Ögmundur Jónasson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ögmundur Jónasson (f. 17. júlí 1948 í Reykjavík) er þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og formaður BSRB.
Hann útskrifaðist sem stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík 1969 og fékk MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá háskólanum í Edinborg 1974. Hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1979 og formaður BSRB síðan 1988, þar sem hann hefur unnið eftir að hann varð þingmaður.
Ögmundur varkjörinn á Alþingi sem óháður frambjóðandi á lista Alþýðubandalagsins, sat sem slíkur1995-1998, var formaður þingflokks Óháðra 1998-1999, en hefur verið þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs síðan 1999. Hann hefur, ásamt flokksbræðrum sínum, mótmælt stríðinu í Írak og virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka.