Kvikmynd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kvikmynd er röð mynda sem birtar eru með stuttu millibili svo að áhorfandanum virðist sem þær hreyfist, þ.e.a.s. persónur og hlutir á myndinni hreyfast. Til þess að búa til kvikmyndir er oftast notast við myndavélar sem taka margar myndir í einu inn á filmu eða í stafrænu formi. Hljóð er einnig tekið upp samtímis sem síðan er spilað ásamt í takt við kvikmyndina svo áhorfandinn upplifir hljóðið í samhengi við myndirnar. Kvikmyndir eru einnig teiknaðar eða gerðar í þrívídd, þá er notast við tölvubúnað og öðruvísi myndavélar og hljóðið tekið upp í stúdíói.

[breyta] Íslenskar kvikmyndir

Saga Borgarættarinnar var tekin upp 1919 en er ekki kvikmynd í fullri lengd.

79 af stöðinni sem kom út 1962 er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd framleidd á Íslandi en hún var leikstýrð af Erik Balling sem er danskur.

Kvikmyndin Morðsaga, frumsýnd 1977, var hins vegar fyrsta kvikmyndin sem var framleid og leikstýrð af Íslendingum. Þess vegna er hægt að leggja rök fyrir að hún sé í raun fyrsta íslenska kvikmyndin.

Kvikmyndinni Land og synir (1980) í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar er af mörgum sögð hin raunverulega fyrsta íslenska kvikmyndin.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.