Reynitré

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reynir
Reyniber
Reyniber
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Tegundir
  • Ilmreynir (Sorbus aucuparia)
  • Gráreynir (Sorbus hybrida)
  • Tíbetreynir (Sorbus fruticosa)
  • Knappareynir (Sorbus americana)
  • Kasmírreynir (Sorbus cashmeriana)
  • Koparreynir (Sorbus koehneana)
  • Alpareynir (Sorbus mougeotii)
  • Úlfareynir (Sorbus hostii)
  • Runnareynir (Sorbus sambucifolia)
  • Bergreynir (Sorbus rockii)
  • Skrautreynir (Sorbus decora)
  • Blikreynir (Sorbus chamaemespilus)
    • Súdetareynir
      (Sorbus chamaemespilus var sudetica)
  • Fjallareynir (Sorbus commixta)
  • Kögurreynir (Sorbus discolor)
  • Silfurreynir (Sorbus intermedia)
  • Goðareynir (Sorbus latifolia)
  • Strandreynir (Sorbus meinichii)
  • Snæreynir (Sorbus prattii)
  • Dvergreynir (Sorbus reducta)
  • Urðareynir (Sorbus rupicola)
  • Klettareynir (Sorbus scopulina)
  • Sitkareynir (Sorbus sitchensis)
  • Hirðingjareynir (Sorbus tianshanica)
  • Flipareynir (Sorbus torminalis)
  • Seljureynir (Sorbus aria)

Reynitré er ættkvísl jurta af rósaætt sem finnst um allt norðurhvel jarðar.

[breyta] Reynitré á Íslandi

Ilmreynir Sorbus aucuparia er algengur á Íslandi, sérstaklega í görðum. Ilmreynir óx villtur hér á landi við landnám, líkt og birki, einir og víðir. Nafnið Reyniviður á í daglegu tali við þessa trjátegund.

Silfurreynir Sorbus intermedia er sænskur að uppruna en hefur verið plantað lítillega á Íslandi. Þekktasti silfurreynir Íslands stendur við Aðalstræti og er elsta tré Reykjavíkur, gróðursett 1884.


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .