Spjall:Drakúla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Greining á milli Dracula og sögunnar
Mér finnst persónulega að það ætti að skilja á milli Dracula (persóna) og Dracula (skáldssaga). Það er ekki gert á enska wikipedia, og mér finnst það mjög ergjandi að það sé engin síða um Dracula, þó það séu síður um Wilhelmina Harker, Jonathan Harker, Abraham van Hellsing, Quncy, Lucy, Renfield of fleiri úr skáldsögunni. Hvað finnst ykkur? --Baldur Blöndal 16:12, 7 desember 2006 (UTC)
- Að svo stöddu er allt í lagi að hafa þetta bara í einni grein. Það er ekki nema hún fari að lengjast eitthvað rosalega sem þarf að skilja í sundur. Eina ástæðan fyrir að hafa sérstaka grein um persónuna væri í raun ef ætti að ræða um hlutverk hennar í öðrum bókum, því hann er jú frægur og hefur verið notaður víðar. En það er allt í lagi að hafa það bara sem sérstakan lið í þessari grein að mínu mati. --Sterio 16:50, 7 desember 2006 (UTC)
- Bara svo fremur sem þetta verði ekki eins og á ensku síðunni, því það er alveg til nægt efni um Dracula (persónuna) fyrir eina síðu. --Baldur Blöndal 16:52, 7 desember 2006 (UTC)
- Það mætti t.d. hafa grein sem héti Drakúla greifi um persónuna, því hún kemur vissulega fyrir mjög víða og er orðin nokkurs konar almennt bókmenntaminni. Ég er samt harður á því að við eigum að nota íslenska nafnið á persónuna en ekki ensku útgáfuna af því. --Akigka 20:30, 7 desember 2006 (UTC)
- Get vel sætt mig við það að nota íslensku útgáfuna, svo hljómar það vel að búa til síðu um Drakúla greifa. --IndieRec 21:29, 7 desember 2006 (UTC)
- Það mætti t.d. hafa grein sem héti Drakúla greifi um persónuna, því hún kemur vissulega fyrir mjög víða og er orðin nokkurs konar almennt bókmenntaminni. Ég er samt harður á því að við eigum að nota íslenska nafnið á persónuna en ekki ensku útgáfuna af því. --Akigka 20:30, 7 desember 2006 (UTC)
- Bara svo fremur sem þetta verði ekki eins og á ensku síðunni, því það er alveg til nægt efni um Dracula (persónuna) fyrir eina síðu. --Baldur Blöndal 16:52, 7 desember 2006 (UTC)