Saaremaa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saaremaa (sænska: Ösel, íslenska: Eysýsla) er stærsta eyjan við Eistland. Eyjan liggur í Eystrasalti, sunnan við eyjuna Hiiumaa við mynni Rígaflóa. Á eyjunni er bærinn Kuressaare með um 16.000 íbúa. Eyjan er stærsta eyjan í Saare-sýslu, Saaremaa eða Saare maakond.