Spjall:Origo
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvað þýðir veflausn? I don't speak corporate bullshit eins og einhver sagði. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:58, 17. júní 2005 (UTC)
- Er það ekki eitthvað skylt því að bjóða uppá þarfagreindar heildarlausnir á sviði hvatningarvæddra sölukerfa? Minnir það... --Bjarki Sigursveinsson 08:59, 17. júní 2005 (UTC)
- Vef-lausn - lausn á vandamálum tengdum vefnum, þá líklega helst að koma upplýsingum á það á góðan hátt. Hljómar það ekki sennilega. Eða mér þykir orðið ansi gegnsætt allavega, þó merkingin sé kannski ekki einföld... --Sterio 10:55, 17. júní 2005 (UTC)
- Málið er bara að „veflausn“ gæti þýtt svo margt að það eiginlega þýðir ekki neitt, svona svipað og ef eitthvað fyrirtæki myndi segjast bjóða upp á „bílalausnir“, það sem ég er að leitast eftir er hvað þetta fyrirtæki gerir í raun svo hægt sé að setja það í greinina. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12:24, 17. júní 2005 (UTC)
- Algengasta merkingin á veflausn (og sú sem ég á við þegar ég segi fólki að ég geri veflausnir) er forrit þar sem megin viðmót forritsins er vefsíða. Einfalt dæmi um þetta er hotmail.com sem er í raun tölvupóstforrit með viðmótið sem vefsíðu. Þetta gæti verið kallað vefforrit en sölumönnum finnst betra að selja veflausnir einhverra hluta vegna. Vefforrit myndi heita "webapplication" á ensku og veflausn væri "web solution". --Sindri 13:13, 17. júní 2005 (UTC)
- Bankar bjóða upp á ýmsar sparnaðar leiðir t.d., vefarar bjóða upp á veflausnir ... mismunandi vefkerfi sem henta neytandanum. Ég skil svo sem alveg hvað verið er að fara með þetta þótt ég komi því ekki í orð, en það er nú alveg eins með marga hluti. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:48, 17. júní 2005 (UTC)