Mývatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gervigígur við Mývatn
Gervigígur við Mývatn

Mývatn er ofauðgað stöðuvatn í Suður-Þingeyjarsýslu, skammt frá Kröflu. Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn Íslands, um 37 ferkílómetrar að stærð. Vatnið er fremur grunnt, eða fimm metrar þar sem dýpst er. Í vatninu eru um 40 litlar eyjar og þykja þær gefa vatninu ægifagurt yfirbragð. Úr Mývatni rennur Laxá.

Mývatn er einna þekktast fyrir fjölskrúðugt fuglalíf - t.d. eru fleiri andategundir þar en á nokkrum öðrum stað heimsins. Kísiliðjan vann kísilgúr úr vatninu af í tæpa fjóra áratugi, en vinnslu var hætt 28. nóvember 2004 og verksmiðjan rifin ári síðar. [1]

[breyta] Tenglar

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Mývatni er að finna á Wikimedia Commons.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana