Prammi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Prammi (einnig lekta eða fljótalekta) er flatbotna skip, oft langt, svart og mjótt. Pramminn er oft á tíðum með flötum skut og hefur lítinn gang. Íbúðarpramma (húsbáta) má t.d. sjá á Signu eða í síkjum Amsterdam sem og víðar. Það er einnig talað um pramma þegar átt er við vöruflutningafleka sem hafðir eru í slefi á eftir fljótabátum eða notaðir við dýpkunarstarfsemi í höfnum. Einnig eru til það sem kallaðir hafa verið herprammar. Þeir voru mikið notaðir á 18. öldinni, sér í lagi í Eystrasaltshafinu á meðan Napóleonsku stríðunum stóð. Hver prammi hafði 2-3 möstur og gat borið 10-20 fallbyssur.

[breyta] Prammategundir

  • dýpkunarprammi
  • fljótaprammi
  • herprammi
  • íbúðarprammi
  • léttbátur
  • vöruprammi


Þessi grein sem fjallar um skip eða skylt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum