Íslenska stafrófið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslenska stafrófið | |||||
---|---|---|---|---|---|
Aa | Áá | Bb | Dd | Ðð | Ee |
Éé | Ff | Gg | Hh | Ii | Íí |
Jj | Kk | Ll | Mm | Nn | Oo |
Óó | Pp | Rr | Ss | Tt | Uu |
Úú | Vv | Xx | Yy | Ýý | Þþ |
Ææ | Öö |
Íslenska stafrófið samanstendur af eftirfarandi stöfum:
Z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekin út árið 1974 vegna þess að framburður hans var sá sami og framburðurinn á s og til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það.
C, Q, W, og Z eru ekki notaðir almennt í íslensku, en koma fyrir í sumum nöfnum sem Íslendingar bera, aðallega ættarnöfnum, og finnast á íslensku lyklaborði.
Íslenska stafrófið á uppruna sinn í latneska stafrófinu, sem á rætur að rekja til gríska stafrófsins.
[breyta] Heimildir
- Íslenska, í senn forn og ný. Skoðað 8. desember, 2005.