Umboðsmaður Alþingis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslensk stjórnmál

Þessi grein er hluti af greinaflokknum:
Íslensk stjórnmál
Framsóknarflokkurinn
Frjálslyndi flokkurinn
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin - grænt framboð

breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald


Umboðsmaður Alþingis er eftirlitsaðili sem hefur eftirlit með stjórnsýslu íslenska ríkisins og sveitarfélaga í umboði Alþingis. Hann hefur ekki eftirlit með Alþingi sjálfu eða stofnunum þess og ekki dómstólum. Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að réttindi borgaranna gagnvart stjórnsýslunni séu virt og að jafnræðisreglan sé höfð í heiðri. Umboðsmaður bregst við skriflegum kvörtunum sem berast til embættisins, en hann getur líka tekið upp hjá sjálfum sér að fjalla um einstök mál.

Embætti umboðsmanns Alþingis var búið til með lögum nr. 13/1987, en víkkað út til að ná einnig til sveitarstjórna með lögum nr. 85/1997.

[breyta] Tenglar


Þessi grein sem fjallar um íslensk stjórnmál er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum