Silkiþráður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Silkiþráður er fínn þráður, sem ýmis smádýr, svo sem kóngulær, lirfur og liðfætlur nota með ýmsum hætti, svo sem til veiða eða þegar þau púpa sig. Efnafræðilega er þráðurinn samsettur úr löngum amínósýrusameindum, mjög svo svipuðum keratíni, en það er efni sem til dæmis er í hári, fjöðrum og nöglum ýmissa annarra dýra. Silkiþráður er eitt af sterkustu efnum heims miðað við þyngd

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.