Austurvöllur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austurvöllur er lítill garður í miðborg Reykjavíkur. Hann afmarkast af Vallarstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Thorvaldsensstræti. Síðastnefnda gatan er einmitt nefnd eftir Bertel Thorvaldsen, en stytta af honum stóð lengi á miðjum Austurvelli. Nú stendur stytta af Jóni Sigurðssyni þar sem hún stóð áður. Í kring um Austurvöll standa margar af merkari byggingum borgarinnar, þar á meðal Alþingishúsið, Hótel Borg og Landssímahúsið (en þar voru höfuðstöðvar Landsíma Íslands lengst af) og Dómkirkjan í Reykjavík liggur að hluta upp að honum. Austurvöllur er vinsæll meðal ungra Reykvíkinga til að koma saman á á góðviðrisdögum. Nokkur kaffihús í húsum sem tilheyra Austurstræti en liggja einnig að Vallarstræti hafa líka sæti úti á strætinu upp við torgið þegar veður er gott.