Wikipedia iswiki https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a MediaWiki 1.44.0-wmf.6 first-letter Miðill Kerfissíða Spjall Notandi Notandaspjall Wikipedia Wikipediaspjall Mynd Myndaspjall Melding Meldingarspjall Snið Sniðaspjall Hjálp Hjálparspjall Flokkur Flokkaspjall Gátt Gáttaspjall TimedText TimedText talk Module Module talk Svíþjóð 0 7 1891984 1887372 2024-12-15T17:10:51Z InternetArchiveBot 75347 Bætir við 1 bók til að [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreyna]] (20241215sim)) #IABot (v2.0.9.5) ([[User:GreenC bot|GreenC bot]] 1891984 wikitext text/x-wiki {{Land |nafn = Konungsríkið Svíþjóð |nafn_á_frummáli = Konungariket Sverige |nafn_í_eignarfalli = Svíþjóðar |fáni = Flag of Sweden.svg |skjaldarmerki = Great coat of arms of Sweden.svg |kjörorð = För Sverige - I tiden |kjörorð_tungumál = sænska |kjörorð_þýðing = Fyrir Svíþjóð - með tímanum |staðsetningarkort = EU-Sweden_(orthographic_projection).svg |tungumál = [[sænska]] |höfuðborg = [[Stokkhólmur]] |stjórnarfar = [[Þingbundin konungsstjórn]] |titill_leiðtoga1 = [[Konungur Svíþjóðar|Konungur]] |nafn_leiðtoga1 = [[Karl 16. Gústaf]] |titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Svíþjóðar|Forsætisráðherra]] |nafn_leiðtoga2 = [[Ulf Kristersson]] |staða = Stofnun |staða_athugasemd = seint á 10. öld |ESBaðild=[[1. janúar]] [[1995]] |stærðarsæti = 57 |flatarmál = 447.425 |hlutfall_vatns = 8,97 |mannfjöldaár = 2023 |mannfjöldasæti = 87 |fólksfjöldi = 10.540.886 |íbúar_á_ferkílómetra = 25 |VLF_ár = 2023 |VLF = 715,995 |VLF_sæti = 40 |VLF_á_mann = 66.209 |VLF_á_mann_sæti = 17 |VÞL_ár = 2022 |VÞL = {{hækkun}} 0.952 |VÞL_sæti = 5 |gjaldmiðill = [[Sænsk króna|Sænsk króna (kr)]] (SEK) |tímabelti = [[UTC+1]] ([[UTC+2]] [[Evrópskur sumartími|á sumrin]]) |umferð=hægra |þjóðsöngur = [[Du gamla, du fria]] |tld = se |símakóði = 46 |}} '''Svíþjóð''' ([[sænska]]: ''Sverige''), formlegt heiti '''Konungsríkið Svíþjóð''' (''Konungariket Sverige''), er land í [[Skandinavía|Skandinavíu]] í [[Norður-Evrópa|Norður-Evrópu]] og eitt [[Norðurlöndin|Norðurlandanna]]. Landamæri liggja að [[Noregur|Noregi]] til vesturs og [[Finnland]]i til norðausturs. Í vestri á Svíþjóð strönd að [[Skagerrak]], [[Kattegat]] og [[Eyrarsund]]i. Landið tengist [[Danmörk]]u með [[Eyrarsundsbrúin|Eyrarsundsbrúnni]]. Austan og sunnan megin liggur ströndin að [[Eystrasalt]]i. Svíþjóð er rúmlega 450 þúsund ferkílómetrar að stærð. Það er stærst Norðurlandanna og fimmta stærsta land Evrópu. Svíþjóð er fjölmennast Norðurlanda með 10 milljónir íbúa en er þó frekar strjálbýlt. Langflestir íbúanna búa í þéttbýli í mið- og suðurhluta landsins. Höfuðborg Svíþjóðar er [[Stokkhólmur]]. Aðrar stærri borgir landsins eru: [[Gautaborg]], [[Malmö|Málmey]], [[Uppsalir]], [[Linköping]], [[Västerås]], [[Örebro]], [[Karlstad]], [[Norrköping]], [[Helsingjaborg]], [[Jönköping]], [[Gävle]], [[Sundsvall]] og [[Umeå]]. Náttúra landsins einkennist af skóglendi og stórum vötnum, sem sum eru með þeim stærstu í Evrópu. Helstu ár landsins renna frá [[Skandinavíufjöll]]um í Eystrasalt. Barrskógar landsins eru nýttir í timbur- og pappírsgerð. Í norðurhluta landsins er mikil námuvinnsla; einkum er þar unninn [[járn]]málmur en þar er einnig að finna ýmsa aðra málma. Aðaliðnaðarsvæðið er um mitt landið en landbúnaður einkennir mjög suðurhlutann. Svíþjóð á mjög langa strandlengju að sjó og flestir íbúar búa ýmist nærri vatni eða hafi. Landið langt og nær frá 55. að 69. breiddargráðu norður. Þar er því breytilegt loftslag eftir landshlutum. [[Germanar]] hafa byggt Svíþjóð frá [[forsögulegur tími|forsögulegum tíma]]. Í elstu heimildum er talað um tvær þjóðir í Svíþjóð: [[Gautar|Gauta]] og [[Svíar|Svía]]. Íbúar töluðu [[fornnorræna|norrænt mál]] og fóru í [[víkingaferð]]ir, einkum í [[Austurvegur|Austurveg]]. Seint á 10. öld myndaðist sameinað sænskt konungsríki. Árið 1397 gekk þetta ríki í [[konungssamband]] við [[Danmörk]]u og [[Noregur|Noreg]] í [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandinu]]. Árið 1523 yfirgaf Svíþjóð Kalmarsambandið og kaus sér eigin konung. Í [[þrjátíu ára stríðið|þrjátíu ára stríðinu]] tóku Svíar þátt með mótmælendum í Norður-Evrópu og lögðu fleiri lönd undir [[Svíaveldi]]. Þar til snemma á 18. öld ríkti Svíþjóð yfir nær öllu landi umhverfis Eystrasalt, en við uppgang [[Rússaveldi]]s á 18. öld missti landið stórveldisstöðu sína smátt og smátt. Stærstur var missir [[Finnland]]s til Rússlands árið 1809, en Finnland hafði verið hluti Svíþjóðar frá því seint á 13. öld. Svíþjóð er [[þróað ríki]] sem hefur lengi setið hátt á [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]]. Stjórn landsins er [[þingbundin konungsstjórn]] með [[þingræði]], þar sem löggjafarvaldið er í höndum sænska þingsins, [[Riksdag]], þar sem sitja 349 þingmenn. Svíþjóð er [[einingarríki]] sem skiptist í 21 hérað og 290 sveitarfélög. Landið býr við [[norrænt velferðarkerfi]] með [[opinbert heilbrigðiskerfi|opinberu heilbrigðiskerfi]] og ókeypis [[háskólamenntun]] fyrir alla íbúa. Landið situr hátt á listum eftir lífsgæðum, heilsu, menntun, borgararéttindum, samkeppnishæfni, tekjujöfnuði, jafnrétti og velmegun. Svíar gengu í Evrópusambandið 1. janúar 1995. Svíþjóð er líka aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]], [[Norðurlandaráð]]i, [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni og [[OECD]]. == Heiti == Svíþjóð nefnist ''Sverige'' á sænsku, sem er dregið af fornnorræna orðinu Svíaríki, það er „ríki [[Svíar|Svía]]“. Svíar voru einn þjóðflokkur sem bjó um miðbik landsins sem í dag nefnist Svíþjóð á íslensku. Heiti þjóðflokksins kemur fram í rómverskum heimildum hjá [[Tacitus]]i sem ''Suiones'' og hjá [[Jordanes]]i sem ''Suietidi'' (hugsanlega „Svíþjóð“). [[Snorri Sturluson]] notar bæði Svíþjóð og Svíaríki í ''[[Heimskringla|Heimskringlu]]'', og bæði heitin koma fyrir á sænskum rúnasteinum frá miðöldum.<ref>{{vísindavefurinn|80139|Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?|höfundur=Ari Páll Kristinsson|dags=13.10.2020}}</ref> Svíaríki kemur líka fyrir í engilsaxneska sagnakvæðinu ''[[Bjólfskviða|Bjólfskviðu]]'', sem ''Swēorice''.<ref>{{cite book |last=Hellquist |first=Elof |title=Svensk etymologisk ordbok |trans-title=Swedish etymological dictionary |year=1922 |publisher=Gleerup |language=sv |page=917 |url=https://runeberg.org/svetym/1005.html |access-date=30 August 2011 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110828081321/http://runeberg.org/svetym/1005.html |archive-date=28 August 2011 |url-status=live }}</ref> Merking orðsins Svíar er talin vera „sitt“, í samhenginu „sitt eigið fólk“, af frumindóevrósku afturbeygðu endingunni ''*s(w)e'' (sbr. latínu ''suus''), sem eru sömu orðsifjar og fyrir ættbálkaheitið [[Svefar]] frá [[Schwaben]] í Þýskalandi.<ref name="pokorny">{{cite book|author=Pokorny, J.|year=1959|title=Indogermanisches etymologisches wörterbuch.|url=https://archive.org/details/indogermanisches01pokouoft}}</ref><ref>{{cite book|author=Bandle, O., Braunmüller, K., et al.|year=2002|title=The Nordic Languages. An international handbook of the history of the North Germanic languages, 2, 2002-2005.|page=391}}</ref><ref>Noreen, A. ''Nordens äldsta folk- och ortnamn'' (i Fornvännen 1920 sid 32).</ref><ref>{{Cite web|url=https://runeberg.org/svetym/1003.html|title=915 (Svensk etymologisk ordbok)|first=Elof|last=Hellquist|date=6 July 1922|website=runeberg.org|access-date=4 March 2011|archive-date=10 August 2007|archive-url=https://web.archive.org/web/20070810200817/http://runeberg.org/svetym/1003.html|url-status=live}}</ref> Nafn Svíþjóðar á öðrum málum er í flestum tilvikum dregið ýmist af Svíþjóð (sbr. ''Sweden'' á ensku og ''Zweden'' í hollensku) eða Svíaríki (sbr. ''Swíoríce'' í fornensku og ''Sverige'' í dönsku). Í sumum [[finnsk mál|finnskum málum]] er nafn landsins dregið af [[Roslagen]] (dregið af orðinu ''róður'') í [[Upplönd]]um, og verður ''Ruotsi'' eða ''Rootsi''. Heiti [[Rússland]]s (sem Snorri kallaði „Svíþjóð hin kalda“ eða „Svíþjóð hin mikla“) er dregið af þessu heiti Svíþjóðar.<ref>{{cite book |last1=Elgan |first1=Elisabeth |last2=Scobbie |first2=Irene |date=2015 |title=Historical Dictionary of Sweden |url=https://books.google.com/books?id=8iJpCgAAQBAJ&dq=ruotsi+rus+russia+sweden&pg=PA287 |publisher=Rowman & Littlefield |page=287 |isbn=978-1-4422-5071-0 |access-date=9 September 2022 |archive-date=5 October 2023 |archive-url=https://web.archive.org/web/20231005113159/https://books.google.com/books?id=8iJpCgAAQBAJ&dq=ruotsi+rus+russia+sweden&pg=PA287#v=onepage&q=ruotsi%20rus%20russia%20sweden&f=false |url-status=live }}</ref> == Saga == [[Mynd:Haga_dös_på_Orust,_den_2_sept_2005,_bild_4..JPG|thumb|right|Hagadysin á [[Orust]] er um 5400 ára gömul.]] Megnið af [[Wechsel-tímabilið|Wechsel-tímabilinu]] var Svíþjóð hulin ís, með stuttum millibilum. Engar minjar um mannabyggð hafa fundist frá þeim tíma. Um leið og ísinn tók að hörfa er talið að menn hafi sest að, fyrst á [[Skánn|Skánarsvæðinu]] þar sem fundist hafa ummerki um menn frá því fyrir 14.000 árum.<ref>{{Webbref|url=https://www.archaeology.su.se/polopoly_fs/1.85532.1334834501!/menu/standard/file/Granlund_Fredrik_Pionjarer-i-stenalderns_Sverige.pdf|titel=Pionjarer i stenalderns Sverige.|hämtdatum=22 september 2021|datum=Hösten 2010|utgivare=Kandidatuppsats Stockholms Universitet|arkivurl=https://web.archive.org/web/20210926102052/https://www.archaeology.su.se/polopoly_fs/1.85532.1334834501!/menu/standard/file/Granlund_Fredrik_Pionjarer-i-stenalderns_Sverige.pdf|arkivdatum=2021-09-26}}</ref> Líklegast hafa þetta verið [[hreindýr]]aveiðimenn. Á [[miðsteinöld]] hlýnaði enn og skógar þöktu landið. Á þeim tíma var [[Eystrasalt]] stöðuvatn ([[Ancylus-vatn]]) en fyrir um 7800 árum rann það saman við Atlantshaf og varð [[ísalt vatn]].<ref>{{cite journal|author=Fredén, C.|year=1967|title=A historical review of the Ancylus Lake and the Svea River|journal=Geologiska Föreningen i Stockholm Förhandlingar|volume=89|number=3|pages=239-267}}</ref> Frá þeim tíma eru elstu merki um bústaði manna á [[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurlandi]].<ref>{{webbref|url=http://www.nll.se/sv/Kultur/Kulturarv-och-museum/Norrbottens-museum/Arkeologi/Aldre-stenalder/De-hittills-aldsta-daterade-stenaldersboplatserna-i-Norrbotten-ar-omkring-10600-ar-gamla-och-finns-i-Aareavaara-nagra-mil-norr-om-Pajala-/ |titel=Stenåldersboplatser i Aareavaara |hämtdatum=9 februari 2013 |efternamn= |förnamn= |efternamn2= |förnamn2= |datum= |verk= |utgivare=Norrbottens museum |arkivurl=https://web.archive.org/web/20141213114204/http://www.nll.se/sv/Kultur/Kulturarv-och-museum/Norrbottens-museum/Arkeologi/Aldre-stenalder/De-hittills-aldsta-daterade-stenaldersboplatserna-i-Norrbotten-ar-omkring-10600-ar-gamla-och-finns-i-Aareavaara-nagra-mil-norr-om-Pajala-/ |arkivdatum=13 december 2014 }}</ref><ref>{{tidskriftsref |författare=Östlund, Olof |rubrik=Stenåldersboplatsen i Kangos - nästan 10.000 år i glömska: den tidigaste kolonisationen i Norrbotten |år=2005 |tidskrift=Norrbotten |volym=2005, |sid=141–149 : ill. |id=0546-3467 |issn=0546-3467 |libris=10448797}}</ref><ref>{{webbref |url=http://www.samer.se/2255 |titel=Gropar i Arjeplog |hämtdatum=3 februari 2013 |efternamn=Bergman |förnamn=Ingela |efternamn2= |förnamn2= |datum= |verk= |utgivare=Sápmi: Samiskt informationscentrum |arkivurl=https://web.archive.org/web/20121228093738/http://www.samer.se/2255 |arkivdatum=28 december 2012 }}</ref> Talið er að [[nýsteinöld]] hafi hafist í Svíþjóð með aðflutningi fólks ([[snúrubikarmenningin]]) sem lifði af [[landbúnaður|landbúnaði]] og kom upprunalega frá [[Litla-Asía|Litlu-Asíu]].<ref>{{cite journal|title=Ancient DNA Reveals Lack of Continuity between Neolithic Hunter Gatherers and Contemporary Scandinavians|journal=Current Biology|volume=19|year=2009}}</ref><ref>{{cite journal|author=Götherstöm/Malmström/Storå och Molnar|date=24. september 2009|title=Svenskarna härstammar från invandrade stenåldersmänniskor|url=https://www.uu.se/nyheter-press/pressmeddelanden/pressmeddelande-visning/?id=756&typ=pm|journal=Uppsala Universitet}}</ref><ref>{{cite journal|author=Bojs, Karin|url=http://www.dn.se/nyheter/vetenskap/nordens-bonder-kom-fran-turkiet |title=Nordens bönder kom från Turkiet|journal=Dagens Nyheter|date=2010-11-21}}</ref> Veiðimannasamfélagið sem fyrir var hélt velli samhliða bændasamfélaginu í þúsund ár, en hvarf svo. Erfðarannsóknir sýna að bændasamfélagið blandaðist bæði veiðimannasamfélaginu og annarri bylgju fólksflutninga sem kom frá Síberíu.<ref name=blandning>{{cite journal|url=http://www.dn.se/nyheter/vetenskap/karin-bojs-vi-ar-en-blandning-av-invandrare/ |title=Vi är en blandning av invandrare|journal=[[Dagens Nyheter]] |date=27. apríl 2014 |author=Bojs, Karin }}</ref><ref>{{cite journal|url=http://www.dn.se/nyheter/vetenskap/svenska-fyndet-avslojar-europeernas-ursprung/|title=Svenska fyndet avslöjar européernas ursprung|journal=[[Dagens Nyheter]]|date=17. september 2014|author=Gunther, Maria}}</ref> Fyrir um 5000 árum síðan barst [[Jamnamenningin]] til Svíþjóðar með hirðingjum á hestum sem stunduðu kvikfjárrækt og komu með ný trúarbrögð ([[stríðsaxarmenningin]]).<ref>{{cite journal|author=Malmström, H., Günther, et al.|year=2019|title=The genomic ancestry of the Scandinavian Battle Axe Culture people and their relation to the broader Corded Ware horizon|journal=Proceedings of the Royal Society B|issue=286|doi=10.1098/rspb.2019.1528}}</ref><ref>{{cite book|author=Iversen, R.|year=2024|chapter=Issues with the steppe hypothesis: An archaeological perspective: Iconography, mythology and language in Neolithic and Early Bronze Age southern Scandinavia|editor=Larsson, J., Olander, T., & Jørgensen, A. R.|title=Indo-European Interfaces: Integrating Linguistics, Mythology and Archaeology|pages=103-129|location=Stockholm|publisher=Stockholm University Press|doi=10.16993/bcn.f}}</ref> Elstu [[skíði]] sem fundist hafa eru frá [[Kalvträsk]] í Vesturbotni, frá 3200 f.o.t.<ref>{{cite web |title=Kalvträskskidan |url=http://www.vbm.se/utstallningar/svenska-skidmuseet/kalvtreskskidan.html |website=vbm.se |publisher=[[Västerbottens museum]], [[Svenska skidmuseet]] |access-date=2024-10-09 |archive-date=2010-05-10 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100510164420/http://www.vbm.se/utstallningar/svenska-skidmuseet/kalvtreskskidan.html |url-status=dead }}</ref> Með tamningu [[hestur|hesta]] jókst verslun við aðra hluta Evrópu á [[bronsöld]] sem hófst um 1700 f.o.t. Svíar seldu [[raf]] fyrir [[brons]] og [[salt]]. Frá þessum tíma er [[Konungagröfin í Kivik]]. Þegar [[járnöld]] gekk í garð um 550 f.o.t. hófst innlend málmframleiðsla. [[Fornsamíska]] er talin hafa mótast í kringum upphaf okkar tímatals.<ref name="aikio">{{citation |last=Aikio |first=Ante |contribution=An essay on substrate studies and the origin of Saami |editor1-last=Hyvärinen |editor1-first=Irma |editor2-last=Kallio |editor2-first=Petri |editor3-last=Korhonen |editor3-first=Jarmo |title=Etymologie, Entlehnungen und Entwicklungen: Festschrift für Jorma Koivulehto zum 70. Geburtstag |series=Mémoires de la Société Néophilologique de Helsinki |volume=63 |publisher=Société Néophilologique |publication-date=2004 |publication-place=Helsinki |pages=5–34}}</ref> Elstu heimildir um Svía er að finna í skrifum [[Rómaveldi|Rómverja]]. [[Tacitus]] nefnir ''Suiones'' í ''[[Germanía (Tacitus)|Germaníu]]'' árið 98.<ref name="Tacitus">{{webbref|författare=[[Tacitus]] (översättare Per Persson) |publdatum=1929 |url=http://cornelius.tacitus.nu/germania/44.htm |titel=Kaflar 44 og 45|verk=[[Germanía (Tacitus)|Germanía]] |arkivurl=https://web.archive.org/web/20091002054446/http://cornelius.tacitus.nu/germania/44.htm |arkivdatum=2009-10-02 }}</ref> Á þessum tíma bárust [[rúnir]] til Svíþjóðar frá Mið-Evrópu. Elsta rúnastafróf Norðurlanda er að finna á [[Kylversteinninn|Kylversteininum]] frá 5. öld.<ref name="Spurkland">{{cite book |last=Spurkland |first=Terje |title=Norwegian Runes and Runic Inscriptions |publisher=Boydell Press |year=2005 |pages=2, 16 |url=https://books.google.com/books?id=1QDKqY-NWvUC |isbn=1-84383-186-4}}</ref> [[Fornvirki]] og gullsjóðir sem fundist hafa í Svíþjóð benda til áhrifa [[þjóðflutningatímabilið|þjóðflutninganna]] 375-550.<ref>{{cite web|url=https://alltpaoland.se/artiklar/guld-pa-oland/|title=Guldskatter på Öland|website=Allt på Öland}}</ref> Um miðja 6. öld er talið að eldvirkni á norðuhveli jarðar hafi valdið áralöngum uppskerubresti og hungursneyð ([[Fimbulvetur]]). Síðasti hluti járnaldar fyrir víkingaöld er nefndur [[Vendeltímabilið]] eftir bátagröfum með ríkulegu haugfé í [[Vendel]] norðan við [[Uppsalir|Uppsali]].<ref>{{cite journal|author=Nichols, C.|year=2021|title=The Vendel Period: The Golden Age of the Norse|journal=Scandinavian Archaeology|number=23|url=https://www.scandinavianarchaeology.com/the-vendel-period-the-golden-age-of-the-norse/}}</ref> Á þeim tíma þróaðist [[frumnorræna]] úr [[forngermanska|forngermönsku]]. === Víkingaöld === [[Mynd:Bildsten_med_skepp_800-1099_Tjängvide,_Gotland.jpg|thumb|right|Víkingaskip á steini frá [[Gotland]]i.]] Á [[9. öldin|níundu]] og [[10. öldin|tíundu öld]] stóð [[víkingar|víkingamenning]] á stórum hluta þess svæðis sem nú er Svíþjóð. Sænskir víkingar héldu í [[austurvegur|austurveg]] til Eystrasaltslandanna, [[Rússland]]s og allt suður til [[Svartahaf]]s, þar sem þeir gengu í lífvarðasveitir keisarans í [[Konstantínópel]] sem [[væringi|væringjar]].<ref>{{cite book|author=Sverrir Jakobsson|year=2020|title=The Varangians: In God’s Holy Fire|publisher=Springer Nature|isbn=3030537978|doi=10.1007/978-3-030-53797-5}}</ref> Í máli Finna fengu þessir víkingar heitið ''ruotsi'' (hugsanlega dregið af orðinu „róður“<ref>{{vefheimild|url=https://malid.is/leit/R%C3%BAssi|titill=Rússi|vefsíða=Málið.is}}</ref>) sem varð [[rús]] (sem Rússland dregur nafn sitt af). Sænskir víkingar stofnuðu [[Garðaríki]] meðfram fljótunum þar sem nú eru Rússland, [[Hvíta-Rússland]] og [[Úkraína]]. [[Rúriksætt]] ríkti yfir þessu ríki til loka 16. aldar, síðast sem [[stórfurstadæmið Moskva|stórfurstar af Moskvu]].<ref>{{cite book|author=Feldbrugge, F.|year=2017|chapter=The Prince in Medieval Russia|title=A History of Russian Law|pages=331-376|publisher=Brill Nijhoff}}</ref> [[Yngvars saga víðförla|Yngvar víðförli]] var víkingaforingi sem hélt í leiðangur til [[Svartahaf]]s og [[Kaspíahaf]]s 1036-1041, en aðeins eitt af skipum hans náði aftur til Svíþjóðar.<ref>{{cite journal|author=McGinnis, Deborah|year=1983|title=The Vikings in the east : Yngvars saga víðförla|journal=Scandinavian-Canadian studies|pages=79-86|url=http://hdl.handle.net/10802/12443}}</ref> [[Sænska|Sænskumælandi]] íbúar settust að í suðurhluta [[Finnland]]s og einnig í [[Eistland]]i. Á þessum tíma tók einnig sænskt ríki að myndast með þungamiðju í [[Uppsalir|Uppsölum]] og náði það allt suður að [[Skánn|Skáni]], sem þá var hluti Danmerkur. Helstu heimildir um Svíþjóð frá þessum tíma eru [[rúnir|rúnasteinar]] og skrif erlendra manna, eins og frankverska trúboðans [[Ansgar]]s sem ferðaðist til [[Birka]] árið 830. Í ''[[Heimskringla|Heimskringlu]]'' og [[fornaldarsögur|fornaldarsögum]] eins og ''[[Hervarar saga og Heiðreks|Hervarar sögu]]'' frá 13. og 14. öld eru nefndir nokkrir [[sagnkonungur|sagnkonungar]] í Svíþjóð, eins og [[Björn að Haugi]] (sem er hugsanlega sá sem Ansgar hitti í Birka).<ref>{{cite book|author=Kaliff, A. og Oestigaard, T.|year=2018|title=Bronze Age Håga and the Viking King Björn: A history of interpretation and documentation from AD 818 to 2018|publisher=Uppsala universitet|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:1221652/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Talið er að konungsvaldið í Svíþjóð hafi verið veikt á þessum tíma og að mestu bundið við ófriðartíma. Fyrsti konungurinn sem kemur fyrir í samtímaheimildum er [[Eiríkur sigursæli]] sem ríkti hugsanlega fyrstur yfir bæði Svíum og Gautum frá 970 til 995.<ref>{{cite book|author=Lagerqvist, Lars O. & Åberg, Nils|title=Litet lexikon över Sveriges regenter|publisher=Vincent bokförlag|location=Boda kyrkby|year=2004|isbn=91-87064-43-X}}</ref> Hann stofnaði bæinn [[Sigtuna]] um 980.<ref>{{cite book|author=Zachrisson, T., Pedersen, A., & Sindbæk, S.|year=2020|chapter=Sigtuna: an urban hub in the Viking world, and its roots|title=Viking Encounters: Proceedings from the Eighteenth Viking Congress|publisher=Aarhus Universitetsforlag}}</ref> [[Adam frá Brimum]] lýsti því að Svíar hefðu stórt [[Hofið í Uppsölum|hof í Uppsölum]] þar sem þeir færðu guðunum bæði dýra- og mannfórnir. Rit hans byggist þó aðeins á munnmælum og tilgangur þess var að styrkja biskupsdæmið í Hamborg í sessi. Sumir fræðimenn telja því að hofið í Uppsölum sé hreinn uppspuni.<ref>{{cite book|editor=Bartusik, G., Biskup, R., & Morawiec, J.|year=2022|title=Adam of Bremen’s Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum|publisher=Routledge}}</ref> Svíar hófu að snúast frá [[norræn trú|norrænni trú]] til [[kristni]] um miðja 10. öld. [[Ólafur skotkonungur]] var fyrsti sögulegi konungurinn sem tók kristni til frambúðar. Samkvæmt sögnum snerust Svíar endanlega til kristni þegar [[Ingi hinn eldri]] drap mág sinn, [[Blót-Sveinn|Blót-Svein]], um 1087.<ref>{{cite journal|author=Ljungqvist, F. C.|year=2018|title=Hedniskt motstånd i Svealand under sent 1000-tal|journal=Historisk tidskrift|volume=138|number=2|url=https://historisktidskrift.se/index.php/june20/article/view/444/393}}</ref> Á 11. og 12. öld var Svíþjóð skipt í sóknir. Fyrsta biskupsdæmi Svíþjóðar var stofnað í [[Husaby]] í Vestur-Gautlandi um 1014.<ref>{{cite journal|author=Sanmark, Alexandra|title=Power and conversion: a comparative study of Christianization in Scandinavia|publisher=Uppsala: Department of Archaeology and Ancient History|journal=Occasional papers in archaeology|volume=34|isbn=91-506-1739-7|year=2004|url=http://www.uu.se/digitalAssets/80/80440_Sanmark2004_OPIA34.pdf}}</ref> === Miðaldir === Við upphaf miðalda réði konungur Svíþjóðar aðeins yfir [[Svíaríki]] (Mälarsvæðinu) og [[Gautland]]i um miðbik landsins sem í dag nefnist Svíþjóð á íslensku. Þegar [[Emundur gamli]], sonur [[Ólafur skotkonungur|Ólafs skotkonungs]], lést 1060, tók [[Steinkell Svíakonungur]] við sem fyrsti konungur [[Steinkelsætt]]ar. Eftir 1130 tókust [[Sörkvisætt]] og [[Eiríksætt]] á um konungdæmið. [[Eiríkur hinn smámælti og halti]] var síðasti konungur Eiríksættar. Helsti ráðgjafi hans og ríkisstjóri í Svíþjóð var [[Birgir jarl]] af [[Bjälbo-ætt]] (Fólkungaættin). Á þeim tíma tóku Svíar að nema land við suðvesturströnd [[Finnland]]s og Birgir leiddi krossferð gegn [[Tavastía|Tavöstum]] árið 1249.<ref>{{cite book|author=Lindkvist, T.|year=2017|chapter=Crusades and crusading ideology in the political history of Sweden, 1140–1500|title=Crusade and Conversion on the Baltic Frontier 1150–1500|pages=119-130|publisher=Routledge}}</ref> Kristnir íbúar suðvesturhéraðanna báðu sænsku konungana um vernd gegn árásum finnskra þjóðflokka og [[Hólmgarðsríkið|Hólmgarðsríkinu]] í Rússlandi. Eftir lát Eiríks varð sonur Birgis, [[Valdimar Birgisson]], konungur og síðan bróðir hans, [[Magnús hlöðulás]]. Magnús var fyrsti konungurinn sem var kjörinn við [[Morasteinar|Morasteina]].<ref>{{cite journal|author=Larsson, M. G.|year=2010|title=Mora sten och Mora ting|journal=Fornvännen|volume=105|number=4|pages=291-303}}</ref> Svíar reistu þrjá kastala í Finnlandi, [[Åbo-höll]] í (eiginlega) Finnlandi, [[Viborg-höll]] í Karelíu og [[Häme-höll]] í Tavastíu.<ref>{{cite book|author=Knuutinen, T., & Haggren, G.|year=2023|chapter=Medieval castles and castle studies in Finland|title=Reconsidering Raseborg: New approaches to a medieval castle in Finland|pages=9-26|publisher=Suomen keskiajan arkeologian seura|url=http://hdl.handle.net/10138/572239}}</ref> Á sama tíma stækkaði Svíþjóð bæði til norðurs ([[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]]) og suðurs ([[Smálönd]]).<ref>{{cite book|author=Line, Philip|title=Kingship and state formation in Sweden 1130-1290|series=The Northern World|volume=27|publisher=Brill|year=2007|isbn=9047419839}}</ref> [[Mynd:Heliga_Birgitta-den_portrattlika.jpg|thumb|right|Höggmynd af heilagri Birgittu frá 1425 í klausturkirkjunni í [[Vadstena]].]] Árið 1290 varð [[Birgir Magnússon]] konungur. Hann átti í [[bræðrastríðið|átökum við bræður sína]], hertogana [[Valdimar Magnússon|Valdimar]] og [[Eiríkur Magnússon (hertogi)|Eirík]], sem tóku hann til fanga í [[Nyköpingshus]] 1306. Hann slapp þaðan 1308. Árið 1317 bauð hann bræðrum sínum til [[Veislan í Nyköping|veislu í Nyköping]] þar sem hann fangelsaði þá báða og lét þá svelta til bana.<ref>{{cite book|last=Nordberg |first=Michael |title=I kung Magnus tid: Norden under Magnus Eriksson : 1317-1374 |year=1995 |publisher=Norstedt |location=Stockholm|isbn=91-1-952122-7}}</ref> Fylgismenn þeirra gerðu uppreisn gegn honum og settu hann af árið 1319. Þriggja ára sonur Eiríks, [[Magnús Eiríksson smek]], varð konungur yfir bæði Svíþjóð og Noregi. Magnús keypti [[Skánn|Skán]] og [[Blekinge]] af [[Valdimar atterdag]] Danakonungi, en Valdimar hertók löndin aftur síðar. Á þessum tíma voru tekin upp ein lög fyrir allt landið og hefð komst á [[herradagur|herradaga]], þing stórmenna.<ref>{{cite book|author=Lindkvist, T.|year=2008|chapter=The emergence of Sweden|title=The Viking World|pages=692-698|publisher=Routledge}}</ref> Árið 1350 barst [[svarti dauði]] til Svíþjóðar og er talið að þriðjungur íbúa hafi látist vegna hans. [[Heilög Birgitta frá Svíþjóð]] hélt í [[pílagrímsferð]] til Rómar sama ár og stofnaði [[Birgittureglan|Birgitturegluna]]. [[Bonifasíus 9.]] páfi gerði hana að dýrlingi árið 1391.<ref>{{cite book|author=Brown, J. N.|chapter=Visionary women, the Papal Schism and the Hundred Years War: Bridget of Sweden and Catherine of Siena in medieval England|editor=Davies, D og Perry R.D.|title=Literatures of the Hundred Years War|year=2024|publisher=Manchester University Press|pages=272-302|url=https://library.oapen.org/bitstream/handle/20.500.12657/89995/9781526142153_WEB.pdf}}</ref> Árið [[1389]] sameinuðust Danmörk, Noregur og Svíþjóð undir einum konungi. Danmörk og Noregur gengu í konungssamband árið 1380 þegar hinn barnungi [[Ólafur 4. Hákonarson]] tók við völdum. Konungur Svíþjóðar á þeim tíma, [[Albrekt af Mecklenburg]], átti í átökum við sænsku stórmennina sem leituðu til [[Margrét mikla|Margrétar]], móður Ólafs, eftir aðstoð. Margrét vann sigur á her Albrekts í [[orrustan við Åsle|orrustunni við Åsle]] 1389.<ref>{{cite journal|author=Haug, E.|year=2019|title=Queen Margaret’s Legitimate Power Base at the Change of Dynasty in Scandinavia, 1387–1388|journal=Scandia: Tidskrift för historisk forskning|volume=85|number=1|url=https://journals.lub.lu.se/scandia/article/view/19624}}</ref> [[Kalmarsambandið]] var svo formlega stofnað 1397 þegar ættleiddur sonur hennar, [[Eiríkur af Pommern]], var krýndur konungur Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Kalmarsambandið var ekki pólitískt [[sambandsríki]] heldur [[konungssamband]]. Þegar systursonur Eiríks, [[Kristófer af Bæjaralandi]], tók við völdum eftir 1440 var hann krýndur sérstaklega í hverju landi fyrir sig. Meirihluta [[15. öldin|15. aldar]] reyndi Svíþjóð að hamla þeirri miðstýringu sem Danir vildu koma á í sambandinu undir dönskum kóngi.<ref>{{cite book|author=Olesen, J. E.|year=2022|chapter=The Nordic Union Wars 1451–1523|title=Unions and Divisions|pages=267-281|publisher=Routledge}}</ref> Sambandið rofnaði um stutt skeið þegar [[Karl Knútsson Bonde]] var kjörinn konungur í Svíþjóð 1448, en [[Kristján 1.|Kristján Danakonungur]], greifi af Aldinborg, kom því aftur á með stuðningi aðalsins í löndunum. Svíþjóð sagði sig úr Kalmarsambandinu [[1523]] þegar [[Gústaf Vasa|Gústaf Eiríksson Vasa]], síðar þekktur sem Gústaf 1., endurreisti sænska konungdæmið eftir átök sænska aðalsins við [[Kristján 2.]]<ref>{{cite journal|author=Gustafsson, H.|year=2006|title=A State that Failed? On the Union of Kalmar, Especially its Dissolution|journal=Scandinavian Journal of History|volume=31|number=3–4|pages=205–220|doi=10.1080/03468750600930720}}</ref> === Ríki Vasaættarinnar === [[Mynd:Gustav_I,_1497-1560,_konung_av_Sverige_-_Nationalmuseum_-_15137.tif|thumb|right|Gústaf Vasa á málverki frá 1557.]] Eftir upplausn Kalmarsambandsins 1523 tóku konungar af [[Vasaætt]] við völdum í Svíþjóð. Ættin fór með konungsvaldið þar til [[Kristín Svíadrottning]] sagði af sér árið 1654. Undir stjórn [[Gústaf Vasa|Gústafs Vasa]] fóru [[siðaskiptin]] fram í Svíþjóð. Bændur gerðu víða uppreisnir gegn konungi, eins og í [[Dacke-ófriðurinn|Dacke-ófriðnum]] og [[Dalauppreisnin]]i, en þær voru barðar niður af hörku.<ref>{{cite thesis|author=Schygge, K.|year=2017|title=‘Med vår gunstige willie och tillatelse’ : Statsmakten och gränsstäderna Kalmar och Viborg under Gustav Vasas tid|url=https://urn.kb.se/resolve?urn=urn:nbn:se:lnu:diva-60840|publisher=Linnæus University}}</ref> Árið 1544 gerði Gústaf ríkið að erfðakonungsríki og gerði syni sína að [[hertogi|hertogum]] til að tryggja völd ættarinnar. Allir uppkomnir synir hans nema einn urðu konungar í Svíþjóð eftir hans dag. Eftir lát Gústafs árið 1560 tók elsti sonur hans við völdum sem [[Eiríkur 14.]] Eiríkur stóð í átökum við yngri hálfbræður sína, einkum [[Jóhann 3. Svíakonungur|Jóhann hertoga af Finnlandi]]. Þegar Jóhann giftist pólsku prinsessunni [[Katrín Jagellonika|Katrínu Jagelloniku]] gegn vilja bróður síns, lét hann fangelsa þau bæði í [[Grípshólmshöll]] í Stokkhólmi. Sama ár hófst [[norræna sjö ára stríðið]] gegn Danmörku. Andlegri heilsu Eiríks hrakaði. Hann var haldinn [[ofsóknaræði]] og lét myrða þrjá meðlimi [[Stureætt]]ar árið 1567 vegna gruns um svik. Þegar hann gekk að eiga alþýðukonuna [[Karin Månsdotter]] árið 1568 gerðu bræður hans og sænski aðallinn uppreisn gegn honum. Konungur var fangelsaður og Jóhann tók við völdum. Eiríkur lést í fangelsi árið 1577.<ref>{{cite book|author=Nilsson, A. M.|year=2021|title=Royal Marginalia: King Eric XIV of Sweden as a Reader|publisher=Lund University}}</ref> Sonur Jóhanns og Katrínar, [[Sigmundur 3.|Sigmundur]], var gerður að konungi Póllands-Litáens 1587. Eftir að Sigmundur erfði sænsku krúnuna 1592 reyndi bróðir Jóhanns, [[Karl 9. Svíakonungur|Karl hertogi]], að grafa undan völdum hans. Karl espaði meðal annars finnska bændur gegn aðlinum í Finnlandi sem stóð með Sigmundi í [[kylfustríðið|kylfustríðinu]].<ref>{{cite book|author=Sarti, C.|year=2019|chapter=Sigismund of Sweden as foreigner in his own kingdom: How the king of Sweden was made an alien|title=Dynastic Change|pages=86-102|publisher=Routledge}}</ref> Hann fékk þingið til að samþykkja að konungur Svíþjóðar yrði að vera mótmælendatrúar. Árið 1598 hóf Karl stríð gegn Sigmundi og vann sigur. Sem konungur Svíþjóðar átti Karl í tíðum styrjöldum við Pólverja ([[stríð Póllands og Svíþjóðar 1600-1629]]), Rússa ([[herför De la Gardie]] og [[Ingermanlandsstríðið]]) og Dani ([[Kalmarófriðurinn]]). Þessi stríð stóðu enn yfir þegar Karl lést árið 1611 og 17 ára sonur hans, [[Gústaf 2. Vasa]], tók við völdum. === Stórveldistíminn === {{aðalgrein|Stórveldistími Svíþjóðar}} [[Mynd:Attributed_to_Jacob_Hoefnagel_-_Gustavus_Adolphus,_King_of_Sweden_1611-1632_-_Google_Art_Project.jpg|thumb|right|Gústaf Adolf árið 1624.]] Gústaf stóð mest ógn af hernaði [[Kristján 4.|Kristjáns 4.]] sem hafði lagt undir sig bæði [[Kalmarhöll]] og [[Älvsborg]]. Helstu herforingjar Svía, [[Jakob De la Gardie]] og [[Evert Horn]], voru í Rússlandi. Konungur samdi um frið við Dani árið 1613 með [[friðarsamningurinn í Knærød|friðarsamningnum í Knærød]] sem var Svíum mjög óhagstæður. Fjórum árum síðar náðu Svíar mun hagstæðari [[friðarsamningurinn í Stolbova|friðarsamningum]] í Rússlandi þar sem þeir náðu [[Ingermanland]]i á sitt vald og lokuðu á aðgang Rússa að [[Eystrasalt]]i. Stríðið í Póllandi stóð í 12 ár þar sem markmið Svía var að hertaka allar borgirnar á suðurströnd Eystrasalts og loka þannig á aðgang Pólverja að hafi. Árið 1629 sömdu stríðsaðilar um sex ára vopnahlé, sem gerði Svíum kleift að taka þátt í [[þrjátíu ára stríðið|þrjátíu ára stríðinu]].<ref>{{cite book|author=Wolke, L. E.|year=2022|title=Gustavus Adolphus: Sweden and the Thirty Years War 1630–1632|publisher=Pen and Sword}}</ref> Heima fyrir nútímavæddi Gústaf stjórn landsins og kom sér upp ríkisstjórn með ráðuneytum í stað [[sænska ríkisráðið|sænska ríkisráðsins]]. Helsti ráðgjafi hans var ríkiskanslarinn [[Axel Oxenstierna]] sem fór með stjórn landsins í fjarveru konungs. Gústaf einfaldaði líka og bætti skattheimtu og herkvaðningu og nútímavæddi sænska herinn.<ref>{{cite book|author=Thisner, F.|year=2008|chapter=Manning the armed forces: The Swedish solution|title=Conscription in the Napoleonic Era|pages=178-190|publisher=Routledge}}</ref> Eftir ósigur Kristjáns 4. og brotthvarf úr átökum þrjátíu ára stríðsins árið 1629, ákvað Gústaf að hefja þátttöku í stríðinu í Þýskalandi. Hann samdi um árlegan stríðsstyrk við Frakka árið eftir. Nokkrir mótmælendafurstar gengu til liðs við hann, en stuðningur þeirra fór að miklu leyti eftir stríðsgæfu Svía. Fall og eyðing [[Magdeburg]] vorið 1631 jók fylgi við Gústaf og Svíar unnu mikilvægan sigur í [[orrustan við Breitenfeld (1631)|orrustu við Breitenfeld]], en í [[orrustan við Lützen|orrustu við Lützen]] árið eftir féll konungur. Oxenstierna tók þá við stjórn landsins sem ríkisstjóri fyrir hönd barnungrar dóttur Gústafs, [[Kristín Svíadrottning|Kristínar]]. Ófriðurinn hélt áfram og árið 1641 tók [[Lennart Torstenson]] við stjórn hersins. Árið 1643 hófst [[Torstensonófriðurinn]] þar sem Torstenson réðist inn í Danmörku. Með [[Brömsebrofriðurinn|Brömsebrofriðnum]] 1645 fengu Svíar [[Halland]], [[Jamtaland]], [[Herjadalur|Herjadal]] og eyjarnar [[Saaremaa]] og [[Gotland]] frá Dönum.<ref>{{cite book|author=Lindqvist, H.|year=2015|title=Våra kolonier: de vi hade och de som aldrig blev av|publisher=Albert Bonniers Förlag}}</ref> Þegar loks var samið um frið í þrjátíu ára stríðinu í Þýskalandi, fengu Svíar stórt land, [[Sænska Pommern|Sænsku Pommern]], í norðurhlutanum og atkvæði við kjör keisara [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]].<ref>{{cite book|author=Bregnsbo, M.|year=1998|chapter=Denmark and the Westphalian Peace|title=Der Westfälische Friede. Diplomatie–politische Zäsur–kulturelles Umfeld–Rezeptionsgeschichte|publisher=H. Duchhardt|location=München|pages=361-367}}</ref> [[Mynd:Tåget_över_stora_bält.jpg|thumb|right|Herförin yfir Stóra-Belti.]] Árið 1654 ákvað Kristín Svíadrottning að segja af sér og láta völdin ganga til frænda síns, [[Karl 10. Gústaf|Karls]], sem líka var barnabarn Karls 9. Karl hóf nær strax stríð gegn Póllandi sem var kallað „[[sænska syndaflóðið]]“. Stríðið gekk illa og þegar Danir lýstu Svíum stríði á hendur 1657 greip Karl tækifærið og hélt með herinn til Jótlands. Óvenju harður vetur varð til þess að dönsku sundin lagði og sænski herinn komst á eyjarnar gangandi á ís. Í friðarsamningunum fengu Svíar [[Skánn|Skán]], [[Blekinge]], [[Bohuslän]] og [[Þrándheimur|Þrándheim]]. Í [[Friðarsamningurinn í Oliwa|friðarsamningum við Pólland]] fengu Svíar viðurkennd yfirráð sín í [[Lífland]]i og ríktu þá yfir nær allri strönd Eystrasalts. [[Karl 11. Svíakonungur|Karl 11.]] kom á kerfi þar sem hver sveit sá hernum fyrir einum hermanni með öllum búnaði.<ref>{{cite book|title=Svenska knektar: Indelta soldater, ryttare och båtsmän i krig och fred|author=Lars Ericson Wolke|publisher=Svenska Historiska Media Förlag AB|year=2013|isbn=9187031965}}</ref> Árið 1686 var kirkjulögum breytt og tekin upp fermingarfræðsla með prófi í [[læsi]].<ref>{{cite journal|author=Loftur Guttormsson|year=1990|title=The development of popular religious literacy in the seventeenth and eighteenth centuries|journal=Scandinavian Journal of History|volume=15|number=1-2|pages=7-35|doi=10.1080/03468759008579188}}</ref> Svíum tókst þó ekki að viðhalda stórveldisstöðu sinni við Eystrasalt lengi. [[Pétur mikli]] tók við völdum í Rússlandi 1696 og nútímavæddi stjórnkerfi og her. Helsta takmark hans var að fá aðgang að Eystrasalti. [[Norðurlandaófriðurinn mikli]] hófst með átökum milli Svía og Rússa, sem studdir voru af Dönum og Pólverjum, árið 1700. Eftir fjölda bardaga á þremur vígstöðvum féll [[Karl 12.]] í orrustu í Noregi árið 1718 og systir hans, [[Úlrika Eleónóra]], tók við völdum. Í [[friðarsamningurinn í Nystad|friðarsamningum]] 1721 misstu Svíar Ingermanland, Eistland og Lífland til Rússa, og hluta Sænsku Pommern til [[Prússland]]s. Það markar endalok stórveldistímans í sögu Svíþjóðar.<ref>{{cite book|author=Karonen, P.|year=2024|title=The rise and fall of the Swedish Empire: Causes and explanations|title=Swedish and Finnish Historiographies of the Swedish Realm, c. 1520–1809|pages=80-97|publisher=Routledge}}</ref> Ef undan eru skilin Finnland og Sænska Pommern, voru landamæri Svíþjóðar þá orðin svipuð því sem þau eru í dag.<ref name="liikanen" /> ===Frelsistíminn og valdarán konungs=== Ófriðurinn olli Svíum miklum búsifjum. Eftir lát Karls 12. var einveldið mjög óvinsælt meðal almennings. Þegar [[Úlrika Eleónóra]] tók við völdum tryggði [[sænska þingið]] sér sjálfstæð völd með lagasetningum 1719 og 1720. Tímabilið sem fylgdi í kjölfarið var nefnt [[frelsistíminn]], þar sem þingið var sjálfstæður fulltrúi stéttanna og gerður var greinarmunur á grunnlögum og almennum lögum.<ref>{{cite book|last=Roberts|first=Michael|title=Sverige under frihetstiden: 1719–1772|year=2003|publisher=Prisma|location=Stockholm|isbn=9151841061}}</ref> [[Friðrik 1. Svíakonungur|Friðrik 1.]] sem tók við völdum af Úlriku, eiginkonu sinni, árið 1720, var frjálslyndur konungur, en hafði lítil áhrif á stjórn landsins. Í fyrstu fór [[sænska ríkisráðið]] með stjórnina undir forystu [[Arvid Horn]], sem markvisst forðaðist þátttöku í hernaðarátökum. Með tíð og tíma skiptust þingmenn í tvo flokka: [[Hattarnir (Svíþjóð)|Hattana]], sem studdu aðalinn, og [[Húfurnar (Svíþjóð)|Húfurnar]], sem studdu stórbændur.<ref>{{cite journal|last=Sjöström|first=Oskar|title=Hattar & mössor : partistrider på 1700-talet|year=2010|journal=[[Populär Historia]]|number=4|pages=48–54|issn=1102-0822|url=https://popularhistoria.se/sveriges-historia/1700-talet/hattar-mossor}}</ref> Hattarnir steyptu Horn af stóli 1738 og fóru eftir það oftast með stjórn landsins. Þeir studdu Frakka gegn Rússum og öttu Svíþjóð út í [[Hattastríðið]] gegn þeim 1741.<ref>{{cite journal|author=Metcalf, M. F.|year=1977|title=The first “modern” party system?: Political parties, Sweden’s Age of liberty and the historians|journal=Scandinavian Journal of History|volume=2|number=1–4|pages=265–287|doi=10.1080/03468757708578923}}</ref> Stríðinu lauk með ósigri Svía og missi enn frekara lands við austurlandamæri Finnlands. Eftir ósigurinn náðu Húfurnar yfirhöndinni á þinginu. Þegar Úlrika lést án erfingja 1741, vildu Húfurnar í fyrstu fá danska krónprinsinn [[Friðrik 5. Danakonungur|Friðrik]], en [[Elísabet Rússakeisaraynja]] beitti sér fyrir því að frændi hennar, [[Adolf Friðrik]], var valinn í staðinn. Eftir þetta komust Hattarnir aftur til valda. [[Mynd:Ostindiska_kompaniet_Gbg.jpg|thumb|right|Hús Austur-Indíafélagsins í Gautaborg, reist 1750.]] Efnahagsstjórnin á 18. öld var í anda [[merkantílismi|merkantílismans]]. Komið var á sænskri einokun á skipaflutningum innanlands, og reynt að koma á sænskum iðnaði á sem flestum sviðum. Árið 1731 var [[Sænska Austur-Indíafélagið]] stofnað og 1739 var [[Konunglega sænska vísindaakademían]] stofnuð. Flokkunarkerfi [[Carl Linné]], ''[[Systema naturae]]'', kom út í fyrsta skipti árið 1735. [[Járn]] var, líkt og áður, mikilvægasta útflutningsvara Svíþjóðar. Á seinni hluta 18. aldar hófust tilraunir með [[jarðaumbætur]] til að auka framleiðni í sænskum landbúnaði. Eitt frægasta fyrirtækið af þessu tagi var [[Alingsås]], þar sem [[Jonas Alströmer]] kom upp vefnaðariðnaði í tengslum við kynbætur í sauðfjárrækt.<ref>{{cite conference|author=Swedberg, Richard|title=Hope and Economic Development: The Case of 18th-Century Sweden|series=CSES Working Paper Series|number=28|conference=Hope in the Economy|date=April 2, 2005|publisher=Cornell University}}</ref> Verksmiðjan í Alingsås var ein af fyrirmyndum [[Innréttingarnar|Innréttinganna]] á Íslandi.<ref>{{cite journal|author=Hafsteinn Hafliðason|title=Ár kartöflunnar|journal=Garðurinn|page=11|year=2008}}</ref> Árið 1771 komst sonur Adolfs Friðriks, [[Gústaf 3.]], til valda og framdi nær strax [[valdarán]] með aðstoð hluta hersins.<ref>{{cite journal|author=Barton, H. A.|year=1972|title=Gustav III of Sweden and the Enlightenment|url=https://archive.org/details/sim_eighteenth-century-studies_fall-1972_6_1/page/n5|journal=Eighteenth-Century Studies|volume=6|number=1|pages=1–34|doi=10.2307/3031560}}</ref> Ein ástæðan var ógnin frá Rússlandi. Gústaf lét samþykkja ný grunnlög sem færðu honum meiri völd í anda [[upplýst einveldi|upplýsts einveldis]]. Gústaf kom í gegn fjölda umbótalaga í anda [[frjálslyndisstefna|frjálslyndisstefnu]]. Hann stofnaði [[Sænska akademían|Sænsku akademíuna]] árið 1786, að franskri fyrirmynd. Hann hóf [[stríð Svía og Rússa (1788-1790)|stríð gegn Rússum]] 1788 til að vinna aftur töpuð héruð í Finnlandi, en náði því aðeins fram að hindra afskipti Rússa af sænskum innanríkismálum. Hann nýtti sér uppreisn foringja í Finnlandi til að afnema réttindi sænska aðalsins. Á grímuballi árið 1792 var hann skotinn með skammbyssu og lést af sárum sínum átta dögum síðar.<ref>{{cite book|author=Önnerfors, A., Haug, T., & Krischer, A. J. |year=2020|chapter=Criminal Cosmopolitans: Conspiracy theories surrounding the assassination of Gustav III of Sweden in 1792. |title=Höllische Ingenieure: Attentate und Verschwörungen in kriminalitäts-, entscheidungs-und sicheheitsgeschichtlicher Pespektive|location=Konstanz|publisher=Universitätsverlag Konstanz|pages=137-151}}</ref> === Napóleonsstyrjaldirnar og konungsambandið === Eftir lát Gústafs 3. tók 14 ára sonur hans, [[Gústaf 4. Adolf]], við en stjórnin var í höndum forræðisstjórnar. Þegar [[Napóleonsstyrjaldirnar]] hófust 1803 tóku Svíar harða afstöðu á móti [[Napoléon Bonaparte]], en þegar Napóleon gerði bandalag við [[Rússland]] eftir [[fjórða bandalagsstríðið]], sömdu keisararnir um að Rússar legðu [[Finnland]] undir sig til að veikja Svíþjóð. Svíar biðu afgerandi ósigur í [[Finnlandsstríðið|Finnlandsstríðinu]]. Finnland (ásamt [[Álandseyjar|Álandseyjum]], [[Lappland]]i og [[Austurbotn]]i) var innlimað í [[Rússaveldi]] sem [[Stórfurstadæmið Finnland]]. Núverandi landamæri Svíþjóðar og Finnlands eru þau sömu og samið var um í [[Friðarsamningurinn í Frederikshamn|friðarsamningum í Frederikshamn]] [[17. september]] [[1809]].<ref name="liikanen">{{cite journal|author=Liikanen, I.|year=2014|title=Territoriality, State, and Nationality in the Making of Borders of Finland: The Evolving Concept of Border in the Peace Treaties between Russia and Sweden, 1323–1809|journal=Russian Sociological Review|volume=13|issue=4|pages=105-115}}</ref> Konungi var kennt um ófarir Svía í stríðinu og í mars 1809 steypti hópur herforingja honum af stóli og fangelsaði í [[Grípshólmshöll]].<ref>{{cite journal|author=Kurunmäki, J.|year=2017|title=Political Representation, Imperial Dependency and Political Transfer: Finland and Sweden 1809–1819|journal=Journal of Modern European History|volume=15|number=2|pages=243-260|doi=10.17104/1611-8944-2017-2-243}}</ref> Föðurbróðir hans, Karl, var kjörinn konungur sem [[Karl 13.]] eftir að hafa samþykkt mjög frjálslynda [[stjórnarskrá Svíþjóðar|stjórnarskrá]]. Karl var 61 árs þegar hann tók við völdum og átti enga lögmæta erfingja. Því var ákveðið að velja arftaka hans strax og fyrir valinu varð hátt settur franskur herforingi, [[Karl 14. Jóhann|Jean-Baptiste Jules Bernadotte]]. Hann tók við völdum sem Karl 14. þegar Karl 13. lést 1818. Frakkar höfðu lagt [[Sænska Pommern]] undir sig 1807. Þegar Svíþjóð og Bretland sömdu við Danmörku um [[Kílarfriðurinn|frið í Kíl]] 1814 var ákveðið að Danir fengju Pommern í skiptum fyrir [[Noregur|Noreg]], sem gekk í [[konungssamband]] við Svíþjóð.<ref>{{cite journal|author=Feldbæk, O.|year=1990|title=Denmark and the treaty of Kiel 1814|journal=Scandinavian Journal of History|volume=15|number=3–4|pages=259–268|doi=10.1080/03468759008579203}}</ref> [[Mynd:Gotha_Canal_Inauguration,_1832.jpg|thumb|right|Opnun Gautaskurðarins 1832.]] Napóleonsstyrjaldirnar og missir Finnlands léku sænskt efnahagslíf grátt. Á 19. öld hófst tímabil [[iðnvæðing]]ar með byggingu [[Gautaskurðurinn|Gautaskurðsins]] þvert yfir Svíþjóð 1832.<ref>{{cite book|author=Hasselgren, B. |year=2023|chapter=The Development of Transport Infrastructure Systems|title=An Institutional Approach to the Göta kanal|publisher=Palgrave Macmillan|doi=10.1007/978-3-031-44416-6_1}}</ref> Stáliðnaðurinn átti hins vegar í erfiðleikum vegna samkeppni við Bretland. Árið 1842 var [[skólaskylda|skólaskyldu]] komið á og umbætur í landbúnaði leiddu til fólksfjölgunar. Íbúafjöldi Svíþjóðar tvöfaldaðist á 19. öld og var 5 milljónir um aldamótin 1900. Yfir ein milljón Svía flutti til [[Ameríka|Ameríku]] í nokkrum bylgjum á síðari hluta 19. aldar. Í valdatíð [[Óskar 1.|Óskars 1.]] og [[Karl 15.|Karls 15.]] gerðu Svíar umbætur í efnahagsstjórn, félagsmálum og stjórnkerfinu. Árin 1865-1866 var stjórnarskránni breytt þannig að [[sænska þingið]] í tveimur deildum tók við af gamla [[stéttaþing]]inu. Járnbrautarnetið stækkaði eftir 1870 og nýjar járnnámur voru uppgötvaðar á [[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurlandi]]. Mörg af helstu iðnfyrirtækjum Svíþjóðar í dag, eins og [[LM Ericsson]], [[Asea]] og [[Bofors]], voru ýmist stofnuð eða hófu stáliðju á þessum tíma. [[Alfred Nobel]] stofnaði fyrirtæki sitt, [[Nitroglycerin Aktiebolaget]], árið 1865. [[Óskar 2.]] varð konungur 1872. Í valdatíð hans hallaðist landið að [[Þýskaland]]i fremur en Frakklandi. Á sama tíma leiddu deilur stjórnarinnar við [[norska stórþingið]] til upplausnar konungssambandsins 1905. [[Almennur kosningaréttur]] karla var tekinn upp árið 1907. Konur fengu ekki kosningarétt í Svíþjóð fyrr en árið 1921. === Styrjaldir og hlutleysi === Svíþjóð lýsti yfir [[hlutleysi]] í báðum heimsstyrjöldunum og hélt lengi fast við þá stefnu að standa utan [[hernaðarbandalag]]a í því augnmiði að halda sér utan við væntanlegar styrjaldir. Í [[fyrri heimsstyrjöld]] kusu Svíar að halda áfram verslun við [[Þýskaland]] sem varð til þess að [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöld)|bandamenn]] beittu landið viðskiptaþvingunum. Ásamt útflutningi matvara og fólksfjölgun, leiddi þetta til [[hungursneyð]]ar og húsnæðiskreppu í borgum eins og Stokkhólmi. Fyrsta ríkisstjórn [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Svíþjóð)|jafnaðarmanna]], undir forystu [[Hjalmar Branting]], komst til valda 1920. Almennur kosningaréttur karla og kvenna tók gildi 1921 og í kosningum það ár unnu jafnaðarmenn stórsigur. [[Kreppan mikla]] 1929 og gjaldþrot [[Kreuger-hópurinn|Kreuger-hópsins]] 1932 höfðu víðtækar samfélagslegar og pólitískar afleiðingar. Þegar [[síðari heimsstyrjöld]] braust út lýsti Svíþjóð sig aftur hlutlaust og átti í margvíslegu samstarfi við [[Þriðja ríkið]]. Svíar heimiluðu til dæmis liðsflutninga Þjóðverja um sænskt land milli Noregs og Finnlands og seldu þýska hernum stál til hergagnaframleiðslu. Á sama tíma tóku Svíar við þúsundum flóttamanna frá Danmörku og Noregi. Þjóðverjar lokuðu [[Skagerrak]] milli Danmerkur og Noregs með [[tundurdufl]]um, en sá hluti sænska kaupskipaflotans sem var utan við siglingatálmann var leigður til [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamanna]]. Svíar juku varnarviðbúnað verulega eftir 1942. Stríðið olli vöruskorti í Svíþjóð sem tók upp [[skömmtun]] á nauðsynjavörum. [[Sjálfsþurftarbúskapur]] fór vaxandi um allt land. ===Eftirstríðsárin=== [[Mynd:Hoghus_1-5_1964.jpg|thumb|right|Háhýsi í byggingu í Norrmalm á 7. áratugnum.]] Í marga áratugi eftir stríð voru Sósíaldemókratar ríkjandi valdaflokkur í Svíþjóð. [[Tage Erlander]] varð forsætisráðherra 1946 og byggði upp [[almannatryggingar|almannatryggingakerfi]] sem undirstöðu [[velferðarkerfi]]s í Svíþjóð, á grundvelli kenninga hagfræðingsins [[Gunnar Myrdal|Gunnars Myrdal]].<ref>{{cite journal|author=Carlson, B., & Hatti, N.|year=2017|title=The Swedish welfare state model: a brief overview|journal=Social Science Spectrum|volume=2|number=4|pages=216-229|url=https://www.socialspectrum.in/index.php/sp/article/view/83}}</ref> Á 6. og 7. áratugnum nutu skáldsögur [[Astrid Lindgren]] og kvikmyndir [[Ingmar Bergman]] vinsælda um allan heim. Svíar gerðust aðilar að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] 1946, en kusu að standa utan við [[Atlantshafsbandalagið]]. Samstarf Svía við NATO var þó svo náið að hlutleysið var nánast eingöngu að nafninu til.<ref>{{cite journal|author=Thorhallsson, B., & Stude Vidal, T.|year=2024|title=Sweden's quest for shelter: "Nonalignment" and NATO membership|journal=Scandinavian Political Studies|volume=47|number=2|pages=232-259|doi=10.1111/1467-9477.12271}}</ref> Þéttbýlisvæðing hélt áfram eftir hléð í stríðinu og stjórnin tókst á við húsnæðiskreppuna með stórum byggingaverkefnum eins og [[Milljónaverkefnið|Milljónaverkefninu]] 1965 og [[Norrmalmumbæturnar|Norrmalmumbótunum]] á 6. og 7. áratugnum.<ref>{{cite journal|author=Verkasalo, A., & Hirvonen, J.|year=2017|title=Post-war urban renewal and demolition fluctuations in Sweden|journal=Planning Perspectives|volume=32|number=3|pages=425–435|doi=10.1080/02665433.2017.1299635}}</ref> Hagvöxtur náði hámarki milli 1968 og 1973 þegar Svíþjóð var eitt af fjórum ríkustu löndum heims.<ref>{{cite journal|author=Bergh, A.|year=2013|title=What are the Policy Lessons from Sweden? On the Rise, Fall and Revival of a Capitalist Welfare State|journal=New Political Economy|volume=19|number=5|pages=662–694|doi=10.1080/13563467.2013.849670}}</ref> [[Olíukreppan 1973]] og kreppur í hefðbundnum iðngreinum á sama tíma bundu enda á þetta tímabil. Sænska krónan gekk í gegnum margar gengisfellingar á 8. og 9. áratugnum. [[Önnur ríkisstjórn Olofs Palme]] afnam reglur um lánsfjármarkaði sem leiddi til [[fasteignabóla|fasteignabólu]] á 9. áratugnum og [[fjármálakreppan í Svíþjóð 1990-1994|fjármálakreppu]] 1990. [[Olof Palme]] var myrtur 1986. Á [[glaði 9. áratugurinn|glaða 9. áratugnum]] svokallaða urðu Svíar stórveldi í [[popptónlist]] í Evrópu, með vinsælar hljómveitir á borð við [[Abba]], [[Europe]] og [[Roxette]]. Árið 1990 var tekin upp aðhaldsstefna og niðurskurður í opinbera geiranum til að halda aftur af verðbólgu. Meðal afleiðinga fjármálakreppunnar var að [[atvinnuleysi]] jókst hratt, frá 2% árið 1991 í 10% árið 1993. Svíar samþykktu aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1994, en höfnuðu upptöku [[evra|evrunnar]] árið 2003. [[Herskylda]] var afnumin í Svíþjóð árið 2010, en 2016 var hún tekin upp að nýju, og gilti í þetta sinn líka um konur. Í kjölfar [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022–|innrásar Rússa í Úkraínu]] árið 2022 sótti Svíþjóð um aðild að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] ásamt Finnlandi. Svíþjóð hlaut aðild að bandalaginu þann 7. mars 2024. == Landfræði == [[Mynd:Vy_mot_Stora_Sjöfallet_från_Saltoluokta.jpg|thumb|[[Stora Sjöfallet-þjóðgarðurinn]] í Svíþjóð.]] Svíþjóð er austan megin á [[Skandinavía|Skandinavíuskaganum]] og nær yfir 17 breiddargráður, að mestu milli 55 og 70° N, og 15 lengdargráður, að mestu milli 11 og 25° A. Munurinn á lengdargráðum jafngildir 52 mínútna sólargangi frá [[Haparanda]] í austri að [[Strömstad]] í vestri. Svíþjóð er fimmta stærsta land Evrópu (ef aðeins er reiknað með Evrópuhlutum [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Tyrkland]]s). Lengsta lengd þess frá norðri til suðurs er 1.572 km og frá austri til vesturs 499 km. Svíþjóð á landamæri að [[Noregur|Noregi]] í vestri og [[Finnland]]i í norðaustri og tengist Danmörku í suðvestri um [[Eyrarsundsbrúin|Eyrarsundsbrúna]]. Landið á strandlengju að [[Helsingjabotn]]i, sem er hluti af [[Eystrasalt]]i, í austri, og [[Skagerak]], [[Kattegat]] og [[Eyrarsund]]i í vestri. Svíþjóð er eitt [[Norðurlöndin|Norðurlandanna]]. Um það bil 221.800 eyjar tilheyra Svíþjóð. Þær stærstu eru [[Gotland]] og [[Eyland]] sem báðar eru í Eystrasalti. Meirihluti Svíþjóðar er flatur og hæðóttur, en [[Skandinavíufjöll]]in ([[Kjölurinn]]) rísa í yfir 2.000 m hæð við landamærin að Noregi, sem fylgja nánast vatnaskilunum eftir. Hæsti hnjúkurinn er [[Kebnekaise]] sem er 2.097 metrar yfir [[sjávarmál]]i. 28 [[Þjóðgarður|þjóðgarðar]] eru dreifðir um landið. Þeir stærstu eru í norðvesturhluta landsins. Þar mynda flestar árnar breið fljót sem renna frá fjöllunum í austur út í [[Botnvík]] og [[Botnhaf]]. [[Vindelfjällen-þjóðgarðurinn]] í [[Vesturbotn]]i er eitt af stærstu náttúruverndarsvæðum Evrópu, um 5.628 km<sup>2</sup> að stærð. Suður- og Mið-Svíþjóð ([[Gautland]] og [[Svealand]]) ná aðeins yfir tvo fimmtu hluta landsins en Norður-Svíþjóð ([[Norðurland (Svíþjóð)|Norrland]]) nær yfir þrjá fimmtu hluta landsins. Syðsti hluti landsins er héraðið [[Skánn]]. Suðurhluti landsins er að mestu [[landbúnaður|landbúnaðarland]]. Alls nær ræktarland yfir 2,7 milljónir hektara í Svíþjóð. Þrátt fyrir það eru 75% þurrlendis í Svíþjóð þakin [[skógur|skógi]]. Svíþjóð er á vesturjaðri evrasíska [[barrskógabeltið|barrskógabeltisins]]. Suðurhlutinn er líka mun þéttbýlli en norðurhlutinn. Þéttbýlustu svæðin eru [[Mälardalen]], [[Bergslagen]], [[Eyrarsundssvæðið]] og [[Vestur-Gautlandssvæðið]]. Í suðurhluta Gautlands koma mörg vatnsföll upp í [[Suðursænska hálendið|suðursænska hálendinu]] og renna þaðan í allar áttir. Stærsta vatnsfall Svíþjóðar er [[Klarälven]]-[[Gautelfur]] sem rennur meðal annars um vatnið [[Vänern]] og út í sjó við [[Gautaborg]]. Stærstu stöðuvötn Svíþjóðar eru Vänern og [[Vättern]]. Vänern er þriðja stærsta stöðuvatn Evrópu, á eftir [[Ladogavatn]]i og [[Onegavatn]]i í Rússlandi. ===Gróður og dýralíf=== Um helmingur landsins er [[skógur|skógi]] vaxinn (aðallega [[greni]] og [[furur|furu]]). Í suðurhluta landsins eru einnig [[Eik (tré)|eikar–]] og [[beyki]]skógar. Alls eru 65 tegundir land[[spendýr]]a í Svíþjóð og er engin þeirra einlend í landinu. Af spendýrategundum má nefna [[elgur|elg]], [[rádýr]], [[rauðhjörtur|rauðhjört]], ýmsar tegundir [[nagdýr]]a svo sem [[rauðíkorni|rauðíkorna]], [[mús|mýs]], [[læmingi|læmingja]] og [[bifur]], [[kanína|kanínur]] og [[héri|héra]]. Þrjár tegundir spendýra eru taldar í mikilli útrýmingarhættu í landinu. Tvær þessara tegunda eru [[leðurblaka|leðurblökur]] og þriðja tegundin í mikilli útrýmingarhættu er [[úlfur]]inn. Tæplega 260 tegundir fugla verpa að staðaldri í Svíþjóð. Alls hafa fundist sjö tegundir [[skriðdýr]]a í Svíþjóð, þar af þrjár tegundir [[snákur|snáka]]. Þrátt fyrir kalda veðráttu hluta árs eru 13 tegundir [[froskdýr]]a í Svíþjóð.<ref>[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=52053 Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Svíþjóð] Vísindavefur. Skoðað 17. janúar 2016.</ref> == Stjórnmál == Svíþjóð hefur verið konungdæmi í hátt í þúsund ár. [[Konungur]] hefur stærstan hluta þessa tíma deilt löggjöf með [[sænska þingið|þinginu]] (á sænsku: ''Riksdag''). Þingið hefur hins vegar haft mismikil völd gegnum tíðina. Frá endurreisn konungdæmisins 1523 var lagasetningu og stjórn ríkisins skipt milli konungs og stéttarþings aðalsmanna. Árið [[1680]] gerðist sænski konungurinn hins vegar [[einveldi|einvaldur]]. Eftir tap Svía í [[Norðurlandaófriðurinn mikli|Norðurlandaófriðinum mikla]] hófst það sem nefnt er frelsistíminn frá [[1719]]. Honum fylgdu þrjár stjórnarskrárbreytingar, [[1772]], [[1789]] og [[1809]], sem allar styrktu vald borgara gagnvart konungi. [[Þingræði]] var komið á [[1917]] þegar [[Gústaf 5.]] sætti sig við að skipa ríkisstjórn í samræmi við valdahlutföll á þingi, eftir langa baráttu. [[Almennur kosningaréttur|Almennum kosningarétti]] var komið á [[1918]] – [[1921]]. Með nýrri stjórnaskrá [[1975]] var allt vald konungs afnumið. Táknrænu embætti konungs var haldið en án nokkurs valds. Í upphafi [[20. öldin|20. aldar]] mótaðist það flokkakerfi sem að miklu leyti hefur einkennt sænsk stjórnmál síðan. Sænski jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið langstærsti stjórnmálaflokkurinn allar götur frá öðrum áratug 20. aldar og hefur setið í stjórn meira og minna samfleytt í yfir sjötíu ár. Á þingi sitja nú fulltrúar sjö flokka sem skiptast í tvær fylkingar, vinstri og hægri. Til vinstrifylkingarinnar teljast [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Svíþjóð)|sænski jafnaðarmannaflokkurinn]] (''Socialdemokraterna''), [[sænski vinstriflokkurinn]] (''Vänsterpartiet''), [[sænski umhverfisflokkurinn]] (''Miljöpartiet''). Til hægrifylkingarinnar teljast [[Hægriflokkurinn (Svíþjóð)|sænski hægriflokkurinn]] (''Moderaterna''), [[Frjálslyndi flokkurinn (Svíþjóð)|sænski þjóðarflokkurinn]] (''Folkpartiet'') (frjálslyndur miðjuflokkur), [[Miðflokkurinn (Svíþjóð)|sænski miðflokkurinn]] (''Centerpartiet'') og [[kristilegi demókrataflokkurinn (Svíþjóð)|kristilegir demókratar]] (''Kristdemokraterna'') og síðan [[Svíþjóðardemókratar]] (''Sverigedemokraterna'') lengst til hægri. === Stjórnsýslueiningar === {{aðalgrein|Héruð í Svíþjóð}} {| class="wikitable sortable" !Skjaldarmerki !Heiti !Landshluti !Flatarmál<br />(km²) |- |align="center"|[[Mynd:Ångermanlands vapen.svg|30px]] ||[[Angurmannaland]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |19.800 |- |align="center"|[[Mynd:Östergötlands vapen.svg|30px]] ||[[Austur-Gautland]] |[[Gautland]] |9.979 |- |align="center"|[[Mynd:Blekinges vapen.svg|30px]] ||[[Blekinge]] |[[Gautland]] |2.941 |- |align="center"|[[Mynd:Bohusläns vapen.svg|30px]] ||[[Bohuslän]] |[[Gautland]] |4.473 |- |align="center"|[[Mynd:Dalarnas vapen.svg|30px]] ||[[Dalir (Svíþjóð)|Dalir]] |[[Svíaríki]] |29.086 |- |align="center"|[[Mynd:Dalslands vapen.svg|30px]] ||[[Dalsland]] |[[Gautland]] |3.708 |- |align="center"|[[Mynd:Ölands vapen.svg|30px]] ||[[Eyland]] |[[Gautland]] |1.342 |- |align="center"|[[Mynd:Gotlands vapen.svg|30px]] ||[[Gotland]] |[[Gautland]] |3.140 |- |align="center"|[[Mynd:Gästrikland vapen .svg|30px]] ||[[Gästrikland]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |4.181 |- |align="center"|[[Mynd:Hallands vapen.svg|30px]] ||[[Halland]] |[[Gautland]] |4.786 |- |align="center"|[[Mynd:Hälsinglands vapen.svg|30px]] ||[[Helsingjaland]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |14.264 |- |align="center"|[[Mynd:Härjedalens vapen.svg|30px]] ||[[Herjadalur]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |11.954 |- |align="center"|[[Mynd:Jämtlands vapen.svg|30px]] ||[[Jamtaland]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |34.009 |- |align="center"|[[Mynd:Lappland vapen.svg|30px]] ||[[Lappland (Svíþjóð)|Lappland]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |109.072 |- |align="center"|[[Mynd:Medelpads vapen.svg|30px]] ||[[Medelpad]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |7.058 |- |align="center"|[[Mynd:Norrbottens vapen.svg|30px]] ||[[Norðurbotn]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |26.671 |- |align="center"|[[Mynd:Närkes vapen.svg|30px]] ||[[Närke]] |[[Svíaríki]] |4.126 |- |align="center"|[[Mynd:Skånes vapen.svg|30px]] ||[[Skánn]] |[[Gautland]] |11.027 |- |align="center"|[[Mynd:Smålands vapen.svg|30px]] ||[[Smálönd]] |[[Gautland]] |29.330 |- |align="center"|[[Mynd:Södermanlands vapen.svg|30px]] ||[[Suðurmannaland]] |[[Svíaríki]] |8.388 |- |align="center"|[[Mynd:Upplands vapen.svg|30px]] ||[[Uppland]] |[[Svíaríki]] |12.676 |- |align="center"|[[Mynd:Värmlands vapen.svg|30px]] ||[[Vermaland]] |[[Svíaríki]] |18.204 |- |align="center"|[[Mynd:Västerbottens vapen.svg|30px]] |[[Vesturbotn]] |[[Norðurland (Svíþjóð)|Norðurland]] |15.093 |- |align="center"|[[Mynd:Västmanlands vapen.svg|30px]] ||[[Vesturmannaland]] |[[Svíaríki]] |8.363 |- |align="center"|[[Mynd:Västergötlands vapen.svg|30px]] ||[[Vestur-Gautland]] ||[[Gautland]] |16.676 |} == Efnahagslíf == {{uppfæra|ástæða=úreltar tölur}} [[File:Sweden GRP per Capita (2014).png|thumb|upright|[[Verg landsframleiðsla]] eftir héruðum Svíþjóðar 2014.]] [[File:Sweden Product Exports (2019).svg|thumb|right|Hlutfallslegt virði útflutningsvara frá Svíþjóð árið 2019.]] Svíþjóð er tólfta ríkasta land heims mælt í vergri landsframleiðslu á mann og íbúar búa við mikil [[lífsgæði]]. Svíþjóð er með [[blandað hagkerfi]]. Helstu auðlindir landsins eru [[timbur]], [[vatnsafl]] og [[járngrýti]]. Hagkerfi landsins leggur mikla áherslu á útflutning og alþjóðaviðskipti. Verkfræðigeirinn stendur undir helmingi af útflutningi, en fjarskiptageirinn, bílaiðnaður og lyfjafyrirtæki eru líka mikilvæg. Svíþjóð er níundi stærsti [[vopnaiðnaður|vopnaframleiðandi]] heims. Landbúnaður stendur undir 2% af landsframleiðslu og atvinnu. Landið er með eina mestu útbreiðslu farsímaþjónustu og Internets í heimi.<ref>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/sweden/ |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |work=[[The World Factbook]] |title=EUROPE :: SWEDEN |access-date=16 February 2016 }}</ref> Samningar verkalýðsfélaga ná yfir hátt hlutfall launþega í Svíþjóð.<ref>Anders Kjellberg (2019) [https://portal.research.lu.se/portal/en/publications/kollektivavtalens-tackningsgrad-samt-organisationsgraden-hos-arbetsgivarfoerbund-och-fackfoerbund(384bb031-c144-442b-a02b-44099819d605).html ''Kollektivavtalens täckningsgrad samt organisationsgraden hos arbetsgivarförbund och fackförbund''], Department of Sociology, Lund University. Studies in Social Policy, Industrial Relations, Working Life and Mobility. Research Reports 2019:1, Appendix 3 (in English) Tables A-G (in English)</ref><ref>Anders Kjellberg (2019) [https://portal.research.lu.se/portal/sv/publications/sweden-collective-bargaining-under-the-industry-norm(11510a6d-057c-4a81-b69b-a82670685caa).html "Sweden: collective bargaining under the industry norm"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190725151859/https://portal.research.lu.se/portal/sv/publications/sweden-collective-bargaining-under-the-industry-norm(11510a6d-057c-4a81-b69b-a82670685caa).html |date=25 July 2019 }}, in Torsten Müller & Kurt Vandaele & Jeremy Waddington (eds.) ''Collective bargaining in Europe: towards an endgame'', European Trade Union Institute (ETUI) Brussels 2019. Vol. III (pp. 583–604)</ref> Þessi mikla útbreiðsla samninga hefur náðst þrátt fyrir skort á löggjöf og endurspeglar styrk verkalýðsfélaga á sænskum vinnumarkaði.<ref>Anders Kjellberg (2017) [https://web.archive.org/web/20170418083350/http://portal.research.lu.se/ws/files/23904978/Kjellberg_FSNumhauserHenning_Self_Regulation_State_Regulation.pdf "Self-regulation versus State Regulation in Swedish Industrial Relations"] In Mia Rönnmar and Jenny Julén Votinius (eds.) ''Festskrift till Ann Numhauser-Henning''. Lund: Juristförlaget i Lund 2017, pp. 357–383</ref> Þegar [[Ghent-kerfið|Ghent-kerfinu]] í Svíþjóð var breytt árið 2007, sem leiddi til hærri greiðslna í atvinnuleysissjóði, dró úr aðild að verkalýðsfélögum.<ref>Anders Kjellberg (2011) [http://portal.research.lu.se/portal/files/3462138/2064087.pdf "The Decline in Swedish Union Density since 2007"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170312071120/http://portal.research.lu.se/portal/files/3462138/2064087.pdf |date=12 March 2017 }} ''Nordic Journal of Working Life Studies'' (NJWLS) Vol. 1. No 1 (August 2011), pp. 67–93</ref><ref>Anders Kjellberg and Christian Lyhne Ibsen (2016) [https://lup.lub.lu.se/search/ws/files/21682547/Kjellberg_og_Ibsen_2016_ur_Due_og_Madsen.pdf "Attacks on union organizing: Reversible and irreversible changes to the Ghent-systems in Sweden and Denmark"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170309062312/https://lup.lub.lu.se/search/ws/files/21682547/Kjellberg_og_Ibsen_2016_ur_Due_og_Madsen.pdf |date=9 March 2017 }} in Trine Pernille Larsen and Anna Ilsøe (eds.)(2016) ''Den Danske Model set udefra (The Danish Model Inside Out) – komparative perspektiver på dansk arbejdsmarkedsregulering'', Copenhagen: Jurist- og Økonomforbundets Forlag (pp.279–302)</ref> [[File:2018 Volvo XC90 Inscription D5 PowerPulse AWD 2.0.jpg|thumb|right|Bílaframleiðandinn [[Volvo Cars]] er með höfuðstöðvar í Gautaborg.]] Árið 2010 var [[Gini-stuðull]] Svíþjóðar sá þriðji lægsti meðal þróaðra ríkja. Hann var þá 0,25, eilítið hærri en í Japan og Danmörku, sem bendir til mikils tekjujöfnuðar. Eignaójöfnuður var hins vegar sá annar hæsti í þróuðu ríki, og yfir meðaltali Evrópu og Norður-Ameríku, sem bendir til lítils eignajöfnuðar.<ref name=hdr2010>{{cite web|title=The Real Wealth of Nations: Pathways to Human Development (2010 Human Development Report – see Human Development Statistical Tables)|pages=152–156|publisher=[[United Nations Development Program]]|year=2011|url=http://hdr.undp.org/en/reports/global/hdr2010/chapters/|access-date=4 August 2012|archive-url=https://web.archive.org/web/20110716143706/http://hdr.undp.org/en/reports/global/hdr2010/chapters/|archive-date=16 July 2011|url-status=live}}</ref><ref name=cs2010>{{cite web|title=Global Wealth Databook |publisher=[[Credit Suisse]] (using Statistics Sweden data) |year=2010 |pages=14–15, 83–86 |url=https://www.credit-suisse.com/news/doc/credit_suisse_global_wealth_databook.pdf |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20121023001729/https://www.credit-suisse.com/news/doc/credit_suisse_global_wealth_databook.pdf |archive-date=23 October 2012}}</ref> Gini-stuðullinn er mjög ólíkur innan ólíkra héraða og sveitarfélaga í Svíþjóð. [[Daneryd]], utan við Stokkhólm, hefur hæsta Gini-stuðul Svíþjóðar, eða 0,55, meðan [[Hofors]] við Gävle er með þann lægsta, eða 0,25. Í kringum Stokkhólm og Skán, tvö þéttbýlustu svæði Svíþjóðar, er Gini-stuðull tekna á milli 0,35 og 0,55.<ref>{{cite book|title=Do unequal societies cause death and disease?|author1=Edvinsson, Sören |author2=Malmberg, Gunnar |author3=Häggström Lundevaller, Erling |year=2011|publisher=[[Umeå University]] |url=http://urn.kb.se/resolve?urn=urn:nbn:se:umu:diva-51702}}</ref> Sænska hagkerfið einkennist af stórum, þekkingarfrekum og útflutningshneigðum iðnaði; stækkandi en tiltölulega litlum viðskiptaþjónustugeira, og hlutfallslega stórum opinberum þjónustugeira. Stórfyrirtæki, sérstaklega í iðnaði og þjónustu, einkenna efnahagslíf Svíþjóðar.<ref>{{cite web|url=http://www.infoexport.gc.ca/science/nordics_sweden_report-en.htm |archive-url=https://web.archive.org/web/20061004050916/http://www.infoexport.gc.ca/science/nordics_sweden_report-en.htm |archive-date=4 October 2006 |title=Doing Business Abroad – Innovation, Science and Technology |publisher=Infoexport.gc.ca |access-date=6 May 2009 |url-status=dead }}</ref> Hátækni- og meðalhátækniiðnaður stendur undir 9,9% af landsframleiðslu.<ref>{{cite web |url=http://www.conferenceboard.ca/hcp/details/innovation/high-medium-high-technology-manufacturing.aspx |title=High- and medium-high-technology manufacturing |publisher=Conferenceboard.ca |access-date=22 September 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120923032054/http://www.conferenceboard.ca/hcp/details/innovation/high-medium-high-technology-manufacturing.aspx |archive-date=23 September 2012 |url-status=dead }}</ref> 20 stærstu fyrirtæki Svíþjóðar miðað við veltu árið 2007 voru [[Volvo]], [[Ericsson]], [[Vattenfall]], [[Skanska]], [[Sony Ericsson Mobile Communications AB]], [[Svenska Cellulosa Aktiebolaget]], [[Electrolux]], [[Volvo Personvagnar]], [[TeliaSonera]], [[Sandvik]], [[Scania AB|Scania]], [[ICA AB|ICA]], [[Hennes & Mauritz]], [[IKEA]], [[Nordea]], [[Preem]], [[Atlas Copco]], [[Securitas]], [[Nordstjernan]] og [[SKF]].<ref>{{cite web|url=http://www.largestcompanies.com/default$/lev2-TopList/lev2Desc-The_largest_companies_in_the_Nordic_countries_by%A0turnover%A0%28excl._national_subsidiaries%29/AdPageId-102/list-2/cc-SE/ |archive-url=https://archive.today/20120628210238/http://www.largestcompanies.com/default$/lev2-TopList/lev2Desc-The_largest_companies_in_the_Nordic_countries_by%A0turnover%A0(excl._national_subsidiaries)/AdPageId-102/list-2/cc-SE/ |url-status=dead |archive-date=28 June 2012 |title=20 largest companies in Sweden |publisher=Largestcompanies.com |date=6 October 2009 |access-date=25 August 2010 }}</ref> Mikill meirihluti sænskra iðnfyrirtækja er í einkaeigu, ólíkt mörgum iðnvæddum vestrænum ríkjum. [[File:Sw real gdp growth.svg|thumb|left|Raunhagvöxtur í Svíþjóð 1996–2006.]] Talið er að 4,5 milljónir Svía séu á vinnumarkaði og um þriðjungur vinnandi fólks hefur lokið háskólaprófi. Landsframleiðsla á vinnustund var sú níunda hæsta í heimi í Svíþjóð árið 2006, eða 31 dalur, miðað við 22 dali á Spáni og 35 dali í Bandaríkjunum.<ref name="oecd2007" /> Landsframleiðsla á vinnustund vex um 2,5% á ári í öllu hagkerfinu og viðskiptajafnaður framleiðnivöxtur er 2%.<ref name="oecd2007" /> Samkvæmt OECD hefur afnám regluverks, hnattvæðing og vöxtur tæknigeirans verið helstu drifkraftar aukinnar framleiðni.<ref name="oecd2007" /> Svíþjóð stendur fremst allra landa hvað varðar einkarekna lífeyrissjóði og vandamál við fjármögnun lífeyris eru tiltölulega lítil miðað við mörg Vestur-Evrópuríki.<ref>{{cite web|url=http://www.heritage.org/Research/SocialSecurity/bg1381.cfm|title=Pension Reform in Sweden: Lessons for American Policymakers|work=The Heritage Foundation|access-date=17 September 2014|url-status=dead|archive-url=https://web.archive.org/web/20100113085905/http://www.heritage.org/Research/SocialSecurity/bg1381.cfm|archive-date=13 January 2010}}</ref> Árið 2014 var ákveðið að prófa sex tíma vinnudag í Svíþjóð á óbreyttum launum, með þátttöku starfsfólks sveitarfélagsins Gautaborgar. Með þessu leitast sænska ríkið við að draga úr kostnaði vegna veikindaleyfa og auka afkastagetu.<ref>{{cite news|title=Swedes to give six-hour workday a go|url=http://www.thelocal.se/20140408/swedish-workers-to-test-six-hour-work-days|first=Oliver|last=Gee|access-date=9 April 2014|newspaper=[[The Local]]|date=8 April 2014|archive-url=https://web.archive.org/web/20140409200149/http://www.thelocal.se/20140408/swedish-workers-to-test-six-hour-work-days|archive-date=9 April 2014|url-status=live}}</ref> [[File:Euro accession.svg|thumb|Svíþjóð er hluti af innri markaði Evrópusambandsins og Schengen-svæðinu.]] Þegar skattafleygurinn hefur verið dregið frá heldur dæmigerður sænskur verkamaður eftir 40% af launum sínum. Skattar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu náðu hámarki, 52,3%, árið 1990.<ref name=oecdtax11 /> Sem liður í að takast á við fasteigna- og bankakreppu það ár réðist ríkisstjórnin í umbætur á skattkerfinu, lækkaði skattahlutfall og víkkaði út skattheimtuna.<ref name="AgellEnglund">{{cite journal|title=Tax reform of the Century – the Swedish Experiment|author1=Agell, Jonas|author2=Englund, Peter|author3=Södersten, Jan |journal=National Tax Journal|volume=49|date=December 1996|pages=643–664|url=http://ntj.tax.org/wwtax/ntjrec.nsf/0/c7b05cd84d78235e85256863004b1f50/$file/v49n4643.pdf|issue=4|doi=10.1086/NTJ41789232|s2cid=232211459|url-status=dead|archive-url=https://web.archive.org/web/20121127123312/http://ntj.tax.org/wwtax/ntjrec.nsf/0/c7b05cd84d78235e85256863004b1f50/$file/v49n4643.pdf|archive-date=27 November 2012| issn = 0028-0283 }}</ref><ref name="RiksbankHeikensten">{{cite web |url=http://www.riksbank.se/sv/Press-och-publicerat/Tal/1998/Financial-Crisis----Experiences-from-Sweden/ |title=Financial Crisis – Experiences from Sweden, Lars Heikensten (1998) |publisher=[[Sveriges Riksbank]] |date=15 July 1998 |access-date=13 March 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130202160149/http://www.riksbank.se/sv/Press-och-publicerat/Tal/1998/Financial-Crisis----Experiences-from-Sweden/ |archive-date=2 February 2013 |url-status=live }}</ref> Frá 1990 hefur skattahlutfallið lækkað miðað við landsframleiðslu og skattahlutfall fólks með mestar tekjur hefur lækkað mest.<ref name="BengtssonHolmlund">{{cite report|title=Lifetime Versus Annual Tax Progressivity: Sweden, 1968–2009|author1=Bengtsson, Niklas |author2=Holmlund, Bertil |author3=Waldenström, Daniel |name-list-style=amp |date=June 2012 |url=https://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=2098702}}</ref> Árið 2010 voru skattar 45,8% af vergri landsframleiðslu, sem var annað hæsta hlutfallið innan OECD, og næstum tvöfalt hærra hlutfall en í Suður-Kóreu.<ref name=oecdtax11>{{cite web|title=Revenue Statistics – Comparative tables|publisher=OECD, Europe|year=2011|url=http://stats.oecd.org/Index.aspx?QueryId=21699|access-date=13 August 2012|archive-url=https://web.archive.org/web/20120918223747/http://stats.oecd.org/Index.aspx?QueryId=21699|archive-date=18 September 2012|url-status=live}}</ref> Þriðjungur vinnandi fólks í Svíþjóð er í störfum sem fjármögnuð eru með sköttum, sem er umtalsvert hærra hlutfall en í öðrum löndum. Síðan umbæturnar voru gerðar hefur hagvöxtur verið mikill, sérstaklega í iðnaði.<ref name="oecd2005">OECD Economic Surveys: Sweden – Volume 2005 Issue 9 by OECD Publishing</ref> [[File:Nordstan Öst.JPG|thumb|left|[[Nordstan]] er ein af stærstu verslunarmiðstöðvum Norður-Evrópu.]] Samkvæmt [[World Economic Forum]] var Svíþjóð með fjórða samkeppnishæfasta hagkerfi heims 2012-2013.<ref name="wefcomp">{{cite web|url=http://www.weforum.org/issues/global-competitiveness |title=Global Competitiveness Report 2012–2013 |publisher=World Economic Forum |date=5 September 2012 |access-date=9 June 2013 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20141210040419/http://www.weforum.org/issues/global-competitiveness |archive-date=10 December 2014 }}</ref> Svíþjóð var í efsta sæti ''Global Green Economy Index (GGEI)'' árið 2014<ref name="ggei">{{cite web |url=http://dualcitizeninc.com/GGEI-Report2014.pdf |title=2014 Global Green Economy Index |publisher=Dual Citizen LLC |date=19 October 2014 |access-date=19 October 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20141028201432/http://dualcitizeninc.com/GGEI-Report2014.pdf |archive-date=28 October 2014 |url-status=live }}</ref> og í 4. sæti á lista IMD-viðskiptaskólans yfir lönd eftir samkeppnishæfni 2013.<ref name="imd">{{cite web |url=http://www.imd.org/wcc/news-wcy-ranking/ |title=IMD World Competitiveness Yearbook 2013 |publisher=Imd.ch |date=30 May 2013 |access-date=9 June 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130609063421/http://www.imd.org/wcc/news-wcy-ranking/ |archive-date=9 June 2013 |url-status=live }}</ref> Samkvæmt bókinni ''The Flight of the Creative Class'' eftir bandaríska hagfræðinginn [[Richard Florida]], er talið að Svíþjóð búi yfir bestu aðstæðum heims fyrir skapandi greinar og muni virka sem segull fyrir einbeitt starfsfólk. Röðun bókarinnar byggist á þáttum eins og hæfileikum, tækni og umburðarlyndi.<ref>"{{cite web|url=http://www.isa.se/templates/News____59355.aspx |url-status=dead|title=Sweden most creative country in Europe & top talent hotspot |access-date=11 February 2007 |archive-url=https://web.archive.org/web/20070521053538/http://www.isa.se/templates/News____59355.aspx |archive-date=21 May 2007 }}, [[Invest in Sweden Agency]], 25 June 2005. Retrieved from Internet Archive 13 January 2014.</ref> Svíþjóð er með sinn eigin gjaldmiðil, [[sænsk króna|sænska krónu]] (SEK), eftir að Svíar höfnuðu upptöku evru í þjóðaratkvæðagreiðslu. [[Seðlabanki Svíþjóðar]] var stofnaður árið 1668 og er því elsti seðlabanki heims. Bankinn leggur áherslu á verðstöðugleika með 2% verðbólgumarkmið. Samkvæmt könnun OECD frá 2007 hefur meðalverðbólga í Svíþjóð verið með því lægsta sem gerist meðal Evrópuríkja frá miðjum 10. áratug 20. aldar, aðallega vegna afnáms regluverks og snöggra viðbragða við hnattvæðingu.<ref name="oecd2007">{{cite web|url=http://www.oecd.org/document/37/0,3343,en_2649_34569_38048997_1_1_1_1,00.html |title=Economic survey of Sweden 2007 |publisher=Oecd.org |date=1 January 1970 |access-date=25 August 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110426123744/http://www.oecd.org/document/37/0%2C3343%2Cen_2649_34569_38048997_1_1_1_1%2C00.html |archive-date=26 April 2011 }}</ref> Helstu viðskiptalönd Svíþjóðar eru Þýskaland, Bandaríkin, Noregur, Bretland, Danmörk og Finnland. Afnám regluverks á 9. áratugnum hafði neikvæð áhrif á fasteignamarkaðinn, leiddi til eignabólu og hruns snemma á 10. áratugnum. Fasteignaverð lækkaði um 2/3 sem varð til þess að sænska ríkisstjórnin varð að taka yfir tvo sænska banka. Á næstu tveimur áratugum styrktist fasteignamarkaðurinn. Árið 2014 vöruðu hagfræðingar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn við ört hækkandi fasteignaverði og versnandi skuldastöðu heimilanna. Hlutfall skulda af tekjum óx um 170%. AGS mælti með umbótum í byggðaskipulagi og öðrum leiðum til að auka framboð á húsnæði, þar sem eftirspurnin var meiri sem þrýsti upp fasteignaverði. Í ágúst 2014 voru 40% fasteignalána vaxtalán, en önnur lán greiddu það lítið af höfuðstólnum að full greiðsla hefði tekið meira en 100 ár.<ref name="SwedenProperty">{{cite news|title=Sweden facing possible property bubble warns IMF|url=http://www.swedennews.net/index.php/sid/225058369|date=24 August 2014|access-date=26 August 2014|publisher=Sweden News.Net|archive-url=https://web.archive.org/web/20140827112345/http://www.swedennews.net/index.php/sid/225058369|archive-date=27 August 2014|url-status=live}}</ref> ==Íbúar== ===Trúarbrögð=== [[Sænska kirkjan]] er fjölmennasta trúfélagið en hún var [[þjóðkirkja]] til ársins 2000. 52.8% Svía eru meðlimir hennar. Þó sækja aðeins um 2% kirkju reglulega. Um 5% eru múslimar og 2% kaþólskir. Í Svíþjóð er fjöldi trúlausra. == Menning == [[Mynd:Dalahäst_i_avesta.jpg|thumb|right|Stór Dalahestur í Avesta.]] [[Mynd:Stockholm - nordiska musset 20190818-22.jpg|thumb|right|Sænsk stofa frá lokum 5. áratugarins á [[Norræna safnið í Stokkhólmi|Norræna safninu í Stokkhólmi]].]] Margir Svíar líta svo á að tengsl við [[náttúra|náttúruna]] og áhugi á [[útivist]] sé eitt af helstu einkennum sænskrar menningar. Sérstök sænsk menning þróaðist á 19. öld út frá ólíkri menningu landshluta og þjóðflokka, sem sumir hverjir höfðu aðeins tilheyrt Svíþjóð um stutt skeið og höfðu sínar eigin [[mállýska|mállýskur]] og alþýðuhefðir. Sumar af þessum staðbundnu hefðum voru teknar upp sem sænsk þjóðmenning, eins og [[Dalahestur|Dalahestar]], [[skíði|skíðaíþróttin]] og bálkestir á [[Valborgarmessa|Valborgarmessu]]. [[Dalarna]] hafa lengi verið álitnir kjarnasvæði sænskra alþýðuhefða. Sænsk menning hefur verið þekkt fyrir áherslu á [[jafnrétti]] og [[jöfnuður|jöfnuð]] (meðal annars í gegnum [[Jantelögin]] og [[arfbótastefna|arfbótastefnu]] á 20. öld<ref>{{cite journal|authors=Spektorowski, A., & Mizrachi, E.|year=2004|title=Eugenics and the Welfare State in Sweden: The Politics of Social Margins and the Idea of a Productive Society|journal=Journal of Contemporary History|volume=39|issue=3|pages=333–352|url=http://www.jstor.org/stable/3180732}}</ref>), sterka hefð fyrir [[borgararéttindi|borgararéttindum]] og [[frjálslyndi]] í hjúskaparmálum. Sænska [[þjóðarheimilið]] var einkenni á stefnu [[sósíaldemókratar (Svíþjóð)|sósíaldemókrata]] í [[velferðarríki|velferðarmálum]] lengst af á 20. öld, undir áhrifum frá kenningum hagfræðingsins [[Gunnar Myrdal]],<ref>{{vefheimild|url=https://popularhistoria.se/sveriges-historia/1900-tal/folkhemmets-arkitekter-alva-och-gunnar-myrdal|höfundur=Jenny Bjorkman|titill=Folkhemmets arkitekter: Alva och Gunnar Myrdal|dags=31.8.2009|vefsíða=Populär Historia|skoðað=29.8.2023}}</ref> þar sem allir nytu aðstoðar og umhyggju, óháð efnahag eða uppruna. Samkvæmt hugmyndinni um þjóðarheimilið átti ríkið að tryggja öllum íbúum sambærileg grunnlífsgæði með gjaldfrjálsri menntun og heilsugæslu. Hugmyndinni um þjóðarheimilið var stillt upp sem „[[þriðja leiðin|þriðju leið]]“ milli [[kommúnismi|kommúnisma]] og [[kapítalismi|kapítalisma]].<ref>{{cite book|author=Childs, Marquis W.|year=1936|title=Sweden: The Middle Way|publisher=Faber & Faber|location=London}}</ref> Á 7. áratugnum reyndi Svíþjóð að seilast til áhrifa á alþjóðavettvangi út frá hugmyndinni um „siðferðilega risaveldið“.<ref>{{cite journal|author=Dahl, A.-S. |year=2006|title=Sweden: Once a Moral Superpower, Always a Moral Superpower?|url=https://archive.org/details/sim_international-journal_autumn-2006_61_4/page/895 |journal=International Journal|volume=61|issue=4|pages=895–908|doi=10.2307/40204222}}</ref> Sænsk stjórnvöld reyndu að miðla málum í ýmsum deilumálum [[risaveldi|risaveldanna]] á tímum [[kalda stríðið|kalda stríðsins]] og kynntu landið sem hlutlausan vettvang fyrir ráðstefnur alþjóðastofnana. Á sama tíma var Svíþjóð leiðandi í [[kynlífsbyltingin|kynlífsbyltingunni]] og sænskar kvikmyndir sem fjölluðu um [[kynlíf]] á opinskáan hátt, eins og ''[[Forvitin gul]]'', vöktu athygli um allan heim. Gagnrýnendur uppnefndu þessi viðhorf „sænsku syndina“.<ref>{{cite journal|author=Hale, F.|year=2003|title=Time for Sex in Sweden: Enhancing the Myth of the "Swedish Sin" during the 1950s|url=https://archive.org/details/sim_scandinavian-studies_fall-2003_75_3/page/351|journal=Scandinavian Studies|volume=75|issue=3|pages=351-374}}</ref> Frjálslynd viðhorf til [[samkynhneigð]]ar hafa líka verið talin einkenna sænskt samfélag. Svíþjóð hefur lengi verið þekkt fyrir [[vísa|vísnasöng]] og [[dægurtónlist]]. Lög [[Carl Michael Bellman]] náðu miklum vinsældum um öll Norðurlönd á 18. og 19. öld, og sænski óperusöngvarinn [[Jussi Björling]] sló í gegn á alþjóðavísu á millistríðsárunum. Svíþjóð varð stórveldi í alþjóðlegri dægurtónlist eftir að hljómsveitin [[ABBA]] náði heimsfrægð á 8. áratug 20. aldar. Síðan þá hafa Svíar átt marga fræga lagahöfunda, danshöfunda, leikstjóra tónlistarmyndbanda og tónlistarframleiðendur. Frægir sænskir rithöfundar eru meðal annars [[Astrid Lindgren]], [[Selma Lagerlöf]] og leikskáldið [[August Strindberg]]. Þekktasti kvikmyndaleikstjóri Svíþjóðar er [[Ingmar Bergman]]. Leikkonurnar [[Greta Garbo]] og [[Ingrid Bergman]] eru þekktustu leikarar Svíþjóðar. Málarinn [[Anders Zorn]] náði alþjóðlegri frægð undir lok 19. aldar og [[Carl Larsson]] átti þátt í að skapa ímynd sænskrar alþýðumenningar í verkum sínum. Meðal þekktra sænskra vísindamanna eru [[Carl Linneus]], [[Jöns Jacob Berzelius]], [[Anders Celsius]], [[Eva Ekeblad]], [[Alfred Nobel]], [[Ulf von Euler]] og [[Harry Nyquist]]. ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [https://www.regeringen.se/sveriges-regering/ Ríkisstjórn Svíþjóðar] * [https://www.riksdagen.se/sv/ Sænska þingið] * [https://www.norden.org/is/information/stadreyndir-um-svithjod Staðreyndir um Svíþjóð] * [https://visitsweden.com/ Opinber ferðavefur] {{Evrópa}} {{Evrópusambandið}} {{Evrópuráðið}} {{Norðurlandaráð}} {{Efnahags- og framfarastofnunin}} {{Atlantshafsbandalagið}} [[Flokkur:Evrópulönd]] [[Flokkur:Evrópusambandslönd]] [[Flokkur:Norðurlönd]] [[Flokkur:Svíþjóð| ]] 19arfk2neupaduymkjlguiu945l3hr0 Auður Auðuns 0 603 1892033 1880408 2024-12-16T01:03:21Z TKSnaevarr 53243 Fjarlægi yfirflokka 1892033 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Auður Auðuns | skammstöfun = | titill= [[Dóms- og kirkjumálaráðherrar á Íslandi|Dóms- og kirkjumálaráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start =[[10. október]] [[1970]] | stjórnartíð_end = [[14. júlí]] [[1971]] | forsætisráðherra = [[Jóhann Hafstein]] | forveri = [[Jóhann Hafstein]] | eftirmaður =[[Ólafur Jóhannesson (f. 1913)|Ólafur Jóhannesson]] | titill2= [[Borgarstjóri Reykjavíkur]]{{efn|Ásamt [[Geir Hallgrímsson|Geir Hallgrímssyni]].}} | stjórnartíð_start2 = [[19. nóvember]] [[1959]] | stjórnartíð_end2 = [[6. október]] [[1960]] | forveri2 =[[Gunnar Thoroddsen]] | eftirmaður2 = [[Geir Hallgrímsson]] | fæddur = {{Fæðingardagur|1911|2|18}} | fæðingarstaður = [[Ísafjörður|Ísafirði]], [[Ísland]]i | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1999|10|19|1911|2|18}} | dánarstaður = Droplaugarstöðum, [[Reykjavík]], Íslandi | stjórnmálaflokkur = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] | háskóli = [[Háskóli Íslands]] | maki = Hermann Jónsson (g. 1936) | börn = 4 | AÞ_CV = 25 | AÞ_frá1 = 1959 | AÞ_til1 = 1974 | AÞ_kjördæmi1 = [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]] | AÞ_flokkur1 = Sjálfstæðisflokkurinn | SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] | SS1_frá1 = 1946 | SS1_til1 = 1970 | SS1_flokkur1 = Sjálfstæðisflokkurinn }} '''Auður Auðuns''' (f. á [[Ísafjörður við Skutulsfjörð|Ísafirði]] [[18. febrúar]] [[1911]] - d. [[19. október]] [[1999]]) var íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður. Hún var fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjavíkur og ráðherra á Íslandi. ==Ævi== Auður var dóttir [[Jón Auðunn Jónsson|Jóns Auðuns Jónssonar]] alþingismanns, fyrst fyrir [[Íhaldsflokkurinn|Íhaldsflokkinn]] og svo seinna fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]], og Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur. Auður tók stúdentspróf við [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]] árið [[1929]] og lauk lögfræðiprófi frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið [[1935]], fyrst íslenskra kvenna. Ári seinna giftist hún Hermanni Jónssyni, hæstaréttarlögmanni og eignaðist með honum fjögur börn; Jón (1939), Einar (1942), Margréti (1949) og Árna (1954). Auður starfaði sem lögfræðingur [[Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur|Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur]] á árunum 1940 til 60. Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík [[1946]]-[[1970]], forseti bæjarstjórnar og síðar borgarstjórnar [[1954]] til [[1959]] og [[1960]] til [[1970]]. Auður var fyrsta konan sem gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík en hún gegndi embættinu ásamt [[Geir Hallgrímsson|Geir Hallgrímssyni]] frá [[19. nóvember]] [[1959]] til [[6. október]] [[1960]]. Hún var alþingismaður Reykvíkinga [[1959]] til [[1974|74]] fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún sat á [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna|Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna]] [[1967]]. Hún var skipuð [[Dóms- og kirkjumálaráðherra Íslands|dóms- og kirkjumálaráðherra]] þann [[10. október]] 1970 og gegndi embættinu fram á mitt sumar 1971. Hún var fyrsta íslenska konan til að gegna ráðherraembætti. Loks má geta þess að hún sat í [[útvarpsráð]]i [[1975]] til [[1978]]. Auður var virk í [[Kvenréttindafélag Íslands|Kvenréttindafélagi Íslands]] og var gerð að heiðursfélaga þess, [[19. júní]] [[1985]] þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu [[kosningaréttur|kosningarétt]]. [[Landsamband sjálfstæðiskvenna|Landssamband sjálfstæðiskvenna]] og [[Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík]] gáfu út ''[[Auðarbók Auðuns]]'' árið [[1981]] í tilefni af sjötugsafmæli Auðar. {{tilvitnun2|Ég er alin upp í borgaralegum hugsunarhætti eins og hann gerist beztur og fellur hann saman við stefnuyfirlýsingu míns flokks, Sjálfstæðisflokksins. Hann felst í virðingunni fyrir einstaklingnum og frjálsræði hans og þeirri ábyrgðartilfinningu, sem hver einstaklingur þarf að hafa.|Viðtal við Morgunblaðið í ágúst [[1983]]}} == Tengt efni == * [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir]] * [[Ingibjörg H. Bjarnason]] == Tenglar== * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041116143439/www.rvk.is/displayer.asp?cat_id=632 Vefur Reykjavíkurborgar] * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=25 Alþingismannatal] * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070220061937/www.mbl.is/mm/gagnasafn/tengdar.html?docid=732098 Safn efnis á vefsiðu Morgunblaðsins um Auði] * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20051101144033/www.sus.is/greinar/nr/1009 Greinin ''Framlag sjálfstæðiskvenna - heiðrum minningu Auðar'' á heimasíðu Sambands ungra sjálfstæðismanna] * [http://www.timarit.is/?issueID=425278&pageSelected=0&lang=0 ''Þverpólitísk kvennaframboð leysir engan vanda''], viðtal við Auði í Morgunblaðinu 7. ágúst 1983 ==Neðanmálsgreinar== <references group="lower-alpha"/> {{Borgarstjórar í Reykjavík}} {{Ráðuneyti Jóhanns Hafstein}} [[Flokkur:Dómsmálaráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Borgarstjórar Reykjavíkur]] [[Flokkur:Kvenborgarstjórar Reykjavíkur]] [[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]] [[Flokkur:Íslenskar kvenréttindakonur]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Handhafar stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]] [[Flokkur:Íslenskar konur á 20. öld]] {{fd|1911|1999}} [[Flokkur:Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins]] ttdhgdj8ymiv5ckpvxfnoh2yhvtgjqt Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 0 1833 1892005 1891511 2024-12-15T21:57:21Z Cinquantecinq 12601 1892005 wikitext text/x-wiki {{Verðlaun | nafn = Evrópsku kvikmyndaverðlaunin | mynd = European Film Academy - European Film Awards logo.svg | veitt_fyrir = Framúrskarandi árangur í kvikmyndagerð | staðsetning = Evrópu | umsjón = [[Evrópska kvikmyndaakademían]] | ár = 1988 | vefsíða = {{URL|www.europeanfilmawards.eu}} | undirtitill = ''European Film Awards'' ([[enska]]) | ár2 = 2024 }} '''Evrópsku kvikmyndaverðlaunin''' er árleg kvikmyndahátíð sem stofnuð var árið 1988 af [[Evrópska kvikmyndaakademían|Evrópsku kvikmyndaakademíunni]]. Verðlaunahátíðin, sem kölluð var '''Felixverðlaunin''' fram til ársins 1997, er ætlað að beina sjónum almennings að evrópskri kvikmyndagerð og að efla sjálfsmynd evrópskrar kvikmyndagerðar. Verðlaun eru veitt í ýmsum flokkum, s.s. fyrir besta leik karla og kvenna, bestu leikstjórn og bestu heimildamynd. == Verðlaunaflokkar == === Núverandi fokkar === * Besta myndin * Besta grínmyndin * Evrópsk uppgötvun * Besta teiknimyndin í fullri lengd * Besta stuttmyndin * Besta heimildamyndin * [[Besti leikstjóri á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum|Besti leikstjóri]] * Besti leikari * Besta leikkona * Besta kvikmyndatónlistin * Besti klippari * Besti handritshöfundur * Besti leikmyndahönnuður * Besta kvikmyndatakan * Besta evrópska samframleiðslan * Besta hljóðið * Besti búningahönnuður * Besta förðun og hárgreiðsla * Bestu tæknibrellur === Besta myndin === Eftirfarandi myndir hafa hlotið verðlaun í flokknum ''besta myndin'': {| class="wikitable" |+ !Ár !'''Upprunalegur titill''' !'''Íslenskur titill''' !'''Leikstjórn''' !Framleiðsluland |- |1988 |''Krótki film o zabijaniu'' |''Stutt mynd um dráp'' |[[Krzysztof Kieślowski|Krzysztof Kieslowski]] |{{Fáni|Pólland}} |- |1989 |''Topio stin omichli'' |''Landslag í þokunni'' |[[Þeo Angelopúlos]] |{{Fáni|Grikkland}} |- |1990 |''Porte aperte'' |''Opnar dyr'' |[[Gianni Amelio]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |1991 |''Riff-Raff'' | |[[Ken Loach]] |{{Fáni|Bretland}} |- |1992 |''Il Ladro di bambini'' |''Stolin börn'' |[[Gianni Amelio]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |1993 |''Útomljonnje solntsem'' |''Sólbruni'' |[[Níkíta Míkhalkov]] |{{Fáni|Rússland}} |- |1994 |''Lamerica'' |''Ameríka'' |[[Gianni Amelio]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |1995 |''Land and Freedom'' |''Land og frelsi'' |[[Ken Loach]] |{{Fáni|Bretland}} |- |1996 |''Breaking the Waves'' |''Brimbrot'' |[[Lars von Trier]] |{{Fáni|Danmörk}} |- |1997 |''The Full Monty'' |''[[Með fullri reisn]]'' |[[Peter Cattaneo]] |{{Fáni|Bretland}} |- |1998 |''La Vita è bella'' |''Lífið er fallegt'' |[[Roberto Benigni]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |1999 |''Todo sobre mi madre'' |''Allt um móður mína'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- |2000 |''Dancer in the Dark'' |''[[Dancer in the Dark|Myrkradansarinn]]'' |[[Lars von Trier]] |{{Fáni|Danmörk}}, {{Fáni|Frakkland}} |- |2001 |''Amélie'' |''[[Hin stórkostlegu örlög Amélie Poulain]]'' |[[Jean-Pierre Jeunet]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |2002 |''Hable con ella'' |''Talaðu við hana'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- |2003 |''Goodbye, Lenin!'' |''[[Vertu sæll, Lenín!]]'' |[[Wolfgang Becker]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |2004 |''Gegen die Wand'' |''Hlaupa á vegg'' |[[Fatih Akın]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |2005 |''Caché'' |''Falinn'' |[[Michael Haneke]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |2006 |''Das Leben der Anderen'' |''Líf annarra'' |[[Florian Henckel von Donnersmarck]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |2007 |''4 luni, 3 săptămâni şi 2 zile'' |''Fjórir mánuðir, 3 vikur og 2 dagar'' |[[Cristian Mungiu]] |{{Fáni|Rúmenía}} |- |2008 |''Gomorra'' |''Gómorra'' |[[Matteo Garrone]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |2009 |''Das weiße Band'' |''Hvíti borðinn'' |[[Michael Haneke]] |{{Fáni|Austurríki}} |- |2010 |''The Ghost Writer'' |''Skrifað af öðrum'' |[[Roman Polanski]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |2011 |''Melancholia'' |''Hryggð'' |[[Lars von Trier]] |{{Fáni|Danmörk}} |- |2012 |''Amour'' |''Ást'' |[[Michael Haneke]] |{{Fáni|Austurríki}} |- |2013 |''La grande bellezza'' |''Fegurðin mikla'' |[[Paolo Sorrentino]] |{{Fáni|Ítalía}}, {{Fáni|Frakkland}} |- |2014 | colspan="2" |''Ida'' |[[Paweł Pawlikowski]] |{{Fáni|Pólland}}, {{Fáni|Danmörk}} |- |2015 |''Youth'' |''Æska'' |[[Paolo Sorrentino]] |{{Fáni|Ítalía}}, {{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Bretland}}, {{Fáni|Sviss}} |- |2016 | colspan="2" |''Toni Erdmann'' |[[Maren Ade]] |{{Fáni|Þýskaland}}, {{Fáni|Austurríki}} |- |2017 |''The Square'' |''Ferningurinn'' |[[Ruben Östlund]] |{{Fáni|Svíþjóð}}, {{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Þýskaland}}, {{Fáni|Danmörk}} |- |2018 |''Zimna wojna'' |''Kalt stríð'' |[[Paweł Pawlikowski]] |{{Fáni|Pólland}}, {{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Bretland}} |- |2019 |''The Favourite'' |''Dálætið'' |[[Gíorgos Lanþímos]] |{{Fáni|Bretland}}, {{Fáni|Sviss}} |- |2020 |''Druk'' |''Drykkja'' |[[Thomas Vinterberg]] |{{Fáni|Danmörk}} |- |2021 |''Quo Vadis, Aida?'' |''Hvert ferðu, Aida?'' |[[Jasmila Žbanić]] |{{Fáni|Bosnía og Hersegóvína}}, {{Fáni|Austurríki}} {{Fáni|Holland}}, {{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Pólland}}, {{Fáni|Noregur}}, {{Fáni|Þýskaland}}, {{Fáni|Rúmenía}}, {{Fáni|Tyrkland}} |- |2022 |''Triangle of Sadness'' |''Sorgarþríhyrningurinn'' |[[Ruben Östlund]] |{{Fáni|Svíþjóð}}, {{Fáni|Þýskaland}}, {{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Bretland}} |- |2023 |''Anatomie d'une chute'' |''Fallið er hátt'' |[[Justine Triet]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |2024 | colspan="2" |''Emilia Pérez'' |[[Jacques Audiard]] |{{Fáni|Frakkland}} |} == Tengill == * [http://www.europeanfilmacademy.org/ Vefsíða Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna] [[Flokkur:Kvikmyndaverðlaun]] [[Flokkur:Kvikmyndahátíðir]] 6rb2twpxwfkan4229j72b63mhl4j3n5 Flokkur:Íslenskir stjórnmálamenn 14 2201 1892031 1400495 2024-12-16T00:44:23Z TKSnaevarr 53243 1892031 wikitext text/x-wiki {{CommonsCat|Politicians of Iceland}} {{Yfirflokkur}} [[Flokkur:Íslendingar|Stjórnmálamenn]] [[Flokkur:Stjórnmálamenn eftir löndum]] [[Flokkur:Íslensk stjórnmál]] sobsiuhug27zopz1g458egjvxniyi9z Árni Sigfússon 0 6133 1892050 1714625 2024-12-16T08:28:51Z TKSnaevarr 53243 1892050 wikitext text/x-wiki '''Árni Sigfússon''' (f. [[30. júlí]] 1956 í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]) er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri [[Reykjanesbær|Reykjanesbæjar]]. Hann er sonur Sigfúsar J. Árnasonar Johnsen og Kristínar S. Þorsteinsdóttur, kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðingi og eiga þau fjögur börn: Aldísi Kristínu, [[Védís Hervör Árnadóttir|Védísi Hervöru]], Guðmund Egil og Sigfús Jóhann. Hann lærði stjórnsýslufræði við Háskólann í Tennessee, [[Bandaríkin|BNA]]. Systkini Árna eru [[Þorsteinn Ingi Sigfússon]], forstjóri [[Nýsköpunarmiðstöð Íslands|Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands]], [[Gylfi Sigfússon]] fyrrverandi forstjóri [[Eimskipafélag Íslands|Eimskips]], Margrét Sigfúsdóttir, innanhússarkitekt, Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og Sif Sigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi og markaðsstjóri Viðskiptadeildar HÍ. Árni sat í stjórn [[Heimdallur (félag)|Heimdallar]] árin [[1976]] - [[1979]] og var formaður [[1981]]<nowiki/>- [[1983]]. Hann gegndi formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS) á árunum [[1987]] - [[1989]] og hefur starfað sem framkvæmdastjóri [[Stjórnunarfélagið|Stjórnunarfélagsins]] og framkvæmdastjóri og forstjóri [[Tæknival]]s. Árni var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í þrettán ár, [[1986]]-[[1999]]. Hann gegndi embætti borgarstjóra í [[Reykjavík]] í nokkra mánuði árið [[1994]] er hann tók við af [[Markús Örn Antonsson|Markúsi Erni Antonssyni]] 3 mánuðum fyrir kosningar til að freista þess að halda borginni. Það tókst ekki gegn sameinuðum [[Reykjavíkurlistinn|R-lista]] og varð [[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]] borgarstjóri að kosningum loknum. Árni var bæjarstjóri í Reykjanesbæ 2002-2014, og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn 2002-2018. {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Markús Örn Antonsson]] | titill=[[Borgarstjóri Reykjavíkur]] | frá=[[17. mars]] [[1994]] | til=[[13. júní]] [[1994]] | eftir=[[Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Ellert Eiríksson]] | titill=[[Bæjarstjóri]] [[Reykjanesbær|Reykjanesbæjar]] | frá=[[11. júní]] [[2002]] | til=[[16. júní]] [[2014]] | eftir=[[Kjartan Már Kjartansson]]}} {{Töfluendir}} {{f|1956}} {{Borgarstjórar í Reykjavík}} {{Stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Borgarstjórar Reykjavíkur]] [[Flokkur:Bæjarstjórar Reykjanesbæjar]] [[Flokkur:Vestmannaeyingar]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð]] [[Flokkur:Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins]] ptbqstvzzrnv6yjmrphpkfmfdpb53m5 Gambía 0 6549 1892014 1789817 2024-12-15T22:44:29Z TKSnaevarr 53243 1892014 wikitext text/x-wiki {{land | nafn = Lýðveldið Gambía | nafn_á_frummáli = Republic of The Gambia | nafn_í_eignarfalli = Gambíu | fáni = Flag of The Gambia.svg | skjaldarmerki =Coat_of_arms_of_The_Gambia.svg | align=center width=140px | | kjörorð = Progress, Peace, Prosperity<br />(enska: Framþróun, Friður, Farsæld) | staðsetningarkort = Gambia_(orthographic_projection_with_inset).svg | tungumál = [[enska]] | höfuðborg = [[Banjul]] | stjórnarfar = [[Lýðveldi]] | titill_leiðtoga = [[Forseti Gambíu|Forseti]] | nöfn_leiðtoga = [[Adama Barrow]] | staða = Sjálfstæði | atburður1 = frá [[Bretland]]i | dagsetning1 = 18. febrúar 1965 | stærðarsæti = 159 | flatarmál = 10.689 | hlutfall_vatns = 11,5 | mannfjöldaár = 2020 | mannfjöldasæti = 144 | fólksfjöldi = 1.857.181 | íbúar_á_ferkílómetra = 176,1 | VLF_ár = 2020 | VLF = 5,420 | VLF_sæti = 167 | VLF_á_mann = 2.240 | VLF_á_mann_sæti = 169 | VÞL = {{hækkun}} 0.496 | VÞL_ár = 2019 | VÞL_sæti = 172 | gjaldmiðill = [[dalasi]] | tímabelti = [[UTC]] | þjóðsöngur = [[For The Gambia Our Homeland]] | tld = gm | símakóði = 220 }} '''Gambía''' ([[mandinka]]: ''Kambiya'' ߞߊߡߓߌߦߊ‎; [[wolof]]: ''Gámbi'', [[fula]]: ''Gammbi'') er [[land]] í [[Vestur-Afríka|Vestur-Afríku]]. Landið liggur að [[Atlantshaf]]i í vestri en er annars umlukið [[Senegal]] úr öðrum áttum. Gambía er minnsta landið á meginlandi Afríku. Það nær aðeins yfir bakka [[Gambíufljót]]s og er ekki nema 48,2 km á breidd þar sem það er breiðast. Landið er rúmlega 10.000 ferkílómetrar að stærð og þar búa tæplega 2 milljónir. Höfuðborgin er [[Banjul]] en stærstu borgirnar eru [[Serekunda]] og [[Brikama]]. Gambía var upphaflega [[Portúgal|portúgölsk]] [[nýlenda]] en [[Bretland|Bretar]] hófu verslun þar snemma á [[17. öldin|17. öld]]. [[Þrælahald|Þrælaverslun]] við Evrópumenn varð grunnurinn að stofnun nýlendu við ósa Gambíufljóts. Bretar lögðu síðan landið undir sig, ásamt Senegal, í [[Sjö ára stríðið|Sjö ára stríðinu]]. Árið [[1783]] var Senegal skilað til Frakka en Bretar héldu yfirráðum yfir Gambíufljóti. Gambía varð sjálfstæð nýlenda árið 1888. Landið fékk heimastjórn árið 1962 og fullt sjálfstæði árið 1965 og varð hluti af [[Breska samveldið|Breska samveldinu]]. Frá sjálfstæði hefur Gambía aðeins haft þrjá forseta. [[Dawda Kairaba Jawara]] varð forsætisráðherra 1962 og síðan forseti þegar landið varð lýðveldi 1970. Hann stóðst valdaránstilraun 1981 með aðstoð senegalska hersins. Árið 1994 var honum svo steypt af stóli af herforingjaráði og [[Yahya Jammeh]] ofursti komst til valda. Hann náði kjöri í fyrstu kosningunum sem haldnar voru eftir valdaránið árið 1997. Árið 2013 sagði landið sig úr Breska samveldinu. Núverandi forseti, [[Adama Barrow]], er fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Hann hefur hafið ferli til að endurheimta stöðu landsins hjá Breska samveldinu. Efnahagslíf Gambíu byggist á landbúnaði, fiskveiðum og ferðaþjónustu. Árið 2015 bjó nær helmingur landsmanna við [[fátækt]]. Í dreifbýli búa allt að 70% íbúa við fátækt.<ref name="World Bank Overview">{{cite web|url=http://www.worldbank.org/en/country/gambia/overview|title=The Gambia overview|publisher=World Bank|access-date=5. júlí 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20180705183902/http://www.worldbank.org/en/country/gambia/overview|archive-date=5. júlí 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> ==Heiti== Heitið Gambía er dregið af [[mandinka]]orðinu ''Kambra'' eða ''Kambaa'' sem vísar til [[Gambíufljót]]s (önnur skýring er að það vísi til [[Sererar|Serera]]gripsins ''Gamba'', sem er sérstakt flöskuker sem er barið þegar öldungur deyr.<ref>Allen Meagher, Andrew Samuel, Baba Ceesay, National Council for the Arts and Culture (Gambia), ''Historic Sites of The Gambia: Ada Dinkiralu (Mandinka), Bereb-I-Chosan (Wolof), Tarica Tawal (Fula), Nannin (Jola), Soninke Ada (Serehuli), I-Mofan Chosan (Serer) : an Official Guide to the Monuments and Sites of the Gambia'', National Council for the Arts and Culture, 1998, pp. 1, 24.</ref>).<ref>[[Godfrey Mwakikagile]], ''The Gambia and Its People: Ethnic Identities and Cultural Integration in Africa'', New Africa Press, 2010, {{ISBN|9789987160235}}, p. 141 [https://books.google.co.uk/books?id=ZL7wIvRlXSwC&pg=PA141#v=onepage&q&f=false]</ref> Þegar landið fékk sjálfstæði árið 1965 var heiti landsins skrifað með ákveðnum greini, ''the Gambia''. Eftir stofnun lýðveldis árið 1970 varð formlegt heiti landsins „Lýðveldið Gambía“ (enska: ''Republic of the Gambia'').<ref name=cons1996>{{cite web |url=http://www.ilo.org/dyn/travail/docs/1952/GMB48490.pdf |title=Constitution of the Republic of the Gambia |date=1996 |access-date=29. janúar 2016 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160204142049/http://www.ilo.org/dyn/travail/docs/1952/GMB48490.pdf |archive-date=4. febrúar 2016 |url-status=live |df=dmy-all }}</ref> Ríkisstjórn Yahya Jammeh breytti formlega heitinu í „Íslamska lýðveldið Gambía“ (enska: ''Islamic Republic of the Gambia'') í desember 2015.<ref name="E1">{{cite web|url=http://www.europe1.fr/international/la-gambie-sautoproclamme-etat-islamique-2635109|title=La Gambie s'autoproclame "État islamique"|date=13. desember 2015|publisher=Europe 1|language=fr|access-date=14. desember 2015|archive-url=https://web.archive.org/web/20151214051037/http://www.europe1.fr/international/la-gambie-sautoproclamme-etat-islamique-2635109|archive-date=14. desember 2015|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> Þann 29. janúar breytti forsetinn Adama Barrow nafninu aftur í „Lýðveldið Gambía“ (enska: ''Republic of the Gambia'').<ref>{{Cite news|url=https://www.naij.com/1085177-adama-barrow-removes-islamic-gambias-name.html|title=Adama Barrow removes 'Islamic' title from Gambia's name|last=Adegun|first=Aanu|date=29. janúar 2017|newspaper=Naij|language=en-US|access-date=31. janúar 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170129123855/https://www.naij.com/1085177-adama-barrow-removes-islamic-gambias-name.html|archive-date=29. janúar 2017|url-status=live|df=dmy-all}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.aljazeera.com/news/2017/01/gambia-president-adama-barrow-pledges-reforms-170128194124520.html|title=The Gambia: President Adama Barrow pledges reforms|date=28. janúar 2017|website=Al Jazeera|access-date=31. janúar 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170131012508/http://www.aljazeera.com/news/2017/01/gambia-president-adama-barrow-pledges-reforms-170128194124520.html|archive-date=31. janúar 2017|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> Gambía er þannig eitt af fáum löndum heims þar sem ákveðni greinirinn er notaður í ensku heiti þess, nema þar sem heitið er í fleirtölu (''the Philippines'') eða stjórnarfar er hluti af heitinu (''the United Kingdom''). Greinirinn er notaður í opinberum skjölum af stjórn landsins og hjá alþjóðastofnunum. Upphafleg ástæða fyrir notkun greinisins er að landið dró nafn sitt af fljótinu. Skömmu áður en landið fékk sjálfstæði 1964, ritaði forsætisráðherrann [[Dawda Jawara]] bresku fastanefndinni um landfræðiheiti og óskaði eftir því að greinirinn yrði áfram notaður, að hluta til að koma í veg fyrir rugling við [[Sambía|Sambíu]], sem varð sjálfstæð um svipað leyti.<ref>{{cite news |last1=Alfa Shaban |first1=Abdur Rahman |title=Why Africa's 'smiling coast' is officially referred to as 'The' Gambia |url=https://www.africanews.com/2017/01/19/why-africa-s-smiling-coast-is-referred-to-as-the-gambia// |access-date=28. nóvember 2020 |work=Africa News |date=19. janúar 2017 |archive-date=2021-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20210411013024/https://www.africanews.com/2017/01/19/why-africa-s-smiling-coast-is-referred-to-as-the-gambia/ |url-status=dead }}</ref> Nú til dags notast enskumælandi lönd ýmist við ''Gambia'' eða ''the Gambia''. ==Stjórnmál== ===Stjórnsýslueiningar=== [[File:Gambia-LGAmap.png|500px|right|Sveitarfélög í Gambíu.]] Gambía skiptist í átta [[sveitarstjórnarsvæði Gambíu|sveitarstjórnarsvæði]], þar á meðal höfuðborgina, Banjul, sem er skilgreind sem borg. Skiptingin var búin til af Sjálfstæða kjördæmaráðinu í samræmi við grein 192 í [[Stjórnarskrá Gambíu|Stjórnarskrá Gambíu]].<ref name="ciageography">{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/gambia-the/ |title=The Gambia |work=The World Factbook |publisher=Central Intelligence Agency |access-date=30. maí 2007 |df=dmy-all }}</ref> {| class="sortable wikitable plainrowheaders" |+Stjórnsýslueiningar !scope="col"| Nafn !!scope="col"| Stærð (km<sup>2</sup>) !!scope="col"| Manntal 2003 !!scope="col"| Manntal 2013 2013<br/>(bráðabirgða) !!scope="col"| Höfuðstaður !!scope="col"| Fjöldi<br/>umdæma |- !scope="row"| [[Banjul]] (höfuðborg) |align="right"| 12,2||align="right"| 35.061||align="right"| 31.301|| Banjul ||align="right"| 3 |- !scope="row"| [[Kanifing LGA|Kanifing]] |align="right"| 75,6||align="right"| 322.735||align="right"| 382.096|| [[Kanifing]]|| align="right" | 1 |- !scope="row"| [[Brikama LGA|Brikama]] <br/>(áður Western) |align="right"| 1.764,3||align="right"| 389.594||align="right"| 699.704|| [[Brikama]]|| align="right" | 9 |- !scope="row"| [[Mansa Konko LGA|Mansa Konko]] <br/>(áður Lower River) |align="right"| 1.628||align="right"| 72.167||align="right"| 82.381|| [[Mansa Konko]]|| align="right" | 6 |- !scope="row"| [[Kerewan LGA|Kerewan]] <br/>(áður North Bank) |align="right"| 2.255,5||align="right"| 172.835||align="right"| 221.054|| [[Kerewan]]|| align="right" | 7 |- !scope="row"| [[Kuntaur LGA|Kuntaur]] <br/>(áður vesturhluti <br/>[[Central River Division]]) |align="right"| 1.466,5||align="right"| 78.491||align="right"| 99.108|| [[Kuntaur]]|| align="right" | 5 |- !scope="row"| [[Janjanbureh LGA|Janjanbureh]] <br/>(áður austurhluti<br/>[[Central River Division]]) |align="right"| 1.427,8||align="right"| 107.212||align="right"| 126.910|| [[Janjanbureh (Gambíu)|Janjanbureh]]|| align="right" | 5 |- !scope="row"| [[Basse LGA|Basse]] <br/>(áður Upper River) |align="right"| 2.069,5||align="right"| 182.586||align="right"| 239.916|| [[Basse Santa Su]]|| align="right" | 7 |- !scope="row"| '''Alls''' |align="right"| 10.689||align="right"|1.360.681||align="right"|1.882.450|| Banjul ||align="right"| 43 |} Sveitarstjórnarsvæðin skiptast svo aftur (2013) í [[Umdæmi Gambíu|umdæmi]]. Af þeim eru Kanifing og Kombo Saint Mary (með höfuðstaðinn [[Brikama]]) eru í reynd hluti af stórborgarsvæði Banjul.<ref> {{cite web |author= Law, Gwillim |title= Divisions of Gambia |publisher= Administrative Divisions of Countries ("Statoids") |date= 19. apríl 2006 |url= http://www.statoids.com/ugm.html |access-date= 29. september 2006 |archive-url= https://web.archive.org/web/20110804220753/http://www.statoids.com/ugm.html |archive-date= 4. ágúst 2011 |url-status= live |df= dmy-all }} </ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{Stubbur|afríka}} {{Afríka}} [[Flokkur:Gambía| ]] qr032gkkidrdpjf0raarqgndtkdaffq Gínea 0 10420 1891997 1853871 2024-12-15T20:37:32Z Aboubacarkhoraa 86783 /* Tilvísanir */ 1891997 wikitext text/x-wiki {{aðgreiningartengill}} {{land | nafn = Lýðveldið Gínea | nafn_á_frummáli = République de Guinée | nafn_í_eignarfalli = Gíneu | fáni = Flag of Guinea.svg | skjaldarmerki = Coat of Arms of Guinea.svg | kjörorð = Travail, Justice, Solidarité | kjörorð_tungumál = franska | kjörorð_þýðing = Vinna, réttlæti, samstaða | þjóðsöngur = [[Liberté]] | staðsetningarkort = Guinea_(orthographic_projection).svg | tungumál = [[franska]] | höfuðborg = [[Kónakrí]] | stjórnarfar = [[Herforingjastjórn]] | titill_leiðtoga1 = Forseti þjóðarráðs um sættir og þróun | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Gíneu|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = [[Mamady Doumbouya]] | nafn_leiðtoga2 = [[Bah Oury]] | staða = [[Sjálfstæði]] | atburður1 = frá [[Frakkland]]i | dagsetning1 = [[2. október]] [[1958]] | stærðarsæti = 77 | flatarmál = 245.857 | hlutfall_vatns = ~0 | mannfjöldasæti = 77 | mannfjöldaár = 2018 | fólksfjöldi = 12.414.293 | íbúar_á_ferkílómetra = 41 | VLF = 26,451 | VLF_á_mann = 2.390 | VLF_sæti = 134 | VLF_á_mann_sæti = 199 | VLF_ár = 2020 | VÞL = {{hækkun}} 0.477 | VÞL_sæti = 178 | VÞL_ár = 2019 | gjaldmiðill = [[Gíneufranki]] (FG) | tímabelti = [[UTC]] | símakóði = 224 | tld = gn }} '''Gínea''' er [[land]] í [[Vestur-Afríka|Vestur-Afríku]] með [[landamæri]] að [[Gínea-Bissá|Gíneu-Bissá]] og [[Senegal]] í norðri, [[Malí]] í norðaustri, [[Fílabeinsströndin]]ni í suðaustri, [[Líbería|Líberíu]] í suðri og [[Síerra Leóne]] í suðvestri. Landið á strönd að [[Atlantshaf]]inu í vestri. Nafnið er dregið af því heiti sem áður var notað um alla vesturströnd [[Afríka sunnan Sahara|Afríku sunnan Sahara]] og norðan [[Gíneuflói|Gíneuflóa]], kemur úr [[tungumál|máli]] [[Berbar|Berba]] og merkir „land hinna svörtu“. Áður hét landið [[Franska Gínea]]. Gínea er stundum kölluð Gínea-Kónakrí til aðgreiningar frá Gíneu-Bissá. Landið þar sem Gínea hefur í gegnum söguna verið hluti af ýmsum vesturafrískum ríkjum á borð við [[Ganaveldið]], [[Malíveldið]] og [[Songhæveldið]]. [[Fúlanar]] stofnuðu íslamska ríkið [[Futa Jallon]] í miðhluta Gíneu á 18. öld. [[Wassoulou-veldið]] var skammlíft ríki undir stjórn [[mandinkar|mandinkans]] [[Samori Touré]] sem beið ósigur fyrir [[Frakkland|Frökkum]] árið [[1898]]. Núverandi landamæri Gíneu eru afleiðing af samningum Frakka við önnur nýlenduveldi á svæðinu. Gínea varð hérað innan [[Franska Vestur-Afríka|Frönsku Vestur-Afríku]]. Árið [[1958]] kaus yfirgnæfandi meirihluti íbúa sjálfstæði frá Frakklandi. Landið lýsti formlega yfir sjálfstæði árið [[1958]] og [[Ahmed Sékou Touré]] varð fyrsti forseti þess. Undir hans stjórn varð landið bandamaður [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og útfærði [[afrískur sósíalismi|afrískan sósíalisma]] innanlands, sem meðal annars fól í sér að bæla niður alla stjórnarandstöðu með mikilli hörku. Sékou Touré ríkti til dauðadags árið [[1984]] en skömmu eftir það frömdu herforingjar valdarán undir stjórn [[Lansana Conté]]. Borgaraleg stjórn tók við með frjálsum þingkosningum árið [[1995]] en Conté sat sem forseti til dauðadags árið 2008. Um leið tók herinn aftur völdin en borgaraleg stjórn tók við eftir forsetakosningar árið 2010. Landið sveigir í suður eftir því sem innar dregur. Þar er [[Gíneuhálendið]] þar sem eru upptök [[Senegalfljót]]s, [[Nígerfljót]]s og [[Gambíufljót]]s. Hæsti tindur Gíneu er [[Nimbafjall]] 1.752 metra yfir sjávarmáli. Stærsta borgin er höfuðborgin [[Kónakrí]] þar sem tvær af tíu milljónum íbúa landsins búa. Um 80% íbúa starfa við landbúnað en helsta útflutningsvara landsins er [[báxít]]. Gínea er fjórði stærsti báxítútflytjandi heims en þar eru líka [[gull]]- og [[demantur|demantanámur]]. Þann 5. september 2021 framdi [[Gíneuher]] [[Valdaránið í Gíneu 2021|valdarán]] og steypti sitjandi forseta, [[Alpha Conde]], af stóli. ==Landfræði== Gínea deilir landamærum með [[Gínea-Bissá|Gíneu-Bissá]] í norðvestri, [[Senegal]] í norðri, [[Maí]] í norðaustri, [[Fílabeinsströndin]]ni í austri, [[Síerra Leóne]] í suðvestri og [[Líbería|Líberíu]] í suðri. Landið myndar hálfmána sem sveigist frá suðaustri til norðurs og vesturs að norðvesturlandamærunum að Gíneu-Bissá og Atlantshafsströndinni. Upptök [[Nígerfljót]]s, [[Gambíufljót]]s og [[Senegalfljót]]s eru öll í [[hálendi Gíneu]].<ref>{{cite web |url=http://www.fao.org/docrep/W4347E/w4347e0h.htm |title=The Senegal River basin |website=Fao.org |access-date=23. júlí 2017 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121019075901/http://www.fao.org/docrep/W4347E/w4347e0h.htm |archive-date=19. október 2012 |url-status=live }}</ref><ref>{{cite web |url=http://www.fao.org/docrep/W4347E/w4347e0i.htm |title=The Niger River basin |website=Fao.org |access-date=23. júlí 2017 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170721033139/http://www.fao.org/docrep/w4347e/w4347e0i.htm |archive-date=21. júlí 2017 |url-status=live }}</ref><ref>{{cite web |url=http://www.fao.org/docrep/W4347E/w4347e0t.htm |title=The West Coast |website=Fao.org |access-date=23. júlí 2017 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011063822/http://www.fao.org/docrep/W4347E/w4347e0t.htm |archive-date=11. október 2012 |url-status=live }}</ref> Gínea er tæplega 250 þúsund ferkílómetrar að stærð og er því um það bil jafnstór Bretlandi. Strandlengja landsins er 320 km að lengd, og landamæri eru 3.400 km. Landið er að mestu milli 7. og 13. breiddargráðu norður og 7. og 15. lengdargráðu vestur, en lítill hluti liggur vestan við 15. lengdargráðu. Gínea skiptist í fjögur meginlandsvæði: [[Strandhéruð Gíneu]], líka þekkt sem Neðri-Gínea eða Basse-Coté-láglöndin, sem eru aðallega byggð [[Susuar|Susuum]]; svöl fjallahéruðin [[Fouta Djallon]] sem liggja eftir miðju landinu í norður-suður, og er byggt [[Fúlar|Fúlum]]; [[Efri-Gínea|Efri-Gíneu]] við [[Sahel]] í norðaustri, þar sem [[Mandinkar]] búa; og skógi vaxin frumskógarhéruð í suðaustri, sem nokkur [[þjóðarbrot]] deila. Í fjöllum Gíneu eru upptök Nígerfljóts, Gambíufljóts og Senegalfljóts, auk margra annarra vatnsfalla sem renna út í sjó vestan megin við fjöllin í Síerra Leóne og Fílabeinsströndinni. Hæsti tindur Gíneu er [[Nimbafjall]], 1752 metrar á hæð. Sá hluti [[Nimbafjöll|Nimbafjalla]] sem er í Gíneu og á Fílabeinsströndinni er [[náttúruverndarsvæði UNESCO]], en í þeim hluta sem er í Líberu hefur verið námavinnsla í áratugi. ==Stjórnmál== ===Héruð og umdæmi=== Gínea skiptist í fjögur náttúruleg héruð sem hvert hefur sín landfræðilegu og menningarlegu séreinkenni: * Strandhéruð Gíneu (''La Guinée Maritime'') ná yfir 18% landsins * Mið-Gínea (''La Moyenne-Guinée'') nær yfir 20% landsins * Efri-Guinea (''La Haute-Guinée'') nær yfir 38% landsins * Skóglendi Gíneu (''[[Guinée forestière]]'') nær yfir 23% landsins og einkennist bæði af skógum og fjallendi Gíneu er skipt í átta héruð sem aftur skiptast í 33 umdæmi: {|class="wikitable sortable" |- ! !!Hérað!!Höfuðstaður!!Íbúar(2010) |- |rowspan="8" |[[Mynd:Guinea_Regions.png|300px|right|Héruð Gíneu]] |[[Conakry-hérað]] ||[[Kónakrí]]||2.325.190 |- |[[Nzérékoré-hérað]] ||[[Nzérékoré]]||1.528.908 |- |[[Kankan-hérað]] ||[[Kankan]]||1.427.568 |- |[[Kindia-hérað]] ||[[Kindia]]||1.326.727 |- |[[Boké-hérað]] ||[[Boké]]||965.767 |- |[[Labé-hérað]] ||[[Labé]]||903.386 |- |[[Faranah-hérað]] ||[[Faranah]]||839.083 |- |[[Mamou-hérað]]||[[Mamou]]||719.011 |} * Höfuðborgin [[Kónakrí]] telst sérstakt umdæmi. [[Mynd:Guinee carte.png|thumbnail|Kort af Gíneu]] ==Íbúar== ===Trúarbrögð=== Um 85% íbúa Gíneu eru [[múslimar]] og 8% [[kristni]]r, en um 7% aðhyllast hefðbundin trúarbrögð.<ref name="state.gov">[https://2009-2017.state.gov/documents/organization/208368.pdf "Guinea 2012 International Religious Freedom Report"], US State Department, Bureau of Democracy, Human Rights and Labor.</ref> Bæði múslimar og kristnir aðhyllast hefðbundna afríska [[þjóðtrú]] að hluta.<ref name="state.gov"/> Mikill meirihluti gíneskra múslima aðhyllast [[súnní íslam]] og [[Malikiskólinn|Malikiskólann]] í íslömskum rétti, undir áhrifum frá [[súfismi|súfisma]].<ref>{{Cite journal |jstor = 3818383|title = A Sufi Interpretation of 'Le Regard du Roi'|url = https://archive.org/details/sim_research-in-african-literatures_summer-1983_14_2/page/135|journal = Research in African Literatures|volume = 14|issue = 2|pages = 135–164|last1 = Harrow|first1 = Kenneth|year = 1983}}</ref> Það er líka samfélag [[sjía íslam|sjíamúslima]] í Gíneu. Kristnir hópar telja meðal annars [[rómversk kaþólska|kaþólska]], [[biskupakirkja|biskupakirkjuna]], [[baptistar|baptista]], [[sjöunda dags aðventistar|sjöunda dags aðventista]] og [[evangelismi|evangelista]]. [[Vottar Jehóva]] eru virkir í landinu og viðurkenndir af stjórnvöldum. Það er lítið samfélag [[baháí-trú|baháa]], og litlir hópar [[hindúatrú|hindúa]], [[búddismi|búddista]] og fólks sem aðhyllist [[hefðbundin kínversk trúarbrögð]] meðal aðfluttra íbúa.<ref>[https://2001-2009.state.gov/g/drl/rls/irf/2008/108372.htm International Religious Freedom Report 2008: Guinea] . United States [[Bureau of Democracy, Human Rights and Labor]] (29. desember 2008).</ref> Þriggja daga átök milli trúar- og þjóðernishópa brutust út í borginni [[Nzerekore]] í júlí 2013.<ref name="Guinea 2013">{{cite news|url=https://www.reuters.com/article/us-guinea-violence-idUSBRE96G00820130717|title="Guinea's Conde appeals for calm after 11 killed in ethnic clashes", Reuters, 16. júlí 2013.|work=Reuters|date=17. júlí 2013|access-date=15 October 2014|archive-url=https://web.archive.org/web/20141006190639/http://www.reuters.com/article/2013/07/17/us-guinea-violence-idUSBRE96G00820130717|archive-date=6. október 2014|url-status=live}}</ref><ref name="bbc.com">{{Cite news|url=https://www.bbc.com/news/world-africa-23335719|title="Guinean troops deployed after deadly ethnic clashes", BBC Africa, 17. júlí 2013.|work=BBC News|access-date=15. október 2014|date=17. júlí 2013|archive-url=https://web.archive.org/web/20141017234847/http://www.bbc.com/news/world-africa-23335719|archive-date=17. október 2014|url-status=live}}</ref> Átök milli [[Kpellear|Kpellea]], sem eru kristnir eða aðhyllast hefðbundin trúarbrögð, og [[Koniankar|Konianka]], sem eru múslimar og tengdir hinum fjölmennari [[Malinkar|Malinkum]], leiddu til dauða 54 manna.<ref name="bbc.com"/> Sumir höfðu verið myrtir með sveðjum og brenndir lifandi.<ref name="bbc.com"/> Ofbeldinu lauk þegar herinn kom á útgöngubanni og Conde forseti kallaði eftir friði í sjónvarpsávarpi.<ref name="bbc.com"/> == Gallerí == <gallery> File:Guinea sat.png|atlas Guinea File:Dame de Mali Guinée.jpg|[[w:fr:Mont Loura|Dame de Mali]] File:Chute de Tabouna à Kindia 01.jpg|[[w:fr:Chute de Tabouna|Chute de Tabouna]] à [[w:fr:Kindia|Kindia]] File:Chute de Saala vue à 360° Labé.jpg|[[w:fr:Chute de Saala|Chute de Saala]] [[w:fr:Labé|Labé]] File:Chimpanzé de Bossou 33.jpg|Chimpanzé de Bossou File:Plage de Roume.jpg|Plage sur les [[w:fr:Îles de Loos|Ile de Loos]] </gallery> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{wikiorðabók}} {{Stubbur|afríka}} {{Afríka}} [[Flokkur:Gínea]] 6h4fg86dbiqyddhiokiad2eqfj6xo65 1714 0 10714 1891974 1832097 2024-12-15T14:03:22Z Berserkur 10188 1891974 wikitext text/x-wiki {{Ár| [[1711]]|[[1712]]|[[1713]]|1714|[[1715]]|[[1716]]|[[1717]]| [[1701–1710]]|[[1711–1720]]|[[1721–1730]]| [[17. öldin]]|[[18. öldin]]|[[19. öldin]]| }} [[Mynd:Karl XII at horse.jpg|thumb|right|[[Karl 12. Svíakonungur|Karl 12.]] á hestbaki.]] [[Mynd:Queen Anne.jpg|thumb|right|[[Anna Bretadrottning]].]] Árið '''1714''' ('''MDCCXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) == Á Íslandi == '''Fædd''' * [[2. ágúst]] - [[Gunnar Pálsson]], prestur, fræðimaður og skáld (d. [[1791]]). * [[Fjalla-Eyvindur]] Jónsson, útilegumaður (d. fyrir [[1783]]). * [[Sigurður Þorsteinsson (silfursmiður)|Sigurður Þorsteinsson]], [[silfursmiður]] (d. 1799). * [[Guðni Sigurðsson]], sýslumaður. '''Dáin''' '''Opinberar [[aftaka|aftökur]]''' * Þórður Andrésson, húsmaður, þá 61 árs, hálshogginn fyrir morð Gísla Einarssonar.<ref>Skrá á vef rannsóknarverkefnisins ''Dysjar hinna dauðu'', á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.</ref> == Erlendis == * [[7. febrúar]] - [[Norðurlandaófriðurinn mikli]]: Umsátrið um Tönning, Danir neyddu Svía til uppgjafar í Slésvík-Holsetalandi. * [[2. mars]] - [[Norðurlandaófriðurinn mikli]]: Orrustunni við Storkyro lauk (hófst 16. febrúar). Rússar báru sigurorð af Finnum og náðu yfirráðum yfir Finnlandi. Svíar misstu 1.600 menn en Rússar um 400. * [[7. mars]] - [[Spænska erfðastríðið]]: Rastatt-samningurinn. Austurríki og Frakkland skrifuðu undir friðarsamning. Austurríki hlaut spænsk svæði á Ítalíu: Konungsríkin Napolí og Sardiníu, Hertogadæmið Mílanó og Spænsku-Niðurlönd. Frakkland gerði síðar friðarsamninga við Bretland, Portúgal og Prússland. * [[1. ágúst]] - Georg, kjörfursti af [[Hanover]], varð [[Georg 1. Bretlandskonungur|Georg 1.]] Bretakonungur. * [[11. september]] - [[Katalónía]] og [[Barselóna]] gáfust upp fyrir spænskum og frönskum Búrbónaherjum. Þar með má segja að [[spænska erfðastríðið|spænska erfðastríðinu]] hafi lokið. * [[29. september]] - Rússneskir [[Kósakkar]] drápu 800 manns á finnsku eyjunni [[Hailuoto]]. * [[26. október]] - [[Karl 12. Svíakonungur]] fór frá [[Tyrkland]]i, þar sem hann hafði dvalið frá því Svíar töpuðu orrustunni við [[Poltava]] [[1709]], og reið þvert yfir Evrópu, um [[Vínarborg]] og [[Frankfurt am Main]], til Stralsund í [[Pommern]], sem þá var sænskt, 2152 km á 14 dögum. Mestallan tímann fylgdi honum aðeins einn maður. * [[9. desember]] - [[Ottómanveldið]] lýsti stríði á hendur [[Lýðveldið Feneyjar|Lýðveldinu Feneyjar]]. * Hertogadæmið [[Savoja]] og [[Piemonte]] varð [[konungsríkið Sardinía]]. * Sveitarfélagið [[Stokkhólmur]] var stofnað. '''Fædd''' * [[2. febrúar]] - [[Gottfried August Homilius]], þýskt tónskáld (d. [[1785]]). * [[8. mars]] - [[Carl Philipp Emanuel Bach]], þýskt tónskáld (d. [[1788]]). * [[6. júní]] - [[Jósef 1. Portúgalskonungur|Jósef 1.]], konungur Portúgals (d. [[1777]]). * [[2. júlí]] - [[Cristoph Willibald (von) Gluck]], þýskt tónskáld (d. [[1787]]). * [[Georg David Anthon]], danskur arkítekt. (d. [[1781]]). '''Dáin''' * [[27. mars]] - [[Charlotte Amalie af Hessen-Kassel]], Danadrottning, kona [[Kristján 5.|Kristjáns 5.]] (f. [[1650]]). * [[8. júní]] - [[Soffía kjörfurstaynja af Hanover|Soffía]], kjörfurstaynja af Hanover og móðir [[Georg 1. Bretlandskonungur|Georgs 1.]] Bretakonungs (f. [[1630]]). * [[1. ágúst]] - [[Anna Bretadrottning]] (f. [[1665]]). * [[Charles Davenant]], breskur hagfræðingur (f. 1656) == Tilvísanir == <references /> [[Flokkur:1714]] 0yg759arknuu0nl9zqi9j9sz9wp03ag Sýrland 0 10894 1891992 1891909 2024-12-15T18:26:23Z CommonsDelinker 1159 Skipti út Coat_of_arms_of_Syria_(2024-present).svg fyrir [[Mynd:Coat_of_arms_of_Syria_(2024–present).svg]] (eftir [[c:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: [[:c:COM:FR#FR3|Criterion 3]] (obvious error) · Grammar 1891992 wikitext text/x-wiki {{Land | nafn = Sýrland | nafn_á_frummáli = سُورِيَا<br>Sūriyā | fáni = Flag of the Syrian revolution.svg | skjaldarmerki = Coat of arms of Syria (2024–present).svg | nafn_í_eignarfalli = Sýrlands | þjóðsöngur = [[Humat ad-Diyar]] | staðsetningarkort = Syria in its region (claimed).svg | höfuðborg = [[Damaskus]] | tungumál = [[arabíska]] | stjórnarfar = [[lýðveldi]] | titill_leiðtoga1 = [[Forseti Sýrlands|Forseti]] | titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Sýrlands|Forsætisráðherra]] | nafn_leiðtoga1 = ''Enginn'' | nafn_leiðtoga2 = [[Mohammed al-Bashir]] | staða = | staða_ríkis = [[Sjálfstæði]] | atburðir = frá [[Frakkland]]i | dagsetningar = [[1. janúar]] [[1944]] | flatarmál = 185.180 | stærðarsæti = 89 | hlutfall_vatns = 1,1 | mannfjöldasæti = 54 | fólksfjöldi = 25.000.000 | íbúar_á_ferkílómetra = 118,3 | mannfjöldaár = 2024 | VLF_ár = 2010 | VLF_sæti = 77 | VLF = 107,831 | VLF_á_mann = 5.040 | VLF_á_mann_sæti = 131 | VÞL = {{lækkun}} 0.473 | VÞL_ár = 2013 | VÞL_sæti = 166 | gjaldmiðill = [[sýrlenskt pund]] (SYP) | tímabelti = [[UTC]]+2 | tld = sy | símakóði = 963 | umferð = hægri| }} {{aðgreiningartengill}} '''Sýrland''' er land í vestur-Asíu sem liggur fyrir botni [[Miðjarðarhaf]]s með landamæri að [[Líbanon]], [[Ísrael]], [[Jórdanía|Jórdaníu]], [[Írak]] og [[Tyrkland]]i. Deilt er um landamærin við Ísrael ([[Gólanhæðir]]) og Tyrkland ([[Hatay]]). Höfuðborgin, [[Damaskus]], er eitt af elstu lifandi borgarsamfélögum heims, en talið er að borgin hafi verið stofnuð um 2500 f.Kr. Nafn landsins er [[gríska|grískt]] heiti á íbúum [[Assýría|Assýríu]] og hefur oft verið notað sem samheiti yfir allt landsvæðið við [[botn Miðjarðarhafs]]. ==Saga== Í Sýrlandi hafa margar þjóðir ráðið ríkjum: Egyptar, Hittítar, Assýríumenn, Persar og Grikkir og komu Rómverjar til sögunnar á fyrstu öld fyrir Krist. Á 7. öld féll landið undir völd múslima en hafði verið kristið. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-12-12-syrlendingar-hafa-aldrei-radid-eigin-orlogum-430800 Sýrlendingar hafa aldrei ráðið eigin örlögum] Rúv, sótt 12. desember 2024</ref> Damaskus var höfuðborg [[Úmajadar|Úmajada]] 661 til 750 þegar [[Abbasídar]] fluttu höfuðborg hins íslamska heims til [[Bagdad]]. [[Ottómanveldið]] lagði undir sig landið [[1516]] og réð til loka [[fyrri heimsstyrjöld|fyrri heimsstyrjaldarinnar]]. Nútímaríkið Sýrland var stofnað sem hluti af yfirráðasvæði [[Frakkland]]s eftir [[Fyrri heimsstyrjöld]]. [[Þjóðabandalagið]], fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna, svipti Tyrki löndum utan Tyrklands og úthlutaði Frökkum (Líbanon og) Sýrland. Bretar tóku við í [[síðari heimsstyrjöld]] eftir að Frakkland var hertekið af nasistum. Eftir að landið fékk sjálfstæði voru herforingjauppreisnir tíðar. Um þriggja ára skeið var landið í [[Sameinaða arabalýðveldið|ríkjasambandi]] við [[Egyptaland]], 1958 til 1961. Sýrland sagði Ísrael stríð á hendur árin 1967 í [[sex daga stríðið|sex daga stríðinu]] og [[Yom Kippur-stríðið|Jom Kippur-stríðinu]] árið 1973. Ísrael hertók þá [[Gólanhæðir]] í landinu. [[Ba'ath-flokkurinn]] rændi völdum í landinu 1963 en pólitískur óstöðugleiki hélt áfram. Eftir [[Svarti september í Jórdaníu|Svarta september]] 1970 var [[Hafez al-Assad]] valinn þjóðarleiðtogi. Hann bældi niður uppreisnir eins og í borginni [[Hama]] árið 1982 þar sem tugúsundir voru drepin. Sonur hans, [[Bashar al-Assad]], var kosinn eftirmaður hans án mótframboða árið [[2000]]. Hörð viðbrögð stjórnar hans við friðsamlegum mótmælum þegar [[Arabíska vorið]] hófst [[2011]] leiddu til vaxandi átaka og [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|borgarastyrjaldar]]. Bashar al-Assad var loks steypt af stóli eftir skyndisókn uppreisnarmanna í desember árið 2024. Uppreisnarhópurinn [[Hayat Tahrir al-Sham]] var í lykilhlutverki. Lauk þar með um hálfrar aldar langri stjórn Assad-fjölskyldunnar í landinu.<ref>{{Vefheimild|titill= Skyndi­sókn batt enda á 24 ára valda­tíð Bashar Assad í Sýr­landi|höfundur=Eiður Þór Árnason|url=https://www.visir.is/g/20242661167d/skyndi-a-ras-i-syr-landi-batt-enda-a-24-ara-valda-tid-bashar-assad|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]|dags= 8. desember 2024 |skoðað= 8. desember 2024}}</ref> ===Alþjóðastarf=== Sýrland er aðili að [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtökum hlutlausra ríkja]]. Landinu hefur verið vísað úr [[Samtök um íslamska samvinnu|Samtökum um íslamska samvinnu]]. Sýrlandi var einnig vísað úr [[Arababandalagið|Arababandalaginu]] í byrjun borgarastyrjaldarinnar en landið fékk aftur aðild að samtökunum árið 2023. ==Samfélag== Í Sýrlandi býr fólk af mörgum þjóðarbrotum eins og [[Arabar]], [[Grikkir]], [[Armenar]], [[Assýríumenn]], [[Kúrdar]], [[Sjerkesar]], [[Mhalmítar]], [[Mandear]] og [[Tyrkir]]. Um 90% íbúa eiga [[arabíska|arabísku]] að móðurmáli og [[súnní íslam]] er ríkjandi trúarbrögð í landinu. ==Stjórnsýsluskipting== Sýrland skiptist í 14 héruð sem aftur skiptast í 61 umdæmi. {| border="0" cellpadding="3" |- ! || No. || Umdæmi || Höfuðstaður |- | rowspan="15" |[[File:Syria, administrative divisions - Nmbrs - colored.svg|thumb|440px|Umdæmi Sýrlands]] |- | 1 || [[Latakíahérað|Latakia]] || [[Latakía]] |- | 2 || [[Idlib-hérað|Idlib]] || [[Idlib]] |- | 3 || [[Aleppóhérað|Aleppo]] || [[Aleppó]] |- | 4 || [[Ar-Raqqah-hérað|Al-Raqqah]] || [[Al-Raqqah]] |- | 5 || [[Al-Hasakah-hérað|Al-Hasakah]] || [[Al-Hasakah]] |- | 6 || [[Tartushérað|Tartus]] || [[Tartus]] |- | 7 || [[Hamahérað|Hama]] || [[Hama]] |- | 8 || [[Deir ez-Zor-hérað|Deir ez-Zor]] || [[Deir ez-Zor]] |- | 9 || [[Homshérað|Homs]] || [[Homs]] |- | 10 || [[Damaskushérað|Damaskus]] || – |- | 11 || [[Rif Dimashq-hérað|Rif Dimashq]] || – |- | 12 || [[Quneitra-hérað|Quneitra]] || [[Quneitra]] |- | 13 || [[Daraa-hérað|Daraa]] || [[Daraa]] |- | 14 || [[As-Suwayda-hérað|Al-Suwayda]] || [[Al-Suwayda]] |} ==Landfræði== Sýrland liggur á milli 32. og 38. breiddargráðu norður og 35. og 43. lengdargráðu austur. Landið er að mestu þurr háslétta en strönd þess við [[Miðjarðarhaf]] er mjó og sendin ræma sem liggur frá landamærum [[Tyrkland]]s í norðri að landamærum [[Líbanon]] í suðri. Mikilvæg landbúnaðarhéruð eru í norðaustri og suðri. Fljótið [[Efrat]] rennur gegnum austurhluta landsins. Sýrland er eitt þeirra landa sem eru skilgreind sem hluti af „[[vagga siðmenningar|vöggu siðmenningar]]“ við [[botn Miðjarðarhafs]]. Um þrír fjórðu hlutar landsins eru hálfþurr runnasteppa sem nær frá ströndinni að eyðimerkurfjallgörðum í austri. Fjórðungur landsins er skilgreindur sem ræktarland. Stærsta vatn landsins er manngerða miðlunarlónið [[Assadvatn]] við [[Tabqa-stíflan|Tabqa-stífluna]] í Efrat, 40 km norðan við Ar-Raqqah. Loftslag í Sýrlandi er heitt og þurrt og vetur eru mildir þótt snjókoma þekkist á hálendinu. Olíulindir uppgötvuðust í austurhluta landsins árið 1956. Helstu olíuvinnslusvæðin eru í nágrenni [[Deir ez-Zor]] og eru framhald á olíuvinnslusvæðunum við [[Mósúl]] og [[Kirkúk]] í [[Írak]]. Eftir 1974 varð olía helsta útflutningsvara landsins. ===Náttúra=== [[Mynd:Ursus_arctos_syriacus.jpg|thumb|right|Sýrlenskur skógarbjörn (''Ursus arctos syriacus'')]] Láglendið við strönd Sýrlands er nær alfarið ræktarland og villigróður eingöngu lágir runnar, til dæmis runnar af [[glóðarlyngsætt]]. Í suðurhlíðum fjallgarðsins sem liggur samsíða ströndinni er að finna leifar af barrskógi. [[Eik]]ur og [[runnaeik]]ur vaxa á hásléttunni þar sem þurrkar eru meiri. ''[[Pistacia palaestina]]'' vex villt á runnasteppunum og [[malurt]] vex á sléttunum. Sumir hlutar fjallsins [[Jabal al-Druze]] eru þaktir þéttu [[makkíkjarr]]i. Í landinu er dýralíf mjög fjölbreytt þar sem samkeppni við manninn er ekki of mikil. Einkennisdýr landsins er [[sýrlenskur skógarbjörn]] sem er þó líklega útdauður í landinu. Þar má einnig finna [[fjallagasella|fjallagasellu]], [[arabíuóryx]], [[villiköttur|villiketti]], [[otur|otra]] og [[héri|héra]]. [[Kameljón]] eru algeng auk nokkurra tegunda af [[slanga|slöngum]] og [[eðla|eðlum]]. [[Miðjarðarhafsmunkselur]] finnst við ströndina. Í Sýrlandi eru fuglar á borð við [[flamengó]] og [[pelíkani|pelíkana]]. [[Gullhamstur]] lifir villtur í norðurhluta Sýrlands og er í útrýmingarhættu. ===Veðurfar=== [[Úrkoma]] er nokkuð algeng þar sem raki berst með vindum frá Miðjarðarhafinu. Mest af henni fellur milli nóvember og maí en þar sem fjallgarðurinn við ströndina grípur mest af því er dældin austan við hann tiltölulega þurr. Sunnan við fjöllin, við Damaskus og Homs, nær regnið lengra inn í landið. Ársmeðalhiti er frá 7°C í janúar að 27°C í ágúst. Á hásléttunni í austri er hár hiti á daginn á sumrin en næturfrost algengt frá nóvember og fram í mars. ==Tilvísanir== <references/> {{Asía}} {{Stubbur|landafræði}} [[Flokkur:Sýrland]] okovtigjab6uszngnnmnvafe6i791ml Svalbarði 0 11429 1891998 1891948 2024-12-15T20:50:26Z Akigka 183 /* Efnahagslíf */ 1891998 wikitext text/x-wiki {{land |nafn_á_frummáli = Svalbard |nafn_í_eignarfalli = Svalbarða |land=Noregs |fáni = Flag of Norway.svg |skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg |staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg |tungumál = [[norska]] |höfuðborg = [[Longyearbyen]] |þjóðsöngur = [[Kongesangen]] |stjórnarfar = Noregsstjórn |titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]] |titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]] |nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]] |nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]] |flatarmál = 61.022 |mannfjöldaár = 2020 |fólksfjöldi = 2.939 |íbúar_á_ferkílómetra = 0,04 |staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]] |atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]] |dagsetning1 = 9. febrúar 1920 |atburður2 = [[Svalbarðalögin]] |dagsetning2 = 17. júlí 1925 |gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK) |tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]]) |tld = no |símakóði = 47 }} '''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref> Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref> Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref> [[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta. == Heiti == Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref> Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref> == Saga == === Landkönnun === [[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]] Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref> Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref> === Hvalveiðar === [[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]] Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref> [[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" /> Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref> === Pómorar === [[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]] Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref> Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna. Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref> === Rannsóknarleiðangrar === [[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]] Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref> Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref> Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/> === Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna === [[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]] Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu. Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref> Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref> Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi. === Síðari heimsstyrjöld === Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref> Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref> === Samtímasaga === [[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]] Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref> Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref> Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref> Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 /> == Landfræði == [[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]] [[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]] Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins. Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref> Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref> Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref> === Eyjar === Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð: # [[Spitsbergen]] (37.673 km²) # [[Nordaustlandet]] (14.443 km²) # [[Edge-eyja]] (5074 km²) # [[Barentseyja]] (1250 km²) # [[Hvítey]] (682 km²) # [[Prins Karls Forland]] (615 km²) # [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²) # [[Danska Eyja]] # [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]] == Stjórnmál == [[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]] [[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref> <ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref> [[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]] Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref> [[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref> [[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]] [[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref> == Efnahagslíf == Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]]. Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins. Um þriðjungur af kolaframleiðslu Norðmanna síðustu ár fór í kolaraforkuver sem sá Svalbarða fyrir raforku. Árið 2023 var raforkuverið lagt niður og raforka var eftir það framleidd með díselolíu.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/nyheter/slutt-for-kullkraftverket-i-longyearbyen--1.16601776|title=Slutt for kullkraftverket i Longyearbyen|website=NRK|date=19. október 2023}}</ref> Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi. Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023 Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref> Aukin skipaumferð vegna ferðamennsku og fiskveiða (sem hafa aukist vegna [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]) kalla á aukin umsvif leitar- og björgunarsveita sýslumannsins og [[Norska strandgæslan|Norsku strandgæslunnar]]. Í framhaldi hefur höfnin í Longyearbyen verið stækkuð. Ákveðið var að fjölga íbúðum og gistirýmum vegna ferðaþjónustu og umsvifa háskólasetursins eftir [[snjóflóðið í Longyearbyen 2015]] þar sem 11 hús eyðilögðust og tveir létust.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/tromsogfinnmark/boligmangel-i-longyearbyen-skaper-store-problemer-for-reiselivet-1.16221834|title=Boligmangel i Longyearbyen skaper store problemer for reiselivet|date=22.12.2022|author=Rune N. Andreassen|website=NRK}}</ref> Stærstu greinar atvinnulífs á Svalbarða miðað við veltu árið 2023 voru flutningar og geymsla; fjarskipti, fjármála- og tryggingastarfsemi; byggingariðnaður; fyrirtækjaþjónusta, og gisting. Ef miðað er við ársverk eru stærstu geirarnir gisting, byggingariðnaður og fyrirtækjaþjónusta.<ref>{{cite web|url=https://www.ssb.no/virksomheter-foretak-og-regnskap/virksomheter-og-foretak/statistikk/naeringer-pa-svalbard|title=Næringar på Svalbard|website=Statistisk sentralbyrå|date=29. ágúst 2024}}</ref> == Íbúar == Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/> Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref> [[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 /> [[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]] Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel. == Menning == [[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]] Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk. Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden. Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega. ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða] * [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska) * [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur] {{Evrópa}} [[Flokkur:Svalbarði| ]] stvw9p2cr23bzu3srgb0qcr0w1v1vd4 1892000 1891998 2024-12-15T21:18:09Z Akigka 183 /* Efnahagslíf */ 1892000 wikitext text/x-wiki {{land |nafn_á_frummáli = Svalbard |nafn_í_eignarfalli = Svalbarða |land=Noregs |fáni = Flag of Norway.svg |skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg |staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg |tungumál = [[norska]] |höfuðborg = [[Longyearbyen]] |þjóðsöngur = [[Kongesangen]] |stjórnarfar = Noregsstjórn |titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]] |titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]] |nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]] |nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]] |flatarmál = 61.022 |mannfjöldaár = 2020 |fólksfjöldi = 2.939 |íbúar_á_ferkílómetra = 0,04 |staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]] |atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]] |dagsetning1 = 9. febrúar 1920 |atburður2 = [[Svalbarðalögin]] |dagsetning2 = 17. júlí 1925 |gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK) |tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]]) |tld = no |símakóði = 47 }} '''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref> Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref> Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref> [[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta. == Heiti == Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref> Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref> == Saga == === Landkönnun === [[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]] Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref> Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref> === Hvalveiðar === [[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]] Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref> [[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" /> Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref> === Pómorar === [[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]] Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref> Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna. Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref> === Rannsóknarleiðangrar === [[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]] Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref> Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref> Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/> === Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna === [[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]] Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu. Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref> Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref> Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi. === Síðari heimsstyrjöld === Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref> Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref> === Samtímasaga === [[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]] Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref> Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref> Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref> Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 /> == Landfræði == [[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]] [[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]] Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins. Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref> Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref> Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref> === Eyjar === Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð: # [[Spitsbergen]] (37.673 km²) # [[Nordaustlandet]] (14.443 km²) # [[Edge-eyja]] (5074 km²) # [[Barentseyja]] (1250 km²) # [[Hvítey]] (682 km²) # [[Prins Karls Forland]] (615 km²) # [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²) # [[Danska Eyja]] # [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]] == Stjórnmál == [[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]] [[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref> <ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref> [[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]] Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref> [[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref> [[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]] [[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref> == Efnahagslíf == Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]]. Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins. Um þriðjungur af kolaframleiðslu Norðmanna síðustu ár fór í kolaraforkuver sem sá Svalbarða fyrir raforku. Árið 2023 var raforkuverið lagt niður og raforka var eftir það framleidd með díselolíu.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/nyheter/slutt-for-kullkraftverket-i-longyearbyen--1.16601776|title=Slutt for kullkraftverket i Longyearbyen|website=NRK|date=19. október 2023}}</ref> Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi. Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023 Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref> Aukin skipaumferð vegna ferðamennsku og fiskveiða (sem hafa aukist vegna [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]) kalla á aukin umsvif leitar- og björgunarsveita sýslumannsins og [[Norska strandgæslan|Norsku strandgæslunnar]]. Í framhaldi hefur höfnin í Longyearbyen verið stækkuð. Ákveðið var að fjölga íbúðum og gistirýmum vegna ferðaþjónustu og umsvifa háskólasetursins eftir [[snjóflóðið í Longyearbyen 2015]] þar sem 11 hús eyðilögðust og tveir létust.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/tromsogfinnmark/boligmangel-i-longyearbyen-skaper-store-problemer-for-reiselivet-1.16221834|title=Boligmangel i Longyearbyen skaper store problemer for reiselivet|date=22.12.2022|author=Rune N. Andreassen|website=NRK}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.ssb.no/bygg-bolig-og-eiendom/artikler-og-publikasjoner/rekordmange-nye-byggetillatelser|title=Rekordmange nye byggetillatelser|date=17.2.2017|website=Statistisk sentralbyrå}}</ref> Stærstu greinar atvinnulífs á Svalbarða miðað við veltu árið 2023 voru flutningar og geymsla; fjarskipti, fjármála- og tryggingastarfsemi; byggingariðnaður; fyrirtækjaþjónusta, og gisting. Ef miðað er við ársverk eru stærstu geirarnir gisting, byggingariðnaður og fyrirtækjaþjónusta.<ref>{{cite web|url=https://www.ssb.no/virksomheter-foretak-og-regnskap/virksomheter-og-foretak/statistikk/naeringer-pa-svalbard|title=Næringar på Svalbard|website=Statistisk sentralbyrå|date=29. ágúst 2024}}</ref> == Íbúar == Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/> Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref> [[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 /> [[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]] Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel. == Menning == [[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]] Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk. Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden. Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega. ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða] * [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska) * [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur] {{Evrópa}} [[Flokkur:Svalbarði| ]] quoisjye6gb5t7apjht20sszvouh2ad 1892001 1892000 2024-12-15T21:23:55Z Akigka 183 /* Efnahagslíf */ 1892001 wikitext text/x-wiki {{land |nafn_á_frummáli = Svalbard |nafn_í_eignarfalli = Svalbarða |land=Noregs |fáni = Flag of Norway.svg |skjaldarmerki = Logo of the Governor of Svalbard.svg |staðsetningarkort = Norway-Svalbard.svg |tungumál = [[norska]] |höfuðborg = [[Longyearbyen]] |þjóðsöngur = [[Kongesangen]] |stjórnarfar = Noregsstjórn |titill_leiðtoga1 = [[Noregskonungur|Konungur]] |titill_leiðtoga2 = [[Sýslumaðurinn á Svalbarða|Sýslumaður]] |nafn_leiðtoga1 = [[Haraldur 5.]] |nafn_leiðtoga2 = [[Lars Fause]] |flatarmál = 61.022 |mannfjöldaár = 2020 |fólksfjöldi = 2.939 |íbúar_á_ferkílómetra = 0,04 |staða = Landsvæði í [[Noregur|Noregi]] |atburður1 = [[Svalbarðasamningurinn]] |dagsetning1 = 9. febrúar 1920 |atburður2 = [[Svalbarðalögin]] |dagsetning2 = 17. júlí 1925 |gjaldmiðill = [[norsk króna]] (NOK) |tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]]) |tld = no |símakóði = 47 }} '''Svalbarði''' ([[norska]]: ''Svalbard'') er [[eyjaklasi]] í [[Norður-Íshaf]]i, um það bil miðja vegu milli meginlands [[Evrópa|Evrópu]] og [[Norðurpóllinn|Norðurpólsins]]. Eyjarnar eru milli 74. og 81. breiddargráðu norður og 10. til 35. lengdargráðu austur. [[Spitsbergen]] er stærsta eyjan, en þar á eftir koma [[Norðausturlandið]] og [[Edge-eyja]]. Stærsta byggðin á eyjunum er [[Longyearbyen]].<ref name="SA-2021">{{cite journal |last1=Dickie |first1=Gloria |title=The World's Northernmost Town Is Changing Dramatically|format=Original title: "The Polar Crucible" |journal=Scientific American |date=1.6.2021 |volume=324|issue=6|pages=44–53|url=https://www.scientificamerican.com/article/the-worlds-northernmost-town-is-changing-dramatically/}}</ref> Eyjarnar voru fyrst notaðar sem veiðistöð af hvalveiðimönnum sem sigldu langt norður í höf á 17. og 18. öld, en sem yfirgáfu þær síðar. [[Kolanám]] hófst þar í upphafi 20. aldar og nokkrar varanlegar byggðir voru stofnaðar. [[Svalbarðasamningurinn]] frá 1920 kveður á um yfirráð Noregs yfir eyjunum og með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 lýstu Norðmenn Svalbarða hluta af norska konungsríkinu. Svalbarði var gerður að [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði|herlausu svæði]]. Norska fyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] og rússneska fyrirtækið [[Arktikugol]] eru einu námafyrirtækin sem enn starfa á eyjunum, en rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta hafa í seinni tíð orðið mikilvægari. [[Háskólamiðstöðin á Svalbarða]] (UNIS) og [[Fræbankinn á Svalbarða]] leika lykilhlutverk í efnahagslífi eyjanna. Fyrir utan [[Longyearbyen]] eru helstu byggðir á eyjunum rússneski námabærinn [[Barentsburg]], rannsóknarstöðin [[Ny-Ålesund]] og námabærinn [[Sveagruva]]. Aðrar byggðir eru norðar en eina fólkið sem þar býr eru hópar vísindamanna sem dvelja þar tímabundið. Engir vegir liggja milli byggðanna. [[Snjósleði|Snjósleðar]], flugvélar og bátar eru helstu samgöngutækin. [[Svalbarðaflugvöllur]] í Longyearbyen er aðalsamgöngumiðstöð eyjanna.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2840513|title=Svalbarði: Ný samgöngumiðstöð á Norðurslóðum?|journal=Þjóðviljinn|year=1974|number=80|date=21.5.1974|volume=39|page=12}}</ref> Um 60% af eyjunum eru þakin [[jökull|jöklum]] og þar eru mörg fjöll og firðir. Þar ríkir [[íshafsloftslag]] þótt hitastig sé mun hærra en annars staðar á sömu breiddargráðum. [[Flóra Svalbarða]] nýtir sér [[miðnætursól]]ina til að bæta upp fyrir [[skammdegi]]ð á veturnar. Margar tegundir sjófugla verpa á Svalbarða og þar er að finna [[tófa|tófu]], [[hreindýr]] og [[ísbjörn|ísbirni]], auk [[sjávarspendýr]]a. Á Svalbarða eru sjö þjóðgarðar og 22 friðlönd sem ná yfir 2/3 hluta af landi eyjanna.<ref>{{cite web|title=The national parks on Svalbard|website=Norwegian national parks|url=https://www.norgesnasjonalparker.no/en/nationalparks/svalbard/}}</ref> [[Noregur]] fer með yfirráð á Svalbarða samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920, en eyjarnar eru ekki stjórnsýslulegur hluti Noregs og falla ekki undir neitt norskt fylki. Þess í stað fer [[ríkisstjórn Noregs]] með stjórn eyjanna beint í gegnum skipaðan [[sýslumaðurinn á Svalbarða|sýslumann]]. Svalbarði er utan við [[Schengen-svæðið]], [[Evrópska efnahagssvæðið]] og [[Norræna vegabréfasambandið]]. [[Svalbarði og Jan Mayen]] eiga saman ISO 3166-1-landakóðann SJ þótt stjórn þeirra sé alveg aðskilin. Í Svalbarðasamningnum er kveðið á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu [[Rússland|Rússar]] sem nýta sér þetta ákvæði og stunda [[kol]]anám á Svalbarða. Einnig hafa [[Ísland|íslensk]] stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi [[fiskveiðar]] íslenskra skipa í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta. == Heiti == Nafnið Svalbarði kemur fyrir í fyrsta kafla [[Landnámabók]]ar þar sem segir að frá [[Langanes]]i á Íslandi sé fjögurra dægra sigling norður til Svalbarða. Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld er sagt frá „Svalbarðsfundi“ árið 1194.<ref name="konungsannall" /> Nafnið merkir „köld strönd“ og gæti hafa átt við eitthvað annað land, til dæmis [[Jan Mayen]] eða [[Grænland]]. Með [[Svalbarðalögin|Svalbarðalögunum]] 1925 var ákveðið að láta eyjaklasann heita þessu norræna nafni, fremur en Spitsbergen. Það var hluti af því að staðfesta yfirráð Norðmanna.<ref name="Berg2013">{{cite journal |last1=Berg |first1=Roald |title=From "Spitsbergen" to "Svalbard". Norwegianization in Norway and in the "Norwegian Sea", 1820–1925 |journal=Acta Borealia |date=December 2013 |volume=30 |issue=2 |pages=154–173 |doi=10.1080/08003831.2013.843322|s2cid=145567480 }}</ref> Nafnið Spitsbergen kemur frá hollenska landkönnuðinum [[Willem Barents]] sem sá hvassa fjallstinda (''spitse bergen'') á vesturströnd aðaleyjunnar. Barents vissi ekki að um eyjaklasa væri að ræða og nafnið Spitsbergen hefur því verið notað bæði um eyjaklasann og aðaleyjuna.<ref>[http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf ''In Search of Het Behouden Huys: A Survey of the Remains of the House of Willem Barentsz on Novaya Zemlya'', LOUWRENS HACQUEBORD, p. 250] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327084815/http://pubs.aina.ucalgary.ca/arctic/Arctic48-3-248.pdf |date=27 March 2009 }}.</ref> == Saga == === Landkönnun === [[Mynd:1598_map_of_the_Polar_Regions_by_Willem_Barentsz.jpg|thumb|right|Kort af Norðurslóðum eftir þriðja leiðangur Barents 1596 þar sem Svalbarði er nefndur ''Het nieuwe land'' („nýja landið“).]] Elsta heimildin sem minnist á Svalbarða er ''[[Landnámabók]]'' frá 12. öld sem segir að frá [[Langanes]]i sé fjögurra dægra sigling til Svalbarða „í hafsbotn“.<ref>{{cite book|title=Landnámabók (Sturlubók)|chapter=1. kafli|url=https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm}}</ref> Í [[Konungsannáll|Konungsannál]] frá 14. öld stendur við árið 1194 „Svalbarðsfundur“.<ref name="konungsannall">{{vefheimild|url=https://heimskringla.no/wiki/Konungsann%C3%A1ll|vefsíða=Heimskringla.no|titill=Konungsannáll|skoðað=12.10.2023}}</ref> Nafnið merkir einfaldlega „köld strönd“ og gæti átt við eitthvað annað land en það sem kallað er Svalbarði í dag. Rússar hafa haldið því fram að [[Pómorar]] sem búa við strendur [[Hvítahaf]]s hafi uppgötvað Svalbarða á 16. öld eða fyrr, en heimildir skortir fyrir þeirri staðhæfingu og engar minjar hafa fundist sem staðfesta veru norrænna manna eða Pómora á Svalbarða fyrir lok 16. aldar þótt það sé umdeilt.<ref>{{cite journal|author=Hultgreen, T.|year=2002|title=When did the Pomors come to Svalbard?|journal=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/080038302321117551}}</ref> Fyrsti landkönnuðurinn sem sá Svalbarða svo vitað sé með vissu var [[Willem Barents]] sem kom auga á Svalbarða í síðasta leiðangri hans til [[Novaja Semlja]] í júní árið 1596. Hann gaf eyjunum, sem hann taldi vera eitt land, nafnið Spitsbergen („hvöss fjöll“ á hollensku). Eyjarnar voru merktar á kort sem fylgdi frásögn af leiðangrinum og urðu brátt hluti af almennum landakortum. Árið 1607 kom [[Henry Hudson]] til eyjanna og kannaði þær. Hann sagði frá því að þar væru miklar hvalavöður, sem dró að [[hvalveiði]]skip.<ref name="hacquebord">{{cite journal|author=Hacquebord, L., Steenhuisen, F., & Waterbolk, H.|year=2003|title=English and Dutch whaling trade and whaling stations in Spitsbergen (Svalbard) before 1660|journal=International Journal of Maritime History|volume=15|number=2|pages=117-134|doi=10.1177/084387140301500207}}</ref> === Hvalveiðar === [[Mynd:Walvisvangst_bij_de_kust_van_Spitsbergen_-_Dutch_whalers_near_Spitsbergen_(Abraham_Storck,_1690).jpg|thumb|right|Hvalveiðiskip við strönd Svalbarða á málverki eftir [[Abraham Storck]] frá 1690.]] Þegar árið 1604 hélt leiðangur í veiðiferð til [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnareyjar]] undir stjórn enska selfangarans [[Steven Bennet]] á vegum [[Moskvufélagið|Moskvufélagsins]]. Þeir sáu þúsundir rostunga, en náðu aðeins að drepa nokkra vegna lítillar reynslu af slíkum veiðum. Veiðin gekk betur árið eftir og næstu ár kom hann þangað árlega þar til rostungsstofninum hafði verið útrýmt á eyjunni.<ref>{{cite book|author=Conway, M.|year=2012|title=No man's land: a history of Spitsbergen from its discovery in 1596 to the beginning of the scientific exploration of the country|publisher=Cambridge University Press}}</ref> [[Jonas Poole]] sem var í ferðum á vegum félagsins sagði frá miklum hvalavöðum við Svalbarða og Moskvufélagið sendi brátt hvalveiðiskip þangað til að veiða [[norðhvalur|norðhvali]] fyrir verðmætt [[lýsi]]ð. Félagið reyndi að hrekja hollensk og spænsk hvalveiðiskip þaðan og gera tilkall til einkaréttar á veiðinni, sem leiddi til átaka. Það flækti enn málin að [[Kristján 4.]] gerði tilkall til eyjanna fyrir hönd [[Danaveldi]]s vegna yfirráða yfir [[Noregur|Noregi]] og Grænlandi. Árið 1614 ákváðu hollensku og ensku skipin að skipta aðaleyjunni á milli sín. Sama ár var hvalveiðifélagið [[Noordsche Compagnie]] stofnað í Hollandi. Allar þjóðirnar notuðust í fyrstu við [[Baskar|baskneska]] hvalveiðimenn, en þegar leið á dró úr því. Þegar Moskvufélagið lenti í fjárhagsörðugleikum nokkrum árum síðar náðu Hollendingar yfirhöndinni. Þeir stofnuðu hvalveiðibæinn [[Smeerenburg]] á [[Amsterdameyja|Amsterdameyju]] árið 1619.<ref name="hacquebord" /> Eftir miðja 17. öld tók hvölum að fækka við strönd Svalbarða og hvalveiðiskipin færðu sig utar. Með stærri skipum var hægt að flensa hvalina við skipshlið og flytja spikið til meginlandsins til bræðslu. Á 18. öld minnkuðu hvalveiðar Hollendinga og Bretar tóku við, en eftir aldamótin 1800 var norðhvalur nær horfinn af miðunum við Svalbarða. Um 1830 var hvalveiðum hætt.<ref>{{cite book|author=Vaughan, R.|year=1983|chapter=Historical survey of the European whaling industry|title=Arctic Whaling. Proceedings of the International symposium Arctic Whaling (February 1983|page=131|url=https://research.rug.nl/files/3409408/Arcticwhaling-complete.pdf#page=123}}</ref> === Pómorar === [[Mynd:Auguste_Mayer_La_Recherche.png|thumb|right|Teikning af Pómorakrossi á Svalbarða eftir [[Auguste Mayer]] úr leiðangri Paul Gaimard til Norðurslóða 1838.]] Fræðimenn greinir á um það hvenær [[Pómorar]] frá ströndum [[Hvítahaf]]s tóku fyrst að stunda skinnaveiðar á Svalbarða. Á 7. áratug 20. aldar framkvæmdi sovéski fornleifafræðingurinn [[Vadím F. Starkov]] fjölda rannsókna á veiðistöðvum Pómora og notaði aldursgreiningu á viðarleifum til að rökstyðja að þeir hefðu komið þar fyrir miðja 16. öld.<ref>{{cite journal|title=When Did the Pomors Come to Svalbard?|year=2002|joural=Acta Borealia|volume=19|number=2|pages=125-145|doi=10.1080/080038302321117551|author=Tora Hultgreen}}</ref> Þetta var notað til að styðja við tilkall [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] til auðlindanýtingar á Svalbarða. Niðurstaðan hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að aldur timbursins segi ekki til um aldur stöðvarinnar. Gagnrýnendur benda líka á að engar frásagnir um Pómora sé að finna í ritheimildum frá 17. öld, sem Starkov útskýrði með því að þá hefði veiði þeirra hnignað.<ref>{{cite journal|last1=Albrethsen |first1=S. E. |last2=Arlov |first2=T. B. |date=1988 |title=The Discovery of Svalbard - A Problem Reconsidered |url=http://www.sarks.fi/fa/PDF/FA5_105.pdf |journal=Fennoscandia archaeologica |publisher=Archaeological Society of Finland |volume=5}}</ref> Flestir viðurkenna þó að frá lokum 17. aldar, eftir að landvinnslu hvalfangara lauk, hafi Pómorar byrjað að fara reglulega í veiðiferðir til Svalbarða, þar sem þeir veiddu rostunga, seli, hreindýr, refi og ísbirni. Þeir reistu veiðikofa og einkennandi og áberandi viðarkrossa, og höfðust þar við yfir vetrartímann. Flestir urðu þeir undir lok 18. aldar þegar 100 til 150 Pómorar héldu sig á Svalbarða yfir veturinn. Veiðar Pómora gengu ekki jafnhart gegn dýrastofnum og hvalveiðarnar höfðu gert og héldust því í jafnvægi.<ref>{{cite book |last=Arlov |first=Thor B. |title=A short history of Svalbard |year=1994 |url=http://urn.nb.no/URN:NBN:no-nb_digibok_2007032002001 |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |location=Oslo |isbn=82-90307-55-1}}</ref> Síðustu heimildir um vetrardvöl Pómora eru frá vetrinum 1851 til 1852. Eftir það lögðust veiðarnar af meðal annars vegna minnkandi rostungsstofna. Norðmenn kynntust Svalbarða gegnum [[Pómoraverslunin]]a í Norður-Noregi á 18. öld. Fyrstu Norðmennirnir sem vitað er að fóru til Svalbarða voru [[Samar]] sem fengnir voru með í rússneskan leiðangur þangað 1795 frá höfninni í [[Hammerfest]].<ref>{{cite book |last=Carlheim-Gyllensköld|first=V. |title=På åttionda breddgraden. En bok om den svensk-ryska gradmätningen på Spetsbergen; den förberedande expeitionen sommaren 1898, dess färd rundt spetsbergens kuster, äfventyr i båtar och på isen; ryssars och skandinavers forna färder; m.m., m.m. |year=1900 |publisher=Albert Bonniers förlag| location=Stockholm}}</ref> Ári áður höfðu norskir veiðimenn haldið til veiða á Bjarnarey. Frá 3. áratug 19. aldar hófu Norðmenn reglulegar veiðar á Svalbarða, en [[Tromsø]] tók við af Hammerfest sem helsta höfnin. Á síðari hluta 19. aldar sigldu 27 norsk skip til Svalbarða að meðaltali. Veturinn 1872 til 1873 létust 17 norskir selveiðimenn úr blýeitrun í veiðikofa sem nefndist [[Svenskhuset]] á Svalbarða.<ref>{{cite news |url=http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |title=Arctic mystery resolved after 135 years |date=19 September 2008 |last=Goll |first=Sven |work=[[Aftenposten]] |archive-url=https://web.archive.org/web/20110629061200/http://www.aftenposten.no/english/local/article2664864.ece |archive-date=29 June 2011}}</ref> === Rannsóknarleiðangrar === [[Mynd:Andrees_Station3.jpg|thumb|right|Loftbelgsstöð sem leiðangur Andrées reisti á Danska eyja 1897.]] Á síðari hluta 18. aldar héldu nokkrir stórir rannsóknarleiðangrar til Svalbarða ýmist til að kortleggja [[Norðurslóðir]] eða freista þess að finna [[Norðausturleiðin]]a. Árið 1773 leiddi [[Constantine Phipps]] leiðangur á vegum [[breski flotinn|breska flotans]] til Svalbarða þar sem skip hans, ''[[Carcass]]'' og ''[[Racehorse]]'' festust í ísnum við [[Sjöeyjar]], en náðu að losa sig og komast heilu og höldnu til baka.<ref>{{cite journal|author=Fjågesund, P.|year=2008|title=When Science Came to the Arctic: Constantine Phipps’s Expedition to Spitsbergen in 1773|journal=Journal of Northern Studies|number=2|pages=77-91|url=https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:412660/FULLTEXT01.pdf}}</ref> Árið 1827 kom norski jarðfræðingurinn [[Baltazar Mathias Keilhau]] til Svalbarða og rannsakaði landið innan við ströndina.<ref>{{cite book|author=Keilhau B. M.|year=1831|title=Reise i øst- og vest-finmarken samt til beeren-eiland og spitsbergen i aarene 1827 og 1828|publisher=Johan Krohn|location=Christiania}}</ref> Veturinn 1838-1839 kom Norðurslóðaleiðangur [[Paul Gaimard]] á skipinu ''[[La Recherche]]'' til Svalbarða og fékkst þar við margvíslegar rannsóknir.<ref>{{cite book|author=Paul Gaimard|title=Voyage en Scandinavie, en Laponie, au Spitzberg et aux Feröe pendant les années 1838-1840 sur la corvette La Recherche, commandée par M. Fabvre. Publiés par ordre du Roi sous la direction de M. Paul Gaimard.|year=1842-1855|publisher=A. Bertrand|location=Paris}}</ref> Svíar hófu að sýna Svalbarða mikinn áhuga um miðja 19. öld. Sænski náttúrufræðingurinn [[Otto Martin Torell]] rannsakaði [[jökull|jökla]] á eyjunum á 6. áratug 19. aldar. [[Adolf Erik Nordenskiöld]] tók þátt í þremur af þessum leiðöngrum Torells og leiddi eftir það frekari rannsóknir á Norðurslóðum á 7. og 8. áratugnum. Breski náttúrufræðingurinn og kortagerðamaðurinn [[Martin Conway]] gerði fyrsta kortið af landslagi eyjanna eftir leiðangur veturinn 1896-1897.<ref>{{cite web |url=http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |title=The history of place names in the Arctic |last=Ørvoll |first=Oddveig Øien |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |access-date=19 April 2012 |archive-date=29 April 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120429100718/http://www.npolar.no/en/the-arctic/place-names.html |url-status=dead }}</ref> Svalbarði var upphafsstaður fyrir nokkrar tilraunir manna til að ná [[Norðurpóllinn|norðurpólnum]] í loftfari. [[Loftbelgsleiðangur Andrées]], þar sem allir leiðangursmenn týndu lífinu, lagði upp frá stöð sem reist var á [[Danska eyja|Dönsku eyju]] 1897. Fjórar slíkar tilraunir voru gerðar út frá [[Ny-Ålesund]] á milli 1925 og 1928, þar á meðal fyrsta tilraun [[Roald Amundsen]] til að komast á norðurpólinn með [[flugbátur|flugbát]]. [[Floyd Bennett]] og [[Richard E. Byrd]] héldu því fram að þeim hefði tekist það 1926, en því hefur síðan verið hafnað.<ref name="Hisdal 1998: 103">Hisdal (1998): 103</ref> [[Loftskip]]ið ''[[Norge (loftskip)|Norge]]'' er nú talið hafa verið fyrst til að ná pólnum. Loftskip [[Umberto Nobile]], ''[[Italia (loftskip)|Italia]]'', hrapaði árið 1928 sem leiddi til umfangsmikillar leitar og björgunaraðgerða, þar sem Amundsen er talinn hafa farist.<ref name="Hisdal 1998: 103"/> === Námavinnsla og yfirtaka Norðmanna === [[Mynd:Longyear_City_1908.jpg|thumb|right|Longyear City árið 1908.]] Kolavinnsla á Svalbarða hafði lengi verið stunduð í smáum stíl áður en iðnaðarvinnsla hófst árið 1899. Einn af þátttakendum í leiðöngrum Nordenskiölds, [[Alfred Gabriel Nathorst]], reyndi fyrstur að stofna varanlega byggð við [[Ísfjörður|Ísfjörð]] á Svalbarða og hugðist vinna þar [[fosfórít]] en ekkert varð úr þeim fyrirætlunum. [[Søren Zachariassen]] frá Tromsø stofnaði fyrsta námafyrirtækið og gerði tilkall til nokkurra staða umhverfis Ísfjörð en skorti fjármagn til að hefja þar uppbyggingu. Fyrsta námafyrirtækið sem náði að komast á legg var [[Arctic Coal Company]] í eigu bandaríska athafnamannsins [[John Munroe Longyear]] sem keypti tilkall Norðmanna og stofnaði [[Longyearbyen|Longyear City]] árið 1906. Um 200 manns störfuðu þar árið 1910. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani]] var stofnað til að kaupa fyrirtæki Longyears árið 1916. [[Pyramiden]] og [[Sveagruva]] voru námabækistöðvar sem sænsk fyrirtæki stofnuðu á sama tíma, og hollenskir fjárfestar stofnuðu [[Barentsburg]] árið 1920. Norskir fjárfestar stofnuðu [[Kings Bay Kull Compani]] árið 1916 í kringum kolavinnslu í [[Konungsfjörður|Konungsfirði]].<ref>{{cite book|author=Gümrükçü, H., Soylu, Z. S., Alabaş, S., & Güneş, S.|year=2022|title=Employment and Migration in the Arctic Region: A Case Study of Spitzbergen/Svalbard Archipelago|title=The Future of the Arctic Human Population|pages=179-195|publisher=Routledge}}</ref> Áhugi Norðmanna á auðlindum á Norðurslóðum fór vaxandi undir lok 19. aldar á sama tíma og upp kom þörf fyrir einhvers konar stjórn á námavinnslu á Svalbarða. Engin yfirvöld voru á eyjunum og námafyrirtækin áttu erfitt með að staðfesta tilkall sitt til ákveðinna staða. Árið 1907 átti Noregur frumkvæði að viðræðum milli hinna ýmsu landa sem gerðu tilkall til eyjanna. Norska ríkisstjórnin var treg til að taka að sér yfirstjórnina vegna hás kostnaðar, en það breyttist smám saman eftir því sem kolavinnslan jókst. Á [[Friðarráðstefnan í París 1919-1920|Friðarráðstefnunni í París]] 1919 var ákveðið að Noregur fengi yfirráð yfir Svalbarða. [[Svalbarðasamningurinn|Spitsbergensamningurinn]] (eins og hann hét þá) var undirritaður 9. febrúar 1920 með þeim skilyrðum að nýting auðlinda væri öllum samningsaðilum frjáls og að eyjarnar mætti ekki nota í hernaðarlegum tilgangi. Eftir nokkra umræðu um fyrirkomulag stjórnar á eyjunum voru [[Svalbarðalögin]] sett í Noregi árið 1925 þar sem ákveðið var að eyjarnar hétu Svalbarði (en ekki Spitsbergen) og að þeim skyldi stjórnað af sérstökum sýslumanni sem skipaður væri af Noregskonungi.<ref>{{cite journal|author=Berg, R.|year=2013|title=From “Spitsbergen” to “Svalbard”. Norwegianization in Norway and in the “Norwegian Sea”, 1820–1925|journal=Acta Borealia|volume=30|number=2|pages=154-173|url=https://www.tandfonline.com/doi/pdf/10.1080/08003831.2013.843322}}</ref> Á 3. áratug 20. aldar hnignaði námavinnslunni og margar bækistöðvar voru yfirgefnar. Á endanum voru aðeins eftir Store Norske Spitsbergen Kulkompani og sovéska námafyrirtækið [[Arktikugol]] sem tók yfir nokkrar fyrrverandi námabyggðir á eyjunum. Kolaframleiðslan náði hátindi fyrir stríð árið 1936 þegar 786.000 tonn af kolum voru unnin þar. Á 4. áratugnum hófust þorskveiðar í smáum stíl við eyjarnar og reglulegar ferjusiglingar frá Noregi. === Síðari heimsstyrjöld === Fyrst eftir að Þjóðverjar [[innrásin í Noreg|réðust inn í Noreg]] 1940 hélt kolavinnslan á Svalbarða áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en Þjóðverjar [[Barbarossa-aðgerðin|réðust inn í Sovétríkin]] 1941 að [[bandamenn (síðari heimsstyrjöld)|bandamenn]] ákváðu að flytja allt fólk þaðan og eyðileggja kolabirgðir við námurnar í [[Gauntlet-aðgerðin]]ni. Á þeim tíma hófust ferðir [[skipalestir í Norður-Atlantshafi í síðari heimsstyrjöld|skipalesta]] með hergögn og hjálpargögn til Sovétríkjanna um [[Norðurhöf]]. Í fyrstu höfðu Þjóðverjar aðallega áhuga á að koma upp [[veðurstöð]]vum á Svalbarða og komu sér upp mannaðri veðurstöð í [[Aðventufjörður|Aðventufirði]] 1941.<ref>{{cite book|author=Parker, L.|year=2017|chapter=From Ice Stations to Action Stations: The Importance of the Svalbard Archipelago in the Second World War|title=War and Geography|pages=63-75|editor=Brill Schöningh}}</ref> Vorið 1942 var [[Fritham-aðgerðin]]ni hrint í framkvæmd, þar sem tvö norsk selveiðiskip sigldu með mannafla frá [[norska útlagastjórnin|norsku útlagastjórninni]] til Svalbarða til að taka kolanámurnar yfir. Um sumarið sendu Þjóðverjar tvö herskip þangað í [[Zitronella-aðgerðin]]ni og lögðu Longyearbyen og Barentsburg í rúst með stórskotaárás frá skipunum ''[[Tirpitz (herskip)|Tirpitz]]'' og ''[[Scharnhorst (skip)|Scharnhorst]]''. Sex Norðmenn létu lífið og yfir 30 voru sendir í fangabúðir. Aðgerðin náði þó ekki að tryggja yfirráð Þjóðverja yfir Svalbarða. Með [[Gearbox-aðgerðin]]ni og [[Gearbox II-aðgerðin]]ni sumarið 1942 tryggðu bandamenn sér aðstöðu á Svalbarða til að verja skipalestirnar um Norðurhöf. Þjóðverjar héldu þó áfram tilraunum til að koma upp veðurstöðvum á Svalbarða til að styðja við kafbátahernaðinn, eins og í [[Haudegen-aðgerðin]]ni 1944. Síðasta hersveit Þjóðverja sem gafst upp fyrir bandamönnum í Evrópu voru starfsmenn veðurstöðvarinnar í Haudegen sem gáfust upp fyrir norsku selveiðiskipi 6. september 1945.<ref>{{cite journal|author=Barr, W.|year=1986|title=Wettertrupp Haudegen: the last German Arctic weather station of World War II. Part 1.|journal=Polar Record|volume=23|number=143|pages=143-158}}</ref> === Samtímasaga === [[File:Kulltaubane.jpg|thumb|Yfirgefinn kláfur til að flytja kol.]] Eftir styrjöldina hóf Noregur aftur starfsemi í Longyearbyen og Ny-Ålesund,<ref>{{cite book|author=Torkildsen T. & Barr S.|year=1984|title=Svalbard: Vårt nordligste Norge|publisher=Det Norske Svalbardselskap}}: 206</ref> en [[Sovétríkin]] hófu á ný námastarfsemi í Barentsburg, Pyramiden og [[Grumant]].<ref name=t202>Torkildsen (1984): 202</ref> Í námunni í Ny-Ålesund biðu 71 bana í slysum frá 1945 til 1954 og 1960 til 1963. [[Kings Bay-málið]] þar sem 21 verkamaður lét lífið, leiddi til afsagnar [[þriðja ríkisstjórn Geirhardsens|þriðju ríkisstjórnar Geirhardsens]].<ref>{{cite web |url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|archive-url=https://web.archive.org/web/20061103103405/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318238|url-status=dead|archive-date=3 November 2006|title=Kings Bay|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|archive-url=https://web.archive.org/web/20061109115607/http://www.caplex.no/Web/ArticleView.aspx?id=9318239|url-status=dead|archive-date=9 November 2006|title=Kings Bay-saken|language=no|access-date=24 March 2010}}</ref> Kolavinnslan var lengi rekin með tapi og norska ríkið lagði milljarða króna í að halda starfsemi og samfélagi þar úti.<ref>{{cite journal|author=Gísli Kristjánsson|year=1999|title=Ísbirnir vilja ekki fólk|journal=Dagblaðið Vísir|volume=25|number=116|page=28|url=https://timarit.is/page/2984745}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reynir Traustason|title=Berum ekki beinin hérna|journal=Dagblaðið Vísir|year=1995|volume=21|number=122|page=10|url=https://timarit.is/page/2728632}}</ref> Frá 1964 varð Ny-Ålesund að rannsóknarmiðstöð og aðstöðu fyrir [[Geimrannsóknastofnun Evrópu]].<ref>{{cite book|last=Arlov|first=Thor B.|title=Svalbards historie: 1596-1996|url=https://books.google.com/books?id=HRLeNQAACAAJ|access-date=22 May 2021|year=1996| publisher=Aschehoug| location=Oslo|language=no|isbn=82-03-22171-8}}: 412</ref> Prufuboranir í leit að olíu hófust árið 1963 og héldu áfram til 1984, en engar olíulindir fundust.<ref>Torkildsen (1984): 261</ref> Frá 1960 hófust reglulegar flugferðir til [[Hotellneset]];<ref>{{cite book|author1=Tjomsland, Audun |author2=Wilsberg, Kjell |name-list-style=amp |year=1995 |title=Braathens SAFE 50 år: Mot alle odds |location=Oslo |isbn=82-990400-1-9}}: 163</ref> og árið 1975 var [[Svalbarðaflugvöllur]] opnaður í Longyearbyen með heilsársþjónustu.<ref>Tjomsland and Wilsberg (1995): 162–164</ref> Nokkrar deilur urðu um fjölda Aeroflot-starfsmanna sem Sovétmenn vildu að störfuðu á vellinum.<ref>{{cite journal|author=Gísli Sveinn Loftsson|title=Tilraunir rússa til að sölsa undir sig Svalbarða|year=1976|journal=Vísir|volume=66|number=28|pages=8-9|url=https://timarit.is/page/3350424}}</ref> Í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]] voru íbúar Sovétríkjanna tveir þriðju af íbúum eyjanna (Norðmenn voru þá einn þriðji) og heildaríbúafjöldinn rétt innan við 4000.<ref>{{cite journal|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1638700|title=Sambýlið á Svalbarða|journal=Morgunblaðið|year=1986}}</ref><ref name=t202 /> Starfsemi Rússa hefur minnkað umtalsvert síðan þá og aðeins 450 Rússar voru á Svalbarða 2010.<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |title=Persons in settlements 1 January. 1990–2005 |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020929/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/045.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref><ref name=demographics>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |title=Non-Norwegian population in Longyearbyen, by nationality. Per 1 January. 2004 and 2005. Number of persons |website=[[Statistics Norway]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100523054216/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/049.html |archive-date=23 May 2010 |df=dmy-all }}</ref> Námabyggðinni Grumant var lokað eftir að náman var þurrausin árið 1962.<ref name=t202 /> Pyramiden var lokað árið 1998.<ref>Fløgstad (2007): 127</ref> Útflutningur á kolum frá Barentsburg stöðvaðist 2006 vegna eldsvoða,<ref name=chp10 /> en hélt áfram eftir 2010.<ref>{{Cite news|last=Staalesen |first=Atle |title=Russians restarted coal mining at Svalbard |work=Barents Observer |date=8 November 2010 |url=http://www.barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |access-date=26 January 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20101120015113/http://barentsobserver.com/russians-restarted-coal-mining-at-svalbard.4840198-116321.html |archive-date=20 November 2010 }}</ref> Rússar lentu í tveimur flugslysum: 141 fórust með [[Vnukovo Airlines flug 2801|Vnukovo Airlines flugi 2801]] 1996<ref>{{cite web |url=http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |title=29 Aug 1996 |website=[[Aviation Safety Network]] |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100417153006/http://aviation-safety.net/database/record.php?id=19960829-0 |archive-date=17 April 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þrír létust í þyrluslysinu á [[Heerodden-slysið|Heerodden]] 2008.<ref>{{cite news |url=http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |title=- Kraftig vindkast trolig årsaken |author1=Eisenträger, Stian |author2=Per Øyvind Fange |name-list-style=amp |work=[[Verdens Gang]] |date=30 March 2008 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110610164323/http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=513681 |archive-date=10 June 2011 |df=dmy-all }}</ref> Árið 1971 var [[Svalbarðaráðið]] stofnað sem samráðsvettvangur íbúa, en það hafði engin raunveruleg völd og krafan um sveitarstjórn varð háværari eftir því sem leið að lokum 20. aldar.<ref>{{cite journal|author=Urður Gunnarsdóttir|title=Á hjara veraldar|journal=Morgunblaðið|year=1998|volume=86|number=213|pages=B 6-7|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Longyearbyen var fyrirtækisbær til 1989 þegar stofnunin Svalbard Samfundsdrift var stofnuð utan um opinbera þjónustu, menningu og menntun.<ref name=ah49>Arlov and Holm (2001): 49</ref> Árið 1993 var stofnunin seld ríkinu og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] stofnuð í staðinn, rekin sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi.<ref name=unis>{{cite web |url=http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |title=Arctic science for global challenges |website=[[University Centre in Svalbard]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120206141732/http://www.unis.no/30_ABOUT_UNIS/4010_Root/intro.htm |archive-date=6 February 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite journal|author=Hrafnhildur Hannesdóttir|title=Dagurinn myrkur sem nótt|journal=Morgunblaðið|volume=90|number=175|pages=14-15|year=2002|url=https://timarit.is/page/3449715}}</ref><ref>{{cite journal|author=Hörður Kristjánsson|title=Á veraldarhjara|journal=DV|year=2002|volume=92|number=112|pages=46-47|url=https://timarit.is/page/1914834}}</ref> Á 10. áratug 20. aldar jókst ferðamennska á Svalbarða og efnahagur Longyearbyen varð óháður námafyrirtækinu.<ref>{{cite journal|author=Páll Þórhallsson|year=1995|title=Þar sem engin tré festa rætur|journal=Morgunblaðið|volume=83|number=130|pages=B 16-17|url=https://timarit.is/page/1831657}}</ref><ref name="naering">{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=9 Næringsvirksomhet |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825003249/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/9.html?id=554987 |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Longyearbyen fékk sveitarstjórn árið 2002.<ref name=ah49 /> == Landfræði == [[Mynd:Parhelia on a sunny arctic morning; Svalbard.jpg|thumb|right|Sól með hjásólir (gíl og úlf) yfir Svalbarða.]] [[Mynd:Topographic map of Svalbard.svg|thumb|right|Hæðakort af Svalbarða.]] Svalbarðasamningurinn skilgreinir Svalbarða sem allar eyjar og sker milli 74. og 81. breiddargráðu norður, og 10. til 35. lengdargráðu austur.<ref name=npi>{{cite news |title=Svalbard |publisher=[[Norwegian Polar Institute]] |url=http://npweb.npolar.no/english/geografi/svalbard |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120415125926/http://www.npolar.no/en/the-arctic/svalbard/index.html |archive-date=15 April 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref name=treaty>{{cite news |title=Svalbard Treaty |publisher=[[Wikisource]] |url=http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |date=9 February 1920 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100324002033/http://en.wikisource.org/wiki/Svalbard_Treaty |archive-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Landsvæðið er 61.022 km<sup>2</sup> að stærð. Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru [[Spitsbergen]] (37.673 km<sup>2</sup>), [[Nordaustlandet]] (14.443 km<sup>2</sup>) og [[Edgeøya]] (5.074 km<sup>2</sup>).<ref>{{Vísindavefurinn|48622|Hvort er stærra Ísland eða Svalbarði?|höfundur=Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir|dags=10.12.2009}}</ref> Öll þorpin á Svalbarða eru á Spitsbergen, fyrir utan veðurstöðvar á [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] og [[Hopen (Svalbarða)|Hopen]].<ref name=cia>{{cite web |url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/svalbard/ |title=Svalbard |work=[[World Fact Book]] |publisher=[[Central Intelligence Agency]] |date=15 January 2010 |access-date=24 March 2010 |df=dmy-all }}</ref> Norska ríkið lagði allt land á Svalbarða undir sig, sem aðrir höfðu ekki gert tilkall til, eða 95,2% af eyjaklasanum þegar Svalbarðasamningurinn gekk í gildi. Norska námafyrirtækið [[Store Norske Spitsbergen Kulkompani|Store Norske]] á 4% og rússneska námafyrirtækið [[Arktikugol]] 0,4%. Aðrir einkaaðilar eiga 0,4% landsins. Svalbarði er norðan [[norðurheimskautsbaugur|norðurheimskautsbaugs]] og þar er [[miðnætursól]] í 99 daga á sumrin og [[heimskautanótt]] í 84 daga á veturnar.<ref name=sun>Torkilsen (1984): 96–97</ref> Í Longyearbyen er bjart frá 20. apríl til 23. ágúst, og dimmt frá 26. október til 15. febrúar.<ref name=npi /> Á veturnar er oft tunglbjart og snjóþekja magnar birtuna upp.<ref name=sun /> Á Svalbarða eru [[ljósaskipti]]n löng. Fyrsta og síðasta dag skammdegisins stendur rökkrið í sjö og hálfan tíma og samfelld birta stendur tveimur vikum lengur en miðnætursólin.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen October 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=4&year=2019|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen April 2019|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Á [[sumarsólstöður|sumarsólstöðum]] fer sólin neðst í 12° yfir sjóndeildarhring á miðnætti.<ref>{{cite web|url=https://www.timeanddate.com/sun/norway/longyearbyen?month=6|title=Sunrise and sunset in Longyearbyen June|website=Timeanddate.com|access-date=29 October 2019}}</ref> Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri.<ref name="Umbreit2005">{{cite book|last=Umbreit|first=Andreas |title=Spitsbergen: Svalbard, Franz Josef, Jan Mayen|url=https://books.google.com/books?id=TExU1p6Cy20C|access-date=21 May 2021|edition=3rd|year=2005|publisher=Bradt Travel Guides|location=Chalfont St. Peter, Bucks|isbn=978-1-84162-092-3}}</ref> Stærsti jökullinn er [[Austfonna]], 8.412 km<sup>2</sup>, á Nordaustlandet, og þar á eftir koma [[Olav V Land]] og [[Vestfonna]]. Á sumrin er hægt að fara á skíðum frá [[Sørkapp]] syðst á Spitsbergen að norðurströndinni, á næstum samfelldum ís. 99,3% af eyjunni [[Kvitøya]] eru þakin ís.<ref>Torkildsen (1984): 102–104</ref> Svalbarði hefur mótast af [[ísöld|ísaldarjöklinum]] sem hefur skorið firði, dali og fjöll inn í þessa fyrrum hásléttu.<ref name="Umbreit2005" /> Hæsti tindurinn er [[Newtontoppen]] sem er 1.717 metra hár, og þar á eftir koma [[Perriertoppen]] (1.712 metrar), [[Ceresfjellet]] (1.675 metrar), [[Chadwickryggen]] (1.640 metrar) og [[Galileotoppen]] (1.637 metrar). Lengsti fjörðurinn er [[Wijdefjorden]], 108 km að lengd, og þar á eftir koma [[Isfjorden]] (107 km), [[Van Mijenfjorden]] (83 km), [[Woodfjorden]] (64 km) og [[Wahlenbergfjorden]] (46 km).<ref>{{cite web |url=http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |title=Geographical survey. Fjords and mountains |website=[[Statistics Norway]] |date=22 October 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114020834/http://www.ssb.no/english/subjects/00/00/20/nos_svalbard_en/nos_d330_en/tab/013.html |archive-date=14 November 2011 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði er hluti af [[Heimskautaflæðibasaltið|Heimskautaflæðibasaltinu]]<ref>{{cite web |url=http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |title=Research Project on the manifestation of the High Arctic Large Igneous Province (HALIP) on Svalbard |last=Maher |first=Harmon D. Jr. |website=[[University of Nebraska at Omaha]] |date=November 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100628203436/http://maps.unomaha.edu/maher/svalbard/wwwHALIP/ |archive-date=28 June 2010 |df=dmy-all }}</ref> og þar reið yfir öflugasti jarðskjálfti Noregs 6. mars 2009, 6,5 að stærð.<ref>{{cite news|title=Svalbard hit by major earthquake |url=http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |agency=[[Norwegian Broadcasting Corporation]] |work=The Norway Post |date=7 March 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20120314054518/http://www.norwaypost.no/news/svalbard-hit-by-major-earthquake.html |archive-date=14 March 2012 }}</ref> Helstu landspendýr eru [[heimskautarefur]], [[ísbjörn]] og [[hreindýr]]. Sjávarspendýr eru meðal annars [[hvalir]], [[höfrungar]], [[selir]] og [[rostungur|rostungar]]. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða. Ísbirnir hafa orðið 6 manns að bana síðan 1971. <ref>[https://www.visir.is/g/20202005549d/isbjorn-drap-mann-a-svalbarda Ísbjörn drap mann á Svalbarða] Vísir.is, skoðað 29. ágúst 2020</ref> === Eyjar === Eyjar á Svalbarða í röð eftir stærð: # [[Spitsbergen]] (37.673 km²) # [[Nordaustlandet]] (14.443 km²) # [[Edge-eyja]] (5074 km²) # [[Barentseyja]] (1250 km²) # [[Hvítey]] (682 km²) # [[Prins Karls Forland]] (615 km²) # [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjarnarey]] (178 km²) # [[Danska Eyja]] # [[Amsterdameyja (Svalbarða)|Amsterdameyja]] == Stjórnmál == [[Mynd:Longyearbyen_main_street.JPG|thumb|right|Vegna hins sérstaka skattafyrirkomulags er verð á sumum vörum mun ódýrara á Svalbarða en á meginlandi Noregs.]] [[Svalbarðasamningurinn]] 1920 staðfesti full yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum. Ólíkt [[Norsku Suðurskautssvæðin|Norsku Suðurskautssvæðunum]] er Svalbarði hluti af konungsríkinu Noregi og ekki [[hjálenda]]. Norsku [[Svalbarðalögin]] frá 1925 staðfestu samninginn, kváðu á um norska lögsögu á Svalbarða og stofnun sýslumannsembættis þar sem [[sýslumaður Svalbarða]] er skipaður af Noregskonungi. Svalbarði heyrir ekki undir neitt [[fylki Noregs|fylki]] og þar eru engin sveitarfélög, en [[bæjarráð Longyearbyen]] var stofnað 2002 með sambærilegt hlutverk.<ref name=naering/> Bæirnir Ny-Ålesund og Barentsburg eru enn [[fyrirtækisbær|fyrirtækisbæir]] þar sem allir innviðir eru í eigu fyrirtækjanna Kings Bay og Arktikugol.<ref name=naering /> Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa allir samningsaðilar (48 árið 2024; Ísland gerðist aðili að samningnum 31. maí 1994) leyfi til að stunda atvinnurekstur á eyjunum, án mismununar, en samkvæmt norskum lögum. Samningurinn takmarkar líka getu Noregs til að innheimta skatta á eyjunum, þannig að þar er til dæmis enginn [[virðisaukaskattur]] og lægri [[tekjuskattur]] en á meginlandinu.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/nl-19961129-068.html|website=Lovdata|title=Svalbardskatteloven|date=25.8.2021}}</ref> <ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/for/sf/fd/xd-20071204-1354.html|title=Forskrift om ligningsmyndigheter og skatteoppkrever for Svalbard|website=Lovdata|date=7.12.2007}}</ref> Skatttekjum af íbúum Svalbarða á að verja á eyjunum.<ref>{{Cite web |title=The Svalbard Treaty - Svalbard Museum |url=https://svalbardmuseum.no/en/the-svalbard-treaty |access-date=2024-06-24 |website=svalbardmuseum.no}}</ref> Á móti kemur að íbúar Svalbarða njóta ekki velferðarþjónustu, almannatrygginga og eftirlauna, nema í gegnum sín heimasveitarfélög annars staðar.<ref>{{cite news |title=From the cradle, but not to the grave |website=[[Statistics Norway]] |url=http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=http://arquivo.pt/wayback/20160515164104/http://www.ssb.no/this_is_svalbard/velferdstilbud.pdf |archive-date=15 May 2016 |df=dmy-all }}</ref> [[Mynd:Polarsyssel.jpg|thumb|right|Sýslumaðurinn á Svalbarða notast við þjónustuskipið ''Polarsyssel''.]] Sýslumannsembættið á Svalbarða (norska: ''Sysselmester'', áður ''Sysselmanden'' til 2021) fer bæði með völd [[fylkisstjóri (Noregi)|fylkisstjóra]] og [[lögreglustjóri|lögreglustjóra]], auk annarra skylda sem felast í [[framkvæmdavald]]inu. Meðal hlutverka embættisins er að hafa umsjón með umhverfismálum, framkvæmd laga, [[leit og björgun]], ferðaþjónustu, upplýsingaþjónustu, samskipti við erlendar byggðir, auk þess að fara með dómsvald á sumum sviðum siglingaréttar og réttarrannsókna, þó ekki á sömu sviðum og þar sem hann fer með hlutverk lögreglu.<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/Documents-and-publications/Reports-to-the-Storting-White-Papers/Reports-to-the-Storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |title=Report No. 9 to the Storting (1999–2000): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=5 The administration of Svalbard |date=29 October 1999 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20120718092450/http://www.regjeringen.no/en/dep/jd/documents-and-publications/reports-to-the-storting-white-papers/reports-to-the-storting/19992000/report-no-9-to-the-storting-/5-The-administration-of-Svalbard.html?id=456897 |archive-date=18 July 2012 |df=dmy-all }}</ref><ref>{{cite web |url=http://lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |title=Lov om Svalbard |publisher=[[Lovdata]] |date=19 June 2009 |language=no |access-date=24 March 2010 |archive-date=9 March 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140309000141/http://www.lovdata.no/all/hl-19250717-011.html |url-status=live }}</ref> Frá 2021 hefur [[Lars Fause]] gegnt embættinu, sem heyrir undir [[dómsmálaráðuneyti Noregs]] en hefur samráð við önnur ráðuneyti eftir þeirra málaflokkum.<ref>{{cite news|title=Organisation |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110723004354/http://www.sysselmannen.no/enkel.aspx?m=44377 |archive-date=23 July 2011 }}</ref> [[Sjúkrahúsið á Svalbarða]] er rekið sem hluti af [[Háskólasjúkrahúsið í Norður-Noregi|Háskólasjúkrahúsinu í Norður-Noregi]] og [[Svalbarðaflugvöllur]] er rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Avinor]]. Önnur opinber þjónusta er rekin af [[Námastofnun Noregs]], [[Norska Norðurpólsstofnunin|Norsku Norðurpólsstofnuninni]], [[Norska skattstofan|Norsku skattstofunni]] og [[Norska þjóðkirkjan|Norsku þjóðkirkjunni]].<ref>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=6 Administrasjon |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142633/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/6.html?id=554944 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> Svalbarði heyrir undir [[Héraðsdómstóll Norður-Troms|héraðsdómstól Norður-Troms]] og [[áfrýjunardómstóll Hálogalands|áfrýjunardómstól Hálogalands]], sem báðir eru staðsettir í [[Tromsø]].<ref>{{cite web |url=http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |title=Nord-Troms tingrett |publisher=[[Norwegian National Courts Administration]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20110825002850/http://www.domstol.no/DAtemplates/CourtDetails____2995.aspx?epslanguage=EN |archive-date=25 August 2011 |df=dmy-all }}</ref> Þótt Svalbarði sé hluti af Noregi, eru eyjarnar ekki hluti af [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]] eða [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]]. [[Norræna vegabréfasambandið]] gildir þar ekki heldur.<ref>{{cite web|url=http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |title=Lov om gjennomføring i norsk rett av hoveddelen i avtale om Det europeiske økonomiske samarbeidsområde (EØS) m.v. (EØS-loven). |website=[[Lovdata]] |date=10 August 2007 |language=no |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20001210194300/http://www.lovdata.no/all/tl-19921127-109-0.html |archive-date=10 December 2000 }}</ref> Fólk sem kemur til Svalbarða frá löndum utan Schengen þarf því ekki Schengen-vegabréfsáritun nema það ferðist um meginland Noregs fyrst. Samkvæmt Svalbarðasamningnum hafa borgarar aðildarríkjanna heimild til að dvelja og stunda atvinnustarfsemi á Svalbarða og í reynd hefur það líka gilt um borgara annarra landa. Sýslumaðurinn getur samt neitað fólki um aðgang sem ekki uppfyllir tiltekin skilyrði, til dæmis um húsnæði og tekjur til uppihalds.<ref name=residence>{{cite news |title=Entry and residence |publisher=[[Governor of Svalbard]] |url=http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |access-date=24. ágúst 2015 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20150924112740/http://www.sysselmannen.no/en/Visitors/Entry-and-residence/ |archive-date=24 September 2015 |df=dmy-all }}</ref> [[Mynd:Kystvakten_Longyearbyen_IMG_6889.JPG|thumb|right|Skip Norsku strandgæslunnar í Longyearbyen.]] [[Rússland]] rekur ræðismannsskrifstofu í Barentsburg.<ref>{{cite news |title=Diplomatic and consular missions of Russia |publisher=[[Ministry of Foreign Affairs of Russia]] |url=http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20091002034927/http://www.mid.ru/zu_r.nsf/strawebeng?OpenView&Start=1&Count=300&Expand=120#120 |archive-date=2 October 2009 |df=dmy-all }}</ref> Árið 2010 var undirritað samkomulag um landamæri Rússlands og Noregs milli Svalbarða og [[Novaja Zemlja]]. Það þótti nauðsynlegt vegna áforma um olíuleit á hafsbotni.<ref>{{cite web|url=https://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|title=Russia and Norway Agree on Boundary|author=Andrew E. Kramer|website=The New York Times|date=15. september 2010|access-date=20 október 2024|archive-date=11 desember 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161211175859/http://www.nytimes.com/2010/09/16/world/europe/16russia.html|url-status=dead}}</ref> Umdeilt er hvort ákvæði Svalbarðasamningsins um frjálsa nýtingu náttúruauðlinda gildi um alla [[efnahagslögsaga|efnahagslögsöguna]] umhverfis Svalbarða (200 [[sjómíla|sjómílur]]), eða aðeins um [[landhelgi]]na (12 sjómílur).<ref>{{cite journal|title=Folkerettspragmatisme|journal=Kritisk juss|doi=10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|url=http://www.idunn.no/doi/10.18261/issn.2387-4546-2020-03-0|dato=2020-12-04|author=Tor-Inge Harbo|volume=3|lang=no|number=46|pages=222–235|issn=0804-7375}}</ref><ref>{{cite web|url=https://fiskifrettir.vb.is/segja-nordmenn-brjota-svalbardasattmalann/|title=Segja Norðmenn brjóta Svalbarðasáttmálann|website=Viðskiptablaðið|date=21.9.2016}}</ref> Öll hernaðarumsvif á Svalbarða eru bönnuð samkvæmt Svalbarðasamningnum, en þar sem norska ríkisstjórnin gerir tilkall til fullveldis yfir efnahagslögsögu Svalbarða, túlkar hún það með þeim hætti að [[Norska strandgæslan]] hafi heimild til að fara með eftirlit og löggæslu á stóru hafsvæði umhverfis eyjarnar.<ref>{{Cite web|title=Svalbard: NATO's Arctic 'Achilles' Heel' |url=https://perconcordiam.com/svalbard-natos-arctic-achilles-heel/ |website=Per Concordiam |last=Wither |first=James |date=8 September 2021 |access-date=16 August 2023}}</ref> Gagnrýni á þetta tilkall hefur einkum komið frá Evrópusambandinu, Rússlandi og Íslandi.<ref>{{Cite journal|title=The constrained politics of the Svalbard offshore area |url=https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0308597X08000171#! |journal=Marine Policy |last=Pedersen |first=Torbjørn |date=November 2008 |volume=32 |issue=6 |pages=913–919 |doi=10.1016/j.marpol.2008.01.006 |bibcode=2008MarPo..32..913P |access-date=17 August 2023}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/norwegian-svalbard-policy-respected-contested/|website=The Arctic Institute|title=The Norwegian Svalbard Policy - Respected or Contested?|author=Ragnhild Groenning|date=22. nóvember 2017}}</ref> == Efnahagslíf == Helstu atvinnugreinar á Svalbarða eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af [[Schengen]] eða [[EFTA|Evrópska efnahagssvæðinu]], en hver sem er má starfa þar í samræmi við norsk lög, samkvæmt Svalbarðasáttmálanum. Í reynd er þó ómögulegt að setjast að á Svalbarða nema hafa þar húsnæði sem er mjög af skornum skammti, þrátt fyrir miklar framkvæmdir síðustu ár. Nær allt húsnæði á Svalbarða er í eigu fyrirtækja og stofnana sem þar eru. Svalbarði er [[fríverslunarsvæði]] og [[herlaust svæði]]. Kolavinnsla var lengi forsenda byggðar á Svalbarða og undirstaða efnahagslífsins í námabæjunum Longyearbyen, Barentsburg og Pyramiden. Lengst af var kolavinnslan samt ríkisstyrkt og tilgangur hennar fremur að tryggja yfirráð, aðgang og viðveru fólks á mikilvægu landsvæði.<ref>{{cite journal|author=Hansen, T. V.|year=2024|title=Phasing out coal on Svalbard: From a conflict of interest to a contest over symbolic capital|journal=Polar Record|volume=60|doi=10.1017/S0032247424000020}}</ref> Eftir 2010 hafa rannsóknarstarfsemi og ferðaþjónusta tekið við sem þungamiðja efnahagslífsins. Um þriðjungur af kolaframleiðslu Norðmanna síðustu ár fór í kolaraforkuver sem sá Svalbarða fyrir raforku. Árið 2023 var raforkuverið lagt niður og raforka var eftir það framleidd með díselolíu.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/nyheter/slutt-for-kullkraftverket-i-longyearbyen--1.16601776|title=Slutt for kullkraftverket i Longyearbyen|website=NRK|date=19. október 2023}}</ref> Nokkur lönd hafa komið upp rannsóknarstofum á Svalbarða. [[Pólska pólrannsóknastofnunin]] var stofnuð 1957 og [[Háskólamiðstöð Svalbarða]] hóf starfsemi 1993. Árið 2008 var [[Fræbankinn á Svalbarða]] tekinn í notkun. Árið 1997 tók [[Geimvísindastofnun Noregs]] jarðstöðina [[SvalSat]] í notkun á Svalbarða og 2003 var lagður sæstrengur milli [[Harstad]] í [[Troms]] og Hotellneset. Svalbarði hefur verið kynntur sem prófunarstaður fyrir siglingatæki, björgunarbúnað og byggingarefni, sem dæmi. Um 60.000 ferðamenn heimsækja Svalbarða árlega og gistinætur eru um 150.000. Þriðjungur ferðamanna kemur með skemmtiferðaskipum á sumrin.<ref>{{cite report|url=https://www.visitsvalbard.com/dbimgs/%C3%85rsstatistikk2023.pdf|title=Svalbard-statistikken 2023 Markeds- og gjestestatistikk|publisher=Visit Svalbard|page=4}}</ref> Aukin skipaumferð vegna ferðamennsku og fiskveiða (sem hafa aukist vegna [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]) kalla á aukin umsvif leitar- og björgunarsveita sýslumannsins og [[Norska strandgæslan|Norsku strandgæslunnar]]. Í framhaldi hefur höfnin í Longyearbyen verið stækkuð.<ref>{{cite report|url=https://www.menon.no/wp-content/uploads/2016-Longyearbyen-hovedrapport.pdf|publisher=Kystverket|title=Ny havnestruktur i Longyearbyen|date=1. nóvember 2016}}</ref> Ákveðið var að fjölga íbúðum og gistirýmum vegna ferðaþjónustu og umsvifa háskólasetursins eftir [[snjóflóðið í Longyearbyen 2015]] þar sem 11 hús eyðilögðust og tveir létust.<ref>{{cite web|url=https://www.nrk.no/tromsogfinnmark/boligmangel-i-longyearbyen-skaper-store-problemer-for-reiselivet-1.16221834|title=Boligmangel i Longyearbyen skaper store problemer for reiselivet|date=22.12.2022|author=Rune N. Andreassen|website=NRK}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.ssb.no/bygg-bolig-og-eiendom/artikler-og-publikasjoner/rekordmange-nye-byggetillatelser|title=Rekordmange nye byggetillatelser|date=17.2.2017|website=Statistisk sentralbyrå}}</ref> Stærstu greinar atvinnulífs á Svalbarða miðað við veltu árið 2023 voru flutningar og geymsla; fjarskipti, fjármála- og tryggingastarfsemi; byggingariðnaður; fyrirtækjaþjónusta, og gisting. Ef miðað er við ársverk eru stærstu geirarnir gisting, byggingariðnaður og fyrirtækjaþjónusta.<ref>{{cite web|url=https://www.ssb.no/virksomheter-foretak-og-regnskap/virksomheter-og-foretak/statistikk/naeringer-pa-svalbard|title=Næringar på Svalbard|website=Statistisk sentralbyrå|date=29. ágúst 2024}}</ref> == Íbúar == Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: [[Spitsbergen]], [[Bjarnarey (Svalbarða)|Bjørnøya]] og [[Hopen]]. Árið 2020 bjuggu tæplega 3000 manns á Svalbarða, meira en helmingur af norskum uppruna. Stærstu hópar á eyjunni sem ekki hafa norskt ríkisfang eru frá Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku og Taílandi.<ref name=demographics/> Stærsti bærinn í eyjaklasanum er [[Longyearbyen]]. Þar er sjúkrahús, grunnskóli og menntaskóli og [[Háskólasetur Svalbarða]], íþróttamiðstöð með sundlaug, bókasafn, menningarmiðstöð og kvikmyndahús,<ref name=chp10>{{cite book |chapter-url=http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |title=St.meld. nr. 22 (2008–2009): Svalbard |publisher=[[Norwegian Ministry of Justice and the Police]] |chapter=10 Longyearbyen og øvrige lokalsamfunn |date=17 April 2009 |access-date=24 March 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20121011142448/http://www.regjeringen.no/nb/dep/jd/dok/regpubl/stmeld/2008-2009/stmeld-nr-22-2008-2009-/10.html?id=555006 |archive-date=11 October 2012 |df=dmy-all }}</ref> almenningsvagnar, hótel, banki<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |title=Shops/services |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100412182450/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Shops-services-1-280.html |archive-date=12 April 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> og nokkur söfn.<ref>{{cite web |url=http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |title=Attractions |publisher=Svalbard Reiseliv |access-date=24 March 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20100125232446/http://www.svalbard.net/reiser/uk/Attractions-1-78.html |archive-date=25 January 2010 |url-status=dead |df=dmy-all }}</ref> Vikulega kemur út dagblaðið ''Svalbardposten''<ref>http://www.svalbardposten.no</ref>. Engin námavinnsla er eftir í Longyearbyen. Starfsemi var hætt í kolanámum í [[Sveagruva]] og Luckerfjellet árið 2017 og þeim var lokað 2020.<ref>{{Cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2019/02/15/lunckefjellet-the-end-of-an-arctic-coal-mine.html|title=Lunckefjellet: the end of an arctic coal mine|last=Stange|first=Rolf|date=2019-02-15|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-01-28}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.spitsbergen-svalbard.com/2020/02/26/svea-nord-is-history.html|title=Svea Nord is history|last=Stange|first=Rolf|date=2020-02-26|website=Spitsbergen {{!}} Svalbard|language=en-US|access-date=2020-10-19}}</ref> [[Ny-Ålesund]] er varanleg rannsóknarstöð á norðvesturströnd Spitsbergen og nyrsta varanlega byggð heims. Ny-Ålesund var áður námabær og er enn rekinn af norska ríkisfyrirtækinu [[Kings Bay]]. Þar er ferðaþjónusta takmörkuð til að draga úr áhrifum hennar á vísindastarf.<ref name=chp10 /> Íbúar í Ny-Ålesund eru 35 á veturnar og um 180 á sumrin.<ref>{{cite web|url=http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |title=Ny-Ålesund |website=[[Kings Bay (company)|Kings Bay]] |access-date=24 March 2010 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090310235351/http://www.kingsbay.no/index.php?option=com_content&view=article&id=70&Itemid=29 |archive-date=10 March 2009 }}</ref> [[Norska veðurstofan]] rekur veðurstöðvar á Bjørnøya og Hopen, með 10 og 4 starfsmenn. Báðar stöðvarnar hýsa líka rannsóknarteymi tímabundið.<ref name=chp10 /> [[Pólska heimskautamiðstöðin]] er rekin af pólska ríkinu í [[Hornsund]] með 10 starfsmenn árið um kring.<ref name=chp10 /> [[File:Piramida Svalbard IMG 6283.JPG|thumb|Yfirgefni sovéski námabærinn [[Pyramiden]].]] Sovéski námabærinn [[Pyramiden]] var yfirgefinn árið 1998. Eftir það var [[Barentsburg]] eina varanlega rússneska byggðin á Svalbarða. Barentsburg er í eigu fyrirtækisins Arktikugol sem rekur þar kolanámu. Til viðbótar við námavinnsluna hefur fyrirtækið opnað hótel og minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem koma þangað frá Longyearbyen.<ref name=chp10 /> Í þorpinu eru skóli, bókasafn, íþróttamiðstöð, tómstundamiðstöð, sundlaug, býli og gróðurhús. Svipuð aðstaða er í Pyramiden. Í báðum þorpunum er að finna dæmigerðan sovéskan eftirstríðsáraarkitektúr. Þar er að finna tvær nyrstu styttur af [[Vladimír Lenín|Lenín]] í heimi, auk annarra listaverka.<ref name="Umbreit2005" /> Árið 2013 voru nokkrir starfsmenn í Pyramiden til að halda byggingunum við og reka þar lítið hótel. == Menning == [[Mynd:North_Pole_Expedition_Museum_2022.jpg|thumb|right|North Pole Expedition Museum í Longyearbyen.]] Menning á Svalbarða hefur tekið miklum breytingum eftir að námavinnslu lauk. Miklar minjar eru um námavinnsluna og heilu námabæirnir standa enn, þótt þeir séu að mestu mannlausir. Námavinnsla Sovétríkjanna hafði þann tilgang fyrst og fremst að viðhalda stöðu þeirra á Norðurslóðum, því kolavinnslan sjálf stóð aldrei undir sér. [[Pyramiden]] átti að vera eins konar „fyrirmyndarbær“ til að sýna umheiminum fram á yfirburði sovéskra lifnaðarhátta í [[kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Á Svalbarða er líka að finna eldri minjar um [[hvalveiðar]]. Síðustu ár hefur [[náttúruferðamennska]] farið vaxandi sem leggur áherslu á ósnortna náttúru og víðerni. Þannig verður umdeilt hvort líta eigi á leifar af 20. aldar iðnaði á svæðinu sem „minjar“ til að varðveita eða „rusl“ til að fjarlægja.<ref>{{cite journal|author=Kotašková, E.|year=2022|title=From mining tool to tourist attraction: Cultural heritage as a materialised form of transformation in Svalbard society. |journal=Polar Record|volume=58|doi=10.1017/S0032247422000092}}</ref> Minjar sem eru eldri en frá 1945 eru varðveittar með lögum.<ref>{{cite web|url=https://cruise-handbook.npolar.no/en/svalbard/cultural-remains.html|author=Kristin Prestvold|title=Svalbard's cultural remains - traces of history in an Arctic landscape|date=2008|website=Norsk polarinstitutt}}</ref> Nokkrum námum og hluta námabæjanna hefur verið breytt í söfn og gististaði fyrir ferðafólk. Rannsóknarstarf, einkum loftslagsrannsóknir, hefur farið vaxandi á Svalbarða. Á milli 2003 og 2006 var rannsóknarsetrið [[Svalbard Forskningspark]] reist yfir starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana í Longyearbyen. Þar er [[Minjasafn Svalbarða]] til húsa. Í Longyearbyen eru líka [[North Pole Expedition Museum]] og [[Gruve 3]]-náman sem er opin ferðamönnum. Þá eru minjasöfn um námavinnslu og minjar frá [[Pómorar|Pómorum]] bæði í Barentsburg og Pyramiden. Ýmsar árlegar hátíðir eru haldnar á Svalbarða, flestar stofnaðar síðustu ár. Meðal þeirra eru „sólarhátíð“ (Solfestuka) til að fagna endurkomu sólarinnar í mars. Tónlistarhátíðir, bókmenntahátíð og matarhátíðir eru líka haldnar árlega. ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * [https://www.sysselmesteren.no Sýslumaðurinn á Svalbarða] * [http://toposvalbard.npolar.no TopoSvalbard] – Gagnvirkt kort (norska/enska) * [https://en.visitsvalbard.com/ Ferðavefur] {{Evrópa}} [[Flokkur:Svalbarði| ]] tngqahq5tav0d1eyqi6zf3g50ldzmnm Alþjóðaviðskiptastofnunin 0 12504 1892013 1781369 2024-12-15T22:39:24Z Logiston 88128 1892013 wikitext text/x-wiki {{færa|Alþjóðaviðskiptastofnun|greinir}} [[Mynd:WTOmap 2005.png|thumb|Aðildarríki WTO merkt með grænum lit.]] '''Alþjóðaviðskiptastofnunin''' ([[enska]]: ''World Trade Organization''; [[skammstöfun|skammstafað]] ''WTO''; [[Franska]]: ''Organisation mondiale du commerce''; [[Spænska]]: ''Organización Mundial del Comercio'' skammstafað ''OMC'') er [[alþjóðastofnun]] sem hefur umsjón með mörgum [[Þjóðréttarsamningur|samningum]] sem skilgreina þær reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Stofnunin var stofnuð 1. janúar [[ár]]ið [[1995]] og leysti af hólmi [[GATT]]-samningana og líkt og sá samningur hefur stofnunin það markmið að reyna að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum. Höfuðstöðvar WTO eru í [[Genf]] í [[Sviss]]. Aðalframkvæmdastjóri er [[Ngozi Okonjo-Iweala]].<ref>{{Vefheimild|titill=Forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, fyrst kvenna|url=https://www.ruv.is/frett/2021/02/06/forstjori-althjodavidskiptastofnunarinnar-fyrst-kvenna|útgefandi=RÚV|höfundur=Ævar Örn Jósepsson|ár=2021|mánuður=6. febrúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=15. febrúar}}</ref> Aðildarríkin eru 148, öll verða þau að fylgja grundvallarreglunni um [[bestukjaraviðskipti]] en í því felst að samskonar vörur frá mismunandi WTO-ríkjum eiga að fá sömu meðferð í innflutningslandinu (á þessu eru þó undantekningar). WTO er mikið gagnrýnd af andstæðingum [[hnattvæðing]]ar. == Uppruni == Samið var um stofnun WTO á fundi í [[Marrakesh]] í [[Marokkó]] þann [[15. apríl]] [[1994]] og tók sá samningur gildi [[1. janúar]] [[1995]]. Stofnunin skyldi leysa af hólmi GATT-samningana (''General Agreement on Tariffs and Trade'') sem eru nokkrir viðskiptasamningar sem farið var að gera uppúr [[síðari heimsstyrjöld]] til þess að stuðla að aukinni [[fríverslun]]. WTO tók þannig uppá sína arma þær reglur og venjur sem höfðu skapast í GATT-kerfinu og fékk það hlutverk að sjá um framkvæmd þeirra og þróa áfram. Hafa ber í huga að GATT var aldrei [[stofnun]] og var reyndar aldrei ætlað að vera annað en bráðabirgðalausn þangað til varanlegri stofnun yrði komið á fót. Upphaflega stóð til að koma slíkri stofnun á laggirnar á fimmta áratug [[20. öldin|20. aldar]] og hefði hún hlotið nafnið ''International Trade Organization'', stofnskrá hennar var samþykkt á fundi í [[Havana]] á [[Kúba|Kúbu]] í [[mars (mánuður)|mars]] [[1948]] en [[Öldungadeild Bandaríkjaþings]] neitaði svo að fullgilda hana, án [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] hefði lítið gagn verið af svona stofnun og því var alveg fallið frá hugmyndinni. ==Tilvísanir== <references/> {{Hugverkaréttur}} {{s|1994}} [[Flokkur:Alþjóðastofnanir]] [[Flokkur:Alþjóðaviðskipti]] 9qsbusf46t104bqj0g29bwvhfimeoem Geir H. Haarde 0 19748 1891968 1884443 2024-12-15T12:25:16Z Berserkur 10188 /* Einkahagir */ 1891968 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Geir H. Haarde | búseta = | mynd = Islands stasminister Geir H. Haarde under presskonferens vid globaliseringsmotet i Riksgransen 2008-04-09.jpg | myndatexti1 = Geir árið 2008. | titill= [[Forsætisráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start = [[15. júní]] [[2006]] | stjórnartíð_end = [[1. febrúar]] [[2009]] | forseti = [[Ólafur Ragnar Grímsson]] | forveri = [[Halldór Ásgrímsson]] | eftirmaður = [[Jóhanna Sigurðardóttir]] | titill2= [[Utanríkisráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start2 =[[27. september]] [[2005]] | stjórnartíð_end2 = [[15. júní]] [[2006]] | forsætisráðherra2 = [[Halldór Ásgrímsson]] | forveri2 = [[Davíð Oddsson]] | eftirmaður2 = [[Valgerður Sverrisdóttir]] | titill3= [[Fjármálaráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start3 =[[16. apríl]] [[1998]] | stjórnartíð_end3 = [[27. september]] [[2005]] | forsætisráðherra3 = [[Davíð Oddsson]]<br>[[Halldór Ásgrímsson]] | forveri3 = [[Friðrik Sophusson]] | eftirmaður3 = [[Árni M. Mathiesen]] | titill4= Formaður Sjálfstæðisflokksins | stjórnartíð_start4 =[[16. október]] [[2005]] | stjórnartíð_end4 = [[29. mars]] [[2009]] | forveri4 = [[Davíð Oddsson]] | eftirmaður4 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] |stjórnmálaflokkur = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] |AÞ_CV = 162 |AÞ_frá1 = 1987 |AÞ_til1 = 2003 |AÞ_kjördæmi1= [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykv.]] |AÞ_flokkur1 = Sjálfstæðisflokkurinn |AÞ_frá2 = 2003 |AÞ_til2 = 2009 |AÞ_kjördæmi2= [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykv. s.]] |AÞ_flokkur2 = Sjálfstæðisflokkurinn | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1951|4|8}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]] | háskóli = [[Brandeis-háskóli]]<br>[[Johns Hopkins-háskóli]]<br>[[Minnesota-háskóli, Twin Cities]] | maki = Patricia Angelina (skilin);<br>Inga Jóna Þórðardóttir }} '''Geir Hilmar Haarde''' ([[fæðing|fæddur]] [[8. apríl]] [[1951]]) er [[Ísland|Íslenskur]] [[hagfræði]]ngur, fyrrverandi [[forsætisráðherra Íslands]] frá [[2006]] til [[2009]] og [[formaður]] [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] frá [[2005]] til [[2009]]. Hann var forsætisráðherra Íslands á meðan á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]] stóð haustið 2008. Hann var ákærður til [[Landsdómur|Landsdóms]] fyrstur íslenskra ráðherra. Geir var í [[ágúst]] [[2014]] skipaður sendiherra Íslands í [[Bandaríki Norður-Ameríku|Bandaríkjunum]] og nokkrum ríkjum í [[Mið-Ameríka|Mið-]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] frá og með [[1. janúar]] [[2015]]. Hann lét af störfum [[1. júlí]] [[2019]] og tók sér sæti í stjórn [[Alþjóðabankinn|Alþjóðbankans]]. == Ævi == Geir lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|MR]] 1971. Hann starfaði sem blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] á sumrin 1972-1977. Hann lauk BA-prófi í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá [[Minnesota-háskóli|Minnesota-háskóla]], Bandaríkjunum, 1977. Árið 2007 veitti Minnesota-háskóli honum heiðursdoktorsnafnbót. Geir vann sem hagfræðingur í alþjóðadeild [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]] 1977-1983. Hann starfaði sem aðstoðarmaður [[Albert Guðmundsson|Alberts Guðmundssonar]], fjármálaráðherra 1983-85 og [[Þorsteinn Pálsson|Þorsteins Pálssonar]] 1985-87. Geir sat á Alþingi fyrir [[Reykjavík]] á árunum [[1987]]-[[2009]] og var formaður þingflokks sjálfstæðismanna frá 1991-1998. Hann var [[forseti Norðurlandaráðs]] [[1995]]. Geir var skipaður [[fjármálaráðherra]] árið [[1998]]. Hann var [[utanríkisráðherra]] í [[ríkisstjórn]] [[Halldór Ásgrímsson|Halldórs Ásgrímssonar]] og tók við [[embætti]] utanríkisráðherra og formennsku í Sjálfstæðisflokknum af [[Davíð Oddsson|Davíð Oddssyni]] er hann hvarf af vettvangi [[stjórnmál]]a á árinu [[2005]]. ===Bankahrunið=== Í [[sjónvarp]]sávarpi til þjóðarinnar [[6. október]] [[2008]], skömmu eftir [[bankahrunið á Íslandi]], lauk Geir orðum sínum á hinni fleygu setningu ''[[Guð blessi Ísland]]''. Þegar svokölluð [[Búsáhaldabyltingin|Búsáhaldabylting]] stóð sem hæst í janúar 2009 tilkynnti hann í beinni útsendingu frá [[Valhöll (sjálfstæðisflokkurinn)|Valhöll]], höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, [[23. janúar]] [[2009]] að hann hefði nýlega greinst með [[krabbamein]] í [[vélinda]] og þyrfti að fara utan til meðferðar. Hann tilkynnti jafnframt að hann myndi láta af formennsku í Sjálfstæðisflokknum eftir næsta [[landsfundur|landsfund]] og segja skilið við stjórnmálin. Hann sagðist vilja efna til kosninga [[9. maí]] [[2009]].<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/01/23/geir_kosid_i_mai/ Geir með illkynja æxli í vélinda - kosið í maí; af mbl.is]</ref> Geir baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt [[26. janúar]] 2009. Þegar [[styrkjamálið]] kom upp í [[apríl]] 2009 tók Geir á sig sökina. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233133/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item259912/ Þáði styrki þrátt fyrir tortyggni; af Rúv.is]</ref> Hann gaf frá sér þannig tilkynningu: „Ég ber því sem formaður flokksins á þeim tíma einn alla ábyrgð á þessu máli. Sama er að segja um hátt framlag frá Landsbanka Íslands frá sama tíma. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bera hér enga ábyrgð.“ <ref>[http://www.visir.is/article/20090408/FRETTIR01/652212708 Ábyrgð Geirs stórjókst á sjö mínútum; af Vísi.is 08.04.2009]</ref> ===Landsdómsmálið=== Í september [[2010]] ákvað [[Alþingi]] að vísa meintum afglöpum Geirs í starfi [[forsætisráðherra]] í aðdraganda bankahrunsins 2008 fyrir [[Landsdómur|Landsdóm]] sem sakamáli. Geir kallaði væntanleg réttarhöld ''[[pólitísk réttarhöld]]'' og [[2011]] var hleypt af stokkunum söfnun til stuðnings Geir vegna þeirra. [[Alþingi gegn Geir H. Haarde|Réttarhöld í máli Geirs]] hófust í Reykjavík þann 5. mars árið 2012. Geir var sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði af fjórum þann 23. apríl sama ár, fyrir að hafa ekki brugðist rétt við vandamálum íslensku bankanna. Úrskurðað var að Geir hefði ekki sinnt skyldu sinni samkvæmt 17. grein [[Stjórnarskrá Íslands|stjórnarskrár Íslands]] með því halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.<ref>{{Vefheimild|titill=Geir sekur af einum ákærulið|url=http://www.ruv.is/frett/geir-sekur-af-einum-akaerulid|útgefandi=RÚV|ár=2012|mánuður=23. apríl|mánuðurskoðað=28. nóvember|árskoðað=2018}}</ref> Þrátt fyrir dóminn var Geir ekki gert að sæta refsingu og íslenska ríkinu var gert að greiða málsvarnarkostnað hans.<ref>{{Vefheimild|titill=Geir sýknaður af þremur liðum en sakfelldur í einum|url=http://www.vb.is/frettir/geir-syknadur-af-thremur-lidum-en-sakfelldur-fyrir-einn/71656/|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|ár=2012|mánuður=23. apríl|mánuðurskoðað=28. nóvember|árskoðað=2018}}</ref> Geir áfrýjaði dómnum til [[Mannréttindadómstóll Evrópu|Mannréttindadómstóls Evrópu]] og hélt því fram að málssóknin gegn honum hefði verið pólitísks eðlis. Mannréttindadómstóllinn dæmdi gegn Geir árið 2017 og úrskurðaði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt gegn honum með ákæru sinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Geir tapar málinu fyrir Mannréttindadómstólnum|url=http://www.ruv.is/frett/geir-tapar-malinu-fyrir-mannrettindadomstolnum|útgefandi=''[[RÚV]]''|ár=2017|mánuður=23. nóvember|mánuðurskoðað=28. nóvember|árskoðað=2018}}</ref> ===Sendiherra í Bandaríkjunum=== Geir var í ágúst 2014 skipaður sendiherra Íslands í [[Bandaríki Norður-Ameríku|Bandaríkjunum]] og nokkrum ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku af [[Gunnar Bragi Sveinsson|Gunnari Braga Sveinssyni]], þáverandi utanríkisráðherra. Geir tók við embættinu þann 1. janúar 2015. Gunnar Bragi viðurkenndi í [[Klaustursupptökurnar|einkasamtali sem náðist á upptöku árið 2018]] að hafa tekið ákvörðunina um útnefningu Geirs til þess að „eiga inni greiða“ hjá Sjálfstæðisflokknum og vera mögulega sjálfur einhvern tímann útnefndur í sendiherraembætti.<ref name=dvsendiherra>{{Vefheimild|titill=Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni“|url=http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/11/28/leyniupptaka-gunnar-bragi-skipadi-arna-thor-sendiherra-til-ad-draga-athygli-fra-geir-haarde-eg-var-brjaladur-vid-thig-gunni/|útgefandi=''[[DV]]''|mánuður=28. nóvember|ár=2018|mánuðurskoðað=28. nóvember|árskoðað=2018|höfundur=Kristinn H. Guðnason og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson}}</ref> Á upptökunni heyrist [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]], sem var forsætisráðherra þegar Geir var útnefndur, einnig staðfesta frásögn Gunnars Braga.<ref name=dvsendiherra/> Gunnar Bragi dró síðar þessi ummæli sín til baka í fjölmiðlum og bar fyrir sig að hafa verið ölvaður. Hann hafnaði jafnframt því að hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/langur-listi-af-folki-sem-eg-arf-a-bija-afsoekunar|titill=„Langur listi af fólki sem ég þarf að biðja afsökunar“|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuður=29. nóvember|ár=2018|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2018}}</ref> Geir lét af sendiherraembættinu þann 1. júlí 2019 og tók sæti í stjórn [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankans]].<ref>{{Vefheimild|titill=Geir H. Haar­de í stjórn Alþjóðabank­ans|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/05/geir_h_haarde_i_stjorn_althjodabankans/|mánuður=5. október|ár=2018|mánuðurskoðað=7. október|árskoðað=2018|útgefandi=[[mbl.is]]}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Ísland tekur í dag sæti í stjórn Alþjóðabankans|url=https://www.visir.is/g/2019190709892/island-tekur-i-dag-saeti-i-stjorn-althjodabankans|mánuður=1. júlí|ár=2018|mánuðurskoðað=6. júlí|árskoðað=2019|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''}}</ref> ==Einkahagir== Geir er ættaður frá [[Noregur|Noregi]] í föðurætt. Eiginkona hans er [[Inga Jóna Þórðardóttir]] en fyrri kona hans var Patricia Angelina, f. Mistretta frá Frakklandi. Geir er fyrsti ráðherrann í íslenskri stjórnmálasögu sem hefur gegnt öllum þremur helstu ráðherraembættum; forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Í desember 2022 kom Geir fram í hlaðvarpsþætti hjá Sölva Tryggvasyni þar sem hann meðal annars lýsti reynslu sinni af bankahruninu ásamt því að segja frá atviki þar sem [[Vladímír Pútín]] Rússlandsforseti sýndi honum og nokkrum öðrum þjóðarleiðtogum dónaskap í kvöldverð á vegum G8 ríkjanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/hladvarp/hlusta/podcast-med-solva-tryggva/thattur/20b2e499020b3a84a3b4d5f8d786a94c/|title=#151 Geir H.Haarde með Sölva Tryggva á Hlaðvarp mbl.is|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-25}}</ref> Árið 2024 gaf Geir út ævisögu sína. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-12-15-mer-fannst-rett-ad-rifja-thetta-upp-en-thad-var-ekki-alltaf-audvelt-430907 Mér fannst rétt að rifja þetta upp en það var ekki alltaf auðvelt] Rúv, sótt 15. desember 2024</ref> == Tilvísanir == <div class="references-small">{{reflist}}</div> == Tenglar == {{Commons|Category:Geir Haarde}} * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=162 Æviágrip á heimasíðu Alþingis] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3179072 ''Þrítugasti ráðherrann''; grein í Frjálsri verslun 1998] '''Greinar eftir Geir H. Haarde''' * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3983228 ''Sjálfstæðisstefnan áfram leiðandi afl''; áramótaávarp í Fréttablaðinu 2007] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4015171 ''Ráðherraskipti ekki útilokuð''], viðtal við Geir í Fréttablaðinu 14. desember 2008 * [http://www.visir.is/taldi-sig-enga-heimild-hafa-til-ad-gripa-inn-i-starfsemi-bankanna/article/2012120129101 ''Taldi sig enga heimild hafa til að grípa inn í starfsemi bankanna''], frétt á Vísi.is 26. janúar 2012 * {{Vefheimild|titill=„Ég er á móti því, að negrum sé veittur íslenzkur ríkisborgararéttur eða þeim almennt hleypt inn í landið“|url=http://www.dv.is/skrytid/2014/1/21/eg-er-moti-thvi-ad-negrum-se-veittur-islenzkur-rikisborgararettur-eda-theim-almennt-hleypt-inn-i-landid/|safnslóð=https://archive.today/20140121092956/http://www.dv.is/skrytid/2014/1/21/eg-er-moti-thvi-ad-negrum-se-veittur-islenzkur-rikisborgararettur-eda-theim-almennt-hleypt-inn-i-landid/|ár=2014|mánuður=21. janúar|safnár=2014|safnmánuður=21. janúar}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Halldór Ásgrímsson]] | titill=[[Forsætisráðherrar á Íslandi|Forsætisráðherra]] | frá=[[15. júní]] [[2006]] | til=[[1. febrúar]] [[2009]] | eftir=[[Jóhanna Sigurðardóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Davíð Oddsson]] | titill=[[Utanríkisráðherrar á Íslandi|Utanríkisráðherra]] | frá=[[27. september]] [[2005]] | til=[[15. júní]] [[2006]] | eftir=[[Valgerður Sverrisdóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Friðrik Sophusson]] | titill=[[Fjármálaráðherrar á Íslandi|Fjármálaráðherra]] | frá=[[16. apríl]] [[1998]] | til=[[27. september]] [[2005]] | eftir=[[Árni M. Mathiesen]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Davíð Oddsson]] | titill=[[Sjálfstæðisflokkurinn|Formaður Sjálfstæðisflokksins]] | frá=[[16. október]] [[2005]] | til=[[29. mars]] [[2009]] | eftir=[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Friðrik Sophusson]] | titill=[[Sjálfstæðisflokkurinn|Varaformaður Sjálfstæðisflokksins]] | frá=[[14. mars]] [[1999]] | til=[[16. október]] [[2005]] | eftir=[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Jón Magnússon (f. 1946)|Jón Magnússon]] | titill=[[Samband ungra sjálfstæðismanna|Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna]] | frá=[[1981]] | til=[[1985]] | eftir=[[Vilhjálmur Egilsson]]}} {{Töfluendir}} {{Forsætisráðherrar Íslands}} {{Utanríkisráðherrar Íslands}} {{Fjármálaráðherrar Íslands}} {{Navboxes | title = Ríkisstjórnir | state = collapsed | list = {{Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar}} {{Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar}} {{Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar}} {{Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar}} {{Fyrsta ráðuneyti Geirs H. Haarde}} {{Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde}} }} {{stubbur|æviágrip|stjórnmál|ísland}} {{f|1951}} [[Flokkur:Formenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Forsætisráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Utanríkisráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Fjármálaráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Handhafar stórriddarakross með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu]] [[Flokkur:Handhafar stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Íslenskir hagfræðingar]] [[Flokkur:Sendiherrar Íslands í Bandaríkjunum]] [[Flokkur:Varaformenn Sjálfstæðisflokksins]] mb7ez7fd4dtrm0o2qgxfaq34x3t4mgh 1891969 1891968 2024-12-15T12:28:20Z Berserkur 10188 /* Ævi */ 1891969 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Geir H. Haarde | búseta = | mynd = Islands stasminister Geir H. Haarde under presskonferens vid globaliseringsmotet i Riksgransen 2008-04-09.jpg | myndatexti1 = Geir árið 2008. | titill= [[Forsætisráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start = [[15. júní]] [[2006]] | stjórnartíð_end = [[1. febrúar]] [[2009]] | forseti = [[Ólafur Ragnar Grímsson]] | forveri = [[Halldór Ásgrímsson]] | eftirmaður = [[Jóhanna Sigurðardóttir]] | titill2= [[Utanríkisráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start2 =[[27. september]] [[2005]] | stjórnartíð_end2 = [[15. júní]] [[2006]] | forsætisráðherra2 = [[Halldór Ásgrímsson]] | forveri2 = [[Davíð Oddsson]] | eftirmaður2 = [[Valgerður Sverrisdóttir]] | titill3= [[Fjármálaráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start3 =[[16. apríl]] [[1998]] | stjórnartíð_end3 = [[27. september]] [[2005]] | forsætisráðherra3 = [[Davíð Oddsson]]<br>[[Halldór Ásgrímsson]] | forveri3 = [[Friðrik Sophusson]] | eftirmaður3 = [[Árni M. Mathiesen]] | titill4= Formaður Sjálfstæðisflokksins | stjórnartíð_start4 =[[16. október]] [[2005]] | stjórnartíð_end4 = [[29. mars]] [[2009]] | forveri4 = [[Davíð Oddsson]] | eftirmaður4 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] |stjórnmálaflokkur = [[Sjálfstæðisflokkurinn]] |AÞ_CV = 162 |AÞ_frá1 = 1987 |AÞ_til1 = 2003 |AÞ_kjördæmi1= [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykv.]] |AÞ_flokkur1 = Sjálfstæðisflokkurinn |AÞ_frá2 = 2003 |AÞ_til2 = 2009 |AÞ_kjördæmi2= [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykv. s.]] |AÞ_flokkur2 = Sjálfstæðisflokkurinn | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1951|4|8}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]] | háskóli = [[Brandeis-háskóli]]<br>[[Johns Hopkins-háskóli]]<br>[[Minnesota-háskóli, Twin Cities]] | maki = Patricia Angelina (skilin);<br>Inga Jóna Þórðardóttir }} '''Geir Hilmar Haarde''' ([[fæðing|fæddur]] [[8. apríl]] [[1951]]) er [[Ísland|Íslenskur]] [[hagfræði]]ngur, fyrrverandi [[forsætisráðherra Íslands]] frá [[2006]] til [[2009]] og [[formaður]] [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] frá [[2005]] til [[2009]]. Hann var forsætisráðherra Íslands á meðan á [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu]] stóð haustið 2008. Hann var ákærður til [[Landsdómur|Landsdóms]] fyrstur íslenskra ráðherra. Geir var í [[ágúst]] [[2014]] skipaður sendiherra Íslands í [[Bandaríki Norður-Ameríku|Bandaríkjunum]] og nokkrum ríkjum í [[Mið-Ameríka|Mið-]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] frá og með [[1. janúar]] [[2015]]. Hann lét af störfum [[1. júlí]] [[2019]] og tók sér sæti í stjórn [[Alþjóðabankinn|Alþjóðbankans]]. == Ævi == [[Mynd:Geir Haarde at the Pentagon 2006-Oct-11 (USDoD 061011-F-5586B-010).jpg|thumb|Geir Haarde í Pentagon.]] Geir lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|MR]] 1971. Hann starfaði sem blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] á sumrin 1972-1977. Hann lauk BA-prófi í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá [[Minnesota-háskóli|Minnesota-háskóla]], Bandaríkjunum, 1977. Árið 2007 veitti Minnesota-háskóli honum heiðursdoktorsnafnbót. Geir vann sem hagfræðingur í alþjóðadeild [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]] 1977-1983. Hann starfaði sem aðstoðarmaður [[Albert Guðmundsson|Alberts Guðmundssonar]], fjármálaráðherra 1983-85 og [[Þorsteinn Pálsson|Þorsteins Pálssonar]] 1985-87. Geir sat á Alþingi fyrir [[Reykjavík]] á árunum [[1987]]-[[2009]] og var formaður þingflokks sjálfstæðismanna frá 1991-1998. Hann var [[forseti Norðurlandaráðs]] [[1995]]. Geir var skipaður [[fjármálaráðherra]] árið [[1998]]. Hann var [[utanríkisráðherra]] í [[ríkisstjórn]] [[Halldór Ásgrímsson|Halldórs Ásgrímssonar]] og tók við [[embætti]] utanríkisráðherra og formennsku í Sjálfstæðisflokknum af [[Davíð Oddsson|Davíð Oddssyni]] er hann hvarf af vettvangi [[stjórnmál]]a á árinu [[2005]]. ===Bankahrunið=== Í [[sjónvarp]]sávarpi til þjóðarinnar [[6. október]] [[2008]], skömmu eftir [[bankahrunið á Íslandi]], lauk Geir orðum sínum á hinni fleygu setningu ''[[Guð blessi Ísland]]''. Þegar svokölluð [[Búsáhaldabyltingin|Búsáhaldabylting]] stóð sem hæst í janúar 2009 tilkynnti hann í beinni útsendingu frá [[Valhöll (sjálfstæðisflokkurinn)|Valhöll]], höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, [[23. janúar]] [[2009]] að hann hefði nýlega greinst með [[krabbamein]] í [[vélinda]] og þyrfti að fara utan til meðferðar. Hann tilkynnti jafnframt að hann myndi láta af formennsku í Sjálfstæðisflokknum eftir næsta [[landsfundur|landsfund]] og segja skilið við stjórnmálin. Hann sagðist vilja efna til kosninga [[9. maí]] [[2009]].<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/01/23/geir_kosid_i_mai/ Geir með illkynja æxli í vélinda - kosið í maí; af mbl.is]</ref> Geir baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt [[26. janúar]] 2009. Þegar [[styrkjamálið]] kom upp í [[apríl]] 2009 tók Geir á sig sökina. <ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417233133/www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item259912/ Þáði styrki þrátt fyrir tortyggni; af Rúv.is]</ref> Hann gaf frá sér þannig tilkynningu: „Ég ber því sem formaður flokksins á þeim tíma einn alla ábyrgð á þessu máli. Sama er að segja um hátt framlag frá Landsbanka Íslands frá sama tíma. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bera hér enga ábyrgð.“ <ref>[http://www.visir.is/article/20090408/FRETTIR01/652212708 Ábyrgð Geirs stórjókst á sjö mínútum; af Vísi.is 08.04.2009]</ref> ===Landsdómsmálið=== Í september [[2010]] ákvað [[Alþingi]] að vísa meintum afglöpum Geirs í starfi [[forsætisráðherra]] í aðdraganda bankahrunsins 2008 fyrir [[Landsdómur|Landsdóm]] sem sakamáli. Geir kallaði væntanleg réttarhöld ''[[pólitísk réttarhöld]]'' og [[2011]] var hleypt af stokkunum söfnun til stuðnings Geir vegna þeirra. [[Alþingi gegn Geir H. Haarde|Réttarhöld í máli Geirs]] hófust í Reykjavík þann 5. mars árið 2012. Geir var sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði af fjórum þann 23. apríl sama ár, fyrir að hafa ekki brugðist rétt við vandamálum íslensku bankanna. Úrskurðað var að Geir hefði ekki sinnt skyldu sinni samkvæmt 17. grein [[Stjórnarskrá Íslands|stjórnarskrár Íslands]] með því halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.<ref>{{Vefheimild|titill=Geir sekur af einum ákærulið|url=http://www.ruv.is/frett/geir-sekur-af-einum-akaerulid|útgefandi=RÚV|ár=2012|mánuður=23. apríl|mánuðurskoðað=28. nóvember|árskoðað=2018}}</ref> Þrátt fyrir dóminn var Geir ekki gert að sæta refsingu og íslenska ríkinu var gert að greiða málsvarnarkostnað hans.<ref>{{Vefheimild|titill=Geir sýknaður af þremur liðum en sakfelldur í einum|url=http://www.vb.is/frettir/geir-syknadur-af-thremur-lidum-en-sakfelldur-fyrir-einn/71656/|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|ár=2012|mánuður=23. apríl|mánuðurskoðað=28. nóvember|árskoðað=2018}}</ref> Geir áfrýjaði dómnum til [[Mannréttindadómstóll Evrópu|Mannréttindadómstóls Evrópu]] og hélt því fram að málssóknin gegn honum hefði verið pólitísks eðlis. Mannréttindadómstóllinn dæmdi gegn Geir árið 2017 og úrskurðaði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt gegn honum með ákæru sinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Geir tapar málinu fyrir Mannréttindadómstólnum|url=http://www.ruv.is/frett/geir-tapar-malinu-fyrir-mannrettindadomstolnum|útgefandi=''[[RÚV]]''|ár=2017|mánuður=23. nóvember|mánuðurskoðað=28. nóvember|árskoðað=2018}}</ref> ===Sendiherra í Bandaríkjunum=== Geir var í ágúst 2014 skipaður sendiherra Íslands í [[Bandaríki Norður-Ameríku|Bandaríkjunum]] og nokkrum ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku af [[Gunnar Bragi Sveinsson|Gunnari Braga Sveinssyni]], þáverandi utanríkisráðherra. Geir tók við embættinu þann 1. janúar 2015. Gunnar Bragi viðurkenndi í [[Klaustursupptökurnar|einkasamtali sem náðist á upptöku árið 2018]] að hafa tekið ákvörðunina um útnefningu Geirs til þess að „eiga inni greiða“ hjá Sjálfstæðisflokknum og vera mögulega sjálfur einhvern tímann útnefndur í sendiherraembætti.<ref name=dvsendiherra>{{Vefheimild|titill=Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni“|url=http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/11/28/leyniupptaka-gunnar-bragi-skipadi-arna-thor-sendiherra-til-ad-draga-athygli-fra-geir-haarde-eg-var-brjaladur-vid-thig-gunni/|útgefandi=''[[DV]]''|mánuður=28. nóvember|ár=2018|mánuðurskoðað=28. nóvember|árskoðað=2018|höfundur=Kristinn H. Guðnason og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson}}</ref> Á upptökunni heyrist [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]], sem var forsætisráðherra þegar Geir var útnefndur, einnig staðfesta frásögn Gunnars Braga.<ref name=dvsendiherra/> Gunnar Bragi dró síðar þessi ummæli sín til baka í fjölmiðlum og bar fyrir sig að hafa verið ölvaður. Hann hafnaði jafnframt því að hann ætti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/langur-listi-af-folki-sem-eg-arf-a-bija-afsoekunar|titill=„Langur listi af fólki sem ég þarf að biðja afsökunar“|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuður=29. nóvember|ár=2018|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2018}}</ref> Geir lét af sendiherraembættinu þann 1. júlí 2019 og tók sæti í stjórn [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankans]].<ref>{{Vefheimild|titill=Geir H. Haar­de í stjórn Alþjóðabank­ans|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/10/05/geir_h_haarde_i_stjorn_althjodabankans/|mánuður=5. október|ár=2018|mánuðurskoðað=7. október|árskoðað=2018|útgefandi=[[mbl.is]]}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Ísland tekur í dag sæti í stjórn Alþjóðabankans|url=https://www.visir.is/g/2019190709892/island-tekur-i-dag-saeti-i-stjorn-althjodabankans|mánuður=1. júlí|ár=2018|mánuðurskoðað=6. júlí|árskoðað=2019|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''}}</ref> ==Einkahagir== Geir er ættaður frá [[Noregur|Noregi]] í föðurætt. Eiginkona hans er [[Inga Jóna Þórðardóttir]] en fyrri kona hans var Patricia Angelina, f. Mistretta frá Frakklandi. Geir er fyrsti ráðherrann í íslenskri stjórnmálasögu sem hefur gegnt öllum þremur helstu ráðherraembættum; forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Í desember 2022 kom Geir fram í hlaðvarpsþætti hjá Sölva Tryggvasyni þar sem hann meðal annars lýsti reynslu sinni af bankahruninu ásamt því að segja frá atviki þar sem [[Vladímír Pútín]] Rússlandsforseti sýndi honum og nokkrum öðrum þjóðarleiðtogum dónaskap í kvöldverð á vegum G8 ríkjanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/hladvarp/hlusta/podcast-med-solva-tryggva/thattur/20b2e499020b3a84a3b4d5f8d786a94c/|title=#151 Geir H.Haarde með Sölva Tryggva á Hlaðvarp mbl.is|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-10-25}}</ref> Árið 2024 gaf Geir út ævisögu sína. <ref>[https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-12-15-mer-fannst-rett-ad-rifja-thetta-upp-en-thad-var-ekki-alltaf-audvelt-430907 Mér fannst rétt að rifja þetta upp en það var ekki alltaf auðvelt] Rúv, sótt 15. desember 2024</ref> == Tilvísanir == <div class="references-small">{{reflist}}</div> == Tenglar == {{Commons|Category:Geir Haarde}} * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=162 Æviágrip á heimasíðu Alþingis] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3179072 ''Þrítugasti ráðherrann''; grein í Frjálsri verslun 1998] '''Greinar eftir Geir H. Haarde''' * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3983228 ''Sjálfstæðisstefnan áfram leiðandi afl''; áramótaávarp í Fréttablaðinu 2007] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4015171 ''Ráðherraskipti ekki útilokuð''], viðtal við Geir í Fréttablaðinu 14. desember 2008 * [http://www.visir.is/taldi-sig-enga-heimild-hafa-til-ad-gripa-inn-i-starfsemi-bankanna/article/2012120129101 ''Taldi sig enga heimild hafa til að grípa inn í starfsemi bankanna''], frétt á Vísi.is 26. janúar 2012 * {{Vefheimild|titill=„Ég er á móti því, að negrum sé veittur íslenzkur ríkisborgararéttur eða þeim almennt hleypt inn í landið“|url=http://www.dv.is/skrytid/2014/1/21/eg-er-moti-thvi-ad-negrum-se-veittur-islenzkur-rikisborgararettur-eda-theim-almennt-hleypt-inn-i-landid/|safnslóð=https://archive.today/20140121092956/http://www.dv.is/skrytid/2014/1/21/eg-er-moti-thvi-ad-negrum-se-veittur-islenzkur-rikisborgararettur-eda-theim-almennt-hleypt-inn-i-landid/|ár=2014|mánuður=21. janúar|safnár=2014|safnmánuður=21. janúar}} {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Halldór Ásgrímsson]] | titill=[[Forsætisráðherrar á Íslandi|Forsætisráðherra]] | frá=[[15. júní]] [[2006]] | til=[[1. febrúar]] [[2009]] | eftir=[[Jóhanna Sigurðardóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Davíð Oddsson]] | titill=[[Utanríkisráðherrar á Íslandi|Utanríkisráðherra]] | frá=[[27. september]] [[2005]] | til=[[15. júní]] [[2006]] | eftir=[[Valgerður Sverrisdóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Friðrik Sophusson]] | titill=[[Fjármálaráðherrar á Íslandi|Fjármálaráðherra]] | frá=[[16. apríl]] [[1998]] | til=[[27. september]] [[2005]] | eftir=[[Árni M. Mathiesen]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Davíð Oddsson]] | titill=[[Sjálfstæðisflokkurinn|Formaður Sjálfstæðisflokksins]] | frá=[[16. október]] [[2005]] | til=[[29. mars]] [[2009]] | eftir=[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Friðrik Sophusson]] | titill=[[Sjálfstæðisflokkurinn|Varaformaður Sjálfstæðisflokksins]] | frá=[[14. mars]] [[1999]] | til=[[16. október]] [[2005]] | eftir=[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Jón Magnússon (f. 1946)|Jón Magnússon]] | titill=[[Samband ungra sjálfstæðismanna|Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna]] | frá=[[1981]] | til=[[1985]] | eftir=[[Vilhjálmur Egilsson]]}} {{Töfluendir}} {{Forsætisráðherrar Íslands}} {{Utanríkisráðherrar Íslands}} {{Fjármálaráðherrar Íslands}} {{Navboxes | title = Ríkisstjórnir | state = collapsed | list = {{Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar}} {{Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar}} {{Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar}} {{Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar}} {{Fyrsta ráðuneyti Geirs H. Haarde}} {{Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde}} }} {{stubbur|æviágrip|stjórnmál|ísland}} {{f|1951}} [[Flokkur:Formenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Forsætisráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Utanríkisráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Fjármálaráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Handhafar stórriddarakross með stjörnu Hinnar íslensku fálkaorðu]] [[Flokkur:Handhafar stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Íslenskir hagfræðingar]] [[Flokkur:Sendiherrar Íslands í Bandaríkjunum]] [[Flokkur:Varaformenn Sjálfstæðisflokksins]] mu81okpgyot346hml8sd7kbopfpp5n8 Einar Olgeirsson 0 20322 1892057 1862060 2024-12-16T08:33:40Z TKSnaevarr 53243 1892057 wikitext text/x-wiki '''Einar Baldvin Olgeirsson''' ([[14. ágúst]] [[1902]] – [[3. febrúar]] [[1993]]) var sonur [[Olgeir Júlíusson|Olgeirs Júlíussonar]] bakara og [[Solveig Gísladóttir|Solveigar Gísladóttur]]. <!-- athugið: nafnið Solveig er ritað svona á Alþingisvefnum --> Einar var [[stjórnmálamaður]] og var m.a. þingmaður Reykvíkinga. Hann var einn umdeildasti og um leið einhver áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu aldar á Íslandi. Hann var annálaður mælskumaður og átti mikinn þátt í að fylgi [[sósíalismi|sósíalista]] var lengi mun meira á Íslandi en í nágrannalöndunum. Einar kynntist kenningum [[marxismi|marxista]] á námsárum sínum í Þýskalandi og var tryggur þeim kenningum alla sína stjórnmálatíð. En hann var um leið bæði mikill þjóðfrelsismaður og sá nauðsyn þess að vinna náið með öðrum stjórnmálaöflum. Átti Einar mestan þátt í sameiningu sósíalista og vinstri jafnaðarmanna í [[Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokknum]] á sínum tíma og seinna í [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalaginu]]. [[Nýsköpunarstjórn|Nýsköpunarstjórnin]] svo nefnda var einnig að miklu verk Einars. Þetta féll ekki alltaf í góða jörð hjá harðlínumönnum í röðum kommúnista og sósíalista, m.a. stóð til að reka Einar úr Kommúnistaflokknum fyrir „hægrivillu“ í upphafi fjórða áratugarins. == Fjölskylda == Einar kvæntist [[Sigríður Þorvarðsdóttir|Sigríði Þorvarðsdóttur]] (fædd 31. júlí [[1903]], dáin 4. desember [[1994]]). Þau áttu saman börnin Solveigu Kristínu (fædd [[1939]]) og Ólaf Rafn (fæddan [[1943]]). == Menntun == Hann lauk [[stúdentspróf]]i frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1921]] og lagði stund á þýskar og enskar bókmenntir og tungu við [[Friedrich-Wilhelm Universität]] á árunum [[1921]] til [[1924]] en lauk ekki prófi. == Stjórnmál == Hann var kjörinn bæjarfulltrúi á [[Akureyri]] fyrir lista jafnaðarmanna í [[Bæjarstjórnarkosningar á Akureyri#1929|bæjarstjórnarkosningunum 1929]]. Varð síðar [[alþingismaður]] [[Reykjavík|Reykvíkinga]] frá [[1937]]-[[1967]], sat á þingi [[1937]]-[[1938]] fyrir [[Kommúnistaflokkurinn|Kommúnistaflokkinn, Sósíalistaflokkinn 1938-1956 og]] og eftir það Alþýðubandalagið. Hann var einn stofnenda Kommúnistaflokks Íslands [[ár]]ið [[1930]] og var formaður Sósíalistaflokksins [[1939]]-[[1968]] og formaður þingflokks hans árin [[1939]] til [[1962]]. Hann var og [[ritstjóri]] ýmissa [[Blað (útgáfa)|blaða]] og [[tímarit]]a, þar á meðal [[Þjóðviljinn|Þjóðviljans]] [[1936]] til [[1941]]. == Stjórnun == Einar var forstjóri [[Síldareinkasala Íslands|Síldareinkasölu Íslands]] [[1928]]—[[1931]] og forstjóri [[Íslensk-rússneska verslunarfélagið hf.|Íslensk-rússneska verslunarfélagsins hf.]] [[1931]]—[[1935]]. Hann var forseti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] [[1920]]<ref name="forsetar Framtíðarinnar">{{Vefheimild|url=http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=469%3Aforsetar-framtiearinnar-1883-&catid=67&Itemid=997|titill=Forsetar Framtíðarinnar frá 1883|útgefandi=Menntaskólinn í Reykjavík}}</ref>, formaður [[Verkamannafélag Akureyrar|Verkamannafélags Akureyrar]] [[1928]]—[[1931]], var í bæjarstjórn [[Akureyri|Akureyrar]] [[1929]]—[[1931]], var kosinn [[1942]] í málþingsnefnd um [[stjórnarskrármálið]], í útvarpsráði [[1943]]—[[1947]] og í landsbankanefnd [[1944]]—[[1955]], í skilnaðarnefnd [[1944]], í þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar [[1944]], í nýbyggingarráði [[1944]]—[[1947]], í [[raforkuráð]]i, síðar [[orkuráð]]i [[1949]]—[[1953]] og síðan [[1958]]—[[1975]]. Kosinn [[1955]] í atvinnumálanefnd. Í [[Norðurlandaráð]]i [[1957]]—[[1963]], í bankaráði Landsbankans [[1957]]—[[1981]], formaður þess [[1973]]—[[1976]] og í [[Rannsóknaráð ríkisins|Rannsóknaráði ríkisins]] [[1965]]—[[1967]]. Formaður [[Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn]] [[1939]]—[[1968]]. Sat Allsherjarþing [[Sameinuðu Þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] [[1967]]. == Ritstörf == Einar samdi nokkur rit: * [[Rousseau]] * [[Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Íslendinga]] * [[Vort land er í dögun]] * [[Sósíalistaflokkurinn. Saga hans og meginstefna.]] Hann var einnig ritstjóri ritanna og dagblaðanna: * [[Réttur]]. Tímarit um félagsmál og mannréttindi [[1926]]-[[1941]] og [[1946]]-[[1993]] * [[Verkamaðurinn]] [[1931]]-[[1933]] * [[Verkalýðsblaðið]] [[1935]]-[[1936]] * [[Þjóðviljinn]] [[1936]]-[[1946]] * [[Nýtt dagblað]] [[1941]]-<nowiki/>[[1942]] == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Gísli Bjarnason]] | titill=Forseti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] | frá=[[1920]] | til=[[1920]] | eftir=[[Thor Thors]]}} {{Töfluendir}} == Heimildir == * [http://althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=130 Alþingi, æviágrip: Einar Olgeirsson.] Skoðað þann 19. nóvember 2005. * Íslenska Alfræðiorðabókin A-G, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990. [[Flokkur:Þingmenn Kommúnistaflokks Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Sósíalistaflokks Íslands]] [[Flokkur:Formenn Sósíalistaflokks Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Alþýðubandalagsins]] [[Flokkur:Varaformenn Alþýðubandalagsins]] [[Flokkur:Ritstjórar Þjóðviljans]] [[Flokkur:Kommúnistaleiðtogar]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1931-1940]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1941-1950]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1951-1960]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1961-1970]] {{fd|1902|1993}} [[Flokkur:Íslenskir sósíalistar]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] r276uircq3agsgqortltvqzary1ypbi 1892063 1892057 2024-12-16T09:28:58Z Masae 538 Setti inn mynd 1892063 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Einar Olgeirsson.jpg|thumb|Einar Olgeirsson]] '''Einar Baldvin Olgeirsson''' ([[14. ágúst]] [[1902]] – [[3. febrúar]] [[1993]]) var sonur [[Olgeir Júlíusson|Olgeirs Júlíussonar]] bakara og [[Solveig Gísladóttir|Solveigar Gísladóttur]]. <!-- athugið: nafnið Solveig er ritað svona á Alþingisvefnum --> Einar var [[stjórnmálamaður]] og var m.a. þingmaður Reykvíkinga. Hann var einn umdeildasti og um leið einhver áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu aldar á Íslandi. Hann var annálaður mælskumaður og átti mikinn þátt í að fylgi [[sósíalismi|sósíalista]] var lengi mun meira á Íslandi en í nágrannalöndunum. Einar kynntist kenningum [[marxismi|marxista]] á námsárum sínum í Þýskalandi og var tryggur þeim kenningum alla sína stjórnmálatíð. En hann var um leið bæði mikill þjóðfrelsismaður og sá nauðsyn þess að vinna náið með öðrum stjórnmálaöflum. Átti Einar mestan þátt í sameiningu sósíalista og vinstri jafnaðarmanna í [[Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokknum]] á sínum tíma og seinna í [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalaginu]]. [[Nýsköpunarstjórn|Nýsköpunarstjórnin]] svo nefnda var einnig að miklu verk Einars. Þetta féll ekki alltaf í góða jörð hjá harðlínumönnum í röðum kommúnista og sósíalista, m.a. stóð til að reka Einar úr Kommúnistaflokknum fyrir „hægrivillu“ í upphafi fjórða áratugarins. == Fjölskylda == Einar kvæntist [[Sigríður Þorvarðsdóttir|Sigríði Þorvarðsdóttur]] (fædd 31. júlí [[1903]], dáin 4. desember [[1994]]). Þau áttu saman börnin Solveigu Kristínu (fædd [[1939]]) og Ólaf Rafn (fæddan [[1943]]). == Menntun == Hann lauk [[stúdentspróf]]i frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1921]] og lagði stund á þýskar og enskar bókmenntir og tungu við [[Friedrich-Wilhelm Universität]] á árunum [[1921]] til [[1924]] en lauk ekki prófi. == Stjórnmál == Hann var kjörinn bæjarfulltrúi á [[Akureyri]] fyrir lista jafnaðarmanna í [[Bæjarstjórnarkosningar á Akureyri#1929|bæjarstjórnarkosningunum 1929]]. Varð síðar [[alþingismaður]] [[Reykjavík|Reykvíkinga]] frá [[1937]]-[[1967]], sat á þingi [[1937]]-[[1938]] fyrir [[Kommúnistaflokkurinn|Kommúnistaflokkinn, Sósíalistaflokkinn 1938-1956 og]] og eftir það Alþýðubandalagið. Hann var einn stofnenda Kommúnistaflokks Íslands [[ár]]ið [[1930]] og var formaður Sósíalistaflokksins [[1939]]-[[1968]] og formaður þingflokks hans árin [[1939]] til [[1962]]. Hann var og [[ritstjóri]] ýmissa [[Blað (útgáfa)|blaða]] og [[tímarit]]a, þar á meðal [[Þjóðviljinn|Þjóðviljans]] [[1936]] til [[1941]]. == Stjórnun == Einar var forstjóri [[Síldareinkasala Íslands|Síldareinkasölu Íslands]] [[1928]]—[[1931]] og forstjóri [[Íslensk-rússneska verslunarfélagið hf.|Íslensk-rússneska verslunarfélagsins hf.]] [[1931]]—[[1935]]. Hann var forseti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] [[1920]]<ref name="forsetar Framtíðarinnar">{{Vefheimild|url=http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=469%3Aforsetar-framtiearinnar-1883-&catid=67&Itemid=997|titill=Forsetar Framtíðarinnar frá 1883|útgefandi=Menntaskólinn í Reykjavík}}</ref>, formaður [[Verkamannafélag Akureyrar|Verkamannafélags Akureyrar]] [[1928]]—[[1931]], var í bæjarstjórn [[Akureyri|Akureyrar]] [[1929]]—[[1931]], var kosinn [[1942]] í málþingsnefnd um [[stjórnarskrármálið]], í útvarpsráði [[1943]]—[[1947]] og í landsbankanefnd [[1944]]—[[1955]], í skilnaðarnefnd [[1944]], í þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar [[1944]], í nýbyggingarráði [[1944]]—[[1947]], í [[raforkuráð]]i, síðar [[orkuráð]]i [[1949]]—[[1953]] og síðan [[1958]]—[[1975]]. Kosinn [[1955]] í atvinnumálanefnd. Í [[Norðurlandaráð]]i [[1957]]—[[1963]], í bankaráði Landsbankans [[1957]]—[[1981]], formaður þess [[1973]]—[[1976]] og í [[Rannsóknaráð ríkisins|Rannsóknaráði ríkisins]] [[1965]]—[[1967]]. Formaður [[Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn]] [[1939]]—[[1968]]. Sat Allsherjarþing [[Sameinuðu Þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] [[1967]]. == Ritstörf == Einar samdi nokkur rit: * [[Rousseau]] * [[Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Íslendinga]] * [[Vort land er í dögun]] * [[Sósíalistaflokkurinn. Saga hans og meginstefna.]] Hann var einnig ritstjóri ritanna og dagblaðanna: * [[Réttur]]. Tímarit um félagsmál og mannréttindi [[1926]]-[[1941]] og [[1946]]-[[1993]] * [[Verkamaðurinn]] [[1931]]-[[1933]] * [[Verkalýðsblaðið]] [[1935]]-[[1936]] * [[Þjóðviljinn]] [[1936]]-[[1946]] * [[Nýtt dagblað]] [[1941]]-<nowiki/>[[1942]] == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Gísli Bjarnason]] | titill=Forseti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] | frá=[[1920]] | til=[[1920]] | eftir=[[Thor Thors]]}} {{Töfluendir}} == Heimildir == * [http://althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=130 Alþingi, æviágrip: Einar Olgeirsson.] Skoðað þann 19. nóvember 2005. * Íslenska Alfræðiorðabókin A-G, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990. [[Flokkur:Þingmenn Kommúnistaflokks Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Sósíalistaflokks Íslands]] [[Flokkur:Formenn Sósíalistaflokks Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Alþýðubandalagsins]] [[Flokkur:Varaformenn Alþýðubandalagsins]] [[Flokkur:Ritstjórar Þjóðviljans]] [[Flokkur:Kommúnistaleiðtogar]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1931-1940]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1941-1950]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1951-1960]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1961-1970]] {{fd|1902|1993}} [[Flokkur:Íslenskir sósíalistar]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] iakv66hiqsvylwr2bu5s09tuxgjw33l Síkismi 0 22935 1891979 1843926 2024-12-15T16:20:16Z Snævar 16586 taka saman heimildir, harv 1891979 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Golden Temple 3.jpg|thumb|right|Gullhofið í Amritsar er heilagasta bygging síka.]] '''Síkismi''' ([[púnjabíska]]: {{lang|pa-guru|ਸਿੱਖੀ}}) er [[eingyðistrú]] byggð á kenningum tíu [[gúrú]]a sem lifðu á [[16. öld|16.]] og [[17. öld]] á norðurhluta [[Indland]]s. Síkismi er ein af stærri [[trúarbrögð]]um heims með yfir 23 milljónir trúaðra. Orðið síkismi er dregið af orðinu ''sikh'', úr [[sanskrít]] ''śikkya'' ({{lang|pa-guru|शिष्य}}) sem þýðir „nemandi“ eða „fylgjandi“ eða frá samsvarandi [[palíska]] orðinu ''sikkhā'' ({{lang|pa-guru|सिक्खा}}). Þeir sem fylgja síkisma eru nefndir [[síkar]]. Trúaðir síkar drekka ekki [[áfengi]], nota ekki önnur [[fíkniefni]] og borða ekki [[kjöt]]. Síkar trúa á [[karma]] og [[endurfæðing]]u eins og [[Hindúasiður|hindúar]], en hafa hins vegar aðeins einn [[guð]]. Tvær meiginstoðir síkisma eru: * Trú á einn [[guð]]: Upphafssetning ritningar síka er einungis tvö orð og þau lýsa grundvallartrú þeirra: {{lang|pa-guru|ੴ}} ''ek onkar'' eða „einn skapari“ * Fylgjendum síkisma er gert að fylgja kenningum hinna tíu gúrúa síka og annarra dýrlinga eins og þeim er lýst á 1430 blaðsíðum heilagrar ritningar þeirra, ''[[Guru Granth Sahib]]''. ''Guru Granth Sahib'' er heilagur texti í augum Síka og álíta þeir hann vera ellefta og síðasta gúrúinn. Heimspeki síkisma einkennist af því að bæði andleg og veraldleg verkefni eru meðhöndluð með rökum. Tíundi og síðast mannlegi gúrúinn, [[Guru Gobind Singh]], skapaði [[khalsa]]-regluna, sem er bæði trúarleg og veraldleg regla. Öllum meðlimum í reglunni, sem eru flestir karlkyns síkar, er ætlað að ætíð bera á sér það sem er nefnt káin fimm: # ''Kesh'', hreint og vel hirt, en óklippt hár hulið með [[túrban]], ásamt skeggi sem táknar andleika. # ''Kanga'', greiða fyrir hár og skegg sem táknar andlega ögun og hreinlæti. # ''Kirpan'', hnífur sem táknar virðuleika og sjálfsvirðingu. # ''Kach'', nærbuxur sem tákna siðsemi í kynlífi og skírlífi. # ''Kara'', handleggshringur úr járni sem er hafður á hægri handlegg og táknar eilífðina, trú á guð, og samfélag síka og guðs. == Gúrúar == Samkvæmt Indverskum trúarbrögðum er gúrú sá sem kennir eða leiðbeinir fólki um trúarbrögð, en í Síkisma eru gúrúar guðir og leiðtogar Síka. Í Síkisma eru tíu gúrúar ásamt hinum eilífa ellefta gúrú, Guru Granth Sahib, sem er heilög ritning Síka.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Bowker, John|titill=World Religions: The great faiths explored & explained|ár=2003|útgefandi=DK Publishing, Inc.|bls=84}}</ref> === Guru Nanak Dev === Guru Nanak Dev var upphafsmaður Síkisma og fyrsti gúrú Síka. Hann var fæddur árið 1469 í þorpi sem kallast Talwandi sem er staðsett í þeim hluta Punjab sem nú tilheyrir Pakistan, hann lést árið 1539. Sem barn var Nanak bæði tillitsamur og gáfaður, hann safnaði oft saman vinum sínum undir tréi og söng með þeim til að tilbiðja Guð. Hann var einfaldur maður, vildi einfaldan mat og einföld föt, og hann elskaði og hjálpaði þeim fátæku. Þegar kom að námi var Nanak sendur til þorpsprestsins til að að læra Hindí og talnareikning, hann var fljótur að læra að lesa og skrifa. Eftir einhvern tíma við það að kenna Nanak sagði kennarinn við hann að hann væri orðinn kennarinn sinn, því hann hafði lært svo mikið af honum. Þá var Nanak sendur til kennara sem var Múslimi, þar lærði hann persnesku, hana lærði hann einnig á stuttum tíma og þegar Nanak fór að tala um Guð þá varð kennarinn undrandi og beygði sig fyrir honum.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=2}}</ref><ref name="Gogia, Swan" /> Nanak ferðaðist mikið um ævi sína og fór hann í fjögur umfangsmikil ferðalög (Udasis) þar sem hann ferðaðist um stóran hluta Indlandsskagans ásamt því að ferðast til Ceylon, Tíbet, Mekka, Baghdad, Íran, Afghanistan og til margra annarra staða.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=3}}</ref> Guru Nanak Dev kenndi að það er aðeins einn guð, hann er frjáls úr fjötrum fæðingar og dauða, hann er alls staðar og hann er almáttugur. Það ætti alltaf að muna eftir Guð, það ætti ekki að lítillækka hann með því að búa til myndir af honum og tilbiðja þær. Markmið lífsins er að vera einn með Guði og til að ná þessu markmiði þarf að losa sig við egóið.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=7}}</ref> === Guru Angad Dev === Guru Angad Dev var fæddur árið 1504 í litlu þorpi nálægt Ferozepur sem er staðsett í þeim hluta Punjab sem nú tilheyrir Indlandi, hann lést árið 1552.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=12}}</ref> Í þorpinu þar sem Angad bjó bjó einnig fylgjandi Guru Nanak Dev, einn morguninn var þessi fylgjandi Nanak að syngja heilagan sálm, þegar Angad hlustaði á þennan sálm þá upplifði hann friðsæld og hugarró. Angad spurði manninn hver hefði samið þennan sálm og fékk það svar að Guru Nanak Dev hefði samið hann. Þegar Angad átti næst leið hjá þorpinu þar sem Nanak bjó stoppaði hann þar og ákvað að hitta hann. Þegar hann kom inn í þorpið spurði hann gamlan mann hvar hann gæti fundið Nanak, hann sýndi honum leiðina og þegar að þeir komu á staðinn þá sá Angad að maðurinn sem hafði fylgt honum var í raun Guru Nanak Dev. Nanak talaði við Angad um hinn sanna skapanda og var Angad svo hrifinn af boðskap hans að hann ákvað að verða fylgjandi hans og að tilbiðja aðeins einn guð. Angad flutti til þorpsins þar sem Nanak bjó og fylgdi honum í einu og öllu. Hann gerði hina fylgjendurna svo afbrýðisama að þeir fóru að gera það sama og hann en þeir þoldu það ekki lengi. Á þessari stundu áttaði Nanak sig á því að hann hafði fundið sannan arftaka, svo þegar það kom að því að Nanak var að deyja þá bað hann Angad um að verða gúrú, þar með varð hann Guru Angad Dev.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=13}}</ref> === Guru Amar Das === Guru Amar Das var fæddur árið 1479 í þorpinu Basarke í þeim hluta Punjab sem nú tilheyrir Indlandi, hann lést árið 1574. Frændi hans var giftur Bibi Amro sem var dóttir Guru Angad Dev, á hverjum morgni söng hún sálma sem voru samdir af Nanak, Amar Das spurði hana eitt sinn hver hefði samið sálmana sem hún söng, þegar hann heyrði að það hefði verið forveri föður hennar, Guru Nanak Dev, þá ákvað hann að hitta Guru Angad Dev. Hann ferðaðist til Angad og þegar hann kom til hans féll hann niður að fótum gúrúsins og bað hann um að gera hann að síka og að leyfa honum að þjóna sér. Angad leyfði þetta og frá þessu augnabliki var Amar Das einfaldlega þræll Angad, hann gleymdi heimili sínu og fjölskyldu sinni og tók að sér erfitt líf við það að þjónusta Angad. Eftir ellefu ár sem þjónn Angad var Amar Das tilnefndur sem þriðji gúrúinn, hann hafði þróað með sér þolinmæði, umburðarlyndi, auðmýkt og kærleika.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=17-18}}</ref> Guru Amar Das var langlífasti gúrúinn en hann lést þegar hann var 95 ára eftir að hafa verið gúrú í 22 ár.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=20}}</ref> === Guru Ram Das === Guru Ram Das fæddist árið 1534 í Lahore sem er í þeim hluta Punjab sem nú tilheyrir Pakistan, hann lést árið 1581. Hann fór með öðrum síkum til Guru Amar Das til að votta honum virðingu sína, Ram Das var svo hrifinn af því sem Amar Das kenndi að hann varð að fylgjenda hans. Amar Das var afar glaður með það, Ram Das eldaði fyrir hann ásamt því að ná í vatn og eldivið fyrir hann. Ram Das giftist dóttur Amar Das þegar hún var orðin nógu gömul, Ram Das hélt áfram að vinna sem þjónn Amar Das þótt hann væri orðinn tengdasonur hans, margir hlógu að þessu en honum var alveg sama og hélt bara áfram að vinna. Einn dag bað Amar Das elsta tengdason sinn, Rama, og Ram Das að byggja fyrir sig einhvers konar pall svo hann gæti fylgst með framkvæmdum sem voru í gangi. Eftir að báðir höfðu byggt pall bað hann þá um að rífa þá niður og byggja nýja, þetta ferli hélt áfram í einhvern tíma. Þetta var leið Amar Das til að finna út hvor þeirra væri hæfari til að vera gúrú. Eftir að hafa gert þetta nokkrum sinnum varð Rama reiður og neitaði að byggja nýjan pall og fór, Ram Das viðurkenndi þó að pallurinn hans væri ekki nógu góður og baðst fyrirgefningar, svo byggði hann annan pall. Amar Das tilkynnti þá að Ram Das væri nýr gúrú síka.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=24}}</ref> === Guru Arjan Dev === Guru Arjan Dev var fæddur árið 1563 í Goindwal sem er í þeim hluta Punjab sem er staðsettur í Indlandi, hann lést árið 1606. Hann var sonur Guru Ram Das.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=28}}</ref> Þegar kom að því að velja eftirmann sinn lagði Ram Das nokkur próf fyrir syni sína þrjá og hljóðuðu niðurstöðurnar þannig að Arjan Dev var hæfastur, Guru Amar Das hafði spáð fyrir þessu.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=26}}</ref> Arjan Dev var fyrsti píslarvottur síka, þetta kom til þegar Jahangir keisari Mughala hóf að ofsækja alla þá sem voru ekki múslimar. Arjan Dev var pyntaður til dauða. Með því að vera píslarvottur kenndi Arjan Dev síkum að gefast upp fyrir vilja Guðs.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=32-33}}</ref> === Guru Har Gobind === Guru Har Gobind var fæddur árið 1595 í þorpinu Wadali sem er í þeim hluta Punjabi sem nú tilheyrir Indlandi, hann lést árið 1644, hann var sonur Guru Arjan Dev. Þegar hann var ungabarn reyndi bróðir Arjan Dev, Prithi Chand, og kona hans að drepa hann til þess að barn þeirra gæti orðið gúrí. Það virkaði þó ekki og lifði hann því. Har Gobind var einungis ellefu ára þegar faðir hans Arjan Dev var drepinn og hann varð næsti gúrú, Arjan Dev hafði sent síka til hans til að segja honum að safna saman her til að vera tilbúinn öllu. Har Gobind safnaði saman síkum til að mynda her, hann hafði 52 hermenn, 700 hesta, 300 hestamenn, 60 byssumenn og svo voru 500 ungir menn sem mynduðu fótgöngulið.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=36-37}}</ref> === Guru Har Rai === Guru Har Rai var fæddur árið 1630 í Katarpur, hann var sonur Baba Gurditta sem var var elsti sonur Guru Har Gobind. Hann lést árið 1661.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=42}}</ref> Þegar kom að því að velja eftirmann sinn þá þurfti Guru Har Gobind að velja á milli sona sinna, Suraj Mal og Tegh Bahdur, hann átti annan son, Gurditta, sem hafði látist, hann skildi þó eftir sig syni, Dhir Mal og Har Rai. Har Gobind fannst synir sínir ekki vera nógu góðir til að taka við af sér svo hann valdi Har Rai, þá var Har Rai einungis fjórtán ára.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=43}}</ref> === Guru Har Krishan === Guru Har Krishan var fæddur árið 1656 í Kiratpur og var yngri sonur Guru Har Rai. Hann var skipaður gúrú árið 1661 þegar hann var fimm ára og þriggja mánaða, þrátt fyrir ungan aldur þá lofaði hann rólegum anda, hann fylgdi eftir þessu með því að síkum ráð og losaði þá við allan efa. Allar hans ákvarðanir báru með sér merki þroska. Hann fékk ýmis ráð frá eldri síkum og frá móður sinni.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=46}}</ref> === Guru Tegh Bahadur === Guru Tegh Bahadur var fæddur árið 1621 í Amritsar, hann var yngsti sonur Guru Har Gobind, hann lést árið 1675. Þegar það kom að því að velja nýjan gúrú þá hafði Guru Har Krishan sagt að nýji gúrúinn byggi í þorpi sem hét Bakala og að hann hafi verið bróðir afa síns. Þegar þessar fregnir bárust þá fóru margir að segjast vera hinn nýji gúrú, en sá sem var áhrifamestur af þeim var Dhir Mal, frændi Tegh Bahadur. Síkar frá Kiratpur heimsóttu Bakala og settu Tegh Bahadur sem gúrú, falsgúrúarnir kölluðu það fals.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=49-50}}</ref> Maður að nafni Makhan Shah kom til Bakala staðráðinn í því að komast að því hver væri alvöru gúrúinn. Fyrir ferðina til Bakala hafði hann beðið til gúrúsins um að forðast öll vandræði á leiðinni til Bakala og lofaði 500 gull myntum. Þegar hann kom til Bakala heimsótti hann alla sem sögðust vera nýji gúrúinn og bauð þeim tvær gull myntir, enginn þeirra spurði hann hvar hinar 498 myntirnar voru og spurði því hvort það væri einhver annar sem kæmi til greina. Þá var honum beint á Tegh Bahadur, þegar hann bauð honum myntirnar þá spurði hann hvort þær hefðu ekki átt að vera 500, eftir það var Tegh Bahadur samþykktur af síkum sem hinn sanni nýji gúrú.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=50}}</ref> === Guru Gobind Singh === Guru Gobind Singh var fæddur árið 1666 í Patna, hann var eini sonur Guru Tegh Bahadur, hann lést árið 1708.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=57}}</ref> Þegar Gobind Singh var níu ára var Tegh Bahadur drepinn og Gobind var fært höfuð hans, hann brenndi höfuðið á meðan fólk söng sálma. Árið 1676 var hann settur sem nýr gúrú síka.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=58}}</ref> === Guru Granth Sahib === Guru Granth Sahib er hinn svokallaði eilífi gúrú síka. Guru Granth Sahib er bók sem inniheldur ljóð sem hafa verið skrifuð af gúrúum. Almennt lýsir Granth Sahib eðli tilverunnar og eðli dauðans.<ref>{{cite journal|author=Murphy, Anne|first=|date=|year=2007|title=History in the Sikh Past|url=https://archive.org/details/sim_history-and-theory_2007-10_46_3/page/345|journal=History & Theory|volume=46|issue=3|pages=345-365|doi=10.1111/j.1468-2303.2007.00414.x|accessdate=27. október 2013|via=}}</ref> Þessum ljóðum hefur verið lýst þannig að þetta eru ekki einhver heimspekileg fræðirit eða sem lög sem eiga að vera lesin í þögn heldur sem trúarleg ljóð sem eiga að vera sungin eða kveðin.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Shackle, Christopher; Mandair, Arvind|titill=Teachings of the Sikh Gurus: Selections from the Sikh Scriptures|ár=2005|útgefandi=Routledge|bls=xx}}</ref> Guru Granth Sahib byrjar á fullyrðingu sem hljóðar svona: „Einn alheimsskapandi Guð. Nafnið er sannleikur. Persónugerð skapandi vera. Enginn ótti. Ekkert hatur. Mynd af þeim ódauðlegu, umfram fæðingu, sem lifir óháð öðru. Fyrir náð Gúrúsins.“<ref>{{bókaheimild|titill=Guru Granth Sahib|bls=1}}</ref> Þetta er grundvallaratriði í Síkisma og er þessi fullyrðing kölluð ''Mool Mantra''.<ref group="lower-alpha">{{harv|Gogia, Sawan Singh|p=77}}</ref> == Neðanmálsgreinar == {{notelist}} == Heimildir == {{Reflist|refs=<ref name="Gogia, Swan">{{bókaheimild|höfundur=Gogia, Sawan Singh|titill=From Guru Nanak to Guru Granth Sahib}}</ref>}} [[Flokkur:Síkismi| ]] obrhe3hgcilwsdgugtek8moie570azs Brynjólfur Bjarnason 0 23150 1892054 1862056 2024-12-16T08:32:29Z TKSnaevarr 53243 1892054 wikitext text/x-wiki {{Íslenskur heimspekingur | svæði = Íslensk heimspeki | tímabil = [[Heimspeki 20. aldar]] | color = F0E68C | image_name = Brynjólfur Bjarnason.jpg | image_caption = Brynjólfur Bjarnason | nafn = Brynjólfur Bjarnason | fæddur = [[26. maí]] [[1898]] | látinn = {{Dauðadagur og aldur|1989|4|16|1898|5|26}} | skóli_hefð = | helstu_ritverk = ''Forn og ný vandamál''; ''Gátan mikla''; ''Vitund og verund''; ''Á mörkum mannlegrar þekkingar''; ''Lögmál og frelsi'' | helstu_viðfangsefni = [[frumspeki]], [[þekkingarfræði]] | markverðar_kenningar = | áhrifavaldar = | cv=557 | vefur= | neðanmálsgreinar= | hafði_áhrif_á = [[Eyjólfur Kjalar Emilsson|Eyjólf Kjalar Emilsson]] }} '''Brynjólfur Bjarnason''' (fæddur [[26. maí]] [[1898]], látinn [[16. apríl]] [[1989]]) var einn áhrifamestu leiðtoga sósíalista á Íslandi á [[20. öld]]. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1918, en Hjalti Jónsson konsúll hafði stutt hann til náms. Síðan stundaði hann nám í [[heimspeki]] í [[Kaupmannahöfn]] og [[Berlín]], en lauk ekki prófi, og sneri hann sér aftur að heimspeki á efri árum. Brynjólfur gerðist róttækur þegar á námsárum og hélt fast við þær grundvallarskoðanir alla ævi. Hann var annar af tveimur fulltrúum íslenskra kommúnista á öðru þingi [[Komintern|Kominterns]], alþjóðasambands kommúnista, í Moskvu 1920. Greiddi hann þar atkvæði með Moskvusetningunum svokölluðu sem kváðu á um skilyrðislausa fylgispekt aðildarflokka sambandsins við það. Brynjólfur var fulltrúi íslenskra kommúnista á fjórða þingi [[Komintern|Kominterns]] í Moskvu 1924, þar sem var samþykkt ályktun um að stofna bæri kommúnistaflokk á Íslandi þegar aðstæður leyfðu. Brynjólfur var fyrsti og eini formaður [[Kommúnistaflokkur Íslands|Kommúnistaflokks Íslands]] [[1930]] - [[1938]], en sá flokkur var deild í Alþjóðasambandi kommúnista og laut valdi þess samkvæmt Moskvusetningunum. Brynjólfur var fulltrúi íslenska kommúnistaflokksins á sjötta þingi Kominterns í Moskvu 1935, en þá skipti sambandið um stefnu og vildi taka upp samstarf við jafnaðarmannaflokka gegn fasisma. Hann var kjörinn á þing fyrir kommúnistaflokkinn 1937. Brynjólfur var formaður miðstjórnar [[Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn|Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins]] [[1938]] - [[1949]]. Hann varði innrás Sovétríkjanna í Finnland í árslok 1939 og smíðaði orðið „Finnagaldur“ um óvægna gagnrýni á þá innrás. Brynjólfur þýddi ýmis rit eftir [[Maó Zedong]] á íslensku, þar á meðal ''Rauða kverið'', sem kom út 1967. Brynjólfur sat á [[Alþingi]] í 19 ár, til [[1956]]. Brynjólfur var einnig menntamálaráðherra [[1944]]-[[1947]] í svonefndri „[[nýsköpunarstjórn]]“. Frá og með 1954 sinnti Brynjólfur í æ ríkara mæli heimspeki og ritaði fjölda bóka um þau efni. Jafnframt dró úr stjórnmálaþátttöku hans en hann var þó áfram virkur félagi í [[Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokknum]] og Alþýðubandalaginu. == Helstu ritverk == * ''Sósíalistaflokkurinn: Stefna og starfshættir'' (Reykjavík: Mál og menning, 1952) * ''Forn og ný vandamál'' (Reykjavík: Mál og menning, 1954) * ''Gátan mikla'' (Reykjavík: Mál og menning, 1956) * ''Vitund og verund'' (Reykjavík: Mál og menning, 1961) * ''Á mörkum mannlegrar þekkingar'' (Reykjavík: Mál og menning, 1965) * ''Lögmál og frelsi'' (Reykjavík: Mál og menning, 1970) * ''Með storminn í fangið: Greinar og ræður 1937–1972'', I–II (Reykjavík: Mál og menning, 1973), 1972–1982, III (Reykjavík: Mál og menning, 1982). * ''Heimur rúms og tíma'' (Reykjavík: Mál og menning, 1980) * ''Samræður um heimspeki'' (Reykjavík: Mál og menning, 1987) Brynjólfur þýddi auk þess rit eftir [[Karl Marx]] og [[Friedrich Engels]], [[Maó|Maó Tse-tung]] og [[Líú Sjaó-sí]]. == Tenglar == * Einar Ólafsson, [http://www.heimspeki.hi.is/?greinasafn/brynjolfur/brynjolfurbjarnason „Hver var Brynjólfur Bjarnason?“] á Heimspekivef [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] * Eyjólfur Kjalar Emilsson [http://www.heimspeki.hi.is/?greinasafn/brynjolfur/frelsiviljans „Brynjólfur Bjarnason um frelsi viljans“] á Heimspekivef [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] * Jóhann Björnsson [http://www.heimspeki.hi.is/?greinasafn/brynjolfur/tilgangurinn „Tilgangurinn, hégóminn og hjómið: Um gagnrýni Brynjólfs Bjarnasonar á existensíalismann“] á Heimspekivef [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=100 Æviágrip á vef Alþingis] {{fd|1898|1989}} {{Annað ráðuneyti Ólafs Thors}} [[Flokkur:Íslenskir heimspekingar]] [[Flokkur:Þingmenn Kommúnistaflokks Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Sósíalistaflokks Íslands]] [[Flokkur:Kommúnistaleiðtogar]] [[Flokkur:Menntamálaráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1931-1940]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1941-1950]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1951-1960]] [[Flokkur:Íslendingar sem gengið hafa í Kaupmannahafnarháskóla]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] gwx380khjwxkbgmbblgbxufn5zsckhi Magnús Guðmundsson 0 23198 1892059 1859151 2024-12-16T08:34:36Z TKSnaevarr 53243 1892059 wikitext text/x-wiki {{Aðgreiningartengill1|Magnús Guðmundsson|[[Magnús Guðmundsson (bankastjóri)|Magnús Guðmundsson]] fyrrverandi bankastjóra Banque Havilland}} [[Mynd:Magnús Guðmundsson.jpg|thumb|Magnús Guðmundsson.]] '''Magnús Guðmundsson''' ([[6. febrúar]] [[1879]], Rútsstöðum í [[Svínadalur|Svínadal]] — [[28. nóvember]] [[1937]]) var íslenskur [[stjórnmál]]amaður. ==Ævi og störf== Foreldrar Magnúsar voru Guðmundur Þorsteinsson (1847 — 1931) bóndi á Rútsstöðum og móðir hans var Björg Magnúsdóttir (1849 — 1920) húsmóðir. Hann kvæntist [[12. október]] [[1907]] Sofiu Bogadóttur (1878 — 1948). Þau áttu þrjú börn, Boga Smith, Björgu og Þóru. Hann varð stúdent frá [[Lærði skólinn|Lærða skólanum]] [[1902]] og lauk lögfræðiprófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Hafnarháskóla]] 1907. Hann var þingmaður frá 1916 til dauðadags 1937. Magnús var meðlimur í [[Íhaldsflokkurinn|Íhaldsflokknum]] og var síðar einn af stofnendum [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]]. Hann var forsætisráðherra frá [[23. júní]] [[1926]] til [[6. júlí]] sama árs. Hann varð fjármálaráðherra þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í ríkisstjórnarmyndun í fyrsta skipti. Magnús Guðmundsson er einn örfárra íslenskra ráðherra sem sagt hefur af sér. Meðan [[Jónas frá Hriflu|Jónas Jónsson]], kenndur við Hriflu, var dómsmálaráðherra árið [[1932]] hóf hann málarekstur á hendur Magnúsi, sem þá var enn óbreyttur þingmaður en við það að setjast í stól dómsmálaráðherra að afloknum yfirvofandi stjórnarskiptum. Jónas sakaði Magnús um glæpsamlegt athæfi í sambandi við gjaldþrotaskipti á meðan hann sinnti lögmannsstörfum nokkrum árum áður. Flestir töldu ákæruna fráleita en [[Hermann Jónasson]], sem þá var lögreglustjóri í [[Reykjavík]] og æðsti dómari í höfuðstaðnum í undirrétti, gaf sér tíma frá alvarlegum átökum í borginni þann [[9. nóvember]] 1932 til að fara á skrifstofu sína og dæma Magnús Guðmundsson - sem þá var orðinn dómsmálaráðherra - í fangelsi. Dómsmálaráðherra í fangelsi var auðvitað óhugsandi og Magnús sagði af sér meðan málið var til meðferðar fyrir Hæstarétti. [[Ólafur Thors]] tók þá við sem ráðherra í hans stað í mánuð eða svo - en þá hafnaði Hæstiréttur með öllu dómi Hermanns Jónassonar og sýknaði Magnús af öllum ákærum.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4999803 Skutull, 51. Tölublað (30.12.1932), Blaðsíða 4]</ref> Eftir að Magnús hafði verið sýknaður í Hæstarétti í desember 1932, var aðalfyrirsögn Morgunblaðsins á þessa leið: „Hæstiréttur sýknar Magnús Guðmundsson af öllum ákærum Hriflu-réttvísinnar.“ Fyrirsagnir Tímans voru þannig: „Stórkostlegt réttarhneyksli. Stjórnarskráin og hæstaréttarlögin þverbrotin af dómendunum sjálfum“. == Tilvísanir == <references/> ==Tengill== * [http://althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=415 Upplýsingar um Magnús Guðmundsson á althingi.is] * [http://www.timarit.is/?issueID=407692&pageSelected=2&lang=0 ''Magnús Guðmundsson andaðist á sunnudag''; grein í Morgunblaðinu 1937] {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Sigurður Eggerz]] | titill=[[Fjármálaráðherrar á Íslandi|Fjármálaráðherra]] | frá=[[25. febrúar]] [[1920]] | til=[[7. mars]] [[1922]] | eftir=[[Magnús Jónsson (dósent)|Magnús Jónsson]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Jón Magnússon (f. 1859)|Jón Magnússon]] | titill=[[Forsætisráðherra Íslands]] | frá=[[23. júní]] [[1926]] | til=[[8. júlí]] [[1926]] | eftir=[[Jón Þorláksson (stjórnmálamaður)|Jón Þorláksson]]}} {{Erfðatafla | fyrir='' '' | titill=[[Sjálfstæðisflokkurinn|Varaformaður Sjálfstæðisflokksins]] | frá=[[25. maí]] [[1929]] | til=[[3. júní]] [[1932]] | eftir=[[Ólafur Thors]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Ólafur Thors]] | titill=[[Sjálfstæðisflokkurinn|Varaformaður Sjálfstæðisflokksins]] | frá=[[2. október]] [[1934]] | til=[[28. nóvember]] [[1937]] | eftir=[[Pétur Magnússon]]}} {{Töfluendir}} {{Fjármálaráðherrar Íslands}} {{Navboxes | title = Ríkisstjórnir | state = collapsed | list = {{Ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar}} {{Annað ráðuneyti Jóns Magnússonar}} {{Þriðja ráðuneyti Jóns Magnússonar}} {{Ráðuneyti Jóns Þorlákssonar}} }} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Fjármálaráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Atvinnumálaráðherrar Íslands]] {{fd|1879|1937}} [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Þingmenn Sparnaðarbandalagsins]] [[Flokkur:Varaformenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Dómsmálaráðherrar Íslands]] puqfxutot80jsnauedxr9xauhkd8uq6 Guðmundur Steingrímsson 0 23858 1892061 1886840 2024-12-16T08:37:25Z TKSnaevarr 53243 1892061 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | forskeyti = | nafn = Guðmundur Steingrímsson | viðskeyti = | skammstöfun = | mynd = Gudmundur_Steingrimsson_2_(cropped).jpg | myndastærð1 = | myndatexti1 = | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1972|10|28}} | fæðingarstaður = Reykjavík | dánardagur = | dánarstaður = | kjördæmisnúmer = 7 | kjördæmi_nf = Suðvesturkjördæmi | kjördæmi_ef = Suðvesturkjördæmis | flokkur = [[Björt framtíð]] | nefndir = Félags- og tryggingamálanefnd, Samgöngunefnd | AÞ_frá1 = 2009 | AÞ_til1 = 2011 | AÞ_kjördæmi1 = Norðvesturkjördæmi | tb1-kj-stytting = Norðvest. | AÞ_flokkur1 = Framsóknarflokkurinn | tb1-fl-stytting = Framsfl. | tb1-stjórn = | AÞ_frá2 = 2011 | AÞ_til2 = 2012 | AÞ_kjördæmi2 = Norðvesturkjördæmi | tb2-kj-stytting = Norðvest. | AÞ_flokkur2 = Óháður | tb2-fl-stytting = Óháður | tb2-stjórn = | AÞ_frá3 = 2012 | AÞ_til3 = 2016 | AÞ_kjördæmi3 = Suðvesturkjördæmi | tb3-kj-stytting = Suðvest. | AÞ_flokkur3 = Björt framtíð | tb3-fl-stytting = Björt framt. | tb3-stjórn = | tímabil4 = | AÞ_kjördæmi4 = | tb4-kj-stytting = | AÞ_flokkur4 = | tb4-fl-stytting = | tb4-stjórn = | tímabil5 = | AÞ_kjördæmi5 = | tb5-kj-stytting = | AÞ_flokkur5 = | tb5-fl-stytting = | tb5-stjórn = | embættistímabil1 = | titill1 = | embættistímabil2 = | titill2 = | embættistímabil3 = | titill3 = | embættistímabil4 = | titill4 = | embættistímabil5 = | titill5 = | AÞ_CV = 704 | vefsíða = http://gummisteingrims.blog.is/ | neðanmálsgreinar = }} '''Guðmundur Steingrímsson''' (fæddur [[28. október]] [[1972]]) er fyrrverandi formaður [[Björt framtíð|Bjartrar framtíðar]] og fyrrum [[alþingismaður]] [[Suðvesturkjördæmi|Suðvesturkjördæmis]]. Guðmundur hafði áður verið kjörinn á þing fyrir [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] í [[Norðvesturkjördæmi]] í [[Alþingiskosningar 2009|alþingiskosningunum 2009]]. Þá var hann varaþingmaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] í Suðvesturkjördæmi 2007-2009 Guðmundur stofnaði Bjarta framtíð ásamt [[Heiða Kristín Helgadóttir|Heiðu Kristínu Helgadóttur]] og fleirum úr [[Besti flokkurinn|Besta flokknum]] í upphafi árs 2012. Í [[Alþingiskosningar 2013|kosningunum 2013]] fékk Björt framtíð 8,2% atkvæða og 6 þingmenn kjörna. Guðmundur var áður blaðamaður og stjórnandi [[Kvöldþátturinn|Kvöldþáttarins]] sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni [[Sirkus]]. Guðmundur er einnig tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni [[Ske]]. Guðmundur hefur starfað sem blaðamaður og er höfundur bókarinnar ''[[Áhrif mín á mannkynssöguna]]'', sem kom út árið [[2003]]. Guðmundur er sonur [[Steingrímur Hermannsson|Steingríms Hermannssonar]], fyrrverandi [[forsætisráðherra]] og formanns Framsóknarflokksins og Eddu Guðmundsdóttur myndlistarkonu. Guðmundur útskrifaðist úr [[MR|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1992]] og gegndi þar embætti forseta [[Framtíðin|Framtíðarinnar]], nemendafélags MR, [[1990]]-[[1991]]<ref name="forsetar Framtíðarinnar">{{Vefheimild|url=http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=469%3Aforsetar-framtiearinnar-1883-&catid=67&Itemid=997|titill=Forsetar Framtíðarinnar frá 1883|útgefandi=Menntaskólinn í Reykjavík}}</ref>. Guðmundur er einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem [[Gummi frændi]] í þáttunum Sjáumst með [[Silvía Nótt|Silvíu Nótt]]. Þann 22. ágúst 2011 bárust fregnir af því að Guðmundur ætlaði að segja sig úr Framsóknarflokknum vegna djúpstæðs ágreinings um stefnu og hugmyndir. Hann sagðist vilja stofna nýjan flokk. Tilkynnt var 6. janúar 2012 að nýtt stjórnmálaafl Guðmundar Steingrímssonar og [[Besti flokkurinn|Besta flokksins]] hefði hlotið nafnið [[Björt framtíð]]. Nafnið var fengið úr nafnasamkeppni og sendu tæplega 2000 manns inn tillögur. Guðmundur var fyrst um sinn formaður Bjartrar framtíðar en með fylgistapi í könnunum var ákveðið að [[Óttarr Proppé]] tæki við formannsembættinu. Guðmundur ákvað að gefa ekki kost á sér í [[Alþingiskosningar 2016|Alþingiskosningum 2016]]<ref>[http://www.ruv.is/frett/gudmundur-haettir-a-thingi Guðmundur hættir á þingi] Rúv, skoðað 16. september 2016.</ref> == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Auðunn Atlason]] | titill=Forseti [[Framtíðin|Framtíðarinnar]] | frá=[[1990]] | til=[[1991]] | eftir=[[Daníel Freyr Jónsson]]}} {{Töfluendir}} {{Stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Íslenskir þáttastjórnendur í sjónvarpi]] [[Flokkur:Íslenskir tónlistarmenn]] [[Flokkur:Þingmenn Framsóknarflokksins]] [[Flokkur:Þingmenn Bjartrar framtíðar]] [[Flokkur:Laugardalsætt]] 7hpggzg313uk1qvlc7vomin58vuti6j Aðalvík 0 23914 1892041 1876929 2024-12-16T01:44:15Z Stillbusy 42433 1892041 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Aðalvík - panoramio.jpg|thumb|Aðalvík]] '''Aðalvík''' er um 7 [[kílómetri|km]] breið [[vík]] yst (vestast) á [[Hornstrandir|Hornstrandakjálkanum]]. Þar voru forðum sjávar[[þorp]]in [[Látrar (Aðalvík)|Látrar]] (120 íbúar [[1920]]) og [[Sæból (Aðalvík)|Sæból]] (80 íbúar [[1900]]) en byggðin fór í eyði um miðja [[20. öldin|20. öld]]. Síðustu ábúendur fluttu frá Látrum og Sæbóli 1952. Yfirleit er talað um Sæból vestast, Miðvík og Látra austast. Á fjallinu Darra ofan við Aðalvík [[Radarstöðin á Darra|reistu Bretar herstöð]] sem enn má sjá leifar af, m.a. loftvarnarbyssu, byggingar og veg. Vestan við Látra á [[Straumnesfjall]]i ráku [[Radarstöðin á Straumnesfjalli|Bandaríkjamenn radarstöð í nokkur ár á sjötta áratugnum]] sem enn má sjá leifar af. Þá var líka byggður flugvöllur innan við þorpið. Þoka mun hafa hamlað því að hermenn kæmust að landi á Hornströndum. [[Jakobína Sigurðardóttir]] orti kvæðið Hugsað til Hornstranda gegn hernaðarbrölti þar: :Víða liggja „Verndaranna“ brautir. :Vart mun sagt um þá, :að þeir hafi óttast mennskar þrautir, :eða hvarflað frá, :þótt þeim enga auðnu muni hyggja :Íslandströllin forn, :Mér er sagt þeir ætli að endurbyggja :Aðalvík og Horn. Seinna orti Jakobína annað ljóð „Hvort var þá hlegið í Hamri?“ þar sem hún lýsir þokunni sem gjörningaþoku vætta.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4444877 Vikan 46 tbl. 1963 bls. 31]</ref> Mörgum húsanna í Aðalvík er haldið við af eigendum og þar er nokkur sumarbyggð. == Tilvísanir == <references/> ==Tenglar== * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090814165323/www.vestfirdir.is/index.php?page=adalvik Um Aðalvík á Vestfjarðavefnum] * [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3276046 ''Aðalvík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1945] * [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3307994 ''Dansað við yzta haf''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1989] * [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3307842 ''Allt í lagi í Aðalvík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1989] * [http://adalvikogsletta.webs.com/ Aðalvík og Slétta] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20170828085458/http://adalvikogsletta.webs.com/ |date=2017-08-28 }} * [https://www.youtube.com/watch?v=TGaELdkcfX8 ''Heimildarmynd um Aðalvík 1996''] á Youtube, sótt 16. desember 2024 {{Stubbur|ísland|landafræði}} [[Flokkur:Hornstrandir]] [[Flokkur:Víkur á Íslandi]] m868hrypvj20ykqm62yiz7nbm5s6016 Ingibjörg H. Bjarnason 0 24320 1892039 1872660 2024-12-16T01:37:15Z TKSnaevarr 53243 1892039 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Ingibjörg H. Bjarnason | mynd = Fröken Ingibjörg H. Bjarnason.jpg | skammstöfun = | fæddur = {{Fæðingardagur|1867|12|14}} | fæðingarstaður = [[Þingeyri]] við [[Dýrafjörður|Dýrafjörð]], [[Ísland]]i | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1941|10|30|1867|12|14}} | dánarstaður = [[Reykjavík]], Íslandi | stjórnmálaflokkur = [[Kvennalistinn eldri]] (fyrir 1924)<br>[[Íhaldsflokkurinn]] (1924–1930)<br>[[Sjálfstæðisflokkurinn]] (frá 1930) | AÞ_CV = 263 | AÞ_frá1 = 1922 | AÞ_til1 = 1924 |AÞ_kjördæmi1= [[Landskjör|Landskj.]] |AÞ_flokkur1 = Kvennalistinn eldri | AÞ_frá2 = 1924 | AÞ_til2 = 1929 |AÞ_kjördæmi2= [[Landskjör|Landskj.]] |AÞ_flokkur2 = Íhaldsflokkurinn | AÞ_frá3= 1929 | AÞ_til3 = 1930 |AÞ_kjördæmi3= [[Landskjör|Landskj.]] |AÞ_flokkur3 = Sjálfstæðisflokkurinn }} <!--[[Mynd:Ingibjörg H. Bjarnason á vegg Alþingis.JPG|thumb|Fröken Ingibjörg H. Bjarnason á vegg Alþingis. Eins og fram kemur í texta, þá var fröken Ingibjörg um hríð varaforseti Efri deildar Alþingis.]] [[File:Heimili IHB í Kvennaskólanum.jpg|thumb|Þetta er mynd sem tekin var á heimili fröken Ingibjargar í júní 2014. Þarna mun allt vera eins og þegar fröken Ingibjörg bjó þarna. Þetta er nú hluti skrifstofu rektors/skólameistara Kvennakólans í Reykjavík eins og var á tíð fröken Ingibjargar. Það má til gamans geta þess að núverandi rektor/skólameistari er frú Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, en hún hefur stjórnað Kvennaskólanum síðan 1998 ef frá er talið árs leyfi sem hún tók árið 2006. Þess má geta að frú Ingibjörg S. Guðmundsdóttir býr ekki í íbúðinni.]] {{hreingera}}--> '''Ingibjörg H. Bjarnason''' (f. á [[Þingeyri]] við [[Dýrafjörður|Dýrafjörð]] [[14. desember]] [[1867]], d. [[30. október]] [[1941]]) var um langan aldur [[skólastjóri]] [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólans í Reykjavík]] og var fyrsta konan sem tók sæti á [[Alþingi]]. Hún sat á Alþingi [[1922]]-[[1930]] fyrir sérstakan kvennalista ([[Kvennalistinn eldri|Kvennalistann eldri]]). == Uppvöxtur og menntun == Ingibjörg var dóttir Hákonar Bjarnasonar og Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur. Hákon og Jóhanna Kristín eignuðust 12 börn en aðeins fimm þeirra komust á legg. Bræður Ingibjargar sem komust á legg voru [[Þorleifur H. Bjarnason]], [[Brynjólfur H. Bjarnason]], [[Lárus H. Bjarnason]] og [[Ágúst H. Bjarnason]]. Hákon og Þóra Gísladóttir, fyrri kona hans, áttu dótturina Valgerði Sumarlínu (1855-1944). Ingibjörg missti föður sinn þegar vöruskip sem hann kom með frá Kaupmannahöfn, strandaði á [[Mýrdalssandur|Mýrdalssandi]] í „páskaveðrinu mikla“ [[1877]]. Jóhanna, ekkja Hákonar og móðir Ingibjargar, rak útgerðina og verslunina nokkur ár eftir þetta. <!--Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á Bíldudal. Faðir hennar, Hákon Bjarnason, rak þar þróttmikla verslun og þilskipaútgerð. Þótti hann dugnaðar- og atorkumaður hinn mesti, en þessi þilskipaútgerð hið vestra var komin á legg hjá Hákoni áður en hún var komin til svo nokkru næmi hið syðra, á höfuðborgarsvæðinu sem nú er kallað. Hákoni hafði þar að auki tekist að koma framleiðsluvöru sinni í það álit erlendis að besti saltfiskurinn frá Íslandi var kallaður „Bíldudalsfiskur“ og hélst það lengi síðan. Hákon stórumsvifamaður féll frá á besta aldri, aðeins 49 ára gamall. Vöruskip sem hann kom með frá Kaupmannahöfn, strandaði á Mýrdalssandi í „páskaveðrinu mikla“ 1877 og fórst hann þar ásamt flestum þeim sem á skipinu voru. Jóhanna, ekkja Hákonar og móðir Ingibjargar, rak útgerðina og verslunina nokkur ár eftir þetta. Ingibjörg var einungis 8 ára þegar faðir hennar fórst.--> Ingibjörg flutti að lokinni fermingu til Reykjavíkur og hóf nám í [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]]. Ingibjörg lauk [[kvennaskólapróf]]i í Reykjavík árið [[1882]] og stundaði nám hjá [[Þóra Pétursdóttir|Þóru Pétursdóttur]] (einnig þekkt sem Þóra biskups) árin 1882—[[1884]]. Hjá Þóru stundaði hún nám í teikningu, dönsku og ensku. Árin 1884—[[1885]] og aftur [[1886]]—[[1893|93]] stundaði hún framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Hún stundaði nám í ýmsum greinum sem tengdust uppeldis- og menntamálum og kynntist m.a. [[Lingsleikfimi]] og lauk leikfimikennaraprófi fyrst Íslendinga vorið [[1892]] frá Poul Petersens Institut. Hún lagði ríka áherslu á mikilvægi íþróttakennslu. Hún dvaldist einnig erlendis [[1901]]—[[1903|3]] og kynnti sér skólahald, aðallega í Þýskalandi og Sviss. == Störf að skólamálum og kennslu == Ingibjörg starfaði við kennslu í [[Reykjavík]] [[1893]]—1901. Hún var kennari við Kvennaskólann í Reykjavík [[1903]]—[[1906|6]] og var hún nánasti samstarfsmaður [[Þóra Melsteð|Þóru Melsted]] sem þá stýrði skólanum. Þegar Þóra lét af störfum þá tók Ingibjörg við starfi hennar og var forstöðumaður, eða skólameistari/rektor skólans frá 1906 til æviloka, eða 1941. Hún arfleiddi Kvennaskólann að flest öllum eigum sínum og eru skrifstofuhúsgögn hennar enn á skrifstofu skólastjóra ásamt rúmi hennar og borðstofuhúsgögnum. Þess má geta að heimili Ingibjargar var í húsi Kvennaskólans, en skrifstofa skólameistara Kvennaskólans er enn þann dag á heimili hennar í Kvennaskólanum í Reykjavík og notast því við húsbúnað þann sem Ingibjörg arfleiddi skólann að. Ingibjörg kenndi fyrstu árin meðal annars leikfimi, teikningu og handavinnu. Hún kenndi dans í einkatímum utan skólatíma. Síðar kenndi hún eingöngu teikningu, dönsku og [[heilsufræði]] fram til 1922. Eitt fyrsta verk hennar eftir að hún tók við stjórn skólans var að útvega húsnæði fyrir skólann en skólinn fluttist þá í leiguhúsnæði við [[Fríkirkjuvegur|Fríkirkjuveg]].<!--Í ræðu þeirri sem hún flutti við fyrstu skólasetningu Kvennaskólans í hinu nýja húsnæði við Fríkirkjuveg, sést hve mikilvægt var í huga hennar að læra fyrir lífið en ekki eingöngu til þess að ná prófum. Sömuleiðis ræddi hún mikilvægi þess að nemendur skólans sýndu ábyrgð og að menntun snúist um að auðga sálina. Útdrátt úr ræðu fröken Ingibjargar geta menn nágast í bókinni „Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974“. Ljóslega má sjá í umræddri ræðu hennar að umhyggja fröken Ingibjargar fyrir starfi sínu sem og nemendum skín þar í gegn. Þess sama ætlaðist hún til af samkennurum og starfsmönnum Kvennaskólans í Reykjavík.--> Ingibjörg fylgdist vel með menntaumræðunni í samfélaginu og fór oft til útlanda til að kynna sér nýjar hugmyndir. Sem dæmi má nefna að Kvennaskólinn í Reykjavík var fyrsti skólinn sem kenndi umönnun ungabarna, skyndihjálp og heimahjúkrun.<ref>Sigríður Briem Thorsteinsson, 1974</ref>. == Stjórnmálaþátttaka og félagsmál == [[Mynd:Fröken Ingibjörg H. Bjarnason - málverk.JPG|thumb|Málverk eftir [[Gunnlaugur Blöndal|Gunnlaug Blöndal]] af Ingibjörgu H. Bjarnason.]] Ingibjörg var einn stofnenda [[Lestrarfélag]]s kvenna í Reykjavík. Hún var í forystu tólf kvenna sem sömdu frumvarp sem var flutt á Alþingi árið [[1915]] um þörfina fyrir byggingu Landspítala og var formaður [[Landspítalasjóður Íslands|Landspítalasjóðs Íslands]]. Landspítalasjóðurinn hittist enn þann dag í dag í hverjum mánuði til fundarhalda á heimili Ingibjargar í Kvennaskólanum í Reykjavík í virðingarskyni við frumkvöðlastarf hennar við við stofnun sjóðsins og röggsamrar stjórnar hennar á honum til dauðadags. Hún sat í menntamálaráði [[1928]]-[[1932]]. Ingibjörg var [[Landskjör|landskjörinn alþingismaður]] [[1922]]-[[1930|30]] og varaforseti efri deildar Alþingis um hríð. Hún var fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi og komst á þing fyrir sérstakan kvennalista (Kvennalistann eldri) sem spratt upp úr [[kvenréttindabarátta|kvenréttindabaráttu]] þessa tíma. Hún gekk síðar til liðs við [[Íhaldsflokkurinn|Íhaldsflokkinn]] sem síðar varð [[Sjálfstæðisflokkurinn]]. Þá sat hún á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn til ársins [[1930]]. Hún var gagnrýnd fyrir að svíkja málstaðinn þegar hún gekk til liðs við karlaflokk. Hún barðist þó ávallt ötullega fyrir réttindum kvenna, allt fram til hins síðasta. Hátíðleg athöfn var haldin hinn 19. júní 2015 fyrir framan Alþingi Íslands, þar sem afhjúpuð var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason. <!--Helga Jóhannesdóttir hjúkrunarkona í Vestmannaeyjum sem nú er látin, var námsmey í Kvennaskólanum á árunum 1922- 1925. Hún sagði greinarhöfundi frá því að skólastúlkur hefðu oft farið á pallana til að hlusta á Ingibjörgu. Það sem henni var minnisstæðast var það hvað Jónas frá Hriflu gat verið dónalegur við hina virðulegu skólastýru, einu konuna sem sat á þingi. Ingibjörg svaraði honum yfirleitt litlu framan af, en hún getur þess í ræðum að hann ausi sig auri jafnt í þinginu sem í blöðum. Jónas hafði hina megnustu andúð á "íhaldinu" og djöflaðist á þingmönnum þess og þar var Ingibjörg engin undantekning. Í umræðunum um Kvennaskólana 1926 kallaði Jónas Ingibjörgu eitt '''"besta sverð íhaldsins"''' og sagði að það væri verið að launa henni stuðninginn með því að gera Kvennaskólann að ríkisskóla. Hún skaut því á Jónas að hann vildi ekki að konur fengju neina aðra menntun en þá sem lyti að húsmóðurstörfum. Sjálf ítrekaði hún margsinnis að konum bæri að eiga fleiri kosta völ. '''"Jeg hefi ekki enn látið sannfærast um, að konan geti aðeins rækt störf sín vel undir askloki því, sem kallað er að gæta bús og barna"''' sagði hún í ræðu 1927 og síðar í sömu umræðu: '''"þá held ég því fram, að ekki dugi að einblína á sjermenntunina eina''' [þ.e. húsmæðrafræðsluna - innsk. ká]'''.''' '''Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“''' [http://www.mbl.is/greinasafn/grein/382861/ MÁLSVARI ÍSLENSKRA KVENNA] „Þegar litið er yfir málflutning Ingibjargar á þingi verður ekki betur séð en að hún hafi notað hvert tækifæri sem gafst til að minna á réttindi kvenna og hún beitti sér sérstaklega fyrir því að hreinsa út úr lögum þær greinar þar sem konum var berlega mismunað.“ :::[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/382861/ MÁLSVARI ÍSLENSKRA KVENNA]--> == Tilvísanir == {{reflist}} == Heimildir == * {{Vefheimild|url=http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=263|titill=Ingibjörg H. Bjarnason (Alþingisvefur)| skoðað-dags = 11. mars 2006}} * {{Vefheimild|url=http://www.hi.is/~jtj/vefsidurnemenda/Konur/ingibjorgh.htm|titill=Ingibjörg H. Bjarnason (nemendaverkefni)| skoðað-dags = 11. mars 2006}} * [http://gardur.is/einstakl.php?nafn_id=148497 Minningargrein eftir candidatus theologiae Jón Val Jensson] * [http://www.mbl.is/greinasafn/grein/382861/ MÁLSVARI ÍSLENSKRA KVENNA] * [http://www.jafnretti.is/jafnretti/?D10cID=ReadArticle&ID=99 Erindi flutt í Alþingishúsinu 8. Júlí 2012 í tilefni af því að þann dag voru 90 ár liðin frá því að Ingibjörg H.Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna flutt af Kristínu Ástgeirsdóttur.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140812132953/http://www.jafnretti.is/jafnretti/?D10cID=ReadArticle&ID=99 |date=2014-08-12 }} [[Flokkur:Kvenréttindi á Íslandi]] [[Flokkur:Íslenskir suffragistar]] [[Flokkur:Íslenskir femínistar]] [[Flokkur:Íslenskar kvenréttindakonur]] [[Flokkur:Kvennaskólinn í Reykjavík]] {{fd|1867|1941}} [[Flokkur:Þingmenn Íhaldsflokksins]] [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] nmvrxwvn2wj3sp6188zgnkq0rfvvf9c Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 0 26583 1892030 1883206 2024-12-16T00:43:14Z TKSnaevarr 53243 1892030 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | mynd = | myndastærð = | myndatexti = | titill= [[Utanríkisráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start1 = [[24. maí]] [[2007]] | stjórnartíð_end1 = [[1. febrúar]] [[2009]] | forsætisráðherra1 = [[Geir Haarde]] | forveri1 = [[Valgerður Sverrisdóttir]] | eftirmaður1 = [[Össur Skarphéðinsson]] | titill2= [[Borgarstjóri Reykjavíkur]] | stjórnartíð_start2 = [[13. júní]] [[1994]] | stjórnartíð_end2 = [[1. febrúar]] [[2003]] | forveri2 = [[Árni Sigfússon]] | eftirmaður2 = [[Þórólfur Árnason]] | titill3= Formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] | stjórnartíð_start3 = [[21. maí]] [[2005]] | stjórnartíð_end3 = [[28. mars]] [[2009]] | forveri3 = [[Össur Skarphéðinsson]] | eftirmaður3 = [[Jóhanna Sigurðardóttir]] | AÞ_CV = 264 | AÞ_frá1 = 1991 | AÞ_til1 = 1994 | AÞ_kjördæmi1= [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavík]] | AÞ_flokkur1 = Kvennalistinn | AÞ_frá2 = 2005 | AÞ_til2 = 2007 | AÞ_kjördæmi2= [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]] | AÞ_flokkur2 = Samfylkingin | AÞ_frá3 = 2007 | AÞ_til3 = 2009 | AÞ_kjördæmi3= [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]] | AÞ_flokkur3 = Samfylkingin | SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] | SS1_frá1 = 1982 | SS1_til1 = 1988 | SS1_litur1 = #A03593 | SS1_flokkur1 = Kvennaframboð | SS1_frá2 = 1994 | SS1_til2 = 2006 | SS1_litur2 = yellow | SS1_flokkur2 = Reykjavíkurlistinn | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1954|12|31}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]]i | stjórnmálaflokkur = [[Samfylkingin]] (eftir 1999)<br>[[Kvennaframboð]] og [[Kvennalistinn]] (1982-1999) | maki = Hjörleifur Sveinbjörnsson (g. 1994) | börn = 2 | háskóli = [[Háskóli Íslands]] }} '''Ingibjörg Sólrún Gísladóttir''' (fædd [[31. desember]] [[1954]]) er fyrrverandi formaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]], [[utanríkisráðherra]] og [[Borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjóri]] í Reykjavík. Hún hefur einnig gegnt stöðu forstjóra Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu|Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu]] og verið yfirmaður UN Women, stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún er dóttir Ingibjargar J. Níelsdóttur (1918-2013) húsmóður og Gísla Gíslasonar (1916-2006) verslunarmanns í [[Reykjavík]]. == Menntun == Ingibjörg lauk stúdentsprófi árið [[1974]] frá Menntaskólanum við Tjörnina (sem nú nefnist [[Menntaskólinn við Sund]]) og [[Baccalaureus Artium|BA-prófi]] í [[sagnfræði]] og [[bókmenntafræði|bókmenntum]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið [[1979]]. Eftir BA-próf fór hún til Danmerkur þar sem hún var gestanemandi við Hafnarháskóla frá 1979-[[1981]]. Hún kom aftur til Íslands og stundaði cand.mag. nám í sagnfræði við Háskóla Íslands á árunum 1981-1983. == Starfsferill == Ingibjörg Sólrún var borgarfulltrúi í Reykjavík [[1982]]-[[1988]] og aftur [[1994]]-[[2006]]. Hún var ritstjóri kvennatímaritsins [[Vera (tímarit)|Veru]] á árunum 1988-[[1990]], þingkona Kvennalistans [[1991]]-1994 og [[Borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjóri]] Reykjavíkurborgar frá árinu 1994 til [[2003]]. Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra á árunum 2007-2009. Ingibjörg Sólrún sigraði [[Össur Skarphéðinsson]] í formannskjöri í póstkosningu á landsfundi Samfylkingarinnar í maí 2005. Hlaut Ingibjörg 7.997 atkvæði, eða um tvo þriðju atkvæða, og Össur 3.970, eða um þriðjung. Ingibjörg Sólrún gegndi formennsku í fjögur ár, þar til í mars 2009. Á árunum [[2003]]-[[2005]] var hún varaformaður Samfylkingarinnar. Hún sat á Alþingi fyrir Reykjavík á árunum 2005-2009. Ingibjörg Sólrún var ráðin sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu|Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu]] árið 2017. Hún lét af störfum 19. júlí árið 2020 eftir að ríkisstjórnir [[Tyrkland]]s og [[Tadsíkistan]]s beittu neitunarvaldi gegn endurráðningu hennar, meðal annars vegna ósættis um að hún skyldi neita að setja tiltekin félagasamtök á lista yfir hryðjuverkahópa án sannana.<ref>{{Vefheimild|titill=Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni|url=https://kjarninn.is/frettir/2020-07-13-ingibjorg-solrun-laetur-af-storfum-hja-ose-utanrikisradherra-segir-thetta-adfor-ad-stofnuninni/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Bára Huld Beck|ár=2020|mánuður=13. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=3. október}}</ref> 15. janúar 2021 var hún skipuð staðgengill sérstaks fulltrúa [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] í [[Írak]].<ref>{{Vefheimild|titill=Ms. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir of Iceland - Deputy Special Representative for Iraq|url=https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2021-01-15/ms-ingibj%C3%B6rg-s%C3%B3lr%C3%BAn-g%C3%ADslad%C3%B3ttir-of-iceland%C2%A0-deputy-special-representative-for-iraq%C2%A0|útgefandi=''[[Sameinuðu þjóðirnar]]''|ár=2021|mánuður=15. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=31. ágúst|höfundur=}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til starfa í Írak |url=https://unric.org/is/ingibjorg-solrun-gisladottir-til-starfa-i-irak/|útgefandi=''[[Sameinuðu þjóðirnar]]''|ár=2021|mánuður=15. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=31. ágúst|höfundur=}}</ref> == Trúnaðarstörf == * Formaður stjórnar stúdentaráðs Háskóla Íslands [[1977]]-[[1978]]. * Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar [[1982]]-[[1986]] og í félagsmálaráði [[1986]]-[[1988]]. * Formaður borgarráðs [[1994]]-[[2003]]. * Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna [[1987]]. * Í þingmannanefnd EFTA/EES [[1991]]-[[1994]] og [[2005]]-[[2007]]. * Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur [[1994]]-[[2002]]. * Í stjórn Landsvirkjunar [[1999]]-[[2000]]. * Formaður miðborgarstjórnar [[1999]]-[[2002]]. * Formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins [[2000]]-[[2003]]. * Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu [[2002]]-[[2003]]. * Formaður dómnefndar um skipulagssamkeppni vegna Tónlistar- og ráðstefnuhúss [[2001]]. * Formaður stjórnar Aflvaka [[2002]]-[[2004]]. * Formaður hverfisráðs miðborgar [[2002]]-[[2005]]. * Í bankaráði Seðlabanka Íslands [[2003]]-[[2005]]. * Varaformaður Samfylkingarinnar [[2003]]-[[2005]] * Formaður Samfylkingarinnar [[2005]]-[[2009]]. * Utanríkismálanefnd [[1991]]-[[1993]]. * Þingmannanefnd EFTA/EES [[1991]]-[[1994]] og [[2005]]-[[2007]]. * Félagsmálanefnd [[1991]]-[[1994]]. * Heilbrigðis- og trygginganefnd [[1991]]-[[1994]]. * Efnahags- og viðskiptanefnd [[2005]]-[[2006]]. * Í stjórnarskrárnefnd [[2005]]-[[2006]]. == Tenglar == * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=264 Æviágrip á vef Alþingis] * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070502141719/www.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Greinar/Lesagrein/1449 Af ungum og öldnum], grein eftir Ingibjörgu sem birtist í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] 23. febrúar 2007. * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090403234238/www.amx.is/skjalasafn/264bb17f00e419b8e78270cff621ed14/original.pdf Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar; af Amx.is] ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Valgerður Sverrisdóttir]] | titill=[[Utanríkisráðherrar á Íslandi|Utanríkisráðherra]] | frá=[[24. maí]] [[2007]] | til= [[1. febrúar]] [[2009]] | eftir=[[Össur Skarphéðinsson]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Árni Sigfússon]] | titill=[[Borgarstjóri Reykjavíkur]] | frá=[[13. júní]] [[1994]] | til=[[1. febrúar]] [[2003]] | eftir=[[Þórólfur Árnason]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Össur Skarphéðinsson]] | titill=[[Samfylkingin|Formaður Samfylkingarinnar]] | frá=[[21. maí]] [[2005]] | til=[[28. mars]] [[2009]] | eftir=[[Jóhanna Sigurðardóttir]]}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Margrét Frímannsdóttir]] | titill=[[Samfylkingin|Varaformaður Samfylkingarinnar]] | frá=[[2. nóvember]] [[2003]] | til=[[21. maí]] [[2005]] | eftir=[[Ágúst Ólafur Ágústsson]]}} {{Töfluendir}} {{Utanríkisráðherrar Íslands}} {{Borgarstjórar í Reykjavík}} {{Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde}} [[Flokkur:Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans]] [[Flokkur:Formenn Samfylkingarinnar]] {{f|1954}} [[Flokkur:Íslenskir sagnfræðingar]] [[Flokkur:Manneskja ársins á Rás 2]] [[Flokkur:Varaformenn Samfylkingarinnar]] [[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]] [[Flokkur:Þingmenn Kvennalistans]] [[Flokkur:Utanríkisráðherrar Íslands]] jgzz2j9msrud8r6cvqoh3a7l8f7lab6 Íhaldsflokkurinn 0 27808 1892037 1874769 2024-12-16T01:32:02Z TKSnaevarr 53243 1892037 wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Íhaldsflokkurinn (aðgreiningarsíða)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar.'' '''Íhaldsflokkurinn''' var [[Ísland|íslenskur]] stjórnmálaflokkur sem var stofnaður í [[Reykjavík]] [[24. febrúar]] [[1924]] af tuttugu [[alþingi]]smönnum sem höfðu átt aðild að [[Borgaraflokkurinn (eldri)|Borgaraflokknum]] í [[Alþingiskosningar 1923|Alþingiskosningunum]] [[1923]]. Íhaldsflokkurinn var fyrsti eiginlegi hægriflokkurinn á Íslandi, myndaður í andstöðu við [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokkinn]], og hafði á stefnuskrá sinni að lækka álögur á fyrirtæki og leggja niður og sameina ríkisfyrirtæki og stofnanir. [[22. mars]] [[1924]] tókst Íhaldsflokknum að mynda [[ríkisstjórn]] með stuðningi [[Bjarni Jónsson frá Vogi|Bjarna Jónssonar frá Vogi]] sem sat á þingi fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn (eldri)|Sjálfstæðisflokkinn]]. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins sat til [[1927]] undir þremur forsætisráðherrum: [[Jón Magnússon (f. 1859)|Jóni Magnússyni]] (sem lést frá embættinu), [[Magnús Guðmundsson|Magnúsi Guðmundssyni]] og [[Jón Þorláksson (stjórnmálamaður)|Jóni Þorlákssyni]]. Í [[Alþingiskosningar 1927|kosningunum]] [[1927]] missti flokkurinn meirihluta á þingi og [[Framsóknarflokkurinn]] myndaði [[Ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar|ríkisstjórn]] með hlutleysi [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]]. [[1929]] sameinuðust svo Íhaldsmenn [[Frjálslyndi flokkurinn (1)|Frjálslyndum]] og mynduðu [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] þar sem fyrsti formaður var [[Jón Þorláksson (stjórnmálamaður)|Jón Þorláksson]]. Aðalmálgagn Íhaldsflokksins var [[Morgunblaðið]]. ==Formenn== * [[Jón Magnússon (f. 1859)|Jón Magnússon]], 1924-1926 * [[Jón Þorláksson (stjórnmálamaður)|Jón Þorláksson]], 1926-1929 == Tenglar == * [http://www.felagshyggja.net/xd.htm Sjálfstæðisstefnan, greinar forystumanna Sjálfstæðisflokksins] {{Íslensk stjórnmál}} {{Stubbur|stjórnmál|ísland}} {{sa|1924|1930}} [[Flokkur:Fyrrum íslenskir stjórnmálaflokkar]] rcqi67nv3w8ro2d24nsweo3acyk6nw7 1892038 1892037 2024-12-16T01:32:18Z TKSnaevarr 53243 1892038 wikitext text/x-wiki :''Sjá [[Íhaldsflokkurinn (aðgreiningarsíða)|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðrar merkingar.'' '''Íhaldsflokkurinn''' var [[Ísland|íslenskur]] stjórnmálaflokkur sem var stofnaður í [[Reykjavík]] [[24. febrúar]] [[1924]] af tuttugu [[alþingi]]smönnum sem höfðu átt aðild að [[Borgaraflokkurinn (eldri)|Borgaraflokknum]] í [[Alþingiskosningar 1923|Alþingiskosningunum]] [[1923]]. Íhaldsflokkurinn var fyrsti eiginlegi hægriflokkurinn á Íslandi, myndaður í andstöðu við [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokkinn]], og hafði á stefnuskrá sinni að lækka álögur á fyrirtæki og leggja niður og sameina ríkisfyrirtæki og stofnanir. [[22. mars]] [[1924]] tókst Íhaldsflokknum að mynda [[ríkisstjórn]] með stuðningi [[Bjarni Jónsson frá Vogi|Bjarna Jónssonar frá Vogi]] sem sat á þingi fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn (eldri)|Sjálfstæðisflokkinn]]. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins sat til [[1927]] undir þremur forsætisráðherrum: [[Jón Magnússon (f. 1859)|Jóni Magnússyni]] (sem lést frá embættinu), [[Magnús Guðmundsson|Magnúsi Guðmundssyni]] og [[Jón Þorláksson (stjórnmálamaður)|Jóni Þorlákssyni]]. Í [[Alþingiskosningar 1927|kosningunum]] [[1927]] missti flokkurinn meirihluta á þingi og [[Framsóknarflokkurinn]] myndaði [[Ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar|ríkisstjórn]] með hlutleysi [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]]. [[1929]] sameinuðust svo Íhaldsmenn [[Frjálslyndi flokkurinn (1)|Frjálslyndum]] og mynduðu [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] þar sem fyrsti formaður var [[Jón Þorláksson (stjórnmálamaður)|Jón Þorláksson]]. Aðalmálgagn Íhaldsflokksins var [[Morgunblaðið]]. ==Formenn== * [[Jón Magnússon (f. 1859)|Jón Magnússon]], 1924-1926 * [[Jón Þorláksson (stjórnmálamaður)|Jón Þorláksson]], 1926-1929 == Tenglar == * [http://www.felagshyggja.net/xd.htm Sjálfstæðisstefnan, greinar forystumanna Sjálfstæðisflokksins] {{Íslensk stjórnmál}} {{Stubbur|stjórnmál|ísland}} {{sa|1924|1929}} [[Flokkur:Fyrrum íslenskir stjórnmálaflokkar]] 1ouyeq112dk7sb7x8i09mbbcaxextm7 List 0 32744 1891986 1884175 2024-12-15T17:24:53Z InternetArchiveBot 75347 Bætir við 1 bók til að [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreyna]] (20241215sim)) #IABot (v2.0.9.5) ([[User:GreenC bot|GreenC bot]] 1891986 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Bianlian.JPG|thumb|Leikari í [[Bian Lian]]-óperu í Kína.]] '''List''' eru verk manna, þar sem [[sköpun]]argáfan fær lausan tauminn og [[mynd]]ir, [[tónverk]], [[stytta|styttur]] eða aðrir hlutir eru búnir til, í þeim megintilgangi að varpa ljósi á [[fegurð]] og mikilfengleika [[heimurinn|heimsins]], að tjá tilfinningar eða skilning listamannsins, eða til að aðrir fái notið [[listaverk]]sins. Orðið list getur einnig átt við um afrakstur slíkrar sköpunar. Erfitt er að skilgreina list á altækan hátt, þótt margir hafi sterkar skoðanir á því hvað er list og hvað ekki. Ótal mælikvarðar eru til um það hvaða skilyrði hlutur eða verknaður þarf að uppfylla til að teljast list.<ref>{{Vísindavefurinn|73703|Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?}}</ref> Sumir telja að list sé það sem eykur skilning okkar á umheiminum umfram einfaldan [[hlutlægni|hlutlægan]] skilning. Oft er talað um að verknaður sé list ef afraksturinn er [[fagurfræði]]legur.<ref>{{cite book|editor=Evelyn Hatcher|title=Art as Culture: An Introduction to the Anthropology of Art|year=1999|publisher=Praeger}}</ref> Samkvæmt þessari skilgreiningu hefur list fylgt mannkyninu frá örófi alda, eins og [[hellamálverk]] sýna. En þótt hægt sé að skilgreina list á mjög víðtækan máta eru margir sem vilja undanskilja ýmsa iðju sem þó miðar að fagurfræðilegum afrakstri, svo sem [[handverk]] og [[iðnhönnun]]. Samkvæmt þessari skilgreiningu, sem er nýrri af nálinni, er orðið list lítið meira en stytting á hugtakinu „sköpunarlist“ eða „[[hámenning]]arleg list“. Með öðrum orðum er mest áhersla lögð á nýnæmi listarinnar og að listamaðurinn ögri áhorfandanum, svo upplifun listarinnar verður virkur atburður, frekar en að listin sé í bakgrunni og geri umhverfið fallegra. Til dæmis geta handprjónuð föt sem unnin eru samkvæmt uppskrift aldrei orðið list í þessum skilningi orðsins, sama hversu vel þau eru unnin. Til viðbótar við nýnæmið er stundum gerð krafa um að list sé unnin í göfugum tilgangi. Dæmi um það er þegar tónverk eða kvikmyndir sem framleiddar eru í þeim megintilgangi að afla tekna fyrir framleiðandann eru undanskilin frá skilgreiningunni á list, og kölluð [[iðnaður]] (sbr. kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður). Þegar list er skilgreind á þröngan máta, líkt og rætt er um hér að ofan, er sjaldgæft að menn séu sammála um hvað er list og hvað ekki. Því hafa ýmsir haldið því fram að slíkar skilgreiningar hafi meira að gera með smekk heldur en hlutlæga aðgreiningu. == Saga == [[Mynd:Floete_Schwanenknochen_Geissenkloesterle_Blaubeuren.jpg|thumb|right|Beinflautan frá Geissenklösterle.]] {{aðalgrein|Listasaga|Bókmenntasaga|Leiklistarsaga|Tónlistarsaga}} Deilt er um það hver elstu ummerki um listræna sköpun gætu verið. Ýmsar fornleifar hafa fundist frá [[fornsteinöld]] sem virðast vitna um tilraunir til [[skraut|skreytinga]], án sýnilegs hagnýts tilgangs.<ref name="Henshilwood 2002">{{cite journal|last1=Henshilwood |first1=Christopher |title=Emergence of Modern Human Behavior: Middle Stone Age Engravings from South Africa |journal=Science |date=2002 |volume=295 |issue=5558 |pages=1278–1280 |display-authors=etal |doi=10.1126/science.1067575 |pmid=11786608 |bibcode=2002Sci...295.1278H|s2cid=31169551 }}</ref><ref name="Henshilwood et al. 2009">{{cite journal |doi=10.1016/j.jhevol.2009.01.005 |pmid=19487016 |title=Engraved ochres from the Middle Stone Age levels at Blombos Cave, South Africa |journal=Journal of Human Evolution |volume=57 |issue=1 |pages=27–47 |year=2009 |last1=Henshilwood |first1=Christopher S. |last2=d'Errico |first2=Francesco |last3=Watts |first3=Ian}}</ref><ref name="Texier">{{cite journal | last1 = Texier | first1 = P. J. | last2 = Porraz | first2 = G. | last3 = Parkington | first3 = J. | last4 = Rigaud | first4 = J. P. | last5 = Poggenpoel | first5 = C. | last6 = Miller | first6 = C. | last7 = Tribolo | first7 = C. | last8 = Cartwright | first8 = C. | last9 = Coudenneau | first9 = A. | last10 = Klein | first10 = R. | last11 = Steele | first11 = T. | last12 = Verna | first12 = C. | year = 2010 | title = A Howiesons Poort tradition of engraving ostrich eggshell containers dated to 60,000 years ago at Diepkloof Rock Shelter, South Africa | journal = Proceedings of the National Academy of Sciences| volume = 107 | issue = 14| pages = 6180–6185 | doi = 10.1073/pnas.0913047107 | pmid = 20194764 | pmc = 2851956 | bibcode = 2010PNAS..107.6180T | doi-access = free }}</ref> Elstu gripirnir sem augljóslega eru dæmi um listaverk eru hins vegar ekki nema um 50.000 ára gamlir. Meðal þeirra eru [[venusstytta|venusstyttur]], litlar útskornar kvenmyndir með ýkt brjóst og mjaðmir, sem gætu tengst [[frjósemi]]sdýrkun af einhverju tagi.<ref name = "unesco">{{cite web |url = http://whc.unesco.org/en/list/229 |title = Place Stanislas, Place de la Carrière and Place d'Alliance in Nancy |website = UNESCO World Heritage Centre |publisher = United Nations Educational, Scientific, and Cultural Organization |access-date = 17 October 2021}}</ref><ref>{{cite web | url=https://www.smithsonianmag.com/smart-news/oldest-figurative-art-now-world-treasure-180964035/ | title=World's Oldest Figurative Art is Now an Official World Treasure }}</ref><ref>{{cite news | url=https://www.bbc.com/news/science-environment-18196349 | title=Earliest music instruments found | work=BBC News | date=24 May 2012 }}</ref> Þekktustu dæmin um [[forsöguleg list|forsögulega list]] eru þó [[hellamálverk]], eins og málverk í [[Maros-Pangkep-hellarnir|Maros-Pangkep-hellunum]] á Súlavesí sem eru um 45.000 ára gömul, og [[hellamálverkin í Lascaux]] sem eru um 19.000 ára (þau elstu).<ref>{{vefheimild|dags=28. júní 2024|titill=Lascaux|vefsíða=Encyclopedia Britannica|url=https://www.britannica.com/place/Lascaux}}</ref> Sum þeirra hafa verið túlkuð sem sjónræn ummerki um [[sagnamennska|sagnamennsku]].<ref>{{cite journal|title=Cave art reveals human nature|author=Michael Gross|year=2020|journal=Current Biology|volume=30|number=3|pages=R95-R98|doi=10.1016/j.cub.2020.01.042}}</ref> Elstu [[steinaldarflauta|flautur]] sem fundist hafa eru beinflautur frá [[Geissenklösterle]] í Suður-Þýskalandi sem eru um 45.000 ára gamlar.<ref name="jhevol">{{Cite journal| last = Higham | first = Thomas | author-link = Thomas Higham (archaeologist) |author2=Laura Basell |author3=Roger Jacobic |author4=Rachel Wood |author5=Christopher Bronk Ramsey |author6=Nicholas J. Conard | title = Τesting models for the beginnings of the Aurignacian and the advent of figurative art and music: The radiocarbon chronology of Geißenklösterle | journal = Journal of Human Evolution | volume = 62| issue = 6| pages = 664–76| publisher =Elsevier | date = May 8, 2012 | pmid =22575323| doi = 10.1016/j.jhevol.2012.03.003 }}</ref><ref name="BBC-May2012">{{cite news| title = Earliest music instruments found | publisher = BBC News | date = May 25, 2012 | url = https://www.bbc.co.uk/news/science-environment-18196349 |access-date=May 26, 2012 }}</ref><ref name="IBT-May2012">{{cite news| title = Earliest musical instrument discovered | work = International Business Times | date = May 25, 2012 | url = http://www.ibtimes.co.uk/articles/345647/20120526/earliest-musical-instrument-discovered.htm |access-date=May 26, 2012 }}</ref> Þegar kemur að upphafi [[nýsteinöld|nýsteinaldar]] fyrir um 12.000 árum fjölgar [[bergrista|bergristum]] sem sýna fjölbreyttari myndir, eins og [[dans]]andi mannamyndir. Hellamálverk af manni með dýrshöfuð sem hefur verið túlkað sem mynd af galdramanni,<ref name="hutton">{{cite book |last=Hutton |first=Ronald |author-link=Ronald Hutton |title=Witches, Druids, and King Arthur |publisher=Hambledon and London |location=London |year=2003 |isbn=1-85285-397-2 |url=https://archive.org/details/witchesdruidskin00hutt/page/n5/mode/2up |pages=[https://archive.org/details/witchesdruidskin00hutt/page/32/mode/2up 33]–35 }}</ref> fannst í [[Trois-Fréres-hellirinn|Trois-Fréres-hellinum]] í Frakklandi á 3. áratug 20. aldar og er talin vera um 13.000 ára gömul, líkt og myndir af dansandi fólki á hellamálverkum frá Borneó.<ref>{{cite journal|author=Aubert, M., Setiawan, P., Oktaviana, A.A. et al.|title=Palaeolithic cave art in Borneo|journal=Nature|volume=564|pages=254–257|year=2018|doi=10.1038/s41586-018-0679-9}}</ref> [[Gríma|Steingrímur]] sem mögulega tengjast helgiathöfunum hafa fundist við uppgrefti í Ísrael og Tyrklandi.<ref>{{cite journal|author=Dietrich, O., Notroff, J., & Dietrich, L.|year=2018|title=Masks and masquerade in the Early Neolithic: a view from Upper Mesopotamia|journal=Time and Mind|volume=11|number=1|pages=3–21|doi=10.1080/1751696X.2018.1433354}}</ref> Frá sama tíma eru elstu minjar um notkun [[jötunsteinn|jötunsteina]] í [[byggingarlist]] í [[Göbekli Tepe]]<ref>{{cite journal|author=Marta Tobolczyk|title=The World's Oldest Temples in Göbekli Tepe and Nevali Çori, Turkey in the Light of Studies in Ontogenesis of Architecture|journal=Procedia Engineering|volume=161|year=2016|pages=1398-1404|issn=1877-7058|doi=10.1016/j.proeng.2016.08.600}}</ref> og lágmyndir sem skreyttu veggi í borginni [[Çatalhöyük]].<ref>{{cite book|author=Hodder, I.|year=2012|chapter=Çatalhöyük. A summary of recent work concerning architecture|editor=B. Söğüt|title=From Straonikeia to Lagina: Festschrift in honour of Ahmet Adil Tırpan|place=İstanbul|pages=303-314}}</ref> Forsöguleg list hefur oft verið túlkuð sem listræn tjáning [[trú]]arlegra hugmynda eða sem [[galdur]] (til að auka frjósemi eða laða að veiðidýr til dæmis) og tengd við [[sjamanismi|sjamanisma]].<ref>{{cite journal|author=Wallis, R.J.|title=Art and Shamanism: From Cave Painting to the White Cube|journal=Religions|year=2019|volume=10|number=54|doi=10.3390/rel10010054}}</ref> Slíkar túlkanir geta þó verið umdeildar.<ref>{{cite journal|author=Herva, V. P., & Ikäheimo, J.|year=2002|title=Defusing Dualism: Mind, Materiality and Prehistoric Art|journal=Norwegian Archaeological Review|volume=35|number=2|pages=95–108|doi=10.1080/002936502762389729}}</ref> [[Mynd:Tomb_of_the_Dancers.JPG|thumb|right|Veggmyndir sem sýna danshreyfingar úr „dansaragröfinni“, frá Egyptalandi um 1550 f.o.t.]] Þegar maðurinn tók að notast við [[ritmál]] varðveittust kvæði og sögur á borð við [[Gilgameskviða|Gilgameskviðu]] í rituðum textum á [[fleygrúnir|fleygrúnum]] frá [[Súmer]] og [[helgirúnir|helgirúnum]] [[Egyptaland hið forna|Forn-Egypta]]. Þessi stóru menningarríki skildu eftir sig mörg stór minnismerki og byggingar úr steini og [[leirgljái|gljáðum]] múrsteinum með fáguðum lágmyndum og bronsgripi sem bera vitni um þróaða málmsmíði.<ref>{{cite journal|url=https://timarit.is/page/3521911|title=List í 7000 ár|journal=Lesbók Morgunblaðsins|year=2002|author=Bragi Ásgeirsson|volume=77|number=5|page=10}}</ref> Bæði Egyptar og Súmerar reistu [[þrepapýramídi|þrepapýramída]] sem hjá Egyptum þróaðist út í [[pýramídi|pýramída]] með sléttum hliðum um 2500 f.o.t. Forn-Egyptar gerðu nákvæmar höggmyndir af fólki, en í veggmyndum og lágmyndum er sjónarhorn á andlit oftast á hlið, bæði í Egyptalandi og [[Persía|Persíu]].<ref>{{cite journal|author=Davis, W.|year=1982|title=Canonical representation in Egyptian art|journal=RES: Anthropology and Aesthetics|volume=4|number=1|pages=20-46|url=https://www.jstor.org/stable/41634873}}</ref><ref>{{cite book|author=Sonik, K.|year=2013|chapter=The monster’s gaze: vision as mediator between time and space in the art of Mesopotamia|title=Time and History in the Ancient Near East: Proceedings of the 56th Rencontre Assyriologique Internationale at Barcelona, 26–30 July 2010|pages=285-300|doi=10.1515/9781575068565-027}}</ref> Á [[Amarna-tímabilið|Amarna-tímabilinu]] um 1350 f.o.t. fylgdi breytt [[myndmál]] breytingum í opinberum trúarbrögðum Egypta um stutt skeið.<ref>{{vefheimild|url=https://www.worldhistory.org/article/1110/the-art-of-the-amarna-period/|titill=The Art of the Amarna Period|höfundur=Elsie McLaughlin|dags=22.9.2017|vefsíða=World History Encyclopedia}}</ref> Egyptar fundu upp bæði [[lín]]ið úr [[hör]]trefjum og [[papýrus]]inn með því að merja saman krosslögð blöð [[papýrusreyr]]sins. Papýrus var helsta undirstaða [[skrift]]ar við Miðjarðarhafið í þúsundir ára eftir það. Papýrusarkir voru bundnar saman í langa renninga sem voru undnir upp á kefli ([[rolla|rollur]]). Fjölbreyttar [[bókmenntagrein]]ar komu fram mjög snemma, eins og [[ástarljóð]], [[sálmur|sálmar]], [[hetjukvæði]], [[ferðasaga|ferðasögur]], [[sagnaritun]], [[vísindarit]] og [[trúarbókmenntir]].<ref>{{cite book|author=Loprieno, A.|year=1996|chapter=Defining Egyptian literature: Ancient texts and modern theories|title=Ancient Egyptian Literature|pages=39-58|publisher=Brill}}</ref> Ríkulegar myndskreytingar í gröfum Forn-Egypta lýsa daglegu lífi, meðal annars [[loftfimleikar|loftfimleikum]], [[stríðsdans|stríðsdönsum]] og ''khener''-hópum kvenkyns tónlistarmanna og dansara.<ref>{{cite book|author=Lexová, I.|year=2000|title=Ancient Egyptian Dances|publisher=Courier Corporation}}</ref><ref>{{cite book|author=Köpp-Junk, H.|year=2023|chapter=Dance and clothing in ancient Egypt‒the earliest evidence|title=Textiles in Motion. Dress for Dance in the Ancient World|series=Ancient Textiles Series 41|pages=71-92|editor=Audrey Gouy|publisher=Oxbow Books}}</ref> Á þessum myndum sjást líka þróuð [[hljóðfæri]] eins og sveigðar [[harpa (hljóðfæri)|hörpur]], [[lúta|lútur]] með langan háls, [[tréblásturshljóðfæri]] með reyrblaði og alls kyns [[ásláttarhljóðfæri]] og [[hrista|hristur]].<ref>{{cite journal|author=Duchesne‐Guillemin, M.|year=1981|title=Music in ancient Mesopotamia and Egypt|journal=World Archaeology|volume=12|number=3|pages=287-297|doi=10.1080/00438243.1981.9979803}}</ref> Elstu dæmi um skráningu [[tónlist]]ar eru leirtöflur með fleygrúnum frá borginni [[Urartu]] um 1300 f.o.t.<ref>{{cite journal|author=Rahn, J.|year=2011|title=The Hurrian Pieces, ca. 1350 BCE: Part One—Notation and Analysis|journal=Analytical Approaches to World Music|volume=1|number=1|pages=93-151}}</ref> Stórar [[tromma|trommur]] úr bronsi frá því fyrir 600 f.o.t. einkenna [[Dong son-menningin|Dong son-menninguna]] í Víetnam. [[Leikhús]] á sanskrít er stundum rakið til [[Vedatímabilið|Vedatímabilsins]] (þótt það sé líka umdeilt) þar sem löng hefð er fyrir uppsetningu [[helgileikur|helgileikja]] með sögum úr ''[[Rigveda]]''.<ref>{{cite book|author=Shivaprakash, H. S., & Murthy, J. S.|year=2023|chapter=Migration and Ancient Indian Theatre|title=The Palgrave Handbook of Theatre and Migration|pages=183-194|location=Cham|publisher=Springer International Publishing}}</ref> [[Vestrænt leikhús]] rekur uppruna sinn til [[Grikkland hið forna|Forn-Grikkja]]. Elstu varðveittu grísku [[leikrit]]in sem ekki eru helgiathafnir eru [[harmleikur|harmleikir]] frá 5. öld f.o.t.<ref>{{cite journal|author=Morgan, W., & Brask, P.|year=1988|title=Towards a conceptual understanding of the transformation from ritual to theatre|journal=Anthropologica|pages=175-202|doi=10.2307/25605509}}</ref> Forngríska leikhúsið notaði [[kór]] til að draga saman söguþráðinn fyrir áhorfendum.<ref>{{cite journal|author=Foley, H.|year=2003|title=Choral identity in Greek tragedy|journal=Classical Philology|volume=98|number=1|pages=1-30|doi=10.1086/378725}}</ref> ''[[Um skáldskaparlistina]]'' eftir [[Aristóteles]] (um 335 f.o.t.) og ''[[Natyashastra]]'' eftir Bharata (eftir 200 f.o.t.) eru tvö fræðirit frá fornöld sem fjalla um [[leiklist]].<ref>{{cite journal|author=Das, S.|year=2015|title=Ancient Indian dramaturgy: A historical overview of Bharata’s natyashastra|journal=Research Scholar|volume=3|number=3|pages=133-140}}</ref> [[Mynd:20041229-Luchador_Olmeca_(Museo_Nacional_de_Antropología)_MQ.jpg|thumb|right|''Glímumaðurinn'', höggmynd frá tímum Olmeka í Mið-Ameríku, 1200-400 f.o.t.]] [[Forngrísk myndlist]] birtist meðal annars á leirkerjum þar sem myndin er dregin með svörtum leirgljáa á rauðan leirinn, ýmist með rauðan eða svartan forgrunn. Myndirnar sýna atriði úr [[grísk goðafræði|grískri goðafræði]] og [[daglegt líf|daglegu lífi]] þar sem sjónarhornið er á hlið. [[Freska|Freskur]] þar sem myndin er máluð í blautt lag af kalki, komu fram í [[Vestur-Asía|Vestur-Asíu]] og bárust þaðan til Grikklands og síðan um allan hinn [[helleníska tímabilið|helleníska heim]] eftir 4. öld f.o.t.<ref>{{cite book|author=von Rüden, C.|year=2013|chapter=Beyond the East-West dichotomy in Syrian and Levantine wall paintings|title=Critical Approaches to Ancient Near Eastern Art|editor=Brian A. Brown and Marian H. Feldman|publisher=De Gruyter|pages=55-78|doi=10.1515/9781614510352.55}}</ref> Myndmálið þróaðist út í að sýna flæðandi hreyfingar og fleiri sjónarhorn. Höggmyndir úr [[marmari|marmara]], eins og ''[[Laokoón og synir hans]]'', sýndu mannslíkamann af meiri nákvæmni og í flóknari stöðum en áður þekktust. Í austri þróaðist [[Gandhara-list]] undir áhrifum frá hellenískri list og [[stúpa]]n fylgdi útbreiðslu [[búddatrú]]ar í Asíu. Í [[Kína]] voru mörg einkenni kínverskrar [[nytjalist]]ar komin fram á tímum [[Qin-veldið|Qin-veldisins]] og [[Hanveldið|Hanveldisins]] um 200 f.o.t., eins og skreyttir munir úr [[jaði]], bronsi og [[lakk|lökkuðum]] viði; [[leirherinn|leirhermenn]] og [[postulín]].<ref>{{cite journal|author=Bao, D.|year=2023|title=The Evolution, Characteristics, and Aesthetic Expression of Han Dynasty Sculptures: Exploring the Artistic Achievements of Ancient China|journal=Advances in Education, Humanities and Social Science Research|volume=6|number=1|pages=299-305|doi=10.56028/aehssr.6.1.299.2023}}</ref><ref>{{cite journal|author=Krupa, M., Yang, D., Tovbych, V., & Gnatiuk, L.|year=2020|title=Sacrality, mythologism and realism of mural painting of the Han Dynasty and its influence on the further development of Chinese art and architecture|journal=Wiadomości Konserwatorskie|volume=63|pages=116–124}}</ref> [[Olmekar]] voru fyrsta stóra menningarríkið í [[Mið-Ameríka|Mið-Ameríku]] um 1000 f.o.t. Olmekar eru þekktir fyrir bæði stór steinhöfuð og höggmyndir af fólki í opnum stellingum.<ref>{{cite journal|author=Mollenhauer, J.|year=2014|title=Sculpting the past in preclassic Mesoamerica: Olmec stone monuments and the production of social memory|journal=Ancient Mesoamerica|volume=25|number=1|pages=11-27|doi=10.1017/S0956536114000042}}</ref> [[Rómaveldi|Rómverjar]] tóku upp tækni og myndmál grískra myndlistarmanna og gerðu stórar [[mósaík]]myndir, höggmyndir og veggmyndir í sama stíl. Rómverskir arkitektar þróuðu [[bogi (byggingarlist)|bogann]] og notuðu óspart í byggingum, auk þverbita á [[súla (byggingarlist)|súlum]] sem einkenna forngríska byggingarlist. Líkt og Grikkir reistu Rómverjar hálfhringlaga [[leikhús]], [[skeiðvöllur|skeiðvelli]] og [[hringleikahús]]. Þar fóru fram [[íþrótt]]akeppnir, [[dýraat]], [[aftaka|aftökur]] og sviðsetningar leikrita og [[látbragðsleikur|látbragðsleiks]] á upphækkuðu [[leiksvið]]i . Útbreiðsla þessara bygginga sýnir hvað [[sviðslistir]] voru mikilvægur hluti af opinberu lífi í Rómaveldi.<ref>{{cite journal|author=Häussler, R.|year=1999|title=Architecture, performance and ritual: the role of state architecture in the Roman Empire|journal=Theoretical Roman Archaeology Journal|year=1998|doi=10.16995/TRAC1998_1_13}}</ref> Einkenni á grískum og latneskum [[klassískar bókmenntir|klassískum bókmenntum]] eru nafnkunnir [[rithöfundur|rithöfundar]], [[skáld]] og [[heimspeki]]ngar, á borð við [[Evrípídes]], [[Saffó]], [[Platon]], [[Aristóteles]], [[Heródótos]], [[Cíceró]], [[Óvidíus]] og [[Livíus]]. Þar með kemur fram hugmyndin um að nafn [[höfundur|höfundarins]] ljái verkinu tiltekna merkingu. [[Klassískar kínverskar bókmenntir]], meðal annars verk [[Konfúsíus]]ar, eru frá því fyrir tíma Qin-veldisins um 200 f.o.t. Kínverjar skrifuðu bækur sínar aðallega á [[bambus]]renninga, en líka á [[silki]]. Renningarnir voru saumaðir saman í arkir sem ýmist var rúllað upp eða bundnar þannig að þær lögðust saman í [[harmónikkubók|harmónikku]].<ref>{{cite book|author=Staack, T.|chapter=Bindings of Ancient Chinese Bamboo and Wood Scrolls|title=Tied and Bound: A Comparative View on Manuscript Binding|series=Studies in Manuscript Cultures 33|editor=Alessandro Bausi and Michael Friedrich|publisher=De Gruyter|pages=39-68|doi=10.1515/9783111292069-003}}</ref> [[Pappír]] var fundinn upp í Kína á tímum Hanveldisins, gerður úr berki [[mórber]]jarunnans, en var í fyrstu notaður í flest annað en ritstörf.<ref>{{cite journal|author=Yi, X.|year=2023|title=Development and Evolution of Papermaking in Ancient China based on the Uses and Forms of Paper|journal=Paper and Biomaterials|volume=8|number=3|doi=10.26599/pbm.2023.9260016}}</ref> Bæði Rómverjar og [[Keltar]] notuðu stór [[horn (hljóðfæri)|horn]] úr bronsi fyrir boðskipti í daglegu lífi og í hernaði. Í kringum 3. öld f.o.t. fundu Grikkir upp [[vatnspípuorgel]]ið, fyrsta hljóðfærið með lyklaborði og forvera [[pípuorgel]]sins.<ref>{{Cite book|url=http://www.oxfordmusiconline.com/subscriber/article/grove/music/13639|chapter=Hydraulis|title=Groves Dictionary of Music and Musicians|last=McKinnon|first=James W.|publisher=Oxford University Press|year=2016|location=Oxford|via=Online Portal to Oxford Music Online}}</ref> Um sama leyti hófu Kínverjar að leika tónlist á strengjahljóðfærið [[guzheng]], láréttan [[sítar (hljóðfæri)|sítar]] með silkistrengjum.<ref>{{cite journal|author=Kang, Y., & Sh, A.|year=2024|title=An Initial Exploration of the Historical Development and Origin of the Guzheng|journal=Highlights in Art and Design|volume=6|number=1|pages=25-31|doi=10.54097/gqgpm010}}</ref> Á 4. öld e.o.t. varð algengara í Evrópu að skrifa á [[pergament]] (skinn) en papýrus.<ref>{{cite book|author=Elliott, J. K.|year=2004|chapter=Early Christian book-production: papyri and manuscripts|title=The Collected Biblical Writings of TC Skeat|pages=33-59|publisher=Brill}}</ref> Elstu varðveittu [[handrit]] [[Gamla testamentið|Gamla testamentisins]] eru bæði rituð á papýrus og pergament.<ref>{{cite journal|author=Tigchelaar, E.|year=2016|title=The material variance of the Dead Sea Scrolls: On texts and artefacts|journal=HTS: Theological Studies|volume=72|number=4|pages=1-6|doi=10.4102/hts.v72i4.3281}}</ref> Í Evrópu var pergamentið bundið í kjöl þannig að það myndaði [[bók]]. Á [[síðfornöld]] tók bókin smám saman við af rollunni í Evrópu.<ref>{{cite journal|author=Resnick, I. M.|year=1992|title=The Codex in Early Jewish and Christian Communities|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-religious-history_1992-06_17_1/page/n4|journal=The Journal of Religious History|volume=17|number=1|pages=1-17|doi=10.1111/j.1467-9809.1992.tb00699.x}}</ref> Menning [[Majar|Maja]] blómstraði í Mið-Ameríku frá um 200 e.o.t. Þá voru þeir farnir að nota [[majaletur]] og reisa þrepapýramída og stóra íþróttaleikvanga í borgríkjum, eins og [[Teotihuacan]], þar sem nú eru [[Mexíkó]] og [[Gvatemala]]. Majar gerðu málaðar veggmyndir, [[lágmynd]]ir úr [[gifs]]i og höggmyndir sem einkennast af fíngerðum smáatriðum, meðal annars leturtáknum, myndum af blöndu manna og dýra, fljúgandi slöngum og drekum. Tiltölulega lítið af málningunni hefur varðveist vegna rakans. Þeir fundu upp aðferð til að gera pappír úr berki [[villifíkja|villifíkjutrésins]] (''Ficus insipida'') sem þeir bundu saman í bækur, en aðeins fjögur handrit frá því fyrir komu Spánverja til Nýja heimsins hafa varðveist.<ref>{{cite journal|author=Tuszyńska, B.|year=2019|title=On preserved and lost Ancient Maya books|journal=Z Badań nad Książką i Księgozbiorami Historycznymi|number=13|pages=21-39|doi=10.33077/uw.25448730.zbkh.2019.156}}</ref> [[Mynd:Istanbul_asv2021-10_img22_Hagia_Sophia.jpg|thumb|right|[[Ægisif]] í Istanbúl var reist á 6. öld sem dómkirkja í býsönskum stíl, en var síðar breytt í mosku.]] Með útbreiðslu [[kristni]] á [[ármiðaldir|ármiðöldum]] breiddist [[messusöngur]] út sem hluti af [[messa|messuhaldi]]. [[Langkirkja|Langkirkjur]] miðalda voru hannaðar þannig að söngur barst úr [[kór (byggingarlist)|kórnum]] við enda kirkjunnar út í [[kirkjuskip]]ið.<ref>{{cite journal|author=Suárez, R., Sendra, J. J., & Alonso, A.|year=2013|title=Acoustics, Liturgy and Architecture in the Early Christian Church. From the domus ecclesiae to the basilica|journal=Acta Acustica united with Acustica|volume=99|number=2|pages=292-301|doi=10.3813/aaa.918611}}</ref> [[Gregorískur söngur]] var sunginn í [[gotneskur stíll|gotneskum dómkirkjum]] á [[hámiðaldir|hámiðöldum]].<ref>{{cite journal|author=Blachly, Alexander|year=1990|title=Some Observations on the "Germanic" Plainchant Tradition|journal=Current Musicology|volume=45-47|pages=85-117|doi=10.7916/D8QR4VZJ}}</ref> Lögin voru skrifuð í söngbækur með [[nauma (nótnaskrift)|naumum]], forvera nútíma [[nótnaskrift]]ar.<ref>{{cite journal|author=Hucke, H.|year=1980|title=Toward a new historical view of Gregorian chant|journal=Journal of the American Musicological Society|volume=33|number=3|pages=437-467|doi=10.2307/831302}}</ref> Margt bendir til þess að [[röddun|fjölradda]] söngur hafi tíðkast um aldir í [[Afríka sunnan Sahara|Afríku sunnan Sahara]],<ref>{{cite journal|author=Blench, R.|year=2013|title=Methods and results in the reconstruction of music history in Africa and a case study of instrumental polyphony|journal=Azania: Archaeological Research in Africa|volume=48|number=1|pages=31-64|doi=10.1080/0067270X.2013.771016}}</ref> en fjölradda kirkjusöngur varð fyrst vinsæll í Evrópu í kringum [[páfasundrungin]]a á 14. öld.<ref>{{cite thesis|author=Thöne, J. P.|year=2024|title=Papal Polyphony during the Great Western Schism (1378–1417): How Music Dedicated to Popes Absorbed and Reflected a Time of Crisis|degree=PhD|publisher=Oslo Universitet|url=https://www.duo.uio.no/bitstream/handle/10852/110518/1/Thoene%2BDissertation%2Bfor%2Bprinting.pdf}}</ref> Í Evrópu þróaðist [[býsönsk list|trúarleg myndist]] sem kennd er við [[Býsantíon]] ([[Austrómverska ríkið]])<ref>{{cite book|author=Cormack, R.|year=2018|title=Byzantine art|series=Oxford History of Art|publisher=Oxford University Press}}</ref> og einkenndi kirkjur og kirkjugripi með skreytingum úr góðmálmum og eðalsteinum, mósaíkmyndum og [[íkon]]um gerðum með [[eggtempera]]litum á undirlag lagt [[blaðgull]]i.<ref>{{vefheimild|höfundur=Koo Schadler|titill=History of egg tempera painting|dags=2021|vefsíða=http://www.kooschadler.com|url=https://www.kooschadler.com/techniques/history-egg-tempera-2022.pdf}}</ref> [[Hvolfþak]]ið sem einkennir kirkjur frá þeim tíma var skreytt með myndum af [[dýrlingur|dýrlingum]]. Með framrás [[íslam]] í Vestur-Asíu, [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]] og Evrópu á 7. og 8. öld breiddist þar út [[íslömsk list]] byggð á [[skrautskrift]] og flóknum [[mynstur|mynstrum]] þar sem helgimyndir voru bannaðar.<ref>{{cite book|author=Shaw, Wendy|year=2021|chapter=Islam and Art: An Overview|title=Oxford Research Encyclopedia of Religion|doi=10.1093/acrefore/9780199340378.013.783}}</ref> [[Hindúasiður]] hafði á svipuðum tíma mikil áhrif í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] þar sem [[skuggaleikhús]] (''[[wayang kulit]]'') og [[dansleikhús]] (''[[wayang wong]]'') urðu til byggð á sagnakvæðunum ''[[Ramayana]]'' og ''[[Mahabharata]]'' með undirleik [[gamelan]]sveita.<ref>{{cite journal|author=Hill, D.|year=2001|title=The practice and social evolution of the Javanese Gamelan: Evolution and continuity|journal=Contemporary Theatre Review|volume=11|number=1|pages=19-27|doi=10.1080/10486800108568607}}</ref> Í Kína hófst [[prentun]] með prentmótum úr tré á tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] á 7. öld. Prentunin fylgdi útbreiðslu búddismans um [[Austur-Asía|Austur-Asíu]]. ''[[Dharani-sútran mikla]]'' frá fyrri hluta 8. aldar er talin elsta varðveitta prentaða rit heims.<ref>{{cite journal|author=Pan, J.|title=On the origin of printing in the light of new archaeological discoveries|journal=Chinese Science Bulletin|volume=42|pages=976–981|year=1997|doi=10.1007/BF02882611}}</ref> == Listgreinar == [[Mynd:BeuysAchberg78.jpg|thumb|right|[[Joseph Beuys]] fremur gjörning árið 1978.]] Til er mikill fjöldi listgreina sem eru flokkaðar ýmist eftir miðli, tilgangi, búnaði, staðsetningu og fleiri þáttum. Ólík flokkunarkerfi byggjast svo á ólíkum viðhorfum til listar og eru menningarbundin. Í [[Kína til forna]] var til dæmis talað um þrjár listgreinar: skrautskrift, málun og ljóðlist. Eftir 17. öld varð algengt að greina [[nytjalist]] og [[skreytilist]] frá [[fagurlist]] á vesturlöndum, og um leið [[alþýðumenning|alþýðulist]] frá [[hámenning]]arlist. Síðan þá hefur verið deilt um hvort tilteknar listgreinar eigi að teljast með sem slíkar eða ekki. Dæmi um þetta eru greinar eins og [[ljósmyndun]], [[kvikmyndagerð]], [[myndasaga|myndasögur]], [[fatahönnun]] og [[tölvuleikur|tölvuleikir]]. Samkvæmt vestrænni hefð er algengt að flokka listgreinar í þrjá eða fjóra yfirflokka: * [[Nytjalist]] ([[hönnun]], [[myndskreyting]]ar, [[skrautskrift]], [[leirlist]], með meiru) * [[Bókmenntir]] eða ritlistir ([[skáldsaga|skáldsagnagerð]], [[ljóð]]list og [[leikrit]]un, með meiru) * [[Myndlist]] eða sjónlistir ([[málaralist]], [[höggmynd]]alist og [[byggingarlist]], með meiru) * [[Sviðslistir]] ([[dans]], [[tónlist]] og [[leiklist]], með meiru) Listgreinar sem hafa verið stundaðar um langt skeið byggjast á tilteknum hefðum, skólum og fjármögnunarleiðum, sem greina þær frá öðrum listgreinum. Þær geta líka haft ólíka lagalega stöðu, til dæmis gagnvart [[hugverkaréttur|hugverkarétti]]. Margar tegundir listsköpunar hafa orðið til á mörkum ólíkra listgreina. Dæmi um það eru [[myndljóð]], [[gjörningalist]], [[innsetning]]ar, [[kvikmyndagerð]], [[ballett]] og [[ópera]]. Aðrar tegundir flokkunar eru til dæmis greinarmunurinn á [[hefðbundin list|hefðbundinni list]] og [[nútímalist]];<ref>{{cite journal|author=Matthías Johannessen|year=1973, 1. apríl|url=https://timarit.is/page/3295459|title=Upphaf nútímalistar|journal=Lesbók Morgunblaðsins|volume=48|number=13|pages=1-8}}</ref> munurinn á [[sígild list|sígildri list]] og [[framúrstefna|framúrstefnulist]]; munurinn á [[óhlutbundin list|óhlutbundinni list]] og [[hlutbundin list|hlutbundinni]] list,<ref>{{vefheimild|url=https://www.theartstory.org/definition/abstract-vs-figurative-art/|titill=Abstract vs. Figurative Art|vefsíða=The Art Story|skoðað=16.10.2024}}</ref> eða munurinn á [[konseptlist]]<ref>{{vefheimild|url=https://www.theartstory.org/movement/conceptual-art/|titill=Conceptual Art|vefsíða=The Art Story|skoðað=16.10.2024}}</ref> og [[efnisleg list|efnislegri list]].<ref>{{vefheimild|url=https://sybaris.com.mx/the-importance-of-materials-in-contemporary-art/|titill=The Importance of Materials in Contemporary Art|vefsíða=SYBARIS|skoðað=16.10.2024}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} [[Flokkur:List| ]] 1p6da46ez86bwg9ypv8lv38xbdutihg Birgitta Jónsdóttir 0 35995 1892027 1889314 2024-12-16T00:31:54Z TKSnaevarr 53243 1892027 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Birgitta Jónsdóttir | skammstöfun = BirgJ | mynd = Birgitta Jónsdóttir 2016.jpg | myndastærð = | myndatexti = Birgitta Jónsdóttir | AÞ_CV = 728 | AÞ_frá1 = 2009 | AÞ_til1 = 2009 | AÞ_kjördæmi1 = [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Rvk. s.]] | AÞ_flokkur1 = Borgarahreyfingin | AÞ_frá2 = 2009 | AÞ_til2 = 2013 | AÞ_kjördæmi2 = [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Rvk. s.]] | AÞ_flokkur2 = Hreyfingin | AÞ_litur2 = #005761 | AÞ_frá3 = 2013 | AÞ_til3 = 2016 | AÞ_kjördæmi3 = [[Suðvesturkjördæmi|Suðv.]] | AÞ_flokkur3 = Píratar | AÞ_frá4 = 2016 | AÞ_til4 = 2017 | AÞ_kjördæmi4 = [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Rvk. n.]] | AÞ_flokkur4 = Píratar | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1967|4|17}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]], [[Ísland]]i | stjórnmálaflokkur = [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokkurinn]] (2021-)<br>[[Píratar]] (2013-2018)<br>[[Hreyfingin]] (2009-2013)<br>[[Borgarahreyfingin]] (2009) | nefndir = stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Íslandsdeild [[Alþjóðaþingmannasambandið|Alþjóðaþingmannasambandsins]] | maki = Charles Egill Hirt (d. 1993) | börn = 3 | neðanmálsgreinar = }} '''Birgitta Jónsdóttir''' (fædd [[17. apríl]] [[1967]]) er íslensk stjórnmálakona og fyrrum þingmaður [[Píratar|Pírata]]. Birgitta varð mjög virk víða í grasrótarfélögum sem spruttu upp í kjölfar [[Bankahrunið á Íslandi|efnahagshrunsins í október 2008]]. Hún var [[alþingismaður]] [[Borgarahreyfingin|Borgarahreyfingarinnar]], síðar [[Hreyfingin|Hreyfingarinnar]] 2009-2013 og frá 2013. Birgitta tók þátt í að stofna Borgarahreyfinguna og sat í stjórn hennar í aðdraganda kosninga 2009, hún var jafnframt einn af stofnendum Samstöðu, bandalags grasrótarhópa sem var undanfari Borgarahreyfingarinnar. == Ævi == Birgitta hefur meðal annars starfað sem [[ljóðskáld]], [[rithöfundur]], [[ritstjóri]], netskáld og [[myndlist]]arkona. Hún gaf út sína fyrstu ljóðabók, ''Frostdingla'' sem hún jafnframt myndskreytti, árið [[1989]] hjá Almenna bókafélaginu. Hún skipulagði fyrstu beinu myndútsendingu á netinu frá [[Ísland]]i árið [[1996]] sem var jafnframt fyrsta margmiðlunarhátíð landsins. Hátíðin hét Drápa<ref>http://this.is/craters</ref> en var þekkt erlendis sem „Craters on the Moon“. Vefur, sem var niðurtalning að hátíðinni, var mest sótti vefur landsins á þessum tíma samkvæmt fréttum RÚV og hlaut fjölda alþjóðlegra viðurkenninga (sjá forsíðu vefsins). Birgitta skipulagði einnig „List gegn stríði“ þar sem fjöldi íslenskra listamanna og skálda komu fram til að mótmæla [[Stríðið í Írak|stríðinu í Írak]]. Birgitta setti upp fyrsta listagalleríið á netinu 1996 í samstarfi við Apple-umboðið undir yfirskriftinni „Listasmiðja Apple umboðsins“. Verk Birgittu hafa verið sýnileg á internetinu síðan [[1995]] en þá opnaði hún vefsíðu sína „Womb of Creation“ sem lengi vel var aðeins á [[Enska|ensku]] en nú má finna svæði inni á vefnum á [[Íslenska|íslensku]]. Vefurinn var valinn besta heimasíða einstaklings árið 1996 af ''Tölvuheimi'', BT tölvum og Margmiðlun. Birgitta hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra verkefna sem tengjast ritstörfum, má þar nefna; „Poets against the War“, „Dialogue among nations through poetry“ og „Poets for Human Rights“. Hún ritstýrði einnig tveimur alþjóðlegum bókum sem heita, ''The World Healing Book'' og ''The Book of Hope''. Þar má meðal annarra finna ritsmíðar eftir Lawrence Ferlinghetti, Rita Dove, [[Dalai Lama|Dalai Lama]], Rabbi Micheal Lerner, John Kinsella og [[Sigur Rós]]. Birgitta er einn stofnenda útgáfunnar „Beyond Borders“. ==Saga í stjórnmálum== Birgitta Jónsdóttir hefur verið virk í [[grasrótarstarf]]i um langa hríð áður en hún tók þátt í að stofna Borgarahreyfinguna. Má þar nefna [[Saving Iceland]], [[Náttúruvaktin]], [[Vinir Tíbets]], [[Félag hernaðarandstæðinga|Herstöðvarandstæðingar]], ''Snarrót'', ''Flóttamannahjálpin'' og ''Skáld gegn stríði''. Hún skipulagði mótmæli gegn [[Íraksstríðið|Íraksstríðinu]] í aðdraganda þess, þ.m.t. ''List gegn stríði''. Hún tók þátt í að skipuleggja alþjóðlegar mótmælabúðir við Kárahnjúka 2005 og var talsmaður Saving Iceland á þeim tíma. Þá stóð hún fyrir mótmælum fyrir utan kínverska sendiráðið í hverri viku í 9 mánuði til að vekja athygli á ástandinu í [[Tíbet]] árið 2008. Hún stofnaði ásamt fjölda annarra ''Vini Tíbets'' og var kjörin formaður félagsins. Árið 1999 bauð Birgitta sig fram í annað sæti í Reykjavík fyrir [[Húmanistaflokkurinn|Húmanistaflokkinn]] – helsta stefnumál flokksins var afnám [[fátækt]]ar á Íslandi. Árið 2006 sótti hún um vefumsjónarstarf hjá VG í aðdraganda kosninga og fékk starfið. Hún var beðin um að taka sæti aftarlega á lista sem hún gerði en beitti sér ekki í flokknum – leit á sig fyrst og fremst sem starfsmann. Hún fann samhljóm við grænar áherslur VG. Í framhaldi af því var Borgarahreyfingin stofnuð, sem var í upphafi nokkurs konar regnhlífarsamtök grasrótarhópa. Borgarahreyfingin bauð fram á landsvísu í alþingiskosningunum 2009 og Birgitta var oddviti í [[Reykjavík suður]]. Borgarahreyfingin hlaut 7,2% atkvæða og 4 þingmenn, Birgitta var ein þeirra. Hinir voru [[Þór Saari]], [[Margrét Tryggvadóttir]] og [[Þráinn Bertelsson]]. Eftir kosningarnar jókst fylgi Borgarahreyfingarinnar stöðugt og var í skoðanakönnunum rúmlega 10-11%. Fljótlega fór að harðna á dalnum og deilur voru á milli þinghópsins og stjórnar flokksins. Borgarahreyfingin hafði fyrir kosningar gefið út að hún teldi hentugast að sótt væri um aðild að Evrópusambandinu og í framhaldinu yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. 11. júlí tilkynnti Birgitta að hún vildi að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um umsóknina. Fljótlega snérust Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir á sveif með Birgittu. Í atkvæðagreiðslunni á Alþingi um umsóknina 16. júlí greiddi Þráinn Bertelsson einn þingmanna Borgarahreyfingarinnar atkvæði með umsókninni. Eftir þetta spunnust upp miklar innanflokksdeilur. Þráinn Bertelsson gekk úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar í ágúst eftir persónulegar deilur við Margréti, sem hélt að hann væri veikur á geði. Borgarahreyfingin missti mikið af styrk sínum og fylgið hrapaði. Landsfundur Borgarahreyfingarinnar í september 2009 samþykkti ný lög fyrir flokkinn í andstöðu við þinghópinn og fráfarandi formann flokksins, Baldvin Jónsson. Þá sauð endanlega upp úr og þríeykið; Birgitta, Þór og Margrét ásamt fleiri fyrrum stuðningsmönnum Borgarahreyfingarinnar stofnuðu nýtt stjórnmálaafl; Hreyfinguna og varð Birgitta þingflokksformaður. [http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/01/sjalfstaedisflokkur_i_sokn/]. Í kosningunum 2013 bauð hún sig fram fyrir Pírata, nýtt stjórnmálaafl, og náði kjöri ásamt tveimur öðrum úr þeim flokki. Birgitta ákvað að hætta á þingi árið 2017. <ref>[http://www.ruv.is/frett/birgitta-gefur-ekki-kost-a-ser-afram Birgitta gefur ekki kost á sér áfram ] Rúv, skoðað 16. sept. 2017.</ref> Í júlí árið 2019 var Birgitta tilnefnd í trúnaðarráð Pírata en á félagsfundi var tilnefningu hennar hafnað með 55 atkvæðum gegn 13. Enginn af sitjandi þingmönnum Pírata samþykkti tilnefningu hennar og [[Helgi Hrafn Gunnarsson]] hélt langa ræðu þar sem hann kvaðst ekki treysta henni til að halda trúnað og sakaði hana um að „[grafa] undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn“ og „[hóta] samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill“.<ref>{{Vefheimild|titill=Helgi hellti sér yfir Birgittu á átakafundi|höfundur=Tryggvi Aðalbjörnsson|url=https://www.ruv.is/frett/helgi-hellti-ser-yfir-birgittu-a-atakafundi|útgefandi=RÚV|ár=2019|mánuður=16. júlí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=17. júlí}}</ref> Birgitta sagðist hafa orðið fyrir „mannorðsmorði“ á fundinum.<ref>{{Vefheimild|titill=„Ég upp­lifi ákveðið mann­orðsmorð“|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/07/16/eg_upplifi_akvedid_mannordsmord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2019|mánuður=16. júlí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=17. júlí}}</ref> Árið 2021 gekk Birgitta til liðs við [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokk Íslands]].<ref>{{Vefheimild|titill=Birgitta gengin til liðs við Sósíalistaflokkinn|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/08/01/birgitta_gengin_til_lids_vid_sosialistaflokkinn/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=1. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=11. ágúst}}</ref> == Málsvari tjáningarfrelsis == Birgitta hefur mjög beitt sér sem málsvari [[tjáningarfrelsi]]s, ekki síst á [[Netið|netinu]]. Hún studdi og vann fyrir [[WikiLeaks]]-lekasíðuna og kom að gerð [[Collateral Murder]]-myndbandsins og aðstoðaði við gerð handrits að kvikmyndinni [[Fifth Estate]], að sögn til að rétta hlut [[Julian Assange]]s, stofnanda WikiLeaks og aðalpersónu myndarinnar. Hún ljáði [[AWP]]-lekasíðunni nafn sitt. == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> == Tenglar == * [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061114182558/www.bokmenntir.is/rithofundur.asp?cat_id=1008&author_id=113&lang=1 Birgitta Jónsdóttir á bókmenntavef borgarbókasafns Reykjavíkur] * [http://birgitta.blog.is Birgitta Jónsdóttir á Moggabloggi] * [http://this.is/birgitta Birgitta Jónsdóttir - Opinber heimasíða] * [http://joyb.blogspot.com Birgitta Jónsdóttir - blogg á ensku] [[Flokkur:Íslenskar skáldkonur]] [[Flokkur:Íslenskir myndlistarmenn]] [[Flokkur:Íslenskir kvenrithöfundar]] [[Flokkur:Íslenskir aðgerðasinnar]] [[Flokkur:Íslenskir kvenaðgerðasinnar]] [[Flokkur:Íslenskir píratar]] [[Flokkur:Þingmenn Borgarahreyfingarinnar]] [[Flokkur:Þingmenn Hreyfingarinnar]] [[Flokkur:Þingmenn Pírata]] {{f|1967}} i2w8rmkk31pbskd78x6b9arjxu6u1eu Eðvarð Sigurðsson 0 37166 1892055 1862059 2024-12-16T08:32:57Z TKSnaevarr 53243 1892055 wikitext text/x-wiki '''Eðvarð Sigurðsson''' ([[18. júlí]] [[1910]] – [[9. júlí]] [[1983]]) var [[Ísland|íslenskur]] verkalýðsforingi, formaður [[Verkamannafélagið Dagsbrún|Dagsbrúnar]] [[1961]] til [[1982]] og [[VMSÍ]] [[1964]] til [[1975]], [[alþingi]]smaður fyrir [[Alþýðubandalagið]] frá [[1959]] til [[1979]]. == Tenglar == * [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=108 Eðvarð Sigurðsson - Æviágrip] á vef Alþingis {{Stubbur|æviágrip}} {{fd|1910|1983}} [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1951-1960]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1961-1970]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1971-1980]] [[Flokkur:Þingmenn Alþýðubandalagsins]] [[Flokkur:Íslenskir verkalýðsleiðtogar]] ckjcwwesfcj388ngeuwhal1yw15poa7 Hjörleifur Guttormsson 0 42584 1892045 1646399 2024-12-16T08:26:09Z TKSnaevarr 53243 1892045 wikitext text/x-wiki '''Hjörleifur Guttormsson''' (f. [[31. október]] [[1935]]) á [[Hallormsstaður|Hallormsstað]]. Foreldrar: Guttormur Pálsson (1884 - 1964) skógarvörður þar og kona hans Guðrún Margrét Pálsdóttir (1904 - 1968) vefnaðar- og hannyrðakona. Hjörleifur var [[Alþingi]]smaður fyrir [[Alþýðubandalagið]] frá [[1978]] til [[1999]]. Hann starfaði sem [[Iðnaðarráðherrar Íslands|Iðnaðarráðherra]] frá [[1978]] til [[1979]] og svo aftur [[1980]] til [[1983]]. Hjörleifur er þekktur fyrir baráttu sína fyrir náttúruvernd. Hann var einn af stofnendum Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs árið 1998. == Tengt efni == * [[Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens]] * [[Önnur ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar]] {{Stubbur|æviágrip}} {{f|1935}} {{Annað ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar}} {{Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens}} [[Flokkur:Íslenskir náttúrufræðingar]] [[Flokkur:Iðnaðarráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Alþýðubandalagsins]] 7cimm17hq7q4t1exmwkjbnhzda1noyp Pálmi Jónsson 0 42585 1892060 1858121 2024-12-16T08:35:53Z TKSnaevarr 53243 1892060 wikitext text/x-wiki '''Pálmi Jónsson''' (f. [[11. nóvember]] [[1929]] í [[Torfalækjarhreppur|torfalækjahrepp]] látinn [[9. október]] [[2017]]) var [[Alþingismaður]] fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] frá [[1967]] til [[1995]]. Þar af var hann landbúnaðarráðherra á árunum 1980-3. == Tengill == * [http://www.althingi.is/altext/thingm/1111294369.html Æviágrip á vef Alþingis] {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Bragi Sigurjónsson]] | titill=[[Landbúnaðarráðherrar á Íslandi|Landbúnaðarráðherra]] | frá=[[8. febrúar]] [[1980]] | til=[[26. maí]] [[1983]] | eftir=[[Jón Helgason (alþingismaður)|Jón Helgason]]}} {{Töfluendir}} {{Stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Landbúnaðarráðherrar Íslands]] {{f|1929}} {{Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens}} [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Íslenskir búfræðingar]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1961-1970]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1971-1980]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1981-1990]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1991-2000]] [[Flokkur:Fólk dáið árið 2017]] 8cjpfsa93xtm4aywdw1lt5bg1owvcnw Ingvar Gíslason 0 42586 1892035 1872378 2024-12-16T01:07:27Z TKSnaevarr 53243 1892035 wikitext text/x-wiki '''Ingvar Gíslason''' (f. 28. mars 1926, d. 17. ágúst 2022) var [[Alþingismaður]] fyrir [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] á árunum [[1961]] til [[1987]]. Hann starfaði sem [[Menntamálaráðherrar á Íslandi|Menntamálaráðherra]] í [[Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens]] og var formaður þingflokks Framsóknarflokksins [[1979]] til [[1980]]. == Sjá nánar == * [[Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens]] * [[Framsóknarflokkurinn]] {{Stubbur|æviágrip}} {{fd|1926|2022}} {{Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens}} [[Flokkur:Menntamálaráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Framsóknarflokksins]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1961-1970]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1971-1980]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1981-1990]] ljxoxy1tsog13hcqh1ytmgewvq6i4hn Nature 0 50952 1891989 1627978 2024-12-15T17:57:32Z InternetArchiveBot 75347 Bætir við 1 bók til að [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreyna]] (20241215sim)) #IABot (v2.0.9.5) ([[User:GreenC bot|GreenC bot]] 1891989 wikitext text/x-wiki '''''Nature''''' er alhliða [[tímarit]] ({{ISSN|0028-0836}}) um [[vísindi]] og meðal virtustu tímarita sinnar tegundar í heiminum. Það kom fyrst út [[4. nóvember]] [[1869]]. Ólíkt flestum vísindatímaritum, sem fjalla um ákveðin svið vísindanna, en líkt og meginkeppinauturinn, þ.e. tímaritið ''[[Science]]'', fjallar ''Nature'' um allar greinar [[Raundvísindi|raunvísindanna]]. Tímaritið kemur út vikulega og er [[Ritrýni|ritrýnt]]. Markhópur tímaritsins er einkum vísindamenn en samantektir og fylgigreinar gera margar greinar tímaritsins skiljanlegar upplýstum almenningi sem og vísindamönnum sem starfa í öðrum greinum vísindanna. Tímaritið birtir einnig fréttir tengdar vísindum, álitsgreinar og greinar um vísinda[[siðfræði]]. ==Tengill== * [http://www.nature.com/nature Nature.com] ==Mikilvægar greinar== Margar mikilvægar greinar hafa birst í ''Nature''. Eftirfarandi er úrval mikilvægra greina sem birtust fyrst í ''Nature'' og höfðu allar mikil áhrif. (Greinarnar eru í aldursröð frá elstu til yngstu.) *{{cite journal | author=W. C. Röntgen | authorlink= | title=On a new kind of rays | url=https://archive.org/details/sim_nature-uk_1896-01-23_53_1369/page/n8 | journal=Nature | year=1896 | volume=53 | pages=274–276}} *{{cite journal | author=C. Davisson and L. H. Germer | title=The scattering of electrons by a single crystal of nickel | journal=Nature | year=1927 | volume=119 | pages=558–560}} *{{cite journal | author=J. Chadwick | title=Possible existence of a neutron | journal=Nature | year=1932 | volume=129 | pages=312}} *{{cite journal | author=L. Meitner and O. R. Frisch | title=Disintegration of uranium by neutrons: a new type of nuclear reaction | journal=Nature | year=1939 | volume=143 | pages=239–240}} *{{cite journal | author=J. D. Watson and F. H. C. Crick | title= Molecular Structure of Nucleic Acids: A Structure for Deoxyribose Nucleic Acid | journal=Nature | year=1953 | volume=171 | pages=737–738}} *{{cite journal | author= J. C. Kendrew, G. Bodo, H. M. Dintzis, R. G. Parrish, H. Wyckoff and D. C. Phillips | title=A three-dimensional model of the myoglobin molecule obtained by X-ray analysis | journal=Nature | year=1958 | volume=181 | pages=662–666}} *{{cite journal | author=J. Tuzo Wilson| title=Did the Atlantic close and then re-open? | journal=Nature | year=1966 | volume=211 | pages=676-681 | }} *{{cite journal | author=J. C. Farman, B. G. Gardiner and J. D. Shanklin | title=Large losses of total ozone in Antarctica reveal seasonal ClOx/NOx interaction | journal=Nature | year=1985 | volume=315 | pages=207–210 | issue=6016}} *{{cite journal | author=I. Wilmut, A. E. Schnieke, J. McWhir, A. J. Kind and K. H. S. Campbell | title=Viable offspring derived from fetal and adult mammalian cells | journal=Nature | year=1997 | volume=385 | pages=810–813 | issue=6619}} *{{cite journal | author=International Human Genome Sequencing Consortium | title=Initial sequencing and analysis of the human genome | journal=Nature | year=2001 | volume=409 | issue=6822 | pages=860-921}} [[Flokkur:Tímarit um vísindi]] nmlbktog5jvgaxu78a54ve61ohk5427 Ásta Möller 0 51456 1892062 1884745 2024-12-16T09:15:11Z TKSnaevarr 53243 1892062 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður |forskeyti= |nafn=Ásta Möller |viðskeyti= |skammstöfun=ÁMöl |mynd= | myndastærð1 = | myndatexti1 = | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1957|1|12}} |fæðingarstaður=Reykjavík |dánardagur= |dánarstaður= |kjördæmisnúmer= |kjördæmi_nf=Reykjavíkurkjördæmi suður |kjördæmi_ef=Reykjavíkurkjördæmis suður |flokkur=[[Sjálfstæðisflokkurinn]] |nefndir= | AÞ_frá1 = 1999 | AÞ_til1 = 2003 | AÞ_kjördæmi1 =Reykjavíkurkjördæmi |tb1-kj-stytting=Reykv. | AÞ_flokkur1 =Sjálfstæðisflokkurinn |tb1-fl-stytting=Sjálfst. |tb1-stjórn=x | AÞ_frá2 = 2005 | AÞ_til2 = 2007 | AÞ_kjördæmi2 =Reykjavíkurkjördæmi norður |tb2-kj-stytting=Reykv. n. | AÞ_flokkur2 =Sjálfstæðisflokkurinn |tb2-fl-stytting=Sjálfst. |tb2-stjórn=x | AÞ_frá3 = 2007 | AÞ_til3 = 2009 | AÞ_kjördæmi3 =Reykjavíkurkjördæmi suður |tb3-kj-stytting=Reykv. s. | AÞ_flokkur3 =Sjálfstæðisflokkurinn |tb3-fl-stytting=Sjálfst. |tb3-stjórn=x | stjórnartíð_start1 = 2005 | stjórnartíð_end1 = 2009 | titill1 =Íslandsdeild [[Alþjóðaþingmannasambandið|Alþjóðaþingmannasambandsins]] | stjórnartíð_start2 = 2007 | stjórnartíð_end2 = 2009 | titill2 =Formaður heilbrigðisnefndar | AÞ_CV =221 | vefsíða =http://www.astamoller.is |neðanmálsgreinar= }} '''Ásta Möller''' (f. [[12. janúar]] [[1957]] í Reykjavík) er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Foreldrar hennar voru Agnar Möller fulltrúi og Lea Rakel Möller. Ásta Möller er gift Hauki Þór Haukssyni rekstrarhagfræðingi. Þau eiga fjögur börn. ==Menntun== Ásta Möller lauk stúdentsprófi frá MH 1976. B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði við HÍ 1980. MPA prófi í opinberri stjórnsýslu við HÍ 2006. ==Störf== Ásta starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum 1980-1982. Fastur stundakennari við HÍ á námsbraut í hjúkrunarfræði 1981-1984, settur adjunkt 1982-1984. Deildarstjóri við öldrunardeild Borgarspítala 1984-1986 og fræðslustjóri á Borgarspítalanum 1987-1992. Formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1989-1994 og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1994-1999. Stundakennari við HÍ og HA frá 1981. Framkvæmdastjóri Liðsinnis ehf. 2005. Í stúdentaráði HÍ 1977-1979, varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ 1979-1980. Í stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1980-1982, í kjaranefnd Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1987-1988. Í öldungaráði Bandalags háskólamanna 1984-1990, í stjórn Bandalags háskólamanna 1996-1998 og í miðstjórn Bandalags háskólamanna 1989-1999. Varaformaður Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum 1996-1999. Í stjórn International Council of Nurses (ICN), alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga frá 1999, varaformaður samtakanna 2001-2005. Í hjúkrunarráði 1996-1999. Í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga frá 1994, formaður stjórnar 1997 og 1999, 2004 og 2006. Formaður nefndar um ritun sögu hjúkrunar á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2000. Í stjórn heilbrigðis- og trygginganefndar Sjálfstæðisflokksins frá 1990, formaður nefndarinnar 1991-1995 og 2004-2005. Í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2005. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1999-2003 og frá 2005. Í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2003-2006 og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna frá 2005. ===Þingmaður=== Ásta Möller var kosin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkin í Reykjavík árið 1999 og sat þar til ársins 2003. Í alþingiskosningunum 2003 náði hún ekki kjöri sem þingmaður en starfaði sem varaþingmaður þegar á reyndi. Hún komst aftur inn á þing þegar Davíð Oddson hætti afskiptum af stjórnmálum, árið 2005. Í Alþingiskosningunum árið 2007 náði hún kjöri sem þingmaður Reykjavíkur-kjördæmis norður. Hún féll af þingi í alþingiskosningunum 2009. ==Heimild== *[http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=221 Althingi.is - Alþingismenn] [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Íslenskir hjúkrunarfræðingar]] {{f|1957}} [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð]] h687nv1jiiszg5nsax589sac0ba3zuw Wikipedia:Lönd heimsins 4 51831 1891999 1890475 2024-12-15T20:52:15Z Akigka 183 /* Matrixa */ 1891999 wikitext text/x-wiki __NOTOC__ {{Lönd heimsins}}<!--Til að hlaða inn stílsniði, þarf að vera efst.--> <div style="margin:10px 0px 10px 0px;-moz-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);-webkit-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);background:#FFFFFF;padding:10px;" class="hp-header"> {|style="width:100%;" |style="vertical-align:middle;text-align:center;padding:15px;" class="hp-welkom"| <span style="color:#333333;font-size:2.4em;font-family:'Linux Libertine',Georgia, serif;font-variant:small-caps;line-height:100%;" class="hp-welkom-1">Lönd heimsins</span><br /> <span style="color:#333333;font-size:1.3em;font-family:'Linux Libertine','Times New Roman', serif;line-height:100%;" class="hp-welkom-2">þar með talin heimastjórnarsvæði og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu</span> | style="width:30%;vertical-align:middle;text-align:center;border-left:1px solid #cccccc;padding:15px;" class="hp-statistieken"| <span style="display:inline-block;text-align:left;"> Fjöldi greina: '''252''' </span> |} </div> Þetta er yfirlit yfir greinar um lönd, heimastjórnarsvæði, hjálendur og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu þar sem þær eru flokkaðar eftir því hver staða greinarinnar er. Markmiðið er að gera þessar greinar aðeins ítarlegri og gæta þess að upplýsingar í þeim séu uppfærðar. {|style="width:100%;" | style="padding:10px;vertical-align:top;background:#fdfbb8;" | [[File:Martinique - St. Pierre - "Monte-au-Ciel" Street (51257067746).jpg|350px|right|Martinique]] <span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Bæta í desember</span><br /> '''[[Martinique]]''' Vantar að bæta við heiti, sögu, stjórnmál, efnahagslíf, íbúa, menningu ... [[Fáni Martinique]] - [[Skjaldarmerki Martinique]] - [[Alfred Marie-Jeanne]] - [[frönsk antilleyska]] - [[kalinago]] - [[handanhafshérað]] - [[Saint-Pierre (Martinique)]] - [[Mont Pelée]] ... {|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px dotted #555555;background:#FAFAFA;" | style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Lönd eftir stöðu greinar</span> | style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" | |} <div style="display:flex;flex-wrap:wrap;width:100%;"> <div style="background-color:#FFFFF8;flex-basis:50%;flex-grow:1;min-width:320px;box-sizing: border-box;padding:1em;"> <div style="background-color:#F9F9F0;border-top:5px solid;border-color:#999933;padding:3px 0.25em;">[[Mynd:Progress-0875.svg|20px|]] Nokkuð ítarlegar (42)</div> [[Austurríki]] - '''[[Ástralía]]''' - [[Bahamaeyjar]] - [[Bandaríkin]] - [[Belgía]] - ''[[Bermúda]]'' - [[Bretland]] - ''[[England]]'' - [[Filippseyjar]] - '''[[Finnland]]''' - '''[[Frakkland]]''' - '''''[[Færeyjar]]''''' - ''[[Grænland]]'' - ''[[Guernsey]]'' - [[Holland]] - [[Írska lýðveldið]] - [[Ísland]] - '''[[Ítalía]]''' - ''[[Jersey]]'' - [[Kambódía]] - [[Kanada]] - [[Kasakstan]] - [[Liechtenstein]] - [[Lúxemborg]] - '''[[Malaví]]''' - [[Mexíkó]] - [[Mónakó]] - ''[[Mön (Írlandshafi)]]'' - ''[[Norður-Írland]]'' - '''[[Portúgal]]''' - [[Pólland]] - ''[[Sankti Pierre og Miquelon]]'' - ''[[Skotland]]'' - [[Slóvakía]] - [[Slóvenía]] - [[Spánn]] - [[Sviss]] - [[Tékkland]] - ''[[Turks- og Caicoseyjar]]'' - '''[[Ungverjaland]]''' - ''[[Wales]]'' - [[Þýskaland]] </div> <div style="background-color:#F8F8FA;flex-basis:50%;flex-grow:1;min-width:320px;box-sizing: border-box;padding:1em;"> <div style="background-color:#F0F0F9;border-top:5px solid;border-color:#333399;padding:3px 0.25em; ">[[Mynd:Progress-0625.svg|20px|]] Með 4+ kafla (77)</div> [[Afganistan]] - [[Alsír]] - [[Andorra]] - ''[[Álandseyjar]]'' - [[Benín]] - [[Bólivía]] - [[Brasilía]] - ''[[Bresku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Búlgaría]] - [[Búrkína Fasó]] - [[Búrúndí]] - [[Danmörk]] - [[Esvatíní]] - [[Gabon]] - [[Georgía]] - ''[[Gíbraltar]]'' - [[Gínea-Bissá]] - [[Grenada]] - [[Gvatemala]] - [[Gvæjana]] - [[Haítí]] - [[Hondúras]] - ''[[Hong Kong]]'' - [[Indland]] - [[Írak]] - [[Íran]] - [[Ísrael]] - [[Japan]] - [[Katar]] - [[Kenía]] - [[Kosta Ríka]] - [[Kólumbía]] - [[Kúba]] - [[Kýpur]] - [[Laos]] - [[Litáen]] - [[Líbanon]] - ''[[Makaó]]'' - [[Malí]] - [[Malta]] - [[Marshalleyjar]] - [[Marokkó]] - ''[[Mayotte]]'' - [[Máritanía]] - [[Máritíus]] - [[Mjanmar]] - [[Moldóva]] - [[Mongólía]] - [[Mósambík]] - [[Naúrú]] - [[Nepal]] - [[Nígería]] - [[Norður-Makedónía]] - [[Noregur]] - [[Papúa Nýja-Gínea]] - [[Paragvæ]] - ''[[Réunion]]'' - [[Rúanda]] - [[San Marínó]] - [[Sankti Lúsía]] - [[Sankti Vinsent og Grenadínur]] - [[Saó Tóme og Prinsípe]] - [[Sádi-Arabía]] - [[Serbía]] - [[Singapúr]] - [[Síerra Leóne]] - [[Síle]] - ''[[Svalbarði]]'' - [[Svartfjallaland]] - [[Svíþjóð]] - [[Tansanía]] - [[Tjad]] - [[Tyrkland]] - [[Vanúatú]] - [[Vatíkanið]] - [[Víetnam]] - ''[[Wallis- og Fútúnaeyjar]]'' </div> <div style="background-color:#F8FFF8;flex-basis:50%;flex-grow:1;min-width:320px;box-sizing: border-box;padding:1em;"> <div style="background-color:#F0F9F0;border-top:5px solid;border-color:#339933;padding:3px 0.25em; ">[[Mynd:Progress-0375.svg|20px|]] Með 3 kafla (94)</div> [[Albanía]] - [[Alþýðulýðveldið Kína]] - ''[[Angvilla]]'' - [[Antígva og Barbúda]] - [[Argentína]] - ''[[Arúba]]'' - [[Austur-Tímor]] - ''[[Bandaríska Samóa]]'' - [[Barbados]] - [[Belís]] - [[Botsvana]] - [[Djibútí]] - [[Dóminíska lýðveldið]] - [[Eistland]] - [[Egyptaland]] - [[Ekvador]] - [[El Salvador]] - ''[[Falklandseyjar]]'' - [[Fílabeinsströndin]] - ''[[Franska Gvæjana]]'' - ''[[Franska Pólýnesía]]'' - [[Gana]] - [[Gínea]] - [[Grikkland]] - [[Grænhöfðaeyjar]] - ''[[Gvadelúpeyjar]]'' - ''[[Gvam]]'' - [[Hvíta-Rússland]] - [[Indónesía]] - [[Jamaíka]] - [[Jemen]] - ''[[Jólaeyja]]'' - [[Jórdanía]] - [[Kamerún]] - [[Kirgistan]] - ''[[Kosóvó]]'' - [[Kómoreyjar]] - [[Króatía]] - [[Lesótó]] - [[Lettland]] - [[Líbía]] - [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]] - [[Lýðveldið Kína]] - [[Lýðveldið Kongó]] - [[Madagaskar]] - [[Malasía]] - [[Maldívur]] - [[Mið-Afríkulýðveldið]] - [[Miðbaugs-Gínea]] - [[Míkrónesía (ríki)]] - ''[[Montserrat]]'' - [[Namibía]] - [[Níger]] - [[Níkaragva]] - ''[[Norður-Kýpur]]'' - ''[[Norður-Maríanaeyjar]]'' - ''[[Norfolkeyja]]'' - [[Nýja-Sjáland]] - [[Óman]] - [[Pakistan]] - ''[[Palestínuríki]]'' - [[Panama]] - [[Perú]] - ''[[Pitcairn]]'' - ''[[Púertó Ríkó]]'' - [[Rúmenía]] - [[Rússland]] - ''[[Saint-Barthélemy]]'' - ''[[Saint-Martin]]'' - [[Salómonseyjar]] - [[Sambía]] - [[Samóa]] - [[Sankti Kristófer og Nevis]] - [[Senegal]] - [[Seychelles-eyjar]] - [[Simbabve]] - ''[[Sint Maarten]]'' - ''[[Sómalíland]]'' - [[Suður-Afríka]] - [[Suður-Súdan]] - [[Súdan]] - [[Súrínam]] - [[Tadsíkistan]] - [[Taíland]] - [[Tonga]] - ''[[Tókelá]]'' - ''[[Transnistría]]'' - [[Túnis]] - [[Túrkmenistan]] - [[Túvalú]] - [[Úganda]] - [[Úkraína]] - [[Úrúgvæ]] - [[Úsbekistan]] </div> <div style="background-color:#FFF8FA;flex-basis:50%;flex-grow:1;min-width:320px;box-sizing: border-box;padding:1em;"> <div style="background-color:#F9F0F4;border-top:5px solid;border-color:#993366;padding:3px 0.25em; ">[[Mynd:Progress-0125.svg|20px|]] Með 2- kafla (39)</div> ''[[Abkasía]]'' - [[Angóla]] - [[Armenía]] - [[Aserbaísjan]] - ''[[Bandarísku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Bangladess]] - [[Barein]] - [[Bosnía og Hersegóvína]] - ''[[Bougainville]]'' - [[Brúnei]] - [[Bútan]] - ''[[Cayman-eyjar]]'' - ''[[Cooks-eyjar]]'' - ''[[Curaçao]]'' - [[Dóminíka]] - [[Eritrea]] - [[Eþíópía]] - [[Fídjí]] - [[Gambía]] - [[Kíribatí]] - ''[[Kókoseyjar]]'' - [[Kúveit]] - [[Líbería]] - ''[[Martinique]]'' - [[Niue]] - [[Norður-Kórea]] - ''[[Nýja-Kaledónía]]'' - [[Palaú]] - ''[[Sahrawi-lýðveldið]]'' - [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] - ''[[Sankti Helena]]'' - [[Sómalía]] - [[Srí Lanka]] - [[Suður-Kórea]] - ''[[Suður-Ossetía]]'' - [[Sýrland]] - [[Tógó]] - [[Trínidad og Tóbagó]] - [[Venesúela]] </div> </div> {|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;" | style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Landalistar</span> |} {|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;" | style="padding:1em;" | [[ISO-3166-1]] - [[Listi yfir fullvalda ríki]] - [[Lönd eftir stærð]] - [[Lönd eftir mannfjölda]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)]] - [[Listi yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða]] - [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða]] - [[Listi yfir landsnúmer]] - [[Listi fjölmennustu eyja heims]] - [[Ungbarnadauði]] - ... |} == Matrixa == {|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;" | style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Uppsetning</span> |} {|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;" | style="padding:1em;" | {{div col|width="12em"}} * ''Ig'' : Inngangur * '''Ht''' : Heiti * '''Sg''' : Saga * '''Lf''' : Landfræði (Náttúra, Veðurfar) * '''St''' : Stjórnmál (Stjórnsýslueiningar) * '''Eh''' : Efnahagslíf (Innviðir, Samgöngur) * '''Íb''' : Íbúar (Tungumál, Trúarbrögð, Menntun) * '''Mg''' : Menning (Íþróttir) * '''Tv''' : Tilvísanir * '''Tg''' : Tenglar {{div col end}} |- | style="padding:1em;" | {| class="wikitable" | style="background:lightblue;" | Óskoðað || style="background:yellow;" | Bæta við || style="background:orange;" | Lagfæra || style="background:lightgreen;" | Fullnægjandi |} |} {| class="wikitable" style="width:100%" | ! Nafn !! Ig !! Ht !! Sg !! Lf !! St !! Eh !! Íb !! Mg !! Tv !! Tg |- | [[Álandseyjar]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |- | [[Danmörk]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + |- | [[Eistland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:white" | - || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |- | [[Finnland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:white" | - || style="background:yellow" | + || style="background:orange" | + |- | [[Færeyjar]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |- | [[Grænland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |- | [[Ísland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:orange" | + |- | [[Lettland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |- | [[Litáen]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:white" | - || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |- | [[Noregur]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:white" | - || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |- | [[Svalbarði]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |- | [[Svíþjóð]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + |} </div> [[Flokkur:Wikipedia:Samvinnuverkefni]] kl2008gwt8gzq2ao2qnf0xny0np8n86 Þráinn Bertelsson 0 52419 1892029 1867685 2024-12-16T00:36:38Z TKSnaevarr 53243 1892029 wikitext text/x-wiki '''Þráinn Bertelsson''' (f. [[30. nóvember]] [[1944]]) er [[Ísland|Íslenskur]] [[leikstjóri]], fyrrum [[þingmaður]] og [[rithöfundur]]. Hann hefur gert sjö kvikmyndir í fullri lengd, þar á meðal líf-þríleikinn ([[Nýtt líf]], [[Dalalíf]], [[Löggulíf]]), verðlaunamyndina [[Magnús (kvikmynd)|Magnús]], leikstýrt einu [[Áramótaskaup 1982|áramótaskaupi]] (og gert handrit við annað [[Áramótaskaup 1983|skaup]]) og skrifað bækur. [[Alþingi]] veitti Þráni fyrstum kvikmyndagerðarmanna heiðurslaun Alþingis. Þráinn var kosinn á Alþingi í [[Alþingiskosningar 2009|alþingiskosningunum 2009]] fyrir [[Borgarahreyfingin|Borgarahreyfinguna]] en fjórum mánuðum seinna sagði hann sig úr flokknum og árið [[2010]] gekk hann í [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri græna]]. Hann gaf ekki aftur kost á sér í [[Alþingiskosningar 2013|alþingiskosningunum 2013]]. Hann var einnig tilnefndur af af Evrópsku kvikmyndaakademíunni til þrigga Evrópuverðlauna (Felix) fyrir kvikmyndina [[Magnús (kvikmynd)|Magnús]], fyrir besta handrit, bestu kvikmynd og bestu framleiðsluna. Þráinn Bertelsson hlaut heiðursverðlaun [[Edduverðlaunin 2022|Eddunnar árið 2022]]. Einnig árið [[2022]] gaf Þráinn Íslensku þjóðinni allar kvikmyndir sínar að gjöf er þær fóru í stafræna endurvinnun.<ref>{{Cite web|url=https://klapptre.is/2022/12/01/thrainn-bertelsson-faerir-thjodinni-myndir-sinar-ad-gjof/|title=Þráinn Bertelsson færir þjóðinni myndir sínar að gjöf|date=2022-12-01|website=Klapptré|language=is|access-date=2024-06-20}}</ref> == Kvikmyndir == * ''[[Jón Oddur & Jón Bjarni|Jón Oddur og Jón Bjarni]] (1981)'' * ''[[Áramótaskaup 1982]] (1982)'' * ''[[Nýtt líf]] (1983)'' * ''[[Áramótaskaup 1983]]'' (1983) Aðeins handritshöfundur * ''[[Dalalíf]] (1984)'' * ''[[Skammdegi]] (1985)'' * ''[[Löggulíf]] (1985)'' * ''[[Magnús (kvikmynd)|Magnús]] (1989)'' * ''[[Einkalíf]] (1995)'' * ''[[Sigla himinfley]] (1996)'' ==Tilvísanir== <references/> {{Kvikmyndir eftir Þráin Bertelsson}} {{stubbur|æviágrip|kvikmynd|ísland}} [[Flokkur:Íslenskir kvikmyndaleikstjórar]] [[Flokkur:Íslenskir leikstjórar]] [[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]] [[Flokkur:Fólk fætt árið 1944]] [[Flokkur:Ritstjórar Þjóðviljans]] [[Flokkur:Þingmenn Borgarahreyfingarinnar]] [[Flokkur:Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs]] bxuh1w88pgxyjt307e39xvxzhu1m769 Björn Kristjánsson 0 55487 1892053 1859150 2024-12-16T08:31:59Z TKSnaevarr 53243 1892053 wikitext text/x-wiki '''Björn Kristjánsson''' ([[26. febrúar]] [[1858]] – [[13. ágúst]] [[1939]]) var [[fjármálaráðherra]] [[Sjálfstæðisflokkurinn (eldri)|Sjálfstæðisflokksins]] í 7 mánuði árið [[1917]], þ.e.a.s. frá [[4. janúar]] [[1917]] til [[28. ágúst]] [[1917]]. [[Sigurður Eggerz]] tók við af honum sem fjármálaráðherra. == Ævi Björns == Björn Kristjánsson fæddist á [[Hreiðurborg]] í Flóa. Hann flúði úr vinnumennsku austan úr [[Grímsnes]]i 16 ára gamall, vegna þess að hann bjó þar við slæman kost. Hann réð sig á skipsrúm í [[Þorlákshöfn]] og flytur svo á [[Seltjarnarnes]]ið, og heillast þar af tónlist (''Leið hans lá oft framhjá húsi á Vesturgötu, þar sem leikið var á [[harmonium]]. Þetta heillaði hann mest''), og lærir að leika á hljóðfæri. Hann lærði hér á Íslandi fyrst, og sigldi svo til framhaldsnáms til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. Jafnframt því, og til að sjá fyrir sér, nam hann [[skósmíði]] og starfaði sem skósmiður á árunum [[1876]]-[[1882]]. Hann dvaldist í Kaupmannahöfn, m. a. við [[tónfræði]]nám, [[1878]]—[[1879]] og [[1882]]—[[1883]]. Björn var bókhaldari í [[Reykjavík]] [[1883]]-[[1888]] og síðan kaupmaður á árunum [[1888]]-[[1910]]. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík [[1903]]-[[1908]] og sat á þingi í meira en 30 ár. == Tengill == * [http://www.timarit.is/?issueID=419606&pageSelected=0&lang=0 Úr æviminningum Björns Kristjánssonar; úr Lesbók Morgunblaðsins 1971] {{Stubbur|æviágrip}} {{Fjármálaráðherrar Íslands}} {{Fyrsta ráðuneyti Jóns Magnússonar}} {{fd|1858|1939}} [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] [[Flokkur:Þingmenn Sparnaðarbandalagsins]] [[Flokkur:Fjármálaráðherrar Íslands]] fx1d3c18qbpx5a1rzioswa7wakirt44 Georg David Anthon 0 66042 1891973 1384065 2024-12-15T14:00:40Z Berserkur 10188 1891973 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Viðeyjarkirkja teikningar.jpg|thumb|400 px|Teikningar af Viðeyjarkirkju, sem er næstelsta steinhús á [[Ísland]]i sem ennþá stendur. Georg David Anthon teiknaði Viðeyjarkirkju.]] '''Georg David Anthon''' ([[1714]] – [[1781]]) var [[Danmörk|danskur]] [[arkitekt]]. Hann teiknaði nokkur hús á [[Ísland]]i, t.d. ''Hegningarhúsið'' (eða ''Múrinn'') sem síðar varð [[Stjórnarráðshúsið]] ([[1765]]), [[Viðeyjarkirkja|Viðeyjarkirkju]] ([[1766]]), [[Landakirkja|Landakirkju]] á [[Heimaey]] árið [[1774]] og [[Bessastaðakirkja|Bessastaðakirkju]] árið [[1777]]. Georg David Anthon var lærisveinn [[Nicolai Eigtved]]. {{stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Danskir arkitektar|Anthon, Georg David]] {{fde|1714|1781|Anthon, Georg David}} mgjpcva3kqzlz40335be8bh0etolp9r Nornavöndur 0 69360 1892009 1700322 2024-12-15T22:12:33Z 130.208.204.153 1892009 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Betula pubescens Taphrina.jpg|thumb|250px|right|Nornavendir í birkitré]] '''Nornavöndur''' ([[fræðiheiti]]: ''Taphrina'') er [[sveppasjúkdómur]] á trjám, og kemur fram sem þéttur greinavöndur, einkum á [[birki]]. == Tenglar == * [http://www.nls.is/myndas-skemmdir.htm Mynd af nornavendi á lerki] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110608012223/http://www.nls.is/myndas-skemmdir.htm |date=2011-06-08 }} {{Stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Trjásjúkdómar]] al75zug6ezay1pbzw4afdvch0uv44zz 1892010 1892009 2024-12-15T22:14:53Z Berserkur 10188 Þegar til. 1892010 wikitext text/x-wiki #TILVÍSUN[[Nornavendir]] e1u1avyax547jkrvera3dkt85xmmexw Höfundarrangur 0 72186 1892042 1859197 2024-12-16T06:36:16Z Kwamikagami 3200 1892042 wikitext text/x-wiki {{hreingera|eitthvað bogið við bæði ísl. hugtak og skilgreiningu}} [[file:Unicode 1xF12F.svg|frameless|right|upright]] '''Höfundarrangur''' er [[lagaákvæði]] sem segir að óhöfundarréttavarið efni skuli ávallt vera óhöfundarréttarvarið. {{stubbur}} qkyec4hif1ykgxx8e489cl2fvzryxrd Eygló Harðardóttir (stjórnmálamaður) 0 74761 1892023 1891153 2024-12-16T00:07:49Z TKSnaevarr 53243 1892023 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður |nafn=Eygló Harðardóttir |skammstöfun=EyH |mynd=Eygló Harðardóttir - 60 års Nordisk Arbejdsmarked - norden.org.jpg |titill = [[Félagsmálaráðherrar á Íslandi|Félags- og húsnæðismálaráðherra Íslands]] |stjórnartíð_start = [[23. maí]] [[2013]] |stjórnartíð_end = [[11. janúar]] [[2017]] |forveri = [[Guðbjartur Hannesson]] |eftirmaður = [[Þorsteinn Víglundsson]] |forsætisráðherra = [[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]]<br>[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] | fæddur ={{Fæðingardagur og aldur|1972|12|12}} |fæðingarstaður=[[Reykjavík]], [[Ísland]]i |maki= Sigurður E. Vilhelmsson |börn= 2 |háskóli = [[Stokkhólmsháskóli]]<br>[[Háskóli Íslands]] |kjördæmisnúmer=2 |kjördæmi_nf=Suðvesturkjördæmi |kjördæmi_ef=Suðvesturkjördæmi |flokkur=[[Framsóknarflokkurinn]] | AÞ_frá1 = 2008 | AÞ_til1 = 2013 | AÞ_kjördæmi1 =Suðurkjördæmi |tb1-kj-stytting=Suðurk. | AÞ_flokkur1 =Framsóknarflokkurinn |tb1-fl-stytting=Framsfl. | AÞ_frá2 = 2013 | AÞ_til2 = 2017 | AÞ_kjördæmi2 =Suðvesturkjördæmi |tb2-kj-stytting=Suðvest. | AÞ_flokkur2 =Framsóknarflokkurinn |tb2-fl-stytting=Framsfl. | AÞ_CV =703 | vefsíða =http://blog.eyjan.is/eyglohardar/ |neðanmálsgreinar= }} '''Eygló Þóra Harðardóttir''' (fædd [[12. desember]] [[1972]] í [[Reykjavík]]) er [[Íslendingar|íslenskur]] fyrrum [[þingmaður]] og fyrrum [[Velferðarráðherra Íslands|félags- og húsnæðismálaráðherra]].<ref>[http://www.velferdarraduneyti.is/EHradherra/ Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra], skoðað 18. júlí 2015. </ref> Eygló bauð sig fyrst fram til [[Alþingi|Alþingis]] árið 2007 og var [[varaþingmaður]] [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] í [[Suðurkjördæmi]] þar til [[Guðni Ágústsson]] sagði af sér þingmennsku. Í [[janúar]] [[2009]] var hún kjörin ritari flokksins og hefur gegnt þeirri stöðu síðan og skipaði hún annað sæti á lista flokksins í [[Alþingiskosningar 2009|þingkosningunum 2009]]. Árið [[2013]] varð hún oddviti Framsóknarflokksins í [[Suðvesturkjördæmi]] og var í kjölfar [[Alþingiskosningar 2013|þingkosninga]] skipuð félags- og húsnæðismálaráðherra í [[Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar|ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar]]. == Ævi == Eygló fæddist [[12. desember]] [[1972]] í [[Reykjavík]] og eru foreldrar hennar Svanborg Óskarsdóttir og Hörður Rögnvaldsson. Móðir Eyglóar var aðeins 16. ára gömul þegar hún átti hana og bjuggu þær í kjallaraíbúð hjá foreldrum hennar í [[Hlíðar|Hlíðahverfi]] fyrstu árin á meðan Svanborg lauk stúdentsprófi og fór í kennaranám. Megnið af æskunni bjó Eygló í [[Breiðholt|Breiðholti]] þar sem hún gekk í [[Breiðholtsskóli|Breiðholtsskóla]] og lauk stúdentsprófi frá [[Fjölbrautaskólinn í Breiðholti|Fjölbrautaskólanum í Breiðholti]] árið [[1992]].<ref>Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir (Fréttablaðið), ''Föstudagsviðtalið: „Það er enginn kassi fyrir alla,“'' skoðað 19. júlí 2015. </ref> Hún lauk Fil.kand prófi í listasögu frá Stokkhólmsháskóla árið 2000 og stundaði framhaldsnám í viðskiptafræði við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] frá [[2007]]. Eygló er búsett í Mosfellsbæ og er gift Sigurði E. Vilhelmssyni, en saman eiga þau tvö börn. == Þingstörf == Eygló sat á [[Alþingi]] fyrir [[Suðurkjördæmi]] frá nóvember [[2008]]. Hún tók sæti á [[Alþingi]] fyrir hönd [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] þegar [[Guðni Ágústsson]] fyrrverandi formaður flokksins sagði af sér þingmennsku. Fyrir Alþingiskosningarnar 2009 skipaði hún annað sæti á lista Framsóknarflokksins í [[Suðurkjördæmi]] og var 7. þingmaður kjördæmisins. Eygló sat í [[heilbrigðisnefnd]], [[iðnaðarnefnd]] og [[umhverfisnefnd]] [[Alþingi|Alþingis]] árin 2008-2009. Hún sat í [[menntamálanefnd]] og [[viðskiptanefnd]] árin 2009-2011 og [[allsherjar- og menntamálanefnd]] árið 2011. Á árunum 2009-2010 sat hún í þingmannefnd <ref>{{cite web |url=http://www.althingi.is/vefur/b.html |title=Geymd eintak |access-date=2012-04-23 |archive-date=2012-04-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120421064514/http://www.althingi.is/vefur/b.html |url-status=dead }}</ref> til að fjalla um skýrslu [[Rannsóknarnefnd Alþingis| Rannsóknarnefndar Alþingis]]<ref>[http://www.rannsoknarnefnd.is/]</ref>. Eygló var formaður verðtrygginganefndar efnahags- og viðskiptaráðherra <ref>{{Cite web |url=http://www.efnahagsraduneyti.is/verkefni/nefndir/Allar_nefndir/nr/3169 |title=Geymd eintak |access-date=2021-02-17 |archive-date=2012-07-16 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120716065933/http://www.efnahagsraduneyti.is/verkefni/nefndir/Allar_nefndir/nr/3169 |url-status=dead }}</ref>, en nefndin hafði það hlutverk að leita leiða til að draga úr vægi verðtryggingar. == Tilvísanir == <div class="references-small">{{reflist}} == Tenglar == * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=703/ Æviágrip Alþingis] * [http://blog.eyjan.is/eyglohardar/ Bloggsíða Eyglóar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120317160305/http://blog.eyjan.is/eyglohardar/ |date=2012-03-17 }} * [http://www.framsokn.is/ Framsóknarflokkurinn] {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=[[Guðbjartur Hannesson]] | titill=[[Félagsmálaráðherrar á Íslandi|Félagsmálaráðherra]] | frá=[[23. maí]] [[2013]] | til=[[2017]] | eftir=[[Þorsteinn Víglundsson (þingmaður)|Þorsteinn Víglundsson]]}} {{Töfluendir}} {{Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar}} {{Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar}} [[Flokkur:Þingmenn Framsóknarflokksins]] [[Flokkur:Félagsmálaráðherrar Íslands]] {{f|1972}} t152z8v4e9zwbmkx727n4n16lp0clgn Egill Jónsson 0 86063 1892056 1702279 2024-12-16T08:33:16Z TKSnaevarr 53243 1892056 wikitext text/x-wiki '''Egill Jónsson''' (f. [[14. desember]] [[1930]] í Hoffelli í [[Nesjahreppur|Nesjahreppi]], d. [[12. júlí]] [[2008]]) var [[Alþingi]]smaður [[Austurlandskjördæmi]]s frá [[1979]] til [[1999]]. Hann sat á þingi fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] og gegndi meðal annars formennsku í landbúnaðarnefnd og samgöngunefnd. == Tenglar == * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=117 Alþingi: Æviágrip Egils]. Skoðað 25. október 2010. * [http://www.althingi.is/dba-bin/nefnm.pl?ktmenu=1&knt=1412304689 Alþingi: Nefndasetur Egils] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20140518050253/http://www.althingi.is/dba-bin/nefnm.pl?ktmenu=1&knt=1412304689 |date=2014-05-18 }}. Skoðað 25. október 2010. {{Stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]] {{fd|1930|2008}} hrew86b39hm1wjjajvvs9ewylbeq0pw Alfreð Þorsteinsson 0 86806 1892048 1759721 2024-12-16T08:27:21Z TKSnaevarr 53243 1892048 wikitext text/x-wiki '''Alfreð Þorsteinsson''' (fæddur [[15. febrúar]] [[1944]], látinn [[27. maí]] [[2020]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[stjórnmálamaður]] og [[blaðamaður]]. Hann gegndi störfum [[borgarfulltrúi|borgarfulltrúa]] og var fyrrverandi formaður [[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]]. == Ævi og störf == Alfreð fæddist í [[Reykjavík]] og hóf ungur störf á [[Tíminn|dagblaðinu Tímanum]]. Þar starfaði hann frá 1962-1977 og skrifaði m.a. mikið um [[íþróttir]]. Þá tók hann við stöðu forstjóra hjá [[Sala varnarliðseigna|Sölu varnarliðseigna]] og gegndi því starfi uns fyrirtækið var lagt niður um miðjan tíunda áratuginn. Hann hefur setið í stjórnum fjölda opinberra fyrirtækja og stofnanna í tengslum við stjórnmálaþátttöku sína. == Stjórnmál == Alfreð starfaði alla tíð innan [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]]. Hann varð varaborgarfulltrúi í borgarstjórnarkosningunum 1970 og tók sæti aðalmanns þegar [[Einar Ágústsson]] hætti í borgarstjórn eftir að hafa tekið við ráðherradómi árið eftir. Alfreð var aðalborgarfulltrúi Framsóknarflokksins frá 1971-78 og varafulltrúi frá 1986-94. Árið 1994 tók Framsóknarflokkurinn þátt í kosningabandalaginu [[Reykjavíkurlistinn|Reykjavíkurlistanum]] og fengu þau Alfreð og [[Sigrún Magnúsdóttir]] örugg sæti sem fulltrúar Framsóknarflokks. Alfreð sat í borgarstjórn öll þrjú kjörtímabilin sem Reykjavíkurlistinn var við lýði, en dró sig í hlé fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Hann tók hann við formennsku í stjórn veitustofnanna Reykjavíkur, sem var sameiginleg stjórn [[Rafmagnsveita Reykjavíkur|Rafmagnsveitunnar]], [[Hitaveita Reykjavíkur|Hitaveitunnar]] og [[Vatnsveita Reykjavíkur|Vatnsveitunnar]] árið 1994. Undir hans stjórn voru Rafmagnsveitan og Hitaveitan sameinuð undir merkjum [[Orkuveita Reykjavíkur|Orkuveitu Reykjavíkur]] þann 1. janúar 1999 og ári síðar rann Vatnsveitan einnig inn í hið sameinaða fyrirtæki. Alfreð var virkur stjórnarformaður Orkuveitunnar á miklu vaxtarskeiði hennar. Ráðist var í stórframkvæmdir í virkjanamálum, s.s. stækkun [[Nesjavallavirkjun|Nesjavallavirkjunar]] og gerð [[Hellisheiðarvirkjun| virkjunar á Hellisheiði]]. Mörgum þótti nóg um framkvæmdagleðina. Þannig var bygging höfuðstöðva Orkuveitunnar á [[Bæjarháls|Bæjarhálsi]] harðlega gagnrýndar, sem og tilraunir fyrirtækisins til að blanda sér í slaginn á fjarskiptamarkaði. == Íþróttamál == Alfreð varð snemma áberandi í félagsstörfum innan Knattspyrnufélagsins Fram. Þegar á táningsaldri var hann farinn að sjá um þjálfun yngri flokka. Árið 1965 tók hann, aðeins 21 árs að aldri, við formennsku knattspyrnudeildar, en skömmu hafði Framliðið fallið úr efstu deild í fyrsta sinn. Ákveðið var að rífa upp starfið. Framarar sigruðu í annarri deild sumarið 1966, sama gaf knattspyrnudeildin út veglegt Fram-blað, en það hafði þá ekki komið út í átta ár. Síðast en ekki síst tóku Framarar á móti [[Skotland|skoska]] félaginu [[Dundee United]], sem þá var eitt sterkasta knattspyrnulið Evrópu. Árið 1972 var Alfreð kjörinn formaður Knattspyrnufélagsins Fram og gegndi því embætti til 1976. Á þeim tíma flutti félagið loks starfsemi sína frá gamla félagssvæðinu fyrir neðan [[Stýrimannaskólinn|Stýrimannaskólann]] í [[Safamýri|Safamýrina]]. Gamla félagsheimilið í [[Skipholt|Skipholtinu]] var endanlega yfirgefið, enda orðið grátt leikið af innbrotsþjófum og skemmdarvörgum. Þess í stað var ráðist í vallarframkvæmdir og byggingu fyrsta áfanga félagsheimilis á nýja svæðinu. Félagsheimilið hýsir í dag [[Tónabær|félagsmiðstöðina Tónabæ]]. Árið 1989 var Alfreð á ný kallaður til formennsku í Fram. Að þessu sinni með það að meginmarkmiði að koma upp íþróttahúsi á félagssvæðinu, ásamt félagsaðstöðu. Húsið var vígt sumarið 1994 og lét Alfreð af formennsku á aðalfundi þá um haustið. Á þessu seinna formannstímabili Alfreðs komst mjög í umræðuna hvort rétt væri að flytja félagið til í borginni. Til tals kom að Framarar fengju aðsetur í [[Laugardalur_(hverfi)|Laugardalnum]]. Varð sú hugmynd endanlega úr sögunni árið 1998 þegar [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þróttarar]] fengu úthlutað þar starfssvæði. Önnur hugmynd var að flytja Fram upp í [[Grafarvogur|Grafarvog]], til að flýta fyrir íþróttauppbyggingu í hverfinu. Skiptar skoðanir voru um ágæti þessarar hugmyndar meðal Framara og að lokum réð andstaða hins nýstofnaða [[Ungmennafélagið Fjölnir|Ungmennafélagsins Fjölnis]] því að ekkert varð úr flutningum. Í tengslum við flutningana íhuguðu Framarar að stofna [[golfklúbbur|golfdeild]] og sóttust eftir landi undir golfvöll. Á 90 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Fram var Alfreð Þorsteinsson útnefndur heiðursfélagi. {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | fyrir=Jón Þorláksson | titill=[[Knattspyrnufélagið_Fram#Formenn_Knattspyrnufélagsins_Fram|Formaður Knattspyrnufélagsins Fram]] | frá= [[1972]] | til= [[1976]] | eftir=[[Steinn Guðmundsson]]}} {{Erfðatafla | fyrir=Birgir Lúðvíksson | titill=[[Knattspyrnufélagið_Fram#Formenn_Knattspyrnufélagsins_Fram|Formaður Knattspyrnufélagsins Fram]] | frá= [[1989]] | til= [[1994]] | eftir=[[Sveinn Andri Sveinsson]]}} {{Töfluendir}} {{fd|1944|2020}} [[Flokkur:Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans]] [[Flokkur:Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins]] 5z6r1nz7mybzl4lvrabnkljt6fynyvc Ari Trausti Guðmundsson 0 87046 1892068 1874612 2024-12-16T10:01:20Z 85.220.9.205 EIgin upplýsingar. sem Ari Trausti 1892068 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður |fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1948|12|3}} |fæðingarstaður = [[Reykjavík]] |stjórnmálaflokkur = Vinstrihreyfingin – grænt framboð |starf = Jarðfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður |AÞ_CV = 1249 |AÞ_frá1 = 2016 |AÞ_til1 = 2021 |AÞ_kjördæmi1= [[Suðurkjördæmi|Suður]] |AÞ_flokkur1 = Vinstrihreyfingin – grænt framboð }} '''Ari Trausti Guðmundsson''' (f. [[3. desember]] [[1948]]) er íslenskur [[Jarðfræði|jarðfræðingur]], [[rithöfundur]] og [[Fjölmiðlar|fjölmiðlamaður]]. Hann var [[alþingismaður]] [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs]] 2016 til 2021. Hann lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] [[1968]] og prófi í [[Forspjallsvísindi|forspjallsvísindum]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla íslands]] [[1972]]. Ari Trausti stundaði síðan nám við [[Óslóarháskóli|Óslóarháskóla]] og tók [[Cand.mag]]. í [[jarðeðlisfræði]] 1973 og stundaði síðar viðbótarnám í jarðvísindum við Háskóla Íslands 1983 til 1984. Hann vann m.a. við rannsóknarstörf, blaðamennsku. kennslu, leiðsögn og ferðaþjónustu til 1987. Eftir það hefur hann verið sjálfstætt starfandi og t.d. sinnt ýmis konar faglegri ráðgjöf, fyrirlestrum, ferðaþjónustu, kynningu á vísindum, fjölbreyttum ritstörfum og dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp. Ari Trausti hefur skrifað fjölda bóka um [[Náttúra|náttúru]] [[Ísland]]s, [[jarðfræði]], [[eldfjallafræði]], [[stjörnufræði]], [[umhverfisvernd]], ferðaslóðir og fjallamennsku, samtals hafa yfir 40 titlar komið út á íslensku, ensku, ítölsku og frönsku. Hann er einnig þekktur sem dagskrárgerðarmaður í [[útvarp]]i og [[sjónvarp]]i, m.a. fyrir margar heimildarmyndir og þáttaraðir sem hann hefur staðið að. Auk fræðirita og ferðabóka hefur Ari Trausti gefið út smásagnasöfn, ljóðabækur og skáldsögur, alls 11 skáldverk. Hann gaf út fyrsta smásagnasafn sitt 2002, sem hét ''Vegalínur'', fyrir það hlaut hann [[Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness]]. Ari Trausti hefur hlotið nokkrar viðurkenningar, auk fyrrgreindra verðlauna, svo sem viðurkenningu frá [[Bókasafnssjóður|Bókasafnssjóði]] fyrir fræðirit, tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna (2001) og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, hlaut verðlaun [[Rannís]] fyrir kynningu á vísindum til almennings (2008) og einnig Landgræðsluverðlaunin 2015. Hann varð handhafi riddarakross Fálkaorðunnar 2022 fyrir störf á sviði vísinda og þekkingarmiðlunar. Ari Trausti hefur einnig skrifað margar greinar í blöð og tímarit um umhverfismál, ýmis þjóðmál, ferðaþjónustu og fjallamennsku en einnig [[stjórnmál]] og var formaður miðstjórnar [[EIK (m-l)]] frá 1973 til 1980 þegar þau sameinuðust [[KSML|KFÍ m-l]] í [[Kommúnistasamtökin|Kommúnistasamtökunum]] og formaður þeirra til 1983. Hann var einn af frambjóðendum til forsetakjörs 2012 og var svo kjörinn á Alþingi fyrir vinstri græn [[Alþingiskosningar 2016|2016]] og [[Alþingiskosningar 2017|2017]]. Ari Trausti hefur stundað ferðalög, útivist og fjallamennsku í rúma fjóra áratugi, bæði hér heima og víða um veröld. Meðal annars hefur hann leitt íslenska ferðahópa til Mongólíu, Suðurskautslandsins, Nýja-Sjálands og Ekvador. Hann hefur farið mjög víða um norðurslóðir, á Suðurskautslandið og til tuga landa í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku og víðar í leit að fjöllum til að klífa og farið á há fjöll í Ölpunum, Rússlandi, Pakistan, Bólivíu, Ekvador, Tíbet, Xinjang og Tansaníu og flugleiðis á Norðurpólinn. Hann hefur samið handbók í fjallamennsku (ásamt Magnúsi Tuma Guðmundssyni; Fjallamennska) og gönguleiðabók um fjöll og jökla (með Pétri Þorleifssyni; Íslensk fjöll) og bók á ensku um svipað efni (Summit). Ari Trausti er sonur listamannsins [[Guðmundur frá Miðdal|Guðmundar frá Miðdal]] og leirkerasmiðsins [[Lydia Pálsdóttir|Lydiu Pálsdóttur]]. (Lydia var þýsk-austurrísk að uppruna og hét Zeitner að eftirnafni áður en hún varð íslenskur ríkisborgari). Ari Trausti er samfeðra hálfbróðurnum Erró, [[Erró|Guðmundi Guðmundssyni listmálara]]. Hér fer á eftir yfirlit yfir bækur, bókarkafla, sjónvarpsefni, sýningar og fleira sem Ari Trausti hef komið að með ýmsum hætti en þó langmest sem höfundur texta, handrits og myndefnis. Innlendra og erlendra útvarpsþátta, blaða- og tímaritsgreina er ekki getið. Yfirlitið er ekki heildstætt og sennilega heldur ekki villulaust. Árið 2016 var Ari Trausti kosinn á þing fyrir [[Vinstrihreyfingin - grænt framboð|Vinstri Græna]] í Suðurkjördæmi. Hann hefur setið sex þing en gaf ekki kost á sæti framarlega á kjörlista í þingkosningum 2021 heldur skipaði aftasta sætið. Meðal annarra starfa á Alþingi var hann varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, fulltrúi VG í utanríkismálanefnd, formaður Þingvallanefndar og formaður þingmannanefndar um norðurslóðir. Verkefnisstjóri starfshóps (D-hóps) að verkefnaáætlun í noðurslóðamálum Íslands á vegum Utanríkisráðuneytisins mars – desember 2022. Á fyrri hluta árs 2022 tók Ari Trausti þátt í starfshópi ráðuneytis umhverfis-,orku- og loftslagsmála (URN) sem samdi skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum. (útg. í mars 2022). Hann vann svo með starfshópi á vegum URN í rúmt ár við gerð skýrslu um starfsumgjörð fyrirtækja á orkumarkaði og full orkuskipti á Íslandi (des. 2024). ==Erlendir bókarhlutar== *Terra di Ghiacco. Muzeo Nat. della Montagna (65). Torino 1989. *La nature en Europe. Bordas. Paris 1992. *Island/Iceland. Stemmle Verlag og Mál og menning. Reykjavík og Sviss 1994. *Island. Du Mont Reiseführer. Þýskaland 1993. *Bewegung (kafli um Surtsey). ProFutura, Þýskaland 2005. *Encyclopedia of the Arctic - 7 kaflar. Routledge, London/New York 2005 ==Þýðingar úr ensku eða dönsku== *Alheimurinn og jörðin. Ridley o.fl., Reykjavík, Örn og Örlygur 1981. *Risinn hvíti - Changabang. P. Boardman og J. Tasker. *Útvarpssaga RÚV 1984/85. *Steinaríkið. British Museum of Natural History, með Halldóri Kjartanssyni. Vaka –Helgafell 1988. *Hvalir við Ísland. Mark Carwardine. Vaka-Helgafell 1988. *Skrautsteinar. (e. Aage Jensen/Politikens Forlag/Calley Hall - Dorling Kindersley). JENS ehf. 2000. *Vísindabókin. Mál og menning 2005. ==Bækur almenns eðlis== *Ágrip af jarðfræði Íslands. Örn og Örlygur 1982. *Fjallamennska. Meðhöfundur og ljósmyndari: Magnús T. Guðmundsson og Hreinn Magnússon, Örn og Örlygur 1983. *Guide to the Geology of Iceland. (Þýsk útg: Wegweiser durch die Geologie Islands). Meðhöfundur: Halldór Kjartansson, Örn og Örlygur 1984. *Íslandseldar - saga íslenskra eldstöðva. Vaka 1986. *Energy resources and dams in Iceland. Rritstjóri og höfundur efnis að hluta. ICOLD, Orkustofnun og Landsvirkjun 1989. *Ísland er enn í mótun. Yrkja, kafli í afmælisrit Vigdísar Finnbogadóttur. Reykjavík 1990. *Á ferð um hringveginn. Líf og saga 1990. *The other side of Iceland. (Islands zweites Gesicht, Hin hlið Íslands). Ljósmyndir: Hreinn Magnússon. Líf og saga 1990. *Úr ríki náttúrunnar (ritgerðir um náttúru og umhverfismál). Ljóð: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Ljósmyndir; Guðmundur Einarsson. Ísafold 1991. *Fjallabak (leiðabók handa göngumönnum). Meðhöfundur: Helmut Hinrichsen. Reykjavík 1992. *Ferð án enda (stjörnufræði). Ísafold 1992. *Landið, umhverfið og við (verkefna- og kennslubók í umhverfisfræðum handa 5.-7. bekk). Námsgagnastofnun 1993. *Í sátt við umhverfið (umhverfismál). Íslandsbanki 1994. *Jökulheimar (Erlendar útgáfur: Eivisionen, Light on ice). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Ormstunga 1995. *Mountaineering in Iceland. Eigin útgáfa. Reykjavík 1995. *Waterfalls (Þýsk útgáfa: Wasserfälle). Iceland Review 1995. *Earth in action. (Þýsk útgáfa: Land im Werden). Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. Vaka-Helgafell 1996. *Volcanoes of Iceland. Vaka-Helgafell 1996. *Vatnajökull; frost og funi (Ensk útgáfa: Ice on Fire). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Arctic Books 1996. *Reykjanes – Gateway to Iceland. Iceland Review 1998. *Fólk á fjöllum (leiðir á 101 fjall á Íslandi). Meðhöfundur: Pétur Þorleifsson. Ormstunga 1999. *Reykjavík, hálendið, fossar. Þrjár myndabækur á nokkrum tungumálum. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurðsson. Forlagið 1999. *Reykjavík – Á vit nýrra alda. Fjögur tungumál. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Arctic Books 1999. *Íslenskar eldstöðvar. Saga eldvirkni í 10.000 ár. Vaka-Helgafell 2001. *North light. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Iceland Review/Forlagið, 2002. *Íslenskur jarðfræðilykill (jarðfræðihugtök/alfræði). Mál og menning 2002. *Steinuð hús. Meðhöfundur: Flosi Ólafsson. Húsafriðunanefnd ríksins og Línuhönnun. Reykjavík 2003. *YZT (um listamanninn Tolla). Útgefendur: Tolli 2003 og Edda 2004. *Íslensk fjöll. (Gönguleiðir á 151 fjall). Meðhöfundur: Pétur Þorleifsson. Mál og menning 2004. *Eldgos. (Eldgos á Íslandi 1913-2004). Mál og menning 2005. *Listvinahús og leirmunagerð 1930-1960. Arctic Books 2006. *Living Earth (yfirlit yfir jarðfræði Íslands). (Þýsk útgáfa: Lebende Erde). Edda 2007. *Focus on Iceland (handbók um 600 staði á landi, einnig til á þýsku). Ljósmyndir: Rafn Hafnfjörð. Salka 2008. *ÍSTAK (saga fyrirtækisins). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Eigin útg. Ístaks. 2008. *Kjarni Íslands (Erlendar útgáfur: The Essence of Iceland, L’Islande en son Essence, Wesentlich Island). Ljósmyndabók eftir Kristján Inga Einarsson. Salka og Kristján Ingi 2009. *Iceland – So quiet. (Ljósmyndabók eftir Kristján Inga Einarsson). Salka 2010. *Eyjafjallajökull – Stórbrotin náttúra – Untamed nature. Með ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðssonar. Uppheimar 2010. Einnig til í minna broti. *Enjoy (bók um 32 veitingahús í Reykjavík). Meðhöfundur: Helga S. Aradóttur. Ljósmyndir: Ólafur Þórisson og Ragnar Th. Sigurðsson. Salka 2010. *Landslag hugans – Landscape of the mind, ásamt Aðalsteini Ingólfssyni. Um listamanninn Tolla, Eigin útgáfa listamannsins 2010. *Eldgos. (um eldgos á Íslandi 1913-2012). Endurútgáfa að hluta. Mál og menning 2011. *Summit (leiðsögn á ensku - 100 fjöll á Íslandi). Uppheimar 2012. *Magma (yfirlit yfir eldgos á Íslandi). Uppheimar 2012. Einnig til í minna broti sem Magma on the move. Uppheimar 2013. *Iceland ablaze. (Spurningar og svör um eldvirkni á Íslandi). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Forlagið 2013. *Hræringar (um Norræna húsið - kafli um náttúruna). Norræna húsið 2013. *Gagnvegir - um víða veröld. Rafbók og hljóðbók. Eigin útg. og Hljóðbók 2013. *Primordial landscape - Iceland revealed. Ljósmyndir Feos Pitcairn, 120 ljóð, upplýsingatexti um myndefni. powerHouse 2015. *Veröld í vanda - 14 kaflar um umhverfismál. Hið íslenska bókmenntafélag 2016. *LAVA - a brief history of Icelandic volcanoes. Ljósmyndir: Aðallega Ragnar Th. Sigurðsson. Mál og menning 2021. *UMBROT - jarðeldar á Reykjanesskaga. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Mál og menning 2021. *ON FIRE - Iceland´s youngest volcano - sama bókverk og Umbrot. *Náttúruvá - ógnir, varnir og viðbrögð. Forlagið - Mál og menning 2024. ==Skáldverk== *Brúin út í Viðey. Smásögur og ljóð átta rithöfunda (Grafarvogsskáldin). Miðgarður 2000. *Vegalínur (smásögur). Vaka-Helgafell 2002. *Á ferð (ljóðabók). Vaka-Helgafell 2004. *Leiðin að heiman (skáldsaga). Uppheimar 2005. *Krókaleiðir (ljóðabók). Uppheimar 2006. *Land þagnarninnar (skáldsaga). Uppheimar 2007. *Borgarlínur (ljóðabók). Uppheimar 2008. *Landið sem aldrei sefur (skáldsaga). Uppheimar 2009. *Blindhæðir (ljóðabók). Uppheimar 2010. *Sálumessa (skáldsaga). Uppheimar 2011. *Leitin að upptökum Orinoco (ljóðabók). Uppheimar 2012. *Bæjarleið (ljóðabók). Uppheimar 2013. *Fardagar (ljóðabók). Bókaútgáfa Sæmundur 2015. ==Geisladiskar með fræðsluefni (CD-ROM/DVD)== *Geothermal energy in Iceland. Rafhönnun 1995. *Ísland (á ári hafsins); Útflutningsráð. EXPO ´98 í Lissabon 1998. *Ísland (Náttúra – mannlíf). EXPO 2000 í Hannover 2000. *Vetni sem orkuberi framtíðar (líka á ensku). Íslensk nýorka 2003. *Islande – terre vivante. Vísindakynning París 2004. *Pure Iceland. Kynning á Íslandi, vísindum og náttúru. The Science Museum London 2006. *Hellisheiðarvirkjun og jarðhitanýting. Orkuveita Reykjavíkur 2009. ==Helstu sjónvarpsþættir og heimildarmyndir== *'''Ríkisútvarpið/Sjónvarp''' (framleiðandi): *Jarðfræði 1-10. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1983-1984. *Viðey. RÚV 1985. *Á ferð um Reykjanesskagann. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1986. *Jökulsárgljúfur. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1987. *Jarðfræði Reykjavíkur. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1989. *Fjallamenn á Fimmvörðuhálsi. Verksmiðjan 1993 *'''Valdimar Leifsson - Kvikmyndagerð og Lífsmynd''' (framleiðandi): *Dimmuborgir. Landgræðslan 1994. *Lóan syngur ekki á örfoka svæðum. Landgræðslan 1994. *Þórsmörk 1997. *Í sátt við náttúruna (10 þátta röð um umhverfismál fyrir Stöð 2) 1997-8. *Hætturnar á sandinum (að afloknu Skeiðarárhlaupi 1996) 1997. *Öryggi í fyrirrúmi 112 (þáttaröð um nýja neyðarlínukerfið) 1998. *Vísindi í verki. Níu þættir um vaxtarbroddana í íslenskum vísindum. RÚV, HÍ, RANNÍS o.fl. 1999-2001. *Sultartangavirkjun (heimildamynd fyrir Landsvirkjun) 2000. *Stjörnufræði (fyrir Námsgagnastofnun) 2000. *Maður eigi einhamur – um ævi Guðmundar Einarssonar frá Miðdal (aðstoð við handritsgerð) 2001. *Víkingar: DNA-slóðin rakin. Þrír þættir 2003. *Maðurinn sem gatar jökla (um Sigfús Johnsen) 2003. *Vísindi fyrir alla. Vikulegir þættir fyrir RÚV (með Rögnu Söru Jónsdóttur) 2003 og tvær sex þátta raðir með samtals 36 innslögum fyrir RÚV 2004-2005. *Katla og Kötluvá (fyrir Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra) 2006. *Tónlist er lífið (níu þættir, sýndir í RÚV) 2007-2008. *Chukotka – land Romans Abramovich 2008. *Nýsköpun- íslensk vísindi. Tólf þátta röð um íslensk vísindi fyrir RÚV 2009-2010. *Þjórsárdalur 2011. *Nýsköpun – íslensk vísindi. Tólf þátta röð fyrir RÚV 2010-2011. *The birth of an island (handrit að hluta) 2011. *Völundur – nýsköpun í iðnaði. Fimm þátta röð fyrir Samtök iðnaðarins og RÚV 2012. *Reykjanes - upplifun við bæjardyrnar. Þriggja þátta röð fyrir RÚV 2013. *Nýsköpun - vísindi. Átta þættir unnir fyrir Sjónvarpið 2013. Sýndir 2014. *Maðurinn og umhverfið. Fimm þættir unnir fyrir Sjónvarpið 2014. Sýndir 2015. *Náttúrupostulinn - heimildarmynd um gróðurfarssögu Íslands, endurheimt landgæða og Svein Runólfsson fyrrum landgræðslustjóra. *Veðurstofan 100 ára (handritsgerð) *Eldhugarnir - Gluggi vonarinnar (handritsgerð). Heimildarmynd um baráttuna við Eldfellshraunið 1973. 2021. ==Ýmsir framleiðendur== *Þumall klifinn. Þumall/Grimsfilm 1984. *Haukadalur. Landgræðsla og náttúruvernd. Myndbær fyrir Landgræðsluna 1992. *Jarðboranir - við opnum þér auðlindir. Spark, fyrir Jarðboranir 2006. ==Saga film (framleiðandi)== *Winter sports in Iceland 1989. *Spáð í jörðina, eldgosa- og jarðskjálftaspár 1991. *Afl úr iðrum jarðar, nýting jarðhita 1991. *Þjórsárver. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson 1992. *Æfintýraheimur Austur-Grænlands 1992. *Veiðivötn. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson 1993. *Whale watching at the ice cap 1993. *Iceland; a land for all seasons 1993. *Iceland; a unique saga. Sex tungumál 1996. *Hetjur háloftanna (um frumherja í flugi á Íslandi) 1996. *Vatnajökull (handrit og tökur - mynd ekki lokið) 1996. *Skúmurinn. 1997. *Tröllajeppar í Antarktíku (handrit). Toyota/Saga film 1999. ==Stöð 2 (framleiðandi)== *Surtshellir 1989. *Jöklar á fljúgandi ferð (framhlaup í Vatnajökli) 1995. *Íslendingar á Norðurpólnum (með Saga film) 1995. *Meðal fiska og fólks, A-Grænland. 1998 *Á hvítabjarnaslóðum, A-Grænland. 1999. *Íslendingar í Ekvador 2000. *Snjór í Ölpunum? 2001. ==VISA-sport á Stöð 2 (innslög í þætti)== *Ísklifur í Botnsúlum 1993. *Niður Hvítá 1993. *Vetrarfjallamennska 1993. *Lambatindur klifinn 1994. *Ísfossaklifur 1994. *Klifnir Syðri Hásteinar í Hofsjökli 1994. *Reykjavegur 1994. *Þelamerkursveiflan 1995. *Upp Skessuhorn 1995. *Þrír skriðjöklar í Öræfajökli 1995. *Klettaklifur í Esju 1995. *Týnda flugvélin (Gígjökull) 1995. *Sjóstangaveiði við Reykjavík 1995. *Búrfell og Búrfellsgjá 1995. *Áramótaferð á Vífilsfell 1996. *'''Í samvinnu við erlend fyrirtæki (dæmi):''' *Vulkanausbruch, Heimaey. WDR, Þýskaland 1973. *Unterwegs mit einem Islandtief. BR, Þýskaland 1981. *Snæfellsjökull; eine Reise zum Erdinneren. WDR, Þýskaland 1985. *Incentives and congresses in Iceland. Eimer, Þýskaland 1989. *Vatnajökull erupts. ITN-Bretland 1996. *The eruption in Vatnajökull. Discovery-Kanada 1996. *Good morning America. ABC/USA 1997. *The waterworld of Iceland. NPS, Holland 1998. *The world´s best water? BBC/Bristol/ fyrir Vatnsveituna 1999. *The University of Iceland. LITV/London 2002. *Island og naturen. DR2/Danmörk 2004. *Tektonik og vulkanisme. (í Viden om) DR2/Danmörk 2008. *Eyjafjallajökull. N24 (Þýskaland), BBC og margar fleiri stöðvar, 2010. *Journey to the centre of the planet. BBC/Richard Hammond 2011. *Volcanism in Iceland. Pumpkin Film fyrir BBC 2013. *Island - Kanal 2, Rússland, 2014. *Planete Raw 2020 Frakkland - Youtube *Des Volcans et Des Hommes. Les Bons Clients fyrir Arte 2018.     ==Sýningar á eigin verkum eða ljósmyndasýningar== *Vatnslitamyndir og teikningar. Eyrarbakki 1974. *Vatnslitamyndir og teikningar. Reykjavík 1980. *Ljósmyndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar (ljóðatextar við myndir). *Gerðarsafn 1995. *Vatnslitamyndir. Reykjavík 2003. *Vestan við sól og norðan mána. Ljósmyndir, textar og kynning, með Ragnari Th. *Sigurðssyni. Þórhöfn, Færeyjun 2003, Akureyri 2003, Reykjavík 2003. *Vatnslitamyndir. Reykjavík 2008. ==Þátttaka í gerð fræðslusýninga == BGB merkir samvinnu við Björn G. Björnsson, G við Gagarín, ÞSÞ Þórunni S. Þorgrímsdóttur og ÁPJ Árna Páli Jóhannssyni *Sýning á í Tasiilaq (Ammassalik) á verkum Guðmundar Einarssonar 1994. *Ísland. EXPO ´98 Lissabon 1998. (Línuhönnun) *Ísland. EXPO 2000 Hannover 2000. (Línuhönnun) *Island – terre vivante. Vísindakynning. Palace de la Decouverte París 2004. (ÁPJ og Línuhönnun) *Pure Iceland. Kynning á Íslandi, vísindum og náttúru. The Science Museum London 2006. (ÁPJ, G og Línuhönnun) *Hellisheiðarvirkjun og jarðhitanýting. Orkuveita Reykjavíkur. (G) *Ekvadorhátíð Kópavogs í Gerðarsafni og Náttúrufræðisafni Kópavogs. *Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar í Búrfellsvirkjun. (G) *Sýning um Þjórsárdal í Árnesi. (BGB) *Sýning um Eyjafjalajökulsgosið 2010 á Þorvaldseyri. (Porthönnun) *Heklusetrið að Leirubakka. (ÁPJ) *Kynningarsýning Landmælinga Íslands, Akranesi (með Vigni Jóhannssyni). *Orkuverið jörð í Reykjanesvirkjun. (BGB og Janus, Bretlandi) *Jarðvarmasýning í Kröflustöð. (G) *Bresentret, Noregi. (G) *Bremuseet, Noregi. (G) *Norsk sjöfuglsenter, Gestehamn, Værland. (G) *Snæfellsstofa að Skriðuklaustri (Vatnajökulsþjóðgarður). (ÞSÞ) *Kötlusetur í Vík í Mýrdal. (BGB) *Iceland revealed. Sýning með ljósmyndum eftir Feodor Pitcairn. Smithsoninan Inst. Washington. Fjölþættir textar. 2015. *LAVA - eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð/sýning á Hvolsvelli.(G). Hönnunarverðlaun Barcelona 2018. == Tenglar == * [http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=24&action=search&sw=Ari+Trausti+Gu%C3%B0mundsson+jar%C3%B0e%C3%B0lisfr%C3%A6%C3%B0ingur%2C+f.+3.1 Snara.is – Vefbókasafn, Ari Trausti Guðmundsson] [[Flokkur:Íslensk skáld]] [[Flokkur:Íslenskir jarðfræðingar]] [[Flokkur:Íslenskt fjölmiðlafólk]] [[Flokkur:Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs]] {{f|1948}} [[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2012]] 3a7w7tsaxgnccyp575l8bv7682h88c5 1892069 1892068 2024-12-16T10:04:04Z 85.220.9.205 Starfsheiti og fleiru 1892069 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1948|12|3}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]] | stjórnmálaflokkur = Vinstrihreyfingin – grænt framboð | starf = Jarðeðlisfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður | AÞ_CV = 1249 | AÞ_frá1 = 2016 | AÞ_til1 = 2021 | AÞ_kjördæmi1 = [[Suðurkjördæmi|Suður]] | AÞ_flokkur1 = Vinstrihreyfingin – grænt framboð }} '''Ari Trausti Guðmundsson''' (f. [[3. desember]] [[1948]]) er íslenskur [[Jarðfræði|jarðeðlisfræðingur]], [[rithöfundur]] og [[Fjölmiðlar|fjölmiðlamaður]]. Hann var [[alþingismaður]] [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs]] 2016 til 2021. Hann lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] [[1968]] og prófi í [[Forspjallsvísindi|forspjallsvísindum]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla íslands]] [[1972]]. Ari Trausti stundaði síðan nám við [[Óslóarháskóli|Óslóarháskóla]] og tók [[Cand.mag]]. í [[jarðeðlisfræði]] 1973 og stundaði síðar viðbótarnám í jarðvísindum við Háskóla Íslands 1983 til 1984. Hann vann m.a. við rannsóknarstörf, blaðamennsku. kennslu, leiðsögn og ferðaþjónustu til 1987. Eftir það hefur hann verið sjálfstætt starfandi og t.d. sinnt ýmis konar faglegri ráðgjöf, fyrirlestrum, ferðaþjónustu, kynningu á vísindum, fjölbreyttum ritstörfum og dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp. Ari Trausti hefur skrifað fjölda bóka um [[Náttúra|náttúru]] [[Ísland]]s, [[jarðfræði]], [[eldfjallafræði]], [[stjörnufræði]], [[umhverfisvernd]], ferðaslóðir og fjallamennsku, samtals hafa yfir 40 titlar komið út á íslensku, ensku, ítölsku og frönsku. Hann er einnig þekktur sem dagskrárgerðarmaður í [[útvarp]]i og [[sjónvarp]]i, m.a. fyrir margar heimildarmyndir og þáttaraðir sem hann hefur staðið að. Auk fræðirita og ferðabóka hefur Ari Trausti gefið út smásagnasöfn, ljóðabækur og skáldsögur, alls 11 skáldverk. Hann gaf út fyrsta smásagnasafn sitt 2002, sem hét ''Vegalínur'', fyrir það hlaut hann [[Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness]]. Ari Trausti hefur hlotið nokkrar viðurkenningar, auk fyrrgreindra verðlauna, svo sem viðurkenningu frá [[Bókasafnssjóður|Bókasafnssjóði]] fyrir fræðirit, tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna (2001) og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, hlaut verðlaun [[Rannís]] fyrir kynningu á vísindum til almennings (2008) og einnig Landgræðsluverðlaunin 2015. Hann varð handhafi riddarakross Fálkaorðunnar 2022 fyrir störf á sviði vísinda og þekkingarmiðlunar. Ari Trausti hefur einnig skrifað margar greinar í blöð og tímarit um umhverfismál, ýmis þjóðmál, ferðaþjónustu og fjallamennsku en einnig [[stjórnmál]] og var formaður miðstjórnar [[EIK (m-l)]] frá 1973 til 1980 þegar þau sameinuðust [[KSML|KFÍ m-l]] í [[Kommúnistasamtökin|Kommúnistasamtökunum]] og formaður þeirra til 1983. Hann var einn af frambjóðendum til forsetakjörs 2012 og var svo kjörinn á Alþingi fyrir vinstri græn [[Alþingiskosningar 2016|2016]] og [[Alþingiskosningar 2017|2017]]. Ari Trausti hefur stundað ferðalög, útivist og fjallamennsku í rúma fjóra áratugi, bæði hér heima og víða um veröld. Meðal annars hefur hann leitt íslenska ferðahópa til Mongólíu, Suðurskautslandsins, Nýja-Sjálands og Ekvador. Hann hefur farið mjög víða um norðurslóðir, á Suðurskautslandið og til tuga landa í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku og víðar í leit að fjöllum til að klífa og farið á há fjöll í Ölpunum, Rússlandi, Pakistan, Bólivíu, Ekvador, Tíbet, Xinjang og Tansaníu og flugleiðis á Norðurpólinn. Hann hefur samið handbók í fjallamennsku (ásamt Magnúsi Tuma Guðmundssyni; Fjallamennska) og gönguleiðabók um fjöll og jökla (með Pétri Þorleifssyni; Íslensk fjöll) og bók á ensku um svipað efni (Summit). Ari Trausti er sonur listamannsins [[Guðmundur frá Miðdal|Guðmundar frá Miðdal]] og leirkerasmiðsins [[Lydia Pálsdóttir|Lydiu Pálsdóttur]]. (Lydia var þýsk-austurrísk að uppruna og hét Zeitner að eftirnafni áður en hún varð íslenskur ríkisborgari). Ari Trausti er samfeðra hálfbróðurnum Erró, [[Erró|Guðmundi Guðmundssyni listmálara]]. Hér fer á eftir yfirlit yfir bækur, bókarkafla, sjónvarpsefni, sýningar og fleira sem Ari Trausti hef komið að með ýmsum hætti en þó langmest sem höfundur texta, handrits og myndefnis. Innlendra og erlendra útvarpsþátta, blaða- og tímaritsgreina er ekki getið. Yfirlitið er ekki heildstætt og sennilega heldur ekki villulaust. Árið 2016 var Ari Trausti kosinn á þing fyrir [[Vinstrihreyfingin - grænt framboð|Vinstri Græna]] í Suðurkjördæmi. Hann hefur setið sex þing en gaf ekki kost á sæti framarlega á kjörlista í þingkosningum 2021 heldur skipaði aftasta sætið. Meðal annarra starfa á Alþingi var hann varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, fulltrúi VG í utanríkismálanefnd, formaður Þingvallanefndar og formaður þingmannanefndar um norðurslóðir. Verkefnisstjóri starfshóps (D-hóps) að verkefnaáætlun í noðurslóðamálum Íslands á vegum Utanríkisráðuneytisins mars – desember 2022. Á fyrri hluta árs 2022 tók Ari Trausti þátt í starfshópi ráðuneytis umhverfis-,orku- og loftslagsmála (URN) sem samdi skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum. (útg. í mars 2022). Hann vann svo með starfshópi á vegum URN í rúmt ár við gerð skýrslu um starfsumgjörð fyrirtækja á orkumarkaði og full orkuskipti á Íslandi (des. 2024). ==Erlendir bókarhlutar== *Terra di Ghiacco. Muzeo Nat. della Montagna (65). Torino 1989. *La nature en Europe. Bordas. Paris 1992. *Island/Iceland. Stemmle Verlag og Mál og menning. Reykjavík og Sviss 1994. *Island. Du Mont Reiseführer. Þýskaland 1993. *Bewegung (kafli um Surtsey). ProFutura, Þýskaland 2005. *Encyclopedia of the Arctic - 7 kaflar. Routledge, London/New York 2005 ==Þýðingar úr ensku eða dönsku== *Alheimurinn og jörðin. Ridley o.fl., Reykjavík, Örn og Örlygur 1981. *Risinn hvíti - Changabang. P. Boardman og J. Tasker. *Útvarpssaga RÚV 1984/85. *Steinaríkið. British Museum of Natural History, með Halldóri Kjartanssyni. Vaka –Helgafell 1988. *Hvalir við Ísland. Mark Carwardine. Vaka-Helgafell 1988. *Skrautsteinar. (e. Aage Jensen/Politikens Forlag/Calley Hall - Dorling Kindersley). JENS ehf. 2000. *Vísindabókin. Mál og menning 2005. ==Bækur almenns eðlis== *Ágrip af jarðfræði Íslands. Örn og Örlygur 1982. *Fjallamennska. Meðhöfundur og ljósmyndari: Magnús T. Guðmundsson og Hreinn Magnússon, Örn og Örlygur 1983. *Guide to the Geology of Iceland. (Þýsk útg: Wegweiser durch die Geologie Islands). Meðhöfundur: Halldór Kjartansson, Örn og Örlygur 1984. *Íslandseldar - saga íslenskra eldstöðva. Vaka 1986. *Energy resources and dams in Iceland. Rritstjóri og höfundur efnis að hluta. ICOLD, Orkustofnun og Landsvirkjun 1989. *Ísland er enn í mótun. Yrkja, kafli í afmælisrit Vigdísar Finnbogadóttur. Reykjavík 1990. *Á ferð um hringveginn. Líf og saga 1990. *The other side of Iceland. (Islands zweites Gesicht, Hin hlið Íslands). Ljósmyndir: Hreinn Magnússon. Líf og saga 1990. *Úr ríki náttúrunnar (ritgerðir um náttúru og umhverfismál). Ljóð: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Ljósmyndir; Guðmundur Einarsson. Ísafold 1991. *Fjallabak (leiðabók handa göngumönnum). Meðhöfundur: Helmut Hinrichsen. Reykjavík 1992. *Ferð án enda (stjörnufræði). Ísafold 1992. *Landið, umhverfið og við (verkefna- og kennslubók í umhverfisfræðum handa 5.-7. bekk). Námsgagnastofnun 1993. *Í sátt við umhverfið (umhverfismál). Íslandsbanki 1994. *Jökulheimar (Erlendar útgáfur: Eivisionen, Light on ice). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Ormstunga 1995. *Mountaineering in Iceland. Eigin útgáfa. Reykjavík 1995. *Waterfalls (Þýsk útgáfa: Wasserfälle). Iceland Review 1995. *Earth in action. (Þýsk útgáfa: Land im Werden). Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. Vaka-Helgafell 1996. *Volcanoes of Iceland. Vaka-Helgafell 1996. *Vatnajökull; frost og funi (Ensk útgáfa: Ice on Fire). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Arctic Books 1996. *Reykjanes – Gateway to Iceland. Iceland Review 1998. *Fólk á fjöllum (leiðir á 101 fjall á Íslandi). Meðhöfundur: Pétur Þorleifsson. Ormstunga 1999. *Reykjavík, hálendið, fossar. Þrjár myndabækur á nokkrum tungumálum. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurðsson. Forlagið 1999. *Reykjavík – Á vit nýrra alda. Fjögur tungumál. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Arctic Books 1999. *Íslenskar eldstöðvar. Saga eldvirkni í 10.000 ár. Vaka-Helgafell 2001. *North light. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Iceland Review/Forlagið, 2002. *Íslenskur jarðfræðilykill (jarðfræðihugtök/alfræði). Mál og menning 2002. *Steinuð hús. Meðhöfundur: Flosi Ólafsson. Húsafriðunanefnd ríksins og Línuhönnun. Reykjavík 2003. *YZT (um listamanninn Tolla). Útgefendur: Tolli 2003 og Edda 2004. *Íslensk fjöll. (Gönguleiðir á 151 fjall). Meðhöfundur: Pétur Þorleifsson. Mál og menning 2004. *Eldgos. (Eldgos á Íslandi 1913-2004). Mál og menning 2005. *Listvinahús og leirmunagerð 1930-1960. Arctic Books 2006. *Living Earth (yfirlit yfir jarðfræði Íslands). (Þýsk útgáfa: Lebende Erde). Edda 2007. *Focus on Iceland (handbók um 600 staði á landi, einnig til á þýsku). Ljósmyndir: Rafn Hafnfjörð. Salka 2008. *ÍSTAK (saga fyrirtækisins). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Eigin útg. Ístaks. 2008. *Kjarni Íslands (Erlendar útgáfur: The Essence of Iceland, L’Islande en son Essence, Wesentlich Island). Ljósmyndabók eftir Kristján Inga Einarsson. Salka og Kristján Ingi 2009. *Iceland – So quiet. (Ljósmyndabók eftir Kristján Inga Einarsson). Salka 2010. *Eyjafjallajökull – Stórbrotin náttúra – Untamed nature. Með ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðssonar. Uppheimar 2010. Einnig til í minna broti. *Enjoy (bók um 32 veitingahús í Reykjavík). Meðhöfundur: Helga S. Aradóttur. Ljósmyndir: Ólafur Þórisson og Ragnar Th. Sigurðsson. Salka 2010. *Landslag hugans – Landscape of the mind, ásamt Aðalsteini Ingólfssyni. Um listamanninn Tolla, Eigin útgáfa listamannsins 2010. *Eldgos. (um eldgos á Íslandi 1913-2012). Endurútgáfa að hluta. Mál og menning 2011. *Summit (leiðsögn á ensku - 100 fjöll á Íslandi). Uppheimar 2012. *Magma (yfirlit yfir eldgos á Íslandi). Uppheimar 2012. Einnig til í minna broti sem Magma on the move. Uppheimar 2013. *Iceland ablaze. (Spurningar og svör um eldvirkni á Íslandi). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Forlagið 2013. *Hræringar (um Norræna húsið - kafli um náttúruna). Norræna húsið 2013. *Gagnvegir - um víða veröld. Rafbók og hljóðbók. Eigin útg. og Hljóðbók 2013. *Primordial landscape - Iceland revealed. Ljósmyndir Feos Pitcairn, 120 ljóð, upplýsingatexti um myndefni. powerHouse 2015. *Veröld í vanda - 14 kaflar um umhverfismál. Hið íslenska bókmenntafélag 2016. *LAVA - a brief history of Icelandic volcanoes. Ljósmyndir: Aðallega Ragnar Th. Sigurðsson. Mál og menning 2021. *UMBROT - jarðeldar á Reykjanesskaga. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Mál og menning 2021. *ON FIRE - Iceland´s youngest volcano - sama bókverk og Umbrot. *Náttúruvá - ógnir, varnir og viðbrögð. Forlagið - Mál og menning 2024. ==Skáldverk== *Brúin út í Viðey. Smásögur og ljóð átta rithöfunda (Grafarvogsskáldin). Miðgarður 2000. *Vegalínur (smásögur). Vaka-Helgafell 2002. *Á ferð (ljóðabók). Vaka-Helgafell 2004. *Leiðin að heiman (skáldsaga). Uppheimar 2005. *Krókaleiðir (ljóðabók). Uppheimar 2006. *Land þagnarninnar (skáldsaga). Uppheimar 2007. *Borgarlínur (ljóðabók). Uppheimar 2008. *Landið sem aldrei sefur (skáldsaga). Uppheimar 2009. *Blindhæðir (ljóðabók). Uppheimar 2010. *Sálumessa (skáldsaga). Uppheimar 2011. *Leitin að upptökum Orinoco (ljóðabók). Uppheimar 2012. *Bæjarleið (ljóðabók). Uppheimar 2013. *Fardagar (ljóðabók). Bókaútgáfa Sæmundur 2015. ==Geisladiskar með fræðsluefni (CD-ROM/DVD)== *Geothermal energy in Iceland. Rafhönnun 1995. *Ísland (á ári hafsins); Útflutningsráð. EXPO ´98 í Lissabon 1998. *Ísland (Náttúra – mannlíf). EXPO 2000 í Hannover 2000. *Vetni sem orkuberi framtíðar (líka á ensku). Íslensk nýorka 2003. *Islande – terre vivante. Vísindakynning París 2004. *Pure Iceland. Kynning á Íslandi, vísindum og náttúru. The Science Museum London 2006. *Hellisheiðarvirkjun og jarðhitanýting. Orkuveita Reykjavíkur 2009. ==Helstu sjónvarpsþættir og heimildarmyndir== *'''Ríkisútvarpið/Sjónvarp''' (framleiðandi): *Jarðfræði 1-10. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1983-1984. *Viðey. RÚV 1985. *Á ferð um Reykjanesskagann. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1986. *Jökulsárgljúfur. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1987. *Jarðfræði Reykjavíkur. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1989. *Fjallamenn á Fimmvörðuhálsi. Verksmiðjan 1993 *'''Valdimar Leifsson - Kvikmyndagerð og Lífsmynd''' (framleiðandi): *Dimmuborgir. Landgræðslan 1994. *Lóan syngur ekki á örfoka svæðum. Landgræðslan 1994. *Þórsmörk 1997. *Í sátt við náttúruna (10 þátta röð um umhverfismál fyrir Stöð 2) 1997-8. *Hætturnar á sandinum (að afloknu Skeiðarárhlaupi 1996) 1997. *Öryggi í fyrirrúmi 112 (þáttaröð um nýja neyðarlínukerfið) 1998. *Vísindi í verki. Níu þættir um vaxtarbroddana í íslenskum vísindum. RÚV, HÍ, RANNÍS o.fl. 1999-2001. *Sultartangavirkjun (heimildamynd fyrir Landsvirkjun) 2000. *Stjörnufræði (fyrir Námsgagnastofnun) 2000. *Maður eigi einhamur – um ævi Guðmundar Einarssonar frá Miðdal (aðstoð við handritsgerð) 2001. *Víkingar: DNA-slóðin rakin. Þrír þættir 2003. *Maðurinn sem gatar jökla (um Sigfús Johnsen) 2003. *Vísindi fyrir alla. Vikulegir þættir fyrir RÚV (með Rögnu Söru Jónsdóttur) 2003 og tvær sex þátta raðir með samtals 36 innslögum fyrir RÚV 2004-2005. *Katla og Kötluvá (fyrir Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra) 2006. *Tónlist er lífið (níu þættir, sýndir í RÚV) 2007-2008. *Chukotka – land Romans Abramovich 2008. *Nýsköpun- íslensk vísindi. Tólf þátta röð um íslensk vísindi fyrir RÚV 2009-2010. *Þjórsárdalur 2011. *Nýsköpun – íslensk vísindi. Tólf þátta röð fyrir RÚV 2010-2011. *The birth of an island (handrit að hluta) 2011. *Völundur – nýsköpun í iðnaði. Fimm þátta röð fyrir Samtök iðnaðarins og RÚV 2012. *Reykjanes - upplifun við bæjardyrnar. Þriggja þátta röð fyrir RÚV 2013. *Nýsköpun - vísindi. Átta þættir unnir fyrir Sjónvarpið 2013. Sýndir 2014. *Maðurinn og umhverfið. Fimm þættir unnir fyrir Sjónvarpið 2014. Sýndir 2015. *Náttúrupostulinn - heimildarmynd um gróðurfarssögu Íslands, endurheimt landgæða og Svein Runólfsson fyrrum landgræðslustjóra. *Veðurstofan 100 ára (handritsgerð) *Eldhugarnir - Gluggi vonarinnar (handritsgerð). Heimildarmynd um baráttuna við Eldfellshraunið 1973. 2021. ==Ýmsir framleiðendur== *Þumall klifinn. Þumall/Grimsfilm 1984. *Haukadalur. Landgræðsla og náttúruvernd. Myndbær fyrir Landgræðsluna 1992. *Jarðboranir - við opnum þér auðlindir. Spark, fyrir Jarðboranir 2006. ==Saga film (framleiðandi)== *Winter sports in Iceland 1989. *Spáð í jörðina, eldgosa- og jarðskjálftaspár 1991. *Afl úr iðrum jarðar, nýting jarðhita 1991. *Þjórsárver. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson 1992. *Æfintýraheimur Austur-Grænlands 1992. *Veiðivötn. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson 1993. *Whale watching at the ice cap 1993. *Iceland; a land for all seasons 1993. *Iceland; a unique saga. Sex tungumál 1996. *Hetjur háloftanna (um frumherja í flugi á Íslandi) 1996. *Vatnajökull (handrit og tökur - mynd ekki lokið) 1996. *Skúmurinn. 1997. *Tröllajeppar í Antarktíku (handrit). Toyota/Saga film 1999. ==Stöð 2 (framleiðandi)== *Surtshellir 1989. *Jöklar á fljúgandi ferð (framhlaup í Vatnajökli) 1995. *Íslendingar á Norðurpólnum (með Saga film) 1995. *Meðal fiska og fólks, A-Grænland. 1998 *Á hvítabjarnaslóðum, A-Grænland. 1999. *Íslendingar í Ekvador 2000. *Snjór í Ölpunum? 2001. ==VISA-sport á Stöð 2 (innslög í þætti)== *Ísklifur í Botnsúlum 1993. *Niður Hvítá 1993. *Vetrarfjallamennska 1993. *Lambatindur klifinn 1994. *Ísfossaklifur 1994. *Klifnir Syðri Hásteinar í Hofsjökli 1994. *Reykjavegur 1994. *Þelamerkursveiflan 1995. *Upp Skessuhorn 1995. *Þrír skriðjöklar í Öræfajökli 1995. *Klettaklifur í Esju 1995. *Týnda flugvélin (Gígjökull) 1995. *Sjóstangaveiði við Reykjavík 1995. *Búrfell og Búrfellsgjá 1995. *Áramótaferð á Vífilsfell 1996. *'''Í samvinnu við erlend fyrirtæki (dæmi):''' *Vulkanausbruch, Heimaey. WDR, Þýskaland 1973. *Unterwegs mit einem Islandtief. BR, Þýskaland 1981. *Snæfellsjökull; eine Reise zum Erdinneren. WDR, Þýskaland 1985. *Incentives and congresses in Iceland. Eimer, Þýskaland 1989. *Vatnajökull erupts. ITN-Bretland 1996. *The eruption in Vatnajökull. Discovery-Kanada 1996. *Good morning America. ABC/USA 1997. *The waterworld of Iceland. NPS, Holland 1998. *The world´s best water? BBC/Bristol/ fyrir Vatnsveituna 1999. *The University of Iceland. LITV/London 2002. *Island og naturen. DR2/Danmörk 2004. *Tektonik og vulkanisme. (í Viden om) DR2/Danmörk 2008. *Eyjafjallajökull. N24 (Þýskaland), BBC og margar fleiri stöðvar, 2010. *Journey to the centre of the planet. BBC/Richard Hammond 2011. *Volcanism in Iceland. Pumpkin Film fyrir BBC 2013. *Island - Kanal 2, Rússland, 2014. *Planete Raw 2020 Frakkland - Youtube *Des Volcans et Des Hommes. Les Bons Clients fyrir Arte 2018.     ==Sýningar á eigin verkum eða ljósmyndasýningar== *Vatnslitamyndir og teikningar. Eyrarbakki 1974. *Vatnslitamyndir og teikningar. Reykjavík 1980. *Ljósmyndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar (ljóðatextar við myndir). *Gerðarsafn 1995. *Vatnslitamyndir. Reykjavík 2003. *Vestan við sól og norðan mána. Ljósmyndir, textar og kynning, með Ragnari Th. *Sigurðssyni. Þórhöfn, Færeyjun 2003, Akureyri 2003, Reykjavík 2003. *Vatnslitamyndir. Reykjavík 2008. ==Þátttaka í gerð fræðslusýninga == BGB merkir samvinnu við Björn G. Björnsson, G við Gagarín, ÞSÞ Þórunni S. Þorgrímsdóttur og ÁPJ Árna Páli Jóhannssyni *Sýning á í Tasiilaq (Ammassalik) á verkum Guðmundar Einarssonar 1994. *Ísland. EXPO ´98 Lissabon 1998. (Línuhönnun) *Ísland. EXPO 2000 Hannover 2000. (Línuhönnun) *Island – terre vivante. Vísindakynning. Palace de la Decouverte París 2004. (ÁPJ og Línuhönnun) *Pure Iceland. Kynning á Íslandi, vísindum og náttúru. The Science Museum London 2006. (ÁPJ, G og Línuhönnun) *Hellisheiðarvirkjun og jarðhitanýting. Orkuveita Reykjavíkur. (G) *Ekvadorhátíð Kópavogs í Gerðarsafni og Náttúrufræðisafni Kópavogs. *Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar í Búrfellsvirkjun. (G) *Sýning um Þjórsárdal í Árnesi. (BGB) *Sýning um Eyjafjalajökulsgosið 2010 á Þorvaldseyri. (Porthönnun) *Heklusetrið að Leirubakka. (ÁPJ) *Kynningarsýning Landmælinga Íslands, Akranesi (með Vigni Jóhannssyni). *Orkuverið jörð í Reykjanesvirkjun. (BGB og Janus, Bretlandi) *Jarðvarmasýning í Kröflustöð. (G) *Bresentret, Noregi. (G) *Bremuseet, Noregi. (G) *Norsk sjöfuglsenter, Gestehamn, Værland. (G) *Snæfellsstofa að Skriðuklaustri (Vatnajökulsþjóðgarður). (ÞSÞ) *Kötlusetur í Vík í Mýrdal. (BGB) *Iceland revealed. Sýning með ljósmyndum eftir Feodor Pitcairn. Smithsoninan Inst. Washington. Fjölþættir textar. 2015. *LAVA - eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð/sýning á Hvolsvelli.(G). Hönnunarverðlaun Barcelona 2018. == Tenglar == * [http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=24&action=search&sw=Ari+Trausti+Gu%C3%B0mundsson+jar%C3%B0e%C3%B0lisfr%C3%A6%C3%B0ingur%2C+f.+3.1 Snara.is – Vefbókasafn, Ari Trausti Guðmundsson] [[Flokkur:Íslensk skáld]] [[Flokkur:Íslenskir jarðfræðingar]] [[Flokkur:Íslenskt fjölmiðlafólk]] [[Flokkur:Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs]] {{f|1948}} [[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Íslands 2012]] tmiltbcd3ho3wdfvudvow6i5eabgn10 Þór Saari 0 88182 1892024 1709292 2024-12-16T00:29:31Z TKSnaevarr 53243 1892024 wikitext text/x-wiki '''Þór Saari''' (f. á [[Miami Beach]], [[Flórida]] [[9. júní]] [[1960]]) er íslenskur hagfræðingur og fyrrverandi [[alþingismaður]] fyrir [[Hreyfingin|Hreyfinguna]], áður [[Borgarahreyfingin|Borgarahreyfinguna]]. Foreldrar hans eru Lee Elis Roi Saari flugvirki og Rannveig Steingrímsdóttir. Hann er af [[Finnland|finnskum]] og [[Bandaríkin|bandarískum]] ættum. == Heimildir, tenglar == *[http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=713 Alþingi: Æviágrip Þórs]. Skoðað 26. október 2010. {{stubbur|æviágrip}} {{f|1960}} [[Flokkur:Þingmenn Borgarahreyfingarinnar]] [[Flokkur:Þingmenn Hreyfingarinnar]] eao0loap0r419ie3vw4xb70bvh2j2s5 Benedikt Sveinsson (sýslumaður) 0 90777 1892051 1817402 2024-12-16T08:29:53Z TKSnaevarr 53243 1892051 wikitext text/x-wiki {{Aðgreiningartengill|Benedikt Sveinsson|Benedikt Sveinsson}} '''Benedikt Sveinsson''' ([[20. janúar]] [[1826]] – [[2. ágúst]] [[1899]]) fæddist í [[Sandfell í Öræfum | Sandfell]]i í [[Öræfi|Öræfum]]. Ekki finnst lengur ministerialbók með skírn Benedikts, og sumir álíta hann fæddan sama dag árið 1827. Foreldrar hans voru séra [[Sveinn Benediktsson]] (1792-1849) og kona hans, Kristín Jónsdóttir (1794-1879). Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum á Mýrum í [[Álftaver]]i. Hann gekk í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Reykjavíkurskóla]] 1846-1850 en var þá vikið úr skóla út af [[pereat]]inu. Hann gerðist þá um hríð kennari á [[Reynistaður|Reynistað]] í Skagafirði en lauk stúdentsprófi utanskóla 1852. Á árunum 1852-1858 stundaði Benedikt laganám við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]]. Hann lauk góðu embættisprófi og gegndi síðan embætti dómara og dómsmálaritara í [[Landsyfirréttur|Landsyfirréttinum]] í Reykjavík á árunum 1859-1870. Þá var honum vikið frá embætti fyrir umdeildar sakir. Benedikt bjó á Elliðavatni við Reykjavík á árunum 1860-1874. Þá fékk hann embætti sýslumanns í Þingeyjarsýslum, sem hann gegndi til 1897. Hann bjó nyrðra á Héðinshöfða á Tjörnesi. Eftir að hann lét af embætti, bjó hann í Reykjavík, fyrst í Skildinganesi og síðast á Vatnsenda. Benedikt giftist 1859. Kona hans var Katrín Einarsdóttir (1840-1914). Þau skildu. Þessi börn þeirra komust upp: Ragnheiður á Akureyri, f. 1860, [[Einar Benediktsson|Einar skáld og sýslumaður]], f. 1864, Kristín, f. 1867, og Ólafur Sveinar Haukur bóndi á Vatnsenda, f. 1872. Benedikt átti sæti á [[Alþingi]] frá 1861 til dauðadags, samtals í 38 ár á 22 þingum. Á sjö þingum var hann forseti ýmist í neðri deild eða sameinuðu þingi. Hann lét mjög til sín taka sjálfstæðismál þjóðarinnar og fleiri umtöluð málefni og þótti um árabil einn helsti stjórnmálaleiðtogi landsins. == Ítarefni == * [http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=53 Alþingi, æviágrip]. Skoðað 4. september 2010. * Hannes Þorsteinsson í ''Andvara'' árið 1900 (liggur frammi á vefnum ''timarit.is''). [[Flokkur:Íslendingar sem gengið hafa í Kaupmannahafnarháskóla]] [[Flokkur:Sýslumenn á Íslandi]] {{fd|1826|1899}} [[Flokkur:Forsetar Alþingis]] o6vjnl84ygiuzcug16cj6mk5k1zpq4d Hæstiréttur Bandaríkjanna 0 92911 1891981 1861442 2024-12-15T16:44:53Z Snævar 16586 taka saman heimildir 1891981 wikitext text/x-wiki [[Mynd:Seal_of_the_United_States_Supreme_Court.svg|thumb|Ríkisinnsigli dómsvalds Bandaríkjanna]] '''Hæstiréttur Bandaríkjanna''' er æðsta [[dómsstig]] [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Hæstarétt Bandaríkjanna skipa níu hæstaréttardómarar og gegnir einn þeirra um leið embætti forseta hæstaréttar. Í samráði við og með staðfestingu [[öldungadeild Bandaríkjaþings|öldungadeild]]arinnar skipar [[forseti Bandaríkjanna]] hæstaréttardómara. Hæstaréttardómarar eru æviráðnir, að viðhöfðu virðulegu hátterni samkvæmt þriðju grein stjórnarskrárinnar<ref>[http://www.archives.gov/exhibits/charters/constitution_transcript.html The Constitution of the United States].</ref>, og halda þeir embætti sínu til andláts, þar til þeir segja af sér, setjast í helgan stein eða hljóta [[sakfelling]]u vegna formlegrar ákæru um embættisafglöp fyrir [[Landsdómur: Bandaríkin|landsdómi]] ''(e. impeachment)''. Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmir fyrst og fremst í málum áfrýjuðum til hans af lægri dómsstigum í Bandaríkjunum en til eru einstaka mál þess eðlis að fyrsta dómsstig þeirra er hjá honum. Með óformlegum hætti er oft talað um hæstarétt Bandaríkjanna sem háréttinn ''(e. High Court)'' og/eða skótus ''(e. SCOTUS)'', en hið síðarnefnda er skammstöfun enska heiti réttarins ''(e. Supreme Court of the United States)'', borið fram eins og samsetning bókstafanna gefur til kynna. Húsakynni hæstaréttar Bandaríkjanna eru í [[Washington]]. == Saga == Hæstiréttur Bandaríkjanna er eini dómstólinn sem kveðið er á um í [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]]. Upphaflega átti hæstirétturinn að standa saman af sex hæstaréttardómurum en hafa þeir verið níu talsins nær alla tíð frá upphafi hans. Hæstiréttur Bandaríkjanna kom fyrst saman árið [[1790]]. Fyrst um sinn komu fá mál á borð hæstaréttar Bandaríkjanna en fyrsta [[dómsuppkvaðning]] hans varð í réttarfarsmáli [[West gegn Ellsworth]] árið [[1791]].<ref>United States reports volumes 2 – 107 (1791 – 1882). [http://www.supremecourt.gov/opinions/datesofdecisions.pdf Dates of Supreme Court decisions and arguments.]. Sótt 25. október 2010.</ref> Á þeim tíma var hæstirétturinn án húsakynna og heimilisfangs og skorti almennt virðingu og upphefð.<ref>Gerber, S. D. (1998). ''Seriatim: The Supreme Court Before John Marshall.'' Bls 3. New York og London: New York university press.</ref> Á tíma [[John Marshall|Johns Marshall]] í embætti forseta hæstaréttar Bandaríkjanna, á árabilinu [[1801]] – [[1835]], urðu miklar breytingar á háttum réttarins, upphefð hans og virðingu. Meðal þeirra breytinga sem urðu þá var yfirlýsing réttarins um að hann væri æðsti túlkandi stjórnarskrárinnar og einnig féllu dómar sem drógu skýrar línur um hlutverk hans í hinu stjórnarskrárbundna valdajafnvægi milli [[Fylki Bandaríkjanna|ríkjanna]] og alríkisins<ref>Newsweek.com. (e.d.). [http://www.newsweek.com/2009/02/20/why-marbury-v-madison-still-matters.html "Why Marbury V. Madison Still Matters."]. Sótt 25. október 2010.</ref>. Við lok embættistíðar John Marshall lagði rétturinn niður þá aðferð að hver hæstaréttardómari kvæði upp sinn eigin úrskurð og var þess í stað tekin upp aðferð [[meirihlutaúrskurður|meirihlutaúrskurða]], þ.e. að einfaldur meirihluti hæstaréttardómara kvæði upp einn sameiginlegan dómsúrskurð<ref>Washingtonpost.com (e.d.). [https://archive.today/20120530060153/www.washingtonpost.com/ac2/wp-dyn?pagename=article&contentId=A58066-2000Oct2&notFound=true The Supreme Quiz]. Sótt 25. október 2010.</ref>, og hefur sá háttur verið hafður allar götur síðan þá. == Fjöldi hæstaréttardómara == [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna]] tekur ekki sérstaklega fram fjölda dómara í hæstaréttinum en samkvæmt þriðju grein stjórnarskrárinnar hefur [[Bandaríkjaþing]] yfirráð til að ákveða fjölda dómara<ref>[http://www.archives.gov/exhibits/charters/constitution_transcript.html The Constitution of the United States].</ref>. Samkvæmt lögum um dómstólaskipan ''(e. Judiciary Act of 1789)'' frá árinu [[1789]] kveður á um að skipaðir séu sex dómarar. Eftir því sem landið stækkaði landfræðilega bætti Bandaríkjaþing við dómurum til að samsvara aukinni yfirferð dómstólanna ''(e. judicial circuits)''. Bætt var við einum dómara árið [[1807]] og þannig urðu þeir sjö, níu árið [[1837]] og tíu árið [[1863]]. Samkvæmt lögum um dómstólaskipun frá árinu [[1869]] var ákveðið það ár að dómarar skyldu vera níu talsins og hefur sá fjöldi verið sá sami allar götur síðan. == Skipun dómara í hæstarétt Bandaríkjanna == Önnur grein stjórnarskrár Bandaríkjanna veitir Bandaríkjaforseta umboð til að tilnefna dómara en þó einungis með ráðgjöf og samþykki [[Öldungadeild Bandaríkjaþings|öldungadeildar]]<ref>[http://www.archives.gov/exhibits/charters/constitution_transcript.html The Constitution of the United States].</ref>. Flestir forsetar tilnefna dómara í hæstarétt sem deilir sömu [[hugmyndafræði]] en það tryggir þó ekki að sá dómari sem tilnefndur var af viðkomandi forseta taki ákvarðanir út frá því sem er forsetanum í hag. Þar sem stjórnarskráin setur ekki fram nein skilyrði sem dómari þarf að uppfylla getur forsetinn tilnefnt hvern sem er í stöðu dómara. Öldungadeildin þarf þó alltaf að samþykkja dómara áður en hann öðlast stöðu sína sem dómari hæstaréttar. Samþykki öldungadeildar felst í að [[einfaldur meirihluti|einfaldan meirihluta]] þarf til að samþykkja eða hafna frambjóðanda. Ekki samþykkir öldungadeildin alltaf þá sem forsetinn tilnefnir en það hefur gerst tólf sinnum þar sem öldungadeildin tók afgerandi stöðu gegn tilnefningu forsetans og höfnuðu því [[frambjóðandi|frambjóðandanum]] en það telst þó afar sjaldgæft að slíkt gerist. == Seta í embætti == Að meðaltali sitja hæstaréttardómarar í meira en 25 ár áður en þeir ýmist segja af sér eða láta lífið. Í ársbyrjun [[2005]] var meðal starfsaldur núverandi dómara rétt undir tuttugu ár og sá sem yngstur var í starfinu hafði setið frá árinu [[1994]]. Þar sem svona hár [[starfsaldur]] ríkir hjá hæstaréttardómurum er farið afar varlega í ráðningar en það er vegna þess að bæði er vilji fyrir því að ráða dómara sem deila sömu pólitísku hugmyndafræðinni og þeir og von er um að þeir komi til með að halda áfram að hafa áhrif á þá hugmyndafræði næstu áratugina. Að sama skapi er farið afskaplega varlega í þessa ráðningu sökum þess hversu neyðarlegt það getur verið út frá pólitísku sjónarmiði að tilnefna einhvern sem síðar meir er uppvís að smánarlegu leyndarmáli, hvort sem það tengist fjölskyldu eða frama.<ref>Katz, R. S. (2007). ''Political institutions in the United States.'' Bls 136-138. New York: Oxford university press.</ref> Sá dómari sem lengst hefur setið í hæstarétti er [[William O. Douglas]], sem sat 36 ár og 209 daga. Douglas sem var einn eindregnasti talsmaður persónufrelsis og borgaralegra réttinda í sögu réttarins var skipaður 15. apríl 1939 af [[Franklin D. Roosevelt]] sem eftirmaður [[Louis O. Brandeis]]. Þrátt fyrir að hafa fengið heilablóðfall í desember 1974 neitaði Douglas að láta af störfum fyrr en 12. nóvember 1975. Eftirmaður Douglas var [[John Paul Stevens]]. == Hæstiréttur og pólitík == Dómarar hæstaréttarins eru ekki studdir opinberlega af [[stjórnmálaflokkur|stjórnmálaflokkum]] eins og þekkist hjá [[framkvæmdarvald|framkvæmdar-]] og [[löggjafarvald]]inu. Þeim er hinsvegar skipt óformlega niður í þrjá flokka, [[íhaldsstefna|íhaldssama]], [[frjálslyndisstefna|frjálslynda]] og svo þeir sem eru mitt á milli. Þessi skipting tengis þó einungis lagalegri hlið málsins þar sem dómarar eiga að vera óháðir flokkum. Hæstiréttur er ekki laus við pólitísk tengsl en hver dómari ræður til sín aðstoðarmenn sér til stuðnings. Aðstoðarmenn dómarans hafa óskrifað vald sem felst í að hugmyndir þeirra koma fram í gegnum skrif á dómum sem þeir vinna fyrir sinn dómara. Hefur það tíðkast að dómarar velji sér aðstoðarmenn sem tengjast einum flokk fremur en öðrum og má í því samhengi nefna [[Clarence Thomas]] hæstaréttardómara, en hann hefur ráðið til sín 84 aðstoðarmenn á tuttugu árum og hafa þeir allir tengst [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokknum]].<ref> NYtimes.com (6. september 2010). [http://www.nytimes.com/2010/09/07/us/politics/07clerks.html?_r=2&pagewanted=1&ref=global-home A Sign of the Court’s Polarization: Choice of Clerks]. Sótt 25. október 2010.</ref> == Valdsvið hæstaréttar == Valdsvið hæstaréttar afmarkast í öðrum hluta þriðju greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna. Valdsviðinu má skipta í tvo hluta og eru það annarsvegar mál sem rétturinn getur tekið upp beint og hinsvegar mál sem hefur verið áfrýjað frá öðrum dómsstigum.<ref>[http://www.archives.gov/exhibits/charters/constitution_transcript.html The Constitution of the United States].</ref> Dómurinn velur mál sem gjarnan eru deilumál innan [[Þjóðfélag|þjóðfélagsins]], mál sem snúa ýmist að þinginu eða forseta landsins og mál sem krefjast [[túlkun]]ar á stjórnarskránni. Þetta eru þá frekar [[óskráð regla|óskráðar reglur]] þar sem hæstiréttur útskýrir aldrei ástæðu valsins.<ref>Washingtonpost.com (2009). [http://www.washingtonpost.com/wp-srv/national/longterm/supcourt/history/choosing.htm Choosing Cases]. Sótt 25. október 2010.</ref> Hæstiréttur getur tekið upp mál án þess að þeim hafi verið [[áfrýja|áfrýjað]] til réttarins. Hæstiréttur er í hlutverki fyrsta dómsstigs í ákveðnum tegunda mála. Dæmi um slík mál eru þegar [[sendiherra]]r eða aðrir [[Ráðherra|ráðherrar]] eiga hlut að máli, í málum þar sem ríki er annar málsaðili og þegar ríki fer í mál við annað ríki vegna deilna.<ref>[http://www.archives.gov/exhibits/charters/constitution_transcript.html The Constitution of the United States].</ref> == Réttindabyltingin == '''[[Réttindabyltingin]]''' (e. The Rights Revolution) er markvert tímabil í sögu [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Bandarísk stjórnmál|bandarískri stjórnmálasögu]] sem hófst á sjötta áratug 20. aldar. Upphaf tímabilsins má rekja til ársins 1954, þegar dómur Hæstaréttar féll í máli ''Brown v. Board of Education''. Með dóminum var staðfest að aðskilnaðarstefnan sem hafði viðgengist innan skóla og opinberra stofnana, sérstaklega í Suðurríkjunum, væri brot á [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]].<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Brown v. Board of Education. 347 U.S. 483. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/483/case.html}}</ref> Dómurinn markaði afgerandi stefnubreytingu Hæstaréttar, setti kynþáttamisrétti undir smásjána, mannréttindi í forgrunn umræðunnar og leiddi til þess að lögbundin aðskilnaðarstefna var endanlega afnumin. === Stefnubreyting Hæstaréttar === Hæstiréttur staðfesti stefnubreytinguna með því að taka fyrir fjölmörg sambærileg mál, meðal annarra mál ''Monroe v. Pape'' árið 1961, sem bæði undirdómstig höfðu hafnað. Málið snerist um ofbeldi lögregluþjóna gegn fjölskyldu blökkumanna, en afar sjaldgæft var á þessum árum að slík mál kæmu fyrir æðstu dómstig.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Monroe v. Pape. 365 U.S. 167. Supreme Court of the United States. 1961.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/365/167/case.html}}</ref><ref name="Epp">{{bókaheimild|höfundur=Epp, C. R|titill=The Rights Revolution: Lawyers, Activists, and Supreme Courts in Comparative Perspective|ár=1998|útgefandi=The University Of Chicago Press}}</ref> Fordæmið tryggði framgang sambærilegra mála sem einkenndust af því að opinberir aðilar virtu ekki stjórnarskrárvarin réttindi einstaklingsins. Með þessum breyttu áherslum Hæstaréttar var vernd stjórnarskrárinnar útvíkkuð og minnihlutahópum veitt réttindi til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra þjóðfélagshópa. ==== Vernd borgaralegra réttinda ==== Hæstiréttur umbylti þannig áherslum sínum á um 20 ára tímabili og útvíkkaði [[Réttindaskrá Bandaríkjanna|réttindaskrá stjórnarskrárinnar]] (e. The Bill of Rights). Gjörbreyting varð á mörgum sviðum samfélagsins, ekki síst er varða réttindi blökkumanna, kvenna, fatlaðra og síðar samkynhneigðra. Nokkrum árum áður höfðu mál þar sem tekist var á um borgaraleg réttindi aðeins verið um 10% dómsmála við réttinn, en í lok sjöunda áratugarins voru slík mál um 70% af málaskránni.<ref name="Epp" /> Með stefnubreytingunni lýsti Hæstiréttur því yfir að hann væri verndari réttinda einstaklingsins og hins venjulega borgara, enda snerust breytingarnar ekki hvað síst um hvernig réttur einstaklingsins gagnvart hinu opinbera er skilgreindur og með hvaða hætti ríkisvaldinu er heimilt að ganga á rétt einstaklingsins.<ref name="Epp" /> Með fleiri hæstaréttardómum og tengdum atburðum í kjölfarið, urðu afgerandi kaflaskil í bandarísku samfélagi hvað varðar réttindi minnihlutahópa. Öll mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, trúar, kyns eða þjóðernis, var svo bönnuð með samþykkt ''The Civil Rights Act'' árið 1964.<ref>{{vefheimild|titill=The Civil Rights Act|url=http://research.archives.gov/description/299891}}</ref> ==== Ríkjandi þjóðfélagsmenningu mótmælt ==== Réttindabyltingin hefði ekki orðið nema með stuðningi allra valdsþátta samfélagsins, löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldsins. Þrýstingur frá almennum borgurum í gegnum fjöldahreyfingar og kröfur baráttufólks, höfðu þó mikið að segja. Tímabilið einkenntist jafnframt af öflugum grasrótarhreyfingum sem voru andvígar ríkjandi þjóðfélagsmenningu, friðarhreyfingum sem mótmæltu þátttöku Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu og baráttuhreyfingum fyrir borgaralegum réttindum, meðal annars ''American Civil Rights Movement''.<ref>{{vefheimild|titill=American civil rights movement|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/119368/American-civil-rights-movement}}</ref> Að mörgu leyti má segja að Réttindabyltingunni sé ekki lokið, því afleiðingar hennar og þeir átakapunktar sem þar birtust lita enn deilur og áherslur í bandarísku samfélagi og eru, umfram margt annað, lykillinn að því hvernig bandarísk stjórnmál ganga fyrir sig. == Sögulegir dómar Réttindabyltingarinnar == Eftirfarandi eru tímamótadómar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem telja má hluta af Réttindabyltingunni á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, þegar kaflaskil urðu í bandarísku samfélagi. Dómarnir eiga það sameiginlegt að fjalla um borgaraleg réttindi einstaklingsins og staðfesta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra sem áttu undir högg að sækja. Dómarnir tryggðu minnihlutahópum aukin réttindi til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra þjóðfélagshópa og voru hluti af þeim grundvallarbreytingum sem fylgdu Réttindabyltingunni. === Sweatt v. Painter (1950) === Dómurinn í máli ''Sweatt v. Painter'' varð til þess að blökkumenn fengu að ganga í háskóla í [[Texas]] og gekk þvert gegn öðrum sögulegum dómi í máli ''Plessy v. Ferguson'' frá árinu 1896, þar sem staðfest var hugmyndafræðin um að kynþættir gætu lifað og starfað ''aðskildir en jafnir'' (e. separate but equal). Með þeim dómi var komið á lögbundinni kynþáttamismunun milli blökkumanna og hvítra. Niðurstaðan var að stefnan gengi ekki gegn fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar (e. Fourteenth Amendment). Opinberum aðilum var þar með heimilt, í krafti laga einstakra ríkja, að aðskilja kynþætti í opinberu rými, til dæmis í skólum, strætisvögnum, lestum, á hótelum og veitingastöðum, sem og takmarka blönduð hjónabönd.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Sweatt v. Painter. 339 U.S. 629. Supreme Court of the United States. 1950.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/339/629/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Plessy v. Ferguson. 163 U.S. 537. Supreme Court of the United States. 1896.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/163/537/case.html}}</ref> Dómsmálið fjallaði um laganemann Herman M. Sweatt, blökkumann, sem hafði verið neitað um inngöngu í laganám við [[Texas-háskóli í Austin|Háskólann í Texas]], en á þeim tíma voru blökkumenn ekki velkomnir í háskólanám í Texas og víðar. Í stað þess að ríkið starfrækti sérstakan skóla fyrir blökkumenn, líkt og lægri dómsstig höfðu talið duga, gerði Hæstiréttur skólastjóranum, Theophilus Painter, skylt að opna skólann fyrir blökkumönnum, á þeim forsendum að þar fengju þeir sömu menntun og hvítir, sem og aðgang að sambærilegri aðstöðu og bókakosti. Slíkur jöfnuður milli kynþátta væri ekki mögulegur í aðskildum skólum. Dómurinn hafði síðar áhrif á mál ''Brown v. Board of Education'' árið 1964, sem markaði frekari tímamót varðandi afnám lögbundinnar aðskilnaðarstefnu. Sambærilegt dómsmál þar sem fjallað var um aðskilnað kynþátta í skólakerfinu er meðal annars ''McLaurin v. Oklahoma State Regents'' frá árinu 1950, þar sem læknanema var meinuð innganga í Háskólann í Oklahoma.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Sweatt v. Painter. 339 U.S. 629. Supreme Court of the United States. 1950.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/339/629/case.html}}</ref> === Henderson v. United States (1950) === Dómurinn í máli ''Henderson v. United States'' varð til þess að aðskilnaður kynþátta með sérstökum sætum og gardínum í matarvögnum farþegalesta, var aflagður. Rétturinn tók þó ekki afstöðu til málsins á grundvelli stefnunnar um að kynþættir væru ''aðskildir en jafnir'', heldur gerði þá kröfu um að allir farþegar fengju sömu þjónustu, væru þeir á sama farrými og hefðu keypt samskonar lestarmiða.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Henderson v. United States. 339 U.S. 816. Supreme Court of the United States. 1950.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/339/816/}}</ref> Dómsmálið fjallaði um opinberan starfsmann, Elmer W. Henderson, blökkumann, sem ferðaðist með lest frá [[Washington (borg)|Washington DC]] til [[Atlanta]] í erindagjörðum tengdum starfi sínu. Þegar Henderson vildi nýta sér sérstaka aðstöðu fyrir blökkumenn í matarvagni lestarinnar gat hann það ekki, þar sem hvítir sátu þegar í flestum sætunum. Starfsfólk lestarinnar gaf Henderson ekki leyfi til þess að sitja við hlið hvítu farþeganna, þrátt fyrir að um afmarkað svæði fyrir blökkumenn væri að ræða. Hæstiréttur féllst á kröfu Henderson um að brotið hefði verið á honum á grundvelli ''Interstate Commerce Act'' frá árinu 1887 og hann ætti rétt á sömu þjónustu og aðrir farþegar.<ref>{{vefheimild|titill=Interstate Commerce Act|url=http://www.ourdocuments.gov/doc.php?flash=true&doc=49}}</ref> Rétturinn vísaði til eldri dóms í máli ''Mitchell v. United States'' frá árinu 1941, þar sem sama þjónusta skyldi vera veitt fyrir sama verð, á jafnræðisgrundvelli og óháð kynþætti.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Henderson v. United States. 339 U.S. 816. Supreme Court of the United States. 1950.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/339/816/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Mitchell v. United States. 313 U.S. 80. Supreme Court of the United States. 1941.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/313/80/}}</ref> === Brown v. Board of Education (1954) === Með dóminum í máli ''Brown v. Board of Education'' komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lög ríkja þar sem nemendur í opinberum skólum væru aðskildir eftir kynþætti, stæðust ekki stjórnarskrána. Rétturinn sneri þar með við dóminum í máli ''Plessy v. Ferguson'' frá 1896. Niðurstaða dómsins var samhljóða um að grundvallaróréttlæti fælist í því að nemendur væru aðskildir í opinberum skólum. Þar með var staðfest að lögbundinn aðskilnaður bryti í bága við grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um jafna vernd borgaranna gagnvart lögum, óháð kynþætti, jafnræðisreglunni (e. Equal Protection Clause), sem er hluti af fjórtánda viðaukanum. Dómurinn markaði kaflaskil í mannréttindabaráttu sjötta og sjöunda áratugarins og var mikill áfangasigur fyrir ''The Civil Rights Movement''.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Brown v. Board of Education. 347 U.S. 483. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/483/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=The Civil Rights Movement|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/119368/American-civil-rights-movement}}</ref> Dómsmálið höfðuðu þrettán foreldrar, fyrir hönd 20 barna sinna gegn skólayfirvöldum í borginni Topeka í [[Kansas]]. Málið snerist um að foreldrarnir töldu að reglunum um aðskilnað kynþáttanna í opinberu rými, en jafna stöðu að öðru leyti, væri síður en svo framfylgt. Þess í stað væri aðstaða barnanna, þjónusta hins opinbera og framkoma við börn blökkumanna allt önnur og lakari, en sú framkoma og þjónusta sem ríkið bauð uppá fyrir börn hvítra. Málið er kennt við Oliver L. Brown, en hann var faðir Lindu Brown, sem þurfti að ferðast um langan veg til þess að komast í Monroe Elementary, skóla fyrir börn blökkumanna, en skóli hinna hvítu, Sumner Elementary, var steinsnar frá heimilinu.<ref>{{vefheimild|höfundur=Anderson, R|titill=Legacy of Brown: Many people part of local case, Thirteen parents representing 20 children signed up as Topeka plaintiffs|url=http://cjonline.com/stories/050904/04b_localcase.shtml|publisher=The Topeka Capital-Journal}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Black, White, and Brown|url=http://www.pbs.org/newshour/bb/law-jan-june04-brown_05-12/|publisher=PBS NewsHour}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Brown v. Board of Education of Topeka MSN Encarta|url=http://www.webcitation.org/5kwQQveNZ}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Brown v. Board of Education. 347 U.S. 483. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/483/case.html}}</ref> ==== Aðskilnaðurinn skaðlegur ==== Eitt af því sem er markvert við dóminn í máli ''Brown v. Board of Education'' er að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir að aðstaða og framkoma kennara yðri á síðari stigum af sambærilegum gæðum í báðum skólum, væri aðskilnaðurinn í sjálfu sér skaðlegur börnum og stæðist ekki stjórnarskrá. Niðurstaða dómaranna var að börn blökkumanna væru líklegri til að þjást af alvarlegum sálfræðilegum og félagslegum kvillum vegna aðskilnaðarins.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Brown v. Board of Education. 347 U.S. 483. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/483/case.html}}</ref> Sú niðurstaða var studd rannsóknum bandaríska sálfræðingsins Kenneth Clark. Spurningin snerist því ekki lengur um hvort skólarnir væri jafngóðir, líkt og hugmyndin á bakvið dóminn í máli ''Plessy v. Ferguson'' frá 1896 gekk út á, heldur að aðskilnaðurinn sem slíkur, stæðist ekki stjórnarskrána. Stefnan um aðskilnaðinn var studd ''vísindalegum rasisma'' (e. scientific rasism) sem þá var að ná fótfestu víða um heim.<ref>{{vefheimild|höfundur=Sarat, A|titill=Race, Law, and Culture: Reflections on Brown v. Board of Education|url=http://books.google.is/books?id=Tm2I6LNZ7-cC&printsec=frontcover#v=onepage&q&f=false|publisher=Oxford University Press}}</ref><ref>{{vefheimild|höfundur=Forgren, C. A|titill=The Plessy Case|url=http://books.google.is/books?id=fuXX4wQXYlsC&printsec=frontcover&source=gbs_ge_summary_r&cad=0#v=onepage&q&f=false|publisher=Oxford University Press}}</ref> Þeirri hugmyndafræði var afneitað formlega í kjölfar [[Seinni heimsstyrjöldin|síðari heimstyrjaldarinnar]] með yfirlýsingu [[UNESCO]], ''The Race Question'', árið 1950.<ref>{{vefheimild|titill=The Race Question|url=http://unesdoc.unesco.org/images/0012/001282/128291eo.pdf}}</ref> ==== Lögbundið réttlæti ==== Hugmyndin á bakvið dóminn í máli ''Brown v. Board of Education'' er að allir eigi rétt á að njóta lögbundins réttlætis (e. equal justice under law), óháð kynþætti. Sú hugmynd lifði áfram og varð síðar grundvöllur að fleiri dómum og yfirlýsingum Hæstaréttar sem og [[Bandaríkjaþing|Bandaríkjaþings]] á árunum þar á eftir. Þar með var bundinn endi á margskonar misrétti í bandarísku samfélagi, lögbundið óréttlæti gagnvart minnihlutahópum aflagt og stjórnarskrárvarinn réttur einstaklingsins varinn. Stærsta skrefið var stigið tíu árum síðar með undirskrift [[Lyndon B. Johnson]] á ''The Civil Rights Act'' árið 1964, þar sem öll lagaleg mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, trúar, kyns eða þjóðernis var bönnuð.<ref>{{vefheimild|titill=The Civil Rights Act|url=http://www.ourdocuments.gov/doc.php?flash=true&doc=97}}</ref> === Bolling v. Sharpe (1954) === Dómurinn í máli ''Bolling v. Sharpe'' varð til þess að aðskilnaður kynþátta í almennum skólum var aflagður. Dómurinn var kveðinn upp samhliða dómi í máli ''Brown v. Board of Education'' þann 17. maí 1954. Hæstiréttur taldi að aðskilnaðurinn stæðist ekki ákvæði fimmta viðauka stjórnarskrárinnar (e. Fifth Amendment), um að allir borgarar eigi rétt á sanngjarni málsmeðferð án þess að vera þvingaðir í varðhald eða lífi og eignum þeirra ógnað (e. Due Process Clause).<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Bolling v. Sharpe. 347 U.S. 497. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/497/case.html}}</ref> Dómsmálið var höfðað af foreldrum barna, líkt og í máli ''Brown v. Board of Education''. Foreldrarnir höfðu óskað eftir því við skólayfirvöld í [[Washington (borg)|Washington DC]], að nýr skóli, John Phillip Sousa Junior High, myndi verða blandaður skóli en ekki eingöngu fyrir börn hvítra. Beiðninni var hafnað af skólastjóranum Melvin Sharpe og skólinn hélt áfram að taka við hvítum nemendum, eingöngu. Hæstiréttur, með [[Earl Warren]] í broddi fylkingar, sneri við ákvörðun skólastjórans og komst að samhljóða niðurstöðu. Warren hafði þá nýlega tekið við sem forseti Hæstaréttar og átti eftir að setja afgerandi mark sitt á niðurstöður réttarins.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Bolling v. Sharpe. 347 U.S. 497. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/497/case.html}}</ref><ref name="Epp" /> === Boynton v. Virginia (1960) === Hæstiréttur staðfesti með dóminum í máli ''Boynton v. Virginia'' að aðskilnaður kynþátta í farartækjum almenningssamgangna og tengdra mannvirkja væri ólöglegur og bryti í bága við ''Interstate Commerce Act'' frá árinu 1887.<ref>{{vefheimild|titill=Interstate Commerce Act|url=http://www.ourdocuments.gov/doc.php?flash=true&doc=49}}</ref> Í þessu tilviki vísaði rétturinn ekki í ákvæði stjórnarskrárinnar um vernd borgaralegra réttinda. Dómurinn var ekki síst markverður fyrir þær sakir að í kjölfar hans varð til hópur aðgerðasinna, [[Frelsisfarþegarnir]] (e. Freedom Riders). Hópurinn tók sér far með strætisvögnum þvert yfir ríkjamörk, einkum í Suðurríkjunum og ögruðu reglum um aðskilnað í vögnunum. Mörg ríkjanna hundsuðu dóm Hæstaréttar enda gerði ríkisvaldið lítið til að framfylgja honum og aðskilnaðarlögin, ''Jim Crow'' lögin, héldu gildi sínu allt til ársins 1965.<ref>{{vefheimild|titill=Jim Crow lögin|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/303897/Jim-Crow-law}}</ref> Sú öfgafulla andstaða sem aðgerðir Frelsisfarþeganna mætti, varð til þess að ''American Civil Rights Movement'' varð öflugri á landsvísu. Lögreglan í Suðurríkjunum tók hart á lögbrotum Frelsisfarþeganna og starfaði með öfgaþjóðernishreyfingunni ''[[Ku Klux Klan]]'', einkum í Birmingham [[Alabama]], þar sem lögreglan horfði framhjá grófum árásum á aðgerðasinnana.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Boynton v. Virginia. 364 U.S. 454. Supreme Court of the United States. 1960.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/497/case.html}}</ref> Dómsmálið snerist um að ungur blökkumaður, laganeminn Bruce Boynton, neitaði því að yfirgefa sérstakt svæði sem var frátekið fyrir hvíta farþega á veitingastað strætisvagnabiðstöðvar í [[Virginía (fylki)|Virginíu]]. Þrátt fyrir að hafa verið beðinn af starfsfólki veitingastaðarins um að færa sig yfir á svæði sem var sérstaklega ætlað lituðu fólki (e. colored people), þá neitaði hann ítrekað. Hann var handtekinn og síðar sektaður fyrir að óhlýðnast fyrirmælum um að yfirgefa svæðið.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Boynton v. Virginia. 364 U.S. 454. Supreme Court of the United States. 1960.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/497/case.html}}</ref> Sambærilegur dómur féll í máli ''Garner v. Louisiana'' ári síðar, þar sem hópur stúdenta, blökkumanna, við Southern University í Baton Rouge [[Louisiana]], mótmælti aðskilnaði með því að neita að yfirgefa svæði sérstaklega ætlað hvítum. Þau voru handtekin og ákærð fyrir að raska ró samborgara sinna á grundvelli ''Disturbing the Peace'' laganna. Í kjölfarið fengu þau stuðning úr ýmsum áttum meðal annars frá ''National Association for the Advancement of Colored People'' og dómsmálaráðuneyti [[John F. Kennedy]]. Þeim þóttu friðsöm mótmælin ekki réttlætanleg og að ekki ætti að dæma stúdentana.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Garner v. Louisiana. 368 U.S. 157. Supreme Court of the United States. 1961.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/368/157/}}</ref> Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hegðun hópsins hefði í engu raskað ró borgara og í dóminum kemur fram að friðsömum mótmælum megi frekar líka við tjáningu með orðum. Friðsöm mótmæli væru því tengd tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Geer, J. G.|höfundur2= W. J. Schiller|höfundur3= et al|titill=Gateways to Democracy: An Introduction to American Government|ár=2011|útgefandi=Wadsworth Pub Co}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=First Amendment Timeline|url=http://www.annenbergclassroom.org/Files/Documents/FirstAmendment.pdf}}</ref> === Monroe v. Pape (1961) === Hæstiréttur staðfesti með dómi í máli ''Monroe v. Pape'' að framkvæmd laga um borgaraleg réttindi ''Civil Rights Act'' frá árinu 1897 stæðist ekki stjórnarskrá og fjórtánda viðaukann. Hæstiréttur sneri þar með við dómi undirdómstóla sem höfðu vísað kröfu Monroe-fjölskyldunnar á hendur lögregluþjónum frá dómi og staðfesti að þeir hefðu brotið gegn fjölskyldunni. Rétturinn beindi jafnframt tilmælum til [[Bandaríkjaþing|Bandaríkjaþings]] um að virða bæri stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna og rétt þeirra til sanngjarnar málsmeðferðar af hálfu hins opinbera. Ríkin gætu ekki staðið fyrir því að valdinu væri misbeitt gegn borgurunum, í krafti stofnana hins opinbera. Hæstiréttur hafnaði hinsvegar kröfu gegn Chicago-borg sjálfri, þar sem ekki var talið að borgin gæti verið persóna í skilningi laga.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Monroe v. Pape. 365 U.S. 167. Supreme Court of the United States. 1961.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/365/167/case.html}}</ref> Þessum hluta málsins var snúið við með dómi í máli ''Monell v. Department of Social Services of the City of New York'' árið 1978, þar sem staðfest var að borgarstjórnir gætu borið lagalega ábyrgð á því ef opinberir starfsmenn virtu ekki stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Monell v. Department of Social Services of the City of New York. 436 U.S. 658. Supreme Court of the United States. 1978.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/436/658/}}</ref> Á þessum tíma var sjaldgæft að æðstu dómstig fjölluðu um mál þar sem opinberir aðilar voru ásakaðir um ofbeldi gagnvart blökkumönnum. Með dóminum tryggði Hæstiréttur framgang fjölda sambærilegra mála auk þess sem ferlar innan opinberra stofnana og lögreglunnar gjörbreyttust í kjölfarið.<ref name="Epp" /> Dómsmálið var höfðað af Monroe fjölskyldunni, foreldrum ásamt sex börnum, blökkumönnum, gegn Chicago-borg. Monroe fjölskyldan var vakin um miðja nótt af þrettán lögregluþjónum á heimili sínu í [[Chicago]] [[Illinois]]. Engar leitarheimildir eða handtökuskipanir höfðu verið gefnar út. Fjölskyldan var látin standa nakin í stofunni á meðan lögregluþjónarnir rótuðu í eigum þeirra, opnuðu hirslur, tæmdu skúffur og skáru í sængurver og rúmdýnur. Fjölskyldufaðirinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu á lögreglustöð, þar sem hann var spurður út í ótengt morð sem framið var tveimur dögum áður. Hann var ekki færður fyrir dómara og fékk ekki að hringja heim eða í lögmann, en var sleppt að lokinni yfirheyrslu án nokkurra sakargifta.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Monroe v. Pape. 365 U.S. 167. Supreme Court of the United States. 1961.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/365/167/case.html}}</ref><ref name="Epp" /> === Griffin v. Maryland (1964) === Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í máli ''Griffin v. Maryland'' að dómur undirréttar í máli fimm háskólanema frá [[Maryland]], gengi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið var gert ábyrgt fyrir misbeitingu valds að hálfu opinbers starfsmanns, jafnvel þótt hann hafi ekki verið á vakt sem slíkur, þegar atvikið átti sér stað. Ríkisdómstóll hafði komist að þeirri niðurstöðu að handtakan hafi verið réttmæt, í krafti lögmætrar aðskilnaðarstefnu skemmtigarðs, sem neitaði blökkumönnum um aðgang.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Griffin v. Maryland. 378 U.S. 130. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/130/}}</ref> Hæstiréttur hafði nokkrum árum áður komist að samskonar niðurstöðu í máli ''Pennsylvania v. Board of Directors of City Trusts of Philadelphia'' frá árinu 1957, að ríkin gætu ekki stutt þess háttar „einkarekinn“ aðskilnað kynþátta, enda væri það brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að opinberi starfsmaðurinn, lögregluþjónninn, hafi ekki verið á vakt.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Griffin v. Maryland. 378 U.S. 130. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/130/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Pennsylvania v. Board of Directors of City Trusts of Philadelphia. 353 U.S. 239. Supreme Court of the United States. 1957.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/353/230/}}</ref> Dómsmálið var höfðað af háskólanemunum fimm, sem allir voru blökkumenn. Skemmtigarðurinn var eingöngu ætlaður hvítum, en nemarnir höfðu komist yfir aðgöngumiða sem aðrir höfðu keypt. Nemarnir voru handteknir eftir að hafa neitað að verða við fyrirmælum um að yfirgefa garðinn og voru síðar sakfelldir og sektaðir fyrir að vera þar í óleyfi.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Griffin v. Maryland. 378 U.S. 130. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/130/}}</ref> Tvö sambærileg mál frá árinu 1964 þar sem Hæstiréttur sneri við niðurstöðu ríkisdómstóla og staðfesti að jafnræðisreglan væri brotin, voru mál ''Robinson v. Florida'', þar sem ríkið hafði ekki staðið fyrir því að banna aðskilnað á veitingastað og mál ''Bell v. Maryland'', þar sem hópur stúdenta höfðaði mál eftir að hafa verið rekinn út af veitingastað vegna stefnu um aðskilnað kynþátta á staðnum. Hæstiréttur felldi niður dóminn yfir stúdentunum fimm og beindi því til Maryland-ríkis að endurskoða löggjöfina.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Robinson v. Florida. 378 U.S. 153. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/153/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Bell v. Maryland. 378 U.S. 226. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/226/case.html}}</ref> === Loving v. Virginia (1967) === Með dómi í máli ''Loving v. Virginia'' komst Hæstiréttur að samhljóða niðurstöðu um að lög í [[Virginía (fylki)|Virginíu]], sem bönnuðu hjónabönd fólks af mismunandi kynþáttum, stæðust ekki stjórnarskrána. Dómurinn leiddi til þess að lögin voru afnumin. Þar með var lögbundinni mismunun á grundvelli kynþáttar aflétt, hvað hjónabönd varðar. Þetta var í fyrsta skipti sem rétturinn tókst á við álitamálið með hliðsjón af stjórnarskránni; hvort að það stæðist jafnræðisregluna, sem og sanngjarna málsmeðferð, að ríki gæti komið í veg fyrir hjónaband, eingöngu vegna kynþátta viðkomandi einstaklinga. Ríkisdómstóllinn í Virginíu hafði áður úrskurðað að með hjónabandi Loving-hjónanna, hefði verið brotið gegn ''Racial Integrity Act frá árinu 1924'', sem bannaði hjónaband einstaklings sem væri skilgreinur hvítur (e. white) og annars einstaklings sem væri skilgreindur litaður (e. colored).<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Loving v. Virginia. 388 U.S. 1. Supreme Court of the United States. 1967.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/388/1/case.html}}</ref> Hæstiréttur sneri þar við dómi í máli ''Pace v. Alabama'' frá árinu 1883, þar sem rétturinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu hjónabönd eða sambúð tveggja kynþátta í [[Alabama]], stæðust stjórnarskrána.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Pace v. Alabama. 106 U.S. 583. Supreme Court of the United States. 1883.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/106/583/}}</ref> Dómsmálið höfðuðu hjón, Mildred Loving, áður Jeter, sem var blökkukona og Richard Loving, sem var hvítur. Þau höfðu gift sig í [[Washington (borg)|Washington DC]] og síðan flutt til Virginíu. Þar voru þau dæmd af ríkisdómstóli í eins árs fangelsi fyrir að hafa gengið í hjónaband, en blönduð hjónabönd voru bönnuð í Virginíu. Þau játuðu brot sitt, en dómarinn frestaði refsingu í 25 ár, að því gefnu að þau flyttu aftur burt úr ríkinu og kæmu ekki aftur, sem hjón að minnsta kosti í 25 ár. Hjónin fluttu aftur til Washington DC og biðu dóms Hæstaréttar.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Loving v. Virginia. 388 U.S. 1. Supreme Court of the United States. 1967.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/388/1/case.html}}</ref> Niðurstaða Hæstaréttar í málinu leiddi til þess að mikil fjölgun varð á blönduðum hjónaböndum almennt í Bandaríkjunum. Dagsins sem dómurinn féll, þann 12. júní, er minnst sem ''Loving Day'', víða um Bandaríkin. Dagurinn er þó ekki viðurkenndur sem opinber frídagur, þrátt fyrir óskir þar um.<ref>{{vefheimild|titill=Make Loving Day Official|url=http://lovingday.org/make-loving-day-official}}</ref> ''Loving Day'' er ein stærsta hátíð þar sem fjölmenningu og margbreytileika mannlífsins er fagnað sérstaklega.<ref>{{vefheimild|titill=Loving Day|url=http://content.time.com/time/nation/article/0,8599,1996028,00.html}}</ref> Árið 2013 vísaði alríkisdómstóll í dóminn þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að takmarkanir á hjónabandi samkynhneigðra (e. same sex marriage) stæðust ekki stjórnarskrána. Hjónaband fólks af sama kyni er nú heimilt í 32 ríkum Bandaríkjanna.<ref>{{vefheimild|titill=Freedom to Marry|url=http://www.freedomtomarry.org/states/}}</ref> === Roe v. Wade (1973) === Mál ''Roe v. Wade'' var eitt umdeildasta dómsmál sem Hæstiréttur hefur fjallað um og markaði dómurinn þáttaskil í bandarískri réttarfarssögu. Með dóminum komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu fóstureyðingar, stæðust ekki [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrána]]. Lögin voru afnumin í kjölfarið og fóstureyðingar urðu þar með löglegar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hæstiréttur byggði úrskurð sinn á réttinum til einkalífs (e. right to privacy), sem er hluti af jafnræðisreglunni í fjórtánda viðauka [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrárinnar]]. Í kjölfar dómsins var barnshafandi konum heimilt að ákveða í samráði við lækni, að fara í fóstureyðingu á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu, eða fram að þeim tíma þegar fóstur hefur náð lífvænlegu þroskastigi (e. becomes viable) og getur lifað utan legsins, venjulega á 24. til 28. viku meðgöngu.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Roe v. Wade. 410 U.S. 113. Supreme Court of the United States. 1973.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/410/113/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Roe v. Wade: Its History and Impact|url=http://www.plannedparenthood.org/files/3013/9611/5870/Abortion_Roe_History.pdf}}</ref> Í gegnum þá tæpu fimm áratugi sem fordæmi ''Roe gegn Wade'' var í gildi voru fjölmargar tilraunir verið gerðar til að fá honum hnekkt. Í nokkrum málum sem Hæstiréttur hefur fjallað um, hefur slíkt komið til álita, meðal annars í máli ''Webster v. Reproductive Health Services'' frá árinu 1989,<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Webster v. Reproductive Health Services. 492 U.S. 490. Supreme Court of the United States. 1989.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/492/490/case.html}}</ref> ''Planned Parenthood v. Casey'' frá árinu 1992,<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Planned Parenthood v. Casey. 505 U.S. 833. Supreme Court of the United States. 1992.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/505/833/case.html}}</ref> ''Stenberg v. Carhart'' frá árinu 2000<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Stenberg v. Carhart. 530 U.S. 914. Supreme Court of the United States. 2000.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/530/914/case.html}}</ref> og í máli ''Gonzales v. Carhart'' frá árinu 2007.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Gonzales v. Carhart. 550 U.S. 05-380. Supreme Court of the United States. 2007.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/550/05-380/}}</ref> Auk deilunnar um lögmæti fóstureyðinga, lýsa átökin í tengslum við ''Roe v. Wade'' togstreytunni á milli alríkisins og [[Fylki Bandaríkjanna|fylkja Bandaríkjanna]] um hvar ákvörðunarvaldið eigi að liggja í samfélaginu, en varpa ekki síður ljósi á umræðuna um hvers konar samfélag [[Bandaríkin]] eigi að vera.<ref>{{vefheimild|titill=30 years after ruling, ambiguity, anxiety surround abortion debate|url=http://edition.cnn.com/2003/LAW/01/21/roevwade.overview/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=40 Years After Roe v. Wade, Thousands March to Oppose Abortion|url=http://www.nytimes.com/2013/01/26/us/politics/40-years-after-roe-v-wade-thousands-march-to-oppose-abortion.html?_r=0}}</ref> Hæstirétturinn felldi niður fordæmið úr Roe gegn Wade loks niður þann 24. júní 2022 og dæmdi að rétturinn til þungunarrofs væri ekki stjórnarskrárvarinn.<ref>{{vefheimild|titill=Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi fordæmi Roe gegn Wade úr gildi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/haestirettur-bandarikjanna-hefur-snuid-vid-roe-v-wade/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorvaldur S. Helgason|ár=2022|mánuður=24. júní|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. ágúst}}</ref> Sitjandi Hæstiréttur var talinn einn sá hægrisinnaðasti og íhaldssamasti í marga áratugi, einkum vegna þess að á einu kjörtímabili frá 2017 til 2021 hafði forsetinn [[Donald Trump]] úr Repúblikanaflokknum fengið að skipa þrjá dómara til Hæstaréttar með það að markmiði að endurstilla dómstólinn.<ref>{{vefheimild|titill=Niðurstaða Roe gegn Wade afleiðing valdatíðar Trumps|url=https://www.ruv.is/frett/2022/06/24/nidurstada-roe-gegn-wade-afleiding-valdatidar-trumps|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ásta Hlín Magnúsdóttir|ár=2022|mánuður=24. júní|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. ágúst}}</ref> ==== Norma McCorvey (Jane Roe) ==== Árið 1969 höfðaði [[Norma Leah McCorvey]], 21 árs gömul og barnshafandi kona frá [[Texas]], dómsmál gegn Henry Wade, lögmanni Texas-ríkis. McCorvey tók upp dulnefnið Jane Roe, til þess að vernda einkalíf sitt á meðan málið var fyrir dómi, en fram að þessu hafði hún átt afar stormasamt líf. McCorvey vildi fara í fóstureyðingu og leitaði leiða til þess að framkvæma aðgerðina löglega. Lög Texas-ríkis bönnuðu þó alfarið fóstureyðingu, með þeirri einu undantekningu að heimild fengist ef líf móður væri í hættu. Vinir McCorvey töldu ranglega að lögin heimiluðu fóstureyðingu ef móðurinni hefði verið nauðgað og kvöttu McCorvey til þess að ljúga til um nauðgun og reyna þannig að komast í löglega aðgerð. Ráðagerðin misheppnaðist meðal annars vegna þess að lögregluskýrsla um nauðgun var ekki til staðar. McCorvey ætlaði því að láta framkvæma aðgerðina á ólöglegri læknastofu, en stofunni hafði verið lokað af yfirvöldum.<ref>{{bókaheimild|höfundur=McCorvey, N.|höfundur2= Meisler, A|titill=I Am Roe: My Life, Roe V. Wade, and Freedom of Choice|ár=1994|útgefandi=Harper Collins}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Norma McCorvey|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Norma_McCorvey}}</ref> McCorvey leitaði í kjölfarið til Linda Coffee og Sarah Weddington, tveggja lögmanna sem höfðu auglýst eftir skjólstæðingum með sambærileg mál. Þær tóku að sér að flytja málið og fylgdu því eftir alla leið til Hæstaréttar. Þegar málið var tekið fyrir af Hæstarétti þremur árum síðar var barn McCorvey fætt og hún hafði gefið það til ættleiðingar. Málið hafði því ekki lengur bein áhrif á barnið, né móðurina. McCorvey mætti aldrei í réttinn á meðan málflutningur stóð yfir. Hún hefur síðan breytt um skoðun og barist gegn fóstureyðingum.<ref>{{bókaheimild|höfundur=McCorvey, N.|höfundur2= Meisler, A|titill=I Am Roe: My Life, Roe V. Wade, and Freedom of Choice|ár=1994|útgefandi=Harper Collins}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Norma McCorvey|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Norma_McCorvey}}</ref> ==== Djúpstæðar og langvarandi deilur ==== Dómurinn í máli ''Roe v. Wade'' varð til þess kynda undir langvarandi átök á landsvísu, bæði innan stjórnmálanna sem utan. Deilurnar standa á milli þeirra sem eru hlynntir því að leyfa fóstureyðingar (e. pro-choice) og hinna sem eru á móti fóstureyðingum (e. pro-life). Sumir sem alfarið eru á móti, vilja ganga svo langt að banna allar slíkar aðgerðir, einnig í tilfelli nauðgunar eða þegar um sifjaspell er að ræða og jafnvel þrátt fyrir að heilsu móður sé ógnað með áframhaldandi meðgöngu. Deilan snýst einnig um hvaða stofnanir samfélagsins geti talist bærar til að taka ákvörðun um lögmæti slíkra einstaklingsbundinna aðgerða og hversu mikið réttarkerfið og hið opinbera eigi að skipta sér af persónulegum trúar- og lífsskoðunum eða læknisfræðilegum álitaefnum.<ref>{{vefheimild|titill=30 years after ruling, ambiguity, anxiety surround abortion debate|url=http://edition.cnn.com/2003/LAW/01/21/roevwade.overview/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=40 Years After Roe v. Wade, Thousands March to Oppose Abortion|url=http://www.nytimes.com/2013/01/26/us/politics/40-years-after-roe-v-wade-thousands-march-to-oppose-abortion.html?_r=0}}</ref> Skilgreining Hæstaréttar á þremur tímabilum meðgöngu sem dómurinn byggir á, er því afar markverð og stendur enn þrátt fyrir að vera umdeild. Engin afskipti eru heimil í löggjöf fylkjanna á fyrsta þriðjungi meðgöngu, takmörkuð afskipti eru heimil á öðrum þriðjungi og háð því að heilsa móður sé í húfi, en heimild er til staðar til að banna fóstureyðingu á þriðja þriðjungi og mörg fylki hafa nýtt þá heimild. Móðurinni er þannig gefið sjálfdæmi á tveimur fyrri þriðjungum, en ófætt barnið nýtur vafans á þriðja þriðjungi, að því gefnu að líf móðurinnar sé ekki í hættu.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Roe v. Wade. 410 U.S. 113. Supreme Court of the United States. 1973.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/410/113/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Roe v. Wade Re-Argued: U.S. Supreme Court - Lawyers Present Oral Arguments|url=https://www.youtube.com/watch?v=8SV17LOC2Og}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=30 years after ruling, ambiguity, anxiety surround abortion debate|url=http://edition.cnn.com/2003/LAW/01/21/roevwade.overview/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=40 Years After Roe v. Wade, Thousands March to Oppose Abortion|url=http://www.nytimes.com/2013/01/26/us/politics/40-years-after-roe-v-wade-thousands-march-to-oppose-abortion.html?_r=0}}</ref> ==== Átök um grunngildi samfélagsins ==== Deilurnar um fóstureyðingar hafa náð inn að kjarna bandarískrar siðmenningar, enda tekist á um almenn fjölskyldugildi, sem og trúarleg og siðferðileg gildi. Lóðin á vogarskálunum eru annars vegar frelsi móður til að taka sjálfstæða ákvörðun varðandi líf sitt og líkama og hinsvegar lífsneistinn, réttur barns eða fósturs til lífs. Við munnlegan málflutning í Hæstarétti var tekist á um hvenær líf manneskju kviknar og á hvaða tímapunkti rétt sé að skilgreina nýjan einstakling gagnvart stjórnarskrá og almennum lögum; við fæðingu, á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu eða jafnvel við getnað.<ref>{{vefheimild|titill=Roe v. Wade Re-Argued: U.S. Supreme Court - Lawyers Present Oral Arguments|url=https://www.youtube.com/watch?v=8SV17LOC2Og}}</ref> Sú umræða stendur enn og hefur oft og tíðum blossað upp fyrir kosningar í Bandaríkjunum og víðar.<ref>{{vefheimild|titill=Roe v. Wade: Its History and Impact|url=http://www.plannedparenthood.org/files/3013/9611/5870/Abortion_Roe_History.pdf}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Abortion debate|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Abortion_debate}}</ref> Öflug grasrótarsamtök sem berjast gegn fóstureyðingum og andstæð samtök sem eru hlynnt fóstureyðingum, hafa starfað allar götur frá því að dómurinn var kveðinn upp. Samtökin ''National Right to Life'' hafa beitt sér fyrir því að ríkin fái aftur heimild til að banna alfarið fóstureyðingar og samtökin ''March for Life'' hafa staðið fyrir árlegum mótmælum gegn niðurstöðu Hæstaréttar.<ref>{{vefheimild|titill=National Right to Life|url=http://www.nrlc.org/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=March for Life|url=http://marchforlife.org/}}</ref> Samtökin ''National Abortion Rights Action League - Pro Choice America'' eru á öndverðum meiði og vilja vernda rétt verðandi mæðra og samtökin ''Planned Parenthood'' hafa sérhæft sig í upplýsingagjöf um ábyrgt og heilbrigt líferni kvenna almennt.<ref>{{vefheimild|titill=National Abortion Rights Action League NARAL - Pro Choice America|url=http://www.prochoiceamerica.org/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Planned Parenthood|url=http://www.plannedparenthood.org/}}</ref> Samkvæmt skoðanakönnunum er bandaríska þjóðin klofin í afstöðu sinni til fóstureyðinga, í nokkuð jafnar fylkingar með og á móti, sé einungis spurt um tvo valkosti.<ref>{{vefheimild|titill=Gallup Poll: Abortion|url=http://www.gallup.com/poll/1576/abortion.aspx}}</ref> == Núverandi dómarar == === Forseti hæstaréttar === * [[John G. Roberts]] (f. 1955, skipaður árið 2005 af [[George W. Bush]]) === Meðdómarar === * [[Clarence Thomas]] (f. 1948, skipaður árið 1991 af [[George H. W. Bush|George H.W. Bush]]) * [[Samuel Alito]] (f. 1950, skipaður 2006 af [[George W. Bush]]) * [[Sonia Sotomayor]] (f. 1954, skipuð 2009 af [[Barack Obama]]) * [[Elena Kagan]] (f. 1960, skipuð 2010 af Barack Obama) * [[Neil Gorsuch]] (f. 1967, skipaður 2017 af [[Donald Trump]]) * [[Brett Kavanaugh]] (f. 1965, skipaður 2018 af Donald Trump) * [[Amy Coney Barrett]] (f. 1972, skipuð 2020 af Donald Trump) * [[Ketanji Brown Jackson]] (f. 1970, skipuð 2022 af [[Joe Biden]]) == Forsetar hæstaréttar == * [[John Jay]], (1789–1795) skipaður af [[George Washington]] * [[John Rutledge]], (1795) skipaður af [[George Washington]] * [[Oliver Ellsworth]], (1796–1800) skipaður af [[George Washington]] * [[John Marshall]], (1801–1835), skipaður af [[John Adams]] * [[Roger B. Taney]], (1836–1864), skipaður af [[Andrew Jackson]] * [[Salmon P. Chase]], (1864–1873), skipaður af [[Abraham Lincoln]] * [[Morrison Waite]], (1874–1888), skipaður af [[Ulysses S. Grant]] * [[Melville Fuller]], (1888–1910), skipaður af [[Grover Cleveland]] * [[Edward D. White]], (1910–1921), skipaður af [[William Howard Taft]] * [[William H. Taft]], (1921–1930), skipaður af [[Warren G. Harding]] * [[Charles E. Hughes]], (1930–1941), skipaður af [[Herbert Hoover]] * [[Harlan F. Stone]], (1941–1946), skipaður af [[Franklin D. Roosevelt]] * [[Fred M. Vinson]], (1946–1953), skipaður af [[Harry S. Truman]] * [[Earl Warren]], (1953–1969), skipaður af [[Dwight D. Eisenhower]] * [[Warren E. Burger]], (1969–1986), skipaður af [[Richard M. Nixon]] * [[William Rehnquist]], (1986–2005), skipaður af [[Ronald Reagan]] * [[John G. Roberts]], (2005– ), skipaður af [[George W. Bush]] == Heimildir == {{reflist|2}} {{Bandarísk stjórnmál}} [[Flokkur:Hæstiréttur Bandaríkjanna]] [[Flokkur:Bandarísk stjórnmál]] hqg0j5tvkhb9tra7oia1z013hxakuiu Björn Bjarnason (f. 1899) 0 94073 1892052 1784948 2024-12-16T08:31:38Z TKSnaevarr 53243 1892052 wikitext text/x-wiki '''Björn Bjarnason''' ([[30. janúar]] [[1899]] – [[19. janúar]] [[1984]]) var verkamaður og [[borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] frá [[1934]] til [[1950]]. == Ævi og störf == Björn fæddist á [[Höskuldsstaðir (Skagaströnd)|Höskuldsstöðum]] í [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur-Húnavatnssýslu]]. Hann stundaði sjómennsku nyrðra á yngri árum, en fluttist til Reykjavíkur nærri þrítugur. Þar gerðist hann iðnverkamaður og varð einn af stofnfélögum [[Iðja|Iðju]], félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið fram á elliár og lét einnig til sín taka á vettvangi [[ASÍ|Alþýðusambandsins]]. Hann var kjörinn bæjarfulltrúi fyrir [[Kommúnistaflokkur Íslands|Kommúnistaflokkinn]] árið 1934 og endurkjörinn fjórum árum síðar, en þá stóðu kommúnistar og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksmenn]] að sameiginlegum framboðslista. Frá 1942 til 1950 sat Björn svo í bæjarstjórn fyrir [[Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn|Sósíalistaflokkinn]]. == Heimild == * {{bókaheimild|höfundur=Páll Líndal & Torfi Jónsson|titill=Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986|útgefandi=Reykjavíkurborg|ár=1986|}} [[Flokkur:Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur]] {{fd|1899|1984}} c9leyjxr64kd230eysxuc61stagpipg Margrét Tryggvadóttir 0 98128 1892028 1869647 2024-12-16T00:32:49Z TKSnaevarr 53243 1892028 wikitext text/x-wiki '''Margrét Tryggvadóttir''' (f. [[20. maí]] [[1972]]) er íslenskur stjórnmálamaður og rithöfundur. Margrét var kosin á þing árið 2009 fyrir [[Borgarahreyfingin|Borgarahreyfinguna]] (síðar [[Hreyfingin]])) og sat á þingi 2009-2013. Árið 2013 bauð hún sig fram fyrir [[Dögun]] en náði ekki kjöri. Í [[Alþingiskosningar 2016|Alþingiskosningunum árið 2016]] bauð Margrét sig fram fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]] í 1-2. sæti í [[Suðvesturkjördæmi]]. Margrét er með BA í [[bókmenntafræði]] og MA í menningarstjórnun hefur starfað sem fræðimaður, ritstjóri, þýðandi, rekið gallerí og skrifað bækur, einkum fyrir börn. Helstu ritverk: *''Íslandbók barnanna'', ásamt Lindu Ólafsdóttur, 2016. *''Útistöður'', 2014. *''Drekinn sem varð bálreiður'', ásamt Halldóri Baldurssyni, 2007. *''Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinsum hennar'', ásamt Halldóri Baldurssyni, 2006. *''Skoðum myndlist – heimsókn á Listasafn Reykjavíkur'', ásamt Önnu C. Leplar, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, 2006. *''Íslensk bókmenntasaga'', V bindi, 2006. Ein af höfundum. *„Kinderbuchillustration, Entstehung einer Tradition“, Mehr als Trolle. Eis und Feuer. 1997. *''Islande de Glace et de feu'', 2004. Ein af höfundum. *''Raddir barnabókanna'', Mál og menning, 1999 (endurútg. 2005) höfundur þriðjungs efnis. Auk þess ýmsar greinar í tímaritum, blöðum og bloggi og þýðingar, einkum á barnabókum. ==Verðlaun og styrkir== *Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir bókina ''Sterk''.<ref>{{Internetquelle |autor=Kolbeinn Tumi Daðason |url=https://www.visir.is/g/20212115103d/margret-su-thridja-til-ad-fa-verdlaun-gudrunar-helgadottur |titel=Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur |sprache=is |datum=2021-05-27 |abruf=2024-06-04}}</ref> *Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna fyrir Íslandsbók barnanna 2016. *Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Íslandsbók barnanna 2016. *Tilnefning til barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir Íslandsbók barnanna 2017. *Starfsstyrkur Hagþenkis vegna ritunar Íslandsbókar barnanna 2016. *Bókin ''Skoðum myndlist'' var styrkt af Barnamenningarsjóði, Barnavinafélaginu Sumargjöf og *Menningarsjóði Íslandsbanka og Sjóvár. Bókin hlaut einnig Fjöruverðlaunin árið 2007. *Bókin ''Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar'' hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2006. *Bókin ''Kóralína'' eftir Neil Gaiman í þýðingu Margrétar var valin önnur besta þýdda barnabókin árið 2004 af Félagi starfsfólks bókaverslana. == Tenglar == * [http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=723 Alþingi] == Heimildir == <references /> {{Stubbur|æviágrip}} [[flokkur:Kjörnar Alþingiskonur 2001-2010]] [[flokkur:Kjörnar Alþingiskonur 2011-2020]] {{f|1972}} [[Flokkur:Íslenskir kvenrithöfundar]] [[Flokkur:Íslenskir bókmenntafræðingar]] [[Flokkur:Handhafar Fjöruverðlaunanna]] [[Flokkur:Þingmenn Borgarahreyfingarinnar]] [[Flokkur:Þingmenn Hreyfingarinnar]] 9g02o5jtwsa57nqa956n7kjsu3xr9qu Pawel Bartoszek 0 99870 1892066 1891454 2024-12-16T09:51:16Z TKSnaevarr 53243 1892066 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður |skammstöfun= |mynd= Pawel Bartoszek (2011) (cropped).jpg | titill= Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur | stjórnartíð_start = [[18. júní]] [[2019]] | stjórnartíð_end = [[17. maí]] [[2021]] | forveri =[[Dóra Björt Guðjónsdóttir]] | eftirmaður = [[Alexandra Briem]] |fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1980|9|25}} |fæðingarstaður = [[Poznań]], [[Pólland]]i |stjórnmálaflokkur = [[Viðreisn]] |maki = Anna Hera Björnsdóttir |börn = 2 |menntun = Stærðfræði |háskóli = [[Háskóli Íslands]] |AÞ_CV = 1251 |AÞ_frá1 = 2016 |AÞ_til1 = 2017 |AÞ_kjördæmi1= [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]] |AÞ_flokkur1 = Viðreisn |AÞ_frá2 = 2024 |AÞ_til2 = |AÞ_kjördæmi2= [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]] |AÞ_flokkur2 = Viðreisn | SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] | SS1_frá1 = 2018 | SS1_til1 = 2022 | SS1_flokkur1 = Viðreisn }} '''Pawel Bartoszek''' (fæddur [[25. september]] [[1980]]) er pólsk-íslenskur [[Stærðfræði|stærðfræðingur]] og Alþingismaður fyrir Viðreisn. Hann er jafnframt varaborgarfulltrúi og fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík og var forseti borgarstjórnar Reykjavíkur frá 2019 til 2021. Hann var fulltrúi í [[Stjórnlagaráð]]i<ref>[http://www.mbl.is/frettir/forsida/2010/11/30/25_kjorin_a_stjornlagathing/ ''25 kjörin á stjórnlagaþing''] sótt 5.7.2011</ref> og sat fyrst á [[Alþingi]] frá 2016-2017. Hann var um árabil pistlahöfundur í [[Fréttablaðið|Fréttablaðinu]] og á vefritinu [[Deiglan|Deiglunni]].<ref>[http://www.deiglan.is/author/pawel/ "Deiglan.com - síða höfundar"] sótt 21.6.2016</ref> ==Menntun== Sem barn gekk Pawel í [[Melaskóli|Melaskóla]], síðar [[Hagaskóli|Hagaskóla]] og kláraði stúdentspróf af eðlisfræðibraut frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 2000.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=792897 Pawel Bartoszek ''Hleypur Berlínarmaraþon og kennir bráðgerum börnum''] sótt 5.7.2011</ref> Hann lauk svo meistaragráðu í stærðfræði við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 2005.<ref>[http://stjornlagarad.is/fulltruar/fulltrui/item32947/Pawel_Bartoszek/ Þingfulltrúar: ''Pawel Bartoszek''] sótt 5.7.2011</ref><ref>[http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/nr/9563 Kynning á frambjóðendum: ''Pawel Bartoszek''] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120104115108/http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/nr/9563 |date=2012-01-04 }} sótt 5.7.2011</ref> ==Stjórnmál== Pawel bauð sig fram til borgarstjórnar í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2010|sveitarstjórnarkosningunum 2010]] á lista [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] þar sem hann var í átjánda sæti.<ref>[http://www.kosning.is/sveitarstjornarkosningar/sveitarfelog/hofudborgarsvaedid/reykjavikurborg/frambod-i-reykjavik/nr/7237 D - listi Sjálfstæðisflokksins] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20100522234234/http://www.kosning.is/sveitarstjornarkosningar/sveitarfelog/hofudborgarsvaedid/reykjavikurborg/frambod-i-reykjavik/nr/7237 |date=2010-05-22 }} Innanríkisráðuneytið, sótt 5.7.2011</ref> Pawel var kosinn á Alþingi fyrir [[Viðreisn]] árið 2016<ref>[http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1251 Pawel Bartoszek] Alþingi, sótt 9.8.2017</ref> en féll út af þingi þegar boðað var til kosninga aðeins ári síðar. Árið 2018 náði Pawel kjöri sem borgarstjórnarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík eftir [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2018|sveitastjórnarkosningarnar það ár]]. Hann var forseti borgarstjórnar frá 2019-2021.<ref>Frettabladid.is, [https://www.frettabladid.is/frettir/pawel-tekur-vid-sem-forseti-borgarstjornar/ „Pawel tekur við sem forseti borgarstjórnar“] (skoðað 25. febrúar 2021)</ref> Pawel náði ekki kjöri í borgarstjórn í kosningunum árið 2022 en varð þá varaborgarfulltrúi. Pawel var kjörinn á þing fyrir Viðreisn á ný í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 2024]].<ref>{{Vefheimild|titill=Pawel segir liðna kosningabaráttu ekki þá sem hann sé stoltastur af – „Þarna var fylgið botnfrosið í 3 prósentum“|url=https://www.dv.is/frettir/2024/12/02/pawel-segir-lidna-kosningabarattu-ekki-tha-sem-hann-se-stoltastur-af-tharna-var-fylgid-botnfrosid-3-prosentum/|útgefandi=[[DV]]|dags=2. desember 2024|skoðað=11. desember 2024|höfundur=Kristinn H. Guðnason}}</ref> ==Verðlaun og viðurkenningar== Pawel kom fyrstur í mark í Árbæjarhlaupinu<ref>http://hlaup.is/displayer.asp?cat_id=954&module_id=220&element_id=24334''Stærðfræðingur {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160305235733/http://hlaup.is/displayer.asp?cat_id=954&module_id=220&element_id=24334 |date=2016-03-05 }} kemur fyrstur í mark í Árbæjarhlaupinu 2013''</ref> árið 2013, í 10km flokki 17 - 34 ára. Í maí 2014 veitti [[Samband ungra sjálfstæðismanna]] honum [[Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar]] fyrir pistlaskrif sín um einstaklingsfrelsi og fyrir að hafa jákvæð áhrif á íslenska stjórnmálaumræðu. ==Tilvísanir== <div class="references-small"><references/></div> {{wikiquote}} {{Núverandi alþingismenn}} {{stubbur|æviágrip}} {{f|1980}} [[Flokkur:Borgarfulltrúar Viðreisnar]] [[Flokkur:Íslenskir stærðfræðingar]] [[Flokkur:Kjörnir fulltrúar á Stjórnlagaþing á Íslandi 2011]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]] [[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]] r4hj8hcmugg0s1xgpdgpuomf9xpxbhx Gufuskip 0 101849 1892070 1558188 2024-12-16T10:24:11Z 82.112.90.161 1892070 wikitext text/x-wiki ja[[Mynd:SS Ukkopekka 1.jpg|thumb|Finnska gufuskipið [[SS Ukkopekka]]]] '''Gufuskip''' (stundum '''eimskip''') er [[skip]] sem knúið er áfram með [[gufuvél]]. Gufuvélin snýr [[skipsskrúfa|skipsskrúfu]] eða [[spaðahjól]]i sem knýr skipið áfram í vatninu. Gufuskip voru fyrsta stig vélvæðingar skipa og tóku við af [[seglskip]]um. Þau áttu sitt blómaskeið á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]] og fyrstu áratugum þeirrar [[20. öldin|20.]] þar til [[dísilvél]]ar tóku við sem ríkjandi aflgjafi um borð í skipum. {{stubbur}} [[Flokkur:Skip]] bfzia1lg288r9dtoewkd174wnnphcuy 1892071 1892070 2024-12-16T10:31:42Z 82.112.90.161 1892071 wikitext text/x-wiki [[Mynd:SS Ukkopekka 1.jpg|thumb|Finnska gufuskipið [[SS Ukkopekka]]]] '''Gufuskip''' (stundum '''eimskip''') er [[skip]] sem knúið er áfram með [[gufuvél]]. Gufuvélin snýr [[skipsskrúfa|skipsskrúfu]] eða [[spaðahjól]]i sem knýr skipið áfram í vatninu. Gufuskip voru fyrsta stig vélvæðingar skipa og tóku við af [[seglskip]]um. Þau áttu sitt blómaskeið á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]] og fyrstu áratugum þeirrar [[20. öldin|20.]] þar til [[dísilvél]]ar tóku við sem ríkjandi aflgjafi um borð í skipum. {{stubbur}} [[Flokkur:Skip]] 0ynl0b8apsp21085kt43435pnu4apg6 1892072 1892071 2024-12-16T10:34:59Z 82.112.90.161 emanuel er gufuskip 1892072 wikitext text/x-wiki [[Mynd:SS Ukkopekka 1.jpg|thumb|Finnska gufuskipið [[SS Ukkopekka]]]] '''Gufuskip''' (stundum '''eimskip''') er [[skip]] sem knúið er áfram með [[gufuvél]]. Gufuvélin snýr [[skipsskrúfa|skipsskrúfu]] Emanúel er hommi {{stubbur}} [[Flokkur:Skip]] ogv38294tpgyiimoej6cydmglmwxzov 1892074 1892072 2024-12-16T10:37:04Z 82.112.90.161 1892074 wikitext text/x-wiki [[Mynd:SS Ukkopekka 1.jpg|thumb|Finnska gufuskipið [[SS Ukkopekka]]]] Gufuskip er skip sem er knúið áfram með gufuvél. Gufuvélin snýr skipsskrúfu eða spaðahjóli sem knýr skip áfram í vatninu. Gufuskip voru fyrsta stig vélvæðingar skipa og tóku við af seglskipum. Þau áttu sitt blómaskeið á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar 20 þar til dísilvélar tóku við sem ríkjandi aflgjafi um borð í skipum.{{stubbur}} [[Flokkur:Skip]] aqq8kpsgooxxooq3a18xpv7h0f15tiq 1892075 1892074 2024-12-16T10:38:13Z 82.112.90.161 emanúel gufuskip já 1892075 wikitext text/x-wiki [[Mynd:SS Ukkopekka 1.jpg|thumb|Finnska gufuskipið [[SS Ukkopekka]]]] Emanúel snær einarsson prufið að googlea hann upp pornhubið hans er johnnysins{{stubbur}} [[Flokkur:Skip]] 15ufj533ygpgm1a2drl1w9q5lp7zc6x 1892076 1892075 2024-12-16T10:39:37Z 82.112.90.161 1892076 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Skip]] Gufuskip er skip sem er knúið áfram með gufuvél. Gufuvélin snýr skipsskrúfu eða spaðahjóli sem knýr skip áfram í vatninu. Gufuskip voru fyrsta stig vélvæðingar skipa og tóku við af seglskipum. Þau áttu sitt blómaskeið á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar 20 þar til dísilvélar tóku við sem ríkjandi aflgjafi um borð í skipum. kwbj1c7p0n828ta6oxjrgskmzhbjv2a 1892077 1892076 2024-12-16T10:41:43Z 82.112.90.161 1892077 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Skip]] Emanúel snær einarsson hann er hommi sem býr í breiðholtinu prufið að googlea hann upp hann býr í tungusel 7 e5dcdkxumd6n6ut7hcelbipsqvz9fqa 1892079 1892077 2024-12-16T10:56:15Z 82.112.90.161 1892079 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Skip]] Gufuskip er skip sem er knúið áfram með gufuvél. Gufuvélin snýr skipsskrúfu eða spaðahjóli sem knýr skip áfram í vatninu. Gufuskip voru fyrsta stig vélvæðingar skipa og tóku við af seglskipum. Þau áttu sitt blómaskeið á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar 20 þar til dísilvélar tóku við sem ríkjandi aflgjafi um borð í skipum. kwbj1c7p0n828ta6oxjrgskmzhbjv2a 1892081 1892079 2024-12-16T11:39:57Z Berserkur 10188 Tók aftur breytingar frá [[Special:Contributions/82.112.90.161|82.112.90.161]] ([[User talk:82.112.90.161|spjall]]), til baka í síðustu útgáfu frá [[User:Berserkur|Berserkur]] 1558188 wikitext text/x-wiki [[Mynd:SS Ukkopekka 1.jpg|thumb|Finnska gufuskipið [[SS Ukkopekka]]]] '''Gufuskip''' (stundum '''eimskip''') er [[skip]] sem knúið er áfram með [[gufuvél]]. Gufuvélin snýr [[skipsskrúfa|skipsskrúfu]] eða [[spaðahjól]]i sem knýr skipið áfram í vatninu. Gufuskip voru fyrsta stig vélvæðingar skipa og tóku við af [[seglskip]]um. Þau áttu sitt blómaskeið á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]] og fyrstu áratugum þeirrar [[20. öldin|20.]] þar til [[dísilvél]]ar tóku við sem ríkjandi aflgjafi um borð í skipum. {{stubbur}} [[Flokkur:Skip]] 0ynl0b8apsp21085kt43435pnu4apg6 Bruno Mars 0 102871 1891966 1719289 2024-12-15T12:04:58Z Fyxi 84003 1891966 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Bruno Mars | mynd = BrunoMars24KMagicWorldTourLive (cropped).jpg | mynd_texti = Mars árið 2017 | fæðingarnafn = Peter Gene Hernandez | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1985|10|8}} | fæðingarstaður = [[Honolulu]], [[Hawaii]], [[Bandaríkin|BNA]] | starf = {{flatlist| * Söngvari * lagahöfundur * tónlistarmaður * upptökustjóri }} | ár = 2004–í dag | module = {{Tónlistarfólk|embed=yes | hljóðfæri = {{flatlist| * Rödd * gítar * píanó * hljómborð * trommur * bassi * úkúlele }} | stefna = {{flatlist| * [[Popptónlist|Popp]] * [[Nútíma ryþmablús|R&B]] * [[fönk]] * [[Sálartónlist|sálar]] * [[rokk]] }} | útgefandi = {{flatlist| * Universal Motown * [[Atlantic Records|Atlantic]] * [[Elektra Records|Elektra]] }} | meðlimur_í = {{flatlist| * The Hooligans * Silk Sonic }} | áður_meðlimur_í = {{flatlist| * The Smeezingtons * Shampoo Press & Curl }} | vefsíða = {{URL|brunomars.com}} }} | undirskrift = Bruno Mars sig.png }} '''Peter Gene Hernandez''' (f. 8. október 1985), betur þekktur undir nafninu '''Bruno Mars''', er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[tónlistarmaður]]. == Útgefið efni == === Breiðskífur === * ''Doo-Wops & Hooligans'' (2010) * ''Unorthodox Jukebox'' (2012) * ''24K Magic'' (2016) === Samvinnuplötur === * ''An Evening with Silk Sonic'' (með [[Anderson .Paak]]) (2021) == Tenglar == * {{Opinber vefsíða}} * {{IMDb name}} {{stubbur|tónlist|æviágrip}} {{DEFAULTSORT:Mars, Bruno}} {{f|1985}} [[Flokkur:Bandarískir tónlistarmenn]] [[Flokkur:Bandarískir leikarar]] 70xutp53lz8akxgwwzonlzy1ndarlmn 1891967 1891966 2024-12-15T12:05:48Z Fyxi 84003 1891967 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Bruno Mars | mynd = BrunoMars24KMagicWorldTourLive (cropped).jpg | mynd_texti = Mars árið 2017 | fæðingarnafn = Peter Gene Hernandez | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1985|10|8}} | fæðingarstaður = [[Honolulu]], [[Hawaii]], [[Bandaríkin|BNA]] | starf = {{flatlist| * Söngvari * lagahöfundur * tónlistarmaður * upptökustjóri }} | ár = 2004–í dag | module = {{Tónlistarfólk|embed=yes | hljóðfæri = {{flatlist| * Rödd * gítar * píanó * hljómborð * trommur * bassi * úkúlele }} | stefna = {{flatlist| * [[Popptónlist|Popp]] * [[Nútíma ryþmablús|R&B]] * [[fönk]] * [[Sálartónlist|sálar]] * [[rokk]] }} | útgefandi = {{flatlist| * Universal Motown * [[Atlantic Records|Atlantic]] * [[Elektra Records|Elektra]] }} | meðlimur_í = {{flatlist| * The Hooligans * Silk Sonic }} | áður_meðlimur_í = {{flatlist| * The Smeezingtons * Shampoo Press & Curl }} | vefsíða = {{URL|brunomars.com}} }} | undirskrift = Bruno Mars sig.png }} '''Peter Gene Hernandez''' (f. 8. október 1985), betur þekktur undir nafninu '''Bruno Mars''', er [[Bandaríkin|bandarískur]] [[tónlistarmaður]]. == Útgefið efni == === Breiðskífur === * ''Doo-Wops & Hooligans'' (2010) * ''Unorthodox Jukebox'' (2012) * ''24K Magic'' (2016) === Samvinnuplötur === * ''An Evening with Silk Sonic'' (með [[Anderson .Paak]]) (2021) == Tenglar == * {{Opinber vefsíða}} {{stubbur|tónlist|æviágrip}} {{DEFAULTSORT:Mars, Bruno}} {{f|1985}} [[Flokkur:Bandarískir söngvarar]] [[Flokkur:Bandarískir tónlistarmenn]] pjgpydvf8jolp72ly4z8f5awqeri4cg Glasgow Celtic 0 105197 1892008 1883694 2024-12-15T22:12:08Z 89.160.185.99 /* Titlar */ 1892008 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = The Celtic Football Club | Mynd = | Gælunafn = ''The Celts'' (Keltarnir), ''The Bhoys'' | Stytt nafn = Celtic | Stofnað = 1888 | Leikvöllur = [[Celtic Park]]<br />[[Glasgow]] | Stærð = 60.832 sæti | Stjórnarformaður = {{SKO}} Ian Bankier | Knattspyrnustjóri = [[Brendan Rogers]] | Deild = [[Skoska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2023/24 | Staðsetning = 1. sæti <!-- Heimabúningur --> | pattern_la1 = _celtic1920h | pattern_b1 = _celtic1920h | pattern_ra1 = _celtic1920h | pattern_sh1 = | pattern_so1 = _celtic1920h | leftarm1 = FFFFFF | body1 = 16973B | rightarm1 = FFFFFF | shorts1 = FFFFFF | socks1 = 16973B <!-- Útibúningur --> | pattern_la2 = _celtic1920a | pattern_b2 = _celtic1920a | pattern_ra2 = _celtic1920a | pattern_sh2 = | pattern_so2 = _celtic1920a | leftarm2 = FFD000 | body2 = FFD000 | rightarm2 = FFD000 | shorts2 = 044028 | socks2 = FFD000 <!-- --> | pattern_la3 = _celtic1920t | pattern_b3 = _celtic1920t | pattern_ra3 = _celtic1920t | pattern_sh3 = | pattern_so3 = _celtic1920t | leftarm3 = B6B6B6 | body3 = B6B6B6 | rightarm3 = B6B6B6 | shorts3 = B6B6B6 | socks3 = B6B6B6 }} '''Celtic Football Club''' er skoskt félag, sem að spilar heimaleiki sína í [[Parkhead]] hverfinu í [[Glasgow]], félagið leikur í [[Skoska úrvalsdeildin|Skosku úrvalsdeildinni]]. Félagið var stofnað árið 1887 og lék sinn fyrsta opinbera knattleik árið 1888. Celtic hefur orðið skoskur meistari 54 sinnum síðast árið 2024. Heimavöllur Keltanna heitir Celtic Park og er stærsti knattspyrnu leikvangur [[Skotland]]s og tekur um það bil 60 þúsund áhofendur í sæti. Helstu erkifjendur Celtic eru [[Glasgow Rangers]]. Eftir að hafa komist í úrslitaleik [[Meistaradeild Evrópu|Evrópubikarsins]] árið 1967 sigraði félagið [[F.C. Internazionale Milano|Inter Milan]] 2-1 í úrslitaleiknum í [[Lissabon]]. Með því varð liðið fyrsta Breska liðið til að vinna Evrópubikarinn. Félagið komst aftur í úrslitaleik Evrópubikarsins árið 1970 en tapaði þar 2-1 fyrir [[Feyenoord]]. Árið 2003 komst félagið í úrslitaleik [[UEFA bikarinn|UEFA bikarsins]] þar sem þeir töpuðu fyrir [[Portúgal|portúgalska]] félaginu [[FC Porto]] leikurinn var spilaður í [[Sevilla]] á [[Spáni]] og rúmlega 80 þúsund manns mættu til að styðja sína menn. Nokkrir [[Íslendingar]] hafa leikið með félaginu, [[Jóhannes Eðvaldsson]] er þeirra þekktastur. Meðal erlendra þekktra leikmanna eru [[Virgil van Dijk]] og [[Teemu Pukki]]. Celtic mætti [[KR]] í forkeppni [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] árin 2014 og 2020. ==Saga== ===Upphafsárin=== Celtic F.C. var formlega stofnað þann 6. nóvember árið 1887 af ''bróður Walfrid'', presti úr [[kaþólikkar|kaþólskri]] trúarreglu í Glasgow með það að markmiði að safna fé fyrir fátæk börn í borginni. Hugmyndin um að reka fótboltafélag í fjáröflunarskyni á þennan hátt var fengin frá [[Edinborg|Edinborgarliðinu]] [[Hibernian F.C.]] sem stofnað hafði verið nokkru fyrr af [[Írland|írskum]] innflytjendum. Walfrid stakk sjálfur upp á nafninu Celtic til að leggja áherslu á hinar írsku og skosku rætur félagsins. Fyrsti opinberi leikur Celtic var gegn [[Rangers FC|Rangers]] í maímánuði 1888 og lauk með 5:2 sigri nýliðanna. Búningar Celtic í þessum fyrsta leik voru hvítar treyjur og svartar buxur, en græni liturinn var þó sjáanlegur bæði á treyjukraga og sokkum. Árið eftir komst Celtic alla leið í úrslit skoska bikarsins á sínu fyrsta keppnisári en tapaði þar fyrir [[Third Lanark]]. Árið 1892 fór liðið á ný í úrslitin og fór þá með sigur af hólmi, unnu [[Queen Park F.C.]] í úrslitum. Þetta reyndist fyrsti titill félagsins af mörgum. Síðar sama ár fluttist Celtic á nýjan heimavöll sinn, Celtic Park og varð þar Skotlandsmeistari í fyrsta sinn árið 1893, eftir að hafa m.a. unnið [[Dundee F.C.]] 11:0, sem var nýtt met. ===Þrír stjórar á 68 árum=== Árið 1897 var Celtic gert að hlutafélagi. Lokaár nítjándu aldarinnar og byrjun þeirrar tuttugustu var mikið sigurskeið það sem félagið varð t.a.m. Skotlandsmeistari sex sinnum í röð á árunum 1905-10. Árin 1907 og 1908 varð liðið jafnframt bikarmeistari og þar með fyrst allra til að vinna tvöfalt. Ár [[fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]] reyndust sömuleiðis heilladrjúg fyrir Celtic sem varð fjórum sinnum meistari og lék m.a. 62 leiki í röð án ósigurs á árunum 1915-17. Á þriðja áratugnum var framherjinni Jimmy McGory í aðalhlutverki og 550 mörk í 547 leikjum á sextán ára leikferli, sem enn í dag er breskt met. Knattspyrnustjóri Celtic allt frá 1897-1940 var Willie Malley. Hann dró sig í hlé 71 árs að aldri og hafði þá þjónað félaginu í ýmsum hlutverkum í nærri 52 ár. Við tók Jimmy McStay sem gegndi starfinu um fimm ára skeið, en vegna [[síðari heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] fór lítið fyrir formlegu keppnishaldi en þess í stað áttust skosku félögin við á héraðsmótum og vináttuleikjum. Fyrrum leikmaður og fyrirliði félagsins, Jimmy McGrory, tók við starfi knattspyrnustjóra árið 1945 og gegndi því næstu tvo áratugina. Undir hans stjórn vann Celtic krýningarbikar Elísabetar 2. árið 1953. Árið eftir varð félagið tvöfaldur meistari í Skotlandi. Seinni hlutinn af stjórnartíð McGrory einkenndist þó af algjörri titlaþurrð. ===Afrek í Evrópu=== Jock Stein tók við stjónartaumunum árið 1965 og varð bikarmeistari á fyrstu mánuðum sínum í embætti. Árið eftir varð Celtic meistari í fyrsta sinn í tólf ár. Árið 1967 er letrað gylltum stöfum í sögu Celtic. Það ár fór liðið með sigur af hólmi í öllum þeim keppnum sem það tók þátt í: skosku deildarkeppninni, bikarnum, deildarbikarnum og [[Evrópukeppni meistaraliða]]. Celtic sigraði [[F.C. Internazionale Milano|Inter Mílanó]] 2:1 í úrslitunum og urðu þannig fyrstu Evrópumeistararnir frá Bretlandseyjum. Sérstaka athygli vakti að allir byrjunarliðsmenn Celtic í úrslitaleiknum voru fæddir í Glasgow og nágrenni og hlaut hópurinn viðurnefnið ''Ljónin frá Lissabon'', en þar fóru úrslitin fram. Árið 1970 komst Celtic á nýjan leik úrslit Evrópukeppninnar, en tapaði þar 2:1 fyrir [[Holland|hollenska]] liðinu [[Feyenoord]]. Á heimavígstöðvunum voru yfirburðir Celtic sömuleiðis miklir. Árið 1974 varð félagið Skotlandsmeistari níunda árið í röð en ekkert félag í heiminum hafði á þeim tíma orðið landsmeistari oftar í röð. Jock Stein lét af störfum árið 1978. ===Fjármálaóreiða og óstöðugleiki=== Níundi áratugurinn var gjöfull fyrir Celtic sem varð fjórum sinnum Skotlandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Í upphafi tíunda áratugarins tók að síga hratt á ógæfuhliðina. Árið 1994 var upplýst um veruleg fjárhagsvandræði félagsins þegar upplýst var að yfirdráttur þess í Bank of Scotland væri hærri en fimm milljónir punda. Celtic rambaði á barmi gjaldþrots uns fjárfestirinn Fergus McCann yfirtók stjórn félagsins úr höndum fjölskyldnanna sem stýrt höfðu félaginu frá því að það varð að hlutafélagi. Undir stjórn McCyann var heimavöllurinn Celtic Park endurbyggður. Celtic varð loks meistari á ný árið 1998 og afstýrði því þar með að Rangers ynni níunda meistaratitilinn í röð og jafnaði þar með metið. Martin O'Neill tók við stjórn félagsins sumarið 2000. Undir hans stjórn varð Celtic meistari þrisvar á fimmm árum, þar af þrefaldur meistari fyrsta árið. Árið 2003 ferðuðust 80 þúsund Celtic-stuðningsmenn til [[Sevilla]] til að sjá lið sitt tapa með minnsta mun fyrir [[FC Porto|Porto]] í úrslitaleik [[UEFA bikarinn|UEFA bikarsins]]. Vöktu stuðningsmennirnir almenna aðdáun fyrir prúðmannlega framkomu og hlaut Celtic háttvísisverðlaun UEFA að launum. ===Níu í röð=== Í lok keppnistímabilsins 2004-05 tók Gordon Strachan við O´Neill sem knattspyrnustjóri Celtic. Hann varð Skotlandsmeistari á sínu fyrsta ári við stjórnvölinn og náði síðar þeim árangri að hampa Skotlandsmeistaratitlinum þrjú ár í röð. Undir hans stjórn komst Celtic í fyrsta sinn í útsláttarkeppni [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] veturinn 2006-07 og aftur árið eftir. Strachan var þó sagt upp störfum 2009 eftir að hafa misst af meistaratitlinum. Celtic endurheimti meistaratitilinn árið 2012 undir stjórn Neil Lennon. Tveimur árum síðar vann félagið þriðja meistaratitil sinn í röð þar sem markvörðurinn Fraser Foster setti nýtt met með því að halda markinu hreinu í 1.256 mínútur í deildarleikjum. Norðmaðurinn Ronny Deila tók við stórn liðsins og landaði tveimur meistaratitlum, en slælegur árangur í Evrópukeppnum og skoska bikarnum kostaði hann starfið. Englengindurinn [[Brendan Rodgers]] tók við af Norðmanninum vorið 2016. Hann leiddi Celtic til 100asta meistaratitils í stærri keppnum emð sigri á Aberdeen í deildarbikarnum sama ár. Celtic varð þrefaldur meistari í Skotlandi árin 2017 og 2018. Í kjölfarið var Rodgers ráðinn sem knattspyrnustjóri [[Leicester City F.C.]] en Neil Lennon tók við keflinu á nýjan leik. == Rígar == Celtic á í miklum og langvinnum ríg við [[Rangers FC]] sem byrjaði árið 1988 þegar liðin mættust í fyrsta sinn. Rígurinn kallast „Old Firm“ en ekki er vitað hvers vegna rígurinn er kallaður þetta en það er talið koma frá þeim tíma sem rígruinn byrjaði en þá talaði fólk um ríginn sem „...two old, firm friends“. Ástæðan fyrir þessum ríg er sú að hann endurspeglar pólitíska, félagslega og trúarlega sundrun í [[Skotland|Skotlandi]]. Rangers er talið vera lið etnískra Skota en Celtic lið Skota af írskum uppruna sem eru fjölmennir í Glasgow. Þá hafa stuðningsmenn Rangers verið mótmælendatrúar en stuðningsmenn Celtic verið kaþólikkar í gegnum tíðina. Celtic var stofnað í þeim tilgangi að styrkja fátækari hverfi í Glasgow og hefur þess vegna haft þá ímynd að vera lið alþýðufólks og verkamanna á meðan Rangers er álitið vera lið vald elítunnar. Árið 1909 drógust liðinn saman í úrslitum í skoska bikarsins. Á þeim tíma var spilað aftur þegar leikur endaði með jafntefli þangað til að annað liðið vann leik þegar bæði fyrsti og annar leikur liðanna endaði með jafntefli grunaði stuðningsmenn liðin um samráð um að féfletta þá með því að láta þá kaupa nýja og nýja miða. Fyrir þriðja leikinn brutust út óeirðir, fjöldi stuðningsmanna meiddist og skemmdir urðu á [[Hampden Park]] þar sem að spila átti leikinn. Glasgow Celtic og Rangers eru bæði með lið í skosku kvennadeildinni og hefur rígurinn færst yfir á þá leiki en í minna mæli en hjá körlunum. Hann fer þó vaxandi og til dæmis mættu 10.000 þúsund stuðningsmenn á úrslitaleikinn í skosku bikarkeppni kvenna. ==Titlar== *'''Úrvalsdeild''' (54): 1893, 1894, 1896, 1898, 1905, 1906, 1907, 1908, 1909, 1910, 1914, 1915, 1916, 1917, 1919, 1922, 1926, 1936, 1938, 1954, 1966, 1967, 1968, 1969, 1970, 1971, 1972, 1973, 1974, 1977, 1979, 1981, 1982, 1986, 1988, 1998, 2001, 2002, 2004, 2006, 2007, 2008, 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019, 2020, 2022, 2023, 2024 *'''[[Skoski bikarinn]]''' (41): 1892, 1899, 1900, 1904, 1907, 1908, 1911, 1912, 1914, 1923, 1925, 1927, 1931, 1933, 1937, 1951, 1954, 1965, 1967, 1969, 1971, 1972, 1974, 1975, 1977, 1980, 1985, 1988, 1989, 1995, 2001, 2004, 2005, 2007, 2011, 2013, 2017, 2018, 2019, 2023 *'''Skoski deildarbikarinn''' (22): 1956–57, 1957–58, 1965–66, 1966–67, 1967–68, 1968–69, 1969–70, 1974–75, 1982–83, 1997–98, 1999–2000, 2000–01, 2005–06, 2008–09, 2014–15, 2016–17, 2017–18, 2018–19, 2019–20, 2021–22, 2022–23, 2024–25 == Heimildir == {{wpheimild|tungumál=en|titill=Old Firm|mánuðurskoðað=17. nóvember|árskoðað=2023}} [[Flokkur:knattspyrnufélög frá Glasgow]] [[Flokkur:Stofnað 1887]] fk532ooqs48jtuo3nilb1qfcphrftcc Rangers FC 0 107831 1891991 1863774 2024-12-15T18:20:45Z 89.160.185.99 /* Titlar */ 1891991 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Rangers Football Club | Mynd = | Gælunafn = '"The Gers'"<br /> ''The Teddy Bears''<br /> ''The Light Blues'' | Stytt nafn = Rangers | Stofnað = [[mars (mánuður)|mars]], [[1872]] | Leikvöllur = [[Ibrox Stadium]]<br />[[Glasgow]] | Stærð = 50.817 | Stjórnarformaður = {{SKO|#}} Dave King | Knattspyrnustjóri = Philippe Clement | Deild = [[Skoska úrvalsdeildin]] | Tímabil = 2023-2024 | Staðsetning = 2. sæti | vefur = https://rangers.co.uk/ <!-- Heimabúningur --> | pattern_la1 = _rangers1920h | pattern_b1 = _rangers1920h | pattern_ra1 = _rangers1920h | pattern_sh1 = _rangers1920h | pattern_so1 = _rangers1819h | leftarm1 = 0000FF | body1 = 0000FF | rightarm1 = 0000FF | shorts1 = FFFFFF | socks1 = 000000 <!-- Útibúningur --> | pattern_la2 = _rangers1920a | pattern_b2 = _rangers1920a | pattern_ra2 = _rangers1920a | pattern_sh2 = _rangers1920a | pattern_so2 = _rangers1920a | leftarm2 = 000000 | body2 = 000000 | rightarm2 = 000000 | shorts2 = 000000 | socks2 = 000000 }} '''Rangers Football Club''' (stundum kallað '''Glasgow Rangers''' )er knattspyrnulið aðsetur í [[Glasgow]], Skotlandi sem spilar skosku úrvalsdeildinni. Heimavöllur þess er Ibrox Stadium suður-vestur af borginni. Félagið var stofnað árið 1872 og var eitt af tíu stofnliðum skosku deildarinnar. Liðið varð árið 2012 lýst gjaldþrota og sett undir stjórn lánadrottna. Félagið var svo leyft aftur inn í skosku deildina í 4. deild. Það félag var ekki skráð sem sama fyrirtæki og upprunalega Rangers. Árið 2016 unnu Rangers skosku 1. deildinna og komust aftur upp í skosku úrvalsdeildina. Rangers hafa unnið deildina oftar en nokkurt lið, 55 sinnum, skoska bikarinn 33 sinnum og skoski deildinni bikarinn 27 sinnum. Erkifjendur liðsins er [[Glasgow Celtic]] sem er einnig úr Glasgow. ==Titlar== *'''Úrvalsdeild''' (55): 1899, 1900, 1901, 1902, 1911, 1912, 1913, 1918, 1920, 1921, 1923, 1924, 1925, 1927, 1928, 1929, 1930, 1931, 1933, 1934, 1935, 1937, 1939, 1947, 1949, 1950, 1953, 1956, 1957, 1959, 1961, 1963, 1964, 1975, 1976, 1978, 1987, 1989, 1990, 1991, 1992, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1999, 2000, 2003, 2005, 2009, 2010, 2011, 2021 *'''Skoski bikarinn''' (33): 1894, 1897, 1898, 1903, 1928, 1930, 1932, 1934, 1935, 1936, 1948, 1949, 1950, 1953, 1960, 1962, 1963, 1964, 1966, 1973, 1976, 1978, 1979, 1981, 1992, 1993, 1996, 1999, 2000, 2002, 2003, 2008, 2009 *'''Skoski deildarbikarinn''' (28): 1947, 1949, 1961, 1962, 1964, 1965, 1971, 1976, 1978, 1979, 1982, 1984, 1985, 1987, 1988, 1988–89, 1990–91, 1992–93, 1993–94, 1996–97, 1998–99, 2001–02, 2002–03, 2004–05, 2007–08, 2009–10, 2010–11, 2023-24 {{s|1872}} [[Flokkur:knattspyrnufélög frá Glasgow]] nvsxr4k3mi9nhs40del482dgzf314g0 Hailemariam Desalegn 0 109622 1892004 1880653 2024-12-15T21:45:33Z TKSnaevarr 53243 1892004 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Hailemariam Desalegn | nafn_á_frummáli = {{nobold|ኃይለማሪያም ደሳለኝ ቦሼ}} | búseta = | mynd = Hailemariam Desalegn - Closing Plenary- Africa's Next Chapter - World Economic Forum on Africa 2011.jpg | myndastærð = 200px | myndatexti = | titill= Forsætisráðherra Eþíópíu | stjórnartíð_start = [[20. ágúst]] [[2012]] | stjórnartíð_end = [[2. apríl]] [[2018]] | forseti = [[Girma Wolde-Giorgis]]<br>[[Mulatu Teshome]] | forveri = [[Meles Zenawi]] | eftirmaður = [[Abiy Ahmed]] | fæðingarnafn = Hailemariam Desalegn | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1965|7|19}} | fæðingarstaður = [[Boloso Sore]], [[Eþíópía|Eþíópíu]] | starf = Stjórnmálamaður | stjórnmálaflokkur = [[Suður-eþíópíska lýðræðislega alþýðuhreyfingin]] | trúarbrögð = [[Mótmælendatrú|Mótmælandi]] | maki = Roman Tesfaye | börn = 3 | háskóli = Háskólinn í Addis Ababa<br>Arba Minch-rannsóknarháskólinn<br>Tækniháskólann í Tampere | undirskrift = }} '''Hailemariam Desalegn''' (fæddur [[19. júlí]] [[1965]]) er eþíópískur stjórnmálamaður og var forsætisráðherra [[Eþíópía|Eþíópíu]] frá 20. ágúst 2012 til 15. febrúar 2018.<ref name=BBC>http://www.bbc.com/news/world-africa-43073285</ref> Hann hafði áður gengt stöðu staðgengils forsætisráðherra og utanríkisráðherra í ríkisstjórninni frá 2010. Hann er fyrsti forystumaður í ríkisstjórn Eþíópíu sem er mótmælendatrúar.<ref>http://www.awrambatimes.com/?p=2702</ref> == Upphafsár == Hailemariam fæddist árið 1965 í Boloso Sore héraði Suður-Eþíópíu. Hann er af þjóðflokki Welayta sem aðallega byggja Suður-Eþíópíu. Þar lærði hann og varði stærstum hluta æsku sinnar. Árið 1988 útskrifaðist hann í byggingarverkfræði frá Háskólanum í Addis Ababa. Hann starfaði síðan í tvö ár sem aðstoðarmaður við Arba Minch rannsóknarháskólann. Hann hlaut námsstyrk til að sækja meistaranám í verkfræði við Tækniháskólann í Tampere í [[Finnland|Finnlandi]]. Að námi loknu snéri hann aftur til Eþíópíu og starfaði við ýmis fræðileg verkefni og stjórnunarleg. Hann var forseti Vatnstæknistofnunarinnar við Araba Minch í 13 ár. Þá sótti hann einnig leiðtoganám í Azusa Pacific University, í [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. == Stjórnmálaþátttaka == Í lok síðustu aldar hóf hann þátttöku í stjórnmálum sem aðili að [[Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar|Lýðræðis- og byltingarhreyfingu eþíópísku þjóðarinnar]] (EPRDF) sem er stjórnarflokkurinn. Hann varð varaforseti SNNPR sem er eitt sambandslýðvelda Eþíópíu (2000–2002); og forseti þess frá 2002 til 2006.<ref>{{cite web |url=http://www.theafricareport.com/index.php/east-horn-africa/hailemariam-desalegne-ethiopias-s-next-premier-501817372.html |title=Geymd eintak |access-date=2012-09-03 |archive-date=2012-08-23 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120823161557/http://www.theafricareport.com/index.php/east-horn-africa/hailemariam-desalegne-ethiopias-s-next-premier-501817372.html |url-status=dead }}</ref> Árið 2010 var hann gerður að staðgengli forsætisráðherra og utanríkisráðherra <ref>[http://www.sudantribune.com/spip.php?article36497 „Opposition dismiss new 'one party' Ethiopian government“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120829152812/http://www.sudantribune.com/spip.php?article36497 |date=2012-08-29 }}, ''Sudan Tribune'', Dags. 6. október 2010 (skoðað 3. septemer 2012)</ref> Hann var kjörinn á eþíópíska þingið árið 2005. Hann gegndi síðan ýmsum trúnaðarstörfum fyrir forsætisráðherrann, meðal annars í félagsmálum. Hann veitti aganefnd stjórnarflokksins forstöðu. Þá var hann í framkvæmdastjórn EPRDF og varaformaður frá 2010. ==Afsögn== Desalegn sagði af sér sem forsætisráðherra í byrjun ársins 2018 í kjölfar nærri tveggja ára stöðugra mótmæla. Þar höfðu þjóðarbrotin [[Orómóar|Orómó]] og [[Amharar|Amhara]] verið í fararbroddi. Hundruð höfðu látið lífið í óeirðunum og þúsundir verið teknar höndum.<ref>{{cite web|url=http://www.ruv.is/frett/neydarlogum-aflett-i-ethiopiu|publisher=''RÚV''|title=Neyðarlögum aflétt í Eþíópíu|date=5. júní 2018|accessdate=1. október 2018|author=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref> Desalegn er fyrsti leiðtogi í nútímasögu Eþíópíu sem hefur viljugur látið af völdum; forverar hans hafa ýmist dáið í embætti eða verið steypt af stóli. == Tilvísanir== {{reflist}} == Heimildir == * {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Hailemariam Desalegn|mánuðurskoðað = 3. september|árskoðað = 2012}} * [http://www.dailyethiopia.com/index.php?aid=894 "A New Leader in Office"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20131014033258/http://www.dailyethiopia.com/index.php?aid=894 |date=2013-10-14 }}, Viðtal ''Ethiopia News'' við Hailemariam Desalegn frá 9. nóvember 2010 - á ensku. * [http://www.guardian.co.uk/world/2012/aug/22/hailemariam-desalegn-run-ethiopia-2015 Hailemariam Desalegn stýrir Eþíópíu til 2015] Frétt á vef Guardian 22. ágúst 2012 - á ensku. *[http://www.tut.fi/en/current/ethiopian-minister-of-foreign-affairs-visits-his-alma-mater-p026901c2 Hailemariam Desalegn heimsækir TUT] Tækniháskólann í Tampere í Finnlandi, 20. mars 2012 - á ensku. {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = Forsætisráðherra Eþíópíu | frá = [[20. ágúst]] [[2012]] | til = [[2. apríl]] [[2018]] | fyrir = [[Meles Zenawi]] | eftir = [[Abiy Ahmed]] }} {{Töfluendir}} {{DEFAULTSORT:Desalegn, Hailemariam }} {{f|1965}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Eþíópíu]] [[Flokkur:Utanríkisráðherrar Eþíópíu]] bq8z7kd8songk48juyl84mu4kb07atu Árni Múli Jónasson 0 111534 1892049 1764558 2024-12-16T08:28:23Z TKSnaevarr 53243 1892049 wikitext text/x-wiki '''Árni Múli Jónasson''' (fæddur 1959) var bæjarstjóri [[Akranes]]s frá 29. júlí 2010 til 7. nóvember 2012. Árni Múli er [[lögfræði]]ngur að mennt, með meistarapróf í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann er kvæntur Arnheiði Helgadóttur sérkennara og eiga þau fjögur börn. Árni Múli starfaði sem fiskistofustjóri frá árinu 2009 en áður var hann meðal annars lögfræðingur hjá [[Umboðsmaður Alþingis|umboðsmanni Alþingis]], skrifstofustjóri í [[Sjávarútvegsráðuneyti Íslands|sjávarútvegsráðuneytinu]] og aðstoðarfiskistofustjóri þar til hann tók við starfi fiskistofustjóra. Árni Múli leiddi lista [[Björt framtíð|Bjartrar framtíðar]] í [[Norðvesturkjördæmi]] í [[Alþingiskosningar 2013|Alþingiskosningunum 2013]] og skipaði annað sætið á lista [[Sósíalistaflokkur Íslands (21. öld)|Sósíalistaflokksins]] í sama kjördæmi í [[Alþingiskosningar 2021|kosningunum 2021]]. {{f|1959}} [[Flokkur:Bæjarstjórar Akraness]] [[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]] h8mm4g53dutvqtcfoa8mupohwqsluop Fornleifarannsóknir á Þingvöllum 0 121443 1891988 1779195 2024-12-15T17:35:56Z Snævar 16586 taka saman heimildir, harv 1891988 wikitext text/x-wiki Á '''[[Þingvellir|Þingvöllum]]''' hafa farið fram '''[[fornleifarannsóknir]]''' upp úr miðbiki 19. aldar í þeim tilgangi að varpa ljósi á [[þinghald]] sem þar átti sér stað allt frá árinu 930 til 18. aldar, en höfuðáhersla hefur verið lögð á þinghald fyrri tíma. Stuðst er við lýsingu af þinghaldi frá árinu 1700 en þar er einna helst búðum [[Lögrétta|Lögréttu]] og [[Lögberg]]i lýst. Miklar deilur hafa verið um rétta staðsetningu Lögbergs og hvort það hafi verið vestan eða austan [[Öxará|Öxarár]]. Frekari þörf er á fornleifarannsóknum til að ganga úr skugga um hið rétta í þessu máli, þótt ekki sé talið mjög líklegt að skýr svör fáist nokkurn tíma við þeirri spurningu. == Upphaf fornleifarannsóknarinnar == [[Séra Björn Pálsson]] ritaði sérstaka lýsingu á [[Ísland]]i árið 1840 sem tilgreindi meðal annars Þingvelli. Er þetta með fyrstu greinargerða um héraðið í heild sinni ásamt ýmsu sem við kemur Þingvöllum sjálfum. Á þeim tíma var enga lýsingu að finna af þessum forna þing- og sögustað. Engar aðrar fornleifar eru nefndar en búðar- og virkisleifarnar á [[Spöngin|Spönginni]] („Lögbergi“) og áhleðslan á Lögbergi („neðri eða austari [[Almannagjáarbarmi]]“), sem hann hyggur vera [[dómhringja]] hvorar-tveggja.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=25}}</ref><ref name="Matthías">{{bókaheimild|höfundur=Matthías Þórðarson|titill=Þingvöllur - Alþingisstaðurinn Forni|ár=1945|útgefandi=Alþingissögunefnd}}</ref> Um árið 1860 hefjast loks fornfræðilegar rannsóknir á staðnum sjálfum undir leiðsögn [[Sigurður Guðmundsson (f. 1833)|Sigurðar málara Guðmundssonar]] sem er talinn upphafsmaður þessara rannsókna. Þar voru meðal annars gerðar nákvæmari athuganir en áður höfðu verið gerðar á svæðinu þar sem [[Alþingi]] var haldið einkum í [[fornöld]]. Þann 13. apríl árið 1863 ritaði Sigurður bréf til [[Jón Sigurðsson|Jóns Sigurðssonar]] um upphaf þessa rannsókna: „Árið 1860 fór eg til [[Geysir|Geysis]] og skoðaði eg þá um leið Þingvöll, og myndaði þar þá Lögberg og fleira. En er eg kom úr þeirri ferð, fór eg að fá eins konar áhyggjur útaf því, að jafn-merkur staður í sögu landsins lægi þannig alveg órannsakaður, og skrifaði eg um haustið Guðbrandi (svo sem þér víst hafið orðið varir við, og beiddi hann að komast eftir, hvort þar ytra væru til nokkrar skriflegar upplýsingar um Þingvöll, en fékk 13. október)“.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=27}}</ref> Í ritgerð Sigurðar er búðunum ákveðinn staður að mestu leyti eftir búðaskipuninni frá 1700. [[Björn Guðlaugsson]] gerði uppdrátt af Þingvallarsvæðinu með ágætum lýsingum. Miðað var við búða- og dómstaðarústir, sem enn eru sýnilegar, samanborið við [[Catastasis]]. Myndirnar voru gerðar með blýanti og bleki, blár litur notaður til að tákna vatn og svarblár á eyrar og rauður í mynni [[Brennugjá|Brennugjár]] þar sem brunaleifar hafa fundist.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=33}}</ref> ===Staðsetning Lögbergs=== Á sama tíma og Íslendingar afsöluðu sjálfstæði sínu til Noregskonungs á árunum 1262-1264 með því að undirrita [[Gamli sáttmáli|Gamla Sáttmála]], hætti um leið þörfin á Lögbergi og allri þeirri starfsemi sem þar hafði átt sér stað. Afleiðing þess er sú að enginn virðist hafa skráð niður nákvæma staðsetningu svæðisins og því hefur alla tíð síðan ríkt óvissa um hana. Til að byrja með var stuðst við lýsingu af því þinghaldi sem átti sér stað eftir undirritun Gamla Sáttmálans, en þar var gert ráð fyrir staðsetningu Lögbergs austan við Öxará.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Adolf Friðriksson|titill=Sagas and Popular Antiquarianism in Icelandic Archaeology|ár=1994|útgefandi=Ashgate Publishing Ltd|bls=108}}</ref> <ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=153}}</ref> [[P. E. Kristian Kålund]] kom til Íslands 1872 og var hér í tvö ár að ferðast um landið. Hann vissi mikið um tungumál okkar og þjóð og því vel fróður og undirbúinn. Hann skrifaði stórt verk um landið og má þar finna kafla um Þingvelli og Þingvallasveitina, sem þótti með því fullkomnara sem hafði verið skrifað um staðinn. Kålund lagði sig ekki sérstaklega eftir því að komast að því hvar hinar fornu búðir hefðu staðið og áleit það í raun ógerlegt. Þess í stað gat hann þess aðeins hversu margar [[búðatóftir]] sæust, hve stórar þær væru og staðsetningu þeirra. [[Guðbrandur Vigfússon]] hafði bent honum árið 1875 á að Lögberg hlyti að hafa verið vestan ár sökum þess að svo hafi verið sagt í einni [[Sturlunga saga|Sturlunga sögu]]. [[Jón Ólafsson]] frá [[Grunnavík]] áleit sem svo að Lögberg hafi verið á Almannagjár-barminum eystri, rétt fyrir norðan [[Snorrabúð]] þar sem búðaskipunin frá 1700 er talin hafa verið [[fjórðungsdómaþingstaður]].<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=34-35}}</ref> Þann 15. október 1879 áttu 14 fræðimenn fund í [[Reykjavík]]. Á fundinum tók [[Sigurður Vigfússon]] fyrstur til máls og stakk hann upp á að grafa ætti upp á Lögbergi. Tillaga hans var samþykkt og því farið í að rannsaka Þingvelli til finna leifar af búðum og öðrum minjum á svæðinu.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=36}}</ref> Fyrstu rannsóknir [[Fornleifafélagið|Fornleifafélagsins]] voru gerðar á Þingvöllum af Sigurði Vigfússyni 28. maí - 20. júní 1880 og birti hann ritgerð um þær í fyrstu árbók félagsins. Sigurður rannsakaði með greftri um þrjár búðatóftir og áhleðsluna á Almannagjárbarminum þar sem Jón frá Grunnavík áleit að Lögberg hafi verið. Í sambandi við skýrslur sínar um þessar rannsóknir ritaði hann jafnframt um ýmislegt annað viðvíkjandi Þingvöllum og umhverfi þeirra. Hann dró upp mynd af svæðinu og birti uppdrátt [[Björns Gunnlögssonar]] frá 1861 með viðaukum sínum án þess þó að geta nafna þeirra sem Björn hafði gefið því eftir búðaskipuninni frá 1700. Eftir að uppdrættirnir þrír og ritgerðirnar þrjár höfðu komið út varð aftur hlé á rannsóknum, en engin almenn niðurstaða var fengin um staðsetningu Lögbergs.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=37}}</ref> Sumarið 1896 skoðaði [[Daniel Bruun]] Þingvelli. Þá skýrði hann meðal annars frá þeirri skoðun sinni að Sigurður Vigfússon ætti örugglega við að Lögberg væri þar sem áhleðslan er á gjábarminum fyrir norðan Snorrabúð. [[Björn M. Ólsen]] var með honum á Þingvöllum árið 1880 og veittu þeir því eftirtekt hve glöggt heyrðist frá þeim sem talar á áhleðslunni sjálfri og niður til áheyrendanna.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=38}}</ref> Á [[Hallurinn|Hallinum]] á Þingvöllum eru leifar af fornu mannvirki sem þar hefur verið gert í ákveðnum tilgangi og með mikilli fyrirhöfn. Þar er um að ræða áhleðslu á hraunbungunni sem er með dálítilli upphækun og hefur verið stærsta mannvirkið á þessum reit sem sýnilegar leifar eru til af frá fornöld. Auk þess er það greinilega gert með mikilli fyrirhöfn, en útlit er fyrir að það hafi verið hlaðið uppi á berginu svo gríðarlega erfitt hafi verið að bera hvern einasta stein.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=152}}</ref> Þegar Sigurður Vigfússon rannsakaði suðurhluta skurðarins, sem var langsum samhliða gjánni, kom hann niður á það sem hann áleit vera [[öskudreif]] sem síðar varð að miklu öskulagi niðri við bergið. Hann áleit sem svo að mannvirkið sem hann fann á svæðinu væri í heild sinni yngra en eldstæðið sem hann taldi hafa tilheyrt Snorrabúð. Mannvirkið álítur hann hafa verið búðarvirki þeirra [[Ormur á Svínafelli|Orms á Svínafelli]], en svo er raunar að sjá af Sturlungasögu að það hafi verið austan ár. Síðar kom í ljós að ekki var um eldstæði að ræða heldur öskulag. Fólk dró jafnframt í efa að hér væri um búðarvirki eða eitthvað í þeirri líkingu að ræða sökum upphækunarinnar. Þetta gæti hafa verið flöt áhleðsla til að minnka hallann. Þá hefur hallinn jafnframt aukist verulega síðan þetta var upphaflega grafið í jörðu.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=153-154}}</ref> Jón Ólafsson frá Grunnavík vildi meina að staðsetning Lögbergs hafi verið skammt fyrir norðan Snorrabúð á hallandi berginu við eystri gjábarminn, en árið 1724 fann hann þar ferkantaða hraunsteina setta í hálfhring. Hann og [[Páll Vídalín]] nýttu alla steinana til þess að gera [[stillur]] yfir ána sem þykir hin mesta synd sökum þess að nú er ógerlegt að rannsaka og skoða þessa steina. Þeir eru allir horfnir, sokknir í sand og möl í ánni og á eyrunum og er því álitið ómögulegt að finna þá á ný.<ref group="lower-alpha">{{harv|Matthías Þórðarson|1945|p=155-158}}</ref> Hingað til hafa fornleifarannsóknir ekki enn getað gefið nægilegar vísbendingar um staðsetningu Lögbergs, en enn sem komið er bendir afar lítið til þess að svo verði í nánustu framtíð.<ref>{{vefheimild|titill=Lögberg|url=http://www.thingvellir.is/saga/loegberg.aspx|publisher=Þjóðgarðurinn á Þingvöllum|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2014}}</ref> [[Mynd:Ta-bagall-fra-thingvollum.png|thumbnail|Tá-bagallinn sem fannst fyrir tilviljun á Þingvallarsvæðinu. Hér má sjá báðar hliðar gripsins.]] === Tá-Bagall === Þingvellir þykja vera eitt merkasta svæði Íslandssögunar en þrátt fyrir það hefur sáralítið af minjum og öðrum gripum fundist á svæðinu. Að mati [[Kristján Eldjárn|Kristjáns Eldjárn]] virðist þetta vera sökum þess að lítið hafi verið grafið og rannsakað af alvöru á svæðinu vegna þess hversu dýrt það er og óvíst hvort það svaraði kostnaði.<ref group="lower-alpha">{{harv|Kristján Eldjárn|1970|p=1}}</ref><ref>{{cite journal|author=Kristján Eldjárn|title=Tá-Bagall frá Þingvöllum|journal=Árbók hins íslenzka fornleifafélags|date=1. janúar|year=1970|issue=67|accessdate=6. mars 2014}}</ref> Þann 24. maí árið 1957 hringdi [[séra Jóhann Hannesson]], þjóðgarðsvörður í Kristján Eldjárn og sagði honum frá fundi einkennilegs [[tá-bagl]]s við gröft fyrir rafmagnsjarðstreng. Viðarkolalag var í jörð þar sem hluturinn fannst þótt ekki væri um raunverulegt gólf að ræða, en Kristján áleit að gripurinn gæti hafa verið undan trégólfi.<ref group="lower-alpha">{{harv|Kristján Eldjárn|1970|p=1}}</ref> [[Brýnið]] sem fannst var 13.4 cm að lengd, mest 3,4 cm að breidd og 1-1.5 cm á þykkt. Það var úr ljósgráu og linu [[flöguberg|flögubergi]] með brotsári á báðum endum. Kristján kaus að kalla hlutinn [[hún]], enda leit út fyrir að hann hafi verið efst á staf, falur í miðju en til beggja hliða uppundnir krókar. Þá virtist hann vera steyptur úr bronsi. Venjulegt hefði þótt að ámóta gripir væru gylltir, en sú virðist aldrei hafa verið raunin með þennan grip. Nú til dags virðist hann vera dökkgrænn að lit.<ref group="lower-alpha">{{harv|Kristján Eldjárn|1970|p=8-9}}</ref> Þegar Kristján lýsti gripnum þótti honum verkið á honum ekki framúrskarandi gott. Þótti honum steypingin og áferðin góð og falleg, en skrautverkið með sljóum dráttum. Virðist hann jafnframt tengja hönnun gripsins við [[Úrsnesstíll|Úrsnesstíl]], sem þótti áberandi í liststíl víkingaaldar áður en hin rómanska kirkjulist miðalda hélt innreið sína á [[Norðurlönd]]. Mat hann sem svo að gripurinn væri frá 11. öld, eða frá tímabilinu 1050 - 1075.<ref group="lower-alpha">{{harv|Kristján Eldjárn|1970|p=11-13}}</ref> Þetta virðist vera eini tá-bagallinn sem varðveist hefur á Norðurlöndum, en þegar um eiganda gripsins er að ræða er ekki um marga úr að velja. Miðað við aldursgreiningu hans á 11. öld, samkvæmt Kristjáni, þykir jafnvel líklegt að hann gæti hafa tilheyrt [[Ísleifur Gissurarson|Ísleifi Gissurarsyni]] í [[Skálholt]]i, þótt hann útilokaði ekki að um fleiri kristna trúboða á þessum tíma væri að ræða. Bætti hann einnig við að athugunarvert myndi þykja að jafn mikill höfðingi og Ísleifur bæri slíkan grip með sér, en tilkomumeiri gripur væri án efa við hæfi að hans mati.<ref group="lower-alpha">{{harv|Kristján Eldjárn|1970|p=21-22}}</ref> === Síðari rannsóknir á svæðinu === [[Guðmundur Ólafsson]], þáverandi deildarstjóri á [[Þjóðminjasafnið|Þjóðminjasafninu]] stýrði rannsókn á árunum 1986 - 1988 þar sem um 50 búðartóftir og tóftarbrot á þingstaðnum við Öxará voru skráðar.<ref>{{vefheimild|titill=Fornleifarannsóknir Fram Til 2000|url=http://www.thingvellir.is/um-thjodgardinn/fornleifarannsoknir/fornleifarannsoknir-fram-til-2000.aspx|publisher=Þjóðgarðurinn á Þingvöllum|mánuðurskoðað=10. mars|árskoðað=2014}}</ref> [[Fornleifastofnun Íslands|Fornleifastofnun Íslands SES]] gerði síðan rannsókn við kirkjuna á Þingvöllum undir yfirumsjón [[Orri Vésteinsson|Orra Vésteinssonar]], en í henni fundust leifar kirkju frá 16. öld. Var álitið sem svo að um væri að ræða fyrstu kirkju þessa staðar. Ásamt henni fannst hluti þingbúðar.<ref>{{vefheimild|titill=Fornleifarannsóknir Fram Til 2000|url=http://www.thingvellir.is/um-thjodgardinn/fornleifarannsoknir/fornleifarannsoknir-fram-til-2000.aspx|publisher=Þjóðgarðurinn á Þingvöllum|mánuðurskoðað=10. mars|árskoðað=2014}}</ref> Um tíu árum síðar var gerður uppgröftur við [[Þingvallakirkja|Þingvallakirkju]] undir stjórn [[Margrét Hallmundsdóttir|Margrétar Hallmundsdóttur]], fornleifafræðings. Þá fannst meðal annars hluti af gamalli kirkju nálægt þeirri sem nú stendur, en talið er að sú kirkja gæti verið sú sama og Orri hafði áður fundið. Ásamt henni fundust hluti af búð og húsi ásamt fleiri byggingum. Þá fannst jafnframt smámynt við núverandi kirkju sem merkt var nafni Ottós 3. [[keisari|keisara]] [[Þýskaland]]s frá árunum 983-1002.<ref>{{vefheimild|höfundur=Margrét Hrönn Hallmundsdóttir og Hansen, Sigrid|titill=Fornleifarannsókn á Þingvöllum - Vegna framkvæmda við Þingvallakirkju 2009|url=http://www.thingvellir.is/um-thjodgardinn/fornleifarannsoknir/rannsokn-vid-thingvallakirkju-2009.aspx|publisher=Náttúrustofa Vestfjarða|mánuðurskoðað=11. mars|árskoðað=2014|tungumál=9-13}}</ref> == Neðanmálsgreinar == {{notelist}} == Heimildir == <references/> [[Flokkur:Fornleifafræði]] [[Flokkur:Fornleifauppgröftur á Íslandi]] [[Flokkur:Þingvellir]] 9ug6xqtd4ivxu5kuelp8pyhvmzkvp35 Réttindabyltingin 0 125757 1891983 1816705 2024-12-15T16:50:56Z Snævar 16586 taka saman heimildir 1891983 wikitext text/x-wiki {{sameina|Mannréttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum}} [[File:Warren Court 1953.jpg|thumb|''The Warren Court.'' Dómarar Hæstaréttar voru samhljóða í máli ''Brown v. Board of Education'' og komust að þeirri niðurstöðu 17. maí 1954, að aðskilnaður kynþátta í opinberum skólum stæðist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna.]] [[File:President Kennedy addresses nation on Civil Rights, 11 June 1963.jpg|thumb|John F. Kennedy ávarpar bandarísku þjóðina og kallar eftir löggjöf um borgaraleg réttindi minnihlutahópa, 11. júní 1963 í skugga mótmæla.]] [[File:Earl Warren.jpg|thumb|Earl Warren, forseti Hæstaréttar 1953-1969.]] [[File:March on Washington edit.jpg|thumb|Fjöldamótmælin ''The March on Washington'' 28. ágúst 1963.]] [[File:Martin Luther King - March on Washington.jpg|thumb|„I Have a Dream!“ Martin Luther King Jr. flytur ræðu fyrir framan ''Lincoln Memorial'' 28. ágúst 1963.]] [[File:Joan Baez Bob Dylan.jpg|thumb|Joan Baez og Bob Dylan koma fram á tónleikum tengdum ''March of Washington'' 28. ágúst 1963]] [[File:1963 march on washington.jpg|thumb|Leiðtogar mannréttindahreyfinga fara fyrir mótmælagöngu frá ''Washington Memorial'' til ''Lincoln Memorial'' 28. ágúst 1963.]] [[File:JFK meets with leaders of March on Washington 8-28-63.JPG|thumb|John F. Kennedy fundar með leiðtogum réttindabaráttunnar árið 1963 í Hvíta húsinu.]] [[File:Robert Kennedy CORE rally speech2.jpg|thumb|Robert F. Kennedy ávarpar mótmælendur í júní 1963.]] [[File:Lyndon Johnson meeting with civil rights leaders.jpg|thumb|Lyndon B. Johnson fundar með leiðtogum ''The Civil Rights Movement'' Martin Luther King, Jr., Whitney Young og James Farmer í janúar 1964.]] [[File:JimCrowInDurhamNC.jpg|thumb|Strætisvagnastöð í Norður Karólínu.]] [[File:MLK and Malcolm X USNWR cropped.jpg|thumb|Martin Luther King, Jr. og Malcolm X fyrir utan þinghúsið í Washington 26. mars 1964, þar sem þeir fylgdust með umræðum í öldungadeildinni um ''Civil Rights Act''. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem þeir tveir hittust og stóð fundur þeirra aðeins í eina mínútu.]] [[File:Lyndon Johnson signing Civil Rights Act, July 2, 1964.jpg|thumb|Lyndon B. Johnson skrifar undir ''Civil Rights Act'' 2. júlí 1964. Martin Luther King, Jr. er viðstaddur meðal annarra.]] [[File:1943 Colored Waiting Room Sign.jpg|thumb|Aðskilnaðarskilti]] [[File:LBJ Civil Rights Act crowd.jpg|thumb|Lyndon B. Johnson ávarpar þjóðina við undirritun ''Civil Rights Act'' 2. júlí 1964.]] [[File:Civilrightsact1964.jpg|thumb|Forsíða ''Civil Rights Act'' frá árinu 1964.]] [[File:Rustin Young Ryan Farmer Lewis.jpg|thumb|Leiðtogar ''The Civil Rights Movement'' árið 1965, Bayard Rustin, Andrew Young, William Ryan, þingmaður New York-ríkis, James Farmer og John Lewis.]] [[File:Segregation 1938b.jpg|thumb|Ungur blökkustrákur við vatnshana í Norður Karólínu.]] [[File:Freedom Rider plaque (4653382530).jpg|thumb|Minningarskjöldur um mótmæli Frelsisfarþeganna ''Freedom Riders'' í Birmingham Alabama.]] [[File:Selma to Montgomery Marches.jpg|thumb|Þátttakendur í mótmælagöngu frá Selma til Montgomery Alabama.]] [[File:Bloody Sunday-Alabama police attack.jpeg|thumb|Lögregla ræðst gegn mótmælendum í Selma Alabama, 7. mars 1965.]] [[File:Lyndon Johnson and Martin Luther King, Jr. - Voting Rights Act.jpg|thumb|Lyndon B. Johnson og Martin Luther King, Jr. heilsast við undirritun ''Voting Rights Act'' 6. ágúst 1965.]] [[File:Vietnam War Protest in DC, 1967.gif|thumb|Mótmæli gegn Víetnamstríðinu í Washington 21. október 1967.]] [[File:Vietnamdem.jpg|thumb|Mótmæli gegn Víetnamstríðinu árið 1967.]] [[File:Martin Luther King Jr St Paul Campus U MN.jpg|thumb|Martin Luther King, Jr. flytur ræðu á mótmælum gegn Víetnamstríðinu fyrir utan Háskólann í Minnesota 2. apríl 1967.]] [[File:Vietnamprotestors.jpg|thumb|Mótmæli gegn Víetnamstríðinu fyrir utan Pentagon í október 1967.]] [[File:John Lennon en zijn echtgenote Yoko Ono op huwelijksreis in Amsterdam. John Lenn, Bestanddeelnr 922-2302.jpg|thumb|John Lennon og Yoko Ono berjast fyrir friði árið 1969.]] [[File:USSC justice group photo-1973 current.jpg|thumb|Dómarar Hæstaréttar árið 1973 sem dæmdu í máli ''Roe v. Wade'' og komust að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu fóstureyðingar stæðust ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna.]] [[File:Roevwade.jpg|thumb|Mótmælendur vegna dómsmálsins ''Roe v. Wade''.]] [[File:March for Women's Lives detail.jpg|thumb|''March for Women's Lives'' árið 2004.]] [[File:Crowd at 2004 March For Women's Lives.jpg|thumb|''March for Women's Lives'' árið 2004.]] [[File:March for life 2009.JPG|thumb|''March for Life'' árið 2009.]] [[File:PersonhoodSupremeCourt.JPG|thumb|''Personhood Now!'' árið 2010.]] '''Réttindabyltingin''' (e. The Rights Revolution) er markvert tímabil í sögu [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og [[Bandarísk stjórnmál|bandarískri stjórnmálasögu]] sem hófst á sjötta áratug 20. aldar. Upphaf tímabilsins má rekja til ársins 1954, þegar dómur Hæstaréttar féll í máli ''Brown v. Board of Education''. Með dóminum var staðfest að aðskilnaðarstefnan sem hafði viðgengist innan skóla og opinberra stofnana, sérstaklega í Suðurríkjunum, væri brot á [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrá Bandaríkjanna]].<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Brown v. Board of Education. 347 U.S. 483. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/483/case.html}}</ref> Dómurinn markaði afgerandi stefnubreytingu Hæstaréttar, setti kynþáttamisrétti undir smásjána, mannréttindi í forgrunn umræðunnar og leiddi til þess að lögbundin aðskilnaðarstefna var endanlega afnumin. == Stefnubreyting Hæstaréttar == Hæstiréttur staðfesti stefnubreytinguna með því að taka fyrir fjölmörg sambærileg mál, meðal annarra mál ''Monroe v. Pape'' árið 1961, sem undirdómstig höfðu hafnað. Málið snerist um ofbeldi lögregluþjóna gegn fjölskyldu blökkumanna, en afar sjaldgæft var á þessum árum að slík mál kæmu fyrir æðstu dómstig.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Monroe v. Pape. 365 U.S. 167. Supreme Court of the United States. 1961.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/365/167/case.html}}</ref><ref name="Epp">{{bókaheimild|höfundur=Epp, C. R|titill=The Rights Revolution: Lawyers, Activists, and Supreme Courts in Comparative Perspective|ár=1998|útgefandi=The University Of Chicago Press}}</ref> Fordæmið tryggði framgang sambærilegra mála sem einkenndust af því að opinberir aðilar virtu ekki stjórnarskrárvarin réttindi einstaklingsins. Með þessum breyttu áherslum Hæstaréttar var vernd stjórnarskrárinnar útvíkkuð og minnihlutahópum veitt réttindi til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra þjóðfélagshópa. === Vernd borgaralegra réttinda === Hæstiréttur umbylti þannig áherslum sínum á um 20 ára tímabili og útvíkkaði [[Réttindaskrá Bandaríkjanna|réttindaskrá stjórnarskrárinnar]] (e. The Bill of Rights). Gjörbreyting varð á mörgum sviðum samfélagsins, ekki síst er varða réttindi blökkumanna, kvenna, fatlaðra og síðar samkynhneigðra. Nokkrum árum áður höfðu mál þar sem tekist var á um borgaraleg réttindi aðeins verið um 10% dómsmála við réttinn, en í lok sjöunda áratugarins voru slík mál um 70% af málaskránni.<ref name="Epp" /> Með stefnubreytingunni lýsti Hæstiréttur því yfir að hann væri verndari réttinda einstaklingsins og hins venjulega borgara, enda snerust breytingarnar ekki hvað síst um hvernig réttur einstaklingsins gagnvart hinu opinbera er skilgreindur og með hvaða hætti ríkisvaldinu er heimilt að ganga á rétt einstaklingsins.<ref name="Epp" /> Með fleiri hæstaréttardómum og tengdum atburðum í kjölfarið, urðu afgerandi kaflaskil í bandarísku samfélagi hvað varðar réttindi minnihlutahópa. Öll mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, trúar, kyns eða þjóðernis, var svo bönnuð með samþykkt ''The Civil Rights Act'' árið 1964.<ref>{{vefheimild|titill=The Civil Rights Act|url=http://research.archives.gov/description/299891}}</ref> === Ríkjandi þjóðfélagsmenningu mótmælt === Réttindabyltingin hefði ekki orðið nema með stuðningi allra valdsþátta samfélagsins; [[Bandarísk stjórnmál|löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldsins í Bandaríkjunum]]. Þrýstingur frá almennum borgurum í gegnum fjöldahreyfingar og kröfur baráttufólks, höfðu þó mikið að segja. Tímabilið einkenndist af öflugum grasrótar- og mannréttindahreyfingum sem voru andvígar ríkjandi þjóðfélagsmenningu, friðarhreyfingum sem mótmæltu þátttöku Bandaríkjanna í [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]] og baráttuhreyfingum fyrir borgaralegum réttindum, meðal annars ''American Civil Rights Movement''.<ref>{{vefheimild|titill=American civil rights movement|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/119368/American-civil-rights-movement}}</ref> Einn stærsti viðburður Réttindabyltingarinnar voru fjöldamótmælin ''The March on Washington for Jobs and Freedom'', sem fram fóru 28. ágúst 1963. Um 250 þúsund mómælendur gengu frá [[Washington Memorial]] til [[Lincoln Memorial]] til þess að kalla eftir minna atvinnuleysi og auknum mannréttindum blökkumanna.<ref>{{vefheimild|titill=March on Washington for Jobs and Freedom|url=https://en.wikipedia.org/wiki/March_on_Washington_for_Jobs_and_Freedom}}</ref> Að mörgu leyti má segja að Réttindabyltingunni sé ekki lokið, því afleiðingar hennar og þeir átakapunktar sem þar birtust lita enn deilur og áherslur í bandarísku samfélagi og eru, umfram margt annað, lykillinn að því hvernig bandarísk stjórnmál ganga fyrir sig. == Söguleg löggjöf Réttindabyltingarinnar == Eftirfarandi eru markverðar yfirlýsingar sem [[Bandaríkjaþing]] samþykkti og voru gerðar að lögum á sjöunda áratug 20. aldar. Löggjöfina má telja hluta af Réttindabyltingunni þegar kaflaskil urðu í bandarísku samfélagi varðandi borgaraleg réttindi og stjórnarskrárvarinn rétt minnihlutahópa. Yfirlýsingarnar eiga það sameiginlegt að fjalla um mannréttindi þeirra sem þá áttu undir högg að sækja í samfélaginu og tryggðu lögin rétt þeirra til jafns við aðra hópa. === Equal Pay Act (1963) === Löggjöfinni um launajafnrétti ''Equal Pay Act'' frá árinu 1963 var ætlað að jafna launamun kynjanna og tryggja jöfn tækifæri kynjanna innan vinnustaða. Lögin banna mismunum á grundvelli kynferðis þegar kemur að launagreiðslum fyrir sömu vinnu á sama vinnustað. Allar aukagreiðslur, fríðindi og bónusar falla einnig undir löggjöfina, s.s. dagpeningar og orlof. Lögin heimila starfsfólki að kæra ætlaða mismunun á grundvelli kynferðis, án þess að eiga það á hættu að vera refsað af vinnuveitanda. Þegar lögin voru samþykkt fengu konur aðeins greiddar 59 cent að jafnaði fyrir hvern dollar sem karlar þénuðu. ''Equal Pay Act'' var samþykkt sem lög með undirskrift [[John F. Kennedy]] 10. júní 1963.<ref>{{vefheimild|titill=The Equal Pay Act of 1963|url=http://www.eeoc.gov/laws/statutes/epa.cfm}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=The Equal Pay Act Turns 40|url=https://web.archive.org/web/20120626131413/http://archive.eeoc.gov/epa/anniversary/epa-40.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Everything You Need to Know about the Equal Pay Act|url=http://regender.org/EqualPayAct1}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Equal Pay Act|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Equal_Pay_Act_of_1963}}</ref> === Civil Rights Act (1964) === Löggjöfin um borgaraleg réttindi ''Civil Rights Act'' frá árinu 1964 markaði tímamót varðandi almenn mannréttindi einstaklingsins og var ætlað að undirstrika stjórnarskrárvarin réttindi minnihlutahópa. Lögin mörkuðu jafnframt þáttaskil í mannréttindabaráttu sjötta og sjöunda áratugarins og voru stórsigur fyrir þá fjölmörgu sem höfðu barist fyrir auknum réttindum blökkumanna til jafns við aðra hópa samfélagsins. Með samþykkt laganna var öll lögbundin mismunum á grundvelli kynþáttar, litarhátts, trúar, kyns eða þjóðernis aflögð. Löggjöfin mælir jafnframt fyrir um jafnan rétt allra til þátttöku í kosningum líkt og fram kemur í fimmtánda viðauka [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrárinnar]]. Aðskilnaður á grundvelli kynþáttar var ennfremur aflagður í skólum, á vinnustöðum og í opinberum byggingum sem voru aðgengilegar almenningi (e. public accommodations).<ref>{{vefheimild|titill=Texti Civil Rights Act|url=http://www.ourdocuments.gov/doc.php?flash=true&doc=97&page=transcript}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Civil Rights Act of 1964|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Civil_Rights_Act_of_1964#cite_note-8}}</ref> [[John F. Kennedy]], þáverandi [[Forseti Bandaríkjanna|forseti Bandaríkjanna]], fjallaði um borgaraleg réttindi og jafnræði borgaranna í ræðu sem hann hélt 11. júní 1963 og kallaði eftir löggjöf sem myndi tryggja jafnan rétt allra gagnvart þjónustu opinberra stofnana og taka af allan vafa um að aðskilnaður stæðist ekki [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrána]]. Allir opinberir staðir og stofnanir sem voru opnar almenningi gætu ekki lengur aðskilið kynþætti innan sinna veggja, m.a. hótel, veitingastaðir, leikhús og verslanir.<ref>{{vefheimild|titill=Ávarp John F. Kennedy 11. júní 1963 um borgaraleg réttindi minnihlutahópa|url=http://www.jfklibrary.org/Asset-Viewer/Archives/JFKPOF-045-005.aspx}}</ref> Ávarp Kennedy var flutt í skugga mótmæla gegn aðskilnaði í Birmingham [[Alabama]], þar sem lögregla beitti mótmælendur harðræði, m.a. með því að siga lögregluhundum á mótmælendur og dreifa þeim með háþrýstidælum.<ref>{{vefheimild|titill=Birmingham Campaign|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Birmingham_campaign}}</ref> Með samþykkt Civil Rights Act undirstrikaði Bandaríkjaþing þau almennu réttindi sem allflest voru þegar skilgreind í fyrstu viðaukum stjórnarskrárinnar, [[Réttindaskrá Bandaríkjanna|Réttindaskránni]]. Þessi réttindi sem þegar voru stjórnarskrárvarin voru þar með dregin fram í dagsljósið og [[Réttindaskrá Bandaríkjanna|Réttindaskráin]] útvíkkuð, auk þess sem hugmyndafræðin um að allir eigi rétt á að njóta lögbundins réttlætis (e. equal justice under law) var áréttuð með lögunum. ''Civil Rights Act'' heimilaði ákæruvaldinu að ganga hart gegn ríkjum sem ekki aflögðu aðskilnaðinn, hvort sem um var að ræða aðskilnað á opinberum vinnustöðum, í skólakerfinu eða innan fararækja eða bygginga almenningssamgangna. Lögin tóku þó ekki á því sem mörgum þótti mikilvægt, veittu meðal annars ekki nægilega vörn gagnvart ofbeldi af hálfu lögreglu, tóku ekki á misrétti innan einkafyrirtækja auk þess sem ekki var í lögunum heimild fyrir dómsmálaráðuneytið að hafa frumkvæði að aflagningu aðskilnaðar.<ref>{{vefheimild|titill=Civil Rights Bill Passes in the House|url=http://www.crmvet.org/tim/timhis64.htm#1964cra64h}}</ref> Civil Rights Act var samþykkt sem lög með undirskrift [[Lyndon B. Johnson]] 2. júlí 1964.<ref>{{vefheimild|titill=Civil Rights Act of 1964|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Civil_Rights_Act_of_1964#cite_note-8}}</ref> === Voting Rights Act (1965) === Löggjöfin um jafnan kosningarétt ''Voting Rights Act'' frá árinu 1965 markaði þáttaskil hvað varðar jafnræði kjósenda í [[Fylki Bandaríkjanna|fylkjum Bandaríkjanna]] og var ætlað að koma í veg fyrir mismunum á grundvelli kynþáttar. Með samþykkt laganna náði réttindabarátta ''The Civil Rights Movement'' hámarki, enda var löggjöfin mikill sigur fyrir áratuga baráttu blökkumanna fyrir borgaralegum réttindum til jafns við hvíta. Fram til þessa höfðu stjórnarskrárvarin réttindi þeirra samkvæmt fimmtánda viðauka [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrárinnar]], til þess að neyta atkvæðisréttar ekki verið virt, sérstaklega í Suðurríkjunum. Ýmsar reglur sem fylkin höfðu tekið upp, til dæmis reglur sem skylduðu kjósendur til að standast lestrarpróf og reglur sem mismunuðu á grundvelli tungumáls, voru aflagðar. Víðtæku eftirliti með framkvæmd kosninga var komið á og framfylgt á vettvangi alríkisins. Þau fylki sem sögulega höfðu ekki virt jafnan kosningarétt þurftu sérstaka heimild dómsmálaráðuneytisins ef þau ætluðu að gera breytingar á kosningalöggjöf fylkjanna. Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu er ''Voting Rights Act'' ein árangursríkasta löggjöf allra tíma í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] þegar kemur að því að jafna rétt borgaranna. ''Voting Rights Act'' var samþykkt sem lög með undirskrift [[Lyndon B. Johnson]] 6. ágúst 1965.<ref>{{vefheimild|titill=The National Voting Rights Museum and Institute|url=http://nvrmi.com/?page_id=41}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Introduction To Federal Voting Rights Laws|url=http://www.justice.gov/crt/about/vot/intro/intro_c.php}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Voting Rights Act|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Voting_Rights_Act_of_1965}}</ref> == Sögulegir dómar Réttindabyltingarinnar == Eftirfarandi eru tímamótadómar [[Hæstiréttur Bandaríkjanna|Hæstaréttar Bandaríkjanna]] sem telja má hluta af Réttindabyltingunni á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, þegar kaflaskil urðu í bandarísku samfélagi. Dómarnir eiga það sameiginlegt að fjalla um borgaraleg réttindi einstaklingsins og staðfesta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra sem áttu undir högg að sækja. Dómarnir tryggðu minnihlutahópum aukin réttindi til þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra þjóðfélagshópa og voru hluti af þeim grundvallarbreytingum sem fylgdu Réttindabyltingunni. === Sweatt v. Painter (1950) === Dómurinn í máli ''Sweatt v. Painter'' varð til þess að blökkumenn fengu að ganga í háskóla í [[Texas]] og gekk þvert gegn öðrum sögulegum dómi í máli ''Plessy v. Ferguson'' frá árinu 1896, þar sem staðfest var hugmyndafræðin um að kynþættir gætu lifað og starfað ''aðskildir en jafnir'' (e. separate but equal). Með þeim dómi var komið á lögbundinni kynþáttamismunun milli blökkumanna og hvítra. Niðurstaðan var að stefnan gengi ekki gegn fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar (e. Fourteenth Amendment). Opinberum aðilum var þar með heimilt, í krafti laga einstakra ríkja, að aðskilja kynþætti í opinberu rými, til dæmis í skólum, strætisvögnum, lestum, á hótelum og veitingastöðum, sem og takmarka blönduð hjónabönd.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Sweatt v. Painter. 339 U.S. 629. Supreme Court of the United States. 1950.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/339/629/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Plessy v. Ferguson. 163 U.S. 537. Supreme Court of the United States. 1896.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/163/537/case.html}}</ref> Dómsmálið fjallaði um laganemann Herman M. Sweatt, blökkumann, sem hafði verið neitað um inngöngu í laganám við [[Texas-háskóli í Austin|Háskólann í Texas]], en á þeim tíma voru blökkumenn ekki velkomnir í háskólanám í Texas og víðar. Í stað þess að ríkið starfrækti sérstakan skóla fyrir blökkumenn, líkt og lægri dómsstig höfðu talið duga, gerði Hæstiréttur skólastjóranum, Theophilus Painter, skylt að opna skólann fyrir blökkumönnum, á þeim forsendum að þar fengju þeir sömu menntun og hvítir, sem og aðgang að sambærilegri aðstöðu og bókakosti. Slíkur jöfnuður milli kynþátta væri ekki mögulegur í aðskildum skólum. Dómurinn hafði síðar áhrif á mál ''Brown v. Board of Education'' árið 1964, sem markaði frekari tímamót varðandi afnám lögbundinnar aðskilnaðarstefnu. Sambærilegt dómsmál þar sem fjallað var um aðskilnað kynþátta í skólakerfinu er meðal annars ''McLaurin v. Oklahoma State Regents'' frá árinu 1950, þar sem læknanema var meinuð innganga í Háskólann í Oklahoma.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Sweatt v. Painter. 339 U.S. 629. Supreme Court of the United States. 1950.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/339/629/case.html}}</ref> === Henderson v. United States (1950) === Dómurinn í máli ''Henderson v. United States'' varð til þess að aðskilnaður kynþátta með sérstökum sætum og gardínum í matarvögnum farþegalesta, var aflagður. Rétturinn tók þó ekki afstöðu til málsins á grundvelli stefnunnar um að kynþættir væru ''aðskildir en jafnir'', heldur gerði þá kröfu um að allir farþegar fengju sömu þjónustu, væru þeir á sama farrými og hefðu keypt samskonar lestarmiða.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Henderson v. United States. 339 U.S. 816. Supreme Court of the United States. 1950.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/339/816/}}</ref> Dómsmálið fjallaði um opinberan starfsmann, Elmer W. Henderson, blökkumann, sem ferðaðist með lest frá [[Washington (borg)|Washington DC]] til [[Atlanta]] í erindagjörðum tengdum starfi sínu. Þegar Henderson vildi nýta sér sérstaka aðstöðu fyrir blökkumenn í matarvagni lestarinnar gat hann það ekki, þar sem hvítir sátu þegar í flestum sætunum. Starfsfólk lestarinnar gaf Henderson ekki leyfi til þess að sitja við hlið hvítu farþeganna, þrátt fyrir að um afmarkað svæði fyrir blökkumenn væri að ræða. Hæstiréttur féllst á kröfu Henderson um að brotið hefði verið á honum á grundvelli ''Interstate Commerce Act'' frá árinu 1887 og hann ætti rétt á sömu þjónustu og aðrir farþegar.<ref>{{vefheimild|titill=Interstate Commerce Act|url=http://www.ourdocuments.gov/doc.php?flash=true&doc=49}}</ref> Rétturinn vísaði til eldri dóms í máli ''Mitchell v. United States'' frá árinu 1941, þar sem sama þjónusta skyldi vera veitt fyrir sama verð, á jafnræðisgrundvelli og óháð kynþætti.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Henderson v. United States. 339 U.S. 816. Supreme Court of the United States. 1950.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/339/816/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Mitchell v. United States. 313 U.S. 80. Supreme Court of the United States. 1941.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/313/80/}}</ref> === Brown v. Board of Education (1954) === Með dóminum í máli ''Brown v. Board of Education'' komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lög ríkja þar sem nemendur í opinberum skólum væru aðskildir eftir kynþætti, stæðust ekki stjórnarskrána. Rétturinn sneri þar með við dóminum í máli ''Plessy v. Ferguson'' frá 1896. Niðurstaða dómsins var samhljóða um að grundvallaróréttlæti fælist í því að nemendur væru aðskildir í opinberum skólum. Þar með var staðfest að lögbundinn aðskilnaður bryti í bága við grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um jafna vernd borgaranna gagnvart lögum, óháð kynþætti, jafnræðisreglunni (e. Equal Protection Clause), sem er hluti af fjórtánda viðaukanum. Dómurinn markaði kaflaskil í mannréttindabaráttu sjötta og sjöunda áratugarins og var mikill áfangasigur fyrir ''The Civil Rights Movement''.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Brown v. Board of Education. 347 U.S. 483. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/483/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=The Civil Rights Movement|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/119368/American-civil-rights-movement}}</ref> Dómsmálið höfðuðu þrettán foreldrar, fyrir hönd 20 barna sinna gegn skólayfirvöldum í borginni Topeka í [[Kansas]]. Málið snerist um að foreldrarnir töldu að reglunum um aðskilnað kynþáttanna í opinberu rými, en jafna stöðu að öðru leyti, væri síður en svo framfylgt. Þess í stað væri aðstaða barnanna, þjónusta hins opinbera og framkoma við börn blökkumanna allt önnur og lakari, en sú framkoma og þjónusta sem ríkið bauð uppá fyrir börn hvítra. Málið er kennt við Oliver L. Brown, en hann var faðir Lindu Brown, sem þurfti að ferðast um langan veg til þess að komast í Monroe Elementary, skóla fyrir börn blökkumanna, en skóli hinna hvítu, Sumner Elementary, var steinsnar frá heimilinu.<ref>{{vefheimild|höfundur=Anderson, R|titill=Legacy of Brown: Many people part of local case, Thirteen parents representing 20 children signed up as Topeka plaintiffs|url=http://cjonline.com/stories/050904/04b_localcase.shtml|publisher=The Topeka Capital-Journal}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Black, White, and Brown|url=http://www.pbs.org/newshour/bb/law-jan-june04-brown_05-12/|publisher=PBS NewsHour}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Brown v. Board of Education of Topeka MSN Encarta|url=http://www.webcitation.org/5kwQQveNZ}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Brown v. Board of Education. 347 U.S. 483. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/483/case.html}}</ref> ==== Aðskilnaðurinn skaðlegur ==== Eitt af því sem er markvert við dóminn í máli ''Brown v. Board of Education'' er að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir að aðstaða og framkoma kennara yðri á síðari stigum af sambærilegum gæðum í báðum skólum, væri aðskilnaðurinn í sjálfu sér skaðlegur börnum og stæðist ekki stjórnarskrá. Niðurstaða dómaranna var að börn blökkumanna væru líklegri til að þjást af alvarlegum sálfræðilegum og félagslegum kvillum vegna aðskilnaðarins.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Brown v. Board of Education. 347 U.S. 483. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/483/case.html}}</ref> Sú niðurstaða var studd rannsóknum bandaríska sálfræðingsins Kenneth Clark. Spurningin snerist því ekki lengur um hvort skólarnir væri jafngóðir, líkt og hugmyndin á bakvið dóminn í máli ''Plessy v. Ferguson'' frá 1896 gekk út á, heldur að aðskilnaðurinn sem slíkur, stæðist ekki stjórnarskrána. Stefnan um aðskilnaðinn var studd ''vísindalegum rasisma'' (e. scientific rasism) sem þá var að ná fótfestu víða um heim.<ref>{{vefheimild|höfundur=Sarat, A|titill=Race, Law, and Culture: Reflections on Brown v. Board of Education|url=http://books.google.is/books?id=Tm2I6LNZ7-cC&printsec=frontcover#v=onepage&q&f=false|publisher=Oxford University Press}}</ref><ref>{{vefheimild|höfundur=Forgren, C. A|titill=The Plessy Case|url=http://books.google.is/books?id=fuXX4wQXYlsC&printsec=frontcover&source=gbs_ge_summary_r&cad=0#v=onepage&q&f=false|publisher=Oxford University Press}}</ref> Þeirri hugmyndafræði var afneitað formlega í kjölfar [[Seinni heimsstyrjöldin|síðari heimstyrjaldarinnar]] með yfirlýsingu [[UNESCO]], ''The Race Question'', árið 1950.<ref>{{vefheimild|titill=The Race Question|url=http://unesdoc.unesco.org/images/0012/001282/128291eo.pdf}}</ref> ==== Lögbundið réttlæti ==== Hugmyndin á bakvið dóminn í máli ''Brown v. Board of Education'' er að allir eigi rétt á að njóta lögbundins réttlætis (e. equal justice under law), óháð kynþætti. Sú hugmynd lifði áfram og varð síðar grundvöllur að fleiri dómum og yfirlýsingum Hæstaréttar sem og [[Bandaríkjaþing|Bandaríkjaþings]] á árunum þar á eftir. Þar með var bundinn endi á margskonar misrétti í bandarísku samfélagi, lögbundið óréttlæti gagnvart minnihlutahópum aflagt og stjórnarskrárvarinn réttur einstaklingsins varinn. Stærsta skrefið var stigið tíu árum síðar með undirskrift [[Lyndon_B._Johnson|Lyndon B. Johnson]] á ''The Civil Rights Act'' árið 1964, þar sem öll lagaleg mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, trúar, kyns eða þjóðernis var bönnuð.<ref>{{vefheimild|titill=The Civil Rights Act|url=http://www.ourdocuments.gov/doc.php?flash=true&doc=97}}</ref> === Bolling v. Sharpe (1954) === Dómurinn í máli ''Bolling v. Sharpe'' varð til þess að aðskilnaður kynþátta í almennum skólum var aflagður. Dómurinn var kveðinn upp samhliða dómi í máli ''Brown v. Board of Education'' þann 17. maí 1954. Hæstiréttur taldi að aðskilnaðurinn stæðist ekki ákvæði fimmta viðauka stjórnarskrárinnar (e. Fifth Amendment), um að allir borgarar eigi rétt á sanngjarni málsmeðferð án þess að vera þvingaðir í varðhald eða lífi og eignum þeirra ógnað (e. Due Process Clause).<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Bolling v. Sharpe. 347 U.S. 497. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/497/case.html}}</ref> Dómsmálið var höfðað af foreldrum barna, líkt og í máli ''Brown v. Board of Education''. Foreldrarnir höfðu óskað eftir því við skólayfirvöld í [[Washington (borg)|Washington DC]], að nýr skóli, John Phillip Sousa Junior High, myndi verða blandaður skóli en ekki eingöngu fyrir börn hvítra. Beiðninni var hafnað af skólastjóranum Melvin Sharpe og skólinn hélt áfram að taka við hvítum nemendum, eingöngu. Hæstiréttur, með [[Earl Warren]] í broddi fylkingar, sneri við ákvörðun skólastjórans og komst að samhljóða niðurstöðu. Warren hafði þá nýlega tekið við sem forseti Hæstaréttar og átti eftir að setja afgerandi mark sitt á niðurstöður réttarins.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Bolling v. Sharpe. 347 U.S. 497. Supreme Court of the United States. 1954.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/497/case.html}}</ref><ref name="Epp" /> === Boynton v. Virginia (1960) === Hæstiréttur staðfesti með dóminum í máli ''Boynton v. Virginia'' að aðskilnaður kynþátta í farartækjum almenningssamgangna og tengdra mannvirkja væri ólöglegur og bryti í bága við ''Interstate Commerce Act'' frá árinu 1887.<ref>{{vefheimild|titill=Interstate Commerce Act|url=http://www.ourdocuments.gov/doc.php?flash=true&doc=49}}</ref> Í þessu tilviki vísaði rétturinn ekki í ákvæði stjórnarskrárinnar um vernd borgaralegra réttinda. Dómurinn var ekki síst markverður fyrir þær sakir að í kjölfar hans varð til hópur aðgerðasinna, [[Frelsisfarþegarnir]] (e. Freedom Riders). Hópurinn tók sér far með strætisvögnum þvert yfir ríkjamörk, einkum í Suðurríkjunum og ögruðu reglum um aðskilnað í vögnunum. Mörg ríkjanna hundsuðu dóm Hæstaréttar enda gerði ríkisvaldið lítið til að framfylgja honum og aðskilnaðarlögin, ''Jim Crow'' lögin, héldu gildi sínu allt til ársins 1965.<ref>{{vefheimild|titill=Jim Crow lögin|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/303897/Jim-Crow-law}}</ref> Sú öfgafulla andstaða sem aðgerðir Frelsisfarþeganna mætti, varð til þess að ''American Civil Rights Movement'' varð öflugri á landsvísu. Lögreglan í Suðurríkjunum tók hart á lögbrotum Frelsisfarþeganna og starfaði með öfgaþjóðernishreyfingunni ''[[Ku Klux Klan]]'', einkum í Birmingham [[Alabama]], þar sem lögreglan horfði framhjá grófum árásum á aðgerðasinnana.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Boynton v. Virginia. 364 U.S. 454. Supreme Court of the United States. 1960.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/497/case.html}}</ref> Dómsmálið snerist um að ungur blökkumaður, laganeminn Bruce Boynton, neitaði því að yfirgefa sérstakt svæði sem var frátekið fyrir hvíta farþega á veitingastað strætisvagnabiðstöðvar í [[Virginía (fylki)|Virginíu]]. Þrátt fyrir að hafa verið beðinn af starfsfólki veitingastaðarins um að færa sig yfir á svæði sem var sérstaklega ætlað lituðu fólki (e. colored people), þá neitaði hann ítrekað. Hann var handtekinn og síðar sektaður fyrir að óhlýðnast fyrirmælum um að yfirgefa svæðið.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Boynton v. Virginia. 364 U.S. 454. Supreme Court of the United States. 1960.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/347/497/case.html}}</ref> Sambærilegur dómur féll í máli ''Garner v. Louisiana'' ári síðar, þar sem hópur stúdenta, blökkumanna, við Southern University í Baton Rouge [[Louisiana]], mótmælti aðskilnaði með því að neita að yfirgefa svæði sérstaklega ætlað hvítum. Þau voru handtekin og ákærð fyrir að raska ró samborgara sinna á grundvelli ''Disturbing the Peace'' laganna. Í kjölfarið fengu þau stuðning úr ýmsum áttum meðal annars frá ''National Association for the Advancement of Colored People'' og dómsmálaráðuneyti [[John F. Kennedy]]. Þeim þóttu friðsöm mótmælin ekki réttlætanleg og að ekki ætti að dæma stúdentana.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Garner v. Louisiana. 368 U.S. 157. Supreme Court of the United States. 1961.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/368/157/}}</ref> Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hegðun hópsins hefði í engu raskað ró borgara og í dóminum kemur fram að friðsömum mótmælum megi frekar líka við tjáningu með orðum. Friðsöm mótmæli væru því tengd tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Geer, J. G., W. J. Schiller, et al|titill=Gateways to Democracy: An Introduction to American Government|ár=2011|útgefandi=Wadsworth Pub Co}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=First Amendment Timeline|url=http://www.annenbergclassroom.org/Files/Documents/FirstAmendment.pdf}}</ref> === Monroe v. Pape (1961) === Hæstiréttur staðfesti með dómi í máli ''Monroe v. Pape'' að framkvæmd laga um borgaraleg réttindi ''Civil Rights Act'' frá árinu 1897 stæðist ekki stjórnarskrá og fjórtánda viðaukann. Hæstiréttur sneri þar með við dómi undirdómstóla sem höfðu vísað kröfu Monroe-fjölskyldunnar á hendur lögregluþjónum frá dómi og staðfesti að þeir hefðu brotið gegn fjölskyldunni. Rétturinn beindi jafnframt tilmælum til [[Bandaríkjaþing|Bandaríkjaþings]] um að virða bæri stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna og rétt þeirra til sanngjarnar málsmeðferðar af hálfu hins opinbera. Ríkin gætu ekki staðið fyrir því að valdinu væri misbeitt gegn borgurunum, í krafti stofnana hins opinbera. Hæstiréttur hafnaði hinsvegar kröfu gegn Chicago-borg sjálfri, þar sem ekki var talið að borgin gæti verið persóna í skilningi laga.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Monroe v. Pape. 365 U.S. 167. Supreme Court of the United States. 1961.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/365/167/case.html}}</ref> Þessum hluta málsins var snúið við með dómi í máli ''Monell v. Department of Social Services of the City of New York'' árið 1978, þar sem staðfest var að borgarstjórnir gætu borið lagalega ábyrgð á því ef opinberir starfsmenn virtu ekki stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Monell v. Department of Social Services of the City of New York. 436 U.S. 658. Supreme Court of the United States. 1978.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/436/658/}}</ref> Á þessum tíma var sjaldgæft að æðstu dómstig fjölluðu um mál þar sem opinberir aðilar voru ásakaðir um ofbeldi gagnvart blökkumönnum. Með dóminum tryggði Hæstiréttur framgang fjölda sambærilegra mála auk þess sem ferlar innan opinberra stofnana og lögreglunnar gjörbreyttust í kjölfarið.<ref name="Epp" /> Dómsmálið var höfðað af Monroe fjölskyldunni, foreldrum ásamt sex börnum, blökkumönnum, gegn Chicago-borg. Monroe fjölskyldan var vakin um miðja nótt af þrettán lögregluþjónum á heimili sínu í [[Chicago]] [[Illinois]]. Engar leitarheimildir eða handtökuskipanir höfðu verið gefnar út. Fjölskyldan var látin standa nakin í stofunni á meðan lögregluþjónarnir rótuðu í eigum þeirra, opnuðu hirslur, tæmdu skúffur og skáru í sængurver og rúmdýnur. Fjölskyldufaðirinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu á lögreglustöð, þar sem hann var spurður út í ótengt morð sem framið var tveimur dögum áður. Hann var ekki færður fyrir dómara og fékk ekki að hringja heim eða í lögmann, en var sleppt að lokinni yfirheyrslu án nokkurra sakargifta.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Monroe v. Pape. 365 U.S. 167. Supreme Court of the United States. 1961.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/365/167/case.html}}</ref><ref name="Epp" /> === Griffin v. Maryland (1964) === Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í máli ''Griffin v. Maryland'' að dómur undirréttar í máli fimm háskólanema frá [[Maryland]], gengi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkið var gert ábyrgt fyrir misbeitingu valds að hálfu opinbers starfsmanns, jafnvel þótt hann hafi ekki verið á vakt sem slíkur, þegar atvikið átti sér stað. Ríkisdómstóll hafði komist að þeirri niðurstöðu að handtakan hafi verið réttmæt, í krafti lögmætrar aðskilnaðarstefnu skemmtigarðs, sem neitaði blökkumönnum um aðgang.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Griffin v. Maryland. 378 U.S. 130. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/130/}}</ref> Hæstiréttur hafði nokkrum árum áður komist að samskonar niðurstöðu í máli ''Pennsylvania v. Board of Directors of City Trusts of Philadelphia'' frá árinu 1957, að ríkin gætu ekki stutt þess háttar „einkarekinn“ aðskilnað kynþátta, enda væri það brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að opinberi starfsmaðurinn, lögregluþjónninn, hafi ekki verið á vakt.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Griffin v. Maryland. 378 U.S. 130. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/130/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Pennsylvania v. Board of Directors of City Trusts of Philadelphia. 353 U.S. 239. Supreme Court of the United States. 1957.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/353/230/}}</ref> Dómsmálið var höfðað af háskólanemunum fimm, sem allir voru blökkumenn. Skemmtigarðurinn var eingöngu ætlaður hvítum, en nemarnir höfðu komist yfir aðgöngumiða sem aðrir höfðu keypt. Nemarnir voru handteknir eftir að hafa neitað að verða við fyrirmælum um að yfirgefa garðinn og voru síðar sakfelldir og sektaðir fyrir að vera þar í óleyfi.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Griffin v. Maryland. 378 U.S. 130. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/130/}}</ref> Tvö sambærileg mál frá árinu 1964 þar sem Hæstiréttur sneri við niðurstöðu ríkisdómstóla og staðfesti að jafnræðisreglan væri brotin, voru mál ''Robinson v. Florida'', þar sem ríkið hafði ekki staðið fyrir því að banna aðskilnað á veitingastað og mál ''Bell v. Maryland'', þar sem hópur stúdenta höfðaði mál eftir að hafa verið rekinn út af veitingastað vegna stefnu um aðskilnað kynþátta á staðnum. Hæstiréttur felldi niður dóminn yfir stúdentunum fimm og beindi því til Maryland-ríkis að endurskoða löggjöfina.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Robinson v. Florida. 378 U.S. 153. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/153/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Bell v. Maryland. 378 U.S. 226. Supreme Court of the United States. 1964.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/378/226/case.html}}</ref> === Loving v. Virginia (1967) === Með dómi í máli ''Loving v. Virginia'' komst Hæstiréttur að samhljóða niðurstöðu um að lög í [[Virginía (fylki)|Virginíu]], sem bönnuðu hjónabönd fólks af mismunandi kynþáttum, stæðust ekki stjórnarskrána. Dómurinn leiddi til þess að lögin voru afnumin. Þar með var lögbundinni mismunun á grundvelli kynþáttar aflétt, hvað hjónabönd varðar. Þetta var í fyrsta skipti sem rétturinn tókst á við álitamálið með hliðsjón af stjórnarskránni; hvort að það stæðist jafnræðisregluna, sem og sanngjarna málsmeðferð, að ríki gæti komið í veg fyrir hjónaband, eingöngu vegna kynþátta viðkomandi einstaklinga. Ríkisdómstóllinn í Virginíu hafði áður úrskurðað að með hjónabandi Loving-hjónanna, hefði verið brotið gegn ''Racial Integrity Act frá árinu 1924'', sem bannaði hjónaband einstaklings sem væri skilgreinur hvítur (e. white) og annars einstaklings sem væri skilgreindur litaður (e. colored).<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Loving v. Virginia. 388 U.S. 1. Supreme Court of the United States. 1967.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/388/1/case.html}}</ref> Hæstiréttur sneri þar við dómi í máli ''Pace v. Alabama'' frá árinu 1883, þar sem rétturinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu hjónabönd eða sambúð tveggja kynþátta í [[Alabama]], stæðust stjórnarskrána.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Pace v. Alabama. 106 U.S. 583. Supreme Court of the United States. 1883.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/106/583/}}</ref> Dómsmálið höfðuðu hjón, Mildred Loving, áður Jeter, sem var blökkukona og Richard Loving, sem var hvítur. Þau höfðu gift sig í [[Washington (borg)|Washington DC]] og síðan flutt til Virginíu. Þar voru þau dæmd af ríkisdómstóli í eins árs fangelsi fyrir að hafa gengið í hjónaband, en blönduð hjónabönd voru bönnuð í Virginíu. Þau játuðu brot sitt, en dómarinn frestaði refsingu í 25 ár, að því gefnu að þau flyttu aftur burt úr ríkinu og kæmu ekki aftur, sem hjón að minnsta kosti í 25 ár. Hjónin fluttu aftur til Washington DC og biðu dóms Hæstaréttar.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Loving v. Virginia. 388 U.S. 1. Supreme Court of the United States. 1967.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/388/1/case.html}}</ref> Niðurstaða Hæstaréttar í málinu leiddi til þess að mikil fjölgun varð á blönduðum hjónaböndum almennt í Bandaríkjunum. Dagsins sem dómurinn féll, þann 12. júní, er minnst sem ''Loving Day'', víða um Bandaríkin. Dagurinn er þó ekki viðurkenndur sem opinber frídagur, þrátt fyrir óskir þar um.<ref>{{vefheimild|titill=Make Loving Day Official|url=http://lovingday.org/make-loving-day-official}}</ref> ''Loving Day'' er ein stærsta hátíð þar sem fjölmenningu og margbreytileika mannlífsins er fagnað sérstaklega.<ref>{{vefheimild|titill=Loving Day|url=http://content.time.com/time/nation/article/0,8599,1996028,00.html}}</ref> Árið 2013 vísaði alríkisdómstóll í dóminn þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að takmarkanir á hjónabandi samkynhneigðra (e. same sex marriage) stæðust ekki stjórnarskrána. Hjónaband fólks af sama kyni er nú heimilt í 32 ríkum Bandaríkjanna.<ref>{{vefheimild|titill=Freedom to Marry|url=http://www.freedomtomarry.org/states/}}</ref> === Roe v. Wade (1973) === Mál ''Roe v. Wade'' er eitt umdeildasta dómsmál sem Hæstiréttur hefur fjallað um og markaði dómurinn þáttaskil í bandarískri réttarfarssögu. Með dóminum komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu fóstureyðingar, stæðust ekki [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrána]]. Lögin voru afnumin í kjölfarið og fóstureyðingar urðu þar með löglegar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hæstiréttur byggði úrskurð sinn á réttinum til einkalífs (e. right to privacy), sem er hluti af jafnræðisreglunni í fjórtánda viðauka [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrárinnar]]. Í kjölfar dómsins var barnshafandi konum heimilt að ákveða í samráði við lækni, að fara í fóstureyðingu á fyrsta og öðrum þriðjungi meðgöngu, eða fram að þeim tíma þegar fóstur hefur náð lífvænlegu þroskastigi (e. becomes viable) og getur lifað utan legsins, venjulega á 24. til 28. viku meðgöngu.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Roe v. Wade. 410 U.S. 113. Supreme Court of the United States. 1973.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/410/113/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Roe v. Wade: Its History and Impact|url=http://www.plannedparenthood.org/files/3013/9611/5870/Abortion_Roe_History.pdf}}</ref> Í gegnum þá fjóra áratugi sem liðið hafa síðan dómurinn var kveðinn upp, hafa fjölmargar tilraunir verið gerðar til að fá honum hnekkt. Í nokkrum málum sem Hæstiréttur hefur fjallað um, hefur slíkt komið til álita, meðal annars í máli ''Webster v. Reproductive Health Services'' frá árinu 1989,<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Webster v. Reproductive Health Services. 492 U.S. 490. Supreme Court of the United States. 1989.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/492/490/case.html}}</ref> ''Planned Parenthood v. Casey'' frá árinu 1992,<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Planned Parenthood v. Casey. 505 U.S. 833. Supreme Court of the United States. 1992.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/505/833/case.html}}</ref> ''Stenberg v. Carhart'' frá árinu 2000<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Stenberg v. Carhart. 530 U.S. 914. Supreme Court of the United States. 2000.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/530/914/case.html}}</ref> og í máli ''Gonzales v. Carhart'' frá árinu 2007.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Gonzales v. Carhart. 550 U.S. 05-380. Supreme Court of the United States. 2007.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/550/05-380/}}</ref> Hæstiréttur hefur þó ekki snúið dóminum við, þrátt fyrir mikinn þrýsting og harkaleg átök. Auk deilunnar um lögmæti fóstureyðinga, lýsa átökin í tengslum við ''Roe v. Wade'' togstreytunni á milli alríkisins og [[Fylki Bandaríkjanna|fylkja Bandaríkjanna]] um hvar ákvörðunarvaldið eigi að liggja í samfélaginu, en varpa ekki síður ljósi á umræðuna um hvers konar samfélag [[Bandaríkin]] eigi að vera.<ref>{{vefheimild|titill=30 years after ruling, ambiguity, anxiety surround abortion debate|url=http://edition.cnn.com/2003/LAW/01/21/roevwade.overview/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=40 Years After Roe v. Wade, Thousands March to Oppose Abortion|url=http://www.nytimes.com/2013/01/26/us/politics/40-years-after-roe-v-wade-thousands-march-to-oppose-abortion.html?_r=0}}</ref> ==== Norma McCorvey (Jane Roe) ==== Árið 1969 höfðaði [[Norma Leah McCorvey]], 21 árs gömul og barnshafandi kona frá [[Texas]], dómsmál gegn Henry Wade, lögmanni Texas-ríkis. McCorvey tók upp dulnefnið Jane Roe, til þess að vernda einkalíf sitt á meðan málið var fyrir dómi, en fram að þessu hafði hún átt afar stormasamt líf. McCorvey vildi fara í fóstureyðingu og leitaði leiða til þess að framkvæma aðgerðina löglega. Lög Texas-ríkis bönnuðu þó alfarið fóstureyðingu, með þeirri einu undantekningu að heimild fengist ef líf móður væri í hættu. Vinir McCorvey töldu ranglega að lögin heimiluðu fóstureyðingu ef móðurinni hefði verið nauðgað og kvöttu McCorvey til þess að ljúga til um nauðgun og reyna þannig að komast í löglega aðgerð. Ráðagerðin misheppnaðist meðal annars vegna þess að lögregluskýrsla um nauðgun var ekki til staðar. McCorvey ætlaði því að láta framkvæma aðgerðina á ólöglegri læknastofu, en stofunni hafði verið lokað af yfirvöldum.<ref>{{bókaheimild|höfundur=McCorvey, N. and Meisler, A|titill=I Am Roe: My Life, Roe V. Wade, and Freedom of Choice|ár=1994|útgefandi=Harper Collins}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Norma McCorvey|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Norma_McCorvey}}</ref> McCorvey leitaði í kjölfarið til Linda Coffee og Sarah Weddington, tveggja lögmanna sem höfðu auglýst eftir skjólstæðingum með sambærileg mál. Þær tóku að sér að flytja málið og fylgdu því eftir alla leið til Hæstaréttar. Þegar málið var tekið fyrir af Hæstarétti þremur árum síðar var barn McCorvey fætt og hún hafði gefið það til ættleiðingar. Málið hafði því ekki lengur bein áhrif á barnið, né móðurina. McCorvey mætti aldrei í réttinn á meðan málflutningur stóð yfir. Hún hefur síðan breytt um skoðun og barist gegn fóstureyðingum.<ref>{{bókaheimild|höfundur=McCorvey, N. and Meisler, A|titill=I Am Roe: My Life, Roe V. Wade, and Freedom of Choice|ár=1994|útgefandi=Harper Collins}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Norma McCorvey|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Norma_McCorvey}}</ref> ==== Djúpstæðar og langvarandi deilur ==== Dómurinn í máli ''Roe v. Wade'' varð til þess kynda undir langvarandi átök á landsvísu, bæði innan stjórnmálanna sem utan. Deilurnar standa á milli þeirra sem eru hlynntir því að leyfa fóstureyðingar (e. pro-choice) og hinna sem eru á móti fóstureyðingum (e. pro-life). Sumir sem alfarið eru á móti, vilja ganga svo langt að banna allar slíkar aðgerðir, einnig í tilfelli nauðgunar eða þegar um sifjaspell er að ræða og jafnvel þrátt fyrir að heilsu móður sé ógnað með áframhaldandi meðgöngu. Deilan snýst einnig um hvaða stofnanir samfélagsins geti talist bærar til að taka ákvörðun um lögmæti slíkra einstaklingsbundinna aðgerða og hversu mikið réttarkerfið og hið opinbera eigi að skipta sér af persónulegum trúar- og lífsskoðunum eða læknisfræðilegum álitaefnum.<ref>{{vefheimild|titill=30 years after ruling, ambiguity, anxiety surround abortion debate|url=http://edition.cnn.com/2003/LAW/01/21/roevwade.overview/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=40 Years After Roe v. Wade, Thousands March to Oppose Abortion|url=http://www.nytimes.com/2013/01/26/us/politics/40-years-after-roe-v-wade-thousands-march-to-oppose-abortion.html?_r=0}}</ref> Skilgreining Hæstaréttar á þremur tímabilum meðgöngu sem dómurinn byggir á, er því afar markverð og stendur enn þrátt fyrir að vera umdeild. Engin afskipti eru heimil í löggjöf fylkjanna á fyrsta þriðjungi meðgöngu, takmörkuð afskipti eru heimil á öðrum þriðjungi og háð því að heilsa móður sé í húfi, en heimild er til staðar til að banna fóstureyðingu á þriðja þriðjungi og mörg fylki hafa nýtt þá heimild. Móðurinni er þannig gefið sjálfdæmi á tveimur fyrri þriðjungum, en ófætt barnið nýtur vafans á þriðja þriðjungi, að því gefnu að líf móðurinnar sé ekki í hættu.<ref>{{vefheimild|titill=Dómur í máli Roe v. Wade. 410 U.S. 113. Supreme Court of the United States. 1973.|url=https://supreme.justia.com/cases/federal/us/410/113/case.html}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Roe v. Wade Re-Argued: U.S. Supreme Court - Lawyers Present Oral Arguments|url=https://www.youtube.com/watch?v=8SV17LOC2Og}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=30 years after ruling, ambiguity, anxiety surround abortion debate|url=http://edition.cnn.com/2003/LAW/01/21/roevwade.overview/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=40 Years After Roe v. Wade, Thousands March to Oppose Abortion|url=http://www.nytimes.com/2013/01/26/us/politics/40-years-after-roe-v-wade-thousands-march-to-oppose-abortion.html?_r=0}}</ref> ==== Átök um grunngildi samfélagsins ==== Deilurnar um fóstureyðingar hafa náð inn að kjarna bandarískrar siðmenningar, enda tekist á um almenn fjölskyldugildi, sem og trúarleg og siðferðileg gildi. Lóðin á vogarskálunum eru annars vegar frelsi móður til að taka sjálfstæða ákvörðun varðandi líf sitt og líkama og hinsvegar lífsneistinn, réttur barns eða fósturs til lífs. Við munnlegan málflutning í Hæstarétti var tekist á um hvenær líf manneskju kviknar og á hvaða tímapunkti rétt sé að skilgreina nýjan einstakling gagnvart stjórnarskrá og almennum lögum; við fæðingu, á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu eða jafnvel við getnað.<ref>{{vefheimild|titill=Roe v. Wade Re-Argued: U.S. Supreme Court - Lawyers Present Oral Arguments|url=https://www.youtube.com/watch?v=8SV17LOC2Og}}</ref> Sú umræða stendur enn og hefur oft og tíðum blossað upp fyrir kosningar í Bandaríkjunum og víðar.<ref>{{vefheimild|titill=Roe v. Wade: Its History and Impact|url=http://www.plannedparenthood.org/files/3013/9611/5870/Abortion_Roe_History.pdf}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Abortion debate|url=https://en.wikipedia.org/wiki/Abortion_debate}}</ref> Öflug grasrótarsamtök sem berjast gegn fóstureyðingum og andstæð samtök sem eru hlynnt fóstureyðingum, hafa starfað allar götur frá því að dómurinn var kveðinn upp. Samtökin ''National Right to Life'' hafa beitt sér fyrir því að ríkin fái aftur heimild til að banna alfarið fóstureyðingar og samtökin ''March for Life'' hafa staðið fyrir árlegum mótmælum gegn niðurstöðu Hæstaréttar.<ref>{{vefheimild|titill=National Right to Life|url=http://www.nrlc.org/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=March for Life|url=http://marchforlife.org/}}</ref> Samtökin ''National Abortion Rights Action League - Pro Choice America'' eru á öndverðum meiði og vilja vernda rétt verðandi mæðra og samtökin ''Planned Parenthood'' hafa sérhæft sig í upplýsingagjöf um ábyrgt og heilbrigt líferni kvenna almennt.<ref>{{vefheimild|titill=National Abortion Rights Action League NARAL - Pro Choice America|url=http://www.prochoiceamerica.org/}}</ref><ref>{{vefheimild|titill=Planned Parenthood|url=http://www.plannedparenthood.org/}}</ref> Samkvæmt skoðanakönnunum er bandaríska þjóðin klofin í afstöðu sinni til fóstureyðinga, í nokkuð jafnar fylkingar með og á móti, sé einungis spurt um tvo valkosti.<ref>{{vefheimild|titill=Gallup Poll: Abortion|url=http://www.gallup.com/poll/1576/abortion.aspx}}</ref> == Heimildir == {{reflist|2}} {{Bandarísk stjórnmál}} [[Flokkur:Hæstiréttur Bandaríkjanna| ]] [[Flokkur:Bandarísk stjórnmál]] [[Flokkur:Saga Bandaríkjanna]] 4wdpppsumln2xy1xfa9n9t7c7fe2fxo Geðhvörf 0 126640 1891985 1872119 2024-12-15T17:23:49Z InternetArchiveBot 75347 Bætir við 1 bók til að [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreyna]] (20241215sim)) #IABot (v2.0.9.5) ([[User:GreenC bot|GreenC bot]] 1891985 wikitext text/x-wiki '''Geðhvörf''', eða '''geðhvarfasýki''', er [[geðsjúkdómur]] sem einkennist af sveiflum milli góðs hugarástands, [[örlyndi|örlyndis]] og [[Þunglyndi (geðröskun)|þunglyndi]]s. Geðhvörfum er almennt skipt niður í geðhvörf I, geðhvörf II og hverfilyndi (geðhvörf III). En keimlíkt ástand getur einnig komið fram við notkun lyfja, fíkniefna eða af öðrum læknisfræðilegum ástæðum. Til að fá greiningu á geðhvörfum I þarf viðkomandi að hafa upplifað maníu (eða [[örlyndi]]) að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Það má vel vera að atvikið komi í kjölfar hýpómaníu eða þunglyndis, sem eru algeng meðal þeirra með geðhvörf I, þó eru þau ekki nauðsynleg forsenda fyrir greiningu. Hins vegar til að fá greiningu á geðhvörfum II, þarf viðkomandi að hafa upplifað hýpómaníu einu sinni á ævinni sem og meiriháttar þunglyndi. [[DSM-5]] (The Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) gerir ráð fyrir því að þunglyndi einpóla sjúklinga sé eins og þunglyndi geðhvarfasjúkra.<ref name=DSM /> Sífellt fleiri eru að greinast með geðhvörf og sjúkdómsgreiningin talin færast í aukana, sérstaklega greining á geðhvörfum II. Sú aukning gæti endurspeglað breytingu á vitund fólks og leit eftir aðstoð, minni fordómum, bættari skimun og aðferðafræði, eða raunverulegri aukningu á röskuninni.<ref>{{cite journal|author=Parker, G. og Fletcher, K.|title=Differentiating bipolar I and II disorders and the likely contribution of DSM-5 classification to their cleavage|journal=Journal of Affective Disorders|year=2014|volume=152-154|pages=57-64|doi=10.1016/j.jad.2013.10.006}}</ref> Sjúkdóminn er almennt talinn vangreindur<ref name=DSM /> en skipulagt mat á klínískum þáttum getur aukið líkur á réttri greiningu sé því beitt áður en til greiningastaðla DSM eða ICD sé sótt. Þetta er gert með því að fara ítarlega í gegnum sögu sjúklingsins.<ref>{{cite journal|author=Phelps, J. og Ghaemi, S. N.|title=The mistaken claim of bipolar overdiagnosis: solving the false positives problem for DSM-5⁄ICD-11|journal=Acta Psychiatrica Scandinavica|year=2012|volume=126|issue=6|pages=395–401|doi=10.1111/j.1600-0447.2012.01912.x}}</ref> == Dreifing og greining == === Lífstíðaralgengi === Lífstíðaralgengi geðhvarfa I og II eru álitin vera 0,6% og 0,3-0,4%, og leggst sjúkdómurinn jafnt á milli kynjanna. Áætlað algengi röskunarinnar er mjög misjafnt eftir tíma og svæðum, en sá breytileiki er háður breytingum í mælingaraðferðum.<ref name=DSM>{{bókaheimild|höfundur=American Psychiatric Association|titill=Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fifth Edition: DSM-5|ár=2013|útgefandi=American Psychiatric Association}}</ref> Ágætt er þó að minnast að tíðni geðhvarfarófsins er talin vera um 2,4-5,5%.<ref>{{cite journal|author=Angst, J.|title=The emerging epidemiology of hypomania and bipolar II disorder|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-affective-disorders_1998-09_50_2-3/page/143|journal=Journal of Affective Disorders|year=1998|volume=50|issue=2-3|pages=143–151|doi=10.1016/S0165-0327(98)00142-6}}</ref><ref>{{cite journal|author=Merikangas, K. R.|coauthors=Jin, R., He, J., Kessler, R. C., Lee, S. Sampson, N. A. o.fl.|title=Prevalence and correlates of bipolar spectrum disorder in the World Mental Health Survey initiative|journal=Arch Gen Psychiatry|date=2011|volume=63|issue=3|pages=241-251|doi=10.1001/archgenpsychiatry.2011.12|url=http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21383262}}</ref> Geðhvörf geta valdið verulegri skerðingu á starfshæfni og félagslegri virkni. Alþjóðlega rannsóknin um sjúkdómsbyrði (e. The Global Burden of Disease Study) setti röskunina í sjötta sæti af ástæðum örorku af öllum læknisfræðilegum sjúkdómum í heiminum.<ref>{{cite journal|author=Lopez, A. D.|coauthors=Murrey, C. C. J. L.|title=The global burden of disease, 1990–2020|journal=Nature Medicine|year=1998|volume=11|issue=4|pages=1241-1243|doi=10.1038/3218}}</ref> Ástæðan fyrir því er einna helst vegna þess hversu snemma röskunin birtist, og hve krónísk hún er yfir ævi þeirra sem glíma við hana. <ref>{{bókaheimild|höfundur=World Health Organization|titill=The World Health Report 2002 – Reducing Risks, Promoting Healthy Life|ár=2002|útgefandi=Höfundur}}</ref> === Snemmbundin og síðbundin veikindi === Talsverður munur er á einstaklingum sem veikjast snemma (e. early onset), en það er ýmist skilgreint sem fyrsta atvik fyrir 18-21 ára aldur,  í samanburði við þá sem veikjast seint (e. late onset). Einstaklingar sem veikjast snemma glíma við alvarlegri einkenni, iðulega meira af geðrofseiginleikum og fleiri atvikum, þá einkum blönduðum atvikum. <ref>{{cite journal|author=Lish, J. D.|coauthors=Dime-Meenan, S., Whybrow, P. C., Price, P. C. og Hirschfeld, R. M. A.|title=The National Depressive and Manic-depressive Association (DMDA) survey of bipolar members|journal=Journal of Affective Disorder|year=1994|volume=4|issue=31|pages=281-294|doi=10.1016/0165-0327(94)90104-X}}</ref> Sem og er viðkomandi líklegri til að eiga frekar við [[felmtursröskun]], [[fíkn|fíknivanda]], [[sjálfsmorð|sjálfsvígstilraunir]], og svara síður fyrirbyggjandi [[litíum]] meðferð. Náskyldir ættingjar þessara sjúklinga eru í meiri hættu á að glíma við geðtruflanir, og sýna alvarlegri svipgerð þessara truflana.<ref>{{cite journal|author=Schürhoff, F.|coauthors=Bellivier, F., Jouvent, R., Mouren-Siméoni, M., Bouvard, M., Allilaire, J. o.fl.|title=Early and late onset bipolar disorders: two different forms of manic-depressive illness?|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-affective-disorders_2000-06_58_3/page/215|journal=Journal of Affective Disorders|year=2000|volume=58|issue=3|pages=215–221|doi=10.1016/S0165-0327(99)00111-1}}</ref><ref>{{cite journal|author=Coryell, W.|coauthors=Fiedorowicz, J., Leon, A. C., Endicott J. og Keller, M. B.|title=Age of onset and the prospectively observed course of illness in bipolar disorder|journal=Journal of Affective Disorders|year=2013|volume=146|issue=1|pages=34–38|doi=10.1016/j.jad.2012.08.031}}</ref><ref>{{cite journal|author=Perlis, R. H.|coauthors=Miyahara, S., Marangell, L. B., Wisniewski, S. R., Ostacher, M., DelBello, M. P. o.fl.|title=Long-term implications of early onset in bipolar disorder: data from the first 1000 participants in the systematic treatment enhancement program for bipolar disorder (STEP-BD)|journal=Biological Psychiatry|year=2004|volume=55|issue=9|pages=875-881|doi=10.1016/j.biopsych.2004.01.022}}</ref> Að veikjast snemma eykur líkur á því að viðkomandi glími við fleiri samkvilla, og lengri tími líður á milli fyrsta atviks og meðferðar, í samanburði hjá þeim sem veikjast seinna á ævinni.<ref>{{cite journal|author=Suominen, K.|coauthors=Mantere, O., Valtonen, H., Arvilommi, P., Leppämäki, S., Paunio, T., o.fl.|title=Early age at onset of bipolar disorder is associated with more severe clinical features but delayed treatment seeking|journal=Bipolar Disorders|year=2007|volume=9|issue=7|pages=698–705|doi=10.1111/j.1399-5618.2007.00388.x}}</ref> Snemmbundin veikindi eru ekki sjaldgæf í sjálfu sér en þau eru erfið í greiningu.<ref>{{cite journal|author=Leboyer, M.|coauthors=Henry, C., Paillere-Martinot, M. og Bellivier, F.|title=Age at onset in bipolar affective disorders: a review|journal=Bipolar Disorders|year=2005|volume=7|issue=2|pages=111–118|doi=10.1111/j.1399-5618.2005.00181.x}}</ref> === Upphafsmeðferð og rangar greiningar === Þættir á borð við að veikjast snemma á lífsleiðinni, vera af eldri árgerð, ásamt ýmsum sálfélagslegum þáttum eins og að vera karlkyns, giftur, lítið menntaður og í minnihlutahópi, ýtir undir það að viðkomandi sækir sér enga, eða mjög seint, upphafsmeðferð.<ref>{{cite journal|author=Wang, P. S.|coauthors=Berglund, P., Olfson, M., Pincus, H. A., Wells, K. B. og Kessler, R. C.|title=Failure and delay in initial treatment contact after first onset of mental disorders in the National Comorbidity Survey Replication|journal=Arch Gen Psychiatry|year=2005|volume=62|issue=6|pages=603-613|doi=10.1001/archpsyc.62.6.603}}</ref> Því miður er algengt að fólk með geðhvörf fái ranga greiningu á eigið sjúkdómsástandi.<ref name=kasper>{{cite journal|author=Kasper, S.|title=Issues in the treatment of bipolar disorder|journal=European Neuropsychopharmacology|year=2003|volume=13|issue=2|pages=37–42|doi=10.1016/S0924-977X(03)00076-2}}</ref> Um 40% greindra geðhvarfasjúklinga hafa áður verið ranglega greindir með meiriháttar þunglyndi og má sjá að það líði að jafnaði 7-8 ár þar til rétt greining kemur fram.<ref>{{cite journal|author=Ghaemi, S. N.|coauthors=Boiman, E. E. og Goodwin, F. K.|title=Diagnosing bipolar disorder and the effect of antidepressants: a naturalistic study|journal=The Journal of Clinical Psychiatry|year=2000|volume=61|issue=10|pages=804-808|url=https://www.madinamerica.com/wp-content/uploads/2011/12/Diagnosing%20bipolar%20disorder%20and%20the%20effect%20of%20antidepressants.PDF|accessdate=2015}}</ref><ref>{{cite journal|author=Ghaemi, S. N.|coauthors=Sachs, G. S., Chiou, A. M., Pandurangi, A. K. og Goodwin, F. K.|title=Is bipolar disorder still underdiagnosed? Are antidepressants overutilized?|journal=Journal of Affective Disorders|year=1999|volume=52|issue=1-3|pages=135–144|doi=10.1016/S0165-0327(98)00076-7}}</ref> Greiningarferlið er ennfremur flækt með þeirri staðreynd að margir sækja sér aldrei aðstoð, og telja eigin erfiðleika hluta af daglegu lífi.<ref name=kasper /> == Sjálfsvíg og tengd hegðun == Áætlað er að um 25-50% þessara sjúklinga muni gera a.m.k. einu sinni tilraun til sjálfsvígs á ævinni,<ref>{{cite journal|author=Chen, Y.|coauthors=Dilsaver, S. C.|title=Lifetime rates of suicide attempts among subjects with bipolar and unipolar disorders relative to subjects with other axis I disorders|journal=Society of Biological Psychiatry|year=1996|volume=39|issue=10|pages=896-899|doi=10.1016/0006-3223(95)00295-2}}</ref> <ref>{{cite journal|author=Lopez, P.|coauthors=Mosquera, F., Leon, J., Gutierrez, M., Ezcurra, J., Ramurez, F. o.fl.|title=Suicide attempts in bipolar patients|journal=The Journal of Clinical Psychiatry|year=2001|volume=62|issue=12|pages=963-966}}</ref><ref name="simon">{{cite journal|author=Simon, G. E.|first=|date=|year=2007|title=Risk of suicide attempt and suicide death in patients treated for bipolar disorder|url=|journal=Bipolar Disorders|volume=9|issue=5|pages=526–530|doi=10.1111/j.1399-5618.2007.00408.x|via=|coauthors=Hunkeler, E., Fireman, B., Lee, J. Y. og Savarino, J.}}</ref><ref>{{cite journal|author=Tsai, S.|coauthors=Lee, J. og Chen, C.|title=Characteristics and psychosocial problems of patients with bipolar disorder at high risk for suicide attempt|journal=Journal of Affective Disorders,|year=1999|volume=52|issue=1-3|pages=145–152|doi=10.1016/S0165-0327(98)00066-4}}</ref> <ref>{{cite journal|author=Valtonen, H. M.|coauthors=Suominen, K., Mantere, O., Leppämäki, S., Arvilommi, P. og Isometsä, E. T.|title=Suicidal ideation and attempts in bipolar I and II disorder|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-clinical-psychiatry_2005-11_66_11/page/1456|journal=The Journal of Clinical Psychiatry|year=2005|volume=66|issue=11|pages=1456-1462}}</ref> og ná 15-20% þeirra að ljúka ætlunarverki sínu.<ref>{{cite journal|author=Gonda, X.|coauthors=Pompili, M., Serafini, G., Motebovi, F., Campi, S., Dome, P. o.fl.|title=Suicidal behavior in bipolar disorder: epidemiology, characteristics and major risk factors|journal=Journal of Affective Disorders|year=2012|volume=143|issue=1-3|pages=16–26|doi=10.1016/j.jad.2012.04.041}}</ref> <ref>{{cite journal|author=Malafosse, A.|title=Genetics of suicidal behavior|journal=merican Journal of Medical Genetics Part C|year=2005|volume=133|issue=1|pages=1-2|doi=10.1111/j.1399-5618.2004.00101.x}}</ref> Sjálfsvíg eru a.m.k. 30 sinnum algengari í þessum hópi en  á meðal almennings.<ref name=engstrom>{{cite journal|author=Engström, C.|coauthors=Brändström, S., Sigvardsson, S., Cloninger, C. R., og Nylander, P.|title=Bipolar disorder. III: harm avoidance a risk factor for suicide attempts|journal=Bipolar Disorders|year=2004|volume=6|issue=2|pages=130–138|doi=10.1111/j.1399-5618.2004.00101.x}}</ref> <ref>{{cite journal|author=Grunebraun, M. F.|coauthors=Ramsay, S. R., Galfalvy, H. C., Ellis, S. P., Burke, A. K., Sher, L. o.fl.|title=Correlates of suicide attempt history in bipolar disorder: a stress-diathesis perspective|journal=Bipolar Disorders|year=2006|volume=8|issue=5|pages=551–557|doi=10.1111/j.1399-5618.2006.00304.x}}</ref> Tímabil þunglyndis eða blandað ástands tvöfaldar líkur á sjálfsvígstilraun.<ref>{{cite journal|author=Oquendo, M. A., Waternaux, C., Brodsky, B., Parsons, B., Haas, G. L., Malone, K. M. o.fl.|title=Suicidal behavior in bipolar mood disorder: clinical characteristics of attempters and nonattempters|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-affective-disorders_2000-08_59_2/page/107|journal=Journal of Affective Disorders|year=2000|volume=59|issue=2|pages=107–117|doi=10.1016/S0165-0327(99)00129-9}}</ref> Með blönduðu ástandi er átt við að einkenni maníu eða hýpómaníu séu til staðar í samblandi við einkenni þunglyndis. Einnig aukast líkur sjálfsvígs á meðal einstaklinga sem upplifa hraðar sveiflur (e. rapid cycling).<ref>{{cite journal|author=Coryell, W., Soloman, D., Turvey, C., Keller, M., Leon, A. C., Endicott, J. o.fl.|title=The long-term course of rapid-cycling bipolar disoder|journal=Arch Gen Psychiatry|year=2003|volume=60|issue=9|pages=914-920|doi=10.1001/archpsyc.60.9.914}}</ref> Tæplega helminga sjálfsvígstilrauna má líta á sem kall á hjálp frekar en raunverulega löngun sjúklingsins til að deyja.<ref>{{cite journal|author=Kessler, R. C., Borges, G. og Walters, E. E.|title=Prevalence of and risk factors for lifetime suicide attempts in the National Comorbidity Survey|journal=Arch Gen Psychiatry|year=1999|volume=56|issue=7|pages=617-626|doi=10.1001/archpsyc.56.7.617}}</ref> Sjálfsvígstilraunir eru 2-3 sinnum algengari meðal kvenna, <ref name=engstrom /> en karlmenn eru fjórum sinnum líklegri til að deyja við athæfið.<ref name=tondo>{{cite journal|author=Tondo, L., Lepri, B. og Baldessarini, R. J.|title=Suicidal risks among 2826 Sardinian major affective disorder patients|journal=Acta Psychiatr Scand|year=2007|volume=116|issue=6|pages=419–428|doi= 10.1111/j.1600-0447.2007.01066.x}}</ref><ref name=simon /> Þriðjungur allra tilfella eiga sér stað fyrsta árið eftir greiningu,<ref name=tondo /> einkum hjá yngri sjúklingum.<ref>{{cite journal|author=Ösby, U., Brandt, L., Correia, N., Ekbom, A. og Sparén, P.|title=Excess mortality in bipolar and unipolar disorder in Sweden|journal=Arch Gen Psychiatry|year=2001|volume=58|issue=9|pages=844-850|doi=10.1001/archpsyc.58.9.844}}</ref> Um helmingur þeirra sem veikjast á fullorðins árum upplifa einhverntímann á ævinni sjálfsvígshugleiðingar, en þessi tala hækkar upp í þrjá af hverjum fjórum hafi einstaklingurinn fyrst veikst sem barn.<ref>{{cite journal|author=Carter, T. D. C., Mundo, E., Parikh, S. V. og Kennedy, J. L.|title=Early age at onset as a risk factor for poor outcome of bipolar disorder|journal=Journal of Psychiatric Research|year=2003|volume=37|issue=4|pages=297–303|doi=10.1016/S0022-3956(03)00052-9}}</ref> Tilraunir til sjálfsvíga eru algengastar hjá einstaklingum á aldrinum 18-34 ára, og meðal einstaklinga sem eru óvinnufærir, hafa skilið við maka sinn,<ref>{{cite journal|author=Szádóczky, E., Vitrai, J., Rihmer, Z. og Füredi, J.|title=Suicide attempts in the Hungarian adult population. Their relation with DIS/DSM-III-R affective and anxiety disorders|journal=Eur Psychiatry|year=2000|volume=15|issue=6|pages=343-347|doi=10.1016/S0924-9338(00)90501-7}}</ref> glíma við fíknivanda,<ref name=simon /> kvíða, mikið magn sjálfsvígshugsana og alvarlegri einkenni þunglyndis. <ref>{{cite journal|author=Sokero, T. P., Melatin, T. K., Rytsälä, H. J., Leskelä, U. S. og Lestelä-Mielonen, P. S.|title=Prospective study of risk factors for attempted suicide among patients with DSM−IV major depressive disorder|journal=The British Journal of Psychiatry|year=2005|volume=186|pages=314-318|doi=10.1192/bjp.186.4.314}}</ref> Einnig hefur ofbeldi í barnæsku, einkum kynferðisofbeldi,<ref>{{cite journal|author=Brent, D. A., Oquendo, M., Birmaher, B., Greenhill, L., Kolko, D., Stanley, B. o.fl.|title=Familial pathways to early-onset suicide attemt risk for suicidal behavior in offspring of mood-disordered suicide attempters|journal=Arch Gen Psychiatry|year=2002|volume=59|issue=9|pages=801-807|doi=10.1001/archpsyc.59.9.801}}</ref><ref>{{cite journal|author=Leverich, G. S., Altshuler, L. L., Frye, M. A., Suppes, T., Keck, P. E. Jr., McElroy, S. L. o.fl.|title=Foctors associated with suicide attempts in 648 patients with bipolar disorder in the Stanley Foundation bipolar network|journal=The Journal of Clinical Psychiatry|year=2003|volume=64|issue=5|pages=506-515}}</ref><ref>{{cite journal|author=Leverich, G. S., McElroy, S. L., Suppes, T., Keck, P. E. Jr., Denicoff, K. D., Nolen, W. A. o.fl.|title=Early physical and sexual abuse associated with an adverse course of bipolar illness|url=https://archive.org/details/sim_biological-psychiatry_2002-02-15_51_4/page/n27|journal=Biological Psychiatry|year=2002|volume=51|issue=4|pages=288-297|doi=10.1016/S0006-3223(01)01239-2}}</ref> og heilaskaði af völdum áverka, áhrif á ákvörðun einstaklings til að reyna sjálfsvíg. Mikilvægt er að minnast á að hlutlæg mæling á alvarleika einkenna skipti ekki höfuðmáli, heldur er það upplifun sjúklingsins á einkennum sínum sem eykur líkur á sjálfsvígstilraunum.<ref>{{cite journal|author=Mann, J. J., Waternaux, C., Haas, G. L. og Malone, K. M.|title=Toward a clinical model of suicidal behavior in psychiatric patients|journal=Am J Psychiatry|year=1999|volume=156|issue=2|pages=181–189|url=http://ajp.psychiatryonline.org/article.aspx?articleid=173260|accessdate=2014|archive-date=2019-07-27|archive-url=https://web.archive.org/web/20190727041635/https://ajp.psychiatryonline.org/article.aspx?articleid=173260|url-status=dead}}</ref> === Fyrirbyggjandi þættir === Sjálfsvíg eru færri í þéttbýlum, meðal tekjuhærri einstaklinga, á svæðum þar sem hlutfall geðlækna og lækna eru hærri og þar sem ríki og sveitafélög eyða meira í geðheilsu.<ref>{{cite journal|author=Tondo, L., Albert M. J. og Baldessarini, R. J.|title=Suicide rates in relation to health care access in the United States: an ecological study|journal=The Journal of Clinical Psychiatry|year=2006|volume=67|pages=517-523|doi=10.4088/JCP.v67n0402}}</ref> Sjúklingar á litíumi eru fimm sinnum ólíklegri til að reyna sjálfsvíg en þeir sem ekki taka lyfið.<ref>{{cite journal|author=Baldessarini, R. J., Tondo, L., Davis, P., Pompili, M., Goodwin, F. K. og Hennen, J.|title=Decreased risk of suicides and attempts during long-term lithium treatment: a meta-analytic review|journal=Bipolar Disorders|year=2006|volume=8|issue=5p2|pages=625–639|doi=10.1111/j.1399-5618.2006.00344.x}}</ref><ref>{{cite journal|author=Isometsä, E. T.|title=Suicide [útdráttur]|journal=Current Opinion in Psychiatry|year=2000|volume=13|issue=2|pages=143-147|url=http://journals.lww.com/co-psychiatry/Abstract/2000/03000/Suicide.2.aspx|accessdate=2014}}</ref> [[Litíum]] er lífsbjargandi í mörgum tilfellum fyrir þá sem glíma við lyndisraskanir og er það iðulega notað þó að viðkomandi sé ekki með einkenni, en það er fyrirbyggjandi gagnvart þunglyndi og maníu. Helsta vandamálið með lyfið eru hugsanleg eitrunaráhrif. Stundum eru flogalyf notuð sem geðsveiflulyf, en þau eru ekki eins góð í að hindra sjálfsmorð og litíum. <ref>{{bókaheimild|höfundur=Nolen-Hoeksema, S.|titill=Abnormal Psychology|ár=2011|útgefandi=McGraw Hill}}</ref> == Orsakir == Rannsakendur hafa í gegnum tíðina skoðað mögulegar orsakir geðhvarfa. Flestir samþykkja hinsvegar að það sé engin ein orsök. Þeir telja frekar að margir þættir vinni saman til að mynda veikindi sem auka líkurnar á geðhvörfum.<ref name=sinacola>{{bókaheimild|höfundur=Sinacola, R. S og Strickland, T. S.|titill=Basic psychopharmacology for councelors and psychotherapist|ár=2012|útgefandi=Pearsons education}}</ref> Geðhvörf hafa tilhneigingu til að ganga í fjölskyldum. Ýmsar erfðarannsóknir gefa til kynna að fólk sé með ákveðin erfðaefni sem auka líkurnar á því að þróa með sér sjúkdóminn.<ref>{{cite journal|author=Sklar, P., Ripke, S., Scott, L. J., Andreassen, O. A., Cichon, S. o.fl.|title=Large-scale genome-wide association analysis of bipolar disorder identifies a new susceptibility locus near ODZ4|journal=Nature genetics|year=2011|volume=43|issue=10|pages=977|doi=10.1038/ng.943}}</ref> Börn sem eiga foreldri eða systkini með geðhvörf eru mun líklegri til að þróa sjúkdóminn í samanburði við börn sem hafa enga fjölskyldusögu um sjúkdóminn. Erfðir eru þó ekki eini áhættuþátturinn fyrir geðhvörf. Rannsóknir á eineggja tvíburum hafa sýnt að annar tvíburinn þrói ekki alltaf með sér geðhvörf þótt hinn tvíburinn sé með sjúkdóminn.<ref>{{cite journal|author=Blackwood, D. H., Visscher, P. M., og Muir, W. J.|title=Genetic studies of bipolar affective disorder in large families|journal=The British Journal of Psychiatry|year=2001|volume=178|issue=41|pages=134-136|8=|url=http://www.genepi.qimr.edu.au/contents/p/staff/CVPV048.pdf|access-date=2015-02-05|archive-date=2016-03-12|archive-url=https://web.archive.org/web/20160312092958/https://www.genepi.qimr.edu.au/contents/p/staff/CVPV048.pdf|url-status=dead}}</ref> Þess vegna telja rannsóknarmenn að fleiri þættir séu að verkum í þróun geðhvarfa. Vísindamenn hafa skoðað orsök m.t.t. taugarannsókna, sem og lyfja, enda virðast skapsveiflur, þunglyndi og oflæti oft temprast við lyfjagjöf. <ref name=sinacola /> == Taugarannsóknir == Aukin notkun myndgreininga á borð við [[Starfræn segulómmyndun|kvik-segulómunar]] (e. functional magnetic resonance imaging, fMRI), segulómunar (e. magnetic resonance imaging, MRI) og [[PET-skanni|jáeindarskanna]] (e. positron emission tomography) hafa gefið til kynna að heili einstaklinga með geðhvörf sé á einhver hátt afbrigðilegur í samanburði við heilbrigðan heila eða aðrar raskanir. Ein MRI rannsókn gaf til kynna að framennisbörkurinn (e. prefrontal cortex) hjá fullorðnum einstaklingum með geðhvörf sé minni og sýni almennt lægri virkni en hjá einstaklingum sem ekki eru með sjúkdóminn.<ref>{{cite journal|author=Blumberg, H. P.|first=|date=|year=2008|title=The Next Wave in Neuroimaging Research in Pediatric Bipolar Disorder|url=|journal=Journal Of The American Academy Of Child & Adolescent Psychiatry|volume=47|issue=5|pages=483-485|doi=10.1097/CHI.0b013e318168457f|via=}}</ref><ref>{{cite journal|author=Chepenik, L. G., Raffo, M., Hampson, M., Lacadie, C., Wang, F. o.fl.|title=Functional connectivity between ventral prefrontal cortex and amygdala at low frequency in the resting state in bipolar disorder|journal= Psychiatry Research|year=2010|volume=182|issue=3|pages=207-210|url=http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2914819/}}</ref> === Framheili === Framennisbörkurinn er talinn hafa umsjón yfir stýrifærni (e. executive function) heilans á borð við þrautalausnir og ákvarðanatökur.<ref>{{cite journal|author=Mansouri, F. A., Tanaka, K., og Buckley, M. J.|title=Conflict-induced behavioural adjustment: a clue to the executive functions of the prefrontal cortex|journal=Nature Reviews Neuroscience|year=2009|volume=10|issue=2|pages=141-152|doi=10.1038/nrn2538}}</ref> Þessi hluti heilans sem og tengingar hans við önnur svæði heilans, halda áframa að þroskast fram að fullorðinsárunum. Þetta gæti útskýrt ástæðuna fyrir því að geðhvörf hefjast yfirleitt á unglingsárum, og hvernig afbrigðileiki á þessu svæði gæti haft áhrif þar á. Atugun svæðisins gæti hjálpað rannsakendurm að greina geðhvörf fyrr og veita snemmbúið inngrip svo hægt sé að hægja á framgangi sjúkdómsins.<ref>{{cite journal|author=Blumberg, H. P.|title=The Next Wave in Neuroimaging Research in Pediatric Bipolar Disorder|journal=Journal Of The American Academy Of Child & Adolescent Psychiatry|year=2008|volume=47|issue=5|pages=483-485|doi=10.1097/CHI.0b013e318168457f}}</ref><ref>{{cite journal|author=Chepenik, L. G., Raffo, M., Hampson, M., Lacadie, C., Wang, F. o.fl.|title=Functional connectivity between ventral prefrontal cortex and amygdala at low frequency in the resting state in bipolar disorder|journal=Neuroimaging|year=2010|volume=182|issue=3|pages=207-210|url=http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2914819/}}</ref> == Geðhvörf meðal barna og unglinga == Tíðni geðhvarfa er talin vera um 1-3% meðal barna og unglinga. Vegna ungs aldurs, tilveru samkvilla, og möguleika á mismunandi túlkun á manískum einkennum, er mjög erfitt að greina geðhvörf í börnum. Börn með einkenni undir greiningaviðmiðum og hafa fjölskyldusögu af geðhvörfum, eru í mikilli hættu á að fá sjálf geðhvörf I og II. Hvort tveggja einstaklingar sem ná greiningarviðmiðum og þeir sem ekki ná þeim eru í aukinni hættu á sálfélagslegum vandamálum, notkun fíkniefna, sjálfsvígi, lagalegum vandamálum, og nýtingu félagskerfis. Til að greina börn og unglinga með maníu eða hýpómaníu má nota DSM greiningakerfið fyrir fullorðna. Hins vegar verður að sýna aðgát. Einkenni verða að vera til staðar sem eru ekki í samræmi við þroskastig barnsins.<ref>{{cite journal|author=Birmaher, B.|title=Bipolar disorder in children and adolescents. Child and Adolescent Mental Health|year=2013|volume=18|issue=3|pages=140-148|doi=10.1111/camh.12021}}</ref> == Greiningaviðmið DSM-5 == === Viðmið maníu === A. Tímabil þar sem óeðlilegt og viðvarandi hækkað geðslag eða pirringur gerir vart við sig. Ásamt óeðlilegri og viðvarandi orku eða markmiðis drifnni hegðun. Þetta þarf að vara í að minstakosti í eina viku og vera til staðar mest af deginum, næstum alla daga. B. Að á þessu tímabili séu þrjú eða fleiri einkenni til staðar í miklum mæli, fjögur ef pirringur er eingöngu til staðar og þau sýni fram á marktæka breytingu frá annars hefðbundinni hegðun: : 1. Aukið sjálfsálit eða mikilmennska. : 2. Minnkuð svefnþörf eins og að upplifa sig úthvíldan eftir eingöngu 3 klukkustunda svefn. : 3. Talar meira en venjulega eða þrýstingur til að tala. : 4. Mikið hugmyndaflug eða hraðar hugsanir. : 5. Utan við sig / truflast auðveldlega (lýst af viðkomandi eða af öðrum). : 6. Vinna að ákveðnu marki, félagslega, í vinnu eða skóla, kynferðislega eða óróleiki, með öðrum orðum marklaus hegðun. : 7. Óhófleg þátttaka í atferli sem veitir ánægju en mun líklega hafa í för með sér mjög neikvæðar afleiðingar. : Til dæmis óhófleg kaupgleði, vafasamar breytingar á kynhegðun eða slæmar fjárfestingar. C. Lyndisröskunin er næg til að valda alvarlegri skerðingu í félags- eða starfshæfni eða svo sjúkrahúsavistun sé þörf til að koma í veg fyrir að sjúklingurinn skaði sjálfann sig eða aðra eða ef geðrofseinkenni eru til staðar. D. Atvikið má ekki rekja til líffræðilegra áhrifa efnis, lyfja eða fíkniefna, eða annars læknisfræðilegs ástands.   === Viðmið hýpómaníu === A. Alveg eins og A. liður liður í skilgreiningu maníu. B. Alveg eins og B. liður liður í skilgreiningu maníu. C. Atvikið hefur án efa áhrif á virkni einstaklingsins og er ástandið honum annars óeðlilegt þegar hann er einkennalaus. D. Lyndisröskunin og breytingin í virkni er svo að aðrir taka eftir því. E. Atvikið er ekki nógu alvarlegt til að það hafi áhrif á einstaklinginn félagslega, né heldur á starfshæfni eða heldur til að þurfi sjúkrahúsvist. Ef að til staðar eru geðrofseinkenni þá er atvikið skilgreint sem manía. F. Alveg eins og D. liður í skilgreiningu maníu. == Meðferð við geðhvörfum == Þrátt fyrir gagnsemi lyfja má búast við betri útkomu í framgangi sjúkdómsins ef sálfræðimeðferðum er beitt samhliða.<ref>{{cite journal|author=Yatham, L. N., Kennedy, S. H., Parikh, S. V., Schaffer, A., Beaulieuc, S., Alda, M o.fl.|title=Canadian network for mood and anxiety treatments (CANMAT) and international society for bipolar disorders (ISBD) collaborative update of CANMAT guidelines for the management of patients with bipolar disorder: update 2013|journal=Bipolar Disorders|year=2013|volume=15|issue=1|pages=1-44|doi=10.1111/bdi.12025}}</ref> Meðferðir á borð við sálarfræðslu (e. psychoeducation), hugræna atferlismeðferð, meðferð í samskiptum og félagslegum ryþma (e. IPSRT eða interpersonal and social rhyrthm therapy) og fjölskyldumiðaðri meðferð (family-focused therapy) eru einna helst notuð. <ref name=nimh>{{cite journal|author=National Institute of Mental Health|title=Bipolar Disorder|year=2008|url=http://www.nimh.nih.gov/health/publications/bipolar-disorder/nimh-bipolar-adults.pdf|accessdate=25. janúar 2014|journal=|archive-date=2013-07-31|archive-url=https://web.archive.org/web/20130731083808/http://www.nimh.nih.gov/health/publications/bipolar-disorder/nimh-bipolar-adults.pdf|url-status=dead}}</ref><ref>{{cite journal|author=Miklowitz, D. J., Otto, M. W., Frank, E., Reilly-Harrington, N. A., Kogan, J. N. Sachs, G. S. o.fl.|title=Intensive psychosocial intervention enhances functioning in patients with bipolar depression: results from a 9-month randomized controlled trial|url=https://archive.org/details/sim_american-journal-of-psychiatry_2007-09_164_9/page/1340|journal=Am J Psychiatry|year=2007|volume=164|issue=9|pages=1340–1347|doi=10.1176/appi.ajp.2007.07020311}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reinares, M., Sánchez-Moreno, J. og Fountoulakis, K. N.|title=Psychosocial interventions in bipolar disorder: what, for whom, and when.|journal=Journal of Affective Disorders|year=2014|volume=156|pages=46-55|doi=10.1016/j.jad.2013.12.017}}</ref> === Sálarfræðsla === Sálarfræðsla er áhrifaríkt meðferðarform sem hindrar hrösun og eykur meðferðarheldni.<ref name=colom>{{cite journal|author=Colom, F. og Lamb, D.|title=Psychoeducation: improving outcomes in bipolar disorder|journal=European Psychiatry|year=2005|volume=20|issue=5-6|pages=359–364|doi=10.1016/j.eurpsy.2005.06.002}}</ref> <ref>{{cite journal|author=Vieta, F., Sánchez-Mereno, J., Goikolea, J. M., Popova, E. og Bonnin, C. M.|title=Psychoeducation for bipolar II disorder: an exploratory, 5-year outcome subanalysis|journal=Journal of Affective Disorders|year=2009|volume=112|issue=1-3|pages=30-35|doi=10.1016/j.jad.2008.03.023}}</ref> Fræðslan er nauðsynleg forsenda í góðum vinnubrögðum og hún tryggir rétt einstaklingsins til að vera upplýstur um  eigin röskun.<ref name=colom /> Hér er einstaklingum hjálpað í því að koma augu á hættulega eða vafasama hegðun og bera snemma kennsl á viðvörunareinkenni bakslags. Með þessu eyðir fólk minni tíma í atvikum og getur fólk minnkað hrösunartíðni um allt að 40%.<ref>{{cite journal|author=Miklowitz, D. J., Otto, M. W., Frank, E., Reilly-Harrington, N. A., Wisniewski, S. R., Kogan, J. N. o.fl.|title=Psychosocial treatments for bipolar depression a 1-year randomized trial from the systematic treatment enhancement program|journal=Arch Gen Psychiatry|year=2007|volume=64|issue=4|pages=419-426|doi=10.1001/archpsyc.64.4.419}}</ref><ref>{{cite journal|author=Scott, J., Colom, F., Popova, E., Benabarre, A., Cruz, N., Valenti, M. o.fl.|title=Long-term mental health resource utilization and cost of care following group psychoeducation or unstructured group support for bipolar disorders: a cost-benefit analysis [útdráttur]|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-clinical-psychiatry_2009-03_70_3/page/378|journal=The Journal of Clinical Psychiatry|year=2009|volume=70|issue=3|pages=378-386|doi=10.4088/JCP.08m04333}}</ref><ref>{{cite journal|author=Scott, J., Colom, F. og Vieta, E.|title=A meta-analysis of relapse rates with adjunctive psychological therapies compared to usual psychiatric treatment for bipolar disorders [útdráttur]|journal=he International Journal of Neuropsychopharmacology|year=2006|volume=10|issue=1|pages=123-129|doi=10.1017/S1461145706006900}}</ref> Sjúklingurinn er fenginn til að skilja flókna samspilið milli einkenna sinna, persónuleika, eigins umhverfis, aukaverkana lyfja, og það að bera ábyrgð á eigin sjúkdóm.<ref name=colom /> Fræðslan miðar er að bættari félags- og starfshæfni<ref>{{cite journal|author=Perry, A., Tarrier, N., Morriss, R., McCarthy, E. og Limb, K.|title=Randomised controlled trial of efficacy of teaching patients with bipolar disorder to identify early symptoms of relapse and obtain treatment|journal=BMJ|year=1999|volume=318|issue=7177|pages=149-153|doi=10.1136/bmj.318.7177.149}}</ref> og unnið er sérstaklega að því að draga úr fordómum hjá einstaklingnum sjálfum gagnvart eigin sjúkdóm og ástandi. <ref name=colom /> === Hugræn atferlismeðferð, HAM === [[Hugræn atferlismeðferð]] eða HAM miðar að því að hjálpa fólki að bera kennsl á og breyta skaðlegu eða neikvæðu hugsunarferli og hegðun.<ref name=nimh /> Talsverð sönnun er fyrir áhrifaríki HAM við þunglyndi<ref>{{bókaheimild|höfundur=Roth, A. og Fonagy, P.|titill=What works for whom? A critical review of psychotherapy research|ár=2006|útgefandi=The Guilford Press}}</ref> og kvíða.<ref>{{cite journal|author=Brown, T. A., Antony, M. M. og Barlow, D. H.|title=Diagnostic comorbidity in panic disorder: effect on treatment outcome and course of comorbid diagnoses following treatment|journal=Journal of Consulting and Clinical Psychology|year=1995|volume=63|issue=3|pages=408-418|url=http://homepage.psy.utexas.edu/HomePage/Class/Psy394Q/Behavior%20Therapy%20Class/Assigned%20Readings/Panic%20Disorder/Brown95.pdf|access-date=2015-02-04|archive-date=2005-03-30|archive-url=https://web.archive.org/web/20050330060251/http://homepage.psy.utexas.edu/homepage/class/Psy394Q/Behavior%20Therapy%20Class/Assigned%20Readings/Panic%20Disorder/Brown95.pdf|url-status=dead}}</ref><ref>{{cite journal|author=Craske, M. G., Farchione, T. J., Allen, L. B., Barrios, V., Stoyanova, M. og Rose, R.|title=Cognitive behavioral therapy for panic disorder and comorbidity: More of the same or less of more?|url=https://archive.org/details/sim_behaviour-research-and-therapy_2007-06_45_6/page/1095|journal=Behaviour Research and Therapy|year=2007|volume=45|issue=6|pages=1095–1109|doi=10.1016/j.brat.2006.09.006}}</ref><ref>{{cite journal|author=Davis, L., Barlow, D. H. og Smith, L.|title=Comorbidity and the treatment of principal anxiety disorders in a naturalistic sample|journal=Behavior Therapy|year=2010|volume=41|issue=3|pages=296–305|doi=10.1016/j.beth.2009.09.002}}</ref><ref>{{cite journal|author=Storch, Lewin, Farrell, Aldea, Reid, Geffken o.fl.|title=Does cognitive-behavioral therapy response among adults with obsessive–compulsive disorder differ as a function of certain comorbidities?|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-anxiety-disorders_2010-08_24_6/page/547|journal=Journal of Anxiety Disorders|year=2010|volume=24|issue=6|pages=547–552|doi=10.1016/j.janxdis.2010.03.013}}</ref><ref>{{cite journal|author=Tsao, J. C. I., Mystkowski, J. L., Zucker, B. G. og Craske, M. G.|title=Impact ofcognitive-behavioral therapy for panic disorder on comorbidity: a controlled investigation|url=https://archive.org/details/sim_behaviour-research-and-therapy_2005-07_43_7/page/959|journal=Behaviour Research and Therapy|year=2005|volume=43|issue=7|pages=959–970|doi=10.1016/j.brat.2004.11.013}}</ref> Um 75% geðhvarfasjúklinga glíma einnig við kvíða og eyða þessir einstaklingar iðulega lengri tíma í atviki, eru líklegri til að hrasa og njóta minna gagn af geðsveiflulyfjum.<ref>{{cite journal|author=Provencher, M. D., Hawke, L. D. og Thienot, E.|title=Psychotherapies for comorbid anxiety in bipolar spectrum disorders|journal=Journal of Affective Disorders|year=2011|volume=133|issue=3|pages=371–380|doi=10.1016/j.jad.2010.10.040}}</ref> Fjölmargar rannsóknir hafa athugað hugrænt mynstur hjá fólki með geðhvörf en niðurstöður hafa verið á reiki, einkum vegna takmarkanna í úrtaksstærð, óklínískra úrtaka, mismunandi skilgreiningar á jafnlyndi (e. euthymia) og ónæga stjórn á núliggjandi sálmeinisþáttum. Engu síður vísa sönnunargögn til þess að geðhvarfasjúkir sýna sambærilegt hugrænt mynstur og má sjá hjá einstaklingum með einpóla þunglyndi, þó með sérkenni eins og markmiðar drifinni hegðun, fullkomnunaráráttu, sjálfsgagnrýni, sjálfstæði og næmni fyrir umbunum.<ref>{{cite journal|author=Alatiq, Y., Crane, C., Williams, J. M. G. og Goodwin, G. M.|title=Dysfunctional beliefs in bipolar disorder: hypomanic vs. depressive attitudes|journal=Journal of Affective Disorders|year=2010|volume=122|issue=3|pages=294–300|doi=10.1016/j.jad.2009.08.021}}</ref><ref>{{cite journal|author=Alloy, L. B., Abramson, L. Y., Walshaw, P. D., Cogswell, A., Smith, J. M., Neeren, A. M. o.fl.|title=Behavioral Approach System (BAS) sensitivity and bipolar spectrum disorders: a retrospective and concurrent behavioral high-risk design|url=https://archive.org/details/sim_motivation-and-emotion_2006-06_30_2/page/143|journal=Motivation and Emotion|year=2006|volume=30|issue=2|pages=143-155|doi=10.1007/s11031-006-9003-3}}</ref><ref>{{cite journal|author=Alloy, L. B., Abramson, L. Y, Walshaw, P. D., Gerstein, R. K., Keyser, J. D., Whitehouse, W. G. o.fl.|title=Behavioral Approach System (BAS) - Relevant cognitive styles and bipolar spectrum disorders|journal=J Abnorm Psychol|year=2010|volume=118|issue=3|pages=459–471|doi=10.1037/a0016604}}</ref><ref>{{cite journal|author=Jones, L., Scott, J., Haque, S., Gordon-Smith, K., Heron, J., Caesar, S. o.fl.|title=Cognitive style in bipolar disorder|journal=The British Journal of Psychiatry|year=2005|volume=187|pages=431-437|doi=10.1192/bjp.187.5.431}}</ref><ref>{{cite journal|author=Lam, D. Wright, K. og Smith, N.|title=Dysfunctional assumptions in bipolar disorder|url=https://archive.org/details/sim_journal-of-affective-disorders_2004-04_79_1-3/page/193|journal=Journal of Affective Disorders|year=2004|volume=79|issue=1-3|pages=193-199|doi=10.1016/S0165-0327(02)00462-7}}</ref><ref>{{cite journal|author=Mansell, W., Paszek, G., Seal, K., Pedley, R., Jones, S., Thomas, N. o.fl.|title=Extreme appraisals of internal states in bipolar I disorder: a multiple control group study|journal=Cognitive Therapy and Research|year=2011|volume=35|issue=1|pages=87-97|doi=10.1007/s10608-009-9287-1}}</ref><ref>{{cite journal|author=Pardoen, D., Bauwens, F., Tracy, A., Martin, F. og Mendlewicz, J.|title=Self-esteem in recovered bipolar and unipolar out-patients|journal=The British Journal of Psychiatry|year=1993|volume=163|pages=755-762|doi=10.1192/bjp.163.6.755}}</ref><ref>{{cite journal|author=Reilly-Harrington, N. A., Miklowitz, D. J., Otto, M. W., Frank, E., Wisniewki, S. R:, Thase, M. E. o.fl.|title=Dysfunctional attitudes, attributional styles, and phase of illness in bipolar disorder|journal=Cognitive Therapy and Research|year=2008|volume=34|issue=1|pages=22-34|doi=10.1007/s10608-008-9218-6}}</ref><ref>{{cite journal|author=Scott, J., Stanton, B., Garland, A. og Ferrier, I. N.|title=Cognitive vulnerability in patients with bipolar disorder|journal=Psychological Medicine|year=2000|volume=30|issue=2|pages=467-472|url=http://journals.cambridge.org/action/displayAbstract?fromPage=online&aid=26403|access-date=2015-02-04|archive-date=2016-03-07|archive-url=https://web.archive.org/web/20160307024814/http://journals.cambridge.org/action/displayAbstract?fromPage=online&aid=26403|url-status=dead}}</ref><ref>{{cite journal|author=Van der Gucht, E., Morriss, R., Lancaster, G., Kinderman, P. og Bentall, R. P.|title=Psychological processes in bipolar affective disorder: negative cognitive style and reward processing|journal=The British Journal of Psychiatry|year=2009|volume=194|pages=146-151|doi=10.1192/bjp.bp.107.047894}}</ref> === Hugræn núvitundar-meðferð, MBCT === Hugræn núvitundar-meðferð (e. mindfulness-based cognitive therapy, MBCT) er einnig árangursríkt meðferðarform. Meðferðin er dregin af núvitund sem er æfingarkerfi til að auka sjálfsþekkingu, persónulega hæfni, sjálfsstjórn og ánægju. Rannsóknir hafa sýnt að núvitund dragi úr hvatvísi sem er algengur undanfari sjálfsvígstilrauna.<ref name=perich>{{cite journal|author=Perich, T., Manicavasagar, V., Mitchell, P. B., Ball, J. R., og Hadzi‐Pavlovic, D.|title=A randomized controlled trial of mindfulness‐based cognitive therapy for bipolar disorder|journal=Acta Psychiatrica Scandinavica|year=2013|volume=127|issue=5|pages=333–343|doi=10.1111/acps.12033}}</ref><ref name=williams>{{cite journal|author=Williams, J. M. G., Alatiq, Y., Crane, C., Barnhofer, T., Fennell, M. J. V.|title=Mindfulness-based cognitive therapy (MBCT) in bipolar disorder: Preliminary evaluation of immediate effects on between-episode functioning|journal=Journal of Affective Disorders|year=2008|volume=107|issue=1-3|pages=275|url=http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/17884176}}</ref> Í MBCT eru lykileiningar hugrænnar meðferðar og þjálfun í núvitundar-hugleiðslu sameinaðar. <ref name=williams /> MBCT getur dregið úr þunglyndis- og kvíðaeinkennum og komið í veg fyrir hrösun.<ref name=williams /><ref name=perich /> Hugræn virkni á borð við athygli getur verið skert hjá einstaklingum með geðhvörf, og getur meðferðarformið þar af leiðandi aukið vanlíðan. En MBCT meðferð hefur gefið til kynna að hún getur aukið framkvæmdavirkni, minni, hæfni, frumkvæði í verkefnum og hvata til að ljúka þeim.<ref>{{cite journal|author=Howells, F. M., Ives-Deliperi, V. L., Horn, N. R. og Stein, D. J.|title=Mindfulness based cognitive therapy improves frontal control in bipolar disorder: A pilot EEG study|journal=BMC Psychiatry|year=2012|volume=12|pages=a-25|doi=10.1186/1471-244X-12-15}}</ref><ref name=stange>{{cite journal|author=Stange, J., Eisner, L., Hölzel, B., Peckham, A., Dougherty, D. o.fl.|title=Mindfulness-based cognitive therapy for bipolar disorder: Effects on cognitive functioning|journal=Journal of Psychiatric Practice|year=2011|volume=17|issue=6|pages=410|doi=10.1097/01.pra.0000407964.34604.03}}</ref> === Meðferð í samskiptum og félagslegum ryþma, IPSRT === Meðferð í samskiptum og félagslegum ryþma var sérstaklega hönnuð fyrir sjúklinga með geðhvörf en hún leggur áherslu á að hjálpa einstaklingum að bæta úr samböndum sínum við aðra og að hafa reglu á daglegri rútínu. T.d. með reglulegum svefnvenjum  má fyrirbyggja maníu. Meðferðarformið má beita hvort sem þegar einstaklingur er einkennamikill eða laus.<ref>{{cite journal|author=Frank, E., Swartz, H. A. og Kupfer, D. J.|title=Interpersonal and social rhythm therapy: managing the chaos of bipolar disorder|journal=Biological Psychiatry|year=2000|volume=48|issue=6|pages=593-604|doi=10.1016/S0006-3223(00)00969-0}}</ref><ref name=nimh /> Fjölskyldumiðuð meðferð hjálpar sjúklingum einnig með samskipti, en hér taka fjölskyldumeðlimir þátt. Með þessari aðferð er unnið að því að auka bjargráð fjölskyldunnar í heild sinni, bæta samskipti og úrlausn vandamála.<ref name=nimh /> Sálarfræðsla er hluti af þessu ferli.<ref>{{cite journal|author=Reinares, M., Sánchez-Moreno, J. og Fountoulakis, K. N.|title=Psychosocial interventions in bipolar disorder: what, for whom, and when|journal=Journal of Affective Disorders,|year=2014|volume=156|issue=46-55|doi=10.1016/j.jad.2013.12.017}}</ref> ==Bækur== [https://www.mbl.is/greinasafn/grein/503343/ Í róti hugans - Kay Redfield Jamison. Mbl.is] == Tilvísanir == <div class="references-small"><references/></div> [[Flokkur:Geðraskanir]] ldsvods9enjxlcweuhl97wnwbw8xupx Fornleifarannsóknir að Skálholti 0 129356 1891980 1846304 2024-12-15T16:31:47Z Snævar 16586 taka saman heimildir, harv 1891980 wikitext text/x-wiki '''Fornleifarannsóknir að [[Skálholt]]i''' hófust eftir alvöru miðja 20. öld þó voru ýmsir fornfræðingar á 19. öld sem skráðu upplýsingar um fornleifar í Skálholti. Skálholt er einn merkasti sögustaður landsins, samtvinnaður sögu kristni á Íslandi. [[Skálholtskirkjur|Kirkja]] var reist í Skálholti stuttu eftir kristnitöku og sat þar fyrsti [[biskup Íslands]]. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Vitað er að í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti. Þar hefur því staðið þorp húsa af ýmsum stærðum og gerðum sem mynduðu fyrsta þéttbýlið á Íslandi. Óvíða er mögulegt að rannsaka með uppgreftri húsakynni af jafnfjölbreyttu tagi og frá jafnmörgum tímabilum, enda er í Skálholti að finna minjar frá öllum öldum Íslandssögunnar. Hér gefst því einstakt tækifæri til að afla upplýsinga um þau tímabil sem lítið er fjallað um í rituðum heimildum.<ref name="Fornleifastofnun Íslands ses.">{{Vefheimild|höfundur=Fornleifastofnun Íslands ses.|titill=Skálholt|url=http://www.instarch.is/rannsoknir/uppgroftur/skalholt/saga_stadarins/|ritverk=Saga staðarins| skoðað-dags = 22. febrúar 2003}}</ref> Þar sem biskupssetrið í Skálholti hefur staðið um aldir fer ekki hjá því að vænta megi mikilla fornleifa í jörðu. Lengi hefur verið vitað að merkilegar minjar væru undir sverði á þessum forna höfuðstað landsins. Þó að raunverulegar fornleifarannsóknir hæfust ekki í Skálholti fyrr en eftir miðja 20. öld komu þar ýmsir fornfræðingar á 19. öld sem skráðu upplýsingar um fornleifar í Skálholti.<ref group="lower-alpha">{{harv|Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|2006|p=675}}</ref><ref name="MjöllGavinOrri">{{bókaheimild|höfundur=Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|titill=Saga Biskupsstólanna. Fornleifar og rannsóknir í Skálholti|ár=2006|útgefandi=Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar}}</ref> == 1873 == Fyrstur þeirra var danski fornfræðingurinn [[Kristian_Kaalund|Kristian Kålund]] en hann kom við í Skálholti 1873 og þótti „ekki mikið eftir af dýrð biskupstímans“. Þar var nú ósjáleg trékirkja og bærinn „á engan hátt glæsilegur“. Það eina sem honum þótti enn vera sem áður var hið fagra útsýni. Kålund getur þess að sagnir á staðnum snúist einkum um [[Þorlákur helgi Þórhallsson|Þorlák helga]] og hins vegar um atburði kringum [[Jón Arason]] Hólabiskup. Var Kålund sýndur staðurinn hjá kirkjugarðinum þar sem Jón og synir hans voru teknir af lífi og voru „blóðblettirnir“ enn sýnilegir á klöppinni. Einnig hafði til skamms tíma verið laut í kirkjugarðinum þar sem hinir líflátnu höfðu verið jarðaðir uns Norðlendingar grófu þá upp og fluttu til Hóla.<ref name="Lesbók Morgunblaðsins">{{fréttaheimild|höfundur=Orri Vésteinsson|titill=Skálholt - höfuðstaður Íslands í 700 ár|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3522055|dagsetningskoðað=22.febrúar 2013|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> <ref>{{bókaheimild|höfundur=Kålund, P.C. Kristian (Haraldur Matthíasson þýddi)|titill=Íslenskir sögustaðir I.: Sunnlendingafjórðungur|ár=1984|útgefandi=Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur|bls=121}}</ref> == 1893 == [[Brynjúlfur Jónsson]] frá Minna-Núpi var fyrstur íslenskra fornfræðinga til að kanna minjar í Skálholti. Hann kom þar árið 1893 og skráði sýnileg ummerki, munnmæli og frásagnir staðkunnugra um fornleifar.<ref group="lower-alpha">{{harv|Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|2006|p=676}}</ref> Brynjúlfur kannaði legsteina í kirkjunni og kirkjugarðinum og skráði niður áletranir á þeim. Hefur honum þótt ástand þessara merku fornleifa dapurlegt og lýkur skýrslu sinni með þessum orðum: „Mjög er áríðandi að vernda hinar fáu fornmenjar sem enn finnast í Skálholti.“<ref group="lower-alpha">{{harv|Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|2006|p=677}}</ref> == 1927 == Þá friðlýsti [[Matthías Þórðarson (þjóðminjavörður)|Matthías Þórðarson]] þrennar minjar í Skálholti: Þorláksbúð, Staupastein og Þorláksbrunn.<ref group="lower-alpha">{{harv|Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|2006|p=678}}</ref> == 1949 == Árið 1949 urðu þáttaskil í sögu minjaverndar í Skálholti. Að frumkvæði [[Sigurbjörn Einarsson|Sigurbjarnar Einarssonar]], sem þá var prófessor í guðfræði við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], var stofnað Skálholtsfélag sem hafði það að markmiði að vinna að endurreisn Skálholtsstaðar. Varð félaginu vel ágengt og ráðist var í að reisa nýja kirkju þar sem hinar fyrri kirkjur höfðu áður staðið. Var að þessum framkvæmdum staðið með meiri forsjá og framsýni en öðrum stórframkvæmdum á þessum tíma, því ákveðið var að gera vandaða fornleifarannsókn á eldri kirkjugrunnum áður en þeir yrðu látnir víkja.<ref group="lower-alpha">{{harv|Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|2006|p=678}}</ref> == 1952–1958 == Vegna fyrirhugaðrar kirkjubyggingar var farið í eina umfangsmestu rannsókn á einum minjastað á Íslandi til þess tíma. Hún hófst árið 1952 með uppgreftri á kirkjugrunnum í Skálholti með frumkönnun sem Björn Sigfússon gerði.<ref group="lower-alpha">{{harv|Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|2006|p=678}}</ref> Gróf hann leitarholur hér og hvar til að finna takmörk eldri kirkjugrunna, einnig gróf hann upp undirganginn að hluta og í svokallaðan Virkishól.<ref name="Lesbók Morgunblaðsins">{{fréttaheimild|höfundur=Orri Vésteinsson|titill=Skálholt - höfuðstaður Íslands í 700 ár|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3522055|dagsetningskoðað=22.febrúar 2013|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Fornleifauppgröfturinn 1954 – 1958 fór fram undir stjórn [[Kristján Eldjárn|Kristjáns Eldjárns]], en með honum unnu Håkon Christie, Gísli Gestsson og Jón Steffensen.<ref name="Fornleifastofnun Íslands ses."/> Sú kirkja sem þá stóð í Skálholti hafði verið reist árið 1851. Var hún færð af byggingarstað sínum við upphaf rannsóknanna árið 1954 og loks rifin árið 1956. Eftir að kirkjan hafði verið fjarlægð af grunni sínum hófst fornleifauppgröftur og komu þá í ljós tveir eldri kirkjugrunnar sem staðið höfðu á sitt hvoru tímaskeiðinu.<ref>{{vefheimild|höfundur=Hildigunnur Skúladóttir|titill=Helgisiðir úr kaþólskri trú. Varðveittir altarissteinar á Íslandi|url=http://skemman.is/stream/get/1946/8353/22229/1/Helgir_gripir_%C3%BAr_ka%C3%BE%C3%B3lskri_tr%C3%BA$002c_Var%C3%B0veittir_altarissteinar_%C3%A1_%C3%8Dslandi..pdf|ritverk=Ritgerð til B.A.prófs: Háskóli Íslands, Hugvísindadeild|mánuðurskoðað=22.febrúar|árskoðað=2013}}</ref> Auk kirkjugrunna voru grafin upp göng á milli kirkju og bæjarstæðis. Aftur reyndist unnt að greina tvö mismunandi byggingarstig sem tengja mátti við kirkjugrunnana tvo. Norðaustan við kirkjuna var rannsökuð lítil rúst sem gengur undir nafninu Þorláksbúð. Meðal þess tilkomumesta sem upp var grafið var [[steinkista]] [[Páll Jónsson (biskup)|Páls biskups Jónssonar]] sem lést árið 1211. Kistan er tilhöggvin úr móbergi og vel varðveitt, utan þess að lokið er þríbrotið. Í kistunni var, auk beina Páls, húnn af fagurlega útskornum bagli.<ref name="Fornleifastofnun Íslands ses."/> Árið 1955 var grafinn upp grunnur að byggingu norðan við stöpulinn og lokið við uppgröft á Þorláksbúð. Grafið var í „beinakjallara“ og uppgreftri haldið áfram í undirganginum. Voru og grafnar leitarholur hér og þar, aðallega norðan við kirkjustæðið. Þá var umhverfi staðarins snyrt, veggjasteinar í Þorláksbúð voru réttir og grasþökur lagðar í gólfið, Skólavarðan var löguð sem og Þorlákssæti. Árið 1958 var lokið rannsókn á undirganginum og eldra byggingarstig hans kannað. Var hann síðan endurbyggður. Þá var einnig ýtt ofan af bæjarhólnum og hann sléttaður. Veggjarbrotum og bæjarleifum frá 19. og 20. öld var ýtt burtu og suður af hólnum en Kristján Eldjárn taldi sýnt að enn væru miklar mannvistarleifar í jörðu sunnan og suðvestan við kirkjuna og kirkjugarðinn.<ref name="Lesbók Morgunblaðsins">{{fréttaheimild|höfundur=Orri Vésteinsson|titill=Skálholt - höfuðstaður Íslands í 700 ár|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3522055|dagsetningskoðað=22.febrúar 2013|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> == 1983-1988 == Ef frá er skilið sumarið 1987, fóru fram fornleifarannsóknir, á árunum 1983 – 1988 á hinu gamla bæjarstæði Skálholtsstaðar. Þær fólust í því að grafnir voru könnunarskurðir á völdum stöðum til þess að kanna hvar mannvirkja væri að vænta og hvort hægt væri að nota gamlar teikningar og uppdrætti af staðnum til þess að staðsetja einstök bæjarhús á bæjarstæðinu. Til grundvallar var stuðst við vel þekkta uppdrætti<ref name="Fornleifastofnun Íslands">{{vefheimild|höfundur=Fornleifastofnun Íslands ses|titill=Skálholt|url=https://www.google.is/search?q=sk%C3%A1lholt+1784&hl=is&client=firefox-a&hs=Nj1&rls=org.mozilla:is:official&channel=fflb&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=qEo7UcmFDcfFPNbpgKgG&ved=0CAoQ_AUoAQ&biw=1920&bih=996#imgrc=Nxpr824BZm5VhM%3A%3B0JAHQra5cZ4R9M%3Bhttp%253A%252F%252Fwww.instarch.is%252Finstarch%252Fupload%252Fimages%252Fskalholt%252F1784_plan_%28lottin%29.gif%3Bhttp%253A%252F%252Fwww.instarch.is%252Frannsoknir%252Fuppgroftur%252Fskalholt%252Fuppgroftur_2002-2004%252F%3B832%3B925|ritverk=Kort frá 1784|mánuðurskoðað=22.febrúar|árskoðað=2013}}</ref> sem sýna húsaskipan árið 1784, sama ár og bærinn hrundi til grunna í miklum jarðskjálfta. Annað markmið var einnig að kanna hvort eitthvað væri eftir af bænum undir yfirborði, sem sléttað hafði verið yfir með jarðýtu á 6. áratug 20. aldar. Þá var rætt um að ef niðurstöður rannsóknanna gæfu tilefni til, mætti nýta þær til þess að hlaða lága veggi á yfirborði jarðar, sem sýndu legu 18. aldar bæjarins samkvæmt áðurnefndum teikningum og niðurstöðum fornleifarannsóknanna. Þjóðminjasafnið annaðist rannsóknirnar sem unnar voru fyrir Skálholtsstað sem greiddi kostnað við verkið. Guðmundur Ólafsson stjórnaði rannsókninni öll árin. Með honum störfuðu, um lengri eða skemmri tíma, Adolf Friðriksson, Jens Pétur Jóhannsson, Kevin P. Smith, Logi Sigmundsson, Martin Ringmar, Unnur Dís Skaptadóttir og Þorkell Grímsson.<ref>{{vefheimild|höfundur=Guðmundur Ólafsson|titill=Skálholt. Rannsókn á bæjarstæði 1983–1988|url=http://www.thjodminjasafn.is/media/rannsoknir/1_Skalholt_2002.pdf|publisher=Þjóðminjasafn Íslands|mánuðurskoðað=22.febrúar|árskoðað=2013}}</ref> Á seinni hluta 20. aldar hefur Hörður Ágústsson manna mest sinnt rannsóknum á sögu Skálholts. Hann vann við úrvinnslu Skálholtsrannsókna frá árunum 1954-1958 og sá um frágang þeirra til útgáfu árið 1988<ref>{{bókaheimild|höfundur=Kristján Eldjárn,Håkon Christie og Jón Steffensen|titill=Skálholt: Fornleifarannsóknir 1954 – 1958|ár=1988|útgefandi=Reykjavík: Lögberg}}</ref>. Hann hefur safnað heimildum um staðinn, tekið túlkun á gerð kirknanna til rækilegrar endurskoðunar, sett fram tilgátur um útlit þeirra og smíð og samið vandaðar skrár um áhöld og skrúða frá Skálholti. Hafa rannsóknir Harðar á heimildum um húsakost stólsins m.eðal annars leitt í ljós að húsaskipan hefur í megindráttum verið hin sama frá miðri 16. öld og til loka 18. aldar.<ref name="Lesbók Morgunblaðsins">{{fréttaheimild|höfundur=Orri Vésteinsson|titill=Skálholt - höfuðstaður Íslands í 700 ár|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3522055|dagsetningskoðað=22.febrúar 2013|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> == 1999 == Árið 1999 hófst nýr kafli í rannsóknum á Skálholti en þá gerði Timothy Horsley frá Háskólanum í Bradford viðnámsmælingar í Skálholti. Niðurstöður þeirra gefa mjög skýra mynd af þeim mannvirkjaleifum sem er að finna undir sverði suðvestan við kirkjuna. Þar er nú slétt grasflöt en undir henni eru greinilega leifar bæjarins sem féll í jarðskjálftanum 1784 og undir þeim má vænta enn eldri leifa.<ref name="Lesbók Morgunblaðsins">{{fréttaheimild|höfundur=Orri Vésteinsson|titill=Skálholt - höfuðstaður Íslands í 700 ár|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3522055|dagsetningskoðað=22.febrúar 2013|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> == 2002-2007 == Árið 2001 stofnaði Alþingi Kristnihátíðarsjóð veitti hann meðal annars fé til nýrra fornleifarannsókna í Skálholti, umfangsmikils uppgraftar 2002-2007, sem var samstarfsverkefni Skálholtsstaðar, Fornleifastofnunar Íslands, Þjóðminjasafns Íslands, Háskólans í Árósum, Háskólans í Stirling og Háskólans í Bradford.<ref group="lower-alpha">{{harv|Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|2006|p=682}}</ref> Verkefnisstjórn skipuðu Orri Vésteinsson, Mjöll Snæsdóttir og Gavin Lucas, fornleifafræðingar hjá Fornleifastofnun. [http://www.mbl.is/greinasafn/grein/674404/] Rannsóknin beindist einkum að kjarna staðarhúsa eins og þau voru á 17. og 18. öld, híbýlum biskupa og skylduliðs þeirra, bókaskemmu og skrifstofum, göngum og eldhúsi auk skólabygginganna. Sjálf húsasamstæðan á bæjarstæðinu er þó stærri og í þessu verkefni urðu útundan ýmis útihús, skemmur og skepnuhús, prenthús og margt fleira.<ref group="lower-alpha">{{harv|Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|2006|p=696}}</ref> Segja má að flókin og margbrotin saga staðarhúsanna í Skálholti sé meðal þess áhugaverðasta í þessari rannsókn. Fornleifarannsóknin staðfestir í meginatriðum að hinir varðveittu uppdrættir eru að miklu leyti traustir en þó takmarka þeir að sumu leyti sýn okkar. Hvorki uppdrættirnir né varðveittar úttektarlýsingar sýna allar þær fjölmörgu, smáu og stóru breytingar sem orðið hafa á staðarhúsunum. Ýmiss konar breytingar á húsum hafa verið ákaflega algengar. Merkilegt var að sjá vaxandi skiptingu milli vestari og eystri hluta innhúsanna. Á 17. öld virðist hafa verið auðvelt að komast á milli skóla og biskupsherbergja, bókaskemmu og annarra herbergja, margir gangar tengdu þessar vistarverur saman. Á 18. öld virðist þessum göngum smátt og smátt hafa verið lokað. Ef til vill er það breytt samband biskups og skóla sem setur mark sitt á húsaskipan. Við túlkun Skálholtsminja reynir á að lesa saman mismunandi heimildir, uppgrafnar rústir, fundna gripi, skrifaðar úttektir og uppdrætti. Uppdrættirnir tveir sem varðveittir eru frá 18. öld koma að miklu gagni við að átta sig á notkun húsa. Þó verður að hafa í huga að notkun húsa getur breyst og uppdrættirnir lýsa aðeins ákveðnum tíma. Það er að sumu leyti annar vandi í því falinn að túlka minjar sem aðrar heimildir eru til um en sá vandi sem það getur verið að túlka uppgrafnar minjar eingöngu. Reyndar er það svo að hver sem túlkar minjar styðst alltaf við eitthvað fleira en minjar þær sem grafnar eru úr jörðu. Ekkert gerist í tómarúmi og slíkar minjar eru alltaf bornar saman við aðrar minjar[http://www.thjodminjasafn.is/endurfundir/skalholt/itarefni/nr/2615]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Fornleifavernd ríkisins veitti [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20121103025303/www.fornleifavernd.is/index.php/en/upplysingar/k2/leyfi/33-fornleifarannsoknir-2007 leyfi] til framhaldsrannsókna á biskupssetri. Ábyrgðaraðili er Mjöll Snæsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. == 2008 == Fornleifavernd ríkisins veitti[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20121103025224/www.fornleifavernd.is/index.php/en/upplysingar/k2/leyfi/32-fornleifarannsoknir-2008 leyfi] til minniháttar rannsókna vegna frágangs minjasvæðis. Ábyrgðaraðili er Mjöll Snæsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. == 2009 == Fornleifavernd ríkisins veitti [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20121103025242/www.fornleifavernd.is/index.php/en/upplysingar/k2/leyfi/30-fornleifarannsoknir-2009 leyfi] vegna frágangs á minjasvæði og minniháttar rannsókna eftir þörfum. Ábyrgðaraðili er Mjöll Snæsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses. Rúst Þorláksbúðar,sem hafði verið rannsökuð að hluta árið 1954, undir stjórn Håkon Christie, var nú rannsökuð af starfsmönnum Fornleifastofnunar Íslands ses.. Þar kom í ljós að þarna voru eldri byggingarskeið undir yngstu rústinni auk fornra grafa. Mjöll Snæsdóttir 2009: Könnunarskurðir í svonefnda Þorláksbúð í Skálholti.[http://www.instarch.is/utgafa/skyrslur/ Skýrsla] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070208170719/http://www.instarch.is/utgafa/skyrslur/ |date=2007-02-08 }} Fornleifastofnunar Íslands FS435-09041. == 2011 == Fornleifavernd ríkisins veitti [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20121103025236/www.fornleifavernd.is/index.php/en/upplysingar/k2/leyfi/54-fornleifarannsoknir-2011 leyfi] til kennsluuppgraftar. Ábyrgðaraðili er Gavin Lucas, Háskóla Íslands. Árið 2011 var hafin [http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/22/er_orlaksbud_sogufolsun/ endurbygging][http://%20http://ai.is/?p=4262] Þorláksbúðar, 30 fermetra tilgátuhús úr torfi, á þeim stað sem hún upprunalega stóð. Bygging Þorláksbúðar hefur verið gagnrýnd af mörgum og ekki allir sammála um ágæti hennar. == 2012 == Gavin Lucas, Fornleifastofnun Íslands ses., fékk [http://fornleifafelag.org/?p=503 úthlutaðar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304122921/http://fornleifafelag.org/?p=503 |date=2016-03-04 }} 2.000.000 kr. úr fornleifasjóði til úrvinnslu fornleifarannsókna í Skálholti. == Neðanmálsgreinar == {{notelist}} == Tilvísanir == {{reflist}} == Tengt efni == * [[Skálholt]] * [[Skálholtskirkjur]] == Tenglar == {{commonscat|Skálholt}} * [http://www.skalholt.is/ Skálholt.is] * [http://www.timarit.is/?issueID=419959&pageSelected=1&lang=0 ''Hér var og er Skálholtsstaður''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1973] [[Flokkur:Fornleifauppgröftur á Íslandi]] [[Flokkur:Skálholt]] mbib8pdgat58p3uu10wi0o5ln6l6nsx 2024 0 131136 1892032 1891952 2024-12-16T01:01:09Z Berserkur 10188 1892032 wikitext text/x-wiki {{Ár nav}} Árið '''2024''' ('''MMXXIV''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríanska tímatalið|gregoríanska tímatalinu]] [[hlaupár sem byrjar á mánudegi]]. == Atburðir== ===Janúar=== [[Mynd:Grindavik and the eruption 14 januar 2024.jpg|thumb|Eldgos við Grindavík.]] * [[1. janúar]]: ** [[Egyptaland]], [[Eþíópía]], [[Íran]], [[Sádi-Arabía]] og [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] gerðust aðilar að [[BRICS]]. ** Fylkið [[Vestfold og Þelamörk]] í suður-Noregi var lagt niður og skiptist í [[Vestfold]] og [[Þelamörk]] eins og fyrir 2020. ** [[Artsak-lýðveldið]] var leyst upp og landsvæði þess að fullu limað inn í [[Aserbaísjan]]. ** [[Guðni Th. Jóhannesson]], forseti Íslands, ákvað að bjóða sig ekki fram í komandi forsetakosningum. ** [[Landgræðslan]] og [[Skógræktin]] sameinuðust í stofnunina [[Land og skógur]]. * [[2. janúar]] - [[Ísrael]]sher réð næstráðanda [[Hamas]]-samtakana, [[Saleh Al-Arouri]], af dögum í drónaárás í [[Beirút]], Líbanon. * [[3. janúar]] - 84 létust í sprengjuárás í Íran við minningarathöfn helgaðri hershöfðingjanum [[Qasem Soleimani]]. [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð. * [[4. janúar]] - [[Gísli Þorgeir Kristjánsson]], leikmaður [[Magdeburg]] og [[Íslenska karlalandsliðið í handknattleik|íslenska handboltalandsliðsins]], var kjörinn [[Íþróttamaður ársins]] 2023 af [[Samtök íþróttafréttamanna|Samtökum íþróttafréttamanna]]. * [[5. janúar]] - Lægsta hitastigið á Norðurlöndum í 25 ár mældist í norður-[[Svíþjóð]] þegar hitinn fór niður fyrir -44 C°. * [[9. janúar]] - [[Gabriel Attal]] var útnefndur forsætisráðherra Frakklands. Hann tók við af [[Élisabeth Borne]] sem sagði af sér. Attal varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins og fyrsti [[samkynhneigð]]i maðurinn til að gegna embættinu. * [[10. janúar]] – [[28. janúar]]: [[Evrópumeistaramót karla í handknattleik 2024|Evrópumótið í handbolta karla]] hófst í Þýskalandi. * [[11. janúar]] - [[Jökulhlaup]] varð í [[Grímsvötn]]um. * [[12. janúar]] - Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á [[Jemen]] vegna árása [[Hútí-fylkingin|Hútí-fylkingarinnar]] á vöruflutningaskip á [[Rauðahaf]]i. * [[13. janúar]] - [[Lai Ching-te]] var kosinn forseti [[Taívan]]s. * [[14. janúar]] – ** [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos]] hófst að nýju við Sundhnúksgíga/Hagafell. Önnur sprunga opnaðist nær [[Grindavík]] og eyðilagði hraun nokkur hús. **[[Margrét Þórhildur]] Danadrottning afsalaði sér krúnunni og [[Friðrik Danakrónprins]] varð konungur Danmerkur. * [[16. janúar]] – ** [[Einar Þorsteinsson (f. 1978)|Einar Þorsteinsson]] varð borgarstjóri Reykjavíkur. [[Dagur B. Eggertsson]] lét af störfum. ** Engin gosvirkni sást í gosinu í námunda við Grindavík. * [[19. janúar]]: Fyrsta geimfar [[Japan]]s lenti á [[tunglið|tungl]]inu. * [[26. janúar]] - Fyrsta [[aftaka]]n fór fram í Bandaríkjunum þar sem [[nitur]]gas var notað. ===Febrúar=== * [[3. febrúar]]: [[Bandaríkin]] gerðu árásir á 85 skotmörk í [[Sýrland]]i og [[Írak]] eftir að sveitir hliðhollar [[Íran]] gerðu árás á bandaríska herstöð í [[Jórdanía|Jórdaníu]]. * [[4. febrúar]]: [[Nayib Bukele]] var endurkjörinn forseti [[El Salvador]]. * [[6. febrúar]]: [[Skógareldar]] í Chile; yfir 100 létust. * [[8. febrúar]]: [[Eldgosið við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst við Sundhnúk]] á svipuðum stað og í desember árið áður. Hraun fór yfir hitaveitulögn og urðu Suðurnes heitavatnslaus. Gosinu lauk eftir sólarhring. * [[10. febrúar]]: [[Katarska karlalandsliðið í knattspyrnu]] vann [[Asíukeppni karla í knattspyrnu]] þegar liðið sigraði Jórdaníu í úrslitum. * [[11. febrúar]]: ** [[Karlalandslið Fílabeinsstrandarinnar í knattspyrnu]] vann [[Afríkukeppnin|Afríkukeppnina]] þegar liðið lagði Nígeríu 2:1 í úrslitum. ** [[Alexander Stubb]] var kjörinn forseti [[Finnland]]s. ** [[Kansas City Chiefs]] sigruðu [[Ofurskálin|Ofurskálina]] í [[Amerískur fótbolti|amerískum fótbolta]] eftir sigur á [[San Fransisco 49ers]] 25-22. [[Patrick Mahomes]], leikstjórnandi Chiefs var valinn besti leikmaðurinn. * [[12. febrúar]]: [[hitaveita|Heitt vatn]] komst á á [[Suðurnes]]jum eftir að ný heitavatnslögn var lögð eftir að hraun skemmdi fyrri lögn. * [[16. febrúar]]: [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] lést í fangelsi. * [[29. febrúar]]: [[Ísrael]]sher gerði árás á fólk í [[Gasa]] sem hópaðist að bílum sem dreifðu matvælum. ===Mars=== [[Mynd:Prime Minister of Sweden Ulf Kristersson and United States Secretary of State Antony Blinken during the NATO ratification ceremony at the Department of State in Washington, D.C. on 7 March 2024.jpg|thumb|[[Ulf Kristersson]] forsætisráðherra Svíþjóðar og [[Antony Blinken]], varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesta aðild Svíþjóðar að [[NATÓ]].]] * [[2. mars]]: [[Hera Björk Þórhallsdóttir]] vann [[Söngvakeppnin 2024|Söngvakeppnina 2024]] með lagið ''Scared of Heights''. * [[3. mars]]: Stjórnvöld á [[Haítí]] lýstu yfir neyðarástandi eftir að gengi náð yfirráðum yfir svæðum í höfuðborginni. Þau kröfðust uppsagnar forsætisráðherrans [[Ariel Henry]]. * [[7. mars]]: [[Svíþjóð]] gekk formlega í [[NATÓ]]. * [[16. mars]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells]], norðan [[Grindavík]]ur. * [[15. mars|15.]]-[[17. mars]]: Forsetakosningar voru haldnar í Rússlandi. [[Vladimír Pútín]] hlaut 87% atkvæða í kosningunum sem voru taldar ólýðræðislegar af vestrænum leiðtogum. * [[20. mars]]: [[Leo Varadkar]] tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Írlands. * [[22. mars]]: [[Hryðjuverkaárásin á Crocus City Hall|Hryðjuverkaárás var gerð á tónleikahöll]] nálægt [[Moskva|Moskvu]]. Nálægt 140 létust. [[Íslamska ríkið í Khorasan]] lýsti yfir ábyrgð. Rússar bendluðu Úkraínu við árásina. * [[26. mars]]: Gámaskip sem varð rafmagnslaust sigldi á Francis Scott Key-brúna í [[Baltimore]] í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að brúin hrundi og sex létust. * [[28. mars]]: Ísrael gerði árásir á Líbanon og Sýrland. Þeir beindust gegn [[Hezbollah]]-samtökunum. * [[31. mars]]: [[Búlgaría]] og [[Rúmenía]] urðu aðilar að [[Schengen-samstarfið]] í gegnum flug- og siglingaleiðir. ===Apríl=== * [[1. apríl]]: Þýskaland lögleiddi einkaneyslu á 25 grömmum á [[kannabis]]. * [[3. apríl]]: Stærsti [[jarðskjálfti]] í 25 ár varð í [[Taívan]], 7,4 að stærð. * [[5. apríl]]- [[7. apríl]]: [[Katrín Jakobsdóttir]] gaf kost á sér í komandi forsetakosningunum. Hún baðst lausnar sem [[forsætisráðherra Íslands]] og gekk á fund forsetans [[7. apríl]]. * [[6. apríl]]: Íbúar í [[Kristjanía|Kristjaníu]] í Kaupmannahöfn hófu að rífa upp götuna í táknrænum tilgangi og í mótmælum gegn fíkniefnagengjum. * [[9. apríl]]: [[Simon Harris]] varð forsætisráðherra [[Írland]]s. * [[10. apríl]]: [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar]] tók við völdum. * [[13. apríl]]: [[Íran]] gerði drónaárás á [[Ísrael]]. * [[16. apríl]]: Bruni varð í gömlu kauphöllinni, [[Børsen]], einni elstu byggingu [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. * [[19. apríl]]: [[Íran]] skaut niður þrjá ísraelska dróna yfir borginni [[Isfahan]] í miðhluta landsins. * [[20. apríl]]: Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti áframhaldandi fjárhagsstuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússlands. * [[25. apríl]]: Bráðabirgðastjórn tók við völdum á [[Haítí]] eftir afsögn [[Ariel Henry]], forseta og forsætisráðherra. * [[29. apríl]]: [[Humza Yousaf]] sagði af sér sem fyrsti ráðherra [[Skotland]]s og formaður [[Skoski þjóðarflokkurinn|Skoska þjóðarflokksins]]. ===Maí=== * [[3. maí]] - [[Tyrkland]] setti viðskiptabann á [[Ísrael]] vegna ástandsins á [[Gasa]]. * [[4. maí]] - [[Sadiq Khan]] var endurkjörinn borgarstjóri [[London]] í þriðja skipti. * [[7. maí]] - [[Guðrún Karls Helgudóttir]], var kosin [[biskup Íslands]]. * [[7. maí]] - [[11. maí]]: [[Eurovision]] var haldið í [[Malmö]], Svíþjóð. [[Sviss]]neski rapparinn [[Nemo (rappari)|Nemo]] vann keppnina með laginu „The Code“. * [[14. maí]] - [[Grindavíkurnefnd]] var stofnuð til að skipuleggja viðbrögð við jarðhræringum í Grindavík. * [[15. maí]] - Skotárás var gerð á [[Robert Fico]], forsætisráðherra [[Slóvakía|Slóvakíu]], sem særðist lífshættulega. * [[19. maí]] - ** Forseti [[Íran]]s, [[Ebrahim Raisi]] fórst í þyrluslysi ásamt utanríkisráðherra landsins, héraðsstjóra Austur-Aserbaísjan og fleirum. ** [[Tálknafjarðarhreppur]] sameinaðist [[Vesturbyggð]]. * [[20. maí]] - [[Lai Ching-te]] tók við embætti forseta [[Taívan]]s. * [[24. maí]] - Yfir 2.000 létust í skriðuhlaupi í [[Papúa Nýja-Gínea|Papúa Nýju-Gíneu]]. * [[26. maí]] - [[Gitanas Nausėda]] var endurkjörinn forseti [[Litáen]]s. * [[28. maí]] - Ísraelsher réðst inn í miðborg Rafah í suður-[[Gasa]]. * [[29. maí]]: [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju]] við Sundhnúksgíga. ===Júní=== * [[1. júní]] - [[Forsetakosningar á Íslandi 2024|Forsetakosningar]] fóru fram á Íslandi. [[Halla Tómasdóttir]] var kjörin 7. [[forseti Íslands]]. * [[2. júní]] - [[Claudia Sheinbaum]] var kosin fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]]. * [[6. júní]] - [[9. júní]]: Kosningar til [[Evrópuþingið|Evrópuþingsins]] voru haldnar. Mið- og hægriflokkar hlutu mest fylgi. * [[9. júní]] - Mánaðarverkfalli í Færeyjum var afstýrt með samningum. * [[11. júní]] - [[Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir]] matvælaráðherra leyfði [[hvalveiðar]] á ný. * [[14. júní]] - [[14. júlí]]: [[EM 2024|Evrópukeppnin í knattspyrnu]] og [[Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024|Copa América]] voru haldnar á svipuðum tíma. * [[18. júní]] - [[Boston Celtics]] unnu sinn 18. [[NBA]]-titil eftir 4-1 sigur á [[Dallas Mavericks]] í úrslitaviðureign. [[Jaylen Brown]] var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. * [[22. júní]]: ** Engin virkni sást í gígnum við Sundhnúksgíga. ** [[Skagabyggð]] og [[Húnabyggð]] sameinuðust. * [[24. júní]] - [[Julian Assange]], stofnandi [[WikiLeaks]], var leystur úr fangelsi í Englandi eftir dómssátt við bandarísk yfirvöld. * [[26. júní]] - Herinn í [[Bólivía|Bólivíu]] gerði misheppnaða tilraun til [[valdarán]]s gegn ríkisstjórn forsetans [[Luis Arce]]. * [[30. júní]] - [[7. júlí]]: [[Þingkosningar í Frakklandi 2024|Þingkosningar voru haldnar í Frakklandi]]. [[Nýja alþýðufylkingin]] stóð uppi sem sigurvegari meðan bandalag flokka sem studdu [[Emmanuel Macron]] forseta töpuðu miklu fylgi. ===Júlí=== * [[2. júlí]] - [[Dick Schoof]] tók við embætti forsætisráðherra [[Holland]]s. * [[4. júlí]] - Þingkosningar voru haldnar í Bretlandi. [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]] undir forystu [[Keir Starmer]] vann afgerandi sigur. * [[5. júlí]] - [[Masoud Pezeshkian]] var kosinn forseti [[Íran]]s. * [[8. júlí]] - [[Rússland]] gerði víðtækar árásir á Úkraínu, þ. á m. á orkuinnviði og barnaspítala. * [[13. júlí]] - Skotið var á [[Donald Trump]] á kosningafundi í Pennsylvaníu sem særðist á eyra. Skotmaðurinn var drepinn og lést einn í áhorfendaskaranum. * [[14. júlí]] - [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu]] sigraði [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|England]] í úrslitum [[EM 2024]]. * [[15. júlí]] - [[Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu|Argentína]] sigraði [[Kólumbíska karlalandsliðið í knattspyrnu|Kólumbíu]] í úrslitum [[Copa America]]. * [[20. júlí]] - Ísraelsher gerði árás á Hodeida í [[Jemen]] sem andsvar við drónaárás [[Hútar|Húta]] á Ísrael. * [[21. júlí]] - [[Joe Biden]] dró forsetaframboð sitt fyrir komandi kosningar til baka. [[Kamala Harris]] varð stuttu síðar frambjóðandi Demókrata í kosningunum. * [[22. júlí]] - Um 25.000 manns var gert að flýja bæinn [[Jasper (bær)|Jasper]] og nágrenni í Alberta, Kanada, vegna [[skógareldar|skógarelda]]. Allt að þriðjungur húsa bæjarins eyðilagðist. * [[26. júlí]] - [[11. ágúst]]: [[Sumarólympíuleikarnir 2024|Sumarólympíuleikarnir]] fóru fram í [[París]]. * [[27. júlí]] - [[Jökulhlaup]] hófst í [[Mýrdalsjökull|Mýrdalsjökli]]. Hringveginum var lokað við fljótið [[Skálm]]. Skemmdir urðu á veginum á 700 metra kafla. * [[28. júlí]] - [[Nicolás Maduro]] var endurkjörinn forseti [[Venesúela]]. Stjórnarandsstaðan lýsti einnig yfir sigri og sagði að kosningasvindl hafði átt sér stað. * [[30. júlí]] - ** [[Ísrael]] varpaði sprengjum á úthverfi [[Beirút]], Líbanon, í hefndarskyni fyrir árás sem gerð var á Gólanhæðir í Ísrael. Háttsettur leiðtogi [[Hizbollah]]-samtakanna, Fuad Shukr, lést í árásinni. ** Yfir 350 létust í skriðum í [[Kerala]], Indlandi, eftir úrhelli. * [[31. júlí]] - ** [[Guðni Th. Jóhannesson]] lét af embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]]. ** [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] var ráðinn af dögum með sprengju í Íran. ===Ágúst=== [[Mynd:Halla Tómasdóttir at Arctic Circle 2024 cropped.jpg|thumb|Halla Tómasdóttir.]] * [[1. ágúst]]: ** [[Halla Tómasdóttir]] tók við embætti [[forseti Íslands|forseta Íslands]]. ** 26 fangar voru látnir lausir í fangaskiptum [[Rússland]] og [[Vesturlönd|Vesturlanda]]. * [[3. ágúst]]: Yfir 35 voru drepnir í hryðjuverkaárás [[Al-Shabaab (skæruliðasamtök)|Al-Shabaab]] í [[Mogadishu]] Sómalíu. * [[5. ágúst]]: [[Sheikh Hasina]], forsætisráðherra [[Bangladess]], sagði af sér í kjölfar mótmæla þar sem um 300 létust. * [[6. ágúst]]: ** Úkraínuher réðst inn í [[Kúrskfylki]] í Rússlandi í hernaðaraðgerð. ** Meira en 400 voru handtekin í óeirðum í [[Bretland]]i sem beindust gegn innflytjendum og hælisleitendum. Þær voru í kjölfar morða á 3 ungum stúlkum í [[Southport]] sem táningspiltur, sonur innflytjanda, framdi. * [[10. ágúst]]: [[Ísrael]] gerði árás á skóla á [[Gasa]] þar sem allt að 100 létust. * [[14. ágúst]]: ** Neyðarástandi var lýst yfir í [[Belgorodfylki]] í Rússlandi eftir árásir Úkraínuhers. ** [[Alþjóðaheilbrigðisstofnunin]] lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna dreifingar nýs afbrigðis MPX-veirunnar eða [[apabóla|apabólu]]. * [[16. ágúst]]: [[Paetongtarn Shinawatra]] varð forsætisráðherra [[Taíland]]s. * [[17. ágúst]]: [[Nusantara]] varð höfuðborg [[Indónesía|Indónesíu]] og tók við af [[Jakarta]]. * [[22. ágúst]]: Enn eitt [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|eldgosið hófst við Sundhnúksgíga]]. * [[23. ágúst]]: [[Íslamska ríkið]] lýsti yfir ábyrgð á árás í [[Solingen]] í Þýskalandi þegar árásarmaður, sýrlenskur flóttamaður, stakk þrjá til bana og særði fleiri á bæjarhátíð. * [[24. ágúst]]: [[Ísrael]] og [[Hezbollah]] í Líbanon skiptust á hundruðum loftárása. * [[25. ágúst]]: Hópslys varð við íshelli á [[Breiðamerkurjökull|Breiðamerkurjökli]]. Einn ferðamaður lést og slasaðist annar alvarlega. * [[26. ágúst]]: [[Rússland]] gerði árásir á orkuinnviði um alla [[Úkraína|Úkraínu]]. * [[28. ágúst]]: [[Ísraelsher]] réðst inn í borgir á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]], þar á meðal [[Jenín]] og [[Nablus]]. * [[29. ágúst]]: Fellibylur fór um suður-[[Japan]] og olli skemmdum og mannskaða. ===September=== * [[1. september]]: [[Guðrún Karls Helgudóttir]] var vígð [[biskup Íslands]]. * [[3. september]]: [[Rússland]] gerði loftárásir á úkraínsku borgina [[Poltava]]. Þar á meðal herþjálfunarstöð og spítala. Yfir 50 létust. * [[4. september]]: Skotárás var gerð í menntaskóla nálægt [[Atlanta]], Georgíu, í Bandaríkjunum. 4 létust. * [[5. september]]: [[Michel Barnier]] varð [[forsætisráðherra Frakklands]]. * [[7. september]]: [[Abdelmadjid Tebboune]] var endurkjörinn forseti [[Alsír]]s. * [[9. september]]: [[Ísrael]] gerði loftárásir í [[Sýrland]]. Yfir 25 létust. * [[12. september]]: Fyrsta keypta [[geimur|geim]]gangan var farin þegar frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn [[Jared Isaacman]] fór út fyrir geimfar. * [[14. september]]: Flóð í mið- og austur-Evrópu. Skemmdir urðu á innviðum og mannfall. * [[17. september]]-[[18. september]]: Tugir létu lífið og þúsundir slösuðust í [[Líbanon]] þegar símboðar og talstöðvar sem meðlimir [[Hezbollah]] báru sprungu. [[Ísrael]] var ætlað ódæðið. * [[18. september]]: Úkraínumenn gerðu drónaárás á rússneska vopnabirgðastöð í [[Tverfylki]] Rússlands og þremur dögum síðar í [[Krasnodarfylki]]. * [[19. september]]: [[Hvítabjörn]] var felldur í [[Jökulfirðir|Jökulfjörðum]]. Hann var nálægt sumarhúsi þar sem kona dvaldi á Höfðaströnd. * [[21. september]]: [[Anura Kumara Dissanayake]] var kjörinn forseti [[Srí Lanka]]. * [[23. september]]: [[Ísrael]] gerði yfir 1.000 loftárásir á suður-[[Líbanon]] sem beindust gegn [[Hezbollah]]. Um 500 létust. * [[27. september]]: **Hitabeltisstormurinn Helene fór um suðaustur-Bandaríkin og olli flóðum, eyðileggingu og létust hundruðir. ** [[Hassan Nasrallah]], leiðtogi [[Hezbollah]]-samtakanna í Líbanon, var ráðinn af dögum í loftárás Ísraelshers á [[Beirút]]. * [[30. september]] - [[Ísraelsher]] réðst inn í suður-[[Líbanon]]. ===Október=== * [[1. október]]: ** [[Jens Stoltenberg]] lét af embætti framkvæmdastjóra [[NATÓ]] og [[Mark Rutte]] tók við. ** [[Íran]] gerði eldflaugaárás á Ísrael. ** [[Shigeru Ishiba]] varð forsætisráðherra [[Japan]]s. ** [[Claudia Sheinbaum]] varð fyrsti kvenforseti [[Mexíkó]]. * [[4. október]] - Úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu , skammt frá [[Sarajevó]]. Að minnsta kosti 18 manns létu lífið. * [[7. október]] - [[Taye Atske Selassie]] varð forseti Eþíópíu. * [[9. október]] - [[10. október]]: Milljónir flýðu [[Flórída]] vegna [[fellibylur|fellibylsins]] Milton. Hann olli talsverði eyðileggingu, a.m.k. 10 létust og urðu 2 milljónir rafmagnslausar. * [[13. október]] - [[Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar|Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar]] leyst upp. Boðað var til [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosninga í nóvember]]. * [[15. október]] - [[Svandís Svavarsdóttir]] formaður [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri grænna]] útilokar þáttöku hreyfingarinnar í [[starfsstjórn]]. [[Halla Tómasdóttir]], [[forseti Íslands]] hafði óskað eftir að [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnin]] sæti áfram sem starfs­stjórn fram að [[Alþingiskosningar 2024|kosn­ing­um 30. nóv­em­ber]]. * [[16. október]] - [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]], var drepinn af [[Ísraelsher]]. * [[17. október]] - Minnihluta-starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við völdum fram að alþingiskosningum í lok nóvember. Vinstri græn tóku ekki þátt í henni. * [[19. október]] - Íslenska kvennalandsliðið í [[fimleikar|hópfimleikum]] varð Evrópumeistari. * [[20. október]] - [[Prabowo Subianto]] varð forseti [[Indónesía|Indónesíu]]. * [[23. október]] - Hryðjuverkaárás var gerð á flugvélaverksmiðju í [[Ankara]], Tyrklandi. * [[25. október]] - [[Ísrael]] gerði loftárásir á hernaðarskotmörk í [[Íran]]. Nokkrir hermenn létust. * [[27. október]] - [[Breiðablik]] varð íslandsmeistari í knattspyrnu karla. *[[28. október|28.]] - [[31. október]]: [[Norðurlandaráðsþing]] var haldið í [[Reykjavík]] og á [[Þingvellir|Þingvöllum]]. [[Volodymyr Zelenskyj]], forseti Úkraínu, var meðal gesta og ávarpaði þingið. *[[30. október]] - Yfir 230 létust í flóðum, eftir úrhelli á Spáni, sem voru aðallega í [[Sjálfstjórnarsvæðið Valensía|Valensía-héraði]]. ===Nóvember=== * [[2. nóvember]]: [[Kemi Badenoch]] varð leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|breska Íhaldsflokksins]]. * [[3. nóvember]]: [[Maia Sandu]] var endurkjörin forseti [[Moldóva|Moldóvu]]. * [[4. nóvember]]: Eldfjallið [[Lewotobi]] gaus í [[Indónesía|Indónesíu]]. Níu létust. * [[5. nóvember]]: [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024|Forsetakosningar]] voru haldnar í Bandaríkjunum. [[Donald Trump]] var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]]. * [[6. nóvember]]: Ríkisstjórn [[Olaf Scholz]], kanslara [[Þýskaland]]s, leystist upp eftir að hann rak fjármálaráðherra sinn. * [[9. nóvember]]: Sprengjuárás var gerð á lestarstöðina í [[Quetta]] í Pakistan, 26 létust. Sjálfstæðishreyfing í [[Balúkistan]] lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu. * [[14. nóvember]]: Hitamet féll í nóvember þegar 23,8 gráður mældust á [[Kvísker]]jum. * [[17. nóvember]]: **[[Rússland]] gerði umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði Úkraínu. **[[Joe Biden]] gaf Úkraínu leyfi fyrir notkun á langdrægum flaugum innan Rússlands. * [[20. nóvember]] - [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024|Eldgos hófst að nýju við Sundhnúksgíga]]. Grindavík var rýmd. * [[26. nóvember]] - [[Ísrael]] og [[Líbanon]] gerðu [[vopnahlé]]. * [[28. nóvember]] - Ástralía þingið samþykkti að banna börnum undir 16 ára að nota [[samfélagsmiðill|samfélagsmiðla]]. * [[29. nóvember]] - Sýrlenski stjórnarherinn og Rússlandsher gerðu loftárásir á uppreisnarmenn í [[Idlib]] í [[Sýrland]]i eftir áhlaup þeirra í héraðinu. * [[30. nóvember]] - [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningar fóru fram]]. Píratar og Vinstri Græn féllu af þingi. ===Desember=== * [[3. desember]]: **[[Yoon Suk-yeol]], forseti Suður-Kóreu, lýsti yfir herlögum í landinu vegna ósættis við stjórnarandstöðuna um stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Allir þingmenn þjóðþingsins kusu um að afnema herlögin. Forsetinn var ákærður 11 dögum síðar og lét af embætti. ** [[Netumbo Nandi-Ndaitwah]] var kjörin forseti Namibíu, fyrst kvenna. * [[4. desember]]: **[[Samfylkingin]], [[Viðreisn]] og [[Flokkur fólksins]] hófu stjórnarmyndunarviðræður. ** Ríkisstjórn [[Michel Barnier]], forsætisráðherra Frakklands, féll. * [[5. desember]]: ** [[Amnesty International]] gaf út skýrslu um stríðið á Gaza þar sem aðgerðum Ísraels var lýst sem [[þjóðarmorð]]i. ** [[Starfsstjórn]] Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar heimilaði [[hvalveiðar]] að nýju og gaf leyfi til árs [[2029]]. * [[7. desember]]: ** Uppreisnarmenn náðu yfirráðum yfir borginni [[Daraa]] í suður-[[Sýrland]]i, sátu um [[Homs]] um miðbik landsins og [[Damaskus]], höfuðborgina. ** [[Notre Dame]]-kirkjan í París var opnuð eftir viðgerðir vegna eldsvoðans sem átti sér stað [[2019]]. * [[8. desember]] - Uppreisnarmenn náðu völdum yfir höfuðborg Sýrlands, [[Damaskus]]. [[Bashar al-Assad]], forseti síðan [[2000]], flýði til Rússlands. * [[9. desember]] - 7. eldgosinu við [[Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024| Sundhnúksgíga]] lauk. * [[11. desember]] - ** Kveikt var í gröf [[Hafez al-Assad]], einræðisherra, í [[Latakía]] í Sýrlandi. ** Ísrael gerði hundruðir loftárásir á Sýrland, þar á meðal flota landsins og vopnaverksmiðjur. * [[13. desember]] - [[Emmanuel Macron]] skipaði [[François Bayrou]] í embætti [[forsætisráðherra Frakklands]]. * [[14. desember]] - Nokkur hundruð manns fórust þegar fellibylurinn Chido gekk yfir eyjuna [[Mayotte]] í Indlandshafi. ==Dáin== * [[2. janúar]] - [[Auður Haralds]], rithöfundur (f. [[1947]]). * [[4. janúar]] - [[Glynis Johns]], bresk leikkona (f. [[1923]]). * [[7. janúar]] - [[Franz Beckenbauer]], þýskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. [[1945]]). * [[9. janúar]] - [[Guðrún Jónsdóttir (f. 1931)|Guðrún Jónsdóttir]], borgarfulltrúi og baráttukona fyrir kvenréttindum (f. [[1931]]). * [[4. febrúar]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu (f. [[1941]]). * [[6. febrúar]] - [[Sebastián Piñera]], forseti Chile (f. [[1949]]). * [[12. febrúar]] - [[Karl Sigurbjörnsson]], [[biskup Íslands]] frá 1998 til 2012 (f. [[1947]]). * [[16. febrúar]] - [[Aleksej Navalnyj]], rússneskur stjórnmálamaður og andstæðingur [[Vladímír Pútín]] (f. [[1976]]). * [[20. febrúar]] - [[Andreas Brehme]], þýskur knattspyrnumaður (f. [[1960]]). * [[29. febrúar]] - [[Brian Mulroney]], kanadískur stjórnmálamaður (f. [[1939]]). * [[6. mars]] - [[Björgvin Gíslason]], tónlistarmaður (f. [[1951]]). * [[10. mars]] - [[Páll Bergþórsson]], veðurstofustjóri (f. [[1923]]). * [[11. mars]] - [[Matthías Johannessen]], ljóðskáld, rithöfundur og ritstjóri [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] (f. [[1930]]). * [[26. mars]] - [[Richard Serra]], bandarískur myndlistamaður (f. [[1939]]) * [[27. mars]] - [[Daniel Kahneman]], ísraelsk-bandarískur sálfræðingur og höfundur (f. [[1934]]) * [[11. apríl]] - [[O.J. Simpson]], bandarískur ruðningskappi og leikari (f. [[1947]]). * [[19. apríl]] - [[Daniel Dennett]], bandarískur heimsspekingur og trúleysingi (f. [[1942]]). * [[25. apríl]] - [[Pétur Einarsson (f. 1940)|Pétur Einarsson]], leikari (f. [[1940]]) * [[13. maí]] - [[Alice Munro]], kanadískur rithöfundur (f. [[1931]]) * [[19. maí]] - [[Ebrahim Raisi]], forseti Írans (f. [[1960]]) * [[3. júní]] - [[Brigitte Bierlein]], kanslari Austurríkis (f. [[1949]]) * [[7. júní]] - [[Bill Anders]], bandarískur geimfari (f. [[1933]]) * [[9. júní]] - [[Skúli Óskarsson]], kraftlyftingarmaður (f. [[1948]]) * [[12. júní]] - [[Róbert Örn Hjálmtýsson]], tónlistarmaður (f. [[1977]]) * [[12. júní]] - [[Jerry West]], bandarískur körfuknattleiksmaður. (f. [[1938]]) * [[13. júní]] - [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]], borgarritari og lögfræðingur (f. [[1964]]) * [[20. júní]] - [[Donald Sutherland]], kanadískur leikari (f. [[1935]]) * [[25. júní]] - [[Ragnar Stefánsson]], jarðskjálftafræðingur (f. [[1938]]) * [[5. júlí]] - [[Jon Landau]], bandarískur kvikmyndaframleiðandi (f. [[1960]]) * [[11. júlí]] - [[Shelley Duvall]], bandarísk leikkona. (f. [[1949]]) * [[12. júlí]] - [[Ruth Westheimer]], bandarískur kynlífsráðgjafi, rithöfundur og þáttastjórnandi. (f. [[1928]]) * [[19. júlí]] - [[Nguyễn Phú Trọng]], aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams (f. [[1944]]) * [[22. júlí]] - [[John Mayall]], breskur blústónlistarmaður (f. [[1933]]) * [[30. júlí]] - [[Haukur Halldórsson]], listamaður (f. [[1937]]) * [[31. júlí]] - [[Ismail Haniyeh]], leiðtogi [[Hamas]] í Palestínu (f. 1962/1963) * [[5. ágúst]] - [[Þorvaldur Halldórsson]], söngvari og tónlistarmaður (f. [[1944]]) * [[13. ágúst]] - [[Halldór Bragason]], blústónlistarmaður. (f. [[1956]]) * [[18. ágúst]] - [[Alain Delon]], franskur leikari (f. [[1935]]) * [[26. ágúst]] - [[Sven Göran Eriksson]], sænskur knattspyrnustjóri (f. [[1948]]) * [[9. september]] - [[James Earl Jones]], bandarískur leikari (f. [[1931]]) * [[11. september]] - [[Alberto Fujimori]], forseti Perú (f. [[1938]]) * [[13. september]] - [[Kristinn Stefánsson]], körfuknattleiksmaður (f. [[1945]]). * [[17. september]] - [[Benedikt Sveinsson (f. 1938)|Benedikt Sveinsson]], lögmaður og athafnamaður (f. [[1938]]). * [[18. september]] - [[Salvatore Schillaci]], ítalskur knattspyrnumaður (f. [[1964]]) * [[22. september]] - [[Fredric Jameson]], bandarískur bókmenntafræðingur og marxisti (f. [[1934]]) * [[27. september]]: **[[Maggie Smith]], ensk leikkona (f. [[1934]]) **[[Hassan Nasrallah]], leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon. (f. [[1960]]) * [[28. september]] - [[Kris Kristofferson]], bandarískur kántrísöngvari og kvikmyndaleikari. (f. [[1936]]) * [[30. september]]: **[[Dikembe Mutombo]], kongólsk-bandarískur körfuboltamaður. **[[Ken Page]], bandarískur gamanleikari (f. [[1954]]) * [[5. október]]: [[Sigríður Hrönn Elíasdóttir]], sveitarstjóri og formaður almannavarnarnefndar (f. [[1959]]). * [[12. október]]: [[Alex Salmond]], skoskur stjórnmálamaður (f. [[1954]]). * [[16. október]]: [[Liam Payne]], enskur tónlistarmaður (f. [[1993]]). * [[16. október]]: [[Yahya Sinwar]], leiðtogi [[Hamas]] (f. [[1962]]) * [[20. október]] - [[Fethullah Gülen]], tyrkneskur stjórnarandstöðuleiðtogi. (f. [[1941]]). * [[21. október]] - [[Paul Di'Anno]], enskur rokksöngvari, með m.a. [[Iron Maiden]]. (f. [[1958]]) * [[3. nóvember]] - [[Quincy Jones]], bandarískur upptökustjóri (f. [[1933]]). * [[9. nóvember]] - [[Ram Narayan]], indverskur tónlistarmaður (f. [[1927]]) * [[14. nóvember]] - [[Peter Sinfield]], enskur lagahöfundur og stofnmeðlimur framsæknu rokksveitarinnar [[King Crimson]]. (f. [[1943]]) * [[16. nóvember]] - [[Kristinn Haukur Skarphéðinsson]], dýravistfræðingur (f. [[1956]]) * [[20. nóvember]] - [[John Prescott]], aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. (f. [[1938]]) * [[5. desember]] - [[Jón Nordal]], íslenskt tónskáld og píanóleikari. (f. [[1926]]) ==Nóbelsverðlaunin== *[[Friðarverðlaun Nóbels]]: [[Nihon Hidankyo]] * [[Bókmenntaverðlaun Nóbels|Bókmenntir]]: [[Han Kang]]. * [[Nóbelsverðlaunin í efnafræði|Efnafræði]]: [[David Baker]], [[Demis Hassabis]] og [[John M. Jumper]] * [[Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði|Eðlisfræði]]: [[Geoffrey Hinton]] og [[John Hopfield]]. * [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|Hagfræði]]: [[Daron Acemoglu]], [[Simon Johnson]] og [[James A. Robinson]]. * [[Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði|Lífeðlis- og læknisfræði]]: [[Victor Ambros]] og [[Gary Ruvkun]]. [[Flokkur:2024]] [[Flokkur:2021-2030]] plsa3ntxg1l0y288egxjv596a8xl7mr Benedikt Jóhannesson 0 135101 1892078 1888875 2024-12-16T10:41:53Z TKSnaevarr 53243 1892078 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1955|5|4}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]] | stjórnmálaflokkur = [[Viðreisn]] | maki = Vigdís Jónsdóttir | börn = 3 | menntun = Tölfræði og stærðfræði | háskóli = {{ill|University of Wisconsin|en}}<br>{{ill|Florida State University|en}} | titill = [[Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands]] | stjórnartíð_start1 = [[11. janúar]] [[2017]] | stjórnartíð_end1 = [[30. nóvember]] [[2017]] | forsætisráðherra1 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | forveri1 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | eftirmaður1 = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] | titill2 = Formaður [[Viðreisn]]ar | stjórnartíð_start2 = [[24. maí]] [[2016]] | stjórnartíð_end2 = [[11. október]] [[2017]] | forveri2 = ''embætti stofnað'' | eftirmaður2 = [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] | AÞ_CV = 1248 | AÞ_frá1 = 2016 | AÞ_til1 = 2017 | AÞ_kjördæmi1 = [[Norðausturkjördæmi|Norðaustur]] | AÞ_flokkur1 = Viðreisn }} '''Benedikt Jóhannesson''' (f. 4. maí 1955) er stofnandi og fyrrverandi formaður stjórnmálaflokksins [[Viðreisn|Viðreisnar]]. Benedikt er með doktorsgráðu í tölfræði og stærðfræði og hefur rekið ráðgjafarfyrirtækið Talnakönnun og útgáfufélagið Heimur.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1248|titill=Benedikt Jóhannesson - Æviágrip þingmanna frá 1845|útgefandi=Alþingi}}</ref> Áður en Benedikt stofnaði Viðreisn var hann félagi í [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]], en sagði sig úr honum árið 2014 vegna ágreinings um afstöðu til Evrópusambandsaðildar, sem Benedikt hafði stutt.<ref>{{Cite web|url=https://heimildin.is/frett/nyja-folkid-sem-tekur-voldin/|title=Nýja fólkið sem tekur völdin|author=Jón Bjarki Magnússon|date=2016-10-09|publisher=[[Heimildin]]|access-date=2024-11-24}}</ref> Benedikt var kjörinn fyrsti formaður [[Viðreisn|Viðreisnar]] á stofnfundi flokksins þann 24. maí 2016.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/05/24/benedikt_formadur_vidreisnar/|title=Benedikt formaður Viðreisnar|date=2016-05-13|publisher=[[Morgunblaðið]]|language=is|access-date=2024-11-24}}</ref> Benedikt skipaði fyrsta sæti á lista [[Viðreisn|Viðreisnar]] í [[Alþingiskosningar 2016|Alþingiskosningunum 2016]] í [[Norðausturkjördæmi]].<ref>{{Cite web|url=https://kjarninn.is/frettir/2016-09-02-benedikt-johannsson-fram-fyrir-vidreisn-i-nordausturkjordaemi/|title=Benedikt Jóhannesson fram fyrir Viðreisn í Norðausturkjördæmi|date=2016-09-02|website=[[Kjarninn]]|author=Þórður Snær Júlíusson |language=is|access-date=2024-11-24}}</ref> Benedikt var skipaður fjármálaráðherra árið 2017 og var veitt lausn frá því embætti sama ár. Árið 2021 ætlaði Benedikt að bjóða sig fram í 1. sæti Viðreisnar á Suðvesturhorninu fyrir Alþingiskosningar 2021. Honum var boðið heiðurssæti af uppstillingarnefnd sem hann þáði ekki. Í kjölfarið vildi hann afsökunarbeiðni en fékk ekki. Hann var því ekki á framboðslista flokksins.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20212115116d/bene-dikt-segist-ekki-hafa-af-thakkad-2.-saetid|title=Bene­dikt segist ekki hafa af­þakkað 2. sætið|author=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|date=2021-05-27|publisher=[[Vísir.is]]|language=is|access-date=2024-11-24}}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{Fjármálaráðherrar Íslands}} {{Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar (2017)}} {{f|1955}} [[Flokkur:Engeyjarætt]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 2011-2020]] [[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]] [[Flokkur:Fjármálaráðherrar Íslands]] 04vdo2jll044q0xg9mdrgunn3m7c83k Þorsteinn Víglundsson (f. 1969) 0 135437 1892022 1875333 2024-12-15T23:59:27Z TKSnaevarr 53243 1892022 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður |nafn = Þorsteinn Víglundsson |fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1969|11|22}} |fæðingarstaður = [[Seltjarnarnes]] |titill = [[Félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands]] |stjórnartíð_start = [[11. janúar]] [[2017]] |stjórnartíð_end = [[30. nóvember]] [[2017]] |forveri = [[Eygló Harðardóttir (stjórnmálamaður)|Eygló Harðardóttir]] |eftirmaður = [[Ásmundur Einar Daðason]] |forsætisráðherra = [[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] |AÞ_CV = 1254 |AÞ_frá1 = 2016 |AÞ_til1 = 2020 |AÞ_kjördæmi1= [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavík n.]] |AÞ_flokkur1 = Viðreisn }} '''Þorsteinn Víglundsson''' (f. 22. nóvember 1969) er fyrrum framkvæmdastjóri [[Samtök atvinnulífsins|Samtaka atvinnulífsins]] og þingmaður fyrir [[Viðreisn]], kjörinn árið 2016 og endurkjörinn árið 2017. Hann var skipaður félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2017 þar til í nóvember sama ár. Þorsteinn sagði af sér þingmennsku þann 8. apríl 2020 eftir að hann var ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. og lét af þingmennsku þann 16. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Þor­steinn ráðinn for­stjóri Eignar­halds­fé­lagsins Horn­steins|url=https://www.visir.is/g/2020141515d/thor-steinn-radinn-for-stjori-eignar-halds-fe-lagsins-horn-steins|útgefandi=''Vísir''|ár=2020|mánuður=8. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=8. apríl|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar (2017)}} {{f|1969}} [[Flokkur:Félagsmálaráðherrar Íslands]] [[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]] a7or95hrzi9m1rbc5p0k1bzpt7a45ov Líf Magneudóttir 0 137455 1892020 1863474 2024-12-15T23:45:29Z TKSnaevarr 53243 /* Stjórnmálaþátttaka */ 1892020 wikitext text/x-wiki '''Líf Magneudóttir''' (fædd [[13. ágúst]] [[1974]]) er íslensk [[Stjórnmál|stjórnmálakona]]. Hún hefur verið oddviti [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs]] í [[Borgarstjórn Reykjavíkur|borgarstjórn]] [[Reykjavík|Reykjavíkur]] frá [[2018]] og verið í borgarstjórn frá [[2016]]. Hún er einnig fyrrum [[forseti borgarstjórnar]]. Líf er í sambúð með [[Snorri Stefánsson|Snorra Stefánssyni]] lögmanni og eiga þau saman fjögur börn. == Æviágrip == Líf fæddist í [[Kaupmannahöfn]] en fluttist til Íslands árið [[1975]] með fjölskyldu sinni og ólst að mestu upp í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbæ Reykjavíkur]]. Hún flutti aftur til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] árið [[1990]]. Foreldrar hennar eru [[Magnea J. Matthíasdóttir]] rithöfundur og [[Bárður R. Jónsson]] þýðandi. Hún lauk stúdentsprófi við ''Nørrebro gymnasium i Brønshøj'' í [[Danmörk|Danmörku]] árið [[1994]]. Hún lauk [[B.Ed.|B.Ed-gráðu]] í grunnskólakennarafræðum frá [[Kennaraháskóli Íslands|Kennaraháskóla Íslands]] árið [[2004]]. Líf hóf störf hjá [[Ríkisútvarpið|RÚV]] árið [[2000]] þar sem hún vann sem þýðandi á fréttastofu og vann í ýmsum þýðingarverkefnum til [[2007]]. Á árunum [[2004]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2006]] vann hún einnig sem grunnskólakennari í [[Grunnskóli Seltjarnarness|Valhúsaskóla]] á [[Seltjarnarnes|Seltjarnarnesi]] og [[Suðurhlíðarskóli|Suðurhlíðarskóla]] í [[Reykjavík]]. Frá [[2006]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2011]] var hún vefritstjóri [[Samband íslenskra sparisjóða|Sambands íslenskra sparisjóða]]. == Stjórnmálaþátttaka == Líf hefur verið virk í starfi [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs]]. Hún var formaður [[Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík|VGR]], ''svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík'' frá [[2011]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2012]], og sat í stjórn flokksins frá [[2011]]<nowiki/>til [[2015]]. Í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2010|sveitarstjórnarkosningunum 2010]] var hún í þriðja sæti á framboðslista flokksins í [[Reykjavík]], en náði ekki inn. Eftir kosningarnar tók hún sæti sem fulltrúi VG í [[Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar|Skóla- og frístundaráði borgarinnar]]. Í forvali VGR fyrir [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2014|sveitarstjórnarkosningarnar 2014]] lenti Líf í öðru sæti en einu atkvæði munaði á henni og [[Sóley Tómasdóttir|Sóleyju Tómasdóttur]]. Sóley leiddi framboðslista VG í kosningunum þá um vorið og náði kjöri sem eini fulltrúi VG í borgarstjórn. Líf náði kjöri sem varaborgarfulltrúi í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2014|kosningum 2014]]. Hún var formaður [[Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar|Mannréttindaráðs borgarinnar]] frá [[2014]] til [[2015]] þegar Sóley tók sjálf sæti formanns ráðsins. Líf tók sæti borgarfulltrúa eftir að Sóley baðst lausnar í [[september]] [[2016]], en Sóley flutti til [[Holland|Hollands]]. Líf var einnig kjörin [[forseti borgarstjórnar]] um haustið [[2016]] og sat í embættinu restina af kjörtímabilinu. Líf var kjörinn oddviti flokksins í [[Sveiarstjórnarkosningar á Íslandi 2018|kosningunum 2018]] og náði sæti sem eini borgarfulltrúi flokksins. Flokkurinn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Líf náði aftur kjöri sem oddviti flokksins í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|kosningunum 2022]] og aftur sem eini fulltrúi flokksins svo að flokkurinn ákvað að fara úr meirihlutasamstarfinu. {{Núverandi borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur}} [[Flokkur:Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur]] [[Flokkur:Íslenskar stjórnmálakonur]] [[Flokkur:Vinstrihreyfingin - grænt framboð]] {{f|1974}} [[Flokkur:Borgarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs]] pxww0q9s6njslpmx12a4j0btsb75sdc 1892021 1892020 2024-12-15T23:46:02Z TKSnaevarr 53243 /* Stjórnmálaþátttaka */ 1892021 wikitext text/x-wiki '''Líf Magneudóttir''' (fædd [[13. ágúst]] [[1974]]) er íslensk [[Stjórnmál|stjórnmálakona]]. Hún hefur verið oddviti [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs]] í [[Borgarstjórn Reykjavíkur|borgarstjórn]] [[Reykjavík|Reykjavíkur]] frá [[2018]] og verið í borgarstjórn frá [[2016]]. Hún er einnig fyrrum [[forseti borgarstjórnar]]. Líf er í sambúð með [[Snorri Stefánsson|Snorra Stefánssyni]] lögmanni og eiga þau saman fjögur börn. == Æviágrip == Líf fæddist í [[Kaupmannahöfn]] en fluttist til Íslands árið [[1975]] með fjölskyldu sinni og ólst að mestu upp í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbæ Reykjavíkur]]. Hún flutti aftur til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] árið [[1990]]. Foreldrar hennar eru [[Magnea J. Matthíasdóttir]] rithöfundur og [[Bárður R. Jónsson]] þýðandi. Hún lauk stúdentsprófi við ''Nørrebro gymnasium i Brønshøj'' í [[Danmörk|Danmörku]] árið [[1994]]. Hún lauk [[B.Ed.|B.Ed-gráðu]] í grunnskólakennarafræðum frá [[Kennaraháskóli Íslands|Kennaraháskóla Íslands]] árið [[2004]]. Líf hóf störf hjá [[Ríkisútvarpið|RÚV]] árið [[2000]] þar sem hún vann sem þýðandi á fréttastofu og vann í ýmsum þýðingarverkefnum til [[2007]]. Á árunum [[2004]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2006]] vann hún einnig sem grunnskólakennari í [[Grunnskóli Seltjarnarness|Valhúsaskóla]] á [[Seltjarnarnes|Seltjarnarnesi]] og [[Suðurhlíðarskóli|Suðurhlíðarskóla]] í [[Reykjavík]]. Frá [[2006]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2011]] var hún vefritstjóri [[Samband íslenskra sparisjóða|Sambands íslenskra sparisjóða]]. == Stjórnmálaþátttaka == Líf hefur verið virk í starfi [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs]]. Hún var formaður [[Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík|VGR]], ''svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík'' frá [[2011]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2012]], og sat í stjórn flokksins frá [[2011]]<nowiki/>til [[2015]]. Í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2010|sveitarstjórnarkosningunum 2010]] var hún í þriðja sæti á framboðslista flokksins í [[Reykjavík]], en náði ekki inn. Eftir kosningarnar tók hún sæti sem fulltrúi VG í [[Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar|Skóla- og frístundaráði borgarinnar]]. Í forvali VGR fyrir [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2014|sveitarstjórnarkosningarnar 2014]] lenti Líf í öðru sæti en einu atkvæði munaði á henni og [[Sóley Tómasdóttir|Sóleyju Tómasdóttur]]. Sóley leiddi framboðslista VG í kosningunum þá um vorið og náði kjöri sem eini fulltrúi VG í borgarstjórn. Líf náði kjöri sem varaborgarfulltrúi í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2014|kosningum 2014]]. Hún var formaður [[Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar|Mannréttindaráðs borgarinnar]] frá [[2014]] til [[2015]] þegar Sóley tók sjálf sæti formanns ráðsins. Líf tók sæti borgarfulltrúa eftir að Sóley baðst lausnar í [[september]] [[2016]], en Sóley flutti til [[Holland|Hollands]]. Líf var einnig kjörin [[forseti borgarstjórnar]] um haustið [[2016]] og sat í embættinu restina af kjörtímabilinu. Líf var kjörinn oddviti flokksins í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2018|kosningunum 2018]] og náði sæti sem eini borgarfulltrúi flokksins. Flokkurinn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Líf náði aftur kjöri sem oddviti flokksins í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022|kosningunum 2022]] og aftur sem eini fulltrúi flokksins svo að flokkurinn ákvað að fara úr meirihlutasamstarfinu. {{f|1974}} {{Núverandi borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur}} [[Flokkur:Borgarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs]] prvwb6swcb9834xed6uhy28qju63lit Wolverhampton Wanderers F.C. 0 143933 1891975 1871851 2024-12-15T14:45:02Z Berserkur 10188 1891975 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Wolverhampton Wanderers Football Club | mynd = [[Mynd:Wolverhampton_Wanderers.svg|200px|]] | Gælunafn = Wolves (Úlfarnir), Wanderers | Stofnað =1877, sem ''St. Luke's F.C'' | Leikvöllur =[[Molineux Stadium]] | Stærð = 32.050 | Stjórnarformaður ={{CHN}} Jeff Shi | Knattspyrnustjóri = Gary O'Neil | Deild =[[Enska úrvalsdeildin]] | Tímabil =2023-2024 | Staðsetning =14. sæti | pattern_la1 = _wolverhampton2223h | pattern_b1 = _wolverhampton2223h | pattern_ra1 = _wolverhampton2223h | pattern_sh1 = _wolverhampton2223h | pattern_so1 = | leftarm1 = FDB913 | body1 = FDB913 | rightarm1 = FDB913 | shorts1 = 000000 | socks1 = FDB913 | pattern_la2 = _wolverhampton2223a | pattern_b2 = _wolverhampton2223a | pattern_ra2 = _wolverhampton2223a | pattern_sh2 = _wolverhampton2223a | pattern_so2 = | leftarm2 = 008080 | body2 = 008080 | rightarm2 = 008080 | shorts2 = 008080 | socks2 = 008080 | pattern_la3 = _wolverhampton2223t | pattern_b3 = _wolverhampton2223t | pattern_ra3 = _wolverhampton2223t | pattern_sh3 = _wolverhampton2223t | pattern_so3 = | leftarm3 = E0E0E0 | body3 = E0E0E0 | rightarm3 = E0E0E0 | shorts3 = E0E0E0 | socks3 = E0E0E0 }} '''Wolverhampton Wanderers Football Club''' einnig kallað '''Wolves''' ('''Úlfarnir''') er enskt knattspyrnufélag frá [[Wolverhampton]] sem stofnað var árið 1877. Liðið hefur verið 63 tímabil í efstu deild á Englandi og unnið titillinn þrisvar ásamt því að hafa unnið FA-bikarinn fjórum sinnum. Tímabilið 2017-2018 varð liðið meistari í [[enska meistaradeildin|ensku meistaradeildinni]] og komst í úrvalsdeildina. Síðast voru Úlfarnir frá 2009-2012 í úrvalsdeildinni. Heimavöllur liðsins er [[Molineux Stadium]] sem tekur rúm 32.000 í sæti. ==Saga== [[Mynd:Wolverhampton wanderers 1893.jpg|thumb|left|Bikarmeistaralið Úlfanna árið 1893.]]Wolverhampton Wanderers var stofnað sem ''St. Luke's Football Club'' af nokkrum nemendum í Skóla heilags Lúkasar í Blakenhall-hverfinu í Wolverhampton árið 1877. Tveimur árum síðar sameinaðist það krikket- og knattspyrnufélagi í nágrenninu sem gekk undir nafninu ''The Wanderers'' og fékk hið sameinaða félag núverandi nafn sitt. Árið 1888 var félagið í hópi stofenda [[Enska fyrsta deildin (1888-1992)|ensku deildarkeppninnar]] og hafnaði í þriðja sæti strax á fyrsta ári. Á sömu leiktíð komust Úlfarnir í fyrsta sinn í úrslitaleik [[Enski bikarinn|bikarkeppninnar]] en töpuðu þar fyrir tvöföldum meisturum [[Preston North End F.C.|Preston North End]]. Úlfarnir léku í efstu deild óslitið til 1906 þegar liðið féll í fyrsta sinn. Á því tímabili varð félagið bikarmeistari í fyrsta sinn þegar það lagði [[Everton]] að velli 1:0 árið 1893, þar sem úrslitaleikurinn fór í fyrsta og eina skiptið fram á Fallowfield-leikvangnum í [[Manchester]]. Troðningur áhorfenda umhverfis völlinn var slíkur að megnið af tímanum stóð hópur fólks inni á leikvellinum. Stjórnendur Everton kærðu framkvæmd leiksins á þessari forsendu en þeim umkvörtunum var vísað frá. ===Annar bikar og árin milli stríða=== Árið 1908 urðu Úlfarnir bikarmeistarar í annað sinn eftir 3:1 sigur á [[Newcastle United F.C.|Newcastle]] í úrslitum. Sigurinn var afar óvæntur enda Newcastle í hópi sterkari liða 1. deildar en Úlfarnir miðlungslið í 2. deild. Þetta reyndist hins vegar síðasti stóri titill félagsins í meira en fjóra áratugi. Lið Úlfanna var lengst af um miðbik 2. deildar og gerði sjaldnast atlögu að sæti í efstu deild. Vorið 1923 féll liðið meira að segja niður í 3. deild (norður) en komst þegar í stað upp aftur sem meistari. Árið 1932 vann félagið svo 2. deildina og komst í hóp þeirra bestu á ný eftir um aldarfjórðungs fjarveru. Eftir rólega byrjun í 1. deildinni styrktust Úlfarnir þegar leið á fjórða áratuginn og undir lok hans voru þeir komnir í hóp öflugari liða, allan tímann undir stjórn Frank Buckley sem var knattspyrnustjóri félagsins frá 1927 til 1944. Árið 1937 náði liðið fimmta sæti og árið eftir máttu Úlfarnir bíta í það súra epli að enda í öðru sæti eftir að hafa misst meistaratitilinn til [[Arsenal F.C.|Arsenal]] í lokaumferðinni eftir tap gegn [[Sunderland A.F.C.|Sunderland]] sem hafði ekki að neinu að keppa. Arið 1939 fékk liðið aftur silfurverðlaunin, að þessu sinni á eftir Everton. Úlfarnir virtust þó komnir á beinu brautina og aðeins spurning um tíma hvenær liðið yrði fyrst Englandsmeistari, en [[síðari heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldin]] átti þó eftir að setja strik í reikninginn. ===Stan Cullins kemur til skjalanna=== Úlfarnir voru í dauðafæri að verða fyrstu Englandsmeistararnir eftir stríð, leiktíðina 1946-47. Liverpool og Úlfarnir mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í lokaumferðinni, Liverpool vann 2:1 og Úlfarnir máttu sætta sig við þriðja sætið. Þetta var jafnframt síðasti leikur Stan Cullins í búningi Wolverhampton Wanderers en ári síðar átti hann eftir að snúa aftur, þá í hlutverki knattspyrnustjóra. Þegar á fyrsta ári sínu landaði Cullins titli þegar Úlfarnir urðu bikarmeistarar vorið 1949 eftir 3:1 sigur á [[Leicester City F.C.|Leicester]]. Úrslitin voru ekki talin óvænt enda hafði Leicester verið í fallbaráttu í 2. deild og mætti í leikinn án síns besta leikmanns, [[Don Revie]]. Leiktíðina 1949-50 misstu Úlfarnir Englandsmeistaratitilinn til [[Portsmouth F.C.|Portsmouth]] á markatölu. Í kjölfarið komu tvö tímabil þar sem Úlfarnir höfnuðu í neðri hluta deildarinnar en leiktíðina 1952-53 blandaði liðið sér á ný í slaginn um meistaratitilinn og hafnaði í þriðja sæti, fast á hæla Arsenal og Preston North End. Að lokum tókst að brjóta ísinn veturinn 1953-54. Ríkjandi meistarar Arsenal áttu afleitt tímabil og féllu niður í tólfta sæti en nágrannaliðin og erkifjendurnir Wolves og [[West Bromwich Albion F.C.|West Bromwich Albion]] bitust um titilinn. Úlfarnir náðu mest átján leikjum án ósigurs í deildinni og luku keppni fjórum stigum á undan WBA á toppnum. Knattspyrnustíll liðsins undir stjórn Cullins var mjög skilvirkur og var oft lýst sem ''kick & rush'' (''sparkað og hlaupið''). ===Á alþjóðasviðinu=== Í kjölfar meistaratitilsins óx frægð Úlfanna mjög, einnig utan landsteinanna. Árið 1953 varð félagið eitt af þeim fyrstu til að koma sér upp öflugum flóðljósum sem gerðu það mögulegt að leika kvöldleiki í miðri viku yfir vetrarmánuðina. Þar var einkum um að ræða vináttuleiki við erlend félög, sem vakið gáðu gríðarlega athygli og skilað miklum tekjum. [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu|Enska landsliðið]] var í sögulegri lægð eftir afhroð gegn [[Ungverska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ungverjum]] á árinu 1953 og leituðu knattspyrnuáhugamenn huggunar í að fylgjast með leikjum félagsliða við útlend lið. Meðal mótherja Úlfanna í þessum vináttuleikjum voru [[Real Madrid]], [[Spartak Moskva]], [[Sovéska karlalandsliðið í knattspyrnu|landslið Sovétríkjanna]] og [[Argentína|argentínska]] félagið [[Racing Club de Avellaneda|Racing Club]]. Mesta athygli vakti þó 3:2 sigur á [[Honvéd]] með [[Ferenc Puskás]] í broddi fylkingar sem sjónvarpað var á [[BBC]]. Með sigrinum voru Úlfarnir taldir endurheimta hluta af stolti enska fótboltans eftir afhroðið gegn ungverska landsliðinu árið áður og gripu sum götublöðin til þess að kalla Úlfana ''heimsmeistara í knattspyrnu''. Sú athygli sem Honvéd-leikurinn vakti og vinsældir slíkta alþjóðakappleikja í miðri viku undir flóðljósum er talin veigamikil ástæða fyrir því að ákveðið var að stofnsetja [[Meistaradeild Evrópu|Evrópukeppni meistaraliða]]. ===Gullöldin=== Úlfunum tókst ekki að fylgja meistaratitlinum 1954 á næstu leiktíð. Þeir höfnuðu í öðru sæti, fjórum stigum á eftir [[Chelsea F.C.|Chelsea]]. Leiktíðina 1955-56 deildu Úlfarnir og [[Blackpool FC|Blackpool]] öðru og þriðja sætinu, heilum ellefu stigum á eftir [[Manchester United]] undir stjórn [[Matt Busby]]. Árið 1956-57 gekk allt á afturfótunum og Úlfarnir enduðu í sjötta sæti. Stjórnin ákvað þó að halda tryggð við Stan Cullins og sú ákvörðun átti eftir að reynast gifturík. [[File:Billy Wright (1961).jpg|thumb|Billy Wright]] Leiktíðarinnar 1957-58 er af flestum minnst fyrir flugslysið í [[München]] sem þurrkaði út helminginn af tvöföldu meistaraliði Manchester United. Úlfarnir komu hins vegar sterkir til leiks og enduðu á toppnum fimm stigum á undan [[Preston North End F.C.|Preston North End]]. Úlfarnir vörðu titilinn 1958-59, þar sem fyrirliðinn [[Billy Wright]] lagði skóna á hilluna eftir lokaleikinn. Úlfarnir kepptu einnig í [[Evrópukeppni meistaraliða]] sem haldin var í annað sinn þennan vetur. Þeir féllu úr leik gegn [[FC Schalke 04|Schalke]] strax í fyrstu umferð. Ekki tókst Úlfunum að vinna þriðja árið í röð leiktíðina 1959-60, þótt litlu mætti muna. Þeir voru á toppnum eftir lokaleik sinn en [[Burnley F.C.|Burnley]] átti leik til góða og nældi sér í meistaratitilinn með naumindum. Í bikarkeppninni urðu Úlfarnir hins vegar meistarar eftir 3:0 sigur á [[Blackburn Rovers]] í úrslitum. Evrópukeppni meistaraliða fóru Úlfarnir ágætlega af stað en brotlentu svo í fjórðungsúrslitum á móti [[FC Barcelona|Barcelona]], 4:0 og 5:2. [[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]] tókst leiktíðina 1960-61 þar sem Úlfarnir og Manchester United höfðu árangurslaust reynt á árunum á undan, að verða fyrsta liðið á 20. öldinni til að vinna tvöfalt. Úlfarnir máttu sætta sig við þriðja sætið en [[Evrópukeppni bikarhafa]] bauð upp á mestu skemmtunina. Mótið var haldið í fyrsta sinn og einungis tíu lið voru skráð til leiks. Úlfarnir og [[Rangers FC|Rangers]] frá [[Skotland|Skotlandi]] mættust í undanúrslitaeinvígi þar sem Glasgow-liðið hafði betur. Áratugur átti eftir að líða uns Úlfarnir tóku aftur þátt í Evrópukeppni. ===Hallar undan fæti=== Gengi Úlfanna fór hnignandi sjöunda áratugnum. Árin 1962 og 1964 hafnaði liðið í 18. og 16. sæti. Eftir afleita byrjun leiktíðarinnar 1964-65 var Stan Cullins rekinn eftir átján ára þjónustu, en brottreksturinn kom þó ekki í veg fyrir fall þá um vorið. Árin í 2. deildinni urðu þó ekki nema tvö að þessu sinni. Sumarið 1967, eftir að efstu deildar sætið var tryggt á nýjan leik, héldu Úlfarnir í víking til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] þar sem þeir tóku þátt í knattspyrnudeild með ellefu öðrum evrópskum og suður-amerískum félagsliðum. Úlfarnir kepptu þar undir heitinu ''Los Angeles Wolves'' og fóru með sigur af hólmi í mótinu sem var undanfari NASL-deildarinnar vestanhafs. Eftir nokkur róleg ár í 1. deildinni áttu Úlfarnir gott tímabil 1970-71 þar sem þeir höfnuðu ásamt Tottenham í þriðja til fjórða sæti. Það tryggði báðum liðum keppnisrétt í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópukeppni félagsliða]] næsta vetur, sem átti eftir að reynast sögulegt. ===Enskir úrslitaleikir=== Úlfarnir fengu strembið verkefni í fjórðungsúrslitum Evrópukeppni félagsliða 1971-72 þegar þeir mættu [[Juventus FC|Juventus]]. Skotinn Jim McCalliog jafnaði metin í fyrri viðureigninni í [[Tórínó]] og á Molineux náði liðið að herja fram 2:1 sigur. Í undanúrslitum voru mótherjarnir [[Ferencváros]] frá Ungverjalandi. Úlfarnir jöfnuðu metin, 2:2, seint í útileiknum og unnu svo 2:1 á heimavelli. Þar með var ljóst að úrslitaleikir keppninnar yrðu enskir, þar sem Tottenham Hotspur tryggði sér hitt sætið. [[Martin Shivers]] skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í 1:2 sigri gestanna í fyrri leiknum. Brekkan var því brött á [[White Hart Lane]] þar sem liðin skildu jöfn 1:1. Úlfunum hafði því mistekist að bæta Evróputitli í bikarasafn sitt. ===Deildarbikarar og fölsk dögun=== Keppni um enska deildarbikarinn hófst leiktíðina 1966-67. Árið 1973 komust Úlfarnir alla leið í undanúrslitin en féllu þar naumlega úr leik fyrir Tottenham. Árið eftir komst liðið alla leið í úrslitaleikinn á Wembley og sigraði þar Manchester City 2:1 með marki undir lokin. Þetta var fyrsti verðlaunagripur félagsins frá bikarsigrinum 1960 ef Ameríkumótið er undanskilið. Sex árum síðar, árið 1980, urðu Úlfarnir deildarbikarmeistarar í annað sinn. Í það skiptið eftir 1:0 sigur á [[Nottingham Forest F.C.|Nottingham Forest]] með marki [[Andy Gray]]. Gray hafði verið keyptur til félagsins fyrir nýtt enskt félagaskiptamet, 1,49 milljónir punda og með hann innanborðs náði liðið sjötta sæti og komst í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áraraðir. En það sem leit út fyrir að vera byrjun á nýju blómaskeiði var fljótt að snúast upp í andhverfu sína. [[PSV Eindhoven]] sló Úlfana úr leik ´strax í fyrstu umferð Evrópumótsins. Úlfarnir enduðu tveimur stigum frá falli og eini ljósi punkturinn á tímabilinu 1980-81 var að félaginu komst í undanúrslit bikarkeppninnar en tapaði þar fyrir Tottenham í aukaleik. Verra átti þó eftir að taka við. ===Í frjálsu falli=== Eigendur Wolverhampton Wanderers réðust í löngu tímabærar framkvæmdir á heimavelli liðsins árið 1979 en þær reyndust félaginu þungar í skauti. Keppnistímabilið 1981-82 var leikið í skugga þrálátrar umræðu um mögulegt gjaldþrot félagsins og liðið féll sama ár með langverstu markatölu allra liðanna í 1. deildinni. Tvísýnt var hvort Úlfarnir hefðu fjárhagslegt bolmagn til að mæta til keppni í 2. deildinni 1982-83. Á síðustu stundu steig þó gamall leikmaður, Derek Dougan inn með fjármagn og félagið komst beint aftur upp í 1. deildina. Leynilegir fjárhagslegir bakhjarlar Dougan reyndust vera kaupsýslumenn frá [[Sádi Arabía|Sádi Arabíu]] sem höfðu hug á að reisa verslunarmiðstöð á hluta af landi félagsins. Endurkoman í 1. deild varð skammvinn. Úlfarnir sátu rækilega á botni deildarinnar nær alla leiktíðina 1983-84 og féllu niður á nýjan leik. Skoski reyndluboltinn [[Tommy Docherty]] var fenginn til að stýra liðinu í 2. deildinni en tókst ekki að koma veg fyrir að Úlfarnir enduðu í botnsætinu annað árið í röð. Þótt ekki væri búist við neinum stórræðum í 3. deildinni veturinn 1985-86 áttu fæstir von á þriðja fallinu á jafn mörgum árum. Úlfarnir enduðu næst neðstir og höfðu þar með farið úr efstu niður í neðstu deild ensku deildarkeppninnar á skemmsta mögulega tíma. ===Félaginu bjargað=== Sumarið 1986 misstu hinir illa þokkuðu sádi-arabísku eigendur félagið úr höndum sér og borgarstjórn Wolverhampton steig inní og festi kaup á leikvangi liðsins. Úlfarnir léku í fjórðu efstu deild í fyrsta sinn í sögu sinni 1986-87 og höfnuðu í fjórða sæti, sem þýddi að þeirra beið þátttaka í umspili sem tekið var upp í fyrsta sinn sama ár. Ekki var farið að leika umspilsúrslitaleiki á Wembley heldur voru tveir leikir, heima og heiman þar sem Úlfarnir töpuðu fyrir [[Aldershot Town F.C.|Aldershot]]. Lykilmaður liðsins þetta árið var tvítugi framherjinn [[Steve Bull]] sem átti eftir að verða markakóngur félagsins átta ár í röð og níu sinnum alls á næstu þrettán árum sínum hjá Úlfunum. Undir forystu Bull unnu Úlfarnir 4. deildina veturinn 1987-88 og urðu að euki bikarmeistarar liða í 3. og 4. deild þegar þeir unnu Burnley í úrslitum. Knattspyrnustjóri liðsins var Graham Turner. Leiktíðina 1988-89 urðu Úlfarnir fyrsta liðið í sögu ensku knattspyrnunnar til að vinna allar fjórar deildinar þegar félagið endaði á toppi 3. deildar. Steve Bull varð markakóngur og fyrstur allra til að skora meira fimmtíu mörk, tvö tímabil í röð. Þessi frammistaða, þótt í neðri deildunum væri, vakti slíka athygli að Bull var valinn í enska landsliðið sumarið 1989 þrátt fyrir að vera enn tæknilega 3. deildar leikmaður og var slíkt afar óvenjulegt. Alls lék Bull þrettán sinnum fyrir enska landsliði og skoraði fjögur mörk, en hann var ekki valinn í leikmannahópinn fyrir [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1990|HM á Ítalíu]]. ===Í næstefstu deild=== Eftir að hafa farið sex sinnum milli deilda á sjö árum rann loks upp tími stöðugleika hjá Úlfunum, sem voru í næstefstu deild óslitið frá 1989 til 2003. Deildin skipti þó um nafn á tímabilinu í kjölfar stofnunar Ensku úrvalsdeildarinnar og var heiti hennar breytt úr 2. deild í 1. deild. Árin 1995, 1997 og 2002 komust Úlfarnir í umspil um að fara upp í efstu deild en töpuðu í öll skiptin í undanúrslitum. Árið 2003 tókst þó loks að höggva á hnútinn undir stjórn stjórans David Jones. Úlfarnir unnu Sheffield United á Millenium-leikvangnum í [[Cardiff]]. Dvölin í Úrvalsdeildinni varð ekki löng, því Úlfarnir voru eitt þriggja liða sem enduðu á botninum með 33 stig. Félagið fór því aftur niður í næstefstu deild en var þó reynslunni ríkara. ===Sveiflukennt gengi=== [[Glenn Hoddle]], fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, tók við liði Úlfanna á miðju tímabili þegar fallið blasti við og hélt áfram með liðið í næstefstu deild. Arftaki hans, [[Mick McCarthy]], tók við árið 2006 og átti eftir að stýra félaginu næstu árin. Vorið 2009 komst félagið á ný upp í úrvalsdeildina og tókst að halda sér uppi fyrstu tvö árin. Leiktíðina 2011-12 fór hins vegar allt í skrúfuna og Úlfarnr kolféllu. Árið eftir féll liðið aftur niður um deild, þótt dvölin í þriðju neðstu deildinni varði ekki nema í eitt tímabil. Knattspyrnustjóraskipti voru ör á þessum árum og þjálfarar komu og fóru. Eftir fjögur ár í næst efstu deild fóru Úlfarnir upp sem meistarar árið 2018. Frá því ári hefur liðið verið í úrvalsdeildinni. Þegar á fyrsta árinu, 2018-19 náðu Úlfarnir sjöunda sæti sem dugði þeim til þátttöku í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|Evrópudeildinni]] á næstu leiktíð. Vegna Covid-faraldursins fóru síðustu umferðir Evrópudeildarinnar fram með óvænjulegu sniðu þar sem liðin mættust á hlutlausum velli í einni viðureign í stað þess að leika heima og heiman. Úlfarnir féllu naumlega út fyrir meistaraefnum [[Sevilla FC|Sevilla]]. {{Enska úrvalsdeildin}} == Heimildir == <references/> * {{wpheimild|tungumál = En|titill = Wolverhampton Wanderers F.C.|mánuðurskoðað = 23. október|árskoðað = 2023}} [[Flokkur:Ensk knattspyrnufélög]] [[Flokkur:Stofnað 1877]] j2ro1ljdgc6mtevs6eltsv6apz134fs Alfreð Gíslason (stjórnmálamaður) 0 146000 1892047 1862049 2024-12-16T08:26:55Z TKSnaevarr 53243 1892047 wikitext text/x-wiki '''Alfreð Gíslason''' (fæddur á [[Reykjavík]] [[12. desember]] [[1905]], lést [[13. október]] [[1990]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[læknir]] og stjórnmálamaður. Hann sat í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] fyrir [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokkinn]], [[Sósíalistaflokkur Íslands|Sósíalistaflokkinn]] og [[Alþýðubandalagið]] sem og á [[Alþingi]] fyrir Alþýðubandalagið. ==Ævi== Alfreð lauk prófi í [[læknisfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1932 og stundaði næstu árin framhaldsnám á sjúkrahúsum í [[Danmörk|Danmörku]] með áherslu á tauga- og [[geðsjúkdómur|geðsjúkdóma]]. Hann varð starfandi læknir í Reykjavík árið 1936 og sinnti margvíslegum læknisstörfum næstu áratugina, þar á meðal sem geðlæknir á [[Grund, dvalar- og hjúkurnarheimili|Grund]]. Hann starfaði talsvert að áfengisvörnum og var í hópi stofnenda [[Krabbameinsfélag Íslands|Krabbameinsfélagsins]] og formaður þess um hríð. Hann gekk til liðs við Alþýðuflokkinn en fylgdi [[Hannibal Valdimarsson|Hannibal Valdimarssyni]] að málum í pólitík og var formaður [[Málfundafélag jafnaðarmanna|Málfundafélags jafnaðarmanna]] frá stofnun þess 1954 til 1967. Árið 1954 var hann kjörinn bæjarfulltrúi í Reykjavík og átti þar sæti í þrjú kjörtímabil, til ársins 1966. Hann var sömuleiðis þingmaður Reykvíkinga frá 1956 til 1967. [[Flokkur:Íslenskir læknar]] [[Flokkur:Þingmenn Alþýðubandalagsins]] [[Flokkur:Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1951-1960]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1961-1970]] {{fd|1905|1990}} e2fdvmgqdvmpf5gxa68t0y1itibzay1 Abiy Ahmed 0 146806 1892006 1890321 2024-12-15T21:58:14Z TKSnaevarr 53243 1892006 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | forskeyti = | nafn = Abiy Ahmed | nafn_á_frummáli = {{nobold|አብይ አህመድ}} | mynd =Abiy Ahmed at the African Union 2018.jpg | myndastærð = | myndatexti1 = Abiy árið 2018. | titill= Forsætisráðherra Eþíópíu | stjórnartíð_start = [[2. apríl]] [[2018]] | stjórnartíð_end = | forseti = [[Mulatu Teshome]]<br>[[Sahle-Work Zewde]]<br>[[Taye Atske Selassie]] | forveri = [[Hailemariam Desalegn]] | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1976|8|15}} | fæðingarstaður = [[Beshasha]], [[Eþíópía|Eþíópíu]] | þjóderni = [[Eþíópía|Eþíópískur]] | maki = Zinash Tayachew | stjórnmálaflokkur = [[Velmegunarflokkurinn]] (2019–)<br>[[Orómó-lýðræðisflokkurinn]] (til 2019) | börn = 3 | háskóli = [[Háskólinn í Addis Ababa]] | verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (2019) }} '''Abiy Ahmed Ali''' ([[amharíska]]: አብይ አህመድ አሊ) (f. 15. ágúst 1976) er [[Eþíópía|eþíópískur]] stjórnmálamaður sem er fjórði og núverandi forsætisráðherra [[Eþíópía|Eþíópíu]], í embætti frá 2. apríl 2018. Hann er forseti [[Velmegunarflokkurinn|Velmegunarflokksins]], sem var myndaður í desember 2019 upp úr [[Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar|Lýðræðis- og byltingarhreyfingu eþíópísku þjóðarinnar]], stjórnarflokki Eþíópíu frá falli [[Derg]]-stjórnarinnar á tíunda áratugnum. Áður var hann formaður [[Orómó-lýðræðisflokkurinn|Orómó-lýðræðisflokksins]], sem var einn af fjórum aðildarflokkum í Lýðræðis- og byltingarhreyfingunni. Abiy er einnig kjörinn meðlimur eþíópíska þingsins og meðlimur í framkvæmdarnefndum stjórnarflokkanna. Snemma eftir valdatöku sína stóð Abiy fyrir fjölda stjórnmála- og efnahagsumbóta í frjálsræðisátt. Einnig hefur hann staðið að samningu formlegs friðarsáttmála Eþíópíumanna við [[Erítrea|Erítreu]]. Aftur á móti hefur stjórnartíð Abiy einnig einkennst af mannskæðum átökum milli eþíópískra þjóðernishópa og af [[Stríðið í Tígraí|stríði alríkisstjórnarinnar gegn uppreisnarhreyfingum]] í [[Tígraí-hérað]]i. Abiy er fyrsti leiðtogi Eþíópíu sem er af [[Orómóar|Orómó-þjóðerni]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/06/23/mannfall_i_sprengingu/|útgefandi=[[mbl.is]]|titill=Mannfall í sprengingu| dags = 23. júní 2018|mánuðurskoðað=1. október|árskoðað=2018}}</ref> Abiy hlaut [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 2019 fyrir friðarviðræður sínar við Erítreu og umbætur innan Eþíópíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Forsætisráðherra Eþíópíu fær friðarverðlaun|url=https://www.ruv.is/frett/forsaetisradherra-ethiopiu-faer-fridarverdlaun|útgefandi=RÚV|ár=2019|mánuður=11. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=11. október|höfundur=Ásgeir Tómasson}}</ref> ==Æviágrip== Abiy Ahmed fæddist árið 1976 í Eþíópíu. Faðir hans var [[Íslam|múslimi]] en móðir hans [[Kristni|kristin]]. Á táningsárum sínum tók hann þátt í vopnaðri andspyrnu gegn herforingjastjórn [[Derg]], sem réð Eþíópíu til ársins 1987. Í [[Stríð Erítreu og Eþíópíu|stríði Eþíópíu og Erítreu]] árin 1998-2000 stýrði Abiy njósnaliði sem safnaði upplýsingum inni á yfirráðasvæði erítreska hersins. Abiy hóf þátttöku í stjórnmálum árið 2010 og var kjörinn á eþíópíska þingið fyrir [[Orómó-lýðræðisflokkurinn|Orómó-lýðræðisflokkinn]].<ref>{{Vefheimild|titill=Nobel Peace Prize: Ethiopia PM Abiy Ahmed wins|url=https://www.bbc.com/news/world-africa-50013273|útgefandi=BBC|ár=2019|mánuður=11. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=11. október|tungumál=enska}}</ref> Hann nam tölvuverkfræði og lauk doktorsprófi í friðar- og öryggisfræðum við Háskólann í Addis Ababa árið 2017.<ref>{{Vefheimild|titill=Vindar vonar blása sterkar í Afríku|url=https://www.frettabladid.is/frettir/vindar-vonar-blasa-sterkar-i-afriku/|útgefandi=''Fréttablaðið''|ár=2020|mánuður=11. október|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=25. nóvember|höfundur=Davíð Stefánsson|safnslóð=https://web.archive.org/web/20210303154501/https://www.frettabladid.is/frettir/vindar-vonar-blasa-sterkar-i-afriku/|safndags=3. mars 2021}}</ref> ==Stjórnartíð== Abiy Ahmed gerðist forsætisráðherra í apríl árið 2018 eftir að [[Hailemariam Desalegn]] sagði af sér í kjölfar tveggja ára mótmælaöldu.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/neydarlogum-aflett-i-ethiopiu|útgefandi=[[RÚV]]|titill=Neyðarlögum aflétt í Eþíópíu|mánuður=5. júní|ár=2018|mánuðurskoðað=1. október|árskoðað=2018}}</ref> Eftir að Abiy tók við völdum lét hann fljótt aflétta neyðarlögum sem sett höfðu verið við afsögn Desalegns þótt áætlað hefði verið að þau ættu að vara í hálft ár. Hann lét einnig sleppa pólitískum föngum, rak fjölda embættismanna sem höfðu verið sakaðir um spillingu og lýsti yfir vilja til að auka viðskiptafrelsi í landinu.<ref>{{Vefheimild |url=http://vardberg.is/frettir/sogulegar-saettir-milli-ethiopiu-og-eritreu/ |titill=Sögulegar sættir milli Eþíópiu og Erítreu |safnslóð= |safnár= |safnmánuður= |höfundur=Kristinn Valdimarsson |eftirnafn= |fornafn= |höfundatengill= |höfundur2= |ár=2018 |mánuður=12. júlí |ritstjóri= |tungumál= |snið= |vefsíða= |bls= |útgefandi=''[[Varðberg]]'' |mánuðurskoðað=1. október |árskoðað=2018 |tilvitnun= }}</ref> Sem forsætisráðherra samdi Abiy um formlegan friðarsáttmála við Erítreu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/07/09/stridinu_er_lokid/|útgefandi=[[mbl.is]]|titill=„Stríðinu er lokið“|mánuður=9. júlí|ár=2018|mánuðurskoðað=1. október|árskoðað=2018}}</ref> Ríkin tvö höfðu verið í stríði frá 1998 til 2000 en sáttmálinn sem batt enda á virk átök hafði aldrei verið samþykktur og því ríkti enn formlega stríðsástand milli þjóðanna. Með friðarsáttmálanum var stjórmálasambandi komið á milli ríkjanna og landamæri þeirra opnuð. Í því felst að byrjað verður að fljúga milli landanna, hafnir verða opnaðar, fólki leyft að ferðast á milli þeirra og sendiráð verða opnuð.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018180708978|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|titill=Guterres til Eþíópíu í kjölfar friðarsamkomulags|mánuður=9. júlí|ár=2018|mánuðurskoðað=1. október|árskoðað=2018}}</ref> Landamæri ríkjanna voru opnuð þann 11. september og hermenn hófust handa við að fjarlægja jarðsprengjur á landamærunum.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/landamaerin-opnud-a-ny-eftir-20-ar|útgefandi=[[RÚV]]|titill=Landamærin opnuð á ný eftir 20 ár| dags = 11. september 2018|mánuðurskoðað=1. október|árskoðað=2018}}</ref> Í efnahagsmálum hefur Abiy verið málsvari frjálslyndisvæðingar. Ríkisstjórn hans hefur meðal annars lýst yfir að hún hyggist binda enda á einokun ríkisins á raforku, flugfélögum og fjarskiptum.<ref name="eprdf_statement">{{Vefheimild |titill=ከኢህአዴግ ስራ አስፈፃሚ ኮሚቴ የተሰጠ መግለጫ ግንቦት 28 ቀን 2010 |url=http://www.eprdf.org.et/web/guest/-/---284 |tungumál= Amharíska|vefsíða=eprdf.org.et |útgefandi=የኢትዮጵያ ህዝቦች አብዮታዊ ዴሞክራሲያዊ ግንባር|mánuðurskoðað=1. október|árskoðað=2018 |mánuður=5. júní|ár=2018|safnslóð=https://web.archive.org/web/20180613230809/http://www.eprdf.org.et/web/guest/-/---284|safnár=2018|safnmánuður=13. júní}}</ref> Í október 2018 kynnti Abiy nýja ríkisstjórn þar sem helmingur ráðherra voru konur.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018181019154/helmingur-radherra-i-ethiopiu-nu-konur|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|titill=Helmingur ráðherra í Eþíópíu nú konur| dags = 16. október 2018| skoðað-dags = 16. október 2018}}</ref> Þótt Abiy sé fyrsti Orómóinn sem stýrir Eþíópíu hefur stjórn hans mætt harðsvírugum mótmælum af hálfu eþíópískra Orómóa, sem telja sig búa við verri kjör en aðrir landsmenn og telja stjórn Abiy ekki hafa staðið við fyrirheit um úrbætur á þjóðflokkamismunun innan ríkisins. Stórtæk mótmæli brutust út í júlí árið 2020 eftir að söngvarinn [[Hachalu Hundessa]], vinsæll talsmaður Orómóa, var skotinn til bana.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/07/04/166_latnir_eftir_motmaeli_og_oeirdir_i_ethiopiu/|útgefandi=[[mbl.is]]|titill=166 látnir eftir mótmæli og óeirðir í Eþíópíu|mánuður=5. júlí|ár= 2020|mánuðurskoðað=8. júlí|árskoðað=2020}}</ref> Þann 8. júlí höfðu að minnsta kosti 239 manns látist í mótmælum og óeirðum sem hófust vegna morðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Nærri 240 hafa látist í átökum í Eþíópíu|url=https://www.ruv.is/frett/2020/07/08/naerri-240-hafa-latist-i-atokum-i-ethiopiu|útgefandi=RÚV|ár=2020|mánuður=8. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=8. júlí|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref> Einnig var sú ákvörðum Abiy að fresta boðuðum þingkosningum sem áttu að fara fram þann 29. ágúst 2020 vegna [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2021|alþjóðlega kórónaveirufaraldursins]] afar umdeild.<ref>{{Vefheimild|titill=Kosningum frestað vegna kórónuveirufaraldursins|url=https://www.ruv.is/frett/2020/04/01/kosningum-frestad-vegna-koronuveirufaraldursins|útgefandi=RÚV|ár=2020|mánuður=1. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=28. september|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref> Í október 2021 hóf Abiy Ahmed formlega annað fimm ára kjörtímabil. ==Stríðið í Tígraí-héraði== {{aðalgrein|Stríðið í Tígraí}} [[Mynd:Abiy Ahmed parade 2019.jpg|thumb|left|Abiy (annar frá hægri) ásamt eþíópískum herforingjum í febrúar árið 2019.]] Í nóvember árið 2020 sendi Abiy eþíópíska herinn inn í [[Tígraí-hérað]] Eþíópíu eftir að vopnaðar sveitir [[Tígrar|Tígra]] réðust á eþíópíska herstöð. [[Debretsion Gebremichael]], héraðsforseti Tígraí, sagði að Tígrar skyldu búa sig undir átök gegn alríkisstjórninni og að stríðsástand ríkti nú í héraðinu.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttast að Eþíópía sé á barmi borgarastyrjaldar|url=https://www.visir.is/g/20202033945d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2020|mánuður=6. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=6. nóvember|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref> Mikil spenna hafði verið undanfarna mánuði á milli stjórnar Abiy og stjórnarflokks Tígraí-héraðs, [[Þjóðfrelsishreyfing Tígra|Þjóðfrelsishreyfingar Tígra]] (TPLF). Þjóðfrelsishreyfingin hafði áður verið ein helsta þungavigtin innan [[Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar|Lýðræðis- og byltingarhreyfingar eþíópísku þjóðarinnar]], sem stýrði Eþíópíu frá 10. áratugnum, en eftir að Abiy komst til valda döluðu áhrif Tígra verulega. Þegar Abiy steypti aðildarflokkum Lýðræðis- og byltingarhreyfingarinnar saman í nýjan flokk, [[Velmegunarflokkurinn|Velmegunarflokkinn]], árið 2019 ákvað Þjóðfrelsishreyfing Tígra að vera ekki með í nýja flokknum. Þjóðfrelsishreyfingin sætti sig ekki við frestun Abiy á þingkosningum vegna kórónaveirufaraldursins og hélt sínar eigin kosningar í Tígraí-héraði í september 2020 sem alríkisstjórnin mat ólöglegar.<ref>{{Vefheimild|titill=Tigray crisis: Why there are fears of civil war in Ethiopia|url=https://www.bbc.com/news/world-africa-54826875|útgefandi=BBC|ár=2020|mánuður=5. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=10. nóvember|höfundur=Desta Gebremedhin|tungumál=enska}}</ref> Þann 29. nóvember lýsti Abiy því yfir að stjórnarherinn hefði hertekið [[Mekelle]], höfuðborg Tígraí-héraðs, og náð fullu valdi á héraðinu. Átök í Tígraí-héraði hafa þó haldið áfram.<ref>{{Vefheimild|titill=Abiy segir stjórnarherinn með fullt vald í Tigray|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/11/29/abiy_segir_stjornarherinn_med_fullt_vald_i_tigray/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=29. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=30. nóvember}}</ref> Stjórnarherinn naut aðstoðar bandamanna Abiy frá Erítreu í hernaðinum gegn Þjóðfrelsishreyfingunni. Starfsmenn [[Amnesty International]] telja að bæði eþíópíski og erítreski herinn hafi framið fjölda stríðsglæpa í átökunum og að erítreskir hermenn hafi meðal annars framið fjöldamorð á óbreyttum borgurum í borginni [[Aksum]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Erítreu seka um glæpi gegn mannkyninu|url=https://www.ruv.is/frett/2021/02/26/segja-eritreu-seka-um-glaepi-gegn-mannkyninu|útgefandi=RÚV|ár=2021|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=3. mars|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref> Kosningar voru haldnar á eþíópíska þingið í júní 2021 en vegna hernámsins og áframhaldandi átaka í Tígraí var ekki kosið í kjördæmum héraðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Gengið til kosninga í Eþíópíu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/06/21/gengid_til_kosninga_i_ethiopiu/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=21. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=30. júní}}</ref> Stuttu eftir að kosningarnar fóru fram náði andspyrnuhreyfing Tígra aftur völdum í borginni Mekelle. Stjórn Abiy lýsti einhliða yfir vopnahléi vegna mannúðarsjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=Andspyrnuhreyfingar náðu Mekelle aftur á sitt vald|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/06/29/andspyrnuhreyfingar_nadu_mekelle_aftur_a_sitt_vald/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=29. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=30. júní}}</ref> Í byrjun nóvember 2021 lýsti Abiy yfir [[neyðarástand]]i í Eþíópíu þar sem sveitir TPLF höfðu þá hafið framrás inn í [[Amhara-hérað]] og voru farnar að ógna höfuðborginni [[Addis Ababa]].<ref>{{Vefheimild|titill=Neyðarástand í Eþíópíu vegna uppreisnarsveitar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/11/03/neydarastand_i_ethiopiu_vegna_uppreisnarsveitar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=3. nóvember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=4. nóvember}}</ref> Í desember tókst Eþíópíuher hins vegar að stöðva sókn TPLF-liða og frelsa mikilvægar borgir og bæir undan hernámi þeirra.<ref>{{Vefheimild|titill=Eþíópíuher snýr vörn í sókn|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ethiopiuher-snyr-vorn-i-sokn/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2021|mánuður=12. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=25. júní|safnslóð=https://web.archive.org/web/20221106214402/https://www.frettabladid.is/frettir/ethiopiuher-snyr-vorn-i-sokn/|safndags=6. nóvember 2022}}</ref> Í júní 2022 skipaði Abiy nefnd til að undirbúa friðarviðræður við uppreisnarhópana.<ref>{{Vefheimild|titill=Vilja semja um frið í Eþíópíu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/vilja-semja-um-frid-i-ethiopiu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=18. júní|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=25. júní|safnslóð=https://web.archive.org/web/20221106221357/https://www.frettabladid.is/frettir/vilja-semja-um-frid-i-ethiopiu/|safndags=6. nóvember 2022}}</ref> Í nóvember árið 2022 komust sendinefndir ríkisstjórnar Eþíópíu og uppreisnarhópanna í Tígraí að samkomulagi um „varanlega stöðvun stríðsátaka“ eftir friðarviðræður í [[Pretoría|Pretoríu]] sem [[Afríkusambandið]] hafði milligöngu um.<ref>{{Vefheimild|titill=Borgarastyrjöldinni í Eþíópíu lokið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/11/02/borgarastyrjoldinni_i_ethiopiu_lokid/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=2. nóvember 2022|skoðað=6. nóvember 2022}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = Forsætisráðherra Eþíópíu | frá = [[2. apríl]] [[2018]] | til = | fyrir = [[Hailemariam Desalegn]] | eftir = Enn í embætti }} {{Töfluendir}} {{Friðarverðlaun Nóbels}} {{DEFAULTSORT:Abiy Ahmed}} {{f|1976}} [[Flokkur:Forsætisráðherrar Eþíópíu]] [[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]] rxtvewq30wcu659t7dc82hvjvxkvgwh Freyja Haraldsdóttir 0 147897 1892058 1855295 2024-12-16T08:34:10Z TKSnaevarr 53243 1892058 wikitext text/x-wiki '''Freyja Haraldsdóttir''' (f. 27. júní 1986) er [[Ísland|íslenskur]] stjórnmálamaður og baráttumaður fyrir réttindum [[Fötlun|fatlaðra]]. Hún var varaþingmaður fyrir [[Björt framtíð|Bjarta framtíð]] frá 2013–2015 en starfar nú sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík og Seltjarnarnesi. ==Æviágrip== Freyja fæddist með beinbrotasýki, sjúkdómurinn lýsir sér þannig að bein brotna auðveldlega.<ref>{{Vefheimild|titill=Söfnun fyrir utanlandsferð Freyju Haraldsdóttur|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/748990/|mánuðurskoðað=6. desember|árskoðað=2018|ár=2003|mánuður=29. ágúst|aðgengi=áskrift}}</ref> Árið 1997 flutti Freyja með fjölskyldu sinni til Nelson í [[Nýja Sjáland|Nýja Sjálandi]] og gekk þar í skóla. Freyja er með bakkalárgráðu frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] í [[þroskaþjálfafræði]] og meistaragráðu í [[kynjafræði]].<ref name=RIKK/> Freyja skilaði inn MA-ritgerð sinni árið 2017 og fjallaði þar um mismunun gegn fötluðum konum á Íslandi á grundvelli kynferðis.<ref>{{Vefheimild|titill=‘I am discriminated against because I exist’: Psycho-emotional effects of multiple oppressions for disabled women in Iceland|útgefandi=[[Háskóli Íslands]]|url=https://skemman.is/bitstream/1946/26559/1/mastersthesis-FreyjaHaraldsdóttir.pdf|mánuðurskoðað=6. desember|árskoðað=2018|mánuður=febrúar|ár=2017|höfundur=Freyja Haraldsdóttir}}</ref> Freyja stundar nú doktorsnám við HÍ í [[Menntavísindi|menntavísindum]].<ref name=RIKK>{{Vefheimild|titill=„Kvenfyrirlitningin felur sig á bakvið fötlunarfyrirlitninguna“: Andóf fatlaðra kvenna gegn ofbeldi|útgefandi=RIKK|url=https://rikk.hi.is/kvenfyrirlitningin-felur-sig-a-bakvid-fotlunarfyrirlitninguna-andof-fatladra-kvenna-gegn-ofbeldi/|ár=2018|mánuður=7. nóvember|mánuðurskoðað=6. desember|árskoðað=2018}}</ref> Hún hefur beitt sér fyrir bættri þjónustu fyrir fatlaða, og var um tíma framkvæmdastjóri [[Notendastýrð persónuleg aðstoð|NPA-miðstöðvarinnar]] sem vinnur að framgangi þess að fatlaðir fái aukna aðstoð í formi [[Notendastýrð persónuleg aðstoð|notendastýrðrar persónulegar aðstoðar]].<ref>{{Vefheimild|url=http://www.npa.is/index.php/frettasafn/8-frettir-tilkynningar-og-annae-efni/42-framkvaemdastjori-raeinn-til-npa-miestoeevarinnar|titill=Framkvæmdastjóri ráðinn til NPA miðstöðvarinnar|höfundur=NPA miðstöðin}}</ref> Freyja er talsmaður [[Tabú]], sem er femínísk hreyfing fatlaðra kvenna.<ref>Tabu.is, [http://tabu.is/tabu/tabukonur/freyja/ „Freyja Haraldsdóttir“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190804132453/http://tabu.is/tabu/tabukonur/freyja/ |date=2019-08-04 }} (skoðað 4. ágúst 2019)</ref> Freyja var [[Kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi 2010|kjörin]] á [[Stjórnlagaþing á Íslandi 2011|íslenska stjórnlagaþingið]] árið 2010 og tók þátt í því að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland sem var skilað inn þann 27. júlí árið 2011. Freyja var varaþingmaður [[Björt framtíð|Bjartrar framtíðar]] í [[Suðvesturkjördæmi]] frá 2013 til 2015.<ref>{{Vefheimild|titill=Freyja Haraldsdóttir|útgefandi=[[Alþingi]]|url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1188|mánuðurskoðað=6. desember|árskoðað=2018}}</ref> Árið 2007 kom bókin ''Postulín'' út, en hún er ritað af Freyju og Ölmu Guðmundsdóttur og hefur að geyma sögu Freyju. Sama ár útnefndi tímaritið ''Nýtt líf'' Freyju sem Konu ársins í árlegri útnefningu tímaritsins.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/12/12/freyja_er_kona_arsins_hja_nyju_lifi_i/ „Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi“] (skoðað 5. ágúst 2019)</ref> == Fósturbarn == Árið 2014 óskaði Freyja eftir því að gerast fósturforeldri en [[Barnaverndarstofa]] hafnaði ósk hennar um að taka þátt í námskeiði sem er forsenda þess að hægt er að meta hæfni fólks til að taka barn í fóstur. Freyja kærði úrskurðinn til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðu Barnaverndarstofu. Úrskurðurinn var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurð nefndarinnar. Málinu var síðar skotið til [[Landsréttur|Landsréttar]] sem komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi mismunað Freyju á grundvelli fötlunar hennar. [[Hæstiréttur Íslands|Hæstiréttur]] staðfesti úrskurð Landsréttar og Freyja gat því sótt námskeiðið. Að námskeði loknu og að loknu matsferli staðfesti Barnaverndarstofa í apríl 2021 að Freyja væri hæf til að taka að sér barn í fóstur.<ref>Ruv.is, [https://www.ruv.is/frett/2021/04/14/eftir-sjo-ara-barattu-faer-freyja-ad-taka-barn-i-fostur „Eftir sjö ára baráttu fær Freyja að taka barn í fóstur“] (skoðað 14. apríl 2021)</ref> ==Tilvísanir== <references/> [[Flokkur:Þingmenn Bjartrar framtíðar]] [[Flokkur:Íslenskir aðgerðasinnar]] [[Flokkur:Íslenskir kvenaðgerðasinnar]] [[Flokkur:Íslenskir þroskaþjálfar]] [[Flokkur:Kjörnir fulltrúar á Stjórnlagaþing á Íslandi 2011]] {{f|1986}} opzq2h6q04trqp1q9d8ndm80jru01kg 1892080 1892058 2024-12-16T11:39:44Z Berserkur 10188 1892080 wikitext text/x-wiki '''Freyja Haraldsdóttir''' (f. 27. júní 1986) er [[Ísland|íslensk]] baráttukona fyrir réttindum [[Fötlun|fatlaðra]]. Hún var varaþingmaður fyrir [[Björt framtíð|Bjarta framtíð]] frá 2013–2015 en starfar nú sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík og Seltjarnarnesi. ==Æviágrip== Freyja fæddist með beinbrotasýki, sjúkdómurinn lýsir sér þannig að bein brotna auðveldlega.<ref>{{Vefheimild|titill=Söfnun fyrir utanlandsferð Freyju Haraldsdóttur|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/748990/|mánuðurskoðað=6. desember|árskoðað=2018|ár=2003|mánuður=29. ágúst|aðgengi=áskrift}}</ref> Árið 1997 flutti Freyja með fjölskyldu sinni til Nelson í [[Nýja Sjáland|Nýja Sjálandi]] og gekk þar í skóla. Freyja er með bakkalárgráðu frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] í [[þroskaþjálfafræði]] og meistaragráðu í [[kynjafræði]].<ref name=RIKK/> Freyja skilaði inn MA-ritgerð sinni árið 2017 og fjallaði þar um mismunun gegn fötluðum konum á Íslandi á grundvelli kynferðis.<ref>{{Vefheimild|titill=‘I am discriminated against because I exist’: Psycho-emotional effects of multiple oppressions for disabled women in Iceland|útgefandi=[[Háskóli Íslands]]|url=https://skemman.is/bitstream/1946/26559/1/mastersthesis-FreyjaHaraldsdóttir.pdf|mánuðurskoðað=6. desember|árskoðað=2018|mánuður=febrúar|ár=2017|höfundur=Freyja Haraldsdóttir}}</ref> Freyja stundar nú doktorsnám við HÍ í [[Menntavísindi|menntavísindum]].<ref name=RIKK>{{Vefheimild|titill=„Kvenfyrirlitningin felur sig á bakvið fötlunarfyrirlitninguna“: Andóf fatlaðra kvenna gegn ofbeldi|útgefandi=RIKK|url=https://rikk.hi.is/kvenfyrirlitningin-felur-sig-a-bakvid-fotlunarfyrirlitninguna-andof-fatladra-kvenna-gegn-ofbeldi/|ár=2018|mánuður=7. nóvember|mánuðurskoðað=6. desember|árskoðað=2018}}</ref> Hún hefur beitt sér fyrir bættri þjónustu fyrir fatlaða, og var um tíma framkvæmdastjóri [[Notendastýrð persónuleg aðstoð|NPA-miðstöðvarinnar]] sem vinnur að framgangi þess að fatlaðir fái aukna aðstoð í formi [[Notendastýrð persónuleg aðstoð|notendastýrðrar persónulegar aðstoðar]].<ref>{{Vefheimild|url=http://www.npa.is/index.php/frettasafn/8-frettir-tilkynningar-og-annae-efni/42-framkvaemdastjori-raeinn-til-npa-miestoeevarinnar|titill=Framkvæmdastjóri ráðinn til NPA miðstöðvarinnar|höfundur=NPA miðstöðin}}</ref> Freyja er talsmaður [[Tabú]], sem er femínísk hreyfing fatlaðra kvenna.<ref>Tabu.is, [http://tabu.is/tabu/tabukonur/freyja/ „Freyja Haraldsdóttir“] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190804132453/http://tabu.is/tabu/tabukonur/freyja/ |date=2019-08-04 }} (skoðað 4. ágúst 2019)</ref> Freyja var [[Kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi 2010|kjörin]] á [[Stjórnlagaþing á Íslandi 2011|íslenska stjórnlagaþingið]] árið 2010 og tók þátt í því að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland sem var skilað inn þann 27. júlí árið 2011. Freyja var varaþingmaður [[Björt framtíð|Bjartrar framtíðar]] í [[Suðvesturkjördæmi]] frá 2013 til 2015.<ref>{{Vefheimild|titill=Freyja Haraldsdóttir|útgefandi=[[Alþingi]]|url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1188|mánuðurskoðað=6. desember|árskoðað=2018}}</ref> Árið 2007 kom bókin ''Postulín'' út, en hún er ritað af Freyju og Ölmu Guðmundsdóttur og hefur að geyma sögu Freyju. Sama ár útnefndi tímaritið ''Nýtt líf'' Freyju sem Konu ársins í árlegri útnefningu tímaritsins.<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/12/12/freyja_er_kona_arsins_hja_nyju_lifi_i/ „Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi“] (skoðað 5. ágúst 2019)</ref> == Fósturbarn == Árið 2014 óskaði Freyja eftir því að gerast fósturforeldri en [[Barnaverndarstofa]] hafnaði ósk hennar um að taka þátt í námskeiði sem er forsenda þess að hægt er að meta hæfni fólks til að taka barn í fóstur. Freyja kærði úrskurðinn til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðu Barnaverndarstofu. Úrskurðurinn var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurð nefndarinnar. Málinu var síðar skotið til [[Landsréttur|Landsréttar]] sem komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi mismunað Freyju á grundvelli fötlunar hennar. [[Hæstiréttur Íslands|Hæstiréttur]] staðfesti úrskurð Landsréttar og Freyja gat því sótt námskeiðið. Að námskeði loknu og að loknu matsferli staðfesti Barnaverndarstofa í apríl 2021 að Freyja væri hæf til að taka að sér barn í fóstur.<ref>Ruv.is, [https://www.ruv.is/frett/2021/04/14/eftir-sjo-ara-barattu-faer-freyja-ad-taka-barn-i-fostur „Eftir sjö ára baráttu fær Freyja að taka barn í fóstur“] (skoðað 14. apríl 2021)</ref> ==Tilvísanir== <references/> [[Flokkur:Þingmenn Bjartrar framtíðar]] [[Flokkur:Íslenskir aðgerðasinnar]] [[Flokkur:Íslenskir kvenaðgerðasinnar]] [[Flokkur:Íslenskir þroskaþjálfar]] [[Flokkur:Kjörnir fulltrúar á Stjórnlagaþing á Íslandi 2011]] {{f|1986}} 1q3a0cqh33uopav4ahjohgttawth66b Japanslífviður 0 148883 1891987 1777901 2024-12-15T17:31:28Z InternetArchiveBot 75347 Bætir við 1 bók til að [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreyna]] (20241215sim)) #IABot (v2.0.9.5) ([[User:GreenC bot|GreenC bot]] 1891987 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | image = Thuja standishii.jpg | image_caption = Barr og könglar af ''japanslífviði'' | status = NT | status_system = iucn3.1 | status_ref = <ref name=iucn>{{cite journal | author = Carter, G. | author2 = Farjon, A. |name-list-style = amp | title = ''Thuja standishii'' | journal = [[The IUCN Red List of Threatened Species]] | volume = 2013 | page = e.T42264A2968225 | date = 2013 | url = http://www.iucnredlist.org/details/42264/0 | doi = 10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42264A2968225.en | access-date = 14 December 2017}}</ref> | regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'') | divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'') | classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'') | ordo = ''[[Pinales]]'' | familia = [[Cupressaceae]] | genus = ''[[Thuja]]'' | species = '''''T. standishii''''' | binomial = ''Thuja standishii'' | binomial_authority = ([[George Gordon|Gordon]]) [[Elie-Abel Carrière|Carr.]] | synonyms = ''Thujopsis standishii'' <small>[[George Gordon|Gordon]]</small><br>''Thuja japonica'' <small>[[Carl Maximowicz|Maxim.]]</small><br>''Thuja gigantea'' var.'' japonica'' <small>([[Carl Maximowicz|Maxim.]]) [[Adrien René Franchet|Franch.]] & [[Paul Amédée Ludovic Savatier|Sav.]]</small> }} '''Japanslífviður''' ([[fræðiheiti]]: ''Thuja standishii''<ref name = "C132">Carrière, 1867 ''In: Traité Gén. Conif., ed. 2, 1: 108.''</ref>) er sígrænt [[barrtré]] í einiætt ([[Cupressaceae]]).<ref name = "source">''Conifer Database''. Farjon A., 2011-02-11</ref> Hann er ættaður frá suður [[Japan]], á eyjunum [[Honshū]] og [[Shikoku]]. Þetta er meðalstórt tré, um 20–35&nbsp;m hátt með þvermáli að 1m. == Myndir== <gallery> Thuja standishii, RBGE 2008.jpg Thuja standishii Wrocław.JPG Thuja standishii Brno1.JPG Thuja standishii Brno2.JPG Thuja standishii Brno3.JPG </gallery> ==Tilvísanir== {{Reflist}} ==Viðbótarlesning== *{{cite journal |doi=10.1016/S0040-4039(99)01191-0 |title=Standishinal, a novel carbon skeletal diterpene from the bark of Thuja standishii (Gord.) Carr |url=https://archive.org/details/sim_tetrahedron-letters_1999-08-27_40_35/page/n113 |journal=Tetrahedron Letters |volume=40 |issue=35 |pages=6419–6422 |year=1999 |last1=Ohtsu |first1=Hironori |last2=Iwamoto |first2=Manabu |last3=Ohishi |first3=Hirofumi |last4=Matsunaga |first4=Shunyo |last5=Tanaka |first5=Reiko }} *{{cite journal |doi=10.1016/j.bmc.2007.01.031 |pmid=17287126 |title=Synthesis of dl-standishinal and its related compounds for the studies on structure–activity relationship of inhibitory activity against aromatase |journal=Bioorganic & Medicinal Chemistry |volume=15 |issue=7 |pages=2736–2748 |year=2007 |last1=Katoh |first1=Takahiro |last2=Akagi |first2=Taichi |last3=Noguchi |first3=Chie |last4=Kajimoto |first4=Tetsuya |last5=Node |first5=Manabu |last6=Tanaka |first6=Reiko |last7=Nishizawa (Née Iwamoto) |first7=Manabu |last8=Ohtsu |first8=Hironori |last9=Suzuki |first9=Noriyuki |last10=Saito |first10=Koichi }} ==Tenglar== *[http://www.conifers.org/cu/th/standishii.htm Gymnosperm Database - ''Thuja standishii''] {{commonscat|Thuja standishii}} {{wikilífverur|Thuja standishii}} {{stubbur|líffræði}} [[Flokkur:Barrtré]] q9ljsz4n0v4ecq9di9dhjx00dc5zitj Javaburkni 0 148975 1891970 1624232 2024-12-15T12:29:10Z InternetArchiveBot 75347 Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5 1891970 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | colour = lightgreen | image = Microsorum pteropus.jpg | divisio = [[Byrkningar]] (''Pteridophyta'') | classis = [[Burknar]] (''Pteridopsida'') | ordo = [[Burknabálkur]] (''Polypodiales'') | familia = [[Polypodiaceae]] | genus = ''[[Microsorum]]'' | species = '''Javaburkni''' (''M. pteropus'') | binomial = Microsorum pteropus | binomial_authority = [[Carl Ludwig Blume|Blume]], 1933 | synonyms = ''Colysis pteropus'' }} [[File:Java Fern (Microsorum pteropus) growing in the wild..jpg|thumb|Javaburkni (Microsorum pteropus) á vesturskaga Malasíu|alt=|left]] '''Javaburkni''' ([[fræðiheiti]]: ''Microsorum pteropus'') eða '''vængblað''' er burkni í [[Polypodiaceae]] ætt. Hann heitir eftir [[Indónesía|Indónesísku]] eyjunni [[Java|Jövu]], en hann er frá suðaustur Asíu ([[Malaysia|Malasíu]], [[Taíland]]i og hluta [[Kína]]). Tegundin er mjög breytileg með nokkur landfræðileg afbrigði sem til dæmis má greina hvert frá öðru á blaðstærð eða lögun. Á búsvæði sínu er hann rótfastur við rætur eða steina og getur vaxið í kafi eða hálfsokkinn. Plantan fjölgar sér með smáplöntum sem myndast á eldri blöðum og festa sig á fast efni í vatninu. ==Í búrum== Javaburkni er ein vinsælasta fiskabúraplantan, bæði vegna útlits og hversu auðveld hún er í ræktun og viðhaldi. Nokkur ræktunarafbrigði eru til, þar á meðal "mjó-lauf", "nálar-lauf", "Windelov", "trident", og "lensu-lauf". Ræktun í búrum felst yfirleitt í því að jarðstöngullinn er bundinn við stein eða timbur, en ekki má grafa hann í mölina. Hann þolir kranavatn, dimmu eða nokkra birtu, með möl eða án. Hann þolir snigla nokkuð vel og flestir fiskar láta hann vera.<ref>{{Cite web|url=http://theaquarium.club/java-fern/|title=Java Fern Care, Reproduction and Fact sheet {{!}} The Aquarium Club|website=theaquarium.club|language=en-US|access-date=2018-02-08|archive-date=2018-02-09|archive-url=https://web.archive.org/web/20180209002858/http://theaquarium.club/java-fern/|url-status=dead}}</ref> Sýrustig vatnsins getur verið frá 5,5 til 7 pH og hiti frá 20 til 28°C.<ref>{{Bókaheimild|titill=Búrfiskar|höfundur=Helga Braemer|höfundur2=Ines Scheurmann|útgefandi=Vasaútgáfan|ár=1991|bls=33}}</ref> == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commons|Microsorum pteropus}} {{wikilífverur|Microsorum pteropus}} {{Stubbur|grasafræði}} [[Flokkur:Burknar]] [[Flokkur:Fiskabúr]] aeqevj8dfeco78t1gv8i49p7vnyoy2h Herra Hnetusmjör 0 149035 1891995 1845262 2024-12-15T19:45:06Z 2003:D5:AF2D:500:9C5C:FEC8:A38F:EF25 1891995 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Herra Hnetusmjör | mynd = | mynd_texti = | fæðingarnafn = Árni Páll Árnason | fæðingardagur = {{fæðingardagur og aldur|1996|8|31}} | fæðingarstaður = [[Kópavogur]], Ísland | önnur_nöfn = Kópboi | starf = {{Flatlist| * Tónlistarmaður * Rappari }} | ár = 2015–í dag | maki = | börn = 2<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/fjolskyldan/frettir/2022/01/19/herra_hnetusmjor_og_sara_eignudust_son/|title=Herra Hnetusmjör og Sara eignuðust son|date=2022-01-19|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2023-12-31}}</ref> | foreldrar = | ættingjar = | module = {{Tónlistarfólk | embed = yes | stefna = {{Flatlist| * [[Rapp]] * [[Popptónlist|popp]] }} | hljóðfæri = | útgefandi = {{Flatlist| * Sjálfútgefið * [[Sony Music|Sony]]<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/thetta-er-ekki-thessi-vondi-plotusamningur-0|titill=Þetta er ekki þessi vondi plötusamningur|ár=2018|mánuður=27. febrúar|útgefandi=[[RÚV]]}}</ref> * [[Kóp Bois Entertainment|KBE]] }} | meðlimur_í = [[IceGuys]] | áður_meðlimur = }} | vefsíða = }} '''Árni Páll Árnason'''<ref name=":0">{{Vefheimild|url=http://www.dv.is/fokus/folk/2017/12/08/herra-hnetusmjor-radherrason/|titill=Herra Hnetusmjör Ráðherrason|höfundur=Björn Þorfinnsson|útgefandi=[[DV]]|mánuður=8. desember|ár=2017}}</ref> (f. 31. ágúst 1996)<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2015838643d|title=Herra Hnetusmjör gefur út plötu á afmælisdaginn sinn - Vísir|last=Kjartansson|first=Kjartan Atli|website=visir.is|language=is|access-date=2021-06-02}}</ref>, þekktur undir sviðsnafninu '''Herra Hnetusmjör''', er íslenskur tónlistarmaður og [[Rapp|rappari]].<ref name=":1">{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2015705269937|titill=Herra Hnetusmjör ein af vonarstjörnum íslensks rapps|höfundur=Kjartan Atli Kjartansson|útgefandi=[[Fréttablaðið]]|mánuður=26. maí|ár=2015}}</ref> Herra Hnetusmjör ólst upp í [[Hveragerði]] og síðar í [[Kópavogur|Kópavogi]].<ref name=":2" /> Hann tilheyrir hóp Kópavogs-peyja sem gefa út efni undir merkinu [[Kóp Bois Entertainment]] eða KBE.<ref name=":1" /> Hann lærði við [[Menntaskólinn í Kópavogi|Menntaskólann í Kópavogi]] og er sonur Árna Magnússonar, [[félagsmálaráðherra]] frá 2003 til 2006.<ref name=":2">{{Vefheimild|url=https://www.kopavogsbladid.is/herra-hnetusmjor-aetlar-ad-negla-toppinn/|titill=Herra Hnetusmjör ætlar að negla á toppinn|höfundur=Auðun Georg Ólafsson|útgefandi=Kópavogsblaðið|mánuður=9. september|ár=2014}}</ref><ref name=":0">{{Vefheimild|url=http://www.dv.is/fokus/folk/2017/12/08/herra-hnetusmjor-radherrason/|titill=Herra Hnetusmjör Ráðherrason|höfundur=Björn Þorfinnsson|útgefandi=[[DV]]|mánuður=8. desember|ár=2017}}</ref> Herra Hnetusmjör bjó til texta yfir bandarísk rapplög árið 2014 og tók þá upp. Hann gaf út upptökurnar á [[YouTube]]. Lögin heita „Elías“, „Til í allt 2.5“, „Herra Hnetusmjör“, „Blóðþyrstir úlfar“ og „Við erum í húsinu“.<ref name=":2" /> Árið 2015 gaf hann út sína fyrstu breiðskífu, ''Flottur strákur''. Næstu plötur frá rapparanum voru ''KÓPBOI'', ''Hetjan úr herfinu'', ''Dögun'', ''Erfingi Krúnunnar'' og ''Flottur strákur 2.'' Árið 2020 kom út ævisaga hans eftir [[Sóli Hólm|Sóla Hólm]] undir titlinum ''Herra Hnetusmjör: Hingað til''.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20202015128d/aevisaga-a-leidinni-um-herra-hnetusmjor-eg-er-besti-rappari-a-islandi-|title=Ævisaga á leiðinni um Herra Hnetusmjör: „Ég er besti rappari á Íslandi“ - Vísir|last=Pálsson|first=Stefán Árni|date=2020-09-22|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-31}}</ref> Hann hefur verið dómari í síðustu tveimur þáttaröðum af [[Idol (Ísland)|Idol]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232506871d/briet-og-herra-hnetu-smjor-rifust-hun-er-svo-leidin-legur-karakter-|title=Bríet og Herra Hnetu­smjör rifust: „Hún er svo leiðin­legur karakter“ - Vísir|last=Pálsson|first=Stefán Árni|date=2023-12-23|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-31}}</ref> Árið 2023 gekkst hann til liðs við strákahljómsveitina [[IceGuys]].<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/20232478756d/eftir-minni-legast-ad-klaedast-fjogurra-milljon-kronu-pels|title=Eftir­­minni­­legast að klæðast fjögurra milljón krónu pels - Vísir|last=Agnarsdóttir|first=Dóra Júlía|date=2023-10-28|website=visir.is|language=is|access-date=2023-12-31}}</ref> Hann söng lokalag [[Áramótaskaup 2023|Áramótaskaupsins 2023]].<ref>{{Cite web|url=https://spilari.nyr.ruv.is/sjonvarp/spila/aramotaskaup-2023/33633/a0nv8h|title=Áramótaskaup 2023|date=2023-12-31|website=RÚV|access-date=2024-01-01|archive-date=2024-01-01|archive-url=https://web.archive.org/web/20240101015414/https://spilari.nyr.ruv.is/sjonvarp/spila/aramotaskaup-2023/33633/a0nv8h|url-status=dead}}</ref> == Útgefið efni == === Plötur === * 2015 – ''Flottur skrákur'' * 2017 – ''KÓPBOI'' * 2018 – ''Hetjan úr hverfinu'' * 2019 – ''DÖGUN'' {{small|(með [[Huginn (tónlistarmaður)|Huginn]])}} * 2020 – ''Erfingi krúnunnar'' * 2021 – ''Flottur strákur 2'' === Stökur === * 2015 – „BomberBois“ {{small|(ásamt Joe Frazier)}} * 2016 – „203 stjórinn“ * 2017 – „Ár eftir ár“ * 2017 – „Kling kling“ * 2017 – „Spurðu um mig“ * 2017 – „Já ég veit“ {{small|(ásamt [[Birnir (tónlistarmaður)|Birni]])}} * 2018 – „Spurðu um mig ([[Ingi Bauer]] Remix)“ * 2018 – „Shoutout á mig“ * 2018 – „Upp til hópa“ {{small|(ásamt Inga Bauer)}} * 2019 – „Sorry mamma“ {{small|(ásamt [[Huginn (tónlistarmaður)|Huginn]])}} * 2019 – „Fataskáp afturí“ * 2019 – „Vitleysan eins“ * 2019 – „Þegar þú blikkar“ {{small|(ásamt [[Björgvin Halldórsson|Björgvini Halldórssyni]])}} * 2020 – „ESSUKAJEMEINA“ * 2020 – „Stjörnurnar“ * 2021 – „Gerðu þig“ * 2021 – „Einn í Einu“ {{small|(ásamt [[Hugo (tónlistarmaður)|Hugo]])}} * 2021 – „GERI SIG FRÆGA“ {{small|(ásamt Mambakid)}} * 2022 – „Hálfa milljón“ {{small|(ásamt [[Emmsjé Gauti|Emmsjé Gauta]])}} * 2022 – „Sjáðu mig nú“ {{small|(ásamt [[Birgir Hákon|Birgi Hákoni]])}} * 2022 – „Cashmere draumur“ {{small|(ásamt [[Birgitta Haukdal|Birgittu Haukdal]])}} * 2023 – „Vinn við það“ {{small|(ásamt [[Friðrik Dór]] og [[Þormóður Eiríksson|Þormóði]])}} * 2023 – „All in“ == Tilvísanir == {{reflist}} {{stubbur|æviágrip|tónlist}} {{f|1996}} [[Flokkur:Íslenskir tónlistarmenn]] [[Flokkur:Íslenskir rapparar]] mt0xrxn9b0o9zfxvqk9vaifoepps91x Þórdís Lóa Þórhallsdóttir 0 149538 1892064 1807480 2024-12-16T09:34:29Z TKSnaevarr 53243 1892064 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Þórdís Lóa Þórhallsdóttir | búseta = Reykjavík | mynd = | myndastærð = 300px | myndatexti1 = | titill = Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur | stjórnartíð_start = [[7. júní]] [[2022]] | stjórnartíð_end = | forveri = [[Alexandra Briem]] | fæðingarnafn = | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1965|12|7}} | fæðingarstaður = [[Selfoss]] | dánardagur = | dánarstaður = | orsök_dauða = | þekktur_fyrir = | starf = | stjórnmálaflokkur = [[Viðreisn]] | laun = | trúarbrögð = | maki = | börn = | foreldrar = | heimasíða = | háskóli = [[Loyola University New Orleans]], [[Háskóli Íslands]], [[Háskólinn í Reykjavík]] | undirskrift = | SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] | SS1_frá1 = 2018 | SS1_til1 = | SS1_flokkur1 = Viðreisn }} '''Þórdís Lóa Þórhallsdóttir''' (f. 7. desember 1965) er forseti borgarstjórar og borgarfullrúi í Reykjavík. Þórdís Lóa er oddviti [[Viðreisn]]ar í [[borgarstjórn Reykjavíkur]]. == Menntun og fyrri störf == Þórdís Lóa fæddist 7. desember 1965 á [[Selfoss|Selfossi]]. Hún lauk stúdentsprófi frá [[Fjölbrautarskólinn í Breiðholti|Fjölbrautarskólanum í Breiðholti]] og því næst námi í sjónvarpsframleiðslu frá [[:en:Loyola_University_New_Orleans|Loyola háskólanum í New Orleans]] árið 1991. Árið 1995 lauk hún BA prófi í félagsfræði frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og ári síðar framhaldsnámi í félagsráðgjöf frá sama skóla. Loks lauk Þórdís Lóa MBA gráðu frá [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólanum í Reykjavík]]. Að loknu framhaldsnámi í félagsráðgjöf hóf Þórdís Lóa störf á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en þar starfaði hún sem stjórnandi í tæp 20 ár<ref>{{Vefheimild|titill=Græn­met­is­bónd­inn og veiðigyðjan Þór­dís Lóa|url=https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/05/24/graenmetisbondinn_og_veidigydjan_thordis_loa/|útgefandi=[[mbl.is]]|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=5. mars|ár=2018|mánuður=5. maí}}</ref> en hún var meðal annars framkvæmdastjóri velferðarþjónustu á árunum 2000-2005.<ref>{{Vefheimild|url=https://reykjavik.is/borgarfulltruar/thordis-loa-thorhallsdottir|titill=Þórdís Lóa Þórhallsdóttir|höfundur=|útgefandi=[[Reykjavíkurborg]]|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2019|safnár=}}</ref> Á sama tíma var hún stundakennari við Háskóla Íslands auk þess að sitja í fjölmörgum ráðum og nefndum, meðal annars á vegum borgarstjórnar og ráðuneyta. Frá árinu 2005 sneri Þórdís Lóa sér að viðskiptum og á árunum 2005-2015 var hún eigandi og framkvæmdastjóri [[Pizza Hut]] á Íslandi og í [[Finnland|Finnlandi]] auk þess að sinna ýmsum störfum fyrir Pizza Hut-keðjuna í [[Evrópa|Evrópu]], meðal annars við stjórn markaðs- og vörumerkjamála og innleiðingu stjórnendaþjálfunar.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.vb.is/frettir/reynir-ekki-ad-vera-fullkomin/140258/|titill=Reynir ekki að vera fullkomin|höfundur=|útgefandi=[[Viðskiptablaðið]]|mánuður=6. ágúst|ár=2017|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2019|safnár=}}</ref> Þá var Þórdís Lóa forstjóri [[Gray Line Iceland]] frá 2016 til 2017 en hefur auk þess fengist við sjónvarpsþáttagerð og ýmis störf í ferðaþjónustu. Þórdís Lóa hefur um árabil verið ötull talsmaður þess að stjórnir, stjórnendastöður og fjölmiðlar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins. Hún var formaður [[Félag kvenna í atvinnulífinu|Félags kvenna í atvinnulífinu]] á árunum 2013-2017 auk þess að gegna stjórnarformennsku í Finnsk-íslenska viðskiptaráðinu um árabil. == Ferill í stjórnmálum == Í mars 2018 var tilkynnt að Þórdís Lóa myndi leiða framboðslista Viðreisnar til borgarstjórnar.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.vb.is/frettir/thordis-loa-leidir-lista-vidreisnar/145834/|titill=Þórdís Lóa leiðir lista Viðreisnar|höfundur=|útgefandi=[[Viðskiptablaðið]]|mánuður=20. mars|ár=2018|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2019|safnár=}}</ref> Úrslit borgarstjórnarkosninga 26. maí 2018 voru þau að Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Hlaut flokkurinn 4.812 atkvæði, eða 8,2% atkvæða,<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/kosningar/svf_results/#reykjavikurborg|titill=Úrslit úr stærstu sveitarfélögum|höfundur=|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2019|safnár=}}</ref> og tóku þau Þórdís Lóa og [[Pawel Bartoszek]] sæti í borgarstjórn í kjölfarið. Á fundi borgarstjórnar 19. júní 2019 var Þórdís Lóa kjörin formaður borgarráðs Reykjavíkur. Þá er hún formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, varaformaður [[Faxaflóahafnir|Faxaflóahafna]] og í stjórn [[Samband íslenskra sveitarfélaga|Sambands íslenskra sveitarfélaga]]. ==Tilvísanir== <references/> {{Núverandi borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur}} {{f|1965}} [[Flokkur:Íslenskir viðskiptamenn]] [[Flokkur:Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur]] [[Flokkur:Íslenskar konur]] [[Flokkur:Íslenskir félagsráðgjafar]] [[Flokkur:Borgarfulltrúar Viðreisnar]] 7epn6mee08gt82qazpd134rbw587lmh Rannís 0 149560 1892073 1859989 2024-12-16T10:36:54Z David Fjolnir 92447 Vísinda- og tækniráð var lagt niður 2023 og Vísinda- og nýsköpunarráð tók við. 1892073 wikitext text/x-wiki '''Rannsóknamiðstöð Íslands''' ('''Rannís''') er ríkisstofnun á Íslandi sem hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við [[Rannsókn|rannsóknir]], [[nýsköpun]], [[menntun]] og [[Menning|menningu]]. Rannís heyrir undir [[háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið.]] Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfs­möguleikum auk þess að greina og kynna áhrif rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar á þjóðarhag. Rannís er rekin af skattfé samkvæmt [[Fjárlög|fjárlögum]]. Rannís starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003<ref>[https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003003.html 3/2003]</ref>. Starfsfólk Rannís er tæplega 70 talsins. Forstöðumaður Rannís er Ágúst Hjörtur Ingþórsson. Hann er skipaður af háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til fimm ára í senn samkvæmt erindisbréfi. ==Sjá einnig== * [[Opinber stuðningur við vísindarannsóknir á Íslandi]] ==Ítarefni== * [https://www.rannis.is/ Vefsíða Rannís:] * [https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003003.html Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir:] == Heimildir == <references /> [[Flokkur:Íslenskar ríkisstofnanir]] idk5cec5991zhbjeeew9l3gjr0a3uqt Dóra Björt Guðjónsdóttir 0 149656 1892065 1719411 2024-12-16T09:47:19Z TKSnaevarr 53243 1892065 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Dóra Björt Guðjónsdóttir | búseta = Reykjavík | mynd = | myndastærð = 300px | myndatexti1 = | titill= Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur | stjórnartíð_start = [[19. júní]] [[2018]] | stjórnartíð_end = [[18. júní]] [[2019]] | forveri =[[Líf Magneudóttir]] | eftirmaður = [[Pawel Bartoszek]] | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1988|6|19}} | fæðingarstaður = | dánardagur = | þekktur_fyrir = | starf = | stjórnmálaflokkur = [[Píratar]] | laun = | trúarbrögð = | maki = | börn = | foreldrar = | heimasíða = | háskóli = [[Óslóarháskóli]] (BA)<br>[[Freie Universität Berlin]] (BA)<br>[[Háskóli Íslands]] (MA) | undirskrift = | SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] | SS1_frá1 = 2018 | SS1_til1 = | SS1_flokkur1 = Píratar }} '''Dóra Björt Guðjónsdóttir''' (f. 19. júní 1988) er oddviti [[Píratar|Pírata]] í [[borgarstjórn Reykjavíkur]]. Hún var forseti borgarstjórnarinnar frá árinu 2018 til 2019. Dóra er yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkur.<ref>{{Vefheimild|titill=Yngsti for­setinn fagnar stóraf­mæli á fyrsta fundi|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Lovísa Arnardóttir|url=https://www.frettabladid.is/frettir/yngsti-forseti-borgarstjornar-fagnar-storafmaeli-a-fyrsta-fundi|ár=2018|mánuður=19. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=8. mars|safnslóð=https://web.archive.org/web/20200927064342/https://www.frettabladid.is/frettir/yngsti-forseti-borgarstjornar-fagnar-storafmaeli-a-fyrsta-fundi/|safndags=27. september 2020}}</ref> Dóra ólst upp á Rafstöðvarveg í [[Elliðaárdalur|Elliðaárdalnum]] í [[Árbær|Árbæ]]. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Hamrahlíð|Menntaskólanum í Hamrahlíð]] flutti Dóra í nám til Noregs og nam heimspeki við [[Óslóarháskóli|Óslóarháskóla]].<ref>{{Vefheimild|titill=Mjólkaði safnkúna|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Kristjana B. Guðbrandsdóttir|url=https://www.frettabladid.is/lifid/mjolkai-safnkuna|ár=2018|mánuður=28. apríl|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=8. mars|safnslóð=https://web.archive.org/web/20200927063514/https://www.frettabladid.is/lifid/mjolkai-safnkuna/|safndags=27. september 2020}}</ref> Dóra útskrifaðist þaðan með bakkalársgráðu árið 2012. Hún útskrifaðist síðan með bakkalárskgráðu í aðþjóðafræði frá Óslóarháskóla og [[Freie Universität Berlin]] árið 2016. Hún sneri síðan heim til Íslands eftir sjö ára dvöl í Noregi og Þýskalandi og hóf störf með Pírataflokknum ásamt mastersnámi í alþjóðasamskiptum. Dóra útskrifaðist með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 2017.<ref>{{Vefheimild|titill=Dóra Björt Guðjónsdóttir|útgefandi=Reykjavíkurborg|url=https://reykjavik.is/borgarfulltruar/dora-bjort-gudjonsdottir|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=8. mars}}</ref> Dóra Björt var í framboði til Alþingis fyrir Pírata í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 2024]].<ref>{{Vefheimild|titill=Vill úr borgar­stjórn á Al­þingi|url=https://www.visir.is/g/20242637124d/vill-ur-borgarstjorn-a-althingi|dags=18. október 2024|skoðað=15. desember 2024|höfundur=Árni Sæberg|útgefandi=[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]}}</ref> Píratar fengu enga þingmenn kjörna í kosningunum. ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla| titill=Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur| frá=[[19. júní]] [[2018]]| til=[[18. júní]] [[2019]]| fyrir=[[Líf Magneudóttir]]| eftir=[[Pawel Bartoszek]]| }} {{Töfluendir}} {{Núverandi borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur}} {{f|1988}} [[Flokkur:Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur]] [[Flokkur:Íslenskar konur]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð]] [[Flokkur:Borgarfulltrúar Pírata]] nvycs5l8a56fhjiiz8y5bf8onl0o3xh Asparryðsveppur 0 150807 1892011 1769311 2024-12-15T22:16:46Z Berserkur 10188 1892011 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | image = Populus,_Melampsora_larici-populina_uredosori.jpg | regnum = [[Sveppir]] (''Fungi'') | phylum = [[Kólfsveppir]] (Basidiomycota) | classis = [[Ryðsveppir]] (Uredinomycetes) | ordo = [[Ryðsveppabálkur]] (Uredinales) | familia = ''[[Melampsoraceae]]'' | genus = ''[[Melampsora]]'' | species = '''Melampsora laricis-populina''' | binomial = Melampsora laricis-populina | binomial_authority = Kleb. 1902 | synonyms = ''Melampsora populi'' <small>(Sowerby) M. Morelet 1985</small><ref>M. Morelet (1985) , In: Cryptog. Mycol. 6(2):107</ref><br>''Phoma populi'' <small>(Sowerby) Fr. 1823</small><ref>E.M. Fries (1823) , In: Syst. mycol. (Lundae) 2(2):547</ref><br>''Sphaeria populi'' <small>Sowerby 1803</small><ref>Sowerby (1803) , www.speciesfungorum.org</ref> }} '''Asparryðsveppur''' ([[fræðiheiti]]: ''Melampsora laricis-populina'') er sveppategund<ref>Kleb. (1902) , In: Z. PflKrankh. PflPath. PflSchutz 12:43</ref> sem var lýst af Kleb. 1902. <ref name = "COL">{{cite web |url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2011/search/all/key/melampsora+laricis-populina/match/1|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2011 Annual Checklist.|author= Bisby F.A., Roskov Y.R., Orrell T.M., Nicolson D., Paglinawan L.E., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., Baillargeon G., Ouvrard D. (red.)|year= 2011|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 24 september 2012}}</ref> Sveppurinn leggst á [[ösp]] og er með [[lerki]] sem millihýsil.<ref>{{Cite web|url=https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/skadvaldar-i-trjam/asparryd|title=Asparryð|last=Skógræktin|website=Skógræktin|language=is|access-date=2021-10-19}}</ref> Hann finnst helst á [[Suðurland]]i, en finnst víðar.<ref name = "Heilbr">{{Bókaheimild|höfundur=Guðmundur Halldórsson|höfundur2=Halldór Sverrisson|titill=Heilbrigði trjágróðurs|útgefandi=Iðunn|ár=2014|bls=126|ISBN=978-9979-1-0528-2}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{commonscat|Melampsora laricis-populina}} {{Wikilífverur|Melampsora laricis-populina}} {{stubbur|sveppir}} [[Flokkur:Ryðsveppabálkur]] [[Flokkur:Sveppir á Íslandi]] [[Flokkur:Trjásjúkdómar]] 7ylafmxds78wgtt4jm8o4u5kotbu0o3 Álmsýki 0 150809 1892012 1886549 2024-12-15T22:17:55Z Berserkur 10188 1892012 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | status = | image = Ophiostoma ulmiUL.JPG | image_caption = | regnum = [[Svepparíki]] (''Fungi'') | divisio = [[Asksveppir]] (''Ascomycota'') | classis = [[Skjóðusveppir]] (''[[Sordariomycetes]]'') | ordo = [[Ophiostomatales]] | familia = [[Ophiostomataceae]] | genus = [[Ophiostoma]] | species = '''Ophiostoma ulmi''' | binomial = Ophiostoma ulmi | binomial_authority = ([[Christine Johanna Buisman|Buisman]]) [[Johann Axel Nannfeld|Nannf.]] 1934 | range_map = | range_map_caption = | image2 = | image2_caption = | synonyms = ''Pesotum ulmi'' <small>(M.B. Schwarz) [[J.Leland Crane|J.L. Crane]] & [[Jean Donze Schoknecht|Schokn.]] 1973</small><ref name = "col23942">J.L. Crane & Schokn. (1973) , In: Am. J. Bot., Suppl. 60(4):348</ref><br>''Ceratocystis ulmi'' <small>([[Christine Johanna Buisman|Buisman]]) [[Claude Moreau|C. Moreau]] 1952</small><ref name = "col22006">C. Moreau (1952) , In: Revue Mycol., Paris 17(Suppl. Colon. no. 1):22</ref><br>''Ceratostomella ulmi'' <small>[[Christine Johanna Buisman|Buisman]] 1932</small><ref name = "col458"> , www.speciesfungorum.org</ref><br>''Graphium ulmi'' <small>M.B. Schwarz 1922</small><ref name = "col142270">M.B. Schwarz (1922) , In: Meded. Phytopath. Labor. Willie Commelin Scholten Baarn 5:13</ref> }} '''Álmsýki''' ([[fræðiheiti]]: ''Ophiostoma ulmi''<ref name = "col142055">Melin & Nannfeldt (1934) , In: Svensk Skogsvårdsförening Tidskr., Hafte 32(3–4):408</ref>) er sveppategund sem var lýst af [[Christine Johanna Buisman]], og fékk sitt núverandi nafn af [[Johann Axel Nannfeld]] 1934.<ref name = "COL">{{cite web |url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2011/search/all/key/ophiostoma+ulmi/match/1|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2011 Annual Checklist.|author= Bisby F.A., Roskov Y.R., Orrell T.M., Nicolson D., Paglinawan L.E., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., Baillargeon G., Ouvrard D. (red.)|year= 2011|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 24 september 2012}}</ref> <ref name = "source">''Species Fungorum''. Kirk P.M., 2010-11-23</ref> Hún er af völdum einhvers af þriggja tegunda sveppa<ref name=ASCoverview>[http://hhh.gavilan.edu/rmorales/documents/Botanych.14fungiascomycete_001.ppt Ascomycetes: Phylum Ascomycota] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20190424234113/http://hhh.gavilan.edu/rmorales/documents/Botanych.14fungiascomycete_001.ppt |date=2019-04-24 }}, ''Biology of Plants, Seventh Edition'', W. H. Freeman and Company, 2005.</ref> sem valda „Dutch elm disease“: *''[[Ophiostoma ulmi]]'', sem sýkti álm í Evrópu frá 1910, og í Norður-Ameríku með innfluttu timbri 1928. *''[[Ophiostoma himal-ulmi]]'',<ref>{{cite journal |last1=M.D. |title=''Ophiostoma himal-ulmi'' sp. nov., a new species of Dutch elm disease fungus endemic to the Himalayas |url=https://archive.org/details/sim_mycological-research_1995-02_99_2/page/205 |journal=Mycological Research |volume=99 |issue=2 |pages=205–215 |year=1995 |issn=0953-7562 |doi=10.1016/S0953-7562(09)80887-3 |first1=C.M. |last2=Mehrotra |first2=M.D. }}</ref> er einlend í vestur [[Himalajafjöllum]]. *''[[Ophiostoma novo-ulmi]]'', er sérstaklega banvæn tegund frá Japan sem var fyrst lýst í Evrópu og Norður-Ameríku um 1940 og hefur fellt álm í báðum heimsálfum síðan um 1960.<ref name=Spooner>{{cite book |first1=Brian |last1=Spooner |first2=Peter |last2=Roberts |title=Fungi |series=Collins New Naturalist Library |volume=96 |url=https://books.google.com/books?id=JNL6Lmo-gkYC&pg=PT235 |year=2010 |publisher=HarperCollins |isbn=978-0-00-740605-0 |page=235 |origyear=2005}}</ref><ref name=Johnson>Johnson, O. (2011). ''Champion Trees of Britain and Ireland''. Royal Botanic Gardens, Kew. {{ISBN|978-1842464526}}</ref> Smitið berst yfirleitt með barkarbjöllum (undirætt [[Scolytinae]]). == Tilvísanir == {{Reflist}} {{commonscat|Ophiostoma ulmi}} {{wikilífverur|Ophiostoma ulmi}} {{stubbur|sveppir}} [[Flokkur:Trjásjúkdómar]] [[Flokkur:Sníkjusveppir]] si20f3mcmfbz4d1tszhioej3waimj56 Adda Bára Sigfúsdóttir 0 150899 1892046 1747206 2024-12-16T08:26:37Z TKSnaevarr 53243 1892046 wikitext text/x-wiki '''Adda Bára Sigfúsdóttir''' ([[30. desember]] [[1926]] - [[5. mars]] [[2022]]) var íslenskur [[veðurfræði]]ngur og stjórnmálamaður. Foreldrar hennar voru [[Sigfús Sigurhjartarson]] alþingismaður og borgarfulltrúi og varaformaður Sósíalistaflokksins og Sigríður Stefánsdóttir. Adda Bára varð stúdent 1946 frá MR. Síðan stundaði hún nám í veðurfræði við Óslóarháskóla 1947-1953 og lauk þaðan cand.real. prófi. Að námi loknu hóf hún störf við [[Veðurstofa Íslands|Veðurstofu Íslands]] og var deildarstjóri veðurfarsdeildar 1953-1988. Síðan vann hún að rannsóknum og úrvinnslu veðurfarsgagna við Veðurstofuna til 1998, var m.a. lengi í ritnefnd tímaritsins Veðursins. == Stjórnmálaferill == Adda Bára haslaði sér snemma völl á hinum pólitíska vettvangi. Hún var formaður [[Æskulýðsfylkingin|Æskulýðsfylkingarinnar]] 1955-1956. Varaþingmaður Reykvíkinga 1957. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn 1962-66 og fyrir [[Alþýðubandalagið]] 1970-86. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni 1968 og allt til 1974. Hún var einnig lengi í miðstjórn beggja áðurnefndra flokka. Adda Bára sat í ótal nefndum og ráðum sem verða ekki talin upp hér. Hún varð fyrst til að gegna formlegu starfi aðstoðarmanns ráðherra á Íslandi. [[Magnús Kjartansson]] heilbrigðisráðherra réði hana sér til aðstoðar haustið 1971. Þá höfðu lög sem heimiluðu ráðningu aðstoðarmanna verið í gildi í eitt og hálft ár. Aðstoðarmenn ráðherra voru í þá daga stundum kallaðir aðstoðarráðherrar eða vararáðherrar. Þessu starfi gegndi hún til 1974. == Ritstörf == Adda Bára ritaði allmargar greinar í blöð og tímarit bæði um þjóðfélagsmál, veðurfræði og veðurfar. Rannsóknir hennar á úrkomu og úrkomudreifingu eru þekktar og Íslandskort hennar af meðalúrkomu áranna 1931-1960 var fyrsta heildstæða úrkomukortið sem gert var af landinu öllu. == Einkahagir == Adda Bára var gift Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi (1922-1968). Synir þeirra voru Sigfús Bjarnason og [[Kolbeinn Bjarnason]], flautuleikari. Adda Bára var heiðursfélagi í [[Hið íslenska náttúrufræðifélag|Hinu íslenska náttúrufræðifélagi]]. [[Flokkur:Íslenskir náttúrufræðingar]] [[Flokkur:Íslenskir veðurfræðingar]] [[Flokkur:Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins]] [[Flokkur:Varaformenn Alþýðubandalagsins]] {{fd|1926|2022}} b0em8qvmq6vsmcvv6q2zl8hf2q5b001 Katrín Lea Elenudóttir 0 153920 1891972 1648065 2024-12-15T13:15:48Z InternetArchiveBot 75347 Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5 1891972 wikitext text/x-wiki '''Katrín Lea Elenudóttir''' (fædd [[22. febrúar]] [[1999]]) er rússnesk-íslensk fyrirsæta og fegurðardrottning sem krýnd var [[ungfrú Universe Ísland 2018]] þann 21. ágúst 2018. Hún var fulltrúi Íslands á [[Miss Universe 2018]].<ref>{{Cite web |url=https://beautypageants.indiatimes.com/miss-universe/katrn-lea-elenudttir-to-represent-iceland-at-the-miss-universe-2018/articleshow/65502244.cms |title=Katrín Lea Elenudóttir to represent Iceland at Miss Universe 2018 |access-date=2019-09-06 |archive-date=2019-07-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190715092648/https://beautypageants.indiatimes.com/miss-universe/katrn-lea-elenudttir-to-represent-iceland-at-the-miss-universe-2018/articleshow/65502244.cms |url-status=dead }}</ref> == Tilvísanir == {{reflist}} {{Stubbur|æviágrip}} [[flokkur:íslenskar fyrirsætur]] [[Flokkur:Íslenskar konur]] {{f|1999}} j7ig7xgwubatmp5fb44gcordwsl45z3 Sahle-Work Zewde 0 155308 1892002 1891949 2024-12-15T21:29:22Z TKSnaevarr 53243 1892002 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | forskeyti = | nafn = Sahle-Work Zewde | nafn_á_frummáli = {{nobold|ሳህለወርቅ ዘውዴ}} | mynd = 사흘레워크 쥬드 (Sahle-Work Zewde) 20221009.jpg | myndastærð = | myndatexti1 = Sahle-Work árið 2022. | titill= Forseti Eþíópíu | stjórnartíð_start = [[25. október]] [[2018]] | stjórnartíð_end = [[7. október]] [[2024]] | forsætisráðherra = [[Abiy Ahmed]] | forveri = [[Mulatu Teshome]] | eftirmaður = [[Taye Atske Selassie]] | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1950|2|21}} | fæðingarstaður = [[Addis Ababa]], [[Eþíópía|Eþíópíu]] | dánardagur = | dánarstaður = | þjóderni = [[Eþíópía|Eþíópísk]] | maki = | stjórnmálaflokkur = Óflokksbundin | börn = | bústaður = | atvinna = | háskóli = [[Háskólinn í Montpellier]] | verðlaun = | starf = | trúarbrögð = |undirskrift = }} '''Sahle-Work Zewde''' (f. 21 febrúar 1950) er fyrrverandi [[forseti]] [[Eþíópía|Eþíópíu]] og fyrsta konan til að gegna því embætti. Zewde á að baki langan feril sem ríkiserindreki og var kjörin forseti með öllum greiddum atkvæðum af eþíópíska sambandsþinginu þann 25. október árið 2018.<ref>{{cite web|url=https://www.bbc.com/news/world-africa-45976620|title=Ethiopia gets first female president|date=25 October 2018|publisher=BBC|access-date=25 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181025095111/https://www.bbc.com/news/world-africa-45976620|archive-date=25. október 2018|url-status=live|df=}}</ref> Líkt og í mörgum þingræðisríkjum er forsetaembætti Eþíópíu valdalítið og að mestu táknrænt. Sahle-Work var áður sérstakur fulltrúi [[Aðalritari Sameinuðu þjóðanna|aðalritara Sameinuðu þjóðanna]], [[António Guterres]], til [[Afríkusambandið|Afríkusambandsins]] auk þess sem hún var æðsti ráðamaður Afríkudeildar [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrsti kven­for­seti Eþíóp­íu kjör­inn|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/10/25/fyrsti_kvenforseti_ethiopiu_kjorinn/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=25. október|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=25. desember}}</ref><ref>[https://www.un.org/press/en/2018/sga1813.doc.htm Secretary-General Appoints Sahle-Work Zewde of Ethiopia his Special Representative, Head of United Nations Office to African Union] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20180707144209/https://www.un.org/press/en/2018/sga1813.doc.htm|date=7 July 2018}} United Nations, press release of 27 June 2018.</ref> Í desember árið 2019 taldi tímaritið ''[[Forbes]]'' Sahle-Work voldugustu konu í Afríku og 93. voldugustu konu á heimsvísu.<ref>{{cite web|url=https://www.forbes.com/power-women/list/|title=Most Powerful Women |publisher=Forbes|access-date=20 December 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=https://listwand.com/two-africans-make-forbes-list-of-100-most-powerful-women/|title=Two Africans Make Forbes List of 100 Most Powerful Women|publisher=Uzonna Anele|access-date=20 December 2019}}</ref> ==Æviágrip== Sahle-Work Zewde fæddist í eþíópísku höfuðborginni [[Addis Ababa]]<ref>{{Cite web|url=https://www.aljazeera.com/news/2018/10/sahle-work-zewde-ethiopia-female-president-181027134726828.html|title=Who is Sahle-Work Zewde, Ethiopia's first female president?|last=Gebreselassie|first=Elias|date=27 October 2018|website=[[Al Jazeera]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20181029035218/https://www.aljazeera.com/news/2018/10/sahle-work-zewde-ethiopia-female-president-181027134726828.html|archive-date=29 October 2018|url-status=live|access-date=}}</ref> og gekk þar í grunn- og gagnfræðiskólann Lycée Guebre-Mariam. Eftir grunnskólanám gekk hún í [[Háskólinn í Montpellier|Háskólann í Montpellier]] í [[Frakkland]]i, þar sem hún nam náttúruvísindi.<ref>{{Cite web|url=https://www.borkena.com/2018/10/24/sahle-work-zewde-poised-to-be-ethiopias-first-female-president/|title=Sahle-Work Zewde poised to be Ethiopia's first female president|website=borkena.com|access-date=25 October 2018}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www-telegraph-co-uk.cdn.ampproject.org/v/s/www.telegraph.co.uk/news/2018/10/25/ethiopia-appointscareer-diplomat-sahle-work-zewde-africas-female/amp/?amp_js_v=a2&amp_gsa=1&usqp=mq331AQCCAE=#referrer=https://www.google.com&amp_tf=From%20%251$s|title=Ethiopia appoints&nbsp;career diplomat Sahle-Work Zewde as Africa's only female president|website=The Daily Telegraph|access-date=25 October 2018|archive-date=16 júní 2020|archive-url=https://web.archive.org/web/20200616082059/https://www-telegraph-co-uk.cdn.ampproject.org/v/s/www.telegraph.co.uk/news/2018/10/25/ethiopia-appointscareer-diplomat-sahle-work-zewde-africas-female/amp/?usqp=mq331AQCCAE=&amp_js_v=0.1#referrer=https://www.google.com&amp_tf=From%20%251$s|url-status=dead}}</ref> Sahle-Work talar [[Amharíska|amharísku]], [[Franska|frönsku]] og [[Enska|ensku]] reiprennandi.<ref name="auto" /> ==Starfsferill== ===Ferill í erindrekstri=== Sahle-Work var önnur konan í sögu Eþíópíu sem var útnefnd [[sendiherra]].<ref name=mfae>{{cite news|first=|last=|title=Celebrating Ethiopian Women: Ambassador Sahle-work Zewde |url=https://mfaethiopiablog.wordpress.com/2018/03/22/celebrating-ethiopian-women-ambassador-sahle-work-zewde/ |work=Utanríkisráðuneyti Eþíópíu|date=2018-03-22|access-date=2018-10-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20181026222342/https://mfaethiopiablog.wordpress.com/2018/03/22/celebrating-ethiopian-women-ambassador-sahle-work-zewde/ |archive-date=2018-10-26 |url-status=live}}</ref><ref name=usembeth>{{cite news|first=Patricia|last=Haslach |title=Remarks by U.S. Ambassador to Ethiopia Patricia M. Haslach at the Opening of the Second Annual Career Day on Women in Diplomacy |url=https://et.usembassy.gov/sp-03182015/ |work=Embassy of the United States in Ethiopia |date=2015-03-18|access-date=2018-10-29 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180906032448/https://et.usembassy.gov/sp-03182015/ |archive-date=2018-09-06 |url-status=live}}</ref> Hún vann sem sendiherra Eþíópíu í [[Senegal]],<ref name=":0">{{Cite news|url=https://www.washingtonpost.com/world/africa/ethiopia-appoints-first-female-president-in-its-modern-history-in-latest-reform/2018/10/25/3514d3a4-d82b-11e8-a10f-b51546b10756_story.html?noredirect=on|title=Ethiopia appoints first female president in its modern history in latest reform|last=Schemm|first=Paul|date=25 October 2018|work=The Washington Post|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181026143129/https://www.washingtonpost.com/world/africa/ethiopia-appoints-first-female-president-in-its-modern-history-in-latest-reform/2018/10/25/3514d3a4-d82b-11e8-a10f-b51546b10756_story.html?noredirect=on&utm_term=.7840de33faf3|archive-date=26 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> og hafði þar jafnframt faggildingu til að taka að sér málefni sem tengdist samskiptum Eþíópíu við [[Malí]], [[Grænhöfðaeyjar]], [[Gínea-Bissá|Gíneu-Bissá]], [[Gambía|Gambíu]] og [[Gínea|Gíneu]] frá 1989 til 1993.<ref name=mfae/> Frá 1993 til 2002 var hún sendiherra í [[Djíbútí]] og fastafulltrúi við [[Þróunarsamvinnustofnun Austur-Afríku]] (IGAD).<ref>{{Cite news|url=https://addisstandard.com/news-alert-ambassador-sahlework-zewde-to-become-ethiopias-president/|title=News Alert: Ambassador Sahlework Zewde to become Ethiopia's president|date=24 October 2018|work=Addis Standard|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181026104517/https://addisstandard.com/news-alert-ambassador-sahlework-zewde-to-become-ethiopias-president/|archive-date=26 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref><ref>[https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2018-06-27/ms-sahle-work-zewde-ethiopia-special-representative Ms. Sahle-Work Zewde of Ethiopia – Special Representative to the African Union and Head of the United Nations Office to the African Union (UNOAU)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181025150326/https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2018-06-27/ms-sahle-work-zewde-ethiopia-special-representative |date=25 October 2018 }} United Nations, press release of 27 June 2018.</ref> Hún varð síðar sendiherra Eþíópíu í Frakklandi, <ref name=":0" /> fastafulltrúi við [[Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna]] (UNESCO) og hlaut faggildingu til að taka að sér málefni tengd [[Túnis]] og [[Marokkó]] frá 2002 til 2006.<ref name=":1">{{Cite web|url=https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2018-06-27/ms-sahle-work-zewde-ethiopia-special-representative|title=Ms. Sahle-Work Zewde of Ethiopia – Special Representative to the African Union and Head of the United Nations Office to the African Union (UNOAU)|date=27 June 2018|publisher=United Nations|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181025150326/https://www.un.org/sg/en/content/sg/personnel-appointments/2018-06-27/ms-sahle-work-zewde-ethiopia-special-representative|archive-date=25 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> Sahle-Work gegndi síðar ýmsum mikilvægum hlutverkum. Meðal annars var hún fastafulltrúi Eþíópíu við [[Afríkusambandið]] og við [[Efnahagsnefnd fyrir Afríku|Efnahagsnefndina fyrir Afríku]] (ECA) og aðalframkvæmdastjóri Afríkumálefna við utanríkisráðuneyti Eþíópíu.<ref name=":1" /> ===Starfsferill hjá Sameinuðu þjóðunum=== Til ársins 2011 var Sahle-Work sérstakur fulltrúi [[Ban Ki-moon]], [[Aðalritari Sameinuðu þjóðanna|aðalritara Sameinuðu þjóðanna]], og leiðtogi Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samþætta friðaruppbyggingu í Mið-Afríkulýðveldinu (BINUCA).<ref>{{Cite news|url=https://afrique.latribune.fr/politique/2018-10-25/sahle-work-zewde-devient-la-premiere-femme-chef-d-etat-de-l-ehtiopie-795309.html|title=Sahle-Work Zewde devient la première femme chef d'Etat de l’Ethiopie|last=Tchounand|first=Ristel|date=25 October 2018|work=La Tribune|access-date=26 October 2018|language=fr-FR}}</ref> Árið 2011 útnefndi Ban Sahle-Work aðalframkvæmdastjóra Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí (UNON).<ref name=":2">{{Cite web|url=https://qz.com/africa/1437436/ethiopia-elects-female-president-sahle-work-zewde/|title=Ethiopia elects female president Sahle-Work Zewde|last=Dahir|first=Abdi Latif|date=25 October 2018|website=Quartz|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181025174538/https://qz.com/africa/1437436/ethiopia-elects-female-president-sahle-work-zewde/|archive-date=25 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> Samkvæmt tímaritinu ''Africa Yearbook'' árið varð skrifstofan í Naíróbí undir stjórn Sahle-Work mikilvægari miðstöð Sameinuðu þjóðanna í málefnum Austur- og Mið-Afríku.<ref>{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=TSUzAQAAQBAJ&pg=PA17|title=Africa Yearbook Volume 8: Politics, Economy and Society South of the Sahara in 2011|last1=Mehler|first1=Andreas|last2=Melber|first2=Henning|last3=van Walvaren|first3=Klaas|year=2012|publisher=[[Brill Publishers]]|isbn=9789004241787|page=17}}</ref> Í júní árið 2018 útnefndi [[António Guterres]] aðalritari SÞ Sahle-Work sem sérfulltrúa sinn til Afríkusambandsins og leiðtoga Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna við Afríkusambandið (UNOAU) með titlinum aðstoðaraðalritari.<ref name=":1" /> Hún var fyrsta konan í því embætti.<ref name=":2" /> ===Forseti Eþíópíu=== Sahle-Work var kjörin forseti Eþíópíu af sambandsþingi landsins þann 25. október 2018. Hún var fyrsta konan til að gegna forsetaembættinu<ref>{{cite web|url=https://www.reuters.com/article/us-ethiopia-politics/ethiopias-parliament-approves-sahle-work-zewde-as-president-idUSKCN1MZ0WO|title=Ethiopia's parliament approves Sahle-Work Zewde as president|accessdate=25 October 2018|agency=Reuters}}</ref> og fjórði forsetinn frá því að [[Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar]] (EPRDF) komst til valda í nýja eþíópíska sambandslýðveldinu árið 1995.<ref>George Obulutsa (25 October 2018), [https://www.reuters.com/article/us-ethiopia-politics/ethiopias-parliament-approves-sahle-work-zewde-as-first-female-president-idUSKCN1MZ0WO Ethiopia's parliament approves Sahle-Work Zewde as first female president] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181025213341/https://www.reuters.com/article/us-ethiopia-politics/ethiopias-parliament-approves-sahle-work-zewde-as-first-female-president-idUSKCN1MZ0WO |date=25 October 2018 }}, [[Reuters]].</ref><ref>{{cite web|accessdate=2019-03-27|title=Sahle-Work Zewde Becomes First Ethiopian Woman President|url=https://www.albawaba.com/news/sahle-work-zewde-becomes-first-ethiopian-woman-president-1204696|date=25 October 2018|website=[[Al Bawaba]]}}</ref> Hún leysti af hólmi [[Mulatu Teshome]], sem hafði sagt af sér af ókunnum ástæðum. Áætlað er að Sahle-Work muni gegna tveimur sex ára kjörtímabilum.<ref name="auto">{{Cite web|url=https://www.aljazeera.com/news/2018/10/sahle-work-zewde-named-ethiopia-woman-president-181025084046138.html|title=Sahle-Work Zewde named Ethiopia's first woman president|date=25 October 2018|publisher=Al Jazeera|access-date=26 October 2018|archive-url=https://web.archive.org/web/20181025212748/https://www.aljazeera.com/news/2018/10/sahle-work-zewde-named-ethiopia-woman-president-181025084046138.html|archive-date=25 October 2018|url-status=live|df=dmy-all}}</ref> Sahle-Work er fyrsti kvenkyns þjóðhöfðingi Eþíópíu síðan keisaraynjan [[Zauditu]] lést árið 1930.<ref name="auto" /> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = Forseti Eþíópíu | frá =[[25. október]] [[2018]] | til =[[7. október]] [[2024]] | fyrir = [[Mulatu Teshome]] | eftir = [[Taye Atske Selassie]] }} {{Töfluendir}} {{f|1950}} [[Flokkur:Forsetar Eþíópíu]] [[Flokkur:Embættismenn Sameinuðu þjóðanna]] l7bf39l54fspz6rg44rxy7he2xao0t9 Meles Zenawi 0 160301 1892003 1777106 2024-12-15T21:32:19Z TKSnaevarr 53243 1892003 wikitext text/x-wiki {{Forsætisráðherra | nafn = Meles Zenawi | nafn_á_frummáli={{nobold|መለስ ዜናዊ}} | búseta = | mynd = Meles Zenawi - World Economic Forum Annual Meeting 2012.jpg | myndastærð = | myndatexti1 ={{small|Meles Zenawi árið 2012.}} | titill= Forsætisráðherra Eþíópíu | stjórnartíð_start = [[23. ágúst]] [[1995]] | stjórnartíð_end = [[20. ágúst]] [[2012]] | forseti = [[Negasso Gidada]]<br>[[Girma Wolde-Giorgis]] | forveri = [[Tamrat Layne]] | eftirmaður = [[Hailemariam Desalegn]] | titill2= Forseti Eþíópíu | stjórnartíð_start2 = [[28. maí]] [[1991]] | stjórnartíð_end2 = [[22. ágúst]] [[1995]] | forsætisráðherra2 = [[Tesfaye Dinka]]<br>[[Tamirat Layne]] | forveri2 = [[Tesfaye Gebre Kidan]]<br>{{small|(starfandi)}} | eftirmaður2 = [[Negasso Gidada]] | fæddur = [[8. maí]] [[1955]] | fæðingarstaður = [[Adúa]], [[Tígre-hérað]]i, [[Eþíópía|Eþíópíu]] | dánardagur = {{dauðadagur og aldur|2012|8|20|1955|5|8}} | dánarstaður = [[Brussel]], [[Belgía|Belgíu]] | orsök_dauða = [[Heilabólga]] | þekktur_fyrir = | starf = | stjórnmálaflokkur = [[Þjóðfrelsishreyfing Tígra]]<br>[[Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar]] | laun = | trúarbrögð = | maki = Azeb Mesfin | börn = 3 | foreldrar = | heimasíða = | niðurmál = | hæð = | þyngd = | háskóli = | undirskrift = }} '''Meles Zenawi Asres''' (8. maí 1955 – 20. ágúst 2012), fæddur undir nafninu '''Legesse Zenawi Asres''', var [[Eþíópía|eþíópískur]] stjórnmálamaður sem stýrði Eþíópíu frá endalokum [[Borgarastyrjöldin í Eþíópíu|eþíópísku borgarastyrjaldarinnar]] til dauðadags, fyrst sem forseti (1991-1995) og síðan sem forsætisráðherra (1995-2012). Meles var leiðtogi [[Þjóðfrelsishreyfing Tígra|Þjóðfrelsishreyfingar Tígra]], sem var einn fjögurra aðildarflokka í [[Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar|Lýðræðis- og byltingarhreyfingu eþíópísku þjóðarinnar]]. ==Æviágrip== Meles Zenawi fæddist í [[Tígraí-hérað]]inu á tíma eþíópíska keisaradæmisins. Hann gekk í Grunnskóla drottningarinnar af Saba og Skóla Wingate hershöfðingja í Addis Ababa og lauk grunnnámi sínu árið 1972. Sama ár hóf hann nám við læknisfræðideild [[Háskólinn í Addis Ababa|Háskólans í Addis Ababa]]. Hann hætti námi tveimur árum síðar til að ganga til liðs við [[Þjóðfrelsishreyfing Tígra|Þjóðfrelsishreyfingu Tígra]], skæruliðahreyfingu í norðurhluta Eþíópíu sem barðist gegn kommúnísku einræði [[Derg]]-stjórnarinnar. Árið 1979 var hann kjörinn leiðtogi stjórnarnefndar hreyfingarinnar og síðan forseti framkvæmdastjórnar hennar. Árið 1989 varð hann forseti Þjóðfrelsishreyfingarinnar og leiðtogi [[Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar|Lýðræðis- og byltingarhreyfingar eþíópísku þjóðarinnar]], bandalags hennar við þrjá aðra flokka. Eftir að Derg-stjórnin leið undir lok þann 28. maí árið 1991 varð Meles Zenawi forseti bráðabirgðastjórnar Eþíópíu til ársins 1995.<ref name=":0">{{Cite news|title= Profile: Ethiopian leader Meles Zenawi| url=http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/4545711.stm|agency=[[BBC]]| archiveurl=https://web.archive.org/web/20051231052602/http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/4545711.stm|archivedate=31 December 2005 |date=10 August 2005|access-date=27. nóvember 2020|work=BBC News|first=Uduak|last=Amimo}}</ref> Hann hóf margvíslegar umbætur á stjórnkerfi landsins, meðal annars með því að leyfa starfsemi stjórnmálaflokka, innleiða trúfrelsi, halda lýðræðislegar kosningar og einkavæða tiltekna iðnaði. Stjórnartíð hans markaðist einnig af aðskilnaði [[Eritrea|Eritreu]] frá Eþíópíu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1993 og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár árið 1994 sem gerði Eþíópíu formlega að lýðræðislegu sambandslýðveldi. Stjórnskipan landsins var skipt upp milli héraða sem afmörkuð voru á milli þjóðernishópa. Eftir kosningar árið 1995 varð Meles formlega forsætisráðherra landsins þann 23. ágúst. Hann var endurkjörinn árin 2000, 2005 og 2010.<ref>[http://www.lefigaro.fr/international/2012/08/21/01003-20120821ARTFIG00284-meles-zenawi-le-dernier-empereur-d-ethiopie.php Meles Zenawi, le « dernier empereur d'Éthiopie »], ''[[Le Figaro]]'', 21 ágúst 2012.</ref> Frá 6. júní 2007 var Meles jafnframt forseti [[Nýtt þróunarsamstarf Afríkuríkja|Nýs þróunarsamstarfs Afríkuríkja]] (NEPAD). Meles lést þann 20. ágúst árið 2012 eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæslu á Saint-Luc-háskólasjúkrahúsið í [[Woluwe-Saint-Lambert]] á stórborgarsvæði Brussel í Belgíu.<ref>[http://www.lefigaro.fr/flash-actu/2012/08/21/97001-20120821FILWWW00189-mort-du-premier-ministre-ethiopien.php Mort du premier ministre éthiopien], ''[[Le Figaro]]'', 21. ágúst 2012.</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.co.uk/news/world-africa-19328356|titill=Ethiopian PM Meles Zenawi dies after illness|mánuður=20.ágúst|ár=2012|útgefandi=[[BBC News]]|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=27. nóvember}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = Forseti Eþíópíu | frá = [[28. maí]] [[1991]] | til = [[22. ágúst]] [[1995]] | fyrir = [[Tesfaye Gebre Kidan]]<br>{{small|(starfandi)}} | eftir = [[Negasso Gidada]] }} {{Erfðatafla | titill = Forsætisráðherra Eþíópíu | frá = [[23. ágúst]] [[1995]] | til = [[20. ágúst]] [[2012]] | fyrir = [[Tamrat Layne]] | eftir = [[Hailemariam Desalegn]] }} {{Töfluendir}} {{stubbur|æviágrip|stjórnmál|Afríka}} {{fd|1955|2012}} [[Flokkur:Forsetar Eþíópíu]] [[Flokkur:Forsætisráðherrar Eþíópíu]] qub1fgz9ty1r8o4pd21q5pdv3zh8qhy Slímsveppir 0 165258 1891990 1735789 2024-12-15T18:16:13Z InternetArchiveBot 75347 Bætir við 1 bók til að [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreyna]] (20241215sim)) #IABot (v2.0.9.5) ([[User:GreenC bot|GreenC bot]] 1891990 wikitext text/x-wiki {{Taxobox | image = Lycogala epidendrum - Pink and brown slime molds.jpg | image_upright = 0.9 | image_caption = ''[[Skollamjólk]]'' ([[Lycogala epidendrum]]) | domain = [[Heilkjörnungar]] (''Eukaryota'') | regnum = [[Frumverur]] (''Protista'') | phylum = Amoebozoa | subphylum = Conosa | infraphylum = Mycetozoa | genus = Myxogastria | genus_authority = Macbride (1899) | subdivision_ranks = Bálkar | subdivision = * [[Ceratiomyxida]] * [[Protosporangiida]] * [[Cribrariales]] * [[Reticulariales]] * [[Liceales]] * [[Trichiales]] * [[Echinosteliopsidales]] * [[Echinosteliales]] * [[Clastodermatales]] * [[Meridermatales]] * [[Stemonitales]] * [[Physarales]] | synonyms = * Myxomycota <small>''sensu'' Alexopoulos et al. (1996)</small> * Myxomycetes <small>Link (1833), ''sensu'' Webster & Weber (2007)</small> }} '''Myxogastria''' ([[International Code of Zoological Nomenclature|ICZN]]) eða '''Myxogastrea''' ([[ICBN]]),<ref name=pmid9342353>{{cite journal |last1=Baldauf |first1=S.L. |last2=Doolittle |first2=W.F. |title=Origin and evolution of the slime molds (Mycetozoa) |url=https://archive.org/details/sim_proceedings-of-the-national-academy-of-sciences-usa_1997-10-28_94_22/page/n264 |journal=[[Proceedings of the National Academy of Sciences, USA]] |volume=94 |issue=22 |pages=12007–12012 |date=October 1997 |pmid=9342353 |pmc=23686 |doi=10.1073/pnas.94.22.12007|bibcode=1997PNAS...9412007B |doi-access=free }}</ref> er [[Flokkur (líffræði)|flokkur]] lífvera sem inniheldur 5 [[Ættbálkur (flokkunarfræði)|bálka]], 14&nbsp;[[Ætt (flokkunarfræði)|ættir]], 62&nbsp;[[ættkvísl]]ir, og 888&nbsp;[[tegund]]ir.<ref name=Kirk2008>{{cite book |vauthors=Kirk PM, Cannon PF, Minter DW, Stalpers JA |title=Dictionary of the Fungi |url=https://archive.org/details/dictionaryfungit00kirk |edition=10th |publisher=CABI |location=Wallingford |year=2008|page=[https://archive.org/details/dictionaryfungit00kirk/page/n775 765]|isbn=978-0-85199-826-8}}</ref> Þeir eru yfirleitt kallaðir slímsveppir.<ref name = "Heilbr">{{Bókaheimild|höfundur=Guðmundur Halldórsson|höfundur2=Halldór Sverrisson|titill=Heilbrigði trjágróðurs|útgefandi=Iðunn|ár=2014|bls=49|ISBN=978-9979-1-0528-2}}</ref> Þeir eru þó líklega ekki sveppir, þó að þeir eigi margt sameiginlegt þeim.<ref name="HH2010">Helgi Hallgrímsson. 2010. ''Sveppabókin''. bls 561. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8</ref> Flokkurinn Myxogastria er með heimsútbreiðslu, en er algengari á tempruðum svæðum. Tegundirnar finnast helst í opnum skógum, einnig í eyðimörkum, undir snæhulu og undir vatni. Þeir finnast einnig á berki trjáa, oft hátt í krónunni. Flestar tegundirnar eru mjög smávaxnar, en einstaka geta orðið 1m í þvermál og upp undir 20kg.<ref name=ing1999>{{cite book | last=Ing | first=Bruce | title=The Myxomycetes of Britain and Ireland: An identification handbook | publisher=Richmond Pub. Co. | location=Slough, England | year=1999 | isbn=978-0855462512 | page=4}}</ref> Fræðiheitið ''Myxomycota'' kemur úr forngrísku orðunum [[wikt:μύξα|μύξα]] ''myxa'', sem þýðir "slím", og [[wikt:μύκης|μύκης]] ''mykes'', sem þýðir "sveppur". Heitið ''Myxogastria'' var kynnt 1970 af Lindsay Shepherd Olive til að lýsa ættinni Myxogastridae. Sænski sveppafræðingurinn [[Elias Magnus Fries]] lýsti mörgum slímsveppum sem Myxogasteres 1829.<ref name=baum>Hermann Neubert, Wolfgang Nowotny, Karlheinz Baumann, Heidi Marx, 1993–2000: "Die Myxomyceten Deutschlands und des angrenzenden Alpenraumes unter besonderer Berücksichtigung Österreichs", (in German) [In] ''Myxomyceten'', p. 11, K. Baumann Verlag, oclc: 688645505, {{ISBN|3929822008}}</ref> Sumir telja Myxomycota vera sjálfstætt [[Ríki (flokkunarfræði)|ríki]], með óstaðfesta ættartölu ætta og bálka.<ref>{{cite journal | vauthors=Anne-Marie FD, Cedric B, Jan P, Baldauf Sandra L | year=2005 | title=Higher-order phylogeny of plasmodial slime molds (myxogastria) based on elongation factor 1-A and small subunit rRNA gene sequences | journal=The Journal of Eukaryotic Microbiology | volume=52 | issue=3| pages=201–210 | doi=10.1111/j.1550-7408.2005.00032.x | pmid=15926995 | s2cid=22623824 }}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} {{Commonscat|Myxogastria}} {{Wikilífverur|Myxogastria}} [[Flokkur:Heilkjörnungar]] p90k5tukf6a1vv1zxaua4jyyme5atmc Vélez Sársfield 0 175064 1892043 1811104 2024-12-16T07:37:31Z 89.160.185.99 1892043 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Club Atlético Vélez Sarsfield | Mynd = [[Mynd:Escudo del Club Atlético Vélez Sarsfield.svg|200px]] | Gælunafn = ''El Fortín'' (Virkið) | Stytt nafn = Vélez Sarsfield | Stofnað = 1. janúar 1910 | Leikvöllur = José Amalfitani Stadium, [[Búenos Aíres]] | Stærð = 49.540 | Knattspyrnustjóri = Ricardo Gareca | Deild = [[Argentine Primera División]] | Tímabil =2024 | Staðsetning =1. sæti (meistarar) | pattern_la1=_velez2023h | pattern_b1 =_velez23h | pattern_ra1=_velez2023h | pattern_sh1=_velez2023h | pattern_so1=_velez2023h | leftarm1=ffffff | body1=ffffff | rightarm1=ffffff | shorts1=ffffff | socks1=ffffff | pattern_la2=_velez2023a | pattern_b2=_velez2023a | pattern_ra2=_velez2023a | pattern_sh2=_velez2023a | pattern_so2=_velez2023a | leftarm2=0000FF | body2=0000FF | rightarm2=0000FF | shorts2=0000FF | socks2=0000FF }} '''Club Atlético Vélez Sarsfield''', eða bara '''Vélez Sarsfield''' er argentínskt félag frá [[Buenos Aires]]. Liðið hefur tíu sinnum orðið argentínskur meistari og einu sinni hampað Suður-Ameríkutitlinum. ==Titlar== === Deildarmeistarar (11) === 1968 Nacional, 1993 Clausura, 1995 Apertura, 1996 Clausura, 1998 Clausura, 2005 Clausura, 2009 Clausura, 2011 Clausura, 2012 Inicial, 2012–13, 2024 === [[Copa Libertadores]] === 1994 === Heimsmeistarar félagsliða === 1994 {{S|1910}} [[Flokkur:Argentínsk knattspyrnufélög]] d34kjs9j3c45icjrvau1b64swjyvzpr 1892044 1892043 2024-12-16T07:37:47Z 89.160.185.99 1892044 wikitext text/x-wiki {{Knattspyrnulið | Fullt nafn = Club Atlético Vélez Sarsfield | Mynd = [[Mynd:Escudo del Club Atlético Vélez Sarsfield.svg|200px]] | Gælunafn = ''El Fortín'' (Virkið) | Stytt nafn = Vélez Sarsfield | Stofnað = 1. janúar 1910 | Leikvöllur = José Amalfitani Stadium, [[Búenos Aíres]] | Stærð = 49.540 | Knattspyrnustjóri = Ricardo Gareca | Deild = [[Argentine Primera División]] | Tímabil =2024 | Staðsetning =1. sæti (meistarar) | pattern_la1=_velez2023h | pattern_b1 =_velez23h | pattern_ra1=_velez2023h | pattern_sh1=_velez2023h | pattern_so1=_velez2023h | leftarm1=ffffff | body1=ffffff | rightarm1=ffffff | shorts1=ffffff | socks1=ffffff | pattern_la2=_velez2023a | pattern_b2=_velez2023a | pattern_ra2=_velez2023a | pattern_sh2=_velez2023a | pattern_so2=_velez2023a | leftarm2=0000FF | body2=0000FF | rightarm2=0000FF | shorts2=0000FF | socks2=0000FF }} '''Club Atlético Vélez Sarsfield''', eða bara '''Vélez Sarsfield''' er argentínskt félag frá [[Buenos Aires]]. Liðið hefur ellefu sinnum orðið argentínskur meistari og einu sinni hampað Suður-Ameríkutitlinum. ==Titlar== === Deildarmeistarar (11) === 1968 Nacional, 1993 Clausura, 1995 Apertura, 1996 Clausura, 1998 Clausura, 2005 Clausura, 2009 Clausura, 2011 Clausura, 2012 Inicial, 2012–13, 2024 === [[Copa Libertadores]] === 1994 === Heimsmeistarar félagsliða === 1994 {{S|1910}} [[Flokkur:Argentínsk knattspyrnufélög]] d5jh630ox0nh47es9mzp1o1hg70bpgz Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina 0 179118 1892007 1879451 2024-12-15T22:05:21Z Cinquantecinq 12601 2024 tilnefningar 1892007 wikitext text/x-wiki '''Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina''' eru kvikmyndaverðlaun veitt á [[Golden Globe-verðlaunin|Golden Globe-verðlaunahátíðinni]] sem Sam­tök er­lendra blaðamanna í Hollywood (''Hollywood For­eign Press Associati­on'', HFPA) standa fyrir. == Sigurvegarar og tilnefningar == === 1949-1959 === {| class="wikitable" !Ár !Upprunalegur titill !Íslenskur titill !Leikstjórn !Land |- !1949 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Ladri di biciclette''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Reiðhjólaþjófarnir''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Vittorio De Sica|'''Vittorio De Sica''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- ! colspan="1" rowspan="4" |1954 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Nijushi no hitomi''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Keisuke Kinoshita]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Japan}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Weg Ohne Umkehr''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Engin leið til baka''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Victor Vicas]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Vestur-Þýskaland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''La mujer de las camelias''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ernesto Arancibia]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Argentína}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Genevieve''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Fornbílakeppnin''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Henry Cornelius]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Bretland}}''' |- ! colspan="1" rowspan="5" |1955 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Ordet''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Orðið''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Carl Theodor Dreyer]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Danmörk}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Στέλλα''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Stella''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Michael Cacoyannis]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Grikkland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Kinder, Mutter und Ein General''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Börn, móðir og hershöfðinginn''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[László Benedek]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Vestur-Þýskaland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Kodomo no me''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Yoshiro Kawazu]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Japan}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Curvas peligrosas''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Mexíkó}}''' |- ! colspan="1" rowspan="5" |1956 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Vor Sonnenuntergang''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Gottfried Reinhardt]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Vestur-Þýskaland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''To Koritsi me ta mavra (Το Κορίτσι με τα Μαύρα)''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Michael Cacoyannis]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Grikkland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Taiyo to bara''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Keisuke Kinoshita]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Japan}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Guerra e pace''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[King Vidor]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Valkoinen Peura''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Erik Blomberg]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Finnland}}''' |- ! colspan="1" rowspan="3" |1957 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Bekenntnisse des Hochstaplers Felix Krull''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Játningar svikahrappsins Felix Krull''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Kurt Hoffmann]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Vestur-Þýskaland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Tizoc (Amor indio)''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ismael Rodríguez]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Mexíkó}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Kiiroi karasu''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Heinosuke Gosho]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Japan}}''' |- ! colspan="1" rowspan="3" |1958 | style="background:#B0C4DE;" |'''''L'Eau vive''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[François Villiers]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Cesta duga godinu dana''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Giuseppe De Santis]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Júgóslavía}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Das Mädchen Rosemarie''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Rolf Thiele]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Vestur-Þýskaland}}''' |- ! colspan="1" rowspan="5" |1959 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Die Brücke''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Brúin''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Bernhard Wicki]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Vestur-Þýskaland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Orfeu Negro''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Hátíð blökkumannanna''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Marcel Camus]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Brasilía}}, {{Fáni|Frakkland}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Kagi''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Kon Ichikawa]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Japan}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Smultronstället''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Sælureiturinn''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Ingmar Bergman|'''Ingmar Bergman''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Svíþjóð}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Wir Wunderkinder''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Raunabörn''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Kurt Hoffmann]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Vestur-Þýskaland}}''' |} === 1960-1969 === {| class="wikitable" !Ár !Upprunalegur titill !Íslenskur titill !Leikstjórn !Land |- ! colspan="1" rowspan="2" |1960 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Jungfrukällan''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Meyjarlindin''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Ingmar Bergman|'''Ingmar Bergman''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Svíþjóð}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''La Vérité''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Sannleikurinn''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Henri-Georges Clouzot]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- !1961 | style="background:#B0C4DE;" |'''''La ciociara''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Tvær konur''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Vittorio De Sica|'''Vittorio De Sica''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- !1962 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Divorzio all'italiana''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Skilnaður á ítalska vísu''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Pietro Germi]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- !1963 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Mélodie en sous-sol''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Henri Verneuil]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- ! colspan="1" rowspan="2" |1964 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Matrimonio all'italiana''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Hjónaband að ítölskum hætti''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Vittorio De Sica|'''Vittorio De Sica''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Sallah Shabati''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ephraim Kishon]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ísrael}}''' |- ! colspan="5" rowspan="1" |Verðlaun veitt sem ''Best Foreign Film – Foreign Language'' |- ! colspan="1" rowspan="5" |1965 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Giulietta degli spiriti''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Júlíetta andanna''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Federico Fellini|'''Federico Fellini''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- |''Tarahumara, cada vez más lejos'' | |[[Luis Alcoriza]] |{{Fáni|Mexíkó}} |- |''La ronde'' |''Keðjudans ástarinnar'' |[[Roger Vadim]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''赤ひげ'' |''Rauðskeggur'' |[[Akíra Kúrósava]] |{{Fáni|Japan}} |- |''Les parapluies de Cherbourg'' |''Regnhlífarnar í Cberbourg'' |[[Jacques Demy]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1966 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Un homme et une femme''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Maður og kona''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Claude Lelouch]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- |''Signore & signori'' |''Góða nótt, herrar mínir og frúr'' |[[Pietro Germi]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Гамлет'' | |[[Grigori Kozintsev]] |{{Fáni|Sovétríkin}} |- |''Pas question le samedi'' | |[[Alex Joffé]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Lásky jedné plavovlásky'' |''Ástir þeirrar ljóshærðu'' eða ''Ljóshærð og ástfangin'' |[[Miloš Forman]] |{{Fáni|Tékkóslóvakía}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1967 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Vivre pour vivre''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Lífið er stutt''''' '''eða ''Að lifa til að lifa''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Claude Lelouch]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- |''L'immorale'' | |[[Pietro Germi]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Ostře sledované vlaky'' |''Fylgst vel með lestunum'' eða ''Lestir undir eftirliti'' |[[Jiří Menzel]] |{{Fáni|Tékkóslóvakía}} |- |''Elvira Madigan'' | |[[Bo Widerberg]] |{{Fáni|Svíþjóð}} |- |''Lo straniero'' |''Útlendingurinn'' |[[Luchino Visconti]] |{{Fáni|Ítalía}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1968 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Война и мир''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Stríð og friður''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Sergei Bondarchuk]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Sovétríkin}} |- |''La mariée était en noir'' |''Svartklædda brúðurin'' |[[François Truffaut]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Skupljači perja'' | |[[Aleksandar Petrović]] |{{Fáni|Júgóslavía}} |- |''Skammen'' |''Skömmin'' |[[Ingmar Bergman]] |{{Fáni|Svíþjóð}} |- |''Baisers volés'' |''Stolnir kossar'' |[[François Truffaut]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1969 | style="background:#B0C4DE;" colspan="2" |'''''Z''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Costa-Gavras]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Alsír}}''' |- |''Ådalen '31'' | |[[Bo Widerberg]] |{{Fáni|Svíþjóð}} |- |''Te'alat Blaumilch'' | |[[Ephraim Kishon]] |{{Fáni|Ísrael}} |- |''Κορίτσια στον Ήλιο'' | |[[Vasilis Georgiadis]] |{{Fáni|Grikkland}} |- |''Fellini Satyricon'' | |[[Federico Fellini]] |{{Fáni|Ítalía}} |} === 1970-1979 === {| class="wikitable" !Ár !Upprunalegur titill !Íslenskur titill !Leikstjórn !Land |- ! colspan="1" rowspan="5" |1970 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Le Passager de la Pluie''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Farþegi í rigningu''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[René Clément]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- |''Borsalino'' | |[[Jacques Deray]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''L'aveu'' |''Jáningin'' |[[Costa-Gavras]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''אורח בעונה מתה'' | |[[Moshé Mizrahi]] |{{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Ísrael}} |- |''Indagine su un cittadino al di sopra di ogni sospetto'' |''Rannsókn á borgara, höfnum yfir grun'' |[[Elio Petri]] |{{Fáni|Ítalía}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1971 | style="background:#B0C4DE;" |'''''השוטר אזולאי''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ephraim Kishon]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ísrael}}''' |- |''Le genou de Claire'' |''Hné Klöru'' |[[Éric Rohmer]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Il conformista'' |''Taglhnýtingurinn'' |[[Bernardo Bertolucci]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Чайковский'' |''Tsjaíkovskí'' |[[Igor Talankin]] |{{Fáni|Sovétríkin}} |- |''Mourir d'aimer'' | |[[André Cayatte]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="6" |1972 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Utvandrarna''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Vesturfararnir''''' | colspan="1" rowspan="2" style="background:#B0C4DE;" |'''[[Jan Troell]]''' | rowspan="2" style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Svíþjóð}}''' |- | style="background:#B0C4DE;" |'''''Nybyggarna''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Landnemarnir''''' |- |''Viskningar och rop'' |''Hvísl og hróp'' |[[Ingmar Bergman]] |{{Fáni|Svíþjóð}} |- |''Le charme discret de la bourgeoisie'' |''Háttvísir broddborgarar eða'' |[[Luis Buñuel]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Espejismo'' | |[[Armando Robles Godoy]] |{{Fáni|Perú}} |- |''Roma'' |''Dulinn sjarmi millistéttarinnar'' |[[Federico Fellini]] |{{Fáni|Ítalía}} |- ! colspan="5" rowspan="1" |Verðlaun veitt sem ''Best Foreign Film'' |- ! colspan="1" rowspan="5" |1973 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Der Fußgänger''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Maximilian Schell]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Vestur-Þýskaland}}''' |- |''Alfredo, Alfredo'' | |[[Pietro Germi]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''La nuit américaine'' |''Kvikmyndanætur'' eða ''Amerísk nótt'' |[[François Truffaut]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Kazablan'' | |[[Menahem Golan]] |{{Fáni|Ísrael}} |- |''État de siège'' |''Umsátur'' |[[Costa-Gavras]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1974 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Scener ur ett äktenskap''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Myndir úr hjónabandi''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Ingmar Bergman|'''Ingmar Bergman''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Svíþjóð}}''' |- |''Les aventures de Rabbi Jacob'' |''Ævintýri Jakobs rabbína'' |[[Gérard Oury]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''The Apprenticeship of Duddy Kravitz'' |''Ungur fjármálamaður'' |[[Ted Kotcheff]] |{{Fáni|Kanada}} |- |''Amarcord'' | |[[Federico Fellini]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Lacombe, Lucien'' | |[[Louis Malle]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1975 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Lies My Father Told Me''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Lygar föður míns''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ján Kadár]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Kanada}}''' |- |''Toute une vie'' | |[[Claude Lelouch]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Hedda'' | |[[Trevor Nunn]] |{{Fáni|Bretland}} |- |''Trollflöjten'' |''Töfraflautan'' |[[Ingmar Bergman]] |{{Fáni|Svíþjóð}} |- |''Section spéciale'' |''Sérsveitin'' |[[Costa-Gavras]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1976 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Ansikte mot ansikte''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Augliti til auglitis''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Ingmar Bergman|'''Ingmar Bergman''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Svíþjóð}}''' |- |''Cousin Cousine'' |''Frændi og frænka'' |[[Jean-Charles Tacchella]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''L'argent de poche'' |''Vasapeningar'' |[[François Truffaut]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Pasqualino Settebellezze'' |''Sjö sætar'' eða ''Dísirnar sjö'' |[[Lina Wertmüller]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''The Slipper and the Rose: The Story of Cinderella'' |''Inniskórinn og rósin: Sagan af Öskubusku'' |[[Bryan Forbes]] |{{Fáni|Bretland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1977 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Una giornata particolare''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Sérstakur dagur''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ettore Scola]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- |''Un éléphant ça trompe énormément'' |''Framhjáhald á fullu'' |[[Yves Robert]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''La vie devant soi'' |''Lífið framundan'' |[[Moshé Mizrahi]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Cet obscur objet du désir'' |''Þráin eftir hinu óræða'' eða ''Torræður hlutur löngunnar'' |[[Luis Buñuel]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Cría cuervos'' |''Hrægammar'' |[[Carlos Saura]] |{{Fáni|Spánn}} |- ! colspan="1" rowspan="6" |1978 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Höstsonaten''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Haustsónatan''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Ingmar Bergman|'''Ingmar Bergman''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Svíþjóð}}''' |- |''Death on the Nile'' |''Dauðinn á Níl'' |[[John Guillermin]] |{{Fáni|England}} |- |''Dona Flor e seus dois maridos'' |''Doma Flor og eiginmennirnir tveir'' |[[Bruno Barreto]] |{{Fáni|Brasilía}} |- |''Κραυγή Γυναικών'' | |[[Jules Dassin]] |{{Fáni|Grikkland}} |- |''Préparez vos mouchoirs'' | |[[Bertrand Blier]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Eskimo Limon'' |''Hvað á að gera um helgina?'' |[[Boaz Davidson]] |{{Fáni|Ísrael}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1979 | style="background:#B0C4DE;" |'''''La cage aux folles''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Kæri herra mamma''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Édouard Molinaro]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Ítalía}}''' |- |''Die Ehe der Maria Braun'' |''Hjónaband Maríu Braun'' |[[Rainer Werner Fassbinder]] |{{Fáni|Vestur-Þýskaland}} |- |''The Europeans'' |''Evrópubúarnir'' |[[James Ivory]] |{{Fáni|Bretland}} |- |''Mio Dio come sono caduta in basso!'' |''Ást í synd'' |[[Luigi Comencini]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Soldaat van Oranje'' | |[[Paul Verhoeven]] |{{Fáni|Holland}} |} === 1980-1989 === {| class="wikitable" !Ár !Upprunalegur titill !Íslenskur titill !Leikstjórn !Land |- ! colspan="1" rowspan="6" |1980 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Tess''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Roman Polanski]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Bretland}}''' |- |''Breaker Morant'' | |[[Bruce Beresford]] |{{Fáni|Ástralía}} |- |''Le dernier métro'' |''Síðasta lestin'' |[[François Truffaut]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''My Brilliant Career'' |''Framadraumar'' |[[Gillian Armstrong]] |{{Fáni|Ástralía}} |- |''影武者'' | |[[Akíra Kúrósava]] |{{Fáni|Japan}} |- |''Poseban tretman'' | |[[Goran Paskaljević]] |{{Fáni|Júgóslavía}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1981 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Chariots of Fire''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Eldvagninn''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Hugh Hudson]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Bretland}}''' |- |''Atlantic City'' | |[[Louis Malle]] |{{Fáni|Kanada}} |- |''Das Boot'' |''Kafbáturinn'' |[[Wolfgang Petersen]] |{{Fáni|Vestur-Þýskaland}} |- |''Gallipoli'' | |[[Peter Weir]] |{{Fáni|Ástralía}} |- |''Pixote: A lei do mais fraco'' | |[[Héctor Babenco]] |{{Fáni|Brasilía}} |- ! colspan="1" rowspan="6" |1982 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Gandhi''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Richard Attenborough]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Indland}}''' |- |''Fitzcarraldo'' | |[[Werner Herzog]] |{{Fáni|Vestur-Þýskaland}} |- |''The Man from Snowy River'' |''Maðurinn frá Fanná'' |[[George T. Miller]] |{{Fáni|Ástralía}} |- |''La guerre du feu'' |''Leitin að eldinum'' |[[Jean-Jacques Annaud]] |{{Fáni|Kanada}} |- |''La traviata'' | |[[Franco Zeffirelli]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Yol'' |''Leiðin'' |[[Yılmaz Güney]] |{{Fáni|Sviss}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1983 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Fanny och Alexander''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Fanný og Alexander''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ingmar Bergman]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Svíþjóð}}''' |- |''Carmen'' | |[[Carlos Saura]] |{{Fáni|Spánn}} |- |''The Dresser'' | |[[Peter Yates]] | colspan="1" |{{Fáni|Bretland}} |- |''Educating Rita'' |''Rita gengur menntaveginn'' |[[Lewis Gilbert]] | colspan="1" |{{Fáni|Bretland}} |- |''The Grey Fox'' |''Grái refurinn'' |[[Phillip Borsos]] |{{Fáni|Kanada}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1984 | style="background:#B0C4DE;" |'''''A Passage to India''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Ferðin til Indlands''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[David Lean]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Bretland}}''' |- |''Carmen'' | |[[Francesco Rosi]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''La diagonale du fou'' |''Skálkaskák'' |[[Richard Dembo]] |{{Fáni|Sviss}} |- |''Paris, Texas'' | |[[Wim Wenders]] |{{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Þýskaland}} |- |''Un dimanche à la campagne'' |''Sunnudagur í sveitinni'' |[[Bertrand Tavernier]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1985 | style="background:#B0C4DE;" |'''''La historia oficial''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Opinbera útgáfan''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Luis Puenzo]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Argentína}}''' |- |''Oberst Redl'' |''Redl ofursti'' |[[István Szabó]] |{{Fáni|Ungverjaland}} |- |''乱'' | |[[Akíra Kúrósava]] |{{Fáni|Japan}} |- |''Otac na sluzbenom putu'' |''Þegar faðir minn var að heiman í viðskiptaerindum'' |[[Emir Kusturica]] |{{Fáni|Júgóslavía}} |- |''Rok spokojnego słońca'' |''Ár hinnar kyrru sólar'' |[[Krzysztof Zanussi]] |{{Fáni|Pólland}} |- ! colspan="5" rowspan="1" |Verðlaun veitt sem ''Best Foreign Language Film'' |- ! colspan="1" rowspan="5" |1986 | style="background:#B0C4DE;" |'''''De aanslag''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Áhlaupið''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Fons Rademakers]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Holland}}''' |- |''37°2 le matin'' |''37 gráður að morgni'' eða ''Bláa Betty'' |[[Jean-Jacques Beineix]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Ginger e Fred'' |''Ginger og Fred'' | colspan="1" |[[Federico Fellini]] | colspan="1" |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Otello'' | | colspan="1" |[[Federico Fellini]] | colspan="1" |{{Fáni|Ítalía}} |- |''3 hommes et un couffin'' |''Þrír karlar og ein karfa'' eða ''Þrír menn og karfa'' |[[Coline Serreau]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1987 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Mitt liv som hund''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Líf mitt sem hundur'' eða ''Hundalíf''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Lasse Hallström]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Svíþjóð}}''' |- |''Oci ciornie'' |''Svörtu augun'' |[[Nikita Mikhalkov]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Au revoir, les enfants'' |''Bless krakkar'' |[[Louis Malle]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Jean de Florette'' | |[[Claude Berri]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''მონანიება'' |''Eftirsjá'' |[[Tengiz Abuladze]] |{{Fáni|Sovétríkin}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1988 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Pelle erobreren''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Pelle sigurvegari''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Bille August]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Danmörk}}''' |- |''Babettes gæstebud'' |''Gestaboð Babettu'' |[[Gabriel Axel]] |{{Fáni|Danmörk}} |- |''Hanussen'' | |[[István Szabó]] |{{Fáni|Ungverjaland}} |- |''Salaam Bombay!'' | |[[Mira Nair]] |{{Fáni|Indland}} |- |''Mujeres al borde de un ataque de nervios'' |''Kon­ur á barmi tauga­áfalls'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1989 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Nuovo cinema Paradiso''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Paradísarbíóið''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Giuseppe Tornatore]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- |''Camille Claudel'' | |[[Bruno Nuytten]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Jésus de Montréal'' |''Jesús frá Montréal'' |[[Denys Arcand]] |{{Fáni|Kanada}} |- |''Život sa stricem'' | |[[Krsto Papić]] |{{Fáni|Júgóslavía}} |- |''Une affaire de femmes'' |''Kvennamál'' |[[Claude Chabrol]] |{{Fáni|Frakkland}} |} === 1990-1999 === {| class="wikitable" !Ár !Upprunalegur titill !Íslenskur titill !Leikstjórn !Land |- ! colspan="1" rowspan="5" |1990 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Cyrano de Bergerac''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Jean-Paul Rappeneau]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- |''夢'' |''Draumar'' |[[Akíra Kúrósava]] |{{Fáni|Japan}} |- |''Das schreckliche Mädchen'' |''Stelpukvikindið'' eða ''Óstýriláta stúlkan'' |[[Michael Verhoeven]] |{{Fáni|Vestur-Þýskaland}} |- |''Requiem für Dominik'' | |[[Robert Dornhelm]] |{{Fáni|Austurríki}} |- |''Такси-блюз'' |''Taxablús'' |[[Pavel Lungin]] |{{Fáni|Sovétríkin}} |- ! colspan="1" rowspan="6" |1991 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Europa Europa''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Agnieszka Holland]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Þýskaland}}''' |- |''La double vie de Véronique'' |''Tvöfalt líf Veróniku'' |[[Krzysztof Kieślowski]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Tacones lejanos'' |''Háir hæla'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- |''Madame Bovary'' | |[[Claude Chabrol]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Nikita'' | |[[Luc Besson]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Zateryannyy v Sibiri'' |''Týndur í Síberíu'' |[[Alexander Mitta]] |{{Fáni|Sovétríkin}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1992 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Indochine''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Indókína''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Régis Wargnier]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- |''Tous les matins du monde'' |''Allir heimsins morgnar'' |[[Alain Corneau]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Urga'' |''Tákn ástarinnar'' |[[Nikita Mikhalkov]] |{{Fáni|Rússland}} |- |''Como agua para chocolate'' |''Kryddlegin hjörtu'' |[[Alfonso Arau]] |{{Fáni|Mexíkó}} |- |''Schtonk!'' |''Gabb'' |[[Helmut Dietl]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1993 | style="background:#B0C4DE;" |'''''霸王別姬''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Farvel frilla mín''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Chen Kaige]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Hong Kong}}''' |- |''La corsa dell'innocente'' |''Flótti sakleysingjans'' |[[Carlo Carlei]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Justiz'' | |[[Hans W. Geißendörfer]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''Trois couleurs: Bleu'' |''Þrír litir: Blár'' |[[Krzysztof Kieślowski]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''喜宴'' |''Brúðkaupsveislan'' |[[Ang Lee]] |{{Fáni|Taívan}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1994 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Farinelli''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Gérard Corbiau]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Belgía}}''' |- |''飲食男女'' |''Matur, drykkur, maður, kona'' |[[Ang Lee]] |{{Fáni|Taívan}} |- |''活著'' |''Að lifa'' |[[Zhang Yimou]] |{{Fáni|Kína}} |- |''La reine Margot'' |''Margot drottning'' |[[Patrice Chéreau]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Trois couleurs: Rouge'' |''Þrír litir: Rauður'' |[[Krzysztof Kieślowski]] |{{Fáni|Sviss}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1995 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Les Misérables''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Vesalingarnir''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Claude Lelouch]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- |''Schlafes Bruder'' |''Bróðir svefnsins'' |[[Joseph Vilsmaier]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''Gazon maudit'' |''Eitraði grasbletturinn'' eða ''Myglaður blettur'' |[[Josiane Balasko]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Come due coccodrilli'' |''Eins og tveir krókódílar'' |[[Giacomo Campiotti]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''搖啊搖,搖到外婆橋'' |''Shanghai gengið'' |[[Zhang Yimou]] |{{Fáni|Kína}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1996 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Kolja''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Jan Svěrák]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Tékkland}}''' |- |''Le huitième jour'' |''Áttunda daginn'' |[[Jaco Van Dormael]] |{{Fáni|Belgía}} |- |''Luna e l'altra'' | |[[Maurizio Nichetti]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Кавказский пленник / Kavkazskiy plennik'' |''Fangar fjallanna'' |[[Sergei Bodrov]] |{{Fáni|Rússland}} |- |''Ridicule'' |''Háðung'' |[[Patrice Leconte]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1997 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Ma vie en rose''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Líf mitt í bleiku''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Alain Berliner]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Belgía}}''' |- |''Artemisia'' | |[[Agnès Merlet]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Il testimone dello sposo'' |''Svaramaðurinn'' |[[Pupi Avati]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Lea'' | |[[Ivan Fíla]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''Вор'' | |[[Pavel Chukhray]] |{{Fáni|Rússland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1998 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Central do Brasil''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Aðalstöðin''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Walter Salles]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Brasilía}}''' |- |''Festen'' |''Veislan'' |[[Thomas Vinterberg]] |{{Fáni|Danmörk}} |- |''Men with Guns'' |''Menn með byssur'' |[[John Sayles]] |{{Fáni|Bandaríkin}} |- |''De Poolse bruid'' | |[[Karim Traïdia]] |{{Fáni|Holland}} |- |''Tango, no me dejes nunca'' |''Tangó'' |[[Carlos Saura]] |{{Fáni|Argentína}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |1999 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Todo sobre mi madre''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Allt um móður mína''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Pedro Almodóvar]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Spánn}}''' |- |''Aimée & Jaguar'' | |[[Max Färberböck]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''Est-Ouest'' |''Austur-Vestur'' |[[Régis Wargnier]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''La fille sur le pont'' |''Stúlkan á brúnni'' |[[Patrice Leconte]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Le violon rouge'' |''Rauða fiðlan'' |[[François Girard]] |{{Fáni|Kanada}} |} === 2000-2009 === {| class="wikitable" !Ár !Upprunalegur titill !Íslenskur titill !Leikstjórn !Land |- ! colspan="1" rowspan="5" |2000 | style="background:#B0C4DE;" |'''''臥虎藏龍''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Krjúpandi tígur, falinn dreki'' eða ''Skríðandi tígur, dreki í leynum''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ang Lee]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Taívan}}''' |- |''Amores perros'' |''Ástin er ekki skepna'' eða ''Tíkarleg ást'' |[[Alejandro González Iñárritu]] |{{Fáni|Mexíkó}} |- |''Malèna'' |''Malena'' |[[Giuseppe Tornatore]] | colspan="1" |{{Fáni|Ítalía}} |- |''I cento passi'' |''Hundrað skref'' |[[Marco Tullio Giordana]] | colspan="1" |{{Fáni|Ítalía}} |- |''La veuve de Saint-Pierre'' |''Ekkja Saint-Pierre'' |[[Patrice Leconte]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2001 | style="background:#B0C4DE;" |'''''No Man's Land''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Einskismannsland''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Danis Tanović]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Bosnía og Hersegóvína}}''' |- |''Le fabuleux destin d'Amélie Poulain'' |''[[Hin stórkostlegu örlög Amélie Poulain|Hin stórkostlegu örlög Amélie Poulai]]'' |[[Jean-Pierre Jeunet]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Abril despedaçado'' |''Handan við sól'' |[[Walter Salles]] |{{Fáni|Brasilía}} |- |''Monsoon Wedding'' |''Monsúngifting'' |[[Mira Nair]] |{{Fáni|Indland}} |- |''Y tu mamá también'' |''Og mamma þín líka'' |[[Alfonso Cuarón]] |{{Fáni|Mexíkó}} |- ! colspan="1" rowspan="6" |2002 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Hable con ella''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Talaðu við hana''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Pedro Almodóvar|'''Pedro Almodóvar''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Spánn}}''' |- |''Balzac et la petite tailleuse chinoise'' |''Balzac og kinverska saumastúlkan'' |[[Dai Sijie]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Cidade de Deus'' |''Borg guðs'' |[[Fernando Meirelles]] |{{Fáni|Brasilía}} |- |''El crimen del padre Amaro'' |''Glæpur föður Amaro'' |[[Carlos Carrera]] |{{Fáni|Mexíkó}} |- |''英雄'' |''Hetja'' |[[Zhang Yimou]] |{{Fáni|Kína}} |- |''Nirgendwo in Afrika'' |''Hvergi í Afríku'' |[[Caroline Link]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2003 | style="background:#B0C4DE;" |'''''أسامة''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Siddiq Barmak]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Afganistan}}''' |- |''Les invasions barbares'' |''Innrás villimannanna'' |[[Denys Arcand]] |{{Fáni|Kanada}} |- |''Good Bye, Lenin!'' |''Bless Lenín!'' |[[Wolfgang Becker]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''Monsieur Ibrahim et les fleurs du Coran'' | |[[François Dupeyron]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Возвращение'' |''Endurkoman'' |[[Andrej Zvjagíntsev]] |{{Fáni|Rússland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2004 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Mar adentro''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Innri ólgusjór''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Alejandro Amenábar]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Spánn}}''' |- |''Les choristes'' |''Kórinn'' |[[Christophe Barratier]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''十面埋伏'' |''Hús fljúgandi hnífa'' |[[Zhang Yimou]] |{{Fáni|Kína}} |- |''Diários de Motocicleta'' |''Mótorhjóladagbækurnar'' |[[Walter Salles]] |{{Fáni|Argentína}}, {{Fáni|Brasilía}} |- |''Un long dimanche de fiançailles'' |''Trúlofunin langa'' |[[Jean-Pierre Jeunet]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2005 | style="background:#B0C4DE;" |'''''الجنّة الآن''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''Hany Abu-Assad''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Palestína}}''' |- |''功夫 / Kung fu'' | |[[Stephen Chow]] |{{Fáni|Kína}} |- |''Joyeux Noël'' |''Gleðileg jól'' |[[Christian Carion]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''無極'' | |[[Chen Kaige]] |{{Fáni|Kína}} |- | colspan="2" |''Tsotsi'' |[[Gavin Hood]] |{{Fáni|Suður-Afríka}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2006 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Letters from Iwo Jima''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Bréf frá Iwo Jima''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Clint Eastwood|'''Clint Eastwood''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Bandaríkin}}''' |- |''Apocalypto'' | |[[Mel Gibson]] |{{Fáni|Bandaríkin}} |- |''Das Leben der Anderen'' |''Líf annarra'' |[[Florian Henckel von Donnersmarck]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''El laberinto del fauno'' |''Völundarhúsið'' |[[Guillermo del Toro]] |{{Fáni|Mexíkó}} |- |''Volver'' |''Endurkoman'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2007 | style="background:#B0C4DE;" |'''''Le scaphandre et le papillon''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Fiðrildið og köfunarbjallan''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Julian Schnabel]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Bandaríkin}}''' |- |''4 luni, 3 săptămâni şi 2 zile'' |''Fjórir mánuðir, 3 vikur og 2 dagar'' |[[Cristian Mungiu]] |{{Fáni|Rúmenía}} |- |''The Kite Runner'' |''Flugdrekahlauparinn'' |[[Marc Forster]] |{{Fáni|Bandaríkin}} |- |''色, 戒'' |''Losti, varúð'' |[[Ang Lee]] |{{Fáni|Taívan}} |- |''Persepolis'' |''Persepólis'' |[[Vincent Paronnaud]] og [[Marjane Satrapi]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2008 | style="background:#B0C4DE;" |'''''ואלס עם באשיר''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Vals við Bashir''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''Ari Folman''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ísrael}}''' |- |''Der Baader Meinhof Komplex'' |''Baader Meinhof-samtökin'' |[[Uli Edel]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''Maria Larssons eviga ögonblick'' |''Eilíf augnablik'' |[[Jan Troell]] |{{Fáni|Svíþjóð}}, {{Fáni|Danmörk}} |- |''Gomorra'' |''Gómorra'' |[[Matteo Garrone]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Il y a longtemps que je t'aime'' |''Ég hef lengi elskað þig'' |[[Philippe Claudel]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2009 (67.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Das weiße Band''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Hvíti borðinn''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Michael Haneke|'''Michael Haneke''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Þýskaland}}''' |- |''Baarìa'' | |[[Giuseppe Tornatore]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Los abrazos rotos'' |''Brostin faðmlög'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- |''La Nana'' |''Vinnukona'' |[[Sebastián Silva]] |{{Fáni|Síle}} |- |''Un prophète'' |''Spámaðurinn'' |[[Jacques Audiard]] |{{Fáni|Frakkland}} |} === 2010-2019 === {| class="wikitable" !Ár !Upprunalegur titill !Íslenskur titill !Leikstjórn !Land |- ! colspan="1" rowspan="5" |2010 (68.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Hævnen''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Hefndin''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Susanne Bier]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Danmörk}}''' |- |''Biutiful'' | |[[Alejandro González Iñárritu]] |{{Fáni|Spánn}}, {{Fáni|Mexíkó}} |- |''Le Concert'' | |[[Radu Mihăileanu]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Край'' | |[[Alexei Uchitel]] |{{Fáni|Rússland}} |- |''Io Sono L'amore'' |''Ástarfuni'' |[[Luca Guadagnino]] |{{Fáni|Ítalía}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2011 ([[69. Golden Globe-verðlaunin|69.]]) | style="background:#B0C4DE;" |'''''جدایی نادر از سیمین''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Aðskilnaður''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Asghar Farhadi|'''Asghar Farhadi''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Íran}}''' |- |''In the Land of Blood and Honey'' | |[[Angelina Jolie]] |{{Fáni|Bandaríkin}} |- |''金陵十三钗'' | |[[Zhang Yimou]] |{{Fáni|Kína}} |- |''Le Gamin au vélo'' |''Strákur á hjóli'' |[[Dardenne-bræður|Jean-Pierre & Luc Dardenne]] |{{Fáni|Belgía}} |- |''La piel que habito'' |''Húðin sem ég klæðist'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2012 (70.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Amour''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Ást''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Michael Haneke|'''Michael Haneke''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Austurríki}}''' |- |''En kongelig affære'' |''Kóngaglenna'' |[[Nikolaj Arcel]] |{{Fáni|Danmörk}} |- |''Intouchables'' |''Ósnertanlegir'' |[[Éric Toledano]] og [[Olivier Nakache]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''De rouille et d'os'' |''Ryð og bein'' |[[Jacques Audiard]] | colspan="1" |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Kon-Tiki'' | |[[Joachim Rønning]] & [[Espen Sandberg]] |{{Fáni|Noregur}}, {{Fáni|Bretland}}, {{Fáni|Danmörk}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2013 (71.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''La grande bellezza''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Fegurðin mikla''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Paolo Sorrentino]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ítalía}}''' |- |''La Vie d'Adèle – Chapitres 1 & 2'' |''Líf Adele'' |[[Abdellatif Kechiche]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Jagten'' |''Veiðin'' |[[Thomas Vinterberg]] |{{Fáni|Danmörk}} |- |''Le Passé'' |''Fortíðin'' |[[Asghar Farhadi]] |{{Fáni|Íran}} |- |''風立ちぬ'' |''Vindurinn rís'' |[[Hayao Miyazaki]] |{{Fáni|Japan}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2014 (72.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Левиафан''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Levíatan''''' | style="background:#B0C4DE;" |[[Andrej Zvjagíntsev|'''Andrej Zvjagíntsev''']] | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Rússland}}''' |- |''Ida'' | |[[Paweł Pawlikowski]] |{{Fáni|Pólland}} |- |''მანდარინები'' |''Mandarínur'' |[[Zaza Urushadze]] |{{Fáni|Eistland}} |- |''Turist'' |''Túristi'' |[[Ruben Östlund]] |{{Fáni|Svíþjóð}} |- |''גט - המשפט של ויויאן אמסלם'' | |[[Ronit Elkabetz]] |{{Fáni|Ísrael}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2015 (73.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Saul fia''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Sonur Sáls''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[László Nemes]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Ungverjaland}}''' |- |''Le Tout Nouveau Testament'' |''Glænýja testamentið'' |[[Jaco Van Dormael]] |{{Fáni|Belgía}} |- |''El Club'' |''Klúbburinn'' |[[Pablo Larraín]] |{{Fáni|Síle}} |- |''Miekkailija / Vehkleja'' | |[[Klaus Härö]] |{{Fáni|Finnland}}, {{Fáni|Eistland}} |- |''Mustang'' |''Óbeisluð fegurð'' |[[Deniz Gamze Ergüven]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2016 (74.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Elle''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Hún''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Paul Verhoeven]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- |''Divines'' | |[[Houda Benyamina]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Neruda'' | |[[Pablo Larraín]] |{{Fáni|Síle}} |- |''فروشنده'' |''Sölumaðurinn'' |[[Asghar Farhadi]] |{{Fáni|Íran}} |- |''Toni Erdmann'' | |[[Maren Ade]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2017 (75.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Aus dem Nichts''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Upp úr þurru''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Fatih Akin]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Þýskaland}}''' |- |''Una Mujer Fantástica'' |''Stórkostleg kona'' |[[Sebastián Lelio]] |{{Fáni|Síle}} |- |''First They Killed My Father'' | |[[Angelina Jolie]] |{{Fáni|Kambódía}} |- |''Нелюбовь'' |''Kærleiksþrot'' |[[Andrej Zvjagíntsev]] |{{Fáni|Rússland}} |- |''The Square'' |''Ferningurinn'' |[[Ruben Östlund]] |{{Fáni|Svíþjóð}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2018 (76.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Roma''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Alfonso Cuarón]]''' | style="background:#B0C4DE;" |{{Fáni|Mexíkó}} |- |''کفرناحوم'' | |[[Nadine Labaki]] |{{Fáni|Líbanon}} |- |''Girl'' |''Stúlka'' |[[Lukas Dhont]] |{{Fáni|Belgía}} |- |''Werk ohne Autor'' | |[[Florian Henckel von Donnersmarck]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''万引き家族'' |''Búðaþjófar'' |[[Hirokazu Kore-eda]] |{{Fáni|Japan}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2019 (77.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''기생충''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Sníkjudýr''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Bong Joon-ho]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Suður-Kórea}}''' |- |''The Farewell'' | |[[Lulu Wang]] |{{Fáni|Bandaríkin}} |- |''Les Misérables'' |''Vesalingarnir'' |[[Ladj Ly]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Dolor y gloria'' |''Sársauki og dýrð'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- |''Portrait de la jeune fille en feu'' |''Mynd af logandi stúlku'' eða ''Portrett af ungri konu í ljósum logum'' |[[Céline Sciamma]] |{{Fáni|Frakkland}} |} === 2020-2029 === {| class="wikitable" !Ár !Upprunalegur titill !Íslenskur titill !Leikstjórn !Land |- ! colspan="1" rowspan="5" |2020 (78.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Minari''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Lee Isaac Chung]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Bandaríkin}}''' |- |''Druk'' |''Drykkja'' |[[Thomas Vinterberg]] |{{Fáni|Danmörk}} |- |''La Llorona'' | |[[Jayro Bustamante]] |{{Fáni|Gvatemala}} |- |''La vita davanti a sé'' | |[[Edoardo Ponti]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Deux'' |''Þær tvær'' |[[Filippo Meneghetti]] |{{Fáni|Frakkland}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2021 (79.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''ドライブ・マイ・カー''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Keyrðu bílinn minn''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Ryusuke Hamaguchi]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Japan}}''' |- |''Hytti nro 6'' |''Klefi númer sex'' |[[Juho Kuosmanen]] |{{Fáni|Þýskaland}}, {{Fáni|Finnland}}, {{Fáni|Rússland}} |- |''È stata la mano di Dio'' | |[[Paolo Sorrentino]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''قهرمان'' | |[[Asghar Farhadi]] |{{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Íran}} |- |''Madres paralelas'' |''Samhliða mæður'' |[[Pedro Almodóvar]] |{{Fáni|Spánn}} |- ! colspan="1" rowspan="5" |2022 (80.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Argentina, 1985''''' | style="background:#B0C4DE;" | | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Santiago Mitre]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Argentína}}''' |- |''Im Westen nichts Neues'' |''Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum'' |[[Edward Berger]] |{{Fáni|Þýskaland}} |- |''Close'' |''Nánd'' |[[Lukas Dhont]] |{{Fáni|Belgía}} |- |''헤어질 결심'' |''Að fara'' |[[Park Chan-wook]] |{{Fáni|Suður-Kórea}} |- |''RRR'' | |[[S. S. Rajamouli]] |{{Fáni|Indland}} |- ! colspan="1" rowspan="6" |2023 (81.) | style="background:#B0C4DE;" |'''''Anatomie d'une chute''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''''Fallið er hátt''''' | style="background:#B0C4DE;" |'''[[Justine Triet]]''' | style="background:#B0C4DE;" |'''{{Fáni|Frakkland}}''' |- |''Kuolleet lehdet'' |''Fallin lauf'' |[[Aki Kaurismäki]] |{{Fáni|Finnland}} |- |''Io capitano'' | |[[Matteo Garrone]] |{{Fáni|Ítalía}} |- |''Past Lives'' | |[[Celine Song]] |{{Fáni|Bandaríkin}} |- |''La sociedad de la nieve'' |''Samfélagið í snjónum'' |[[J. A. Bayona]] |{{Fáni|Spánn}} |- |''The Zone of Interest'' | |[[Jonathan Glazer]] |{{Fáni|Bretland}}, {{Fáni|Pólland}} |- ! rowspan="6" |2024 (82.) |''All We Imagine as Light'' | |[[Payal Kapadia]] |{{Fáni|Indland}}, {{Fáni|Frakkland}}, {{Fáni|Holland}}, {{Fáni|Lúxemborg}}, {{Fáni|Ítalía}} |- | colspan="2" |''Emilia Pérez'' |[[Jacques Audiard]] |{{Fáni|Frakkland}} |- |''Pigen med nålen'' |''Stúlkan með nálina'' |[[Magnus von Horn]] |{{Fáni|Danmörk}}, {{Fáni|Svíþjóð}}, {{Fáni|Pólland}} |- |''Ainda Estou Aqui'' | |[[Walter Salles]] |{{Fáni|Brasilía}}, {{Fáni|Frakkland}} |- |دانه‌ی انجیر معابد | |[[Mohammad Rasoulof]] |{{Fáni|Íran}}, {{Fáni|Þýskaland}}, {{Fáni|Frakkland}} |- |''Vermiglio'' | |[[Maura Delpero]] |{{Fáni|Ítalía}} |} [[Flokkur:Kvikmyndaverðlaun]] 7a3bu4xf38uhot9ds2qzsx7mg83wkdm Bettina Heinen-Ayech 0 181738 1891993 1873122 2024-12-15T18:54:19Z CommonsDelinker 1159 Skipti út Sommergewitter_in_Algerien_1974.jpg fyrir [[Mynd:Sommergewitter_in_Algerien_1971.jpg]] (eftir [[c:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: falsche Jahreszahl). 1891993 wikitext text/x-wiki {{Persóna | nafn = Bettina Heinen-Ayech | mynd = Bettina Heinen 1989.jpg | mynd_alt = | mynd_texti = Bettina í Alsír 1989 | fæðingarnafn = | fæðingardagur = {{fæðingardagur|1937|9|3}} | fæðingarstaður = [[Solingen]], [[Fríríkið Prússland|Fríríkinu Prússlandi]], [[Þriðja ríkið|Þýskalandi nasismans]] | dánardagur = {{dánardagur og aldur|2020|6|7|1937|9|3}} | dánarstaður = [[München]], [[Bæjaraland|Bæjaralandi]], [[Þýskaland|Þýskalandi]] | þjóðerni = | önnur_nöfn = | starf = | ár = | þekkt_fyrir = | þekktustu_verk = }} [[mynd:Sommergewitter in Algerien 1971.jpg|400px|thumb|Þrumuveður um sumarið í Alsír 1974]] '''Bettina Heinen-Ayech''' ([[3. september]] [[1937]] – [[7. júní]] [[2020]]) var þýskur málari. Hún varð þekkt fyrir litríku landslagsmyndir sínar frá [[Alsír]]. == Tenglar == {{reflist}} {{DEFAULTSORT:Heinen-Ayech, Bettina}} {{fd|1937|2020}} [[Flokkur:Þýskir málarar]] {{stubbur}} k72bwh3ivs1ydsev7aopl099hayplrl Radarstöðin á Darra 0 182248 1892036 1891383 2024-12-16T01:30:15Z Stillbusy 42433 1892036 wikitext text/x-wiki '''Radarstöðin á Darra''' var herstöð á [[Hornstrandir|Hornströndum]] sem starfrækt var á vegum [[Breski sjóherinn|breska sjóhersins]] í [[Seinni heimstyrjöldin|seinni heimstyrjöldinni]]. Stöðin var staðsett við Sæból í [[Aðalvík]] og upp á fjallinu Darra.<ref>{{cite news |title=Þegar bretar gistu í Aðalvík |url=https://timarit.is/page/7170680#page/n17/mode/2up |access-date=30 August 2024 |work=Hlynur |date=15 February 1987 |pages=18–19 |language=IS |via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref><ref>{{cite news |title=Ég man Aðalvík |author=Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir |url=https://timarit.is/page/5861027?iabr=on#page/n15/mode/1up/ |access-date=20 August 2024 |work=[[Fréttatíminn]] |date=20 April 2012 |pages=16, 18–19 |language=IS |via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> Vorið 1941 komu þrír breskir hermenn til Aðalvíkur og settu upp strandvörslu.<ref>[https://timarit.is/page/1722001?iabr=on#page/n42/mode/1up ''Breskir varðliðar í Aðalvík''], Morgunblaðið, 6. maí 1990, bls. 43</ref> Bygging radarstöðvarinnar hófst svo vorið 1942 þegar Bretar reistu litla [[ratsjá]] á svonefndum Hjallhól á Sæbóli í Aðalvík. Ári seinna var hafist handa við að byggja stærri ratsjá upp á fjallinu Darra, rétt innan við Ritaskörð. Í setuliðinu voru á bilinu 60 til 70 menn, þar af um 20 upp á fjalli. Stöðinni var lokað í stríðslok en víða má þó enn sjá leifar hennar í víkinni og upp á fjalli.<ref>{{cite news |title=Ratsjárstöðvar í Aðalvík |author=Friðþór Kr. Eydal |url=https://timarit.is/page/1747736#page/n13/mode/2up |access-date=20 August 2024 |work=[[Morgunblaðið]] |date=26. júlí 1991 |pages=14–15 |language=IS |via=[[Tímarit.is]]}}</ref><ref>{{cite news |title=Rústir á varðbergi |author=Guðni Einarsson |url=https://timarit.is/page/1789619#page/n20/mode/2up |access-date=30 August 2024 |work=[[Morgunblaðið]] |date=31. júlí 1993 |pages=20–21 |language=IS |via=[[Tímarit.is]]}}{{open access}}</ref> == Sjá einnig == *[[Ratsjá]] *[[Radarstöðin á Straumnesfjalli]] == Heimildir == {{reflist}} == Tenglar == * [https://timarit.is/page/6542938?iabr=on#page/n26/mode/1up ''Skip hans hátignar, Baldur''], Vestfirska fréttablaðið, 14. desember 1981, bls. 27. * [https://timarit.is/page/4253179?iabr=on#page/n43/mode/2up ''Endalok þýska kaupskipsins Regensburg''], Sjómannablaðið Víkingur, 1. desember 1998, bls. 44–46. * [https://www.youtube.com/watch?v=TGaELdkcfX8 ''Heimildarmynd um Aðalvík 1996''] á Youtube, sótt 16. desember 2024 [[Flokkur:Hernaðarmannvirki á Íslandi]] [[Flokkur:Hornstrandir]] [[Flokkur:Ísland í seinni heimsstyrjöldinni]] [[Flokkur:Varnir Íslands]] cl8foazd4ebx9rub2wv1slud5xnrhjd Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2025 0 182461 1891994 1888307 2024-12-15T19:34:51Z Irene014 95057 1891994 wikitext text/x-wiki {{Söngvakeppni | ár = 2025 | þema = ''United by Music'' | mynd = EuroSuiza.svg | mynd_stærð = 100px | undanúrslit1 = 13. maí 2025 | undanúrslit2 = 15. maí 2025 | úrslit = 17. maí 2025 | vettvangur = [[St. Jakobshalle]]<br />[[Basel]], [[Sviss]] | kynnar = | framkvæmdastjóri = Martin Green<ref name="2025director">{{Cite web |date=2024-10-15 |url=https://www.ebu.ch/news/2024/10/martin-green-joins-eurovision-song-contest-in-new-director-role |title=Martin Green joins Eurovision Song Contest in new Director role |publisher=[[European Broadcasting Union]] (EBU) |access-date=2024-10-15}}</ref> | sjónvarpsstöð = [[SRG SSR]] | þátttakendur = 38 | frumraun = | endurkomur = {{Esc|Svartfjallaland}} | ekki_þátttaka = | kort = ESC 2025 Map.svg | fjólublár = Y | rauður = | gulur = | grænn = N | kosning = <!--Hvert land gefur eitt sett (í undanúrslitum) eða tvö sett (í úrslitum) af 12, 10, 8–1 stigum til tíu laga. Á öllum sýningunum er einnig gefið eitt samanlagt sett af stigum frá löndum sem taka ekki þátt.--> | núll_undarúrslit = | núll = | sigurvegari = | sigurlag = }} '''Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2025''' verður haldin í borginni [[Basel]] í [[Sviss]] dagana 13, 15, og 17. maí 2025, en [[Sviss í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva|Sviss]] vann [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024]] með laginu „The Code“. [[Ísland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva|Ísland]] hefur staðfest þátttöku sína í keppninni.<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/09/13/island_tekur_thatt_i_eurovision_2025/|title=Ísland tekur þátt í Eurovision 2025|website=www.mbl.is|language=is|access-date=2024-09-18}}</ref> ==Tilvísanir== {{reflist}} == Tenglar == * {{Opinber vefsíða}} {{Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva}} {{stubbur|sjónvarp}} [[Flokkur:Söngvakeppnir evrópskra sjónvarpsstöðva eftir árum|2025]] [[Flokkur:2025]] 4a2a4bfuccavqfclqvn7bs3mvbrzf0a Kjörnir alþingismenn 2024 0 183701 1891978 1891596 2024-12-15T15:51:26Z Þorkell T. 93503 Útkomutala 1891978 wikitext text/x-wiki Í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 30. nóvember 2024]] náðu eftirfarandi þingmenn kjöri: {| class="wikitable" ! colspan="3" |[[Reykjavíkurkjördæmi norður]] ! colspan="3" |[[Reykjavíkurkjördæmi suður]] ! colspan="3" |[[Suðvesturkjördæmi]] |- !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> |- |1. |[[Kristrún Frostadóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right"|9.653,00 |1. |[[Jóhann Páll Jóhannsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |8.541,00 |1. |[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |14.997,00 |- |2. |[[Guðlaugur Þór Þórðarson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |6.459,00 |2. |[[Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |6.581,00 |2. |[[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |12.829,00 |- |3. |[[Hanna Katrín Friðriksson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |6.043,00 |3. |[[Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" | 6.553,00 |3. |[[Alma Möller]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |12.324,00 |- |4. |[[Þórður Snær Júlíusson]] {{LB|S}}{{ref|a|a}}{{ref|b1|b}} | style="font-size:85%; text-align:right" |4.826,50 |4. |[[Inga Sæland]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |5.022,00 |4. |[[Bergþór Ólason]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" |7.689,00 |- |5. |[[Ragnar Þór Ingólfsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" | 4.400,00 |5. |[[Ragna Sigurðardóttir (f. 1992)|Ragna Sigurðardóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |4.270,50 |5. |[[Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |7.498,50 |- |6. |[[Sigríður Andersen|Sigríður Á. Andersen]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.284,00 |6. |[[Snorri Másson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.917,00 |6. |[[Guðmundur Ingi Kristinsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |7.014,00 |- |7. |[[Diljá Mist Einarsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.229,50 |7. |[[Jón Gnarr]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.290,50 |7. |[[Sigmar Guðmundsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |6.414,50 |- |8. |[[Dagur B. Eggertsson]] {{LB|S}}{{ref|a|a}}{{ref|b2|b}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.217,67 |8. |[[Hildur Sverrisdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.276,50 |8. |[[Guðmundur Ari Sigurjónsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |6.162,00 |- |9. |[[Pawel Bartoszek]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.021,50 |9. |[[Kristján Þórður Snæbjarnarson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |2.847,00 |9. |[[Bryndís Haraldsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |4.999,00 |- |10. |[[Grímur Grímsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J6 |10. |[[Kolbrún Baldursdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J4 |10. |[[Eiríkur Björn Björgvinsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |4.276,33 |- |11. |[[Dagbjört Hákonardóttir]] {{LB|S}}{{ref|b3|b}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J8 |11. |[[Jón Pétur Zimsen]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J5 |11. |[[Þórunn Sveinbjarnardóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |4.108,00 |- | | | | | | |12. |[[Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:center" |3.844,50 |- | | | | | | |13. |[[Rósa Guðbjartsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J7 |- | | | | | | |14. |[[Jónína Björk Óskarsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J9 |- ! colspan="3" |[[Norðvesturkjördæmi]] ! colspan="3" |[[Norðausturkjördæmi]] ! colspan="3" |[[Suðurkjördæmi]] |- !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> !Nr. !Þingmaður !<span title="Útkomutala">Útk.</span> |- |1. |[[Ólafur Adolfsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.249,00 |1. |[[Logi Einarsson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |5.183,00 |1. |[[Ásthildur Lóa Þórsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |6.354,00 |- |2. |[[Eyjólfur Ármannsson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.023,00 |2. |[[Sigmundur Davíð Gunnlaugsson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.818,00 |2. |[[Guðrún Hafsteinsdóttir]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |6.233,00 |- |3. |[[Anna Lára Jónsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |2.871,00 |3. |[[Jens Garðar Helgason]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.652,00 |3. |[[Víðir Reynisson]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |5.519,00 |- |4. |[[Ingibjörg Davíðsdóttir]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" |2.669,00 |4. |[[Sigurjón Þórðarson]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.475,00 |4. |[[Karl Gauti Hjaltason]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" |4.322,00 |- |5. |[[Stefán Vagn Stefánsson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" |2.406,00 |5. |[[Ingibjörg Ólöf Isaksen]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.445,00 |5. |[[Halla Hrund Logadóttir]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.806,00 |- |6. |[[María Rut Kristinsdóttir]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |2.286,00 |6. |[[Eydís Ásbjörnsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |2.591,50 |6. |[[Guðbrandur Einarsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.571,00 |- |7. |[[Lilja Rafney Magnúsdóttir]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |J2 |7. |[[Ingvar Þóroddsson]] {{LB|C}} | style="font-size:85%; text-align:right" |2.296,00 |7. |[[Sigurður Helgi Pálmason]] {{LB|F}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.177,00 |- | | | style="font-size:85%; text-align:center" | |8. |[[Þorgrímur Sigmundsson]] {{LB|M}} | style="font-size:85%; text-align:right" |1.909,00 |8. |[[Vilhjálmur Árnason (stjórnmálamaður)|Vilhjálmur Árnason]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |3.116,50 |- | | | |9. |[[Njáll Trausti Friðbertsson]] {{LB|D}} | style="font-size:85%; text-align:right" |1.826,00 |9. |[[Ása Berglind Hjálmarsdóttir]] {{LB|S}} | style="font-size:85%; text-align:right" |2.759,50 |- | | | |10. |[[Þórarinn Ingi Pétursson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J1 |10. |[[Sigurður Ingi Jóhannsson]] {{LB|B}} | style="font-size:85%; text-align:center" |J3 |- | colspan="9" style="font-size:85%; text-align:left" | {{note|a|a}} Dagur B. Eggertsson var í 2. sæti framboðslista Samfylkingarinnar en var strikaður út eða færður neðar á lista á 1.453 atkvæðisseðlum og féll því niður um eitt sæti. |- | colspan="9" style="font-size:85%; text-align:center" |Kjördæmasætum er úthlutað samkvæmt hæstu útkomutölum skv. [[D'Hondt-reglan|D'Hondt-reglu]]. J1 til J9 eru [[jöfnunarsæti]] í þeirri röð sem þeim er úthlutað á framboð og kjördæmi. Heimild: [https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6YWRXsSblaUrKKWRZTrade/ecb23e2ff3230f5dfc0e9fa4d3c6f867/uthlutun2024skyrslaSign.pdf Úthlutunarskýrsla Landkjörstjórnar] |} == Nánar um kjörna Alþingismenn == 35 karlar náðu kjöri en 28 konur. Yngsti kjörni þingmaðurinn var [[Ingvar Þóroddsson]] en hann var 26 ára gamall. Elsti kjörni þingmaðurinn var [[Jónína Björk Óskarsdóttir]] en hún var 71 árs gömul. Starfsaldursforseti nýkjörins þings var [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]]. 21 þingmenn voru nýliðar á móti 42 sem áður höfðu gegnt þingmennsku. Mikil endurnýjun var á þingi í kosningunum en ríkisstjórnarflokkarnir misstu umtalsvert fylgi í kosningunum. [[Samfylkingin]], [[Viðreisn]], [[Flokkur fólksins|Flokkur Fólksins]] og [[Miðflokkurinn (Ísland)|Miðflokkurinn]] bættu við sig umtalsverðu fylgi en [[Vinstrihreyfingin – grænt framboð|Vinstri Græn]] og [[Píratar]] þurrkuðust út af þingi í fyrsta skipti í sögu flokkanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-01-lokatolur-fleyttu-sigurdi-inga-inn-a-thing-429750|title=Lokatölur fleyttu Sigurði Inga inn á þing - RÚV.is|last=RÚV|first=Fréttastofa|date=2024-12-01|website=RÚV|access-date=2024-12-01}}</ref> Nokkrir þingmenn sneru aftur á alþingi en það eru [[Karl Gauti Hjaltason]], [[Sigríður Andersen|Sigríður Á. Andersen]], [[Lilja Rafney Magnúsdóttir]], [[Pawel Bartoszek]] og [[Sigurjón Þórðarson]]. Þá hafa nokkrir nýkjörnir þingmenn áður tekið sæti á þingi sem varaþingmenn. Tveir fyrrverandi [[Borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjórar Reykjavíkur]] náðu kjöri á þing þeir [[Jón Gnarr]] og [[Dagur B. Eggertsson]] í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þá náðu [[Eiríkur Björn Björgvinsson]] fyrrverandi bæjarstjóri [[Akureyri|Akureyrar]] og [[Rósa Guðbjartsdóttir]] fráfarandi bæjarstjóri [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] bæði kjöri í Suðvesturkjördæmi.<ref>[https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-01-hverjir-eru-nyju-thingmennirnir-429874 Hverjir eru nýju þingmennirnir] Rúv, sótt 1. desember, 2024</ref> == Breytingar á kjörtímabilinu == :b.{{note|b1}}{{note|b2}}{{note|b3}} Í aðdraganda kosninga lýsti [[Þórður Snær Júlíusson]] því yfir að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi vegna máls sem varðaði ósmekkleg gömul bloggskrif. Við það mun [[Dagur B. Eggertsson]] verða 4. þingmaður kjördæmisins, [[Dagbjört Hákonardóttir]] 8. þingmaður og [[Sigmundur Ernir Rúnarsson]] koma inn á þing sem 11. þingmaður þess. {{röð|listi=Kjörnir [[Alþingi|Alþingismenn]]|fyrir=[[Kjörnir alþingismenn 2021]]|eftir=[[Kjörnir alþingismenn 2028]]}} == Tilvísanir == [[Flokkur:Alþingiskosningar 2024| ]] [[Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 2021-2030| ]] [[Flokkur:Listar yfir alþingismenn eftir kosningaári|2024]] 61z1awle5dzn3k6cdlfjdlq1k2tr4wk Taye Atske Selassie 0 183926 1891977 1891943 2024-12-15T15:12:43Z InternetArchiveBot 75347 Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.5 1891977 wikitext text/x-wiki {{Forseti | nafn = Taye Atske Selassie | nafn_á_frummáli = {{nobold|ታዬ አጽቀሥላሴ}} | mynd = Taye Atske Selassie MFA Portrait.jpg | myndastærð = | myndatexti1 = | titill= Forseti Eþíópíu | stjórnartíð_start = [[7. október]] [[2024]] | stjórnartíð_end = | forsætisráðherra = [[Abiy Ahmed]] | forveri = [[Sahle-Work Zewde]] | fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1956|1|13}} | fæðingarstaður = [[Debarq]], [[Eþíópía|Eþíópíu]] | dánardagur = | dánarstaður = | þjóderni = [[Eþíópía|Eþíópískur]] | maki = | stjórnmálaflokkur = | börn = | bústaður = | atvinna = | háskóli = [[Háskólinn í Addis Ababa]]<br>[[Háskólinn í Lancaster]] | verðlaun = | starf = | trúarbrögð = |undirskrift = }} '''Taye Atske Selassie Amde''' ([[amharíska]]: ታዬ አጽቀሥላሴ, f. 13. janúar 1956)<ref>{{cite web |date=10 September 2018 |title=Le nouveau Représentant permanent de l’Éthiopie auprès des Nations Unies présente ses lettres de créance |url=https://press.un.org/fr/2018/bio5138.doc.htm |access-date=8 October 2024 |website=Sameinuðu þjóðirnar}}</ref> er [[Eþíópía|eþíópískur]] erindreki og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Eþíópíu frá 7. október 2024.<ref>{{Cite web |date=8 February 2024 |title=H.E. Ambassador Taye Atske Selassie, is appointed as the new Foreign Minister of the Federal Democratic Republic of Ethiopia. |work=Embassy of Ethiopia |url=https://ethiopianembassy.org/h-e-ambassador-taye-atske-selassie-is-appointed-as-the-new-foreign-minister-of-the-federal-democratic-republic-of-ethiopia/ |access-date=13 March 2024 |language=en-US |archive-date=22 febrúar 2024 |archive-url=https://web.archive.org/web/20240222044123/https://ethiopianembassy.org/h-e-ambassador-taye-atske-selassie-is-appointed-as-the-new-foreign-minister-of-the-federal-democratic-republic-of-ethiopia/ |url-status=dead }}</ref><ref name=":0">{{Cite web |date=8 February 2024 |title=Ethiopia's Spy Chief Appointed as Deputy Prime Minister, Taye Atske Selassie Takes Foreign Minister Role |url=https://borkena.com/2024/02/08/ethiopias-spy-chief-appointed-as-deputy-prime-minister-taye-atske-selassie-takes-foreign-minister-role/ |access-date=13 March 2024 |website=Borkena Ethiopian News |language=en-US}}</ref><ref>{{Cite web |title=Ethiopia Appoints Amb. Taye Atske Selassie as Foreign Minister |url=https://ebc.et/english/newsdetails.aspx?newsid=5768 |access-date=13 March 2024 |website=ebc.et}}</ref> Hann hefur mörgum sinnum unnið sem sendiherra hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]].<ref>{{Cite web |date=13 March 2024 |title=H.E. Mr. Taye Atske Selassie Amde Ambassador |url=https://www.unicef.org/executiveboard/media/9391/file/2022-Amb-Taye_Atske_Selassie_Amde-bio-EN-2022.01.11.pdf}}</ref> Áður en hann tók við forsetaembætti var Taye utanríkisráðherra Eþíópíu. == Æska og menntun== Taye fæddist í [[Debarq]] í [[Gondar]] í [[Begemder|Begemder-héraði]]. Hann lauk námi við [[Háskólinn í Addis Ababa|Háskólann í Addis Ababa]] og Háskólann í Lancaster í stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum og herkænskufræði.<ref>{{Cite web |date=8 February 2024 |title=Ambassador Taye Atske Selassie Faces Ethiopia-Somalia Relations as First Assignment |url=https://addisinsight.net/ambassador-taye-atske-selassie-faces-ethiopia-somalia-relations-as-first-assignment/ |access-date=13 March 2024 |website=Addis Insight |language=en-US}}</ref> ==Ferill í erindrekstri== Taye hefur unnið sem fastafulltrúi Eþíópíu hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2018.<ref>{{Cite web |title=New Permanent Representative of Ethiopia Presents Credentials |url=https://press.un.org/en/2018/bio5138.doc.htm |access-date=13 March 2024 |website=press.un.org}}</ref><ref>{{Citation |title=Amde, Taye Atske Selassie |work=International Year Book and Statesmen's Who's Who |url=https://referenceworks.brillonline.com/entries/international-year-book-and-statesmens-who-s-who/amde-taye-atske-selassie-SIM_person_56176 |access-date=13 March 2024 |publisher=Brill |language=en}}</ref> Áður en hann hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum var Taye aðalræðismaður Eþíópíu í Los Angeles og hafði gegnt mikilvægum embættum í alþjóðasamskiptum landsins í Washington, D.C. og Stokkhólmi, auk þess sem hann hafði verið sendiherra Eþíópíu í Egyptalandi.<ref>{{Cite web |date=21 May 2021 |title=Consulate General in Los Angeles hosts Business to Government Pre-Investment Virtual Meeting in West Coast of USA (May 21, 2021) |work=Embassy of Ethiopia |url=https://ethiopianembassy.org/consulate-general-in-los-angeles-hosts-business-to-government-pre-investment-virtual-meeting-in-west-coast-of-usa-may-21-2021/ |access-date=13 March 2024 |language=en-US}}</ref> Þann 18. janúar 2023 var Taye útnefndur ráðgjafi forsætisráðherra Eþíópíu í utanríkismálum.<ref>{{Cite web |date=2023-01-20 |title=PM Abiy Ahmed announces new appointments to high level positions |url=https://www.fanabc.com/english/pm-abiy-ahmed-announces-new-appointments-to-high-level-positions/ |access-date=2024-11-09 |website=Welcome to Fana Broadcasting Corporate S.C |language=en-US}}</ref> Þann 8. febrúar 2024 tók Taye við af [[Demeke Mekonnen]] sem utanríkisráðherra Eþíópíu eftir afsögn Demeke þann 26. janúar.<ref name=":0" /> ==Forsetatíð== [[File:The Presidential Ceremony Ethiopia.jpg|thumb|Fyrrum forsetinn [[Sahle-Work Zewde]] tekur á móti nýkjörnum forseta, Selassie.]] Þann 7. október 2024 var Taye skyndilega útnefndur forseti Eþíópíu. Hann tók við af [[Sahle-Work Zewde]], sem lét af embætti undir kringumstæðum sem deilt hefur verið um. Taye tók við embættinu á tíma mikilla áskorana í utanríkismálum Eþíópíu og átaka innanlands.<ref>{{cite news |title=Ethiopia Lawmakers Vote Taye as New President in Surprise Move |url=https://www.bloomberg.com/news/articles/2024-10-07/ethiopia-lawmakers-vote-taye-as-new-president-in-surprise-move |access-date=7 October 2024 |work=Bloomberg.com |date=7 October 2024 |language=en}}</ref><ref>{{cite news |title=Taye Atske Selassie Elected New President of Ethiopia |url=https://newscentral.africa/ethiopian-lawmakers-elect-taye-atske-selassie-as-new-president/ |access-date=7 October 2024 |work=News Central Africa |date=7 October 2024}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Töflubyrjun}} {{Erfðatafla | titill = Forseti Eþíópíu | frá =[[7. október]] [[2024]] | til = | fyrir = [[Sahle-Work Zewde]] | eftir = Enn í embætti }} {{Töfluendir}} {{DEFAULTSORT:Taye Atske Selassie}} {{f|1956}} [[Flokkur:Forsetar Eþíópíu]] [[Flokkur:Utanríkisráðherrar Eþíópíu]] 1pi74dghwcb5p18enxkdeplycnh7qbn Ragna Sigurðardóttir (f. 1992) 0 183928 1891971 2024-12-15T13:13:42Z Berserkur 10188 byrjun á grein 1891971 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | skammstöfun = | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1992|8|31}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]] | stjórnmálaflokkur = [[Samfylkingin]] | háskóli = [[Háskóli Íslands]] (BS) | maki = | börn = | titill = Þingmaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] | AÞ_CV = 1497 | AÞ_frá1 = 2024 | AÞ_til1 = | AÞ_kjördæmi1 = [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]] | AÞ_flokkur1 = Samfylkingin }} '''Ragna Sigurðardóttir''' (f. [[31. ágúst]] [[1992]]) er þingmaður fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]] og læknir. Hún var kosin á þing ári 2024. {{Núverandi alþingismenn}} {{stubbur|æviágrip|stjórnmál}} {{f|1992}} [[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]] [[Flokkur:Íslenskir læknar]] k0lfwe332q0dpvzz6y66qlv1nl2pl3p 1891976 1891971 2024-12-15T14:52:43Z TKSnaevarr 53243 1891976 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Ragna Sigurðardóttir | skammstöfun = RagnaS | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1992|8|31}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]] | stjórnmálaflokkur = [[Samfylkingin]] | háskóli = [[Háskóli Íslands]] (BS) | maki = | börn = | AÞ_CV = 1497 | AÞ_frá1 = 2024 | AÞ_til1 = | AÞ_kjördæmi1 = [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]] | AÞ_flokkur1 = Samfylkingin }} '''Ragna Sigurðardóttir''' (f. [[31. ágúst]] [[1992]]) er þingmaður fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]] og læknir. Hún var kosin á þing ári 2024. {{Núverandi alþingismenn}} {{stubbur|æviágrip|stjórnmál}} {{f|1992}} [[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]] [[Flokkur:Íslenskir læknar]] qtjnfc1i2mjv9o01n1qe45rak0h6krj 1892017 1891976 2024-12-15T23:33:49Z TKSnaevarr 53243 Bæti við texta þýddum úr ensku Wikipediu. 1892017 wikitext text/x-wiki {{Stjórnmálamaður | nafn = Ragna Sigurðardóttir | skammstöfun = RagnaS | fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1992|8|31}} | fæðingarstaður = [[Reykjavík]] | stjórnmálaflokkur = [[Samfylkingin]] | háskóli = [[Háskóli Íslands]] (BS) | maki = | börn = | AÞ_CV = 1497 | AÞ_frá1 = 2024 | AÞ_til1 = | AÞ_kjördæmi1 = [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavík s.]] | AÞ_flokkur1 = Samfylkingin | SS1_titill = [[Borgarstjórn Reykjavíkur|Borgarfulltrúi]] í [[Reykjavík]] | SS1_frá1 = 2020 | SS1_til1 = 2022 | SS1_flokkur1 = Samfylkingin }} '''Ragna Sigurðardóttir''' (f. [[31. ágúst]] [[1992]]) er þingmaður fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]] og læknir.<ref name="Alþingi">{{cite web |title=Þingmenn: Alþingismannatal - Æviágrip þingmanna frá 1845 - Ragna Sigurðardóttir |url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1497 |publisher=[[Alþingi]] |access-date=14 December 2024 |archive-url= |archive-date= |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> Hún var kjörin á þing fyrir [[Reykjavíkurkjördæmi suður]] í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 2024]].<ref name="Alþingi2">{{cite web |title=Þingmenn: Alþingismannatal - Æviágrip þingmanna frá 1845 - Þingseta - Ragna Sigurðardóttir - þingsetutímabil og embætti |url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/thingseta/?nfaerslunr=1497 |publisher=[[Alþingi]] |access-date=14 December 2024 |archive-url= |archive-date= |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> Ragna fæddist 31. ágúst 1992 í Reykjavík.<ref>{{cite web |title=Þingmenn: Alþingismannatal - Æviágrip þingmanna frá 1845 - Ragna Sigurðardóttir (XML) |url=https://www.althingi.is/altext/xml/thingmenn/thingmadur/lifshlaup/?nr=1497 |publisher=[[Alþingi]] |access-date=14 December 2024 |archive-url= |archive-date= |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref><ref name="Borgarstjórn">{{cite web |title=Stjórnsýsla: Stjórn borgarinnar - Borgarfulltrúar - Ragna Sigurðardóttir |url=https://reykjavik.is/borgarfulltruar/ragna-sigurdardottir |publisher=[[Borgarstjórn Reykjavíkur]] |access-date=14 December 2024 |archive-url=https://web.archive.org/web/20240420185928/https://reykjavik.is/borgarfulltruar/ragna-sigurdardottir |archive-date=20 April 2024 |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> Hún er dóttir læknisins Sigurðar Einarssonar.<ref name="Læknablaðið">{{cite journal |last1=Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir |title=Ragna Sigurðardóttir sveiflast á milli pólitíkur og læknisfræði |journal=Læknablaðið |date=October 2022 |volume=108 |issue=10 |url=https://www.laeknabladid.is/tolublod/2022/10/nr/8131 |access-date=14 December 2024 |archive-url=https://web.archive.org/web/20231129184205/https://www.laeknabladid.is/tolublod/2022/10/nr/8131 |archive-date=29 November 2023 |location=Kópavogur, Íslandi |language=is |issn=0023-7213}}</ref> Þegar hún var sex ára flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til [[Madison, Wisconsin]], þar sem faðir hennar var í sérnámi í meltingarlækningum.<ref name="RÚV">{{cite news |last1=Lovísa Rut Kristjánsdóttir |title=„Ég talaði ekki við foreldra mína í einhverja mánuði á eftir“ |url=https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-02-02-eg-taladi-ekki-vid-foreldra-mina-i-einhverja-manudi-a-eftir |access-date=14 December 2024 |archive-url= |archive-date= |work=[[RÚV]] |date=2 February 2023 |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref><ref name="Læknablaðið"/> Fjölskyldan fór reglulega aftur til Íslands í frí.<ref name="RÚV"/> Ragna gekk í [[Madison West High School]] frá 2006 til 2007 og hlaut bandarískan ríkisborgararétt.<ref name="Borgarstjórn"/> Fjölskyldan flutti aftur til Íslands árið 2008, sem Ragna var ekki ánægð með.<ref name="RÚV"/> Hún gekk í [[Kársnesskóli|Kársnesskóla]] í Kópavogi og [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólann við Hamrahlíð]], þaðan sem hún útskrifaðist með ágætiseinkunn árið 2012.<ref name="Borgarstjórn"/> Ragna útskrifaðist með BS-gráðu í læknisfræði frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 2017 og með doktorsgráðu árið 2022.<ref name="Borgarstjórn"/> Hún var formaður stúdentasamtakanna [[Röskva (stúdentahreyfing)|Röskvu]] frá 2014 til 2015 og einn af stofnendum geðfræðslufélagsins Hugrúnar.<ref name="Borgarstjórn"/><ref name="DV">{{cite news |last1=Ritstjórn Eyjunnar |title=Ragna verður kosningastýra Samfylkingarinnar |url=https://www.dv.is/eyjan/2018/4/12/ragna-verdur-kosningastyra-samfylkingarinnar/ |access-date=14 December 2024 |archive-url= |archive-date= |work=[[DV]] |date=12 April 2018 |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> Hún var stúdentaráðsliði við Stúdentaráð HÍ frá 2015 til 2017 og formaður stúdentaráðs frá 2017 til 2018.<ref name="Borgarstjórn"/><ref>{{cite news |last1=Sunna Kristín Hilmarsdóttir |title=Ragna Sigurðardóttir nýr formaður Stúdentaráðs |url=https://www.visir.is/g/2020103971d |access-date=14 December 2024 |work=[[Vísir.is]] |date=13 March 2017 |archive-url=https://web.archive.org/web/20230419053548/https://www.visir.is/g/2020103971d |archive-date=19 April 2023 |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> Ragna var læknir við heilsugæslustöðina í [[Garðabær|Garðabæ]] og sérfræðingur í skurðlækningum við [[Landspítali|Landspítala]].<ref name="RÚV"/><ref>{{cite news |last1=Erna Ýr Guðjónsdóttir |title=„Ef ég myndi deyja þá myndi ég deyja sátt“ |url=https://www.mbl.is/smartland/frami/2024/10/13/ef_eg_myndi_deyja_tha_myndi_eg_deyja_satt/ |access-date=14 December 2024 |work=[[Morgunblaðið]] |date=13 October 2024 |archive-url=https://web.archive.org/web/20241127034939/https://www.mbl.is/smartland/frami/2024/10/13/ef_eg_myndi_deyja_tha_myndi_eg_deyja_satt// |archive-date=27 November 2024 |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> Ragna var kosningastýra Samfylkingarinnar í Reykjavík í [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2018|sveitarstjórnarkosningunum 2018]].<ref name="DV"/> Hún var í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá 2020 til 2021.<ref name="Borgarstjórn"/><ref>{{cite news |title=Ragna býður sig fram til forseta UJ |url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/08/31/ragna_bydur_sig_fram_til_forseta_uj/ |access-date=14 December 2024 |archive-url= |archive-date= |work=[[Morgunblaðið]] |date=31 August 2020 |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> Hún var forseti [[Ungt jafnaðarfólk|Ungs jafnaðarfólks]] frá 2020 til 2022.<ref name="Borgarstjórn"/> Hún var fulltrúi í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] frá 2020 til 2022.<ref name="Borgarstjórn"/><ref>{{cite news |last1=Árni Sæberg |title=Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður |url=https://www.visir.is/g/20242640306d/ragna-faer-annad-saetid-i-reykja-vik-sudur |access-date=14 December 2024 |work=[[Vísir.is]] |date=25 October 2024 |archive-url= |archive-date= |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> Hún tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir [[Dagbjört Hákonardóttir|Dagbjörtu Hákonardóttur]] í nóvember 2023.<ref name="Alþingi2"/> Ragna var kjörin á Alþingi í [[Alþingiskosningar 2024|Alþingiskosningunum 2024]].<ref>{{cite news |title=Kosningar: Kjörborðið - Fólkið - Allir Þingmenn |url=https://www.ruv.is/kosningar |access-date=14 December 2024 |work=[[RÚV]] |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref><ref>{{cite news |title=Úrslit Alþingiskosninga í nóvember 2024: Kjördæmi og þingmenn - Suður |url=https://www.mbl.is/frettir/kosningar/results/ |access-date=14 December 2024 |archive-url=https://web.archive.org/web/20241201151034/https://www.mbl.is/frettir/kosningar/results/ |archive-date=1 December 2024 |work=[[Morgunblaðið]] |location=Reykjavík, Íslandi |language=is}}</ref> ==Tilvísanir== <references/> {{Núverandi alþingismenn}} {{f|1992}} [[Flokkur:Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar]] [[Flokkur:Íslenskir læknar]] [[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð]] [[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]] 50thdjhqrx8xge60pshjkrckawq2c90 Tölvuárás 0 183929 1891982 2024-12-15T16:49:12Z Bjornkarateboy 97178 Bjó til síðu með „'''Tölvuárás''' er árás sem beinist að tölvukerfum og hugbúnaðarkerfum. Misjafnt er hvers eðlis árásirnar eru en algengast er að þær beinist að opinberum aðilum svo sem ríkisstofnunum eða stórfyrirtækjum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ibm.com/topics/cyber-attack|title=What is a Cyberattack? {{!}} IBM|date=2021-08-15|website=www.ibm.com|language=en|access-date=2024-12-15}}</ref> Í kjölfar Innrás Rússa í Úkraínu 2022–|innrásar Rúss...“ 1891982 wikitext text/x-wiki '''Tölvuárás''' er árás sem beinist að tölvukerfum og hugbúnaðarkerfum. Misjafnt er hvers eðlis árásirnar eru en algengast er að þær beinist að opinberum aðilum svo sem ríkisstofnunum eða stórfyrirtækjum.<ref>{{Cite web|url=https://www.ibm.com/topics/cyber-attack|title=What is a Cyberattack? {{!}} IBM|date=2021-08-15|website=www.ibm.com|language=en|access-date=2024-12-15}}</ref> Í kjölfar [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022–|innrásar Rússa í Úkraínu]] hafa rússneskir tölvuþrjótar stundað ítrekaðar tölvuárásir á innviði bæði á Íslandi og í Evrópu. Má þar nefna að gerðar voru nokkrar tölvuárásir á íslenskar stofnanir þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn í Reykjavík vorið 2023.<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/t/1144/tolvuarasir/2|title=Tölvuárásir - Vísir|website=visir.is|language=is|access-date=2024-12-15}}</ref> == Tilvísanir == [[Flokkur:Tölvunarfræði]] [[Flokkur:Glæpir]] [[Flokkur:Netglæpir]] hnzfb8nbgfy69m6fxn9nhcq9a6j0s4d Spjall:Ragna Sigurðardóttir (f. 1992) 1 183930 1891996 2024-12-15T20:28:57Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „{{Æviágrip lifandi fólks}}“ 1891996 wikitext text/x-wiki {{Æviágrip lifandi fólks}} b75xrfi0grej1bw61lv8tkm8pd648up 1892018 1891996 2024-12-15T23:40:20Z TKSnaevarr 53243 1892018 wikitext text/x-wiki {{Æviágrip lifandi fólks}} {{Þýðing |titill=Ragna Sigurðardóttir (politician) |tungumál=en |id= 1263183582 }} gi2l7upqt9zpm0qnu0zykcys7slyd2k Rígur Dassler-bræðra 0 183931 1892015 2024-12-15T23:27:01Z Bjornkarateboy 97178 Búið til með því að þýða síðuna „[[:en:Special:Redirect/revision/1258441685|Dassler brothers feud]]“ 1892015 wikitext text/x-wiki '''Rígur Dassler bræðra''' var langvarandi rígur á milli bræðranna Adolf Dassler stofnanda [[Adidas]] og Rudolf Dassler stofnanda [[Puma]]. Á yngri árum ráku þeir bræður saman skóverksmiðju en eftir seinni heimstyrjöldina ákváðu þeir að skipta fyrirtækinu í tvennt og ráku sitthvort vörumerkið. Adolf nefndi fyrirtækið sitt Adidas sem er stytting á nafninu hans en Rudolf nefndi fyrirtækið sitt Puma þar sem hann hafði mikið dálæti af fjallaljónum. Rígur þeirra bræðra var oft til umræðu og eitt alræmdasta augnablikið var þegar Armin Dassler sonur Rudolf Dassler gerði skósamning við Pelé fyrir heimsmeistaramót karla í knattspyrnu 1970 en hann hafði stuttu áður gert samning við frænda sinn Horst Dassler (son Adolf Dassler) um að fyrirtækin myndu ekki bjóða Pelé samning en það átti að vera lausn á hatrammri deilu fyrirtækjanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.nss-sports.com/en/lifestyle/31821/adidas-puma-pele-boots|title=The rivalry between adidas and PUMA through Pele's boots|website=nss sports|language=en|access-date=2024-12-15}}</ref> [[Flokkur:Fatnaður]] pln9aij40qzbqvduyokk08mzsx15ro9 1892016 1892015 2024-12-15T23:27:29Z Bjornkarateboy 97178 1892016 wikitext text/x-wiki '''Rígur Dassler bræðra''' var langvarandi rígur á milli bræðranna Adolf Dassler stofnanda [[Adidas]] og Rudolf Dassler stofnanda [[Puma]]. Á yngri árum ráku þeir bræður saman skóverksmiðju en eftir seinni heimstyrjöldina ákváðu þeir að skipta fyrirtækinu í tvennt og ráku sitthvort vörumerkið. Adolf nefndi fyrirtækið sitt Adidas sem er stytting á nafninu hans en Rudolf nefndi fyrirtækið sitt Puma þar sem hann hafði mikið dálæti af fjallaljónum. Rígur þeirra bræðra var oft til umræðu og eitt alræmdasta augnablikið var þegar Armin Dassler sonur Rudolf Dassler gerði skósamning við [[Pelé]] fyrir heimsmeistaramót karla í knattspyrnu 1970 en hann hafði stuttu áður gert samning við frænda sinn Horst Dassler (son Adolf Dassler) um að fyrirtækin myndu ekki bjóða Pelé samning en það átti að vera lausn á hatrammri deilu fyrirtækjanna.<ref>{{Cite web|url=https://www.nss-sports.com/en/lifestyle/31821/adidas-puma-pele-boots|title=The rivalry between adidas and PUMA through Pele's boots|website=nss sports|language=en|access-date=2024-12-15}}</ref> == Tilvísanir == [[Flokkur:Fatnaður]] r0d6f2z5s8l2zmoxtfbd23hp6unfzhy Spjall:Líf Magneudóttir 1 183932 1892019 2024-12-15T23:45:10Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „{{Æviágrip lifandi fólks}}“ 1892019 wikitext text/x-wiki {{Æviágrip lifandi fólks}} b75xrfi0grej1bw61lv8tkm8pd648up Flokkur:Þingmenn Borgarahreyfingarinnar 14 183933 1892025 2024-12-16T00:30:25Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Alþingismenn eftir flokkum|Borgarahreyfingin]]“ 1892025 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Alþingismenn eftir flokkum|Borgarahreyfingin]] tvb7vtpt8ciiq7e7r21t4vd75hcu16t Flokkur:Þingmenn Hreyfingarinnar 14 183934 1892026 2024-12-16T00:30:52Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Alþingismenn eftir flokkum|Hreyfingin]]“ 1892026 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Alþingismenn eftir flokkum|Hreyfingin]] dkj7zmz2sidgzo41cfmujn6hnedkyxv Flokkur:Kjörnar Alþingiskonur 1951-1960 14 183935 1892034 2024-12-16T01:05:33Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Alþingismenn eftir tímabilum|1951-1960]] [[Flokkur:Alþingiskonur]]“ 1892034 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Alþingismenn eftir tímabilum|1951-1960]] [[Flokkur:Alþingiskonur]] ke4gw9eytwuqmobnzh2oj9un6v8w0dm Flokkur:Kjörnar Alþingiskonur 1921-1930 14 183936 1892040 2024-12-16T01:39:22Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „[[Flokkur:Alþingismenn eftir tímabilum|1921-1930]] [[Flokkur:Alþingiskonur]]“ 1892040 wikitext text/x-wiki [[Flokkur:Alþingismenn eftir tímabilum|1921-1930]] [[Flokkur:Alþingiskonur]] 801hn6f8f0t394gz9gf7zpxpmu656xl Spjall:Alexandra Briem 1 183937 1892067 2024-12-16T09:54:05Z TKSnaevarr 53243 Bjó til síðu með „{{Æviágrip lifandi fólks}}“ 1892067 wikitext text/x-wiki {{Æviágrip lifandi fólks}} b75xrfi0grej1bw61lv8tkm8pd648up