Ljósavatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljósavatn

Ljósavatn

Mynd:Point rouge.gif

Ljósavatn er stöðuvatn í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit. Það er 3,2 ferkílómetrar. Veiði er einkum silungur, jafnt bleikja sem urriði. Ein eyja er í vatninu og er hún einfaldlega kölluð "Hólminn". Þar verpir álftapar á hverju vori. Tveir himbrimar hafa sest að við vatnið og eru alláberandi ef keyrt er framhjá vatninu að sumri til.

Við Ljósavatn standa samnefndur bær og kirkja. Þar bjó Þorgeir Ljósvetningagoði sem fékk það hlutverk fyrir rúmlega þúsund árum að ákveða hvaða trú yrði tekin upp á Íslandi. Hann valdi kristna trú og henti goðalíkneskjum sínum úr Ásatrú í foss sem upp frá því var nefndur Goðafoss.

[breyta] Tengill

Á öðrum tungumálum