Vatnajökulsþjóðgarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atburður í gangi: Þessi grein eða greinarhluti fjallar um líðandi atburð. Innihaldið gæti breyst snögglega eða farið með staðreyndarvillur.

Vatnajökulsþjóðgarður er fyrirhugaður þjóðgarður á Íslandi sem áætlað er að stofna seint á árinu 2007 eða í ársbyrjun 2008. Þjóðgarðurinn mun ná yfir 15.000 ferkílómetra eða sem samsvarar 15% af yfirborði Íslands og verða stærsti þjóðgarður í Evrópu. Samþykkt var í ríkisstjórn Íslands 10. nóvember 2006 að leggja fram stjórnarfrumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð.

Fyrirhugað er að gestastofur verði á þessum sex stöðum í þjóðgarðinum: Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri, Höfn, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri.

Fyrirhugað er að landvörslustöðvar verði á þessum ellefu stöðum: Herðubreiðarlindir, Drekagil við Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, við Snæfell, í Lóni, á Heinabergssvæðinu, í Laka, í Hrauneyjum, við Nýjadal og í Vonarskarði.


[breyta] Heimildir og ítarefni


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana