Menntaskólinn Hraðbraut
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|
Einkunnarorð | „Kláraðu menntaskólann á tveimur árum.“ |
---|---|
Stofnaður | Ágúst 2003 |
Tegund | Einkaskóli |
Skólastjóri | Ólafur Haukur Johnson |
Nemendur | 150 |
Staðsetning | Faxafeni 10, í húsi Framtíðarinnar |
Sími | 517 5040 |
Gælunöfn | Hraðbraut |
Gælunöfn nemenda | Hraðbrautlingar |
Heimasíða | www.hradbraut.is |
- Þessi grein fjallar um Menntaskólann Hraðbraut. Til að sjá greinina um vegi skaltu skoða Hraðbraut.
Menntaskólinn Hraðbraut er íslenskur framhaldsskóli sem var stofnsettur árið 2003. Í skólanum er nemendum gert kleift að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum, í stað fjögurra sem er venjan á Íslandi og af því hlýst nafnið Hraðbraut. Nemendur geta valið um náttúrufræðibraut og málabraut, en báðar brautirnar leggja umtalsverða áherslu á raunvísindi; svo sem stærðfræði og líffræði.
Efnisyfirlit |
[breyta] Skólinn, fyrirmynd og saga

Menntaskólinn Hraðbraut er einkarekinn framhaldsskóli og var formlega stofnaður þann 1. ágúst 1996. Skólagjöld í honum nema 190.000 kr. á ári. Skólinn tók til starfa haustið 2003 og voru nemendur hans um 130 talsins skólaárið 2005-2006. Þetta er lítill fjöldi miðað við aðra íslenska framhaldsskóla, sem flestir hafa um 200-500 nemendur. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust með stúdentspróf árið 2005.
Fyrirmynd Menntaskólans Hraðbrautar er Sumarskólinn. Í Sumarskólanum hefur nemendum á framhaldsskólastigi boðist að taka áfanga sem fást viðurkenndir af þeirra framhaldsskóla í sumarfríi framhaldsskólanna til að flýta útskrift sinni. [1][2]
Menntaskólinn Hraðbraut er til húsa að Faxafeni 10, í Reykjavík, í húsi Framtíðarinnar og er Hraðbraut ehf. sem er í eigu Nýsis hf. og Gagns ehf. Innan skólans er starfrækt nemendafélagið Autobahn, sem merkir einmitt Hraðbraut, og hefur það verið starfrækt frá stofnun skólans.
[breyta] Skólastjórn og skólastjóri
Skólastjóri skólans er Ólafur Haukur Johnson [3][4]. Aðstoðarskólastjóri skólans er Jóhanna Magnúsdóttir [5].
Skólastjórn er skipuð fjórum aðilum sem hafa það hlutverk að gæta hagsmuna nemenda, starfsmanna, foreldra og eigenda. Hlutverk skólastjórnar er að leggja áherslur í starfi skólans. Hún gerir árlega starfsáætlun fyrir skólann í samráði við skólastjóra. Skólastjórnin fylgist jafnframt með því að starfsáætluninni sé framfylgt og er þar að auki skólastjóra til aðstoðar við stjórnun skólans. [6]
[breyta] Námsskipulag
[breyta] Starfrækni
Skólinn er starfræktur frá ágúst til júlí-júní, þar sem vetrarfríið nær frá því snemma í desember til byrjun janúars.
[breyta] Tarnirnar
Námsskipulag við skólann er þó nokkuð frábrugðið námsskipulagi við aðra skóla. Samtals fer námið fram í 15 törnum þar sem hver törn er 6 vikur að lengd [7] (samtals er allt námið um 90 vikur með 15 frívikum). Í hverri törn eru þrjú fög kennd og að henni lokinni hefst næsta törn og þannig koll af kolli.
Í hverri törn er kennt í fjórar vikur og svo eru prófin þreytt í fimmtu vikunni. Að því loknu er hlé í eina viku (svo kölluð "frívika"), nema nemandi hafi ekki staðist próf, og þá þarf hann að taka próf úr námsgreinunum sem hann féll í, í sjöttu vikunni. Nemendur ljúka því oftast 9 einingum í hverri lotu [8] að frátalinni síðustu lotu þar sem þeir klára aðeins 6 einingar.
6 vikur (Heil törn) | ||
---|---|---|
4 vikur (Lærdómsvikur) | 1 vika (Prófavika) | 1 vika (Upptektarvika/Frívika) |
|
Í þessari viku eru prófin þreytt. Próftökunum er skipt svona upp:
|
Ef nemandi fellur á upptektarprófi (þ.e. ef hann hefur fallið í sama fagi tvisvar) fær hann möguleika á að taka próf sem gildir hundrað prósent af einkunninni, þó gegn gjaldi. Ef nemandi fellur líka í því prófi er hann fallinn í skólanum, þó mögulegt sé að semja um þetta við fulltrúa skóla.
[breyta] Stundaskrá
Stundaskráin er þannig að kennt er þrjá daga í viku, þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þessa daga er kennt frá kl. 8:30 - 16:05. Hinsvegar er yfirseta á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem yfirsetukennari situr yfir nemendum, sem þá læra á eigin spýtur. Setið er yfir nemendum hvern þessara daga frá kl. 8:30 - 16:05.
Tími/Dagur | Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur |
---|---|---|---|---|---|
8:30 9:30 |
Námsgrein 1 | Yfirseta | Námsgrein 1 | Yfirseta | Námsgrein 1 |
9:50 10:50 |
Námsgrein 1 | Yfirseta | Námsgrein 1 | Yfirseta | Námsgrein 1 |
11:00 12:00 |
Námsgrein 2 | Yfirseta | Námsgrein 2 | Yfirseta | Námsgrein 2 |
12:45 13:45 |
Námsgrein 2 | Yfirseta | Námsgrein 2 | Yfirseta | Námsgrein 2 |
13:55 14:55 |
Námsgrein 3 | Yfirseta | Námsgrein 3 | Yfirseta | Námsgrein 3 |
15:05 16:05 |
Námsgrein 3 | Yfirseta | Námsgrein 3 | Yfirseta | Námsgrein 3 |
[breyta] Íþróttir
Annað atriði við námsskipulag sem er ólíkt öðrum skólum er íþróttakennsla við skólann, en gert er ráð fyrir því í námsskrá framhaldsskólanna að nemendur fái tilsögn í líkamsrækt allan námstímann en vegna þess að námið við skólann stendur aðeins 4 annir taka nemendur hans einungis fjóra áfanga í íþróttum. Verkleg íþróttakennsla skólans fer fram í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu.
[breyta] Kennslustofur

Í hverri stofu er þráðlaust net og prentari [9] en kennslustofur skólans eru sjö talsins, að meðtalinni einni raungreinastofu. Á veggjum allra skólastofa er texti; ljóð, brot eða úrtök úr sögum eða málsháttum, og var þetta sett upp við upphaf skólaársins 2006-2007.
[breyta] Raungreinastofan
Raungreinastofan er fjölnota stofa. Þar fer sjaldan fram kennsla nema við krufningar og tilraunir, en annars er hún notuð sem rannsóknarstofa; þar sem þar eru nettengdar tölvur, sem nemendur geta nýtt sér við upplýsingaöflun og vinnslu verkefna og oftar en ekki er stærðfræðikennari þar á heimalærdómsdögum til að hjálpa nemendum með vandamál.
[breyta] Fundarstofan
Fundarstofan er stofa númer 1 í Hraðbraut. Þar eru skjávarpi, hátalari; stólar og sófar og hentar hún því vel fyrir fundi, samkomur, kynningar, leikrit o. s. frv.
[breyta] Nemendafélagsstofan
Nemendafélagsstofan er stofa þar sem kjörnir stjórnarmenn nemendafélagsins vinna, skipuleggja böll, uppákomur og ýmislegt fleira.


[breyta] Ádeilur og gagnrýni
Margir hafa gagnrýnt Menntaskólann Hraðbraut fyrir að fara yfir námsefnið á of skömmum tíma. Þar má til dæmis nefna ummæli varaformanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur gagnrýnt námið þar fyrir að vera fljótafgreidd hraðsuða og að skólinn sé hentiaðgerð kerfiskalla. Hún telur líka að hann muni setja fordæmi og aðrir framhaldskólir muni fara að dæmi hans sem og að háskólar muni líka fara að mata nemendur meira.[10] Önnur algeng gagnrýni á skólann er að vegna þess hve hratt skólinn er tekinn njóti nemendur ekki eins mikils félagslífs og nemendur við aðra menntaskóla.
[breyta] Neðanmálsgreinar
- ↑ http://www.sumarskolinn.is/# "Sumarskólinn ehf. er nú að hefja sitt 14 starfsár."
- ↑ http://hradbraut.is/?pageID=9 Er hægt að ljúka stúdentsprófi á 2 árum?
- ↑ http://hradbraut.is/?pageID=2&subname=3 Skólastjóri
- ↑ http://hradbraut.is/?pageID=5 Skólastjóri
- ↑ http://hradbraut.is/?pageID=5 Aðstoðarskólastjóri
- ↑ http://hradbraut.is/?pageID=2&subname=3 Skólastjórn
- ↑ http://hradbraut.is/?pageID=6&subname=9 Námsfyrirkomulag
- ↑ http://hradbraut.is/?pageID=6&subname=9 Námsfyrirkomulag
- ↑ http://www.hradbraut.is/?pageID=2&subname=2 Prentari og þráðlaust net
- ↑ http://www.tikin.is/tikin/leitarnidurstodur/frettir/?cat_id=1&ew_0_a_id=107158 Frétt á www.tíkin.is
[breyta] Heimildir
- „Frétt um Menntaskólann Hraðbraut tekið af síðinni www.tikin.is“. Sótt 13. nóvember 2006.
- „Námsbrautir“. Sótt 12. október 2006.
- „Um Menntaskólann Hraðbraut“. Sótt 12. október 2006.
- „Heiðurslisti“. Sótt 12. október 2006.
- „Húsnæði skólans“. Sótt 12. október 2006.
- „Stjórn skólans“. Sótt 12. október 2006.
- „Námið“. Sótt 12. október 2006.
- „Námsskipan“. Sótt 12. október 2006.
- „Algengar spurningar: Er virkilega hægt að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum?“. Sótt 22. nóvember 2006.
[breyta] Tenglar
Íslenskir framhaldsskólar |
---|
Borgarholtsskóli | Fjölbrautaskóli Suðurlands | Fjölbrautaskóli Suðurnesja | Fjölbrautaskóli Vesturlands | Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti | Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Flensborgarskólinn í Hafnarfirði | Framhaldsskólinn á Húsavík | Framhaldsskólinn á Laugum | Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu | Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum | Iðnskólinn í Hafnarfirði | Iðnskólinn í Reykjavík | Kvennaskólinn í Reykjavík | Menntaskólinn á Akureyri | Menntaskólinn á Egilsstöðum | Menntaskólinn á Ísafirði | Menntaskólinn í Kópavogi | Menntaskólinn í Reykjavík | Menntaskólinn Hraðbraut | Menntaskólinn við Hamrahlíð | Menntaskólinn við Sund | Sjómannaskólinn í Reykjavík| Verkmenntaskóli Austurlands | Verkmenntaskólinn á Akureyri | Verzlunarskóli Íslands |