Spjall:Ásta Kristjana Sveinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eftir að hafa lesið greinina get ég ekki séð hvað nákvæmlega það er sem kallar á að Ásta eigi sér grein á wikipedia... Held reyndar að ég hafi aldrei heyrt um hana. Hugsanleg vanity-grein? Ath26 24. apríl 2006 kl. 19:54 (UTC)

Ég sé svosem ekkert að þessari grein, en ég hef ekki heyrt um hana heldur. Spurningin er alltaf með mörkin - hvar á að hætta? Eiga allir íbúar jarðar skilið grein um sig? Að mínu mati já, því allir eru merkilegir á sinn hátt, en að sama skapi nei, því þessi upplýsingamiðill er ekki hannaður fyrir slíka margræðni og slíkt gagnamagn. Segjum nei í bili. Eiga þá allir háskólakennarar (lektorar, dósentar og prófessorar) rétt á grein um sig? Tja... spurning um framlag. Eiga allir íslendingar sem hafa getið sér orðs erlendis að fá grein um sig hér á is:? ... aftur, spurning um framlag - mér þykir greinar um Björk, Gunnar Hansen og Sigurð Helgason eðlilegar, en ég set spurningamerki við marga aðra sem hafa kannski einhverja staðværa frægð, en skipta "litlu" máli þegar að öllu er á botninn hvolft. Ég held að þetta sé viðhorf Wikimedia stofnunarinnar einnig. En þessi grein má halda sér mín vegna. --Smári McCarthy 24. apríl 2006 kl. 20:18 (UTC)
Ef þú vilt leggja til að henni verði eytt geturðu sett viðeigandi snið á síðuna ({{tortíma}}). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. apríl 2006 kl. 20:41 (UTC)
Ég hef heyrt um hana en ég er reyndar heimspekingur, þannig að það er kannski við því að búast. Hins vegar er almenn frægð ekki krafa sem gerð er í notability-mælikvarðanum.
Á ensku Wikipediu eru til leiðbeiningar um prófessors-prófsteininn á notability en skv. honum er óljóst hvort síðu sem þessari ætti að eyða eða hvort ætti að merkja hana sem stubb þangað til nánar er útskýrt mikilvægi manneskjunnar. En burtséð frá því þá þykir mér sjálfsagt að kröfurnar um notability fyrir íslenska heimspekinga séu aðeins minni en t.d. fyrir bandaríska heimspekiprófessora, einfaldlega vegna þess að það þarf minna til þess að skipta sköpum í sögu íslenskrar heimspeki. Eðlileg þumalfingursregla um lágmark væri doktorspróf og útgefin rit eða sérstakar viðurkenningar (awards, þ.m.t. virðulegar prófessorsstöður við fræga háskóla, sbr. ensku leiðbeiningarnar) - en auðvitað má hugsa sér undantekningar.
Mig grunar að þessi síða hafi verið búin til út frá rauðum tengli sem ég ber ábyrgð á (nefnilega á lista yfir íslenska heimspekinga). Ég hugsa að þetta sé ekki hégómasíða í þeim skilningi að einhver annar en manneskjan sjálf eða einhver nátengdur henni - nefnilega ég - ákvað að hafa hana með á þeim lista. En svo er ekki einu sinni víst hver setti greinina inn, þannig að við ættum að skoða textann sem slíkan og láta hann njóta vafans. Hver svo sem skrifaði greinina, þá virðist hún skrifuð á óhlutdrægan hátt og án allra ummerkja um hégóma. Þetta eru bara staðreyndir, svo langt sem þær ná.
Ég styð þess vegna tilvist greinarinnar, en stubbamerki hana jafnframt. --Cessator 24. apríl 2006 kl. 20:50 (UTC)
Þess má líka geta að íslenskir doktorar í heimspeki eru teljandi á ... ehh, fingrum og tám allra útlima :) Með öðrum orðum, þetta er tiltölulega fámennur hópur og því kannski svolítið notable í sjálfum sér. --Cessator 24. apríl 2006 kl. 21:00 (UTC)
Smá athugasemd varðandi upphaflegan höfund greinarinnar
  • Ip tala viðkomandi var 130.212.171.60 sem er það sama og dhcp-hum171-60.sfsu.edu (sbr. dns -> ip converter, http://baremetal.com/cgi-bin/dnsip ) Nú er ég alls ekki að segja að það sé öruggt að Ásta hafi skrifað greinina sjálf, en þegar maður sér að viðkomandi höfundur kom frá hugvísindadeild San Francisco State University... Einmitt þar sem Ásta er aðstoðarprófessor (sambærilegur titill og dósent)... Tjah, þá læðist óneitanlega ákveðinn grunur að manni.

Ég skil vel sjónarmiðið um að ekki verði gerð sama krafa um frægð (notability) og t.d. á ensku wikipediu. En aftur má spyrja: hefur Ásta gert eitthvað sem svona gríðarlega mikilvægt fyrir heimspeki á Íslandi? Er hún yfirleitt vel þekkt? Sé henni flett upp á gegnir.is koma t.d. bara upp fjórar færslur um hana.

Persónulega finnst mér þessi grein ekki eiga rétt á sér Ath26 24. apríl 2006 kl. 21:32 (UTC)

Mér finnst nánast eins og íslenskur doktor í heimspeki sé sjálfkrafa notable. En Ásta er
  1. sennilega fyrsta íslenska konan sem verður doktor í heimspeki á sviði frumspeki, hugspeki og þekkingarfræði
  2. ein af fyrstu 5 (sennilega 3. fyrsta) íslenska konan sem verður doktor í heimspeki
  3. ein af fyrstu 30 eða svo íslensku doktorunum í heimspeki
  4. sennilega ein af 6-7 fyrstu íslensku heimspekingunum sem hafa sérfræðiþekkingu í málspeki
  5. annar íslenski heimspekingurinn með doktorspróf frá MIT
  6. sennilega þriðji Íslendingurinn sem hefur numið heimspeki við Harvard háskóla
  7. sennilega ein af 10 fyrstu íslensku prófessorunum í heimspeki við erlendan háskóla (mig grunar að hún sé sá sjöundi)

--Cessator 24. apríl 2006 kl. 21:58 (UTC)

Ok, skerpti aðeins á notability réttlætingunni í innganginum. --Cessator 24. apríl 2006 kl. 22:25 (UTC)


Ég verð að viðurkenna að ég er enn ekki sannfærður – þótt fáir Íslendingar útskrifist með doktorsgráðu þýðir það ekki endilega að þeir sem gera það eigi sjálfkrafa rétt á grein um sig. Fæð þeirra Íslendinga sem hafa doktorsgráðu þýðir auðvitað að góðar líkur er á að þeir sem fá þessa nafnbót séu einu Íslendingarnir (já, jafnvel meiri líkur á að viðkomandi sé eina íslenska konan) sem hafa sérhæft sig í tilteknu sviði.

Eins og segir á vef Kvennsögusafnsins hafa a.m.k. 404 íslenskar konur útskrifast með doktorspróf. Enginn (eða a.m.k. fáir) vilja meina að hver og ein eigi rétt á grein um sig hér á wikipedia.

Eins og Smári McCarthy segir að ofan: þetta er allt spurning um framlag. Ég fæ ekki séð að framlag Ástu til heimspekinnar sé það stórt í sniðum að það réttlæti grein á wikipedia. Það að hún sé þekkt í mjög litlum hópi manna geta vart talist rök nema það sem hún sé þekkt fyrir sé merkilegt á einhvern hátt. Það að hún sé kona með doktorspróf og sé dósent við San Francisco háskóla finnst mér einfaldlega ekki nóg. Hún verður að hafa lagt eitthvað til fræðanna sjálfra, t.d. með því að hafa skrifað merkilegar bækur, samið fjölda greina eða eitthvað þvíumlíkt. Einhvers staðar verða menn að draga mörkin ef þeir á annað borð samþykkja að ekki eigi allir rétt á grein á wikipedia.

Auðvitað hlýtur einnig að hafa áhrif að upphaflegur höfundur greinarinnar var mjög líklega annað hvort Ásta sjálf eða einhver nátengdur henni (sbr. það sem ég segi um ip töluna að ofan). Viljum við að fólk fari á wikipedia og skrifi greinar til að kynna sig? Varla.

Persónuleg skoðun mín (sem ég ætla ekki að rökstyðja nánar) er þessi: með því að stofna grein um einstakling er höfundur greinarinnar yfirleitt um leið að segja “mér finnst þessi merkilegur, hann á skilið grein.” Ef höfundur greinarinnar er að skrifa um sjálfan sig er hann að segja lítið annað en “mér finnst ég merkilegur, ég á skilið grein.” Það er ekkert annað en hégómi.

Ps. Cessator: værirðu til í að útskýra hvernig þessi listi yfir íslenska heimspekinga varð til? Gæti hjálpað mér við að skilja mikilvægi Ástu í íslenskum fræðaheimi. Er t.d. mikið vitnað í hana við heimspekikennslu á Íslandi? Eða er t.d. vitnað til hennar í heimspekiritum? Eða er hún bara merkileg fyrir að vera kona með doktorspróf í heimspeki?;-)

Ath26 25. apríl 2006 kl. 09:31 (UTC)

Vonandi er öllum ljóst að með síðustu spurningunni var ég ekki að gera á neinn hátt lítið úr konum eða afrekum þeirra... Ath26 25. apríl 2006 kl. 09:33 (UTC)

Mín skoðun á þessu máli er að Wikipedia eigi að innihalda meiri upplýsingar frekar en minni. Svo lengi sem einhver gæti einhvern tíma viljað vita eitthvað um Ástu finnst mér í lagi að halda henni hér. --Heiða María 25. apríl 2006 kl. 09:41 (UTC)

Auðvitað ættu að vera meiri en minni upplýsingar á wikipedia. En réttlætir það allar greinar? Réttlætir það greinar sem einhver hefur sjálfur skrifað um sjálfan sig? Með þessum rökum ættu flestir rétt á grein - það eru jú alveg líkur á að einhver vilji einhvern tímann vita e-ð um náungann. En fæstir vilja fallast á svo víðtæka skilgreiningu á því hverjir eigi rétt á grein. Einhvers staðar verður að setja mörkin. Ath26 25. apríl 2006 kl. 10:57 (UTC)
Bara svo að það sé tekið fram, það er ekki bannað að skrifa um sjálfan sig á Wikipedia. Hinsvegar má textinn ekki vera hlutdrægur eða einhliða. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. apríl 2006 kl. 12:51 (UTC)
Hér er ágætis umfjöllun um greinar sem fjalla um höfundinn sjálfan: http://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Autobiography Þar segir m.a. Creating or editing an article about yourself is strongly discouraged. If you create such an article, it will likely be listed on articles for deletion. Deletion is not certain, but many feel strongly that you should not start articles about yourself. og stuttu seinna If your achievements, etc., are verifiable and genuinely notable, and thus suitable for inclusion in Wikipedia, someone else will probably create an article about you sooner or later
Með öðrum orðum er það stefna wikipediu að þú eigir ekki að byrja grein um sjálfan þig. Þú mátt aftur á móti leiðrétta staðreyndavillur í greinum um þig, svo framarlega sem þú gerir það á hlutlægan hátt. Nú veit ég ekki hvort þessar reglur eigi við um íslensku wikipediu, þætti það samt eðlilegast.
Einnig vil ég benda á umfjöllun um "notability" fræðimanna http://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Notability_%28academics%29 Persónulega er mér algjörlega ómögulegt að troða Ástu inn í þessar meginreglur, jafnvel þótt ég hafi í huga smæð íslenska fræðaheimsins.

Ath26 25. apríl 2006 kl. 16:51 (UTC)

Það er sjálfsagt að útskýra í stuttu máli tilurð listans yfir íslenska heimspekinga. Ég setti hann saman vegna þess að mér fannst að það ætti að vera hægt að fletta upp íslenskum heimspekingum á íslensku Wikipediu. Ég vildi frekar hafa fleiri en færri og setti þess vegna á listann alla (a) íslenska atvinnuheimspekinga, (b) þá sem hafa lagt mikið af mörkum til íslenskrar heimspeki, (c) þá sem hafa afrekað eitthvað. Til atvinnuheimspekinga tel ég þá sem hafa doktorspróf, kennslustöðu við háskóla og útgefin rit - en það eru undantekningar; til dæmis hafa ekki allir á listanum doktorspróf en verðskulda óvéfengjanlega að vera á honum og bæta það upp m.a. með skrifum og öðru. Ásta er íslenskur atvinnuheimspekingur og þýðandi, með doktorspróf frá einum af bestu háskólum heims á sínu sviði (og M.A. próf frá öðrum), kennslustöðu í háskóla á harðasta samkeppnismarkaði heims í atvinnuheimspeki og er einungis ein af fjórum íslenskum konum með doktorspróf í heimspeki og sú fyrsta á sínu sviði. Þess vegna fannst mér alt í lagi að hafa hana með. --Cessator 25. apríl 2006 kl. 17:19 (UTC)
Varðandi hégómagreinar: Það er ekki góð hugmynd að skrifa grein um sjálfan sig og það er mælt gegn því. En það er ekki - og þetta er alveg skýrt í þeim texta sem þú vitnar í - bannað eða sjálfkrafa ástæða til eyðingar (ég les ekki stefnulýsingu út úr þessu, bara caveat). Eins og Friðrik bendir á er á endanum bara spurning um hvort textinn sé hlutdrægur eða einhliða og hvort hægt sé að staðfesta hann. Ég sé ekki að textinn sem kom frá upphaflegum höfundi sé í þessu tilviki hlutdrægur eða einhliða og það er hægt að staðfesta hann. Í textanum sem þú vitnar í segir „someone else will probably create an article about you sooner or later“, en það er þegar komið fram að það var mín hugmynd að hafa Ástu með á listanum og ég hef skrifað flestar greinarnar (stubbana) um þetta fólk og hefði sjálfsagt fyrr eða síðar komið að henni. Textinn sem ég hefði skrifað hefði svo sem ekki verið neitt betri. --Cessator 25. apríl 2006 kl. 17:19 (UTC)

[breyta] Nýlegar breytingar

Ég hef tvisvar sinnum tekið aftur breytingar á greininni sem hafa verið á þá leið að taka burt orðið „fjórða“ í málsgreininni „Ásta Kristjana er fjórða íslenska konan, sem hefur lokið doktorsprófi í heimspeki [...]“. Í fyrsta lagi verður málsgreinin afar villandi sé orðið tekið burt en málsgreinin að öðru leyti látin óbreytt en í öðru lagi er vísað í heimild fyrir staðhæfingunni og því ætti ekki að breyta staðhæfingunni að ástæðulausu. Ef heimildin er röng eða aðrar heimildir stangast á við hana ætti fyrst að ræða það hér. --Cessator 29. júní 2006 kl. 14:44 (UTC)

Vegna ítrekaðra breytinga í sömu veru verndaði ég síðuna þannig að til að breyta henni þarf að vera innskráð/ur. Breytingin sem reynt er að fá í gegn er ekki studd neinum rökum en núverandi staðhæfing í greininni er studd heimildum þannig að ég lít svo á að verndunin verji greinina fyrir skemmdarverkum. Endilega ræðið breytingatillöguna hér á spjallinu fyrst ef þetta á að halda áfram. --Cessator 29. júní 2006 kl. 15:16 (UTC)