Spjall:Þráðlaust net
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mér svelgdist á þegar ég las "bitaflutningslag" en ég sé að Tölvuorðasafnið samþykkir þetta. Þetta er hins vegar eitthvað sem mönnum er varla tamt að nota. Má ekki bara tala um gagnaflutning? --Oliagust 16:31, 26 nóvember 2006 (UTC)
- Bitaflutningslag hljómar dálítið eins og sushifæribandið á Iðu. Það er satt. --Akigka 16:39, 26 nóvember 2006 (UTC)
- Orðið gagnaflutningur er þjálara og eitthvað sem yrði líklega notað í alvöru samræðum- ætti ekki bara að nota það? --Baldur Blöndal 17:48, 26 nóvember 2006 (UTC)
- Það er hægt að nota hvort tveggja. --Cessator 19:17, 26 nóvember 2006 (UTC)
- Orðið gagnaflutningur er þjálara og eitthvað sem yrði líklega notað í alvöru samræðum- ætti ekki bara að nota það? --Baldur Blöndal 17:48, 26 nóvember 2006 (UTC)
- Mér þykir þetta líka kjánalegt því það er ekki verið að flytja bit heldur gögn. Bit og bylgjur eru mismunandi birtingarmyndir gagnanna. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:44, 26 nóvember 2006 (UTC)