7. júní

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MaíJúníJúl
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
2006
Allir dagar

7. júní er 158. dagur ársins (159. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 207 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 1494 - Spánn og Portúgal skrifuðu undir samkomulag sem skipti Nýja heiminum milli þessara tveggja landa.
  • 1654 - Loðvík XIV var krýndur konungur Frakklands.
  • 1692 - Jarðskjálfti skók Port Royal, á Jamæku, og drap að minnsta kosti 1600 og særði 3000 alvarlega. Skjálftinn stóð yfir í um 3 mínútur.
  • 1800 - David Thompson komst að upptökum Saskatchewan-ár í Manitoba.
  • 1832 - Asísk kólera drap um 6.000 manns í syðri hlutum Kanada.
  • 1862 - Bandaríkin og Bretland ákváðu að hætta þrælasölu.
  • 1863 - Mexico-borg var hertekin af Frökkum.
  • 1904 - Íslandsbanki hinn eldri tók til starfa. Bankinn hafði einkarétt á seðlaútgáfu og starfaði til ársins 1930.
  • 1914 - Fyrsta skipið sigldi í gegnum Panama-skurðinn.
  • 1929 - Vatíkaniðfékk fullveldi.
  • 1935 - Pierre Laval varð forsætisráðherra Frakklands.
  • 1938 - Douglas DC-4 flaug í fyrsta sinn.
  • 1940 - Hákon VII Noregskonungur, Ólafur krónprins og norska ríkisstjórnin fóru frá Tromsø og dvöldust í útlegð í London á meðan styrjöldin stóð.

[breyta] Fædd

  • 1807 - Tómas Sæmundsson, prestur og einn Fjölnismanna (d. 1841).
  • 1837 - Alois Hitler, faðir Adolfs Hitler (d. 1903).
  • 1848 - Paul Gauguin, franskur listmálari (d. 1903).
  • 1862 - Philipp Lenard, austurrískur eðlisfræðingur og verðlaunahafi eðlisfræðiverðlauna Nóbels (d. 1947).
  • 1879 - Knut Rasmussen, grænlenskur landkönnuður (d. 1933).
  • 1917 - Dean Martin, bandarískur leikari (d. 1995).
  • 1940 - Tom Jones, velskur söngvari.
  • 1945 - Wolfgang Schüssel, Kanslari Austurríkis.
  • 1952 - Liam Neeson, Norður-ískur leikari.
  • 1958 - Prince, bandarískur söngvari.
  • 1975 - Allen Iverson, bandarískur körfuknattleiksmaður.
  • 1981 - Anna Kournikova, rússnesk tenniskona.

[breyta] Dáin


Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)