Ófeigur Sigurðsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ófeigur Sigurðsson (f. 2. nóvember 1975) er íslenskt ljóðskáld og rithöfundur. Fyrsta ljóðabók hans, Handlöngun, kom út undir merkjum Nýhil árið 2003 og hann átti ljóð í safnritinu Ást æða varps sem Nýhil gaf út 2005. Sama ár kom út fyrsta skáldsaga hans, Áferð hjá bókaútgáfunni Bjarti. Árið 2006 kom síðan út ljóðabókin Roði í bókaflokknum Norrænar bókmenntir, einnig hjá Nýhil.