Spjall:Karþagó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvað hefurðu fyrir þér í að það eigi að vera f. Kr. en ekki f.Kr.? Eru ekki hefðbundnar skammstafanir skrifaðar án bils yfirleitt (t.d., þ.e.a.s., o.s.frv.)? Almanakið notar f.Kr. Sömuleiðis hér Ég skal samt ekki segja hvort er réttara. --Akigka 9. ágúst 2005 kl. 13:38 (UTC)

Svo er líka notað FOT (fyrir okkar tímatal) eins og BCE, en held að það sé mjög óalgengt í íslenskum textum. Svo er líka hægt að nota mínusmerkið, en það gengur ekki með öldunum („á -2. öld var Karþagó lögð í rúst“, hljómar mjög ankannalega) --Akigka 9. ágúst 2005 kl. 13:41 (UTC)

Á sínum tíma var ég eitthvað að velkjast í vafa um hvort þetta væri „f.Kr.“, „f. Kr.“ „f. kr.“ og spurðist fyrir um það og mér var þá sagt að þetta væri „f. Kr“ => „fyrir Krist“, þó virðst sem bæði formin séu í einhverri notkun og ég er ekkert viss um hvort er rétt heldur. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. ágúst 2005 kl. 14:03 (UTC)

Það er spurning með að fá second opinion á þetta efni. Við nánari athugun sé ég að bæði formin eru notuð á heimasíðu almanaksins. Norrænu wikipediurnar nota f.Kr. án bils og ég myndi ætla að styttra formið væri betra, ef hægt er að velja. Sýnist að á enskunni hafi einhver botti verið látinn gera tilvísanir frá t.d. 310 BCE á 310 BC. Við gætum hugsanlega gert það sama fyrir -10, 10 f.Kr., 10 f. Kr., 10 fyrir Krist, 10 fyrir Krists burð, 10 fot og 10 fyrir okkar tímatal :) --Akigka 9. ágúst 2005 kl. 14:27 (UTC)