Spjall:Tala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

"Tala er hlutfirrt eining..." Hvað í ósköpunum er hlutfirrt? Það þarf að útskýra það.--Heiða María 22. des. 2005 kl. 13:11 (UTC)

Þegar að eitthvað er hlutfirrt er það óhlutlægt og samsvarar sig ekki við neinn áþreifanlegan hlut. Áður fyrr, t.d. á tímum Brahmaghuptra, sem væri gaman að skrifa um við tækifæri, en líka á tímum Rómverja og Grikkja, voru tölur enn huglægt túlkaðar sem aðferð til þess að telja hluti. Það er einmitt talið að sifja hafi ekki verið almennt talin til talna einmitt út af þessu - þar sem að tölur eru notaðar til þess að telja hluti, þá er engin ástæða til þess að telja núll hluti. Tilurð neikvæðra heiltalna (þ.e., heiltölur útvíkkaðar frá náttúrlegum tölum) og sömuleiðis það að almenn brot, þ.e. ræðar tölur skyldu vera teknar í sátt varð til þess að núll fór að teljast með - jafnvel á tímum Súmera var komin einhver óljós skilningur á tölunni núll, en hann var samt ekki fullkomnaður fyrr en á miðöldum. Sjá The nothing that is eftir Robert Kaplan. Hvað hlutfirringu varðar þá held ég að þetta sé fremur góð útskýring á því, þótt það þyrfti að orða hana betur, enda eilítið tyrfin hér í þessari framsetningu (sbr. það að ég kýs að svara á spjalli frekar en með því að breyta greininni sjálfri), en í stuttu máli: í nútímanum hafa tölur algjörlega hlutfirrta og afstrakt merkingu sem hægt er að heimfæra á raunverulega hluti, en þær eru ekki lengur teljarar til þess að telja áþreifanlega hluti. --Smári McCarthy 22. des. 2005 kl. 13:28 (UTC)
Ertu að segja að hlutfirrt þýði abstakt? Eðlilegri þýðing á orðinu væri óhlutbundinn. --Heiða María 22. des. 2005 kl. 14:13 (UTC)
Ég sé ekki betur en bæði gangi upp, samheiti ef mér skjöplast ekki. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. des. 2005 kl. 15:09 (UTC)
Mér sýnist á öllu að orðið „hlutfirrtur“ (sem ég hef aldrei áður séð) eigi að vera samheiti orðsins „óhlutbundinn“, eins og Heiða bendir á. Merkiingin „óhlutlægur“ getur hins vegar ekki verið rétt (höfum í huga að það sem er óhlutbundið getur samt verið hlutlægt). Abstrakt heitir á íslensku sértækt. Orðið „sértækur“ er ekki samheiti „óhlutbundinn“ né „óhlutlægur“ enda þarf ekki allt sem er óhlutbundið að vera sértækt og það sem er sértækt getur samt verið hlutlægt. --Cessator 22. des. 2005 kl. 17:25 (UTC)