Immanuel Kant
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki Heimspeki 18. aldar |
|
---|---|
![]() |
|
Nafn: | Immanuel Kant |
Fædd/ur: | 22. apríl 1724 |
Dáin/n: | 12. febrúar 1804 |
Skóli/hefð: | Heimspeki upplýsingarinnar |
Helstu ritverk: | Gagnrýni hreinnar skynsemi, Gagnrýni verklegrar skynsemi, Gagnrýni dómgreindar, Formáli að frumspeki, Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, Frumspeki siðlegrar breytni |
Helstu viðfangsefni: | þekkingarfræði, frumspeki, siðfræði |
Markverðar hugmyndir: | skilyrðislausa skylduboðið, forskilvitleg hughyggja, samþættandi a priori þekking, hluturinn í sjálfum sér |
Áhrifavaldar: | David Hume, René Descartes, Nicolas Melbrance, Gottfried Wilhelm Leibniz, Baruch Spinoza, John Locke, George Berkeley, Jean-Jacques Rousseau |
Hafði áhrif á: | Johann Gottlieb Fichte, Friedrich Wilhelm Joseph von Schelling, Georg Wilhelm Friedrich Hegel, Arthur Scopenhauer, Charles Sanders Peirce, Friedrich Nietzsche, Ludwig Wittgenstein, A.J. Ayer, Edmund Husserl, Martin Heidegger, Jean-Paul Sartre, Jürgen Habermas og fjölmarga aðra |
Immanuel Kant (22. apríl 1724 – 12. febrúar 1804) var prússneskur heimspekingur og er talinn vera síðasti merki heimspekingur upplýsingatímabilsins.
Efnisyfirlit |
[breyta] Æviágrip
[breyta] Æskuár
Immanuel Kant — sem var skírður „Emanuel“ en breytti síðar nafni sínu í „Immanuel“ eftir að hafa lært hebresku — var fæddur 1724 í Königsberg í Prússlandi (nú Kalíníngrad í Rússlandi). Hann var fjórða barnið af níu sem foreldrar hans Jóhann Georg Kant (1682-1746) og Anna Regína Porter (1697-1737) eignuðust, fimm þeirra lifðu til fullorðinsára. Kant bjó alla sína ævi í heimabæ sínum sem þá var höfuðborg austur-Prússlands. Faðir hans var handiðnaðarmaður frá Memel, norðaustustu borg Þýskalands (nú Klaipėda í Litháen), og móðir hans var dóttir söðlara. Ungur var Kant ábyrgur nemandi en þó ekki framúrskarandi. Hann var alinn upp við rétttrúnað sem þá var vinsæl umbótahreyfing innan lútherstrúar og lagði áherslu á mikla trúrækni, persónulegt lítillæti og lestur Biblíunnar. Menntun hans lagði ríkt á um latínu– og trúarkennslu frekar en stærðfræði og vísindi vegna þessa og var ströng og agamikil. Kant sagði síðar að þetta tímaskeið hefði fallið honum þungt í geð.
[breyta] Verk eftir Kant
- Hugleiðingar um rétt mat á lífskröftum
- Rannsókn á spurningunni hvort jörðin hefur breyst í snúning sínum...
- Um spurninguna hvort jörðin eldist frá náttúruvísindalegu sjónarhorni
- Almenn náttúrusaga og kenning um himininn
- Um eldinn
- Ný skýring á frumreglum frumspekinar
- Raunvísindaleg rökfræði
- Hugleiðingar um ótímabæran dauðdaga herra Johanns Friedrich von Funk
- Sýnt fram á að fágun rökhendusniðanna fjögurra sé ósönn
- Einu mögulegu rökin til að styðja sönnun á tilvist guðs
- Tilraun til að kynna hugtakið neikvæðar stærðir í heimspeki
- Athuganir á tilfinningu fyrir fegurðinni og hinu tignarlega
- Rannsókn á skýrleika frumsetninga náttúrulegrar guðfræði og siðfræði
- Draumar miðilsins skýrðar með draumum frumspekinar
- Um endanlegan grundvöll munar á svæðum í rúmi
- Um snið og meginreglur skyn- og skilningsheimsins
- Gagnrýni hreinnar skynsemi
- Forspjall að sérhverri vísindalegri frumspeki framtíðar
- Hugmyndir að algildri sögu frá sjónarhorni heimsborgarans
- Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing
- Um eldfjöll á tunglinu
- Grundvöllur að frumspeki siðferðilegrar breytni
- Frumspekilegar forsendur náttúruvísinda
- Gagnrýni hreinnar skynsemi (2. útg.)
- Gagnrýni verklegrar skynsemi
- Um notkun tilgangsfræðilegra meginreglna í heimspeki
- Gagnrýni dómgreindar
- Trú innan marka einberrar skynsemi
- Um gömglu tugguna: Það kann að vera rétt í kenningu en gengur ekki í verki
- Trú innan marka einberrar skynsemi — önnur útgáfa
- Svolítið um áhrif tunglsins á veðráttuna
- Um eilífan frið
- Um eilífan frið — önnur útgáfa
- Frumspekilegar forsendur réttarkenningarinnar
- Frumspekilegar forsendur dyggðarkenningarinnar
- Átök deildanna
- Mannfræði frá sjónarhóli hentugleikans
- Rökfræði
- Náttúruvísindaleg landafræði
- Um uppeldisfræði
[breyta] Tengt efni
- David Hume
- Raunhyggja
- Rökhyggja
- Skyldusiðfræði
- Þýska hughyggjan