Harðmæli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það er kallað harðmæli þegar fráblásin lokhljóð eru notuð í innstöðu á eftir löngu sérhljóði.

Harðmæli er algengast á norðurlandi, sérstaklega í Þingeyjarsýslum og Eyjafjarðarsýslu. Harðmæli er heldur ekki óalgengt á Norðurlandi vestra eða í Múlasýslum á Austurlandi.