lýsti því yfir við slit ríkisstjórnarinnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Síðar féll [[Birgir Ármannsson]] einnig frá því að sækjast eftir sæti á framboðslista.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-28-thingmenn-sem-gefa-ekki-kost-a-ser-til-aframhaldandi-thingsetu-425862|title=Þingmenn sem gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu - RÚV.is|last=Signýjardóttir|first=Ástrós|date=2024-10-28|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Í fjórum kjördæmum var kosið um efstu sæti á framboðslistum á kjördæmisþingum. Fimm sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim sætum sem þeir stefndu að og tóku því ekki sæti á framboðslistum. [[Ólafur Adolfsson]] kom nýr inn í oddvitasæti í [[Norðvesturkjördæmi]] og [[Jens Garðar Helgason]] í [[Norðausturkjördæmi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-fimm-thingmenn-sjalfstaedisflokksins-a-utleid-425209|title=Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins á útleið - RÚV.is|last=Grettisson|first=Valur|date=2024-10-20|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Baráttan um annað sætið í [[Suðvesturkjördæmi]] vakti einnig mikla athygli en þar tókust á [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], varaformaður flokksins, og [[Jón Gunnarsson]]. Þórdís hafði betur og Jón tók ekki þátt í kosningu um þriðja eða fjórða sæti listans. Síðar samþykkti hann þó að taka fimmta sæti listans og jafnframt stöðu sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í [[Matvælaráðuneyti Íslands|matvælaráðuneytinu]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-jon-gunnarsson-tekur-fimmta-saetid-og-verdur-serstakur-fulltrui-425627|title=Jón Gunnarsson tekur fimmta sætið og verður sérstakur fulltrúi - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ==== (F) Flokkur fólksins ==== [[Flokkur fólksins]] hafði setið í stjórnarandstöðu frá því að flokkurinn komst fyrst á þing [[Alþingiskosningar 2017|2017]]. [[Inga Sæland]] hafði leitt flokkinn frá upphafi og gerði það einnig nú. Fylgi flokksins í könnunum hafði verið áþekkt því flokkurinn fékk í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningunum]]. Allir þingmenn flokksins sóttust eftir því að halda áfram.<ref name=":6">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636522d/kosningavaktin-is-lendingar-ganga-ad-kjor-bordinu|title=Kosningavaktin: Ís­lendingar ganga að kjör­borðinu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-19}}</ref> En svo fór að [[Tómas A. Tómasson]], þingmanni flokksins í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Jakob Frímann Magnússon|Jakobi Frímanni Magnússyni]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] var neitað um sæti á lista. Í stað þeirra leiddi [[Ragnar Þór Ingólfsson]] í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Sigurjón Þórðarson]] fyrrum formaður og þingmaður [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslynda flokksins]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-21-ragnar-thor-a-leid-a-thing-fyrir-flokk-folksins-425299|title=Ragnar Þór á leið á þing fyrir Flokk fólksins - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|last2=Guðmundsson|first2=Brynjólfur Þór|date=2024-10-21|website=RÚV|access-date=2024-10-21}}</ref> Vegna þessa sagði Jakob Frímann sig úr flokknum og gekk svo til liðs við Miðflokkinn þar sem hann fékk 2. sætið á lista þess flokks í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242639594d/jakob-fri-mann-yfir-gefur-flokk-folksins|title=Jakob Frí­mann yfir­gefur Flokk fólksins - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-25}}</ref> ==== (J) Sósíalistaflokkur Íslands ==== [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] bauð fram í annað sinn. Þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum náði flokkurinn ekki að koma manni inn í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]]. Flokkurinn hefur mælst ýmist á eða utan þings á kjörtímabilinu, en þó mun oftar utan þings. Í [[september]] [[2024]] greindi [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]], oddviti flokksins í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] að hún myndi gefa kost á sér á lista flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/26/sanna_borgarfulltrui_vill_a_thing/|title=Sanna borgarfulltrúi vill á þing|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Í lok [[október]] [[2024]] tilkynnti flokkurinn að [[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna]] myndi verða eiginilegur leiðtogi flokksins í kosningunum í stað [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnars Smára Egilssonar]] sem leiddi flokkinn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/30/gunnar_smari_i_oddvitasaetid/|title=Gunnar Smári í oddvitasætið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-02}}</ref> ==== (L) Lýðræðisflokkurinn ==== [[Arnar Þór Jónsson]], hæstarréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]] tilkynnti í [[júlí]] [[2024]] að hann væri að íhuga að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að bjóða fram til alþingis í öllum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242600293d/arnar-thor-i-hugar-ad-stofna-stjorn-mala-flokk|title=Arnar Þór í­hugar að stofna stjórn­mála­flokk|author=Rafn Ágúst Ragnarsson|date=2024-07-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref> Í [[september]] [[2024]] fóru hinsvegar fram viðræður á milli Arnars Þórs og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]] sem að gengu út á að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk. Viðræðurnar gengu ekki upp og stofnaði Arnar Þór, [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt]] í sama mánuði.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242627680d/arnar-thor-stofnar-lydraedisflokkinn|title=Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn|author=Jón Ísak Ragnarsson|date=2024-09-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-10-lydraedisflokkurinn-kynnir-stefnumal-sin-424344|title=Lýðræðisflokkurinn kynnir stefnumál sín|author=Ragnar Jón Hrólfsson|date=2024-10-10|website=RÚV|access-date=2024-10-13}}</ref> Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafinum L.<ref>{{Cite web|url=https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=198a3439-0018-4e56-807f-6be0ce800add|title=AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka og staðfestingu á heiti þeirra.|date=2024-10-23|publisher=B-deild Stjórnartíðinda}}</ref> ==== (M) Miðflokkurinn ==== [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bauð fram til Alþingis í þriðja sinn. [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] hafði leitt flokkinn í stjórnarandstöðu frá stofnun hans. Flokkurinn fékk kjörna þrjá þingmenn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]], en eftir að [[Birgir Þórarinsson]] yfirgaf flokkinn strax eftir kosningarnar hafði Miðflokkurinn einungis tvo þingmenn.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/yfirgefur-midflokkinn-tveimur-vikum-eftir-ad-hafa-verid-kjorinn-a-thing-fyrir-hann/|title=Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann|date=2021-10-09|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Miðflokkurinn byrjaði með mjög lítið fylgi í skoðanakönnunum fyrripart kjörtímabilsins en þegar líða fór á það jókst fylgið þannig að flokkurinn mældist næststærstur á tímabili. Í [[september]] [[2024]] gekk sundkappinn [[Anton Sveinn McKee]] til liðs við flokkinn.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/21/anton_sveinn_til_lids_vid_midflokkinn/|title=Anton Sveinn til liðs við Miðflokkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Fjölmiðlamaðurinn [[Snorri Másson]] sóttist eftir því að leiða lista flokksins, ásamt [[Sigríður Andersen|Sigríði Andersen]] sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá [[2015]] til [[2021]] og [[Dómsmálaráðherra Íslands|dómsmálaráðherra]] frá [[2017]] til [[2019]].<ref name=":6" /><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242637685d/sig-ridur-ander-sen-leidir-lista-mid-flokksins|title=Sig­ríður Ander­sen leiðir lista Mið­flokksins - Vísir|last=Ragnarsson|first=Rafn Ágúst|date=2024-10-20|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-20}}</ref> Í [[október]] [[2024]] gekk [[Jakob Frímann Magnússon]], þingmaður [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]] í flokkinn eftir að hafa verið neitað sæti á lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242642240d/jakob-fri-mann-til-lids-vid-mid-flokkinn|title=Jakob Frí­mann til liðs við Mið­flokkinn - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> Athygli vakti að allir þeir sem að áttu aðild í [[Klaustursupptökurnar|Klaustursmálinu]] [[2018]] voru ofarlega á lista flokksins fyrir utan [[Anna Kolbrún Árnadóttir|Önnu Kolbrúnu Árnadóttur]] sem lést árið [[2023]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641830d/klaustursveinar-allir-maettir-sex-arum-sidar|title=Klaustur­sveinar allir mættir sex árum síðar - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> ==== (P) Píratar ==== [[Píratar]] buðu fram í fimmta sinn í alþingiskosningunum og gátu því orðið sá stjórnmálaflokkur sem oftast hefur náð kjöri á Alþingi fyrir utan hinn svokallaða [[fjórflokkurinn|fjórflokk]].<ref>{{Cite news|title=Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/25/piratar_gaetu_skrad_sig_i_sogubaekurnar/|date=25. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> Flokkurinn hafði þó aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Landsþing Pírata var haldið í [[september]] [[2024]] en kjör nýrrar framkvæmdarstjórnar vakti nokkrar deilur innan flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/23/kurr_i_rodum_pirata/?origin=helstu|title=Kurr í röðum Pírata|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Framan af kjörtímabilinu mældist fylgi Pírata svipað eða hærra en í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningum]], en tók að dala þegar nær dró kosningum þegar fylgi flokksins fór að mælast í kringum 5% þröskuldinn. Píratar voru nú eini stjórnmálaflokkurinn sem hélt prófkjör til að raða á framboðslista sína. Prófkjörið frá fram í rafrænu kosningakerfi á vef flokksins 20. til 22. október 2024. [[Lenya Rún Taha Karim]] sigraði sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum og hafði þar betur en þrír sitjandi þingmenn og tveir borgarfulltrúar. [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] náði fyrsta sætinu í [[Suðvesturkjördæmi]], [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] í [[Norðvesturkjördæmi]], [[Theódór Ingi Ólafsson]] í [[Norðausturkjördæmi]] og [[Týr Þórarinsson]] í [[Suðurkjördæmi]].<ref>{{Cite news|title=Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum|url=https://heimildin.is/grein/23001/|date=22. október 2024|work=Heimildin}}</ref> Píratar höfðu ekki eiginlegan formann en Þórhildur Sunna hafði umboð grasrótar flokksins til að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum.<ref>{{Cite news|title=Grasrótin veitir Þórhildi Sunnu umboðið|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/18/grasrotin_veitir_thorhildi_sunnu_umbodid/|date=18. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> ==== (S) Samfylkingin ==== [[Samfylkingin]] hafði verið í stjórnarandstöðu síðan árið [[2013]]. [[Logi Einarsson]] sem var formaður flokksins frá [[2016]] til [[2022]] hætti sem formaður í [[október]] [[2022]] og var [[Kristrún Frostadóttir]] kjörin í embættið.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-10-28-kristrun-kjorin-formadur-og-bodar-nyjar-aherslur|title=Kristrún kjörin formaður og boðar nýjar áherslur - RÚV.is|date=2022-10-28|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Um haustið [[2022]] fór fylgi Samfylkingar að aukast og í byrjun árs [[2023]] var Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum og var það í öllum könnunum sem að gerðar voru frá febrúar [[2023]] til nóvember [[2024]]. Samkvæmt könnunum hafði [[Kristrún Frostadóttir|Kristrún]] verið sá stjórnmálamaður sem flestir treystu og í efsta sæti þeirra sem kjósendur vildu sem næsta forsætisráðherra.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/flestir-treysta-kristrunu/|title=Flestir treysta Kristrúnu|date=2022-11-18|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-29-fjordungur-vill-kristrunu-i-forsaetisraduneytid-5-nefna-bjarna-420743|title=Fjórðungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið – 5% nefna Bjarna|author=Alexander Kristjánsson|date=2024-08-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Stillt var upp á lista í öllum kjördæmum og fjölmargir sóttust eftir sæti hjá flokknum, þar á meðal [[Dagur B. Eggertsson]], [[Alma Möller]], [[Víðir Reynisson]] og [[Nichole Leigh Mosty]].<ref name=":6" /> Í október 2024 kom upp mál þar sem [[Kristrún Frostadóttir]] formaður flokksins gerði lítið úr hlutverki [[Dagur B. Eggertsson|Dags B. Eggertssonar]] í einkaskilaboðum til kjósanda og sagði að hann gæti strikað yfir nafns fyrrum borgarstjórans sem var í öðru sæti í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641735d/-mer-bra-svo-litid-thegar-eg-sa-thetta-|title=„Mér brá svo­lítið þegar ég sá þetta“ - Vísir|last=Pétursson|first=Vésteinn Örn|date=2024-10-28|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> Blaðamaðurinn [[Þórður Snær Júlíusson]] fékk þriðja sæti í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] en dró framboð sitt til baka í nóvember 2024 eftir að rúmlega tuttuga ára gömul bloggsíða var grafin upp þar sem að hann var sakaður um kvenfyrirlitningu og annað.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/12/kalladi_konur_laevisar_undirforlar_tikur/|title=Kallaði konur lævísar, undirförlar tíkur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> ==== (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð ==== [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] sátu í ríkisstjórn frá [[nóvember]] [[2017]] til [[Október|októbers]] [[2024]] og voru frá [[nóvember]] [[2017]] til [[apríl]] [[2024]] með forsætisráðherraembættið þegar formaður flokksins, [[Katrín Jakobsdóttir]] var forsætisráðherra. Í [[apríl]] [[2024]] sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra, þingmaður og formaður flokksins og fór í framboð í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-05-katrin-jakobsdottir-bydur-sig-fram-til-forseta-409293|title=Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta|date=2024-04-05|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið gerðist [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]], varaformaður flokksins frá [[2019]] að formanni flokksins. Í [[september]] [[2024]] tilkynnti Guðmundur Ingi að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á landsfundi flokksins sem fór fram í byrjun [[Október|októbers]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-23-gudmundur-ingi-vill-verda-aftur-varaformadur-422968|title=Guðmundur Ingi vill verða aftur varaformaður|author=Ásrún Brynja Ingvarsdóttir |date=2024-09-23|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið lýsti [[Svandís Svavarsdóttir]] yfir formannsframboði og var hún sjálfkjörin formaður flokksins í [[október]].<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22832/svandis-nyr-formadur-vg-en-thurfti-ekki-ad-leggjast-i-formannsslag/|title=Svandís nýr formaður VG en þurfti ekki að leggjast í formannsslag|author=Ragnhildur Þrastardóttir|date=2024-10-05|website=Heimildin|access-date=2024-10-18}}</ref> [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] höfðu misst mikið fylgi á kjörtímabilinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-07-03-vidbuid-ad-vg-haldi-afram-ad-tapa-fylgi|title=Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi|author=Kristín Sigurðardóttir|date=2022-07-03|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242536815d/vinstri-graen-naedu-ekki-inn-a-thing|title=Vinstri græn næðu ekki inn á þing|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2024-01-03|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á tíma [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar]] sem formanns mældist flokkurinn með lítið fylgi, en þó alltaf á þingi. Þegar [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] tók við sem formaður missti flokkurinn ennþá meira fylgi og mældist nánast alltaf utan þings. Tveimur dögum eftir að stjórninni var slitið af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokki]] í [[október]] [[2024]] tilkynntu þrír ráðherrar Vinstri grænna að þeir myndu hætta þáttöku í [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|starfstjórn ríkisstjórnarinnar]] fram að kosningunum<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-15-tveggja-flokka-starfsstjorn-til-kosninga-radherrar-vg-ekki-med-424733|title=Tveggja flokka starfsstjórn til kosninga - ráðherrar VG ekki með|author1=Alma Ómarsdóttir|author2=Birgir Þór Harðarson|date=2024-10-15|website=RÚV|access-date=2024-10-18|author3=Valur Grettisson|author4=Ólöf Rún Erlendsdóttir|author5=Ragnar Jón Hrólfsson|author6=Oddur Þórðarson}}</ref> og tóku þau því ekki þátt áframhaldandi samstarfi flokkanna og hættu þau því í ríkisstjórninni [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636571d/starfsstjorn-med-minni-hluta-a-al-thingi-tekur-vid-sid-degis|title=Starfsstjórn með minni­hluta á Al­þingi tekur við síð­degis|author=Heimir Már Pétursson|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Umhverfissinninn [[Finnur Ricart Andrason]] og sóknarpresturinn [[Sindri Geir Óskarsson]] voru á meðal þeirra sem leiddu lista flokksins. ==== (Y) Ábyrg framtíð ==== [[Ábyrg framtíð]] sem var leidd af [[Jóhannes Loftsson|Jóhannesi Loftssyni]] stefndi upphaflega á framboð í öllum kjördæmum, en á endanum buðu þau einungis fram í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]].<ref name="ruv-frambod-2024"/> Flokkurinn var stofnaður árið [[2021]] og bauð fram í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]], einungis í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og hlaut flokkurinn 0,1% í kosningunum.<ref name="althingiskosningar-2021">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kosningar-fra-1919/althingiskosningar-2021/|title=Alþingiskosningar 2021|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Flokkurinn bauð einnig fram í [[Reykjavík]] í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosningunum 2022]] og hlaut 0,8% atkvæða.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/i-beinni/sveitarstjornarkosningarnar_2022/|title=Sjáið það sem bar hæst á kosninganótt|date=2022-05-14|work=[[Kjarninn]]|access-date=2024-10-17}}</ref> Helsta stefnumál flokksins í þessum kosningum var að fram færi uppgjör við aðgerðir stjórnvalda í [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónaveirufaraldrinum]].<ref name="ruv-frambod-2024">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-17}}</ref> === Flokkar sem að hættu við framboð === ==== (G) Græningjar ==== Í [[október]] [[2024]] voru stjórnmálasamtök [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stofnuð af [[Kikka Sigurðardóttir|Kikku Sigurðardóttur]]. Þau stefndu að því að bjóða fram í öllum kjördæmum og reyndu að finna þjóðþekkta einstaklinga til þess að manna lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638247d/graeningjar-leita-ad-thjodthekktum-einstaklingi|title=Græningjar leita að þjóðþekktum ein­stak­lingi - Vísir|last=Bernharðsdóttir|first=Berghildur Erla|date=2024-10-21|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-22}}</ref> [[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|Bjarni Jónsson]] sem kjörinn var sem þingmaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]] sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna skömmu eftir stjórnarslitin og tilkynnti svo [[27. október]] að hann hefði gengið til liðs við hið nýstofnaða stjórnmálaafl Græningja. Því voru [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með einn þingmann á þingi í einn mánuð árið [[2024]], fyrir kosningarnar. Flokkurinn fékk listabókstafinn G samþykktan.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-27-graeningjar-komnir-med-sinn-fyrsta-thingmann-425807|title=Græningjar komnir með sinn fyrsta þingmann|date=2024-10-27|website=RÚV}}</ref> Þegar það leit út fyrir að ekki myndi takast að safna nægum fjölda undirskrifta var fallið frá framboði Græningja, þrátt fyrir að hafa þingmann og skráðan listabókstaf.<ref name=":6" /> === Oddvitar === Í töflunni hér að neðan má sjá efstu menn á öllum framboðslistum sem boðnir verða fram í kosningunum: <templatestyles src="Flex-einnDálkur/styles.css /> {| class="wikitable flex-singleColumn" style="font-size: 90%" |- ! Flokkur !! [[Reykjavíkurkjördæmi norður|RN]] !! [[Reykjavíkurkjördæmi suður|RS]] !! [[Suðvesturkjördæmi|SV]] !! [[Norðvesturkjördæmi|NV]] !! [[Norðausturkjördæmi|NA]] !! [[Suðurkjördæmi|S]] |- ! (B) Framsóknarflokkurinn | [[Ásmundur Einar Daðason]] || [[Lilja Dögg Alfreðsdóttir]] || [[Willum Þór Þórsson]] || [[Stefán Vagn Stefánsson]]|| [[Ingibjörg Isaksen]] || [[Halla Hrund Logadóttir]] |- ! (C) Viðreisn | [[Hanna Katrín Friðriksson]]|| [[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]]|| [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] || [[María Rut Kristinsdóttir]]|| [[Ingvar Þóroddsson]] || [[Guðbrandur Einarsson]] |- ! (D) Sjálfstæðisflokkurinn | [[Guðlaugur Þór Þórðarson]]|| [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]]|| [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] || [[Ólafur Adolfsson]] || [[Jens Garðar Helgason]] || [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] |- ! (F) Flokkur fólksins | [[Ragnar Þór Ingólfsson]]|| [[Inga Sæland]] || [[Guðmundur Ingi Kristinsson]] || [[Eyjólfur Ármannsson]] || [[Sigurjón Þórðarson]] || [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] |- ! (J) Sósíalistaflokkur Íslands | [[Gunnar Smári Egilsson]] || [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]]|| [[Davíð Þór Jónsson]]|| [[Guðmundur Hrafn Arngrímsson]]|| [[Þorsteinn Bergsson]]|| [[Unnur Rán Reynisdóttir]] |- ! (L) Lýðræðisflokkurinn | [[Baldur Borgþórsson]]|| [[Kári Allansson]]|| [[Arnar Þór Jónsson]] || [[Gunnar Viðar Þórarinsson]]|| [[Eldur Smári Kristinsson]]|| [[Elvar Eyvindsson]] |- ! (M) Miðflokkurinn | [[Sigríður Andersen]] || [[Snorri Másson]] || [[Bergþór Ólason]]|| [[Ingibjörg Davíðsdóttir]]|| [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]|| [[Karl Gauti Hjaltason]] |- ! (P) Píratar | [[Lenya Rún Taha Karim]] || [[Björn Leví Gunnarsson]] || [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] || [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir|Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] || [[Theodór Ingi Ólafsson]] || [[Mummi Týr Þórarinsson]] |- ! (S) Samfylkingin | [[Kristrún Frostadóttir]]|| [[Jóhann Páll Jóhannsson]]||[[Alma Möller]]|| [[Arna Lára Jónsdóttir]] ||[[Logi Einarsson]]|| [[Víðir Reynisson]] |- ! (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð | [[Finnur Ricart Andrason]]|| [[Svandís Svavarsdóttir]]|| [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] || [[Álfhildur Leifsdóttir]]|| [[Sindri Geir Óskarsson]]|| [[Hólmfríður Árnadóttir]] |- ! (Y) Ábyrg framtíð | [[Jóhannes Loftsson]] |} == Fjölmiðlaumfjöllun == Fyrsti leiðtogaumræðuþátturinn var haldinn þann [[1. nóvember]] á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þar sem að forystufólk allra ellefu framboðanna mættu. Annar leiðtogaumræðuþættur var sýndur á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þann [[29. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-svona-voru-kappraedur-leidtoganna-ellefu-426312|title=Svona voru kappræður leiðtoganna ellefu - RÚV.is|last=Kristjánsson|first=Alexander|last2=Jónsson|first2=Þorgils|date=2024-11-01|website=RÚV|access-date=2024-11-02|last3=Þorsteinsdóttir|first3=Valgerður}}</ref> Leiðtogaumræður fóru einnig fara fram á [[Heimildin|Heimildinni]] þann [[26. nóvember]], hjá [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] þann [[28. nóvember]] og á [[Stöð 2]] þann [[28. nóvember]]. Auk þess sýndi [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þættina ''Forystusætið'' í nóvember þar sem að allir leiðtogar flokkanna voru tekin í einkaviðtöl. [[Ríkisútvarpið|RÚV]] var einnig með sex kjördæmakappræðuþætti á [[Rás 2]] og á ruv.is þar sem að oddvitar flokkanna í hverju kjördæmi komu fram. [[Stöð 2]] sýndi einnig sérstakan kappleikaþátt þann [[26. nóvember]] þar sem fulltrúar flokkanna öttu kappi í ýmsum þrautum og leikjum. == Skoðanakannanir == Í desember [[2017]] sögðust rúmlega 80% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina og í febrúar [[2018]] sögðust 70% styðja hana. Samanborið við hana mældist ríkisstjórnin á undan henni, [[fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] einungis með 31% um mitt ár [[2017]] og var því þessi ríkisstjórn vinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-06-26-studningur-vid-rikisstjornina-laekkar-bara-og-laekkar/|title=Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar bara og lækkar|date=2017-06-27|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2017171239942/thrir-af-hverjum-fjorum-stydja-rikisstjornina|title=Þrír af hverjum fjórum styðja ríkisstjórnina |author=Ingvar Þór Björnsson|date=2017-12-30|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/01/rum_70_prosent_stydja_rikisstjornina/|title=Rúm 70% styðja ríkisstjórnina|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> Í maí [[2019]] sögðust 52% styðja ríkisstjórnina og 61% í maí [[2020]], en margir voru sáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónuveirufaraldrinum]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020-05-05-61-segjast-stydja-rikisstjornina|title=61% segjast styðja ríkisstjórnina - RÚV.is|date=2020-05-05|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Svo fór að í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]] fékk ríkisstjórnin hreinan meirhluta eða samtals 54,3% atkvæða og mældist stuðningurinn 67% í nóvember sama ár.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-11-15-studningur-vid-rikisstjornina-ekki-maelst-meiri-i-3-ar|title=Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri í 3 ár - RÚV.is|date=2021-11-15|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Í júní [[2022]] mældist stuðningurinn 44% og 35% í júlí [[2023]]. Í byrjun október [[2024]] mældist stuðningurinn 24%.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/01/sogulega_litill_studningur_vid_rikisstjorn/|title=Sögulega lítill stuðningur við ríkisstjórn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> [[Mynd:Opinion_polling_for_the_2024_Icelandic_parliamentary_election.svg|thumb|left|700px|Línurit sem sýnir niðurstöður skoðanakannana frá kosningunum 2021.]] {| class="wikitable sortable" style="text-align:center;font-size:90%;line-height:14px;" ! rowspan=4| Fyrirtæki ! rowspan=4| Dags. framkvæmd ! rowspan=4| Úrtak ! rowspan=4| Svarhlutfall ! colspan="11" |Flokkar |- ! colspan="3" |Stjórn ! colspan="6" |Stjórnarandstaða ! rowspan="3"| Aðrir ! style="width:30px;" rowspan="3"| Forskot |- ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin - grænt framboð|V]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]] |- ! style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|VG}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Flokkur fólksins}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Píratar}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Miðflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Sósíalistaflokkurinn}};"| |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-30-samfylkingin-afram-staerst-i-sidustu-konnun-maskinu-429369 Maskína] |28.-29. nóv 2024 |– |2.908 |17,6 |8,6 |3,9 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,2''' |9,1 |5,4 |17,2 |11,2 |4,5 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 3,6 |- |[https://fel.hi.is/is/fylgi_kosningar2024 Félagsvísindast. HÍ] |28.-29. nóv 2024 |2.600 |1.060 |19,7 |9,4 |2,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,9''' |10,5 |4,5 |14,4 |10,1 |6,1 |1,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,2 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-29-sidasti-thjodarpuls-fyrir-kosningar-s-staerst-d-baetir-vid-sig-429142 Gallup] |23.-29. nóv 2024 |4.285 |2302 |18,4 |6,8 |3,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,0''' |12,6 |4,1 |17,6 |11,1 |4,8 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,6 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/28/ny_konnun_barattan_a_toppnum_hardnar/ Prósent] |25.-28. nóv 2024 |4.500 |2379 |14,7 |6,4 |3,4 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,8''' |11,2 |5,5 |17,6 |12 |5,8 |1,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 4,2 |- |[https://www.visir.is/g/20242656619d/glae-ny-konnun-maskinu-fylgi-fram-soknar-og-flokks-folksins-a-upp-leid Maskína] |22.-28. nóv 2024 |2.617 |– |14,5 |7,8 |3,7 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,4''' |10,8 |5,4 |19,2 |11,6 |5,0 |1,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,5%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,2 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-22-samfylkingin-og-vidreisn-staerst-i-obirtri-konnun-gallups-428451 Gallup] |15.–21. nóv 2024 |– |– |16 |6,2 |3,3 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,2''' |13,1 |4,1 |18,1 |12,2 |5,1 |– | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,1 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/22/tidindi_i_nyrri_konnun_framsokn_ut_af_thingi/ Prósent] |15.–21. nóv 2024 |– |– |11,5 |4,4 |3 |18,3 |12,5 |6,7 | style="background:#fadb7a;" | '''22''' |13,5 |6,4 |1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,7%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};color:#FFFFFF;" | 3,7 |- |[https://www.visir.is/g/20242652970d/samfylkingin-baetir-vid-sig-i-fyrsta-sinn-sidan-i-mai-og-piratar-uti Maskína] |15.-20. nóv 2024 |1.400 |– |14,6 |5,9 |3,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''22,7''' |8,8 |4,3 |20,9 |12,6 |5,0 |2,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,8 |- |[https://www.mbl.is/frettir/kosning/2024/11/15/vidreisn_i_mikilli_sokn/ Prósent] |8.–14. nóv 2024 |2.600 |52.0 |12,0 |5,6 |2,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,4''' |10,2 |3,4 |21,5 |15,5 |5,4 |1,0<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]]</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,9 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-15-sosialistar-maelast-inni-samfylking-og-midflokkur-dala-427602 Gallup] |1.–14. nóv 2024 |1.463 |48,0 |16,4 |6,0 |4,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,8''' |10,2 |5,5 |15,5 |14,3 |6,2 |1,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,4 |- |[https://www.visir.is/g/20242649619d/sosial-istar-maelast-inni-og-vinstri-graen-i-lifs-haettu Maskína] |8.–13. nóv 2024 |– |– |13,4 |7,3 |3,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,1''' |9,2 |5,1 |19,9 |12,6 |6,3 |2,7<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,2 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/08/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_enn/ Prósent] |1.-7. nóv 2024 |2.400 |50 |12,3 |5,8 |2,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''21,6''' |11,5 |5,7 |17,1 |15,1 |6,7 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,5 |- |[https://www.visir.is/g/20242646417d/vid-reisn-a-flugi-i-nyrri-maskinukonnun Maskína] |1.-6. nóv 2024 |1.407 |– |13,3 |7,5 |3,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,9''' |8,9 |4,9 |19,4 |14,9 |4,5 |2,5<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,7% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,8%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-samfylkingin-dalar-en-afram-staerst-sjalfstaedisflokkur-baetir-vid-sig-426309 Gallup] |1.-31. okt 2024 |12.125 |47,5 |17,3 |6,5 |4,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,8''' |7,8 |5,4 |13,5 |16,5 |4,5 |0,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 0,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,5 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/01/ny_konnun_fylgi_vidreisnar_eykst_og_eykst/ Prósent] |25.-31. okt 2024 |2.400 |– |14,1 |5,8 |2,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,3''' |11,2 |4,9 |18,5 |14,4 |4,0 |2,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,5% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4% - Annað með 0,5%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 3,8 |- |[https://www.visir.is/g/20242641385d/ny-konnun-vid-reisn-og-flokkur-folksins-i-haestu-haedum Maskína] |22.-28. okt 2024 |1.708 |– |13,9 |6,9 |3,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,2''' |9,3 |4,5 |16,2 |15,9 |4,0 |3,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,9% - [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með 0,8%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/25/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_og_vg_botnfrosi/ Prósent] |18.-24. okt 2024 |2.500 |50 |13,3 |5,8 |2,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,2''' |11,4 |5,8 |15,0 |16,1 |4,3 |1,1<ref name=":2">[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- ! colspan="15" |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir]] tekur við sem eiginlegur leiðtogi [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokks Íslands]] af [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnari Smára Egilssyni]]. |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/18/ny_konnun_vg_i_frjalsu_falli/ Prósent] |18 okt 2024 |– |– |15,6 |6,2 |2,2 | style="background:#F6CDCF;" | '''24,8''' |10,8 |6,1 |14,1 |15,1 |4,2 |– | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 9,2 |- |[https://www.visir.is/g/20242637105d/ny-konnun-omarktaekur-munur-a-vid-reisn-og-sjalf-staedis-flokknum Maskína] |13 okt–18 okt 2024 |– |– |14,1 |8 |5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''21,9''' |7,3 |5,2 |13,4 |17,7 |5,2 |2,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- ! colspan="15" |[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] slítur stjórnarsamstarfinu eftir sjö ár og boðar til alþingiskosninga. |- ! colspan="15" |[[Svandís Svavarsdóttir]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]]. |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-05-fylgi-stjornarflokkanna-thriggja-dalar-enn-sjalfstaedisflokkur-maelist-med-12-423873 Prósent] | data-sort-value="2024-08-30"| 18 sep–3 okt 2024 | 2.150 | 50,8 | 12 | 5 | 3 | style="background:#F6CDCF;"| '''26''' | 11 | 9 | 11 | 18 | 4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-01-ovinsaelasta-rikisstjornin-fra-upphafi-maelinga-423540 Gallup] | data-sort-value="2024-08-30"| 30 ágú–30 sep 2024 | 11.138 | 48,3 | 14,1 | 6,2 | 4,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,2''' | 7,5 | 7,6 | 10,3 | 18,7 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,5 |- | [https://www.visir.is/g/20242625572d/mid-flokkurinn-mark-taekt-staerri-en-sjalf-staedis-flokkurinn Maskína] | data-sort-value="2024-08-30"| 24 sep 2024 | 1.783 | – | 13,4 | 7,6 | 3,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,0''' | 8,8 | 8,5 | 11,3 | 17,0 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-30-midflokkurinn-a-haelum-sjalfstaedisflokks-420851 Gallup] | data-sort-value="2024-08-30"| 1–29 ágú 2024 | 10.780 | 46,8 | 17,1 | 7,0 | 3,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,4''' | 6,7 | 7,8 | 10,1 | 16,0 | 5,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,3 |- | [https://www.visir.is/g/20242613548d/mid-flokkurinn-ad-taka-fram-ur-sjalf-staedis-flokknum-i-fylgi5 Maskína] | data-sort-value="2024-08-28"| 7–27 ágú 2024 | 1.730 | – | 13,9 | 9,0 | 4,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,5''' | 7,1 | 8,6 | 10,7 | 15,3 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,2 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-01-vinstri-graen-maelast-enn-utan-things-418845 Gallup] | data-sort-value="2024-08-01"| 1–30 júl 2024 | 9.306 | 45,9 | 17,2 | 7,2 | 3,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,6''' | 8,6 | 7,8 | 8,8 | 14,6 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-01-samfylkingin-afram-staerst-en-tapar-mestu-416846 Gallup] | data-sort-value="2024-07-01"| 3–30 jún 2024 | 8.786 | 47,3 | 18,5 | 6,6 | 4,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,9''' | 7,7 | 8,8 | 9,4 | 14,5 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,4 |- | [https://www.visir.is/g/20242589772d/sjalf-staedis-flokkur-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Maskína] | data-sort-value="2024-06-10"| 31 maí–20 jún 2024 | 1.846 | – | 14,7 | 10,2 | 5,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,1''' | 5,0 | 9,3 | 10,1 | 12,7 | 5,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-03-thingflokkur-vg-thurrkast-ut-samkvaemt-konnun-gallup-414755 Gallup] | data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–2 jún 2024 | 12.731 | 50,2 | 18,0 | 9,1 | 3,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,9''' | 6,1 | 8,8 | 7,7 | 13,5 | 3,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,9 |- | [https://heimildin.is/grein/22030/stjornarskipti-hofdu-engin-ahrif-a-fylgid-thridjúngur-stydur-stjornarflokkanna/ Maskína] | data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–23 maí 2024 | 3.349 | – | 17,5 | 10,4 | 5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,6 | 8,4 | 9,3 | 12,6 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,8 |- | [https://fel,hi.is/is/forsetakosningarnar-2024-0 Háskóli Íslands] | data-sort-value="2024-04-26"| 22–30 apr 2024 | 2.638 | – | 19,0 | 10,0 | 4,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,4''' | 7,3 | 8,1 | 7,9 | 13,4 | 4,4 | 0,2<ref>[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,2%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-29-vinstri-graen-aldrei-maelst-laegri-411552 Gallup] | data-sort-value="2024-04-16"| 3–28 apr 2024 | 9.925 | 48,1 | 18,0 | 8,8 | 4,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,7''' | 7,2 | 8,2 | 7,5 | 12,8 | 3,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,7 |- | [https://www.visir.is/g/20242561072d/midflokkurinn-stadfestir-sig-sem-thridji-staersti-flokkurinn Maskína] | data-sort-value="2024-04-11"| 5–16 apr 2024 | 1.746 | – | 17,2 | 10,7 | 5,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,3 | 8,5 | 10,2 | 11,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1 |- ! colspan="15" |[[Katrín Jakobsdóttir]] lætur af embætti forsætisráðherra og [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] tekur við. |- ! colspan="15" |[[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] eftir [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur]]. |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-03-samfylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-409186 Gallup] | data-sort-value="2024-03-17"| 1 mar–2 apr 2024 | – | – | 18,2 | 7,3 | 5,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,9''' | 6,2 | 7,8 | 7,1 | 12,9 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,7 |- | [https://heimildin.is/grein/21317/ Maskína] | data-sort-value="2024-03-09"| 6–12 mar 2024 | 1.753 | – | 18,0 | 9,4 | 6,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,6''' | 5,7 | 9,5 | 9,7 | 11,9 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-01-vinstri-graen-myndu-falla-af-thingi-406301 Gallup] | data-sort-value="2024-02-15"| 1–29 feb 2024 | 9.964 | 48,1 | 19,9 | 8,8 | 4,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,2''' | 6,8 | 8,0 | 7,5 | 12,8 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3 |- | [https://www.visir.is/g/20242535196d/sam-fylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-eftir-um-maeli-krist-runar Maskína] | data-sort-value="2024-02-18"| 7–27 feb 2024 | 1.706 | – | 18,4 | 8,5 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,2''' | 6,4 | 9,0 | 9,2 | 11,1 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-02-01-samfylkingin-med-sitt-mesta-fylgi-i-15-ar-403882 Gallup] | data-sort-value="2024-01-16"| 2–31 jan 2024 | 10.503 | 46,9 | 18,2 | 8,4 | 5,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,6''' | 7,9 | 8,1 | 7,0 | 10,9 | 3,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-23-fylgi-sjalfstaedisflokks-og-vinstri-graenna-i-sogulegri-laegd-403163 Maskína] | data-sort-value="2024-01-13"| 10–15 jan 2024 | 1.936 | – | 16,6 | 10,3 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,7''' | 6,5 | 7,6 | 11,7 | 11,8 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-02-sjalfstaedisflokkurinn-hefur-aldrei-maelst-minni-401049 Gallup] | data-sort-value="2023-12-16"| 1 des 2023 – 1 jan 2024 | 9.636 | 48,9 | 18,1 | 9,4 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 6,8 | 9,1 | 8,8 | 9,7 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232509099d Maskína] | data-sort-value="2023-12-23"| 19–27 des 2023 | 1.945 | – | 17,3 | 9,9 | 5,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,3''' | 6,8 | 8,1 | 12,2 | 9,4 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-01-fylgi-vg-i-sogulegri-laegd-398643 Gallup] | data-sort-value="2023-11-16"| 1–30 nóv 2023 | 9.721 | 47,8 | 19,8 | 8,6 | 5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,1''' | 6,9 | 9,3 | 7,9 | 9,4 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232495449d/fylgi-samfylkingar-minnkar-milli-kannanna Maskína] | data-sort-value="2023-11-15"| 3–7 nóv & 23–26 nóv 2023 | 2.376 | – | 17,9 | 10,4 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,0''' | 6,4 | 10,0 | 10,3 | 8,4 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-11-01-afsogn-bjarna-hafdi-litil-ahrif-a-fylgi-flokka-395533 Gallup] | data-sort-value="2023-10-16"| 2–31 okt 2023 | 10.463 | 49,8 | 20,5 | 7,4 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,1''' | 6,5 | 10,2 | 7,5 | 8,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,6 |- | [https://maskina.is/samfylkingin-flygur-hatt/ Maskína] | data-sort-value="2023-10-19"| 12–24 okt 2023 | 1.935 | – | 17,7 | 9,8 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,8''' | 6,1 | 10,8 | 9,3 | 8,2 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-10-02-samfylkingin-maelist-med-30-fylgi-392916 Gallup] | data-sort-value="2023-10-17"| 1 sep–3 okt 2023 | 11.005 | 48,5 | 20,4 | 8,1 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,1''' | 5,7 | 9,6 | 7,9 | 8,6 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,7 |- | [https://www.visir.is/g/20232469005d/fylgi-sjalfstaedisflokksins-eykst-en-samfylkingin-dalar Maskína] | data-sort-value="2023-09-22"| 15–29 sep 2023 | 1.466 | – | 19,6 | 8,8 | 6,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,4''' | 6,5 | 10,8 | 11,6 | 7,0 | 4,8 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-02-litlar-breytingar-a-fylgi-flokkanna-390877 Gallup] | data-sort-value="2023-08-16"| 1–31 ágúust 2023 | 10.076 | 49,5 | 21,1 | 7,5 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,5''' | 6,3 | 10,3 | 7,2 | 8,7 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,4 |- | [https://www.visir.is/g/20232453897d/-nanast-engar-likur-a-a-fram-haldandi-sam-starfi-stjornar-flokkanna Maskína] | data-sort-value="2023-08-20"| 17–22 ágúust 2023 | 954 | – | 17,6 | 9,2 | 6,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,1''' | 5,9 | 13,1 | 9,5 | 7,9 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,5 |- | [https://www.visir.is/g/20232446380d/thridjúngur-segist-stydja-rikisstjornina Gallup] | data-sort-value="2023-07-17"| 3–30 júly 2023 | 10.491 | 46,1 | 21,0 | 8,9 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,6''' | 5,7 | 10,5 | 7,0 | 8,5 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://maskina.is/fylgi-samfylkingarinnar-dalar-a-milli-manada-i-fyrsta-skipti-a-thessu-ari-er-tho-afram-staersti-flokkurinn/ Maskína] | data-sort-value="2023-07-18"| 6–24 júly 2023 | 836 | – | 19,3 | 9,6 | 8,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,3''' | 6,0 | 11,0 | 10,4 | 5,9 | 4,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0 |- | [https://www.visir.is/g/20232444788d/sjalfstaedisflokkurinn-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Prósent] | data-sort-value="2023-07-08"| 22 júne–22 júly 2023 | 2.300 | 51,8 | 16,1 | 7,1 | 7,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,4''' | 8,5 | 14,5 | 8,9 | 7,2 | 2,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232435602d/sam-fylkingin-staerst-og-studningur-vid-rikis-stjornina-a-nidur-leid Gallup] | data-sort-value="2023-06-16"| 1 júne–2 júly 2023 | 11.331 | 48,8 | 20,8 | 8,7 | 6,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 5,7 | 9,7 | 8,1 | 7,8 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.visir.is/g/20232432761d/samfylkingin-langstaersti-flokkurinn-og-rikisstjornin-fellur-enn Maskína] | data-sort-value="2023-06-12"| 1–22 júne 2023 | 1.691 | – | 18,5 | 8,8 | 7,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,2''' | 6,6 | 11,3 | 9,7 | 6,3 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,7 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-06-01-samfylkingin-eykur-forskotid Gallup] | data-sort-value="2023-05-17"| 2–31 maí 2023 | 10.316 | 48,2 | 20,8 | 10,2 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 5,5 | 10,1 | 7,6 | 6,9 | 4,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/24/fylgi_rikisstjornarflokkana_ekki_maelst_minna/ Maskína] | data-sort-value="2023-05-10"| 4–16 maí 2023 | 1.726 | – | 19,2 | 10,0 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,6 | 11,0 | 9,1 | 6,4 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-02-samfylkingin-maelist-med-28-fylgi Gallup] | data-sort-value="2023-03-14"| 3 apr–1 maí 2023 | 9.916 | 48,7 | 21,9 | 9,6 | 6,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,8''' | 6,0 | 10,0 | 7,4 | 6,2 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 5,9 |- | [https://maskina.is/samfylkingin-slitur-sig-fra-sjalfstaedisflokknum/ Maskína] | data-sort-value="2023-03-14"| 13–19 apr 2023 | 852 | – | 18,7 | 10,2 | 8,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,7''' | 4,4 | 11,4 | 10,6 | 6,0 | 4,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-03-samfylkingin-eykur-enn-forskotid-a-sjalfstaedisflokkinn Gallup] | data-sort-value="2023-03-17"| 1 mar–2 apr 2023 | 1.128 | – | 22,3 | 9,9 | 7,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,1''' | 5,6 | 9,4 | 9,1 | 6,3 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,8 |- | [https://maskina.is/marktaekur-munur-a-fylgi-samfylkingar-og-sjalfstaedisflokks/ Maskína] | data-sort-value="2023-03-14"| 6–20 mar 2023 | 1.599 | – | 20,2 | 13,2 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,4''' | 5,2 | 10,2 | 9,1 | 5,7 | 6,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-02-samfylkingin-maelist-afram-staerst Gallup] | data-sort-value="2023-02-15"| 1–28 feb 2023 | 9.517 | 49,6 | 22,5 | 10,8 | 6,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,0''' | 5,6 | 12,1 | 7,7 | 5,3 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5 |- | [https://maskina.is/sveifla-a-samfylkingunni/ Maskína] | data-sort-value="2023-02-08"| 3–13 feb 2023 | 1.892 | – | 20,1 | 12,3 | 6,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,3''' | 5,9 | 12,7 | 8,2 | 5,8 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,2 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/vinstri-graen-laegst-hja-lagtekjufolki/ Prósent] | data-sort-value="2022-02-01"| 27 jan–6 feb 2023 | 2.400 | 51,4 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,2''' | 11,8 | 5,9 | 22,1 | 9,5 | 12,5 | 6,9 | 4,1 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1 |- | [https://maskina.is/ekkert-lat-a-fylgisaukningu-samfylkingarinnar/ Maskína] | data-sort-value="2023-01-16"| 13–18 jan 2023 | 804 | – | 21,8 | 12,1 | 8,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,6''' | 5,1 | 10,4 | 9,1 | 5,9 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-02-02-samfylking-maelist-staerri-en-sjalfstaedisflokkur Gallup] | data-sort-value="2023-01-19"| 6–31 jan 2023 | 9.842 | 48,5 | 23,5 | 11,3 | 6,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,3''' | 5,5 | 10,4 | 7,3 | 5,5 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-og-flokkur-folksins-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-12-17"| 1 des 2022–2 jan 2023 | 7.115 | 48,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,8''' | 12,1 | 6,8 | 23,4 | 6,2 | 11,3 | 6,9 | 4,6 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 0,2 |- | [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent] | data-sort-value="2022-12-26"| 22–30 des 2022 | 4.000 | 49,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,2''' | 10,8 | 6,7 | 20,5 | 9,7 | 14,3 | 6,2 | 4,5 | 4,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,7 |- | [https://www.visir.is/g/20222358642d/samfylkingin-ordin-staersti-flokkur-landsins-samkvaemt-konnun Maskína] | data-sort-value="2022-12-22"| 16–28 des 2022 | 1.703 | – | 20,0 | 12,2 | 7,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,1''' | 7,0 | 12,5 | 7,5 | 6,7 | 6,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,1 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-i-sokn-minnkandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-11-16"| 1–30 nóv 2022 | 10.798 | 50,8 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,1''' | 12,2 | 7,5 | 21,1 | 4,5 | 12,2 | 7,4 | 5,6 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,0 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/11/2022_11-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-11-13"| 4–22 nóv 2022 | 2.483 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,8''' | 14,8 | 7,1 | 19,0 | 5,0 | 13,4 | 9,0 | 4,9 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,8 |- | [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent] | data-sort-value="2022-11-16"| 14–17 nóv 2022 | 2.600 | 51,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,1''' | 14,6 | 8,0 | 19,1 | 6,4 | 11,8 | 10,6 | 4,2 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,0 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-breytist-litid-milli-manada/ Gallup] | data-sort-value="2022-10-17"| 3–31 okt 2022 | 8.267 | 49,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 13,8 | 8,4 | 16,6 | 5,3 | 12,9 | 8,4 | 5,0 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- ! colspan="15" |[[Kristrún Frostadóttir]] verður formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]]. |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/10/2022_10-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-10-09"| 30 sep–17 okt 2022 | 1.638 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 15,0 | 7,7 | 14,4 | 4,6 | 14,3 | 9,5 | 5,0 | 6,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- | [https://www.gallup.is/frettir/sjalfstaedisflokkurinn-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-09-17"| 1 sep–2 okt 2022 | 11.149 | 48,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,1''' | 13,4 | 8,2 | 16,3 | 5,1 | 13,6 | 8,5 | 5,4 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/09/2022_09-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-09-22"| 16–27 sep 2022 | 1.875 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,8''' | 15,6 | 8,7 | 15,2 | 5,0 | 12,3 | 10,4 | 5,3 | 6,8 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,2 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylking-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-08-17"| 2–31 ágú 2022 | 10.719 | 48,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,8''' | 15,6 | 8,4 | 15,5 | 5,6 | 14,8 | 8,4 | 4,6 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,2 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_08-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-08-15"| 12–17 ágú 2022 | 890 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,9''' | 19,6 | 7,5 | 12,9 | 4,6 | 13,9 | 8,9 | 4,5 | 7,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,3 |- | [https://www.ruv.is/frett/2022/08/04/studningur-vid-framsokn-dalar?term=gallup&rtype=news&slot=1/ Gallup] | data-sort-value="2022-07-16"| 1 júl–1 ágú 2022 | 9.705 | 49,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,1''' | 15,4 | 8,6 | 13,7 | 6,6 | 15,0 | 8,6 | 4,4 | 5,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,7 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_07-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-07-23"| 20–25 júl 2022 | 895 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 18,0 | 7,7 | 10,9 | 6,9 | 12,7 | 8,3 | 6,0 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,4 |- | [https://www.gallup.is/frettir/dvinandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-06-16"| 2–30 jún 2022 | 10.274 | 61,7 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 17,5 | 7,2 | 13,7 | 7,0 | 16,1 | 6,7 | 4,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,3 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/06/2022_06_Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-06-12"| 1–23 jún 2022 | 1.658 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''19,3''' | 18,3 | 8,5 | 13,4 | 6,3 | 14,6 | 8,8 | 4,7 | 6,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,0 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/5-prosenta-stokk-framsoknar-dugar-stjorninni-ekki-samkvaemt-konnun/ Prósent] | data-sort-value="2022-06-08"| 2–13 jún 2022 | 1.780 | 50,1 | style="background:#C6ECFB;"| '''18,5''' | 17,3 | 9,0 | 13,5 | 5,6 | 17,5 | 7,8 | 4,2 | 6,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,2 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-enn/ Gallup] | data-sort-value="2022-05-16"| 2–31 maí 2022 | 10.548 | 51,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''20,1''' | 17,5 | 8,1 | 14,1 | 6,4 | 14,7 | 9,5 | 4,3 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,6 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/ny-konnun-stjornin-fallin-og-tapar-tolf-thingsaetum/ Prósent] | data-sort-value="2022-04-20"| 13–26 apr 2022 | 3.500 | 50,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''17,9''' | 12,4 | 9,6 | 16,8 | 8,0 | 16,2 | 9,6 | 4,1 | 5,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-verulega/ Gallup] | data-sort-value="2022-04-15"| 1–30 apr 2022 | 9.828 | 50,1 | style="background:#C6ECFB;"| '''19,8''' | 15,6 | 10,1 | 13,7 | 7,7 | 14,5 | 9,6 | 4,1 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/04/2022_04_Fylgi-flokka-Al%C3%BEingi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-03-30"| 17 mar–12 apr 2022 | 1.367 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''22,4''' | 15,5 | 8,8 | 13,0 | 7,7 | 13,2 | 10,5 | 4,2 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,9 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-eykst-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-03-15"| 1–31 mar 2022 | 10.941 | 49,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,7''' | 18,0 | 11,4 | 11,2 | 8,2 | 11,9 | 9,1 | 3,7 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,7 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-og-studningur-vid-rikisstjorn-i-februar/ Gallup] | data-sort-value="2022-02-14"| 1–28 feb 2022 | 9.672 | 49,7 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,9''' | 18,1 | 10,5 | 11,1 | 7,5 | 13,2 | 9,7 | 3,9 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,8 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/02/2022_02_Mask%C3%ADnuk%C3%B6nnun_Fylgi-flokkanna,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-02-07"| 28 jan–16 feb 2022 | 3.039 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,9''' | 16,9 | 12,9 | 13,4 | 7,6 | 10,3 | 9,7 | 3,9 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,0 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-milli-manada/ Gallup] | data-sort-value="2022-01-15"| 1–31 jan 2022 | 10.911 | 50,4 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,4''' | 17,0 | 10,7 | 10,8 | 8,8 | 12,5 | 9,4 | 3,7 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,4 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/01/2022_01_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla_fylgi_stj%C3%B3rnm%C3%A1laflokka,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-01-13"| 6–19 jan 2022 | 1.548 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,1''' | 17,8 | 11,2 | 12,3 | 8,5 | 13,5 | 9,2 | 3,7 | 3,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,3 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-vid-vinstri-graen-minnkar/ Gallup] | data-sort-value="2021-12-15"| 1–30 des 2021 | 7.890 | 51,2 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,3''' | 17,7 | 10,6 | 10,5 | 8,6 | 12,5 | 8,7 | 3,4 | 4,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6 |- | [https://www.gallup.is/frettir/thjodarpuls-gallup-litlar-breytingar-fylgi-flokka/ Gallup] | data-sort-value="2021-11-15"| 1–30 nóv 2021 | 10.000 | 51,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,7''' | 17,0 | 13,0 | 10,7 | 8,0 | 11,8 | 8,4 | 3,8 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,7 |- | [https://www.gallup.is/frettir/piratar-yfir-kjorfylgi-en-sjalfstaedisflokkur-undir/ Gallup] | data-sort-value="2021-10-15"| 1–31 okt 2021 | 8.899 | 50,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 17,2 | 13,4 | 9,8 | 7,9 | 11,0 | 8,9 | 4,3 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/sjalfstaedisflokkur-dalar-en-framsokn-a-uppleid/ MMR] | data-sort-value="2021-10-15"| 12–18 okt 2021 | 967 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,1''' | 17,9 | 12,1 | 10,1 | 7,8 | 11,7 | 10,0 | 3,2 | 5,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,2 |- style="background:#E9E9E9;" | [[Alþingiskosningar 2021]] | data-sort-value="2021-09-25"| 25 sep 2021 | – | – | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 17,3 | 12,6 | 9,9 | 8,9 | 8,6 | 8,3 | 5,5 | 4,1 | 0,5<ref name=":7">[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,1 |} == Úrslit kosninganna == {{Kosningaúrslit |party1=[[Samfylkingin]] (S) |votes1= 44091 |seats1= 15 |sc1= +9 |party2=[[Sjálfstæðisflokkurinn]] (D) |votes2= 41143 |seats2= 14 |sc2= -2 |party3=[[Viðreisn]] (C) |votes3= 33606 |seats3= 11 |sc3= +6 |party4=[[Flokkur fólksins]] (F) |votes4= 29288 |seats4= 10 |sc4= +4 |party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] (M) |votes5= 25700 |seats5= 8 |sc5= +5 |party6=[[Framsóknarflokkurinn]] (B) |votes6= 16578 |seats6= 5 |sc6= -8 |party7=[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] (J) |votes7= 8422 |seats7= 0 |sc7= - |party8=[[Píratar]] (P) |votes8= 6411 |seats8= 0 |sc8= -6 |party9=[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] (V) |votes9= 4974 |seats9= 0 |sc9= -8 |party10=[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] (L) |colour10=#04437F |votes10= 2215 |seats10= 0 |sc10= - |party11=[[Ábyrg framtíð]] (Y) |colour11=#342659 |votes11= 42 |seats11= 0 |sc11= - |invalid= 308 |blank= 2438 |electorate= 268422 |source= }} === Úrslit í einstökum kjördæmum === {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Hlutfallslegt fylgi (%) |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] !style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]] ! style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|V]] ! style="width:40px;"| [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|L]] ! style="width:40px;"| [[Ábyrg framtíð|Y]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sósíalistaflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|VG|color}};"| ! style="background:#04437F;"| ! style="background:#342659;"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] ! style="background:#F6CDCF;"| 26,1 | 17,4 | 16,3 | 11,9 | 8,9 | 4,0 | 5,9 |5,4 |2,9 |1,0 |0,1 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] ! style="background:#F6CDCF;"| 22,9 | 17,6 | 17,7 | 13,5 | 10,5 | 4,4 | 5,6 |3,9 |2,9 |1,0 | |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] | 19,3 ! style="background:#C6ECFB;"| 23,4 | 20,1 | 11,0 | 12,0 | 5,9 | 2,8 |2,8 |1,5 |1,1 | |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 15,9 ! style="background:#C6ECFB;"| 18,0 | 12,6 | 16,7 | 14,8 | 13,3 | 3,4 |1,8 |2,7 |0,8 | |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] ! style="background:#F6CDCF;"| 21,3 | 15,0 | 9,4 | 14,3 | 15,7 | 14,2 | 3,8 |1,8 |3,8 |0,8 | |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 17,3 | 19,6 | 11,2 ! style="background:#ffdf8c;" | 20,0 | 13,6 | 12,0 | 2,4 |1,3 |1,3 |1,3 | |- |} {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Þingsæti |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] | 4 | 2 | 3 | 1 | 1 | 0 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] | 3 | 3 | 2 | 2 | 1 | 0 |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] | 3 | 4 | 3 | 2 | 2 | 0 |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 1 | 1 | 1 | 2 | 1 | 1 |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] | 2 | 2 | 1 | 1 | 2 | 2 |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 2 | 2 | 1 | 2 | 1 | 2 |- |} ===Greining á úrslitum=== :''Sjá einnig: [[Kjörnir alþingismenn 2024]]'' Flokkarnir þrír sem mynduðu ríkisstjórn á undangengnu kjörtímabili, [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]], töpuðu alls 18 þingmönnum og fengu hver um sig verstu niðurstöðu úr kosningum í sinni sögu. Af þeim tapaði Sjálfstæðisflokkurinn þó minnstu fylgi og missti tvo þingmenn. Niðurstaðan þótti varnarsigur í ljósi þess að skoðanakannanir í aðdraganda kosningar höfðu sýnt fylgistölur allt niður í 11 til 13%. Framsóknarflokkurinn tapaði öllum þingmönnum sínum [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]], þar á meðal þremur ráðherrum. Formaður flokksins, [[Sigurður Ingi Jóhannsson]], stóð afar tæpt sem jöfnunarmaður í Suðurkjördæmi og ekki varð ljóst að hann hefði náð kjöri á þing fyrr en lokatölur bárust úr síðasta kjördæminu eftir hádegi, daginn eftir kjördag. Vinstri græn fengu einungis 2,3% á landsvísu, fengu engann mann kjörinn og náðu ekki 2,5% þröskuldi sem tryggir stuðning úr ríkissjóði til reksturs flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/vinstri_graen_missa_rikisstyrkinn/|title=Vinstri græn missa ríkisstyrkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á undangengnu kjörtímabili bættu allir við sig fylgi að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum. [[Samfylkingin]] varð stærst flokka með 20,8% fylgi og 15 menn kjörna, en það er minnsta fylgi við siguvegara Alþingiskosninga frá upphafi. [[Viðreisn]], [[Flokkur fólksins]] og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bættu einnig við sig fylgi frá síðustu kosningum. Píratar töpuðu hins vegar miklu fylgi og féllu niður fyrir 5% þröskuld jöfnunarsæta og fengu því enga menn kjörna. Nokkur umræða spannst um fjölda "dauðra atkvæða" sem greidd voru framboðum sem ekki komust á þing. Auk Vinstri grænna og Pírata sem féllu af þingi fékk [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkurinn]] enga menn kjörna í annari tilraun sinni til að ná kjöri til Alþingis. Þá fengu [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] og [[Ábyrg framtíð]] lítið fylgi og enga menn kjörna. Samanlagt fylgi allra þessara framboða sem fengu enga menn kjörna var 10,4% af gildum atkvæðum og þetta hlutfall hafði aðeins einu sinni verið hærra, en það var árið [[Alþingiskosningar 2013|2013]]. Af þessu tilefni varð nokkur umræða um það hvort að þröskuldur fyrir úthlutun jöfnunarsæta væri mögulega of hár og bent var á að hann væri lægri í flestum nágrannalöndum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242658590d/sosialistar-hefdu-ekki-komist-inn-i-noregi-og-svithjod|title=Sósíal­istar hefðu ekki komist inn í Noregi og Sví­þjóð - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-02-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Með brotthvarfi Vinstri grænna af þingi raskaðist mynstur sem hafði verið við lýði í marga áratugi sem kennt hefur verið við „[[fjórflokkakerfið|fjórflokkinn]]“ sem fól í sér að auk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa verið tveir flokkar á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Annars vegar jafnaðamannaflokkur ([[Alþýðuflokkurinn]] og síðar Samfylkingin) en hins vegar róttækari vinstri flokkur. [[Alþýðubandalagið]] og forverar þess voru í því hlutverki á [[20. öldin|20. öld]] sem að náðu aftur til ársins 1930, en með stofnun Vinstri grænna árið 1999 tók sá flokkur við því hlutverki. Eftir kosningarnar nú var því enginn flokkur á þingi sem taldist vinstra megin við Samfylkingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/12/01/baldur-rynir-kosningaurslitin-einn-af-fjorflokkunum-datt-af-thingi-og-piratar-fengu-somu-orlog-og-allir-nyir-flokkar/|title=Baldur rýnir í kosningaúrslitin - Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar|date=2024-12-01|website=DV|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Fljótlega var farið að ræða möguleika á að sameina flokkana yst til vinstri.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-thad-er-eftirspurn-eftir-vinstrinu-429981|title=„Það er eftirspurn eftir vinstrinu“ - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|date=2024-12-02|website=RÚV|access-date=2024-12-02}}</ref> == Stjórnarmyndun == [[Halla Tómasdóttir]] forseti Íslands boðaði formenn allra sex flokkanna sem að náðu þingsæti á fund sinn þann [[2. desember]]. Þann [[3. desember]] fékk [[Kristrún Frostadóttir]], formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] umboð til stjórnarmyndunar og hófust viðræður sama dag á milli [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], [[Viðreisn|Viðreisnar]] og [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-03-formennirnir-funda-a-althingi-klukkan-15-430026|title=Formennirnir funda á Alþingi klukkan 15 - RÚV.is|last=Jónsson|first=Þorgils|last2=Sigurðsson|first2=Grétar Þór|date=2024-12-03|website=RÚV|access-date=2024-12-03}}</ref> Sama dag þá útilokaði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] að fara í samstarf við [[Samfylkingin|Samfylkinguna]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242659077d/virdist-uti-loka-sam-starf-med-sam-fylkingu|title=Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-03-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-03}}</ref> {{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2021]]|eftir=[[Alþingiskosningar 2028]]}} == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Alþingiskosningar]] [[Flokkur:Kosningar 2024]] [[Flokkur:2024]] d3txhahjk6ivlge23p6waw4fmrcb9ng 1890077 1890049 2024-12-03T17:07:57Z Bjarki S 9 mér finnst þessi fjórflokkspæling ekki vera slíkt aðalatriði að það eigi heima í inngangi. Kemur til umfjöllun neðar. 1890077 wikitext text/x-wiki {{Þingkosningar | election_name = Alþingiskosningar 2024 | country = Ísland | type = parliamentary | ongoing = no | previous_election = [[Alþingiskosningar 2021|2021]] | next_election = Í síðasta lagi 2028 | outgoing_members = [[Kjörnir alþingismenn 2021|Fráfarandi þingmenn]] | elected_members = [[Kjörnir alþingismenn 2024|Kjörnir þingmenn]] | seats_for_election = 63 sæti á [[Alþingi]] | majority_seats = 32 | turnout = 80,2% | election_date = 30. nóvember 2024 | results_sec = Úrslit kosninganna | party1 = [[Samfylkingin]] | party_leader1 = [[Kristrún Frostadóttir]] | percentage1 = 20,8 | seats1 = 15 | last_election1 = 6 | party2 = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] | party_leader2 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | percentage2 = 19,4 | seats2 = 14 | last_election2 = 16 | party3 = [[Viðreisn]] | party_leader3 = [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] | percentage3 = 15,8 | seats3 = 11 | last_election3 = 5 | party4 = [[Flokkur fólksins]] | party_leader4 = [[Inga Sæland]] | percentage4 = 13,8 | seats4 = 10 | last_election4 = 6 | party5 = [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | party_leader5 = [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] | percentage5 = 12,1 | seats5 = 8 | last_election5 = 3 | party6 = [[Framsóknarflokkurinn]] | party_leader6 = [[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | percentage6 = 7,8 | seats6 = 5 | last_election6 = 13 | map = 2024 Iceland parliamentary election results map ISL.svg | map_size = 350px | map_caption = | detailed_results = Úrslit kosninganna | title = ríkisstjórn | before_election = [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarni Benediktsson II]]<br> {{LB|B}}&nbsp;{{LB|D}} | before_image = File:Bjarni Benediktsson 2021.jpg | posttitle = Ný ríkisstjórn | after_election = | after_image = }} '''Alþingiskosningar''' fóru fram þann [[30. nóvember]] [[2024]] eftir að [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra boðaði [[þingrof]] og baðst lausnar fyrir [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|ráðuneyti sitt]] þann [[13. október]] [[2024]]. Kosningar hefðu annars farið fram í síðasta lagi [[27. september]] [[2025]]. [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] sem höfðu verið í stjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu töpuðu miklu fylgi í kosningum og fengu allir minnsta fylgi í sögu hvers flokks. [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] misstu alla sína þingmenn eftir að hafa verið á ingi frá [[Alþingiskosningar 1999|1999]]. Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á þingi juku allir við fylgi sitt að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum, en þeir féllu einnig af þingi eftir ellefu ára veru. [[Samfylkingin]] varð stærsti flokkurinn á þingi með 20,8% gildra atkvæða. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir og ljóst er að þrjá eða fleiri flokka þarf til að mynda stjórnarmeirihluta. ==Aðdragandi== Fráfarandi ríkisstjórn [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarna Benediktssonar]] samanstóð af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænum]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokknum]]. Hún tók við af [[Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur|ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur]] á miðju kjörtímabili.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242554169d/bjarni-benediktsson-nyr-forsaetisradherra|title=Bjarni Bene­dikts­son nýr for­sætis­ráð­herra|author=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|date=2024-09-04|work=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Samstarf þessara flokka í ríkisstjórn hófst fyrst eftir [[Alþingiskosningar 2017|alþingiskosingarnar 2017]] og varði í rúm sjö ár, lengur en nokkurt þriggja flokka stjórnarsamstarf fram að þessu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/3ja-flokka-stjorn-ekki-setid-heilt-kjortimabil|title=3ja flokka stjórn ekki setið heilt kjörtímabil - RÚV.is|date=2017-11-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Erfiðleikar í samstarfi flokkanna urðu æ meira áberandi eftir því sem leið á seinna kjörtímabil samstarfsins, sérstaklega í málefnum útlendinga og orkumálum. Sérstaklega reyndi svo á stjórnarsamstarfið í máli sem varðaði [[Mál Yazans Tamimi|brottvísun palestínskrar fjölskyldu]] í [[september]] [[2024]] þar sem ráðherrar [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] voru ósammála um réttmæti afskipta ráðherra í málinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634413d/-enntha-i-toluverdu-ovissuastandi-um-framvinduna-|title=Enn­þá í tölu­verðu óvissuástandi um fram­vinduna|authort=Elín Margrét Böðvarsdóttir|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á landsfundi [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] í [[október]] [[2024]] var samþykkt ályktun um að slíta ætti samstarfinu og stefna að kosningum um vorið [[2025]].<ref name=":4">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242631016d/sam-thykktu-a-lyktun-og-stefna-ad-kosningum-i-vor|title=Sam­þykktu á­lyktun og stefna að kosningum í vor|author=Sólrún Dögg Jósefsdóttir|date=2024-06-10|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-06}}</ref> [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti hins vegar yfir endalokum stjórnarsamtarfsins á blaðamannafundi [[13. október]] og gekk á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]] þann [[14. október]] til að leita samþykkis forseta á þingrofi og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt daginn eftir.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-13-sjalfstaedisflokkur-slitur-rikisstjornarsamstarfinu-bjarni-vill-kosningar-30-november-424511|title=Sjálfstæðisflokkur slítur ríkisstjórnarsamstarfinu – Bjarni vill kosningar 30. nóvember|author1=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|author2=Ástrós Signýjardóttir|date=2024-10-13|website=RÚV|access-date=2024-10-13|author3=Freyr Gígja Gunnarsson}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635456d/bodar-bjarna-a-sinn-fund-klukkan-fjogur|title=Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga|author1=Kjartan Kjartansson|author2=Jón Þór Stefánsson|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> [[Halla Tómasdóttir]], forseti Íslands lagði til að [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|fráfarandi ríkisstjórn]] myndi skipa starfstjórn og starfa því áfram þar til ný stjórn er mynduð eftir kosningar, en [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] neituðu að taka þátt í slíkri starfstjórn og hættu því þátttöku í ríkisstjórninni þann [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635681d/taka-ekki-thatt-i-starfsstjorn|title=Taka ekki þátt í starfsstjórn - Vísir|author=Árni Sæberg|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> ==Framkvæmd== Í kosningunum var kosið um 63 þingsæti á [[Alþingi]] og notast var við [[hlutfallskosning]]u í sex [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]]. 54 þingsætum er úthlutað í kjördæmunum samkvæmt niðurstöðum í þeim en 9 þingsæti eru [[jöfnunarsæti]] sem úthlutað er samkvæmt niðurstöðum á landsvísu. Stjórnmálasamtök þurfa að ná 5% fylgi á landsvísu til að fá úthlutað jöfnunarsætum.<ref name=":5">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/lagas/nuna/2021112.html|title=112/2021: Kosningalög|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Fjöldi þingsæta á Alþingi og kjördæmaskipan var óbreytt frá [[Alþingiskosningar 2021|síðustu kosningum]] en eitt þingsæti fluttist frá [[Norðvesturkjördæmi]] til [[Suðvesturkjördæmi]]s vegna reglu um að kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti megi ekki ekki vera meira en tvöfalt fleiri í einu kjördæmi en einhverju hinna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-thingsaetum-faekkar-i-nordvesturkjordaemi-425035|title=Þingsætum fækkar í Norðvesturkjördæmi - RÚV.is|last=Isabel Alejandra Diaz|first=|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Samkvæmt kosningalögum eiga alþingiskosningar að fara fram í síðasta lagi þegar að fjögurra ára kjörtímabili lýkur en lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðarmótum. Þar sem [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningarnar 2021]] fóru fram á fjórða laugardegi [[September|septembermánaðar]] þurftu þessar kosningar að fara fram í síðasta lagi þann [[27. september]] [[2025]]<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/10/09/ef-vid-naum-ekki-tokum-thessum-malum-strax-eftir-naestu-kosningar-tha-er-ekkert-vist-ad-thad-verdi-aftur-snuid/|title=Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið|date=2024-10-09|work=[[Dagblaðið Vísir]]|author=Ragna Gestsdóttir|language=is|access-date=2024-10-17|quote=''Núverandi kjörtímabilki lýkur haustið 2025, síðast var kosið til Alþingis 25. september 2021 og þyrftu næstu kosningar því að fara fram í síðasta lagi 27. september 2025.''}}</ref> , en í kjölfar stjórnarslita [[13. október]] [[2024]] var þeim flýtt til [[30. nóvember]] 2024 skv. tillögu forsætisráðherra en áður hafði landsfundur [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] ályktað um að kjósa skyldi um vorið [[2025]]. Óvenjulegt er að alþingiskosningar fari fram svo seint á árinu, þær hafa aðeins einu sinni farið fram síðar en það var [[Alþingiskosningar 1979|2.-3. desember 1979]].<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kjordagar-1908-2017-almennar-althingiskosningar-og-landskjor/|title=Kjördagar 1908–2021: Almennar alþingiskosningar og landskjör|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Framboðsfrestur var til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn [[31. október]] og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst [[7. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://island.is/s/landskjorstjorn/frett/kosningar-til-althingis|title=Kosningar til Alþingis|date=2024-10-18|publisher=Landskjörstjórn}}</ref> Kjósendur á kjörskrá voru 268.422 og fjölgaði um tæp 14 þúsund frá síðustu kosningum.<ref>{{Cite web|url=https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2024/11/01/Talnaefni-adgengilegt-um-fjolda-a-kjorskra-vegna-althingiskosninga-30.-november-nk/|title=Talnaefni aðgengilegt um fjölda á kjörskrá vegna alþingiskosninga|date=2024-11-01|website=Þjóðskrá|access-date=2024-11-03}}</ref> Veðurspár í aðdraganda kosninganna bentu til þess að veður á kjördag gæti orðið þannig að það raskaði framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða, sér í lagi í landsbyggðarkjördæmunum þar sem víða þarf að ferðast með atkvæði um langan veg á talningarstað. Hríðarveður var á [[Austurland]]i á kjördag og færð spilltist á fjallvegum en ekki kom til þess að fresta þyrfti kjörfundum. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning atkvæða frá ýmsum byggðarlögum þar til [[Egilsstaðir|Egilsstaða]]. Þaðan var flogið með öll atkvæði af Austurlandi á talningarstað á [[Akureyri]].<ref>{{Cite news|title=Atkvæði Austfirðinga farin í loftið|url=https://austurfrett.is/frettir/atkvaedhi-austfirdhinga-farin-i-loftidh|date=1. desember 2024|work=Austurfrétt}}</ref> Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að flytja atkvæði frá [[Höfn í Hornafirði|Höfn]] til talningarstaðar Suðurkjördæmis á [[Selfoss]]i vegna vonskuveðurs og ófærðar á þjóðveginum um Suðausturland.<ref>{{Cite news|title=Þyrlan sækir kjörgögn á Höfn|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/thyrlan_saekir_kjorgogn_a_hofn/|date=1. desember 2024|work=mbl.is}}</ref> == Framboð == Ellefu stjórnmálasamtök voru framboði; þeir átta flokkar sem áttu fyrir sæti á [[Alþingi]] ásamt [[Sósíalistaflokkur Íslands|Sósíalistaflokki Íslands]], [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokknum]]<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-16-flokkarnir-thurfa-ad-finna-thusund-manns-med-oflekkad-mannord-sem-ekki-eru-haestarettardomarar-424820|title=Flokkarnir þurfa að finna þúsund manns með óflekkað mannorð sem ekki eru hæstaréttardómarar|author=Freyr Gígja Gunnarsson|date=2024-10-16|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> og [[Ábyrg framtíð|Ábyrgri framtíð]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Nýr stjórnmálaflokkur [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stefndi að framboði en hætti við.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-graeningjar-vilja-inn-a-thing-425195|title=Græningjar vilja inn á þing|date=2024-10-20|publisher=RÚV}}</ref> [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] var með skráðan listabókstaf en ákvað að bjóða ekki fram.<ref>Sjá [https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f9e7b74a-ebc8-428d-83a4-64608bed1a35 auglýsingu 225/2022] í B-deild stjórnatíðinda. Önnur stjórnmálasamtök en þar eru tilgreind þurfa að sækja um listabókstaf til dómsmálaráðuneytis, sbr. 2. mgr. 2.gr.k í [https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006162.html lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006].</ref> Þrjú formannaskipti áttu sér stað hjá flokkunum á kjörtímabilinu. [[Kristrún Frostadóttir]] tók við af [[Logi Már Einarsson|Loga Einarssyni]] sem formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] í [[október]] [[2022]] og [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] tók við sem formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] af [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínu Jakobsdóttur]] í [[apríl]] [[2024]] í kjölfar afsagnar hennar þar sem hún bauð sig fram til embættis [[forseti Íslands|forseta Íslands]] í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningum sama ár]]. [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum og var [[Svandís Svavarsdóttir]] kjörin formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] á landsfundi flokksins í byrjun október. Í [[ágúst]] [[2024]] sagðist [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] íhuga að hætta sem formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] fyrir kosningarnar, en í [[október]] [[2024]] tilkynnti hann að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum eftir að stjórninni var slitið.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-31-bjarni-ihugar-stodu-sina-fram-ad-landsfundi-420885|title=Bjarni íhugar stöðu sína fram að landsfundi - RÚV.is|author=Þorgerður Anna Gunnarsdóttir|date=2024-08-31|website=RÚV|access-date=2024-08-31}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634287d/bjarni-bodar-til-blada-manna-fundar|title=Ríkis­stjórnin sprungin - Vísir|author=Ólafur Björn Sverrisson|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-13}}</ref> Þar sem skammur fyrirvari gafst fyrir kosningarnar fóru flest framboðin þá leið að stilla upp á framboðslista sína. Einungis Píratar héldu [[prófkjör]] með þátttöku almennra félagsmanna en hjá Sjálfstæðisflokknum var kosið um efstu sæti lista á kjördæmisþingum í fjórum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-19-piratar-i-profkjor-en-allir-hinir-stilla-upp-425147|title=Píratar í prófkjör en allir hinir stilla upp|date=2024-10-19|website=RÚV|access-date=2024-11-03}}</ref> Nokkuð var rætt um „frægðarvæðingu“ stjórnmála í tengslum við raðanir á lista þar sem dæmi voru um að þjóðþekktir einstaklingar væru settir í efstu sæti framboðslista þó að þeir hefðu ekki haft afskipti af stjórnmálum áður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638279d/-ekki-god-throun-ad-flokkarnir-drosli-fraegu-folki-a-listana|title=„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana - Vísir|last=Jósefsdóttir|first=Sólrún Dögg|date=2024-10-22|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-11-ara-endurnyjunar-svifur-yfir-frambodslistum-427151|title=Ára endurnýjunar svífur yfir framboðslistum - RÚV.is|last=Þórisdóttir|first=Anna Lilja|date=2024-11-11|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ===Yfirlit framboða=== {| class="wikitable" ! colspan="2" rowspan="2" | Merki og [[listabókstafur|stafur]] ! rowspan="2" | Flokkur ! colspan="2" rowspan="2" | Formaður ! colspan="2" | Úrslit [[Alþingiskosningar 2021|2021]] ! rowspan="2" | Breytingar á<br>kjörtímabilinu |- ! Fylgi ! Þingsæti |- | [[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}; color:white;" | '''D''' |[[Sjálfstæðisflokkurinn]] | [[Mynd:Bjarni Benediktsson 2021.jpg|75x75dp]] | [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | 24,4% | {{Composition bar|16|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}} | {{hækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] frá {{LB|M}} |- |[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{flokkslitur|Framsókn}}; color:white;" |'''B''' |[[Framsóknarflokkurinn]] | [[Mynd:Sigurður Ingi Jóhannsson 2021.jpg|75x75dp]] |[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | 17,3% | {{Composition bar|13|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}} | |- |[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Vinstrihreyfingin – grænt framboð|color}}; color:white;" |'''V''' |[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin - <br>grænt framboð]] | [[Mynd:Svandís Svavarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Svandís Svavarsdóttir]] |12,6% |{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}} | {{Lækkun}}[[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|BJ]] til {{LB2|G|Græningjar (Ísland)|#7D9B77}} |- |[[Mynd:Samfylkingin_merki_2023.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}}; color:white;" |'''S''' |[[Samfylkingin]] | [[Mynd:Kristrún Frostadóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Kristrún Frostadóttir]] |9,9% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}} | |- style="height:3.9em" |[[Mynd:Flokkur fólksins 2024.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}}; color:white;" |'''F''' |[[Flokkur fólksins]] | [[Mynd:Inga Sæland 2021.jpg|75x75dp]] |[[Inga Sæland]] |8,8% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}} | {{lækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] til {{LB|M}} |- |[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}}; color:white;" |'''P''' |[[Píratar]] | colspan="2" | ''Formannslaust framboð'' |8,6% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}} | |- |[[Mynd:Viðreisn 2024.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}}; color:white;" |'''C''' |[[Viðreisn]] | [[Mynd:Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín<br>Gunnarsdóttir]] |8,3% |{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}} | |- |[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}}; color:white;" |'''M''' |[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | [[Mynd:Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2016 (cropped resized).jpg|75x75dp]] |[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð<br>Gunnlaugsson]] |5,4% |{{Composition bar|3|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}} |{{lækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] til {{LB|D}}<br>{{hækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] frá {{LB|F}} |- |[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #ef4839; color:white;" |'''J''' |[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur<br>Íslands]] |[[Mynd:Sanna Magdalena 2.png|frameless|50x50dp]] |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna Magdalena<br>Mörtudóttir]] |4,1% |{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}} | |- |[[Mynd:Ábyrg framtíð.jpg|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #342659; color:white;" | '''Y''' |[[Ábyrg framtíð]] | |[[Jóhannes Loftsson]] |0,1% |{{Composition bar|0|63|#342659}} | |- |[[Mynd:Lýðræðisflokkurinn.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #04437F; color:white;" | '''L''' |[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] | |[[Arnar Þór Jónsson]] | colspan="2" | ''Ekki í framboði'' | |} ==== (B) Framsóknarflokkurinn ==== [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurði Inga Jóhannssyni]] leiddi [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] í kosningunum, rétt eins og í þremur síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur verið þátttakandi í ríkisstjórn frá árinu [[2017]] og var eini stjórnarflokkurinn sem bætti við sig fylgi í kosningunum [[Alþingiskosningar 2021|2021]]. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum og oddvitar listanna voru allir þeir sömu og 2021 með þeirri undantekningu að [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurður Ingi]] ákvað að leiða ekki lista flokksins í [[Suðurkjördæmi]] heldur taka annað sæti listans. [[Halla Hrund Logadóttir]], [[orkumálastjóri]] og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandi]] leiðir listann í kjördæminu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-sigurdur-ingi-laetur-hollu-hrund-eftir-fyrsta-saeti-i-sudurkjordaemi-425084|title=Sigurður Ingi lætur Höllu Hrund eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi - RÚV.is|last=Guðmundsdóttir|first=Ingibjörg Sara|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-25}}</ref> Framsóknarflokkurinn hefur misst mjög mikið fylgi í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og mælst með sögulega lítið fylgi, jafnvel utan þings nokkrum sinnum.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22260/|title=Óvinsælasta ríkisstjórn Íslands í 15 ár og minnsta fylgi Framsóknar frá upphafi|author=Erla María Markúsdóttir|date=2024-07-02|website=[[Heimildin]]|access-date=2024-10-18}}</ref> ==== (C) Viðreisn ==== [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] var áfram formaður [[Viðreisn|Viðreisnar]] í kosningunum.<ref name=":3">{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/36967/b0hdrj|titill=Silfrið - 9. september 2024 á RÚV}}</ref> Viðreisn hafði verið í stjórnarandstöðu frá árinu [[2017]] og var fylgi flokksins í könnunum svipað niðurstöðu [[Alþingiskosningar 2021|kosninganna 2021]] framan af kjörtímabilinu, en tók verulega að rísa nokkrum vikum fyrir kosningar og tók að mælast sem næststærsti flokkurinn í könnunum viku fyrir kjördag. Í [[september]] [[2024]] gaf listamaðurinn, fyrrum borgarstjórinn og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandinn]] [[Jón Gnarr]] það út að hann hafði gengið til liðs við flokkinn og ætlaði að sækjast eftir að leiða lista í [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-26-jon-gnarr-til-vidreisnar-423162|title=Jón Gnarr til Viðreisnar|author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-09-26|website=RÚV|access-date=2024-09-28}}</ref> [[Hanna Katrín Friðriksson]], oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður sagði að Jón væri ekki fyrsti karlinn sem að gerir ráð fyrir rauða dreglinum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/06/ekki_fyrsti_karlinn_sem_gerir_rad_fyrir_rauda_dregl/|title=„Ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum“|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Einnig gaf [[Pawel Bartoszek]] það út að hann sæktist eftir sæti á lista flokksins. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Oddvitar á listum voru þeir sömu og 2021 nema í [[Norðvesturkjördæmi]] þar sem [[María Rut Kristinsdóttir]], aðstoðarmaður formanns flokksins, fékk fyrsta sætið og í [[Norðausturkjördæmi]] þar sem [[Ingvar Þóroddsson]], framhaldsskólakennari leiðir listann. Jón Gnarr fékk annað sætið í Reykjavík norður en Pawel Bartoszek annað sætið í Reykjavík suður.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-thrir-listar-vidreisnar-kynntir-jon-gnarr-i-odru-saeti-i-reykjavik-425618|title=Þrír listar Viðreisnar kynntir: Jón Gnarr í öðru sæti í Reykjavík - RÚV.is|last=Harðarson|first=Birgir Þór|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ==== (D) Sjálfstæðisflokkurinn ==== [[Sjálfstæðisflokkurinn]] hafði verið í ríkisstjórn í fimm kjörtímabil eða frá árinu [[2013]] og hafði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] hefur verið formaður flokksins síðan [[2009]]. Bjarni varð forsætisráðherra í [[apríl]] [[2024]] eftir brotthvarf [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar Jakobsdóttur]] úr ríkisstjórn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn misst mikið fylgi á kjörtímabilinu og raunar aldrei mælst lægri.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/01/sjalfstaedisflokkurinn_aldrei_maelst_laegri/|title=Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst lægri|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Í [[ágúst]] [[2024]] greindi Bjarni frá því að hann hugleiddi það að hætta sem formaður flokksins fyrir landsfund flokksins sem að átti að fara fram í febrúar [[2025]].<ref name=":1" /> Í [[október]] [[2024]] sleit Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórninni og tilkynnti [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni]] að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/13/rikisstjornin_sprungin/|title=Ríkisstjórnin sprungin|work=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2024-10-13|access-date=2024-10-17}}</ref> Af 17 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins var það einungis [[Óli Björn Kárason]] sem lýsti því yfir við slit ríkisstjórnarinnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Síðar féll [[Birgir Ármannsson]] einnig frá því að sækjast eftir sæti á framboðslista.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-28-thingmenn-sem-gefa-ekki-kost-a-ser-til-aframhaldandi-thingsetu-425862|title=Þingmenn sem gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu - RÚV.is|last=Signýjardóttir|first=Ástrós|date=2024-10-28|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Í fjórum kjördæmum var kosið um efstu sæti á framboðslistum á kjördæmisþingum. Fimm sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim sætum sem þeir stefndu að og tóku því ekki sæti á framboðslistum. [[Ólafur Adolfsson]] kom nýr inn í oddvitasæti í [[Norðvesturkjördæmi]] og [[Jens Garðar Helgason]] í [[Norðausturkjördæmi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-fimm-thingmenn-sjalfstaedisflokksins-a-utleid-425209|title=Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins á útleið - RÚV.is|last=Grettisson|first=Valur|date=2024-10-20|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Baráttan um annað sætið í [[Suðvesturkjördæmi]] vakti einnig mikla athygli en þar tókust á [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], varaformaður flokksins, og [[Jón Gunnarsson]]. Þórdís hafði betur og Jón tók ekki þátt í kosningu um þriðja eða fjórða sæti listans. Síðar samþykkti hann þó að taka fimmta sæti listans og jafnframt stöðu sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í [[Matvælaráðuneyti Íslands|matvælaráðuneytinu]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-jon-gunnarsson-tekur-fimmta-saetid-og-verdur-serstakur-fulltrui-425627|title=Jón Gunnarsson tekur fimmta sætið og verður sérstakur fulltrúi - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ==== (F) Flokkur fólksins ==== [[Flokkur fólksins]] hafði setið í stjórnarandstöðu frá því að flokkurinn komst fyrst á þing [[Alþingiskosningar 2017|2017]]. [[Inga Sæland]] hafði leitt flokkinn frá upphafi og gerði það einnig nú. Fylgi flokksins í könnunum hafði verið áþekkt því flokkurinn fékk í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningunum]]. Allir þingmenn flokksins sóttust eftir því að halda áfram.<ref name=":6">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636522d/kosningavaktin-is-lendingar-ganga-ad-kjor-bordinu|title=Kosningavaktin: Ís­lendingar ganga að kjör­borðinu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-19}}</ref> En svo fór að [[Tómas A. Tómasson]], þingmanni flokksins í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Jakob Frímann Magnússon|Jakobi Frímanni Magnússyni]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] var neitað um sæti á lista. Í stað þeirra leiddi [[Ragnar Þór Ingólfsson]] í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Sigurjón Þórðarson]] fyrrum formaður og þingmaður [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslynda flokksins]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-21-ragnar-thor-a-leid-a-thing-fyrir-flokk-folksins-425299|title=Ragnar Þór á leið á þing fyrir Flokk fólksins - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|last2=Guðmundsson|first2=Brynjólfur Þór|date=2024-10-21|website=RÚV|access-date=2024-10-21}}</ref> Vegna þessa sagði Jakob Frímann sig úr flokknum og gekk svo til liðs við Miðflokkinn þar sem hann fékk 2. sætið á lista þess flokks í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242639594d/jakob-fri-mann-yfir-gefur-flokk-folksins|title=Jakob Frí­mann yfir­gefur Flokk fólksins - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-25}}</ref> ==== (J) Sósíalistaflokkur Íslands ==== [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] bauð fram í annað sinn. Þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum náði flokkurinn ekki að koma manni inn í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]]. Flokkurinn hefur mælst ýmist á eða utan þings á kjörtímabilinu, en þó mun oftar utan þings. Í [[september]] [[2024]] greindi [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]], oddviti flokksins í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] að hún myndi gefa kost á sér á lista flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/26/sanna_borgarfulltrui_vill_a_thing/|title=Sanna borgarfulltrúi vill á þing|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Í lok [[október]] [[2024]] tilkynnti flokkurinn að [[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna]] myndi verða eiginilegur leiðtogi flokksins í kosningunum í stað [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnars Smára Egilssonar]] sem leiddi flokkinn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/30/gunnar_smari_i_oddvitasaetid/|title=Gunnar Smári í oddvitasætið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-02}}</ref> ==== (L) Lýðræðisflokkurinn ==== [[Arnar Þór Jónsson]], hæstarréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]] tilkynnti í [[júlí]] [[2024]] að hann væri að íhuga að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að bjóða fram til alþingis í öllum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242600293d/arnar-thor-i-hugar-ad-stofna-stjorn-mala-flokk|title=Arnar Þór í­hugar að stofna stjórn­mála­flokk|author=Rafn Ágúst Ragnarsson|date=2024-07-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref> Í [[september]] [[2024]] fóru hinsvegar fram viðræður á milli Arnars Þórs og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]] sem að gengu út á að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk. Viðræðurnar gengu ekki upp og stofnaði Arnar Þór, [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt]] í sama mánuði.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242627680d/arnar-thor-stofnar-lydraedisflokkinn|title=Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn|author=Jón Ísak Ragnarsson|date=2024-09-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-10-lydraedisflokkurinn-kynnir-stefnumal-sin-424344|title=Lýðræðisflokkurinn kynnir stefnumál sín|author=Ragnar Jón Hrólfsson|date=2024-10-10|website=RÚV|access-date=2024-10-13}}</ref> Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafinum L.<ref>{{Cite web|url=https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=198a3439-0018-4e56-807f-6be0ce800add|title=AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka og staðfestingu á heiti þeirra.|date=2024-10-23|publisher=B-deild Stjórnartíðinda}}</ref> ==== (M) Miðflokkurinn ==== [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bauð fram til Alþingis í þriðja sinn. [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] hafði leitt flokkinn í stjórnarandstöðu frá stofnun hans. Flokkurinn fékk kjörna þrjá þingmenn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]], en eftir að [[Birgir Þórarinsson]] yfirgaf flokkinn strax eftir kosningarnar hafði Miðflokkurinn einungis tvo þingmenn.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/yfirgefur-midflokkinn-tveimur-vikum-eftir-ad-hafa-verid-kjorinn-a-thing-fyrir-hann/|title=Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann|date=2021-10-09|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Miðflokkurinn byrjaði með mjög lítið fylgi í skoðanakönnunum fyrripart kjörtímabilsins en þegar líða fór á það jókst fylgið þannig að flokkurinn mældist næststærstur á tímabili. Í [[september]] [[2024]] gekk sundkappinn [[Anton Sveinn McKee]] til liðs við flokkinn.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/21/anton_sveinn_til_lids_vid_midflokkinn/|title=Anton Sveinn til liðs við Miðflokkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Fjölmiðlamaðurinn [[Snorri Másson]] sóttist eftir því að leiða lista flokksins, ásamt [[Sigríður Andersen|Sigríði Andersen]] sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá [[2015]] til [[2021]] og [[Dómsmálaráðherra Íslands|dómsmálaráðherra]] frá [[2017]] til [[2019]].<ref name=":6" /><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242637685d/sig-ridur-ander-sen-leidir-lista-mid-flokksins|title=Sig­ríður Ander­sen leiðir lista Mið­flokksins - Vísir|last=Ragnarsson|first=Rafn Ágúst|date=2024-10-20|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-20}}</ref> Í [[október]] [[2024]] gekk [[Jakob Frímann Magnússon]], þingmaður [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]] í flokkinn eftir að hafa verið neitað sæti á lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242642240d/jakob-fri-mann-til-lids-vid-mid-flokkinn|title=Jakob Frí­mann til liðs við Mið­flokkinn - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> Athygli vakti að allir þeir sem að áttu aðild í [[Klaustursupptökurnar|Klaustursmálinu]] [[2018]] voru ofarlega á lista flokksins fyrir utan [[Anna Kolbrún Árnadóttir|Önnu Kolbrúnu Árnadóttur]] sem lést árið [[2023]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641830d/klaustursveinar-allir-maettir-sex-arum-sidar|title=Klaustur­sveinar allir mættir sex árum síðar - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> ==== (P) Píratar ==== [[Píratar]] buðu fram í fimmta sinn í alþingiskosningunum og gátu því orðið sá stjórnmálaflokkur sem oftast hefur náð kjöri á Alþingi fyrir utan hinn svokallaða [[fjórflokkurinn|fjórflokk]].<ref>{{Cite news|title=Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/25/piratar_gaetu_skrad_sig_i_sogubaekurnar/|date=25. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> Flokkurinn hafði þó aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Landsþing Pírata var haldið í [[september]] [[2024]] en kjör nýrrar framkvæmdarstjórnar vakti nokkrar deilur innan flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/23/kurr_i_rodum_pirata/?origin=helstu|title=Kurr í röðum Pírata|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Framan af kjörtímabilinu mældist fylgi Pírata svipað eða hærra en í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningum]], en tók að dala þegar nær dró kosningum þegar fylgi flokksins fór að mælast í kringum 5% þröskuldinn. Píratar voru nú eini stjórnmálaflokkurinn sem hélt prófkjör til að raða á framboðslista sína. Prófkjörið frá fram í rafrænu kosningakerfi á vef flokksins 20. til 22. október 2024. [[Lenya Rún Taha Karim]] sigraði sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum og hafði þar betur en þrír sitjandi þingmenn og tveir borgarfulltrúar. [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] náði fyrsta sætinu í [[Suðvesturkjördæmi]], [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] í [[Norðvesturkjördæmi]], [[Theódór Ingi Ólafsson]] í [[Norðausturkjördæmi]] og [[Týr Þórarinsson]] í [[Suðurkjördæmi]].<ref>{{Cite news|title=Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum|url=https://heimildin.is/grein/23001/|date=22. október 2024|work=Heimildin}}</ref> Píratar höfðu ekki eiginlegan formann en Þórhildur Sunna hafði umboð grasrótar flokksins til að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum.<ref>{{Cite news|title=Grasrótin veitir Þórhildi Sunnu umboðið|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/18/grasrotin_veitir_thorhildi_sunnu_umbodid/|date=18. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> ==== (S) Samfylkingin ==== [[Samfylkingin]] hafði verið í stjórnarandstöðu síðan árið [[2013]]. [[Logi Einarsson]] sem var formaður flokksins frá [[2016]] til [[2022]] hætti sem formaður í [[október]] [[2022]] og var [[Kristrún Frostadóttir]] kjörin í embættið.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-10-28-kristrun-kjorin-formadur-og-bodar-nyjar-aherslur|title=Kristrún kjörin formaður og boðar nýjar áherslur - RÚV.is|date=2022-10-28|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Um haustið [[2022]] fór fylgi Samfylkingar að aukast og í byrjun árs [[2023]] var Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum og var það í öllum könnunum sem að gerðar voru frá febrúar [[2023]] til nóvember [[2024]]. Samkvæmt könnunum hafði [[Kristrún Frostadóttir|Kristrún]] verið sá stjórnmálamaður sem flestir treystu og í efsta sæti þeirra sem kjósendur vildu sem næsta forsætisráðherra.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/flestir-treysta-kristrunu/|title=Flestir treysta Kristrúnu|date=2022-11-18|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-29-fjordungur-vill-kristrunu-i-forsaetisraduneytid-5-nefna-bjarna-420743|title=Fjórðungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið – 5% nefna Bjarna|author=Alexander Kristjánsson|date=2024-08-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Stillt var upp á lista í öllum kjördæmum og fjölmargir sóttust eftir sæti hjá flokknum, þar á meðal [[Dagur B. Eggertsson]], [[Alma Möller]], [[Víðir Reynisson]] og [[Nichole Leigh Mosty]].<ref name=":6" /> Í október 2024 kom upp mál þar sem [[Kristrún Frostadóttir]] formaður flokksins gerði lítið úr hlutverki [[Dagur B. Eggertsson|Dags B. Eggertssonar]] í einkaskilaboðum til kjósanda og sagði að hann gæti strikað yfir nafns fyrrum borgarstjórans sem var í öðru sæti í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641735d/-mer-bra-svo-litid-thegar-eg-sa-thetta-|title=„Mér brá svo­lítið þegar ég sá þetta“ - Vísir|last=Pétursson|first=Vésteinn Örn|date=2024-10-28|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> Blaðamaðurinn [[Þórður Snær Júlíusson]] fékk þriðja sæti í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] en dró framboð sitt til baka í nóvember 2024 eftir að rúmlega tuttuga ára gömul bloggsíða var grafin upp þar sem að hann var sakaður um kvenfyrirlitningu og annað.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/12/kalladi_konur_laevisar_undirforlar_tikur/|title=Kallaði konur lævísar, undirförlar tíkur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> ==== (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð ==== [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] sátu í ríkisstjórn frá [[nóvember]] [[2017]] til [[Október|októbers]] [[2024]] og voru frá [[nóvember]] [[2017]] til [[apríl]] [[2024]] með forsætisráðherraembættið þegar formaður flokksins, [[Katrín Jakobsdóttir]] var forsætisráðherra. Í [[apríl]] [[2024]] sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra, þingmaður og formaður flokksins og fór í framboð í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-05-katrin-jakobsdottir-bydur-sig-fram-til-forseta-409293|title=Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta|date=2024-04-05|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið gerðist [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]], varaformaður flokksins frá [[2019]] að formanni flokksins. Í [[september]] [[2024]] tilkynnti Guðmundur Ingi að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á landsfundi flokksins sem fór fram í byrjun [[Október|októbers]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-23-gudmundur-ingi-vill-verda-aftur-varaformadur-422968|title=Guðmundur Ingi vill verða aftur varaformaður|author=Ásrún Brynja Ingvarsdóttir |date=2024-09-23|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið lýsti [[Svandís Svavarsdóttir]] yfir formannsframboði og var hún sjálfkjörin formaður flokksins í [[október]].<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22832/svandis-nyr-formadur-vg-en-thurfti-ekki-ad-leggjast-i-formannsslag/|title=Svandís nýr formaður VG en þurfti ekki að leggjast í formannsslag|author=Ragnhildur Þrastardóttir|date=2024-10-05|website=Heimildin|access-date=2024-10-18}}</ref> [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] höfðu misst mikið fylgi á kjörtímabilinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-07-03-vidbuid-ad-vg-haldi-afram-ad-tapa-fylgi|title=Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi|author=Kristín Sigurðardóttir|date=2022-07-03|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242536815d/vinstri-graen-naedu-ekki-inn-a-thing|title=Vinstri græn næðu ekki inn á þing|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2024-01-03|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á tíma [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar]] sem formanns mældist flokkurinn með lítið fylgi, en þó alltaf á þingi. Þegar [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] tók við sem formaður missti flokkurinn ennþá meira fylgi og mældist nánast alltaf utan þings. Tveimur dögum eftir að stjórninni var slitið af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokki]] í [[október]] [[2024]] tilkynntu þrír ráðherrar Vinstri grænna að þeir myndu hætta þáttöku í [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|starfstjórn ríkisstjórnarinnar]] fram að kosningunum<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-15-tveggja-flokka-starfsstjorn-til-kosninga-radherrar-vg-ekki-med-424733|title=Tveggja flokka starfsstjórn til kosninga - ráðherrar VG ekki með|author1=Alma Ómarsdóttir|author2=Birgir Þór Harðarson|date=2024-10-15|website=RÚV|access-date=2024-10-18|author3=Valur Grettisson|author4=Ólöf Rún Erlendsdóttir|author5=Ragnar Jón Hrólfsson|author6=Oddur Þórðarson}}</ref> og tóku þau því ekki þátt áframhaldandi samstarfi flokkanna og hættu þau því í ríkisstjórninni [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636571d/starfsstjorn-med-minni-hluta-a-al-thingi-tekur-vid-sid-degis|title=Starfsstjórn með minni­hluta á Al­þingi tekur við síð­degis|author=Heimir Már Pétursson|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Umhverfissinninn [[Finnur Ricart Andrason]] og sóknarpresturinn [[Sindri Geir Óskarsson]] voru á meðal þeirra sem leiddu lista flokksins. ==== (Y) Ábyrg framtíð ==== [[Ábyrg framtíð]] sem var leidd af [[Jóhannes Loftsson|Jóhannesi Loftssyni]] stefndi upphaflega á framboð í öllum kjördæmum, en á endanum buðu þau einungis fram í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]].<ref name="ruv-frambod-2024"/> Flokkurinn var stofnaður árið [[2021]] og bauð fram í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]], einungis í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og hlaut flokkurinn 0,1% í kosningunum.<ref name="althingiskosningar-2021">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kosningar-fra-1919/althingiskosningar-2021/|title=Alþingiskosningar 2021|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Flokkurinn bauð einnig fram í [[Reykjavík]] í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosningunum 2022]] og hlaut 0,8% atkvæða.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/i-beinni/sveitarstjornarkosningarnar_2022/|title=Sjáið það sem bar hæst á kosninganótt|date=2022-05-14|work=[[Kjarninn]]|access-date=2024-10-17}}</ref> Helsta stefnumál flokksins í þessum kosningum var að fram færi uppgjör við aðgerðir stjórnvalda í [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónaveirufaraldrinum]].<ref name="ruv-frambod-2024">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-17}}</ref> === Flokkar sem að hættu við framboð === ==== (G) Græningjar ==== Í [[október]] [[2024]] voru stjórnmálasamtök [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stofnuð af [[Kikka Sigurðardóttir|Kikku Sigurðardóttur]]. Þau stefndu að því að bjóða fram í öllum kjördæmum og reyndu að finna þjóðþekkta einstaklinga til þess að manna lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638247d/graeningjar-leita-ad-thjodthekktum-einstaklingi|title=Græningjar leita að þjóðþekktum ein­stak­lingi - Vísir|last=Bernharðsdóttir|first=Berghildur Erla|date=2024-10-21|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-22}}</ref> [[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|Bjarni Jónsson]] sem kjörinn var sem þingmaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]] sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna skömmu eftir stjórnarslitin og tilkynnti svo [[27. október]] að hann hefði gengið til liðs við hið nýstofnaða stjórnmálaafl Græningja. Því voru [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með einn þingmann á þingi í einn mánuð árið [[2024]], fyrir kosningarnar. Flokkurinn fékk listabókstafinn G samþykktan.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-27-graeningjar-komnir-med-sinn-fyrsta-thingmann-425807|title=Græningjar komnir með sinn fyrsta þingmann|date=2024-10-27|website=RÚV}}</ref> Þegar það leit út fyrir að ekki myndi takast að safna nægum fjölda undirskrifta var fallið frá framboði Græningja, þrátt fyrir að hafa þingmann og skráðan listabókstaf.<ref name=":6" /> === Oddvitar === Í töflunni hér að neðan má sjá efstu menn á öllum framboðslistum sem boðnir verða fram í kosningunum: <templatestyles src="Flex-einnDálkur/styles.css /> {| class="wikitable flex-singleColumn" style="font-size: 90%" |- ! Flokkur !! [[Reykjavíkurkjördæmi norður|RN]] !! [[Reykjavíkurkjördæmi suður|RS]] !! [[Suðvesturkjördæmi|SV]] !! [[Norðvesturkjördæmi|NV]] !! [[Norðausturkjördæmi|NA]] !! [[Suðurkjördæmi|S]] |- ! (B) Framsóknarflokkurinn | [[Ásmundur Einar Daðason]] || [[Lilja Dögg Alfreðsdóttir]] || [[Willum Þór Þórsson]] || [[Stefán Vagn Stefánsson]]|| [[Ingibjörg Isaksen]] || [[Halla Hrund Logadóttir]] |- ! (C) Viðreisn | [[Hanna Katrín Friðriksson]]|| [[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]]|| [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] || [[María Rut Kristinsdóttir]]|| [[Ingvar Þóroddsson]] || [[Guðbrandur Einarsson]] |- ! (D) Sjálfstæðisflokkurinn | [[Guðlaugur Þór Þórðarson]]|| [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]]|| [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] || [[Ólafur Adolfsson]] || [[Jens Garðar Helgason]] || [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] |- ! (F) Flokkur fólksins | [[Ragnar Þór Ingólfsson]]|| [[Inga Sæland]] || [[Guðmundur Ingi Kristinsson]] || [[Eyjólfur Ármannsson]] || [[Sigurjón Þórðarson]] || [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] |- ! (J) Sósíalistaflokkur Íslands | [[Gunnar Smári Egilsson]] || [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]]|| [[Davíð Þór Jónsson]]|| [[Guðmundur Hrafn Arngrímsson]]|| [[Þorsteinn Bergsson]]|| [[Unnur Rán Reynisdóttir]] |- ! (L) Lýðræðisflokkurinn | [[Baldur Borgþórsson]]|| [[Kári Allansson]]|| [[Arnar Þór Jónsson]] || [[Gunnar Viðar Þórarinsson]]|| [[Eldur Smári Kristinsson]]|| [[Elvar Eyvindsson]] |- ! (M) Miðflokkurinn | [[Sigríður Andersen]] || [[Snorri Másson]] || [[Bergþór Ólason]]|| [[Ingibjörg Davíðsdóttir]]|| [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]|| [[Karl Gauti Hjaltason]] |- ! (P) Píratar | [[Lenya Rún Taha Karim]] || [[Björn Leví Gunnarsson]] || [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] || [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir|Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] || [[Theodór Ingi Ólafsson]] || [[Mummi Týr Þórarinsson]] |- ! (S) Samfylkingin | [[Kristrún Frostadóttir]]|| [[Jóhann Páll Jóhannsson]]||[[Alma Möller]]|| [[Arna Lára Jónsdóttir]] ||[[Logi Einarsson]]|| [[Víðir Reynisson]] |- ! (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð | [[Finnur Ricart Andrason]]|| [[Svandís Svavarsdóttir]]|| [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] || [[Álfhildur Leifsdóttir]]|| [[Sindri Geir Óskarsson]]|| [[Hólmfríður Árnadóttir]] |- ! (Y) Ábyrg framtíð | [[Jóhannes Loftsson]] |} == Fjölmiðlaumfjöllun == Fyrsti leiðtogaumræðuþátturinn var haldinn þann [[1. nóvember]] á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þar sem að forystufólk allra ellefu framboðanna mættu. Annar leiðtogaumræðuþættur var sýndur á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þann [[29. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-svona-voru-kappraedur-leidtoganna-ellefu-426312|title=Svona voru kappræður leiðtoganna ellefu - RÚV.is|last=Kristjánsson|first=Alexander|last2=Jónsson|first2=Þorgils|date=2024-11-01|website=RÚV|access-date=2024-11-02|last3=Þorsteinsdóttir|first3=Valgerður}}</ref> Leiðtogaumræður fóru einnig fara fram á [[Heimildin|Heimildinni]] þann [[26. nóvember]], hjá [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] þann [[28. nóvember]] og á [[Stöð 2]] þann [[28. nóvember]]. Auk þess sýndi [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þættina ''Forystusætið'' í nóvember þar sem að allir leiðtogar flokkanna voru tekin í einkaviðtöl. [[Ríkisútvarpið|RÚV]] var einnig með sex kjördæmakappræðuþætti á [[Rás 2]] og á ruv.is þar sem að oddvitar flokkanna í hverju kjördæmi komu fram. [[Stöð 2]] sýndi einnig sérstakan kappleikaþátt þann [[26. nóvember]] þar sem fulltrúar flokkanna öttu kappi í ýmsum þrautum og leikjum. == Skoðanakannanir == Í desember [[2017]] sögðust rúmlega 80% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina og í febrúar [[2018]] sögðust 70% styðja hana. Samanborið við hana mældist ríkisstjórnin á undan henni, [[fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] einungis með 31% um mitt ár [[2017]] og var því þessi ríkisstjórn vinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-06-26-studningur-vid-rikisstjornina-laekkar-bara-og-laekkar/|title=Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar bara og lækkar|date=2017-06-27|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2017171239942/thrir-af-hverjum-fjorum-stydja-rikisstjornina|title=Þrír af hverjum fjórum styðja ríkisstjórnina |author=Ingvar Þór Björnsson|date=2017-12-30|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/01/rum_70_prosent_stydja_rikisstjornina/|title=Rúm 70% styðja ríkisstjórnina|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> Í maí [[2019]] sögðust 52% styðja ríkisstjórnina og 61% í maí [[2020]], en margir voru sáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónuveirufaraldrinum]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020-05-05-61-segjast-stydja-rikisstjornina|title=61% segjast styðja ríkisstjórnina - RÚV.is|date=2020-05-05|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Svo fór að í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]] fékk ríkisstjórnin hreinan meirhluta eða samtals 54,3% atkvæða og mældist stuðningurinn 67% í nóvember sama ár.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-11-15-studningur-vid-rikisstjornina-ekki-maelst-meiri-i-3-ar|title=Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri í 3 ár - RÚV.is|date=2021-11-15|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Í júní [[2022]] mældist stuðningurinn 44% og 35% í júlí [[2023]]. Í byrjun október [[2024]] mældist stuðningurinn 24%.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/01/sogulega_litill_studningur_vid_rikisstjorn/|title=Sögulega lítill stuðningur við ríkisstjórn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> [[Mynd:Opinion_polling_for_the_2024_Icelandic_parliamentary_election.svg|thumb|left|700px|Línurit sem sýnir niðurstöður skoðanakannana frá kosningunum 2021.]] {| class="wikitable sortable" style="text-align:center;font-size:90%;line-height:14px;" ! rowspan=4| Fyrirtæki ! rowspan=4| Dags. framkvæmd ! rowspan=4| Úrtak ! rowspan=4| Svarhlutfall ! colspan="11" |Flokkar |- ! colspan="3" |Stjórn ! colspan="6" |Stjórnarandstaða ! rowspan="3"| Aðrir ! style="width:30px;" rowspan="3"| Forskot |- ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin - grænt framboð|V]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]] |- ! style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|VG}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Flokkur fólksins}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Píratar}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Miðflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Sósíalistaflokkurinn}};"| |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-30-samfylkingin-afram-staerst-i-sidustu-konnun-maskinu-429369 Maskína] |28.-29. nóv 2024 |– |2.908 |17,6 |8,6 |3,9 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,2''' |9,1 |5,4 |17,2 |11,2 |4,5 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 3,6 |- |[https://fel.hi.is/is/fylgi_kosningar2024 Félagsvísindast. HÍ] |28.-29. nóv 2024 |2.600 |1.060 |19,7 |9,4 |2,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,9''' |10,5 |4,5 |14,4 |10,1 |6,1 |1,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,2 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-29-sidasti-thjodarpuls-fyrir-kosningar-s-staerst-d-baetir-vid-sig-429142 Gallup] |23.-29. nóv 2024 |4.285 |2302 |18,4 |6,8 |3,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,0''' |12,6 |4,1 |17,6 |11,1 |4,8 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,6 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/28/ny_konnun_barattan_a_toppnum_hardnar/ Prósent] |25.-28. nóv 2024 |4.500 |2379 |14,7 |6,4 |3,4 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,8''' |11,2 |5,5 |17,6 |12 |5,8 |1,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 4,2 |- |[https://www.visir.is/g/20242656619d/glae-ny-konnun-maskinu-fylgi-fram-soknar-og-flokks-folksins-a-upp-leid Maskína] |22.-28. nóv 2024 |2.617 |– |14,5 |7,8 |3,7 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,4''' |10,8 |5,4 |19,2 |11,6 |5,0 |1,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,5%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,2 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-22-samfylkingin-og-vidreisn-staerst-i-obirtri-konnun-gallups-428451 Gallup] |15.–21. nóv 2024 |– |– |16 |6,2 |3,3 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,2''' |13,1 |4,1 |18,1 |12,2 |5,1 |– | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,1 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/22/tidindi_i_nyrri_konnun_framsokn_ut_af_thingi/ Prósent] |15.–21. nóv 2024 |– |– |11,5 |4,4 |3 |18,3 |12,5 |6,7 | style="background:#fadb7a;" | '''22''' |13,5 |6,4 |1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,7%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};color:#FFFFFF;" | 3,7 |- |[https://www.visir.is/g/20242652970d/samfylkingin-baetir-vid-sig-i-fyrsta-sinn-sidan-i-mai-og-piratar-uti Maskína] |15.-20. nóv 2024 |1.400 |– |14,6 |5,9 |3,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''22,7''' |8,8 |4,3 |20,9 |12,6 |5,0 |2,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,8 |- |[https://www.mbl.is/frettir/kosning/2024/11/15/vidreisn_i_mikilli_sokn/ Prósent] |8.–14. nóv 2024 |2.600 |52.0 |12,0 |5,6 |2,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,4''' |10,2 |3,4 |21,5 |15,5 |5,4 |1,0<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]]</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,9 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-15-sosialistar-maelast-inni-samfylking-og-midflokkur-dala-427602 Gallup] |1.–14. nóv 2024 |1.463 |48,0 |16,4 |6,0 |4,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,8''' |10,2 |5,5 |15,5 |14,3 |6,2 |1,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,4 |- |[https://www.visir.is/g/20242649619d/sosial-istar-maelast-inni-og-vinstri-graen-i-lifs-haettu Maskína] |8.–13. nóv 2024 |– |– |13,4 |7,3 |3,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,1''' |9,2 |5,1 |19,9 |12,6 |6,3 |2,7<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,2 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/08/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_enn/ Prósent] |1.-7. nóv 2024 |2.400 |50 |12,3 |5,8 |2,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''21,6''' |11,5 |5,7 |17,1 |15,1 |6,7 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,5 |- |[https://www.visir.is/g/20242646417d/vid-reisn-a-flugi-i-nyrri-maskinukonnun Maskína] |1.-6. nóv 2024 |1.407 |– |13,3 |7,5 |3,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,9''' |8,9 |4,9 |19,4 |14,9 |4,5 |2,5<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,7% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,8%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-samfylkingin-dalar-en-afram-staerst-sjalfstaedisflokkur-baetir-vid-sig-426309 Gallup] |1.-31. okt 2024 |12.125 |47,5 |17,3 |6,5 |4,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,8''' |7,8 |5,4 |13,5 |16,5 |4,5 |0,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 0,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,5 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/01/ny_konnun_fylgi_vidreisnar_eykst_og_eykst/ Prósent] |25.-31. okt 2024 |2.400 |– |14,1 |5,8 |2,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,3''' |11,2 |4,9 |18,5 |14,4 |4,0 |2,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,5% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4% - Annað með 0,5%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 3,8 |- |[https://www.visir.is/g/20242641385d/ny-konnun-vid-reisn-og-flokkur-folksins-i-haestu-haedum Maskína] |22.-28. okt 2024 |1.708 |– |13,9 |6,9 |3,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,2''' |9,3 |4,5 |16,2 |15,9 |4,0 |3,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,9% - [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með 0,8%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/25/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_og_vg_botnfrosi/ Prósent] |18.-24. okt 2024 |2.500 |50 |13,3 |5,8 |2,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,2''' |11,4 |5,8 |15,0 |16,1 |4,3 |1,1<ref name=":2">[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- ! colspan="15" |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir]] tekur við sem eiginlegur leiðtogi [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokks Íslands]] af [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnari Smára Egilssyni]]. |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/18/ny_konnun_vg_i_frjalsu_falli/ Prósent] |18 okt 2024 |– |– |15,6 |6,2 |2,2 | style="background:#F6CDCF;" | '''24,8''' |10,8 |6,1 |14,1 |15,1 |4,2 |– | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 9,2 |- |[https://www.visir.is/g/20242637105d/ny-konnun-omarktaekur-munur-a-vid-reisn-og-sjalf-staedis-flokknum Maskína] |13 okt–18 okt 2024 |– |– |14,1 |8 |5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''21,9''' |7,3 |5,2 |13,4 |17,7 |5,2 |2,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- ! colspan="15" |[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] slítur stjórnarsamstarfinu eftir sjö ár og boðar til alþingiskosninga. |- ! colspan="15" |[[Svandís Svavarsdóttir]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]]. |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-05-fylgi-stjornarflokkanna-thriggja-dalar-enn-sjalfstaedisflokkur-maelist-med-12-423873 Prósent] | data-sort-value="2024-08-30"| 18 sep–3 okt 2024 | 2.150 | 50,8 | 12 | 5 | 3 | style="background:#F6CDCF;"| '''26''' | 11 | 9 | 11 | 18 | 4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-01-ovinsaelasta-rikisstjornin-fra-upphafi-maelinga-423540 Gallup] | data-sort-value="2024-08-30"| 30 ágú–30 sep 2024 | 11.138 | 48,3 | 14,1 | 6,2 | 4,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,2''' | 7,5 | 7,6 | 10,3 | 18,7 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,5 |- | [https://www.visir.is/g/20242625572d/mid-flokkurinn-mark-taekt-staerri-en-sjalf-staedis-flokkurinn Maskína] | data-sort-value="2024-08-30"| 24 sep 2024 | 1.783 | – | 13,4 | 7,6 | 3,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,0''' | 8,8 | 8,5 | 11,3 | 17,0 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-30-midflokkurinn-a-haelum-sjalfstaedisflokks-420851 Gallup] | data-sort-value="2024-08-30"| 1–29 ágú 2024 | 10.780 | 46,8 | 17,1 | 7,0 | 3,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,4''' | 6,7 | 7,8 | 10,1 | 16,0 | 5,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,3 |- | [https://www.visir.is/g/20242613548d/mid-flokkurinn-ad-taka-fram-ur-sjalf-staedis-flokknum-i-fylgi5 Maskína] | data-sort-value="2024-08-28"| 7–27 ágú 2024 | 1.730 | – | 13,9 | 9,0 | 4,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,5''' | 7,1 | 8,6 | 10,7 | 15,3 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,2 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-01-vinstri-graen-maelast-enn-utan-things-418845 Gallup] | data-sort-value="2024-08-01"| 1–30 júl 2024 | 9.306 | 45,9 | 17,2 | 7,2 | 3,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,6''' | 8,6 | 7,8 | 8,8 | 14,6 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-01-samfylkingin-afram-staerst-en-tapar-mestu-416846 Gallup] | data-sort-value="2024-07-01"| 3–30 jún 2024 | 8.786 | 47,3 | 18,5 | 6,6 | 4,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,9''' | 7,7 | 8,8 | 9,4 | 14,5 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,4 |- | [https://www.visir.is/g/20242589772d/sjalf-staedis-flokkur-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Maskína] | data-sort-value="2024-06-10"| 31 maí–20 jún 2024 | 1.846 | – | 14,7 | 10,2 | 5,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,1''' | 5,0 | 9,3 | 10,1 | 12,7 | 5,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-03-thingflokkur-vg-thurrkast-ut-samkvaemt-konnun-gallup-414755 Gallup] | data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–2 jún 2024 | 12.731 | 50,2 | 18,0 | 9,1 | 3,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,9''' | 6,1 | 8,8 | 7,7 | 13,5 | 3,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,9 |- | [https://heimildin.is/grein/22030/stjornarskipti-hofdu-engin-ahrif-a-fylgid-thridjúngur-stydur-stjornarflokkanna/ Maskína] | data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–23 maí 2024 | 3.349 | – | 17,5 | 10,4 | 5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,6 | 8,4 | 9,3 | 12,6 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,8 |- | [https://fel,hi.is/is/forsetakosningarnar-2024-0 Háskóli Íslands] | data-sort-value="2024-04-26"| 22–30 apr 2024 | 2.638 | – | 19,0 | 10,0 | 4,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,4''' | 7,3 | 8,1 | 7,9 | 13,4 | 4,4 | 0,2<ref>[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,2%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-29-vinstri-graen-aldrei-maelst-laegri-411552 Gallup] | data-sort-value="2024-04-16"| 3–28 apr 2024 | 9.925 | 48,1 | 18,0 | 8,8 | 4,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,7''' | 7,2 | 8,2 | 7,5 | 12,8 | 3,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,7 |- | [https://www.visir.is/g/20242561072d/midflokkurinn-stadfestir-sig-sem-thridji-staersti-flokkurinn Maskína] | data-sort-value="2024-04-11"| 5–16 apr 2024 | 1.746 | – | 17,2 | 10,7 | 5,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,3 | 8,5 | 10,2 | 11,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1 |- ! colspan="15" |[[Katrín Jakobsdóttir]] lætur af embætti forsætisráðherra og [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] tekur við. |- ! colspan="15" |[[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] eftir [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur]]. |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-03-samfylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-409186 Gallup] | data-sort-value="2024-03-17"| 1 mar–2 apr 2024 | – | – | 18,2 | 7,3 | 5,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,9''' | 6,2 | 7,8 | 7,1 | 12,9 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,7 |- | [https://heimildin.is/grein/21317/ Maskína] | data-sort-value="2024-03-09"| 6–12 mar 2024 | 1.753 | – | 18,0 | 9,4 | 6,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,6''' | 5,7 | 9,5 | 9,7 | 11,9 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-01-vinstri-graen-myndu-falla-af-thingi-406301 Gallup] | data-sort-value="2024-02-15"| 1–29 feb 2024 | 9.964 | 48,1 | 19,9 | 8,8 | 4,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,2''' | 6,8 | 8,0 | 7,5 | 12,8 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3 |- | [https://www.visir.is/g/20242535196d/sam-fylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-eftir-um-maeli-krist-runar Maskína] | data-sort-value="2024-02-18"| 7–27 feb 2024 | 1.706 | – | 18,4 | 8,5 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,2''' | 6,4 | 9,0 | 9,2 | 11,1 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-02-01-samfylkingin-med-sitt-mesta-fylgi-i-15-ar-403882 Gallup] | data-sort-value="2024-01-16"| 2–31 jan 2024 | 10.503 | 46,9 | 18,2 | 8,4 | 5,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,6''' | 7,9 | 8,1 | 7,0 | 10,9 | 3,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-23-fylgi-sjalfstaedisflokks-og-vinstri-graenna-i-sogulegri-laegd-403163 Maskína] | data-sort-value="2024-01-13"| 10–15 jan 2024 | 1.936 | – | 16,6 | 10,3 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,7''' | 6,5 | 7,6 | 11,7 | 11,8 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-02-sjalfstaedisflokkurinn-hefur-aldrei-maelst-minni-401049 Gallup] | data-sort-value="2023-12-16"| 1 des 2023 – 1 jan 2024 | 9.636 | 48,9 | 18,1 | 9,4 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 6,8 | 9,1 | 8,8 | 9,7 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232509099d Maskína] | data-sort-value="2023-12-23"| 19–27 des 2023 | 1.945 | – | 17,3 | 9,9 | 5,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,3''' | 6,8 | 8,1 | 12,2 | 9,4 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-01-fylgi-vg-i-sogulegri-laegd-398643 Gallup] | data-sort-value="2023-11-16"| 1–30 nóv 2023 | 9.721 | 47,8 | 19,8 | 8,6 | 5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,1''' | 6,9 | 9,3 | 7,9 | 9,4 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232495449d/fylgi-samfylkingar-minnkar-milli-kannanna Maskína] | data-sort-value="2023-11-15"| 3–7 nóv & 23–26 nóv 2023 | 2.376 | – | 17,9 | 10,4 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,0''' | 6,4 | 10,0 | 10,3 | 8,4 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-11-01-afsogn-bjarna-hafdi-litil-ahrif-a-fylgi-flokka-395533 Gallup] | data-sort-value="2023-10-16"| 2–31 okt 2023 | 10.463 | 49,8 | 20,5 | 7,4 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,1''' | 6,5 | 10,2 | 7,5 | 8,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,6 |- | [https://maskina.is/samfylkingin-flygur-hatt/ Maskína] | data-sort-value="2023-10-19"| 12–24 okt 2023 | 1.935 | – | 17,7 | 9,8 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,8''' | 6,1 | 10,8 | 9,3 | 8,2 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-10-02-samfylkingin-maelist-med-30-fylgi-392916 Gallup] | data-sort-value="2023-10-17"| 1 sep–3 okt 2023 | 11.005 | 48,5 | 20,4 | 8,1 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,1''' | 5,7 | 9,6 | 7,9 | 8,6 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,7 |- | [https://www.visir.is/g/20232469005d/fylgi-sjalfstaedisflokksins-eykst-en-samfylkingin-dalar Maskína] | data-sort-value="2023-09-22"| 15–29 sep 2023 | 1.466 | – | 19,6 | 8,8 | 6,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,4''' | 6,5 | 10,8 | 11,6 | 7,0 | 4,8 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-02-litlar-breytingar-a-fylgi-flokkanna-390877 Gallup] | data-sort-value="2023-08-16"| 1–31 ágúust 2023 | 10.076 | 49,5 | 21,1 | 7,5 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,5''' | 6,3 | 10,3 | 7,2 | 8,7 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,4 |- | [https://www.visir.is/g/20232453897d/-nanast-engar-likur-a-a-fram-haldandi-sam-starfi-stjornar-flokkanna Maskína] | data-sort-value="2023-08-20"| 17–22 ágúust 2023 | 954 | – | 17,6 | 9,2 | 6,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,1''' | 5,9 | 13,1 | 9,5 | 7,9 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,5 |- | [https://www.visir.is/g/20232446380d/thridjúngur-segist-stydja-rikisstjornina Gallup] | data-sort-value="2023-07-17"| 3–30 júly 2023 | 10.491 | 46,1 | 21,0 | 8,9 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,6''' | 5,7 | 10,5 | 7,0 | 8,5 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://maskina.is/fylgi-samfylkingarinnar-dalar-a-milli-manada-i-fyrsta-skipti-a-thessu-ari-er-tho-afram-staersti-flokkurinn/ Maskína] | data-sort-value="2023-07-18"| 6–24 júly 2023 | 836 | – | 19,3 | 9,6 | 8,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,3''' | 6,0 | 11,0 | 10,4 | 5,9 | 4,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0 |- | [https://www.visir.is/g/20232444788d/sjalfstaedisflokkurinn-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Prósent] | data-sort-value="2023-07-08"| 22 júne–22 júly 2023 | 2.300 | 51,8 | 16,1 | 7,1 | 7,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,4''' | 8,5 | 14,5 | 8,9 | 7,2 | 2,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232435602d/sam-fylkingin-staerst-og-studningur-vid-rikis-stjornina-a-nidur-leid Gallup] | data-sort-value="2023-06-16"| 1 júne–2 júly 2023 | 11.331 | 48,8 | 20,8 | 8,7 | 6,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 5,7 | 9,7 | 8,1 | 7,8 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.visir.is/g/20232432761d/samfylkingin-langstaersti-flokkurinn-og-rikisstjornin-fellur-enn Maskína] | data-sort-value="2023-06-12"| 1–22 júne 2023 | 1.691 | – | 18,5 | 8,8 | 7,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,2''' | 6,6 | 11,3 | 9,7 | 6,3 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,7 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-06-01-samfylkingin-eykur-forskotid Gallup] | data-sort-value="2023-05-17"| 2–31 maí 2023 | 10.316 | 48,2 | 20,8 | 10,2 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 5,5 | 10,1 | 7,6 | 6,9 | 4,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/24/fylgi_rikisstjornarflokkana_ekki_maelst_minna/ Maskína] | data-sort-value="2023-05-10"| 4–16 maí 2023 | 1.726 | – | 19,2 | 10,0 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,6 | 11,0 | 9,1 | 6,4 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-02-samfylkingin-maelist-med-28-fylgi Gallup] | data-sort-value="2023-03-14"| 3 apr–1 maí 2023 | 9.916 | 48,7 | 21,9 | 9,6 | 6,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,8''' | 6,0 | 10,0 | 7,4 | 6,2 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 5,9 |- | [https://maskina.is/samfylkingin-slitur-sig-fra-sjalfstaedisflokknum/ Maskína] | data-sort-value="2023-03-14"| 13–19 apr 2023 | 852 | – | 18,7 | 10,2 | 8,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,7''' | 4,4 | 11,4 | 10,6 | 6,0 | 4,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-03-samfylkingin-eykur-enn-forskotid-a-sjalfstaedisflokkinn Gallup] | data-sort-value="2023-03-17"| 1 mar–2 apr 2023 | 1.128 | – | 22,3 | 9,9 | 7,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,1''' | 5,6 | 9,4 | 9,1 | 6,3 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,8 |- | [https://maskina.is/marktaekur-munur-a-fylgi-samfylkingar-og-sjalfstaedisflokks/ Maskína] | data-sort-value="2023-03-14"| 6–20 mar 2023 | 1.599 | – | 20,2 | 13,2 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,4''' | 5,2 | 10,2 | 9,1 | 5,7 | 6,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-02-samfylkingin-maelist-afram-staerst Gallup] | data-sort-value="2023-02-15"| 1–28 feb 2023 | 9.517 | 49,6 | 22,5 | 10,8 | 6,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,0''' | 5,6 | 12,1 | 7,7 | 5,3 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5 |- | [https://maskina.is/sveifla-a-samfylkingunni/ Maskína] | data-sort-value="2023-02-08"| 3–13 feb 2023 | 1.892 | – | 20,1 | 12,3 | 6,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,3''' | 5,9 | 12,7 | 8,2 | 5,8 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,2 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/vinstri-graen-laegst-hja-lagtekjufolki/ Prósent] | data-sort-value="2022-02-01"| 27 jan–6 feb 2023 | 2.400 | 51,4 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,2''' | 11,8 | 5,9 | 22,1 | 9,5 | 12,5 | 6,9 | 4,1 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1 |- | [https://maskina.is/ekkert-lat-a-fylgisaukningu-samfylkingarinnar/ Maskína] | data-sort-value="2023-01-16"| 13–18 jan 2023 | 804 | – | 21,8 | 12,1 | 8,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,6''' | 5,1 | 10,4 | 9,1 | 5,9 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-02-02-samfylking-maelist-staerri-en-sjalfstaedisflokkur Gallup] | data-sort-value="2023-01-19"| 6–31 jan 2023 | 9.842 | 48,5 | 23,5 | 11,3 | 6,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,3''' | 5,5 | 10,4 | 7,3 | 5,5 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-og-flokkur-folksins-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-12-17"| 1 des 2022–2 jan 2023 | 7.115 | 48,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,8''' | 12,1 | 6,8 | 23,4 | 6,2 | 11,3 | 6,9 | 4,6 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 0,2 |- | [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent] | data-sort-value="2022-12-26"| 22–30 des 2022 | 4.000 | 49,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,2''' | 10,8 | 6,7 | 20,5 | 9,7 | 14,3 | 6,2 | 4,5 | 4,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,7 |- | [https://www.visir.is/g/20222358642d/samfylkingin-ordin-staersti-flokkur-landsins-samkvaemt-konnun Maskína] | data-sort-value="2022-12-22"| 16–28 des 2022 | 1.703 | – | 20,0 | 12,2 | 7,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,1''' | 7,0 | 12,5 | 7,5 | 6,7 | 6,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,1 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-i-sokn-minnkandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-11-16"| 1–30 nóv 2022 | 10.798 | 50,8 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,1''' | 12,2 | 7,5 | 21,1 | 4,5 | 12,2 | 7,4 | 5,6 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,0 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/11/2022_11-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-11-13"| 4–22 nóv 2022 | 2.483 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,8''' | 14,8 | 7,1 | 19,0 | 5,0 | 13,4 | 9,0 | 4,9 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,8 |- | [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent] | data-sort-value="2022-11-16"| 14–17 nóv 2022 | 2.600 | 51,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,1''' | 14,6 | 8,0 | 19,1 | 6,4 | 11,8 | 10,6 | 4,2 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,0 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-breytist-litid-milli-manada/ Gallup] | data-sort-value="2022-10-17"| 3–31 okt 2022 | 8.267 | 49,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 13,8 | 8,4 | 16,6 | 5,3 | 12,9 | 8,4 | 5,0 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- ! colspan="15" |[[Kristrún Frostadóttir]] verður formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]]. |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/10/2022_10-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-10-09"| 30 sep–17 okt 2022 | 1.638 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 15,0 | 7,7 | 14,4 | 4,6 | 14,3 | 9,5 | 5,0 | 6,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- | [https://www.gallup.is/frettir/sjalfstaedisflokkurinn-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-09-17"| 1 sep–2 okt 2022 | 11.149 | 48,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,1''' | 13,4 | 8,2 | 16,3 | 5,1 | 13,6 | 8,5 | 5,4 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/09/2022_09-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-09-22"| 16–27 sep 2022 | 1.875 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,8''' | 15,6 | 8,7 | 15,2 | 5,0 | 12,3 | 10,4 | 5,3 | 6,8 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,2 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylking-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-08-17"| 2–31 ágú 2022 | 10.719 | 48,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,8''' | 15,6 | 8,4 | 15,5 | 5,6 | 14,8 | 8,4 | 4,6 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,2 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_08-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-08-15"| 12–17 ágú 2022 | 890 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,9''' | 19,6 | 7,5 | 12,9 | 4,6 | 13,9 | 8,9 | 4,5 | 7,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,3 |- | [https://www.ruv.is/frett/2022/08/04/studningur-vid-framsokn-dalar?term=gallup&rtype=news&slot=1/ Gallup] | data-sort-value="2022-07-16"| 1 júl–1 ágú 2022 | 9.705 | 49,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,1''' | 15,4 | 8,6 | 13,7 | 6,6 | 15,0 | 8,6 | 4,4 | 5,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,7 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_07-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-07-23"| 20–25 júl 2022 | 895 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 18,0 | 7,7 | 10,9 | 6,9 | 12,7 | 8,3 | 6,0 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,4 |- | [https://www.gallup.is/frettir/dvinandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-06-16"| 2–30 jún 2022 | 10.274 | 61,7 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 17,5 | 7,2 | 13,7 | 7,0 | 16,1 | 6,7 | 4,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,3 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/06/2022_06_Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-06-12"| 1–23 jún 2022 | 1.658 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''19,3''' | 18,3 | 8,5 | 13,4 | 6,3 | 14,6 | 8,8 | 4,7 | 6,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,0 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/5-prosenta-stokk-framsoknar-dugar-stjorninni-ekki-samkvaemt-konnun/ Prósent] | data-sort-value="2022-06-08"| 2–13 jún 2022 | 1.780 | 50,1 | style="background:#C6ECFB;"| '''18,5''' | 17,3 | 9,0 | 13,5 | 5,6 | 17,5 | 7,8 | 4,2 | 6,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,2 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-enn/ Gallup] | data-sort-value="2022-05-16"| 2–31 maí 2022 | 10.548 | 51,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''20,1''' | 17,5 | 8,1 | 14,1 | 6,4 | 14,7 | 9,5 | 4,3 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,6 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/ny-konnun-stjornin-fallin-og-tapar-tolf-thingsaetum/ Prósent] | data-sort-value="2022-04-20"| 13–26 apr 2022 | 3.500 | 50,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''17,9''' | 12,4 | 9,6 | 16,8 | 8,0 | 16,2 | 9,6 | 4,1 | 5,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-verulega/ Gallup] | data-sort-value="2022-04-15"| 1–30 apr 2022 | 9.828 | 50,1 | style="background:#C6ECFB;"| '''19,8''' | 15,6 | 10,1 | 13,7 | 7,7 | 14,5 | 9,6 | 4,1 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/04/2022_04_Fylgi-flokka-Al%C3%BEingi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-03-30"| 17 mar–12 apr 2022 | 1.367 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''22,4''' | 15,5 | 8,8 | 13,0 | 7,7 | 13,2 | 10,5 | 4,2 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,9 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-eykst-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-03-15"| 1–31 mar 2022 | 10.941 | 49,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,7''' | 18,0 | 11,4 | 11,2 | 8,2 | 11,9 | 9,1 | 3,7 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,7 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-og-studningur-vid-rikisstjorn-i-februar/ Gallup] | data-sort-value="2022-02-14"| 1–28 feb 2022 | 9.672 | 49,7 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,9''' | 18,1 | 10,5 | 11,1 | 7,5 | 13,2 | 9,7 | 3,9 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,8 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/02/2022_02_Mask%C3%ADnuk%C3%B6nnun_Fylgi-flokkanna,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-02-07"| 28 jan–16 feb 2022 | 3.039 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,9''' | 16,9 | 12,9 | 13,4 | 7,6 | 10,3 | 9,7 | 3,9 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,0 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-milli-manada/ Gallup] | data-sort-value="2022-01-15"| 1–31 jan 2022 | 10.911 | 50,4 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,4''' | 17,0 | 10,7 | 10,8 | 8,8 | 12,5 | 9,4 | 3,7 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,4 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/01/2022_01_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla_fylgi_stj%C3%B3rnm%C3%A1laflokka,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-01-13"| 6–19 jan 2022 | 1.548 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,1''' | 17,8 | 11,2 | 12,3 | 8,5 | 13,5 | 9,2 | 3,7 | 3,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,3 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-vid-vinstri-graen-minnkar/ Gallup] | data-sort-value="2021-12-15"| 1–30 des 2021 | 7.890 | 51,2 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,3''' | 17,7 | 10,6 | 10,5 | 8,6 | 12,5 | 8,7 | 3,4 | 4,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6 |- | [https://www.gallup.is/frettir/thjodarpuls-gallup-litlar-breytingar-fylgi-flokka/ Gallup] | data-sort-value="2021-11-15"| 1–30 nóv 2021 | 10.000 | 51,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,7''' | 17,0 | 13,0 | 10,7 | 8,0 | 11,8 | 8,4 | 3,8 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,7 |- | [https://www.gallup.is/frettir/piratar-yfir-kjorfylgi-en-sjalfstaedisflokkur-undir/ Gallup] | data-sort-value="2021-10-15"| 1–31 okt 2021 | 8.899 | 50,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 17,2 | 13,4 | 9,8 | 7,9 | 11,0 | 8,9 | 4,3 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/sjalfstaedisflokkur-dalar-en-framsokn-a-uppleid/ MMR] | data-sort-value="2021-10-15"| 12–18 okt 2021 | 967 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,1''' | 17,9 | 12,1 | 10,1 | 7,8 | 11,7 | 10,0 | 3,2 | 5,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,2 |- style="background:#E9E9E9;" | [[Alþingiskosningar 2021]] | data-sort-value="2021-09-25"| 25 sep 2021 | – | – | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 17,3 | 12,6 | 9,9 | 8,9 | 8,6 | 8,3 | 5,5 | 4,1 | 0,5<ref name=":7">[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,1 |} == Úrslit kosninganna == {{Kosningaúrslit |party1=[[Samfylkingin]] (S) |votes1= 44091 |seats1= 15 |sc1= +9 |party2=[[Sjálfstæðisflokkurinn]] (D) |votes2= 41143 |seats2= 14 |sc2= -2 |party3=[[Viðreisn]] (C) |votes3= 33606 |seats3= 11 |sc3= +6 |party4=[[Flokkur fólksins]] (F) |votes4= 29288 |seats4= 10 |sc4= +4 |party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] (M) |votes5= 25700 |seats5= 8 |sc5= +5 |party6=[[Framsóknarflokkurinn]] (B) |votes6= 16578 |seats6= 5 |sc6= -8 |party7=[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] (J) |votes7= 8422 |seats7= 0 |sc7= - |party8=[[Píratar]] (P) |votes8= 6411 |seats8= 0 |sc8= -6 |party9=[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] (V) |votes9= 4974 |seats9= 0 |sc9= -8 |party10=[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] (L) |colour10=#04437F |votes10= 2215 |seats10= 0 |sc10= - |party11=[[Ábyrg framtíð]] (Y) |colour11=#342659 |votes11= 42 |seats11= 0 |sc11= - |invalid= 308 |blank= 2438 |electorate= 268422 |source= }} === Úrslit í einstökum kjördæmum === {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Hlutfallslegt fylgi (%) |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] !style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]] ! style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|V]] ! style="width:40px;"| [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|L]] ! style="width:40px;"| [[Ábyrg framtíð|Y]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sósíalistaflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|VG|color}};"| ! style="background:#04437F;"| ! style="background:#342659;"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] ! style="background:#F6CDCF;"| 26,1 | 17,4 | 16,3 | 11,9 | 8,9 | 4,0 | 5,9 |5,4 |2,9 |1,0 |0,1 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] ! style="background:#F6CDCF;"| 22,9 | 17,6 | 17,7 | 13,5 | 10,5 | 4,4 | 5,6 |3,9 |2,9 |1,0 | |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] | 19,3 ! style="background:#C6ECFB;"| 23,4 | 20,1 | 11,0 | 12,0 | 5,9 | 2,8 |2,8 |1,5 |1,1 | |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 15,9 ! style="background:#C6ECFB;"| 18,0 | 12,6 | 16,7 | 14,8 | 13,3 | 3,4 |1,8 |2,7 |0,8 | |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] ! style="background:#F6CDCF;"| 21,3 | 15,0 | 9,4 | 14,3 | 15,7 | 14,2 | 3,8 |1,8 |3,8 |0,8 | |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 17,3 | 19,6 | 11,2 ! style="background:#ffdf8c;" | 20,0 | 13,6 | 12,0 | 2,4 |1,3 |1,3 |1,3 | |- |} {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Þingsæti |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] | 4 | 2 | 3 | 1 | 1 | 0 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] | 3 | 3 | 2 | 2 | 1 | 0 |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] | 3 | 4 | 3 | 2 | 2 | 0 |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 1 | 1 | 1 | 2 | 1 | 1 |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] | 2 | 2 | 1 | 1 | 2 | 2 |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 2 | 2 | 1 | 2 | 1 | 2 |- |} ===Greining á úrslitum=== :''Sjá einnig: [[Kjörnir alþingismenn 2024]]'' Flokkarnir þrír sem mynduðu ríkisstjórn á undangengnu kjörtímabili, [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]], töpuðu alls 18 þingmönnum og fengu hver um sig verstu niðurstöðu úr kosningum í sinni sögu. Af þeim tapaði Sjálfstæðisflokkurinn þó minnstu fylgi og missti tvo þingmenn. Niðurstaðan þótti varnarsigur í ljósi þess að skoðanakannanir í aðdraganda kosningar höfðu sýnt fylgistölur allt niður í 11 til 13%. Framsóknarflokkurinn tapaði öllum þingmönnum sínum [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]], þar á meðal þremur ráðherrum. Formaður flokksins, [[Sigurður Ingi Jóhannsson]], stóð afar tæpt sem jöfnunarmaður í Suðurkjördæmi og ekki varð ljóst að hann hefði náð kjöri á þing fyrr en lokatölur bárust úr síðasta kjördæminu eftir hádegi, daginn eftir kjördag. Vinstri græn fengu einungis 2,3% á landsvísu, fengu engann mann kjörinn og náðu ekki 2,5% þröskuldi sem tryggir stuðning úr ríkissjóði til reksturs flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/vinstri_graen_missa_rikisstyrkinn/|title=Vinstri græn missa ríkisstyrkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á undangengnu kjörtímabili bættu allir við sig fylgi að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum. [[Samfylkingin]] varð stærst flokka með 20,8% fylgi og 15 menn kjörna, en það er minnsta fylgi við siguvegara Alþingiskosninga frá upphafi. [[Viðreisn]], [[Flokkur fólksins]] og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bættu einnig við sig fylgi frá síðustu kosningum. Píratar töpuðu hins vegar miklu fylgi og féllu niður fyrir 5% þröskuld jöfnunarsæta og fengu því enga menn kjörna. Nokkur umræða spannst um fjölda "dauðra atkvæða" sem greidd voru framboðum sem ekki komust á þing. Auk Vinstri grænna og Pírata sem féllu af þingi fékk [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkurinn]] enga menn kjörna í annari tilraun sinni til að ná kjöri til Alþingis. Þá fengu [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] og [[Ábyrg framtíð]] lítið fylgi og enga menn kjörna. Samanlagt fylgi allra þessara framboða sem fengu enga menn kjörna var 10,4% af gildum atkvæðum og þetta hlutfall hafði aðeins einu sinni verið hærra, en það var árið [[Alþingiskosningar 2013|2013]]. Af þessu tilefni varð nokkur umræða um það hvort að þröskuldur fyrir úthlutun jöfnunarsæta væri mögulega of hár og bent var á að hann væri lægri í flestum nágrannalöndum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242658590d/sosialistar-hefdu-ekki-komist-inn-i-noregi-og-svithjod|title=Sósíal­istar hefðu ekki komist inn í Noregi og Sví­þjóð - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-02-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Með brotthvarfi Vinstri grænna af þingi raskaðist mynstur sem hafði verið við lýði í marga áratugi sem kennt hefur verið við „[[fjórflokkakerfið|fjórflokkinn]]“ sem fól í sér að auk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa verið tveir flokkar á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Annars vegar jafnaðamannaflokkur ([[Alþýðuflokkurinn]] og síðar Samfylkingin) en hins vegar róttækari vinstri flokkur. [[Alþýðubandalagið]] og forverar þess voru í því hlutverki á [[20. öldin|20. öld]] sem að náðu aftur til ársins 1930, en með stofnun Vinstri grænna árið 1999 tók sá flokkur við því hlutverki. Eftir kosningarnar nú var því enginn flokkur á þingi sem taldist vinstra megin við Samfylkingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/12/01/baldur-rynir-kosningaurslitin-einn-af-fjorflokkunum-datt-af-thingi-og-piratar-fengu-somu-orlog-og-allir-nyir-flokkar/|title=Baldur rýnir í kosningaúrslitin - Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar|date=2024-12-01|website=DV|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Fljótlega var farið að ræða möguleika á að sameina flokkana yst til vinstri.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-thad-er-eftirspurn-eftir-vinstrinu-429981|title=„Það er eftirspurn eftir vinstrinu“ - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|date=2024-12-02|website=RÚV|access-date=2024-12-02}}</ref> == Stjórnarmyndun == [[Halla Tómasdóttir]] forseti Íslands boðaði formenn allra sex flokkanna sem að náðu þingsæti á fund sinn þann [[2. desember]]. Þann [[3. desember]] fékk [[Kristrún Frostadóttir]], formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] umboð til stjórnarmyndunar og hófust viðræður sama dag á milli [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], [[Viðreisn|Viðreisnar]] og [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-03-formennirnir-funda-a-althingi-klukkan-15-430026|title=Formennirnir funda á Alþingi klukkan 15 - RÚV.is|last=Jónsson|first=Þorgils|last2=Sigurðsson|first2=Grétar Þór|date=2024-12-03|website=RÚV|access-date=2024-12-03}}</ref> Sama dag þá útilokaði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] að fara í samstarf við [[Samfylkingin|Samfylkinguna]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242659077d/virdist-uti-loka-sam-starf-med-sam-fylkingu|title=Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-03-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-03}}</ref> {{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2021]]|eftir=[[Alþingiskosningar 2028]]}} == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Alþingiskosningar]] [[Flokkur:Kosningar 2024]] [[Flokkur:2024]] 8kku4stfv3d05scw0dowl0k8i9kp6bq 1890080 1890077 2024-12-03T18:05:23Z Berserkur 10188 1890080 wikitext text/x-wiki {{Þingkosningar | election_name = Alþingiskosningar 2024 | country = Ísland | type = parliamentary | ongoing = no | previous_election = [[Alþingiskosningar 2021|2021]] | next_election = Í síðasta lagi 2028 | outgoing_members = [[Kjörnir alþingismenn 2021|Fráfarandi þingmenn]] | elected_members = [[Kjörnir alþingismenn 2024|Kjörnir þingmenn]] | seats_for_election = 63 sæti á [[Alþingi]] | majority_seats = 32 | turnout = 80,2% | election_date = 30. nóvember 2024 | results_sec = Úrslit kosninganna | party1 = [[Samfylkingin]] | party_leader1 = [[Kristrún Frostadóttir]] | percentage1 = 20,8 | seats1 = 15 | last_election1 = 6 | party2 = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] | party_leader2 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | percentage2 = 19,4 | seats2 = 14 | last_election2 = 16 | party3 = [[Viðreisn]] | party_leader3 = [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] | percentage3 = 15,8 | seats3 = 11 | last_election3 = 5 | party4 = [[Flokkur fólksins]] | party_leader4 = [[Inga Sæland]] | percentage4 = 13,8 | seats4 = 10 | last_election4 = 6 | party5 = [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | party_leader5 = [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] | percentage5 = 12,1 | seats5 = 8 | last_election5 = 3 | party6 = [[Framsóknarflokkurinn]] | party_leader6 = [[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | percentage6 = 7,8 | seats6 = 5 | last_election6 = 13 | map = 2024 Iceland parliamentary election results map ISL.svg | map_size = 350px | map_caption = | detailed_results = Úrslit kosninganna | title = ríkisstjórn | before_election = [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarni Benediktsson II]]<br> {{LB|B}}&nbsp;{{LB|D}} | before_image = File:Bjarni Benediktsson 2021.jpg | posttitle = Ný ríkisstjórn | after_election = | after_image = }} '''Alþingiskosningar''' fóru fram þann [[30. nóvember]] [[2024]] eftir að [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra boðaði [[þingrof]] og baðst lausnar fyrir [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|ráðuneyti sitt]] þann [[13. október]] [[2024]]. Kosningar hefðu annars farið fram í síðasta lagi [[27. september]] [[2025]]. [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] sem höfðu verið í stjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu töpuðu miklu fylgi í kosningum og fengu allir minnsta fylgi í sögu hvers flokks. [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] misstu alla sína þingmenn eftir að hafa verið á þingi frá [[Alþingiskosningar 1999|1999]]. Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á þingi juku allir við fylgi sitt að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum, en þeir féllu einnig af þingi eftir ellefu ára veru. [[Samfylkingin]] varð stærsti flokkurinn á þingi með 20,8% gildra atkvæða. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir og ljóst er að þrjá eða fleiri flokka þarf til að mynda stjórnarmeirihluta. ==Aðdragandi== Fráfarandi ríkisstjórn [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarna Benediktssonar]] samanstóð af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænum]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokknum]]. Hún tók við af [[Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur|ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur]] á miðju kjörtímabili.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242554169d/bjarni-benediktsson-nyr-forsaetisradherra|title=Bjarni Bene­dikts­son nýr for­sætis­ráð­herra|author=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|date=2024-09-04|work=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Samstarf þessara flokka í ríkisstjórn hófst fyrst eftir [[Alþingiskosningar 2017|alþingiskosingarnar 2017]] og varði í rúm sjö ár, lengur en nokkurt þriggja flokka stjórnarsamstarf fram að þessu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/3ja-flokka-stjorn-ekki-setid-heilt-kjortimabil|title=3ja flokka stjórn ekki setið heilt kjörtímabil - RÚV.is|date=2017-11-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Erfiðleikar í samstarfi flokkanna urðu æ meira áberandi eftir því sem leið á seinna kjörtímabil samstarfsins, sérstaklega í málefnum útlendinga og orkumálum. Sérstaklega reyndi svo á stjórnarsamstarfið í máli sem varðaði [[Mál Yazans Tamimi|brottvísun palestínskrar fjölskyldu]] í [[september]] [[2024]] þar sem ráðherrar [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] voru ósammála um réttmæti afskipta ráðherra í málinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634413d/-enntha-i-toluverdu-ovissuastandi-um-framvinduna-|title=Enn­þá í tölu­verðu óvissuástandi um fram­vinduna|authort=Elín Margrét Böðvarsdóttir|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á landsfundi [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] í [[október]] [[2024]] var samþykkt ályktun um að slíta ætti samstarfinu og stefna að kosningum um vorið [[2025]].<ref name=":4">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242631016d/sam-thykktu-a-lyktun-og-stefna-ad-kosningum-i-vor|title=Sam­þykktu á­lyktun og stefna að kosningum í vor|author=Sólrún Dögg Jósefsdóttir|date=2024-06-10|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-06}}</ref> [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti hins vegar yfir endalokum stjórnarsamtarfsins á blaðamannafundi [[13. október]] og gekk á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]] þann [[14. október]] til að leita samþykkis forseta á þingrofi og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt daginn eftir.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-13-sjalfstaedisflokkur-slitur-rikisstjornarsamstarfinu-bjarni-vill-kosningar-30-november-424511|title=Sjálfstæðisflokkur slítur ríkisstjórnarsamstarfinu – Bjarni vill kosningar 30. nóvember|author1=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|author2=Ástrós Signýjardóttir|date=2024-10-13|website=RÚV|access-date=2024-10-13|author3=Freyr Gígja Gunnarsson}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635456d/bodar-bjarna-a-sinn-fund-klukkan-fjogur|title=Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga|author1=Kjartan Kjartansson|author2=Jón Þór Stefánsson|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> [[Halla Tómasdóttir]], forseti Íslands lagði til að [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|fráfarandi ríkisstjórn]] myndi skipa starfstjórn og starfa því áfram þar til ný stjórn er mynduð eftir kosningar, en [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] neituðu að taka þátt í slíkri starfstjórn og hættu því þátttöku í ríkisstjórninni þann [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635681d/taka-ekki-thatt-i-starfsstjorn|title=Taka ekki þátt í starfsstjórn - Vísir|author=Árni Sæberg|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> ==Framkvæmd== Í kosningunum var kosið um 63 þingsæti á [[Alþingi]] og notast var við [[hlutfallskosning]]u í sex [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]]. 54 þingsætum er úthlutað í kjördæmunum samkvæmt niðurstöðum í þeim en 9 þingsæti eru [[jöfnunarsæti]] sem úthlutað er samkvæmt niðurstöðum á landsvísu. Stjórnmálasamtök þurfa að ná 5% fylgi á landsvísu til að fá úthlutað jöfnunarsætum.<ref name=":5">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/lagas/nuna/2021112.html|title=112/2021: Kosningalög|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Fjöldi þingsæta á Alþingi og kjördæmaskipan var óbreytt frá [[Alþingiskosningar 2021|síðustu kosningum]] en eitt þingsæti fluttist frá [[Norðvesturkjördæmi]] til [[Suðvesturkjördæmi]]s vegna reglu um að kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti megi ekki ekki vera meira en tvöfalt fleiri í einu kjördæmi en einhverju hinna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-thingsaetum-faekkar-i-nordvesturkjordaemi-425035|title=Þingsætum fækkar í Norðvesturkjördæmi - RÚV.is|last=Isabel Alejandra Diaz|first=|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Samkvæmt kosningalögum eiga alþingiskosningar að fara fram í síðasta lagi þegar að fjögurra ára kjörtímabili lýkur en lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðarmótum. Þar sem [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningarnar 2021]] fóru fram á fjórða laugardegi [[September|septembermánaðar]] þurftu þessar kosningar að fara fram í síðasta lagi þann [[27. september]] [[2025]]<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/10/09/ef-vid-naum-ekki-tokum-thessum-malum-strax-eftir-naestu-kosningar-tha-er-ekkert-vist-ad-thad-verdi-aftur-snuid/|title=Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið|date=2024-10-09|work=[[Dagblaðið Vísir]]|author=Ragna Gestsdóttir|language=is|access-date=2024-10-17|quote=''Núverandi kjörtímabilki lýkur haustið 2025, síðast var kosið til Alþingis 25. september 2021 og þyrftu næstu kosningar því að fara fram í síðasta lagi 27. september 2025.''}}</ref> , en í kjölfar stjórnarslita [[13. október]] [[2024]] var þeim flýtt til [[30. nóvember]] 2024 skv. tillögu forsætisráðherra en áður hafði landsfundur [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] ályktað um að kjósa skyldi um vorið [[2025]]. Óvenjulegt er að alþingiskosningar fari fram svo seint á árinu, þær hafa aðeins einu sinni farið fram síðar en það var [[Alþingiskosningar 1979|2.-3. desember 1979]].<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kjordagar-1908-2017-almennar-althingiskosningar-og-landskjor/|title=Kjördagar 1908–2021: Almennar alþingiskosningar og landskjör|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Framboðsfrestur var til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn [[31. október]] og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst [[7. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://island.is/s/landskjorstjorn/frett/kosningar-til-althingis|title=Kosningar til Alþingis|date=2024-10-18|publisher=Landskjörstjórn}}</ref> Kjósendur á kjörskrá voru 268.422 og fjölgaði um tæp 14 þúsund frá síðustu kosningum.<ref>{{Cite web|url=https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2024/11/01/Talnaefni-adgengilegt-um-fjolda-a-kjorskra-vegna-althingiskosninga-30.-november-nk/|title=Talnaefni aðgengilegt um fjölda á kjörskrá vegna alþingiskosninga|date=2024-11-01|website=Þjóðskrá|access-date=2024-11-03}}</ref> Veðurspár í aðdraganda kosninganna bentu til þess að veður á kjördag gæti orðið þannig að það raskaði framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða, sér í lagi í landsbyggðarkjördæmunum þar sem víða þarf að ferðast með atkvæði um langan veg á talningarstað. Hríðarveður var á [[Austurland]]i á kjördag og færð spilltist á fjallvegum en ekki kom til þess að fresta þyrfti kjörfundum. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning atkvæða frá ýmsum byggðarlögum þar til [[Egilsstaðir|Egilsstaða]]. Þaðan var flogið með öll atkvæði af Austurlandi á talningarstað á [[Akureyri]].<ref>{{Cite news|title=Atkvæði Austfirðinga farin í loftið|url=https://austurfrett.is/frettir/atkvaedhi-austfirdhinga-farin-i-loftidh|date=1. desember 2024|work=Austurfrétt}}</ref> Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að flytja atkvæði frá [[Höfn í Hornafirði|Höfn]] til talningarstaðar Suðurkjördæmis á [[Selfoss]]i vegna vonskuveðurs og ófærðar á þjóðveginum um Suðausturland.<ref>{{Cite news|title=Þyrlan sækir kjörgögn á Höfn|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/thyrlan_saekir_kjorgogn_a_hofn/|date=1. desember 2024|work=mbl.is}}</ref> == Framboð == Ellefu stjórnmálasamtök voru framboði; þeir átta flokkar sem áttu fyrir sæti á [[Alþingi]] ásamt [[Sósíalistaflokkur Íslands|Sósíalistaflokki Íslands]], [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokknum]]<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-16-flokkarnir-thurfa-ad-finna-thusund-manns-med-oflekkad-mannord-sem-ekki-eru-haestarettardomarar-424820|title=Flokkarnir þurfa að finna þúsund manns með óflekkað mannorð sem ekki eru hæstaréttardómarar|author=Freyr Gígja Gunnarsson|date=2024-10-16|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> og [[Ábyrg framtíð|Ábyrgri framtíð]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Nýr stjórnmálaflokkur [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stefndi að framboði en hætti við.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-graeningjar-vilja-inn-a-thing-425195|title=Græningjar vilja inn á þing|date=2024-10-20|publisher=RÚV}}</ref> [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] var með skráðan listabókstaf en ákvað að bjóða ekki fram.<ref>Sjá [https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f9e7b74a-ebc8-428d-83a4-64608bed1a35 auglýsingu 225/2022] í B-deild stjórnatíðinda. Önnur stjórnmálasamtök en þar eru tilgreind þurfa að sækja um listabókstaf til dómsmálaráðuneytis, sbr. 2. mgr. 2.gr.k í [https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006162.html lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006].</ref> Þrjú formannaskipti áttu sér stað hjá flokkunum á kjörtímabilinu. [[Kristrún Frostadóttir]] tók við af [[Logi Már Einarsson|Loga Einarssyni]] sem formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] í [[október]] [[2022]] og [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] tók við sem formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] af [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínu Jakobsdóttur]] í [[apríl]] [[2024]] í kjölfar afsagnar hennar þar sem hún bauð sig fram til embættis [[forseti Íslands|forseta Íslands]] í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningum sama ár]]. [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum og var [[Svandís Svavarsdóttir]] kjörin formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] á landsfundi flokksins í byrjun október. Í [[ágúst]] [[2024]] sagðist [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] íhuga að hætta sem formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] fyrir kosningarnar, en í [[október]] [[2024]] tilkynnti hann að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum eftir að stjórninni var slitið.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-31-bjarni-ihugar-stodu-sina-fram-ad-landsfundi-420885|title=Bjarni íhugar stöðu sína fram að landsfundi - RÚV.is|author=Þorgerður Anna Gunnarsdóttir|date=2024-08-31|website=RÚV|access-date=2024-08-31}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634287d/bjarni-bodar-til-blada-manna-fundar|title=Ríkis­stjórnin sprungin - Vísir|author=Ólafur Björn Sverrisson|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-13}}</ref> Þar sem skammur fyrirvari gafst fyrir kosningarnar fóru flest framboðin þá leið að stilla upp á framboðslista sína. Einungis Píratar héldu [[prófkjör]] með þátttöku almennra félagsmanna en hjá Sjálfstæðisflokknum var kosið um efstu sæti lista á kjördæmisþingum í fjórum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-19-piratar-i-profkjor-en-allir-hinir-stilla-upp-425147|title=Píratar í prófkjör en allir hinir stilla upp|date=2024-10-19|website=RÚV|access-date=2024-11-03}}</ref> Nokkuð var rætt um „frægðarvæðingu“ stjórnmála í tengslum við raðanir á lista þar sem dæmi voru um að þjóðþekktir einstaklingar væru settir í efstu sæti framboðslista þó að þeir hefðu ekki haft afskipti af stjórnmálum áður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638279d/-ekki-god-throun-ad-flokkarnir-drosli-fraegu-folki-a-listana|title=„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana - Vísir|last=Jósefsdóttir|first=Sólrún Dögg|date=2024-10-22|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-11-ara-endurnyjunar-svifur-yfir-frambodslistum-427151|title=Ára endurnýjunar svífur yfir framboðslistum - RÚV.is|last=Þórisdóttir|first=Anna Lilja|date=2024-11-11|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ===Yfirlit framboða=== {| class="wikitable" ! colspan="2" rowspan="2" | Merki og [[listabókstafur|stafur]] ! rowspan="2" | Flokkur ! colspan="2" rowspan="2" | Formaður ! colspan="2" | Úrslit [[Alþingiskosningar 2021|2021]] ! rowspan="2" | Breytingar á<br>kjörtímabilinu |- ! Fylgi ! Þingsæti |- | [[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}; color:white;" | '''D''' |[[Sjálfstæðisflokkurinn]] | [[Mynd:Bjarni Benediktsson 2021.jpg|75x75dp]] | [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | 24,4% | {{Composition bar|16|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}} | {{hækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] frá {{LB|M}} |- |[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{flokkslitur|Framsókn}}; color:white;" |'''B''' |[[Framsóknarflokkurinn]] | [[Mynd:Sigurður Ingi Jóhannsson 2021.jpg|75x75dp]] |[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | 17,3% | {{Composition bar|13|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}} | |- |[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Vinstrihreyfingin – grænt framboð|color}}; color:white;" |'''V''' |[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin - <br>grænt framboð]] | [[Mynd:Svandís Svavarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Svandís Svavarsdóttir]] |12,6% |{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}} | {{Lækkun}}[[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|BJ]] til {{LB2|G|Græningjar (Ísland)|#7D9B77}} |- |[[Mynd:Samfylkingin_merki_2023.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}}; color:white;" |'''S''' |[[Samfylkingin]] | [[Mynd:Kristrún Frostadóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Kristrún Frostadóttir]] |9,9% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}} | |- style="height:3.9em" |[[Mynd:Flokkur fólksins 2024.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}}; color:white;" |'''F''' |[[Flokkur fólksins]] | [[Mynd:Inga Sæland 2021.jpg|75x75dp]] |[[Inga Sæland]] |8,8% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}} | {{lækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] til {{LB|M}} |- |[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}}; color:white;" |'''P''' |[[Píratar]] | colspan="2" | ''Formannslaust framboð'' |8,6% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}} | |- |[[Mynd:Viðreisn 2024.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}}; color:white;" |'''C''' |[[Viðreisn]] | [[Mynd:Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín<br>Gunnarsdóttir]] |8,3% |{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}} | |- |[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}}; color:white;" |'''M''' |[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | [[Mynd:Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2016 (cropped resized).jpg|75x75dp]] |[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð<br>Gunnlaugsson]] |5,4% |{{Composition bar|3|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}} |{{lækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] til {{LB|D}}<br>{{hækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] frá {{LB|F}} |- |[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #ef4839; color:white;" |'''J''' |[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur<br>Íslands]] |[[Mynd:Sanna Magdalena 2.png|frameless|50x50dp]] |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna Magdalena<br>Mörtudóttir]] |4,1% |{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}} | |- |[[Mynd:Ábyrg framtíð.jpg|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #342659; color:white;" | '''Y''' |[[Ábyrg framtíð]] | |[[Jóhannes Loftsson]] |0,1% |{{Composition bar|0|63|#342659}} | |- |[[Mynd:Lýðræðisflokkurinn.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #04437F; color:white;" | '''L''' |[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] | |[[Arnar Þór Jónsson]] | colspan="2" | ''Ekki í framboði'' | |} ==== (B) Framsóknarflokkurinn ==== [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurði Inga Jóhannssyni]] leiddi [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] í kosningunum, rétt eins og í þremur síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur verið þátttakandi í ríkisstjórn frá árinu [[2017]] og var eini stjórnarflokkurinn sem bætti við sig fylgi í kosningunum [[Alþingiskosningar 2021|2021]]. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum og oddvitar listanna voru allir þeir sömu og 2021 með þeirri undantekningu að [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurður Ingi]] ákvað að leiða ekki lista flokksins í [[Suðurkjördæmi]] heldur taka annað sæti listans. [[Halla Hrund Logadóttir]], [[orkumálastjóri]] og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandi]] leiðir listann í kjördæminu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-sigurdur-ingi-laetur-hollu-hrund-eftir-fyrsta-saeti-i-sudurkjordaemi-425084|title=Sigurður Ingi lætur Höllu Hrund eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi - RÚV.is|last=Guðmundsdóttir|first=Ingibjörg Sara|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-25}}</ref> Framsóknarflokkurinn hefur misst mjög mikið fylgi í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og mælst með sögulega lítið fylgi, jafnvel utan þings nokkrum sinnum.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22260/|title=Óvinsælasta ríkisstjórn Íslands í 15 ár og minnsta fylgi Framsóknar frá upphafi|author=Erla María Markúsdóttir|date=2024-07-02|website=[[Heimildin]]|access-date=2024-10-18}}</ref> ==== (C) Viðreisn ==== [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] var áfram formaður [[Viðreisn|Viðreisnar]] í kosningunum.<ref name=":3">{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/36967/b0hdrj|titill=Silfrið - 9. september 2024 á RÚV}}</ref> Viðreisn hafði verið í stjórnarandstöðu frá árinu [[2017]] og var fylgi flokksins í könnunum svipað niðurstöðu [[Alþingiskosningar 2021|kosninganna 2021]] framan af kjörtímabilinu, en tók verulega að rísa nokkrum vikum fyrir kosningar og tók að mælast sem næststærsti flokkurinn í könnunum viku fyrir kjördag. Í [[september]] [[2024]] gaf listamaðurinn, fyrrum borgarstjórinn og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandinn]] [[Jón Gnarr]] það út að hann hafði gengið til liðs við flokkinn og ætlaði að sækjast eftir að leiða lista í [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-26-jon-gnarr-til-vidreisnar-423162|title=Jón Gnarr til Viðreisnar|author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-09-26|website=RÚV|access-date=2024-09-28}}</ref> [[Hanna Katrín Friðriksson]], oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður sagði að Jón væri ekki fyrsti karlinn sem að gerir ráð fyrir rauða dreglinum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/06/ekki_fyrsti_karlinn_sem_gerir_rad_fyrir_rauda_dregl/|title=„Ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum“|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Einnig gaf [[Pawel Bartoszek]] það út að hann sæktist eftir sæti á lista flokksins. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Oddvitar á listum voru þeir sömu og 2021 nema í [[Norðvesturkjördæmi]] þar sem [[María Rut Kristinsdóttir]], aðstoðarmaður formanns flokksins, fékk fyrsta sætið og í [[Norðausturkjördæmi]] þar sem [[Ingvar Þóroddsson]], framhaldsskólakennari leiðir listann. Jón Gnarr fékk annað sætið í Reykjavík norður en Pawel Bartoszek annað sætið í Reykjavík suður.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-thrir-listar-vidreisnar-kynntir-jon-gnarr-i-odru-saeti-i-reykjavik-425618|title=Þrír listar Viðreisnar kynntir: Jón Gnarr í öðru sæti í Reykjavík - RÚV.is|last=Harðarson|first=Birgir Þór|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ==== (D) Sjálfstæðisflokkurinn ==== [[Sjálfstæðisflokkurinn]] hafði verið í ríkisstjórn í fimm kjörtímabil eða frá árinu [[2013]] og hafði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] hefur verið formaður flokksins síðan [[2009]]. Bjarni varð forsætisráðherra í [[apríl]] [[2024]] eftir brotthvarf [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar Jakobsdóttur]] úr ríkisstjórn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn misst mikið fylgi á kjörtímabilinu og raunar aldrei mælst lægri.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/01/sjalfstaedisflokkurinn_aldrei_maelst_laegri/|title=Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst lægri|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Í [[ágúst]] [[2024]] greindi Bjarni frá því að hann hugleiddi það að hætta sem formaður flokksins fyrir landsfund flokksins sem að átti að fara fram í febrúar [[2025]].<ref name=":1" /> Í [[október]] [[2024]] sleit Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórninni og tilkynnti [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni]] að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/13/rikisstjornin_sprungin/|title=Ríkisstjórnin sprungin|work=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2024-10-13|access-date=2024-10-17}}</ref> Af 17 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins var það einungis [[Óli Björn Kárason]] sem lýsti því yfir við slit ríkisstjórnarinnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Síðar féll [[Birgir Ármannsson]] einnig frá því að sækjast eftir sæti á framboðslista.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-28-thingmenn-sem-gefa-ekki-kost-a-ser-til-aframhaldandi-thingsetu-425862|title=Þingmenn sem gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu - RÚV.is|last=Signýjardóttir|first=Ástrós|date=2024-10-28|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Í fjórum kjördæmum var kosið um efstu sæti á framboðslistum á kjördæmisþingum. Fimm sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim sætum sem þeir stefndu að og tóku því ekki sæti á framboðslistum. [[Ólafur Adolfsson]] kom nýr inn í oddvitasæti í [[Norðvesturkjördæmi]] og [[Jens Garðar Helgason]] í [[Norðausturkjördæmi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-fimm-thingmenn-sjalfstaedisflokksins-a-utleid-425209|title=Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins á útleið - RÚV.is|last=Grettisson|first=Valur|date=2024-10-20|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Baráttan um annað sætið í [[Suðvesturkjördæmi]] vakti einnig mikla athygli en þar tókust á [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], varaformaður flokksins, og [[Jón Gunnarsson]]. Þórdís hafði betur og Jón tók ekki þátt í kosningu um þriðja eða fjórða sæti listans. Síðar samþykkti hann þó að taka fimmta sæti listans og jafnframt stöðu sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í [[Matvælaráðuneyti Íslands|matvælaráðuneytinu]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-jon-gunnarsson-tekur-fimmta-saetid-og-verdur-serstakur-fulltrui-425627|title=Jón Gunnarsson tekur fimmta sætið og verður sérstakur fulltrúi - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ==== (F) Flokkur fólksins ==== [[Flokkur fólksins]] hafði setið í stjórnarandstöðu frá því að flokkurinn komst fyrst á þing [[Alþingiskosningar 2017|2017]]. [[Inga Sæland]] hafði leitt flokkinn frá upphafi og gerði það einnig nú. Fylgi flokksins í könnunum hafði verið áþekkt því flokkurinn fékk í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningunum]]. Allir þingmenn flokksins sóttust eftir því að halda áfram.<ref name=":6">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636522d/kosningavaktin-is-lendingar-ganga-ad-kjor-bordinu|title=Kosningavaktin: Ís­lendingar ganga að kjör­borðinu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-19}}</ref> En svo fór að [[Tómas A. Tómasson]], þingmanni flokksins í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Jakob Frímann Magnússon|Jakobi Frímanni Magnússyni]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] var neitað um sæti á lista. Í stað þeirra leiddi [[Ragnar Þór Ingólfsson]] í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Sigurjón Þórðarson]] fyrrum formaður og þingmaður [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslynda flokksins]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-21-ragnar-thor-a-leid-a-thing-fyrir-flokk-folksins-425299|title=Ragnar Þór á leið á þing fyrir Flokk fólksins - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|last2=Guðmundsson|first2=Brynjólfur Þór|date=2024-10-21|website=RÚV|access-date=2024-10-21}}</ref> Vegna þessa sagði Jakob Frímann sig úr flokknum og gekk svo til liðs við Miðflokkinn þar sem hann fékk 2. sætið á lista þess flokks í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242639594d/jakob-fri-mann-yfir-gefur-flokk-folksins|title=Jakob Frí­mann yfir­gefur Flokk fólksins - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-25}}</ref> ==== (J) Sósíalistaflokkur Íslands ==== [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] bauð fram í annað sinn. Þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum náði flokkurinn ekki að koma manni inn í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]]. Flokkurinn hefur mælst ýmist á eða utan þings á kjörtímabilinu, en þó mun oftar utan þings. Í [[september]] [[2024]] greindi [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]], oddviti flokksins í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] að hún myndi gefa kost á sér á lista flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/26/sanna_borgarfulltrui_vill_a_thing/|title=Sanna borgarfulltrúi vill á þing|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Í lok [[október]] [[2024]] tilkynnti flokkurinn að [[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna]] myndi verða eiginilegur leiðtogi flokksins í kosningunum í stað [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnars Smára Egilssonar]] sem leiddi flokkinn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/30/gunnar_smari_i_oddvitasaetid/|title=Gunnar Smári í oddvitasætið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-02}}</ref> ==== (L) Lýðræðisflokkurinn ==== [[Arnar Þór Jónsson]], hæstarréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]] tilkynnti í [[júlí]] [[2024]] að hann væri að íhuga að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að bjóða fram til alþingis í öllum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242600293d/arnar-thor-i-hugar-ad-stofna-stjorn-mala-flokk|title=Arnar Þór í­hugar að stofna stjórn­mála­flokk|author=Rafn Ágúst Ragnarsson|date=2024-07-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref> Í [[september]] [[2024]] fóru hinsvegar fram viðræður á milli Arnars Þórs og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]] sem að gengu út á að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk. Viðræðurnar gengu ekki upp og stofnaði Arnar Þór, [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt]] í sama mánuði.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242627680d/arnar-thor-stofnar-lydraedisflokkinn|title=Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn|author=Jón Ísak Ragnarsson|date=2024-09-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-10-lydraedisflokkurinn-kynnir-stefnumal-sin-424344|title=Lýðræðisflokkurinn kynnir stefnumál sín|author=Ragnar Jón Hrólfsson|date=2024-10-10|website=RÚV|access-date=2024-10-13}}</ref> Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafinum L.<ref>{{Cite web|url=https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=198a3439-0018-4e56-807f-6be0ce800add|title=AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka og staðfestingu á heiti þeirra.|date=2024-10-23|publisher=B-deild Stjórnartíðinda}}</ref> ==== (M) Miðflokkurinn ==== [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bauð fram til Alþingis í þriðja sinn. [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] hafði leitt flokkinn í stjórnarandstöðu frá stofnun hans. Flokkurinn fékk kjörna þrjá þingmenn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]], en eftir að [[Birgir Þórarinsson]] yfirgaf flokkinn strax eftir kosningarnar hafði Miðflokkurinn einungis tvo þingmenn.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/yfirgefur-midflokkinn-tveimur-vikum-eftir-ad-hafa-verid-kjorinn-a-thing-fyrir-hann/|title=Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann|date=2021-10-09|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Miðflokkurinn byrjaði með mjög lítið fylgi í skoðanakönnunum fyrripart kjörtímabilsins en þegar líða fór á það jókst fylgið þannig að flokkurinn mældist næststærstur á tímabili. Í [[september]] [[2024]] gekk sundkappinn [[Anton Sveinn McKee]] til liðs við flokkinn.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/21/anton_sveinn_til_lids_vid_midflokkinn/|title=Anton Sveinn til liðs við Miðflokkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Fjölmiðlamaðurinn [[Snorri Másson]] sóttist eftir því að leiða lista flokksins, ásamt [[Sigríður Andersen|Sigríði Andersen]] sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá [[2015]] til [[2021]] og [[Dómsmálaráðherra Íslands|dómsmálaráðherra]] frá [[2017]] til [[2019]].<ref name=":6" /><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242637685d/sig-ridur-ander-sen-leidir-lista-mid-flokksins|title=Sig­ríður Ander­sen leiðir lista Mið­flokksins - Vísir|last=Ragnarsson|first=Rafn Ágúst|date=2024-10-20|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-20}}</ref> Í [[október]] [[2024]] gekk [[Jakob Frímann Magnússon]], þingmaður [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]] í flokkinn eftir að hafa verið neitað sæti á lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242642240d/jakob-fri-mann-til-lids-vid-mid-flokkinn|title=Jakob Frí­mann til liðs við Mið­flokkinn - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> Athygli vakti að allir þeir sem að áttu aðild í [[Klaustursupptökurnar|Klaustursmálinu]] [[2018]] voru ofarlega á lista flokksins fyrir utan [[Anna Kolbrún Árnadóttir|Önnu Kolbrúnu Árnadóttur]] sem lést árið [[2023]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641830d/klaustursveinar-allir-maettir-sex-arum-sidar|title=Klaustur­sveinar allir mættir sex árum síðar - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> ==== (P) Píratar ==== [[Píratar]] buðu fram í fimmta sinn í alþingiskosningunum og gátu því orðið sá stjórnmálaflokkur sem oftast hefur náð kjöri á Alþingi fyrir utan hinn svokallaða [[fjórflokkurinn|fjórflokk]].<ref>{{Cite news|title=Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/25/piratar_gaetu_skrad_sig_i_sogubaekurnar/|date=25. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> Flokkurinn hafði þó aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Landsþing Pírata var haldið í [[september]] [[2024]] en kjör nýrrar framkvæmdarstjórnar vakti nokkrar deilur innan flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/23/kurr_i_rodum_pirata/?origin=helstu|title=Kurr í röðum Pírata|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Framan af kjörtímabilinu mældist fylgi Pírata svipað eða hærra en í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningum]], en tók að dala þegar nær dró kosningum þegar fylgi flokksins fór að mælast í kringum 5% þröskuldinn. Píratar voru nú eini stjórnmálaflokkurinn sem hélt prófkjör til að raða á framboðslista sína. Prófkjörið frá fram í rafrænu kosningakerfi á vef flokksins 20. til 22. október 2024. [[Lenya Rún Taha Karim]] sigraði sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum og hafði þar betur en þrír sitjandi þingmenn og tveir borgarfulltrúar. [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] náði fyrsta sætinu í [[Suðvesturkjördæmi]], [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] í [[Norðvesturkjördæmi]], [[Theódór Ingi Ólafsson]] í [[Norðausturkjördæmi]] og [[Týr Þórarinsson]] í [[Suðurkjördæmi]].<ref>{{Cite news|title=Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum|url=https://heimildin.is/grein/23001/|date=22. október 2024|work=Heimildin}}</ref> Píratar höfðu ekki eiginlegan formann en Þórhildur Sunna hafði umboð grasrótar flokksins til að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum.<ref>{{Cite news|title=Grasrótin veitir Þórhildi Sunnu umboðið|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/18/grasrotin_veitir_thorhildi_sunnu_umbodid/|date=18. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> ==== (S) Samfylkingin ==== [[Samfylkingin]] hafði verið í stjórnarandstöðu síðan árið [[2013]]. [[Logi Einarsson]] sem var formaður flokksins frá [[2016]] til [[2022]] hætti sem formaður í [[október]] [[2022]] og var [[Kristrún Frostadóttir]] kjörin í embættið.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-10-28-kristrun-kjorin-formadur-og-bodar-nyjar-aherslur|title=Kristrún kjörin formaður og boðar nýjar áherslur - RÚV.is|date=2022-10-28|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Um haustið [[2022]] fór fylgi Samfylkingar að aukast og í byrjun árs [[2023]] var Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum og var það í öllum könnunum sem að gerðar voru frá febrúar [[2023]] til nóvember [[2024]]. Samkvæmt könnunum hafði [[Kristrún Frostadóttir|Kristrún]] verið sá stjórnmálamaður sem flestir treystu og í efsta sæti þeirra sem kjósendur vildu sem næsta forsætisráðherra.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/flestir-treysta-kristrunu/|title=Flestir treysta Kristrúnu|date=2022-11-18|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-29-fjordungur-vill-kristrunu-i-forsaetisraduneytid-5-nefna-bjarna-420743|title=Fjórðungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið – 5% nefna Bjarna|author=Alexander Kristjánsson|date=2024-08-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Stillt var upp á lista í öllum kjördæmum og fjölmargir sóttust eftir sæti hjá flokknum, þar á meðal [[Dagur B. Eggertsson]], [[Alma Möller]], [[Víðir Reynisson]] og [[Nichole Leigh Mosty]].<ref name=":6" /> Í október 2024 kom upp mál þar sem [[Kristrún Frostadóttir]] formaður flokksins gerði lítið úr hlutverki [[Dagur B. Eggertsson|Dags B. Eggertssonar]] í einkaskilaboðum til kjósanda og sagði að hann gæti strikað yfir nafns fyrrum borgarstjórans sem var í öðru sæti í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641735d/-mer-bra-svo-litid-thegar-eg-sa-thetta-|title=„Mér brá svo­lítið þegar ég sá þetta“ - Vísir|last=Pétursson|first=Vésteinn Örn|date=2024-10-28|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> Blaðamaðurinn [[Þórður Snær Júlíusson]] fékk þriðja sæti í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] en dró framboð sitt til baka í nóvember 2024 eftir að rúmlega tuttuga ára gömul bloggsíða var grafin upp þar sem að hann var sakaður um kvenfyrirlitningu og annað.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/12/kalladi_konur_laevisar_undirforlar_tikur/|title=Kallaði konur lævísar, undirförlar tíkur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> ==== (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð ==== [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] sátu í ríkisstjórn frá [[nóvember]] [[2017]] til [[Október|októbers]] [[2024]] og voru frá [[nóvember]] [[2017]] til [[apríl]] [[2024]] með forsætisráðherraembættið þegar formaður flokksins, [[Katrín Jakobsdóttir]] var forsætisráðherra. Í [[apríl]] [[2024]] sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra, þingmaður og formaður flokksins og fór í framboð í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-05-katrin-jakobsdottir-bydur-sig-fram-til-forseta-409293|title=Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta|date=2024-04-05|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið gerðist [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]], varaformaður flokksins frá [[2019]] að formanni flokksins. Í [[september]] [[2024]] tilkynnti Guðmundur Ingi að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á landsfundi flokksins sem fór fram í byrjun [[Október|októbers]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-23-gudmundur-ingi-vill-verda-aftur-varaformadur-422968|title=Guðmundur Ingi vill verða aftur varaformaður|author=Ásrún Brynja Ingvarsdóttir |date=2024-09-23|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið lýsti [[Svandís Svavarsdóttir]] yfir formannsframboði og var hún sjálfkjörin formaður flokksins í [[október]].<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22832/svandis-nyr-formadur-vg-en-thurfti-ekki-ad-leggjast-i-formannsslag/|title=Svandís nýr formaður VG en þurfti ekki að leggjast í formannsslag|author=Ragnhildur Þrastardóttir|date=2024-10-05|website=Heimildin|access-date=2024-10-18}}</ref> [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] höfðu misst mikið fylgi á kjörtímabilinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-07-03-vidbuid-ad-vg-haldi-afram-ad-tapa-fylgi|title=Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi|author=Kristín Sigurðardóttir|date=2022-07-03|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242536815d/vinstri-graen-naedu-ekki-inn-a-thing|title=Vinstri græn næðu ekki inn á þing|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2024-01-03|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á tíma [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar]] sem formanns mældist flokkurinn með lítið fylgi, en þó alltaf á þingi. Þegar [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] tók við sem formaður missti flokkurinn ennþá meira fylgi og mældist nánast alltaf utan þings. Tveimur dögum eftir að stjórninni var slitið af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokki]] í [[október]] [[2024]] tilkynntu þrír ráðherrar Vinstri grænna að þeir myndu hætta þáttöku í [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|starfstjórn ríkisstjórnarinnar]] fram að kosningunum<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-15-tveggja-flokka-starfsstjorn-til-kosninga-radherrar-vg-ekki-med-424733|title=Tveggja flokka starfsstjórn til kosninga - ráðherrar VG ekki með|author1=Alma Ómarsdóttir|author2=Birgir Þór Harðarson|date=2024-10-15|website=RÚV|access-date=2024-10-18|author3=Valur Grettisson|author4=Ólöf Rún Erlendsdóttir|author5=Ragnar Jón Hrólfsson|author6=Oddur Þórðarson}}</ref> og tóku þau því ekki þátt áframhaldandi samstarfi flokkanna og hættu þau því í ríkisstjórninni [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636571d/starfsstjorn-med-minni-hluta-a-al-thingi-tekur-vid-sid-degis|title=Starfsstjórn með minni­hluta á Al­þingi tekur við síð­degis|author=Heimir Már Pétursson|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Umhverfissinninn [[Finnur Ricart Andrason]] og sóknarpresturinn [[Sindri Geir Óskarsson]] voru á meðal þeirra sem leiddu lista flokksins. ==== (Y) Ábyrg framtíð ==== [[Ábyrg framtíð]] sem var leidd af [[Jóhannes Loftsson|Jóhannesi Loftssyni]] stefndi upphaflega á framboð í öllum kjördæmum, en á endanum buðu þau einungis fram í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]].<ref name="ruv-frambod-2024"/> Flokkurinn var stofnaður árið [[2021]] og bauð fram í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]], einungis í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og hlaut flokkurinn 0,1% í kosningunum.<ref name="althingiskosningar-2021">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kosningar-fra-1919/althingiskosningar-2021/|title=Alþingiskosningar 2021|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Flokkurinn bauð einnig fram í [[Reykjavík]] í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosningunum 2022]] og hlaut 0,8% atkvæða.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/i-beinni/sveitarstjornarkosningarnar_2022/|title=Sjáið það sem bar hæst á kosninganótt|date=2022-05-14|work=[[Kjarninn]]|access-date=2024-10-17}}</ref> Helsta stefnumál flokksins í þessum kosningum var að fram færi uppgjör við aðgerðir stjórnvalda í [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónaveirufaraldrinum]].<ref name="ruv-frambod-2024">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-17}}</ref> === Flokkar sem að hættu við framboð === ==== (G) Græningjar ==== Í [[október]] [[2024]] voru stjórnmálasamtök [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stofnuð af [[Kikka Sigurðardóttir|Kikku Sigurðardóttur]]. Þau stefndu að því að bjóða fram í öllum kjördæmum og reyndu að finna þjóðþekkta einstaklinga til þess að manna lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638247d/graeningjar-leita-ad-thjodthekktum-einstaklingi|title=Græningjar leita að þjóðþekktum ein­stak­lingi - Vísir|last=Bernharðsdóttir|first=Berghildur Erla|date=2024-10-21|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-22}}</ref> [[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|Bjarni Jónsson]] sem kjörinn var sem þingmaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]] sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna skömmu eftir stjórnarslitin og tilkynnti svo [[27. október]] að hann hefði gengið til liðs við hið nýstofnaða stjórnmálaafl Græningja. Því voru [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með einn þingmann á þingi í einn mánuð árið [[2024]], fyrir kosningarnar. Flokkurinn fékk listabókstafinn G samþykktan.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-27-graeningjar-komnir-med-sinn-fyrsta-thingmann-425807|title=Græningjar komnir með sinn fyrsta þingmann|date=2024-10-27|website=RÚV}}</ref> Þegar það leit út fyrir að ekki myndi takast að safna nægum fjölda undirskrifta var fallið frá framboði Græningja, þrátt fyrir að hafa þingmann og skráðan listabókstaf.<ref name=":6" /> === Oddvitar === Í töflunni hér að neðan má sjá efstu menn á öllum framboðslistum sem boðnir verða fram í kosningunum: <templatestyles src="Flex-einnDálkur/styles.css /> {| class="wikitable flex-singleColumn" style="font-size: 90%" |- ! Flokkur !! [[Reykjavíkurkjördæmi norður|RN]] !! [[Reykjavíkurkjördæmi suður|RS]] !! [[Suðvesturkjördæmi|SV]] !! [[Norðvesturkjördæmi|NV]] !! [[Norðausturkjördæmi|NA]] !! [[Suðurkjördæmi|S]] |- ! (B) Framsóknarflokkurinn | [[Ásmundur Einar Daðason]] || [[Lilja Dögg Alfreðsdóttir]] || [[Willum Þór Þórsson]] || [[Stefán Vagn Stefánsson]]|| [[Ingibjörg Isaksen]] || [[Halla Hrund Logadóttir]] |- ! (C) Viðreisn | [[Hanna Katrín Friðriksson]]|| [[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]]|| [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] || [[María Rut Kristinsdóttir]]|| [[Ingvar Þóroddsson]] || [[Guðbrandur Einarsson]] |- ! (D) Sjálfstæðisflokkurinn | [[Guðlaugur Þór Þórðarson]]|| [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]]|| [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] || [[Ólafur Adolfsson]] || [[Jens Garðar Helgason]] || [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] |- ! (F) Flokkur fólksins | [[Ragnar Þór Ingólfsson]]|| [[Inga Sæland]] || [[Guðmundur Ingi Kristinsson]] || [[Eyjólfur Ármannsson]] || [[Sigurjón Þórðarson]] || [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] |- ! (J) Sósíalistaflokkur Íslands | [[Gunnar Smári Egilsson]] || [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]]|| [[Davíð Þór Jónsson]]|| [[Guðmundur Hrafn Arngrímsson]]|| [[Þorsteinn Bergsson]]|| [[Unnur Rán Reynisdóttir]] |- ! (L) Lýðræðisflokkurinn | [[Baldur Borgþórsson]]|| [[Kári Allansson]]|| [[Arnar Þór Jónsson]] || [[Gunnar Viðar Þórarinsson]]|| [[Eldur Smári Kristinsson]]|| [[Elvar Eyvindsson]] |- ! (M) Miðflokkurinn | [[Sigríður Andersen]] || [[Snorri Másson]] || [[Bergþór Ólason]]|| [[Ingibjörg Davíðsdóttir]]|| [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]|| [[Karl Gauti Hjaltason]] |- ! (P) Píratar | [[Lenya Rún Taha Karim]] || [[Björn Leví Gunnarsson]] || [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] || [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir|Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] || [[Theodór Ingi Ólafsson]] || [[Mummi Týr Þórarinsson]] |- ! (S) Samfylkingin | [[Kristrún Frostadóttir]]|| [[Jóhann Páll Jóhannsson]]||[[Alma Möller]]|| [[Arna Lára Jónsdóttir]] ||[[Logi Einarsson]]|| [[Víðir Reynisson]] |- ! (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð | [[Finnur Ricart Andrason]]|| [[Svandís Svavarsdóttir]]|| [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] || [[Álfhildur Leifsdóttir]]|| [[Sindri Geir Óskarsson]]|| [[Hólmfríður Árnadóttir]] |- ! (Y) Ábyrg framtíð | [[Jóhannes Loftsson]] |} == Fjölmiðlaumfjöllun == Fyrsti leiðtogaumræðuþátturinn var haldinn þann [[1. nóvember]] á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þar sem að forystufólk allra ellefu framboðanna mættu. Annar leiðtogaumræðuþættur var sýndur á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þann [[29. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-svona-voru-kappraedur-leidtoganna-ellefu-426312|title=Svona voru kappræður leiðtoganna ellefu - RÚV.is|last=Kristjánsson|first=Alexander|last2=Jónsson|first2=Þorgils|date=2024-11-01|website=RÚV|access-date=2024-11-02|last3=Þorsteinsdóttir|first3=Valgerður}}</ref> Leiðtogaumræður fóru einnig fara fram á [[Heimildin|Heimildinni]] þann [[26. nóvember]], hjá [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] þann [[28. nóvember]] og á [[Stöð 2]] þann [[28. nóvember]]. Auk þess sýndi [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þættina ''Forystusætið'' í nóvember þar sem að allir leiðtogar flokkanna voru tekin í einkaviðtöl. [[Ríkisútvarpið|RÚV]] var einnig með sex kjördæmakappræðuþætti á [[Rás 2]] og á ruv.is þar sem að oddvitar flokkanna í hverju kjördæmi komu fram. [[Stöð 2]] sýndi einnig sérstakan kappleikaþátt þann [[26. nóvember]] þar sem fulltrúar flokkanna öttu kappi í ýmsum þrautum og leikjum. == Skoðanakannanir == Í desember [[2017]] sögðust rúmlega 80% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina og í febrúar [[2018]] sögðust 70% styðja hana. Samanborið við hana mældist ríkisstjórnin á undan henni, [[fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] einungis með 31% um mitt ár [[2017]] og var því þessi ríkisstjórn vinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-06-26-studningur-vid-rikisstjornina-laekkar-bara-og-laekkar/|title=Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar bara og lækkar|date=2017-06-27|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2017171239942/thrir-af-hverjum-fjorum-stydja-rikisstjornina|title=Þrír af hverjum fjórum styðja ríkisstjórnina |author=Ingvar Þór Björnsson|date=2017-12-30|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/01/rum_70_prosent_stydja_rikisstjornina/|title=Rúm 70% styðja ríkisstjórnina|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> Í maí [[2019]] sögðust 52% styðja ríkisstjórnina og 61% í maí [[2020]], en margir voru sáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónuveirufaraldrinum]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020-05-05-61-segjast-stydja-rikisstjornina|title=61% segjast styðja ríkisstjórnina - RÚV.is|date=2020-05-05|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Svo fór að í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]] fékk ríkisstjórnin hreinan meirhluta eða samtals 54,3% atkvæða og mældist stuðningurinn 67% í nóvember sama ár.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-11-15-studningur-vid-rikisstjornina-ekki-maelst-meiri-i-3-ar|title=Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri í 3 ár - RÚV.is|date=2021-11-15|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Í júní [[2022]] mældist stuðningurinn 44% og 35% í júlí [[2023]]. Í byrjun október [[2024]] mældist stuðningurinn 24%.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/01/sogulega_litill_studningur_vid_rikisstjorn/|title=Sögulega lítill stuðningur við ríkisstjórn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> [[Mynd:Opinion_polling_for_the_2024_Icelandic_parliamentary_election.svg|thumb|left|700px|Línurit sem sýnir niðurstöður skoðanakannana frá kosningunum 2021.]] {| class="wikitable sortable" style="text-align:center;font-size:90%;line-height:14px;" ! rowspan=4| Fyrirtæki ! rowspan=4| Dags. framkvæmd ! rowspan=4| Úrtak ! rowspan=4| Svarhlutfall ! colspan="11" |Flokkar |- ! colspan="3" |Stjórn ! colspan="6" |Stjórnarandstaða ! rowspan="3"| Aðrir ! style="width:30px;" rowspan="3"| Forskot |- ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin - grænt framboð|V]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]] |- ! style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|VG}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Flokkur fólksins}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Píratar}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Miðflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Sósíalistaflokkurinn}};"| |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-30-samfylkingin-afram-staerst-i-sidustu-konnun-maskinu-429369 Maskína] |28.-29. nóv 2024 |– |2.908 |17,6 |8,6 |3,9 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,2''' |9,1 |5,4 |17,2 |11,2 |4,5 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 3,6 |- |[https://fel.hi.is/is/fylgi_kosningar2024 Félagsvísindast. HÍ] |28.-29. nóv 2024 |2.600 |1.060 |19,7 |9,4 |2,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,9''' |10,5 |4,5 |14,4 |10,1 |6,1 |1,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,2 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-29-sidasti-thjodarpuls-fyrir-kosningar-s-staerst-d-baetir-vid-sig-429142 Gallup] |23.-29. nóv 2024 |4.285 |2302 |18,4 |6,8 |3,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,0''' |12,6 |4,1 |17,6 |11,1 |4,8 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,6 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/28/ny_konnun_barattan_a_toppnum_hardnar/ Prósent] |25.-28. nóv 2024 |4.500 |2379 |14,7 |6,4 |3,4 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,8''' |11,2 |5,5 |17,6 |12 |5,8 |1,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 4,2 |- |[https://www.visir.is/g/20242656619d/glae-ny-konnun-maskinu-fylgi-fram-soknar-og-flokks-folksins-a-upp-leid Maskína] |22.-28. nóv 2024 |2.617 |– |14,5 |7,8 |3,7 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,4''' |10,8 |5,4 |19,2 |11,6 |5,0 |1,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,5%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,2 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-22-samfylkingin-og-vidreisn-staerst-i-obirtri-konnun-gallups-428451 Gallup] |15.–21. nóv 2024 |– |– |16 |6,2 |3,3 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,2''' |13,1 |4,1 |18,1 |12,2 |5,1 |– | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,1 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/22/tidindi_i_nyrri_konnun_framsokn_ut_af_thingi/ Prósent] |15.–21. nóv 2024 |– |– |11,5 |4,4 |3 |18,3 |12,5 |6,7 | style="background:#fadb7a;" | '''22''' |13,5 |6,4 |1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,7%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};color:#FFFFFF;" | 3,7 |- |[https://www.visir.is/g/20242652970d/samfylkingin-baetir-vid-sig-i-fyrsta-sinn-sidan-i-mai-og-piratar-uti Maskína] |15.-20. nóv 2024 |1.400 |– |14,6 |5,9 |3,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''22,7''' |8,8 |4,3 |20,9 |12,6 |5,0 |2,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,8 |- |[https://www.mbl.is/frettir/kosning/2024/11/15/vidreisn_i_mikilli_sokn/ Prósent] |8.–14. nóv 2024 |2.600 |52.0 |12,0 |5,6 |2,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,4''' |10,2 |3,4 |21,5 |15,5 |5,4 |1,0<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]]</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,9 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-15-sosialistar-maelast-inni-samfylking-og-midflokkur-dala-427602 Gallup] |1.–14. nóv 2024 |1.463 |48,0 |16,4 |6,0 |4,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,8''' |10,2 |5,5 |15,5 |14,3 |6,2 |1,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,4 |- |[https://www.visir.is/g/20242649619d/sosial-istar-maelast-inni-og-vinstri-graen-i-lifs-haettu Maskína] |8.–13. nóv 2024 |– |– |13,4 |7,3 |3,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,1''' |9,2 |5,1 |19,9 |12,6 |6,3 |2,7<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,2 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/08/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_enn/ Prósent] |1.-7. nóv 2024 |2.400 |50 |12,3 |5,8 |2,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''21,6''' |11,5 |5,7 |17,1 |15,1 |6,7 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,5 |- |[https://www.visir.is/g/20242646417d/vid-reisn-a-flugi-i-nyrri-maskinukonnun Maskína] |1.-6. nóv 2024 |1.407 |– |13,3 |7,5 |3,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,9''' |8,9 |4,9 |19,4 |14,9 |4,5 |2,5<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,7% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,8%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-samfylkingin-dalar-en-afram-staerst-sjalfstaedisflokkur-baetir-vid-sig-426309 Gallup] |1.-31. okt 2024 |12.125 |47,5 |17,3 |6,5 |4,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,8''' |7,8 |5,4 |13,5 |16,5 |4,5 |0,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 0,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,5 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/01/ny_konnun_fylgi_vidreisnar_eykst_og_eykst/ Prósent] |25.-31. okt 2024 |2.400 |– |14,1 |5,8 |2,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,3''' |11,2 |4,9 |18,5 |14,4 |4,0 |2,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,5% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4% - Annað með 0,5%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 3,8 |- |[https://www.visir.is/g/20242641385d/ny-konnun-vid-reisn-og-flokkur-folksins-i-haestu-haedum Maskína] |22.-28. okt 2024 |1.708 |– |13,9 |6,9 |3,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,2''' |9,3 |4,5 |16,2 |15,9 |4,0 |3,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,9% - [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með 0,8%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/25/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_og_vg_botnfrosi/ Prósent] |18.-24. okt 2024 |2.500 |50 |13,3 |5,8 |2,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,2''' |11,4 |5,8 |15,0 |16,1 |4,3 |1,1<ref name=":2">[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- ! colspan="15" |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir]] tekur við sem eiginlegur leiðtogi [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokks Íslands]] af [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnari Smára Egilssyni]]. |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/18/ny_konnun_vg_i_frjalsu_falli/ Prósent] |18 okt 2024 |– |– |15,6 |6,2 |2,2 | style="background:#F6CDCF;" | '''24,8''' |10,8 |6,1 |14,1 |15,1 |4,2 |– | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 9,2 |- |[https://www.visir.is/g/20242637105d/ny-konnun-omarktaekur-munur-a-vid-reisn-og-sjalf-staedis-flokknum Maskína] |13 okt–18 okt 2024 |– |– |14,1 |8 |5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''21,9''' |7,3 |5,2 |13,4 |17,7 |5,2 |2,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- ! colspan="15" |[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] slítur stjórnarsamstarfinu eftir sjö ár og boðar til alþingiskosninga. |- ! colspan="15" |[[Svandís Svavarsdóttir]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]]. |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-05-fylgi-stjornarflokkanna-thriggja-dalar-enn-sjalfstaedisflokkur-maelist-med-12-423873 Prósent] | data-sort-value="2024-08-30"| 18 sep–3 okt 2024 | 2.150 | 50,8 | 12 | 5 | 3 | style="background:#F6CDCF;"| '''26''' | 11 | 9 | 11 | 18 | 4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-01-ovinsaelasta-rikisstjornin-fra-upphafi-maelinga-423540 Gallup] | data-sort-value="2024-08-30"| 30 ágú–30 sep 2024 | 11.138 | 48,3 | 14,1 | 6,2 | 4,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,2''' | 7,5 | 7,6 | 10,3 | 18,7 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,5 |- | [https://www.visir.is/g/20242625572d/mid-flokkurinn-mark-taekt-staerri-en-sjalf-staedis-flokkurinn Maskína] | data-sort-value="2024-08-30"| 24 sep 2024 | 1.783 | – | 13,4 | 7,6 | 3,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,0''' | 8,8 | 8,5 | 11,3 | 17,0 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-30-midflokkurinn-a-haelum-sjalfstaedisflokks-420851 Gallup] | data-sort-value="2024-08-30"| 1–29 ágú 2024 | 10.780 | 46,8 | 17,1 | 7,0 | 3,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,4''' | 6,7 | 7,8 | 10,1 | 16,0 | 5,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,3 |- | [https://www.visir.is/g/20242613548d/mid-flokkurinn-ad-taka-fram-ur-sjalf-staedis-flokknum-i-fylgi5 Maskína] | data-sort-value="2024-08-28"| 7–27 ágú 2024 | 1.730 | – | 13,9 | 9,0 | 4,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,5''' | 7,1 | 8,6 | 10,7 | 15,3 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,2 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-01-vinstri-graen-maelast-enn-utan-things-418845 Gallup] | data-sort-value="2024-08-01"| 1–30 júl 2024 | 9.306 | 45,9 | 17,2 | 7,2 | 3,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,6''' | 8,6 | 7,8 | 8,8 | 14,6 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-01-samfylkingin-afram-staerst-en-tapar-mestu-416846 Gallup] | data-sort-value="2024-07-01"| 3–30 jún 2024 | 8.786 | 47,3 | 18,5 | 6,6 | 4,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,9''' | 7,7 | 8,8 | 9,4 | 14,5 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,4 |- | [https://www.visir.is/g/20242589772d/sjalf-staedis-flokkur-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Maskína] | data-sort-value="2024-06-10"| 31 maí–20 jún 2024 | 1.846 | – | 14,7 | 10,2 | 5,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,1''' | 5,0 | 9,3 | 10,1 | 12,7 | 5,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-03-thingflokkur-vg-thurrkast-ut-samkvaemt-konnun-gallup-414755 Gallup] | data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–2 jún 2024 | 12.731 | 50,2 | 18,0 | 9,1 | 3,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,9''' | 6,1 | 8,8 | 7,7 | 13,5 | 3,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,9 |- | [https://heimildin.is/grein/22030/stjornarskipti-hofdu-engin-ahrif-a-fylgid-thridjúngur-stydur-stjornarflokkanna/ Maskína] | data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–23 maí 2024 | 3.349 | – | 17,5 | 10,4 | 5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,6 | 8,4 | 9,3 | 12,6 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,8 |- | [https://fel,hi.is/is/forsetakosningarnar-2024-0 Háskóli Íslands] | data-sort-value="2024-04-26"| 22–30 apr 2024 | 2.638 | – | 19,0 | 10,0 | 4,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,4''' | 7,3 | 8,1 | 7,9 | 13,4 | 4,4 | 0,2<ref>[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,2%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-29-vinstri-graen-aldrei-maelst-laegri-411552 Gallup] | data-sort-value="2024-04-16"| 3–28 apr 2024 | 9.925 | 48,1 | 18,0 | 8,8 | 4,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,7''' | 7,2 | 8,2 | 7,5 | 12,8 | 3,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,7 |- | [https://www.visir.is/g/20242561072d/midflokkurinn-stadfestir-sig-sem-thridji-staersti-flokkurinn Maskína] | data-sort-value="2024-04-11"| 5–16 apr 2024 | 1.746 | – | 17,2 | 10,7 | 5,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,3 | 8,5 | 10,2 | 11,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1 |- ! colspan="15" |[[Katrín Jakobsdóttir]] lætur af embætti forsætisráðherra og [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] tekur við. |- ! colspan="15" |[[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] eftir [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur]]. |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-03-samfylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-409186 Gallup] | data-sort-value="2024-03-17"| 1 mar–2 apr 2024 | – | – | 18,2 | 7,3 | 5,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,9''' | 6,2 | 7,8 | 7,1 | 12,9 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,7 |- | [https://heimildin.is/grein/21317/ Maskína] | data-sort-value="2024-03-09"| 6–12 mar 2024 | 1.753 | – | 18,0 | 9,4 | 6,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,6''' | 5,7 | 9,5 | 9,7 | 11,9 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-01-vinstri-graen-myndu-falla-af-thingi-406301 Gallup] | data-sort-value="2024-02-15"| 1–29 feb 2024 | 9.964 | 48,1 | 19,9 | 8,8 | 4,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,2''' | 6,8 | 8,0 | 7,5 | 12,8 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3 |- | [https://www.visir.is/g/20242535196d/sam-fylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-eftir-um-maeli-krist-runar Maskína] | data-sort-value="2024-02-18"| 7–27 feb 2024 | 1.706 | – | 18,4 | 8,5 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,2''' | 6,4 | 9,0 | 9,2 | 11,1 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-02-01-samfylkingin-med-sitt-mesta-fylgi-i-15-ar-403882 Gallup] | data-sort-value="2024-01-16"| 2–31 jan 2024 | 10.503 | 46,9 | 18,2 | 8,4 | 5,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,6''' | 7,9 | 8,1 | 7,0 | 10,9 | 3,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-23-fylgi-sjalfstaedisflokks-og-vinstri-graenna-i-sogulegri-laegd-403163 Maskína] | data-sort-value="2024-01-13"| 10–15 jan 2024 | 1.936 | – | 16,6 | 10,3 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,7''' | 6,5 | 7,6 | 11,7 | 11,8 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-02-sjalfstaedisflokkurinn-hefur-aldrei-maelst-minni-401049 Gallup] | data-sort-value="2023-12-16"| 1 des 2023 – 1 jan 2024 | 9.636 | 48,9 | 18,1 | 9,4 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 6,8 | 9,1 | 8,8 | 9,7 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232509099d Maskína] | data-sort-value="2023-12-23"| 19–27 des 2023 | 1.945 | – | 17,3 | 9,9 | 5,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,3''' | 6,8 | 8,1 | 12,2 | 9,4 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-01-fylgi-vg-i-sogulegri-laegd-398643 Gallup] | data-sort-value="2023-11-16"| 1–30 nóv 2023 | 9.721 | 47,8 | 19,8 | 8,6 | 5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,1''' | 6,9 | 9,3 | 7,9 | 9,4 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232495449d/fylgi-samfylkingar-minnkar-milli-kannanna Maskína] | data-sort-value="2023-11-15"| 3–7 nóv & 23–26 nóv 2023 | 2.376 | – | 17,9 | 10,4 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,0''' | 6,4 | 10,0 | 10,3 | 8,4 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-11-01-afsogn-bjarna-hafdi-litil-ahrif-a-fylgi-flokka-395533 Gallup] | data-sort-value="2023-10-16"| 2–31 okt 2023 | 10.463 | 49,8 | 20,5 | 7,4 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,1''' | 6,5 | 10,2 | 7,5 | 8,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,6 |- | [https://maskina.is/samfylkingin-flygur-hatt/ Maskína] | data-sort-value="2023-10-19"| 12–24 okt 2023 | 1.935 | – | 17,7 | 9,8 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,8''' | 6,1 | 10,8 | 9,3 | 8,2 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-10-02-samfylkingin-maelist-med-30-fylgi-392916 Gallup] | data-sort-value="2023-10-17"| 1 sep–3 okt 2023 | 11.005 | 48,5 | 20,4 | 8,1 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,1''' | 5,7 | 9,6 | 7,9 | 8,6 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,7 |- | [https://www.visir.is/g/20232469005d/fylgi-sjalfstaedisflokksins-eykst-en-samfylkingin-dalar Maskína] | data-sort-value="2023-09-22"| 15–29 sep 2023 | 1.466 | – | 19,6 | 8,8 | 6,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,4''' | 6,5 | 10,8 | 11,6 | 7,0 | 4,8 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-02-litlar-breytingar-a-fylgi-flokkanna-390877 Gallup] | data-sort-value="2023-08-16"| 1–31 ágúust 2023 | 10.076 | 49,5 | 21,1 | 7,5 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,5''' | 6,3 | 10,3 | 7,2 | 8,7 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,4 |- | [https://www.visir.is/g/20232453897d/-nanast-engar-likur-a-a-fram-haldandi-sam-starfi-stjornar-flokkanna Maskína] | data-sort-value="2023-08-20"| 17–22 ágúust 2023 | 954 | – | 17,6 | 9,2 | 6,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,1''' | 5,9 | 13,1 | 9,5 | 7,9 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,5 |- | [https://www.visir.is/g/20232446380d/thridjúngur-segist-stydja-rikisstjornina Gallup] | data-sort-value="2023-07-17"| 3–30 júly 2023 | 10.491 | 46,1 | 21,0 | 8,9 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,6''' | 5,7 | 10,5 | 7,0 | 8,5 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://maskina.is/fylgi-samfylkingarinnar-dalar-a-milli-manada-i-fyrsta-skipti-a-thessu-ari-er-tho-afram-staersti-flokkurinn/ Maskína] | data-sort-value="2023-07-18"| 6–24 júly 2023 | 836 | – | 19,3 | 9,6 | 8,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,3''' | 6,0 | 11,0 | 10,4 | 5,9 | 4,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0 |- | [https://www.visir.is/g/20232444788d/sjalfstaedisflokkurinn-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Prósent] | data-sort-value="2023-07-08"| 22 júne–22 júly 2023 | 2.300 | 51,8 | 16,1 | 7,1 | 7,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,4''' | 8,5 | 14,5 | 8,9 | 7,2 | 2,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232435602d/sam-fylkingin-staerst-og-studningur-vid-rikis-stjornina-a-nidur-leid Gallup] | data-sort-value="2023-06-16"| 1 júne–2 júly 2023 | 11.331 | 48,8 | 20,8 | 8,7 | 6,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 5,7 | 9,7 | 8,1 | 7,8 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.visir.is/g/20232432761d/samfylkingin-langstaersti-flokkurinn-og-rikisstjornin-fellur-enn Maskína] | data-sort-value="2023-06-12"| 1–22 júne 2023 | 1.691 | – | 18,5 | 8,8 | 7,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,2''' | 6,6 | 11,3 | 9,7 | 6,3 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,7 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-06-01-samfylkingin-eykur-forskotid Gallup] | data-sort-value="2023-05-17"| 2–31 maí 2023 | 10.316 | 48,2 | 20,8 | 10,2 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 5,5 | 10,1 | 7,6 | 6,9 | 4,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/24/fylgi_rikisstjornarflokkana_ekki_maelst_minna/ Maskína] | data-sort-value="2023-05-10"| 4–16 maí 2023 | 1.726 | – | 19,2 | 10,0 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,6 | 11,0 | 9,1 | 6,4 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-02-samfylkingin-maelist-med-28-fylgi Gallup] | data-sort-value="2023-03-14"| 3 apr–1 maí 2023 | 9.916 | 48,7 | 21,9 | 9,6 | 6,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,8''' | 6,0 | 10,0 | 7,4 | 6,2 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 5,9 |- | [https://maskina.is/samfylkingin-slitur-sig-fra-sjalfstaedisflokknum/ Maskína] | data-sort-value="2023-03-14"| 13–19 apr 2023 | 852 | – | 18,7 | 10,2 | 8,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,7''' | 4,4 | 11,4 | 10,6 | 6,0 | 4,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-03-samfylkingin-eykur-enn-forskotid-a-sjalfstaedisflokkinn Gallup] | data-sort-value="2023-03-17"| 1 mar–2 apr 2023 | 1.128 | – | 22,3 | 9,9 | 7,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,1''' | 5,6 | 9,4 | 9,1 | 6,3 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,8 |- | [https://maskina.is/marktaekur-munur-a-fylgi-samfylkingar-og-sjalfstaedisflokks/ Maskína] | data-sort-value="2023-03-14"| 6–20 mar 2023 | 1.599 | – | 20,2 | 13,2 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,4''' | 5,2 | 10,2 | 9,1 | 5,7 | 6,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-02-samfylkingin-maelist-afram-staerst Gallup] | data-sort-value="2023-02-15"| 1–28 feb 2023 | 9.517 | 49,6 | 22,5 | 10,8 | 6,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,0''' | 5,6 | 12,1 | 7,7 | 5,3 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5 |- | [https://maskina.is/sveifla-a-samfylkingunni/ Maskína] | data-sort-value="2023-02-08"| 3–13 feb 2023 | 1.892 | – | 20,1 | 12,3 | 6,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,3''' | 5,9 | 12,7 | 8,2 | 5,8 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,2 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/vinstri-graen-laegst-hja-lagtekjufolki/ Prósent] | data-sort-value="2022-02-01"| 27 jan–6 feb 2023 | 2.400 | 51,4 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,2''' | 11,8 | 5,9 | 22,1 | 9,5 | 12,5 | 6,9 | 4,1 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1 |- | [https://maskina.is/ekkert-lat-a-fylgisaukningu-samfylkingarinnar/ Maskína] | data-sort-value="2023-01-16"| 13–18 jan 2023 | 804 | – | 21,8 | 12,1 | 8,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,6''' | 5,1 | 10,4 | 9,1 | 5,9 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-02-02-samfylking-maelist-staerri-en-sjalfstaedisflokkur Gallup] | data-sort-value="2023-01-19"| 6–31 jan 2023 | 9.842 | 48,5 | 23,5 | 11,3 | 6,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,3''' | 5,5 | 10,4 | 7,3 | 5,5 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-og-flokkur-folksins-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-12-17"| 1 des 2022–2 jan 2023 | 7.115 | 48,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,8''' | 12,1 | 6,8 | 23,4 | 6,2 | 11,3 | 6,9 | 4,6 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 0,2 |- | [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent] | data-sort-value="2022-12-26"| 22–30 des 2022 | 4.000 | 49,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,2''' | 10,8 | 6,7 | 20,5 | 9,7 | 14,3 | 6,2 | 4,5 | 4,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,7 |- | [https://www.visir.is/g/20222358642d/samfylkingin-ordin-staersti-flokkur-landsins-samkvaemt-konnun Maskína] | data-sort-value="2022-12-22"| 16–28 des 2022 | 1.703 | – | 20,0 | 12,2 | 7,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,1''' | 7,0 | 12,5 | 7,5 | 6,7 | 6,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,1 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-i-sokn-minnkandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-11-16"| 1–30 nóv 2022 | 10.798 | 50,8 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,1''' | 12,2 | 7,5 | 21,1 | 4,5 | 12,2 | 7,4 | 5,6 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,0 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/11/2022_11-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-11-13"| 4–22 nóv 2022 | 2.483 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,8''' | 14,8 | 7,1 | 19,0 | 5,0 | 13,4 | 9,0 | 4,9 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,8 |- | [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent] | data-sort-value="2022-11-16"| 14–17 nóv 2022 | 2.600 | 51,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,1''' | 14,6 | 8,0 | 19,1 | 6,4 | 11,8 | 10,6 | 4,2 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,0 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-breytist-litid-milli-manada/ Gallup] | data-sort-value="2022-10-17"| 3–31 okt 2022 | 8.267 | 49,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 13,8 | 8,4 | 16,6 | 5,3 | 12,9 | 8,4 | 5,0 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- ! colspan="15" |[[Kristrún Frostadóttir]] verður formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]]. |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/10/2022_10-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-10-09"| 30 sep–17 okt 2022 | 1.638 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 15,0 | 7,7 | 14,4 | 4,6 | 14,3 | 9,5 | 5,0 | 6,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- | [https://www.gallup.is/frettir/sjalfstaedisflokkurinn-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-09-17"| 1 sep–2 okt 2022 | 11.149 | 48,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,1''' | 13,4 | 8,2 | 16,3 | 5,1 | 13,6 | 8,5 | 5,4 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/09/2022_09-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-09-22"| 16–27 sep 2022 | 1.875 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,8''' | 15,6 | 8,7 | 15,2 | 5,0 | 12,3 | 10,4 | 5,3 | 6,8 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,2 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylking-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-08-17"| 2–31 ágú 2022 | 10.719 | 48,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,8''' | 15,6 | 8,4 | 15,5 | 5,6 | 14,8 | 8,4 | 4,6 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,2 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_08-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-08-15"| 12–17 ágú 2022 | 890 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,9''' | 19,6 | 7,5 | 12,9 | 4,6 | 13,9 | 8,9 | 4,5 | 7,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,3 |- | [https://www.ruv.is/frett/2022/08/04/studningur-vid-framsokn-dalar?term=gallup&rtype=news&slot=1/ Gallup] | data-sort-value="2022-07-16"| 1 júl–1 ágú 2022 | 9.705 | 49,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,1''' | 15,4 | 8,6 | 13,7 | 6,6 | 15,0 | 8,6 | 4,4 | 5,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,7 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_07-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-07-23"| 20–25 júl 2022 | 895 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 18,0 | 7,7 | 10,9 | 6,9 | 12,7 | 8,3 | 6,0 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,4 |- | [https://www.gallup.is/frettir/dvinandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-06-16"| 2–30 jún 2022 | 10.274 | 61,7 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 17,5 | 7,2 | 13,7 | 7,0 | 16,1 | 6,7 | 4,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,3 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/06/2022_06_Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-06-12"| 1–23 jún 2022 | 1.658 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''19,3''' | 18,3 | 8,5 | 13,4 | 6,3 | 14,6 | 8,8 | 4,7 | 6,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,0 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/5-prosenta-stokk-framsoknar-dugar-stjorninni-ekki-samkvaemt-konnun/ Prósent] | data-sort-value="2022-06-08"| 2–13 jún 2022 | 1.780 | 50,1 | style="background:#C6ECFB;"| '''18,5''' | 17,3 | 9,0 | 13,5 | 5,6 | 17,5 | 7,8 | 4,2 | 6,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,2 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-enn/ Gallup] | data-sort-value="2022-05-16"| 2–31 maí 2022 | 10.548 | 51,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''20,1''' | 17,5 | 8,1 | 14,1 | 6,4 | 14,7 | 9,5 | 4,3 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,6 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/ny-konnun-stjornin-fallin-og-tapar-tolf-thingsaetum/ Prósent] | data-sort-value="2022-04-20"| 13–26 apr 2022 | 3.500 | 50,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''17,9''' | 12,4 | 9,6 | 16,8 | 8,0 | 16,2 | 9,6 | 4,1 | 5,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-verulega/ Gallup] | data-sort-value="2022-04-15"| 1–30 apr 2022 | 9.828 | 50,1 | style="background:#C6ECFB;"| '''19,8''' | 15,6 | 10,1 | 13,7 | 7,7 | 14,5 | 9,6 | 4,1 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/04/2022_04_Fylgi-flokka-Al%C3%BEingi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-03-30"| 17 mar–12 apr 2022 | 1.367 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''22,4''' | 15,5 | 8,8 | 13,0 | 7,7 | 13,2 | 10,5 | 4,2 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,9 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-eykst-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-03-15"| 1–31 mar 2022 | 10.941 | 49,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,7''' | 18,0 | 11,4 | 11,2 | 8,2 | 11,9 | 9,1 | 3,7 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,7 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-og-studningur-vid-rikisstjorn-i-februar/ Gallup] | data-sort-value="2022-02-14"| 1–28 feb 2022 | 9.672 | 49,7 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,9''' | 18,1 | 10,5 | 11,1 | 7,5 | 13,2 | 9,7 | 3,9 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,8 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/02/2022_02_Mask%C3%ADnuk%C3%B6nnun_Fylgi-flokkanna,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-02-07"| 28 jan–16 feb 2022 | 3.039 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,9''' | 16,9 | 12,9 | 13,4 | 7,6 | 10,3 | 9,7 | 3,9 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,0 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-milli-manada/ Gallup] | data-sort-value="2022-01-15"| 1–31 jan 2022 | 10.911 | 50,4 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,4''' | 17,0 | 10,7 | 10,8 | 8,8 | 12,5 | 9,4 | 3,7 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,4 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/01/2022_01_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla_fylgi_stj%C3%B3rnm%C3%A1laflokka,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-01-13"| 6–19 jan 2022 | 1.548 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,1''' | 17,8 | 11,2 | 12,3 | 8,5 | 13,5 | 9,2 | 3,7 | 3,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,3 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-vid-vinstri-graen-minnkar/ Gallup] | data-sort-value="2021-12-15"| 1–30 des 2021 | 7.890 | 51,2 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,3''' | 17,7 | 10,6 | 10,5 | 8,6 | 12,5 | 8,7 | 3,4 | 4,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6 |- | [https://www.gallup.is/frettir/thjodarpuls-gallup-litlar-breytingar-fylgi-flokka/ Gallup] | data-sort-value="2021-11-15"| 1–30 nóv 2021 | 10.000 | 51,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,7''' | 17,0 | 13,0 | 10,7 | 8,0 | 11,8 | 8,4 | 3,8 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,7 |- | [https://www.gallup.is/frettir/piratar-yfir-kjorfylgi-en-sjalfstaedisflokkur-undir/ Gallup] | data-sort-value="2021-10-15"| 1–31 okt 2021 | 8.899 | 50,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 17,2 | 13,4 | 9,8 | 7,9 | 11,0 | 8,9 | 4,3 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/sjalfstaedisflokkur-dalar-en-framsokn-a-uppleid/ MMR] | data-sort-value="2021-10-15"| 12–18 okt 2021 | 967 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,1''' | 17,9 | 12,1 | 10,1 | 7,8 | 11,7 | 10,0 | 3,2 | 5,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,2 |- style="background:#E9E9E9;" | [[Alþingiskosningar 2021]] | data-sort-value="2021-09-25"| 25 sep 2021 | – | – | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 17,3 | 12,6 | 9,9 | 8,9 | 8,6 | 8,3 | 5,5 | 4,1 | 0,5<ref name=":7">[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,1 |} == Úrslit kosninganna == {{Kosningaúrslit |party1=[[Samfylkingin]] (S) |votes1= 44091 |seats1= 15 |sc1= +9 |party2=[[Sjálfstæðisflokkurinn]] (D) |votes2= 41143 |seats2= 14 |sc2= -2 |party3=[[Viðreisn]] (C) |votes3= 33606 |seats3= 11 |sc3= +6 |party4=[[Flokkur fólksins]] (F) |votes4= 29288 |seats4= 10 |sc4= +4 |party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] (M) |votes5= 25700 |seats5= 8 |sc5= +5 |party6=[[Framsóknarflokkurinn]] (B) |votes6= 16578 |seats6= 5 |sc6= -8 |party7=[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] (J) |votes7= 8422 |seats7= 0 |sc7= - |party8=[[Píratar]] (P) |votes8= 6411 |seats8= 0 |sc8= -6 |party9=[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] (V) |votes9= 4974 |seats9= 0 |sc9= -8 |party10=[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] (L) |colour10=#04437F |votes10= 2215 |seats10= 0 |sc10= - |party11=[[Ábyrg framtíð]] (Y) |colour11=#342659 |votes11= 42 |seats11= 0 |sc11= - |invalid= 308 |blank= 2438 |electorate= 268422 |source= }} === Úrslit í einstökum kjördæmum === {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Hlutfallslegt fylgi (%) |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] !style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]] ! style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|V]] ! style="width:40px;"| [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|L]] ! style="width:40px;"| [[Ábyrg framtíð|Y]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sósíalistaflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|VG|color}};"| ! style="background:#04437F;"| ! style="background:#342659;"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] ! style="background:#F6CDCF;"| 26,1 | 17,4 | 16,3 | 11,9 | 8,9 | 4,0 | 5,9 |5,4 |2,9 |1,0 |0,1 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] ! style="background:#F6CDCF;"| 22,9 | 17,6 | 17,7 | 13,5 | 10,5 | 4,4 | 5,6 |3,9 |2,9 |1,0 | |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] | 19,3 ! style="background:#C6ECFB;"| 23,4 | 20,1 | 11,0 | 12,0 | 5,9 | 2,8 |2,8 |1,5 |1,1 | |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 15,9 ! style="background:#C6ECFB;"| 18,0 | 12,6 | 16,7 | 14,8 | 13,3 | 3,4 |1,8 |2,7 |0,8 | |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] ! style="background:#F6CDCF;"| 21,3 | 15,0 | 9,4 | 14,3 | 15,7 | 14,2 | 3,8 |1,8 |3,8 |0,8 | |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 17,3 | 19,6 | 11,2 ! style="background:#ffdf8c;" | 20,0 | 13,6 | 12,0 | 2,4 |1,3 |1,3 |1,3 | |- |} {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Þingsæti |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] | 4 | 2 | 3 | 1 | 1 | 0 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] | 3 | 3 | 2 | 2 | 1 | 0 |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] | 3 | 4 | 3 | 2 | 2 | 0 |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 1 | 1 | 1 | 2 | 1 | 1 |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] | 2 | 2 | 1 | 1 | 2 | 2 |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 2 | 2 | 1 | 2 | 1 | 2 |- |} ===Greining á úrslitum=== :''Sjá einnig: [[Kjörnir alþingismenn 2024]]'' Flokkarnir þrír sem mynduðu ríkisstjórn á undangengnu kjörtímabili, [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]], töpuðu alls 18 þingmönnum og fengu hver um sig verstu niðurstöðu úr kosningum í sinni sögu. Af þeim tapaði Sjálfstæðisflokkurinn þó minnstu fylgi og missti tvo þingmenn. Niðurstaðan þótti varnarsigur í ljósi þess að skoðanakannanir í aðdraganda kosningar höfðu sýnt fylgistölur allt niður í 11 til 13%. Framsóknarflokkurinn tapaði öllum þingmönnum sínum [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]], þar á meðal þremur ráðherrum. Formaður flokksins, [[Sigurður Ingi Jóhannsson]], stóð afar tæpt sem jöfnunarmaður í Suðurkjördæmi og ekki varð ljóst að hann hefði náð kjöri á þing fyrr en lokatölur bárust úr síðasta kjördæminu eftir hádegi, daginn eftir kjördag. Vinstri græn fengu einungis 2,3% á landsvísu, fengu engann mann kjörinn og náðu ekki 2,5% þröskuldi sem tryggir stuðning úr ríkissjóði til reksturs flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/vinstri_graen_missa_rikisstyrkinn/|title=Vinstri græn missa ríkisstyrkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á undangengnu kjörtímabili bættu allir við sig fylgi að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum. [[Samfylkingin]] varð stærst flokka með 20,8% fylgi og 15 menn kjörna, en það er minnsta fylgi við siguvegara Alþingiskosninga frá upphafi. [[Viðreisn]], [[Flokkur fólksins]] og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bættu einnig við sig fylgi frá síðustu kosningum. Píratar töpuðu hins vegar miklu fylgi og féllu niður fyrir 5% þröskuld jöfnunarsæta og fengu því enga menn kjörna. Nokkur umræða spannst um fjölda "dauðra atkvæða" sem greidd voru framboðum sem ekki komust á þing. Auk Vinstri grænna og Pírata sem féllu af þingi fékk [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkurinn]] enga menn kjörna í annari tilraun sinni til að ná kjöri til Alþingis. Þá fengu [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] og [[Ábyrg framtíð]] lítið fylgi og enga menn kjörna. Samanlagt fylgi allra þessara framboða sem fengu enga menn kjörna var 10,4% af gildum atkvæðum og þetta hlutfall hafði aðeins einu sinni verið hærra, en það var árið [[Alþingiskosningar 2013|2013]]. Af þessu tilefni varð nokkur umræða um það hvort að þröskuldur fyrir úthlutun jöfnunarsæta væri mögulega of hár og bent var á að hann væri lægri í flestum nágrannalöndum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242658590d/sosialistar-hefdu-ekki-komist-inn-i-noregi-og-svithjod|title=Sósíal­istar hefðu ekki komist inn í Noregi og Sví­þjóð - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-02-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Með brotthvarfi Vinstri grænna af þingi raskaðist mynstur sem hafði verið við lýði í marga áratugi sem kennt hefur verið við „[[fjórflokkakerfið|fjórflokkinn]]“ sem fól í sér að auk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa verið tveir flokkar á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Annars vegar jafnaðamannaflokkur ([[Alþýðuflokkurinn]] og síðar Samfylkingin) en hins vegar róttækari vinstri flokkur. [[Alþýðubandalagið]] og forverar þess voru í því hlutverki á [[20. öldin|20. öld]] sem að náðu aftur til ársins 1930, en með stofnun Vinstri grænna árið 1999 tók sá flokkur við því hlutverki. Eftir kosningarnar nú var því enginn flokkur á þingi sem taldist vinstra megin við Samfylkingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/12/01/baldur-rynir-kosningaurslitin-einn-af-fjorflokkunum-datt-af-thingi-og-piratar-fengu-somu-orlog-og-allir-nyir-flokkar/|title=Baldur rýnir í kosningaúrslitin - Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar|date=2024-12-01|website=DV|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Fljótlega var farið að ræða möguleika á að sameina flokkana yst til vinstri.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-thad-er-eftirspurn-eftir-vinstrinu-429981|title=„Það er eftirspurn eftir vinstrinu“ - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|date=2024-12-02|website=RÚV|access-date=2024-12-02}}</ref> == Stjórnarmyndun == [[Halla Tómasdóttir]] forseti Íslands boðaði formenn allra sex flokkanna sem að náðu þingsæti á fund sinn þann [[2. desember]]. Þann [[3. desember]] fékk [[Kristrún Frostadóttir]], formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] umboð til stjórnarmyndunar og hófust viðræður sama dag á milli [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], [[Viðreisn|Viðreisnar]] og [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-03-formennirnir-funda-a-althingi-klukkan-15-430026|title=Formennirnir funda á Alþingi klukkan 15 - RÚV.is|last=Jónsson|first=Þorgils|last2=Sigurðsson|first2=Grétar Þór|date=2024-12-03|website=RÚV|access-date=2024-12-03}}</ref> Sama dag þá útilokaði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] að fara í samstarf við [[Samfylkingin|Samfylkinguna]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242659077d/virdist-uti-loka-sam-starf-med-sam-fylkingu|title=Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-03-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-03}}</ref> {{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2021]]|eftir=[[Alþingiskosningar 2028]]}} == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Alþingiskosningar]] [[Flokkur:Kosningar 2024]] [[Flokkur:2024]] nc51rnyq4rfybjmj4dfrqttf8fdlbpe 1890104 1890080 2024-12-04T00:24:21Z Fyxi 84003 1890104 wikitext text/x-wiki {{Þingkosningar | election_name = Alþingiskosningar 2024 | country = Ísland | type = parliamentary | ongoing = no | previous_election = [[Alþingiskosningar 2021|2021]] | next_election = Í síðasta lagi 2028 | outgoing_members = [[Kjörnir alþingismenn 2021|Fráfarandi þingmenn]] | elected_members = [[Kjörnir alþingismenn 2024|Kjörnir þingmenn]] | seats_for_election = 63 sæti á [[Alþingi]] | majority_seats = 32 | turnout = 80,2% {{hækkun}}0,1% | election_date = 30. nóvember 2024 | results_sec = Úrslit kosninganna | party1 = [[Samfylkingin]] | party_leader1 = [[Kristrún Frostadóttir]] | percentage1 = 20,8 | seats1 = 15 | last_election1 = 6 | party2 = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] | party_leader2 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | percentage2 = 19,4 | seats2 = 14 | last_election2 = 16 | party3 = [[Viðreisn]] | party_leader3 = [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] | percentage3 = 15,8 | seats3 = 11 | last_election3 = 5 | party4 = [[Flokkur fólksins]] | party_leader4 = [[Inga Sæland]] | percentage4 = 13,8 | seats4 = 10 | last_election4 = 6 | party5 = [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | party_leader5 = [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] | percentage5 = 12,1 | seats5 = 8 | last_election5 = 3 | party6 = [[Framsóknarflokkurinn]] | party_leader6 = [[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | percentage6 = 7,8 | seats6 = 5 | last_election6 = 13 | map = 2024 Iceland parliamentary election results map ISL.svg | map_size = 350px | map_caption = | detailed_results = Úrslit kosninganna | title = ríkisstjórn | before_election = [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarni Benediktsson II]]<br> {{LB|B}}&nbsp;{{LB|D}} | before_image = File:Bjarni Benediktsson 2021.jpg | posttitle = Ný ríkisstjórn | after_election = | after_image = }} '''Alþingiskosningar''' fóru fram þann [[30. nóvember]] [[2024]] eftir að [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra boðaði [[þingrof]] og baðst lausnar fyrir [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|ráðuneyti sitt]] þann [[13. október]] [[2024]]. Kosningar hefðu annars farið fram í síðasta lagi [[27. september]] [[2025]]. [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] sem höfðu verið í stjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu töpuðu miklu fylgi í kosningum og fengu allir minnsta fylgi í sögu hvers flokks. [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] misstu alla sína þingmenn eftir að hafa verið á þingi frá [[Alþingiskosningar 1999|1999]]. Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á þingi juku allir við fylgi sitt að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum, en þeir féllu einnig af þingi eftir ellefu ára veru. [[Samfylkingin]] varð stærsti flokkurinn á þingi með 20,8% gildra atkvæða. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir og ljóst er að þrjá eða fleiri flokka þarf til að mynda stjórnarmeirihluta. ==Aðdragandi== Fráfarandi ríkisstjórn [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarna Benediktssonar]] samanstóð af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænum]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokknum]]. Hún tók við af [[Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur|ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur]] á miðju kjörtímabili.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242554169d/bjarni-benediktsson-nyr-forsaetisradherra|title=Bjarni Bene­dikts­son nýr for­sætis­ráð­herra|author=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|date=2024-09-04|work=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Samstarf þessara flokka í ríkisstjórn hófst fyrst eftir [[Alþingiskosningar 2017|alþingiskosingarnar 2017]] og varði í rúm sjö ár, lengur en nokkurt þriggja flokka stjórnarsamstarf fram að þessu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/3ja-flokka-stjorn-ekki-setid-heilt-kjortimabil|title=3ja flokka stjórn ekki setið heilt kjörtímabil - RÚV.is|date=2017-11-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Erfiðleikar í samstarfi flokkanna urðu æ meira áberandi eftir því sem leið á seinna kjörtímabil samstarfsins, sérstaklega í málefnum útlendinga og orkumálum. Sérstaklega reyndi svo á stjórnarsamstarfið í máli sem varðaði [[Mál Yazans Tamimi|brottvísun palestínskrar fjölskyldu]] í [[september]] [[2024]] þar sem ráðherrar [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] voru ósammála um réttmæti afskipta ráðherra í málinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634413d/-enntha-i-toluverdu-ovissuastandi-um-framvinduna-|title=Enn­þá í tölu­verðu óvissuástandi um fram­vinduna|authort=Elín Margrét Böðvarsdóttir|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á landsfundi [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] í [[október]] [[2024]] var samþykkt ályktun um að slíta ætti samstarfinu og stefna að kosningum um vorið [[2025]].<ref name=":4">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242631016d/sam-thykktu-a-lyktun-og-stefna-ad-kosningum-i-vor|title=Sam­þykktu á­lyktun og stefna að kosningum í vor|author=Sólrún Dögg Jósefsdóttir|date=2024-06-10|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-06}}</ref> [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti hins vegar yfir endalokum stjórnarsamtarfsins á blaðamannafundi [[13. október]] og gekk á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]] þann [[14. október]] til að leita samþykkis forseta á þingrofi og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt daginn eftir.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-13-sjalfstaedisflokkur-slitur-rikisstjornarsamstarfinu-bjarni-vill-kosningar-30-november-424511|title=Sjálfstæðisflokkur slítur ríkisstjórnarsamstarfinu – Bjarni vill kosningar 30. nóvember|author1=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|author2=Ástrós Signýjardóttir|date=2024-10-13|website=RÚV|access-date=2024-10-13|author3=Freyr Gígja Gunnarsson}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635456d/bodar-bjarna-a-sinn-fund-klukkan-fjogur|title=Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga|author1=Kjartan Kjartansson|author2=Jón Þór Stefánsson|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> [[Halla Tómasdóttir]], forseti Íslands lagði til að [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|fráfarandi ríkisstjórn]] myndi skipa starfstjórn og starfa því áfram þar til ný stjórn er mynduð eftir kosningar, en [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] neituðu að taka þátt í slíkri starfstjórn og hættu því þátttöku í ríkisstjórninni þann [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635681d/taka-ekki-thatt-i-starfsstjorn|title=Taka ekki þátt í starfsstjórn - Vísir|author=Árni Sæberg|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> ==Framkvæmd== Í kosningunum var kosið um 63 þingsæti á [[Alþingi]] og notast var við [[hlutfallskosning]]u í sex [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]]. 54 þingsætum er úthlutað í kjördæmunum samkvæmt niðurstöðum í þeim en 9 þingsæti eru [[jöfnunarsæti]] sem úthlutað er samkvæmt niðurstöðum á landsvísu. Stjórnmálasamtök þurfa að ná 5% fylgi á landsvísu til að fá úthlutað jöfnunarsætum.<ref name=":5">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/lagas/nuna/2021112.html|title=112/2021: Kosningalög|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Fjöldi þingsæta á Alþingi og kjördæmaskipan var óbreytt frá [[Alþingiskosningar 2021|síðustu kosningum]] en eitt þingsæti fluttist frá [[Norðvesturkjördæmi]] til [[Suðvesturkjördæmi]]s vegna reglu um að kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti megi ekki ekki vera meira en tvöfalt fleiri í einu kjördæmi en einhverju hinna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-thingsaetum-faekkar-i-nordvesturkjordaemi-425035|title=Þingsætum fækkar í Norðvesturkjördæmi - RÚV.is|last=Isabel Alejandra Diaz|first=|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Samkvæmt kosningalögum eiga alþingiskosningar að fara fram í síðasta lagi þegar að fjögurra ára kjörtímabili lýkur en lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðarmótum. Þar sem [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningarnar 2021]] fóru fram á fjórða laugardegi [[September|septembermánaðar]] þurftu þessar kosningar að fara fram í síðasta lagi þann [[27. september]] [[2025]]<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/10/09/ef-vid-naum-ekki-tokum-thessum-malum-strax-eftir-naestu-kosningar-tha-er-ekkert-vist-ad-thad-verdi-aftur-snuid/|title=Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið|date=2024-10-09|work=[[Dagblaðið Vísir]]|author=Ragna Gestsdóttir|language=is|access-date=2024-10-17|quote=''Núverandi kjörtímabilki lýkur haustið 2025, síðast var kosið til Alþingis 25. september 2021 og þyrftu næstu kosningar því að fara fram í síðasta lagi 27. september 2025.''}}</ref> , en í kjölfar stjórnarslita [[13. október]] [[2024]] var þeim flýtt til [[30. nóvember]] 2024 skv. tillögu forsætisráðherra en áður hafði landsfundur [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] ályktað um að kjósa skyldi um vorið [[2025]]. Óvenjulegt er að alþingiskosningar fari fram svo seint á árinu, þær hafa aðeins einu sinni farið fram síðar en það var [[Alþingiskosningar 1979|2.-3. desember 1979]].<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kjordagar-1908-2017-almennar-althingiskosningar-og-landskjor/|title=Kjördagar 1908–2021: Almennar alþingiskosningar og landskjör|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Framboðsfrestur var til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn [[31. október]] og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst [[7. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://island.is/s/landskjorstjorn/frett/kosningar-til-althingis|title=Kosningar til Alþingis|date=2024-10-18|publisher=Landskjörstjórn}}</ref> Kjósendur á kjörskrá voru 268.422 og fjölgaði um tæp 14 þúsund frá síðustu kosningum.<ref>{{Cite web|url=https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2024/11/01/Talnaefni-adgengilegt-um-fjolda-a-kjorskra-vegna-althingiskosninga-30.-november-nk/|title=Talnaefni aðgengilegt um fjölda á kjörskrá vegna alþingiskosninga|date=2024-11-01|website=Þjóðskrá|access-date=2024-11-03}}</ref> Veðurspár í aðdraganda kosninganna bentu til þess að veður á kjördag gæti orðið þannig að það raskaði framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða, sér í lagi í landsbyggðarkjördæmunum þar sem víða þarf að ferðast með atkvæði um langan veg á talningarstað. Hríðarveður var á [[Austurland]]i á kjördag og færð spilltist á fjallvegum en ekki kom til þess að fresta þyrfti kjörfundum. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning atkvæða frá ýmsum byggðarlögum þar til [[Egilsstaðir|Egilsstaða]]. Þaðan var flogið með öll atkvæði af Austurlandi á talningarstað á [[Akureyri]].<ref>{{Cite news|title=Atkvæði Austfirðinga farin í loftið|url=https://austurfrett.is/frettir/atkvaedhi-austfirdhinga-farin-i-loftidh|date=1. desember 2024|work=Austurfrétt}}</ref> Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að flytja atkvæði frá [[Höfn í Hornafirði|Höfn]] til talningarstaðar Suðurkjördæmis á [[Selfoss]]i vegna vonskuveðurs og ófærðar á þjóðveginum um Suðausturland.<ref>{{Cite news|title=Þyrlan sækir kjörgögn á Höfn|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/thyrlan_saekir_kjorgogn_a_hofn/|date=1. desember 2024|work=mbl.is}}</ref> == Framboð == Ellefu stjórnmálasamtök voru framboði; þeir átta flokkar sem áttu fyrir sæti á [[Alþingi]] ásamt [[Sósíalistaflokkur Íslands|Sósíalistaflokki Íslands]], [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokknum]]<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-16-flokkarnir-thurfa-ad-finna-thusund-manns-med-oflekkad-mannord-sem-ekki-eru-haestarettardomarar-424820|title=Flokkarnir þurfa að finna þúsund manns með óflekkað mannorð sem ekki eru hæstaréttardómarar|author=Freyr Gígja Gunnarsson|date=2024-10-16|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> og [[Ábyrg framtíð|Ábyrgri framtíð]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Nýr stjórnmálaflokkur [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stefndi að framboði en hætti við.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-graeningjar-vilja-inn-a-thing-425195|title=Græningjar vilja inn á þing|date=2024-10-20|publisher=RÚV}}</ref> [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] var með skráðan listabókstaf en ákvað að bjóða ekki fram.<ref>Sjá [https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f9e7b74a-ebc8-428d-83a4-64608bed1a35 auglýsingu 225/2022] í B-deild stjórnatíðinda. Önnur stjórnmálasamtök en þar eru tilgreind þurfa að sækja um listabókstaf til dómsmálaráðuneytis, sbr. 2. mgr. 2.gr.k í [https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006162.html lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006].</ref> Þrjú formannaskipti áttu sér stað hjá flokkunum á kjörtímabilinu. [[Kristrún Frostadóttir]] tók við af [[Logi Már Einarsson|Loga Einarssyni]] sem formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] í [[október]] [[2022]] og [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] tók við sem formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] af [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínu Jakobsdóttur]] í [[apríl]] [[2024]] í kjölfar afsagnar hennar þar sem hún bauð sig fram til embættis [[forseti Íslands|forseta Íslands]] í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningum sama ár]]. [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum og var [[Svandís Svavarsdóttir]] kjörin formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] á landsfundi flokksins í byrjun október. Í [[ágúst]] [[2024]] sagðist [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] íhuga að hætta sem formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] fyrir kosningarnar, en í [[október]] [[2024]] tilkynnti hann að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum eftir að stjórninni var slitið.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-31-bjarni-ihugar-stodu-sina-fram-ad-landsfundi-420885|title=Bjarni íhugar stöðu sína fram að landsfundi - RÚV.is|author=Þorgerður Anna Gunnarsdóttir|date=2024-08-31|website=RÚV|access-date=2024-08-31}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634287d/bjarni-bodar-til-blada-manna-fundar|title=Ríkis­stjórnin sprungin - Vísir|author=Ólafur Björn Sverrisson|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-13}}</ref> Þar sem skammur fyrirvari gafst fyrir kosningarnar fóru flest framboðin þá leið að stilla upp á framboðslista sína. Einungis Píratar héldu [[prófkjör]] með þátttöku almennra félagsmanna en hjá Sjálfstæðisflokknum var kosið um efstu sæti lista á kjördæmisþingum í fjórum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-19-piratar-i-profkjor-en-allir-hinir-stilla-upp-425147|title=Píratar í prófkjör en allir hinir stilla upp|date=2024-10-19|website=RÚV|access-date=2024-11-03}}</ref> Nokkuð var rætt um „frægðarvæðingu“ stjórnmála í tengslum við raðanir á lista þar sem dæmi voru um að þjóðþekktir einstaklingar væru settir í efstu sæti framboðslista þó að þeir hefðu ekki haft afskipti af stjórnmálum áður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638279d/-ekki-god-throun-ad-flokkarnir-drosli-fraegu-folki-a-listana|title=„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana - Vísir|last=Jósefsdóttir|first=Sólrún Dögg|date=2024-10-22|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-11-ara-endurnyjunar-svifur-yfir-frambodslistum-427151|title=Ára endurnýjunar svífur yfir framboðslistum - RÚV.is|last=Þórisdóttir|first=Anna Lilja|date=2024-11-11|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ===Yfirlit framboða=== {| class="wikitable" ! colspan="2" rowspan="2" | Merki og [[listabókstafur|stafur]] ! rowspan="2" | Flokkur ! colspan="2" rowspan="2" | Formaður ! colspan="2" | Úrslit [[Alþingiskosningar 2021|2021]] ! rowspan="2" | Breytingar á<br>kjörtímabilinu |- ! Fylgi ! Þingsæti |- | [[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}; color:white;" | '''D''' |[[Sjálfstæðisflokkurinn]] | [[Mynd:Bjarni Benediktsson 2021.jpg|75x75dp]] | [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | 24,4% | {{Composition bar|16|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}} | {{hækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] frá {{LB|M}} |- |[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{flokkslitur|Framsókn}}; color:white;" |'''B''' |[[Framsóknarflokkurinn]] | [[Mynd:Sigurður Ingi Jóhannsson 2021.jpg|75x75dp]] |[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | 17,3% | {{Composition bar|13|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}} | |- |[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Vinstrihreyfingin – grænt framboð|color}}; color:white;" |'''V''' |[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin - <br>grænt framboð]] | [[Mynd:Svandís Svavarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Svandís Svavarsdóttir]] |12,6% |{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}} | {{Lækkun}}[[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|BJ]] til {{LB2|G|Græningjar (Ísland)|#7D9B77}} |- |[[Mynd:Samfylkingin_merki_2023.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}}; color:white;" |'''S''' |[[Samfylkingin]] | [[Mynd:Kristrún Frostadóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Kristrún Frostadóttir]] |9,9% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}} | |- style="height:3.9em" |[[Mynd:Flokkur fólksins 2024.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}}; color:white;" |'''F''' |[[Flokkur fólksins]] | [[Mynd:Inga Sæland 2021.jpg|75x75dp]] |[[Inga Sæland]] |8,8% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}} | {{lækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] til {{LB|M}} |- |[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}}; color:white;" |'''P''' |[[Píratar]] | colspan="2" | ''Formannslaust framboð'' |8,6% |{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}} | |- |[[Mynd:Viðreisn 2024.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}}; color:white;" |'''C''' |[[Viðreisn]] | [[Mynd:Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]] |[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín<br>Gunnarsdóttir]] |8,3% |{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}} | |- |[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}}; color:white;" |'''M''' |[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] | [[Mynd:Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2016 (cropped resized).jpg|75x75dp]] |[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð<br>Gunnlaugsson]] |5,4% |{{Composition bar|3|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}} |{{lækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] til {{LB|D}}<br>{{hækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] frá {{LB|F}} |- |[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #ef4839; color:white;" |'''J''' |[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur<br>Íslands]] |[[Mynd:Sanna Magdalena 2.png|frameless|50x50dp]] |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna Magdalena<br>Mörtudóttir]] |4,1% |{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}} | |- |[[Mynd:Ábyrg framtíð.jpg|frameless|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #342659; color:white;" | '''Y''' |[[Ábyrg framtíð]] | |[[Jóhannes Loftsson]] |0,1% |{{Composition bar|0|63|#342659}} | |- |[[Mynd:Lýðræðisflokkurinn.png|75x75dp]] | style="font-size:150%; text-align:center; background: #04437F; color:white;" | '''L''' |[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] | |[[Arnar Þór Jónsson]] | colspan="2" | ''Ekki í framboði'' | |} ==== (B) Framsóknarflokkurinn ==== [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurði Inga Jóhannssyni]] leiddi [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] í kosningunum, rétt eins og í þremur síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur verið þátttakandi í ríkisstjórn frá árinu [[2017]] og var eini stjórnarflokkurinn sem bætti við sig fylgi í kosningunum [[Alþingiskosningar 2021|2021]]. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum og oddvitar listanna voru allir þeir sömu og 2021 með þeirri undantekningu að [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurður Ingi]] ákvað að leiða ekki lista flokksins í [[Suðurkjördæmi]] heldur taka annað sæti listans. [[Halla Hrund Logadóttir]], [[orkumálastjóri]] og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandi]] leiðir listann í kjördæminu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-sigurdur-ingi-laetur-hollu-hrund-eftir-fyrsta-saeti-i-sudurkjordaemi-425084|title=Sigurður Ingi lætur Höllu Hrund eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi - RÚV.is|last=Guðmundsdóttir|first=Ingibjörg Sara|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-25}}</ref> Framsóknarflokkurinn hefur misst mjög mikið fylgi í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og mælst með sögulega lítið fylgi, jafnvel utan þings nokkrum sinnum.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22260/|title=Óvinsælasta ríkisstjórn Íslands í 15 ár og minnsta fylgi Framsóknar frá upphafi|author=Erla María Markúsdóttir|date=2024-07-02|website=[[Heimildin]]|access-date=2024-10-18}}</ref> ==== (C) Viðreisn ==== [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] var áfram formaður [[Viðreisn|Viðreisnar]] í kosningunum.<ref name=":3">{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/36967/b0hdrj|titill=Silfrið - 9. september 2024 á RÚV}}</ref> Viðreisn hafði verið í stjórnarandstöðu frá árinu [[2017]] og var fylgi flokksins í könnunum svipað niðurstöðu [[Alþingiskosningar 2021|kosninganna 2021]] framan af kjörtímabilinu, en tók verulega að rísa nokkrum vikum fyrir kosningar og tók að mælast sem næststærsti flokkurinn í könnunum viku fyrir kjördag. Í [[september]] [[2024]] gaf listamaðurinn, fyrrum borgarstjórinn og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandinn]] [[Jón Gnarr]] það út að hann hafði gengið til liðs við flokkinn og ætlaði að sækjast eftir að leiða lista í [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-26-jon-gnarr-til-vidreisnar-423162|title=Jón Gnarr til Viðreisnar|author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-09-26|website=RÚV|access-date=2024-09-28}}</ref> [[Hanna Katrín Friðriksson]], oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður sagði að Jón væri ekki fyrsti karlinn sem að gerir ráð fyrir rauða dreglinum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/06/ekki_fyrsti_karlinn_sem_gerir_rad_fyrir_rauda_dregl/|title=„Ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum“|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Einnig gaf [[Pawel Bartoszek]] það út að hann sæktist eftir sæti á lista flokksins. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Oddvitar á listum voru þeir sömu og 2021 nema í [[Norðvesturkjördæmi]] þar sem [[María Rut Kristinsdóttir]], aðstoðarmaður formanns flokksins, fékk fyrsta sætið og í [[Norðausturkjördæmi]] þar sem [[Ingvar Þóroddsson]], framhaldsskólakennari leiðir listann. Jón Gnarr fékk annað sætið í Reykjavík norður en Pawel Bartoszek annað sætið í Reykjavík suður.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-thrir-listar-vidreisnar-kynntir-jon-gnarr-i-odru-saeti-i-reykjavik-425618|title=Þrír listar Viðreisnar kynntir: Jón Gnarr í öðru sæti í Reykjavík - RÚV.is|last=Harðarson|first=Birgir Þór|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ==== (D) Sjálfstæðisflokkurinn ==== [[Sjálfstæðisflokkurinn]] hafði verið í ríkisstjórn í fimm kjörtímabil eða frá árinu [[2013]] og hafði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] hefur verið formaður flokksins síðan [[2009]]. Bjarni varð forsætisráðherra í [[apríl]] [[2024]] eftir brotthvarf [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar Jakobsdóttur]] úr ríkisstjórn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn misst mikið fylgi á kjörtímabilinu og raunar aldrei mælst lægri.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/01/sjalfstaedisflokkurinn_aldrei_maelst_laegri/|title=Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst lægri|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Í [[ágúst]] [[2024]] greindi Bjarni frá því að hann hugleiddi það að hætta sem formaður flokksins fyrir landsfund flokksins sem að átti að fara fram í febrúar [[2025]].<ref name=":1" /> Í [[október]] [[2024]] sleit Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórninni og tilkynnti [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni]] að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/13/rikisstjornin_sprungin/|title=Ríkisstjórnin sprungin|work=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2024-10-13|access-date=2024-10-17}}</ref> Af 17 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins var það einungis [[Óli Björn Kárason]] sem lýsti því yfir við slit ríkisstjórnarinnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Síðar féll [[Birgir Ármannsson]] einnig frá því að sækjast eftir sæti á framboðslista.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-28-thingmenn-sem-gefa-ekki-kost-a-ser-til-aframhaldandi-thingsetu-425862|title=Þingmenn sem gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu - RÚV.is|last=Signýjardóttir|first=Ástrós|date=2024-10-28|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Í fjórum kjördæmum var kosið um efstu sæti á framboðslistum á kjördæmisþingum. Fimm sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim sætum sem þeir stefndu að og tóku því ekki sæti á framboðslistum. [[Ólafur Adolfsson]] kom nýr inn í oddvitasæti í [[Norðvesturkjördæmi]] og [[Jens Garðar Helgason]] í [[Norðausturkjördæmi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-fimm-thingmenn-sjalfstaedisflokksins-a-utleid-425209|title=Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins á útleið - RÚV.is|last=Grettisson|first=Valur|date=2024-10-20|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Baráttan um annað sætið í [[Suðvesturkjördæmi]] vakti einnig mikla athygli en þar tókust á [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], varaformaður flokksins, og [[Jón Gunnarsson]]. Þórdís hafði betur og Jón tók ekki þátt í kosningu um þriðja eða fjórða sæti listans. Síðar samþykkti hann þó að taka fimmta sæti listans og jafnframt stöðu sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í [[Matvælaráðuneyti Íslands|matvælaráðuneytinu]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-jon-gunnarsson-tekur-fimmta-saetid-og-verdur-serstakur-fulltrui-425627|title=Jón Gunnarsson tekur fimmta sætið og verður sérstakur fulltrúi - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> ==== (F) Flokkur fólksins ==== [[Flokkur fólksins]] hafði setið í stjórnarandstöðu frá því að flokkurinn komst fyrst á þing [[Alþingiskosningar 2017|2017]]. [[Inga Sæland]] hafði leitt flokkinn frá upphafi og gerði það einnig nú. Fylgi flokksins í könnunum hafði verið áþekkt því flokkurinn fékk í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningunum]]. Allir þingmenn flokksins sóttust eftir því að halda áfram.<ref name=":6">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636522d/kosningavaktin-is-lendingar-ganga-ad-kjor-bordinu|title=Kosningavaktin: Ís­lendingar ganga að kjör­borðinu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-19}}</ref> En svo fór að [[Tómas A. Tómasson]], þingmanni flokksins í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Jakob Frímann Magnússon|Jakobi Frímanni Magnússyni]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] var neitað um sæti á lista. Í stað þeirra leiddi [[Ragnar Þór Ingólfsson]] í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Sigurjón Þórðarson]] fyrrum formaður og þingmaður [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslynda flokksins]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-21-ragnar-thor-a-leid-a-thing-fyrir-flokk-folksins-425299|title=Ragnar Þór á leið á þing fyrir Flokk fólksins - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|last2=Guðmundsson|first2=Brynjólfur Þór|date=2024-10-21|website=RÚV|access-date=2024-10-21}}</ref> Vegna þessa sagði Jakob Frímann sig úr flokknum og gekk svo til liðs við Miðflokkinn þar sem hann fékk 2. sætið á lista þess flokks í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242639594d/jakob-fri-mann-yfir-gefur-flokk-folksins|title=Jakob Frí­mann yfir­gefur Flokk fólksins - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-25}}</ref> ==== (J) Sósíalistaflokkur Íslands ==== [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] bauð fram í annað sinn. Þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum náði flokkurinn ekki að koma manni inn í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]]. Flokkurinn hefur mælst ýmist á eða utan þings á kjörtímabilinu, en þó mun oftar utan þings. Í [[september]] [[2024]] greindi [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]], oddviti flokksins í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] að hún myndi gefa kost á sér á lista flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/26/sanna_borgarfulltrui_vill_a_thing/|title=Sanna borgarfulltrúi vill á þing|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Í lok [[október]] [[2024]] tilkynnti flokkurinn að [[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna]] myndi verða eiginilegur leiðtogi flokksins í kosningunum í stað [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnars Smára Egilssonar]] sem leiddi flokkinn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/30/gunnar_smari_i_oddvitasaetid/|title=Gunnar Smári í oddvitasætið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-02}}</ref> ==== (L) Lýðræðisflokkurinn ==== [[Arnar Þór Jónsson]], hæstarréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]] tilkynnti í [[júlí]] [[2024]] að hann væri að íhuga að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að bjóða fram til alþingis í öllum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242600293d/arnar-thor-i-hugar-ad-stofna-stjorn-mala-flokk|title=Arnar Þór í­hugar að stofna stjórn­mála­flokk|author=Rafn Ágúst Ragnarsson|date=2024-07-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref> Í [[september]] [[2024]] fóru hinsvegar fram viðræður á milli Arnars Þórs og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]] sem að gengu út á að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk. Viðræðurnar gengu ekki upp og stofnaði Arnar Þór, [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt]] í sama mánuði.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242627680d/arnar-thor-stofnar-lydraedisflokkinn|title=Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn|author=Jón Ísak Ragnarsson|date=2024-09-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-10-lydraedisflokkurinn-kynnir-stefnumal-sin-424344|title=Lýðræðisflokkurinn kynnir stefnumál sín|author=Ragnar Jón Hrólfsson|date=2024-10-10|website=RÚV|access-date=2024-10-13}}</ref> Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafinum L.<ref>{{Cite web|url=https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=198a3439-0018-4e56-807f-6be0ce800add|title=AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka og staðfestingu á heiti þeirra.|date=2024-10-23|publisher=B-deild Stjórnartíðinda}}</ref> ==== (M) Miðflokkurinn ==== [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bauð fram til Alþingis í þriðja sinn. [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] hafði leitt flokkinn í stjórnarandstöðu frá stofnun hans. Flokkurinn fékk kjörna þrjá þingmenn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]], en eftir að [[Birgir Þórarinsson]] yfirgaf flokkinn strax eftir kosningarnar hafði Miðflokkurinn einungis tvo þingmenn.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/yfirgefur-midflokkinn-tveimur-vikum-eftir-ad-hafa-verid-kjorinn-a-thing-fyrir-hann/|title=Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann|date=2021-10-09|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Miðflokkurinn byrjaði með mjög lítið fylgi í skoðanakönnunum fyrripart kjörtímabilsins en þegar líða fór á það jókst fylgið þannig að flokkurinn mældist næststærstur á tímabili. Í [[september]] [[2024]] gekk sundkappinn [[Anton Sveinn McKee]] til liðs við flokkinn.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/21/anton_sveinn_til_lids_vid_midflokkinn/|title=Anton Sveinn til liðs við Miðflokkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Fjölmiðlamaðurinn [[Snorri Másson]] sóttist eftir því að leiða lista flokksins, ásamt [[Sigríður Andersen|Sigríði Andersen]] sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá [[2015]] til [[2021]] og [[Dómsmálaráðherra Íslands|dómsmálaráðherra]] frá [[2017]] til [[2019]].<ref name=":6" /><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242637685d/sig-ridur-ander-sen-leidir-lista-mid-flokksins|title=Sig­ríður Ander­sen leiðir lista Mið­flokksins - Vísir|last=Ragnarsson|first=Rafn Ágúst|date=2024-10-20|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-20}}</ref> Í [[október]] [[2024]] gekk [[Jakob Frímann Magnússon]], þingmaður [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]] í flokkinn eftir að hafa verið neitað sæti á lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242642240d/jakob-fri-mann-til-lids-vid-mid-flokkinn|title=Jakob Frí­mann til liðs við Mið­flokkinn - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> Athygli vakti að allir þeir sem að áttu aðild í [[Klaustursupptökurnar|Klaustursmálinu]] [[2018]] voru ofarlega á lista flokksins fyrir utan [[Anna Kolbrún Árnadóttir|Önnu Kolbrúnu Árnadóttur]] sem lést árið [[2023]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641830d/klaustursveinar-allir-maettir-sex-arum-sidar|title=Klaustur­sveinar allir mættir sex árum síðar - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> ==== (P) Píratar ==== [[Píratar]] buðu fram í fimmta sinn í alþingiskosningunum og gátu því orðið sá stjórnmálaflokkur sem oftast hefur náð kjöri á Alþingi fyrir utan hinn svokallaða [[fjórflokkurinn|fjórflokk]].<ref>{{Cite news|title=Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/25/piratar_gaetu_skrad_sig_i_sogubaekurnar/|date=25. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> Flokkurinn hafði þó aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Landsþing Pírata var haldið í [[september]] [[2024]] en kjör nýrrar framkvæmdarstjórnar vakti nokkrar deilur innan flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/23/kurr_i_rodum_pirata/?origin=helstu|title=Kurr í röðum Pírata|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Framan af kjörtímabilinu mældist fylgi Pírata svipað eða hærra en í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningum]], en tók að dala þegar nær dró kosningum þegar fylgi flokksins fór að mælast í kringum 5% þröskuldinn. Píratar voru nú eini stjórnmálaflokkurinn sem hélt prófkjör til að raða á framboðslista sína. Prófkjörið frá fram í rafrænu kosningakerfi á vef flokksins 20. til 22. október 2024. [[Lenya Rún Taha Karim]] sigraði sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum og hafði þar betur en þrír sitjandi þingmenn og tveir borgarfulltrúar. [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] náði fyrsta sætinu í [[Suðvesturkjördæmi]], [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] í [[Norðvesturkjördæmi]], [[Theódór Ingi Ólafsson]] í [[Norðausturkjördæmi]] og [[Týr Þórarinsson]] í [[Suðurkjördæmi]].<ref>{{Cite news|title=Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum|url=https://heimildin.is/grein/23001/|date=22. október 2024|work=Heimildin}}</ref> Píratar höfðu ekki eiginlegan formann en Þórhildur Sunna hafði umboð grasrótar flokksins til að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum.<ref>{{Cite news|title=Grasrótin veitir Þórhildi Sunnu umboðið|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/18/grasrotin_veitir_thorhildi_sunnu_umbodid/|date=18. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> ==== (S) Samfylkingin ==== [[Samfylkingin]] hafði verið í stjórnarandstöðu síðan árið [[2013]]. [[Logi Einarsson]] sem var formaður flokksins frá [[2016]] til [[2022]] hætti sem formaður í [[október]] [[2022]] og var [[Kristrún Frostadóttir]] kjörin í embættið.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-10-28-kristrun-kjorin-formadur-og-bodar-nyjar-aherslur|title=Kristrún kjörin formaður og boðar nýjar áherslur - RÚV.is|date=2022-10-28|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Um haustið [[2022]] fór fylgi Samfylkingar að aukast og í byrjun árs [[2023]] var Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum og var það í öllum könnunum sem að gerðar voru frá febrúar [[2023]] til nóvember [[2024]]. Samkvæmt könnunum hafði [[Kristrún Frostadóttir|Kristrún]] verið sá stjórnmálamaður sem flestir treystu og í efsta sæti þeirra sem kjósendur vildu sem næsta forsætisráðherra.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/flestir-treysta-kristrunu/|title=Flestir treysta Kristrúnu|date=2022-11-18|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-29-fjordungur-vill-kristrunu-i-forsaetisraduneytid-5-nefna-bjarna-420743|title=Fjórðungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið – 5% nefna Bjarna|author=Alexander Kristjánsson|date=2024-08-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Stillt var upp á lista í öllum kjördæmum og fjölmargir sóttust eftir sæti hjá flokknum, þar á meðal [[Dagur B. Eggertsson]], [[Alma Möller]], [[Víðir Reynisson]] og [[Nichole Leigh Mosty]].<ref name=":6" /> Í október 2024 kom upp mál þar sem [[Kristrún Frostadóttir]] formaður flokksins gerði lítið úr hlutverki [[Dagur B. Eggertsson|Dags B. Eggertssonar]] í einkaskilaboðum til kjósanda og sagði að hann gæti strikað yfir nafns fyrrum borgarstjórans sem var í öðru sæti í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641735d/-mer-bra-svo-litid-thegar-eg-sa-thetta-|title=„Mér brá svo­lítið þegar ég sá þetta“ - Vísir|last=Pétursson|first=Vésteinn Örn|date=2024-10-28|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> Blaðamaðurinn [[Þórður Snær Júlíusson]] fékk þriðja sæti í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] en dró framboð sitt til baka í nóvember 2024 eftir að rúmlega tuttuga ára gömul bloggsíða var grafin upp þar sem að hann var sakaður um kvenfyrirlitningu og annað.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/12/kalladi_konur_laevisar_undirforlar_tikur/|title=Kallaði konur lævísar, undirförlar tíkur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> ==== (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð ==== [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] sátu í ríkisstjórn frá [[nóvember]] [[2017]] til [[Október|októbers]] [[2024]] og voru frá [[nóvember]] [[2017]] til [[apríl]] [[2024]] með forsætisráðherraembættið þegar formaður flokksins, [[Katrín Jakobsdóttir]] var forsætisráðherra. Í [[apríl]] [[2024]] sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra, þingmaður og formaður flokksins og fór í framboð í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-05-katrin-jakobsdottir-bydur-sig-fram-til-forseta-409293|title=Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta|date=2024-04-05|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið gerðist [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]], varaformaður flokksins frá [[2019]] að formanni flokksins. Í [[september]] [[2024]] tilkynnti Guðmundur Ingi að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á landsfundi flokksins sem fór fram í byrjun [[Október|októbers]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-23-gudmundur-ingi-vill-verda-aftur-varaformadur-422968|title=Guðmundur Ingi vill verða aftur varaformaður|author=Ásrún Brynja Ingvarsdóttir |date=2024-09-23|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið lýsti [[Svandís Svavarsdóttir]] yfir formannsframboði og var hún sjálfkjörin formaður flokksins í [[október]].<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22832/svandis-nyr-formadur-vg-en-thurfti-ekki-ad-leggjast-i-formannsslag/|title=Svandís nýr formaður VG en þurfti ekki að leggjast í formannsslag|author=Ragnhildur Þrastardóttir|date=2024-10-05|website=Heimildin|access-date=2024-10-18}}</ref> [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] höfðu misst mikið fylgi á kjörtímabilinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-07-03-vidbuid-ad-vg-haldi-afram-ad-tapa-fylgi|title=Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi|author=Kristín Sigurðardóttir|date=2022-07-03|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242536815d/vinstri-graen-naedu-ekki-inn-a-thing|title=Vinstri græn næðu ekki inn á þing|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2024-01-03|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á tíma [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar]] sem formanns mældist flokkurinn með lítið fylgi, en þó alltaf á þingi. Þegar [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] tók við sem formaður missti flokkurinn ennþá meira fylgi og mældist nánast alltaf utan þings. Tveimur dögum eftir að stjórninni var slitið af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokki]] í [[október]] [[2024]] tilkynntu þrír ráðherrar Vinstri grænna að þeir myndu hætta þáttöku í [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|starfstjórn ríkisstjórnarinnar]] fram að kosningunum<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-15-tveggja-flokka-starfsstjorn-til-kosninga-radherrar-vg-ekki-med-424733|title=Tveggja flokka starfsstjórn til kosninga - ráðherrar VG ekki með|author1=Alma Ómarsdóttir|author2=Birgir Þór Harðarson|date=2024-10-15|website=RÚV|access-date=2024-10-18|author3=Valur Grettisson|author4=Ólöf Rún Erlendsdóttir|author5=Ragnar Jón Hrólfsson|author6=Oddur Þórðarson}}</ref> og tóku þau því ekki þátt áframhaldandi samstarfi flokkanna og hættu þau því í ríkisstjórninni [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636571d/starfsstjorn-med-minni-hluta-a-al-thingi-tekur-vid-sid-degis|title=Starfsstjórn með minni­hluta á Al­þingi tekur við síð­degis|author=Heimir Már Pétursson|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Umhverfissinninn [[Finnur Ricart Andrason]] og sóknarpresturinn [[Sindri Geir Óskarsson]] voru á meðal þeirra sem leiddu lista flokksins. ==== (Y) Ábyrg framtíð ==== [[Ábyrg framtíð]] sem var leidd af [[Jóhannes Loftsson|Jóhannesi Loftssyni]] stefndi upphaflega á framboð í öllum kjördæmum, en á endanum buðu þau einungis fram í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]].<ref name="ruv-frambod-2024"/> Flokkurinn var stofnaður árið [[2021]] og bauð fram í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]], einungis í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og hlaut flokkurinn 0,1% í kosningunum.<ref name="althingiskosningar-2021">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kosningar-fra-1919/althingiskosningar-2021/|title=Alþingiskosningar 2021|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Flokkurinn bauð einnig fram í [[Reykjavík]] í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosningunum 2022]] og hlaut 0,8% atkvæða.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/i-beinni/sveitarstjornarkosningarnar_2022/|title=Sjáið það sem bar hæst á kosninganótt|date=2022-05-14|work=[[Kjarninn]]|access-date=2024-10-17}}</ref> Helsta stefnumál flokksins í þessum kosningum var að fram færi uppgjör við aðgerðir stjórnvalda í [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónaveirufaraldrinum]].<ref name="ruv-frambod-2024">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-17}}</ref> === Flokkar sem að hættu við framboð === ==== (G) Græningjar ==== Í [[október]] [[2024]] voru stjórnmálasamtök [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stofnuð af [[Kikka Sigurðardóttir|Kikku Sigurðardóttur]]. Þau stefndu að því að bjóða fram í öllum kjördæmum og reyndu að finna þjóðþekkta einstaklinga til þess að manna lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638247d/graeningjar-leita-ad-thjodthekktum-einstaklingi|title=Græningjar leita að þjóðþekktum ein­stak­lingi - Vísir|last=Bernharðsdóttir|first=Berghildur Erla|date=2024-10-21|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-22}}</ref> [[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|Bjarni Jónsson]] sem kjörinn var sem þingmaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]] sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna skömmu eftir stjórnarslitin og tilkynnti svo [[27. október]] að hann hefði gengið til liðs við hið nýstofnaða stjórnmálaafl Græningja. Því voru [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með einn þingmann á þingi í einn mánuð árið [[2024]], fyrir kosningarnar. Flokkurinn fékk listabókstafinn G samþykktan.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-27-graeningjar-komnir-med-sinn-fyrsta-thingmann-425807|title=Græningjar komnir með sinn fyrsta þingmann|date=2024-10-27|website=RÚV}}</ref> Þegar það leit út fyrir að ekki myndi takast að safna nægum fjölda undirskrifta var fallið frá framboði Græningja, þrátt fyrir að hafa þingmann og skráðan listabókstaf.<ref name=":6" /> === Oddvitar === Í töflunni hér að neðan má sjá efstu menn á öllum framboðslistum sem boðnir verða fram í kosningunum: <templatestyles src="Flex-einnDálkur/styles.css /> {| class="wikitable flex-singleColumn" style="font-size: 90%" |- ! Flokkur !! [[Reykjavíkurkjördæmi norður|RN]] !! [[Reykjavíkurkjördæmi suður|RS]] !! [[Suðvesturkjördæmi|SV]] !! [[Norðvesturkjördæmi|NV]] !! [[Norðausturkjördæmi|NA]] !! [[Suðurkjördæmi|S]] |- ! (B) Framsóknarflokkurinn | [[Ásmundur Einar Daðason]] || [[Lilja Dögg Alfreðsdóttir]] || [[Willum Þór Þórsson]] || [[Stefán Vagn Stefánsson]]|| [[Ingibjörg Isaksen]] || [[Halla Hrund Logadóttir]] |- ! (C) Viðreisn | [[Hanna Katrín Friðriksson]]|| [[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]]|| [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] || [[María Rut Kristinsdóttir]]|| [[Ingvar Þóroddsson]] || [[Guðbrandur Einarsson]] |- ! (D) Sjálfstæðisflokkurinn | [[Guðlaugur Þór Þórðarson]]|| [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]]|| [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] || [[Ólafur Adolfsson]] || [[Jens Garðar Helgason]] || [[Guðrún Hafsteinsdóttir]] |- ! (F) Flokkur fólksins | [[Ragnar Þór Ingólfsson]]|| [[Inga Sæland]] || [[Guðmundur Ingi Kristinsson]] || [[Eyjólfur Ármannsson]] || [[Sigurjón Þórðarson]] || [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] |- ! (J) Sósíalistaflokkur Íslands | [[Gunnar Smári Egilsson]] || [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]]|| [[Davíð Þór Jónsson]]|| [[Guðmundur Hrafn Arngrímsson]]|| [[Þorsteinn Bergsson]]|| [[Unnur Rán Reynisdóttir]] |- ! (L) Lýðræðisflokkurinn | [[Baldur Borgþórsson]]|| [[Kári Allansson]]|| [[Arnar Þór Jónsson]] || [[Gunnar Viðar Þórarinsson]]|| [[Eldur Smári Kristinsson]]|| [[Elvar Eyvindsson]] |- ! (M) Miðflokkurinn | [[Sigríður Andersen]] || [[Snorri Másson]] || [[Bergþór Ólason]]|| [[Ingibjörg Davíðsdóttir]]|| [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]|| [[Karl Gauti Hjaltason]] |- ! (P) Píratar | [[Lenya Rún Taha Karim]] || [[Björn Leví Gunnarsson]] || [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] || [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir|Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] || [[Theodór Ingi Ólafsson]] || [[Mummi Týr Þórarinsson]] |- ! (S) Samfylkingin | [[Kristrún Frostadóttir]]|| [[Jóhann Páll Jóhannsson]]||[[Alma Möller]]|| [[Arna Lára Jónsdóttir]] ||[[Logi Einarsson]]|| [[Víðir Reynisson]] |- ! (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð | [[Finnur Ricart Andrason]]|| [[Svandís Svavarsdóttir]]|| [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] || [[Álfhildur Leifsdóttir]]|| [[Sindri Geir Óskarsson]]|| [[Hólmfríður Árnadóttir]] |- ! (Y) Ábyrg framtíð | [[Jóhannes Loftsson]] |} == Fjölmiðlaumfjöllun == Fyrsti leiðtogaumræðuþátturinn var haldinn þann [[1. nóvember]] á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þar sem að forystufólk allra ellefu framboðanna mættu. Annar leiðtogaumræðuþættur var sýndur á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þann [[29. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-svona-voru-kappraedur-leidtoganna-ellefu-426312|title=Svona voru kappræður leiðtoganna ellefu - RÚV.is|last=Kristjánsson|first=Alexander|last2=Jónsson|first2=Þorgils|date=2024-11-01|website=RÚV|access-date=2024-11-02|last3=Þorsteinsdóttir|first3=Valgerður}}</ref> Leiðtogaumræður fóru einnig fara fram á [[Heimildin|Heimildinni]] þann [[26. nóvember]], hjá [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] þann [[28. nóvember]] og á [[Stöð 2]] þann [[28. nóvember]]. Auk þess sýndi [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þættina ''Forystusætið'' í nóvember þar sem að allir leiðtogar flokkanna voru tekin í einkaviðtöl. [[Ríkisútvarpið|RÚV]] var einnig með sex kjördæmakappræðuþætti á [[Rás 2]] og á ruv.is þar sem að oddvitar flokkanna í hverju kjördæmi komu fram. [[Stöð 2]] sýndi einnig sérstakan kappleikaþátt þann [[26. nóvember]] þar sem fulltrúar flokkanna öttu kappi í ýmsum þrautum og leikjum. == Skoðanakannanir == Í desember [[2017]] sögðust rúmlega 80% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina og í febrúar [[2018]] sögðust 70% styðja hana. Samanborið við hana mældist ríkisstjórnin á undan henni, [[fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] einungis með 31% um mitt ár [[2017]] og var því þessi ríkisstjórn vinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-06-26-studningur-vid-rikisstjornina-laekkar-bara-og-laekkar/|title=Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar bara og lækkar|date=2017-06-27|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2017171239942/thrir-af-hverjum-fjorum-stydja-rikisstjornina|title=Þrír af hverjum fjórum styðja ríkisstjórnina |author=Ingvar Þór Björnsson|date=2017-12-30|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/01/rum_70_prosent_stydja_rikisstjornina/|title=Rúm 70% styðja ríkisstjórnina|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> Í maí [[2019]] sögðust 52% styðja ríkisstjórnina og 61% í maí [[2020]], en margir voru sáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónuveirufaraldrinum]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020-05-05-61-segjast-stydja-rikisstjornina|title=61% segjast styðja ríkisstjórnina - RÚV.is|date=2020-05-05|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Svo fór að í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]] fékk ríkisstjórnin hreinan meirhluta eða samtals 54,3% atkvæða og mældist stuðningurinn 67% í nóvember sama ár.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-11-15-studningur-vid-rikisstjornina-ekki-maelst-meiri-i-3-ar|title=Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri í 3 ár - RÚV.is|date=2021-11-15|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Í júní [[2022]] mældist stuðningurinn 44% og 35% í júlí [[2023]]. Í byrjun október [[2024]] mældist stuðningurinn 24%.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/01/sogulega_litill_studningur_vid_rikisstjorn/|title=Sögulega lítill stuðningur við ríkisstjórn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> [[Mynd:Opinion_polling_for_the_2024_Icelandic_parliamentary_election.svg|thumb|left|700px|Línurit sem sýnir niðurstöður skoðanakannana frá kosningunum 2021.]] {| class="wikitable sortable" style="text-align:center;font-size:90%;line-height:14px;" ! rowspan=4| Fyrirtæki ! rowspan=4| Dags. framkvæmd ! rowspan=4| Úrtak ! rowspan=4| Svarhlutfall ! colspan="11" |Flokkar |- ! colspan="3" |Stjórn ! colspan="6" |Stjórnarandstaða ! rowspan="3"| Aðrir ! style="width:30px;" rowspan="3"| Forskot |- ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin - grænt framboð|V]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]] |- ! style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|VG}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Flokkur fólksins}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Píratar}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Miðflokkurinn}};"| ! style="background:{{flokkslitur|Sósíalistaflokkurinn}};"| |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-30-samfylkingin-afram-staerst-i-sidustu-konnun-maskinu-429369 Maskína] |28.-29. nóv 2024 |– |2.908 |17,6 |8,6 |3,9 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,2''' |9,1 |5,4 |17,2 |11,2 |4,5 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 3,6 |- |[https://fel.hi.is/is/fylgi_kosningar2024 Félagsvísindast. HÍ] |28.-29. nóv 2024 |2.600 |1.060 |19,7 |9,4 |2,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,9''' |10,5 |4,5 |14,4 |10,1 |6,1 |1,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,2 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-29-sidasti-thjodarpuls-fyrir-kosningar-s-staerst-d-baetir-vid-sig-429142 Gallup] |23.-29. nóv 2024 |4.285 |2302 |18,4 |6,8 |3,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,0''' |12,6 |4,1 |17,6 |11,1 |4,8 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,6 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/28/ny_konnun_barattan_a_toppnum_hardnar/ Prósent] |25.-28. nóv 2024 |4.500 |2379 |14,7 |6,4 |3,4 | style="background:#F6CDCF;" | '''21,8''' |11,2 |5,5 |17,6 |12 |5,8 |1,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 4,2 |- |[https://www.visir.is/g/20242656619d/glae-ny-konnun-maskinu-fylgi-fram-soknar-og-flokks-folksins-a-upp-leid Maskína] |22.-28. nóv 2024 |2.617 |– |14,5 |7,8 |3,7 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,4''' |10,8 |5,4 |19,2 |11,6 |5,0 |1,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,5%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,2 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-22-samfylkingin-og-vidreisn-staerst-i-obirtri-konnun-gallups-428451 Gallup] |15.–21. nóv 2024 |– |– |16 |6,2 |3,3 | style="background:#F6CDCF;" | '''20,2''' |13,1 |4,1 |18,1 |12,2 |5,1 |– | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,1 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/22/tidindi_i_nyrri_konnun_framsokn_ut_af_thingi/ Prósent] |15.–21. nóv 2024 |– |– |11,5 |4,4 |3 |18,3 |12,5 |6,7 | style="background:#fadb7a;" | '''22''' |13,5 |6,4 |1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,7%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};color:#FFFFFF;" | 3,7 |- |[https://www.visir.is/g/20242652970d/samfylkingin-baetir-vid-sig-i-fyrsta-sinn-sidan-i-mai-og-piratar-uti Maskína] |15.-20. nóv 2024 |1.400 |– |14,6 |5,9 |3,1 | style="background:#F6CDCF;" | '''22,7''' |8,8 |4,3 |20,9 |12,6 |5,0 |2,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,8 |- |[https://www.mbl.is/frettir/kosning/2024/11/15/vidreisn_i_mikilli_sokn/ Prósent] |8.–14. nóv 2024 |2.600 |52.0 |12,0 |5,6 |2,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,4''' |10,2 |3,4 |21,5 |15,5 |5,4 |1,0<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]]</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,9 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-15-sosialistar-maelast-inni-samfylking-og-midflokkur-dala-427602 Gallup] |1.–14. nóv 2024 |1.463 |48,0 |16,4 |6,0 |4,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,8''' |10,2 |5,5 |15,5 |14,3 |6,2 |1,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,4 |- |[https://www.visir.is/g/20242649619d/sosial-istar-maelast-inni-og-vinstri-graen-i-lifs-haettu Maskína] |8.–13. nóv 2024 |– |– |13,4 |7,3 |3,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,1''' |9,2 |5,1 |19,9 |12,6 |6,3 |2,7<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,2 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/08/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_enn/ Prósent] |1.-7. nóv 2024 |2.400 |50 |12,3 |5,8 |2,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''21,6''' |11,5 |5,7 |17,1 |15,1 |6,7 |1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,5 |- |[https://www.visir.is/g/20242646417d/vid-reisn-a-flugi-i-nyrri-maskinukonnun Maskína] |1.-6. nóv 2024 |1.407 |– |13,3 |7,5 |3,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,9''' |8,9 |4,9 |19,4 |14,9 |4,5 |2,5<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,7% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,8%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5 |- |[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-samfylkingin-dalar-en-afram-staerst-sjalfstaedisflokkur-baetir-vid-sig-426309 Gallup] |1.-31. okt 2024 |12.125 |47,5 |17,3 |6,5 |4,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,8''' |7,8 |5,4 |13,5 |16,5 |4,5 |0,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 0,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,5 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/01/ny_konnun_fylgi_vidreisnar_eykst_og_eykst/ Prósent] |25.-31. okt 2024 |2.400 |– |14,1 |5,8 |2,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,3''' |11,2 |4,9 |18,5 |14,4 |4,0 |2,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,5% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4% - Annað með 0,5%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 3,8 |- |[https://www.visir.is/g/20242641385d/ny-konnun-vid-reisn-og-flokkur-folksins-i-haestu-haedum Maskína] |22.-28. okt 2024 |1.708 |– |13,9 |6,9 |3,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''22,2''' |9,3 |4,5 |16,2 |15,9 |4,0 |3,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,9% - [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með 0,8%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0 |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/25/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_og_vg_botnfrosi/ Prósent] |18.-24. okt 2024 |2.500 |50 |13,3 |5,8 |2,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,2''' |11,4 |5,8 |15,0 |16,1 |4,3 |1,1<ref name=":2">[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- ! colspan="15" |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir]] tekur við sem eiginlegur leiðtogi [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokks Íslands]] af [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnari Smára Egilssyni]]. |- |[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/18/ny_konnun_vg_i_frjalsu_falli/ Prósent] |18 okt 2024 |– |– |15,6 |6,2 |2,2 | style="background:#F6CDCF;" | '''24,8''' |10,8 |6,1 |14,1 |15,1 |4,2 |– | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 9,2 |- |[https://www.visir.is/g/20242637105d/ny-konnun-omarktaekur-munur-a-vid-reisn-og-sjalf-staedis-flokknum Maskína] |13 okt–18 okt 2024 |– |– |14,1 |8 |5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''21,9''' |7,3 |5,2 |13,4 |17,7 |5,2 |2,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- ! colspan="15" |[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] slítur stjórnarsamstarfinu eftir sjö ár og boðar til alþingiskosninga. |- ! colspan="15" |[[Svandís Svavarsdóttir]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]]. |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-05-fylgi-stjornarflokkanna-thriggja-dalar-enn-sjalfstaedisflokkur-maelist-med-12-423873 Prósent] | data-sort-value="2024-08-30"| 18 sep–3 okt 2024 | 2.150 | 50,8 | 12 | 5 | 3 | style="background:#F6CDCF;"| '''26''' | 11 | 9 | 11 | 18 | 4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-01-ovinsaelasta-rikisstjornin-fra-upphafi-maelinga-423540 Gallup] | data-sort-value="2024-08-30"| 30 ágú–30 sep 2024 | 11.138 | 48,3 | 14,1 | 6,2 | 4,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,2''' | 7,5 | 7,6 | 10,3 | 18,7 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,5 |- | [https://www.visir.is/g/20242625572d/mid-flokkurinn-mark-taekt-staerri-en-sjalf-staedis-flokkurinn Maskína] | data-sort-value="2024-08-30"| 24 sep 2024 | 1.783 | – | 13,4 | 7,6 | 3,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,0''' | 8,8 | 8,5 | 11,3 | 17,0 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-30-midflokkurinn-a-haelum-sjalfstaedisflokks-420851 Gallup] | data-sort-value="2024-08-30"| 1–29 ágú 2024 | 10.780 | 46,8 | 17,1 | 7,0 | 3,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,4''' | 6,7 | 7,8 | 10,1 | 16,0 | 5,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,3 |- | [https://www.visir.is/g/20242613548d/mid-flokkurinn-ad-taka-fram-ur-sjalf-staedis-flokknum-i-fylgi5 Maskína] | data-sort-value="2024-08-28"| 7–27 ágú 2024 | 1.730 | – | 13,9 | 9,0 | 4,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,5''' | 7,1 | 8,6 | 10,7 | 15,3 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,2 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-01-vinstri-graen-maelast-enn-utan-things-418845 Gallup] | data-sort-value="2024-08-01"| 1–30 júl 2024 | 9.306 | 45,9 | 17,2 | 7,2 | 3,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,6''' | 8,6 | 7,8 | 8,8 | 14,6 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-01-samfylkingin-afram-staerst-en-tapar-mestu-416846 Gallup] | data-sort-value="2024-07-01"| 3–30 jún 2024 | 8.786 | 47,3 | 18,5 | 6,6 | 4,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,9''' | 7,7 | 8,8 | 9,4 | 14,5 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,4 |- | [https://www.visir.is/g/20242589772d/sjalf-staedis-flokkur-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Maskína] | data-sort-value="2024-06-10"| 31 maí–20 jún 2024 | 1.846 | – | 14,7 | 10,2 | 5,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,1''' | 5,0 | 9,3 | 10,1 | 12,7 | 5,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-03-thingflokkur-vg-thurrkast-ut-samkvaemt-konnun-gallup-414755 Gallup] | data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–2 jún 2024 | 12.731 | 50,2 | 18,0 | 9,1 | 3,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,9''' | 6,1 | 8,8 | 7,7 | 13,5 | 3,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,9 |- | [https://heimildin.is/grein/22030/stjornarskipti-hofdu-engin-ahrif-a-fylgid-thridjúngur-stydur-stjornarflokkanna/ Maskína] | data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–23 maí 2024 | 3.349 | – | 17,5 | 10,4 | 5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,6 | 8,4 | 9,3 | 12,6 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,8 |- | [https://fel,hi.is/is/forsetakosningarnar-2024-0 Háskóli Íslands] | data-sort-value="2024-04-26"| 22–30 apr 2024 | 2.638 | – | 19,0 | 10,0 | 4,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,4''' | 7,3 | 8,1 | 7,9 | 13,4 | 4,4 | 0,2<ref>[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,2%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-29-vinstri-graen-aldrei-maelst-laegri-411552 Gallup] | data-sort-value="2024-04-16"| 3–28 apr 2024 | 9.925 | 48,1 | 18,0 | 8,8 | 4,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,7''' | 7,2 | 8,2 | 7,5 | 12,8 | 3,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,7 |- | [https://www.visir.is/g/20242561072d/midflokkurinn-stadfestir-sig-sem-thridji-staersti-flokkurinn Maskína] | data-sort-value="2024-04-11"| 5–16 apr 2024 | 1.746 | – | 17,2 | 10,7 | 5,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,3 | 8,5 | 10,2 | 11,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1 |- ! colspan="15" |[[Katrín Jakobsdóttir]] lætur af embætti forsætisráðherra og [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] tekur við. |- ! colspan="15" |[[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] eftir [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur]]. |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-03-samfylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-409186 Gallup] | data-sort-value="2024-03-17"| 1 mar–2 apr 2024 | – | – | 18,2 | 7,3 | 5,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,9''' | 6,2 | 7,8 | 7,1 | 12,9 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,7 |- | [https://heimildin.is/grein/21317/ Maskína] | data-sort-value="2024-03-09"| 6–12 mar 2024 | 1.753 | – | 18,0 | 9,4 | 6,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,6''' | 5,7 | 9,5 | 9,7 | 11,9 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-01-vinstri-graen-myndu-falla-af-thingi-406301 Gallup] | data-sort-value="2024-02-15"| 1–29 feb 2024 | 9.964 | 48,1 | 19,9 | 8,8 | 4,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,2''' | 6,8 | 8,0 | 7,5 | 12,8 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3 |- | [https://www.visir.is/g/20242535196d/sam-fylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-eftir-um-maeli-krist-runar Maskína] | data-sort-value="2024-02-18"| 7–27 feb 2024 | 1.706 | – | 18,4 | 8,5 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,2''' | 6,4 | 9,0 | 9,2 | 11,1 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-02-01-samfylkingin-med-sitt-mesta-fylgi-i-15-ar-403882 Gallup] | data-sort-value="2024-01-16"| 2–31 jan 2024 | 10.503 | 46,9 | 18,2 | 8,4 | 5,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,6''' | 7,9 | 8,1 | 7,0 | 10,9 | 3,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-23-fylgi-sjalfstaedisflokks-og-vinstri-graenna-i-sogulegri-laegd-403163 Maskína] | data-sort-value="2024-01-13"| 10–15 jan 2024 | 1.936 | – | 16,6 | 10,3 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,7''' | 6,5 | 7,6 | 11,7 | 11,8 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-02-sjalfstaedisflokkurinn-hefur-aldrei-maelst-minni-401049 Gallup] | data-sort-value="2023-12-16"| 1 des 2023 – 1 jan 2024 | 9.636 | 48,9 | 18,1 | 9,4 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 6,8 | 9,1 | 8,8 | 9,7 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232509099d Maskína] | data-sort-value="2023-12-23"| 19–27 des 2023 | 1.945 | – | 17,3 | 9,9 | 5,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,3''' | 6,8 | 8,1 | 12,2 | 9,4 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-01-fylgi-vg-i-sogulegri-laegd-398643 Gallup] | data-sort-value="2023-11-16"| 1–30 nóv 2023 | 9.721 | 47,8 | 19,8 | 8,6 | 5,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,1''' | 6,9 | 9,3 | 7,9 | 9,4 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232495449d/fylgi-samfylkingar-minnkar-milli-kannanna Maskína] | data-sort-value="2023-11-15"| 3–7 nóv & 23–26 nóv 2023 | 2.376 | – | 17,9 | 10,4 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,0''' | 6,4 | 10,0 | 10,3 | 8,4 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-11-01-afsogn-bjarna-hafdi-litil-ahrif-a-fylgi-flokka-395533 Gallup] | data-sort-value="2023-10-16"| 2–31 okt 2023 | 10.463 | 49,8 | 20,5 | 7,4 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''29,1''' | 6,5 | 10,2 | 7,5 | 8,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,6 |- | [https://maskina.is/samfylkingin-flygur-hatt/ Maskína] | data-sort-value="2023-10-19"| 12–24 okt 2023 | 1.935 | – | 17,7 | 9,8 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,8''' | 6,1 | 10,8 | 9,3 | 8,2 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-10-02-samfylkingin-maelist-med-30-fylgi-392916 Gallup] | data-sort-value="2023-10-17"| 1 sep–3 okt 2023 | 11.005 | 48,5 | 20,4 | 8,1 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''30,1''' | 5,7 | 9,6 | 7,9 | 8,6 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,7 |- | [https://www.visir.is/g/20232469005d/fylgi-sjalfstaedisflokksins-eykst-en-samfylkingin-dalar Maskína] | data-sort-value="2023-09-22"| 15–29 sep 2023 | 1.466 | – | 19,6 | 8,8 | 6,5 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,4''' | 6,5 | 10,8 | 11,6 | 7,0 | 4,8 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-02-litlar-breytingar-a-fylgi-flokkanna-390877 Gallup] | data-sort-value="2023-08-16"| 1–31 ágúust 2023 | 10.076 | 49,5 | 21,1 | 7,5 | 5,9 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,5''' | 6,3 | 10,3 | 7,2 | 8,7 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,4 |- | [https://www.visir.is/g/20232453897d/-nanast-engar-likur-a-a-fram-haldandi-sam-starfi-stjornar-flokkanna Maskína] | data-sort-value="2023-08-20"| 17–22 ágúust 2023 | 954 | – | 17,6 | 9,2 | 6,4 | style="background:#F6CDCF;"| '''26,1''' | 5,9 | 13,1 | 9,5 | 7,9 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,5 |- | [https://www.visir.is/g/20232446380d/thridjúngur-segist-stydja-rikisstjornina Gallup] | data-sort-value="2023-07-17"| 3–30 júly 2023 | 10.491 | 46,1 | 21,0 | 8,9 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,6''' | 5,7 | 10,5 | 7,0 | 8,5 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://maskina.is/fylgi-samfylkingarinnar-dalar-a-milli-manada-i-fyrsta-skipti-a-thessu-ari-er-tho-afram-staersti-flokkurinn/ Maskína] | data-sort-value="2023-07-18"| 6–24 júly 2023 | 836 | – | 19,3 | 9,6 | 8,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,3''' | 6,0 | 11,0 | 10,4 | 5,9 | 4,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0 |- | [https://www.visir.is/g/20232444788d/sjalfstaedisflokkurinn-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Prósent] | data-sort-value="2023-07-08"| 22 júne–22 júly 2023 | 2.300 | 51,8 | 16,1 | 7,1 | 7,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,4''' | 8,5 | 14,5 | 8,9 | 7,2 | 2,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,3 |- | [https://www.visir.is/g/20232435602d/sam-fylkingin-staerst-og-studningur-vid-rikis-stjornina-a-nidur-leid Gallup] | data-sort-value="2023-06-16"| 1 júne–2 júly 2023 | 11.331 | 48,8 | 20,8 | 8,7 | 6,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 5,7 | 9,7 | 8,1 | 7,8 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.visir.is/g/20232432761d/samfylkingin-langstaersti-flokkurinn-og-rikisstjornin-fellur-enn Maskína] | data-sort-value="2023-06-12"| 1–22 júne 2023 | 1.691 | – | 18,5 | 8,8 | 7,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,2''' | 6,6 | 11,3 | 9,7 | 6,3 | 4,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,7 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-06-01-samfylkingin-eykur-forskotid Gallup] | data-sort-value="2023-05-17"| 2–31 maí 2023 | 10.316 | 48,2 | 20,8 | 10,2 | 5,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''28,4''' | 5,5 | 10,1 | 7,6 | 6,9 | 4,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6 |- | [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/24/fylgi_rikisstjornarflokkana_ekki_maelst_minna/ Maskína] | data-sort-value="2023-05-10"| 4–16 maí 2023 | 1.726 | – | 19,2 | 10,0 | 6,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,3''' | 5,6 | 11,0 | 9,1 | 6,4 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-02-samfylkingin-maelist-med-28-fylgi Gallup] | data-sort-value="2023-03-14"| 3 apr–1 maí 2023 | 9.916 | 48,7 | 21,9 | 9,6 | 6,6 | style="background:#F6CDCF;"| '''27,8''' | 6,0 | 10,0 | 7,4 | 6,2 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 5,9 |- | [https://maskina.is/samfylkingin-slitur-sig-fra-sjalfstaedisflokknum/ Maskína] | data-sort-value="2023-03-14"| 13–19 apr 2023 | 852 | – | 18,7 | 10,2 | 8,2 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,7''' | 4,4 | 11,4 | 10,6 | 6,0 | 4,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,0 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-03-samfylkingin-eykur-enn-forskotid-a-sjalfstaedisflokkinn Gallup] | data-sort-value="2023-03-17"| 1 mar–2 apr 2023 | 1.128 | – | 22,3 | 9,9 | 7,1 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,1''' | 5,6 | 9,4 | 9,1 | 6,3 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,8 |- | [https://maskina.is/marktaekur-munur-a-fylgi-samfylkingar-og-sjalfstaedisflokks/ Maskína] | data-sort-value="2023-03-14"| 6–20 mar 2023 | 1.599 | – | 20,2 | 13,2 | 6,0 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,4''' | 5,2 | 10,2 | 9,1 | 5,7 | 6,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-02-samfylkingin-maelist-afram-staerst Gallup] | data-sort-value="2023-02-15"| 1–28 feb 2023 | 9.517 | 49,6 | 22,5 | 10,8 | 6,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''24,0''' | 5,6 | 12,1 | 7,7 | 5,3 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5 |- | [https://maskina.is/sveifla-a-samfylkingunni/ Maskína] | data-sort-value="2023-02-08"| 3–13 feb 2023 | 1.892 | – | 20,1 | 12,3 | 6,7 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,3''' | 5,9 | 12,7 | 8,2 | 5,8 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,2 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/vinstri-graen-laegst-hja-lagtekjufolki/ Prósent] | data-sort-value="2022-02-01"| 27 jan–6 feb 2023 | 2.400 | 51,4 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,2''' | 11,8 | 5,9 | 22,1 | 9,5 | 12,5 | 6,9 | 4,1 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1 |- | [https://maskina.is/ekkert-lat-a-fylgisaukningu-samfylkingarinnar/ Maskína] | data-sort-value="2023-01-16"| 13–18 jan 2023 | 804 | – | 21,8 | 12,1 | 8,3 | style="background:#F6CDCF;"| '''23,6''' | 5,1 | 10,4 | 9,1 | 5,9 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8 |- | [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-02-02-samfylking-maelist-staerri-en-sjalfstaedisflokkur Gallup] | data-sort-value="2023-01-19"| 6–31 jan 2023 | 9.842 | 48,5 | 23,5 | 11,3 | 6,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''25,3''' | 5,5 | 10,4 | 7,3 | 5,5 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-og-flokkur-folksins-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-12-17"| 1 des 2022–2 jan 2023 | 7.115 | 48,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,8''' | 12,1 | 6,8 | 23,4 | 6,2 | 11,3 | 6,9 | 4,6 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 0,2 |- | [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent] | data-sort-value="2022-12-26"| 22–30 des 2022 | 4.000 | 49,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,2''' | 10,8 | 6,7 | 20,5 | 9,7 | 14,3 | 6,2 | 4,5 | 4,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,7 |- | [https://www.visir.is/g/20222358642d/samfylkingin-ordin-staersti-flokkur-landsins-samkvaemt-konnun Maskína] | data-sort-value="2022-12-22"| 16–28 des 2022 | 1.703 | – | 20,0 | 12,2 | 7,8 | style="background:#F6CDCF;"| '''20,1''' | 7,0 | 12,5 | 7,5 | 6,7 | 6,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,1 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-i-sokn-minnkandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-11-16"| 1–30 nóv 2022 | 10.798 | 50,8 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,1''' | 12,2 | 7,5 | 21,1 | 4,5 | 12,2 | 7,4 | 5,6 | 5,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,0 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/11/2022_11-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-11-13"| 4–22 nóv 2022 | 2.483 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,8''' | 14,8 | 7,1 | 19,0 | 5,0 | 13,4 | 9,0 | 4,9 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,8 |- | [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent] | data-sort-value="2022-11-16"| 14–17 nóv 2022 | 2.600 | 51,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,1''' | 14,6 | 8,0 | 19,1 | 6,4 | 11,8 | 10,6 | 4,2 | 4,2 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,0 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-breytist-litid-milli-manada/ Gallup] | data-sort-value="2022-10-17"| 3–31 okt 2022 | 8.267 | 49,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 13,8 | 8,4 | 16,6 | 5,3 | 12,9 | 8,4 | 5,0 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- ! colspan="15" |[[Kristrún Frostadóttir]] verður formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]]. |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/10/2022_10-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-10-09"| 30 sep–17 okt 2022 | 1.638 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 15,0 | 7,7 | 14,4 | 4,6 | 14,3 | 9,5 | 5,0 | 6,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- | [https://www.gallup.is/frettir/sjalfstaedisflokkurinn-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-09-17"| 1 sep–2 okt 2022 | 11.149 | 48,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''24,1''' | 13,4 | 8,2 | 16,3 | 5,1 | 13,6 | 8,5 | 5,4 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/09/2022_09-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-09-22"| 16–27 sep 2022 | 1.875 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,8''' | 15,6 | 8,7 | 15,2 | 5,0 | 12,3 | 10,4 | 5,3 | 6,8 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,2 |- | [https://www.gallup.is/frettir/samfylking-i-sokn/ Gallup] | data-sort-value="2022-08-17"| 2–31 ágú 2022 | 10.719 | 48,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,8''' | 15,6 | 8,4 | 15,5 | 5,6 | 14,8 | 8,4 | 4,6 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,2 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_08-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-08-15"| 12–17 ágú 2022 | 890 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,9''' | 19,6 | 7,5 | 12,9 | 4,6 | 13,9 | 8,9 | 4,5 | 7,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,3 |- | [https://www.ruv.is/frett/2022/08/04/studningur-vid-framsokn-dalar?term=gallup&rtype=news&slot=1/ Gallup] | data-sort-value="2022-07-16"| 1 júl–1 ágú 2022 | 9.705 | 49,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,1''' | 15,4 | 8,6 | 13,7 | 6,6 | 15,0 | 8,6 | 4,4 | 5,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,7 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_07-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-07-23"| 20–25 júl 2022 | 895 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 18,0 | 7,7 | 10,9 | 6,9 | 12,7 | 8,3 | 6,0 | 5,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,4 |- | [https://www.gallup.is/frettir/dvinandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-06-16"| 2–30 jún 2022 | 10.274 | 61,7 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 17,5 | 7,2 | 13,7 | 7,0 | 16,1 | 6,7 | 4,6 | 4,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,3 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/06/2022_06_Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-06-12"| 1–23 jún 2022 | 1.658 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''19,3''' | 18,3 | 8,5 | 13,4 | 6,3 | 14,6 | 8,8 | 4,7 | 6,1 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,0 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/5-prosenta-stokk-framsoknar-dugar-stjorninni-ekki-samkvaemt-konnun/ Prósent] | data-sort-value="2022-06-08"| 2–13 jún 2022 | 1.780 | 50,1 | style="background:#C6ECFB;"| '''18,5''' | 17,3 | 9,0 | 13,5 | 5,6 | 17,5 | 7,8 | 4,2 | 6,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,2 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-enn/ Gallup] | data-sort-value="2022-05-16"| 2–31 maí 2022 | 10.548 | 51,9 | style="background:#C6ECFB;"| '''20,1''' | 17,5 | 8,1 | 14,1 | 6,4 | 14,7 | 9,5 | 4,3 | 5,0 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,6 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/ny-konnun-stjornin-fallin-og-tapar-tolf-thingsaetum/ Prósent] | data-sort-value="2022-04-20"| 13–26 apr 2022 | 3.500 | 50,3 | style="background:#C6ECFB;"| '''17,9''' | 12,4 | 9,6 | 16,8 | 8,0 | 16,2 | 9,6 | 4,1 | 5,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-verulega/ Gallup] | data-sort-value="2022-04-15"| 1–30 apr 2022 | 9.828 | 50,1 | style="background:#C6ECFB;"| '''19,8''' | 15,6 | 10,1 | 13,7 | 7,7 | 14,5 | 9,6 | 4,1 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,2 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/04/2022_04_Fylgi-flokka-Al%C3%BEingi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-03-30"| 17 mar–12 apr 2022 | 1.367 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''22,4''' | 15,5 | 8,8 | 13,0 | 7,7 | 13,2 | 10,5 | 4,2 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,9 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-eykst-vid-rikisstjornina/ Gallup] | data-sort-value="2022-03-15"| 1–31 mar 2022 | 10.941 | 49,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,7''' | 18,0 | 11,4 | 11,2 | 8,2 | 11,9 | 9,1 | 3,7 | 3,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,7 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-og-studningur-vid-rikisstjorn-i-februar/ Gallup] | data-sort-value="2022-02-14"| 1–28 feb 2022 | 9.672 | 49,7 | style="background:#C6ECFB;"| '''21,9''' | 18,1 | 10,5 | 11,1 | 7,5 | 13,2 | 9,7 | 3,9 | 3,9 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,8 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/02/2022_02_Mask%C3%ADnuk%C3%B6nnun_Fylgi-flokkanna,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-02-07"| 28 jan–16 feb 2022 | 3.039 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,9''' | 16,9 | 12,9 | 13,4 | 7,6 | 10,3 | 9,7 | 3,9 | 3,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,0 |- | [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-milli-manada/ Gallup] | data-sort-value="2022-01-15"| 1–31 jan 2022 | 10.911 | 50,4 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,4''' | 17,0 | 10,7 | 10,8 | 8,8 | 12,5 | 9,4 | 3,7 | 4,3 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,4 |- | [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/01/2022_01_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla_fylgi_stj%C3%B3rnm%C3%A1laflokka,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} | data-sort-value="2022-01-13"| 6–19 jan 2022 | 1.548 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''20,1''' | 17,8 | 11,2 | 12,3 | 8,5 | 13,5 | 9,2 | 3,7 | 3,7 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,3 |- | [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-vid-vinstri-graen-minnkar/ Gallup] | data-sort-value="2021-12-15"| 1–30 des 2021 | 7.890 | 51,2 | style="background:#C6ECFB;"| '''23,3''' | 17,7 | 10,6 | 10,5 | 8,6 | 12,5 | 8,7 | 3,4 | 4,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6 |- | [https://www.gallup.is/frettir/thjodarpuls-gallup-litlar-breytingar-fylgi-flokka/ Gallup] | data-sort-value="2021-11-15"| 1–30 nóv 2021 | 10.000 | 51,0 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,7''' | 17,0 | 13,0 | 10,7 | 8,0 | 11,8 | 8,4 | 3,8 | 4,4 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,7 |- | [https://www.gallup.is/frettir/piratar-yfir-kjorfylgi-en-sjalfstaedisflokkur-undir/ Gallup] | data-sort-value="2021-10-15"| 1–31 okt 2021 | 8.899 | 50,6 | style="background:#C6ECFB;"| '''22,8''' | 17,2 | 13,4 | 9,8 | 7,9 | 11,0 | 8,9 | 4,3 | 4,6 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6 |- | [https://www.frettabladid.is/frettir/sjalfstaedisflokkur-dalar-en-framsokn-a-uppleid/ MMR] | data-sort-value="2021-10-15"| 12–18 okt 2021 | 967 | – | style="background:#C6ECFB;"| '''21,1''' | 17,9 | 12,1 | 10,1 | 7,8 | 11,7 | 10,0 | 3,2 | 5,5 | – | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,2 |- style="background:#E9E9E9;" | [[Alþingiskosningar 2021]] | data-sort-value="2021-09-25"| 25 sep 2021 | – | – | style="background:#C6ECFB;"| '''24,4''' | 17,3 | 12,6 | 9,9 | 8,9 | 8,6 | 8,3 | 5,5 | 4,1 | 0,5<ref name=":7">[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref> | style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,1 |} == Úrslit kosninganna == {{Kosningaúrslit |party1=[[Samfylkingin]] (S) |votes1= 44091 |seats1= 15 |sc1= +9 |party2=[[Sjálfstæðisflokkurinn]] (D) |votes2= 41143 |seats2= 14 |sc2= -2 |party3=[[Viðreisn]] (C) |votes3= 33606 |seats3= 11 |sc3= +6 |party4=[[Flokkur fólksins]] (F) |votes4= 29288 |seats4= 10 |sc4= +4 |party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] (M) |votes5= 25700 |seats5= 8 |sc5= +5 |party6=[[Framsóknarflokkurinn]] (B) |votes6= 16578 |seats6= 5 |sc6= -8 |party7=[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] (J) |votes7= 8422 |seats7= 0 |sc7= - |party8=[[Píratar]] (P) |votes8= 6411 |seats8= 0 |sc8= -6 |party9=[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] (V) |votes9= 4974 |seats9= 0 |sc9= -8 |party10=[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] (L) |colour10=#04437F |votes10= 2215 |seats10= 0 |sc10= - |party11=[[Ábyrg framtíð]] (Y) |colour11=#342659 |votes11= 42 |seats11= 0 |sc11= - |invalid= 308 |blank= 2438 |electorate= 268422 |source= }} === Úrslit í einstökum kjördæmum === {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Hlutfallslegt fylgi (%) |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] !style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] ! style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]] ! style="width:40px;"| [[Píratar|P]] ! style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|V]] ! style="width:40px;"| [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|L]] ! style="width:40px;"| [[Ábyrg framtíð|Y]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sósíalistaflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|VG|color}};"| ! style="background:#04437F;"| ! style="background:#342659;"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] ! style="background:#F6CDCF;"| 26,1 | 17,4 | 16,3 | 11,9 | 8,9 | 4,0 | 5,9 |5,4 |2,9 |1,0 |0,1 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] ! style="background:#F6CDCF;"| 22,9 | 17,6 | 17,7 | 13,5 | 10,5 | 4,4 | 5,6 |3,9 |2,9 |1,0 | |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] | 19,3 ! style="background:#C6ECFB;"| 23,4 | 20,1 | 11,0 | 12,0 | 5,9 | 2,8 |2,8 |1,5 |1,1 | |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 15,9 ! style="background:#C6ECFB;"| 18,0 | 12,6 | 16,7 | 14,8 | 13,3 | 3,4 |1,8 |2,7 |0,8 | |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] ! style="background:#F6CDCF;"| 21,3 | 15,0 | 9,4 | 14,3 | 15,7 | 14,2 | 3,8 |1,8 |3,8 |0,8 | |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 17,3 | 19,6 | 11,2 ! style="background:#ffdf8c;" | 20,0 | 13,6 | 12,0 | 2,4 |1,3 |1,3 |1,3 | |- |} {| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;" |+ Þingsæti |- ! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]] ! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]] ! style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]] ! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]] ! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]] ! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]] ! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]] |- ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"| ! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"| |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]] | 4 | 2 | 3 | 1 | 1 | 0 |- | align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]] | 3 | 3 | 2 | 2 | 1 | 0 |- | align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]] | 3 | 4 | 3 | 2 | 2 | 0 |- | align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]] | 1 | 1 | 1 | 2 | 1 | 1 |- | align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] | 2 | 2 | 1 | 1 | 2 | 2 |- | align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]] | 2 | 2 | 1 | 2 | 1 | 2 |- |} ===Greining á úrslitum=== :''Sjá einnig: [[Kjörnir alþingismenn 2024]]'' Flokkarnir þrír sem mynduðu ríkisstjórn á undangengnu kjörtímabili, [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]], töpuðu alls 18 þingmönnum og fengu hver um sig verstu niðurstöðu úr kosningum í sinni sögu. Af þeim tapaði Sjálfstæðisflokkurinn þó minnstu fylgi og missti tvo þingmenn. Niðurstaðan þótti varnarsigur í ljósi þess að skoðanakannanir í aðdraganda kosningar höfðu sýnt fylgistölur allt niður í 11 til 13%. Framsóknarflokkurinn tapaði öllum þingmönnum sínum [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]], þar á meðal þremur ráðherrum. Formaður flokksins, [[Sigurður Ingi Jóhannsson]], stóð afar tæpt sem jöfnunarmaður í Suðurkjördæmi og ekki varð ljóst að hann hefði náð kjöri á þing fyrr en lokatölur bárust úr síðasta kjördæminu eftir hádegi, daginn eftir kjördag. Vinstri græn fengu einungis 2,3% á landsvísu, fengu engann mann kjörinn og náðu ekki 2,5% þröskuldi sem tryggir stuðning úr ríkissjóði til reksturs flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/vinstri_graen_missa_rikisstyrkinn/|title=Vinstri græn missa ríkisstyrkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á undangengnu kjörtímabili bættu allir við sig fylgi að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum. [[Samfylkingin]] varð stærst flokka með 20,8% fylgi og 15 menn kjörna, en það er minnsta fylgi við siguvegara Alþingiskosninga frá upphafi. [[Viðreisn]], [[Flokkur fólksins]] og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bættu einnig við sig fylgi frá síðustu kosningum. Píratar töpuðu hins vegar miklu fylgi og féllu niður fyrir 5% þröskuld jöfnunarsæta og fengu því enga menn kjörna. Nokkur umræða spannst um fjölda "dauðra atkvæða" sem greidd voru framboðum sem ekki komust á þing. Auk Vinstri grænna og Pírata sem féllu af þingi fékk [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkurinn]] enga menn kjörna í annari tilraun sinni til að ná kjöri til Alþingis. Þá fengu [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] og [[Ábyrg framtíð]] lítið fylgi og enga menn kjörna. Samanlagt fylgi allra þessara framboða sem fengu enga menn kjörna var 10,4% af gildum atkvæðum og þetta hlutfall hafði aðeins einu sinni verið hærra, en það var árið [[Alþingiskosningar 2013|2013]]. Af þessu tilefni varð nokkur umræða um það hvort að þröskuldur fyrir úthlutun jöfnunarsæta væri mögulega of hár og bent var á að hann væri lægri í flestum nágrannalöndum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242658590d/sosialistar-hefdu-ekki-komist-inn-i-noregi-og-svithjod|title=Sósíal­istar hefðu ekki komist inn í Noregi og Sví­þjóð - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-02-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Með brotthvarfi Vinstri grænna af þingi raskaðist mynstur sem hafði verið við lýði í marga áratugi sem kennt hefur verið við „[[fjórflokkakerfið|fjórflokkinn]]“ sem fól í sér að auk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa verið tveir flokkar á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Annars vegar jafnaðamannaflokkur ([[Alþýðuflokkurinn]] og síðar Samfylkingin) en hins vegar róttækari vinstri flokkur. [[Alþýðubandalagið]] og forverar þess voru í því hlutverki á [[20. öldin|20. öld]] sem að náðu aftur til ársins 1930, en með stofnun Vinstri grænna árið 1999 tók sá flokkur við því hlutverki. Eftir kosningarnar nú var því enginn flokkur á þingi sem taldist vinstra megin við Samfylkingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/12/01/baldur-rynir-kosningaurslitin-einn-af-fjorflokkunum-datt-af-thingi-og-piratar-fengu-somu-orlog-og-allir-nyir-flokkar/|title=Baldur rýnir í kosningaúrslitin - Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar|date=2024-12-01|website=DV|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Fljótlega var farið að ræða möguleika á að sameina flokkana yst til vinstri.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-thad-er-eftirspurn-eftir-vinstrinu-429981|title=„Það er eftirspurn eftir vinstrinu“ - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|date=2024-12-02|website=RÚV|access-date=2024-12-02}}</ref> == Stjórnarmyndun == [[Halla Tómasdóttir]] forseti Íslands boðaði formenn allra sex flokkanna sem að náðu þingsæti á fund sinn þann [[2. desember]]. Þann [[3. desember]] fékk [[Kristrún Frostadóttir]], formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] umboð til stjórnarmyndunar og hófust viðræður sama dag á milli [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], [[Viðreisn|Viðreisnar]] og [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-03-formennirnir-funda-a-althingi-klukkan-15-430026|title=Formennirnir funda á Alþingi klukkan 15 - RÚV.is|last=Jónsson|first=Þorgils|last2=Sigurðsson|first2=Grétar Þór|date=2024-12-03|website=RÚV|access-date=2024-12-03}}</ref> Sama dag þá útilokaði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] að fara í samstarf við [[Samfylkingin|Samfylkinguna]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242659077d/virdist-uti-loka-sam-starf-med-sam-fylkingu|title=Virðist úti­loka sam­starf með Sam­fylkingu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-03-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-03}}</ref> {{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2021]]|eftir=[[Alþingiskosningar 2028]]}} == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:Alþingiskosningar]] [[Flokkur:Kosningar 2024]] [[Flokkur:2024]] 4l10t1xoufooailyximnejp4d50dzgu Systkini foreldra 0 183622 1890109 1888761 2024-12-04T11:03:54Z Snævar 16586 -snið:eyða, +snið:sameina 1890109 wikitext text/x-wiki {{sameina|systkini}}'''Systkini foreldra''' eru þau skyldmenni sem eru [[systkini]] [[Faðir|föður]] eða [[Móðir|móður]] einstaklings. Um systkini móður er talað um móðurbróður og móðursystur en um systkyni föður er talað um föðurbróður og föðursystur.<ref>{{Cite web|url=https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/14577|title=Íslensk nútímamálsorðabók|website=islenskordabok.arnastofnun.is|language=en|access-date=2024-11-22}}</ref> Systkini eru skyld í fyrsta [[Ættliður|ættlið]], en [[systkinabörn]] í annað ættlið og því er maður skyldur systkinum foreldra sinna í fyrsta og annað lið. == Tilvísanir == [[Flokkur:Fjölskylda]] ehzbtz2pveimcv8plzhjic12o8ayknb Ásta Kristín Erlingsdóttir 0 183650 1890064 1889017 2024-12-03T15:11:21Z Snævar 16586 -snið:eyða, viðtöl til við hana í greinum einvörðugu um hana sjálfa og starf hennar. 1890064 wikitext text/x-wiki '''Ásta Kristín Erlingsdóttir''' (fædd [[12. júní]] [[1920]] látin [[8. júlí]] [[2005]]) var íslenskur grasalæknir. Faðir Ástu var [[Erlingur Filippusson]] grasalæknir.<ref>{{Cite web|url=https://timarit.is/page/3669434#page/n25/mode/2up|title=Tímarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2024-11-26}}</ref> == Tilvísanir == [[Flokkur:Fólk fætt árið 1920]] [[Flokkur:Fólk dáið árið 2005]] [[Flokkur:Íslenskir grasalæknar]] gr29b1airyfyy155jwe3xsefjp4mbs6 Spjall:Ásta Kristín Erlingsdóttir 1 183653 1890065 1889292 2024-12-03T15:11:24Z Snævar 16586 /* Markvert? */ Svar 1890065 wikitext text/x-wiki == Markvert? == Persóna var *setja inn starfsheiti*... Gætum kannski farið í símaskrána og tekið fólk þaðan? [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 26. nóvember 2024 kl. 12:24 (UTC) :Það var eitt sinn gefin út bók um Ástu. Hún gat sér gott orðspor sem grasalæknir í íslensku samfélagi. [[Notandi:Bjornkarateboy|Bjornkarateboy]] ([[Notandaspjall:Bjornkarateboy|spjall]]) 26. nóvember 2024 kl. 21:04 (UTC) ::Þú meinar að það sé viðtal við hana í kafla í bókinni "Lækningamáttur jurtana". Ekki sami hluturinn. Allavegana fann nokkrar niðurstöður á https://timarit.is/?q=%22%C3%81stu+Erlingsd%C3%B3ttur+grasal%C3%A6kni%22&size=10&isAdvanced=false, sumar eru viðtöl við hana sjálfa. Eyðingatillaga fjarlægð, enda er konan ekki bara einhver grasalæknir úti í bæ. [[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 3. desember 2024 kl. 15:11 (UTC) 2umayflmrpiq4he53ftj627wmi3kax5 Kjörnir alþingismenn 2024 0 183701 1890051 1889994 2024-12-03T14:32:22Z Leikstjórinn 74989 1890051 wikitext text/x-wiki Í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 30. nóvember 2024]] náðu eftirfarandi þingmenn kjöri: {| class="wikitable" ! colspan="3" |[[Reykjavíkurkjördæmi norður]] ! colspan="3" |[[Reykjavíkurkjördæmi suður]] ! colspan="3" |[[Suðvesturkjördæmi]] |- !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> |- |1. |[[Kristrún Frostadóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |1. |[[Jóhann Páll Jóhannsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |1. |[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |2. |[[Guðlaugur Þór Þórðarson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |2. |[[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |2. |[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |3. |[[Hanna Katrín Friðriksson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |3. |[[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |3. |[[Alma Möller]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |4. |[[Dagur B. Eggertsson]]<ref>Skipaði upphaflega annað sæti listans en fékk svo margar yfirstrikanir að hann féll um sæti. Sá sem að var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar, [[Þórður Snær Júlíusson]] var áður búinn að tilkynna að hann tæki ekki þingsæti þannig að Dagur fór aftur í annað sætið.</ref> {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |4. |[[Inga Sæland]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |4. |[[Bergþór Ólason]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |5. |[[Ragnar Þór Ingólfsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |5. |[[Ragna Sigurðardóttir (f. 1992)|Ragna Sigurðardóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |5. |[[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |6. |[[Sigríður Andersen|Sigríður Á. Andersen]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |6. |[[Snorri Másson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |6. |[[Guðmundur Ingi Kristinsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |7. |[[Diljá Mist Einarsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |7. |[[Jón Gnarr]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |7. |[[Sigmar Guðmundsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |8. |[[Dagbjört Hákonardóttir]]<ref>Hún var í fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar og var kjörin ellefti þingmaður kjördæmisins sem uppbótarþingmaður en þar sem að [[Þórður Snær Júlíusson]] sem að var í þriðja sæti var áður búinn að tilkynna að hann tæki ekki við þingsætinu færðist Dagbjört sem áttundi þingmaður kjördæmisins.</ref> {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |8. |[[Hildur Sverrisdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |8. |[[Guðmundur Ari Sigurjónsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |9. |[[Pawel Bartoszek]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |9. |[[Kristján Þórður Snæbjarnarson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |9. |[[Bryndís Haraldsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |10. |[[Grímur Grímsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |10. |[[Kolbrún Baldursdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |10. |[[Eiríkur Björn Björgvinsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |11. |[[Sigmundur Ernir Rúnarsson]]<ref>Samfylkingin fékk fjóra þingmenn kjörna í kjördæminu. Sigmundur Ernir skipaði upphaflega fimmta sætið á lista Samfylkingarinnar en þar sem að [[Þórður Snær Júlíusson]] sem að skipaði þriðja sætið sagðist ekki muna taka sæti fékk Sigmundur Ernir þingsæti sem uppbótunarþingmaður.</ref> {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |11. |[[Jón Pétur Zimsen]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |11. |[[Þórunn Sveinbjarnardóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- | | | | | | |12. |[[Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:center" | |- | | | | | | |13. |[[Rósa Guðbjartsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |- | | | | | | |14. |[[Jónína Björk Óskarsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |- ! colspan="3" |[[Norðvesturkjördæmi]] ! colspan="3" |[[Norðausturkjördæmi]] ! colspan="3" |[[Suðurkjördæmi]] |- !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> |- |1. |[[Ólafur Adolfsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |1. |[[Logi Einarsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |1. |[[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |2. |[[Eyjólfur Ármannsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |2. |[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |2. |[[Guðrún Hafsteinsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |3. |[[Anna Lára Jónsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |3. |[[Jens Garðar Helgason]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |3. |[[Víðir Reynisson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |4. |[[Ingibjörg Davíðsdóttir]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |4. |[[Sigurjón Þórðarson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |4. |[[Karl Gauti Hjaltason]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |5. |[[Stefán Vagn Stefánsson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |5. |[[Ingibjörg Ólöf Isaksen]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |5. |[[Halla Hrund Logadóttir]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |6. |[[María Rut Kristinsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |6. |[[Eydís Ásbjörnsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |6. |[[Guðbrandur Einarsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |7. |[[Lilja Rafney Magnúsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |J |7. |[[Ingvar Þóroddsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |7. |[[Sigurður Helgi Pálmason]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- | | | style="font-size:85%; text-align:center" | |8. |[[Þorgrímur Sigmundsson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |8. |[[Vilhjálmur Árnason (stjórnmálamaður)|Vilhjálmur Árnason]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- | | | |9. |[[Njáll Trausti Friðbertsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |9. |[[Ása Berglind Hjálmarsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- | | | |10. |[[Þórarinn Ingi Pétursson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |10. |[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |- | colspan="9" style="font-size:85%; text-align:center" |Kjördæmasætum er úthlutað samkvæmt hæstu útkomutölum skv. [[D'Hondt-reglan|D'Hondt-reglu]]. J1 til J9 eru [[jöfnunarsæti]] í þeirri röð sem þeim er úthlutað á framboð og kjördæmi. |} == Nánar um kjörna Alþingismenn == 35 karlar náðu kjöri en 28 konur. Yngsti kjörni þingmaðurinn var [[Ingvar Þóroddsson]] en hann var 26 ára gamall. Elsti kjörni þingmaðurinn var [[Jónína Björk Óskarsdóttir]] en hún var 71 árs gömul. Starfsaldursforseti nýkjörins þings var [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]. 21 þingmenn voru nýliðar á móti 42 sem áður höfðu gegnt þingmennsku. Mikil endurnýjun var á þingi í kosningunum en ríkisstjórnarflokkarnir misstu umtalsvert fylgi í kosningunum. [[Samfylkingin]], [[Viðreisn]], [[Flokkur fólksins|Flokkur Fólksins]] og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bættu við sig umtalsverðu fylgi en [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri Græn]] og [[Píratar]] þurrkuðust út af þingi í fyrsta skipti í sögu flokkanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-01-lokatolur-fleyttu-sigurdi-inga-inn-a-thing-429750|title=Lokatölur fleyttu Sigurði Inga inn á þing - RÚV.is|last=RÚV|first=Fréttastofa|date=2024-12-01|website=RÚV|access-date=2024-12-01}}</ref> Nokkrir þingmenn sneru aftur á alþingi en það eru [[Karl Gauti Hjaltason]], [[Sigríður Andersen|Sigríður Á. Andersen]], [[Lilja Rafney Magnúsdóttir]], [[Pawel Bartoszek]] og [[Sigurjón Þórðarson]]. Þá hafa nokkrir nýkjörnir þingmenn áður tekið sæti á þingi sem varaþingmenn. Tveir fyrrverandi [[Borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjórar Reykjavíkur]] náðu kjöri á þing þeir [[Jón Gnarr]] og [[Dagur B. Eggertsson]] í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þá náðu [[Eiríkur Björn Björgvinsson]] fyrrverandi bæjarstjóri [[Akureyri|Akureyrar]] og [[Rósa Guðbjartsdóttir]] fráfarandi bæjarstjóri [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] bæði kjöri í Suðvesturkjördæmi.<ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-01-hverjir-eru-nyju-thingmennirnir-429874 Hverjir eru nýju þingmennirnir] Rúv, sótt 1. desember, 2024</ref> == Tilvísanir == [[Flokkur:Alþingiskosningar 2024| ]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 2021-2030| ]] [[Flokkur:Listar yfir alþingismenn eftir kosningaári|2024]] mda6i1169m56k9yadibvkdxyaxeb6d6 1890052 1890051 2024-12-03T14:34:03Z Leikstjórinn 74989 1890052 wikitext text/x-wiki Í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 30. nóvember 2024]] náðu eftirfarandi þingmenn kjöri: {| class="wikitable" ! colspan="3" |[[Reykjavíkurkjördæmi norður]] ! colspan="3" |[[Reykjavíkurkjördæmi suður]] ! colspan="3" |[[Suðvesturkjördæmi]] |- !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> |- |1. |[[Kristrún Frostadóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |1. |[[Jóhann Páll Jóhannsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |1. |[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |2. |[[Guðlaugur Þór Þórðarson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |2. |[[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |2. |[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |3. |[[Hanna Katrín Friðriksson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |3. |[[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |3. |[[Alma Möller]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |4. |[[Dagur B. Eggertsson]]<ref>Skipaði upphaflega annað sæti listans en fékk svo margar yfirstrikanir að hann féll um sæti. Sá sem að var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar, [[Þórður Snær Júlíusson]] var áður búinn að tilkynna að hann tæki ekki þingsæti þannig að Dagur fór aftur í annað sætið.</ref> {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |4. |[[Inga Sæland]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |4. |[[Bergþór Ólason]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |5. |[[Ragnar Þór Ingólfsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |5. |[[Ragna Sigurðardóttir (f. 1992)|Ragna Sigurðardóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |5. |[[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |6. |[[Sigríður Andersen|Sigríður Á. Andersen]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |6. |[[Snorri Másson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |6. |[[Guðmundur Ingi Kristinsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |7. |[[Diljá Mist Einarsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |7. |[[Jón Gnarr]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |7. |[[Sigmar Guðmundsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |8. |[[Dagbjört Hákonardóttir]]<ref>Hún var í fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar og var kjörin ellefti þingmaður kjördæmisins sem uppbótarþingmaður en þar sem að [[Þórður Snær Júlíusson]] sem að var í þriðja sæti var áður búinn að tilkynna að hann tæki ekki við þingsætinu færðist Dagbjört sem áttundi þingmaður kjördæmisins.</ref> {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |8. |[[Hildur Sverrisdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |8. |[[Guðmundur Ari Sigurjónsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |9. |[[Pawel Bartoszek]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |9. |[[Kristján Þórður Snæbjarnarson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |9. |[[Bryndís Haraldsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |10. |[[Grímur Grímsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |10. |[[Kolbrún Baldursdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |10. |[[Eiríkur Björn Björgvinsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |11. |[[Sigmundur Ernir Rúnarsson]]<ref>Samfylkingin fékk fjóra þingmenn kjörna í kjördæminu. Sigmundur Ernir skipaði upphaflega fimmta sætið á lista Samfylkingarinnar en þar sem að [[Þórður Snær Júlíusson]] sem að skipaði þriðja sætið sagðist ekki muna taka sæti fékk Sigmundur Ernir þingsæti sem uppbótunarþingmaður.</ref> {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |11. |[[Jón Pétur Zimsen]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |11. |[[Þórunn Sveinbjarnardóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- | | | | | | |12. |[[Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:center" | |- | | | | | | |13. |[[Rósa Guðbjartsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |- | | | | | | |14. |[[Jónína Björk Óskarsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |- ! colspan="3" |[[Norðvesturkjördæmi]] ! colspan="3" |[[Norðausturkjördæmi]] ! colspan="3" |[[Suðurkjördæmi]] |- !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> |- |1. |[[Ólafur Adolfsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |1. |[[Logi Einarsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |1. |[[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |2. |[[Eyjólfur Ármannsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |2. |[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |2. |[[Guðrún Hafsteinsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |3. |[[Anna Lára Jónsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |3. |[[Jens Garðar Helgason]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |3. |[[Víðir Reynisson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |4. |[[Ingibjörg Davíðsdóttir]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |4. |[[Sigurjón Þórðarson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |4. |[[Karl Gauti Hjaltason]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |5. |[[Stefán Vagn Stefánsson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |5. |[[Ingibjörg Ólöf Isaksen]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |5. |[[Halla Hrund Logadóttir]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |6. |[[María Rut Kristinsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |6. |[[Eydís Ásbjörnsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |6. |[[Guðbrandur Einarsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- |7. |[[Lilja Rafney Magnúsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |J |7. |[[Ingvar Þóroddsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |7. |[[Sigurður Helgi Pálmason]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- | | | style="font-size:85%; text-align:center" | |8. |[[Þorgrímur Sigmundsson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |8. |[[Vilhjálmur Árnason (stjórnmálamaður)|Vilhjálmur Árnason]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- | | | |9. |[[Njáll Trausti Friðbertsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |9. |[[Ása Berglind Hjálmarsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" | |- | | | |10. |[[Þórarinn Ingi Pétursson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |10. |[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J |- | colspan="9" style="font-size:85%; text-align:center" |Kjördæmasætum er úthlutað samkvæmt hæstu útkomutölum skv. [[D'Hondt-reglan|D'Hondt-reglu]]. J1 til J9 eru [[jöfnunarsæti]] í þeirri röð sem þeim er úthlutað á framboð og kjördæmi. |} == Nánar um kjörna Alþingismenn == 35 karlar náðu kjöri en 28 konur. Yngsti kjörni þingmaðurinn var [[Ingvar Þóroddsson]] en hann var 26 ára gamall. Elsti kjörni þingmaðurinn var [[Jónína Björk Óskarsdóttir]] en hún var 71 árs gömul. Starfsaldursforseti nýkjörins þings var [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]. 21 þingmenn voru nýliðar á móti 42 sem áður höfðu gegnt þingmennsku. Mikil endurnýjun var á þingi í kosningunum en ríkisstjórnarflokkarnir misstu umtalsvert fylgi í kosningunum. [[Samfylkingin]], [[Viðreisn]], [[Flokkur fólksins|Flokkur Fólksins]] og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bættu við sig umtalsverðu fylgi en [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri Græn]] og [[Píratar]] þurrkuðust út af þingi í fyrsta skipti í sögu flokkanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-01-lokatolur-fleyttu-sigurdi-inga-inn-a-thing-429750|title=Lokatölur fleyttu Sigurði Inga inn á þing - RÚV.is|last=RÚV|first=Fréttastofa|date=2024-12-01|website=RÚV|access-date=2024-12-01}}</ref> Nokkrir þingmenn sneru aftur á alþingi en það eru [[Karl Gauti Hjaltason]], [[Sigríður Andersen|Sigríður Á. Andersen]], [[Lilja Rafney Magnúsdóttir]], [[Pawel Bartoszek]] og [[Sigurjón Þórðarson]]. Þá hafa nokkrir nýkjörnir þingmenn áður tekið sæti á þingi sem varaþingmenn. Tveir fyrrverandi [[Borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjórar Reykjavíkur]] náðu kjöri á þing þeir [[Jón Gnarr]] og [[Dagur B. Eggertsson]] í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þá náðu [[Eiríkur Björn Björgvinsson]] fyrrverandi bæjarstjóri [[Akureyri|Akureyrar]] og [[Rósa Guðbjartsdóttir]] fráfarandi bæjarstjóri [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] bæði kjöri í Suðvesturkjördæmi.<ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-01-hverjir-eru-nyju-thingmennirnir-429874 Hverjir eru nýju þingmennirnir] Rúv, sótt 1. desember, 2024</ref> {{röð|listi=Kjörnir [[Alþingi|Alþingismenn]]|fyrir=[[Kjörnir alþingismenn 2021]]|eftir=[[Kjörnir alþingismenn 2028]]}} == Tilvísanir == [[Flokkur:Alþingiskosningar 2024| ]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 2021-2030| ]] [[Flokkur:Listar yfir alþingismenn eftir kosningaári|2024]] trs0juw7powaxlujkreq42so627pa51 Sabrina Carpenter 0 183718 1890036 2024-12-03T12:23:29Z Fyxi 84003 Ný síða 1890036 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Sabrina Carpenter | mynd = Sabrina Carpenter Vogue 2020 (08).png | mynd_alt = | mynd_texti = Carpenter árið 2020 | fæðingarnafn = Sabrina Annlynn Carpenter | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1999|05|11}} | fæðingarstaður = [[Quakertown (Pennsylvaníu)|Quakertown]], [[Pennsylvanía]], [[Bandaríkin|BNA]]<ref name="Lehigh Valley Live">{{cite web|url=https://www.lehighvalleylive.com/entertainment/2015/07/sabrina_carpenter_ready_to_wow.html|title=Sabrina Carpenter ready to dazzle hometown crowd at QuickChek Balloon Fest|last=Bullis|first=Rebecca|work=Lehigh Valley Live|date=July 20, 2015|access-date=August 29, 2022|archive-date=August 29, 2022|archive-url=https://web.archive.org/web/20220829175001/https://www.lehighvalleylive.com/entertainment/2015/07/sabrina_carpenter_ready_to_wow.html|url-status=live}}</ref> | starf = {{hlist|Söngvari|lagahöfundur|leikari}} | ár = 2011–í dag | module = {{Tónlistarfólk|embed=yes | stefna = {{hlist|[[Popptónlist|Popp]]|[[Nútíma ryþmablús|R&B]]<ref>{{Cite web|url=https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/239271/sabrina-carpenter-singular-album-artist-interview|title=The Come-Up: Sabrina Carpenter on Ghosting, Grieving & Growing Up|last=Newman-Bremang|first=Kathleen|date=August 5, 2019|publisher=[[Refinery29]]|access-date=September 7, 2019|archive-date=October 4, 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20191004031434/https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/239271/sabrina-carpenter-singular-album-artist-interview|url-status=live}}</ref>}} | útgefandi = {{hlist|[[Hollywood Records|Hollywood]]|[[Island Records|Island]]}} }} | vefsíða = {{URL|sabrinacarpenter.com}} }} '''Sabrina Annlynn Carpenter''' (f. 11. maí 1999) er [[Bandaríkin|bandarísk]] söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún varð fyrst þekkt fyrir að leika í [[Walt Disney-fyrirtækið|''Disney'']]-þáttunum ''Girl Meets World'' (2014–2017). Hún skrifaði undir hjá [[Hollywood Records]] og gaf út fyrstu smáskifuna sína „Can't Blame a Girl for Trying“ árið 2014. Með Hollywood gaf hún út fjórar breiðskífur: ''Eyes Wide Open'' (2015), ''Evolution'' (2016), ''Singular: Act I'' (2018), og ''Singular: Act II'' (2019). Carpenter samdi við [[Island Records]] árið 2021 og gaf út smáskífuna „Skin“, sem varð fyrsta lagið hennar á [[Billboard Hot 100|''Billboard'' Hot 100]]-listanum. Hún gaf út fimmtu breiðskífuna sína, ''Emails I Can't Send'', árið 2022. Hún var opnunaratriði á tónleikaferðalaginu [[The Eras Tour|Eras Tour]] fyrir [[Taylor Swift]] árið 2023. Hún naut vinsælda með sjöttu breiðskífunni sinni ''Short n' Sweet'' (2024). Hún varð fyrsta plata Carpenter til að ná fyrsta sæti á [[Billboard 200|''Billboard'' 200]] í útgáfuviku. Á henni má finna lögin „Espresso“ og „Please Please Please“. == Útgefið efni == === Breiðskífur === * ''Eyes Wide Open'' (2015) * ''Evolution'' (2016) * ''Singular: Act I'' (2018) * ''Singular: Act II'' (2019) * ''Emails I Can't Send'' (2022) * ''Short n' Sweet'' (2024) == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * {{Opinber vefsíða}} {{stubbur|æviágrip|tónlist}} {{DEFAULTSORT:Carpenter, Sabrina}} {{f|1999}} [[Flokkur:Bandarískir söngvarar]] [[Flokkur:Bandarískir leikarar]] 4h5cfslpp2iud4fptke8ul40n2218nr 1890037 1890036 2024-12-03T12:26:06Z Fyxi 84003 1890037 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Sabrina Carpenter | mynd = Sabrina Carpenter Vogue 2020 (08).png | mynd_alt = | mynd_texti = Carpenter árið 2020 | fæðingarnafn = Sabrina Annlynn Carpenter | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1999|05|11}} | fæðingarstaður = [[Quakertown (Pennsylvaníu)|Quakertown]], [[Pennsylvanía]], [[Bandaríkin|BNA]]<ref name="Lehigh Valley Live">{{cite web|url=https://www.lehighvalleylive.com/entertainment/2015/07/sabrina_carpenter_ready_to_wow.html|title=Sabrina Carpenter ready to dazzle hometown crowd at QuickChek Balloon Fest|last=Bullis|first=Rebecca|work=Lehigh Valley Live|date=July 20, 2015|access-date=August 29, 2022|archive-date=August 29, 2022|archive-url=https://web.archive.org/web/20220829175001/https://www.lehighvalleylive.com/entertainment/2015/07/sabrina_carpenter_ready_to_wow.html|url-status=live}}</ref> | starf = {{hlist|Söngvari|lagahöfundur|leikari}} | ár = 2011–í dag | module = {{Tónlistarfólk|embed=yes | stefna = {{hlist|[[Popptónlist|Popp]]|[[Nútíma ryþmablús|R&B]]<ref>{{Cite web|url=https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/239271/sabrina-carpenter-singular-album-artist-interview|title=The Come-Up: Sabrina Carpenter on Ghosting, Grieving & Growing Up|last=Newman-Bremang|first=Kathleen|date=August 5, 2019|publisher=[[Refinery29]]|access-date=September 7, 2019|archive-date=October 4, 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20191004031434/https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/239271/sabrina-carpenter-singular-album-artist-interview|url-status=live}}</ref>}} | útgefandi = {{hlist|[[Hollywood Records|Hollywood]]|[[Island Records|Island]]}} }} | vefsíða = {{URL|sabrinacarpenter.com}} }} '''Sabrina Annlynn Carpenter''' (f. 11. maí 1999) er [[Bandaríkin|bandarísk]] söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún varð fyrst þekkt fyrir að leika í [[Walt Disney-fyrirtækið|''Disney'']]-þáttunum ''Girl Meets World'' (2014–2017). Hún skrifaði undir hjá [[Hollywood Records]] og gaf út fyrstu smáskifuna sína „Can't Blame a Girl for Trying“ árið 2014. Með Hollywood gaf hún út fjórar breiðskífur: ''Eyes Wide Open'' (2015), ''Evolution'' (2016), ''Singular: Act I'' (2018), og ''Singular: Act II'' (2019). Carpenter samdi við [[Island Records]] árið 2021 og gaf út smáskífuna „Skin“, sem varð fyrsta lagið hennar á [[Billboard Hot 100|''Billboard'' Hot 100]]-listanum. Fimmta breiðskífan hennar, ''Emails I Can't Send'', kom út árið 2022. Hún var opnunaratriði á tónleikaferðalaginu [[The Eras Tour|Eras Tour]] fyrir [[Taylor Swift]] árið 2023. Hún naut vinsælda með sjöttu breiðskífunni sinni ''Short n' Sweet'' (2024). Hún varð fyrsta plata Carpenter til að ná fyrsta sæti á [[Billboard 200|''Billboard'' 200]] í útgáfuviku. Á henni má finna lögin „Espresso“ og „Please Please Please“. == Útgefið efni == === Breiðskífur === * ''Eyes Wide Open'' (2015) * ''Evolution'' (2016) * ''Singular: Act I'' (2018) * ''Singular: Act II'' (2019) * ''Emails I Can't Send'' (2022) * ''Short n' Sweet'' (2024) == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * {{Opinber vefsíða}} {{stubbur|æviágrip|tónlist}} {{DEFAULTSORT:Carpenter, Sabrina}} {{f|1999}} [[Flokkur:Bandarískir söngvarar]] [[Flokkur:Bandarískir leikarar]] 9g6vtov22ytlgmnc2r14zmpq14gbul2 1890100 1890037 2024-12-04T00:11:29Z Fyxi 84003 1890100 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Sabrina Carpenter | mynd = Sabrina Carpenter Vogue 2020 (08).png | mynd_alt = | mynd_texti = Carpenter árið 2020 | fæðingarnafn = Sabrina Annlynn Carpenter | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1999|05|11}} | fæðingarstaður = [[Quakertown (Pennsylvaníu)|Quakertown]], [[Pennsylvanía]], [[Bandaríkin|BNA]]<ref name="Lehigh Valley Live">{{cite web|url=https://www.lehighvalleylive.com/entertainment/2015/07/sabrina_carpenter_ready_to_wow.html|title=Sabrina Carpenter ready to dazzle hometown crowd at QuickChek Balloon Fest|last=Bullis|first=Rebecca|work=Lehigh Valley Live|date=July 20, 2015|access-date=August 29, 2022|archive-date=August 29, 2022|archive-url=https://web.archive.org/web/20220829175001/https://www.lehighvalleylive.com/entertainment/2015/07/sabrina_carpenter_ready_to_wow.html|url-status=live}}</ref> | starf = {{hlist|Söngvari|lagahöfundur|leikari}} | ár = 2011–í dag | module = {{Tónlistarfólk|embed=yes | stefna = {{hlist|[[Popptónlist|Popp]]|[[Nútíma ryþmablús|R&B]]<ref>{{Cite web|url=https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/239271/sabrina-carpenter-singular-album-artist-interview|title=The Come-Up: Sabrina Carpenter on Ghosting, Grieving & Growing Up|last=Newman-Bremang|first=Kathleen|date=August 5, 2019|publisher=[[Refinery29]]|access-date=September 7, 2019|archive-date=October 4, 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20191004031434/https://www.refinery29.com/en-us/2019/08/239271/sabrina-carpenter-singular-album-artist-interview|url-status=live}}</ref>}} | útgefandi = {{hlist|[[Hollywood Records|Hollywood]]|[[Island Records|Island]]}} }} | vefsíða = {{URL|sabrinacarpenter.com}} }} '''Sabrina Annlynn Carpenter''' (f. 11. maí 1999) er [[Bandaríkin|bandarísk]] söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún varð fyrst þekkt fyrir að leika í [[Walt Disney-fyrirtækið|''Disney'']]-þáttunum ''Girl Meets World'' (2014–2017). Hún skrifaði undir hjá [[Hollywood Records]] og gaf út fyrstu smáskífuna sína „Can't Blame a Girl for Trying“ árið 2014. Með Hollywood gaf hún út fjórar breiðskífur: ''Eyes Wide Open'' (2015), ''Evolution'' (2016), ''Singular: Act I'' (2018), og ''Singular: Act II'' (2019). Carpenter samdi við [[Island Records]] árið 2021 og gaf út smáskífuna „Skin“, sem varð fyrsta lagið hennar á [[Billboard Hot 100|''Billboard'' Hot 100]]-listanum. Fimmta breiðskífan hennar, ''Emails I Can't Send'', kom út árið 2022. Hún var opnunaratriði á tónleikaferðalaginu [[The Eras Tour|Eras Tour]] fyrir [[Taylor Swift]] árið 2023. Hún naut vinsælda með sjöttu breiðskífunni sinni ''Short n' Sweet'' (2024). Hún varð fyrsta plata Carpenter til að ná fyrsta sæti á [[Billboard 200|''Billboard'' 200]] í útgáfuviku. Á henni má finna lögin „Espresso“ og „Please Please Please“. == Útgefið efni == === Breiðskífur === * ''Eyes Wide Open'' (2015) * ''Evolution'' (2016) * ''Singular: Act I'' (2018) * ''Singular: Act II'' (2019) * ''Emails I Can't Send'' (2022) * ''Short n' Sweet'' (2024) == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == * {{Opinber vefsíða}} {{stubbur|æviágrip|tónlist}} {{DEFAULTSORT:Carpenter, Sabrina}} {{f|1999}} [[Flokkur:Bandarískir söngvarar]] [[Flokkur:Bandarískir leikarar]] ejipul1gncco9q07qxwmgy2lshyfz51 Kýrenæka 0 183719 1890044 2024-12-03T13:27:16Z Akigka 183 Bjó til síðu með „[[Mynd:Arkesilas_Painter_-_Arkesilas_supervising_the_silphion_trade_-_Paris_BnF_CabMed_189_-_02.jpg|thumb|[[Arkesilás 2.]] vegur silfíum til útflutnings á lakónskum vínbolla frá 6. öld f.o.t.]] '''Kýrenæka''' (úr [[gríska|grísku]]: Κυρηναϊκή ''Kyrenaike'') eftir borginni [[Kýrene]], er fornt heiti á austurhluta [[Líbíu]]. Kýrenæka var upphaflega grísk nýlenda stofnuð um 630 af fólki frá eyjunni [[Santoríní|Þeru]]. Grikkir stofnu...“ 1890044 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Arkesilas_Painter_-_Arkesilas_supervising_the_silphion_trade_-_Paris_BnF_CabMed_189_-_02.jpg|thumb|[[Arkesilás 2.]] vegur silfíum til útflutnings á lakónskum vínbolla frá 6. öld f.o.t.]] '''Kýrenæka''' (úr [[gríska|grísku]]: Κυρηναϊκή ''Kyrenaike'') eftir borginni [[Kýrene]], er fornt heiti á austurhluta [[Líbíu]]. Kýrenæka var upphaflega grísk nýlenda stofnuð um 630 af fólki frá eyjunni [[Santoríní|Þeru]]. Grikkir stofnuðu þar fimm borgir: Kýrene (sem var stærst), [[Apollónía (Kýrenæku)|Apollóníu]], Tákeira eða Arsinóe (nú [[Tocra]]), Evesperídes eða Bereníke (nú [[Benghazi]]) og [[Barke]] (nálægt núverandi [[Marj]]). Austan við borgirnar fimm var svæðið [[Marmaríka]]. Kýrenæka var helsta framleiðsluland kryddsins [[silfíum]]s sem var mjög eftirsótt í [[Rómaveldi]].<ref name="Ring, Trudy 1996">{{cite book|author=Ring, Trudy, Robert M. Salkin and Sharon La Boda|year=1996|chapter=Cyrene (Gebel Akhdar, Libya)|title=International Dictionary of Historic Places, Volume 4: Middle East and Africa|publisher=Fitzroy Dearborn Publishers|location=Chicago and London}}</ref> Á 1. öld f.o.t. varð Kýrenæka hluti af rómverska skattlandinu [[Krít og Kýrenæka]]. Múslimar lögðu landið undir sig um miðja 7. öld og gerðu Barke að höfuðborg. Ítalar lögðu Kýrenæku undir sig í [[Trípólístríðið|Trípólístríðinu]] 1911. Árið 1919 var landið gert að ítalskri nýlendu. Árið 1934 voru ítölsku nýlendurnar [[Trípólítana]], Kýrenæka og [[Fezzan]] sameinaðar í eina nýlendu sem var nefnd Líbía. Þar fóru fram harðir bardagar í [[síðari heimsstyrjöld]] og eftir stríð fóru Bretar með völd þar til 1951 þegar [[Konungsríkið Líbía]] var stofnað. == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} [[Flokkur:Saga Líbíu]] [[Flokkur:Grískar nýlendur]] 7k6qojxwg9wn41cmuw6k85thwirtlhv 1890045 1890044 2024-12-03T13:27:51Z Akigka 183 1890045 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Arkesilas_Painter_-_Arkesilas_supervising_the_silphion_trade_-_Paris_BnF_CabMed_189_-_02.jpg|thumb|[[Arkesilás 2.]] vegur silfíum til útflutnings á lakónskum vínbolla frá 6. öld f.o.t.]] '''Kýrenæka''' (úr [[gríska|grísku]]: Κυρηναϊκή ''Kyrenaike'') eftir borginni [[Kýrene]], er fornt heiti á austurhluta [[Líbía|Líbíu]]. Kýrenæka var upphaflega grísk nýlenda stofnuð um 630 af fólki frá eyjunni [[Santoríní|Þeru]]. Grikkir stofnuðu þar fimm borgir: Kýrene (sem var stærst), [[Apollónía (Kýrenæku)|Apollóníu]], Tákeira eða Arsinóe (nú [[Tocra]]), Evesperídes eða Bereníke (nú [[Benghazi]]) og [[Barke]] (nálægt núverandi [[Marj]]). Austan við borgirnar fimm var svæðið [[Marmaríka]]. Kýrenæka var helsta framleiðsluland kryddsins [[silfíum]]s sem var mjög eftirsótt í [[Rómaveldi]].<ref name="Ring, Trudy 1996">{{cite book|author=Ring, Trudy, Robert M. Salkin and Sharon La Boda|year=1996|chapter=Cyrene (Gebel Akhdar, Libya)|title=International Dictionary of Historic Places, Volume 4: Middle East and Africa|publisher=Fitzroy Dearborn Publishers|location=Chicago and London}}</ref> Á 1. öld f.o.t. varð Kýrenæka hluti af rómverska skattlandinu [[Krít og Kýrenæka]]. Múslimar lögðu landið undir sig um miðja 7. öld og gerðu Barke að höfuðborg. Ítalar lögðu Kýrenæku undir sig í [[Trípólístríðið|Trípólístríðinu]] 1911. Árið 1919 var landið gert að ítalskri nýlendu. Árið 1934 voru ítölsku nýlendurnar [[Trípólítana]], Kýrenæka og [[Fezzan]] sameinaðar í eina nýlendu sem var nefnd Líbía. Þar fóru fram harðir bardagar í [[síðari heimsstyrjöld]] og eftir stríð fóru Bretar með völd þar til 1951 þegar [[Konungsríkið Líbía]] var stofnað. == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur}} [[Flokkur:Saga Líbíu]] [[Flokkur:Grískar nýlendur]] mi0xfc9vb799f1qoi49kxv7ivjt2swi Flokkur:Alþingiskosningar 2024 14 183720 1890053 2024-12-03T14:34:33Z Leikstjórinn 74989 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Alþingiskosningar]]“ 1890053 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Alþingiskosningar]] 6d67cu8r5rcjg1nqla1cmw9zwwsgyk4 Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 0 183721 1890082 2024-12-03T20:52:05Z 82.112.65.240 Bjó til síðu með „'''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu''' er alþjóðleg knattspyrnukeppni sem skipulögð er af '''Fédération Internationale de Football Association''' eða [[FIFA]]. Keppnin var fyrst haldin árið 2000 og því næst árlega frá 2005 til 2023. Þáttökuliðin hlupu frá 6 og upp í 12 frá öllum álfusamböndum, en lið frá [[Evrópa|Evrópu]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] voru alla tíð sigursælust. Á Heimsmeistarakeppni félag...“ 1890082 wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu''' er alþjóðleg knattspyrnukeppni sem skipulögð er af '''Fédération Internationale de Football Association''' eða [[FIFA]]. Keppnin var fyrst haldin árið 2000 og því næst árlega frá 2005 til 2023. Þáttökuliðin hlupu frá 6 og upp í 12 frá öllum álfusamböndum, en lið frá [[Evrópa|Evrópu]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] voru alla tíð sigursælust. Á [[Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025|HM 2025]] verður þátttökuliðum fjölgað í 32 og keppnin eftirleiðis haldin á fjögurra ára fresti. [[Real Madrid]] er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 5 titla. Ríkjandi meistarar (2023) eru [[Manchester City]]. == Tenglar == * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025 Vefsíða FIFA] {{s|2000}} [[Flokkur:Knattspyrna]] qnt3ry9dld4qbwrkoufske8w5pxcufq 1890083 1890082 2024-12-03T21:17:56Z 82.112.65.240 1890083 wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu''' er alþjóðleg knattspyrnukeppni sem skipulögð er af '''Fédération Internationale de Football Association''' eða [[FIFA]]. Keppnin var fyrst haldin árið 2000 og því næst árlega frá 2005 til 2023. Þáttökuliðin hlupu frá 6 og upp í 12 frá öllum álfusamböndum, en lið frá [[Evrópa|Evrópu]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] voru alla tíð sigursælust. Á [[Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025|HM 2025]] verður þátttökuliðum fjölgað í 32 og keppnin eftirleiðis haldin á fjögurra ára fresti. [[Real Madrid]] er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 5 titla. Ríkjandi meistarar (2023) eru [[Manchester City]]. == Saga == Hugmyndin um alþjóðlega keppni félagsliða til að fá úr því skorið hvaða land státaði af besta liðinu er ævagömul. Þegar árið 1887 var kappleikur [[enski bikarinn|ensku bikarmeistaranna]] og [[skoski bikarinn|skosku bikarmeistaranna]] kynntur sem ''heimsmeistarakeppni'' og árin 1909 og 1911 var keppt um ''Sir Thomas Lipton bikarinn'' á [[Ítalía|Ítalíu]] með þátttöku ítalskra, enskra, [[Þýskaland|þýskra]] og [[Sviss|svissneskra]] liða. Á sjötta áratugnum stóðu knattspyrnuforkólfar í [[Venesúela]] fyrir [[Litla heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu|litlu heimsmeistarakeppninni]] þar sem evrópsk og suður-amerísk félög leiddu saman hesta sína. Sú keppni varð að mörgu leyti fyrirmyndinn að [[Intercontinental Cup]] árlegri keppni [[Meistaradeild Evrópu|Evrópumeistaranna]] og [[Copa Libertadores|Suður-Ameríkumeistaranna]] sem haldin var frá 1960 til 2004 og hlutu sigurvegararnir heimsmeistaranafnbót. Til ársins 1979 var keppt heima og heiman í úrslitaeinvíginu en frá 1980 var einn úrslitaleikur látinn nægja, sem fram fór í [[Japan]], yfirleitt í desembermánuði. == Tenglar == * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025 Vefsíða FIFA] {{s|2000}} [[Flokkur:Knattspyrna]] 95n3iexkvvw8scb6ttcg7zzxwpvqi5t 1890085 1890083 2024-12-03T21:31:37Z 82.112.65.240 1890085 wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu''' er alþjóðleg knattspyrnukeppni sem skipulögð er af '''Fédération Internationale de Football Association''' eða [[FIFA]]. Keppnin var fyrst haldin árið 2000 og því næst árlega frá 2005 til 2023. Þáttökuliðin hlupu frá 6 og upp í 12 frá öllum álfusamböndum, en lið frá [[Evrópa|Evrópu]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] voru alla tíð sigursælust. Á [[Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025|HM 2025]] verður þátttökuliðum fjölgað í 32 og keppnin eftirleiðis haldin á fjögurra ára fresti. [[Real Madrid]] er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 5 titla. Ríkjandi meistarar (2023) eru [[Manchester City]]. == Saga == Hugmyndin um alþjóðlega keppni félagsliða til að fá úr því skorið hvaða land státaði af besta liðinu er ævagömul. Þegar árið 1887 var kappleikur [[enski bikarinn|ensku bikarmeistaranna]] og [[skoski bikarinn|skosku bikarmeistaranna]] kynntur sem ''heimsmeistarakeppni'' og árin 1909 og 1911 var keppt um ''Sir Thomas Lipton bikarinn'' á [[Ítalía|Ítalíu]] með þátttöku ítalskra, enskra, [[Þýskaland|þýskra]] og [[Sviss|svissneskra]] liða.<ref>[https://thehardtackle.com/2013/west-auckland-juventus-and-the-first-world-cup/ West Auckland, Juventus And The First ‘World Cup’] The Hardtackle, 14. maí 2013.</ref> Á sjötta áratugnum stóðu knattspyrnuforkólfar í [[Venesúela]] fyrir [[Litla heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu|litlu heimsmeistarakeppninni]] þar sem evrópsk og suður-amerísk félög leiddu saman hesta sína. Sú keppni varð að mörgu leyti fyrirmyndinn að [[Intercontinental Cup]] árlegri keppni [[Meistaradeild Evrópu|Evrópumeistaranna]] og [[Copa Libertadores|Suður-Ameríkumeistaranna]] sem haldin var frá 1960 til 2004 og hlutu sigurvegararnir heimsmeistaranafnbót. Til ársins 1979 var keppt heima og heiman í úrslitaeinvíginu en frá 1980 var einn úrslitaleikur látinn nægja, sem fram fór í [[Japan]], yfirleitt í desembermánuði. == Heimildir == <references/> == Tenglar == * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025 Vefsíða FIFA] {{s|2000}} [[Flokkur:Knattspyrna]] tjqnu8v5tdu065mjsawvr3jkwp37tn7 1890088 1890085 2024-12-03T21:43:02Z 82.112.65.240 /* Saga */ 1890088 wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu''' er alþjóðleg knattspyrnukeppni sem skipulögð er af '''Fédération Internationale de Football Association''' eða [[FIFA]]. Keppnin var fyrst haldin árið 2000 og því næst árlega frá 2005 til 2023. Þáttökuliðin hlupu frá 6 og upp í 12 frá öllum álfusamböndum, en lið frá [[Evrópa|Evrópu]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] voru alla tíð sigursælust. Á [[Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025|HM 2025]] verður þátttökuliðum fjölgað í 32 og keppnin eftirleiðis haldin á fjögurra ára fresti. [[Real Madrid]] er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 5 titla. Ríkjandi meistarar (2023) eru [[Manchester City]]. == Saga == Hugmyndin um alþjóðlega keppni félagsliða til að fá úr því skorið hvaða land státaði af besta liðinu er ævagömul. Þegar árið 1887 var kappleikur [[enski bikarinn|ensku bikarmeistaranna]] og [[skoski bikarinn|skosku bikarmeistaranna]] kynntur sem ''heimsmeistarakeppni'' og árin 1909 og 1911 var keppt um ''Sir Thomas Lipton bikarinn'' á [[Ítalía|Ítalíu]] með þátttöku ítalskra, enskra, [[Þýskaland|þýskra]] og [[Sviss|svissneskra]] liða.<ref>[https://thehardtackle.com/2013/west-auckland-juventus-and-the-first-world-cup/ West Auckland, Juventus And The First ‘World Cup’] The Hardtackle, 14. maí 2013.</ref> Á sjötta áratugnum stóðu knattspyrnuforkólfar í [[Venesúela]] fyrir [[Litla heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu|litlu heimsmeistarakeppninni]] þar sem evrópsk og suður-amerísk félög leiddu saman hesta sína.<ref name=retro>[https://futbolretro.es/pequena-copa-del-mundo/ El primer torneo internacional de clubes] José Quesada á Fútbol Retro, 25. sept. 2023.</ref> Sú keppni varð að mörgu leyti fyrirmyndin að [[Intercontinental Cup]] árlegri keppni [[Meistaradeild Evrópu|Evrópumeistaranna]] og [[Copa Libertadores|Suður-Ameríkumeistaranna]] sem haldin var frá 1960 til 2004 og hlutu sigurvegararnir heimsmeistaranafnbót. Til ársins 1979 var keppt heima og heiman í úrslitaeinvíginu en frá 1980 var einn úrslitaleikur látinn nægja, sem fram fór í [[Japan]], yfirleitt í desembermánuði. == Heimildir == <references/> == Tenglar == * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025 Vefsíða FIFA] {{s|2000}} [[Flokkur:Knattspyrna]] h820f97gd3m4vrgcwzlz6x6djgq29ja 1890093 1890088 2024-12-03T22:09:28Z 82.112.65.240 /* Saga */ 1890093 wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu''' er alþjóðleg knattspyrnukeppni sem skipulögð er af '''Fédération Internationale de Football Association''' eða [[FIFA]]. Keppnin var fyrst haldin árið 2000 og því næst árlega frá 2005 til 2023. Þáttökuliðin hlupu frá 6 og upp í 12 frá öllum álfusamböndum, en lið frá [[Evrópa|Evrópu]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] voru alla tíð sigursælust. Á [[Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025|HM 2025]] verður þátttökuliðum fjölgað í 32 og keppnin eftirleiðis haldin á fjögurra ára fresti. [[Real Madrid]] er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 5 titla. Ríkjandi meistarar (2023) eru [[Manchester City]]. == Saga == Hugmyndin um alþjóðlega keppni félagsliða til að fá úr því skorið hvaða land státaði af besta liðinu er ævagömul. Þegar árið 1887 var kappleikur [[enski bikarinn|ensku bikarmeistaranna]] og [[skoski bikarinn|skosku bikarmeistaranna]] kynntur sem ''heimsmeistarakeppni'' og árin 1909 og 1911 var keppt um ''Sir Thomas Lipton bikarinn'' á [[Ítalía|Ítalíu]] með þátttöku ítalskra, enskra, [[Þýskaland|þýskra]] og [[Sviss|svissneskra]] liða.<ref>[https://thehardtackle.com/2013/west-auckland-juventus-and-the-first-world-cup/ West Auckland, Juventus And The First ‘World Cup’] The Hardtackle, 14. maí 2013.</ref> Á sjötta áratugnum stóðu knattspyrnuforkólfar í [[Venesúela]] fyrir [[Litla heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu|litlu heimsmeistarakeppninni]] þar sem evrópsk og suður-amerísk félög leiddu saman hesta sína.<ref name=retro>[https://futbolretro.es/pequena-copa-del-mundo/ El primer torneo internacional de clubes] José Quesada á Fútbol Retro, 25. sept. 2023.</ref> Sú keppni varð að mörgu leyti fyrirmyndin að [[Intercontinental Cup]] árlegri keppni [[Meistaradeild Evrópu|Evrópumeistaranna]] og [[Copa Libertadores|Suður-Ameríkumeistaranna]] sem haldin var frá 1960 til 2004 og hlutu sigurvegararnir heimsmeistaranafnbót. Til ársins 1979 var keppt heima og heiman í úrslitaeinvíginu en frá 1980 var einn úrslitaleikur látinn nægja, sem fram fór í [[Japan]], yfirleitt í desembermánuði. === Heimsmeistarakeppni undirbúin === Þegar á áttunda áratugnum fóru þær raddir að heyrast fyrir alvöru að óeðlilegt væri að krýna heimsmeistara í keppni þar sem einungis væru lið frá tveimur álfum. Ekki komst þó skriður á málið fyrr en löngu síðar. Að sögn [[Sepp Blatter]] forseta FIFA var það [[Silvio Berlusconi]] forseti [[AC Milan]] sem setti fram hugmyndina á fundi í [[New York]] árið 1993, en um þær mundir voru álfumeistarakeppnir félagsliða orðnar nokkuð traustar í sessi í öllum álfusamböndum.<ref>[https://web.archive.org/web/20200725073637/https://www.fifa.com/clubworldcup/news/blatter-the-club-world-championship-holds-promise-for-the-future-71591] ''Blatter: "The Club World Championship holds promise for the future"'' Heimasíða FIFA, 6. des. 1999.</ref> Ákveðið var á fundi í júní 1999 að fela Brasilíu að halda fyrstu heimsmeistarakeppnina síðar sama ár. Að lokum varð þó úr að fresta mótinu fram yfir áramót og var það haldið dagana 5. til 14. janúar 2000. Átta lið frá sex álfusamböndum öttu kappi. Brasilíska félagið [[Sport Club Corinthians Paulista|Corinthians]] fór með sigur af hólmi eftir sigur á löndum sínum í [[CR Vasco da Gama|Vasco da Gama]] í vítaspyrnukeppni eftir markalausan úrslitaleik.<ref>[https://web.archive.org/web/20150906092233/http://www.fifa.com/clubworldcup/matches/round=3695/match=22236/index.html] Heimasíða FIFA, leikskýrsla.</ref> == Heimildir == <references/> == Tenglar == * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025 Vefsíða FIFA] {{s|2000}} [[Flokkur:Knattspyrna]] psplbiuool1uvkfvgmju5l1qihxv4tx 1890096 1890093 2024-12-03T22:16:57Z 82.112.65.240 /* Heimsmeistarakeppni undirbúin */ 1890096 wikitext text/x-wiki '''Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu''' er alþjóðleg knattspyrnukeppni sem skipulögð er af '''Fédération Internationale de Football Association''' eða [[FIFA]]. Keppnin var fyrst haldin árið 2000 og því næst árlega frá 2005 til 2023. Þáttökuliðin hlupu frá 6 og upp í 12 frá öllum álfusamböndum, en lið frá [[Evrópa|Evrópu]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] voru alla tíð sigursælust. Á [[Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu 2025|HM 2025]] verður þátttökuliðum fjölgað í 32 og keppnin eftirleiðis haldin á fjögurra ára fresti. [[Real Madrid]] er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 5 titla. Ríkjandi meistarar (2023) eru [[Manchester City]]. == Saga == Hugmyndin um alþjóðlega keppni félagsliða til að fá úr því skorið hvaða land státaði af besta liðinu er ævagömul. Þegar árið 1887 var kappleikur [[enski bikarinn|ensku bikarmeistaranna]] og [[skoski bikarinn|skosku bikarmeistaranna]] kynntur sem ''heimsmeistarakeppni'' og árin 1909 og 1911 var keppt um ''Sir Thomas Lipton bikarinn'' á [[Ítalía|Ítalíu]] með þátttöku ítalskra, enskra, [[Þýskaland|þýskra]] og [[Sviss|svissneskra]] liða.<ref>[https://thehardtackle.com/2013/west-auckland-juventus-and-the-first-world-cup/ West Auckland, Juventus And The First ‘World Cup’] The Hardtackle, 14. maí 2013.</ref> Á sjötta áratugnum stóðu knattspyrnuforkólfar í [[Venesúela]] fyrir [[Litla heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu|litlu heimsmeistarakeppninni]] þar sem evrópsk og suður-amerísk félög leiddu saman hesta sína.<ref name=retro>[https://futbolretro.es/pequena-copa-del-mundo/ El primer torneo internacional de clubes] José Quesada á Fútbol Retro, 25. sept. 2023.</ref> Sú keppni varð að mörgu leyti fyrirmyndin að [[Intercontinental Cup]] árlegri keppni [[Meistaradeild Evrópu|Evrópumeistaranna]] og [[Copa Libertadores|Suður-Ameríkumeistaranna]] sem haldin var frá 1960 til 2004 og hlutu sigurvegararnir heimsmeistaranafnbót. Til ársins 1979 var keppt heima og heiman í úrslitaeinvíginu en frá 1980 var einn úrslitaleikur látinn nægja, sem fram fór í [[Japan]], yfirleitt í desembermánuði. === Heimsmeistarakeppni stofnsett === Þegar á áttunda áratugnum fóru þær raddir að heyrast fyrir alvöru að óeðlilegt væri að krýna heimsmeistara í keppni þar sem einungis væru lið frá tveimur álfum. Ekki komst þó skriður á málið fyrr en löngu síðar. Að sögn [[Sepp Blatter]] forseta FIFA var það [[Silvio Berlusconi]] forseti [[AC Milan]] sem setti fram hugmyndina á fundi í [[New York]] árið 1993, en um þær mundir voru álfumeistarakeppnir félagsliða orðnar nokkuð traustar í sessi í öllum álfusamböndum.<ref>[https://web.archive.org/web/20200725073637/https://www.fifa.com/clubworldcup/news/blatter-the-club-world-championship-holds-promise-for-the-future-71591] ''Blatter: "The Club World Championship holds promise for the future"'' Heimasíða FIFA, 6. des. 1999.</ref> Ákveðið var á fundi í júní 1999 að fela Brasilíu að halda fyrstu heimsmeistarakeppnina síðar sama ár. Að lokum varð þó úr að fresta mótinu fram yfir áramót og var það haldið dagana 5. til 14. janúar 2000. Átta lið frá sex álfusamböndum öttu kappi. Brasilíska félagið [[Sport Club Corinthians Paulista|Corinthians]] fór með sigur af hólmi eftir sigur á löndum sínum í [[CR Vasco da Gama|Vasco da Gama]] í vítaspyrnukeppni eftir markalausan úrslitaleik.<ref>[https://web.archive.org/web/20150906092233/http://www.fifa.com/clubworldcup/matches/round=3695/match=22236/index.html] Heimasíða FIFA, leikskýrsla.</ref> Ekki tókst að byggja á þessari byrjun. Fyrirhugað var að halda næstu heimsmeistarakeppni á [[Spánn|Spáni]] árið 2001 en horfið var frá því að halda hana vegna fjárhagsvandræða. Ekki tókst að finna gestgjafaþjóð til að skipuleggja mótið árið 2002 og féll keppnin einnig niður árin 2003 og 2004. Fyrir árið 2005 náðust samningar milli FIFA, [[UEFA]], [[CONMEBOL]] og [[Toyota]], sem verið hafði aðalstyrktaraðili Intercontinental Cup, um að sameina keppninar tvær. == Heimildir == <references/> == Tenglar == * [https://www.fifa.com/en/tournaments/mens/club-world-cup/usa-2025 Vefsíða FIFA] {{s|2000}} [[Flokkur:Knattspyrna]] dtn9a6lgh5irtetfh0cdgt3a2xplock