Spjall:Mannréttindi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Djöfull er þetta "hlutdrægnis" snið gallað eitthvað...
Þegar maður rekst á grein sem að manni finnst eitthvað ábótavant við þá er langbesti kosturinn í stöðunni sá að einfaldlega breyta því sjálfur. Ef svo háttar til að maður telur sig ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að bæta ástandið þá eru til ýmis snið sem er hægt að skella inn til þess að koma óánægjunni á framfæri við aðra. Þeim fylgir þó sú kvöð að tiltaka nákvæmlega hvað það er sem þykir til vandræða. Það var ekki gert hér og óska ég því eftir nánari skýringum um leið og ég spyr hversvegna sá sem í hlut á breytti greininni einfaldlega ekki sjálfur til betra horfs? --Bjarki Sigursveinsson 2. okt. 2005 kl. 06:33 (UTC)
- Eins og þú segir getur verið að sá sem merkir grein sem hlutdræga telji sig ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að laga greinina en það getur einnig verið að viðkomandi skorti tíma eða áhuga til að vinna í greininni. Eftir sem áður getur verið að greinin sé hlutdræg eða röng og þarfnist endurskoðunar; og þá er fullkomlega eðlilegt að merkja hana þannig.
- Í þessu tilviki er greinin hlutdræg „siðvæddum“ ríkjum. Í upphafi greinarinnar segir: „Mannréttindi kallast þau grundvallarréttindi borgaranna í siðvæddum ríkjum [...]“. Í fyrsta lagi er óþarfi að gefa í skyn að ríki þar sem mannréttindi eru gjarnan brotin séu ósiðvædd. Og í öðru lagi er þetta ekki allskostar rétt, því samkvæmt hugmyndinni um mannréttindi hafa allir menn á öllum tímum - líka í þessum „ósiðvæddu ríkjum“ - haft sömu grundvallarréttindin (sem eru kölluð mannréttindi); það er svo annað mál hvort þau hafi ávallt verið virt, en þetta eru einfaldlega tvær aðskildar spurningar: hvort fólk hafi þessi réttindi í krafti þess eins að vera manneskja annars vegar og hvort brotið hafi verið gegn þeim hins vegar. --Cessator 2. okt. 2005 kl. 12:42 (UTC)
- Þetta er hárrétt hjá þér, tal um „siðvædd“ ríki orkar mjög tvímælis. Inngangurinn að ensku greininni fer ágætlega í gegnum þetta. --Bjarki Sigursveinsson 2. okt. 2005 kl. 14:03 (UTC)
- Ég tók út þessa tilvísun til siðvæddra ríkja. Ætli það nægi ekki líka til að taka burt hlutdrægnisstimpilinn. Ég læt það duga í bili, það mega aðrir laga greinina betur. --Cessator 2. okt. 2005 kl. 14:12 (UTC)
- Þetta er hárrétt hjá þér, tal um „siðvædd“ ríki orkar mjög tvímælis. Inngangurinn að ensku greininni fer ágætlega í gegnum þetta. --Bjarki Sigursveinsson 2. okt. 2005 kl. 14:03 (UTC)
[breyta] Grundvallarréttindi
Mér finnst það hlutdrægni gagnhvart hugmyndinni að kalla þetta „grundvallarréttindi“ í innganginum, mér finnst enska greinin útskýra þetta mun betur en þar stendur:
- Human rights refers to the concept of human beings as having universal rights, or status, regardless of legal jurisdiction, and likewise other localizing factors, such as ethnicity and nationality.
Ég veit bara ekki hvernig á að þýða það. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. okt. 2005 kl. 19:11 (UTC)
- Þetta skil ég ekki alveg. Er orðið grundvallarréttindi ekki ágætis þýðing á „universal right, or status, regardless of legal jurisdiction [...]“? Allavega er orðið grundvallarréttindi í mínum bókum þau réttindi sem að ekki er kvikað frá undir neinum kringumstæðum. Sem er nákvæmlega það sem verið er að segja þarna með flóknari og fleiri orðum. Er ég kannski að misskilja þig eitthvað? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 2. okt. 2005 kl. 22:26 (UTC)