Línuleg algebra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Línuleg algebra er kennd við flesta háskóla, og marga framhaldsskóla. (Mynd frá Teknillinen korkeakoulu í Espoo)
Línuleg algebra er kennd við flesta háskóla, og marga framhaldsskóla. (Mynd frá Teknillinen korkeakoulu í Espoo)

Línuleg algebra er grein innan stærðfræðinnar sem lýtur að rannsóknum á vigrum, vigurrúmum, línulegum vörpunum og línulegum jöfnuhneppum. Þar sem vigurrúm eru mikilvæg í nútíma stærðfræði er línuleg algebra mikið notuð, bæði í hreinni algebru og í fallagreiningu. Línuleg algebra hefur ennfremur víðtækt notagildi í hnitarúmfræði, náttúruvísindum og félagsvísindum, þar sem oft er hægt að umrita ólínuleg líkön í línuleg líkön, til dæmis með beitingu velda, róta eða logra.

Greinar í stærðfræði tengdar línulegri algebru

Vigur | Lína | Fylki | Plan | Háplan | Vigurrúm | Innfeldisrúm | Línuleg spönn | Línuleg vörpun | Línuleg jöfnuhneppi | Línulegt óhæði | Línuleg samantekt | Línulegur grunnur | Dálkarúm | Raðarúm | Þverlægni | Eigingildi | Eiginvigur | Eiginrúm | Kennimargliða | Útfeldi | Krossfeldi | Innfeldi | Ákveður | Bylta | Fylkjaliðun (LU-þáttun, QR-þáttun) | Hornalínugeranleiki | Hjáþættir | Gauß-eyðing | Gauß-Jordan eyðing | Gram-Schmidt reikniritið | Regla Cramers | Rófsetningin

[breyta] Hlekkir