Svarfaðardalshreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svarfaðardalshreppur var hreppur í Eyjafjarðarsýslu, kenndur við Svarfaðardal vestan Eyjafjarðar.
Þorpið Dalvík var upphaflega innan hreppsins en var gert að sérstökum hreppi, Dalvíkurhreppi, í ársbyrjun 1946.
Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Svarfaðardalshreppur Dalvíkurkaupstað og Árskógshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.