Spjall:Vilji (norræn goðafræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ha? Hét hann ekki 'Vili'? sbr. ensku Wikipediu... --Akigka 21. janúar 2006 kl. 22:27 (UTC)

Heyrðu, það er rétt hjá þér. :S þessu verður að breyta...:/ --Hlynz 21. janúar 2006 kl. 22:35 (UTC)

Á fornnorrænu er nafnið skrifað Vili í nefnifalli, en j-hljóðið var til staðar, enda beygðist það Vili, Vilja, Vilja, Vilja. Samnafnið vilji var þá líka skrifað vili. Í nútímaíslensku er þetta nafn réttilega borið fram sem Vilji, og væri réttast að skrifa það þannig, sbr. samnafnið (vilji) og mannsnafnið (Vilji). – Krun 7. febrúar 2006 kl. 14:32 (UTC)
Þetta er vissulega áhugavert, en ég hef aldrei séð nafnið skrifað öðruvísi en "Vili", sbr. "Óðinn, Vili og Vé". Eru einhver dæmi þess að þetta sé skrifað "Vilji" í nútímaútgáfum Snorra-Eddu t.d.? --Akigka 7. febrúar 2006 kl. 15:11 (UTC)
Ég er nokkuð viss um að í þeirri útgáfu sem ég las í MR hafi nafnið verið ritað Vilji, og er svo einnig gert í íslensku netúgáfunni. – Krun 7. febrúar 2006 kl. 15:25 (UTC)
OK, þá hlýtur það að vera gott og gilt. --Akigka 7. febrúar 2006 kl. 15:45 (UTC)
Í Goðheims-bókunum var það Vili. --Stalfur 7. febrúar 2006 kl. 19:38 (UTC)

Já, eins og ég sagði er Vili í sjálfu sér ekki rangt, en það er úrelt og gefur í nútímamáli ranga hugmyd um framburð og beygingu. Við gætum líka tekið að skrifa Gunnarr á Hlíðarenda og Skalla-Grímr, ef við viljum endilega hafa þetta allt saman eins og það var í fornmáli... --Krun 7. febrúar 2006 kl. 21:45 (UTC)

[breyta] Er Vili/Vilji Ás?

Bara pæling. Ég ætlaði að fara að skella honum í Ásaflokkinn, en fór svo að hugsa, Óðinn var ættfaðir Ása, svo kannski er hann það ekki. En ef svo, hvað þá? Er hann jötunn, eða bara eitthvað svona ónefnt dót? Hvað sem hann er ætti það að koma fram í greininni. --Sterio 7. febrúar 2006 kl. 20:10 (UTC)