Þorsteinn Gíslason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorsteinn Vilhjálmur Gíslason (26. janúar 186720. október 1938) var skáld, ritstjóri og þýðandi. Vakti máls á stofnun íslensks háskóla. Var fylgjandi aðskilnaði við Danmörku og fylgdi Valtý Guðmundssyni að málum gegn heimastjórnarmönnum.

Þorsteinn var ritstjóri Sunnanfara (með Einari Benediktssyni), Bjarka (með Þorsteini Erlingssyni), Skírnis, Óðins, Lögréttu og Morgunblaðsins.

Þorsteinn var faðir Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráðherra 1956-1971, og Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra 1953-1967.


Fyrirrennari:
Jón Ólafsson
Ritstjóri Skírnis
(19041904)
Eftirmaður:
Guðmundur Finnbogason



  

Þetta æviágrip einstaklings er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við það