Kristnes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristnes er þéttbýli sem hefur myndast hefur á samnefndri jörð í Eyjafirði. Þar búa um 52 manns. Kristnes er landnámsjörð og var það Helgi magri sem settist þar að. Er það staðsett rétt norðan við Hrafnagil og er þar starfrækt endurhæfingarmiðstöð. Kristnes tilheyrir Eyjafjarðarsveit.