Kartafla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kartafla

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Undirflokkur: Asteridae
Ættbálkur: Kartöfluættbálkur (Solanales)
Ætt: Náttskuggaætt (Solanaceae)
Ættkvísl: Solanum
Tegund: S. tuberosum
Fræðiheiti
Solanum tuberosum
L.

Kartafla (fræðiheiti: Solanum tuberosum) er fjölær jurt af náttskuggaætt sem er mikið ræktuð fyrir sterkjurík hnýði á rótunum. Kartöflur eru í fjórða sæti yfir mest ræktuðu ferskvöru heims (á eftir hrísgrjónum, hveiti og maís). Kartöflur eiga uppruna sinn í Andesfjöllum og bárust um allan heim eftir að Evrópubúar komu þangað á 16. öld.

Árið 2008 er ár kartöflunnar, en á hverju ári tileinka Sameinuðu þjóðirnar árið einhverju málefni sem varðar heill mannkyns. Ástæðan fyrir valinu er sú að kartaflan er talin geta hjálpað til að ná einu af átta þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem er að fækka þeim um helming sem þjást vegna fátæktar og hungurs fyrri árið 2015.

[breyta] Kartöflurækt á Íslandi

Fyrstur til að rækta kartöflur á Íslandi var Svíinn Friedrich Wilhelm Hastfer (1722-1768) sem kallaður var Hastfer hrútabarón. Fyrsta uppskera íslenskra kartaflna leit dagsljósið á Bessastöðum árið 1758. Líklegt er að það hafi verið það yrki sem nú er kallað rauðar íslenskar sem líkjast t.d. gammel röd svensk sem Jonas Alströmer kom með til Svíþjóðar 1724. Kartöflurækt og önnur garðyrkja varð þó ekki algeng á Íslandi fyrr en í upphafi 19. aldar og áttu Napóleonsstríðin 1807-1814 og stopular siglingar til landsins á þeim tíma mikinn þátt í því.[1]

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt kartöflum er að finna á Wikimedia Commons.

[breyta] Heimildir


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .