John Darnielle

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

John Darnielle
Enlarge
John Darnielle

John Darnielle er tónlistarmaður frá Bandaríkjunum, fæddur í Bloomington, Indiana.

[breyta] Tónlist

John Darnielle er best þekktur sem leiðtogi hljómsveitarinnar The Mountain Goats og er hann oft á tíðum eini meðlimur þeirrar hljómsveitar. Hann spilar á gítar, syngur og semur öll lög og texta hljómsveitarinnar. Hann er vel þekktur fyrir lágstemmdar upptökuaðferðir (sem heyrist vel á plötunni Full Force Galesburg) sem felast í því að hann kýs helst að taka upp lögin á hljóðsnælduupptökutæki, þó hefur hann færst nær upptökuveri síðustu ár. Nýjasta platan hans, The Sunset Tree, var tekin upp algjörlega í upptökuveri.

[breyta] Annað

Hann er áberandi grænmetisæta og mikill baráttumaður fyrir réttindi dýra. Hann heldur einnig uppi veftímaritinu Last Plane to Jakarta þar sem hann er eini pistlahöfundurinn og skrifar um það helsta sem heillar hann í tónlistarheiminum hverju sinni. Hann stendur einnig fyrir heimasíðunni JohnDarnielle.com og skrifar um hluti ótengda tónlist.

[breyta] Tenglar

Á öðrum tungumálum