Samtök olíuframleiðsluríkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kort sem sýnir núverandi (grænn litur) og fyrrverandi (blár litur) aðildarríki OPEC
Kort sem sýnir núverandi (grænn litur) og fyrrverandi (blár litur) aðildarríki OPEC

Samtök olíuframleiðenda (enska: Organisation of the Petroleum Exporting Countries eða OPEC) eru alþjóðleg samtök sem í eru olíuframleiðsluríkin Alsír, Indónesía, Íran, Írak, Katar, Kúveit, Líbýa, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádí-Arabía og Venesúela. Frá 1965 hafa höfuðstöðvar samtakanna verið í Vínarborg í Austurríki. Þau voru stofnuð árið 1960. Ýmsir líta á samtökin sem verðsamtök.

Höfuðmarkmið samtakanna er að samræma aðgerðir til að vernda hagsmuni aðildarríkjanna á sviði olíuframleiðslu og koma í veg fyrir skaðlegar verðsveiflur á olíumörkuðum með því meðal annars að tryggja jafna og næga olíuframleiðslu. Samtökin höfðu mikil áhrif á olíuverð á 7. og 8. áratugnum með því að stjórna framboði á olíu en tilraun þeirra til að nota olíu sem tæki til að beita Bandaríkin og Vestur-Evrópu þrýstingi í Jom Kippúr-stríðinu, sem leiddi til Olíukreppunnar 1973, hafði þau áhrif að þessi ríki hófu markvisst að draga úr eftirspurn sinni eftir olíu frá OPEC-ríkjunum og dró þannig úr áhrifum þeirra. Þróun olíuvinnslu á öðrum stöðum, eins og Mexíkóflóa og Norðursjó hefur síðan þá aukið mikið framboð olíu frá ríkjum utan OPEC.

[breyta] Tenglar

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.