Spjall:200.000 naglbítar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Ekki skal setja kommu á undan samtengingunni "en"
Íslensk málstöð gefur út ritreglur í samræmi við auglýsingar Menntamálaráðuneytisins. Þar kemur eftirfarandi fram:
Þegar setningar koma hver á eftir annarri í sömu málsgrein er meginreglan sú að þær eru annaðhvort aðgreindar með kommum eða tengdar með samtengingum.
Því breyti ég úr fyrri leiðréttingu.
Sjá hér: http://ismal.hi.is/RitreglurXVIII.pdf
--Geithafur 15. des. 2005 kl. 19:58 (UTC)
- Önnur regla í auglýsingu um greinarmerkjasetningar segir að nota megi kommur á þennan hátt upp á stílfæringu, t.d. til að tákna hlé í ræðu eða skipta upp langri málsgrein. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. des. 2005 kl. 20:05 (UTC)
-
- Já, hér er nú ekki um langa málsgrein að ræða. Varðandi stílfæringu stendur eftirfarandi:
-
- Heimilt er að nota kommu í listrænu skyni til að ákveða hik eða þagnir í lestri í samræmi við hugmyndir höfundar texta um lestur, framsögn eða stíl. Slík kommusetning skal þó ekki kennd í skólum né gilda á skólaprófum.
-
- Mér sýnist þetta því varla eiga við þarna. Menn geta þó breytt þessu aftur ef ríkur vilji er fyrir hendi. --Geithafur 15. des. 2005 kl. 20:42 (UTC)
If it would at all be possible to have an English version of this page, this American fan, who has trouble with icelandic would love to read it! (If not, sorry to be obtrusive)64.3.45.46 00:13, 27 mars 2007 (UTC)MB