Íslensku bókmenntaverðlaunin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensku bókmenntaverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru tveimur bókum ár hvert. Önnur bókin er í flokki fagurbókmennta og hin í flokki fræðirita og rita almenns efnis. Verðlaunin voru sett á stofn af Félagi íslenskra bókaútgefenda í tilefni af hundrað ára afmæli félagsins árið 1989. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki og eru tilnefningarnar kynntar í byrjun desember en verðlaunin sjálf eru ekki veitt fyrr en í janúar. Vegna þess að tilnefningarnar koma í miðju jólabókaflóðinu eru þær mikið notaðar við markaðssetningu þeirra bóka sem þær hljóta.
Val bóka sem tilnefndar eru fer þannig fram að Félag íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasamband Íslands, Heimspekideild Háskóla Íslands, Rannsóknaráð ríkisins og Hagþenkir skipa dómnefnd sem velur úr þeim bókum sem komið hafa út á árinu. Dómnefndin sjálf hefur verið með ýmsu sniði.
[breyta] Handhafar bókmenntaverðlaunanna
[breyta] 2005
- Jón Kalman Stefánsson, Sumarljós og svo kemur nóttin
- Kristín B. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur Danto, Matthías Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir, Kjarval
[breyta] 2004
- Auður Jónsdóttir, Fólkið í kjallaranum
- Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness
[breyta] 2003
- Ólafur Gunnarsson, Öxin og jörðin
- Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson, ævisaga II
[breyta] 2002
- Ingibjörg Haraldsdóttir, Hvar sem ég verð
- Páll Hersteinsson og Pétur M. Jónasson, Þingvallavatn
[breyta] 2001
- Hallgrímur Helgason, Höfundur Íslands
- Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Björg
[breyta] 2000
- Gyrðir Elíasson, Gula húsið
- Guðmundur Páll Ólafsson, Hálendið í náttúru Íslands
[breyta] 1999
- Andri Snær Magnason, Sagan af bláa hnettinum
- Páll Valsson, Jónas Hallgrímsson
[breyta] 1998
- Thor Vilhjálmsson, Morgunþula í stráum
- Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I: ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940
[breyta] 1997
- Guðbergur Bergsson, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar: skáldævisaga
- Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson
[breyta] 1996
- Böðvar Guðmundsson, Lífsins tré
- Þorsteinn Gylfason, Að hugsa á íslensku
[breyta] 1995
- Steinunn Sigurðardóttir, Hjartastaður
- Þór Whitehead, Milli vonar og ótta
[breyta] 1994
- Vigdís Grímsdóttir, Grandavegur 7
- Silja Aðalsteinsdóttir, Skáldið sem sólin kyssti : ævisaga Guðmundar Böðvarssonar
[breyta] 1993
- Hannes Pétursson, Eldhylur
- Jón G. Friðjónsson, Mergur málsins : íslensk orðatiltæki: uppruni, saga og notkun
[breyta] 1992
- Þorsteinn frá Hamri, Sæfarinn sofandi
- Vésteinn Ólason, Sverrir Tómasson og Guðrún Nordal, Bókmenntasaga I
[breyta] 1991
- Guðbergur Bergsson, Svanurinn
- Guðjón Friðriksson, Bærinn vaknar 1870-1940
[breyta] 1990
- Fríða Á. Sigurðardóttir, Meðan nóttin líður
- Hörður Ágústsson, Skálholt: kirkjur
[breyta] 1989
- Stefán Hörður Grímsson, Yfir heiðan morgun: ljóð '87-'89