Flokkur:Jörðin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jörðin er reikistjarna, einn af átta fylgihnöttum sólarinnar. Jörðin er þriðja reikistjarnan frá sólu, á eftir Merkúríus og Venus. Jörðin er fimmta stærsta reikistjarnan, og sú stærsta af innri reikistjörnum sólkerfisins, sem ekki eru gasrisar. Jörðin, sem talin er hafa myndast fyrir um 4,55 milljörðum ára, er eini hnötturinn sem vitað er til að líf þrífist á. Tungl jarðarinnar nefnist einfaldlega tunglið og hefur fylgt henni í að minnsta kosti 4,5 milljarða ára.
- Aðalgrein: Jörðin