Grettis saga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grettis saga fjallar um Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði, sem kallaður var Grettir sterki. Í sögunni segir frá æsku og uppvexti Grettis, brekum hans og óláni, sem olli því að hann varð útlagi og þvældist um allt Ísland. Margir ofsóttu hann en einnig urðu margir til þess að hjálpa honum. Endalok Grettis urðu í Drangey á Skagafirði, en þar var hann loks drepinn. Sagan er ein af þekktustu og vinsælustu Íslendingasögunum.


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana