Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk stjórnmál

Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald


Ríkisstjórn Stefáns J. Stefánssonar
Ríkisstjórn Stefáns J. Stefánssonar

Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar var samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 4. febrúar 1947 - 6. desember 1949. Stjórnin var einatt kölluð „Stefanía“, eftir forsætisráðherranum Stefáni Jóhanni Stefánssyni, formanni Alþýðuflokksins.

Eftir gríðarlegar fjárfestingar og uppbyggingu í lok síðari heimsstyrjaldarinnar varð nánast gjaldeyrisþurrð á Íslandi. Ríkisstjórnin greip því til gríðarlegra innflutningshafta og rak hér um þriggja ára skeið einn róttækasta hafta- og áætlunarbúskap sem sést hefur á Íslandi. Ríkisstjórnin rak eina alræmdastu hagstjórn sem hefur ríkt í landinu.

Innganga Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið var samþykkt í stjórnartíð ríkisstjórnarinnar þann 30. mars 1949. Sama dag og innganga Íslands í varnarbandalagið var samþykkt á Alþingi urðu einar mestu óeirðir sem sést hafa á Íslandi. Andstæðingar, stuðningsmenn og almennir borgarar flykktust á Austurvöll til að láta skoðanir sínar í ljósi og létu andstæðingar samningsins grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. Lögregla varpaði í kjölfarið táragasi inn í mannfjöldann.

[breyta] Ráðherrar

  • Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra.
  • Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.
  • Bjarni Ásgeirsson, landbúnaðarráðherra.
  • Emil Jónsson, viðskiptaráðherra, iðnaðarráðherra og samgönguráðherra.
  • Eysteinn Jónsson, menntamálaráðherra, kirkjumálaráðherra og flugmálaráðherra.
  • Jóhann Þ. Jósefsson, fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra.

[breyta] Heimildir

  • Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904-64.
  • Sigurður Snævarr, Haglýsing Íslands.
  • Guðni Th. Jóhannesson, Óvinir ríkisins.
  • Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins.