Kaíró

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Horft yfir miðborg Kaíró.
Horft yfir miðborg Kaíró.

Kaíró (arabíska: القاهرة, (umritað: al-Qāhirah)) er höfuðborg Egyptalands. Hún er fjölmennasta borg Afríku og þrettánda fjölmennasta borg heims, með 15 milljón íbúa. Borgin stendur á bökkum Nílar, og á eyjum úti í ánni rétt sunnan við þann stað þar sem hún skiptist í þrennt og rennur út í Nílarósa. Borgin liggur skammt frá höfuðborg Forn-Egypta, Memfis, sem var stofnuð um 3100 f.Kr.. Þar sem Kaíró stendur nú var fyrst byggt rómverskt virki kringum árið 150. Elsti hluti borgarinnar er á austurbakka árinnar en brýr tengja nú við borgarhlutana Gísa og Imbabah vestan megin árinnar.


Þessi grein sem tengist Afríku er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana.