Knarrareyri
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyðibýlið að Knarrareyri. Á myndinni sjást fjárhúsin áður en þau féllu.
Knarrareyri eða Eyri er eyðibýli austast á Flateyjardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Á jörðinni stendur rúst bæjarins þar sem bóndinn Árni Tómasson bjó í upphafi 20. aldar en hann hlóð fjárhús úr sjávargrjóti og tálgaði raftana með glerbroti, að því er sagt er. Landbrot á Flateyjardal hefur valdið því að fjárhúsin eru nú fallin.
Á Knarrareyri fæddist Finnbogi rammi, og ólst þar upp frá unglingsaldri.