Brennisóley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brennisóley
Brennisóley (Ranunculus acris)
Brennisóley (Ranunculus acris)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjaættbálkur (Ranunculales)
Ætt: Sóleyjaætt (Ranunculaceae)
Ættkvísl: Sóley (Ranunculus)
Fræðiheiti
Ranunculus acris

Brennisóley er blóm af sóleyjaætt sem finnst út um allt í Evrópu, Asíu, Afríku og Norður-Ameríku, meðal annars á Grænlandi og Íslandi. Brennisóley verður 30-100 cm á hæð. Hún vex í graslendi, á engjum og í fjallshlíðum í allt að 2.400 metra hæð.

Blómið er gult með fimm krónublöð. Safi jurtarinnar inniheldur ranúnkúlín sem breytist í eiturefnið prótó-anemónín við vatnsrof. Þetta veldur því að grasbítar forðast hana. Langtímasnerting getur valdið roða og neysla bólgum í maga.

[breyta] Á Íslandi

Á Íslandi blómgast brennisóleyjar í maí til júní[1] og finnast um nánast allt land[2] (m.a. í Surtsey[3]), í fjalllendi finnst hún oft upp í 900 metra hæð en er hæst fundin í 1100 metra hæð á Litlahnjúk við Svarfaðardal.

[breyta] Heimildir

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt brennisóley er að finna á Wikimedia Commons.
Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Brennisóley er að finna í Wikiorðabókinni.
  1. Brennisóley“. Sótt 6. ágúst 2005.
  2. Dreifing brennisóleyjar“. Sótt 6. ágúst 2005.
  3. Gróður í Surtsey“. Sótt 6. ágúst 2005.
Á öðrum tungumálum