Sinfóníuhljómsveit Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sinfóníuhljómsveit Íslands er íslensk sinfóníuhljómsveit sem er sjálfstæð opinber stofnun sem heyrir undir Menntamálaráðuneytið. Aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar er Rumon Gamba. Hljómsveitin hefur aðsetur í Háskólabíói við Hagatorg.

[breyta] Saga

Áður en Sinfóníuhljómsviet Íslands tók til starfa höfðu ýmsar tilraunir verið gerðar til stofnunar sinfóníuhljómsveitar og má þar nefna Útvarpshljómsveitina sem starfrækt var í nokkur ár. Einn aðalhvatamaður að stofnun hennar var Jón Þórarinsson. Sínfóníuhljómsveitin var stofnuð 9. mars 1950 þegar 39 manna sveit hélt fyrstu tónleikana í Austurbæjarbíói. Það var nokkrum vandkvæðum bundið að tryggja hljómsveitinni rekstrargrundvöll, þannig var hljómsveitin rekin af Ríkisútvarpinu fram að 1983 þegar lög voru samþykkt sem tryggðu sjálfstæði hljómsveitarinnar.

Aðal-styrktaraðili er FL Group.

[breyta] Tenglar


  

Þessi grein sem tengist tónlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum