Spjall:Jólasveinar ganga um gólf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Spm, hefuru einhverjar heimildir fyrir því að þessi vísa sé eldri? Eftir því sem ég best veit þá gerði á sínum tíma (1970-80?) einhver maður við HÍ rannsókn á þessari vísu og ákvað að þetta hlyti nú bara að vera "stend ég og kanna en ekki "stendur mín kanna", margir (þar á meðal þú) halda því fram að þessi útgáfa sé sú eldri en eftir því sem ég hef heyrt gæti hún jafnvel verið nýrri, minnir m.a. að langömmu minni hafi ekki verið kunnugt um þá seinni og var hún nú ágætlega gömul.

Í stuttu máli, margur menningarsnobbarinn og kaffihúsaplebbinn heldur því fram að þessi nýja útgáfa sé sú gamla, þó því virðist sérstaklega af samtölum við eldra fólk vera öfugt farið, benda þeir þá oft á það að það sé nú ekkert vit í því að einhver jólasveinn fari að raula um einhvern könnufjanda í miðju lagi, en á hinn boginn má benda á það að maðurinn þarf nú að þvo sér áður en hann röltir til byggða, og kanna er nú ágætlega hentug til slíks. Einnig hefur verið bent á það að varla hafi einhver jólasveinn (þá sérstaklega þeir Íslensku) verið að labba um allt gólf með eitthvert gullhúðað prik í stað stafs, þó það sé reyndar líklegara að það hafi breyst við hljóðbreytingar (gildan -> glldann -> gilltann o.s.f) er það eftir því sem ég best veit jafn ósannað og annað. Að lokum má nú benda á það að varla er hægt að halda rökræður um hvor útgáfa þjóðlags sé réttari á þeim forsendum að önnur útgáfan gangi rökfræðilega upp (hlustað á MTV nýlega?) nú útaf því að flest lög gera það ekki.

Nema þú þykist jú vita betur. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:37, 4 nóv 2004 (UTC)


Jamm og já, menn eru búnir að rífast helling um þessar vísur án þess að komast endanlega að því hvaða útgáfa sé elst. Enda er það tilgangslaust og þjóðvísur eins og þessar eru réttar í öllum þeim myndum sem menn kunna og nota. Rétt eins og þjóðsögur. Þjóðfræðingar hafa skrifað um þetta lærðar greinar. Sumt af umræðu um þessa vísu er í bók Árna Björnssonar: Saga daganna. Í gamla daga voru til könnustólar (stóll með hólfi undir þar sem þvottakannan stóð). Upp á stól stendur mín kanna er því fullkomlega rökrétt þegar menn eða jólasveinar eru að taka sig til fyrir jólin. Þess utan gleymdi ég að nefna það að þessi sama vísa er þekkt á hinum Norðurlöndunum og er því ekkert sérstaklega íslensk. Kv. Jón (þjóðfræðingur).

Nei bara komnir þjóðfræðingar á svæðið, gott mál.
Auðvitað er ég allsammála því að þjóðvísur eru réttar í öllum myndum sem menn kunna að nota, það að fólk syngi báðar útgáfur um öll Jól gerir eins og þú sagðir þær báðar réttar. Þar sem við erum nú í því að fjalla um hlutina á hlutlausan hátt hér á Wikipedia finndist mér sniðugt ef við næðum að gera grein fyrir þróun vísurnar, T.d. gæti vel verið að þetta sé komið frá þessum fræðingi upp í HÍ en það gæti nú rétt eins verið vitleysa eins og margt sem maður heyrir og les. Já og svo væri fínt að fá meiri upplýsingar um útgáfur hennar á öðrum tungumálum til að setja í greinina. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:50, 4 nóv 2004 (UTC)

Nei Ævar, ég veit ekki betur, og ég hef engar heimildir... þannig að "eldri" er kannski óviðeigandi; en það er rétt að hún útgáfan þessi er af mörgum talin réttari. :)

Hinsvegar er það bara þannig að þessi hetjulega útgáfa sem ég tel réttari hljómar rökréttar (amk fyrir mér) heldur en hin skoplega útgáfa þar sem að jólasveinarnir eru gangandi í hringi í kringum stól sem einhver kanna er uppá, arkandi hring eftir hring með göngustafi úr gulli, á meðan að Grýla dundar sér við það að eltast við þá, og sópa og flengja þá á mis. Nú var ég bara fyrir nokkrum dögum að klára að lesa Alice's Adventures in Wonderland.. og jafnvel sú bók var ekki svona sýrð.

Var meskalín mjög algengt á Íslandi hér forðum?

--Smári McCarthy 19:52, 4 nóv 2004 (UTC)

Þjóðfræðiefni á ekki að vera rökrétt. Það er eðli þess að vera mótsagnakennt og ruglingslegt. Jón.