Fjarlægðarformúlan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjarlægðarformúlan er stærðfræðiregla, sem finnur stystu vegalengd á milli einhverra tveggja punkta í hnitakerfi. Algengt er að punktarnir séu táknaðir með hnitunum (x1,y1) og (x2,y2). Fjarlægðin á milli þeirra er beint strik, sem við köllum d (dregið af enska orðinu distance). Lárétt bil á milli punktanna er (x2-x1) og lóðrétt bil á milli þeirra er (y2-y1). Þá finnst d samkvæmt reglu Pýþagórasar þannig:

d = \sqrt{ (x_2-x_1)^2 + (y_2-y_1)^2 }

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.