Undirforrit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Undirforrit eru safn setninga í forritum sem eru endurnýtanlegar.

Efnisyfirlit

[breyta] Notkun undirforrita

Þau eru gagnleg ef við höfum forritsbút sem þarf að framkvæma oft. Við spörum pláss með því að geyma forritsbútinn á einum stað í minni. Forrit sem kallar á undirforrit þarf ekki að vita neitt um smáatriðin. Þetta eykur læsileika forrita.

[breyta] Kóðadæmi

Function square (x:integer):integer
begin
   square := x*x
end;

int x,y;
y:=2;
x := square(y);  

[breyta] Skýringar

Haus undirforritsins er:

Function square (x:integer):integer

Nafn undirforritsins er:

square

Færibreyta (formal parameter) undirforritsins er:

x-ið sem er skilgreint í hausnum

Skilatag undirforritsins er:

integer þ.e. tilgreint aftast í haus undirforritsins

Útfærsla undirforritsins er:

begin
   square := x*x
end;

Viðfangið er:

y'ið í x := square(y);

[breyta] Heimild

Kári Harðarson (2003).Undirforrit: Háskólinn í Reykjavík, Forritunarmál haustið 2003.