Spjall:Þjóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Að nota jafn loðið hugtak og menningu til að skilgreina þjóð finnst mér heldur vafasamt. Hvað er menning? Hættir maður auk þess að tilheyra þjóðinni ef maður yfirgefur menninguna (sem er vissulega hægt)? Oft teljum við Íslendinga þá sem eru fæddir íslenskum foreldrum, hvort sem þeir hafa stigið fæti á landið eða ekki og hvort sem þeir eru hluti af íslenskri menningu eða ekki. Auk þess köllum við Íslendinga þá sem tilheyra öðru þjóðerni við fæðingu en taka fullan þátt í íslensku samfélagi og menningu og, það sem er mikilvægast, líta á sjálfa sig sem Íslendinga. Það sem flækir málið enn frekar er það að ekki er víst að "Íslendingurinn" í fyrra dæminu líti á sig sem Íslending. Á hann ekki rétt á því að við virðum það álit? Núverandi skilgreining er handónýt. Ég ætla þó að gefa öðrum tækifæri á að koma með góða skilgreiningu á hugtakinu áður en ég kem með aðra. --Dresib 29. okt. 2005 kl. 18:27 (UTC)

  • Mér þykir hugtakið menning ekki loðið. Þú getur sett sömu spurningar við hugtök eins og trúarbrögð, hættirðu að vera Íslendingur ef þú segir þig úr þjóðkirkjunni? Málið er að greinin er allt of stutt og á meðan hún er það, verður hún léleg. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 29. okt. 2005 kl. 18:59 (UTC)
  • Maður hættir ekki að vera Íslendingur þó maður segi sig úr þjóðkirkjunni, enda skilgreina Íslendingar flestir þjóðerni sitt útfrá ætterni, sögu og tungumáli. Skilgreiningin er þó að mínu mati hvers og eins. En ég er ánægður með greinina eins og hún er núna þó svo að ýmislegt vanti, enda er greinin stubbur.--Dresib 30. okt. 2005 kl. 18:34 (UTC)

Ég held að skilgreiningin eins og hún er núna sé allt of víð; það er hægt að finna hópa fólks sem eru ólíkar þjóðir þrátt fyrir sameiginlega sögu og að einhverju leyti menningu (t.d. í fjölþjóðaríkjum). Ég er þeirrar skoðunar að það verði á endanum að vísa til þess viðhorfs hópsins sjálfs að hann sé þjóð. Dæmið um Grænlendinga hrífur ekkert á mig; ef þeir telja sig ekki vera þjóð, þá eru þeir ekki þjóð --Cessator 29. október 2005 kl. 16:55 (UTC)

  • Þetta er afar ónákvæmt, en ég held þetta verði ekki betra í einni línu. Það þarf náttúrulega að gera skil á þjóðarbrotum innan fjölþjóðaríkja o.s.frv. Hinsvegar er þetta með að hópurinn líti á sig sem þjóð vandasamt að ég held. Ég á líklegast meira við, að einstaklingar hafa tilfinningu fyrir því að vera hluti af hóp, en þeir kalla sig ekki endilega þjóð eða skilgreina sig sem slíka. Slík tilfinning er næg fyrir mig til að kalla þetta þjóð. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 29. okt. 2005 kl. 17:26 (UTC)