Belgrad
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Belgrad (Београд eða Beograd á serbnesku) er höfuðborg Serbíu og stærsta borg landsins. Borgin er ein af þeim elstu í Evrópu og á rætur sínar að rekja allt til um 6000 f.Kr.
Borgin var höfuðborg Serbíu frá árinu 1403 og hefur verið höfuðborg Júgóslavíu og ýmissa suður-slavneskra ríkja sem stofnuð hafa verið á landsvæði Serbíu og nærliggjandi landa.