Kalabría

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merki Kalabríu
Enlarge
Merki Kalabríu

Kalabría (ítalska: Calabria, áður Brutium) er hérað á Suður-Ítalíu sem myndar „tána á stígvélinu“. Höfuðstaður héraðsins er Catanzaro. Héraðið markast af Tyrrenahafi í vestri, Jónahafi í austri og Tarantóflóa í norðaustri. Í suðvestri skilur Messínasund milli Kalabríu og Sikileyjar þar sem minnsta vegalengd milli lands og eyjar er aðeins 3,2 km. Íbúafjöldi er um tvær milljónir.

[breyta] Sýslur (province)

Kort sem sýnir Kalabríu.
Enlarge
Kort sem sýnir Kalabríu.
  • Catanzaro
  • Cosenza
  • Crotone
  • Reggio Calabria
  • Vibo Valentia


Héruð Ítalíu Fáni Ítalíu
Abrútsi | Apúlía | Basilíkata | Emilía-Rómanja | Fjallaland | Kalabría | Kampanía | Langbarðaland | Latíum | Lígúría | Marke | Mólíse | Toskana | Úmbría | Venetó
Ágústudalur | Friúlí | Sardinía | Sikiley | Trentínó-Suður-Týról