Sleipnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óðinn ríður Sleipni
Óðinn ríður Sleipni
Hluti af greinaflokknum
Norræn goðafræði
Helstu goð
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir
Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif
Vanir: Njörður, Freyja, Freyr
Aðrir
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel
Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Huginn og Muninn
Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar
Staðir
Ásgarður, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils
Rit
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum
Trúfélög
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst

Sleipnir var áttfættur hestur Óðins í norrænni goðafræði. Sleipnir fór um á skeiði og er sagður hafa myndað Ásbyrgi, en það er formað eins og hófur.

[breyta] Fæðing Sleipnis

Eitt sinn þegar Þór var vant við látinn kom risi til Ásgarðs og bauðst til þess að endurbyggja borgarmúrinn. Í laun vildi hann fá sólina, tunglið og Freyju. Loki felur honum verkið í fjarvist Þórs. Til verksins notar risinn stóðhestinn Svaðilfara og vinna þeir hratt og örugglega. Æsirnir verða æfareiðir út í Loka fyrir að vilja launa risanum með sól, mána og Freyju, svo Loki býr sig sem gráa hryssu og leiðir stóðhestinn í burtu og fyljar hesturinn Loka í dulargervinu. Þetta þýðir að Sleipnir er sonur Loka og Svaðilfara.