Stefán Máni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Máni Sigþórsson (f. 3. júní 1970) er íslenskur rithöfundur. Hann hefur gefið út sjö skáldsögur frá árinu 1996. Sögurnar eru á jaðri raunsæis, oft sagðar út frá sjónarhorni verkamanns og fjalla um skuggahliðar mannlegrar tilveru. Fyrsta skáldsaga hans, Dyrnar á Svörtufjöllum, kom út árið 1996 á eigin kostnað höfundar og vakti þó nokkra athygli. Glæpasagan Svartur á leik var tilnefnd til Glerlykilsins árið 2005.
[breyta] Verk
- (1996) - Dyrnar á Svörtufjöllum
- (1999) - Myrkravél
- (2001) - Hótel Kalifornía
- (2002) - Ísrael: saga af manni
- (2004) - Svartur á leik
- (2005) - Túristi
- (2006) - Skipið