Spjall:Jan Dismas Zelenka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég tók greinina út til að ljúka við hana, þurfti að vista hana hér tímabundið þar sem ég byrjaði á henni annars staðar og hafði ekki tíma til að senda mér hana öðruvísi. --Satúrnus

Ég skil ekki. Af hverju má greinin ekki vera inni þótt hún sé ókláruð? --Cessator 25. júlí 2006 kl. 20:49 (UTC)
Mér fannst bara flottara að bomba henni fullkláraðri inn :p Þetta tónskáld er í það miklu uppáhaldi hjá mér að mig langar að minnsta kosti að stefna að úrvals eða gæðagrein. Það er hins vegar ekki til nein mynd af þessu tónskáldi, er greinin þá búinn að missa alla möguleika til þess að verða úrvals eða gæða?. --Satúrnus (p.s. hvernig gerið þið þetta klukkudót?)
Vandinn er bara að það er ekki hægt að hafa grein sem inniheldur ekki neitt. Þannig að eitthvað verður að vera hérna. En nei, myndir eru ekki skilyrði fyrir gæða- eða úrvalsgreinar; það væri samt betra að hafa myndir ef þær eru til og sérstaklega ef þær hjálpa til við að útskýra eitthvað fyrir lesandanum. Ég geri ráð fyrir að með „klukkudóti“ sértu að tala um tímasetninguna í undirskriftinni. Prófaði að skrifa undir með því aað smella á hnappinn sem er næstlengst til hægri fyrir ofan breytingaboxið (hægra megin við rauðan hring með skástriki yfr w). Þá ætti að koma svona merki: --~~~~. --Cessator 25. júlí 2006 kl. 21:36 (UTC)