28. mars

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

FebMarsApr
Su Þr Mi Fi La
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
2006
Allir dagar

28. mars er 87. dagur ársins (88. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 278 dagar eru eftir af árinu.


[breyta] Atburðir

  • 845 - Víkingar réðust inn í París og rændu og rupluðu. Heimildir greina frá því að í fararbroddi hafi verið Reginherus, sem sumir halda að hafi verið Ragnar loðbrók, en hann var uppi heilli öld fyrr.
  • 1696 - Konungur lagði þann skatt á Ísland að senda skyldi 3 menn úr hverri sýslu, 30 alls, til að þjóna í flota eða landher hans.
  • 1797 - Einkaleyfi fékkst fyrir fyrstu þvottavélinni í Bandaríkjunum.
  • 1814 - Guillotine, sem fann upp fallöxina var jarðsettur í Frakklandi.
  • 1854 - Krímstríðið: Bretland og Frakkland lýstu Rússum stríð á hendur.
  • 1875 - Öskjugos hófst og er það talið eitt mesta öskugos á Íslandi eftir að land byggðist. Öskumökkurinn var kominn allt til Svíþjóðar eftir hálfan annan sólarhring. Olli þetta miklum mannflutningum frá Austfjörðum til Vesturheims næstu árin.
  • 1881 - Tveir menn gengu á ís (hafís) alla leiðina frá Siglufirði til Akureyrar, en þessi vetur var með hörðustu vetrum sem vitað er um á Íslandi.
  • 1909 - Safnahúsið við Hverfisgötu, sem nú er Þjóðmenningarhúsið, var vígt. Í upphafi hýsti húsið Forngripasafnið, Landsbókasafnið, Landsskjalasafnið og Náttúrugripasafnið.
  • 1930 - Nöfnum tyrknesku borganna Konstantínópel og Angóra var breytt í Istanbúl og Ankara.
  • 1939 - Spænska borgarastríðinu lauk.
  • 1956 - Alþingi samþykkti (31 gegn 18) að bandarískur her skyldi yfirgefa landið, enda yrði hér ekki her á friðartímum. Viðræðum um brottför hersins var frestað í nóvember vegna hættuástands í alþjóðamálum.
  • 1986 - 6.000 útvarpsstöðvar um allan heim spiluðu lagið „We are the world“ samtímis til styrktar aðgerðum gegn hungursneyð í Afríku.


[breyta] Fædd


[breyta] Dáin


Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31)