Flokkur:Sveitarfélagið Vogar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Vogar og Vatnsleysuströnd
Staðhættir Sveitarfélagsins Voga (áður: Vatnsleysustrandarhrepps) eru þeir að byggðin er á mjórri ræmu meðfram ströndinni, þó ekki samfleitt. Nokkrir bændur voru nokkuð á undan sinni samtíð og urðu brautryðjendur á ýmsan hátt. Bóndi nokkur í Vogum keypti hafskip, sendi það til Spánar með fisk og keypti útgerðarvörur í staðinn. Þá var annar bóndi á Vatnsleysuströnd sem kom fyrstur manna fram með þá hugmynd að friða Faxaflóa fyrir erlendum fiskveiðiskipum.
Strax á landnámsöld kemur staðurinn við sögu. Jörðin Stóru-Vogar var höfuðból um aldir og fylgdu því mörg smábýli. Á öldum áður var hálfkirkja í Vogum en aðalkirkja sveitarinnar er á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd.
Vogar er kauptún og stendur við Vogavík, innan Vogastapa. Á þessu ári, 2006, eru íbúar orðnir rúmlega 1000 og bærinn í miklum blóma. Þegar talað er um Voga er átt við bæði kauptúnið Voga og svo dreifbýlið á Vatnsleysuströnd. Í Vogum má finna litla þjónustumiðstöð þar má finna skrifstofur sveitarfélagsins, heilsugæslustöð, lyfjaafgreiðslu, útibú frá SpKef, hraðbanka, hárgreiðslustofu, bensínafgreiðslu og hraðbúð Esso. Í bænum eru líka grunnskóli, leikskóli og íþróttamiðstöð með sundlaug og íþróttasal og er hún í stækkun.
Heimild: Árni Óla. Strönd og Vogar. 1961. Reykjavík. Bókaútgáfa Menningarsjóðs.