Boris Jeltsín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Boris Jeltsín á ljósmynd frá 1993.
Boris Jeltsín á ljósmynd frá 1993.

Boris Nikolajevitsj Jeltsín (rússneska: Борис Николаевич Ельцин) (f. 1. febrúar 1931) var fyrsti forseti Rússlands frá 1991 til 1999. Hann átti þátt í að leiða mótmæli gegn valdaránstilraun harðlínumanna gegn Mikhaíl Gorbatsjev 18. ágúst 1991 sem leiddi til falls Sovétríkjanna. Í forsetatíð hans var reynt að koma á nauðsynlegum efnahagsumbótum og innleitt markaðshagkerfi sem leiddi til óðaverðbólgu. Jeltsín og nánir samstarfsmenn hans voru auk þess ásakaðir fyrir víðtæka spillingu. Á þeim tíma náðu ólígarkarnir öllum völdum í viðskiptalífi landsins. 1999 gerði hann Vladimír Pútínforsætisráðherra og lýsti því yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn. 31. desember sagði hann svo af sér og Pútín tók við embættinu fram að forsetakosningum 26. mars 2000 þar sem hann sigraði í fyrstu umferð.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Forseti Rússlands
(1991 – 1999)
Eftirmaður:
Vladimír Pútín



  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það