Spjall:Kópavogsfundurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Til gamans: Táraflóðið gæti svo sem vel verið rétt, það var víst til siðs í evrópskum mannfagnaði á þessum tíma að karlmenn tárfelldu í tíma og ótíma við hátíðlega tækifæri. Hins vegar er þessi skilningur sjálfstæðisbaráttunnar á ástæðum táranna barn síns tíma. --Dvergarnir7 23:55, 5 nóv 2004 (UTC)

Tja. það skýrir samt ekki hvernig Þjóðólfur fékk þetta út úr minnismiðunum hans Eggerts. Eggert skrifaði þessa miða víst eftir fund með Árna Oddssyni sjálfum... Veit samt ekki hvað stóð nákvæmlega á þeim, en þessi hjartnæma saga hefur orðið langlíf eftir að hún var tekin upp í sögubækur fyrir barnaskóla eftir Jóna frá Hriflu (sem eru, nota bene, þær alskemmtilegustu sögubækur fyrir börn sem skrifaðar hafa verið á Íslandi - Gunnar Karlsson hvað?)... :)

Ef ég man Íslandssöguna rétt, þá voru þeir allir saman á báti sem réri frá Sauðlauksdal, Þjóðólfur, Árni Oddsson og Eggert Ólafsson. Þar hafa þeir fundið þetta koffort og falsað miðana, í ljósi sögunnar. --Dvergarnir7 00:09, 6 nóv 2004 (UTC)