Nuuk
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nuuk er hið grænlenska heiti á höfuðstað Grænlands, á dönsku heitir bærinn Godthåb. Hið opinbera nafn bæjarins er, frá því að Grænland fékk heimastjórn 1979, Nuuk (sem þýðir "tangi"). Íbúafjöldi er um 15.000. Nuuk liggur við Davis-sund á suðvesturströnd Grænlands, á tanga þar sem tveir djúpir firðir skerast inn í landið. Má segja að bærin skiptist í tvennt, annars vegar eldri hluti sem nefndur er "Koloniehavn" og eru þar aðallega byggingar frá 18. og 19. öld. Hins vegar byggingar aðallega frá seinni hluta 20. aldar, meðal annars stór fjölbýlishús.
Atvinnulífið einkennist af fiskvinnslu, stjórnsýslu og ferðamannaiðnaði. Höfnin í Nuuk er oftast opin allt árið og við bæinn er einnig alþjóðlegur flugvöllur.
Það var trúboðinn Hans Egede sem stofnaði Godthåb sem trúboðsstöð og verslunaraðsetur árið 1728 í umboði danakonungs. Þar sem nú stendur bærinn Nuuk var á tímum norrænna manna á Grænlandi nefnt Vestribyggð og er enn mikið af leifum þess tíma að finna í grendinni.
Bærinn Nuuk hefur vaxið hratt. Um 1950 var íbúafjöldi einungis um 1000 manns og hefur hinn hraði vöxtur leitt til margvíslegra félagslegra vandamála.
Heimastjórn Grænlands, þing og háskóli hafa aðsetur í Nuuk.
[breyta] Ítarefni
Sýslur |
Sveitarfélög |