Prússland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Prússland (þýska: Preußen, pólska: Prusy, litháenska: Prūsija, latína: Borussia) hefur ólíkar (og oft andstæðar) merkingar:

  • Land Baltneskra Prússa (sem er nú hluti af suður Litháen, Kaliníngrad/Königsberg (Konungsberg) hérað Rússlands og norð-austur Póllands),
  • Ríki norður krossferðariddara,
  • Hluti af landi pólskra konunga sem kallað var Konunglega Prússland,
  • Pólskt lén sem ríkt var yfir af Hohenzollern fjölskyldunni og kallað var Prússalén;
  • Allt Hohenzollern ríkið, hvort sem er innan eða utan Þýskalands;
  • Sjálfstætt ríki, frá 17. öld fram til 1871;
  • Stærsta ríkið innan Þýskalands frá 1871 til 1945;

Prússland sem ríki var í raun afnumið af nasistum árið 1934 og formlega af Bandamönnum árið 1947. Síðan þá hefur hugtakið verið takmarkað við sögulega, landfræðilega og menningarlega merkingu.

Nafn sitt dregur Prússland af Borussi/Prussi, baltneskri þjóð sem er skild Litháum. Prússalén var lén pólska konungsdæmisins fram til 1660 og Konunglega Prússland var hluti af Póllandi fram til 1772. Með vaxandi þýskri þjóðernishyggju á síðari hluta áttjándu og fyrri hluta nítjándu aldar fóru flestir þýskumælandi Prússar að líta á sig sem hluta af þýsku þjóðinni, oft með áherslu á það sem litið hefur verið á sem Prússnesk gildi: frábært skipulag, fórnarlund og réttarríkið. Í lok 18. aldar hafði Prússland vaxið svo að það ríkti yfir norður Þýskalandi stjórnmálalega, efnahagslega og hvað varðar íbúafjölda og var kjarni hins sameinaða þýska keisaradæmis sem stofnað var 1871.