Veraldarvefurinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Veraldarvefurinn (eða einfaldlega Vefurinn) er kerfi með tendum skjölum sem eru á netinu. Með vafra getur notandi skoðað vefsíður sem gætu innihaldið texta, myndir eða annað efni og tengst með tenglum. Vefurinn var búinn til um 1990 af bretanum Tim Berners-Lee og belganum Robert Cailliau sem unnu hjá CERN í Genf, Sviss.