Árni B. Stefánsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árni Björn Stefánsson (fæddur 3. mars 1949) er augnlæknir og hellakönnuður.
Íslenska náttúruvættið Árnahellir er nefnt eftir honum. Árni var fyrstur manna til að síga í hellinn í Þríhnúkum, sem er með stærstu slíkum hvelfingum í heimi, lóðrétt fall um eða yfir 120 metrar til botns.