Skurður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skurður eða síki er manngerður farvegur sem oft tengist við vötn, ár eða höf. Til eru þrjár megingerðir skurða; framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum, áveituskurðir til að veita vatni að tilteknum svæðum og siglingaskurðir til að fleyta á fólki eða varningi. Skipaskurðir eru stundum byggðir í ám til að fjarlægja hindranir og gera þær siglingahæfar. Minni skurðir af þessu tagi geta borið smábáta og pramma, en stærri skipaskurðir bera stór flutningaskip.