8. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | ||||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La | ||
1 | 2 | 3 | 4 | |||||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | ||
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | ||
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | ||
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |||
2006 Allir dagar |
8. mars er 67. dagur ársins (68. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 298 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1618 - Jóhannes Kepler uppgötvaði þriðja lögmálið um hreyfingu reikistjarna. (Hann dró það til baka, en staðfesti það síðan aftur þann 15. maí.)
- 1700 - Hastarlegt suðvestan illviðri grandaði tugum fiskibáta, aðallega við Reykjanesskaga. 136 menn fórust.
- 1843 - Konungur gaf út tilskipun um endurreisn Alþingis, en það hafði legið niðri síðan 1800. Þingið kom saman aftur þann 1. júlí 1845.
- 1911 - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn í fyrsta sinn.
- 1918 - Fyrsta dauðsfallið af völdum Spánarveikinnar, sem svo varð að heimsfaraldri.
- 1937 - Fyrsta óperan flutt á Íslandi: Systirin frá Prag eftir Wenzel Muller sýnd í Iðnó.
- 1944 - Frumvarp um stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland var afgreitt frá Alþingi. Það var síðan samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og samþykkt aftur af Alþingi á Þingvöllum þann 17. júní 1944.
- 1950 - Sovétríkin lýstu því yfir að þau ættu kjarnorkusprengju.
- 1952 - Gervihjarta sett í mann í fyrsta sinn. Sjúklingurinn lifði í 80 mínútur.
[breyta] Fædd
- 1714 - Carl Philipp Emanuel Bach, þýskt tónskáld (dáinn 14. desember, 1788).
- 1827 - Páll Ólafsson, skáld.
[breyta] Dáin
- 1868 - Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |