Hvíti Riddarinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvíti Riddarinn er knattspyrnufélag úr Mosfellsbæ sem var stofnað árið 1998. Hvíti Riddarinn leikur nú í þriðju deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
[breyta] Saga félagsins
- 1998: Hvíti Riddarinn stofnaður 14. ágúst.
- 2001: Félagið tók þátt í Utandeildinni í fyrsta sinn og endaði í öðru sæti.
- 2002: Utandeildarmeistarar.
- 2003: Utandeildarmeistarar. Félagið tók þátt í bikarkeppni KSÍ undir merkjum Kjalar, tapar 5-0 gegn ÍR.
- 2004: Félagið lenti í þriðja sæti Utandeildarinnar og gekk í UMSK, ÍSÍ og KSÍ. Þátttaka í bikarkeppni KSÍ, tap gegn Reyni Sandgerði 4-2.
- 2005: Félagið tekur þátt í Íslandsmóti KSÍ í fyrsta sinn og endaði í þriðja sæti C-riðils og markatalan 54-15, sú næstbesta í öllum deildum íslandsmótsins (Íslandsmeistarar FH enduðu með markatöluna 53-11). Í bikarkeppni KSÍ komst félagið í 32. liða úrslit eftir góða sigra á sunnanliðunum Árborg og Hamri. Í 32. liða úrslitum náði liðið að knýja fram framlengingu gegn liði HK eftir 1-1 jafntefli. Eftir framlengingu var staðan 1-5, HK í vil. Ásbjörn Jónsson þjálfaði liðið frá febrúar, fram í ágúst.