Halldór Laxness
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Halldór Kiljan Laxness (23. apríl 1902 – 8. febrúar 1998) (fæddur Halldór Guðjónsson) var íslenskt skáld, hann er jafnan talinn eitt af mestu íslensku skáldum 20. aldarinnar.
Halldór fæddist 23. apríl 1902. Hann var sonur Sigríðar Halldórsdóttur (fædd 1872) og Guðjóns Helgasonar (fæddur 1870). Fyrstu æviárin bjó Halldór í Reykjavík uns hann flutti til Laxness í Mosfellssveit árið 1905.
Hann tók fljótt að lesa bækur og skrifa sögur, og þegar hann var 14 ára gamall fékk hann sína fyrstu grein birta í Morgunblaðinu undir nafninu H.G. Ekki löngu síðar birti hann grein í sama blaði undir sínu eigin nafni og var sú grein um gamla klukku.
Á ferli sínum skrifaði Halldór 51 bók, margar blaðagreinar, samdi ljóð, leikrit og fleira. Til að sjá þau rit sem hann gaf út er hægt að skoða bókalistann hér að neðan.
Halldór hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. Hann var giftur og átti fjögur börn.
Frá árinu 1945 átti hann fast heimili á Gljúfrasteini í Mosfellssveit.
Halldór lést þann 8. febrúar 1998, 95 ára að aldri.
Efnisyfirlit |
[breyta] Verk
[breyta] Skáldsögur
- 1919 - Barn náttúrunnar
- 1924 - Undir Helgahnúk
- 1927 - Vefarinn mikli frá Kasmír
- 1931-32 - Salka Valka
- 1934-35 - Sjálfstætt fólk
- 1937-40 - Heimsljós
- 1943-46 - Íslandsklukkan
- 1948 - Atómstöðin
- 1952 - Gerpla
- 1957 - Brekkukotsannáll
- 1960 - Paradísarheimt
- 1968 - Kristnihald undir Jökli
- 1970 - Innansveitarkronika
- 1972 - Guðsgjafaþula
[breyta] Smásögur
- 1923 - Nokkrar sögur
- 1933 - Úngfrúin góða og Húsið
- 1933 - Fótatak manna (sögur síðar gefnar út í Þáttum)
- 1935 - Þórður gamli halti (síðar gefin út í Þáttum)
- 1942 - Sjö töframenn (sögur síðar gefnar út í Þáttum)
- 1954 - Þættir (fyrri smásögur endurútgefnar)
- 1964 - Sjöstafakverið
[breyta] Leikrit
- 1934 - Straumrof
- 1950 - Snæfríður Íslandssól (upp úr Íslandsklukkunni)
- 1954 - Silfurtúnglið
- 1961 - Strompleikurinn
- 1962 - Prjónastofan Sólin
- 1966 - Dúfnaveislan
- 1970 - Úa (upp úr Kristnihaldi undir Jökli)
- 1972 - Norðanstúlkan (upp úr Atómstöðinni)
[breyta] Ljóð
- 1930 - Kvæðakver
[breyta] Ritgerðir og greinar
- 1925 - Kaþólsk viðhorf
- 1929 - Alþýðubókin
- 1937 - Dagleið á fjöllum
- 1942 - Vettvángur dagsins
- 1946 - Sjálfsagðir hlutir
- 1950 - Reisubókarkorn
- 1955 - Dagur í senn
- 1959 - Gjörníngabók
- 1963 - Skáldatími
- 1965 - Upphaf mannúðarstefnu
- 1967 - Íslendíngaspjall
- 1969 - Vínlandspúnktar
- 1971 - Yfirskygðir staðir
- 1974 - Þjóðhátíðarrolla
- 1977 - Seiseijú, mikil ósköp
- 1981 - Við heygarðshornið
- 1984 - Og árin líða
- 1986 - Af menníngarástandi
[breyta] Ferðasögur
[breyta] Minningasögur
- 1952 - Heiman eg fór
- 1975 - Í túninu heima
- 1976 - Úngur eg var
- 1978 - Sjömeistarasagan
- 1980 - Grikklandsárið
- 1987 - Dagar hjá múnkum
[breyta] Heimildir
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2003. Halldór. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2004. Kiljan. Bókafélagið, Reykjavik.
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2005. Laxness. Bókafélagið, Reykjavík.
- Halldór Guðmundsson. 2004. Halldór Laxness. JPV, Reykjavík. Sjá hér
- Ritaskrá. 2004, 12. Mars. Sjá: http://www2.mbl.is/mm/serefni/laxness/ritaskra.html
- Halldór Laxness. 2004, 12. Mars. Sjá: http://www2.mbl.is/mm/serefni/laxness/
[breyta] Tenglar
[breyta] Vefir
- Sérvefur morgunblaðsins um Halldór Laxness
- Vefur RÚV um Nóbelsverðlaunaafhentinguna 1955: [1]