Eggert Stefánsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- „Eggert Stefánsson“ getur einnig átt við Eggert Stefánsson knattspyrnumann.
Eggert Stefánsson (1. desember 1890 – 29. desember 1962) var íslenskur einsöngvari (tenór) sem náði nokkrum frama utan Íslands, en hann bjó á Ítalíu lengst af eftir söngnám þar á 3. áratug 20. aldar og átti ítalska eiginkonu. Hann var bróðir tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns og söng lög hans inn á hljómplötu árið 1919.