Bjarni Pálsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bjarni Pálsson (17. maí 1719 – 8. september 1779) var íslenskur læknir og náttúrufræðingur. Hann var skipaður fyrsti landlæknir Íslands 18. mars 1760 og bjó eftir það á Bessastöðum og síðan á Nesi við Seltjörn. 1750 og 1752-1757 ferðaðist hann um Ísland ásamt Eggerti Ólafssyni á sérstökum styrk frá danska ríkinu. Afrakstur ferðarinnar var Íslandslýsing, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem kom fyrst út árið 1772.