31. desember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2006 Allir dagar |
31. desember, eða gamlársdagur, er 365. dagur ársins (366. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu og jafnframt sá síðasti.
[breyta] Atburðir
- 2005 - Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Hveragerði brann eftir að sprenging varð í húsnæðinu um eittleytið, einnig brunnu tæki hjálparsveitarinnar, bílar og svo frv.. Einn fótbrotnaði en allir komust lífs af.
- 1600 - Breska Austur-Indíafélagið fær konunglegt leyfisbréf.
- 1857 - Viktoría Bretadrottning velur Ottawa sem höfuðborg Kanada.
- 1929 - Guy Lombardo leikur Auld Lang Syne í fyrsta sinn.
- 1944 - Seinni heimsstyrjöldin: Ungverjaland segir Þýskalandi stríð á hendur.
- 1963 - Sambandsríki Ródesíu og Nýasalands leysist upp þegar tveir hlutar þess, Norður-Ródesía og Nýasaland, fá sjálfstæði frá Bretlandi og verða að Sambíu og Malaví.
- 1990 - Rússinn Garrí Kasparov ver titill sinn í heimsmeistaramótinu í skák er hann leggur landa sinn Anatolíj Karpov að velli.
- 1991 - Sovétríkin leysast upp.
- 1999 - Boris Jeltsín segir af sér sem forseti Rússlands og Vladímír Pútín er settur forseti í hans stað.
- 1999 - Panamaskurðurinn kemst allur í hendur Panama.
[breyta] Fædd
- 1491 - Jacques Cartier, franskur landkönnuður (d. 1557).
- 1869 - Henri Matisse, franskur málari og grafískur hönnuður (d. 1954).
- 1937 - Anthony Hopkins, velskur leikari.
- 1941 - Alex Ferguson, skoskur knattspyrnukappi og knattspyrnustjóri.
- 1943 - John Denver, bandarískur söngvari (d. 1997)
- 1943 - Ben Kingsley, enskur leikari.
- 1948 - Donna Summer, bandarísk söngkona.
- 1959 - Val Kilmer, bandarískur leikari.
[breyta] Dáin
- 1964 - Ólafur Thors, stjórnmálamaður.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |