Spjall:Ólafur Ragnar Grímsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Það er náttúrulega rangt að segja að hann hafi vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem forseti er ábyrgðarlaus með öllu í stjórnunarathöfnum, og eina sem gerðist þegar hann neitaði að skrifa undir lögin að þau urðu samt sem áður að lögum, en ef viðkomandi lög voru enn í gildi skyldi kjósa um þau. Alla vega er þetta orðalag ekki nógu hlutlaust, en ég er ekki alveg viss hvernig þyrfti að breyta þessu. --HM
- Ekki er hægt að draga í efa að Alþingi hefur fullt vald til að draga til baka eigin lög, og óþarfi að minnast á að einstaka einstaklingar, sem langt í frá er hægt að kalla fræðimenn eða sérfræðinga á þessu sviði hafi verið að halda fram að svo sé ekki. Forsetinn sjálfur hefur, eins og eðlilegt er, viðurkennt að lagasetningarvald er iðullega í höndum Alþingis, hvort sem til að setja lög eða leggja eigin lög niður. Hér er verið að gefa þessum ,,kverúlöntum" of mikið vægi, og því er þetta alls ekki nógu hlutlaust. ––194.144.65.221
- Wikipedia er ekki staðurinn til að skera úr um það hvaða lögspekingar eru alvöru sérfræðingar og hverjir eru „kverúlantar“. --Bjarki Sigursveinsson 21:21, 12 jan 2005 (UTC)
- Ég man nú ekki betur en að það hafi allt farið í háa-loft útaf þessu fíaskói öllu saman og fræðimenn hafi skipst á skoðunum um hvort þetta mætti yfirleitt.
- Hvaða fordæmi eru fyrir því bæði í hefð og lögum að alþingi hafi og megi draga til baka lög sem komin eru á þetta stig? Ekki það að ég sé að verja aðra hvora hliðina, hinsvegar væri gott að heyra betri rökstuðning á þínu máli. –Ævar Arnfjörð Bjarmason 21:42, 12 jan 2005 (UTC)
- (og þú getur skrifað undir svör með —~~~~)
Það hlýtur að skipta máli hvort það séu bara einhverjir menn út í bæ sem eru að halda svona allnýstárlegri túlkun á lagabókstafnum fram, eða sérfræðingar í stjórnskipunarrétti. Engum slíkum hefði dottið í hug að efast um að Alþingi sé svipt lagasetningarvaldi sínu við það að forsetinn hafnar lögunum staðfestingar, svo það að segja að þetta hafi verið umdeilt meðal fræðimanna er of mikið í lagt. Eins og textinn stendur er þetta langt í frá hlutlaust, þessu niðurlagi þarf að breyta.
- Endilega komdu þá með tillögu að hlutlausu orðalagi. --Bjarki Sigursveinsson 20:51, 16 jan 2005 (UTC)