26. febrúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jan – Febrúar – Mars | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | |||
2007 Allir dagar |
26. febrúar er 57. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 308 dagar (309 á hlaupári) eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1658 - Danir sömdu um frið við Svía í Hróarskeldu og bundu þannig enda á Karls Gústafs-stríðið.
- 1794 - Kristjánsborgarhöll brann í fyrsta sinn.
- 1870 - Stofnun Commerzbank í Hamborg.
- 1913 - Fyrsti íslenski hárgreiðslumeistarinn, Kristólína Kragh, opnaði stofu í Reykjavík.
- 1930 - Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmálaráðherra, birti grein, sem nefndist „Stóra bomban“, í Tímanum. Þar sagði hann frá því að Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, teldi að Jónas væri geðveikur.
- 1952 - Forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, tilkynnti að þjóð hans byggi yfir kjarnorkusprengju.
- 1961 - Hassan 2. tók við krúnunni í Marokkó.
- 1974 - Þjóðleikhúsið frumsýndi leikritið Kertalog eftir Jökul Jakobsson.
- 1989 - Landslið Íslands í handknattleik sigraði heimsmeistarakeppni B-liða í París. Kristján Arason skoraði sitt þúsundasta mark í landsleik.
- 1993 - Bílasprengja sprakk undir World Trade Center í New York-borg.
- 1994 - Magnús Scheving varð Evrópumeistari í þolfimi.
- 2000 - Eldgos hófst í Heklu og varði í u.þ.b. ellefu daga.
- 2003 - Bandarískur kaupsýslumaður kom inn á spítala í Hanoi með bráðalungnabólgu, einnig þekkt sem HABL.
- 2005 - Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, fór fram á að egypska þingið breytti stjórnarskránni til að leyfa fleiri en einn frambjóðanda í forsetakosningum.
- 2006 - Vetrarólympíuleikunum í Tórínó lauk.
[breyta] Fædd
- 1416 - Kristófer af Bæjaralandi, konungur í Kalmarsambandinu (d. 1448).
- 1802 - Victor Hugo, franskur rithöfundur (d. 1885).
- 1829 - Levi Strauss, þýskfæddur fatahönnuður (d. 1902).
- 1846 - Buffalo Bill, bandarískur frumkvöðull, embættismaður og veiðimaður (d. 1917).
- 1928 - Fats Domino, bandarískur tónlistarmaður.
- 1930 - Sverrir Hermannsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1932 - Johnny Cash, bandarískur söngvari (d. 2003).
- 1950 - Helen Clark, Forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
- 1953 - Michael Bolton, bandarískur söngvari.
- 1954 - Recep Tayyip Erdogan, Forsætisráðherra Tyrklands.
- 1971 - Erykah Badu, bandarísk söngkona.
- 1972 - Gísli Marteinn Baldursson, íslenskur dagskrárgerðarmaður og stjórnmálamaður.
- 1973 - Ole Gunnar Solskjaer, norskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Sébastien Loeb, franskur ökuþór.
[breyta] Dáin
- 1909 - Hermann Ebbinghaus, þýskur heimspekingur og sálfræðingur (f. 1850).
- 1969 - Karl Jaspers, þýskur geðlæknir og heimspekingur (f. 1883).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |