Trúleysi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Trúleysi hefur verið skilgreint á ýmsan hátt. Stundum er það notað sem samheiti yfir guðleysi þótt stundum sé gerður greinarmunur á guðleysi og trúleysi. Einfaldasta skilgreiningin er sú að trúleysingjar trúi ekki á yfirnáttúrulegar verur eða öfl, oftast guð eða guði, en jafnvel einhyrninga, álfa eða jólasveina.

Stundum er gerður greinarmunur á sterku og veiku trúleysi. Veikt trúleysi felur þá í sér að trúa ekki á tilvist æðri máttarvalda, svo sem guðs eða guða, en sterkt trúleysi felur í sér trú á að æðri máttarvöld séu ekki til.

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tenglar

[breyta] Frekar fróðleikur

  • Martin, Michael (ritstj.), The Cambridge Companion to Atheism (Cambridge: Cambridge University Press, 2006 [2007]). ISBN 0521603676

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.