Spjall:Þverárvirkjun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Er eitthvað sem mælir á móti að þessi síða og aðrar af Ströndum tilheyri einnig í flokki Vestfjarða jafnt og flokki Stranda? --Sigatlas 23:14, 4 nóv 2004 (UTC)
- Flokkakerfið á að líta út eins og tré, þ.e. Strandir tilheyra Vestfjörðum sem svo tilheyra Íslandi; þessvegna bætti ég flokknum Strandir undir Vestfirðir. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:19, 4 nóv 2004 (UTC)
- Ég veit ekki hvursu hrifinn ég er af því. Þetta er hápólitískt mál. --Sigatlas 23:22, 4 nóv 2004 (UTC)
Er bara að prófa þennan plústakka á eftir breyta. Og er líka að reyna að skrifa sjálfvirka undirskrift. Ég skil þetta með flokkana vonandi þegar ég verð stór. --Dvergarnir7 23:24, 4 nóv 2004 (UTC)
Ísmaðurinn mælir rétt, venjan er sú að setja greinar ekki í fleiri flokka en nauðsyn er. Ég bendi á Flokkur:Norðurland til að reyna að varpa ljósi á þetta. Þeim flokki er skipt niður í minni héruð og greinarnar eru þar undir. --Bjarki Sigursveinsson 23:26, 4 nóv 2004 (UTC)
-
- Sko, Flokkur:Strandir verður líklegast flokkaður undir Flokkur:Vestfirðir (ekki satt?), svo ef þú hefur greinina í báðum flokkum birtast þau á nánast sama stað í trénu, sem lítur dálítið asnalega út ;). Það er náttúrulega allt í lagi að hluturinn komi fyrir annarsstaðar í trénu, undir allt annari grein eins og Flokkur:Vatnaflsvirkjanir; sem er svo annað mál, er ekki verið að virkja fallkraft vatnsins? Ég á við, er ekki talað um Vatnfallsvirkjanir/Fallvatnsvirkjanir eða eitthvað í þá áttina? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:35, 4 nóv 2004 (UTC)
- Samkvæmt því ættu eingöngu að vera undir Vestfjörðum flokkar eins Strandir, Hornstrandir, Barðaströnd o.fl. ásamt kannski sveitarfélögum? Ég sé það fyrir mér að það væri mikið effektívara ef allar síður af Vestfjörðum væru í flokknum flokkur:Vestfirðir og síðan skipt niður eftir undirflokkum. Og það væri eins með alla aðra landsfjórðunga. Það finnst mér gefa auga leið.
- Hversvegna eru til dæmis Eyjafjörður og Siglufjörður líka beint undir Norðurlandsflokki en ekki Skagafjörður??? --Sigatlas 23:44, 4 nóv 2004 (UTC)
- Eyjafjörður var þar fyrir mistök, Siglufjörður vegna þess að hann fellur ekki inní neitt af megin héruðunum. Annars er voða lítil regla á þessu, í reynd hefur þetta verið þannig að þegar nógu margar greinar eru komnar um eitthvað ákveðið svæði þá hafa þær verið settar í þrengri flokk og fjarlægðar úr yfirflokknum. --Bjarki Sigursveinsson 23:51, 4 nóv 2004 (UTC)
- Til hvers er þá Norðurlandsflokkurinn ef ekkert á heima þar nema Siglufjörður? Það er um helling að skrifa um á Siglufirði þó hann taki ekki yfir stórt svæði. Nei, þessa flokkaskipan skil ég ekki og get ekki séð að hún sé hugsuð til enda. --Sigatlas 23:56, 4 nóv 2004 (UTC)
-
- Það er hellingur af greinum í Norðurlandsflokknum annað en Siglufjörður, þú nálgast það með því að smella á undirflokkana. Hugsunin er sú að það verði ekki það mikið af greinum í einum flokki að verði erfitt að hafa yfirsýn yfir það, leggurðu til að við flokkum ekki í undirflokka þannig að allar greinar sem hafa eitthvað með Norðurland að gera séu í einni hrúgu, allt frá Langanesi til Menntaskólans á Akureyri? Hví ættum við þá að flokka greinar eftir landshlutum líka, því ekki að setja þetta allt bara í einn stóran Íslandsflokk, eða Evrópuflokk.
- Ég mæli með því að þú skoðir flokkakerfið á en.wikipedia, þá sérðu kannski hvernig þetta virkar betur. Kerfið er ekkert snyrtilegt hér, og ég sjálfur er búinn að vera reyna laga það til, það vanhagar um ýmislegt hér og við því er ekkert að gera en að bæta úr því ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 00:02, 5 nóv 2004 (UTC)
- OK - ég tek undir þetta. Við erum farnir að tala sama tungumál. Auðvitað er Ísland í flokki með Evrópu. Innan Íslands ættu svo að vera fjórðungar, s.s. Norðurland - Austfirðir - Suðurland - Reykjanes - Reykjavík - Vesturland og Vestfirðir. Þar undir ættu þá að vera aðrir flokkar - s.s. Húnaþing - Skagafjörður - Siglufjörður - Eyjafjörður - Mývatnssveit. Síðan flokkar með Hvammstanga, Blönduósi, Vatnsnesi, Miðfirði... þá er þetta að virka. Svona eins og t.d. hvernig Vestfjarðavefurinn er byggður upp. En nú er ég hættur. --Sigatlas 00:18, 5 nóv 2004 (UTC)