Spjall:Reykjarfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það er ekki rétt að segja að Reykjarfjörður nyrðri sé á Hornströndum. Hornstrandir taka ekki við fyrr en norðan Furufjarðar. --Sigatlas 21:55, 4 nóv 2004 (UTC)

Ó, þetta vissi ég ekki, laga þetta strax! --Moi 22:02, 4 nóv 2004 (UTC)

Á kortinu mínu heitir þessi í Arnarfirði líka Reykjarfjörður með r-i. Er það kannski misjafnt eftir kortum? --EinarBP 22:19, 4 nóv 2004 (UTC)

[breyta] Reykjarfjörður

Ég myndi veðja á að kortið þitt væri réttara en í greininni sem ég fann um Bíldudal, þar sem minnst er á Reykja_fjörð. --Sigatlas 22:25, 4 nóv 2004 (UTC)

Þetta er ferðakort Landmælinga Íslands í 1:250000 frá 2002. Hins vegar var ég að tékka á gömlu Atlasblöðunum í 1:100000 og þar heitir hann Reykjafjörður og líka sá nyrðri á Ströndum. Hinir tveir eru aftur á móti pottþéttir með r-i. --EinarBP 23:00, 4 nóv 2004 (UTC)
Það er einmitt það. Þar versnaði í því. Það er ekki á neitt að treysta. Í ferðakorti Landmælinga frá 1999 er Reykjarfjörður nyrðri með err-i. Verðum við ekki að bara að spurja Ragnar og Lillu í Reykja(r)firði? --Sigatlas 23:12, 4 nóv 2004 (UTC)
Þetta ferðakort Landmælinga 2002 er morandi í villum. Ég veðja á gömlu herforingjaráðskortin. --Dvergarnir7 23:19