Súlurit
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dæmi um súlurit búið til í gnuplot: fjöldi lifenda í þjóðskrá Íslands í nóvember 2005 sem voru nefndir Jón eftir fæðingarárum 1906-2005
Súlurit er í gagnatækni gerð grafs með rétthyrndum súlum, oftast í réttum hlutföllum við hvora aðra, sem hver um sig táknar ákveðið magn. Oftast er slíkt graf tvívítt og er magnið oftast mælt á lóðrétta ásnum og gildið á lárétta ásnum, en einnig eru til þrívíð súlurit og súlurit þar sem magnið er mælt á lárétta ásnum og gildið á þeim lóðrétta.