Hagstofa Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hagstofa Íslands eða Hagstofan er eitt ráðuneyta Stjórnarráðs Íslands, en Geir H. Haarde er ráðherra hennar. Hlutverk Hagstofunnar er að halda utan um tölulegar upplýsingar sem varða hagi Íslands og hún skiptist í þrjú svið: efnahagssvið, félagsmálasvið og þjónustu- og þróunarsvið. Starfsemi þjóðskrár, sem annast almannaskráningu, var flutt frá Hagstofu Íslands til dómsmálaráðuneytis 1. júlí 2006. Hagstofustjóri er Hallgrímur Snorrason.