Spjall:Transylvanía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvort ætlið þið að réttara sé Transylvanía eða Transilvanía, eða jafnvel Transsilvanía? Allt er þetta vafalaust til sem ritháttur á íslensku, en ég spyr mig hvort þetta yfsilon sé ekki einhver óþörf enskusletta... --Akigka 30. nóv. 2005 kl. 22:52 (UTC)
- Held það sé Transylvanía. --Jóna Þórunn 1. des. 2005 kl. 10:55 (UTC)
- Ég prófaði að gera orðaleit í gömlum moggum á www.timarit.is. Þar mátti finna allar fjórar útgáfurnar: Transilvanía, Transsilvanía, Transylvanía, Transsylvanía. Transylvanía var langalgengust, þótt ekki sé þar með sagt að hún sé "réttari" en aðrar, enda fréttirnar flestar þýddar úr öðrum málum. Á rúmensku wikipedíunni stendur Transilvania og Transsilvania á þeirri latnesku. Til grundvallar liggur orðið silva sem er skrifað með einföldu i og fyndist mér persónulega að við ættum að gjöra slíkt hið sama. Í skóla var mér kennt að nota alltaf einfalt i, nema þegar málfræði eða orðstofn mælti sérstaklega fyrir ypsiloni. Hvort nota eigi -s- eða -ss- sýnist mér skipta litlu máli, það virðist fara eftir því hvernig orðsifjar eru túlkaðar. Í öllu falli væri sennilega sniðugt að gera "redirect"-síður fyrir alla möguleikana. --EinarBP 1. des. 2005 kl. 12:49 (UTC)