Sýra (drykkur)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sýra var vinsæll drykkur fyrr á öldum. Hún var búin til með því að blanda saman vatni og mysu og segja sumir að enginn drykkur slökkvi þorsta eins vel og köld sýra. Þessa drykkjar er getið í fornum bókum, og hefur bjargað lífi að minnsta kosti tveggja mektarmanna. Þorbjörn súr, faðir Gísla Súrssonar, var sagður hafa fengið viðurnefni sitt af því að hafa leynst í sýrukeri þegar fjendur brenndu bæinn hans. Sama bragðs er sagt að Gissur Þorvaldsson hafi gripið til, til að komast lífs af úr Flugumýrarbrennu; að fela sig ofan í sýrukeri, þar sem súrmatur var geymdur.