Wikipedia:Grein mánaðarins/apríl, 2006
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrjátíu ára stríðið var röð styrjalda sem áttu sér stað í Þýskalandi á árunum 1618 til 1648. Öll helstu stórveldi Evrópu drógust inn í átökin. Stríðsins var lengi minnst sem einnar skæðustu styrjaldar í Evrópu fram að Napóleonsstyrjöldunum og herfarir stríðsaðila og plágur sem þeim fylgdu lögðu mörg héruð Þýskalands því sem næst í auðn.