Landsvirkjun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landsvirkjun
Gerð: Opinbert fyrirtæki
Slagorð: Góðir straumar í 40 ár.
Stofndagur: 1. júlí 1965
Staðsetning: Reykjavík, Ísland
Lykilmenn: Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar, Friðrik Sophusson, forstjóri
Starfsemi: Nýting orkuauðlinda
Vefslóð: www.landsvirkjun.is

Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki í eigu Íslenska ríkisins sem vinnur að rannsóknum og nýtingu á orkuauðlindum Íslands. Landsvirkjun rekur í þeim tilgangi nokkrar vatnsaflsvirkjanir og framleiðir orku fyrir notkun á heimilum landsins og í stóriðju.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga

Landsvirkjun var stofnuð af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg 1. júlí 1965. Þá féll í skaut Landsvirkjunar að sjá um rekstur Ljósafossvirkjunar, Steingrímsvirkjunar og Írafossvirkjunar við Sogið. Fyrst um sinn beitti Landsvirkjun sér eingöngu á suðvestur- og vesturlandi. Fyrsta stórframkvæmd Landsvirkjunar var bygging Búrfellsvirkjunar sem lauk á árunum 1969-70. Þá byggði Landsvirkjun Sigölduvirkjun á árunum 1973-77. Árið 1977 hófust framkvæmdir við Hrauneyjarfossvirkjun og var hún tilbúin 1981. Árið 1983 keypti Akureyrarbær 5% eignarhlut í Landsvirkjun af Reykjavíkurborg, þá eignaðist Landsvirkjun Laxárvirkjun og gufuaflstöðina við Bjarnarflag. Árið 1984 réðist Landsvirkjun til framkvæmda við Blönduvirkjun og var hún tekin í rekstur 1991. Árið 1985 keypti Landsvirkjun Kröfluvirkjun af íslenska ríkinu og tók þar með við rekstri hennar. Árið 1997 hófust framkvæmdir við Sultartangavirkjun í Þjórsá og var hún fullbúin 2000. Árið 1999 var Vatnsfellsvirkjun byggð og lauk þeim framkvæmdum 2001. Í byggingu nú er Kárahnjúkavirkjun norðan Vatnajökuls og hefur hönnun þriggja virkjana neðst í Þjórsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið boðin út.

Árið 2005 kom út bókin „Landsvirkjun 1965 - 2005, fyrirtækið og umhverfi þess“. [1]

[breyta] Starfsmenn

Í bæklingi sem Landsvirkjun gaf út sem heitir „Orkan okkar“ kemur fram að árið 2003 störfuðu rúmlega 300 manns hjá fyrirtækinu. [2] Friðrik Sophusson er forstjóri.

Í stjórn sitja:

  • Jóhannes Geir Sigurgeirsson (formaður), bóndi
  • Illugi Gunnarsson (varaformaður), hagfræðingur
  • Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrarbæ
  • Ágúst Einarsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
  • Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi
  • Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjarvíkurborgar

Varamenn í stjórn eru:

  • Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi
  • Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
  • Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri
  • Kjartan Gunnarsson, lögfræðingur
  • Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, bóndi
  • Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri

[breyta] Sjá einnig

[breyta] Tengill

Á öðrum tungumálum