Héðinn Valdimarsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Héðinn Valdimarsson (26. maí 1892 – 12. september 1948) var íslenskur stjórnmálamaður og verkalýðsforingi.
Héðinn var sonur Valdimars Ásmundssonar, ritstjóra, og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindafrömuðar og bæjarfulltrúa. Héðinn gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk svo hagfræðinámi við Kaupmannahafnarháskóla 1917. Eftir að Héðinn sneri heim vann hann hjá Landsverslun í níu ár. Héðinn stofnaði og rak Tóbaksverslun Íslands hf. (1926-29) og Olíuverslun Íslands hf. (1928). Hann var formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í fjögur skipti, þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn frá 1926 en átti síðan þátt í stofnun Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins 1937 ásamt Kommúnistaflokknum.