Spjall:Rökaðgerð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti þessi grein ekki að fjalla um rökaðgerðir út frá almennri rökfræði frekar en forritun eða tölvunarfræði? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20. mars 2006 kl. 19:28 (UTC)

Ég held að í grein um rökfræði yrði fjallað aðeins öðruvísi um þetta, ekki notuð sömu heiti (rökfræðibækur benda venjulega á í nmgr. að þetta og hitt samsvari því sem í tölvunarfræði kallast t.d. NAND og XOR) o.s.frv. þannig að það gerir kannski ekkert til þótt fjallað sé um beitingu svonefndra rökaðgerða í tölvunarfræði í sérstakri grein. --Cessator 20. mars 2006 kl. 19:45 (UTC)
Þess má geta að ég setti tengil í tengt efni yfir á setningatengi (sem er það sem rökaðgerð kallast í rökfræði). Hitt er annað mál að það er óþarfi að hafa heiti greinarinnar í fleirtölu. --Cessator 20. mars 2006 kl. 20:01 (UTC)


AND er aðgerð sem er framkvæmd á tveimur bitum

Getur AND ekki tekið inn hvaða heiltölu fjölda bita sem er (fræðilega), sem er tveir eða stærri? Skilar einungis 1 ef allir bitar inn eru 1.

Sama hefði ég haldið að ætti við um OR, NAND og NOR, þ.a. OR skilar 1 ef einn eða fleiri inngangs biti er 1 (keilar annars 0). NOR skilar 0 ef einn eða fleiri inngangs biti er 1 (skilar annars 1). NAND skilar 0 ef allir bitar inn eru 1 (skilar annars 1). Orri 8. maí 2006 kl. 00:24 (UTC)

Ég setti inn að sameina skyldi við stærðfræðileg rökfræði. Að sama skapi finnst mér að endurnefna ætti þá grein sem táknrökfræði. Það á ekki að hafa sömu hlutina á ótal stöðum. Táknin sem eru notuð á þessari grein eru þau tákn sem algeng eru meðal rafeindavirkja, og ég er ekki frá því að George Boole hafi notað svipuð tákn sjálfur. Hinsvegar eru táknin á rökfræðigreininni hefðbundnari og í almennari notkun. Það er ágætt að hafa bæði. Í þessari grein er talað um sanngildi sem "bita", sem er svolítið tölvunarfræðileg túlkun, sem ætti vissulega að koma fram, en það verður að gæta þess að biti er bara booleísk breyta, og túlkun á sanngildi hennar er alveg óháð breytunni sjálfri. Eitt bæti með gildið 255 er ekki samsvarandi 8 sannleikskornum nema að við kjósum að túlka það sem svo. --Smári McCarthy 8. maí 2006 kl. 02:23 (UTC)