Spjall:200.000 naglbítar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Ekki skal setja kommu á undan samtengingunni "en"

Íslensk málstöð gefur út ritreglur í samræmi við auglýsingar Menntamálaráðuneytisins. Þar kemur eftirfarandi fram:

Þegar setningar koma hver á eftir annarri í sömu málsgrein er meginreglan sú að þær eru annaðhvort aðgreindar með kommum eða tengdar með samtengingum.

Því breyti ég úr fyrri leiðréttingu.

Sjá hér: http://ismal.hi.is/RitreglurXVIII.pdf

--Geithafur 15. des. 2005 kl. 19:58 (UTC)

Önnur regla í auglýsingu um greinarmerkjasetningar segir að nota megi kommur á þennan hátt upp á stílfæringu, t.d. til að tákna hlé í ræðu eða skipta upp langri málsgrein. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. des. 2005 kl. 20:05 (UTC)
Já, hér er nú ekki um langa málsgrein að ræða. Varðandi stílfæringu stendur eftirfarandi:
Heimilt er að nota kommu í listrænu skyni til að ákveða hik eða þagnir í lestri í samræmi við hugmyndir höfundar texta um lestur, framsögn eða stíl. Slík kommusetning skal þó ekki kennd í skólum né gilda á skólaprófum.
Mér sýnist þetta því varla eiga við þarna. Menn geta þó breytt þessu aftur ef ríkur vilji er fyrir hendi. --Geithafur 15. des. 2005 kl. 20:42 (UTC)