Spjall:Listi yfir íslenskar kvikmyndir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Bar listann saman við [1] sem nær yfir tímabilið 1962-2004. Þar sem þeim bar ekki saman reyndist þessi síðari réttari, svo ég breytti í öllum tilvikum eftir honum. --Akigka 13:35, 3 mar 2005 (UTC)
Það er víst enginn svo gamall hér að hann muni eftir "double-feature" sem mig minnir að hafi heitið Breiðafjarðareyjar/Þrymskviða og var sýnd í Regnboganum um 1980? Þrymskviða þessi mun hafa verið fyrsta íslenska teiknimyndin, en mér tekst ekki að finna skapaðan hlut um hana á netinu. --Akigka 14:05, 3 mar 2005 (UTC)
Upplýsingar sem ég fékk frá Kvikmyndasafninu: Varðandi fyrirspurn, þá er Þrymskviða teiknimynd eftir Sigurð Örn Brynjólfsson. Þrymskviða er varðveitt á Kvikmyndasafni Íslands Breiðafjarðareyjar er mynd eftir Óla Örn Andreasson. er ekki til á Kvikmyndasafni Íslands.--Steinninn 18:17, 17 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Sweety Barrett
Bara svo það komi fram þá er kvikmyndin Aulabárður frá 1998 sú sama og írska kvikmyndin The Tale of Sweety Barrett eftir Stephen Bradley. Það eina sem er „íslenskt“ við þessa mynd er að Íslenska kvikmyndasamsteypan var meðframleiðandi að henni. Spurningin er hvort hún á heima á þessum lista fyrir það eitt? --Akigka 11:03, 18 janúar 2007 (UTC)
[breyta] Ísland sem meðframleiðandi
Það kom upp stutt umræða um hvort Aulabárður eigi að vera með á þessum lista. Mig langar til að benda á fleir myndir sem eru meðframleiddar af íslandi og eru ekki á listanum: DenBrysomme mannen, Disarm, Den Goda viljan, Guy X, Jargo, Jerusalem, Krigerens hjerte, Nickel Mountain, No Such Thing, Omfavn mig måne, The Prodigal Son, Stormy Weather og Tsatsiki, morsan och polisen. Ég gerði mér nú ekki grein fyrir hvað þessi listi var langur. En ég gerði hann alveg eftir minni með imdb leit. Svo það gæti verið að eitthvað af þessum myndum sé á listanum. En það mætti huga að því að búa til nýjann lista með þessum myndum og Aulabárður. Hvernig hljómar Listi yfir kvikmyndir sem Ísland meðframleiddi? --Steinninn 11:32, 11 febrúar 2007 (UTC)
- Eða Listi yfir erlendar kvikmyndir sem íslensk kvikmyndafyrirtæki tóku þátt í framleiðslu á (Ísland getur jú ekki talist vera framleiðandi)? Svolítið óþjált, og spurning hvort sé ástæða til að vera með slíkan lista yfirhöfuð. Hins vegar er alltaf dálítið vafaatriði hvenær kvikmynd (sem byggir alltaf á flóknu framleiðsluferli) telst vera „íslensk“. Mér finnst að Sweety Barrett ætti ekki að vera á þessum lista. --Akigka 20:55, 11 febrúar 2007 (UTC)
- Ætti þá að taka út Fullorðið fólk, þar sem hún var meðframleidd af Zik Zak? http://steinninn.is/biomyndir/voksne_mennesker.htm#kredit Ég er nú ekki viss um að ég vilji missa hana. Hvar á að setja mörkin? --Steinninn 17:32, 12 febrúar 2007 (UTC)
- Það er mynd eftir íslenskan leikstjóra, alveg eins og Skroppið til himna þannig að mér finnst þær alveg mega vera á listanum. --Akigka 20:20, 12 febrúar 2007 (UTC)
- Heyrðu, ég skellti þessu bara neðst á greinina. Ég verð nú að segja að ég er orðinn bara ansi ánægður með þennann lista. Vantar bara örfá plagöt og þá er þetta komið. --Steinninn 21:46, 12 febrúar 2007 (UTC)
- Það er mynd eftir íslenskan leikstjóra, alveg eins og Skroppið til himna þannig að mér finnst þær alveg mega vera á listanum. --Akigka 20:20, 12 febrúar 2007 (UTC)
- Ætti þá að taka út Fullorðið fólk, þar sem hún var meðframleidd af Zik Zak? http://steinninn.is/biomyndir/voksne_mennesker.htm#kredit Ég er nú ekki viss um að ég vilji missa hana. Hvar á að setja mörkin? --Steinninn 17:32, 12 febrúar 2007 (UTC)
[breyta] Kvikmyndir án leikstjóra
Ég hef unnið hart að því að hafa allar kvikmyndirnar með plakati, eða allavega skjáskoti til að sína framm á að hún sé í raun til. Núna eru bara örfáar eftir. Og það sem veldur mér mestum spurningum er Konunglegt bros, Á sjó og Morgunn lífsins. Það vantar ekki aðeins plakat, heldur líka leikstjórann, og því aðeins nafnið og ár vitað. Ef enginn getur komið með sönnun fyrir því að þessar myndir hafi nokkurtíma verið frumsýndar þá tek ég þær einfaldlega af listanum. --Steinninn 23:22, 8 apríl 2007 (UTC)