Louis Pasteur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Louis Pasteur (27. desember 1822 - 28. september 1895) var franskur örverufræðingur, þekktur fyrir innleiðingu gerilsneyðingar í matvælaframleiðslu, til að hindra súrnun mjólkur og víns. Ásamt Robert Koch var hann faðir bakteríufræða. Hann útbjó einnig fyrsta bóluefnið gegn hundaæði.