Suðurkjördæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Suðurkjördæmi
Suðurkjördæmi

Suðurkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið er hið gamla Suðurlandskjördæmi að viðbættum Hornafirði sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi og Suðurnesjum sem áður voru í Reykjaneskjördæmi. Kjördæmið var myndað með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003.

Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 2.832 í kosningunum 2003.

[breyta] Skipting þingsæta og þingmenn

Þing 1. þingm. Fl. 2. þingm. Fl. 3. þingm. Fl. 4. þingm. Fl. 5. þingm. Fl. 6. þingm. Fl. 7. þingm. Fl. 8. þingm. Fl. 9. þingm. Fl. 10. þingm. Fl.
129. Margrét Frímannsdóttir S Árni Ragnar Árnason* D Guðni Ágústsson B Lúðvík Bergvinsson S Drífa Hjartardóttir D Hjálmar Árnason B Björgvin G. Sigurðsson S Guðjón Hjörleifsson D Magnús Þór Hafsteinsson F Jón Gunnarsson S
130.
131. Drífa Hjartardóttir Guðjón Hjörleifsson Kjartan Ólafsson
132.
133.
(*) Árni Ragnar Árnason lést áður en 131. löggjafarþing var sett.

[breyta] Sveitarfélög

Í Suðurkjördæmi eru sveitarfélögin: Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurkaupstaður, Sandgerðisbær, Gerðahreppur, Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur.

[breyta] Tengill


Kjördæmi Íslands
síðan 2003

Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi

1959-2003

Reykjavík | Reykjanes | Vesturland | Vestfirðir | Norðurland vestra | Norðurland eystra | Austurland | Suðurland

Á öðrum tungumálum