Spjall:Sjálfsmorð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast nær algjörrar yfirferðar. Wikipedia er ekki áróðursrit landlæknis. --Odin 19:47, 9 mar 2005 (UTC)

Sammála þessu. Stúfur um meðferð, sem dæmi, á alveg rétt á sér. En það er e.t.v. ofgert að gera þetta að bók. Þetta á að fjalla um fyrirbærið á fræðilegan og hlutlausan hátt. Ef að vilji er fyrir því að skrifa bækur um efnið þá er Wikibooks meira viðeigandi staður. Annars er þetta frábært framtak! Skál! --Smári McCarthy 19:50, 9 mar 2005 (UTC)
Mér fannst kaflinn um meðferð eiga fullkomlega við, þannig að ég skellti honum í endurbættri mynd inn.
--Gdh 4. júní 2006 kl. 20:54 (UTC)

Efnisyfirlit

[breyta] Tók út..

Sumir hafa nefnt að í raun séu 100 tilraunir að baki hverju sjálfsvígi sem heppnast. Að auki eru án efa mörg sjálfsvíg rangt flokkuð sem slys.

hverjir? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:52, 9 mar 2005 (UTC)

[breyta] Hlutdrægni

Má ekki fara að taka út efasemdina um hlutleysi? Nú snýst greinin að mestu, eða öllu leyti um staðreyndir, og viðhorfin sem birtast birtast ekki sem skoðun höfundar eða Wikipediu á sjálfsmorðum. Auðvitað er sjálfsagt að önnur viðhorf birtist en mér finnst hlutleysis sniðið ekki vettvangur til að gera þá kröfu. Best væri að gera það á spjallinu ...nú, eða þá einfaldlega að skrifa eitthvað um jákvæð viðhorf til sjálfsmorða.

Tjah, til að greinin sé hlutlaus vantar að ræða um fleiri viðhorf til sjálfsvíga. Það þarf að bæta. En einhvernveginn hefur enginn farið út í það enn... einhver sem býður sig fram? - Hef sjálfur ekki áhuga á því.
--Gdh 4. júní 2006 kl. 20:42 (UTC)

[breyta] Heiðni

Er heiðni ekki frekar neikvætt orð? Er ekki bara átt við þá sem voru ásatrúar? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. júní 2006 kl. 14:33 (UTC)

Er ekki réttast að nota norræn trú eða norræn menning yfir þetta? Ég held að ásatrú vísi fyrst og fremst til nútímatrúarbragðanna sem voru búin til á 20. öld að nokkru leyti á grundvelli fornnorrænna eða germanskra trúarbragða en er varla hægt að skoða sem sama hlut. --Akigka 3. júní 2006 kl. 16:01 (UTC)
Ég sé ekki hvað er að orðinu Heiðni. Er það ekki bara einfaldlega það sem þessi trú eða siður heitir? Ef orðið er núna neikvætt, þáer það bara í kristnu samhengi (sem er auðvitað alls ráðandi í okkar samfélagi en ætti ekki að vera það á Wikipediu). --Cessator 3. júní 2006 kl. 16:23 (UTC)
Heiðingji er gamalt orð yfir þá sem ekki eru gyðingar. Síðar var það notað um þá sem ekki eru kristnir eða múslimar. Heiðinn siður er síðan notað sem samheiti yfir það sem kallað er ásatrú. Þetta hef ég upp úr íslenskri orðabók og íslensku alfræðiorðabókinni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. júní 2006 kl. 16:34 (UTC)

Þeir sem héldu hvað lengst í fornu trúarbröðin og siðina hér í norður-evrópu eftir að Kristna kirkjan tröllreið öllu var fólkið sem lifði í dreifbýli úti á landsbyggðinni þ.e. "á heiðunum", því fengu þeir sem fylgdu ennþá gömlu siðunum og guðunum viðurnefnið "heiðinn" og athafnir þeirra "heiðinn siður", sama með orðið "Pagan", "Pagan" kemur frá latneska orðinu "Paganus" sem þýðir hreinlega "sveitamaður".--Hoddmímir 14. júlí 2006 kl. 19:23 (UTC)

[breyta] Hreinsun

Ég fjarlægði hreinsunarstimpilinn. Mótmæli óskast :-)

--Gdh 4. júní 2006 kl. 20:56 (UTC)