Spjall:Framtíðarlandið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég sé að þessi síða hefur verið merkt sem hugsanlegt höfundarréttarbrot. Það finnst mér allt of sterkt. Þetta fjallar ekki um bókina Framtíðarlandið heldur um félagið framtidarlandid.is og það er bara talið upp hver er stofnskrá félagsins og hverjir eru í stjórn. Það getur bara alls ekki verið höfundarréttarbrot að setja svona almennar upplýsingar.
Sennilega hefur einhver af þeim sem eru í stjórn Framtíðarlandsins sett þetta inn. Það er óþarfa harðræði við þá sem vilja miðla upplýs. án þess að vera skráðir inn að ásaka þá svona umsvifalaust um höfundarréttarbrot. þetta er mjög fráfælandi fyrir byrjendur.
Ég hvet stjórnendur til að endurskoða hvað telst höfundarréttarbrot. Það að afrita eitthvað frá einum stað er í mörgum tilvikum fyrst og fremst dæmi um nákvæm vinnubrögð, það er nauðsynlegt að hafa t.d. skilgreiningar sem nákvæmastar. --Salvör Gissurardóttir 7. júlí 2006 kl. 18:56 (UTC)
- Í fyrsta lagi var engin sakaður um höfundaréttabrot heldur einfaldlega bent á möguleika þess. Um er að ræða eðlilega meðferð texta þar sem vafi leikur á að höfundaréttur sé virtur. Í sniðinu sem notað er þetta allt saman útskýrt, m.a. er höfundum textans (ef við á) bent á hvernig sé hægt að koma því á framfæri að textinn sé í raun og veru settur inn með leyfi höfunda. Textinn sem var á undan er enn þá til í gagnagrunni Wikipedia og því lítið mál að birta hann aftur ef leiðrétting berst. Í öðru lagi myndi ég ekki segja að þetta sé þetta sé dæmi um nákvæm vinnubrögð, textinn var algjörlega stíllaus og ekki mjög alfræðilegur að mínu mati, en það er svo sem auka atriði í þessu öllu. Einnig væri eðlilegt að hafa tilvísun í frumtexta ef brot úr honum eru notuð í heilu lagi. E.s.: Ég held að bókin heiti Draumalandið. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 7. júlí 2006 kl. 19:44 (UTC)