Munkaþverárklaustur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Munkaþverárklaustur var íslenskt munkaklaustur af Benediktsreglu, stofnað 1155 að Þverá í Eyjafirði af Birni biskup Gilssyni. Fyrsti ábóti klaustursins var Nikulás Bergsson (d. 1159) sem samdi Leiðarvísi. Af öðrum merkum ábótum má nefna Eyjólf Brandsson (d. 1293) sem reyndi að sætta höfðingja og draga úr vígum í lok þjóðveldisaldar. Klaustrið stóð fram til siðaskipta eða til 1550.


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana