Narsarmijit
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Narsarmijit (stundum stafað Narsarmiit, og einnig þekkt sem Narsaq Kujalleq og heitir á dönsku Frederiksdal), er syðsta byggð á Grænlandi, á 60°00′N 44°39′V, um 50 km frá Hvarfi. Hér settu kristniboðar herrnhúta upp trúboðsstöð 1824 og nefndu hana eftir Friðriki 6. Danakonungi og kölluðu Frederiksdal. Herrnhútar höfðu á þessum tíma margar trúboðsstöðvar á Grænlandi. Narsamijit sem liggur í Nanortalik sveitarfélaginu, hafði 125 íbúa 2005.