Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur eða Norður-Kýpur er de facto ríki á norðurhluta Kýpur. Stofnun þess var lýst yfir 1983, 9 árum eftir valdarán gríska hersins á eyjunni og innrás Tyrkja í norðurhluta hennar. Lýðveldið nýtur einungis viðurkenningar Tyrklands á alþjóðavettvangi en öll önnur ríki sem og Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna einungis Lýðveldið Kýpur á suðurhlutanum og líta svo á að það ráði (lögformlega) yfir allri eyjunni. Formlega séð er eyjan öll hluti Evrópusambandsins en norðurhlutinn er undanþeginn lögum sambandsins þangað til sátt næst í deilunni.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana