Sagnfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sagnfræði er fræðigrein sem fæst við rannsóknir á sögu fyrirbæra, atburða, einstaklinga, hópa, svæða og samfélaga. Sagnfræðirannsóknir byggja á markvissri og skipulagðri heimildarýni, þar sem heimildum er eftir atvikum skipt í frumheimildir og eftirheimildir. Sagnfræðirannsóknir greinast eftir aðferðafræði og því sjónarhorni sem beitt er, en einnig eftir því hvert viðfangsefni rannsóknarinnar er.

Sagnfræði er ýmist talin til hugvísinda eða félagsvísinda.

[breyta] Helstu greinar sagnfræði

  • Einsaga
  • Félagssaga
  • Söguspeki

[breyta] Helstu viðfangsefni

  • Bókmenntasaga
  • Hagsaga
  • Listasaga
  • Menningarsaga
  • Stjórnmálasaga
  • Styrjaldarsaga
  • Vísindasaga


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana