Spjall:Margrét Sverrisdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég náði í mynd af Margréti á rvk.is án þess að vera alveg viss um að ég mætti það og gaurarnir á commons eru ekki sáttir við permission á henni. Vitið þið hvort síða Reykjavíkurborgar leyfir að notaðar séu myndir? Ég finn hvergi neitt um það. Er eitthvað almennt hægt að segja um myndir af þekktu fólki - fair use kannski? --Óli Ágúst 00:14, 31 janúar 2007 (UTC)

Myndin fer ekki inn á commons nema með því að vera undir GFDL eða öðru svipuðu leyfi, eða alveg laus undan höfundarétti. Það er álitið á ensku Wikipediu að ljósmyndir sem eru augljóslega kynningarefni megi nota að takmörkuðu leyti sem "fair use", það eru raunar frekar strangar kröfur varðandi þetta. Ef það stendur ekki beinlínis við myndina á vefsíðu Reykjavíkurborgar að hana megi nota í kynningartilgangi þá á frekar að ganga út frá því að svo sé ekki. --Bjarki 00:43, 31 janúar 2007 (UTC)
Ég sendi fyrirspurn á vef Reykjavíkurborgar og fékk þau svör að "allar myndir á vef borgarinnar má nota en mælst er til þess að heimilda sé getið" og að til stæði í kjölfarið að setja reglur um þetta á vefinn þeirra þar sem hægt væri að nálgast þær. Ég merki því myndina með GFDL nema annað sé betra. --Óli Ágúst 00:58, 1 febrúar 2007 (UTC)
Bjarki ertu með tillögu að því hvaða license má nota m.v. það sem þetta email frá þeim segir? --Óli Ágúst 01:54, 1 febrúar 2007 (UTC)
Sæll. GFDL eða Creative Commons er háð því að höfundaréttarhafinn sjálfur lýsi því yfir að hann gangist undir þau skilyrði sem þessi leyfi byggjast á. Í þessu tilviki held ég að það eigi best við að höfundarétturinn haldi sér en að notkun á myndinn sé leyfileg með því skilyrði að upprunans sé getið. Ég uppfærði leyfið á Commons samkvæmt því. Skál! --Bjarki 01:53, 4 febrúar 2007 (UTC)
Gott mál - maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Nú er hægt að fara að ná í fleiri myndir. :) --Óli Ágúst 09:24, 5 febrúar 2007 (UTC)