Wikipediaspjall:Tillögur að gæðagreinum
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég fjarlægði tillögurnar Albert Einstein, Japan, Frakkland, Kanada og Ástralía enda eru þær þegar komnar og tvöföld listun getur valdið ruglingi í kosningu. Fjarlægði líka Heimspeki þar sem hún er þegar úrvalsgrein (einum gæðaflokki ofar)og til þess að grein hætti að vera úrvalsgrein þarf að kjósa um það sérstaklega, það er ekki nóg að gera hana að gæðagrein í kosningu hér. --Cessator 21. júlí 2006 kl. 16:01 (UTC)
[breyta] Gildi kosninga
Hvað segiði, gildir atkvæði frá þeim sem leggur tillöguna fram? Þýðir það að viðkomandi leggi greinina fram kannski að hann kjósi hana sjálfkrafa? Eða hvernig virkar þetta? --Baldur Blöndal 20:28, 5 desember 2006 (UTC)
- Ég geri ráð fyrir því nema sá sem leggur fram tillöguna hafi fyrirvara á tillögunni. Það er eitthvað kjánalegt við að leggja til að grein verði gæða-/úrvalsgrein en andmæla því jafnfram að hún verði það. Þannig að alla jafnan ætti tillaga að fela í sér stuðning. Hins vegar leyfist fólki vitaskuld að hafa fyrirvara á stuðningi sínum eða jafnvel snúast hugur meðan kosningin er enn í gangi. --Cessator 20:42, 5 desember 2006 (UTC)
- Já ok. Fannst heldur kjánalegt að styðja mína eigin tillögu. Þannig að tillaga felur "óbeint" í sér stuðning? --Baldur Blöndal 20:43, 5 desember 2006 (UTC)
- Ef enginn annar samþykkir tillöguna er hún ekki samþykkt. Það væri alveg út í hött. --Jóna Þórunn 20:45, 5 desember 2006 (UTC)
- Ég var að sjálfsögðu ekki að gefa það í skyn, líkar það bara illa við að kvitta við mína eigin tillögu. --Baldur Blöndal 20:47, 5 desember 2006 (UTC)
- Enda þarf minnst tvö atkvæði til að hún sé samþykkt. Þannig að ef tveir styðja tillöguna, þá er hún samþykkt ef enginn annar hefur neitt um málið að segja. Og andmæli mega ekki vera meiri en 25% þannig að ef einn andmælir, þá þarf alla vega 3 sem styðja hana. Ef fleiri taka þátt í kosningunni, þá gildir bara hvort 75% stuðningur næst eða ekki. --Cessator 20:49, 5 desember 2006 (UTC)
- Já, það væri heldur torkennilegt ef maður gæti unnið bara með því að leggja tillöguna fram. --Baldur Blöndal 20:50, 5 desember 2006 (UTC)
- Oftast gengur þetta bara sjálfkrafa fyrir sig, eða hefur gert það hingað til. En ég ætla að nota tækifærið til að minna á þá skynsamlegu klausu „Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar“ sem ég túlka þannig að ef rökstudd andmæli eru til staðar sé sjálfsagt að reyna að koma til móts við þau ef hægt er, jafnvel þótt tillagan njóti stuðnings fullnægjandi meirihluta. Mér finnst þetta vera ein birtingarmynd þeirrar reglu að hafa skynsemina í fyrirrúmi og notendur eigi að beita dómgreind sinni í hverju tilviki fyrir sig fremur en að fylgja reglum í of mikilli blindni. Mér er annt um þá reglu, því mér sýnist okkur hér á þessari Wikipediu að mestu leyti hafa gengið vel að vinna öll saman og að góður andi hafi ríkt hér hingað til og þessi regla minnir okkur á að vinna áfram í sátt og samlyndi :) --Cessator 21:19, 5 desember 2006 (UTC)
- Já, það væri heldur torkennilegt ef maður gæti unnið bara með því að leggja tillöguna fram. --Baldur Blöndal 20:50, 5 desember 2006 (UTC)
- Ef enginn annar samþykkir tillöguna er hún ekki samþykkt. Það væri alveg út í hött. --Jóna Þórunn 20:45, 5 desember 2006 (UTC)
- Já ok. Fannst heldur kjánalegt að styðja mína eigin tillögu. Þannig að tillaga felur "óbeint" í sér stuðning? --Baldur Blöndal 20:43, 5 desember 2006 (UTC)