Spjall:Vinir einkabílsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þegar eitthvað er þverpólítískt er það þá mjög pólítískt eða þvert á ríkjandi stefnu í pólitík? Fyrir utan hvað mér þykir þetta kjánalegt orð þá finnst mér það vera frekar merkingarlaust auk þess sem verið er að ákveða fyrir lesandan hvort þetta er í raun þverpólítískt fyrirbæri eða ekki. Er ekki nóg að útskýra stefnuna og leyfa fólki að ákveða hversu „þver“ hún er? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:54, 6 september 2006 (UTC)

Ég held að það sé verið að meina að stefnan teygi sig þvert yfir pólitíska skalann, sbr. þverpólitíska samstöðu um eitt og annað. Rétt eins og þverfagleg námsgrein er ekki námsgrein sem er þvert á allt sem telst faglegt heldur nær yfir mörg fög. --Cessator 18:15, 6 september 2006 (UTC)
Rétt hjá Cessator. Þetta merkir að samtökin tengist ekki neinum stjórnmálaflokk eins og fólk gæti haldið fram við fyrstu sýn. Þetta er meðal annars haft eftir Eggerti í viðtali við hann á vefritinu vísir.is. Ykkur er svo auðvitað velkomið að endurorða þetta en þessi punktur ætti að haldast inni enda nokkuð stórt atriði. --Jóhannes