Spjall:Alþingi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin Alþingi er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.

Er ekki best að færa þessa síðu á Alþingi íslendinga eða eitthvað álíka og hafa þessa sem umfjöllun um alþingi almennt, eða er betra að hafa það annars staðar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 05:23, 16 okt 2004 (UTC)

Alþingi almennt? Í útlöndum eru þingin bara nefnd „þing“. Þing Íslendinga heitir Alþingi og finnst mér að það ætti að halda því nafni og sínum stað hér á Wikipedia. - Svavar L 10:48, 16 okt 2004 (UTC)

Eins og Svavar segir þá er bara eitt Alþingi í heiminum margar þjóðir nefna löggjafarþing sín sérstökum nöfnum. Þjóðverjar hafa Bundestag, Svíar hafa Riksdag, Norðmenn hafa Storting, Danir hafa Folketing, Ísrael hefur Knesset og Rússar Dúmuna o.s.frv. --Bjarki Sigursveinsson 11:40, 16 okt 2004 (UTC)

Já það er víst rétt hjá ykkur, ég þegi þá bara. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10:57, 19 okt 2004 (UTC)
Ein vangavelta. Er hægt að segja að alþingismenn séu kosnir beinni kosningu? Er ekki forsetinn kosinn beinni kosningu? En alþingismenn raðað eftir listakosningu? --Sigatlas 16:47, 6 nóv 2004 (UTC)
Þá meina ég auðvitað forseti Íslands en ekki forseti Alþingis. --Sigatlas 16:49, 6 nóv 2004 (UTC)
Jú það er sennilega rétt hjá þér. Er ekki talað um hlutfallskosningu í þessu samhengi?--Bjarki Sigursveinsson 19:21, 6 nóv 2004 (UTC)

[breyta] Mögulegar viðbætur

Hvað með upplýsingar um helstu deilumál á Alþingi? --85.220.120.100 00:42, 23 nóvember 2006 (UTC)

Ég komst að því við rannsóknir fyrir lofsöngsgreinina að ekki er að finna upplýingar í þessari grein um hvaða ferli frumvarp fer í gegnum á alþingi áður en það er samþykkt (eða því hafnað). Væri ágætt að fá svoldið um það á grein þessari frá mönnum fróðum um það (sem ég sjálfur mun án efa flokkast sem áður en yfir líkur). --Ævar Arnfjörð Bjarmason 04:22, 9 feb 2005 (UTC)

Hvað um að vísa bara á frumvarp í staðinn fyrir að endurtaka þessar upplýsingar á Wikipedia? -- Svavar L 07:24, 9 feb 2005 (UTC)