Stígamót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hús stígamóta við Hverfisgötu í Reykjavík
Hús stígamóta við Hverfisgötu í Reykjavík

Stígamót eru samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi. Markmið samtakanna er að aðstoða þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og koma í veg fyrir slíkt ofbeldi. Stígamót voru stofnuð á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 1990. Að stofnun komu Barnahópur Kvennaathvarfsins, Ráðgjafarhópur um nauðgunarmál, Kvennaráðgjöfin og Vinnuhópur gegn sifjaspellum eftir að hafa starfað að undirbúningi í eitt ár. Rekstur Stígamóta er fjármagnaður af styrkjum frá félagsmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og nokkrum bæjar- og sveitarfélögum.

Stígamót eru með aðstöðu við Hverfisgötu 115 í Reykjavík.

[breyta] Alþjóðlegt samstarf

Stígamót eru aðilar að fjórum norrænum og alþjóðlegum kvennasamtökum. Þau eru eftirfarandi;

[breyta] Tengill

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.