ISIR
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnisyfirlit |
[breyta] Kynning
Félagið ISIR var upprunalega hugarfóstur Hrafns Þorra Þórissonar sem fannst of lítið til gervigreindarsamfélags Íslands koma og ákvað að koma af stað hreyfingu í þeim málum. Eftir um hálfs árs undirbúning voru megin stefnur og hugmyndir um félagið orðnar vel mótaðar. Félagarnir Arnar Freyr Óskarsson, Ágúst Hlynur Hólmgeirsson og Sturla Þórsson slógust þá í hópinn með Hrafni og sóttu um styrk til Evrópusambandsins undir fyrirsögninni "Íslenskt Gervigreindarfélag", með Dr. Yngva Björnsson, Helgu Waage og Dr. Kristinn R. Þórisson sem formlega ráðgjafa.
Styrkinn hlaut félagið og í kjölfarið var félagið skráð hjá Ríkisskjattsjóra þann 19. Apríl 2005.
[breyta] Nafnið ISIR
Þó félagið beri vissulega íslenskt nafn, þá er það venjan að vísa í ensku skammstöfunina í umræðum. ISIR stendur fyrir "Icelandic Society for Intelligence Research" og er borið fram "Æsir". Félagið hefur þó engin tengsl við trúarbrögð goðafræðanna, nema e.t.v. það að meðlimir þess hafa það sameiginlega markmið að skilja greind og skapa hugsun í annars dauðum hlutum.
[breyta] Nánari upplýsingar
Úr grein um ISIR (birt með leyfi höfundar) :
"ISIR er umfram allt félag um gervigreind og forritun, en þar sem gervigreind er mjög víðfemt fag fylgjum við nýstárlegri og mikilvægri hugmyndafræði: að gera ekki ráð fyrir að rannsóknir á gervigreind séu einskorðaðar við neitt eitt fag, heldur gera fólki frjálst að skýra sitt sjónarhorn á því efni sem fjallað er um, með tilvísun í aðferðafræði þeirra vísinda sem henta hverju sinni. Með þessu vonumst við til að skapa betri heildarsýn á þau viðfangsefni sem tengjast gervigreind og vitvísindum en tekist hefur hingað til. Þar með skapast einnig breiðari grundvöllur fyrir samstarf milli stofnana, einstaklinga og fyrirtækja. Sökum þess hve gervigreind er víðfeðm kalla rannsóknir á mjög fjölbreytt samstarf. Þróun gervigreindar verður m.a. að styðjast við náið samstarf tölvunarfræðinga, sálfræðinga, rafverkfræðinga, heimspekinga og líffræðinga svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst þarf stuðning almennings og áhugafólks til að búa til frjóan grundvöll til umræðna.
Því má segja að ISIR sé félag um vitvísindi sem notar tölvunarfræði og forritun sem verklega undirstöðu."
[breyta] Markmið ISIR
- Auka samskipti áhugafólks um vísindarannsóknir og fræðum tengdar greind
- Auka almennan áhuga á gervigreind, vitvísindum og tengdum sviðum
- Bæta hagnýta notkun á hugsandi/sjálfvirkum vélbúnaði og hugbúnaði og styðja rannsóknir á því sviði
- Mynda nýjar tengingar milli þeirra margvíslegu fræðisviða sem við koma greind og greindarrannsóknum
- Kynna gervigreind, vitvísindi og tengd svið fyrir almenningi og stuðla að bættri umfjöllun og skilningi á gervigreind, vitvísindum og tengdum sviðum meðal fjölmiðla
[breyta] Starfssemi
Á þeim tíma er þetta er skrifað fer starfssemi ISIR að mestu leiti fram á Veraldarvefnum.
- Spjallborð ISIR má finna á http://forum.isir.is
- Einnig heldur ISIR uppi síðunni ISIRWiki, en það er íslenskt upplýsingakerfi um gervigreind.
[breyta] Heimildir
- Þórisson, Hrafn 2005. "ISIR: Félag Íslands um gervigreind og vitvísindi." Háskólablaðið 3.tbl. 2.árgángur.: bls. 32-33