Kyrrahaf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fimm úthöf jarðar |
|
Kyrrahafið er stærsta úthaf jarðar. Það afmarkast í stórum dráttum af Norður-, Mið- og Suður-Ameríku að austan; meginlandi Asíu, Japan og Indónesíu, Nýja Sjálandi og Ástralíu að vestan. Það nær frá Beringssundi í norðri að Suðurskautslandinu (Antarktíku) í suðri. Í Kyrrahafinu er gífurlegur fjöldi eyja, sem flestar eru smáar. Margar þeirra eru byggðar mönnum, en þó munu fleiri vera óbyggðar. Eftir Kyrrahafinu nokkurn veginn miðju liggur daglínan í dálitlum hlykkjum frá norðri til suðurs. Austan hennar gæti verið þriðjudagur 5. október 2004 (svo að dæmi sé tekið) en vestan hennar á sama tíma í svona 100 metra fjarlægð er þá miðvikudagur 6. október 2004.
[breyta] Helstu eyjur og eyjaþyrpingar
- Nýja Sjáland
- Hawaii eyjaboginn
- Salómonseyjar
- Páskaeyja
- Jólaeyja
- Túvalú