Kolbrún Halldórsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kolbrún Halldórsdóttir (f. 31. júlí 1955) er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún er menntuð leikkona og vann um árabil að ýmsu sem tengdist íslenskri leiklist. Kolbrún er þekkt fyrir að vera mikill umhverfisverndarsinni.
Kolbrún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Melaskóla og Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með verslunarpróf 1973. Því næst nam hún leiklist við Leiklistarskóla Íslands og útskrifaðist 1978. Hún vann hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1978-1979 og í Alþýðuleikhúsinu 1979-1983. Hún kom að stofnun leikfélagsins Svart og sykurlaust árið 1983 og starfaði innan Leikfélags Akureyrar um margra ára skeið. Árið 1988 hóf hún störf sem framkvæmdarstjóri Bandalags íslenskra leikfélaga þar sem hún starfaði í fimm ár og samhliða þvi var hún ritstjóri Leiklistarblaðsins.