Ekwendeni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kort sem sýnir staðsetningu Ekwendeni
Kort sem sýnir staðsetningu Ekwendeni

Ekwendeni er bær í Malaví, um 20 km frá Mzuzu, í héraðinu Mzimba. Bærinn var stofnaður af skoskum trúboðum og þar er ein elsta kirkja landsins. Hún tilheyrir skosku þjóðkirkjunni.

Bærinn er miðpunktur umferðar, bæði innan Malaví og á milli Kenýu og Tansaníu. Í nágrenni Ekwendeni er mikil tóbaksframleiðsla.

Í bænum er rekið sjúkrahús sem er fjármagnað af bandaríkjamönnum og skotum. Tumbuku-tungumál er algengt í bænum en einnig önnur tungumál vegna þess að hann liggur í alfaraleið.

Á öðrum tungumálum