Burg Eltz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Burg Eltz
Burg Eltz

Burg Eltz er miðalda kastali staðsettur á hæðum fyrir ofan Moselle á milli Koblenz og Trier, í þýskalandi. Kastalinn er ennþá í eigu sömu fjölskyldu og bjó í kastalanum fyrir 800 árum. Sumir hlutar kastalans eru opnir almenningi, þar á meðal fjársjóðir kastalans, málverk og fleira sem eigendur kastalans hafa safnað saman allt frá 12. öld. Það er hægt að komast að kastalanum með bíl eða gangandi frá næstu lestarstöð, sem er í grenndinni.

Kastalinn er umkringdur trjám og gróðri við þrjár hliðar Elzbach árinnar, norðurhluta Moselle árinnar. Kastalinn var staðsettur rétt hjá rómverskri kaupleið milli ríku bóndabæjanna og markaða þeirra.

[breyta] Heimildir

[breyta] Tenglar


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Á öðrum tungumálum