Exista
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|
Gerð: | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað: | 2001 |
Staðsetning: | Reykjavík, Ísland |
Lykilmenn: | Lýður Guðmundsson stjórnarformaður, Erlendur Hjaltason forstjóri, Sigurður Valtýsson, forstjóri |
Fjöldi starfsmanna: | 20-30 |
Starfsemi: | rekstur fyrirtækja, fjárfestingar, eignaleiga, tryggingar, o.fl. |
Vefslóð: | www.exista.is |
Exista er íslenskt fjármálaþjónustufyrirtæki stofnað í júní 2001. Það er eitt stærsta íslenska fyrirtækið mælt í eigin fé. Fyrirtækið var skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í september 2006.[1]
Meðal eigna Exista eru u.þ.b. 30% hlutdeild í Vátryggingarfélagi Íslands. Gengið var frá kaupunum að andvirði 53,2 milljarða króna í lok maí 2006.[2] Exista á einnig hluti í fyrirtækjunum Lífís, Lýsingu og Öryggismiðstöð Íslands. Exista á um fjórðungshlut í Kaupþingi Banka, það á 38,7% í Bakkavör Group og er stærsti hluthafinn í Símanum með 43.6% hlut.
Í febrúar 2007 tilkynnti fyrirtækið methagnað upp á ríflega 37 miljarða króna.[3] Jafnframt voru tilkynnt kaup hlutum í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj að andvirði um 170 milljarðar króna, samanlagður hlutur Exista er því 15,48% í fyrirtækinu.[4]
[breyta] Heimildir
- ↑ Skráning Exista einn af hápunktum ársins. Skoðað 9. febrúar, 2007.
- ↑ Exista kaupir VÍS. Skoðað 9. febrúar, 2007.
- ↑ Hagnaður Exista fram úr vonum. Skoðað 9. febrúar, 2007.
- ↑ Exista eignast 15,48% hlut í Sampo. Skoðað 9. febrúar, 2007.