Hans Christian Ørsted

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hans Christian Ørsted
Hans Christian Ørsted

Hans Christian Ørsted var danskur eðlisfræðingur, efnafræðingur og lyfjafræðingur. Hann er einn þekktasti vísindamaður Danmerkur. Hann er þekktastur fyrir uppgötvanir á tengslum milli segul og rafmagns, sem þekkt er undir nafninu rafsegulfræði.

Hann var drifkrafturinn á bakvið stofnun Danska tækniháskólans (DTU) og var fyrsti rektor hans. Í dag heitir rafmagnsverkfræði deild skólans eftir honum.

[breyta] Uppgötvun rafsegulfræði

Hans Christian uppgvötaði áhrif rafmagns á segulsvið fyrir tilviljun, þegar hann var að undirbúa sig fyrir fyrirlestur árið 1820. Hann tók eftir því að nál á áttavita sem hann hafði hjá sér hreyfðist þegar hann kveikti og slökkti á rafhlöðu sem hann var að vinna með.

Rannsóknir hans höfðu meðal annars mikil áhrif á franska vísindamanninn André-Marie Ampère.

Einingin fyrir styrk segulviðs í cgs-einingakerfinu er kennt við Ørsted.

[breyta] Hlekkir