Spjall:John Wilkins
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ertu nú alveg viss um að hann hafi skrifað vísindaskáldsögur? Ég held að hér sé á ferðinni einhver misskilningur. Eftir því sem ég kemst næst velti hann fyrir sér hvort líf gæti þrifist á tunglinu og gaf út um það bók. Sú bók var hins vegar ekki skáldskapur heldur ritgerð. --Steinst 02:21, 30. júl 2004 (UTC)
- Eftir því sem ég kemst næst, þá er þetta rétt orðað hjá mér. Ég gleymdi að geta heimilda, en það er kannski slæmt í þessu tilfelli, þar sem að heimildin mín er Dramatis Personae aftast í skáldsögunni Quicksilver eftir Neal Stephenson. Þetta er samt alveg safe heimild. Hann skáletraði þær færslur í Dramatis Personae sem að, eins og hann orðaði það, "gætu komið tímaferðalöngum í klípu", og John Wilkins var ekki skáletraður. :P --Smári McCarthy 10:32, 30. júl 2004 (UTC)
Mig grunaði að þetta væri einmitt heimildin þín. Ég held okkur sé því óhætt að taka út höfundur vísindaskáldsagna, þar sem hann skrifaði engar. Neal Stephenson er eflaust að vísa í tunglbókina, en hún er ekki skáldsaga. Quicksilver er hins vegar skáldsaga og ótækt að nota hana sem heimild, þó hún sé "söguleg" skáldsaga.--Steinst 13:11, 30. júl 2004 (UTC)