Hilmar Finsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hilmar Finsen (f. 24. janúar 1824 - d. 15. janúar 1886), fullu nafni Søren Hilmar Steindór Finsen, var dansk-íslenskur stjórnmálamaður, fulltrúi konungs á Alþingi á árunum 1865-73 og fyrsti landshöfðingi Íslands.

Hilmar fæddist í Kolding á Jótlandi. Foreldrar hans voru Jón Finsen, héraðsfógeti, og Katharina Dorothea en Jón var sonur Hannesar Finnssonar biskups. Hilmar var uppalinn í Danmörku. Hann kom til Íslands og var gerður að fyrsta landshöfðingjanum 1. apríl 1873. Því embætti gegndi hann í áratug en þá fluttist hann aftur til Danmerkur og tók við embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar. Hilmar var innanríkisráðherra Danmerkur í rétt tæplega ár, 1884-85. Hann lést 15. janúar 1886.

[breyta] Sjá einnig

[breyta] Tenglar


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það