Spegilfruma
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spegilfruma er taugafruma sem svarar bæði við því þegar dýr framkvæmir tiltekna athöfn og þegar það sér (eða skynjar á annan hátt) einhvern annan gera slíkt hið sama. Spegilfrumur eru af mörgum taldar lykill að skilningi á aðgerðum annarra.
Spegilfrumur er að finna í Broca-svæði mannsheilans, sem sér um myndun tungumáls, og í neðra hvirfilblaði (e. inferior parietal cortex).
Giacomo Rizzolatti ásamt Leonardo Fogassi og Vittorio Gallese í Parmaháskóla á Ítalíu uppgötvaði óvart spegilfrumurnar á 9. og 10. áratug 20. aldar.