Stanley (bátur)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stanley var fyrsti fiskibáturinn á Íslandi til að vélvæðast. Um var að ræða sexæring sem í var sett dönsk glóðarhausvél sem var um 2 hestöfl. Eigendur bátsins voru Sophus J. Nielsen verslunarstjóri og Árni Gíslason formanns. Báturinn var fyrst sjósettur með vélina 25. nóvember 1902 við Hnífsdal í Ísafirði.