Einröddun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einradda eða mónófónískt hljóðfæri er hljóðfæri sem getur aðeins spilað eina nótu í einu.
Einradda eða mónófónísk tónlist er þegar verk hefur eina rödd eða fleiri sem spila/syngja allir sömu laglínuna. Kaflar inni í verkum geta verið mónófónískir, en það er afskaplega sjaldgæft að finna heil mónófónísk verk í tónlist yngri en 500 ára. Samanber samröddun (hómófónía) og fjölröddun (pólýfónía). Sjá áferð.