Þorsteinn Davíðsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorsteinn Davíðsson (f. 12. nóvember 1971) er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar.
Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen.
Þorsteinn var í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík í Gettu betur 1988. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá skólanum 1992 og með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1999.
Þorsteinn starfaði við Héraðsdóm Reykjavíkur áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns ráðherra.