Eistland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eesti Vabariik
Fáni Eistlands Skjaldarmerki Eistlands
(Fáni Eistlands) (Skjaldarmerki Eistlands)
Kjörorð: ekkert
Þjóðsöngur: Mu isamaa, mu õnn ja rõõm
Kort sem sýnir staðsetningu Eistlands
Höfuðborg Tallinn
Opinbert tungumál eistneska
Stjórnarfar Þingræði
Toomas Hendrik Ilves
Andrus Ansip
Sjálfstæði

Lýst yfir
Viðurkennt
Hertekið af SSSR
Enduryfirlýst
Undan Þýskalandi og Rússlandi
24. febrúar 1918
2. febrúar 1920
16. júní 1940
20. ágúst 1991

Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

132. sæti
45.226 km²
4,56%
Mannfjöldi
 • Samtals (2006)
 • Þéttleiki byggðar
151. sæti
1.324.333
29/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2006
23.930 millj. dala (106. sæti)
17.802 dalir (39. sæti)
Gjaldmiðill Eistnesk króna (Kroon) (EEK)
Tímabelti EET (UTC+2) (sumartími: EEST (UTC+3))
Þjóðarlén .ee
Alþjóðlegur símakóði 372

Lýðveldið Eistland er land í Norður-Evrópu við Eystrasalt og Kirjálabotn. Það á landamæri að Rússlandi í austri og Lettlandi í suðri, það er eitt Eystrasaltslandanna, en hin eru Lettland og Litháen.

[breyta] Saga

Eistland hefur verið byggt finnsk-úgrískum þjóðflokkum síðan á forsögulegum tíma. Landið var kristnað af þýskum riddurum og dönum sem höfðu lagt það undir sig 1227. Erlend ríki sem stjórnað hafa Eistlandi í gegnum söguna eru Danmörk, Svíþjóð, Pólland og Rússland.

Eftir hrun Rússneska keisaradæmisins vegna Októberbyltingarinnar lýsti Eistland yfir sjálfstæði sínu þann 24. febrúar 1918. Landið var svo innlimað í Sovétríkin með valdi í júní 1940 og var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna til 20. ágúst 1991 er þau liðu undir lok og Eistland lýsti yfir sjálfstæði sínu á ný. Þjóðhátíðardagur Eistlendinga er 24. febrúar.

Rússneskur her var í landinu allt til 1994 en síðan þá hefur Eistland nýtt sér nýfengið frelsi til að mynda efnahagsleg og stjórnmálaleg tengsl við vestræn ríki. Eistland fékk ingöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið árið 2004.

[breyta] Stjórnmál

Eistland er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki. Forseti þess er kosinn á 5 ára fresti af þinginu. Ríkisstjórnin er handhafi framkvæmdavaldsins og mynduð af forsætisráðherra og 14 öðrum ráðherrum sem forsetinn setur í embætti eftir að þingið hefur samþykkt þá.

Löggjafarvald liggur hjá þinginu sem starfar í einni deild og er kallað Riigikogu. Þingmenn eru 101 og er kjörtímabil þingsins 4 ár. Hæstiréttur landsins er handhafi dómsvalds og eru dómarar 17. Forseti hæstaréttar er valinn af þinginu og í kjölfarið skipaður af forseta ævilangt.

[breyta] Sýsluskipan

Sýsluskipan í Eistlandi
Sýsluskipan í Eistlandi

Eistlandi er skipt í fimmtán sýslur:

  • Harju-sýsla
  • Hiiu-sýsla
  • Ida-Viru-sýsla
  • Jõgeva-sýsla
  • Järva-sýsla
  • Lääne-sýsla
  • Lääne-Viru-sýsla
  • Põlva-sýsla
  • Pärnu-sýsla
  • Rapla-sýsla
  • Saare-sýsla
  • Tartu-sýsla
  • Valga-sýsla
  • Viljandi-sýsla
  • Võru-sýsla