Valgerður Bjarnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Valgerður Bjarnadóttir (fædd 13. janúar 1950) er viðskiptafræðingur og er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Valgerður var gift Vilmundi Gylfasyni, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmanni Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna. Hann lést árið 1983.

Valgerður hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem haldið verður 11. nóvember 2006, þar sem hún gefur kost á sér í 3. - 5. sætið. Þetta er í fyrsta skipti sem hún gefur kost á sér í kosningum sem frambjóðandi.

[breyta] Tengill

[breyta] Heimildir


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það