Notandaspjall:Hakarl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Velkomin/n á íslensku Wikipediu
- Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
- Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
- Leiðbiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru sérstaklega gagnlegar fyrir byrjendur
- Hér má finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú semur fyrstu greinina þína.
- Sandkassinn er rétti staðurinn til að prufa sig áfram til að sjá hvernig greinar virka. Svindlsíðan hefur gagnlegar leiðbeiningar um nokkur tæknileg atriði.
- Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga.
- Samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt sniðugt og fróðlegt um aðra notendur Wikipediu og margt fleira.
- Ekki gleyma að skoða máttarstólpana.
Gangi þér vel!
--Cessator 19:44, 4 mars 2007 (UTC)
{{user is-0}}
on your user page or put it into your Babel box.[breyta] Verðlaun
Hver þremillinn, fékk ég viðurkenningu? Ég verð greinilega að gera mikinn skurk í að undirbúa að koma á fót sæmilegum grunni að grísku goðafræðinni á Wikipedíu. Og málfar þarf líka að laga víða. Stundum er eins og höfundar greina noti ekki orðabækur eins og Orðastað, Orðaheim, Eddu, Orðabók Háskólans (http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=innsl), Blöndal, Samheitaorðabókina eða nein slík hjálpargögn. Eða Beygingargagnið (http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/) á netinu. Og stundum eru setningar svo furðulegar að það er erfitt að skilja hvert höfundur er að fara. En svo rekst maður líka á kristaltærar greinar sem þarf rétt aðeins að laga (innsláttarvillur osfrv) og maður verður glaður á ný. En allir gera auðvitað villur, og jafnvel Hómer dottaði á verðinum, eins og sagt er. Ég er nýr hérna en ég dáist mikið að þeim sem eru hér daglega að reyna að koma upp gagnagrunni sem mun nýtast framtíðinni. Ungt fólk er hætt að slá upp í bókum og því er mikilvægt að hér sé grunnurinn sem allra mestur og á góðu máli. Og ef allir fræðimenn sem útskrifast á Íslandi tækju sig til og skrifuðu nokkrar greinar á Wikipedíu um sína sérfræðigrein þá væri hér innan tíðar kominn veglegur grunnur að fræðunum. Og litlar agnarsmáar greinar gleðja líka. Sú grein sem ég held mest upp á - af þeim sem ég hef rekist á undanfarna daga - og þetta er nú ekki sagt til að sleikja upp þann sem skaut þessari viðurkenningu að mér, heldur sannleikurinn. Það var lítil grein sem hét: Teketill Russells - því sú grein veitti mér innblástur til hugsunar. Guð gefi, eða spagettískrímslið fyrir þá sem þannig eru hugsandi, að Wikipedía opni þannig huga fólks og komi því til að fljúga á staðreyndum og upplýsingum að merkilegum niðurstöðum. Og komi því jafnvel til að fara lesa á sig aðskiljanlegustu efni - eins og nú er komið fyrir mér. Hakarl 09:45, 20 mars 2007 (UTC)
Ég sæmi þig þessari orðu íslensku Wikipediu í viðurkenningarskyni fyrir gott framlag þitt um gríska goðafræði á Wikipediu á íslensku.
I award you this Icelandic Barnstar of Merit for your valuable contribution in the field of Greek mythology on the Icelandic Wikipedia. --Cessator 05:50, 20 mars 2007 (UTC) |