Fiskveiðaöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saga Íslands

Eftir tímabilum

Miðaldir á Íslandi
Nýöld á Íslandi
Nútíminn á Íslandi
Eftir umfjöllunarefni
  • Efnahagssaga
  • Hernaðarsaga
  • Kirkjusaga
  • Menningarsaga
  • Réttarsaga

Fiskveiðaöld er tímabil í sögu Íslands sem nær frá 1300 til 1550. Þorkell Jóhannesson, sagnfræðingur, stakk upp á þessu heiti til aðgreiningar frá því sem hann kallaði landbúnaðaröld og náði frá 930 til 1300. Þetta tímabil, sem Björn Þorsteinsson skipti í norsku öldina, ensku öldina og þýsku öldina eftir helstu viðskiptaþjóðum Íslendinga, einkennist af auknu vægi verslunar og útflutnings sjávarafurða vegna aukinnar eftirspurnar í Norður-Evrópu og samfara því stóraukinni útgerð Íslendinga og vexti verstöðva. Helstu útflutningsvörur á þessu tímabili voru skreið og lýsi, en líka vaðmál, brennisteinn og fálkar.

[breyta] Heimild


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana