Hellsing OVA I
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hellsing OVA I | |
Hulstur fyrsta Hellsing OVA-sins | |
Skapari: | Kouta Hirano |
---|---|
Fram koma: | Alucard, Seras Victoria, Integra Hellsing, Walter C. Dornez og Alexander Anderson |
Höfundar: | Tomokazu Tokoro og Kouta Hirano (handritshöfundur) |
Fjöldi þátta: | Ekki komið fram |
Lengd þáttar: | 50 mínútur |
Kóði þáttar: | 01 |
Þáttur sýndur: | 10. febrúar, 2006 |
Manga örk: | Bók eitt |
Kafli: | 001-006 |
Hellsing I er fyrsti OVA þátturinn sem er byggður á Hellsing. DVD diskurinn var fyrst gefinn út í Japan þann 10. febrúar 2006.
Efnisyfirlit |
[breyta] Alucard og Integra
Fyrsti OVA-þátturinn fylgir fyrstu Hellsing mangabókinni. Hann byrjar á því að faðir hennar Integru Hellsings deyr þegar hún er aðeins þrettán ára gömul. Hún erfir Hellsing samtökin, en frændi hennar Richard Hellsing sem hafði ætlað sér að erfa Hellsing reynir að koma henni fyrir kattarnef. Hún kemst að ráðabruggi Richards og fylgir ráðum föðurs síns, og skríður í gegnum loftræstigöngin að kjallara Hellsings. En Richard finnur hana og eltir hana niður í kjallarann með tveimur vörðum. Hann skýtur Integru í öxlina, en Alucard vaknar við að blóðið hennar Integru lendi á jörðinni og byrjar að sleikja það upp, eftir það drepur hann Richard Hellsing og undirmenn hans.
[breyta] Atvikið í Cheddar

Mörgum árum seinna skýtur vampíra upp kollinum í litlum smábæ sem heitir Cheddar. Lögreglan er send á svæðið, en allt lögregluliðið er étið af þrælum vampírunnar (uppvakningum) með einni undantekningu; ung lögreglustúlka að nafni Seras Victoria komst lífs af og reyndi að flýja. Það tókst þó ekki því að vampíran (sem hafði dulbúið sig sem prestur) náði henni og ætlar að drekka blóð hennar til að gera hana að þræli sínum. Á meðan gerir foringi Hin konunglega regla mótmælendariddara Hellsings, hún Sir. Integra Hellsing sér grein fyrir að lögreglan ráði ekki við þetta mál og liðsauki sem sendur eru á svæðið verða bara að mat uppvakninganna þannig hún ákveður að senda leynivopn Hellsings; Alucard.

Þegar „presturinn“ er að fara að bíta Seras mætir Alucard og skýtur alla þræla hans. Presturinn reynir að semja við Alucard um að leyfa þessu máli bara að vera og að þeir haldi báðir sína leið en allt er til einskis. Þá ber presturinn Seras fyrir sig og notar hana sem gísl þannig ef Alucard ætli sér að skjóta hann verði hann að skjóta Seras líka — og vegna þess að það er verkefni Alucards að bjarga öllum mannverum á svæðinu heldur presturinn að hann sé öruggur. Alucard spyr Seras hvort hún sé hrein mey (því aðeins skírlíft fólk getur orðið að vampírum) og hún svarar játandi og þá skýtur Alucard prestinn beint í hjartastað en hæfir Seras í lungað. Alucard krýpur við Seras þar sem hún liggur dauðvona og spyr hana hvort hún vilji lifa, hún svarar því játandi þannig hann bítur hana á háls og sýgur blóð hennar. Seras er núna orðin vampíra, og gengur í lið með Hellsing.
[breyta] Anderson Vs. Alucard
Fyrsta verkefni hennar með Alucard er að eyða tveimur ungum vampírum sem drepa sér til skemmtunar. Annað verkefnið er að berjast við uppvakninga, en í miðju verkefninu birtist séra Alexander Anderson, útsendari Vatíkansins, og reynir að drepa Alucard sem reynir einnig að drepa hann. Integra fréttir að Vatíkanið hafi rofið friðarsáttmálann sem ríkti þeim á milli og þýtur af stað til að stöðva Anderson en á meðan berjast Andersson og Alucard í bardaga sem endar með því að Alucard sé hálshöggvinn.

Þegar Anderson þykist vera búinn að drepa hinn mikla Alucard snýr hann sér að því að drepa Seras en Integra stöðvar hann. Þá lífgar Alucard sig við og særir Anderson illa og hann gerir sér grein fyrir að hann muni ekki sigra í þetta skiptið, sem verður til þess að hann hörfi en bendir samt á að næsta skipti sem þeir hittast verði það blóðbað. Integra ræðir stutt við Alucard, sem endar með því að hún kalli hann „greifa“ — ein margra tilvísana til þess að Alucard sé Dracula.
Fyrsti OVA þátturinn fylgir fyrstu Hallsing mangabókinni sem fjallar um það þegar Seras er breytt í vampíru, þegar persónurnar eru kynntar til leiks, og fyrsta bardagann við föður Alexander Anderson.
[breyta] Munir á bókinni og þáttunum
Einhver munur er á bókinni og þættinum en hann er ekki mikill. Dæmi um slíkt er:
- Draumurinn hennar Serasar [1] var gerður undir chibi áhrifum en það var ekki þannig í manganu.
- Þegar Seras er boðin velkomin af Integru, Walter og Alucard (eftir draumaatriðið vaknaði hún með Alucard sér við hlið).
En OVA-ið víkur ekki eins langt frá upprunalegu sögunni og Hellsing sjónvarpsserían og notast líka meira við brandara og skopskin ólíkt þáttunum.
[breyta] Annað
- Upphaflega hét fyrsti þátturinn „Hellsing: Digest for Freaks“ en var óvart kallaður „Hellsing: Digest for Fleaks“. Þetta er greinilegt dæmi um Engrish.
[breyta] Persónur sem koma fyrst fram
- Alucard
- Integra Hellsing
- Seras Victoria
- Walter C. Dornez
- Alexander Anderson
- Richard Hellsing
Fyrrum þáttur | Hellsing (OVA) | Næsti þáttur |
Ekki til | Hellsing II |