Nagdýr
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris)
|
|||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||
|
|||||||||
|
|||||||||
|
Nagdýr eru fjölmennasti ættbálkur spendýra með um 2000 til 3000 tegundir. Kanínur og hérar eru stundum talin til nagdýra en eru í raun af öðrum ættbálki. Flest nagdýr eru smá, en ein tegund, flóðsvínið, verður 45 kíló að þyngd. Það sem einkennir nagdýr eru stórar framtennur í efri og neðri góm sem vaxa stöðugt svo dýrið verður að halda þeim við með því að naga stöðugt.