Upphrópun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upphrópun er óbeygjanlegt smáorð sem hrópað eða kallað er upp og lýsir tilfinningum, t.d. undrun, gleði og sorg. Dæmi; hæ, hó, æ, uss, já, nei. Upphrópun getur jafngilt heilli setningu; t.d. Ha? Upphrópun getur stundum orðið að nafnorði, t.d. Sagirðu ha?. Bæta þær þá við sig greini eins og önnur nafnorð; Þú ert nískur á jáin.
[breyta] Heimild
- Björn Guðfinnson. Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun, án árs.