Bókasafnið í Alexandríu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bókasafnið í Alexandríu í Alexandríu í Egyptalandi var eitt sinn stærsta bókasafn heims. Það er almennt talið hafa verið stofnað snemma á 3. öld f.Kr., í valdatíð Ptolemajosar II. Sennilega var það stofnað eftir að fyrsti hluti safnsins í Alexandríu, Múseion (forngríska: Μουσείον), var reistur. Hlutar bókasafnsins fórust í eldsvoðum.