Alnæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki alnæmissjúklinga og þeirra sem styðja alnæmissýkta er rauður borði
Merki alnæmissjúklinga og þeirra sem styðja alnæmissýkta er rauður borði

Alnæmi (eða eyðni) er samsafn einkenna og sýkinga (heilkenni), sem stafar af skertu ónæmi líkamans vegna smitunar af veirunni HIV (human immuno-deficiency virus). Alnæmi smitast á milli manna með sæði, blóðvökva eða öðrum líkamsvessum. Alnæmissmit fannst fyrst 18. júní 1981 í Los Angeles í fimm samkynhneigðum körlum. Engin þekkt lækning er til við HIV smiti en með meðferð er hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri um tíma. Talið er að sjúkdómurinn sé upphaflega kominn í menn úr öpum í Afríku.


[breyta] Tengill

Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Alnæmi er að finna í Wikiorðabókinni.


 

Þessi grein um heilsutengt málefni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana