Vatnafuglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grein þessi skal sameinuð Andaætt og greinum um einstaka fugla. 

Vatnafuglar (andfuglar, brúsar, goðar) eru af andaætt og eins og nafnið gefur til kynna lifa þeir við vötn. Þeir hafa sundfit milli tánna og goggur margra er flatur með þyrnistönnum sem auðveldar þeim að sía fæði úr vatni. Karlfuglinn er ávalt stærri og hjá öndum er hann yfirleitt skrautlegri. Eitt af sérkennum andfugla er að þeir fella fjaðrir síðsumars. þar á meðal flugfjaðrir og verða því ófleygir um tíma. Nýjar flugfjaðrir eru mjög blóðríkar og blæðir úr þeim ef fuglarnir verða fyrir einhverju hnjaski. Því er talað um að fuglarnir séu í sárum á þessum tíma. Felubúningur er því eins konar sumarbúningur þeirra. Þeir skarta síðan skrúðbúningi eftir að þeir verða fleygir að nýju.

Endur, gæsir og álftir eru mjög áberandi fuglar. Þeir teljast allir til andaættar ásamt nokkrum skyldum fuglum. Andaættin er sú ætt fugla á Íslandi sem telur flestar tegurnir. Flokka má andættina í buslendur, kafendur og fiskiendur. Þegar buslendur leita sér ætis undir yfirborði vatns, fer haus, háls og hálfur búkurinn á kaf en stélið stendur beint upp í loftið. Kafendur fara alltaf á kaf við fæðuöflun og synda undir yfirborðinu í stað þess að vera með stélið upp í loftið. Líkamsbyggingin er líka nokkuð frábrugðin, meðal annars er yfirborð sundfitjanna stærra og tærnar hlutfallslega lengri miðað við líkamsstærð. Fætur kafanda eru aftar á líkamanum en hjá buslöndum og eru þær því uppréttar þegar þær ganga. Ólíkt buslöndum kemur helsta fæða kafanda úr dýraríkinu, smáir fiskar og seiði. Fiskiendur er endur sem hafa sérhæft sig í að kafa eftir fiski og krabbadýrum. Oftast kafa þær niður á talsvert dýpi, meira en 1 metir, til að ná bráðinni.

Hér fyrir neðan má sjá þrjár algengar tegundir vatnafugla sem má til dæmis sjá við Tjörnina í Reykjavík.


Efnisyfirlit

[breyta] Álft (Cygnus cygnus)

Álft
Enlarge
Álft

Álftin er stærsti fugl Íslands. Hún er sundönd og er alfriðuð enda stofninn ekki stór. Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum yfir vetrarmánuðina en kringum tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi. Samkvæmt talningum hefur álftastofninn verið frá 15.000 upp í 19.000 fuglar hin síðari ár og varpstofninn mun einungis vera um 2.500 til 3.000 pör. Síðsumars fella fuglarnir fjaðrirnar og eru þá ófleygir


Einkenni: - Lengd: 118 - 132 sm. | Þyngd: 8 - 12 kg. | Vænghaf: 2,2 – 2,4 m.

Álftir eru mjög áberandi fuglar enda alhvítar með svartar fætur og dökk augu. Kynin eru eins í útliti en karlfuglinn er þó stærri og þyngri. Goggurinn er svartur með gulri rót, langan, beinan háls, flatan búk og afturhallandi stél á sundi. Unginn er ljósgrábrúnn og nef ljósrautt með kökkum oddi. Á sumrin geta fuglarnir verið meira eða minna gráir eða ryðrauðir af mýrarrauða úr vatninu. Röddin er líkust hljómmiklum lúðrablæstri.

Fæða: Álftir eru jurtaætur sem nærast mest á vatna- og mýrargróðri ásamt því sem þær sækja í tún og eru taldar miklir skaðvaldar af landeigendum.

Varp: Á vorin hópa þær sig gjarnan áður en varp hefst og eru þá auðfundnar. Álftin verpir um land allt bæði á láglendi og á hálendi og heldur sig við vötn, tjarnir, í mýrum og flóum. Þær gera sér háa dyngju með djúpri skál til að verpa í. Dyngjan er úr ýmsum gróðri sem þær finna í nágrenni við hreiðrið. Eggin eru oftast fjögur til sex. Varp hefst missnemma og fer það eftir því hvort álftirnar eru á láglendi eða hálendi.

Dreifing: Íslenska álftin hefur einkum vetursetu á Bretlandseyjum. Þangað fer hún seint á haustin.


[breyta] Toppönd (mergus serrator)

Toppönd
Enlarge
Toppönd

Toppöndin er bæði staðfugl og farfugl á Íslandi. Toppendur eru önnur tveggja tegunda fiskianda hér á landi, hin kallast gulönd. Fiskiendur eru kafendur sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk eins og nafnið gefur til kynna. Hún er víðast hvar mjög styggur fugl. Toppendur eru algengar hér um allt land nema á hálendinu. Stofnstærðin er talin 2.000–4.000 varppör. Heimilt er að veiða toppendur og mun eitthvað gert af því.


Einkenni: - Lengd: 52 – 58 sm. | Þyngd: 900 – 1350 g. | Vænghaf: 67 – 82 sm.

Hálslöng og rennileg, grannvaxin, vaxtarlagið minnir á skarfa og brúsa. Hún er með langan mjóan gogg og áberandi stríðan tvítopp í hnakka. Rauðleitur goggurinn er langur og mjór þyrnitönnum sem auðveldar fuglinum að nátaki á hálum fiski. Fætur eru rauðir með dekkri fitjum og augu eru rauð. Flýgur venjulega lágt og hratt. Tilhugalífið er oft afar fjörlegt og mikil læti. Lætur helst heyra í sér í tilhugalífinu með rámu gargi.

Fæða: Kafendur – fiskiendur, sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk eins og nafnið gefur til kynna.

Varp: Varpsvæði eru lyngmóar eða kjarrlendi. Hreiðrin eru fóðruð með eigin dúni og eru falin vel og verpa því gjarnan í holur og glufur. Varptíminn er í júní og fram í ágúst. Eggin eru sjö til tólf talsins.

Dreifing: Finnst við stöðuvötn, ár og stendur, aðallega á láglendi en er sjaldgæf í hálendinu. Hreiðrið er vel falið í gróðri eð a holum og sprungum, fóðrað með sinu og dúni. Á veturna leitar hún út á sjó og steggir fella fjaðrirnar aðallega á sjó. Hluti stofnsins hefur vetursetu á Bretlandseyjum verpur á breiðu belti allt umhverfis Norðurheimskautið.


[breyta] Stokkönd (Anas platyrhynchos)

Stokkönd
Enlarge
Stokkönd

Stokkönd er að mestu leyti staðfugl á Íslandi. Stokkendur eru algengasta og jafnframt þekktasta andartegundin hér á landi fyrir utan æðarfugl. Stokkendur, sem eru buslendur, Stokkendur eru að mestu staðfuglar. Áætlað er að varpstofninn sé 10.000-15.000 pör og einhvers staðar á milli 20.000 til 40.000 fuglar dvelji hér yfir veturinn. Stokkendur eru talsvert veiddar til matar. Sennilega útbreiddasta öndin á láglendi en er sjaldgæf á hálendinu. Hefur mikla aðlögunarhæfni og er oft í nánu sambýli við manninn.

Einkenni: - Lengd: 52 – 56 sm. | Þyngd: 710 – 1440 g. | Vænghaf: 80 – 98 sm.

Þær eru stundum kallaðar grænhöfðaönd því blikinn er með grænan haus og mjög skrautlegur. Hann er í felubúningi júní – ágúst. Goggur karlfugls er gulgrænn með svartri nögl, goggur kvenfugls daufgulrauður oft með flekkjum. Fætur beggja kynja eru rauðgulir og augu dökk. Hávær, garg kollunnar er rámt “bra-bra” steggurinn er hljóðlátur, flautar í biðilsleikjum.

Fæða: Ýmiss vatna- og landgróður en einnig smádýr svo sem lirfur, skeldýr og kuðungar.

Varp: Eru einkennandi fyrir andapolla víða um land t.d. Tjörnina í Reykjavík. Þær halda sig við vötn og votlendi, helst kjósa þær tjarnir með sef- og starargróðri. Á veturna eru þær helst við sjóinn og einnig inn til lands þar sem ferskvatn leggur ekki. Stokkendur verpa 8-10 eggjum fyrstar anda, eða síðast í apríl og í maí. Kollan liggur ein á eggjunum sem klekjast út á 4 vikum.

Dreifing: Sést víða um land á veturna. Sumir hafa vetursetu á Bretlandseyjum. Algeng um allt norðanvert norðurhvelið


[breyta] Höfundar

Verkefni þetta var unnið af Jóni Magnússyni og Skúla Axelssyni fyrir Uplýsingartækni og skólastarf í Kennaraháskóla Íslands, haust 2006.


[breyta] Heimildir

Guðmundur Páll Ólafsson. 1987. Fuglar í náttúru Íslands. Mál og menning, Reykvaík

Ævar Petersen. 1998. Íslenskir fuglar, vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg. Vaka-Helgafell, Reykjvaík