Stafangur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stafangur (norska: Stavanger) er borg í Rogaland-fylki í Noregi. Íbúar sveitarfélagsins voru 114.401 árið 2005 en alls 200.958 innan hinna eiginlegu borgarmarka, en borgir nær einnig yfir Sola, Randaberg og Sandnes.
Nágrannasveitarfélög eru Randaberg og Rennesøy í norðri, Sandnes í suðri og Sola í vestri.
Efnisyfirlit |
[breyta] Náttúra
Stafangur stendur á fastlandi en til borgarinnar heyra einnig eyjarnar í kring. Flatarmál sveitarfélagsins alls er 67,67 km² og er hæsti punkturinn Jåttånuten, 139 m yfir sjávarmáli.
[breyta] Atvinnulíf
Í dag er Stafangur „olíuhöfuðborg“ Noregs, því olíufyrirtækið Statoil hefur höfuðstöðvar sínar þar í bæ. Þar er líka stórt olíusafn og öll umferð út á olíuborpallana í Norðursjó fer um Sola flugvöll fyrir utan Stafangur.
[breyta] Vinabæir
Vinabæir Stafangurs eru eftirfarandi:
Fjarðabyggð
Esbjerg (Danmörku)
Jyväskylä (Finnlandi)
Eskilstuna (Svíþjóð)
Aberdeen (Skotlandi)
Houston (Bandaríkjunum)
Estelí (Nicaragua)
Netanya (Ísrael)
Nablus (Palestínu)
Antsirabe (Madagaskar).
[breyta] Þekkt fólk frá Stafangri
- Morten Abel (1962), tónsmiður og tónlistarmaður.
- Alexander Kielland (1849 - 1906), höfundur.
- Kitty Kielland (1843 - 1914), listmálari.
25 stærstu borgir Noregs (með íbúafjölda skv. Hagstofu Noregs) |
---|
Ósló (811,700) | Björgvin (213,600) | Stafangur (173,100) | Þrándheimur (147,100) | Fredrikstad (97,100) | Drammen (90,700) | Skien (85,100) | Kristiansand (63,800) | Tromsø (52,400) | Tønsberg (45,000) | Álasund (44,100) | Haugesund (40,300) | Sandefjord (39,600) | Moss (34,500) | Bodø (34,100) | Arendal (30,900) | Hamar (28,800) | Larvik (23,100) | Halden (22,000) | Harstad (19,400) | Lillehammer (19,100) | Molde (18,600) | Mo i Rana (17,900) | Kongsberg (17,700) | Horten (17,700) |