Guðrún Helgadóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guðrún Helgadóttir (f. í Hafnarfirði 7. september 1935) er íslenskur rithöfundur og fyrrum stjórnmálamaður.
Guðrún lauk stúdentsprófi frá MR 1955. Hún giftist Hauki Jóhannssyni, verkfræðingi í júní 1957, þau eignuðust soninn Hörð það ár en skildu 1959. Hún starfaði sem ritari rektors í MR í áratug (1957-67) og giftist Sverri Hólmarssyni kennara 1964, þau eignuðust saman þrjú börn en skildu 1983.
Guðrún vann sem deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins 1973-1980. Hún sat í stjórn BSRB 1972-1978, var borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1978-1982 og ritari þess 1977-1983. Hún var kosinn alþingismaður Alþýðubandalagsins frá 1979-1995. Hún var forseti Alþingis 1988-1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti í sameinuðu þingi. Hún var fulltrúi í Norðurlandaráði 1983-1988.
[breyta] Tenglar
- Æviágrip á vef Alþingis
- Ferilskrá á vef Samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda
- Ferilskrá á vef Eddu útgáfufyrirtækis
- Umfjöllun á Rithöfundavef Íslands
- Guðrún Helgadóttir á Bókmenntavefnum