Tobavatn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tobavatn er stöðuvatnvatn á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Vatnið er 100 km langt og 30 km breitt og er í raun gömul gosaskja þar sem að gríðarlegt eldgos átti sér í fyrndinni.
[breyta] Eldgos
Gosið í Toba átti sér stað þar sem nú er Toba vatn fyrir um 71.000 +/- 4000 árum. Gosið er áætlað hafa haft sprengistuðlinn 8. Það er nýlegasta súpereldgos og líklega stærsta eldgos sem orðið hefur á síðustu tveimur milljónum ára. Bill Rose og Craig Chesner hjá Tækniháskólanum í Michigan áætluðu að heildarmagn gosefna sem upp kom hafi verið um 2800 km3, eða um 2000 km3 í formi ignimbríts sem flæddi yfir landið og 800 km3 sem féll sem gjóska. Vindur feykti gosefnum að mestu í vesturátt.
Eldgosið var það síðasta í röð a.m.k. þriggja öskjumyndandi gosa, sem átt hafa sér stað á svæðinu. Eldri öskjur mynduðust fyrir um 700.000 og 840.000 árum.
Til að gera betri grein fyrir umfangi þessa eldgoss er hægt að benda á, það að það myndaði um 15 cm þykkt gjóskulag sem þekur allt Indland. Á einum stað í mið-Indlandi er Toba-gjóskan um 6 m á þykkt.
Hrun gosopsins í kjölfar gossins myndaði öskjuna sem síðar fylltist af vatniogmyndarnúTobavatn