Þjóðskrá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðskrá er skrá yfir alla einstaklinga sem hafa ríkisborgararétt eða búseturétt í því landi sem þjóðskráin nær yfir.

Í þjóðskrá eru færðar breytingar sem verða á högum manna svo sem fæðingar, nafngjafir, breytingar á hjúskaparstöðu, flutningar, andlát og fleira.

Íslensku þjóðskránni er viðhaldið af Hagstofunni. Fyrirtækið Ferli veitir aðgang að gögnum úr þjóðskrá til þeirra sem greiða fyrir það.