Þjóðskjalasafn Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjóðskjalasafn Íslands er stofnun sem sér um varðveislu ýmissa opinberra skjala sem einkaskjala[1].
Tilskipun um safnið var gefin út af landshöfðingja þann 3. apríl 1882, en að vísu hét það þá Landsskjalasafn. Húsnæði safnsins var frá árinu 1882 til 1900 á lofti Dómkirkjunnar, en flutti þaðan í Alþingishúsið, og flutti aftur í Safnahúsið við Hverfisgötu árið 1909. Framtíðarstaður safnsins er við Laugaveg 162. [2]