Tycho Brahe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tycho Brahe
Tycho Brahe

Tycho Brahe (fæddur 14. desember 1546 – látinn 24. október 1601) var danskur stjörnufræðingur og gullgerðarmaður (alkemisti). Hann fæddist á Skáni, sem þá tilheyrði Danmörku, en dó í Prag þar sem hann þjónaði Rúdólfi II, einstaklega sérvitrum manni, sem var keisari hins Heilaga rómverska keisaradæmis. Brahe hafði yfirumsjón með byggingu stjörnuathugunarstöðvar á eyjunni Hveðn sem fékk nafnið Stjörnuborg og einnig hallarinnar Úraníuborg og bjó þar lengi vel.

Hann var skírður Tyge, en Tycho var latneska útgáfan á nafni hans og sem hann er alltaf kenndur við. Hann lést þegar þvagblaðra hans gaf sig, en hann var of kurteis, eða hafði of mikinn áhuga á samræðunum sem fram fóru við veisluborðið, til að fara á salernið.

Tycho Brahe fékk ungur áhuga á gullgerðarlist og læknisfræði eftir að hann missti framan af nefinu í einvígi með sverðum. Hann útbjó sér nefbrodd úr kopar, sem hann gekk með það sem eftir var ævinnar.

[breyta] Heimild


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það