Spjall:Mac OS X

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti þessi grein ekki að vera um Mac OS almennt, frekar en eingöngu útgáfu 10? Væntanlega koma fleiri útgáfur í framtíðinni og voru væntanlega 9 útgáfur á undan þessari. Bara að spá. --Oskars 22:57, 18 nóv 2004 (UTC)

Nei, útgáfa >=10 er sú eina sem gengur undir nafninu „Mac OS X“, eldri kerfi hétu einfaldlega System 6, System 7, Mac OS 8 og Mac OS 9, þar á eftir kom OSX sem grein þessi fjallar um en öll heita þau saman Mac OS. Grein þessi á aðeins að vera um Mac OS X línuna en þér er hinsvegar velkomið að skrifa um hin kerfin í nýjum greinum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 09:14, 19 nóv 2004 (UTC)

Kannski er það bara ég, en mér finnst "fyrst gefið út" hljóma betur en "upprunalega útgefið"

Ég er sammála umorðuninni, (smá ábending, ef þú smellir á annan hnappinn frá hægri kemur undirskriftin þín við svarið). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:56, 23 nóv 2004 (UTC)

[breyta] UNIX

Ekki kalla Mac OS X UNIX eða byggt á Unix kerfinu útaf bæði lagalegum forsendum og hefðum þýðir þetta tvennt eitthvað sem á ekki við kerfið. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:33, 24 nóv 2004 (UTC)

[breyta] Nokkrir hlutir...

...sem mér finnst ekki eiga heima í þessari grein, eða öðrum Apple/Macintosh/Mac OS tengdum greinum:

  • „Tvískipting kerfisins“: Sú ákvörðun Apple að varpa upp þeirri mynd að þetta stýrikerfi þeirra sé einhvernveginn „tvískipt“ í Aqua og Darwin hluta er í fyrsta lagi ofureinföldun á því hvernig stýrikerfi virka almennt, og í öðru lagi þeirra skoðun sem á ekkert endinlega að eiga meiri sess í alfræðiriti en aðrar skoðanir. T.d. myndu flestir tölvunarfræðingar skipta þessu kerfi í öðruvísi (of fleiri) hluta ef þeir yrðu spurðir (t.d. Kjarnarými og Notendarými eða kjarna, system lib, user lib, almenn forrit, ýmsa aukahluti).
  • „Unix-hliðin“: Hugtak sem ég legg til að verði forðast algerlega þar sem það er afar tvírætt. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:58, 10. júní 2005 (UTC)