Spjall:SMÁÍS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég vil benda á að sá linkur sem hér er á heimasíðu smáís brýtur í bága við skilmála hennar. -Ottó

Ég er ekki viss um að það séu nein lög sem styðja rétt smáís til að banna krækjur á síðuna. Krækjan er jú ekki endurbirting efnis, bara upplýsingar um hvar síðuna er að finna. Á nákvæmlega sama hátt getur útgefandi bókar ekki bannað fólki að vísa í bókina nema með sínu leyfi (t.d. í heimildaskrá). Tilvísunin er jú ekki afritun eða endurbirting á efni bókarinnar. Ég myndi raunar ekki sannfærast fyrr en ég sæi dómstóla skera úr um að það sé í raun og veru bannað. Á síðunni hjá smáís kemur líka fram að upplýsingar sem þar eru séu þeirra eign; þetta er auðvitað bara rugl í smáís, því upplýsingar geta ekki verið eign neins, þótt texti sem inniheldur upplýsingar geti verið það og háður höfundarrétti. --Cessator 22:37, 7 febrúar 2007 (UTC)
Minnir að þetta sé líka eitthvað bull um djúpkrækjur (deep-linking). Úti á þekju. --Jóna Þórunn 22:41, 7 febrúar 2007 (UTC)
Er þetta djúpkrækja? Hvað er djúpkrækja? --Cessator 22:47, 7 febrúar 2007 (UTC)
Nei, þetta er ekki djúpkrækja. Djúpkrækjur tengja í undirsíður. Sjá en:Deep link. --Jóna Þórunn 22:49, 7 febrúar 2007 (UTC)
Breytingaárekstur! Já, ætlaði að segja, nevermind, ég er búinn að finna þetta. Og já, þetta er bersýnilega ekki slík krækja. --Cessator 22:50, 7 febrúar 2007 (UTC)
Ég man þetta ekki nákvæmlega en mig minnir að það megi ekki tengja í heimasíðuna nema með djúpkrækjum. Held ég, s.s. --Jóna Þórunn 22:51, 7 febrúar 2007 (UTC)
Það virðist vera öfugt, að það megi ekki nota djúpkrækjur (a.m.k. skv. þeim sem eru á móti þeim), t.d. vegna þess að þá er hægt að komast beint á grein hjá NY Times án þess að þurfa að skoða augýsingarnar á forsíðunni o.s.frv. --Cessator 23:01, 7 febrúar 2007 (UTC)
Eins og ég segi þá er ég ekki viss á þessum kenjum SMÁÍS. Skv. síðasta innleggi þínu getur tengillinn í greininni ekki verið rangur af því að hann bendir á forsíðuna. ;) --Jóna Þórunn 23:06, 7 febrúar 2007 (UTC)
Já, ég held að það sé enginn vafi um að það sé leyfilegt að setja krækju (jafnvel djúpkrækju) sama hvað eigandi síðunnar segir. --Cessator 23:13, 7 febrúar 2007 (UTC)
Enn fremur er ég ekki viss um að íslensk lög gildi um Wikipediu í tilfellum sem þessum, þar eð Wikipedia er bandarískur vefur (líka íslenska Wikipedian). En ef það bætir líðan smáís-manna eitthvað væri svo sem hægt í staðinn fyrir að hafa tengil að segja einfaldlega í greininni: „heimasíðu smáís er að finna á: http:///www.smais.is“. Varla dytti nokkrum í hug að smáís geti bannað fólki að hafa eftir slóðina. Það væri eins og að banna fólki að segja slóðina upphátt svo aðrir heyri. Það er auðvitað ekki heil brú í slíkri hugsun. Lögum um slíkt er líka ekki hægt að framfylgja, þess vegna dettur engum skynsömum manni í hug að setja slík lög. --Cessator 22:47, 7 febrúar 2007 (UTC)