Eyrarhreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyrarhreppur var hreppur sunnan megin Ísafjarðardjúps í Norður-Ísafjarðarsýslu, kenndur við Eyri í Skutulsfirði. Eldra nafn á hreppnum var Skutulsfjarðarhreppur.
1866 fékk verslunarstaðurinn Ísafjörður kaupstaðarréttindi og var skilinn frá sveitarhreppnum. 3. október 1971 sameinuðust sveitarfélögin aftur, þá undir nafni Ísafjarðarkaupstaðar.