Loftþyngd
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftþyngd er mælieining fyrir þrýsting og hún jafngildir þeim þrýstingi sem 760 mm lóðrétt kvikasilfurssúla veldur á undirlag sitt, en hver millimetri kvikasilfurs nefnist torr. Mælieiningin loftþyngd er skilgreind sem kraftur á flatareiningu, sem samsvarar 101,325 kílópaskölum (kPa) eða 1013,25 hektópaskölum, en sú eining er einnig kölluð millibar. Þrýstingurinn eitt paskal jafngildir einu njútoni (N) á hvern fermetra (m2).