Hamrarnir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hamrarnir eru knattspyrnulið frá Akureyri. Liðið var upprunalega stofnað 29. desember 2001 af fjölmörgum félögum í framhaldsskólunum á Akureyri. 30. október árið 2005 var félagið formlega stofnað og tók sumarið 2006 þátt í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í fyrsta skiptið.
Árangur liðsins var ekki góður á fyrsta ári þess í 3. deildinni. Liðið sigraði aðeins einn leik, gerði eitt jafntefli en tapaði tíu leikjum og endaði í neðsta sæti D-riðils. Markahæsti maður liðsins var Gunnar Þórir Björnsson með fjögur mörk. Á lokahófi félagsins var varnarmaðurinn Magnús Stefánsson valinn besti leikmaður tímabilsins.
Hamrarnir eru núverandi Íslandsmeistarar í bandý.