Guðmundur Andrésson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Andrésson ( – 1654) var málfræðingur sem samdi íslenska orðabók, Lexicon Islandicum, og bjó til prentunar Völuspá með skýringum, en bæði ritin voru gefin út eftir dauða hans af Peder Hansen Resen.

Guðmundur lærði í Hólaskóla, varð síðan djákn og kenndi. Hann kom sér fljótlega í vandræði vegna kveðskapar, meðal annars gegn Þorláki Skúlasyni biskup, og samdi ritgerðina Discursus oppositionis gegn Stóradómi. Fyrir þetta var hann handtekinn og færður til Kaupmannahafnar af Henrik Bjelke, höfuðsmanni.

Í Kaupmannahöfn var Guðmundur settur í Bláturn en var síðan náðaður af konungi 24. desember 1649 fyrir orð Ole Worm. Ári síðar fékk hann inni í Kaupmannahafnarháskóla. Hann dó úr kóleru.

[breyta] Heimildir

  • Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár, II. bindi, Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1949


  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það