Calígúla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brjóstmynd af Calígúlu
Brjóstmynd af Calígúlu

Gaius Iulius Caesar Augustus Germanicus, betur þekktur sem Calígúla (á latínu: Caligula, stundum skrifað Kalígúla á íslensku) (31. ágúst 12 - 24. janúar 41) var þriðji keisari Rómaveldis 37-41. Hann tók við af Tíberíusi.

Calígúla var sonur Germanicusar og Agrippínu eldri; hann var eyðsluseggur og grimmur og óútreiknanlegur harðstjóri og talinn geðbilaður. Hann gerði til dæmis hest sinn Incitatus að ráðsöldungi. Calígúla var myrtur af lífvarðarforingja sínum.


Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana