Algarve
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Algarve er heitið á landsvæði í suðurhluta Portúgal þar sem m.a. er að finna bæina Faro, Lagos og Sagres. Stjórnsýsla svæðisins er í Faro, sem státar af eigin flugvelli.
Algarve-svæðið nær yfir 5.412 ferkílómetra þar sem um 350.000 manns búa. Þessi tala hækkar í yfir milljón um hásumar vegna þess mikils fjölda ferðamanna sem heimsækja svæðið.
Helsta aðdráttarafl Algarve-svæðisins eru hreinar og hlýjar strendur, miðjarðarhafsloftslag og lágur lifikostnaður. Lengd þess hluta strandlengjunnar sem vísar til suðurs er um 155 kílómetrar, auk þess sem 52 kílómetrar af þeirri strönd Portúgals sem vísa til vesturs tilheyra svæðinu.