Karl XVI Gústaf af Svíþjóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karl XVI Gústaf, Carl Gustaf Folke Hubertus, (f. 30. apríl 1946) er konungur Svíþjóðar og hefur verið síðan 1973. Hann tók við krúnunni af afa sínum Gústaf VI Adolf kóngi, en faðir hans, Gústaf Adolf prins, lést þegar Karl var eins árs gamall. Móðir Carls Gústafs er Sybilla, prinsessa af Saxe-Coburg-Gotha.

[breyta] Fjölskylda

Þann 19. júní 1976 giftist Karl Gústaf konu að nafni Silvia Sommerlath (f. 1943), sem varð eftir giftinguna Silvía Svíadrottning. Þau eiga þrjú börn:

  • Victoria Ingrid Alice Désirée krónprinsessa (f. 1977)
  • Carl Philip Edmund Bertil prins (f. 1979)
  • Madeleine Thérèse Amelie Josephine prinsessa (f. 1982)