Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árnagarður við Suðurgötu þar sem Árnastofnun er til húsa.
Enlarge
Árnagarður við Suðurgötu þar sem Árnastofnun er til húsa.

Stofnun Árna Magnússonar (á Íslandi) eða Árnastofnun (upphaflega Handritastofnun Íslands) er íslensk stofnun sem sinnir rannsóknum, varðveislu og útgáfu handrita sem þar eru geymd og innihalda meðal annars Íslendingabók, Landnámabók og Flateyjarbók.

Handritastofnun Íslands var stofnuð með sérstökum lögum í menntamálaráðherratíð Gylfa Þ. Gíslasonar 14. apríl árið 1962. Tilefnið að stofnun hennar var yfirvofandi lausn Handritamálsins þar sem Íslendingar fengu afhent nokkur af dýrmætustu miðaldahandritunum sem rituð höfðu verið á Íslandi, frá Árnasafni í Danmörku. Fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar var Einar Ólafur Sveinsson, sagnfræðingur og fyrstu húsakynni hennar voru í húsnæði Landsbókasafnsins. 1970 flutti stofnunin á nýreistan Árnagarð við Háskóla Íslands og 1972 var nafni hennar breytt í Stofnun Árna Magnússonar með nýjum lögum.

[breyta] Heimildir

Á öðrum tungumálum