Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs

Vinstrihreyfingin – grænt framboð er vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur á Íslandi sem varð til þegar þingmenn úr Alþýðubandalaginu og Samtökum um kvennalista vildu ekki ganga í Samfylkinguna við stofnun hennar. Auk hefðbundinnar félagshyggju eða jafnaðarstefnu (sósíalisma) á hann margt sameiginlegt með græningjaflokkum Evrópu í stefnu sinni. Flokkurinn bauð fyrst fram í kosningum til Alþingis árið 1999 og fékk þá 6 menn kjörna en í kosningunum 2003 tapaði hann einum manni og hefur nú 5.

Formaður flokksins er Steingrímur J. Sigfússon og varaformaður er Katrín Jakobsdóttir.

Íslensk stjórnmál

Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald


Þessi grein sem fjallar um íslensk stjórnmál er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana