Tævan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Upplýsingar um ríkið sem oft er nefnt Tævan er að finna undir: Lýðveldið Kína.
Tævan (hefðbundin kínverska: 臺灣, einfölduð kínverska: 台湾, pinyin: Táiwān, wade-giles: T'ai-wan, tævanska: Tâi-oân) er eyja undan strönd meginlands Kína í Kyrrahafi. Hún gengur einnig undir nafninu Formósa, en portúgalskir sjómenn kölluðu hana Ilha Formosa sem þýðir „falleg eyja“ á portúgölsku. Eyjan er 394 km löng og 144 km breið, fjalllend, og er þakin af hitabeltis- og heittempruðum gróðri.