Gautelfur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fossarnir í Trollhättan þegar vatni hefur verið hleypt á
Gautelfur (sænska: Göta älv) er lengsta og vatnsmesta á Svíþjóðar. Hún er afrennsli Vænis (Vänern) í Kattegat; 91 km löng. Hún greinist í tvennt við Kungälv og er hafnarsvæði Gautaborgar við mynni syðri kvíslarinnar. Við Trollhättan eru stórir fossar í Gautelfi sem hafa verið virkjaðir. Trollhätteskurðurinn liggur framhjá fossunum og gerir Gautelfi skipgenga til Vænis.