Túttubyssa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Túttubyssa er heimatilbúin lítil byssa sem er meðal annars mjög vinsæl í Ástralíu og á Íslandi. Þær eru auðveldar í gerð með einn fingur af gúmmíhanska og efrihluta gosflösku eða rörbút. Gúmmíhanskafingrinum er þrætt upp á enda flöskunnar eða rörsins og fest með hosuklemmu eða límbandi. Algeng skotfæri eru ber, spörð og litlir steinar.


Þessi grein sem fjallar um vopn er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum