Þyngdarafl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þyngdarafl er eðlisfræðihugtak sem lýsir aðdráttarafli stórra massaeininga. Afstæðiskenningin er notuð til þess að lýsa áhrifum þyngdarafls en lögmál Newtons gefa góða hugmynd um áhrif þess.
Þyngdarafl veldur því að pláneturnar haldist á sporbaugum í kringum sólina og tunglin í kringum pláneturnar. Á jörðinni er þyngdarafl tunglsins þess valdandi að öldugangur er í hafinu.
[breyta] Þyngdarafl jarðarinnar
Þyngdarafl jarðarinnar er fastinn g sem er að meðaltali 9.80665 m/s². Þyngdaraflsfastinn er breytilegur eftir því hvar á hnettinum maður er, einhversstaðar bilinu á 9.79-9.82. Á Íslandi mælist hann vera um 9.82. Þetta þýðir að í frjálsu falli eykst hraði hlutar um tæplega 10 m/s á hverri sekúndu.