Jennifer Aniston
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jennifer Joanne Aniston (f.11. febrúar 1969) er bandarísk leikkona, hún er bæði þekkt fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndaleik og hefur bæði fengið Golden Globe og Emmy-verðlaunin.
Frægð hennar hófst árið 1994 þegar hún lék Rachel Green í gamanþáttunum sívinsælu Friends. Áður en hún byrjaði að leika í þáttunum hafði hún aðeins leikið gestahlutverk í óvinsælum prufuþáttum. Jennifer varð geysivinsæl leikkona og hún byrjaði að leika í kvikmyndum á borð við Along came Polly, Bruce Almighty, Rumor has it og The Break up. Árið 2000 giftist hún Brad Pitt en þau skildu árið 2005.
[breyta] Lífið
Jennifer fæddist í Sherman Oaks í Kalforníu en ólst upp í stórborginni New York. Faðir hennar er grískur leikari, John Aniston. Hann fæddist á eyjunni Krít. Móðir hennar heitir Nancy. Jennifer á tvo hálfbræður; John Melick og Alex Aniston. Fjölskyldan flutti til Los Angeles þegar pabbi Jennifer byrjaði að leika í sápuóperum á borð við Ævidaga (Days of Our Lifes). Þættirnir koma einnig við sögu í þáttunum Friends sem hún lék í nokkrum árum síðar. Hún hafði áhuga á myndlist og fór í myndlistaskóla.
Jennifer útskrifaðist úr skólanum Manhattan's Fiorello H. Laguardia High School of Arts and Performing Arts og ákvað að verða leikkona. Hún flutti árið 1990 til Hollywood og fór í prufu fyrir nýja þætti sem nefndust Molloy en þeir lifðu ekki lengi. Hún lék nokkur lítil hlutverk í sjónvarpsmyndum og þáttum. Árið 1994 byrjaði nýr þáttur sem hét Friends. Framleiðendurnir vildu fá Jennifer til að leika Monicu Geller en hún vildi leika persónu sem nefndist Rachel Green. Hún var vinsæl í þáttunum þar til þeir enduðu tíu árum seinna árið 2004. Hún fékk samtals fimm Emmy verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. 29. júlí 2000 giftist hún Brad Pitt í Malibu, California. Hjónaband þeirra entist í fimm ár. Árið 2003 lék hún á móti grínistanum Jim Carrey í bíómyndinni Bruce Almighty. Ári síðar lék hún með Ben Stiller í Along came Polly. Árið 2005 lék hún í myndunum Derailed og Rumor has it. Hún lék ári seinna í myndinni Friends with Money. Hún lék í myndinni The Break Up á móti Vince Vaughn og nokkrum mánuðum síðar var ljóst að þau væru byrjuð saman.