Spjall:Þjóðernishyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það eru varla margir á þeirri skoðun að þjóðernishyggja sé ávallt af hinu illa. Þessi hugmyndafræði hefur vissulega kynt undir allskonar viðbjóði í gegnum tíðina, stríðum, þjóðarmorðum o.s.frv. en hefur líka verið drifkrafturinn í sjálfstæðisbaráttu ófrjálsra þjóða, þ.m.t. Íslendinga og stuðlað að friðsamlegri sameiningu ríkja sem eru byggð sömu þjóð. Skilgreiningin á þjóðernishyggju eins og hún er í greininni núna á vissulega ágætlega við þá hugmyndafræði sem örvitarnir í samtökum eins og „Félagi íslenskra þjóðernissinna“ aðhyllast en það er bara ein skilgreining af mörgum. --Bjarki Sigursveinsson 23:56, 24 nóv 2004 (UTC)

Sæll Bjarki, blessaður endurbættu greinina maður. Komdu með fleiri skilgreiningar þjóðernishyggju (þú segir að þær séu margar og hefur vafalaust rétt fyrir þér) og felldu út úr greininni minni, ef einhverju er þar logið. Ég held reyndar að engu sé logið, en trúlega er margt vansagt, enda átti þessi stubbur aldrei að vera tæmandi úttekt á þjóðernishyggju (til þess er ég ekki fær), heldur bara að losa upp einn rauðan tengil og vera start fyrir aðra, sem vildu bæta við og endurbæta. Ég vona að þú gerir meira en bara að gagnrýna! Svo að lokum skulum við gæta okkar á því að rugla ekki saman þjóðernishyggju og sjálfstæðisþrá þjóða. Það getur verið himinn og haf þar á milli. --Moi 08:44, 25 nóv 2004 (UTC)
Sæll Moi, vona sannarlega að þú takir gagnrýni minni ekki persónulega á nokkurn hátt, ég hafði ekki einu sinni fyrir því að kanna breytingarsögu greinarinnar og vissi ekkert um fyrri höfunda. Ég býst við því að leggja eitthvað til sjálfur í þessari grein á næstunni en ég hef ekki ótakmarkaðan tíma og því setti ég bara inn þessa athugasemd til að byrja með til að beina athygli annara að greininni og því sem má betur fara. Það er rétt að það er engu logið í þessari grein en hún sýnir aðeins lítinn flöt á stóru máli. --Bjarki Sigursveinsson 11:37, 25 nóv 2004 (UTC)