Norður-Afríka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norður-Afríka

Norður-Afríka er norðurhluti Afríku sem markast af Atlantshafinu í vestri, Miðjarðarhafi í norðri, Rauðahafinu í austri og Sahara í suðri. Venjulega eru eftirfarandi lönd talin til Norður-Afríku:

Að auki eru Asóreyjar, Kanaríeyjar, Madeira, Erítrea og Eþíópía oft talin til Norður-Afríku.

Til Norðvestur-Afríku (eða Magreb) teljast Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýa. Strandhéruð þessara ríkja voru kölluð Barbaríið af Evrópubúum fram á 19. öld.

Líbýa og Egyptaland eru oft talin til Miðausturlanda. Sínaískaginn, sem er hluti Egyptalands, er auk þess talinn til Asíu, fremur en Afríku.


Þessi grein sem tengist Afríku er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.