Hjalti Snær Ægisson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hjalti Snær Ægisson (f. 1981) keppti þrívegis í Gettu betur og sigraði öll árin, 1999-2001, með félögum sínum í liði Menntaskólans í Reykjavík. Hjalti varð landsþekktur á sínum tíma fyrir hawaii-skyrtur sínar, sem hann jafnvel lét sérsníða á sig fyrir keppnir.

Hjalti útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2005 með B.A. próf í bókmenntafræði. Lokaritgerð hans bar nafnið Í þessu ljóði: sjálfsmeðvitund og skáldveruleiki í íslenskum ljóðum.


[breyta] Hlekkir