Hlemmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlemmur, séður frá Rauðarárstíg
Enlarge
Hlemmur, séður frá Rauðarárstíg

Hlemmur er ein af aðalskiptistöðvum Strætó bs. í Reykjavík og stendur gegnt aðallögreglustöð borgarinnar, efst á Hverfisgötu.

Nafnið Hlemmur vísar til brúarstubbs sem þar var yfir lækinn Rauðará, sem Rauðarárstígur í Reykjavík er kenndur við.

Komið var upp vatnsþró á Hlemmtorgi[1], til að brynna hestum, skömmu eftir stofnun Vatnsveitu Reykjavíkur. Árið 2005 var höggmynd, sem var gerð fyrir mörgum árum og hafði staðið annarsstaðar, flutt til og sett niður rétt við Hlemm.

Á fyrri hluta tuttugustu aldar stóð Gasstöð Reykjavíkur við Hlemm. Hana hefur Megas sungið um.

Hlemmur hefur um árabil verið afdrep útigangsfólks í Reykjavík.

[breyta] Tilvísanir og heimildir

  • ^  Morgunblaðið, 23. október 1958, bls. 20.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana