Jón Vídalín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Þorkelsson Vídalín (1666-1720), biskup í Skálholti, var sonur séra Þorkels Arngrímssonar, prests í Görðum á Álftanesi. Hann lærði við Kaupmannahafnarháskóla, samtíða Árna Magnússyni, og var um tveggja ára skeið sjóliði í danska flotanum. Hann lærði hjá frænda sínum, Páli Björnssyni í Selárdal, þjónaði sem prestur í Görðum og í Skálholti, áður en hann varð biskup árið 1698. Við það tækifæri færði hann Þingvallakirkju bjöllu sem nú hangir þar í klukkuturninum.

Jón Vídalín er þekktastur fyrir rit sitt Vídalínspostillu sem er húslestrarpostilla, með einni predikun fyrir hvern hátíðisdag ársins, ætluð til upplestrar á heimilum. Postillan var ein mest lesna bók á Íslandi um tveggja alda skeið og hafði veruleg áhrif á íslenska menningu, trúarlíf og bókmenntir fram á 20. öld. Jón var, auk Hallgríms Péturssonar, einn helsti fulltrúi lúthersku rétttrúnaðarstefnunnar (píetismans) á Íslandi.

[breyta] Verk

Húspostilla eður einfaldar predikanir yfir öll hátíða- og sunnudagaguðspjöll árið um kring (Vídalínspostilla).

Fyrirrennari:
Þórður Þorláksson
Skálholtsbiskupar Eftirmaður:
Jón Árnason