Alþingiskosningar 1991

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþingiskosningar 1991 voru kosningar til Alþingis Íslendinga sem fóru fram 20. apríl 1991. Á kjörskrá voru 182.768 manns. Kosningaþátttaka var 87,6%.

Eftir kosningarnar fór Davíð Oddsson með stjórnarmyndunarumboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og myndaði stjórn með Alþýðuflokki. Þessi fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var kölluð Viðeyjarstjórnin af því að hún var mynduð í Viðeyjarstofu en þangað bauð Davíð, sem þá var enn borgarstjóri í Reykjavík, Jóni Baldvin Hannibalssyni til stjórnarmyndunarviðræðna.

Flokkur Atkvæði % Þingmenn
Alþýðuflokkurinn 24.459 15,5 10
Framsóknarflokkurinn 29.866 18,9 13
Sjálfstæðisflokkurinn 60.836 38,6 26
Alþýðubandalagið 22.706 14,4 9
Kvennalistinn 13.069 8,3 5
Aðrir og utan flokka 6.833 1,9 0
Alls 165.043 100 63

Forseti Alþingis var kjörinn Salóme Þorkelsdóttir, Sjálfstæðisflokki


Fyrir:
Alþingiskosningar 1987
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1995

[breyta] Heimildir