Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) var stofnuð 11. desember 1946 til að veita mannúðaraðstoð til barna og foreldra í þróunarlöndunum. Stofnunin er með höfuðstöðvar í New York-borg í Bandaríkjunum. Barnahjálpin reiðir sig á frjáls framlög frá ríkisstjórnum og einkaaðilum.