10. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | ||||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La | ||
1 | 2 | 3 | 4 | |||||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | ||
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | ||
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | ||
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |||
2006 Allir dagar |
10. mars er 69. dagur ársins (70. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 296 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 241 f.Kr. - Rómverjar bundu enda á fyrsta púnverska stríðið með því að sökkva flota Karþagómanna.
- 1804 - Bandaríkin keyptu Louisiana af Frökkum.
- 1933 - Jarðskjálfti í Kaliforníu varð 120 manns að bana á Long Beach.
- 1934 - Dregið í Happdrætti Háskóla Íslands í fyrsta sinn í Iðnó í Reykjavík að viðstöddu fjölmenni. Hæsti vinningur var 10 þúsund krónur.
- 1941 - Togarinn Reykjaborg skotinn í kaf af þýskum kafbát norður af Skotlandi. Tveir björguðust en þrettán fórust.
- 1944 - Flugfélagið Loftleiðir hf. var stofnað.
- 1964 - Fyrsti Ford Mustang bíllinn framleiddur.
- 1967 - Stórbruni varð á horni Vonarstrætis og Lækjargötu í Reykjavík og brunnu þar 3 hús til grunna. Hús Iðnaðarbankans varð fyrir skemmdum af eldinum.
- 1986 - Fokker flugvél í innanlandsflugi rann út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli og endaði förina þvert yfir Suðurgötu. Engin slys urðu á fólki.
- 1991 - Davíð Oddsson kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 733 atkvæðum á móti 651 atkvæði Þorsteins Pálssonar.
- 1994 - Þyngsti dómur sem Hæstiréttur Íslands hefur dæmt féll, 20 ára fangelsi fyrir manndráp, en dómþoli hafði tvisvar orðið mannsbani.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |