Sortulyng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arctostaphylos uva-ursi

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Ericales
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Arctostaphylos
Tegund: A. uva-ursi
Fræðiheiti
Arctostaphylos uva-ursi
(L.) Spreng.

Sortulyng (fræðiheiti: Arctostaphylos uva-ursi) er berjategund. Það er smávaxinn runni 15-30 sem hár. Blöð sortulyngs eru þykk, gljáandi og sígræn. Aldinin eru nefnd lúsamulningar. Þau eru algeng fæða og vetrarforði hagamúsa. Sortulyng vex í lyngmóum og skóglendi en er viðkvæmt fyrir vetrarbeit. Hæsti skráði fundarstaður sortulyngs á Íslandi er 650 m sunnan í Skessuhrygg í Höfðahverfi.

Það eru fjórar undirtegundir :

  • Arctostaphylos uva-ursi subsp. uva-ursi. (e. Common Bearberry); vex á pólsvæðum og nálægt þeim og í fjöllum lengra á syðri svæðum.
  • Arctostaphylos uva-ursi subsp. adenotricha. vex í hálendi í Sierra Nevada í Bandaríkjunum.
  • Arctostaphylos uva-ursi subsp. coactilis. Vex á norðanverðri strönd Kaliforníu til San Fransiskó flóans.
  • Arctostaphylos uva-ursi subsp. cratericola (J. D. Smith) P. V. Wells. (e. Guatemala Bearberry), vex í Guatemala í mikilli hæð (3000-4000 m).


[breyta] Heimildir


 Þessi grein sem tengist líffræði er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana .