Hverfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.

[breyta] Hverfi í dreifbýli

Í dreifbýli er hverfi bæjaþyrping þar sem gjarnan eru eitt eða fleiri höfuðból og margar hjáleigur sem standa þétt saman með götum á milli, kannski 5-10 býli saman. Hverfi er næstum því eins og agnarlítið þorp, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að öll húsin eru bændabýli þar sem rekinn er búskapur.

[breyta] Hverfi í þéttbýli

Hverfi er afmarkað svæði í þéttbýli sem hefur einhver einkennandi sérkenni sem afmarkar hverfið. Dæmigert er að götur séu nefndar svipuðum nöfnum.

[breyta] Íbúðahverfi

Íbúðahverfi eru oft afmörkuð þannig að þau tengjast aðalgötu með safngötu og er þar með ekki hægt að keyra í gegnum hverfin, þetta er til þess að sporna gegn of mikill umferð sem getur verið hættuleg börnum sem fullorðnum sem búa þar.