Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu er staðsettur á Höfn í Hornafirði. Hann var stofnaður árið 1987 af ríkinu og sveitarfélögum í Austur-Skaftafellssýslu. Fyrstu 15 árin fékk FAS, eins og hann er yfirleitt kallaður, inni í húsi Nesjaskóla í Nesjahreppi en fluttist síðan í Nýheima á Höfn í Hornafirði haustið 2002.
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu hefur verið vinsæll meðal nemenda hvaðanæva af landinu og eru mjög margir sem í gegnum tíðina hafa einhverntíma verið í fjarnámi frá FAS. Dagskólanemendur eru um 100 og hefur sú tala hækkað jafnt og þétt síðustu ár.
Skólinn er í samstarfi við aðra framhaldsskóla á Austurlandi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi. Markmið þessa samnings er að bæta aðgengi nemenda að eins fjölbreyttu námsframboði og kostur er ásamt fleiru. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu er aðili að Fræðsluneti Austurlands sem hefur það markmið að bæta aðgengi íbúa fjórðungsins að háskólanámi og símenntun.
[breyta] Tengill
Íslenskir framhaldsskólar |
---|
Borgarholtsskóli | Fjölbrautaskóli Snæfellinga | Fjölbrautaskóli Suðurlands | Fjölbrautaskóli Suðurnesja | Fjölbrautaskóli Vesturlands | Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Flensborgarskólinn í Hafnarfirði | Framhaldsskólinn á Húsavík | Framhaldsskólinn á Laugum | Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu | Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum | Iðnskólinn í Hafnarfirði | Iðnskólinn í Reykjavík | Kvennaskólinn í Reykjavík | Landbúnaðarháskóli Íslands | Menntaskólinn á Akureyri | Menntaskólinn á Egilsstöðum | Menntaskólinn á Ísafirði | Menntaskólinn í Kópavogi | Menntaskólinn að Laugarvatni | Menntaskólinn í Reykjavík | Menntaskólinn Hraðbraut | Menntaskólinn við Hamrahlíð | Menntaskólinn við Sund | Sjómannaskólinn í Reykjavík| Verkmenntaskóli Austurlands | Verkmenntaskólinn á Akureyri | Verzlunarskóli Íslands |