Sekúnda
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sekúnda er grunnmælieining tíma í SI-kerfinu. Er skilgreind sem 9.192.631.770 sveiflutímar ákveðinnar raföldu loftkennds sesíns. Sextíu sekúndur eru ein mínúta (m) og 3600 sekúndur eru ein klukkustund (h) (hvorug eininganna eru þó SI-mælieining). Gráða, í hornamáli er 60 bogamínútur og 3600 bogasekúndur.