Spjall:Laugavegur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er alveg víst að Laugavegur sé eldri verslunargata en t.d. Austurstræti? Spyr sá sem ekki veit. --Cessator 17:43, 15 ágúst 2006 (UTC)

Er Austurstræti verslunargata? --Akigka 18:31, 15 ágúst 2006 (UTC)
Kannski ekki lengur en þar hafa samt verið margar verslanir. --Cessator 18:34, 15 ágúst 2006 (UTC)
Ég er ekki viss um að Austurstræti, Aðalstræti og Lækjargata hafi nokkurn tíma verið skilgreindar sem verslunargötur, þótt þar hafi verið margar verslarnir í gegnum tíðina, þar sem önnur starfsemi en verslun hefur verið einkennandi fyrir þessar götur. --Akigka 18:38, 15 ágúst 2006 (UTC)
En kannski líka bara á síðustu áratugum sem farið er að skilgreina Laugaveginn sem verslunargötu sérstaklega. --Akigka 18:42, 15 ágúst 2006 (UTC)
Ég held að ég hafi rétt fyrir mér þegar ég segi að bæði Laugavegurinn og Austurstræti hafi byggst upp sem verslunargötur. Laugavegurinn byggðist upp þegar fólk flutti úr sveitunum í bæinn og fór þá oft að vinna við verslun og Austurstræti byggðist upp af fólki sem voru ekki embættismenn en fluttu í bæinn til að stunda verslun. Eða eitthvað. Því miður eru flestallar bækur um sögu Reykjavíkur farnar úr húsinu eftir skilnað foreldra minna. Það væri gott ef einhver gæti flett þessu upp. --Sterio 20:05, 15 ágúst 2006 (UTC)