Björgólfur Thor Björgólfsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson

Björgólfur Thor Björgólfsson (f. 1967) er íslenskur kaupsýslumaður. Hann er þekktur erlendis sem Thor Björgólfsson. Björgólfur Thor er fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes Magazine yfir 500 ríkustu einstaklinga heimsins.

Björgólfur Thor lauk námi í viðskiptafræði frá New York University árið 1991 og fór fljótlega eftir það til Rússlands ásamt föður sínum til að setja á fót gosdrykkjaverksmiðju. Rekstur verksmiðjunnar var erfiður framan af, bæði vegna málaferla innan fyrirtækisins og erfiðra viðskiptaaðstæðna í Rússlandi.

Björgólfur og félagar færðu sig um set í lok tíunda áratugarins og keyptu rekstur Bravo bruggverksmiðjunnar. Fljótlega hófst þar framleiðsla á Botchkarov bjór sem sló í gegn í heimalandinu. Heineken keypti Bravo árið 2002 og þá hafði fjárfestingafyrirtæki Björgólfs, Samson, keypt hlut í Balkanpharma og Pharmaco.

Í lok árs keypti Samson 45% hlut í Landsbanka Íslands. Fljótlega keypti Samson einnig lyfjafyrirtækið Delta og sameinaði það Pharmaco undir nafninu Actavis. Einnig keypti Björgólfur Thor, í gegnum nokkra milliliði, stóran hlut í Eimskipafélagi Íslands árið 2003. Landsbankinn eignaðist líka fjárfestingabankann Burðarás og sameinaði hann fjárfestingafélaginu Straumi, undir nafninu Straumur-Burðarás.

Björgólfur Thor hefur einnig verið mjög virkur á fjarskiptamörkuðum, sérstaklega í Austur-Evrópu, og á m.a. stóran hlut í símafyrirtækinu Novator í Búlgaríu.

Björgólfur er sonur Björgólfs Guðmundssonar. Hann er í sambúð og á eitt barn. Heimili hans er í London.

[breyta] Tenglar


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það

Á öðrum tungumálum