Kornsnákur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Kornsnákur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animal)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: (Sauropsida)
Ættbálkur: Hreisturdýr (Squamata)
Undirættbálkur: Slöngur (Serpentes)
Ætt: Grópleysingjar (Colubridae)
Ættkvísl: Elaphe
Tegund: E. guttata
Fræðiheiti
Elaphe guttata
Linnaeus, 1766

Kornsnákur (fræðiheiti: Elaphe guttata) er bandarísk tegund snáka, sem kemur úr fjölskyldu rottusnáka. Einstaklingar geta orðið allt frá 76 cm upp í 1,5 m, þó flestir verði ekki stærri en 1,2 m. Kornsnákar eru mjög harðgerðir og verða einstaklingar iðulega um 12 til 15 ára en geta orðið eldri en 25 ára.

Þeir eru skapgóðir og mjög vinsæl gæludýr alls staðar í heiminum, og hægt er að fá þá í allskonar litum. Fæða þeirra er helst lítil nagdýr og veiða þeir aðallega á kornökrum (og draga nafn sitt af því). Þeir eru helst virkir á næturna og veiða þá. Tegundin verpir eggjum og geta þau verið allt frá 5 upp í 35. Eggin eru um 60-80 daga að klekjast og verða snákarnir kynþroska um 18 mánaða til 3 ára.