Notandaspjall:Sterio/Tónlistargreinar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

[breyta] Nöfn á rússum

Ég sé að við notum frekar enskuna en íslenskuna (Tchaikovsky frekar en Tsjæjkofskíj). Ég rakst hins vegar á góðan milliveg á ensku útgáfunni áðan: Pëtr Il'ič Čajkovskij (þetta er Pjetur Illíigg Tsjæjkofskíj) Mér finnst persónulega rökréttast að nota þetta, þar sem nokkuð fáránlegt er að gera ráð fyrir að allir kunni enskan framburð á íslenskri útgáfu, þessi millivegur notar okkar letur en er ekki enska, þannig að afhverju ekki? --Satúrnus

Ja, mér finnst það bara plein ljótt. Þá vil ég frekar nota íslensku stafsetninguna sjálfa. Miklu frekar. Annars er þetta alltaf vandamál með rússneskuna. Þurfum að fá okkur einhvern sem er vanur að umrita rússnesku hingað, rétt eins og við höfum Cessator til að leiðrétta ruglið í okkur með Latínuna. --Sterio 21. júlí 2006 kl. 16:50 (UTC)