Berbar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Berbaþorp í Atlasfjöllum í Marokkó.
Berbar (amazigh eða imazighen) eru nokkur þjóðarbrot sem búa í norðvesturhluta Afríku og tala ýmis berbamál. Nafnið „berbar“ er hugsanlega samstofna orðinu „barbarar“ og komið úr grísku gegnum arabísku. Stærstu hópar berba búa í Marokkó og Alsír. Sumar berbaþjóðir (eins og túaregar) lifðu fyrrum fyrst og fremst sem hirðingjar en flestir berbar hafa þó lifað af hefðbundnum landbúnaði í gegnum tíðina. Berbar eru um 11-20 milljónir talsins.
Flokkar: Stubbar | Berbar | Frumbyggjar