Miðheimar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.

Miðheimar hétu upphaflega centrum.is og voru fyrsta almenna Internetþjónustan á Íslandi og sú fyrsta sem bauð uppá SLIP aðgang fyrir Vefinn. Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Róbert Viðar Bjarnason stofnuðu centrum.is árið 1993 en þá voru fyrir Íslenska menntanetið og netaðgangur á vegum Hafró og Háskóla Íslands. Þjónustan byggðist á einni Linuxtölvu (Slackware Linux á 25 MHz 486 með 4 MB vinnsluminni). Tenging við umheimin var með "dialup router" sem keyrði á 9600 bit á sek. Innhringing var á 2 mótöldum með 1200 eða 2400 bita hraða (plús þjöppun). Árið 1994 tók fyrirtækið Miðheimar yfir reksturinn.