Repúblikanaflokkurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Repúblikanaflokkurinn (e. Republican Party, gengur oft undir skammstöfuninni GOP fyrir Grand old party) er stjórnmálaflokkur í Bandaríkjunum og annar tveggja stórra flokka þar í landi, hinn er Demókrataflokkurinn. Núverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, er meðlimur flokksins en að auki hefur hann meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Hann telst núorðið vera íhaldssamari flokkurinn í Bandaríkjunum.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga

Flokkurinn var stofnaður 28. febrúar 1854 í Ripon, Wisconsin til þess að berjast gegn útbreiðlu þrælahalds og stuðla að nútímavæðingu Bandaríkjanna. Hann var ótengdur nafna sínum Demókratíska repúblikanaflokkinum sem Demókrataflokkurinn rekur rætur sínar til. Flestir stuðningsmanna hins nýja flokks voru fyrrum viggar en einnig gengu margir demókratar í norðurríkjunum til liðs við hann vegna ágreinings við demókrata í suðurríkjunum um þrælahaldið. Sá klofningur auðveldaði Abraham Lincoln að verða fyrsti forseti flokksins en þeir hafa verið 18 hingað til.

Frá stofnun og framyfir miðja 20. öld var flokkurinn sterkastur í norðausturríkjunum, miðvesturríkjunum og á vesturströndinni á meðan demókratar voru ósigrandi í suðrinu. Á síðustu áratugum hefur þetta algjörlega snúist við.

[breyta] Forsetar repúblikanaflokksins

[breyta] Tenglar

[breyta] Heimild