Persaflóastríðin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Á seinni hluta 20. aldar og fyrri hluta þeirrar 21. hafa verið háð þrjú stríð í nágrenni Persaflóa sem gengið hafa undir nafninu Persaflóastríð. Á Íslandi hefur eitt þessara stríða (1990-1991) einnig verið nefnt Flóabardagi líkt og sjóorrusta sem fram fór á Húnaflóa á Sturlungaöld.
- Stríð Írak og Íran (1980-1988) Stríð milli Írak og Íran.
- Persaflóastríðið (1990-1991) Stríð milli Íraka og bandalags ríkja undir forystu Bandaríkjanna í kjölfarið á innrás Íraka í Kuwait.
- Innrásin í Írak 2003 (2003) Innrás Bandaríkjanna í Írak vorið 2003. Markmiðið var að finna og eyða gjöreyðingarvopnum Íraka. Bandaríkjamenn lýstu yfir sigri þremur mánuðum eftir innrásina, en ári síðar eru gjöreyðingarvopnin enn ófundin. Bandarískt herlið er enn í landinu við leitina, ásamt minni hersveitum bandalagsríkja Bandaríkjamanna.