Spjall:Efnavopn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Efnavopn ekki einungis notuð á menn

Ég tók aftur breytinguna þína, Friðrik, vegna þess að efnavopn eru ekki endilega notuð beint á menn, heldur einnig á gróður (oft til að eyða skóglendi svo að óvinaherinn hafi ekki aðstöðu til að fela sig). – Krun 30. maí 2006 kl. 16:02 (UTC)

Það eru til sérstakar sprengjur sem varpað er niður á skólendi til þess að rýma burtu tré og skapa lendingarými fyrir þyrlur. Ég kalla það ekki vopn. Sömuleiðis eru laufeyðar ekki efnavopn, heldur bara eitur sem er notað í hernaði, annars verður skilgreiningin svo víð að spritt gæti talist efnavopn vegna þess að það er notað til að drepa bakteríur undir höndunum á hermönnum í kafbátum. Mér finnst þetta ekki vera vopn nema það sé notað beint gegn óvini, allavega ætti það að vera aðal útskýringin eins og á ensku, svo getur verið einhver viðauki um laufeyða sem tæknilega séð eru ekki eiturefnavopn. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. maí 2006 kl. 16:51 (UTC)
Setningin segir: „Efnavopn eru þau vopn nefnd sem viljandi hagnýta í hernaði skaðlega verkun efnasambands á lífverur.“ Ef það hefði einhverja hernaðarlega þýðingu að drepa skordýr (sem ég sé ekki alveg fyrir) þá held ég að skordýraeitur væri vissulega efnavopn í því samhengi. Vopn heita áfram vopn þó að þeim sé beint gegn borgaralegum skotmörkum eins og t.d. búfénaði eða uppskeru. --Bjarki 30. maí 2006 kl. 16:58 (UTC)
Efnið sem Krun er að tala um (laufeyði sem voru notaðir í Víetnam) er ekki flokkað sem efnavopn, það er bara stundum kallað það og þetta er held ég eina undantekningin (allt annað eitur er notað beint á menn að ég held), þ.a.l. ætti skilgreiningin á öllu orðinu ekki að gjörbreytast. Það er sjálfsagt að víkka skilgreininguna neðar í greininni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. maí 2006 kl. 17:07 (UTC)