Dyrhólaey
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dyrhólaey er móbergsstapi í Mýrdal á suðurströnd Íslands. Þessi syðsti oddi landsins dregur nafn sitt af því að gat hefur myndast á þessum u.þ.b. 120 m háa skaga sem sjórinn flæðir í gegnum. Hún er einnig nefnd Portland af sjómönnum. Dyrhólaey var friðlýst árið 1978.
Árið 1910 var byggður viti á eynni, hann var endurbyggður 1927. Hótel Dyrhólaey er skammt frá Vík í Mýrdal.