Slipknot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Slipknot er bandarísk þungrokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1995 í Iowa. Hún var stofnuð af Paul Gray, Shawn Crahan og Anders Colsefini, Donnie Steele, Josh Brainard og Joey Jordison. Hljómsveitin telur nú 9 meðlimi og bera liðsmenn hennar alltaf grímur á tónleikum.

[breyta] Saga

Fyrstu opinberu tónleikar Slipknot voru 4. apríl 1996 á staðnum The Safari. Þar voru bara Shawn og Joey með grímur. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar var Mate, Feed, Kill, Repeat og aðeinsgefinn út í 2000 eintökum. Corey Taylor gerðist meðlimur sveitarinnar ekki löngu seinna. Önnur breiskífan, Slipknot kom út árið 1999 og sló rækilega í gegn. Iowa-breiðskífa kom út árið 2001 og Vol.3 (The Subliminal Verse) kom út árið 2003.

[breyta] Núverandi meðlimir Slipknot

  • #0 Sid Wilson - plötusnúður
  • #1 Joey Jordison - Trommari
  • #2 Paul Gray - bassaleikari
  • #3 Chris Fehn - Slagverk og bakraddir
  • #4 James Root - Gítarleikari
  • #5 Craig Jones - Hljómborð
  • #6 Shawn Crahan - Slagverk og bakraddir
  • #7 Mick Thompson - Gítarleikari
  • #8 Corey Taylor - Söngvari