Wikipediaspjall:Tillögur að gæðagreinum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég fjarlægði tillögurnar Albert Einstein, Japan, Frakkland, Kanada og Ástralía enda eru þær þegar komnar og tvöföld listun getur valdið ruglingi í kosningu. Fjarlægði líka Heimspeki þar sem hún er þegar úrvalsgrein (einum gæðaflokki ofar)og til þess að grein hætti að vera úrvalsgrein þarf að kjósa um það sérstaklega, það er ekki nóg að gera hana að gæðagrein í kosningu hér. --Cessator 21. júlí 2006 kl. 16:01 (UTC)
Efnisyfirlit |
[breyta] Gildi kosninga
Hvað segiði, gildir atkvæði frá þeim sem leggur tillöguna fram? Þýðir það að viðkomandi leggi greinina fram kannski að hann kjósi hana sjálfkrafa? Eða hvernig virkar þetta? --Baldur Blöndal 20:28, 5 desember 2006 (UTC)
- Ég geri ráð fyrir því nema sá sem leggur fram tillöguna hafi fyrirvara á tillögunni. Það er eitthvað kjánalegt við að leggja til að grein verði gæða-/úrvalsgrein en andmæla því jafnfram að hún verði það. Þannig að alla jafnan ætti tillaga að fela í sér stuðning. Hins vegar leyfist fólki vitaskuld að hafa fyrirvara á stuðningi sínum eða jafnvel snúast hugur meðan kosningin er enn í gangi. --Cessator 20:42, 5 desember 2006 (UTC)
- Já ok. Fannst heldur kjánalegt að styðja mína eigin tillögu. Þannig að tillaga felur "óbeint" í sér stuðning? --Baldur Blöndal 20:43, 5 desember 2006 (UTC)
- Ef enginn annar samþykkir tillöguna er hún ekki samþykkt. Það væri alveg út í hött. --Jóna Þórunn 20:45, 5 desember 2006 (UTC)
- Ég var að sjálfsögðu ekki að gefa það í skyn, líkar það bara illa við að kvitta við mína eigin tillögu. --Baldur Blöndal 20:47, 5 desember 2006 (UTC)
- Enda þarf minnst tvö atkvæði til að hún sé samþykkt. Þannig að ef tveir styðja tillöguna, þá er hún samþykkt ef enginn annar hefur neitt um málið að segja. Og andmæli mega ekki vera meiri en 25% þannig að ef einn andmælir, þá þarf alla vega 3 sem styðja hana. Ef fleiri taka þátt í kosningunni, þá gildir bara hvort 75% stuðningur næst eða ekki. --Cessator 20:49, 5 desember 2006 (UTC)
- Já, það væri heldur torkennilegt ef maður gæti unnið bara með því að leggja tillöguna fram. --Baldur Blöndal 20:50, 5 desember 2006 (UTC)
- Oftast gengur þetta bara sjálfkrafa fyrir sig, eða hefur gert það hingað til. En ég ætla að nota tækifærið til að minna á þá skynsamlegu klausu „Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar“ sem ég túlka þannig að ef rökstudd andmæli eru til staðar sé sjálfsagt að reyna að koma til móts við þau ef hægt er, jafnvel þótt tillagan njóti stuðnings fullnægjandi meirihluta. Mér finnst þetta vera ein birtingarmynd þeirrar reglu að hafa skynsemina í fyrirrúmi og notendur eigi að beita dómgreind sinni í hverju tilviki fyrir sig fremur en að fylgja reglum í of mikilli blindni. Mér er annt um þá reglu, því mér sýnist okkur hér á þessari Wikipediu að mestu leyti hafa gengið vel að vinna öll saman og að góður andi hafi ríkt hér hingað til og þessi regla minnir okkur á að vinna áfram í sátt og samlyndi :) --Cessator 21:19, 5 desember 2006 (UTC)
- Já, það væri heldur torkennilegt ef maður gæti unnið bara með því að leggja tillöguna fram. --Baldur Blöndal 20:50, 5 desember 2006 (UTC)
- Ef enginn annar samþykkir tillöguna er hún ekki samþykkt. Það væri alveg út í hött. --Jóna Þórunn 20:45, 5 desember 2006 (UTC)
- Já ok. Fannst heldur kjánalegt að styðja mína eigin tillögu. Þannig að tillaga felur "óbeint" í sér stuðning? --Baldur Blöndal 20:43, 5 desember 2006 (UTC)
[breyta] Kosningaréttur
Ég var að spá í hvort fólk þyrfi ekki að uppfylla ákveðnar kröfur til þess að atkvæði þeirra sé tekið gilt. Datt í hug að notendanafn þyrfti að vera til staðar, hann hafi verið til í mánuð að lágmarki og hafi gert 50 breytingar hið minnsta. Þetta eru ekki miklar hömlur en koma vonandi í veg fyrir að einhver búi til aukareikninga til þess að koma eigin tillögu í gegn. Að sjálfsögðu hafa samt allir rétt á að leggja orð í belg. Þessar takmarkanir myndu líklegast gilda um allar kosningar almennt, líka úrvalsgreinar o.s.frv. Eða eru þetta kannski enn óþarfar reglur? :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15:19, 31 desember 2006 (UTC)
- Nei, ég er alveg sammála þessu. Helst að hafa það x margar breytingar fyrir einhvern y-tíma, t.d. 50 breytingar 7 dögum áður en kosning hefst. --Jóna Þórunn 15:21, 31 desember 2006 (UTC)
- Ég er alveg sammála því að kosningarétt eigi einungis skráðir notendur að hafa; er meira efins um nauðsynlegan breytingafjölda og lágmarksbreytingafjölda á tíma T, en ætla samt ekki að mæla fast gegn því. (Slíkt þætti mér aftur á móti koma til greina sem krafa fyrir stjórnendaréttindi, kannski lágmark 500 eða 1000 breytingar sem síðan er hægt að skoða til að meta famlag viðkomandi.) En eins og Friðrik bendir á mega auðvitað allir leggja orð í belg og í kosningum ættum við alltaf að taka tillit til málefnalegs innleggs og reyna að koma til móts við ábendingar, líka frá óinnskráðum. --Cessator 16:51, 31 desember 2006 (UTC)
- Já, sammála Cessator. Persónulega finnst mér að ekki sé hægt að meta notanda af breytingarfjölda heldur af því hvað hann skrifar. Veit samt ekki hvort það sé gáfulegt að nota þetta til að ákveða stjórnendur. --Baldur Blöndal 16:56, 31 desember 2006 (UTC)
- Jah, í fyrsta lagi skiptir meira máli að stjórnendur séu reyndir notendur en kjósendur í kosningum um gæða- og úrvalsgreinar; í öðru lagi gilda engar ákveðnar reglur um lágmarksskilyrði fyrir stjórnendaréttindi og kannski væri sniðugt að hafa einhver viðmið; og í þriðja lagi skiptir einmitt mestu máli hvernig framlag viðkomandi er ekki endilega hversu mikið (gæði fram yfir magn) — eins og þú segir — en til þess að geta metið framlag viðkomandi, þá þarf viðkomandi að hafa lagt þónokkuð af mörkum. Eftir 500 breytingar er t.d. hægt að sjá hvernig viðkomandi tekst að vinna með öðrum, hvort hann er gjarn á að blása til breytingastríðs o.s.frv. --Cessator 17:09, 31 desember 2006 (UTC)
- Fyrir stjórnendur gæti fínt viðmið verið að hafa verið skráður í allvegana tvær vikur (eða jafnvel mánuð?) og að hafa gert svona 200-300 breytingar? Þ.e.a.s. ef við ætlum að hafa einhver skilyrði. --Baldur Blöndal 17:11, 31 desember 2006 (UTC)
- Mér finnst tvær vikur og jafnvel mánuður vera allt of stuttur tími. Kannski kemur viðkomandi inn á einu sinni í viku og er þá búinn að koma inn á tvisvar til fjórum sinnum. Fjöldi breytinga segir miklu meira, þess vegna finnst mér ákjósanlegra að miða bara við það. --Cessator 17:17, 31 desember 2006 (UTC)
- Ef ég man rétt varstu búin að vera virkur notandi í mánuð eða svo þegar þú varst gerður að stjórnenda :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:46, 31 desember 2006 (UTC)
- Það er rétt, Friðrik, enda fannst mér það svolítið skrítið þá og átti alls ekki von á því. En það breytir engu um hvort þessi tillaga sé skynsamleg eða ekki. Á ensku eru einhver svona viðmið og eftir því sem íslenska Wikipedian stækkar og notendum fjölgar verður meiri þörf fyrir að hugsa út í svona lagað. --Cessator 19:12, 31 desember 2006 (UTC)
- Þess má þó geta að breytingafjöldinn var þegar í kringum 300 eða svo en það sem ég vil tryggja er að enginn uppfylli skilyrðin bara með því að hafa verið skráður í mánuð. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla :) --Cessator 20:13, 31 desember 2006 (UTC)
- Ef ég man rétt varstu búin að vera virkur notandi í mánuð eða svo þegar þú varst gerður að stjórnenda :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:46, 31 desember 2006 (UTC)
- Mér finnst tvær vikur og jafnvel mánuður vera allt of stuttur tími. Kannski kemur viðkomandi inn á einu sinni í viku og er þá búinn að koma inn á tvisvar til fjórum sinnum. Fjöldi breytinga segir miklu meira, þess vegna finnst mér ákjósanlegra að miða bara við það. --Cessator 17:17, 31 desember 2006 (UTC)
- Fyrir stjórnendur gæti fínt viðmið verið að hafa verið skráður í allvegana tvær vikur (eða jafnvel mánuð?) og að hafa gert svona 200-300 breytingar? Þ.e.a.s. ef við ætlum að hafa einhver skilyrði. --Baldur Blöndal 17:11, 31 desember 2006 (UTC)
- Jah, í fyrsta lagi skiptir meira máli að stjórnendur séu reyndir notendur en kjósendur í kosningum um gæða- og úrvalsgreinar; í öðru lagi gilda engar ákveðnar reglur um lágmarksskilyrði fyrir stjórnendaréttindi og kannski væri sniðugt að hafa einhver viðmið; og í þriðja lagi skiptir einmitt mestu máli hvernig framlag viðkomandi er ekki endilega hversu mikið (gæði fram yfir magn) — eins og þú segir — en til þess að geta metið framlag viðkomandi, þá þarf viðkomandi að hafa lagt þónokkuð af mörkum. Eftir 500 breytingar er t.d. hægt að sjá hvernig viðkomandi tekst að vinna með öðrum, hvort hann er gjarn á að blása til breytingastríðs o.s.frv. --Cessator 17:09, 31 desember 2006 (UTC)
- Það þarf bara að vera einhver einföld leið til að koma í veg fyrir að atkvæði séu fölsuð. Ég held að það nenni engin að búa til notendur og gera reglulega breytingar á þeim til þess að hægt sé að nota reikningin til að falsa atkvæði. En að sjálfsögðu er aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir þetta, þetta er þó eitthvað sem að fælir flesta frá slíkum aðgerðum. Hvað varðar kröfur til stjórnenda þá þykir mér óþarfi að hafa eitthvað niðurskrifað um það. Kannski er ekki þörf á því að setja takmarkanir á kosningarétt, enda tel ég takmarkanirnar þurfi ekki að vera miklar, vikugamall reikningur og fimmtíu breytingar eru kannski nóg eins og Jóna segir. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:42, 31 desember 2006 (UTC)
-
-
-
- (Breytingaárekstur) Tími = reynsla í þessu samhengi. Á no.wiki segir í viðmiðum varðandi stjórnendur (WP:A) að stjórnandi þurfi að hafa 1) notandasíðu, 2) kannast við Wikimedia verkefnin og tekið þátt á no.wiki í að minnsta kosti 4 samliggjandi mánuði 3) hafa 1000 breytingar á no.wiki. Þar mega þeir einungis kjósa sem hafa að minnsta kosti 1 breytingu viku áður en kosning hefst. Á tillögusíðunni varðandi gæða- og úrvalsgreinar (WP:KUA) eru engar hömlur á því að kjósa en mér þætti gáfulegt að hafa sama hér; eina breytingu fyrir að minnsta kosti viku. --Jóna Þórunn 17:47, 31 desember 2006 (UTC)
- Fróðlegt að vita hvernig frændor vorir Norðmenn fara að. ÉG held að það sé ekki þörf á alveg svo ströngum skilyrðum hérna enn þá. Ég legg til að kosningaréttur miðist við skráða notendur en fyrir stjórnendaréttindi þurfi a.m.k. 500 breytingar. --Cessator 19:12, 31 desember 2006 (UTC)
- Nei, það kemur ekki til greina að apa upp eftir norðmönnunum og þar sem is.wiki er mun minni en no.wiki þyrfti ekki að hafa eins strangar kröfur hér. Annað er það þó að mér finnst 500 breytingar að stjórnanda kannski fulllítið. Jæja, ég ætla að snúa mér að fjölskylduósætti kvöldsins, Tungufossi. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla ;) --Jóna Þórunn 19:53, 31 desember 2006 (UTC)
- Miðað við það sem kemur fram á síðunni Notendur eftir breytingafjölda — gamlar upplýsingar að vísu — eru ekki nema 18 notendur hér með fleiri en 500 breytingar og a.m.k. einn stjórnandi með færri breytingar. Þetta eru allt of gamlar upplýsingar til að taka mark á þeim, en samt, innan við ár síðan. Kannski væri ráð að byrja á að setja 500 breytinga mark og hækka það svo þegar tími er til kominn? Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla :) --Cessator 20:13, 31 desember 2006 (UTC)
- Já, 400 breytingar væri kannski fínt? :D Gleðilegt nýtt ár! Það hefur verið æðislegt að vinna með ykkur. --Baldur Blöndal 21:25, 31 desember 2006 (UTC)
- Varðandi fjölda breytinga... nú vista ég hressilega oft þegar ég er að vinna í greinum, kannski talsvert meira en flestir aðrir. Ég myndi segja að þetta væri galli, t.d. ef ég myndi setja inn jafn mikið efni og einhver, en geri mun fleiri breytingar en hann. Ég held að við ættum bara að hafa þetta pínu óformlegt áfram, ekkert vera að flækja þetta neitt. --Gdh 01:00, 1 janúar 2007 (UTC)
- Reyndar, og ég geri hið sama stundum. Það væri auðvitað hægt að virkilega lesa öll innlegg frá öllum, en það tæki bara of langan tíma. Það er auðvitað hægt að fara að einhverju leiti eftir hvað viðkomandi er áberandi á Wikipedia? Ég meina, maður tekur mikið eftir sumum hér á Wikipedia- þetta getur auðvitað ekki ráðið neinum úrslitum en þetta getur verið haft að leiðarljósi. --Baldur Blöndal 02:19, 1 janúar 2007 (UTC)
- Fyrst af öllu: Gleðilegt nýár öll hér og þakka gott samstarf síðastliðin ár. Svo, varðandi kosningar: Það er alveg augljóst að mínu mati, að óinnskráður notandi á ekki að hafa kosningarétt. Hins vegar finnst mér að sérhver notandi með notandanafn eigi að fá að greiða atkvæði um gæða- og/eða úrvalsgreinar. Annað varðandi stjórnandaréttindi: Þar finnst mér að gera þurfi auknar kröfur. Að sjálfsögðu verður notandinn að vera trausts verður að áliti samfélagsins. Traust er ekki sjálfgefið, heldur verður viðkomandi að vinna sér það inn. Þess vegna finnst mér eðlilegt að bæði sé tekið mið af tíma og breytingum viðkomandi. Ég held að mánuður sé heppilegt viðmið og að viðkomandi hafi gert a.m.k. 200 (?) breytingar, sem ekki hafa verið afturkallaðar. Hafi viðkomandi gert margar breytingar, sem aðrir hafa síðan afturkallað, finnst mér það eiga að rýra traustið sem til hans er borið. Ég legg til að við ræðum þetta nánar á næstu dögum og mótum reglur, sem við getum náð samkomulagi um, en gætum þess samt að regluverkið verði ekki of flókið. --Mói 02:30, 1 janúar 2007 (UTC)
- Já auðvitað ef viðkomandi hefur verið mikið að 'skemmi-leggja' er erfitt að hugsa sér hann sem stjórnanda. Og svo má ekki hafa þetta of flókið svo við festumst ekki í einhverju skriffinsku rugli. --Baldur Blöndal 02:52, 1 janúar 2007 (UTC)
- Varðandi eyddar breytingar er til eitthvað sem kallast deleted-edits, þ.e. eydd framlög. Þetta var eitthvað sem hrjáði mig þegar ég varð stjórnandi á no.wiki - þ.e. að ég hafði sett inn tortíma-snið á mjög margar greinar (frá öðrum) sem síðan var eytt. (Þá átti ég auðvitað bágt með að komast í nægjilega margar breytingar.) Þar skilur s.s. milli tveggja notendahópa; þeirra sem virkilega eru skemmdarvargar og hinna sem eru að reyna að taka til en hafa ekki réttindi til að eyða og banna. Varðandi reynslutímann þá held ég að mánuður sé ekki nægilega langur. Það gerist ekki það mikið hér að það troðist allt inn á einn mánuð. Það er náttúrulega erfitt að segja til um hvort að notandi hafi reynslu eða ekki. Breytingafjöldinn segir s.s. ekki margt um það, við verðum þá að meta hvort við þurfum að taka mikið til eftir viðkomandi. Þroski er annað mál sem taka þarf tillit til, það þriðja er vilji. Reynslutími, þroski, vilji. Lykilatriði í mínum huga. En nú er ég eitthvað komin út í aðra sálma - en það sem sagt vildi ég hafa var að Toolserver lá niðri um tíma um og þess vegna er erfitt að nálgast nýjar breytingatölur og delete-edits eru felld brott meðan Interiot er í sjúkraleyfi. Það skiptir ekki máli núna, en þetta þarf að sjálfsögðu að athuga þegar við viljum fá inn nýja stjórnendur. Varðandi sífelldar vistanir þá finnst mér alltaf betra að ýta oftar á Forskoða en Vista, bæði auðveldar það yfirsýn á RC (IRC + PHP) og minnkar álag á vefþjóninn (sífelldar gagnasendingar). --Jóna Þórunn 04:28, 1 janúar 2007 (UTC)
- Vil nú benda á að ég hafði verið á enska og latneska Wikipedia í u.þ.b. 1-2 ár áður en ég varð skráður notandi á því íslenska, þannig að þótt ég hefði bara verið einn dag á íslenska wikipedia hefði ég samt meira en eins árs reynslu; enn einn liður sem gerir þetta mál tvísýnna. --Baldur Blöndal 06:06, 1 janúar 2007 (UTC)
- Aftur á móti hafði íslenska wiki-samfélagið ekki enn reynslu af þér ;) Ég tek undir orð Móa að fólk verður að vinna sér inn traust og mér finnst það reyndar vera aðalatriði; reynslutímann hugsa ég mér m.a. til þess en ekki bara fyrir notandann til að læra á wiki-samfélagið. --Cessator 14:47, 1 janúar 2007 (UTC)
- Vil nú benda á að ég hafði verið á enska og latneska Wikipedia í u.þ.b. 1-2 ár áður en ég varð skráður notandi á því íslenska, þannig að þótt ég hefði bara verið einn dag á íslenska wikipedia hefði ég samt meira en eins árs reynslu; enn einn liður sem gerir þetta mál tvísýnna. --Baldur Blöndal 06:06, 1 janúar 2007 (UTC)
- Fyrst af öllu: Gleðilegt nýár öll hér og þakka gott samstarf síðastliðin ár. Svo, varðandi kosningar: Það er alveg augljóst að mínu mati, að óinnskráður notandi á ekki að hafa kosningarétt. Hins vegar finnst mér að sérhver notandi með notandanafn eigi að fá að greiða atkvæði um gæða- og/eða úrvalsgreinar. Annað varðandi stjórnandaréttindi: Þar finnst mér að gera þurfi auknar kröfur. Að sjálfsögðu verður notandinn að vera trausts verður að áliti samfélagsins. Traust er ekki sjálfgefið, heldur verður viðkomandi að vinna sér það inn. Þess vegna finnst mér eðlilegt að bæði sé tekið mið af tíma og breytingum viðkomandi. Ég held að mánuður sé heppilegt viðmið og að viðkomandi hafi gert a.m.k. 200 (?) breytingar, sem ekki hafa verið afturkallaðar. Hafi viðkomandi gert margar breytingar, sem aðrir hafa síðan afturkallað, finnst mér það eiga að rýra traustið sem til hans er borið. Ég legg til að við ræðum þetta nánar á næstu dögum og mótum reglur, sem við getum náð samkomulagi um, en gætum þess samt að regluverkið verði ekki of flókið. --Mói 02:30, 1 janúar 2007 (UTC)
- Reyndar, og ég geri hið sama stundum. Það væri auðvitað hægt að virkilega lesa öll innlegg frá öllum, en það tæki bara of langan tíma. Það er auðvitað hægt að fara að einhverju leiti eftir hvað viðkomandi er áberandi á Wikipedia? Ég meina, maður tekur mikið eftir sumum hér á Wikipedia- þetta getur auðvitað ekki ráðið neinum úrslitum en þetta getur verið haft að leiðarljósi. --Baldur Blöndal 02:19, 1 janúar 2007 (UTC)
- Miðað við það sem kemur fram á síðunni Notendur eftir breytingafjölda — gamlar upplýsingar að vísu — eru ekki nema 18 notendur hér með fleiri en 500 breytingar og a.m.k. einn stjórnandi með færri breytingar. Þetta eru allt of gamlar upplýsingar til að taka mark á þeim, en samt, innan við ár síðan. Kannski væri ráð að byrja á að setja 500 breytinga mark og hækka það svo þegar tími er til kominn? Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla :) --Cessator 20:13, 31 desember 2006 (UTC)
- Nei, það kemur ekki til greina að apa upp eftir norðmönnunum og þar sem is.wiki er mun minni en no.wiki þyrfti ekki að hafa eins strangar kröfur hér. Annað er það þó að mér finnst 500 breytingar að stjórnanda kannski fulllítið. Jæja, ég ætla að snúa mér að fjölskylduósætti kvöldsins, Tungufossi. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla ;) --Jóna Þórunn 19:53, 31 desember 2006 (UTC)
- Fróðlegt að vita hvernig frændor vorir Norðmenn fara að. ÉG held að það sé ekki þörf á alveg svo ströngum skilyrðum hérna enn þá. Ég legg til að kosningaréttur miðist við skráða notendur en fyrir stjórnendaréttindi þurfi a.m.k. 500 breytingar. --Cessator 19:12, 31 desember 2006 (UTC)
- (Breytingaárekstur) Tími = reynsla í þessu samhengi. Á no.wiki segir í viðmiðum varðandi stjórnendur (WP:A) að stjórnandi þurfi að hafa 1) notandasíðu, 2) kannast við Wikimedia verkefnin og tekið þátt á no.wiki í að minnsta kosti 4 samliggjandi mánuði 3) hafa 1000 breytingar á no.wiki. Þar mega þeir einungis kjósa sem hafa að minnsta kosti 1 breytingu viku áður en kosning hefst. Á tillögusíðunni varðandi gæða- og úrvalsgreinar (WP:KUA) eru engar hömlur á því að kjósa en mér þætti gáfulegt að hafa sama hér; eina breytingu fyrir að minnsta kosti viku. --Jóna Þórunn 17:47, 31 desember 2006 (UTC)
-
-
-
- Já, sammála Cessator. Persónulega finnst mér að ekki sé hægt að meta notanda af breytingarfjölda heldur af því hvað hann skrifar. Veit samt ekki hvort það sé gáfulegt að nota þetta til að ákveða stjórnendur. --Baldur Blöndal 16:56, 31 desember 2006 (UTC)
- Varðandi þessa umræðu er hér ágætis tól til að sjá hvernig stjórnendur eru að standa sig í stykkinu; Sysop activity. --Jóna Þórunn 15:24, 9 janúar 2007 (UTC)
- Sniðugt tól, en sýnir bara ákveðna virkni á nýliðnu tímabili, ekki endilega hvernig stjórnendur eru almennt að „standa sig í stykkinu“ (við höfum t.d. nokkra stjórnendur sem hafa almennt staðið sig vel og lagt mikið af mörkum en hafa ekki sést mikið undanfarið og hjá þeim er allt rautt). --Cessator 17:39, 9 janúar 2007 (UTC)
- Já, þetta er meira notað til að sjá hverjir eru að „úreldast“, ef svo mætti að orði komast. Varðandi það að tólið virki ekki nægilega vel, þá finnst mér vanta inn í þetta möppudýragjörðir, það er kannski til sérstakt tól fyrir það, en já. --Jóna Þórunn 17:44, 9 janúar 2007 (UTC)
- Sniðugt tól, en sýnir bara ákveðna virkni á nýliðnu tímabili, ekki endilega hvernig stjórnendur eru almennt að „standa sig í stykkinu“ (við höfum t.d. nokkra stjórnendur sem hafa almennt staðið sig vel og lagt mikið af mörkum en hafa ekki sést mikið undanfarið og hjá þeim er allt rautt). --Cessator 17:39, 9 janúar 2007 (UTC)
[breyta] Niðurstaða
Hver er nú niðurstaðan í þessum umræðum? Ekki seinna vænna að fá þær á hreint. --Cessator 20:13, 10 apríl 2007 (UTC)
- Ég væri til í að það væri 50 breytingar lámark og vera búinn að skrá sig viku fyrir byrjun kosningar, ekki endilega búin með 50 breytingar áður en kosning hefst, bara þegar maður kýs. --Nori 16:16, 11 apríl 2007 (UTC)
- 50 breytingar hvar? Í aðalnafnrými (þ.e. á greinum)? Eða bara almennt (breytingar á eigin notandasíðu teknar með)? Það er freistandi að leggja fram tillögu og láta kjósa um hana en það gæti verið vandvæðum bundið þegar kosið er um kosningarétt og viðmiðin velta á úrslitum kosninganna... --Cessator 18:01, 11 apríl 2007 (UTC)
Ok, ég legg til eftirfarandi: „Kosningarétt hafa allir skráðir notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.“ Þetta eru ekki eins þröng skilyrði og í mörgum tillögum að ofan en þjóna vonandi sínum tilgangi. Ég legg enn fremur til að þessi sömu skilyrði gildi um þessa kosningu. --Cessator 19:10, 11 apríl 2007 (UTC)
Samþykkt --Cessator 19:13, 11 apríl 2007 (UTC)
Samþykkt --Jabbi 19:30, 11 apríl 2007 (UTC)
Samþykkt 110% Samþykkt!!! Og eyða kosningu frá Blond-4ever, IngaRut, og Leyndo --Ice201 20:18, 11 apríl 2007 (UTC)
Samþykkt. Ágætis tímabundin lausn, það þarf hinsvegar að bæta við einhverskonar ákvæðum um gildi röksemda þeirra sem ekki eru kjörgengir o.s.frv. Þ.e.a.s. þetta má ekki skilja sem svo að þeir sem hafa kosningarétt hafi einir eitthvað um þetta að segja og svo mega auðvitað aðrir leggja til að kosið verði um grein. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:12, 11 apríl 2007 (UTC)
-
- Góðar athugasemdir. Ég hafði einmitt hugsað út í tillöguréttinn og taldi að orðalagið útilokaði hann ekki hjá notendum sem hefðu ekki skv. þessu kosningarétt. Það má svo kannski túlka klausuna um að ná verði sem mestri sátt um ,greinarnar þannig að taka verði með í reikninginn allar málefnalegar athugasemdir (og jafnvel koma til móts við þær ef hægt er) sama hvaðan þær koma. --Cessator 22:19, 11 apríl 2007 (UTC)
Samþykkt --Bjarki 22:30, 11 apríl 2007 (UTC)
Samþykkt En sambandi við það að hver sem er sendir inn grein, auðvitað finnst mér að það ætti að vera en nú af því að einn notandi bjó til tvo aðra á þá ekki að ógilda atkvæði hennar? Einnig ef það eru 3 búnir að kjósa, einn á móti og tveir með, er það ekki bara 25% andmæli því sendandinn var auðvitað samþykur? --Nori 14:12, 12 apríl 2007 (UTC)
- Það má gera ráð fyrir að sá sem gerir tillöguna sé samþykkur en atkv. hans gildir samt bara ef hann hefur kosningarétt. Í því tilfelli sem þú ímyndar þér myndi ég, fyrir mitt leyti alla vega, segja að tillagan væri felld því andmæli væru 33%. Hvað varðar ógildingu atkvæða frá einhverjum sem býr sér til gervinotendur veit ég ekki til þess að það sé til nein regla eða fordæmi þess að ógilda atkvæði raunverulegra notenda, jafnvel þótt þeir hafi brotið kosningareglur/-venjur á Wikipediu; en atkv. gervinotenda eru auðvitað ekki tekin gild. --Cessator 14:27, 12 apríl 2007 (UTC)
- Já, ok. En sambandi við hitt þá er ég að meina ef notandi vill að einhver grein verði gæðagrein, getur hann þá búið til notanda, sent greinina inn og kosið síðan með alvöru notendanum? Það er náttúrulega erfitt að sanna en þar sem einn notandi samþykkti grein sem hann sendi inn með öðrum notanda, ætti það að vera leyfilegt? --Nori 15:15, 12 apríl 2007 (UTC)
- Það myndi ekki breyta neinu. Ef ég myndi t.d. búa til gervinotanda, láta hann gera tillögu um gæðagrein en kjósa svo sjálfur (þ.e. með alvöru notandanafni mínu) í kosningunni, þá hefði ég samt bara eitt atkv. af því að gervinotandinn minn hefði ekki kosningarétt og hans atkv. myndi ekki gilda, svo ég gæti þá alveg eins gert tillöguna sjálfur og svo kosið eins og venjulega. Gervinotandinn myndi að vísu vera álitinn hafa kosningarétt ef ég myndi hafa hann fyrst í mánuð og gera yfir 100 breytingar með honum; en atkv. yrði ógilt ef upp kæmist og „hann“ og ég bannaður (a.m.k. tímabundið), eins og gerðist í þessu tilviki. Er ég enn að misskilja hvað þú ert að fara? --Cessator 15:47, 12 apríl 2007 (UTC)
- Ef maður lætur sjálfur fram tillögu, er maður þá ekki sjálfkrafa að kjósa eða má maður sjálfur kjósa, eins og með dæmið uppi, ef maður er með 100 breytingar og búinn að vera í mánuð, og 3 kjósa, ein andmæli og tvö samþykja er maður þá ekki talinn með og verður 75% samþyki og 25% andmæli. Og ef það myndi vera 33% andmæli er þá ekki betra að gera gervinotanda og láta hann gera tillöguna og kjósa síðan sjálfur og vera þá með 25% og 75%? Þar að segja ef það fattast ekki? Smá off-topic en hvernig gerir maður íslensku gæsalappirnar, alt+hvað? --Nori 15:59, 12 apríl 2007 (UTC)
- Það myndi ekki breyta neinu. Ef ég myndi t.d. búa til gervinotanda, láta hann gera tillögu um gæðagrein en kjósa svo sjálfur (þ.e. með alvöru notandanafni mínu) í kosningunni, þá hefði ég samt bara eitt atkv. af því að gervinotandinn minn hefði ekki kosningarétt og hans atkv. myndi ekki gilda, svo ég gæti þá alveg eins gert tillöguna sjálfur og svo kosið eins og venjulega. Gervinotandinn myndi að vísu vera álitinn hafa kosningarétt ef ég myndi hafa hann fyrst í mánuð og gera yfir 100 breytingar með honum; en atkv. yrði ógilt ef upp kæmist og „hann“ og ég bannaður (a.m.k. tímabundið), eins og gerðist í þessu tilviki. Er ég enn að misskilja hvað þú ert að fara? --Cessator 15:47, 12 apríl 2007 (UTC)
- Já, ok. En sambandi við hitt þá er ég að meina ef notandi vill að einhver grein verði gæðagrein, getur hann þá búið til notanda, sent greinina inn og kosið síðan með alvöru notendanum? Það er náttúrulega erfitt að sanna en þar sem einn notandi samþykkti grein sem hann sendi inn með öðrum notanda, ætti það að vera leyfilegt? --Nori 15:15, 12 apríl 2007 (UTC)
[breyta] Eyða kjós frá Inga Rut og Blonde-4ever
Mér finnst að það er ekki gott til að láta nýr notandi bara að skrá sig og þá kjósa kjósa og kjósa! Bara þetta er ekki afkastamikið. Svo getur möppudýr hérna eytt ÖLL kjósur frá Inga Rut og Blonde-4ever? --Ice201 16:59, 11 apríl 2007 (UTC)
- Góð hugmynd. --Baldur Blöndal 14:49, 12 apríl 2007 (UTC)