Tjörneshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tjörneshreppur
Staðsetning sveitarfélagsins
6611
Kjördæmi Norðausturkjördæmi
Flatarmál
 – Samtals
55. sæti
199 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
77. sæti
63
0,3/km²
Oddviti Jón Heiðar Steinþórsson
Þéttbýliskjarnar Engir
Póstnúmer 641

Tjörneshreppur er hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Nær hann yfir norður- og vesturströnd Tjörness að Héðinsvík norðan Húsavíkur.

Tjörneshreppur var stofnaður árið 1912 þegar Húsavíkurhreppi var skipt í tvo hluta. Hreppinn mynduðu sveitirnar norðan og sunnan Húsavíkur, Tjörnes og Reykjahverfi, en Húsavíkurkauptúnið ásamt næsta nágrenni þess hét áfram Húsavíkurhreppur og lá hann eins og fleygur í gegnum miðjan Tjörneshrepp. Svo fór, að hreppnum var aftur skipt í tvennt 1. janúar 1933 og varð þá syðri hlutinn, Reykjahverfi, að Reykjahreppi.

Flestir íbúar lifa af landbúnaði eða sækja vinnu á Húsavík. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 63. Ekkert aðalskipulag er í gildi, en samkvæmt lögum þarf að vera búið að vinna slíkt árið 2008


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana


Á öðrum tungumálum