Sony

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sony (japanska (katakana): ソニー) er stórt japanskt fyrirtæki sem framleiðir aðallega raftæki. Fyrirtækið var stofnað 7. maí 1946 af Masaru Ibuka og Akio Morita en nafnið sem það ber í dag fékk það 1958. Meðal þekktustu vara fyrirtækisins í dag eru Walkman tónlistarspilararnir og PlayStation leikjatölvurnar. Í dag á Sony verksmiðjur og dótturfyrirtæki um allan heim. Meðal þekktustu fyrirtækja sem Sony á að miklu eða öllu leyti eru:

  • Sony Pictures Entertainment, sem á meðal annars:
    • Columbia Pictures
    • TriStar Pictures
    • Metro-Goldwyn-Meyer
  • Sony BMG Music Entertainment, sem á meðal annars:
    • Columbia Records (elsta tónistarútgáfa heims)
    • Epic Records
  • Sony Ericsson Mobile Communications AB

[breyta] Tengill

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.