Spjall:H.M.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Set þetta hér, má bæta þessu við seinna: --Heiða María 15. nóv. 2005 kl. 22:30 (UTC)
[breyta] Getur H.M. munað eitthvað nýtt?
Vegna þessa getur H.M. ekki munað neitt nýtt eftir að hann fór í aðgerðina, það er að segja hann er ófær um að flytja endurminningar úr skammtímaminni í langtímaminni. Hins vegar man hann það sem gerðist nokkru fyrir aðgerðina. H.M. getur ekki myndað nýjar minningar en skammtímaminnið er hins vegar í góðu lagi. Hann getur t.d. reiknað í huganum, er með góða greind en hins vegar þekkir hann ekki lækninn sem sér um hann þó hún hafi fylgt honum í meira en 40 ár. Um það bil klukkustund eftir að hann hefur borðað máltíð man hann ekki eftir því og hægt er að bjóða honum aftur upp á nýja máltíð. Vegna þess að aldurinn hefur breytt útliti H.M. virðist hann eiga erfitt með að þekkja sjálfan sig af nýlegum myndum.