Sturlureykir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sturlureykir er sveitabær í Reykholtsdal í Borgarfirði. Þar er til húsa ferðaþjónusta með hestaferðir og sumarbústaðabyggð með lóðir til kaups.
Þar var í fyrsta skipti í Evrópu tekið upp á því að leiða gufu inn í mannahíbýli með rörum. Gufan var leidd upp úr hvernum á bænum og henni dælt með lítilli rafmagnsdælu inn í húsið.