23. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2006 Allir dagar |
23. desember er 357. dagur ársins (358. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 8 dagar eru eftir af árinu. Dagur þessi er Þorláksmessa á Íslandi. Vetrarsólstöður geta orðið á þessum degi á norðurhveli jarðar.
[breyta] Atburðir
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Ketkrókur til byggða þennan dag.
- 1193 - Þorlákur Þórhallsson biskup í Skálholti lést, 60 ára gamall. Hann var talinn helgur maður og staðfesti páfi helgi hans þann 14. janúar 1984. Á Íslandi er 23. desember messa heilags Þorláks og kallast Þorláksmessa.
- 1849 - Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum varð löggiltur verslunarstaður.
- 1905 - Páll Ólafsson skáld lést, 78 ára gamall. Eftir hann eru þekkt ljóð eins og Sólskríkjan, Sumarkveðja og mörg fleiri.
- 1956 - Richard Nixon, sem þá var varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands og heimsótti Ásgeir Ásgeirsson forseta á Bessastöðum.
- 1958 - Ríkisstjórn Alþýðuflokksins tók við völdum og sat í ellefu mánuði undir forsæti Emils Jónssonar.
- 1968 - í Reykjavík urðu átök á milli lögreglu og fólks sem mótmælti stríðinu í Víetnam. Var þessi atburður nefndur Þorláksmessuslagurinn.
- 1993 - Stærsti vinningur í sögu Lottósins fram að því var greiddur út til 7 manna fjölskyldu á Seltjarnarnesi og var fjárhæðin 17,9 milljónir króna.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
- 1193 - Þorlákur helgi Þórhallsson, biskup í Skálholti (f. 1133).
- 1905 - Páll Ólafsson, skáld.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |