Embættisaðall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Embættisaðall kom til sögunnar um svipaðar mundir og einveldið. Þá hættu konungar að úthluta erfðatitlum, en í staðinn voru konunglegir æðri embættismenn sæmdir aðalstign sem ekki erfðist. Skyldleiki við konung eða eldri aðalsættir, og embætti eða nafnbætur, réðu því hversu langt menn komust í virðingarstiganum, hvort menn öðluðust nafnbætur á borð við etatsráð eða konferensráð.

Íslendingar voru engin undantekning að þessu leyti á einveldistímanum. Finnur Magnússon var etatsráð og Magnús Stephensen líka þangað til hann varð konferensráð. Sama átti við um amtmenn, stiftamtmenn og, lengi vel, biskupa.

Um 1930 var hætt að úthluta embættisaðalsnafnbótum.

[breyta] Embættisaðalstignir

  • Ríkisráð
  • Konferensráð
  • Jústitsráð
  • Kansellíráð
  • Etatsráð

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tenglar og heimildir

Á öðrum tungumálum