Eiríkur af Pommern

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Konungur Danmerkur, Noregs
og Svíþjóðar
Kalmarsambandið
Eiríkur af Pommern
Ríkisár Noregur: 1389 - 1442
Svíþjóð: 1396 - 1439
Danmörk: 1412 - 1439
Skírnarnafn Bugislav
Kjörorð ekkert
Fædd(ur) um 1382
  Darlowo
Dáin(n) 4. apríl 1459
  Darlowo
Gröf Maríukirkjan, Darlowo
Konungsfjölskyldan
Faðir Vratislav af Pommern
Móðir María af Mecklenburg
Drottning Filippa af Englandi
Börn engin

Eiríkur af Pommern (f. 1382 – d. 4. apríl 1459) varð konungsarfi í Kalmarsambandinu þegar Margrét Valdimarsdóttir mikla ættleiddi hann árið 1389 eftir lát Ólafs sonar hennar. Hann hét upphaflega Bugislav og var sonur Vratislavs af Pommern og Maríu af Mecklenburg, eina eftirlifandi barnabarns Valdimars atterdag.

Ríkisár Eiríks af Pommern einkenndust öðru fremur af átökum við greifana í Holsetalandi um yfirráð yfir Suður-Jótlandi. Árið 1422 bannaði hann Hansakaupmönnum að versla milliliðalaust í Danmörku og 1429 kom hann á Eyrarsundstollinum sem átti eftir að verða aðaltekjulind danskra konunga fram á miðja 19. öld. Afskiptasemi hans í Suður-Jótlandi leiddi þó ekki til neins, en íþyngdi efnahag ríkisins sem leiddi til þess að aðallinn í Svíþjóð og Danmörku varð honum andsnúinn. Að lokum fór Eiríkur af Pommern í eins konar konunglegt verkfall og flutti til Visby á Gotlandi 1439. 1440 var hann settur af og frændi hans, Kristófer af Bæjaralandi, tók við konungdómi í ríkjunum þremur. Eiríki var við það tækifæri boðið að vera áfram konungur Noregs, en er sagður hafa svarað því til að betra væri að vera sjóræningjaforingi á Gotlandi en konungur í Noregi.

Kristófer af Bæjaralandi lést 1448 og við tók Kristján I. Eiríkur af Pommern lét honum þá Visby eftir í skiptum fyrir leyfi til að snúa aftur til Pommern.


Fyrirrennari:
Margrét Valdimarsdóttir mikla
Konungur Danmerkur
1412-1439
Eftirmaður:
Kristófer af Bæjaralandi
Konungur Noregs
1389-1442
Konungur Svíþjóðar
1396-1439



Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana