Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana eru bókmenntaverðlaun sem veitt eru af Félagi starfsfólks bókaverslana í desember á hverju ári. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2001 sama ár og félagið var stofnað. Verðlaunin eru veitt í miðju jólabókaflóðinu og vekja vanalega mikla athygli.
Tilnefndar eru þrjár bækur í sjö flokkum og er sú besta af þremur skreytt með sérstökum borða og þannig auðkennd í bókaverslunum.
Félag starfsfólks bókaverslana veitir einnig verðlaunin Lóð á vogarskál íslenskra bókmennta á Viku bókarinnar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Vinningshafar
[breyta] 2006
- Bragi Ólafsson, Sendiherrann (besta íslenska skáldsagan).
- Andri Snær Magnason, Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð (besta fræðibókin).
- Halldór Guðmundsson, Skáldalíf (besta ævisagan).
- Ingunn Snædal, Guðlausir menn (besta ljóðabókin).
- Ernest Drake, Drekabókin (besta þýdda barnabókin).
- Guðrún Helgadóttir, Öðruvísi saga (besta íslenska barnabókin).
- Vikas Swarup, Viltu vinna milljarð? (besta þýdda skáldsagan).
[breyta] 2005
- Sjón, Argóarflísin (besta íslenska skáldsagan).
- Þórarinn Eldjárn, Hættir og mörk (besta ljóðabókin).
- Hans H. Hansen, Íslandsatlas (besta fræðibókin).
- Áslaug Jónsdóttir, Gott kvöld (besta íslenska barnabókin).
- Gerður Kristný og Thelma Ásdísardóttir, Myndin af Pabba - Saga Thelmu (besta ævisagan).
- Jorge Louis Zafrón, Skuggi vindsins (besta þýdda skáldsagan).
- Christopher Paolini, Eragon (besta þýdda barnabókin).
[breyta] 2004
- Bragi Ólafsson, Samkvæmisleikir (besta íslenska skáldsagan)
- Mark Haddon, Furðulegt háttalag hunds um nótt (besta þýdda skáldsagan)
- Rakel Helmsdal, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir, Nei, sagði litla skrímslið (besta íslenska barnabókin)
- Julia Donaldson, Axel Scheffler, Greppibarnið (besta þýdda barnabókin)
- Sigfús Bjartmarsson, Andræði (besta ljóðabókin)
- Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness (besta ævisagan)
- Snævarr Guðmundsson, Íslenskur stjörnuatlas (besta fræðibókin)
[breyta] 2003
- Ólafur Gunnarsson, Öxin og jörðin (besta íslenska skáldsagan).
- Gyrðir Elíasson, Tvífundnaland (besta ljóðabókin).
- Sigrún Eldjárn, Týndu augun (besta íslenska barnabókin).
- Þráinn Bertelsson, Einhvers konar ég (besta ævisagan).
- Dan Brown, Da Vinci lykillinn, þýð. Ásta S. Guðbjartsdóttir (besta þýdda skáldsagan).
- Zizou Corder, Ljónadrengurinn, þýð. Guðrún Eva Mínervudóttir (besta þýdda barnabókin).