Spjall:Æ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það mun víst vera sniðugt að hafa samband við Eirík nokkurn Rögvaldssson í sambandi við hvort Æ er sér eða samhljóði, skoða einnig þetta. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 21:11, 17 sep 2004 (UTC)

Stafurinn æ er sérhljóði. Til að nefna samhljóða, þá eru þeir myndaðir úr sérhljóðum og sjálfum sér, t.d. ð er sagt "eð". Þú segir ekki „Æ“ án þess að nefna stafinn og þú þarft ekki á hjálp annarra bókstafa á að halda. Þetta er hins vegar breiður sérhljóði en þeir þurfa á hjálp annarra sérhljóða, eins og „ó“ er sagt „oú“ og þess háttar. „Æ“ er sagt „aí“ og er því þess konar sérhljóði. Er nokkuð viss um að Eiríkur staðfesti nokkurn veginn það sem ég er að nefna. - Svavar L 23:50, 17 sep 2004 (UTC)
Er íslensk flokkun á sér og samhljóðum eitthvað öðruvísi en annara? Eru það sem aðrir kalla samhljóða það sem við köllum breiða sérhljóða? Þetta hljóð er annarstaðar flokkað sem samhljóði, ekki sér. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:02, 18 sep 2004 (UTC)
Áður en við förum lengra með þessa umræðu, þá væri gott að fá álit íslenskufræðings á þessu máli. Kannski eru upplýsingarnar í kennslubókum einhvers staðar, annars getum við hringt í Íslenska Málstöð þegar þeir opna. - Svavar L 00:11, 18 sep 2004 (UTC)
Það dugir að líta í orðabók til þess að sjá að þetta er sérhljóði, nánar tiltekið ókringt tvíhljóð. Annars langaði mig að benda á að það er hægt að senda Íslenskri Málstöð e-mail. Sem ég held að við ættum að nýta okkur. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 00:20, 18 sep 2004 (UTC)
Annars má benda á það að þar sem ég var ekki 100% viss á þessu skrifaði ég "Í alþjóðlega hljóðstafrófinu táknar hann samhljóðann [ai] í Íslensku" og er nákvæmlega engin vafi um að það sé rétt, þar sem verið er að tala um alþjóðlega hljóðstafrófið en ekki það íslenska, en auðvitað vantar upplýsingar um hvað hann er í íslensku. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 15:30, 18 sep 2004 (UTC)