Skemmtiferðaskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skemmtiferðaskip á Akureyri.
Enlarge
Skemmtiferðaskip á Akureyri.

Skemmtiferðaskip er farþegaskip þar sem siglingin sjálf og þægindin um borð eru aðalmarkmið ferðarinnar. Skemmtiferðaskip eru mikilvægur þáttur í alþjóðlegri ferðaþjónustu og hefur vaxið ört frá síðustu áratugum 20. aldar. Skemmtiferðaskipin eiga sér rætur í stóru farþegaskipunum sem sigldu yfir Atlantshafið á fyrri hluta aldarinnar. Í upphafi voru það sömu skipin sem fengu nýtt hlutverk sem skemmtiferðaskip þegar farþegaflugvélar tóku endanlega við af skipum um 1960. Fyrstu sérsmíðuðu skemmtiferðaskipin voru tiltölulega lítil en nú á tímum eru skemmtiferðaskip risaskip, fljótandi hótel, með öllum þægindum, frá verslunarmiðstöðvum að sundlaugum.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt skemmtiferðaskipum er að finna á Wikimedia Commons.