Skúlagata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skúlagata er gata í Reykjavík kennd við Skúla Magnússon landfógeta. Liggur milli Höfðatúns og Ingólfsstrætis en er þó klippt í sundur af Snorrabraut.

Ríkisútvarpið var með starfsemi sína að Skúlagötu 4 frá 1959-1987, þegar starfsemi þess var flutt í Efstaleiti. Þar eru nú til húsa Sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

Skúlagata er einnig staðsett í Borgarnesi.


 

Þessi grein sem fjallar um landafræði Íslands er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana