Spjall:Útákast

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hm, samkvæmt orðabókarútskýringu þá er: útákast: (h) mjöl eða grjón, sett út í vatn (mjólk) þegar gera skal graut eða súpu. Dæmin í OH benda líka til þess:

  • en þá beið mín ætíð eitthvert uppákomið verkefni, svo sem að mala bankabyggið sem notað var í útákast.
  • Útákastið var rúgmjöl, en nokkuð not af heilu bankabyggi.
  • Stundum var kjötsúpa á kvöldin. Útákastið var rúgur eða bankabygg.

Útálát getur þýtt útákast, en líka: mjólk, rjómi saft eða annað sem hellt er út á graut.

Álát er einnig til og þá haft t.d. í þessari merkingu: þessi rót er gott og hollt krydd, til áláts kjöts og feitra fiska.

Hvaðan kemur þessi notkun sem útskýrð er í greininni á orðinu útákast? - Hákarl.

Notkunin sem birtist í þessari grein byggir á mínum misskilningi. Ég held að ég breyti henni bara. Vesteinn 15:07, 24 mars 2007 (UTC)