Mein kampf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mein Kampf (ísl. Barátta mín) er ritverk eftir Adolf Hitler þar sem hann tvinnar saman sjálfsævisögulegum staðreyndum við hugmyndafræði sína um nasismann.

Hitler skrifaði bókina meðan hann sat í fangelsi í Landsberg í Bæjaralandi, en þangað var hann sendur vegna þátttöku sinnar í bjórkallarauppreisninni. Fyrsta bindið (Eine Abrechnung) kom fyrst út þann 18. júlí árið 1925 og það síðara árið 1926 (Die Nationalsozialistische Bewegung).

Upphaflega valdi Hitler nafnið Fjögur og hálft ár [af baráttu] gegn lygum, heimsku og hugleysi (þýska Viereinhalb Jahre [des Kampfes] gegen Lüge, Dummheit und Feigheit) en útgefandi hans, Max Amann, stytti það niður í Mein kampf, eða Barátta mín.

Bókin seldist vel. Um 287.000 eintök höfðu selst þegar ríkisstjórn þjóðernisjafnaðarmanna tók við völdum í Þýskalandi 1933. Bókin rauk út eftir það og á árinu 1933 voru yfir milljón eintök prentuð. 1943 höfðu yfir 10 milljón eintök verið prentuð af bókinni. Valdir kaflar út bókinni hafa verið þýddir á íslensku og gefnir út á bók.

[breyta] Mein Kampf á netinu