Spjall:Norðurvegur ehf.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Betra kort

Ég er tengdur Norðurvegi ehf og get því ekki nema bent ykkur á að yfirlitskortið af Norðurvegi er undir Creative Commons leyfi. http://www.nordurvegur.is/itarefni Jokullsolberg 11:05, 8 febrúar 2007 (UTC)

Takk fyrir það! Þetta er til fyrirmyndar. --Bjarki 15:04, 8 febrúar 2007 (UTC)

[breyta] Umverfisáhrif

Framkvæmd af þessu tagi þarf að fara í gegnum mat á uhverfisáhrifum. Ég setti stutt innlegg um þau, en það er full þörf á að gera það ítarlegra. 130.208.64.230 13:41, 9 febrúar 2007 (UTC) Einar Kjartansson, eik@klaki.net

[breyta] Stytting

Þessi síða var einhliða upp úr PR Norðurvegar, nú þegar önnur sjónarmið bætast við, þá fer ritskoðunin á fullt. Bjarki fjarlægir allar tilvísainir í að hægt sé að stytta hringveginn. Vegagerðin mun vera búin að hanna leiðir sem fela í sér styttingu upp á tæpa 20 km, mest við Blönduós. Það getur hver sem er, sem hefur kort og reglustiku, séð að það er hægt að stytta á láglendi við Svínvetningabraut allt að 20 km, og við Varmahlíð allt að 6 km. Styttingin í Hrútfairði orkar meira tvímælis, því hún er ekki öll á láglendi. Síðan er stytting við Akrafjall, sem er ekki ódýr og Sundabraut, sem fer eftir því hvaðan á höfuðborgarsvæðinu farið er. Eik 18:47, 9 febrúar 2007 (UTC) eik eik@klaki.net

Það að fara með reglustiku á landakort og reikna þannig út 20 km styttingu framhjá Blönduósi og 6 km í Skagafirði beina línu í gegnum fjöll og stöðuvötn er ekki mjög trúverðug aðferð til þess að meta þetta. 12-13 km [1] framhjá Blönduósi og 2-3 km í Skagafirði er nær lagi. 25-30 km stytting á láglendi er fullkominn hugarburður. --Bjarki 18:53, 9 febrúar 2007 (UTC)
Hver nákvæmlega er heimildin sem þú segist hafa sett inn fyrir þessum tölum? --Bjarki 19:09, 9 febrúar 2007 (UTC)
Í umræðum á Alþingi, sem linkað er á af síðunni, talar Jóhann Ársælsson um 25 km mögulega styttingu. Áreiðanlegasta heimildin sem ég hef undir höndum eru þó staðfræðikort á kortadiski 4, gefin út af Landmælingum Íslands. Ef farin er bein lína frá heimreið að Víðimírarseli, um Vindheimamela og að bænum Miðsitju í Blönduhlíð, er sú leið rúmlega 6 km styttri en ef farið er eftir vegi 1. Á þessari leið eru engar verulegar brekkur, en tvær ár, Svartá (Húseyjarkvísl) og Héraðsvötn, sömu og á þjóvegi 1.
Til að finna mögulega styttingu við Blönduós, má taka línu frá heimreið að Syðribrekku, norður fyrir Axlaröxl í um 100 m h.y.s., fyrir norðan Svínavatn upp Tungunesmúla við bæinn Sólheima og að vegamótum vegar 1 og 731. Þessi leið gefur styttingu um 20 km. Einnig er hægt að fara norðan við Tungunesmúlann, en þá verður styttingin nokkru minni, um 14 km ef farið er norðan við Sólheimahálsinn. Þarna þarf að gera brú yfir Blöndu. Ef farið er yfir Tungunesmúlann þarf að svegja leiðina aðins til þess að veghalli fari ekki yfir 6.5%. Mér þykir sú kenning nýstárleg að landakort séu ekki nothæf sem heimildir. Eik 22:58, 9 febrúar 2007 (UTC)
Tæknilega séð verður heimildin í þessu tilviki að vera texti eða skrásett frásögn einhvers sem heldur því fram hver styttingin gæti orðið. Ef þú reiknar það út út frá landakorti, þá eru það - tæknilega séð - frumrannsóknir, sem eru eiginlega ekki gjaldgengar á Wikipediu. En auðvitað verður að leggja mat á það í einstökum tilvikum hvað er gjaldgengt og hvað ekki. Best væri samt útgefin heimild sem staðfestir fullyrðinguna. --Cessator 23:27, 9 febrúar 2007 (UTC)
Sæll. Ég sá einmitt að Jóhann nefndi 25 kílómetra en ekki 33 eins og stendur í greininni þannig að ekki geta þessar þingræður verið heimild fyrir þeirri tölu. Í tillögu að samgönguáætlun 2007-2018 á bls. 60 er farið yfir þá kosti sem eru í boði til að stytta þjóðveg eitt. Þar er Svínavatnsleiðin sögð gefa styttingu upp á 15,5 km og Skagafjörðurinn 3,5 km, með Sundabraut getur passað að heildarstytting sé 25 km.
Ég er með svona kortagrunn líka og þegar ég plotta inn þessa leið sem þú nefnir hjá Svínavatni þá get ég ómögulega fengið út 20 km styttingu, endar í 12-13 km. En kjarninn er sá að það skiptir ekki máli hvað ég eða þú erum að brasa í tölvunni heima hjá okkur, niðurstöðurnar úr slíku eru ekki boðleg heimild fyrir Wikipediu enda flokkast það undir frumrannsóknir og er óheimilt skv. reglunum okkar hér. Ég biðst afsökunar ef þetta hefur litið út eins og ég væri í krossferð fyrir málsstað Norðurvegar ehf., það var ekki áætlunin. Þetta er ekkert hitamál fyrir mér, ég vill hinsvegar viðhalda gæðum Wikipediu og passa upp á það að upplýsingar hér séu eins traustar og mögulegt er. --Bjarki 23:40, 9 febrúar 2007 (UTC)