Magnús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Magnús ♂
Fallbeyging
Nefnifall Magnús
Þolfall Magnús
Þágufall Magnúsi
Eignarfall Magnúsar
Notkun
Fyrsta eiginnafn 2.693¹
Seinni eiginnöfn 539¹
¹Heimild: þjóðskrá nóvember 2005
Listi yfir íslensk mannanöfn

Magnús er íslenskt karlmannsnafn, en þekkist einnig á hinum Norðurlöndunum og víðar sem Magnus. Nafnið er komið beint úr latínu, magnus, sem er karlkyns lýsingarorð í frumstigi og þýðir mikill eða stór. Karl mikli keisari á 9. öld var nefndur Carolus magnus (Karlamagnús á Íslandi), en síðar var farið að nota magnus sem nafnið Magnús. Þetta nafn hefur alla tíð notið vinsælda á Íslandi frá því að það kom fyrst fram á 11. öld, en notkun þess hefur þó mjög farið minnkandi á síðustu áratugum.

[breyta] Tengd nöfn

Nöfn sem dregin eru af sama stofni eru til dæmis Magni og Magnea.

[breyta] Dreifing

Eftirfarandi eru súlurit sem sýna dreifingu nafnsins sem fyrsta eiginnafns í þjóðskrá Íslands í nóvember 2005.

Á öðrum tungumálum