Lindsay Lohan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lindsay Dee Lohan (f. 2. júlí 1986 í New York) er bandarísk leikkona. Hún hefur notið mikilla vinsælda bæði í Bandaríkjunum og út um allan heim. Hún er líka söngkona og hefur gefið út tvær plötur.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ævi
Lindsay Dee Lohan fæddist 2. júlí 1986. Hún á þrjú systkyni sem heita Aliana, Dakota og Michael. Foreldrar hennar eru Dina og Michael Lohan en faðir hennar er í fangelsi. Lindsay söng dramatískt lag til föður síns sem bar nafnið Confessions of a broken heart. Hún bjó í New York þangað til að hún byrjaði að leika og flutti þá til Hollywood. Hún hóf ferilin snemma og hefur verið í bransanum frá þriggja ára aldri.
[breyta] Ferill
Lindsay hóf feril sinn 3ja ára gömul að leika í auglýsingum fyrir bifreiðaframleiðandann Ford. Þegar Lohan var 9 ára lék hún í sápuóperunni Another World og lék í þeim þáttum til ársins 1996. Sápuóperan hafði verið í gangi frá árinu 1964 og enduðu árið 1999. Hún fór í áheyrnapróf fyrir Disneymyndina The Parent Trap árið 1998 og fékk tvö hlutverk. Hún átti að leika aðalhlutverkin sem voru tvíbursysturnar Hallie og Annie. Þá aðeins 12 ára gömul. Árið 2000 lék hún aðalhlutverk í myndinni Life-Size ásamt Tyru Banks og byrjaði að leika í þáttum sem hétu Bette sem fjölluðu um ævi Bette Midler. Hún hefur haldið áfram og áfram að leika í kvikmyndum og árið 2003 lék hún á móti stórstjörnunni Jamie Lee Curtis í myndinni Freaky Friday.
Frá árinu 2004 til ársins 2006 hefur hún leikið í myndum t.d. Mean Girls, Just my luck, A Prairie Home Companion og Herbie fully loaded sem fengu misgóða dóma hjá gagngrýnendum. Verst af myndunum sem hún lék í á þessum árum hlýtur að hafa verið Confessions of a Teenage Drama Queen árið 2004.´Sú mynd var á topp tíu lista yfir verstu myndir ársins 2004. Lindsay hefur verið í uppáhaldi hjá kvikmyndaframleiðandanum Walt Disney og hefur verið mikið að leika i myndum frá þeim. Unga nHollywood er dugleg við það að eignast óvinkonur og er yfirleitt sama ástæða afhverju fræga fólkið lendir í ágreiningi. Hún á frægar óvinkonur t.d. hótelerfingjann Paris Hilton og Hilary Duff en það voru kærastamálin sem gerðu þau að óvinkonum. Lindsay á aðdáendur út um allan heim. Hún sést margoft nærbuxnalaus á djamminu og fór snemma á árinu 2007 í meðferð því hún reykir bæði og drekkur. Það vakti mikla athygli þegar hún var lögð inn á spítala því taka átti út úr henni botnlangann en daginn eftir aðgerðina var hún byrjuð að heimsækja næturklúbba.
[breyta] Hlutverk
[breyta] Væntanlegt
- The Best Time of Our Lives (2008)
- I Know Who Killed Me (2007)
- Georgia Rule (2007)
[breyta] Bíómyndir
- Chapter 27 (2007)
- Bobby (2006)
- Just My Luck (2006)
- A Prairie Home Companion (2006)
- Herbie Fully Loaded (2005)
- Mean Girls (2004)
- Confessions of a Teenage Drama Queen (2004)
- Freaky Friday (2003)
- Get a Clue (2002)
- Life-Size (2000)
- The Parent Trap (1998)
[breyta] Sjónvarpsþættir
- Saturday Night Live (2 þættir 2004-2006)
- That '70s Show (1 þáttur 2004)
- King of the Hill (1 þáttur 2004)
- Bette (18 þættir 2000-2001)