Spjall:Efnasamband

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvað er efnafræðilegt efni??? Það er eins og að segja ógiftur piparsveinn, eða stríðinn stríðnispúki. --Heiða María 7. mars 2006 kl. 12:17 (UTC)

Sekur. Mig vantaði íslenskt hugtak sem að náði yfir "chemical substance" og kom upp með þetta orðskrípi. Þetta á við yfir efni sem búin eru til með efnafræðilegum aðferðum (þ.e. ekki frumefni). --Hálfdan Ingvarsson 7. mars 2006 kl. 15:49 (UTC)
Hvað með efnablanda eða álíka? --Stalfur 7. mars 2006 kl. 18:58 (UTC)
Hvað með kjarnaklofnun og kjarnasamruna? Er það ekki efnafræðilegt? Þetta virðist vera flóknari leið til þess að segja einfaldlega „efni“ eða þ.e.a.s. endurtekning. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 7. mars 2006 kl. 16:48 (UTC)
Kjarnaklofnun og kjarnasamruni flokkast undir (kjarn)eðlisfræði, ekki efnafræði. Nema þú sért að tala um gullgerðarlist ;-) Það sem er að hér er einfaldlega skortur á íslenskum orðum yfir mismunandi efnahugtök. --Hálfdan Ingvarsson 7. mars 2006 kl. 18:06 (UTC)