Digimon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.
Digimon
デジモン
(Dejimon)
Tegund ævintýri

Digimon (jap. デジモン dejimon) er japönsk sería sem inniheldur anime þáttaraðir, tölvuleiki, leikföng, TCG spil, manga bækur og fleira. Ekkert þeirra birtist á íslensku. Digimonar eru skepnur sem lifa í heimi sem hefur þróast í gagnaflutningakerfum jarðarinnar. Þegar þessi stafræni heimur er í hættu þurfa hin kosnu börn (chosen children) að bjarga honum. Digimon er mikið byggt á goðsögnum og slíku. Meðal annars er tekið úr austurlenskum trúarbrögðum, kristinni trú og smáveigis úr norrænu trúnni.

Efnisyfirlit

[breyta] Digimonar

  • Digimon þýðir Digital Monster.
  • Digimonar eru skepnur, sem lifa í stafræna heiminum.
  • Hver Digimoni skríður úr digieggi og er þá venjulega á fyrsta þróunarstigi, að fáum digimonum undanskildum. (td: Guilmon)
  • Allir digimonar hafa mörg þróunarstig og geta þróast í mismunandi digimona. (td: Einn V-mon þróast í XV-mon, meðan annar þróast í V-dramon. Bæði Greymon og Airdramon geta þróast í War Greymon.)
  • Allir digimonar tilheira einni af fimm tegundum: gagn, lyf, vírus, breyta eða óþekkt.
  • Allir digimonar hafa allavega eina sérstaka árás, flestir fleiri.

[breyta] Stafrænt gæludýr

Digital Monster

26. júní 1997 birti Bandai handtölvuleik sem nefndist „Digital Monster“ og var það ekki fyrsta stafræna gæludýr frá þeim. Leikurinn gekk út á það að ala digimona gæludýr og tengjast með öðrum leikmönnum til að berjast með digimonum þeirra. Leikfangið reyndist vera svo vinsælt að fjórar útgáfur bættust við í nóvember sama ár. Í desember kom út „önnur kynslóðin“ og 1998 „þriðja kynslóðin“.

Pendulum

1999 til 2000 kom Bandai með nýtt digimona gæludýr, sem kallaðist „Digimon Pendulum“. Með þessum nýjum útgáfum kom nýtt þróunarstig og möguleikurinn að tveir digimonar þróast saman í einn sterkara Digimona. Útgáfurnar hétu: Nature Spirits, DeepSea Savers, Nightmare Soldiers, Wind Guardians, Metal Empire og Virus Busters.

Progress

Ný útgáfa af Pendulum gæludýrinu var gefin út og er kölluð „Digimon Pendulum Progress“. Nýtt í þessari útgáfu er að hægt sé að berjast móti tölvustýrðum digimonum. Útgáfurnar þrjár heita Dragon's Roar, Armageddon Army og Animal Collesium.

Pendulum X

„Digimon Pendulum X“ blandar saman klassísku stafrænu gæludýrinu við RPG eiginleika af „Digivice“. Til eru þrjár útgáfur. Version 1 til 3. Pendulum X birtist í Asíu einnig undir nafninu D-Cyber.

Accel

En önnur tegund af Digimon gæludýrinu. Útgáfurnar heita Justice Genome, Evil Genome, Nature Genome og Ultimate Genome.

Mini

„Digimon Mini“ er uppbyggt á upprunalegum Digital Monster leiknum og er stærðin á tölvunni og skjánum aðalmunurinn. Útgáfurnar eru Version 1 til 3.

Digivice

Þessar útgáfur eru byggðar á tækjunum sem sjást í anime þáttunum. Þær eru eins og Pendlum raðirnar og innihalda Digimon Digivice, Digimon D3 Digivice, Digimon D-Arc, Digimon D-Tector og Digimon Savers IC V-Pet.

[breyta] Manga

V-Tamer

Digimon Adventure V-Tamer 01 birtist fyrst í blaðinu V-Jump 21. nóvember 1998. Það fjallar um strák að nafni Taichi og félaga hans Zeromaru, sem er V-dramon. Þeir koma í stafræna heiminn, „the Digital World“ til að bjarga honum frá illum digimonum eins og Demon. Í bindi tvö var birt „C'mon Digimon“ sem er óháð V-Tamer.

Chronicle

Digimon Chronicle eru fjórir litaðir kaflar sem fylgdu með Pendulum X leikjunum. Aðalpersónur err Kouta og digimona félagi hans, DORUmon. Þeir reyna að stöðva Yggdrasil, tölvuna, þar sem stafræni heimurinn er á, frá því að eyða þeim heim. Yggdrasil sendir konunglegu riddarana (Royal Knights) móti þeim.

Next

Í Digimon Next er aðalpersónan Tsurugi með félaga hans Greymon. Hann er góður í fótbolta og Digimon Mini leiknum. Vinir hans sýna honum miklu betri leik þar sem hann kemst inn í stafræna heiminn til að leika þar. En allt í einu birtast digimonar í alvöru á jörðinni.

D-Cyber

D-Cyber er mjög líkt og Digimon Chronicle og er í raun kínverska útgáfan af því. Mesti munurinn er sá að óvinurinn er digimoninn Metal Phantomon. Aðalpersónan heitir Hikaru og er DORUmon félagi hans.

Kínverskar Útgáfur

Kínverski höfundurinn Yuen Wong Yu framleiddi manga raðir sem eru byggðar á fyrstu fjórum anime seríunum. Söguðráðinum hefur verið aðeins stytt en fylgir hann þó animeinu að mestu leiti. Fyrstu þrjár raðirnar voru þýddar á ensku af Tokyopop og nota þau Amerísku útgáfurnar af seríunum fyrir þýðingarnar.

Vesturinn

Nokkur lönd hafa gert eigin útgáfur byggðar á anime seríunum. Í Bandaríkjunum hefur Dark Horse Comics birt röð sem er byggð á amerísku útgáfu fyrstu seríunnar. Panipani birti í evrópu einnig nokkrar raðir sem muna dálítið milli landanna.

[breyta] Anime myndir

[breyta] Digimon Adventure

Áður en fyrsta serían kom út í Japan var þessi tuttugu mínutna mynd sýnd í bíó. Hún gerist nokkur ár fyrir fyrstu seríunni.

Söguþráður:

Tvö börn, Taichi (ekki sá sami og í V-Tamer) og systir hans, Hikari, finna digiegg. Stuttu síðar skríður Botamon úr egginu og vingast við systkynin. En smám saman fer það í hærra og hærra þróunarstig og verður til vandræða í borginni. Þá byrtist annar digimoni, Parrotmon og þau tvö berjast. Til að vernda börnin þróast digimoni þeirra í risa stórt Greymon. Þegar bardaganum lýkur eru báðir digimonarnir horfnir.

[breyta] Our War Game!

Bokura no Wō Gēmu! er tímasett stuttu eftir fyrstu seríunni.

Söguþráður:

Illur digimoni, Diablomon, kemst inn á net bandaríska hersins og skýtur kjarnorkusprengju á Japan. Taichi, Koushiro, Yamato, Takeru og digimona félagar þeirra verða að stöðva hann áður en hún springur. Digimonar Taichis og Yamatos sameinast í Omegamon. Diablomon margfaldast nokkrum þúsund sinnum en þau sigra þó alla á seinustu sekúndunni.

[breyta] Digimon Hurricane Touchdown!! Supreme Evolution!! The Golden Digimentals

Þessi mynd gerist í miðju seríu númer tvö.

Söguþráður:

Taichi, Yamato, Koushiro, Jou, Mimi og Sora hverfa. Takeru og Hikari eru í Bandaríkjunum og hitta þar annan strák, Wallace, með félaga hans Terriermon, en þeir hlaupa undan. Á meðan koma Daisuke, Iori og Miyako einnig til Bandaríkjanna til að finna þau sem hurfu og hitta hin tvö. Wallace eltir eftir digimonanum, Wendimon, sem ræðst alltaf á hann. Seinna hitta Daisuke, Iori og Miyako á Wallace og verða samferða. Að lokum þurfa þau að berjast við Wendimon, sem þróast í Antiramon og svo Cherubimon (myrkur útfærsla). Krakkarnir breytast í smábörn út af krafta Cherubimons og digimonar þeirra verða sigraðir. En þá bætast Takeru og Hikari í hópinn. Digimonar þeirra gefa V-mon, sem er digimoni Daisukes og Terriermon, digimona Wallacear, heilaga krafta sína svo að þau þróast í Magnamon og Rapidmon (gull útfærslu). Þau ná að sigra Cherubimon, er verður að góðum digimona aftur rétt áður en hann breytist í digiegg. Krakkarnir sem hurfu birtast aftur og allt verður til góðs.

[breyta] Revenge of Diablomon

Diaboromon no Gyakushuu - Tímasetningin er nokkuð eftir annari seríunni.

Söguþráður:

Diablomon er enn á lífi og hefur búið til fullt af Kuramon afkvæmum. Hann sendir Kuramonin til Tókýó með mörgum litlum hliðum í GSM símum, því að sjálfur kemst hann ekki. Daisuke, Ken, Iori og Miyako reyna að safna þeim saman til að senda þá aftur í stafræna heiminn. Á meðan fara Taichi, Yamato, Hikari og Takeru í stafræna heiminn til að takast á við Diablomon sjálfann. Omegamon, Angemon og Angewomon saman tekst að sigra hann, en á sömu stundu sleppa öll Kuramonin, sem eftir eru, á jörðina. Þar sameinast þau öll og verða að Armagemon. Þar berjast þá Omegamon og Imperialdramon (fighter útfærsla) við hann, en þeim mistekst. Omegamon gefur Imerialdramon kraftinn sinn svo að hann breytist í Paladin útfærslu. Honum tekst þannig að buga Armagemon, sem leysist upp í Kuramonin. Með hjálp símanna allra áhorfenda tekst að eyða þeim og voru það endalok Diablomons.

[breyta] The Adventurers Battle

Boukensha Tachi no Tatakai - Þessi mynd er tímasett í miðri þriðju þáttaröðinni.

Söguþráður:

Takato ferðast til Okinawa til að heimsækja frænda sinn, Kai, sem vingast við digimon félaga Takatos, Guilmon og einnig Culumon. Meðan þau leika sér á ströndinni koma þau auga á stelpu úti í sjónum, sem er að flýja frá Tylomon, hákarla digimona. Kai, Takato og Guilmon bjarga henni og í ljós kemur að hún er Minami, dóttir þekkta stafræna gæludýra framleiðandas. Seinna ráðast nokkrir digimonar á þau og út úr tölvu Minami kemur Shiisamon, sem var stafrænt gæludýr hennar, til að bjarga henni. En þó verður henni rænd og félagarnir ásamt Shiisamon reyna að bjarga henni. Föður Minami hefur einnig verið rænt og í ljós kemur að vinnufélagi hans er í raun Mephismon, sem ætlar að finna lækninguna fyrir tölvuvírus, sem hann bjó til og setti inn í stafrænu gæludýrin og eyða henni. Hann bjóst þó ekki við því að Omegamon myndi senda Jenrya, Ruki og félaga þeirra, hinum til hjálpar. Þá tekur Mephismon alla í hluta stafræna heimsins sem hann bjó sjálfur til. Þar berjast digimonarnir við hann. Þegar það virðist að Mephismon væri sigraður þróast hann í Galfmon. Þó tapar hann í lokin. En ekki fyrr en að Shiisamon særist banasári. Í ljós kemur að hann var lækningin og hann eyddi öllum vírusunum þegar hann leystist upp og skildi þar með Minami eftir grátandi.

[breyta] Runaway Digimon Express

Bousou Dejimon Tokkyuu - Nokkrum mánuðum eftir lok þriðju seríunnar tekur þessi mynd við.

Söguþráður:

Krakkarnir eru sameinaðir aftur við digimonana sína og þurfa að stöðva lesta digimona, Locomon, sem fer um alla borgina á teinunum og geta því venjulegar lestir ekki keyrt. Eftir að Growmon mistekst að stöðva Locomon stekkur Takato á lesta digimonann. Ruki og Renamon komast einnig á lestina og saman reyna þau að stöðva hana að innan. En eitthvað heilaþvær Ruki og ræðst hún á hina. Renamon dettur af lestinni og Takato flýr á þakið. Ruki eltir hann og sýnir þar digimoninn sig, er stýrir Ruki. Það er Parasimon, sem reynir að henda Takato af þakinu. En Guilmon, sem komst líka á lestina, leysir Ruki úr álögunum en dettur hún næstum því ofan af lestinni. Takato grípur í hana og á þeirri stundu þróast Locomon í Grand Locomon og eykur hraðann. Í ljós kemur að Parasimon stýrir hann líka og stýra þau í áttina að hliði í stafræna heiminn. Takato og Guilmon breytast saman í Dukemon og drepa Parasimon. En áður en það deyr sendir það eitthvað gegnum hliðið og á næstu augnablikinu koma margir Parasimon úr hliðinu og ráðast á borgina. Ruki og Renamon þróast þá í Sakuyamon og Jenrya og Terriermon, sem bæst hafa í hópinn, í Saint Galgomon. Einnig kemur Justimon, er samanstendur af Ryo og Cyberdramon, til hjálpar. Saman berjast þau gegn Parasimon herinn og þegar Dukemon fer í Crimson útgáfu vinna þau bardagann og eyða Parasimonunum. Locomon leysist úr álögununum og fer aftur í stafræna heiminn. Myndin endar með veislu handa Ruki og lagi, sem hún syngur.

[breyta] Revival of the Ancient Digimon

Revival of the Ancient Digimon eða Kodai Dejimon Fukkatsu - Þessi mynd gerist í miðri fjórðu seríunnar. Hún var frumsýnd 20. júlí 2002 í Japan.

Krakkarnir lenda í bardaga milli mannalíkum digimonum og skepnulíkum digimonum og dreifast í báða hópa. Þau reyna að fá frið milli báða liðana, en illur digimoni, Murmuxmon, hefur aðrar áætlanir.

[breyta] Ultimate Power! Activate Burst Mode!

Kyūkyoku Pawā! Bāsuto Mōdo! er fyrsta myndin fyrir fimmtu seríuna. Hún var frumsýnd 9. desember 2006.

Illur digimoni ætlar að svæfa allt mannkynið. Krakkarnir þurfa að komast í kastala hans til að stöðva hann.

[breyta] Digital Monster X-evolution

Digital Monster X-evolution er byggt á söguþræði Digimon Chronicle en þó eru engin menn í henni. Hún er gerð eingöngu í tölvunni og er þar með CG-mynd.

Sagan fjallar um DORUmon, sem fæðst hefur í heim, sem er að nálgast endalokin. Yggdrasil, móðurtölva stafræna heimsins, er farinn að eyða öllum digimonum með hjálp konunglegu riddarana. Hópur uppreisnarmanna reynir að koma í veg fyrir því.

[breyta] Ameríska myndin

Digimon The Movie var birt október 2000 af Fox Kids og 20th Century Fox. Hún samanstendur af fyrstu þremur myndunum, Digimon Adventure, Our War Game og Digimon Hurricane Touchdown!! Supreme Evolution!! The Golden Digimentals, sem voru klipptar og breyttar þannig að söguþráðurinn er ekki sá sami og í upprunalegu myndunum. Margir Digimon aðdáendur voru mjög ósáttir við þessa útgáfu.

Breytingar:
  • Nöfnum krakkana og suma digimona hefur verið breytt eins og í seríunum.
  • Sumum senum hefur verið klippt úr. Til dæmis þegar faðir Taichis og Hikaris kom drukkinn heim í fyrstu myndinni. Og einnig öllum senum með krökkunum sem hurfu í þriðju myndinni.
  • Söguþráðinum hefur verið breytt þannig að myndirnar passa betra saman. Sem sagt Diablomon og Wendimon voru stýrðir af sama vírus, sem Magnamon og Rapidmon þurftu að eyða.

[breyta] Anime seríur

[breyta] Adventure

Digimon Adventure er nafn fyrstu seríunnar sem gerð var um Digimon. Hún inniheldur 54 þætti og var sá fyrsti sýndur 7. Mars 1999 á Fuji TV. Serían átti í byrjuninni erfitt með að fá marga áhorfendur en þó varð hún mjög vinsæl nokkurn tímann eftir.

Sagan fjallar um sjö krakka, sem lenda í stafræna heiminum og þurfa þar að berjast við mirkraöflin með hjálp digimonanna.

[breyta] Zero Two

Digimon Adventure 02 er önnur serían um Digimon. Hún tekur við þremur árum eftir fyrstu seríunni og gerist á árinu 2002. Fyrsti þátturinn var sýndur 2. apríl 2000 á Fuji TV.

Þremur árum eftir atvikunum í Odaiba er stafræni heimurinn í hættu á ný. Svokallaður Digimona Keisari hefur byrjað að undiroka þann heim. Ný kosin börn þurfa að fara í stafræna heiminn til að frelsa honum.

[breyta] Tamers

Digimon Tamers er óháð fyrstu tveimur seríunum. Hún var frumsýnd 1. apríl 2001.

Nokkrir krakkar, sem eru miklir aðdáendur af Digimon, komast að því að digimonar eru til í raun og veru. Þau fá digimona félaga og ala þau upp. En hver þeirra hefur aðra hugmynd um tilgang þeirra og hvernig á að ala þau upp.

[breyta] Frontier

Digimon Frontier er nafn fjórðu seríunar og er hún algerlega óháð hinum seríunum. Serían hefur fimmtíu þætti og var sá fyrsti sýndur 7. apríl 2002 á Fuji TV.

Nokkrir krakkar komast í stafræna heiminn og finna digisálir hinna tíu forna stríðsmannana, sem leyfa þeim að breytast í digimona.

[breyta] Savers

Digimon Savers er fimmta serían og er óháð hinum seríunum. Fyrsti þátturinn var sýndur á Fuji TV 2. apríl 2006.

Nokkrir unglingar, sem hafa komist í sambandi við digimona, eru ráðnir í starf hjá DATS, stofnun sem reynir að koma í veg fyrir því að digimonar komast á jörðina.

[breyta] TCG

Fyrir hvern digimona, sem birtist í þáttunum, myndunum, leikjunum og myndasögunum, er til að minsta kosti eitt spil. Langflestir eru með mörg spil þó. Margir digimonar birtast sem spil, sem hafa ekki birst annars staðar.

Til eru fleiri reglur en ein, þó eru þær dæmigerðar TCG reglur. Tilgangurinn er að láta hinn/hina leikmanninn/leikmennina fá ákveðinn fjölda af mínus stigum. Hver leikmaður byrjar með ákveðinn fjölda af spilum, sem hann dregur af stokknum sínum. Spilin, sem til eru, eru digimona spil, sem notaðar eru til að ráðast á andstæðingana og hjálparspil, sem geta til dæmis gert árás digimonanna sterkari eða látið þá þróast. Á borðinu eru tvær raðir. Sú nærri hjá leikmanninum er til að láta digimonana þróast og hin til að láta digimonana berjast. Hver umferð hefur fleiri lotur, ein til að senda út digimona og ein til að ráðast á og svo framvegis. Ef allir andstæðingar hafa fengið ákveðið magn af mínus stigum er leiknum lokið.

[breyta] Goðsagnir

Höfundar Digimons notast mikið við táknfræði og goðsagnir til að byggja upp sögurnar. Tákn eins og litir, frumefni eða eiginleikar eru notuð í öllum seríunnum og myndum.

Til dæmis er aðal digimoninn í fyrstu þáttaröðinni gulur, í annari blár og í þriðju þáttaröðinni rauður, sem eru grunnlitirnir. Einnig eru skjaldamerkin í fyrstu seríunni upprunalega sjö, eins mörg og skjaldamerki áranna sjö.

Goðsagnir margra trúarbragða eru notuð í Digimon. Til dæmis úr kaþólsku trúnni eru teknar dauðasyndirnar sjö og er hver tengd við illan digimona.

Heilagar skepnur úr kínversku stjörnufræðinni eru notaðar sem vættir stafræna heimsins. Þjónar þeirra digimona kallast Deva. Þeir eru byggðir á guðum í hindúisma og jaínisma og eru þeir líka til í búddisma, þó að þar séu þeir ekki guðir. Þeir eru góðir fyrir nokkra, en illir fyrir aðra.

Í norrænum sögnum er Yggdrasil kjarni jarðar og lífsins tré. Í Digimon ber aðaltölvan sama nafnið því að hún var kjarni stafræna heimsins og gaf digimonunum líf. Einnig hefur Blitzmon árás, sem heitir Mjölnir Thunder, sem var þýtt á þýsku sem hamar Þórs.

[breyta] Sköpun heimsins

Menn hafa skapað fyrstu digimonana. Þau voru mjög einfaldir í þá daga en þeim var gefin gervigreind. Verkefninu lauk og þessum digimonum var gleymt. Digimonarnir höfðu náttúrlegan óvin, forrit, sem eyðir öllu, er þróast án yfirlit mannana. Þessi óvinur hvarf út fyrir stafræna heiminn. Það gaf digimonunum tækifærið að þróast í netkerfum jarðarinnar. Og því meira sem þau breyttust, þróaðist einnig heimurinn, er þau lifðu í. Það kom lag eftir lag og mörg svæði urðu til. Þar á meðal Myrkra svæðið þar sem GranDracmon drottnar.

[breyta] Konunglegu riddararnir

Til að halda jafnvæginu í stafræna heiminum útnefndi Imperialdramon Paladin útfærsla þrettán konunglega riddara. Hin þekktustu eru Omegamon og Dukemon. Foringi konunglegu riddaranna er Alphamon sem hefur tóma sætið. Hann birtist bara mjög sjaldan í skamma stund. Hingað til hafa konunglegu riddararnir aldrei sést í fullri tölu. Riddararnir berjast ekki alltaf fyrir hið góða heldur frekar það, sem þau halda að sé rétti málstaðurinn.

[breyta] Deva

Deva eru þjónar vætta stafræna heimsins. Þeir eru tólf að tölu: Mihiramon tígrisdýrið, Santiramon snákurinn, Shinduramon haninn, Pajiramon sauðurinn, Vajiramon Uxinn, Indaramon hesturinn, Kunbiramon rottan, Vikararamon svínið, Makuramon apinn, Majiramon drekinn, Chatsuramon hundurinn og Antiramon hérinn.
Uppruni:
Devar þessir eru byggðir á indverskri goðsögn um tólf Deva eða Yaksha, sem vörðu Bhaisajyaguru.
Útlit þeirra í Digimon eru byggð á kínverskum stjörnumerkjunum.

[breyta] Árarnir sjö

Í stafræna heiminum urðu til sjö árar sem standa fyrir dauðasyndirnar sjö. Sumir þeirra eru fallnir engla digimonar. Árarnir eru: Lucemon Falldown útfærsla, sem stendur fyrir dramb, Leviamon, sem stendur fyrir öfund, Demon, sem stendur fyrir reiði, Belphemon, sem stendur fyrir leti, Barbamon, sem stendur fyrir græðgi, Beelzebumon, sem stendur fyrir ofát og Lilithmon, sem stendur fyrir losta. Hver áranna hefur sitt skjaldamerki. Einnig eru til fleiri digimonar, sem nota titilinn Ári eða Áradrottinn, en tilheira þau þó ekki þessum hóp.
Nöfnin:
Digimonarnir voru nefnd eftir nokkrum dríslum úr kristni og gyðingatrú.

[breyta] Hinir tíu fornu stríðsmenn

Til forna ríkti stríð milli mannalíka og skepnulíka digimonanna. Engla digimoninn Lucemon færði frið í heiminn og setti sjálfa sig sem drottnara yfir hann. En máttur og dramb hennar varð henni að falli. Hún var orðin ein af árum stafræna heimsins. Þá risu upp tíu digimonar, sem börðust við hana og innsigluðu hana í kjarna heimsins. Þeir voru Ancient Greymon af eldinum, Ancient Garurumom af ljósinu, Ancient Irismon af vindinum, Ancient Megatheriumon af ísnum, Ancient Beetmon af eldingunni, Ancient Sphinxmon af myrkrinu, Ancient Wisemon af málminum, Ancient Mermaimon af vatninu, Ancient Troiamon af timbrinu og Ancient Volcamon af moldinni. Þegar þessi fornu digimonar létust eftirlétu þau sálir sínar þjóðsagnalegum digimonunum.

[breyta] Ríki englanna

Eftir að Lucemon var innsigluð voru þrjú engla digimonar settir í konungsstað. Seraphimon, Ophanimon og Cherubimon. Þau ríktu í réttlæti yfir stafræna heiminn. En út af því að Cherubimon var skepnulíkur digimoni en hin tvö mannalík fannst henni hún vera skilin útundan. Lucemon notfærði sér þessar tilfinningar til að hagræða Cherubimon. Undir áhrifum þess ára byrjaði hún styrjöld milli skepnulíkum og mannalíkum digimonum. Hún skaut Seraphimon og innsiglaði hana og tók Ophanimon sem fanga. Eftir lok stríðsins byrjaði hún að safna gögnum til að brjóta innsiglið, er heldur Lucemon.

[breyta] Heilögu skepnurnar

Fjórir digimonar eru vættir stafræna heimsins. Xuanwumon er vættur norðurs, Zhuqiaomon er vættur suðurs, Qinglongmon er vættur austurs og Baihumon er vættur vesturs. Þau hlýða digimona drekanum Huanglongmon, sem er vættur hjarta stafræna heimsins. Vættirnir fjórir voru innsiglaðir af myrkradrottnurunum. Aðeins hin kosnu börn gátu frelsað vættina.
Uppruni:
Í kínversku stjörnufræðinni eru himinhornin kölluð Qinglong, sem þýðir blár dreki, Zhu Que, sem þýðir rauður fugl, Bai-hu, sem þýðir hvítt tígrisdýr og Xuanwu, sem þýðir svört skjaldbaka. Þau eru þekkt sem Ssu Ling. Fushigi Yūgi er byggt á sömu goðsögninni.
Í Japan eru þessar fjórar skepnur vættirn Kyotos. Byggð voru mörg musteri þeim til handa.

[breyta] Myrkradrottnarnir

Fjórir digimonar hafa hrifsað völdin í stafræna heiminum að sér. Þau eru Piemon, meistari skugganna, Mugendramon, meistari vélanna, Pinocchimon, meistari skógana og Metal Seadramon, meistari hafsins. Forringi þeirra er Apocalymon, meistari myrkursins. Myrkradrottnarnir innsigluðu heilögu skepnurnar. Aðeins hin kosnu börn gátu bugað drottnarana.

[breyta] Hin kosnu börn

Fyrir löngu síðan hefur myrkrið komist í stafræna heiminn gegnum eldvegginn. Krakkar nokkrir, er komu frá jörðinni, og digimona félagar þeirra hafa barist við myrkrið og sigrað það. Hver krakkana hafði eitt Digivice með sér, sem leyfði félögum þeirra að þróast. Sögnin segir að myrkrið myndi koma aftur og þá munu hin kosnu börn einnig koma, sem eiga Digivicein.

[breyta] Skjaldamerki Eiginleikanna

Til að leifa félaga barnanna að þróast á hærra stig hafa skjaldamerkin verið búin til. Hvert þessara merkja hefur sérstakan eiginleika hjartans. Ef sá, er ber skjaldamerkið, hefur þennan eiginleika sterkt í hjartanu virkar það sem magnari og leyfir félaganum að þróast.

[breyta] Deiling stafræna heimsins

Öflugur digimoni, Millenniumon, hefur máttinn til að deila stafræna heiminn upp í mismunandi veruleika, sem eru mjög líkir en þó öðruvísi á einhvern hátt. Ekki er vitað hvort að þessi deiling hefur áhrif á jörðina sjáfa; hvort að hún deilist með. Mjög fáir hafa hæfileikann til að ferðast milli þessara veruleika. Fyrir utan Millenniumon sjálfan gátu Ryo og Monodramon komist á milli, því að Ryo og Millenniumon hafa sérstakt samband.

[breyta] Doujinshi

Það birtist mikið af Digimon fanart, fanfiction, fancomics og fleira undanfarin ár. Sérstaklega á netinu er hægt að finna mikið efni tengd Digimon. Stórhluti efnisins er á japönsku, en þó er líka hægt að finna eitthvað á ensku, þýsku, frönsku, hollensku, spænsku og fleirum málum.

[breyta] Sjá einnig

[breyta] Tenglar