Verkaskipting kynjanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verkaskipting kynjanna hefur einkennt mannkynið frá upphafi. Konur sýsla almennt um matargerð, viðgerðir, leirkeragerð, matvælasöfnun og gæslu forða. Karlar fást aftur við veiðar stórra landdýra, fiskveiði, málm-, tré- og steinsmíði.

George P. Murdock, bandarískur mannfræðingur, tók saman verkaskiptingu í 185 samfélögum sem sjást hér í töflu:

Verkaskipting kynjanna
Verk Eingöngu karlaverk Einkum karlaverk Jafnt Einkum kvennaverk Eingöngu kvennaverk % hlutur karla
Veiðar stærri sjávardýra 48 0 0 0 0 100
Málmbræðsla 37 0 0 0 0 100
Málmsmíði 85 1 0 0 0 99,8
Veiðar stærri landdýra 139 5 0 0 0 99,3
Trésmíði 159 3 1 1 0 98,8
Steinsmíði 67 0 6 0 0 95,9
Smíði úr horni, beini eða skel 71 7 2 0 2 94,6
Land brotið til ræktunar 95 34 6 3 1 90,5
Fiskveiðar 83 45 8 5 2 86,7
Hirðing stærri húsdýra 54 24 14 3 3 82,4
Jarðvinnsla 66 27 14 17 10 73,1
Skinnaverkun 39 4 2 5 31 54,6
Söfnun/veiðar smádýra 27 3 9 13 15 54,5
Akurvinnsla 27 35 33 26 20 54,4
Uppskeruvinna 10 37 34 34 26 45,0
Hreinsun, reyting 22 23 24 30 32 44,6
Mjaltir 15 2 8 2 21 43,8
Hirðing minni dýra 19 8 14 12 44 35,9
Vefnaður 24 0 6 8 50 32,5
Söfnun smærri sjávardýra 11 4 1 12 27 31,1
Eldiviðarsókn 24 12 12 23 95 27,2
Klæðagerð 16 4 11 13 78 22,4
Leirkeragerð 14 5 6 6 74 21,1
Söfnun villtra jurta 6 4 18 42 65 19,7
Mjólkurvinnsla 4 0 0 0 24 14,3
Spuni 7 3 4 5 72 13,6
Þvottur 5 0 4 8 49 13,0
Vatnssókn 4 4 8 13 131 8,6
Matreiðsla 0 2 2 63 117 8,3
Forðagæsla 3 1 4 21 145 5,7

[breyta] Heimildir

  • Saga mannkyns ritröð AB, 1. bindi. Knut Helle, Jarle Simensen, Sven Tägil og Kåre Tønnesson. 1988. E.J. Stardal íslenskaði. Almenna Bókafélagið Reykjavík.