Góa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Góa er fimmti mánuður ársins í gamla norræna tímatalinu og hefst á sunnudegi í átjándu viku vetrar, eða 18. til 24. febrúar. Fyrsti dagur góu er nefndur konudagur og var dagur húsfreyjunnar eins og fyrsti dagur Þorra var dagur húsbóndans. Síðasti dagur góu nefnist góuþræll.
Á síðari tímum hefur komist sú hefð á sums staðar á landinu að halda góugleði í tengslum við góu, á sama hátt og þorrablót í tengslum við Þorra.
[breyta] Tengt efni
- Hversu Noregr Byggðist frá heimskringla.no.
- Fundinn Noregr frá heimskringla.no.
- Torre och Gói i de isländska källorna frá heimskringla.no.
- Om kong Torre og torreblot før og nå frá heimskringla.no.
Mánuðirnir samkvæmt norræna tímatalinu |
---|
Gormánuður | Ýlir | Mörsugur | Þorri | Góa | Einmánuður | Harpa | Skerpla | Sólmánuður | Heyannir | Tvímánuður | Haustmánuður |