Furusveppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Wikipedia:Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Hvernig á að lesa flokkunarfræðilegar upplýsingar
Furusveppur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Skipting: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Ættbálkur: Pípusveppir (Boletales)
Ætt: Boletaceae
Ættkvísl: Suillus
Tegund: S. luteus
Fræðiheiti
Suillus luteus
(L.: Fries) Gray

Furusveppur (fræðiheiti: Suillus luteus) er ætisveppur sem lifir oftast í samlífi (myndar svepparót) með furu. Hann finnst um allt norðurhvel jarðar. Hann verður 12 sm í þvermál með brúnan hatt sem getur orðið mjög slímugur í raka. Hatturinn er hvolflaga á ungum sveppum og himna þekur pípulagið milli hatts og stafs en síðan verður hatturinn flatur og himnan myndar kraga á stafnum. Pípulagið er gult en verður gulbrúnt með aldrinum. Holdið er gult. Stafurinn er stuttur og breiður. Við matreiðslu er húðin oft dregin af hattinum þar sem slímið á henni getur valdið meltingartruflunum.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .