Upplýsingaröld á Íslandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saga Íslands |
Eftir tímabilum |
Miðaldir á Íslandi |
Nýöld á Íslandi |
|
Nútíminn á Íslandi |
|
Eftir umfjöllunarefni |
|
Upplýsingaröld á Íslandi er tímabil sem hófst á miðri 18. öld þegar miklum breytingum var hrundið af stað í íslenskum stjórnmálum af frumkvæði Dana. Ýmislegt var gert í trú- og fræðslumálum og rannsóknarferðir til landsins voru tíðar. Þetta var í takt við þá endurbætur í atvinnu- og fræðslumálum sem fylgdu upplýsingunni og vísindabyltingunni í Evrópu. Móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda sem hófust í júní 1783 höfðu gríðarleg áhrif á líf Íslendinga enda eitt mesta hraungos mannkynssögunar. Bithagar skemmdust og búfjár lést. Hungursneyð fylgdi í kjölfarið. Mörg fræðifélög voru stofnuð og tímarit gefin út, þar á meðal Hið íslenska bókmenntafélag (1816) sem gaf út Skírni, félagið er enn starfandi í dag og Skírnir er elsta starfandi tímarit á Norðurlöndunum.
[breyta] Sjá einnig
- Eggert Ólafsson
- Jón Steingrímsson
- Magnús Stephensen