Spjall:Raunveruleiki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mér finnst skilgreiningin engan veginn ganga upp, þó að hún sé tekin orðrétt upp úr orðabók. Tillaga: ..er hugtak í heimspeki, sem á við algilda (óumdeilda) tilvist á fyrirbæri.. o.s.frv. Lílega þarf líka að reyna að skilgreina hugtakið tilvist (að vera til), sem er ekki alveg trívíellt. Thvj 09:30, 15 mars 2007 (UTC)
- En raunveruleiki er ekki bara hugtak í heimspeki og kannski á það ekki einu sinni uppruna sinn í heimspeki (þótt einhver kynni að segja að gríski heimspekingurinn Herakleitos hafi fyrstur manna gert greinarmun á sýnd og reynd). Það er líka ekki gott að blanda algildi í málið eða óumdeilanleika. Óumdeilanleiki hljómar eins og það sé eitthvert þekkingarfræðilegt skilyrði fyrir raunveruleika einhvers og það væri gróft óhlutleysi af hálfu greinarinnar að taka það með í skilgreininguna enda yrðu margir heimspekingar mjög ósammála því (og ef til vill flest venjulegt fólk). Og algildi er engu skárra því þá hætta kannski litir að vera raunverulegir o.s.frv. --Cessator 12:28, 15 mars 2007 (UTC)
OK, ég hef ekki þekkingu til að fara út í heimspekilegar diskússjónir. Ég legg bara til að fyrstu setningunni verði eytt og í staðinn komi t.d. skilgreining neðar í málsgreininni, þ.e. í víðum skilningi..., sem virðist skynsamlegri nálgun heldur en að segja að raunveruleikinn sé það sem er til, eða það sem er til er raunveruleiki (hringskilgreining). Síðar í greininni má e.t.v vísa í orðabókarskilgreiningar o.s.frv. Thvj 12:36, 15 mars 2007 (UTC)
- Þú ert að gera ráð fyrir að tilvist og raunveruleiki sé það sama, en það gera samt margir greinarmun á þessu. --Cessator 12:38, 15 mars 2007 (UTC)
Cessator, ég ætla ekki að spjalla meira um greinina og ég mun ekki gera neinar breytingar á henni. Ég bendi bara á að mér finnst frekar slappt að setja inn oxfordskilgreiningu í fyrstu setningu, ég mundi frekar nota skilgreininguna, sem þú líklega skrifaðir sjálfur, sem er seinna í málsgreininni; mér finnst hún einfaldlega betri ;o) Thvj 12:47, 15 mars 2007 (UTC)
- Gott og vel. Ég sé samt ekki hvað er að oxford-skilgreiningu (hljómar eins og orðið sé notað í niðrandi merkingu, kannski misskilningur hjá mér) en mér finnst líka mikilvægt að skilgreiningin í upphafi greinar sé nægilega víð til að útiloka ekki einhver sjónarmið sem gætu komið fram seinna í greininni, enda þótt hún sé þá of víð til að vera vísindaleg skilgreining. Svo má líka ekki taka allt of alvarlega hugmyndina um skilgreiningu. Nákvæmnin verður auðvitað að hæfa viðfangsefninu, eins og Aristóteles segir í Siðfræði Níkómakkosar, og hér er auðvitað ekki kostur á stærðfræðilegri nákvæmni :) --Cessator 02:43, 16 mars 2007 (UTC)