Spjall:Cappuccino
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Um myndnotkun
Sem vanur cappuccino-drykkjumaður þá finnst mér þessi mynd afleit, þ.e.a.s. sú sem er fyrir. Þetta minnir á þá bolla sem maður skilar ef maður fær hann framreiddan og leggur peninga á móti. Mjólkin á ekki að vera froðukennd (eða einsog sápubað) - og því er þetta mjög slæmt dæmi um þennan fræga drykk. Ég held að þessi mynd sé betri (hér að neðan) - þó að sjálfsagt megi finna enn betri mynd af drykknum - sjálfsagt miklu betri. Ég er þó enn það mikill rati í kerfinu að ég kann ekki að setja hana inn. Hakarl 20:34, 4 mars 2007 (UTC)hakarl.
http://www.pennineteaandcoffee.co.uk/images/traditionalcappuccino.jpg
- Spurning hvort það megi setja hana inn. Er hún ekki háð höfundarrétti? En það hljóta að vera til nokkrar góðar myndir á Commons sem við getum notað. --Cessator 20:36, 4 mars 2007 (UTC)
- Líst þér á einhverjar af þessum: http://commons.wikimedia.org/wiki/Cappuccino ? Ef svo, þá er nóg að setja skráarheitið á eftir „Mynd:“ í kóðanum hérna í staðinn fyrir skráarheiti núverandi myndar. --Cessator 20:38, 4 mars 2007 (UTC)
Já, þú meinar það. Allt er betra en þetta held ég. Mjólkin þarf að vera slétt (einsog málning) og aðeins brún rönd hringinn. Ekkert skraut, það flokkast undir skreyttur cappuccino (mjólkurlist).
- Myndirnar á commons eru líka slæmar: tvær með einhverju sem líkist þeyttum rjóma og tvær með ljótri mjólkurfroðu. Hins vegar er þessi sem fylgir a.m.k. „rétt“ og tekin þar að auki af ítölsku wikipediu, þótt það virðist vera búið að hræra eitthvað í bollanum þarna, eða eitthvað misfarist þegar mjólkinni hefur verið hellt.--Akigka 20:55, 4 mars 2007 (UTC)
Það er leitt að segja það, en Ítölum getur misfarist einsog öðrum. Japanir hafa betrumbætt marga rétti Kínverja (sbr. Sushið), og ég held að Norður-Evrópubúar og já Norðurlandabúar sömuleiðis hafi að mörgu bætt þennan fræga kaffidrykk. Þar er litið á svona bolla (einsog er á myndinni) sem mistök. Ég bjó á Ítalíu á sínum tíma, og ég fékk aldrei svona hryllilega slæman bolla. Jú, að vísu, á lestarstöðvunum. Ítalinn sem sigraði á síðasta Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna var til dæmis þjálfaður í Noregi af öllum stöðum.
ah, gleymdi að setja þetta 157.157.159.204 21:13, 4 mars 2007 (UTC)hakarl
http://en.wikipedia.org/wiki/World_Barista_Championship
- Ég hef nú ekki fengið að jafnaði góða cappuccino á börum hvorki hér á Íslandi né Danmörku, með nokkrum mikilsverðum undantekningum þó, svo ég efast stórlega um að hægt sé að segja að Norðurlandabúar hafi „betrumbætt“ þennan ágæta kaffidrykk. Yfirleitt fær maður súpuskál með útþynntu mjólkurkaffi og smáfroðu efst eða jafnvel þeyttum rjóma. Það sem þú ert að lýsa er „hinn fullkomni cappuccino“ sem væri fínt að hafa mynd af við greinina, svo fólk átti sig á því hvernig þetta á að vera, en þangað til sú mynd kemur á commons finnst mér visst sáluhjálparatriði að hafa alla vega mynd af cappuccino (sum sé kaffi með mjólkurfroðu í cappuccino-bolla) en ekki fyrrgreindum súpuskálum eða rjómakaffi.
NB. Íslenskir kaffiþjónar hafa náð frábærum árangri í þessum keppnum sem þú vísar til svo kannski heyra súpurnar sögunni til nú um stundir. --Akigka 21:24, 4 mars 2007 (UTC)
Ég fer bara í Kaffitár og Te og kaffi. Annað er bara dót og plat. Hakarl 21:26, 4 mars 2007 (UTC)hakarl
- Já, G-mjólkin er gulls ígildi :) --Akigka 21:34, 4 mars 2007 (UTC)
Setti þessa mynd inn í staðin. Hún er miklu betri. - Hákarl.