Claudio Abbado
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Claudio Abbado (fæddur 26. júní 1933 í Mílanó) er ítalskur hljómsveitarstjóri. Á ferli sínum hefur hann verið listrænn stjórnandi Scala-Óperunnar í Mílanó og Wiener Staatsoper. Árið 1989 varð hann aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitar Berlínar en lét af störfum þar 2002 af heilsufarsástæðum.