Veðurstofa Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Veðurstofa Íslands eða Veðurstofan, stofnsett 1. janúar 1920, er opinber stofnun sem annast veðurþjónustu fyrir Ísland. Jafnframt eru þar unnar rannsóknir á sviði veðurfræði og annara fræðigreina er tengjast starfssviði hennar. Veðurstofan gegnir einnig viðvörunarþjónustu vegna veðurs, snjóflóða, jarðskjálfta og hafíss. Starfsemi hennar skiptist í þrjú svið, eðlisfræðisvið, rekstrarsvið og veðursvið. Fyrstu árin var Veðurstofan deild í Löggildingarstofunni en varð sjálfstæð stofnun 1925 þegar Löggildingarstofan var lögð niður. Veðurstofan heyrir undir Umhverfisráðuneytið. Veðurstofustjóri er Magnús Jónsson, veðurfræðingur.
Í tilefni af 80 ára afmæli Veðurstofunnar var bókin Saga Veðurstofu Íslands, skrásett af Hilmari Garðarssyni, gefin út af Máli og mynd haustið 2000.
[breyta] Veðurstofustjórar
- Þorkell Þorkelsson, 1920-1946
- Teresía Guðmundsson, 1946-1963
- Hlynur Sigtryggsson, 1963-1989
- Páll Bergþórsson, 1989-1993
- Magnús Jónsson, 1994- .