Spjall:Eggert Páll Ólason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég fjarlægði „Margir stjórnmálaskýrendur telja það ástæðu þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta í kosningunum en þurfti þess í stað að starfa með Framsóknarflokknum í borgarstjórn í núverandi stjórnartíð.“ Ég fylgdist grannt með fréttum í kringum kosningarnar og varð aldrei var við þessa skýringu. Væri kannski hægt að vísa í heimild? --Cessator 20:38, 5 september 2006 (UTC)

Ég er nú reyndar farinn að efast um tilvistarrétt greinarinnar. Hann virðist ekki vera mjög merkilegur, þessi Eggert. Allavega ekki af fljótlegri Google leit. Mér þætti allavega gaman að vita hvað hann hefur til frægðar gert annað en að taka þátt í prófkjöri og stofna þetta félag sem a.m.k. ég hef aldrei heyrt um. --Sterio 21:56, 5 september 2006 (UTC)
Ég hef nú heyrt um þetta félag, og þykir mér þetta ekki ómarkvert efni í grein. Ef að við hendum öllu sem einhverjum þykir ómarkvert eða einhver þekkir ekki til, þá er orðið ansi lítið eftir. Google leit er ekki algildur mælikvarði á mikilvægi hluta. Mjög margt í heiminum er ekki til á tölvutæku formi, eins og starfsmenn skjalasafna geta sennilega bent þér á. --Smári McCarthy 19:49, 6 september 2006 (UTC)
Enda var ég ekki að segja að greininni ætti að vera eytt. Ég vildi hinsvegar bara lýsa yfir efasemdum um tilvistarrétt greinarinnar. Ég bað líka þann sem hefur verið að skrifa hana um að kommenta á þessari spjallsíðu. Hefði ég verið viss um að eyða ætti greininni, hefði ég sennilegast eytt henni. Ég vil bara vita hvort þetta sé það merkilegur maður að verðskulda grein. --Sterio 20:17, 6 september 2006 (UTC)
Ef það eru bærilegar heimildir fyrir þessu, af hverju má þetta þá ekki vera? Með tímanum gæti greinin orðið ámóta markverð og greinin um Guðmund Finnbogason - hver veit. Ég persónulega sé ekkert að því að það sé eitthvað um manninn hérna. Einhver gæti leitað á Google að nafninu hans, fengið upp þessa grein og munað út frá því hver maðurinn er, sem dæmi. Grein um eitthvern okkar gæti verið ámóta markverð - og álíka verð eyðingu sýnist mér - en af hverju mætti hún ekki vera ef hún væri studd heimildum og væri hlutlaus?
--Gdh 00:14, 7 september 2006 (UTC)
T.d. ef hún er ekki markverð. Jafnvel þótt svo að það séu til bærilegar heimildir fyrir því að kötturinn Kisa hefði eignast níu bröndótta kettlinga þá er það ekki greinarefni á Wikipedia. Sterio þótti greinarefnið ekki merkilegt svo hann spurði hvað öðrum þótti um þetta mál (sýndi meiri segja svo mikla viðleitni að hann eyddi nokkrum sekúndum á Google áður en hann blaðraði einhverri vitleysu út úr sér ;), mér sýnist nokkuð ljóst að fjórum einstaklinum (ég með talinn) þyki greinin nógu markvert og þar með spurningunni vonandi svarað :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:36, 7 september 2006 (UTC)
Varðandi þessa grein er ég á báðum áttum um hvort hún sé markverð, en hún inniheldur meira en bara nafn mannsins, fæðingardag og menntun (vinir einkabílsins og pólítík) - og það finnst mér alveg nóg - amk. að svo komnu máli.
--Gdh 19:37, 7 september 2006 (UTC)
Já, spurningunni hefur verið svarað, og svörin hafa verið góð. Greinin verður þá bara til. Takk fyrir það! --Sterio 19:49, 7 september 2006 (UTC)
Átta mig ekki alveg á hvað þú ætlast til að ég segi en mér finnst klárt mál að maðurinn sé "merkilegur". Er líka samála Gdh um að þið ættuð ekki að vera feimin við að skrifa greinar um Íslendinga eða íslensk fyrirbæri. Þannig væri hægt að nýta þennan íslenska miðil vel því þá geymdi hann upplýsingar sem aðrar wikiútgáfur hafa ekki. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 130.208.165.5 (spjall) · framlög