Álverið í Straumsvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Álverið í Straumsvík er álver Alcan á Íslandi hf. í Straumsvík í útjaðri Hafnarfjarðar. Búrfellsvirkjun sér álverinu fyrir orku. Álframleiðsla hófst 1969 en álverið var formlega opnað 3. maí 1970. Álverið er einn stærsti vinnuveitandi landsins með um 460 starfsmenn vorið 2006.

Haustið 2006 og vorið 2007 eru umræður í gangi um nýja stækkun til að bæta afköstin. Þann 31. mars kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiluskipulagið sem heimilaði stækkun álversins.[1] Kjörsókn var nokkuð há 76,6 %, 12.747 af 16.647 Hafnfirðinga á kjörskrá kusu. Niðurstöðurnar urðu þær að 6.382 sögðu Nei (50,3%), Já sögðu 6.294 (49,3%) og auðir seðlar og ógildir voru 71. Aðeins munaði 88 atkvæðum að deiliskipulagið hefði verið samþykkt.[2]

[breyta] Heimildir

  1. Hafnarfj.: Bæjarráð fundar um Alcan. Skoðað 25. janúar, 2007.
  2. Stækkun álversins hafnað (1. apríl 2007). Skoðað 3. apríl, 2007.

[breyta] Tenglar

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.