Eggert Hannesson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eggert Hannesson (1515? - 1583) var hirðstjóri og lögmaður og bjó að Saurbæ, oftast kallaður Bær á Rauðasandi.

Eggert var hinn auðugasti maður á Íslandi um sína daga og jafnframt sá voldugasti. Hann var talinn harðsnúinn og fylginn sér, enda stóð hann oft í miklu málavafstri, lögvitur og héraðsríkur. Eitt sinn meðan Eggert bjó í Saurbæ var honum rænt af enskum sævíkingum og fálkaföngurum og héldu þeir honum heilan mánuð úti á skipi, en slepptu síðan gegn háu lausnargjaldi. Eggert fluttist síðan alfarinn til Hamborgar og dó þar, að sagt var af völdum drykkjuskapar. Eggert átti að ýmsu við barnaólán að stríða. Einn sona hans, Björn, fórst af voðaskoti, annar, Þorleifur, týndist í hafi úti og sá þriðji, Jón murti, lenti í vígsmáli í Síðumúla og varð að flýja land. Sagt er að frá Jóni séu ættir komnar í Hamborg.