Ögmundur Jónasson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ögmundur Jónasson (f. 17. júlí 1948 í Reykjavík) er þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Hann útskrifaðist sem stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík 1969 og fékk MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá háskólanum í Edinborg 1974. Hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1979 og formaður BSRB síðan 1988, þar sem hann hefur unnið eftir að hann varð þingmaður.
Ögmundur var Alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið 1995-1998, formaður þingflokks Óháðra 1998-1999, hefur verið þingmaður Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs síðan 1999. Hann hefur, ásamt flokksbræðrum sínum, mótmælt stríðinu í Írak og virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka.