Scipio Aemilianus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein fjallar um rómverska herforingjann sem lagði Karþagó í eyði í þriðja púnverska stríðinu. Um aðra menn með sama nafni sjá Scipio.

Publius Cornelius Scipio Aemilianus Africanus Numantinus, stundum nefndur Scipio Africanus yngri (185-129 f.Kr.) var herforingi og stjórnmálamaður í Rómaveldi. Sem ræðismaður stjórnaði hann umsátrinu um og eyðileggingu Karþagó í þriðja púnverska stríðinu árið 146 f.Kr.. Hann var síðar leiðtogi andstöðunnar við Garcchusarbræðrum árið 133 f.Kr..

Hann var yngri sonur Luciusar Aemiliusar Paullusar Macedonicusar, sem hafði sigrað Makedóníuog hann barðist í herliði föður síns í orrustunni við Pydna 17 ára gamall. Hann var síðar ættleiddur af Publiusi Corneliusi Scipio, elsta syni Publiusar Corneliusar Scipios Africanusar og nafni hans var breytt í Publius Cornelius Scipio Aemilianus.

[breyta] Heimild


Þessi grein sem fjallar um fornfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana


Þessi grein sem fjallar um sagnfræðilegt efni er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana