Rekaviður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rekaviður er viður sem rekið hefur á land sökum sjávarstrauma.

[breyta] Rekaviður á íslandi

Rekaviður sem berst á land á Íslandi hefur ávallt verið talinn mikilvæg hlunnindi. Á Ströndum eru til dæmis margar góðar rekajarðir. kirkjujarðir og stórbýli víða um land áttu ítök í rekanum um aldir og höfðingjar sóttu langt að til að sækja við til bygginga.

Talið er að rekaviðurinn berist alla leið frá ströndum Síberíu. Af volkinu í sjónum verður hann gegnsýrður af salti sjávar og fær þannig náttúrulega vörn gegn fúa. Rekaviður er því oft á tíðum afbragðs smíðaviður.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Á öðrum tungumálum