Tívolí (Ítalíu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tívolí frá Tíbúrfjöllum.
Tívolí frá Tíbúrfjöllum.

Tívolí (ítalska: Tivoli, latína: Tibur) er bær norðaustan við Róm í um 31 km fjarlægð frá miðborginni.

Tívolí var vinsæll sumardvalastaður hjá Rómverjum. Rómverskir aðalsmenn fóru þangað til að hvíla sig frá sumarhitunum í Róm. Meðal þeirra sem áttu sumardvalarstaði í Tívolí voru skáldin Catúllus og Hóratíus. Sömuleiðis áttu stjórnmálamennirnir Brútus og Cassíus hús þar og síðar keisararnir Trajanus og Hadríanus.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Tívolí er að finna á Wikimedia Commons.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.