Volt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Volt er eining fyrir spennu. Skilgreining á volti er þannig að ef vinnan sem þarf til þess að flytja hleðsluna eitt kúlomb á milli tveggja punkta er 1 júl, þá er spennumunurinn á milli þeirra 1 volt. Þetta er óháð því hvaða leið hleðslan ferðast eftir í spennusviðinu. Þannig gildir að 1 volt = 1 júl/kúlomb.