Ölfus
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ölfus er landssvæði í Árnessýslu sem afmarkast af Ölfusá í austri og mörkum Árnessýslu í vestri. Austast einkennist landið af mýrum og dælum, en í vestri eru fjöll og Hellisheiðin. Í Ölfusi er stundaður mikill landbúnaður þó það færist í vöxt að íbúarnir vinni til dæmis í Reykjavík eða á Selfossi. Þéttbýlisstaðirnir Hveragerði, Þorlákshöfn og Árbæjarhverfi teljast til Ölfuss þó Hveragerði sé sér sveitarfélag.