Spjall:Íó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heitir þetta tungl ekki Íó? (sbr [1]). --Akigka 25. apríl 2006 kl. 10:20 (UTC)

Þetta gæti nú verið rétt ef marka má það sem Cessator skrifaði um umritun grískra og latneskra nafna á íslensku, „j er ritað í undantekningartilfellum, einkum í upphafi orða“. Og samkvæmt ÍSMÁL er þetta rétt þýðing. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. apríl 2006 kl. 12:55 (UTC)
Ég hef svo sem engar sterkar skoðanir á heiti tunglsins. Samkvæmt samkomulagi manna um umritun ætti þetta að vera svona, hins vegar verður að játast að persónan sem tunglið er nefnt eftir er nær alltaf kölluð Íó. Ef menn hefðu bara komið sér saman um einhverjar umritunarreglur strax í upphafi (18. og 19. öld) þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af þessu :) --Cessator 25. apríl 2006 kl. 17:35 (UTC)
Eftir að hafa spurt véfréttina Google sýnist mér að bæði heitin séu notuð í íslensku (521 Jó / 680 Íó). Ég hafði persónulega aldrei heyrt 'Jó' fyrr. Enska útáfan gefur upp IPA [ˈaɪoʊ] eða [ˈiːoʊ] fyrir þetta nafn - Íó sum sé. --Akigka 25. apríl 2006 kl. 18:45 (UTC)
Það má kannski bæta við að Friðrik hefur kannski lesið aðeins meira en nauðsynlegt er inn í orðið „einkum“; það sem átt er við er að þegar j er ritað fyrir jóta, þá er það oftast í upphafi orða (sbr. Jókasta, Japetos), en það er ekki endilega regla að í upphafi orða skuli rita j. Veit ekki hvort hann skildi þetta þannig en ágætt að það komi fram. --Cessator 25. apríl 2006 kl. 19:13 (UTC)
Þetta er langt i-hljóð í forngrískunni, en ekki hálfsérhljóði, sbr. Ῑώ. Aðeins Íó getur verið rétt. – Krun 25. apríl 2006 kl. 19:20 (UTC)
Neinei, bæði geta verið rétt. Ef ÍSMÁL er með þetta á lista hjá sér sem Jó ættum við að leyfa báðum að vera eins og þetta var. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. apríl 2006 kl. 19:32 (UTC)
Krun: Já, það er rétt, þetta er langt i-hljóð í grískunni og það er einmitt tilfelli þar sem væri eðlilegt að skrifa ekki j.
Friðrik: Allir geta gert mistök, meira að segja ísmál. En það er kannski ekki okkar að dæma hvenær slíkt hefur gerst; fyrst þeir eru með ritháttinn Jó, þá legg ég til að við höfum hann líka en látum Íó vera aðalritháttinn okkar. Hvað segir fólk um það? --Cessator 25. apríl 2006 kl. 19:38 (UTC)
Sammála Cessator. Íó aðalritháttur, Jó innan sviga. Jó er þó greinilega umritun sem byggð er á misskilningi. – Krun 25. apríl 2006 kl. 19:41 (UTC)

Er svo ekki rétt að nafnið sé kvenkyns? Þetta er kvenmannsnafn úr grískri goðafræði. – Krun 25. apríl 2006 kl. 18:27 (UTC)

Jú, það er rétt, þetta er kvenmansnafn. --Cessator 25. apríl 2006 kl. 19:13 (UTC)