Ábrystir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ábrystir er spónamatur sem búinn er til úr broddmjólk úr kúm. Þegar broddurinn er hitaður, þá ystir hann og verður stífur. Vegna þess að ekki er hægt að hræra í honum, þá þarf að setja broddinn í skál eða kastarholu, sem aftur fer ofan í stærri pott með vatni í, sem svo er settur á hellu (eða hlóðir). Þannig brennur ábrystirinn ekki við. Hann er látinn sjóða í um 20 mínútur, eða þangað til hann er orðinn vel stífur. Þá er venjan að skammta honum. Vinsælt er að setja kanilsykur út á, en annað útákast þekkist einnig.