Norðvesturkjördæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Norðvesturkjördæmi
Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Fjöldi á kjörskrá á bak við hvern þingmann var 2.150 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi minna en í Suðvesturkjördæmi þar sem sami fjöldi var 4.440. Mun því eitt þingsæti flytjast frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis í Alþingiskosningum 2007.

[breyta] Skipting þingsæta og þingmenn

Þing 1. þingm. Fl. 2. þingm. Fl. 3. þingm. Fl. 4. þingm. Fl. 5. þingm. Fl. 6. þingm. Fl. 7. þingm. Fl. 8. þingm. Fl. 9. þingm. Fl. 10. þingm. Fl.
129. Sturla Böðvarsson D Jóhann Ársælsson S Magnús Stefánsson B Einar K. Guðfinnsson D Guðjón A. Kristjánsson F Anna Kristín Gunnarsdóttir S Kristinn H. Gunnarsson B Jón Bjarnason V Einar Oddur Kristjánsson D Sigurjón Þórðarson F
130.
131.
132.
133.

[breyta] Sveitarfélög

Eftirfarandi sveitarfélög eru í Norðvesturkjördæmi: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Bæjarhreppur, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Höfðahreppur, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

[breyta] Tengill


Kjördæmi Íslands
síðan 2003

Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi

1959-2003

Reykjavík | Reykjanes | Vesturland | Vestfirðir | Norðurland vestra | Norðurland eystra | Austurland | Suðurland

Á öðrum tungumálum