Fornyrðislag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.

Fornyrðislag er fornnorrænn bragarháttur, runninn frá forngermönskum brag og finnst á rúnaristum á Niðurlöndum allt frá 9. öld.

Hver braglína fornyrðislags hefur tvö ris en breytilegan fjölda áherslulausra atkvæða. Stuðlasetning tengir saman tvær og tvær línur en rím er ekkert. Línufjöldi var upphaflega breytilegur en varð síðan átta línur.

Fornyrðislag er bragarháttur Völuspár:

Hljóðs bið ég allar             
helgar kindir
meiri og minni
mögu Heimdallar.
                
Viltu, að ég, Valföður,
vel fyr telja
forn spjöll fira,
þau er fremst um man.

Fornyrðislag er líka bragarháttur frásagnarkvæða eddukvæða, auk vísana og kvæða í fornaldarsögum. Fornyrðislag var endurvakið á Íslandi á 18. og 19. öld fyrir áhrif rómantísku stefnunnar. Af fornyrðislagi þróaðist ýmis afbrigði, s.s. kviðuháttur sem hefur þrjú atkvæði í ójöfnu línunum en fjögur í þeim jöfnu (t.d. Sonatorrek Egils Skallagrímssonar).

[breyta] Einkenni

  1. þrjú atkvæði í stökum línum og 4 atkvæði í jöfnum línum (hið fæsta).
  2. ekkert rím.
  3. átta línur hver vísa.
  4. fjórir stuðlar ýmist ein eða tveir á móti höfuðstaf.
Mjög erum tregt,
tungu að hræra
eða loftvægi
ljóðpundara;
era nú vænlegt
um Viðurs þýfi
né hógdrægt
úr hugar fylgsni.

Málaháttur sem hefur ekki færri en fimm atkvæði í línu (t.d. Atlamál):

Frétt hefir öld óvu,               
þá er endr of gerðu
seggir samkundu
sú var nýt fæstum,
æxtu einmæli,
yggr var þeim síðan
ok it sama sonum Gjúka
er voru sannráðnir.

Og runhenda sem er með endarím aabb eða aaaa (t.d. Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar):

UNIQ1c9c90dd30aeb5f6-pre-000024AC-QINUSnið:Link UA

Á öðrum tungumálum