Saxo Grammaticus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saxo Grammaticus á mynd eftir Louis Moe úr útgáfu á Gesta Danorum frá 1898
Saxo Grammaticus á mynd eftir Louis Moe úr útgáfu á Gesta Danorum frá 1898

Saxo Grammaticus (d. 1220) var danskur sagnaritari sem skrifaði sögu Danmerkur, Gesta Danorum, í sextán bindum. Hann hefur líklega starfað hjá Absalon, sem var biskup í Hróarskeldu og síðar erkibiskup í Lundi. Að öðru leyti er afar lítið vitað um Saxo, utan það sem hann segir sjálfur í bók sinni. „Grammaticus“ er viðurnefni sem honum var gefið síðar, vegna þess hve vel hann skrifar á latínu.

[breyta] Tenglar