Stefán Aðalsteinsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Aðalsteinsson er fæddur 30. desember 1928 á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Hann var við nám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann að Ási og kláraði cand. agric.-próf þaðan árið 1955. Á árunum 1966 til 1968 var hann við Háskólanum í Edinborg og skrifaði þar doktorsritgerð sína um erfðir á sauðalitum og hlaut doktorsnafnbótina árið 1969. Frá 1991 til 1996 var Stefán framkvæmdastjóri norræna búfjárgenabankans. Stefán hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2003 fyrir framlag sitt til búvísinda og erfðafræði.