Mínóísk menning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rústir í Knossos á Krít
Rústir í Knossos á Krít

Mínóísk menning eða Krítarmenningin var menningarsamfélag á eynni Krít á Eyjahafi. Tími mínóískrar menningar nær aftur til um 7000 f.Kr. en blómstraði einkum á tímabilinu frá 2700 f.Kr. til 1450 f.Kr. þegar Mýkenumenningin varð ríkjandi á svæðinu. Mínóísk menning var bronsaldarmenning. Bronsaldarsamfélög við Miðjarðarhafið áttu mikil samskipti sín á milli og því er stundum erfitt að greina að hvaða marki mínóísk menning varð fyrir áhrifum frá nágrönnum sínum og höfðu áhrif á þá. Mínóískri menningu er oft lýst sem mæðraveldi.

Hugtakið „míníósk menning“ bjó til breski fornleifafræðingurinn Sir Arthur Evans. Það vísar til Mínosar konungs í grískri goðafræði, sem lét byggja völundarhús mikið. Evans taldi sig hafa fundið það í Knossos.


Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana