Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.44.0-wmf.6
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Sjónvarpið
0
838
1891894
1891890
2024-12-14T12:51:45Z
Akigka
183
1891894
wikitext
text/x-wiki
[[File:RÚV 2019 logo.svg|thumb|right|Merki RÚV.]]
'''Sjónvarpið''' (einnig kallað '''Ríkissjónvarpið''') er eina [[íslenska ríkið|ríkisrekna]] [[sjónvarpsstöð]]in á [[Ísland]] undir hatti [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpsins]] og hóf útsendingar [[30. september]] [[1966]]. Dagskrárstjóri er [[Skarphéðinn Guðmundsson]]. Sjónvarpið er gjaldfrjáls opinber sjónvarpsstöð sem er send út [[stafrænt sjónvarp|stafrænt]] á [[UHF]] til viðtöku um [[loftnet]] og á [[Veraldarvefurinn|vefnum]], en [[útvarpsgjald]] rennur til reksturs þess.<ref>{{cite web|url=https://www.skatturinn.is/einstaklingar/skattar-og-gjold/utvarpsgjald/|title=Útvarpsgjald|website=Skatturinn|accessed=14.12.2024}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.ruv.is/um-ruv/utvarpsgjaldid|title=Útvarpsgjaldið og fjármál RÚV|website=RÚV|accessed=14.12.2024}}</ref>
Sjónvarpið sendir út blandaða [[línuleg dagskrá|línulega dagskrá]], meðal annars [[fréttir]], [[veðurfréttir]], [[íþróttir]], [[barnaefni]], [[sjónvarpsþáttur|sjónvarpsþætti]] og [[kvikmynd]]ir; bæði íslenska framleiðslu og erlent efni sem oftast er [[skjáþýðing|textað]]. Þættir sem hafa hafið göngu sína í Sjónvarpinu eru meðal annars ''[[Stundin okkar]]'', ''[[Áramótaskaupið]]'', ''[[Spaugstofan]]'', ''[[Kiljan (bókmenntaþættir)|Kiljan]]'', ''[[Verbúðin]]'' og ''[[Ófærð]]''. Sjónvarpið er líka hluti af [[efnisveita|efnisveitu]] RÚV sem er aðgengileg á vef og í gegnum sérstakt app.
Ríkisútvarpið er aðili að [[Samband evrópskra sjónvarpsstöðva|Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva]] (Eurovision) og á aðild að samstarfsvettvangi norrænu ríkisstöðvanna, [[Nordvision]].
== Saga ==
=== Aðdragandi og stofnun ===
Talsverð umræða um nauðsyn þess að setja á stofn íslenskt sjónvarp hófst þegar kom fram á 7. áratug 20. aldar. [[Danska ríkisútvarpið]] hóf sjónvarpsútsendingar 1951, [[Norska ríkisútvarpið]] árið 1954 og [[Sænska ríkisútvarpið]] árið 1956. Mörgum óx í augum kostnaðurinn við að koma slíkri starfsemi á fót og óttuðust áhrifin sem það gæti haft á íslenskt menningarlíf. Fyrir stofnun Sjónvarpsins hafði [[Keflavíkursjónvarpið]] („Kanasjónvarpið“) sent út bandarískt sjónvarpsefni á Íslandi frá 1955 og náðist víða á suðvesturhorni landsins. Aðal[[fjölmiðill|fjölmiðlar]] landsins voru þá dagblöð og útvarp. Árið 1964 gaf hópur forystufólks í íslensku menningarlífi út opinbera áskorun um að lokað yrði fyrir útsendingar Keflavíkursjónvarpsins til að það skapaði ekki þrýsting á stofnun íslensks sjónvarps. Árið eftir var svo ákveðið að stofna Sjónvarpið.
Í upphafi var ráðinn hópur karlmanna til að undirbúa stofnun Sjónvarpsins. Í þessum hópi voru [[Pétur Guðfinnsson]] sem var framkvæmdastjóri, fréttamennirnir [[Magnús Bjarnfreðsson]] og [[Markús Örn Antonsson]], fréttastjórinn [[Emil Björnsson]], dagskrárgerðarmennirnir [[Tage Ammendrup]] og [[Andrés Indriðason]], og myndatökumennirnir [[Þrándur Thoroddsen]] og [[Gísli Gestsson]].<ref>{{cite journal|journal=Lesbók Morgunblaðsins|author=Emil Björnsson|title=Eins og að stökkva fram af klettum|volume=66|number=33|year=1986|pages=4-6|url=https://timarit.is/page/3305266}}</ref> Margir úr þessum fyrsta hópi sóttu sér starfsþjálfun hjá [[BBC]] og danska og sænska ríkissjónvarpinu. Stillimynd var send út reglulega frá 7. janúar árið 1966. Tilraunaútsendingar fóru fram innanhúss frá byrjun september sama ár og fyrsta útsendingin fór í loftið 30. september. Sent var út hliðrænt merki með [[PAL (myndstaðall)|PAL]]-staðlinum á [[metrabylgja|metrabylgju]].
=== Fyrstu ár ===
Þegar Sjónvarpið hóf göngu sína var aðeins sent út tvisvar í viku, á föstudögum og miðvikudögum. Smátt og smátt fjölgaði [[útsending]]ardögum og brátt var farið að senda út alla daga nema [[fimmtudagur|fimmtudaga]]. Í upphafi var send út svarthvít mynd, en útsendingar í lit hófust undir lok árs 1977. Utan útsendingatíma Sjónvarpsins var send út [[stillimynd]] frá raftækjaframleiðandanum [[Philips]] sem átti að hjálpa fólki að stilla sjónvarpstæki fyrir móttöku sjónvarpsmerkisins. Stillimyndinni fylgdi sónn sem var hrein 1 kHz [[sínusbylgja]]. Sjónvarpið fór í sumarfrí í [[júlí]] til ársins 1983 og var þá engin útsending.
Stofnun sjónvarpsins markaði upphaf [[dagskrárgerð]]ar á íslensku fyrir sjónvarp og margir nýir [[sjónvarpsþáttur|sjónvarpsþættir]] litu dagsins ljós næstu ár. Meðal íslenskra þáttaraða sem nutu vinsælda frá fyrstu árum Sjónvarpsins má nefna ''[[Munir og minjar]]'', ''[[Réttur er settur]]'', ''[[Nýjasta tækni og vísindi]]'' og ''[[Kastljós]]''. Fyrsta íslenska sjónvarpsleikritið var ''[[Romm handa Rósalind]]'' eftir [[Jökull Jakobsson|Jökul Jakobsson]]. RÚV tók þátt í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda eins og ''[[Brekkukotsannáll (kvikmynd)|Brekkukotsannáll]]'' (1973), ''[[Blóðrautt sólarlag]]'' (1977) og ''[[Paradísarheimt (kvikmynd)|Paradísarheimt]]'' (1980). Meðal fyrstu leiknu sjónvarpsþáttaraðanna voru ''[[Undir sama þaki]]'' (1977) og ''[[Þættir úr félagsheimili]]'' (1982).
Regluleg þjónusta á [[táknmál]]i hófst árið 1979 og sama ár hóf [[tónlistarmyndband]]aþátturinn ''[[Skonrokk]]'' göngu sína. Fréttaþjónusta batnaði til muna þegar erlendar fréttir fóru að berast gegnum [[gervihnöttur|gervihnött]], en það gerðist í fyrsta skipti í september árið 1981 gegnum jarðstöðina [[Skyggnir|Skyggni]] í [[Mosfellsbær|Mosfellsbæ]]. Það ár var [[Söngvakeppni sjónvarpsins]] haldin í fyrsta sinn. Árið 1986 var í fyrsta sinn [[bein útsending]] frá [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]] um gervihnött þegar Ísland tók þátt í fyrsta skipti með lagið „[[Gleðibankinn]]“.
=== Afnám einkaleyfis ===
Ríkisútvarpið hafði samkvæmt lögum [[einkaleyfi]] til útvarps- og sjónvarpsútsendinga á Íslandi. Einu undantekningarnar voru bandaríska Keflavíkurútvarpið og litlar [[kapalstöð]]var sem voru í mörgum stærri fjölbýlishúsum eftir að [[myndbandstæki]]n komu til sögunnar. Einkaleyfi RÚV var afnumið árið 1986 og sama ár hóf fyrst einkarekna [[áskriftarstöð]]in, [[Stöð 2]], útsendingar. Samkeppnin hafði mikil áhrif á rekstur og dagskrárgerð Sjónvarpsins. Frá 1. október 1987 var sent út alla daga vikunnar og árið 1992 byrjaði [[morgunsjónvarp]] með barnaefni um helgar. Árið 1991 hóf Sjónvarpið útsendingu á [[textavarp]]i.
Fyrsta [[Jóladagatal Sjónvarpsins]] var framleitt árið 1988, en svipaðir leiknir þættir höfðu lengi notið vinsælda á norrænu ríkisstöðvunum.
Árið 1998 var starfsemi Sjónvarpsins flutt í útvarpshúsið Efstaleiti úr gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Útvarpið hafði flutt þangað inn tíu árum fyrr. Árið 2011 var stillimyndin lögð niður, en utan útsendingatíma var þá send út útvarpsdagskrá [[Rás 1|Rásar 1]] með ljósmyndum og [[fréttaborði|fréttaborða]].
=== Stafrænt háskerpusjónvarp ===
Árið 2004 hóf Sjónvarpið útsendingu á [[breiðband]]i með [[IPTV]]-staðlinum á dreifikerfum [[Síminn|Símans]] og [[Vodafone Iceland]]. Árið 2007 hófust útsendingar um gervihnött sem voru aðallega hugsaðar fyrir skip á Íslandsmiðum, en þeim var hætt árið 2014. Það ár hóf Sjónvarpið að senda út [[háskerpusjónvarp]] í drefikerfi Vodafone. Árið 2013 hóf Sjónvarpið útsendingar á aukarásinni RÚV Íþróttir sem seinna fékk nafnið RÚV 2. Aukarásin er einkum til að senda út lengri íþróttaviðburði, fréttir með táknmálstúlkun og fleira efni til hliðar við hina eiginlegu dagskrá Sjónvarpsins. Árið 2015 var hætt að senda út hliðrænt sjónvarpsmerki.<ref>{{vefheimild|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/sjonvarp-einungis-sent-ut-stafraent|titill=Sjónvarp einungis sent út stafrænt|dags=1. febrúar 2015|vefsíða=Ríkisútvarpið}}</ref> Frá 2012 var hægt að sækja eldra sjónvarpsefni á vef Ríkisútvarpsins (Sarpurinn) og árið 2017 kom RÚV appið út þar sem er hægt að horfa á línulega dagskrá og skoða eldra efni með [[snjalltæki|snjalltækjum]].
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://ruv.is Vefur Ríkisútvarpsins]
{{Leiklistarsamband Íslands}}
[[Flokkur:Íslenskar sjónvarpsstöðvar]]
{{s|1966}}
0uvooohouyxmcif9d4dbd4qa8xxwdso
Jón Gnarr
0
6349
1891915
1891486
2024-12-14T17:40:57Z
TKSnaevarr
53243
/* Besti flokkurinn */
1891915
wikitext
text/x-wiki
{{heimildir vantar}}
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Jón Gnarr
| mynd = Jon-gnarr-2011-ffm-104.jpg
| myndatexti1 = Jón Gnarr árið 2011.
| titill = Borgarstjóri Reykjavíkur
| stjórnartíð_start = [[15. júní]] [[2010]]
| stjórnartíð_end = [[16. júní]] [[2014]]
| forveri = [[Hanna Birna Kristjánsdóttir]]
| eftirmaður = [[Dagur B. Eggertsson]]
| fæðingarnafn = Jón Gunnar Kristinsson
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1967|1|2}}
| fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]]i
| starf = Leikari, stjórnmálamaður
| stjórnmálaflokkur = [[Besti flokkurinn]] (2009–2014)<br>[[Björt framtíð]] (2012–2015)<br>[[Samfylkingin]] (2017–2024)<br>[[Viðreisn]] (2024–)
| maki = Jóga Jóhannsdóttir
| börn = 5
| háskóli = [[Listaháskóli Íslands]]
| SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]]
| SS1_frá1 = 2010
| SS1_til1 = 2014
| SS1_flokkur1 = Besti flokkurinn
| AÞ_CV = 1520
| AÞ_frá1 = 2024
| AÞ_til1 =
| AÞ_kjördæmi1 = [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]]
| AÞ_flokkur1 = Viðreisn
}}
'''Jón Gnarr''' (áður '''Jón Gunnar Kristinsson'''; f. [[2. janúar]] [[1967]]) er [[leikari]], [[útvarp]]smaður, [[list]]amaður og stjórnmálamaður. Jón var [[borgarstjóri Reykjavíkur]] fyrir hönd [[Besti flokkurinn|Besta flokksins]] á árunum 2010–2014. Hann var kjörinn á Alþingi fyrir [[Viðreisn]] árið 2024.
== Æviágrip ==
Foreldrar Jóns voru komin af léttasta skeiði þegar þau eignuðust hann og er hann langyngstur barna þeirra. Faðir Jóns var lögreglumaður í yfir 40 ár og [[kommúnismi|kommúnisti]]. Var samband þeirra erfitt.
Jón var greindur með þroskaskerðingu sem barn og var um tíma á barna- og unglingageðdeild. Hann hefur verið greindur með [[athyglisbrestur|athyglisbrest með ofvirkni]] og [[lesblinda|lesblindu]]. Á unglingsárum gekk hann undir nafninu Jónsi pönk og var undir áhrifum frá [[anarkismi|anarkisma]] og [[pönk]]-hljómsveitinni Crass.
Jón hefur unnið sem verkamaður í [[Volvo]]verksmiðjunum í [[Gautaborg]], sem leigubílstjóri, á [[Kópavogshæli]] og [[Kleppur|Kleppi]]. Hann er með [[meirapróf]].
Jón Gnarr á að baki farsælan feril sem leikari, [[listamaður]] og [[grínisti]]. Hann sá um [[útvarpsþáttur|útvarpsþáttinn]] ''[[Tvíhöfði (tvíeyki)|Tvíhöfða]]'' á [[X-ið|X-inu]], [[Radíó (Útvarpsstöð)|Radíó]], [[Radíó X]] og [[Rás 2]] ásamt [[Sigurjón Kjartansson|Sigurjóni Kjartansyni]]. Þar áður stjórnaði hann öðrum útvarpsþætti, ''[[Heimsendi (útvarpsþáttur)|Heimsenda]]'' á [[Rás 2]] árið [[1994]]. Árin 1995–1996 var hann ásamt Sigurjóni Kjartansyni með innskot í þættinum Dagsljós á [[RÚV]] sem hét ''Hegðun, atferli og framkoma''.<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/237546/</ref>
Árið 1998 var hann með uppistandssýninguna [[Ég var einu sinni nörd]] og árið 2018 hélt hann upp á 20 ára afmæli þess með uppistandi í Eldborg í Hörpu.
Jón hefur leikið í ýmsum [[sjónvarpsþáttur|sjónvarpsþáttum]] svo sem ''[[Limbó (sjónvarpsþættir)|Limbó]]'', ''[[Fóstbræður (sjónvarpsþættir)|Fóstbræðrum]]'', ''[[Næturvaktin]]ni'', ''[[Dagvaktin]]ni'' og ''[[Fangavaktin]]ni'' auk ýmissa [[kvikmynd]]a, til dæmis ''[[Maður eins og ég]]'' og ''[[Íslenski draumurinn]]''.
==Stjórnmálaferill==
=== Besti flokkurinn ===
[[Mynd:Jón Gnarr, mayor of Reykjavik dressed in drag at the head of the Gay Pride 2010 march through downtown Reykjavik.jpg|thumb|Jón á Gay pride árið 2010.]]
Árið [[2009]] stofnaði Jón [[Besti Flokkurinn|Besta flokkinn]], sem bauð fram í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2010|borgarstjórnarkosningunum 29. maí 2010]] í Reykjavík og fékk flokkurinn 6 af 15 borgarstjórnarfulltrúum kjörna. Fljótlega ákváð flokkurinn að ganga til viðræðna við Samfylkinguna um meirihluta, sem og varð. Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík á fundi nýrrar borgarstjórnar 15. júní 2010 og sat út tímabilið. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningum 2014.
=== Forsetaframboð ===
Í [[janúar]] [[2016]] var Jón mikið í umræðunni um mögulega forsetaframbjóðendur í [[Forsetakosningar á Íslandi 2016|forsetakosningum 2016]] en [[16. janúar]] tilkynnti hann að hann ætlaði ekki í framboð.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/01/15/jon_gnarr_ekki_i_forsetann/|title=Jón Gnarr ekki í forsetaframboð|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-02}}</ref>
Fyrir [[Forsetakosningar á Íslandi 2024|forsetakosningarnar 2024]] var Jón aftur mikið í umræðunni og [[5. janúar]] sagði hann í viðtali að hann útilokaði ekkert.<ref>{{Cite web|url=https://www.mannlif.is/frettir/innlent/jon-gnarr-utilokar-ekki-forsetaframbod-hef-bara-ekki-haft-hofudplass-i-miklar-paelingar/|title=Jón Gnarr útilokar ekki forsetaframboð: „Hef bara ekki haft höfuðpláss í miklar pælingar“ -|last=Gunnarsson|first=Björgvin|date=2024-01-05|website=Mannlíf.is|language=is|access-date=2024-04-02}}</ref> [[12. febrúar]] greindi Jón frá því að hann væri alvarlega að íhuga framboð.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242528696d/i-hugar-for-seta-fram-bod-af-al-voru|title=Íhugar forsetaframboð af alvöru - Vísir|last=Pétursson|first=Vésteinn Örn|date=2024-12-02|website=visir.is|language=is|access-date=2024-04-02}}</ref> [[22. mars]] sagði Jón í þættinum [[Vikan með Gísla Marteini]] að það væri meiri líkur en minni að hann færi í framboð.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/03/22/jon_gnarr_ihugar_ad_bjoda_sig_fram/|title=Jón Gnarr íhugar að bjóða sig fram|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-02}}</ref> [[2. apríl]] [[2024]] tilkynnti Jón framboð til forseta Íslands í myndbandstilkynningu á samfélagsmiðlum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242551168d/jon-gnarr-aetlar-a-bessa-stadi|title=Jón Gnarr ætlar á Bessastaði - Vísir|last=Stefánsson|first=Jón Þór|date=2024-02-04|website=visir.is|language=is|access-date=2024-04-02}}</ref>
Jón hlaut 10,1% fylgi og endaði í 4. sæti frambjóðenda.
===Þingferill===
Jón bauð sig fram í 2. sæti í [[Reykjavíkurkjördæmi suður]] fyrir [[Viðreisn]] í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 2024]] og komst á þing en fylgið í kjördæminu var 17,7%.
== Ritferill ==
Jón hefur gefið út nokkrar sjálfsævisögulegar bækur, þar á meðal ''Indíánann, Sjóræningjann'' og ''Útlagann'' þar sem hann talar meðal annars um erfiða reynslu úr héraðskólanum á [[Núpur (Dýrafirði)|Núpi]] í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]].<ref>http://www.ruv.is/frett/svona-missir-folk-vitid</ref>
Árið 2014 gaf hann út bók á ensku; ''Gnarr! How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World''. Árið 2021 kom út bókin ''Óorð: Bókin um vond íslensk orð''.
== Menntun ==
Jón er með MFA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Sem útskriftarverkefni flutti Jón [https://www.lhi.is/en/node/15430?fbclid=IwAR074zc5enImoYa43Y4O5ftmrxifT9_mfUKRdk9ox0MS1lPlgLSAk8n3mjY Konungsbókarútgáfu Völuspár] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20240125220241/https://www.lhi.is/en/node/15430?fbclid=IwAR074zc5enImoYa43Y4O5ftmrxifT9_mfUKRdk9ox0MS1lPlgLSAk8n3mjY |date=2024-01-25 }} við frumsamið lag.
== Einkalíf ==
Jón er giftur Jógu Gnarr Jóhannsdóttur. Þau eiga 5 börn.
== Eitt og annað ==
* Árið [[2005]] fékk Jón nafni sínu breytt í [[þjóðskrá]] úr Jóni Gunnari í Jón Gnarr. Hann hefur kallað sig Gnarr frá barnæsku. Nafnið er stytting á nafninu Gunnar. Sama ár létu börn hans einnig breyta millinafni sínu í Gnarr.
== Leikaraferill ==
{| class="wikitable"
|- style="background:#ccc; text-align:center;"
! colspan="4" style="background: LightSteelBlue;" | Kvikmyndir
|- style="background:#ccc; text-align:center;"
! Ár
! Kvikmynd
! Hlutverk
! Athugasemdir
|-
| 1997
| ''[[Blossi/810551]]''
| Brjálaður útvarpshlustandi
|
|-
| 2000
| ''[[Íslenski draumurinn]]''
| Valli
|
|-
| rowspan="2"| 2002
| ''[[Í skóm drekans]]''
| Hann sjálfur
|
|-
| ''[[Maður eins og ég]]''
| Júlli
|
|-
| 2003
| ''Karamellumyndin''
|
| Stuttmynd
|-
| rowspan="2"| 2004
| ''Með mann á bakinu''
| J-n
| Stuttmynd<br /> Tilnefnd til [[Edduverðlaunin|Edduverðlauna]] fyrir [[handrit ársins]]<br /> Einnig leikstjóri og handritshöfundur
|-
| ''[[Pönkið og Fræbbblarnir]]''
| Hann sjálfur
|
|-
| 2007
| ''[[Astrópía]]''
| Ögmundur
|
|-
| 2008
| ''[[Stóra planið]]''
| Ráðgjafi
| Senum var eytt
|-
| 2009
| ''[[Bjarnfreðarson]]''
| [[Georg Bjarnfreðarson]]
| Einnig framleiðandi og handritshöfundur ásamt fleirum
|-
| 2010
| ''[[Gnarr]]''
| Hann sjálfur
| Heimildarmynd um stjórnmálaferil hans. Frumsýnd 12. nóvember 2010.
|-
| 2018
| [[Kona fer í stríð|''Kona fer í stríð'']]
| Forseti lýðveldisins Íslands
|
|-
| 2019
| [[Þorsti (Kvikmynd)|''Þorsti'']]
| Leigubílstjóri
|
|-
| 2020
| [[Gullregn (Kvikmynd)|''Gullregn'']]
| Hjalti Pétur
|
|-
| 2021
| [[Leynilögga]]
| Forsætisráðherra
|
|-
|- style="background:#ccc; text-align:center;"
! colspan="4" style="background: LightSteelBlue;" | Sjónvarp
|- style="background:#ccc; text-align:center;"
! Ár !! Titill !! Hlutverk !! Athugasemdir
|-
| 1993
| ''[[Limbó (sjónvarpsþættir)|Limbó]]''
| Ýmsir
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
1 þáttur
|-
| 1994–1996
| [[Tvíhöfði (tvíeyki)|Tvíhöfði]]
| Ýmsir
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
12 þættir
|-
| 1999
| ''[[Enn ein stöðin (4. þáttaröð)|Enn ein stöðin]]''
| Hann sjálfur
| Einn þáttur
|-
| 1997–2001
| ''[[Fóstbræður (sjónvarpsþættir)|Fóstbræður]]''
| Ýmsir
| Hlaut [[Edduverðlaunin]] fyrir [[Leikari ársins|leikara ársins í aðalhlutverki]] árið 2001<br /> Einnig handritshöfundur ásamt fleirum<br /> 39 þættir
|-
| rowspan="3" | 2004
| ''[[Tvíhöfði]]''
| Ýmsir
| Teiknaðir þættir<br /> Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
|-
| ''[[Áramótaskaupið 2004]]''
| Safnvörður
|
|-
| ''[[Svínasúpan]]''
| Ýmsir
|
|-
| 2006
| ''[[Áramótaskaupið 2006]]''
| Ýmsir
|
|-
| rowspan="2"| 2007
| ''[[Næturvaktin]]''
| [[Georg Bjarnfreðarson]]
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum<br /> 12 þættir
|-
| ''[[Áramótaskaupið 2007]]''
| Ýmsir
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
|-
| 2008
| ''[[Dagvaktin]]''
| [[Georg Bjarnfreðarson]]
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum<br /> 11 þættir
|-
| 2009
| ''[[Fangavaktin]]''
| [[Georg Bjarnfreðarson]]
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum<br /> 7 þættir
|-
| rowspan="2" |2016
|''[[Borgarstjórinn (sjónvarpsþættir)|Borgarstjórinn]]''
| Borgarstjórinn
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
10 þættir
|-
| [[Áramótaskaup 2016|''Áramótaskaup 2016'']]
| Ýmsir
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
Einnig leikstjóri
|-
| 2018
| [[Áramótaskaup 2018|''Áramótaskaup 2018'']]
| Ýmsir
| Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
|-
| 2020
| ''[[Eurogarðurinn]]''
| Baddi
| 8 þættir
|}
[[Mynd:Jón Gnarr á Eddunni.jpg|thumb|Jón Gnarr og [[Helga Braga Jónsdóttir|Helga Braga]] á [[Edduverðlaunin 2007|edduverðlaunahátíðinni 2007]].]]
==Bækur==
*Börn ævintýranna (1988)
*Miðnætursólborgin (1989)
*Plebbabókin (2002)
*Þankagangur (2005)
*Indjáninn (2006)
*Sjóræninginn (2012)
*How I became a mayor of a large city in Iceland and changed the world (2014)
*Útlaginn (2015)
*Þúsund kossar (2017)
*Óorð (2021)
== Viðurkenningar ==
*2010 – Visir.is, Maður ársins
*2013 – Heiðursmeðlimur [[Samtökin 78|Samtakanna 78]]
*2013 – Húmanistaviðurkenning [[Siðmennt]]ar
*2014 – LennonOno friðarverðlaun
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Tenglar ==
{{commonscat}}
* [http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2784/4398_view-803/ Ferill Jóns Gnarr á heimasíðu Reykjavíkurborgar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110703061720/http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2784/4398_view-803 |date=2011-07-03 }}
* {{imdb nafn|0323463|Jón Gnarr}}
* [http://bhs.is/ivar.gudmundsson/lim203/index.php''vefur um Jón Gnarr'',gerður af fjölmiðlatækninemum í Borgarholtsskóla]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2010/5/23/vidtal-vid-naesta-borgarstjora/ ''Viðtal við næsta borgarstjóra?''; þýðing úr Grapevine, viðtal við Jón af bloggsíðu Illuga Jökulssonar 2010] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20100525032956/http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2010/5/23/vidtal-vid-naesta-borgarstjora/ |date=2010-05-25 }}
* [http://www.ruv.is/frett/jon-gnarr-ovinsaelli-en-i-fyrra Jón Gnarr óvinsælli en í fyrra], frétt á Rúv.is 7. september 2011
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4423383 ''Jón Gnarr stofnar stjórnmálaflokk''; grein í Fréttablaðinu 2009]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3918365 ''Karlar vilja klám, konur orðaleiki''; grein í Fréttablaðinu 2006]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3034826 ''Margir halda að ég sé klikkaður''; viðtal við Jón í DV 2002]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2985673 ''Ég vil að fólk þegi og hlusti á mig''; viðtal við Jón í DV 1999]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3195876 ''Við erum mjög hæfileikaríkir menn''; grein í Helgarpóstinum 1997]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2543485 ''Konungur ævintýranna''; grein í DV 1988]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3306948 ''Síðan hef ég ekki grátið yfir ljóðum''; viðtal við Jón í Lesbók Morgunblaðsins 1988]
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Hanna Birna Kristjánsdóttir]] | titill=[[Borgarstjóri Reykjavíkur]] | frá= [[15. júní]] [[2010]] | til= [[16. júní]] [[2014]] | eftir=[[Dagur B. Eggertsson]]}}
{{S-verðlaun}}
{{S-fyrir|[[Ingvar E. Sigurðsson]]}}
{{S-titill
| titill = [[Leikari ársins|Edduverðlaunin fyrir leikara ársins í aðalhlutverki]]
| ártal = 2001
}}
{{S-eftir|[[Gunnar Eyjólfsson]]}}
{{Töfluendir}}
{{Núverandi alþingismenn}}
{{Borgarstjórar í Reykjavík}}
[[Flokkur:Borgarstjórar Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2024]]
[[Flokkur:Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Íslenskir skemmtikraftar]]
[[Flokkur:Íslenskir útvarpsmenn]]
[[Flokkur:Íslenskir uppistandarar]]
[[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]]
{{f|1967}}
fwrwemkfod9imipa248c811gwj0kawg
Sýrland
0
10894
1891909
1891698
2024-12-14T16:24:08Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Coat_of_arms_of_Syria_(2024–2024).svg fyrir [[Mynd:Coat_of_arms_of_Syria_(2024-present).svg]] (eftir [[c:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: [[:c:COM:FR#FR4|Criterion 4]] (harmonizing names of file s
1891909
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Sýrland
| nafn_á_frummáli = سُورِيَا<br>Sūriyā
| fáni = Flag of the Syrian revolution.svg
| skjaldarmerki = Coat of arms of Syria (2024-present).svg
| nafn_í_eignarfalli = Sýrlands
| þjóðsöngur = [[Humat ad-Diyar]]
| staðsetningarkort = Syria in its region (claimed).svg
| höfuðborg = [[Damaskus]]
| tungumál = [[arabíska]]
| stjórnarfar = [[lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Sýrlands|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Sýrlands|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = ''Enginn''
| nafn_leiðtoga2 = [[Mohammed al-Bashir]]
| staða =
| staða_ríkis = [[Sjálfstæði]]
| atburðir = frá [[Frakkland]]i
| dagsetningar = [[1. janúar]] [[1944]]
| flatarmál = 185.180
| stærðarsæti = 89
| hlutfall_vatns = 1,1
| mannfjöldasæti = 54
| fólksfjöldi = 25.000.000
| íbúar_á_ferkílómetra = 118,3
| mannfjöldaár = 2024
| VLF_ár = 2010
| VLF_sæti = 77
| VLF = 107,831
| VLF_á_mann = 5.040
| VLF_á_mann_sæti = 131
| VÞL = {{lækkun}} 0.473
| VÞL_ár = 2013
| VÞL_sæti = 166
| gjaldmiðill = [[sýrlenskt pund]] (SYP)
| tímabelti = [[UTC]]+2
| tld = sy
| símakóði = 963
| umferð = hægri|
}}
{{aðgreiningartengill}}
'''Sýrland''' er land í vestur-Asíu sem liggur fyrir botni [[Miðjarðarhaf]]s með landamæri að [[Líbanon]], [[Ísrael]], [[Jórdanía|Jórdaníu]], [[Írak]] og [[Tyrkland]]i. Deilt er um landamærin við Ísrael ([[Gólanhæðir]]) og Tyrkland ([[Hatay]]). Höfuðborgin, [[Damaskus]], er eitt af elstu lifandi borgarsamfélögum heims, en talið er að borgin hafi verið stofnuð um 2500 f.Kr. Nafn landsins er [[gríska|grískt]] heiti á íbúum [[Assýría|Assýríu]] og hefur oft verið notað sem samheiti yfir allt landsvæðið við [[botn Miðjarðarhafs]].
==Saga==
Í Sýrlandi hafa margar þjóðir ráðið ríkjum: Egyptar, Hittítar, Assýríumenn, Persar og Grikkir og komu Rómverjar til sögunnar á fyrstu öld fyrir Krist. Á 7. öld féll landið undir völd múslima en hafði verið kristið. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-12-12-syrlendingar-hafa-aldrei-radid-eigin-orlogum-430800 Sýrlendingar hafa aldrei ráðið eigin örlögum] Rúv, sótt 12. desember 2024</ref>
Damaskus var höfuðborg [[Úmajadar|Úmajada]] 661 til 750 þegar [[Abbasídar]] fluttu höfuðborg hins íslamska heims til [[Bagdad]]. [[Ottómanveldið]] lagði undir sig landið [[1516]] og réð til loka [[fyrri heimsstyrjöld|fyrri heimsstyrjaldarinnar]].
Nútímaríkið Sýrland var stofnað sem hluti af yfirráðasvæði [[Frakkland]]s eftir [[Fyrri heimsstyrjöld]]. [[Þjóðabandalagið]], fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna, svipti Tyrki löndum utan Tyrklands og úthlutaði Frökkum (Líbanon og) Sýrland. Bretar tóku við í [[síðari heimsstyrjöld]] eftir að Frakkland var hertekið af nasistum.
Eftir að landið fékk sjálfstæði voru herforingjauppreisnir tíðar. Um þriggja ára skeið var landið í [[Sameinaða arabalýðveldið|ríkjasambandi]] við [[Egyptaland]], 1958 til 1961.
Sýrland sagði Ísrael stríð á hendur árin 1967 í [[sex daga stríðið|sex daga stríðinu]] og [[Yom Kippur-stríðið|Jom Kippur-stríðinu]] árið 1973. Ísrael hertók þá [[Gólanhæðir]] í landinu.
[[Ba'ath-flokkurinn]] rændi völdum í landinu 1963 en pólitískur óstöðugleiki hélt áfram. Eftir [[Svarti september í Jórdaníu|Svarta september]] 1970 var [[Hafez al-Assad]] valinn þjóðarleiðtogi. Hann bældi niður uppreisnir eins og í borginni [[Hama]] árið 1982 þar sem tugúsundir voru drepin.
Sonur hans, [[Bashar al-Assad]], var kosinn eftirmaður hans án mótframboða árið [[2000]].
Hörð viðbrögð stjórnar hans við friðsamlegum mótmælum þegar [[Arabíska vorið]] hófst [[2011]] leiddu til vaxandi átaka og [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|borgarastyrjaldar]]. Bashar al-Assad var loks steypt af stóli eftir skyndisókn uppreisnarmanna í desember árið 2024. Uppreisnarhópurinn [[Hayat Tahrir al-Sham]] var í lykilhlutverki. Lauk þar með um hálfrar aldar langri stjórn Assad-fjölskyldunnar í landinu.<ref>{{Vefheimild|titill= Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi|höfundur=Eiður Þór Árnason|url=https://www.visir.is/g/20242661167d/skyndi-a-ras-i-syr-landi-batt-enda-a-24-ara-valda-tid-bashar-assad|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 8. desember 2024 |skoðað= 8. desember 2024}}</ref>
===Alþjóðastarf===
Sýrland er aðili að [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtökum hlutlausra ríkja]]. Landinu hefur verið vísað úr [[Samtök um íslamska samvinnu|Samtökum um íslamska samvinnu]]. Sýrlandi var einnig vísað úr [[Arababandalagið|Arababandalaginu]] í byrjun borgarastyrjaldarinnar en landið fékk aftur aðild að samtökunum árið 2023.
==Samfélag==
Í Sýrlandi býr fólk af mörgum þjóðarbrotum eins og [[Arabar]], [[Grikkir]], [[Armenar]], [[Assýríumenn]], [[Kúrdar]], [[Sjerkesar]], [[Mhalmítar]], [[Mandear]] og [[Tyrkir]]. Um 90% íbúa eiga [[arabíska|arabísku]] að móðurmáli og [[súnní íslam]] er ríkjandi trúarbrögð í landinu.
==Stjórnsýsluskipting==
Sýrland skiptist í 14 héruð sem aftur skiptast í 61 umdæmi.
{| border="0" cellpadding="3"
|-
! || No. || Umdæmi || Höfuðstaður
|-
| rowspan="15" |[[File:Syria, administrative divisions - Nmbrs - colored.svg|thumb|440px|Umdæmi Sýrlands]]
|-
| 1 || [[Latakíahérað|Latakia]] || [[Latakía]]
|-
| 2 || [[Idlib-hérað|Idlib]] || [[Idlib]]
|-
| 3 || [[Aleppóhérað|Aleppo]] || [[Aleppó]]
|-
| 4 || [[Ar-Raqqah-hérað|Al-Raqqah]] || [[Al-Raqqah]]
|-
| 5 || [[Al-Hasakah-hérað|Al-Hasakah]] || [[Al-Hasakah]]
|-
| 6 || [[Tartushérað|Tartus]] || [[Tartus]]
|-
| 7 || [[Hamahérað|Hama]] || [[Hama]]
|-
| 8 || [[Deir ez-Zor-hérað|Deir ez-Zor]] || [[Deir ez-Zor]]
|-
| 9 || [[Homshérað|Homs]] || [[Homs]]
|-
| 10 || [[Damaskushérað|Damaskus]] || –
|-
| 11 || [[Rif Dimashq-hérað|Rif Dimashq]] || –
|-
| 12 || [[Quneitra-hérað|Quneitra]] || [[Quneitra]]
|-
| 13 || [[Daraa-hérað|Daraa]] || [[Daraa]]
|-
| 14 || [[As-Suwayda-hérað|Al-Suwayda]] || [[Al-Suwayda]]
|}
==Landfræði==
Sýrland liggur á milli 32. og 38. breiddargráðu norður og 35. og 43. lengdargráðu austur. Landið er að mestu þurr háslétta en strönd þess við [[Miðjarðarhaf]] er mjó og sendin ræma sem liggur frá landamærum [[Tyrkland]]s í norðri að landamærum [[Líbanon]] í suðri. Mikilvæg landbúnaðarhéruð eru í norðaustri og suðri. Fljótið [[Efrat]] rennur gegnum austurhluta landsins. Sýrland er eitt þeirra landa sem eru skilgreind sem hluti af „[[vagga siðmenningar|vöggu siðmenningar]]“ við [[botn Miðjarðarhafs]]. Um þrír fjórðu hlutar landsins eru hálfþurr runnasteppa sem nær frá ströndinni að eyðimerkurfjallgörðum í austri. Fjórðungur landsins er skilgreindur sem ræktarland. Stærsta vatn landsins er manngerða miðlunarlónið [[Assadvatn]] við [[Tabqa-stíflan|Tabqa-stífluna]] í Efrat, 40 km norðan við Ar-Raqqah.
Loftslag í Sýrlandi er heitt og þurrt og vetur eru mildir þótt snjókoma þekkist á hálendinu. Olíulindir uppgötvuðust í austurhluta landsins árið 1956. Helstu olíuvinnslusvæðin eru í nágrenni [[Deir ez-Zor]] og eru framhald á olíuvinnslusvæðunum við [[Mósúl]] og [[Kirkúk]] í [[Írak]]. Eftir 1974 varð olía helsta útflutningsvara landsins.
===Náttúra===
[[Mynd:Ursus_arctos_syriacus.jpg|thumb|right|Sýrlenskur skógarbjörn (''Ursus arctos syriacus'')]]
Láglendið við strönd Sýrlands er nær alfarið ræktarland og villigróður eingöngu lágir runnar, til dæmis runnar af [[glóðarlyngsætt]]. Í suðurhlíðum fjallgarðsins sem liggur samsíða ströndinni er að finna leifar af barrskógi. [[Eik]]ur og [[runnaeik]]ur vaxa á hásléttunni þar sem þurrkar eru meiri. ''[[Pistacia palaestina]]'' vex villt á runnasteppunum og [[malurt]] vex á sléttunum. Sumir hlutar fjallsins [[Jabal al-Druze]] eru þaktir þéttu [[makkíkjarr]]i.
Í landinu er dýralíf mjög fjölbreytt þar sem samkeppni við manninn er ekki of mikil. Einkennisdýr landsins er [[sýrlenskur skógarbjörn]] sem er þó líklega útdauður í landinu. Þar má einnig finna [[fjallagasella|fjallagasellu]], [[arabíuóryx]], [[villiköttur|villiketti]], [[otur|otra]] og [[héri|héra]]. [[Kameljón]] eru algeng auk nokkurra tegunda af [[slanga|slöngum]] og [[eðla|eðlum]]. [[Miðjarðarhafsmunkselur]] finnst við ströndina. Í Sýrlandi eru fuglar á borð við [[flamengó]] og [[pelíkani|pelíkana]]. [[Gullhamstur]] lifir villtur í norðurhluta Sýrlands og er í útrýmingarhættu.
===Veðurfar===
[[Úrkoma]] er nokkuð algeng þar sem raki berst með vindum frá Miðjarðarhafinu. Mest af henni fellur milli nóvember og maí en þar sem fjallgarðurinn við ströndina grípur mest af því er dældin austan við hann tiltölulega þurr. Sunnan við fjöllin, við Damaskus og Homs, nær regnið lengra inn í landið. Ársmeðalhiti er frá 7°C í janúar að 27°C í ágúst. Á hásléttunni í austri er hár hiti á daginn á sumrin en næturfrost algengt frá nóvember og fram í mars.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Asía}}
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Sýrland]]
qb7tmt84gdvy0dj5ijmui7yt2r89lgi
Svalbarði
0
11429
1891932
1883791
2024-12-14T23:19:18Z
Akigka
183
/* Efnahagslíf */ byrjun
1891932
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði. Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins.
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
ncu9la82ud2jugt2q3qab3vvam0omi4
1891937
1891932
2024-12-14T23:25:14Z
Akigka
183
/* Efnahagslíf */
1891937
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði. Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins.
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023
Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard}}</ref>
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
13z0tcfvegp6bfyt49hacbes05amcrf
1891938
1891937
2024-12-14T23:25:38Z
Akigka
183
/* Efnahagslíf */
1891938
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði. Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins.
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023
Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref>
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
kkcgpcoksas2meec9svujnbfml9am5c
1891940
1891938
2024-12-14T23:31:34Z
Akigka
183
/* Efnahagslíf */
1891940
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins.
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023
Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref>
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
0t1p89sle8yojaju2c8uutr1l3lu1jn
1891945
1891940
2024-12-15T00:23:56Z
Akigka
183
/* Efnahagslíf */
1891945
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins. Um þriðjungur af kolaframleiðslu Norðmanna síðustu ár fór í kolaraforkuver sem sá Svalbarða fyrir raforku. Árið 2023 var raforkuverið lagt niður og raforka var eftir það framleidd með díselolíu.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/nyheter/slutt-for-kullkraftverket-i-longyearbyen--1.16601776|title=Slutt for kullkraftverket i Longyearbyen|website=NRK|date=19. október 2023}}</ref>
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023
Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref>
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
rvqr4tivwhibgo4da9sgc04jbqyaunp
1891946
1891945
2024-12-15T00:28:16Z
Akigka
183
/* Efnahagslíf */
1891946
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins. Um þriðjungur af kolaframleiðslu Norðmanna síðustu ár fór í kolaraforkuver sem sá Svalbarða fyrir raforku. Árið 2023 var raforkuverið lagt niður og raforka var eftir það framleidd með díselolíu.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/nyheter/slutt-for-kullkraftverket-i-longyearbyen--1.16601776|title=Slutt for kullkraftverket i Longyearbyen|website=NRK|date=19. október 2023}}</ref>
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023
Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref> Aukin skipaumferð vegna ferðamennsku og fiskveiða (sem hafa aukist vegna [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]) kalla á aukin umsvif leitar- og björgunarsveita sýslumannsins og [[Norska strandgæslan|Norsku strandgæslunnar]]. Í framhaldi hefur höfnin í Longyearbyen verið stækkuð. Ákveðið var að fjölga íbúðum og gistirýmum vegna ferðaþjónustu og umsvifa háskólasetursins, sérstaklega eftir [[snjóflóðið í Longyearbyen 2015]], þar sem fjögur hús eyðilögðust og tveir létust.
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
32s540wg655d2sgp9s86ge2vyvz0r70
1891947
1891946
2024-12-15T00:30:13Z
Akigka
183
/* Efnahagslíf */
1891947
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins. Um þriðjungur af kolaframleiðslu Norðmanna síðustu ár fór í kolaraforkuver sem sá Svalbarða fyrir raforku. Árið 2023 var raforkuverið lagt niður og raforka var eftir það framleidd með díselolíu.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/nyheter/slutt-for-kullkraftverket-i-longyearbyen--1.16601776|title=Slutt for kullkraftverket i Longyearbyen|website=NRK|date=19. október 2023}}</ref>
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023
Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref> Aukin skipaumferð vegna ferðamennsku og fiskveiða (sem hafa aukist vegna [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]) kalla á aukin umsvif leitar- og björgunarsveita sýslumannsins og [[Norska strandgæslan|Norsku strandgæslunnar]]. Í framhaldi hefur höfnin í Longyearbyen verið stækkuð. Ákveðið var að fjölga íbúðum og gistirýmum vegna ferðaþjónustu og umsvifa háskólasetursins eftir [[snjóflóðið í Longyearbyen 2015]] þar sem fjögur hús eyðilögðust og tveir létust.
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
k1co0353fsbi469frdmkxr3r26g5zou
1891948
1891947
2024-12-15T00:31:03Z
Akigka
183
/* Efnahagslíf */
1891948
wikitext
text/x-wiki
{{land
|nafn_á_frummáli = Svalbard
|nafn_í_eignarfalli = Svalbarða
|land=Noregs
|fáni = Flag of Norway.svg
|skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg
|staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg
|tungumál = [[norska]]
|höfuðborg = [[Longyearbyen]]
|þjóðsöngur = [[Kongesangen]]
|stjórnarfar = Noregsstjórn
|titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]]
|titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]]
|flatarmál = 61.022
|mannfjöldaár = 2020
|fólksfjöldi = 2.939
|íbúar_á_ferkílómetra = 0,04
|staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]]
|atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]]
|dagsetning1 = 9. febrúar 1920
|atburður2 = [[Svalbarðalögin]]
|dagsetning2 = 17. júlí 1925
|gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK)
|tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|tld = no
|símakóði = 47
}}
'''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref>
Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref>
Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref>
[[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.
== Heiti ==
Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref>
Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref>
== Saga ==
=== Landkönnun ===
[[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]]
Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref>
Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref>
=== Hvalveiðar ===
[[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]]
Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref>
[[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" />
Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref>
=== Pómorar ===
[[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]]
Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref>
Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna.
Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref>
=== Rannsóknarleiðangrar ===
[[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]]
Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref>
Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref>
Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/>
=== Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna ===
[[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]]
Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu.
Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref>
Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref>
Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi.
=== Síðari heimsstyrjöld ===
Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref>
Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref>
=== Samtímasaga ===
[[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]]
Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref>
Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref>
Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 />
== Landfræði ==
[[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]]
[[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]]
Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins.
Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref>
Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref>
Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref>
Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref>
=== Eyjar ===
Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð:
# [[Spitsbergen]] (37.673 km²)
# [[Nordaustlandet]] (14.443 km²)
# [[Edge-eyja]] (5074 km²)
# [[Barentseyja]] (1250 km²)
# [[Hvítey]] (682 km²)
# [[Prins Karls Forland]] (615 km²)
# [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²)
# [[Danska Eyja]]
# [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]]
== Stjórnmál ==
[[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]]
[[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref>
<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]]
Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref>
[[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref>
Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref>
[[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]]
[[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref>
== Efnahagslíf ==
Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]].
Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins. Um þriðjungur af kolaframleiðslu Norðmanna síðustu ár fór í kolaraforkuver sem sá Svalbarða fyrir raforku. Árið 2023 var raforkuverið lagt niður og raforka var eftir það framleidd með díselolíu.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/nyheter/slutt-for-kullkraftverket-i-longyearbyen--1.16601776|title=Slutt for kullkraftverket i Longyearbyen|website=NRK|date=19. október 2023}}</ref>
Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi.
Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023
Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref> Aukin skipaumferð vegna ferðamennsku og fiskveiða (sem hafa aukist vegna [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]) kalla á aukin umsvif leitar- og björgunarsveita sýslumannsins og [[Norska strandgæslan|Norsku strandgæslunnar]]. Í framhaldi hefur höfnin í Longyearbyen verið stækkuð. Ákveðið var að fjölga íbúðum og gistirýmum vegna ferðaþjónustu og umsvifa háskólasetursins eftir [[snjóflóðið í Longyearbyen 2015]] þar sem 11 hús eyðilögðust og tveir létust.
== Íbúar ==
Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/>
Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref>
[[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 />
[[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]]
Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel.
== Menning ==
[[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]]
Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk.
Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden.
Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega.
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða]
* [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska)
* [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur]
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Svalbarði| ]]
opzzy5hynq5awjao2kuqjht0dfa1xo1
Knattspyrnufélagið Fram
0
24876
1891903
1885059
2024-12-14T14:56:35Z
89.160.185.99
/* Íþróttamaður Fram */
1891903
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrir|skipið sem heimsótti norður- og suðurskaut|Fram (skip)}}
[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|thumb|200px|[[Merki Knattspyrnufélagsins Fram]]]]
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Knattspyrnufélagið Fram
| mynd = [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|130px]]
| Gælunafn = ''Framarar''
| Stofnað = 1. maí 1908
| Leikvöllur = [[Framvöllur, Úlfarsárdal]]
| Stærð = 1.650
| Stjórnarformaður = [[Sigríður Elín Guðlaugsdóttir]]
| Knattspyrnustjóri = [[Rúnar Kristinsson]] (karlalið); Óskar Smári Haraldsson (kvennalið)
| Knattsp.stj. kvk. = [[Sigríður Baxter]]
| Deild = [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Úrvalsdeild karla]]
| Tímabil = 2024
| Staðsetning = 9. sæti
| pattern_la1 = _shoulder stripes white stripes half
| pattern_b1 = _shoulder stripes white stripes
| pattern_ra1 = _shoulder stripes white stripes half
| pattern_sh1 = _adidaswhite
| pattern_so1 = _3 stripes white
| leftarm1 = 0021af
| body1 = 0021af
| rightarm1 = 0021af
| shorts1 = ffffff
| socks1 = 0021af
| pattern_la2 = _shoulder stripes blue stripes half
| pattern_b2 = _shoulder stripes blue stripes
| pattern_ra2 = _shoulder stripes blue stripes half
| pattern_sh2 = _adidasblue
| pattern_so2 = _3 stripes blue
|leftarm2=ffff00
|body2=ffff00
|rightarm2=ffff00
|shorts2=ffff00
|socks2=ffff00
}}
'''Knattspyrnufélagið Fram''', '''Fram Reykjavík''' eða einfaldlega '''Fram''' er [[Ísland|íslenskt]] íþróttafélag staðsett í [[Reykjavík]]. Félagið er eitt elsta íþróttafélag Íslands. Það var stofnað 1. maí 1908. Núverandi formaður félagsins er [[Sigríður Elín Guðlaugsdóttir]]. Fram heldur úti æfingum í [[Knattspyrna|knattspyrnu]], [[Handbolti|handbolta]], [[taekwondo]] og [[skíði|skíða]]<nowiki/>greinum. Þá er starfrækt innan félagsins [[almenningsíþróttadeild Fram|almenningsíþróttadeild]] og sérstakur hópur Framkvenna. Innan Fram hafa einnig verið starfræktar [[Körfuknattleiksdeild Fram|körfuknattleiksdeild]] og [[Blakdeild Fram|blakdeild]].
== Saga ==
=== Upphafsárin (1908 - 1928) ===
Knattspyrnufélagið Fram varð til vorið 1908 í [[Miðbær Reykjavíkur|miðbæ Reykjavíkur]]. Stofnendurnir voru nokkrir piltar á fermingaraldri eða þar um bil, sem bjuggu á svæðinu umhverfis [[Tjarnargata|Tjarnargötu]]. Einn í hópnum, [[Pétur J.H. Magnússon]], hafði fest kaup á knetti og var hann óspart notaður þá um sumarið. Fyrsta tæpa árið var knattspyrnufélag þetta afar óformlegur félagsskapur. Engin stjórn var skipuð, engin lög samin og félagið hafði ekki einu sinni fengið nafn.
Úr þessu var bætt á fyrsta formlega fundinum, þann 15. mars 1909. Þá komu piltarnir úr fótboltafélaginu í miðbænum saman á fundi, enda farið að styttast í vorið og áframhaldandi knattspyrnuæfingar. Nú var þörf á formlegri félagsskap til að safna fyrir boltakaupum, ákveða búning o.s.frv. Pétur J.H. Magnússon var kjörinn fyrsti formaður félagsins, laganefnd skipuð og samþykkt að nafn þess yrði Knattspyrnufélagið Kári, eftir [[Kári Sölmundarson|Kára Sölmundarsyni]] úr [[Njála|Njálu]].
Káranafnið var frá upphafi umdeilt og á félagsfundi nokkrum vikum síðar var því breytt í Knattspyrnufélagið Fram. Ýmsar skýringar eru mögulegar á þessu heiti. Ein er sú að nafnið standi einfaldlega fyrir atviksorðið "fram", en slík félaganöfn má t.d. finna í [[Danmörk]]u (sbr. Frem og Fremad). Önnur skýring er sú að félagið heiti eftir Fram, skipi heimskautafarans [[Fridtjof Nansen|Friðþjófs Nansens]]. Þá er ekki ólíklegt að Framarar hafi horft til nafns [[Heimastjórnarflokkurinn|Heimastjórnarfélagsins Fram]], sem var helsta bakland [[Hannes Hafstein|Hannesar Hafstein]] ráðherra.
Þegar á þessum fyrsta bókfærða fundi, miðuðu Framarar stofndag sinn við fyrsta maí 1908. Ekki er þó ljóst hvernig sú dagsetning var fengin. Um svipað leyti var [[Knattspyrnufélagið Víkingur]] stofnað á sömu slóðum. Víkingar miða stofndag sinn við 21. apríl 1908, þótt forsendur þeirrar dagsetningar séu ekki ljósar. Benda Framarar á að stofnendur Víkings hafi verið yngri en stofnendur Fram og líklega ekki fengið að vera með stóru strákunum. Gera bæði félögin því tilkall til að vera næstelsta knattspyrnufélag Reykjavíkur.
Fótboltafélag Reykjavíkur, sem síðar tók sér nafnið [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]], stóð um þessar mundir fyrir fótboltaæfingum á velli sem ruddur hafði verið vestur á [[Melarnir|Melum]]. Piltarnir í Fram fengu stundum að nota völlinn, en ekki kom þó til greina að sinni að félögin tvö mættust í kappleik á jafnréttisgrundvelli. Til þess var aldursmunurinn of mikill.
==== Upphaf Íslandsmótsins ====
Reykvískir íþróttamenn ákváðu að koma sér upp íþróttavelli, sem vera skyldi tilbúinn fyrir [[landsmót UMFÍ]] sem haldið yrði í bænum sumarið 1911. [[Íþróttasamband Reykjavíkur]] var stofnað í þessu skyni árið 1910 og var Fram meðal stofnaðila, þótt meðlimir þess væru ekki nema 14 til 17 ára gamlir.
[[Melavöllur]]inn var vígður þann ellefta júní 1911. Að því tilefni var efnt til stutts sýningarleiks milli Fram og Fótboltafélags Reykjavíkur. Þótt Fótboltafélagið tefldi fram hálfgerðu varaliði, var búist við ójöfnum leik unglinga gegn fullorðnum mönnum og munu Framarar hafa fengið loforð um að ekki yrði tekið of hart á þeim. Viðureigninni lauk óvænt með markalausu jafntefli og varð því mikil spenna fyrir fyrstu alvöru viðureign félaganna sem fara skyldi fram viku síðar á landsmóti UMFÍ.
Landsmótið var margra daga íþróttahátíð sem setti Reykjavíkurbæ á annan endann. Flestir voru áhorfendurnir þó á knattspyrnuleik Fram og Fótboltafélagsins þann sautjánda júní. Framarar fóru með sigur af hólmi í þessum fyrsta opinbera knattpspyrnuleik tveggja íslenskra félaga, 2:1. [[Friðþjófur Thorsteinsson]] skoraði bæði mörk Fram, það seinna á lokamínútunni.
Sigur Framara á landsmótinu 1911 blés félagsmönnum kapp í kinn og ákváðu þeir að stofna til Íslandsmóts sumarið eftir. Skotið var saman fyrir verðlaunagrip og auglýst eftir þátttökuliðum. [[Úrvalsdeild 1912|Fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu]] var svo haldið árið 1912 með þátttöku Fram, Vestmanneyinga og Fótboltafélagsins. Lauk því með sigri þeirra síðastnefndu.
==== Löng sigurganga ====
Þar sem Framarar höfðu stofnað til Íslandsmótsins og keypt bikarinn, litu þeir svo á að mótið væri í þeirra einkaeigu. Fram lýsti eftir þátttökuliðum, sá um skipulagninguna og hirti allan ágóðann. Þetta leiddi til deilna um mótshaldið og árin [[úrvalsdeild 1913|1913]] og [[úrvalsdeild 1914|1914]] skráðu Framarar sig einir til leiks og unnu án keppni. Lausn fékkst í málið með því að mótunum var fjölgað. KR-ingar stóðu fyrir [[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|Reykjavíkurmóti]] og síðar stofnuðu [[Knattspyrnufélagið Valur|Valsmenn]] og Víkingar sín eigin mót.
Engum blöðum var þó um að fletta hvert væri sterkasta knattspyrnulið höfuðstaðarins mestallan annan áratuginn. Leikmenn KR voru í það elsta, en Valsmenn og Víkingar enn of ungir að árum. Framarar voru hins vegar á besta aldri og höfðu yfir að búa fjölhæfum íþróttamönnum sem voru í fremstu röð í flestum keppnisgreinum.
Auk meistaratitlanna 1913 og 1914 urðu Framarar Íslandsmeistarar: [[úrvalsdeild 1915|1915]], [[úrvalsdeild 1916|1916]], [[úrvalsdeild 1917|1917]], [[úrvalsdeild 1918|1918]], [[úrvalsdeild 1921|1921]], [[úrvalsdeild 1922|1922]], [[úrvalsdeild 1923|1923]] og [[úrvalsdeild 1925|1925]]. Félagið vann því tíu af fjórtán fyrstu Íslandsmótunum. Við þætta bættust sex Reykjavíkurmeistaratitlar, auk þess sem Fram vann keppnina um [[Íslandshornið]] þrjú ár í röð 1919-21 og þar með verðlaunagripinn til eignar, en Íslandshornið var keppni sem Valur stóð fyrir.
Framarar áttu einnig stóran þátt í komu fyrsta erlenda knattspyrnuliðsins til Íslands árið 1919 þegar Danmerkurmeistararnir í [[Akademisk Boldklub]] komu í keppnisferð. Með danska liðinu lék um þær mundir Framarinn [[Samúel Thorsteinsson]].
Drottnunarstaða Fram meðal íslenskra knattspyrnuliða fékk þó skjótan endi. Leikmenn liðsins voru flestir á sama aldri og lögðu skóna á hilluna um svipað leyti. Lítil rækt hafði verið lögð við yngri flokka og því engir til að taka við. [[úrvalsdeild 1927|1927]] tapaði Fram öllum leikjum sínum á Íslandsmótinu og gat varla skrapað saman í lið. Alvarlega var rætt um að leggja félagið niður eða sameina það Víkingum. Árið [[úrvalsdeild 1928|1928]] sendi Fram svo ekki lið til keppni á Íslandsmótinu í fyrsta og eina skipti.
=== Endurreisnarárin (1928 - 1946) ===
Hvorki fyrr né síðar í sögu sinni hefur tilvera Knattspyrnufélagsins Fram staðið jafn tæp og vorið 1928. Félagið var í raun ekki starfandi, félagatalið týnt og sjóðurinn tómur. Ekki tókst að tefla fram liði á Íslandsmótinu og yngri flokkarnir voru daprir.
Við þessar óhrjálegu aðstæður kom hópur manna undir forystu [[Guðmundur Halldórsson|Guðmundar Halldórssonar]] að félaginu og reif starfið upp á nýjan leik. Meðal annars létu stjórnin hanna [[Merki Knattspyrnufélagsins Fram|merki félagsins]], sem enn er við lýði. Eitt og annað var gert til að efla Fram félagslega, s.s. hafin útgáfa félagsblaðs og þjálfun yngri flokka tekin fastari tökum.
Á [[1931-1940|fjórða áratugnum]] færðist þungamiðjan í starfsemi Fram austur á bóginn. Upphaflega var Fram miðbæjarlið, en nú voru uppeldissvæði nýrra leikmanna í götunum ofan [[Laugavegur|Laugavegar]], einkum í kringum [[Njálsgata|Njálsgötuna]]. Eftir sem áður voru öflugar Fram-nýlendur annars staðar í bænum, s.s. í [[Pólarnir|Pólunum]], kringum [[Ljósvallagata|Ljósvallagötuna]] og á [[Grímsstaðaholt]]i.
Árið 1937 föluðust Framarar eftir því að fá úthlutað landi undir eigið félagssvæði. Óskað var eftir svæðinu sunnan [[Sundhöllin í Reykjavík|Sundhallarinnar]]. Var ætlunin meðal annars að reisa fjölnota íþróttahús til knattspyrnu- og skautaiðkunar.
Þessi áform gengu ekki eftir og kom þar einkum tvennt til. Annars vegar töldu ýmsir félagsmenn brýnna að stofna [[Skíðadeild Fram|skíðadeild]] og reisa skíðaskála en að koma upp knattspyrnuvelli. Hins vegar var reiknað með því að íþróttafélögin í Reykjavík myndu koma sér upp sameiginlegu íþróttasvæði við [[Nauthólsvík]] og þörfin fyrir eigin knattspyrnuvöll yrði þá að mestu úr sögunni.
==== Ný verkefni ====
Þótt Fram styrktist jafnt og þétt félagslega allan fjórða áratuginn leið nokkur tími uns áhrifa þess tók að gæta á stigatöflunni. Frá 1929-38 hafnaði liðið aldrei ofar en í þriðja sæti á Íslandsmótinu, þar sem keppnisliðin voru yfirleitt fjögur eða fimm.
Í ljósi þessa hófstillta árangurs, kann að virðast skringilegt að Knattspyrnusamband Danmerkur skuli hafa boðið Frömurum í keppnisferð til Danmerkur í tilefni af fimmtíu ára afmæli sambandsins árið 1939. Sennilega má tengja þá ákvörðun við það hversu stóran þátt Fram átti í að taka á móti Akademisk boldklub tuttugu árum fyrr.
Hlutverk Framliðsins á afmælismóti Dananna var óljóst. Liðið var kynnt sem áheyrnarfulltrúi á [[50 ára afmælismót Danska knattspyrnusambandsins|óopinberu Norðurlandamóti í knattspyrnu]] og aldrei kallað annað en “íslenska liðið” og þannig gefið fastlega í skyn að um landslið Íslands væri að ræða. Fram keppti ekki á mótinu en lék nokkra vináttuleiki við úrvalslið danskra héraða með góðum árangri. Liðið mætti líka vel undirbúið til leiks undir stjórn þýsks [[þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla|þjálfara]], [[Hermann Lindemann|Hermanns Lindemanns]], leikmanns [[Eintracht Frankfurt]]. Stífar æfingar fyrir ferðina og meðan á henni stóð skiluðu sér óvænt í fyrsta meistaratitli Fram í fjórtán ár á [[Úrvalsdeild 1939|Íslandsmótinu 1939]].
Nokkrum mánuðum eftir að hafa unnið Íslandsmótið, tókust sumir leikmanna meistaraflokks á við nýtt hlutverk. [[Handbolti|Handknattleiksíþróttin]] hafði náð fótfestu í nokkrum skólum, s.s. í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]], [[Flensborgarskólinn í Hafnarfirði|Flensborgarskólanum]] og [[Háskóli Íslands|Háskólanum]]. Knattspyrnumenn gripu stundum í þessa skringilegu íþróttagrein á inniæfingum yfir vetrarmánuðina, en lítil alvara hafði fylgt því fálmi.
Snemma árs 1940 var hins vegar efnt til fyrsta [[N1 deild karla|Íslandsmótsins í handknattleik]]. Framarar sendu lið til keppni, þótt hluti leikmanna kynni varla reglurnar. Jafnframt var sent inn lið í 2. flokki. Þótt árangurinn yrði rýr, markaði hann upphafið að reglulegri þátttöku Fram í handknattleiksmótum. Með tímanum komst meiri festa á handboltaiðkunina, hún hætti að vera aukageta knattspyrnumanna félagsins yfir vetrarmánuðina og öðlaðist sjálfstætt líf.
Handknattleikurinn hefur þá sérstöðu meðal íslenskra flokkaíþrótta að bæði kynin hófu að iðka hann um svipað leyti. Þannig var keppt bæði í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu 1940. Til samanburðar þótti tilhugsunin um keppni í kvennaknattspyrnu fráleit á þessum árum.
[[Þráinn Sigurðsson]] formaður Fram 1943-46, var áhugasamur um að útvíkka starfsemi félagsins og knúði það í gegn að Fram kæmi sér upp kvennaflokki í handknattleik. Hugmyndin fékk blendnar undirtektir, en náði þó fram að ganga og árið 1945 sendi Fram í fyrsta sinn lið til keppni á Íslandsmóti kvenna. Fljótlega varð liðið eitt af skrautfjöðrum félagsins og hafði mjög jákvæð áhrif á starfsemi þess.
==== Félagssvæði í Skipholti ====
Draumur reykvískra íþróttamanna um alhliða æfinga- og keppnissvæði í Fossvogi fauk út í buskann þegar Ísland var hernumið og [[Reykjavíkurflugvöllur|alþjóðlegum flugvelli]] var komið fyrir í [[Vatnsmýri]]nni. Í kjölfarið varð ljóst að þörfin á félagssvæði Fram var orðin knýjandi.
Stjórnendur félagsins leituðu ýmissa lausna við vandanum, s.s. að falast eftir kaupum á Hálogalandi, íþróttahúsi hernámsliðsins. Þá var sótt um lóð á svokölluðum Mómýrarbletti, þar sem [[Glímufélagið Ármann|Ármann]] var síðar til húsa.
Vorið 1945 skipti Reykjavíkurbær skyndilega um skoðun varðandi Mómýrarblettinn. Vilyrðið sem fengist hafði var tekið til baka, en þess í stað bauð bærinn upp á lóð í gömlu grjótnámi fyrir neðan [[Stýrimannaskólinn|Stýrimannaskólann]], við [[Skipholt]]. Tilboðinu var tekið og framkvæmdir hófust af kappi innan fáeinna daga.
Þann tuttugasta ágúst sama ár vígðu Framarar nýjan malarvöll sinn við Skipholt. Fram varð þar með fyrsta Reykjavíkurfélagið til að eignast eigin völl. Skömmu síðar var hafist handa við byggingu félagsheimilis Fram á svæðinu.
=== Árin við Stýrimannaskólann (1946 - 1972) ===
Það leið ekki á löngu uns Framarar fóru að njóta ávaxtanna af nýja vellinum. Sumrin 1946-48 lék liðið undir stjórn skosks þjálfara, [[James McCrae]], sem stýrði Frömurum til Íslandsmeistaratitils tvö fyrri árin.
Sumarið 1946 var sérlega eftirminnilegt. Eftir Danmerkurferðina 1939 hafði staðið til að Framarar tækju á móti [[Danmörk|dönskum]] knattspyrnuflokki sumarið 1940. Allar slíkar heimsóknir lágu niðri á stríðsárunum, en að því loknu tóku Framarar upp þráðinn á ný. Nú höfðu forsendur hins vegar breyst. Ísland var orðið lýðveldi og danska knattspyrnusambandið bauð fram landslið sitt.
Ekki þótti við hæfi að félagslið sæi eitt um að skipuleggja fyrsta landsleik hins unga ríkis. Varð því úr að Fram og Knattspyrnuráð Reykjavíkur stóðu saman að komu Dananna og skiptu með sér kostnaði og tekjum. Danska liðið keppti þrjá leiki í ferðinni: gegn íslenska landsliðinu, Fram og Reykjavíkurúrvalinu.
Meistaratitlarnir [[Úrvalsdeild 1946|1946]] og [[Úrvalsdeild 1947|1947]] mörkuðu ekki upphafið að nýju stórveldistímabili. Framarar urðu næst [[Úrvalsdeild 1962|Íslandsmeistarar í knattspyrnu árið 1962]]. Vaxtarbroddurinn var hins vegar í yngri flokkunum sem voru mjög sigursælir á sjötta áratugnum. Iðkendurnir voru líka geysimargir og nutu Framarar þar legu sinnar. Fjölmenn hverfi voru að byggjast upp í Reykjavík norðanverðri, s.s. í [[Laugarnes]]i og [[Vogahverfi|Vogunum]]. Sátu Framarar lengi vel einir að þeim krakkaskara.
==== Stórveldi í handbolta ====
Árið [[Handknattleiksárið 1949-50|1950]] urðu Framarar Íslandmeistar í bæði karla- og kvennaflokki í [[Handknattleikur|handknattleik]]. Sigur karlaliðsins var óvæntur og sló ekki tóninn fyrir frekari afrek í bráð. Kvennaliðið hafði hins vegar verið í mikilli sókn árin á undan. Frá 1950 til 1954 urðu Framstúlkur Íslandsmeistarar í öll fimm skiptin. Við það bættust nokkrir meistaratitlar í utanhússhandbolta, en sú keppnisgrein var í talsverðum metum á þessum árum, þótt keppni í henni hafi lagst af í seinni tíð. Þessari fyrstu gullöld handknattleikskvenna í Fram lauk skyndilega um miðjan [[1951-1960|sjötta áratuginn]], þegar öflugir leikmenn settu skóna á hilluna.
Um það leyti sem vegur kvennaliðsins fór að fara minnkandi, byrjuðu karlarnir að rétta úr kútnum fyrir alvöru. Frampiltum var spáð góðum árangri á Íslandsmótinu 1959, en enduðu í fallsæti. Sigur í annarri deild [[Handknattleiksárið 1959-60|árið eftir]] var aldrei í hættu og við tók tímabil tveggja turna í íslenskum karlahandbolta.
Fram og [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]] deildu á milli sín öllum [[N1 deild karla|Íslandsmeistaratitlum]] frá 1959 til 1972. Þar af unnu Framarar sjö sinnum ([[Handknattleiksárið 1961-62|1962]], 1963, 1964, 1967, [[Handknattleiksárið 1967-68|1968]], 1970 og [[Handknattleiksárið 1971-72|1972]]). Oftar en ekki voru viðureignir þessara liða hinir eiginlegu úrslitaleikir um meistaratitilinn. Landslið Íslands var sömuleiðis borið uppi af leikmönnum úr Fram og FH.
Árið 1962 varð Fram fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í Evrópumóti í flokkaíþrótt. Þá kepptu Framarar við dönsku meistarana í [[Skovbakken]] frá [[Árósar|Árósum]] og töpuðu 28:27 í framlengdri viðureign. Leikið var í [[Danmörk]]u, enda var íþróttahús [[herstöðin á Miðnesheiði|bandaríska hersins á Miðnesheiði]] eini löglegi handknattleiksvöllur á Íslandi.
Úr þessu var bætt í desember 1965, þegar [[Íþróttahöllin í Laugardal|Laugardalshöllin]] var tekin í notkun og aðalheimkynni handknattleiksmanna færðust úr Hálogalandi. Í trausti þess að húsið yrði tilbúið í tíma, höfðu Framarar samið um að taka á móti [[Tékkóslóvakía|tékkneskum]] handboltaflokki, [[Baník Karviná]]. Þegar líða tók að komudegi vöknuðu menn upp við vondan draum, þar sem mikil smíðavinna var eftir. Sá [[Karl Benediktsson]], þjálfari Framliðsins, þá um að skipuleggja vinnu Framara og handknattleiksmanna úr öðrum liðum. Unnið var nótt við nýtan dag og tókst að ljúka verkinu sama dag og Tékkarnir mættu. Var viðureign Reykjavíkurúrvalsins og Karviná vígsluleikur hallarinnar.
==== Landþrengsli í grjótnáminu ====
Þegar malarvöllur Framara var tekinn í notkun haustið 1945 var hann talinn sá besti í bænum. Vellinum hrakaði hins vegar mjög sumarið 1948 þegar hann var notaður sem geymslusvæði fyrir [[síld]] sem mokað var upp í [[Hvalfjörður|Hvalfirðinum]] sama sumar. Það leið því ekki á löngu uns Framarar fóru að svipast um eftir nýju framtíðarfélagssvæði, þar sem unnt yrði að koma upp grasvöllum.
Fljótlega beindist athyglin að [[Kringlumýri]]nni og á fimmtíu ára afmæli Fram, vorið 1958, tilkynnti [[Gunnar Thoroddsen]] [[borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjóri]] að Reykjavíkurbær hefði samþykkt að afhenda Frömurum landspildu við [[Safamýri]]. Þegar til átti að taka reyndist þó erfitt að innheimta loforðið. Það tók embættismenn bæjarins mörg ár að mæla út lóðamörkin og enn lengri tíma að ráðast í nauðsynlega jarðvegsvinnu.
[[Álftamýrarskóli]] tók til starfa árið 1964 og fór þá loks að þokast eitthvað áleiðis í málum Fram. Árið 1969 var lokið framkvæmdum við íþróttahús skólans ásamt búningsaðstöðu og um svipað leyti var útbúinn malarvöllur. Framarar hófu þegar að nýta húsið og völlinn. Í nokkur misseri var Fram í raun starfrækt á tveimur stöðum: í Safamýri og við Skipholt, en eftir að brotist var inn í félagsheimilið í Skipholti á árinu 1972 og innanstokksmunir lagðir í rúst, var ákveðið að skilja endanlega við gömlu grjótnámuna.
=== Framkvæmdatímar (1972 – 1994) ===
Árið 1972 var viðburðaríkt hjá Frömurum. Auk þess að flytja úr Skipholti í Safamýri, urðu karlalið félagsins Íslandsmeistarar í bæði handbolta og [[1. deild karla í knattspyrnu 1972|fótbolta]]. Tæpur aldarfjórðungur átti eftir að líða uns Framarar urðu næst Íslandsmeistarar karla í handbolta og þótt knattspyrnumennirnir þyrftu ekki að bíða jafn lengi, voru ekki síður blikur á lofti á þeim bænum.
Á [[1951-1960|sjötta áratugnum]] og í upphafi þess [[1961-1970|sjöunda]] voru Framarar stórveldi í yngri flokkunum í knattspyrnu. Iðkendur voru margir og til þess tekið hversu vel væri haldið utan um unglingastarfið. Með tímanum tók að fjara undan þessu. Nýbyggingarhverfin sem séð höfðu Fram fyrir stríðum straumi drengja urðu grónari og börnunum fækkaði. Á sama tíma fór unglingastarfið að eflast hjá öðrum félögum sem jafnframt eignuðust betri félagssvæði með grasvöllum og félagsaðstöðu. Frá 1968 til 1980 vannst aðeins einn Íslandsmeistaratitill í yngri flokkum, í þriðja flokki pilta 1972.
Þessi þróun olli forráðamönnum Fram áhyggjum. Niðurstaða þeirra var sú að forgangsmál væri að koma upp [[Tónabær|félagsheimili]]. Byrjað hafði verið að teikna slíkt mannvirki þegar árið 1965. Ráðist var í framkvæmdir við húsið árið 1973 og var lokið við fyrri áfanga þess tveimur árum síðar. Í húsinu voru búningsklefar og lágmarks skrifstofu- og félagsaðstaða, en ákveðið var að láta stækkun heimilisins bíða betri tíma. Um svipað leyti voru sett upp [[flóðljós]] á malarvellinum.
==== Bikarliðið Fram ====
Þótt yngri flokkarnir ættu erfitt uppdráttar á [[1971-1980|áttunda áratugnum]], var karlaliðið í knattspyrnu á betra róli. Liðið var yfirleitt um miðja deild og hafnaði í öðru sæti árin 1975 og 1976. Fram tók nokkrum sinnum þátt í Evrópukeppnum, án þess þó að komast áfram úr fyrstu umferð. Minnisstæðastir voru leikirnir við [[Günter Netzer]] og félaga hans í spænska stórliðinu [[Real Madrid]] haustið 1974.
Í [[VISA-bikar karla|bikarkeppni KSÍ]] áttu Framarar velgengni að fagna. Félagið hafði fyrst orðið bikarmeistari árið 1970, en fyrstu árin var bikarkeppnin heldur lágt skrifað haustmót sem fram fór á Melavelli að Íslandsmótinu loknu. Fram varð bikarmeistari 1973, 1979 og 1980. Í tvö seinni skiptin eftir sigurmörk á lokamínútunum.
==== Óvelkominn kvennaflokkur ====
Sumarið 1968 var efnt til knattspyrnuleiks milli handknattleiksstúlkna úr Fram og [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], sem vakti nokkra athygli og ruddi brautina fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Fyrsti opinberi kvennaknattspyrnuleikurinn á Íslandi fór svo fram árið 1970. Það var stuttur sýningarleikur milli Reykjavíkur og Keflavíkur á undan karlalandsleik við Norðmenn á [[Laugardalsvöllur|Laugardalsvelli]].
Fyrsta Íslandsmót kvenna innanhúss var haldið 1971 og sumarið 1972 hófst [[Pepsideild kvenna|Íslandsmót kvenna]] utandyra. Keppnisliðin voru flest skipuð stúlkum sem æfðu handknattleik á veturna. [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH-ingar]] voru með öflugasta liðið á þessum fyrstu árum, en Fram veitti þeim einna harðasta keppni. Eftir dapurt gengi sumarið 1979, ákvað stjórn knattspyrnudeildar að senda ekki lið til keppni sumarið 1980. Sú ákvörðun var tekin í óþökk leikmanna liðsins. Ástæðan var fyrst og fremst sú að forráðamenn deildarinnar töldu að nógu mikið álag væri á æfingarvellina, þótt kvennaliðið bættist ekki við.
Þegar kvennaflokkurinn var lagður niður, gengu leikmennirnir til liðs við önnur félög, s.s. [[Breiðablik UBK|Breiðablik]] og KR. Í þeim hópi voru konur sem áttu eftir að vinna fjölda titla og leika [[kvennalandslið Íslands í knattspyrnu|fyrir Íslands hönd]]. Strax ári síðar skiptu Framarar um skoðun og reyndu að endurvekja kvennaflokkinn. Hann náði hins vegar aldrei fyrri styrk, uns hann lognaðist útaf árið 1993.
==== Nýir menn í brúnni ====
Í byrjun [[1981-1990|níunda áratugarins]] urðu mikil umskipti í rekstri knattspyrnudeildar Fram. Nýir menn settust í stjórn og mynduðu hóp sem átti eftir að bera deildina uppi næstu árin. [[Halldór B. Jónsson]] var formaður knattspyrnudeildarinnar frá 1981 til 1993 og átti hvað stærstan þátt í þessum breytingum.
Aðstaða knattspyrnumanna félagsins snarbatnaði á þessum árum. Sumarið 1983 fjölgaði grasvöllunum úr einum í tvo. Árið áður var ákveðið að ráðast í stækkun félagsheimilisins í stað þess að hefja byggingu íþróttahúss. Olli sú ákvörðun raunar talsverðum deilum og óánægju innanhússíþróttamanna.
Unglingastarfið var stóreflt. Knattspyrnuskóli var stofnaður fyrir yngstu iðkendurna árið 1980 og var það nýjung. Þá naut félagið góðs af nálegðinni við nýja miðbæinn sem var að byggjast upp í [[Kringlumýri]]. [[strætisvagn|Strætisvagnasamgöngur]] voru prýðisgóðar og því gat Fram dregið til sín stóra hópa iðkenda úr fjarlægum hverfum, ekki hvað síst úr [[Breiðholt]]i, þar sem [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] og [[Leiknir Reykjavík|Leiknir]] áttu erfitt uppdráttar.
Í meistaraflokki urðu sömuleiðis breytingar. Árin 1982-83 var þjálfari Framliðsins [[Pólland|Pólverjinn]], [[Andrzej Strejlau]]. Þótt liðið félli niður um deild fyrra árið, héldu stjórnendur félagsins tryggð við Strejlau sem fór með það beint aftur upp úr annarri deildinni. Á þessum tveimur árum lagði sá pólski mikilvægar undirstöður að hinu sigursæla Framliði níunda áratugarins.
==== Gullöld Ásgeirs Elíassonar ====
[[Ásgeir Elíasson]] tók við Frömurum fyrir sumarið 1985 og þjálfaði í sjö ár samfleytt. Í allt var Ásgeir þjálfari Fram í tólf ár, lengst allra sem gegnt hafa starfinu. Framlið níunda áratugarins var eitt hið öflugasta í íslenskri knattspyrnusögu. Það sigraði í bikarkeppni [[KSÍ]] árin 1985, 1987 og 1989. Íslandmeistaratitillinn kom í hlut Framara [[1. deild karla í knattspyrnu 1986|1986]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1988|1988]] og [[1. deild karla í knattspyrnu 1990|1990]].
Árangur Framara í Evrópukeppnum var sömuleiðis eftirtektarverður á köflum. Má þar nefna 3:0 heimasigur á sænsku bikarmeisturunum í [[Djurgårdens IF]] haustið 1990 og naumt 1:2 tap gegn spænska liðinu [[FC Barcelona|Barcelona]] sama ár. Árið eftir féllu Framarar svo úr leik í Evrópukeppni meistaraliða eftir tvö jafntefli gegn [[Panathinaikos]].
Eftir leikina við gríska liðið sneri Ásgeir Elíasson sér að þjálfun íslenska landsliðsins. Við tók tímabil óstöðugleika og tíðra þjálfaraskipta. Um svipað leyti varð talsverð endurnýjun í stjórn knattspyrnudeildar. Halldór B. Jónsson lét af formennsku árið 1993 og við tóku mörg mögur ár.
==== Handboltakarlar á fallanda fæti ====
Íslandsmeistaralið Fram í karlaflokki í handbolta 1972 var firnasterkt. Hafði það t.a.m. á að skipa fjórum af burðarásum íslenska landsliðsins, þeim Axel Axelssyni, Björgvin Björgvinssyni, Sigurði Einarssyni og [[Sigurbergur Sigsteinsson|Sigurbergi Sigsteinssyni]]. Framtíðin virtist sömuleiðis björt, enda margir efnilegir leikmenn í herbúðum Framara og aðstöðumál félagsins búin að snarbatna með tilkomu íþróttahúss Álftamýrarskóla.
Yfirburðatímar Fram og [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]] reyndust hins vegar á enda runnir. Ný félög, [[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]] og [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]] voru á uppleið. Hafnfirðingar héldu sínu en Framarar urðu að láta undan síga. Eftir því sem leið á [[1971-1980|áttunda áratuginn]] færðist Framliðið niður töfluna, uns árviss fallbarátta varð raunin. Vorið [[handknattleiksárið 1982-83|1983]] féllu Framarar loks niður í aðra deild, í annað sinn í sögunni.
Eftir tveggja ára dvöl í annarri deild lék Fram á ný meðal þeirra bestu veturinn 1985-86. Næstu árin einkenndust af fallbaráttu, skamma dvöl í annarri deild og svo enn meira fallströgl, uns Framarar féllu í fjórða sinn vorið 1993. Í það skipið var fjárhagur handknattleiksdeildarinnar orðinn afar bágur og aðstöðuleysið félaginu fjötur um fót, á sama tíma og önnur Reykjavíkurlið gátu státað af heimavöllum í eigin íþróttahúsum.
==== Sigursæll kvennaflokkur ====
Eftir Íslandsmeistaratitlana fimm í byrjun sjötta áratugarins leið nokkur tími uns handknattleiksstúlkurnar í Fram náðu að blanda sér í titilbaráttu. Árið 1970 tókst liðinu að rjúfa sigurgöngu [[Knattspyrnufélagið Valur|Valskvenna]] og við tók langt tímabil í íslenskum kvennahandknattleik þar sem Fram og Valur höfðu algjöra yfirburði.
Af 21 Íslandsmeistaratitli sem í boði var frá 1970 til 1990 unnu Framstúlkur fjórtán. ([[handknattleiksárið 1969-70|1970]], [[handknattleiksárið 1973-74|1974]], [[handknattleiksárið 1975-76|1976]], [[handknattleiksárið 1976-77|1977]], [[handknattleiksárið 1977-78|1978]], [[handknattleiksárið 1978-79|1979]], [[handknattleiksárið 1979-80|1980]], [[handknattleiksárið 1983-84|1984]], [[handknattleiksárið 1984-85|1985]], [[handknattleiksárið 1985-86|1986]], [[handknattleiksárið 1986-87|1987]], [[handknattleiksárið 1987-88|1988]], [[handknattleiksárið 1988-89|1989]] og [[handknattleiksárið 1989-90|1990]].) Stofnað var til [[bikarkeppni HSÍ (konur)|bikarkeppni í kvennaflokki]] árið 1976 og urðu Framarar fljótt sigursælasta lið þeirrar keppni frá upphafi.
Handknattleikskonur Fram voru um árabil helsta skrautfjöður félagsins. Ekki taldi handknattleiksfólk félagsins þó nóg að gert í aðstöðumálum. Á árunum í kringum 1980 var hart deilt innan Fram um hvort setja skyldi í forgang stækkun félagsheimilisins eða hefja framkvæmdir við íþróttahús. Félagsheimilið varð ofan á og talsverður tími átti eftir að líða uns íþróttahússmálið varð til lykta leitt.
Þegar það loks gerðist hafði inniíþróttadeildum Fram raunar fækkað um tvær. [[Körfuknattleiksdeild Fram|Körfuknattleikur]] var tekinn upp í Fram árið 1970, en lognaðist út af 1987. [[Blakdeild Fram|Blakdeild]] starfaði frá 1978 til 1991. Þótt ýmsir samverkandi þættir skýri dauða þessara deilda, átti aðstöðuleysið þar ótvírætt stóran hlut að máli.
==== Framarar í Eldborgargili ====
Þegar á [[1931-1940|fjórða áratugnum]] var samþykkt á aðalfundi Fram að félagið reyndi að koma sér upp skíðaskála. Um árabil voru starfræktar nefndir til að vinna að þessu markmiði en lítið varð úr framkvæmdum. Árið 1972 var rykið dustað af þessum áformum. Skíðadeild Fram var stofnuð sama ár. Formaður hennar var [[Steinn Guðmundsson]].
Hin unga skíðadeild kom sér fyrir í [[Eldborgargil]]i í [[Bláfjöll]]um. Á næstu árum átti talsverð uppbygging sér stað á skíðasvæði félagsins, sem náði hámarki árið 1990 þegar nýr og glæsilegur skíðaskáli var tekinn í notkun.
Starfsemi skíðadeildar Fram hefur alla tíð staðið í tengslum við árferði. Deildin hefur fyrst og fremst snúist um barna- og unglingastarf, en minna verið um afreksfólk í fullorðinsflokki.
=== Óviss framtíð (1994 - ) ===
Knattspyrnufélagið Fram stóð á krossgötum vorið 1994. Nýtt íþróttahús var tekið í notkun í Safamýrinni, það fyrsta sem félagið hafði haft til eigin umráða í sögu sinni. Húsið var reist í formannstíð [[Alfreð Þorsteinsson|Alfreðs Þorsteinssonar]] og var staðfesting þess að Fram teldi nánustu framtíð sína liggja í [[Háaleiti og Bústaðir|Háaleitis- og Bústaðahverfi]], en miklar vangaveltur höfðu verið uppi um mögulega flutninga félagsins í austurbyggðir Reykjavíkur.
Með nýrri stjórn var horfið frá hugmyndum um mögulega flutninga eða sameingu Fram við önnur félög, þess í stað var leitast við að byggja upp félagið á Safamýrarsvæðinu. Tók sú hugmyndavinna á sig óvenjulegar myndir, t.d. var velt upp þeim kosti að selja mestallt félagssvæðið undir framlengingu á verslunarmiðstöðinni [[Kringlan|Kringlunni]], en koma fyrir keppnisvelli á þaki hennar.
Um það leyti sem handknattleiksfólk í Fram fékk eigið hús til umráða, rýrnaði félagsaðstaða Framara þegar [[Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur|Íþrótta- og tómstundaráð]] tók félagsheimilið á leigu undir félagsmiðstöðina [[Tónabær|Tónabæ]]. Í kjölfarið komu Framarar sér upp nýrri félagsaðstöðu í tengslum við íþróttahúsið, sem og gervigrasvelli ásamt búningsklefum. Gervigrasvöllurinn var loks tekinn í notkun árið 2006 og mátti félagssvæði Fram í Safamýri þá teljast tilbúið.
==== Nokkur mögur ár ====
Frömurum var snögglega kippt niður á jörðina eftir brotthvarf [[Ásgeir Elíasson|Ásgeirs Elíassonar]]. Í stað þess að berjast um meistaratitla og vinna afrek í Evrópukeppni, hafnaði liðið næstu árin um eða fyrir neðan miðja deild. [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1995|Sumarið 1995]] máttu Framarar svo sætta sig við neðsta sætið og fall í fyrsta sinn í þrettán ár. Á sama tíma fóru skuldir knattspyrnudeildarinnar jafnt og þétt vaxandi.
Ásgeir Elíasson sneri aftur í Safamýrina og leiddi liðið á ný upp í efstu deild, þar sem hann stýrði því næstu þrjú árin. Á þeim tíma var ráðist í nýstárlega rekstrartilraun. Stofnað var félag um rekstur meistaraflokks og talsverðu hlutafé safnað, sem mynda skyldi höfuðstól til að standa vörð um fjárhaginn. Raunin varð sú að öllu fénu var brennt upp á mettíma og verulegum skuldum safnað til viðbótar, án þess að nokkur árangur næðist á vellinum.
Frá 1998 til 2004 áttu Framarar í harðri fallbaráttu á hverju einasta sumri, þar sem liðið bjargaði sér yfirleitt frá falli í síðustu umferð oft með ótrúlegum hætti. Tímabilið einkenndist af miklum óstöðugleika. [[Þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla|Þjálfarar]] voru látnir fara nánast á hverju ári og miklar breytingar urðu á leikmannahópnum frá ári til árs. [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2005|Haustið 2005]] varð fallið ekki umflúið og næsta sumar lék fram í [[1. deild karla|næst efstu deild]] í fjórða sinn í sögunni.
==== Þorvaldarárin og bikarmeistaratitill ====
Eftir skamma dvöl í næst efstu deild tóku Framarar upp fyrri iðju og voru nærri því að falla [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2007|haustið 2007]] og í kjölfarið lét þjálfarinn [[Ólafur Þórðarson]] af störfum. Í hans stað var ráðinn [[Þorvaldur Örlygsson]], sem vakið hafði athygli fyrir árangur sinn með sterkt en varnarsinnað lið [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Fjarðabyggðar]].
Á fyrstu tveimur árum Þorvaldar, sumrin [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|2008]] og [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2009|2009]] náðist besti árangur liðsins um árabil. Fyrst þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og þar með þátttökuréttur í Evrópukeppni í fyrsta sinn í fjöldamörg ár og því næst fjórða sætið í deildinni auk þess sem liðið komst í úrlitaleik bikarkeppninnar en tapaði í vítaspyrnukeppni.
Eftir þessa góðu byrjun tók heldur að síga á ógæfuhliðina. [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2010|sumarið 2010]] lentu Framarar í fimmta sæti en næstu þrjú sumur þar á eftir varð niðurstaðan fallbarátta. Á miðju [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2013|sumri 2013]] sagði Þorvaldur starfi sínu lausu og [[Ríkharður Daðason]] tók við keflinu. Undir hans stjórn urðu Framarar [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarmeistarar]] eftir sigur á [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni]] í úrslitaleik. Var það fyrsti stóri titill Framliðsins í meistaraflokki í knattspyrnu frá árinu 1990.
Sumarið 2010 urðu þau tímamót hjá félaginu að teflt var fram meistaraflokksliði kvenna í fyrsta sinn frá árinu 1993. Framstúlkur hófu keppni í næstefstu deild og komust skömmu síðar í umspilsleiki um sæti í úrvalsdeild. Ekki tókst að fylgja eftir góðri byrjun og fyrir sumarið 2017 virtist þátttaka Fram á Íslandsmótinu í uppnámi. Úr varð að tefla fram sameiginlegu liði með [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]] og tryggði hið sameinaða líð sér sigur í þriðju efstu deild, þegar í fyrstu tilraun.
==== Viðspyrna í handknattleiknum ====
Handknattleiksdeild Fram gekk í gegnum erfið ár í byrjun [[1991-2000|tíunda áratugarins]]. Rekstur karlaliða meistaraflokka í íþróttinni varð stöðugt dýrari. Erlendir leikmenn urðu algengari og íslenskir leikmenn gerðu í auknum mæli kröfur um greiðslur. Ár frá ári reyndist Frömurum því erfiðara að standa í sterkustu liðunum.
Karlalið Fram lék í annarri deild í þrjú keppnistímabil, frá 1993 til 1996. Á árinu 1994 var nýtt íþróttahús félagsins í Safamýri tekið í notkun og þar með gjörbreyttust rekstrarforsendur deildarinnar. Haustið 1995 var [[Guðmundur Þórður Guðmundsson|Guðmundur Þ. Guðmundsson]] ráðinn þjálfari karlaliðsins og leiddi það upp í efstu deild í fyrstu tilraun, ekki hvað síst fyrir tilstyrk rússneska línumannsins [[Oleg Titov|Olegs Titovs]].
Undir stjórn Guðmundar komst karlalið Fram í fremstu röð í íslenskum handbolta í fyrsta sinn í fjöldamörg ár. Liðið lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 1998 en beið lægri hlut. Árið eftir unnu Framarar [[Bikarkeppni HSÍ (karlar)|bikarmeistaratitil]] eftir sigur á [[Stjarnan|Stjörnunni]].
Næstu ár á eftir var Framliðið í hópi sterkari liða og komst undantekningarlítið í fyrstu eða aðra umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins, án þess þó að gera verulegar atlögur að tiltlinum.
==== Óvæntir meistaratitlar ====
Frá aldamótum hefur karlalið Fram haldið stöðu sinni meðal bestu handknattleiksliða landsins, þó án þess að vera nokkru sinni taldir sigurstranglegastir. Tveir Íslandsmeistaratitlar unnust þó á tímabilinu, þeir fyrstu frá [[Handknattleiksárið 1971-72|1972]].
[[Handknattleiksárið 2012-13|Veturinn 2005-06]] tók Guðmundur Þ. Guðmundsson við þjálfun Framliðsins á nýjan leik. Liði Hauka, sem sigrað hafði þrjú undanfarin ár, var spáð titilinum. Leikið var með nýju keppnisfyrirkomulagi. Úrslitakeppnin var aflögð en þess í stað keppt í einni fjórtán liða deild. Framarar náðu góðu forskoti með mikilli sigurgöngu fyrri hluta vetrar, sem andstæðingunum tókst ekki að vinna upp. Var meistaratitllinn tryggður með stórsigri á botnliði Víkings/Fjölnis í lokaumferðinni í Safamýri.
Tíundi Íslandsmeistaratitill Framara í karlaflokki vannst svo [[Handknattleiksárið 2012-13|2013]]. Sem fyrr voru Haukar taldir sigurstranglegir í mótsbyrjun, en því spáð að Framliðið þyrfti að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Eftir slaka byrjun sóttu Framarar í sig veðrið og náðu að lokum þriðja sæti í deildinni. Í úrslitakeppninni voru Hafnarfjarðarliðin lögð að velli og vannst meistaratitillinn í fjórða leik í einvígi við Hauka.
==== Löng bið í kvennaflokki ====
Árið 1990 unnu Framstúlkur tvöfalt í meistaraflokki í handknattleik. Það reyndist hins vegar síðasti Íslandsmeistaratitill flokksins í meira en tvo áratugi. Um nokkurra ára skeið áttu Framstúlkur í fullu tré við önnur sterkustu lið landsins. [[Bikarkeppni HSÍ (konur)|Bikarkeppni HSÍ]] vannst t.a.m. árin 1995 og 1999.
Eftir það var sem botninn dytti úr kvennaboltanum. Ár eftir ár tefldu Framarar fram ungum og reynslulitlum liðum sem oftast nær enduðu við botn deildarinnar. Yngri flokkar félagsins voru hins vegar sterkir allan tímann. Það skilaði sér að lokum í sterku meistaraflokksliði sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu 2008 og lék til úrslita á árunum 2009 til 2012, auk þess að verða bikarmeistari í tvígang. Eftir að hafa mátt sætta sig við silfurverðlaun á Íslandsmótinu fimm ár í röð hlutu Framstúlkur sinn tuttugasta Íslandsmeistaratitil eftir sigur á [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni]] vorið 2013.
==== Nýjar félagsdeildir ====
Árið 2003 varð Fram fyrsta Reykjavíkurfélagið til að stofna sérstaka [[almenningsíþróttadeild Fram|almenningsíþróttadeild]]. Deildin hafði þá raunar starfað óformlega í tengslum við félagið um langs árabil eða frá árinu 1995. Almenningsíþróttadeildin stendur fyrir ýmiskonar líkamsrækt og leikfimi fyrir íbúa á starfsvæði Fram, auk þess að skipuleggja íþróttaskóla fyrir börn.
Tækvondódeild Fram var stofnuð árið 2005 og hefur frá upphafi haft allnokkurn fjölda iðkenda.
== Formenn Knattspyrnufélagsins Fram ==
{{col-begin}}{{col-3}}
* 1909-10 [[Pétur J.H. Magnússon]]
* 1910 [[Arreboe Clausen]]
* 1910 [[Gunnar Halldórsson]]
* 1910-11 [[Pétur J.H. Magnússon]]
* 1911-13 [[Arreboe Clausen]]
* 1913-14 [[Pétur J.H. Magnússon]]
* 1914-15 [[Gunnar Thorsteinsson]]
* 1915-17 [[Pétur J.H. Magnússon]]
* 1917-19 [[Arreboe Clausen]]
* 1919-20 [[Friðþjófur Thorsteinsson]]
* 1920-28 [[Tryggvi Magnússon (íþróttamaður)|Tryggvi Magnússon]]
* 1928-29 [[Stefán A. Pálsson]]
* 1929-35 [[Ólafur Kalstað Þorvarðsson]]
* 1935 [[Friðþjófur Thorsteinsson]]
* 1935-37 [[Lúðvík Þorgeirsson]]
{{col-3}}
* 1937-38 [[Guðmundur Halldórsson]]
* 1938-39 [[Jón Magnússon (formaður Fram)|Jón Magnússon]]
* 1939-42 [[Ragnar Lárusson]]
* 1942-43 [[Ólafur Halldórsson (f. 1913)|Ólafur Halldórsson]]
* 1943-46 [[Þráinn Sigurðsson]]
* 1946-47 [[Guðmundur Halldórsson]]
* 1947-48 [[Þráinn Sigurðsson]]
* 1948-49 [[Jón Þórðarson (formaður Fram)|Jón Þórðarson]]
* 1949-50 [[Gunnar Nielsen]]
* 1950-51 [[Guðni Magnússon]]
* 1951-52 [[Sigurbergur Elísson]]
* 1952-53 [[Gunnar Nielsen]]
* 1953-54 [[Sigurður Halldórsson]]
* 1954-55 [[Jörundur Þorsteinsson (formaður Fram)|Jörundur Þorsteinsson]]
* 1955-60 [[Haraldur Steinþórsson]]
{{col-3}}
* 1960-61 [[Jón Magnússon (formaður Fram)|Jón Magnússon]]
* 1961-64 [[Sigurður E. Jónsson]]
* 1964-65 [[Jón Þórðarson (formaður Fram)|Jón Þórðarson]]
* 1965-72 [[Jón Þorláksson (formaður Fram)|Jón Þorláksson]]
* 1972-76 [[Alfreð Þorsteinsson]]
* 1976-78 [[Steinn Guðmundsson]]
* 1978-86 [[Hilmar Guðlaugsson]]
* 1986-89 [[Birgir Lúðvíksson]]
* 1989-94 [[Alfreð Þorsteinsson]]
* 1994-00 [[Sveinn Andri Sveinsson]]
* 2000-07 [[Guðmundur B. Ólafsson]]
* 2007-10 [[Steinar Þór Guðgeirsson]]
* 2010-12 [[Kjartan Þór Ragnarsson]]
* 2012-16 [[Ólafur I. Arnarsson]]
* 2016-23 [[Sigurður Ingi Tómasson]]
* 20123- [[Sigríður Elín Guðlaugsdóttir]]
{{col-end}}
== Íþróttamaður Fram ==
Á hundrað ára afmæli Knattspyrnufélagsins Fram var stofnað til viðurkenningarinnar ''Íþróttamaður Fram'' sem veittur er í lok hvers árs þeim íþróttamanni félagsins sem telst hafa náð bestum árangri á árinu. Verðlaunahafar frá upphafi:
{{col-begin}}{{col-2}}
* 2008 [[Björgvin Páll Gústavsson]], handknattleikur
* 2009 [[Stella Sigurðardóttir]], handknattleikur
* 2010 [[Karen Knútsdóttir]], handknattleikur
* 2011 [[Ögmundur Kristinsson]], knattspyrna
* 2012 Stella Sigurðardóttir, handknattleikur
* 2013 [[Jóhann Gunnar Einarsson]], handknattleikur
* 2014 [[Sigurbjörg Jóhannsdóttir]], handknattleikur
* 2015 [[Arnar Freyr Arnarsson]], handknattleikur
* 2016 [[Steinunn Björnsdóttir]], handknattleikur
{{col-2}}
* 2017 [[Guðrún Ósk Maríasdóttir]], handknattleikur
* 2018 Steinunn Björnsdóttir, handknattleikur
* 2019 Steinunn Björnsdóttir, handknattleikur
* 2020 [[Ragnheiður Júlíusdóttir]], handknattleikur
* 2021 [[Ólafur Íshólm Ólafsson]], knattspyrna
* 2022 Karen Knútsdóttir, handknattleikur
* 2023 [[Þórey Rósa Stefánsdóttir]], handknattleikur
* 2024 [[Alda Ólafsdóttir]], knattspyrna
{{col-end}}
== Titlar ==
=== [[Knattspyrna]] ===
==== Karlaflokkur ====
* '''[[Landsbankadeild karla|Íslandsmeistarar]]: 18'''
** [[Úrvalsdeild 1913|1913]], [[Úrvalsdeild 1914|1914]], [[Úrvalsdeild 1915|1915]], [[Úrvalsdeild 1916|1916]], [[Úrvalsdeild 1917|1917]], [[Úrvalsdeild 1918|1918]], [[Úrvalsdeild 1921|1921]], [[Úrvalsdeild 1922|1923]], [[Úrvalsdeild 1925|1925]], [[Úrvalsdeild 1939|1939]], [[Úrvalsdeild 1946|1946]], [[Úrvalsdeild 1947|1947]], [[Úrvalsdeild 1962|1962]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1972|1972]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1986|1986]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1988|1988]] og [[1. deild karla í knattspyrnu 1990|1990]]
* '''[[VISA-bikar karla|Bikarmeistarar]]: 8'''
** 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989 og 2013
* '''[[Meistarakeppni KSÍ]]: 6'''
** 1971, 1974, 1981, 1985, 1987 og 1989
* '''[[Reykjavíkurmótið í knattspyrnu|Reykjavíkurmeistarar]]: 28'''
** 1915, 1917, 1919, 1920, 1921, 1922, 1947, 1949, 1950, 1957, 1961, 1964, 1970, 1971, 1972, 1973, 1977, 1983, 1985, 1986, 1992, 1993, 1998, 2003, 2006, 2012, 2014 og 2023
* '''[[Íslandshornið]]''' (aflagt): '''3'''
** 1919, 1920 og 1921 (til eignar)
* '''Íslandsmeistarar innanhúss: 6'''
** 1975, 1987, 1988, 1990, 1991 og 2002
==== Kvennaflokkur ====
* '''Íslandsmeistarar innanhúss: 1'''
** 1974
=== [[Handknattleikur]] ===
==== Karlaflokkur ====
* '''[[N1 deild karla|Íslandsmeistarar]]: 10'''
** [[Handknattleiksárið 1949-50|1950]], [[Handknattleiksárið 1961-62|1962]], [[Handknattleiksárið 1962-63|1963]], [[Handknattleiksárið 1963-64|1964]], [[Handknattleiksárið 1965-66|1966]], [[Handknattleiksárið 1966-67|1967]], [[Handknattleiksárið 1969-70|1970]], [[Handknattleiksárið 1971-72|1972]], [[Handknattleiksárið 2005-06|2006]] og [[Handknattleiksárið 2012-13|2013]]
* '''[[Bikarkeppni HSÍ (karlar)|Bikarmeistarar]]: 1'''
** [[Handknattleiksárið 1999-00|2000]]
* '''Deildarbikarmeistarar: 1'''
** [[Handknattleiksárið 2007-08|2008]]
* '''Íslandsmeistarar utanhúss''' (aflagt): '''2'''
** [[Handknattleiksárið 1949-50|1950]] og [[Handknattleiksárið 1979-80|1980]]
==== Kvennaflokkur ====
* '''[[Úrvalsdeild kvenna í handknattleik|Íslandsmeistarar]]: 23'''
** [[Handknattleiksárið 1949-50|1950]], [[Handknattleiksárið 1950-51|1951]], [[Handknattleiksárið 1951-52|1952]], [[Handknattleiksárið 1952-53|1953]], [[Handknattleiksárið 1953-54|1954]], [[Handknattleiksárið 1969-70|1970]], [[Handknattleiksárið 1973-74|1974]], [[Handknattleiksárið 1975-76|1976]], [[Handknattleiksárið 1976-77|1977]], [[Handknattleiksárið 1977-78|1978]], [[Handknattleiksárið 1978-79|1979]], [[Handknattleiksárið 1979-80|1980]], [[Handknattleiksárið 1983-84|1984]], [[Handknattleiksárið 1984-85|1985]], [[Handknattleiksárið 1985-86|1986]], [[Handknattleiksárið 1986-87|1987]], [[Handknattleiksárið 1987-88|1988]], [[Handknattleiksárið 1988-89|1989]], [[Handknattleiksárið 1989-90|1990]], [[Handknattleiksárið 2012-13|2013]], [[Handknattleiksárið 2016-17|2017]], [[Handknattleiksárið 2017-18|2018]], [[Handknattleiksárið 2021-22|2022]]
* '''[[Bikarkeppni HSÍ (konur)|Bikarmeistarar]]: 16'''
** [[Handknattleiksárið 1977-78|1978]], [[Handknattleiksárið 1978-79|1979]], [[Handknattleiksárið 1979-80|1980]], [[Handknattleiksárið 1981-82|1982]], [[Handknattleiksárið 1983-84|1984]], [[Handknattleiksárið 1984-85|1985]], [[Handknattleiksárið 1985-86|1986]], [[Handknattleiksárið 1986-87|1987]], [[Handknattleiksárið 1989-90|1990]], [[Handknattleiksárið 1990-91|1991]], [[Handknattleiksárið 1994-95|1995]], [[Handknattleiksárið 1998-99|1999]], [[Handknattleiksárið 2009-10|2010]], [[Handknattleiksárið 2010-11|2011]], [[Handknattleiksárið 2017-18|2018]], [[Handknattleiksárið 2019-20|2020]]
* '''Deildarbikarmeistarar: 2'''
** [[Handknattleiksárið 2009-10|2010]], [[Handknattleiksárið 2012-13|2013]]
=== [[Körfuknattleikur]] ===
==== Karlaflokkur ====
* '''[[Bikarkeppni KKÍ (karlar)|Bikarmeistarar]]: 1'''
** 1982
* '''Reykjavíkurmeistarar 1:'''
** 1981
== Tengt efni ==
* [[Meistaraflokkur Fram í knattspyrnu kvenna]]
* [[þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla|Þjálfarar meistaraflokks Fram í knattspyrnu karla]]
* [[þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik karla|Þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik karla]]
* [[þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik kvenna|Þjálfarar meistaraflokks Fram í handknattleik kvenna]]
* [[Þátttaka Fram í Evrópukeppnum í knattspyrnu]]
{| class="wikitable" style="margin:0.5em auto; font-size:105%;{{#if:{{{noclear|}}}||clear:both;}}"
| colspan = 3 align = center | '''Titilhæsta lið í Úrvalsdeild karla í knattspyrnu'''
|-
| width = 30% align = center | Fyrir:<br />'''[[KR]]'''
| width = 40% align = center | [[Úrvalsdeild 1914|1914]] - [[Úrvalsdeild 1952|1952]]
| width = 30% align = center | Eftir:<br />'''[[KR]]'''
|-
|}
{{Leiktímabil í knattspyrnu karla}}
{{Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla}}
{{N1 deild karla}}
== Tilvísanir og heimildir ==
{{Reflist}}
* {{bókaheimild|höfundur=Sigurður Á Friðþjófsson|titill=Íþróttir í Reykjavík|útgefandi=Íþróttabandalag Reykjavíkur|ár=1994|ISBN=ISBN 9979-60-082-9}}
* {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson & Sigurður Á Friðþjófsson|titill=Knattspyrna í heila öld|útgefandi=Knattspyrnusamband Íslands|ár=1997|ISBN=ISBN 9979-60-299-6}}
* {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson|titill=Fram í 80 ár|útgefandi=Knattspyrnufélagið Fram|ár=1989}}
* {{bókaheimild|höfundur=Stefán Pálsson|titill=Frambókin - Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár|útgefandi=Knattspyrnufélagið Fram|ár=2009|ISBN=ISBN 978-9979-70-579-6}}
== Tengill ==
* [http://www.fram.is Vefsíða félagsins]
* [http://issuu.com/pallih/docs/fram_i_100_ar Frambókin - Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár]
{{Aðildarfélög ÍBR}}
{{Gæðagrein}}
{{S|1908}}
[[Flokkur:Knattspyrnufélagið Fram| ]]
[[Flokkur:Íþróttafélög í Reykjavík]]
[[Flokkur:Íslensk handknattleiksfélög|Fram]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Fram]]
q8kyv3mvs4ndad67fmfcv223w716pew
Hugræn sálfræði
0
30628
1891927
1375688
2024-12-14T20:03:46Z
Metallserge
102955
Vísindaleg_aðferð
1891927
wikitext
text/x-wiki
{{sálfræði}}
'''Hugræn sálfræði''' fjallar um sálræna þætti [[hegðun]]ar, [[hugsun]], [[rökhugsun]], ákvarðanatöku og að einhverju leyti [[hvatir]] og tilfinningalíf. Einkum er [[minni]], [[athygli]], [[upplifun|upplifanir]], [[sköpunargáfa]], birting [[þekking]]ar og verkefnalausnir skoðað.
Hugrænir [[sálfræði]]ngar nota [[Vísindaleg aðferð|vísindalegar aðferðir]] við rannsóknir sínar og hafna yfirleitt aðferðum eins og [[sjálfsskoðun]].
== Heimild ==
* {{vefheimild|url=http://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Cognitive_psychology&oldid=51171225|titill=Cognitive psychology|mánuðurskoðað=2. maí|árskoðað=2006}}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Undirgreinar sálfræði]]
hffkaht25hpffzotb4u2q2ajlmu29ri
Formúla 1
0
34674
1891925
1871715
2024-12-14T19:26:07Z
181.6.47.222
1891925
wikitext
text/x-wiki
{{NPOV|Greinin er upphaflega skrifuð sem blaðagrein og endurspeglar því skoðanir höfundar}}
[[Mynd:Mercedes W 196 mit 3-l-Motor (Fangio) 1986-08-16.jpg|thumb|Mynd af Mercedes Benz W196 sem Juan Manuel Fangio vann titilinn 1954 og 1955 með.]]
'''Formúla 1''' er ein þekktasta tegund [[kappakstur]]s í heiminum í dag. Mótaröðin fer fram á sumrin, hefst í mars og er tímabilið yfirleitt búið í desember. Formúla 1 er heimsmeistarakeppni. Kostnaður við að keppa í Formúlu 1 er gríðarlegur og er Formúlu 1-bíl oft líkt við flugvél nema hún virki öfugt, þ.e. bílnum er þrýst niður en ekki upp.
== Saga Formúlu 1 ==
=== Á árum áður ===
{{Færa málsgrein|grein=Mótorsport}}
[[Mótorsport]] er nærri því eins gamalt og mótorknúnir bílar. [[Karl Benz]] og [[Gottlieb Daimler]] uppgvötvuðu bílinn. Árið [[1885]] settu þeir fyrstu olíuknúnu vélina í gang og áður en langt um leið voru fyrstu bílarnir ræstir í [[kappakstur]].
Þó að [[bíllinn]] hafi verið fundinn upp í Þýskalandi þá fór fyrsti kappakstur sögunar fram í Frakklandi. Í þá daga var ekki ekið hring eftir hring heldur frá stað til staðar einsog tíðkast í [[ralli]] nú til dags. 1984 hélt franska dagblaðið ''[[Le Petit Journal]]'' [[Paris–Rouen (motor race)|keppni fyrir hestalausa vagna]] á leiðinni frá París til Rouen. Þetta er víða talið fyrsti mótorsport viðburðurinn.{{sfn|Gifford|page=7}}
Um [[1901]] voru bílarnir farnir að aka á 120 km/klst. Fyrsta keppnin sem fram fór á braut var árið [[1902]], það var brautin [[Circuid des Ardennes]] í Belgíu.
Fyrsti [[Grand Prix]] kappaksturinn fór fram í [[Le Mans]] í Frakklandi árið [[1906]]. Keppnina vann ungverjinn [[Ferenc Szisz]] á [[Renault]] bíl, en hann hafði verið viðgerðamaður Louis Renault í þjóðvegakeppnunum. Eknir voru margir kappakstrar með „Grand Prix“ forminu, en „Grand Prix“ var ekki notað á alþjóðavettvangi fyrr en löngu seinna.
=== Tæknisprenging milli stríða ===
Mikil tækniþróun varð í [[fyrri heimstyrjöld]]inni og á þeim tuttugu árum sem liðu fram að [[seinni heimsstyrjöldin|næstu styrjöld]]. Stærsta sprengingin varð þegar [[Fiat]] kynnti til sögunnar átta sílindra mótor sem varð svo síðar undirstaða í vélaþróun framtíðarinnar. Mörg stór skref voru tekin og var þetta aðeins af þeim. [[Grand Prix]] kappakstrar urðu einnig tíðari og Ítalska brautin [[Monza]], sem staðsett er nálægt Milano, var tekin í notkun. Enn er verið að aka á Monza í Formúlu eitt og fleiri mótaröðum. [[Monza]] var fyrsta sérsmíðaða brautin í heiminum. Nokkru síðar fleiri brautir voru byggðar, Montlhéry í útjaðri Parísar og Sitges nokkru sunnar en [[Barcelona]] á Spáni.
[[Adolf Hitler]] studdi þýska bílaframleiðendur og þýska ökumenn í kappakstri eftir að hann komst til valda árið [[1933]]. Eftir það voru Þjóðverjar mjög sterkir í kappakstri um allan heim og einokuðu sportið eftir að [[Mercedes-Benz]] og [[Auto Union]] kynntu til sögunar nýja kynslóð af keppnisökutækjum árið [[1934]]. Einokun þeirra stóð þangað til [[Bretar]] lýstu Þjóðverjum stríð á hendur [[1. september]] árið [[1939]], eða þegar Grand Prix-kappökstrunum var slegið á frest.
=== Fæðing Formúlu eitt ===
Eftir seinni heimstryrjöldina voru [[Þjóðverjar]] ekki neinu ástandi til að taka þátt í alþjóðlegum kappakstri. [[Alfa Romeo]], [[Maserati]] og [[ERA]] voru á toppnum svona rétt eftir hörmungarnar.
Nokkur ríki tóku sig til og hnipruðu saman dagatali sem átti að vera einskonar æðsta stigið í Grand Prix kappakstri, þetta var árið [[1947]]. Ári seinna var tilkynnt að mótaröðin fengi nafnið [[Formúla eitt]]. Þar yrðu gerðar nokkrar breytingar á reglum og vélareglur voru settar, vélar með forþjöppu máttu aðeins vera 1.5 lítrar en Formúla eitt bauð einnig upp á að vélar sem ekki höfðu forþjöppu mættu vera allt að 4.5 lítrar. Á meðan ítölsku og þýsku verksmiðjurnar voru ónýtar gátu önnur lönd, eins og Bandaríkin og Bretland komið sér að. Sá blómatími enskumælandi manna var ekki lengi því árið 1949 hafði ítalski markaðurinn vaxið aftur og [[Ferrari]] kom til sögunnar eftir að [[Enzo Ferrari]] hætti sem keppnisstjóri hjá [[Alfa Romeo]] liðinu. [[Ferrari]] skutust strax upp á toppinn eftir að hafa unnið sína fyrstu Grand Prix kappakstra.
Árið [[1950]] varð Formúla eitt að heimsmeistarakeppninni sem keppt er í dag. Alfa Romeo sá sér þá tækifæri til að komast aftur á toppinn þar sem þeir höfðu verið. Í keppninni átti að finna „heimsins besta ökumann”. Stig voru gefin fyrir sex útvaldar Grand Prix keppnir. Fyrsta keppnin sem fór fram undir merkjum Formúlu eitt heimsmeistarakeppninnar var haldin á [[Silverstone]].<ref>{{Cite web |date=27 May 2021 |title=Facts you may not know about Silverstone Circuit and its place on the F1 calendar |url=https://www.silverstonemuseum.co.uk/about-us/our-organisation/blog/facts-you-may-not-know-about-silverstone-circuit/ |access-date=18 May 2023 |website=Silverstone Museum |archive-date=18 May 2023 |archive-url=https://web.archive.org/web/20230518141045/https://www.silverstonemuseum.co.uk/about-us/our-organisation/blog/facts-you-may-not-know-about-silverstone-circuit/ |url-status=live }}</ref> Reyndar voru allar keppnirnar haldnar í Evrópu, fyrir utan Amerísku [[Indianapolis 500]] keppninni sem var í fyrstu á dagatalinu. Þetta fyrirkomulag hélst mestallan áratuginn eða þangað til fleiri brautir frá öðrum heimsálfum birtust á dagatölunum.
Alfa Romeo vann hvern einasta kappakstur árið [[1950]]. Og urðu ökumenn liðsins, þeir [[Giuseppe Farina]] og [[Juan Manuel Fangio]], sem börðust um titilinn það árið. Farina hafði hins vegar betur og var valinn heimsins besti ökumaður árið 1950. Fangio aftur á móti vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið [[1951]] fyrir Alfa Romeo. Alfa Romeo bíllinn hafði forþjöppu en Ferrari bíllinn, sem veitti Fangio og félögum hans mikla og harða samkeppni var án þjöppunar.
Árið eftir var yfirburða ár Ferrari. Alfa Romeo færði sig niður um deild og tók þátt í Formúlu tvö það árið. Formúla eitt hafði þá vandræði í aðsígi því Ferrari náði betri árangri en önnur lið. Maserati voru að gera plön fyrir framtíðina og [[BRM]].
Ferrari hins vegar tefldu út [[Alberto Ascari]], efnilegum Ítala. Ascari vann heimsmeistaratitilinn [[1951]] og [[1952]] fyrir Ferrari. Hann sigraði öll mótin árið 1951 og sex af sjö árið 1952. Árið [[1953]] var hans tíð á enda. Fangio var kominn aftur, nú á Maserati. Ascari tapaði miklum slag í síðasta kappakstri ársins. Fangio og Ascari voru með fremstu tvö rásstæðin í ræsingunni. Liðsfélagar kappana voru heldur ekki langt undan og skiptust fjórmenningarnir á að leiða kappaksturinn. Marimon, liðsfélagi Fangio þurfti að hætta í toppslagnum þegar hálf keppnin var búinn. Þegar Farina, liðsfélagi Ascari hjá Ferrari, gerði atlögu að fyrsta sætinu skullu þeir félagar saman og Ascari gat ekki klárað kappaksturinn. Fangio vann sinn fyrsta sigur eftir að hafa hálsbrotnað á sömu braut ári áður.
=== Fangio ===
Fangio vann 24 af 52 kappökstrum sem hann tók þátt í, sem er metið yfir hæstu vinnings prósentu ökumanns.<ref>{{Cite web|url=http://www.statsf1.com/en/statistiques/pilote/victoire/national.aspx|title=Statistics Drivers – Wins – By national GP|website=statsf1.com|language=en|access-date=2 November 2021|archive-date=14 April 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20100414040632/http://www.statsf1.com/en/statistiques/pilote/victoire/national.aspx|url-status=live}}</ref> Hann hóf ferill sinn í Argentínu, þar sem hann fæddist og vann sinn fyrsta kappakstur sem var þjóðvegakappakstur. Hann var svo sendur til Evrópu og komst í tæri við Formúlu eitt á stofndögum mótaraðarinnar. Hann varð fimm sinnum heimsmeistari árin [[1951]], [[1953]], [[1954]], [[1955]], [[1956]] og [[1957]]. Árið [[1952]] hálsbrotnaði hann og var frá allt það tímabil. Það vakti því athygli að hann vann heimsmeistaratitilinn árið 1953. Hann var fyrsti ökumaðurinn til að taka skipulagt [[viðgerðahlé]], og í þeirri keppni vann hann. Fangio lést árið [[1995]].
=== Vélarnar færðar aftur ===
[[Cooper]] liðið fór nýjar leiðir í uppbyggingu bíla sinna og skilaði það sér í sigri í Argentínu árið [[1958]] þegar [[Stirling Moss]] ók bílnum til sigurs. Cooper varð einnig heimsmestari bílasmiða árin [[1959]] og [[1960]], [[Jack Brabham]], sem ók fyrir liðið, vann einnig heimsmeistaratitla ökumanna þessi ár. Það sem var öðruvísi í Cooper-bílnum var að vélin var fyrir aftan ökumanninn en ekki fyrir framan einsog flest hin liðin höfðu hannað bíla sína.
Þeir hönnuðu bílinn með hugmyndum frá ýmsu aðilum. Gírkassinn var smíðaður eftir gírkassa úr [[Citroën]] fólksbíl, undirstaðan í fjöðrunarkerfinu var úr [[Volkswagen]] Bjöllu og stýris hlutir úr [[Triumph]]. Vélin var fengin frá [[Coventry Climax]]. Bíllinn þótti svo framúrskaranlegur að önnur lið hermdu eftir og fóru að smíða bíla sína með vélina fyrir aftan ökumanninn.
[[Lotus]] voru þeir einu sem eitthvað höfðu í Cooper. Þeir notuðu sömu vélar og Cooper og voru fjótir að grípa nýja stefnu í þróun bílanna. Lotus smíðu fyrsta bíl sinn með vélina fyrir aftan ökumanninn fyrir tímabilið [[1960]]. [[Colin Chapman]], liðsstjóri Lotus, hafði skapað sér gott orð sem mikill hugsuður og yfirleitt voru hugsanir hans langt á undan samtíð sinni. En það var meðal annars stolt hans sem kom í veg fyrir að hann hermdi eftir Cooper fyrr en raun bar vitni; Lotus hafði verið í vandræðum árin [[1958]] og [[1959]] með vélina fyrir framan. 1961 var Fergusson eini framleiðandinn með vélina frammí.<ref>{{cite web|url=http://www.gpracing.net192.com/cars/data/186.cfm|title=Ferguson P99|access-date =17 November 2007|publisher=gpracing.net|archive-url=https://web.archive.org/web/20080330231253/http://www.gpracing.net192.com/cars/data/186.cfm|archive-date=30 March 2008|url-status=dead}}</ref>
Lotus uppskar svo sinn fyrsta sigur í [[Mónakó]] [[1960]] þegar Stirling Moss vann, en aðeins tveim kappökstrum síðar braut hann bakið á sér við æfingar fyrir Belgíska kappaksturinn. Það gerði útaf við vonir Lotus mann að ná Cooper en keppinauturinn sigldi í mark einn og óáreittur. Það ár hafði Ferrari verið afskrifað sem keppinautar um titlana tvo sem í boði voru vegna undirbúnings þeirra undir næsta tímabil. Árið [[1961]] átti að breyta vélarstærðunum bílana sem ekki notuðu forþjöppu úr 2.5 lítrum niður í 1.5 lítra.
=== Jim Clark - tíminn ===
Árið [[1963]] rann upp sá dagur, loksins, sem Lotus urðu heimsmeistarar eftir langa bið. [[Jim Clark]] hafði gengið til liðs við Champman og félaga árið áður en það ár hafði Clark verið í hörku slag við [[Graham Hill]] á [[BRM]] sem tók svo titilinn á áreiðanleika bílsins.
Árið [[1963]] hins vegar hafði Lotus verið með yfirburði. Þeir unnu sjö af tíu keppnum í meistarakeppninni, í Hollenska kappakstrinum hafði Clark hringað alla keppinautana, í Frakklandi leiddi hann keppnina frá ræsingu þar til að flaggið féll og ef hann vann ekki var það vegna bilunnar í bílnum eða einhverra annarra tæknilegra vandamála.
Árið [[1964]] komust svo aftur einhverjar bilunarpöddur uppí bílnum og titillinn varð [[John Surtees]]. John hafði hafið feril sinn í mótorhjólum en hafið feril sinn í Formúlu eitt hjá Lotus, en var nú hjá Ferrari. Hann hjálpaði til við að skerpa nýju V8 vélin, og vann titilinn eftir að olíuleiðsla hjá Clark hafði gefið sig. Surtees er enn sá eini sem hefur unnið titla bæði á fjórum og tveim hjólum.
Clark og Lotus, endurskipulögðu sig fyrir árið [[1965]] sem skilaði sér því heimsmeistaratitlar bílasmiða og ökumans var í höfn í árslok. Þeir höfðu unnið sex af níu keppnum, en misstu af einni keppni til að geta keppt í [[Indianapolis 500]] kappakstrinum, sem þeir og unnu.
Formúlu eitt bílunum var gefið aflið aftur árið [[1966]] þegar leyfð var 3 lítra vélastærðir. Reglurnar um 1.5 lítra vélar voru taldar úreltar og talin var þörf á breytingum. Með þessum breytingum var gert ráð fyrir því að [[amerískir bílaframleiðendur]] gætu tekið meiri þátt í Formúlu eitt en þeir gerðu.
Japanski bílaframleiðandinn [[Honda]] hafði unnið síðasta kappaksturinn árið áður, í [[Mexíkó]] [[1965]]. Stjórnendur formúlunnar héldu að það væri forboði þess að bílaframleiðendur færu að taka virkari þátt eins og áður tíðkaðist. Það varð ekki.
[[Honda]] smíðaði mjög sterkar og kraftmiklar vélar en hönnun bílsins sjálfs var langt á eftir þeim sem gætu hugsanlega talist keppnautar. Undir lok sjöunda áratugarins þegar bílarnir fóru að þróast ennþá lengra, varð til svo djúp gjá á milli fólksbíla og kappaksturs bíla að ekki var lengur búist við því að fólksbílaframleiðendur, eins og Honda skildi koma, sjá og sigra í einni bendu.
=== Öryggið á oddinn ===
Um miðjan sjötta áratuginn hófst mikil barátta, bæði ökumanna og annarra til að koma upp órjúfanlegu öryggisneti í kappakstri um allan heim. Öryggið er ekki fullkomnað ennþá en mikið hefur gerst síðan þá.
Fyrsta skrefið var örugglega tekið eftir að [[Jackie Stewart]], sem á stóran þátt í öryggiskröfum í Formúlu eitt nú dags, lenti í hræðilegu slysi sem hefið getað kostað hann lífð einn rigningardag í Hollandi [[1966]]. Ringt getur á einum stað en sólin skinið á hinum staðnum. Þetta geriðst árið [[1966]]. Ræst var í þurru en þegar menn óku lengra eftir brautinni lentu þeir í bleytu. Átta ökumenn snerust á brautinni, meðal annarra Jackie Stewart. Bíllinn hafði oltið og þar með festist Stewart í bílnum. Hann tók eftir því að eldsneyti lak á hann og hann hugsaði með sér að ef heitt pústið kæmist í snertingu við vökvann væri allt búið. Engir brautarstarfsmenn voru á staðnum en tveir ökumenn, [[Graham Hill]] og [[Bob Bonduant]], sem þurfti að fá verkfæri hjá áhorfenda til að losa stýrið, björguðu honum. Það tók svo yfir 20 mínotur fyrir sjúkrabíl að komast á staðinn. Þetta var skólabókadæmi um hvernig hugsað var fyrir [[öryggi]] á brautinni.
[[Hjálmur|Hjálmar]] höfðu verið gerðir að skyldu árið [[1952]] og síðan þá hafði ósköp lítið gerst á sviði öryggis. Öryggisbelti höfðu ekki verið tekin í notkun þar sem ökumenn óttuðust að vera fastir í þeim ef kviknaði í bílnum. Eldfastir búningar höfðu svo verið teknir í notkun árið [[1960]]. Árið [[1969]] voru svo settar reglur um að slökkvitæki yrðu að vera um borð í hverjum bíl og innsiglaður gúmmípoki yrði að vera inni í eldsneytistanknum. Það voru fyrstu reglurnar sem settar voru eftir að veltigrind var sett í alla bíla árið [[1961]].
Erfiðast var að sannfæra brautareigendur. Það var ekki fyrr en [[Samband Grand Prix Ökumanna]] krafðist þess að gerðar yrðu úrbætur á brautarstæðum. Tré voru felld, vegrið voru sett um alla brautina, brautarstarfsmenn fengu meiri kunnáttu og læknaaðstaðan stórefld. Margar brautir eins og [[Spa]], voru dæmdar of hættulegar og voru teknar af dagatalinu. Á árunum [[1960]] til [[1970]] dóu 12 ökumenn og 16 áhorfendur í Formúlu eitt. Einnig dóu nokkrir ökumenn úr Formúlu eitt í öðrum keppnum. Jim Clark var einn þeirra, heimsins besti ökumaður gat orðið fórnarlamb.
=== Stuðningsaðilar ===
Þegar fyrstu auglýsingarnar sáust á Formúlu eitt bílunum var ljóst að peningar væru farnir að spila stóran part í velgengni liðana. Það var Lotus sem rauf múrinn og auglýsti [[Gold Leaf]] tóbaksfyrirtækið á hliðum bíla sinna. Áður höfðu liðin aðeins sett límmiða bílahluta-fyrirtækja á bíla sína í skiptum fyrir hluti eins og dekk, olíu, eldsneyti og annað slíkt. Samningurinn sem Lotus gerði við Gold Leaf breytti miklu fyrir Formúlu eitt.
Colin Chapman, liðsstjóri Lotus liðsins hafði þrýst á yfirvöld innan Formúlu eitt heimsins að slaka á bönnum við auglýsingum og styrkjum til liðana, ef svo yrði gert yrði þróunar- og hönnunnarfjármagn liðanna meira. Fleiri lið fylgdu svo í spor Lotus og gerðu samninga við önnur fyrirtæki um fjárstyrki. Nokkrum árum síðar voru nánast allir bílar þaktir auglýsingum fyrir ólík fyrirtæki.
=== Fyrstu vængirnir ===
Í kjölfar aukins fjármagns hjá liðunum gátu þau farið að þróa bíla sína hraðar og mikil breyting varð, nánast í allri uppbyggingu Formúlu eitt bílsins. Það sem var eftirtektaverðast, og kannski mesta framförin voru vængirnir. Í Mónakó-kappakstrinum árið [[1968]] mætti Lotustliðið til leiks með vængi sem ætlaðir voru til þess að ýta bílnum niður á jörðina, þannig skapaðist meira grip, meiri hraði í beygjum og mikið betri hringtími. Við sjáum það enn í dag að menn bæta vængjum við bíla sína fyrir [[Mónakó kappaksturinn]], á ólíklegustu staði. Í næstu keppni sem fram fór á Spa voru bæði Ferrari og [[Brabham]] bílarnir skreyttir þessari nýjung. Þeir voru þó ekki eins og við eigum að venjast í dag því í grófum dráttum voru þetta plankar sem festir voru við tvær málmstangir sem stóðu metra eða svo uppí loftið. Stangir þessar voru svo festar við grind bílsins.
Árið [[1969]] fóru þó vængirnir að líkjast þeim sem þekkist í dag. Einnig höfðu önnur lið en þau þrjú sem nefnd voru hér að framan tileinkað sér þessa tækniþróun.
Vængirnir gátu þó orðið mönnum og bílum til óbóta. Ef ekki var nógu vel gengið frá þeim var hætt við að þeir virkuðu öfugt við það sem þeir áttu að gera. Graham Hill fékk að kynnast þessu í spánska kappakstrinum árið [[1969]] þegar Lotusinn hans endaði á vegriðinu eftir að afturvængur hafði gefið sig. Það sama kom fyrir liðsfélaga Hills, [[Jochen Rindt]] en ekki fór eins vel fyrir honum og Graham því hann nefbrotnaði þegar bíll hans flaug utan brautar.
Vængir á stultunum voru því bannaðir. Breytingar voru gerðar og vængirnir færðir niður og festir við bílana, vængirnir voru þar með orðnir hluti af yfirbyggingu hans.
=== Upprisa Ferrari ===
Eftir nokkur ár með [[Jackie Stewart]] á toppnum hafði Ferrari ekki unnið í langan tíma. Undir lok ársins [[1973]] höfðu þeir þurft að aka í gengnum tímabil þar sem þeir komust ekki einu sinni nálægt sigri. Þeir höfðu ekki orðið heimsmeistarar síðan John Surtees vann titilinn fyrir þá árið [[1964]]. Það varð því að endurskipuleggja Ferrari liðið. Ungur lögmaður að nafni [[Luca di Montezemolo]] var fenginn til að taka við stjórn Ferrari verksmiðjanna. [[Mauro Forghieri]] var fenginn til að sjá um Formúlu eitt sviðið innan fyrirtækisins. [[Niki Lauda]] var ráðinn til að aka nýja Ferrari bílnum. Saman gerðu þeir nýja bílinn að hraðasta bílnum það árið. Þótt bíllinn hafi verið góður var það [[Emerson Fittipaldi]] sem tók titilinn eftir nokkur mistök hjá Niki. Árið 1975 var hins vegar annað upp á teningnum og unnu þeir félagar titilinn eftirsótta. Eftir 11 ár í vandræðum var Ferrari komið aftur á toppinn.
=== Lauda Slysið ===
Árið [[1976]] hafði [[Niki Lauda]] titilinn í hendi sér. Komið var að þýska kappakstrinum í [[Nürburgring]]. Niki Lauda lenti þar í einu hrikalegasta og frægasta slysi sögunnar en sem betur fer komst hann lífs af. Hann sýndi það og sannaði að þótt dauðinn hafi gert tilkall til hans var hann enn sprelllifandi. Eftir að hafa verið frá í þrjá mánuði kom hann aftur til keppni í [[Japan]] á [[Fuji]] brautinni. [[James Hunt]] hafði þá saxað verulega á forskot Austurríkismannsins og ljóst var að titilbaráttan ætti að fara fram á þessari braut.
Það rigndi og rigndi í [[Japan]] þennan dag og eftir svo stórt slys fannst Niki Lauda ekki við hæfi að halda áfram að aka á nánast óökufærri braut. Það verða víst að teljast ein mestu mistök ökumanns hingað til því nokkrum hringjum seinna stytti upp og brautin fór að þorna. James Hunt silgdi því [[McLaren]]-fleygi sínu í mark og vann titilinn það árið.
Í kjölfar slyssins hefur aldrei verið keppt á Nürburgring-brautinni sem var ein sú hættulegasta, lengsta og erfiðasta sem ekið hefur verið á í Formúlu eitt.
=== Enn löng leið til fullkomnunar öryggis ===
Eftir að svíinn [[Ronnie Peterson]] lét lífið í ítalska kappakstrinum árið [[1978]] var ljóst að enn var löng leið til fullkomunar öryggis, yfir tíu ár voru frá því að Jackie Stewart hóf öryggisherferð sína.
[[Sid Watkins]], sem er taugaskurðlæknir hafði verið fengin af [[Bernie Ecclestone]] til að bæta aðstöðu lækna í kringum brautirnar. Hann var viðstaddur þennan dag á [[Monza]] en gat ekkert gert. Árið [[1981]] var hann svo gerður að vettvangslækni í Formúlu eitt og starfaði við það allt fram í janúar þess árs.
=== Meistarar á móti meisturum ===
Eftir að [[Alain Prost]] tapaði meistarabaráttunni fyrir [[Nelson Piquet]] árið 1983 fékk Prost að fjúka frá [[Renault]]. [[McLaren]] hafði um það leyti verið að leita sér að nýjum ökumönnum. Alain gerði því væntanlega sinn stærsta samning þegar hann skrifaði undir hjá McLaren fyrir árið [[1984]]. Prost fékk þann heiður að aka við hlið [[Niki Lauda]] og ljóst var að það stefndi í mikla baráttu á toppnum það árið.
Prost var í mikilli titilbaráttu árið 1984, Niki Lauda virtist ekki ætla að gefa neitt eftir þótt Prost væri yngri og hungraðri. „Árið hefði verið ömurlegt ef ekki væri fyrir McLaren mennina” sögðu sumir vegna yfirburða McLaren, og þrátt fyrir yfirburðina var árið ekki ömurlegt. Niki Lauda hafði hætt í Formúlu eitt árið [[1979]], sagðist vera orðinn leiður á að aka í endalausa hringi, en [[Ron Dennis]] náði að lokka hann aftur og ók Lauda fyrir McLaren fyrst árið [[1982]]. Þegar komið var í Estoril árið 1984 var Lauda 3,5 stigum á undan Prost. Hann lenti í ellefta sæti í tímatökunum og var lengi vel fastur í tíunda í kappakstrinum. Prost var fyrstur og var farinn að ná miklu forskoti. Um miðbik kappakstursins var Lauda orðinn sjöundi vegna þess að þrír ökumenn höfðu þurft að hætta. Hann þurfti að ná öðru sæti ef hann ætlaði að ná titlinum, hann þurfti að taka fram úr Mansell, Johanson, Alboreto og nýju störnunni hjá Lotus; Ayrton Senna. Ótrúlegt en satt þá tókst þetta hjá Lauda. Eftir næsta tímabil hætti hann aftur, en í þetta skiptið fyrir alvöru.
McLaren höfðu enn yfirburði árið 1985 og Prost vann titilinn aftur fyrir þá. Williams sýndi svo styrk sinn árið [[1987]] með því að vinna titilin með [[Nelson Piquet]] undir stýri.
Árið [[1988]] gerði [[Ayrton Senna]] svo samning við McLaren og hófst þá mesti liðsfélagaslagur sem sögur fara af. Senna gaf ekkert eftir og var mjög efnilegur og sýndi Prost það að hann væri alveg verðugur andstæðingur. Þetta var einnig síðasta ár “Túrbó”vélanna svokölluðu.<ref>{{cite news|title=The technology behind Formula One racing cars|work=[[The Press]]|publisher=The Christchurch Press Company|quote=rivalling the 1200hp turbocharged monsters that eventually had to be banned in 1989|date=26 December 2005}}</ref> Senna stal titlinum af Prost eftir harða baráttu, þar sem of oft var teflt á tæpasta vað.
Árið [[1989]] var svo komið að titilbaráttan fór fram í [[Japan]]. Ekki geta tveir verið á sama stað, einsog gefur að skilja og einhver varð að víkja, hvorugur vildi samt víkja og enduðu þeir báðir í malargryfjunni á frægan hátt. Prost hafði samt forskotið og vann hann það árið. Hann hafði hins vegar fengið nóg og flutti sig yfir til [[Ferrari]] fyrir árið [[1990]].
Titilbaráttan hélt samt áfram á milli þessara tveggja en í þetta skiptið varð það Senna sem tók titilinn eftir að hafa sent Prost og sjálfan sig í malargryfjuna.
=== Framleiðsla ===
Ljóst var að ekki voru það bara ökumennirnir sem gátu haft áhrif á stöðu mála heldur voru það liðsstjórar og hönnuðir sem höfðu enn meiri völd. [[Adrian Newey]] var hönnuður [[Williams]] og sýndi það og sannaði árið [[1992]] þegar Nigel Mansell hreppti langþráðan heimsmeistaratitil að hann er einn af þeim færustu í bransanum.
Árið 1992 hannaði Newey nýrstárlegan bíl sem var búinn nýju stjórnkerfi í vélarbúnaði bílsins. Árið [[1993]] var Williams bíll Neweys búinn nýju kerfi sem kallast [[grip stýring]] en yfirburðir liðsins voru enn meiri það árið.
=== Dauði á Imola ===
Þann [[1. maí]] árið [[1994]] var sorgardagur. [[Ayrton Senna]] lét lífið á [[Imola]] brautinni á Ítalíu. Senna hafði farið yfir til [[Williams]] fyrir þetta tímabil en hafði ekki náð að klára þær tvær keppnir sem höfðu verið á undan.
Árið hafði byrjað á því að menn bönnuðu allan hjálparbúnað fyrir ökumenn. [[Grip stýring]], [[ræsibúnaður]], [[ABS bremsur]], [[stillanleg fjöðrun]] og [[pit-í-bíl]] kerfið var bannað með öllu. Ástæðan fyrir þessu var sögð vera að stóru liðin væru farin að nota tæknibúnaðinn of mikið, þetta væri ekki menn að keppa heldur tölvur.
Daginn áður hafði ungur Austurríkismaður látið lífið við æfingar á þessari sömu braut. Hann var í sinni fyrstu keppni í Formúlu eitt. [[Roland Ratzenberger]] hét hann. Þennan sama morgun hafði [[Rubens Barrichello]] vellt bíl sínum illa og rotast, hann tók þó þátt í keppninni.
=== Hill gerir atlögu ===
[[Damon Hill]], sonur [[Grahams Hill]] tók sæti Senna hjá [[Williams]] og var í titilbaráttu árin [[1994]] og [[1995]] við [[Michael Schumacher]]. Bæði árin komst Schumacher undan með „bellibrögðum” en eitt umdæmdasta atvik Formúlunnar hingað til átti sér stað árið [[1994]] þegar Schumacher ekur inn í hlið Hill og ekur þá báða út úr keppni.
Hill og Schumacher hafði hins vegar lent nokkrum sinnum saman það árið og þar á undan en þetta virtist slá öll met.
=== Schumacher til Ferrari ===
Schumacer fer svo til [[Ferrari]] árið [[1996]]. Í nærri tuttugu ár höfðu Ferrari menn ekki unnið titil en síðast gerðist það árið [[1979]] þegar [[Jody Scheckter]] vann. Hann náði nokkrum sigrum en þeirra frægastur er þegar hann hringar alla aðra ökumenn í rigningunni á Spáni.
Árið [[1997]] snéri [[Michael Schumacher]] blaðinu við og tók að berjast fyrir titli aftur. Það gekk samt brösulega og sá hann þörf til þess að aka andstæðningnum, sem þá var [[Jacques Villeneuve]] út úr braut í [[Jerez]] í Evrópukappakstrinum. Hann féll þó á sínu eigin bragði og endaði í malargryfjunni. Villeneuve varð meistari en [[FIA]] þótti eðlilegt að dæma öll stigin af Schumcher fyrir atvikið.
=== McLaren sigrar ===
Bíll [[McLaren]] árið [[1998]] var hreint út sagt frábær. [[Adrian Newey]] hafði flutt sig um set og hannaði nú fyrir McLaren. Nýji bíllinn skilaði [[Mika Häkkinen]] sínum fyrsta heimsmestaratitli, en ekki þurfti hann að hafa lítið fyrir honum því Schumacher virtist enn hafa eitthvað í sigurvegarana. Michael var hinvegar óheppinn því í síðasta mótinu drap hann á vélinni í ræsingunni og ræsti því aftastur.
Mika er svo aftur á ferðinni árið [[1999]] en Ferrari tóku heimsmeistaratitil bílasmiða það árið, þrátt fyrir fótbrot Schumachers um mitt tímabilið.
=== Ferrari; Rauða sprengjan ===
Ferrari hefur haft yfirburði það sem af er þessari öld og hefur Michael Schumacher farið þar fremstur í flokki. Liðið hefur bætt öll met sem hægt er að bæta og hefur Schumacher hjálpað mikið til við það.
== Tilvísanir ==
<references/>
== Heimild ==
* Birgir Þór Harðarson. 2005. [Án nafns]. ''[[Bílar & Sport]]'', febrúar og mars árið 2005 (2.tbl 1.árg og 3.tbl 1.árg)
*{{cite book|first=Clive|last=Gifford|title=Racing: The Ultimate Motorsports Encyclopedia|publisher=Kingfisher|year=2006|isbn=9780753460405|ref={{SfnRef|Gifford}}|url-access=registration|url=https://archive.org/details/racingultimatemo0000giff}}
{{s|1950}}
[[Flokkur:Formúla 1| ]]
r14r4e9ma9oh4ap81iev7c8xrynhaik
Tyrkjaveldi
0
55755
1891939
1852713
2024-12-14T23:31:06Z
Bjornkarateboy
97178
1891939
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Tyrkjaveldi
| nafn_á_frummáli = دولت عليه عثمانیه<br>Devlet-i ʿAlīye-i ʿOsmānīye
| nafn_í_eignarfalli = Tyrkjaveldis
| fáni = Flag of the Ottoman Empire (1844–1922).svg
| skjaldarmerki = Coat of arms of the Ottoman Empire (1882–1922).svg
| staðsetningarkort = Ottoman empire largest borders map.png
| kjörorð = {{Lang|ota-Arab|دولت ابد مدت}}<br/>''Devlet-i Ebed-müddet''<br/>(„Ríkið eilífa“)<ref>{{Cite journal |last1=McDonald |first1=Sean |last2=Moore |first2=Simon |date=2015-10-20 |title=Communicating Identity in the Ottoman Empire and Some Implications for Contemporary States |url=https://doi.org/10.1080/15456870.2015.1090439 |journal=Atlantic Journal of Communication |volume=23 |issue=5 |pages=269–283 |doi=10.1080/15456870.2015.1090439 |issn=1545-6870 |s2cid=146299650}}</ref>
| tungumál = [[Tyrkneska]]
| höfuðborg = [[Söğüt]]<ref name="Shaw-13">Stanford Shaw, [https://www.google.com/books/edition/History_of_the_Ottoman_Empire_and_Modern/E9-YfgVZDBkC?hl=en&gbpv=1 ''History of the Ottoman Empire and Modern Turkey''] (Cambridge: University Press, 1976), vol. 1 p. 13</ref> (u. þ. b. 1299–1331)<br>[[Níkea]]{{sfn|Atasoy|Raby|1989|p=19–20}} ([[İznik]]) (1331–1335)<br>[[Bursa]]<ref name="auto">[http://www.kultur.gov.tr/–EN,33810/ottoman-capital-bursa.html ''Ottoman Capital Bursa'']. Opinber vefsíða menningar- og ferðamannaráðuneytis Tyrklands. Skoðað 8. febrúar 2022.</ref> (1335–1363)<br>Adríanópólis ([[Edirne]])<ref name="auto"/> (1363–1453)<br>[[Konstantínópel]] (nú [[Istanbúl]]) (1453–1922)
| stjórnarfar = [[Einveldi]] (1299–1876; 1878–1908; 1920–1922) og [[kalífadæmi]] (1517–1924<ref name="finkel111">{{Cite book |last=Finkel |first=Caroline |title=Osman's Dream: The Story of the Ottoman Empire, 1300–1923 |date=2005 |publisher=Basic Books |isbn=978-0-465-02396-7 |location=New York |pages=110–1}}</ref>)<br>[[Þingbundin konungsstjórn]] (1876–1878; 1908–1913; 1918–1920)<br>[[Flokksræði]] (1913–1918)
| titill_leiðtoga1 = [[Tyrkjasoldán|Soldán]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Ósman 1.]] (1299–1323/1324; fyrstur)<br>[[Mehmed 6.]] (1918–1922; síðastur)
| titill_leiðtoga2 = [[Kalífi]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Selím 1.]] (1517–1520; fyrstur)<br>[[Abdúl Mejid 2.]] (1922–1924; síðastur)
| flatarmál = 5.200.000<ref name="Taagepera498">{{Cite journal |last=Rein Taagepera |author-link=Rein Taagepera |date=September 1997 |title=Expansion and Contraction Patterns of Large Polities: Context for Russia |url=http://www.escholarship.org/uc/item/3cn68807 |journal=[[International Studies Quarterly]] |volume=41 |issue=3 |page=498 |doi=10.1111/0020-8833.00053 |jstor=2600793}}</ref><ref>{{Cite journal |last1=Turchin |first1=Peter |last2=Adams |first2=Jonathan M. |last3=Hall |first3=Thomas D |date=December 2006 |title=East-West Orientation of Historical Empires |url=http://jwsr.pitt.edu/ojs/index.php/jwsr/article/view/369/381 |journal=Journal of World-Systems Research |volume=12 |issue=2 |page=223 |issn=1076-156X |access-date=12 September 2016}}</ref>
| mannfjöldaár = 1912
| fólksfjöldi = 24.000.000<ref name="Erickson2003">{{Cite book |last=Erickson |first=Edward J. |url=https://books.google.com/books?id=3fYuy5iUi_sC |title=Defeat in Detail: The Ottoman Army in the Balkans, 1912–1913 |date=2003 |publisher=Greenwood Publishing Group |isbn=978-0-275-97888-4 |page=59}}</ref>
|íbúar_á_ferkílómetra = Breytilegt
| staða = Nýtt ríki
| atburður1 = Stofnun
| dagsetning1 = Í kringum 1299
| atburður2 = Soldánslaust tímabil
| dagsetning2 = 1402–1413
| atburður3 = Stofnun heimsveldis
| dagsetning3 = 1453
| atburður4 = Fyrra stjórnarskrártímabilið
| dagsetning4 = 1876–1878
| atburður5 = Seinna stjórnarskrártímabilið
| dagsetning5 = 1908–1920
| atburður6 = Soldánsdæmið afnumið
| dagsetning6 = 1. nóvember 1922
| atburður7 = Lýðveldið Tyrkland stofnað
| dagsetning7 = 29. október 1923
| atburður8 = Kalífadæmið afnumið
| dagsetning8 = 3. mars 1924
| gjaldmiðill = Ýmsir: Akçe, Para, Sultani, Kuruş, [[Tyrknesk líra|Líra]]
}}
'''Tyrkjaveldi''', einnig nefnt '''Ottómanveldið''' eða '''Ósmanska ríkið''', (ottómönsk tyrkneska: دولت عالیه عثمانیه, ''Devlet-i Âliye-yi Osmâniyye'', [[tyrkneska]]: ''Osmanlı Devleti'' eða ''Osmanlı İmparatorluğu'') var stórveldi við austurhluta [[Miðjarðarhaf]]s sem [[Tyrkland|Tyrkir]] stjórnuðu. Tyrkjaveldi ríkti yfir stórum hlutum [[Suðaustur-Evrópa|Suðaustur-Evrópu]], [[Vestur-Asía|Vestur-Asíu]] og [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]] milli 14. og 20. aldar. Tyrkjaveldið var stofnað í norðvesturhluta [[Anatólía|Anatólíu]] árið 1299 í bænum [[Söğüt]], af ættbálkahöfðingjanum [[Ósman 1.|Ósman]] (arabíska: ''Uthmān'') sem heimsveldið var síðan kennt við.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ottoman-Empire|title=Ottoman Empire {{!}} Facts, History, & Map|website=Encyclopedia Britannica|language=en|access-date=2021-04-07}}</ref> Ottómanar réðust fyrst inn í Evrópu árið 1354 og hófu að leggja [[Balkanskagi|Balkanskaga]] undir sig. Þar með breyttist ósmanska soldánsdæmið í heimsveldi með lönd í tveimur heimsálfum. Soldáni [[Mehmed 2.|Mehmed II]] lagði stórborgina [[Konstantínópel]] undir sig árið 1453 og batt þannig enda á [[Austrómverska keisaradæmið]].<ref name="Quataert2005">{{Cite book |last=Quataert |first=Donald |url=https://books.google.com/books?id=OX3lsOrXJGcC |title=The Ottoman Empire, 1700–1922 |date=2005 |publisher=Cambridge University Press |isbn=978-0-521-83910-5 |edition=2 |page=4}}</ref>
Undir stjórn [[Súleiman mikli|Súleimans mikla]] náði Tyrkjaveldi hátindi þróunar og útbreiðslu.<ref>{{Cite web |date=6 May 2008 |title=Ottoman Empire |url=http://www.oxfordislamicstudies.com/article/opr/t125/e1801?_hi=41&_pos=3 |access-date=26 August 2010 |publisher=Oxford Islamic Studies Online |archive-date=25 maí 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120525072847/http://www.oxfordislamicstudies.com/article/opr/t125/e1801?_hi=41&_pos=3 |url-status=dead }}</ref> Í upphafi 17. aldar skiptist ríkið í 32 héruð auk fjölda skattlanda. Sum þeirra voru síðar innlimuð í heimsveldið, en sum héldu eftir mismikilli sjálfstjórn í gegnum aldirnar. Konstantínópel varð höfuðborg heimsveldisins sem [[Istanbúl]] og Tyrkjaveldi var í margar aldir milligönguríki í verslun milli Evrópu og Asíu.
Áður var gjarnan sagt að ríkinu hefði tekið að hnigna eftir lát Súleimans mikla, en fræðimenn eru ekki lengur almennt á þeirri skoðun.<ref name="decline">{{Cite book |last=Hathaway |first=Jane |title=The Arab Lands under Ottoman Rule, 1516–1800 |url=https://archive.org/details/arablandsunderot0000hath |date=2008 |publisher=Pearson Education Ltd. |isbn=978-0-582-41899-8 |page=[https://archive.org/details/arablandsunderot0000hath/page/8 8] |quote=historians of the Ottoman Empire have rejected the narrative of decline in favor of one of crisis and adaptation}}</ref><ref>{{Cite book |last=Tezcan|first=Baki |title=The Second Ottoman Empire: Political and Social Transformation in the Early Modern Period |publisher=Cambridge University Press |date=2010 |page=9 |isbn=978-1-107-41144-9 |quote=Ottomanist historians have produced several works in the last decades, revising the traditional understanding of this period from various angles, some of which were not even considered as topics of historical inquiry in the mid-twentieth century. Thanks to these works, the conventional narrative of Ottoman history – that in the late sixteenth century the Ottoman Empire entered a prolonged period of decline marked by steadily increasing military decay and institutional corruption – has been discarded.}}</ref><ref>{{Cite book |editor=Christine Woodhead |title=The Ottoman World |chapter=Introduction |last=Woodhead |first=Christine |isbn=978-0-415-44492-7 |date=2011 |page=5 |quote=Ottomanist historians have largely jettisoned the notion of a post-1600 'decline'}}</ref> Ríkið einkenndist af sterku og sveigjanlegu stjórnkerfi, efnahagskerfi og her á 17. og 18. öld.<ref>{{Cite book |last=Ágoston |first=Gábor |title=Encyclopedia of the Ottoman Empire |date=2009 |editor-last=Ágoston |editor-first=Gábor |page=xxxii |chapter=Introduction |editor-last2=Bruce Masters}}</ref><ref>{{Cite book |last=Faroqhi|first=Suraiya |editor-last=İnalcık |editor-first=Halil |editor2=Donald Quataert |title=An Economic and Social History of the Ottoman Empire, 1300–1914 |volume=2 |publisher=Cambridge University Press |date=1994 |page=553 |chapter=Crisis and Change, 1590–1699 |isbn=978-0-521-57456-3 |quote=In the past fifty years, scholars have frequently tended to view this decreasing participation of the sultan in political life as evidence for "Ottoman decadence", which supposedly began at some time during the second half of the sixteenth century. But recently, more note has been taken of the fact that the Ottoman Empire was still a formidable military and political power throughout the seventeenth century, and that noticeable though limited economic recovery followed the crisis of the years around 1600; after the crisis of the 1683–1699 war, there followed a longer and more decisive economic upswing. Major evidence of decline was not visible before the second half of the eighteenth century.}}</ref> Á löngu friðartímabili, milli 1740 til 1768, dróst Tyrkjaveldi hernaðarlega aftur úr helstu keppinautum sínum, [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldinu]] og [[Rússaveldi]].<ref name="AksanOW">{{Cite book |last=Aksan |first=Virginia |title=Ottoman Wars, 1700–1860: An Empire Besieged |date=2007 |publisher=Pearson Education Ltd. |isbn=978-0-582-30807-7 |pages=130–135}}</ref> Í kjölfarið biðu Ottómanar nokkra alvarlega ósigra seint á 18. öld og 19. öld. [[Sjálfstæðisstríð Grikkja]] leiddi til sjálfstæðis [[Grikkland]]s árið 1830. Þessi áföll leiddu til tilrauna til að nútímavæða ríkið með umbótum sem nefndust [[Tanzimat]]. Á 19. öld efldist ríkisvaldið því, þrátt fyrir missi landsvæða á Balkanskaga þar sem mörg ný sjálfstæð ríki urðu til á fyrrum yfirráðasvæði Tyrkjaveldis.
Með byltingu [[Ungtyrkir|Ungtyrkja]] árið 1908 var stjórn ríkisins breytt í [[þingbundið konungsvald]], en eftir slæmt gengi í [[Balkanstríðin|Balkanstríðunum]] tók [[nefnd um einingu og framfarir]] yfir stjórn ríkisins með valdaráni árið 1913 og kom á [[flokksræði]]. Stjórnin gerði bandalag við [[Þýskaland]] og Tyrkjaveldi varð eitt af [[Miðveldin|Miðveldunum]] í [[Fyrri heimsstyrjöld]].<ref>{{Cite book |last=Findley |first=Carter Vaughn |title=Turkey, Islam, Nationalism and Modernity: A History, 1789–2007 |url=https://archive.org/details/turkeyislamnatio00phdc |date=2010 |publisher=Yale University Press |isbn=978-0-300-15260-9 |location=New Haven |page=[https://archive.org/details/turkeyislamnatio00phdc/page/n112 200]}}</ref> Innanlandsátök settu mark sitt á ríkið, [[uppreisn Araba]] hófst í Vestur-Asíu og stjórnin stóð að [[þjóðarmorð]]um gegn [[Armenar|Armenum]], [[Assýringar|Assýringum]] og [[Grikkir|Grikkjum]].<ref>{{Cite book |last=Quataert |first=Donald |title=The Ottoman Empire, 1700–1922 |url=https://archive.org/details/ottomanempire00quat |date=2005 |publisher=Cambridge University Press (Kindle edition) |page=[https://archive.org/details/ottomanempire00quat/page/n208 186]}}</ref><ref>{{Cite journal |last1=Schaller |first1=Dominik J |last2=Zimmerer |first2=Jürgen |date=2008 |title=Late Ottoman genocides: the dissolution of the Ottoman Empire and Young Turkish population and extermination policies – introduction |journal=Journal of Genocide Research |volume=10 |issue=1 |pages=7–14 |doi=10.1080/14623520801950820 |s2cid=71515470}}
</ref> Ósigurinn og hernám [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöld)|Bandamanna]] Tyrkjaveldis leiddu til [[skipting Tyrkjaveldis|skiptingar þess]] og yfirtöku Breta og Frakka á fyrrum yfirráðasvæðum þess í Mið-Austurlöndum. [[Mustafa Kemal Atatürk]] leiddi [[sjálfstæðisstríð Tyrklands]] gegn Bandamönnum og með stofnun lýðveldisins [[Tyrkland]]s árið 1922 var Tyrkjaveldi formlega lagt niður.<ref>{{Cite book |last=Howard |first=Douglas A. |url=https://books.google.com/books?id=e57eDQAAQBAJ&pg=PA318 |title=A History of the Ottoman Empire |publisher=Cambridge University Press |date=2016 |isbn=978-1-108-10747-1 |page=318}}</ref>
== Saga ==
Eftir að ríki [[Seljúkveldið|Seljúka]] leystist upp undir lok 13. aldar var [[Anatólía|Anatólíu]], einnig þekkt sem Litla Asía, skipt upp á milli nokkurra fylkinga. Höfðinginn Ósman I leyddi eina af þessum fylkingum og varð síðar fyrsti soldán Tyrkjaveldis. Eftir að hann lést tók Orhan sonur hans við sem soldán. Á valdatíð hans hófust hinir miklu landvinningar Ósmanna. <ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=25765|title=Hver er saga Tyrkjaveldis?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2021-04-07}}</ref> Eftir sigurför [[Múrad 1.|Múrads I]] um [[Balkanskagi|Balkanskagann]] á árunum 1362-1389 náði ríkið yfir hluta tveggja heimsálfa og gat gert kröfu til þess að kalla sig kalífadæmi. Undir stjórn [[Mehmed 2.|Mehmeds 2]].<ref>''The A to Z of the Ottoman Empire,'' by Selcuk Aksin Somel, 2010, p.179</ref><ref>''The Ottoman Empire, 1700–1922,'' Donald Quataert, 2005, p.4</ref><ref>''The Grove Encyclopedia of Islamic Art and Architecture: Delhi to Mosque,'' Jonathan M. Bloom, Sheila Blair, 2009. p.82</ref> steyptu Ósmanar [[Austrómverska keisaradæmið|austrómverska keisaradæminu]] með því að ná [[Konstantínópel]] á sitt vald árið 1453.
Tyrkjaveldi var miðpunktur samskipta Vestur- og Austurlanda í rúmlega 600 ár. Tyrkjaveldi var stöðugt efnahags- og samfélagslega alla 17. og 18. öld. Á blómaskeiði sínu, undir lok [[17. öldin|17. aldar]], náði ríkið yfir hluta þriggja [[heimsálfa]] og innihélt [[Balkanskaginn|Balkanskagann]] og suðausturhluta [[Evrópa|Evrópu]], ásamt stærstum hluta [[Mið-Austurlönd|Mið-Austurlanda]] og [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]], og náði frá [[Gíbraltarsund]]i í vestri til [[Kaspíahaf]]s í austri og frá [[Austurríki]] í norðri til [[Sómalía|Sómalíu]] í suðri. Höfuðborg ríkisins var hin forna borg [[Konstantínópel]] við Bospórussund, eftir að soldáninn [[Memed sigursæli]] náði henni á sitt vald árið [[1453]].
Á miðri 18. öld dró þó nokkuð úr afli Tyrkjaveldis þegar [[Habsborgaraveldið]] og [[Rússneska keisaradæmið|Rússaveldi]] hófu að sækja að Tyrkjum í bardögum um landsvæði. Á þessu tímabil töpuðu Tyrkir mörgum orrustum, sem leiddi til mikils mannfalls, kostnaðar og landamissis. Þetta varð til þess að stjórn Tyrkja hóf miklar umbætur, nútímavæðingu og endurbyggingu ríkisins.
Ýmsar sögur hafa sprottið upp um uppruna orðsins Ottóman en talið er að það hafi upphaflega orðið til vegna þess að fólki hafi misheyrst orðið Ósmanar.
== Stjórnskipulag ==
Tyrkjaveldi var stjórnað af [[súnní]]-múslímum sem oftast töluðu [[Tyrkneska|tyrknesku]]. Heimsveldinu var stjórnað frá [[Istanbúl]] þar sem merkir [[Tyrkjasoldán|soldánar]] reistu stórfengleg minnismerki og settu mark sitt á söguna. Fjölmargar þjóðir bjuggu innan heimsveldisins og tilheyrði fólkið ýmsum trúflokkum og talaði ótal tungumál.
Tyrkjaveldið beitti tiltölulega litlu ríkisvaldi og var ekki talin þörf á að skipta sér af daglegum athöfnum fólks. Heimsveldið var það stórt og víðfeðmt að ólíklegt er að þeir hefðu haft tök á að skikka alla til þess að tala tyrknesku og iðka sína trú. Heimsveldið var því í raun eins konar frumeindarstjórn, þ.e. hver hreppur og sýsla hafði nokkuð mikið svigrúm til þess að stjórna sér sjálf svo lengi sem ákveðin skattur væri greiddur til Istanbúl og að lögmæti stjórnvalda þar væri viðurkennt. Ef að peningaflæðið hélt sínu striki sáu stjórnvöld litla ástæðu til þess að efast um völd sín.
[[Gyðingar]] og [[kristni]]r fengu sjálfræði og trúfrelsi undir stjórn Tyrkja en höfðu þó minni réttindi en múslímskir þegnar ríkisins. Lagalega séð voru þeir ekki jafnréttháir auk þess sem þeir þurftu að borga hærri skatta og ýmiss konar skattálögur sem múslímar voru undanþegnir.
=== Millet-kerfið ===
''Millet''-kerfið var eitt af grundvallarkerfunum í heimsveldinu. ''Millet'' þýðir í raun samfélag eða þjóð. Tyrkir skiptu fólki upp eftir trú og var hver trúdeild ''millet,'' yfir hverju ''millet'' var svo trúarleiðtogi sem var fulltrúi þess samfélags gagnvart stjórnvöldum. Hvert ''millet'' bar ábyrgð á sínu fólki og þýddi það að einstaklingur sem fæddist í ákveðnu ''millet'' fylgdi þeim lögum og reglum sem giltu þar, honum var fundinn maki innan ''milletsins'' og einning séð fyrir vinnu. Ef að deilumál komu upp innan ''milletsins'' var það leyst innan þess án afskipta Tyrkja. Tyrkjir beittu sér aðeins í þeim málum sem komu upp á milli mismunandi ''milleta.'' <ref>{{Bókaheimild|titill=Mið-Austurlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|ár=2018}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* {{vísindavefurinn|25765|Hver er saga Tyrkjaveldis?}}
{{stubbur|saga}}
[[Flokkur:Fyrrum Asíuríki]]
[[Flokkur:Fyrrum Evrópuríki]]
[[Flokkur:Kalífadæmi]]
[[Flokkur:Lagt niður 1922]]
[[Flokkur:Stofnað 1299]]
[[Flokkur:Saga Tyrklands]]
[[Flokkur:Tyrkjaveldi]]
eimfithtukyjwl7ainouxxp4g3ofp45
1891944
1891939
2024-12-14T23:57:44Z
Berserkur
10188
Rangt.
1891944
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Tyrkjaveldi
| nafn_á_frummáli = دولت عليه عثمانیه<br>Devlet-i ʿAlīye-i ʿOsmānīye
| nafn_í_eignarfalli = Tyrkjaveldis
| fáni = Flag of the Ottoman Empire (1844–1922).svg
| skjaldarmerki = Coat of arms of the Ottoman Empire (1882–1922).svg
| staðsetningarkort = Ottoman empire largest borders map.png
| kjörorð = {{Lang|ota-Arab|دولت ابد مدت}}<br/>''Devlet-i Ebed-müddet''<br/>(„Ríkið eilífa“)<ref>{{Cite journal |last1=McDonald |first1=Sean |last2=Moore |first2=Simon |date=2015-10-20 |title=Communicating Identity in the Ottoman Empire and Some Implications for Contemporary States |url=https://doi.org/10.1080/15456870.2015.1090439 |journal=Atlantic Journal of Communication |volume=23 |issue=5 |pages=269–283 |doi=10.1080/15456870.2015.1090439 |issn=1545-6870 |s2cid=146299650}}</ref>
| tungumál = [[Tyrkneska]]
| höfuðborg = [[Söğüt]]<ref name="Shaw-13">Stanford Shaw, [https://www.google.com/books/edition/History_of_the_Ottoman_Empire_and_Modern/E9-YfgVZDBkC?hl=en&gbpv=1 ''History of the Ottoman Empire and Modern Turkey''] (Cambridge: University Press, 1976), vol. 1 p. 13</ref> (u. þ. b. 1299–1331)<br>[[Níkea]]{{sfn|Atasoy|Raby|1989|p=19–20}} ([[İznik]]) (1331–1335)<br>[[Bursa]]<ref name="auto">[http://www.kultur.gov.tr/–EN,33810/ottoman-capital-bursa.html ''Ottoman Capital Bursa'']. Opinber vefsíða menningar- og ferðamannaráðuneytis Tyrklands. Skoðað 8. febrúar 2022.</ref> (1335–1363)<br>Adríanópólis ([[Edirne]])<ref name="auto"/> (1363–1453)<br>[[Konstantínópel]] (nú [[Istanbúl]]) (1453–1922)
| stjórnarfar = [[Einveldi]] (1299–1876; 1878–1908; 1920–1922) og [[kalífadæmi]] (1517–1924<ref name="finkel111">{{Cite book |last=Finkel |first=Caroline |title=Osman's Dream: The Story of the Ottoman Empire, 1300–1923 |date=2005 |publisher=Basic Books |isbn=978-0-465-02396-7 |location=New York |pages=110–1}}</ref>)<br>[[Þingbundin konungsstjórn]] (1876–1878; 1908–1913; 1918–1920)<br>[[Flokksræði]] (1913–1918)
| titill_leiðtoga1 = [[Tyrkjasoldán|Soldán]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Ósman 1.]] (1299–1323/1324; fyrstur)<br>[[Mehmed 6.]] (1918–1922; síðastur)
| titill_leiðtoga2 = [[Kalífi]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Selím 1.]] (1517–1520; fyrstur)<br>[[Abdúl Mejid 2.]] (1922–1924; síðastur)
| flatarmál = 5.200.000<ref name="Taagepera498">{{Cite journal |last=Rein Taagepera |author-link=Rein Taagepera |date=September 1997 |title=Expansion and Contraction Patterns of Large Polities: Context for Russia |url=http://www.escholarship.org/uc/item/3cn68807 |journal=[[International Studies Quarterly]] |volume=41 |issue=3 |page=498 |doi=10.1111/0020-8833.00053 |jstor=2600793}}</ref><ref>{{Cite journal |last1=Turchin |first1=Peter |last2=Adams |first2=Jonathan M. |last3=Hall |first3=Thomas D |date=December 2006 |title=East-West Orientation of Historical Empires |url=http://jwsr.pitt.edu/ojs/index.php/jwsr/article/view/369/381 |journal=Journal of World-Systems Research |volume=12 |issue=2 |page=223 |issn=1076-156X |access-date=12 September 2016}}</ref>
| mannfjöldaár = 1912
| fólksfjöldi = 24.000.000<ref name="Erickson2003">{{Cite book |last=Erickson |first=Edward J. |url=https://books.google.com/books?id=3fYuy5iUi_sC |title=Defeat in Detail: The Ottoman Army in the Balkans, 1912–1913 |date=2003 |publisher=Greenwood Publishing Group |isbn=978-0-275-97888-4 |page=59}}</ref>
|íbúar_á_ferkílómetra = Breytilegt
| staða = Nýtt ríki
| atburður1 = Stofnun
| dagsetning1 = Í kringum 1299
| atburður2 = Soldánslaust tímabil
| dagsetning2 = 1402–1413
| atburður3 = Stofnun heimsveldis
| dagsetning3 = 1453
| atburður4 = Fyrra stjórnarskrártímabilið
| dagsetning4 = 1876–1878
| atburður5 = Seinna stjórnarskrártímabilið
| dagsetning5 = 1908–1920
| atburður6 = Soldánsdæmið afnumið
| dagsetning6 = 1. nóvember 1922
| atburður7 = Lýðveldið Tyrkland stofnað
| dagsetning7 = 29. október 1923
| atburður8 = Kalífadæmið afnumið
| dagsetning8 = 3. mars 1924
| gjaldmiðill = Ýmsir: Akçe, Para, Sultani, Kuruş, [[Tyrknesk líra|Líra]]
}}
'''Tyrkjaveldi''', einnig nefnt '''Ottómanveldið''' eða '''Ósmanska ríkið''', (ottómönsk tyrkneska: دولت عالیه عثمانیه, ''Devlet-i Âliye-yi Osmâniyye'', [[tyrkneska]]: ''Osmanlı Devleti'' eða ''Osmanlı İmparatorluğu'') var stórveldi við austurhluta [[Miðjarðarhaf]]s sem [[Tyrkland|Tyrkir]] stjórnuðu. Tyrkjaveldi ríkti yfir stórum hlutum [[Suðaustur-Evrópa|Suðaustur-Evrópu]], [[Vestur-Asía|Vestur-Asíu]] og [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]] milli 14. og 20. aldar. Tyrkjaveldið var stofnað í norðvesturhluta [[Anatólía|Anatólíu]] árið 1299 í bænum [[Söğüt]], af ættbálkahöfðingjanum [[Ósman 1.|Ósman]] (arabíska: ''Uthmān'') sem heimsveldið var síðan kennt við.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Ottoman-Empire|title=Ottoman Empire {{!}} Facts, History, & Map|website=Encyclopedia Britannica|language=en|access-date=2021-04-07}}</ref> Ottómanar réðust fyrst inn í Evrópu árið 1354 og hófu að leggja [[Balkanskagi|Balkanskaga]] undir sig. Þar með breyttist ósmanska soldánsdæmið í heimsveldi með lönd í tveimur heimsálfum. Soldáni [[Mehmed 2.|Mehmed II]] lagði stórborgina [[Konstantínópel]] undir sig árið 1453 og batt þannig enda á [[Austrómverska keisaradæmið]].<ref name="Quataert2005">{{Cite book |last=Quataert |first=Donald |url=https://books.google.com/books?id=OX3lsOrXJGcC |title=The Ottoman Empire, 1700–1922 |date=2005 |publisher=Cambridge University Press |isbn=978-0-521-83910-5 |edition=2 |page=4}}</ref>
Undir stjórn [[Súleiman mikli|Súleimans mikla]] náði Tyrkjaveldi hátindi þróunar og útbreiðslu.<ref>{{Cite web |date=6 May 2008 |title=Ottoman Empire |url=http://www.oxfordislamicstudies.com/article/opr/t125/e1801?_hi=41&_pos=3 |access-date=26 August 2010 |publisher=Oxford Islamic Studies Online |archive-date=25 maí 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120525072847/http://www.oxfordislamicstudies.com/article/opr/t125/e1801?_hi=41&_pos=3 |url-status=dead }}</ref> Í upphafi 17. aldar skiptist ríkið í 32 héruð auk fjölda skattlanda. Sum þeirra voru síðar innlimuð í heimsveldið, en sum héldu eftir mismikilli sjálfstjórn í gegnum aldirnar. Konstantínópel varð höfuðborg heimsveldisins sem [[Istanbúl]] og Tyrkjaveldi var í margar aldir milligönguríki í verslun milli Evrópu og Asíu.
Áður var gjarnan sagt að ríkinu hefði tekið að hnigna eftir lát Súleimans mikla, en fræðimenn eru ekki lengur almennt á þeirri skoðun.<ref name="decline">{{Cite book |last=Hathaway |first=Jane |title=The Arab Lands under Ottoman Rule, 1516–1800 |url=https://archive.org/details/arablandsunderot0000hath |date=2008 |publisher=Pearson Education Ltd. |isbn=978-0-582-41899-8 |page=[https://archive.org/details/arablandsunderot0000hath/page/8 8] |quote=historians of the Ottoman Empire have rejected the narrative of decline in favor of one of crisis and adaptation}}</ref><ref>{{Cite book |last=Tezcan|first=Baki |title=The Second Ottoman Empire: Political and Social Transformation in the Early Modern Period |publisher=Cambridge University Press |date=2010 |page=9 |isbn=978-1-107-41144-9 |quote=Ottomanist historians have produced several works in the last decades, revising the traditional understanding of this period from various angles, some of which were not even considered as topics of historical inquiry in the mid-twentieth century. Thanks to these works, the conventional narrative of Ottoman history – that in the late sixteenth century the Ottoman Empire entered a prolonged period of decline marked by steadily increasing military decay and institutional corruption – has been discarded.}}</ref><ref>{{Cite book |editor=Christine Woodhead |title=The Ottoman World |chapter=Introduction |last=Woodhead |first=Christine |isbn=978-0-415-44492-7 |date=2011 |page=5 |quote=Ottomanist historians have largely jettisoned the notion of a post-1600 'decline'}}</ref> Ríkið einkenndist af sterku og sveigjanlegu stjórnkerfi, efnahagskerfi og her á 17. og 18. öld.<ref>{{Cite book |last=Ágoston |first=Gábor |title=Encyclopedia of the Ottoman Empire |date=2009 |editor-last=Ágoston |editor-first=Gábor |page=xxxii |chapter=Introduction |editor-last2=Bruce Masters}}</ref><ref>{{Cite book |last=Faroqhi|first=Suraiya |editor-last=İnalcık |editor-first=Halil |editor2=Donald Quataert |title=An Economic and Social History of the Ottoman Empire, 1300–1914 |volume=2 |publisher=Cambridge University Press |date=1994 |page=553 |chapter=Crisis and Change, 1590–1699 |isbn=978-0-521-57456-3 |quote=In the past fifty years, scholars have frequently tended to view this decreasing participation of the sultan in political life as evidence for "Ottoman decadence", which supposedly began at some time during the second half of the sixteenth century. But recently, more note has been taken of the fact that the Ottoman Empire was still a formidable military and political power throughout the seventeenth century, and that noticeable though limited economic recovery followed the crisis of the years around 1600; after the crisis of the 1683–1699 war, there followed a longer and more decisive economic upswing. Major evidence of decline was not visible before the second half of the eighteenth century.}}</ref> Á löngu friðartímabili, milli 1740 til 1768, dróst Tyrkjaveldi hernaðarlega aftur úr helstu keppinautum sínum, [[Habsborgaraveldið|Habsborgaraveldinu]] og [[Rússaveldi]].<ref name="AksanOW">{{Cite book |last=Aksan |first=Virginia |title=Ottoman Wars, 1700–1860: An Empire Besieged |date=2007 |publisher=Pearson Education Ltd. |isbn=978-0-582-30807-7 |pages=130–135}}</ref> Í kjölfarið biðu Ottómanar nokkra alvarlega ósigra seint á 18. öld og 19. öld. [[Sjálfstæðisstríð Grikkja]] leiddi til sjálfstæðis [[Grikkland]]s árið 1830. Þessi áföll leiddu til tilrauna til að nútímavæða ríkið með umbótum sem nefndust [[Tanzimat]]. Á 19. öld efldist ríkisvaldið því, þrátt fyrir missi landsvæða á Balkanskaga þar sem mörg ný sjálfstæð ríki urðu til á fyrrum yfirráðasvæði Tyrkjaveldis.
Með byltingu [[Ungtyrkir|Ungtyrkja]] árið 1908 var stjórn ríkisins breytt í [[þingbundið konungsvald]], en eftir slæmt gengi í [[Balkanstríðin|Balkanstríðunum]] tók [[nefnd um einingu og framfarir]] yfir stjórn ríkisins með valdaráni árið 1913 og kom á [[flokksræði]]. Stjórnin gerði bandalag við [[Þýskaland]] og Tyrkjaveldi varð eitt af [[Miðveldin|Miðveldunum]] í [[Fyrri heimsstyrjöld]].<ref>{{Cite book |last=Findley |first=Carter Vaughn |title=Turkey, Islam, Nationalism and Modernity: A History, 1789–2007 |url=https://archive.org/details/turkeyislamnatio00phdc |date=2010 |publisher=Yale University Press |isbn=978-0-300-15260-9 |location=New Haven |page=[https://archive.org/details/turkeyislamnatio00phdc/page/n112 200]}}</ref> Innanlandsátök settu mark sitt á ríkið, [[uppreisn Araba]] hófst í Vestur-Asíu og stjórnin stóð að [[þjóðarmorð]]um gegn [[Armenar|Armenum]], [[Assýringar|Assýringum]] og [[Grikkir|Grikkjum]].<ref>{{Cite book |last=Quataert |first=Donald |title=The Ottoman Empire, 1700–1922 |url=https://archive.org/details/ottomanempire00quat |date=2005 |publisher=Cambridge University Press (Kindle edition) |page=[https://archive.org/details/ottomanempire00quat/page/n208 186]}}</ref><ref>{{Cite journal |last1=Schaller |first1=Dominik J |last2=Zimmerer |first2=Jürgen |date=2008 |title=Late Ottoman genocides: the dissolution of the Ottoman Empire and Young Turkish population and extermination policies – introduction |journal=Journal of Genocide Research |volume=10 |issue=1 |pages=7–14 |doi=10.1080/14623520801950820 |s2cid=71515470}}
</ref> Ósigurinn og hernám [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöld)|Bandamanna]] Tyrkjaveldis leiddu til [[skipting Tyrkjaveldis|skiptingar þess]] og yfirtöku Breta og Frakka á fyrrum yfirráðasvæðum þess í Mið-Austurlöndum. [[Mustafa Kemal Atatürk]] leiddi [[sjálfstæðisstríð Tyrklands]] gegn Bandamönnum og með stofnun lýðveldisins [[Tyrkland]]s árið 1922 var Tyrkjaveldi formlega lagt niður.<ref>{{Cite book |last=Howard |first=Douglas A. |url=https://books.google.com/books?id=e57eDQAAQBAJ&pg=PA318 |title=A History of the Ottoman Empire |publisher=Cambridge University Press |date=2016 |isbn=978-1-108-10747-1 |page=318}}</ref>
== Saga ==
Eftir að ríki [[Seljúkveldið|Seljúka]] leystist upp undir lok 13. aldar var [[Anatólía|Anatólíu]], einnig þekkt sem Litla Asía, skipt upp á milli nokkurra fylkinga. Höfðinginn Ósman I leyddi eina af þessum fylkingum og varð síðar fyrsti soldán Tyrkjaveldis. Eftir að hann lést tók Orhan sonur hans við sem soldán. Á valdatíð hans hófust hinir miklu landvinningar Ósmanna. <ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=25765|title=Hver er saga Tyrkjaveldis?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2021-04-07}}</ref> Eftir sigurför [[Múrad 1.|Múrads I]] um [[Balkanskagi|Balkanskagann]] á árunum 1362-1389 náði ríkið yfir hluta tveggja heimsálfa og gat gert kröfu til þess að kalla sig kalífadæmi. Undir stjórn [[Mehmed 2.|Mehmeds 2]].<ref>''The A to Z of the Ottoman Empire,'' by Selcuk Aksin Somel, 2010, p.179</ref><ref>''The Ottoman Empire, 1700–1922,'' Donald Quataert, 2005, p.4</ref><ref>''The Grove Encyclopedia of Islamic Art and Architecture: Delhi to Mosque,'' Jonathan M. Bloom, Sheila Blair, 2009. p.82</ref> steyptu Ósmanar [[Austrómverska keisaradæmið|austrómverska keisaradæminu]] með því að ná [[Konstantínópel]] á sitt vald árið 1453.
Tyrkjaveldi var miðpunktur samskipta Vestur- og Austurlanda í rúmlega 600 ár. Tyrkjaveldi var stöðugt efnahags- og samfélagslega alla 17. og 18. öld. Á blómaskeiði sínu, undir lok [[17. öldin|17. aldar]], náði ríkið yfir hluta þriggja [[heimsálfa]] og innihélt [[Balkanskaginn|Balkanskagann]] og suðausturhluta [[Evrópa|Evrópu]], ásamt stærstum hluta [[Mið-Austurlönd|Mið-Austurlanda]] og [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]], og náði frá [[Gíbraltarsund]]i í vestri til [[Kaspíahaf]]s í austri og frá [[Austurríki]] í norðri til [[Sómalía|Sómalíu]] í suðri. Höfuðborg ríkisins var hin forna borg [[Konstantínópel]] við Bospórussund, eftir að soldáninn [[Memed sigursæli]] náði henni á sitt vald árið [[1453]].
Á miðri 18. öld dró þó nokkuð úr afli Tyrkjaveldis þegar [[Habsborgaraveldið]] og [[Rússneska keisaradæmið|Rússaveldi]] hófu að sækja að Tyrkjum í bardögum um landsvæði. Á þessu tímabil töpuðu Tyrkir mörgum orrustum, sem leiddi til mikils mannfalls, kostnaðar og landamissis. Þetta varð til þess að stjórn Tyrkja hóf miklar umbætur, nútímavæðingu og endurbyggingu ríkisins.
== Stjórnskipulag ==
Tyrkjaveldi var stjórnað af [[súnní]]-múslímum sem oftast töluðu [[Tyrkneska|tyrknesku]]. Heimsveldinu var stjórnað frá [[Istanbúl]] þar sem merkir [[Tyrkjasoldán|soldánar]] reistu stórfengleg minnismerki og settu mark sitt á söguna. Fjölmargar þjóðir bjuggu innan heimsveldisins og tilheyrði fólkið ýmsum trúflokkum og talaði ótal tungumál.
Tyrkjaveldið beitti tiltölulega litlu ríkisvaldi og var ekki talin þörf á að skipta sér af daglegum athöfnum fólks. Heimsveldið var það stórt og víðfeðmt að ólíklegt er að þeir hefðu haft tök á að skikka alla til þess að tala tyrknesku og iðka sína trú. Heimsveldið var því í raun eins konar frumeindarstjórn, þ.e. hver hreppur og sýsla hafði nokkuð mikið svigrúm til þess að stjórna sér sjálf svo lengi sem ákveðin skattur væri greiddur til Istanbúl og að lögmæti stjórnvalda þar væri viðurkennt. Ef að peningaflæðið hélt sínu striki sáu stjórnvöld litla ástæðu til þess að efast um völd sín.
[[Gyðingar]] og [[kristni]]r fengu sjálfræði og trúfrelsi undir stjórn Tyrkja en höfðu þó minni réttindi en múslímskir þegnar ríkisins. Lagalega séð voru þeir ekki jafnréttháir auk þess sem þeir þurftu að borga hærri skatta og ýmiss konar skattálögur sem múslímar voru undanþegnir.
=== Millet-kerfið ===
''Millet''-kerfið var eitt af grundvallarkerfunum í heimsveldinu. ''Millet'' þýðir í raun samfélag eða þjóð. Tyrkir skiptu fólki upp eftir trú og var hver trúdeild ''millet,'' yfir hverju ''millet'' var svo trúarleiðtogi sem var fulltrúi þess samfélags gagnvart stjórnvöldum. Hvert ''millet'' bar ábyrgð á sínu fólki og þýddi það að einstaklingur sem fæddist í ákveðnu ''millet'' fylgdi þeim lögum og reglum sem giltu þar, honum var fundinn maki innan ''milletsins'' og einning séð fyrir vinnu. Ef að deilumál komu upp innan ''milletsins'' var það leyst innan þess án afskipta Tyrkja. Tyrkjir beittu sér aðeins í þeim málum sem komu upp á milli mismunandi ''milleta.'' <ref>{{Bókaheimild|titill=Mið-Austurlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|ár=2018}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* {{vísindavefurinn|25765|Hver er saga Tyrkjaveldis?}}
{{stubbur|saga}}
[[Flokkur:Fyrrum Asíuríki]]
[[Flokkur:Fyrrum Evrópuríki]]
[[Flokkur:Kalífadæmi]]
[[Flokkur:Lagt niður 1922]]
[[Flokkur:Stofnað 1299]]
[[Flokkur:Saga Tyrklands]]
[[Flokkur:Tyrkjaveldi]]
a55zkwwzq8not11kzjgxvxhdu33gggk
Suðurfirðir
0
62820
1891923
1826260
2024-12-14T18:59:21Z
Berserkur
10188
1891923
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Island_Westfjorde_132.JPG|thumb|Horft til Bíldudals frá Trostansfirði]]
{{CommonsCat}}
'''Suðurfirðir''' er samheiti á nokkrum fjörðum sem ganga inn úr [[Arnarfjörður|Arnarfirði]]. Þeir eru [[Bíldudalsvogur]], [[Fossfjörður]], [[Reykjarfjörður (Arnarfirði)|Reykjarfjörður]], [[Trostansfjörður]] og [[Geirþjófsfjörður]].
Landslag í Suðurfjörðum er mjög vestfirskt, há [[basalt]]fjöll og brattar hlíðar í sjó fram og helsta undirlendi í fjarðarbotnum. Þar er hins vegar víða mjög gróðursælt og [[birki]]skógar með ívafi [[Reynir|reynis]] í fleiri fjörðum, sérlega í Geirþjófsfirði og Norðdal í Trostansfirði.
Bæirnir í fjörðunum, ásamt [[Bíldudalur|Bíldudal]], voru sérstakt sveitarfélag sem hét [[Suðurfjarðahreppur]] fram að [[1987]] þegar það sameinaðist [[Ketildalahreppur|Ketildalahrepp]] og mynduðu þeir í sameiningu [[Bíldudalshreppur|Bíldudalshrepp]]. Árið [[1994]] sameinaðist hann [[Barðastrandahreppur|Barðastrandahrepp]], [[Rauðasandshreppur|Rauðasandshrepp]] og [[Patrekshreppur|Patrekshrepp]] í sveitarfélagið [[Vesturbyggð]].
Búið var á 15 bæjum, þar af tveim tvíbýlum, fram undir miðja 20. öld. Nú er einungis búið á tveim, Fossi og Dufansdal. Eina þéttbýlissvæðið í Arnarfirði er Bíldudalur, þar búa nú um um 300 manns. Bíldudalur er gamall verslunarstaður allt frá [[Einokunarverslunin|einokunartímanum]] og þar hafa miklir athafnamenn sett sitt mark á staðinn, m.a. [[Ólafur Thorlacius]] (1761-1815) og [[Pétur J. Thorsteinsson]] (1854-1929). Í kaþólskri tíð var bænahús á Bíldudal og [[hálfkirkja]] frá 14. öld en hún var lögð niður 1670. Kirkja Suðurfjarða var í Otradal fram á tuttugustu öld en 1906 var vígð kirkja á Bíldudal.
Í Langaneshlíðum, norðan við Geirþjófsfjörð, var bærinn [[Steinanes]]. Í Geirþjófsfirði voru bæirnir [[Krosseyri]], [[Langibotn]] og [[Sperðlahlíð]]. Í Trostansfirði (sem ævilega var nefndur ''Trosnasfjörður'' af seinni tíma Arnfirðingum) einn samnefndur bær. Í Reykjafirði var samnefnt tvíbýli. Í Fossfirði bæirnir Foss og [[Dufansdalur]]. Þar norðan við var [[Otradalur]]. Í Bíldudalsvogi voru, fyrir utan þorpið, bæirnir [[Litlaeyri]] og [[Hóll]]. Norðan við Bíldudalsvogin var bærinn [[Auðihrísdalur]].
==Landnám==
í [[Landnámabók]] er sagt að [[Ketill ilbreiður|Ketill ilbreiður Þorbjarnarson]] hafi numið Arnarfjarðardali frá Kópanesi til Dufansdals. Ketill ílengdist þó ekki í Arnarfjarðardölum heldur fór að Berufirði hjá Reykjanesi en skildi eftir sig nafnið [[Ketildalir]]. [[Ánn rauðfeldur Grímsson]] bjó einn vetur í Dufansdal en [[Dufan í Dufansdal|Dufan]] leysingi hans bjó þar eftir. Ánn er sagður hafa gert bú á Eyri, það getur annað hvort verið þar sem nú heitir [[Hrafnseyri]] í Arnarfirði eða þar sem nú er þorpið á Bíldudal. [[Geirþjófur Valþjófsson]] er sagður hafa numið í Arnarfirði, Fossfjörð, Reykjarfjörð, Trostansfjörð, Geirþjófsfjörð og bjó hann í Geirþjófsfirði.
==Tengill==
* [http://www.vestfirdir.is/ Vestfjarðavefurinn]
* http://www.bildudalur.is/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070930042245/http://www.bildudalur.is/ |date=2007-09-30 }} Vefsvæði Bílddælinga
[[Flokkur:Firðir á Íslandi]]
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
tixw8zx7lu2vtbnqh85cvf0uk6b7i42
Geirþjófsfjörður
0
62837
1891959
1825077
2024-12-15T10:16:35Z
Masae
538
Viðbót um nátturfræði
1891959
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Iceland2008-WestFjords5.JPG|300px|thumb|Séð niður í Geirþjófsfjörð af fjallveginum yfir Dynjandisheiði]]
{{CommonsCat|Geirþjófsfjörður}}
'''Geirþjófsfjörður''' er einn af [[Suðurfirðir|Suðurfjörðum]] í [[Arnarfjörður|Arnarfirði]], langur og mjór fjörður, um 10 km frá Ófærunesi þar sem hann mætir [[Trostansfjörður|Trostansfirði]] (frá [[Kópanes]]i ysti í Arnarfirði og inn í fjarðarbotn í Geirþjófsfirði eru um 40 km). Há fjöll liggja að firðinum á báða bóga og brattar hlíðar niður í sjó. Helsta undirlendi er í fjarðarbotninum en þó fremur lítið. Enginn bílvegur liggur í fjörðinn en vegurinn um [[Dynjandisheiði]] milli [[Vatnsfjörður (Barðaströnd)|Vatnsfjarðar]] og [[Dynjandi|Dynjanda]] í Arnarfirði liggur ofan við botn fjarðarins og blasir hann við af heiðinni.
Þrír bæir voru í firðinum og eru allir nú í eyði, þar að auki var bærinn [[Steinanes]] utar í hlíðum [[Langanes í Arnarfirðir|Langanes]]s. Þar stenda enn rústir af steinsteyptu húsi.
Norðan við fjörðinn var jörðin [[Krosseyri]] á sérkennilegum tanga sem myndast af andstæðum straumum, annars vegar innan úr Geirþjófsfirði og hinn utan frá Arnarfirði. Þar stendur enn steypt íbúðarhús. Sagnir herma að [[skrímsli|sjávarskrímsli]] hafi sést síðast hér á landi í fjöru á Krosseyri.
Sunnan við fjörðinn var [[Sperðlahlíð]]. Þar má sjá tóftir eftir bústaðs- og gripahús enda var þar búið í [[torfhús]]i þangað til jörðin fór í eyði á fjóra áratug tuttugustu aldar.
Innst í firðinum og stærsta jörðin var [[Langibotn]] þar sem [[Geirþjófur Valþjófsson]] [[Landnámsmenn|landnámsmaður]] er talinn hafa búið og Auðarbær þar sem kona útlagans Gísla Súrssonar bjó í útlegð hans. Dalurinn upp af botni Geirþjófsfjarðar einkennist af allmiklum [[birki]]skógi með ívafi af [[Reynitré|reyni]]. Hluti hans var afgirtur og friðaður um [[1930]] og hófst þá gróðursetning [[Barrtré|barrtrjáa]] af ýmsum tegundum og var því haldið áfram fram á áttunda áratuginn. Hafa sumar tegundir tekið vel við sig, sérlega [[furur]], og eru þar nokkur væn tré. Þegar Langibotn fór í eyði [[1969]] komst hann í eigu [[Skógrækt ríkisins|Skógræktar ríkisins]], síðar [[Landgræðsla ríkisins|Landgræðslusjóðs]]. Þar stendur enn íbuðarhús úr timbri, upphaflega flutt til [[Siglufjörður|Siglufjarðar]] af norskum [[hvalveiði]]mönnum um 1840 en til Geirþjófsfjarðar um 1880.
==Holur á botni==
Um miðjan Geirþjófsfjörð eru stórar holur í botnsetinu, og er stærsta holan 280 metrar í þvermál og 20 metrar á dýpt. Botninn umhverfis holurnar er á rúmlega 70 metra dýpi. Holurnar voru fyrst kortlagðar í leiðangri rs. Árna Friðrikssonar árið 2002. Köfunarþjónustan ehf. kannaði þær nánar í október og nóvember 2022.
Þar funndust og mældust þrjár stórar holur og þrjár minni. Botninn á mælingasvæðinu, sem er um miðbik fjarðarins, er nokkurn veginn sléttur á 69 til 74 metra dýpi, en holurnar ná niður á allt að 93 metra dýpi.
Giskað er á að holurnar hafi myndast við uppstreymi vökva þar sem erfitt er að ímynda sér að hreyfingar sjávar í Geirþjófsfirði hafi byrjað að mynda hvirfla um miðbik fjarðarins. Vökvinn hefði getað verið vatn, heitt eða kalt.[https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2023/09/Holur-pdf.pdf]
Í greininni í Náttúrufræðingnum er þó einning sagt: ”Skylt er þó að nefna að svæðið um miðbik Geirþjófsfjarðar má telja helsta búsvæði skrímsla á landinu<ref>Þorvaldur Friðriksson, 2023. Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi. Söguútgáfan, ISBN 9789935312099</ref>, og því verður ekki fullyrt með algjörri vissu að myndun holnanna sé tengd „náttúrulegum“ ferlum.”
==Gísla saga Súrssonar==
Geirþjófsfjörður er eitt meginsögusvið [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]] og hefur það verið lifandi söguhefð í Arnarfirði að hún hafi þar átt sér stað í raun. Meðal annars má sjá rústir nálægt bæjaránni sem sagðar eru vera af bæ Auðar, konu Gísla. Einnig hafa fundist tóftir sunnan við ánna sem taldar eru hafi verið fylgsni Gísla. Samkvæmt sögunni var Gísli veiginn á klettinum [[Einhamar|Einhamri]] þar sem hann varist liðsmönnum Eyjólfs gráa. Í samband við Alþingishátíðina 1930 var höggvin í Einhamar minning um Gísla Súrsson og Auði Vésteinsdóttur.
==Tenglar==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3279879 Árni Óla, Í Arnarfirði, þríðja grein Inn í Geirþjófsfjörð Lesbók Morgunblaðsins, 41. tölublað (28.10.1951), Blaðsíða 485]
[[Flokkur:Firðir á Íslandi]]
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
0imb1j58joamzdy6d67nhtix9l9zb1w
1891960
1891959
2024-12-15T10:21:39Z
Masae
538
1891960
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Iceland2008-WestFjords5.JPG|300px|thumb|Séð niður í Geirþjófsfjörð af fjallveginum yfir Dynjandisheiði]]
{{CommonsCat|Geirþjófsfjörður}}
'''Geirþjófsfjörður''' er einn af [[Suðurfirðir|Suðurfjörðum]] í [[Arnarfjörður|Arnarfirði]], langur og mjór fjörður, um 10 km frá Ófærunesi þar sem hann mætir [[Trostansfjörður|Trostansfirði]] (frá [[Kópanes]]i ysti í Arnarfirði og inn í fjarðarbotn í Geirþjófsfirði eru um 40 km). Há fjöll liggja að firðinum á báða bóga og brattar hlíðar niður í sjó. Helsta undirlendi er í fjarðarbotninum en þó fremur lítið. Enginn bílvegur liggur í fjörðinn en vegurinn um [[Dynjandisheiði]] milli [[Vatnsfjörður (Barðaströnd)|Vatnsfjarðar]] og [[Dynjandi|Dynjanda]] í Arnarfirði liggur ofan við botn fjarðarins og blasir hann við af heiðinni.
Þrír bæir voru í firðinum og eru allir nú í eyði, þar að auki var bærinn [[Steinanes]] utar í hlíðum [[Langanes í Arnarfirðir|Langanes]]s. Þar stenda enn rústir af steinsteyptu húsi.
Norðan við fjörðinn var jörðin [[Krosseyri]] á sérkennilegum tanga sem myndast af andstæðum straumum, annars vegar innan úr Geirþjófsfirði og hinn utan frá Arnarfirði. Þar stendur enn steypt íbúðarhús. Sagnir herma að [[skrímsli|sjávarskrímsli]] hafi sést síðast hér á landi í fjöru á Krosseyri.
Sunnan við fjörðinn var [[Sperðlahlíð]]. Þar má sjá tóftir eftir bústaðs- og gripahús enda var þar búið í [[torfhús]]i þangað til jörðin fór í eyði á fjóra áratug tuttugustu aldar.
Innst í firðinum og stærsta jörðin var [[Langibotn]] þar sem [[Geirþjófur Valþjófsson]] [[Landnámsmenn|landnámsmaður]] er talinn hafa búið og Auðarbær þar sem kona útlagans Gísla Súrssonar bjó í útlegð hans. Dalurinn upp af botni Geirþjófsfjarðar einkennist af allmiklum [[birki]]skógi með ívafi af [[Reynitré|reyni]]. Hluti hans var afgirtur og friðaður um [[1930]] og hófst þá gróðursetning [[Barrtré|barrtrjáa]] af ýmsum tegundum og var því haldið áfram fram á áttunda áratuginn. Hafa sumar tegundir tekið vel við sig, sérlega [[furur]], og eru þar nokkur væn tré. Þegar Langibotn fór í eyði [[1969]] komst hann í eigu [[Skógrækt ríkisins|Skógræktar ríkisins]], síðar [[Landgræðsla ríkisins|Landgræðslusjóðs]]. Þar stendur enn íbúðarhús úr timbri, upphaflega flutt til [[Siglufjörður|Siglufjarðar]] af norskum [[hvalveiði]]mönnum um 1840 en til Geirþjófsfjarðar um 1880.
==Holur á botni==
Um miðjan Geirþjófsfjörð eru stórar holur í botnsetinu, og er stærsta holan 280 metrar í þvermál og 20 metrar á dýpt. Botninn umhverfis holurnar er á rúmlega 70 metra dýpi. Holurnar voru fyrst kortlagðar í leiðangri rs. Árna Friðrikssonar árið 2002. Köfunarþjónustan ehf. kannaði þær nánar í október og nóvember 2022.
Þar funndust og mældust þrjár stórar holur og þrjár minni. Botninn á mælingasvæðinu, sem er um miðbik fjarðarins, er nokkurn veginn sléttur á 69 til 74 metra dýpi, en holurnar ná niður á allt að 93 metra dýpi.
Giskað er á að holurnar hafi myndast við uppstreymi vökva þar sem erfitt er að ímynda sér að hreyfingar sjávar í Geirþjófsfirði hafi byrjað að mynda hvirfla um miðbik fjarðarins. Vökvinn hefði getað verið vatn, heitt eða kalt.[https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2023/09/Holur-pdf.pdf]
Í greininni í [[Náttúrufræðingurinn|Náttúrufræðingnum]] er þó einning sagt: ”Skylt er þó að nefna að svæðið um miðbik Geirþjófsfjarðar má telja helsta búsvæði skrímsla á landinu<ref>Þorvaldur Friðriksson, 2023. Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi. Söguútgáfan, ISBN 9789935312099</ref>, og því verður ekki fullyrt með algjörri vissu að myndun holnanna sé tengd „náttúrulegum“ ferlum.”
==Gísla saga Súrssonar==
Geirþjófsfjörður er eitt meginsögusvið [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]] og hefur það verið lifandi söguhefð í Arnarfirði að hún hafi þar átt sér stað í raun. Meðal annars má sjá rústir nálægt bæjaránni sem sagðar eru vera af bæ Auðar, konu Gísla. Einnig hafa fundist tóftir sunnan við ánna sem taldar eru hafi verið fylgsni Gísla. Samkvæmt sögunni var Gísli veiginn á klettinum [[Einhamar|Einhamri]] þar sem hann varist liðsmönnum Eyjólfs gráa. Í samband við Alþingishátíðina 1930 var höggvin í Einhamar minning um Gísla Súrsson og Auði Vésteinsdóttur.
==Tenglar==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3279879 Árni Óla, Í Arnarfirði, þríðja grein Inn í Geirþjófsfjörð Lesbók Morgunblaðsins, 41. tölublað (28.10.1951), Blaðsíða 485]
[[Flokkur:Firðir á Íslandi]]
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
evz7g7pqjboram688aszmz5kp8nfh2a
1891961
1891960
2024-12-15T10:52:00Z
Masae
538
Bætt við ljósmynd
1891961
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Iceland2008-WestFjords5.JPG|300px|thumb|Séð niður í Geirþjófsfjörð af fjallveginum yfir Dynjandisheiði]]
[[Mynd:Island Westfjorde 124.JPG|300px|thumb|Séð niður á bæinn í Langabotni]]
{{CommonsCat|Geirþjófsfjörður}}
'''Geirþjófsfjörður''' er einn af [[Suðurfirðir|Suðurfjörðum]] í [[Arnarfjörður|Arnarfirði]], langur og mjór fjörður, um 10 km frá Ófærunesi þar sem hann mætir [[Trostansfjörður|Trostansfirði]] (frá [[Kópanes]]i ysti í Arnarfirði og inn í fjarðarbotn í Geirþjófsfirði eru um 40 km). Há fjöll liggja að firðinum á báða bóga og brattar hlíðar niður í sjó. Helsta undirlendi er í fjarðarbotninum en þó fremur lítið. Enginn bílvegur liggur í fjörðinn en vegurinn um [[Dynjandisheiði]] milli [[Vatnsfjörður (Barðaströnd)|Vatnsfjarðar]] og [[Dynjandi|Dynjanda]] í Arnarfirði liggur ofan við botn fjarðarins og blasir hann við af heiðinni.
Þrír bæir voru í firðinum og eru allir nú í eyði, þar að auki var bærinn [[Steinanes]] utar í hlíðum [[Langanes í Arnarfirðir|Langanes]]s. Þar stenda enn rústir af steinsteyptu húsi.
Norðan við fjörðinn var jörðin [[Krosseyri]] á sérkennilegum tanga sem myndast af andstæðum straumum, annars vegar innan úr Geirþjófsfirði og hinn utan frá Arnarfirði. Þar stendur enn steypt íbúðarhús. Sagnir herma að [[skrímsli|sjávarskrímsli]] hafi sést síðast hér á landi í fjöru á Krosseyri.
Sunnan við fjörðinn var [[Sperðlahlíð]]. Þar má sjá tóftir eftir bústaðs- og gripahús enda var þar búið í [[torfhús]]i þangað til jörðin fór í eyði á fjóra áratug tuttugustu aldar.
Innst í firðinum og stærsta jörðin var [[Langibotn]] þar sem [[Geirþjófur Valþjófsson]] [[Landnámsmenn|landnámsmaður]] er talinn hafa búið og Auðarbær þar sem kona útlagans Gísla Súrssonar bjó í útlegð hans. Dalurinn upp af botni Geirþjófsfjarðar einkennist af allmiklum [[birki]]skógi með ívafi af [[Reynitré|reyni]]. Hluti hans var afgirtur og friðaður um [[1930]] og hófst þá gróðursetning [[Barrtré|barrtrjáa]] af ýmsum tegundum og var því haldið áfram fram á áttunda áratuginn. Hafa sumar tegundir tekið vel við sig, sérlega [[furur]], og eru þar nokkur væn tré. Þegar Langibotn fór í eyði [[1969]] komst hann í eigu [[Skógrækt ríkisins|Skógræktar ríkisins]], síðar [[Landgræðsla ríkisins|Landgræðslusjóðs]]. Þar stendur enn íbúðarhús úr timbri, upphaflega flutt til [[Siglufjörður|Siglufjarðar]] af norskum [[hvalveiði]]mönnum um 1840 en til Geirþjófsfjarðar um 1880.
==Holur á botni==
Um miðjan Geirþjófsfjörð eru stórar holur í botnsetinu, og er stærsta holan 280 metrar í þvermál og 20 metrar á dýpt. Botninn umhverfis holurnar er á rúmlega 70 metra dýpi. Holurnar voru fyrst kortlagðar í leiðangri rs. Árna Friðrikssonar árið 2002. Köfunarþjónustan ehf. kannaði þær nánar í október og nóvember 2022.
Þar funndust og mældust þrjár stórar holur og þrjár minni. Botninn á mælingasvæðinu, sem er um miðbik fjarðarins, er nokkurn veginn sléttur á 69 til 74 metra dýpi, en holurnar ná niður á allt að 93 metra dýpi.
Giskað er á að holurnar hafi myndast við uppstreymi vökva þar sem erfitt er að ímynda sér að hreyfingar sjávar í Geirþjófsfirði hafi byrjað að mynda hvirfla um miðbik fjarðarins. Vökvinn hefði getað verið vatn, heitt eða kalt.[https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2023/09/Holur-pdf.pdf]
Í greininni í [[Náttúrufræðingurinn|Náttúrufræðingnum]] er þó einning sagt: ”Skylt er þó að nefna að svæðið um miðbik Geirþjófsfjarðar má telja helsta búsvæði skrímsla á landinu<ref>Þorvaldur Friðriksson, 2023. Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi. Söguútgáfan, ISBN 9789935312099</ref>, og því verður ekki fullyrt með algjörri vissu að myndun holnanna sé tengd „náttúrulegum“ ferlum.”
==Gísla saga Súrssonar==
Geirþjófsfjörður er eitt meginsögusvið [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]] og hefur það verið lifandi söguhefð í Arnarfirði að hún hafi þar átt sér stað í raun. Meðal annars má sjá rústir nálægt bæjaránni sem sagðar eru vera af bæ Auðar, konu Gísla. Einnig hafa fundist tóftir sunnan við ánna sem taldar eru hafi verið fylgsni Gísla. Samkvæmt sögunni var Gísli veiginn á klettinum [[Einhamar|Einhamri]] þar sem hann varist liðsmönnum Eyjólfs gráa. Í samband við Alþingishátíðina 1930 var höggvin í Einhamar minning um Gísla Súrsson og Auði Vésteinsdóttur.
==Tenglar==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3279879 Árni Óla, Í Arnarfirði, þríðja grein Inn í Geirþjófsfjörð Lesbók Morgunblaðsins, 41. tölublað (28.10.1951), Blaðsíða 485]
[[Flokkur:Firðir á Íslandi]]
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
n64kq5yztfbgccx9qn4rfyefoutvepy
1891965
1891961
2024-12-15T11:56:50Z
Masae
538
/* Holur á botni */
1891965
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Iceland2008-WestFjords5.JPG|300px|thumb|Séð niður í Geirþjófsfjörð af fjallveginum yfir Dynjandisheiði]]
[[Mynd:Island Westfjorde 124.JPG|300px|thumb|Séð niður á bæinn í Langabotni]]
{{CommonsCat|Geirþjófsfjörður}}
'''Geirþjófsfjörður''' er einn af [[Suðurfirðir|Suðurfjörðum]] í [[Arnarfjörður|Arnarfirði]], langur og mjór fjörður, um 10 km frá Ófærunesi þar sem hann mætir [[Trostansfjörður|Trostansfirði]] (frá [[Kópanes]]i ysti í Arnarfirði og inn í fjarðarbotn í Geirþjófsfirði eru um 40 km). Há fjöll liggja að firðinum á báða bóga og brattar hlíðar niður í sjó. Helsta undirlendi er í fjarðarbotninum en þó fremur lítið. Enginn bílvegur liggur í fjörðinn en vegurinn um [[Dynjandisheiði]] milli [[Vatnsfjörður (Barðaströnd)|Vatnsfjarðar]] og [[Dynjandi|Dynjanda]] í Arnarfirði liggur ofan við botn fjarðarins og blasir hann við af heiðinni.
Þrír bæir voru í firðinum og eru allir nú í eyði, þar að auki var bærinn [[Steinanes]] utar í hlíðum [[Langanes í Arnarfirðir|Langanes]]s. Þar stenda enn rústir af steinsteyptu húsi.
Norðan við fjörðinn var jörðin [[Krosseyri]] á sérkennilegum tanga sem myndast af andstæðum straumum, annars vegar innan úr Geirþjófsfirði og hinn utan frá Arnarfirði. Þar stendur enn steypt íbúðarhús. Sagnir herma að [[skrímsli|sjávarskrímsli]] hafi sést síðast hér á landi í fjöru á Krosseyri.
Sunnan við fjörðinn var [[Sperðlahlíð]]. Þar má sjá tóftir eftir bústaðs- og gripahús enda var þar búið í [[torfhús]]i þangað til jörðin fór í eyði á fjóra áratug tuttugustu aldar.
Innst í firðinum og stærsta jörðin var [[Langibotn]] þar sem [[Geirþjófur Valþjófsson]] [[Landnámsmenn|landnámsmaður]] er talinn hafa búið og Auðarbær þar sem kona útlagans Gísla Súrssonar bjó í útlegð hans. Dalurinn upp af botni Geirþjófsfjarðar einkennist af allmiklum [[birki]]skógi með ívafi af [[Reynitré|reyni]]. Hluti hans var afgirtur og friðaður um [[1930]] og hófst þá gróðursetning [[Barrtré|barrtrjáa]] af ýmsum tegundum og var því haldið áfram fram á áttunda áratuginn. Hafa sumar tegundir tekið vel við sig, sérlega [[furur]], og eru þar nokkur væn tré. Þegar Langibotn fór í eyði [[1969]] komst hann í eigu [[Skógrækt ríkisins|Skógræktar ríkisins]], síðar [[Landgræðsla ríkisins|Landgræðslusjóðs]]. Þar stendur enn íbúðarhús úr timbri, upphaflega flutt til [[Siglufjörður|Siglufjarðar]] af norskum [[hvalveiði]]mönnum um 1840 en til Geirþjófsfjarðar um 1880.
==Holur á botni==
Um miðjan Geirþjófsfjörð eru stórar holur í botnsetinu, og er stærsta holan 280 metrar í þvermál og 20 metrar á dýpt. Botninn umhverfis holurnar er á rúmlega 70 metra dýpi. Holurnar voru fyrst kortlagðar í leiðangri rs. Árna Friðrikssonar árið 2002. Köfunarþjónustan ehf. kannaði þær nánar í október og nóvember 2022.
Þar funndust og mældust þrjár stórar holur og þrjár minni. Botninn á mælingasvæðinu, sem er um miðbik fjarðarins, er nokkurn veginn sléttur á 69 til 74 metra dýpi, en holurnar ná niður á allt að 93 metra dýpi.
Giskað er á að holurnar hafi myndast við uppstreymi vökva þar sem erfitt er að ímynda sér að hreyfingar sjávar í Geirþjófsfirði hafi byrjað að mynda hvirfla um miðbik fjarðarins. Vökvinn hefði getað verið vatn, heitt eða kalt.[https://natturufraedingurinn.is/wp-content/uploads/2023/09/Holur-pdf.pdf]
Í greininni í [[Náttúrufræðingurinn|Náttúrufræðingnum]] er þó einnig sagt: ”Skylt er þó að nefna að svæðið um miðbik Geirþjófsfjarðar má telja helsta búsvæði skrímsla á landinu<ref>Þorvaldur Friðriksson, 2023. Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi. Söguútgáfan, ISBN 9789935312099</ref>, og því verður ekki fullyrt með algjörri vissu að myndun holnanna sé tengd „náttúrulegum“ ferlum.”
==Gísla saga Súrssonar==
Geirþjófsfjörður er eitt meginsögusvið [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]] og hefur það verið lifandi söguhefð í Arnarfirði að hún hafi þar átt sér stað í raun. Meðal annars má sjá rústir nálægt bæjaránni sem sagðar eru vera af bæ Auðar, konu Gísla. Einnig hafa fundist tóftir sunnan við ánna sem taldar eru hafi verið fylgsni Gísla. Samkvæmt sögunni var Gísli veiginn á klettinum [[Einhamar|Einhamri]] þar sem hann varist liðsmönnum Eyjólfs gráa. Í samband við Alþingishátíðina 1930 var höggvin í Einhamar minning um Gísla Súrsson og Auði Vésteinsdóttur.
==Tenglar==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3279879 Árni Óla, Í Arnarfirði, þríðja grein Inn í Geirþjófsfjörð Lesbók Morgunblaðsins, 41. tölublað (28.10.1951), Blaðsíða 485]
[[Flokkur:Firðir á Íslandi]]
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
jqz7b81o3fyrh8q9w0yrbxb2wnv8yns
Tölvuveira
0
94395
1891918
1891861
2024-12-14T18:14:21Z
Bjornkarateboy
97178
1891918
wikitext
text/x-wiki
'''Tölvuveira''', '''meinforrit''' eða '''veira''' er sjálfeftirmyndandi [[hugbúnaður]] sem dreifir sér með því að setja afrit af sér í aðra hugbúnaði eða önnur gögn.
Tölvuþrjótar notfæra sér vírusa til að koma höggi á hugbúnaðarkerfi. Algengt er að slíkir vírusar beinist að Facebook, Messenger, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum. Tölvunarfræðingar ráðleggja fólki að opna alls ekki forrit sem geta flokkast sem vírus.<ref>{{Cite web|url=https://www.cyberghostvpn.com/privacyhub/how-to-remove-facebook-virus/|title=How to Remove Facebook Virus On All Devices|date=2024-11-18|website=CyberGhost Privacy Hub|language=en|access-date=2024-12-13}}</ref> Misjafnt er hvernig vírusar eru settir fram en algengast er að spurt sé um ákveðnar upplýsingar um fólk svo sem símanúmer eða aðrar viðkvæmar upplýsingar. Þá kemur fyrir að vírus sé settur þannig fram að einstaklingur sé mögulega á myndbandi eða hafi unnið eitthvað.
{{stubbur}}
[[Flokkur:Forritun]]
qyixcf3pieg7uejr8iln1xeni2mi3eu
Björn Ulvaeus
0
97807
1891902
1891471
2024-12-14T14:53:28Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Press_Conference_–_Launch_of_CLIP_Creators_Learn_Intellectual_Property_(53338026438)_(cropped).jpg fyrir [[Mynd:Björn_Ulvaeus_2023_(53338026438)_(cropped).jpg]] (eftir [[c:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File re
1891902
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Björn Ulvaeus 2023 (53338026438) (cropped).jpg|thumb|Björn Ulvaeus (2023).]]
'''Björn Kristian Ulvaeus''' (fæddur [[25. apríl]] [[1945]]) er [[Svíþjóð|sænskur]] [[tónlistarmaður]] og [[lagahöfundur]]. Hann er þekktur fyrir að vera meðlimur í [[ABBA]] og fyrir að vera í langvinnu samstarfi með [[Benny Andersson]]. Saman hafa þeir skrifað söngleikina ''Kristina frá Duvemåla'' og ''[[Mamma Mia!]]'', sem hefur verið [[Mamma Mia! (kvikmynd)|kvikmynd]]aður. Ulvaeus er [[veraldlegur húmanismi|veraldlegur húmanisti]] og meðlimur í sænska félaginu [[Humanisterna]].
{{stubbur|tónlist|Svíþjóð}}
[[Flokkur:Sænskir tónlistarmenn|Ulvaeus, Björn]]
{{fe|1945|Ulvaeus, Björn}}
[[Flokkur:Sænskir húmanistar]]
o5run6em7grnt1yqg4mwm73bxkhxtq9
Sigmundur Ernir Rúnarsson
0
98124
1891916
1891212
2024-12-14T17:56:37Z
TKSnaevarr
53243
1891916
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|skammstöfun= SER
|fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1961|3|6}}
|fæðingarstaður = [[Akureyri]], [[Ísland]]i
| titill= Ritstjóri Fréttablaðsins
| stjórnartíð_start2 = 2021
| stjórnartíð_end2 = 2023
| forveri2 =[[Jón Þórisson]]
| eftirmaður2 = ''Enginn''
|stjórnmálaflokkur = [[Samfylkingin]]
|menntun = Blaðamaður
|háskóli =
|maki = Bára Aðalsteinsdóttir (skilin)<br>Elín Sveinsdóttir
|börn = 6
|AÞ_CV = 1439
|AÞ_frá1 = 2009
|AÞ_til1 = 2013
|AÞ_kjördæmi1= [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]]
|AÞ_flokkur1 = Samfylkingin
|AÞ_frá2 = 2024
|AÞ_til2 =
|AÞ_kjördæmi2= [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]]
|AÞ_flokkur2 = Samfylkingin
}}
'''Sigmundur Ernir Rúnarsson''' (f. 6. mars 1961) er íslenskur [[blaðamaður]], [[ljóðskáld]] og [[rithöfundur]]. Hann er núverandi þingmaður.
Sigmundur Ernir sat fyrst á þingi í [[Norðausturkjördæmi|Norðausturkjördæmis]] á árunum 2009–2013 fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]].
Sigmundur Ernir er fæddur á [[Akureyri]] 6. mars 1961. Að loknum stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólanum á Akureyri]] árið 1981, sótti hann ýmis [[Fjölmiðlafræði|fjölmiðlanámskeið]] í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum 1981–1986.
== Blaðamennska ==
Sigmundur Ernir var blaðamaður á [[Vísir (dagblað)|Vísi]] árið 1981, á [[DV]] 1981–1983 og síðan ritstjórnarfulltrúi á [[Helgarpósturinn|Helgarpóstinum]] á árunum 1983–1985.
Árið 1985 hóf hann störf við sjónvarp, fyrst sem þáttastjórnandi hjá [[Ríkissjónvarpið|Ríkissjónvarpinu]] á árunum 1985–1986 og síðar sem fréttamaður og varafréttastjóri á [[Stöð 2]], 1987–2001. Hann var ritstjóri á [[DV]] á árunum 2001–2003 og þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni [[Skjár 1|Skjá 1]], á árunum 2003–2004. Hann var fréttaritstjóri á [[Fréttablaðið|Fréttablaðinu]] 2004–2005, fréttastjóri á Stöð 2, 2005–2007 og síðan forstöðumaður fréttasviðs þeirrar stöðvar 2007–2009. Sigmundur Ernir var í stjórn [[Blaðamannafélag Íslands|Blaðamannafélags Íslands]] 1988–1990 og í stjórn „[[Dagur íslenskrar tungu|Dags íslenskrar tungu]]“ 1996–2000. Frá 2015-2023 starfaði Sigmundur Ernir sem dagskrár- og ritstjóri [[Hringbraut (sjónvarpsstöð)|Hringbrautar]] sem var sjónvarpsstöð í einkaeign. Þar var hann m.a. með umræðu og ferðaþætti.
Sigmundur Ernir var ráðinn ritstjóri [[Fréttablaðið|Fréttablaðsins]] í ágúst 2021.<ref>{{Vefheimild|titill=Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/sigmundur-ernir-radinn-ritstjori-frettabladsins/|ár=2021|mánuður=3. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=6. ágúst}}</ref> Því starfi gengdi hann til apríl 2023 þegar blaðið hætti útgáfu.
== Akureyringur ==
Sigmundur Ernir á sterkar rætur á [[Akureyri]] og hefur oft talað máli bæjarins. [[Akureyrarbær]] skipaði Sigmund „sendiherra Sambandslýðveldisins Akureyrar“ í Reykjavík árið 1997.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/362384/|title=Akureyrskt sendiráð í Reykjavík|website=www.mbl.is|access-date=2019-03-12}}</ref> Hélt hann þeim titli í áraraðir.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/11/21/jolabjorinn_kominn_sudur/|title=Jólabjórinn kominn suður|website=www.mbl.is|access-date=2019-03-12}}</ref> Hann var formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar 2001–2004<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000603414|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref> og formaður stjórnar [[Leikfélag Akureyrar|Leikfélags Akureyrar]] 2003–2009.<ref>{{cite web|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1401568/|title=Svört fjármálakómedía leikfélags|website=www.mbl.is|access-date=2019-03-12|url-access=subscription}}</ref>
== Stjórnmálaferill ==
Sigmundur Ernir var [[alþingismaður]] [[Norðausturkjördæmi|Norðausturkjördæmis]] á árunum 2009–2013 fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]]. Þar sat hann m.a. í [[Fjárlaganefnd Alþingis|fjárlaganefnd]], [[Heilbrigðisnefnd Alþingis|heilbrigðisnefnd]], [[Iðnaðarnefnd Alþingis|iðnaðarnefnd]], [[Samgöngunefnd Alþingis|samgöngunefnd]] og [[Utanríkismálanefnd Alþingis|utanríkismálanefnd]] 2011–2012. Hann var m.a. í Íslandsdeild [[Alþjóðaþingmannasambandið|Alþjóðaþingmannasambandsins]] 2010–2011 og í Íslandsdeild þingmannanefnda [[EFTA]] og [[Evrópska efnahagssvæðið|EES]] 2012–2013.<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=717|title=Sigmundur Ernir Rúnarsson|website=Alþingi|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref>
Sigmundur var kjörinn aftur á þing í [[Alþingiskosningar 2024|kosningunum 2024]] eftir að [[Þórður Snær Júlíusson]] ákvað að taka ekki sæti.
== Ljóð og ljóðsögur ==
Eftir ljóðskáldið Sigmund Erni liggja níu ljóðabækur:
# „Kringumstæður“; ljóð 1980 ;
# „Óstaðfest ljóð“; ljóð 1983- Þorvaldur Þorsteinsson teiknaði myndir;
# „Stundir úr lífi stafrófsins“; ljóð 1989;
# „Úr ríki náttúrunnar“ Náttúrustemmur og ljóð sem unnin var með Ara Trausta Guðmundssyni, 1991;
# „Sjaldgæft fólk“; ljóð 1998;
# „Sögur af aldri og efa"; ljóð og ljóðsögur 2001;
# „innbær: útland“; ljóð og ljóðsögur 2002;
# „Eldhús ömmu Rún“; ljóð 2012;
# „Allt þetta hugsafn af árum sem kvað vera ævi“ ljóð 2016.
Sigmundur Ernir hefur einnig gefið út hljómplötu með söngtextum, ljóðskreytt bækur, haldið ljóðasýningar, auk þess að sinna prósaskrifum. Ljóð hans birtust m.a.: í tímaritinu ''Ljóðormur'' árið 1986<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000580187|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>; í ''Tímariti Máls og menningar'' árið 2000<ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000568038|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref>; og í ''Verðlaunaljóðum'', sem var ljóðasafn nokkurra höfunda í ljóðasamkeppni á vegum Menningarmálanefndar Akureyrar árið 1989. Sigmundur Ernir vann til verðlauna í ljóðasamkeppni vikublaðsins Dag og MENOR 1991 og birti blaðið ljóð hans. <ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2695130|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2695162|title=Timarit.is|last=Háskólabókasafn|first=Landsbókasafn Íslands-|website=timarit.is|language=is|access-date=2019-03-12}}</ref>.
Ljóð hans hafa birst viðar: Hann var með ljóðskreytingar í ''Veislubók Hagkaups: 230 afbragðs uppskriftir'', árið 1997. Hann ritaði einnig prósa í ljósmyndabók Díönu Júlíusdóttur, ''Hnúkurinn'', árið 2018.
Árið 2005 komu nokkur ljóða hans út á ensku í bókinni ''Ice-Floe : International poetry of the far north'', sem gefin var út í [[Anchorage]], [[Alaska]].
== Aðrar bækur ==
Sigmundur er afkastamikill rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans, ''Barn að eilífu'', kom út árið 2004. Bók hans ''Flökkusögur - ferðasaga'' kom út árið 2017.
Sigmundur Ernir hefur einnig ritað [[Ævisaga|ævisögur]] og bækur um ýmis málefni, sem hafa komið út á bók og á hljóðbókarformi, m.a.:
* ''Golfklúbburinn Flúðir 20 ára'', er kom út 2005;
* ''Guðni af lífi og sál'', ævisaga Guðna Ágústssonar fyrrum landbúnaðarráðherra, 2007;
* ''Magnea'', ævisaga Magneu Guðmundsdóttur, 2009;
* ''Ein á enda jarðar''; ferðasaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Suðurpólinn, 2013;
* ''Munaðarleysinginn''; ævisaga Matthíasar Bergssonar, 2015;
* ''Allt mitt líf er tilviljun'', ævisaga Birkis Baldvinssonar, 2016;
* ''Rúna'' – örlagasaga, ævisaga Rúnu Einarsdóttur frá Mosfelli í Svínavatnshreppi, 2017;
* ''Níu Líf'', ævisaga Gísla Steingrímssonar, 2018.
== Tenglar ==
* [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=717 Alþingi]
*[[Hringbraut (sjónvarpsstöð)|Hringbraut]] sjónvarpsstöð.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Núverandi alþingismenn}}
{{f|1961}}
[[Flokkur:Íslenskir fréttamenn]]
[[Flokkur:Íslenskt fjölmiðlafólk]]
[[Flokkur:Ritstjórar Fréttablaðsins]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri]]
[[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]]
gktp1ztwtnq46xdkdbyxo19do1v3i6b
Hvíta stríðið
0
108438
1891964
1702999
2024-12-15T11:51:30Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1891964
wikitext
text/x-wiki
'''Hvíta stríðið''' eða '''drengsmálið''' er nafn á óeirðum sem urðu fyrir utan íbúð [[Ólafur Friðriksson|Ólafs Friðrikssonar]], ritstjóra [[Alþýðublaðið|Alþýðublaðsins]], á [[Suðurgata|Suðurgötu]] 14 í Reykjavík árið [[1921]].
Ólafur var þekktur jafnaðarmaður og hafði snúið heim frá alþjóðaþingi kommúnista, [[Komintern]] með 14 ára dreng, Natan Friedman með sér. Natan var með smitandi [[augnsjúkdómur|augnsjúkdóm]], [[egypskt augnkvef]] (e. trachoma) og því vildi [[landlæknir]] láta vísa honum úr landi til þess að koma í veg fyrir að fólk á Íslandi smitaðist.
Þann [[18. nóvember]] ákvað lögreglan að gera atlögu að húsi Ólafs og freista þess að fjarlægja Natan með valdi. Lögreglumenn, leiddir af [[Jón Hermannsson|Jóni Hermannssyni]] náðu drengnum á sitt vald en stuðningsmenn Ólafs náðu honum jafnharðan aftur til sín. Þann [[22. nóvember]] var fjölmennara lið, undir forystu Jóhanns P. Jónssonar, setts lögreglustjóra, gert út af ríkisstjórninni til þess að ná Natan með valdi. Það hafðist og [[28. nóvember]] var Natan sendur af landi brott með [[Gullfoss (skip, 1915)|Gullfossi]].
Ólafur var dæmdur í fangelsi ásamt Hendriki Ottóssyni og fleirum. Þeir voru náðaðir fimm árum seinna.
Um hádegisbil föstudaginn 18. nóvember 1921, sama dag og lögreglan gerði í fyrsta sinn atlögu að heimili Ólafs Friðrikssonar, setti Lárus Jóhannesson, fulltrúi [[bæjarfógeti|bæjarfógeta]], [[lögregluréttur|lögreglurétt]] Reykjavíkur á skrifstofu fógetans. Þar sagði Jón Kjartansson [[lögreglufulltrúi]] að „einangra“ þyrfti hús Ólafs á við Suðurgötu frá símasambandi við umheiminn. Því þyrfti að loka tveimur símum á heimili hans en einnig símanum á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Að öllum líkindum var þetta í fyrsta skiptið sem síma var lokað á Íslandi að beiðni lögreglu og fengnum dómsúrskurði.<ref>{{Bókaheimild
|höfundur=Guðni Th. Jóhannesson|titill=Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi|útgefandi=Mál og menning|ár=2006|bls=31-2|ISBN=9979328088}}</ref>
== Tilvitnun ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* {{vísindavefurinn|15626|Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?}}
* [http://www.borgarskjalasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-4242/6667_read-1076/6630_view-2789/ Borgarskjalasafn Reykjavíkur - Einkaskjalasafn nr. 248 - Hvíta stríðið - Pétur Pétursson þulur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://gudnith.is/category/greinar_og_fyrirlestrar/kalda_str%C3%AD%C3%B0i%C3%B0 Samhengi] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304220940/http://gudnith.is/category/greinar_og_fyrirlestrar/kalda_str%C3%AD%C3%B0i%C3%B0 |date=2016-03-04 }}. Erindi Guðna Th. Jóhannessonar á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar, „Íslensk vinstri róttækni: Hugsjónabarátta eða Landráð?“ 23. nóv. 2011.
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3652944 „Drengsmálið“ og eftirmál], Morgunblaðið, 41. tölublað (12.02.2005), Blaðsíða 26.
[[Flokkur:Saga Reykjavíkur]]
[[Flokkur:1921]]
1c7a3yisdrrix33qdk78krm31lz01xl
2024
0
131136
1891896
1891769
2024-12-14T12:57:57Z
Berserkur
10188
/* Desember */
1891896
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2024''' ('''MMXXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[hlaupár sem byrjar á mánudegi]].
== Atburðir==
===Janúar===
[[Mynd:Grindavik and the eruption 14 januar 2024.jpg|thumb|Eldgos við Grindavík.]]
* [[1. janúar]]:
** [[Egyptaland]], [[Eþíópía]], [[Íran]], [[Sádi-Arabía]] og [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] gerðust aðilar að [[BRICS]].
** Fylkið [[Vestfold og Þelamörk]] í suður-Noregi var lagt niður og skiptist í [[Vestfold]] og [[Þelamörk]] eins og fyrir 2020.
** [[Artsak-lýðveldið]] var leyst upp og landsvæði þess að fullu limað inn í [[Aserbaísjan]].
** [[Guðni Th. Jóhannesson]], forseti Íslands, ákvað að bjóða sig ekki fram í komandi forsetakosningum.
** [[Landgræðslan]] og [[Skógræktin]] sameinuðust í stofnunina [[Land og skógur]].
* [[2. janúar]] - [[Ísrael]]sher réð næstráðanda [[Hamas]]-samtakana, [[Saleh Al-Arouri]], af dögum í drónaárás í [[Beirút]], Líbanon.
* [[3. janúar]] - 84 létust í sprengjuárás í Íran við minningarathöfn helgaðri hershöfðingjanum [[Qasem Soleimani]]. [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð.
* [[4. janúar]] - [[Gísli Þorgeir Kristjánsson]], leikmaður [[Magdeburg]] og [[Íslenska karlalandsliðið í handknattleik|íslenska handboltalandsliðsins]], var kjörinn [[Íþróttamaður ársins]] 2023 af [[Samtök íþróttafréttamanna|Samtökum íþróttafréttamanna]].
* [[5. janúar]] - Lægsta hitastigið á Norðurlöndum í 25 ár mældist í norður-[[Svíþjóð]] þegar hitinn fór niður fyrir -44 C°.
* [[9. janúar]] - [[Gabriel Attal]] var útnefndur forsætisráðherra Frakklands. Hann tók við af [[Élisabeth Borne]] sem sagði af sér. Attal varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins og fyrsti [[samkynhneigð]]i maðurinn til að gegna embættinu.
* [[10. janúar]] – [[28. janúar]]: [[Evrópumeistaramót karla í handknattleik 2024|Evrópumótið í handbolta karla]] hófst í Þýskalandi.
* [[11. janúar]] - [[Jökulhlaup]] varð í [[Grímsvötn]]um.
* [[12. janúar]] - Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á [[Jemen]] vegna árása [[Hútí-fylkingin|Hútí-fylkingarinnar]] á vöruflutningaskip á [[Rauðahaf]]i.
* [[13. janúar]] - [[Lai Ching-te]] var kosinn forseti [[Taívan]]s.
* [[14. janúar]] –
** [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos]] hófst að nýju við Sundhnúksgíga/Hagafell. Önnur sprunga opnaðist nær [[Grindavík]] og eyðilagði hraun nokkur hús.
**[[Margrét Þórhildur]] Danadrottning afsalaði sér krúnunni og [[Friðrik Danakrónprins]] varð konungur Danmerkur.
* [[16. janúar]] –
** [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]] varð borgarstjóri Reykjavíkur. [[Dagur B. Eggertsson]] lét af störfum.
** Engin gosvirkni sást í gosinu í námunda við Grindavík.
* [[19. janúar]]: Fyrsta geimfar [[Japan]]s lenti á [[tunglið|tungl]]inu.
* [[26. janúar]] - Fyrsta [[aftaka]]n fór fram í Bandaríkjunum þar sem [[nitur]]gas var notað.
===Febrúar===
* [[3. febrúar]]: [[Bandaríkin]] gerðu árásir á 85 skotmörk í [[Sýrland]]i og [[Írak]] eftir að sveitir hliðhollar [[Íran]] gerðu árás á bandaríska herstöð í [[Jórdanía|Jórdaníu]].
* [[4. febrúar]]: [[Nayib Bukele]] var endurkjörinn forseti [[El Salvador]].
* [[6. febrúar]]: [[Skógareldar]] í Chile; yfir 100 létust.
* [[8. febrúar]]: [[Eldgosið við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst við Sundhnúk]] á svipuðum stað og í desember árið áður. Hraun fór yfir hitaveitulögn og urðu Suðurnes heitavatnslaus. Gosinu lauk eftir sólarhring.
* [[10. febrúar]]: [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu]] vann [[Asíukeppni karla í knattspyrnu]] þegar liðið sigraði Jórdaníu í úrslitum.
* [[11. febrúar]]:
** [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu]] vann [[Afríkukeppnin|Afríkukeppnina]] þegar liðið lagði Nígeríu 2:1 í úrslitum.
** [[Alexander Stubb]] var kjörinn forseti [[Finnland]]s.
** [[Kansas City Chiefs]] sigruðu [[Ofurskálin|Ofurskálina]] í [[Amerískur fótbolti|amerískum fótbolta]] eftir sigur á [[San Fransisco 49ers]] 25-22. [[Patrick Mahomes]], leikstjórnandi Chiefs var valinn besti leikmaðurinn.
* [[12. febrúar]]: [[hitaveita|Heitt vatn]] komst á á [[Suðurnes]]jum eftir að ný heitavatnslögn var lögð eftir að hraun skemmdi fyrri lögn.
* [[16. febrúar]]: [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] lést í fangelsi.
* [[29. febrúar]]: [[Ísrael]]sher gerði árás á fólk í [[Gasa]] sem hópaðist að bílum sem dreifðu matvælum.
===Mars===
[[Mynd:Prime Minister of Sweden Ulf Kristersson and United States Secretary of State Antony Blinken during the NATO ratification ceremony at the Department of State in Washington, D.C. on 7 March 2024.jpg|thumb|[[Ulf Kristersson]] forsætisráðherra Svíþjóðar og [[Antony Blinken]], varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesta aðild Svíþjóðar að [[NATÓ]].]]
* [[2. mars]]: [[Hera Björk Þórhallsdóttir]] vann [[Söngvakeppnin 2024|Söngvakeppnina 2024]] með lagið ''Scared of Heights''.
* [[3. mars]]: Stjórnvöld á [[Haítí]] lýstu yfir neyðarástandi eftir að gengi náð yfirráðum yfir svæðum í höfuðborginni. Þau kröfðust uppsagnar forsætisráðherrans [[Ariel Henry]].
* [[7. mars]]: [[Svíþjóð]] gekk formlega í [[NATÓ]].
* [[16. mars]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells]], norðan [[Grindavík]]ur.
* [[15. mars|15.]]-[[17. mars]]: Forsetakosningar voru haldnar í Rússlandi. [[Vladimír Pútín]] hlaut 87% atkvæða í kosningunum sem voru taldar ólýðræðislegar af vestrænum leiðtogum.
* [[20. mars]]: [[Leo Varadkar]] tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Írlands.
* [[22. mars]]: [[Hryðjuverkaárásin á Crocus City Hall|Hryðjuverkaárás var gerð á tónleikahöll]] nálægt [[Moskva|Moskvu]]. Nálægt 140 létust. [[Íslamska ríkið í Khorasan]] lýsti yfir ábyrgð. Rússar bendluðu Úkraínu við árásina.
* [[26. mars]]: Gámaskip sem varð rafmagnslaust sigldi á Francis Scott Key-brúna í [[Baltimore]] í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að brúin hrundi og sex létust.
* [[28. mars]]: Ísrael gerði árásir á Líbanon og Sýrland. Þeir beindust gegn [[Hezbollah]]-samtökunum.
* [[31. mars]]: [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] urðu aðilar að [[Schengen-samstarfið]] í gegnum flug- og siglingaleiðir.
===Apríl===
* [[1. apríl]]: Þýskaland lögleiddi einkaneyslu á 25 grömmum á [[kannabis]].
* [[3. apríl]]: Stærsti [[jarðskjálfti]] í 25 ár varð í [[Taívan]], 7,4 að stærð.
* [[5. apríl]]- [[7. apríl]]: [[Katrín Jakobsdóttir]] gaf kost á sér í komandi forsetakosningunum. Hún baðst lausnar sem [[forsætisráðherra Íslands]] og gekk á fund forsetans [[7. apríl]].
* [[6. apríl]]: Íbúar í [[Kristjanía|Kristjaníu]] í Kaupmannahöfn hófu að rífa upp götuna í táknrænum tilgangi og í mótmælum gegn fíkniefnagengjum.
* [[9. apríl]]: [[Simon Harris]] varð forsætisráðherra [[Írland]]s.
* [[10. apríl]]: [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] tók við völdum.
* [[13. apríl]]: [[Íran]] gerði drónaárás á [[Ísrael]].
* [[16. apríl]]: Bruni varð í gömlu kauphöllinni, [[Børsen]], einni elstu byggingu [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]].
* [[19. apríl]]: [[Íran]] skaut niður þrjá ísraelska dróna yfir borginni [[Isfahan]] í miðhluta landsins.
* [[20. apríl]]: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti áframhaldandi fjárhagsstuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússlands.
* [[25. apríl]]: Bráðabirgðastjórn tók við völdum á [[Haítí]] eftir afsögn [[Ariel Henry]], forseta og forsætisráðherra.
* [[29. apríl]]: [[Humza Yousaf]] sagði af sér sem fyrsti ráðherra [[Skotland]]s og formaður [[Skoski þjóðarflokkurinn|Skoska þjóðarflokksins]].
===Maí===
* [[3. maí]] - [[Tyrkland]] setti viðskiptabann á [[Ísrael]] vegna ástandsins á [[Gasa]].
* [[4. maí]] - [[Sadiq Khan]] var endurkjörinn borgarstjóri [[London]] í þriðja skipti.
* [[7. maí]] - [[Guðrún Karls Helgudóttir]], var kosin [[biskup Íslands]].
* [[7. maí]] - [[11. maí]]: [[Eurovision]] var haldið í [[Malmö]], Svíþjóð. [[Sviss]]neski rapparinn [[Nemo (rappari)|Nemo]] vann keppnina með laginu „The Code“.
* [[14. maí]] - [[Grindavíkurnefnd]] var stofnuð til að skipuleggja viðbrögð við jarðhræringum í Grindavík.
* [[15. maí]] - Skotárás var gerð á [[Robert Fico]], forsætisráðherra [[Slóvakía|Slóvakíu]], sem særðist lífshættulega.
* [[19. maí]] -
** Forseti [[Íran]]s, [[Ebrahim Raisi]] fórst í þyrluslysi ásamt utanríkisráðherra landsins, héraðsstjóra Austur-Aserbaísjan og fleirum.
** [[Tálknafjarðarhreppur]] sameinaðist [[Vesturbyggð]].
* [[20. maí]] - [[Lai Ching-te]] tók við embætti forseta [[Taívan]]s.
* [[24. maí]] - Yfir 2.000 létust í skriðuhlaupi í [[Papúa Nýja-Gínea|Papúa Nýju-Gíneu]].
* [[26. maí]] - [[Gitanas Nausėda]] var endurkjörinn forseti [[Litáen]]s.
* [[28. maí]] - Ísraelsher réðst inn í miðborg Rafah í suður-[[Gasa]].
* [[29. maí]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju]] við Sundhnúksgíga.
===Júní===
* [[1. júní]] - [[Forsetakosningar á Íslandi 2024|Forsetakosningar]] fóru fram á Íslandi. [[Halla Tómasdóttir]] var kjörin 7. [[forseti Íslands]].
* [[2. júní]] - [[Claudia Sheinbaum]] var kosin fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]].
* [[6. júní]] - [[9. júní]]: Kosningar til [[Evrópuþingið|Evrópuþingsins]] voru haldnar. Mið- og hægriflokkar hlutu mest fylgi.
* [[9. júní]] - Mánaðarverkfalli í Færeyjum var afstýrt með samningum.
* [[11. júní]] - [[Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir]] matvælaráðherra leyfði [[hvalveiðar]] á ný.
* [[14. júní]] - [[14. júlí]]: [[EM 2024|Evrópukeppnin í knattspyrnu]] og [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024|Copa América]] voru haldnar á svipuðum tíma.
* [[18. júní]] - [[Boston Celtics]] unnu sinn 18. [[NBA]]-titil eftir 4-1 sigur á [[Dallas Mavericks]] í úrslitaviðureign. [[Jaylen Brown]] var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
* [[22. júní]]:
** Engin virkni sást í gígnum við Sundhnúksgíga.
** [[Skagabyggð]] og [[Húnabyggð]] sameinuðust.
* [[24. júní]] - [[Julian Assange]], stofnandi [[WikiLeaks]], var leystur úr fangelsi í Englandi eftir dómssátt við bandarísk yfirvöld.
* [[26. júní]] - Herinn í [[Bólivía|Bólivíu]] gerði misheppnaða tilraun til [[valdarán]]s gegn ríkisstjórn forsetans [[Luis Arce]].
* [[30. júní]] - [[7. júlí]]: [[Þingkosningar í Frakklandi 2024|Þingkosningar voru haldnar í Frakklandi]]. [[Nýja alþýðufylkingin]] stóð uppi sem sigurvegari meðan bandalag flokka sem studdu [[Emmanuel Macron]] forseta töpuðu miklu fylgi.
===Júlí===
* [[2. júlí]] - [[Dick Schoof]] tók við embætti forsætisráðherra [[Holland]]s.
* [[4. júlí]] - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]] undir forystu [[Keir Starmer]] vann afgerandi sigur.
* [[5. júlí]] - [[Masoud Pezeshkian]] var kosinn forseti [[Íran]]s.
* [[8. júlí]] - [[Rússland]] gerði víðtækar árásir á Úkraínu, þ. á m. á orkuinnviði og barnaspítala.
* [[13. júlí]] - Skotið var á [[Donald Trump]] á kosningafundi í Pennsylvaníu sem særðist á eyra. Skotmaðurinn var drepinn og lést einn í áhorfendaskaranum.
* [[14. júlí]] - [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu]] sigraði [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] í úrslitum [[EM 2024]].
* [[15. júlí]] - [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] sigraði [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbíu]] í úrslitum [[Copa America]].
* [[20. júlí]] - Ísraelsher gerði árás á Hodeida í [[Jemen]] sem andsvar við drónaárás [[Hútar|Húta]] á Ísrael.
* [[21. júlí]] - [[Joe Biden]] dró forsetaframboð sitt fyrir komandi kosningar til baka. [[Kamala Harris]] varð stuttu síðar frambjóðandi Demókrata í kosningunum.
* [[22. júlí]] - Um 25.000 manns var gert að flýja bæinn [[Jasper (bær)|Jasper]] og nágrenni í Alberta, Kanada, vegna [[skógareldar|skógarelda]]. Allt að þriðjungur húsa bæjarins eyðilagðist.
* [[26. júlí]] - [[11. ágúst]]: [[Sumarólympíuleikarnir 2024|Sumarólympíuleikarnir]] fóru fram í [[París]].
* [[27. júlí]] - [[Jökulhlaup]] hófst í [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökli]]. Hringveginum var lokað við fljótið [[Skálm]]. Skemmdir urðu á veginum á 700 metra kafla.
* [[28. júlí]] - [[Nicolás Maduro]] var endurkjörinn forseti [[Venesúela]]. Stjórnarandsstaðan lýsti einnig yfir sigri og sagði að kosningasvindl hafði átt sér stað.
* [[30. júlí]] -
** [[Ísrael]] varpaði sprengjum á úthverfi [[Beirút]], Líbanon, í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á Gólanhæðir í Ísrael. Háttsettur leiðtogi [[Hizbollah]]-samtakanna, Fuad Shukr, lést í árásinni.
** Yfir 350 létust í skriðum í [[Kerala]], Indlandi, eftir úrhelli.
* [[31. júlí]] -
** [[Guðni Th. Jóhannesson]] lét af embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]].
** [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] var ráðinn af dögum með sprengju í Íran.
===Ágúst===
[[Mynd:Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg|thumb|Halla Tómasdóttir.]]
* [[1. ágúst]]:
** [[Halla Tómasdóttir]] tók við embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]].
** 26 fangar voru látnir lausir í fangaskiptum [[Rússland]] og [[Vesturlönd|Vesturlanda]].
* [[3. ágúst]]: Yfir 35 voru drepnir í hryðjuverkaárás [[Al-Shabaab (skæruliðasamtök)|Al-Shabaab]] í [[Mogadishu]] Sómalíu.
* [[5. ágúst]]: [[Sheikh Hasina]], forsætisráðherra [[Bangladess]], sagði af sér í kjölfar mótmæla þar sem um 300 létust.
* [[6. ágúst]]:
** Úkraínuher réðst inn í [[Kúrskfylki]] í Rússlandi í hernaðaraðgerð.
** Meira en 400 voru handtekin í óeirðum í [[Bretland]]i sem beindust gegn innflytjendum og hælisleitendum. Þær voru í kjölfar morða á 3 ungum stúlkum í [[Southport]] sem táningspiltur, sonur innflytjanda, framdi.
* [[10. ágúst]]: [[Ísrael]] gerði árás á skóla á [[Gasa]] þar sem allt að 100 létust.
* [[14. ágúst]]:
** Neyðarástandi var lýst yfir í [[Belgorodfylki]] í Rússlandi eftir árásir Úkraínuhers.
** [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna dreifingar nýs afbrigðis MPX-veirunnar eða [[apabóla|apabólu]].
* [[16. ágúst]]: [[Paetongtarn Shinawatra]] varð forsætisráðherra [[Taíland]]s.
* [[17. ágúst]]: [[Nusantara]] varð höfuðborg [[Indónesía|Indónesíu]] og tók við af [[Jakarta]].
* [[22. ágúst]]: Enn eitt [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|eldgosið hófst við Sundhnúksgíga]].
* [[23. ágúst]]: [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð á árás í [[Solingen]] í Þýskalandi þegar árásarmaður, sýrlenskur flóttamaður, stakk þrjá til bana og særði fleiri á bæjarhátíð.
* [[24. ágúst]]: [[Ísrael]] og [[Hezbollah]] í Líbanon skiptust á hundruðum loftárása.
* [[25. ágúst]]: Hópslys varð við íshelli á [[Breiðamerkurjökull|Breiðamerkurjökli]]. Einn ferðamaður lést og slasaðist annar alvarlega.
* [[26. ágúst]]: [[Rússland]] gerði árásir á orkuinnviði um alla [[Úkraína|Úkraínu]].
* [[28. ágúst]]: [[Ísraelsher]] réðst inn í borgir á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]], þar á meðal [[Jenín]] og [[Nablus]].
* [[29. ágúst]]: Fellibylur fór um suður-[[Japan]] og olli skemmdum og mannskaða.
===September===
* [[1. september]]: [[Guðrún Karls Helgudóttir]] var vígð [[biskup Íslands]].
* [[3. september]]: [[Rússland]] gerði loftárásir á úkraínsku borgina [[Poltava]]. Þar á meðal herþjálfunarstöð og spítala. Yfir 50 létust.
* [[4. september]]: Skotárás var gerð í menntaskóla nálægt [[Atlanta]], Georgíu, í Bandaríkjunum. 4 létust.
* [[5. september]]: [[Michel Barnier]] varð [[forsætisráðherra Frakklands]].
* [[7. september]]: [[Abdelmadjid Tebboune]] var endurkjörinn forseti [[Alsír]]s.
* [[9. september]]: [[Ísrael]] gerði loftárásir í [[Sýrland]]. Yfir 25 létust.
* [[12. september]]: Fyrsta keypta [[geimur|geim]]gangan var farin þegar frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn [[Jared Isaacman]] fór út fyrir geimfar.
* [[14. september]]: Flóð í mið- og austur-Evrópu. Skemmdir urðu á innviðum og mannfall.
* [[17. september]]-[[18. september]]: Tugir létu lífið og þúsundir slösuðust í [[Líbanon]] þegar símboðar og talstöðvar sem meðlimir [[Hezbollah]] báru sprungu. [[Ísrael]] var ætlað ódæðið.
* [[18. september]]: Úkraínumenn gerðu drónaárás á rússneska vopnabirgðastöð í [[Tverfylki]] Rússlands og þremur dögum síðar í [[Krasnodarfylki]].
* [[19. september]]: [[Hvítabjörn]] var felldur í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]]. Hann var nálægt sumarhúsi þar sem kona dvaldi á Höfðaströnd.
* [[21. september]]: [[Anura Kumara Dissanayake]] var kjörinn forseti [[Srí Lanka]].
* [[23. september]]: [[Ísrael]] gerði yfir 1.000 loftárásir á suður-[[Líbanon]] sem beindust gegn [[Hezbollah]]. Um 500 létust.
* [[27. september]]:
**Hitabeltisstormurinn Helene fór um suðaustur-Bandaríkin og olli flóðum, eyðileggingu og létust hundruðir.
** [[Hassan Nasrallah]], leiðtogi [[Hezbollah]]-samtakanna í Líbanon, var ráðinn af dögum í loftárás Ísraelshers á [[Beirút]].
* [[30. september]] - [[Ísraelsher]] réðst inn í suður-[[Líbanon]].
===Október===
* [[1. október]]:
** [[Jens Stoltenberg]] lét af embætti framkvæmdastjóra [[NATÓ]] og [[Mark Rutte]] tók við.
** [[Íran]] gerði eldflaugaárás á Ísrael.
** [[Shigeru Ishiba]] varð forsætisráðherra [[Japan]]s.
** [[Claudia Sheinbaum]] varð fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]].
* [[4. október]] - Úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu , skammt frá [[Sarajevó]]. Að minnsta kosti 18 manns létu lífið.
* [[9. október]] - [[10. október]]: Milljónir flýðu [[Flórída]] vegna [[fellibylur|fellibylsins]] Milton. Hann olli talsverði eyðileggingu, a.m.k. 10 létust og urðu 2 milljónir rafmagnslausar.
* [[13. október]] - [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar]] leyst upp. Boðað var til [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosninga í nóvember]].
* [[15. október]] - [[Svandís Svavarsdóttir]] formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] útilokar þáttöku hreyfingarinnar í [[starfsstjórn]]. [[Halla Tómasdóttir]], [[forseti Íslands]] hafði óskað eftir að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] sæti áfram sem starfsstjórn fram að [[Alþingiskosningar 2024|kosningum 30. nóvember]].
* [[16. október]] - [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]], var drepinn af [[Ísraelsher]].
* [[17. október]] - Minnihluta-starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum fram að alþingiskosningum í lok nóvember. Vinstri græn tóku ekki þátt í henni.
* [[19. október]] - Íslenska kvennalandsliðið í [[fimleikar|hópfimleikum]] varð Evrópumeistari.
* [[20. október]] - [[Prabowo Subianto]] varð forseti [[Indónesía|Indónesíu]].
* [[23. október]] - Hryðjuverkaárás var gerð á flugvélaverksmiðju í [[Ankara]], Tyrklandi.
* [[25. október]] - [[Ísrael]] gerði loftárásir á hernaðarskotmörk í [[Íran]]. Nokkrir hermenn létust.
* [[27. október]] - [[Breiðablik]] varð íslandsmeistari í knattspyrnu karla.
*[[28. október|28.]] - [[31. október]]: [[Norðurlandaráðsþing]] var haldið í [[Reykjavík]] og á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu, var meðal gesta og ávarpaði þingið.
*[[30. október]] - Yfir 230 létust í flóðum, eftir úrhelli á Spáni, sem voru aðallega í [[Sjálfstjórnarsvæðið Valensía|Valensía-héraði]].
===Nóvember===
* [[2. nóvember]]: [[Kemi Badenoch]] varð leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|breska Íhaldsflokksins]].
* [[3. nóvember]]: [[Maia Sandu]] var endurkjörin forseti [[Moldóva|Moldóvu]].
* [[4. nóvember]]: Eldfjallið [[Lewotobi]] gaus í [[Indónesía|Indónesíu]]. Níu létust.
* [[5. nóvember]]: [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024|Forsetakosningar]] voru haldnar í Bandaríkjunum. [[Donald Trump]] var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]].
* [[6. nóvember]]: Ríkisstjórn [[Olaf Scholz]], kanslara [[Þýskaland]]s, leystist upp eftir að hann rak fjármálaráðherra sinn.
* [[9. nóvember]]: Sprengjuárás var gerð á lestarstöðina í [[Quetta]] í Pakistan, 26 létust. Sjálfstæðishreyfing í [[Balúkistan]] lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu.
* [[14. nóvember]]: Hitamet féll í nóvember þegar 23,8 gráður mældust á [[Kvísker]]jum.
* [[17. nóvember]]:
**[[Rússland]] gerði umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði Úkraínu.
**[[Joe Biden]] gaf Úkraínu leyfi fyrir notkun á langdrægum flaugum innan Rússlands.
* [[20. nóvember]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga]]. Grindavík var rýmd.
* [[26. nóvember]] - [[Ísrael]] og [[Líbanon]] gerðu [[vopnahlé]].
* [[28. nóvember]] - Ástralía þingið samþykkti að banna börnum undir 16 ára að nota [[samfélagsmiðill|samfélagsmiðla]].
* [[29. nóvember]] - Sýrlenski stjórnarherinn og Rússlandsher gerðu loftárásir á uppreisnarmenn í [[Idlib]] í [[Sýrland]]i eftir áhlaup þeirra í héraðinu.
* [[30. nóvember]] - [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningar fóru fram]]. Píratar og Vinstri Græn féllu af þingi.
===Desember===
* [[3. desember]]:
**[[Yoon Suk-yeol]], forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu vegna ósættis við stjórnarandstöðuna um stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Allir þingmenn þjóðþingsins kusu um að afnema herlögin. Forsetinn var ákærður 11 dögum síðar og lét af embætti.
** [[Netumbo Nandi-Ndaitwah]] var kjörin forseti Namibíu, fyrst kvenna.
* [[4. desember]]:
**[[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]] hófu stjórnarmyndunarviðræður.
** Ríkisstjórn [[Michel Barnier]], forsætisráðherra Frakklands, féll.
* [[5. desember]]:
** [[Amnesty International]] gaf út skýrslu um stríðið á Gaza þar sem aðgerðum Ísraels var lýst sem [[þjóðarmorð]]i.
** [[Starfsstjórn]] Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar heimilaði [[hvalveiðar]] að nýju og gaf leyfi til árs [[2029]].
* [[7. desember]]:
** Uppreisnarmenn náðu yfirráðum yfir borginni [[Daraa]] í suður-[[Sýrland]]i, sátu um [[Homs]] um miðbik landsins og [[Damaskus]], höfuðborgina.
** [[Notre Dame]]-kirkjan í París var opnuð eftir viðgerðir vegna eldsvoðans sem átti sér stað [[2019]].
* [[8. desember]] - Uppreisnarmenn náðu völdum yfir höfuðborg Sýrlands, [[Damaskus]]. [[Bashar al-Assad]], forseti síðan [[2000]], flýði til Rússlands.
* [[9. desember]] - 7. eldgosinu við [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|
Sundhnúksgíga]] lauk.
* [[11. desember]] -
** Kveikt var í gröf [[Hafez al-Assad]], einræðisherra, í [[Latakía]] í Sýrlandi.
** Ísrael gerði hundruðir loftárásir á Sýrland, þar á meðal flota landsins og vopnaverksmiðjur.
* [[13. desember]] - [[Emmanuel Macron]] skipaði [[François Bayrou]] í embætti [[forsætisráðherra Frakklands]].
==Dáin==
* [[2. janúar]] - [[Auður Haralds]], rithöfundur (f. [[1947]]).
* [[4. janúar]] - [[Glynis Johns]], bresk leikkona (f. [[1923]]).
* [[7. janúar]] - [[Franz Beckenbauer]], þýskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. [[1945]]).
* [[9. janúar]] - [[Guðrún Jónsdóttir (f. 1931)|Guðrún Jónsdóttir]], borgarfulltrúi og baráttukona fyrir kvenréttindum (f. [[1931]]).
* [[4. febrúar]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu (f. [[1941]]).
* [[6. febrúar]] - [[Sebastián Piñera]], forseti Chile (f. [[1949]]).
* [[12. febrúar]] - [[Karl Sigurbjörnsson]], [[biskup Íslands]] frá 1998 til 2012 (f. [[1947]]).
* [[16. febrúar]] - [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] (f. [[1976]]).
* [[20. febrúar]] - [[Andreas Brehme]], þýskur knattspyrnumaður (f. [[1960]]).
* [[29. febrúar]] - [[Brian Mulroney]], kanadískur stjórnmálamaður (f. [[1939]]).
* [[6. mars]] - [[Björgvin Gíslason]], tónlistarmaður (f. [[1951]]).
* [[10. mars]] - [[Páll Bergþórsson]], veðurstofustjóri (f. [[1923]]).
* [[11. mars]] - [[Matthías Johannessen]], ljóðskáld, rithöfundur og ritstjóri [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] (f. [[1930]]).
* [[26. mars]] - [[Richard Serra]], bandarískur myndlistamaður (f. [[1939]])
* [[27. mars]] - [[Daniel Kahneman]], ísraelsk-bandarískur sálfræðingur og höfundur (f. [[1934]])
* [[11. apríl]] - [[O.J. Simpson]], bandarískur ruðningskappi og leikari (f. [[1947]]).
* [[19. apríl]] - [[Daniel Dennett]], bandarískur heimsspekingur og trúleysingi (f. [[1942]]).
* [[25. apríl]] - [[Pétur Einarsson (f. 1940)|Pétur Einarsson]], leikari (f. [[1940]])
* [[13. maí]] - [[Alice Munro]], kanadískur rithöfundur (f. [[1931]])
* [[19. maí]] - [[Ebrahim Raisi]], forseti Írans (f. [[1960]])
* [[3. júní]] - [[Brigitte Bierlein]], kanslari Austurríkis (f. [[1949]])
* [[7. júní]] - [[Bill Anders]], bandarískur geimfari (f. [[1933]])
* [[9. júní]] - [[Skúli Óskarsson]], kraftlyftingarmaður (f. [[1948]])
* [[12. júní]] - [[Róbert Örn Hjálmtýsson]], tónlistarmaður (f. [[1977]])
* [[12. júní]] - [[Jerry West]], bandarískur körfuknattleiksmaður. (f. [[1938]])
* [[13. júní]] - [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]], borgarritari og lögfræðingur (f. [[1964]])
* [[20. júní]] - [[Donald Sutherland]], kanadískur leikari (f. [[1935]])
* [[25. júní]] - [[Ragnar Stefánsson]], jarðskjálftafræðingur (f. [[1938]])
* [[5. júlí]] - [[Jon Landau]], bandarískur kvikmyndaframleiðandi (f. [[1960]])
* [[11. júlí]] - [[Shelley Duvall]], bandarísk leikkona. (f. [[1949]])
* [[12. júlí]] - [[Ruth Westheimer]], bandarískur kynlífsráðgjafi, rithöfundur og þáttastjórnandi. (f. [[1928]])
* [[19. júlí]] - [[Nguyễn Phú Trọng]], aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams (f. [[1944]])
* [[22. júlí]] - [[John Mayall]], breskur blústónlistarmaður (f. [[1933]])
* [[30. júlí]] - [[Haukur Halldórsson]], listamaður (f. [[1937]])
* [[31. júlí]] - [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] í Palestínu (f. 1962/1963)
* [[5. ágúst]] - [[Þorvaldur Halldórsson]], söngvari og tónlistarmaður (f. [[1944]])
* [[13. ágúst]] - [[Halldór Bragason]], blústónlistarmaður. (f. [[1956]])
* [[18. ágúst]] - [[Alain Delon]], franskur leikari (f. [[1935]])
* [[26. ágúst]] - [[Sven Göran Eriksson]], sænskur knattspyrnustjóri (f. [[1948]])
* [[9. september]] - [[James Earl Jones]], bandarískur leikari (f. [[1931]])
* [[11. september]] - [[Alberto Fujimori]], forseti Perú (f. [[1938]])
* [[13. september]] - [[Kristinn Stefánsson]], körfuknattleiksmaður (f. [[1945]]).
* [[17. september]] - [[Benedikt Sveinsson (f. 1938)|Benedikt Sveinsson]], lögmaður og athafnamaður (f. [[1938]]).
* [[18. september]] - [[Salvatore Schillaci]], ítalskur knattspyrnumaður (f. [[1964]])
* [[22. september]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur og marxisti (f. [[1934]])
* [[27. september]]:
**[[Maggie Smith]], ensk leikkona (f. [[1934]])
**[[Hassan Nasrallah]], leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon. (f. [[1960]])
* [[28. september]] - [[Kris Kristofferson]], bandarískur kántrísöngvari og kvikmyndaleikari. (f. [[1936]])
* [[30. september]]:
**[[Dikembe Mutombo]], kongólsk-bandarískur körfuboltamaður.
**[[Ken Page]], bandarískur gamanleikari (f. [[1954]])
* [[5. október]]: [[Sigríður Hrönn Elíasdóttir]], sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar (f. [[1959]]).
* [[12. október]]: [[Alex Salmond]], skoskur stjórnmálamaður (f. [[1954]]).
* [[16. október]]: [[Liam Payne]], enskur tónlistarmaður (f. [[1993]]).
* [[16. október]]: [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]] (f. [[1962]])
* [[20. október]] - [[Fethullah Gülen]], tyrkneskur stjórnarandstöðuleiðtogi. (f. [[1941]]).
* [[21. október]] - [[Paul Di'Anno]], enskur rokksöngvari, með m.a. [[Iron Maiden]]. (f. [[1958]])
* [[3. nóvember]] - [[Quincy Jones]], bandarískur upptökustjóri (f. [[1933]]).
* [[9. nóvember]] - [[Ram Narayan]], indverskur tónlistarmaður (f. [[1927]])
* [[14. nóvember]] - [[Peter Sinfield]], enskur lagahöfundur og stofnmeðlimur framsæknu rokksveitarinnar [[King Crimson]]. (f. [[1943]])
* [[16. nóvember]] - [[Kristinn Haukur Skarphéðinsson]], dýravistfræðingur (f. [[1956]])
* [[20. nóvember]] - [[John Prescott]], aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. (f. [[1938]])
* [[5. desember]] - [[Jón Nordal]], íslenskt tónskáld og píanóleikari. (f. [[1926]])
==Nóbelsverðlaunin==
*[[Friðarverðlaun Nóbels]]: [[Nihon Hidankyo]]
* [[Bókmenntaverðlaun Nóbels|Bókmenntir]]: [[Han Kang]].
* [[Nóbelsverðlaunin í efnafræði|Efnafræði]]: [[David Baker]], [[Demis Hassabis]] og [[John M. Jumper]]
* [[Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði|Eðlisfræði]]: [[Geoffrey Hinton]] og [[John Hopfield]].
* [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|Hagfræði]]: [[Daron Acemoglu]], [[Simon Johnson]] og [[James A. Robinson]].
* [[Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði|Lífeðlis- og læknisfræði]]: [[Victor Ambros]] og [[Gary Ruvkun]].
[[Flokkur:2024]]
[[Flokkur:2021-2030]]
n3gmnolfb32rjma4buo406abyuv8txd
1891952
1891896
2024-12-15T01:07:18Z
Berserkur
10188
1891952
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2024''' ('''MMXXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[hlaupár sem byrjar á mánudegi]].
== Atburðir==
===Janúar===
[[Mynd:Grindavik and the eruption 14 januar 2024.jpg|thumb|Eldgos við Grindavík.]]
* [[1. janúar]]:
** [[Egyptaland]], [[Eþíópía]], [[Íran]], [[Sádi-Arabía]] og [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] gerðust aðilar að [[BRICS]].
** Fylkið [[Vestfold og Þelamörk]] í suður-Noregi var lagt niður og skiptist í [[Vestfold]] og [[Þelamörk]] eins og fyrir 2020.
** [[Artsak-lýðveldið]] var leyst upp og landsvæði þess að fullu limað inn í [[Aserbaísjan]].
** [[Guðni Th. Jóhannesson]], forseti Íslands, ákvað að bjóða sig ekki fram í komandi forsetakosningum.
** [[Landgræðslan]] og [[Skógræktin]] sameinuðust í stofnunina [[Land og skógur]].
* [[2. janúar]] - [[Ísrael]]sher réð næstráðanda [[Hamas]]-samtakana, [[Saleh Al-Arouri]], af dögum í drónaárás í [[Beirút]], Líbanon.
* [[3. janúar]] - 84 létust í sprengjuárás í Íran við minningarathöfn helgaðri hershöfðingjanum [[Qasem Soleimani]]. [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð.
* [[4. janúar]] - [[Gísli Þorgeir Kristjánsson]], leikmaður [[Magdeburg]] og [[Íslenska karlalandsliðið í handknattleik|íslenska handboltalandsliðsins]], var kjörinn [[Íþróttamaður ársins]] 2023 af [[Samtök íþróttafréttamanna|Samtökum íþróttafréttamanna]].
* [[5. janúar]] - Lægsta hitastigið á Norðurlöndum í 25 ár mældist í norður-[[Svíþjóð]] þegar hitinn fór niður fyrir -44 C°.
* [[9. janúar]] - [[Gabriel Attal]] var útnefndur forsætisráðherra Frakklands. Hann tók við af [[Élisabeth Borne]] sem sagði af sér. Attal varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins og fyrsti [[samkynhneigð]]i maðurinn til að gegna embættinu.
* [[10. janúar]] – [[28. janúar]]: [[Evrópumeistaramót karla í handknattleik 2024|Evrópumótið í handbolta karla]] hófst í Þýskalandi.
* [[11. janúar]] - [[Jökulhlaup]] varð í [[Grímsvötn]]um.
* [[12. janúar]] - Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á [[Jemen]] vegna árása [[Hútí-fylkingin|Hútí-fylkingarinnar]] á vöruflutningaskip á [[Rauðahaf]]i.
* [[13. janúar]] - [[Lai Ching-te]] var kosinn forseti [[Taívan]]s.
* [[14. janúar]] –
** [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos]] hófst að nýju við Sundhnúksgíga/Hagafell. Önnur sprunga opnaðist nær [[Grindavík]] og eyðilagði hraun nokkur hús.
**[[Margrét Þórhildur]] Danadrottning afsalaði sér krúnunni og [[Friðrik Danakrónprins]] varð konungur Danmerkur.
* [[16. janúar]] –
** [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]] varð borgarstjóri Reykjavíkur. [[Dagur B. Eggertsson]] lét af störfum.
** Engin gosvirkni sást í gosinu í námunda við Grindavík.
* [[19. janúar]]: Fyrsta geimfar [[Japan]]s lenti á [[tunglið|tungl]]inu.
* [[26. janúar]] - Fyrsta [[aftaka]]n fór fram í Bandaríkjunum þar sem [[nitur]]gas var notað.
===Febrúar===
* [[3. febrúar]]: [[Bandaríkin]] gerðu árásir á 85 skotmörk í [[Sýrland]]i og [[Írak]] eftir að sveitir hliðhollar [[Íran]] gerðu árás á bandaríska herstöð í [[Jórdanía|Jórdaníu]].
* [[4. febrúar]]: [[Nayib Bukele]] var endurkjörinn forseti [[El Salvador]].
* [[6. febrúar]]: [[Skógareldar]] í Chile; yfir 100 létust.
* [[8. febrúar]]: [[Eldgosið við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst við Sundhnúk]] á svipuðum stað og í desember árið áður. Hraun fór yfir hitaveitulögn og urðu Suðurnes heitavatnslaus. Gosinu lauk eftir sólarhring.
* [[10. febrúar]]: [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu]] vann [[Asíukeppni karla í knattspyrnu]] þegar liðið sigraði Jórdaníu í úrslitum.
* [[11. febrúar]]:
** [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu]] vann [[Afríkukeppnin|Afríkukeppnina]] þegar liðið lagði Nígeríu 2:1 í úrslitum.
** [[Alexander Stubb]] var kjörinn forseti [[Finnland]]s.
** [[Kansas City Chiefs]] sigruðu [[Ofurskálin|Ofurskálina]] í [[Amerískur fótbolti|amerískum fótbolta]] eftir sigur á [[San Fransisco 49ers]] 25-22. [[Patrick Mahomes]], leikstjórnandi Chiefs var valinn besti leikmaðurinn.
* [[12. febrúar]]: [[hitaveita|Heitt vatn]] komst á á [[Suðurnes]]jum eftir að ný heitavatnslögn var lögð eftir að hraun skemmdi fyrri lögn.
* [[16. febrúar]]: [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] lést í fangelsi.
* [[29. febrúar]]: [[Ísrael]]sher gerði árás á fólk í [[Gasa]] sem hópaðist að bílum sem dreifðu matvælum.
===Mars===
[[Mynd:Prime Minister of Sweden Ulf Kristersson and United States Secretary of State Antony Blinken during the NATO ratification ceremony at the Department of State in Washington, D.C. on 7 March 2024.jpg|thumb|[[Ulf Kristersson]] forsætisráðherra Svíþjóðar og [[Antony Blinken]], varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesta aðild Svíþjóðar að [[NATÓ]].]]
* [[2. mars]]: [[Hera Björk Þórhallsdóttir]] vann [[Söngvakeppnin 2024|Söngvakeppnina 2024]] með lagið ''Scared of Heights''.
* [[3. mars]]: Stjórnvöld á [[Haítí]] lýstu yfir neyðarástandi eftir að gengi náð yfirráðum yfir svæðum í höfuðborginni. Þau kröfðust uppsagnar forsætisráðherrans [[Ariel Henry]].
* [[7. mars]]: [[Svíþjóð]] gekk formlega í [[NATÓ]].
* [[16. mars]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells]], norðan [[Grindavík]]ur.
* [[15. mars|15.]]-[[17. mars]]: Forsetakosningar voru haldnar í Rússlandi. [[Vladimír Pútín]] hlaut 87% atkvæða í kosningunum sem voru taldar ólýðræðislegar af vestrænum leiðtogum.
* [[20. mars]]: [[Leo Varadkar]] tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Írlands.
* [[22. mars]]: [[Hryðjuverkaárásin á Crocus City Hall|Hryðjuverkaárás var gerð á tónleikahöll]] nálægt [[Moskva|Moskvu]]. Nálægt 140 létust. [[Íslamska ríkið í Khorasan]] lýsti yfir ábyrgð. Rússar bendluðu Úkraínu við árásina.
* [[26. mars]]: Gámaskip sem varð rafmagnslaust sigldi á Francis Scott Key-brúna í [[Baltimore]] í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að brúin hrundi og sex létust.
* [[28. mars]]: Ísrael gerði árásir á Líbanon og Sýrland. Þeir beindust gegn [[Hezbollah]]-samtökunum.
* [[31. mars]]: [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] urðu aðilar að [[Schengen-samstarfið]] í gegnum flug- og siglingaleiðir.
===Apríl===
* [[1. apríl]]: Þýskaland lögleiddi einkaneyslu á 25 grömmum á [[kannabis]].
* [[3. apríl]]: Stærsti [[jarðskjálfti]] í 25 ár varð í [[Taívan]], 7,4 að stærð.
* [[5. apríl]]- [[7. apríl]]: [[Katrín Jakobsdóttir]] gaf kost á sér í komandi forsetakosningunum. Hún baðst lausnar sem [[forsætisráðherra Íslands]] og gekk á fund forsetans [[7. apríl]].
* [[6. apríl]]: Íbúar í [[Kristjanía|Kristjaníu]] í Kaupmannahöfn hófu að rífa upp götuna í táknrænum tilgangi og í mótmælum gegn fíkniefnagengjum.
* [[9. apríl]]: [[Simon Harris]] varð forsætisráðherra [[Írland]]s.
* [[10. apríl]]: [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] tók við völdum.
* [[13. apríl]]: [[Íran]] gerði drónaárás á [[Ísrael]].
* [[16. apríl]]: Bruni varð í gömlu kauphöllinni, [[Børsen]], einni elstu byggingu [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]].
* [[19. apríl]]: [[Íran]] skaut niður þrjá ísraelska dróna yfir borginni [[Isfahan]] í miðhluta landsins.
* [[20. apríl]]: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti áframhaldandi fjárhagsstuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússlands.
* [[25. apríl]]: Bráðabirgðastjórn tók við völdum á [[Haítí]] eftir afsögn [[Ariel Henry]], forseta og forsætisráðherra.
* [[29. apríl]]: [[Humza Yousaf]] sagði af sér sem fyrsti ráðherra [[Skotland]]s og formaður [[Skoski þjóðarflokkurinn|Skoska þjóðarflokksins]].
===Maí===
* [[3. maí]] - [[Tyrkland]] setti viðskiptabann á [[Ísrael]] vegna ástandsins á [[Gasa]].
* [[4. maí]] - [[Sadiq Khan]] var endurkjörinn borgarstjóri [[London]] í þriðja skipti.
* [[7. maí]] - [[Guðrún Karls Helgudóttir]], var kosin [[biskup Íslands]].
* [[7. maí]] - [[11. maí]]: [[Eurovision]] var haldið í [[Malmö]], Svíþjóð. [[Sviss]]neski rapparinn [[Nemo (rappari)|Nemo]] vann keppnina með laginu „The Code“.
* [[14. maí]] - [[Grindavíkurnefnd]] var stofnuð til að skipuleggja viðbrögð við jarðhræringum í Grindavík.
* [[15. maí]] - Skotárás var gerð á [[Robert Fico]], forsætisráðherra [[Slóvakía|Slóvakíu]], sem særðist lífshættulega.
* [[19. maí]] -
** Forseti [[Íran]]s, [[Ebrahim Raisi]] fórst í þyrluslysi ásamt utanríkisráðherra landsins, héraðsstjóra Austur-Aserbaísjan og fleirum.
** [[Tálknafjarðarhreppur]] sameinaðist [[Vesturbyggð]].
* [[20. maí]] - [[Lai Ching-te]] tók við embætti forseta [[Taívan]]s.
* [[24. maí]] - Yfir 2.000 létust í skriðuhlaupi í [[Papúa Nýja-Gínea|Papúa Nýju-Gíneu]].
* [[26. maí]] - [[Gitanas Nausėda]] var endurkjörinn forseti [[Litáen]]s.
* [[28. maí]] - Ísraelsher réðst inn í miðborg Rafah í suður-[[Gasa]].
* [[29. maí]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju]] við Sundhnúksgíga.
===Júní===
* [[1. júní]] - [[Forsetakosningar á Íslandi 2024|Forsetakosningar]] fóru fram á Íslandi. [[Halla Tómasdóttir]] var kjörin 7. [[forseti Íslands]].
* [[2. júní]] - [[Claudia Sheinbaum]] var kosin fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]].
* [[6. júní]] - [[9. júní]]: Kosningar til [[Evrópuþingið|Evrópuþingsins]] voru haldnar. Mið- og hægriflokkar hlutu mest fylgi.
* [[9. júní]] - Mánaðarverkfalli í Færeyjum var afstýrt með samningum.
* [[11. júní]] - [[Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir]] matvælaráðherra leyfði [[hvalveiðar]] á ný.
* [[14. júní]] - [[14. júlí]]: [[EM 2024|Evrópukeppnin í knattspyrnu]] og [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024|Copa América]] voru haldnar á svipuðum tíma.
* [[18. júní]] - [[Boston Celtics]] unnu sinn 18. [[NBA]]-titil eftir 4-1 sigur á [[Dallas Mavericks]] í úrslitaviðureign. [[Jaylen Brown]] var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
* [[22. júní]]:
** Engin virkni sást í gígnum við Sundhnúksgíga.
** [[Skagabyggð]] og [[Húnabyggð]] sameinuðust.
* [[24. júní]] - [[Julian Assange]], stofnandi [[WikiLeaks]], var leystur úr fangelsi í Englandi eftir dómssátt við bandarísk yfirvöld.
* [[26. júní]] - Herinn í [[Bólivía|Bólivíu]] gerði misheppnaða tilraun til [[valdarán]]s gegn ríkisstjórn forsetans [[Luis Arce]].
* [[30. júní]] - [[7. júlí]]: [[Þingkosningar í Frakklandi 2024|Þingkosningar voru haldnar í Frakklandi]]. [[Nýja alþýðufylkingin]] stóð uppi sem sigurvegari meðan bandalag flokka sem studdu [[Emmanuel Macron]] forseta töpuðu miklu fylgi.
===Júlí===
* [[2. júlí]] - [[Dick Schoof]] tók við embætti forsætisráðherra [[Holland]]s.
* [[4. júlí]] - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]] undir forystu [[Keir Starmer]] vann afgerandi sigur.
* [[5. júlí]] - [[Masoud Pezeshkian]] var kosinn forseti [[Íran]]s.
* [[8. júlí]] - [[Rússland]] gerði víðtækar árásir á Úkraínu, þ. á m. á orkuinnviði og barnaspítala.
* [[13. júlí]] - Skotið var á [[Donald Trump]] á kosningafundi í Pennsylvaníu sem særðist á eyra. Skotmaðurinn var drepinn og lést einn í áhorfendaskaranum.
* [[14. júlí]] - [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu]] sigraði [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] í úrslitum [[EM 2024]].
* [[15. júlí]] - [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] sigraði [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbíu]] í úrslitum [[Copa America]].
* [[20. júlí]] - Ísraelsher gerði árás á Hodeida í [[Jemen]] sem andsvar við drónaárás [[Hútar|Húta]] á Ísrael.
* [[21. júlí]] - [[Joe Biden]] dró forsetaframboð sitt fyrir komandi kosningar til baka. [[Kamala Harris]] varð stuttu síðar frambjóðandi Demókrata í kosningunum.
* [[22. júlí]] - Um 25.000 manns var gert að flýja bæinn [[Jasper (bær)|Jasper]] og nágrenni í Alberta, Kanada, vegna [[skógareldar|skógarelda]]. Allt að þriðjungur húsa bæjarins eyðilagðist.
* [[26. júlí]] - [[11. ágúst]]: [[Sumarólympíuleikarnir 2024|Sumarólympíuleikarnir]] fóru fram í [[París]].
* [[27. júlí]] - [[Jökulhlaup]] hófst í [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökli]]. Hringveginum var lokað við fljótið [[Skálm]]. Skemmdir urðu á veginum á 700 metra kafla.
* [[28. júlí]] - [[Nicolás Maduro]] var endurkjörinn forseti [[Venesúela]]. Stjórnarandsstaðan lýsti einnig yfir sigri og sagði að kosningasvindl hafði átt sér stað.
* [[30. júlí]] -
** [[Ísrael]] varpaði sprengjum á úthverfi [[Beirút]], Líbanon, í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á Gólanhæðir í Ísrael. Háttsettur leiðtogi [[Hizbollah]]-samtakanna, Fuad Shukr, lést í árásinni.
** Yfir 350 létust í skriðum í [[Kerala]], Indlandi, eftir úrhelli.
* [[31. júlí]] -
** [[Guðni Th. Jóhannesson]] lét af embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]].
** [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] var ráðinn af dögum með sprengju í Íran.
===Ágúst===
[[Mynd:Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg|thumb|Halla Tómasdóttir.]]
* [[1. ágúst]]:
** [[Halla Tómasdóttir]] tók við embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]].
** 26 fangar voru látnir lausir í fangaskiptum [[Rússland]] og [[Vesturlönd|Vesturlanda]].
* [[3. ágúst]]: Yfir 35 voru drepnir í hryðjuverkaárás [[Al-Shabaab (skæruliðasamtök)|Al-Shabaab]] í [[Mogadishu]] Sómalíu.
* [[5. ágúst]]: [[Sheikh Hasina]], forsætisráðherra [[Bangladess]], sagði af sér í kjölfar mótmæla þar sem um 300 létust.
* [[6. ágúst]]:
** Úkraínuher réðst inn í [[Kúrskfylki]] í Rússlandi í hernaðaraðgerð.
** Meira en 400 voru handtekin í óeirðum í [[Bretland]]i sem beindust gegn innflytjendum og hælisleitendum. Þær voru í kjölfar morða á 3 ungum stúlkum í [[Southport]] sem táningspiltur, sonur innflytjanda, framdi.
* [[10. ágúst]]: [[Ísrael]] gerði árás á skóla á [[Gasa]] þar sem allt að 100 létust.
* [[14. ágúst]]:
** Neyðarástandi var lýst yfir í [[Belgorodfylki]] í Rússlandi eftir árásir Úkraínuhers.
** [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna dreifingar nýs afbrigðis MPX-veirunnar eða [[apabóla|apabólu]].
* [[16. ágúst]]: [[Paetongtarn Shinawatra]] varð forsætisráðherra [[Taíland]]s.
* [[17. ágúst]]: [[Nusantara]] varð höfuðborg [[Indónesía|Indónesíu]] og tók við af [[Jakarta]].
* [[22. ágúst]]: Enn eitt [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|eldgosið hófst við Sundhnúksgíga]].
* [[23. ágúst]]: [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð á árás í [[Solingen]] í Þýskalandi þegar árásarmaður, sýrlenskur flóttamaður, stakk þrjá til bana og særði fleiri á bæjarhátíð.
* [[24. ágúst]]: [[Ísrael]] og [[Hezbollah]] í Líbanon skiptust á hundruðum loftárása.
* [[25. ágúst]]: Hópslys varð við íshelli á [[Breiðamerkurjökull|Breiðamerkurjökli]]. Einn ferðamaður lést og slasaðist annar alvarlega.
* [[26. ágúst]]: [[Rússland]] gerði árásir á orkuinnviði um alla [[Úkraína|Úkraínu]].
* [[28. ágúst]]: [[Ísraelsher]] réðst inn í borgir á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]], þar á meðal [[Jenín]] og [[Nablus]].
* [[29. ágúst]]: Fellibylur fór um suður-[[Japan]] og olli skemmdum og mannskaða.
===September===
* [[1. september]]: [[Guðrún Karls Helgudóttir]] var vígð [[biskup Íslands]].
* [[3. september]]: [[Rússland]] gerði loftárásir á úkraínsku borgina [[Poltava]]. Þar á meðal herþjálfunarstöð og spítala. Yfir 50 létust.
* [[4. september]]: Skotárás var gerð í menntaskóla nálægt [[Atlanta]], Georgíu, í Bandaríkjunum. 4 létust.
* [[5. september]]: [[Michel Barnier]] varð [[forsætisráðherra Frakklands]].
* [[7. september]]: [[Abdelmadjid Tebboune]] var endurkjörinn forseti [[Alsír]]s.
* [[9. september]]: [[Ísrael]] gerði loftárásir í [[Sýrland]]. Yfir 25 létust.
* [[12. september]]: Fyrsta keypta [[geimur|geim]]gangan var farin þegar frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn [[Jared Isaacman]] fór út fyrir geimfar.
* [[14. september]]: Flóð í mið- og austur-Evrópu. Skemmdir urðu á innviðum og mannfall.
* [[17. september]]-[[18. september]]: Tugir létu lífið og þúsundir slösuðust í [[Líbanon]] þegar símboðar og talstöðvar sem meðlimir [[Hezbollah]] báru sprungu. [[Ísrael]] var ætlað ódæðið.
* [[18. september]]: Úkraínumenn gerðu drónaárás á rússneska vopnabirgðastöð í [[Tverfylki]] Rússlands og þremur dögum síðar í [[Krasnodarfylki]].
* [[19. september]]: [[Hvítabjörn]] var felldur í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]]. Hann var nálægt sumarhúsi þar sem kona dvaldi á Höfðaströnd.
* [[21. september]]: [[Anura Kumara Dissanayake]] var kjörinn forseti [[Srí Lanka]].
* [[23. september]]: [[Ísrael]] gerði yfir 1.000 loftárásir á suður-[[Líbanon]] sem beindust gegn [[Hezbollah]]. Um 500 létust.
* [[27. september]]:
**Hitabeltisstormurinn Helene fór um suðaustur-Bandaríkin og olli flóðum, eyðileggingu og létust hundruðir.
** [[Hassan Nasrallah]], leiðtogi [[Hezbollah]]-samtakanna í Líbanon, var ráðinn af dögum í loftárás Ísraelshers á [[Beirút]].
* [[30. september]] - [[Ísraelsher]] réðst inn í suður-[[Líbanon]].
===Október===
* [[1. október]]:
** [[Jens Stoltenberg]] lét af embætti framkvæmdastjóra [[NATÓ]] og [[Mark Rutte]] tók við.
** [[Íran]] gerði eldflaugaárás á Ísrael.
** [[Shigeru Ishiba]] varð forsætisráðherra [[Japan]]s.
** [[Claudia Sheinbaum]] varð fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]].
* [[4. október]] - Úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu , skammt frá [[Sarajevó]]. Að minnsta kosti 18 manns létu lífið.
* [[7. október]] - [[Taye Atske Selassie]] varð forseti Eþíópíu.
* [[9. október]] - [[10. október]]: Milljónir flýðu [[Flórída]] vegna [[fellibylur|fellibylsins]] Milton. Hann olli talsverði eyðileggingu, a.m.k. 10 létust og urðu 2 milljónir rafmagnslausar.
* [[13. október]] - [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar]] leyst upp. Boðað var til [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosninga í nóvember]].
* [[15. október]] - [[Svandís Svavarsdóttir]] formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] útilokar þáttöku hreyfingarinnar í [[starfsstjórn]]. [[Halla Tómasdóttir]], [[forseti Íslands]] hafði óskað eftir að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] sæti áfram sem starfsstjórn fram að [[Alþingiskosningar 2024|kosningum 30. nóvember]].
* [[16. október]] - [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]], var drepinn af [[Ísraelsher]].
* [[17. október]] - Minnihluta-starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum fram að alþingiskosningum í lok nóvember. Vinstri græn tóku ekki þátt í henni.
* [[19. október]] - Íslenska kvennalandsliðið í [[fimleikar|hópfimleikum]] varð Evrópumeistari.
* [[20. október]] - [[Prabowo Subianto]] varð forseti [[Indónesía|Indónesíu]].
* [[23. október]] - Hryðjuverkaárás var gerð á flugvélaverksmiðju í [[Ankara]], Tyrklandi.
* [[25. október]] - [[Ísrael]] gerði loftárásir á hernaðarskotmörk í [[Íran]]. Nokkrir hermenn létust.
* [[27. október]] - [[Breiðablik]] varð íslandsmeistari í knattspyrnu karla.
*[[28. október|28.]] - [[31. október]]: [[Norðurlandaráðsþing]] var haldið í [[Reykjavík]] og á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu, var meðal gesta og ávarpaði þingið.
*[[30. október]] - Yfir 230 létust í flóðum, eftir úrhelli á Spáni, sem voru aðallega í [[Sjálfstjórnarsvæðið Valensía|Valensía-héraði]].
===Nóvember===
* [[2. nóvember]]: [[Kemi Badenoch]] varð leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|breska Íhaldsflokksins]].
* [[3. nóvember]]: [[Maia Sandu]] var endurkjörin forseti [[Moldóva|Moldóvu]].
* [[4. nóvember]]: Eldfjallið [[Lewotobi]] gaus í [[Indónesía|Indónesíu]]. Níu létust.
* [[5. nóvember]]: [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024|Forsetakosningar]] voru haldnar í Bandaríkjunum. [[Donald Trump]] var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]].
* [[6. nóvember]]: Ríkisstjórn [[Olaf Scholz]], kanslara [[Þýskaland]]s, leystist upp eftir að hann rak fjármálaráðherra sinn.
* [[9. nóvember]]: Sprengjuárás var gerð á lestarstöðina í [[Quetta]] í Pakistan, 26 létust. Sjálfstæðishreyfing í [[Balúkistan]] lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu.
* [[14. nóvember]]: Hitamet féll í nóvember þegar 23,8 gráður mældust á [[Kvísker]]jum.
* [[17. nóvember]]:
**[[Rússland]] gerði umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði Úkraínu.
**[[Joe Biden]] gaf Úkraínu leyfi fyrir notkun á langdrægum flaugum innan Rússlands.
* [[20. nóvember]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga]]. Grindavík var rýmd.
* [[26. nóvember]] - [[Ísrael]] og [[Líbanon]] gerðu [[vopnahlé]].
* [[28. nóvember]] - Ástralía þingið samþykkti að banna börnum undir 16 ára að nota [[samfélagsmiðill|samfélagsmiðla]].
* [[29. nóvember]] - Sýrlenski stjórnarherinn og Rússlandsher gerðu loftárásir á uppreisnarmenn í [[Idlib]] í [[Sýrland]]i eftir áhlaup þeirra í héraðinu.
* [[30. nóvember]] - [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningar fóru fram]]. Píratar og Vinstri Græn féllu af þingi.
===Desember===
* [[3. desember]]:
**[[Yoon Suk-yeol]], forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu vegna ósættis við stjórnarandstöðuna um stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Allir þingmenn þjóðþingsins kusu um að afnema herlögin. Forsetinn var ákærður 11 dögum síðar og lét af embætti.
** [[Netumbo Nandi-Ndaitwah]] var kjörin forseti Namibíu, fyrst kvenna.
* [[4. desember]]:
**[[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]] hófu stjórnarmyndunarviðræður.
** Ríkisstjórn [[Michel Barnier]], forsætisráðherra Frakklands, féll.
* [[5. desember]]:
** [[Amnesty International]] gaf út skýrslu um stríðið á Gaza þar sem aðgerðum Ísraels var lýst sem [[þjóðarmorð]]i.
** [[Starfsstjórn]] Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar heimilaði [[hvalveiðar]] að nýju og gaf leyfi til árs [[2029]].
* [[7. desember]]:
** Uppreisnarmenn náðu yfirráðum yfir borginni [[Daraa]] í suður-[[Sýrland]]i, sátu um [[Homs]] um miðbik landsins og [[Damaskus]], höfuðborgina.
** [[Notre Dame]]-kirkjan í París var opnuð eftir viðgerðir vegna eldsvoðans sem átti sér stað [[2019]].
* [[8. desember]] - Uppreisnarmenn náðu völdum yfir höfuðborg Sýrlands, [[Damaskus]]. [[Bashar al-Assad]], forseti síðan [[2000]], flýði til Rússlands.
* [[9. desember]] - 7. eldgosinu við [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|
Sundhnúksgíga]] lauk.
* [[11. desember]] -
** Kveikt var í gröf [[Hafez al-Assad]], einræðisherra, í [[Latakía]] í Sýrlandi.
** Ísrael gerði hundruðir loftárásir á Sýrland, þar á meðal flota landsins og vopnaverksmiðjur.
* [[13. desember]] - [[Emmanuel Macron]] skipaði [[François Bayrou]] í embætti [[forsætisráðherra Frakklands]].
==Dáin==
* [[2. janúar]] - [[Auður Haralds]], rithöfundur (f. [[1947]]).
* [[4. janúar]] - [[Glynis Johns]], bresk leikkona (f. [[1923]]).
* [[7. janúar]] - [[Franz Beckenbauer]], þýskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. [[1945]]).
* [[9. janúar]] - [[Guðrún Jónsdóttir (f. 1931)|Guðrún Jónsdóttir]], borgarfulltrúi og baráttukona fyrir kvenréttindum (f. [[1931]]).
* [[4. febrúar]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu (f. [[1941]]).
* [[6. febrúar]] - [[Sebastián Piñera]], forseti Chile (f. [[1949]]).
* [[12. febrúar]] - [[Karl Sigurbjörnsson]], [[biskup Íslands]] frá 1998 til 2012 (f. [[1947]]).
* [[16. febrúar]] - [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] (f. [[1976]]).
* [[20. febrúar]] - [[Andreas Brehme]], þýskur knattspyrnumaður (f. [[1960]]).
* [[29. febrúar]] - [[Brian Mulroney]], kanadískur stjórnmálamaður (f. [[1939]]).
* [[6. mars]] - [[Björgvin Gíslason]], tónlistarmaður (f. [[1951]]).
* [[10. mars]] - [[Páll Bergþórsson]], veðurstofustjóri (f. [[1923]]).
* [[11. mars]] - [[Matthías Johannessen]], ljóðskáld, rithöfundur og ritstjóri [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] (f. [[1930]]).
* [[26. mars]] - [[Richard Serra]], bandarískur myndlistamaður (f. [[1939]])
* [[27. mars]] - [[Daniel Kahneman]], ísraelsk-bandarískur sálfræðingur og höfundur (f. [[1934]])
* [[11. apríl]] - [[O.J. Simpson]], bandarískur ruðningskappi og leikari (f. [[1947]]).
* [[19. apríl]] - [[Daniel Dennett]], bandarískur heimsspekingur og trúleysingi (f. [[1942]]).
* [[25. apríl]] - [[Pétur Einarsson (f. 1940)|Pétur Einarsson]], leikari (f. [[1940]])
* [[13. maí]] - [[Alice Munro]], kanadískur rithöfundur (f. [[1931]])
* [[19. maí]] - [[Ebrahim Raisi]], forseti Írans (f. [[1960]])
* [[3. júní]] - [[Brigitte Bierlein]], kanslari Austurríkis (f. [[1949]])
* [[7. júní]] - [[Bill Anders]], bandarískur geimfari (f. [[1933]])
* [[9. júní]] - [[Skúli Óskarsson]], kraftlyftingarmaður (f. [[1948]])
* [[12. júní]] - [[Róbert Örn Hjálmtýsson]], tónlistarmaður (f. [[1977]])
* [[12. júní]] - [[Jerry West]], bandarískur körfuknattleiksmaður. (f. [[1938]])
* [[13. júní]] - [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]], borgarritari og lögfræðingur (f. [[1964]])
* [[20. júní]] - [[Donald Sutherland]], kanadískur leikari (f. [[1935]])
* [[25. júní]] - [[Ragnar Stefánsson]], jarðskjálftafræðingur (f. [[1938]])
* [[5. júlí]] - [[Jon Landau]], bandarískur kvikmyndaframleiðandi (f. [[1960]])
* [[11. júlí]] - [[Shelley Duvall]], bandarísk leikkona. (f. [[1949]])
* [[12. júlí]] - [[Ruth Westheimer]], bandarískur kynlífsráðgjafi, rithöfundur og þáttastjórnandi. (f. [[1928]])
* [[19. júlí]] - [[Nguyễn Phú Trọng]], aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams (f. [[1944]])
* [[22. júlí]] - [[John Mayall]], breskur blústónlistarmaður (f. [[1933]])
* [[30. júlí]] - [[Haukur Halldórsson]], listamaður (f. [[1937]])
* [[31. júlí]] - [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] í Palestínu (f. 1962/1963)
* [[5. ágúst]] - [[Þorvaldur Halldórsson]], söngvari og tónlistarmaður (f. [[1944]])
* [[13. ágúst]] - [[Halldór Bragason]], blústónlistarmaður. (f. [[1956]])
* [[18. ágúst]] - [[Alain Delon]], franskur leikari (f. [[1935]])
* [[26. ágúst]] - [[Sven Göran Eriksson]], sænskur knattspyrnustjóri (f. [[1948]])
* [[9. september]] - [[James Earl Jones]], bandarískur leikari (f. [[1931]])
* [[11. september]] - [[Alberto Fujimori]], forseti Perú (f. [[1938]])
* [[13. september]] - [[Kristinn Stefánsson]], körfuknattleiksmaður (f. [[1945]]).
* [[17. september]] - [[Benedikt Sveinsson (f. 1938)|Benedikt Sveinsson]], lögmaður og athafnamaður (f. [[1938]]).
* [[18. september]] - [[Salvatore Schillaci]], ítalskur knattspyrnumaður (f. [[1964]])
* [[22. september]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur og marxisti (f. [[1934]])
* [[27. september]]:
**[[Maggie Smith]], ensk leikkona (f. [[1934]])
**[[Hassan Nasrallah]], leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon. (f. [[1960]])
* [[28. september]] - [[Kris Kristofferson]], bandarískur kántrísöngvari og kvikmyndaleikari. (f. [[1936]])
* [[30. september]]:
**[[Dikembe Mutombo]], kongólsk-bandarískur körfuboltamaður.
**[[Ken Page]], bandarískur gamanleikari (f. [[1954]])
* [[5. október]]: [[Sigríður Hrönn Elíasdóttir]], sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar (f. [[1959]]).
* [[12. október]]: [[Alex Salmond]], skoskur stjórnmálamaður (f. [[1954]]).
* [[16. október]]: [[Liam Payne]], enskur tónlistarmaður (f. [[1993]]).
* [[16. október]]: [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]] (f. [[1962]])
* [[20. október]] - [[Fethullah Gülen]], tyrkneskur stjórnarandstöðuleiðtogi. (f. [[1941]]).
* [[21. október]] - [[Paul Di'Anno]], enskur rokksöngvari, með m.a. [[Iron Maiden]]. (f. [[1958]])
* [[3. nóvember]] - [[Quincy Jones]], bandarískur upptökustjóri (f. [[1933]]).
* [[9. nóvember]] - [[Ram Narayan]], indverskur tónlistarmaður (f. [[1927]])
* [[14. nóvember]] - [[Peter Sinfield]], enskur lagahöfundur og stofnmeðlimur framsæknu rokksveitarinnar [[King Crimson]]. (f. [[1943]])
* [[16. nóvember]] - [[Kristinn Haukur Skarphéðinsson]], dýravistfræðingur (f. [[1956]])
* [[20. nóvember]] - [[John Prescott]], aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. (f. [[1938]])
* [[5. desember]] - [[Jón Nordal]], íslenskt tónskáld og píanóleikari. (f. [[1926]])
==Nóbelsverðlaunin==
*[[Friðarverðlaun Nóbels]]: [[Nihon Hidankyo]]
* [[Bókmenntaverðlaun Nóbels|Bókmenntir]]: [[Han Kang]].
* [[Nóbelsverðlaunin í efnafræði|Efnafræði]]: [[David Baker]], [[Demis Hassabis]] og [[John M. Jumper]]
* [[Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði|Eðlisfræði]]: [[Geoffrey Hinton]] og [[John Hopfield]].
* [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|Hagfræði]]: [[Daron Acemoglu]], [[Simon Johnson]] og [[James A. Robinson]].
* [[Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði|Lífeðlis- og læknisfræði]]: [[Victor Ambros]] og [[Gary Ruvkun]].
[[Flokkur:2024]]
[[Flokkur:2021-2030]]
89jnzbd6itsnjahgibeg1rgjhj60g4q
Forsætisráðherra Frakklands
0
131743
1891908
1891782
2024-12-14T16:02:38Z
TKSnaevarr
53243
1891908
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox official post
| post = Forsætisráðherra
| body = Lýðveldisins Frakklands
| native_name = {{small|{{lang|fr| Premier ministre de la République française}}}}
| insignia = Armoiries république française.svg
| insigniasize =
| insigniacaption = Þjóðtákn lýðveldisins Frakklands.
| flag = Flag of France.svg
| flagsize = 120px
| flagcaption = Fáni Frakklands
| flagborder = yes
| image = François Bayrou 2010 (cropped).jpg
| incumbent = [[François Bayrou]]
| incumbentsince = 13. desember 2024
| department = Framkvæmdavald frönsku ríkisstjórnarinnar
| status = [[Ríkisstjórnarleiðtogi]]
| member_of = Ríkisstjórnar Frakklands, þjóðaröryggisráðs Frakklands
| residence = [[Hôtel Matignon]]
| seat = [[París]], Frakklandi
| nominator =
| appointer = [[Forseti Frakklands|Forseta Frakklands]]
| termlength =
| constituting_instrument = [[Stjórnarskrá Frakklands]]
| precursor =
| formation = {{start date and age|1815|7|9}}
| first = [[Charles Maurice de Talleyrand-Périgord]]
| salary = €178.920 á ári<ref name="igcompaycheck">{{cite web|url=https://www.ig.com/uk/forex/research/pay-check|title=IG.com Pay Check|publisher=IG}}</ref>
| website = {{url|www.gouvernement.fr}}
| imagesize = 200px
}}
'''Forsætisráðherra Frakklands''' ([[franska]]: ''Premier ministre français'') er undir [[fimmta franska lýðveldið|fimmta franska lýðveldinu]] [[ríkisstjórnarleiðtogi]] og leiðtogi ráðherraráðsins. Undir [[þriðja franska lýðveldið|þriðja]] og [[fjórða franska lýðveldið|fjórða lýðveldunum]] bar embættið heitið '''forseti ráðherraráðsins''' (''Président du Conseil des Ministres'') eða '''forseti ráðsins''' (''Président du Conseil'') í daglegu tali.
Núverandi forsætisráðherra Frakklands er [[François Bayrou]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{Forsætisráðherrar Frakklands}}
{{stubbur|stjórnmál|Frakkland}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Frakklands| ]]
[[Flokkur:Frönsk stjórnmál]]
ees7mt5cwg5lwrwlipsgdyyf27vntrd
1891957
1891908
2024-12-15T09:37:36Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1891957
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox official post
| post = Forsætisráðherra
| body = Lýðveldisins Frakklands
| native_name = {{small|{{lang|fr| Premier ministre de la République française}}}}
| insignia = Armoiries république française.svg
| insigniasize =
| insigniacaption = Þjóðtákn lýðveldisins Frakklands.
| flag = Flag of France.svg
| flagsize = 120px
| flagcaption = Fáni Frakklands
| flagborder = yes
| image = François Bayrou 2010 (cropped).jpg
| incumbent = [[François Bayrou]]
| incumbentsince = 13. desember 2024
| department = Framkvæmdavald frönsku ríkisstjórnarinnar
| status = [[Ríkisstjórnarleiðtogi]]
| member_of = Ríkisstjórnar Frakklands, þjóðaröryggisráðs Frakklands
| residence = [[Hôtel Matignon]]
| seat = [[París]], Frakklandi
| nominator =
| appointer = [[Forseti Frakklands|Forseta Frakklands]]
| termlength =
| constituting_instrument = [[Stjórnarskrá Frakklands]]
| precursor =
| formation = {{start date and age|1815|7|9}}
| first = [[Charles Maurice de Talleyrand-Périgord]]
| salary = €178.920 á ári<ref name="igcompaycheck">{{cite web|url=https://www.ig.com/uk/forex/research/pay-check|title=IG.com Pay Check|publisher=IG|access-date=2024-12-14|archive-date=2018-04-25|archive-url=https://web.archive.org/web/20180425045807/https://www.ig.com/uk/forex/research/pay-check|url-status=dead}}</ref>
| website = {{url|www.gouvernement.fr}}
| imagesize = 200px
}}
'''Forsætisráðherra Frakklands''' ([[franska]]: ''Premier ministre français'') er undir [[fimmta franska lýðveldið|fimmta franska lýðveldinu]] [[ríkisstjórnarleiðtogi]] og leiðtogi ráðherraráðsins. Undir [[þriðja franska lýðveldið|þriðja]] og [[fjórða franska lýðveldið|fjórða lýðveldunum]] bar embættið heitið '''forseti ráðherraráðsins''' (''Président du Conseil des Ministres'') eða '''forseti ráðsins''' (''Président du Conseil'') í daglegu tali.
Núverandi forsætisráðherra Frakklands er [[François Bayrou]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{Forsætisráðherrar Frakklands}}
{{stubbur|stjórnmál|Frakkland}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Frakklands| ]]
[[Flokkur:Frönsk stjórnmál]]
8peertb7m2m1xvcori0r0r7a9999eql
Félagsliði
0
131816
1891958
1796436
2024-12-15T10:00:25Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1891958
wikitext
text/x-wiki
'''Félagsliði''' er fagheiti eða starfsstétt sem stofnuð var í kringum aldamótin 2000<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1344638/ Löggildingu fyrir félagsliða], skoðað 19. nóvember 2015</ref> fyrir starfsfólk sem vinnur á heilbrigðis- og velferðarsviðum.
Nám félagsliða er að ýmsu leyti sambærilegt við [[sjúkraliði|sjúkraliða]] og meðal faga sem kennd eru í félagsliðanámi má nefna: Aðstoð og umönnun, félagsfræði, félagsleg virkni, fjölskyldan og félagsleg þjónusta, heilbrigðisfræði, lyfjafræði, næringarfræði, siðfræði, fötlun, öldrun, sálfræði og skyndihjálp.<ref>[http://www.efling.is/felagslidi-hvad-er-thad/ Félagsliði, hvað er það?], skoðað 19. nóvember 2015</ref> Hægt er að taka svokallaða félagsliðabrú þar sem starfsreynsla fæst að einhverju leyti metin inn í námið.
Starfsvettvangur félagsliða getur verið innan öldrunarstofnana, geðdeilda, liðveislu, í félagslegri heimaþjónustu, skólaathvarfi, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, félagsmiðstöðum og á sambýlum fatlaðra.<ref>[http://felagslidar.sfr.is/skolar-og-felagslidanam/ Skólar og félagsliðanám]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}, skoðað 19. nóvember 2015</ref>
Félag íslenskra félagsliða var stofnað árið 2003. Námið hefur verið kennt í Borgarholtsskóla, Mími símenntun og einnig á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Námið tekur 4-5 misseri eða 2 til 2 og hálft ár miðað við fullt nám.
Í mars 2016 skoraði félag íslenskra félagsliða á Heilbrigðisráðherra að löggilda starfsheitið. Árið 2016 störfuðu hátt í 1000 manns sem félagsliðar.<ref>[http://felagslidar.is/wp-content/uploads/2016/03/Áskorun-um-löggildingu-félagsliða-til-heilbrigðisráðherra.pdf Áskorun um löggildingu félagsliða] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20240714213857/https://felagslidar.is/wp-content/uploads/2016/03/%C3%81skorun-um-l%C3%B6ggildingu-f%C3%A9lagsli%C3%B0a-til-heilbrig%C3%B0isr%C3%A1%C3%B0herra.pdf |date=2024-07-14 }} Felagslidar.is. Skoðað 4. maí, 2016.</ref>
Sambærilegt nám er til í Danmörku og heitir fagstéttin þar ''sosial- og sundhedsassistent'' (skammstafað ''SOSU-assistent''). Á ensku hefur það verið þýtt sem ''social- and health service assistant''.<ref>[http://sosuc.dk/om-sosu-c/english.aspx English -SOSU C] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20151024090137/http://www.sosuc.dk/om-sosu-c/english.aspx |date=2015-10-24 }}, Skoðað 20. nóvember 2015.</ref>
==Tenglar==
[http://felagslidar.is/ Félag íslenskra félagsliða]
==Tilvísanir==
<references />
[[Flokkur:Starfsheiti]]
979ogu93mbmxd1t01pish9pxtax23gc
Vaka (stúdentahreyfing)
0
134407
1891934
1866640
2024-12-14T23:19:55Z
89.160.210.196
1891934
wikitext
text/x-wiki
{{Stúdentafylking
|nafn= Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
|merki=Vaka logo V circle.png
|staerd=
|stofnar= 1935
|forseti= Sæþór Már Hinriksson
|varaforseti= Alda María Þórðardóttir
|oddviti= Júlíus Viggó Ólafsson
|einkennislitur= Gulur
|vefsida= [https://vaka.hi.is/ vaka.hi.is]
|vettvangur1 = Sæti í Stúdentaráði
|sæti1 = 9
|sæti1alls = 17
|vettvangur2 = Sæti í Háskólaráði
|sæti2 = 1
|sæti2alls = 2
|vettvangur3 = Sæti á Háskólaþingi
|sæti3 = 6
|sæti3alls = 10
|rauður = 0.9961
|grænn = 0.817
|blár = 0.1607
|gjaldkeri=Kristófer Breki Halldórsson}}
'''Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta''' er [[frjáls félagasamtök]] nemenda við Háskóla Íslands sem hefur verið starfandi frá árinu 1935. Félagið hefur ár hvert staðið fyrir framboði til [[Stúdentaráð Háskóla Íslands|Stúdentaráðs]].
== Upphaf og saga Vöku ==
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta stofnað, sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað, sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var [[Jóhann Hafstein]], þá laganemi en síðar forsætisráðherra.<ref>Vaka 1935-1985. Afmælisrit. Páll Björnsson (ritstjóri)</ref> Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn [[Álverið á Grundartanga|Álverinu á Grundartanga]].<ref name=":0">[https://vaka.hi.is/ Heimasíða Vöku] </ref>
Vaka hefur ávalt notið mikils stuðnings meðal stúdenta og af mestum hluta starfstíma síns leitt starf Stúdentaráðs, en Vaka hefur átt formann Stúdentaráðs 48 sinnum á síðustu 95 árum.
Á þessum árum var [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]] stofnaður, þ.e. árið 1961, en þá var Vaka í meirihluta [[Stúdentaráð Háskóla Íslands|Stúdentaráðs]]. Eins var [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] sett á fót með lögum árið 1968, að frumkvæði Stúdentaráðs og markaði það mikil þáttaskil fyrir stúdenta háskóla Íslands. Eitt af meginmarkmiðunum með stofnuninni var að færa frekari völd í hendur stúdenta og má segja að það hafi tekist, en FS rekur t.d. [[Stúdentagarðar|Stúdentagarða]], Leikskóla, Bóksölu Stúdenta, Hámu og [[Stúdentakjallarinn|Stúdentakjallarann]].
Eins var Vaka drifkraftur að stofnun Nýja Garðs sem og Hjónagarðanna, sem að var á sínum tíma mikið framfararskref. Þegar að Nýi Garður var vígður árið 1971 höfðu Vökuliðar vonir uppi um að fá húsnæði þar, en sú von varð fljótt að engu. Svo fór að Vaka hélt því áfram að leigja út húsnæði hér og þar um bæinn til þess að halda úti skrifstofu. Það olli nokkrum vandkvæðum, þannig að Vökuliðar réðust í kaup á húsnæði, árið 1984, sem hefur síðan verið kallað Vökuheimilið.
Heimilið var staðsett að Hverfisgötu 50 og var það heimili félagsins allt til ársins 2003, þegar það var selt, sökum þess að hagsmunabarátta stúdenta hafði tekið nokkrum breytingum og ekki lengur talin þörf á húsnæðinu, en eflaust hafa margir haldið að síðasta ár þess yrði árið 1989. Það er vegna þess að þá, eftir sigurpartý Vöku, kviknaði í húsnæðinu, með þeim afleiðingum að innbúið skemmdist mikið. Hins vegar líkt og Vökuliðum einum er lagið var ráðist í endurbyggingu heimilisins, þannig að það var orðið eins og nýtt um mitt sumar árið 1989.
== Vaka á 21. öldinni ==
Vaka leiddi starf Stúdentaráðs á árunum 2002 til 2005 og náðust þá í gegn fjölmörg stefnumál samtakana. Í seinni tíð hefur Háskólinn stækkað ört og því verkefni Stúdentaráðs orðin fleiri og yfirgripsmeiri.
Vökuliðar hafa þó staðið vörð um hagsmuni nemenda líkt og aldrei fyrr, en það voru þeir sem að réðust í það verkefni að skanna inn þúsundir gamalla prófa, sem að gerði það að verkum að komið var á fót prófasafni skólans, sem nú má finna á heimasvæði nemenda, Uglunni. Eins er það Vökuliðum að þakka að opnunartími [[Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn|Þjóðarbókhlöðunar]] var lengdur talsvert.
Vökuliðar eiga jafnframt heiðurinn að því að Stúdentakortin litu dagsins ljós á árunum 2006 til 2007, en það var þáverandi varaformaður Vöku og stúdentaráðsliði sem að forritaði kortin og hannaði kerfi í kringum þau.
Eins má þakka Vöku fyrir það að einkunnaskil við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] tóku stakkaskiptum, en Vaka hélt úti vefsíðunni prof.is, þar sem að nemendur gátu fylgst með því hvenær kennurum var skylt að skila af sér einkunnum og hvenær kennarar hefðu farið fram yfir tímann, sem og þáverandi formaður SHÍ og Vökuliði sendi Umboðsmanni Alþingis kvörtun, vegna tafa á einkunnaskilum sínum, en í kjölfarið var eftirlit bætt til muna.
Eins vann Stúdentaráð dómsmál, sem það höfðaði gegn Lánasjóði Íslenskra Lánsmanna og íslenska ríkinu árið 2013, vegna þess að SHÍ taldi að breyting á útthlutunarreglum LÍN væri ólögmæt og var það gríðarlega stór sigur fyrir stúdenta.
Að lokum var Vaka, bæði í formi Vökuliða, sem og í hlutverki Stúdentaráðs drifkrafturinn að enduropnun Stúdentakjallarans. Kjallarinn eða Skjallarinn, eins og hann er kallaður manna á milli, opnaði á ný í desember árið 2012 eftir 5 ára hlé, en áður hafði hann verið í kjallaranum í Gamla Garði þar sem að hann var hann starfræktur í 32 ár.
Hins vegar, þrátt fyrir miklar breytingar, hefur Vaka ávalt staðið vörð um hagsmuni stúdenta, en ekki sér fyrir endan á því ferðalagi sem að Jóhann Hafstein og félagar lögðu upp í fyrir 95 árum.
Á árunum 2019 og 2020 var farið í miklar breytingar á nafni og merki félagsins. Varð nafnið þá "Vaka - hagsmunafélag stúdenta" en síðar varð sú breyting afturkölluð eftir ákall fyrrum vökuliða þó svo að hið nýja merki félagsins sé ennþá notað.
== Fyrrum Vökuliðar ==
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa tekið virkan þátt í starfi Vöku frá stofnun félagsins árið 1935 en þar má nefna [[Jóhann Hafstein]], [[Sigurður Líndal (f. 1931)|Sigurður Líndal]], [[Halldór Blöndal]], [[Friðrik Sophusson|Friðrik Sóphusson]], [[Bogi Ágústsson]], [[Elín Hirst]], [[Óli Björn Kárason]], Benedikt Bogason, [[Birgir Ármannsson|Birgir Ármannsson,]] Elsa B. Valsdóttir, [[Baldur Þórhallsson]], [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], [[Guðlaugur Þór Þórðarson]], [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]], Árni Oddur Þórðarson, [[Rúnar Freyr Gíslason]], Ásta Sigríður Fjeldsted, [[Gísli Marteinn Baldursson]]. Eva Laufey Kjaran, [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]], [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], Orri Hauksson, [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]], [[Diljá Mist Einarsdóttir]], Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, [[Lenya Rún Taha Karim]] og [[Jón Atli Benediktsson]].
== Stjórn Vöku ==
Stjórn Vöku starfsárið 2024-2025:<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/07/saethor_mar_nyr_formadur_voku/|title=Sæþór Már nýr formaður Vöku|date=2024-04-07|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-12}}</ref>
* Formaður: Sæþór Már Hinriksson
* Varaformaður: Alda María Þórðardóttir
* Oddviti: Júlíus Viggó Ólafsson
* Ritari: Viktoría Tea Vökudóttir
* Gjaldkeri: Kristófer Breki Halldórsson
* Skemmtanastjóri: Íris Gunnarsdóttir
* Útgáfustjóri: Hannes Lúðvíksson
* Markaðsfulltrúi: Tinna Eyvindardóttir
* Alþjóðafulltrúi: Jóhann Almar Sigurðsson
* Meðstjórnendur: Birkir Snær Brynleifsson, Dagur Kárason, Eiríkur Kúld Viktorsson, Fannar Gíslason, Kjartan Leifur Sigurðsson, Ragnheiður Arnarsdóttir og Signý Pála Pálsdóttir.
== Stúdentaráðsliðar Vöku 2024-2025 ==
Vaka bar sigur úr býtum í kosningum til stúdentaráðs árið 2024 og hlaut 9 menn kjörna. Var Arent Orri Jónsson Claessen kjörin forseti stúdentaráðs og Sigurbjörg Guðmundsdóttir varaformaður. Einnig voru kjörin á skrifstofu stúdentaráðs Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og Júlíus Viggó Ólafsson.
=== Stúdentaráðsliðar Vöku 2024-2025: ===
==== '''Félagsvísindasvið''' ====
Júlíus Viggó Ólafsson
Ragnheiður Geirsdóttir
Birkir Snær Brynleifsson
Varafulltrúi: Alda María Þórðardóttir
Varafulltrúi: Kristófer Breki Halldórsson
Varafulltrúi: Kjartan Leifur Sigurðsson
==== '''Heilbrigðisvísindasvið''' ====
Tinna Eyvindardóttir
Eiríkur Kúld Viktorsson
Varafulltrúi: Snæfríður Blær Tindsdóttir
Varafulltrúi: Ísak Þorri Maier
==== '''Menntavísindasvið''' ====
Gunnar Ásgrímsson
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir
Varafulltrúi: Gunnar Freyr Þórarinsson
Varafulltrúi: Sólmundur Magnús Sigurðarson
==== '''Verkfræði- og náttúruvísindasvið''' ====
Jóhann Almar Sigurðsson
Varafulltrúi: Ásdís Rán Kolbeinsdóttir
==== '''Hugvísindasvið''' ====
Anna Sóley Jónsdóttir
Varafulltrúi: Bjarni Hjaltason
== Tilvísanir ==
<references/>
== Tenglar ==
* [http://vakafls.is Heimasíða Vöku]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
{{s|1935}}
toibkb610w4t281h8r7yx4kn44kbt4k
1891935
1891934
2024-12-14T23:20:27Z
89.160.210.196
/* Hugvísindasvið */
1891935
wikitext
text/x-wiki
{{Stúdentafylking
|nafn= Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
|merki=Vaka logo V circle.png
|staerd=
|stofnar= 1935
|forseti= Sæþór Már Hinriksson
|varaforseti= Alda María Þórðardóttir
|oddviti= Júlíus Viggó Ólafsson
|einkennislitur= Gulur
|vefsida= [https://vaka.hi.is/ vaka.hi.is]
|vettvangur1 = Sæti í Stúdentaráði
|sæti1 = 9
|sæti1alls = 17
|vettvangur2 = Sæti í Háskólaráði
|sæti2 = 1
|sæti2alls = 2
|vettvangur3 = Sæti á Háskólaþingi
|sæti3 = 6
|sæti3alls = 10
|rauður = 0.9961
|grænn = 0.817
|blár = 0.1607
|gjaldkeri=Kristófer Breki Halldórsson}}
'''Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta''' er [[frjáls félagasamtök]] nemenda við Háskóla Íslands sem hefur verið starfandi frá árinu 1935. Félagið hefur ár hvert staðið fyrir framboði til [[Stúdentaráð Háskóla Íslands|Stúdentaráðs]].
== Upphaf og saga Vöku ==
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta stofnað, sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað, sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var [[Jóhann Hafstein]], þá laganemi en síðar forsætisráðherra.<ref>Vaka 1935-1985. Afmælisrit. Páll Björnsson (ritstjóri)</ref> Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn [[Álverið á Grundartanga|Álverinu á Grundartanga]].<ref name=":0">[https://vaka.hi.is/ Heimasíða Vöku] </ref>
Vaka hefur ávalt notið mikils stuðnings meðal stúdenta og af mestum hluta starfstíma síns leitt starf Stúdentaráðs, en Vaka hefur átt formann Stúdentaráðs 48 sinnum á síðustu 95 árum.
Á þessum árum var [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]] stofnaður, þ.e. árið 1961, en þá var Vaka í meirihluta [[Stúdentaráð Háskóla Íslands|Stúdentaráðs]]. Eins var [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] sett á fót með lögum árið 1968, að frumkvæði Stúdentaráðs og markaði það mikil þáttaskil fyrir stúdenta háskóla Íslands. Eitt af meginmarkmiðunum með stofnuninni var að færa frekari völd í hendur stúdenta og má segja að það hafi tekist, en FS rekur t.d. [[Stúdentagarðar|Stúdentagarða]], Leikskóla, Bóksölu Stúdenta, Hámu og [[Stúdentakjallarinn|Stúdentakjallarann]].
Eins var Vaka drifkraftur að stofnun Nýja Garðs sem og Hjónagarðanna, sem að var á sínum tíma mikið framfararskref. Þegar að Nýi Garður var vígður árið 1971 höfðu Vökuliðar vonir uppi um að fá húsnæði þar, en sú von varð fljótt að engu. Svo fór að Vaka hélt því áfram að leigja út húsnæði hér og þar um bæinn til þess að halda úti skrifstofu. Það olli nokkrum vandkvæðum, þannig að Vökuliðar réðust í kaup á húsnæði, árið 1984, sem hefur síðan verið kallað Vökuheimilið.
Heimilið var staðsett að Hverfisgötu 50 og var það heimili félagsins allt til ársins 2003, þegar það var selt, sökum þess að hagsmunabarátta stúdenta hafði tekið nokkrum breytingum og ekki lengur talin þörf á húsnæðinu, en eflaust hafa margir haldið að síðasta ár þess yrði árið 1989. Það er vegna þess að þá, eftir sigurpartý Vöku, kviknaði í húsnæðinu, með þeim afleiðingum að innbúið skemmdist mikið. Hins vegar líkt og Vökuliðum einum er lagið var ráðist í endurbyggingu heimilisins, þannig að það var orðið eins og nýtt um mitt sumar árið 1989.
== Vaka á 21. öldinni ==
Vaka leiddi starf Stúdentaráðs á árunum 2002 til 2005 og náðust þá í gegn fjölmörg stefnumál samtakana. Í seinni tíð hefur Háskólinn stækkað ört og því verkefni Stúdentaráðs orðin fleiri og yfirgripsmeiri.
Vökuliðar hafa þó staðið vörð um hagsmuni nemenda líkt og aldrei fyrr, en það voru þeir sem að réðust í það verkefni að skanna inn þúsundir gamalla prófa, sem að gerði það að verkum að komið var á fót prófasafni skólans, sem nú má finna á heimasvæði nemenda, Uglunni. Eins er það Vökuliðum að þakka að opnunartími [[Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn|Þjóðarbókhlöðunar]] var lengdur talsvert.
Vökuliðar eiga jafnframt heiðurinn að því að Stúdentakortin litu dagsins ljós á árunum 2006 til 2007, en það var þáverandi varaformaður Vöku og stúdentaráðsliði sem að forritaði kortin og hannaði kerfi í kringum þau.
Eins má þakka Vöku fyrir það að einkunnaskil við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] tóku stakkaskiptum, en Vaka hélt úti vefsíðunni prof.is, þar sem að nemendur gátu fylgst með því hvenær kennurum var skylt að skila af sér einkunnum og hvenær kennarar hefðu farið fram yfir tímann, sem og þáverandi formaður SHÍ og Vökuliði sendi Umboðsmanni Alþingis kvörtun, vegna tafa á einkunnaskilum sínum, en í kjölfarið var eftirlit bætt til muna.
Eins vann Stúdentaráð dómsmál, sem það höfðaði gegn Lánasjóði Íslenskra Lánsmanna og íslenska ríkinu árið 2013, vegna þess að SHÍ taldi að breyting á útthlutunarreglum LÍN væri ólögmæt og var það gríðarlega stór sigur fyrir stúdenta.
Að lokum var Vaka, bæði í formi Vökuliða, sem og í hlutverki Stúdentaráðs drifkrafturinn að enduropnun Stúdentakjallarans. Kjallarinn eða Skjallarinn, eins og hann er kallaður manna á milli, opnaði á ný í desember árið 2012 eftir 5 ára hlé, en áður hafði hann verið í kjallaranum í Gamla Garði þar sem að hann var hann starfræktur í 32 ár.
Hins vegar, þrátt fyrir miklar breytingar, hefur Vaka ávalt staðið vörð um hagsmuni stúdenta, en ekki sér fyrir endan á því ferðalagi sem að Jóhann Hafstein og félagar lögðu upp í fyrir 95 árum.
Á árunum 2019 og 2020 var farið í miklar breytingar á nafni og merki félagsins. Varð nafnið þá "Vaka - hagsmunafélag stúdenta" en síðar varð sú breyting afturkölluð eftir ákall fyrrum vökuliða þó svo að hið nýja merki félagsins sé ennþá notað.
== Fyrrum Vökuliðar ==
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa tekið virkan þátt í starfi Vöku frá stofnun félagsins árið 1935 en þar má nefna [[Jóhann Hafstein]], [[Sigurður Líndal (f. 1931)|Sigurður Líndal]], [[Halldór Blöndal]], [[Friðrik Sophusson|Friðrik Sóphusson]], [[Bogi Ágústsson]], [[Elín Hirst]], [[Óli Björn Kárason]], Benedikt Bogason, [[Birgir Ármannsson|Birgir Ármannsson,]] Elsa B. Valsdóttir, [[Baldur Þórhallsson]], [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], [[Guðlaugur Þór Þórðarson]], [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]], Árni Oddur Þórðarson, [[Rúnar Freyr Gíslason]], Ásta Sigríður Fjeldsted, [[Gísli Marteinn Baldursson]]. Eva Laufey Kjaran, [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]], [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], Orri Hauksson, [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]], [[Diljá Mist Einarsdóttir]], Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, [[Lenya Rún Taha Karim]] og [[Jón Atli Benediktsson]].
== Stjórn Vöku ==
Stjórn Vöku starfsárið 2024-2025:<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/07/saethor_mar_nyr_formadur_voku/|title=Sæþór Már nýr formaður Vöku|date=2024-04-07|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-12}}</ref>
* Formaður: Sæþór Már Hinriksson
* Varaformaður: Alda María Þórðardóttir
* Oddviti: Júlíus Viggó Ólafsson
* Ritari: Viktoría Tea Vökudóttir
* Gjaldkeri: Kristófer Breki Halldórsson
* Skemmtanastjóri: Íris Gunnarsdóttir
* Útgáfustjóri: Hannes Lúðvíksson
* Markaðsfulltrúi: Tinna Eyvindardóttir
* Alþjóðafulltrúi: Jóhann Almar Sigurðsson
* Meðstjórnendur: Birkir Snær Brynleifsson, Dagur Kárason, Eiríkur Kúld Viktorsson, Fannar Gíslason, Kjartan Leifur Sigurðsson, Ragnheiður Arnarsdóttir og Signý Pála Pálsdóttir.
== Stúdentaráðsliðar Vöku 2024-2025 ==
Vaka bar sigur úr býtum í kosningum til stúdentaráðs árið 2024 og hlaut 9 menn kjörna. Var Arent Orri Jónsson Claessen kjörin forseti stúdentaráðs og Sigurbjörg Guðmundsdóttir varaformaður. Einnig voru kjörin á skrifstofu stúdentaráðs Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og Júlíus Viggó Ólafsson.
=== Stúdentaráðsliðar Vöku 2024-2025: ===
==== '''Félagsvísindasvið''' ====
Júlíus Viggó Ólafsson
Ragnheiður Geirsdóttir
Birkir Snær Brynleifsson
Varafulltrúi: Alda María Þórðardóttir
Varafulltrúi: Kristófer Breki Halldórsson
Varafulltrúi: Kjartan Leifur Sigurðsson
==== '''Heilbrigðisvísindasvið''' ====
Tinna Eyvindardóttir
Eiríkur Kúld Viktorsson
Varafulltrúi: Snæfríður Blær Tindsdóttir
Varafulltrúi: Ísak Þorri Maier
==== '''Menntavísindasvið''' ====
Gunnar Ásgrímsson
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir
Varafulltrúi: Gunnar Freyr Þórarinsson
Varafulltrúi: Sólmundur Magnús Sigurðarson
==== '''Verkfræði- og náttúruvísindasvið''' ====
Jóhann Almar Sigurðsson
Varafulltrúi: Ásdís Rán Kolbeinsdóttir
==== '''Hugvísindasvið''' ====
Anna Sóley Jónsdóttir
Varafulltrúi: Diljá Valsdóttir
== Tilvísanir ==
<references/>
== Tenglar ==
* [http://vakafls.is Heimasíða Vöku]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
{{s|1935}}
jeqi3s9rxurkotc5kuyo4i1g3li8sbi
1891936
1891935
2024-12-14T23:22:29Z
89.160.210.196
1891936
wikitext
text/x-wiki
{{Stúdentafylking
|nafn= Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
|merki=Vaka logo V circle.png
|staerd=
|stofnar= 1935
|forseti= Sæþór Már Hinriksson
|varaforseti= Alda María Þórðardóttir
|oddviti= Júlíus Viggó Ólafsson
|einkennislitur= Gulur
|vefsida= Vakafls.com
|vettvangur1 = Sæti í Stúdentaráði
|sæti1 = 9
|sæti1alls = 17
|vettvangur2 = Sæti í Háskólaráði
|sæti2 = 1
|sæti2alls = 2
|vettvangur3 = Sæti á Háskólaþingi
|sæti3 = 6
|sæti3alls = 10
|rauður = 0.9961
|grænn = 0.817
|blár = 0.1607
|gjaldkeri=Kristófer Breki Halldórsson}}
'''Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta''' er [[frjáls félagasamtök]] nemenda við Háskóla Íslands sem hefur verið starfandi frá árinu 1935. Félagið hefur ár hvert staðið fyrir framboði til [[Stúdentaráð Háskóla Íslands|Stúdentaráðs]].
== Upphaf og saga Vöku ==
Vaka var stofnuð árið 1935 sem svar við öðrum nýlega stofnuðum hreyfingum: Félagi róttækra háskólastúdenta stofnað, sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og Félagi þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað, sem barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Fremstur í flokki var [[Jóhann Hafstein]], þá laganemi en síðar forsætisráðherra.<ref>Vaka 1935-1985. Afmælisrit. Páll Björnsson (ritstjóri)</ref> Fyrir vikið varð undirheiti félagsins „félag lýðræðissinnaðra stúdenta“.
Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu nemenda. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök hernaðarandstæðinga sem og berist gegn [[Álverið á Grundartanga|Álverinu á Grundartanga]].<ref name=":0">[https://vaka.hi.is/ Heimasíða Vöku] </ref>
Vaka hefur ávalt notið mikils stuðnings meðal stúdenta og af mestum hluta starfstíma síns leitt starf Stúdentaráðs, en Vaka hefur átt formann Stúdentaráðs 48 sinnum á síðustu 95 árum.
Á þessum árum var [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóður Íslenskra Námsmanna]] stofnaður, þ.e. árið 1961, en þá var Vaka í meirihluta [[Stúdentaráð Háskóla Íslands|Stúdentaráðs]]. Eins var [[Félagsstofnun stúdenta|Félagsstofnun Stúdenta]] sett á fót með lögum árið 1968, að frumkvæði Stúdentaráðs og markaði það mikil þáttaskil fyrir stúdenta háskóla Íslands. Eitt af meginmarkmiðunum með stofnuninni var að færa frekari völd í hendur stúdenta og má segja að það hafi tekist, en FS rekur t.d. [[Stúdentagarðar|Stúdentagarða]], Leikskóla, Bóksölu Stúdenta, Hámu og [[Stúdentakjallarinn|Stúdentakjallarann]].
Eins var Vaka drifkraftur að stofnun Nýja Garðs sem og Hjónagarðanna, sem að var á sínum tíma mikið framfararskref. Þegar að Nýi Garður var vígður árið 1971 höfðu Vökuliðar vonir uppi um að fá húsnæði þar, en sú von varð fljótt að engu. Svo fór að Vaka hélt því áfram að leigja út húsnæði hér og þar um bæinn til þess að halda úti skrifstofu. Það olli nokkrum vandkvæðum, þannig að Vökuliðar réðust í kaup á húsnæði, árið 1984, sem hefur síðan verið kallað Vökuheimilið.
Heimilið var staðsett að Hverfisgötu 50 og var það heimili félagsins allt til ársins 2003, þegar það var selt, sökum þess að hagsmunabarátta stúdenta hafði tekið nokkrum breytingum og ekki lengur talin þörf á húsnæðinu, en eflaust hafa margir haldið að síðasta ár þess yrði árið 1989. Það er vegna þess að þá, eftir sigurpartý Vöku, kviknaði í húsnæðinu, með þeim afleiðingum að innbúið skemmdist mikið. Hins vegar líkt og Vökuliðum einum er lagið var ráðist í endurbyggingu heimilisins, þannig að það var orðið eins og nýtt um mitt sumar árið 1989.
== Vaka á 21. öldinni ==
Vaka leiddi starf Stúdentaráðs á árunum 2002 til 2005 og náðust þá í gegn fjölmörg stefnumál samtakana. Í seinni tíð hefur Háskólinn stækkað ört og því verkefni Stúdentaráðs orðin fleiri og yfirgripsmeiri.
Vökuliðar hafa þó staðið vörð um hagsmuni nemenda líkt og aldrei fyrr, en það voru þeir sem að réðust í það verkefni að skanna inn þúsundir gamalla prófa, sem að gerði það að verkum að komið var á fót prófasafni skólans, sem nú má finna á heimasvæði nemenda, Uglunni. Eins er það Vökuliðum að þakka að opnunartími [[Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn|Þjóðarbókhlöðunar]] var lengdur talsvert.
Vökuliðar eiga jafnframt heiðurinn að því að Stúdentakortin litu dagsins ljós á árunum 2006 til 2007, en það var þáverandi varaformaður Vöku og stúdentaráðsliði sem að forritaði kortin og hannaði kerfi í kringum þau.
Eins má þakka Vöku fyrir það að einkunnaskil við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] tóku stakkaskiptum, en Vaka hélt úti vefsíðunni prof.is, þar sem að nemendur gátu fylgst með því hvenær kennurum var skylt að skila af sér einkunnum og hvenær kennarar hefðu farið fram yfir tímann, sem og þáverandi formaður SHÍ og Vökuliði sendi Umboðsmanni Alþingis kvörtun, vegna tafa á einkunnaskilum sínum, en í kjölfarið var eftirlit bætt til muna.
Eins vann Stúdentaráð dómsmál, sem það höfðaði gegn Lánasjóði Íslenskra Lánsmanna og íslenska ríkinu árið 2013, vegna þess að SHÍ taldi að breyting á útthlutunarreglum LÍN væri ólögmæt og var það gríðarlega stór sigur fyrir stúdenta.
Að lokum var Vaka, bæði í formi Vökuliða, sem og í hlutverki Stúdentaráðs drifkrafturinn að enduropnun Stúdentakjallarans. Kjallarinn eða Skjallarinn, eins og hann er kallaður manna á milli, opnaði á ný í desember árið 2012 eftir 5 ára hlé, en áður hafði hann verið í kjallaranum í Gamla Garði þar sem að hann var hann starfræktur í 32 ár.
Hins vegar, þrátt fyrir miklar breytingar, hefur Vaka ávalt staðið vörð um hagsmuni stúdenta, en ekki sér fyrir endan á því ferðalagi sem að Jóhann Hafstein og félagar lögðu upp í fyrir 95 árum.
Á árunum 2019 og 2020 var farið í miklar breytingar á nafni og merki félagsins. Varð nafnið þá "Vaka - hagsmunafélag stúdenta" en síðar varð sú breyting afturkölluð eftir ákall fyrrum vökuliða þó svo að hið nýja merki félagsins sé ennþá notað.
== Fyrrum Vökuliðar ==
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa tekið virkan þátt í starfi Vöku frá stofnun félagsins árið 1935 en þar má nefna [[Jóhann Hafstein]], [[Sigurður Líndal (f. 1931)|Sigurður Líndal]], [[Halldór Blöndal]], [[Friðrik Sophusson|Friðrik Sóphusson]], [[Bogi Ágústsson]], [[Elín Hirst]], [[Óli Björn Kárason]], Benedikt Bogason, [[Birgir Ármannsson|Birgir Ármannsson,]] Elsa B. Valsdóttir, [[Baldur Þórhallsson]], [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], [[Guðlaugur Þór Þórðarson]], [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]], Árni Oddur Þórðarson, [[Rúnar Freyr Gíslason]], Ásta Sigríður Fjeldsted, [[Gísli Marteinn Baldursson]]. Eva Laufey Kjaran, [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]], [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], Orri Hauksson, [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]], [[Diljá Mist Einarsdóttir]], Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, [[Lenya Rún Taha Karim]] og [[Jón Atli Benediktsson]].
== Stjórn Vöku ==
Stjórn Vöku starfsárið 2024-2025:<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/07/saethor_mar_nyr_formadur_voku/|title=Sæþór Már nýr formaður Vöku|date=2024-04-07|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-04-12}}</ref>
* Formaður: Sæþór Már Hinriksson
* Varaformaður: Alda María Þórðardóttir
* Oddviti: Júlíus Viggó Ólafsson
* Ritari: Viktoría Tea Vökudóttir
* Gjaldkeri: Kristófer Breki Halldórsson
* Skemmtanastjóri: Íris Gunnarsdóttir
* Útgáfustjóri: Hannes Lúðvíksson
* Markaðsfulltrúi: Tinna Eyvindardóttir
* Alþjóðafulltrúi: Jóhann Almar Sigurðsson
* Meðstjórnendur: Birkir Snær Brynleifsson, Dagur Kárason, Eiríkur Kúld Viktorsson, Fannar Gíslason, Kjartan Leifur Sigurðsson, Ragnheiður Arnarsdóttir og Signý Pála Pálsdóttir.
== Stúdentaráðsliðar Vöku 2024-2025 ==
Vaka bar sigur úr býtum í kosningum til stúdentaráðs árið 2024 og hlaut 9 menn kjörna. Var Arent Orri Jónsson Claessen kjörin forseti stúdentaráðs og Sigurbjörg Guðmundsdóttir varaformaður. Einnig voru kjörin á skrifstofu stúdentaráðs Valgerður Laufey Guðmundsdóttir og Júlíus Viggó Ólafsson.
=== Stúdentaráðsliðar Vöku 2024-2025: ===
==== '''Félagsvísindasvið''' ====
Júlíus Viggó Ólafsson
Ragnheiður Geirsdóttir
Birkir Snær Brynleifsson
Varafulltrúi: Alda María Þórðardóttir
Varafulltrúi: Kristófer Breki Halldórsson
Varafulltrúi: Kjartan Leifur Sigurðsson
==== '''Heilbrigðisvísindasvið''' ====
Tinna Eyvindardóttir
Eiríkur Kúld Viktorsson
Varafulltrúi: Snæfríður Blær Tindsdóttir
Varafulltrúi: Ísak Þorri Maier
==== '''Menntavísindasvið''' ====
Gunnar Ásgrímsson
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir
Varafulltrúi: Gunnar Freyr Þórarinsson
Varafulltrúi: Sólmundur Magnús Sigurðarson
==== '''Verkfræði- og náttúruvísindasvið''' ====
Jóhann Almar Sigurðsson
Varafulltrúi: Ásdís Rán Kolbeinsdóttir
==== '''Hugvísindasvið''' ====
Anna Sóley Jónsdóttir
Varafulltrúi: Diljá Valsdóttir
== Tilvísanir ==
<references/>
== Tenglar ==
* [http://vakafls.is Heimasíða Vöku]
[[Flokkur:Háskóli Íslands]]
[[Flokkur:Íslensk nemendafélög]]
{{s|1935}}
gax1i2qnceech4twtltnd7ye1us3b94
Module:Citation/CS1
828
149388
1891956
1886812
2024-12-15T06:21:34Z
Snævar
16586
1891956
Scribunto
text/plain
require ('strict');
--[[--------------------------< F O R W A R D D E C L A R A T I O N S >--------------------------------------
each of these counts against the Lua upvalue limit
]]
local validation; -- functions in Module:Citation/CS1/Date_validation
local utilities; -- functions in Module:Citation/CS1/Utilities
local z = {}; -- table of tables in Module:Citation/CS1/Utilities
local identifiers; -- functions and tables in Module:Citation/CS1/Identifiers
local metadata; -- functions in Module:Citation/CS1/COinS
local cfg = {}; -- table of configuration tables that are defined in Module:Citation/CS1/Configuration
local whitelist = {}; -- table of tables listing valid template parameter names; defined in Module:Citation/CS1/Whitelist
--[[------------------< P A G E S C O P E V A R I A B L E S >---------------
declare variables here that have page-wide scope that are not brought in from
other modules; that are created here and used here
]]
local added_deprecated_cat; -- Boolean flag so that the category is added only once
local added_vanc_errs = true; -- Boolean flag so we only emit one Vancouver error / category
local added_generic_name_errs = true; -- Boolean flag so we only emit one generic name error / category and stop testing names once an error is encountered
local Frame; -- holds the module's frame table
local is_preview_mode; -- true when article is in preview mode; false when using 'Preview page with this template' (previewing the module)
local is_sandbox; -- true when using sandbox modules to render citation
--[[--------------------------< F I R S T _ S E T >------------------------------------------------------------
Locates and returns the first set value in a table of values where the order established in the table,
left-to-right (or top-to-bottom), is the order in which the values are evaluated. Returns nil if none are set.
This version replaces the original 'for _, val in pairs do' and a similar version that used ipairs. With the pairs
version the order of evaluation could not be guaranteed. With the ipairs version, a nil value would terminate
the for-loop before it reached the actual end of the list.
]]
local function first_set (list, count)
local i = 1;
while i <= count do -- loop through all items in list
if utilities.is_set( list[i] ) then
return list[i]; -- return the first set list member
end
i = i + 1; -- point to next
end
end
--[[--------------------------< A D D _ V A N C _ E R R O R >----------------------------------------------------
Adds a single Vancouver system error message to the template's output regardless of how many error actually exist.
To prevent duplication, added_vanc_errs is nil until an error message is emitted.
added_vanc_errs is a Boolean declared in page scope variables above
]]
local function add_vanc_error (source, position)
if added_vanc_errs then return end
added_vanc_errs = true; -- note that we've added this category
utilities.set_message ('err_vancouver', {source, position});
end
--[[--------------------------< I S _ S C H E M E >------------------------------------------------------------
does this thing that purports to be a URI scheme seem to be a valid scheme? The scheme is checked to see if it
is in agreement with http://tools.ietf.org/html/std66#section-3.1 which says:
Scheme names consist of a sequence of characters beginning with a
letter and followed by any combination of letters, digits, plus
("+"), period ("."), or hyphen ("-").
returns true if it does, else false
]]
local function is_scheme (scheme)
return scheme and scheme:match ('^%a[%a%d%+%.%-]*:'); -- true if scheme is set and matches the pattern
end
--[=[-------------------------< I S _ D O M A I N _ N A M E >--------------------------------------------------
Does this thing that purports to be a domain name seem to be a valid domain name?
Syntax defined here: http://tools.ietf.org/html/rfc1034#section-3.5
BNF defined here: https://tools.ietf.org/html/rfc4234
Single character names are generally reserved; see https://tools.ietf.org/html/draft-ietf-dnsind-iana-dns-01#page-15;
see also [[Single-letter second-level domain]]
list of TLDs: https://www.iana.org/domains/root/db
RFC 952 (modified by RFC 1123) requires the first and last character of a hostname to be a letter or a digit. Between
the first and last characters the name may use letters, digits, and the hyphen.
Also allowed are IPv4 addresses. IPv6 not supported
domain is expected to be stripped of any path so that the last character in the last character of the TLD. tld
is two or more alpha characters. Any preceding '//' (from splitting a URL with a scheme) will be stripped
here. Perhaps not necessary but retained in case it is necessary for IPv4 dot decimal.
There are several tests:
the first character of the whole domain name including subdomains must be a letter or a digit
internationalized domain name (ASCII characters with .xn-- ASCII Compatible Encoding (ACE) prefix xn-- in the TLD) see https://tools.ietf.org/html/rfc3490
single-letter/digit second-level domains in the .org, .cash, and .today TLDs
q, x, and z SL domains in the .com TLD
i and q SL domains in the .net TLD
single-letter SL domains in the ccTLDs (where the ccTLD is two letters)
two-character SL domains in gTLDs (where the gTLD is two or more letters)
three-plus-character SL domains in gTLDs (where the gTLD is two or more letters)
IPv4 dot-decimal address format; TLD not allowed
returns true if domain appears to be a proper name and TLD or IPv4 address, else false
]=]
local function is_domain_name (domain)
if not domain then
return false; -- if not set, abandon
end
domain = domain:gsub ('^//', ''); -- strip '//' from domain name if present; done here so we only have to do it once
if not domain:match ('^[%w]') then -- first character must be letter or digit
return false;
end
if domain:match ('^%a+:') then -- hack to detect things that look like s:Page:Title where Page: is namespace at Wikisource
return false;
end
local patterns = { -- patterns that look like URLs
'%f[%w][%w][%w%-]+[%w]%.%a%a+$', -- three or more character hostname.hostname or hostname.tld
'%f[%w][%w][%w%-]+[%w]%.xn%-%-[%w]+$', -- internationalized domain name with ACE prefix
'%f[%a][qxz]%.com$', -- assigned one character .com hostname (x.com times out 2015-12-10)
'%f[%a][iq]%.net$', -- assigned one character .net hostname (q.net registered but not active 2015-12-10)
'%f[%w][%w]%.%a%a$', -- one character hostname and ccTLD (2 chars)
'%f[%w][%w][%w]%.%a%a+$', -- two character hostname and TLD
'^%d%d?%d?%.%d%d?%d?%.%d%d?%d?%.%d%d?%d?', -- IPv4 address
}
for _, pattern in ipairs (patterns) do -- loop through the patterns list
if domain:match (pattern) then
return true; -- if a match then we think that this thing that purports to be a URL is a URL
end
end
for _, d in ipairs (cfg.single_letter_2nd_lvl_domains_t) do -- look for single letter second level domain names for these top level domains
if domain:match ('%f[%w][%w]%.' .. d) then
return true
end
end
return false; -- no matches, we don't know what this thing is
end
--[[--------------------------< I S _ U R L >------------------------------------------------------------------
returns true if the scheme and domain parts of a URL appear to be a valid URL; else false.
This function is the last step in the validation process. This function is separate because there are cases that
are not covered by split_url(), for example is_parameter_ext_wikilink() which is looking for bracketted external
wikilinks.
]]
local function is_url (scheme, domain)
if utilities.is_set (scheme) then -- if scheme is set check it and domain
return is_scheme (scheme) and is_domain_name (domain);
else
return is_domain_name (domain); -- scheme not set when URL is protocol-relative
end
end
--[[--------------------------< S P L I T _ U R L >------------------------------------------------------------
Split a URL into a scheme, authority indicator, and domain.
First remove Fully Qualified Domain Name terminator (a dot following TLD) (if any) and any path(/), query(?) or fragment(#).
If protocol-relative URL, return nil scheme and domain else return nil for both scheme and domain.
When not protocol-relative, get scheme, authority indicator, and domain. If there is an authority indicator (one
or more '/' characters immediately following the scheme's colon), make sure that there are only 2.
Any URL that does not have news: scheme must have authority indicator (//). TODO: are there other common schemes
like news: that don't use authority indicator?
Strip off any port and path;
]]
local function split_url (url_str)
local scheme, authority, domain;
url_str = url_str:gsub ('([%a%d])%.?[/%?#].*$', '%1'); -- strip FQDN terminator and path(/), query(?), fragment (#) (the capture prevents false replacement of '//')
if url_str:match ('^//%S*') then -- if there is what appears to be a protocol-relative URL
domain = url_str:match ('^//(%S*)')
elseif url_str:match ('%S-:/*%S+') then -- if there is what appears to be a scheme, optional authority indicator, and domain name
scheme, authority, domain = url_str:match ('(%S-:)(/*)(%S+)'); -- extract the scheme, authority indicator, and domain portions
if utilities.is_set (authority) then
authority = authority:gsub ('//', '', 1); -- replace place 1 pair of '/' with nothing;
if utilities.is_set(authority) then -- if anything left (1 or 3+ '/' where authority should be) then
return scheme; -- return scheme only making domain nil which will cause an error message
end
else
if not scheme:match ('^news:') then -- except for news:..., MediaWiki won't link URLs that do not have authority indicator; TODO: a better way to do this test?
return scheme; -- return scheme only making domain nil which will cause an error message
end
end
domain = domain:gsub ('(%a):%d+', '%1'); -- strip port number if present
end
return scheme, domain;
end
--[[--------------------------< L I N K _ P A R A M _ O K >---------------------------------------------------
checks the content of |title-link=, |series-link=, |author-link=, etc. for properly formatted content: no wikilinks, no URLs
Link parameters are to hold the title of a Wikipedia article, so none of the WP:TITLESPECIALCHARACTERS are allowed:
# < > [ ] | { } _
except the underscore which is used as a space in wiki URLs and # which is used for section links
returns false when the value contains any of these characters.
When there are no illegal characters, this function returns TRUE if value DOES NOT appear to be a valid URL (the
|<param>-link= parameter is ok); else false when value appears to be a valid URL (the |<param>-link= parameter is NOT ok).
]]
local function link_param_ok (value)
local scheme, domain;
if value:find ('[<>%[%]|{}]') then -- if any prohibited characters
return false;
end
scheme, domain = split_url (value); -- get scheme or nil and domain or nil from URL;
return not is_url (scheme, domain); -- return true if value DOES NOT appear to be a valid URL
end
--[[--------------------------< L I N K _ T I T L E _ O K >---------------------------------------------------
Use link_param_ok() to validate |<param>-link= value and its matching |<title>= value.
|<title>= may be wiki-linked but not when |<param>-link= has a value. This function emits an error message when
that condition exists
check <link> for inter-language interwiki-link prefix. prefix must be a MediaWiki-recognized language
code and must begin with a colon.
]]
local function link_title_ok (link, lorig, title, torig)
local orig;
if utilities.is_set (link) then -- don't bother if <param>-link doesn't have a value
if not link_param_ok (link) then -- check |<param>-link= markup
orig = lorig; -- identify the failing link parameter
elseif title:find ('%[%[') then -- check |title= for wikilink markup
orig = torig; -- identify the failing |title= parameter
elseif link:match ('^%a+:') then -- if the link is what looks like an interwiki
local prefix = link:match ('^(%a+):'):lower(); -- get the interwiki prefix
if cfg.inter_wiki_map[prefix] then -- if prefix is in the map, must have preceding colon
orig = lorig; -- flag as error
end
end
end
if utilities.is_set (orig) then
link = ''; -- unset
utilities.set_message ('err_bad_paramlink', orig); -- URL or wikilink in |title= with |title-link=;
end
return link; -- link if ok, empty string else
end
--[[--------------------------< C H E C K _ U R L >------------------------------------------------------------
Determines whether a URL string appears to be valid.
First we test for space characters. If any are found, return false. Then split the URL into scheme and domain
portions, or for protocol-relative (//example.com) URLs, just the domain. Use is_url() to validate the two
portions of the URL. If both are valid, or for protocol-relative if domain is valid, return true, else false.
Because it is different from a standard URL, and because this module used external_link() to make external links
that work for standard and news: links, we validate newsgroup names here. The specification for a newsgroup name
is at https://tools.ietf.org/html/rfc5536#section-3.1.4
]]
local function check_url( url_str )
if nil == url_str:match ("^%S+$") then -- if there are any spaces in |url=value it can't be a proper URL
return false;
end
local scheme, domain;
scheme, domain = split_url (url_str); -- get scheme or nil and domain or nil from URL;
if 'news:' == scheme then -- special case for newsgroups
return domain:match('^[%a%d%+%-_]+%.[%a%d%+%-_%.]*[%a%d%+%-_]$');
end
return is_url (scheme, domain); -- return true if value appears to be a valid URL
end
--[=[-------------------------< I S _ P A R A M E T E R _ E X T _ W I K I L I N K >----------------------------
Return true if a parameter value has a string that begins and ends with square brackets [ and ] and the first
non-space characters following the opening bracket appear to be a URL. The test will also find external wikilinks
that use protocol-relative URLs. Also finds bare URLs.
The frontier pattern prevents a match on interwiki-links which are similar to scheme:path URLs. The tests that
find bracketed URLs are required because the parameters that call this test (currently |title=, |chapter=, |work=,
and |publisher=) may have wikilinks and there are articles or redirects like '//Hus' so, while uncommon, |title=[[//Hus]]
is possible as might be [[en://Hus]].
]=]
local function is_parameter_ext_wikilink (value)
local scheme, domain;
if value:match ('%f[%[]%[%a%S*:%S+.*%]') then -- if ext. wikilink with scheme and domain: [xxxx://yyyyy.zzz]
scheme, domain = split_url (value:match ('%f[%[]%[(%a%S*:%S+).*%]'));
elseif value:match ('%f[%[]%[//%S+.*%]') then -- if protocol-relative ext. wikilink: [//yyyyy.zzz]
scheme, domain = split_url (value:match ('%f[%[]%[(//%S+).*%]'));
elseif value:match ('%a%S*:%S+') then -- if bare URL with scheme; may have leading or trailing plain text
scheme, domain = split_url (value:match ('(%a%S*:%S+)'));
elseif value:match ('//%S+') then -- if protocol-relative bare URL: //yyyyy.zzz; may have leading or trailing plain text
scheme, domain = split_url (value:match ('(//%S+)')); -- what is left should be the domain
else
return false; -- didn't find anything that is obviously a URL
end
return is_url (scheme, domain); -- return true if value appears to be a valid URL
end
--[[-------------------------< C H E C K _ F O R _ U R L >-----------------------------------------------------
loop through a list of parameters and their values. Look at the value and if it has an external link, emit an error message.
]]
local function check_for_url (parameter_list, error_list)
for k, v in pairs (parameter_list) do -- for each parameter in the list
if is_parameter_ext_wikilink (v) then -- look at the value; if there is a URL add an error message
table.insert (error_list, utilities.wrap_style ('parameter', k));
end
end
end
--[[--------------------------< S A F E _ F O R _ U R L >------------------------------------------------------
Escape sequences for content that will be used for URL descriptions
]]
local function safe_for_url( str )
if str:match( "%[%[.-%]%]" ) ~= nil then
utilities.set_message ('err_wikilink_in_url', {});
end
return str:gsub( '[%[%]\n]', {
['['] = '[',
[']'] = ']',
['\n'] = ' ' } );
end
--[[--------------------------< E X T E R N A L _ L I N K >----------------------------------------------------
Format an external link with error checking
]]
local function external_link (URL, label, source, access)
local err_msg = '';
local domain;
local path;
local base_url;
if not utilities.is_set (label) then
label = URL;
if utilities.is_set (source) then
utilities.set_message ('err_bare_url_missing_title', {utilities.wrap_style ('parameter', source)});
else
error (cfg.messages["bare_url_no_origin"]); -- programmer error; valid parameter name does not have matching meta-parameter
end
end
if not check_url (URL) then
utilities.set_message ('err_bad_url', {utilities.wrap_style ('parameter', source)});
end
domain, path = URL:match ('^([/%.%-%+:%a%d]+)([/%?#].*)$'); -- split the URL into scheme plus domain and path
if path then -- if there is a path portion
path = path:gsub ('[%[%]]', {['['] = '%5b', [']'] = '%5d'}); -- replace '[' and ']' with their percent-encoded values
URL = table.concat ({domain, path}); -- and reassemble
end
base_url = table.concat ({ "[", URL, " ", safe_for_url (label), "]" }); -- assemble a wiki-markup URL
if utilities.is_set (access) then -- access level (subscription, registration, limited)
base_url = utilities.substitute (cfg.presentation['ext-link-access-signal'], {cfg.presentation[access].class, cfg.presentation[access].title, base_url}); -- add the appropriate icon
end
return base_url;
end
--[[--------------------------< D E P R E C A T E D _ P A R A M E T E R >--------------------------------------
Categorize and emit an error message when the citation contains one or more deprecated parameters. The function includes the
offending parameter name to the error message. Only one error message is emitted regardless of the number of deprecated
parameters in the citation.
added_deprecated_cat is a Boolean declared in page scope variables above
]]
local function deprecated_parameter(name)
if not added_deprecated_cat then
added_deprecated_cat = true; -- note that we've added this category
utilities.set_message ('err_deprecated_params', {name}); -- add error message
end
end
--[=[-------------------------< K E R N _ Q U O T E S >--------------------------------------------------------
Apply kerning to open the space between the quote mark provided by the module and a leading or trailing quote
mark contained in a |title= or |chapter= parameter's value.
This function will positive kern either single or double quotes:
"'Unkerned title with leading and trailing single quote marks'"
" 'Kerned title with leading and trailing single quote marks' " (in real life the kerning isn't as wide as this example)
Double single quotes (italic or bold wiki-markup) are not kerned.
Replaces Unicode quote marks in plain text or in the label portion of a [[L|D]] style wikilink with typewriter
quote marks regardless of the need for kerning. Unicode quote marks are not replaced in simple [[D]] wikilinks.
Call this function for chapter titles, for website titles, etc.; not for book titles.
]=]
local function kern_quotes (str)
local cap = '';
local wl_type, label, link;
wl_type, label, link = utilities.is_wikilink (str); -- wl_type is: 0, no wl (text in label variable); 1, [[D]]; 2, [[L|D]]
if 1 == wl_type then -- [[D]] simple wikilink with or without quote marks
if mw.ustring.match (str, '%[%[[\"“”\'‘’].+[\"“”\'‘’]%]%]') then -- leading and trailing quote marks
str = utilities.substitute (cfg.presentation['kern-left'], str);
str = utilities.substitute (cfg.presentation['kern-right'], str);
elseif mw.ustring.match (str, '%[%[[\"“”\'‘’].+%]%]') then -- leading quote marks
str = utilities.substitute (cfg.presentation['kern-left'], str);
elseif mw.ustring.match (str, '%[%[.+[\"“”\'‘’]%]%]') then -- trailing quote marks
str = utilities.substitute (cfg.presentation['kern-right'], str);
end
else -- plain text or [[L|D]]; text in label variable
label = mw.ustring.gsub (label, '[“”]', '\"'); -- replace “” (U+201C & U+201D) with " (typewriter double quote mark)
label = mw.ustring.gsub (label, '[‘’]', '\''); -- replace ‘’ (U+2018 & U+2019) with ' (typewriter single quote mark)
cap = mw.ustring.match (label, "^([\"\'][^\'].+)"); -- match leading double or single quote but not doubled single quotes (italic markup)
if utilities.is_set (cap) then
label = utilities.substitute (cfg.presentation['kern-left'], cap);
end
cap = mw.ustring.match (label, "^(.+[^\'][\"\'])$") -- match trailing double or single quote but not doubled single quotes (italic markup)
if utilities.is_set (cap) then
label = utilities.substitute (cfg.presentation['kern-right'], cap);
end
if 2 == wl_type then
str = utilities.make_wikilink (link, label); -- reassemble the wikilink
else
str = label;
end
end
return str;
end
--[[--------------------------< F O R M A T _ S C R I P T _ V A L U E >----------------------------------------
|script-title= holds title parameters that are not written in Latin-based scripts: Chinese, Japanese, Arabic, Hebrew, etc. These scripts should
not be italicized and may be written right-to-left. The value supplied by |script-title= is concatenated onto Title after Title has been wrapped
in italic markup.
Regardless of language, all values provided by |script-title= are wrapped in <bdi>...</bdi> tags to isolate RTL languages from the English left to right.
|script-title= provides a unique feature. The value in |script-title= may be prefixed with a two-character ISO 639-1 language code and a colon:
|script-title=ja:*** *** (where * represents a Japanese character)
Spaces between the two-character code and the colon and the colon and the first script character are allowed:
|script-title=ja : *** ***
|script-title=ja: *** ***
|script-title=ja :*** ***
Spaces preceding the prefix are allowed: |script-title = ja:*** ***
The prefix is checked for validity. If it is a valid ISO 639-1 language code, the lang attribute (lang="ja") is added to the <bdi> tag so that browsers can
know the language the tag contains. This may help the browser render the script more correctly. If the prefix is invalid, the lang attribute
is not added. At this time there is no error message for this condition.
Supports |script-title=, |script-chapter=, |script-<periodical>=
]]
local function format_script_value (script_value, script_param)
local lang=''; -- initialize to empty string
local name;
if script_value:match('^%l%l%l?%s*:') then -- if first 3 or 4 non-space characters are script language prefix
lang = script_value:match('^(%l%l%l?)%s*:%s*%S.*'); -- get the language prefix or nil if there is no script
if not utilities.is_set (lang) then
utilities.set_message ('err_script_parameter', {script_param, cfg.err_msg_supl['missing title part']}); -- prefix without 'title'; add error message
return ''; -- script_value was just the prefix so return empty string
end
-- if we get this far we have prefix and script
name = cfg.lang_tag_remap[lang] or mw.language.fetchLanguageName( lang, cfg.this_wiki_code ); -- get language name so that we can use it to categorize
if utilities.is_set (name) then -- is prefix a proper ISO 639-1 language code?
script_value = script_value:gsub ('^%l+%s*:%s*', ''); -- strip prefix from script
-- is prefix one of these language codes?
-- if utilities.in_array (lang, cfg.script_lang_codes) then
-- utilities.add_prop_cat ('script', {name, lang})
-- else
-- utilities.set_message ('err_script_parameter', {script_param, cfg.err_msg_supl['unknown language code']}); -- unknown script-language; add error message
-- end
lang = ' lang="' .. lang .. '" '; -- convert prefix into a lang attribute
else
-- utilities.set_message ('err_script_parameter', {script_param, cfg.err_msg_supl['invalid language code']}); -- invalid language code; add error message
lang = ''; -- invalid so set lang to empty string
end
else
-- utilities.set_message ('err_script_parameter', {script_param, cfg.err_msg_supl['missing prefix']}); -- no language code prefix; add error message
end
script_value = utilities.substitute (cfg.presentation['bdi'], {lang, script_value}); -- isolate in case script is RTL
return script_value;
end
--[[--------------------------< S C R I P T _ C O N C A T E N A T E >------------------------------------------
Initially for |title= and |script-title=, this function concatenates those two parameter values after the script
value has been wrapped in <bdi> tags.
]]
local function script_concatenate (title, script, script_param)
if utilities.is_set (script) then
script = format_script_value (script, script_param); -- <bdi> tags, lang attribute, categorization, etc.; returns empty string on error
if utilities.is_set (script) then
title = title .. ' ' .. script; -- concatenate title and script title
end
end
return title;
end
--[[--------------------------< W R A P _ M S G >--------------------------------------------------------------
Applies additional message text to various parameter values. Supplied string is wrapped using a message_list
configuration taking one argument. Supports lower case text for {{citation}} templates. Additional text taken
from citation_config.messages - the reason this function is similar to but separate from wrap_style().
]]
local function wrap_msg (key, str, lower)
if not utilities.is_set ( str ) then
return "";
end
if true == lower then
local msg;
msg = cfg.messages[key]:lower(); -- set the message to lower case before
return utilities.substitute ( msg, str ); -- including template text
else
return utilities.substitute ( cfg.messages[key], str );
end
end
--[[----------------< W I K I S O U R C E _ U R L _ M A K E >-------------------
Makes a Wikisource URL from Wikisource interwiki-link. Returns the URL and appropriate
label; nil else.
str is the value assigned to |chapter= (or aliases) or |title= or |title-link=
]]
local function wikisource_url_make (str)
local wl_type, D, L;
local ws_url, ws_label;
local wikisource_prefix = table.concat ({'https://', cfg.this_wiki_code, '.wikisource.org/wiki/'});
wl_type, D, L = utilities.is_wikilink (str); -- wl_type is 0 (not a wikilink), 1 (simple wikilink), 2 (complex wikilink)
if 0 == wl_type then -- not a wikilink; might be from |title-link=
str = D:match ('^[Ww]ikisource:(.+)') or D:match ('^[Ss]:(.+)'); -- article title from interwiki link with long-form or short-form namespace
if utilities.is_set (str) then
ws_url = table.concat ({ -- build a Wikisource URL
wikisource_prefix, -- prefix
str, -- article title
});
ws_label = str; -- label for the URL
end
elseif 1 == wl_type then -- simple wikilink: [[Wikisource:ws article]]
str = D:match ('^[Ww]ikisource:(.+)') or D:match ('^[Ss]:(.+)'); -- article title from interwiki link with long-form or short-form namespace
if utilities.is_set (str) then
ws_url = table.concat ({ -- build a Wikisource URL
wikisource_prefix, -- prefix
str, -- article title
});
ws_label = str; -- label for the URL
end
elseif 2 == wl_type then -- non-so-simple wikilink: [[Wikisource:ws article|displayed text]] ([[L|D]])
str = L:match ('^[Ww]ikisource:(.+)') or L:match ('^[Ss]:(.+)'); -- article title from interwiki link with long-form or short-form namespace
if utilities.is_set (str) then
ws_label = D; -- get ws article name from display portion of interwiki link
ws_url = table.concat ({ -- build a Wikisource URL
wikisource_prefix, -- prefix
str, -- article title without namespace from link portion of wikilink
});
end
end
if ws_url then
ws_url = mw.uri.encode (ws_url, 'WIKI'); -- make a usable URL
ws_url = ws_url:gsub ('%%23', '#'); -- undo percent-encoding of fragment marker
end
return ws_url, ws_label, L or D; -- return proper URL or nil and a label or nil
end
--[[----------------< F O R M A T _ P E R I O D I C A L >-----------------------
Format the three periodical parameters: |script-<periodical>=, |<periodical>=,
and |trans-<periodical>= into a single Periodical meta-parameter.
]]
local function format_periodical (script_periodical, script_periodical_source, periodical, trans_periodical)
if not utilities.is_set (periodical) then
periodical = ''; -- to be safe for concatenation
else
periodical = utilities.wrap_style ('italic-title', periodical); -- style
end
periodical = script_concatenate (periodical, script_periodical, script_periodical_source); -- <bdi> tags, lang attribute, categorization, etc.; must be done after title is wrapped
if utilities.is_set (trans_periodical) then
trans_periodical = utilities.wrap_style ('trans-italic-title', trans_periodical);
if utilities.is_set (periodical) then
periodical = periodical .. ' ' .. trans_periodical;
else -- here when trans-periodical without periodical or script-periodical
periodical = trans_periodical;
-- utilities.set_message ('err_trans_missing_title', {'periodical'});
end
end
return periodical;
end
--[[------------------< F O R M A T _ C H A P T E R _ T I T L E >---------------
Format the four chapter parameters: |script-chapter=, |chapter=, |trans-chapter=,
and |chapter-url= into a single chapter meta- parameter (chapter_url_source used
for error messages).
]]
local function format_chapter_title (script_chapter, script_chapter_source, chapter, chapter_source, trans_chapter, trans_chapter_source, chapter_url, chapter_url_source, no_quotes, access)
local ws_url, ws_label, L = wikisource_url_make (chapter); -- make a wikisource URL and label from a wikisource interwiki link
if ws_url then
ws_label = ws_label:gsub ('_', ' '); -- replace underscore separators with space characters
chapter = ws_label;
end
if not utilities.is_set (chapter) then
chapter = ''; -- to be safe for concatenation
else
if false == no_quotes then
chapter = kern_quotes (chapter); -- if necessary, separate chapter title's leading and trailing quote marks from module provided quote marks
chapter = utilities.wrap_style ('quoted-title', chapter);
end
end
chapter = script_concatenate (chapter, script_chapter, script_chapter_source); -- <bdi> tags, lang attribute, categorization, etc.; must be done after title is wrapped
if utilities.is_set (chapter_url) then
chapter = external_link (chapter_url, chapter, chapter_url_source, access); -- adds bare_url_missing_title error if appropriate
elseif ws_url then
chapter = external_link (ws_url, chapter .. ' ', 'ws link in chapter'); -- adds bare_url_missing_title error if appropriate; space char to move icon away from chap text; TODO: better way to do this?
chapter = utilities.substitute (cfg.presentation['interwiki-icon'], {cfg.presentation['class-wikisource'], L, chapter});
end
if utilities.is_set (trans_chapter) then
trans_chapter = utilities.wrap_style ('trans-quoted-title', trans_chapter);
if utilities.is_set (chapter) then
chapter = chapter .. ' ' .. trans_chapter;
else -- here when trans_chapter without chapter or script-chapter
chapter = trans_chapter;
chapter_source = trans_chapter_source:match ('trans%-?(.+)'); -- when no chapter, get matching name from trans-<param>
-- utilities.set_message ('err_trans_missing_title', {chapter_source});
end
end
return chapter;
end
--[[----------------< H A S _ I N V I S I B L E _ C H A R S >-------------------
This function searches a parameter's value for non-printable or invisible characters.
The search stops at the first match.
This function will detect the visible replacement character when it is part of the Wikisource.
Detects but ignores nowiki and math stripmarkers. Also detects other named stripmarkers
(gallery, math, pre, ref) and identifies them with a slightly different error message.
See also coins_cleanup().
Output of this function is an error message that identifies the character or the
Unicode group, or the stripmarker that was detected along with its position (or,
for multi-byte characters, the position of its first byte) in the parameter value.
]]
local function has_invisible_chars (param, v)
local position = ''; -- position of invisible char or starting position of stripmarker
local capture; -- used by stripmarker detection to hold name of the stripmarker
local stripmarker; -- boolean set true when a stripmarker is found
capture = string.match (v, '[%w%p ]*'); -- test for values that are simple ASCII text and bypass other tests if true
if capture == v then -- if same there are no Unicode characters
return;
end
for _, invisible_char in ipairs (cfg.invisible_chars) do
local char_name = invisible_char[1]; -- the character or group name
local pattern = invisible_char[2]; -- the pattern used to find it
position, _, capture = mw.ustring.find (v, pattern); -- see if the parameter value contains characters that match the pattern
if position and (cfg.invisible_defs.zwj == capture) then -- if we found a zero-width joiner character
if mw.ustring.find (v, cfg.indic_script) then -- it's ok if one of the Indic scripts
position = nil; -- unset position
elseif cfg.emoji_t[mw.ustring.codepoint (v, position+1)] then -- is zwj followed by a character listed in emoji{}?
position = nil; -- unset position
end
end
if position then
if 'nowiki' == capture or 'math' == capture or -- nowiki and math stripmarkers (not an error condition)
('templatestyles' == capture and utilities.in_array (param, {'id', 'quote'})) then -- templatestyles stripmarker allowed in these parameters
stripmarker = true; -- set a flag
elseif true == stripmarker and cfg.invisible_defs.del == capture then -- because stripmakers begin and end with the delete char, assume that we've found one end of a stripmarker
position = nil; -- unset
else
local err_msg;
if capture and not (cfg.invisible_defs.del == capture or cfg.invisible_defs.zwj == capture) then
err_msg = capture .. ' ' .. char_name;
else
err_msg = char_name .. ' ' .. 'character';
end
utilities.set_message ('err_invisible_char', {err_msg, utilities.wrap_style ('parameter', param), position}); -- add error message
return; -- and done with this parameter
end
end
end
end
--[[-------------------< A R G U M E N T _ W R A P P E R >----------------------
Argument wrapper. This function provides support for argument mapping defined
in the configuration file so that multiple names can be transparently aliased to
single internal variable.
]]
local function argument_wrapper ( args )
local origin = {};
return setmetatable({
ORIGIN = function ( self, k )
local dummy = self[k]; -- force the variable to be loaded.
return origin[k];
end
},
{
__index = function ( tbl, k )
if origin[k] ~= nil then
return nil;
end
local args, list, v = args, cfg.aliases[k];
if type( list ) == 'table' then
v, origin[k] = utilities.select_one ( args, list, 'err_redundant_parameters' );
if origin[k] == nil then
origin[k] = ''; -- Empty string, not nil
end
elseif list ~= nil then
v, origin[k] = args[list], list;
else
-- maybe let through instead of raising an error?
-- v, origin[k] = args[k], k;
error( cfg.messages['unknown_argument_map'] .. ': ' .. k);
end
-- Empty strings, not nil;
if v == nil then
v = '';
origin[k] = '';
end
tbl = rawset( tbl, k, v );
return v;
end,
});
end
--[[--------------------------< N O W R A P _ D A T E >-------------------------
When date is YYYY-MM-DD format wrap in nowrap span: <span ...>YYYY-MM-DD</span>.
When date is DD MMMM YYYY or is MMMM DD, YYYY then wrap in nowrap span:
<span ...>DD MMMM</span> YYYY or <span ...>MMMM DD,</span> YYYY
DOES NOT yet support MMMM YYYY or any of the date ranges.
]]
local function nowrap_date (date)
local cap = '';
local cap2 = '';
if date:match("^%d%d%d%d%-%d%d%-%d%d$") then
date = utilities.substitute (cfg.presentation['nowrap1'], date);
elseif date:match("^%a+%s*%d%d?,%s+%d%d%d%d$") or date:match ("^%d%d?%s*%a+%s+%d%d%d%d$") then
cap, cap2 = string.match (date, "^(.*)%s+(%d%d%d%d)$");
date = utilities.substitute (cfg.presentation['nowrap2'], {cap, cap2});
end
return date;
end
--[[--------------------------< S E T _ T I T L E T Y P E >---------------------
This function sets default title types (equivalent to the citation including
|type=<default value>) for those templates that have defaults. Also handles the
special case where it is desirable to omit the title type from the rendered citation
(|type=none).
]]
local function set_titletype (cite_class, title_type)
if utilities.is_set (title_type) then
if 'none' == cfg.keywords_xlate[title_type] then
title_type = ''; -- if |type=none then type parameter not displayed
end
return title_type; -- if |type= has been set to any other value use that value
end
return cfg.title_types [cite_class] or ''; -- set template's default title type; else empty string for concatenation
end
--[[--------------------------< S A F E _ J O I N >-----------------------------
Joins a sequence of strings together while checking for duplicate separation characters.
]]
local function safe_join( tbl, duplicate_char )
local f = {}; -- create a function table appropriate to type of 'duplicate character'
if 1 == #duplicate_char then -- for single byte ASCII characters use the string library functions
f.gsub = string.gsub
f.match = string.match
f.sub = string.sub
else -- for multi-byte characters use the ustring library functions
f.gsub = mw.ustring.gsub
f.match = mw.ustring.match
f.sub = mw.ustring.sub
end
local str = ''; -- the output string
local comp = ''; -- what does 'comp' mean?
local end_chr = '';
local trim;
for _, value in ipairs( tbl ) do
if value == nil then value = ''; end
if str == '' then -- if output string is empty
str = value; -- assign value to it (first time through the loop)
elseif value ~= '' then
if value:sub(1, 1) == '<' then -- special case of values enclosed in spans and other markup.
comp = value:gsub( "%b<>", "" ); -- remove HTML markup (<span>string</span> -> string)
else
comp = value;
end
-- typically duplicate_char is sepc
if f.sub(comp, 1, 1) == duplicate_char then -- is first character same as duplicate_char? why test first character?
-- Because individual string segments often (always?) begin with terminal punct for the
-- preceding segment: 'First element' .. 'sepc next element' .. etc.?
trim = false;
end_chr = f.sub(str, -1, -1); -- get the last character of the output string
-- str = str .. "<HERE(enchr=" .. end_chr .. ")" -- debug stuff?
if end_chr == duplicate_char then -- if same as separator
str = f.sub(str, 1, -2); -- remove it
elseif end_chr == "'" then -- if it might be wiki-markup
if f.sub(str, -3, -1) == duplicate_char .. "''" then -- if last three chars of str are sepc''
str = f.sub(str, 1, -4) .. "''"; -- remove them and add back ''
elseif f.sub(str, -5, -1) == duplicate_char .. "]]''" then -- if last five chars of str are sepc]]''
trim = true; -- why? why do this and next differently from previous?
elseif f.sub(str, -4, -1) == duplicate_char .. "]''" then -- if last four chars of str are sepc]''
trim = true; -- same question
end
elseif end_chr == "]" then -- if it might be wiki-markup
if f.sub(str, -3, -1) == duplicate_char .. "]]" then -- if last three chars of str are sepc]] wikilink
trim = true;
elseif f.sub(str, -3, -1) == duplicate_char .. '"]' then -- if last three chars of str are sepc"] quoted external link
trim = true;
elseif f.sub(str, -2, -1) == duplicate_char .. "]" then -- if last two chars of str are sepc] external link
trim = true;
elseif f.sub(str, -4, -1) == duplicate_char .. "'']" then -- normal case when |url=something & |title=Title.
trim = true;
end
elseif end_chr == " " then -- if last char of output string is a space
if f.sub(str, -2, -1) == duplicate_char .. " " then -- if last two chars of str are <sepc><space>
str = f.sub(str, 1, -3); -- remove them both
end
end
if trim then
if value ~= comp then -- value does not equal comp when value contains HTML markup
local dup2 = duplicate_char;
if f.match(dup2, "%A" ) then dup2 = "%" .. dup2; end -- if duplicate_char not a letter then escape it
value = f.gsub(value, "(%b<>)" .. dup2, "%1", 1 ) -- remove duplicate_char if it follows HTML markup
else
value = f.sub(value, 2, -1 ); -- remove duplicate_char when it is first character
end
end
end
str = str .. value; -- add it to the output string
end
end
return str;
end
--[[--------------------------< I S _ S U F F I X >-----------------------------
returns true if suffix is properly formed Jr, Sr, or ordinal in the range 1–9.
Puncutation not allowed.
]]
local function is_suffix (suffix)
if utilities.in_array (suffix, {'Jr', 'Sr', 'Jnr', 'Snr', '1st', '2nd', '3rd'}) or suffix:match ('^%dth$') then
return true;
end
return false;
end
--[[--------------------< I S _ G O O D _ V A N C _ N A M E >-------------------
For Vancouver style, author/editor names are supposed to be rendered in Latin
(read ASCII) characters. When a name uses characters that contain diacritical
marks, those characters are to be converted to the corresponding Latin
character. When a name is written using a non-Latin alphabet or logogram, that
name is to be transliterated into Latin characters. The module doesn't do this
so editors may/must.
This test allows |first= and |last= names to contain any of the letters defined
in the four Unicode Latin character sets
[http://www.unicode.org/charts/PDF/U0000.pdf C0 Controls and Basic Latin] 0041–005A, 0061–007A
[http://www.unicode.org/charts/PDF/U0080.pdf C1 Controls and Latin-1 Supplement] 00C0–00D6, 00D8–00F6, 00F8–00FF
[http://www.unicode.org/charts/PDF/U0100.pdf Latin Extended-A] 0100–017F
[http://www.unicode.org/charts/PDF/U0180.pdf Latin Extended-B] 0180–01BF, 01C4–024F
|lastn= also allowed to contain hyphens, spaces, and apostrophes.
(http://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK7271/box/A35029/)
|firstn= also allowed to contain hyphens, spaces, apostrophes, and periods
This original test:
if nil == mw.ustring.find (last, "^[A-Za-zÀ-ÖØ-öø-ƿDŽ-ɏ%-%s%']*$")
or nil == mw.ustring.find (first, "^[A-Za-zÀ-ÖØ-öø-ƿDŽ-ɏ%-%s%'%.]+[2-6%a]*$") then
was written outside of the code editor and pasted here because the code editor
gets confused between character insertion point and cursor position. The test has
been rewritten to use decimal character escape sequence for the individual bytes
of the Unicode characters so that it is not necessary to use an external editor
to maintain this code.
\195\128-\195\150 – À-Ö (U+00C0–U+00D6 – C0 controls)
\195\152-\195\182 – Ø-ö (U+00D8-U+00F6 – C0 controls)
\195\184-\198\191 – ø-ƿ (U+00F8-U+01BF – C0 controls, Latin extended A & B)
\199\132-\201\143 – DŽ-ɏ (U+01C4-U+024F – Latin extended B)
]]
local function is_good_vanc_name (last, first, suffix, position)
if not suffix then
if first:find ('[,%s]') then -- when there is a space or comma, might be first name/initials + generational suffix
first = first:match ('(.-)[,%s]+'); -- get name/initials
suffix = first:match ('[,%s]+(.+)$'); -- get generational suffix
end
end
if utilities.is_set (suffix) then
if not is_suffix (suffix) then
add_vanc_error (cfg.err_msg_supl.suffix, position);
return false; -- not a name with an appropriate suffix
end
end
if nil == mw.ustring.find (last, "^[A-Za-z\195\128-\195\150\195\152-\195\182\195\184-\198\191\199\132-\201\143%-%s%']*$") or
nil == mw.ustring.find (first, "^[A-Za-z\195\128-\195\150\195\152-\195\182\195\184-\198\191\199\132-\201\143%-%s%'%.]*$") then
add_vanc_error (cfg.err_msg_supl['non-Latin char'], position);
return false; -- not a string of Latin characters; Vancouver requires Romanization
end;
return true;
end
--[[--------------------------< R E D U C E _ T O _ I N I T I A L S >------------------------------------------
Attempts to convert names to initials in support of |name-list-style=vanc.
Names in |firstn= may be separated by spaces or hyphens, or for initials, a period.
See http://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK7271/box/A35062/.
Vancouver style requires family rank designations (Jr, II, III, etc.) to be rendered
as Jr, 2nd, 3rd, etc. See http://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK7271/box/A35085/.
This code only accepts and understands generational suffix in the Vancouver format
because Roman numerals look like, and can be mistaken for, initials.
This function uses ustring functions because firstname initials may be any of the
Unicode Latin characters accepted by is_good_vanc_name ().
]]
local function reduce_to_initials(first, position)
local name, suffix = mw.ustring.match(first, "^(%u+) ([%dJS][%drndth]+)$");
if not name then -- if not initials and a suffix
name = mw.ustring.match(first, "^(%u+)$"); -- is it just initials?
end
if name then -- if first is initials with or without suffix
if 3 > mw.ustring.len (name) then -- if one or two initials
if suffix then -- if there is a suffix
if is_suffix (suffix) then -- is it legitimate?
return first; -- one or two initials and a valid suffix so nothing to do
else
add_vanc_error (cfg.err_msg_supl.suffix, position); -- one or two initials with invalid suffix so error message
return first; -- and return first unmolested
end
else
return first; -- one or two initials without suffix; nothing to do
end
end
end -- if here then name has 3 or more uppercase letters so treat them as a word
local initials, names = {}, {}; -- tables to hold name parts and initials
local i = 1; -- counter for number of initials
names = mw.text.split (first, '[%s,]+'); -- split into a table of names and possible suffix
while names[i] do -- loop through the table
if 1 < i and names[i]:match ('[%dJS][%drndth]+%.?$') then -- if not the first name, and looks like a suffix (may have trailing dot)
names[i] = names[i]:gsub ('%.', ''); -- remove terminal dot if present
if is_suffix (names[i]) then -- if a legitimate suffix
table.insert (initials, ' ' .. names[i]); -- add a separator space, insert at end of initials table
break; -- and done because suffix must fall at the end of a name
end -- no error message if not a suffix; possibly because of Romanization
end
if 3 > i then
table.insert (initials, mw.ustring.sub(names[i], 1, 1)); -- insert the initial at end of initials table
end
i = i + 1; -- bump the counter
end
return table.concat(initials) -- Vancouver format does not include spaces.
end
--[[--------------------------< I N T E R W I K I _ P R E F I X E N _ G E T >----------------------------------
extract interwiki prefixen from <value>. Returns two one or two values:
false – no prefixen
nil – prefix exists but not recognized
project prefix, language prefix – when value has either of:
:<project>:<language>:<article>
:<language>:<project>:<article>
project prefix, nil – when <value> has only a known single-letter prefix
nil, language prefix – when <value> has only a known language prefix
accepts single-letter project prefixen: 'd' (wikidata), 's' (wikisource), and 'w' (wikipedia) prefixes; at this
writing, the other single-letter prefixen (b (wikibook), c (commons), m (meta), n (wikinews), q (wikiquote), and
v (wikiversity)) are not supported.
]]
local function interwiki_prefixen_get (value, is_link)
if not value:find (':%l+:') then -- if no prefix
return false; -- abandon; boolean here to distinguish from nil fail returns later
end
local prefix_patterns_linked_t = { -- sequence of valid interwiki and inter project prefixen
'^%[%[:([dsw]):(%l%l+):', -- wikilinked; project and language prefixes
'^%[%[:(%l%l+):([dsw]):', -- wikilinked; language and project prefixes
'^%[%[:([dsw]):', -- wikilinked; project prefix
'^%[%[:(%l%l+):', -- wikilinked; language prefix
}
local prefix_patterns_unlinked_t = { -- sequence of valid interwiki and inter project prefixen
'^:([dsw]):(%l%l+):', -- project and language prefixes
'^:(%l%l+):([dsw]):', -- language and project prefixes
'^:([dsw]):', -- project prefix
'^:(%l%l+):', -- language prefix
}
local cap1, cap2;
for _, pattern in ipairs ((is_link and prefix_patterns_linked_t) or prefix_patterns_unlinked_t) do
cap1, cap2 = value:match (pattern);
if cap1 then
break; -- found a match so stop looking
end
end
if cap1 and cap2 then -- when both then :project:language: or :language:project: (both forms allowed)
if 1 == #cap1 then -- length == 1 then :project:language:
if cfg.inter_wiki_map[cap2] then -- is language prefix in the interwiki map?
return cap1, cap2; -- return interwiki project and interwiki language
end
else -- here when :language:project:
if cfg.inter_wiki_map[cap1] then -- is language prefix in the interwiki map?
return cap2, cap1; -- return interwiki project and interwiki language
end
end
return nil; -- unknown interwiki language
elseif not (cap1 or cap2) then -- both are nil?
return nil; -- we got something that looks like a project prefix but isn't; return fail
elseif 1 == #cap1 then -- here when one capture
return cap1, nil; -- length is 1 so return project, nil language
else -- here when one capture and its length it more than 1
if cfg.inter_wiki_map[cap1] then -- is language prefix in the interwiki map?
return nil, cap1; -- return nil project, language
end
end
end
--[[--------------------------< L I S T _ P E O P L E >--------------------------
Formats a list of people (authors, contributors, editors, interviewers, translators)
names in the list will be linked when
|<name>-link= has a value
|<name>-mask- does NOT have a value; masked names are presumed to have been
rendered previously so should have been linked there
when |<name>-mask=0, the associated name is not rendered
]]
local function list_people (control, people, etal)
local sep;
local namesep;
local format = control.format;
local maximum = control.maximum;
local name_list = {};
if 'vanc' == format then -- Vancouver-like name styling?
sep = cfg.presentation['sep_nl_vanc']; -- name-list separator between names is a comma
namesep = cfg.presentation['sep_name_vanc']; -- last/first separator is a space
else
sep = cfg.presentation['sep_nl']; -- name-list separator between names is a semicolon
namesep = cfg.presentation['sep_name']; -- last/first separator is <comma><space>
end
if sep:sub (-1, -1) ~= " " then sep = sep .. " " end
if utilities.is_set (maximum) and maximum < 1 then return "", 0; end -- returned 0 is for EditorCount; not used for other names
for i, person in ipairs (people) do
if utilities.is_set (person.last) then
local mask = person.mask;
local one;
local sep_one = sep;
if utilities.is_set (maximum) and i > maximum then
etal = true;
break;
end
if mask then
local n = tonumber (mask); -- convert to a number if it can be converted; nil else
if n then
one = 0 ~= n and string.rep("—", n) or nil; -- make a string of (n > 0) mdashes, nil else, to replace name
person.link = nil; -- don't create link to name if name is replaces with mdash string or has been set nil
else
one = mask; -- replace name with mask text (must include name-list separator)
sep_one = " "; -- modify name-list separator
end
else
one = person.last; -- get surname
local first = person.first -- get given name
if utilities.is_set (first) then
if ("vanc" == format) then -- if Vancouver format
one = one:gsub ('%.', ''); -- remove periods from surnames (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK7271/box/A35029/)
if not person.corporate and is_good_vanc_name (one, first, nil, i) then -- and name is all Latin characters; corporate authors not tested
first = reduce_to_initials (first, i); -- attempt to convert first name(s) to initials
end
end
one = one .. namesep .. first;
end
end
if utilities.is_set (person.link) then
one = utilities.make_wikilink (person.link, one); -- link author/editor
end
if one then -- if <one> has a value (name, mdash replacement, or mask text replacement)
local proj, tag = interwiki_prefixen_get (one, true); -- get the interwiki prefixen if present
if 'w' == proj and ('Wikipedia' == mw.site.namespaces.Project['name']) then
proj = nil; -- for stuff like :w:de:<article>, :w is unnecessary TODO: maint cat?
end
if proj then
proj = ({['d'] = 'Wikidata', ['s'] = 'Wikisource', ['w'] = 'Wikipedia'})[proj]; -- :w (wikipedia) for linking from a non-wikipedia project
if proj then
one = one .. utilities.wrap_style ('interproj', proj); -- add resized leading space, brackets, static text, language name
tag = nil; -- unset; don't do both project and language
end
end
if tag == cfg.this_wiki_code then
tag = nil; -- stuff like :en:<article> at en.wiki is pointless TODO: maint cat?
end
if tag then
local lang = cfg.lang_tag_remap[tag] or cfg.mw_languages_by_tag_t[tag];
if lang then -- error messaging done in extract_names() where we know parameter names
one = one .. utilities.wrap_style ('interwiki', lang); -- add resized leading space, brackets, static text, language name
end
end
table.insert (name_list, one); -- add it to the list of names
table.insert (name_list, sep_one); -- add the proper name-list separator
end
end
end
local count = #name_list / 2; -- (number of names + number of separators) divided by 2
if 0 < count then
if 1 < count and not etal then
if 'amp' == format then
name_list[#name_list-2] = " & "; -- replace last separator with ampersand text
elseif 'and' == format then
if 2 == count then
name_list[#name_list-2] = cfg.presentation.sep_nl_and; -- replace last separator with 'and' text
else
name_list[#name_list-2] = cfg.presentation.sep_nl_end; -- replace last separator with '(sep) and' text
end
end
end
name_list[#name_list] = nil; -- erase the last separator
end
local result = table.concat (name_list); -- construct list
if etal and utilities.is_set (result) then -- etal may be set by |display-authors=etal but we might not have a last-first list
result = result .. sep .. cfg.messages['et al']; -- we've got a last-first list and etal so add et al.
end
return result, count; -- return name-list string and count of number of names (count used for editor names only)
end
--[[--------------------< M A K E _ C I T E R E F _ I D >-----------------------
Generates a CITEREF anchor ID if we have at least one name or a date. Otherwise
returns an empty string.
namelist is one of the contributor-, author-, or editor-name lists chosen in that
order. year is Year or anchor_year.
]]
local function make_citeref_id (namelist, year)
local names={}; -- a table for the one to four names and year
for i,v in ipairs (namelist) do -- loop through the list and take up to the first four last names
names[i] = v.last
if i == 4 then break end -- if four then done
end
table.insert (names, year); -- add the year at the end
local id = table.concat(names); -- concatenate names and year for CITEREF id
if utilities.is_set (id) then -- if concatenation is not an empty string
return "CITEREF" .. id; -- add the CITEREF portion
else
return ''; -- return an empty string; no reason to include CITEREF id in this citation
end
end
--[[--------------------------< C I T E _ C L A S S _A T T R I B U T E _M A K E >------------------------------
construct <cite> tag class attribute for this citation.
<cite_class> – config.CitationClass from calling template
<mode> – value from |mode= parameter
]]
local function cite_class_attribute_make (cite_class, mode)
local class_t = {};
table.insert (class_t, 'citation'); -- required for blue highlight
if 'citation' ~= cite_class then
table.insert (class_t, cite_class); -- identify this template for user css
table.insert (class_t, utilities.is_set (mode) and mode or 'cs1'); -- identify the citation style for user css or javascript
else
table.insert (class_t, utilities.is_set (mode) and mode or 'cs2'); -- identify the citation style for user css or javascript
end
for _, prop_key in ipairs (z.prop_keys_t) do
table.insert (class_t, prop_key); -- identify various properties for user css or javascript
end
return table.concat (class_t, ' '); -- make a big string and done
end
--[[---------------------< N A M E _ H A S _ E T A L >--------------------------
Evaluates the content of name parameters (author, editor, etc.) for variations on
the theme of et al. If found, the et al. is removed, a flag is set to true and
the function returns the modified name and the flag.
This function never sets the flag to false but returns its previous state because
it may have been set by previous passes through this function or by the associated
|display-<names>=etal parameter
]]
local function name_has_etal (name, etal, nocat, param)
if utilities.is_set (name) then -- name can be nil in which case just return
local patterns = cfg.et_al_patterns; -- get patterns from configuration
for _, pattern in ipairs (patterns) do -- loop through all of the patterns
if name:match (pattern) then -- if this 'et al' pattern is found in name
name = name:gsub (pattern, ''); -- remove the offending text
etal = true; -- set flag (may have been set previously here or by |display-<names>=etal)
if not nocat then -- no categorization for |vauthors=
-- utilities.set_message ('err_etal', {param}); -- and set an error if not added
end
end
end
end
return name, etal;
end
--[[---------------------< N A M E _ I S _ N U M E R I C >----------------------
Add maint cat when name parameter value does not contain letters. Does not catch
mixed alphanumeric names so |last=A. Green (1922-1987) does not get caught in the
current version of this test but |first=(1888) is caught.
returns nothing
]]
local function name_is_numeric (name, list_name)
if utilities.is_set (name) then
if mw.ustring.match (name, '^[%A]+$') then -- when name does not contain any letters
utilities.set_message ('maint_numeric_names', cfg.special_case_translation [list_name]); -- add a maint cat for this template
end
end
end
--[[-----------------< N A M E _ H A S _ M U L T _ N A M E S >------------------
Evaluates the content of last/surname (authors etc.) parameters for multiple names.
Multiple names are indicated if there is more than one comma or any "unescaped"
semicolons. Escaped semicolons are ones used as part of selected HTML entities.
If the condition is met, the function adds the multiple name maintenance category.
Same test for first except that commas should not appear in given names (MOS:JR says
that the generational suffix does not take a separator character). Titles, degrees,
postnominals, affiliations, all normally comma separated don't belong in a citation.
<name> – name parameter value
<list_name> – AuthorList, EditorList, etc
<limit> – number of allowed commas; 1 (default) for surnames; 0 for given names
returns nothing
]]
local function name_has_mult_names (name, list_name, limit)
local _, commas, semicolons, nbsps;
limit = limit and limit or 1;
if utilities.is_set (name) then
_, commas = name:gsub (',', ''); -- count the number of commas
_, semicolons = name:gsub (';', ''); -- count the number of semicolons
-- nbsps probably should be its own separate count rather than merged in
-- some way with semicolons because Lua patterns do not support the
-- grouping operator that regex does, which means there is no way to add
-- more entities to escape except by adding more counts with the new
-- entities
_, nbsps = name:gsub (' ',''); -- count nbsps
-- There is exactly 1 semicolon per entity, so subtract nbsps
-- from semicolons to 'escape' them. If additional entities are added,
-- they also can be subtracted.
if limit < commas or 0 < (semicolons - nbsps) then
utilities.set_message ('maint_mult_names', cfg.special_case_translation [list_name]); -- add a maint message
end
end
end
--[=[-------------------------< I S _ G E N E R I C >----------------------------------------------------------
Compares values assigned to various parameters according to the string provided as <item> in the function call.
<item> can have on of two values:
'generic_names' – for name-holding parameters: |last=, |first=, |editor-last=, etc
'generic_titles' – for |title=
There are two types of generic tests. The 'accept' tests look for a pattern that should not be rejected by the
'reject' test. For example,
|author=[[John Smith (author)|Smith, John]]
would be rejected by the 'author' reject test. But piped wikilinks with 'author' disambiguation should not be
rejected so the 'accept' test prevents that from happening. Accept tests are always performed before reject
tests.
Each of the 'accept' and 'reject' sequence tables hold tables for en.wiki (['en']) and local.wiki (['local'])
that each can hold a test sequence table The sequence table holds, at index [1], a test pattern, and, at index
[2], a boolean control value. The control value tells string.find() or mw.ustring.find() to do plain-text search (true)
or a pattern search (false). The intent of all this complexity is to make these searches as fast as possible so
that we don't run out of processing time on very large articles.
Returns
true when a reject test finds the pattern or string
false when an accept test finds the pattern or string
nil else
]=]
local function is_generic (item, value, wiki)
local test_val;
local str_lower = { -- use string.lower() for en.wiki (['en']) and use mw.ustring.lower() or local.wiki (['local'])
['en'] = string.lower,
['local'] = mw.ustring.lower,
}
local str_find = { -- use string.find() for en.wiki (['en']) and use mw.ustring.find() or local.wiki (['local'])
['en'] = string.find,
['local'] = mw.ustring.find,
}
local function test (val, test_t, wiki) -- local function to do the testing; <wiki> selects lower() and find() functions
val = test_t[2] and str_lower[wiki](value) or val; -- when <test_t[2]> set to 'true', plaintext search using lowercase value
return str_find[wiki] (val, test_t[1], 1, test_t[2]); -- return nil when not found or matched
end
local test_types_t = {'accept', 'reject'}; -- test accept patterns first, then reject patterns
local wikis_t = {'en', 'local'}; -- do tests for each of these keys; en.wiki first, local.wiki second
for _, test_type in ipairs (test_types_t) do -- for each test type
for _, generic_value in pairs (cfg.special_case_translation[item][test_type]) do -- spin through the list of generic value fragments to accept or reject
for _, wiki in ipairs (wikis_t) do
if generic_value[wiki] then
if test (value, generic_value[wiki], wiki) then -- go do the test
return ('reject' == test_type); -- param value rejected, return true; false else
end
end
end
end
end
end
--[[--------------------------< N A M E _ I S _ G E N E R I C >------------------------------------------------
calls is_generic() to determine if <name> is a 'generic name' listed in cfg.generic_names; <name_alias> is the
parameter name used in error messaging
]]
local function name_is_generic (name, name_alias)
if not added_generic_name_errs and is_generic ('generic_names', name) then
utilities.set_message ('err_generic_name', name_alias); -- set an error message
added_generic_name_errs = true;
end
end
--[[--------------------------< N A M E _ C H E C K S >--------------------------------------------------------
This function calls various name checking functions used to validate the content of the various name-holding parameters.
]]
local function name_checks (last, first, list_name, last_alias, first_alias)
local accept_name;
if utilities.is_set (last) then
last, accept_name = utilities.has_accept_as_written (last); -- remove accept-this-as-written markup when it wraps all of <last>
-- if not accept_name then -- <last> not wrapped in accept-as-written markup
-- name_has_mult_names (last, list_name); -- check for multiple names in the parameter
-- name_is_numeric (last, list_name); -- check for names that are composed of digits and punctuation
-- name_is_generic (last, last_alias); -- check for names found in the generic names list
-- end
end
if utilities.is_set (first) then
first, accept_name = utilities.has_accept_as_written (first); -- remove accept-this-as-written markup when it wraps all of <first>
-- if not accept_name then -- <first> not wrapped in accept-as-written markup
-- name_has_mult_names (first, list_name, 0); -- check for multiple names in the parameter; 0 is number of allowed commas in a given name
-- name_is_numeric (first, list_name); -- check for names that are composed of digits and punctuation
-- name_is_generic (first, first_alias); -- check for names found in the generic names list
-- end
local wl_type, D = utilities.is_wikilink (first);
if 0 ~= wl_type then
first = D;
utilities.set_message ('err_bad_paramlink', first_alias);
end
end
return last, first; -- done
end
--[[----------------------< E X T R A C T _ N A M E S >-------------------------
Gets name list from the input arguments
Searches through args in sequential order to find |lastn= and |firstn= parameters
(or their aliases), and their matching link and mask parameters. Stops searching
when both |lastn= and |firstn= are not found in args after two sequential attempts:
found |last1=, |last2=, and |last3= but doesn't find |last4= and |last5= then the
search is done.
This function emits an error message when there is a |firstn= without a matching
|lastn=. When there are 'holes' in the list of last names, |last1= and |last3=
are present but |last2= is missing, an error message is emitted. |lastn= is not
required to have a matching |firstn=.
When an author or editor parameter contains some form of 'et al.', the 'et al.'
is stripped from the parameter and a flag (etal) returned that will cause list_people()
to add the static 'et al.' text from Module:Citation/CS1/Configuration. This keeps
'et al.' out of the template's metadata. When this occurs, an error is emitted.
]]
local function extract_names(args, list_name)
local names = {}; -- table of names
local last; -- individual name components
local first;
local link;
local mask;
local i = 1; -- loop counter/indexer
local n = 1; -- output table indexer
local count = 0; -- used to count the number of times we haven't found a |last= (or alias for authors, |editor-last or alias for editors)
local etal = false; -- return value set to true when we find some form of et al. in an author parameter
local last_alias, first_alias, link_alias; -- selected parameter aliases used in error messaging
while true do
last, last_alias = utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-Last'], 'err_redundant_parameters', i ); -- search through args for name components beginning at 1
first, first_alias = utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-First'], 'err_redundant_parameters', i );
link, link_alias = utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-Link'], 'err_redundant_parameters', i );
mask = utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-Mask'], 'err_redundant_parameters', i );
if last then -- error check |lastn= alias for unknown interwiki link prefix; done here because this is where we have the parameter name
local project, language = interwiki_prefixen_get (last, true); -- true because we expect interwiki links in |lastn= to be wikilinked
if nil == project and nil == language then -- when both are nil
-- utilities.set_message ('err_bad_paramlink', last_alias); -- not known, emit an error message -- TODO: err_bad_interwiki?
last = utilities.remove_wiki_link (last); -- remove wikilink markup; show display value only
end
end
if link then -- error check |linkn= alias for unknown interwiki link prefix
local project, language = interwiki_prefixen_get (link, false); -- false because wiki links in |author-linkn= is an error
if nil == project and nil == language then -- when both are nil
-- utilities.set_message ('err_bad_paramlink', link_alias); -- not known, emit an error message -- TODO: err_bad_interwiki?
link = nil; -- unset so we don't link
link_alias = nil;
end
end
last, etal = name_has_etal (last, etal, false, last_alias); -- find and remove variations on et al.
first, etal = name_has_etal (first, etal, false, first_alias); -- find and remove variations on et al.
last, first = name_checks (last, first, list_name, last_alias, first_alias); -- multiple names, extraneous annotation, etc. checks
if first and not last then -- if there is a firstn without a matching lastn
local alias = first_alias:find ('given', 1, true) and 'given' or 'first'; -- get first or given form of the alias
-- utilities.set_message ('err_first_missing_last', {
-- first_alias, -- param name of alias missing its mate
-- first_alias:gsub (alias, {['first'] = 'last', ['given'] = 'surname'}), -- make param name appropriate to the alias form
-- }); -- add this error message
elseif not first and not last then -- if both firstn and lastn aren't found, are we done?
count = count + 1; -- number of times we haven't found last and first
if 2 <= count then -- two missing names and we give up
break; -- normal exit or there is a two-name hole in the list; can't tell which
end
else -- we have last with or without a first
local result;
-- link = link_title_ok (link, link_alias, last, last_alias); -- check for improper wiki-markup
-- if first then
-- link = link_title_ok (link, link_alias, first, first_alias); -- check for improper wiki-markup
-- end
names[n] = {last = last, first = first, link = link, mask = mask, corporate = false}; -- add this name to our names list (corporate for |vauthors= only)
n = n + 1; -- point to next location in the names table
-- if 1 == count then -- if the previous name was missing
-- utilities.set_message ('err_missing_name', {list_name:match ("(%w+)List"):lower(), i - 1}); -- add this error message
-- end
count = 0; -- reset the counter, we're looking for two consecutive missing names
end
i = i + 1; -- point to next args location
end
return names, etal; -- all done, return our list of names and the etal flag
end
--[[--------------------------< N A M E _ T A G _ G E T >------------------------------------------------------
attempt to decode |language=<lang_param> and return language name and matching tag; nil else.
This function looks for:
<lang_param> as a tag in cfg.lang_tag_remap{}
<lang_param> as a name in cfg.lang_name_remap{}
<lang_param> as a name in cfg.mw_languages_by_name_t
<lang_param> as a tag in cfg.mw_languages_by_tag_t
when those fail, presume that <lang_param> is an IETF-like tag that MediaWiki does not recognize. Strip all
script, region, variant, whatever subtags from <lang_param> to leave just a two or three character language tag
and look for the new <lang_param> in cfg.mw_languages_by_tag_t{}
on success, returns name (in properly capitalized form) and matching tag (in lowercase); on failure returns nil
]]
local function name_tag_get (lang_param)
local lang_param_lc = mw.ustring.lower (lang_param); -- use lowercase as an index into the various tables
local name;
local tag;
name = cfg.lang_tag_remap[lang_param_lc]; -- assume <lang_param_lc> is a tag; attempt to get remapped language name
if name then -- when <name>, <lang_param> is a tag for a remapped language name
return name, lang_param_lc; -- so return <name> from remap and <lang_param_lc>
end
tag = lang_param_lc:match ('^(%a%a%a?)%-.*'); -- still assuming that <lang_param_lc> is a tag; strip script, region, variant subtags
name = cfg.lang_tag_remap[tag]; -- attempt to get remapped language name with language subtag only
if name then -- when <name>, <tag> is a tag for a remapped language name
return name, tag; -- so return <name> from remap and <tag>
end
if cfg.lang_name_remap[lang_param_lc] then -- not a tag, assume <lang_param_lc> is a name; attempt to get remapped language tag
return cfg.lang_name_remap[lang_param_lc][1], cfg.lang_name_remap[lang_param_lc][2]; -- for this <lang_param_lc>, return a (possibly) new name and appropriate tag
end
tag = cfg.mw_languages_by_name_t[lang_param_lc]; -- assume that <lang_param_lc> is a language name; attempt to get its matching tag
if tag then
return cfg.mw_languages_by_tag_t[tag], tag; -- <lang_param_lc> is a name so return the name from the table and <tag>
end
name = cfg.mw_languages_by_tag_t[lang_param_lc]; -- assume that <lang_param_lc> is a tag; attempt to get its matching language name
if name then
return name, lang_param_lc; -- <lang_param_lc> is a tag so return it and <name>
end
tag = lang_param_lc:match ('^(%a%a%a?)%-.*'); -- is <lang_param_lc> an IETF-like tag that MediaWiki doesn't recognize? <tag> gets the language subtag; nil else
if tag then
name = cfg.mw_languages_by_tag_t[tag]; -- attempt to get a language name using the shortened <tag>
if name then
return name, tag; -- <lang_param_lc> is an unrecognized IETF-like tag so return <name> and language subtag
end
end
end
--[[-------------------< L A N G U A G E _ P A R A M E T E R >------------------
Gets language name from a provided two- or three-character ISO 639 code. If a code
is recognized by MediaWiki, use the returned name; if not, then use the value that
was provided with the language parameter.
When |language= contains a recognized language (either code or name), the page is
assigned to the category for that code: Category:Norwegian-language sources (no).
For valid three-character code languages, the page is assigned to the single category
for '639-2' codes: Category:CS1 ISO 639-2 language sources.
Languages that are the same as the local wiki are not categorized. MediaWiki does
not recognize three-character equivalents of two-character codes: code 'ar' is
recognized but code 'ara' is not.
This function supports multiple languages in the form |language=nb, French, th
where the language names or codes are separated from each other by commas with
optional space characters.
]]
local function language_parameter (lang)
local tag; -- some form of IETF-like language tag; language subtag with optional region, sript, vatiant, etc subtags
local lang_subtag; -- ve populates |language= with mostly unecessary region subtags the MediaWiki does not recognize; this is the base language subtag
local name; -- the language name
local language_list = {}; -- table of language names to be rendered
local names_t = {}; -- table made from the value assigned to |language=
-- séríslenskt, þýða enskt tungumál á íslensku, þýðir bara eitt tungumál.
local mw_languages_by_en = mw.language.fetchLanguageNames ('en')
for k, v in pairs (mw_languages_by_en) do
if v == lang then
lang = mw.language.fetchLanguageName( k, 'is' )
end
end
local this_wiki_name = mw.language.fetchLanguageName (cfg.this_wiki_code, cfg.this_wiki_code); -- get this wiki's language name
names_t = mw.text.split (lang, '%s*,%s*'); -- names should be a comma separated list
for _, lang in ipairs (names_t) do -- reuse lang here because we don't yet know if lang is a language name or a language tag
name, tag = name_tag_get (lang); -- attempt to get name/tag pair for <lang>; <name> has proper capitalization; <tag> is lowercase
if utilities.is_set (tag) then
lang_subtag = tag:gsub ('^(%a%a%a?)%-.*', '%1'); -- for categorization, strip any IETF-like tags from language tag
if cfg.this_wiki_code ~= lang_subtag then -- when the language is not the same as this wiki's language
-- if 2 == lang_subtag:len() then -- and is a two-character tag
-- utilities.add_prop_cat ('foreign-lang-source', {name, tag}, lang_subtag); -- categorize it; tag appended to allow for multiple language categorization
-- else -- or is a recognized language (but has a three-character tag)
-- utilities.add_prop_cat ('foreign-lang-source-2', {lang_subtag}, lang_subtag); -- categorize it differently TODO: support multiple three-character tag categories per cs1|2 template?
-- end
elseif cfg.local_lang_cat_enable then -- when the language and this wiki's language are the same and categorization is enabled
utilities.add_prop_cat ('local-lang-source', {name, lang_subtag}); -- categorize it
end
else
name = lang; -- return whatever <lang> has so that we show something
utilities.set_message ('maint_unknown_lang'); -- add maint category if not already added
end
table.insert (language_list, name);
name = ''; -- so we can reuse it
end
name = utilities.make_sep_list (#language_list, language_list);
if (1 == #language_list) and (lang_subtag == cfg.this_wiki_code) then -- when only one language, find lang name in this wiki lang name; for |language=en-us, 'English' in 'American English'
return ''; -- if one language and that language is this wiki's return an empty string (no annotation)
end
return (" " .. wrap_msg ('language', name)); -- otherwise wrap with '(in ...)'
--[[ TODO: should only return blank or name rather than full list
so we can clean up the bunched parenthetical elements Language, Type, Format
]]
end
--[[-----------------------< S E T _ C S _ S T Y L E >--------------------------
Gets the default CS style configuration for the given mode.
Returns default separator and either postscript as passed in or the default.
In CS1, the default postscript and separator are '.'.
In CS2, the default postscript is the empty string and the default separator is ','.
]]
local function set_cs_style (postscript, mode)
if utilities.is_set(postscript) then
-- emit a maintenance message if user postscript is the default cs1 postscript
-- we catch the opposite case for cs2 in set_style
if mode == 'cs1' and postscript == cfg.presentation['ps_' .. mode] then
utilities.set_message ('maint_postscript');
end
else
postscript = cfg.presentation['ps_' .. mode];
end
return cfg.presentation['sep_' .. mode], postscript;
end
--[[--------------------------< S E T _ S T Y L E >-----------------------------
Sets the separator and postscript styles. Checks the |mode= first and the
#invoke CitationClass second. Removes the postscript if postscript == none.
]]
local function set_style (mode, postscript, cite_class)
local sep;
if 'cs2' == mode then
sep, postscript = set_cs_style (postscript, 'cs2');
elseif 'cs1' == mode then
sep, postscript = set_cs_style (postscript, 'cs1');
elseif 'citation' == cite_class then
sep, postscript = set_cs_style (postscript, 'cs2');
else
sep, postscript = set_cs_style (postscript, 'cs1');
end
if cfg.keywords_xlate[postscript:lower()] == 'none' then
-- emit a maintenance message if user postscript is the default cs2 postscript
-- we catch the opposite case for cs1 in set_cs_style
if 'cs2' == mode or 'citation' == cite_class then
utilities.set_message ('maint_postscript');
end
postscript = '';
end
return sep, postscript
end
--[=[-------------------------< I S _ P D F >-----------------------------------
Determines if a URL has the file extension that is one of the PDF file extensions
used by [[MediaWiki:Common.css]] when applying the PDF icon to external links.
returns true if file extension is one of the recognized extensions, else false
]=]
local function is_pdf (url)
return url:match ('%.pdf$') or url:match ('%.PDF$') or
url:match ('%.pdf[%?#]') or url:match ('%.PDF[%?#]') or
url:match ('%.PDF#') or url:match ('%.pdf#');
end
--[[--------------------------< S T Y L E _ F O R M A T >-----------------------
Applies CSS style to |format=, |chapter-format=, etc. Also emits an error message
if the format parameter does not have a matching URL parameter. If the format parameter
is not set and the URL contains a file extension that is recognized as a PDF document
by MediaWiki's commons.css, this code will set the format parameter to (PDF) with
the appropriate styling.
]]
local function style_format (format, url, fmt_param, url_param)
if utilities.is_set (format) then
format = utilities.wrap_style ('format', format); -- add leading space, parentheses, resize
-- if not utilities.is_set (url) then
-- utilities.set_message ('err_format_missing_url', {fmt_param, url_param}); -- add an error message
-- end
elseif is_pdf (url) then -- format is not set so if URL is a PDF file then
format = utilities.wrap_style ('format', 'PDF'); -- set format to PDF
else
format = ''; -- empty string for concatenation
end
return format;
end
--[[---------------------< G E T _ D I S P L A Y _ N A M E S >------------------
Returns a number that defines the number of names displayed for author and editor
name lists and a Boolean flag to indicate when et al. should be appended to the name list.
When the value assigned to |display-xxxxors= is a number greater than or equal to zero,
return the number and the previous state of the 'etal' flag (false by default
but may have been set to true if the name list contains some variant of the text 'et al.').
When the value assigned to |display-xxxxors= is the keyword 'etal', return a number
that is one greater than the number of authors in the list and set the 'etal' flag true.
This will cause the list_people() to display all of the names in the name list followed by 'et al.'
In all other cases, returns nil and the previous state of the 'etal' flag.
inputs:
max: A['DisplayAuthors'] or A['DisplayEditors'], etc; a number or some flavor of etal
count: #a or #e
list_name: 'authors' or 'editors'
etal: author_etal or editor_etal
This function sets an error message when |display-xxxxors= value greater than or equal to number of names but
not when <max> comes from {{cs1 config}} global settings. When using global settings, <param> is set to the
keyword 'cs1 config' which is used to supress the normal error. Error is suppressed because it is to be expected
that some citations in an article will have the same or fewer names that the limit specified in {{cs1 config}}.
]]
local function get_display_names (max, count, list_name, etal, param)
if utilities.is_set (max) then
if 'etal' == max:lower():gsub("[ '%.]", '') then -- the :gsub() portion makes 'etal' from a variety of 'et al.' spellings and stylings
max = count + 1; -- number of authors + 1 so display all author name plus et al.
etal = true; -- overrides value set by extract_names()
elseif max:match ('^%d+$') then -- if is a string of numbers
max = tonumber (max); -- make it a number
if (max >= count) and ('cs1 config' ~= param) then -- error when local |display-xxxxors= value greater than or equal to number of names; not an error when using global setting
-- utilities.set_message ('err_disp_name', {param, max}); -- add error message
max = nil;
end
else -- not a valid keyword or number
-- utilities.set_message ('err_disp_name', {param, max}); -- add error message
max = nil; -- unset; as if |display-xxxxors= had not been set
end
end
return max, etal;
end
--[[----------< E X T R A _ T E X T _ I N _ P A G E _ C H E C K >---------------
Adds error if |page=, |pages=, |quote-page=, |quote-pages= has what appears to be
some form of p. or pp. abbreviation in the first characters of the parameter content.
check page for extraneous p, p., pp, pp., pg, pg. at start of parameter value:
good pattern: '^P[^%.P%l]' matches when page begins PX or P# but not Px
where x and X are letters and # is a digit
bad pattern: '^[Pp][PpGg]' matches when page begins pp, pP, Pp, PP, pg, pG, Pg, PG
]]
local function extra_text_in_page_check (val, name)
if not val:match (cfg.vol_iss_pg_patterns.good_ppattern) then
for _, pattern in ipairs (cfg.vol_iss_pg_patterns.bad_ppatterns) do -- spin through the selected sequence table of patterns
if val:match (pattern) then -- when a match, error so
utilities.set_message ('err_extra_text_pages', name); -- add error message
return; -- and done
end
end
end
end
--[[--------------------------< E X T R A _ T E X T _ I N _ V O L _ I S S _ C H E C K >------------------------
Adds error if |volume= or |issue= has what appears to be some form of redundant 'type' indicator.
For |volume=:
'V.', or 'Vol.' (with or without the dot) abbreviations or 'Volume' in the first characters of the parameter
content (all case insensitive). 'V' and 'v' (without the dot) are presumed to be roman numerals so
are allowed.
For |issue=:
'No.', 'I.', 'Iss.' (with or without the dot) abbreviations, or 'Issue' in the first characters of the
parameter content (all case insensitive).
Single character values ('v', 'i', 'n') allowed when not followed by separator character ('.', ':', '=', or
whitespace character) – param values are trimmed of whitespace by MediaWiki before delivered to the module.
<val> is |volume= or |issue= parameter value
<name> is |volume= or |issue= parameter name for error message
<selector> is 'v' for |volume=, 'i' for |issue=
sets error message on failure; returns nothing
]]
local function extra_text_in_vol_iss_check (val, name, selector)
if not utilities.is_set (val) then
return;
end
local patterns = 'v' == selector and cfg.vol_iss_pg_patterns.vpatterns or cfg.vol_iss_pg_patterns.ipatterns;
local handler = 'v' == selector and 'err_extra_text_volume' or 'err_extra_text_issue';
val = val:lower(); -- force parameter value to lower case
for _, pattern in ipairs (patterns) do -- spin through the selected sequence table of patterns
if val:match (pattern) then -- when a match, error so
utilities.set_message (handler, name); -- add error message
return; -- and done
end
end
end
--[=[-------------------------< G E T _ V _ N A M E _ T A B L E >----------------------------------------------
split apart a |vauthors= or |veditors= parameter. This function allows for corporate names, wrapped in doubled
parentheses to also have commas; in the old version of the code, the doubled parentheses were included in the
rendered citation and in the metadata. Individual author names may be wikilinked
|vauthors=Jones AB, [[E. B. White|White EB]], ((Black, Brown, and Co.))
]=]
local function get_v_name_table (vparam, output_table, output_link_table)
local name_table = mw.text.split(vparam, "%s*,%s*"); -- names are separated by commas
local wl_type, label, link; -- wl_type not used here; just a placeholder
local i = 1;
while name_table[i] do
if name_table[i]:match ('^%(%(.*[^%)][^%)]$') then -- first segment of corporate with one or more commas; this segment has the opening doubled parentheses
local name = name_table[i];
i = i + 1; -- bump indexer to next segment
while name_table[i] do
name = name .. ', ' .. name_table[i]; -- concatenate with previous segments
if name_table[i]:match ('^.*%)%)$') then -- if this table member has the closing doubled parentheses
break; -- and done reassembling so
end
i = i + 1; -- bump indexer
end
table.insert (output_table, name); -- and add corporate name to the output table
table.insert (output_link_table, ''); -- no wikilink
else
wl_type, label, link = utilities.is_wikilink (name_table[i]); -- wl_type is: 0, no wl (text in label variable); 1, [[D]]; 2, [[L|D]]
table.insert (output_table, label); -- add this name
if 1 == wl_type then
table.insert (output_link_table, label); -- simple wikilink [[D]]
else
table.insert (output_link_table, link); -- no wikilink or [[L|D]]; add this link if there is one, else empty string
end
end
i = i + 1;
end
return output_table;
end
--[[--------------------------< P A R S E _ V A U T H O R S _ V E D I T O R S >--------------------------------
This function extracts author / editor names from |vauthors= or |veditors= and finds matching |xxxxor-maskn= and
|xxxxor-linkn= in args. It then returns a table of assembled names just as extract_names() does.
Author / editor names in |vauthors= or |veditors= must be in Vancouver system style. Corporate or institutional names
may sometimes be required and because such names will often fail the is_good_vanc_name() and other format compliance
tests, are wrapped in doubled parentheses ((corporate name)) to suppress the format tests.
Supports generational suffixes Jr, 2nd, 3rd, 4th–6th.
This function sets the Vancouver error when a required comma is missing and when there is a space between an author's initials.
]]
local function parse_vauthors_veditors (args, vparam, list_name)
local names = {}; -- table of names assembled from |vauthors=, |author-maskn=, |author-linkn=
local v_name_table = {};
local v_link_table = {}; -- when name is wikilinked, targets go in this table
local etal = false; -- return value set to true when we find some form of et al. vauthors parameter
local last, first, link, mask, suffix;
local corporate = false;
vparam, etal = name_has_etal (vparam, etal, true); -- find and remove variations on et al. do not categorize (do it here because et al. might have a period)
v_name_table = get_v_name_table (vparam, v_name_table, v_link_table); -- names are separated by commas
for i, v_name in ipairs(v_name_table) do
first = ''; -- set to empty string for concatenation and because it may have been set for previous author/editor
local accept_name;
v_name, accept_name = utilities.has_accept_as_written (v_name); -- remove accept-this-as-written markup when it wraps all of <v_name>
if accept_name then
last = v_name;
corporate = true; -- flag used in list_people()
elseif string.find(v_name, "%s") then
if v_name:find('[;%.]') then -- look for commonly occurring punctuation characters;
add_vanc_error (cfg.err_msg_supl.punctuation, i);
end
local lastfirstTable = {}
lastfirstTable = mw.text.split(v_name, "%s+")
first = table.remove(lastfirstTable); -- removes and returns value of last element in table which should be initials or generational suffix
if not mw.ustring.match (first, '^%u+$') then -- mw.ustring here so that later we will catch non-Latin characters
suffix = first; -- not initials so assume that whatever we got is a generational suffix
first = table.remove(lastfirstTable); -- get what should be the initials from the table
end
last = table.concat(lastfirstTable, ' ') -- returns a string that is the concatenation of all other names that are not initials and generational suffix
if not utilities.is_set (last) then
first = ''; -- unset
last = v_name; -- last empty because something wrong with first
add_vanc_error (cfg.err_msg_supl.name, i);
end
if mw.ustring.match (last, '%a+%s+%u+%s+%a+') then
add_vanc_error (cfg.err_msg_supl['missing comma'], i); -- matches last II last; the case when a comma is missing
end
if mw.ustring.match (v_name, ' %u %u$') then -- this test is in the wrong place TODO: move or replace with a more appropriate test
add_vanc_error (cfg.err_msg_supl.initials, i); -- matches a space between two initials
end
else
last = v_name; -- last name or single corporate name? Doesn't support multiword corporate names? do we need this?
end
if utilities.is_set (first) then
if not mw.ustring.match (first, "^%u?%u$") then -- first shall contain one or two upper-case letters, nothing else
add_vanc_error (cfg.err_msg_supl.initials, i); -- too many initials; mixed case initials (which may be ok Romanization); hyphenated initials
end
is_good_vanc_name (last, first, suffix, i); -- check first and last before restoring the suffix which may have a non-Latin digit
if utilities.is_set (suffix) then
first = first .. ' ' .. suffix; -- if there was a suffix concatenate with the initials
suffix = ''; -- unset so we don't add this suffix to all subsequent names
end
else
if not corporate then
is_good_vanc_name (last, '', nil, i);
end
end
link = utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-Link'], 'err_redundant_parameters', i ) or v_link_table[i];
mask = utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-Mask'], 'err_redundant_parameters', i );
names[i] = {last = last, first = first, link = link, mask = mask, corporate = corporate}; -- add this assembled name to our names list
end
return names, etal; -- all done, return our list of names
end
--[[--------------------------< S E L E C T _ A U T H O R _ E D I T O R _ S O U R C E >------------------------
Select one of |authors=, |authorn= / |lastn / firstn=, or |vauthors= as the source of the author name list or
select one of |editorn= / editor-lastn= / |editor-firstn= or |veditors= as the source of the editor name list.
Only one of these appropriate three will be used. The hierarchy is: |authorn= (and aliases) highest and |authors= lowest;
|editorn= (and aliases) highest and |veditors= lowest (support for |editors= withdrawn)
When looking for |authorn= / |editorn= parameters, test |xxxxor1= and |xxxxor2= (and all of their aliases); stops after the second
test which mimicks the test used in extract_names() when looking for a hole in the author name list. There may be a better
way to do this, I just haven't discovered what that way is.
Emits an error message when more than one xxxxor name source is provided.
In this function, vxxxxors = vauthors or veditors; xxxxors = authors as appropriate.
]]
local function select_author_editor_source (vxxxxors, xxxxors, args, list_name)
local lastfirst = false;
if utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-Last'], 'none', 1 ) or -- do this twice in case we have a |first1= without a |last1=; this ...
utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-First'], 'none', 1 ) or -- ... also catches the case where |first= is used with |vauthors=
utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-Last'], 'none', 2 ) or
utilities.select_one ( args, cfg.aliases[list_name .. '-First'], 'none', 2 ) then
lastfirst = true;
end
if (utilities.is_set (vxxxxors) and true == lastfirst) or -- these are the three error conditions
(utilities.is_set (vxxxxors) and utilities.is_set (xxxxors)) or
(true == lastfirst and utilities.is_set (xxxxors)) then
local err_name;
if 'AuthorList' == list_name then -- figure out which name should be used in error message
err_name = 'author';
else
err_name = 'editor';
end
-- utilities.set_message ('err_redundant_parameters', err_name .. '-name-list parameters'); -- add error message
end
if true == lastfirst then return 1 end; -- return a number indicating which author name source to use
if utilities.is_set (vxxxxors) then return 2 end;
if utilities.is_set (xxxxors) then return 3 end;
return 1; -- no authors so return 1; this allows missing author name test to run in case there is a first without last
end
--[[--------------------------< I S _ V A L I D _ P A R A M E T E R _ V A L U E >------------------------------
This function is used to validate a parameter's assigned value for those parameters that have only a limited number
of allowable values (yes, y, true, live, dead, etc.). When the parameter value has not been assigned a value (missing
or empty in the source template) the function returns the value specified by ret_val. If the parameter value is one
of the list of allowed values returns the translated value; else, emits an error message and returns the value
specified by ret_val.
TODO: explain <invert>
]]
local function is_valid_parameter_value (value, name, possible, ret_val, invert)
if not utilities.is_set (value) then
return ret_val; -- an empty parameter is ok
end
if (not invert and utilities.in_array (value, possible)) then -- normal; <value> is in <possible> table
return cfg.keywords_xlate[value]; -- return translation of parameter keyword
elseif invert and not utilities.in_array (value, possible) then -- invert; <value> is not in <possible> table
return value; -- return <value> as it is
else
-- utilities.set_message ('err_invalid_param_val', {name, value}); -- not an allowed value so add error message
return ret_val;
end
end
--[[--------------------------< T E R M I N A T E _ N A M E _ L I S T >----------------------------------------
This function terminates a name list (author, contributor, editor) with a separator character (sepc) and a space
when the last character is not a sepc character or when the last three characters are not sepc followed by two
closing square brackets (close of a wikilink). When either of these is true, the name_list is terminated with a
single space character.
]]
local function terminate_name_list (name_list, sepc)
if (string.sub (name_list, -3, -1) == sepc .. '. ') then -- if already properly terminated
return name_list; -- just return the name list
elseif (string.sub (name_list, -1, -1) == sepc) or (string.sub (name_list, -3, -1) == sepc .. ']]') then -- if last name in list ends with sepc char
return name_list .. " "; -- don't add another
else
return name_list .. sepc .. ' '; -- otherwise terminate the name list
end
end
--[[-------------------------< F O R M A T _ V O L U M E _ I S S U E >-----------------------------------------
returns the concatenation of the formatted volume and issue (or journal article number) parameters as a single
string; or formatted volume or formatted issue, or an empty string if neither are set.
]]
local function format_volume_issue (volume, issue, article, cite_class, origin, sepc, lower)
if not utilities.is_set (volume) and not utilities.is_set (issue) and not utilities.is_set (article) then
return '';
end
-- same condition as in format_pages_sheets()
local is_journal = 'journal' == cite_class or (utilities.in_array (cite_class, {'citation', 'map', 'interview'}) and 'journal' == origin);
local is_numeric_vol = volume and (volume:match ('^[MDCLXVI]+$') or volume:match ('^%d+$')); -- is only uppercase roman numerals or only digits?
local is_long_vol = volume and (4 < mw.ustring.len(volume)); -- is |volume= value longer than 4 characters?
if volume and (not is_numeric_vol and is_long_vol) then -- when not all digits or Roman numerals, is |volume= longer than 4 characters?
utilities.add_prop_cat ('long-vol'); -- yes, add properties cat
end
if is_journal then -- journal-style formatting
local vol = '';
if utilities.is_set (volume) then
if is_numeric_vol then -- |volume= value all digits or all uppercase Roman numerals?
vol = utilities.substitute (cfg.presentation['vol-bold'], {sepc, volume}); -- render in bold face
elseif is_long_vol then -- not all digits or Roman numerals; longer than 4 characters?
vol = utilities.substitute (cfg.messages['j-vol'], {sepc, utilities.hyphen_to_dash (volume)}); -- not bold
else -- four or fewer characters
vol = utilities.substitute (cfg.presentation['vol-bold'], {sepc, utilities.hyphen_to_dash (volume)}); -- bold
end
end
vol = vol .. (utilities.is_set (issue) and utilities.substitute (cfg.messages['j-issue'], issue) or '')
vol = vol .. (utilities.is_set (article) and utilities.substitute (cfg.messages['j-article-num'], article) or '')
return vol;
end
if 'podcast' == cite_class and utilities.is_set (issue) then
return wrap_msg ('issue', {sepc, issue}, lower);
end
if 'conference' == cite_class and utilities.is_set (article) then -- |article-number= supported only in journal and conference cites
if utilities.is_set (volume) and utilities.is_set (article) then -- both volume and article number
return wrap_msg ('vol-art', {sepc, utilities.hyphen_to_dash (volume), article}, lower);
elseif utilities.is_set (article) then -- article number alone; when volume alone, handled below
return wrap_msg ('art', {sepc, article}, lower);
end
end
-- all other types of citation
if utilities.is_set (volume) and utilities.is_set (issue) then
return wrap_msg ('vol-no', {sepc, utilities.hyphen_to_dash (volume), issue}, lower);
elseif utilities.is_set (volume) then
return wrap_msg ('vol', {sepc, utilities.hyphen_to_dash (volume)}, lower);
else
return wrap_msg ('issue', {sepc, issue}, lower);
end
end
--[[-------------------------< F O R M A T _ P A G E S _ S H E E T S >-----------------------------------------
adds static text to one of |page(s)= or |sheet(s)= values and returns it with all of the others set to empty strings.
The return order is:
page, pages, sheet, sheets
Singular has priority over plural when both are provided.
]]
local function format_pages_sheets (page, pages, sheet, sheets, cite_class, origin, sepc, nopp, lower)
if 'map' == cite_class then -- only cite map supports sheet(s) as in-source locators
if utilities.is_set (sheet) then
if 'journal' == origin then
return '', '', wrap_msg ('j-sheet', sheet, lower), '';
else
return '', '', wrap_msg ('sheet', {sepc, sheet}, lower), '';
end
elseif utilities.is_set (sheets) then
if 'journal' == origin then
return '', '', '', wrap_msg ('j-sheets', sheets, lower);
else
return '', '', '', wrap_msg ('sheets', {sepc, sheets}, lower);
end
end
end
local is_journal = 'journal' == cite_class or (utilities.in_array (cite_class, {'citation', 'map', 'interview'}) and 'journal' == origin);
if utilities.is_set (page) then
if is_journal then
return utilities.substitute (cfg.messages['j-page(s)'], page), '', '', '';
elseif not nopp then
return utilities.substitute (cfg.messages['p-prefix'], {sepc, page}), '', '', '';
else
return utilities.substitute (cfg.messages['nopp'], {sepc, page}), '', '', '';
end
elseif utilities.is_set (pages) then
if is_journal then
return utilities.substitute (cfg.messages['j-page(s)'], pages), '', '', '';
elseif tonumber(pages) ~= nil and not nopp then -- if pages is only digits, assume a single page number
return '', utilities.substitute (cfg.messages['p-prefix'], {sepc, pages}), '', '';
elseif not nopp then
return '', utilities.substitute (cfg.messages['pp-prefix'], {sepc, pages}), '', '';
else
return '', utilities.substitute (cfg.messages['nopp'], {sepc, pages}), '', '';
end
end
return '', '', '', ''; -- return empty strings
end
--[[--------------------------< I N S O U R C E _ L O C _ G E T >----------------------------------------------
returns one of the in-source locators: page, pages, or at.
If any of these are interwiki links to Wikisource, returns the label portion of the interwiki-link as plain text
for use in COinS. This COinS thing is done because here we convert an interwiki-link to an external link and
add an icon span around that; get_coins_pages() doesn't know about the span. TODO: should it?
TODO: add support for sheet and sheets?; streamline;
TODO: make it so that this function returns only one of the three as the single in-source (the return value assigned
to a new name)?
]]
local function insource_loc_get (page, page_orig, pages, pages_orig, at)
local ws_url, ws_label, coins_pages, L; -- for Wikisource interwiki-links; TODO: this corrupts page metadata (span remains in place after cleanup; fix there?)
if utilities.is_set (page) then
if utilities.is_set (pages) or utilities.is_set (at) then
pages = ''; -- unset the others
at = '';
end
-- extra_text_in_page_check (page, page_orig); -- emit error message when |page= value begins with what looks like p., pp., etc.
ws_url, ws_label, L = wikisource_url_make (page); -- make ws URL from |page= interwiki link; link portion L becomes tooltip label
if ws_url then
page = external_link (ws_url, ws_label .. ' ', 'ws link in page'); -- space char after label to move icon away from in-source text; TODO: a better way to do this?
page = utilities.substitute (cfg.presentation['interwiki-icon'], {cfg.presentation['class-wikisource'], L, page});
coins_pages = ws_label;
end
elseif utilities.is_set (pages) then
if utilities.is_set (at) then
at = ''; -- unset
end
-- extra_text_in_page_check (pages, pages_orig); -- emit error message when |page= value begins with what looks like p., pp., etc.
ws_url, ws_label, L = wikisource_url_make (pages); -- make ws URL from |pages= interwiki link; link portion L becomes tooltip label
if ws_url then
pages = external_link (ws_url, ws_label .. ' ', 'ws link in pages'); -- space char after label to move icon away from in-source text; TODO: a better way to do this?
pages = utilities.substitute (cfg.presentation['interwiki-icon'], {cfg.presentation['class-wikisource'], L, pages});
coins_pages = ws_label;
end
elseif utilities.is_set (at) then
ws_url, ws_label, L = wikisource_url_make (at); -- make ws URL from |at= interwiki link; link portion L becomes tooltip label
if ws_url then
at = external_link (ws_url, ws_label .. ' ', 'ws link in at'); -- space char after label to move icon away from in-source text; TODO: a better way to do this?
at = utilities.substitute (cfg.presentation['interwiki-icon'], {cfg.presentation['class-wikisource'], L, at});
coins_pages = ws_label;
end
end
return page, pages, at, coins_pages;
end
--[[--------------------------< I S _ U N I Q U E _ A R C H I V E _ U R L >------------------------------------
add error message when |archive-url= value is same as |url= or chapter-url= (or alias...) value
]]
local function is_unique_archive_url (archive, url, c_url, source, date)
if utilities.is_set (archive) then
if archive == url or archive == c_url then
utilities.set_message ('err_bad_url', {utilities.wrap_style ('parameter', source)}); -- add error message
return '', ''; -- unset |archive-url= and |archive-date= because same as |url= or |chapter-url=
end
end
return archive, date;
end
--[=[-------------------------< A R C H I V E _ U R L _ C H E C K >--------------------------------------------
Check archive.org URLs to make sure they at least look like they are pointing at valid archives and not to the
save snapshot URL or to calendar pages. When the archive URL is 'https://web.archive.org/save/' (or http://...)
archive.org saves a snapshot of the target page in the URL. That is something that Wikipedia should not allow
unwitting readers to do.
When the archive.org URL does not have a complete timestamp, archive.org chooses a snapshot according to its own
algorithm or provides a calendar 'search' result. [[WP:ELNO]] discourages links to search results.
This function looks at the value assigned to |archive-url= and returns empty strings for |archive-url= and
|archive-date= and an error message when:
|archive-url= holds an archive.org save command URL
|archive-url= is an archive.org URL that does not have a complete timestamp (YYYYMMDDhhmmss 14 digits) in the
correct place
otherwise returns |archive-url= and |archive-date=
There are two mostly compatible archive.org URLs:
//web.archive.org/<timestamp>... -- the old form
//web.archive.org/web/<timestamp>... -- the new form
The old form does not support or map to the new form when it contains a display flag. There are four identified flags
('id_', 'js_', 'cs_', 'im_') but since archive.org ignores others following the same form (two letters and an underscore)
we don't check for these specific flags but we do check the form.
This function supports a preview mode. When the article is rendered in preview mode, this function may return a modified
archive URL:
for save command errors, return undated wildcard (/*/)
for timestamp errors when the timestamp has a wildcard, return the URL unmodified
for timestamp errors when the timestamp does not have a wildcard, return with timestamp limited to six digits plus wildcard (/yyyymm*/)
A secondary function is to return an archive-url timestamp from those urls that have them (archive.org and
archive.today). The timestamp is used by validation.archive_date_check() to see if the value in |archive-date=
matches the timestamp in the archive url.
]=]
local function archive_url_check (url, date)
local err_msg = ''; -- start with the error message empty
local path, timestamp, flag; -- portions of the archive.org URL
timestamp = url:match ('//archive.today/(%d%d%d%d%d%d%d%d%d%d%d%d%d%d)/'); -- get timestamp from archive.today urls
if timestamp then -- if this was an archive.today url ...
return url, date, timestamp; -- return ArchiveURL, ArchiveDate, and timestamp from |archive-url=, and done
end
-- here for archive.org urls
if (not url:match('//web%.archive%.org/')) and (not url:match('//liveweb%.archive%.org/')) then -- also deprecated liveweb Wayback machine URL
return url, date; -- not an archive.org archive, return ArchiveURL and ArchiveDate
end
if url:match('//web%.archive%.org/save/') then -- if a save command URL, we don't want to allow saving of the target page
err_msg = cfg.err_msg_supl.save;
url = url:gsub ('(//web%.archive%.org)/save/', '%1/*/', 1); -- for preview mode: modify ArchiveURL
elseif url:match('//liveweb%.archive%.org/') then
err_msg = cfg.err_msg_supl.liveweb;
else
path, timestamp, flag = url:match('//web%.archive%.org/([^%d]*)(%d+)([^/]*)/'); -- split out some of the URL parts for evaluation
if not path then -- malformed in some way; pattern did not match
err_msg = cfg.err_msg_supl.timestamp;
elseif 14 ~= timestamp:len() then -- path and flag optional, must have 14-digit timestamp here
err_msg = cfg.err_msg_supl.timestamp;
if '*' ~= flag then
local replacement = timestamp:match ('^%d%d%d%d%d%d') or timestamp:match ('^%d%d%d%d'); -- get the first 6 (YYYYMM) or first 4 digits (YYYY)
if replacement then -- nil if there aren't at least 4 digits (year)
replacement = replacement .. string.rep ('0', 14 - replacement:len()); -- year or yearmo (4 or 6 digits) zero-fill to make 14-digit timestamp
url=url:gsub ('(//web%.archive%.org/[^%d]*)%d[^/]*', '%1' .. replacement .. '*', 1) -- for preview, modify ts to 14 digits plus splat for calendar display
end
end
elseif utilities.is_set (path) and 'web/' ~= path then -- older archive URLs do not have the extra 'web/' path element
err_msg = cfg.err_msg_supl.path;
elseif utilities.is_set (flag) and not utilities.is_set (path) then -- flag not allowed with the old form URL (without the 'web/' path element)
err_msg = cfg.err_msg_supl.flag;
elseif utilities.is_set (flag) and not flag:match ('%a%a_') then -- flag if present must be two alpha characters and underscore (requires 'web/' path element)
err_msg = cfg.err_msg_supl.flag;
else
return url, date, timestamp; -- return ArchiveURL, ArchiveDate, and timestamp from |archive-url=
end
end
-- if here, something not right so
utilities.set_message ('err_archive_url', {err_msg}); -- add error message and
if is_preview_mode then
return url, date, timestamp; -- preview mode so return ArchiveURL, ArchiveDate, and timestamp from |archive-url=
else
return '', ''; -- return empty strings for ArchiveURL and ArchiveDate
end
end
--[[--------------------------< P L A C E _ C H E C K >--------------------------------------------------------
check |place=, |publication-place=, |location= to see if these params include digits. This function added because
many editors misuse location to specify the in-source location (|page(s)= and |at= are supposed to do that)
returns the original parameter value without modification; added maint cat when parameter value contains digits
]]
local function place_check (param_val)
if not utilities.is_set (param_val) then -- parameter empty or omitted
return param_val; -- return that empty state
end
if mw.ustring.find (param_val, '%d') then -- not empty, are there digits in the parameter value
utilities.set_message ('maint_location'); -- yep, add maint cat
end
return param_val; -- and done
end
-- Converts ISO dates or English dates into Icelandic dates, e.g. "13. febrúar 2017"
local function ConvertDateFormatToIcelandic(input)
if ( input == nil) then return "" end
local output = input
local day = nil
local month = nil
local year = nil
-- ISO date format "2017-02-13"
if string.find(input, "%d%d%d%d%-%d%d%-%d%d") then
local year = string.match(input, "%d%d%d%d")
local first = string.match(input, "-%d%d")
local firstloc = string.find(input, "-%d%d") + 3
if tonumber(first) < - 12 then
day = string.sub(first, 2, - 1)
else
month = string.sub(first, 2, - 1)
end
local second = string.match(input, "-%d%d", firstloc)
if tonumber(second) > 12 and month == nil then
month = string.sub(second, 2, - 1)
else
day = string.sub(second, 2, - 1)
end
month = os.date(tostring(month) )
output = mw.getContentLanguage():formatDate( "j. F Y", year .. "-" .. month .. "-" .. day)
-- English date format string "13 February 2017"
elseif string.find(input, "[A-Za-z]+") then
if string.find(input, "%d?%d [A-Za-z]+ %d%d%d%d") then
day, month, year = input:match("(%d?%d) ([A-Za-z]+) (%d%d%d%d)")
elseif string.find(input, "%d?%d%. [A-Za-z]+ %d%d%d%d") then
day, month, year = input:match("(%d?%d)%. ([A-Za-z]+) (%d%d%d%d)")
elseif string.find(input, "[A-Za-z]+ %d?%d, %d%d%d%d") then
month, day, year = input:match("([A-Za-z]+) (%d?%d), (%d%d%d%d)")
elseif string.find(input, "[A-Za-z]+ %d%d%d%d") then
month, year = input:match("([A-Za-z]+) (%d%d%d%d)")
end
local MONTH_NAMES = {january = 1, february = 2, march = 3, april = 4, may = 5, june = 6, july = 7, august = 8, september = 9, october = 10, november = 11, december = 12}
month = MONTH_NAMES[mw.ustring.lower(month or "")]
if month ~= nil then
if day then
output = mw.getContentLanguage():formatDate( "j. F Y", year .. "-" .. month .. "-" .. day)
else
output = mw.getContentLanguage():formatDate( "F Y", year .. "-" .. month)
end
end
elseif string.find(input, "%d%d%d%d") == nil then
utilities.set_message('err_bad_date')
end
return output
end
--[[--------------------------< I S _ A R C H I V E D _ C O P Y >----------------------------------------------
compares |title= to 'Archived copy' (placeholder added by bots that can't find proper title); if matches, return true; nil else
]]
local function is_archived_copy (title)
title = mw.ustring.lower(title); -- switch title to lower case
if title:find (cfg.special_case_translation.archived_copy.en) then -- if title is 'Archived copy'
return true;
elseif cfg.special_case_translation.archived_copy['local'] then
if mw.ustring.find (title, cfg.special_case_translation.archived_copy['local']) then -- mw.ustring() because might not be Latin script
return true;
end
end
end
--[[--------------------------< C I T A T I O N 0 >------------------------------------------------------------
This is the main function doing the majority of the citation formatting.
]]
local function citation0( config, args )
--[[
Load Input Parameters
The argument_wrapper facilitates the mapping of multiple aliases to single internal variable.
]]
local A = argument_wrapper ( args );
local i
-- Pick out the relevant fields from the arguments. Different citation templates
-- define different field names for the same underlying things.
local author_etal;
local a = {}; -- authors list from |lastn= / |firstn= pairs or |vauthors=
local Authors;
local NameListStyle;
if cfg.global_cs1_config_t['NameListStyle'] then -- global setting in {{cs1 config}} overrides local |name-list-style= parameter value; nil when empty or assigned value invalid
NameListStyle = is_valid_parameter_value (cfg.global_cs1_config_t['NameListStyle'], 'cs1 config: name-list-style', cfg.keywords_lists['name-list-style'], ''); -- error messaging 'param' here is a hoax
else
NameListStyle = is_valid_parameter_value (A['NameListStyle'], A:ORIGIN('NameListStyle'), cfg.keywords_lists['name-list-style'], '');
end
if cfg.global_cs1_config_t['NameListStyle'] and utilities.is_set (A['NameListStyle']) then -- when template has |name-list-style=<something> which global setting has overridden
utilities.set_message ('maint_overridden_setting'); -- set a maint message
end
local Collaboration = A['Collaboration'];
do -- to limit scope of selected
local selected = select_author_editor_source (A['Vauthors'], A['Authors'], args, 'AuthorList');
if 1 == selected then
a, author_etal = extract_names (args, 'AuthorList'); -- fetch author list from |authorn= / |lastn= / |firstn=, |author-linkn=, and |author-maskn=
elseif 2 == selected then
NameListStyle = 'vanc'; -- override whatever |name-list-style= might be
a, author_etal = parse_vauthors_veditors (args, A['Vauthors'], 'AuthorList'); -- fetch author list from |vauthors=, |author-linkn=, and |author-maskn=
elseif 3 == selected then
Authors = A['Authors']; -- use content of |authors=
if 'authors' == A:ORIGIN('Authors') then -- but add a maint cat if the parameter is |authors=
utilities.set_message ('maint_authors'); -- because use of this parameter is discouraged; what to do about the aliases is a TODO:
end
end
if utilities.is_set (Collaboration) then
author_etal = true; -- so that |display-authors=etal not required
end
end
local editor_etal;
local e = {}; -- editors list from |editor-lastn= / |editor-firstn= pairs or |veditors=
do -- to limit scope of selected
local selected = select_author_editor_source (A['Veditors'], nil, args, 'EditorList'); -- support for |editors= withdrawn
if 1 == selected then
e, editor_etal = extract_names (args, 'EditorList'); -- fetch editor list from |editorn= / |editor-lastn= / |editor-firstn=, |editor-linkn=, and |editor-maskn=
elseif 2 == selected then
NameListStyle = 'vanc'; -- override whatever |name-list-style= might be
e, editor_etal = parse_vauthors_veditors (args, args.veditors, 'EditorList'); -- fetch editor list from |veditors=, |editor-linkn=, and |editor-maskn=
end
end
local Chapter = A['Chapter']; -- done here so that we have access to |contribution= from |chapter= aliases
local Chapter_origin = A:ORIGIN ('Chapter');
local Contribution; -- because contribution is required for contributor(s)
if 'contribution' == Chapter_origin then
Contribution = Chapter; -- get the name of the contribution
end
local c = {}; -- contributors list from |contributor-lastn= / contributor-firstn= pairs
if utilities.in_array (config.CitationClass, {"book", "citation"}) and not utilities.is_set (A['Periodical']) then -- |contributor= and |contribution= only supported in book cites
c = extract_names (args, 'ContributorList'); -- fetch contributor list from |contributorn= / |contributor-lastn=, -firstn=, -linkn=, -maskn=
if 0 < #c then
if not utilities.is_set (Contribution) then -- |contributor= requires |contribution=
-- utilities.set_message ('err_contributor_missing_required_param', 'contribution'); -- add missing contribution error message
c = {}; -- blank the contributors' table; it is used as a flag later
end
if 0 == #a then -- |contributor= requires |author=
-- utilities.set_message ('err_contributor_missing_required_param', 'author'); -- add missing author error message
c = {}; -- blank the contributors' table; it is used as a flag later
end
end
else -- if not a book cite
-- if utilities.select_one (args, cfg.aliases['ContributorList-Last'], 'err_redundant_parameters', 1 ) then -- are there contributor name list parameters?
-- utilities.set_message ('err_contributor_ignored'); -- add contributor ignored error message
-- end
Contribution = nil; -- unset
end
local Title = A['Title'];
local TitleLink = A['TitleLink'];
local auto_select = ''; -- default is auto
local accept_link;
TitleLink, accept_link = utilities.has_accept_as_written (TitleLink, true); -- test for accept-this-as-written markup
if (not accept_link) and utilities.in_array (TitleLink, {'none', 'pmc', 'doi'}) then -- check for special keywords
auto_select = TitleLink; -- remember selection for later
TitleLink = ''; -- treat as if |title-link= would have been empty
end
-- TitleLink = link_title_ok (TitleLink, A:ORIGIN ('TitleLink'), Title, 'title'); -- check for wiki-markup in |title-link= or wiki-markup in |title= when |title-link= is set
local Section = ''; -- {{cite map}} only; preset to empty string for concatenation if not used
if 'map' == config.CitationClass and 'section' == Chapter_origin then
Section = A['Chapter']; -- get |section= from |chapter= alias list; |chapter= and the other aliases not supported in {{cite map}}
Chapter = ''; -- unset for now; will be reset later from |map= if present
end
local Periodical = A['Periodical'];
local Periodical_origin = A:ORIGIN('Periodical');
local ScriptPeriodical = A['ScriptPeriodical'];
local ScriptPeriodical_origin = A:ORIGIN('ScriptPeriodical');
local TransPeriodical = A['TransPeriodical'];
local TransPeriodical_origin = A:ORIGIN ('TransPeriodical');
if (utilities.in_array (config.CitationClass, {'book', 'encyclopaedia'}) and (utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical))) then
local param;
if utilities.is_set (Periodical) then -- get a parameter name from one of these periodical related meta-parameters
Periodical = nil; -- unset because not valid {{cite book}} or {{cite encyclopedia}} parameters
param = Periodical_origin -- get parameter name for error messaging
elseif utilities.is_set (TransPeriodical) then
TransPeriodical = nil; -- unset because not valid {{cite book}} or {{cite encyclopedia}} parameters
param = TransPeriodical_origin; -- get parameter name for error messaging
elseif utilities.is_set (ScriptPeriodical) then
ScriptPeriodical = nil; -- unset because not valid {{cite book}} or {{cite encyclopedia}} parameters
param = ScriptPeriodical_origin; -- get parameter name for error messaging
end
-- if utilities.is_set (param) then -- if we found one
-- utilities.set_message ('err_periodical_ignored', {param}); -- emit an error message
-- end
end
if utilities.is_set (Periodical) then
local i;
Periodical, i = utilities.strip_apostrophe_markup (Periodical); -- strip apostrophe markup so that metadata isn't contaminated
-- if i then -- non-zero when markup was stripped so emit an error message
-- utilities.set_message ('err_apostrophe_markup', {Periodical_origin});
-- end
end
if 'mailinglist' == config.CitationClass then -- special case for {{cite mailing list}}
-- if utilities.is_set (Periodical) and utilities.is_set (A ['MailingList']) then -- both set emit an error TODO: make a function for this and similar?
-- utilities.set_message ('err_redundant_parameters', {utilities.wrap_style ('parameter', Periodical_origin) .. cfg.presentation['sep_list_pair'] .. utilities.wrap_style ('parameter', 'mailinglist')});
-- end
Periodical = A ['MailingList']; -- error or no, set Periodical to |mailinglist= value because this template is {{cite mailing list}}
Periodical_origin = A:ORIGIN('MailingList');
end
-- web and news not tested for now because of
-- Wikipedia:Administrators%27_noticeboard#Is_there_a_semi-automated_tool_that_could_fix_these_annoying_"Cite_Web"_errors?
if not (utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical)) then -- 'periodical' templates require periodical parameter
-- local p = {['journal'] = 'journal', ['magazine'] = 'magazine', ['news'] = 'newspaper', ['web'] = 'website'}; -- for error message
local p = {['journal'] = 'journal', ['magazine'] = 'magazine'}; -- for error message
-- if p[config.CitationClass] then
-- utilities.set_message ('err_missing_periodical', {config.CitationClass, p[config.CitationClass]});
-- end
end
local Volume;
-- local ScriptPeriodical_origin = A:ORIGIN('ScriptPeriodical');
if 'citation' == config.CitationClass then
if utilities.is_set (Periodical) then
if not utilities.in_array (Periodical_origin, cfg.citation_no_volume_t) then -- {{citation}} does not render |volume= when these parameters are used
Volume = A['Volume']; -- but does for all other 'periodicals'
end
elseif utilities.is_set (ScriptPeriodical) then
if 'script-website' ~= ScriptPeriodical_origin then -- {{citation}} does not render volume for |script-website=
Volume = A['Volume']; -- but does for all other 'periodicals'
end
else
Volume = A['Volume']; -- and does for non-'periodical' cites
end
elseif utilities.in_array (config.CitationClass, cfg.templates_using_volume) then -- render |volume= for cs1 according to the configuration settings
Volume = A['Volume'];
end
extra_text_in_vol_iss_check (Volume, A:ORIGIN ('Volume'), 'v');
local Issue;
if 'citation' == config.CitationClass then
if utilities.is_set (Periodical) and utilities.in_array (Periodical_origin, cfg.citation_issue_t) then -- {{citation}} may render |issue= when these parameters are used
Issue = utilities.hyphen_to_dash (A['Issue']);
end
elseif utilities.in_array (config.CitationClass, cfg.templates_using_issue) then -- conference & map books do not support issue; {{citation}} listed here because included in settings table
if not (utilities.in_array (config.CitationClass, {'conference', 'map', 'citation'}) and not (utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical))) then
Issue = utilities.hyphen_to_dash (A['Issue']);
end
end
local ArticleNumber;
if utilities.in_array (config.CitationClass, {'journal', 'conference'}) or ('citation' == config.CitationClass and utilities.is_set (Periodical) and 'journal' == Periodical_origin) then
ArticleNumber = A['ArticleNumber'];
end
extra_text_in_vol_iss_check (Issue, A:ORIGIN ('Issue'), 'i');
local Page;
local Pages;
local At;
local QuotePage;
local QuotePages;
if not utilities.in_array (config.CitationClass, cfg.templates_not_using_page) then -- TODO: rewrite to emit ignored parameter error message?
Page = A['Page'];
Pages = utilities.hyphen_to_dash (A['Pages']);
At = A['At'];
QuotePage = A['QuotePage'];
QuotePages = utilities.hyphen_to_dash (A['QuotePages']);
end
local Edition = A['Edition'];
local PublicationPlace = place_check (A['PublicationPlace'], A:ORIGIN('PublicationPlace'));
local Place = place_check (A['Place'], A:ORIGIN('Place'));
local PublisherName = A['PublisherName'];
local PublisherName_origin = A:ORIGIN('PublisherName');
if utilities.is_set (PublisherName) and (cfg.keywords_xlate['none'] ~= PublisherName) then
local i = 0;
PublisherName, i = utilities.strip_apostrophe_markup (PublisherName); -- strip apostrophe markup so that metadata isn't contaminated; publisher is never italicized
if i and (0 < i) then -- non-zero when markup was stripped so emit an error message
-- utilities.set_message ('err_apostrophe_markup', {PublisherName_origin});
end
end
-- if ('document' == config.CitationClass) and not utilities.is_set (PublisherName) then
-- utilities.set_message ('err_missing_publisher', {config.CitationClass, 'publisher'});
-- end
local Newsgroup = A['Newsgroup']; -- TODO: strip apostrophe markup?
local Newsgroup_origin = A:ORIGIN('Newsgroup');
if 'newsgroup' == config.CitationClass then
-- if utilities.is_set (PublisherName) and (cfg.keywords_xlate['none'] ~= PublisherName) then -- general use parameter |publisher= not allowed in cite newsgroup
-- utilities.set_message ('err_parameter_ignored', {PublisherName_origin});
-- end
PublisherName = nil; -- ensure that this parameter is unset for the time being; will be used again after COinS
end
local URL = A['URL']; -- TODO: better way to do this for URL, ChapterURL, and MapURL?
local UrlAccess = is_valid_parameter_value (A['UrlAccess'], A:ORIGIN('UrlAccess'), cfg.keywords_lists['url-access'], nil);
if not utilities.is_set (URL) and utilities.is_set (UrlAccess) then
UrlAccess = nil;
-- utilities.set_message ('err_param_access_requires_param', 'url');
end
local ChapterURL = A['ChapterURL'];
local ChapterUrlAccess = is_valid_parameter_value (A['ChapterUrlAccess'], A:ORIGIN('ChapterUrlAccess'), cfg.keywords_lists['url-access'], nil);
if not utilities.is_set (ChapterURL) and utilities.is_set (ChapterUrlAccess) then
ChapterUrlAccess = nil;
-- utilities.set_message ('err_param_access_requires_param', {A:ORIGIN('ChapterUrlAccess'):gsub ('%-access', '')});
end
local MapUrlAccess = is_valid_parameter_value (A['MapUrlAccess'], A:ORIGIN('MapUrlAccess'), cfg.keywords_lists['url-access'], nil);
if not utilities.is_set (A['MapURL']) and utilities.is_set (MapUrlAccess) then
MapUrlAccess = nil;
-- utilities.set_message ('err_param_access_requires_param', {'map-url'});
end
local this_page = mw.title.getCurrentTitle(); -- also used for COinS and for language
local no_tracking_cats = is_valid_parameter_value (A['NoTracking'], A:ORIGIN('NoTracking'), cfg.keywords_lists['yes_true_y'], nil);
-- check this page to see if it is in one of the namespaces that cs1 is not supposed to add to the error categories
if not utilities.is_set (no_tracking_cats) then -- ignore if we are already not going to categorize this page
if cfg.uncategorized_namespaces[this_page.namespace] then -- is this page's namespace id one of the uncategorized namespace ids?
no_tracking_cats = "true"; -- set no_tracking_cats
end
for _, v in ipairs (cfg.uncategorized_subpages) do -- cycle through page name patterns
if this_page.text:match (v) then -- test page name against each pattern
no_tracking_cats = "true"; -- set no_tracking_cats
break; -- bail out if one is found
end
end
end
-- check for extra |page=, |pages= or |at= parameters. (also sheet and sheets while we're at it)
utilities.select_one (args, {'page', 'p', 'pp', 'pages', 'at', 'sheet', 'sheets'}, 'err_redundant_parameters'); -- this is a dummy call simply to get the error message and category
local coins_pages;
Page, Pages, At, coins_pages = insource_loc_get (Page, A:ORIGIN('Page'), Pages, A:ORIGIN('Pages'), At);
local NoPP = is_valid_parameter_value (A['NoPP'], A:ORIGIN('NoPP'), cfg.keywords_lists['yes_true_y'], nil);
if utilities.is_set (PublicationPlace) and utilities.is_set (Place) then -- both |publication-place= and |place= (|location=) allowed if different
utilities.add_prop_cat ('location-test'); -- add property cat to evaluate how often PublicationPlace and Place are used together
if PublicationPlace == Place then
Place = ''; -- unset; don't need both if they are the same
end
elseif not utilities.is_set (PublicationPlace) and utilities.is_set (Place) then -- when only |place= (|location=) is set ...
PublicationPlace = Place; -- promote |place= (|location=) to |publication-place
end
if PublicationPlace == Place then Place = ''; end -- don't need both if they are the same
local URL_origin = A:ORIGIN('URL'); -- get name of parameter that holds URL
local ChapterURL_origin = A:ORIGIN('ChapterURL'); -- get name of parameter that holds ChapterURL
local ScriptChapter = A['ScriptChapter'];
local ScriptChapter_origin = A:ORIGIN ('ScriptChapter');
local Format = A['Format'];
local ChapterFormat = A['ChapterFormat'];
local TransChapter = A['TransChapter'];
local TransChapter_origin = A:ORIGIN ('TransChapter');
local TransTitle = A['TransTitle'];
local ScriptTitle = A['ScriptTitle'];
--[[
Parameter remapping for cite encyclopedia:
When the citation has these parameters:
|encyclopedia= and |title= then map |title= to |article= and |encyclopedia= to |title= for rendering
|encyclopedia= and |article= then map |encyclopedia= to |title= for rendering
|trans-title= maps to |trans-chapter= when |title= is re-mapped
|url= maps to |chapter-url= when |title= is remapped
All other combinations of |encyclopedia=, |title=, and |article= are not modified
]]
local Encyclopedia = A['Encyclopedia']; -- used as a flag by this module and by ~/COinS
if utilities.is_set (Encyclopedia) then -- emit error message when Encyclopedia set but template is other than {{cite encyclopedia}} or {{citation}}
if 'encyclopaedia' ~= config.CitationClass and 'citation' ~= config.CitationClass then
utilities.set_message ('err_parameter_ignored', {A:ORIGIN ('Encyclopedia')});
Encyclopedia = nil; -- unset because not supported by this template
end
end
if ('encyclopaedia' == config.CitationClass) or ('citation' == config.CitationClass and utilities.is_set (Encyclopedia)) then
if utilities.is_set (Periodical) and utilities.is_set (Encyclopedia) then -- when both parameters set emit an error message; {{citation}} only; Periodical not allowed in {{cite encyclopedia}}
utilities.set_message ('err_periodical_ignored', {Periodical_origin});
end
if utilities.is_set (Encyclopedia) then
Periodical = Encyclopedia; -- error or no, set Periodical to Encyclopedia for rendering; {{citation}} could (not legitimately) have both; use Encyclopedia
Periodical_origin = A:ORIGIN ('Encyclopedia');
if utilities.is_set (Title) or utilities.is_set (ScriptTitle) then
if not utilities.is_set (Chapter) then
Chapter = Title; -- |encyclopedia= and |title= are set so map |title= to |article= and |encyclopedia= to |title= for rendering
ScriptChapter = ScriptTitle;
ScriptChapter_origin = A:ORIGIN('ScriptTitle')
TransChapter = TransTitle;
ChapterURL = URL;
ChapterURL_origin = URL_origin;
ChapterUrlAccess = UrlAccess;
if not utilities.is_set (ChapterURL) and utilities.is_set (TitleLink) then
Chapter = utilities.make_wikilink (TitleLink, Chapter);
end
Title = Periodical;
ChapterFormat = Format;
Periodical = ''; -- redundant so unset
TransTitle = '';
URL = '';
Format = '';
TitleLink = '';
ScriptTitle = '';
end
elseif utilities.is_set (Chapter) or utilities.is_set (ScriptChapter) then -- |title= not set
Title = Periodical; -- |encyclopedia= set and |article= set so map |encyclopedia= to |title= for rendering
Periodical = ''; -- redundant so unset
end
end
end
-- special case for cite techreport.
local ID = A['ID'];
if (config.CitationClass == "techreport") then -- special case for cite techreport
if utilities.is_set (A['Number']) then -- cite techreport uses 'number', which other citations alias to 'issue'
if not utilities.is_set (ID) then -- can we use ID for the "number"?
ID = A['Number']; -- yes, use it
-- else -- ID has a value so emit error message
-- utilities.set_message ('err_redundant_parameters', {utilities.wrap_style ('parameter', 'id') .. cfg.presentation['sep_list_pair'] .. utilities.wrap_style ('parameter', 'number')});
end
end
end
-- Account for the oddity that is {{cite conference}}, before generation of COinS data.
local ChapterLink -- = A['ChapterLink']; -- deprecated as a parameter but still used internally by cite episode
local Conference = A['Conference'];
local BookTitle = A['BookTitle'];
local TransTitle_origin = A:ORIGIN ('TransTitle');
if 'conference' == config.CitationClass then
if utilities.is_set (BookTitle) then
Chapter = Title;
Chapter_origin = 'title';
-- ChapterLink = TitleLink; -- |chapter-link= is deprecated
ChapterURL = URL;
ChapterUrlAccess = UrlAccess;
ChapterURL_origin = URL_origin;
URL_origin = '';
ChapterFormat = Format;
TransChapter = TransTitle;
TransChapter_origin = TransTitle_origin;
Title = BookTitle;
Format = '';
-- TitleLink = '';
TransTitle = '';
URL = '';
end
elseif 'speech' ~= config.CitationClass then
Conference = ''; -- not cite conference or cite speech so make sure this is empty string
end
-- CS1/2 mode
local Mode;
if cfg.global_cs1_config_t['Mode'] then -- global setting in {{cs1 config}} overrides local |mode= parameter value; nil when empty or assigned value invalid
Mode = is_valid_parameter_value (cfg.global_cs1_config_t['Mode'], 'cs1 config: mode', cfg.keywords_lists['mode'], ''); -- error messaging 'param' here is a hoax
else
Mode = is_valid_parameter_value (A['Mode'], A:ORIGIN('Mode'), cfg.keywords_lists['mode'], '');
end
if cfg.global_cs1_config_t['Mode'] and utilities.is_set (A['Mode']) then -- when template has |mode=<something> which global setting has overridden
utilities.set_message ('maint_overridden_setting'); -- set a maint message
end
-- separator character and postscript
local sepc, PostScript = set_style (Mode:lower(), A['PostScript'], config.CitationClass);
-- controls capitalization of certain static text
local use_lowercase = ( sepc == ',' );
-- cite map oddities
local Cartography = "";
local Scale = "";
local Sheet = A['Sheet'] or '';
local Sheets = A['Sheets'] or '';
if config.CitationClass == "map" then
-- if utilities.is_set (Chapter) then --TODO: make a function for this and similar?
-- utilities.set_message ('err_redundant_parameters', {utilities.wrap_style ('parameter', 'map') .. cfg.presentation['sep_list_pair'] .. utilities.wrap_style ('parameter', Chapter_origin)}); -- add error message
-- end
Chapter = A['Map'];
Chapter_origin = A:ORIGIN('Map');
ChapterURL = A['MapURL'];
ChapterURL_origin = A:ORIGIN('MapURL');
TransChapter = A['TransMap'];
ScriptChapter = A['ScriptMap']
ScriptChapter_origin = A:ORIGIN('ScriptMap')
ChapterUrlAccess = MapUrlAccess;
ChapterFormat = A['MapFormat'];
Cartography = A['Cartography'];
if utilities.is_set ( Cartography ) then
Cartography = sepc .. " " .. wrap_msg ('cartography', Cartography, use_lowercase);
end
Scale = A['Scale'];
if utilities.is_set ( Scale ) then
Scale = sepc .. " " .. Scale;
end
end
-- Account for the oddities that are {{cite episode}} and {{cite serial}}, before generation of COinS data.
local Series = A['Series'];
if 'episode' == config.CitationClass or 'serial' == config.CitationClass then
local SeriesLink = A['SeriesLink'];
SeriesLink = link_title_ok (SeriesLink, A:ORIGIN ('SeriesLink'), Series, 'series'); -- check for wiki-markup in |series-link= or wiki-markup in |series= when |series-link= is set
local Network = A['Network'];
local Station = A['Station'];
local s, n = {}, {};
-- do common parameters first
if utilities.is_set (Network) then table.insert(n, Network); end
if utilities.is_set (Station) then table.insert(n, Station); end
ID = table.concat(n, sepc .. ' ');
if 'episode' == config.CitationClass then -- handle the oddities that are strictly {{cite episode}}
local Season = A['Season'];
local SeriesNumber = A['SeriesNumber'];
if utilities.is_set (Season) and utilities.is_set (SeriesNumber) then -- these are mutually exclusive so if both are set TODO: make a function for this and similar?
-- utilities.set_message ('err_redundant_parameters', {utilities.wrap_style ('parameter', 'season') .. cfg.presentation['sep_list_pair'] .. utilities.wrap_style ('parameter', 'seriesno')}); -- add error message
SeriesNumber = ''; -- unset; prefer |season= over |seriesno=
end
-- assemble a table of parts concatenated later into Series
if utilities.is_set (Season) then table.insert(s, wrap_msg ('season', Season, use_lowercase)); end
if utilities.is_set (SeriesNumber) then table.insert(s, wrap_msg ('seriesnum', SeriesNumber, use_lowercase)); end
if utilities.is_set (Issue) then table.insert(s, wrap_msg ('episode', Issue, use_lowercase)); end
Issue = ''; -- unset because this is not a unique parameter
Chapter = Title; -- promote title parameters to chapter
ScriptChapter = ScriptTitle;
ScriptChapter_origin = A:ORIGIN('ScriptTitle');
ChapterLink = TitleLink; -- alias |episode-link=
TransChapter = TransTitle;
ChapterURL = URL;
ChapterUrlAccess = UrlAccess;
ChapterURL_origin = URL_origin;
ChapterFormat = Format;
Title = Series; -- promote series to title
TitleLink = SeriesLink;
Series = table.concat(s, sepc .. ' '); -- this is concatenation of season, seriesno, episode number
if utilities.is_set (ChapterLink) and not utilities.is_set (ChapterURL) then -- link but not URL
Chapter = utilities.make_wikilink (ChapterLink, Chapter);
elseif utilities.is_set (ChapterLink) and utilities.is_set (ChapterURL) then -- if both are set, URL links episode;
Series = utilities.make_wikilink (ChapterLink, Series);
end
URL = ''; -- unset
TransTitle = '';
ScriptTitle = '';
Format = '';
else -- now oddities that are cite serial
Issue = ''; -- unset because this parameter no longer supported by the citation/core version of cite serial
Chapter = A['Episode']; -- TODO: make |episode= available to cite episode someday?
if utilities.is_set (Series) and utilities.is_set (SeriesLink) then
Series = utilities.make_wikilink (SeriesLink, Series);
end
Series = utilities.wrap_style ('italic-title', Series); -- series is italicized
end
end
-- end of {{cite episode}} stuff
-- handle type parameter for those CS1 citations that have default values
local TitleType = A['TitleType'];
local Degree = A['Degree'];
if utilities.in_array (config.CitationClass, {'AV-media-notes', 'document', 'interview', 'mailinglist', 'map', 'podcast', 'pressrelease', 'report', 'speech', 'techreport', 'thesis'}) then
TitleType = set_titletype (config.CitationClass, TitleType);
if utilities.is_set (Degree) and "Thesis" == TitleType then -- special case for cite thesis
TitleType = Degree .. ' ' .. cfg.title_types ['thesis']:lower();
end
end
if utilities.is_set (TitleType) then -- if type parameter is specified
TitleType = utilities.substitute ( cfg.messages['type'], TitleType); -- display it in parentheses
-- TODO: Hack on TitleType to fix bunched parentheses problem
end
-- legacy: promote PublicationDate to Date if neither Date nor Year are set.
local Date = A['Date'];
local Date_origin; -- to hold the name of parameter promoted to Date; required for date error messaging
local PublicationDate = A['PublicationDate'];
local Year = A['Year'];
if not utilities.is_set (Date) then
Date = Year; -- promote Year to Date
Year = nil; -- make nil so Year as empty string isn't used for CITEREF
if not utilities.is_set (Date) and utilities.is_set (PublicationDate) then -- use PublicationDate when |date= and |year= are not set
Date = PublicationDate; -- promote PublicationDate to Date
PublicationDate = ''; -- unset, no longer needed
Date_origin = A:ORIGIN('PublicationDate'); -- save the name of the promoted parameter
else
Date_origin = A:ORIGIN('Year'); -- save the name of the promoted parameter
end
else
Date_origin = A:ORIGIN('Date'); -- not a promotion; name required for error messaging
end
if PublicationDate == Date then PublicationDate = ''; end -- if PublicationDate is same as Date, don't display in rendered citation
--[[
Go test all of the date-holding parameters for valid MOS:DATE format and make sure that dates are real dates. This must be done before we do COinS because here is where
we get the date used in the metadata.
Date validation supporting code is in Module:Citation/CS1/Date_validation
]]
local DF = is_valid_parameter_value (A['DF'], A:ORIGIN('DF'), cfg.keywords_lists['df'], '');
if not utilities.is_set (DF) then
DF = cfg.global_df; -- local |df= if present overrides global df set by {{use xxx date}} template
end
local ArchiveURL;
local ArchiveDate;
local ArchiveFormat = A['ArchiveFormat'];
local archive_url_timestamp; -- timestamp from wayback machine url
ArchiveURL, ArchiveDate, archive_url_timestamp = archive_url_check (A['ArchiveURL'], A['ArchiveDate'])
ArchiveFormat = style_format (ArchiveFormat, ArchiveURL, 'archive-format', 'archive-url');
ArchiveURL, ArchiveDate = is_unique_archive_url (ArchiveURL, URL, ChapterURL, A:ORIGIN('ArchiveURL'), ArchiveDate); -- add error message when URL or ChapterURL == ArchiveURL
local AccessDate = A['AccessDate'];
-- local LayDate = A['LayDate'];
local COinS_date = {}; -- holds date info extracted from |date= for the COinS metadata by Module:Date verification
local DoiBroken = A['DoiBroken'];
local Embargo = A['Embargo'];
local anchor_year; -- used in the CITEREF identifier
do -- create defined block to contain local variables error_message, date_parameters_list, mismatch
local error_message = '';
-- AirDate has been promoted to Date so not necessary to check it
local date_parameters_list = {
['access-date'] = {val = AccessDate, name = A:ORIGIN ('AccessDate')},
['archive-date'] = {val = ArchiveDate, name = A:ORIGIN ('ArchiveDate')},
['date'] = {val = Date, name = Date_origin},
['doi-broken-date'] = {val = DoiBroken, name = A:ORIGIN ('DoiBroken')},
['pmc-embargo-date'] = {val = Embargo, name = A:ORIGIN ('Embargo')},
-- ['lay-date'] = {val = LayDate, name = A:ORIGIN ('LayDate')},
['publication-date'] = {val = PublicationDate, name = A:ORIGIN ('PublicationDate')},
['year'] = {val = Year, name = A:ORIGIN ('Year')},
};
local error_list = {};
anchor_year, Embargo = validation.dates(date_parameters_list, COinS_date, error_list);
-- start temporary Julian / Gregorian calendar uncertainty categorization
if COinS_date.inter_cal_cat then
utilities.add_prop_cat ('jul-greg-uncertainty');
end
-- end temporary Julian / Gregorian calendar uncertainty categorization
if utilities.is_set (Year) and utilities.is_set (Date) then -- both |date= and |year= not normally needed;
validation.year_date_check (Year, A:ORIGIN ('Year'), Date, A:ORIGIN ('Date'), error_list);
end
if 0 == #error_list then -- error free dates only; 0 when error_list is empty
local modified = false; -- flag
if utilities.is_set (DF) then -- if we need to reformat dates
modified = validation.reformat_dates (date_parameters_list, DF); -- reformat to DF format, use long month names if appropriate
end
if true == validation.date_hyphen_to_dash (date_parameters_list) then -- convert hyphens to dashes where appropriate
modified = true;
utilities.set_message ('maint_date_format'); -- hyphens were converted so add maint category
end
-- for those wikis that can and want to have English date names translated to the local language; not supported at en.wiki
if cfg.date_name_auto_xlate_enable and validation.date_name_xlate (date_parameters_list, cfg.date_digit_auto_xlate_enable ) then
utilities.set_message ('maint_date_auto_xlated'); -- add maint cat
modified = true;
end
if modified then -- if the date_parameters_list values were modified
-- AccessDate = date_parameters_list['access-date'].val; -- overwrite date holding parameters with modified values
ArchiveDate = date_parameters_list['archive-date'].val;
Date = date_parameters_list['date'].val;
DoiBroken = date_parameters_list['doi-broken-date'].val;
-- LayDate = date_parameters_list['lay-date'].val;
PublicationDate = date_parameters_list['publication-date'].val;
end
if archive_url_timestamp and utilities.is_set (ArchiveDate) then
validation.archive_date_check (ArchiveDate, archive_url_timestamp); -- does YYYYMMDD in archive_url_timestamp match date in ArchiveDate
end
else
-- utilities.set_message ('err_bad_date', {utilities.make_sep_list (#error_list, error_list)}); -- add this error message
end
end -- end of do
if utilities.in_array (config.CitationClass, {'book', 'encyclopaedia'}) or -- {{cite book}}, {{cite encyclopedia}}; TODO: {{cite conference}} and others?
('citation' == config.CitationClass and utilities.is_set (Encyclopedia)) or -- {{citation}} as an encylopedia citation
('citation' == config.CitationClass and not utilities.is_set (Periodical)) then -- {{citation}} as a book citation
if utilities.is_set (PublicationPlace) then
if not utilities.is_set (PublisherName) then
local date = COinS_date.rftdate and tonumber (COinS_date.rftdate:match ('%d%d%d%d')); -- get year portion of COinS date (because in Arabic numerals); convert string to number
if date and (1850 <= date) then -- location has no publisher; if date is 1850 or later
utilities.set_message ('maint_location_no_publisher'); -- add maint cat
end
else -- PublisherName has a value
if cfg.keywords_xlate['none'] == PublisherName then -- if that value is 'none' (only for book and encyclopedia citations)
PublisherName = ''; -- unset
end
end
end
end
local ID_list = {}; -- sequence table of rendered identifiers
local ID_list_coins = {}; -- table of identifiers and their values from args; key is same as cfg.id_handlers's key
local Class = A['Class']; -- arxiv class identifier
local ID_support = {
{A['ASINTLD'], 'ASIN', 'err_asintld_missing_asin', A:ORIGIN ('ASINTLD')},
{DoiBroken, 'DOI', 'err_doibroken_missing_doi', A:ORIGIN ('DoiBroken')},
{Embargo, 'PMC', 'err_embargo_missing_pmc', A:ORIGIN ('Embargo')},
}
ID_list, ID_list_coins = identifiers.identifier_lists_get (args, {DoiBroken = DoiBroken, ASINTLD = A['ASINTLD'], Embargo = Embargo, Class = Class}, ID_support);
-- Account for the oddities that are {{cite arxiv}}, {{cite biorxiv}}, {{cite citeseerx}}, {{cite medrxiv}}, {{cite ssrn}}, before generation of COinS data.
if utilities.in_array (config.CitationClass, whitelist.preprint_template_list_t) then -- |arxiv= or |eprint= required for cite arxiv; |biorxiv=, |citeseerx=, |medrxiv=, |ssrn= required for their templates
if not (args[cfg.id_handlers[config.CitationClass:upper()].parameters[1]] or -- can't use ID_list_coins k/v table here because invalid parameters omitted
args[cfg.id_handlers[config.CitationClass:upper()].parameters[2]]) then -- which causes unexpected parameter missing error message
utilities.set_message ('err_' .. config.CitationClass .. '_missing'); -- add error message
end
Periodical = ({['arxiv'] = 'arXiv', ['biorxiv'] = 'bioRxiv', ['citeseerx'] = 'CiteSeerX', ['medrxiv'] = 'medRxiv', ['ssrn'] = 'Social Science Research Network'})[config.CitationClass];
end
-- Link the title of the work if no |url= was provided, but we have a |pmc= or a |doi= with |doi-access=free
if config.CitationClass == "journal" and not utilities.is_set (URL) and not utilities.is_set (TitleLink) and not utilities.in_array (cfg.keywords_xlate[Title], {'off', 'none'}) then -- TODO: remove 'none' once existing citations have been switched to 'off', so 'none' can be used as token for "no title" instead
if 'none' ~= cfg.keywords_xlate[auto_select] then -- if auto-linking not disabled
if identifiers.auto_link_urls[auto_select] then -- manual selection
URL = identifiers.auto_link_urls[auto_select]; -- set URL to be the same as identifier's external link
URL_origin = cfg.id_handlers[auto_select:upper()].parameters[1]; -- set URL_origin to parameter name for use in error message if citation is missing a |title=
elseif identifiers.auto_link_urls['pmc'] then -- auto-select PMC
URL = identifiers.auto_link_urls['pmc']; -- set URL to be the same as the PMC external link if not embargoed
URL_origin = cfg.id_handlers['PMC'].parameters[1]; -- set URL_origin to parameter name for use in error message if citation is missing a |title=
elseif identifiers.auto_link_urls['doi'] then -- auto-select DOI
URL = identifiers.auto_link_urls['doi'];
URL_origin = cfg.id_handlers['DOI'].parameters[1];
end
end
if utilities.is_set (URL) then -- set when using an identifier-created URL
if utilities.is_set (AccessDate) then -- |access-date= requires |url=; identifier-created URL is not |url=
-- utilities.set_message ('err_accessdate_missing_url'); -- add an error message
AccessDate = ''; -- unset
end
if utilities.is_set (ArchiveURL) then -- |archive-url= requires |url=; identifier-created URL is not |url=
utilities.set_message ('err_archive_missing_url'); -- add an error message
ArchiveURL = ''; -- unset
end
end
end
-- At this point fields may be nil if they weren't specified in the template use. We can use that fact.
-- Test if citation has no title
if not utilities.is_set (Title) and not utilities.is_set (TransTitle) and not utilities.is_set (ScriptTitle) then -- has special case for cite episode
utilities.set_message ('err_citation_missing_title', {'episode' == config.CitationClass and 'series' or 'title'});
end
if utilities.in_array (cfg.keywords_xlate[Title], {'off', 'none'}) and
utilities.in_array (config.CitationClass, {'journal', 'citation'}) and
(utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical)) and
('journal' == Periodical_origin or 'script-journal' == ScriptPeriodical_origin) then -- special case for journal cites
Title = ''; -- set title to empty string
utilities.set_message ('maint_untitled'); -- add maint cat
end
-- COinS metadata (see <http://ocoins.info/>) for automated parsing of citation information.
-- handle the oddity that is cite encyclopedia and {{citation |encyclopedia=something}}. Here we presume that
-- when Periodical, Title, and Chapter are all set, then Periodical is the book (encyclopedia) title, Title
-- is the article title, and Chapter is a section within the article. So, we remap
local coins_chapter = Chapter; -- default assuming that remapping not required
local coins_title = Title; -- et tu
if 'encyclopaedia' == config.CitationClass or ('citation' == config.CitationClass and utilities.is_set (Encyclopedia)) then
if utilities.is_set (Chapter) and utilities.is_set (Title) and utilities.is_set (Periodical) then -- if all are used then
coins_chapter = Title; -- remap
coins_title = Periodical;
end
end
local coins_author = a; -- default for coins rft.au
if 0 < #c then -- but if contributor list
coins_author = c; -- use that instead
end
-- this is the function call to COinS()
local OCinSoutput = metadata.COinS({
['Periodical'] = utilities.strip_apostrophe_markup (Periodical), -- no markup in the metadata
['Encyclopedia'] = Encyclopedia, -- just a flag; content ignored by ~/COinS
['Chapter'] = metadata.make_coins_title (coins_chapter, ScriptChapter), -- Chapter and ScriptChapter stripped of bold / italic / accept-as-written markup
['Degree'] = Degree; -- cite thesis only
['Title'] = metadata.make_coins_title (coins_title, ScriptTitle), -- Title and ScriptTitle stripped of bold / italic / accept-as-written markup
['PublicationPlace'] = PublicationPlace,
['Date'] = COinS_date.rftdate, -- COinS_date.* has correctly formatted date values if Date is valid;
['Season'] = COinS_date.rftssn,
['Quarter'] = COinS_date.rftquarter,
['Chron'] = COinS_date.rftchron,
['Series'] = Series,
['Volume'] = Volume,
['Issue'] = Issue,
['ArticleNumber'] = ArticleNumber,
['Pages'] = coins_pages or metadata.get_coins_pages (first_set ({Sheet, Sheets, Page, Pages, At, QuotePage, QuotePages}, 7)), -- pages stripped of external links
['Edition'] = Edition,
['PublisherName'] = PublisherName or Newsgroup, -- any apostrophe markup already removed from PublisherName
['URL'] = first_set ({ChapterURL, URL}, 2),
['Authors'] = coins_author,
['ID_list'] = ID_list_coins,
['RawPage'] = this_page.prefixedText,
}, config.CitationClass);
-- Account for the oddities that are {{cite arxiv}}, {{cite biorxiv}}, {{cite citeseerx}}, {{cite medrxiv}}, and {{cite ssrn}} AFTER generation of COinS data.
if utilities.in_array (config.CitationClass, whitelist.preprint_template_list_t) then -- we have set rft.jtitle in COinS to arXiv, bioRxiv, CiteSeerX, medRxiv, or ssrn now unset so it isn't displayed
Periodical = ''; -- periodical not allowed in these templates; if article has been published, use cite journal
end
-- special case for cite newsgroup. Do this after COinS because we are modifying Publishername to include some static text
if 'newsgroup' == config.CitationClass and utilities.is_set (Newsgroup) then
PublisherName = utilities.substitute (cfg.messages['newsgroup'], external_link( 'news:' .. Newsgroup, Newsgroup, Newsgroup_origin, nil ));
end
local Editors;
local EditorCount; -- used only for choosing {ed.) or (eds.) annotation at end of editor name-list
local Contributors; -- assembled contributors name list
local contributor_etal;
local Translators; -- assembled translators name list
local translator_etal;
local t = {}; -- translators list from |translator-lastn= / translator-firstn= pairs
t = extract_names (args, 'TranslatorList'); -- fetch translator list from |translatorn= / |translator-lastn=, -firstn=, -linkn=, -maskn=
local Interviewers;
local interviewers_list = {};
interviewers_list = extract_names (args, 'InterviewerList'); -- process preferred interviewers parameters
local interviewer_etal;
-- Now perform various field substitutions.
-- We also add leading spaces and surrounding markup and punctuation to the
-- various parts of the citation, but only when they are non-nil.
do
local last_first_list;
local control = {
format = NameListStyle, -- empty string, '&', 'amp', 'and', or 'vanc'
maximum = nil, -- as if display-authors or display-editors not set
mode = Mode
};
do -- do editor name list first because the now unsupported coauthors used to modify control table
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayEditors'] then -- global setting from {{cs1 config}} overrides local setting
control.maximum , editor_etal = get_display_names (cfg.global_cs1_config_t['DisplayEditors'], #e, 'editors', editor_etal, 'cs1 config');
else
control.maximum , editor_etal = get_display_names (A['DisplayEditors'], #e, 'editors', editor_etal, A:ORIGIN ('DisplayEditors'));
end
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayEditors'] and utilities.is_set (A['DisplayEditors']) then -- when template has |display-editors=<something> which global setting has overridden
utilities.set_message ('maint_overridden_setting'); -- set a maint message
end
Editors, EditorCount = list_people (control, e, editor_etal);
if 1 == EditorCount and (true == editor_etal or 1 < #e) then -- only one editor displayed but includes etal then
EditorCount = 2; -- spoof to display (eds.) annotation
end
end
do -- now do interviewers
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayInterviewers'] then -- global setting from {{cs1 config}} overrides local setting
control.maximum, interviewer_etal = get_display_names (cfg.global_cs1_config_t['DisplayInterviewers'], #interviewers_list, 'interviewers', interviewer_etal, 'cs1 config');
else
control.maximum, interviewer_etal = get_display_names (A['DisplayInterviewers'], #interviewers_list, 'interviewers', interviewer_etal, A:ORIGIN ('DisplayInterviewers'));
end
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayInterviewers'] and utilities.is_set (A['DisplayInterviewers']) then -- when template has |display-interviewers=<something> which global setting has overridden
utilities.set_message ('maint_overridden_setting'); -- set a maint message
end
Interviewers = list_people (control, interviewers_list, interviewer_etal);
end
do -- now do translators
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayTranslators'] then -- global setting from {{cs1 config}} overrides local setting
control.maximum, translator_etal = get_display_names (cfg.global_cs1_config_t['DisplayTranslators'], #t, 'translators', translator_etal, 'cs1 config');
else
control.maximum, translator_etal = get_display_names (A['DisplayTranslators'], #t, 'translators', translator_etal, A:ORIGIN ('DisplayTranslators'));
end
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayTranslators'] and utilities.is_set (A['DisplayTranslators']) then -- when template has |display-translators=<something> which global setting has overridden
utilities.set_message ('maint_overridden_setting'); -- set a maint message
end
Translators = list_people (control, t, translator_etal);
end
do -- now do contributors
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayContributors'] then -- global setting from {{cs1 config}} overrides local setting
control.maximum, contributor_etal = get_display_names (cfg.global_cs1_config_t['DisplayContributors'], #c, 'contributors', contributor_etal, 'cs1 config');
else
control.maximum, contributor_etal = get_display_names (A['DisplayContributors'], #c, 'contributors', contributor_etal, A:ORIGIN ('DisplayContributors'));
end
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayContributors'] and utilities.is_set (A['DisplayContributors']) then -- when template has |display-contributors=<something> which global setting has overridden
utilities.set_message ('maint_overridden_setting'); -- set a maint message
end
Contributors = list_people (control, c, contributor_etal);
end
do -- now do authors
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayAuthors'] then -- global setting from {{cs1 config}} overrides local setting
control.maximum, author_etal = get_display_names (cfg.global_cs1_config_t['DisplayAuthors'], #a, 'authors', author_etal, 'cs1 config');
else
control.maximum, author_etal = get_display_names (A['DisplayAuthors'], #a, 'authors', author_etal, A:ORIGIN ('DisplayAuthors'));
end
if cfg.global_cs1_config_t['DisplayAuthors'] and utilities.is_set (A['DisplayAuthors']) then -- when template has |display-authors=<something> which global setting has overridden
utilities.set_message ('maint_overridden_setting'); -- set a maint message
end
last_first_list = list_people (control, a, author_etal);
if utilities.is_set (Authors) then
Authors, author_etal = name_has_etal (Authors, author_etal, false, 'authors'); -- find and remove variations on et al.
if author_etal then
Authors = Authors .. ' ' .. cfg.messages['et al']; -- add et al. to authors parameter
end
else
Authors = last_first_list; -- either an author name list or an empty string
end
end -- end of do
if utilities.is_set (Authors) and utilities.is_set (Collaboration) then
Authors = Authors .. ' (' .. Collaboration .. ')'; -- add collaboration after et al.
end
end
local ConferenceFormat = A['ConferenceFormat'];
local ConferenceURL = A['ConferenceURL'];
ConferenceFormat = style_format (ConferenceFormat, ConferenceURL, 'conference-format', 'conference-url');
Format = style_format (Format, URL, 'format', 'url');
-- special case for chapter format so no error message or cat when chapter not supported
if not (utilities.in_array (config.CitationClass, {'web', 'news', 'journal', 'magazine', 'pressrelease', 'podcast', 'newsgroup', 'arxiv', 'biorxiv', 'citeseerx', 'medrxiv', 'ssrn'}) or
('citation' == config.CitationClass and (utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical)) and not utilities.is_set (Encyclopedia))) then
ChapterFormat = style_format (ChapterFormat, ChapterURL, 'chapter-format', 'chapter-url');
end
if not utilities.is_set (URL) then
if utilities.in_array (config.CitationClass, {"web", "podcast", "mailinglist"}) or -- |url= required for cite web, cite podcast, and cite mailinglist
('citation' == config.CitationClass and ('website' == Periodical_origin or 'script-website' == ScriptPeriodical_origin)) then -- and required for {{citation}} with |website= or |script-website=
utilities.set_message ('err_cite_web_url');
end
-- do we have |accessdate= without either |url= or |chapter-url=?
if utilities.is_set (AccessDate) and not utilities.is_set (ChapterURL) then -- ChapterURL may be set when URL is not set;
-- utilities.set_message ('err_accessdate_missing_url');
AccessDate = '';
end
end
local UrlStatus = is_valid_parameter_value (A['UrlStatus'], A:ORIGIN('UrlStatus'), cfg.keywords_lists['url-status'], '');
local OriginalURL
local OriginalURL_origin
local OriginalFormat
local OriginalAccess;
UrlStatus = UrlStatus:lower(); -- used later when assembling archived text
if utilities.is_set ( ArchiveURL ) then
if utilities.is_set (ChapterURL) then -- if chapter-url= is set apply archive url to it
OriginalURL = ChapterURL; -- save copy of source chapter's url for archive text
OriginalURL_origin = ChapterURL_origin; -- name of |chapter-url= parameter for error messages
OriginalFormat = ChapterFormat; -- and original |chapter-format=
if 'live' ~= UrlStatus then
ChapterURL = ArchiveURL -- swap-in the archive's URL
ChapterURL_origin = A:ORIGIN('ArchiveURL') -- name of |archive-url= parameter for error messages
ChapterFormat = ArchiveFormat or ''; -- swap in archive's format
ChapterUrlAccess = nil; -- restricted access levels do not make sense for archived URLs
end
elseif utilities.is_set (URL) then
OriginalURL = URL; -- save copy of original source URL
OriginalURL_origin = URL_origin; -- name of URL parameter for error messages
OriginalFormat = Format; -- and original |format=
OriginalAccess = UrlAccess;
if 'live' ~= UrlStatus then -- if URL set then |archive-url= applies to it
URL = ArchiveURL -- swap-in the archive's URL
URL_origin = A:ORIGIN('ArchiveURL') -- name of archive URL parameter for error messages
Format = ArchiveFormat or ''; -- swap in archive's format
UrlAccess = nil; -- restricted access levels do not make sense for archived URLs
end
end
elseif utilities.is_set (UrlStatus) then -- if |url-status= is set when |archive-url= is not set
utilities.set_message ('maint_url_status'); -- add maint cat
end
if utilities.in_array (config.CitationClass, {'web', 'news', 'journal', 'magazine', 'pressrelease', 'podcast', 'newsgroup', 'arxiv', 'biorxiv', 'citeseerx', 'medrxiv', 'ssrn'}) or -- if any of the 'periodical' cites except encyclopedia
('citation' == config.CitationClass and (utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical)) and not utilities.is_set (Encyclopedia)) then
local chap_param;
if utilities.is_set (Chapter) then -- get a parameter name from one of these chapter related meta-parameters
chap_param = A:ORIGIN ('Chapter')
elseif utilities.is_set (TransChapter) then
chap_param = A:ORIGIN ('TransChapter')
elseif utilities.is_set (ChapterURL) then
chap_param = A:ORIGIN ('ChapterURL')
elseif utilities.is_set (ScriptChapter) then
chap_param = ScriptChapter_origin;
else utilities.is_set (ChapterFormat)
chap_param = A:ORIGIN ('ChapterFormat')
end
if utilities.is_set (chap_param) then -- if we found one
-- utilities.set_message ('err_chapter_ignored', {chap_param}); -- add error message
Chapter = ''; -- and set them to empty string to be safe with concatenation
TransChapter = '';
ChapterURL = '';
ScriptChapter = '';
ChapterFormat = '';
end
else -- otherwise, format chapter / article title
local no_quotes = false; -- default assume that we will be quoting the chapter parameter value
if utilities.is_set (Contribution) and 0 < #c then -- if this is a contribution with contributor(s)
if utilities.in_array (Contribution:lower(), cfg.keywords_lists.contribution) then -- and a generic contribution title
no_quotes = true; -- then render it unquoted
end
end
Chapter = format_chapter_title (ScriptChapter, ScriptChapter_origin, Chapter, Chapter_origin, TransChapter, TransChapter_origin, ChapterURL, ChapterURL_origin, no_quotes, ChapterUrlAccess); -- Contribution is also in Chapter
if utilities.is_set (Chapter) then
Chapter = Chapter .. ChapterFormat ;
if 'map' == config.CitationClass and utilities.is_set (TitleType) then
Chapter = Chapter .. ' ' .. TitleType; -- map annotation here; not after title
end
Chapter = Chapter .. sepc .. ' ';
elseif utilities.is_set (ChapterFormat) then -- |chapter= not set but |chapter-format= is so ...
Chapter = ChapterFormat .. sepc .. ' '; -- ... ChapterFormat has error message, we want to see it
end
end
-- Format main title
local plain_title = false;
local accept_title;
Title, accept_title = utilities.has_accept_as_written (Title, true); -- remove accept-this-as-written markup when it wraps all of <Title>
if accept_title and ('' == Title) then -- only support forced empty for now "(())"
Title = cfg.messages['notitle']; -- replace by predefined "No title" message
-- TODO: utilities.set_message ( 'err_redundant_parameters', ...); -- issue proper error message instead of muting
ScriptTitle = ''; -- just mute for now
TransTitle = ''; -- just mute for now
plain_title = true; -- suppress text decoration for descriptive title
utilities.set_message ('maint_untitled'); -- add maint cat
end
if not accept_title then -- <Title> not wrapped in accept-as-written markup
if '...' == Title:sub (-3) then -- if ellipsis is the last three characters of |title=
Title = Title:gsub ('(%.%.%.)%.+$', '%1'); -- limit the number of dots to three
elseif not mw.ustring.find (Title, '%.%s*%a%.$') and -- end of title is not a 'dot-(optional space-)letter-dot' initialism ...
not mw.ustring.find (Title, '%s+%a%.$') then -- ...and not a 'space-letter-dot' initial (''Allium canadense'' L.)
Title = mw.ustring.gsub(Title, '%' .. sepc .. '$', ''); -- remove any trailing separator character; sepc and ms.ustring() here for languages that use multibyte separator characters
end
if utilities.is_set (ArchiveURL) and is_archived_copy (Title) then
utilities.set_message ('maint_archived_copy'); -- add maintenance category before we modify the content of Title
end
-- if is_generic ('generic_titles', Title) then
-- utilities.set_message ('err_generic_title'); -- set an error message
-- end
end
if (not plain_title) and (utilities.in_array (config.CitationClass, {'web', 'news', 'journal', 'magazine', 'document', 'pressrelease', 'podcast', 'newsgroup', 'mailinglist', 'interview', 'arxiv', 'biorxiv', 'citeseerx', 'medrxiv', 'ssrn'}) or
('citation' == config.CitationClass and (utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical)) and not utilities.is_set (Encyclopedia)) or
('map' == config.CitationClass and (utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical)))) then -- special case for cite map when the map is in a periodical treat as an article
Title = kern_quotes (Title); -- if necessary, separate title's leading and trailing quote marks from module provided quote marks
Title = utilities.wrap_style ('quoted-title', Title);
Title = script_concatenate (Title, ScriptTitle, 'script-title'); -- <bdi> tags, lang attribute, categorization, etc.; must be done after title is wrapped
TransTitle = utilities.wrap_style ('trans-quoted-title', TransTitle );
elseif plain_title or ('report' == config.CitationClass) then -- no styling for cite report and descriptive titles (otherwise same as above)
Title = script_concatenate (Title, ScriptTitle, 'script-title'); -- <bdi> tags, lang attribute, categorization, etc.; must be done after title is wrapped
TransTitle = utilities.wrap_style ('trans-quoted-title', TransTitle ); -- for cite report, use this form for trans-title
else
Title = utilities.wrap_style ('italic-title', Title);
Title = script_concatenate (Title, ScriptTitle, 'script-title'); -- <bdi> tags, lang attribute, categorization, etc.; must be done after title is wrapped
TransTitle = utilities.wrap_style ('trans-italic-title', TransTitle);
end
if utilities.is_set (TransTitle) then
if utilities.is_set (Title) then
TransTitle = " " .. TransTitle;
-- else
-- utilities.set_message ('err_trans_missing_title', {'title'});
end
end
if utilities.is_set (Title) then -- TODO: is this the right place to be making Wikisource URLs?
if utilities.is_set (TitleLink) and utilities.is_set (URL) then
utilities.set_message ('err_wikilink_in_url'); -- set an error message because we can't have both
TitleLink = ''; -- unset
end
if not utilities.is_set (TitleLink) and utilities.is_set (URL) then
Title = external_link (URL, Title, URL_origin, UrlAccess) .. TransTitle .. Format;
URL = ''; -- unset these because no longer needed
Format = "";
elseif utilities.is_set (TitleLink) and not utilities.is_set (URL) then
local ws_url;
ws_url = wikisource_url_make (TitleLink); -- ignore ws_label return; not used here
if ws_url then
Title = external_link (ws_url, Title .. ' ', 'ws link in title-link'); -- space char after Title to move icon away from italic text; TODO: a better way to do this?
Title = utilities.substitute (cfg.presentation['interwiki-icon'], {cfg.presentation['class-wikisource'], TitleLink, Title});
Title = Title .. TransTitle;
else
Title = utilities.make_wikilink (TitleLink, Title) .. TransTitle;
end
else
local ws_url, ws_label, L; -- Title has italic or quote markup by the time we get here which causes is_wikilink() to return 0 (not a wikilink)
ws_url, ws_label, L = wikisource_url_make (Title:gsub('^[\'"]*(.-)[\'"]*$', '%1')); -- make ws URL from |title= interwiki link (strip italic or quote markup); link portion L becomes tooltip label
if ws_url then
Title = Title:gsub ('%b[]', ws_label); -- replace interwiki link with ws_label to retain markup
Title = external_link (ws_url, Title .. ' ', 'ws link in title'); -- space char after Title to move icon away from italic text; TODO: a better way to do this?
Title = utilities.substitute (cfg.presentation['interwiki-icon'], {cfg.presentation['class-wikisource'], L, Title});
Title = Title .. TransTitle;
else
Title = Title .. TransTitle;
end
end
else
Title = TransTitle;
end
if utilities.is_set (Place) then
Place = " " .. wrap_msg ('written', Place, use_lowercase) .. sepc .. " ";
end
local ConferenceURL_origin = A:ORIGIN('ConferenceURL'); -- get name of parameter that holds ConferenceURL
if utilities.is_set (Conference) then
if utilities.is_set (ConferenceURL) then
Conference = external_link( ConferenceURL, Conference, ConferenceURL_origin, nil );
end
Conference = sepc .. " " .. Conference .. ConferenceFormat;
elseif utilities.is_set (ConferenceURL) then
Conference = sepc .. " " .. external_link( ConferenceURL, nil, ConferenceURL_origin, nil );
end
local Position = '';
if not utilities.is_set (Position) then
local Minutes = A['Minutes'];
local Time = A['Time'];
if utilities.is_set (Minutes) then
-- if utilities.is_set (Time) then --TODO: make a function for this and similar?
-- utilities.set_message ('err_redundant_parameters', {utilities.wrap_style ('parameter', 'minutes') .. cfg.presentation['sep_list_pair'] .. utilities.wrap_style ('parameter', 'time')});
-- end
Position = " " .. Minutes .. " " .. cfg.messages['minutes'];
else
if utilities.is_set (Time) then
local TimeCaption = A['TimeCaption']
if not utilities.is_set (TimeCaption) then
TimeCaption = cfg.messages['event'];
if sepc ~= '.' then
TimeCaption = TimeCaption:lower();
end
end
Position = " " .. TimeCaption .. " " .. Time;
end
end
else
Position = " " .. Position;
At = '';
end
Page, Pages, Sheet, Sheets = format_pages_sheets (Page, Pages, Sheet, Sheets, config.CitationClass, Periodical_origin, sepc, NoPP, use_lowercase);
At = utilities.is_set (At) and (sepc .. " " .. At) or "";
Position = utilities.is_set (Position) and (sepc .. " " .. Position) or "";
if config.CitationClass == 'map' then
local Sections = A['Sections']; -- Section (singular) is an alias of Chapter so set earlier
local Inset = A['Inset'];
if utilities.is_set ( Inset ) then
Inset = sepc .. " " .. wrap_msg ('inset', Inset, use_lowercase);
end
if utilities.is_set ( Sections ) then
Section = sepc .. " " .. wrap_msg ('sections', Sections, use_lowercase);
elseif utilities.is_set ( Section ) then
Section = sepc .. " " .. wrap_msg ('section', Section, use_lowercase);
end
At = At .. Inset .. Section;
end
local Others = A['Others'];
if utilities.is_set (Others) and 0 == #a and 0 == #e then -- add maint cat when |others= has value and used without |author=, |editor=
if config.CitationClass == "AV-media-notes"
or config.CitationClass == "audio-visual" then -- special maint for AV/M which has a lot of 'false' positives right now
utilities.set_message ('maint_others_avm')
else
utilities.set_message ('maint_others');
end
end
Others = utilities.is_set (Others) and (sepc .. " " .. Others) or "";
if utilities.is_set (Translators) then
Others = safe_join ({sepc .. ' ', wrap_msg ('translated', Translators, use_lowercase), Others}, sepc);
end
if utilities.is_set (Interviewers) then
Others = safe_join ({sepc .. ' ', wrap_msg ('interview', Interviewers, use_lowercase), Others}, sepc);
end
local TitleNote = A['TitleNote'];
TitleNote = utilities.is_set (TitleNote) and (sepc .. " " .. TitleNote) or "";
if utilities.is_set (Edition) then
-- if Edition:match ('%f[%a][Ee]d%n?%.?$') or Edition:match ('%f[%a][Ee]dition$') then -- Ed, ed, Ed., ed., Edn, edn, Edn., edn.
-- utilities.set_message ('err_extra_text_edition'); -- add error message
-- end
Edition = " " .. wrap_msg ('edition', Edition);
else
Edition = '';
end
Series = utilities.is_set (Series) and wrap_msg ('series', {sepc, Series}) or ""; -- not the same as SeriesNum
local Agency = A['Agency'];
Agency = utilities.is_set (Agency) and wrap_msg ('agency', {sepc, Agency}) or "";
Volume = format_volume_issue (Volume, Issue, ArticleNumber, config.CitationClass, Periodical_origin, sepc, use_lowercase);
if utilities.is_set (AccessDate) then
local retrv_text = " " .. cfg.messages['retrieved']
AccessDate = nowrap_date (ConvertDateFormatToIcelandic(AccessDate)); -- wrap in nowrap span if date in appropriate format
if (sepc ~= ".") then retrv_text = retrv_text:lower() end -- if mode is cs2, lower case
AccessDate = utilities.substitute (retrv_text, AccessDate); -- add retrieved text
AccessDate = utilities.substitute (cfg.presentation['accessdate'], {sepc, AccessDate}); -- allow editors to hide accessdates
end
if utilities.is_set (ID) then ID = sepc .. " " .. ID; end
local Docket = A['Docket'];
if "thesis" == config.CitationClass and utilities.is_set (Docket) then
ID = sepc .. " Docket " .. Docket .. ID;
end
if "report" == config.CitationClass and utilities.is_set (Docket) then -- for cite report when |docket= is set
ID = sepc .. ' ' .. Docket; -- overwrite ID even if |id= is set
end
if utilities.is_set (URL) then
URL = " " .. external_link( URL, nil, URL_origin, UrlAccess );
end
local Quote = A['Quote'];
local TransQuote = A['TransQuote'];
local ScriptQuote = A['ScriptQuote'];
if utilities.is_set (Quote) or utilities.is_set (TransQuote) or utilities.is_set (ScriptQuote) then
if utilities.is_set (Quote) then
if Quote:sub(1, 1) == '"' and Quote:sub(-1, -1) == '"' then -- if first and last characters of quote are quote marks
Quote = Quote:sub(2, -2); -- strip them off
end
end
Quote = kern_quotes (Quote); -- kern if needed
Quote = utilities.wrap_style ('quoted-text', Quote ); -- wrap in <q>...</q> tags
if utilities.is_set (ScriptQuote) then
Quote = script_concatenate (Quote, ScriptQuote, 'script-quote'); -- <bdi> tags, lang attribute, categorization, etc.; must be done after quote is wrapped
end
if utilities.is_set (TransQuote) then
if TransQuote:sub(1, 1) == '"' and TransQuote:sub(-1, -1) == '"' then -- if first and last characters of |trans-quote are quote marks
TransQuote = TransQuote:sub(2, -2); -- strip them off
end
Quote = Quote .. " " .. utilities.wrap_style ('trans-quoted-title', TransQuote );
end
if utilities.is_set (QuotePage) or utilities.is_set (QuotePages) then -- add page prefix
local quote_prefix = '';
if utilities.is_set (QuotePage) then
-- extra_text_in_page_check (QuotePage, 'quote-page'); -- add to maint cat if |quote-page= value begins with what looks like p., pp., etc.
if not NoPP then
quote_prefix = utilities.substitute (cfg.messages['p-prefix'], {sepc, QuotePage}), '', '', '';
else
quote_prefix = utilities.substitute (cfg.messages['nopp'], {sepc, QuotePage}), '', '', '';
end
elseif utilities.is_set (QuotePages) then
-- extra_text_in_page_check (QuotePages, 'quote-pages'); -- add to maint cat if |quote-pages= value begins with what looks like p., pp., etc.
if tonumber(QuotePages) ~= nil and not NoPP then -- if only digits, assume single page
quote_prefix = utilities.substitute (cfg.messages['p-prefix'], {sepc, QuotePages}), '', '';
elseif not NoPP then
quote_prefix = utilities.substitute (cfg.messages['pp-prefix'], {sepc, QuotePages}), '', '';
else
quote_prefix = utilities.substitute (cfg.messages['nopp'], {sepc, QuotePages}), '', '';
end
end
Quote = quote_prefix .. ": " .. Quote;
else
Quote = sepc .. " " .. Quote;
end
PostScript = ""; -- cs1|2 does not supply terminal punctuation when |quote= is set
end
-- We check length of PostScript here because it will have been nuked by
-- the quote parameters. We'd otherwise emit a message even if there wasn't
-- a displayed postscript.
-- TODO: Should the max size (1) be configurable?
-- TODO: Should we check a specific pattern?
if utilities.is_set(PostScript) and mw.ustring.len(PostScript) > 1 then
utilities.set_message ('maint_postscript')
end
local Archived;
if utilities.is_set (ArchiveURL) then
if not utilities.is_set (ArchiveDate) then -- ArchiveURL set but ArchiveDate not set
utilities.set_message ('err_archive_missing_date'); -- emit an error message
ArchiveURL = ''; -- empty string for concatenation
ArchiveDate = ''; -- empty string for concatenation
end
else
if utilities.is_set (ArchiveDate) then -- ArchiveURL not set but ArchiveDate is set
-- utilities.set_message ('err_archive_date_missing_url'); -- emit an error message
ArchiveURL = ''; -- empty string for concatenation
ArchiveDate = ''; -- empty string for concatenation
end
end
if utilities.is_set (ArchiveURL) then
local arch_text;
if not utilities.is_set (ArchiveDate) then
-- utilities.set_message ('err_archive_missing_date');
ArchiveDate = ''; -- empty string for concatenation
end
if "live" == UrlStatus then
arch_text = cfg.messages['archived'];
if sepc ~= "." then arch_text = arch_text:lower() end
if utilities.is_set (ArchiveDate) then
Archived = sepc .. ' ' .. utilities.substitute ( cfg.messages['archived-live'],
{external_link( ArchiveURL, arch_text, A:ORIGIN('ArchiveURL'), nil) .. ArchiveFormat, ConvertDateFormatToIcelandic(ArchiveDate) } );
else
Archived = '';
end
if not utilities.is_set (OriginalURL) then
utilities.set_message ('err_archive_missing_url');
Archived = ''; -- empty string for concatenation
end
elseif utilities.is_set (OriginalURL) then -- UrlStatus is empty, 'dead', 'unfit', 'usurped', 'bot: unknown'
if utilities.in_array (UrlStatus, {'unfit', 'usurped', 'bot: unknown'}) then
arch_text = cfg.messages['archived-unfit'];
if sepc ~= "." then arch_text = arch_text:lower() end
Archived = sepc .. ' ' .. arch_text .. ConvertDateFormatToIcelandic(ArchiveDate); -- format already styled
if 'bot: unknown' == UrlStatus then
utilities.set_message ('maint_bot_unknown'); -- and add a category if not already added
else
utilities.set_message ('maint_unfit'); -- and add a category if not already added
end
else -- UrlStatus is empty, 'dead'
arch_text = cfg.messages['archived-dead'];
if sepc ~= "." then arch_text = arch_text:lower() end
if utilities.is_set (ArchiveDate) then
Archived = sepc .. " " .. utilities.substitute ( arch_text,
{ external_link( OriginalURL, cfg.messages['original'], OriginalURL_origin, OriginalAccess ) .. OriginalFormat, ConvertDateFormatToIcelandic(ArchiveDate) } ); -- format already styled
else
Archived = ''; -- unset for concatenation
end
end
else -- OriginalUrl not set
utilities.set_message ('err_archive_missing_url');
Archived = ''; -- empty string for concatenation
end
elseif utilities.is_set (ArchiveFormat) then
Archived = ArchiveFormat; -- if set and ArchiveURL not set ArchiveFormat has error message
else
Archived = '';
end
-- local Lay = '';
-- local LaySource = A['LaySource'];
-- local LayURL = A['LayURL'];
-- local LayFormat = A['LayFormat'];
-- LayFormat = style_format (LayFormat, LayURL, 'lay-format', 'lay-url');
-- if utilities.is_set (LayURL) then
-- if utilities.is_set (LayDate) then LayDate = " (" .. LayDate .. ")" end
-- if utilities.is_set (LaySource) then
-- LaySource = " – ''" .. utilities.safe_for_italics (LaySource) .. "''";
-- else
-- LaySource = "";
-- end
-- if sepc == '.' then
-- Lay = sepc .. " " .. external_link( LayURL, cfg.messages['lay summary'], A:ORIGIN('LayURL'), nil ) .. LayFormat .. LaySource .. LayDate
-- else
-- Lay = sepc .. " " .. external_link( LayURL, cfg.messages['lay summary']:lower(), A:ORIGIN('LayURL'), nil ) .. LayFormat .. LaySource .. LayDate
-- end
-- elseif utilities.is_set (LayFormat) then -- Test if |lay-format= is given without giving a |lay-url=
-- Lay = sepc .. LayFormat; -- if set and LayURL not set, then LayFormat has error message
-- end
local TranscriptURL = A['TranscriptURL']
local TranscriptFormat = A['TranscriptFormat'];
TranscriptFormat = style_format (TranscriptFormat, TranscriptURL, 'transcript-format', 'transcripturl');
local Transcript = A['Transcript'];
local TranscriptURL_origin = A:ORIGIN('TranscriptURL'); -- get name of parameter that holds TranscriptURL
if utilities.is_set (Transcript) then
if utilities.is_set (TranscriptURL) then
Transcript = external_link( TranscriptURL, Transcript, TranscriptURL_origin, nil );
end
Transcript = sepc .. ' ' .. Transcript .. TranscriptFormat;
elseif utilities.is_set (TranscriptURL) then
Transcript = external_link( TranscriptURL, nil, TranscriptURL_origin, nil );
end
local Publisher;
if utilities.is_set (PublicationDate) then
PublicationDate = wrap_msg ('published', PublicationDate);
end
if utilities.is_set (PublisherName) then
if utilities.is_set (PublicationPlace) then
Publisher = sepc .. " " .. PublicationPlace .. ": " .. PublisherName .. PublicationDate;
else
Publisher = sepc .. " " .. PublisherName .. PublicationDate;
end
elseif utilities.is_set (PublicationPlace) then
Publisher= sepc .. " " .. PublicationPlace .. PublicationDate;
else
Publisher = PublicationDate;
end
-- Several of the above rely upon detecting this as nil, so do it last.
if (utilities.is_set (Periodical) or utilities.is_set (ScriptPeriodical) or utilities.is_set (TransPeriodical)) then
if utilities.is_set (Title) or utilities.is_set (TitleNote) then
Periodical = sepc .. " " .. format_periodical (ScriptPeriodical, ScriptPeriodical_origin, Periodical, TransPeriodical, TransPeriodical_origin);
else
Periodical = format_periodical (ScriptPeriodical, ScriptPeriodical_origin, Periodical, TransPeriodical, TransPeriodical_origin);
end
end
local Language = A['Language'];
if utilities.is_set (Language) then
Language = language_parameter (Language); -- format, categories, name from ISO639-1, etc.
else
Language=''; -- language not specified so make sure this is an empty string;
--[[ TODO: need to extract the wrap_msg from language_parameter
so that we can solve parentheses bunching problem with Format/Language/TitleType
]]
end
--[[
Handle the oddity that is cite speech. This code overrides whatever may be the value assigned to TitleNote (through |department=) and forces it to be " (Speech)" so that
the annotation directly follows the |title= parameter value in the citation rather than the |event= parameter value (if provided).
]]
if "speech" == config.CitationClass then -- cite speech only
TitleNote = TitleType; -- move TitleType to TitleNote so that it renders ahead of |event=
TitleType = ''; -- and unset
if utilities.is_set (Periodical) then -- if Periodical, perhaps because of an included |website= or |journal= parameter
if utilities.is_set (Conference) then -- and if |event= is set
Conference = Conference .. sepc .. " "; -- then add appropriate punctuation to the end of the Conference variable before rendering
end
end
end
-- Piece all bits together at last. Here, all should be non-nil.
-- We build things this way because it is more efficient in LUA
-- not to keep reassigning to the same string variable over and over.
local tcommon;
local tcommon2; -- used for book cite when |contributor= is set
if utilities.in_array (config.CitationClass, {"journal", "citation"}) and utilities.is_set (Periodical) then
if not (utilities.is_set (Authors) or utilities.is_set (Editors)) then
Others = Others:gsub ('^' .. sepc .. ' ', ''); -- when no authors and no editors, strip leading sepc and space
end
if utilities.is_set (Others) then Others = safe_join ({Others, sepc .. " "}, sepc) end -- add terminal punctuation & space; check for dup sepc; TODO why do we need to do this here?
tcommon = safe_join( {Others, Title, TitleNote, Conference, Periodical, Format, TitleType, Series, Language, Edition, Publisher, Agency, Volume}, sepc );
elseif utilities.in_array (config.CitationClass, {"book", "citation"}) and not utilities.is_set (Periodical) then -- special cases for book cites
if utilities.is_set (Contributors) then -- when we are citing foreword, preface, introduction, etc.
tcommon = safe_join( {Title, TitleNote}, sepc ); -- author and other stuff will come after this and before tcommon2
tcommon2 = safe_join( {Conference, Periodical, Format, TitleType, Series, Language, Volume, Others, Edition, Publisher, Agency}, sepc );
else
tcommon = safe_join( {Title, TitleNote, Conference, Periodical, Format, TitleType, Series, Language, Volume, Others, Edition, Publisher, Agency}, sepc );
end
elseif 'map' == config.CitationClass then -- special cases for cite map
if utilities.is_set (Chapter) then -- map in a book; TitleType is part of Chapter
tcommon = safe_join( {Title, Format, Edition, Scale, Series, Language, Cartography, Others, Publisher, Volume}, sepc );
elseif utilities.is_set (Periodical) then -- map in a periodical
tcommon = safe_join( {Title, TitleType, Format, Periodical, Scale, Series, Language, Cartography, Others, Publisher, Volume}, sepc );
else -- a sheet or stand-alone map
tcommon = safe_join( {Title, TitleType, Format, Edition, Scale, Series, Language, Cartography, Others, Publisher}, sepc );
end
elseif 'episode' == config.CitationClass then -- special case for cite episode
tcommon = safe_join( {Title, TitleNote, TitleType, Series, Language, Edition, Publisher}, sepc );
else -- all other CS1 templates
tcommon = safe_join( {Title, TitleNote, Conference, Periodical, Format, TitleType, Series, Language,
Volume, Others, Edition, Publisher, Agency}, sepc );
end
if #ID_list > 0 then
ID_list = safe_join( { sepc .. " ", table.concat( ID_list, sepc .. " " ), ID }, sepc );
else
ID_list = ID;
end
local Via = A['Via'];
Via = utilities.is_set (Via) and wrap_msg ('via', Via) or '';
local idcommon;
if 'audio-visual' == config.CitationClass or 'episode' == config.CitationClass then -- special case for cite AV media & cite episode position transcript
-- idcommon = safe_join( { ID_list, URL, Archived, Transcript, AccessDate, Via, Lay, Quote }, sepc );
idcommon = safe_join( { ID_list, URL, Archived, Transcript, AccessDate, Via, Quote }, sepc );
else
-- idcommon = safe_join( { ID_list, URL, Archived, AccessDate, Via, Lay, Quote }, sepc );
idcommon = safe_join( { ID_list, URL, Archived, AccessDate, Via, Quote }, sepc );
end
local text;
local pgtext = Position .. Sheet .. Sheets .. Page .. Pages .. At;
local OrigDate = A['OrigDate'];
OrigDate = utilities.is_set (OrigDate) and wrap_msg ('origdate', OrigDate) or '';
if utilities.is_set (Date) then
Date = ConvertDateFormatToIcelandic(Date)
if utilities.is_set (Authors) or utilities.is_set (Editors) then -- date follows authors or editors when authors not set
Date = " (" .. Date .. ")" .. OrigDate .. sepc .. " "; -- in parentheses
else -- neither of authors and editors set
if (string.sub(tcommon, -1, -1) == sepc) then -- if the last character of tcommon is sepc
Date = " " .. Date .. OrigDate; -- Date does not begin with sepc
else
Date = sepc .. " " .. Date .. OrigDate; -- Date begins with sepc
end
end
end
if utilities.is_set (Authors) then
if (not utilities.is_set (Date)) then -- when date is set it's in parentheses; no Authors termination
Authors = terminate_name_list (Authors, sepc); -- when no date, terminate with 0 or 1 sepc and a space
end
if utilities.is_set (Editors) then
local in_text = '';
local post_text = '';
if utilities.is_set (Chapter) and 0 == #c then
in_text = cfg.messages['in'] .. ' ';
if (sepc ~= '.') then
in_text = in_text:lower(); -- lowercase for cs2
end
end
if EditorCount <= 1 then
post_text = ' (' .. cfg.messages['editor'] .. ')'; -- be consistent with no-author, no-date case
else
post_text = ' (' .. cfg.messages['editors'] .. ')';
end
Editors = terminate_name_list (in_text .. Editors .. post_text, sepc); -- terminate with 0 or 1 sepc and a space
end
if utilities.is_set (Contributors) then -- book cite and we're citing the intro, preface, etc.
local by_text = sepc .. ' ' .. cfg.messages['by'] .. ' ';
if (sepc ~= '.') then by_text = by_text:lower() end -- lowercase for cs2
Authors = by_text .. Authors; -- author follows title so tweak it here
if utilities.is_set (Editors) and utilities.is_set (Date) then -- when Editors make sure that Authors gets terminated
Authors = terminate_name_list (Authors, sepc); -- terminate with 0 or 1 sepc and a space
end
if (not utilities.is_set (Date)) then -- when date is set it's in parentheses; no Contributors termination
Contributors = terminate_name_list (Contributors, sepc); -- terminate with 0 or 1 sepc and a space
end
text = safe_join( {Contributors, Date, Chapter, tcommon, Authors, Place, Editors, tcommon2, pgtext, idcommon }, sepc );
else
text = safe_join( {Authors, Date, Chapter, Place, Editors, tcommon, pgtext, idcommon }, sepc );
end
elseif utilities.is_set (Editors) then
if utilities.is_set (Date) then
if EditorCount <= 1 then
Editors = Editors .. cfg.presentation['sep_name'] .. cfg.messages['editor'];
else
Editors = Editors .. cfg.presentation['sep_name'] .. cfg.messages['editors'];
end
else
if EditorCount <= 1 then
Editors = Editors .. " (" .. cfg.messages['editor'] .. ")" .. sepc .. " "
else
Editors = Editors .. " (" .. cfg.messages['editors'] .. ")" .. sepc .. " "
end
end
text = safe_join( {Editors, Date, Chapter, Place, tcommon, pgtext, idcommon}, sepc );
else
if utilities.in_array (config.CitationClass, {"journal", "citation"}) and utilities.is_set (Periodical) then
text = safe_join( {Chapter, Place, tcommon, pgtext, Date, idcommon}, sepc );
else
text = safe_join( {Chapter, Place, tcommon, Date, pgtext, idcommon}, sepc );
end
end
if utilities.is_set (PostScript) and PostScript ~= sepc then
text = safe_join( {text, sepc}, sepc ); -- Deals with italics, spaces, etc.
text = text:sub(1, -sepc:len() - 1);
end
text = safe_join( {text, PostScript}, sepc );
-- Now enclose the whole thing in a <cite> element
local options_t = {};
options_t.class = cite_class_attribute_make (config.CitationClass, Mode);
local Ref = is_valid_parameter_value (A['Ref'], A:ORIGIN('Ref'), cfg.keywords_lists['ref'], nil, true); -- nil when |ref=harv; A['Ref'] else
if 'none' ~= cfg.keywords_xlate[(Ref and Ref:lower()) or ''] then
local namelist_t = {}; -- holds selected contributor, author, editor name list
if Year == nil or "" then
Year = string.match(Date, "%d%d%d%d") -- Since year was included in date earlier, use that.
end
local year = first_set ({Year, anchor_year}, 2); -- Year first for legacy citations and for YMD dates that require disambiguation
if #c > 0 then -- if there is a contributor list
namelist_t = c; -- select it
elseif #a > 0 then -- or an author list
namelist_t = a;
elseif #e > 0 then -- or an editor list
namelist_t = e;
end
local citeref_id;
if #namelist_t > 0 then -- if there are names in namelist_t
citeref_id = make_citeref_id (namelist_t, year); -- go make the CITEREF anchor
if mw.uri.anchorEncode (citeref_id) == ((Ref and mw.uri.anchorEncode (Ref)) or '') then -- Ref may already be encoded (by {{sfnref}}) so citeref_id must be encoded before comparison
utilities.set_message ('maint_ref_duplicates_default');
end
else
citeref_id = ''; -- unset
end
options_t.id = Ref or citeref_id;
end
if string.len (text:gsub('%b<>', '')) <= 2 then -- remove html and html-like tags; then get length of what remains;
z.error_cats_t = {}; -- blank the categories list
z.error_msgs_t = {}; -- blank the error messages list
OCinSoutput = nil; -- blank the metadata string
text = ''; -- blank the the citation
utilities.set_message ('err_empty_citation'); -- set empty citation message and category
end
local render_t = {}; -- here we collect the final bits for concatenation into the rendered citation
if utilities.is_set (options_t.id) then -- here we wrap the rendered citation in <cite ...>...</cite> tags
table.insert (render_t, utilities.substitute (cfg.presentation['cite-id'], {mw.uri.anchorEncode(options_t.id), mw.text.nowiki(options_t.class), text})); -- when |ref= is set or when there is a namelist
else
table.insert (render_t, utilities.substitute (cfg.presentation['cite'], {mw.text.nowiki(options_t.class), text})); -- when |ref=none or when namelist_t empty and |ref= is missing or is empty
end
if OCinSoutput then -- blanked when citation is 'empty' so don't bother to add boilerplate metadata span
table.insert (render_t, utilities.substitute (cfg.presentation['ocins'], OCinSoutput)); -- format and append metadata to the citation
end
local template_name = ('citation' == config.CitationClass) and 'citation' or 'cite ' .. (cfg.citation_class_map_t[config.CitationClass] or config.CitationClass);
local template_link = '[[Template:' .. template_name .. '|' .. template_name .. ']]';
local msg_prefix = '<code class="cs1-code">{{' .. template_link .. '}}</code>: ';
if 0 ~= #z.error_msgs_t then
mw.addWarning (utilities.substitute (cfg.messages.warning_msg_e, template_link));
table.insert (render_t, ' '); -- insert a space between citation and its error messages
table.sort (z.error_msgs_t); -- sort the error messages list; sorting includes wrapping <span> and <code> tags; hidden-error sorts ahead of visible-error
local hidden = true; -- presume that the only error messages emited by this template are hidden
for _, v in ipairs (z.error_msgs_t) do -- spin through the list of error messages
if v:find ('cs1-visible-error', 1, true) then -- look for the visible error class name
hidden = false; -- found one; so don't hide the error message prefix
break; -- and done because no need to look further
end
end
z.error_msgs_t[1] = table.concat ({utilities.error_comment (msg_prefix, hidden), z.error_msgs_t[1]}); -- add error message prefix to first error message to prevent extraneous punctuation
table.insert (render_t, table.concat (z.error_msgs_t, '; ')); -- make a big string of error messages and add it to the rendering
end
if 0 ~= #z.maint_cats_t then
mw.addWarning (utilities.substitute (cfg.messages.warning_msg_m, template_link));
table.sort (z.maint_cats_t); -- sort the maintenance messages list
local maint_msgs_t = {}; -- here we collect all of the maint messages
if 0 == #z.error_msgs_t then -- if no error messages
table.insert (maint_msgs_t, msg_prefix); -- insert message prefix in maint message livery
end
for _, v in ipairs( z.maint_cats_t ) do -- append maintenance categories
table.insert (maint_msgs_t, -- assemble new maint message and add it to the maint_msgs_t table
table.concat ({v, ' (', utilities.substitute (cfg.messages[':cat wikilink'], v), ')'})
);
end
table.insert (render_t, utilities.substitute (cfg.presentation['hidden-maint'], table.concat (maint_msgs_t, ' '))); -- wrap the group of maint messages with proper presentation and save
end
if not no_tracking_cats then
for _, v in ipairs (z.error_cats_t) do -- append error categories
table.insert (render_t, utilities.substitute (cfg.messages['cat wikilink'], v));
end
for _, v in ipairs (z.maint_cats_t) do -- append maintenance categories
table.insert (render_t, utilities.substitute (cfg.messages['cat wikilink'], v));
end
for _, v in ipairs (z.prop_cats_t) do -- append properties categories
table.insert (render_t, utilities.substitute (cfg.messages['cat wikilink'], v));
end
end
return table.concat (render_t); -- make a big string and done
end
--[[--------------------------< V A L I D A T E >--------------------------------------------------------------
Looks for a parameter's name in one of several whitelists.
Parameters in the whitelist can have three values:
true - active, supported parameters
false - deprecated, supported parameters
nil - unsupported parameters
]]
local function validate (name, cite_class, empty)
local name = tostring (name);
local enum_name; -- parameter name with enumerator (if any) replaced with '#'
local state;
local function state_test (state, name) -- local function to do testing of state values
if true == state then return true; end -- valid actively supported parameter
if false == state then
if empty then return nil; end -- empty deprecated parameters are treated as unknowns
deprecated_parameter (name); -- parameter is deprecated but still supported
return true;
end
if 'tracked' == state then
local base_name = name:gsub ('%d', ''); -- strip enumerators from parameter names that have them to get the base name
utilities.add_prop_cat ('tracked-param', {base_name}, base_name); -- add a properties category; <base_name> modifies <key>
return true;
end
return nil;
end
if name:find ('#') then -- # is a cs1|2 reserved character so parameters with # not permitted
return nil;
end
-- replace wnumerator digit(s) with # (|last25= becomes |last#=) (mw.ustring because non-Western 'local' digits)
enum_name = mw.ustring.gsub (name, '%d+$', '#'); -- where enumerator is last charaters in parameter name (these to protect |s2cid=)
enum_name = mw.ustring.gsub (enum_name, '%d+([%-l])', '#%1'); -- where enumerator is in the middle of the parameter name; |author#link= is the oddity
if 'document' == cite_class then -- special case for {{cite document}}
state = whitelist.document_parameters_t[enum_name]; -- this list holds enumerated and nonenumerated parameters
if true == state_test (state, name) then return true; end
return false;
end
if utilities.in_array (cite_class, whitelist.preprint_template_list_t) then -- limited parameter sets allowed for these templates
state = whitelist.limited_parameters_t[enum_name]; -- this list holds enumerated and nonenumerated parameters
if true == state_test (state, name) then return true; end
state = whitelist.preprint_arguments_t[cite_class][name]; -- look in the parameter-list for the template identified by cite_class
if true == state_test (state, name) then return true; end
return false; -- not supported because not found or name is set to nil
end -- end limited parameter-set templates
if utilities.in_array (cite_class, whitelist.unique_param_template_list_t) then -- template-specific parameters for templates that accept parameters from the basic argument list
state = whitelist.unique_arguments_t[cite_class][name]; -- look in the template-specific parameter-lists for the template identified by cite_class
if true == state_test (state, name) then return true; end
end -- if here, fall into general validation
state = whitelist.common_parameters_t[enum_name]; -- all other templates; all normal parameters allowed; this list holds enumerated and nonenumerated parameters
if true == state_test (state, name) then return true; end
return false; -- not supported because not found or name is set to nil
end
--[=[-------------------------< I N T E R _ W I K I _ C H E C K >----------------------------------------------
check <value> for inter-language interwiki-link markup. <prefix> must be a MediaWiki-recognized language
code. when these values have the form (without leading colon):
[[<prefix>:link|label]] return label as plain-text
[[<prefix>:link]] return <prefix>:link as plain-text
return value as is else
]=]
local function inter_wiki_check (parameter, value)
local prefix = value:match ('%[%[(%a+):'); -- get an interwiki prefix if one exists
local _;
if prefix and cfg.inter_wiki_map[prefix:lower()] then -- if prefix is in the map, needs preceding colon so
utilities.set_message ('err_bad_paramlink', parameter); -- emit an error message
_, value, _ = utilities.is_wikilink (value); -- extract label portion from wikilink
end
return value;
end
--[[--------------------------< M I S S I N G _ P I P E _ C H E C K >------------------------------------------
Look at the contents of a parameter. If the content has a string of characters and digits followed by an equal
sign, compare the alphanumeric string to the list of cs1|2 parameters. If found, then the string is possibly a
parameter that is missing its pipe. There are two tests made:
{{cite ... |title=Title access-date=2016-03-17}} -- the first parameter has a value and whitespace separates that value from the missing pipe parameter name
{{cite ... |title=access-date=2016-03-17}} -- the first parameter has no value (whitespace after the first = is trimmed by MediaWiki)
cs1|2 shares some parameter names with XML/HTML attributes: class=, title=, etc. To prevent false positives XML/HTML
tags are removed before the search.
If a missing pipe is detected, this function adds the missing pipe maintenance category.
]]
local function missing_pipe_check (parameter, value)
local capture;
value = value:gsub ('%b<>', ''); -- remove XML/HTML tags because attributes: class=, title=, etc.
capture = value:match ('%s+(%a[%w%-]+)%s*=') or value:match ('^(%a[%w%-]+)%s*='); -- find and categorize parameters with possible missing pipes
if capture and validate (capture) then -- if the capture is a valid parameter name
utilities.set_message ('err_missing_pipe', parameter);
end
end
--[[--------------------------< H A S _ E X T R A N E O U S _ P U N C T >--------------------------------------
look for extraneous terminal punctuation in most parameter values; parameters listed in skip table are not checked
]]
local function has_extraneous_punc (param, value)
if 'number' == type (param) then
return;
end
param = param:gsub ('%d+', '#'); -- enumerated name-list mask params allow terminal punct; normalize
if cfg.punct_skip[param] then
return; -- parameter name found in the skip table so done
end
if value:match ('[,;:]$') then
utilities.set_message ('maint_extra_punct'); -- has extraneous punctuation; add maint cat
end
if value:match ('^=') then -- sometimes an extraneous '=' character appears ...
utilities.set_message ('maint_extra_punct'); -- has extraneous punctuation; add maint cat
end
end
--[[--------------------------< H A S _ E X T R A N E O U S _ U R L >------------------------------------------
look for extraneous url parameter values; parameters listed in skip table are not checked
]]
local function has_extraneous_url (url_param_t)
local url_error_t = {};
check_for_url (url_param_t, url_error_t); -- extraneous url check
if 0 ~= #url_error_t then -- non-zero when there are errors
table.sort (url_error_t);
utilities.set_message ('err_param_has_ext_link', {utilities.make_sep_list (#url_error_t, url_error_t)}); -- add this error message
end
end
--[[--------------------------< C I T A T I O N >--------------------------------------------------------------
This is used by templates such as {{cite book}} to create the actual citation text.
]]
local function _citation(args, config, lookups)
-- i18n: set the name that your wiki uses to identify sandbox subpages from sandbox template invoke (or can be set here)
local sandbox = ((config.SandboxPath and '' ~= config.SandboxPath) and config.SandboxPath) or '/sandbox'; -- sandbox path from {{#invoke:Citation/CS1/sandbox|citation|SandboxPath=/...}}
is_sandbox = nil ~= string.find (lookups.title, sandbox, 1, true); -- is this invoke the sandbox module?
sandbox = is_sandbox and sandbox or ''; -- use i18n sandbox to load sandbox modules when this module is the sandox; live modules else
cfg = mw.loadData ('Module:Citation/CS1/Configuration' .. sandbox); -- load sandbox versions of support modules when {{#invoke:Citation/CS1/sandbox|...}}; live modules else
whitelist = mw.loadData ('Module:Citation/CS1/Whitelist' .. sandbox);
utilities = require ('Module:Citation/CS1/Utilities' .. sandbox);
validation = require ('Module:Citation/CS1/Date_validation' .. sandbox);
identifiers = require ('Module:Citation/CS1/Identifiers' .. sandbox);
metadata = require ('Module:Citation/CS1/COinS');
utilities.set_selected_modules (cfg); -- so that functions in Utilities can see the selected cfg tables
identifiers.set_selected_modules (cfg, utilities); -- so that functions in Identifiers can see the selected cfg tables and selected Utilities module
validation.set_selected_modules (cfg, utilities); -- so that functions in Date validataion can see selected cfg tables and the selected Utilities module
metadata.set_selected_modules (cfg, utilities); -- so that functions in COinS can see the selected cfg tables and selected Utilities module
z = utilities.z; -- table of error and category tables in Module:Citation/CS1/Utilities
is_preview_mode = not utilities.is_set (lookups.revisionid);
-- table where we store all of the template's arguments
local suggestions = {}; -- table where we store suggestions if we need to loadData them
local error_text; -- used as a flag
local capture; -- the single supported capture when matching unknown parameters using patterns
local empty_unknowns = {}; -- sequence table to hold empty unknown params for error message listing
for k, v in pairs( args ) do -- get parameters from the parent (template) frame
v = mw.ustring.gsub (v, '^%s*(.-)%s*$', '%1'); -- trim leading/trailing whitespace; when v is only whitespace, becomes empty string
if v ~= '' then
if ('string' == type (k)) then
k = mw.ustring.gsub (k, '%d', cfg.date_names.local_digits); -- for enumerated parameters, translate 'local' digits to Western 0-9
end
if not validate( k, config.CitationClass ) then
if type (k) ~= 'string' then -- exclude empty numbered parameters
if v:match("%S+") ~= nil then
error_text = utilities.set_message ('err_text_ignored', {v});
end
elseif validate (k:lower(), config.CitationClass) then
error_text = utilities.set_message ('err_parameter_ignored_suggest', {k, k:lower()}); -- suggest the lowercase version of the parameter
else
if nil == suggestions.suggestions then -- if this table is nil then we need to load it
suggestions = mw.loadData ('Module:Citation/CS1/Suggestions' .. sandbox); --load sandbox version of suggestion module when {{#invoke:Citation/CS1/sandbox|...}}; live module else
end
for pattern, param in pairs (suggestions.patterns) do -- loop through the patterns to see if we can suggest a proper parameter
capture = k:match (pattern); -- the whole match if no capture in pattern else the capture if a match
if capture then -- if the pattern matches
param = utilities.substitute (param, capture); -- add the capture to the suggested parameter (typically the enumerator)
if validate (param, config.CitationClass) then -- validate the suggestion to make sure that the suggestion is supported by this template (necessary for limited parameter lists)
error_text = utilities.set_message ('err_parameter_ignored_suggest', {k, param}); -- set the suggestion error message
else
error_text = utilities.set_message ('err_parameter_ignored', {k}); -- suggested param not supported by this template
v = ''; -- unset
end
end
end
if not utilities.is_set (error_text) then -- couldn't match with a pattern, is there an explicit suggestion?
if (suggestions.suggestions[ k:lower() ] ~= nil) and validate (suggestions.suggestions[ k:lower() ], config.CitationClass) then
-- utilities.set_message ('err_parameter_ignored_suggest', {k, suggestions.suggestions[ k:lower() ]});
else
-- utilities.set_message ('err_parameter_ignored', {k});
v = ''; -- unset value assigned to unrecognized parameters (this for the limited parameter lists)
end
end
end
end
args[k] = v; -- save this parameter and its value
elseif not utilities.is_set (v) then -- for empty parameters
-- if not validate (k, config.CitationClass, true) then -- is this empty parameter a valid parameter
-- k = ('' == k) and '(empty string)' or k; -- when k is empty string (or was space(s) trimmed to empty string), replace with descriptive text
-- table.insert (empty_unknowns, utilities.wrap_style ('parameter', k)); -- format for error message and add to the list
-- end
-- crude debug support that allows us to render a citation from module {{#invoke:}} TODO: keep?
-- elseif args[k] ~= nil or (k == 'postscript') then -- when args[k] has a value from {{#invoke}} frame (we don't normally do that)
-- args[k] = v; -- overwrite args[k] with empty string from pframe.args[k] (template frame); v is empty string here
end -- not sure about the postscript bit; that gets handled in parameter validation; historical artifact?
end
-- if 0 ~= #empty_unknowns then -- create empty unknown error message
-- utilities.set_message ('err_param_unknown_empty', {
-- 1 == #empty_unknowns and '' or 's',
-- utilities.make_sep_list (#empty_unknowns, empty_unknowns)
-- });
-- end
local url_param_t = {};
for k, v in pairs( args ) do
if 'string' == type (k) then -- don't evaluate positional parameters
has_invisible_chars (k, v); -- look for invisible characters
end
has_extraneous_punc (k, v); -- look for extraneous terminal punctuation in parameter values
missing_pipe_check (k, v); -- do we think that there is a parameter that is missing a pipe?
args[k] = inter_wiki_check (k, v); -- when language interwiki-linked parameter missing leading colon replace with wiki-link label
if 'string' == type (k) and not cfg.url_skip[k] then -- when parameter k is not positional and not in url skip table
url_param_t[k] = v; -- make a parameter/value list for extraneous url check
end
end
-- has_extraneous_url (url_param_t); -- look for url in parameter values where a url does not belong
return table.concat ({
lookups.templatestyles,
citation0( config, args)
});
end
local function citation(frame)
local config = {}; -- table to store parameters from the module {{#invoke:}}
for k, v in pairs( frame.args ) do -- get parameters from the {{#invoke}} frame
config[k] = v;
-- args[k] = v; -- crude debug support that allows us to render a citation from module {{#invoke:}}; skips parameter validation; TODO: keep?
end
local pframe = frame:getParent()
local args = pframe.args
local styles = 'Module:Citation/CS1/styles.css';
local lookups = {
title = frame:getTitle(),
revisionid = frame:preprocess ('{{REVISIONID}}'),
templatestyles = frame:extensionTag ('templatestyles', '', {src=styles})
}
return _citation(args, config, lookups)
end
--[[--------------------------< E X P O R T E D F U N C T I O N S >------------------------------------------
]]
return {citation = citation, _citation = _citation};
s01hlhku6wlym5d2zkip0bnda2optqo
Guðrún Ögmundsdóttir
0
152007
1891953
1884779
2024-12-15T01:19:21Z
TKSnaevarr
53243
1891953
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|forskeyti=
|nafn=Guðrún Ögmundsdóttir
|viðskeyti=
|skammstöfun=GÖg
|mynd=
| myndastærð1 =
| myndatexti1 =
| fæddur =19. október 1950
|fæðingarstaður=[[Reykjavík]], [[Ísland]]i
|dánardagur={{dauðadagur og aldur|2019|12|31|1950|10|19}}
|dánarstaður=[[Kópavogur|Kópavogi]], Íslandi
|stjórnmálaflokkur=[[Samfylkingin]]
|maki = Gísli Arnór Víkingsson
|börn = 2
|flokkur=[[Samfylkingin]]
| AÞ_frá1 = 1999
| AÞ_til1 = 2003
| AÞ_kjördæmi1 =[[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]]
|tb1-kj-stytting=Rvk.
| AÞ_flokkur1 =Samfylkingin
|tb1-fl-stytting=Samfylk.
| AÞ_frá2 = 2003
| AÞ_til2 = 2007
| AÞ_kjördæmi2 =[[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]]
|tb2-kj-stytting=RvkN.
| AÞ_flokkur2 =Samfylkingin
|tb2-fl-stytting=Samfylk.
| AÞ_CV =204
| SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]]
| SS1_frá1 = 1992
| SS1_til1 = 1994
| SS1_flokkur1 = Kvennalistinn
| SS1_frá2 = 1994
| SS1_til2 = 1998
| SS1_flokkur2 = Reykjavíkurlistinn
| SS1_litur2 = yellow
}}
'''Guðrún Ögmundsdóttir''' ([[19. október]] [[1950]] - [[31. desember]] [[2019]]) var íslenskur félagsráðgjafi, [[borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] og [[alþingismaður]]. Hún var kjörin á þing fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]] í [[Reykjavíkurkjördæmi]] árið 1999 og sat á þingi til ársins 2007.
Kjörforeldrar Guðrúnar voru hjónin Ögmundur Jónsson (1918-1971) vélstjóri og bifvélavirki og yfirverkstjóri hjá [[Vita- og hafnamálastofnun]] og Jóhanna J. Guðjónsdóttir (1918-1986). Móðir Guðrúnar var Hulda Valdimarsdóttir (1922-1981). Maður Guðrúnar var Gísli Arnór Víkingsson (f. 1956) sérfræðingur hjá [[Hafrannsóknastofnun Íslands|Hafrannsóknarstofnun]] og eignuðust þau tvö börn.
== Nám og störf ==
Guðrún lauk námi í [[félagsfræði]] og félagsráðgjöf frá [[Roskilde]] Universitetscenter í [[Danmörk|Danmörku]] árið 1983. Hún stundaði framhaldsnám í [[fjölmiðlafræði]] við sama skóla 1983-1985 og lauk þaðan cand.comm-prófi árið 1985.
Hún sinnti ýmsum störfum áður en hún hóf nám og starfaði m.a. á dagskrárdeild [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpsins]], sviðsmaður í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]], var uppeldisfulltrúi við sérdeild [[Hlíðaskóli|Hlíðaskóla]] og starfaði á [[Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins]]. Að námi loknu var hún starfsmaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) 1985-1988, verkefnisstjóri hjá [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóði íslenskra námsmanna]], starfaði hjá Styrktarfélagi vangefinna, var framkvæmdastjóri námskeiða fyrir aðstandendur fatlaðra barna og félagsmálafulltrúi hjá [[Sjálfsbjörg|Sjálfsbjörgu]]. Yfirfélagsráðgjafi á kvennadeild [[Landspítali|Landspítala]] 1988-1994 og stundakennari við læknadeild og félagsvísindadeild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] um tíma. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir [[Kvennalistinn|Kvennalistann]] frá 1992-1994 en var kjörin borgarfulltrúi fyrir [[Reykjavíkurlistinn|Reykjavíkurlistann]] árið 1994 og var borgarfulltrúi til ársins 1998.<ref>[https://www.mbl.is/greinasafn/grein/361269/ „Guðrún Ögmundsdóttir ekki í framboði“], ''Morgunblaðið,'' 23. október 1997 (skoðað 17. júní 2019) </ref> Hún starfaði sem deildarstjóri í [[Félagsmálaráðuneyti Íslands|félagsmálaráðuneytinu]] frá 1998-1999 eða þar til hún var kosin á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Guðrún sat á þingi til ársins 2007.<ref>Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=204 Æviágrip - Guðrún Ögmundsdóttir] (skoðað 17. júní 2019)</ref> Árið 2007 hóf hún störf sem sérfræðingur í [[Menntamálaráðuneyti|menntamálaráðuneytinu]] og gegndi því starfi til ársins 2010 er hún var ráðin á vegum [[Dómsmálaráðuneyti Íslands|dómsmálaráðuneytisins]] sem tengiliður ríkisins og þeirra einstaklinga sem vistaðir höfðu verið á vistheimilum á vegum hins opinbera sem börn og unglingar og sætt þar harðræði.<ref>Visir.is, [https://www.visir.is/g/2010394048077 „Guðrún er tengiliður vegna vistheimila“], (skoðað 17. júní 2019)</ref>
Guðrún sat í stjórn [[UNICEF á Íslandi]] á árunum 2011-2018 þar af frá 2016-2018 sem stjórnarformaður.<ref>Unicef.is, [https://unicef.is/minningarfr%C3%A9tt-gu%C3%B0r%C3%BAn-%C3%B6gmundard%C3%B3ttir - Minningarfrétt: Guðrún Ögmundardóttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} (skoðað 2. janúar 2020)</ref>
Árið 2018 var Guðrún kosin í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. <ref>Reykjavik.is, [https://reykjavik.is/borgarfulltruar/gudrun-ogmundsdottir „Borgarfulltrúar - Guðrún Ögmundsdóttir“] (skoðað 17. júní 2019)</ref>
== Annað ==
[[Halla Gunnarsdóttir]] skrifaði sögu Guðrúnar, ''Hjartað ræður för'' og kom hún út árið 2010''.''<ref>Forlagid.is, [https://www.forlagid.is/vara/hjarta%C3%B0-r%C3%A6%C3%B0ur-for-gu%C3%B0run-ogmundsdottir/ „Hjartað ræður för - Guðrún Ögmundsdóttir“], (skoðað 17. júní 2019)</ref> Þann 17. júní 2019 var Guðrún sæmd riddarakrossi [[Hin íslenska fálkaorða|Hinnar íslensku fálkaorðu]] fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks.<ref>Visir.is, [https://www.visir.is/g/2019190619085/sextan-hlutu-falkaorduna-a-thjodhatidardaginn „Sextán hlutu fálkaorðuna á þjóðhátíðardaginn“] (skoðað 17. júní 2019)</ref>
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Kvennalistans]]
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans]]
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1950]]
[[Flokkur:Fólk dáið árið 2019]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
[[Flokkur:Íslenskir félagsráðgjafar]]
[[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]]
byv5nm9an7dac1q2hanwebtp5wyvzst
1891954
1891953
2024-12-15T01:22:05Z
TKSnaevarr
53243
1891954
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|forskeyti=
|nafn=Guðrún Ögmundsdóttir
|viðskeyti=
|skammstöfun=GÖg
|mynd=
| myndastærð1 =
| myndatexti1 =
| fæddur =19. október 1950
|fæðingarstaður=[[Reykjavík]], [[Ísland]]i
|dánardagur={{dauðadagur og aldur|2019|12|31|1950|10|19}}
|dánarstaður=[[Kópavogur|Kópavogi]], Íslandi
|stjórnmálaflokkur=[[Samfylkingin]]
|maki = Gísli Arnór Víkingsson
|börn = 2
|flokkur=[[Samfylkingin]]
| AÞ_frá1 = 1999
| AÞ_til1 = 2003
| AÞ_kjördæmi1 =[[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]]
|tb1-kj-stytting=Rvk.
| AÞ_flokkur1 =Samfylkingin
|tb1-fl-stytting=Samfylk.
| AÞ_frá2 = 2003
| AÞ_til2 = 2007
| AÞ_kjördæmi2 =[[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]]
|tb2-kj-stytting=RvkN.
| AÞ_flokkur2 =Samfylkingin
|tb2-fl-stytting=Samfylk.
| AÞ_CV =204
| SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]]
| SS1_frá1 = 1992
| SS1_til1 = 1994
| SS1_flokkur1 = Kvennalistinn
| SS1_frá2 = 1994
| SS1_til2 = 1998
| SS1_flokkur2 = Reykjavíkurlistinn
| SS1_litur2 = yellow
| SS1_frá3 = 2018
| SS1_til3 = 2019
| SS1_flokkur3 = Samfylkingin
}}
'''Guðrún Ögmundsdóttir''' ([[19. október]] [[1950]] - [[31. desember]] [[2019]]) var íslenskur félagsráðgjafi, [[borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] og [[alþingismaður]]. Hún var kjörin á þing fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]] í [[Reykjavíkurkjördæmi]] árið 1999 og sat á þingi til ársins 2007.
Kjörforeldrar Guðrúnar voru hjónin Ögmundur Jónsson (1918-1971) vélstjóri og bifvélavirki og yfirverkstjóri hjá [[Vita- og hafnamálastofnun]] og Jóhanna J. Guðjónsdóttir (1918-1986). Móðir Guðrúnar var Hulda Valdimarsdóttir (1922-1981). Maður Guðrúnar var Gísli Arnór Víkingsson (f. 1956) sérfræðingur hjá [[Hafrannsóknastofnun Íslands|Hafrannsóknarstofnun]] og eignuðust þau tvö börn.
== Nám og störf ==
Guðrún lauk námi í [[félagsfræði]] og félagsráðgjöf frá [[Roskilde]] Universitetscenter í [[Danmörk|Danmörku]] árið 1983. Hún stundaði framhaldsnám í [[fjölmiðlafræði]] við sama skóla 1983-1985 og lauk þaðan cand.comm-prófi árið 1985.
Hún sinnti ýmsum störfum áður en hún hóf nám og starfaði m.a. á dagskrárdeild [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpsins]], sviðsmaður í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]], var uppeldisfulltrúi við sérdeild [[Hlíðaskóli|Hlíðaskóla]] og starfaði á [[Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins]]. Að námi loknu var hún starfsmaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) 1985-1988, verkefnisstjóri hjá [[Lánasjóður íslenskra námsmanna|Lánasjóði íslenskra námsmanna]], starfaði hjá Styrktarfélagi vangefinna, var framkvæmdastjóri námskeiða fyrir aðstandendur fatlaðra barna og félagsmálafulltrúi hjá [[Sjálfsbjörg|Sjálfsbjörgu]]. Yfirfélagsráðgjafi á kvennadeild [[Landspítali|Landspítala]] 1988-1994 og stundakennari við læknadeild og félagsvísindadeild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] um tíma. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir [[Kvennalistinn|Kvennalistann]] frá 1992-1994 en var kjörin borgarfulltrúi fyrir [[Reykjavíkurlistinn|Reykjavíkurlistann]] árið 1994 og var borgarfulltrúi til ársins 1998.<ref>[https://www.mbl.is/greinasafn/grein/361269/ „Guðrún Ögmundsdóttir ekki í framboði“], ''Morgunblaðið,'' 23. október 1997 (skoðað 17. júní 2019) </ref> Hún starfaði sem deildarstjóri í [[Félagsmálaráðuneyti Íslands|félagsmálaráðuneytinu]] frá 1998-1999 eða þar til hún var kosin á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Guðrún sat á þingi til ársins 2007.<ref>Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=204 Æviágrip - Guðrún Ögmundsdóttir] (skoðað 17. júní 2019)</ref> Árið 2007 hóf hún störf sem sérfræðingur í [[Menntamálaráðuneyti|menntamálaráðuneytinu]] og gegndi því starfi til ársins 2010 er hún var ráðin á vegum [[Dómsmálaráðuneyti Íslands|dómsmálaráðuneytisins]] sem tengiliður ríkisins og þeirra einstaklinga sem vistaðir höfðu verið á vistheimilum á vegum hins opinbera sem börn og unglingar og sætt þar harðræði.<ref>Visir.is, [https://www.visir.is/g/2010394048077 „Guðrún er tengiliður vegna vistheimila“], (skoðað 17. júní 2019)</ref>
Guðrún sat í stjórn [[UNICEF á Íslandi]] á árunum 2011-2018 þar af frá 2016-2018 sem stjórnarformaður.<ref>Unicef.is, [https://unicef.is/minningarfr%C3%A9tt-gu%C3%B0r%C3%BAn-%C3%B6gmundard%C3%B3ttir - Minningarfrétt: Guðrún Ögmundardóttir]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} (skoðað 2. janúar 2020)</ref>
Árið 2018 var Guðrún kosin í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. <ref>Reykjavik.is, [https://reykjavik.is/borgarfulltruar/gudrun-ogmundsdottir „Borgarfulltrúar - Guðrún Ögmundsdóttir“] (skoðað 17. júní 2019)</ref>
== Annað ==
[[Halla Gunnarsdóttir]] skrifaði sögu Guðrúnar, ''Hjartað ræður för'' og kom hún út árið 2010''.''<ref>Forlagid.is, [https://www.forlagid.is/vara/hjarta%C3%B0-r%C3%A6%C3%B0ur-for-gu%C3%B0run-ogmundsdottir/ „Hjartað ræður för - Guðrún Ögmundsdóttir“], (skoðað 17. júní 2019)</ref> Þann 17. júní 2019 var Guðrún sæmd riddarakrossi [[Hin íslenska fálkaorða|Hinnar íslensku fálkaorðu]] fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks.<ref>Visir.is, [https://www.visir.is/g/2019190619085/sextan-hlutu-falkaorduna-a-thjodhatidardaginn „Sextán hlutu fálkaorðuna á þjóðhátíðardaginn“] (skoðað 17. júní 2019)</ref>
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Kvennalistans]]
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans]]
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1950]]
[[Flokkur:Fólk dáið árið 2019]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
[[Flokkur:Íslenskir félagsráðgjafar]]
[[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]]
g4ra5a9bdp0kybsqtuxf1mfp97za7az
Hrefna Sigurjónsdóttir
0
153230
1891963
1850111
2024-12-15T11:43:32Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1891963
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Hrefna Sigurjónsdóttir
| búseta =
| mynd = Mynd2.jpg
| myndastærð = 220px
| myndatexti =
| alt =
| fæðingarnafn =
| fæðingardagur = 24. október 1950
| fæðingarstaður =
| dauðadagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur =
| þekktur_fyrir =
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni =
| starf = Prófessor í líffræði við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]
| titill =
| verðlaun =
| laun =
| trú =
| maki =
| börn =
| foreldrar =
| háskóli =
| stjórnmálaflokkur =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
}}
'''Hrefna Sigurjónasdóttir''' (f. 24. október 1950) er [[líffræðingur]] og [[prófessor]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].
== Ferill ==
Hrefna lauk landsprófi frá [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] 1966 og stúdentsprófi frá stærðfræðideild [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólans í Reykjavík]] vorið 1970 og útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BS (90e) próf í líffræði vorið 1973. Lokaverkefni var á sviði vistfræði skordýra. Ári síðar lauk hún framhaldsnámi frá sömu deild (BS 120e),<ref name="ferilskrá">{{vefheimild|url=https://www.hi.is/starfsfolk/hrefnas|titill=Hrefna Sigurjónsdóttir. Prófessor líffræði. Ferilskrá.|mánuðurskoðað=31. júlí|árskoðað=2019}}</ref> með áherslu á skordýr þar sem hún kannaði útbreiðslu þeirra og fleiri liðdýra á landi í hlíðum og á toppi Esju.<ref name="ritaskrá">{{vefheimild|url=https://www.hi.is/starfsfolk/hrefnas|titill=Hrefna Sigurjónsdóttir. Prófessor líffræði. Ritaskrá.|mánuðurskoðað=31. júlí|árskoðað=2019}}</ref> Hún stundaði nám í vistfræði frá University College of North Wales, Bangor 1975 -1976 og lauk meistaranámi þaðan.<ref name="ferilskrá" /> Rannsóknarverkefnið var um fæðusamkeppni milli náskyldra fersvatnsflatorma, og var það unnið undir leiðsögn prófessors T. Reynoldson.<ref name="ritaskrá" /> Hrefna hóf doktorsnám 1977 í dýrafræðideild við [https://www.liverpool.ac.uk/ University of Liverpool] í Englandi og lauk því 1980. Leiðbeinandi hennar þar var prófessor [[:en:Geoff Parker|G.A. Parker]] sem var brautryðjandi í þróunarfræði með áherslu á æxlunarhegðun og þróun kynjamunar og hafði unnið mikið með gulu mykjufluguna. Doktorsverkefni Hrefnu var á þessu sviði þar sem áherslan er á að túlka hegðun dýra út frá vistfræði og í ljósi þróunar (behaviour ecology/sociobiology). Titill ritgerðarinnar er ''Evolutionary aspects of Sexual Dimorphism in Size:studies on Dung flies and Three Groups of Birds''.<ref>[https://doktor.landsbokasafn.is/detail/663 Skrá um doktorsritgerðir Íslandinga. Hrefna Sigurjónsdóttir]. Sótt 31. júlí 2019</ref><ref>Morgunblaðið. (1981, 28. mars). [http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=118168&pageId=1539154&lang=is&q=HREFNA%20Sigurj%F3nsd%F3ttir Doktorsritgerð Hrefnu Sigurjónsdóttur: Fjallaði um þróun stærðarmunar kynja á mykjuflugum] (bls. 7). Sótt 31. júlí 2019</ref> Hún var fyrst kvenna á Íslandi til að ljúka [[Doktorsgráða|doktorsprófi]] í dýraatferlisfræði. Eftir heimkomu lauk hún kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands (1982).<ref name="ferilskrá" />
Á námsárum sínum vann hún eitt sumar á Rannsóknastofu fiskiðnaarins (1971), aðstoðaði prófessor Arnþór Garðarson við rannsóknir á gróðri Þjórsárvera (1973 og 1974) og vann fyrir prófessor Agnar Ingólfsson við rannsóknir á útbreiðslu fjörulífvera sumarið 1975 og sumarið 1977. Hún aðstoðaði við verklega kennslu í vistfræði og dýrafræði með námi og veturinn 1974-1975. Eftir að doktorsnáminu lauk var hún stundakennari við líffræðiskor Háskóla Íslands og við Menntaskólann í Hamrahlíð (2 ár). Haustið 1982 var hún ráðin [[lektor]] í líffræði við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) og fékk framgang í [[dósent]] 1987 og síðan prófessor 1999. Við sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands 2008 varð hún prófessor við menntavísindasvið HÍ. Hún hefur einkum kennt kennaranemum sem velja líffræði/náttúrufræði sem kjörsvið en einnig stýrt og kennt mörgum endurmenntunarnámskeiðum á sviði líffræði, umhverfismenntar og útikennslu. Í HÍ var hún aðalkennari í valnámskeiði í atferlisfræði, fyrst vorið 1981 og síðan að jafnaði annað hvert ár, síðast 2018. Hún hefur leiðbeint nemendum í meistaranámi í atferlisfræði<ref>Háskóli Íslands. [https://www.hi.is/visindin/otviraed_greind_geitarinnar Ótvíræð greind geitarinnar]. Sótt 1. ágúst 2019</ref> (íslenskum og frönskum) auk fjölda kennaranema í lokaverkefnum til B.ED. og M.Ed. prófs. Hún hefur einnig kennt námskeið í atferlisfræði hesta við Hólaskóla, Háskólann á Hólum (2011-2013).<ref name="ferilskrá" />
== Rannsóknir ==
Rannsóknir Hrefnu í líffræði hafa verið á sviði atferlisfræði,<ref>[https://scholar.google.com/citations?user=47jwx8gAAAAJ&hl=en&oi=ao Google Scholar. Hrefna Sigurjonsdottir.].</ref> og hefur hún unnið með æxlunarhegðun mykjuflugna og kuðungableikju og síðustu 20 árin félagshegðun íslenska hestsins.<ref name="ritaskrá" /><ref>[https://www.visindavefur.is/author.php?id=512 Vísindavefurinn. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor í líffræði við HÍ]. Sótt 31. júlí 2019</ref><ref>Háskóli Íslands. [https://www.hi.is/visindin/hversu_lengi_eru_folold_a_spena Hversu lengi eru folöld á spena?] Sótt 31. júlí 2019</ref><ref>Fákur. (2015). [http://fakur.is/fraedslufundur-um-atfrli-hrossa/ Fræðslufundur um atferli hrossa]. Sótt 31. júlí 2019</ref> Þar hefur hún meðal annars kannað virðingarraðir, hvað ræður stöðu einstaklinganna og hve mörgum hestarnir tengjast vináttuböndum og hverjum, þ.e. tengslaneti þeirra.<ref>Vísindavefurinn. (2018). [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=76366 Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?] Sótt 31. júlí 2019</ref><ref>RÚV. Landinn. (2014, 15. september). [https://www.ruv.is/frett/vinskapur-hesta-getur-varad-aevilangt Vinskapur hesta getur varað ævilangt]. Sótt 31. júlí 2019</ref> Rannsóknir hennar hafa verið styrktar af Rannís, Rannsóknasjóði HÍ<ref>Tímarit Háskólans. (2018). [http://vefbirting.oddi.is/HI/haskolamagasin2018/61/ Hversu lengi eru folöld á spena? (bls. 61)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190731192542/http://vefbirting.oddi.is/HI/haskolamagasin2018/61/ |date=2019-07-31 }}. Sótt 31. júlí 2019</ref> og fleiri aðilum og verið kynntar á fjölda ráðstefna og funda víða um heim.<ref name="ritaskrá" />
Hrefna hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúrufræðimenntunar, haldið erindi,<ref>[http://malthing.natturutorg.is/dagskra-malthings-2015/Mismunandi form vendikennslu - Hugleiðingar um árangur]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Erindi á Málþingi um náttúrufræðimenntun, sem var haldið í VÍ 17. apríl 2015.</ref> skrifað greinar og bókakafla um kennslufræði líffræðinnar og umhverfismennt, ritað námsefni fyrir grunnskóla í dýrafræði<ref>Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum. (2004). [http://mennta.hi.is/vefir/lautaskoli/ Könnum saman lóð og mó] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190731192540/http://mennta.hi.is/vefir/lautaskoli/ |date=2019-07-31 }}. Sótt 31. júlí 2019</ref><ref>Mbl.is. (2005, 3. janúar). [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2005/01/03/namsvefur_um_lifriki_i_nagrenni_islenskra_grunnskol/ Námsvefur um lífríki í nágrenni íslenskra grunnskóla]. Sótt 31. júlí 2019</ref> og gert kvikmynd um æxlunarhegðun bleikju í Þingvallavatni ásamt Karli Gunnarssyni.<ref>Menntamálastofnun. [https://mms.is/hrefna-sigurjonsdottir Hrefna Sigurjónsdóttir] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190731192548/https://mms.is/hrefna-sigurjonsdottir |date=2019-07-31 }}. Sótt 31. júlí 2019</ref><ref name="ritaskrá" /> Hún sat í starfshópi fyrir Námsgagnastofnun og var lengi ráðgjafi stofnunarinnar varðandi þýðingar og val á námsefni í líffræði.
== Ýmis störf og verkefni ==
Hrefna hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands.<ref name="ferilskrá" /> Hún sat fyrst kvenna í stjórn stúdentaráðs 1973-4.<ref>Stúdentablaðið. (1973). [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4345146 Störf S.H.Í. kjörtímabilið 1972-1973: Skýrsla fráfarandi formanns S.H.Í]. Sótt 31. júlí 2019</ref> Í KHÍ var hún m.a. skorarformaður, sat í skólaráði, var misserisstjóri, sat í deildarráði endurmenntunardeildar og var formaður dómnefndar. Eftir sameiningu skólanna hefur hún setið í deildarráði kennaradeildar, verið oddviti kjörsviðs<ref name="ferilskrá" /> og er nú fulltrúi menntavísindasviðs í framgangsnefnd HÍ.<ref>Háskóli Íslands. [https://www.hi.is/haskolinn/nefndir_haskolarads Nefndir háskólaráðs. Aðrar nefndir – Framgangsnefnd Háskóla Íslands]. Sótt 31. júlí 2019</ref> Hún sat í dómnefnd Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og var skipuð í dómnefnd fyrir Fróðskapasetrið í Færeyjum. Hún hefur setið í faghópi náttúru- og umhverfisfræða fyrir Rannís. Hún sat í fagráði Hagþenkis í nokkur ár og í úthlutanarnefnd (stjórn) Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna. Hún var stjórnarmeðlimur Kennarafélags KHÍ og trúnaðarmaður í sex ár og í stjórn Félags prófessora á Íslandi og fulltrúi þess félags í ráðgjafahópi fyrir kjaranefnd í mörg ár.<ref name="ferilskrá" />
Hrefna hefur setið í stjórn fagfélaga og áhugafélaga á sviði líffræði og náttúruverndarmála. Hún sat í stjórn Líffræðifélags Íslands, var í ritnefnd Náttúrufræðingsins fyrir Hið íslenska Náttúrufræðifélag (HÍN) í 28 ár,<ref name="ferilskrá" /> sat tvisvar í stjórn Landverndar (7 ár),<ref>Landvernd. (2008). [https://landvernd.is/sidur/fjoldi-alyktana-samthykktar-a-adalfundi Fjöldi ályktana samþykktar á aðalfundi]. Sótt 31. júlí 2019</ref> var í stjórn Náttúruverndarfélgs Suðvesturlands (4 ár), var formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs (4 ár)<ref>Náttúrufræðingurinn. (2006). [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4257495 Reykjanesfólkvangur. Auðlind við bæjarmörkin]. Náttúrufræðingurinn, 74(1-2), 58. Sótt 31. júlí 2019</ref> og situr nú í annað skipti í stjórn HÍN.<ref>Hið íslenska náttúrufræðifélag. [https://hin.is/um-felagid/stjorn-hins-islenska-natturufraedifelags/ Stjórn hins íslenska náttúrufræðifélags árið 2018]. Sótt 31. júlí 2019</ref>
Hrefna hefur tekið að sér fararstjórn fyrir HÍ og Ferðafélag Íslands í verkefninu “Með fróðleik í fararnesti” þar sem reynsla og þekking farastjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman. Hún hefur leiðbeint í skordýraskoðun í Elliðaárdalnum og leitt viðburðinn “Fjöruferð í Gróttu”.<ref>Háskóli Íslands. (2017). [https://www.hi.is/frettir/grennslast_fyrir_um_lifrikid_i_fjorum_vid_grottu Grennslast fyrir um lífríkið í fjörum við Gróttu]. Sótt 31. júlí 2019</ref>
== Æska og einkalíf ==
Hrefna ólst upp í Reykjavik en var alltaf í sveit á sumrin sem barn og unglingur. Foreldrar: Sigurjón Sigurðsson, bankamaður (f. 1920, d. 2013) og Björg Ólafsdóttir (f. 1921). Eiginmaður hennar er Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor í líffræði við HÍ. Þau eiga tvö börn, Björgu (f. 1974) og Snorra,( f. 1981).
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Helstu ritverk ==
'''Greinar'''
*Hrefna Sigurjónsdóttir. 1974. [http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=291135&lang=da Hvenær fara skordýr og áttfætlur á kreik á vorin?] Náttúrufræðingurinn, 44: 80-94.
*Sigurjónsdóttir, H and T. B. Reynoldson. 1977. [https://finlit.finna.fi/Record/arto.75084 An experimental study of competition between triclad species (Turbellaria) using the de Wit mode]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}l. Acta Zoologica Fennica, 154: 89-104.
*Sigurjónsdóttir, H and G.A. Parker. 1981. [https://link.springer.com/article/10.1007/BF00299834 Dung fly struggles: evidence for assessment strategy]. Behavioural Ecology and Sociobiology, 8: 219-230.
* Sigurjónsdóttir, H. 1980. [https://www.jstor.org/stable/3676089?seq=1#page_scan_tab_contents The evolution of sexual size dimorphism in gamebirds, waterfowl and raptors]. Ornis Scandinavica, 12: 249-260.
*Sigurjónsdóttir, H. 1984. [https://onlinelibrary.wiley.com/doi/abs/10.1111/j.1365-2311.1984.tb00700.x Food competition among Scatophaga stercoraria larvae with emphasis on its effect on reproductive success]. Ecological Entomology, 9: 81-90.
*Sigurjónsdóttir, H. and Gunnarsson, K. 1989. [https://link.springer.com/article/10.1007/BF00004814 Alternative mating tactics of arctic charr, Salvelinus alpinus, in Thingvallavatn, Iceland]. Environmental Biology of Fishes 26: 159-176.
*Hrefna Sigurjónsdóttir. 1996. [http://utgafa.ni.is/Bliki/Bliki-17.pdf Fræðsla um fugla]. Bliki, 17: 43-54.
*Hrefna Sigurjónsdóttir. 1997. [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4258447 Mykjuflugan]. Náttúrufræðingurinn 67 (1): 3-19.
*Hrefna Sigurjónsdóttir, M. van Dierendonck, Anna G. Þórhallsdóttir and Sigurður Snorrason. 2003. [https://www.jstor.org/stable/4536059?seq=1#page_scan_tab_contents Social relationships in a group of horses without a mature stallion]. Behaviour, 140: 783-804.
* M.C. van Dierendonck, H. Sigurjonsdottir, B. Colenbrander and A.G. Thorhallsdóttir. 2004. [https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0168159104001534 Differences in social behaviour between late pregnant, post-partum and barren mares in a herd of Icelandic horses]. Applied Animal Behaviour Science, 89(3- 4): 283-297.
*Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir. 2005. [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4257404 Hestar og skyldar tegundir. Uppruni, þróun og atferli]. Náttúrufræðingurinn: 73 (3-4): 105-116.
*Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna G. Þórhallsdóttir. 2006. [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4257464 Félagshegðun hrossa. Rannsóknir á Skáney, Reykholtsdal]. Náttúrufræðingurinn, 74 (1-2): 27-38.
* Vervaecke H, Stevens, M.G , Vandemoortele H., Sigurjónsdóttir H., De Vries H, 2006. [https://link.springer.com/article/10.1007/s10164-006-0019-7 Aggression and dominance in matched groups of subadult Icelandic horses (Equus caballus)]. J Ethology, 25: 239-248.
*Hrefna B. Ingólfsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir. 2008. [https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0168159108001408 The benefits of high rank in the wintertime- A study of the Icelandic horse]. Applied Animal Behaviour Science, 114(3-4): 485-491.
*Machteld C. VanDierendonck, Han de Vries, Matthijs B.H. Schilder, Ben Colenbrander, Anna Guðrún Þórhallsdottir, Hrefna Sigurjónsdóttir. 2009. [https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0168159108001925 Interventions in social behaviour in a herd of mares and geldings]. Applied Animal Behaviour Science, 116: 67-73.
*Hrefna Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Ævarsdóttir og Gunnhildur Óskarsdóttir. 2010. [http://netla.hi.is/menntakvika2010/014.pdf Heimur barnanna, heimur dýranna] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190731192544/http://netla.hi.is/menntakvika2010/014.pdf |date=2019-07-31 }}. Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2010. Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
*Sandra M. Granquist, Anna G. Thórhallsdóttir and Hrefna Sigurjónsdóttir. 2012. [https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0168159112002183 The effect of stallions on social interactions in domestic and semi feral harems]. Applied Animal Behaviour Science, 141(1–2): 49–56.
* Hrefna Sigurjónsdóttir, Anna G. Thórhallsdóttir, Helga M. Hafthórsdóttir and Sandra M. Granquist. 2012. [https://www.hindawi.com/journals/ijz/2012/162982/ The behaviour of stallions in a semi-feral herd in Iceland: time-budgets, home-ranges and interactions]. International Journal of Zoology. Open access, on-line. December 2012.
* Katrinardottir, B., Pálsson, S., Gunnarsson, T.G. & Sigurjonsdottir, H. 2013. [https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/03078698.2013.811160 Sexing Icelandic Whimbrels Numenius phaeopus islandicus with DNA and biometrics]. Ringing & Migration 28: 43-46.
* Patrick, P. et al 2013. [https://www.journals.uio.no/index.php/nordina/article/view/624 Students (ages 6, 10, and 15 years) in six countries knowledge of animals] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190731192541/https://www.journals.uio.no/index.php/nordina/article/view/624 |date=2019-07-31 }}. NorDina, 9(1): 18-31.
*Granquist, Sandra Magdalena, Sigurjonsdottir, Hrefna. 2014. [https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0168159114001075 The effect of land based seal watching tourism on the haul-out behaviour of harbour seals (Phoca vitulina) in Iceland]. Applied Animal Behaviour Science, 156: 85-93.
*Hrefna Sigurjónsdóttir. [http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=392373 Fjaran, vettvangur náms til sjálfbærni]. 2014. Náttúrufræðingurinn, 84(3–4): 141–149.
*Katrínardóttir B, Alves JA, Sigurjónsdóttir H, Hersteinsson P, Gunnarsson TG. 2015. [https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0131395The Effects of Habitat Type and Volcanic Eruptions on the Breeding Demography of Icelandic Whimbrels Numenius phaeopus]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. PLoS ONE 10(7): e0131395. 15 bls. (pp).
* Hrefna Sigurjónsdóttir. Landið er fagurt og frítt ... Um Lífríki Íslands. Vistkerfi lands og sjávar. 2016. Náttúrufræðingurinn, 86(3–4): 59– 66 (Ritdómur).
*Hrefna Sigurjónsdóttir and Hans Haraldsso. (2019). [https://www.mdpi.com/2076-2615/9/1/14 Significance of Group Composition for the Welfare of Pastured Horses]. Animals, 9, 14.
*Hrefna Sigurjónsdóttir og Sandra M. Granquist 2019. Hátterni hesta í haga- Rannsóknir á félagshegðun. Náttúrufræðingurinn 89 (3-4), bls. 78-97, 2019. <nowiki>https://hdl.handle.net/20.500.11815/1458</nowiki>
*Séverine Henry *, Hrefna Sigurjónsdóttir, Aziliz Klapper, Julie Joubert, Gabrielle Montier, Martine Hausberger 2020. Domestic foal weaning: need for re-thinking breeding practices? Animals – special issue Horse Welfare. Received. 7 January 2020. Published 23 Febrary 2020. <nowiki>https://www.mdpi.com/2076-2615/10/2/361</nowiki>
'''Bækur'''
*Agnar Ingólfsson, Eggert Pétursson, Hrefna Sigurjónsdóttir og Karl Gunnarsson. 1986. Fjörulíf. Fræðslurit Ferðafélags Íslands nr.2 , 116 bls. Ferðafélag Íslands. Reykjavík.
'''Bókakaflar'''
*Hrefna Sigurjónsdóttir 1989. Atferli skordýra. Í: Pöddur. Ritröð Landverndar nr. 9. Ritstjórar: Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson. Bls. 171-194. Landvernd, Reykjavík.
*Sandlund, O.T. et al. 1992. [https://www.jstor.org/stable/pdf/3545056.pdf?seq=1#page_scan_tab_contents The arctic charr, Salvelinus alpinus, in Thingvallavatn]. Oikos 64: 305-351. Special edition Oikos (book): Ecology of oligotrophic subarctic Thingvallavatn. 437 pp. 10 authors.
*Hrefna Sigurjónsdóttir Machteld C van Dierendonck and Anna Gudrun Thórhallsdóttir. 2002. Friendship Among Horses Rank and Kinship Matter. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell& D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College- Hólar, Iceland. Bls. 27- 34.
*Hrefna Sigurjónsdóttir and Víkingur Gunnarsson. 2002. Controlled Study of Early Handling and Training of Icelandic Foals. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell & D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College-Hólar, Iceland. Bls. 35-39.
*Machteld C van Dierendonck, Hrefna Sigurjónsdóttir, and Anna G. Thórhallsdóttir. 2002. Changes in Social Behaviour of Mares Pre and Post Partum Compared to Behaviour of Non Pregnant Herd Mates in Semi-feral Mixed Herds of Icelandic Horses”. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell & D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College- Hólar, Iceland. pp. 53-58.
*Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason 2010. [https://www.ni.is/sites/ni.is/files/atoms/files/ad_tilkynning.pdf Þróun atferlis] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190731192549/https://www.ni.is/sites/ni.is/files/atoms/files/ad_tilkynning.pdf |date=2019-07-31 }}: Í: Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægis- dóttir, Snæbjörn Pálsson, Steindór J. Erlingsson ( ritstj). Arfleifð Darwins. Þróunarfræði, náttúra og , menning. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík. Bls. 171-197.
*Hrefna Sigurjónsdóttir. 2010. [https://www.ni.is/sites/ni.is/files/atoms/files/ad_tilkynning.pdf Að skilja hugtökin er meira en að segja það] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190731192549/https://www.ni.is/sites/ni.is/files/atoms/files/ad_tilkynning.pdf |date=2019-07-31 }}. Í: Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson, Steindór J. Erlingsson. (ritstj). Arfleifð Darwins. Þróunarfræði, náttúra og menning. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík. Bls. 351-364.
'''Námsefni'''
*[https://vefir.mms.is/komdu/dyrin_gera/kennsluhugm_dyrin_gera/dyrin_gera_klb.pdf Komdu að skoða hvað dýrin gera]. Meðhöfundur er Sólrún Harðardóttir.
*[https://mms.is/namsefni/greiningarlyklar-um-smadyr Greiningarlyklar fyrir smádýr]. Meðhöfundur er Snorri Sigurðsson.
*[https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/899 Æxlunarhegðun bleikju í Þingvallavatni] – fræðslumynd unnin með Karli Gunnarssyni.
*Æxlunarhegðun bleikju í Þingvallavatni – kennsluleiðbeiningar með myndbandi.
*Smárit (5) um hegðun dýra fyrir unglingastig og kennsluleiðbeiningar með þeim – sjá ritaskrá nr 17-26. Sum voru gefin út á ensku á Englandi (nr. 30-32).
{{f|1950}}
[[Flokkur:Prófessorar við Háskóla Íslands]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]]
g04qud13d6uc0p2dxy4jo1ipqndmggr
Karl Gauti Hjaltason
0
153365
1891917
1891124
2024-12-14T18:11:54Z
TKSnaevarr
53243
1891917
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1959|5|31}}
|fæðingarstaður = [[Reykjavík]]
|stjórnmálaflokkur = Miðflokkurinn
|menntun = Lögfræði
|háskóli = [[Háskóli Íslands]]
|AÞ_CV = 1333
|AÞ_frá1 = 2017
|AÞ_til1 = 2018
|AÞ_kjördæmi1= [[Suðurkjördæmi|Suður]]
|AÞ_flokkur1 = Flokkur fólksins
|AÞ_frá2 = 2018
|AÞ_til2 = 2019
|AÞ_kjördæmi2 = [[Suðurkjördæmi|Suður]]
|AÞ_flokkur2 = utan flokka
|AÞ_litur2 = #CCCCCC
|AÞ_frá3 = 2019
|AÞ_til3 = 2021
|AÞ_kjördæmi3= [[Suðurkjördæmi|Suður]]
|AÞ_flokkur3 = Miðflokkurinn (Ísland)
|AÞ_frá4 = 2024
|AÞ_til4 =
|AÞ_kjördæmi4= [[Suðurkjördæmi|Suður]]
|AÞ_flokkur4 = Miðflokkurinn (Ísland)
}}
'''Karl Gauti Hjaltason''' (fæddur í Reykjavík 31. maí 1959) er íslenskur lögreglustjóri og [[Alþingi|þingmaður]] fyrir [[Miðflokkurinn_(Ísland)|Miðflokkinn]].
Karl er [[lögfræði]]ngur að mennt. Hann hefur gegnt ýmsum störfum, verið sýslumaður í Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Hólmavík og skólastjóri Lögregluskóla ríkisins.
Hann hefur komið að ýmsu íþrótta- og félagsstarfi: Stofnaði karatefélagið [[Þórshamar (íþróttafélag)|Þórshamar]] árið 1979 og var fyrsti formaður þess, formaður Taflfélags Vestmannaeyja og fyrsti formaður Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja og hvatamaður að stofnun þess. Hann er með svarta beltið í karate. <ref>[http://www.heimaslod.is/index.php/Karl_Gauti_Hjaltason Karl Gauti Hjaltason]Heimaslóð, skoðað 5. ágúst, 2019.</ref>
Karl var kjörinn á Alþingi fyrir [[Flokkur fólksins|Flokk fólksins]] í [[Alþingiskosningar_2017|Alþingiskosningum árið 2017]]. Hann var einn þeirra þingmanna sem náðist [[Klaustursupptökurnar|upptaka af á Klausturbarnum]] þann 20. nóvember 2018. Í kjölfarið á Klaustursmálinu var honum vikið úr Flokki fólksins ásamt [[Ólafur Ísleifsson|Ólafi Ísleifssyni]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/30/karl_og_olafur_reknir_ur_flokknum/|titill=Karl og Ólafur reknir úr flokknum|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=30. nóvember|ár=2018|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=5. ágúst}}</ref> Þeir Karl og Ólafur gengu síðar til liðs við [[Miðflokkurinn_(Ísland)|Miðflokkinn]].<ref>{{Vefheimild|url=https://stundin.is/grein/8517/|titill=Karl Gauti og Ólafur ganga í Miðflokkinn - nú stærstur í stjórnarandstöðu|útgefandi=[[Stundin]]|mánuður=22. febrúar|ár=2019|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=5. ágúst}}</ref>
Karl Gauti datt út af þingi í [[Alþingiskosningar 2021|Alþingiskosningunum 2021]]. Árið 2023 var hann skipaður lögreglustjóri á [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] af [[Jón Gunnarsson|Jóni Gunnarssyni]] dómsmálaráðherra. [[Íris Róbertsdóttir]], bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýndi skipun hans vegna kvenfyrirlitningar sem henni og fleirum hefði verið sýnd í umræðunum á Klausturbar 2017.<ref>{{Vefheimild|url=https://stundin.is/grein/8517/|titill= Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum |útgefandi=[[Heimildin]]|dags= 29. mars 2023 |skoðað=14. desember 2024|höfundur=Þórður Snær Júlíusson}}</ref>
Karl Gauti leiddi lista Miðflokksins í [[Suðurkjördæmi]] í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 2024]] og náði kjöri á þing á ný.
== Heimildir ==
{{reflist}}
{{Núverandi alþingismenn}}
{{Stubbur|Æviágrip}}
{{f|1959}}
[[Flokkur:Íslenskir karatemenn]]
[[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]]
[[Flokkur:Íslenskir lögreglustjórar]]
[[Flokkur:Þingmenn Flokks fólksins]]
[[Flokkur:Þingmenn Miðflokksins]]
ablp62h2g20p1xct8pcaeo3ouz92af4
Kolbrún Baldursdóttir
0
153596
1891914
1891202
2024-12-14T17:40:16Z
TKSnaevarr
53243
1891914
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|skammstöfun= KÁB
|fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1959|3|23}}
|fæðingarstaður =
|stjórnmálaflokkur = [[Flokkur fólksins]]
|menntun = [[Sálfræði]]
|háskóli =
|maki=
|börn=
|AÞ_CV = 1049
|AÞ_frá1 = 2024
|AÞ_til1 =
|AÞ_kjördæmi1= [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]]
|AÞ_flokkur1 = Flokkur fólksins
| SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]]
| SS1_frá1 = 2018
| SS1_til1 =
| SS1_flokkur1 = Flokkur fólksins
}}
'''Kolbrún Baldursdóttir''' (f. [[23. mars]] [[1959]]) er íslensk stjórnmálakona og [[sálfræðingur]]. Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi í [[Reykjavík]] fyrir hönd [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]] frá árinu 2018. Kolbrún tók sæti á [[Alþingi]] um tveggja mánaða skeið árið 2006 og sat þar fyrir hönd [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]].<ref>Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1049 Æviágrip - Kolbrún Baldursdóttir] (skoðað 18. ágúst 2019)</ref>
== Tilvísanir ==
<references/>
{{Núverandi alþingismenn}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1959]]
[[Flokkur:Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Íslenskir sálfræðingar]]
[[Flokkur:Þingmenn Flokks fólksins]]
s192stlllah0tknziqg8s03j3u9sv51
Sahle-Work Zewde
0
155308
1891949
1890320
2024-12-15T00:56:09Z
TKSnaevarr
53243
1891949
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Sahle-Work Zewde
| nafn_á_frummáli = {{nobold|ሳህለወርቅ ዘውዴ}}
| mynd = Sahle-Work Zewde in 2016.jpg
| myndastærð =
| myndatexti1 =
| titill= Forseti Eþíópíu
| stjórnartíð_start = [[25. október]] [[2018]]
| stjórnartíð_end = [[7. október]] [[2024]]
| forsætisráðherra = [[Abiy Ahmed]]
| forveri = [[Mulatu Teshome]]
| eftirmaður = [[Taye Atske Selassie]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1950|2|21}}
| fæðingarstaður = [[Addis Ababa]], [[Eþíópía|Eþíópíu]]
| dánardagur =
| dánarstaður =
| þjóderni = [[Eþíópía|Eþíópísk]]
| maki =
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundin
| börn =
| bústaður =
| atvinna =
| háskóli = [[Háskólinn í Montpellier]]
| verðlaun =
| starf =
| trúarbrögð =
|undirskrift =
}}
'''Sahle-Work Zewde''' (f. 21 febrúar 1950) er fyrrverandi [[forseti]] [[Eþíópía|Eþíópíu]] og fyrsta konan til að gegna því embætti. Zewde á að baki langan feril sem ríkiserindreki og var kjörin forseti með öllum greiddum atkvæðum af eþíópíska sambandsþinginu þann 25. október árið 2018.<ref>{{cite web|url=https://www.bbc.com/news/world-africa-45976620|title=Ethiopia gets first female president|date=25 October 2018|publisher=BBC|access-date=25 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181025095111/https://www.bbc.com/news/world-africa-45976620|archive-date=25. október 2018|url-status=live|df=}}</ref> Líkt og í mörgum þingræðisríkjum er forsetaembætti Eþíópíu valdalítið og að mestu táknrænt.
Sahle-Work var áður sérstakur fulltrúi [[Aðalritari Sameinuðu þjóðanna|aðalritara Sameinuðu þjóðanna]], [[António Guterres]], til [[Afríkusambandið|Afríkusambandsins]] auk þess sem hún var æðsti ráðamaður Afríkudeildar [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrsti kvenforseti Eþíópíu kjörinn|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/10/25/fyrsti_kvenforseti_ethiopiu_kjorinn/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=25. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. desember}}</ref><ref>[https://www.un.org/press/en/2018/sga1813.doc.htm Secretary-General Appoints Sahle-Work Zewde of Ethiopia his Special Representative, Head of United Nations Office to African Union] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20180707144209/https://www.un.org/press/en/2018/sga1813.doc.htm|date=7 July 2018}} United Nations, press release of 27 June 2018.</ref>
Í desember árið 2019 taldi tímaritið ''[[Forbes]]'' Sahle-Work voldugustu konu í Afríku og 93. voldugustu konu á heimsvísu.<ref>{{cite web|url=https://www.forbes.com/power-women/list/|title=Most Powerful Women |publisher=Forbes|access-date=20 December 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://listwand.com/two-africans-make-forbes-list-of-100-most-powerful-women/|title=Two Africans Make Forbes List of 100 Most Powerful Women|publisher=Uzonna Anele|access-date=20 December 2019}}</ref>
==Æviágrip==
Sahle-Work Zewde fæddist í eþíópísku höfuðborginni [[Addis Ababa]]<ref>{{Cite web|url=https://www.aljazeera.com/news/2018/10/sahle-work-zewde-ethiopia-female-president-181027134726828.html|title=Who is Sahle-Work Zewde, Ethiopia's first female president?|last=Gebreselassie|first=Elias|date=27 October 2018|website=[[Al Jazeera]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20181029035218/https://www.aljazeera.com/news/2018/10/sahle-work-zewde-ethiopia-female-president-181027134726828.html|archive-date=29 October 2018|url-status=live|access-date=}}</ref> og gekk þar í grunn- og gagnfræðiskólann Lycée Guebre-Mariam. Eftir grunnskólanám gekk hún í [[Háskólinn í Montpellier|Háskólann í Montpellier]] í [[Frakkland]]i, þar sem hún nam náttúruvísindi.<ref>{{Cite web|url=https://www.borkena.com/2018/10/24/sahle-work-zewde-poised-to-be-ethiopias-first-female-president/|title=Sahle-Work Zewde poised to be Ethiopia's first female president|website=borkena.com|access-date=25 October 2018}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www-telegraph-co-uk.cdn.ampproject.org/v/s/www.telegraph.co.uk/news/2018/10/25/ethiopia-appointscareer-diplomat-sahle-work-zewde-africas-female/amp/?amp_js_v=a2&_gsa=1&usqp=mq331AQCCAE=#referrer=https://www.google.com&_tf=From%20%251$s|title=Ethiopia appoints career diplomat Sahle-Work Zewde as Africa's only female president|website=The Daily Telegraph|access-date=25 October 2018|archive-date=16 júní 2020|archive-url=https://web.archive.org/web/20200616082059/https://www-telegraph-co-uk.cdn.ampproject.org/v/s/www.telegraph.co.uk/news/2018/10/25/ethiopia-appointscareer-diplomat-sahle-work-zewde-africas-female/amp/?usqp=mq331AQCCAE=&_js_v=0.1#referrer=https://www.google.com&_tf=From%20%251$s|url-status=dead}}</ref> Sahle-Work talar [[Amharíska|amharísku]], [[Franska|frönsku]] og [[Enska|ensku]] reiprennandi.<ref name="auto" />
==Starfsferill==
===Ferill í erindrekstri===
Sahle-Work var önnur konan í sögu Eþíópíu sem var útnefnd [[sendiherra]].<ref name=mfae>{{cite news|first=|last=|title=Celebrating Ethiopian Women: Ambassador Sahle-work Zewde |url=https://mfaethiopiablog.wordpress.com/2018/03/22/celebrating-ethiopian-women-ambassador-sahle-work-zewde/ |work=Utanríkisráðuneyti Eþíópíu|date=2018-03-22|access-date=2018-10-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20181026222342/https://mfaethiopiablog.wordpress.com/2018/03/22/celebrating-ethiopian-women-ambassador-sahle-work-zewde/ |archive-date=2018-10-26 |url-status=live}}</ref><ref name=usembeth>{{cite news|first=Patricia|last=Haslach |title=Remarks by U.S. Ambassador to Ethiopia Patricia M. Haslach at the Opening of the Second Annual Career Day on Women in Diplomacy |url=https://et.usembassy.gov/sp-03182015/ |work=Embassy of the United States in Ethiopia |date=2015-03-18|access-date=2018-10-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180906032448/https://et.usembassy.gov/sp-03182015/ |archive-date=2018-09-06 |url-status=live}}</ref> Hún vann sem sendiherra Eþíópíu í [[Senegal]],<ref name=":0">{{Cite news|url=https://www.washingtonpost.com/world/africa/ethiopia-appoints-first-female-president-in-its-modern-history-in-latest-reform/2018/10/25/3514d3a4-d82b-11e8-a10f-b51546b10756_story.html?noredirect=on|title=Ethiopia appoints first female president in its modern history in latest reform|last=Schemm|first=Paul|date=25 October 2018|work=The Washington Post|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181026143129/https://www.washingtonpost.com/world/africa/ethiopia-appoints-first-female-president-in-its-modern-history-in-latest-reform/2018/10/25/3514d3a4-d82b-11e8-a10f-b51546b10756_story.html?noredirect=on&utm_term=.7840de33faf3|archive-date=26 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> og hafði þar jafnframt faggildingu til að taka að sér málefni sem tengdist samskiptum Eþíópíu við [[Malí]], [[Grænhöfðaeyjar]], [[Gínea-Bissá|Gíneu-Bissá]], [[Gambía|Gambíu]] og [[Gínea|Gíneu]] frá 1989 til 1993.<ref name=mfae/> Frá 1993 til 2002 var hún sendiherra í [[Djíbútí]] og fastafulltrúi við [[Þróunarsamvinnustofnun Austur-Afríku]] (IGAD).<ref>{{Cite news|url=https://addisstandard.com/news-alert-ambassador-sahlework-zewde-to-become-ethiopias-president/|title=News Alert: Ambassador Sahlework Zewde to become Ethiopia's president|date=24 October 2018|work=Addis Standard|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181026104517/https://addisstandard.com/news-alert-ambassador-sahlework-zewde-to-become-ethiopias-president/|archive-date=26 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref><ref>[https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2018-06-27/ms-sahle-work-zewde-ethiopia-special-representative Ms. Sahle-Work Zewde of Ethiopia – Special Representative to the African Union and Head of the United Nations Office to the African Union (UNOAU)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181025150326/https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2018-06-27/ms-sahle-work-zewde-ethiopia-special-representative |date=25 October 2018 }} United Nations, press release of 27 June 2018.</ref> Hún varð síðar sendiherra Eþíópíu í Frakklandi, <ref name=":0" /> fastafulltrúi við [[Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna]] (UNESCO) og hlaut faggildingu til að taka að sér málefni tengd [[Túnis]] og [[Marokkó]] frá 2002 til 2006.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2018-06-27/ms-sahle-work-zewde-ethiopia-special-representative|title=Ms. Sahle-Work Zewde of Ethiopia – Special Representative to the African Union and Head of the United Nations Office to the African Union (UNOAU)|date=27 June 2018|publisher=United Nations|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181025150326/https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2018-06-27/ms-sahle-work-zewde-ethiopia-special-representative|archive-date=25 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref>
Sahle-Work gegndi síðar ýmsum mikilvægum hlutverkum. Meðal annars var hún fastafulltrúi Eþíópíu við [[Afríkusambandið]] og við [[Efnahagsnefnd fyrir Afríku|Efnahagsnefndina fyrir Afríku]] (ECA) og aðalframkvæmdastjóri Afríkumálefna við utanríkisráðuneyti Eþíópíu.<ref name=":1" />
===Starfsferill hjá Sameinuðu þjóðunum===
Til ársins 2011 var Sahle-Work sérstakur fulltrúi [[Ban Ki-moon]], [[Aðalritari Sameinuðu þjóðanna|aðalritara Sameinuðu þjóðanna]], og leiðtogi Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samþætta friðaruppbyggingu í Mið-Afríkulýðveldinu (BINUCA).<ref>{{Cite news|url=https://afrique.latribune.fr/politique/2018-10-25/sahle-work-zewde-devient-la-premiere-femme-chef-d-etat-de-l-ehtiopie-795309.html|title=Sahle-Work Zewde devient la première femme chef d'Etat de l’Ethiopie|last=Tchounand|first=Ristel|date=25 October 2018|work=La Tribune|access-date=26 October 2018|language=fr-FR}}</ref>
Árið 2011 útnefndi Ban Sahle-Work aðalframkvæmdastjóra Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí (UNON).<ref name=":2">{{Cite web|url=https://qz.com/africa/1437436/ethiopia-elects-female-president-sahle-work-zewde/|title=Ethiopia elects female president Sahle-Work Zewde|last=Dahir|first=Abdi Latif|date=25 October 2018|website=Quartz|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181025174538/https://qz.com/africa/1437436/ethiopia-elects-female-president-sahle-work-zewde/|archive-date=25 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> Samkvæmt tímaritinu ''Africa Yearbook'' árið varð skrifstofan í Naíróbí undir stjórn Sahle-Work mikilvægari miðstöð Sameinuðu þjóðanna í málefnum Austur- og Mið-Afríku.<ref>{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=TSUzAQAAQBAJ&pg=PA17|title=Africa Yearbook Volume 8: Politics, Economy and Society South of the Sahara in 2011|last1=Mehler|first1=Andreas|last2=Melber|first2=Henning|last3=van Walvaren|first3=Klaas|year=2012|publisher=[[Brill Publishers]]|isbn=9789004241787|page=17}}</ref>
Í júní árið 2018 útnefndi [[António Guterres]] aðalritari SÞ Sahle-Work sem sérfulltrúa sinn til Afríkusambandsins og leiðtoga Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna við Afríkusambandið (UNOAU) með titlinum aðstoðaraðalritari.<ref name=":1" /> Hún var fyrsta konan í því embætti.<ref name=":2" />
===Forseti Eþíópíu===
Sahle-Work var kjörin forseti Eþíópíu af sambandsþingi landsins þann 25. október 2018. Hún var fyrsta konan til að gegna forsetaembættinu<ref>{{cite web|url=https://www.reuters.com/article/us-ethiopia-politics/ethiopias-parliament-approves-sahle-work-zewde-as-president-idUSKCN1MZ0WO|title=Ethiopia's parliament approves Sahle-Work Zewde as president|accessdate=25 October 2018|agency=Reuters}}</ref> og fjórði forsetinn frá því að [[Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar]] (EPRDF) komst til valda í nýja eþíópíska sambandslýðveldinu árið 1995.<ref>George Obulutsa (25 October 2018), [https://www.reuters.com/article/us-ethiopia-politics/ethiopias-parliament-approves-sahle-work-zewde-as-first-female-president-idUSKCN1MZ0WO Ethiopia's parliament approves Sahle-Work Zewde as first female president] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181025213341/https://www.reuters.com/article/us-ethiopia-politics/ethiopias-parliament-approves-sahle-work-zewde-as-first-female-president-idUSKCN1MZ0WO |date=25 October 2018 }}, [[Reuters]].</ref><ref>{{cite web|accessdate=2019-03-27|title=Sahle-Work Zewde Becomes First Ethiopian Woman President|url=https://www.albawaba.com/news/sahle-work-zewde-becomes-first-ethiopian-woman-president-1204696|date=25 October 2018|website=[[Al Bawaba]]}}</ref> Hún leysti af hólmi [[Mulatu Teshome]], sem hafði sagt af sér af ókunnum ástæðum. Áætlað er að Sahle-Work muni gegna tveimur sex ára kjörtímabilum.<ref name="auto">{{Cite web|url=https://www.aljazeera.com/news/2018/10/sahle-work-zewde-named-ethiopia-woman-president-181025084046138.html|title=Sahle-Work Zewde named Ethiopia's first woman president|date=25 October 2018|publisher=Al Jazeera|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181025212748/https://www.aljazeera.com/news/2018/10/sahle-work-zewde-named-ethiopia-woman-president-181025084046138.html|archive-date=25 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> Sahle-Work er fyrsti kvenkyns þjóðhöfðingi Eþíópíu síðan keisaraynjan [[Zauditu]] lést árið 1930.<ref name="auto" />
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Forseti Eþíópíu
| frá =[[25. október]] [[2018]]
| til =[[7. október]] [[2024]]
| fyrir = [[Mulatu Teshome]]
| eftir = [[Taye Atske Selassie]]
}}
{{Töfluendir}}
{{f|1950}}
[[Flokkur:Forsetar Eþíópíu]]
[[Flokkur:Embættismenn Sameinuðu þjóðanna]]
lsiou4da9g8497qmklf96l6ao56hwc2
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
0
157089
1891928
1873939
2024-12-14T21:01:46Z
TKSnaevarr
53243
1891928
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|skammstöfun=ÞorbG
|fæddur={{Fæðingardagur og aldur|1978|5|23}}
|fæðingarstaður=Reykjavík
|stjórnmálaflokkur = Viðreisn
|AÞ_CV = 1387
|AÞ_frá1 = 2020
|AÞ_til1 = 2024
|AÞ_kjördæmi1= [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]]
|AÞ_flokkur1 = Viðreisn
|AÞ_frá2 = 2024
|AÞ_til2 =
|AÞ_kjördæmi2= [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]]
|AÞ_flokkur2 = Viðreisn
}}
'''Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir''' (f. 23. maí 1978) er íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur setið á [[Alþingi]] í [[Reykjavíkurkjördæmi norður]] fyrir [[Viðreisn]] frá árinu 2020.
Þorbjörg nam [[lögfræði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og hlaut LL.M-gráðu frá [[Columbia-háskóli|Columbia-háskóla]] í [[New York-borg|New York]]. Hún hefur unnið hjá embætti [[Ríkissaksóknari|ríkissaksóknara]] og hjá [[Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu|lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu]] við meðferð sakamála, sér í lagi við málflutning í kynferðisbrotamálum sem aðstoðarsaksóknari hjá fyrrnefnda embættinu.<ref>{{Vefheimild|titill=Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir|url=https://www.ruv.is/persona/thorbjorg-sigridur-gunnlaugsdottir|útgefandi=RÚV|ár=2016|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. apríl}}</ref>
Þorbjörg varð sviðsstjóri lagadeildar [[Háskólinn á Bifröst|Háskólans á Bifröst]] árið 2015.<ref>{{Vefheimild|titill=Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst|url=https://www.bifrost.is/um-haskolann/frettir-og-tilkynningar/thorbjorg-sigridur-gunnlaugsdottir-nyr-svidsstjori-logfraedisvids-haskolans-a-bifrost/6140|útgefandi=Háskólinn á Bifröst|ár=2015|mánuður=10. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. apríl}}</ref>
Þorbjörg skipaði annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í [[Alþingiskosningar 2017|Alþingiskosningunum 2017]] en náði ekki kjöri á þing. Hún tók sæti á þingi þann 14. apríl 2020 eftir að [[Þorsteinn Víglundsson (þingmaður)|Þorsteinn Víglundsson]], oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sagði upp þingsæti sínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Þorbjörg Sigríður tekur sæti á þingi|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/14/thorbjorg_sigridur_tekur_saeti_a_thingi/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=14. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. apríl}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Núverandi alþingismenn}}
{{f|1978}}
[[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]]
[[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]]
rcv1mvokaf8qmwkhea1mg9tt9ooqp7b
1891929
1891928
2024-12-14T21:40:07Z
TKSnaevarr
53243
1891929
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|skammstöfun=ÞorbG
|fæddur={{Fæðingardagur og aldur|1978|5|23}}
|fæðingarstaður=[[Reykjavík]], [[Ísland]]i
|stjórnmálaflokkur = [[Viðreisn]]
|háskóli = [[Háskóli Íslands]] (Cand. juris)<br>[[Columbia-háskóli]] (LL.M.)
|maki = [[Ágúst Ólafur Ágústsson]] (skilin)
|börn = 3
|AÞ_CV = 1387
|AÞ_frá1 = 2020
|AÞ_til1 = 2024
|AÞ_kjördæmi1= [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]]
|AÞ_flokkur1 = [[Viðreisn]]
|AÞ_frá2 = 2024
|AÞ_til2 =
|AÞ_kjördæmi2= [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]]
|AÞ_flokkur2 = Viðreisn
}}
'''Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir''' (f. 23. maí 1978) er íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur setið á [[Alþingi]] í [[Reykjavíkurkjördæmi norður]] fyrir [[Viðreisn]] frá árinu 2020.
Þorbjörg nam [[lögfræði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og hlaut LL.M-gráðu frá [[Columbia-háskóli|Columbia-háskóla]] í [[New York-borg|New York]]. Hún hefur unnið hjá embætti [[Ríkissaksóknari|ríkissaksóknara]] og hjá [[Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu|lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu]] við meðferð sakamála, sér í lagi við málflutning í kynferðisbrotamálum sem aðstoðarsaksóknari hjá fyrrnefnda embættinu.<ref>{{Vefheimild|titill=Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir|url=https://www.ruv.is/persona/thorbjorg-sigridur-gunnlaugsdottir|útgefandi=RÚV|ár=2016|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. apríl}}</ref>
Þorbjörg varð sviðsstjóri lagadeildar [[Háskólinn á Bifröst|Háskólans á Bifröst]] árið 2015.<ref>{{Vefheimild|titill=Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst|url=https://www.bifrost.is/um-haskolann/frettir-og-tilkynningar/thorbjorg-sigridur-gunnlaugsdottir-nyr-svidsstjori-logfraedisvids-haskolans-a-bifrost/6140|útgefandi=Háskólinn á Bifröst|ár=2015|mánuður=10. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. apríl}}</ref>
Þorbjörg skipaði annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í [[Alþingiskosningar 2017|Alþingiskosningunum 2017]] en náði ekki kjöri á þing. Hún tók sæti á þingi þann 14. apríl 2020 eftir að [[Þorsteinn Víglundsson (þingmaður)|Þorsteinn Víglundsson]], oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sagði upp þingsæti sínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Þorbjörg Sigríður tekur sæti á þingi|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/14/thorbjorg_sigridur_tekur_saeti_a_thingi/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=14. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=21. apríl}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Núverandi alþingismenn}}
{{f|1978}}
[[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]]
[[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]]
9j4v9lip3yapo5734ttmm1n903rusqj
SWAPO
0
157800
1891924
1867920
2024-12-14T19:21:44Z
TKSnaevarr
53243
1891924
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálaflokkur
|flokksnafn_íslenska = Alþýðusamtök Suðvestur-Afríku
|flokksnafn_formlegt = South West Africa People’s Organisation
|mynd =[[Mynd:Flag of South West Africa People's Organisation.svg|150px|center|Fáni SWAPO]]
|fylgi =
|litur = #F0001C
|forseti = [[Netumbo Nandi-Ndaitwah]]
|varaforseti = ''Enginn''
|aðalritari = [[Sophia Shaningwa]]
|frkvstjr= [[Austin Samupwa]]
|stofnár = {{start date and age|1960}}
|höfuðstöðvar = Erf 2464, Hans-Dietrich Genscher Street, [[Katutura]], [[Windhoek]], [[Namibía|Namibíu]]
|hugmyndafræði ='''Frá 2017:''' [[Sósíalismi]] með namibískum einkennum<br>'''Frá sjálfstæði til 2017:''' [[Kapítalismi]]<br>'''Fyrir sjálfstæði:''' Sósíalismi, [[marx-lenínismi]]
|einkennislitur = Rauður {{Colorbox|#F0001C}}
|vettvangur1 = Sæti á þjóðþinginu
|sæti1 = 63
|sæti1alls = 104
|vettvangur2 = Sæti á þjóðarráðinu
|sæti2 = 28
|sæti2alls = 42
|vefsíða = {{URL|swapoparty.org}}
|bestu kosningaúrslit =
|verstu kosningaúrslit = }}
'''Alþýðusamtök Suðvestur-Afríku''' (enska: '''South West Africa People’s Organisation'''; skammstafað '''SWAPO''') er [[Namibía|namibískur]] stjórnmálaflokkur sem hefur setið við stjórn ríkisins frá því að Namibía hlaut sjálfstæði árið 1990. Flokkurinn var áður [[Marxismi|marxísk]] skæruliðahreyfing sem barðist fyrir sjálfstæði landsins undan [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]]. Flokkurinn mildaði stefnu sína eftir sjálfstæði landsins og hefur í seinni tíð færst nær mið- eða miðvinstristefnu í stjórnmálum með ívafi af [[Kapítalismi|kapítalisma]] og [[Nýfrjálshyggja|nýfrjálshyggju]].<ref name=vísindavefurinn>{{Vísindavefurinn|78283|Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?|höfundur=Baldur S. Blöndal|dags=27. nóvember 2019|skoðað=20. febrúar 2024}}</ref> SWAPO nýtur mests fylgis meðal [[Ovambo]]-þjóðflokksins, sem er um helmingur Namibíumanna.<ref name=réttur/>
==Söguágrip==
Forveri SWAPO var Alþýðuráð Ovambolands (e. ''Ovamboland People's Congress''), sem síðar var kallað [[Alþýðusamtök Ovambolands]] (e. ''Ovamboland People's Organization'' eða OPO). OPO var stofnað að undirlagi verkamanna og námsfólks undir forystu [[Andimba Toivo ya Toivo]] árið 1957 til þess að berjast gegn hvítri minnihlutastjórn [[Suður-Afríka|Suður-Afríkumanna]] í Namibíu. Einn af leiðtogum OPO, [[Sam Nujoma]], stofnaði deild samtakanna í namibísku höfuðborginni [[Windhoek]] og efndi þar til mótmæla gegn fyrirætlunum yfirvalda um að koma á [[Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku|aðskilnaðarstefnu]] í borginni. Þann 10. desember 1959 beittu yfirvöld ofbeldi til þess að tvístra mótmælendum með þeim afleiðingum að 13 Namibíumenn voru drepnir. Forystumenn hreyfingarinnar neyddust margir til að flýja land eða fara í felur.<ref name=réttur>{{Tímarit.is|4107568|Namibía: Aldarlöng nýlendukúgun|útgáfudagsetning=1. ágúst 1989|blað=[[Réttur]]|skoðað=6. júní 2020|höfundur=Gylfi Páll Hersir}}</ref>
Árið 1960 var OPO endurskipulagt og nafninu breytt í Alþýðusamtök Suðvestur-Afríku (e. ''South West Africa People’s Organisation'' eða SWAPO). Nafnbreytingin var gerð til þess að undirstrika að flokkurinn væri ekki einungis málsvari Ovambo-þjóðarbrotsins, heldur væri markmið hans að sameina alla Namibíumenn í sjálfstæðisbaráttu gegn minnihlutastjórninni. SWAPO náði talsverðu fylgi meðal verkafólks og kom því upp deildum á námusvæðum og suðurhéruðum landsins. Flokkurinn var aldrei formlega bannaður en meðlimir hans sættu þó ofsóknum yfirvalda og voru gjarnan fangelsaðir eða myrtir.<ref name=réttur/>
Árið 1966 ákvað hópurinn að taka upp vopnaða baráttu gegn yfirvöldum samhliða aukinni kúgun í landinu. Alþjóðlegur stuðningur við SWAPO jókst verulega árið 1966 þegar [[öryggisráð Sameinuðu þjóðanna]] samþykkti að binda enda á umboðsstjórn Suður-Ameríku í Namibíu og árið 1971 þegar [[Alþjóðadómstóllinn]] lýsti yfir að hernám Suður-Afríkumanna í Namibíu væri ólöglegt. Hernaðararmur SWAPO, [[Þjóðfrelsisher Namibíu]], háði vopnaða baráttu gegn hersveitum minnihlutastjórnarinnar í [[Landamærastríðið í Suður-Afríku|landamærastríðinu í Suður-Afríku]] á meðan flokksfélagar komu upp skrifstofum víða um heim til að vinna sjálfstæðisbaráttunni frekari stuðning. Sömuleiðis óx sjálfstæðisbaráttu SWAPO ásmegin árið 1975 þegar nágrannaríkin [[Angóla]] og [[Mósambík]] fengu sjálfstæði undan nýlenduyfirvöldum og stjórnir ríkjanna tóku upp opinberan stuðning við SWAPO.<ref name=réttur/>
Eftir rúmlega 20 ára stríð féllust Suður-Afríkumenn í maí árið 1988 á að ganga til viðræðna um framkvæmdaráætlun Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði Namibíu. Kosið var til stjórnlagaþings undir umsjá [[Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna|friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna]] á dögunum 7. – 11. nóvember 1989 þar sem SWAPO fékk 57% atkvæða.<ref name=réttur/><ref>{{Tímarit.is|2564736|Swapo-samtökunum spáð sigri|útgáfudagsetning=7. nóvember 1989|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|skoðað=6. júní 2020}}</ref><ref>{{Tímarit.is|2919818|Blóðugt klúður|útgáfudagsetning=14. apríl 1989|blað=[[Þjóðviljinn]]|skoðað=6. júní 2020|höfundur=Dagur Þorleifsson}}</ref> Namibía hlaut fullt sjálfstæði þann 21. mars 1990 og Sam Numoja, forseti SWAPO, varð fyrsti forseti sjálfstæðrar Namibíu.
SWAPO hefur unnið allar þingkosningar í Namibíu frá því að landið hlaut sjálfstæði og hefur yfirleitt aukið við meirihluta sinn. Í þingkosningum ársins 2019 tapaði flokkurinn sætum en viðhélt þó afgerandi meirihluta á þinginu.<ref>{{Vefheimild|titill=Forsetinn og SWAPO töpuðu en sigruðu þó|url=https://www.frettabladid.is/frettir/forsetinn-og-swapo-topudu-en-sigrudu-tho/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2019|mánuður=2. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=3. júní|höfundur=Davíð Stefánsson|safnslóð=https://web.archive.org/web/20220123055731/https://www.frettabladid.is/frettir/forsetinn-og-swapo-topudu-en-sigrudu-tho/|safndags=23. janúar 2022}}</ref> Vegna hlutverks síns í sjálfstæðisbaráttu landsins hefur flokkurinn haft forskot á aðrar stjórnmálahreyfingar og flokksmenn hafa nýtt þessa sérstöðu til að koma flokknum vel fyrir í stjórnmálakerfinu og gera stjórnarandstöðuflokkum erfitt fyrir.<ref name=vísindavefurinn/> Forseti Namibíu úr SWAPO frá árinu 2015 var [[Hage Geingob]]. Hann lést í embætti í febrúar 2024.<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti bendlaður við Samherjamálið látinn|url=https://www.visir.is/g/20242524830d/for-seti-bendladur-vid-samherjamalid-latinn|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=4. febrúar 2024|skoðað=4. febrúar 2024|höfundur=Rafn Ágúst Ragnarsson}}</ref>
==Stefnumál og starfsemi==
Á tíma sjálfstæðisbaráttunnar aðhylltist SWAPO [[Marx-lenínismi|marx-lenínisma]] en frá sjálfstæði hafa talsmenn flokksins sagt hann vera hlynntan lýðræðislegum [[Sósíalismi|sósíalisma]]. Flokkurinn er aðili að [[Alþjóðasamband jafnaðarmanna|Alþjóðasambandi jafnaðarmanna]]. Flokkurinn styður [[blandað hagkerfi]] sem felur meðal annars í sér stuðning við eignarréttindi. Innanflokksskipulag SWAPO einkennist enn nokkuð af marxískum uppruna hans og endurspeglast meðal annars í því að innan flokksins starfar stjórnarnefnd eða ''politburo'' að hætti gamalla kommúnistaflokka.<ref name=vísindavefurinn/>
Flokkurinn þykir hafa hneigst lengra til hægri á síðari árum og tekið upp ýmsar stefnur í anda [[Nýfrjálshyggja|nýfrjálshyggju]].<ref name=vísindavefurinn/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{s|1960}}
[[Flokkur:Namibískir stjórnmálaflokkar]]
[[Flokkur:Skæruliðahreyfingar]]
nyakvbv2wvi9hfahsgyc8n5wiae7p1w
Mario Götze
0
161006
1891931
1791081
2024-12-14T22:42:48Z
Gusulfurka
16301
1891931
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
|nafn= Mario Göze
|mynd= Mario Götze, Germany national football team (07).jpg
|myndatexti=Mario Götze 2011
|fullt nafn= Mario Götze
|fæðingardagur= {{fæðingardagur og aldur|1992|6|3|}}
|fæðingarbær= [[Memmingen]]
|fæðingarland= [[Þýskaland]]
|hæð= 1,76 m
|staða= Miðjumaður
|núverandi lið= [[Eintracht Frankfurt]]
|númer= 27
|ár í yngri flokkum= 2001-2009<br />
|yngriflokkalið= [[Borussia Dortmund]]<br />
|ár1=2009–2013
|ár2=2013-2016
|ár3=2016-2020
|ár4=2020-2022
|ár5=2022-
|lið1=[[Borussia Dortmund]]
|lið2=[[Bayern München]]
|lið3=[[Borussia Dortmund]]
|lið4=[[PSV Eindhoven]]
|lið5=[[Eintracht Frankfurt]]
|leikir (mörk)1=83 (22)
|leikir (mörk)2=73 (22)
|leikir (mörk)3=75 (13)
|leikir (mörk)4= 23 (5)
|leikir (mörk)5= 72 (8)
|landsliðsár= 2010-
|landslið= [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|Þýskaland]]
|landsliðsleikir (mörk)= 63 (17)
|mfuppfært=
|lluppfært=
}}
'''Mario Götze''' (fæddur 3. júní 1992 í [[Memmingen]] í [[Bæjaraland|Bæjaralandi]] er [[Þýskaland|þýskur]] [[Knattspyrna|knattspyrnumaður]] sem spilar fyrir [[Eintracht Frankfurt]] og [[Þýska karlalandsliðið í knattspyrnu|þýska landsliðið]]. Hann er sigursæll leikmaður, og hefur meðal annars unnið [[HM 2014|HM]] með landsliðinu þar sem hann skoraði sigurmarkið í úrslitum 2014. .
== Titlar ==
=== Borussia Dortmund ===
* [[Bundesliga|Þýska úrvalsdeildin]]: 2010/2011, 2011/2012,
* '''Þýska bikarkeppnin''': 2011/2012, 2016/2017, 2013/2014
* '''Þýski deildarbikarinn''': 2019
=== Bayern München ===
* [[Bundesliga]]: 2013/2014, 2014/2015, 2015/2016,
* [[Evrópski ofurbikarinn]]: 2013
* '''HM félagsliða''': 2013
'''Þýskaland'''
* [[HM 2014]]: 2014 ('''Gull''')
==Heimildir==
*https://www.mario-goetze.com/en/ {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20201104165027/https://www.mario-goetze.com/en/ |date=2020-11-04 }}
*https://www.kicker.de/mario-goetze/spieler/eredivisie/2020-21/psv-eindhoven
*https://web.archive.org/web/20181011214526/https://m.101greatgoals.com/blog/sub-mario-gotze-scored-bayerns-winner-against-ex-employer-borussia-dortmund-he-didnt-celebrate-despite-abuse/
{{f|1992}}
{{DEFAULTSORT:Götze, Mario}}
[[Flokkur:Þýskir knattspyrnumenn]]
ko8be6o43xp31ygcd2xwlw2wbanef22
Alejandro Rejon Huchin
0
161307
1891955
1782616
2024-12-15T05:31:06Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1891955
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Alejandro rejon guatemala.jpg|thumb|right|Alejandro Rejon á alþjóðlegu ljóðahátíðinni í Quetzaltenango, Gvatemala.]]
'''Wilberth Alejandro Rejón Huchin''' (Mérida, Yucatán, 18. maí 1997) er mexíkóskt [[skáld]], menningarstjóri og [[blaðamaður]]. Stofnandi alþjóðlegrar ljóðahátíðar í Tecoh, Yucatán, [[Mexíkó]]. Sumir af textum hans hafa verið þýddir á arabísku, ítölsku, rúmensku, grísku, frönsku, katalönsku og bengalsku.<ref>{{Cite web|url=http://www.elem.mx/autor/datos/122130|title=Alejandro Rejón Huchin - Detalle del autor - Enciclopedia de la Literatura en México - FLM - CONACULTA|website=www.elem.mx|access-date=2021-01-19}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://elsolweb.tv/entrevista-al-poeta-alejandro-rejon-huchin/|title=Entrevista al poeta: Alejandro Rejón Huchin|last=Jarquín|first=Carlos Javier|date=2020-10-07|website=Periódico El Sol COLOMBIA|language=es|access-date=2021-01-19}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.yucatan.com.mx/imagen/alejandro-rejon-lanza-su-segundo-libro-de-poemas|title=Reconocido en el extranjero|date=2020-06-27|website=El Diario de Yucatán|language=es|access-date=2021-01-19|archive-date=2020-06-28|archive-url=https://web.archive.org/web/20200628185151/https://www.yucatan.com.mx/imagen/alejandro-rejon-lanza-su-segundo-libro-de-poemas|url-status=dead}}</ref><ref>{{cite web|url=https://diario16.com/entrevista-al-poeta-alejandro-rejon-huchin/|title=Entrevista al poeta: Alejandro Rejón Huchin|last=|first=|date=2020-10-16|website=Diario16|language=es|archive-url=https://web.archive.org/web/20201021002707/https://diario16.com/entrevista-al-poeta-alejandro-rejon-huchin/|archive-date=2020-10-21|access-date=2021-01-19|url-status=dead}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.lajornadamaya.mx/yucatan/25113/pasion-y-ganas-de-adornar-el-mundo-detonantes-de-la-literatura-rejon-huchin|title=Pasión y ganas de adornar el mundo, detonantes de la literatura: Rejón Huchin|website=www.lajornadamaya.mx|language=en|access-date=2021-01-19}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://sanluis.eluniversal.com.mx/cultura/30-09-2020/universo-de-letras-cancion-del-sueno-por-alejandro-rejon-huchin|title=Universo de letras. Canción del sueño, por Alejandro Rejon Huchin|date=2020-09-30|website=San Luis Potosí|language=es|access-date=2021-01-19}}</ref>
'''Tilvísanir'''
{{DEFAULTSORT:Rejón Huchin, Alejandro}}
[[Flokkur:Mexíkóskir rithöfundar]]
sfs49plqo24imjct36dpjag5culzagw
Yoon Suk-yeol
0
167055
1891895
1891888
2024-12-14T12:53:22Z
Berserkur
10188
Tók aftur breytingu frá [[Special:Contributions/125.188.75.235|125.188.75.235]] ([[User talk:125.188.75.235|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:TKSnaevarr|TKSnaevarr]]
1890432
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Yoon Suk-yeol
| nafn_á_frummáli= {{Nobold|윤석열}}
| mynd = South Korea President Yoon Suk Yeol portrait.jpg
| myndatexti1 = {{small|Yoon Suk-yeol árið 2022.}}
| titill = Forseti Suður-Kóreu
| stjórnartíð_start= [[10. maí]] [[2022]]
| forsætisráðherra= [[Han Duck-soo]]
| forveri = [[Moon Jae-in]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1960|12|18}}
| fæðingarstaður = [[Seúl]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]
| stjórnmálaflokkur= [[Þjóðaraflsflokkurinn]]
| starf = Lögfræðingur, stjórnmálamaður
| maki = Kim Kun-hee (g. 2012)
| háskóli = Þjóðarháskólinn í Seúl (LLB, LLM)
|undirskrift = Yoon Suk-yeol Signature.svg
}}
'''Yoon Suk-yeol''' ([[hangúl]]: 윤석열; [[hanja]]: 尹錫悅; f. 18. desember 1960) er [[Suður-Kórea|suður-kóreskur]] stjórnmálamaður og fyrrverandi saksóknari sem er núverandi [[forseti Suður-Kóreu]]. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum landsins í mars árið 2022. Áður var Yoon ríkissaksóknari Suður-Kóreu frá 2019 til 2021. Sem saksóknari átti Yoon þátt í því að fá fyrrum forsetann [[Park Geun-hye]] dæmda seka fyrir valdníðslu.<ref>{{Cite news|last=Shin|first=Hyonhee|date=2021-11-05|title=S.Korea's ex-top prosecutor to challenge Moon's party in 2022 presidential election|language=en|work=Reuters|url=https://www.reuters.com/world/china/skoreas-ex-top-prosecutor-challenge-moons-party-2022-presidential-election-2021-11-05/|access-date=2022-02-13}}</ref>
==Bakgrunnur==
Yoon er fæddur og uppalinn í [[Seúl]]. Árið 1979 útskrifaðist hann úr Chungam-menntaskólanum í borginni. Hann útskrifaðist með gráðu í lögfræði frá Þjóðarháskólanum í Seúl árið 1979. Hann var síðan í framhaldsnámi við skólann og útskrifaðist með mastersgráðu frá lagadeild hans árið 1988. Yoon hlaut lögmannsréttindi árið 1991.
==Starfsferill==
Frá 1994 til 2001 vann Yoon við skrifstofu héraðssaksóknaranna í [[Daegu]], [[Seúl]] og [[Busan]].
Árið 2008 varð Yoon yfirsaksóknari undirdeildar héraðssaksóknarans í [[Daejon]] í [[Nonsan]]. Frá 2009 til 2011 vann hann hjá skrifstofu aðalsaksóknara suður-kóreska dómsmálaráðuneytisins.<ref name=":0">{{Cite web|last=주경돈|date=2022-03-10|title=Chronology of major events in President-elect Yoon Suk-yeol's biography|url=https://en.yna.co.kr/view/AEN20220308009800315|access-date=2022-03-10|website=Yonhap News Agency|language=en}}</ref>
Árið 2013 varð Yoon leiðtogi á skrifstofu héraðssaksóknara [[Suwon]] í Yeoju og hafði þar umsjón yfir sérstakri rannsókn á ólögmætum aðgerðum suður-kóresku leyniþjónustunnar til að hafa áhrif á almenningsálit.<ref name=":0" /> Frá 2014 til 2016 vann Yoon hjá embættum aðalsaksóknaranna í Daegu og Daejeon.<ref name=":0" />
Frá árinu 2016 stýrði Yoon sérstakri rannsókn á spillingarhneyksli sem tengdist forsetanum [[Park Geun-hye]]. Málið leiddi til þess að Park var ákærð og svipt embætti. Árið 2017 fékk Yoon umsjá með skrifstofu saksóknarans í Seúl.<ref name=":0" />
Árið 2019 varð Yoon ríkissaksóknari Suður-Kóreu. Hann sagði af sér úr því embætti í mars árið 2021.<ref name=":0" />
==Forseti Suður-Kóreu (2022–)==
Yoon var frambjóðandi [[Íhaldsstefna|íhaldssama]] [[Þjóðaraflsflokkurinn|Þjóðaraflsflokksins]] í forsetakosningum Suður-Kóreu árið 2022.<ref>{{cite news |last1=Lee |first1=Haye-ah |title=(LEAD) Ex-Prosecutor General Yoon wins presidential nomination of main opposition People Power Party |url=https://en.yna.co.kr/view/AEN20211105003551315 |access-date=5 November 2021 |work=Yonhap News Agency |date=5 November 2021 |language=en}}</ref><ref>{{cite news |last1=Jun-tae |first1=Ko |title=Yoon Seok-youl picked as presidential nominee for People Power Party |url=http://www.koreaherald.com/view.php?ud=20211105000575 |access-date=5 November 2021 |work=The Korea Herald |date=5 November 2021 |language=en}}</ref> Hann vann nauman sigur á móti [[Lee Jae-myung]], frambjóðanda [[Lýðræðisflokkurinn (Suður-Kórea)|Lýðræðisflokksins]], þann 9. mars 2022.<ref>[https://www.scmp.com/week-asia/politics/article/3169890/south-korea-election-yoon-suk-yeol-projected-win-mandate-tackle Breaking | South Korea election: Yoon Suk-yeol wins mandate to tackle inequality, US-China relations and Kim Jong-un’s nuclear ambitions]</ref>
Í kosningabaráttunni hafði Yoon höfðað til ungra karlmanna sem telja að ekkert kerfisbundið [[Kynjamismunun|kynjamisrétti]] viðgangist í Suður-Kóreu. Meðal annars hafði Yoon lofað að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála ef hann næði kjöri. Hann kvaðst jafnframt vilja endurstilla samskiptin við [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]] og [[Kína]] og auka samstarf við [[Bandaríkin]].<ref>{{Vefheimild|titill=Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu|url=https://www.visir.is/g/20222232878d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=10. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=12. mars|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> Í aðdraganda kosninganna hafði Yoon sagst vilja rannsaka embættisfærslur fráfarandi forsetans [[Moon Jae-in]] en í sigurræðu sinni á kosninganótt dró hann nokkuð úr þeim fyrirætlunum og hvatti til einingar meðal landsmanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Nýr forseti kjörinn í Suður-Kóreu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/10/nyr-forseti-kjorinn-i-sudur-koreu|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=10. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=12. mars|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
===Yfirlýsing herlaga 2024===
Þann 3. desember 2024 lýsti Yoon óvænt yfir [[herlög]]um í Suður-Kóreu. Í sjónvarpsávarpi vísaði hann til þess að ákvörðunin væri nauðsynleg til að verja landið fyrir kommúnistaógn frá Norður-Kóreu og til að uppræta öfl sem beint væri gegn ríkinu. Yoon tilgreindi ekki til hvaða ráðstafana yrði gripið með herlögunum en talið er að þau hafi í reynd átt að beinast gegn stjórnarandstöðunni innanlands, sem er í meirihluta á suðurkóreska þinginu og hafði hafnað fjárlagafrumvarpi forsetans.<ref>{{Vefheimild|titill=Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/03/lysir_yfir_herlogum_i_sudur_koreu/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024}}</ref>
Bæði Þjóðaraflsflokkurinn, flokkur Yoons, og Lýðræðisflokkurinn, sem fer með meirihluta á þinginu, mótmæltu yfirlýsingu Yoons og sögðu herlögin ekki standast stjórnarskrá.<ref>{{Vefheimild|titill=Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu
|url=https://www.visir.is/g/20242659131d/lysir-yfir-her-logum-i-sudur-koreu|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Stuttu eftir yfirlýsingu Yoons komu þingmenn saman í þinghúsinu í Seúl og samþykktu að ógilda herlögin með öllum greiddum atkvæðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi|url=https://www.visir.is/g/20242659203d/o-vissa-thratt-fyrir-ad-thingid-hafi-fellt-neydarlogin-ur-gildi|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024|höfundur=Jón Þór Stefánsson}}</ref> Almenningur fjölmennti jafnframt fyrir utan þinghúsið til að mótmæla herlögunum en suðurkóreski herinn lýsti því yfir að herlögin yrðu í gildi þar til forsetinn segði annað.<ref>{{Vefheimild|titill=Herlögin í gildi þar til forsetinn segi annað
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/03/herlogin_i_gildi_thar_til_forsetinn_segi_annad/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024}}</ref> Að endingu lét Yoon undan þrýstingi mótmælenda og þingmanna og dró herlögin til baka.<ref>{{Vefheimild|titill=Yoon dregur í land|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/03/yoon_dregur_i_land/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024}}</ref>
Í kjölfar útspils Yoons bárust kröfur bæði frá stjórnarflokknum og stjórnandstöðunni um að hann segði af sér.<ref>{{Vefheimild|titill=Nýr forseti kjörinn í Suður-Kóreu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/10/nyr-forseti-kjorinn-i-sudur-koreu|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson}}</ref> [[Vantrauststillaga]] gegn Yoon var borin upp á þingi þann 4. desember og hann sakaður um að hafa brotið gegn stjórnarskrá og lögum landsins. Þingið vændi hann um að hafa lýst yfir herlögum til að komast undan rannsókn á meintu ólöglegu athæfi hans og fjölskyldu hans.<ref>{{Vefheimild|titill=Yoon þarf líklega að taka pokann sinn
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/10/nyr-forseti-kjorinn-i-sudur-koreu|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024|höfundur=Agnar Már Másson}}</ref>
==Einkahagir==
Yoon kvæntist Kim Keon-hee árið 2012.<ref name=":0" />
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| fyrir=[[Moon Jae-in]]
| titill=Forseti Suður-Kóreu
| frá=[[10. maí]] [[2022]]
| til=
| eftir=Enn í embætti}}
{{töfluendir}}
{{Forsetar Suður-Kóreu}}
{{f|1960}}
[[Flokkur:Forsetar Suður-Kóreu]]
kh2y5ladl41hay4slekfp8qulurh8iq
1891897
1891895
2024-12-14T13:38:23Z
TKSnaevarr
53243
/* Yfirlýsing herlaga 2024 */
1891897
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Yoon Suk-yeol
| nafn_á_frummáli= {{Nobold|윤석열}}
| mynd = South Korea President Yoon Suk Yeol portrait.jpg
| myndatexti1 = {{small|Yoon Suk-yeol árið 2022.}}
| titill = Forseti Suður-Kóreu
| stjórnartíð_start= [[10. maí]] [[2022]]
| forsætisráðherra= [[Han Duck-soo]]
| forveri = [[Moon Jae-in]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1960|12|18}}
| fæðingarstaður = [[Seúl]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]
| stjórnmálaflokkur= [[Þjóðaraflsflokkurinn]]
| starf = Lögfræðingur, stjórnmálamaður
| maki = Kim Kun-hee (g. 2012)
| háskóli = Þjóðarháskólinn í Seúl (LLB, LLM)
|undirskrift = Yoon Suk-yeol Signature.svg
}}
'''Yoon Suk-yeol''' ([[hangúl]]: 윤석열; [[hanja]]: 尹錫悅; f. 18. desember 1960) er [[Suður-Kórea|suður-kóreskur]] stjórnmálamaður og fyrrverandi saksóknari sem er núverandi [[forseti Suður-Kóreu]]. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum landsins í mars árið 2022. Áður var Yoon ríkissaksóknari Suður-Kóreu frá 2019 til 2021. Sem saksóknari átti Yoon þátt í því að fá fyrrum forsetann [[Park Geun-hye]] dæmda seka fyrir valdníðslu.<ref>{{Cite news|last=Shin|first=Hyonhee|date=2021-11-05|title=S.Korea's ex-top prosecutor to challenge Moon's party in 2022 presidential election|language=en|work=Reuters|url=https://www.reuters.com/world/china/skoreas-ex-top-prosecutor-challenge-moons-party-2022-presidential-election-2021-11-05/|access-date=2022-02-13}}</ref>
==Bakgrunnur==
Yoon er fæddur og uppalinn í [[Seúl]]. Árið 1979 útskrifaðist hann úr Chungam-menntaskólanum í borginni. Hann útskrifaðist með gráðu í lögfræði frá Þjóðarháskólanum í Seúl árið 1979. Hann var síðan í framhaldsnámi við skólann og útskrifaðist með mastersgráðu frá lagadeild hans árið 1988. Yoon hlaut lögmannsréttindi árið 1991.
==Starfsferill==
Frá 1994 til 2001 vann Yoon við skrifstofu héraðssaksóknaranna í [[Daegu]], [[Seúl]] og [[Busan]].
Árið 2008 varð Yoon yfirsaksóknari undirdeildar héraðssaksóknarans í [[Daejon]] í [[Nonsan]]. Frá 2009 til 2011 vann hann hjá skrifstofu aðalsaksóknara suður-kóreska dómsmálaráðuneytisins.<ref name=":0">{{Cite web|last=주경돈|date=2022-03-10|title=Chronology of major events in President-elect Yoon Suk-yeol's biography|url=https://en.yna.co.kr/view/AEN20220308009800315|access-date=2022-03-10|website=Yonhap News Agency|language=en}}</ref>
Árið 2013 varð Yoon leiðtogi á skrifstofu héraðssaksóknara [[Suwon]] í Yeoju og hafði þar umsjón yfir sérstakri rannsókn á ólögmætum aðgerðum suður-kóresku leyniþjónustunnar til að hafa áhrif á almenningsálit.<ref name=":0" /> Frá 2014 til 2016 vann Yoon hjá embættum aðalsaksóknaranna í Daegu og Daejeon.<ref name=":0" />
Frá árinu 2016 stýrði Yoon sérstakri rannsókn á spillingarhneyksli sem tengdist forsetanum [[Park Geun-hye]]. Málið leiddi til þess að Park var ákærð og svipt embætti. Árið 2017 fékk Yoon umsjá með skrifstofu saksóknarans í Seúl.<ref name=":0" />
Árið 2019 varð Yoon ríkissaksóknari Suður-Kóreu. Hann sagði af sér úr því embætti í mars árið 2021.<ref name=":0" />
==Forseti Suður-Kóreu (2022–)==
Yoon var frambjóðandi [[Íhaldsstefna|íhaldssama]] [[Þjóðaraflsflokkurinn|Þjóðaraflsflokksins]] í forsetakosningum Suður-Kóreu árið 2022.<ref>{{cite news |last1=Lee |first1=Haye-ah |title=(LEAD) Ex-Prosecutor General Yoon wins presidential nomination of main opposition People Power Party |url=https://en.yna.co.kr/view/AEN20211105003551315 |access-date=5 November 2021 |work=Yonhap News Agency |date=5 November 2021 |language=en}}</ref><ref>{{cite news |last1=Jun-tae |first1=Ko |title=Yoon Seok-youl picked as presidential nominee for People Power Party |url=http://www.koreaherald.com/view.php?ud=20211105000575 |access-date=5 November 2021 |work=The Korea Herald |date=5 November 2021 |language=en}}</ref> Hann vann nauman sigur á móti [[Lee Jae-myung]], frambjóðanda [[Lýðræðisflokkurinn (Suður-Kórea)|Lýðræðisflokksins]], þann 9. mars 2022.<ref>[https://www.scmp.com/week-asia/politics/article/3169890/south-korea-election-yoon-suk-yeol-projected-win-mandate-tackle Breaking | South Korea election: Yoon Suk-yeol wins mandate to tackle inequality, US-China relations and Kim Jong-un’s nuclear ambitions]</ref>
Í kosningabaráttunni hafði Yoon höfðað til ungra karlmanna sem telja að ekkert kerfisbundið [[Kynjamismunun|kynjamisrétti]] viðgangist í Suður-Kóreu. Meðal annars hafði Yoon lofað að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála ef hann næði kjöri. Hann kvaðst jafnframt vilja endurstilla samskiptin við [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]] og [[Kína]] og auka samstarf við [[Bandaríkin]].<ref>{{Vefheimild|titill=Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu|url=https://www.visir.is/g/20222232878d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=10. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=12. mars|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> Í aðdraganda kosninganna hafði Yoon sagst vilja rannsaka embættisfærslur fráfarandi forsetans [[Moon Jae-in]] en í sigurræðu sinni á kosninganótt dró hann nokkuð úr þeim fyrirætlunum og hvatti til einingar meðal landsmanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Nýr forseti kjörinn í Suður-Kóreu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/10/nyr-forseti-kjorinn-i-sudur-koreu|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=10. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=12. mars|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
===Yfirlýsing herlaga 2024===
Þann 3. desember 2024 lýsti Yoon óvænt yfir [[herlög]]um í Suður-Kóreu. Í sjónvarpsávarpi vísaði hann til þess að ákvörðunin væri nauðsynleg til að verja landið fyrir kommúnistaógn frá Norður-Kóreu og til að uppræta öfl sem beint væri gegn ríkinu. Yoon tilgreindi ekki til hvaða ráðstafana yrði gripið með herlögunum en talið er að þau hafi í reynd átt að beinast gegn stjórnarandstöðunni innanlands, sem er í meirihluta á suðurkóreska þinginu og hafði hafnað fjárlagafrumvarpi forsetans.<ref>{{Vefheimild|titill=Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/03/lysir_yfir_herlogum_i_sudur_koreu/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024}}</ref>
Bæði Þjóðaraflsflokkurinn, flokkur Yoons, og Lýðræðisflokkurinn, sem fer með meirihluta á þinginu, mótmæltu yfirlýsingu Yoons og sögðu herlögin ekki standast stjórnarskrá.<ref>{{Vefheimild|titill=Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu
|url=https://www.visir.is/g/20242659131d/lysir-yfir-her-logum-i-sudur-koreu|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Stuttu eftir yfirlýsingu Yoons komu þingmenn saman í þinghúsinu í Seúl og samþykktu að ógilda herlögin með öllum greiddum atkvæðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi|url=https://www.visir.is/g/20242659203d/o-vissa-thratt-fyrir-ad-thingid-hafi-fellt-neydarlogin-ur-gildi|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024|höfundur=Jón Þór Stefánsson}}</ref> Almenningur fjölmennti jafnframt fyrir utan þinghúsið til að mótmæla herlögunum en suðurkóreski herinn lýsti því yfir að herlögin yrðu í gildi þar til forsetinn segði annað.<ref>{{Vefheimild|titill=Herlögin í gildi þar til forsetinn segi annað
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/03/herlogin_i_gildi_thar_til_forsetinn_segi_annad/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024}}</ref> Að endingu lét Yoon undan þrýstingi mótmælenda og þingmanna og dró herlögin til baka.<ref>{{Vefheimild|titill=Yoon dregur í land|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/03/yoon_dregur_i_land/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024}}</ref>
Í kjölfar útspils Yoons bárust kröfur bæði frá stjórnarflokknum og stjórnandstöðunni um að hann segði af sér.<ref>{{Vefheimild|titill=Nýr forseti kjörinn í Suður-Kóreu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/10/nyr-forseti-kjorinn-i-sudur-koreu|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024|höfundur=Brynjólfur Þór Guðmundsson}}</ref> [[Vantrauststillaga]] gegn Yoon var borin upp á þingi þann 4. desember og hann sakaður um að hafa brotið gegn stjórnarskrá og lögum landsins. Þingið vændi hann um að hafa lýst yfir herlögum til að komast undan rannsókn á meintu ólöglegu athæfi hans og fjölskyldu hans.<ref>{{Vefheimild|titill=Yoon þarf líklega að taka pokann sinn
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/10/nyr-forseti-kjorinn-i-sudur-koreu|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 3. desember 2024|skoðað=5. desember 2024|höfundur=Agnar Már Másson}}</ref> Þann 14. desember samþykkti þingið að kæra Yoon til embættismissis. Yoon veik því til hliðar úr embætti forseta á meðan stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu tekur ákvörðun um hvort hann verði varanlega sviptur embætti. Forsætisráðherrann [[Han Duck-soo]] gegnir forsetaembættinu í millitíðinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Suður-Kóreu ákærður til embættismissis|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-12-14-forseti-sudur-koreu-akaerdur-til-embaettismissis-430960|útgefandi=[[RÚV]]|dags= 14. desember 2024|skoðað=14. desember 2024|höfundur=Grétar Þór Sigurðsson}}</ref>
==Einkahagir==
Yoon kvæntist Kim Keon-hee árið 2012.<ref name=":0" />
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| fyrir=[[Moon Jae-in]]
| titill=Forseti Suður-Kóreu
| frá=[[10. maí]] [[2022]]
| til=
| eftir=Enn í embætti}}
{{töfluendir}}
{{Forsetar Suður-Kóreu}}
{{f|1960}}
[[Flokkur:Forsetar Suður-Kóreu]]
7l3wd5g10xbpr6vmx2ycf1p93hw817w
Narges Mohammadi
0
176643
1891950
1832308
2024-12-15T00:58:47Z
TKSnaevarr
53243
1891950
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Narges Safie Mohammadi
| nafn_á_frummáli = {{nobold|نرگس صفیه محمدی}}
| búseta =
| mynd = Narges Mohammadi (cropped).jpg
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1972|4|21}}
| fæðingarstaður = [[Zanjan]], [[Íran]]
| þjóðerni = [[Íran|Írönsk]]
| börn = 2
| maki = Taghi Rahmani (g. 2001)
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (2023)
| foreldrar =
| undirskrift =
| heimasíða =
}}
'''Narges Safie Mohammadi''' ([[persneska]]: نرگس صفیه محمدی; f. 21. apríl 1972)<ref name=PBS>{{cite web |url=https://www.pbs.org/wgbh/pages/frontline/tehranbureau/2012/05/profile-nationalist-religious-and-steadfast-narges-mohammadi.html |title=Nationalist, Religious, and Resolute: Narges Mohammadi |author=Muhammad Sahimi |date=10 May 2012 |publisher=PBS |access-date=31 October 2012 |archive-date=29 June 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120629071816/http://www.pbs.org/wgbh/pages/frontline/tehranbureau/2012/05/profile-nationalist-religious-and-steadfast-narges-mohammadi.html |url-status=live}}</ref> er íranskur mannréttindasinni, vísindamaður og varaforseti [[Miðstöð verndara mannréttinda|Miðstöðvar verndara mannréttinda]], sem er stýrt af mannréttindalögfræðingnum og Nóbelsverðlaunahafanum [[Shirin Ebadi]].<ref name=G>{{cite web |url=https://www.theguardian.com/world/iran-blog/2012/apr/26/iran-activist-narges-mohammadi-jailed |title=Kurdish human rights activist Narges Mohammadi arrested |author=Saeed Kamali Dehghan |author-link=Saeed Kamali Dehghan |date=26 April 2012 |work=The Guardian |access-date=31 October 2012 |archive-date=15 June 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120615233544/http://www.guardian.co.uk/world/iran-blog/2012/apr/26/iran-activist-narges-mohammadi-jailed |url-status=live}}</ref> Í maí árið 2016 var hún dæmd í Teheran til sextán ára fangelsis fyrir að stofna og stýra „mannréttindahreyfingu sem berst fyrir afnámi dauðarefsinga“.<ref name=U>{{cite web |url=https://www.theguardian.com/global-development/2016/may/24/narges-mohammadi-iranian-activist-un-condemns-10-year-jail-sentence |title=UN condemns 16-year jail sentence for Iranian activist Narges Mohammadi |author=Saeed Kamali Dehghan |author-link=Saeed Kamali Dehghan |date=24 May 2016 |work=The Guardian |access-date=11 January 2019 }}</ref> Árið 2021, á meðan Mohammadi var enn í fangelsi, hlaut hún [[friðarverðlaun Nóbels]] fyrir „baráttu hennar gegn kúgun kvenna í Íran og fyrir mannréttindum og frelsi öllum til handa“.<ref>{{Vefheimild|titill=Narges Mohammadi fær friðarverðlaun Nóbels|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-10-06-narges-mohammadi-faer-fridarverdlaun-nobels-393202|útgefandi=[[RÚV]]|dags=6. október 2023|skoðað=6. október 2023|höfundur=Hallgrímur Indriðason}}</ref>
==Bakgrunnur==
Mohammadi fæddist í Zanjan og ólst upp í [[Qorveh]] (í [[Kúrdistan]]), [[Karaj]] og [[Oshnaviyeh]].<ref>https://english.sawtbeirut.com/world/iranian-human-rights-activist-narges-mohammadi-gets-nobel-peace-prize/</ref> Hún gekk í Alþjóðaháskóla Imams Khomeini, útskrifaðist með gráðu í eðlisfræði og varð verkfræðingur að atvinnu. Á háskólaárum sínum skrifaði hún tvær greinar í stúdentablöð þar sem hún talaði fyrir [[Kvenréttindi|kvenréttindum]] og var handtekin á tveimur fundum pólitísku stúdentasamtakanna Tashakkol Daaneshjuyi Roshangaraan („Samtök upplýstra stúdenta“).<ref name=PBS/><ref name="ALF">{{cite web |url=http://www.alexanderlanger.org/en/604/2538 |title=Narges Mohammadi, from Iran, of the international Alexander Langer award 2009 |date=18 June 2009 |publisher=Alexander Langer Foundation |access-date=31 October 2012 |archive-date=15 June 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120615233544/http://www.guardian.co.uk/world/iran-blog/2012/apr/26/iran-activist-narges-mohammadi-jailed |url-status=live}}</ref> Hún var jafnframt virk í fjallgönguklúbbi en vegna pólitískrar starfsemi sinnar var henni síðar bannað að taka þátt í fjallgöngum.<ref name=PBS/>
Mohammadi vann síðar sem blaðakona hjá ýmsum umbótasinnuðum fréttablöðum og birti safnbók stjórnmálaritgerða með titlinum ''Umbæturnar, stefnan og aðferðirnar''.<ref name=ALF/> Árið 2003 gekk hún til liðs við [[Miðstöð verndara mannréttinda]], samtök sem stýrt er af Nóbelsverðlaunahafanum [[Shirin Ebadi]].<ref name=PBS/> Mohammadi varð síðar varaforseti samtakanna.<ref name="G"/>
Árið 1999 giftist Mohammadi blaðamanninum [[Taghi Rahmani]], sem var stuttu síðar handtekinn í fyrsta sinn.<ref name=PBS/><ref name=ALF/> Rahmani flutti til Frakklands árið 2012 eftir að hafa afplánað alls fjórtán ára fangelsisvist en Mohammadi var áfram í Íran til að halda áfram mannréttindastarfi.<ref name=G/> Mohammadi og Rahmani eiga tvíbura saman.<ref name=PBS/><ref name=G/>
==Handtökur og málaferli==
Mohammadi var handtekin í fyrsta sinn árið 1998 vegna gagnrýni hennar gegn írönsku ríkisstjórninni og varði einu ári í fangelsi.<ref name=ALF/> Í apríl 2010 var henni stefnt til [[Íslamski byltingardómstóllinn|Íslamska byltingardómstólsins]] vegna aðildar hennar að Miðstöð verndara mannréttinda. Henni var sleppt í stuttan tíma gegn tryggingargjaldi að andvirði 50.000 Bandaríkjadala en hún var síðan handtekin aftur nokkrum dögum síðar og sett í hald í [[Evin-fangelsi]].<ref name=PBS/><ref name=G2/> Heilsu Mohammadi fór að hraka í fangavistinni og hún smitaðist af [[Flogaveiki|flogakenndum]] sjúkdómi sem olli því að hún missti reglulega stjórn á vöðvum sínum. Henni var sleppt eftir einn mánuð og henni leyft að fara á sjúkrahús.<ref name=G2>{{cite web |url=https://www.theguardian.com/world/2011/sep/28/iranian-activist-narges-mohammadi-jailed |title=Iranian activist Narges Mohammadi jailed for 11 years |author=Saeed Kamali Dehghan |date=28 September 2011 |work=The Guardian |access-date=31 October 2012 |archive-date=8 August 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120808070324/http://www.guardian.co.uk/world/2011/sep/28/iranian-activist-narges-mohammadi-jailed |url-status=live}}</ref>
Mohammadi var aftur sótt til saka í júlí 2011<ref name=PBS/> og sakfelld fyrir að „beita sér gegn þjóðaröryggi, eiga aðild að Miðstöð verndara mannréttinda og fyrir áróður gegn stjórnvöldum“.<ref name=G2/> Í september var hún dæmd til ellefu ára fangelsisvistar. Mohammadi sagðist aðeins hafa frétt af dómnum í gegnum lögfræðinga sína og að henni hefði borist „fordæmalaus 23 blaðsíðna dómur útgefinn af dómstólnum þar sem þeir líktu mannréttindastarfi mínu ítrekað við tilraunir til að kollvarpa stjórninni.“<ref name=G2/> Áfrýjunardómstóll staðfesti dóminn í mars 2012 en stytti fangavistina í sex ár.<ref>{{cite web |url=https://www.theguardian.com/world/iran-blog/2012/mar/07/iran-arrests-journalists-activists |title=Iran steps up crackdown on journalists and activists |author=Saeed Kamali Dehghan |date=7 March 2012 |work=The Guardian |access-date=31 October 2012 |archive-date=23 July 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120723132537/http://www.guardian.co.uk/world/iran-blog/2012/mar/07/iran-arrests-journalists-activists |url-status=live}}</ref> Mohammadi var handtekin til að hefja afplánun þann 26. apríl.<ref name=G/>
Utanríkisráðuneyti Bretlands mótmælti dómnum og kallaði hann „annað sorglegt dæmi um tilraunir íranskra stjórnvalda til að þagga niður í hugrökkum verndurum mannréttinda.“<ref name=G2/> [[Amnesty International]] skilgreindi Mohammadi sem [[Samviskufangi|samviskufanga]] og krafðist tafarlausrar lausnar hennar.<ref>{{cite web |url=https://www.amnesty.org/fr/documents/mde13/026/2012/fr/ |title=Urgent Action: human rights Defender imprisoned |date=30 April 2012 |publisher=Amnesty International |access-date=3 May 2012}}</ref> [[Blaðamenn án landamæra]] gáfu út beiðni í þágu Mohammadi á níu ára dánarafmæli ljósmyndarans [[Zahra Kazemi]], sem lést í Evin-fangelsi, og lýstu því yfir að líf Mohammadi í fangavist væri í „sérstakri hættu“.<ref>{{cite web |url=http://en.rsf.org/iran-lives-of-several-imprisoned-10-07-2012,42995.html |title=Lives of several imprisoned journalists and netizens in danger |date=10 July 2012 |publisher=Blaðamenn án landamæra |access-date=31 October 2012 |archive-date=13 September 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120913053131/http://en.rsf.org/iran-lives-of-several-imprisoned-10-07-2012,42995.html |url-status=live}}</ref> Í júlí 2012 kallaði alþjóðlegur hópur þingmanna eftir lausn hennar, þar á meðal bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn [[Mark Kirk]], kanadíski fyrrum ríkissaksóknarinn [[Irwin Cotler]], breski þingmaðurinn [[Denis MacShane]], ástralski þingmaðurinn [[Michael Danby]], ítalski þingmaðurinn [[Fiamma Nirenstein]] og litáíski þingmaðurinn [[Emanuelis Zingeris]].<ref>{{cite web |url=http://www.kirk.senate.gov/?p=press_release&id=550 |title=International Lawmakers Call on Iran to Release Narges Mohammadi |date=26 July 2012 |publisher=kirk.senate.gov |access-date=31 October 2012 |archive-date=17 October 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121017000417/http://www.kirk.senate.gov/?p=press_release&id=550 |url-status=dead }}</ref>
Mohammadi var sleppt úr fangelsi þann 31. júlí 2012.<ref>{{cite web|url=http://www.fidh.org/Iran-List-of-human-rights-12235|title=Iran: List of human rights defenders behind bars|website=Worldwide Movement for Human Rights|access-date=13 June 2017}}</ref>
Þann 31. október 2014 flutti Mohammadi tilfinningaþrungna ræðu við gröf [[Sattar Beheshti]] og sagði: {{Tilvitnun2|Hvernig má það vera að þingmenn séu að stinga upp á áætlun um stuðning við dyggðir og forvarnir gegn löstum, en enginn sagði orð fyrir tveimur árum þegar saklaus mannvera að nafni Sattar Behesti lést við pyndingar í höndum yfirheyrara síns?}} Myndbandið af ræðu Mohammadi náði mikilli útbreiðslu á netinu og á samfélagsmiðlum, sem leiddi til þess að henni var stefnt til fangelsisdómstóls Evin. {{Tilvitnun2|Í stefnunni sem ég fékk 5. nóvember 2014 stóð að ég yrði að gefa mig fram ‚vegna ákæra‘ en það er engin frekari skýring um þessar ákærur, sagði Mohammadi.<ref>{{cite web|url=http://www.gc4hr.org/news/view/818|title=Iran: Judicial Harassment of Human Rights Activist Narges Mohammadi|website=www.gc4hr.org|access-date=13 June 2017}}</ref>}}
Mohammadi var handtekin á ný þann 5. maí 2015 á grundvelli nýrra ákæra.<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2015/05/06/world/middleeast/iran-arrests-prominent-rights-activist.html|title=Iran Arrests Prominent Rights Activist|first=Thomas|last=Erdbrink|newspaper=The New York Times|date=5 May 2015|access-date=13 June 2017}}</ref> Byltingardómstóllinn dæmdi hana í fimmtán ára fangelsi fyrir að „stofna ólögleg samtök“ með Legam (herferðar hennar til að afnema dauðarefsingar), fimm ár fyrir „samkomur og samverknað gegn þjóðaröryggi“ og eitt ár fyrir „áróður gegn kerfinu“ vegna viðtala hennar með alþjóðafjölmiðlum og fundi hennar í mars 2014 með þáverandi utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, [[Catherine Ashton]].<ref name="Iran Human Rights Defenders Report">{{Cite news|url= https://iranhr.net/media/files/HRD_Report_Iran_Human_Rights_Eng.pdf |title= Iran Human Rights Defenders Report |work= Iran Human Rights |date= 12 November 2020|access-date= Mar 10, 2021 }}</ref> Í janúar 2019 var tilkynnt að Mohammadi hefði farið í hungurverkfall ásamt bresk-írönskum meðfanga sínum, [[Nazanin Zaghari-Ratcliffe]], til að mótmæla því að þeim væri neitað um aðgang að heilsugæslu í Evin-fangelsi.<ref name=Z>{{cite news |url=https://www.irishtimes.com/news/ireland/irish-news/zaghari-ratcliffe-to-go-on-hunger-strike-in-iranian-jail-1.3746838 |title=Zaghari-Ratcliffe to go on hunger strike in Iranian jail |date=3 January 2019 |newspaper=The Irish Times |access-date=11 January 2019 }}</ref> Í júlí 2020 sýndi Mohammadi sjúkdómseinkenni vegna sýkingar af [[COVID-19]] en henni virtist hafa batnað í ágúst.<ref>{{cite web|url=https://www.dw.com/en/iran-frees-activist-narges-mohammadi-cuts-her-sentence/a-55207239|title=Iran frees activist Narges Mohammadi, cuts her sentence|publisher=[[Deutsche Welle]]|date=8 October 2020|access-date=1 May 2021}}</ref>
Mohammadi var sleppt úr fangelsi þann 8. október 2020.<ref>{{Cite news|url=https://www.reuters.com/article/us-iran-rights-idUSKBN26T1Q4|title=Iran frees prominent rights activist, news agency reports|newspaper=Reuters|date=8 October 2020}}</ref>
Þann 27. febrúar 2021 birti Mohammadi myndband á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að henni hefði verið stefnt til dómstóla tvisvar í desember vegna máls sem hefði verið höfðað gegn henni á meðan hún var enn í fangelsi. Mohammadi sagðist hafa neitað að gefa sig fram til dómstóla og að hún myndi óhlýðnast öllum ákvörðunum sem yrðu teknar. Í myndbandinu lýsti hún kynferðisofbeldi og annarri illri meðferð sem hún sjálf og aðrar konur hefðu sætt í fangelsunum og sagði stjórnvöld enn ekki hafa brugðist við kvörtun þess efnis sem hún hefði sent þann 24. desember. Nýja kæran gegn Mohammadi snerist um mótmælaaðgerðir hennar ásamt öðrum pólitískum föngum í Evin-fangelsi vegna drápa og handtaka öryggissveita á mótmælendum í nóvember 2019.<ref name="2020 Annual Report on the Death Penalty in Iran">{{Cite news|url= https://iranhr.net/media/files/Rapport_iran_2021-gb-290321-BD.pdf |title= 2020 Annual Report on the Death Penalty in Iran |work= Iran Human Rights |date= March 30, 2021| access-date= April 10, 2021 }}</ref>
Mohammadi skrifaði formála að ársskýrslu samtakanna [[Iran Human Rights]] um dauðarefsingar í Íran í mars 2021. Hún skrifaði: {{Tilvitnun2|Aftökur á fólki á borð við [[Navid Afkari]] og [[Ruhollah Zam]] á undanförnu ári hafa verið ógagnsæjustu aftökur í Íran. Dæming dauðarefsingar gegn Ahmadreza Djalali er einn ranglátasti dómurinn og gaumgæfa verður ástæður þessara dauðadóma. Þetta fólk var dæmt til dauða eftir að þeim hafði verið haldið í einangrunarvist og það látið sæta hræðilegum sálrænum og andlegum pyntingum. Þess vegna tel ég dómsferlið ekki sanngjarnt eða réttlátt. Ég sé sakborninga sem haldið er í einangrun og þeir neyddir til að gefa ósannar og falskar játningar sem eru síðan notaðar sem sönnunargögn við útgáfu þessara dóma. Þess vegna hef ég þungar áhyggjur af nýlegum handtökum í Sistan, Balúkistan og Kúrdistan, og ég vona að stofnanir sem beita sér gegn dauðarefsingum fylgist grannt með föngunum því ég óttast að við stöndum frammi fyrir annarri hrinu aftaka á næsta ári.<ref name=" Narges Mohammadi: Violence of Death Penalty is Worse Than War ">{{Cite news|url= https://iranhr.net/en/articles/4680/|title= Narges Mohammadi: Violence of Death Penalty is Worse Than War|work= Iran Human Rights |date= March 30, 2021|access-date= April 10, 2021}}</ref>}}
Í maí dæmdi glæpadómstóll í Teheran Mohammadi til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, 80 svipuhögga og tveggja sekta fyrir ákæruliði eins og að „dreifa áróðri gegn kerfinu“. Fjórum mánuðum síðar fékk hún boð um að gefa sig fram til að hefja afplánun en hún svaraði þeim ekki þar sem hún taldi dóminn ranglátan.<ref name="amnesty.org">{{Cite web|date=2021-11-18|title=Iran: Release arbitrarily detained rights activist at imminent risk of flogging|url=https://www.amnesty.org/en/latest/news/2021/11/iran-release-narges-mohammadi/|access-date=2021-11-23|website=Amnesty International|language=en}}</ref>
Í nóvember 2021 var Mohammadi handtekin í Karaj í Alborz-héraði á meðan hún var viðstödd minningarathöfn fyrir Ebrahim Ketabdar, sem var drepinn af írönskum öryggissveitum í mótmælum í nóvember 2019.<ref name="amnesty.org"/>
Á tíma [[Mótmælin í Íran 2022|mótmælanna sem hófust vegna dauða Möhsu Amini]] í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar árið 2022 gaf Narges Mohammadi út skýrslu þar sem farið var yfir kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi gegn konum. Í janúar 2023 gaf hún út skýrslu þar sem farið var yfir aðstæður kvenna í Evin-fangelsi, meðal annars lista yfir 58 fanga og yfirheyrsluferlin og pyntingarnar sem þær hefðu verið beittar. 57 kvennanna höfðu varið samtals 8.350 dögum í einangrunarvist. 56 þeirra voru dæmdar til 3.300 mánuða samtals.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:Mohammadi, Narges}}
{{f|1972}}
[[Flokkur:Íranskir aðgerðasinnar]]
[[Flokkur:Íranskir blaðamenn]]
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
h7yytpqqclo2gihtdrel6xyhr1rjmy7
1891951
1891950
2024-12-15T00:59:15Z
TKSnaevarr
53243
1891951
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Narges Safie Mohammadi
| nafn_á_frum = {{nobold|نرگس صفیه محمدی}}
| búseta =
| mynd = Narges Mohammadi (cropped).jpg
| fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1972|4|21}}
| fæðingarstaður = [[Zanjan]], [[Íran]]
| þjóðerni = [[Íran|Írönsk]]
| börn = 2
| maki = Taghi Rahmani (g. 2001)
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (2023)
| foreldrar =
| undirskrift =
| heimasíða =
}}
'''Narges Safie Mohammadi''' ([[persneska]]: نرگس صفیه محمدی; f. 21. apríl 1972)<ref name=PBS>{{cite web |url=https://www.pbs.org/wgbh/pages/frontline/tehranbureau/2012/05/profile-nationalist-religious-and-steadfast-narges-mohammadi.html |title=Nationalist, Religious, and Resolute: Narges Mohammadi |author=Muhammad Sahimi |date=10 May 2012 |publisher=PBS |access-date=31 October 2012 |archive-date=29 June 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120629071816/http://www.pbs.org/wgbh/pages/frontline/tehranbureau/2012/05/profile-nationalist-religious-and-steadfast-narges-mohammadi.html |url-status=live}}</ref> er íranskur mannréttindasinni, vísindamaður og varaforseti [[Miðstöð verndara mannréttinda|Miðstöðvar verndara mannréttinda]], sem er stýrt af mannréttindalögfræðingnum og Nóbelsverðlaunahafanum [[Shirin Ebadi]].<ref name=G>{{cite web |url=https://www.theguardian.com/world/iran-blog/2012/apr/26/iran-activist-narges-mohammadi-jailed |title=Kurdish human rights activist Narges Mohammadi arrested |author=Saeed Kamali Dehghan |author-link=Saeed Kamali Dehghan |date=26 April 2012 |work=The Guardian |access-date=31 October 2012 |archive-date=15 June 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120615233544/http://www.guardian.co.uk/world/iran-blog/2012/apr/26/iran-activist-narges-mohammadi-jailed |url-status=live}}</ref> Í maí árið 2016 var hún dæmd í Teheran til sextán ára fangelsis fyrir að stofna og stýra „mannréttindahreyfingu sem berst fyrir afnámi dauðarefsinga“.<ref name=U>{{cite web |url=https://www.theguardian.com/global-development/2016/may/24/narges-mohammadi-iranian-activist-un-condemns-10-year-jail-sentence |title=UN condemns 16-year jail sentence for Iranian activist Narges Mohammadi |author=Saeed Kamali Dehghan |author-link=Saeed Kamali Dehghan |date=24 May 2016 |work=The Guardian |access-date=11 January 2019 }}</ref> Árið 2021, á meðan Mohammadi var enn í fangelsi, hlaut hún [[friðarverðlaun Nóbels]] fyrir „baráttu hennar gegn kúgun kvenna í Íran og fyrir mannréttindum og frelsi öllum til handa“.<ref>{{Vefheimild|titill=Narges Mohammadi fær friðarverðlaun Nóbels|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-10-06-narges-mohammadi-faer-fridarverdlaun-nobels-393202|útgefandi=[[RÚV]]|dags=6. október 2023|skoðað=6. október 2023|höfundur=Hallgrímur Indriðason}}</ref>
==Bakgrunnur==
Mohammadi fæddist í Zanjan og ólst upp í [[Qorveh]] (í [[Kúrdistan]]), [[Karaj]] og [[Oshnaviyeh]].<ref>https://english.sawtbeirut.com/world/iranian-human-rights-activist-narges-mohammadi-gets-nobel-peace-prize/</ref> Hún gekk í Alþjóðaháskóla Imams Khomeini, útskrifaðist með gráðu í eðlisfræði og varð verkfræðingur að atvinnu. Á háskólaárum sínum skrifaði hún tvær greinar í stúdentablöð þar sem hún talaði fyrir [[Kvenréttindi|kvenréttindum]] og var handtekin á tveimur fundum pólitísku stúdentasamtakanna Tashakkol Daaneshjuyi Roshangaraan („Samtök upplýstra stúdenta“).<ref name=PBS/><ref name="ALF">{{cite web |url=http://www.alexanderlanger.org/en/604/2538 |title=Narges Mohammadi, from Iran, of the international Alexander Langer award 2009 |date=18 June 2009 |publisher=Alexander Langer Foundation |access-date=31 October 2012 |archive-date=15 June 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120615233544/http://www.guardian.co.uk/world/iran-blog/2012/apr/26/iran-activist-narges-mohammadi-jailed |url-status=live}}</ref> Hún var jafnframt virk í fjallgönguklúbbi en vegna pólitískrar starfsemi sinnar var henni síðar bannað að taka þátt í fjallgöngum.<ref name=PBS/>
Mohammadi vann síðar sem blaðakona hjá ýmsum umbótasinnuðum fréttablöðum og birti safnbók stjórnmálaritgerða með titlinum ''Umbæturnar, stefnan og aðferðirnar''.<ref name=ALF/> Árið 2003 gekk hún til liðs við [[Miðstöð verndara mannréttinda]], samtök sem stýrt er af Nóbelsverðlaunahafanum [[Shirin Ebadi]].<ref name=PBS/> Mohammadi varð síðar varaforseti samtakanna.<ref name="G"/>
Árið 1999 giftist Mohammadi blaðamanninum [[Taghi Rahmani]], sem var stuttu síðar handtekinn í fyrsta sinn.<ref name=PBS/><ref name=ALF/> Rahmani flutti til Frakklands árið 2012 eftir að hafa afplánað alls fjórtán ára fangelsisvist en Mohammadi var áfram í Íran til að halda áfram mannréttindastarfi.<ref name=G/> Mohammadi og Rahmani eiga tvíbura saman.<ref name=PBS/><ref name=G/>
==Handtökur og málaferli==
Mohammadi var handtekin í fyrsta sinn árið 1998 vegna gagnrýni hennar gegn írönsku ríkisstjórninni og varði einu ári í fangelsi.<ref name=ALF/> Í apríl 2010 var henni stefnt til [[Íslamski byltingardómstóllinn|Íslamska byltingardómstólsins]] vegna aðildar hennar að Miðstöð verndara mannréttinda. Henni var sleppt í stuttan tíma gegn tryggingargjaldi að andvirði 50.000 Bandaríkjadala en hún var síðan handtekin aftur nokkrum dögum síðar og sett í hald í [[Evin-fangelsi]].<ref name=PBS/><ref name=G2/> Heilsu Mohammadi fór að hraka í fangavistinni og hún smitaðist af [[Flogaveiki|flogakenndum]] sjúkdómi sem olli því að hún missti reglulega stjórn á vöðvum sínum. Henni var sleppt eftir einn mánuð og henni leyft að fara á sjúkrahús.<ref name=G2>{{cite web |url=https://www.theguardian.com/world/2011/sep/28/iranian-activist-narges-mohammadi-jailed |title=Iranian activist Narges Mohammadi jailed for 11 years |author=Saeed Kamali Dehghan |date=28 September 2011 |work=The Guardian |access-date=31 October 2012 |archive-date=8 August 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120808070324/http://www.guardian.co.uk/world/2011/sep/28/iranian-activist-narges-mohammadi-jailed |url-status=live}}</ref>
Mohammadi var aftur sótt til saka í júlí 2011<ref name=PBS/> og sakfelld fyrir að „beita sér gegn þjóðaröryggi, eiga aðild að Miðstöð verndara mannréttinda og fyrir áróður gegn stjórnvöldum“.<ref name=G2/> Í september var hún dæmd til ellefu ára fangelsisvistar. Mohammadi sagðist aðeins hafa frétt af dómnum í gegnum lögfræðinga sína og að henni hefði borist „fordæmalaus 23 blaðsíðna dómur útgefinn af dómstólnum þar sem þeir líktu mannréttindastarfi mínu ítrekað við tilraunir til að kollvarpa stjórninni.“<ref name=G2/> Áfrýjunardómstóll staðfesti dóminn í mars 2012 en stytti fangavistina í sex ár.<ref>{{cite web |url=https://www.theguardian.com/world/iran-blog/2012/mar/07/iran-arrests-journalists-activists |title=Iran steps up crackdown on journalists and activists |author=Saeed Kamali Dehghan |date=7 March 2012 |work=The Guardian |access-date=31 October 2012 |archive-date=23 July 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120723132537/http://www.guardian.co.uk/world/iran-blog/2012/mar/07/iran-arrests-journalists-activists |url-status=live}}</ref> Mohammadi var handtekin til að hefja afplánun þann 26. apríl.<ref name=G/>
Utanríkisráðuneyti Bretlands mótmælti dómnum og kallaði hann „annað sorglegt dæmi um tilraunir íranskra stjórnvalda til að þagga niður í hugrökkum verndurum mannréttinda.“<ref name=G2/> [[Amnesty International]] skilgreindi Mohammadi sem [[Samviskufangi|samviskufanga]] og krafðist tafarlausrar lausnar hennar.<ref>{{cite web |url=https://www.amnesty.org/fr/documents/mde13/026/2012/fr/ |title=Urgent Action: human rights Defender imprisoned |date=30 April 2012 |publisher=Amnesty International |access-date=3 May 2012}}</ref> [[Blaðamenn án landamæra]] gáfu út beiðni í þágu Mohammadi á níu ára dánarafmæli ljósmyndarans [[Zahra Kazemi]], sem lést í Evin-fangelsi, og lýstu því yfir að líf Mohammadi í fangavist væri í „sérstakri hættu“.<ref>{{cite web |url=http://en.rsf.org/iran-lives-of-several-imprisoned-10-07-2012,42995.html |title=Lives of several imprisoned journalists and netizens in danger |date=10 July 2012 |publisher=Blaðamenn án landamæra |access-date=31 October 2012 |archive-date=13 September 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120913053131/http://en.rsf.org/iran-lives-of-several-imprisoned-10-07-2012,42995.html |url-status=live}}</ref> Í júlí 2012 kallaði alþjóðlegur hópur þingmanna eftir lausn hennar, þar á meðal bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn [[Mark Kirk]], kanadíski fyrrum ríkissaksóknarinn [[Irwin Cotler]], breski þingmaðurinn [[Denis MacShane]], ástralski þingmaðurinn [[Michael Danby]], ítalski þingmaðurinn [[Fiamma Nirenstein]] og litáíski þingmaðurinn [[Emanuelis Zingeris]].<ref>{{cite web |url=http://www.kirk.senate.gov/?p=press_release&id=550 |title=International Lawmakers Call on Iran to Release Narges Mohammadi |date=26 July 2012 |publisher=kirk.senate.gov |access-date=31 October 2012 |archive-date=17 October 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121017000417/http://www.kirk.senate.gov/?p=press_release&id=550 |url-status=dead }}</ref>
Mohammadi var sleppt úr fangelsi þann 31. júlí 2012.<ref>{{cite web|url=http://www.fidh.org/Iran-List-of-human-rights-12235|title=Iran: List of human rights defenders behind bars|website=Worldwide Movement for Human Rights|access-date=13 June 2017}}</ref>
Þann 31. október 2014 flutti Mohammadi tilfinningaþrungna ræðu við gröf [[Sattar Beheshti]] og sagði: {{Tilvitnun2|Hvernig má það vera að þingmenn séu að stinga upp á áætlun um stuðning við dyggðir og forvarnir gegn löstum, en enginn sagði orð fyrir tveimur árum þegar saklaus mannvera að nafni Sattar Behesti lést við pyndingar í höndum yfirheyrara síns?}} Myndbandið af ræðu Mohammadi náði mikilli útbreiðslu á netinu og á samfélagsmiðlum, sem leiddi til þess að henni var stefnt til fangelsisdómstóls Evin. {{Tilvitnun2|Í stefnunni sem ég fékk 5. nóvember 2014 stóð að ég yrði að gefa mig fram ‚vegna ákæra‘ en það er engin frekari skýring um þessar ákærur, sagði Mohammadi.<ref>{{cite web|url=http://www.gc4hr.org/news/view/818|title=Iran: Judicial Harassment of Human Rights Activist Narges Mohammadi|website=www.gc4hr.org|access-date=13 June 2017}}</ref>}}
Mohammadi var handtekin á ný þann 5. maí 2015 á grundvelli nýrra ákæra.<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2015/05/06/world/middleeast/iran-arrests-prominent-rights-activist.html|title=Iran Arrests Prominent Rights Activist|first=Thomas|last=Erdbrink|newspaper=The New York Times|date=5 May 2015|access-date=13 June 2017}}</ref> Byltingardómstóllinn dæmdi hana í fimmtán ára fangelsi fyrir að „stofna ólögleg samtök“ með Legam (herferðar hennar til að afnema dauðarefsingar), fimm ár fyrir „samkomur og samverknað gegn þjóðaröryggi“ og eitt ár fyrir „áróður gegn kerfinu“ vegna viðtala hennar með alþjóðafjölmiðlum og fundi hennar í mars 2014 með þáverandi utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, [[Catherine Ashton]].<ref name="Iran Human Rights Defenders Report">{{Cite news|url= https://iranhr.net/media/files/HRD_Report_Iran_Human_Rights_Eng.pdf |title= Iran Human Rights Defenders Report |work= Iran Human Rights |date= 12 November 2020|access-date= Mar 10, 2021 }}</ref> Í janúar 2019 var tilkynnt að Mohammadi hefði farið í hungurverkfall ásamt bresk-írönskum meðfanga sínum, [[Nazanin Zaghari-Ratcliffe]], til að mótmæla því að þeim væri neitað um aðgang að heilsugæslu í Evin-fangelsi.<ref name=Z>{{cite news |url=https://www.irishtimes.com/news/ireland/irish-news/zaghari-ratcliffe-to-go-on-hunger-strike-in-iranian-jail-1.3746838 |title=Zaghari-Ratcliffe to go on hunger strike in Iranian jail |date=3 January 2019 |newspaper=The Irish Times |access-date=11 January 2019 }}</ref> Í júlí 2020 sýndi Mohammadi sjúkdómseinkenni vegna sýkingar af [[COVID-19]] en henni virtist hafa batnað í ágúst.<ref>{{cite web|url=https://www.dw.com/en/iran-frees-activist-narges-mohammadi-cuts-her-sentence/a-55207239|title=Iran frees activist Narges Mohammadi, cuts her sentence|publisher=[[Deutsche Welle]]|date=8 October 2020|access-date=1 May 2021}}</ref>
Mohammadi var sleppt úr fangelsi þann 8. október 2020.<ref>{{Cite news|url=https://www.reuters.com/article/us-iran-rights-idUSKBN26T1Q4|title=Iran frees prominent rights activist, news agency reports|newspaper=Reuters|date=8 October 2020}}</ref>
Þann 27. febrúar 2021 birti Mohammadi myndband á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að henni hefði verið stefnt til dómstóla tvisvar í desember vegna máls sem hefði verið höfðað gegn henni á meðan hún var enn í fangelsi. Mohammadi sagðist hafa neitað að gefa sig fram til dómstóla og að hún myndi óhlýðnast öllum ákvörðunum sem yrðu teknar. Í myndbandinu lýsti hún kynferðisofbeldi og annarri illri meðferð sem hún sjálf og aðrar konur hefðu sætt í fangelsunum og sagði stjórnvöld enn ekki hafa brugðist við kvörtun þess efnis sem hún hefði sent þann 24. desember. Nýja kæran gegn Mohammadi snerist um mótmælaaðgerðir hennar ásamt öðrum pólitískum föngum í Evin-fangelsi vegna drápa og handtaka öryggissveita á mótmælendum í nóvember 2019.<ref name="2020 Annual Report on the Death Penalty in Iran">{{Cite news|url= https://iranhr.net/media/files/Rapport_iran_2021-gb-290321-BD.pdf |title= 2020 Annual Report on the Death Penalty in Iran |work= Iran Human Rights |date= March 30, 2021| access-date= April 10, 2021 }}</ref>
Mohammadi skrifaði formála að ársskýrslu samtakanna [[Iran Human Rights]] um dauðarefsingar í Íran í mars 2021. Hún skrifaði: {{Tilvitnun2|Aftökur á fólki á borð við [[Navid Afkari]] og [[Ruhollah Zam]] á undanförnu ári hafa verið ógagnsæjustu aftökur í Íran. Dæming dauðarefsingar gegn Ahmadreza Djalali er einn ranglátasti dómurinn og gaumgæfa verður ástæður þessara dauðadóma. Þetta fólk var dæmt til dauða eftir að þeim hafði verið haldið í einangrunarvist og það látið sæta hræðilegum sálrænum og andlegum pyntingum. Þess vegna tel ég dómsferlið ekki sanngjarnt eða réttlátt. Ég sé sakborninga sem haldið er í einangrun og þeir neyddir til að gefa ósannar og falskar játningar sem eru síðan notaðar sem sönnunargögn við útgáfu þessara dóma. Þess vegna hef ég þungar áhyggjur af nýlegum handtökum í Sistan, Balúkistan og Kúrdistan, og ég vona að stofnanir sem beita sér gegn dauðarefsingum fylgist grannt með föngunum því ég óttast að við stöndum frammi fyrir annarri hrinu aftaka á næsta ári.<ref name=" Narges Mohammadi: Violence of Death Penalty is Worse Than War ">{{Cite news|url= https://iranhr.net/en/articles/4680/|title= Narges Mohammadi: Violence of Death Penalty is Worse Than War|work= Iran Human Rights |date= March 30, 2021|access-date= April 10, 2021}}</ref>}}
Í maí dæmdi glæpadómstóll í Teheran Mohammadi til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, 80 svipuhögga og tveggja sekta fyrir ákæruliði eins og að „dreifa áróðri gegn kerfinu“. Fjórum mánuðum síðar fékk hún boð um að gefa sig fram til að hefja afplánun en hún svaraði þeim ekki þar sem hún taldi dóminn ranglátan.<ref name="amnesty.org">{{Cite web|date=2021-11-18|title=Iran: Release arbitrarily detained rights activist at imminent risk of flogging|url=https://www.amnesty.org/en/latest/news/2021/11/iran-release-narges-mohammadi/|access-date=2021-11-23|website=Amnesty International|language=en}}</ref>
Í nóvember 2021 var Mohammadi handtekin í Karaj í Alborz-héraði á meðan hún var viðstödd minningarathöfn fyrir Ebrahim Ketabdar, sem var drepinn af írönskum öryggissveitum í mótmælum í nóvember 2019.<ref name="amnesty.org"/>
Á tíma [[Mótmælin í Íran 2022|mótmælanna sem hófust vegna dauða Möhsu Amini]] í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar árið 2022 gaf Narges Mohammadi út skýrslu þar sem farið var yfir kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi gegn konum. Í janúar 2023 gaf hún út skýrslu þar sem farið var yfir aðstæður kvenna í Evin-fangelsi, meðal annars lista yfir 58 fanga og yfirheyrsluferlin og pyntingarnar sem þær hefðu verið beittar. 57 kvennanna höfðu varið samtals 8.350 dögum í einangrunarvist. 56 þeirra voru dæmdar til 3.300 mánuða samtals.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:Mohammadi, Narges}}
{{f|1972}}
[[Flokkur:Íranskir aðgerðasinnar]]
[[Flokkur:Íranskir blaðamenn]]
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
i8r0wkxssjrey1d9xa0ttkwuh0c4nv2
IceGuys
0
177870
1891933
1842044
2024-12-14T23:19:50Z
Berserkur
10188
1891933
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| mynd =
| mynd_texti =
| mynd_langsnið = yes
| önnur_nöfn =
| uppruni = Ísland
| stefna = [[Popptónlist|Popp]]
| ár = 2023–í dag
| útgefandi = {{flatlist|
*Fegurð er glæpur ehf
*[[Alda Music]]
}}
| meðlimir = {{ubl
|[[Aron Can]]
|[[Herra Hnetusmjör]]
|[[Friðrik Dór]]
|[[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]]
|[[Rúrik Gíslason]]
}}
| vefsíða =
| heiti = IceGuys
}}
'''IceGuys''' er íslensk strákahljómsveit sem var stofnuð árið 2023. Meðlimir hennar eru [[Aron Can]], [[Herra Hnetusmjör]], [[Rúrik Gíslason]] og bræðurnir [[Friðrik Dór]] og [[Jón Jónsson (tónlistarmaður)|Jón Jónsson]]. Jón Jónsson átti frumkvæðið að stofnun hljómsveitarinnar í upphafi árs 2023 þegar hann bætti hljómsveitarmeðlimunum í spjallhóp á [[Instagram]] og bar upp hugmyndina um að stofna strákahljómsveit.<ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2023/06/22/buast_vid_ad_sameiningin_thyki_ognvaenleg/|title=Búast við að sameiningin þyki ógnvænleg|last=Tryggvadóttir|first=Rósa Margrét|date=2023-06-22|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-12-22-hvad-er-eg-buinn-ad-koma-mer-ut-i-nuna-400415/|title=„Hvað er ég búinn að koma mér út í núna?“ - RÚV.is|last=Einarsdóttir|first=Júlía Margrét|date=2023-12-22|website=RÚV|access-date=2023-12-30}}</ref> Hljómsveitin stofnaði hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf. til að sjá um útgáfu á tónlistinni.<ref>{{Cite web|url=https://www.vb.is/frettir/iceguys-stofna-hlutafelagid-fegurd-er-glaepur-ehf/|title=IceGuys stofna hlutafélagið Fegurð er glæpur ehf.|date=2023-07-25|website=Viðskiptablaðið|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/frettir/2023/07/26/nytt_felag_iceguys_med_einstakt_nafn/|title=Nýtt félag IceGuys með einstakt nafn|date=2023-07-26|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Árið 2004 hafði [[IceGuys (hljómsveit frá 2004)|samnefnd hljómsveit]] verið stofnuð.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2004560006d/iceguys-gefa-ut-sitt-fyrsta-lag|title=Iceguys gefa út sitt fyrsta lag - Vísir|date=2004-06-15|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://k100.mbl.is/brot/spila/18823/|title=Upptökur - Upprunalegu Iceguys sættast við nýstofnað Iceguys band í beinni|date=2023-06-10|website=K100|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/09/09/stofnudu_iceguys_2004_og_leita_nu_rettar_sins/|title=Stofnuðu Iceguys 2004 og leita nú réttar síns|date=2023-09-09|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref>
Þann 16. júní 2023 kom út fyrsta lagið þeirra „Rúlletta“.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232428698d/rurik-gisla-einn-lids-manna-straka-bandsins-icegu-ys|title=Rúrik Gísla einn liðsmanna strákabandsins IceGuys - Vísir|last=Sverrisson|first=Svava Marín Óskarsdóttir,Ólafur Björn|date=2023-06-16|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://grapevine.is/music/2023/06/23/grapevine-new-music-picks-saevar-johannsson-gdrn-iceguys-more/|title=From Iceland — Grapevine New Music Picks: Sævar Jóhannsson, GDRN, IceGuys & More|date=2023-06-23|website=The Reykjavik Grapevine|language=en-US|access-date=2023-12-30}}</ref> Annað lagið þeirra „Krumla“ kom út 20. júlí 2023. Til að kynna lagið fylgdi með því tónlistarmyndband.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/fokus/2023/07/20/heitasta-strakaband-landsins-med-glodvolgan-sumarsmell/|title=Heitasta strákaband landsins með glóðvolgan sumarsmell|last=Gestsdóttir|first=Ragna|date=2023-07-20|website=DV|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Hljómsveitin kom óvænt fram á [[Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum]] þann 4. ágúst.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/08/05/iceguys_i_banastudi_i_herjolfsdal/|title=IceGuys í banastuði í Herjólfsdal|date=2023-08-05|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Þriðja lagið þeirra „Stingið henni í steininn“ kom út 29. september 2023. Þann 10. nóvember 2023 kom út stuttskífan ''Þessi Týpísku Jól'' þar sem samnefnt lag fylgdi.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-12-07-alls-konar-jol-399029/|title=Alls konar jól - RÚV.is|last=Vefritstjórn|date=2023-12-07|website=RÚV|access-date=2023-12-30}}</ref>
Í ágúst 2023 hófust upptökur á sjónvarpsþáttunum [[IceGuys (sjónvarpsþáttur)|''IceGuys'']] þar sem skyggnst var á bak við tjöldin hjá hljómsveitinni.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/08/15/iceguys_byrja_med_sjonvarpsthaetti/|title=IceGuys byrja með sjónvarpsþætti|last=Jónasdóttir|first=Marta María Winkel|date=2023-08-15|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232454157d/hannes-thor-aetlar-ser-stora-hluti-med-atlavik|title=Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík - Vísir|last=Logason|first=Boði|date=2023-08-24|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Fjórir þættir voru teknir upp.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232481736d/stjornulifid-grikk-eda-tott-|title=Stjörnulífið: „Grikk eða tott? - Vísir|last=Óskarsdóttir|first=Svava Marín|date=2023-10-30|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref> Þættirnir voru frumsýndir í [[Sjónvarp Símans|Sjónvarpi Símans]] þann 6. október 2023 og slógu áhorfsmet sjónvarpsstöðvarinnar.<ref>{{Cite web|url=https://www.vb.is/eftir-vinnu/iceguys-slegid-ahorfsmet-tvaer-vikur-i-rod/|title=IceGuys slegið áhorfsmet tvær vikur í röð|date=2023-10-18|website=Viðskiptablaðið|access-date=2023-12-30}}</ref> Þann 16. desember 2023 hélt hljómsveitin þrenna tónleika í [[Kaplakriki|Kaplakrika]] í Hafnarfirði þar sem tæplega tíu þúsund gestir mættu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232505007d/tvo-fellu-i-yfir-lid-og-allur-varningur-seldist-upp|title=Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp - Vísir|last=Sturludóttir|first=Helena Rós|date=2023-12-18|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-30}}</ref>
Fyrir jólin 2024 slógu þeir met þegar þeir héldu 5 tónleika í Laugardalshöll á tveimur dögum.
<ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-14-iceguys-sla-met-med-fimm-tonleikum-i-laugardalsholl-430980 Iceguys slá met með 5 tónleikum í Laugardalshöll] Rúv, sótt 14. desember 2024</ref>
== Útgefið efni ==
===Stuttskífur===
* ''Þessi Týpísku Jól'' (2023)
===Smáskífur===
* „Rúlletta“ (2023)
* „Krumla“ (2023)
* „Stingið henni í steininn“ (2023)
== Tilvísanir ==
{{reflist}}{{Stubbur|tónlist}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Stofnað 2023]]
2e8ln0u5rbft1ao9igzsywfd138eeep
The Eras Tour
0
178750
1891905
1853629
2024-12-14T15:39:27Z
Fyxi
84003
1891905
wikitext
text/x-wiki
{{Tónleikar
| tónleikaferðalag_nafn = The Eras Tour
| gerð = Tónleikaferðalag
| mynd = Taylor Swift - The Eras Tour.jpg
| mynd_stærð = 220px
| mynd_rammi = yes
| mynd_texti = Auglýsingaplakat
| mynd_alt =
| listamaður = [[Taylor Swift]]
| staðsetning = {{Flatlist|
* Asía
* Evrópa
* Eyjaálfa
* Norður-Ameríka
* Suður-Ameríka
}}
| hljómplötur = Allar [[Taylor Swift#Útgefið efni|plötur Swift]]
| upphafsdagur = {{Upphafsdagur|2023|3|17}}
| lokadagur = {{Lokadagur|2024|12|8}}
| fjöldi_sýninga = 149
| aukaatriði = {{Flatlist|
* [[Paramore]]
* Gayle
* Beabadoobee
* Muna
* [[Gracie Abrams]]
* [[Phoebe Bridgers]]
* Owenn
* [[Girl in Red]]
* [[Haim]]
* [[Sabrina Carpenter]]
* Louta
* Mette
* Griff
* [[Benson Boone]]
* Sofia Isella
* Holly Humberstone
* Suki Waterhouse
* Maisie Peters
* [[Raye]]
}}
| aðsókn = 10,1 milljón<ref name="GrossNYT">{{Cite news |last=Sisario |first=Ben |date=December 9, 2024 |title=Taylor Swift's Eras Tour Grand Total: A Record $2 Billion |newspaper=[[The New York Times]] |url=https://www.nytimes.com/2024/12/09/arts/music/taylor-swift-eras-tour-ticket-sales.html |access-date=December 9, 2024 |url-status=live |url-access=limited }}</ref>
| heildartekjur = $2,077 milljarðar<ref name="GrossNYT"/>
| síðasta_ferð = [[Reputation Stadium Tour]]<br />(2018)
| þessi_ferð = '''The Eras Tour'''<br />(2023–2024)
| næsta_ferð = ...
| vefsíða = {{URL|tstheerastour.taylorswift.com}}
}}
'''The Eras Tour''' var sjötta tónleikaferðalag bandarísku söngkonunnar [[Taylor Swift]]. Hún hefur lýst því sem ferðalagi í gegnum öll tónlistartímabilin sín.<ref>{{Cite news |last1=Bernabe |first1=Angeline Jane |last2=McCarthy |first2=Kelly |date=November 1, 2022 |title=Taylor Swift announces 'Eras' tour: 'It's a journey through all of my musical eras of my career' |agency=[[KTRK-TV]] |url=https://abc13.com/taylor-swift-2023-tour-eras-midnights-tickets/12404965/ |url-status=live |access-date=June 5, 2023 |archive-url=https://web.archive.org/web/20221107212333/https://abc13.com/taylor-swift-2023-tour-eras-midnights-tickets/12404965/ |archive-date=November 7, 2022}}</ref> The Eras Tour er umfangsmesta tónleikaferðalag Swift til þessa, með 149 sýningar í fimm heimsálfum.
Hún tilkynnti ferðalagið eftir útgáfu tíundu breiðskífunnar sinnar, ''[[Midnights]]'' (2022). Það hófst 17. mars 2023 í [[Glendale (Arizona)|Glendale]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], og endaði 8. desember 2024 í [[Vancouver]], [[Kanada]]. Sýningin stóð yfir í 3,5 klukkutíma og innihélt yfir 40 lög. Yfir ferðalagið tilkynnti hún ný verk: aðrar útgáfur af ''Midnights'', endurútgáfurnar ''[[Speak Now (Taylor's Version)]]'' og ''[[1989 (Taylor's Version)]]'', og elleftu breiðskífuna sína ''[[The Tortured Poets Department]]''. Tónleikamyndin ''Taylor Swift: The Eras Tour'' var gefin út 13. október 2023.
The Eras Tour sló met yfir tekjuhæsta tónleikaferðalag sögunnar. Það þénaði 2,1 milljarð bandaríkjadali og voru yfir 10 milljónir miða seldir.<ref>{{cite news |url=https://vb.is/frettir/eras-langtekjuhaesta-tonleikaferdalag-sogunnar/ |title=Eras langtekjuhæsta tónleikaferðalag sögunnar |publisher=[[Viðskiptablaðið]] |date=2024-12-09 |access-date=2024-12-14 |author= |url-status=live }}</ref><ref name="GrossNYT"/>
== Dagsetningar ==
{| class="wikitable plainrowheaders" style="text-align:center;"
|+Sýningar árið 2023<ref>{{cite magazine |last=Richards |first=Will |date=November 4, 2022 |title=Taylor Swift adds extra dates to US 'The Eras Tour' |magazine=[[NME]] |url=https://www.nme.com/news/music/taylor-swift-adds-extra-dates-to-us-the-eras-tour-tickets-3343071 |url-status=live |access-date=November 5, 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20221105060228/https://www.nme.com/news/music/taylor-swift-adds-extra-dates-to-us-the-eras-tour-tickets-3343071 |archive-date=November 5, 2022 |issn=0028-6362 |oclc=60624023}}</ref><ref name="International">{{cite web |url=https://www.taylorswift.com/tour |title=Events International – Taylor Swift |access-date=November 5, 2023 |archive-date=November 5, 2023 |archive-url=https://web.archive.org/web/20231105214112/https://www.taylorswift.com/tour/ |url-status=live }}</ref>
! scope="col" style="width:12em;" |Dagsetning
! scope="col" style="width:10em;" |Borg
! scope="col" style="width:10em;" |Land
! scope="col" style="width:17em;" |Vettvangur
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |17. mars
| rowspan="2" |[[Glendale (Arizona)|Glendale]]
| rowspan="53" |[[Bandaríkin]]
| rowspan="2" |[[State Farm Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |18. mars
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |24. mars
| rowspan="2" |[[Paradise (Nevada)|Paradise]]
| rowspan="2" |[[Allegiant Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |25. mars
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |31. mars
| rowspan="3" |[[Arlington (Texas)|Arlington]]
| rowspan="3" |[[AT&T Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |1. apríl
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |2. apríl
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |13. apríl
| rowspan="3" |[[Tampa]]
| rowspan="3" |[[Raymond James Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |14. apríl
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |15. apríl
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |21. apríl
| rowspan="3" |[[Houston]]
| rowspan="3" |[[NRG Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |22. apríl
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |23. apríl
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |28. apríl
| rowspan="3" |[[Atlanta]]
| rowspan="3" |[[Mercedes-Benz Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |29. apríl
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |30. apríl
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |5. maí
| rowspan="3" |[[Nashville]]
| rowspan="3" |[[Nissan Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |6. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |7. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |12. maí
| rowspan="3" |[[Philadelphia]]
| rowspan="3" |[[Lincoln Financial Field]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |13. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |14. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |19. maí
| rowspan="3" |[[Foxborough]]
| rowspan="3" |[[Gillette Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |20. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |21. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |26. maí
| rowspan="3" |[[East Rutherford]]
| rowspan="3" |[[MetLife Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |27. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |28. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |2. júní
| rowspan="3" |[[Chicago]]
| rowspan="3" |[[Soldier Field]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |3. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |4. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. júní
| rowspan="2" |[[Detroit]]
| rowspan="2" |[[Ford Field]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |10. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |16. júní
| rowspan="2" |[[Pittsburgh]]
| rowspan="2" |[[Acrisure Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |17. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |23. júní
| rowspan="2" |[[Minneapolis]]
| rowspan="2" |[[U.S. Bank Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |24. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |30. júní
| rowspan="2" |[[Cincinnati]]
| rowspan="2" |[[Paycor Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |1. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |7. júlí
| rowspan="2" |[[Kansas City (Missouri)|Kansas City]]
| rowspan="2" |[[Arrowhead Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |8. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |14. júlí
| rowspan="2" |[[Denver]]
| rowspan="2" |[[Empower Field at Mile High]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |15. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |22. júlí
| rowspan="2" |[[Seattle]]
| rowspan="2" |[[Lumen Field]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |23. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |28. júlí
| rowspan="2" |[[Santa Clara]]
| rowspan="2" |[[Levi's Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |29. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |3. ágúst
| rowspan="6" |[[Inglewood]]
| rowspan="6" |[[SoFi Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |4. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |5. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |7. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |8. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |24. ágúst
| rowspan="4" |[[Mexíkóborg]]
| rowspan="4" |[[Mexíkó]]
| rowspan="4" |[[Foro Sol]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |25. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |26. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |27. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. nóvember
| rowspan="3" |[[Búenos Aíres]]
| rowspan="3" |[[Argentína]]
| rowspan="3" |[[Estadio River Plate]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |11. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |12. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |17. nóvember
| rowspan="3" |[[Rio de Janeiro]]
| rowspan="6" |[[Brasilía]]
| rowspan="3" |[[Estádio Olímpico Nilton Santos]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |19. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |20. nóvember{{Efn|Sýningin átti upprunalega að fara fram 18. nóvember en var seinkað vegna hitabylgju og andláts aðdáanda.<ref>{{Cite news |last= |first= |date=2023-11-18 |title=Aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum |url=https://www.visir.is/g/20232491179d/ad-daandi-taylor-swift-lest-a-ton-leikum |access-date= |newspaper=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]] |archive-date= |archive-url= |url-status=live }}</ref>
}}
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |24. nóvember
| rowspan="3" |[[São Paulo]]
| rowspan="3" |[[Allianz Parque]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |25. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |26. nóvember
|}
{| class="wikitable plainrowheaders" style="text-align:center;"
|+Sýningar árið 2024<ref name=":10">{{cite magazine |last1=Dailey |first1=Hannah |title=Taylor Swift Announces International Eras Tour Dates in Europe, Asia & Australia |url=https://www.billboard.com/music/music-news/taylor-swift-international-eras-tour-dates-europe-asia-australia-1235357763/ |access-date=June 20, 2023 |magazine=Billboard |date=June 20, 2023 |archive-date=August 3, 2023 |archive-url=https://web.archive.org/web/20230803180942/https://www.billboard.com/music/music-news/taylor-swift-international-eras-tour-dates-europe-asia-australia-1235357763/ |url-status=live }}</ref><ref name="International" /><ref name="NA2ndLeg">{{cite magazine |url=https://www.rollingstone.com/music/music-news/taylor-swifts-eras-tour-north-america-dates-2024-1234800149/ |title=Taylor Swift's Eras Tour Returning to North America for Additional Shows in 2024 |last=Kreps |first=Daniel |magazine=Rolling Stone |date=August 3, 2023 |access-date=August 3, 2023 |archive-date=August 3, 2023 |archive-url=https://web.archive.org/web/20230803143846/https://www.rollingstone.com/music/music-news/taylor-swifts-eras-tour-north-america-dates-2024-1234800149/ |url-status=live }}</ref>
! scope="col" style="width:12em;" |Dagsetning
! scope="col" style="width:10em;" |Borg
! scope="col" style="width:10em;" |Land
! scope="col" style="width:17em;" |Vettvangur
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |7. febrúar
| rowspan="4" |[[Tókýó]]
| rowspan="4" |[[Japan]]
| rowspan="4" |[[Tokyo Dome]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |8. febrúar
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. febrúar
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |10. febrúar
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |16. febrúar
| rowspan="3" |[[Melbourne]]
| rowspan="7" |[[Ástralía]]
| rowspan="3" |[[Melbourne Cricket Ground]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |17. febrúar
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |18. febrúar
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |23. febrúar
| rowspan="4" |[[Sydney]]
| rowspan="4" |[[Stadium Australia|Accor Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |24. febrúar
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |25. febrúar
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |26. febrúar
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |2. mars
| colspan="2" rowspan="6" |[[Singapúr]]
| rowspan="6" |[[National Stadium (Singapúr)|National Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |3. mars
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |4. mars
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |7. mars
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |8. mars
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. mars
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. maí
| rowspan="4" |[[Nanterre]]
| rowspan="4" |[[Frakkland]]
| rowspan="4" |[[Paris La Défense Arena]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |10. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |11. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |12. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |17. maí
| rowspan="3" |[[Stokkhólmur]]
| rowspan="3" |[[Svíþjóð]]
| rowspan="3" |[[Friends Arena]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |18. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |19. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |24. maí
| rowspan="2" |[[Lissabon]]
| rowspan="2" |[[Portúgal]]
| rowspan="2" |[[Estádio da Luz]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |25. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |29. maí
| rowspan="2" |[[Madríd]]
| rowspan="2" |[[Spánn]]
| rowspan="2" |[[Santiago Bernabéu Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |30. maí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |2. júní
| rowspan="2" |[[Décines-Charpieu]]
| rowspan="2" |[[Frakkland]]
| rowspan="2" |[[Parc Olympique Lyonnais|Groupama Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |3. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |7. júní
| rowspan="3" |[[Edinborg]]
| rowspan="3" |[[Skotland]]
| rowspan="3" |[[Murrayfield Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |8. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |13. júní
| rowspan="3" |[[Liverpool]]
| rowspan="3" |[[England]]
| rowspan="3" |[[Anfield]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |14. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |15. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |18. júní
| [[Cardiff]]
| [[Wales]]
| [[Millennium Stadium|Principality Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |21. júní
| rowspan="3" |[[London]]
| rowspan="3" |[[England]]
| rowspan="3" |[[Wembley Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |22. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |23. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |28. júní
| rowspan="3" |[[Dyflinn]]
| rowspan="3" |[[Írland]]
| rowspan="3" |[[Aviva Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |29. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |30. júní
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |4. júlí
| rowspan="3" |[[Amsterdam]]
| rowspan="3" |[[Holland]]
| rowspan="3" |[[Johan Cruyff Arena]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |5. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |6. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. júlí
| rowspan="2" |[[Zürich]]
| rowspan="2" |[[Sviss]]
| rowspan="2" |[[Letzigrund]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |10. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |13. júlí
| rowspan="2" |[[Mílanó]]
| rowspan="2" |[[Ítalía]]
| rowspan="2" |[[San Siro]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |14. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |17. júlí
| rowspan="3" |[[Gelsenkirchen]]
| rowspan="7" |[[Þýskaland]]
| rowspan="3" |[[Arena AufSchalke|Veltins-Arena]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |18. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |19. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |23. júlí
| rowspan="2" |[[Hamborg]]
| rowspan="2" |[[Volksparkstadion]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |24. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |27. júlí
| rowspan="2" |[[München]]
| rowspan="2" |[[Olympiastadion (München)|Olympiastadion]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |28. júlí
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |1. ágúst
| rowspan="3" |[[Varsjá]]
| rowspan="3" |[[Pólland]]
| rowspan="3" |[[Stadion Narodowy|PGE Narodowy]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |2. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |3. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |15. ágúst
| rowspan="5" |[[London]]
| rowspan="5" |[[England]]
| rowspan="5" |[[Wembley Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |16. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |17. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |19. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |20. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |18. október
| rowspan="3" |[[Miami Gardens]]
| rowspan="9" |[[Bandaríkin]]
| rowspan="3" |[[Hard Rock Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |19. október
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |20. október
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |25. október
| rowspan="3" |[[New Orleans]]
| rowspan="3" |[[Caesars Superdome]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |26. október
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |27. október
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |1. nóvember
| rowspan="3" |[[Indianapolis]]
| rowspan="3" |[[Lucas Oil Stadium]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |2. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |3. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |14. nóvember
| rowspan="6" |[[Torontó]]
| rowspan="9" |[[Kanada]]
| rowspan="6" |[[Rogers Centre]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |15. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |16. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |21. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |22. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |23. nóvember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |6. desember
| rowspan="3" |[[Vancouver]]
| rowspan="3" |[[BC Place]]
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |7. desember
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |8. desember
|}
=== Aflýstar sýningar ===
{| class="wikitable plainrowheaders" style="text-align:center;"
|+Sýningar sem voru aflýst
! scope="col" style="width:12em;" |Dagsetning
! scope="col" style="width:10em;" |Borg
! scope="col" style="width:10em;" |Land
! scope="col" style="width:17em;" |Vettvangur
! scope="col" style="width:10em;" |Ástæða
! scope="col" |Heimild
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |8. ágúst
| rowspan="3" |[[Vín (Austurríki)|Vín]]
| rowspan="3" |[[Austurríki]]
| rowspan="3" |[[Ernst-Happel-Stadion]]
| rowspan="3" |Hryðjuverkaógn
| rowspan="3" |<ref>{{cite news |url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-08-22-taylor-swift-segist-hafa-ordid-hraedd-vegna-hrydjuverkaognar-i-vinarborg-420014 |title=Taylor Swift segist hafa orðið hrædd vegna hryðjuverkaógnar í Vínarborg |publisher=[[RÚV]] |date=2024-08-22 |author=Markús Þ. Þórhallsson |url-status=live }}</ref>
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |9. ágúst
|-
! scope="row" style="text-align:center;" |10. ágúst
|}
== Athugasemdir ==
{{notelist}}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* {{Opinber vefsíða}}
{{Taylor Swift}}
{{DEFAULTSORT:Eras Tour, The}}
[[Flokkur:Taylor Swift]]
q7mrtjqy5empxs46evhmnky6nz8nwi2
Heidi Strand
0
179481
1891962
1862104
2024-12-15T11:14:34Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5
1891962
wikitext
text/x-wiki
'''Heidi Strand''' (f. 6. janúar 1953) er íslenskur myndlistarmaður.
== Æviágrip ==
Heidi Strand fæddist í [[Þrándheimur|Þrándheimi]] í Noregi. Foreldrar hennar voru hjónin Leon Høyer Strand, fæddur árið 1908 í Madison í sambandsríkinu Minnesota, og Solveig Gundersen, fædd árið 1919 í Drammen í Noregi. Hún ólst upp með eldri bróður sínum Egil, (f. 6. ágúst 1951, d. 4. febrúar 2024) en einnig átti hún eldri systkini, búsett bæði í Þrándheimi og annars staðar. Fyrstu árin bjó fjölskyldan rétt við hið þekkta kennileiti borgarinnar, {{ill|Gamle Bybro|no|Gamle Bybro}}, en síðar fluttist hún til {{ill|Lade|no|Lade}} sem kallað var að Hlöðum í fornum sögum. Aðaláhugamál Heidi á unglingsárum voru [[Kappróður|kappróðrar]] og varð hún tvisvar Noregsmeistari, fyrst sem stýrimaður í fjögurra manna báti í flokki fullorðinna 1967 og svo sem unglingur í tvírónum tveggja manna [[:en:Double_scull|báti]] 1969. Heidi kynntist eiginmanni sínum Matthíasi Kristiansen í Þrándheimi, fluttist til Íslands um áramótin 1972/3 og hefur búið þar síðan, nema árin 1975-80 þegar þau hjónin sóttu nám og vinnu í Noregi og Danmörku.
== Menntun ==
Heidi lauk námi sem [[sjúkraliði]] 1972 og vann sem slík, bæði á Íslandi og í Noregi. Árið 1978 lauk hún myndlistarnámi með starfsheitið aktivitør, beskæftigelsesvejleder á dönsku, og vann um hríð sem slík hjá félagstarfi aldraðra í Reykjavík. Saumar og handavinna áttu þó allan þennan tíma hug hennar allan og árið 1978 vann hún 1. verðlaun fyrir saumað myndverk í norska vikublaðinu {{ill|Det Nye|no|Det Nye}}. Það varð henni hvatning til að halda áfram og eftir fyrstu sýningu hennar í Ásmundarsal árið 1982 varð ekki aftur snúið svo síðan á 9. áratug hefur hún einbeitt sér að listsköpun. Heidi saumaði lengi veggverk af ýmsum stærðum en hefur lagt aðaláherslu á gerð myndverka með nálaþæfingu úr ull, að mestu íslenskri, síðan um aldamótin. Árið 1986 sótti hún teikninámskeið hjá Ingibergi Magnússyni, árið 1987 námskeið við Myndlistaskólann í Reykjavík og árin 2006 & 2008 námskeið í nálaþæfingu hjá Birgitte Kragh Hansen, Danmörku.
== Ferill ==
=== Einkasýningar ===
Heidi hefur haldið 30 einkasýningar, bæði heima og erlendis. Sú umfangsmesta var sýningin '''Heiði og strönd''' á Hlöðuloftinu á [[Korpúlfsstaðir|Korpúlfsstöðum]] í júlí 2022 en þar sýndi hún 70 verk, nokkur þau elstu frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar en flest unnin undanfarin 15 ár, í þessum 1000 fermetra sal.
=== Samsýningar ===
Heidi hefur tekið þátt í rúmlega 40 samsýningum víða um heim þar sem dómnefndir önnuðust oftast val á verkum. Sumar þeirra voru farandsýningar sem settar voru upp í mörgum löndum og stóðu yfir árum saman. Þar má meðal annars nefna European Art Quilt Foundation en Heidi tók þátt í alls fimm farand- og samsýningum á þeirra vegum sem settar voru upp á um 20 stöðum í Evrópu, Ameríku og Asíu, þar á meðal á lokasýningu samtakanna, Grande Finale, í Goes í Hollandi. Glæsilegar sýningarskrár voru gerðar um allar sýningar samtakanna. Hún átti líka þrjú verk á World Quilt Carnival, sem var þáttur í WorldExpo heimssýningunni í Nagoya í Japan.
=== Annað ===
Heidi á 4 verk í bókinni Stitched Journeys with Birds með 200 listamönnum og 500 verkum sem kom út 2023. Hún hefur oftsinnis dvalið í vinnustofum í bæði Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Árið 2013 lék Heidi í kvikmyndinni [[Málmhaus]], auk þess sem hún var einn þriggja leikara í röð 13 sjónvarpsauglýsinga fyrir Thule sem gengu í sjónvarpi og kvikmyndahúsum árum saman. Árið 2009 þýddi hún Hvítu bókina eftir Einar Már Guðmundsson á norsku í samstarfi við Matthias Kristiansen en hún var gefin út af Cappelen-Damm og árið 1982 annaðist hún kennslu jólaföndurs í [[Stundin okkar|Stundinni okkar]] á RÚV. Árin 1979-80 bjó Heidi í Danmörku og var þá félagi í Kollektivbutikken Tusind Sind í Kaupmannahöfn. Heidi stundaði kappróður frá 1966 til 1971 og varð tvívegis Noregsmeistari en síðasta árið var hún þjálfari og þjálfunarstjóri hjá Damenes roklubb í Þrándheimi. Heidi hélt á sínum tíma mörg námskeið í bútasaumi, auk þess sem hún kenndi myndlist í grunnskóla Borgarness og hjá félagsstarfi aldraðra í Reykjavík.
Heidi fékk styrk frá menntamálaráðuneyti vegna þátttöku sinnar í Heimssýningunni í Nagoya í Japan 2004, ferðastyrki frá Muggi árin 2007 og 2009 og ferðastyrk listamannalauna vegna vinnustofudvalar í Marseille 2011.
Heidi er félagi í SÍM, Textílfélaginu og SAQA, Studio Art Quilt Associates, og á verk á farandsýningu samtakanna sem hefst í Flórída í september 2023.
==Tenglar==
Vefsetur Heidi er [https://www.heidistrand.com www.heidistrand.com]
Skrá yfir [https://www.heidistrand.com/private-exhibitions/ einkasýningar] hennar má finna hér og [https://www.heidistrand.com/joint-exhibitions/ samsýningar] og annað hér.
Fésbókarsíða Heidi með áherslu á verk hennar er https://www.facebook.com/profile.php?id=100057423408673
*[https://www.sim.is/frettir-all/hl%C3%B6%C3%B0ulofti%C3%B0%2C-korp%C3%BAlfsst%C3%B6%C3%B0um%3A-heidi-og-str%C3%B6nd---heidi-strand Heiði og strönd]
*[https://www.heidistrand.com/ Heimasíða]
*[https://www.historischmuseumdebevelanden.nl/artquilts-E.html Grande Finale]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
*[http://australia.or.jp/culture_old/en/events/view/24/World+Quilt+Carnival+Nagoya+Japan+2005 WorldExpo]
*[https://www.amazon.com/Stitched-Journeys-Birds-Inspiration-Creativity/dp/0764366920 Stitched Journeys with Birds]
*[https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1506 Málmhaus]
*[https://www.ark.no/produkt/boker/fagboker/den-hvite-boken-9788202311230 Hvíta bókin]
*[https://elverhoj-butik.dk/mistin.html Tusind Sind]
*[https://www.strindahistorielag.no/wiki/index.php/Damenes_Roklubb Damenes roklubb] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20240329145245/https://www.strindahistorielag.no/wiki/index.php/Damenes_Roklubb |date=2024-03-29 }}
*[https://www.saqa.com/art/exhibitions/aviary-saqa-global-exhibition Farandsýning Studio Art Quilt Associates]
Netfang Heidi má finna á vefsetri hennar.
{{f|1953}}
[[Flokkur:Norskir myndlistarmenn]]
[[Flokkur:Íslenskir myndlistarmenn]]
[[Flokkur:Íslenskar myndlistarkonur]]
5ubcl0iyuebia39a9w5yv3g8kda8jhj
Alþingiskosningar 2024
0
182253
1891898
1891808
2024-12-14T13:44:04Z
Leikstjórinn
74989
1891898
wikitext
text/x-wiki
{{Þingkosningar
| election_name = Alþingiskosningar 2024
| country = Ísland
| type = parliamentary
| ongoing = no
| previous_election = [[Alþingiskosningar 2021|2021]]
| next_election = [[Alþingiskosningar 2028|''2028'']]
| outgoing_members = [[Kjörnir alþingismenn 2021|Fráfarandi þingmenn]]
| elected_members = [[Kjörnir alþingismenn 2024|Kjörnir þingmenn]]
| seats_for_election = 63 sæti á [[Alþingi]]
| majority_seats = 32
| turnout = 80,2% {{hækkun}}0,1%
| election_date = 30. nóvember 2024
| results_sec = Úrslit kosninganna
| party1 = [[Samfylkingin]]
| party_leader1 = [[Kristrún Frostadóttir]]
| percentage1 = 20,8
| seats1 = 15
| last_election1 = 6
| party2 = [[Sjálfstæðisflokkurinn]]
| party_leader2 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]
| percentage2 = 19,4
| seats2 = 14
| last_election2 = 16
| party3 = [[Viðreisn]]
| party_leader3 = [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]
| percentage3 = 15,8
| seats3 = 11
| last_election3 = 5
| party4 = [[Flokkur fólksins]]
| party_leader4 = [[Inga Sæland]]
| percentage4 = 13,8
| seats4 = 10
| last_election4 = 6
| party5 = [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
| party_leader5 = [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]
| percentage5 = 12,1
| seats5 = 8
| last_election5 = 3
| party6 = [[Framsóknarflokkurinn]]
| party_leader6 = [[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
| percentage6 = 7,8
| seats6 = 5
| last_election6 = 13
| map = 2024 Iceland parliamentary election results map ISL.svg
| map_size = 350px
| map_caption =
| detailed_results = Úrslit kosninganna
| title = ríkisstjórn
| before_election = [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarni Benediktsson II]]<br>
{{LB|B}} {{LB|D}}
| before_image = File:Bjarni Benediktsson 2021.jpg
| posttitle = Ný ríkisstjórn
| after_election =
| after_image =
}}
'''Alþingiskosningar''' fóru fram þann [[30. nóvember]] [[2024]] eftir að [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra boðaði [[þingrof]] og baðst lausnar fyrir [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|ráðuneyti sitt]] þann [[13. október]] [[2024]]. Kosningar hefðu annars farið fram í síðasta lagi [[27. september]] [[2025]].
[[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] sem höfðu verið í stjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu töpuðu miklu fylgi í kosningum og fengu allir minnsta fylgi í sögu hvers flokks. [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] misstu alla sína þingmenn eftir að hafa verið á þingi frá [[Alþingiskosningar 1999|1999]]. Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á þingi juku allir við fylgi sitt að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum, en þeir féllu einnig af þingi eftir ellefu ára veru. [[Samfylkingin]] varð stærsti flokkurinn á þingi með 20,8% gildra atkvæða. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir og ljóst er að þrjá eða fleiri flokka þarf til að mynda stjórnarmeirihluta.
==Aðdragandi==
Fráfarandi ríkisstjórn [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Bjarna Benediktssonar]] samanstóð af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]], [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænum]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokknum]]. Hún tók við af [[Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur|ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur]] á miðju kjörtímabili.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242554169d/bjarni-benediktsson-nyr-forsaetisradherra|title=Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra|author=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|date=2024-09-04|work=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Samstarf þessara flokka í ríkisstjórn hófst fyrst eftir [[Alþingiskosningar 2017|alþingiskosingarnar 2017]] og varði í rúm sjö ár, lengur en nokkurt þriggja flokka stjórnarsamstarf fram að þessu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/3ja-flokka-stjorn-ekki-setid-heilt-kjortimabil|title=3ja flokka stjórn ekki setið heilt kjörtímabil - RÚV.is|date=2017-11-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref>
Erfiðleikar í samstarfi flokkanna urðu æ meira áberandi eftir því sem leið á seinna kjörtímabil samstarfsins, sérstaklega í málefnum útlendinga og orkumálum. Sérstaklega reyndi svo á stjórnarsamstarfið í máli sem varðaði [[Mál Yazans Tamimi|brottvísun palestínskrar fjölskyldu]] í [[september]] [[2024]] þar sem ráðherrar [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] voru ósammála um réttmæti afskipta ráðherra í málinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634413d/-enntha-i-toluverdu-ovissuastandi-um-framvinduna-|title=Ennþá í töluverðu óvissuástandi um framvinduna|authort=Elín Margrét Böðvarsdóttir|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á landsfundi [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] í [[október]] [[2024]] var samþykkt ályktun um að slíta ætti samstarfinu og stefna að kosningum um vorið [[2025]].<ref name=":4">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242631016d/sam-thykktu-a-lyktun-og-stefna-ad-kosningum-i-vor|title=Samþykktu ályktun og stefna að kosningum í vor|author=Sólrún Dögg Jósefsdóttir|date=2024-06-10|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-06}}</ref> [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti hins vegar yfir endalokum stjórnarsamtarfsins á blaðamannafundi [[13. október]] og gekk á fund [[Forseti Íslands|forseta Íslands]] þann [[14. október]] til að leita samþykkis forseta á þingrofi og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt daginn eftir.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-13-sjalfstaedisflokkur-slitur-rikisstjornarsamstarfinu-bjarni-vill-kosningar-30-november-424511|title=Sjálfstæðisflokkur slítur ríkisstjórnarsamstarfinu – Bjarni vill kosningar 30. nóvember|author1=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|author2=Ástrós Signýjardóttir|date=2024-10-13|website=RÚV|access-date=2024-10-13|author3=Freyr Gígja Gunnarsson}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635456d/bodar-bjarna-a-sinn-fund-klukkan-fjogur|title=Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga|author1=Kjartan Kjartansson|author2=Jón Þór Stefánsson|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref> [[Halla Tómasdóttir]], forseti Íslands lagði til að [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|fráfarandi ríkisstjórn]] myndi skipa starfstjórn og starfa því áfram þar til ný stjórn er mynduð eftir kosningar, en [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] neituðu að taka þátt í slíkri starfstjórn og hættu því þátttöku í ríkisstjórninni þann [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242635681d/taka-ekki-thatt-i-starfsstjorn|title=Taka ekki þátt í starfsstjórn - Vísir|author=Árni Sæberg|date=2024-10-15|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-15}}</ref>
==Framkvæmd==
Í kosningunum var kosið um 63 þingsæti á [[Alþingi]] og notast var við [[hlutfallskosning]]u í sex [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]]. 54 þingsætum er úthlutað í kjördæmunum samkvæmt niðurstöðum í þeim en 9 þingsæti eru [[jöfnunarsæti]] sem úthlutað er samkvæmt niðurstöðum á landsvísu. Stjórnmálasamtök þurfa að ná 5% fylgi á landsvísu til að fá úthlutað jöfnunarsætum.<ref name=":5">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/lagas/nuna/2021112.html|title=112/2021: Kosningalög|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Fjöldi þingsæta á Alþingi og kjördæmaskipan var óbreytt frá [[Alþingiskosningar 2021|síðustu kosningum]] en eitt þingsæti fluttist frá [[Norðvesturkjördæmi]] til [[Suðvesturkjördæmi]]s vegna reglu um að kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti megi ekki ekki vera meira en tvöfalt fleiri í einu kjördæmi en einhverju hinna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-thingsaetum-faekkar-i-nordvesturkjordaemi-425035|title=Þingsætum fækkar í Norðvesturkjördæmi - RÚV.is|last=Isabel Alejandra Diaz|first=|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref>
Samkvæmt kosningalögum eiga alþingiskosningar að fara fram í síðasta lagi þegar að fjögurra ára kjörtímabili lýkur en lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðarmótum. Þar sem [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningarnar 2021]] fóru fram á fjórða laugardegi [[September|septembermánaðar]] þurftu þessar kosningar að fara fram í síðasta lagi þann [[27. september]] [[2025]]<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/10/09/ef-vid-naum-ekki-tokum-thessum-malum-strax-eftir-naestu-kosningar-tha-er-ekkert-vist-ad-thad-verdi-aftur-snuid/|title=Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið|date=2024-10-09|work=[[Dagblaðið Vísir]]|author=Ragna Gestsdóttir|language=is|access-date=2024-10-17|quote=''Núverandi kjörtímabilki lýkur haustið 2025, síðast var kosið til Alþingis 25. september 2021 og þyrftu næstu kosningar því að fara fram í síðasta lagi 27. september 2025.''}}</ref> , en í kjölfar stjórnarslita [[13. október]] [[2024]] var þeim flýtt til [[30. nóvember]] 2024 skv. tillögu forsætisráðherra en áður hafði landsfundur [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] ályktað um að kjósa skyldi um vorið [[2025]]. Óvenjulegt er að alþingiskosningar fari fram svo seint á árinu, þær hafa aðeins einu sinni farið fram síðar en það var [[Alþingiskosningar 1979|2.-3. desember 1979]].<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kjordagar-1908-2017-almennar-althingiskosningar-og-landskjor/|title=Kjördagar 1908–2021: Almennar alþingiskosningar og landskjör|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Framboðsfrestur var til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn [[31. október]] og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst [[7. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://island.is/s/landskjorstjorn/frett/kosningar-til-althingis|title=Kosningar til Alþingis|date=2024-10-18|publisher=Landskjörstjórn}}</ref>
Kjósendur á kjörskrá voru 268.422 og fjölgaði um tæp 14 þúsund frá síðustu kosningum.<ref>{{Cite web|url=https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2024/11/01/Talnaefni-adgengilegt-um-fjolda-a-kjorskra-vegna-althingiskosninga-30.-november-nk/|title=Talnaefni aðgengilegt um fjölda á kjörskrá vegna alþingiskosninga|date=2024-11-01|website=Þjóðskrá|access-date=2024-11-03}}</ref> Veðurspár í aðdraganda kosninganna bentu til þess að veður á kjördag gæti orðið þannig að það raskaði framkvæmd kosninganna og talningu atkvæða, sér í lagi í landsbyggðarkjördæmunum þar sem víða þarf að ferðast með atkvæði um langan veg á talningarstað. Hríðarveður var á [[Austurland]]i á kjördag og færð spilltist á fjallvegum en ekki kom til þess að fresta þyrfti kjörfundum. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning atkvæða frá ýmsum byggðarlögum þar til [[Egilsstaðir|Egilsstaða]]. Þaðan var flogið með öll atkvæði af Austurlandi á talningarstað á [[Akureyri]].<ref>{{Cite news|title=Atkvæði Austfirðinga farin í loftið|url=https://austurfrett.is/frettir/atkvaedhi-austfirdhinga-farin-i-loftidh|date=1. desember 2024|work=Austurfrétt}}</ref> Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að flytja atkvæði frá [[Höfn í Hornafirði|Höfn]] til talningarstaðar Suðurkjördæmis á [[Selfoss]]i vegna vonskuveðurs og ófærðar á þjóðveginum um Suðausturland.<ref>{{Cite news|title=Þyrlan sækir kjörgögn á Höfn|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/thyrlan_saekir_kjorgogn_a_hofn/|date=1. desember 2024|work=mbl.is}}</ref>
== Framboð ==
Ellefu stjórnmálasamtök voru framboði; þeir átta flokkar sem áttu fyrir sæti á [[Alþingi]] ásamt [[Sósíalistaflokkur Íslands|Sósíalistaflokki Íslands]], [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokknum]]<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-16-flokkarnir-thurfa-ad-finna-thusund-manns-med-oflekkad-mannord-sem-ekki-eru-haestarettardomarar-424820|title=Flokkarnir þurfa að finna þúsund manns með óflekkað mannorð sem ekki eru hæstaréttardómarar|author=Freyr Gígja Gunnarsson|date=2024-10-16|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> og [[Ábyrg framtíð|Ábyrgri framtíð]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Nýr stjórnmálaflokkur [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stefndi að framboði en hætti við.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-graeningjar-vilja-inn-a-thing-425195|title=Græningjar vilja inn á þing|date=2024-10-20|publisher=RÚV}}</ref> [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] var með skráðan listabókstaf en ákvað að bjóða ekki fram.<ref>Sjá [https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f9e7b74a-ebc8-428d-83a4-64608bed1a35 auglýsingu 225/2022] í B-deild stjórnatíðinda. Önnur stjórnmálasamtök en þar eru tilgreind þurfa að sækja um listabókstaf til dómsmálaráðuneytis, sbr. 2. mgr. 2.gr.k í [https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006162.html lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006].</ref>
Þrjú formannaskipti áttu sér stað hjá flokkunum á kjörtímabilinu. [[Kristrún Frostadóttir]] tók við af [[Logi Már Einarsson|Loga Einarssyni]] sem formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] í [[október]] [[2022]] og [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] tók við sem formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] af [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínu Jakobsdóttur]] í [[apríl]] [[2024]] í kjölfar afsagnar hennar þar sem hún bauð sig fram til embættis [[forseti Íslands|forseta Íslands]] í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningum sama ár]]. [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum og var [[Svandís Svavarsdóttir]] kjörin formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] á landsfundi flokksins í byrjun október. Í [[ágúst]] [[2024]] sagðist [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] íhuga að hætta sem formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] fyrir kosningarnar, en í [[október]] [[2024]] tilkynnti hann að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum eftir að stjórninni var slitið.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-31-bjarni-ihugar-stodu-sina-fram-ad-landsfundi-420885|title=Bjarni íhugar stöðu sína fram að landsfundi - RÚV.is|author=Þorgerður Anna Gunnarsdóttir|date=2024-08-31|website=RÚV|access-date=2024-08-31}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242634287d/bjarni-bodar-til-blada-manna-fundar|title=Ríkisstjórnin sprungin - Vísir|author=Ólafur Björn Sverrisson|date=2024-10-13|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-13}}</ref>
Þar sem skammur fyrirvari gafst fyrir kosningarnar fóru flest framboðin þá leið að stilla upp á framboðslista sína. Einungis Píratar héldu [[prófkjör]] með þátttöku almennra félagsmanna en hjá Sjálfstæðisflokknum var kosið um efstu sæti lista á kjördæmisþingum í fjórum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-19-piratar-i-profkjor-en-allir-hinir-stilla-upp-425147|title=Píratar í prófkjör en allir hinir stilla upp|date=2024-10-19|website=RÚV|access-date=2024-11-03}}</ref> Nokkuð var rætt um „frægðarvæðingu“ stjórnmála í tengslum við raðanir á lista þar sem dæmi voru um að þjóðþekktir einstaklingar væru settir í efstu sæti framboðslista þó að þeir hefðu ekki haft afskipti af stjórnmálum áður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638279d/-ekki-god-throun-ad-flokkarnir-drosli-fraegu-folki-a-listana|title=„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana - Vísir|last=Jósefsdóttir|first=Sólrún Dögg|date=2024-10-22|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-11-ara-endurnyjunar-svifur-yfir-frambodslistum-427151|title=Ára endurnýjunar svífur yfir framboðslistum - RÚV.is|last=Þórisdóttir|first=Anna Lilja|date=2024-11-11|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref>
===Yfirlit framboða===
{| class="wikitable"
! colspan="2" rowspan="2" | Merki og [[listabókstafur|stafur]]
! rowspan="2" | Flokkur
! colspan="2" rowspan="2" | Formaður
! colspan="2" | Úrslit [[Alþingiskosningar 2021|2021]]
! rowspan="2" | Breytingar á<br>kjörtímabilinu
|-
! Fylgi
! Þingsæti
|-
| [[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: {{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}; color:white;" | '''D'''
|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]
| [[Mynd:Bjarni Benediktsson 2021.jpg|75x75dp]]
| [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]
| 24,4%
| {{Composition bar|16|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}}
| {{hækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] frá {{LB|M}}
|-
|[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: {{flokkslitur|Framsókn}}; color:white;" |'''B'''
|[[Framsóknarflokkurinn]]
| [[Mynd:Sigurður Ingi Jóhannsson 2021.jpg|75x75dp]]
|[[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
| 17,3%
| {{Composition bar|13|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Vinstrihreyfingin – grænt framboð|color}}; color:white;" |'''V'''
|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin - <br>grænt framboð]]
| [[Mynd:Svandís Svavarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]]
|[[Svandís Svavarsdóttir]]
|12,6%
|{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}}
| {{Lækkun}}[[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|BJ]] til {{LB2|G|Græningjar (Ísland)|#7D9B77}}
|-
|[[Mynd:Samfylkingin_merki_2023.svg|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}}; color:white;" |'''S'''
|[[Samfylkingin]]
| [[Mynd:Kristrún Frostadóttir 2021.jpg|75x75dp]]
|[[Kristrún Frostadóttir]]
|9,9%
|{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}}
|
|- style="height:3.9em"
|[[Mynd:Flokkur fólksins 2024.svg|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}}; color:white;" |'''F'''
|[[Flokkur fólksins]]
| [[Mynd:Inga Sæland 2021.jpg|75x75dp]]
|[[Inga Sæland]]
|8,8%
|{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}}
| {{lækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] til {{LB|M}}
|-
|[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}}; color:white;" |'''P'''
|[[Píratar]]
| colspan="2" | ''Formannslaust framboð''
|8,6%
|{{Composition bar|6|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}}
|
|-
|[[Mynd:Viðreisn 2024.png|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}}; color:white;" |'''C'''
|[[Viðreisn]]
| [[Mynd:Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2021.jpg|75x75dp]]
|[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín<br>Gunnarsdóttir]]
|8,3%
|{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: {{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}}; color:white;" |'''M'''
|[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
| [[Mynd:Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2016 (cropped resized).jpg|75x75dp]]
|[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð<br>Gunnlaugsson]]
|5,4%
|{{Composition bar|3|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}}
|{{lækkun}}[[Birgir Þórarinsson|BÞ]] til {{LB|D}}<br>{{hækkun}}[[Jakob Frímann Magnússon|JFM]] frá {{LB|F}}
|-
|[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: #ef4839; color:white;" |'''J'''
|[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur<br>Íslands]]
|[[Mynd:Sanna Magdalena 2.png|frameless|50x50dp]]
|[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna Magdalena<br>Mörtudóttir]]
|4,1%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}}
|
|-
|[[Mynd:Ábyrg framtíð.jpg|frameless|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: #342659; color:white;" | '''Y'''
|[[Ábyrg framtíð]]
|
|[[Jóhannes Loftsson]]
|0,1%
|{{Composition bar|0|63|#342659}}
|
|-
|[[Mynd:Lýðræðisflokkurinn.png|75x75dp]]
| style="font-size:150%; text-align:center; background: #04437F; color:white;" | '''L'''
|[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]]
|
|[[Arnar Þór Jónsson]]
| colspan="2" | ''Ekki í framboði''
|
|}
==== (B) Framsóknarflokkurinn ====
[[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurði Inga Jóhannssyni]] leiddi [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] í kosningunum, rétt eins og í þremur síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur verið þátttakandi í ríkisstjórn frá árinu [[2017]] og var eini stjórnarflokkurinn sem bætti við sig fylgi í kosningunum [[Alþingiskosningar 2021|2021]]. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum og oddvitar listanna voru allir þeir sömu og 2021 með þeirri undantekningu að [[Sigurður Ingi Jóhannsson|Sigurður Ingi]] ákvað að leiða ekki lista flokksins í [[Suðurkjördæmi]] heldur taka annað sæti listans. [[Halla Hrund Logadóttir]], [[orkumálastjóri]] og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandi]] leiðir listann í kjördæminu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-18-sigurdur-ingi-laetur-hollu-hrund-eftir-fyrsta-saeti-i-sudurkjordaemi-425084|title=Sigurður Ingi lætur Höllu Hrund eftir fyrsta sæti í Suðurkjördæmi - RÚV.is|last=Guðmundsdóttir|first=Ingibjörg Sara|date=2024-10-18|website=RÚV|access-date=2024-10-25}}</ref> Framsóknarflokkurinn hefur misst mjög mikið fylgi í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og mælst með sögulega lítið fylgi, jafnvel utan þings nokkrum sinnum.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22260/|title=Óvinsælasta ríkisstjórn Íslands í 15 ár og minnsta fylgi Framsóknar frá upphafi|author=Erla María Markúsdóttir|date=2024-07-02|website=[[Heimildin]]|access-date=2024-10-18}}</ref>
==== (C) Viðreisn ====
[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] var áfram formaður [[Viðreisn|Viðreisnar]] í kosningunum.<ref name=":3">{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/36967/b0hdrj|titill=Silfrið - 9. september 2024 á RÚV}}</ref> Viðreisn hafði verið í stjórnarandstöðu frá árinu [[2017]] og var fylgi flokksins í könnunum svipað niðurstöðu [[Alþingiskosningar 2021|kosninganna 2021]] framan af kjörtímabilinu, en tók verulega að rísa nokkrum vikum fyrir kosningar og tók að mælast sem næststærsti flokkurinn í könnunum viku fyrir kjördag. Í [[september]] [[2024]] gaf listamaðurinn, fyrrum borgarstjórinn og [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframbjóðandinn]] [[Jón Gnarr]] það út að hann hafði gengið til liðs við flokkinn og ætlaði að sækjast eftir að leiða lista í [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-26-jon-gnarr-til-vidreisnar-423162|title=Jón Gnarr til Viðreisnar|author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-09-26|website=RÚV|access-date=2024-09-28}}</ref> [[Hanna Katrín Friðriksson]], oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður sagði að Jón væri ekki fyrsti karlinn sem að gerir ráð fyrir rauða dreglinum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/06/ekki_fyrsti_karlinn_sem_gerir_rad_fyrir_rauda_dregl/|title=„Ekki fyrsti karlinn sem gerir ráð fyrir rauða dreglinum“|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Einnig gaf [[Pawel Bartoszek]] það út að hann sæktist eftir sæti á lista flokksins. Stillt var upp á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Oddvitar á listum voru þeir sömu og 2021 nema í [[Norðvesturkjördæmi]] þar sem [[María Rut Kristinsdóttir]], aðstoðarmaður formanns flokksins, fékk fyrsta sætið og í [[Norðausturkjördæmi]] þar sem [[Ingvar Þóroddsson]], framhaldsskólakennari leiðir listann. Jón Gnarr fékk annað sætið í Reykjavík norður en Pawel Bartoszek annað sætið í Reykjavík suður.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-thrir-listar-vidreisnar-kynntir-jon-gnarr-i-odru-saeti-i-reykjavik-425618|title=Þrír listar Viðreisnar kynntir: Jón Gnarr í öðru sæti í Reykjavík - RÚV.is|last=Harðarson|first=Birgir Þór|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref>
==== (D) Sjálfstæðisflokkurinn ====
[[Sjálfstæðisflokkurinn]] hafði verið í ríkisstjórn í fimm kjörtímabil eða frá árinu [[2013]] og hafði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] hefur verið formaður flokksins síðan [[2009]]. Bjarni varð forsætisráðherra í [[apríl]] [[2024]] eftir brotthvarf [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar Jakobsdóttur]] úr ríkisstjórn. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn misst mikið fylgi á kjörtímabilinu og raunar aldrei mælst lægri.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/01/sjalfstaedisflokkurinn_aldrei_maelst_laegri/|title=Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst lægri|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-14}}</ref> Í [[ágúst]] [[2024]] greindi Bjarni frá því að hann hugleiddi það að hætta sem formaður flokksins fyrir landsfund flokksins sem að átti að fara fram í febrúar [[2025]].<ref name=":1" /> Í [[október]] [[2024]] sleit Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórninni og tilkynnti [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni]] að hann myndi verða formaður flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/13/rikisstjornin_sprungin/|title=Ríkisstjórnin sprungin|work=[[Morgunblaðið]]|language=is|date=2024-10-13|access-date=2024-10-17}}</ref>
Af 17 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins var það einungis [[Óli Björn Kárason]] sem lýsti því yfir við slit ríkisstjórnarinnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Síðar féll [[Birgir Ármannsson]] einnig frá því að sækjast eftir sæti á framboðslista.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-28-thingmenn-sem-gefa-ekki-kost-a-ser-til-aframhaldandi-thingsetu-425862|title=Þingmenn sem gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu - RÚV.is|last=Signýjardóttir|first=Ástrós|date=2024-10-28|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Í fjórum kjördæmum var kosið um efstu sæti á framboðslistum á kjördæmisþingum. Fimm sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim sætum sem þeir stefndu að og tóku því ekki sæti á framboðslistum. [[Ólafur Adolfsson]] kom nýr inn í oddvitasæti í [[Norðvesturkjördæmi]] og [[Jens Garðar Helgason]] í [[Norðausturkjördæmi]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-fimm-thingmenn-sjalfstaedisflokksins-a-utleid-425209|title=Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins á útleið - RÚV.is|last=Grettisson|first=Valur|date=2024-10-20|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref> Baráttan um annað sætið í [[Suðvesturkjördæmi]] vakti einnig mikla athygli en þar tókust á [[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]], varaformaður flokksins, og [[Jón Gunnarsson]]. Þórdís hafði betur og Jón tók ekki þátt í kosningu um þriðja eða fjórða sæti listans. Síðar samþykkti hann þó að taka fimmta sæti listans og jafnframt stöðu sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í [[Matvælaráðuneyti Íslands|matvælaráðuneytinu]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-25-jon-gunnarsson-tekur-fimmta-saetid-og-verdur-serstakur-fulltrui-425627|title=Jón Gunnarsson tekur fimmta sætið og verður sérstakur fulltrúi - RÚV.is|last=Hrólfsson|first=Ragnar Jón|date=2024-10-25|website=RÚV|access-date=2024-11-14}}</ref>
==== (F) Flokkur fólksins ====
[[Flokkur fólksins]] hafði setið í stjórnarandstöðu frá því að flokkurinn komst fyrst á þing [[Alþingiskosningar 2017|2017]]. [[Inga Sæland]] hafði leitt flokkinn frá upphafi og gerði það einnig nú. Fylgi flokksins í könnunum hafði verið áþekkt því flokkurinn fékk í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningunum]]. Allir þingmenn flokksins sóttust eftir því að halda áfram.<ref name=":6">{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636522d/kosningavaktin-is-lendingar-ganga-ad-kjor-bordinu|title=Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-19}}</ref> En svo fór að [[Tómas A. Tómasson]], þingmanni flokksins í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Jakob Frímann Magnússon|Jakobi Frímanni Magnússyni]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] var neitað um sæti á lista. Í stað þeirra leiddi [[Ragnar Þór Ingólfsson]] í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og [[Sigurjón Þórðarson]] fyrrum formaður og þingmaður [[Frjálslyndi flokkurinn (Ísland, 1998–2012)|Frjálslynda flokksins]] í [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-21-ragnar-thor-a-leid-a-thing-fyrir-flokk-folksins-425299|title=Ragnar Þór á leið á þing fyrir Flokk fólksins - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|last2=Guðmundsson|first2=Brynjólfur Þór|date=2024-10-21|website=RÚV|access-date=2024-10-21}}</ref> Vegna þessa sagði Jakob Frímann sig úr flokknum og gekk svo til liðs við Miðflokkinn þar sem hann fékk 2. sætið á lista þess flokks í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242639594d/jakob-fri-mann-yfir-gefur-flokk-folksins|title=Jakob Frímann yfirgefur Flokk fólksins - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-25}}</ref>
==== (J) Sósíalistaflokkur Íslands ====
[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] bauð fram í annað sinn. Þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum náði flokkurinn ekki að koma manni inn í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]]. Flokkurinn hefur mælst ýmist á eða utan þings á kjörtímabilinu, en þó mun oftar utan þings. Í [[september]] [[2024]] greindi [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]], oddviti flokksins í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] að hún myndi gefa kost á sér á lista flokksins í kosningunum.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/26/sanna_borgarfulltrui_vill_a_thing/|title=Sanna borgarfulltrúi vill á þing|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Í lok [[október]] [[2024]] tilkynnti flokkurinn að [[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna]] myndi verða eiginilegur leiðtogi flokksins í kosningunum í stað [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnars Smára Egilssonar]] sem leiddi flokkinn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/30/gunnar_smari_i_oddvitasaetid/|title=Gunnar Smári í oddvitasætið|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-02}}</ref>
==== (L) Lýðræðisflokkurinn ====
[[Arnar Þór Jónsson]], hæstarréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]] tilkynnti í [[júlí]] [[2024]] að hann væri að íhuga að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að bjóða fram til alþingis í öllum kjördæmum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242600293d/arnar-thor-i-hugar-ad-stofna-stjorn-mala-flokk|title=Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk|author=Rafn Ágúst Ragnarsson|date=2024-07-24|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref> Í [[september]] [[2024]] fóru hinsvegar fram viðræður á milli Arnars Þórs og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokksins]] sem að gengu út á að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk. Viðræðurnar gengu ekki upp og stofnaði Arnar Þór, [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt]] í sama mánuði.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242627680d/arnar-thor-stofnar-lydraedisflokkinn|title=Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn|author=Jón Ísak Ragnarsson|date=2024-09-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-09-29}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-10-lydraedisflokkurinn-kynnir-stefnumal-sin-424344|title=Lýðræðisflokkurinn kynnir stefnumál sín|author=Ragnar Jón Hrólfsson|date=2024-10-10|website=RÚV|access-date=2024-10-13}}</ref> Flokkurinn fékk úthlutað listabókstafinum L.<ref>{{Cite web|url=https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=198a3439-0018-4e56-807f-6be0ce800add|title=AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka og staðfestingu á heiti þeirra.|date=2024-10-23|publisher=B-deild Stjórnartíðinda}}</ref>
==== (M) Miðflokkurinn ====
[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bauð fram til Alþingis í þriðja sinn. [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] hafði leitt flokkinn í stjórnarandstöðu frá stofnun hans. Flokkurinn fékk kjörna þrjá þingmenn í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]], en eftir að [[Birgir Þórarinsson]] yfirgaf flokkinn strax eftir kosningarnar hafði Miðflokkurinn einungis tvo þingmenn.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/yfirgefur-midflokkinn-tveimur-vikum-eftir-ad-hafa-verid-kjorinn-a-thing-fyrir-hann/|title=Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann|date=2021-10-09|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Miðflokkurinn byrjaði með mjög lítið fylgi í skoðanakönnunum fyrripart kjörtímabilsins en þegar líða fór á það jókst fylgið þannig að flokkurinn mældist næststærstur á tímabili. Í [[september]] [[2024]] gekk sundkappinn [[Anton Sveinn McKee]] til liðs við flokkinn.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/21/anton_sveinn_til_lids_vid_midflokkinn/|title=Anton Sveinn til liðs við Miðflokkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Fjölmiðlamaðurinn [[Snorri Másson]] sóttist eftir því að leiða lista flokksins, ásamt [[Sigríður Andersen|Sigríði Andersen]] sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá [[2015]] til [[2021]] og [[Dómsmálaráðherra Íslands|dómsmálaráðherra]] frá [[2017]] til [[2019]].<ref name=":6" /><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242637685d/sig-ridur-ander-sen-leidir-lista-mid-flokksins|title=Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins - Vísir|last=Ragnarsson|first=Rafn Ágúst|date=2024-10-20|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-20}}</ref> Í [[október]] [[2024]] gekk [[Jakob Frímann Magnússon]], þingmaður [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]] í flokkinn eftir að hafa verið neitað sæti á lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242642240d/jakob-fri-mann-til-lids-vid-mid-flokkinn|title=Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref> Athygli vakti að allir þeir sem að áttu aðild í [[Klaustursupptökurnar|Klaustursmálinu]] [[2018]] voru ofarlega á lista flokksins fyrir utan [[Anna Kolbrún Árnadóttir|Önnu Kolbrúnu Árnadóttur]] sem lést árið [[2023]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641830d/klaustursveinar-allir-maettir-sex-arum-sidar|title=Klaustursveinar allir mættir sex árum síðar - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-10-29|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-29}}</ref>
==== (P) Píratar ====
[[Píratar]] buðu fram í fimmta sinn í alþingiskosningunum og gátu því orðið sá stjórnmálaflokkur sem oftast hefur náð kjöri á Alþingi fyrir utan hinn svokallaða [[fjórflokkurinn|fjórflokk]].<ref>{{Cite news|title=Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/25/piratar_gaetu_skrad_sig_i_sogubaekurnar/|date=25. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref> Flokkurinn hafði þó aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Landsþing Pírata var haldið í [[september]] [[2024]] en kjör nýrrar framkvæmdarstjórnar vakti nokkrar deilur innan flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/23/kurr_i_rodum_pirata/?origin=helstu|title=Kurr í röðum Pírata|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-28}}</ref> Framan af kjörtímabilinu mældist fylgi Pírata svipað eða hærra en í [[Alþingiskosningar 2021|síðustu alþingiskosningum]], en tók að dala þegar nær dró kosningum þegar fylgi flokksins fór að mælast í kringum 5% þröskuldinn.
Píratar voru nú eini stjórnmálaflokkurinn sem hélt prófkjör til að raða á framboðslista sína. Prófkjörið frá fram í rafrænu kosningakerfi á vef flokksins 20. til 22. október 2024. [[Lenya Rún Taha Karim]] sigraði sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum og hafði þar betur en þrír sitjandi þingmenn og tveir borgarfulltrúar. [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] náði fyrsta sætinu í [[Suðvesturkjördæmi]], [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] í [[Norðvesturkjördæmi]], [[Theódór Ingi Ólafsson]] í [[Norðausturkjördæmi]] og [[Týr Þórarinsson]] í [[Suðurkjördæmi]].<ref>{{Cite news|title=Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum|url=https://heimildin.is/grein/23001/|date=22. október 2024|work=Heimildin}}</ref> Píratar höfðu ekki eiginlegan formann en Þórhildur Sunna hafði umboð grasrótar flokksins til að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum.<ref>{{Cite news|title=Grasrótin veitir Þórhildi Sunnu umboðið|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/18/grasrotin_veitir_thorhildi_sunnu_umbodid/|date=18. nóvember 2024|work=mbl.is}}</ref>
==== (S) Samfylkingin ====
[[Samfylkingin]] hafði verið í stjórnarandstöðu síðan árið [[2013]]. [[Logi Einarsson]] sem var formaður flokksins frá [[2016]] til [[2022]] hætti sem formaður í [[október]] [[2022]] og var [[Kristrún Frostadóttir]] kjörin í embættið.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-10-28-kristrun-kjorin-formadur-og-bodar-nyjar-aherslur|title=Kristrún kjörin formaður og boðar nýjar áherslur - RÚV.is|date=2022-10-28|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Um haustið [[2022]] fór fylgi Samfylkingar að aukast og í byrjun árs [[2023]] var Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum og var það í öllum könnunum sem að gerðar voru frá febrúar [[2023]] til nóvember [[2024]]. Samkvæmt könnunum hafði [[Kristrún Frostadóttir|Kristrún]] verið sá stjórnmálamaður sem flestir treystu og í efsta sæti þeirra sem kjósendur vildu sem næsta forsætisráðherra.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/flestir-treysta-kristrunu/|title=Flestir treysta Kristrúnu|date=2022-11-18|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-29-fjordungur-vill-kristrunu-i-forsaetisraduneytid-5-nefna-bjarna-420743|title=Fjórðungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið – 5% nefna Bjarna|author=Alexander Kristjánsson|date=2024-08-29|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Stillt var upp á lista í öllum kjördæmum og fjölmargir sóttust eftir sæti hjá flokknum, þar á meðal [[Dagur B. Eggertsson]], [[Alma Möller]], [[Víðir Reynisson]] og [[Nichole Leigh Mosty]].<ref name=":6" /> Í október 2024 kom upp mál þar sem [[Kristrún Frostadóttir]] formaður flokksins gerði lítið úr hlutverki [[Dagur B. Eggertsson|Dags B. Eggertssonar]] í einkaskilaboðum til kjósanda og sagði að hann gæti strikað yfir nafns fyrrum borgarstjórans sem var í öðru sæti í Reykjavík norður.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242641735d/-mer-bra-svo-litid-thegar-eg-sa-thetta-|title=„Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ - Vísir|last=Pétursson|first=Vésteinn Örn|date=2024-10-28|website=visir.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref> Blaðamaðurinn [[Þórður Snær Júlíusson]] fékk þriðja sæti í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] en dró framboð sitt til baka í nóvember 2024 eftir að rúmlega tuttuga ára gömul bloggsíða var grafin upp þar sem að hann var sakaður um kvenfyrirlitningu og annað.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/12/kalladi_konur_laevisar_undirforlar_tikur/|title=Kallaði konur lævísar, undirförlar tíkur|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-11-22}}</ref>
==== (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð ====
[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] sátu í ríkisstjórn frá [[nóvember]] [[2017]] til [[Október|októbers]] [[2024]] og voru frá [[nóvember]] [[2017]] til [[apríl]] [[2024]] með forsætisráðherraembættið þegar formaður flokksins, [[Katrín Jakobsdóttir]] var forsætisráðherra. Í [[apríl]] [[2024]] sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra, þingmaður og formaður flokksins og fór í framboð í [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetakosningunum 2024]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-05-katrin-jakobsdottir-bydur-sig-fram-til-forseta-409293|title=Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta|date=2024-04-05|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið gerðist [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]], varaformaður flokksins frá [[2019]] að formanni flokksins. Í [[september]] [[2024]] tilkynnti Guðmundur Ingi að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á landsfundi flokksins sem fór fram í byrjun [[Október|októbers]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-23-gudmundur-ingi-vill-verda-aftur-varaformadur-422968|title=Guðmundur Ingi vill verða aftur varaformaður|author=Ásrún Brynja Ingvarsdóttir |date=2024-09-23|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref> Í kjölfarið lýsti [[Svandís Svavarsdóttir]] yfir formannsframboði og var hún sjálfkjörin formaður flokksins í [[október]].<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/grein/22832/svandis-nyr-formadur-vg-en-thurfti-ekki-ad-leggjast-i-formannsslag/|title=Svandís nýr formaður VG en þurfti ekki að leggjast í formannsslag|author=Ragnhildur Þrastardóttir|date=2024-10-05|website=Heimildin|access-date=2024-10-18}}</ref> [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænir]] höfðu misst mikið fylgi á kjörtímabilinu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-07-03-vidbuid-ad-vg-haldi-afram-ad-tapa-fylgi|title=Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi|author=Kristín Sigurðardóttir|date=2022-07-03|website=RÚV|access-date=2024-10-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242536815d/vinstri-graen-naedu-ekki-inn-a-thing|title=Vinstri græn næðu ekki inn á þing|author=Magnús Jochum Pálsson|date=2024-01-03|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Á tíma [[Katrín Jakobsdóttir|Katrínar]] sem formanns mældist flokkurinn með lítið fylgi, en þó alltaf á þingi. Þegar [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson|Guðmundur Ingi]] tók við sem formaður missti flokkurinn ennþá meira fylgi og mældist nánast alltaf utan þings. Tveimur dögum eftir að stjórninni var slitið af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokki]] í [[október]] [[2024]] tilkynntu þrír ráðherrar Vinstri grænna að þeir myndu hætta þáttöku í [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|starfstjórn ríkisstjórnarinnar]] fram að kosningunum<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-15-tveggja-flokka-starfsstjorn-til-kosninga-radherrar-vg-ekki-med-424733|title=Tveggja flokka starfsstjórn til kosninga - ráðherrar VG ekki með|author1=Alma Ómarsdóttir|author2=Birgir Þór Harðarson|date=2024-10-15|website=RÚV|access-date=2024-10-18|author3=Valur Grettisson|author4=Ólöf Rún Erlendsdóttir|author5=Ragnar Jón Hrólfsson|author6=Oddur Þórðarson}}</ref> og tóku þau því ekki þátt áframhaldandi samstarfi flokkanna og hættu þau því í ríkisstjórninni [[17. október]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242636571d/starfsstjorn-med-minni-hluta-a-al-thingi-tekur-vid-sid-degis|title=Starfsstjórn með minnihluta á Alþingi tekur við síðdegis|author=Heimir Már Pétursson|date=2024-10-17|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-18}}</ref> Umhverfissinninn [[Finnur Ricart Andrason]] og sóknarpresturinn [[Sindri Geir Óskarsson]] voru á meðal þeirra sem leiddu lista flokksins.
==== (Y) Ábyrg framtíð ====
[[Ábyrg framtíð]] sem var leidd af [[Jóhannes Loftsson|Jóhannesi Loftssyni]] stefndi upphaflega á framboð í öllum kjördæmum, en á endanum buðu þau einungis fram í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]].<ref name="ruv-frambod-2024"/> Flokkurinn var stofnaður árið [[2021]] og bauð fram í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]], einungis í [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík norður]] og hlaut flokkurinn 0,1% í kosningunum.<ref name="althingiskosningar-2021">{{Cite web|url=https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kosningar-fra-1919/althingiskosningar-2021/|title=Alþingiskosningar 2021|website=Alþingi|language=is|access-date=2024-10-17}}</ref> Flokkurinn bauð einnig fram í [[Reykjavík]] í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|sveitarstjórnarkosningunum 2022]] og hlaut 0,8% atkvæða.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/i-beinni/sveitarstjornarkosningarnar_2022/|title=Sjáið það sem bar hæst á kosninganótt|date=2022-05-14|work=[[Kjarninn]]|access-date=2024-10-17}}</ref> Helsta stefnumál flokksins í þessum kosningum var að fram færi uppgjör við aðgerðir stjórnvalda í [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónaveirufaraldrinum]].<ref name="ruv-frambod-2024">{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-17-abyrg-framtid-stefnir-a-frambod-i-ollum-kjordaemum-424983|title=Ábyrg framtíð stefnir á framboð í öllum kjördæmum |author=Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir|date=2024-10-17|website=RÚV|access-date=2024-10-17}}</ref>
=== Flokkar sem að hættu við framboð ===
==== (G) Græningjar ====
Í [[október]] [[2024]] voru stjórnmálasamtök [[Græningjar (stjórnmálasamtök)|Græningja]] stofnuð af [[Kikka Sigurðardóttir|Kikku Sigurðardóttur]]. Þau stefndu að því að bjóða fram í öllum kjördæmum og reyndu að finna þjóðþekkta einstaklinga til þess að manna lista.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242638247d/graeningjar-leita-ad-thjodthekktum-einstaklingi|title=Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi - Vísir|last=Bernharðsdóttir|first=Berghildur Erla|date=2024-10-21|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-22}}</ref> [[Bjarni Jónsson (stjórnmálamaður)|Bjarni Jónsson]] sem kjörinn var sem þingmaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]] sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna skömmu eftir stjórnarslitin og tilkynnti svo [[27. október]] að hann hefði gengið til liðs við hið nýstofnaða stjórnmálaafl Græningja. Því voru [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með einn þingmann á þingi í einn mánuð árið [[2024]], fyrir kosningarnar. Flokkurinn fékk listabókstafinn G samþykktan.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-27-graeningjar-komnir-med-sinn-fyrsta-thingmann-425807|title=Græningjar komnir með sinn fyrsta þingmann|date=2024-10-27|website=RÚV}}</ref> Þegar það leit út fyrir að ekki myndi takast að safna nægum fjölda undirskrifta var fallið frá framboði Græningja, þrátt fyrir að hafa þingmann og skráðan listabókstaf.<ref name=":6" />
=== Oddvitar ===
Í töflunni hér að neðan má sjá efstu menn á öllum framboðslistum sem boðnir verða fram í kosningunum:
<templatestyles src="Flex-einnDálkur/styles.css />
{| class="wikitable flex-singleColumn" style="font-size: 90%"
|-
! Flokkur !! [[Reykjavíkurkjördæmi norður|RN]] !! [[Reykjavíkurkjördæmi suður|RS]] !! [[Suðvesturkjördæmi|SV]] !! [[Norðvesturkjördæmi|NV]] !! [[Norðausturkjördæmi|NA]] !! [[Suðurkjördæmi|S]]
|-
! (B) Framsóknarflokkurinn
| [[Ásmundur Einar Daðason]] || [[Lilja Dögg Alfreðsdóttir]] || [[Willum Þór Þórsson]] || [[Stefán Vagn Stefánsson]]|| [[Ingibjörg Isaksen]] || [[Halla Hrund Logadóttir]]
|-
! (C) Viðreisn
| [[Hanna Katrín Friðriksson]]|| [[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]]|| [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] || [[María Rut Kristinsdóttir]]|| [[Ingvar Þóroddsson]] || [[Guðbrandur Einarsson]]
|-
! (D) Sjálfstæðisflokkurinn
| [[Guðlaugur Þór Þórðarson]]|| [[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]]|| [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] || [[Ólafur Adolfsson]] || [[Jens Garðar Helgason]] || [[Guðrún Hafsteinsdóttir]]
|-
! (F) Flokkur fólksins
| [[Ragnar Þór Ingólfsson]]|| [[Inga Sæland]] || [[Guðmundur Ingi Kristinsson]] || [[Eyjólfur Ármannsson]] || [[Sigurjón Þórðarson]] || [[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]]
|-
! (J) Sósíalistaflokkur Íslands
| [[Gunnar Smári Egilsson]] || [[Sanna Magdalena Mörtudóttir]]|| [[Davíð Þór Jónsson]]|| [[Guðmundur Hrafn Arngrímsson]]|| [[Þorsteinn Bergsson]]|| [[Unnur Rán Reynisdóttir]]
|-
! (L) Lýðræðisflokkurinn
| [[Baldur Borgþórsson]]|| [[Kári Allansson]]|| [[Arnar Þór Jónsson]] || [[Gunnar Viðar Þórarinsson]]|| [[Eldur Smári Kristinsson]]|| [[Elvar Eyvindsson]]
|-
! (M) Miðflokkurinn
| [[Sigríður Andersen]] || [[Snorri Másson]] || [[Bergþór Ólason]]|| [[Ingibjörg Davíðsdóttir]]|| [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]|| [[Karl Gauti Hjaltason]]
|-
! (P) Píratar
| [[Lenya Rún Taha Karim]] || [[Björn Leví Gunnarsson]] || [[Þórhildur Sunna Ævarsdóttir]] || [[Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir|Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir]] || [[Theodór Ingi Ólafsson]] || [[Mummi Týr Þórarinsson]]
|-
! (S) Samfylkingin
| [[Kristrún Frostadóttir]]|| [[Jóhann Páll Jóhannsson]]||[[Alma Möller]]|| [[Arna Lára Jónsdóttir]] ||[[Logi Einarsson]]|| [[Víðir Reynisson]]
|-
! (V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð
| [[Finnur Ricart Andrason]]|| [[Svandís Svavarsdóttir]]|| [[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] || [[Álfhildur Leifsdóttir]]|| [[Sindri Geir Óskarsson]]|| [[Hólmfríður Árnadóttir]]
|-
! (Y) Ábyrg framtíð
| [[Jóhannes Loftsson]]
|}
== Fjölmiðlaumfjöllun ==
Fyrsti leiðtogaumræðuþátturinn var haldinn þann [[1. nóvember]] á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þar sem að forystufólk allra ellefu framboðanna mættu. Annar leiðtogaumræðuþættur var sýndur á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þann [[29. nóvember]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-svona-voru-kappraedur-leidtoganna-ellefu-426312|title=Svona voru kappræður leiðtoganna ellefu - RÚV.is|last=Kristjánsson|first=Alexander|last2=Jónsson|first2=Þorgils|date=2024-11-01|website=RÚV|access-date=2024-11-02|last3=Þorsteinsdóttir|first3=Valgerður}}</ref> Leiðtogaumræður fóru einnig fara fram á [[Heimildin|Heimildinni]] þann [[26. nóvember]], hjá [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] þann [[28. nóvember]] og á [[Stöð 2]] þann [[28. nóvember]]. Auk þess sýndi [[Ríkisútvarpið|RÚV]] þættina ''Forystusætið'' í nóvember þar sem að allir leiðtogar flokkanna voru tekin í einkaviðtöl. [[Ríkisútvarpið|RÚV]] var einnig með sex kjördæmakappræðuþætti á [[Rás 2]] og á ruv.is þar sem að oddvitar flokkanna í hverju kjördæmi komu fram. [[Stöð 2]] sýndi einnig sérstakan kappleikaþátt þann [[26. nóvember]] þar sem fulltrúar flokkanna öttu kappi í ýmsum þrautum og leikjum.
== Skoðanakannanir ==
Í desember [[2017]] sögðust rúmlega 80% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina og í febrúar [[2018]] sögðust 70% styðja hana. Samanborið við hana mældist ríkisstjórnin á undan henni, [[fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] einungis með 31% um mitt ár [[2017]] og var því þessi ríkisstjórn vinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga.<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-06-26-studningur-vid-rikisstjornina-laekkar-bara-og-laekkar/|title=Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar bara og lækkar|date=2017-06-27|website=Kjarninn|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2017171239942/thrir-af-hverjum-fjorum-stydja-rikisstjornina|title=Þrír af hverjum fjórum styðja ríkisstjórnina |author=Ingvar Þór Björnsson|date=2017-12-30|website=visir.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/01/rum_70_prosent_stydja_rikisstjornina/|title=Rúm 70% styðja ríkisstjórnina|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref> Í maí [[2019]] sögðust 52% styðja ríkisstjórnina og 61% í maí [[2020]], en margir voru sáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2023 á Íslandi|kórónuveirufaraldrinum]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020-05-05-61-segjast-stydja-rikisstjornina|title=61% segjast styðja ríkisstjórnina - RÚV.is|date=2020-05-05|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Svo fór að í [[Alþingiskosningar 2021|alþingiskosningunum 2021]] fékk ríkisstjórnin hreinan meirhluta eða samtals 54,3% atkvæða og mældist stuðningurinn 67% í nóvember sama ár.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-11-15-studningur-vid-rikisstjornina-ekki-maelst-meiri-i-3-ar|title=Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri í 3 ár - RÚV.is|date=2021-11-15|website=RÚV|access-date=2024-10-05}}</ref> Í júní [[2022]] mældist stuðningurinn 44% og 35% í júlí [[2023]]. Í byrjun október [[2024]] mældist stuðningurinn 24%.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/01/sogulega_litill_studningur_vid_rikisstjorn/|title=Sögulega lítill stuðningur við ríkisstjórn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-05}}</ref>
[[Mynd:Opinion_polling_for_the_2024_Icelandic_parliamentary_election.svg|thumb|left|700px|Línurit sem sýnir niðurstöður skoðanakannana frá kosningunum 2021.]]
{| class="wikitable sortable" style="text-align:center;font-size:90%;line-height:14px;"
! rowspan=4| Fyrirtæki
! rowspan=4| Dags. framkvæmd
! rowspan=4| Úrtak
! rowspan=4| Svarhlutfall
! colspan="11" |Flokkar
|-
! colspan="3" |Stjórn
! colspan="6" |Stjórnarandstaða
! rowspan="3"| Aðrir
! style="width:30px;" rowspan="3"| Forskot
|-
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]]
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]]
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin - grænt framboð|V]]
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]]
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]]
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Píratar|P]]
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]]
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]]
! class="unsortable" style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]]
|-
! style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|VG}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Flokkur fólksins}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Píratar}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Miðflokkurinn}};"|
! style="background:{{flokkslitur|Sósíalistaflokkurinn}};"|
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-30-samfylkingin-afram-staerst-i-sidustu-konnun-maskinu-429369 Maskína]
|28.-29. nóv 2024
|–
|2.908
|17,6
|8,6
|3,9
| style="background:#F6CDCF;" | '''21,2'''
|9,1
|5,4
|17,2
|11,2
|4,5
|1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 3,6
|-
|[https://fel.hi.is/is/fylgi_kosningar2024 Félagsvísindast. HÍ]
|28.-29. nóv 2024
|2.600
|1.060
|19,7
|9,4
|2,1
| style="background:#F6CDCF;" | '''21,9'''
|10,5
|4,5
|14,4
|10,1
|6,1
|1,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,2
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-29-sidasti-thjodarpuls-fyrir-kosningar-s-staerst-d-baetir-vid-sig-429142 Gallup]
|23.-29. nóv 2024
|4.285
|2302
|18,4
|6,8
|3,1
| style="background:#F6CDCF;" | '''20,0'''
|12,6
|4,1
|17,6
|11,1
|4,8
|1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,6
|-
|[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/28/ny_konnun_barattan_a_toppnum_hardnar/ Prósent]
|25.-28. nóv 2024
|4.500
|2379
|14,7
|6,4
|3,4
| style="background:#F6CDCF;" | '''21,8'''
|11,2
|5,5
|17,6
|12
|5,8
|1,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,2%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 4,2
|-
|[https://www.visir.is/g/20242656619d/glae-ny-konnun-maskinu-fylgi-fram-soknar-og-flokks-folksins-a-upp-leid Maskína]
|22.-28. nóv 2024
|2.617
|–
|14,5
|7,8
|3,7
| style="background:#F6CDCF;" | '''20,4'''
|10,8
|5,4
|19,2
|11,6
|5,0
|1,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,5%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,2
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-22-samfylkingin-og-vidreisn-staerst-i-obirtri-konnun-gallups-428451 Gallup]
|15.–21. nóv 2024
|–
|–
|16
|6,2
|3,3
| style="background:#F6CDCF;" | '''20,2'''
|13,1
|4,1
|18,1
|12,2
|5,1
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 2,1
|-
|[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/22/tidindi_i_nyrri_konnun_framsokn_ut_af_thingi/ Prósent]
|15.–21. nóv 2024
|–
|–
|11,5
|4,4
|3
|18,3
|12,5
|6,7
| style="background:#fadb7a;" | '''22'''
|13,5
|6,4
|1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,7%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Viðreisn}};color:#FFFFFF;" | 3,7
|-
|[https://www.visir.is/g/20242652970d/samfylkingin-baetir-vid-sig-i-fyrsta-sinn-sidan-i-mai-og-piratar-uti Maskína]
|15.-20. nóv 2024
|1.400
|–
|14,6
|5,9
|3,1
| style="background:#F6CDCF;" | '''22,7'''
|8,8
|4,3
|20,9
|12,6
|5,0
|2,2<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 1,8
|-
|[https://www.mbl.is/frettir/kosning/2024/11/15/vidreisn_i_mikilli_sokn/ Prósent]
|8.–14. nóv 2024
|2.600
|52.0
|12,0
|5,6
|2,4
| style="background:#F6CDCF;"| '''22,4'''
|10,2
|3,4
|21,5
|15,5
|5,4
|1,0<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]]</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,9
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-15-sosialistar-maelast-inni-samfylking-og-midflokkur-dala-427602 Gallup]
|1.–14. nóv 2024
|1.463
|48,0
|16,4
|6,0
|4,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''20,8'''
|10,2
|5,5
|15,5
|14,3
|6,2
|1,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,0% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,4
|-
|[https://www.visir.is/g/20242649619d/sosial-istar-maelast-inni-og-vinstri-graen-i-lifs-haettu Maskína]
|8.–13. nóv 2024
|–
|–
|13,4
|7,3
|3,4
| style="background:#F6CDCF;"| '''20,1'''
|9,2
|5,1
|19,9
|12,6
|6,3
|2,7<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,6%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,2
|-
|[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/08/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_enn/ Prósent]
|1.-7. nóv 2024
|2.400
|50
|12,3
|5,8
|2,6
| style="background:#F6CDCF;"| '''21,6'''
|11,5
|5,7
|17,1
|15,1
|6,7
|1,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,4%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,5
|-
|[https://www.visir.is/g/20242646417d/vid-reisn-a-flugi-i-nyrri-maskinukonnun Maskína]
|1.-6. nóv 2024
|1.407
|–
|13,3
|7,5
|3,2
| style="background:#F6CDCF;"| '''20,9'''
|8,9
|4,9
|19,4
|14,9
|4,5
|2,5<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,7% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,8%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5
|-
|[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-01-samfylkingin-dalar-en-afram-staerst-sjalfstaedisflokkur-baetir-vid-sig-426309 Gallup]
|1.-31. okt 2024
|12.125
|47,5
|17,3
|6,5
|4,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''23,8'''
|7,8
|5,4
|13,5
|16,5
|4,5
|0,6<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 0,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,0%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,5
|-
|[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/01/ny_konnun_fylgi_vidreisnar_eykst_og_eykst/ Prósent]
|25.-31. okt 2024
|2.400
|–
|14,1
|5,8
|2,6
| style="background:#F6CDCF;"| '''22,3'''
|11,2
|4,9
|18,5
|14,4
|4,0
|2,4<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,5% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,4% - Annað með 0,5%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 3,8
|-
|[https://www.visir.is/g/20242641385d/ny-konnun-vid-reisn-og-flokkur-folksins-i-haestu-haedum Maskína]
|22.-28. okt 2024
|1.708
|–
|13,9
|6,9
|3,8
| style="background:#F6CDCF;"| '''22,2'''
|9,3
|4,5
|16,2
|15,9
|4,0
|3,3<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,6% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,9% - [[Græningjar (Ísland)|Græningjar]] með 0,8%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0
|-
|[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/25/ny_konnun_sjalfstaedisflokkur_dalar_og_vg_botnfrosi/ Prósent]
|18.-24. okt 2024
|2.500
|50
|13,3
|5,8
|2,4
| style="background:#F6CDCF;"| '''24,2'''
|11,4
|5,8
|15,0
|16,1
|4,3
|1,1<ref name=":2">[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 1,1%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1
|-
! colspan="15" |[[Sanna Magdalena Mörtudóttir]] tekur við sem eiginlegur leiðtogi [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokks Íslands]] af [[Gunnar Smári Egilsson|Gunnari Smára Egilssyni]].
|-
|[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/18/ny_konnun_vg_i_frjalsu_falli/ Prósent]
|18 okt 2024
|–
|–
|15,6
|6,2
|2,2
| style="background:#F6CDCF;" | '''24,8'''
|10,8
|6,1
|14,1
|15,1
|4,2
|–
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;" | 9,2
|-
|[https://www.visir.is/g/20242637105d/ny-konnun-omarktaekur-munur-a-vid-reisn-og-sjalf-staedis-flokknum Maskína]
|13 okt–18 okt 2024
|–
|–
|14,1
|8
|5,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''21,9'''
|7,3
|5,2
|13,4
|17,7
|5,2
|2,1<ref>[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] með 2,1%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2
|-
! colspan="15" |[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] slítur stjórnarsamstarfinu eftir sjö ár og boðar til alþingiskosninga.
|-
! colspan="15" |[[Svandís Svavarsdóttir]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]].
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-05-fylgi-stjornarflokkanna-thriggja-dalar-enn-sjalfstaedisflokkur-maelist-med-12-423873 Prósent]
| data-sort-value="2024-08-30"| 18 sep–3 okt 2024
| 2.150
| 50,8
| 12
| 5
| 3
| style="background:#F6CDCF;"| '''26'''
| 11
| 9
| 11
| 18
| 4
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-01-ovinsaelasta-rikisstjornin-fra-upphafi-maelinga-423540 Gallup]
| data-sort-value="2024-08-30"| 30 ágú–30 sep 2024
| 11.138
| 48,3
| 14,1
| 6,2
| 4,3
| style="background:#F6CDCF;"| '''26,2'''
| 7,5
| 7,6
| 10,3
| 18,7
| 5,2
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,5
|-
| [https://www.visir.is/g/20242625572d/mid-flokkurinn-mark-taekt-staerri-en-sjalf-staedis-flokkurinn Maskína]
| data-sort-value="2024-08-30"| 24 sep 2024
| 1.783
| –
| 13,4
| 7,6
| 3,7
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,0'''
| 8,8
| 8,5
| 11,3
| 17,0
| 4,7
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,0
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-30-midflokkurinn-a-haelum-sjalfstaedisflokks-420851 Gallup]
| data-sort-value="2024-08-30"| 1–29 ágú 2024
| 10.780
| 46,8
| 17,1
| 7,0
| 3,4
| style="background:#F6CDCF;"| '''26,4'''
| 6,7
| 7,8
| 10,1
| 16,0
| 5,7
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,3
|-
| [https://www.visir.is/g/20242613548d/mid-flokkurinn-ad-taka-fram-ur-sjalf-staedis-flokknum-i-fylgi5 Maskína]
| data-sort-value="2024-08-28"| 7–27 ágú 2024
| 1.730
| –
| 13,9
| 9,0
| 4,6
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,5'''
| 7,1
| 8,6
| 10,7
| 15,3
| 5,2
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,2
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-08-01-vinstri-graen-maelast-enn-utan-things-418845 Gallup]
| data-sort-value="2024-08-01"| 1–30 júl 2024
| 9.306
| 45,9
| 17,2
| 7,2
| 3,5
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,6'''
| 8,6
| 7,8
| 8,8
| 14,6
| 4,7
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,4
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-01-samfylkingin-afram-staerst-en-tapar-mestu-416846 Gallup]
| data-sort-value="2024-07-01"| 3–30 jún 2024
| 8.786
| 47,3
| 18,5
| 6,6
| 4,0
| style="background:#F6CDCF;"| '''26,9'''
| 7,7
| 8,8
| 9,4
| 14,5
| 3,5
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,4
|-
| [https://www.visir.is/g/20242589772d/sjalf-staedis-flokkur-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Maskína]
| data-sort-value="2024-06-10"| 31 maí–20 jún 2024
| 1.846
| –
| 14,7
| 10,2
| 5,0
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,1'''
| 5,0
| 9,3
| 10,1
| 12,7
| 5,9
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-03-thingflokkur-vg-thurrkast-ut-samkvaemt-konnun-gallup-414755 Gallup]
| data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–2 jún 2024
| 12.731
| 50,2
| 18,0
| 9,1
| 3,3
| style="background:#F6CDCF;"| '''29,9'''
| 6,1
| 8,8
| 7,7
| 13,5
| 3,7
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,9
|-
| [https://heimildin.is/grein/22030/stjornarskipti-hofdu-engin-ahrif-a-fylgid-thridjúngur-stydur-stjornarflokkanna/ Maskína]
| data-sort-value="2024-05-11"| 30 apr–23 maí 2024
| 3.349
| –
| 17,5
| 10,4
| 5,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,3'''
| 5,6
| 8,4
| 9,3
| 12,6
| 3,9
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,8
|-
| [https://fel,hi.is/is/forsetakosningarnar-2024-0 Háskóli Íslands]
| data-sort-value="2024-04-26"| 22–30 apr 2024
| 2.638
| –
| 19,0
| 10,0
| 4,3
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,4'''
| 7,3
| 8,1
| 7,9
| 13,4
| 4,4
| 0,2<ref>[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,2%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,4
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-29-vinstri-graen-aldrei-maelst-laegri-411552 Gallup]
| data-sort-value="2024-04-16"| 3–28 apr 2024
| 9.925
| 48,1
| 18,0
| 8,8
| 4,4
| style="background:#F6CDCF;"| '''29,7'''
| 7,2
| 8,2
| 7,5
| 12,8
| 3,4
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,7
|-
| [https://www.visir.is/g/20242561072d/midflokkurinn-stadfestir-sig-sem-thridji-staersti-flokkurinn Maskína]
| data-sort-value="2024-04-11"| 5–16 apr 2024
| 1.746
| –
| 17,2
| 10,7
| 5,0
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,3'''
| 5,3
| 8,5
| 10,2
| 11,6
| 4,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1
|-
! colspan="15" |[[Katrín Jakobsdóttir]] lætur af embætti forsætisráðherra og [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] tekur við.
|-
! colspan="15" |[[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]] verður formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|VG]] eftir [[Forsetakjör á Íslandi 2024|forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur]].
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-04-03-samfylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-409186 Gallup]
| data-sort-value="2024-03-17"| 1 mar–2 apr 2024
| –
| –
| 18,2
| 7,3
| 5,6
| style="background:#F6CDCF;"| '''30,9'''
| 6,2
| 7,8
| 7,1
| 12,9
| 3,9
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,7
|-
| [https://heimildin.is/grein/21317/ Maskína]
| data-sort-value="2024-03-09"| 6–12 mar 2024
| 1.753
| –
| 18,0
| 9,4
| 6,7
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,6'''
| 5,7
| 9,5
| 9,7
| 11,9
| 3,5
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-01-vinstri-graen-myndu-falla-af-thingi-406301 Gallup]
| data-sort-value="2024-02-15"| 1–29 feb 2024
| 9.964
| 48,1
| 19,9
| 8,8
| 4,7
| style="background:#F6CDCF;"| '''28,2'''
| 6,8
| 8,0
| 7,5
| 12,8
| 3,5
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3
|-
| [https://www.visir.is/g/20242535196d/sam-fylkingin-baetir-vid-sig-fylgi-eftir-um-maeli-krist-runar Maskína]
| data-sort-value="2024-02-18"| 7–27 feb 2024
| 1.706
| –
| 18,4
| 8,5
| 5,9
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,2'''
| 6,4
| 9,0
| 9,2
| 11,1
| 4,3
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,8
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-02-01-samfylkingin-med-sitt-mesta-fylgi-i-15-ar-403882 Gallup]
| data-sort-value="2024-01-16"| 2–31 jan 2024
| 10.503
| 46,9
| 18,2
| 8,4
| 5,5
| style="background:#F6CDCF;"| '''30,6'''
| 7,9
| 8,1
| 7,0
| 10,9
| 3,4
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 12,4
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-23-fylgi-sjalfstaedisflokks-og-vinstri-graenna-i-sogulegri-laegd-403163 Maskína]
| data-sort-value="2024-01-13"| 10–15 jan 2024
| 1.936
| –
| 16,6
| 10,3
| 5,7
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,7'''
| 6,5
| 7,6
| 11,7
| 11,8
| 4,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,1
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-02-sjalfstaedisflokkurinn-hefur-aldrei-maelst-minni-401049 Gallup]
| data-sort-value="2023-12-16"| 1 des 2023 – 1 jan 2024
| 9.636
| 48,9
| 18,1
| 9,4
| 6,0
| style="background:#F6CDCF;"| '''28,4'''
| 6,8
| 9,1
| 8,8
| 9,7
| 3,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,3
|-
| [https://www.visir.is/g/20232509099d Maskína]
| data-sort-value="2023-12-23"| 19–27 des 2023
| 1.945
| –
| 17,3
| 9,9
| 5,6
| style="background:#F6CDCF;"| '''26,3'''
| 6,8
| 8,1
| 12,2
| 9,4
| 4,3
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,0
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-01-fylgi-vg-i-sogulegri-laegd-398643 Gallup]
| data-sort-value="2023-11-16"| 1–30 nóv 2023
| 9.721
| 47,8
| 19,8
| 8,6
| 5,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''28,1'''
| 6,9
| 9,3
| 7,9
| 9,4
| 4,2
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,3
|-
| [https://www.visir.is/g/20232495449d/fylgi-samfylkingar-minnkar-milli-kannanna Maskína]
| data-sort-value="2023-11-15"| 3–7 nóv & 23–26 nóv 2023
| 2.376
| –
| 17,9
| 10,4
| 6,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''26,0'''
| 6,4
| 10,0
| 10,3
| 8,4
| 4,4
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-11-01-afsogn-bjarna-hafdi-litil-ahrif-a-fylgi-flokka-395533 Gallup]
| data-sort-value="2023-10-16"| 2–31 okt 2023
| 10.463
| 49,8
| 20,5
| 7,4
| 6,0
| style="background:#F6CDCF;"| '''29,1'''
| 6,5
| 10,2
| 7,5
| 8,6
| 4,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,6
|-
| [https://maskina.is/samfylkingin-flygur-hatt/ Maskína]
| data-sort-value="2023-10-19"| 12–24 okt 2023
| 1.935
| –
| 17,7
| 9,8
| 5,9
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,8'''
| 6,1
| 10,8
| 9,3
| 8,2
| 4,3
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 10,1
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-10-02-samfylkingin-maelist-med-30-fylgi-392916 Gallup]
| data-sort-value="2023-10-17"| 1 sep–3 okt 2023
| 11.005
| 48,5
| 20,4
| 8,1
| 5,7
| style="background:#F6CDCF;"| '''30,1'''
| 5,7
| 9,6
| 7,9
| 8,6
| 3,9
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 9,7
|-
| [https://www.visir.is/g/20232469005d/fylgi-sjalfstaedisflokksins-eykst-en-samfylkingin-dalar Maskína]
| data-sort-value="2023-09-22"| 15–29 sep 2023
| 1.466
| –
| 19,6
| 8,8
| 6,5
| style="background:#F6CDCF;"| '''24,4'''
| 6,5
| 10,8
| 11,6
| 7,0
| 4,8
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,8
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-09-02-litlar-breytingar-a-fylgi-flokkanna-390877 Gallup]
| data-sort-value="2023-08-16"| 1–31 ágúust 2023
| 10.076
| 49,5
| 21,1
| 7,5
| 5,9
| style="background:#F6CDCF;"| '''28,5'''
| 6,3
| 10,3
| 7,2
| 8,7
| 4,4
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,4
|-
| [https://www.visir.is/g/20232453897d/-nanast-engar-likur-a-a-fram-haldandi-sam-starfi-stjornar-flokkanna Maskína]
| data-sort-value="2023-08-20"| 17–22 ágúust 2023
| 954
| –
| 17,6
| 9,2
| 6,4
| style="background:#F6CDCF;"| '''26,1'''
| 5,9
| 13,1
| 9,5
| 7,9
| 4,2
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,5
|-
| [https://www.visir.is/g/20232446380d/thridjúngur-segist-stydja-rikisstjornina Gallup]
| data-sort-value="2023-07-17"| 3–30 júly 2023
| 10.491
| 46,1
| 21,0
| 8,9
| 6,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''28,6'''
| 5,7
| 10,5
| 7,0
| 8,5
| 3,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6
|-
| [https://maskina.is/fylgi-samfylkingarinnar-dalar-a-milli-manada-i-fyrsta-skipti-a-thessu-ari-er-tho-afram-staersti-flokkurinn/ Maskína]
| data-sort-value="2023-07-18"| 6–24 júly 2023
| 836
| –
| 19,3
| 9,6
| 8,0
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,3'''
| 6,0
| 11,0
| 10,4
| 5,9
| 4,5
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 6,0
|-
| [https://www.visir.is/g/20232444788d/sjalfstaedisflokkurinn-aldrei-maelst-med-minna-fylgi Prósent]
| data-sort-value="2023-07-08"| 22 júne–22 júly 2023
| 2.300
| 51,8
| 16,1
| 7,1
| 7,3
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,4'''
| 8,5
| 14,5
| 8,9
| 7,2
| 2,9
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 11,3
|-
| [https://www.visir.is/g/20232435602d/sam-fylkingin-staerst-og-studningur-vid-rikis-stjornina-a-nidur-leid Gallup]
| data-sort-value="2023-06-16"| 1 júne–2 júly 2023
| 11.331
| 48,8
| 20,8
| 8,7
| 6,2
| style="background:#F6CDCF;"| '''28,4'''
| 5,7
| 9,7
| 8,1
| 7,8
| 4,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6
|-
| [https://www.visir.is/g/20232432761d/samfylkingin-langstaersti-flokkurinn-og-rikisstjornin-fellur-enn Maskína]
| data-sort-value="2023-06-12"| 1–22 júne 2023
| 1.691
| –
| 18,5
| 8,8
| 7,0
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,2'''
| 6,6
| 11,3
| 9,7
| 6,3
| 4,7
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,7
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-06-01-samfylkingin-eykur-forskotid Gallup]
| data-sort-value="2023-05-17"| 2–31 maí 2023
| 10.316
| 48,2
| 20,8
| 10,2
| 5,7
| style="background:#F6CDCF;"| '''28,4'''
| 5,5
| 10,1
| 7,6
| 6,9
| 4,9
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,6
|-
| [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/24/fylgi_rikisstjornarflokkana_ekki_maelst_minna/ Maskína]
| data-sort-value="2023-05-10"| 4–16 maí 2023
| 1.726
| –
| 19,2
| 10,0
| 6,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,3'''
| 5,6
| 11,0
| 9,1
| 6,4
| 5,2
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 8,1
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-02-samfylkingin-maelist-med-28-fylgi Gallup]
| data-sort-value="2023-03-14"| 3 apr–1 maí 2023
| 9.916
| 48,7
| 21,9
| 9,6
| 6,6
| style="background:#F6CDCF;"| '''27,8'''
| 6,0
| 10,0
| 7,4
| 6,2
| 4,3
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 5,9
|-
| [https://maskina.is/samfylkingin-slitur-sig-fra-sjalfstaedisflokknum/ Maskína]
| data-sort-value="2023-03-14"| 13–19 apr 2023
| 852
| –
| 18,7
| 10,2
| 8,2
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,7'''
| 4,4
| 11,4
| 10,6
| 6,0
| 4,9
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 7,0
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-03-samfylkingin-eykur-enn-forskotid-a-sjalfstaedisflokkinn Gallup]
| data-sort-value="2023-03-17"| 1 mar–2 apr 2023
| 1.128
| –
| 22,3
| 9,9
| 7,1
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,1'''
| 5,6
| 9,4
| 9,1
| 6,3
| 5,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,8
|-
| [https://maskina.is/marktaekur-munur-a-fylgi-samfylkingar-og-sjalfstaedisflokks/ Maskína]
| data-sort-value="2023-03-14"| 6–20 mar 2023
| 1.599
| –
| 20,2
| 13,2
| 6,0
| style="background:#F6CDCF;"| '''24,4'''
| 5,2
| 10,2
| 9,1
| 5,7
| 6,0
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 4,2
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-02-samfylkingin-maelist-afram-staerst Gallup]
| data-sort-value="2023-02-15"| 1–28 feb 2023
| 9.517
| 49,6
| 22,5
| 10,8
| 6,8
| style="background:#F6CDCF;"| '''24,0'''
| 5,6
| 12,1
| 7,7
| 5,3
| 5,0
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,5
|-
| [https://maskina.is/sveifla-a-samfylkingunni/ Maskína]
| data-sort-value="2023-02-08"| 3–13 feb 2023
| 1.892
| –
| 20,1
| 12,3
| 6,7
| style="background:#F6CDCF;"| '''23,3'''
| 5,9
| 12,7
| 8,2
| 5,8
| 5,0
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 2,2
|-
| [https://www.frettabladid.is/frettir/vinstri-graen-laegst-hja-lagtekjufolki/ Prósent]
| data-sort-value="2022-02-01"| 27 jan–6 feb 2023
| 2.400
| 51,4
| style="background:#C6ECFB;"| '''23,2'''
| 11,8
| 5,9
| 22,1
| 9,5
| 12,5
| 6,9
| 4,1
| 4,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1
|-
| [https://maskina.is/ekkert-lat-a-fylgisaukningu-samfylkingarinnar/ Maskína]
| data-sort-value="2023-01-16"| 13–18 jan 2023
| 804
| –
| 21,8
| 12,1
| 8,3
| style="background:#F6CDCF;"| '''23,6'''
| 5,1
| 10,4
| 9,1
| 5,9
| 3,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8
|-
| [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-02-02-samfylking-maelist-staerri-en-sjalfstaedisflokkur Gallup]
| data-sort-value="2023-01-19"| 6–31 jan 2023
| 9.842
| 48,5
| 23,5
| 11,3
| 6,8
| style="background:#F6CDCF;"| '''25,3'''
| 5,5
| 10,4
| 7,3
| 5,5
| 4,4
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 1,8
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-og-flokkur-folksins-i-sokn/ Gallup]
| data-sort-value="2022-12-17"| 1 des 2022–2 jan 2023
| 7.115
| 48,0
| style="background:#C6ECFB;"| '''23,8'''
| 12,1
| 6,8
| 23,4
| 6,2
| 11,3
| 6,9
| 4,6
| 4,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 0,2
|-
| [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent]
| data-sort-value="2022-12-26"| 22–30 des 2022
| 4.000
| 49,6
| style="background:#C6ECFB;"| '''23,2'''
| 10,8
| 6,7
| 20,5
| 9,7
| 14,3
| 6,2
| 4,5
| 4,0
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,7
|-
| [https://www.visir.is/g/20222358642d/samfylkingin-ordin-staersti-flokkur-landsins-samkvaemt-konnun Maskína]
| data-sort-value="2022-12-22"| 16–28 des 2022
| 1.703
| –
| 20,0
| 12,2
| 7,8
| style="background:#F6CDCF;"| '''20,1'''
| 7,0
| 12,5
| 7,5
| 6,7
| 6,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Samfylkingin}};color:#FFFFFF;"| 0,1
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/samfylkingin-i-sokn-minnkandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup]
| data-sort-value="2022-11-16"| 1–30 nóv 2022
| 10.798
| 50,8
| style="background:#C6ECFB;"| '''24,1'''
| 12,2
| 7,5
| 21,1
| 4,5
| 12,2
| 7,4
| 5,6
| 5,2
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,0
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/11/2022_11-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-11-13"| 4–22 nóv 2022
| 2.483
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''21,8'''
| 14,8
| 7,1
| 19,0
| 5,0
| 13,4
| 9,0
| 4,9
| 5,0
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,8
|-
| [https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-hefur-naestum-tvofaldad-fylgid-og-andar-ofan-i-halsmalid-a-sjalfstaedisflokki/ Prósent]
| data-sort-value="2022-11-16"| 14–17 nóv 2022
| 2.600
| 51,3
| style="background:#C6ECFB;"| '''21,1'''
| 14,6
| 8,0
| 19,1
| 6,4
| 11,8
| 10,6
| 4,2
| 4,2
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,0
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-breytist-litid-milli-manada/ Gallup]
| data-sort-value="2022-10-17"| 3–31 okt 2022
| 8.267
| 49,9
| style="background:#C6ECFB;"| '''24,4'''
| 13,8
| 8,4
| 16,6
| 5,3
| 12,9
| 8,4
| 5,0
| 5,0
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8
|-
! colspan="15" |[[Kristrún Frostadóttir]] verður formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]].
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/10/2022_10-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-10-09"| 30 sep–17 okt 2022
| 1.638
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''22,8'''
| 15,0
| 7,7
| 14,4
| 4,6
| 14,3
| 9,5
| 5,0
| 6,5
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/sjalfstaedisflokkurinn-i-sokn/ Gallup]
| data-sort-value="2022-09-17"| 1 sep–2 okt 2022
| 11.149
| 48,3
| style="background:#C6ECFB;"| '''24,1'''
| 13,4
| 8,2
| 16,3
| 5,1
| 13,6
| 8,5
| 5,4
| 5,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,8
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/09/2022_09-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-09-22"| 16–27 sep 2022
| 1.875
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''20,8'''
| 15,6
| 8,7
| 15,2
| 5,0
| 12,3
| 10,4
| 5,3
| 6,8
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,2
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/samfylking-i-sokn/ Gallup]
| data-sort-value="2022-08-17"| 2–31 ágú 2022
| 10.719
| 48,9
| style="background:#C6ECFB;"| '''21,8'''
| 15,6
| 8,4
| 15,5
| 5,6
| 14,8
| 8,4
| 4,6
| 5,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,2
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_08-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla-1,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-08-15"| 12–17 ágú 2022
| 890
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''20,9'''
| 19,6
| 7,5
| 12,9
| 4,6
| 13,9
| 8,9
| 4,5
| 7,3
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,3
|-
| [https://www.ruv.is/frett/2022/08/04/studningur-vid-framsokn-dalar?term=gallup&rtype=news&slot=1/ Gallup]
| data-sort-value="2022-07-16"| 1 júl–1 ágú 2022
| 9.705
| 49,0
| style="background:#C6ECFB;"| '''22,1'''
| 15,4
| 8,6
| 13,7
| 6,6
| 15,0
| 8,6
| 4,4
| 5,3
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,7
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/08/2022_07-Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-07-23"| 20–25 júl 2022
| 895
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''24,4'''
| 18,0
| 7,7
| 10,9
| 6,9
| 12,7
| 8,3
| 6,0
| 5,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,4
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/dvinandi-studningur-vid-rikisstjornina/ Gallup]
| data-sort-value="2022-06-16"| 2–30 jún 2022
| 10.274
| 61,7
| style="background:#C6ECFB;"| '''22,8'''
| 17,5
| 7,2
| 13,7
| 7,0
| 16,1
| 6,7
| 4,6
| 4,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,3
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/06/2022_06_Fylgi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-06-12"| 1–23 jún 2022
| 1.658
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''19,3'''
| 18,3
| 8,5
| 13,4
| 6,3
| 14,6
| 8,8
| 4,7
| 6,1
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,0
|-
| [https://www.frettabladid.is/frettir/5-prosenta-stokk-framsoknar-dugar-stjorninni-ekki-samkvaemt-konnun/ Prósent]
| data-sort-value="2022-06-08"| 2–13 jún 2022
| 1.780
| 50,1
| style="background:#C6ECFB;"| '''18,5'''
| 17,3
| 9,0
| 13,5
| 5,6
| 17,5
| 7,8
| 4,2
| 6,3
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,2
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-enn/ Gallup]
| data-sort-value="2022-05-16"| 2–31 maí 2022
| 10.548
| 51,9
| style="background:#C6ECFB;"| '''20,1'''
| 17,5
| 8,1
| 14,1
| 6,4
| 14,7
| 9,5
| 4,3
| 5,0
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 2,6
|-
| [https://www.frettabladid.is/frettir/ny-konnun-stjornin-fallin-og-tapar-tolf-thingsaetum/ Prósent]
| data-sort-value="2022-04-20"| 13–26 apr 2022
| 3.500
| 50,3
| style="background:#C6ECFB;"| '''17,9'''
| 12,4
| 9,6
| 16,8
| 8,0
| 16,2
| 9,6
| 4,1
| 5,4
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 1,1
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-verulega/ Gallup]
| data-sort-value="2022-04-15"| 1–30 apr 2022
| 9.828
| 50,1
| style="background:#C6ECFB;"| '''19,8'''
| 15,6
| 10,1
| 13,7
| 7,7
| 14,5
| 9,6
| 4,1
| 4,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,2
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/04/2022_04_Fylgi-flokka-Al%C3%BEingi_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-03-30"| 17 mar–12 apr 2022
| 1.367
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''22,4'''
| 15,5
| 8,8
| 13,0
| 7,7
| 13,2
| 10,5
| 4,2
| 4,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 6,9
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/studningur-eykst-vid-rikisstjornina/ Gallup]
| data-sort-value="2022-03-15"| 1–31 mar 2022
| 10.941
| 49,6
| style="background:#C6ECFB;"| '''22,7'''
| 18,0
| 11,4
| 11,2
| 8,2
| 11,9
| 9,1
| 3,7
| 3,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 4,7
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-flokka-og-studningur-vid-rikisstjorn-i-februar/ Gallup]
| data-sort-value="2022-02-14"| 1–28 feb 2022
| 9.672
| 49,7
| style="background:#C6ECFB;"| '''21,9'''
| 18,1
| 10,5
| 11,1
| 7,5
| 13,2
| 9,7
| 3,9
| 3,9
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,8
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/02/2022_02_Mask%C3%ADnuk%C3%B6nnun_Fylgi-flokkanna,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-02-07"| 28 jan–16 feb 2022
| 3.039
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''21,9'''
| 16,9
| 12,9
| 13,4
| 7,6
| 10,3
| 9,7
| 3,9
| 3,5
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,0
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/studningur-vid-rikisstjornina-minnkar-milli-manada/ Gallup]
| data-sort-value="2022-01-15"| 1–31 jan 2022
| 10.911
| 50,4
| style="background:#C6ECFB;"| '''22,4'''
| 17,0
| 10,7
| 10,8
| 8,8
| 12,5
| 9,4
| 3,7
| 4,3
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,4
|-
| [https://maskina.is/wp-content/uploads/2022/01/2022_01_Mask%C3%ADnusk%C3%BDrsla_fylgi_stj%C3%B3rnm%C3%A1laflokka,pdf Maskína]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
| data-sort-value="2022-01-13"| 6–19 jan 2022
| 1.548
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''20,1'''
| 17,8
| 11,2
| 12,3
| 8,5
| 13,5
| 9,2
| 3,7
| 3,7
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,3
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/fylgi-vid-vinstri-graen-minnkar/ Gallup]
| data-sort-value="2021-12-15"| 1–30 des 2021
| 7.890
| 51,2
| style="background:#C6ECFB;"| '''23,3'''
| 17,7
| 10,6
| 10,5
| 8,6
| 12,5
| 8,7
| 3,4
| 4,5
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/thjodarpuls-gallup-litlar-breytingar-fylgi-flokka/ Gallup]
| data-sort-value="2021-11-15"| 1–30 nóv 2021
| 10.000
| 51,0
| style="background:#C6ECFB;"| '''22,7'''
| 17,0
| 13,0
| 10,7
| 8,0
| 11,8
| 8,4
| 3,8
| 4,4
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,7
|-
| [https://www.gallup.is/frettir/piratar-yfir-kjorfylgi-en-sjalfstaedisflokkur-undir/ Gallup]
| data-sort-value="2021-10-15"| 1–31 okt 2021
| 8.899
| 50,6
| style="background:#C6ECFB;"| '''22,8'''
| 17,2
| 13,4
| 9,8
| 7,9
| 11,0
| 8,9
| 4,3
| 4,6
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 5,6
|-
| [https://www.frettabladid.is/frettir/sjalfstaedisflokkur-dalar-en-framsokn-a-uppleid/ MMR]
| data-sort-value="2021-10-15"| 12–18 okt 2021
| 967
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''21,1'''
| 17,9
| 12,1
| 10,1
| 7,8
| 11,7
| 10,0
| 3,2
| 5,5
| –
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 3,2
|- style="background:#E9E9E9;"
| [[Alþingiskosningar 2021]]
| data-sort-value="2021-09-25"| 25 sep 2021
| –
| –
| style="background:#C6ECFB;"| '''24,4'''
| 17,3
| 12,6
| 9,9
| 8,9
| 8,6
| 8,3
| 5,5
| 4,1
| 0,5<ref name=":7">[[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] með 0,4% - [[Ábyrg framtíð]] með 0,1%</ref>
| style="background:{{flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}};color:#FFFFFF;"| 7,1
|}
== Úrslit kosninganna ==
{{Kosningaúrslit
|party1=[[Samfylkingin]] (S)
|votes1= 44091
|seats1= 15
|sc1= +9
|party2=[[Sjálfstæðisflokkurinn]] (D)
|votes2= 41143
|seats2= 14
|sc2= -2
|party3=[[Viðreisn]] (C)
|votes3= 33606
|seats3= 11
|sc3= +6
|party4=[[Flokkur fólksins]] (F)
|votes4= 29288
|seats4= 10
|sc4= +4
|party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] (M)
|votes5= 25699
|seats5= 8
|sc5= +5
|party6=[[Framsóknarflokkurinn]] (B)
|votes6= 16579
|seats6= 5
|sc6= -8
|party7=[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur Íslands]] (J)
|votes7= 8422
|seats7= 0
|sc7= -
|party8=[[Píratar]] (P)
|votes8= 6411
|seats8= 0
|sc8= -6
|party9=[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]] (V)
|votes9= 4974
|seats9= 0
|sc9= -8
|party10=[[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] (L)
|colour10=#04437F
|votes10= 2215
|seats10= 0
|sc10= -
|party11=[[Ábyrg framtíð]] (Y)
|colour11=#342659
|votes11= 42
|seats11= 0
|sc11= -
|invalid= 308
|blank= 2438
|electorate= 268422
|source= [https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6YWRXsSblaUrKKWRZTrade/ecb23e2ff3230f5dfc0e9fa4d3c6f867/uthlutun2024skyrslaSign.pdf Kosningaskýrsla Landskjörstjórnar]
}}
=== Úrslit í einstökum kjördæmum ===
{| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;"
|+ Hlutfallslegt fylgi (%)
|-
! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]]
! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]]
!style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]]
! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]]
! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]]
! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]]
! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]]
! style="width:40px;"| [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|J]]
! style="width:40px;"| [[Píratar|P]]
! style="width:40px;"| [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|V]]
! style="width:40px;"| [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|L]]
! style="width:40px;"| [[Ábyrg framtíð|Y]]
|-
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sósíalistaflokkurinn|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Píratar|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|VG|color}};"|
! style="background:#04437F;"|
! style="background:#342659;"|
|-
| align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]]
! style="background:#F6CDCF;"| 26,1
| 17,4
| 16,3
| 11,9
| 8,9
| 4,0
| 5,9
|5,4
|2,9
|1,0
|0,1
|-
| align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]]
! style="background:#F6CDCF;"| 22,9
| 17,6
| 17,7
| 13,5
| 10,5
| 4,4
| 5,6
|3,9
|2,9
|1,0
|
|-
| align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]]
| 19,3
! style="background:#C6ECFB;"| 23,4
| 20,1
| 11,0
| 12,0
| 5,9
| 2,8
|2,8
|1,5
|1,1
|
|-
| align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]]
| 15,9
! style="background:#C6ECFB;"| 18,0
| 12,6
| 16,7
| 14,8
| 13,3
| 3,4
|1,8
|2,7
|0,8
|
|-
| align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]]
! style="background:#F6CDCF;"| 21,3
| 15,0
| 9,4
| 14,3
| 15,7
| 14,2
| 3,8
|1,8
|3,8
|0,8
|
|-
| align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]]
| 17,3
| 19,6
| 11,2
! style="background:#ffdf8c;" | 20,0
| 13,6
| 12,0
| 2,4
|1,3
|1,3
|1,3
|
|-
|}
{| class="wikitable sortable" style="font-size:90%; text-align:center;"
|+ Þingsæti
|-
! rowspan=2| [[Kjördæmi Íslands|Kjördæmi]]
! style="width:40px;"| [[Samfylkingin|S]]
! style="width:40px;"| [[Sjálfstæðisflokkurinn|D]]
! style="width:40px;"| [[Viðreisn|C]]
! style="width:40px;"| [[Flokkur fólksins|F]]
! style="width:40px;"| [[Miðflokkurinn (Ísland)|M]]
! style="width:40px;"| [[Framsóknarflokkurinn|B]]
|-
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Samfylkingin|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Sjálfstæðisflokkurinn|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Viðreisn|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Flokkur fólksins|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Miðflokkurinn (Ísland)|color}};"|
! style="background:{{#invoke:Political party|fetch|Framsóknarflokkurinn|color}};"|
|-
| align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík N]]
| 4
| 2
| 3
| 1
| 1
| 0
|-
| align=left| [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík S]]
| 3
| 3
| 2
| 2
| 1
| 0
|-
| align=left| [[Suðvesturkjördæmi|Suðvestur]]
| 3
| 4
| 3
| 2
| 2
| 0
|-
| align=left| [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]]
| 1
| 1
| 1
| 2
| 1
| 1
|-
| align=left| [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]]
| 2
| 2
| 1
| 1
| 2
| 2
|-
| align=left| [[Suðurkjördæmi|Suður]]
| 2
| 2
| 1
| 2
| 1
| 2
|-
|}
===Greining á úrslitum===
:''Sjá einnig: [[Kjörnir alþingismenn 2024]]''
Flokkarnir þrír sem mynduðu ríkisstjórn á undangengnu kjörtímabili, [[Sjálfstæðisflokkurinn]], [[Framsóknarflokkurinn]] og [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græn]], töpuðu alls 18 þingmönnum og fengu hver um sig verstu niðurstöðu úr kosningum í sinni sögu. Af þeim tapaði Sjálfstæðisflokkurinn þó minnstu fylgi og missti tvo þingmenn. Niðurstaðan þótti varnarsigur í ljósi þess að skoðanakannanir í aðdraganda kosningar höfðu sýnt fylgistölur allt niður í 11 til 13%. Framsóknarflokkurinn tapaði öllum þingmönnum sínum [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]], þar á meðal þremur ráðherrum. Formaður flokksins, [[Sigurður Ingi Jóhannsson]], stóð afar tæpt sem jöfnunarmaður í Suðurkjördæmi og ekki varð ljóst að hann hefði náð kjöri á þing fyrr en lokatölur bárust úr síðasta kjördæminu eftir hádegi, daginn eftir kjördag. Vinstri græn fengu einungis 2,3% á landsvísu, fengu engann mann kjörinn og náðu ekki 2,5% þröskuldi sem tryggir stuðning úr ríkissjóði til reksturs flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/01/vinstri_graen_missa_rikisstyrkinn/|title=Vinstri græn missa ríkisstyrkinn|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref>
Þeir flokkar sem höfðu verið í stjórnarandstöðu á undangengnu kjörtímabili bættu allir við sig fylgi að [[Píratar|Pírötum]] undanskildum. [[Samfylkingin]] varð stærst flokka með 20,8% fylgi og 15 menn kjörna, en það er minnsta fylgi við siguvegara Alþingiskosninga frá upphafi. [[Viðreisn]], [[Flokkur fólksins]] og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bættu einnig við sig fylgi frá síðustu kosningum. Píratar töpuðu hins vegar miklu fylgi og féllu niður fyrir 5% þröskuld jöfnunarsæta og fengu því enga menn kjörna.
Nokkur umræða spannst um fjölda "dauðra atkvæða" sem greidd voru framboðum sem ekki komust á þing. Auk Vinstri grænna og Pírata sem féllu af þingi fékk [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkurinn]] enga menn kjörna í annari tilraun sinni til að ná kjöri til Alþingis. Þá fengu [[Lýðræðisflokkurinn (Ísland)|Lýðræðisflokkurinn]] og [[Ábyrg framtíð]] lítið fylgi og enga menn kjörna. Samanlagt fylgi allra þessara framboða sem fengu enga menn kjörna var 10,4% af gildum atkvæðum og þetta hlutfall hafði aðeins einu sinni verið hærra, en það var árið [[Alþingiskosningar 2013|2013]]. Af þessu tilefni varð nokkur umræða um það hvort að þröskuldur fyrir úthlutun jöfnunarsæta væri mögulega of hár og bent var á að hann væri lægri í flestum nágrannalöndum.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242658590d/sosialistar-hefdu-ekki-komist-inn-i-noregi-og-svithjod|title=Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð - Vísir|last=Bjarnar|first=Jakob|date=2024-02-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref>
Með brotthvarfi Vinstri grænna af þingi raskaðist mynstur sem hafði verið við lýði í marga áratugi sem kennt hefur verið við „[[fjórflokkakerfið|fjórflokkinn]]“ sem fól í sér að auk Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa verið tveir flokkar á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Annars vegar jafnaðamannaflokkur ([[Alþýðuflokkurinn]] og síðar Samfylkingin) en hins vegar róttækari vinstri flokkur. [[Alþýðubandalagið]] og forverar þess voru í því hlutverki á [[20. öldin|20. öld]] sem að náðu aftur til ársins 1930, en með stofnun Vinstri grænna árið 1999 tók sá flokkur við því hlutverki. Eftir kosningarnar nú var því enginn flokkur á þingi sem taldist vinstra megin við Samfylkingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.dv.is/eyjan/2024/12/01/baldur-rynir-kosningaurslitin-einn-af-fjorflokkunum-datt-af-thingi-og-piratar-fengu-somu-orlog-og-allir-nyir-flokkar/|title=Baldur rýnir í kosningaúrslitin - Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar|date=2024-12-01|website=DV|language=is|access-date=2024-12-02}}</ref> Fljótlega var farið að ræða möguleika á að sameina flokkana yst til vinstri.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-thad-er-eftirspurn-eftir-vinstrinu-429981|title=„Það er eftirspurn eftir vinstrinu“ - RÚV.is|last=Sigurþórsdóttir|first=Sunna Karen|date=2024-12-02|website=RÚV|access-date=2024-12-02}}</ref>
== Stjórnarmyndun ==
[[Halla Tómasdóttir]] forseti Íslands boðaði formenn allra sex flokkanna sem að náðu þingsæti á fund sinn þann [[2. desember]]. Þann [[3. desember]] fékk [[Kristrún Frostadóttir]], formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] umboð til stjórnarmyndunar og hófust viðræður sama dag á milli [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], [[Viðreisn|Viðreisnar]] og [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-03-formennirnir-funda-a-althingi-klukkan-15-430026|title=Formennirnir funda á Alþingi klukkan 15 - RÚV.is|last=Jónsson|first=Þorgils|last2=Sigurðsson|first2=Grétar Þór|date=2024-12-03|website=RÚV|access-date=2024-12-03}}</ref> Sama dag þá útilokaði [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]], formaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] að fara í samstarf við [[Samfylkingin|Samfylkinguna]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20242659077d/virdist-uti-loka-sam-starf-med-sam-fylkingu|title=Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu - Vísir|last=Sæberg|first=Árni|date=2024-03-12|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-03}}</ref> Viðræðurnar á milli [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], [[Viðreisn|Viðreisnar]] og [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]] undir stjórn [[Kristrún Frostadóttir|Kristrúnar Frostadóttur]], [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur]] og [[Inga Sæland|Ingu Sæland]] fengu nafnið ''Valkyrjustjórnin'' frá fyrsta degi viðræðna vegna ummæla Ingu.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/k/827b4c8d-acb6-4287-84b1-dcc015ea2126-1733242184140/-valkyrjurnar-eru-komnar-til-ad-sja-og-sigra-|title=„Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“ - Vísir|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-12}}</ref>
{{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2021]]|eftir=[[Alþingiskosningar 2028|''Alþingiskosningar 2028'']]}}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Alþingiskosningar]]
[[Flokkur:Kosningar 2024]]
[[Flokkur:2024]]
0jz90tbr74044rjj3rhctpqkfctbuoq
Jens Garðar Helgason
0
182939
1891911
1891229
2024-12-14T17:29:34Z
TKSnaevarr
53243
1891911
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|nafn= Jens Garðar Helgason
|skammstöfun=JGH
|fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1974|12|15}}
|fæðingarstaður = [[Reykjavík]]
|stjórnmálaflokkur = [[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|maki =
|börn =
|menntun=
|háskóli = [[Háskólinn Íslands]]<br>[[Norwegian School of Economics]]
|AÞ_CV = 1519
|AÞ_frá1 = 2024
|AÞ_til1 =
|AÞ_kjördæmi1= [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]]
|AÞ_flokkur1 = Sjálfstæðisflokkurinn
}}
'''Jens Garðar Helgason''' (f. 15. desember 1976) er alþingismaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]]. Hann leiddi listann í [[Norðausturkjördæmi]] fyrir [[Alþingiskosningar 2024|alþingiskosningarnar 2024]].
Jens er fæddur og uppalinn á [[Eskifjörður|Eskifirði]]. Hann er stúdent frá [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólanum á Akureyri]], stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er er með MBA-gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens var formaður bæjarráðs í [[Fjarðabyggð]] frá 2010 til 2018, hann var formaður [[Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi|Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi]] 2014-2020 og varaformaður [[Samtök atvinnulífsins|Samtaka atvinnulífsins]] 2017-2020. Jens gaf kost á sér í fyrsta sæti fyrir Sjálfstæðisflokk fyrir alþingiskosningar 2024 og hafði betur gegn sitjandi oddvita flokksins í kjördæminu, [[Njáll Trausti Friðbertsson|Njáli Trausta Friðbertssyni]], þegar raðað var í efstu sæti framboðslista á kjördæmisþingi 20. október 2024.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-jens-gardar-sigradi-sitjandi-thingmann-425198|title=Jens Garðar sigraði sitjandi þingmann|date=2024-10-20|publisher=RÚV}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Núverandi alþingismenn}}
{{stubbur|stjórnmál|ísland}}
{{f|1976}}
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri]]
[[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]]
otp0w45boucwjojx8yqfpy7w4frtdei
1891912
1891911
2024-12-14T17:29:56Z
TKSnaevarr
53243
1891912
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|nafn= Jens Garðar Helgason
|skammstöfun=JGH
|fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1974|12|15}}
|fæðingarstaður = [[Reykjavík]]
|stjórnmálaflokkur = [[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|maki =
|börn =
|menntun=
|háskóli = [[Háskóli Íslands]]<br>[[Norwegian School of Economics]]
|AÞ_CV = 1519
|AÞ_frá1 = 2024
|AÞ_til1 =
|AÞ_kjördæmi1= [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]]
|AÞ_flokkur1 = Sjálfstæðisflokkurinn
}}
'''Jens Garðar Helgason''' (f. 15. desember 1976) er alþingismaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]]. Hann leiddi listann í [[Norðausturkjördæmi]] fyrir [[Alþingiskosningar 2024|alþingiskosningarnar 2024]].
Jens er fæddur og uppalinn á [[Eskifjörður|Eskifirði]]. Hann er stúdent frá [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólanum á Akureyri]], stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er er með MBA-gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens var formaður bæjarráðs í [[Fjarðabyggð]] frá 2010 til 2018, hann var formaður [[Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi|Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi]] 2014-2020 og varaformaður [[Samtök atvinnulífsins|Samtaka atvinnulífsins]] 2017-2020. Jens gaf kost á sér í fyrsta sæti fyrir Sjálfstæðisflokk fyrir alþingiskosningar 2024 og hafði betur gegn sitjandi oddvita flokksins í kjördæminu, [[Njáll Trausti Friðbertsson|Njáli Trausta Friðbertssyni]], þegar raðað var í efstu sæti framboðslista á kjördæmisþingi 20. október 2024.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-jens-gardar-sigradi-sitjandi-thingmann-425198|title=Jens Garðar sigraði sitjandi þingmann|date=2024-10-20|publisher=RÚV}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Núverandi alþingismenn}}
{{stubbur|stjórnmál|ísland}}
{{f|1976}}
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri]]
[[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]]
6v1w276gxmtppnp0ecki5ynbt7jib72
1891913
1891912
2024-12-14T17:34:39Z
TKSnaevarr
53243
1891913
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
|nafn= Jens Garðar Helgason
|skammstöfun=JGH
|fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1974|12|15}}
|fæðingarstaður = [[Eskifjörður|Eskifirði]], [[Ísland]]i
|stjórnmálaflokkur = [[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|maki =
|börn =
|menntun=
|háskóli = [[Háskóli Íslands]]<br>[[Norwegian School of Economics]]
|AÞ_CV = 1519
|AÞ_frá1 = 2024
|AÞ_til1 =
|AÞ_kjördæmi1= [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]]
|AÞ_flokkur1 = Sjálfstæðisflokkurinn
}}
'''Jens Garðar Helgason''' (f. 15. desember 1976) er alþingismaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]]. Hann leiddi listann í [[Norðausturkjördæmi]] fyrir [[Alþingiskosningar 2024|alþingiskosningarnar 2024]].
Jens er fæddur og uppalinn á [[Eskifjörður|Eskifirði]]. Hann er stúdent frá [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólanum á Akureyri]], stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er er með MBA-gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens var formaður bæjarráðs í [[Fjarðabyggð]] frá 2010 til 2018, hann var formaður [[Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi|Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi]] 2014-2020 og varaformaður [[Samtök atvinnulífsins|Samtaka atvinnulífsins]] 2017-2020. Jens gaf kost á sér í fyrsta sæti fyrir Sjálfstæðisflokk fyrir alþingiskosningar 2024 og hafði betur gegn sitjandi oddvita flokksins í kjördæminu, [[Njáll Trausti Friðbertsson|Njáli Trausta Friðbertssyni]], þegar raðað var í efstu sæti framboðslista á kjördæmisþingi 20. október 2024.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-20-jens-gardar-sigradi-sitjandi-thingmann-425198|title=Jens Garðar sigraði sitjandi þingmann|date=2024-10-20|publisher=RÚV}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Núverandi alþingismenn}}
{{stubbur|stjórnmál|ísland}}
{{f|1976}}
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum á Akureyri]]
[[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]]
k7oqxdnf3118o2jv4s305rqs4d06j53
Ragnar Þór Ingólfsson
0
183709
1891919
1891210
2024-12-14T18:34:59Z
TKSnaevarr
53243
1891919
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Ragnar Þór Ingólfsson
| skammstöfun = RÞI
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1973|5|17}}
| fæðingarstaður =
| stjórnmálaflokkur = [[Flokkur fólksins]]
| háskóli =
| maki =
| börn = 5
| vefsíða = {{URL|ragnarthor.is}}
| titill = Formaður [[VR]]
| stjórnartíð_start = 2017
| stjórnartíð_end= 2024
| forveri = [[Ólafía Rafnsdóttir]]
| eftirmaður = [[Halla Gunnarsdóttir]]
| AÞ_CV = 1524
| AÞ_frá1 = 2024
| AÞ_til1 =
| AÞ_kjördæmi1 = [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]]
| AÞ_flokkur1 = Flokkur fólksins
}}
'''Ragnar Þór Ingólfsson''' (f. [[17. maí]] [[1973]]) er þingmaður [[Flokkur fólksins|Flokks fólksins]] og fyrrum formaður [[VR]] frá 2017 til 2024.<ref>[https://www.dv.is/eyjan/2024/10/28/ragnar-thor-hyggst-fara-leyfi-fra-vr/ Ragnar Þór hyggst fara í leyfi frá VR] DV.is, sótt 2. desember, 2024</ref>
Hann fór að einbeita sér réttindum launþega og lífeyrismálum eftir [[Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011|efnahagshrunið 2008]]. Ragnar er uppalinn í Breiðholti og á fimm börn.
<ref>[https://www.vr.is/en/about-vr/organization-and-management-of-vr/board-of-vr/elections-in-vr/candidates-for-president-of-vr/ragnar-thor-ingolfsson/ Ragnar Þór Ingólfsson] VR.is, sótt 2. desember, 2024</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Núverandi alþingismenn}}
{{f|1973}}
[[Flokkur:Íslenskir verkalýðsleiðtogar]]
[[Flokkur:Þingmenn Flokks fólksins]]
2g2dt8k29zv69o7o5uobc3fx28dpquj
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
0
183723
1891930
1891215
2024-12-14T22:08:17Z
TKSnaevarr
53243
1891930
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| skammstöfun = NMG
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1978|4|9}}
| fæðingarstaður =
| stjórnmálaflokkur = Miðflokkurinn
| AÞ_CV = 1383
| AÞ_frá1 = 2024
| AÞ_til1 =
| AÞ_kjördæmi1 = [[Norðvesturkjördæmi|Norðvestur]]
| AÞ_flokkur1 = Miðflokkurinn (Ísland)
}}
'''Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir''' (f. [[9. apríl]], [[1978]]) er alþingismaður fyrir [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkinn]] frá 2024. Hún var áður varaþingmaður flokksins frá 2019. Nanna er systir [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar]] formanns Miðflokksins.
==Tenglar==
*[https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1383 Um Nönnu á Alþingisvefnum]
{{Núverandi alþingismenn}}
{{f|1978}}
[[Flokkur:Þingmenn Miðflokksins]]
p7xmvm0wu6nh34dkss4ugvgsu7di3nn
Alþingiskosningar 2028
0
183913
1891899
1891816
2024-12-14T13:45:03Z
Leikstjórinn
74989
1891899
wikitext
text/x-wiki
{{Þingkosningar|election_name=''Næstu Alþingiskosningar''|country=Ísland|type=parliamentary|ongoing=yes|previous_election=[[Alþingiskosningar 2024|2021]]|next_election=''2032''|outgoing_members=[[Kjörnir alþingismenn 2024|Fráfarandi þingmenn]]|elected_members=|seats_for_election=63 sæti á [[Alþingi]]|majority_seats=32|turnout=|election_date=Í síðasti lagi árið 2028|results_sec=Úrslit kosninganna|party1=[[Samfylkingin]]|party_leader1=[[Kristrún Frostadóttir]]|percentage1=24,4|current_seats1=17|last_election1=16|party2=[[Sjálfstæðisflokkurinn]]|party_leader2=[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]|percentage2=17,3|current_seats2=13|last_election2=13|party3=[[Viðreisn]]|party_leader3=[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]|percentage3=12,6|current_seats3=7|last_election3=8|party4=[[Flokkur fólksins]]|party_leader4=[[Inga Sæland]]|percentage4=9,9|current_seats4=6|last_election4=6|party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]|party_leader5=[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]|percentage5=8,8|current_seats5=5|last_election5=6|party6=[[Framsóknarflokkurinn]]|party_leader6=[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]|percentage6=8,6|current_seats6=6|last_election6=6|percentage7=8,3|current_seats7=5|last_election7=5|percentage8=5,4|current_seats8=3|last_election8=3|map=|map_size=|map_caption=|title=ríkisstjórn|before_election=|before_image=|posttitle=Ný ríkisstjórn|after_election=|after_image=}}'''Næstu Alþingiskosningar''' munu fram í síðasta lagi árið [[2028]]. Óvíst er hvort að þær fari fram að hausti til eins og hefur verið í öllum [[Alþingiskosningar|Alþingiskosningunum]] síðan [[Alþingiskosningar 2016|2016]] eða hvort þær verði aftur að vori til eins og venjan var áður.
== Yfirlit ==
{| class="wikitable"
! colspan="2" rowspan="2" |Merki og stafur
! rowspan="2" |Flokkur
! colspan="2" rowspan="2" |Formaður
! colspan="2" |Úrslit [[Alþingiskosningar 2024|2024]]
! rowspan="2" |Breytingar á
kjörtímabilinu
|-
!Fylgi
!Þingsæti
|-
|[[Mynd:Samfylkingin_merki_2023.svg|75x75dp]]
|'''S'''
|[[Samfylkingin]]
|[[Mynd:Kristrún_Frostadóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Kristrún Frostadóttir]]
|20,7%
|{{Composition bar|15|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}}
|
|-
|[[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|75x75dp]]
|'''D'''
|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|[[Mynd:Bjarni_Benediktsson_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]
|19,3%
|{{Composition bar|14|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Viðreisn_2024.png|75x75dp]]
|'''C'''
|[[Viðreisn]]
|[[Mynd:Þorgerður_Katrín_Gunnarsdóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín]]
[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Gunnarsdóttir]]
|15,8%
|{{Composition bar|11|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}}
|
|- style="height:3.9em"
|[[Mynd:Flokkur_fólksins_2024.svg|75x75dp]]
|'''F'''
|[[Flokkur fólksins]]
|[[Mynd:Inga_Sæland_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Inga Sæland]]
|13,7%
|{{Composition bar|10|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}}
|
|-
|[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]]
|'''M'''
|[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
|[[Mynd:Sigmundur_Davíð_Gunnlaugsson_2016_(cropped_resized).jpg|75x75dp]]
|[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð]]
[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Gunnlaugsson]]
|12,1%
|{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}}
|
|-
|[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]]
|'''B'''
|[[Framsóknarflokkurinn]]
|[[Mynd:Sigurður_Ingi_Jóhannsson_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
|7,8%
|{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}}
|
|-
! colspan="8" |
|-
|[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]]
|'''J'''
|[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur]]
[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Íslands]]
|[[Mynd:Sanna_Magdalena_2.png|frameless|50x50dp]]
|[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna Magdalena]]
[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Mörtudóttir]]
|3,9%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}}
! rowspan="3" |
|-
|[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]]
|'''P'''
|[[Píratar]]
| colspan="2" |''Formannslaust framboð''
|3,0%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}}
|-
|[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]]
|'''V'''
|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin -]]
[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|grænt framboð]]
|[[Mynd:Svandís_Svavarsdóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Svandís Svavarsdóttir]]
|2,3%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}}
|}
== Skoðanakannanir ==
{{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2024]]|eftir=''Alþingiskosningar 2032''}}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:2028]]
[[Flokkur:Alþingiskosningar]]
nz5tmp9d2rwltqgofuavb1qqnfpjio8
1891906
1891899
2024-12-14T15:52:44Z
Þorkell T.
93503
Rétt
1891906
wikitext
text/x-wiki
{{Þingkosningar
|election_name=''Næstu Alþingiskosningar''
|country=Ísland
|type=parliamentary
|ongoing=yes
|previous_election=[[Alþingiskosningar 2024|2021]]
|next_election=''2032''
|outgoing_members=[[Kjörnir alþingismenn 2024|Fráfarandi þingmenn]]
|elected_members=|seats_for_election=63 sæti á [[Alþingi]]
|majority_seats=32
|turnout=
|election_date=Í síðasti lagi árið 2028
|results_sec=Úrslit kosninganna
|party1=[[Samfylkingin]]
|party_leader1=[[Kristrún Frostadóttir]]
|percentage1=20,8
|current_seats1=15
|last_election1=15
|party2= [[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|party_leader2=[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]
|percentage2=19,4
|current_seats2=14
|last_election2=14
|party3=[[Viðreisn]]
|party_leader3=[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]
|percentage3=15,8
|current_seats3=11
|last_election3=11
|party4=[[Flokkur fólksins]]
|party_leader4=[[Inga Sæland]]
|percentage4=13,8
|current_seats4=10
|last_election4=10
|party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
|party_leader5=[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]
|percentage5=12,1
|current_seats5=10
|last_election5=10
|party6=[[Framsóknarflokkurinn]]
|party_leader6=[[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
|percentage6=7,8
|current_seats6=5
|last_election6=5
|percentage7=8,3
|map=
|map_size=
|map_caption=
|title=ríkisstjórn
|before_election=
|before_image=
|posttitle=Ný ríkisstjórn
|after_election=
|after_image=
}}
'''Næstu Alþingiskosningar''' munu fram í síðasta lagi árið [[2028]]. Óvíst er hvort að þær fari fram að hausti til eins og hefur verið í öllum [[Alþingiskosningar|Alþingiskosningunum]] síðan [[Alþingiskosningar 2016|2016]] eða hvort þær verði aftur að vori til eins og venjan var áður.
== Yfirlit ==
{| class="wikitable"
! colspan="2" rowspan="2" |Merki og stafur
! rowspan="2" |Flokkur
! colspan="2" rowspan="2" |Formaður
! colspan="2" |Úrslit [[Alþingiskosningar 2024|2024]]
! rowspan="2" |Breytingar á
kjörtímabilinu
|-
!Fylgi
!Þingsæti
|-
|[[Mynd:Samfylkingin_merki_2023.svg|75x75dp]]
|'''S'''
|[[Samfylkingin]]
|[[Mynd:Kristrún_Frostadóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Kristrún Frostadóttir]]
|20,7%
|{{Composition bar|15|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}}
|
|-
|[[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|75x75dp]]
|'''D'''
|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|[[Mynd:Bjarni_Benediktsson_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]
|19,3%
|{{Composition bar|14|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Viðreisn_2024.png|75x75dp]]
|'''C'''
|[[Viðreisn]]
|[[Mynd:Þorgerður_Katrín_Gunnarsdóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín]]
[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Gunnarsdóttir]]
|15,8%
|{{Composition bar|11|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}}
|
|- style="height:3.9em"
|[[Mynd:Flokkur_fólksins_2024.svg|75x75dp]]
|'''F'''
|[[Flokkur fólksins]]
|[[Mynd:Inga_Sæland_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Inga Sæland]]
|13,7%
|{{Composition bar|10|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}}
|
|-
|[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]]
|'''M'''
|[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
|[[Mynd:Sigmundur_Davíð_Gunnlaugsson_2016_(cropped_resized).jpg|75x75dp]]
|[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð]]
[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Gunnlaugsson]]
|12,1%
|{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}}
|
|-
|[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]]
|'''B'''
|[[Framsóknarflokkurinn]]
|[[Mynd:Sigurður_Ingi_Jóhannsson_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
|7,8%
|{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]]
|'''J'''
|[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur]]
[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Íslands]]
|[[Mynd:Sanna_Magdalena_2.png|frameless|50x50dp]]
|[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna Magdalena]]
[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Mörtudóttir]]
|3,9%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}}
! rowspan="3" |
|-
|[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]]
|'''P'''
|[[Píratar]]
| colspan="2" |''Formannslaust framboð''
|3,0%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}}
|-
|[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]]
|'''V'''
|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin -]]
[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|grænt framboð]]
|[[Mynd:Svandís_Svavarsdóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Svandís Svavarsdóttir]]
|2,3%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}}
|}
== Skoðanakannanir ==
{{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2024]]|eftir=''Alþingiskosningar 2032''}}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:2028]]
[[Flokkur:Alþingiskosningar]]
tbjk90dwrfuanknyklu6us5vfr9w31v
1891907
1891906
2024-12-14T15:53:41Z
Þorkell T.
93503
1891907
wikitext
text/x-wiki
{{Þingkosningar
|election_name=''Næstu Alþingiskosningar''
|country=Ísland
|type=parliamentary
|ongoing=yes
|previous_election=[[Alþingiskosningar 2024|2021]]
|next_election=''2032''
|outgoing_members=[[Kjörnir alþingismenn 2024|Fráfarandi þingmenn]]
|elected_members=|seats_for_election=63 sæti á [[Alþingi]]
|majority_seats=32
|turnout=
|election_date=Í síðasti lagi árið 2028
|results_sec=Úrslit kosninganna
|party1=[[Samfylkingin]]
|party_leader1=[[Kristrún Frostadóttir]]
|percentage1=20,8
|current_seats1=15
|last_election1=15
|party2= [[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|party_leader2=[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]
|percentage2=19,4
|current_seats2=14
|last_election2=14
|party3=[[Viðreisn]]
|party_leader3=[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]
|percentage3=15,8
|current_seats3=11
|last_election3=11
|party4=[[Flokkur fólksins]]
|party_leader4=[[Inga Sæland]]
|percentage4=13,8
|current_seats4=10
|last_election4=10
|party5=[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
|party_leader5=[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]
|percentage5=12,1
|current_seats5=8
|last_election5=8
|party6=[[Framsóknarflokkurinn]]
|party_leader6=[[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
|percentage6=7,8
|current_seats6=5
|last_election6=5
|map=
|map_size=
|map_caption=
|title=ríkisstjórn
|before_election=
|before_image=
|posttitle=Ný ríkisstjórn
|after_election=
|after_image=
}}
'''Næstu Alþingiskosningar''' munu fram í síðasta lagi árið [[2028]]. Óvíst er hvort að þær fari fram að hausti til eins og hefur verið í öllum [[Alþingiskosningar|Alþingiskosningunum]] síðan [[Alþingiskosningar 2016|2016]] eða hvort þær verði aftur að vori til eins og venjan var áður.
== Yfirlit ==
{| class="wikitable"
! colspan="2" rowspan="2" |Merki og stafur
! rowspan="2" |Flokkur
! colspan="2" rowspan="2" |Formaður
! colspan="2" |Úrslit [[Alþingiskosningar 2024|2024]]
! rowspan="2" |Breytingar á
kjörtímabilinu
|-
!Fylgi
!Þingsæti
|-
|[[Mynd:Samfylkingin_merki_2023.svg|75x75dp]]
|'''S'''
|[[Samfylkingin]]
|[[Mynd:Kristrún_Frostadóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Kristrún Frostadóttir]]
|20,7%
|{{Composition bar|15|63|{{Flokkslitur|Samfylkingin}}}}
|
|-
|[[Mynd:Independence_Party_(Iceland),_2017_logo.svg|75x75dp]]
|'''D'''
|[[Sjálfstæðisflokkurinn]]
|[[Mynd:Bjarni_Benediktsson_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]
|19,3%
|{{Composition bar|14|63|{{Flokkslitur|Sjálfstæðisflokkurinn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Viðreisn_2024.png|75x75dp]]
|'''C'''
|[[Viðreisn]]
|[[Mynd:Þorgerður_Katrín_Gunnarsdóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Þorgerður Katrín]]
[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir|Gunnarsdóttir]]
|15,8%
|{{Composition bar|11|63|{{Flokkslitur|Viðreisn}}}}
|
|- style="height:3.9em"
|[[Mynd:Flokkur_fólksins_2024.svg|75x75dp]]
|'''F'''
|[[Flokkur fólksins]]
|[[Mynd:Inga_Sæland_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Inga Sæland]]
|13,7%
|{{Composition bar|10|63|{{Flokkslitur|Flokkur fólksins}}}}
|
|-
|[[Mynd:Logo-midfl.png|frameless|75x75dp]]
|'''M'''
|[[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]]
|[[Mynd:Sigmundur_Davíð_Gunnlaugsson_2016_(cropped_resized).jpg|75x75dp]]
|[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Sigmundur Davíð]]
[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson|Gunnlaugsson]]
|12,1%
|{{Composition bar|8|63|{{Flokkslitur|Miðflokkurinn (Ísland)}}}}
|
|-
|[[Mynd:Merki_Framsoknar_(2021).svg|75x75dp]]
|'''B'''
|[[Framsóknarflokkurinn]]
|[[Mynd:Sigurður_Ingi_Jóhannsson_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Sigurður Ingi Jóhannsson]]
|7,8%
|{{Composition bar|5|63|{{Flokkslitur|Framsóknarflokkurinn}}}}
|
|-
|[[Mynd:Icelandic_Socialist_Party.svg|75x75dp]]
|'''J'''
|[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkur]]
[[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Íslands]]
|[[Mynd:Sanna_Magdalena_2.png|frameless|50x50dp]]
|[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Sanna Magdalena]]
[[Sanna Magdalena Mörtudóttir|Mörtudóttir]]
|3,9%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)}}}}
! rowspan="3" |
|-
|[[Mynd:Píratar.png|75x75dp]]
|'''P'''
|[[Píratar]]
| colspan="2" |''Formannslaust framboð''
|3,0%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Píratar}}}}
|-
|[[Mynd:Vinstri_Græn_Logo_(2021).png|frameless|75x75dp]]
|'''V'''
|[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingin -]]
[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|grænt framboð]]
|[[Mynd:Svandís_Svavarsdóttir_2021.jpg|75x75dp]]
|[[Svandís Svavarsdóttir]]
|2,3%
|{{Composition bar|0|63|{{Flokkslitur|Vinstrihreyfingin – grænt framboð}}}}
|}
== Skoðanakannanir ==
{{röð|listi=[[Alþingiskosningar]]|fyrir=[[Alþingiskosningar 2024]]|eftir=''Alþingiskosningar 2032''}}
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:2028]]
[[Flokkur:Alþingiskosningar]]
2h33e1b73yzmdksjou1lwl42mu647bt
François Bayrou
0
183922
1891900
2024-12-14T14:47:06Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „{{Forsætisráðherra | nafn = François Bayrou | mynd = François Bayrou 2010 (cropped).jpg | titill= [[Forsætisráðherra Frakklands]] | stjórnartíð_start = [[13. desember]] [[2024]] | stjórnartíð_end = | forseti = [[Emmanuel Macron]] | forveri = [[Michel Barnier]] | eftirmaður = | myndatexti1 = {{small|Bayrou árið 2010.}} | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1951|5|25}} | fæðingarstaður = [[Bordères]], [[Frakkland|Frakklandi]] | þjóderni =...“
1891900
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = François Bayrou
| mynd = François Bayrou 2010 (cropped).jpg
| titill= [[Forsætisráðherra Frakklands]]
| stjórnartíð_start = [[13. desember]] [[2024]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Emmanuel Macron]]
| forveri = [[Michel Barnier]]
| eftirmaður =
| myndatexti1 = {{small|Bayrou árið 2010.}}
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1951|5|25}}
| fæðingarstaður = [[Bordères]], [[Frakkland|Frakklandi]]
| þjóderni = [[Frakkland|Franskur]]
| maki = Élisabeth Perlant (g. 1971)
| börn = 6
| stjórnmálaflokkur = [[Lýðræðisæðishreyfingin (Frakkland)|Lýðræðishreyfingin]] (frá 2007)
| háskóli = [[Université Bordeaux Montaigne]]
| undirskrift = François Bayrou signature.svg
}}
'''François René Jean Lucien Bayrou''' (f. 25. maí 1951) er [[Frakkland|franskur]] stjórnmálamaður og núverandi [[forsætisráðherra Frakklands]]. Hann var skipaður í embætti af [[Emmanuel Macron]] forseta þann 13. desember 2024 eftir afsögn [[Michel Barnier|Michels Barnier]].
Bayrou er formaður frönsku [[Lýðræðisæðishreyfingin (Frakkland)|Lýðræðishreyfingarinnar]] og hefur verið virkur í frönskum stjórnmálum í marga áratugi. Hann hefur þrisvar sinnum gefið kost á sér í forsetakosningum Frakklands, árin 2002, 2007 og 2012. Bayrou hlaut 18 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2007. Hann ákvað að bjóða sig ekki fram að nýju í forsetakosningunum 2017 og lýsti yfir stuðningi við Emmanuel Macron, sem vann kosningarnar.<ref>{{Vefheimild|titill=Bayrou lýsti yfir stuðningi við Macron|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/bayrou-lysti-yfir-studningi-vid-macron|útgefandi=[[RÚV]]|dags=22. febrúar 2017|skoðað=14. desember 2024|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref>
Bayrou var skipaður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Macrons árið 2017 en sagði af sér einum mánuði síðar vegna rannsóknar á flokknum hans.<ref>{{Vefheimild|titill=Bayrou er nýr forsætisráðherra Frakklands|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/13/bayrou_er_nyr_forsaetisradherra_frakklands/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 13. desember 2024|skoðað=14. desember 2024}}</ref> Frá árinu 2020 var Bayrou borgarstjóri borgarinnar [[Pau]].<ref>{{Vefheimild|titill=François Bayrou nýr forsætisráðherra Fraklands
|url=https://vb.is/frettir/francois-bayrou-nyr-forsaetisradherra-fraklands/|útgefandi=[[Viðskiptablaðið]]|dags=13. desember 2024|skoðað=14. desember 2024}}</ref>
Eftir að Michel Barnier forsætisráðherra féll fyrir [[Vantrauststillaga|vantrauststillögu]] á þingi í desember 2024 bauð Macron forseti Bayrou að mynda nýja ríkisstjórn. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember.<ref>{{Vefheimild|titill=Macron kynnir nýjan forsætisráðherra|url=https://www.visir.is/g/20242663655d/macron-kynnir-nyjan-for-saetis-rad-herra|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 13. desember 2024|skoðað=14. desember 2024|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=[[Forsætisráðherra Frakklands]] |
frá=[[13. desember]] [[2024]]|
til=|
fyrir=[[Michel Barnier]]|
eftir=Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Frakklands}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál|Frakkland}}
{{DEFAULTSORT:Bayrou, François}}
{{f|1951}}
[[Flokkur:Evrópuþingmenn]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Frakklands]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Frakklands]]
el6l4prl25dg8j2dwecxq2czcvqk5fo
1891904
1891900
2024-12-14T15:03:58Z
TKSnaevarr
53243
1891904
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = François Bayrou
| mynd = François Bayrou 2010 (cropped).jpg
| titill= [[Forsætisráðherra Frakklands]]
| stjórnartíð_start = [[13. desember]] [[2024]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Emmanuel Macron]]
| forveri = [[Michel Barnier]]
| eftirmaður =
| myndatexti1 = {{small|Bayrou árið 2010.}}
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1951|5|25}}
| fæðingarstaður = [[Bordères]], [[Frakkland|Frakklandi]]
| þjóderni = [[Frakkland|Franskur]]
| maki = Élisabeth Perlant (g. 1971)
| börn = 6
| stjórnmálaflokkur = [[Lýðræðishreyfingin (Frakkland)|Lýðræðishreyfingin]] (frá 2007)
| háskóli = [[Université Bordeaux Montaigne]]
| undirskrift = François Bayrou signature.svg
}}
'''François René Jean Lucien Bayrou''' (f. 25. maí 1951) er [[Frakkland|franskur]] stjórnmálamaður og núverandi [[forsætisráðherra Frakklands]]. Hann var skipaður í embætti af [[Emmanuel Macron]] forseta þann 13. desember 2024 eftir afsögn [[Michel Barnier|Michels Barnier]].
Bayrou er formaður frönsku [[Lýðræðishreyfingin (Frakkland)|Lýðræðishreyfingarinnar]] og hefur verið virkur í frönskum stjórnmálum í marga áratugi. Hann hefur þrisvar sinnum gefið kost á sér í forsetakosningum Frakklands, árin 2002, 2007 og 2012. Bayrou hlaut 18 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2007. Hann ákvað að bjóða sig ekki fram að nýju í forsetakosningunum 2017 og lýsti yfir stuðningi við Emmanuel Macron, sem vann kosningarnar.<ref>{{Vefheimild|titill=Bayrou lýsti yfir stuðningi við Macron|url=https://www.ruv.is/frettir/erlent/bayrou-lysti-yfir-studningi-vid-macron|útgefandi=[[RÚV]]|dags=22. febrúar 2017|skoðað=14. desember 2024|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref>
Bayrou var skipaður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Macrons árið 2017 en sagði af sér einum mánuði síðar vegna rannsóknar á flokknum hans.<ref>{{Vefheimild|titill=Bayrou er nýr forsætisráðherra Frakklands|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/12/13/bayrou_er_nyr_forsaetisradherra_frakklands/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags= 13. desember 2024|skoðað=14. desember 2024}}</ref> Frá árinu 2020 var Bayrou borgarstjóri borgarinnar [[Pau]].<ref>{{Vefheimild|titill=François Bayrou nýr forsætisráðherra Fraklands
|url=https://vb.is/frettir/francois-bayrou-nyr-forsaetisradherra-fraklands/|útgefandi=[[Viðskiptablaðið]]|dags=13. desember 2024|skoðað=14. desember 2024}}</ref>
Eftir að Michel Barnier forsætisráðherra féll fyrir [[Vantrauststillaga|vantrauststillögu]] á þingi í desember 2024 bauð Macron forseti Bayrou að mynda nýja ríkisstjórn. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember.<ref>{{Vefheimild|titill=Macron kynnir nýjan forsætisráðherra|url=https://www.visir.is/g/20242663655d/macron-kynnir-nyjan-for-saetis-rad-herra|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 13. desember 2024|skoðað=14. desember 2024|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=[[Forsætisráðherra Frakklands]] |
frá=[[13. desember]] [[2024]]|
til=|
fyrir=[[Michel Barnier]]|
eftir=Enn í embætti|
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Frakklands}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál|Frakkland}}
{{DEFAULTSORT:Bayrou, François}}
{{f|1951}}
[[Flokkur:Evrópuþingmenn]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Frakklands]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Frakklands]]
3il43u35re6yw3sz6sdprxwkynz5zzh
Spjall:François Bayrou
1
183923
1891901
2024-12-14T14:48:35Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „{{Æviágrip lifandi fólks}}“
1891901
wikitext
text/x-wiki
{{Æviágrip lifandi fólks}}
b75xrfi0grej1bw61lv8tkm8pd648up
Otradalur
0
183925
1891920
2024-12-14T18:37:35Z
Masae
538
Bjó til síðu með „Í '''Otradal''' hefur líklega verið búið allt frá landnámi þótt ekki sé minnst á hann í [[Landnámabók|Landnámu]], en líklegt má telja að Otradalur hafi verið í landnámi Ketils ilbreiða, en hann nam alla dali frá Kópanesi til Dufansdals, en fluttist seinna til [[Breiðafjörður|Breiðafjarðar]] og nam [[Berufjörður|Berufjörð]]. En á Otradalur og ábúendur hans er minnst á í að minnsta kosti tveimur Íslendingasögur|Íslendinga...“
1891920
wikitext
text/x-wiki
Í '''Otradal''' hefur líklega verið búið allt frá landnámi þótt ekki sé minnst á hann í [[Landnámabók|Landnámu]], en líklegt má telja að Otradalur hafi verið í landnámi Ketils ilbreiða, en hann nam alla dali frá Kópanesi til Dufansdals, en fluttist seinna til [[Breiðafjörður|Breiðafjarðar]] og nam [[Berufjörður|Berufjörð]].
En á Otradalur og ábúendur hans er minnst á í að minnsta kosti tveimur [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]]. Líklega var þekktasti ábúandi Otradals, Eyjólfur hinn grái sem drap [[Gísla saga Súrssonar|Gísla Súrsson]] í [[Geirþjófsfjörður|Geirþjófsfirði]]. Í [[Brennu-Njáls saga|Njálu]] er svo minnst á barnabarn Eyjólfs, Eyjólf Bölverksson, sem tók að sér vörn í brennumálinu á Alþingi.
Í [[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns|Jarðabók Árna Magnússonar]], sem gerð var árin [[1702|1702-]][[1714]], er jörðinni lýst svo: ”Jarðardýrleiki er óviss þar sem jörðin er tíundarfrí og presturinn nýtur staðarins frítt. Kúgildi eru alls 14, kvikfé 6 kýr, 1 naut veturgamalt, 1 kálfur, 32 ær, 3 sauðir tvævetrir, 16 veturgamlir, 25 lömb, 2 hestar. ”
Kirkja hefur verið í Otradal frá ómunatíð. Til eru [[Máldagi|máldagar]] frá [[1324]] og [[1397]] þar sem kirkjan helguð alsvaldandi Guði, heilagri móður Maríu, Bartalómeusi postula, Tómasi erkibiskup, Þorláki biskup, og Ceciliu meyju.
Í presta- og prófastatali séra Sveins Níelssonar er Sveinn Sigurðsson skalli fyrsti presturinn sem minnst er á í Otradal en hann á að hafa komið einhvertíma fyrir 1346. Síðasti presturinn í Otradal var Jón Árnason, en hann var frá 1891 til 1906 en þá var sóknin flutt til [[Bíldudalur|Bíldudals]].<ref>Halldór G. Jónsson 1999. Gamlir máldagar Otradalskirkju og hálfkirkjunnar á Hóli í Bíldudal. Frá Bjargtöngum að Djúpi II. Hrafnseyri 67-71. Bls 111-123</ref>
Síðasta Otradalskirkjan var byggð 1876 en rifin á fyrri hluta 20. aldar en líkhússkofi reistur á hluta grunnsins.<ref>Ingvaldur Nikulásson 1942. Tálknafjörður og Arnarfjörður að vestan. Barðstrendingabók. Reykjavík 111 - 123</ref>
Otradalur var gerður að þingstað Suðurfjarðahrepps [[1832]] en fluttur til Bíldudals [[1895]].[https://timarit.is/page/2003906#page/n9/mode/2up]
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
[[Flokkur:Vesturbyggð]]
26b8aqf0p7njgga3qd814iq635p0cqy
1891921
1891920
2024-12-14T18:56:59Z
Berserkur
10188
1891921
wikitext
text/x-wiki
'''Otradalur''' er dalur í [[Vesturbyggð]]. Í Otradal hefur líklega verið búið allt frá landnámi þótt ekki sé minnst á hann í [[Landnámabók|Landnámu]], en líklegt má telja að Otradalur hafi verið í landnámi Ketils ilbreiða, en hann nam alla dali frá Kópanesi til Dufansdals, en fluttist seinna til [[Breiðafjörður|Breiðafjarðar]] og nam [[Berufjörður|Berufjörð]].
En á Otradalur og ábúendur hans er minnst á í að minnsta kosti tveimur [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]]. Líklega var þekktasti ábúandi Otradals, Eyjólfur hinn grái sem drap [[Gísla saga Súrssonar|Gísla Súrsson]] í [[Geirþjófsfjörður|Geirþjófsfirði]]. Í [[Brennu-Njáls saga|Njálu]] er svo minnst á barnabarn Eyjólfs, Eyjólf Bölverksson, sem tók að sér vörn í brennumálinu á Alþingi.
Í [[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns|Jarðabók Árna Magnússonar]], sem gerð var árin [[1702|1702-]][[1714]], er jörðinni lýst svo: ”Jarðardýrleiki er óviss þar sem jörðin er tíundarfrí og presturinn nýtur staðarins frítt. Kúgildi eru alls 14, kvikfé 6 kýr, 1 naut veturgamalt, 1 kálfur, 32 ær, 3 sauðir tvævetrir, 16 veturgamlir, 25 lömb, 2 hestar. ”
Kirkja hefur verið í Otradal frá ómunatíð. Til eru [[Máldagi|máldagar]] frá [[1324]] og [[1397]] þar sem kirkjan helguð alsvaldandi Guði, heilagri móður Maríu, Bartalómeusi postula, Tómasi erkibiskup, Þorláki biskup, og Ceciliu meyju.
Í presta- og prófastatali séra Sveins Níelssonar er Sveinn Sigurðsson skalli fyrsti presturinn sem minnst er á í Otradal en hann á að hafa komið einhvertíma fyrir 1346. Síðasti presturinn í Otradal var Jón Árnason, en hann var frá 1891 til 1906 en þá var sóknin flutt til [[Bíldudalur|Bíldudals]].<ref>Halldór G. Jónsson 1999. Gamlir máldagar Otradalskirkju og hálfkirkjunnar á Hóli í Bíldudal. Frá Bjargtöngum að Djúpi II. Hrafnseyri 67-71. Bls 111-123</ref>
Síðasta Otradalskirkjan var byggð 1876 en rifin á fyrri hluta 20. aldar en líkhússkofi reistur á hluta grunnsins.<ref>Ingvaldur Nikulásson 1942. Tálknafjörður og Arnarfjörður að vestan. Barðstrendingabók. Reykjavík 111 - 123</ref>
Otradalur var gerður að þingstað Suðurfjarðahrepps [[1832]] en fluttur til Bíldudals [[1895]].[https://timarit.is/page/2003906#page/n9/mode/2up]
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Dalir á Íslandi]]
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
[[Flokkur:Vesturbyggð]]
33k1ky5fb6eoheqr8dplk985qaj3mmz
1891922
1891921
2024-12-14T18:58:10Z
Berserkur
10188
1891922
wikitext
text/x-wiki
'''Otradalur''' er dalur í [[Vesturbyggð]], rétt austur af [[Bíldudalur|Bíldudal]]. Í Otradal hefur líklega verið búið allt frá landnámi þótt ekki sé minnst á hann í [[Landnámabók|Landnámu]], en líklegt má telja að Otradalur hafi verið í landnámi Ketils ilbreiða, en hann nam alla dali frá Kópanesi til Dufansdals, en fluttist seinna til [[Breiðafjörður|Breiðafjarðar]] og nam [[Berufjörður|Berufjörð]].
En á Otradalur og ábúendur hans er minnst á í að minnsta kosti tveimur [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]]. Líklega var þekktasti ábúandi Otradals, Eyjólfur hinn grái sem drap [[Gísla saga Súrssonar|Gísla Súrsson]] í [[Geirþjófsfjörður|Geirþjófsfirði]]. Í [[Brennu-Njáls saga|Njálu]] er svo minnst á barnabarn Eyjólfs, Eyjólf Bölverksson, sem tók að sér vörn í brennumálinu á Alþingi.
Í [[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns|Jarðabók Árna Magnússonar]], sem gerð var árin [[1702|1702-]][[1714]], er jörðinni lýst svo: ”Jarðardýrleiki er óviss þar sem jörðin er tíundarfrí og presturinn nýtur staðarins frítt. Kúgildi eru alls 14, kvikfé 6 kýr, 1 naut veturgamalt, 1 kálfur, 32 ær, 3 sauðir tvævetrir, 16 veturgamlir, 25 lömb, 2 hestar. ”
Kirkja hefur verið í Otradal frá ómunatíð. Til eru [[Máldagi|máldagar]] frá [[1324]] og [[1397]] þar sem kirkjan helguð alsvaldandi Guði, heilagri móður Maríu, Bartalómeusi postula, Tómasi erkibiskup, Þorláki biskup, og Ceciliu meyju.
Í presta- og prófastatali séra Sveins Níelssonar er Sveinn Sigurðsson skalli fyrsti presturinn sem minnst er á í Otradal en hann á að hafa komið einhvertíma fyrir 1346. Síðasti presturinn í Otradal var Jón Árnason, en hann var frá 1891 til 1906 en þá var sóknin flutt til [[Bíldudalur|Bíldudals]].<ref>Halldór G. Jónsson 1999. Gamlir máldagar Otradalskirkju og hálfkirkjunnar á Hóli í Bíldudal. Frá Bjargtöngum að Djúpi II. Hrafnseyri 67-71. Bls 111-123</ref>
Síðasta Otradalskirkjan var byggð 1876 en rifin á fyrri hluta 20. aldar en líkhússkofi reistur á hluta grunnsins.<ref>Ingvaldur Nikulásson 1942. Tálknafjörður og Arnarfjörður að vestan. Barðstrendingabók. Reykjavík 111 - 123</ref>
Otradalur var gerður að þingstað Suðurfjarðahrepps [[1832]] en fluttur til Bíldudals [[1895]].[https://timarit.is/page/2003906#page/n9/mode/2up]
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Dalir á Íslandi]]
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
[[Flokkur:Vesturbyggð]]
8p9zsdfoo248pju8ch28alewir6hofr
1891926
1891922
2024-12-14T19:53:26Z
Masae
538
1891926
wikitext
text/x-wiki
'''Otradalur''' er dalur í [[Vesturbyggð]], rétt austur af [[Bíldudalur|Bíldudal]]. Í Otradal hefur líklega verið búið allt frá landnámi þótt ekki sé minnst á hann í [[Landnámabók|Landnámu]], en líklegt má telja að Otradalur hafi verið í landnámi [[Ketill ilbreiður|Ketils ilbreiða]], en hann nam alla dali frá Kópanesi til Dufansdals, en fluttist seinna til [[Breiðafjörður|Breiðafjarðar]] og nam [[Berufjörður|Berufjörð]].
En á Otradalur og ábúendur hans er minnst á í að minnsta kosti tveimur [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]]. Líklega var þekktasti ábúandi Otradals, Eyjólfur hinn grái sem drap [[Gísla saga Súrssonar|Gísla Súrsson]] í [[Geirþjófsfjörður|Geirþjófsfirði]]. Í [[Brennu-Njáls saga|Njálu]] er svo minnst á barnabarn Eyjólfs, Eyjólf Bölverksson, sem tók að sér vörn í brennumálinu á Alþingi.
Í [[Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns|Jarðabók Árna Magnússonar]], sem gerð var árin [[1702|1702-]][[1714]], er jörðinni lýst svo: ”Jarðardýrleiki er óviss þar sem jörðin er tíundarfrí og presturinn nýtur staðarins frítt. Kúgildi eru alls 14, kvikfé 6 kýr, 1 naut veturgamalt, 1 kálfur, 32 ær, 3 sauðir tvævetrir, 16 veturgamlir, 25 lömb, 2 hestar. ”
Kirkja hefur verið í Otradal frá ómunatíð. Til eru [[Máldagi|máldagar]] frá [[1324]] og [[1397]] þar sem kirkjan helguð alsvaldandi Guði, heilagri móður Maríu, Bartalómeusi postula, Tómasi erkibiskup, Þorláki biskup, og Ceciliu meyju.
Í presta- og prófastatali séra Sveins Níelssonar er Sveinn Sigurðsson skalli fyrsti presturinn sem minnst er á í Otradal en hann á að hafa komið einhvertíma fyrir 1346. Síðasti presturinn í Otradal var Jón Árnason, en hann var frá 1891 til 1906 en þá var sóknin flutt til [[Bíldudalur|Bíldudals]].<ref>Halldór G. Jónsson 1999. Gamlir máldagar Otradalskirkju og hálfkirkjunnar á Hóli í Bíldudal. Frá Bjargtöngum að Djúpi II. Hrafnseyri 67-71. Bls 111-123</ref>
Síðasta Otradalskirkjan var byggð 1876 en rifin á fyrri hluta 20. aldar en líkhússkofi reistur á hluta grunnsins.<ref>Ingvaldur Nikulásson 1942. Tálknafjörður og Arnarfjörður að vestan. Barðstrendingabók. Reykjavík 111 - 123</ref>
Otradalur var gerður að þingstað Suðurfjarðahrepps [[1832]] en fluttur til Bíldudals [[1895]].[https://timarit.is/page/2003906#page/n9/mode/2up]
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Dalir á Íslandi]]
[[Flokkur:Arnarfjörður]]
[[Flokkur:Vesturbyggð]]
8thiqhma7xlgnnxu65k25mc05vlu32y
Taye Atske Selassie
0
183926
1891941
2024-12-14T23:39:33Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „{{Forseti | nafn = Taye Atske Selassie | nafn_á_frummáli = {{nobold|ታዬ አጽቀሥላሴ}} | mynd = Taye Atske Selassie MFA Portrait.jpg | myndastærð = | myndatexti1 = | titill= Forseti Eþíópíu | stjórnartíð_start = [[7. október]] [[2024]] | stjórnartíð_end = | forsætisráðherra = [[Abiy Ahmed]] | forveri = [[Sahle-Work Zewde]] | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1956|1|13}} | fæðingarstaður = [[Debarq]], [[Eþíópía|Eþíópíu]]...“
1891941
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Taye Atske Selassie
| nafn_á_frummáli = {{nobold|ታዬ አጽቀሥላሴ}}
| mynd = Taye Atske Selassie MFA Portrait.jpg
| myndastærð =
| myndatexti1 =
| titill= Forseti Eþíópíu
| stjórnartíð_start = [[7. október]] [[2024]]
| stjórnartíð_end =
| forsætisráðherra = [[Abiy Ahmed]]
| forveri = [[Sahle-Work Zewde]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1956|1|13}}
| fæðingarstaður = [[Debarq]], [[Eþíópía|Eþíópíu]]
| dánardagur =
| dánarstaður =
| þjóderni = [[Eþíópía|Eþíópískur]]
| maki =
| stjórnmálaflokkur =
| börn =
| bústaður =
| atvinna =
| háskóli = [[Háskólinn í Addis Ababa]]<br>[[Háskólinn í Lancaster]]
| verðlaun =
| starf =
| trúarbrögð =
|undirskrift =
}}
'''Taye Atske Selassie Amde''' ([[amharíska]]: ታዬ አጽቀሥላሴ, f. 13. janúar 1956)<ref>{{cite web |date=10 September 2018 |title=Le nouveau Représentant permanent de l’Éthiopie auprès des Nations Unies présente ses lettres de créance |url=https://press.un.org/fr/2018/bio5138.doc.htm |access-date=8 October 2024 |website=Sameinuðu þjóðirnar}}</ref> er [[Eþíópía|eþíópískur]] erindreki og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Eþíópíu frá 7. október 2024.<ref>{{Cite web |date=8 February 2024 |title=H.E. Ambassador Taye Atske Selassie, is appointed as the new Foreign Minister of the Federal Democratic Republic of Ethiopia. |work=Embassy of Ethiopia |url=https://ethiopianembassy.org/h-e-ambassador-taye-atske-selassie-is-appointed-as-the-new-foreign-minister-of-the-federal-democratic-republic-of-ethiopia/ |access-date=13 March 2024 |language=en-US}}</ref><ref name=":0">{{Cite web |date=8 February 2024 |title=Ethiopia's Spy Chief Appointed as Deputy Prime Minister, Taye Atske Selassie Takes Foreign Minister Role |url=https://borkena.com/2024/02/08/ethiopias-spy-chief-appointed-as-deputy-prime-minister-taye-atske-selassie-takes-foreign-minister-role/ |access-date=13 March 2024 |website=Borkena Ethiopian News |language=en-US}}</ref><ref>{{Cite web |title=Ethiopia Appoints Amb. Taye Atske Selassie as Foreign Minister |url=https://ebc.et/english/newsdetails.aspx?newsid=5768 |access-date=13 March 2024 |website=ebc.et}}</ref> Hann hefur mörgum sinnum unnið sem sendiherra hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]].<ref>{{Cite web |date=13 March 2024 |title=H.E. Mr. Taye Atske Selassie Amde Ambassador |url=https://www.unicef.org/executiveboard/media/9391/file/2022-Amb-Taye_Atske_Selassie_Amde-bio-EN-2022.01.11.pdf}}</ref> Áður en hann tók við forsetaembætti var Taye utanríkisráðherra Eþíópíu.
== Æska og menntun==
Taye fæddist í [[Debarq]] í [[Gondar]] í [[Begemder|Begemder-héraði]]. Hann lauk námi við [[Háskólinn í Addis Ababa|Háskólann í Addis Ababa]] og Háskólann í Lancaster í stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum og herkænskufræði.<ref>{{Cite web |date=8 February 2024 |title=Ambassador Taye Atske Selassie Faces Ethiopia-Somalia Relations as First Assignment |url=https://addisinsight.net/ambassador-taye-atske-selassie-faces-ethiopia-somalia-relations-as-first-assignment/ |access-date=13 March 2024 |website=Addis Insight |language=en-US}}</ref>
==Ferill í erindrekstri==
Taye hefur unnið sem fastafulltrúi Eþíópíu hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2018.<ref>{{Cite web |title=New Permanent Representative of Ethiopia Presents Credentials |url=https://press.un.org/en/2018/bio5138.doc.htm |access-date=13 March 2024 |website=press.un.org}}</ref><ref>{{Citation |title=Amde, Taye Atske Selassie |work=International Year Book and Statesmen's Who's Who |url=https://referenceworks.brillonline.com/entries/international-year-book-and-statesmens-who-s-who/amde-taye-atske-selassie-SIM_person_56176 |access-date=13 March 2024 |publisher=Brill |language=en}}</ref> Áður en hann hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum var Taye aðalræðismaður Eþíópíu í Los Angeles og hafði gegnt mikilvægum embættum í alþjóðasamskiptum landsins í Washington, D.C. og Stokkhólmi, auk þess sem hann hafði verið sendiherra Eþíópíu í Egyptalandi.<ref>{{Cite web |date=21 May 2021 |title=Consulate General in Los Angeles hosts Business to Government Pre-Investment Virtual Meeting in West Coast of USA (May 21, 2021) |work=Embassy of Ethiopia |url=https://ethiopianembassy.org/consulate-general-in-los-angeles-hosts-business-to-government-pre-investment-virtual-meeting-in-west-coast-of-usa-may-21-2021/ |access-date=13 March 2024 |language=en-US}}</ref> Þann 18. janúar 2023 var Taye útnefndur ráðgjafi forsætisráðherra Eþíópíu í utanríkismálum.<ref>{{Cite web |date=2023-01-20 |title=PM Abiy Ahmed announces new appointments to high level positions |url=https://www.fanabc.com/english/pm-abiy-ahmed-announces-new-appointments-to-high-level-positions/ |access-date=2024-11-09 |website=Welcome to Fana Broadcasting Corporate S.C |language=en-US}}</ref>
Þann 8. febrúar 2024 tók Taye við af [[Demeke Mekonnen]] sem utanríkisráðherra Eþíópíu eftir afsögn Demeke þann 26. janúar.<ref name=":0" />
==Forsetatíð==
[[File:The Presidential Ceremony Ethiopia.jpg|thumb|Fyrrum forsetinn [[Sahle-Work Zewde]] tekur á móti nýkjörnum forseta, Selassie.]]
Þann 7. október 2024 var Taye skyndilega útnefndur forseti Eþíópíu. Hann tók við af [[Sahle-Work Zewde]], sem lét af embætti undir kringumstæðum sem deilt hefur verið um. Taye tók við embættinu á tíma mikilla áskorana í utanríkismálum Eþíópíu og átaka innanlands.<ref>{{cite news |title=Ethiopia Lawmakers Vote Taye as New President in Surprise Move |url=https://www.bloomberg.com/news/articles/2024-10-07/ethiopia-lawmakers-vote-taye-as-new-president-in-surprise-move |access-date=7 October 2024 |work=Bloomberg.com |date=7 October 2024 |language=en}}</ref><ref>{{cite news |title=Taye Atske Selassie Elected New President of Ethiopia |url=https://newscentral.africa/ethiopian-lawmakers-elect-taye-atske-selassie-as-new-president/ |access-date=7 October 2024 |work=News Central Africa |date=7 October 2024}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Forseti Eþíópíu
| frá =[[7. október]] [[2024]]
| til =
| fyrir = [[Sahle-Work Zewde]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Taye Atske Selassie}}
{{f|1956}}
[[Flokkur:Forsetar Eþíópíu]]
qaj4pgm0u4mot0f87s8o1lfp14exy2n
1891943
1891941
2024-12-14T23:43:07Z
TKSnaevarr
53243
1891943
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Taye Atske Selassie
| nafn_á_frummáli = {{nobold|ታዬ አጽቀሥላሴ}}
| mynd = Taye Atske Selassie MFA Portrait.jpg
| myndastærð =
| myndatexti1 =
| titill= Forseti Eþíópíu
| stjórnartíð_start = [[7. október]] [[2024]]
| stjórnartíð_end =
| forsætisráðherra = [[Abiy Ahmed]]
| forveri = [[Sahle-Work Zewde]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1956|1|13}}
| fæðingarstaður = [[Debarq]], [[Eþíópía|Eþíópíu]]
| dánardagur =
| dánarstaður =
| þjóderni = [[Eþíópía|Eþíópískur]]
| maki =
| stjórnmálaflokkur =
| börn =
| bústaður =
| atvinna =
| háskóli = [[Háskólinn í Addis Ababa]]<br>[[Háskólinn í Lancaster]]
| verðlaun =
| starf =
| trúarbrögð =
|undirskrift =
}}
'''Taye Atske Selassie Amde''' ([[amharíska]]: ታዬ አጽቀሥላሴ, f. 13. janúar 1956)<ref>{{cite web |date=10 September 2018 |title=Le nouveau Représentant permanent de l’Éthiopie auprès des Nations Unies présente ses lettres de créance |url=https://press.un.org/fr/2018/bio5138.doc.htm |access-date=8 October 2024 |website=Sameinuðu þjóðirnar}}</ref> er [[Eþíópía|eþíópískur]] erindreki og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Eþíópíu frá 7. október 2024.<ref>{{Cite web |date=8 February 2024 |title=H.E. Ambassador Taye Atske Selassie, is appointed as the new Foreign Minister of the Federal Democratic Republic of Ethiopia. |work=Embassy of Ethiopia |url=https://ethiopianembassy.org/h-e-ambassador-taye-atske-selassie-is-appointed-as-the-new-foreign-minister-of-the-federal-democratic-republic-of-ethiopia/ |access-date=13 March 2024 |language=en-US}}</ref><ref name=":0">{{Cite web |date=8 February 2024 |title=Ethiopia's Spy Chief Appointed as Deputy Prime Minister, Taye Atske Selassie Takes Foreign Minister Role |url=https://borkena.com/2024/02/08/ethiopias-spy-chief-appointed-as-deputy-prime-minister-taye-atske-selassie-takes-foreign-minister-role/ |access-date=13 March 2024 |website=Borkena Ethiopian News |language=en-US}}</ref><ref>{{Cite web |title=Ethiopia Appoints Amb. Taye Atske Selassie as Foreign Minister |url=https://ebc.et/english/newsdetails.aspx?newsid=5768 |access-date=13 March 2024 |website=ebc.et}}</ref> Hann hefur mörgum sinnum unnið sem sendiherra hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]].<ref>{{Cite web |date=13 March 2024 |title=H.E. Mr. Taye Atske Selassie Amde Ambassador |url=https://www.unicef.org/executiveboard/media/9391/file/2022-Amb-Taye_Atske_Selassie_Amde-bio-EN-2022.01.11.pdf}}</ref> Áður en hann tók við forsetaembætti var Taye utanríkisráðherra Eþíópíu.
== Æska og menntun==
Taye fæddist í [[Debarq]] í [[Gondar]] í [[Begemder|Begemder-héraði]]. Hann lauk námi við [[Háskólinn í Addis Ababa|Háskólann í Addis Ababa]] og Háskólann í Lancaster í stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum og herkænskufræði.<ref>{{Cite web |date=8 February 2024 |title=Ambassador Taye Atske Selassie Faces Ethiopia-Somalia Relations as First Assignment |url=https://addisinsight.net/ambassador-taye-atske-selassie-faces-ethiopia-somalia-relations-as-first-assignment/ |access-date=13 March 2024 |website=Addis Insight |language=en-US}}</ref>
==Ferill í erindrekstri==
Taye hefur unnið sem fastafulltrúi Eþíópíu hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2018.<ref>{{Cite web |title=New Permanent Representative of Ethiopia Presents Credentials |url=https://press.un.org/en/2018/bio5138.doc.htm |access-date=13 March 2024 |website=press.un.org}}</ref><ref>{{Citation |title=Amde, Taye Atske Selassie |work=International Year Book and Statesmen's Who's Who |url=https://referenceworks.brillonline.com/entries/international-year-book-and-statesmens-who-s-who/amde-taye-atske-selassie-SIM_person_56176 |access-date=13 March 2024 |publisher=Brill |language=en}}</ref> Áður en hann hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum var Taye aðalræðismaður Eþíópíu í Los Angeles og hafði gegnt mikilvægum embættum í alþjóðasamskiptum landsins í Washington, D.C. og Stokkhólmi, auk þess sem hann hafði verið sendiherra Eþíópíu í Egyptalandi.<ref>{{Cite web |date=21 May 2021 |title=Consulate General in Los Angeles hosts Business to Government Pre-Investment Virtual Meeting in West Coast of USA (May 21, 2021) |work=Embassy of Ethiopia |url=https://ethiopianembassy.org/consulate-general-in-los-angeles-hosts-business-to-government-pre-investment-virtual-meeting-in-west-coast-of-usa-may-21-2021/ |access-date=13 March 2024 |language=en-US}}</ref> Þann 18. janúar 2023 var Taye útnefndur ráðgjafi forsætisráðherra Eþíópíu í utanríkismálum.<ref>{{Cite web |date=2023-01-20 |title=PM Abiy Ahmed announces new appointments to high level positions |url=https://www.fanabc.com/english/pm-abiy-ahmed-announces-new-appointments-to-high-level-positions/ |access-date=2024-11-09 |website=Welcome to Fana Broadcasting Corporate S.C |language=en-US}}</ref>
Þann 8. febrúar 2024 tók Taye við af [[Demeke Mekonnen]] sem utanríkisráðherra Eþíópíu eftir afsögn Demeke þann 26. janúar.<ref name=":0" />
==Forsetatíð==
[[File:The Presidential Ceremony Ethiopia.jpg|thumb|Fyrrum forsetinn [[Sahle-Work Zewde]] tekur á móti nýkjörnum forseta, Selassie.]]
Þann 7. október 2024 var Taye skyndilega útnefndur forseti Eþíópíu. Hann tók við af [[Sahle-Work Zewde]], sem lét af embætti undir kringumstæðum sem deilt hefur verið um. Taye tók við embættinu á tíma mikilla áskorana í utanríkismálum Eþíópíu og átaka innanlands.<ref>{{cite news |title=Ethiopia Lawmakers Vote Taye as New President in Surprise Move |url=https://www.bloomberg.com/news/articles/2024-10-07/ethiopia-lawmakers-vote-taye-as-new-president-in-surprise-move |access-date=7 October 2024 |work=Bloomberg.com |date=7 October 2024 |language=en}}</ref><ref>{{cite news |title=Taye Atske Selassie Elected New President of Ethiopia |url=https://newscentral.africa/ethiopian-lawmakers-elect-taye-atske-selassie-as-new-president/ |access-date=7 October 2024 |work=News Central Africa |date=7 October 2024}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Forseti Eþíópíu
| frá =[[7. október]] [[2024]]
| til =
| fyrir = [[Sahle-Work Zewde]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Taye Atske Selassie}}
{{f|1956}}
[[Flokkur:Forsetar Eþíópíu]]
[[Flokkur:Utanríkisráðherrar Eþíópíu]]
8yk3p8mk9u2t7ykpb0r2dgmg4g9dirj
Spjall:Taye Atske Selassie
1
183927
1891942
2024-12-14T23:41:35Z
TKSnaevarr
53243
Bjó til síðu með „{{Æviágrip lifandi fólks}} {{Þýðing |titill= Taye Atske Selassie |tungumál=en |id= 1263124437 }}“
1891942
wikitext
text/x-wiki
{{Æviágrip lifandi fólks}}
{{Þýðing
|titill= Taye Atske Selassie
|tungumál=en
|id= 1263124437
}}
t1x68fp3dujpyw39jt4p4pa605fatdg