Icelandair
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|
Gerð: | Almenningshlutafélag |
---|---|
Stofnað: | 3. júní 1937 |
Staðsetning: | Keflavík og Reykjavík, Ísland |
Lykilmenn: | Jón Karl Ólafsson forstjóri |
Starfsemi: | Ferða- og flugþjónustufyrirtæki |
Vefslóð: | www.icelandair.is |
Icelandair er alþjóðlegt flugfélag og dótturfyrirtæki Icelandair Group.
Forverar Icelandair voru Flugfélag Akureyrar og Flugfélag Íslands. Til lengri tíma gekk félagið undir nafninu Loftleiðir innanlands en frá því 1979 var félagið markaðsett erlendis sem Icelandair.
Icelandair var í eigu FL Group - en þeir seldu allt sitt hlutafé 16. október 2006 og er stærst á flestum flugleiðum sínum frá Keflavíkurflugvelli en fær samt þó nokkra samkeppni frá lággjaldafélaginu Iceland Express á nokkrum leiðum.
Efnisyfirlit |
[breyta] Leiðakerfi Icelandair
Leiðakerfi Icelandair byggist á staðsetningu Íslands á milli Evrópu og N-Ameríku og gefur möguleika á mjög stuttum ferðatíma á leiðinni yfir Atlantshafið. Staðsetning Íslands gefur einnig möguleika á mjög stuttum og í mörgum tilvikum stysta mögulega ferðatíma milli N-Ameríku og Indlands, Mið-Austurlanda og Suðaustur-Asíu.
Keflavíkurflugvöllur er miðstöð flugs Icelandair.
[breyta] Áfangastaðir
|
|
Einnig hefur komið fram hjá fyrirtækinu að þeir hyggjast hefja flug til Indlands og Kína á næstu árum.
[breyta] Flugfloti
Icelandair rekur aðeins Boeing-þotur og eru þær flestar af gerðinni Boeing 757 og sumar þeira eru samnýttar með Loftleiðum og Icelandair Cargo.
Flugleiðir hafa samið við Boeing um kaup á fjórum Boeing 787 vélum fyrir Icelandair en sú fyrsta verður afhent 2010. Þær hafa mun meira flugdrægi en fyrri vélar félagsins.
[breyta] Farþegaþotur undir merkjum Icelandair
- TF-FIH — 757-208, Hafdís
- TF-FII — 757-208, Fanndís
- TF-FIJ — 757-208, Svandís
- TF-FIK — 757-28A, Sóldís
- TF-FIN — 757-208, Bryndís
- TF-FIO — 757-208, Valdís
- TF-FIV — 757-208, Guðríður Þorbjarnardóttir
- TF-FIP — 757-208, Leifur Eiríksson
- TF-FIR — 757-256
- TF-FIS — 757-256
- TF-FIU — 757-256
- TF-FIX — 757-308, Snorri Þorfinnsson
- TF-FIB — 767-383 ER
[breyta] Fragtþotur undir merkjum Icelandair Cargo
- TF-FIG — 757-23APF
- TF-FID — 757-23A
- TF-FIE — 757-200PCF
- TF-FIH - 757-200PCF
- TF-CIB - 757-200PCF
[breyta] Farþegarþotur undir merkjum Loftleiða Icelandic
- TF-FIT — 757-256
- TF-FIW — 757-200 ER
- TF-FIC — 767-300 ER
- TF-FIA — 767-300 ER
[breyta] Tilvísunarkóðar
- IATA FI
- ICAO ICE
[breyta] Tenglar
[breyta] Heimildir
- Villa í Snið:Vefheimild: Gefa þarf upp báða stikana url og titill.
- Villa í Snið:Vefheimild: Gefa þarf upp báða stikana url og titill.
- Villa í Snið:Vefheimild: Gefa þarf upp báða stikana url og titill.
- Villa í Snið:Vefheimild: Gefa þarf upp báða stikana url og titill.