Spjall:Niðurlönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er ekki Niðurlönd notað á íslensku yfir þetta [1] fremur en Holland? --Akigka 15. júlí 2005 kl. 20:48 (UTC) Svæðið sem samsvara Belgíu var t.d. kallað Spænsku Niðurlönd... --Akigka 15. júlí 2005 kl. 20:50 (UTC)

Einmitt, allavega verðskulda Niðurlönd sér grein að ég tel en ætti ekki að vera redirect á Holland. --Bjarki Sigursveinsson 15. júlí 2005 kl. 20:57 (UTC)
Það getur alveg velverið að þetta sé kolvitlaust, ég bjó til þessa tilvísun eftir að hafa séð Niðurlönd sem samheiti yfir Holland á ISO 3166-1 greininni, en þann lista tók ég til á sínum tíma en finn þó ekki aftur heimildirnar sem ég hafði fyrir því að lista Niðurlönd sem samheiti núna. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 15. júlí 2005 kl. 21:00 (UTC)
Í greininni segir: „Í hollensku er hins vegar notuð eintalan Nederland fyrir Holland en Nederlanden yfir hin sögulegu Niðurlönd.“ Þó er hið formlega nafn Hollands „Koninkrijk der Nederlanden“. Mér finnst eitthvað ekki passa hér eða er ég bara ruglaður? --Mói 17. apríl 2006 kl. 23:15 (UTC)
Koninkrijk der Nederlanden er heiti á Hollandi + Hollensku Antillaeyjar og Arúba, sbr. nl:Nederland. Greinin Holland virðist samt rugla þessu saman. --Akigka 17. apríl 2006 kl. 23:38 (UTC)