Zomba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Zomba er sveitarfélag í suðurhluta Malaví. Sveitarfélagið liggur í Shire-hálendinu og fólksfjöldi er 100 þúsund (2005). Í Zomba er stjórnsýsla Zomba héraðsins og var höfuðborg Nyasalands fram til sjálfstæðis Malaví árið 1964. Í bænum er einnig hluti af Háskólanum í Malaví (University of Malawi) og er þar meðal annars kennd mannfræði, vísindi, lögfræði, félagsfræði og kennslufræði.

Hnit: 15°23′ S 35°20′ E