Rafbassi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rafbassi af gerðinni Rickenbacker 4001JG
Enlarge
Rafbassi af gerðinni Rickenbacker 4001JG

Rafbassi er rafmagns strengjahljóðfæri. Rafmagnsbassi hefur oftast 4 strengi en 5 og 6 strengja rafbassar eru ekki sjaldséðir. Oftast eru stregir á rafmagnsbassa stilltir í E, A, D og G (áttund neðar en fjórir dýpstu strengir gítars) en margir bassaleikarar kjósa að að stilla bassann sinn öðruvísi. Rafbassar eru yfirleitt með þverböndum þó bandalausir rafbassar séu einnig til.

Á búki rafbassa eu pikköppar sem gerðir eru úr seglum sem nema titring strengjanna þegar slegið er á þá. Utan um seglanna er vafin spóla sem umbreytir hreyfiorku seglanna í rafstraum. Snúra er tengd frá rafbassa yfir í magnara sem magnar upp rafmerkið.


  

Þessi grein sem tengist tónlist er stubbur.
Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana