Istanbúl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hagía Sófía var byggð á tímum Jústiníanusar 1. keisara Austrómverska ríkisins.
Istanbúl (tyrkneska: İstanbul; gríska: Κωνσταντινούπολη; latína: Constantinopolis; íslenska áður fyrr: Mikligarður) er stærsta borg Tyrklands og fyrrum höfuðborg Tyrkjaveldis frá því skömmu eftir fall borgarinnar fyrir her Mehmets 2. þar til það var leyst upp 1922. Borgin stendur báðum megin við Bosporussund. Hún er eina borg heims sem stendur í tveimur heimsálfum; bæði í Evrópu (Þrakíu) og Asíu (Anatólíu). Árið 2000 bjuggu um átta milljónir í borginni sjálfri og tíu milljónir í nágrenni hennar sem gerir hana eina af stærstu borgum Evrópu.