Svíþjóð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|||||
Kjörorð: För Sverige i tiden (kjörorð konungsins) | |||||
Þjóðsöngur: Du gamla, du fria | |||||
![]() |
|||||
Höfuðborg | Stokkhólmur | ||||
Opinbert tungumál | Sænska | ||||
Stjórnarfar
Konungur Forsætisráðherra |
Þingbundin konungsstjórn Karl XVI Gústaf Fredrik Reinfeldt |
||||
Stofnun |
forsöguleg | ||||
Aðild að Evrópusambandinu | 1. janúar 1995 | ||||
Flatarmál |
54. sæti 449.964 km² 8,67 |
||||
Mannfjöldi • Samtals (2006) • Þéttleiki byggðar |
84. sæti 9.110.972 21,9/km² |
||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2005 270.516 millj. dala (35. sæti) 29.898 dalir (19. sæti) |
||||
Gjaldmiðill | Sænsk króna (kr) | ||||
Tímabelti | UTC+1 (UTC+2 á sumrin) | ||||
Þjóðarlén | .se | ||||
Alþjóðlegur símakóði | 46 |
Konungsríkið Svíþjóð (sænska: Konungariket Sverige) er land í Norður-Evrópu og eitt Norðurlandanna. Landamæri liggja að Noregi til vesturs og Finnlands til norðausturs, landið er tengt Danmörku með Eyrarsundsbrúnni. Einnig liggur landið að Eystrasaltinu til austurs. Svíþjóð er fjölmennust Norðurlanda með yfir 9 milljónir íbúa en er þó frekar strjálbýlt og langflestir búa í suðurhluta landsins.
Höfuðborg er Stokkhólmur. Aðrar stærstu borgir, í stærðarröð, eru Gautaborg, Malmö, Uppsalir, Linköping, Västerås, Örebro, Karlstad, Norrköping, Helsingborg, Jönköping, Gävle, Sundsvall og Umeå.
Um helmingur landsins er skógi vaxið, aðallega greni og fura sem nýtt er í timbur og pappírsgerð. Í suðurhluta landsins eru einnig eikar- og beikiskógar. Í norðurhluta landsins er mikill námugröftur, einkum er grafinn fram járnmálmur en þar er einnig að finna ýmsa aðra málma. Aðal iðnaðarsvæðið er um mitt landið en landbúnaður einkennir mjög suðurhlutan.
[breyta] Saga
Ýmsir fornfundir sýna að það landsvæði sem nú er Svíþjóð byggðist þegar á steinöld. Eftir því sem ísaldarjökullinn hopaði fylgdu hópar veiðimanna og safnara allt lengra norðureftir með strönd Eystrarsaltsins.
Fornleifafræðingar hafa grafið fram marga stóra verslunarstaði sem styrkja þá kenningu að landsvæðið hafi verið þéttbyggt þegar á bronsöld.
Á níundu og tíundu öld ríkti menningarheimur víkinga á stórum hluta þess svæðis sem nú er Svíþjóð. Einkum snérust sænskir víkingar í austurveg til eystrarsaltslandanna, Rússlands og allt suður til Svartahafs. Sænskumælandi íbúar settust að í suðurhluta Finnlands og einnig í Eistlandi. Á þessum tíma tók einnig sænskt ríki að myndast með þungamiðju í Uppsölum og náði það allt suður að Skáni, sem þá var danskt.
Árið 1389 sameinuðust Danmörk, Noregur og Svíþjóð í eitt konungsveldi. Kalmarsambandið var ekki pólitískt bandalagsríki heldur byggði það á sameiginlegum ríkishafa. Meirihluta 15. aldar reyndi Svíþjóð að hamla þeirri miðstýringu sem danir vildu koma á í sambandinu undir dönskum kóngi. Svíþjóð braut sig úr Kalmarsambandinu 1523 þegar Gústaf Eiríksson Vasa, síðar þekktur sem Gústaf I, endurreisti sænska konungdæmið.
Á 17. öld varð Svíþjóð eitt helsta stórveldi Evrópu eftir mikla sigra í Þrjátíu ára stríðinu. Þegar á leið 18.öld hvarf þessi staða þegar Rússland vann á í baráttunni um völdinn á Eystrarsaltssvæðinu.
Saga Svíþjóðar síðustu aldirnar hafur verið mjög friðsæl. Síðasta stóra stríð sem Svíþjóð tók þátt í var við Rússland 1809 þegar allur austurhluti ríkisins hvarf með Finnlandi. Skærur urðu þó við Noreg 1814. Þær enduðu með því að sænski krónprinsinnn samþykkti hina nýju norsku stjórnaskrá 17. maí sama ár og með því gengu Noregur og Svíþjóð í sameiginlegt konungssamband. Þegar norska Stortinget samþykkti upplausn þessa sambands 1905 lá við stríði en það tókst að koma í veg fyrir það og þess í stað enduðu deilurnar með samningum.
Svíþjóð lýsti yfir hlutleysi í báðum heimstyrjöldunum og hefur allt síðan haldið fast við þá stefnu að standa utan hernaðarbandalaga með því markmiði að standa utan væntanlegra styrjalda.
[breyta] Stjórnmál
Svíþjóð hefur verið konungdæmi í hátt í þúsund ár. Konungur hefur stærstan hluta þessa tíma deilt löggjöf með lagaþingi, Ríkisþingi (á sænsku: Riksdag). Ríksþingið hefur hins vegar haft mismunandi mikil völd gegnum söguna. Frá endurreisn konungsdæmisins 1523 var lagasettningu og stjórn ríkisins deilt milli konungs og stéttarþingi aðalsmanna. Árið 1680 Við tók hins vegar tími konungseinveldis.
Eftir tap Svía í Norðurlandaófriðinum mikla hófst það sem nefnt er frelsistíminn frá 1719. Á það fylgdu þrjár stjórnarskrárbreytingar, 1772, 1789 og 1809, sem allar styrktu vald borgara gagnvart konungi. Þingræði var komið á 1917 þegar Gústaf V, eftir langa baráttu, sætti sig við að skipa ríkisstjórn í samræmi við valdahlutföll á þingi. Almennum kosningarétti var komið á 1918-1921. Með nýrri stjórnaskrá 1975 var allt vald konungs afnumið, konungsembættinu var haldið en einungis sem einkonar hátíðarembætti án nokkurs valds.
Í upphafi 20. aldar mótaðist það flokkakerfi sem að miklu hefur mótað sænsk stjórnmál síðan. Jafnaðamenn hafa verið langtum stærsti stjórnmálaflokkurinn allar götur frá öðrum áratug 20. aldar og hefur setið í stjórn meir og minna samfleytt í yfir 70 ár. Á þingi sitja nú fulltrúar sjö flokka sem skiptast í tvær fylkingar, vinstri og hægri. Til vinstri fylkingarinnar teljast Socialdemokraterna (jafnaðarmenn), [Vänsterpartiet] (vinstriflokkur - fyrrverandi kommúnistar) og Miljöpartiet (umhverfissinnar). Til hægri fylkingarinnar teljast Moderaterna (frjálshyggju- og íhaldsmenn), Folkpartiet (frjálslyndur miðjuflokkur), Centerpartiet (miðjuflokkur - fyrrverandi bændaflokkur) og Kristdemokraterna (kristilegur miðjuflokkur).
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði