Flokkur:Vísindavefurinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vísindavefurinn er vefsíða sem Háskóli Íslands setti upp 29. janúar 2000 og forseti Íslands (þá Ólafur Ragnar Grímsson) opnaði. Vefurinn var hluti af verkefni háskólans „Opinn háskóli“ sem aftur var hluti af verkefni Reykjavíkurborgar í tilefni þess að hún var ein af Menningarborgum Evrópu. Vinsældir vefjarins leiddu til þess að hann hélt áfram að starfa eftir að ofangreindu verkefni lauk.
- Aðalgrein: Vísindavefurinn