Spjall:Drottning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég verð að segja að mér þykir orðalagið í þessari grein ansi skrýtið. Það er sagt að drottning sé kona konungs eða kona sem gegni hlutverki konungs. Er virkilega ekkert orð til í íslensku sem nær yfir þetta vald, en gefur ekki til kynna hvors kyns sá sem fer með það er? (ég finn það ekki, svo kannski er það ekki til, en mér finnst þetta bara gefa ranga mynd af embættinu) --Sterio 23:15, 10 desember 2006 (UTC)

Ég veit ekki hvað þetta kallast á íslensku en munurinn er allavega að Queen regnant er drottning sem fer með konungsvald en Queen consort er kona konungs. Norðmenn eru með sama orðið yfir hvort tveggja. --Jóna Þórunn 23:18, 10 desember 2006 (UTC)
Það eru ekki allar drottningar þjóðhöfðingjar. Væri hægt að segja að drottning sé annaðhvort sjálf þjóðhöfðingi eða eiginkona þjóðhöfðingja sem er konungur/með konungstign? Það er athyglisvert að konungur er einungis þjóðhöfðingi, eiginmaður drottningar sem er sjálf þjóðhöfðingi kallast drottningarmaður. --Cessator 23:23, 10 desember 2006 (UTC)