Skúli Thoroddsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skúli Thoroddsen (f. í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859 - d. 21. maí 1916) var íslenskur stjórnmálamaður.

Skúli lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1879 og lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1884. Eftir að Skúli sneri heim frá Danmörku var hann skipaður málaflutningsmaður við landsyfirdóminn 1. ágúst 1884. Því næst gerðist hann sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði í ein átta ár þangað til að honum var vikið úr starfi 1892.

Skúli stjórnaði kaupfélagi á Ísafirði 1888—1901, það annaðist m. a. saltfisksölu til Miðjarðarhafslanda. Hann rak verslun á Ísafirði 1895—1915. Ritstjóri og bóndi á Bessastöðum á Álftanesi 1901—1908 og rak þar prentsmiðju. Fluttist til Reykjavíkur 1908 og átti þar heima síðan.

[breyta] Tenglar


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það