Rosa Luxemburg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rosa Luxemburg
Enlarge
Rosa Luxemburg

Rosa Luxemburg (pólska: Róża Luksemburg; 5. mars 1870 eða 1871 – 15. janúar 1919) var pólskur byltingarsinni og róttækur kenningasmiður. Hún var hugmyndafræðingur félagslegs lýðræðisflokks pólska konungdæmisins en varð síðar virk í þýska sósíaldemókrataflokknum og síðar í Sjálfstæða sósíaldemókrataflokknum. Hún varð þýskur ríkisborgari 1898 þegar hún giftist Gustav Lübeck. Eftir að þýskir sósíaldemókratar studdu þátttöku Þýskalands í Fyrri heimsstyrjöldinni stofnaði hún Spartakusarsamtökin (Spartakusbund) ásamt Karli Liebknecht sem síðar varð kommúnistaflokkur Þýskalands. Samtökin tóku þátt í misheppnaðri byltingartilraun í Berlín árið 1919 sem var barin niður af vopnuðum herflokkum uppgjafarhermanna. Rosa var handtekin ásamt hundruðum annarra, pyntuð og drepin. Frá þeim tíma hefur verið litið á hana sem einn af píslarvottum kommúnismans.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Rosu Luxemburg er að finna á Wikimedia Commons.


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það