Æla (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Æla er hljómsveitin sem leikur pönktónlist sem hefur verið líkt við tónlist hljómsveita á borð við The Rapture, Purk Pillnikk, Minute Men og Shellac.

Í upphafi átti Æla bara að vera gott partý en 2006 kom út breiðskífa sem ber heitið „Sýnið tillitssemi, ég er frávik“. Platan inniheldur 15 lög sem tekin voru upp á síðasta ári í Keflavík. Ingi Þór Ingibergsson stjórnaði upptökum og sá um hljóðblöndun ásamt hljómsveitinni sjálfri.

Og núna árið 2007 spiluðu þeir á nokkrum tónleikum í Englandi frá dögunum 23-31 Mars

[breyta] Hljómsveitarmeðlimir

  • Halli Valli / Gítar og söngur
  • Ævar / Gítar
  • Hafþór / Trommur
  • Sveinn Helgi Halldórsson / Bassi