Fóstureyðing
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fóstureyðing er inngrip í meðgöngu, annaðhvort með lyfjum eða með læknisaðgerð, ætlað til að stöðva meðgönguna og eyða fóstrinu. Að öllu jöfnu er fóstureyðing ekki flókin aðgerð frá læknisfræðilegu sjónarmiði, en getur haft mikil sálræn áhrif.
Á Íslandi er aðgengi að fóstureyðingum auðvelt, en víða um heim eru miklar deilur um fóstureyðingar og þær jafnvel bannaðar með öllu.