Úkraína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Україна
Ukrayina
Fáni Úkraínu Skjaldarmerki Úkraínu
Kjörorð ríkisins: ekkert
Opinbert tungumál úkraínska
Höfuðborg Kænugarður (Kiev)
Forseti Viktor Júsenkó
Forsætisráðherra Júrí Jekanúrov
Flatarmál
 - Samtals
 - % vatn
43. sæti
603.700 km²
mjög lítið
Fólksfjöldi
 - Samtals (2004)
 - Þéttleiki byggðar
11. sæti
47,732,079
80/km²
Sjálfstæði
 - Lýst yfir
undan Sovétríkjunum
24. ágúst 1991
Gjaldmiðill Hryvnia
Tímabelti UTC +2 (+3 á sumrin)
Þjóðsöngur Shche ne vmerla Ukraina
Þjóðarlén .ua
Landsnúmer 380

Úkraína (úkraínska: Україна, rússneska: Украина) er lýðveldi í Austur-Evrópu við strönd Svartahafs. Það á landamæri að Rússlandi í austri, Hvíta-Rússlandi í norðri og Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Moldóvu í vestri.

[breyta] Saga

Úkraína var miðja fyrsta slavneska ríkisins, Garðaríkis sem stofnað var af Væringjum (sænskum víkingum) og var stærsta og öflugasta ríki Evrópu á 10. og 11. öld. Innbyrðis deilur og innrás Mongóla veiktu ríkið sem var þá innlimað í Stórhertogadæmið Litháen sem seinna varð að Pólsk-Litháenska samveldinu. Menningarleg og trúarleg arfleifð Garðaríkis hélt lífinu í úkraínskri þjóðernishyggju næstu aldirnar. Nýtt ríki kósakka var stofnað í Úkraínu um miðja 17. öld eftir uppreisn gegn Pólverjum, ríkið var formlega hluti af Rússneska keisaradæminu en var í raun nánast alveg sjálfstætt í meira en 100 ár. Á seinni hluta 18. aldar lögðu Rússar undir sig megnið af landi Úkraínu.

Eftir fall Rússneska keisaradæmisins 1917 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði sínu um skamma hríð (1917-1920) en var þá innlimað á ný, nú inn í Sovétríkin. Tvær manngerðar hungursneyðir riðu yfir landið (1921-1922 og 1932-1933) þegar samyrkjubúskapur var innleiddur með valdi í landinu, yfir 8 milljónir manna létu lífið í þessum hörmungum. Úkraína varð að blóðugum vígvelli í Síðari heimsstyrjöld þar sem herir Þýskalands og Sovétríkjanna börðust hatrammri baráttu sem kostaði 7-8 milljónir mannslífa. Sjálfstæði náðist á ný með falli Sovétríkjanna 1991 en mörg vandamál blasa við hinu unga lýðveldi. Völd ríkisins eru ennþá gríðarleg og spilling er mikil sem hefur tafið fyrir efnahagsumbótum, einkavæðingu og innleiðslu borgaralegra réttinda.

Lviv stærsta borg vestur Úkraínu. Lviv hét áður Lemberg og var hluti af Austurríska-Ungverska keisaradæminu frá 1772-1918
Lviv stærsta borg vestur Úkraínu. Lviv hét áður Lemberg og var hluti af Austurríska-Ungverska keisaradæminu frá 1772-1918
Óperu og Ballet Leikhúsið í Lviv
Óperu og Ballet Leikhúsið í Lviv
Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Úkraínu er að finna á Wikimedia Commons.