Norðvesturleiðin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðvesturleiðin er leið frá Atlantshafinu til Kyrrahafsins í gegnum norðurheimskautseyjaklasa Kanada.
[breyta] Saga og orðsifjar
Frá enda 15. aldar til 20. aldarinnar reyndu evrópumenn að uppgvöta skipaleið norður og vestan við Ameríku, englendingar kölluðu þessa ímynduðu skipaleið norðvesturleiðina en spánverjar kölluðu hana Aniánsund. Leitin af þessu sundi var drifkrafturinn bakvið mikið af könnunum evrópumanna báðum ströndum Norður-Ameríku.
Norðvesturleiðin var fyrst farin á sjó af Roald Amundsen, sem sigldi á 47 tonna síldveiðibát, Gjøa, sem hann hafði breytt. Siglingin tók 3 ár og endaði árið 1906. Þá kom Amundsen til bæjarins Eagle í Alaska og sendi símskeyti til að staðfesta afrek sitt. Leiðn sem hann hafði farið var mjög óhagkvæm, bæði var þar of grunnt og einnig tók ferðin allt of langan tíma. Norðvesturleiðin var ekki farin á einu ári fyrr en árið 1944, þegar St. Roch, kanadísk seglskúta undir stjórn Henry Larsen, komst í gegn.