Stafrófið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stafróf er sú röð sem maðurinn hefur raðað bókstöfunum í í tungumáli sínu. Í íslenska stafrófinu eru 32 bókstafir.
[breyta] Íslenska stafrófið
Íslenskuð stafrófsvísa eftir Þórarin Eldjárn:
A, Á, B, D, Ð, E, É,
F, G, H, I, Í, J, K.
L, M, N, O, Ó og P,
eiga þar að standa hjá,
R, S, T, U, Ú, V næst,
X, Y, Ý, svo Þ, Æ, Ö.
Íslenskt stafróf er svo læst
í erindi þessi skrítin tvö.
Venja hefur þó verið að telja 36 stafi til íslenska stafrófsins, þó svo að þeir séu ekki allir notaðir að jafnaði í íslensku ritmáli. Með 36 stöfum er stafrófið þannig:
a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö.
Þannig er röðin til dæmis gefin í Íslenskri orðabók handa skólum og almenningi, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1979. Þetta er ennfremur sú röð, sem Símaskráin hefur notað lengi og jafnvel alla sína tíð.