Vigdís Finnbogadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir

Vigdís Finnbogadóttir (fædd 15. apríl 1930) var 4. forseti Íslands og gegndi því embætti frá 1980 til 1996. Hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja.

[breyta] Æviágrip

Vigdís er dóttir Finnboga Rúts Þorvaldssonar og Sigríðar Eiríksdóttur, hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík (MR) árið 1949 og stundaði nám í Frakklandi á árunum 1949-1953. Hún lauk BA-prófi í frönsku og ensku við . Hún vann sem blaðafulltrúi Þjóðleikhússins 1954-57. Vigdís kom að stofnun leikhópsins Grímu (stofnuð 1962) og átti eftir að hafa meiri afskipti af leiklist síðar. Hún kenndi frönsku við MR og MH á árunum 1962-1972. Hún sá um frönskukennslu í sjónvarpinu frá 1970-1971. Hún kenndi franskar leikbókmenntir við HÍ 1972-1980 og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur samhliða því.

Árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt: dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur eftir Steinunni Sigurðardóttur sem lýsir tímabili þar sem höfundur fylgir eftir Vigdísi við leik og störf og segir frá því sem á daga hennar drífur.

Vigdís er velgjörðarsendiherra UNESCO (Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna) og er meðlimur í Council of Women World Leaders. Frá 2001 hefur rannsóknarstofnun Háskóla Íslands í erlendum tungumálum verið kennd við Vigdísi, (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum).

[breyta] Tenglar


Forsetar Íslands
Sveinn Björnsson | Ásgeir Ásgeirsson | Kristján Eldjárn | Vigdís Finnbogadóttir | Ólafur Ragnar Grímsson