Ókind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ókind er hljómsveit sem á rætur sínar að rekja til Seltjarnarness. Hljómsveitin lenti í öðru sæti músíktilrauna árið 2002 og var Birgir Örn Árnason valinn efnilegasti bassaleikarinn. Hljómsveitin hefur gefið út tvær breiðskífur. Þá fyrri, Heimsenda 18, tóku þeir upp í hljóðverstíma sem þeir hlutu í verðlaun úr Músíktilraunum. Þá seinni, Hvar í Hvergilandi, tók Birgir Örn upp í þeirra eigin stúdíói og má þess geta að sú plata hlaut fullt hús stjarna þegar hún var gagnrýnd í Morgunblaðinu. Hljómsveitin spilaði á tónleikum á skemmtistaðnum Amsterdam í ágúst 2006. Þetta voru síðustu tónleikar sveitarinnar, en það var einungis meðlimum Ókindar kunnugt þar til tveir meðlimanna staðfestu samstarfsslitin í viðtali í Morgunblaðinu skömmu eftir fyrrnefnda tónleika.

Meðlimir sveitarinnar hafa snúið sér að öðrum verkefnum, ýmist á vettvangi tónlistar eða annars, t.d. hefur Birgir lagt meiri áherslu á upptökustjórn og Ingi er þessa dagana að vinna að sólóverkefni.

Steingrímur Karl var einnig liðsmaður hljómasveitarinnar Glymskrattarnir, og Llama, auk þess sem hann hefur unnið ýmis verkefni sem píanó-/hljómborðsleikari. Birgir Örn er einnig í hliðarverkefninu Dynamo fog og hefur unnið ýmis upptökuverkefni. Þar má helst nefna plötu Isidor, Betty takes a ride.

[breyta] Meðlimir

  • Birgir Örn Árnason - bassi
  • Ingi Einar Jóhannesson - gítar
  • Ólafur Freyr Frímansson - trommur
  • Steingrímur Karl Teague - söngur, hljómborð

[breyta] Útgefin verk

  • Heimsendi 18 - 2003 breiðskífa
  • Hvar í hvergilandi - 2006 breiðskífa

einnig:

  • Þoturass - 2004 smáskífa, óopinber kynningarútgáfa.
  • Stúfur - 2004 jólasafnplata, gefin út í góðgerðarskyni.

[breyta] Tenglar