Sjónvarpið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjónvarpið er eina ríkisrekna sjónvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar þann 30. september 1966. Sjónvarpið er deild innan Ríkisútvarpsins, RÚV, sem einnig rekur þrjár útvarpsstöðvar.

Fyrst um sinn var einungis sjónvarpað tvisvar í viku, á föstudögum og miðvikudögum. Fljótlega var útsendingardögum fjölgað í sex en á fimmtudögum var ekki sent út. Einnig tíðkaðist að Sjónvarpið færi í sumarleyfi í júlímánuði allt þangað til árið 1983, þegar sent var út alla mánuði ársins. Þann 1. október 1987 hófust svo útsendingar Sjónvarpsins alla daga vikunnar.

[breyta] Tenglar

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.