Eiríkur Örn Norðdahl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1. júlí 1978) er íslenskur rithöfundur, smásagnahöfundur, þýðandi og ljóðskáld. Fyrsta ljóðabók hans, Heilagt stríð: runnið undan rifjum drykkjumanna, kom út árið 2001 og árið eftir kom út Heimsendapestir undir merkjum Nýhil. 2003 kom út Nihil obstat. Árið 2004 var fyrsta skáldsaga hans, Hugsjónadruslan, gefin út af Máli og menningu og 2005 ljóðabókin Blandarabrandarar : (die Mixerwitze) hjá Nýhil. 2006 kom síðan út önnur skáldsaga, Eitur fyrir byrjendur.


Þessi grein sem fjallar um bókmenntir er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana