Landspítali - Háskólasjúkrahús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) er stærsta sjúkrahús á Íslandi. Það varð til árið 2000 við samruna Landspítalans (Ríkisspítala), sem tók til starfa starfa 20. desember 1930, og Sjúkrahúss Reykjavíkur (Borgarspítalans). Reglugerð um samrunann var gefin út 3. mars 2000. Stofnfundur spítalans var í Borgarleikhúsinu 16. maí 2000.

Á LSH eru eftirtalin svið: Barnasvið, kvennasvið, geðsvið, lyflækningasvið I, lyflækningasvið II, skurðlækningasvið, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið, slysa- og bráðasvið, myndgreiningarsvið, endurhæfingarsvið, öldrunarsvið og rannsóknarsvið.

Stjórnarnefnd LSH starfar samkvæmt lögum nr. 97/1990, gr. 30. um heilbrigðisþjónustu. Nefndina skipa tveir fulltrúar starfsmannaráðs LSH, Alþingi skipar fjóra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra einn sem jafnframt er formaður. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Formaður stjórnarnefndar er Birna Svavarsdóttir.

Framkvæmdastjórn stjórnar daglegum rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hana skipa forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, framkvæmdastjóri tækni og eigna og framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar.

Magnús Pétursson er forstjóri LSH. Hann var ráðinn forstjóri Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 1999 og varð síðan forstjóri sameinaðs spítala árið 2000.

[breyta] Tengill

Vefsíða spítalans: www.landspitali.is

[breyta] Heimildir

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.