Eyrarrósin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyrarrósin eru viðurkenning og verðlaun sem veitt eru fyrir menningarstarfsemi á landsbyggðinni sem þykir með einhverjum hætti skara framúr. Verðlaunin eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands.
Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú.
[breyta] Verðlaunahafar
- 2005 - Þjóðlagahátíðin á Siglufirði. Önnur verkefni sem tilnefnd voru af dómnefnd voru Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og listahátíðin Á seyði á Seyðisfirði.
- 2006 - LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Önnur verkefni sem tilnefnd voru af dómnefnd voru Kórastefna við Mývatn og Jöklasýningin á Höfn í Hornafirði.