3. júní

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MaíJúníJúl
Su Þr Mi Fi La
  1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
2006
Allir dagar

3. júní er 154. dagur ársins (155. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 211 dagar eru eftir af árinu.

[breyta] Atburðir

  • 1098 - Fyrsta krossferðin: Antíokkía féll í hendur krossfara eftir 8 mánaða umsátur.
  • 1140 - Franski fræðimaðurinn Peter Abelard var ákærður fyrir trúvillu.
  • 1334 - Haukur Erlendsson lögmaður lést. Hann dvaldist löngum í Noregi og átti þar sæti í ríkisráði. Við hann er kennd Hauksbók, sem meðal annars inniheldur Landnámu og Völuspá.
  • 1620 - Bygging elstu steinkirkju í franska hluta Norður-Ameríku hófst í Quebec í Kanada.
  • 1746 - Húsagatilskipunin gefin út. Þar var kveðið á um réttindi og skyldur húsbænda og hjúa og einnig ákvæði um uppeldi barna.
  • 1800 - John Adams, forseti Bandaríkjanna, tók sér lögheimili í Washington, DC. Hvíta húsið var þó ekki tilbúið.
  • 1844 - Síðustu tveir geirfuglarnir sem vitað er um veiddir í Eldey.
  • 1866 - Pétur Pétursson vígður biskup. Hann var áður forstöðumaður prestaskólans.
  • 1889 - Austur- og vesturströnd Kanada voru tengdar saman með lestarteinum.
  • 1926 - Fílharmoníuhljómsveit Hamborgar undir stjórn Jóns Leifs, tónskálds, hélt tónleika í Iðnó í Reykjavík og voru þeir sagðir mesti listviðburður í sögu landsins.
  • 1932 - Ríkisstjórn undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar tók við völdum.
  • 1937 - Flugfélag Akureyrar var stofnað, er síðar varð Flugfélag Íslands, hið þriðja með því nafni. Það sameinaðist síðar Loftleiðum og myndaði Flugleiðir.
  • 1946 - Fimm fórust og fimmtíu manns misstu heimili sín í miklum eldsvoða á Ísafirði.
  • 1950 - Annapurna, 10. hæsta fjall heims, var klifið í fyrsta sinn.
  • 1951 - Bjarni Jónsson dómprófastur kvaddi söfnuð sinn í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir 41 árs þjónustu. Talið er að hann hafi unnið fleiri prestsverk en nokkur annar hér á landi. Hann mun hafa jarðsungið yfir 6000 manns.
  • 1951 - Fyrsta óperan uppfærð í Þjóðleikhúsinu: Rigoletto eftir Verdi.
  • 1954 - Ein fyrsta ísbúð á landinu var opnuð: Dairy Queen við Hjarðarhaga í Reykjavík.
  • 1968 - Valerie Solanas reyndi að drepa Andy Warhol með því að skjóta hann þrisvar.
  • 1973 - Bob Marley and the Wailers gáfu út breiðskífuna Exodus, sem síðar var valin Breiðskífa aldarinnar af tímaritinu Time.
  • 1974 - Menntaskólinn á Ísafirði útskrifaði fyrstu stúdentana.
  • 1983 - Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík var komið á fót með 12 sérþjálfuðum mönnum.
  • 1989 - Jóhannes Páll páfi kom til Íslands og söng meðal annars messu við Landakotskirkju. Þúsundir sóttu þá messu.

[breyta] Fædd

  • 1864 - Ransom E. Olds, bandarískur bílaframleiðandi (d. 1950).
  • 1925 - Tony Curtis, bandarískur leikari.
  • 1942 - Curtis Mayfield, bandarískur lagahöfundur og tónlistarmaður (d. 1999).
  • 1946 - Ian Hunter, enskur tónlistarmaður (Mott the Hoople).
  • 1950 - Suzi Quatro, bandarísk leikkona og tónlistarmaður.
  • 1964 - Kerry King, bandarískur tónlistarmaður (Slayer).

[breyta] Dáin

Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)