Deildaskipan herja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Deildaskipan herja tilgreinir þau heiti sem mismunandi stærðir herafla hljóta. Hvert stig stendur saman af tveimur eða fleiri einingum af næsta stigi fyrir neðan. Þannig eru að minnsta kosti tvær stórdeildir í einum her, og oftast fleiri.
Eftirfarandi er listi yfir heitin sem notuð eru, í lækkandi röð (stærst efst):
- Hersafnaður
- Her
- Stórdeild
- Deild
- Hersveit
- Stórfylki
- Herfylki
- Orrustufylki
- Undirfylki
- Flokkur
- Flokksdeild
- Flokkskvísl