Friúlí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Friúlí (ítalska: Regione autonoma Friuli-Venezia Giulia; friúlíska: Friûl-Vignesie Julie; króatíska og slóvenska: Furlanija - Julijska krajina; þýska: Friaul-Julisch Venetien) er hérað á Norðaustur-Ítalíu sem markast af Venetó í vestri og landamærum Austurríkis og Slóveníu í norðri og austri með strönd að Adríahafi í suðri. Höfuðstaður héraðsins er borgin Tríeste. Íbúafjöldi er um 1,2 milljónir. Langstærsti hluti héraðsins er hið sögulega hérað Friúlí með höfuðstað í Údíne, en það inniheldur að auki Venezia Giulia á landamærunum við Slóveníu og Austurríki með höfuðstað í Tríeste. Þessu síðastnefnda svæði var bætt við eftir Síðari heimsstyrjöldina þegar Júgóslavía hafði fengið stærstan hlutann af því sem áður taldist héraðið umhverfis Tríeste. Í héraðinu eru stórir þýskumælandi og slóvenskumælandi hópar. Vegna menningarlegrar sérstöðu hefur héraðið takmarkaða sjálfstjórn.

[breyta] Sýslur (province)

Kort sem sýnir Friúlí.
Kort sem sýnir Friúlí.
  • Gorizia (25 sveitarfélög)
  • Pordenone (51 sveitarfélög)
  • Trieste (6 sveitarfélög)
  • Udine (137 sveitarfélög)
Kort sem sýnir sýsluskiptingu Friúlí.
Kort sem sýnir sýsluskiptingu Friúlí.


Héruð Ítalíu Fáni Ítalíu
Abrútsi | Apúlía | Basilíkata | Emilía-Rómanja | Fjallaland | Kalabría | Kampanía | Langbarðaland | Latíum | Lígúría | Marke | Mólíse | Toskana | Úmbría | Venetó
Ágústudalur | Friúlí | Sardinía | Sikiley | Trentínó-Suður-Týról