Skurður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lítill siglingaskurður í Feneyjum.
Enlarge
Lítill siglingaskurður í Feneyjum.

Skurður eða síki er manngerður farvegur sem oft tengist við vötn, ár eða höf. Til eru þrjár megingerðir skurða; framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum, áveituskurðir til að veita vatni að tilteknum svæðum og siglingaskurðir til að fleyta á fólki eða varningi. Skipaskurðir eru stundum byggðir í ám til að fjarlægja hindranir og gera þær siglingahæfar. Minni skurðir af þessu tagi geta borið smábáta og pramma, en stærri skipaskurðir bera stór flutningaskip.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt skurðum er að finna á Wikimedia Commons.