Evripídes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höggmynd af Evripídesi í safni Vatíkansins.
Höggmynd af Evripídesi í safni Vatíkansins.

Evripídes (forngríska: Ευριπίδης; um 480 – 406 f.Kr.) var yngstur stóru harmleikjaskáldanna þriggja (hin voru Sófókles og Æskýlos) sem sömdu fyrir Díonýsosarhátíðina í Aþenu. Í fornöld var talið að hann hefði skrifað 92 verk, en fjögur þeirra eru líklega eftir Kritías. Átján verk eru enn til í heilu lagi, en misstór brot af flestum hinna eru þekkt. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa samið Kýklópann, eina satýrleikinn sem enn er til í heilu lagi. Þekktustu verk hans eru harmleikirnir Alkistes, Medea, Elektra og Bakkynjurnar.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Evripídesi er að finna á Wikimedia Commons.


Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Varðveitt leikrit Evripídesar
Kýklópurinn | Alkestis | Medea | Börn Heraklesar | Hippolýtos | Andrómakka | Hekúba | Meyjar í nauðum | Elektra | Herakles | Trójukonur | Ifigeneia í Táris | Jón | Helena | Fönikíukonur | Órestes | Bakkynjurnar | Ifigeneia í Ális | Rhesos (deilt um höfund)