Vöðuselur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vöðuselur Ástand stofns: Í lítilli hættu
|
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() |
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Phoca groenlandica Erxleben, 1777 |
|||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||
|
Vöðuselur (fræðiheiti: Phoca groenlandica eða Pagophilus groenlandicus) er skjöldóttur selur sem lifir í Norður-Atlantshafi og Norður-Íshafi. Fullorðin dýr verða milli 170 og 180 cm löng og vega 120-140 kíló. Vöðuselir geta orðið allt að 40 ára gamlir. Þetta er algengasta selategundin beggja vegna Grænlands. Nafnið er dregið af því að áður fyrr gengu stórar vöður af þessum sel til Íslands um jólaleytið og voru þeir þá veiddir í stórum stíl, en úr þessu dró verulega á 19. öld. Vöðuselur er enn mikið veiddur af Kanadamönnum, Grænlendingum, Rússum og Norðmönnum.