Makimono

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Makimono (japönsku: 巻物) er austurasískt málverk sem er málað á breiddina á langa, mjóa vafninga. Vafningnum er síðan rúllað út þegar verkið er skoðað. Á kínverskum makimono-vafningum eru einkum landslagsmyndir en í Japan voru þeir notaðir til að segja sögur. Makimono-málverk voru oft tekin út í guðsgræna náttúruna og þeirra notið undir berum himni og síðan sett í stranga á ný og lögð til geymslu heima fyrir til hægt væri að njóta þeirra aftur seinna.


Þessi grein sem fjallar um myndlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum