Laugardalur (hverfi)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hverfi í Reykjavík | |
---|---|
Vesturbær | |
Miðborg | |
Hlíðar | |
Laugardalur | |
Háaleiti | |
Breiðholt | |
Árbær | |
Grafarvogur | |
Kjalarnes | |
Úlfarsfell |
Laugardalur er hverfi í Reykjavík. Til hverfisins teljast borgarhlutarnir Tún, Teigar, Lækir, Laugarnes, Sund, Heimar, Langholt, Vogar, Skeifan og Fen. Hverfið dregur nafn sitt af stóru íþrótta- og útivistarsvæði, Laugardalnum sem er í miðju hverfisins. Á því svæði eru m.a. Þvottalaugarnar, Laugardalslaug, Laugardalshöll, Grasagarður Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Sigurður málari setti fram þá hugmynd árið 1871 að Laugardalur yrði íþrótta- og útivistarsvæði fyrir íbúa Reykjavíkur. Mýrin í Laugardal var ræst fram árið 1946.
Í vestur markast hverfið af línu sem dregin er eftir miðri Snorrabraut. Í austur markast hverfið af Elliðaám, syðri kvísl. Í suður markast hverfið af línu sem er dregin um eftirtaldar götur og skal miðað við miðju þeirra: Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Grensásveg og Miklubraut. Í norður markast hverfið af sjó.
Ásmundarsafn og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar eru Laugardalshverfinu.
Í hverfinu eru grunnskólarnir Langholtsskóli, Laugarnesskóli, Laugalækjarskóli og Vogaskóli. Kirkjur í hverfinu eru Laugarneskirkja, Áskirkja og Langholtskirkja.