Newton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi pistill fjallar um SI eininguna newton. Sjá einnig Isaac Newton.

Newton er mælieining krafts í SI kerfinu. Einingin er nefnd í höfuðið á breska stærðfræðingnum Isaac Newton og er táknuð með N.

Eitt newton er skilgreint sem sá kraftur sem veldur hröðun upp á einn metra á sekúndu þegar hann verkar á hlut með massa 1 kg. Þessari skilgreiningu má lýsa með jöfnunni:

1\, \mathrm{N}=1\, \mathrm{kg} \cdot \mathrm{m} / \mathrm{s}^{2}

Á yfirborði jarðar togar þyngdaraflið í 1 kg hlut með kraftinum 9,8 newton, svo þegar hlutur fellur til jarðar er hröðun hans 9,8 m/s2



Þessi grein sem fjallar um eðlisfræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana