Hellsing (OVA)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hellsing
Alucard eins og hann byrtist í Hellsing OVA.
ヘルシング
(Hellsing)
Tegund Sagnfræðilegt
Hryllingssaga
Hasar
Ofurnáttúrulegt
OVA: Hellsing
Leikstýrt af Tomokazu Tokoro
Kouta Hirano, handritshöfundur
Myndver Geneon
Fjöldi þátta Hefur ekki komið fram
Gefið út Hellsing I - 10. febrúar 2006 [1],
-Digest for freaks - 22. janúar 2006
Hellsing II - 25. ágúst, 2006 [2],
Hellsing III - 9. febrúar [3], 2007
Sýningartími Hellsing I - 50 mínútur
-Digest for freaks - 35 mínútur
Hellsing II - 40 mínútur,
Hellsing III - 35 mínútur?
Þessi síða fjallar um Hellsing OVA-ið, til að sjá aðrar síður tengdar „Hellsing“ getur þú farið á Hellsing

Hellsing er japönsk OVA anime-þáttaröð byggð á hinni vinsælu mangaritröð Hellsing eftir Kouta Hirano. Ástæða þess að framleiddir voru animeþættir eftir Hellsing manganu eftir að það var þegar búið að framleiða slíkt anime (sjá Hellsing (þættir)) er sú að margir aðdáendur Hellsings og höfundurinn sjálfur höfðu lýst yfir óánægju sinni með upprunalegu Hellsing-þættina, einkum hvernig þeir viku frá manganu; bættu við óvinum, voru of alvörugefnir og slepptu stórum hlutum úr sögunni.

Hellsing OVA-ið hefur teiknistíl sem fylgir manganu mun nánar. OVA-þáttaröðin notast við meiri þrívídd en fyrri anime-þáttaröðin, og margar persónur endurheimta persónuleika sinn úr manganu, eins og t.d. Integra og Seras; Integra var köld og litlaus í fyrri þáttunum en er viðkunnalegri í þessari seríu. Seras var stöðugt sýnd sem kyntákn í fyrri þáttunum en hefur hér dýpri persónuleika og er klárari í þessari þáttaröð, rétt eins og í manganu.

Þættirnir áttu upphaflega að heita Hellsing Ultimate en svo var hætt við það og þeir voru einfaldlega kallaðir Hellsing OVA í staðinn.

Efnisyfirlit

[breyta] Söguþráður

[breyta] Sagan

Sir Integral Fairbrook Wingates Hellsing, stjórnandi og leiðtogi Hellsings.
Enlarge
Sir Integral Fairbrook Wingates Hellsing, stjórnandi og leiðtogi Hellsings.

Sagan fjallar um vampíruna Alucard og lögreglustelpuna Seras Victoriu sem starfa innan Hellsing-stofnunarinnar í baráttu þeirra við vampírur og önnur næturbörn.

Verkefni Hellsings, sem er samsteypa sem er styrkt af bresku ríkissjórninni, er að vernda borgarana gegn vampírum. Hellsing ræður ekki einungis yfir her, heldur býr stofnunin líka yfir leynivopninu Alucard sem er öflug vampíra sem lýtur stjórn og vilja Hellsings, þó aðallega vilja Sir. Integru Hellsing, leiðtoga samsteypunnar. Þrátt fyrir að það sé óvíst hvort Alucard vinnur fyrir Hellsing af fúsum og frjálsum vilja, þá nýtur hann greinilega starfsins. Seras Victoria er fyrrum lögreglukona sem Alucard gerði að vampíru þegar hann var að vinna að verkefni fyrir Hellsing og varð hún þá hluti af Hellsing. Integra Hellsing er vanalega fullfær um að sinna starfi sína en hópur af öfgafullum nasistum sem kalla sig Millennium, sem talið var að hefði verið leystur upp á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hefur lagt á ráðin um að koma Englandi í stríð til að geta hefnt sín á Alucard og Walter [4].

[breyta] Aðal persónur

 Alucard glottandi í fyrsta Hellsing OVAinu.
Enlarge
Alucard glottandi í fyrsta Hellsing OVAinu.
Alucard
Alucard er vampíra; undirmaður, og allt að því þræll Integru Hellsing. Hann hefur lifað í 537 ár og seinna í sögunni kemur fram að hann er enginn annar en Drakúla sjálfur.
Integra Fairbrook Wingates Hellsing
Hún er leiðtogi Hellsing-stofnunarinnar og meistari Alucards. Hún er sterk, greind og falleg. Hún erfði Hellsing aðeins þrettán ára þegar faðir hennar dó. Þó hún sé sterk og drottnandi, er hún líka elskuð og dáð, jafnvel af óvinum sínum.
Seras Victoria
Seras var meðlimur D11-sérsveitarinnar uns hún slasaðist lífshættulega þegar Alucard reyndi að drepa vampíru sem hélt henni í gíslingu. Þar sem hún lá nær dauða en lífi með stórt gat í gegnum brjóstið gaf hún Alucard leyfi til að breyta sér í vampíru. Hún vinnur undir stjórn Alucards og vinnur fyrir Hellsing. Alucard kallar hana oft „lögreglustelpu“.
Alexander Anderson
Stríðsprestur og riddari sem vinnur fyrir Vatican Section XIII, Iscariot. Anderson er helsta vopn Iscariots til að berjast við hina upprisnu og hefur að vissu leyti sömu stöðu og Alucard, þ.e.a.s. sem trompspil. Hann getur læknað sjálfan sig og notar mikið af heilögum vopnum (eins og blessuð stungusverð) og verkefni hans er algjör eyðing allra djöfla sem dvelja á jörðu. Þetta nær m.a. yfir af undirliðsmönnum Hellsings (eins og Alucard) enda er hann einn aðalóvinur hans.

[breyta] Aukapersónur

Walter C. Dornez
Walter er 69 ára gamall meðlimur Hellsings, sem er kominn á eftirlaun. Þótt hann þjóni Integru Hellsing sem bryti, hefur hann samt sýnt að hann geti staðið undir gamla viðurnefninu "Engill dauðans" með hnífbeittu vírunum sínum. Hann er náinn Integru og Alucard.
Rip van Winkle
Liðsforingi hjá Millennium.

[breyta] Þættirnir

Þáttur Gefinn út í Japan Gefinn út í Bandaríkjunum Lengd Venjuleg útgáfa Takmörkuð útgáfa
Hellsing I 10. febrúar 2006 5. desember 2006 50 mínútur
Integra Hellsing hittir Alucard í fyrsta sinn þegar hún er lítil stelpa, Seras Victoria send til að drepa vampíru sem hefur dulbúið sig sem prestur. Vampíran reynir í stað að bíta hana, Alucard drepur vampíruna og breytir Seras í vampíru, bardagi Alucards og séra Alexanders Andersonar.
Hellsing II 25. ágúst, 2006 Ekki vitað 40 mínútur
Ráðist er á Hellsing setrið, þar sem fundur riddara hringborðsins er haldinn. Jan og Luke Valentine ráðast á Hellsing setrið með hjálp uppvakninga þar sem Luke heyir einvígi við Alucard í kjallara setursins og Walter og Seras verja Integru og riddarana þar sem þau eru, á þriðju hæð Hellsing setursins.
Hellsing III 9. febrúar, 2007 Ekki vitað 30 mínútur?
Mun fjalla um ferð Alucards, Serasar og Pips til Rio De Janeiro, slátrunina á Hótel Rio, og mögulega einvígið á milli Alucards og Alhambra.
Hellsing IV Ekki vitað Ekki vitað Ekki vitað

[breyta] Móttaka

 Major. Montana Max, þybbinn nýnasisti sem þráir ekkert heitar en endalaust stríð.
Enlarge
Major. Montana Max, þybbinn nýnasisti sem þráir ekkert heitar en endalaust stríð.

Talið var að höfundur Hellsings, Kouta Hirano félli söguþráður fyrsta animesins (13-þátta Hellsing sjónvarpsseríunnar) ekki í geð. Margir Hellsing aðdáendur mótmæltu sjónvarpsþáttunum vegna þess hve lítillega þeir fylgdu manga söguþræðinum en þar má nú helst geta óvinar sem ekki kom fram í manganu, Incognito. OVA útgáfan er kynnt sem fylgjandi upphaflega mangans og hefur verið vel tekið.

[breyta] Framleiðsluferlið

Áætlað er að Ganeon hafi kallað saman fyrri talsetjendur ensku útgáfu Hellsing þáttanna, eins og Crispin Freeman (Alucard), K.T. Gray (Seras), Ralph Lister (Walter), Victoria Harwood (Integra), og Steven Brand (Anderson) fyrir bandaríska útgáfu.

[breyta] Upplýsingar um útgáfu

Heildarfjöldi þátta er ekki þekktur; en takmarkið er hinsvegar að breyta öllu Hellsing manganu í þætti (þar með talið Hellsing: The Dawn [5]). Fyrsti þátturinn var upprunalega sýndur í japönsku sjónvarpi í 35-mínútu bút sem kallaðist „Hellsing: Digest fro Freaks“ 22. janúar árið 2006.

Hver diskur inniheldur einn þátt, sem er minnst 35 mínútur að lengd. Lengd þeirra er hinsvegar breytileg; til dæmis var fyrsti þátturinn lengdur úr 35 mínútum upp í 50 mínútur og annar þátturinn er um 40 mínútur.

[breyta] Útgáfa í Japan

Fyrsti þátturinn var gefinn út þann 10. febrúar árið 2006 í Japan, annar þátturinn var gefinn út þann 25. ágúst árið 2006 í Japan, og sá þriðji mun verður gefinn út 9. febrúar árið 2007 í Japan.

[breyta] Útgáfa í Bandaríkjunum

Fyrsti þátturinn verður gefinn út í Bandaríkjunum þann 5. desember og áætlað söluverð hans eru um 24,98 dollarar, en sérstök útgáfa verður gefin út af fyrsta þættinum sem mun kosta um 44,98 dollara. [6]

[breyta] Annað

  • Í öðrum OVA þættinum, öskrar Jan Valentine „Konami kóðann“ er hann skýtur Hellsing hermenn.
    Kóðinn er upp, upp, niður, niður, vinstri, hægri, vinstri, hægri.
  • Einnig minnist Walter stuttlega á Han Solo og Millenium Fálkann úr Star Wars.

[breyta] Neðanmálsgreinar

  1. http://www.geneon-ent.co.jp/rondorobe/anime/hellsing/
  2. http://www.geneon-ent.co.jp/rondorobe/anime/hellsing/
  3. http://www.geneon-ent.co.jp/rondorobe/anime/hellsing/
  4. hellsing manga; bók 4, blaðsíða130.
  5. hellsing ultimate trailer 5 mínútna langt Hellsing OVA myndband sem sýnir þegar Walter brýst inn til höfuðstöðva Millenniums og Alucard- eins og hann lítur bara út í Hellsing: The Dawn
  6. http://animeondvd.com/reviews2/disc_reviews/5689.php

[breyta] Sjá einnig

[breyta] Tenglar

Á öðrum tungumálum