Hellvar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hellvar er íslensk hljómsveit sem stofnuð var árið 2003, til að koma fram á Innipúkanum. Hellvar spilar rafskotið rokk eða rokkskotna raftónlist, og notar trommuheila og hljómborð í bland við rafgítara og -bassa. Stofnendur Hellvar eru Heiða Eiríks og Elvar Sævarsson og nafnið sveitarinnar því til komið þegar þeirra nöfnum er ruglað saman. Heiða syngur, og Elvar spilar á flest. Nýjasti meðlimur Hellvar er Flosi Þorgeirsson, en hann spilar á bassa. Hellvar hefur komið fram á tónleikum á Íslandi og í Berlín, en Heiða og Elvar voru búsett þar um tíma. Fyrsta plata tríósins er í vinnslu.

[breyta] Tengill


  

Þessi grein sem tengist tónlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana