Egill Skalla-Grímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Egill Skalla-Grímsson (eða Skallagrímsson, ~910 – ~990) var höfðingi á Íslandi á víkingaöld. Um hann er fjallað í Egils sögu (Eglu). Kona hans var Ásgerður Björnsdóttir, en hún var áður gift Þórólfi, bróður Egils.

Egill með lík Böðvars, sonar síns. Höggmyndin er í Skallagrímsgarði í Borgarnesi
Enlarge
Egill með lík Böðvars, sonar síns. Höggmyndin er í Skallagrímsgarði í Borgarnesi
Mynd af Agli Skalla-Grímssyni tekin á víkingaveitingastaðnum Fjörukránni, í bókinni í hendi Egils stendur:  Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til hafnar höggva mann ok annan.
Enlarge
Mynd af Agli Skalla-Grímssyni tekin á víkingaveitingastaðnum Fjörukránni, í bókinni í hendi Egils stendur:
Þat mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar
höggva mann ok annan.

[breyta] Ævi

Egill Skall-Grímsson fæddist líklega árið 910 á Borg á Mýrum. Hann tilheyrir fyrstu kynslóð Íslendinga. Egill var sonur hjónanna Gríms Úlfssonar og Beru Yngvarsdóttur sem settust að á Íslandi ásamt öðrum flóttafólki frá Noregi við upphaf landmáms. Grímur var landflótta ásamt föður sínum Úlfi Bjálfasyni eftir að bróðirinn Þórólfur var tekinn af lífi fyrir landráð. Auk þess urðu feðgarnir Grímur og Úlfur sekir um glæpi fyrir flóttann. Talið er að þeir hafi myrt í Noregi meira en fimmtíu manns, þar af að minnsta kosti tvö börn, 10 og 12 ára.

Egill Skall-Grímsson leið alla æfi fyrir þessi hermdarverk föður síns og afa og einkenndist líf hans af átökum við norska konungsvaldið sem af framangreindum ástæðum meinað honum að ná rétti sínum en Egill gerði tilkall til eigna í Noregi er hann þóttist vera arfi af vegna konu sinnar Ásgerðar Bjarnadóttur en foreldrar hennar voru stóreignafólk úr Firðarfylki og af góðum ættum.

Egill tók þátt í ránsferðum suður til Evrópu ásamt félögum sínum eins og þá var tíska. Hann gerðist einnig málaliði á Englandi auk þess að vera liðtækur hólmgöngumaður. Egill var gott skáld og eru kvæði hans í hávegum höfð enn þann dag í dag.

Egill dó um áttrætt í Mosfellssveit og var grafinn þar sem nú stendur bærinn Hrísbrú. Hundrað árum seinna þykir afkomendum hans hann vera svo merkilegur að ástæða þótti til að flytja líkamsleifar hans í nýjan kirkjugarð sem nú stendur þar sem heitir Mosfell í Mosfellsdal.

Egils saga er helsta heimildin um ævi og störf Egils. Talið er að Snorri Sturluson hafi skrifað hana.

[breyta] Börn

Börn Egils með Ásgerði Björnsdóttur voru:

  • Þorgerður Egilsdóttir
  • Bera Egilsdóttir
  • Böðvar Egilsson
  • Gunnar Egilsson
  • Þorsteinn Egilsson

[breyta] Tenglar

Wikiheimild merkið
Frumtexta tengda Agli Skalla-Grímssyni er að finna á Wikiheimild.