Dyrfjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dyrfjöll eru í Norður-Múlasýslu, hluti af fjallgarðinum milli Fljótsdalshéraðs og Borgafjarðar eystri. Fjöllin bera nafn af klettaskarði sem er í fjallgarðinum og kallast það Dyr og eru þær í 856 metra hæð. Hæsti tindur þeirra er í 1136 metra hæð yfir sjó og nefnist hann Innra-Dyrfjall. Er hann mjög torfær og var fyrst klifinn árið 1952, af þeim Vilhjálmi Einarssyni, Jóhanni Ólasyni og Steinþóri Eiríkssyni. Dyrfjöll eru oft kölluð "útverðir Austurlands í norðri".


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana