Hálshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hálshreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Náði hann yfir bæði Fnjóskadal og Flateyjardal, auk Flateyjar á Skjálfanda. Flatey og Flateyjardalur voru gerð að sérstökum hreppi, Flateyjarhreppi, árið 1907. Flateyjarhreppur var sameinaður Hálshreppi á ný 1. mars 1972, enda þá kominn í eyði.

Hinn 9. júní 2002 sameinaðist Hálshreppur Ljósavatnshreppi, Bárðdælahreppi og Reykdælahreppi undir nafninu Þingeyjarsveit.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana