Spjall:Davíð Oddson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég er ekki hlynntur því að hafa tilvísun á þessari síðu. Það ýtir að mínu mati undir að fólki finnist í lagi að skrifa Oddson. Þetta snýst ekki bara um Davíð heldur um syni þeirra rúmlega 300 manna sem bera nafnið Oddur og eru trúlega hundleiðir á að nafnið þeirra sé skrifað vitlaust. Ef tengill á Oddson virkar ekki fær það vonandi einhvern til að sjá ljósið í þessu máli. Pajdak 17. maí 2006 kl. 00:03 (UTC)
- Þetta er furðulega algeng villa og eðlilegt að vísa fólki rétta leið, tilvísanir meiða engan. Auk þess gefur það tækifæri til að skoða "hvað tengist hingað" möguleikann til að finna þær síður sem að innihalda villuna þannig að hægt sé að leiðrétta hana. --Bjarki 17. maí 2006 kl. 00:34 (UTC)