Spjall:Sjósleði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég kalla þetta fyrirbæri sjókött. Sjóskíði og vatnaskíði eru aftur skíði sem maður stendur á í vatni og dregin áfram af hraðbát. Kannast einhver annar við orðið sjóköttur? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 2. júní 2006 kl. 12:32 (UTC)

Hehe, þetta hljómar eins og spurning úr þættinum Íslenskt mál :) Mér dettur í hug hvort ég hafi heyrt orðið sjósleði eða sæþota notað yfir þetta, en eins og mig minni að allir noti orðið sjóskíði. Kann að hafa rangt fyrir mér samt. Þyrfti að gera google-könnun. --Akigka 2. júní 2006 kl. 13:03 (UTC)
Haha, já, ég var bara forvitin að vita hvort þetta væri eitthvað sérstakt norðlenskt orð. En allavega sjóköttur, sjóþota og sjósleði (sem virðist vera notað oftast) er greinilega notað yfir þetta fyrirbæri. Ef maður slær inn sjóskíði þá virðist það oftast notað í þeim skilningi sem ég lagði í orðið, þ.e.a.s. skíði sem maður er dregin áfram á. Vatnaskíði er náttúrulega bara beinþýðing á orðinu „waterskiing“. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 2. júní 2006 kl. 13:27 (UTC)
Ég hef reyndar aldrei alveg vitað hvað þetta fyrirbæri heitir, en hef alltaf notað orðið sjóskíði yfir það sama og Friðrik lýsir. Opnaði þessa grein haldandi að hún væri um slík. Þetta er amk mjög ruglingslegt. --Sterio 2. júní 2006 kl. 13:33 (UTC)
Já, ég kannast við orðið „sjóköttur“ og hef heyrt allnokkra aðra nota það. --Cessator 2. júní 2006 kl. 20:04 (UTC)