Brennuöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saga Íslands

Eftir tímabilum

Miðaldir á Íslandi
Nýöld á Íslandi
Nútíminn á Íslandi
Eftir umfjöllunarefni
  • Efnahagssaga
  • Hernaðarsaga
  • Kirkjusaga
  • Menningarsaga
  • Réttarsaga

Brennuöld er í Íslandssögunni kallað tímabilið frá 1654 til 1690, eða frá þeim tíma þegar þrír menn voru brenndir á báli fyrir galdra í Trékyllisvík á Ströndum og til þess þegar Klemus Bjarnason var dæmdur á bálið (dómnum var breytt í lífstíðardóm). Það er á þessum tíma sem langflest galdramálin koma upp, þótt auðvitað séu til skjalfest galdramál frá fyrri hluta 17. aldar og 18. öld. Fyrsta galdrabrennan á Íslandi fór fram árið 1625, en svo leið langur tími fram að þeirri næstu.