Friðrik 8. Danakonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Konungur Danmerkur
Lukkuborgarar
Friðrik VIII
Ríkisár 1906-1912
Kjörorð Herren er min Hjælper.
Fædd(ur) 3. júní 1843
  Gulahöll
Dáin(n) 14. maí 1912
  Hamborg í Þýskalandi
Gröf Hróarskeldudómkirkja
Konungsfjölskyldan
Faðir Kristján 9.
Móðir Louise af Hessen
Drottning (1898) Lovisa af Svíþjóð
Börn
  • Kristján 10.
  • Hákon 7.
  • Haraldur prins
  • Gústaf prins
  • Lovísa prinsessa
  • Ingibjörg prinsessa
  • Þyrí prinsessa
  • Dagmar prinsessa

Friðrik 8. af Glücksborg var konungur Danmerkur frá 1906-1912. Hann var elstur barna Kristjáns konungs 9. og Lovísu af Hessen-Kassel. Kvæntur 1869 Lovísu prinsessu af Svíþjóð-Noregi. Fljótlega eftir brúðkaupið settust hjónakornin að í Charlottenlund-höll, þar sem mörg af börnunum þeirra 8 fæddust.

Frá unga aldri sýndi Friðrik vísindum, listum og menningu mikinn áhuga. Hann ferðaðist mikið, m.a. til London, Parísar, Berlínar, Stokkhólms, Færeyja og Íslands. Þar sem hann var krónprins í 43 ár fékk hann nægan tíma til að búa sig undir að verða konungur, en hann ríkti aðeins í 6 ár. Friðrik var frjálslyndur, og var hlynntur því er þingræði var innleitt í Danmörku árið 1901.

Friðrik þótti vænt um Ísland og Íslendingum um hann, meira en vant var um Danakonunga.

Á efri árum fékk konungur hjartasjúkdóm, sem dró hann til dauða þann 14. maí 1912, þar sem hann var einn á ferð í Hamborg. Starfsfólk líkhússins bar ekki kennsl á konung Danmerkur fyrr en daginn eftir. Friðrik hlaut hinsta legstað í Hróarskeldudómkirkju og eftirmaður hans var sonurinn Kristján 10..


Fyrirrennari:
Kristján 9.
Konungur Danmerkur
(1906 – 1912)
Eftirmaður:
Kristján 10.