Eistland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
|||||
Kjörorð: ekkert | |||||
Þjóðsöngur: Mu isamaa, mu õnn ja rõõm | |||||
![]() |
|||||
Höfuðborg | Tallinn | ||||
Opinbert tungumál | eistneska | ||||
Stjórnarfar | Þingræði Toomas Hendrik Ilves Andrus Ansip |
||||
Sjálfstæði Lýst yfir Viðurkennt Hertekið af SSSR Enduryfirlýst |
Undan Þýskalandi og Rússlandi 24. febrúar 1918 2. febrúar 1920 16. júní 1940 20. ágúst 1991 |
||||
Flatarmál |
132. sæti 45.226 km² 4,56% |
||||
Mannfjöldi • Samtals (2006) • Þéttleiki byggðar |
151. sæti 1.324.333 29/km² |
||||
VLF (KMJ) • Samtals • á mann |
áætl. 2006 23.930 millj. dala (106. sæti) 17.802 dalir (39. sæti) |
||||
Gjaldmiðill | Eistnesk króna (Kroon) (EEK) | ||||
Tímabelti | EET (UTC+2) (sumartími: EEST (UTC+3)) | ||||
Þjóðarlén | .ee | ||||
Alþjóðlegur símakóði | 372 |
Lýðveldið Eistland er land í Norður-Evrópu við Eystrasalt og Kirjálabotn. Það á landamæri að Rússlandi í austri og Lettlandi í suðri, það er eitt Eystrasaltslandanna, en hin eru Lettland og Litháen.
[breyta] Saga
Eistland hefur verið byggt finnsk-úgrískum þjóðflokkum síðan á forsögulegum tíma. Landið var kristnað af þýskum riddurum og dönum sem höfðu lagt það undir sig 1227. Erlend ríki sem stjórnað hafa Eistlandi í gegnum söguna eru Danmörk, Svíþjóð, Pólland og Rússland.
Eftir hrun Rússneska keisaradæmisins vegna Októberbyltingarinnar lýsti Eistland yfir sjálfstæði sínu þann 24. febrúar 1918. Landið var svo innlimað í Sovétríkin með valdi í júní 1940 og var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna til 20. ágúst 1991 er þau liðu undir lok og Eistland lýsti yfir sjálfstæði sínu á ný. Þjóðhátíðardagur Eistlendinga er 24. febrúar.
Rússneskur her var í landinu allt til 1994 en síðan þá hefur Eistland nýtt sér nýfengið frelsi til að mynda efnahagsleg og stjórnmálaleg tengsl við vestræn ríki. Eistland fékk ingöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið árið 2004.
[breyta] Stjórnmál
Eistland er stjórnarskrárbundið lýðræðisríki. Forseti þess er kosinn á 5 ára fresti af þinginu. Ríkisstjórnin er handhafi framkvæmdavaldsins og mynduð af forsætisráðherra og 14 öðrum ráðherrum sem forsetinn setur í embætti eftir að þingið hefur samþykkt þá.
Löggjafarvald liggur hjá þinginu sem starfar í einni deild og er kallað Riigikogu. Þingmenn eru 101 og er kjörtímabil þingsins 4 ár. Hæstiréttur landsins er handhafi dómsvalds og eru dómarar 17. Forseti hæstaréttar er valinn af þinginu og í kjölfarið skipaður af forseta ævilangt.
[breyta] Sýsluskipan
Eistlandi er skipt í fimmtán sýslur:
- Harju-sýsla
- Hiiu-sýsla
- Ida-Viru-sýsla
- Jõgeva-sýsla
- Järva-sýsla
- Lääne-sýsla
- Lääne-Viru-sýsla
- Põlva-sýsla
- Pärnu-sýsla
- Rapla-sýsla
- Saare-sýsla
- Tartu-sýsla
- Valga-sýsla
- Viljandi-sýsla
- Võru-sýsla
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði