Rómverska lýðveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rómverska lýðveldið á tímum Júlíusar Caesars.
Enlarge
Rómverska lýðveldið á tímum Júlíusar Caesars.

Rómverska lýðveldið var tímabil í sögu Rómaveldis sem einkenndist af afar flóknu stjórnarfari sem skilgreint hefur verið sem lýðveldi. Ríkjandi valdastofnun innan lýðveldisins var rómverska öldungaráðið sem skipað var í af virtustu og ríkustu valdaættum Rómar. Lýðveldið hófst með falli konungdæmisins 510 f.Kr. og stóð þar til það breyttist, eftir röð af borgarastyrjöldum, í keisaradæmi á 1. öld f.Kr. Hvenær það gerðist er ekki alveg ljóst en algengt er að miða við annað hvort árið þegar Júlíus Caesar var kjörinn alræðismaður ævilangt 44 f.Kr., orrustuna við Actíum 31 f.Kr. eða árið 27 f.Kr. þegar öldungaráðið veitti Octavíanusi titilinn „Ágústus“.

Þessi skipting var þó ekki viðurkennd á tímum fyrstu keisaranna sem héldu því fram að þeir væru aðeins verndarar stofnana lýðveldisins, sem héldu áfram að starfa þótt völd þeirra hefðu breyst, og að fullt lýðveldi myndi aftur komast á með tíð og tíma.



Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana

Rómaveldi breyta
Stofnun Rómar | Rómverska konungdæmið | Lýðveldistíminn | Keisaratíminn | Síðfornöld
Vestrómverska keisaradæmið | Austrómverska keisaradæmið
Öldungaráðið | Rómarkeisari | Skattlönd