Hrófbergshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrófbergshreppur (áður Staðarhreppur eða Staðarsveit) var hreppur við Steingrímsfjörð í Strandasýslu, kenndur við bæinn Hrófberg.

Árið 1942 var hreppnum skipt í tvennt og hét innri hlutinn nafninu áfram en sá ytri fékk nafnið Hólmavíkurhreppur. Hinn 1. janúar 1987 voru hrepparnir sameinaðir aftur, að þessu sinni undir nafni Hólmavíkurhrepps.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana