Pink Floyd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pink Floyd er bresk rokkhljómsveit. Hún er ein frægasta og áhrifamesta sveit allra tíma en frægasta plata hennar er Dark Side of the Moon. Pink Floyd var upp á sitt besta á 8. áratug tuttugustu aldar.

Hljómsveitin hóf feril sinn 1965 og var frægasta „neðanjarðar“ hljómsveit London. Fyrsta platan kom út 1967, og frægð og frami fylgdi. LSD-notkun varð fylgifiskur frægðarinnar og var Syd Barrett látinn fara á meðan á tökum á annarri plötunni stóð. David Gilmour var þá fenginn til liðs við þá Roger Waters, Rick Wright og Nick Mason. Á þessu tímabili gerðu þeir miklar sýruplötur með löngum lögum og skrýtnum hljóðum. Þrisvar voru þeir fengnir til að gera lög fyrir kvikmynd og voru það myndirnar More (með plötunni Music from the film More), La Valle (Obscured by clouds), og Zabriske point. Til er plata með lögunum úr Zabriske point en hún er ekki viðurkennd breiðskífa, því tónlistinni var hent út úr myndinni. Árið 1973 kom Dark Side of the Moon sem varð frægasta plata þeirra og urðu þeir heimsfrægir eftir hana. Í kjölfarið fylgdu þekktar plötur eins og Wish You were Here, Animals og The Wall. Roger Waters, bassaleikari og aðal lagahöfundur, tók nú við stjórninni og hafði öll ráð í hendi sér. Rick Wright var rekinn út af skoðunum sínum á meðan tökur á The Wall stóðu yfir. Síðasta plata Roger Waters kom út 1983 og var það Final Cut þar sem hann samdi allt og söng allt. Hann hætti eftir hana í þeirri trú að hljómsveitin væri hætt. En David og Nick fengu Richard aftur til sín og gáfu út plötuna Momentary lapse of reason árið 1987 og Division Bell árið 1994. Eftir þær gerðist ekkert fyrr en hljómsveitin kom saman aftur á Live 8, sínum síðustu tónleikum.

Efnisyfirlit

[breyta] Meðlimir

[breyta] Núverandi meðlimir

[breyta] Fyrrverandir meðlimir

[breyta] Útgefið efni

[breyta] Breiðskífur