Grasagarður Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn íslenskra og erlendra plantna. Garðurinn er 2,5 ha að stærð og er staðsettur í Laugardal við hliðina á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Í grasagarðinum eru sex safndeildir: Flóra Íslands, fjölærar jurtir, trjásafn, garðskálaplöntur, steinhæð og nytjajurtagarður. Forstöðumaður Grasagarðins er Eva G. Þorvaldsdóttir.

[breyta] Saga grasagarðsins

Grasagarður Reykjavíkur var stofnaður 18. ágúst 1961 en upphaf garðsins má rekja til þess að Reykjavíkurborg var gefið safn 200 íslenskra jurta. Í garðskála garðsins eru seldar veitingar á sumrin.

[breyta] Listaverk í grasagarðinum

Í Grasagarðinum eru tvö listaverk, styttan Sköpun eftir Helga Gíslason og vatnslistaverkið Fyssa eftir Rúrí.

[breyta] Heimildir


  

Þessi grein sem tengist Reykjavík er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum