The Best Hardcore Band In The World
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Best Hardcore Band In The World, eða xTxBxHxCxBxIxTxWx, er íslensk PCHC hljómsveit sem spilar Hardcore Pönk. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003 af nokkrum ungum mönnum með mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig Hardcore Pönk ætti að vera spilað.
Efnisyfirlit |
[breyta] Upplýsingar
Ef ætti að staðsetja xTxBxHxCxBxIxTxWx nánar innan Hardcore Pönk tónlistarstefnunnar þá væri hægt að segja að þeir spili rokk skotið thrashcore. Dæmigert lag er undir mínútu að lengd og samanstendur af stuttum "Thrash" köflum fylgt eftir með "groove"-uðum danskafla. Oft vil fólk meina að stutt lengd laga xTxBxHxCxBxIxTxWx komi í veg fyrir að þau geti notið sín, en áhangendur hljómsveitarinnar og tónlistarstefnunnar vísa því á bug sem algengum misskilningi.
Á meðan að lagasuppbyggingar laga þeirra fylgja hefðbundnum straumum rokk-tónsmíða þá eru aðrir þættir sem gera þá ófyrirsjáanlega og tormeltanlega, svo sem ótímabærar kaflaskiptingar og sameiginleg ást þeirra á "feedback"-i(Óhljóð eða ískur sem magnarar gefa frá sér þegar að hljóð endurkastast úr hátalara í einhverkonar hljóðnema og skapar lykkju).
Áhrifavaldar xTxBxHxCxBxIxTxWx koma frá ólíkum bakgrunnum, en einnahelst er nauðsynlegt að minnast á hljómsveitirnar What Happens Next? , Demon System-13 , Scholastic Deth , Out of Touch , Spazz , Minor Threat og Municipal Waste.
Meðlimir sveitarinnar eru, og hafa verið, viðriðnir við þónokkrar aðrar hljómsveitir s.s. Fighting Shit, Gavin Portland, Rollerblade Warriors, Hryggjandi Sannleikur, Brothers Majere, STF, Deathmetal Supersquad og Blondage.
Sögusagnir herma einnig að xTxBxHxCxBxIxTxWx innihaldi meðlim dularfullu hljómsveitarinnar The Skullz, en engin áreiðanleg heimild er fyrir því.
[breyta] Núverandi Staða
The Best Hardcore Band In The World hafa nýlokið við upptökur frumraunar sinnar Má Bjóða Þér Lán? sem mun koma út fyrir áramótin '06-'07 og hafa í för með sér tónleikaröð í höfuðborginni og jafnvel víðar.
[breyta] Meðlimir xTxBxHxCxBxIxTxWx
- Fannar Örn Karlsson - Söngur
- Loftur Einarsson - Gítar
- Ægir Freyr Birgisson - Bassi
- Sindri Rafn Þrastarson - Trommur
[breyta] Útgáfur
- Má Bjóða Þér Lán? (Banana Thrash, CD, 2006)