Wii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nintendo Wii
Framleiðandi Nintendo
Tegund Leikjatölva
Kynslóð Sjöunda kynslóð
Gefin út Q4 2006
CPU IBM PowerPC-based
"Broadway" (codename)
Margmiðlun 12 cm optical diskur

8cm GameCube optical disc
DVD-Video
Secure Digital card (SD Flash Media)

Netþjónusta Nintendo Wi-Fi

WiiConnect24

Stykki seld 1,163,044 (4.des)
Forveri Nintendo GameCube

Wii (borið fram eins og enska persónufornafnið "we", IPA: /wiː/) er leikjatölva frá Nintendo sem var áður þekkt undir dulnefninu Revolution er erfingi Nintendo GameCube og keppir á móti Xbox 360 frá Microsoft og PlayStation 3 frá Sony.

Nokkuð merkilegt við Wii er að þráðlausa fjarstýringin, Wii fjarstýringin sem má nota sem handhægt benditæki og skyngjar hreyfingu og snúning í þremur víddum. Talvan notast líka við WiiConnect24, sem leyfir notendum að ná í uppfærslur og að taka á móti og senda skilaboð í gegnum netið, og notar það mjög lítið rafmagn.

Nintendo minntist fyrst á tölvuna árið 2004 á fréttafundi á E3 og sýndi hana svo á E3 2005. Satoru Iwata sýndi frumgerð fjarstýringarinnar í september 2005 á Tokyo Game Show. Á E3 2006 vann Wii Game Critics Awards fyrir „Best á sýningu“ og „Besta tæki“. Í desember 2006 var Wii kjörinn „Stóri sigurvegarinn í heimilisskemmtun“ (Grand Award Winner in Home Entertainment) í blaðinu Popular Science. Tölvan fór fyrst í sölu árið 2006.

[breyta] Fjarstýring

Fjarstýringin fyrir Wii (þekkt undir nafninu Wii remote, Wii-fjarstýring eða Wii-mote) notast við hreyfiskynjun í leikjatölvuspilun, sem er áður óþekkt. Þetta er notað á marga vega eins og; ef notandi sveiflar Wii-fjarstýringunni þá sveiflar persónan í leiknum sverði, sker í uppskurði, sveiflar veiðistöng, sker grænmeti, miðar byssu og svo framvegis. Möguleikarnir eru margir, og útaf þessu koma út leikir sem ekki hefði verið hægt að búa til áður.

[breyta] Leikir

  • Legend of Zelda: Twilight Princess
  • WiiSports (fylgir með vélinni)
  • WiiPlay (Wii-fjarstýring fylgir með þessum leik)
  • Red Steel

[breyta] Sjá einnig

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Category:Wii er að finna á Wikimedia Commons.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.