Spjall:Bandý
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég set spurningarmerki við þetta hugtak bandý. Á norsku og sænsku á orðið bandý við vetraríþrótt sem er spiluð á skautum á ísvelli á stærð við fótboltavöll með ellefumönnum í hvoru liði og mörk sem eru svipað stór og handboltamörk. Á norsku og sænsku heitir það sem er lýst hér innebandy og sting ég því upp á að þessi grein muni bera heitið innibandý (hvað ætti annars grein um se:bandy að heita á íslensku wikipediu). Orri 10. maí 2006 kl. 15:33 (UTC)
- Breyttu því bara. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. maí 2006 kl. 15:51 (UTC)
- En er þá ekki þetta sem þeir kalla bandý það sem við köllum íshokkí? --Sterio 10. maí 2006 kl. 17:22 (UTC)
- Nei íshokkí er leikið á minni velli með færri mönnum í hvoruliði, stærri og öðruvísi í löguðum kilfum, og með pökki en ekki bolta. Í Noregi, Svíþjóð Rússlandi og Finnlandi er leikið bæði Íshokkí og Bandí á ís. Orri 10. maí 2006 kl. 17:55 (UTC)
- Það þarf nú ekki allt að vera eins á öllum norrænum málum. Við Íslendingar köllum t.d. rúm það sem Danir kalla seng. Meðal þeirra sem spila bandý á Íslandi (ég er einn þeirra) ríkir nokkur sátt um að nota orðið bandý, sbr. nöfnin Bandýmannafélagið Viktor og Bandýfélag Kópavogs. Orðið þykir þjált og bandýspilurum finnst líka lítil ástæða til að sýna tillitssemi við íþróttagrein sem ekki er stunduð hér á landi. Ef vetraríþróttin verður e-n tímann stunduð hér á landi getur hún bara kallað sig útibandý. Því finnst mér að skipulaginu eigi að koma aftur í fyrra horf. Pajdak 10. maí 2006 kl. 22:28 (UTC)
- Ég verð að vera sammála, þessi síða fjallar um það sem að ég hef alltaf talið vera bandý og íþróttakennarar í mínum grunn- og framhaldsskóla voru mjög hrifnir af. Merking orðsins á öðrum tungum skiptir takmörkuðu máli, svona lagað skolast oft til á milli tungumála. --Bjarki 10. maí 2006 kl. 22:40 (UTC)
- Ég er sammála Bjarka, ég kannast við þessa íþrótt frá mínum menntaskólaárum og hét hún þá bandý. Ég er líka sammála því að Wkipedia á íslensku þurfi einungis að taka tillit til íslenskrar orðanotkunar (hvernig væri annars greinin um fótbolta þar sem enska orðið football þarf ekki að þýða knattspyrna) en ef mikil hætta er á misskilningi má svo sem útskýra mismunandi orðanotkun eftir löndum annaðhvort í nmgr. eða í efnisgrein í sjálfri greininni. --Cessator 10. maí 2006 kl. 22:56 (UTC)