Kattardýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kattardýr

Tígrisdýr
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Felidae
G. Fischer de Waldheim, 1817
Undirættir
  • Felinae
  • Pantherinae
  • Acinonychinae
  • Machairodontinae (útdauð)

Kattardýr (fræðiheiti: Felidae) eru ætt dýra af ættbálki rándýra og þau rándýr sem helst eru háð því að éta kjöt. Fyrstu kattardýrin komu fram á sjónarsviðið á Eósentímabilinu fyrir um fjörutíu milljónum ára. Kunnasta undirtegund kattardýra er kötturinn sem fyrst hóf sambýli við manninn fyrir um sjö til fjögur þúsund árum.

Einnig eru þekktir stóru kettirnir; ljón, hlébarði, jagúar, tígrisdýr og blettatígur, og eins aðrir villtir kettir eins og gaupa, fjallaljón og rauðgaupa. Öll kattardýr (heimiliskettir meðtaldir) eru ofurrándýr sem eru fær um að ráðast á og drepa nánast allt sem er minna en þau sjálf.

Í dag eru þekktar 36 tegundir kattardýra. Öll kattardýr eiga það sameiginlegt að finna ekki sætt bragð.

[breyta] Flokkun

  • Undirætt: Litlir kettir (Felinae)
    • Ættkvísl: Smákettir (Felis)
    • Ættkvísl Manúlköttur (Otocolobus)
      • Manúlköttur (Otocolobus manul)
    • Ættkvísl Catopuma
      • Gullköttur (Catopuma temminckii)
      • Catopuma badia
    • Ættkvísl Profelis
      • Profelis aurata
    • Ættkvísl Prionailurus
      • Dvergtígurköttur (Prionailurus bengalensis)
      • Prionailurus viverrinus
      • Prionailurus planiceps
      • Prionailurus rubiginosus
    • Ættkvísl: Gaupa (Lynx)
      • Evrasíugaupa (Lynx lynx)
      • Íberíugaupa (Lynx pardinus)
      • Kanadagaupa (Lynx canadensis)
      • Rauðgaupa (Lynx rufus)
    • Ættkvísl: Eyðimerkurgaupa (Caracal)
      • Eyðimerkurgaupa (Caracal caracal)
    • Ættkvísl: Servalköttur (Leptailurus)
      • Servalköttur (Leptailurus serval)
    • Ættkvísl: Marðarköttur (Herpailurus)
      • Marðarköttur (Herpailurus yaguarondi)
    • Ættkvísl: Oncifelis
      • Gresjuköttur (Oncifelis colocolo)
      • Oncifelis geoffroyi
      • Oncifelis guigna
    • Ættkvísl: Andesköttur (Oreailurus)
      • Andesköttur (Oreailurus jacobita)
    • Ættkvísl: Parduskettir (Leopardus)
      • Pardusköttur (Leopardus pardalis)
      • Leopardus wiedii
      • Leopardus tigrinus
    • Ættkvísl: Fjallaljón (Puma)
      • Fjallaljón (Puma concolor)
  • Undirætt: Stórir kettir (Pantherinae)
    • Ættkvísl: Hlébarðaköttur (Pardofelis)
      • Hlébarðaköttur (Pardofelis marmorata)
    • Ættkvísl: Skuggahlébarði (Neofelis)
      • Skuggahlébarði (Neofelis nebulosa)
    • Ættkvísl: Snæhlébarði (Uncia)
      • Snæhlébarði (Uncia uncia)
    • Ættkvísl: Stórkettir (Panthera)
      • Ljón (Panthera leo)
      • Tígrisdýr (Panthera tigris)
      • Hlébarði (Panthera pardus)
      • Jagúar (Panthera onca)
  • Undirætt: Blettatígur (Acinonychinae)
    • Ættkvísl: Blettatígur (Acinonyx)
      • Blettatígur (Acinonyx jubatus)