Jökull Jakobsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jökull Jakobsson (14. september 193325. apríl 1978) var íslenskt leikskáld sem skrifaði mikinn fjölda leikverka frá upphafi 7. áratugar 20. aldar þar til hann lést. Leikritið Hart í bak sem var frumsýnt í Iðnó árið 1962 og náði miklum vinsældum, er talið marka upphaf íslenskrar nútímaleikritunar. Auk sviðsverka skrifaði hann mikið af útvarpsleikritum og nokkur sjónvarpsleikrit.

[breyta] Sviðsverk

  • Pókók (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1961)
  • Hart í bak (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1962)
  • Sjóleiðin til Bagdad (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1965)
  • Sumarið 37 (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1968)
  • Dómínó (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1972)
  • Klukkustrengir (frums. Leikfélag Akureyrar, 1973)
  • Kertalog (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1974)
  • Herbergi 213 eða Pétur mandólín (frums. Þjóðleikhúsið, 1974)
  • Sonur skóarans og dóttir bakarans (frums. Þjóðleikhúsið, 1978)
  • Í öruggri borg (frums. Þjóðleikhúsið 1979)


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það