Spjall:Hvanndalsbræður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Eyða?
Spurning með þessa grein. Nú er þetta hljómsveit sem hefur ekkert gefið út nema tvær skífur á eigin vegum - sem jafngildir því að hafa ekki gefið út neitt. Eflaust prýðileg hljómsveit en ef þessi grein fær að vera hérna, þá verður nánast ómögulegt að draga einhver skynsamleg mörk um hvaða tónlistarmenn komast í alfræðiritið. Auk þess má spyrja hvort þessi grein verði nokkurn tímann annað en stubbur því til að greinin geti orðið efnismikil þarf sannreynanlegar upplýsingar úr áreiðanlegum útgefnum heimildum. Er þeim til að dreifa? --Cessator 21:53, 26 ágúst 2006 (UTC)
- Tjah, fjölmiðlaumfjöllunin er nú reyndar töluverð miðað við flestar hljómsveitir sem hafa komið til umræðu hér. 27 niðurstöður í gagnasafni mbl.is, þar af einn plötudómur og önnur nokkuð ítarleg grein um sveitina. Svo eru 986 niðurstöður á Emblu þannig að ég held að það sé ekki skortur á heimildum. Ef þessi hljómsveit telst ekki eiga erindi hingað þá held ég að það þurfi að henda svona 75% af því sem er í flokknum Íslenskar hljómsveitir. En ég verð að viðurkenna að ég er nú ekki alveg hlutlaus í þessu tilviki, enda aðdáandi. Ég er hinsvegar sammála því að við þurfum ekki greinar um einstakar plötur, hvorki frá þessari hljómsveit né öðrum nema þær séu þeim mun merkilegri. --Bjarki 22:29, 26 ágúst 2006 (UTC)
- Gott og vel. Í ljósi ábendinga um plötudóm og aðra óháða fjölmiðlaumfjöllun dreg ég tilbaka ummæli mín um að greinin standist ekki stubbaprófið og sömuleiðis slippery slope rökin. Ég fellst enn fremur á að líta megi framhjá því að öll útgáfa sé á þeirra eigin vegum fyrst þeir hafa samt getað vakið nægilegan áhuga til þess að um þá sé fjallað í óháðum fjölmiðlum. En sennilega ætti að gera greinarnar um plöturnar að köflum í þessari grein. --Cessator 22:41, 26 ágúst 2006 (UTC)
- Það er nóg hægt að skrifa um sveitina - málið er að koma því í verk. Þrjár plötur slær ansi margar aðrar íslenskar út. --Jóna Þórunn 23:44, 26 ágúst 2006 (UTC)
- Gott og vel. Í ljósi ábendinga um plötudóm og aðra óháða fjölmiðlaumfjöllun dreg ég tilbaka ummæli mín um að greinin standist ekki stubbaprófið og sömuleiðis slippery slope rökin. Ég fellst enn fremur á að líta megi framhjá því að öll útgáfa sé á þeirra eigin vegum fyrst þeir hafa samt getað vakið nægilegan áhuga til þess að um þá sé fjallað í óháðum fjölmiðlum. En sennilega ætti að gera greinarnar um plöturnar að köflum í þessari grein. --Cessator 22:41, 26 ágúst 2006 (UTC)
- Er ekki málið að sameina greinarnar um hljómplötur Hvannadalsbræðra við þessa í stað þess að hafa þær aðskildar? Það er óþarfi að hafa þetta á mörgum stöðum á meðan það er svona lítið efni til um þá. Ég held við ættum að venja okkur á að skrifa um plötur eða bækur listamanna á greinum um þá sjálfa og tvískipta þessu aðeins ef að greinarnar fara að verða of langar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 09:36, 27 ágúst 2006 (UTC)