Spjall:Blætisdýrkun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er geðröskun viðeigandi flokkur fyrir þetta? Hver er íslenska þýðingin á Paraphilia? --Bjarki 2. des. 2005 kl. 01:00 (UTC)

Paraphilia = kynlífsafbrigði, allavega samkvæmt Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Kynlífsafbriðin teljast svo aftur til kynlífsraskana. Og, já, það er geðröskun samkvæmt skilgreiningu. Blæti er samt skilgreint sem geðröskun á dálítið annan hátt en maður talar kannski um blæti í daglegu tali: "A person uses inanimate objects as the preferred or exclusive source of sexual arousal. The desire is for the object itself." --Heiða María 2. des. 2005 kl. 12:47 (UTC)
Og þó, er ekki alveg viss allt í einu með þessa geðröskunarskilgreiningu. --Heiða María 2. des. 2005 kl. 12:48 (UTC)
Geðröskun virðist eiga við fyrri hluta greinarinnar, varðandi eldri merkingu orðsins. Mér finnst hún ekki eiga við seinni hlutann. --Stalfur 2. des. 2005 kl. 01:03 (UTC)
Já, og meðferð með raflosti er vissulega áhugaverð :-) Kannski fengnir séu sadistar til að hafa umsjón með henni. -- þetta hljómar allt dálítið early 60s, satt best að segja. --Akigka 2. des. 2005 kl. 01:05 (UTC)
Blætisdýrkun getur allt eins flokkast undir trúarbrögð, það fer eftir því undir hvaða forsendum greinin er skrifuð. Fetisjismi er mikilvægur hluti ýmissa frumstæðra trúarbragða, m.a. meðal sumra pólýnesa og afríkumanna. Hinsvegar er enski interwiki tengillinn á „sexual fetishism“, sem er því ekki mjög nákvæmt. Hvernig væri að skipta greininni upp í hluta, trúarlegt, geðrænt og kynferðislegt (það getur verið geðrænt án þess að vera kynferðislegt, væntanlega, og jafnvel öfugt) og hafa IW-ið á „fetishism“? --Sterio 2. des. 2005 kl. 01:27 (UTC)