Samband íslenskra samvinnufélaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samband íslenskra samvinnufélaga
Gerð: Félagasamtök
Stofnað: 20. febrúar 1902
Staðsetning: Borgarbraut 58-60
310 Borgarnesi
Lykilmenn:
Starfsemi: Rekstur eignarhaldsfélaga


Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS), Sambandið eins og það er kallað í daglegu tali eða Samband eins og það var kallað erlendis var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.

SÍS var stofnað af íslenskum samvinnufélögum til að vera samvinnuvettvangur þeirra á sviði út og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danskir kaupmenn höfðu enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma.

Þegar leið á 20. öldina varð SÍS öflugasta viðskiptaveldi Íslands og með ítök á flestum sviðum viðskiptalífsins allt fram til ársins 1992 þegar starfsemi þess var orðin nánast engin vegna skulda þess við lánardrottna sína.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.