Spjall:Kristján 10.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Í greininni er því haldið fram, að stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 hafi ekki verið í samræmi við samning landanna frá 1918. Þetta tel ég vera rangt. Sambandslagasamningurinn kvað einmitt á um það að hvor þjóð um sig gæti sagt honum upp einhliða að liðnum 25 árum frá setningu hans og hefði því mátt segja honum upp þegar árinu fyrr. Gagnrýnin á uppsögnina stafaði hins vegar af því að Dönum (og sumum öðrum) rann til rifja að það skyldi gert á meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum, en ekki af því að það væri ekki heimilt. Alla vega var mér kennt þetta svona í skóla fyrir áratugum síðan.--Mói 05:06, 21 janúar 2007 (UTC)