Sverrir Jakobsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sverrir Jakobsson (f. 18. júlí, 1970) er sagnfræðingur og stundakennari við . Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1990, lauk svo B.A.-prófi við Háskóla Íslands 1993 og M.A.-prófi frá Háskólanum í Leeds í Bretlandi. Lauk svo doktorsprófi frá HÍ 2005.

Á menntaskólaárum sínum komst hann ásamt tvíburabróður sínum Ármanni þrívegis í úrslit í Gettu betur og sigraði í keppninni árið 1990.

Sverrir er kunnur fyrir að vera virkur félagi í Vinstri grænum og er systir hans Katrín Jakobsdóttir varaformaður þess flokks. Hann hefur einnig verið í forsvari fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga. Þá er hann formaður Hagþenkis, félags höfunda kennslubóka og fræðirita.