Stéttarfélag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stéttarfélag eða verkalýðsfélag er félagasamtök launþega úr tilteknum starfsstéttum stofnað í þeim tilgangi að halda fram sameiginlegum hagsmunum sem tengjast starfi þeirra. Starf stéttarfélaga snýst þannig að jafnaði um starfstengd málefni eins og laun, starfsöryggi, frítíma, en líka um hluti eins og menntun og starfsheiti þar sem slíkt á við. Stéttarfélög semja um kaup og kjör við atvinnurekendur í kjarasamningum sem þau gera fyrir hönd sinna félaga.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.