Everestfjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Everestfjall

Everestfjall séð frá Kala Patthar
Hæð: 8844,43 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning: Landamæri Nepal og Kína (Tíbet)
Fjallgarður: Himalajafjöll

Everest er hæsta fjall jarðar, alls 8844,43 metrar yfir sjávarmáli skv. opinberum mælingum kínverska ríkisins frá október 2005. Tindur þess er í Tíbet en fjallshryggurinn neðan hans aðskilur Nepal og Tíbet, þ.e.a.s. að landamæri þeirra liggja um hrygginn.

[breyta] Fyrstu menn á fjallið

Fyrstu menn á tindinn voru Ný-Sjálendingurinn Edmund Hillary og nepalskur leiðsögumaður hans, Tenzing Norgay, og náðu þeir tindinum 29. maí 1953 um 11:30 að morgni. Þetta var níundi breski leiðangurinn.

Spurningar eru þó uppi um hvort Bretarnir George Mallory og Andrew Irvine hafi komist á tindinn 24 árum áður, en þeir týndust báðir á fjallinu. Lík George fannst árið 1997 í 8530 metra hæð. Tvær vísbendingar gefa sérstaklega til kynna að þeir félagar hafi komist á tindinn:

  • George Mallory var vanur að vera með mynd af eiginkonu sinni í vasanum. Myndin fannst hins vegar ekki og því er haldið að Mallory hafi grafið myndina í ísinn á tindinum.
  • Snjógleraugu George voru í vasa hans, sem bendir til þess að þeir hafi verið á göngu að nóttu til og fallið. Ef þeir hafi náð tindinum seinni part dags hafa þeir þurft að ganga niður um kvöldið og nóttina - þá er ekki þörf fyrir gleraugun.

[breyta] Íslendingar á Everest

Fyrstu Íslendingarnir til að klífa Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon sem komust á tind fjallsins að morgni 21. maí 1997

Þann 16.maí 2002 komst Haraldur Örn Ólafsson á tind Everest en það var lokahluti leiðangurs hans sem fólst í því að komast á norður og suður heimskautin og hæstu tinda allra heimsálfa.

Svo má bæta við einu heimsmeti íslendinga sem seint verður slegið. Aðeins er vitað um 4 íslendinga sem hafa reynt að komast á Everest, og allir 4 komust á tindinn. Engin þjóð hefur leikið þetta eftir.

[breyta] Tengill