Forritunarmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forritunarmál er mál sem nota má til að lýsa forriti sem stýrir tölvum. Áður en tölvan getur keyrt forritið þarf að þýða það yfir á vélamál viðkomandi tölvu. Upphaflega voru tölvur forritaðar með vélamáli sem er einfaldlega listi yfir aðgerðir sem örgjörvi tölvunar á að keyra. Þannig þurfti að umskrifa forrit ef átti að keyra það á nýrri tölvu með ólíkum örgjörva. Með hærrastigs-málum nægir að þýða forritið að nýju.

[breyta] Flokkun forritunarmála

Forritunarmál eru flokkuð niður eftir því hversu mikið forritarinn þarf að hugsa langt niður á vélamál - til einföldunar má segja að skiptingin fari eftir flækjustigi forritunarmálsins.

Flokkunin er þannig:

  • Vélamál
  • Smalamál
  • Hærrastigs-mál
  • Fjórðu kynslóðar mál

Eins og flokkunin gefur til kynna er vélamálsflokkurinn líkur vélamáli, smalamálið líkast smalamáli og svo framvegis.

Þau forritunarmál sem eru vinsælust eru hærrastigs-málin og fjórðu kynslóðar málin, enda er mun auðveldara að smíða stór og milli-stór forrit í þeim en í hinum málunum, en auk þess er C einnig vinsælt.

[breyta] Sjá einnig