Spjall:Bendir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er ekki bendir tag (e. type) frekar en breyta? Orri 7. maí 2006 kl. 17:08 (UTC)

Tja... já og nei. Bendir er bara breyta sem hefur þann eiginleika að benda, frekar en að geyma gögn... en nú hafa bendar yfirleitt löngun til þess að benda á tiltekna týpu. Þess vegna finnst mér að við ættum að tala um benda sem sérstaka gerð af breytum, frekar en sérstaka tegund. Annars er ég alltaf óttalega mikið á móti þessu breyturugli. Int og char og string og bla bla bla. Þetta eru alltsaman bara bitasvið fyrir mér, af mismunandi stærð, og ekki til neins að vera að gera upp á milli þeirra. Bendir er þá bara breyta sem er jafn stór og minnisaddressur; 4 bæti á IA32 vélum. En ég er smalamálsforritari og púristi, þannig að það er lítið að marka mig. --Smári McCarthy 7. maí 2006 kl. 20:16 (UTC)