Sic

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sic er latína og þýðir „þannig“, „svona“, „á þennan hátt“ eða „á slíkan hátt“. Í rituðu máli er það oft sett í hornklofa og skáletrað — [sic] — til að sýna fram á ranga eða óvenjulega stafsetningu, frasa eða til að sýna að tilvitnunin sem á undan gekk hafi verið skrifuð upp orðrétt og að hún hafi ekki innihaldið innsláttar- eða málvillu.

Þetta getur verið notað til að sýna að undarlegri eða fornri notkun sé ekki breytt eða að villa sem höfð er eftir öðrum sé réttilega höfð eftir honum.

Á íslensku er stundum notað orðið „svo“ í stað þess að sletta latínu.

[breyta] Heimild



 

Þessi grein sem fjallar um málfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana