Gissur Einarsson (biskup)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gissur Einarsson (um 151224. mars 1548) var biskup í Skálholti frá 1540 og fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi.

Gissur var sonur Einars Sigvaldasonar á Hrauni í Landbroti og Gunnhildar Jónsdóttur. Hann var í Skálholtsskóla hjá Ögmundi Pálssyni og fór til frekara náms til Hamborgar þar sem hann kynntist mótmælendahreyfingum í Norður-Þýskalandi. Hann var vígður til prests skömmu eftir heimkomuna, og Ögmundur kaus hann sem eftirmann sinn árið 1539 og konungur staðfesti það árið eftir og þá tók hann við skyldustörfum biskups. Hann var samt ekki formlega vígður fyrr en í Kaupmannahöfn 1542.


Fyrirrennari:
Ögmundur Pálsson
Skálholtsbiskup
(1540 – 1548)
Eftirmaður:
Marteinn Einarsson



  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það

Á öðrum tungumálum