Byggðasafn Hafnarfjarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.

Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi. Minjasvæði Byggðasafnsins er Hafnarfjörður og nágrenni hans. Byggðasafn Hafnarfjarðar er með sýningaaðstöðu í þremur húsum sem eru nefnd Pakkhúsið, Sívertsens húsið og Siggubær. Þar eru að jafnaði sex sýningar í gangi í einu.


[breyta] Sýningarhús

Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. Á sýningunni „Þannig var...” er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda, teikninga, kvikmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Þar er hægt að fræðast um þýska og enska tímabilið í sögu bæjarins, verslunarsöguna, útgerðarsöguna, íþróttasöguna,hernámið, kvikmyndahúsin og margt fleira. Á efstu hæð Pakkhússins er að finna leikfangasýningu safnsins. Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. Hann var mikill athafnamaður í Hafnarfirði á árunum 1794-1830 og rak þá útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd og er þar sýnt hvernig firstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar. Erlendur Marteinsson sjómaður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans,Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið og bjó þar allt til ársins 1978, þegar hún fluttist á elli- og hjúkrunarheimilið Sólvang. Bær hennar er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns og sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar, þar sem hægt er að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.

[breyta] Sýningar

Sýningar Byggðasafns Hafnarfjarðar eru opnar almenningi og einnig er hægt að panta tíma með hópa eftir samkomulagi.


[breyta] Heimildir

http://www.hafnarfjordur.is/menning%5Fog%5Fmannlif/byggdasafn/