22. janúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2006 Allir dagar |
22. janúar er 22. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 343 dagar (344 á hlaupári) eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1840 - Breskir landnemar komast til Nýja-Sjálands.
- 1910 - Jarðskjálfti, einn sá öflugasti sem mælst hefur á Íslandi, 7,1 stig á Richter, en litlar skemmdir urðu. Miðjan var út af Öxarfirði.
- 1918 - Mesta frost mældist á Íslandi, -37,9°C á Grímsstöðum á Fjöllum.
- 1962 - Sæsímastrengurinn Scotice, milli Íslands og Skotlands um Færeyjar, var tekinn í notkun.
- 1980 - Andrei Sakharov handtekinn í Moskvu.
- 1983 - Björn Borg leggur skóna á hilluna.
- 1983 - Tvö snjóflóð féllu á Patreksfirði. Fjórir fórust og margir misstu heimili sín.
- 1988 - Paul Watson, skipstjóra og forsprakka Sea Shepherd samtakanna, var vísað úr landi, gefið að sök að hafa látið sökkva hvalbátunum tveimur í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
- 2006 - Cavaco Silva kjörinn forseti Portúgals.
[breyta] Fædd
- 1968 - Frank Lebœuf, franskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Ben Moody, bandarískur gítaristi (Evanescence).
- 1985 - Mohamed Sissoko, malískur knattspyrnumaður.
[breyta] Dáin
- 1258 - Þorgils skarði Böðvarsson veginn á Hrafnagili. Hann hafði verið atkvæðamestur höfðingja í tvö ár.
- 1976 - Hermann Jónasson lést, 79 ára. Hann var formaður Framsóknarflokksins, þingmaður og ráðherra, lengi forsætisráðherra.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |