Staðaraðferð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðaraðferðin eða á ensku "Method of loci" er minnistækni sem Grikkjum og Rómverjum var kennd, með þeim hætti að þeim var kennt að setja hvert tiltekið atriði ræðu í samband við einhvern stað. Svo væri létt að rifja upp ræðuna með því að flakka á milli í huganum til þeirra staða sem tengdust atriðum ræðunnar.
Staðaraðferðin eða "Method of loci" hjálpar eða aðstoðar minnið og hefur verið notað nokkuð lengi. Langur listi af ósjálfstæðum eða líkum hlutum á muna eftir í ákveðinni röð.
Loci eru líkamslegar staðsetningar sem tengja óþekktar upplýsingar saman sem þarf að vera afturkallað með ákveðinni
Til að geta notað staðaraðferðina þarf að hugsa um þekkta byggingu, tökum sem dæmi eitthvað ákveðið hús. Taka þarf sér tíma til að framkvæma andlegt "rölt" í gegnum öll herbergin inn í húsinu. Taka þarf sérstaklega eftir smáatriðunum, eins og til dæmis rispur eða hvað sem fær mann til að "víkka" hugsunarháttinn.
Búa þarf svo til lista um vel greinda hluti sem horft var á og var lagt á minnið. Þegar það er búið á að búa til sjáanlegar ímyndanir fyrir hvert orð sem var tekið fyrir og setja þau í ákveðna röð. Til að kalla þessi orð til baka þarf að spyrja til dæmis : "Hvað er á hurðinni á svefnherberginu" eða "hvað er í ofninum" og svo framvegis.
Framkvæma þarf samband á milli orðunum og hugmyndunum til að muna eftir aðferðinni. Hægt væri að búa til stórkostlegar ímyndanir, því stórkostlegri sem ímyndunin er því meiri líkur eru á að viðkomandi muni hana.