Katrín mikla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Katrín II, jafnan kölluð mikla (Екатерина II Великая (Yekaterina II Velikaya), 2. maí 1729 - 17. nóvember 1796, fædd sem Sophie Augusta Frederike von Anhalt-Zerbst) — ríkti sem keisaraynja Rússlands í rúm 34 ár frá 28. júní 1762 til dauðadags.
Hún var fjarskyld Gústafi þriðja og Karli þrettánda Svíakonungum. Hún giftist krónprinsi Rússlands Pétri af Holstein-Gottorp 21. ágúst 1745. Pétur tók við krúnunni við andlát móður sinnar sem sat einungis sem keisari í hálft ár.