Flateyjardalur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flateyjardalur liggur norð-austantil á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa og nær frá Landsenda í vestri til Hágangna í austri. Suður úr Flateyjardal liggur Flateyjardalsheiði til móta Fnjóskárdals og Dalsmynnis.
Um dalinn liggur jeppafær slóði yfir Flateyjardalsheiði, sem einungis er fær að sumri. Vegna erfiðra samgangna fór dalurinn í eyði en þar mátti finna allnokkur býli. Það síðasta sem fór í eyði voru Brettingsstaðir neðri árið 1953. Bærinn stendur enn og er notaður ásamt tveimur öðrum reisulegum húsum á dalnum, Brettingsstöðum efri og Jökulsá, sem sumarhús.
Við Brettingsstaði stóð kirkja allt til 1956 en var þá flutt út í Flatey sem liggur skammt undan landi. Kirkjan var byggð á Brettingsstöðum 1897.
Saga Flateyjardals er samofin sögu Finnboga ramma sem fæddist þar, á bænum Knarrareyri, en hann var garpur mikill, þótt gæfa hans væri misjöfn.
[breyta] Sjá einnig
- Flateyjardalsheiði
- Flatey á Skjálfanda
- Brettingsstaðir
- Knarrareyri