Hvalfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Horft inn í Botnsdal í botni Hvalfjarðar.
Horft inn í Botnsdal í botni Hvalfjarðar.

Hvalfjörður er mjór og djúpur fjörður inn af Faxaflóa á Vesturlandi, norðan við Kollafjörð og sunnan við Borgarfjörð. Norðan megin við fjörðin er Akranes og sunnan megin er Kjalarnes. Hann er um það bil 30 km að lengd. Um miðjan fjörðinn að norðanverðu er Grundartangi þar sem rekin er járnblendiverksmiðja og hugmyndir eru um að koma upp mun víðtækari þungaiðnaði og útflutningshöfn. Gegnt Grundartanga er Maríuhöfn sem var ein aðalhöfn landsins á síðmiðöldum. Á stríðsárunum var Hvalfjörður mjög mikilvægt herskipalægi þar sem stórar skipalestir frá Bandaríkjunum áðu á leið sinni norður fyrir Noreg til Sovétríkjanna. Upp af Botnsdal í botni Hvalfjarðar er hæsti foss landsins, Glymur.

1998 opnuðu Hvalfjarðargöngin undir mynni Hvalfjarðar sem styttu Hringveginn um eina 55 km þar sem ekki var lengur þörf á að fara fyrir fjörðinn, 62 km leið.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum