Sniðaspjall:Eyða
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Vil fá rök með tortímingu
Ég mæli með því, að sett verði sú regla að þegar einhver mælir með að einhverju verði tortímt, þá fylgi með rök af hverju það á að eyða einhverri grein, annað hvort á spjallsíðunni eða með skilgreiningunni. Það er nefnilega of auðvelt að skella þessu sniði bara á valdar greinar hugsa ekkert meira um það og láta fólkið sjá um að verja greinina. Ef engin rök koma gegn tortímingu, vegna þess að enginn tekur eftir eða ákveðnir einstaklingar setja sniðið á svo margar greinar að fólk nennir ekki alltaf að koma með rök gegn tortímingu allra þeirra, þá getur sami einstaklingur einfaldlega tortímt greininni eftir einhvern tíma, haldandi að enginn sé á móti því. - Svavar L 23:29, 30. mars 2005 (UTC)
[breyta] Á Tortímandinn virkilega heima í þessu sniði?
Ég verð bara að lýsa yfir þeirri skoðun að Tortímandinn (e. the Terminator) eigi ekki heima í þessu sniði. Það verður að vera hægt að taka íslensku Wikipediu alvarlega, ekki síður en þá ensku. Auk þess fylgir myndin ekki viðteknum reglum um fair use myndir (þær á aðeins að nota til að myndskreyta greinar sem að einhverju leyti koma myndinni efnislega við. Mér finnst að sniðið ætti frekar að vera í ætt við en:Template:Delete, að viðbættu varúðarmerki eins og Mynd:Nuvola apps important.svg svo að sniðið sé samt sæmilega áberandi. Eins og það er núna er það algjörlega yfirdrifið. – Krun 19. apríl 2006 kl. 20:54 (UTC)