Táragas
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Táragas er almennt heiti á ýmsum tegundum eiturgass sem yfirleitt eru ekki lífshættulegar. Ef slíkt gas berst í augu veldur það sviða og táraflóði. Táragas er flokkað sem taugagas og telst þar af leiðandi til efnavopna. Það er oft notað af óeirðalögreglu til að dreifa hópum fólks.