Orrustuskip
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd:German Battleship Bismarck Stern View.jpg
Horft framan á stefnið á Bismarck um 1940.
Orrustuskip er öflugt herskip þar sem fara saman öflugar fallbyssur og þung brynvörn. Þau voru oftast nær notuð sem flaggskip og venjulega mikilvægustu skip flestra flotaeininga en enginn sjórher notar orrustuskip lengur.
Orrustuskip hafa í gegnum tíðina verið flokkuð eftir tímabili. Til einföldunar er yfirleitt miðað við orrustuskip frá því fyrir tíma vélvæðingar, gufuknúin orrustuskip og síðast 20. aldar orrustuskip.