Gísli H. Guðjónsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gísli Hannes Guðjónsson (fæddur 26. október 1947) er prófessor í réttarsálfræði við King´s college í London og gistiprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Gísli er þekktur víða um heim fyrir rannsóknir sínar og einn fárra íslenskra sálfræðinga sem hefur náð frama erlendis. Hefur hann einkum beitt rannsóknaraðferðum sínum við greiningu á áreiðanleika vitna.