Stjórnlaus einstaklingshyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  • Hugtök í stjórnleysisstefnu
    • Beinar aðgerðir
    • Eignarhald og eignarvald
    • Samhjálp
  • Stjórnleysisskipulag

Stjórnlaus einstaklingshyggja er hugtak yfir ýmis afbrigði stjórnleysisstefnu sem leggja höfuðáherslu á frelsi einstaklingsins og ganga út frá því að hagsmunum hans sé betur borgið með lágmörkuðum samskiptum við aðra. Einstaklingssinnaðir stjórnleysingjar styðja flestir markaðshagkerfi, þó það sé ekki algilt. Ennfremur hafa þeir almennt aðhyllst hægfara umbætur sem heppilegustu leiðina að framtíðarsamfélaginu.

Upphaf einstaklingshyggjustjórnleysis má rekja til Pierre-Joseph Proudhon, en samvinnuhyggja hans byggir upp margar af þeim hugmyndum sem síðari tíma einstaklingshyggjustjórnleysingjar héldu fram.


 

Þessi grein sem fjallar um stjórnmál er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana