Birgitta Jónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Birgitta Jónsdóttir (fædd 17. apríl 1967) er fjöllistakona, en hún hefur m.a. starfað sem ljóðskáld, rithöfundur, ritstjóri, netskáld og myndlistarkona. Birgitta gaf út sína fyrstu ljóðabók, Frostdingla sem hún jafnframt myndskreytti, árið 1989 hjá Almenna bókafélaginu. Hún skipulagði fyrstu beinu myndútsendingu á netinu frá Íslandi árið 1996 sem var jafnframt fyrsta margmiðlunarhátíð landsins. Hátíðin hét [1] Drápa en var þekkt erlendis sem „Craters on the Moon“. Vefur sem var niðurtalning að hátíðinni var mest sótti vefur landsins á þessum tíma og hlaut fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Birgitta skipulagði einnig „List gegn stríði“ þar sem fjöldi íslenskra listamanna og skálda komu fram til að mótmæla stríðinu í Írak. Birgitta setti upp fyrsta listagalleríið á netinu 1996 í samstarfi við Apple-umboðið undir yfirskriftinni „Listasmiðja Apple umboðsins“.

Verk Birgittu hafa verið sýnileg í internetinu síðan 1995 en þá opnaði hún vefsíðu sína „Womb of Creation“ sem lengi vel var aðeins á ensku, en nú má finna svæði inni á vefnum á íslensku. Vefurinn var valinn besta heimasíða einstaklings árið 1996 af Tölvuheimi, BT tölvum og Margmiðlun. Birgitta hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra verkefna sem tengjast ritstörfum, má þar nefna; „Poets against the War“, „Dialogue among nations through poetry“ og „Poets for human rights“. Hún riststýrði einnig tveimur alþjóðlegum bókum sem heita, The World Healing Book og The Book of Hope. Þar má meðal annarra finna ritsmíðar eftir Lawrence Ferlinghetti, Rita Dove, Dalai Lama, Rabbi Micheal Lerner, John Kinsella og Sigur Rós. Birgitta er einn stofnenda útgáfunnar „Beyond Borders“.

[breyta] Tengill

Birgitta Jónsdóttir á bókmenntavef borgarbókasafns Reykjavíkur