Kálfshamarsvík
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kálfshamarsvík er vík á vestanverðum Skaga. Frá aldamótunum 1900 fram undir 1940 var mikil útgerð í Kálfshamarsvík og bjuggu þar mest um 100 manns. Fluttist útgerðin og fólkið síðar til Skagastrandar. Á Kálfshamarsnesi er viti sem upphaflega var reistur 1913 en endurbyggður 1939. Stuðlaberg setur svip sinn á umhverfið í Kálfshamarsvík.