Villiköttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Villiköttur
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Evrópski villikötturinn
Evrópski villikötturinn (Felis silvestris silvestris)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Kattardýr (Felidae)
Ættkvísl: Smákettir (Felis)
Tegund: Villiköttur (Felis silvestris)
Fræðiheiti
Felis silvestris
Schreber, 1775

Villiköttur (fræðiheiti: Felis silvestris) er tegund rándýra af kattardýraætt. Heimkynni villikatta eru í Evrópu, vestur-Asíu og Afríku. Villikötturinn veiðir sér lítil spendýr, fugla og önnur dýr af svipaðri stærð. Það eru nokkrar undirtegundir af villiköttum, þ.á m. evrópski villikötturinn (fræðiheiti: Felis silvestris silvestris), afríski villikötturinn (fræðiheiti: Felis silvestris lybica), asíski villikötturinn (Felis silvestris ornata) og kötturinn (fræðiheiti: Felis silvestris catus).

Á öðrum tungumálum