Jackson Pollock

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Number 8 frá 1948.
Enlarge
Number 8 frá 1948.

Paul Jackson Pollock (28. janúar 191211. ágúst 1956) var áhrifamikill bandarískur listmálari í bandarísku hreyfingunni sem var kennd við abstrakt expressjónisma, eða þeirrar greinar hennar sem kölluð var action painting, eftir Síðari heimsstyrjöldina. Þekktasta tækni hans fólst í því að láta málningu drjúpa úr pensli á liggjandi léreft. Þetta varð til þess að hann fékk auknefnið „Jack the Dripper“. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í sýningarsal Peggy Guggenheim í New York árið 1943.

Pollock átti við þunglyndi og áfengissýki að stríða og lést að lokum í bílslysi þar sem hann ók undir áhrifum.


Þessi grein sem fjallar um myndlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana