Spjall:Vísindavefurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Út um allan völl. Breytti hér áðan tilvitnun um fjarlægð svör - finnst eðlilegt að þar sem framtíð aðalgreinar um Stefán er enn óráðin að þá megi ekki gleyma tenginum við aðrar síður wikipedia, t.d. einnig afmælisdag og ár. Eflaust vill einhver harðhausinn halda þessu inni (afhverju, og af hvaða hvötum slíkur einstaklingur stjórnast læt ég liggja á milli hluta), tilgangur minn var einungis að benda á að þegar niðurstaða fæst á Stefáns-síðuna þá ber að hafa einnig í huga aðrar síður þar sem þessi einstaklingur er kræktur í.

Ég rakst inn á þessa síðu um vísindavefinn og mér finnst þetta ótækt: "Fjarlægð svör - Vísindavefurinn fjarlægði 16 svör tengd geimverkfræði í nóvember 2005 eftir eftir að höfundur þeirra var dæmdur fyrir nauðgun." Ég þurrka út seinni part setningarinnar. --Salvör Gissurardóttir 02:00, 15 ágúst 2006 (UTC)
Án þess að ég vilji endurvekja þessa leiðinda umræðu, þá verð ég að spyrja: Hvað er ótækt við þetta? Þetta er sannreynanleg staðreynd sem á fullt erindi þangað, og án þessarrar útskýringar er efnisgreinin sem slík gjörsamlega marklaus, því á hana vantar samhengi. --Smári McCarthy 11:01, 16 ágúst 2006 (UTC)
Nú verð ég að vera sammála Smára. Þetta var leiðinleg umræða á sínum tíma en þeir sem kæra sig um að skoða hana aftur geta séð hver mín afstaða var. Hér var hins vegar enginn nafngreindur og því ekki ljóst hvers vegna þetta var ótækt en hvað í framsetningunnni var ekki við hæfi. Það er auðvitað ekki bannað að minnast á nauðganir eða dóma sem hafa verið felldir í slíkum málum. Það verður bara að fara varlega í að skrifa ævisögur lifandi fólks. --Cessator 20:16, 16 ágúst 2006 (UTC)
Ég er sammála bæði Cessator og Smára og bæti þess vegna bæti seinni hluta málsgreinarinnar við aftur - á meðan nánari skýringar eru ekki gefnar. Introgressive 19:00, 8 desember 2006 (UTC)