Frumfylki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frumfylki er, í stærðfræði, fylki sem gera má að einingafylki með einni línuaðgerð. Frumfylki eru notuð í ýmsum útreikningum, til dæmis í LU-þáttun.

[breyta] Einkenni frumfylkja

  • Öll frumfylki eru andhverfanleg og andhverfa þeirra er frumfylki.
  • Ef að A og E eru fylki sem hægt er að margfalda saman, og E er frumfylki, þá má beita sömu línuaðgerðum á A og beitt var á E til þess að gera frumfylkið úr samsvarandi einingafylki, og er fylkið EA niðurstaðan úr þeim línuaðgerðum.
  • Hægt er að rita öll andhverfanleg fylki sem margfeldi frumfylkja.

[breyta] Ýtarefni

Greinar í stærðfræði tengdar línulegri algebru

Vigur | Lína | Fylki | Plan | Háplan | Vigurrúm | Innfeldisrúm | Línuleg spönn | Línuleg vörpun | Línuleg jöfnuhneppi | Línulegt óhæði | Línuleg samantekt | Línulegur grunnur | Dálkarúm | Raðarúm | Þverlægni | Eigingildi | Eiginvigur | Eiginrúm | Kennimargliða | Útfeldi | Krossfeldi | Innfeldi | Ákveður | Bylta | Fylkjaliðun (LU-þáttun, QR-þáttun) | Hornalínugeranleiki | Hjáþættir | Gauß-eyðing | Gauß-Jordan eyðing | Gram-Schmidt reikniritið | Regla Cramers | Rófsetningin

Á öðrum tungumálum